BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 36. ÁR – 2016
Forsíðumynd: Jónas Geir Jónsson með barn í barnakerru á Garðarsbrautinni. Vetrarbraut, Sel og Múli í bakgrunni. Myndin tekin um 1940-1950.
Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
Umsjónar- og ábyrgðarmaður Sif Jóhannesdóttir ISSN 1670-5963 ÁSPRENT – STÍLL ehf. Akureyri MMXVI
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2015
Formaður: Friðrik Sigurðsson Aðalmenn: Árni Pétur Hilmarsson Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Nanna Þórhallsdóttir Guðrún Brynleifsdóttir Atli Vigfússon Þórgunnur R. Vigfúsdóttir Steinþór Heiðarsson Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Úr starfsskýrslu 2015 Almennt Óhætt er að segja að árið 2015 hafi verið viðburðaríkt í starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Óvenju mikið var um sýningar, viðburði og samstarfsverkefni á árinu. Meðal þess sem boðið var upp á var Myndlistarsýningu barnanna, þar sem börn á elstu deild leik skólans Grænuvalla voru bæði í hlutverki listamanna og sýningar stjóra. Jafnframt var töluvert um sýningar og viðburði í tengslum við aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Árleg ráðstefna Félags héraðs skjalavarða á Íslandi var haldin í Safnahúsinu í byrjun október og voru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir í tengslum við hana. Aðstaða til skjalageymslu í Safnahúsinu var bætt til muna þegar ný skjalageymsla var tekin í notkun en eldri skjalageymsla var löngu orðin full. Sjálfvirk hurð var sett upp í anddyri Safnahússins í októ ber og er það liður í að bæta aðgengi að Safnahúsinu. Má nú nokk uð vel við una í þeim efnum en í fyrra var sett upp lyfta á milli allra hæða hússins utan geymslukjallara. Á árinu varð vart við leka í anddyri Safnahússins og í muna geymslu undir Sjóminjasafni. Gert var við lekann og standa vonir til þess að komið hafi verið í veg fyrir skemmdir af hans völdum til frambúðar. Sauðaneshús varð hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga við undir ritun samnings í maí. Þetta er einkar ánægjuleg viðbót við starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar og standa vonir til þess að með sameiningunni verið hægt að auka fagmennsku í rekstri sýningar innar í Sauðaneshúsi og efla starfsemina þar. Nokkrar breytingar urðu á starfsmannahaldi Menningarmið stöðvarinnar en í lok árs minnkaði Sif Jóhannesdóttir starfshlutfall sitt tímabundið að eigin ósk og tekin var ákvörðun um að ráða nýjan starfsmann í hlutastarf á móti henni. Nokkur aukning varð á fjölda gesta sem heimsóttu Safnahúsið og Grenjaðarstað á árinu en á á Snartarstöðum fækkaði gestum lítillega frá fyrra ári. Alltaf er eitthvað um sveiflur í gestafjölda á milli ára en vonir standa til þess að með auknum ferðamannafjölda í Þingeyjar sýslum fjölgi heimsóknum á þau söfn og sýningar sem Menningar miðstöðin rekur.
SAFNI
3
Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2015 (2014) Helstu tekjuliðir: Frá sveitarfélögum....................................... 32.256.396 (30.706.418) Frá Safnasjóði............................................... 3.500.000 (1.900.000) Framlag ríkis vegna héraðsskjalasafns........ 758.929 (665.352) Aðgangseyrir (Safnah. og Grenjaðarst.)..... 2.437.614 (1.879.673)
Styrkir frá Safnasjóði og Uppbyggingarsjóði Norðausturlands Menningarmiðstöð Þingeyinga er viðurkennt safn og sækir árlega um styrki til Safnasjóðs Safnaráðs. Styrkirnir sem ráðið veitir eru tvenns konar; annars vegar rekstrarstyrkir og hins vegar verkefna styrkir. Jafnframt sótti MMÞ um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norð austurlands á árinu. Fyrir starfsárið 2015 fékk MMÞ eftirfarandi styrki: • Rekstrarstyrkur frá Safnasjóði, kr. 1.000.000. • Sumarsýning um heimasaumaðan barnafatnað kr. 300.000 frá Safnasjóði. Stefnt var að því að setja upp og opna sýninguna árið 2015, en það náðist ekki vegna tímaskorts. Safnaráð veitti frest til ársins 2016 til að setja sýninguna upp. • Farskólakassar, kr. 500.000 frá Safnasjóði. Verkefnið fólst í að útbúa tvo safnkennslukassa; annan um gamla bændasamfélagið og hinn um fugla. Kassarnir eru ætlaðir til kennslu í grunnskól um á starfssvæði MMÞ. • Leiktæki við hæfi á Grenjaðarstað kr. 700.000 frá Safnasjóði. Leiktækin taka mið af byggingarlagi bæjarins og er hugmyndin sú að gestir, bæði börn og fullorðnir, geti spreytt sig á byggingu einnar torfburstar. Lokið hefur verið við hönnun leiktækjanna og verða þau sett upp við bæinn fyrir sumarið 2016. • Bætt vinnubrögð í forvörslu, framhald, kr. 1.000.000 frá Safna sjóði. Gerð var umhirðudagbók fyrir Grenjaðarstað. Ástand muna á sýningu í gamla bænum var skráð, þeir hreinsaðir og forvörsluþörf metin. Verkefnið var unnið sumarið 2015. • Konur í öndvegi: dagskrá í tilefni af aldarafmæli kosningarrétt
4
SAFNI
ar kvenna, kr. 550.000 úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðausturlands. Nánar er sagt frá framkvæmd verkefnisins undir öðrum liðum.
Starfsfólk Nokkrar breytingar urðu á starfsmannahaldi við Menningarmiðstöð Þingeyinga á árinu. Sif Jóhannesdóttir gegndi starfi forstöðumanns í fullu starfi mestan hluta ársins og Snorri Guðjón Sigurðsson sá um héraðsskjalavörslu í fullu starfi. Kristján Friðrik Ármansson sinnti ýmsu viðhaldi innan húss og utan í hálfu starfi. Í desember minnkaði Sif starfshlutfall sitt í 60% að eigin ósk. Jafnframt var tekin ákvörðun um að frá miðjum janúar 2016 yrði Herdís Þ. Sigurðardóttir ráðin í 60% starfshlutfall og að frá þeim tíma mynd Sif verða í 50% starfs hlutfalli. Þær breytingar urðu enn fremur að Sigrún Birna Árnadóttir hætti störfum við þrif í febrúar og Þórhildur Jónsdóttir tók við. Unn inn var einn mánuður í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands á ár inu við lokaskráningu á myndasafni Hjálmars Bárðarsonar. Einnig var unnið í fjóra daga fyrir Þjóðminjasafnið við skráningu á ljósmynda safni tímaritsins Veru. Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Ásgerður Þor steinsdóttir unnu þessa vinnu í 80% hlutfalli hvor. Kristbjörg Jónas dóttir vann við greiningu mynda í ljósmyndasafni. Kristbjörg starfaði áður hjá MMÞ og hefur tekið að sér þessa vinnu sem sjálfboðaliði. Það er mikill akkur fyrir stofnunina að fá manneskju sem þekkir myndefnið jafn vel og Kristbjörg gerir til að greina myndirnar. Um gestamóttöku í Safnahúsinu yfir sumartímann sáu Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Sædís Harðardóttir. Guðlaug Dóra Traustadóttir tók einnig á móti gestum um helgar. Á Grenjaðarstað voru Búi Stefánsson, Sólrún Harpa Sveinbjörns dóttir og Sigurlaug Dagsdóttir bæjarstjórar um sumarið. Á Snartarstöðum tóku Kristbjörg Sigurðardóttir og Rannveig Halldórsdóttir á móti gestum yfir sumartímann en Stefanía Vigdís Gísladóttir leysti af þegar þurfti. Helga Garðarsdóttir sá um staðarhald í Sauðaneshúsi fyrri hluta sumars og Halla Marín Hafþórsdóttir sá um seinni hlutann. Sigurlaug Dagsdóttir vann í tvo mánuði sérverkefni við hreinsun muna og skráningu í umhirðudagbók á Grenjaðarstað. Charikleia Papageorgiou, grískur sjálfboðaliði, starfaði fyrir MMÞ á Erasmus styrk. Hún vann fyrstu tvo mánuði sumars á Grenjaðar
5
SAFNI
stað sem aðstoðarmaður Sigurlaugar við hreinsun muna og skrán ingu í umhirðudagbók. Jafnframt vann Charikleia í einn mánuð í Safnahúsinu þar sem hún hreinsaði muni á sýningum og endurrað aði verkum í myndlistarsafni.
