BlaÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 35. ÁR – 2015
Forsíðumynd: Úr ljósmyndasafni sr. Arnar Friðrikssonar. „Síldarkonur í kaffipásu“. Myndin tekin um 1946-1947. Númer myndar: ÖF-108.
Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
Umsjónar- og ábyrgðarmaður Sif Jóhannesdóttir ISSN 1670-5963 ÁSPRENT – STÍLL ehf. Akureyri MMXV
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2014 Stjórn fram að aðalfundi: Formaður: Ólína Arnkelsdóttir Aðalmenn: Halldór Kristinsson Margrét Hólm Valsdóttir Friðrik Sigurðsson Sigríður Kjartansdóttir Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Þórgunnur R. Vigfúsdóttir Steinþór Heiðarsson Leifur V. Baldursson Katrín Eymundsdóttir Nanna Höskuldsdóttir Tryggvi Harðarson
Stjórn eftir aðalfund: Formaður: Friðrik Sigurðsson Aðalmenn: Árni Pétur Hilmarsson Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Nanna Þórhallsdóttir Guðrún Brynleifsdóttir Atli Vigfússon Þórgunnur R. Vigfúsdóttir Steinþór Heiðarsson Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
4
SAFNI
Úr starfsskýrslu 2014
Almennt Starfsemi stofnunarinnar árið 2014 var að venju fjölbreytt og viðburðarík. Mikil áhersla var lögð á samstarf við heimamenn, stofnanir, áhugamannafélög og einstaklinga. Þó má segja að stærstu breyt ingarnar í starfseminni hafi tengst húsnæði. Fyrst skal nefna þann sérdeilis ánægjulega viðburð að lyfta var tekin í notkun í Safnahúsi í upphafi árs. Með tilkomu hennar varð bylting í aðgengi að sýningum í húsinu og annarri þjónustu stofnunarinnar. Skrifstofur MMÞ eru á 3. hæð og þangað sækja Þingeyingar og aðrir þjónustu og heimildir í Ljósmyndasafn Þingeyinga og Héraðsskjalasafn Þingeyinga. Í mars var Garðarsbraut 17, hús Sigurðar Péturs Björnssonar sem hann arfleiddi MMÞ að selt. Verða fjármunir þeir sem fengust fyrir húsið nýttir til að efla starf stofnunarinnar. Hluta þeirra hefur nú þegar verið varið í að skanna og skrá ljósmyndasafn Sigurðar Péturs sem nú er hluti af Ljósmyndasafni Þingeyinga, í því er mikill fjöldi mynda. MMÞ tók þátt í samstarfi af ýmsu tagi bæði innan starfssvæðisins og út fyrir það. Samstarf og samræða við samfélagið sem að stofnuninni stendur er lykill að lifandi og virku starfi. Að venju var móttaka, skráning og umhirða heimilda stór þáttur í starfseminni. Heimildir berast safninu í formi skjala, gripa og ljósmynda.
5
SAFNI
Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2014 (2013) Helstu tekjuliðir: Frá sveitarfélögum ...................................... 30.706.418 (29.327.988) Frá Safnasjóði .............................................. 1.900.000 (2.350.000) Framlag ríkis vegna héraðsskjalasafns ....... 665.352 (728.711) Aðgangseyrir (Safnah. og Grenjaðarst.) .... 1.879.673 (2.193.870)
Starfsfólk Starfsmannahald var óbreytt frá síðasta ári. Hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga starfa: Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður og Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður í 100% starfi, Kristján Friðrik Ármannsson sinnti ýmsum viðhaldsverkum innan húss og í garðinum í 50% starfi og Sigrún Birna Árnadóttir sá um ræstingar. Rannveig Halldórsdóttir sinnir eftirliti á Snartarstöðum yfir vetrartímann. Ásgerður Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Hreiðarsdóttir hafa í mörg ár verið í 80% starfi við ýmis konar skráningu í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Undanfarin ár hafa verkefnin alltaf verið tímabundin og Þjóðminjasafnið gat eingöngu fjármagnað þeirra vinnu í sex mánuði þetta árið. Stjórn MMÞ réð þær í vinnu hina sex mánuði ársins við skráningu á ljósmyndasafni Sigurðar Péturs Björns sonar. Sú vinna var fjármögnuð með hluta af söluandvirði Garðarsbrautar 17. Yfir sumartímann fjölgar verulega í starfsmannahópnum. Á Snartarstöðum tók Kristbjörg Sigurðardóttir á móti gestum. Búi Stefánsson var bæjarstjóri á Grenjaðarstað, Sigurlaug Dagsdóttir sá um móttöku gesta í Safnahúsinu og Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir vann við gestamóttöku bæði í Safnahúsi og á Grenjaðarstað. Það er mikill akkur að því fyrir MMÞ að fá á hverju sumri afar hæft starfsfólk til að taka á móti gestum og sinna sýningagæslu. Sama starfsfólkið kemur ár eftir ár, er vel menntað og sinnir starfinu af mikilli alúð og áhuga.
6
SAFNI
Safnahús Janúar var alveg sérstaklega ánægjulegur í Safnahúsinu, þegar langþráð lyfta var tekin í notkun. Með tilkomu hennar varð gjörbylting í aðgengi að sýningum og þjónustu í húsinu. Uppsetning lyftunnar hafði ýmsar aðrar breytingar í för með sér. Á jarðhæð var tveimur litlum snyrtingum breytt í eina stóra með aðgengi fyrir hjólastóla. Á miðhæð var móttaka og afgreiðsla færð til þannig að hún blasir nú við gestum sem ganga inn um aðaldyr. Allt eru þetta breytingar til bóta og óhætt að segja að vel hafi tekist til með þessa framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkti framkvæmdina um 6.000.000 sem er einn þriðji af kostnaði við hana. Ekki stóð til að fara í meiri framkvæmdir á húsinu á árinu. En þegar sumarið nálgaðist var ljóst að ekki var hægt að fresta lagfæringum á flísum á tröppum og palli við aðalinngang húsins, margar flísar höfðu losnað, sem var bæði ljótt og hættulegt. Því var Eiður Árnason múrari fenginn til að laga flísarnar og voru þær komnar í gott lag fyrir sumarið. Einnig var málað utandyra í kringum innganginn, stigann og pallinn.
Grenjaðarstaður Gamli bærinn á Grenjaðarstað og „Hlaðan“ þjónustuhúsið við bæinn eru í eigu og umsjón húsasafns Þjóðminjasafns Íslands. Eftir að sumaropnun lauk á Grenjaðarstað var lagður nýr stokkur frá þjónustuhúsi yfir í bæinn fyrir hitablásturskerfið. Einnig var sett brunavarnakerfi í bæinn, sem er afar mikilvægt skref í öryggismálum sem varðar bæði öryggi gesta sem bæinn heimsækja og þeirrar merku minjar sem bærinn er. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heimsótti Grenjaðarstað þann 17. október. Í för með honum voru 7 embættismenn úr forsætisráðuneytinu. Hópurinn var í vettvangsferð um Norður- og Austurland og komu m.a. við Þverá í Laxárdal og á Grenjaðarstað.
