Safni 2017

Page 1

BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 37. ÁR – 2017


Forsíðumynd: Gamli bærinn að Katastöðum í Núpasveit. Myndin tekin 1968.

Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is

Um­sjón­ar- og ábyrgð­ar­maður Sif Jóhannesdóttir ISSN 1670-5963 ÁS­PRENT – STÍLL ehf. Ak­ur­eyri MMXVII


Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2016

Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson

Varamenn: Atli Vigfússon Guðrún Brynleifsdóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir Steinþór Heiðarsson Þórgunnur R. Vigfúsdóttir


Úr starfsskýrslu 2016 Almennt Árið 2016 var ánægjulegt og viðburðaríkt í starfsemi Menningarmið­ stöðvar Þingeyinga. Á Safnahúsinu var mikið um að vera að vanda. Fjölmargar sérsýningar voru haldnar og má þar nefna málverkasýn­ ingar Ingvars Þorvaldssonar og Þorra Hringssonar, sýningu á Álfabók­ um Guðlaugs Arasonar, sýninguna Húsavík eftir dönsku listakonuna Julie Lænkholm og ljósmyndasýninguna Óskir íslenskra barna eftir Ástu Kristjánsdóttur. Á meðal viðburða sem haldnir voru í Safnahús­ inu á árinu má nefna Þjóðfræði á Þorraþræl, þar sem þrír þjóðfræð­ ingar fluttu erindi og kynntu nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands, tónleikaröðina Sumarklassík, viðburðinn Nordic Stories, sem var sam­ bland af ljósmyndasýningu og tónleikum, tónleika norðlenskra kvenna og margt fleira. Boðið var upp á óvenju veglega sumardag­ skrá á Grenjaðarstað með fernum baðstofutónleikum í flutningi Fanneyjar Kristjáns Snjólaugardóttur og lifandi leiðsögn tengdri þjóð­trú og íslensku máli í umsjón Sigurlaugar Dagsdóttur þjóðfræð­ ings. Starfsemi á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi var með hefð­ bundnum hætti yfir sumartímann og þar bar á nokkurri aukningu á aðsókn frá fyrra ári. Sömu sögu er að segja um Grenjaðarstað en á Safnahúsinu fækkaði gestum frá fyrra ári og skýrist það sennilega af því að lítið var um að leiðsögumenn kæmu með hópa erlendra ferðamanna á safnið. Í ársbyrjun lækkaði Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður MMÞ starfs­ hlutfall sitt tímabundið að eigin ósk niður í 50% og Herdís Þ. Sig­ urðardóttir var ráðin í hlutastarf til að sinna fræðslu- og kynningar­ málum.


3

SAFNI

Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2016 (2015) Helstu tekjuliðir: Frá sveitarfélögum ...................................... 35.794.848 (32.256.396) Frá Safnasjóði .............................................. 3.500.000 (3.500.000) Framlag ríkis vegna héraðsskjalasafns ....... 856.072 (758.929) Aðgangseyrir (Safnah. og Grenjaðarst.) .... 3.551.339 (2.437.614)

Styrkir til sérverkefna Menningarmiðstöð Þingeyinga er viðurkennt safn og sækir árlega um styrki til Safnasjóðs Safnaráðs. Styrkirnir sem ráðið veitir eru tvenns konar; annars vegar rekstrarstyrkir og hins vegar verkefna­ styrkir. Í ár hlaut MMÞ 3,5 milljóna króna styrk úr Safnasjóði og skiptist hann svo: • Viðhald bátasafns, kr. 1.200.000. Forvarsla muna og gerð umhirðudagbókar á Snartarstöðum, kr. 500.000. Þjóðtrú, þjóðsagnir og íslenskt mál í leiðsögnum; tvenns konar leiðsögn sem í boði var á Grenjaðarstað sumarið 2016, kr. 700.000. Leitir; rannsóknaráætlun nokkurra þjóðfræðinga og þjóðfræði­ nema vegna þjóðfræðilegs rannsóknarverkefnis um göngur og réttir í Þingeyjarsýslu, kr. 300.000. Jafnframt fékk landsnefnd Bláa skjaldarins 400.000 kr. styrk til að vinna að viðbragðsáætlun við vá í Norðurþingi. Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins vinna að vernd menningarverðmæta í heiminum í kjölfar vopnaðra átaka eða náttúruhamfara. Menningarmiðstöð Þingeyinga er samstarfsaðili íslensku landsnefndarinnar í verkefninu. Enn fremur fékk Menningarmiðstöð Þingeyinga tvo styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðausturlands. Annars vegar 350.000 kr. styrk til verkefnisins Baðstofukvöld. Hins vegar 390.000 kr. styrk úr Upp­ byggingarsjóði Norðausturlands til þess að vinna að verkefninu Húsavík í samstarfi við dönsku listakonuna Julie Lænkholm.


4

SAFNI

Starfsfólk Sif Jóhannesdóttir gegndi starfi forstöðumanns MMÞ í hálfu starfi og Snorri Guðjón Sigurðsson annaðist héraðsskjalavörslu í fullu starfi. Herdís Þ. Sigurðardóttir gegndi starfi fræðslu- og kynningar­ fulltrúa í 60% starfshlutfalli fyrri hluta árs en í 50% hlutfalli seinni hluta ársins. Kristján Friðrik Ármannsson sinnti ýmsu viðhaldi innan og utan húss í hálfu starfi. Þórhildur Jónsdóttir annaðist þrif í Safna­ húsi fram í byrjun september en þá tók Harpa Stefánsdóttir við starf­ inu. Ragnheiður Hreiðarsdóttir annaðist skráningu ljósmynda fyrir Þjóðminjasafn í 40% starfi í sjö mánuði. Kristbjörg Jónasdóttir vann við greiningu ljósmynda úr ljósmyndasafni Þingeyinga. Kristbjörg starfaði áður hjá MMÞ og hefur tekið þessa vinnu að sér sem sjálfboðaliði. Gestamóttöku í Safnahúsi yfir sumartímann annaðist Guðlaug Dóra Traustadóttir en um afleysingar sáu Sigurlaug Dagsdóttir og Herdís Þ Sigurðardóttir. Á Grenjaðarstað voru Sigurlaug Dagsdóttir og Örn Björnsson bæjarstjórar. Á Snartarstöðum tóku Kristbjörg Sig­ urðardóttir og Rannveig Halldórsdóttir á móti gestum yfir sumartím­ ann. Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðarson sáu um staðarhald í Sauðaneshúsi sumarlangt. Elena Schneider leturhönnuður vann á fyrstu mánuðum ársins að því að skanna hluta af bjórmiðasafni Þórðar Jónssonar frá Brekku í Aðaldal og setja inn á Flickr. Það verkefni vinnur hún í sjálfboða­ vinnu og er hugmyndin að þessu skemmtilega verkefni alfarið ­hennar.

Grenjaðarstaður Á Grenjaðarstað var margt um að vera yfir sumartímann. Á vordög­ um var ráðist í að endurnýja möppur með upplýsingum á ólíkum tungumálum um safngripi. Skipt var um möppur með íslenskum og enskum textum og þeim fjölgað. Að auki var fenginn þýðandi til að útbúa texta á þýsku. Sumardagskráin á Grenjaðarstað var óvenju vegleg. Í júlí voru haldnir fernir baðstofutónleikar þar sem söngkonan Fanney Krist­ jáns Snjólaugardóttir flutti valin íslensk þjóðlög og tengdi þau við þjóðsögur og lífið í gamla bændasamfélaginu. Í júlí og ágúst var ­boðið upp á tvenns konar lifandi leiðsagnir í umsjón Sigurlaugar Dagsdóttur þjóðfræðings. Leiðsagnirnar voru auglýstar á fyrirfram


SAFNI

5

Hópur framhaldsskólanema á Laugum sem vann verkefni í tengslum við safnið á Grenjaðarstað undir stjórn Sverris Haraldssonar.

