Safni BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 29. ÁR
2009
Blíðan í stráum.
Eftirtaldir aðilar styrkja þetta hefti af Safna: Norðurþing Vísir hf. PricewaterhouseCoopers ehf. Landsbanki Íslands, Húsavík E.G. Jónasson ehf., Húsavík Örk ehf - prentstofa, Húsavík Verkalýðsfélag Húsavíkur Tækniþing ehf., Húsavík Norðurvík ehf., Húsavík Vátryggingafélag Íslands, Reykjavík Bílaleiga Húsavíkur, Húsavík Eiður Árna ehf., Húsavík Bókaverslun Þórarins Stefánssonar ehf., Húsavík Héraðsnefnd Þingeyinga Ráðandi ehf. – Svava Kristjánsdóttir Ásprent-Stíll ehf., Akureyri
Safnahúsið þakkar góðan stuðning.
Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
Umsjónar- og ábyrgðarmaður Sigurjón Baldur Hafsteinsson ISSN 1670-5963 ÁSPRENT ehf. Akureyri 2009
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2008 Björn Ingimarsson, formaður Halldór Kristinsson, varaformaður Ólína Arnkelsdóttir, ritari Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Sverrir Haraldsson Friðrik Sigurðsson
Úr starfsskýrslu 2008 Á fyrsta heila starfsári Menningarmiðstöðvar Þingeyinga (MMÞ) var starfsemin blómleg. Allar deildir Menningarmiðstöðvarinnar störfuðu samkvæmt áætlun en vikið verður að því starfi síðar í þessu riti. Helstu tíðindi á árinu voru þau að Guðni Halldórsson sagði starfi sínu lausu sem forstöðumaður MMÞ. Starfið var auglýst og sóttu fjórir um stöðuna. Stjórn MMÞ ákvað að bjóða Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni mannfræðingi starfið og flutti hann til Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni í lok maí. Önnur starfsemi var samkvæmt venju, en þó varð ákveðin áherslubreyting við forstöðumannsskiptin í sambandi við notkun á fjölnotasal Safnahússins. Komið verður að því síðar. Guðni Halldórsson lét formlega af störfum sem forstöðumaður MMÞ þann 1. júní. Eins og kom fram í síðasta hefti Safna hafa veikindi hrjáð Guðna og erfitt hefir reynst að fá bót á. Leiddi það til þess að Guðni lét af störfum eftir rúmlega sextán ára starf. Þeir sem þekkja til starfa Guðna vita hversu annt honum hefur verið um þær stofnanir sem nú mynda þann kjarna sem nefndur er Menningarmiðstöð Þingeyinga. Í krafti þeirrar umhyggju hefur honum tekist að byggja upp söfn og safnastarf í Þingeyjarsýslum sem vakið hefur eftirtekt meðal fólks í safna- og menningarstarfi í landinu. Þetta starf hefur verið óeigingjarnt og má leiða að því líkum að það eigi sinn þátt í því að heilsa og móður brást. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allt það góða starf sem Guðni hefur komið að, en það er tvennt sem er mikilvægt að minnast á sem einhverskonar eftirmæli af þrotlausu starfi Guðna. Í fyrsta lagi hefur það ekki farið framhjá neinum sem lagt hefur á sig að lesa Safna spjaldana á milli undanfarin sextán ár að Guðni hefur bent á mikilvægi þess að samræmi væri á milli metnaðar í menningarmálum og svo fjárframlögum til menningarstofnana. En Guðni hefur haldið því fram að takmörk séu fyrir því hvað hægt er að gera á menningarsviðinu ef ekki er til þess kostað. Það er lítill vandi að halda úti fasteignum eða lágmarksstarfshlutfalli til að halda í horfinu varðandi rekstur en það er þeim mun vandasamara að stefna að öflugu starfi. Fyrir Þingeyinga hefur þetta m.a. þýtt að sýningar í Safnahúsinu á Húsavík og að Snartarstöðum eru nánast óbreyttar í áratug og rúmlega það. Fyrir heimamenn er það lítil hvatning að koma reglulega í heimsókn til að kynna sér sögu og menningu þeirra eigin heimabyggðar. Auðvitað ætti slíkt að vera metnaðarmál Þingeyingum og ekki síst með það í huga að kynna fyrir nýjum kynslóðum lifandi menningu og sögu svæðisins. Í öðru lagi var það metnaðarmál hjá Guðna að horfa á starfsemi MMÞ í samhengi við það sem var að gerast í menningarpólitík í héraði og á landsvísu. Það er þess vegna, svo dæmi sé tekið, sem hann gerðist hvatamaður að því að efna til hagræðingar á sviði safnamála í Þingeyjarsýslum og að stofnað yrði til MMÞ. Þessi hugmynd tók mið af þeim breytingum sem átt hafa sér stað á menningarsviðinu undanfarinn áratug fyrir atbeini ríkisins og sveitarfélaga. En vaxtasamningar á vegum þess opinbera, menningarsamningar sveitarfélaga og ríkis, bygging menningarhúsa og efling Safnaráðs hefur gert það að verkum að söfn hafa þurft að skilgreina stöðu sína upp á nýtt í breyttu umhverfi. Með stofnun MMÞ var farið í slíka endurskilgreiningu og með það eitt að leiðarljósi að starfsemi þessara stofnana í heimabyggð yrði efld - efld fyrir fólkið á svæðinu allt árið um kring og svo ferðamenn sem leið eiga hjá. Stjórn MMÞ vill þakka Guðna fyrir störf hans í þágu stofnunarinnar Það hefur oft verið sagt að glöggt sé gests augað og ég held að mörgu leyti eigi það við um starfsemi MMþ á árinu 2008. Eitt það fyrsta sem vekur eftirtekt í starfsemi MMÞ í Safnahúsinu á Húsavík er hversu afskipt Safnahúsið er frá annarri starfsemi í miðbænum. Þó er ekki nema þriggja mínútna gangur milli safnsins og aðalgötu bæjarins! Í miðbæ Húsavíkur er á sumrin oft iðandi mannlíf, en þegar horft er í kringum sig á umhverfi Safnahússins á sama tíma er stundum fátt um manninn. Þessu þurfa aðilar á svæðinu að breyta; skipulagsyfirvöld Norðurþings þurfa að tryggja það að gott flæði sé um bæinn og þjóni öllum stofnunum og fyrirtækjum jafn vel, og forsvarsmenn í ferðaþjónustu s.s. eins og markaðsskrifstofur (Markþing t.d.) og fyrirtæki, þurfa að leggja sig fram um að kynna innlendum og erlendum ferðamönnum þá fjölbreytni sem finna má á Húsavík þegar kemur að safnamálum. Einnig þurfa söfn og önnur menningarstarfsemi á svæðinu
að vinnu mun betur saman í því að auka aðgang og fræðslu um söfnin. Fordæmin eru mörg um góðan árangur af slíku samstarfi safna s.s. frá Reykjavík og Eyjafjarðarsvæðinu. Við skipulagsbreytinguna á starfsemi MMÞ var Byggðasafn Norður-Þingeyinga fært undir rekstur MMÞ. Megin ástæðan fyrir þeim breytingum var trú á að það yrði rekstrarlega hagkvæmara en að hafa sjálfstæða einingu og um leið sterkari, faglegri stuðningur. Hvort tveggja átti að leiða til aukinnar starfsemi og metnaðarfyllri. Á starfsárinu kom hins vegar í ljós að horfa verður á slíkar breytingar í ljósi þess að það tekur tíma að koma á nýju verklagi. Safnaráð “refsaði” MMÞ á árinu 2008 fyrir þessa hagræðingu með því að lækka styrk til MMÞ, þrátt fyrir að hafa sjálft mælt með slíkum breytingum. Annað mál sem kom í ljós á árinu er mikilvægi þess að efla tengsl íbúa Norður Þingeyinga við Byggðasafnið við Snartarstaði. Það er hægt með margvíslegum hætti en mestu skiptir þó að fólkið sjálft á svæðinu hafi frumkvæði að samstarfi við safnið og ekki síst sýni því áhuga með því að ánafna því til varðveislu gripi sem varpa ljósi á sögu og menningu svæðisins. Það skiptir einnig miklu máli til að þetta takist vel að á staðnum sé starfsmaður sem þekkir vel til og getur sinnt starfinu af alúð og nákvæmni.