Grenjaðarstaður Í sumar var opnuð handverksverslun á Hlöðuloftinu á Grenjaðarstað. Í versluninni var ýmislegt til sölu, s.s. prjónavörur, leirmunir, postu lín, útskornir munir úr tré og fleira. Munirnir eru allir unnir af þing eysku handverksfólki sem kallar sig Hlöðuhópinn. Verslunin mæltist afar vel fyrir hjá gestum á Grenjaðarstað og færði mikið líf á staðinn. Þann 5. júlí var tekið á móti farþegum af skemmtiferðaskipi sem lá við bryggju á Húsavík. Fjallasýn skipulagði ferð undir yfirskriftinni „Farms and Folklore“, sem e.t.v. má þýða sem „búskapur og þjóð trú“, og var heimsókn á Grenjaðarstað hluti af upplifuninni. Starfs fólk MMÞ á Grenjaðarstað tók á móti hópnum í þjóðlegum búning um, veitti leiðsögn um bæinn og bauð upp á léttar þjóðlegar veitingar. Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel og er vonandi að eins byrjunin á skipulögðum heimsóknum farþega af skemmtiferða skipum í gamla bæinn. Styrkur fékkst úr Safnasjóði til að vinna svokallaða umhirðudagbók fyrir muni sem til sýnis eru á Grenjaðarstað. Varðveisluskilyrði muna eru ekki eins og best verður á kosið í gömlum torfbæ þrátt fyrir að hitun og loftræstikerfi bæti þau verulega. Í umhirðudagbók er skráð ástand gripa, forvörsluþörf og hvenær eitthvað er gert við gripina (s.s. hreinsun og önnur forvarsla). Sigurlaug Dagsdóttir og Chari kleia Papageorgiu unnu að þessu verkefni í júní og júlí. Verkefninu var annars vegar skilað í formi umhirðudagbókar og hins vegar í skýrsluformi. Húsasafn Þjóðminjasafnsins lét mála Grenjaðarstaðarbæinn að utan á haustdögum og var það sannarlega þörf andlistlyfting fyrir bæinn. Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir sáu um máln ingarvinnuna en þau eru mikið fagfólk á því sviði.
Safnahús Snemma árs varð vart við leka í anddyri Safnahússins. Fyrstu merki lekans voru að reykskynjari í lofti hætti að virka sem skyldi og sendi í
6
SAFNI
sífellu frá sér bilanaboð. Þegar hann var tekinn niður bunaði vatn niður um gatið sem hann var festur í. Smiðir frá Norðurvík komu á staðinn og könnuðu málið og eftir nokkra athugun kom í ljós að dúkur á flötu þaki, sem er yfir hluta anddyris, var farinn að leka. Fargi var mokað af þakinu og klæðning tekin niður úr loftinu. Sprungur voru í lofti og nokkuð ljóst þótti að einangrun undir dúk væri gegnsósa af vatni. Því næst hófst nokkuð löng bið eftir sérhæfð um þakdúksmönnum. Fyrirtækið Fagþak tekur að sér að leggja slík an dúk og gera við. Menn á þess vegum voru á leið norður í stærra verkefni og var ákveðið að bíða eftir því til að „nýta ferðina“ og spara þannig ýmsan kostnað. Lekinn hætti að mestu þegar farg hafði verið tekið af þakinu. Sumarið reyndist ekki gott til útiverka enda var það votviðrasamt og kalt. Það var því ekki fyrr en verulega var liðið á sumar að hægt var að setja nýjan dúk á þakið. Í beinu framhaldi var ný gifsklæðning sett í loftið í anddyrinu. Vonir standa til þess að minniháttar leki, sem gert hefur vart við sig á undanförnum árum á norðurvegg, hafi stafað af þessum ónýta dúk og því hafi einnig náðst fyrir hann með þessari aðgerð. Starfsmönnum MMÞ var heldur betur brugðið í brún þegar þeir hugðust sækja kassa með munum efst í hillu í munageymslu undir Sjóminjasafni. Kassinn bar þess glögg merki að vatn hafði lekið ofan á hann. Þegar kassar í kring voru skoðaðir var ljóst að lekið hafði úr loftinu ofan á kassana. Þá var loks kominn skýring á rakaboðum sem fram höfðu komið í vöktunarkerfi undanfarið ár og engin skýring hafði fundist á. Smiðir voru fengnir til að skoða aðstæður og þótti flest benda til þess að lekinn kæmi í gegnum fúnar spýtur við úti hurð á suðurvegg Sjóminjasafns. Þar var fúinn hreinsaður og stál kanti komið fyrir. Ekki hefur orðið vart við leka síðan. Þann 8. apríl kom mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, í heimsókn. Hann kynnti sér starfsemi Menn ingar miðstöðvarinnar og skoðaði sýningar og aðra aðstöðu í Safnahúsinu. Sýningarsalur á 3. hæð var málaður grár í maí. Ekki var vanþörf á að mála salinn og var grár litur talinn vera góður í sýningarsal þar sem settar eru upp margar og ólíkar sýningar. Á stjórnarfundi 8. maí veitti stjórn MMÞ forstöðumanni leyfi til að ganga að tilboðum sem bárust í stækkun á skjalageymslu Héraðs skjalasafns Þingeyinga og uppsetningu sjálfvirkrar hurðar í anddyri Safnahússins. Varðandi stækkun á skjalageymslu var gengið að til boði Norðurvíkur upp á 1.418.660 kr. í framkvæmd á húsnæði og til boði frá Rými – ofnasmiðju í skápa á hjólum upp á 2.440.742 kr.
7
SAFNI
Uppsetning á skápunum kostaði 351.000. Varðandi sjálfvirka hurð var gengið að tilboði frá Álgluggum JG hf upp á 1.420.774 kr. í smíði og uppsetningu. Ný skjalageymsla var útbúin þar sem áður var lesað staða fyrir gesti héraðsskjalasafns í rými sem er inn af skrifstofu héraðs skjalavarðar. Framkvæmdir, smíðavinna, málun o.fl. hófst í júlí. Hillurnar, sem eru á hjólum, voru settar upp í ágúst. Þá hófst mikil vinna við flutning á skjölum og endurröðun. Aðstaða skjala safnsins tók stakkaskiptum við þessa viðbót. Eldri skjalageymsla var orðin full fyrir nokkuð löngu og hluti skjala var því ekki í fullnægj andi geymslum heldur í opnum hillum á skrifstofu skjalavarðar. Sjálfvirk hurð var sett upp í anddyri í október. Er það enn einn liður í að bæta aðgengi að Safnahúsinu. Hurðin hefur virkað vel. Helst er það ljóður á hennar ráði að hurðaskellinn, sem áður gerði starfs mönnum vart við þegar gestir komu í hús, vantar alveg. Þann 8. október kom stór hópur af ferðaþjónustuaðilum í heim sókn á Safnahúsið. Heimsóknin var hluti af uppskeruhátíð ferða þjónustunnar sem Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir. Um 90 manns heimsóttu safnið af þessu tilefni og þáðu í framhaldinu léttar veitingar í boði Norðurþings.
