Safni 2011

Page 1


Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2009 Ólína Arnkelsdóttir, formaður Halldór Kristinsson Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Sverrir Haraldsson Stefán Eggertsson Friðrik Sigurðsson


2

SAFNI

3

SAFNI

Almennt Árið byrjaði með nokkrum hvelli því hafist var handa við endurbætur á húsnæði Safnahússins vegna nýrrar grunnsýningar á fyrstu hæð. Allt var rifið út úr salnum og fengu nokkrir veggir að fjúka og aðrir voru byggðir upp. Allt framkallaði þetta mikinn hávaða og ryk. Fyrri hluti ársins var markaður þessum endurbótum með tilheyrandi umferð iðnaðarmanna af öllu tagi. Allir stóðu sig með prýði og verkið gekk eins vel og hægt var að hugsa sér. Annað starfsfólk sýndi mikið langlundargeð.

Yfirlitsteikning úr sal.

Húsnæði

Þórarinn og Finnur Arnar önnum kafnir við sýningar­uppsetningu.

Eins og áður sagði þurfti að gera ýmsar breytingar á húsnæðinu ­þegar ákveðið var að ráðast í gerð nýrrar grunnsýningar. Í byrjun árs flutti Bókasafn Húsavíkur, sem verið hafði á fyrstu hæð Safnahússins um langa hríð, niður á jarðhæðina. Tekinn var niður sá hluti byggðasafnsins sem verið hafði á 3. hæð hússins og var hluta af hérðas­skjalasafni komið þar fyrir. Anddyri fyrstu hæðarinnar var breytt á þann veg að þar var útbúin móttaka fyrir gesti hússins og einnig er þar nú lítil verslun og kaffisala á sumrin. Vegna sýningarinnar þurfti að breyta herbergjaskipan þó nokkuð í sal á fyrstu hæðinni. Dyraopum var breytt og herbergi ­stúkuð niður til að mæta þörfum sýningarhönnunarinnar. Teppi voru tekin af gólfi og það lakkað. Allt var málað.


4

SAFNI

Í fordyrinu á jarðhæð var settur upp svokallaður „heitur reitur“ þannig að gestir og gangandi gætu tengst netinu. Þar var komið fyrir leðursófum, borðum og stólum svo nú geta gestir dvalið þar við lestur eða vinnu í tölvum sínum. Húsinu, að undanskildu bókasafni, var lokað fram á mitt ár eða þar til nýjar sýningar voru opnaðar þann 12. júní.

Starfsfólk Á árinu voru að jafnaði ellefu manns í vinnu í Safnahúsinu yfir vetrartímann. Af þeim voru þrír að vinna við skráningarverkefni fyrir Þjóðminjasafn Íslands og fjórir við skráningarvinnu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Við sjálft safnið voru 2.5 stöðugildi auk hlutastarfs við hreingerningar. Á sumrin fjölgar starfsmönnum í um sautján manns. Starfsfólk safnins var Sigrún Kristjánsdóttir forstöðumaður, Snorri Guðjón Sigurðsson, skjalavörður með meiru, og Daníel Borgþórsson, sem vann við Þingeyskan sögugrunn fram yfir mitt ár að gert var hlé á því starfi. Þá kom til starfa Sif Jóhannesdóttir sem sá um fræðslumál og fleira. Í jafnstóru safni og Menningarmiðstöðin er, þ.e. stóru sýningarhúsi með fjórum sýningum að jafnaði, skjalasafni, auk sýningar í Grenjaðarstað og byggðasafni á Snartarstöðum, þurfa starfsmenn að vera fjölhæfir og geta gengið í næstum hvað sem er. Ekki veitti af að auka fjölda stafsmanna eitthvað. Sýningarnefnd var skipuð og hafa þær Arnhildur Pálmadóttir og Arnþrúður Dagsdóttir verið forstöðumanni innan handar við ákvarðanir um sýningahald og sýningagerð.

