Safni 2020

Page 1

Uppdráttur af Fremrinámum. Á vordögum 1871 kom Johnstrup, prófessor í steinafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn hingað til lands á vegum stjórnvalda, til þess að rannsaka brennisteinsnámurnar í Þingeyjarsýslu. Hann vann að úttekt námanna sama sumar og gerði m.a. allnákvæma uppdrætti af þremur helstu námunum fyrir norðan, Reykjahlíðarnámum, Kröflunámum og Fremrinámum sem allar voru í eigu landssjóðs. Úr Héraðskjalasafni Þingeyinga HRP-168-5

BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 40. ÁR – 2020


ÁR­BÓK ÞING­EY­INGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem er til frá upphafi og til ársins 1997 kr. 300,-

Forsíðumynd: Konur og karlar við uppskipun á Raufarhöfn á sjötta áratugnum (texti aftan á póstkorti sem ljósmyndin prýddi). Ljósmyndari Sigurður Pétur Björnsson. Veffang: www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is

Umsjónar- og ábyrgðarmaður Jan Aksel Harder Klitgaard Prófarkalestur Elín Kjartansdóttir ISSN 1670-5963 ÁSPRENT ehf. Akureyri MMXX

1997

kr. 300,-

2008

kr. 1400,-

1998

kr. 400,-

2009

kr. 1600,-

1999

kr. 500,-

2010

kr. 1800,-

2000

kr. 600,-

2011

kr. 2000,-

2001

kr. 700,-

2012

kr. 2400,-

2002

kr. 800,-

2013

kr. 2400,-

2003

kr. 900,-

2014

kr. 2600,-

2004

kr. 1000,-

2015

kr. 2600,-

2005

kr. 1100,-

2016

kr. 3800,-

2006

kr. 1200,-

2017

kr. 4200,-

2007

kr. 1300,-

2018

kr. 4900,-

Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is


Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2019

Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Röðull Reyr Kárason Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson Varamenn: Heiðbjört Ólafsdóttir Jóna B. Gunnarsdóttir Katý Bjarnadóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir


Menningarmiðstöð Þingeyinga Almennt Þingeyingar geta verið mjög stoltir af Menningarmiðstöð sinni og byggðasöfnum og af því metnaðarfulla starfi sem hefur einkennt starfsemi stofnunarinnar í mörg ár. Starfsemi sem þakka má fyrrverandi forstöðumönnum stofnunarinnar og bendi ég þá ekki síst á það sem fyrrverandi forstöðumaður Guðni Halldórsson nefnir í Safna 2008 þegar hann var að láta af stöðu forstöðumanns, að „starfið í Safnahúsinu … hefur [gengið] fyrir öllu öðru sl. rúm 15 ár“ (Safni 2008, bls. 4). Menningarmiðstöð Þingeyinga var stofnuð árið 2007 með því að sameina starfsemina í Safnahúsinu á Húsavík (Byggðasafn Suður-Þingeyinga) og Byggðasafni Norður-Þingeyinga og hefur umfang starfsemi stofnunarinnar síðan sífellt þanist út. Þáverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, skrifaði í Safna 2009 að „meginástæðan fyrir þeim breytingum var trú á að það yrði rekstrarlega hagkvæmara en að hafa það (Byggðasafn Norður-Þingeyinga) sjálfstæða einingu og um leið sterkari, faglegri stuðningur“ (Safni 2009, bls. 4). Síðan hefur önnur starfsemi bæst við og heldur stofnunin í dag utan um fjölbreytta og margslungna starfsemi. Í dag samanstendur Menningarmiðstöð Þingeyinga af Byggðasafni Norður-Þingeyinga, Byggðasafni Suður-Þingeyinga, Sjóminjasafninu, Héraðsskjalasafni Þingeyinga, Ljósmyndasafni Þingeyinga, Myndlistarsafni Þingeyinga, Náttúrugripasafni Þingeyinga, bókasöfnunum í Norðurþingi sem hafa aðsetur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og útgáfu Árbókar Þingeyinga. Menningarmiðstöð Þingeyinga er með þjóðlífssýningar á Grenjaðarstað í Aðaldal, í Safnahúsinu á Húsavík, á Snartarstöðum við Kópasker og í Sauðaneshúsi á Langanesi. Skrifstofur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eru á 3. hæð í Safnahúsinu á Húsavík. Auknum umsvifum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga undanfarin ár hefur ekki fylgt aukið framlag frá eigendum stofnunarinnar, væntanlega


SAFNI

3

vegna rakanna sem Sigurjón Baldur nefnir í Safna 2009. Hluti af hagræðingunni hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga með meiri umsvifum hefur verið að aukinn mannafli hefur ekki fylgt aukinni starfsemi og í dag hafa Byggðasöfnin, Sjóminjasafnið, Myndlistarsafnið og Náttúrugripasafnið til samans varla heilt stöðugildi (fyrir utan sumarafgreiðslufólk á þjóðlífssýningunum). Á sama tíma liggur hækkun framlaga frá sveitarfélögunum á milli ára undir hækkun launavísitölu. Rekstur stofnunarinnar er nú orðinn mjög þungur og faglegu starfi innan hennar ábótavant. Greint var frá þessum erfiðleikum á vorfundi Héraðsnefndar Þingeyinga og voru forstöðumaður og stjórnarformaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga skipaðir í að leggja fyrir nefndina sóknaráætlun til þriggja ára á haustfundi nefndarinnar. Ljóst er að ef ekki næst samkomulag um verulega aukið fjármagn til Menningarmiðstöðvar Þingeyinga verður að endurskipuleggja starfsemina verulega og draga úr umfangi umsvifa næstu árin, sérstaklega í starfsemi Byggðasafnanna, í sýningarhaldi og sumaropnun á þjóðlífssýningum. Eins og undanfarin ár einkenndist starfsemi stofnunarinnar á árinu af árlegum verkefnum og viðburðum, auk viðburða og sýninga sem haldin eru aðeins einu sinni. Síðustu ár hefur stefna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga verið að efla tengsl við samfélagið, þá ekki síst skólanna og t.a.m. hefur orðið ákveðin hefð fyrir því að hluti af kennslu í áfanganum Vísindaenska sem er kennd við Framhaldskólann á Húsavík fari fram í Safnahúsinu á Húsavík. Þá hefur „Myndlistarsýning barnanna“ sem er samstarfsverkefni með leikskólanum Grænuvöllum verið árlegur viðburður frá árinu 2014. Árið 2018 fékk Menningarmiðstöð Þingeyinga styrk úr Safnasjóði til að styrkja tengsl við skólana á starfsvæði stofnunarinnar enn frekar. Öllum grunnskólum á svæðinu var boðið að fá kynningu á starfi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá starfsmönnum Menningarmiðstöðvarinnar. Nokkrir skólar þáðu boðið og fóru tveir starfsmenn frá stofnuninni í heimsókn til skólanna um vorið. Af sýningum og viðburðum ársins ber helst að nefna sýningu á afrakstri rannsóknar Sigurlaugar Dagsdóttur þjóðfræðings á ljós­ mynda­­­söfnum Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. Vinnan á bak við sýninguna var unnin 2017 og 2018 og var sýningin fyrst sýnd í myndlistarsalnum í Safnahúsinu á Húsavík vorið 2018. Vegna þess hversu vel Sigurlaugu tókst að miðla tíðarandanum á fyrri hluta 20. aldar á Húsavík í gegnum vinnu tveggja kvenna og búa til tilfinningaríka sýningu sem sagði sögu er snerti við gestum,


4

SAFNI

Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir kynnir starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir nemendum og kennurum Þingeyjarskóla. Mynd: MMÞ

var ákveðið að hafa ljósmyndirnar aftur til sýnis sumarið 2019 og þannig tryggja að sem flestir gætu notið góðs af sýningunni. Farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“, sem hefur verið sýnd í litla salnum ár hvert frá 2010, kom í desember og var það tíunda skiptið sem sýningin var sett upp í Safnahúsinu á Húsavík. Þetta var jafnframt í síðasta skipti sem sýningin var sett upp þar sem menningarhúsið Gerðuberg sem hefur haft umsjón með verkefninu hefur ákveðið að með sýningunni 2019 ljúki sýningarverkefninu formlega. Ljóst er að margir koma til með að sakna þess að „Þetta vilja börnin sjá“ verður ekki 2020. Ákveðin hefð hefur þróast fyrir því að halda tónleika í Sjó­minja­ safninu og þykir byggingin mjög góð til tónleikahalds. Árið 2019 var enginn undantekning á því og meðal annars hélt Húsvíkingurinn Brynjar Friðrik Pétursson gítartónleika í Sjóminjasafninu þar sem hann flutti meðal annars verkin „Elogio de la Danza“ eftir kúbverska tónskáldið Leo Brouwer og „Hommage á Chopin“ eftir pólska tónskáldið Alexandre Tansman. Á árinu sýndu íbúar og fyrirtæki í héraði, eins og oft áður, Menningarmiðstöð Þingeyinga velvilja og stuðning. Auk eins hóps fólks


SAFNI

Brynjar Friðrik Pétursson með gítartónleika í Sjóminjasafninu í sumar.

