BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 39. ÁR – 2019
Forsíðumynd: Mynd af Sauðanesi. Myndin er tekin á fyrri hluta eða um miðja 20. öld.
Veffang: www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
Umsjónar – og ábyrgðarmaður Jan Aksel Harder Klitgaard ISSN 1670-5963 ÁSPRENT – STILL efh. Akureyri MMXIX
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018 Stjórn fram að aðalfundi: Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Atli Vigfússon Guðrún Brynleifsdóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir Steinþór Hreiðarsson Þórgunnur R. Vigfúsdóttir
Stjórn eftir aðalfund: Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Röðull Reyr Kárason Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Atli Vigfússon Heiðbjört Ólafsdóttir Jóna B. Gunnarsdóttir Katý Bjarnadóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir
Úr starfsskýrslu 2018 Almennt Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur frá því að hún var stofnuð árið 2007 vaxið og dafnað vel og heldur stofnunin í dag utan um fjölbreytta og margslungna starfsemi. Í dag samanstendur Menningarmiðstöð Þingeyinga af Byggðasafni Norður-Þingeyinga, Byggðasafni Suður-Þingeyinga, Sjóminjasafninu, Héraðsskjalasafni Þingeyinga, Ljósmyndasafni Þingeyinga, Myndlistasafni Þingeyinga, Náttúru gripasafni Þingeyinga, bókasöfnunum í Norðurþingi sem hafa aðsetur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og útgáfu Árbókar Þingey inga. Menningarmiðstöð Þingeyinga er með þjóðlífssýningar á Grenjaðarstað í Aðaldal, í Safnahúsinu á Húsavík, á Snartarstöðum við Kópasker og í Sauðaneshúsi á Langanesi. Skrifstofur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eru á 3. hæð í Safnahúsinu á Húsavík. Eins og undanfarin ár einkenndist starfsemi stofnunarinnar af verkefnum og viðburðum sem eru árlegir, auk viðburðum og sýningarhöldum sem fara fram í einungis eitt skipti. Síðustu ár hefur stefna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga verið að efla tengsl við samfélagið, þá ekki síst skólana og t.a.m. hefur orðið ákveðin hefð fyrir því að hluti af kennslu í áfanganum Vísindaenska sem er kennd við Framhaldskólann á Húsavík fari fram í Safnahúsinu á Húsavík. Þá hefur Myndlistasýning barnanna sem er samstarfsverkefni með leikskólanum Grænuvöllum verið árlegur viðburður frá árinu 2014. Í ágúst var haldinn opinn íbúafundur í Sauðaneshúsi um gerð nýrrar sýningar þar. Af sýningum ársins ber helst að nefna sýningu á afrakstri rannsóknar Sigurlaugar Dagsdóttur þjóðfræðings á ljósmyndasöfnum Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur, sýningu franska listamannsins François Lelong sem nefndist „Hreindýradraugur“ og yfirlitsýning Jóhannesar Dagssonar listfræðings á safneign Myndlistasafns Þingeyinga sem hann nefndi „Ásýndir lands“. Myndarlegur sýningarbæklingur var búinn til í tengslum við þá sýningu þar sem sögu Myndlistasafns Þingeyinga er ítarlega getið. Menningarmiðstöð Þingeyinga fann, eins og oft áður, fyrir velvilja og stuðningi íbúa og fyrirtækja í héraði á árinu. Í maí komu fulltrúar stéttarfélagsins Framsýnar við í Safnahúsinu á Húsavík og færðu
SAFNI
3
miðstöðinni hljóðkerfi að gjöf sem hefur strax fyrsta árið oft komið að góðu gagni. Safnahúsið á Húsavík hefur oft verið nýtt til þess að taka á móti gestum þegar stór fundarhöld eða ráðstefnur eru haldnar á Húsavík og var árið 2018 engin undantekning. Í október var Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga gestgjafi 38. landsþings Kvenfélagasambands Íslands og fór móttakan fram í Safnahúsinu þar sem um 150 kvenfélagskonur tóku þátt.
Nemendur og kennarar frá leikskólanum Grænuvöllum í desember. Þau færðu Safnahúsinu á Húsavík sýninguna „Jól í Kvíabekk“ til láns. Mynd: MMÞ
4
Frá opnun sýningarinnar „Ásýndir lands“ 15. september 2018.
SAFNI
Mynd: MMÞ
Mikill erill var að venju yfir sumartímann þar sem þjóðlífssýningar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga voru opnar daglega. Litlar breyt ingar voru á aðsókn á sýningar á milli ára. Undanfarin ár hefur stöðugt verið reynt að finna leiðir til að fjölga gestum en hefur það borið lítinn árangur. Þá er gott að hafa í huga að auk þess að veita gestum upplifun af lífi og lífsskilyrðum fyrri tíma á sýningum stofnunarinnar er annað aðalmarkmið Menningarmiðstöðvar Þingeyinga að varðveita og skrá menningararf Þingeyinga fyrir komandi kynslóðir. Guðni Halldórsson, þáverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, ritaði í Safna 2008 á bls. sex að „byggðasöfnin hér eru svæðisbundin og hafa þær skyldur að safna munum og heimildum um mannlíf til varðveislu fyrir komandi kynslóðir. Í því felst mikilvægi þeirra. Þau eru ekki rekin í ágóðaskyni og verða aldrei“. Í vor sagði Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga starfi sínu lausu og hætti hún störfum 1. september. Auglýst var eftir eftirmanni Sifjar strax um vorið. Tvær umsóknir bárust og var Jan Aksel Harder Klitgaard ráðinn. Jan er með gráðu frá Háskóla Íslands í þjóðfræðum, er fæddur og uppalinn í Danmörku en hefur búið á Íslandi í rúmlega 20 ár, þar af lengst á Húsavík.
5
SAFNI
Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018 (2017) Helstu tekjuliðir Frá sveitarfélögum Frá Safnasjóði Framlag ríkisins vegna héraðsskjalasafna Aðgangseyrir
39.461.996 3.700.000 1.095.000 4.618.094
(37.582.876) (5.117.026) (1.932.500) (4.310.815)
Aðsóknartölur 2018 (2017) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík Gestir á Grenjaðarstað Gestir á Snartarstöðum Gestir í Sauðaneshúsi
3335 2566 435 413
(3184) (2658) (349) (414)
Styrkir Menningarmiðstöð Þingeyinga er viðurkennt safn og getur þar af leiðandi sótt um styrki úr Safnasjóði Safnaráðs. Menningarmiðstöð Þingeyinga sótti um styrki fyrir fimm verkefni til Safnasjóðs fyrir árið 2018. Auk þess að sækja um styrki til Safnaráðs árið 2018 sótti Menningarmiðstöð Þingeyinga um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og til Þjóðskjalasafns Íslands. Á árinu fékk Menningarmiðstöð Þingeyinga eftirfarandi styrki: • Rekstrarstyrkur frá Safnasjóði, kr. 900.000. • Verkefnið „Fræðslunet í Safnastarfi“ fékk kr. 600.000 frá Safnasjóði. Verkefnið miðaði að því að efla fræðslustarf Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og samstarf við skóla á starfssvæðinu. • Yfirlitssýning úr safneign Myndlistasafns Þingeyinga fékk kr. 700.000 frá Safnasjóði. • Safnasjóður styrkti vinnu við gerð nýrrar sýningar í Sauðaneshúsi sem nefnist „Að sækja björg í björg“ með kr. 1.500.000. Málþing til undirbúnings þessarar nýju sýningar var styrkt um kr. 765.000 árið 2017. • Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti málþingið
6
SAFNI
„Þjóðfræði á Góu“ með kr. 240.000. Málþingið um þjóðfræði á Þorranum eða Góu er samstarfsverkefni við þingeyska þjóðfræðinga og þjóðfræðinema og var haldið í fjórða skiptið á árinu. • Hádegisfyrirlestraröð sem nefndist „Fróðlegir fimmtudagar“ fékk kr. 300.000 frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Fjórir fyrirlestrar voru haldnir í mars og apríl. • Héraðsskjalasafnið fékk kr. 1.200.000 styrk úthlutaðan frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa“. • Héraðsskjalasafnið fékk kr. 800.000 styrk úthlutaðan frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Skönnun á sveitablöðum, tímabilið 1875-1959“.