ákveðn­um tímum og fjölluðu annars vegar um gamla bændasamfé­ lagið, þjóðtrú, tröll og huldufólk og hins vegar um íslenskt mál og lífið í torfbænum. Viðburðirnir voru misvel sóttir. Nokkur fjöldi sótti tónleikana en fáir nýttu sér leiðsagnirnar. Eftir liggja hins vegar afar góð handrit að þessum leiðsögnum og munu hópar geta pantað þær sérstaklega. Í byrjun júlí bætt­ ist við húsakost á Grenjaðarstað. Safna­ sjóður veitti árið 2015 styrk til þess að MMÞ gæti látið hana og smíða lítinn bæ til að setja upp á Grenjaðarstað. Bær­ inn er aðeins ein burst. Hana er hægt að setja saman og taka í sundur eftir þörfum. Bærinn er Örn bæjarstjóri á Grenjaðarstað við sláttustörf.


6

SAFNI

Þórarinn Blöndal við nýuppsettan bæinn.

fyrst og fremst hugsaður sem leikfang og er tilgangur hans að vekja athygli á byggingarhefðinni. Þórarinn Blöndal vann verkið fyrir MMÞ. Í byrjun júlí var bærinn settur upp á Grenjaðarstað í fyrsta sinn. Hann er sannkölluð listasmíð og er hönnun hans sérstaklega haganleg. Aðsókn á Grenjaðarstað jókst nokkuð frá fyrra ári enda var sumar­ ið gott og mikið af ferðamönnum á svæðinu.

Safnahús Aðsókn í Safnahúsið minnkaði nokkuð frá fyrra ári og eru það von­ brigði í ljósi þess að veruleg aukning hefur orðið undanfarið ár á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Vafalítið helgast fækkun gesta á safninu af því að lítið var um að leiðsögumenn kæmu með hópa í safnið. Lausatraffík var aftur á móti með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Verkefni á árinu voru mörg og fjölbreytt. Meðal annars má nefna að unnið var að gerð svokallaðra farskólakassa sem lánaðir verða í grunn- og leikskóla á starfssvæði Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Styrkur úr Safnasjóði fékkst í verkefnið árið 2015 en þá tókst ekki að klára það sökum tímaskorts. Um er að ræða tvenns konar kassa og tengist annar þeirra íslenska bændasamfélaginu en hinn sambúð manns og fugls. Bændasamfélagskassinn inniheldur eftirgerðir ým­


SAFNI

7

Það eru fjölmargir sem leggja starfseminni lið. Hér aðstoðar vinnuskólahópur við flutning á bát.

issa muna sem tengjast matargerð og tóvinnu. Þar má nefna aska, spæni, halasnældur, ull, ullarkamba og margs konar klæðnað, s.s. svuntur, vesti, sauðskinnsskó, sokka, vettlinga og fleira. Einnig inni­ heldur kassinn hefti um leiki íslenskra barna um aldamótin 1900 og bækling með kennsluleiðbeiningum og þjóðsögum tengdum matar­ gerð og tóvinnu. Efni kassans hentar vel til notkunar á yngsta stigi grunnskóla og í elsta árgangi leikskóla. Markmiðið með notkun kass­ ans er að nemendur kynnist lífinu í bændasamfélaginu í gegnum leik og sköpunargleði. Rétt er að geta þess að margir réttu Menn­ ingarmiðstöð Þingeyinga hjálparhönd við vinnslu kassans. Ber þar ekki síst að nefna Birki Fanndal Haraldsson en hann smíðaði tvo aska og tvær halasnældur í kassann og gaf stofnuninni. Honum eru færðar alúðarþakkir fyrir framlag sitt. Fuglakassinn er enn í vinnslu en markmiðið með honum er að fræða nemendur á miðstigi grunnskóla um fugla á lifandi og skemmtilegan hátt. Í kassanum verður meðal annars uppstoppaður lómur auk fjaðra og fóta af ýmsum tegundum fugla en þessa gripi fékk Menningarmiðstöðin að gjöf frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Einnig mun kassinn innihalda ýmiss konar fræðsluefni um fugla, s.s. bókina Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson og bækling um náttúruskoðun eftir líffræðingana Aðalstein Örn Snæþórsson og Sigþrúði Stellu Jóhannsdóttur sem jafnframt veittu ýmis góð ráð varðandi það hvernig kassinn skyldi útbúinn. Að auki mun kassan­


8

SAFNI

um fylgja bæklingur með kennsluleiðbeiningum og þjóðsögum sem tengjast fuglum. Enn fremur munu í kassanum verða tíu sjónauka sem nýst geta nemendum við fuglaskoðun. Þessir sjónaukar hafa verið keyptir fyrir styrktarfé frá kvenfélögum á starfssvæði MMÞ, Kiwanisklúbbnum Skjálfanda og Soroptimistum á Húsavík. Menn­ ingarmiðstöð Þingeyinga vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem gáfu muni í kassann og styrktu verkefnið með ráðum og dáð en það er mikils vert fyrir stofnunina að geta reitt sig á aðstoð félaga og einstaklinga á svæðinu í verkefni sem þessu.

Snartarstaðir Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga var haldinn í Byggða­ safni Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum þann 4. maí. Sumarstarf­ semi á staðnum var með hefðbundnu móti frá júníbyrjun til ágúst­ loka. Kristbjörg Sigurðardóttir og Rannveig Halldórsdóttir skiptu með sér gestamóttöku og sáu um staðarhald. Þann 2. október fór fram bókarkynning þar sem Níels Árni Lund kynnti Sléttungu – Safn til sögu Melrakkasléttu. Um er að ræða þriggja binda ritverk eftir Níels um sögu Sléttunnar. Boðið var upp á aðventudagskrá í safninu þann 2. desember þar sem Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir flutti þjóð­ lagasöng og Sif Jóhannesdóttir las upp úr Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. Gestum á safnið fjölgaði lítillega frá fyrra ári og er það ánægjulegt.

Sauðaneshús á Langanesi Yfir sumartímann var starfsemi í Sauðneshúsi með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sig­ urðarson sáu um staðarhald og gestamóttöku frá byrjun júní til loka ágúst. Þann 2. desember var haldið aðventukvöld þar sem boðið var upp á þjóðlagasöng og upplestur úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Aðsókn að Sauðaneshúsi jókst lítillega frá fyrra ári og er það ánægju­ leg þróun þótt gestum mætti vissulega fjölga meira.


9

SAFNI

Aðsóknartölur 2016 (2015) Gestir í Safnahúsi...................................................................... Gestir á Grenjaðarstað.............................................................. Gestir á Byggðasafni Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum.... Gestir í Sauðaneshúsi................................................................