5

Mynd: MMÞ

sem mætir í sjálfboðavinnu nánast vikulega í Ljósmyndasafn Þing­ eyinga yfir vetrartímann til að greina ljósmyndir, bauðst Per Langsø Christensen í vor til að binda inn þá árganga Árbókar Þingeyinga í handbókasafni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem voru óinnbundnir. Eiga allir sem leggja hönd á plóg þakkir skildar.

Per Langsø Christensen afhenti handbókasafninu árgangana 2002 til 2017 af Árbók Þingeyinga innbundna. Mynd: MMÞ


6

SAFNI

Aðsóknartölur 2019 (2018) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík (samtals) 2963 (3335) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík sem borga sig inn 1705 Gestir á Grenjaðarstað 2761 (2566) Gestir á Snartarstöðum 183 (435) Gestir í Sauðaneshúsi 590 (413) Stór hluti starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á sumrin snýr að þjónustu við ferðamenn á þjóðlífssýningum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á Grenjaðarstað, í Safnahúsinu, á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi. Aðsóknartölur hafa verið nokkuð stöðugar undanfarin ár. Skýringar á sveiflum aðsóknartalna á milli 2018 og 2019 eru m.a. rúmlega 10% lækkun í aðsókn í Safnahúsið á árinu sem má að stærstum hluta rekja til nokkurra stórra viðburða árið 2018, m.a. afmælishátíðar Verkakvennafélagsins Vonar og Framsýnar í apríl þar sem meira en 250 manns mættu. Í október var móttaka í Safnahúsinu fyrir þátttakendur á Landsþingi KÍ en á þingið komu hátt í 200 kvenfélagskonur. Fjölgun gesta á Grenjaðarstað má að mestu rekja til aukinnar aðsóknar ferðamannahópa í safnið fyrir utan hefðbundinn sumaropnunartíma. Breytinguna á milli ára á Snartarstöðum má útskýra með breyttri aðferðafræði talningar þar sem eingöngu gestir sem borguðu sig inn í safnið voru meðtaldir 2019. Afgerandi fjölgun gesta í Sauðaneshús (rúmlega 40%) má að mestu rekja til samstarfs sumarstarfsmanna við skóla og aðra heimamenn og til sýninga á afrakstri samstarfsins (sjá nánar undir Sauðaneshús). Menningarmiðstöð Þingeyinga tók þátt í gestakönnunarverkefni á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Alls svöruðu 160 gestir könnuninni á Grenjaðarstað, í Safnahúsinu og í Sauðaneshúsi. Margt forvitnilegt kom í ljós í könnuninni en skemmtilegast er frá því að segja að 95% þeirra sem svöruðu voru ánægðir með heimsóknina til okkar. Upplýsingakerfið Sarpur er kerfi sem byggðasöfn innan Menningarmiðstöðvar Þingeyinga skrá sinn safnkost í. Sarpur hóf kynningarherferð í sumar til að vekja vitund og áhuga almennings á Sarpi þar sem margar gersemar þjóðarinnar eru skráðar og gerðar sýnilegar á vefnum. Menningarmiðstöð Þingeyinga tekur þátt í kynn­­ ingarverkefninu sem nefnist „Munir, myndir og minningar“ og má m.a. finna hlekk inn á Sarp á heimasíðu stofnunarinnar (www.husmus.is).


7

SAFNI

Auk þess að halda úti heimasíðu eru Safnahúsið á Húsavík, Grenjaðarstaður, Snartarstaðir, Sauðaneshús, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Árbók Þingeyinga, Bókasafn Öxarfjarðar og Bókasafnið á Húsavík með læksíðu á Facebook og þá er Safnahúsið með Instagram að­ gang.

Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga Helstu tekjuliðir 2019 (2018) Frá sveitarfélögum Frá Safnasjóði (verkefnastyrkir) Frá Safnasjóði (rekstrarstyrkir) Framlag ríkisins vegna skjalasafna (verkefnastyrkir) Framlag ríkisins vegna skjalasafna (rekstrarstyrkir) Aðgangseyrir

43.049.448 1.500.000 800.000

(42.607.446) (2.800.000) (900.000)

2.100.000

(2.000.000)

855.000 4.294.602

(855.000) (4.618.094)

Vegna mistaka í útreikningum framlaga sveitafélaga 2018 og 2019 eru tölurnar fyrir 2018 hér að ofan ekki í samræmi við upplýsingarnar sem birtar voru í Safna 2019. Þessi mistök útskýra líka litla prósentuhækkun framlaga á milli áranna 2018-2019.

Styrkir Menningarmiðstöð Þingeyinga er viðurkennt safn og getur þar af leiðandi sótt um styrki úr Safnasjóði. Menningarmiðstöð Þingeyinga sótti um styrki fyrir einu verkefni til Safnasjóðs fyrir árið 2019. Auk þess sótti Héraðsskjalasafnið um tvo styrki til Þjóðskjalasafns Íslands. Á árinu fékk Menningarmiðstöð Þingeyinga eftirfarandi styrki: • Rekstrarstyrk frá Safnasjóði, kr. 800.000. • Safnasjóður styrkti vinnu við gerð nýrrar sýningar í Sauðaneshúsi sem nefnist „Að sækja björg í björg“ með kr. 1.500.000. • Símenntunarstyrkur frá Safnasjóði, kr. 200.000 (samstarfsumsókn með Hvalasafninu á Húsavík).


8

SAFNI

• H éraðsskjalasafnið fékk úthlutað 1.200.000 króna styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa“. • Héraðsskjalasafnið fékk úthlutað 900.000 króna styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Skönnun á sveitarblöðum, tímabilið 1875-1959“.

Hluti starfsmanna Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í starfsmannaferð sumarsins þar sem Hvalasafnið á Húsavík, Könnunarsafnið og Gistiheimilið Tungulending voru heimsótt. Myndin er tekin í Tungulendingu þar sem eigandi gistiheimilisins Martin Varga sagði frá starfseminni og Stefán Bjarni Sigtryggsson (Stebbi Steindal) mætti og sagði frá sögu brúnkolsnámanna skammt frá Tungulendingu. Mynd: MMÞ

Námskeið Á árinu sóttu starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eftirfarandi námskeið og ráðstefnur: 18. mars – Forvörslunámskeið með Nathalie Jacqueminet í Safn­hús­ inu á Húsavík (allir starfsmenn í Safnahúsinu á Húsavík). 29. apríl – Vorfundur höfuðsafnanna í Reykjavík (Jan). 14. maí – Persónuvernd og varðveisla, streymt frá vorráðstefnu Þjóð­ skjalasafns Íslands (Jan og Snorri). 2.- 5. október –Farskóli safnamanna á Patreksfirði (Snorri). 10.- 11. október – Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi haldin í Borgarnesi (Snorri).


9

SAFNI

29. október – Námskeið á vegum Landskerfa Bókasafnanna (Bryndís). 2. nóvember – Er alþýðumenning þjóðararfur? Streymt frá málþingi Byggðasafns Vestfjarða (Jan og Snorri).