Skjalaskráning í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands Skjalaskráningarverkefni í samvinnu Héraðsskjalsafns Þingeyinga og Þjóðskjalasafns Íslands sem hófst í árslok 2007 gekk mjög vel á árinu. Fljótlega í byrjun árs 2008 voru komnir þrír starfsmenn til verksins, þau Karl Ágústsson, Anna María Helgadóttir og Kristbjörg Jónasdóttir. Í desember sama ár kom svo Auður Gunnarsdóttir til starfa við verkefnið. Alls voru því fjórir starfsmenn sem unnu við skjalaskráninguna. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Íslands heimsóttu skjalasafnið tvisvar á árinu til að fylgjast með gangi mála. Er óhætt að segja að þessi vinna hafi gengið vel og er óskandi að áframhald verið á eftir að þessu þriggja ára verkefni lýkur í árslok 2009. Til þess er ríkur vilji hjá báðum aðilum.
Kristbjörg Jónasdóttir situr þungt hugsi yfir skráningarmálum á meðan Anna María Helgadóttir færir glaðbeitt til kassa sem geyma ómetanlegar heimildir.
Þingeyskur sögugrunnur
Á árinu var unnið áfram að þessu framsækna verkefni. Daníel Borgþórsson var starfsmaður verkefnisins en honum til liðsinnis kom svo Yngvi Leifsson sagnfræðingur í byrjun maí. Yngvi vann við innslátt á upplýsingum um kirkjur, vita og vöð. Lögð var áhersla á það á árinu að kynna grunninn aðilum sem gætu haft áhuga á samstarfi um stækkun hans. Eftirfarandi aðilar lýstu því yfir að hafa áhuga: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Þekkingarsetur Þingeyinga, Náttúrufræðistofnun Norðausturlands, Hið Þingeyska fornleifafélag, Fornleifaskóli barnanna og Svartárkotsverkefnið. Sem liður í því að efla þennan vilja var sótt um styrk til fjárlaganefndar Alþingis, en í ljósi efnahagshrunsins varð ekkert af því að verkefnið hlyti náð fyrir augum nefndarinnar. Á árinu var eftirfarandi verkefnum haldið áfram: Mið út frá Grenivík og austur fyrir Fjörður voru staðsett með GPS punktum og þau ljósmynduð. Unnið var að grafískri útfærslu þeirra ljósmynda. Mið út frá Genivík og austur fyrir Fjörður sett í landupplýsingagrunn. Grafísk vinnsla ljósmynda sem teknar voru af Herði Geirssyni sumarið 2008 af bátalendingum í Eyjafirði. Að auki var verkefnið kynnt á Nodem ráðstefnunni í Reykjavík og Vísindavöku á Húsavík. Þann 3.-5. desember tóku Daníel Borgþórsson og Sigurjón Baldur Hafsteinsson þátt í NODEM- ráðstefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni Experiences in Natural and Cultural Heritage. NODEM stendur fyrir Nordic Digital Excellence in Museums – eða framúrskarandi notkun á stafrænni miðlun í safnastarfi á Norðurlöndum. Um er að ræða ráðstefnu og sýningu sem haldin er reglulega fyrir safnafólk og aðila í tækni- og hönnunargeiranum. Daníel og Sigurjón voru með tvennskonar framlag á ráðstefnunni, annars vegar erindi sem þeir nefndu “Expanding the Museum Experience: The Case of “Þingeyskur Sögugrunnur”” og hins vegar veggspjald sem þeir hengdu á ráðstefnusvæðinu sem bar yfirskriftina “The Museum at Sea.”
Veggspjaldið sem var sýnt á NODEM ráðstefnunni í desember.
Aðsókn Aðsókn að Safnahúsinu var svipuð og árið þar á undan. Aðsóknin er þó í engu samræmi við það mikla streymi ferðamanna til Húsavíkur á hverju ári, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Á því þarf að ráða bót og er það ekki eingöngu úrlausnarefni fyrir MMÞ. Skipulagsyfirvöld í Norðurþingi þurfa að huga að þeirri ofuráherslu sem er á starfsemi við höfnina og skapar oft mikið umferðaröngþveiti. Farsælast væri að gera tilraun til þess að teygja á umferðinni inn í bæinn og stýra t.d. einkabílum, húsbílum og rútubifreiðum inn á bílastæðin við Borgarhólsskóla. Um leið væri lífinu í bænum dreift og það opnaðist meira streymi um bæinn. Safnahúsið myndi augljóslega njóta góðs af því, en fjölmargir hafa haft það á orði að þeim finnist Safnahúsið vera afskipt með tilliti til þess skipulags sem er í bænum. Auglýsingaskilti niður við aðalgötuna og höfnina leysa ekki þetta vandamál. Til viðbótar má svo bæta við að þjónusta við ferðamenn á sumrin er ekki nægilega góð. Engin almenningssalerni eru til að mynda í bænum sjálfum og því þurfa þeir að reiða sig á gestrisni verslunareigenda og stofnana í bænum.
Viðhaldsverk Viðhald á árinu var hefðbundið, aðalleg skipti á flísum við inngang Safnahússins. Nokkrum vandkvæðum var bundið að finna réttu gerðina af flísum en tókst að lokum. Um haustið var gerð könnun á viðhaldi byggingarinnar við Snartarstaði, en veturinn áður hafði lekið inn um þakið og einsýnt að fara yrði í viðhaldsaðgerðir.
Starfsmenn Starfsmenn Safnahússins á Húsavík voru mun fleiri á árinu en undanfarin ár og kemur þar ýmislegt til. Guðni Halldórsson, sem verið hafði forstöðumaður í um sextán ár, sagði starfi sínu lausu og var starf forstöðumanns auglýst til umsóknar. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið, en í stöðuna var ráðinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðingur. Tók hann við starfinu þann 19. maí. Guðni var þó viðloðandi starfsemina fram til áramóta, enda að mörgu að hyggja í jafn fjölbreyttri starfsemi og rekstur MMÞ felur í sér. Þorbjörg Björnsdóttir, sagði starfi sínu lausu í lok maí. Auk starfsmanna í skjalaskráningarverkefninu og Þingeyskum sögugrunni vann Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur að ýmsum tilfallandi störfum. Sumarstarfsmenn voru þau Eyþór Guðnason, sem sá um lóð Safnahússins, Yngvi Leifsson, Smári Sigurðsson, Halldóra Gyða Guðnadóttir, Röðull Reyr Kárason er sáu um leiðsögn og móttöku gesta yfir sumarmánuðina. Að Snartarstöðum voru við vinnu, eins og undanfarin ár, þær Stefanía Gísladóttir, Þórunn Pálsdóttir, Snædís Helgadóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Stefanía hefur borið hitann og þungann af starfsemi safnsins undanfarin ár og unnið margt gott starfið. Síðastliðið haust skildu leiðir Stefaníu og byggðasafnsins. Vill undirritaður fyrir hönd MMÞ þakka Stefaníu fyrir þau stöf sem hún hefur unnið fyrir hönd safnsins undanfarin áratug eða svo og óska henni velfarnaðar á komandi árum. Að Grenjaðarstað voru eins og undanfarin ár sömu starfsmenn en Snorri Sigurðsson sá um að allt gengi að óskum og samhæfði aðgerðir. Það skal tekið fram að á öllum þessum stöðum, Kópaskeri, Húsavík og Grenjaðarstað, er það ómetanlegt fyrir þessar stofnanir að hafa fólk í vinnu sem á sér rætur í samfélaginu. Það er því kappsmál fyrir forsvarsmenn MMÞ að halda þeim upptekna hætti um ókomna tíð.