Ný grunnsýning 2010 Þegar verið var að ákveða efnistök og skipuleggja nýja grunnsýningu þurfti að huga að ýmsu. Hér á eftir er því lýst í stuttu máli hvernig það ferli var og hvaða hugmyndir voru hafðar til hliðsjónar í sýningargerðinni. Í safninu er fjöldi gripa úr náttúrunni, uppstoppuð dýr, steinasafn, skeljasafn, jurtasafn o.fl. Einnig eru þar manngerðar minjar í miklu magni. Langstærstur hluti þeirra er frá miðri nítjándu öld og nokkra áratugi fram á þá tuttugustu. Grunnhugmyndin fæddist fljótlega og var ákveðið að sýna náttúruminjar og menningarminjar saman og hafa sambúð manns og náttúru brennipunkt sýningarinnar. Náttúru- og menningarminjasöfn eru yfirleitt aðskildar stofnanir

SAFNI

5

með lítil samskipti sín á milli, en vegna þess hvernig þarna háttar til þótti þetta bjóða upp á einstakt tækifæri til að sýna hvernig margslungin og mikil samskipti manns og náttúru voru í Þingeyjarsýslum. Byggðasöfn fjalla oft um einhvers konar yfirlitssögu, hvernig var að vera til í gamla bændasamfélaginu. Hér er það líka gert nema út frá þessu sjónarhorni, hvernig var sambandi mannsins við náttúruna háttað á þessu tímabili? Það ýtti ennfremur undir hugmyndina að ákveðið var að nota ­einungis eitt rými fyrir sýninguna. Grunnspurningar eru þessar:

Úr hverju er að moða, hvaða gripir eru til? Hvaða sögu á að segja? Hverjar eru skyldur safnsins í lögum og reglum? Hvaða fjármunir eru til umráða? Fyrir hverja er safnið? Fyrir sýningargerðina var nauðsynlegt að fá góða yfirsýn yfir safneignina og var byrjað á því að skoða og mynda nánast alla gripi safnsins. Næsta skref var að fá hugmyndahóp á staðinn til að fá breiðari sýn á viðfangsefnið og til að vinna úr grunnhugmyndinni og leggja skýrar línur um efnistök. Hópur rithöfunda og fólks af svæðinu vann í tvo daga og voru bæði vinnuferlið og niðurstöðurnar áhugaverðar


6

SAFNI

og notadrjúgar. Ákveðið var að sýningin næði yfir 100 ára tímabil 1850-1950 og voru þemun einnig ákveðin. Tímaramminn réðst af því að langflestir gripir safnsins eru frá þessu tímabili (á ekki við um náttúrugripi) auk þess sem segja má að seinna ártalið marki endalok þess tíma sem kallaður hefur verið „gamla bændasamfélagið“. Við allar ákvarðanir var grunnhugmyndin, maður og náttúra, höfð til hliðsjónar m.t.t. þeirra gripa sem til voru og rýmisins sem til umráða var. Safnið hefur skyldur sem byggðasafn samkvæmt safnalögum, þjóðminjalögum og Icom-reglugerð, en Icom er heiti á alþjóðlegu félagi safna, International Committee of ­Museums. Gæta þarf þess að fara að lögum um alla þætti í safnastarfinu. Breytingarnar þurfti að sjálfsögðu að fjármagna. Menningarmiðstöðin er svo heppin að hafa í gegnum tíðina átt velunn­ ara sem hafa arfleitt safnið að fé. Hluti þess fjár var ­notað í endurbæturnar. Það þarf að hugsa vel um tilvonandi notanda; erlendir

SAFNI

7

og innlendir ferðamenn á sumrum og skólafólk á öllum aldri og heimamenn á vetrum. Það er mikils virði að heimafólk finni sitthvað við sitt hæfi í grunn- og sérsýningum safnsins, að nægileg breidd sé í þeim til að þær höfði til fólks með ólík áhugamál. Það er hlutverk safnsins að sjá heimafólki fyrir sýningum og viðburðum sem snerta þann menningararf sem geymdur er í safninu auk þess sem ferðamenn, íslenskir sem útlendir, fái að skoða það sem sérstætt má telja fyrir byggðarlagið. Að mörgu er að hyggja þegar verið er að leggja drög að nýjum sýningum og hvernig safnið geti sem best þjónað sínum gestum, ­íslenskum og erlendum. Hér verða nokkur atriði nefnd sem voru höfð til hliðsjónar við sýningargerðina. Hver gripur á sér margar hliðar. Safnið veit ekki allt! Söfn í nutímanum miða starf sitt mikið við tilvonandi gesti. Samkvæmt þeim hugmyndum sem nú eru uppi um safngesti þá er mikilvægt að koma