3894 2964 456 459

(4579) (2887) (438) (436)

Samstarf og samstarfsverkefni Á fyrstu mánuðum ársins komu nemendur í vísindaensku við Fram­ haldsskólanum á Húsavík í reglulegar heimsóknir á Safnahúsið til að vinna að hljóðleiðsögn um fastar sýningar safnsins en verkefnið var hluti af námsmati áfangans. Í febrúar og mars var unnið að undirbúningi „Myndlistarsýningar barnanna“ á Safnahúsinu. Vinnan fór þannig fram að börnum á elstu deild leikskólans Grænuvalla var skipt í hópa sem heimsóttu safnið nokkrum sinnum. Miðað var við að hvert barn kæmi þrisvar sinnum á safnið. Í fyrstu heimsókninni völdu börnin sér listaverk í eigu safnsins til að setja á sýninguna. Í annarri og þriðju heimsókn­ inni máluðu börnin eigin listaverk. Listamennirnir Röðull Reyr Kárason og Jóna Birna Óskarsdóttir fóru í heimsókn á leikskólann og ræddu við börnin um listsköpun. Jafnframt voru tekin viðtöl við börnin og þau beðin um að segja frá sjálfum sér, fjalla um starf lista­ manna og greina frá listaverkunum sem þau völdu á safninu og verk­ unum sem þau gerðu sjálf. Megintilgangurinn með sýningunni var að viðhalda og efla tengsl við leikskólann og ýta undir sköpun hjá börnunum. Jafnframt var markmiðið að börnin kynntust því hvernig listamenn starfa og hvað fælist í því að vera listamaður. Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl, var haldinn hátíðlegur í Safna­ húsinu líkt og verið hefur undanfarin ár. Nemendur á yngstu deild­ um leikskólans Grænuvalla stóðu fyrir sýningu sem fjallaði um lík­ amann og var haldin á neðstu hæð safnsins. Nemendur í Tón­listar­skóla Húsavíkur fluttu tónlistaratriði á Sjóminjasafni og boðið var upp á ratleik um sýningar Safnahússins. Þann 27. maí kom komu börn í elsta árgangi leikskólans Grænu­ valla í heimsókn í Grenjaðarstað en heimsóknin er árviss viðburður og eins konar útskriftarferð nemenda sem eru að ljúka leikskóla­ göngu sinni. Börnin fengu leiðsögn um bæinn og haldin var sögust­ und í baðstofu. Heimsókninni lauk með því að nemendur gæddu sér á pylsum í þjónustuhúsi við bæinn. Þessi viðburður er kærkom­ inn og markar upphaf sumarstarfs á Grenjaðarstað.


10

SAFNI

Bók Julie Lænkhólm „Húsavík“ sem gefin var út í tengslum við sýningu lista­manns­ ins í Safnahúsinu.

Á sumarmánuðum vann danska listakonan Julie Lænkholm að undirbúningi einkasýningar sem bar yfirskriftina Húsavík. Julie er af­ komandi Þórðar Guðjohnsens kaupmanns sem opnaði verslun á Húsavík árið 1871 og rak um árabil áður en hann fluttist til Dan­ merkur með fjölskyldu sinni. Julie rannsakaði sköl sem tengjast fjöl­ skyldu hennar og er hluti þeirra geymdur í Skjalasafni Þingeyinga en önnur eru í einkaeigu. Í júlí stóð Julie fyrir röð viðburða á Safnahús­ inu sem hún kallaði „Open Performance Nights“ í samstarfi við Kvenfélag Húsavíkur, Leikfélag Húsavíkur og hóp húsvískra barna þar sem hún bauð fólki að taka þátt í undirbúningi sýningarinnar. Opnunarhátíð var svo haldin þann 13. ágúst með viðburðum á Öskjureit og í Safnahúsinu. Á sýningunni, sem stóð til 15. október, mátti sjá svokölluð „ullarmálverk“ úr jurtalitaðri íslenskri ull auk ým­ issa skjala sem tengjast fjölskyldu Julie. Í nóvember var gefin út bók byggð á á sýningunni en það var bókaforlagið FOSS á Seyðisfirði sem stóð að útgáfunni. Landkönnunarhátíð var haldin á Húsavík dagana 20.–23. október. Starfsfólk Könnunarsögusafnsins á Húsavík annaðist skipulag há­ tíðarinnar og fór hluti hennar fram í Safnahúsinu. Hátíðin hófst með málþingi um landkönnun í Safnahúsinu þar sem forseti Ís­ lands, Guðni Th. Jóhannesson, var heiðursgestur. Í kjölfarið var opn­ uð sýning með málverkum eftir íslenska listmálarann Erró og lithá­


11

SAFNI

enska listamanninn Arturas Slapsys en þeir hafa báðir unnið verk sem tengjast landkönnun á einhvern hátt. Ferðalög hinna norrænu víkinga eru viðfangsefni í mörgum verka Slapsys en Erró hefur mál­ að fjölda verka í tengslum við geimferðir og geimfara í samhengi við list liðinna alda.

Námskeið Þann 27. maí var haldið námskeið um notkun samfélagsmiðla. Nám­ skeiðið var haldið í Safnahúsinu en þátttakendur voru starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga; bæði fastir starfsmenn og sumar­ fólk. Námskeiðið annaðist Kolbeinn Marteinsson, sem starfar hjá al­ manna- og markaðstengslafyrirtækinu Athygli, en tilgangur þess var að kenna starfsfólki MMÞ að nýta samfélagsmiðla við auglýsingar og markaðssetningu fyrir stofnunina. Dagana 14.–16. september var farskóli Safnamanna haldinn í Reykja­nesbæ. Dagskráin hófst með aðalfundi FÍSOS, félags íslenskra safnamanna. Thomas Walle flutti upphafsræðuna sem fjallaði um mikilvægi safna fyrir samfélögin sem þau tilheyra. Í framhaldinu var fluttur fjöldi fróðlegra erinda auk þess sem boðið var upp á skoð­ unarferð í Ásbrú, Víkingaheima og Safnamiðstöð Reykjanesbæjar í Ramma. Á fimmtudagskvöldinu fór árshátíð FÍSOS fram þar sem safnafólk skemmti sér saman.

Fundir Aðalfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga var haldinn í Byggða­ safni Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum þann 4. maí. Forstöðumaður sótti eftirfarandi fundi: • Stjórnarfundir Hvalasafnsins en þar situr forstöðumaður sem fulltrúi MMÞ í stjórn. • Stjórnarfundir Íslandsdeildar ICOM (Alþjóðaráð safna) en þar er forstöðumaður varamaður. Forstöðumaður tók þátt í fund­ um stjórnar ýmist í gegnum skype eða á staðnum eftir því sem aðstæður leyfðu. • Stjórnarfundir Safnaþings þar sem forstöðumaður er formaður stjórnar Safnaþings. • Fundir ritnefndar Árbókar Þingeyinga en í henni situr ávallt forstöðumaður MMÞ.


12

SAFNI

• F undir undirbúningshóps á vegum Safnaráðs vegna málþings um söfn og ferðaþjónustu. Forstöðumaður sat ýmist fundi eða tók þátt í þeim í gegnum síma. Fundirnir voru sex talsins. • Fundur varðandi hugmyndir um að MMÞ taki að sér rekstur Bókasafns Norðurþings haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings þann 10. febrúar. Menningarfulltrúi Norðurþings boðaði for­ stöðumenn MMÞ og Bókasafns Norðurþings á fundinn. • Ársfundur Hvalasafnsins haldinn í Hvalasafninu þann 18. febrúar. • Fundur um safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu haldinn á Akureyri 6. apríl að undirlagi þjóðminjavarðar. • Aðalfundur Safnaþings haldinn 29. apríl í Gamla barnaskólan­ um á Skógum. • Fundur hóps umtilraunaverkefni Íslandsdeildar bláa skjaldarins haldinn í Reykjavík 2. maí. Þann 14. október fundaði Nathalie Jacqueminet forvörður hjá Þjóðminjasafni Íslands með slökkvi­ liðsstjóra Norðurþings í tengslum við verkefnið. • Vorfundur Þjóðminjasafns Íslands haldinn í Reykjavík 2. maí. • Úthlutunarfundur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra hald­ inn á Breiðumýri 18. maí. • Fundur þjóðminjavarðar með safnstjórum Menningar­ minja­ safna haldinn í nýju rannsókna- og varðveislusetri Þjóðminja­ safns Íslands þann 14. september. • Ráðstefna um söfn og ferðaþjónstu haldin í Safnahúsinu á Hverfisgötu 18. nóvember. • Fundur með eldri borgurum á Raufarhöfn haldinn í Breiða­ bliki 14. desember. Forstöðumaður sótti tvo viðburði á erlendri grundu á árinu. Annars vegar var um að ræða Alþjóðaþing Icom sem haldið var í júlí í Mílanó. Þangað fór forstöðumaður sem fulltrúi Íslandsdeildar ICOM. Í september lá leiðin til Póllands. Þar sótti forstöðumaður mál­þingið Culture for Shared, Smart, Innovative Territories sem Evrópu­ samtök Menningarhúsa ENCC stóðu fyrir.