Fundir, tónleikar o.fl. í Safnahúsinu: Aðalfundur Hins Þingeyska fornleifafélags var haldinn í Safnahúsinu þann 2. júlí. Íslenski safnadagurinn var haldinn 12. júlí undir yfirskriftinni “Fyrir fjölskylduna” og nýttu fjölmargir sér þennan dag til að heimsækja söfnin. Á Sænskum dögum, sem settir voru 21. júlí í Sjóminjasafninu, voru haldnir nokkrir fyrirlestrar í Sjóminjasafninu. Þann 22. júlí ræddi Jónas Kristjánsson um Garðar Svavarsson og fór sú ritgerð í Árbók Þingeyinga 2007. Olle Österling söngstjóri flutti fyrirlestur 23. júlí um sænska skáldið Gustav Fröding og Evalena Lubeck fræddi gesti um sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf þann 24. júlí. Einnig voru opnaðar tvær sýningar í sýningarsal Safnahússins í tilefni af Sænskum dögum, með verkum þeirra Thors Vilhjálmssonar og Ann Headstrand. Þann 21. ágúst voru haldnir tónleikar og ljóðaupplestur með þeim hjónum Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og Þorsteini frá Hamri ljóðskáldi. Þann 24. október voru tónleikar í Safnahúsinu en þá heimsóttu Húsavík Gitar Islandico. Veðurútlitið var ekki kræsilegt þegar þeir félagar voru að bera inn hljóðfærin, en stuttu fyrir auglýstan byrjunartíma slotaði veðrinu og að streymdi fólk til þess að hlýða á þessa snillinga spila. Þann 1. nóvember var haldin móttaka í Sjóminjasafninu fyrir um 400 manns sem sóttu karlakóramót. Var mikil gleði í mannskapnum og að sjálfsögðu tók hann lagið. Mánudaginn 3. nóvember hélt Símon H. Ívarsson gítarleikari einleikstónleika við góðar undirtektir. Þann 4. nóvember var haldin afmælisveisla í Safnahúsinu í tilefni af 50 ára afmæli Árbókar Þingeyinga. Margt var um manninn og til að kóróna gleðina komu fulltrúar frá Harmonikufélagi Þingeyinga og spiluðu fyrir gesti. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands flutti fyrirlestur þann 6. nóvember um Ragnar í Smára, en Jón vinnur að ritun æviminningabókar um Ragnar. Þann 6. desember var haldin upplestrardagskrá í Safnahúsinu og á Kópaskeri í samvinnu við Sauðaneshús en höfundar fjögurra ævisagna, sem kom út fyrir jólin, lásu upp. Höfundarnir fóru síðan daginn eftir inn að Laugum, þar sem þeir lásu úr verkum sínum á bókasafninu þar.
Byggðasafn Þingeyinga Eins og áður hefur komið fram í Safna voru gerðar breytingar á skipulagi yfirstjórnar árið 2007, þar sem Byggðasafn Þingeyinga var mótað úr tveim söfnum Byggðasafni Suður-Þingeyinga og Byggðasafni Norður-Þingeyinga. Fyrsta heila starfsárið var árið 2008. Í júlí var Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga sent bréf þess efnis um að sambandið styrkti safnið með flatskjá en ætlunin var að efna til kynningar á skáldskap og skáldverkum þingeyskra kvenna. Það liðu ekki margir dagar þegar jákvætt svar barst. Formleg afhending skjásins fór fram á vordögum 2009. Vonandi verður möguleiki á því að efna til samskonar kynningar á skáldskap og skáldverkum kvenna úr Norðursýslunni. Töluverð vinna fór í það sumarið og haustið að ganga frá búslóð Sigurðar Péturs Björnssonar að Garðarsbraut 17, en hann ánafnaði húseign sína og búslóð MMÞ árið 2007. Innbúi og skjölum var komið fyrir í kössum í kjallara hússins og bíður frekari úrvinnslu. Einnig var bókalager af Ættum Þingeyinga fluttur í kjallara Garðarsbrautar en hann hafði verið geymdur í kjallara Sjóminjasafnsins.
Byggðasafn Suður-Þingeyinga Eins og undanfarin ár var starfsemi og aðsókn að Grenjaðarstað með svipuðu móti. Þær Sif Jóhannesdóttir og Halldóra Jónsdóttir höfðu ráðgert að vera með svipaða starfsemi eins og sumarið áður og hafði það framtak mælst mjög vel fyrir, ekki síst hjá ungu kynslóðinni, en krakkar sem sóttu krakkadagana sem þær héldu fjóra mánudagsmorgna hafa þráfaldlega spurst fyrir um hvort ekki verði boðið upp á álíka dagskrá, en vegna anna urðu þær að draga þær áætlanir í land. Þær stöllur höfðu fengið góðan meðbyr frá Menningarráði Eyþings, en ráðið hafði veitt þeim styrk til verkefnisins. Þessum styrk varð því miður að skila.
Lokið var við endurgerð á nyrsta húsinu í bænum eða svokölluðu “Pósthúsi.” HafliðiJónsson málarameistari hafði umsjón með málun hússins, en það var síðasti hnykkurinn fyrir lok á verkinu. Í lok ágúst kom forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, Nikulás Úlfar Másson, í heimsókn til að skoða aðstæður í bænum. Árangurinn af þeirri heimsókn var sá að Nikulás Úlfar lét gera við grindina í því húsi sem “gylta stofan” svokallaða er í, en grindin var orðin skökk og farin að sveigja til loftræstikerfið í húsinu. Stefán Óskarsson trésmíðameistari á Rein hafði umsjón með þessari viðgerð og lauk henni með miklum sóma. Nikulás Úlfar sá einnig um það að tryggja fjármagn til að endurhlaða þrjá torfveggi, en farið verður í þá framkvæmd sumarið 2009. Óskað var eftir því við arkitekt þjónustuhússins að Grenjaðarstað að hann kæmi með tillögur að því að dempa skarkala sem myndast í þjónustuhúsinu þegar margir gestir eru þar saman komnir. Lausnin var fundin og bíður það nýs árs að fara í þær framkvæmdir. Þegar því er lokið er viðbúið að fleiri muni notfæra sér þessa aðstöðu frá því sem nú er, en margir veigra sér við notkun á húsinu vegna hávaðans sem glymur í húsinu þegar margir eru þar saman komnir. Í byrjun nóvember bar sóknarnefnd Grenjaðarstaðasóknar forstöðumann MMÞ um að halda jólahugvekju á aðventunni í kirkjunni að Grenjaðarstað. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri ósk og var það sérstaklega hátíðleg og ánægjuleg stund sem forstöðumaður MMÞ og fjölskylda hans áttu með sóknarbörnum. Eftir að dagskránni lauk héldu gestir yfir í þjónustuhúsið og gæddu sér á veitingum. Í Safnahúsinu á Húsavík var starfið sem tengist Byggðasafni Suður Þingeyinga fjölbreytt sem endranær. Eins og kom fram í síðasta hefti Safna þá lá fyrir að skrá aðföng í Sarp, en vegna veikinda fyrrverandi forstöðumanns hafði dregist að ljúka því verkefni. Við mannaskiptin breyttist í raun lítið og voru engar færslur skráðar í Sarp árið 2008. Helsta ástæðan fyrir því er sú að ekki vannst tóm til þess vegna annarra verkefna og í ofanálag þótti það óráðlegt, þar sem fyrir dyrum stóð að ráðast í gagngera endurskoðun á frágangs- og geymslumálum muna í safninu. Það verkefni er sannarlega átaksverkefni. Eins og kemur fram hér að framan þá var veruleg vinna lögð í Þingeyskan sögugrunn eins og mörg undanfarin ár. Eitt af því sem skoðað var á árinu var til hvaða lausna skal grípa við að koma þeim upplýsingum sem eru