8

SAFNI

9

SAFNI

til móts við mismunandi hópa og einstaklinga. Hver gestur kemur með sína eigin reynslu inn á safnið, hann hefur sínar eigin hugmyndir, menntun, uppruna og áhugamál. Gripir jafnt og saga bjóða upp á ýmsa túlkunarmöguleika. Í þessum anda var ákveðið að láta safnið sjálft ekki hafa of miklar skoðanir. Heimafólk er því látið tala þar sem því verður við komið, leitað að textum í bókum, bréfum og skrám þar sem samtímafólk lýsir sinni eigin upplifun af því sem til umfjöllunar er. Náttúra og mannlíf eiga samleið ... ... og þar með söfnin sem fjalla um þau en náttúru- og menningarminjasöfn hafa löngum verið aðskilin. Hugmyndir manna um náttúruna hafa breyst í aldanna rás. Allt fram á 19. öld var náttúran ­álitin manninum eingöngu til gagns. Þegar vísindin efldust, flokk­ unarkerfi náttúrunnar var komið til sögunnar og Darwin setti fram sína þróunarkenningu breyttust hugmyndirnar. Náttúran fór að hafa sitt eigið gildi óháð manninum. Hún flokkaðist með vísindum en menningarminjar heyrðu til sagnfræði. Um svipað leyti er farið að stofna söfn og var þessum tveimur tegundum safna búinn hvor sinn staðurinn. Hins vegar er líf manna og saga vandlega samfléttað náttúrunni. Það var grunnhugmynd sýningarinnar og rauður þráður í gegnum hana alla skyldi vera samband manns og náttúru bæði hvað varðar ógnir og hættur, en líka lífsbjörg, nýtingu, mat og klæði, og auk þess fjallað um hvernig listirnar eru innblásnar af náttúrunni. Eftirfarandi þemu urðu til við athugun á gripum og heimildum. Til hagræðis voru þemun flokkuð niður eftir þeirri flokkun náttúrunnar sem var við lýði á þeim tíma sem sýningin nær yfir, steinaríki, dýraríki og jurtaríki. Mörg þemun gætu tilheyrt öðrum flokkum en fundin voru rök ­fyrir þessari skiptingu.

Steinaríki: steinasafn náttúruöflin beislun náttúrunnar samgöngur

Jurtaríki: jurtasafn listir heimilisiðnaður ræktun rekaviður

Dýraríki: fuglasafn matur og næring húðir og bein veiðar í ám og vötnum skeljasafnið selir-fjara maðurinn

Fenginn var ljósmyndari til að mynda mikinn fjölda gripa og svo sýningar safnsins eftir að búið var að opna aftur í júní. Ljósmyndarinn heitir Christoper Lund og skilaði hann sérlega góðum myndum sem hægt verður að nota um ókomin ár í kynningarefni og annað. Margar þeirra má sjá í þessu hefti af Safna. Verslun var opnuð í Safnahúsinu þar sem seldir eru valdir gripir eftir heimamenn og aðra, bækur og kort en safnið lét einnig hanna og framleiða nokkrar vörutegundir og póstkort.


10

SAFNI

Samvinnusýning Mikið og gott samstarf var við þá sem unnu að sýningu um Samvinnuhreyfingu, Tryggva Finnsson og fleiri. Útbúin var vönduð sýning um sögu hreyfingarinnar í einu herbergi. Þar var sett upp eftirlíking af Þverárstofu en þar var samningur um fyrsta kaupfélagið undirritaður. Stofan var áður á 3. hæð safnahússins. Farin var sú leið að láta búa til margmiðlunarefni sem sýnt skyldi á snertiskjá og er það þungamiðja sýningar um samvinnuhreyfinguna. Það var Gagarín sem sá um efnið en Björn Teitsson ritaði texta. Enn er verið að bæta við efni og á síðasti hlutinn að vera tilbúinn í febrúar 2010 en þá eru 130 ár síðan undirskriftin átti sér stað.