Alþjóðaþing ICOM í Mílanó Á aðalfundi Íslandsdeildar ICOM var forstöðumaður MMÞ kosinn varamaður í stjórn deildarinnar. Það fyrirkomulag hefur verið haft í deildinni að varamenn eru virkir í starfi stjórnar, eru boðaðir á


SAFNI

13

stjórnarfundi og sitja þá ef þeir hafa tök á. Íslandsdeildin hafði fjár­ magn til að senda tvo fulltrúa á 24. Alþjóðaþing ICOM sem haldið var 3.–9 júlí í Mílanó. Aðeins einn aðalfulltrúi í stjórn hafði tök á að fara og var því nýkjörnum varamanninum boðið að fara á ráðstefn­ una. Það góða boð var þegið enda kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi ICOM, fræðast og njóta samneytis við safnamenn alls stað­ ar að úr heiminum. Dagskrá þingsins hófst þann 3. júlí með fundum ýmissa stjórna og nefnda. Þingið var haldið í stórri ráðstefnumiðstöð og þangað streymdi stórfljót safnamanna að morgni 4. júlí til að taka þátt í setn­ ingarathöfn. Þar voru tæplega 4000 manns, bæði þeir 3.421 þátttak­ endur sem skráðir voru þingið og aðrir gestir. Þátttakendur voru frá 129 þjóðlöndum og komu 65% þeirra frá Evrópu en íslenskir þátt­ takendur voru átján. Fyrstu fjóra dagana var boðið upp á fyrirlestra­ dagskrá frá morgni til kvölds. Byrjað var á aðalfyrirlestrum og um­ ræðum í stærsta salnum á morgnanna. Eftir það mátti velja úr ótrú­legum fjölda fyrirlestra á vegum alþjóðadeilda. Það eitt að rata um ranghala ráðstefnumiðstöðvarinnar tók nokkurn tíma og ekki var laust við að ákveðið vonleysi gripi um sig þegar litið var yfir alla þá dagskrá sem í boði var. Á fyrirlestrunum gafst einstakt tækifæri til að fá innsýn í viðfangsefni safnamanna víða um veröld sem í grunn­ inn eru alltaf þau sömu, þ.e.a.s að safna, varðveita og ekki síst miðla sögu og menningu. En aðstæðurnar eru ólíkar og leiðirnar sömu­ leiðis. Eftirminnilegastir eru fyrirlestrar Nkandu Leu, fyrrverandi menningarmálaráðherra í Zambiu, og fyrirlestur arkitektsins Michele De Lucchi. Þessir fyrirlestrar voru gjörólíkir en báðir mjög áhrifa­ ríkir og fönguðu áheyrendur. Nkandu Leu fjallaði um stöðu menn­ ingarminja í heimalandi hans og þá staðreynd að mikið af minjum þaðan eru varðveittar í evrópskum söfnum. De Lucchi fjallaði um arkitektúr á söfnum sem fyrst og fremst á að þjóna sem verkfæri til að draga athygli gesta að þeim verðmætum sem söfnin geyma. Á síð­ asta degi þingsins var haldinn aðalfundur samtakanna. Öll ráðstefn­ ukvöldin var boðið upp á félagslega viðburði í bland við menningar­ lega upplifun. Þar var oft úr vöndu að ráða enda úrvalið gríðarlegt líkt og á ráðstefnudagskránni sjálfri. Stórglæsileg opnunarhátið að kvöldi 4. júlí var haldin í Castello Sforzesco sem er kastali frá 16. öld í hjarta Mílanó. Að kvöldi 9. júlí var lokahátíðin haldin í La Triennale di Milano þar sem skoða mátti glæsilegar list- og hönnunarsýningar. Önnur kvöld og seinni parta var hægt að fara í heimsóknir í ýmis söfn, hlýða á tónleika í dómkirkjunni eða sjá „Síðustu kvöldmáltíð“


14

SAFNI

Da Vinci. Einn dagur var ætlaður fyrir skipulagðar ferðir. Fyrir valinu varð heils dags kastalaferð frá Po-dölum að Apennina-fjöllum. For­ stöðumaður skilaði sér heim úrvinda, nokkuð moskítóbitinn en upp­ fullur af nýjum safnahugsunum og –hugmyndum.

Ráðstefna samtaka evrópskra menningarhúsa í Olesnica Menningarráð Eyþings og Menningarmiðstöð Þingeyinga fengu árið 2015 í sameiningu styrk úr flokknum „nám og þjálfun“ í Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn var ætlaður til þess að for­ stöðumaður MMÞ og menningarfulltrúi Eyþings gætu sótt tvö nám­ skeið á vegum „Erasmus Training Events for Voluntary Arts and Cult­ ure Associations“. Seinna námskeiðið átti að vera í Bretlandi árið 2016 en svo fór að því var aflýst vegna ónógrar þátttöku. Því gaf sjóð­ urinn heimild til þess að styrkurinn yrði nýttur til að sækja ráðstefnu ENCC evrópskra menningarhúsa í Olesnica í Póllandi dagana 27.– 28. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Culture for Shared, Smart, Innovative Territories – Towards 2020 European Regional Develop­ ment“. Til að uppfylla skilyrði sjóðsins og nýta ferðina vel voru skipulagðir þrír dagar af heimsóknum og fundum í kringum ráð­ stefnuna. Heimsótt voru ýmis menningarhús, allt frá litlum leikhús­ um sem rekin eru af sjálfboðaliðum, til menningarmiðstöðva með söfnum og fjölbreyttri starfsemi og fundir haldnir með starfsfólki. Það sem upp úr stóð eftir ferðina er hversu lifandi hinn þjóðlegi menningararfur virtist vera á þessu svæði og hve samfélagsleg tenging menningarhúsanna er sterk. Á ráðstefnunni voru fjölbreytt viðfangsefni. Afskipti eigenda og stýring þeirra á starfsemi menn­ ingarhúsa voru ofarlega á baugi. Þar komu berlega í ljós mismun­ andi aðstæður þeirra sem starfa á þessu sviði eftir því í hvaða landi þeir búa. Sums staðar virtust eigendur enn líta á menningarstarf­ semi sem verkfæri í pólitískum tilgangi.

Sérsýningar Eftirfarandi sérsýningar voru haldnar í Safnahúsinu á Húsavík árið 2016: • Málverkasýning 19.–28. mars. Ingvar Þorvaldsson listmálari sýndi verk sín á efstu hæð Safnahússins.