í grunninum á framfæri við gesti safnsins. Nokkrar lausnir voru skoðaðar eins og sú hefðbundna að útbúa útprentaðar myndir með upplýsingum á (og finna má í núverandi sýningum safnsins), viðmót í gegnum tölvuskjái var einnig skoðað og síðast en ekki síst var því velt upp hvort svokölluð velti- eða snertiborð væru farsæl lausn fyrir miðlun af þessu tagi. Engin ákvörðun var tekin um útfærslur, en augljóst er að þær eru misdýrar og einnig að kannski er heppilegt að fara blandaða leið í framsetningu s.s. með tilliti til ólíkra kynslóða sem heimsækja safnið. Sú stórgjöf sem afhent var af Sigurði Pétri Björnssyni 1. nóvember 2007 telur marga safngripi og er ráðgert að þeir verði skráðir í BSÞ. Samkvæmt ósk Sigurðar Péturs var haldið opið hús að Garðarsbraut 17 í apríl og komu um 300 manns gagngert til þess að skoða húsnæðið og íbúð Sigurðar Péturs. Frá miðju sumri og langt fram eftir vetri var unnið við að ganga frá skjölum og húsmunum sem Sigurður Pétur hafði ánafnað safninu og var hluti þess færður til geymslu í kjallaranum á Garðarsbraut. Sumt af þeim húsmunum sem voru í búinu voru gefnir til Kynlegra kvista sem rekur endursölu á notuðum húsgögnum á Húsavík, en það var í anda Silla að sinna samfélagsþjónustu líkt og Kynlegir kvistir gera. Ágóðinn af sölunni rennur til líknarmála. Enn er heilmikil vinna eftir við að skrá og flokka skjöl og muni í búinu. Í kjölfarið á efnahagshruninu í október runnu áætlanir Norðurþings um byggingu Þekkingargarðs á Húsavík út í sandinn, en eins og komið hefur fram í Safna er fyrirhugað að Bókasafnið á Húsavík flytjist yfir í það húsnæði þegar það hefur risið. Vegna þessa er einsýnt að uppsetning á fyrirhugaðri Samvinnusýningu í Safnahúsinu mun eitthvað dragast. Bandaríski fornleifafræðingurinn Thomas H. McGovern afhenti Byggðasafni Þingeyinga greinasafn eftir sjálfan sig á aðalfundi Hins Þingeyska fornleifafélags sem haldinn var í byrjun júlí. Thomas hefur í fjölmörg ár verið við fornleifauppgröft í Þingeyjarsýslu og eftir hann liggja margar stórfróðlegar ritsmíðar. Ný aðföng til BSÞ á árinu komu frá eftirtöldum:
Helen Hannesdóttir, Húsavík, afh. 19. maí ísöxi – úr eigu Ólafs Erlendssonar.
Kristín Helga Helgadóttir frá Grænavatni – nú Vopnafirði, afh. 16. júní - sjal unnið á Grænavatni frá því um 1875 – sbr. bók Halldóru Bjarnadóttur – ath. fæðingardaga húsfreyju og dætra ! Aðalsteinn Júlíusson, Húsavík, afh. 25. júní – Hákarlaífæra. Jóhanna, Sigurjón, Vigdís Guðmundarbörn frá Húsavík, afh. 17. júlí – ýmisl. úr fórum foreldra Sigurbjargar Sigurjónsdóttur og Guðmundar Finnbogasonar. Hrönn Káradóttir afh, 30. júlí, fh. Slysavarnadeildar kvenna á Húsavík. Fánastöng, útskorin af Jóhanni Björnssyni, Húsavík, 1953. Keppt um þennan grip á sjómannadag Karolína Kristinsdóttir, (frá Múla, Húsavík) afh. 4. águst ýmislegt frá Bjarneyju Helgadóttur. Margrét Jónasdóttir, Baughóli 42, Húsavík. Litasjónvarp, keypt í KEA 1972. Gary Diamant og Lena Braverman, Ísrael, sendibréf 14. september, bjórmiðar frá Ísrael. Sigurður Hallmarsson, afh. 15. okt. Haglabyssa sem var upphaflega í eigu föður hans, Hallmars Helgasonar, Húsavík. Ágúst Óskarsson, Húsavík, afh. 23. október húfu frá Prýði prjónastofu Húsavík – árgerð 1988.
Byggðasafn Norður-Þingeyinga Gestir safnsins voru álíka margir á þessu ári eins og undanfarin ár. Fyrir MMÞ er það óásættanlegt, þar sem hér er um eitt sérstæðasta safn landsins að ræða og flestir sem heimsótt hafa safnið sammála um það. Í lok sumars voru gerðar áætlanir um að bæta merkingar fyrir utan safnið til að laða að þær tugþúsundir ferðamanna sem aka framhjá byggingunni á hverju sumri. Nauðsyn þess að fara í slíkar aðgerðir kom enn betur í ljós þegar horft er til þess mikla áhuga sem Jarðskjálftasetrið á Kópaskeri, sem opnað var með forsýningu í sumarbyrjun, fékk þá mánuði sem það var opið. Einhverjir höfðu orð á því að ástæða þess að setrið fékk mun fleiri gesti til sín en byggðasafnið sé sú að aðgangur að setrinu var ókeypis en ekki á safnið. Vel má vera að það sé rétt, en það er þá enn meiri hvatning til MMÞ að gera betur í því að kynna safnið og mikilvægi þess. Í lok ársins var leiguhúsnæði, sem safnið hafði haft til leigu undir muni safnsins, sagt upp og munirnir færðir til geymslu í safnbyggingunni. Losnað hafði um pláss í húsinu þegar skjalasafnið var flutt yfir til Húsavíkur til skráningar og varðveislu. Leiguhúsnæðið var ófullnægjandi, en í því var raki og gróður sem hæglega hefði getað skemmt munina. Byggðasafnið býr við þröngan kost í húsnæði sínu og er til að mynda engin aðstaða til þess að bjóða gestum upp á kaffi eða aðrar veitingar. Sömuleiðis er engin aðstaða til þess að taka á móti skólahópum eða öðrum hópum sem vilja fræðast um safnið og svæðið sem það þjónar. Væri slíkt til staðar myndi það gjörbreyta aðstæðum og möguleikum safnsins til þess að bjóða upp á líflegri starfsemi allan ársins hring. Vonir standa til þess að bókasafnið, sem verið hefur í sama húsnæði, rými fyrir safninu. Á árinu var eilítið unnið við skráningar á gripum safnsins og sinntu því starfi starfsmenn. Eins og undanfarin ár bauðst Vilborg Sigurðardóttir til þess að taka á móti gestum safnsins í eina viku í sjálfboðavinnu, en hún gjörþekkir sögu hússins og svæðisins enda ættuð af Sléttu. Vilborg bryddaði upp á þeirri nýbreytni að efna til minningarkvölds, þann tíma sem hún var í safninu, og rifjaði þá upp þann tíma sem hún bjó í skólahúsinu og kynni sín af mönnum og málefnum. Fjölmargir gestir sóttu þetta kvöld og létu vel að þessari nýbreytni. Vonandi verður framhald á þessum heimsóknum Vilborgar! Aðrir starfsmenn, er unnið hafa að ýmsu varðandi safnið, voru eins og undanfarin ár, þær Þórunn Pálsdóttir, Snædís Helgadóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Stefanía Gísladóttir vann einnig fram á vor að ýmsum verkefnum varðandi safnið og safnkostinn. Ein sérsýning var sett upp á safninu í ár og var hún tileinkuð altarisdúkum úr kirkjum í Norður-Þingeyjarsýslu. Þær Jenný Karlsdóttir og Oddný Magnúsdóttir höfðu veg og vanda að uppsetningu sýningarinnar. Í byrjun desember efndi MMÞ til upplestrar á Kópaskeri í tilefni af útkomu bóka fyrir jólin. Fimm höfundar ævisagna þau Guðjón Friðriksson, Erla Bolladóttir, Þorvaldur Kristinsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir heimsóttu Kópasker og lásu upp úr verkum sínum. Góð aðsókn var að þessum viðburði, en hann var haldinn í félagsaðstöðu eldri borgara.