Garðarsbraut 17 Stjórn MMÞ ákvað á fundi sínum 17. apríl 2012 að selja Garðarsbraut 17, glæsilegt hús sem Sigurður Pétur Björnsson arfleiddi MMÞ að. Nokkrar hugmyndir höfðu verið uppi um að eiga húsið og nýta
7
SAFNI
það undir menningarstarfsemi. En húsið þarfnaðist mikils viðhalds og ljóst að mikill kostnaður fælist í að koma því á ásættanlegt ástand. Sigurður Pétur gaf húsið til að efla starfsemi MMÞ sem var honum mjög hjartfólgin. Kaupgarður gerði tilboð í húsið snemma árs 2014, MMÞ gerði gagntilboð upp á 21.000.000 sem Kaupgarður gekk að. Húsið var afhent kaupendum í apríl. Í framhaldinu tók stjórn ákvörðun um að verja hluta söluandvirðisins í að skrá ljósmyndasafn Sigurðar Péturs. Nánar er fjallað um það verk í ársskýrslu ljósmyndasafns. Áður en húsið var afhent þurfti að sjálfsögðu að ljúka við að tæma húsið. Þar á meðal þurfti að bera úr kjallarherbergi talsvert stóran lager af Ættum Þingeyinga. Hann er á vegum héraðsnefndar. Fengnir voru vaskir nemar úr Framhaldsskólanum á Húsavík til að aðstoða við flutninginn sem þeir leystu snöfurmannlega.
Aðsóknartölur 2014 (2013) Gestir í Safnahúsi................................................................ 3082 (3000) Gestir á Grenjaðarstað........................................................ 2379 (2427) Gestir á Byggðasafni Norður-Þingeyinga Snartarstöðum... 558 (497)
Samstarf og samstarfsverkefni Leikskólinn Grænuvellir Tvær sýningar voru haldnar í samvinnu við Leikskólann Grænuvelli á árinu. Sú fyrri var haldin á sumardaginn fyrsta. Sýningin „Sumar við andapollinn“ var unnin af börnum á deildunum Fossi og Vilpu á Grænuvöllum. Sýningin var afrakstur þemavinnu á deildunum. Viðfangsefnið var Búðaráin og endurnar þar. Listamennirnir sem sem voru 1-2 ára byrjuðu vinnuna á því að kynnast viðfangsefninu, gefa öndunum brauð og skoða lífið við ána. Síðan voru unnin margvísleg listaverk í leikskólanum, endur og tré af ýmsum stærðum og gerðum. Börnin tóku sér svo góðan tíma til að umbreyta ánni og umhverfi hennar í sýningu á jarðhæð Safnahússins. Þar máluðu þau stóran glugga og stilltu öndunum og trjánum sínum upp við hann saman myndaði þetta einstakan andapoll innan dyra, svo lifandi að nánast mátti heyra endurnar kvaka. Á sýningunni voru einnig myndir frá þemavinnunni. Á sýningaropnuninni léku nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur á hljóðfæri.
8
SAFNI
Samstarfsverkefnið Myndlistarsýning barnanna hófst á haustdögum. Grunnhugmyndin í verkefninu var að leikskólanemendur fengju tækifæri til að móta sjálf myndlistarsýningu og fræðast um listsköpun og listamenn. Krakkarnir á deildinni Tungu á leikskólanum Grænuvöllum eru öll fædd árið 2009 og voru á sínu síðasta ári í leikskóla. Í byrjun október heimsóttu þau Safnahúsið og hvert barn valdi sér eitt verk úr myndlistarsafninu til að setja á sýningu. Röðull Reyr Kárason heimsótti þau því næst á leikskólann þar sem hann ræddi við þau um myndlist og myndlistarmenn. Nemendurnir komu síðan í litlum hópum í Safnahúsið og unnu sín eigin listaverk umkringd af verkunum sem þau völdu til sýningar. Þau völdu sér stað í sýningarsalnum, þar sem þeirra verk, verkið sem þau völdu úr myndlistarsafninu og mynd af þeim ásamt umfjöllun voru sett saman. Einnig gafst sýningargestum kostur á að horfa á myndband frá vinnunni við verkefnið. Börnin buðu síðan aðstandendum á opnun, útbjuggu sjálf veitingar að hluta til og tóku á móti gestum. Fullt var út úr dyrum á opnuninni og mikið líf og fjör. Verkefnið var styrkt af Menningarráði Eyþings. Stefnt er að því að þessar tvær sýningar í samstarfi við Grænuvelli verði árvissir viðburðir. Nemendunum gefst í þessum verkefnum tækifæri til að vera ekki aðeins þiggjendur heldur einnig veitendur í Safnahúsinu. Þau kynnast umhverfinu, starfsfólkinu og starfseminni á skemmtilegan hátt í gegnum verkefnin. Vinna sem þessi byggir á opnum huga starfsfólks leikskólans og vilja til að fara út fyrir hinn daglega ramma, þrátt fyrir að því fylgi óneitanlega aukavinna og álag. Þeim er þakkað afar gott og gefandi samstarf. Afmælissýning Héraðssambands Þingeyinga Héraðssamband Þingeyinga setti upp sýningu um sögu sambandsins í tilefni af 100 ára afmæli þess. Menningarmiðstöð Þingeyinga kom að gerð sýningarinnar og uppsetningu hennar í samstarfi við héraðssambandið. Sýningin var opnuð 15. júní og var m.a. opin meðan Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Húsavík. Þeir aðilar sem komu að gerð sýningarinnar fyrir hönd HSÞ lögðu í hana ómælda vinnu og söfnuðu miklu magni gripa og heimilda. Sýningin var öll hin skemmtilegasta og rifjuðust margvíslegar minningar upp fyrir öllu því ungmennafélagsfólki sem skoðaði hana. Það er ánægjulegt og mikils virði fyrir MMÞ að geta komið að verkefnum sem þessu með félagasamtökum í héraði.