Námskeið Á árinu sóttu starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eftirfarandi námskeið og ráðstefnur: 11.-14. september – Farskóli safnamanna í Dublin (Snorri). 24. september – Námskeið í landupplýsingakerfinu QGIS hjá Þekkingarneti Þingeyinga (Snorri). 4. október – Grunnnámskeið í Sarpi (Jan). 5. október – Skráningarnámskeið í Sarpi (Jan og Sólrún). 4.-5. október – Ráðstefna Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi haldin á Sauðárkróki (Snorri).
Fundir Fjölmargir fundir sem tengdust starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga voru haldnir á árinu. Þar á meðal: • Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hélt stjórnarfundi þann 7. maí, 28. ágúst og 27. september. Aðalfundur stofnunarinnar var haldinn á Fosshóteli á Húsavík þann 28. júní. • Nýr forstöðumaður fór í fundaferð til Reykjavíkur í byrjun október til að funda með samstarfsaðilum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Hann fundaði með Þorbjörgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjármála – og þjónustusviðs Þjóðminjasafns-
7
SAFNI
• •
•
• •
ins, Guðmundi Luther Hafsteinssyni sviðsstjóra húsasafns Þjóð minjasafnsins og Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Safnaráðs. Héraðsskjalavörður mætti fyrir hönd Héraðsskjalasafns Þingey inga á vorfund opinberra skjalasafna í Þjóðskjalasafninu í apríl. Opinn fundur vegna gerðar nýrrar sýningar í Sauðaneshúsi var haldinn þann 25. ágúst í Sauðaneshúsi og mættu Sif Jóhannesdóttir, Sigurlaug Dagsdóttir og Jan Aksel Harder Klitgaard á fundinn. Staðarhaldarar Sauðaneshúss undanfarin þrjú sumur, þau Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðarson, höfðu verið ráðin til að hanna sýninguna og fór fram frjósöm umræða á milli þeirra heimamanna sem mættu og starfsmanna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Fráfarandi forstöðukona sinnti starfi sínu í stjórn Íslandsdeildar ICOM og Íslandsdeildar Bláa skjaldarins og sótti fundi vegna þessa. Hún mun sinna því starfi til næstu aðalfunda ICOM og Bláa skjaldarins. Þá sóttu forstöðumenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga stjórnarfundi Hvalasafnsins á Húsavík á árinu. Auk þess sóttu starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fjölda annarra funda vegna sýninga og samstarfsverkefna.
Starfsfólk Þó að stöðugleiki hefur verið í starfsmannahópi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga undanfarin ár verða breytingar á hverju ári og á það ekki síður við árið 2018. Sif Jóhannesdóttir hætti sem forstöðumaður stofnunarinnar og Jan Aksel Harder Klitgaard tók við. Kristján Ármannsson sem hefur starfað í 50 % stöðuhlutfalli sem húsvörður á Safnahúsinu á Húsavík, frá því um það leyti þegar Sif tók við Menningarmiðstöð Þingeyinga árið 2011, ákvað að láta af störfum á sama tíma og Sif. Menningarmiðstöð Þingeyinga þakkar þeim fyrir góð störf í þágu stofnunarinnar. Aðrir fastir starfsmenn 2018 í Safnahúsinu á Húsavík voru Snorri Guðjón Sigurðsson í 100 % starfi sem héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga. Bryndís Sigurðardóttir var í 100 % starfi sem deildarstjóri bókasafnanna í Norðurþingi. Í hlutastarfi voru Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir í 50 % starfi í bókasafn-
8
SAFNI
inu á Húsavík og við önnur störf í Safnahúsinu, Ragnheiður Hreið arsdóttir var í 40 % starfi við skráningu í fjarvinnslu fyrir Þjóð minjasafn Íslands, og Harpa Stefánsdóttir var í 20 % starfi við ræst ingar. Harpa var í fæðingarorlofi fram að vori og sinnti Ellen Mjöll Hallgrímsdóttir Viðar starfinu á þeim tíma. Sumarstarfsmenn við gestamóttöku í Safnahúsinu voru Hafrún Gunnarsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, og vann þá Styrmir Franz Snorrason við garðvinnu í hlutastarfi. Í Sauðaneshúsi störfuðu Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson við gestamóttöku frá 15. júní til 31. ágúst og var það þriðja sumarið þeirra þar. Alma Dís Kristinsdóttir leysti þau Auði og Starkað af í tvær vikur. Um haustið var Halldóra Sigríður Ágústsdóttir ráðin til að hafa eftirlit með Sauðaneshúsi yfir veturna. Á Snartarstöðum tók Hildur Óladóttir á móti gestum daglega frá 1. júní til 31. ágúst, en Rannveig Halldórsdóttir sinnti eftirliti með Snartarstöðum yfir vetrartímann. Líkt og undanfarin ár voru Sigurlaug Dagsdóttir og Örn Björnsson ráðin sem bæjarstjórar á Grenjaðarstað yfir sumartímann. Auk þess að vera með afgreiðslu á Húsavík eru bókasöfnin í Norðurþingi með starfsstöðvar á Kópaskeri og á Raufarhöfn. Jónas F. Guðnason hefur í mörg ár haft umsjón með bókasafninu á Raufarhöfn og hélt því áfram í 10 % stöðuhlutfalli árið 2018. Á Kópaskeri voru mannabreytingar á árinu þar sem Elsa Ramirez Perez hætti störfum í júlí. Charlotta Englund tók við starfi Elsu í september en sagði upp starfi vegna annarra verkefna í desember og var þá Reynir Gunnarsson ráðinn til að sinna starfi bókavarðar í rúmlega 20 % stöðuhlutfalli. María Hermundsdóttir hefur séð um afleysingar á Kópaskeri.
Safnahúsið á Húsavík Starfsemi í Safnahúsinu var með hefðbundnu sniði á árinu eftir þær miklu breytingar sem urðu á innri starfsemi hússins þegar Menningarmiðstöð Þingeyinga tók við rekstri bókasafna Norðurþings árið 2017. Á vordögum var undirritaður samningur til sex ára á milli Blakdeildar Völsungs og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um afnot á hluta lóðar (720 m2) Safnahússins á Húsavík undir tvo strand blakvelli. Vellirnir voru tilbúnir til notkunar um haustið en enn vant-
9
SAFNI
ar að klára ýmsa þætti í tengslum við frágang lóðar í kringum vellina. Lóðin í kringum Safnahúsið er mjög stór og krefst mikils viðhalds. Því er eðlilegt að leita frekari leiða til að draga úr kostnaði rekstrar lóðar sem stofnunin hefur enga þörf fyrir eins og stendur. Um haustið var skipt um hitalögn í anddyri og í göngum á milli bókasafnsins og Sjóminjasafnsins þar sem gömlu lagnirnar voru orðnir svo tærðar að vatn var farið að leka úr veggjum. Safnahúsið á Húsavík er stór eign sem er kostnaðarsöm í viðhaldi og eru nokkur stór viðhaldsverkefni framundan næstu árin sem nauðsynlegt er að ráðast í.