Opnunin Opnun á nýjum sýningum og breytingum á safninu fór fram 12. júní í blíðskaparveðri. Gestum í Safnahúsinu var skemmt með fiðluleik og söng. Eftir ræðuhöld og opnun á nýju sýningunni og eftir að fólk

SAFNI

11


12

SAFNI

SAFNI

13

horfa á náttúruna í milljónum ára en ekki áratugum eins og við hin. Við sækjum lífsgæði okkar til náttúrunnar – eða hvað? Hvernig mælum við lífsgæðin og hversu þung er náttúran á metunum? Hvar er jafnvægið milli verndar og nýtingar, og milli gjafa náttúrunnar og ógna hennar? Er maðurinn herra jarðarinnar eða er hann ofurseldur náttúruöflunum? Sú sýning sem hér er verið að opna fjallar um sambúð manns og náttúru, eins og hún birtist í gripum safnsins, ljósmyndum og textum sem Þingeyingar sjálfir hafa varðveitt og skrifað. Náttúrugripir og manngerðir hlutir eru sýndir saman til að undirstrika hve margslungin þau samskipti hafa verið, bæði til góðs og ills. Sýningunni er afmarkaður 100 ára rammi 1850-1950

hafði skoðað hana vel og vandlega var haldið í rútum að Grenjaðarstað þar sem enn fleira listafólk tók á móti gestum. Þar var boðið upp á ýmsar veitingar. Gestir virtust skemmta sér hið besta, enda veður gott og öll stemmning með besta móti. Hér fer á eftir ræða forstöðumanns við opnunina. „Á tímum efnahagskreppu og atvinnuþrenginga þegar Þingeyingar eru með hugann við nýtingu jarðarorkunnar, fær allt tal um sambúð manns og náttúru ákveðinn hljóm og sýnist sitt hverjum. Er allt brölt mannsins hér á jörð ekki áhrifameira í náttúrunni en „vægur hósti ungbarns“, svo vitnað sé í þekktan jarðfræðing, en jarðfræðingar ku


14

SAFNI

sem markast af gripum safnsins. Þannig er sýningin vitnisburður um safneignina en við sýningargerðina var leitast við að framleiða sem minnst en notast við muni, myndir og texta sem voru innan seilingar. Eins konar sýning í sýningunni fjallar um Samvinnu­ hreyf­inguna og var það sérstakt ­félag sem sá um þann hluta. Það verður stuttlega fjallað um það hér á eftir. Safnið hér er ríkt af safngripum af ýmsu tagi. Sjálf kom ég hingað fyrir um einu ári síðan og kom þá að góðu búi. Bæði hafði verið safnað ötullega á árum áður og safnið átt marga velvildarmenn. Þær breytingar sem nú hafa átt sér

SAFNI

15


16

SAFNI

stað hefðu ekki verið mögulegar nema fyrir þá velvild svo og fyrirhyggju og vandaða safnvörslu Guðna Halldórssonar sem hér var safnstjóri í um 16 ár. Þeir sem til þekkja sjá að ýmislegt er hér með öðru móti en áður var, t.d. hefur bókasafnið verið flutt niður á jarðhæðina. Sú breyting tókst í alla staði vel og ber ekki síst að þakka það jákvæðni starfsfólksins og allra sem að því máli komu.