SAFNI
9
Opnir dagar á Þverá Þverárbærinn í Laxárdal er líkt og Grenjaðarstaðarbærinn hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Í samstarfi við Þjóminjasafnið sá MMÞ um að hafa Þverárbæinn opinn almenningi þrjá daga í sumar. Bærinn var opinn 25. og 26. júlí, þeir dagar voru valdir með tilliti til þess að þá voru mærudagar á Húsavík og mikill fjöldi íslenskra gesta á svæðinu þá daga. Einnig var bærinn opinn sem hluti af dagskránni Safnakvöld í Þingeyjarsýslum þann 22. ágúst, þá var opið í bænum frá 20-22 og hann lýstur upp. Áskell Jónasson á Þverá, fæddist og ólst upp í gamla bænum, hann hefur unnið að viðgerð bæjarins í samstarfi við Þjóðminjasafnið. Hann tók á móti gestum í bænum þessa opnu daga ásamt starfsfólki MMÞ. Það er einstakt tækifæri fyrir gesti að hitta fyrrum íbúa í bæ sem þessum og heyra hann lýsa lífinu í gamla bænum. Söngur Lissýar hljómaði öðru hverju í baðstofunni þegar Áskell trekkti upp grammófóninn og setti plötu með henni á fóninn. Fjölmargir nýttu sér þetta tækifæri til að skoða bæinn. Safnakvöld í Þingeyjarsýslu Menningarmiðstöð Þingeyinga tók þátt í Safnakvöldi í Þingeyjarsýslu sem haldið var 22. ágúst. Safnaþing er félag safna, sýninga og setra í Þingeyjarsýslu. Á Safnakvöldinu var opið á 14 söfnum og sýningum í Þingeyjarsýslu og boðið upp á einhvers konar viðburði á flestum stöðum. Á Grenjaðarstað hélt Heilsutríóið tónleika í Hlöðunni, einkar vel tókst til og var fullt út úr dyrum. Í Safnahúsinu á Húsavík tók listamaðurinn Sonia Levy á móti gestum á sýningu sinni Hvalreki. Á Snartarstöðum var fyrirlestur Ingu Arnar um þróun og merkingu skúfhólksins á íslenskum kvenskotthúfum á dagskrá, hann féll því miður niður á síðustu stundu vegna veikinda. Aftur heim Aftur heim er þróunarverkefni að norskri fyrirmynd, unnið 2013-2014 í samvinnu Menningarráðs Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga með aðkomu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og þeirra sveitarfélaga sem verkefnið nær til; Tjörneshrepps, Svalbarðshrepps, Langanesbyggðar, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Rannsóknir sýna að ungt fólk menntar sig gjarnan burt úr hinum dreifðu byggðum þar sem atvinnulíf er oft einhæft og krefst lítillar sérmenntunar. Þar sem aðstæður í hluta Þingeyjarsýslu eru nokkuð ólíkar öðrum svæðum á starfssvæði Eyþings, þykir mikilvægt að skapa ungu
10
SAFNI
menntuðu listafólki tækifæri til að taka þátt í menningar- og listalífi svæðisins. Með því fæst sérþekking inn á svæðið, tækifæri fyrir unga fólkið að efla tengslanet sitt í heimabyggð og aukin fjölbreytni í menningarlíf á svæðinu, sem er áhrifaþáttur í búsetuvali og vert að hafa í huga þegar reynt er að sporna gegn fólksfækkun. Á árinu 2014 bárust Aftur heim fimm umsóknir um verkefnastyrki. Fjögur þeirra hlutu styrkvilyrði að upphæð samtals kr. 1.125.000. Þrjár ferðastyrksumsóknir bárust og hlutu öll styrkvilyrði, samtals að upphæð kr. 140.000. Verkefnið hefur verið styrkt af sóknaráætlun landshlutans og Menningarráði Eyþings. Nú er verið að huga að áframhaldandi fjármögnun á verkefninu. Þingeyskir safnarar Í Byggðasafni Þingeyinga eru til nokkur skemmtileg einkasöfn, þ. á m. bjórmiðasafn Þórðar Jónssonar, kveikjarasafn Jóns Sveins Þórólfssonar og peningaveskjasafn Sigurðar Péturs Björnssonar. Allt frá því Sigrún Kristjánsdóttir var forstöðumaður MMÞ hefur sú hugmynd verið uppi að halda sýningu á einkasöfnum. Tilhneigingin til að safna hlutum, flokka þá og raða er afar sterk hjá mörgum. Enda kom á daginn þegar auglýst var eftir söfnum til sýningar í Safnahúsinu að Þingeyingar luma á mörgum áhugaverðum söfnum. Auglýst var eftir söfnum fyrri hluta árs og eftir að sumaropnunartíma lauk var farið að safna þeim saman og undirbúa sýninguna. Safnararnir tóku virkan þátt í uppsetningu sýningarinnar. Hún var afar litrík, fjölbreytt og skemmtileg. Fjölmargir gestir komu til að skoða sýninguna og kom þá upp úr dúrnum að ýmis fleiri einkasöfn væru til í héraðinu sem myndu sóma sér vel á sýningu. Um sýninguna var fjallað í sjónvarpsþætti á N4. Viljum við þakka öllum þeim sem lánuðu söfn á sýninguna og aðstoðuðu við uppsetningu á henni. Sauðaneshús á Langanesi Á síðustu árum hefur Sauðanesnefnd leitað til Menningarmiðstöðvar um ráðgjöf og aðstoð varðandi rekstur sýningar í Sauðaneshúsi. Samhliða hafa reglulega verið ræddir möguleikar á auknu samstarfi eða að MMÞ taki alfarið við rekstri sýningarinnar. Sýningin í Sauðaneshúsi gegnir hlutverki byggðasafns á Langanesi og nágrenni. Forstöðumaður MMÞ sat nokkra fundi Sauðanesnefndar á árinu þar sem málið var rætt einnig sat hann fund með sveitarstjórn Langanesbyggðar þar sem farið var yfir þessar hugmyndir. Í lok árs
SAFNI
11
var staðan sú að allir aðilar voru sammála um að farsælasta leiðin væri að MMÞ tæki við rekstri sýningarinnar og var vinna við samningagerð þar um hafin. Ferð safnamanna til Vesterålen Forstöðumaður fór ásamt hópi af safnafólki af Norðaustur- og Austurlandi til Vesterålen í Noregi í september. Lengi hefur verið samstarf um menningarstarf milli þess svæðis og Austurlands í gegnum Menningarráð Austurlands. Á síðustu árum hafa Menningarráð Austurlands og Menningarráð Eyþings unnið að eflingu samstarfsins og að það verði einnig á starfssvæði Eyþings. Museum Nord bauð Íslendingunum til sín, skipulagði dagskrá og málþing. Museum Nord var stofnað 2002 og er yfirstjórn 21 safns í norður Nordland. Heimsóknin var bæði skemmtileg og fræðandi, heimsótt voru ólík söfn og aðstaða til menningarviðburða skoðuð. Starfsemi Museum Nord var kynnt, uppbygging, starfsemi og fjármögnun. Einingarnar innan þess eru mjög ólíkar, allt frá litlum sýningum upp í mjög stóran tilgátubæ á Borg í Lofoten sem byggður er við minjasvæði. Kostir þess að reka þessar einingar saman eru margir ekki síst faglega, þar sem Museum Nord getur byggt upp öflugt faglegt teymi í safnamálum sem fer á milli safnanna til að sinna ákveðnum þáttum starfseminnar. Grundvöllurinn fyrir svo öflugu starfi er fjármögnun sem þarf að standa undir starfseminni og vera trygg. Árið 2013 fékk stofnunin rekstrarframlög frá ríki, sýslu og sveitarfélögum sem nam um 680 milljónum íslenskra króna. Þar af er framlag ríkisins 60%, sýslunnar 20% og sveitarfélaganna 20%. Þetta er afar ólíkt því rekstrarumhverfi sem byggðasöfn á Íslandi búa við þar sem fjármögnunin er að langstærstum hluta sveitarfélaganna. En þrátt fyrir ólíka aðstöðu hvað þetta varðar eru viðfangsefni safnamanna ávallt þau sömu, varðveisla, miðlun og rannsóknir. Málþingið sem haldið var fjallaði um fólkið og síldina. Móttökur voru afar höfðinglegar og svæðið einstaklega fallegt. Heimsókn í tilgátubæinn að Borg, Lofotr Viking Museum var mikil upplifun. Þar er sýning sem byggir á blöndu af fornminjum og margmiðlun, glæsileg gestamóttaka og lifandi safn í stórum tilgátubæ. Safnaráð og Menningarráð Eyþings styrktu þessa samstarfs- og námsferð safnamanna á Norður- og Austurlandi.