Sérsýningar og viðburðir 2018 • G reiningarsýning á myndum sr. Arnar sem opnaði í desember 2017 og stóð fram í miðjan janúar. • Sýningin „Þetta vilja börnin sjá“ stóð fram í miðjan janúar. • Samstarfsverkefnið „Myndlistarsýning barnanna“ á milli leikskólans Grænuvalla og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hófst í janúar og var sýning með afrakstur verkefnisins opnuð 6. febrúar, á degi leikskólans. • Fjölskyldutríóið Litróf hélt tónleika í Sjóminjasafninu þann 2. febrúar. • Hádegisfyrirlestraröðin „Fróðlegir fimmtudagar“ var haldin um vorið. Björn Ingólfsson, ritstjóri Árbókar Þingeyinga, flutti fyrirlesturinn „Dálítið ferðalag um fortíðina“ þann 15. mars. Viku seinna hélt þáverandi forstöðumaður Sif Jóhannesdóttir erindið „Skálar á Langanesi – þorp sem var“. Þann 5. apríl sögðu líffræðingarnir Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Yann Kolbeinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands frá „Fuglaskoðun í Suður-Afríku“. Að lokum kynnti rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir bók sína „Blóðug jörð“ þann 12. apríl. Boðið var upp á að kaupa hádegissnarl með hádegisfyrirlestrunum. • Á sumardaginn fyrsta opnuðu yngstu börnin leikskólans Grænuvalla sýninguna „Leikur með ull“, sem stóð í viku. • Þann 27. apríl héldu Hamskipti Hjalta og Láru tónleika í Sjóminjasafninu. • Sýningin „Að fanga þig og tímann“ opnaði 1. maí í myndlistar
10
• •
• •
• •
•
• •
SAFNI
salnum. Var hún innlit í ljósmyndasöfn Ragnheiðar Bjarnadótt ur og Sigríðar Ingvarsdóttur og þann tíma í sögu Þingeyinga sem endurspeglast í ljósmyndunum. Sýningarstjóri var Sigurlaug Dagsdóttir og var vinnan við gerð sýningarinnar styrkt af Safnaráði árið 2017. Sýningin stóð til 20. júní. Frímann Sveinsson hélt sýningu á vatnslitamyndum frá 17. til 24. maí í litla sýningarsalnum. Þjóðfræðidagskrá fór fram þann 3. júní þar sem tvö erindi voru flutt og tvær kynningar á MA verkefnum voru fluttar. Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í Þjóðfræði við Háskóla Íslands, hélt erindi sem hann nefndi „Glíman við karlmennskuna“ og Peter Jan Margry prófessor í þjóðfræði við Amsterdamháskólann flutti fyrirlestur sem hét „Aðdáendahátíð? Költinn í kringum Jim Morrison í Pére Lachaise kirkjugarðinum í París“. Jan Aksel Harder Klitgaard þjóðfræðingur kynnti aðferðafræði mastersverkefnisins síns um „Tré í Norrænni trú“ og Sigurlaug Dagsdóttir fjallaði í erindi sínu „Að fanga þig og tímann: Frá hugmynd til sýningar“ um ferlið á bak við samnefnda sýningu sem opnuð var í Safnahúsinu 1. maí. Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir héldu tónlistardagskrá í tali og tónum um líf skáldkonunnar Huldu þann 20. júní. Franski sjónlistamaðurinn François Lelong opnaði sýninguna „Hreindýradraugur“ í myndlistarsalnum þann 29. júní og stóð sú sýning út ágúst. Frá 14. júlí til 28. júlí hélt Jónasína Arnbjörnsdóttir sýningu sem hún nefndi „Hugarflug“ í litla sýningarsalnum. Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir ásamt Pálma Óskarsyni komu til Húsavíkur þann 7. september og voru með sönglagadagskrá úr smiðju Jónasar og Jóns Múla Árnasona um kvöldið sem þau kölluðu „Einu sinni á ágústkvöldi“. „Ásýndir lands“ nefndist yfirlitssýning úr safneign Mynd listasafns Þingeyinga sem listfræðingurinn Jóhannes Dagsson vann fyrir Menningarmiðstöðina. Sýningin opnaði 15. september í myndlistarsalnum og stóð fram í miðjan nóvember. Hluti dagskrár Landkönnunarhátíðarinnar á Húsavík fór fram í Sjóminjasafninu þann 22. september. Árbók Þingeyinga átti 60 ára afmæli og voru tímamótin haldin hátíðleg þann 21. október.
11
SAFNI
Frá Landkönnunarhátíðinni.
Mynd: Francesco Perini
• S ýningin „Verk í náttúru Þeistareykja“ var opnuð í litla sýningarsalnum þann 28. október. Á sýningunni voru sýndar fjórar bestu tillögurnar í hugmyndasamkeppni Landsvirkjunar og Hönnunarmiðstöðvar Íslands um listaverk sem hægt væri að setja upp á Þeistareykjum. Sýningin var opin út árið. • Tríóið Ljómur flutti verk eftir John Dowland í Sjóminjasafninu þann 10. nóvember. • Greiningarsýning á ljósmyndum var haldin frá 6. desember og út árið í myndlistarsalnum. • Sýningin „Jól í Kvíabekk“ var samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og leikskólans Grænuvalla. Elsti árgangur leikskólans kynnti sér jól fyrr og nú og sýndi í desember, heimatilbúið jólatré sem unnið var af börnunum.
Grenjaðarstaður Grenjaðarstaður er vinsælasti áfangastaður ferðamanna af þeim fjórum söfnum sem heyra undir Menningarmiðstöð Þingeyinga. Þó hefur verið breyting undanfarin ár á fjölda ferðamanna sem sækja Grenjaðarstað heim og eru hópar á vegum ferðaskrifstofa sífellt
12
SAFNI
Sigurlaug, Elín og Sif prúðbúnar og tilbúnar að taka á móti matarsmökkunarhópi frá Fjallasýn. Mynd: Halldóra Kristín Bjarnadóttir
stærri hluti þeirra sem þangað koma. Tilraunaverkefni með matarsmökkunarhópa frá Fjallasýn árið 2017 heppnaðist mjög vel og hélt áfram 2018 með miklum vinsældum. Grenjaðarstaður var opinn daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 18. Eins og undanfarin ár er töluvert af hópum sem koma fyrir utan sumaropnunina og er það helst í maí og september sem þeirra er von. Með vorinu á hverju ári koma útskriftarnemendur frá leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík í heimsókn og fá leiðsögn um bæinn og syngja saman nokkur gömul þjóðlög. Að venju endaði heimsóknin þetta árið með því að grilla pylsur á útikennslupönnu leikskólans á bílastæðinu. Í október kom hópur framhaldsskólanemenda í sögu frá Framhaldskólanum á Laugum í heimsókn. Þeir fengu leiðsögn um torfbæinn og unnu síðan verkefni um lífið í torfbænum. Það er mjög ánægjulegt að fá skólahópa í heimsókn á Grenjaðarstað og kynna fyrir nemendum þann einstaka íslenska menningararf sem torfbærinn er á heimvísu. Í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands tók sjónvarpsstöðin N4 viðtal við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands í suðurstofunni í lok október. Hafði það verið sérstök ósk forsetans að viðtalið við hann í tilefni hátíðarinnar færi fram á Grenjaðarstað.