SAFNI

15

• S umarhátíð barnanna 21. apríl. Dagskrá í tilefni af sumardegin­ um fyrsta. Opnuð var sýning sem bar yfirskriftina Líkaminn en hún var unnin af nemendum á yngstu deildum leikskólans Grænuvalla. Nemendur í Tónlistarskóla Húsavíkur fluttu tón­ listaratriði og boðið var upp á ratleik um Safnahúsið. • Álfabækur 12. maí–30. júní. Myndlistarmaðurinn og rithöfund­ urinn Guðlaugur Arason hélt sýningu sem samanstóð af litlum bókaskápum með örsmáum eftirgerðum af íslenskum og er­ lendum bókum. • Greiningarsýning 12. maí–30. júní. Ljósmyndir úr ljósmynda­ safni Þingeyinga voru sýndar á efstu hæð Safnahússins og voru íbúar úr Þingeyjarsýslum hvattir til að koma og aðstoða starfs­ fólk safnsins við að bera kennsl á myndirnar. • Myndir úr Aðaldal 22. júlí–7. ágúst. Myndlistarmaðurinn Þorri Hringsson stóð fyrir málverkasýningu á efstu hæð Safnahússins og var myndefnið allt úr Aðaldal. • Sveitin mín Tjörnes – byggð sem var og byggð sem er árin 1997–2000, 22.–28. júlí. Skyggnimyndasýning úr ljósmyndasafni Sigurðar Péturssonar. • Húsavík 13. ágúst–15. október. Einkasýning á verkum dönsku myndlistarkonunnar Julie Lænkholm. Sýnd voru svokölluð „ullar­málverk“ úr jurtalitaðri íslenskri ull. Einnig voru til sýnis úrklippubækur og skjöl sem tengjast fjölskyldu Julie auk papp­ írsblóma sem búin höfðu verið til úr afritum ýmissa skjala tengdum fjölskyldunni. • Að lesa blóm á þessum undarlega stað 30. júlí–30. ágúst. Sýning Kristínar Maríu Hreinsdóttur um Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni á árunum 1914–1918. • Óskir íslenskra barna 9.–20. október. Farandsýning á ljósmyndum eftir Ástu Kristjánsdóttur ljósmyndara. Sýningin var gjöf Barna­ heilla – Save the Children á Íslandi til íslenskra barna í tilefni 25 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. • Landkönnunarhátíð 20.–23. október. Í tengslum við hátíðina var opnuð sýning á verkum íslenska myndlistarmannsins Errós og litháenska listamannsins Arturas Slapsys. Slapsys hefur málað mörg verk sem innblásin eru af landvinningum víkinga en Erró hefur fengist við geimferðir og geimfara í tengslum við list liðinna alda.


16

SAFNI

Nordic stories, jasstónleikar og myndasýning í sjóminjasafninu.

Fundir, tónleikar, fyrirlestrar o.fl. • L okahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Safnahús­ inu þann 7. apríl. Að vanda var vel staðið að keppninni og aug­ ljóst að keppendur höfðu lagt mikla rækt við þjálfun fram­ sagnar. • Leikverkið Þöggun, saga þriggja kvenna með penna var sýnt í Safnahúsinu þann 9. janúar. Með hlutverkin í sýningunni fóru Margrét Sverrisdóttir, Fanney Valsdóttir og Sesselía Ólafs. • Þann 20. febrúar var haldinn viðburðurinn Þjóðfræði á þorraþræl þar sem þjóðfræðingarnir Terry Gunnell, Jan Klitgaard og Sigur­laug Dagsdóttir fluttu erindi og kynntu nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands. • Þann 20. maí var haldinn opinn kynningardagur í Safnahúsinu þar sem ferðaþjónustuaðilum á svæðinu var boðið að koma og kynna sér starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Þátttaka var heldur dræm en þó væri vert að endurtaka kynninguna að ári og auglýsa þá betur. • Nordic Stories var yfirskrift viðburðar sem haldinn var á Sjó­ minjasafninu 30. júní en þar voru ljósmyndir eftir sænska ljós­ myndarann Frederik Holm sýndar um leið og leikin var tónlist í flutningi jass-kvartetts Dorthe Højland. • Í júlí voru haldin svokölluð baðstofukvöld í gamla bænum og þjónustuhúsinu á Grenjaðarstað en þar var um að ræða ferna


SAFNI

• •

17

tónleika sem fluttir voru af Fanneyju Kristjáns Snjólaugar­ dóttur. Fanney söng þjóðlög, fræddi gesti um sögu þjóðlagatón­ listar á Íslandi og sagði þjóðsögur. Í júlí og ágúst var boðið upp á tónleikaröðina Sumarklassík í Safnahúsinu. Tónlistarkonan Lára Sóley Jóhannsdóttir stóð fyrir verkefninu í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga. Fyrstu tónleikarnir í röðinni, sem haldnir voru 13. júlí, báru yfir­skriftina „Bretland-Ísland“ en þar lék Dan Hardwick á píanó og Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu. Þann 3. ágúst voru haldnir tónleikar sem kallaðir voru „Mozart, franskt og söngperlur“ en þar lék Adrienne Davis á þverflautu, Steinunn Halldórsdóttir á píanó og Hólmfríður Benediktsdóttir sá um söng. Lokatónleik­ arnir í röðinni báru yfirskriftina „harmonikku- og gítarklassík“ en þar lék Ásta Soffía Þorgeirsdóttir á harmonikku og Brynjar Friðrik Pétursson á gítar. Í byrjun október var haldin kynning á þriggja binda ritverki sem ber nafnið Sléttunga – safn til sögu Melrakkasléttu. Höfundur­ inn, Níels Árni Lund, kynnti bækur sínar á Snartarstöðum þann 2. október og í Safnahúsinu 3. október. Þann 28. október voru haldnir tónleikar á Safnahúsinu í flutningi hóps sem kallar sig „Norðlenskar konur í tónlist“. Þar lék Ásdís Arnardóttir á kontrabassa, Helga Kvam á píanó, Kristjana Arngrímsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir sungu og Lára Sóley Jóhannsdóttir söng og lék á fiðlu. Haldin var bókarkynning í Safnahúsinu þann 24. nóvember í tilefni af útkomu bókarinnar Húsavík eftir Julie Lænkholm. Bókaforlagið Foss á Seyðisfirði annaðist útgáfuna. Þann 2. desember kynnti rithöfundurinn Viðar Hreinsson nýútkomna bók sína Jón lærði og náttúrur náttúrunnar en bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis. Baðstofukvöld voru haldin í safninu á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi 2. desember. Þau voru framhald á dagskrá sem haldin var á Grenjaðarstað í júlí. Þar sem komið var fram á að­ ventu var dagskránni breytt lítillega. Hún fékk örlítinn jólablæ og Sif Jóhannesdóttir las valda kafla úr Aðventu Gunnars Gunn­ arssonar.


18

SAFNI

Útgáfa Í júní kom 36. árgangur Safna út. Safni er fréttablað Menningarmið­ stöðvar Þingeyinga og gerir hverju starfsári stofnunarinnar skil í máli og myndum. Safni er ókeypis og hefur komið óslitið út síðan 1981. Árbók Þingeyinga 2015 kom út í lok nóvember en þar er að finna margvíslegt efni tengt sögu, menningu og mannlífi í Þingeyjarsýslu. Árbók Þingeyinga hefur komið óslitið út síðan 1958. Efni Árbókar að þessu sinni litaðist að verulegu leyti af því að árið 2015 voru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt. Þar var því lögð áhersla á að konur fjölluðu um konur. Sigríður K. Þorgríms­ dóttir skrifaði t.d. um Þuru í Garði, Stefanía Guðmundsdóttir fjallaði um Sigurveigu Ólafsdóttur ljósmóður og Ásta Fönn Flosadóttur sagði frá Sigríði í Höfða, svo fátt eitt sé nefnt. Í júní var uppfærður bæklingur með upplýsingum um söfn og sýningar á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga en upplýsingar í eldri bæklingi voru orðnar úreltar.