12
SAFNI
Fundir og námskeið Fundir MMÞ: Stjórn MMÞ hélt símafundi 24. febrúar og 6. mars, á þeim var fjallað um sölu Garðarsbrautar 17. Stjórnarfundir voru haldnir 9. apríl, 27. ágúst og 4. nóvember. Aðalfundur stofnunarinnar var haldinn 27. ágúst í fundarsal Framsýnar stéttarfélags. Hann var mun seinna en í venjulegu ári, sú ákvörðun var tekin að bíða eftir að ný héraðsnefnd kæmi saman eftir sveitarstjórnarkosningar til að tilnefna í nýja stjórn MMÞ. Forstöðumaður sótti eftirfarandi fundi og námskeið: Stefnumótunarfundi á vegum Norðurþings þar sem unnið var að menningarstefnu sveitarfélagsins. Fundirnir voru 3, haldnir á Raufarhöfn og Kópaskeri 25. febrúar og á Húsavík 26. febrúar. Málþing Vatnajökulsþjóðgarðs á Húsavík 3. apríl. Vorfund Þjóðminjasafns Íslands 7. apríl. Þar flutti forstöðumaður fyrirlestur um skipulag starfsemi MMÞ. Málþing um sóknaráætlun á Akureyri 30. apríl. Aðalfund Hins þingeyska fornleifafélags 13. maí. 8. ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið – norðan við hrun og sunnan við siðbót. Haldin á Hólum í Hjaltadal. Þar hélt forstöðumaður fyrirlestur um tengsl háskólanema við heimabyggð. Aðalfund Safnaþings, haldinn í Safnahúsinu þann 12. júní. Málþing um rannsóknir safna, haldið í Þjóðminjasafni Íslands 6. nóvember. Sveitarstjórnarkosningar voru á árinu og víða mikil endurnýjun fulltrúa í þeim sveitarfélögum sem eru aðilar að MMÞ. Forstöðumaður bauð því sveitarstjórnum að koma inn á fundi og kynna starfsemi stofnunarinnar. Boðinu var vel tekið og í lok árs hafði forstöðumaður farið inn á fundi hjá Þingeyjarsveit og Langanesbyggð, aðrir hugðust nýta boðið á nýju ári.
Farskóli 2014 Héraðsskjalavörður tók þátt í farskóla safnamanna sem að þessu sinni var haldinn í Berlín. Farskóli safnamanna er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittast safnamenn, bera saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á land inu í safnamálun og styrkja sín tengslanet. Það getur líka verið
13
SAFNI
áhugavert að skoða hvað safnamenn eru að gera erlendis. Með það í huga var ákveðið að farskólinn í ár yrði haldinn í Berlín dagana 14.18. september. Stjórn farskólans var búin að setja saman frábæra dagskrá þar sem þátttakendur gátu valið sér söfn, skoðunarferðir og fyrirlestra.
Nemendur farskóla safnmanna 2014. Ljósm. Hörður Geirsson
Dagskráin var þéttskipuð og hófst um leið og flestir voru búnir að innrita sig inn á hótelið. Í skoðunarferð um Berlín þar sem sá hluti múrsins sem enn stendur var skoðaður og gengið að átakanlegu minnismerki um helförina. Ekið var um hina frægu og gullfallegu götu Unter den Linden þar sem glæsibyggingar og hallir frá tímum Prússa og Brandenburgerhliðið er. Nýuppbyggða stjórnlagahverfið var og skoðað, Ólympíuþorpið frá 1936, Check Point Charlie landa mærastöðin svo eitthvað sé nefnt. Sendiráð Íslands í Berlín var heimsótt og þar tók Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra vel á móti hópnum og kynnti starfsemi sendiráðsins. Einnig var hópnum boðið í heimsókn á vinnustofu Egils Snæbjörnssonar þar sem hann sagði frá listsköpun sinni. Eins og áður sagði þá gátu þátttakendur valið sér söfn til að heimsækja. Valið var vægast sagt erfitt því að í Berlín mörg áhugaverð söfn. Eftirfarandi fyrir valinu: Pergamonmuseum – Starfsmaður sem tók á móti okkur fræddi okkur um safnið og fór með okkur um hluta þess. Pergamonsafnið er eitt þekktasta safnið í Berlín og er það er það staðsett á safnaeyjunni í miðborg Berlínar. Þar er að finna eitt þekktasta safn í Evrópu af
14
SAFNI
forngripum. Meðal merkustu safnmuna eru Istarhliðið sem var eitt af tveimur meginhliðum gömlu borgarmúra Babýlons til forna, markaðshliðið í Miletos og Pergamon altarið sem safnið heitir eftir. Mjög fróðlegt safn þar sem hægt er að ganga um ótrúlegan fjölda forngripa. Heimsóknin vakti upp siðferðilegar spurningar um réttmæti þjóðar að flytja fornminjar frá einu landi til annars lands. DDR-Museum – Melanie Alperstaedt, talsmaður safnsins, tók á móti hópnum og fræddi hópinn um tilurð og tilgang safnsins. DDR-safnið var opnað árið 2006 og er einkarekið. Það er eitt mest heimsótta safn Þýskalands. Mjög mikið var af gestum þegar við skoðuðum safnið og fylgdi því mikill hávaði og troðningur. Mikið er lagt upp úr að gestir fái að snerta og upplifa. Topographie des Terror – Safnstjórinn Prof. Dr. Andreas Nachama tók vel á móti okkur og kynnti okkur stofnunina og sýningarnar sem voru í gangi. Það var gott að byrja heimsóknina með hans innlögn um efnið og spurningum frá hópnum. Fastasýningin „Gestapo, SS and Reich Útisýningin „Berlín 1933-1945. Security Main