Sauðaneshús á Langanesi Sauðaneshús varð hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga við undir ritun samnings þann 8. maí. Gamla prestsetrið á Sauðanesi hefur ver ið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1989. Viðgerð á húsinu, sem var í mjög slæmu ásigkomulagi, tók liðlega áratug. Að viðgerð lokinni var gerður samningur við heimamenn um að húsið yrði nýtt til menningartengdrar ferðaþjónustu. Húsið var formlega opnað árið 2003. Sauðanesnefnd hefur síðan séð um rekstur sýningar í húsinu fyrir hönd heimamanna. Þar hefur verið opið alla daga yfir sumar tímann. Sauðaneshús gegnir fjölþættu og mikilvægu hlutverki. Þar er saga heimabyggðarinnar varðveitt og henni miðlað til heimamanna og gesta. Upphaflegur safnkostur Sauðanesnefndar var safn Sigmars Maríussonar en einnig hefur nefndin tekið við mörgum gripum á síð ustu árum. Nefndin hefur sinnt sínum störfum í sjálfboðavinnu og lagt mikla vinnu og alúð í að gera veg staðarins sem mestan. Langanesbyggð og Svalbarðshreppur eru aðilar að Menningar miðstöð Þingeyinga. Starfssvæði MMÞ eru Þingeyjarsýslur og fram til þessa hefur stofnunin staðið að sýningum á þremur stöðum; á Snartar stöðum, á Grenjaðarstað og í Safnahúsinu á Húsavík. Tilgangurinn
8
SAFNI
með því að Sauðaneshús verði hluti af MMÞ er að auka fagmennsku í rekstri sýningarinnar og að efla starfsemina í Sauðaneshúsi. Hjá MMÞ er starfsemi allt árið en eftir sem áður tilheyrir Sauðaneshús húsasafni Þjóðminjasafnsins. Áformað er að stofna hollvinasamtök um starfsemi Sauðaneshúss og munu þau leggja MMÞ lið við stefnu mótun fyrir sýningar, viðburði og aðra starfsemi á staðnum. Það er afar mikils virði að heimamenn haldi áfram að hafa áhrif á starfsemi Sauðaneshúss og styðja við eflingu hennar. Öllum þeim, sem starfað hafa í Sauðanesnefnd á liðnum árum, er þakkað fyrir þeirra mikla og góða framlag til menningarstarfsemi á svæðinu.
Aðsóknartölur 2015 (2014) Gestir í Safnahúsi................................................................ 4579 (3082) Gestir á Grenjaðarstað........................................................ 2887 (2379) Gestir á Byggðasafni Norður-Þingeyinga Snartarstöðum... 438 (558) Sauðaneshús.......................................................................... 436
Samstarf og samstarfsverkefni Þann fyrsta desember 2014 var opnuð sýning undir nafninu „Mynd listarsýning barnanna“. Sýningin var unnin í samstarfi leikskólans Grænuvalla og MMÞ, sem með styrk frá Menningarráði Eyþings, fékk listamanninn Röðul Rey Kárason sér til aðstoðar. Sýningin stóð fram í janúar 2015 en vinnan við hana fór þannig fram að börnin völdu verk úr Myndlistarsafni Þingeyinga til að setja á sýninguna og unnu jafn framt eigin verk og völdu þeim stað í sýningarsalnum. Að auki fengu börnin fræðslu um hin fjölbreytilegu störf listamanna. Markmiðið með sýningunni var að opna augu barnanna fyrir ýmiss konar myndlist og gefa þeim kost á að setja upp og stýra eigin sýningu. Verkefnið tókst í alla staði mjög vel og óhætt er að segja að Safnahúsið hafi iðað af lífi þá daga sem hinir ungu sýningarstjórar voru að störfum. Sumardagurinn fyrsti, 23. apríl, var haldinn hátíðlegur á Safna húsinu en þá var auglýstur viðburður undir nafninu „Lömbin leika sér“. Opnuð var sýning á neðstu hæð hússins á verkum yngstu barn anna á leikskólanum Grænuvöllum og á Sjóminjasafninu fluttu nem endur Tónlistarskóla Húsavíkur tónlistaratriði. Jafnframt var boðið upp á ratleik um Safnahúsið fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis var inn á allar sýningar safnsins í tilefni dagsins.
SAFNI
9
Jakob Ágúst Róbertsson eldsmiður að störfum við Grenjaðarstað.
Árlega fer sá hópur barna, sem lýkur skólagöngu í leikskólanum Grænuvöllum og hefur nám í grunnskóla að hausti, í útskriftarferð á Grenjaðarstað. Ferðin er mikil upplifun og nemendurnir ferðast milli staða í rútu. Þeir fá leiðsögn um bæinn og sögustund í baðstofu er fastur liður. Heimsókninni lýkur svo með því að haldið er pylsu partý en pylsurnar eru steiktar á pönnu yfir eldi. Þessi heimsókn er kærkomin og markar upphaf sumarstarfs á Grenjaðarstað. Þann 23. ágúst var haldið safnakvöld í Þingeyjarsýslum. Boðið var upp á ókeypis aðgang að ýmsum söfnum og sýningum í sýslunni milli kl. 19 og 21. Öll söfn og sýningar MMÞ voru hafðar opnar á þess um tíma, þ.e. Safnahúsið, Grenjaðarstaður, Snartarstaðir og Sauðaneshús. Aðilar að Safnaþingi buðu upp á margvíslega viðburði á Safnakvöldi. Í Sauðaneshúsi var tekið forskot á sæluna á laugardeg inum en þá flutti Atli Ásmundsson erindið „Vesturfarar, með Ísland í hjartanu“ og Gísli Pálsson mannfræðingur fjallaði um efni bókar sinnar „Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér“. Húsfyllir var á fyrirlestrunum. Á Safnakvöldi var boðið upp á vöfflukaffi á Snartar stöðum og í Sauðaneshúsi. Gísli og Atli fluttu fyrirlestra sína í Safna húsinu. Á Grenjaðarstað var líf og fjör bæði innan bæjar og utan. Eld smiðurinn Jakob Ágúst Róbertsson var að störfum við bæinn,
10
SAFNI
Elín Kjartansdóttir spann hrosshár á vinglu og Ingólfur Pétursson lék þjóðleg lög á gítar í baðstofunni. Hlöðuhópurinn var með hand verkssöluna opna. Segja má að komin sé hefð á Safnakvöld í Þing eyjarsýslu en hér er um að ræða dagskrá sem vakið hefur athygli á fjölbreyttu starfi safna og sýninga í héraði. „Aftur heim“ er nafn á verkefni sem Menningarráð Eyþings hefur staðið að í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og MMÞ frá árinu 2013. Verkefnið nær yfir sex sveitarfélög á Norðaustur landi; Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahrepp, Svalbarðs hrepp, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Markhópurinn er fólk á aldr inum 20-35 ára sem á rætur á svæðinu og stundar eða hefur lokið námi á sviði lista, menningar og skapandi greina. Meginmarkmið verkefnisins er að virkja þetta fólk til þess að taka þátt í eða standa fyrir menningarverkefnum á svæðinu. Verkefnið samanstendur af þremur þáttum. Tveir þeirra miða að því að styrkja unga fólkið til að standa fyrir verkefnum í samfélagi sem það ólst upp í eða á rætur í; annars vegar með ferðastyrkjum og hins vegar með verkefnastyrkj um. Þriðji þátturinn snýr að söfnun og miðlun upplýsinga um verk efnið og þátttakendur þess. Sett var upp heimasíða þar sem upplýs ingum um þátttakendur, einstök verkefni og framgang þeirra var safnað saman og komið á framfæri. Í verkefnisstjórn „Aftur heim“ sitja eftirfarandi einstaklingar: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings, Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður MMÞ og Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Safnaþing og Safnaklasinn í Eyjafirði stóðu í þriðja sinn fyrir út gáfu sameiginlegs safnabæklings. Bæklingurinn, sem er bæði á ensku og íslensku, nær yfir söfn og sýningar í Eyjafirði og Þingeyjar sýslu. Hann er svæðisskiptur og í honum er ágætis yfirlitskort og um fjöllun um hverja sýningu.