Náttúrugripasafn Komið úr uppstoppun í apríl hrognkelsi (seiði) sprettfiskur (teistufiskur). Hafði verið búist við að kæmi í árslok 2007 en sá síðarnefndi fór til Austurríkis í keppni, þar sem Haraldur Ólafsson sýndi hann og lagði fram sem keppnisgrip. Þann 20 maí afhenti Guðrún Alfreðsdóttir, Húsavík, turtildúfu uppstoppaða sem fannst í hlöðu í Hlíð fyrir um 20 árum, Steingrímur á Dalvík stoppaði upp á sínum tíma. Komið frá Haraldi Ólafssyni úr uppstoppun í júní, marsilfri og bjúgtanni. Um haustið voru keyptar rúmlega eitt hundrað raddir íslenskra fugla frá Ríkisútvarpinu. Ætlunin er að bjóða gestum náttúrugripasafnsins í framtíðinni uppá þann möguleika að heyra raddir þeirra dýra sem í safninu er að finna.
Ljósmyndasafn Þann 1. nóvember 2007 fékk ljósmyndasafnið ómetanlega gjöf.með afhendingu Sigurðar Péturs Björnssonar (Silla) á filmusafni sínu frá síðustu 70 árum Á árinu var hafist handa við að gera safnið aðgengilegt, en til þess að svo megi vera þarf að gera af því svokallaða „kontakta.” Hörður Geirsson ljósmyndari og starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri var okkur til ráðgjafar um þetta verk en mikilvægt er að þannig sé búið um filmurnar að þær skemmist ekki í geymslu. Setja þarf filmurnar í sérstaklega framleiddar umbúðir sem eru ekki með eyðileggjandi efnum í. Að þessu loknu eru svo gerðir „kontaktar.” Í ár voru gerðir „kontakta” af öllum 35mm ljósmyndum Silla sem telja nokkur þúsund ljósmyndir. Eftirtalin afhentu ljósmyndir 2008: 1. Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, afh. 22. jan. 11 myndir. 2. Ragnheiður Bjarnadóttir, frá Húsavík, nú Reykjavík, afh. 28. febr. um 3000 myndir. 3. Vigfús B. Jónsson, Laxamýri (1), afh. 2.mars. 4. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir, afh. 7. júlí 3 myndir. 5. Jón Sveinn Þórólfsson – ljósm. ? 17. júlí – frá Lækjarvöllum (samt. fjöldi mynda?) 6. Þórólfur Guðnason, Lundi – afh. ljósmyndir úr dánarbúi Kristínar Geirsdóttu, Hringveri (173). 7. Aðalgeir Kristjánsson, Reykjavík, 22. september. 8 carte visit myndir. 8. Björn Sigurðsson, Húsavík – afh. 26. sept. 284 ljósm frá föðursystkinum sínum og föður: Sigurjóni, Jóhannesi, Kristrúnu og Sigurði. Einnig glósubók sem á við slidesmyndasafn Sigurjóns Egilssonar. 9. Margrét Jónasdóttir, Baughóli 42, Húsavík. Handlituð ljósmynd úr Ásbyrgi eftir Óla Pál. 10.Hildur Halldóra Karlsdóttir, Hafnarfirði – afh. 22.des. – úr dánarbúi föður hennar Karls Kristjáns Karlssonar. F. á Húsavík (41 myndir)
Myndlistarsafn Sýningar urðu nokkrar á árinu eins og undanfarin ár. Megin áherslan var á málverk í eigu safnsins, en nokkrar sýningar voru settar upp af lista- og fræðafólki. Thor Vilhjálmsson rithöfundur og sænska nytjalistakonan Ann Headlund opnuðu sýningar sýnar á Sænskum dögum sem haldnir voru í júlí. Við opnunina var margt um manninn, þar á meðal listamennirnir, og létu gestir vel af þessum sýningum. Harpa Björnsdóttir myndlistarkona setti upp sýningu Thors í stórasalnum, en Ann Headlund sá sjálf um uppsetningu á sýnum verkum. Í lok ágúst settu þær svo upp sýningu á þingeyskum altarisdúkum, Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir. Sýninguna settur þær einnig upp, en í smærri mynd þó, á Snartarstöðum. Þar var lögð áhersla á kirkjur í Norðursýslunni. Þann 4. september buðu þær Jenný og Oddný gestum upp á leiðsögn um sýninguna í Safnahúsinu. Þetta voru fallegar sýningar og metnaðarfullur endir á
rannsóknarverkefni þeirra í Þingeyjarsýslum. Í byrjun september sýndu þau svo saman Örlygur Hnefill Örlygsson og Kristín Lea. Örlygur sýndi ljósmyndir sem hann hafði tekið hér á landi og í Íran. Kristín sýndi abstrakt málverk eftir sig. Árinu lauk svo með sýningu á listaverkum sem Sigurður Pétur Björnsson (Silli) ánafnaði safninu eftir sinn dag. Í lok júní barst myndlistarsafninu vegleg gjöf frá myndlistarkonunni Rögnu Hermannsdóttur úr Bárðardal. Jón Aðalsteinn Hermannsson afhenti gjöfina fyrir hönd systur sinnar, sem hafði ekki tök á því að koma sjálf til að afhenta gjöfina. Þessi ríkulega gjöf er megnið af æviverki Rögnu sem myndlistarmanns og gætir þar margt merkra verka. Við gróflega yfirferð á safninu er áætlað að um eða yfir 800 verk sé um að ræða. Stefnt er að því að setja upp sýningu með úrvali úr verkum Rögnu í Safnahúsinu og jafnvel víðar. Sýningar á árinu Úr listaverkaeign Myndlistarsafns, 1. janúar – 20. júlí. Thor Vilhjálmsson, 21. júlí – 4. ágúst, liður í opnun “Sænskra daga” á Húsavíkurhátíð. Ann Headstrand, 21. júlí – 4. ágúst, liður í opnun “Sænskra daga” á Húsavíkurhátíð. Þingeyskir altarisdúkar, sýningarstjórar Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir, 23. ágúst – 4. september. Sýningin var sett upp á tveimur stöðum, í Safnahúsinu á Húsavík og í Byggðasafni Norður Þingeyinga við Snartarstaði. Örlygur Hnefill Örlygsson og Kristín Lea (samsýning), 5. september – 15. september. Listaverkagjöf Sigurðar Péturs Björnssonar, 1. október – 15. nóvember.
Aðföng 2008: Ragna Hermannsdóttir: Bókverk, þrykk, tölvuverk, olíulitir ofl. Gefandi Ragna Hermannsdóttir, 20. júní. Jóhann Björnsson: Skissur og vatnslitaverk. Gefandi Björn Haraldsson, ágúst. Örlygur Hnefill Örlygsson. Ljósmyndir af Thor Vilhjálmssyni rithöfundi og Indriða Indriðasyni ættfræðingi. Gjöf listamannsins, september.