13
SAFNI
Nýja fánastöngin á Snartarstöðum með fána Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Mynd: MMÞ
Meðlimir handverkshópsins Hlöðunnar stóðu fjórða sumarið í röð fyrir sölu á handverki á hlöðuloftinu. Viðvera þeirra í þjónustuhúsinu er mikill fengur fyrir Menningarmiðstöð Þingeyinga og starfsemina á Grenjaðarstað þar sem þau gefa gestum staðarins auka upplifun og aukin tækifæri á að kynnast enn frekar nærsamfélaginu sem Grenjaðarstaður er hluti af. Um veturinn unnu starfsmenn Fornverka á vegum Þjóð minja safnsins áfram að endurbótum á göngunum og kláruðu þökulagningar um sumarið.
Snartarstaðir Á Snartarstöðum var sumarið með hefðbundnum hætti og var sýningin opin alla daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 13 til 17. Menningarmiðstöðin tók, ásamt sóknarnefnd Snartarstaðakirkju, þátt í viðgerðum og málun á grindverkinu í kringum safnið og kirkjuna. Auk þess var reist fánastöng og staðsettir bekkir við safnið. Um haustið var húsið tengt ljósleiðarakerfi. Á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga voru tveir viðburðir
14
SAFNI
Nokkrir þátttakendur Rastarinnar á hlaði Sauðaneshússins. Mynd: Auður Lóa Guðnadóttir
haldnir á Snartarstöðum á árinu. Um vorið sagði Vilborg Davíðsdóttir frá þríleik sínum um Auði djúpúðgu og í ágúst voru Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir með dagskrá um skáldkonuna Huldu.
Sauðaneshús Sauðaneshús varð hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga árið 2015 og var árið 2018 því fjórða sumarið sem Menningarmiðstöð Þingeyinga hafði umsjón með húsinu og hélt þar úti sýningu. Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins. Í ágúst hófst formleg vinna að nýrri sýningu og voru Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðarson, sem hafa unnið frá 2016 sem safnaverðir í Sauðaneshúsi yfir sumartímann, ráðin sem sýningarstjórar nýrrar sýningar sem hefur vinnuheitið „Að sækja björg í björg“. Íbúafundur var haldinn 25. ágúst og í framhaldi af honum var stofnaður hópur Auði Lóu og Starkaði til halds og trausts um ráð og hugmyndir. Í hópnum
SAFNI
15
Formaður stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga Árni Pétur Hilmarsson ávarp ar gesti á afmælishátíð Árbókar Þingeyinga. Mynd: MMÞ
sitja, auk Auðar og Starkaðar, Sigurlaug Dagsdóttir, Halldóra Sigríður Ágústsdóttir og Jan Aksel Harder Klitgaard. Sýningin í Sauðaneshúsi var opin daglega frá 15. júní til 31. ágúst milli kl. 11 og 17 og buðu Auður og Starkaður gestum upp á pönnukökur með kaffinu, þeim að kostnaðarlausu eins og á öllum starfsstöðvum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Samhliða því að sinna starfi safnavarða í Sauðaneshúsi voru þau Auður og Starkaður að semja pistla um mannlíf á Langanesi hér áður fyrr, sem var útvarpað í þættinum Tengivagninum á Rás 1. Alls var útvarpað fjórum fróðlegum og persónulegum pistlum sem fjölluðu um sauðkindina, hvítabirni, Drauma-Jóa og loks staðarhætti á Langanesi í pistli sem þau nefndu „Horfnar sögur og hátt gras á Langanesi“. Í ágúst dvaldi listamannahópur í Sauðaneshúsi og héldu í framhaldi af vinnustofunni sýningu helgina 10. til 12. ágúst, bæði í Sauðaneshúsi og á Þórshöfn. Auk Auðar og Starkaðar tóku 11 listamenn þátt í dvölinni sem bar nafnið Röstin.
16
SAFNI
Útgáfa Safni, ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, kom út í ágúst. Safni hefur komið óslitið út frá árinu 1981 og í ritinu má finna heimildir um það helsta í safna- og menningarmálum á liðnu ári á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Árbók Þingeyinga kom út í 60. sinn í tengslum við afmælishátíðina sunnudaginn 21. október. Í ritnefnd árbókarinnar eru Björn Ingólfsson á Grenivík, Kristjana Erna Helgadóttir frá Kópaskeri og Sæþór Gunnsteinsson frá Presthvammi í Aðaldal. Sif Jóhannesdóttir hélt sæti sínu í nefndinni þegar hún lét af störfum sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og fjölgaði meðlimum nefndarinnar þar með um einn. Sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar er Jan Aksel Harder Klitgaard nýr í nefndinni.
Aðföng Árið 2018 rötuðu 57 munir til safnsins og hafa verið skráðir í Sarp. Helga Þórarinsdóttir gaf dýptarmæli úr trillu, baujuljós, sigð, töng úr málmi sem kemur úr búi Þórarins Vigfússonar. Guðrún Þórsdóttir gaf búning sem var í eigu Þórs Péturssonar. Erfingjar Agnete Karen Þórarinsson gáfu byssu sem notuð var til þess að skjóta rjúpur. Jón Einar Haraldsson gaf steinolíubrúsa, ofn og ljósmynd af kind. Munirnir eru allir taldir hafa verið í eigu Benedikts Sigurjónssonar, Fjalla-Bensa. Björg Björnsdóttir gaf ferðaprímus sem kom ásamt viðeigandi boxi og fylgihlutum (prímussnafsara, lykli og prímusnál). Var í eigu Björns Guðmundssonar. Gígja Árnadóttir gaf ausu og sykurtöng úr búi Guðríðar Einarsdóttur, auk teppis sem ofið var af Rósu Gunnarsdóttur. Aðalbjörg Sigurðardóttir gaf safninu dánarbú Sigurðar Hallmarssonar. Jan Aksel Harder Klitgaard Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga
17
SAFNI
Héraðsskjalasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Starfsemi héraðsskjalasafnsin á árinu 2018 var að mestu með hefðbundnum hætti. Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varanleg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Héraðsskjalasöfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Þjónustuhlutverk héraðsskjalasafnsins verður stöðugt veigameira og mikilvægt að tryggja að sveitarfélögin og almenningur hafi aðgang að safnkostinum. Frá árinu 2010 hefur tölfræði yfir ýmsa þætti starfseminnar verið
tekin saman. Söfnun og greining á þeirri tölfræði er mikilvæg til að móta framtíðarstefnu skjalasafnsins. Alls bárust 241 fyrirspurn á árinu eða rúmlega 20 á mánuði að meðaltali sem er örlítil fækkun frá árinu á undan. Flestar fyrirspurnirnar, rúmlega 48%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 28% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í rúmlega 19% tilfella bárust þær símleiðis.