Office on Wilhelm- Between Propaganda and Terror“. and Prinz-Albrecht-Straße“ er virkilega mögnuð sýning sem sýnir hvað ljósmyndir geta haft mikil áhrif. Fyrir utan aðalbygginguna meðfram kjallararústum Gestapo höfuðstöðvanna var sýningin „Berlin 1933-1945. Between Propaganda and Terror“. Báðar þessar sýningar voru vel framsettar og höfðu mikil áhrif á mig. Staðsetning safnsins eykur á upplifunina. Gyðingasafnið – Maren Krüger, yfirmaður grunnsýningar safnsins og Frk. Petersen, safnvörður í safnfræðsludeild safnsins, tóku á móti okkur og svöruðu spurningum hópsins. Þær lögðu áherslu á að safnið væri alls ekki helfararsafn heldur safn um sögu Gyðinga í Þýskalandi. Þetta kom mér á óvart þrátt fyrir að hafa kynnt mér safnið á heimasíðu. Ég átti von á því að stærri hluti þess yrði um helförina. Boðið var upp á hljóðleiðsögn sem reyndist vera mjög góð. Á sama hátt og staðsetning Topographie safnins er áhrifarík þá er viðbygging Gyðingasafnsins eftir arkitektin Libeskind mögnuð. Á neðri hæðum safnsins nær byggingin að magna upp drungalega stemmn-
15
SAFNI
ingu og hallandi steypusúlugarðurinn náði að gera mann alveg ringlaðan. Ein magnaðasta upplifun í allri ferðinni var að ganga yfir «Föllnu laufin» hans Menashe Kadishman. 10.000 járnandlitum hefur verið dreift yfir gólfið þröngu rými með mikla lofthæð. Um leið og stigið er inn á gólfið glymur kuldalega í járnklumpunum. Á efri hæðum safnins fer sýningin í allar áttir og mikill fjölbreytileiki í framsetningu efnisins ræður ríkjum. Þessi hluti sýningarinnar er mjög barnvænn þar sem mjög marga gripi mátti snerta og leika sér með. Þrátt yfir að skoða safnið í tæplega fjórar klukkustundi þá náði ég ekki að skoða alla sýninguna. Það eina neikvæða við safnið er öryggisleitin við komuna inn á safnið.
„Föllnu laufin“ hans Menashe Kadishman
Stasi Museum – Safnvörður tók á móti hópnum og kynnti safnið. Jörg Drieselman safnstjóri hitti síðan hópinn eftir kynninguna og svaraði spurningum. Það fyrsta sem Jörg sagði var: „Sagan er ekki til, aðeins þær heimildir sem finna má og túlkun okkar á þeim. Þannig er engin ein rétt túlkun á sögunni, eitt rétt svar.“ Þetta var mjög áhrifaríkt í ljósi þess hvað þetta safn fjallar um. Safnið er í gömlu höfuðstöðvum Stasi sem var ráðuneyti innra öryggis í Alþýðulýðveldinu Austur Þýskalandi. Sýningin samanstendur að hluta til af skrifstofu yfirstjórnar Stasi, þar sem húsgögnum og tækjabúnaði hefur verið
16
SAFNI
haldið óbreyttu frá 1989 og að hluta til stökum herbergjum með mismundandi þemum. Ég er ekki viss um að sýningin sjálf hefði verið eins áhrifarík ef við hefðum ekki fengið frábæra leiðsögn safnvarðarins sem tók á móti okkur. Þar sem hann er fæddur og uppalinn í Alþýðulýðveldinu gat hann lýst fyrir okkur hvernig lífið var á þeim árum sem Stasi fylgdist með öllum og um 5% af þjóðinni njósnuðu fyrir þá. Þessi frásögn stóð upp úr á safninu. Undirritaður var óneitanlega líkamlega þreyttur við heimkomu eftir þessa frábæru ferð til Berlínar en á sama tíma endurnærður í „safnasálinni“. Snorri G. Sigurðsson
Sérsýningar Safnahúsið á Húsavík 1 3. janúar - 16. febrúar: Málverkasýning Sigurðar Hallmarssonar. 14. mars - 11. apríl: Greiningarsýning á ljósmyndum, annars vegar ljósmyndum úr safni Sigurðar Péturs og hins vegar ljósmyndum úr Ljósmyndasafni Þingeyinga. 16. apríl - 22. apríl: Sjáðu húsin – þau eru horfin, sýning á myndverkum Kára Sigurðssonar. 24. apríl - 8. maí: Sumar við andapollinn, sýning unnin af 1-2 ára börnum á leikskólanum Grænuvöllum. 24. apríl - 31. ágúst: Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna, farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands. 15. júní - 28. júlí: Aldarafmælissýning HSÞ, sýning í tilefni aldarafmælis héraðssambandsins. 24. júlí - 20. ágúst: Hughrif, ljósmyndasýning Halldóru Kristínar Bjarnadóttur. 24. júlí - 12. ágúst: Sveitin mín Laxárdalur, skyggnimyndasýning Sigurðar Péturs Björnssonar um Laxárdal fram til ársins 1994. 1. ágúst - 31. ágúst: Hvalreki, sýning Soniu Levy. Í sýningunni fékkst listamaðurinn við samband manns og hvals, m.a. út frá hvalbeinum sem fundist hafa á hafsbotni og í fjörum. 26. október - 23. nóvember: Sýning safnaranna. Sýning á tíu einkasöfnum, þ. á m. kóksafni, baukasafni o.fl. 1. desember 2014 - 15. janúar 2015: Myndlistarsýning barnanna, sýning elstu barna á leikskólanum. 1. desember 2014 - 11. janúar 2015: Þetta vilja börnin sjá, sýning á
17
SAFNI
myndskreytingum í íslenskum barna- og unglingabókum. Þann 7. júlí var frítt inn á allar sýningar á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í tilefni af Íslenska safnadeginum.