SAFNI

17

Safninu hefur bæst listaverk í safnið en það er þetta ákaflega fína veggteppi eftir Oddnýju Magnúsdóttur sem hér hangir. Verkið er unnið úr ull, ofið með salúnsvefnaði innblásið af öræfunum. Það hæfir vel því sem hér er gert því það er í senn vitnisburður um merkilega handverkshefð, vefnað og jurtalitun en um leið nútímalegt og sterkt. Sú grunnsýning sem hér opnar og myndar, ásamt sjóminjasýningunni, grunn að sýningarstarfsemi safnsins er ætlaður nokkur líftími. Hún er þó hönnuð með það í huga að geta tekið breytingum án mikillar fyrirhafnar þótt grunnurinn haldist. Til að hægt sé að hrinda svona verki í framkvæmd þurfa margir að leggja hönd á plóg og langar mig hér að nefna nokkra þeirra.: Til að vinna útfrá grunnhugmyndinni nothæfan efnivið var fenginn vaskur hópur, svokallaður hugmyndahópur. Hópurinn var afskaplega frjór, skemmtilegur og gagnlegur og færi ég þeim Davíð Ólafssyni, Oddnýju Eir Ævars­dóttur, Sigurjóni Jóhannessyni, Þorkeli Lindberg og Sjón bestur þakkir fyrir. Hönnuður sýningarinnar er Finnur Arnar Arnarson. Finnur náði strax inntaki hugmyndarinnar og vann sitt starf af metnaði og næmni. Við Finnur, ásamt Þórarni Blöndal, settum svo sýninguna upp og þakka ég þeim báðum fyrir hvað þeir hafa verið flinkir, duglegir og skemmtilegir samstarfsmenn. Völundur Óskarsson vann texta sýningarinnar af stakri alúð en þeir eru ýmist samdir af honum eða fundnir í bókum, blöðum og greinum. Starfsmenn safnsins, þeir Snorri Sigurðsson og Daníel Borgþórsson fá bestu þakkir fyrir ómetanlegt vinnuframlag á mörgum sviðum og fyrir sveigjanleika og gott skap. Hér í húsinu eru unnin verkefni bæði fyrir Þjóðminjasafnið og Þjóð­skjalasafnið. Því samstarfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir endalausa þolin­mæði við oft á tíðum heldur ósnyrtilegar aðstæður og ­hávaða en ekki síður fyrir frábæra upplýsingaþjónustu um allt milli himins og


18

SAFNI

19

SAFNI

jarðar. Þá má nefna kraftmiklu sjálfboðaliðana, Láru, Helgu, Sunnefu, Bassa, Heiðrúnu og Áslaugu og góða sumarfólkið, Myrru, Eyþór og Björgu. Ekki er hægt að enda án þess að nefna þá iðnaðarmenn sem komu hér í flokkum á tímabilum til að vinna við breytingarnar. Þar má nefna Ragga, Kidda og Arnór, ótrúlega snöggir og glaðbeittir, Einararnir og Jónas komu með ljósið, Guðmundur málari og Frissi, sem ég hélt á tímabili að væri fluttur inn, og fleiri og fleiri. Öllum þakka ég þeirra góðu störf. Að lokum þakka ég Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga góðan stuðning.“

Grenjaðarstaður Á Grenjaðarstað var tekið til hendinni áður en opnað var í byrjun júní. Forstöðumaður og Snorri, sem hafði verið bæjarstjóri bæjarins í fjögur sumur og lætur sér mjög annt um bæinn, fóru í tiltektarferð ásamt sjálfboðaliða, Láru Jónsdóttur. Farið var í hvert herbergi. ­Tekið var í burtu það sem var illa farið og það sem óráðlegt er að geyma við þær aðstæður sem eru í bænum. Snorri reyndi sem hann gat að sporna á móti því að nokkuð yrði tekið niður en fékk ekki rönd við reist nema í nokkrum tilvikum þar sem hann færði góð rök fyrir áframhaldandi dvöl/búsetu gripa í bænum. Í leiðinni var þrifið og allir textar teknir í burtu. Í stað þeirra hafa verið útbúnar ­möppur með ítarlegum textum fyrir hvert herbergi í bænum á íslensku og ensku. Þar er hlutverki hvers herbergis lýst og sagt frá uppruna og notkun langflestra gripanna. Verið er að vinna að þýskum texta. Um sumarið fór fram viðgerð á vegg sem er á milli smiðju og gylltu stofu og voru það Stefán Óskarsson, Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir sem sáu um viðgerðina fyrir hönd Þjóðminjasafnsins sem hefur húsið til varðveislu.


20

SAFNI

Einblöðungur var útbúinn um Grenjaðarstað á íslensku og ensku. Í þjónustuhúsinu var hengd upp ný sýning í anddyri. Það eru myndir Gríms Sigurðssonar af torfbæjum á Flateyjardal og í Flatey sem áður héngu á jarðhæð safnahússins. Ákveðið var að í þjónustuhúsinu ættu gestir að geta nálgast ýmsan fróðleik um torfbæi á landinu. Fenginn var margmiðlunardiskur með vönduðu efni um torfbæi frá Þjóðminjasafni Íslands. Keyptur var stór skjár og festur upp í þjónustuhúsinu þannig að nú geta gestir kynnt sér sögu torfbæjanna á meðan þeir þiggja te og kaffi og gæða sér á nesti sínu. Pósthúsið var opnað að nýju og er smátt og smátt verið að koma þar fyrir gripum og texta þar sem saga pósthússins er rakin. Aðsókn var ágæt, bæinn heimsóttu hátt á þriðja þúsund gestir. Vel væri hægt að tvöfalda þann fjölda.