18
SAFNI
Héraðsskjalavörður fór í 11 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendu fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 55% karlar og 45% konur. Þetta er heldur jafnari skipting en síðustu ár þar sem áberandi fleiri karlmenn hafa nýtt sér þjónustu safnsins. Árið 2017 var lessalur safnsins stækkaður og á árinu 2018 voru skrifborðsstólar í salnum endurnýjaðir. Að venju var salurinn vel sóttur á árinu og voru 102 skjalaöskjur afgreiddar þangað. Í lok árs voru gagnagrunnar safnsins uppfærðir úr FileMaker 5.0 í FileMaker Pro 17 Advanced.
Miðlun Héraðsskjalasafnið fékk tvo verkefnastyrki frá Þjóðskjalasafni Íslands á árinu. Annar styrkurinn var fyrir verkefnið „Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa“. Verkefnið fólst í því að ljósmynda elstu gjörðabækur sveitarfélaga, skrá lýsigögn og miðla bókunum á vefnum. Örn Björnsson var ráðinn til að ljósmynda bækurnar og fullvinna myndirnar en héraðsskjalavörður sá um skráningu lýsigagna. Alls voru 33 gjörðabækur myndaðar og skráðar eða samtals 5.318 ljósmyndir. Elsta bókin frá 1790 en sú yngsta náði til ársins 1943. Hinn styrkurinn var í verkefnið „Skönnun á sveitablöðum, tímabilið 18751959“. Samtals voru 344 tölublöð skönnuð eða samtals 3.471 mynd. Bæði þessi verkefni gengu vel. Gjörðabækurnar birtust á skjalavef Héraðsskjalasafnsins í desember og sveitablöðin munu birtast á vefnum í byrjun árs 2019. Þegar þessum verkefnum lýkur munu 69 gjörðabækur og 344 sveitablöð vera aðgengileg almenningi á netinu, samtals tæplega 30.000 blaðsíður. Norræni skjaladagurinn var haldinn annan laugardag í nóvember. Yfirskrift Norræna skjaladagsins 2018 var: 1918 — Litbrigði lífsins. Eins og gefur að skilja varðveita íslensku skjalasöfnin mikið efni frá því merkisári 1918, sem fjallað var um á margvíslegan hátt allt árið. Árið 1918 var frostavetursár og Kötlugosár. Þá kom Spánska veikin með sínum hörmungum og það sem kannski var mest um vert: Ísland varð í raun sjálfstætt ríki árið 1918. Íslendingar voru að stærstum hluta afar fátæk þjóð. Flestir áttu nóg með að hafa í sig og á. Öll áföll, hversu smávægileg sem þau annars voru, gátu riðið baggamuninn um lífsafkomu fólks. En fólk barðist áfram og þrátt fyrir allt tókst
19
SAFNI
Sveitablöð á skjalavef héraðsskjalasafnsins
flestum að sjá sér og sínum fyrir nauðþurftum. Á vef skjaladagsins birtust innslög frá allmörgum íslenskum skjalasöfnum og tengdust þau öll árinu 1918. Framlag Hérðasskjalasafns Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar, „Árið 1918 gert upp” þar sem fjallað er um dagbókarskrif Ólafs Pálssonar bónda á Sörlastöðum í Fnjóskadal, „Sjálfstæði” um grein Þórólfs Sigurðssonar sem birtist í sveitablaðinu Dagskrá í Mývatnssveit og „Úr dagbók Guðrúnar Sigríðar Sigurbjörnsdóttur” þar sem gluggað er í dagbók Guðrúnar þar sem hún lýsir frostavetrinum 1918 í Flatey á Skjálfanda. Þessar greinar eru allar aðgengilegar á www.skjaladagur.is
Eftirlit og ráðgjöf Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 kveða á um eftirlitsskyldu opinberra skjalasafna með þeim stofnunum sem eru skilaskyldar á skjöl sín. Sex sveitarfélög eru aðilar að Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Í lok árs var þessum sveitarfélögum send stafræn spurningakönnun. Náði könnunin yfir sveitarstjórnarskrifstofur sveitarfélaganna. Einnig var könnunin send á alla sjö grunnskóla á starfssvæði héraðsskjalasafnsins. Þar sem svarfrestur var gefinn til. 20. janúar 2019
20
SAFNI
verða niðurstöður birtar í ársskýrslu næsta árs. Á árinu voru sveita stjórnarskrifstofur Langanesbyggðar og Þingeyjarsveitar heimsóttar. Farið var yfir stöðu skjalavörslu hjá Langanesbyggð og veitt ráðgjöf um skjalavörslu og skjalastjórn. Hjá Þingeyjarsveit var í tvígang fundað með sveitarstjóra og skólastjórum í Þingeyjarsveit og farið yfir skjalavörslu grunnskóla.
Námskeið og fundir Héraðsskjalavörður sótti vorfund opinberra skjalasafna sem Þjóðskjalasafn Íslands stóð fyrir dagana 12.-13. apríl í húskynnum sínum. Á fundinum var meðal annars fjallað um úthlutun rekstrarstyrkja til héraðsskjalasafna, rafræna langtímavörslu skjala, ráðgjöf til skjalamyndara, nýja veflæga skjalaskrá ÞÍ og miðlunarverkefni héraðsskjalasafnanna. Dagana 11.-14. september fór Farskóli FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) fram í Dublin. Farskólinn hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittast safnmenn ýmist á Íslandi eða erlendis, bera saman bækur sínar og styrkja sitt tengslanet. Þar kynntu þátttakendur sér söfn borgarinnar, sýningar þeirra og innra starf um leið og þeir komust í kynni við írska kollega sem tóku á móti hópnum. Þátttakendur gátu valið á milli 23 safna og sýninga í borginni til að heimsækja. Fyrsta daginn var farið í útsýnisferð um borgina áður en fyrsta safnið var heimsótt. Fyrir valinu varð Science Gallery Dublin. Safnið var stofnað árið 2008 sem tilraun til að brúa bilið á milli vísinda og lista. Ian Brunswick fagstjóri miðlunar og viðburða tók á móti gestum og kynnti starfsemina. Virkilega áhugavert samstarf safnsins við Trinity háskólann þar sem nemendur sjá að hluta til um leiðsögn um safnið. Um kvöldið var farið í bókmennta-pöbbarölt eða „Dublin Literary Pub Crawl“ þar sem var fræðsla um helstu rithöfunda íra s.s. Seamus Heany, W.B. Yeats, George Bernard Shaw og Samuel Beckett. Fyrir hádegi næsta dag var sértaklega búið að skipuleggja tvær heimsóknir fyrir „Ljósmyndahóp“ þátttakenda. Hópurinn heimsótti fyrst National Photography Archive sem er hluti af National Library of Ireland. Safnið varðveitir um 5,2 milljónir ljósmynda, meirihluti þeirra eru eftir írska ljósmyndara. Stærstur hluti safnsins eru eldri ljósmyndir. Seinna safnið sem var heimsótt var Gallery of Photo