Fundir, tónleikar, fyrirlestrar o.fl. Þjóðfræði á þorraþræl Annað árið í röð stóð Menningarmiðstöðin í samstarfi við þingeyska þjóðfræðinga og þjóðfræðinema fyrir fyrirlestradagskrá á síðasta degi þorra undir yfirskriftinni Þjóðfræði á Þorraþræl. Tvö BA verkefni í þjóðfræði voru kynnt, í erindi sínu Dauðatónar kynnti Búi Stefánsson lokaverkefni í vinnslu, Sif Jóhannesdóttir kynnti hins vegar lokaverkefni sem skilað var fyrir 13 árum og bar nafnið Mátulegt er meyjarstig. Oddný Magnúsdóttir fjallaði um kjúkuleik með kjúkubretti í erindi sínu Eru gamlir bústangsleikir tímalausir. Kreddur , veftímarit um þjóðfræði var umfjöllunarefni erindis Sigurlaugar Dagsdóttur. Reykdælingarnir Trausti Dagsson og Sædís Guðrún Harðardóttir voru með innlegg um þjóðsögur, Trausti fjallaði um kortlagningu íslenskra þjóðsagnasafna í erindinu Landslag þjóðsagna og í erindi sínu Hvar er reykdælska huldufólkið? fræddi Sædís Guðrún áheyrendur um reykdælskar þjóðsögur. Aðalfyrirlestur dagsins flutti þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdemarsson, það bar yfirskriftina Frá bleytu til breytu: af veðurspám almennings, fyrr, nú og æ síðan. Í erindinu var fjallað um rannsókn Eiríks á alþýðlegum veðurspám Íslendinga, sem er þekking fjölmargra kynslóða þessa lands sem þróuðu spár sínar um aldir. Þjóðfræðisafn Stofnunar Árna Magnússonar Dagana 26. og 27. maí var Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor á þjóðfræðissviði Stofnunar Árna Magnússonar í heimsókn í Safnahúsinu. Ástæðan fyrir heimsókninni var áhugi heimamanna á að læra að klippa hljóðupptökur úr Þingeyjarsýslu svo hægt væri að gera þær aðgengilegar á Ísmús vefnum. Þar er listi yfir margar hljóðuupptökur úr sýslunni en aðeins hægt að hlusta á lítinn hluta þeirra. Rósa hitti nokkra áhugasama aðila og kenndi þeim verklagið. SHÄR, danssmiðja og sýning Aðstandendur SHÄR verkefnisins stóðu fyrir danssmiðju og sýningu á Húsavík dagana 29. maí - 1. júní. Hluti danssmiðjunnar, Dans-
18
SAFNI
hópurinn SHÄR, var á Húsavík dagana 29. maí - 1. júní. Að verkefninu standa ungir listamenn frá Svíþjóð, Íslandi, Ítalíu, Noregi og Ungverjalandi. Markmið verkefnisins er að dreifa dansi og skapandi gleði til fólks á Íslandi og auka vitund og skilning á dansi. Hluti danssmiðjunnar fór fram í Safnahúsinu og sunnudaginn 1. júní sýndi danshópurinn verkið EVRÍVÄR. Sýningin fór fram í sjóminjasafninu, aðstaðan það býður upp á fjölbreytt sjónarhorn fyrir áhorfendur og þessi kraftmikla og skemmtilega sýning naut sín vel þar. Bjössi Thor hélt tónleika í Safnahúsinu þann 18. september undir yfirskriftinni Bjössi Thor spilar bítlana. Kammerkór Norðurlands hélt tónleika sína Draugar, tröll og álfar, í Safnahúsinu þann 25. júní. Þar flutti kórinn lög af afturgöngum, huldufólki og forynjum.
Aðföng 2014 Byggðasafn Suður-Þingeyinga Eftirtaldir afhentu safninu muni á árinu: Emil Geir Guðmundsson, Norðurþingi Birkir Fanndal, Skútustaðhreppi Vikar Pétursson, Reykjavík Jón Guðmundsson Kristinsson, Hafnarfirði Hanna Björg Margrétardóttir, Kópavogi
Ljósmyndasafn Þingeyinga Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2014 er talin vera rúmlega 120.000 myndir. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna, Ljósmyndasafn og Mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 33.923 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 10.245 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Á árinu náðist að skanna og skrá 10.373 myndir í ljósmyndasafnið og 345 myndir í mannamyndasafnið. Af stærri ljósmyndasöfnum þá var unnið í eftirfarandi söfnum á árinu:
19
SAFNI
Ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar. Mikið átak var gert í skönnun safnins á árinu og í lok árs var nánast búið að skanna allt safnið hans. Nokkur vinna er eftir við að klára skráninguna í gagnagrunn. Þeirri vinnu ætti að ljúka á árinu 2015. Stórt ljósmyndasafn sem Óskar Sigvaldason tók saman og varðveitt er á Snartarstöðum var skannað í byrjun árs. Í safninu eru myndir af öllum bæjum í N-Þingeyjarsýslu ásamt fjölda mynda af fólki sem búið hefur svæðinu. Nokkur vinna er eftir við að skrá safnið í gagnagrunninn. Ljósmyndasafn Jón Þórs Haraldssonar var skannað og fullskráð á árinu. Í safninu eru rúmlega 800 myndir sem teknar voru á árunum 1959-1977 frá starfsemi Laxárvirkjunar en líka af mannlífi í Aðaldal. Ljósmyndasafn Leikfélags Húsavíkur. Halla Rún Tryggvadóttir kláraði að skanna ljósmyndasafn leikfélagsins og afhenti rafrænt afrit af því. Nokkur vinna er eftir við að skrá safnið í gagnagrunninn. Sr. Örn Friðriksson afhenti afar áhugavert safn mynda í mars. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á árunum 1939-1953 en einnig eru nokkrar myndir í sveitunum í kringum Húsavík. Unnið var við að skanna og skrá safnið á árinu og var þeirri vinnu nánast lokið í árslok. Hópur eldri borgara undir stjórn Kristjáns Pálssonar kom tvær ferðir í ljósmyndasafnið til að greina ljósmyndir í apríl. Sjálfboðaliðinn Marina Rees aðstoðaði við skönnun á myndum eins og á síðasta ári. Á Mærudögum 2014 var skyggnimyndasýningin «Sveitin mín Laxárdalur» sýnd í Safnahúsinu. Sýningin er eftir Sigurð Pétur Björnsson og í henni fjallar hann um Laxárdal fram til ársins 1994.
Frá sýningunni „Sveitin mín Laxárdalur“ eftir Silla.
20
SAFNI
Haldið var áfram með að birta óþekktar ljósmyndir á vef Menningarmiðstöðvarinnar (www.husmus.is). Einnig voru óþekktar myndir settar inn á facebooksíðuna „Húsavík á árum áður“. Í framtíðinni væri óskandi að hægt væri að birta ljósmyndasafnið í heild sinni á netinu. Til þess að það geti orðið þarf að fjárfesta í séstökum hugbúnaði. Í maí var haldin kynning fyrir Rótarýklúbb Húsavíkur á Ljósmyndasafninu. Ein greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Silla var sett upp í Safnahúsinu á árinu og var hún opnuð í mars. Farið var með eina greiningarsýningu til félags eldri borgara í Breiðumýri í mars.
Mynd 2 Úr safni sr. Arnar Friðrikssonar.