Fundir Fjölmargir fundir sem tengdust starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga voru haldnir á árinu. Þar á meðal: Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hélt stjórnarfundi þann 8. maí, 25. september og 30. október. Aðalfundur stofnunarinnar var haldinn á Sel-Hótel Mývatn þann 15. maí. Héraðsskjalavörður mætti fyrir hönd Héraðsskjalasafns Þingeyinga á vorfund opinberra skjalasafna í Þjóðskjalasafninu 4-5. apríl. Þá sótti forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga stjórnarfundi og ársfund Hvalasafnsins á Húsavík á árinu. Auk þess sóttu starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fjölda annarra funda vegna sýninga og samstarfsverkefna. Starfsmenn MMÞ tóku þátt í nokkrum ráðstefnum í gegnum netið á árinu og er það fyrirkomulag sem verður væntanlega algengara í framtíðinni við þátttöku í ráðstefnum og öðru fundahaldi.

Starfsfólk Fastir starfsmenn 2019 í Safnahúsinu á Húsavík voru Jan Aksel Harder Klitgaard í 100% starfi sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Snorri Guðjón Sigurðsson í 100% starfi sem héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga (nýr ráðningarsamningur var gerður við Snorra á árinu sem endurspeglar starf hans innan stofnunarinnar betur). Eina breytingin á ráðningarsamningi Snorra Guðjóns Sigurðssonar var að starfshlutfallinu var breytt úr 60% starfi sem héraðsskjalavörður og 40% sem almennur starfsmaður stofnunarinnar í 100% héraðsskjalavörður og um­ sjón­armaður ljósmyndasafnsins. Bryndís Sigurðardóttir var í 100% starfi sem deildarstjóri bókasafnanna í Norðurþingi. Nokkrir voru í hlutastarfi: Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir var í 50% starfi á bóka­


10

SAFNI

safninu á Húsavík og við önnur störf í Safnahúsinu. Hún fór í fæðingarorlof síðsumars og var Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir ráðin í 100% starf á bókasafninu á Húsavík og við önnur störf í Safnahúsinu til eins árs. Ragnheiður Hreiðarsdóttir var í 40% starfi við skráningu í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands og Harpa Stefánsdóttir var í 20% starfi við ræstingar og þrif á sýningum. Sumarstarfsmenn í hlutastarfi við gestamóttöku og viðhaldi lóða við Safnahúsið voru Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir, Anna Karen Unn­­ steinsdóttir, Mikołaj Sniegu Sniegowski, Styrmir Franz Snorrason og Kasper Jan Róbertsson. Í Sauðaneshúsi störfuðu Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson við gestamóttöku frá 15. júní til 31. ágúst og var það þriðja sumarið þeirra þar. Alma Dís Kristinsdóttir og Reynir Atli Jónsson leystu þau Auði og Starkað af þegar á þurfti að halda. Auk þess unnu Auður og Starkaður á árinu við gerð nýrrar sýningar í Sauðaneshúsi. Halldóra Sigríður Ágústsdóttir, ábúandi í Sauðanesi, hafði eftirlit með Sauðaneshúsi yfir veturinn. Á Snartarstöðum starfaði Hildur Óladóttir sem safnvörður frá 1. júní til 31. ágúst og María Hrönn Gunnarsdóttir og Stefanía Gísladóttir leystu af. Rannveig Halldórsdóttir sinnti eftirliti með Snartarstöðum yfir vetrartímann. Líkt og í fyrra var Örn Björnsson ráðinn sem bæjarstjóri á Grenjaðarstað yfir sumartímann en Anna Karen Unnsteinsdóttir vann á móti honum og Styrmir Franz Snorrason vann dagparta á álagstímum. Elín Kjartansdóttir útbjó þar þjóðlegt matarsmakk fyrir ákveðna tegund hópa sem komu á vegum Fjallasýnar. Auk þess að vera með afgreiðslu á Húsavík eru bókasöfnin í Norðurþingi með starfsstöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jónas F. Guðnason hefur í mörg ár haft umsjón með bókasafninu á Raufarhöfn og hélt því áfram í 10% stöðuhlutfalli árið 2019. Á Kópaskeri sinnti Reynir Gunnarsson starfi bókavarðar í rúmlega 20% stöðuhlutfalli. María Hermundsdóttir hefur séð um afleysingar á Kópa­skeri.

Útgáfa Safni, ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, kom út í tengslum við aðalfund Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn var á Sel-Hótel Mývatn í maí. Safni hefur komið óslitið út frá árinu 1981. Árbók Þingeyinga kom út í 61. sinn í lok október. Í ritnefnd ár-


11

SAFNI

bókarinnar eru Björn Ingólfsson á Grenivík (ritstjóri), Kristjana Erna Helgadóttir frá Kópaskeri, Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi Aðaldal, Sif Jóhannesdóttir fyrrverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og núverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar Jan Aksel Harder Klitgaard. Ritnefndin fundaði tvisvar á árinu og þá var haldinn spjallfundur í júní með annál ritara í Fuglasafni Sigurgeirs við Mývatn. Áskrifendur árbókarinnar eru undirstaða útgáfu hennar en því miður hefur áskrifendum farið verulega fækkandi undanfarin ár. Áhugasamir um sögu og menningu í Þingeyjarsýslu eru eindregið hvattir til að gerast áskrifendur með því að hafa samband við skrifstofu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í síma 464 1860 eða safnahus@husmus.is.

Byggðasöfnin, Myndlistarsafnið og Náttúrugripasafnið Safnahúsið á Húsavík Starfsemi í Safnahúsinu var með hefðbundnu sniði á árinu, fjölbreytt og skemmtilegt. Skemmtilegt samstarf við leikskólann Grænuvelli hefur þróast undanfarin ár. Listasmiðja leikskólabarna sem fór fram í janúar og febrúar og endaði með „Myndlistarsýningu barnanna“ hefur verið árviss viðburður frá árið 2014 og var samstarfið eflt enn frekar í ár með verkefninu „Jól í Þverárstofu“ þar sem Þverárstofa á grunnsýningu Safnahússins var ramminn utan um verkefnið í desember og fjallaði það um jólin í gamla daga. Þar að auki eru nemendur úr leikskólanum tíðir gestir á safninu og bókasafninu. Hluti af áfanganum Vísindaenska sem kennd er við Framhaldsskólann á Húsavík fór aftur í ár fram í Safnahúsinu og skiluðu nemendur mjög skemmtilegum og fræðandi leiðsagnarmyndböndum til MMÞ í lok annarinnar. Tvær merkilegar farandsýningar voru í Safnahúsinu á Húsavík um haustið. Í litla salnum á jarðhæðinni voru sýnd frumrit myndverka


12

SAFNI

Sýnishorn af myndum Hörpu. Fleiri myndir má finna á: https://www.instagram.com/husavikmuseum/

úr námsbókum sem gefnar voru út af Ríkisútgáfu námsbóka og Námsgagnastofnun allt frá lýðveldisstofnun. Frumritin, sem eru í eigu Menntamálastofnunar, höfðu ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Í myndlistarsalnum á þriðju hæð sýndi hópur leirlistakvenna sem kalla sig Brennuvargar listaverk sín. Kjarni sýningarinnar sem bar nafnið „Frá mótun til muna“ var myndband sem sýndi leirbrennsluaðferðir við opinn eld. Myndbandið var tekið upp í tengslum við vinnustofu sem hópurinn hélt haustið 2017. Á árinu var átak hjá Safnahúsinu á Húsavík í að gera safnið meira sýnilegt á vefmiðlum og tók Harpa Stefánsdóttir það verkefni að sér að setja myndir inn á Instagram sem sýna fjölbreytilegan safnkost og umhverfi á starfsstöð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á Húsavík. Í mars mánuði var haldið forvörslunámskeið í Safnahúsinu á Húsavík í samstarfi við Hvalasafnið á Húsavík. Fenginn var norður einn helsti sérfræðingur í forvörslu, Nathalie Jacqueminet fyrrverandi fagstjóri forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands og ritstjóri Handbókar um varðveislu safnskosts I-II (2018-2019), með dags námskeið þar sem farið var yfir varðveislu safngripa og skjala. Auk starfsmanna Safnahússins og Hvalasafnsins var öðrum söfnum á Norðurlandi boðið að taka þátt og þáði Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði boðið og mættu þrír starfsmenn þaðan. Námskeiðið var mjög vel heppnað og styrkti það samböndin á milli safnanna þriggja. Eins og oft áður nýtti fjöldi manns, fyrirtæki og félagasamtök, Safnahúsið fyrir fundi og samkomur. Heimsókn í Safnahúsið var partur af árshátíð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, og Rótarýklúbbur Húsavíkur heimsótti Safnahúsið í tengslum við fundi. Þá fór Stóra Upplestrarkeppnin 2019 fram í byrjun mars í myndlistarsalnum og Norðurþing nýtti Sjóminjasafnið fyrir starfsmannasamtöl stjórnsýsluhúss Norðurþings. Fjölmenningarfulltrúi Norðurþings


13

SAFNI

Sjóminjasafnið tilbúið fyrir borgarlega fermingu Siðmenntar.