Aðföng Byggðasafn Suður-Þingeyinga Eftirtaldir afhentu safninu muni á árinu: Sigrún Þórisdóttir, Akureyri Þórdís Sigtryggsdóttir, Reykjavík Konráð Erlendsson, Þingeyjarsveit

Ljósmyndasafn Þingeyinga Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna; ljós­ myndasafn og mannamyndasafn. Áætlað er að heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2016 hafi verið rúmlega 130.000 myndir. Af þeim fjölda voru í lok ársins 69.998 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 10.693 myndir í gagnagrunni mannamynda­ safnsins. Samtals var því 73.691 mynd tölvuskráð. Á árinu náðist að skanna og skrá 8.926 myndir í ljósmyndasafnið og 233 myndir í mannamyndasafnið. Að auki var skannaður talsverð­ ur fjöldi ljósmynda, sem áður hafði verið skráður í mannamynda­ safnið, og myndirnar tengdar við gagnagrunninn. Unnið var í eftirfarandi af stærri ljósmyndasöfnum á árinu: • Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar. Í lok ársins afhentu af­


SAFNI

19

Mynd á greiningarsýning í Safnahúsinu í maí.

komendur Arnars ljósmyndir hans frá Mývatnssveit. Byrjað var að skanna og skrá þetta safn, u.þ.b. 5.300 myndir. • Ljósmyndasafn Þórs Gíslasonar. Þór rak ljósmyndastofu um tíma á Húsavík. Þetta eru myndir sem voru teknar á þeirri stofu en einnig á Akureyri. Safninu var komið fyrir í geymslu og verð­ ur unnið úr því síðar. Samtals eru þetta um 15.000 myndir, flestar á filmu. • Ljósmyndasafn Norðurþings. Tvær afhendingar á árinu. Í fyrri afhendingunni voru 1.313 ljósmyndir en skráning á seinni af­ hendingunni hefur enn ekki verið kláruð. Um er að ræða myndir frá ýmsum framkvæmdum í bæjarfélaginu. • Ljósmyndasafn Eysteins Hallgrímssonar. Á árinu bættust við 500 ljósmyndir í safn Eysteins. Myndirnar eru flestar teknar í Aðaldal og Reykjadal. • Ljósmyndasafn Friðgeirs Axfjörð. Á árinu var byrjað að skanna og skrá safn hans í gagnagrunninn. Safnið var afhent í maí 1980 en hefur verið óskráð fram að þessu. Alls náðist að skanna og skrá 2.176 myndir úr safni hans og verður lokið við að full­ skrá safnið í byrjun næsta árs. Töluvert er um að fólk skili inn myndum sem engar upplýsingar fylgja. Vitaskuld er tekið við slíkum myndum og fólk hvatt til að skila


20

SAFNI

Frá sýningunni „Sveitin mín Tjörnes – byggð sem var og byggð sem er árin 19972000“ eftir Silla.

þeim fremur en að fleygja sem því miður er of algengt. Á grein­ingar­ sýningum safnsins er alltaf einhver von um að borin verði kennsl á myndefnið.

Sýningar á árinu Á Mærudögum 2016 var skyggnimyndasýningin „Sveitin mín Tjörnes – byggð sem var og byggð sem er árin 1997–2000“ haldin í Safnahús­ inu. Sýningin er eftir Sigurð Pétur Björnsson. Myndirnar tók Sigurð­ ur á árunum 1997–2000 og þulur á sýningunni er Steinunn S. Sig­ urðardóttir frá Grenjaðastað. Þrjár greiningarsýningar voru haldnar á árinu. Þann 12. maí 2016 var opnuð greiningarsýning í Safnahúsinu með blönduðum mynd­ um úr safninu. Á sama tíma var greiningarsýning opnuð í húsnæði Seiglu á Laugum. Þetta er í fyrsta skipti sem greiningarsýning er sett upp utan húsnæðis Menningarmiðstöðvarinnar. Sýningin var opin í um mánuð og tókst þessi tilraun það vel að hún verður endurtekin síðar. Í október var greiningarsýning haldin í Þingeyjarskóla fyrir fé­ lag eldri borgara. Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara undir stjórn Hafliða Jósteinssonar, kom margar ferðir í ljósmyndasafnið á árinu


21

SAFNI

til að greina ljósmyndir. Þessar heimsóknir hafa verið einkar ánægju­ legar og hafa margar sögur rifjast upp á meðan að rýnt hefur verið í myndirnar Einnig hefur Kristbjörg Jónasdóttir komið reglulega í sjálfboðavinnu til að greina ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björns­ sonar. Ljósmyndasafnið vill þakka þeim Hafliða og Kristbjörgu kær­ lega fyrir aðstoðina.

Afhendingar: Alls bárust ljósmyndasafninu 22 afhendingar á árinu og varð safn­ aukin um 24.000 myndir. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2016/1 9 myndir úr fórum Benedikts Benediktssonar og Þorbjargar Jónsdóttur frá Breiðuvík. Sigurjón Jóhannesson f.h. Jón Þórs Þórhallssonar. 2016/2 193 myndir úr fórum Eysteins Hallgrímssonar. Jónína Á. Hallgrímsdóttir. 2016/3 1.313 myndir frá Norðurþingi. Frá ýmsum framkvæmdum á Húsavík. Tryggvi Jóhannsson. 2016/4 60 myndir úr fórum Kristínar Jónasdóttur frá Grænavatni. Jónas Helgason. 2016/5 299 myndir frá Hraunsrétt. Dagur Jóhannesson og Margrét Sverrisdóttir. 2016/6 333 myndir frá starfi Golfklúbbs Húsavíkur. Ingimar S. Hjálmarsson. 2016/7 1 mynd af óþekktum hópi kvenna. María Kristjánsdóttir. 2016/8 65 myndir frá Leikfélagi Húsavíkur – Sýningin Brennu­ vargar. Halla Rún Tryggvadóttir. 2016/9 42 skyggnur af hafís á Skjálfanda. Sigríður Sigurðardóttir. 2016/10 Um 15.000 myndir frá ljósmyndastofu Þórs Gíslasonar. Þór Gíslason. 2016/11 1 mynd af Karlakór Reykdæla. Þórólfur Jónsson. 2016/12 Ótalið. Myndir frá Norðurþingi. Frá ýmsum framkvæmdum á Húsavík. Tryggvi Jóhannsson. 2016/13 500 myndir úr fórum Eysteins Hallgrímssonar frá Gríms­ húsum. Guðmundur Hallgrímsson. 2016/14 10 myndir úr fórum Kristjáns Blæs Ásmundssonar. Guð­ mundur Sigurðsson, Fagranesi. 2016/15 Ótalið. Myndir frá Norðurþingi. Frá ýmsum framkvæmdum á Húsavík. Tryggvi Jóhannsson.