Árbók Þingeyinga Árbók 2007 var unnin með sama hætti og undanfarin ár og kom út fyrstu daga nóvember mánaðar. Ritstjórar voru þeir Guðni Halldórsson og Sigurjón Jóhannesson, en þeir hafa ritstýrt Árbókinni saman síðan 1995. Þann 4. nóvember var haldið upp á 50 ára afmæli Árbókarinnar með móttöku gesta í Safnahúsinu og við þau tímamót var jafnframt skipt um ritstjóra og ritnefnd. Halldór Kristinsson, varformaður stjórnar Safnahússins á Húsavík/Menningarmiðstöðvar Þingeyinga bauð gesti í afmælisfagnaðinum velkomna og stýrði jafnframt dagskránni. Til máls tóku Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings, Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Sigurjón Jóhannesson fráfarandi ritstjóri og nýr ritstjóri Árbókarinnar Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Fluttu allir ræðumenn Árbókinni og fráfarandi ritstjórum þakkir og góðar óskir. Bergur Elías afhenti Árbókinni af þessu tilefni fjárstyrk frá Norðurþingi. Að athöfn lokinni þáðu gestir, sem voru ríflega 70 talsins, kaffi og afmælisköku sem bökuð var í tilefni dagsins. Vegna tímamótanna opnaði Árbókin vefsíðu (www.arbok.is) og geta áhugasamir fengið þar ýmsar upplýsingar um útgáfuna og gerst áskrifendur. Í undirbúningi er að gera eldri árganga Árbókarinnar aðgengilega á vefsíðunni. Uppseldir árgangar hjá útgáfunni eru orðnir sjö; þ.e. árin: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Aðra árganga er hægt að kaupa á skrifstofu á hagstæðum kjörum – eða í gegnum vefsíðu Árbókarinnar! Stjórn MMÞ vill þakka þeim Guðna og Sigurjóni fyrir óeigingjarnt starf við að stýra þessu merka og mikilvæga riti.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga 50 ára Fimmtíu ár voru liðin frá fyrsta fundi stjórnar Héraðsskjalasafns Þingeyinga 6. janúar. Tilefnið var notað til að senda dreifibréf á öll þingeysk heimili, frá vesturmörkum Þingeyjarsveitar og austur um í Langanesbyggð. Laugardaginn 12. janúar var opið hús frá kl. 10 – 16. Útbúin var lítil sýning úr skjalasafninu. Jafnframt gat fólk óskað eftir fljótaleit í tölvu eftir tilteknum gögnum. Einnig voru ljósmyndir til sýnis og fólki boðið að fletta möppum með óþekktum myndum og reyna að þekkja. Tókst það með nokkrar myndir. Boðið var upp á kaffi og meðlæti. Rúmlega 30 manns leit við af þessu tilefni. Í desember fóru starfsmenn Héraðsskjalasafns í Byggðasafnið við Snartarstaði og færðu skjöl sem voru í geymslu safnsins til Héraðskjalasafnsins á Húsavík. Skjölin voru flest úr fórum Kaupfélags Norður Þingeyinga en árvökulir heimamenn höfðu bjargað þessum menningarverðmætum frá glötun. Einnig voru í safninu fleiri merkileg skjöl úr byggðarlaginu. Alls var um að ræða skjöl á fjórum vörubrettum og því umtalsvert magn. Í lok desember hafði farið fram frumskráning á þessum gögnum en í lok ársins var þess beðið að gögnin yrðu færði af vörubrettunum í varanlega geymsu. Aðföng sem bárust á árinu 2008: 1. Sigurður Gunnarsson, Hlíð, Húsavík, afh. 2. jan. - Víkurblaðið 1979-1981 innbundið. 2. Þekkingarsetur Þingeyinga, afh. 4. jan. Námsvísir vorönn 2008. 3. Kristín Geirsdóttir, Hringveri, afh. úr dánarbúi 17. janúar 2007 – handrit, sögur, kvæði, bréf o.fl. 4. Þorgerður Gunnarsdóttir, Húsavík, afh. 21.janúar 2007 – sérprent, dagatal útg. af KEA 1945 “Forvígismenn frjálsrar verzlunar og verzlunarsamvinnu á Íslandi 1795 – 1945. Hefur verið sent félaga nr. 6186 – stimpill KEA undir (elstur Magnús Stephensen f.1761 – yngstur Hallgrímur Kristinsson, f. 1876). 5. Helga J. Stefánsdóttir, Húsavík, afh. 7. febr. f.h. Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis tvær gerðabækur. Fundargerðir undirbúningsstjórna 1982 – 1983 og Gerðabók klúbbsins, byrjuð 4. júní 1983 – endar 7. desember 1994. 6. Helga J. Stefánsdóttir, Húsavík, afh. 7. febr. Gerðabók Karlakórs Reykhverfinga 1936 – 1942. Einnig fáein skjöl önnur tengd kórnum. 7. Indriði Ketilsson, Ytra-Fjalli, afh. 5. mars. Hlutbréf í Bifreiðafélagi Suður-Þingeyinga frá 1917. 8. Árni Njálsson, Jósdísarstöðum, afh. 25. mars. Fasteignamat úr Ljósavatnshreppi frá 1938 (úr fórum Sigurðar Geirfinnssonar), Þingey 1. tbl., 1. árg. Des. 1967. Ritstjórn: Jón Heiðar Steinþórsson (ábm.), Hreinn Sæmundsson, Þorkell Björnsson. 9. Björn Gunnar Jónsson, f.h. Sóknarnefndar Húsavíkurkirkju, afh. 15. apríl – Fundagerðabók Sóknarnefndar Húsavíkurkirkju, byrjuð 6. maí 1998 – end. 2. maí 2005. 10. Guðný Jónsdóttir, Egilsstöðum, frá Bláhvammi, afh. 29. apríl 3 útfararræður tengdar Brekknakoti og kompu frá Bláhvammi með ?????? 11. Sigurjón Jóhannesson, Húsavík, afh. 20. maí - ýmis sendibréf úr dánarbúi Kristínar Geirsdóttur, Hringveri. 12. Indriði Ketilsson afh. 28. maí - Gerðabækur o.fl. gögn tengd starfsemi Lionsklúbbsins Náttfara (félagsm. Úr Aðaldal. Reykjadal og Laxárdal). Byrj. ? 1965? – end. ? 13. Jón Aðalsteinn Hermannsson, afh. 29. maí – Fjölrit “Drög að Landnámssögu Íslendinga í Brasilíu 1863-1873”. 14. Mýramannafélagið afh. 29. maí - fjölrit “Mýrarbréfin 1903 – 1937. 15. Þórólfur Guðnason, Lundi, Fnjóskadal, afh. 29. maí – Dagbækur Geirs Jónssonar, Hringveri á Tjörnesi, byrjaðar 1901 – end. Okt. 1915. 16. Björg Jónsdóttir, Húsavík, afh. 9. júní – Gögn varðandi Gömludansa klúbb Húsavíkur ??? 17. Þorgrímur Daníelsson, Grenjaðarstað afh. 18. júní – Magnusson ancestors – including Jon Jonsson, Magnus Jonsson, and Sigfus Jonsson at Grenjadarstadur. Compiled by Margret L. Magnusson. 1995.
18. Hreiðar Karlsson, afh. 24. júní – Bréf frá 18. jan. 1895 – varðandi hluthafa í félagi til styrkingar tóvinnuvélum í sýslunni, “Fyrirmynd” skýrslu um útflutningsfé úr deildum KÞ haustið 1924. 19. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir, Húsavík, afh. 7. júlí - Gerðabók “Vörður félag smábátaeigenda á Húsavík” 1985-1987. 20. Jón Sveinn Þórólfsson, afh. 17. júlí – skjalagögn frá Lækjarvöllum í Bárðardal ath ?? 21. Hreiðar Karlsson, afh. 23. júlí – ýmisl. v/ Kísiliðjan hf. 22. Jónas Kristjánsson, afh. 23. júlí – Bréf Jónasar Jónssonar frá Hriflu til systkina sinna Friðriku og Kristjáns... 23. Dagskrá Húsavíkurviku - Mærudagadagskrá .... 21.-24. júlí / 24. Angantýr og Óttar Einarssynir, afhentu 11. ágúst - Fundagerðabók frá Ungmennafélaginu Aftureldingu í Þistilfirði 1907 - 1950 – Bókin var í fórum föður þeirra Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli. 25. Guðrún Sif Sigurðardóttir, Hafralæk, afh. 14. ágúst – Skjalagögn úr dánarbúi Þorbjargar Finnbogadóttur, Akureyri, en var frá Harðbak á Sléttu. 26. Kristján Karlsson, Reykjavík, afh. 18.ágúst – Gögn úr fórum föður hans, Karls Kristjánssonar: v/ Sögunefnd Suður-Þingeyjarsýslu “Indriðafélagið” 1940 – 1945, Hallgrímur Þorbergsson, handrit “Fjárrækt Suður-Þingeyinga um 100 ára skeið, frá 18401940”, Bréf frá Benedikt Jónssyni á Auðnum til Árna J. á Þverá, Péturs J. á Gautlöndum og Einars Ásm. Nesi o.fl. 27. Þekkingarsetur Þingeyinga, afh. 18. ágúst upplýsingarit um starfið veturinn 2008-2009. 28. Vesturfaramiðstöð Vopnafirði afh. 19. ágúst - Minningar Guðlaugar Jóhannesdóttur, fjölrit. Vestur-íslensk kona, ættuð úr Bárðardal og Mývatnssveit. 29. Tónlistarskóli Húsavíkur, afh. 26. ágúst – Kynningarbæklingur fyrir skólaárið 2008-2009. 30. Laxárfélagið, Hörður Blöndal, Akureyri, afh. 31. ágúst – Veiðibækur fyrir Laxá í Aðaldal 2007 – (ein fyrir laxveiði, önnur silungsveiði). 31. Dánarbú Indriða Indriðasonar, afh. 13. október ýmis viðbótargögn í ættfræðirita- og skjalasafn Indriða, sem nú er í eigu HÞ. 32. Atli Vigfússon, Laxamýri, afh. 22. október – Dagbók Jóns Frímanns Jónssonar frá Brekknakoti, byrjuð 4. febrúar 1945. Guðný Jónsdóttir dóttir Jóns Frímanns, Egilsstöðum, hafði afhent Atla er kom bókinni áleiðis.