Mynd MMÞ

hélt fræðsluerindi fyrir starfsfólk Skútustaðahrepps í Sjóminjasafninu um haustið og sú hefð er komin á að leiðsögn um Safnahúsið er partur af móttöku nýliða PCC á Bakka. Sjóminjasafnið var að venju hluti af dagskrá Sjómannadagsins, en sú nýjung varð að borgarleg ferming Siðmenntar fór fram í Sjóminjasafninu þegar þrjú ungmenni úr héraði voru fermd í júní. Ekkert vannst í viðgerðum á húseign eða búnaði nema það allra nauðsynlegasta. Loftræstikerfið í geymslunum undir Sjóminjasafninu bilaði snemma á árinu og töluverð útgjöld hlutust af því. Eins og kom fram í Safna í fyrra er Safnahúsið á Húsavík stór eign og kostnaðarsöm í viðhaldi og er nauðsynlegt að ráðast í nokkur stór við­ halds­verkefni á næstu árum.

Sérsýningar og viðburðir 2019 • F rá 5. janúar til 15. febrúar var sýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í litla sýningarsalnum. • „Samtímamyndir Gauks Hjartarsonar frá Húsavík og nágrenni“ nefndist rafræn ljósmyndasýning sem stóð frá 18. febrúar til 16. mars í myndlistarsalnum á þriðju hæð. • Samstarfsverkefnið „Myndlistarsýning barnanna“ á milli leikskólans Grænuvalla og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hófst í janú-


14

SAFNI

Nemendur frá leikskólanum Grænuvöllum að undirbúa „Myndlistarsýningu barn­ anna“. Mynd MMÞ

• • •

• • •

ar. Sýning á eigin verkum nemenda 2014 árgangs auk verka í eigu Myndlistasafnsins sem nemendur höfðu valið var opnuð 22. mars í myndlistarsalnum á þriðju hæð og stóð til 23. mars. Greiningarsýning á ljósmyndum Sigurðar Péturs Björnssonar frá árum 1980 til 1995 var haldin frá 28. mars til 25. apríl í litla salnum. Málverkasýning sem nefndist „Náttúra og Galaxy“ með verkum ­eftir Öldu G. Sighvatsdóttur var haldin í litla salnum frá 9. maí til 15. maí. Héraðsskjalasafn Þingeyinga opnaði sýninguna „Þingeysk sveitarblöð“ í litla salnum 7. júní og var hún opin út sumarið. Sýningin „Að fanga þig og tímann“ var aftur opnuð 13. maí í myndlistarsalnum og stóð út sumarið eða til 31. ágúst. Tónleikaviðburður sem nefndist „ROKKUM gegn krabbameini“ á vegum Tónasmiðjunnar Skapandi starf fyrir ungt fólk fór fram 31. maí vegna opnunar málverkasýningar smiðjunnar. Málverkin voru til sýnis í litla salnum til 5. júní. Brynjar Friðrik Pétursson hélt gítartónleika í Sjóminjasafninu þann 30. júní. Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr stóð að sýningunni „Börn náttúrunnar“ í litla salnum á Mærudögum 25.-28. júlí. Myndlistarkonurnar Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta


SAFNI

15

Forstöðumaður MMÞ vinnur að uppsetningu sýningarinnar „Að fanga þig og tím­ ann“ í maí. Mynd MMÞ

• • • • •

Guðmundsdóttir stóðu fyrir upplestrarmaraþoni laugardaginn 27. júlí frá kl. 10 til kl. 18 þar sem lesið var upp úr verkum Huldu skáld­konu. Hópur leirlistakvenna sem kalla sig Brennuvargar opnaði sýningu með verkum sínum í myndlistarsalnum 14. september. Sýningin sem bar heitið „Frá mótun til muna“ stóð til 31. desember og auk leirlistaverka var sýnd heimildamyndin Raku um leirbrennslur við opinn eld. „Tíðarandi í teikningum“ nefndist sýning á myndskreytingum í ­íslenskum námsbókum frá 20. öld sem eru í eigu Menntamálastofnunar. Sýningin var sett upp í litla listasalnum og var til sýnis frá 16. september til 31. desember. Hluti dagskrár Landkönnunarhátíðarinnar á Húsavík fór fram í Sjóminjasafninu þann 18. október. Adrienne Davis hélt tónleika í Sjóminjasafninu þann 21. nóvember. Heimildarmyndin „Gósenlandið – íslensk matarhefð og matar saga“ var sýnd í myndlistarsalnum 5. desember. Farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum var opnuð 9. desember og stóð út árið. Afrakstur verkefnisins „Jól í Þverárstofu“ var sýndur við inngang bókasafnsins yfir hátíðarnar.


16

SAFNI

Grenjaðarstaður Grenjaðarstaður var opinn daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 18 fyrir gesti og var eins og undanfarin ár vinsælasti áfangastaður ferðamanna af þeim fjórum söfnum sem heyra undir Menningarmiðstöð Þingeyinga. Töluvert af hópum á vegum ferðaskrifstofa komu fyrir utan sumaropnunartíma og var síðasta heimsókn vertíðarinnar 3. október. Torfbærinn á Grenjaðarstað var notaður sem hluti af leikmynd heimildarmyndarinnar „Frú Elísabet“ um ævi Maríu Elísabetar Jóns-

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir leikstýrir Jenný Láru Arnórsdóttur í hlutverki Frú Elísabetar í meyjarskemmunni á Grenjaðarstað. Mynd: MMÞ


17

SAFNI

dóttur. Leikstýra myndarinnar var Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og auk Jennýjar Láru Arnórsdóttur í aðalhlutverki sem frú Elísabet fengu nokkrir félagar úr handverkshópnum Hlöðunni og forstöðumaður MMÞ aukahlutverk í myndinni sem vinnuhjú. Upptökur fóru fram frá morgni til kvölds 25.-27. janúar. María Elísabet Jónsdóttir var kvenréttindakona, organisti, tónskáld og prestfrú á Grenjaðarstað á árunum 1907-1931. Myndin var frumsýnd í Hofi á Akureyri 19. júní og verður hún sýnd í Hlöðunni í sumar þegar safnið er opið. Framhaldsskólanemendur frá Laugum heimsóttu Grenjaðarstað um haustið eins og undanfarin ár og fengu þeir leiðsögn um torfbæinn. Meðlimir handverkshóps Hlöðunnar stóðu fimmta sumarið í röð fyrir sölu á handverki á hlöðuloftinu. Viðvera þeirra í þjónustuhúsinu er ómetanleg fyrir Menningarmiðstöð Þingeyinga og starfsemina á Grenjaðarstað.

Snartarstaðir Í byrjun maí héldu Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga, og Jan A. H. Klitgaard forstöðumaður MMÞ fræðsluerindi á Snartarstöðum. Snorri kynnti starfsemi ljósmyndasafnsins fyrir áheyrendum en Jan flutti erindi sem hann nefndi „Safna, sýna eða sniðganga“ um hugmyndafræðina

Umsjónarmaður Ljósmyndasafnsins Snorri Guðjón Sigurðsson flytur fyrirlestur um ljósmyndasafnið á Snartarstöðum. Mynd: MMÞ


18

SAFNI

á bak við söfnunarstefnu. Að erindinu loknu komu um 20 manns á vegum Ferðaþjónustusamtaka Norðurhjara í heimsókn og fóru fram mjög fróðlegar og skemmtilegar umræður á milli ferðaþjónustufólksins og starfsmanna MMÞ um menningartengda ferðaþjónustu. Á Snartarstöðum var sumarið með hefðbundnum hætti og var sýningin opin flestalla daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 13 til 17. Verkefni sumarsins að frumkvæði Hildar Óladóttir, safnvarðar var m.a. fatasýning á vegum Kvenfélagsins Stjörnu sem var sett upp á annarri hæð. Sýningin sem nefndist „Uppáhaldsföt meðlima sem þær tíma ekki að henda“ hafði áður verið sýnd á Sólstöðuhátíðinni. Þá fékk byggðasafnið líkan af gömlu kirkjunni í Presthólum að láni frá Öldu Jónsdóttur núverandi bónda á Presthólum yfir sumartímann. Brynjúlfur Sigurðsson gerði líkanið. Ekki var unnið að viðhaldi á húseigninni á árinu.