Námskeið Þann 28. maí var haldið var fjögurra klukkustunda námskeið í skyndi hjálp fyrir alla fastráðna starfsmenn og sumarstarfsmenn MMÞ. Leitað var til Rauða krossins í Þingeyjarsýslu sem tekur að sér að halda slík námskeið. Þar var erindinu tekið afar vel. Kennari á námskeiðinu var Thomas Helmig og fór hann yfir öll grunnatriði varðandi skyndihjálp. Menningarmiðstöð Þingeyinga, sem meðumsækjandi Menningar
SAFNI
11
ráðs Eyþings, fékk styrk í flokknum nám og þjálfun í Erasmus+ áætl un Evrópusambandsins. Sótt var um styrk til að sækja tvö námskeið á vegum „Erasmus Training Events for Voluntary Arts and Culture Associations“. Til stóð að fyrra námskeiðið, sem bar yfirskriftina „Lifelong Learning in Amateur Art and Voluntary Culture“, yrði haldið dagana 22. – 25. september í Kaupmannahöfn. Skömmu eftir að gengið hafði verið frá kaupum á farmiðum til Kaupmannahafnar og gistingu þar í borg barst orðsending um að námskeiðið yrði fellt niður vegna ónógrar þátttöku. Haft var samband við námskeiðs haldara og í framhaldinu var ákveðið að setja upp einkanámskeið fyrir þá tvo þátttakendur sem höfðu skráð sig frá Íslandi; Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, menningarfulltrúa Eyþings og Sif Jóhannes dóttur, forstöðumann MMÞ. Úr þessu varð afar gott námskeið þar sem fámennið nýttist vel til að skapa tengsl og laga umræður að áherslum og viðfangsefnum þeirra sem það sóttu. Námskeiðið var haldið í Vartov húsinu í miðborg Kaupmannahafnar. Fyrirlesarar voru fjórir: Hans Jørgen Vodsgaard forstöðumaður Interfolk, Bente Von Schindel framkvæmdastjóri landssamtaka Menningarráða í Dan mörku, Susan Fazakerley framkvæmdastjóri samtaka áhuga manna listafélaga í Danmörku og Søren Søeborg Olsen þróunar stjóri Kulturhusene i Danmark (samtök danskra menningarhúsa). Allir þessir einstaklingar kynntu starfsemi þeirra samtaka eða stofn ana sem þeir starfa fyrir. Í Danmörku er góð umgjörð um starfsemi áhugamannafélaga og þátttöku í sjálfboðaliðastarfi og rannsóknar starf í þessum geira er öflugt. Rætt var um gildi sjálboðaliðastarfs, bæði fyrir einstaklingana sem taka þátt í því en ekki síður fyrir sam félagið. Susan Fazakerley fjallaði í sínu erindi sérstaklega um hvernig umgjörð um sjálfboðaliðastarf, t.d. á söfnum, skilar árangri. Fyrir lesturinn var afar lærdómsríkur, ekki síst fyrir starfsmann MMÞ. Hjá stofnuninni hefur alltaf verið talsvert sjálfboðaliðastarf en áhugi og vilji er til að byggja það enn frekar upp. Søren Søeborg sagði frá starfsemi Kulturhusene i Danmark sem er hluti af ENCC (European Network of Cultural Centers). ENCC eru öflug samtök menn ingarhúsa í Evrópu. Engin íslensk menningarhús eru í samtökunum og hér starfa ekki landssamtök menningarhúsa. Menningarhús eru hús sem hafa fjölbreytt samfélagslegt hlutverk. Einkenni þeirra er lif andi starfsemi sem þjónar samfélagi. ENCC leggur mikla áherslu á menningarlegt jafnrétti, fjölmenningu, lýðræði og virka borgaraþátt töku. ENCC stendur að öflugri fræðslu og tengslanetsviðburðum á ári hverju. Stofnanir eins og MMÞ, með ríkt og fjölbreytt samfélags
12
SAFNI
legt hlutverk, ættu vel heima í samtökum sem þessum. Námskeiðs ferðin var í alla staði ánægjuleg og lærdómsrík. Frítíminn var nýttur til að skoða söfn og sýningar. Seinna námskeiðið, sem styrkur fékkst til að sækja, verður haldið í Birmingham í júlí 2016 og ber yfirskrift ina „Impact from the Main Stream Cultural Policy“. Dagana 14.-15. október sótti starfsmaður ljósmyndasafnins nám skeið á Þjóðminjasafninu í greiningu og varðveislu ljósmynda.
Fundir Stjórnarfundur voru tveir á árinu. Sá fyrri var haldinn 8. apríl í Safnahúsinu og sá síðari 28. október á sama stað. Aðalfundur MMÞ var haldinn í Sauðaneshúsi þann 8. maí. Forstöðumaður sótti eftirfarandi fundi: • Fundur sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 28. janúar þar sem forstöðumaður kynnti starfsemi MMÞ. • Fundur með Leikfélagi Húsavíkur 30. janúar vegna undirbún ings sögusýningar LH í samkomuhúsinu á mærudögum. • Hreppsnefndarfundur 3. febrúar hjá Tjörneshreppi þar sem forstöðumaður kynnti starfsemi MMÞ. • Fundur með Sauðanesnefnd um hugsanlega yfirfærslu á starf semi til MMÞ 16. febrúar. • Forstöðumannafundur 19. febrúar þar sem fræðslu- og menn ingarfulltrúar og forstöðumenn menningarstofnana í Norður þingi komu saman í Safnahúsinu. • Vorfundur Þjóðminjasafnsins 27. apríl. • Aðalfundur Safnaþings 11. maí í Forystufjársetrinu í Þistilfirði. • Fundur með þjóðminjaverði Margréti Hallgrímsdóttur og Önnu Lísu Rúnarsdóttur sviðsstjóra rannsókna og þróunar 4. júlí. Fundurinn var hluti af ferð þjóðminjavarðar um landið til að undirbúa gerð safnastefnu á sviði menningarminja. • F undur boðaður af Héraðsnefnd um rekstur bókasafna í Norður þingi 18. ágúst. • Fundur með Önnu Lísu í Setbergi vegna Sauðaneshúss 16. október. • Fundur Markaðsskrifstofu Norðurlands á Sölku 4. nóvember. • Fundur boðaður af Norðurþingi um rekstur bókasafna í Norðurþingi 10. nóvember. • Ú thlutunarhátíð úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norður
13
SAFNI
lands eystra 12. nóvember þar sem forstöðumaður tók við styrkjum. • Stjórnarfundur Safnaþings 20. nóvember. • Stjórnarfundir Hvalasafns en forstöðumaður MMÞ var for maður stjórnar frá aðalfundi Hvalasafnsins 2015. Héraðsskjalavörður sótti stjórnarfundi og félagsfundi hjá Gafli – fé lagi um þingeyskan byggingararf þar sem hann situr í stjórn. Forstöðumaður og héraðsskjalavörður tóku sameiginlega þátt í Farskóla safnamanna á Höfn í Hornafirði dagana 16.-18. september. Þar hélt Sif erindi um viðbrögð við meindýrum á söfnum en ham bjalla hefur bæði fundist í Safnahúsinu og í Sauðaneshúsi á síðustu árum. Að auki sátu forstöðumaður og héraðsskjalavörður ásamt Kristjáni F. Ármannssyni reglulega kaffifundi húsvísks safnafólks á fyrri hluta ársins.
Sérsýningar Eftirfarandi sýningar voru haldnar í Safnahúsinu á Húsavík: „Þetta vilja börnin sjá“ 1. desember 2014 – 23. janúar 2015. Árleg farandsýning á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á myndskreytingum í íslenskum barna- og unglingabókum. „Myndlistarsýning barnanna“ 1. desember 2014 − 11. janúar 2015. Börn á deildinni Tungu í leikskólanum Grænuvöllum sýndu eigin verk og völdu jafnframt myndir úr eigu Myndlistarsafns Þingeyinga til að sýna. „Svipmyndir eins augnabliks“ 1. mars − 13. maí. Farandsýning veg um Þjóðminjasafns Íslands á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar. Í tengslum við sýninguna hélt Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður við Ljósmyndasafn Íslands, fyrirlestur um ljósmyndasafn Þorsteins þann 7. maí. Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Arnar Friðrikssonar 27. mars − 7. apríl. Sýndar voru 150 myndir úr ljósmyndasafninu og voru gestir sýningarinnar hvattir til þess að skrá nöfn þeirra sem þeir þekktu á myndunum. Myndlistarsýning Frímanns Sveinssonar 9. – 17. apríl. Frímann sýndi vatnslitamyndir eftir sjálfan sig í tilefni af sextugsafmæli sínu þann 9. apríl.