Snartarstaðir Starfið var með hefðbundnum hætti á Snartarstöðum þetta árið. Þó var sú breyting gerð að nú er ókeypis inn á safnið. Það skilaði sér í nærri helmingi fleiri gestum sem voru að þessu sinni nálægt þúsund. Ráðgert er að flytja bókasafnið sem er á neðstu hæðinni í skólann á Kópaskeri. Þegar þetta er ritað er bókasafnið flutt og verið að undirbúa breytingar á safninu. Ekki er þó um neina uppstokkun að ræða, enda safnið mjög skemmtilegt eins og það er, en þetta gefur tækifæri til að breiða aðeins úr sýningunni, laga til og koma upp aðstöðu fyrir kaffisölu.

Myndlistarsýningar í Listasal Safnahússins Ekki voru gerðar neinar breytingar að ráði í Listasal nema að mála og byrgja hurðarop sem ekki eru í notkun. Sýningar í Listasal voru sex á árinu. Opnunarsýningin í júní var í höndum Joris Rademaker sem er hollenskur Akureyringur. Hann sýndi bæði málverk og tréskúlptúra. Þar komu bæði kartöflur og tannstönglar við sögu. Næstur til að sýna var Þorri Hringsson sem er Þingeyingum að góðu kunnur. Hann sýndi málverk unnin í Aðaldalnum og þangað var myndefnið líka sótt. Þar á eftir kom sýning Sigurlínar M. Grétarsdóttur – Línu sem sýndi óhlutbundin málverk. Í október var opnuð sýning á verkum Bylgju Brár. Bylgja sýndi ­forvitnileg verk frá ýmsum tímum.

21

SAFNI

Í nóvember var uppi sýning á portrettum úr eigu safnsins. Í texta var sagt frá fólkinu á myndunum þar sem því varð við komið og einnig var sagt frá listamönnunum. Að lokum í desember var samsýning tveggja ungra akureyskra kvenna. Það voru þær Jóna Hlíf og Habbý Ósk og stóð sú sýning fram yfir áramótin 2010-11.

Jarðhæð – sýningar Tvær sýningar voru á jarðhæðinni á árinu. Sú fyrri opnaði um leið og grunnsýningin og húsið allt, 12. júní. Það voru ljósmyndir úr ­fórum Silla, Sigurðar Péturs Björnssonar. Myndirnar voru flestar frá Húsavík, teknar á ýmsum tímum. Góður rómur var gerður að sýningunni sem stóð uppi fram í desember. Sáu Húsvíkingar og aðrir þar bæði menn og aðstæður sem komu kunnuglega fyrir sjónir. Nokkrar myndanna eru birtar hér aftast í blaðinu. Þá var sett upp sýning sem fengin var að láni frá Gerðubergi í Reykjavík, Þetta vilja börnin sjá. Það var sýning á myndskreytingum allra barnabóka sem komu út á árinu 2009 og hafði ein þeirra hlotið verðlaun.

Fræðsla Sif Jóhannesdóttir var ráðin seinni hluta árs til að sjá um fræðslu á safninu. Sif er ekki óvön því bæði er hún kennari og lokaverkefni hennar í BA-námi í þjóðfræði var að útbúa kennsluefni fyrir nokkra árganga í torfbænum að Grenjaðarstað. Fyrsta verkefni hennar var að nýta barnasýninguna og kom fjöldi barna að hlusta á upplestur og fræðast um bækurnar á sýningunni. Frá september til desember komu um 200 börn í fræðsluferðir í safnið.