Sauðaneshús Sýningin í Sauðaneshúsi var opin daglega frá 15. júní til 31. ágúst milli kl. 11 og 17. Fyrir utan hefðbundna safngæslu unnu safnverðirnir Auður Lóa og Starkaður nokkur skemmtileg verkefni í samstarfi við heimamenn. Fyrir opnun um vorið komu nemendur fyrsta bekkjar í grunnskólanum á Þórshöfn í heimsókn og fengu fræðslu, unnu verkefni og bjuggu til listaverk. Myndlistarsýning með afrakstri heimsóknarinnar var opnuð á neðstu hæðinni þegar sumarstarfsemi Sauðaneshúss hófst formlega þann 15. júní. Í tengslum við Bryggjudagana hélt Steinunn Inga Óttarsdóttir fyrirlestur þann 19. júlí um Oddnýju Guðmundsdóttir, skáldkonu frá Hóli á Langanesi. Sama dag var opnuð tímabundin sýning um Oddnýju og hennar störf sem farkennari þar sem bækur hennar, blaðagreinar og nokkrir munir frá henni voru til sýnis. Sýningin var samstarfsverkefni á milli Auðar, Starkaðar og Halldóru Sigríðar Ágústsdóttur en þar að auki komu Sara Hólm, Sigrún Lilja Jónasdóttir og Hilmar Þór Hilmarsson að gerð sýningarinnar með því að lána muni og veita upplýsingar. Í lok júlí heimsóttu höfundar Pastel-ritraðar Sauðaneshús og lásu úr verkum sínum fyrir gesti. Líkt og í fyrra dvaldi listamannahópur í Sauðaneshúsi í lok sumarsins. Auk Auðar og Starkaðar sá Hildur Ása Henrýsdóttir um skipulag og stjórn dvalarinnar sem ber nafnið Röstin. Auk stjórnenda tóku sex listamenn þátt í dvölinni. Grunnsýningin á fyrstu hæð hússins var tekin niður eftir lokun


19

SAFNI

Frá heimsókn höfunda Pastel-ritraðar í Sauðaneshúsi.

Mynd: Auður Lóa Guðnadóttir

safnsins um haustið og verður fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar „Að sækja björg í björg“ opnaður sumarið 2020.

Aðföng Byggðasöfn Þingeyinga Árið 2019 rötuðu 20 munir til safnanna og hafa þeir verið skráðir í Sarp. Ásgeir Þorkelsson gaf verðlaunapeninga fyrir hlaup. Björn Jósef Arnviðarson afhenti púða með merki Völsungs. Borgarhólsskóli gaf tvo aurasjóðakassa. Grétar Sigurðarson gaf bænabókaskáp frá Grenjaðarstað. Guðrún Þórsdóttir gaf hárblásara, barnaklossa, plastdúk og peningaveski merkt FH. Hermann Larsen gaf myndavél. Hildur Baldursdóttir gaf fjóra bátasmiðshefla. Sigurveig, Hulda, Kristín og Baldvin Erlingsbörn gáfu saumavél. Snorri Guðjón Sigurðsson afhenti tafl. Stella Þorvaldsdóttir gaf Saltvíkurhlaupsbikar. Þórunn Guðrún Pálsdóttir gaf veggteppi.


20

SAFNI

Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson með uppstoppaða snoðdýrið sem þeir færðu Náttúrugripasafni Þingeyinga. Mynd MMÞ

Náttúrugripasafn Þingeyinga Árið 2019 voru afhentir og skráðir tveir munir í safnið. Friðrik Dagur Arnarson gaf klepra úr sprungu í gígbarmi í SyðriÞrengslaborg. Benedikt Hrólfur Jónsson og Tómas Gunnarsson gáfu snoðdýr. Myndlistasafn Þingeyinga Árið 2019 var afhent og skráð eitt listaverk í safnið. Haukur Hauksson gaf mynd af Tungugerði eftir Sigurð Hallmarsson. Jan Aksel Harder Klitgaard Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og safnavörður.


21

SAFNI

Héraðsskjalasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Starfsemi héraðsskjalasafnsins á árinu 2019 var að mestu með hefðbundnum hætti. Hlutverk héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varanleg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Héraðsskjalasöfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Þjónustuhlutverk héraðsskjalasafnsins verður stöðugt veigameira og mikilvægt að tryggja að sveitarfélögin og almenningur hafi aðgang að safnkostinum.

Frá árinu 2010 hefur tölfræði yfir ýmsa þætti starfseminnar verið tekin saman. Söfnun og greining á þeirri tölfræði er mikilvæg til að móta framtíðarstefnu skjalasafnsins. Alls bárust 225 fyrirspurnir á árinu eða tæplega 19 á mánuði að meðaltali sem er örlítil fækkun frá árinu á undan. Flestar fyrirspurnirnar, 52%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 26% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í rúmlega 19% tilfella bárust þær símleiðis. Héraðsskjalavörður fór í sex heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og ósk-


22

SAFNI

uðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendu fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 57% karlar en 43% konur. Árið 2017 sendi Þjóðskjalasafn Íslands rafræna könnun á öll héraðsskjalasöfn á Íslandi og kannaði stöðu og starfsemi þeirra. Svör við könnuninni miðuðust við stöðu héraðsskjalasafnanna í lok árs 2016. Í kjölfar könnunarinnar var annars vegar gefin út heildarskýrsla með samanteknum niðurstöðum fyrir öll héraðsskjalasöfnin og hins vegar skýrslur um starfsemi einstakra héraðsskjalasafna. Þjóðskjalavörður óskaði í kjölfarið eftir því að rekstraraðilar safnanna sendu Þjóðskjalasafninu tímasetta úrbótaáætlun fyrir 30. október 2019. Í skýrslu um starfsemi Héraðsskjalasafns Þingeyinga voru gerðar athugasemdir við átta atriði. Helmingur þeirra sneri í raun að skjalavörslu sveit­ ar­félaganna. Í nóvember var úrbótaáætlun Héraðsskjalasafns Þingeyinga lögð fyrir stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stjórnin samþykkti áætlunina og var henni síðan skilað til Þjóðskjalasafns Íslands. Formlegur opnunartími var óbreyttur frá fyrra ári: mánudaga til föstudaga kl. 10-16. Að venju var salurinn vel sóttur á árinu og voru 95 skjalaöskjur afgreiddar þangað.

Miðlun Héraðsskjalasafnið fékk tvo verkefnastyrki frá Þjóðskjalasafni Íslands á árinu. Annar styrkurinn var fyrir verkefnið „Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa“. Verkefnið fólst í því að ljósmynda elstu gjörðabækur sveitarfélaga, skrá lýsigögn og miðla bókunum á vefnum. Harpa Stefánsdóttir var ráðin til að ljósmynda bækurnar og full­ vinna myndirnar en héraðsskjalavörður sá um skráningu lýsigagna. Alls voru 34 gjörðabækur myndaðar og skráðar eða samtals 5.159 ljósmyndir. Elsta bókin var frá 1790 en sú yngsta náði til ársins 1962. Hinn styrkurinn var í verkefnið „Skönnun á sveitarblöðum, tíma­ bilið 1875-1959“. Samtals voru 324 tölublöð skönnuð eða samtals 4.554 myndir. Bæði þessi verkefni gengu vel. Gjörðabækurnar og sveitarblöðin birtust á skjalavef héraðsskjalasafnsins í desember. Í lok ársins voru 103 gjörðabækur og 668 sveitablöð aðgengileg almenningi á netinu, samtals tæplega 40.000 blaðsíður.


23

SAFNI

Gjörðabók á skjalavef héraðsskjalasafnsins.