22

SAFNI

2016/16 Ótalið. Myndir frá Norðurþingi. Frá ýmsum framkvæmdum á Húsavík. Tryggvi Jóhannsson. 2016/17 1 mynd af Pétri Guðjohnsen og Guðrúnu S. Knudsen. Julie Lænkholm. 2016/18 2 myndir úr fórum Huldu Jónasdóttur. Sigurveig Jónsdóttir, Fagranesi. 2016/19 131 mynd úr fórum Sveinbjörns Benediktssonar frá Grenj­ aðarstað. Guðmundur Hallgrímsson. 2016/20 180 myndir úr Bárðardal. Jón Aðalsteinn Hermannsson. 2016/21 2 myndir úr fórum Jóns Sveins Þórólfssonar. Jón Sveinn Þór­ ólfsson. 2016/22 5.349 myndir úr fórum sr. Arnar Friðrikssonar. Friðrik Dagur Arnarson.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varan­ leg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hags­ muni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjala­ söfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Héraðsskjalasafnið tekur einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í umdæmi þess. Skjöl sem berast frá einstakling­ um eru t.d. sendibréf, dagbækur, greinar, frásögur og ljósmyndir. Fé­ lög og fyrirtæki afhenda t.d. fundargerðarbækur, bréfasöfn, afmælis­ rit og bókhaldsgögn. Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjalasafnið. Alls bárust 199 fyrirspurnir á árinu, eða rúmlega 16 á mánuði að meðaltali, sem er nokkuð minna en árið á undan. Flestar fyrirspurnirnar, tæplega 48%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 36% til­ fella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í rúmlega 12% tilfella bárust þær símleiðis. Héraðsskjalavörður fór í sjö heimsóknir á ár­ inu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendi fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 62% karlar en 38% konur. Fyrirspurnum frá konum fjölg­ aði um 2% frá árinu á undan.


SAFNI

23

Dagana 6.–7. október var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Ís­ landi haldin í Mosfellsbæ. Vibeke Þorbjörnsdóttir hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar var gestafyrirlesari á ráðstefnunni og hélt hún fróðlegt erindi um skjalamál búsetukjarna og fatlaðra. Á meðal þess sem var fjallað um á ráðstefnunni var þekkingarmiðlun, eftirlit með skila­ skyldum aðilum, öryggisáætlanir fyrir skjalasöfn, langtímavarðveisla rafrænna gagna og forvarsla á héraðsskjalasöfnum. Á aðalfundi Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi, sem fram fór í tengslum við ráðstefnuna, var stjórn félagsins endurkjörin. Stjórnina skipa nú héraðsskjalavörður Árnesinga, Kópavogs, Austur-Skaftfell­ inga, Akraness, Þingeyinga og Borgarskjalavörður. Markmið félags­ ins er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Markmiðum félagsins skal reynt að ná m.a. með ýmiss konar fræðsluog kynningarstarfsemi svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum, útgáfu og samstarfi við einstaklinga, stofnanir og sam­ tök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu. Héraðsskjalavörður tók þátt í sameiginlegum fundi héraðsskjala­ safna og Þjóðskjalasafns Íslands sem fór fram þann 28. apríl í Reykja­ vík. Á fundinum var m.a. fjallað um tölfræði fyrir opinber skjalasöfn, rætt um eftirlitskönnun á starfsemi héraðsskjalasafna, fræðslu- og kynningarmál opinberra skjalasafna, afgreiðslu trúnaðargagna í opin­ berum skjalasöfnum og eftirlitsheimsóknir opinberra skjala­ safna. Einnig kynnti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður nýtt lögfræðiálit varðandi túlkun laga um hvað telst vera hluti af skjala­ safni. Að fundi loknum var bauð Þjóðskjalasafnið í reisugili í endur­ nýjuðum fundarsal þess. Norræni skjaladagurinn var haldinn þann 12. nóvember. Þetta er árviss viðburður þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita að­ gang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og miðla fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Þema skjaladagsins þetta árið var „Til hnífs og skeiðar“ og tengdist matvælum í víðum skilningi, þ.e. öllu sem viðkemur matvælum, öflun fæðu, verkun, úr­ vinnslu, umsýslu og neyslu. Framlag Héraðsskjalasafns Þingeyinga til heimasíðu skjaladagsins voru þrjár greinar, „Skotmannshlutur“, „Um fjallagrös“ og „Matardagbók 1911“. Þessar greinar eru allar aðgengi­ legar á www.skjaladagur.is. Lessalur héraðsskjalasafns var vel sóttur á árinu og voru 62 skjala­ öskjur afgreiddar þangað.


24

SAFNI

Alls bárust skjalasafninu 34 afhendingar á árinu sem fylltu um 7 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga – aðföng 2016 (Aðfanganúmer – Innihald – Umfang í hillumetrum - Afhendandi) 2016/1 Völsungur. Gjörðabók og jólablað. 0,03 hm. Jónas Halldór Frið­ riksson. 2016/2 Guðmundur Bjartmarsson og Bjartmar Guðmundsson frá Sandi. Sögur, kvæði og dagbækur. 0,15 hm. Guðmundur Bjart­ marsson frá Sandi. 2016/3 Brynhildur Halldórsdóttir. Dómsmál Brynhildar gegn ríkinu. 0,1 hm. Langanesbyggð. 2016/4 Sigurður Pétur Björnsson. Bréf. 0,01 hm. Aðalgeir Egilsson. 2016/5 Sr. Sighvatur Karlsson. Líkræður 2015. 0,01 hm. Sr. Sighvatur Karlsson. 2016/6 Ferðafélag Húsavíkur og nágrennis. Fundagerðabók. 0,015 hm. Friðrik Sigurðsson. 2016/7 Grenjaðarstaða- og Nessókn. Manntalsskýrslur 1890. 0,02 hm. Árni Njálsson. 2016/8 Eysteinn Hallgrímsson. Kortabækur frá LMÍ. 0,06 hm. Guð­ mundur Hallgrímsson. 2016/9 Húsvísk fjölmiðlun h.f. Myndabandsspólur 31 stk. 0,3 hm. Sig­ urður Friðriksson f.h. Friðriks Sigurðssonar. 2016/10 Ingólfur Sigurgeirsson Stafni. Innbundnar bækur sem Ingólfur Sigurgeirsson batt inn. 0,07 hm. Sigurður Friðriksson. 2016/11 Kristján Kárason. Launaseðlar Kristjáns og Viðskiptamannabók Tjörneshrepps ofl. 0,04 hm. Kristján Kárason. 2016/12 Haukur Sigurjónsson. Ýmis skjöl. 0,02 hm. Haukur Hauks­ son. 2016/13 Jóhannes Jóhannesson frá Ytra-Lóni. Ættartölur eftir Jó­ hannes Jóhannesson frá Ytra-Lóni. Ljóð. 0,01 hm. Ingibjörg Jónasdóttir frá Syðri-Skál. 2016/14 Þórarinn Björn Steingrímsson. Lækningabók búfjár 1837. 0,015 hm. Þórarinn Björn Steingrímsson. 2016/15 Trausti Árnason Reykdal. Leyfisbréf til að taka upp ættarnafnið Reykdal. 0,02 hm. Arnald Reykdal. 2016/16 Sigurlaug Kristmannsdóttir. Hefti um Sigurlaugu Björnsdóttur og Sigfús Jóhannesson. 0,005 hm. Sigurlaug Kristmannsdóttir.