22

SAFNI

Heimasíða Ný heimasíða var opnuð um mitt ár. Lögð var áhersla á að þar væri hægt að nálgast upplýsingar um sýningar, viðburði, sögu og ýmsan fróðleik um alla staði undir stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Einnig eru hlekkir sem vísa í Héraðsskjalasafnið og Árbók Þingeyinga. www.husmus.is

Héraðsskjalasafn Þingeyinga Á árinu var lokið við að innrétta aðstöðu fyrir fræðimenn og grúskara ásamt skrifstofu héraðsskjalavarðar og fræðslufulltrúa í rúmgóðu rými á 3. hæð Safnahússins, þar sem áður var hluti byggðasafns. Geymsla héraðskjalsafnsins var orðin of lítil svo þessir tilflutningar leystu ákveðin vandamál. Snorri Guðjón Sigurðsson skjalavörður fór í þriggja mánaða fæðingarorlof þann 1. ágúst og leysti Búi Stefánsson hann af á meðan. Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjalasafnið. Alls bárust 223 fyrirspurnir á árinu eða tæplega 19 á mánuði að meðaltali. Nær

23

SAFNI

helmingur þessara fyrirspurna bárust með heimsókn á skjalasafnið. Í yfirliti sem skjalavörður hefur tekið saman má sjá að flestar bárust fyrirspurninar í ágúst eða 42 en fæstar voru þær í mars eða 8 talsins. Á árinu var byrjað að skanna skjöl í skjalasafninu. Það fer þannig fram að þegar fyrirspurnir berast um tiltekin skjöl þá er tækifærið nýtt og viðkomandi skjal skannað. Eitt skjalið sem skannað var á árinu er t.d. Bændatal á 19. öld. Í bókinni eru skráðar lýsingar á bændum og bæjum á Tjörnesi eftir sögnum Jóhannesar Guðmundssonar. Héraðsskjalasafnið tók þátt í átaki biskups Íslands og Félags héraðs­skjalavarða við söfnun skjala sóknarnefnda. Héraðsskjalavörður sendi öllum sóknarnefndarformönnum bréf þar sem þeir voru hvattir til að koma skjölum sóknarnefnda til varðveislu á héraðsskjalasafnið. Í kjölfar átaksins skilaði sér nokkurt magn skjala til safnsins. Héraðsskjalavörður sótti árlegan fund héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns Íslands sem haldinn var á Höfn í Hornafirði 22.-23. ­september 2010.

Héraðsskjalasafn - aðföng 2010: 1. Fundagerðarbækur lífeyrissjóðsins Bjargar. Afhent þann 15. apríl af Stapa lífeyrissjóði. 2. Ársreikningar Einarsstaðasóknar frá 1959 til 2007. Afhent þann 19. apríl af Þóru Fríðu Björnsdóttur.


24

SAFNI

25

SAFNI

7. 16. júlí. Þrjár reikningsbækur Söludeildar K.Þ. 1899-1906. Endur­ rit úr gerðabók sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu árin 18921916. Afhent af Indriða Ketilssyni Ytra-Fjalli. 8. Ýmis sköl úr vörslu Páls G. Jónssonar frá Garði. Afhent af Páli G. Björnssyni, Nestúni 13, 850 Hellu, sumarið 2010. 9. Ýmsir reikningar Björns Sigurðssonar, Grjótanesi, Sléttu. Afhent þann 12. október af Hildi Önnu Björnsson. 10. Gestabók Fríðu og Páls á Þverá frá 1948. Afhent af Birnu Ingólfsdóttur hjá Viðskiptaráði Íslands en bókin fannst þar. Afhent þann 19. nóvember. 11. 1. desember. Afhent af – Birkir Fanndal Haraldsson. Eftirlitsbók gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi. Bókin nær yfir tímabilið 19701984. Einnig fylgir samantekt Birkis úr dagbókum stöðvarinnar. 12. Frásögn Þorsteins Jónsson frá Melum, Kópaskeri, af sjóferð í óveðri. Afhent af dóttur Þorsteins, Ásgerði Þorsteinsdóttur þann 20. desember.