Mynd MMÞ

Héraðsskjalavörður var í tvígang með kynningar á starfsemi héraðsskjalasafnsins á árinu. Í febrúar fór hann á fund hjá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og í maí var haldinn opinn fundur á Snartarstöðum sem var vel sóttur. Þann 7. júní var sýningin „Þingeysk sveitarblöð“ opnuð á jarðhæð Safnahússins á Húsavík. Á sýningunni mátti sjá hluta þeirra tæplega 70 titla af sveitarblöðum sem komu út í Þingeyjarsýslu.

Sýningin „Þingeysk sveitarblöð“. Mynd MMÞ

Með sveitarblöðum er átt við handskrifuð blöð sem innihéldu fjölbreytt efni sem ætlað var til almennrar birtingar og var látið berast manna á meðal eða var lesið upp á almennum fundum. Í


24

SAFNI

þessum blöðum létu menn í ljós hugmyndir sínar um menn og málefni og ýmsum framfaramálum var fyrst hreyft þar. Oft urðu þar skemmtileg orðaskipti, bæði í ljóðum og lausu máli. Þessi blöð höfðu eigi minni áhrif til umhugsunar og umræðu en prentuðu blöðin þar sem efnistök þeirra voru allajafna einskorðuð við sitt smáa útbreiðslusvæði. Sveitarblöðin byggðu einnig tilveru sína beinlínis á samfélaginu sem þau komu út í. Þau þrifust á persónulegum tengslum og almennri þátttöku viðtakenda sinna. Norræni skjaladagurinn er haldinn árlega annan laugardag í nóvember. Yfirskrift Norræna skjaladagsins 2019 var: Geymt en ekki gleymt. Skjalasöfnin eru minni þjóða. Það sem þau varðveita er geymt um alla framtíð og með því að hlúa vel að þeim erum við um leið að tryggja varðveislu sögunnar. Hið gríðarmikla gagnamagn sem geymt er í skjalasöfnunum er þó flestum hulið og í dag birta íslensku skjalasöfnin dálítið sýnishorn af safnkostinum. Það verður vonandi til þess að auka þekkingu almennings á því hvers konar gögn eru geymd á skjalasöfnum. Á vef skjaladagsins birtust innslög frá allmörgum íslenskum opinberum skjalasöfnum. Framlag Hérðasskjalasafn Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar, „Þingeysk sveitarblöð“ þar sem fjallað er um handskrifuð blöð sem gengu milli bæja í Þingeyjarsýslu, „Ólympíuleikarnir í Berlín 1936“ grein um ferð Jónasar G. Jónssonar á Ólympíuleikana og „Íslenskar sagnir“ þar sem fjallað er um söfnun Þórarins Stefánssonar á íslenskum sögnum. Þessar greinar eru allar aðgengilegar á www.skjaladagur.is.

Eftirlit og ráðgjöf Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 kveða á um eftirlitsskyldu opinberra skjalasafna með þeim stofnunum sem eru skilaskyldar á skjöl sín. Sex sveitarfélög eru aðilar að Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Í lok ársins 2018 var þessum sveitarfélögum send stafræn könnun. Náði hún yfir sveitastjórnarskrifstofur sveitarfélagana og grunnskóla á starfssvæði héraðsskjalasafnsins. Svör bárust frá fjórum af 6 sveitarstjórnarskrifstofunum. Svör bárust frá fimm af þeim sjö grunnskólum sem eru reknir í Þingeyjarsýslu. Svörin sýna að skjalavörslu á þessum stöðum er ábótavant og að það er mikið verk fram undan hjá þessum aðilum að uppfylla þær lagalegu kröfur sem á þeim hvíla. Héraðsskjalasafn Þingeyinga mun leggja sig fram við að að-


25

SAFNI

stoða og leiðbeina aðilunum við þá vinnu. Niðurstöður kannananna má skoða á vef héraðsskjalasafnsins. Héraðsskjalavörður heimsótti Reykjahlíðarskóla á árinu og veitti skólastjóra ráðgjöf varðandi skjalavörslu skólans. Einnig heimsótti hann Héraðssamband Suður-Þingeyinga og skoðaði skjalageymslu þeirra og veitti ráðgjöf varðandi frágang og skil á skjölum. Í september óskaði Framhaldsskólinn á Húsavík eftir almennri fræðslu um skjalavörslu. Sjálfsagt mál var að verða við þeirri beiðni þrátt fyrir að skólinn sé með skilaskyldu á sínum skjölum til Þjóðskjalasafnsins en ekki Héraðsskjalasafns Þingeyinga.

Námskeið og fundir Héraðsskjalavörður sótti vorfund opinberra skjalasafna sem Þjóðskjalasafn Íslands stóð fyrir dagana 4.-5. apríl í gegnum fjarfundarbúnað. Á fundinum var meðal annars fjallað um úthlutun verkefnastyrkja, hlutverk samráðshóps opinberra skjalasafna, varðveislu einkaskjalasafna á opinberum vettvangi, skjalasöfn hreppstjóra og hreppsnefnda, rannsóknir hjá opinberum skjalasöfnum, eftirlit Þjóðskjalasafns með starfsemi héraðsskjalasafna, úrbótaáætlanir héraðsskjalasafna, frumkvæðisskyldu opinberra skjalasafna, eftirlit og sjálfstæði opinberra skjalasafna og fræðslu ÞÍ vegna lögbundinna verk­efna opinberra skjalasafna. Þann 18. mars sat héraðsskjalavörður námskeið í forvörslu sem var haldið í Safnahúsinu. Kennari á námskeiðinu var Nathalie Jacqueminet fyrrv. fagstjóri forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands. Dagana 2.-5. október fór Farskóli FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) fram á Patreksfirði. Farskólinn hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Við upphaf Farskólans flutti Marie Briguglio frá háskólanum á Möltu stefræðu. Farskólanum var síðan skipt í málstofur þar sem var hægt að velja á milli mismunandi viðfangsefna. Fyrir valinu urðu málstofurnar „Árangur í safnastarfi“, „Fornleifarannsóknir og safnastarf“, „Safnaklasar“ og „Hvað ber að gera í bátavarðveislu?“. Ármann Guðmundsson frá Þjóðminjasafni Íslands stýrði málstofunni „Árangur í safnastarfi“. Þar var reynt að svara því hvaða árangursmælikvarðar eru best til þess fallnir að mæla árangur í safnastarfi. Berglind Þorsteinsdóttir frá


26

SAFNI

Byggðasafni Skagfirðinga kynnti þær rannsóknir og samstarfsverkefni sem Byggðasafn Skagafjarðar hefur starfað að á undanförnum árum í málstofunni „Fornleifarannsóknir og safnastarf“. Guðrún Jóns­ dóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, stýrði málstofunni „Safnaklasar“ þar sem hún fjallaði um safnaklasa þar sem ólík söfn eru rekin undir einum hatti. Hún fór yfir kosti og galla slíks ­fyrirkomulags með tilliti til reynslunnar í Borgarfirði. Aníta Elefsen frá Síldarminjasafninu og Helgi M. Sigurðsson frá Borgarsögusafni stýrðu málstofunni „Hvað ber að gera í bátavarðveislu?“. Þau kynntu tvö verkefni sem stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna hefur unnið að undanfarin misseri. Annars vegar varðveislumat fyrir skip og báta og hins vegar heildstæða bátaskráningu. Farskólinn var mjög vel heppnaður og settu safnmenn svip sinn á bæjarlífið á meðan á honum stóð. Dagana 10.-11. október var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi haldin í Borgarnesi. Á ráðstefnunni fjallaði Þórir Helgi Sigvaldason frá Borgarskjalasafni um frumkvæðisathuganir opinberra skjalasafna, Jóna Símonía Bjarnadóttir frá Héraðsskjalasafni Ísa­ fjarðar fjallaði um listaverk á skjalasöfnum og einnig um framtíðarsýn héraðsskjalasafna m.t.t. sameiningar sveitarfélaga og Sólborg Una Pálsdóttir frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga og Andrés Erlingsson frá Borgarskjalasafni greindu frá rannsóknum á þeirra skjala­ söfnum. Einnig var fjallað um úrbótaáætlanir héraðsskjalasafnanna og rafræna varðveislu skjala. Héraðsskjalavörður Þingeyinga var með tvö erindi, annars vegar um þingeysk sveitarblöð og hins vegar um verkefnastyrki til héraðsskjalasafna. Gestafyrirlesari var Óskar Guðmundsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur, og fjallaði hann um upplifun sína á því að vera rannsakandi á skjalasafni.