14
SAFNI
Sýningin „Litlu lömbin leika sér“ var opnuð á sumardaginn fyrsta 23. apríl. Sýnd voru verk yngstu barn anna á Leikskólanum Grænuvöllum í tilefni sumardagsins fyrsta. Einnig fluttu nem endur Tónlistarskóla Húsavíkur tónlistarat riði og gestum var boðið að taka þátt í „Litlu lömbin leika sér“ sýning leikskólabarna í ratleik um Safnahús Safnahúsinu. ið. „Í andlitinu spegl ast sagan“ 17. maí − 30. júní. Halldóra Kristín Bjarnadóttir sýndi röð ljósmynda sem hún tók af nokkrum einstaklingum í Þingeyjarsýslu. Myndunum fylgdu jafnframt sögubrot úr æsku þessara einstaklinga. „Veggir kvenna“ 9. – 28. júní. Farandsýning á vegum kvenréttinda félags Íslands. Sýndar voru svipmyndir úr 100 ára sögu kvennabarátt unnar. „Húsmæðraskóli Þingeyinga að Laugum“ 24. júlí − 7. ágúst. Haldin var skyggnumyndasýning úr safni Sigurðar Péturssonar (Silla) og fylgdi umfjöllun í máli og myndum um sögu og starfsemi skólans. „Höfuðlausnir – Þingeyingar í spéspegli“ 24. júlí − 31. ágúst. Sýn ingar á andlitsteikningum eftir Baldur Einarsson. „Náttúran tekin á teppið“ 17. – 18. október. Örsýning á verkum textíllistakonunnar Sigrúnar Láru Shanko. Greiningarsýning á 150 myndum úr ljósmyndasafni Sigurðar Péturssonar (Silla) 23. október – 15. nóvember. Gestir sýningarinnar voru hvattir til að skrá nöfn þeirra sem þeir þekktu á myndunum. „Lífið – myndlistarsýning“ 21. nóvember – 8. desember. Sýning á verkum Birnu Sigurðardóttur myndlistarkonu um veruleika íslensks fiskverkafólks. „Þetta vilja börnin sjá“ 8. desember 2015 – 22. janúar 2016. Árleg farandsýning á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á myndskreytingum í íslenskum barna- og unglingabókum.
15
SAFNI
Fundir, tónleikar, fyrirlestrar o.fl. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Safnahúsinu þann 19. mars. Fundur um varðveislu trébáta í eigu sjóminjasafnsins var haldinn 27. mars. Auglýst hafði verið eftir sjálfboðaliðum sem hefðu áhuga á viðhaldi á bátum í eigu safnsins og mættu fjórir sjálfboðaliðar á fundinn. Einnig mætti Þorsteinn Pétursson á fundinn og sagði frá öflugu starfi hollvinasamtaka Húna II í Eyjafirði en Þorsteinn er virk ur þáttakandi í þeim hópi. Ýmsar hugmyndir um vinnu við trébáta í eigu safnsins voru ræddar. Helsti vandinn er að engin inniaðstaða er á vegum safnsins til að vinna við bátana. Þeir þurfa að þorna vel og sumarið er afar stutt ef eingöngu á að sinna viðhaldi á þeim tíma. Rætt var um möguleika á að byggja skýli til að vinna í. Þær hugmynd ir hafa verið í skoðun. Guðrún Ingimundardóttir hélt fund um verndun menningarerfða þann 16. apríl í Safnahúsinu á Húsavík. Þar ræddi Guðrún um verk efni sem hún vinnur fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti og felst í að greina þætti menningarerfða (hins óáþreifanlega menn ingararfs) Íslendinga með því að safna upplýsingum varðandi stofn anir, frjáls félagasamtök, hópa og jafnvel einstaklinga sem stunda eða vinna með íslenskar menningarerfðir. Markmiðið með verkefninu er að afla nauðsynlegra upplýsinga til að innleiða sáttmála UNESCO frá árinu 2003 um verndun menningarerfða og uppfylla ákvæði hans. Þann 25. apríl var haldin stutt dagskrá um Vestur-Íslendinga undir yfirskriftinni „Vinir í vestri“. Sif Jóhannesdóttir, forstöðu maður MMÞ, ávarpaði samkomuna og fyrirlestra fluttu Atli Ás mundsson, fyrrum aðalræðismaður í Winnipeg og Halldór Árnason, forseti Þjóðræknisfélags Íslands. Dagskráin var samvinnuverkefni MMÞ, Þjóðræknisfélags Íslands og Utanríkisráðuneytis. Þann 11. júní voru haldnir stuttir kvöldtónleikar á Sjó minja safninu sem hluti af dagskrá þjóðlistahátíðarinnar Vöku. Skoski hörp uleikarinn Wendy Stewart kom fram ásamt ensku þjóðlaga söngkonunni Jackie Oates og manni hennar Jack. Tvísöngva- og kvæðakonurnar Svanfríður Halldórsdóttir frá Ólafsfirði og Guðrún Ingimundar frá Húsavík fluttu einnig efni á tónleikunum. Fyrirlestrar voru haldnir í tilefni af Safnakvöldi í Þingeyjarsýslu. Um þá er fjallað undir liðnum „Sumarstarf og samstarfsverkefni“. MMÞ fékk 550.000 kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði Eyþings til þess að halda ýmsa viðburði í tilefni aldarafmælis kosningarréttar kvenna:
16
SAFNI
• L istaverk Ingunnar St. Svavarsdóttur, „Móðirin – móðir mann kyns“, var tekið til sýningar á neðstu hæð Safnahússins í septem ber en listaverkið er 2,66 metra hár skúlptúr. Um hann segir Ingunn sjálf: „Skúlptúrinn er úr greni sem minnir á kjól – og jól. Mæður eiga skilinn stálsleginn stuðning samfélagsins, því þær bera sjálfar sig á borð fyrir ungviðið – hér eikarborð. Verkið er gagnvirkt og tekur utan um þig á hvorn veginn, sem þú velur að setjast í móðurskautið – til að finna umhyggjuna hvelfast yfir þig – eða til að finnast stappað í þig stálinu til að takast á við lífið!“ • Þann 16. september voru haldnir tónleikar þar sem Adrienne Davis þverflautuleikari og Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari fluttu efni eftir Bach, Godart, Gaubert, Járdányi og Ian Clarke. • Örsýning á verkum textíllistakonunnar Sigrúnar Láru Shanko var haldin dagana 17. – 18. október undir yfirskriftinni „Nátt úran tekin á teppið“ en þar sýndi Sigrún teppi unnin úr ís lenskri ull. Hugðarefnið í teppum Sigrúnar er hin stórkostlega íslenska náttúra. Teppin hafa vakið mikla athygli og verið valin á sýningar víða um heim. • Þann 29. október hélt rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Vilborg Davíðsdóttir hádegisfyrirlestur sem hún kallaði „Ástin, drekinn og Auður djúpúðga“. Þar fjallaði Vilborg annars vegar um bókaflokk sinn um landnámskonuna Auði djúpúðgu og hins vegar um bók sem hún skrifaði um vegferð hennar og eiginmans hennar í tengslum við ólæknandi sjúkdóm sem hann greindist með og lést að lokum af. • „Lífið – myndlistarsýning“ opnaði þann 21. nóvember og stóð til 8. desember. Þar sýndi Birna Sigurðardóttir verk sem tengj ast raunveruleika íslensks fiskverkafólks nútímans. • „Á ljúfu nótunum“ var yfirskrift tónleika sem Edda og vika piltarnir héldu þann 21. nóvember en þar fluttu Edda Björg Sverrisdóttir, Unnsteinn Júlíusson, Daníel Borgþórsson, Snæ björn Sigurðsson og Aðalsteinn Júlíusson ljúfa tónlist. • Þann 22. nóvember var haldinn viðburðurinn „Frá Berlín til Broadway“ þar sem saga hjónanna Kurt Weill og Lotte Lenya var flutt í tali og tónum. María Sigurðardóttir flutti talað mál, Hólmfríður Benediktsdóttir söng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék á píanó. • Viðburðurinn „Myrkt baðstofukvöld“ var haldinn á Grenjaðar stað þann 28.nóvember en þar flutti Fanney Kristjáns Snjó laugardóttir þjóðlegan söng og sögur við kertaljós.