SAFNI

25

2016/17 Borghildur Anna Jónsdóttir. Ýmsir pappírar frá Oddstöðum á Melrakkasléttu. 0,01 hm. Borghildur Anna Jónsdóttir. 2016/18 Þorkell Skúlason. Ljóðasafn sem Þorkell safnaði saman eftir ýmsa höfunda. 0,06 hm. Ásbjörn Jóhannesson. 2016/19 Kristín Jónsdóttir Grænavatni. Tvö verðlaunaskjöl frá Heim­ ilisiðnaðarsýningunni í Rvk. 1911 og 1921. 0,001 hm. Hólm­ fríður Traustadóttir. 2016/20 Sigurður Jónsson. B.A.-ritgerð Sigurðar Jónssonar í sagnfræði. 0,01 hm. Hákon Þór Sindrason. 2016/21 Barnastúkurnar Tíbrá, Pólstjarnan og Þingey. Skjöl stúku Góðtemplara. 0,14 hm. Magnús P. Magnússon. 2016/22 K.Þ. og Póstur og sími. Dagatal K.Þ. og Staðarsímaskrár. 0,02 hm. Guðni Halldórsson. 2016/23 Ungmennafélagið Einingin. Gerðabók 1943-1945. 0,01 hm. Ómar Egilsson. 2016/24 Sigurður Gunnarsson. Skjöl úr dánarbúi Sigurðar Gunnarsson­ ar. 0,004 hm. Sólveig Sigurðardóttir. 2016/25 Hreppsnefnd Reykdælahrepps. Þrjú bréf og kjörskrá. 0,004 hm. Gréta Ásgeirsdóttir. 2016/26 Þórshafnarhreppur. Gestabók Grenjanesvita. 0,02 hm. Hall­ dóra Gunnarsdóttir. 2016/27 Hallgrímur Guðmundsson. Kennslubók frá Hvanneyri. 0,03 hm. Guðmundur Hallgrímsson. 2016/28 Helgi Gunnlaugsson. Afrit af bréfum frá Helga Gunnlaugssyni til Theodórs Gunnlaugssonar. 0,002 hm. Sólveig Sigurðardóttir. 2016/29 Sigurður Gunnarsson. Skjöl úr dánarbúi Sigurðar Gunnars­ sonar. 0,04 hm. Sólveig Sigurðardóttir. 2016/30 Sigurður Jónsson, Garði II í Kelduhverfi. Veðurbækur eftir Sigurð Jónsson 1963-2000. 0,56 hm. Þorkell Lindberg Þórar­ insson. 2016/31 Þingeyjarsveit. Skjöl gömlu sveitarfélagana og hluti Þingeyjar­ sveitar. 4,5 hm. Anna María Helgadóttir. 2016/32 Kjörstjórnir hreppa. Þrjár gerðabækur. 0,05 hm. Bjarni Hösk­ uldsson. 2016/33 Skútustaðahreppur. Fundargerðir. 0,05 hm. Rannveig Ólafs­ dóttir. 2016/34 Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis. Dagatal. 0,01 hm. Björg Sigurðardóttir.


26

SAFNI

Héraðsskjalasafn Þingeyinga Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varan­ leg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hags­ muni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjala­ söfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Héraðsskjalasafnið tekur einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í umdæmi þess. Skjöl sem berast frá einstakling­ um eru t.d. sendibréf, dagbækur, greinar, frásögur og ljósmyndir. Fé­ lög og fyrirtæki afhenda t.d. fundargerðarbækur, bréfasöfn, afmælis­ rit og bókhaldsgögn. Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjalasafnið. Alls bárust 199 fyrirspurnir á árinu eða rúmlega 16 á mánuði að meðaltali sem er nokkur fækkun frá árinu á undan. Flestar fyrirspurnirnar, tæplega 48%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 36% til­ fella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í rúmlega 12% tilfella bárust þær símleiðis. Héraðsskjalavörður fór í 7 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendi fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 62% karlar en 38% konur. Það er 2% aukning hjá konun­ um frá árinu á undan. Félag héraðsskjalavarða á Íslandi Markmið félagsins er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðs­ skjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Dagana 6.-7. októ­ber var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi haldinn í Mosfellsbæ. Vibeke Þorbjörnsdóttir hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar var gesta fyrirlesari á ráðstefnunni og hélt hún fróðlegt erindi um skjalamál búsetukjarna og fatlaðra. Meðal annarra efna sem var fjall­ að um á ráðstefnunni voru m.a. þekkingarmiðlun, eftirlit með skila­ skyldum aðilum, öryggisáætlanir fyrir skjalasöfn, langtíma varðveisla rafrænna gagna, forvarsla á héraðsskjalasöfnum. Á aðalfundi Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi, sem fram fór í tengslum við ráðstefnuna var stjórn félagsins endurkjörin. Stjórnina skipa nú héraðsskjalavörður Árnesinga, Kópavogs, Austur-Skaftfell­


SAFNI

27

inga, Akraness, Þingeyinga og Borgarskjalavörður. Markmið félags­ ins er að vera virkur samstarfsvettvangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Markmiðum félagsins skal reynt að ná m.a. með ýmiss konar fræðsluog kynningarstarfsemi svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum og útgáfu og samstarfi við einstaklinga, stofnanir og samtök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu. Héraðsskjalavörður tók þátt í sameiginlegan fund héraðsskjala­ safna og Þjóðskjalasafns Íslands sem fór fram þann 28. apríl í Reykja­ vík. Á fundinum var m.a. fjallað um tölfræði fyrir opinber skjalasöfn, rætt um eftirlitskönnun á starfsemi héraðsskjalasafna, fræðslu- og kynningarmál opinberra skjalasafna, afgreiðsla trúnaðargagna í opin­ berum skjalasöfnum og eftirlitsheimsóknir opinberra skjala­ safna. Einnig kynnti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður nýtt lög­ fræðiálit um túlkun laga um hvað telst vera hluti af skjalasafni. Að


28

SAFNI

fundi loknum var bauð Þjóðskjalasafnið í reisugil í endurnýjuðum fundarsal þess. Norræni skjaladagurinn haldin 12. nóvember. Hann er árviss við­ burður, þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að ýmsum heimildum sem þau varðveita og fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Þema skjaladagsins þetta árið var „Til hnífs og skeiðar“ og tengdist matvælum í víðum skilningi, þ.e. allt sem viðkemur matvælum, öflun fæðu, verkun, úrvinnslu, um­ sýslu og neyslu. Framlag Héraðsskjalasafn Þingeyinga til vefs skjala­ dagsins voru þrjár greinar, „Skotmannshlutur“, „Um fjallagrös“ og „Matardagbók 1911“. Þessar greinar eru allar aðgengilegar á www. skjaladagur.is. Lessalur safnsins var vel sóttur á árinu og voru 62 skjalaöskjur af­ greiddar þangað. Alls bárust skjalasafninu 34 afhendingar á árinu sem fylltu um 7 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin.


ÁR­BÓK ÞING­EY­INGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1990 kr. 300,1990

kr. 400

2002

kr. 1600

1991

kr. 500

2003

kr. 1700

1992

kr. 600

2004

kr. 1800

1993

kr. 700

2005

kr. 1900

1994

kr. 800

2006

kr. 2000

1995

kr. 900

2007

kr. 2400

1996

kr. 1000

2008

kr. 2400

1997

kr. 1100

2009

kr. 2600

1998

kr. 1200

2010

kr. 2600

1999

kr. 1300

2011

kr. 3800

2000

kr. 1400

2012

kr. 3800

2001

kr. 1500

2013

kr. 4000

Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is


Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslandsstrendur í gegn um aldirnar. Margir kannast við fjörulalla sem finna má víða meðfram ströndum landsins. Færri þekkja Mánárdýrið. Í skjalasafni Jóhannesar Jónssonar frá Ytri-Tungu, sem barst Héraðsskjalasafni Þingeyinga nýlega, er að finna meðfylgjandi mynd af dýrinu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.