Alls bárust ljósmyndasafninu 22 afhendingar á árinu með samtals 4.341 myndum. Ljósmyndasafn Þingeyinga: (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2014/1 1415 myndir úr fórum Jóns Þórs Haraldssonar, stöðvarstjóra við Laxárvirkjun. Hólmgeir Hermannsson. 2014/2 646 myndir flestar teknar á Húsavík 1939-1953. Sr. Örn Friðriksson. 2014/3 2 myndir. Skólaspjald Húsmæðraskólans 1941-1942. Áslaugur Haddsson. 2014/4 36 mannamyndir. Dýrleif Andrésdóttir frá Leirhöfn.
21
SAFNI
2014/5 13 myndir frá fjsk. Theodórs Friðrikssonar og Sigurlaugar Jónasardóttur. Sigurjón Jóhannesson. 2014/6 2 myndir af Ytra-Fjallsbænum. Indriði Ketilsson. 2014/7 11 mannamyndir. Friðrika Þorgrímsdóttir. 2014/8 43 myndir úr fórum Vilborgar Ingimundardóttur. Dóttir hennar. 2014/9 1 loftmynd af Grenjaðarstað. Jóhanna Kristjánsdóttir f.h. HSÞ. 2014/10 14 myndir frá um 1980-1985 úr verslun K.Þ. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir. 2014/11 198 myndir frá starfsemi Geflu h.f. Kópaskeri. Sif Jóhannesdóttir. 2014/12 75 myndir frá Grenjaðarstað og Hraunsrétt úr fórum Magnúsar Guðmundssonar. Jón Aðalsteinsson. 2014/13 2 myndir af Vilhjálmi og Sigríði á Ytri-Brekkum. Kristín Sigfúsdóttir. 2014/14 1 mynd af Sæmundi Jónssyni Narfastöðum og Kristínu Ásmundsdóttur frá Laugaseli. Úr fórum Kjartans Stefánssonar. Ásmundur Kjartansson. 2014/15 1 mynd af Þingeyingakórnum. Ásbjörn Jóhannesson. 2014/16 2 póstkort af skipinu „Hrafninn“. Jan Aksel Harder Klitgaard. 2014/17 789 myndir frá leikfélaginu Búkolla. María Kristín Kristjánsdóttir og Guðrún Petrea Gunnarsdóttir. 2014/18 1 skólaspjald Laugaskóla veturinn 1940-1941. Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja. 2014/19 4 stækkaðar eftirprentanir frá Húsavík. Sólrún Hansdóttir og Sigurður Friðriksson. 2014/20 Um 1000 myndir úr fórum Sigurðar Gunnarssonar og Guðrúnar Karlsdóttur. Vilhjálmur Sigurðsson. 2014/21 42 mannamyndir. Sigurður Friðriksson. 2014/22 43 myndir úr fórum Jóns Sigurðssonar Ystafelli. Erla Sigurðardóttir.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga Alþingi samþykkti þann 16. maí lög um opinber skjalasöfn og taka þau við af lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66 frá 1985. Lagasetningin á sér nokkurn aðdraganda en árið 2008 skipaði menntamálaráðherra starfshóp til að vinna að heildarendurskoðun laga um Þjóðskjalasafn Íslands. Héraðsskjalavörður Þingeyinga sendi athuga semdir sínar við frumvarpið í mars og sat í kjölfarið símafund með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem farið var yfir þær
22
SAFNI
athugasemdir. Lög um opinber skjalasöfn eru mun efnismeiri um ýmsa þætti í starfsemi opinberra skjalasafna en eldri lög um Þjóðskjalasafn Íslands. Lögunum er ætlað að mynda heildstæðari ramma um upplýsingarétt almennings en verið hefur. Þannig er í fyrsta skipti að finna efnisreglur um inntak þess réttar sem almenningur og aðrir eiga um aðgang að skjölum í opinberum skjalasöfnum. Skýrari skilgreiningar eru á hverjir eru afhendingarskyldir aðilar og hverjar eru skyldur þeirra er varða skjalavörslu og skjalastjórn. Þá er jafnframt fjallað um söfnun og varðveislu einkaskjalasafna í lögunum. Refsiheimildir vegna brota á lögum um opinber skjalasöfn eru jafnframt nýmæli, s.s. er varðar þagnarskyldu og brot forstöðumanna stofnana á lögunum. Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varanleg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnana þeirra svo og fyrir einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hagsmuni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjalasöfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjala vörslu. Héraðsskjalasafnið tekur einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í umdæmi þess. Skjöl sem berast frá einstaklingum eru t.d. sendibréf, dagbækur, greinar, frásögur og ljósmyndir. Félög og fyrirtæki afhenda t.d. fundargerðarbækur, bréfasöfn, afmælisrit og bókhaldsgögn. Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjala safnið. Alls bárust 223 fyrirspurnir á árinu eða rúmlega 18 á mánuði að meðaltali sem er þremur fyrirspurnum fleiri en
SAFNI
23
árið á undan. Flestar fyrirspurnirnar, um 49%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið Í 26% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í 18% tilfella bárust þær símleiðis. Héraðsskjalavörður fór í 13 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendu fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 64% karlar en 36% konur. Millisafnalán er þjónusta sem héraðsskjalasafnið býður uppá. Safnið sér um að útvega notendum sínum skjöl frá öðrum opinberum skjalasöfnum. Eins sendir safnið öðrum opinberum skjalasöfnum skjöl í sinni vörslu sé þess óskað. Árið 2014 fékk safnið í einu sinni lánuð skjöl og í lánaði í einu tilfelli skjöl sín. Dagana 25.-26. september sótti héraðsskjalavörður ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem var að þessu sinni haldinn í Vestmannaeyjum. Á ráðstefnunni, sem fór fram í Eldheimum, voru fluttir margir áhugaverðir og fræðandi fyrirlestrar og sameiginleg hags munamál rædd. Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja hafði umsjón með skipulagningu ráðstefnunnar og var skipulagið til fyrirmyndar. Næsta ráðstefna félagsins mun fara fram á Húsavík 2015. Á aðalfundi Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi, sem fram fór í tengslum við ráðstefnuna í Vestmannaeyjum tók héraðsskjalavörður Þingeyinga aftur sæti í stjórn félagsins. Nýja stjórn skipa nú héraðsskjalavörður Árnesinga, Kópavogs, Austur-Skaftfellinga, Akraness, Þing eyinga og Borgarskjalavörður. Meginhlutverk félagsins er að styðja við héraðsskjalasöfnin, starfsmenn þeirra og þá vinnu sem þar fer fram. Héraðsskjalavörður tók þátt í sameiginlegum fundi héraðsskjala safna og Þjóðskjalasafns Íslands sem fór fram þann 16. maí í Reykjavík. Fundurinn fór í fyrsta skiptið fram með fjarfundarbúnaði og er það ánægjulegt því með því dregur verulega úr ferðakostnaði þeirra hérðasskjalasafna sem eru ekki á suðvesturhorni landsins. Norræni skjaladagurinn var hald inn 8. nóvember og var yfirskift hans að þessu sinni „Vesturfarar“. Héraðsskjalavörður Þingeyinga sat í skjaladagsnefndninni sem hafði það verkefni að undirbúa og skipuleggja
24
SAFNI
skjaladaginn. Í tilefni af skjaladeginum var sett upp sýning ljósmynda af vesturförum í lestrarsal héraðsskjalasafnsins. Framlag Hérðas skjalasafns Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar, „Helgi Pétursson Steinberg“, „Til Vesturfara“ og „Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920“. Þessar greinar eru allar aðgengilegar á www. skjaladagur.is. Alls bárust 33 afhendingar skjalasafninu á árinu sem fylltu um 2 hillumetra í skjalasafninu. Allt voru þetta litlar afhendingar að umfangi. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga – aðföng 2014 2014/1 Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju. Gjörðabækur. 0,03 hm. Björn Gunnar Jónsson. 2014/2 Völsungur. Jólablað 2013. 0,04 hm. Kjartan Páll Þórarinsson. 2014/3 Árni Jónsson - Þverá. Bréf. 0,001 hm. Jóhanna Skúladóttir Héraðsskj. Borgarfjarðar. 2014/4 Eysteinn Hallgrímsson. Póstsaga héraðsins. 0,007 hm. Jónína Á. Hallgrímsdóttir. 2014/5 Kvenfélag Reykdæla. Fundagerðabækur. 0,007 hm. Bryndís Pétursdóttir. 2014/6 Sóknarnefnd Grenjaðarstaðakirkju. Gjörðabók. 0,003 hm. Páll Ólafsson. 2014/7 Hálfdán Jakobsson - Mýrarkoti. Mýrarkotsbréf. 0,001 hm. Sigurjón Jóhannesson. 2014/8 Búnaðarfélag Fjallahrepps. Reikningabók. 0,002 hm. Sverrir Möller. 2014/9 Bárðdælahreppur. Samþykkt félagsins. 0,001 hm. Steinn Jóhann Jónsson. 2014/10 Presthólahreppur. Matsgjörða- og virðingabækur. 0,004 hm. Héraðsskj. á Akureyri. 2014/11 Benedikt Jónsson - Breiðuvík. Bréf. 0,001 hm. Jón Þór Þórhallsson. 2014/12 Jón Einarsson. Ferðasaga. 0,001 hm. Héraðsskj. VesturHúnavatnssýslu. Sigurgeir Pálsson Bardal. Æviágrip. 0,001 hm. Héraðsskj. VesturHúnavatnssýslu.
SAFNI
25
2014/13 Anna Theodórsdóttir. Bréf. 0,001 hm. Sigurjón Jóhannesson. 2014/14 Lestrarfélag Reykdælahrepps. Gjörðabækur. 0,07 hm. Gréta Ásgeirsdóttir. 2014/15 S.Þ.U. Sveitablaðið Þingeyingur. 0,07 hm. Björn Ingólfsson. 2014/16 Áslaug Kristjánsdóttir. Dagbókarbrot. 0,01. Aðalgeir Kristjánsson. 2014/17 Leikfélagið Búkolla. Gjörðabók, bréfasafn og myndir. 0,08 hm. María Kristín Kristjánsdóttir og Guðrún Petrea Gunnarsdóttir. 2014/18 MMÞ. Gestabækur byggðasafns S.-Þingeyinga. 0,05 hm. Sif Jóhannesdóttir. 2014/19 Laxárfélagið. Veiðibækur. 0,01 hm. Hörður Blöndal. 2014/20 Markaskrá. Markaskrá S.-Þingeyjarsýslu og Kelduneshrepps. 0,01. Albert Valdimarsson. 2014/21 Arnór Benediktsson. Hljóðupptaka - viðtal við Arnór. 0,001. Indriði Arnórsson. 2014/22 Sigrún Kristbjörg Árnadóttir. Bréf og kort. 0,01. Jón Ármann Árnason. 2014/23 Útgerðarfélagið Vísir h.f. Rekstursreikningar o.fl. 0,04. Dagbjartur Sigtryggsson. 2014/24 Veiðifélag Laxár. Veiðibækur. 0,002. Árni Pétur Hilmarsson. 2014/25 Lestrarfélag Reykdælahrepps. Ársreikningar o.fl. 0,07 hm. Gréta Ásgeirsdóttir. 2014/26 Bílstjórafélag S-Þingeyinga. Gjörðabók o.fl. 0,13 hm. Árni Njálsson. 2014/27 Inga Björnsson Brandon. Bréfasafn. 0,01 hm. Jóhanna S. Daðadóttir. 2014/28 Snjólaug G. Egilsdóttir. Bréfasafn. 0,33 hm. Rósa Emilía Sigurjónsdóttir f.h. Rúnars Þórs Egilssonar. 2014/29 Jón Sigurðsson - Ystafelli. Bréf, ritgerðir o.fl. 0,16 hm Erla Sigurðardóttir. 2014/30 Birta. Gjörðabók. 0,02 hm. Sigríður Rúnarsdóttir. 2014/31 Jóhanna M. Þorsteinsdóttir. Skipunarbréf. 0,001 hm Arnþrúður Halldórsdóttir. 2014/32 Völsungur. Jólablað 2014. 0,03 hm. Jónas Halldór Friðriksson. 2014/33 Kaupfélag Þingeyinga. Boðberi o.fl. 1 hm. Tryggvi Finnsson.
26
SAFNI
Ungir listamenn að störfum í Safnahúsinu Sýningar í samstarfi við leikskólann Grænuvelli á Húsavík
Börn af Vilpu, deild yngstu barnanna á leikskólanum, mála hluta sýningarinnar „Sumar við andapollinn“.
Börn af Tungu, elstu deildinni á leikskólanum, skapa listaverk fyrir sýninguna „Myndlistarsýning barnanna“.
ÁRBÓK ÞINGEYINGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1990 kr. 300,1990
kr. 400
2002
kr. 1600
1991
kr. 500
2003
kr. 1700
1992
kr. 600
2004
kr. 1800
1993
kr. 700
2005
kr. 1900
1994
kr. 800
2006
kr. 2000
1995
kr. 900
2007
kr. 2400
1996
kr. 1000
2008
kr. 2400
1997
kr. 1100
2009
kr. 2600
1998
kr. 1200
2010
kr. 2600
1999
kr. 1300
2011
kr. 3800
2000
kr. 1400
2012
kr. 3800
2001
kr. 1500
2013
kr. 4000
Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is
E-20/7 Mývetnska sveitarblaðið Hreggviðr. útgefandi Pétur Jónsson Gautlöndum o.fl. 1878.