17
SAFNI
• S tefnt var að því að halda leiksýninguna „Þöggun – sögu þriggja kvenna með penna“ þann 6. desember en vegna veðurs var þeirri sýningu frestað fram í janúar 2016.
Útgáfa Menningarmiðstöð Þingeyinga stóð fyrir útgáfu fjögurra kvikmynda á DVD-diskum undir yfirskriftinni Svipmyndir úr héraði í samstarfi við Kaupfélag Þingeyinga. Eðvarð Sigurgeirsson tók allar myndirnar en þær eru skemmtileg heimild um merkisviðburði og mannlíf í kring um 1950. Myndirnar heita: • Samvinnuhátíð í Vaglaskógi 1944 • Kaupfélag Þingeyinga – afmælishátíð á Húsavík 1952 • Heimsókn forseta Íslands hr. Ásgeirs Ásgeirssonar til Húsavíkur 1955 • Gakktu með mér stutta stund – Menningarsjóður Kaupfélags Norður-Þingeyinga. Í október kom 35. árgangur Safna út. Safni er fréttablað Menningar miðstöðvar Þingeyinga og gerir hverju starfsári stofnunarinnar skil í máli og myndum. Safni er ókeypis og hefur komið óslitið út síðan 1981. Árbók Þingeyinga 2014 kom út í desember en þar er að finna margvíslegt efni tengt sögu, menningu og mannlífi í Þingeyjarsýslu. Árbók Þingeyinga hefur komið út óslitið síðan 1958. Meðal efnis að þessu sinni var umfjöllun eftir Jón Jónasson, Pétur Þorsteinsson og Þóri Jónsson um frumkvöðlastarf í tengslum við tölvumiðstöðina IMBU á Kópaskeri, frásögnin „Vinnumennska“ úr handritum Hall dórs Stefánssonar og umfjöllun um þróun sýslumannsembættisins á Húsavík eftir Halldór Jón Gíslason, svo fátt eitt sé nefnt.
Aðföng Byggðasafn Suður-Þingeyinga Eftirtaldir afhentu safninu muni á árinu: Sigurður Jónsson, Norðurþingi Sigurjón Jóhannesson, Norðurþingi Kristín Helgadóttir, Þingeyjarsveit Sauðaneshús Eftirtaldir afhentu muni á árinu: Rósa Oddsdóttir, Kópavogi.
18
SAFNI
Ljósmyndasafn Þingeyinga Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna; ljós myndasafn og mannamyndasafn. Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2015 er talin vera rúmlega 130.000 myndir. Af þessum heildar fjölda voru 52.769 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmynda safnsins og 10.460 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Á síðustu tveimur árum hefur það aukist mikið að ljósmyndir séu af hentar á rafrænu formi. Árið 2013 var engin ljósmynd skráð varð veitt í ljósmyndasafninu á rafrænu formi en í lok árs 2015 voru þær orðnar 4.240 talsins. Á árinu náðist að skanna og skrá 7.652 myndir í ljósmyndasafnið og 215 myndir í mannamyndasafnið. Að auki var umtalsverður fjöldi ljósmynda, sem var búið að skrá í mannamyndasafnið, skannaður og myndirnar tengdar við gagnagrunninn. Unnið var í eftirfarandi af stærri ljósmyndasöfnum á árinu: • Ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar. Lokið var við að skrá safnið í gagnagrunn. Klára þarf að skipta út gömlum plast umbúðum sem eru utan um hluta filmusafnsins. Á næstu árum verður haldið áfram að setja upp greiningarsýningar úr safni Sigurðar. • Ljósmyndasafn Eysteins Hallgrímssonar var afhent í nóvember. Í því eru samtals 517 ljósmyndir teknar á tímabilinu 1960-1980. Skönnun og skráningu á safninu verður lokið 2016. • Ljósmyndasafn Leikfélags Húsavíkur. Lokið var við að skrá safnið í gagnagrunn. Í því eru samtals 1962 ljósmyndir. • Ljósmyndasafn Norðurþings. Fyrsti hluti safnsins var afhentur í október. Um er að ræða 427 ljósmyndir frá ýmsum framkvæmd um í sveitarfélaginu. • Ljósmyndasafn Ásmundar og Guðmundar Jónssona frá Hofs stöðum í Mývatnssveit. Safnið var afhent í október. Það er mjög stórt en það samanstendur af u.þ.b. 15.000 ljósmyndum sem þeir bræður hafa tekið á ferðum sínum um landið. Á árinu lauk Halla Rún Tryggvadóttir við að skanna ljósmyndasafn Leikfélags Húsavíkur. Þetta var samstarfsverkefni LH og Ljósmynda safns Þingeyinga og fólst í því að Halla skannaði allar myndirnar en Ljósmyndasafnið lagði til aðstöðu og búnað til verksins. Á árinu náð ist líka að skrá allt safnið í gagnagrunn ljósmyndasafnsins. Alls reynd ust þetta vera 1962 ljósmyndir frá tímabilinu 1943 til 2013.
19
SAFNI
Töluvert er um að fólk afhendi Ljósmyndasafni Þingeyinga ljósmynd ir sem engar upplýsingar fylgja. Vitaskuld er tekið við slíkum myndum og er fólk hvatt til slíkra innskila frekar en að fleygja myndum en því miður er mikið um að það sé gert. Alltaf er einhver von um að á grein ingarsýningum safnsins séu borin kennsl á þá sem á myndunum eru. Dagana 14.-15. október sótti starfsmaður ljósmyndasafnins nám skeið á Þjóðminjasafninu í greiningu og varðveislu ljósmynda. Leið beinandi á námskeiðinu var Jens Gold, ljósmyndaforvörður við Preus Museum, en það er helsta ljósmyndasafn Noregs og ábyrgðar safn á sviði ljósmyndavarðveislu þar í landi.
Sýningar á árinu Á Mærudögum 2015 var skyggnimyndasýningin „Húsmæðraskóli Þingeyinga að Laugum“ haldin í Safnahúsinu. Sýningin er eftir Sig urð Pétur Björnsson og í henni fjallar hann um sögu Húsmæðra skólans fram til ársins 1979. Myndirnar á sýningunni tók Sigurður á árunum 1969-1970 og þulur á sýningunni er Steinunn S. Sigurðar dóttir frá Grenjaðastað. Þann 13. febrúar 2015 var opnuð ljósmyndasýning á vef Menn ingarmiðstöðvarinnar með úrvali mynda úr safni Sigurðar Péturs. Á
Frá sýningunni „Húsmæðraskóli Þingeyinga að Laugum“ eftir Silla
20
SAFNI
sýningunni eru sam tals 174 ljósmyndir sem flestar eru tekn ar á Húsavík á tíma bilinu 1940-1954. Einn ig eru nokkrar myndir frá öðrum svæðum í Þingeyjar sýslu. Þrátt fyrir að Sigurður hafi ekki numið ljósmyndun, Vefsýning á ljósmyndum sr. Arnars Friðrikssonar bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hverdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á. Önnur greiningarsýning á ljósmyndum úr safni sr. Arnar Friðrikssonar var sett upp í Safnahúsinu í mars. Í október var greiningarsýning á ljósmyndum Sigurðar Péturs Björnssonar opnuð í Safnahúsinu. Á sýningunni voru um 150 ljós myndir úr safni hans. Sýningin var mjög vel sótt og tókst að full greina flestar myndirnar. Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara undir stjórn Hafliða Jósteinssonar, komu margar ferðir í ljósmyndasafnið á árinu til að greina ljósmyndir. Þessar heimsóknir hafa verið einkar ánægju legar og hafa margar sögur rifjast upp við að rýna í myndirnar Einnig hefur Kristbjörg Jónasdóttir komið reglulega í sjálfboðavinnu til að greina ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar. Ljósmynda safnið vill þakka Kristbjörgu og meðlimum Krubbanna kærlega fyrir aðstoðina.