SAFNI
21
Farskólanemendur í Dublin. Mynd: Hörður Geirsson
graphy sem var stofnað árið 1978 og er í dag miðstöð írskrar samtímaljósmyndunar. Tanya Kiang, safnstjóri sagði hópnum frá starfseminni. Eftir hádegi lá leiðin í Kilmainham Gaol sem er fyrrum fangelsi sem var í notkun 1796-1924. Heimsókn í fangelsið var áhrifarík og þar segir frá sögu um átök, afbrot og aftökur. Má nefna að fjöldinn allur af þeim sem börðust fyrir sjálfstæði Írlands voru hýstir þar og margir þeirra teknir þar af lífi. Fangelsið er í dag í umsjá OPW (Office of Public Works) sem hefur sambærilegt hlutverk og Minjastofnun. Vegna mikillar aðsóknar að safninu hafa stjórnendur orðið að bregðast við með fjöldastjórnun. Árið 2017 heimsóttu 425.000 manns Kilmainham Gaol og fengu langflestir leiðsögn um fangelsið. Síðari hluta dags var farskólanemum boðið í The Guinnes Storehouse. Þriðja daginn var farið í heimsókn í Old Library & Book of Kells, Trinity College. Book of Kells er ein mikilvægasta þjóðargersemi Írlands og eitt af merkustu handritum heims. Handritið er frá 9. öld er ríkulega myndskreytt. Árlega streyma milljónir manna þangað til að sjá handritið á sýningunni sem staðsett er á háskólasvæði Trinity College. Einnig er að finna fjölmörg önnur handrit á sýningunni að ógleymdu hinu stórfenglega bókasafni. Forvörðurinn John Gillis tók á móti hópnum á bókasafninu. Hann fór yfir forvörslustarf safnsins og var erindi hans einstaklega áhugavert og fróðlegt. Gaman var að hlýða á menn sem virkilega brenna fyrir starfi sínu. Þetta var síðasta safnaheimsókn ferðarinnar. Farskólinn í ár var einstaklega vel heppnaður og til sóma fyrir skipuleggjendur. Þann 24. september sótti héraðsskjalavörður námskeið í landupplýsingakerfinu QGIS hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. QGIS er mjög öflugur gjaldfrjáls hugbúnaður með ótal möguleikum í að vinna
22
SAFNI
með landupplýsingar. Hugsanlega verður hægt að nýta kerfið fyrir Þingeyska sögugrunninn. Dagana 4.-5. október var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi haldin á Sauðárkróki. Gestafyrirlesarar á ráðstefnunni voru Hörður Geirsson frá Minjasafninu á Akureyri, Sunna Björk Atladóttir frá Pacta og Dr. Vilhelm Vilhelmsson. Hörður var með tvo fyrirlestra, annars vegar um varðveislu ljósmynda og hins vegar fjallaði hann um höfundarrétt ljósmynda. Báðir fyrirlestrarnir voru fræðandi og áttu mikið erindi þar sem í flestum héraðsskjalasöfnum er varðveitt mikið magn ljósmynda. Fyrirlestur Sunnu Bjarkar var um innleiðingu nýju persónuverndarlöggjafarinnar í sveitarfélaginu Skagafirði. Það var áhugavert að fá innsýn í það ferli. Dr. Vilhelm fjallaði síðan um þjónustu skjalasafna við fræðimenn. Skemmtilegur fyrirlestur þar sem Vilhelm lýsti sinni reynslu af þjónustu skjalasafna, bæði góðri og slæmri reynslu. Meðal annara málefna sem var fjallað um á ráðstefnunni var hlutverk og skyldur opinberra skjalasafna í ljósi laga nr. 77/2014, gerð vinnsluskrá, heimildir skjalasafns til gjald töku, heimildir skjalasafns til endursendinga skjalasafns og vinnuumhverfi skjalavarða. Auk þess voru tveir vinnuhópar skipaðir til að yfirfara gátlista vegna eftirlits með afhendingarskyldum aðilum og útbúa rafræna könnun ætluð skilaskyldum aðilum. Samhliða ráðstefnunni var haldinn aðalfundur Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi. Héraðsskjalavörður Þingeyinga hefur setið í stjórn félagsins undanfarin ár en ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Ný stjórn var kosin og skipa hana nú héraðsskjalavörður Skagfirðinga, héraðsskjalavörður Ísfirðinga, héraðsskjalavörður Austur-Skaftafellssýslu, héraðsskjalavörður Akureyrar og Borgarskjalavörður. Markmið félagsins er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Markmiðum félagsins skal reynt að ná m.a. með ýmiskonar fræðsluog kynningarstarfsemi svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum, með útgáfu og samstarfi við einstaklinga, stofnanir og samtök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu.
Aðföng Alls bárust skjalasafninu 41 afhending á árinu sem er svipað og síðustu ár. Það var hins vegar óvenjulegt hversu litlar afhendingarnar
SAFNI
23
voru því þær fylltu einungis 3,2 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin. Héraðsskjalasafn Þingeyinga - aðföng 2018: (Aðfanganúmer – Innihald – Umfang í hillumetrum - Afhendandi) 2018/ 1 Sr. Örn Friðriksson. Predikanir og líkræður. 0,56 hm – Friðrik Dagur Arnarson. 2018/ 2 Barnarverndarfélag Húsavíkur. Fundagjörðabók. 0,07 hm. – Kristján Pálsson. 2018/ 3 Kristrún Sveinungadóttir og Björn Guðmundsson Lóni. Bréfasafn og sveitablöð. 0,28 hm. – Guðríður Baldvinsdóttir. 2018/ 4 Oddný Gestsdóttir. Stílabækur, póstkort og skírteini. 0,04 hm. Sólveig Hákonardóttir. 2018/ 5 Búnaðarsamband S-Þingeyinga. Hrútasýningar 1975-1995. 0,006 hm. Ari Teitsson. 2018/ 6 Gunnar Borgarson. Rit -„Stóruvellir – hlaðið steinhús í Bárðardal, verndun og viðhald“. 0,01 hm. Jón Sveinn Þórólfsson. 2018/ 7 Íslandspóstur. Samningar um póstferðir og ljósmyndir. 0,04 hm. Guðný María Waage. 2018/ 8 Menningarmiðstöð Þingeyinga. Fylgiskjöl bókhalds 2010. 0,07 hm. Sif Jóhannesdóttir. 2018/ 9 Benedikt Jónsson Auðnum. Bréf. 0,01 hm. Jón Benediktsson. 2018/10 Sr. Sighvatur Karlsson. Líkræður 2017. 0,01 hm. Sighvatur Karlsson. 2018/11 Skeglan. Fréttabréfið Skeglan 2010-2017. 96,3 MB. Halldóra Gunnarsdóttir. 2018/12 Tónlistarfélag Húsavíkur. Inngöngubeiðnir og bókhald. 0,02 hm. Sigríður Birna Ólafsdóttir f.h. Bjargar Friðriksdóttur. 2018/13 Nemendasamband Laugaskóla. Ársrit 1926-1931. 0,05 hm. Friðrik Lange. 2018/14 Konráð Erlendsson. Endurminningar, dagbækur og ræður. 20,8 MB. Ólafur Arngrímsson. 2018/15 Björn Guðmundsson. Ljóð eftir ýmsa. 0,01 hm. Björg Björnsdóttir.