Þakkir Þakkir fá allir þeir sem studdu þessa útgáfu af Safna sem og þeir aðrir sem á einhvern hátt studdu og styrktu starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga árið 2008. 1. júní 2009 Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Ljósmyndasöfnun Fréttabréfið Boðberi var gefið út af Kaupfélagi Þingeyinga um áratugaskeið. Þann 1. nóvember 1939 birtist eftirfarandi frétt sem segir margt um það hvernig ljósmyndatæknin hefur breyst á þeim tæplega sjötíu árum síðan þetta var. "LJÓSMYNDASÖFNUN, Samband Þingeyskra ungmennafélaga hefir hafið söfnun góðra ljósmynda varðandi náttúru, sögu og menningu Þingeyjarsýslu. Safn
þetta er ákveðið að geyma í Laugaskóla, en ungmennafélög sýslunnar (o.fl.) skulu eiga kost á að fá lán úr safninu til sýninga í skuggamyndavélum. Síðasti aðalfundur S.Þ.U. fól þeim: Þórði Jónssyni í Brekknakoti, Teiti Björnssyni á Brún og Degi Óskarssyni í Klömbrum að hafa á hendi söfnun myndanna þetta starfsár sambandsins. Hafa þeir beðið Boðberann að skila til lesenda sinna, sem kunna að eiga skýrar og góðar ljósmyndir, sem til greina geta komið samkvæmt framansögðu, ósk um að láta sig (einhvern þeirra) vita um það fyrir 15. des. n.k. Ennfremur biðja þeir að lána sér ljósmyndaþynnur og plötur, sem gera mætti góðar myndir eftir (copiera) handa safninu. Vænta þeir þess að menn verði fúsir til liðveizlu, enda væri undarlegt, ef svo yrði ekki. K.K."
Úr myndasafni Ljósmyndasafns Þingeyinga
Tveir vinir fyrir utan Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík.
Eftir óveðrið. Horft suður eftir Bakka á Húsavík.
Kampakátir karlar.
Á leið í land. Húsavík í baksýn.
Kvikmyndasöfnun og kvikmyndagerð Í Héraðsskjalasafni Þingeyinga er margar gersemar að finna eins og lesendum Safna er kunnugt. Eitt af því sem þar er að finna eru nokkrar greinargerðir eftir Pál H. Jónsson um kvikmyndagerð sem hann og Eðvarð Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, fór út í lok áttunda áratugarins. Þessar samantektir Páls gefa góða innsýn inn í það mikla verk sem kvikmyndagerð getur verið. Eftirfarandi greinargerð skrifaði Páll H. Jónsson til oddvita sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu á Húsvík í júní 1977. “Greinargerð Fyrir tilmæli Jóhanns Skaptasonar fyrverandi sýslumanns, dvaldi ég nokkra daga í maí s.l. á Akureyri, til þess að kynna mér efni það til heimildarkvikmyndar af SuðurÞingeyjarsýslu, sem Eðvarð Sigurgeirsson kvikmyndatökumaður, hefur á undanförnum árum safnað. Eftir þau kynni, sem ekki voru nálægt því tæmandi, kemur þessi kvikmyndagerð mér svo fyrir sjónir; 1. Eðvarð Sigurgeirsson hefur í sínum fórum mjög mikið af kvikmyndum, sem teknar er víðs vegar um alla Suður-Þingeyjarsýslu og Húsvík. Má með rökum segja, að héraðið sé að meginhluta fest á þessar kvikmyndafilmur, eins og það leit út á þeim tíma, sem myndirnar voru teknar.
2. Að mínum dómi eru kvikmyndirnar mjög vel teknar og sumar frábærar. Hinu er ekki að neita að stöku merkir staðir og jafnvel sveitarhlutar hafa orðið eftir, en úr því er auðvelt að bæta. Myndir af héraðs- og sveitaleiðtogum eru allmargar og geyma merkar heimildir. Myndir af sögulegum viðburðum í héraðinu eru þó nokkrar. Einnig má nefna myndir af listrænum vinnubrögðum við hannyrðir og smíðar. 3. Kvikmyndir þessar eru allar óklipptar, þ.e., eins og þær koma fyrir úr kvikmyndavélinni og hafa verið framkallaðar. Þær eru því aðeins efni í kvikmynd, sem eftir er að búa til. Á þær ber að líta sem hráefni. 4. Að mínum dómi er efni þetta svo mikið að vöxtum, jafnvel þótt gera verði ráð fyrir að við úrval verði ýmsu sleppt, að ekki kemur til mála að gera úr því eina samfellda mynd, heldur þætti, sem væru nokkru sjálfstæðir, þótt þeir svo mynduðu eina héraðsheild. Í hvern þátt yrði þá valið það efni, sem saman á, bæði frá sögulegu og landfræðilegu sjónarmiði. 5. Þá fyrst, er búið væri að klippa saman slíkan þátt, er hægt að vinna kvikmyndatexta. Jafnframt því sem við Eðvarð Sigurgeirsson skoðuðum kvikmyndirnar, ræddum við mjög mikið um hugsanlega tilhögun klippingar. Ég lagði eindregið til, að hann hæfist nú þegar handa um gerð eins þáttar kvikmyndarinnar, út frá þeim sjónarmiðum, sem ég hefi lýst hér að framan. Er mér kunnugt um að hann er byrjaður á því verki, og varð fyrir valinu myndþáttur um Aðaldal og Reykjadal, en þær sveitir heyra mjög saman í tíma og rúmi. Klipping myndarinnar er afar tímafrek. Gerð texta einnig. Taka verður ákvörðun um, hvort tónlist á að fylgja myndþáttunum. Mér er kunnugt um, að Eðvarð á myndir af sögulegum viðburðum og náttúrufyrirbrigðum, sem mjög mikill fengur væri að fá hjá honum inn í myndina. Og eins og ég hefi fyrr sagt, finnst mér að ekki verði hjá því komist að taka eitthvað afnýjum myndum til viðbótar því, sem fyrir er. Ég sé ekki betur en þessi kvikmyndagerð, sem svo miklu hefur verið til kostað nú þegar, sé stórvirki, sem áríðandi er að ljúka sem fyrst, margra hluta vegna. Óhjákvæmilega kemur það til með að kosta allmikið fé. Ég tel mér skylt að gera sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu grein fyrir framanrituðu. Húsavík 9. júní 1977. Páll H. Jónsson [sign]” Tæpu ári síðar eða 11. apríl 1978 skrifar Páll svo aðra greinargerð og stílar hana til formanns kvikmyndanefndar Suður-Þingeyjarsýslu: “Greinargerð Allt efni til kvikmyndar um Suður-Þingeyjarsýslu hefur nú verið límt saman til bráðabirgða á fáar stórar spólur – var áður á miklum fjölda lítilla spóla – og er tilbúið til sendingar til London þar sem tekin verður svonefnd vinnukópía. Frummyndirnar verða síðan vandlega varðveittar. Þetta myndefni er samtals 8640 fet og er eign sýslunnar. Þegar búið er að taka vinnukópíuna, sem á að taka mjög stuttan tíma, er hægt að hefja klippingu og síðan gerð texta.