Afhendingar: Alls bárust ljósmyndasafninu 17 afhendingar á árinu og varð safn aukin um 19.001 mynd. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2015/1 778 myndir úr fórum sr. Arnar Friðrikssonar, viðbót við fyrrri afhendingu. Sr. Örn Friðriksson. 2015/2 1 mynd úr fórum Jóns Benediktssonar. Jón Benediktsson frá Auðnum. 2015/3 108 myndir. Gamlar og nýjar myndir frá Húsavík. Gunnar Jónsson.
21
SAFNI
2015/4 4 skólaspjöld frá Laugaskóla og Eiðaskóla. Hólmfríður Bjartmarsdóttir. 2015/5 100 myndir frá starfsemi Völsungs. Jónas Halldór Friðriksson. 2015/6 15 myndir úr fórum Þórhildar Jónsdóttur Ingólfshvoli. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir. 2015/7 150 myndir úr fórum Ingimars Friðgeirssonar og Ásu Kol beinsdóttur. Mjöll Matthíasdóttir. 2015/8 59 myndir úr fórum Helgu Þorgrímsdóttur Mararhúsi. Matthea G. Ólafsdóttir. 2015/10 1 ljósmynd af teikningu af Tungulendingu. Aðalgeir Egilsson. 2015/11 1 mynd af mönnum að kippa voð. Indriði Ketilsson. 2015/12 427 myndir frá sveitarfélaginu Norðurþingi. Tryggvi Jóhannesson. 2015/13 Um 15.000 myndir frá bræðrunum Ásmundi og Guðmundi Jónssonum á Hofsstöðum. Soffía Friðriksdóttir og Stefán Gunnar Þengilsson. 2015/14 517 myndir úr fórum Eysteins Hallgrímssonar frá Gríms húsum. Jónína Á. Hallgrímsdóttir. 2015/15 4 mannamyndir úr fórum Friðriku Þorgrímsdóttur. Ásdís Jónsdóttir. 2015/16 8 myndir úr fórum Hreiðars Karlssonar. Jónína Á. Hallgrímsdóttir. 2015/17 1962 ljósmyndir frá leiksýningum LH á tímabilinu 19342013. Leikfélag Húsavíkur. Halla Rún Tryggvadóttir.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varan leg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hags muni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjala söfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Héraðsskjalasafnið tekur jafnframt til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í umdæmi þess. Skjöl sem berast frá einstakling um eru t.d. sendibréf, dagbækur, greinar, frásagnir og ljósmyndir. Félög og fyrirtæki afhenda t.d. fundargerðarbækur, bréfasöfn, af mælisrit og bókhaldsgögn. Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í
22
SAFNI
Hópurinn sem sótti ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Húsavík 1.-2. október 2015.
gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjalasafnið. Alls bárust 227 fyrirspurnir á árinu, eða tæplega 19 á mánuði að meðaltali, sem er fjórum fyrirspurnum umfram það sem var árið á undan. Flestar fyrir spurnirnar, um 48%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 31% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í tæplega 17% tilfella bárust þær símleiðis. Héraðsskjalavörður fór í 8 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeining um um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendu fyrirspurn eða heim sóttu safnið var 64% karlar en 36% konur. Þetta er sama hlutfall og árið áður. Millisafnalán er þjón usta sem héraðsskjalasafnið
SAFNI
23
býður upp á. Safnið sér um að útvega notendum sínum skjöl frá öðrum opinberum skjala söfnum. Eins sendir safnið op inberum skjalasöfnum skjöl í sinni vörslu sé þess óskað. Árið 2015 fékk safnið einu sinni lán uð skjöl og í lánaði í einu tilfelli skjöl sín. Markmið félags héraðsskjala Frá vinstri: Snorri G. Sigurðsson, Unnur varða á Íslandi er að vera virkur V. Ingólfsdóttir og Birna Mjöll Sigurðar samstarfsvettvangur héraðsskjala dóttir. varða til að styrkja héraðsskjala söfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Dagana 1.-2. október var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi haldin í Safnahúsinu á Húsavík. Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri setti ráðstefnuna. Í ávarpi sínu fjallaði hann um skjalavörslu sveitarfélaga og mikilvægi starfa héraðsskjalavarða. Kristján sagði að mikið væri af skjölum sem þyrfti að halda utan um og kröfur væru stöðugt að aukast til vand aðrar málsmeðferðar og skjalavarslan væri hluti af henni. Hann sagði að víða væri pottur brotinn í skjalamálum sveitarfélaga og að sveitarstjórnir þyrftu að hafa gott samráð við héraðsskjalaverði við að koma skjalamálunum í lag, ekki síst til þess að undirbúa yfirfærslu í rafrænt umhverfi í framtíðinni. Á ráðstefnunni voru fluttir margir áhugaverðir og fræðandi fyrirlestrar og sameiginlega hagsmunamál rædd, m.a. varðandi eftirlit með skilaskyldum aðilum, miðlun á safn kosti héraðsskjalasafna, kynningu á AtoM skráningarkerfinu og mið lægum gagnagrunnum. Ráðstefnuna sóttu 27 starfsmenn átján hér aðsskjalasafna en á næsta ári mun ráðstefnan fara fram í Mosfellsbæ. Gestafyrirlesari á ráðstefnunni var Unnur V. Ingólfsdóttir, fram kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Hennar fyrirlestur fjall aði um þau skjöl sem verða til innan félags- og velferðarþjónustunn ar. Unnur ræddi einnig um aðgang að skjölum, bæði meðan þau eru virk í stofnunum og eftir að þau hafa verið afhent til héraðsskjala safns. Á aðalfundi Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi, sem fram fór í tengslum við ráðstefnuna, var stjórn félagsins endurkjörin. Stjórnina skipa nú héraðsskjalavörður Árnesinga, Kópavogs, Austur-Skaftfell inga, Akraness, Þingeyinga og Borgarskjalavörður. Markmið félags
24
SAFNI
Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi 2015-2016. Frá vinstri: Snorri G. Sig urðsson héraðsskjalavörður Þingeyinga, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir héraðsskjala vörður Akraness, Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður Kópavogs, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður í Reykjavík, Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjala vörður Árnesinga og Birna Mjöll Sigurðardóttir héraðsskjalavörður Mosfellsbæjar.
ins er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Leit ast skal við að ná markmiðum félagsins með ýmiss konar fræðslu- og kynningarstarfsemi, svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, mál þingum og útgáfu og samstarfi við einstaklinga, stofnanir og samtök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu. Héraðsskjalavörður tók þátt í sameiginlegum fundi héraðsskjala safna og Þjóðskjalasafns Íslands sem fram fór þann 16. apríl í Reykja vík. Héraðsskjalavörður Þingeyinga tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Á fundinum kynnti Þjóðskjalasafn Íslands m.a. stefnu safnsins 2014-2018 ásamt því að kynna nýtt skipurit fyrir Þjóðskjalasafnið. Að fundi loknum var vefur inn Einkaskjalasafn (www.einkaskjalasafn.is) formlega opnaður. Vef urinn er samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi og er afurð samstarfs verkefnis Þjóðskjalasafns Íslands, héraðsskjalasafna og Lands bókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
SAFNI
25
Norræni skjaladagurinn var haldin 14. nóvem ber. Hann er árviss viðburður þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og miðla fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Að þessu sinni fjölluðu öll skjalasöfnin á Norðurlöndum um sama viðfangsefnið og bar fundurinn yfirskriftina „Gränslöst“ eða „Án tak Vefur norræna marka“ á íslensku. Héraðsskjalavörður Þingey skjaladagsins 2015. inga sat í skjaladagsnefndinni sem hafði það verkefni að undirbúa og skipuleggja skjaladaginn. Framlag Héraðs skjalasafns Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar; „Bréf að handan“, „Takmarkanir“ og „Vöð“. Þessar greinar eru allar að gengilegar á vefslóðinni www.skjaladagur.is. Fjórða tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 kom út rétt fyrir jólin. Tímaritið er 52 blaðsíður og inniheldur athyglisverðar greinar um margvísleg efni tengt skjalasöfnum og skjalavörslu á öllum Norður löndunum. Á íslenskum vettvangi ritar héraðsskjalavörður Þingeyinga um Héraðsskjalasafnið og Hrefna Róbertsdóttir skrifar um útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri, sem starfaði á árunum 1770-1771, en Þjóðskjalasafn Íslands og Sögufélag gefa þessi rit út í sameiningu. Alls bárust skjalasafninu 38 afhendingar á árinu sem fylltu um 3,7 hillumetra í skjalasafninu. Allt voru þetta litlar afhendingar að um fangi. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin.