24
SAFNI
2018/16 J C Húsavík. Fréttabréf og auglýsingar. 0,05 hm. Héraðsskjalasafnið á Akureyri. 2018/17 Hákon Aðalsteinsson. Vísur og ljóð. 0,01 hm. Sólveig Hákonardóttir. 2018/18 Reynihlíðarheimilið. Fréttir skrifaðar af Arnþóri Björnssyni, viðtal við Pétur í Reynihlið á hljóðsnældu og fundargerðabók Framsóknarfélags Mývatnssveitar 1984-2011. 0,05 hm. Pétur Snæbjörnsson. 2018/19 Reykjahlíðarskóli. Skólahaldsskýrslur og nemendaskrár. 0,28 hm. Sólveig Jónsdóttir. 2018/20 Laxárfélagið. Ársreikningar 1961-1983, veiðiskýrslur o.fl. 0,14 hm. Hólmsteinn Hólmsteinsson. 2018/21 Ragnar Árnason. Rit – „Eyðibýli og íbúatal á Fljótsheiði”. 4,7 MB. Þormóður Ásvaldsson. 2018/22 Sauðanesnefnd. Fundagerðabók 1995-2014. 0,02 hm. Halldóra S. Ágústsdóttir. 2018/23 Umf. Geisli. Fróðleikur um Geisla tekin saman af Indriða. 0,01 hm. Indriði Ketilsson. 2018/24 Tryggvi Valdimarsson. Bréfasafn. 0,17 hm. Björn Pálsson. 2018/25 Umf. Reykhverfingur. Gjörðabækur 1917-1933. 0,04 hm. Jón Helgi Jóhannsson. 2018/26 Menningarmiðstöð Þingeyinga. Ýmis skjöl. 0,3 hm. Sif Jóhannesdóttir. 2018/27 Helgi Jónsson Gvendarstöðum. Rit – „Hvernig skal vinna úr tágum“ og dagbókarbrot. 0,01 hm. Kristín Helgadóttir. 2018/28 Veiðifélag Laxár og Krakár. Veiðibækur 1976-2000. 0,21 hm. Bjarni Höskuldsson. 2018/29 Jóhannes Gíslason. Bók, höfundur Jón Þorkelsson Vídalín. 0,03 hm. Anna María Sigurðardóttir. 2018/30 Sr. Benedikt Kristjánsson, Bjarni Benediktsson og Jóhann Björnsson. Bréfasafn. 0,14 hm. Þórhallur Sigtryggsson. 2018/31 Skinnastaðakirkja. Bók, Aldaminning 1854-1954. 0,01 hm. Héraðsskjalasafn Austfirðinga. 2018/32 Skafti Jónsson Ásmundarstöðum. Bréf. 0,02 hm. Dóra Guðmundsdóttir.
SAFNI
25
2018/33 L eikskólinn Grænuvellir. Starfsmannamöppur. 0,14 hm. Sigríður V. Sæbjörnsdóttir. 2018/34 Harmonikkufélag Þingeyinga. Afmælisrit félagsins. 0,01 hm. Jón Helgi Jóhannsson. 2018/35 Soroptimistaklúbbur Húsavíkur. Gjörðabækur 1995-2012. 0,06 hm. Rut Líndal. 2018/36 Sr. Kristinn Stefánsson. Afrit af bréfi v/skírnarfonts Þverárkirkju. 0,01 hm. Már Viðar Másson. 2018/37 Félag smábátaeigenda við Öxarfjörð. Gjörðabók 19901996. 0,2 hm. Haraldur Sigurðsson. 2018/38 Líney Jóhannesdóttir. Fjárbók. 0,002 hm. Líney Helgadóttir. 2018/39 Dýrleif Friðriksdóttir og Daníel Á. Daníelsson. Bréfasafn, minnisbækur og ljósmyndir. 0,21 hm. Sölvi Sveinsson. 2018/40 Gafl. Jólakort félagsins 2018. 0,11 hm. Röðull Reyr Kárason. 2018/41 Lestrarfélag Húsavíkur. Dagbækur og ættfræðirit. 0,14 hm. Bókasafn Húsavíkur.
26
SAFNI
Ljósmyndasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2018 er talinn vera rúmlega 130.000 myndir. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna, Ljósmyndasafn og mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 78.873 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 11.263 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Samtals voru því 90.121 myndir tölvuskráðar. Á árinu náðist að skanna og skrá 7.845 myndir í ljósmyndasafnið og 51 mynd í mannamyndasafnið. Að auki var talsverður fjöldi ljósmynda, sem var búið að skrá í mannamyndasafnið, skannaður og myndirnar tengdar við gagnagrunninn. Helstu verkefni á árinu: • L jósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar. Lokið var við að skanna og skrá safnið. Unnið hefur verið við ljósmyndasafnið jöfnum höndum síðan það var afhent árið 2014. Samtals eru þetta 12 þúsund myndir á filmum, pappír og skyggnum. • Ljósmyndasafn Sigríðar Ingvarsdóttur. Haldið var áfram að skrá myndir og tengja þær í gagnagrunninn. Ekki tókst að klára þá vinnu á árinu eins og stefnt var að. Stefnt er að því að safnið verði fullskráð í lok árs 2019. • Byrjað var að skipta um umbúðir á filmum í safni Sigurðar Péturs Björnssonar. Filmurnar voru teknar úr upprunalegum umbúðum og settar í sýrufría plastvasa. Styrmir Franz Snorrason sá um þá vinnu. Töluvert er um að fólk skili inn myndum sem engar upplýsingar fylgja. Vitaskuld er tekið við slíkum myndum og fólk hvatt til slíkra innskila frekar en fleygja myndum sem því miður hefur of mikið verið gert af. Alltaf er einhver von að þeir þekkist sem á myndunum eru á greiningarsýningum safnsins.
27
SAFNI
Miðlun Tvær greiningarsýningar voru haldnar á árinu. Í janúar var greiningarsýning á ljósmyndum sr. Arnar Friðrikssonar í Safnahúsinu og í desember önnur greiningarsýning á sama stað. Mikill fjöldi mynda var greindur á þessum sýningum og mikið af upplýsingum, sem hefðu annars glatast, skráðar við myndirnar. Þann 1. maí var sýningin „Að fanga þig & tímann“ opnuð í Safnahúsinu. Á sýningunni var úrval ljósmynda úr safni Ragnheiðar Bjarnadóttur og Sigríðar Ingvarsdóttur. Sýningarstjóri var Sigurlaug Dagsdóttir. Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara komu einu sinni í viku á ljósmyndasafnið til að greina ljósmyndir. Þessar heimsóknir hafa skilað miklum upplýsingum sem erfitt hefði verið að afla með öðrum hætti. Kristbjörg Jónasdóttir kom reglulega á safnið í sjálfboðavinnu til að greina ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar og sr. Arnar Friðrikssonar. Ljósmyndasafnið vill þakka Krubbum og Kristbjörgu kærlega fyrir sitt framlag.
Aðföng Alls bárust ljósmyndasafninu 12 afhendingar á árinu og varð safnaukinn 825 myndir. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2018/ 1 71 mynd frá Eggerti Jóhannessyni. Jónína Hallgrímsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson. 2018/ 2 24 myndir úr fórum Björns Guðmundssonar Víkingavatni. Björg Björnsdóttir. 2018/ 3 1 mynd af gamla Ásmundarstaðabænum. Guðrún Sigurðardóttir. 2018/ 4 5 myndir frá Þeistareykjum. Martin Cox. 2018/ 5 8 myndir frá íþróttamóti á Laugum 1974. Hermann Herbertsson. 2018/ 6 420 myndir úr fórum Hjálmars Theodórssonar. Guðrún Auður Björnsdóttir. 2018/ 7 22 myndir úr Þingeyjarsýslu. Kristján Kárason. 2018/ 8 196 myndir úr fórum Gunnars Jónssonar. Hörður Jónasson.