Eðvarð Sigurgeirsson kvikmyndatökumaður hefur búið myndefnið til sendingar og sér um að kópían verði gerð. Fyrirtækið í London, sem gerir kópíuna er hið sama og það sem vinnu slík verk fyrir íslenska sjónvarpið. Gjaldeyrisleyfi vegna kostnaðar við kópíugerðina liggur fyrir í Landsbankanum á Akureyri, en gildir aðeins til15. apríl og verður því að leysast út fyrir þann tíma. Kostnaður við kópíugerðina samkvæmt upplýsingum Landsbankans á Akureyri, pósthússins á Akureyri og Sjóvátryggingarfélags Íslands, er þessi: Kópía af 8640 fetum kr. 332.000.00 Leyfisgjald kr. 4.300.00 Sendingarkostnaður kr. 7.000.00 Iðgjald af tryggingu (2 milj. Í 3 mán.) 30.000.00 Samtals kr. 373.300.00 Ofanskráð samkv. Upplýsingum símleiðis frá Eðvarð Sigurgeirssyni, fengnum í gærdag. 11. apríl 1978. Páll H. Jónsson [sign]”
Þann 7. nóvember 1978 skrifar svo Páll enn aðra greinargerðina um kvikmyndagerðina og stílar bréfið á Sigurð Gissurarson sýslumann. Þar fer hann yfir kvikmyndagerðina eins og henni hefur fram undið frá 11. apríl. Hálfu ári síðar eða 5. júní 1979 er Páll enn að og skrifar aðra greinargerð um verkið þar sem hann segir í lok hennar: “Mér finnst mjög nauðsynlegt að sýslunefndin geri sér grein fyrir því, hversu viðamikið verkefni hún hefur ráðist í, þar sem er kvikmynd af allri Suður-Þingeyjarsýslu.” Tveimur árum síðar skrifar Páll svo aðra greinargerð um verkefnið og er það sú síðasta sem hann skrifar um málið. “Greinargerð Síðasta greinargerð mín varðandi kvikmynd um Suður-Þingeyjarsýslu er dagsett 5. júní 1979. Er nú langt um liðið síða og tel ég mér skylt að bæta nokkru við. Um leið vísa ég til þeirrar greinargerðar, og bendi sérstaklega á það sem þar er sagt undir tölulið 4 til 6. Hreinritun þeirri sem minnst er á undir tölulið 2, lauk ég við strax og fyrrnefnd greinargerð hafði verið dagsett. Það var fastur ásetningur okkar Eðvarðs Sigurgeirssonar að ljúka töku þeirra mynda sem okkur þótti anta, sumarið 1979. Eins og allir vita var það sumar nokkurnvegin svo óhagstætt til myndatöku sem hugsast getur. Eðvarð gerði þó margar tilraunir, sem einstaka sinnum heppnuðust, en oft varð hann frá að hverfa. Ég fór með honum nokkrum sinnum, en eftir að ég hafði lokið vinnu minni við myndþættina í júní, var heilsu minni þann veg háttað að ég gat ekki sinnt neinu því sem líkamlegt erfiði þurfti til. Þess skalt getið að Eðvarð fór tvær ferðir með flugvél þeirri sem dreifði áburði til uppgræðslu lands. Tók hann myndir af Fljótsdaslheiði og Mývatnsheiði. Annan daginn var sæmilega bjart veður, hinn daginn brúklegt. Enganvegin tókst að ljúka þeirri myndatöku sem fyrirhuguð var og var það ekki sök myndatökumannsins. Þrátt fyrir það hefði verið hægt að halda klippingu áfram með það myndefni í höndum sem náðist sumarið 1979. En þá kom annað til. Heilsuminni fór mjög hnignandi og n.l. áramót 1979-80, fékk ég beina skipun frá lækni mínum, að ekki
kæmi til mála að ég reyndi að halda áfram klippingu myndarinnar. Lét ég samstundis Eðvarð Sigurgeirsson og Sigurð sýslumann Gissurarson vita hvernig málin stóðu. Síðan þetta gerðist hefi ég ekki snert á vinnu við kvikmynd um SuðurÞingeyjarsýslu, og raunar ekki, eftir að ég lauk hreinritun á uppkasti að hugsanlegum texta við þá þrjá þætti sem við Eðvarð höfum grófklippt. Ég fór að vísu nokkrar ferðir með Eðvarði til myndatöku sumarið 1979, en annars var hann einn við þá myndatöku sem þá fór fram. Fór hann eftir þeirri myndaskrá, sem ég hafði gert yfir upptöku sem mér þóttu vanta. Það var fyrst hinn 27. febrúar síðast liðinn, sem ég fór til Akureyrar til fundar við Eðvarð og til þess að sjá þær myndir sem hann hafði tekið síðan okkar samvinnu lauk. Er skemmst frá að segja, að hann sýndi mér n.l. 1000 fet af myndum sem hann hafði tekið 1979. En svo slysalega hafði farið að hann tók engar myndir sumarið 1980, enda hafði hann engan mann sér til leiðbeiningar og aðstoðar. Það sumar hefði verið leikur einn að ljúka allri myndatöku, samkvæmt þeirri áætlun sem við höfðum gert, ef að því hefði verið gengið. Segi ég þetta ekki til þess að fella sök á Eðvarð. Þess ber að gæta, að hann er orðinn sjötíu og þriggja ára gamall. Og vel má segja að hann hefði getað, án aðstoðar, haldið myndatöku áfram 1980. En samvinna okkar Eðvarðs hafði verið mjög góð og hann hafði treyst því að ég gæti haldið verkinu áfram með sér. Þegar það brást held ég að það hafi orðið honum allmikið áfall og eigi sinn þátt í því að svona fór. Eftir að hafa séð þau n.l. 1000 fet af upptökum Eðvarðs frá 1979 er það álit mitt, að í það efni sem til er, þrátt fyrir hið óhagstæða tíðarfar sem við var að stríða. Og hin afar slæma aðstaða varð til þess að aðvitað er heildarlengd upptökunnar miklu lengri en þurft hefði, ef allt hefði verið með felldu. En það er trú mín að Eðvarð hafi gert það sem hann gat til myndatöku þetta sumar. Enda var það fastur á ásetningur okkar beggja a hægt væri að ljúka myndtökuni. Og þess vil ég geta að lýsingu á myndum sem teknar hafa verið við óhagstæð skilyrði er hægt að endurbæta, þegar lokakópía yrði gerð af vinnukópíu. Er það nokkur huggun. En ennþá vantar allmargar tökur samkvæmt okkar áætlun. Það er ekki neitt stórvirki að taka þær ef tíðarfar yrði hagstætt og mikið af þeim getur Eðvarð tekið án leiðbeiningar eða aðstoðar og myndi þáfara eftir þeirri myndaskrá sem ég hefi gert og hann hefur. Við nokkuð af upptökunum þarf hann hins vegar kunnugan aðstoðarmann. Mér fellur mjög þungt að vera til neyddur að hverfa frá vinnu við kvikmyndina. En um annað er ekki að gera. Enda er svo komið að auk þeirrar áhættu sem ég tæki vegna heilsu minnar og þótt ég vildi hafa að engu ummæli lækna minna, þá get ég ekki unnið við klippingu á myndum, vegna augnsjúkdóms. Það er útilokað. Það var oft mikil bjartsýni þegar ég lofaði að taka þetta verk að mér. Við það verð ég að sætta mig. Það eina sem ég get unnið eins og nú er komið fyrir mér, er að skrifa á ritvél með nægilegum hvíldum og án þess að vera tímabundinn því verkefni sem ég kynni að fást við. Húsavík 5. mars 1981.” (Héraðsskjalasafn Þingeyinga, E- 355)
BAKSÍÐA
Sjálfsmynd