27

SAFNI

Aðföng Alls bárust skjalasafninu 32 afhendingar á árinu sem er nokkuð minna en síðustu ár. Afhendingarnar fylltu samtals 3,51 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin. Héraðsskjalasafn Þingeyinga - aðföng 2019: (Aðfanganúmer – Innihald – Umfang í hillumetrum eða gagnamagni –Afhendandi) 2019/ 1 Sr. Sighvatur Karlsson. Líkræður. 16,6 Mb – Sighvatur Karlsson. 2019/ 2 Jóel Benjamínsson. Bréfasafn. 0,01 hm. – Sigurjón Jóhannesson. 2019/ 3 Hitaveita í Aðaldal og Kinn. Fundagjörðir, ársreikningar og samningar. 0,21 hm. Árni Njálsson. 2019/ 4 Náttúruverndarnefnd S-Þingeyjarsýslu. Umsagnir og bréf. 0,14 hm. Svavar Pálsson. 2019/ 5 Emil Geir Guðmundsson. Eftirmæli og ljósmyndir. 0,01 hm. Haukur Arnar Emilsson. 2019/ 6 Ættfræðifélagið. Manntöl. 0,22 hm. Hildur Ása Benediktsdóttir. 2019/ 7 Húsmæðraskólinn á Laugum. Ársskýrslur. 0,01 hm. Héraðsskjalasafn Austfirðinga. 2019/ 8 Ljósavatnssókn. Gjörðabók 1908-2010. 0,02 hm. Aðalheiður Kjartansdóttir. 2019/ 9 Sigurður Ingólfsson. Prófskírteini. 0,01 hm. Anna María Sigurðardóttir. 2019/10 Sigurður Gunnarsson og Guðrún Karlsdóttir. Bréf og ættfræðiskjöl. 0,07 hm. Vilhjálmur Sigurðsson. 2019/11 Sigurlaug Halldórsdóttir og Gunnar Sigurðsson. Æviyfirlit. 0,02 hm. Ekki vitað. 2019/12 Örum & Wulff. Viðskiptabók Ö&W Þórshöfn. 0,02 hm. Halldóra Sigríður Ágústsdóttir. 2019/13 Víkurblaðið. 1.-19. árg. af Víkurblaðinu. 0,05 hm. Margrét Sverrisdóttir. 2019/14 Laxárfélagið. Veiðiskýrslur 2015-2018. 0,7 hm. Hörður Blöndal. 2019/15 Laugaskóli. Gjörða- og skýrslubækur. 0,2 hm. Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir.


28

SAFNI

2019/16 Ó skar Sigtryggsson og Hrólfur Árnason. Ýmis skjöl er varða Þverárstofu. 0,01 hm. Margrét Sverrisdóttir. 2019/17 Ari Bjarnason frá Grýtubakka. Gjörðabækur o.fl. 0,07 hm. Grímur Laxdal 2019/18 Landeigendafélag Laxár og Mývatns. Laxárdeilan. 0,21 hm. Héraðsskjalasafnið á Akureyri. 2019/19 Björn Haraldsson Kópaskeri. Bréf og handrit. 0,07 hm. Ekki vitað. 2019/20 Indriði Indriðason, Brynjar Halldórsson og Óskar Sigvaldason. Ættfræði, þjóðfræði og ýmis yfirlit. 1,33 hm. Sigrún Brynjarsdóttir. 2019/21 Sigurlaug Egilsdóttir Máná. Bréf og skjöl um Máná. 0,01 hm. Sigurlaug Egilsdóttir. 2019/22 Kristján Guðnason. Úrdráttur úr fyrirlestrum. 0,01 hm. Birgir Guðjónsson. 2019/23 Helgi Gunnlaugsson. Bréfasafn og handrit. 0,07 hm. Stefán Eggertsson. 2019/24 Halldór Runólfsson. Bréfabækur 1904-1922. 0,17 hm. Oddný Hjaltadóttir. 2019/25 Sr. Sighvatur Karlsson. Úrval ræðna 1988-2019. 22 Mb. Sighvatur Karlsson. 2019/26 Þórir Baldvinsson arkitekt. Teikningar af kirkjum. 0,07 hm. Baldvin Kr. Baldvinsson. 2019/27 Sigurbjörg Sveinsdóttir Mýrarkoti. Ýmiss skjöl. 0,01 hm. Kristján Kárason. 2019/28 Hulda Reykjalín Víkingsdóttir. Ættfræði. 0,03 hm. Þorlákur Þorláksson. 2019/29 Völsungur. Verðlaunaskjal og ljósmyndir. 0,01 hm. Björn Jósef Arnviðarson. 2019/30 Völsungur. Söguyfirlit, ræða og samningar. 0,07 hm. Ingólfur Freysteinsson. 2019/31 Haraldur Björnsson. 22 hljóðsnældur með viðtölum og söng. 0,07 hm. Sigurður Kr. Friðriksson. 2019/32 Gafl. Jólakort félagsins 2019. 0,01 hm. Halldór Valdemarsson.


29

SAFNI

Ljósmyndasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2019 er talinn vera rúmlega 150.000 myndir. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna, Ljósmyndasafn og Mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 83.928 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 11.411 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Samtals voru því 95.339 myndir tölvuskráðar í lok ársins. Á árinu náðist að skanna og skrá 5.055 myndir í ljósmyndasafnið og 148 myndir í mannamyndasafnið. Mikil vinna var á árinu lögð í að skanna ljósmyndir sem var búið að skrá í mannamyndasafnið og

PK-1437-27 Úr safni Sigurpáls Aðalsteinssonar Ísfjörð.


30

SAFNI

tengja þær við gagnagrunninn. Þannig náðist að skanna um 5.000 myndir í mannamyndasafninu. Sú vinna var í höndum Mikolaj ­Sniegowski og Guðrúnar Stefaníu Steingrímsdóttur. Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis óskaði eftir kynningu á ljósmyndasafninu í febrúarmánuði. Það var ljúft að verða við þeirri beiðni og fór kynningin fram í Bjarnahúsi þann 20. febrúar. Töluvert er um að fólk skili inn myndum sem engar upplýsingar fylgja. Vitaskuld er tekið við slíkum myndum og fólk hvatt til slíkra innskila frekar en að fleygja myndum. Alltaf er einhver von að þeir þekkist sem á myndunum eru á greiningarsýningum safnsins.

Miðlun Þrjár greiningarsýningar voru haldnar á árinu. Í janúar var greiningarsýning haldin í Safnahúsinu. Í apríl var önnur greiningarsýning á sama stað. Í apríl var einnig greiningarsýning hjá félagi eldri borgara haldin í Stórutjarnaskóla Sigrún Brynjarsdóttir, starfsmaður á Hvammi, var iðin við að fá myndir hjá Ljósmyndasafninu á árinu og sýna þær vistmönnum á Hvammi. Flott framtak hjá Sigrúnu sem féll í góðan jarðveg hjá vistmönnum og Ljósmyndasafninu. Mikill fjöldi mynda var greindur á þessum sýningum og mikið af upplýsingum, sem annars hefðu ef til vill glatast, skráðar við myndirnar. Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara, kom einu sinni í viku á ljósmyndasafnið til að greina ljósmyndir. Þessar heimsóknir hafa skilað miklum upplýsingum sem erfitt hefði verið að afla með öðrum hætti. Kristbjörg Jónasdóttir kom reglulega á safnið í sjálfboðavinnu til að greina ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar og sr. Arnar Friðrikssonar. Ljósmyndasafnið vill þakka Krubbum og Kristbjörgu kærlega fyrir sitt framlag.

Aðföng Alls bárust ljósmyndasafninu 16 afhendingar á árinu og varð safnaukinn 4.982 myndir. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.)