28
SAFNI
2018/ 9 2 myndir úr Laxárdal. Líney Jóhannesdóttir. 2018/10 3 skólaspjöld frá Hafralækjarskóla og Laugaskóla. Þórólfur Jónasson. 2018/11 72 myndir úr fórum Daníels Ágústs Daníelssonar og Dýrleifar Friðriksdóttur. Sölvi Sveinsson. 2018/12 1 mynd frá skákmóti á Húsavík 1941. Sigríður Þóra Sigurjónsdóttir. Snorri Guðjón Sigurðsson Héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga
29
SAFNI
Bókasöfnin Hlutverk og þjónusta Árið 2018 var starfsemi bókasafnsins með hefðbundnu sniði og snerist að mestu um upplýsingaþjónustu og útlán safnefnis. Mikið var um millisafnalán, þar sem bækur og annað efni er ýmist fengið að láni frá öðrum söfnum eða sent til annarra safna. Þjónusta við námsfólk og þá sérstaklega háskólanema, er vaxandi þáttur í starfseminni enda orðið algengt að fólk stundi nám í sinni heimabyggð með fjareða dreifnámi. Boðið er upp á útlán bóka og tímarita, upplýsingaþjónustu, tölvuaðgang og myndbönd/mynddiska til útleigu, útlán til stofnanna, millisafnalán og safnkynningar. Þess má einnig geta að Bókasafnið á Húsavík veitir öðrum söfnum á svæðinu margvíslega þjónustu. Má þar nefna millisafnalán, veita upplýsingar og ráðgjöf og að vera milligönguaðili við Landskerfi bókasafna. Sveitarfélagið Norðurþing á og rekur alls þrjú almenningsbókasöfn. Um er að ræða Bókasafnið á Húsavík, Bókasafnið á Kópaskeri og Bókasafnið á Raufarhöfn. Reynt er að hafa samráð um innkaup á t.d. fræðibókum, þar sem ágætlega gengur að nýta millisafnalán á slíkum bókum og öðru efni sem ekki er mikið í útláni. Safnið leitast við að rækja það hlutverk sitt að hafa bæði nýtt og eldra efni til útláns handa viðskiptavinum og eiga eitthvað við allra hæfi enda gestir safnsins margbreytilegur hópur á öllum aldri. Reynt er að uppfylla skilyrði laga um almenningsbókasöfn en þar segir: „Bókasöfn eru þjónustustofnanir sem starfa í þágu almennings og eigenda sinna og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upplýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísindastarfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upplýsingalæsi. Hlutverk bókasafna er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Áhersla skal lögð á að safnkostur bókasafna endurspegli sem flest sjónarmið.“ Ný gjaldskrá var sett 2018 og hækkaði
30
SAFNI
Nýi inngangurinn að Bókasafninu á Húsavík.
Mynd: MMÞ
ágjaldið um 100 krónur og er nú 2000 krónur. Einstaklingar 67 ára og eldri, börn að 18 ára aldri sem og öryrkjar fengu áfram lánþegaskírteini endurgjaldslaust.
Opnunartími Safnið er opið yfir vetrartímann frá 1. september til júní loka frá kl. 10 til 18 alla virka daga og kl. 10 til 14 laugardaga. Yfir sumarið frá 1. júlí til 31. ágúst er einnig opið á laugardögum til klukkan 18. Á sunnudögum er safnið lokað en yfir sumartímann er hægt að skila bókum í skilakassa sem staðsettur er við inngang bókasafnsins.
Útlán Tölvuskráð safngögn voru í lok ársins 47.734 á Húsavík, 17.124 á Kópaskeri og 6.127 á Raufarhöfn. Samkvæmt skráningu voru útlán ársins 17.353 talsins á Húsavík. Hafa ber í huga að útlánatölur segja ekki alla söguna um notkun Bókasafnsins, því margir koma á safnið
31
SAFNI
eingöngu til að lesa blöð og tímarit, nota tölvur, fá ljósritunar- eða prentþjónustu, eða leita upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Það sem hæst bar á árinu var að við ásamt öðrum almenningssöfnum gengum í Rafbókasafnið. Í Rafbókasafninu eru nú yfir 3.000 rafbækur og rúmlega 600 hljóðbækur og eru aðgengilegar öllum þeim sem eiga bókasafnskort. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Þetta þýðir að bókakostur nýju aðildarsafnanna stækkar um tæplega 4.000 bækur. Er þetta því mjög góður kostur sérstaklega fyrir þá sem vilja lesa/hlusta á öðrum tungumálum en íslensku.
Lánþegar Skráðir lánþegar Bókasafnsins á Húsavík voru í tölvukerfinu Gegni 564 í lok árs en hafa ber í huga að þá eru ekki taldir með þeir lánþegar sem koma reglulega í safnið en voru með útrunnið lánþegaskírteini þegar talningin fór fram. Rétt tala er því nokkru hærri.
Úr starfinu Heimsóknir grunn- og leikskóla voru með svipuðu sniði og verið hefur. Í horni inn á Bókasafninu er komið Hulduhorn, en þar eru allar bækur Huldu sem til eru á bókasafninu ásamt æviágripi og lista yfir bækur hennar. Laugardaginn 9. júní kom saman að undirlagi Hólmfríðar Benediktsdóttur nokkur hópur lesanda sem var búinn að lesa smásögur Huldu skáldkonu og ræddi þær, en þó nokkur áhugi hefur verið fyrir því að reyna að hefja Huldu til vegs og virðingar. Eins og undanfarin ár tók Bókasafnið á Húsavík þátt í árlegu átaki Amnesty International „Bréf til bjargar lífi“ en þar gefst fólki kostur á að styðja þolendur mannréttindabrota með því að skrifa þolendum bréf eða kort. Í desember var lesið upp úr nýjum bókum fyrir jólin og spjallað um efni þeirra og höfunda. Að þessu sinni var lesið upp mánudagskvöldið 10. desember og var lestur í höndum dyggra viðskiptavina safnsins. Samskiptavefinn Facebook notum við markvisst til að koma upplýsingum áleiðis til viðskiptavina með því að setja inn helstu fréttir og tilboð ásamt nýjasta efni sem keypt er á safnið.
32
SAFNI
Starfsmenn hafa sem fyrr lagt sig fram um að veita góða og vandaða þjónustu. Nú er eitt og hálft ár liðið síðan Bókasöfn Norðurþings fóru undir stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og hefur ekki orðið vart við annað en að notendur bókasafnsins séu almennt ánægðir með breytingarnar. Bryndís Sigurðardóttir Deildastjóri bókasafna Norðurþings
ÁRBÓK ÞINGEYINGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1996 kr. 300,1996
kr. 300
2007
kr. 1400
1997
kr. 400
2008
kr. 1600
1998
kr. 500
2009
kr. 1800
1999
kr. 600
2010
kr. 2000
2000
kr. 700
2011
kr. 2400
2001
kr. 800
2012
kr. 2400
2002
kr. 900
2013
kr. 2600
2003
kr. 1000
2014
kr. 2600
2004
kr. 1100
2015
kr. 3800
2005
kr. 1200
2016
kr. 4200
2006
kr. 1300
2017
kr. 4500
Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is
Sveitablaðið Lalli. Gefið út í Mývatnssveit. Útgefendur kölluðu sig „Gautar“. Í haus blaðsins kemur fram „Gautl. á kongsbænad. 1877“. Kóngsbænadagur var haldinn 4. föstudag eftir páska og var almennur bænadagur, fyrst skipaður af Danakonungi 1686 og því kenndur við konung. Kóngbænadagurinn var afnuminn sem helgidagur 1893. Úr Héraðskjalasafni Þingeyinga E-25-13