Héraðsskjalasafn Þingeyinga – aðföng 2015 2015/1 Bókasafn Reykdæla. Gamlar bækur. 0,15 hm. – Gréta Ásgeirs dóttir. 2015/2 Sr. Sighvatur Karlsson. Líkræður 2014. 0 hm. – Sr. Sighvatur Karlsson. 2015/3 Golfklúbbur Húsavíkur. Ársskýrslur og reikningar. 0,17 hm. – Pálmi Pálmason. 2015/4 Starfsmannafélag K.Þ. Fundagjörðabók og bréf. 0,03 hm. – Arnar Guðmundsson.
26
SAFNI
2015/5 Kristín Egilsdóttur á Laxamýri. Ljóða-Minningabók. 0,01 hm. – Írís Arthúrsdóttir. 2015/6 Sigurður Jónsson á Presthólum. Guðsorðabók. 0,01 hm. – Héraðsskjalasafn Austfirðinga. 2015/7 M enningarmiðstöð Þingeyinga. Gjörðabækur. 0,07 hm. – Sif Jóhannesdóttir. 2015/8 H reiðar Friðbjörnsson. Skjöl v/útgerðar á Ársæll ÞH-46. 0,06 hm. – Eiður Árnason. 2015/9 R aufarhöfn – Rauði Kross Íslands Raufarhafnardeild. Bréfasafn og félagatal. 0,14 hm. – Kristján Ingi Jónsson. 2015/10 Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyinga. Ýmis skjöl er tengjast sögu safnsins. 0,05 hm. – Sif Jóhannesdóttir. 2015/11 Ræktunarsambandið Arður. Ársreikningar, vinnubækur og bréf. 0,42 hm. – Árni Njálsson. 2015/12 Svalbarðshreppur. Gjörða- og fjallskilabækur. 0,15 hm. – Stefán Eggertsson. 2015/13 Ungmennafélag Tjörnesinga. Lög um tóbaksbindindi í Ungmennafélagi Tjörnesinga. 0,01 hm. – Aðalgeir Egilsson. 2015/14 Félagið Birta. Félagatal og reikningsyfirlit. 0,02 hm. – Guðrún Þórsdóttir. 2015/15 Kvenfélag Þistilfjarðar. Gjörðabækur. 0,04 hm. – Kristín Sig fúsdóttir. 2015/16 Lionsklúbbur Húsavík. Heimildarmyndbandi um 50 ára sögu klúbbsins. 0,01 hm. – Tryggvi Finnsson. 2015/17 Sigmund Kvalög. Frændagjöf til Íslendinga – ræða flutt við afhendingu skipsins Hrafninn. 0,01 hm. – Haukur Harðarson. 2015/18 Helga Þorgrímsdóttir Mararhúsi. Skóla- og ljóðabók. 0,035 hm. – Matthea G. Ólafsdóttir. 2015/19 Langanesviti – Fontur. Gestabók 2006-2014. 0,015 hm. – Jó hannes Hermannsson. 2015/20 Kiwanisklúbburinn Faxi Kópaskeri. Gjörðabækur. 0,10 hm. – Jón Skúli Skúlason.
27
SAFNI
Jón Árnason og Kristjana Þorsteinsdóttir. Viðskiptabækur o.fl. 0,09 hm. – Jón Skúli Skúlason. 2015/21 Pétur Jónsson og Kistín Þuríður Gísladóttir Reynihlíð. Söguágrip Reykjahlíðarkirkju og sveitarblöð. 0,6 hm. – Anna Sigríð ur Arnþórsdóttir og Birna Margrét Arnþórsdóttir. 2015/22 Varðberg. Gjörðabók. 0,04 hm. – Jón Ármann Árnason. Jóhann Sigvaldason bátasmiður. Ýmsar teikningar. 0,04 hm. – Jón Ármann Árnason. 2015/23 Rekstrarlánasjóður Smábátaútgerðar í Húsavík. Gjörðabók. 0,01 hm. – Tryggvi Finnsson. 2015/24 Átthagafélagið Eiður. Forðagæsluskýrslur. 0,05 hm. – Mjöll Matthíasdóttir. Helga Eiðsdóttir. Minningarbækur og ljósmyndir. 0,05 hm. – Mjöll Matthíasdóttir. 2015/25 Bókasafn S-Þingeyinga. Aðfangaskrá og viðskiptamannabækur. 0,002 hm. – Eyrún Ýr Tryggvadóttir. 2015/26 Veiðifélag Laxár. Veiðibækur o.fl. 0,02 hm. – Jón Helgi Björnsson. 2015/27 Friðrik A. Friðriksson. Vísa. 0,01 hm. – Árni Vilhjálmsson. 2015/28 Guðmundur Kristjánsson Hriflu. Fóðurskýrslur. 0,01 hm. – Eyrún Ýr Tryggvadóttir. 2015/29 Málmfríður Sigurðardóttir. Handrit. 0,07 hm. – Margrét Haraldardóttir. 2015/30 Húsavíkurkaupstaður. Virðingabækur 1922-1994. 0,4 hm. Magnús Þorvaldsson. Reykdælahreppur. Virðingabækur 1958-1975. 0,07 hm. – Magnús Þorvaldsson. Aðaldælahreppur. Virðingabækur 1991-1994. 0,05 hm. – Magnús Þorvaldsson. Tjörneshreppur. Virðingabækur 1987-1991. 0,04 hm. – Magnús Þorvaldsson.
28
SAFNI
Ljósavatnshreppur. Virðingabækur 1991-1994. 0,05 hm. – Magnús Þorvaldsson. 2015/31 Sigurður Ólason. Skólabók. 0,01 hm. – Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja. 2015/32 Húsavíkurkaupstaður. Gestabók. 0,03 hm. – Tryggvi Jóhanns son. 2015/33 Maríus Benediktsson og Helga Þorgrímsdóttir. Ljóð og bréf. 0,03 hm. – Guðmundur Bjarnason. 2015/34 Kísilgúrsjóður. Fundagerðir og ársreikningar. 0,15 hm. – Jón ína Á. Hallgrímsdóttir. Hreiðar Karlsson. Ýmis skjöl frá K.Þ. 0,07 hm. – Jónína Á. Hallgrímsdóttir. 2015/35 Halldór Stefánsson frá Haganesi. Endurminningar. 0,01 hm. – Magnús Stefánsson. 2015/36 Björn Sigurðsson. Hljóðupptökur. 0,02 hm. – Björn Sigurðs son. 2015/37 Guðmundur Halldórsson. Ljóðabréf. 0,01 hm. – Sveinbjörn Guðmundsson. 2015/38 Slökkvilið Skútustaða-, Aðaldæla- og Ljósavatnshrepps. Bréfasafn. 0,01 hm. – Bjarni Höskuldsson.
ÁRBÓK ÞINGEYINGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1990 kr. 300,1990
kr. 400
2002
kr. 1600
1991
kr. 500
2003
kr. 1700
1992
kr. 600
2004
kr. 1800
1993
kr. 700
2005
kr. 1900
1994
kr. 800
2006
kr. 2000
1995
kr. 900
2007
kr. 2400
1996
kr. 1000
2008
kr. 2400
1997
kr. 1100
2009
kr. 2600
1998
kr. 1200
2010
kr. 2600
1999
kr. 1300
2011
kr. 3800
2000
kr. 1400
2012
kr. 3800
2001
kr. 1500
2013
kr. 4000
Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is
Teikning í skjalinu E-1266/6 Grenjalýsingar í Öxarfjarðarhreppi.