SAFNI

31

2019/ 1 2 myndir frá Kristjáni Kárasyni. Kristján Kárason. 2019/ 2 3 00 myndir úr fórum Sigurpáls Aðalsteinssonar Ísfjörð. Gylfi Þór Sigurpálsson. 2019/ 3 82 myndir frá Gunnari Jónssyni. Hörður Jónasson. 2019/ 4 1 mynd af bátnum Hafþóri. Níels Árni Lund. 2019/ 5 20 myndir úr fórum Margrétar Jóhannsdóttur. Jón Sveinn Þórólfsson. 2019/ 6 402 myndir af starfsemi Mjólkursamlags K.Þ. Hlífar Karlsson. 2019/ 7 1 mynd af Jóhönnu Steingrímsdóttur og foreldrum. Völundur Þ. Hermóðsson. 2019/ 8 47 myndir úr fórum Ingibjargar Helgadóttur. Ingibjörg Helgadóttir. 2019/ 9 32 myndir úr fórum Sigurlaugar Egilsdóttur frá Máná. Sigurlaug Egilsdóttir. 2019/10 3.897 myndir eftir Óskar Sigvaldason. Sigrún Brynjarsdóttir f.h. Brynjars Halldórssonar. 2019/11 11 myndir frá Marsilín Pálsdóttur. Nafnlaust. 2019/12 1 kvikmyndavél úr Borgarhólsskóla. Hjálmar Bogi Hafliðason. 2019/13 66 myndir frá Kristrúnu Jónsdóttur og Jónasi Stefánssyni Syðri-Skál. Sigríður Sigurðardóttir. 2019/14 1 mynd af Jóhanni Sigurjónssyni. Helga Guðný Sigurðardóttir. 2019/15 2 myndir af Knebelsvörðunni. Jón Fr. Sigvaldason. 2019/16 117 myndir frá Laxamýrarfólki. Björn Sigurðsson. Snorri Guðjón Sigurðsson Héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga


32

SAFNI

Bókasöfnin Hlutverk og þjónusta Árið 2019 var starfsemi bókasafnsins með hefðbundnu sniði og snerist að mestu um upplýsingaþjónustu og útlán safnefnis. Mikið var um millisafnalán, þar sem bækur og annað efni er ýmist fengið að láni frá öðrum söfnum eða að við sendum til annarra safna. Þjónusta við námsfólk og þá sérstaklega háskólanema, er vaxandi þáttur í starfseminni enda orðið algengt að fólk stundi nám í sinni heimabyggð með fjar- eða dreifnámi. Boðið er upp á útlán bóka og tímarita, upplýsingaþjónustu, tölvuaðgang myndbönd/mynddiska til

Þegar börn úr leikskólanum Grænuvöllum eru í heimsókn.

Mynd MMÞ


33

SAFNI

útleigu, útlán til stofnana, millisafnalán og safnkynningar. Þess má einnig geta að Bókasafnið á Húsavík veitir öðrum söfnum á svæðinu margvíslega þjónustu. Má þar nefna millisafnalán, upplýsingar og ráðgjöf og hefur einnig milligöngu við Landskerfi bókasafna. Sveitarfélagið Norðurþing á og rekur alls þrjú almenningsbókasöfn. Um er að ræða Bókasafnið á Húsavík, Bókasafnið á Kópaskeri og Bókasafnið á Raufarhöfn. Reynt er að hafa samráð um innkaup á t.d. fræðibókum, þar sem ágætlega gengur að nýta millisafnalán á slíkum bókum og öðru efni sem ekki er mikið í útláni. Safnið leitast við að rækja það hlutverk sitt að hafa bæði nýtt og eldra efni til útláns handa viðskiptavinum sínum og eiga eitthvað við allra hæfi enda gestir safnsins margbreytilegur hópur á öllum aldri. Reynt er að uppfylla skilyrði laga um almenningsbókasöfn en þar segir: „Bókasöfn eru þjónustustofnanir sem starfa í þágu almennings og eigenda sinna og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upplýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísindastarfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upplýsingalæsi. Hlutverk bókasafna er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Áhersla skal lögð á að safnkostur bókasafna endurspegli sem flest sjónarmið.“ Gjaldskrá er óbreytt frá 2018.

Opnunartími Safnið er opið yfir vetrartímann frá 1. september til júníloka frá 1018 alla virka daga og 10-14 laugardaga. Yfir sumarið frá 1. júlí til 31. ágúst er einnig opið á laugardögum til klukkan 18. Á sunnudögum er safnið lokað en á sumrin er hægt að skila bókum í skilakassa sem staðsettur er við inngang bókasafnsins.

Útlán Tölvuskráð safngögn voru í lok ársins 47.734 á Húsavík, 17.124 á Kópaskeri og 6.127 á Raufarhöfn. Samkvæmt skráningu voru útlán ársins 17.353 talsins á Húsavík. Hafa ber í huga að útlánatölur segja


34

SAFNI

„Bréf til bjargar lífi“ og „Þetta vilja börnin sjá“ hlið við hlið.

Mynd MMÞ

ekki alla söguna um notkun bókasafnsins, því margir koma á safnið eingöngu til að lesa blöð og tímarit, nota tölvurnar, fá ljósritunareða prentþjónustu, eða leita upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Það sem hæst bar á árinu var það að við ásamt öðrum almenningssöfnum gengum í Rafbókasafnið. Í Rafbókasafninu eru nú yfir 3.000 rafbækur og rúmlega 600 hljóðbækur sem aðgengilegar eru öllum þeim sem eiga bókasafnskort. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Þetta þýðir að bókakostur nýju aðildarsafnanna stækkar um tæplega 4.000 bækur. Er þetta því mjög góður kostur, sérstaklega fyrir þá sem vilja lesa/hlusta á öðrum tungumálum en íslensku.

Lánþegar Skráðir lánþegar Bókasafnsins á Húsavík voru í tölvukerfinu Gegni 564 í lok árs en hafa ber í huga að þá eru ekki taldir með þeir lán-


35

SAFNI

þegar sem koma reglulega á safnið en voru með útrunnið lánþegaskírteini þegar talningin fór fram. Rétt tala er því nokkru hærri.

Starfsfólk Á Bókasafni Húsavíkur er deildarstjóri Bryndís Sigurðardóttir sem er í 100% starfi og bókavörður Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir í 30% starfi. Jónas Friðrik Guðnason hefur haft umsjón með Bókasafninu á Raufarhöfn eins og síðustu ár. Á Bókasafni Öxafjarðar er bókavörður Reynir Gunnarsson. Þann fyrsta september fór Sólrún í fæðingarorlof og var Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir ráðin í afleysingar í hennar stað frá 15. júlí til 31. ágúst 2020. Í september bættist Inga Lilja Snorradóttir í starfsmannahópnn. Hún vinnur einn laugardag í mánuði og er í afleysingum.

Starfsemi Þann 5. febrúar barst MMÞ bréf frá velferðar- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps þar sem beðið var um úttekt og aðstoð varðandi bókasafnið. Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 var fundað um málefni bókasafnsins í Skútustaðahreppi í húsakynnum þess. Í framhaldinu var ákveðið að Sólrún Harpa tæki að sér að að kenna bókaverði á Gegni og byrja skráningu á safninu. Á Mærudögum þann 27. júlí var upplestrarmaraþon á bókasafninu sem þær stöllur Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir stóðu fyrir. Þær lásu í átta klukkutíma upp úr fyrstu ljóðabók Huldu. Viðburðurinn var hluti af verkefni sem nefnist „Farsæl, fróð og frjáls“ þar sem þær skyggnast inn í líf og list Huldu skáldkonu, Unnar Benediktsdóttur Bjarklind. Heimsóknir grunn- og leikskóla voru með svipuðu sniði og verið hefur. Eins og undanfarin ár tók Bókasafnið á Húsavík þátt í árlegu átaki Amnesty International „Bréf til bjargar lífi“ en þar gefst fólki kostur á að styðja þolendur mannréttindabrota með því að skrifa þolendum bréf eða kort. Samskiptavefinn Facebook notum við markvisst til að koma upplýsingum áleiðis til viðskiptavina með því að setja inn helstu fréttir og tilboð ásamt nýjasta efni sem keypt er á


36

SAFNI

safnið. Starfsmenn hafa sem fyrr lagt sig fram um að veita góða og vandaða þjónustu. Nú er eitt og hálft ár liðið síðan Bókasöfn Norðurþings fóru undir stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og hef ég ekki orðið vör við annað en að notendur bókasafnsins séu almennt ánægðir með þá breytingar. Bryndís Sigurðardóttir Deildarstjóri Bókasafna Norðurþings


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.