Árbók Þingeyinga Árbók Þingeyinga kom út að venju á árinu. Það var Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, sem ritstýrði henni en hann hafði áður setið í ritstjórn ásamt Sif Jóhannesdóttur, Kristjönu Ernu Helgadóttur og Sigrúnu Kristjánsdóttur. Ritstjórn er nú sú sama. Litlar breytingar voru gerðar á árbókinni nema hún er nú prentuð á annars konar pappír en verið hefur, minni glans sem þykir hæfa betur þegar svo mikið lesmál er. Ekki er gert ráð fyrir stórvægilegum breytingum í ár enda hefur árbókin lifað í rúm 50 ár með svipuðu sniði. Þó þarf alltaf eitthvað að færa til betri vegar og gera smávægilegar breytingar á. Það kemur allt í ljós í næstu bók. Á vef Menningarmiðstöðvar, www. husmus.is, undir útgáfa/árbók má finna efnisyfirlit margra árganga bókarinnar og er sífellt verið að bæta í. 3. Örnefnaskrá yfir Tjörnes. Teiknað kort með örnefnum. Afhent þann 25. maí af Jóhannesi Jóhannessyni. 4. Bréf til Sigurbjarnar P. Árnasonar. Afhent þann 1. júní 2010. 5. 18. júní 1959 – Ljósrit af bréfi frá: Jón Kr. Kristjánsson til: Sigríður Sigurðsson. Í bréfinu er fjallað um jörðina Sörlastaðir í Fnjóska­­dal. Afhent af Þórarni Baldvinssyni þann 21. júlí. 6. Verkefnabækur Ásdísar Sigurðardóttur frá Barnaskólanum á Húsa­vík á árunum 1963-69. Afhent þann 10. júlí af Ásdísi sjálfri.

Forvarsla Átak var gert í forvörslu eins óg árið áður. Sömu forverðir voru fengnir til að undirbúna gripi fyrir nýju sýninguna og aðstoða við uppsetningu, að festa niður gripi og koma þeim þannig fyrir að þeir yrðu ekki fyrir hnjaski. Miðað var við að ekki þyrfti alltaf að sitja yfir sýningunni. Forverðirnir voru Karen Sigurkarlsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.


26

SAFNI

27

SAFNI

Styrkir Sótt var um ýmsa styrki til að létta undir því mikla verki sem stóð ­fyrir dyrum á árinu. Styrkir fengust frá Menningarráði Eyþings, bæði fyrir dagskrá á skjá á sýningunni þar sem þingeyskar konur flytja ljóð og rímur eftir aðrar þingeyskar konur. Einnig fékkst styrkur fyrir opnunarhátíðina sem fyrir vikið varð hin glæsilegasta. Einnig fékkst styrkur til samstarfsverkefnis með Sauðaneshúsi, sjá hér að neðan. Verkefnastyrkur fékkst frá Safnaráði til forvörslu.

Samstarf Eins og árið áður var efnt til upplesturs á jólaföstunni í samstarfi við Sauðaneshús á Langanesi. Þeir höfundar sem komu voru Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir og Lilja Sigurðardóttir sem lásu uppúr bókum sínum á Raufarhöfn, Þórshöfn, Kópaskeri og Húsavík. Hafið var samstarf við Þjóðminjasafn Íslands og Minjasafnið á ­Akureyri um sýningu á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar sem sett var upp í Þjóminjasafninu á árinu en skyldi flytjast til Húsavíkur á vordögum 2011 og þar á eftir til Akureyrar.

Myndirnar hans Silla Við andlát Sigurðar Péturs Björnssonar árið 2007 féll allt ljósmyndasafn Silla Menningarmiðstöðinni í skaut ásamt húseign hans og innbúi. Myndasafnið er mikið að vöxtum, þúsundir mynda. Farið var í gegnum safnið og valdar myndir til að sýna þegar safnið yrði opnað í júní. Það voru Pétur Jónasson ljósmyndari og Heiðrún Kristjánsdóttir sjálfboðaliði sem höfðu veg og vanda af valinu. Hér má sjá nokkar af myndunum.


28

SAFNI

SAFNI

29


30

SAFNI

SAFNI

31


32

SAFNI

ÁR­BÓK ÞING­EY­INGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1986 kr. 300,1987 kr.

400,-

1998 kr. 1.500,-

1988 kr.

500,-

1999 kr. 1.600,-

1989 kr.

600,-

2000 kr. 1.700,-

1990 kr.

700,-

2001 kr. 1.800,-

1991 kr.

800,-

2002 kr. 1.900,-

1992 kr.

900,-

2003 kr. 2.000,-

1993 kr. 1.000,-

2004 kr. 2.400,-

1994 kr. 1.100,-

2005 kr. 2.600,-

1995 kr. 1.200,-

2006 kr. 2.700,-

1996 kr. 1.300,-

2007 kr. 2.700,-

1997 kr. 1.400,-

2008 kr. 2.800,-

Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.