Safni 2018

Page 1

BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 38. ÁR – 2018


Forsíðumynd: Minningar frá Barnaskólanum á Húsavík 1933-1950. Mynd úr fórum Bergsteins Karlssonar. Ljósmyndasafn Þingeyinga PK 1080.

Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is

Um­sjón­ar- og ábyrgð­ar­maður Sif Jóhannesdóttir ISSN 1670-5963 ÁS­PRENT – STÍLL ehf. Ak­ur­eyri MMXVIII


Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2017

Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Margrét Hólm Valsdóttir Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson

Varamenn: Atli Vigfússon Guðrún Brynleifsdóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir Steinþór Heiðarsson Þórgunnur R. Vigfúsdóttir


Úr starfsskýrslu 2017 Menningarmiðstöð Þingeyinga varð tíu ára á árinu 2017 en þann 14. maí 2007 var stofnskrá undirrituð á fundi Héraðsnefndar Þingeyinga í Reynihlíð. Undir stofnskránna rituðu fulltrúar sveitarfélaganna sex sem að stofnuninni standa. Þar með varð til sameiginleg menningar­ stofnun þessara sveitarfélaga, stofnun með margþætt hlutverk, en meginhlutverk var þó rekstur og umsýsla hinna ýmsu safna. Breyt­ ingin frá því sem verið hafði var sú að Byggðasafn Norður-Þingey­inga varð hluti af stofnuninni. Að öðru leyti hafði starfsemin öll áður heyrt undir Safnahúsið á Húsavík. Eftir breytingar var 7 manna stjórn yfir starfseminni, tilnefnd af Héraðsnefnd Þingeyinga. Með stofnun­ inni tóku Þingeyingar formlega ákvörðun um að standa saman að rekstri safna ásamt fleiri menningarverkefnum. Eins og ávallt þegar breytingar verða geta verið deildar meiningar um þær. En hvað starfsumhverfi safnanna varðar er óhætt að segja að þessi breyting hafi verið til mikilla bóta. Starfsemin heyrir undir eina stjórn sem í sitja bæði kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar og almennir fulltrúar. Langoftast er mikill stöðugleiki í stjórn og þess ávallt gætt að ekki sé of mörgum skipt út í einu. Með því að hafa starfsemina alla undir einum hatti gefst tækifæri til hagræðingar á ýmsum sviðum en um leið til að hafa fleiri starfsmenn sem geta deilt með sér verkum og haft faglegan stuðning hver af öðrum. Stofnunin verður þannig öfl­ ugri og betur í stakk búin til að takast á við lagalegar skyldur. Frá því Menningarmiðstöð Þingeyinga var stofnuð hefur mikið vatn runnið til sjávar og breytingar orðið hjá stofnunni. Nokkuð tíð skipti hafa verið á forstöðumönnum. Guðni Halldórsson, sem verið hafði forstöðumaður Safnahúss frá 1992 og jafnframt forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, lét af störfum árið 2008 vegna veik­ inda. Sigurjón Baldur Hafsteinsson var forstöðumaður 2008-2009 og Sigrún Kristjánsdóttir 2009-2011. Þá tók Sif Jóhannesdóttir við og er hún enn starfandi. Snorri Guðjón Sigurðsson tók við embætti héraðs­ skjalavarðar árið 2009 en fram að því hafði forstöðu­maður gegnt því hlutverki. Var þetta afar farsæl ákvörðun sem orðið hefur til að efla starfsemi skjalasafnsins sem og annarra deilda. Árið 2010 var opnuð ný grunnsýning í Safnahúsinu sem ber heitið „Mann­­líf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum“ og hlaut hún íslensku safnaverðlaunin 2012. Árið 2015 bættist rekstur sýninga í Sauða­neshúsi á Langa­nesi við starf­ semi Menningarmiðstöðvar. Langa­­nesbyggð hafði fram að þeim tíma


SAFNI

3

Ferð starfsmanna MMÞ til Raufarhafnar, setið við hús Guðrúnar Kristinsdóttur.

séð um sýningarstarf og rekstur í húsinu. Sveitarfélagið er aðili að Menningarmiðstöðinni og var því var ákveðið að fella starfsemi Sauða­ nesshúss undir hana. Norður­þing óskaði á sl. ári eftir viðræðum við stjórn MMÞ að stofnunin tæki að sér rekstur Bókasafns Norðurþings. Þeim viðræðum lauk með því að gerður var samningur um reksturinn og tók MMÞ við honum 1. september 2017. Menningarmiðstöð Þingeyinga skiptist í margar deildir og starf­ semin er fjölbreytt. Undir hana heyrir Byggðasafn Þingeyinga í þremur deildum, Sauðaneshús, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljós­ myndasafn Þingeyinga, Myndlistarsafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga, útgáfa Árbókar Þingeyinga og rekstur bókasafns Norður­ þings. Starfsemin gefur óþrjótandi möguleika á aukinni þjónustu, uppbyggingu og meiri umsvifum. Ramminn skapast af lögum og rekstrarframlögum. Gæta þarf að grunninum, halda við fasteignum, safna munum, varðveita þá og skrá auk þess að veita þá grunnþjón­ ustu sem ætlast er til. Stofnunin á Safnahúsið á Húsavík og stóran hluta húsnæðis Byggðasafns Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum en þetta eru gömul hús sem þarfnast orðið mikils viðhalds. Verkefni í viðhaldi eigna, endurnýjun þeirra og markaðssetningu starfseminn­ ar eru óþrjótandi. Það er þó svo að fyrsta skylda er ávallt við menn­ ingararfinn og varðveislu hans, annað verður að koma þar á eftir. Ef skráning muna og varðveisla þeirra er ekki í lagi er grunnurinn fyrir metnaðarfullt safnastarf ekki til staðar. En þrátt fyrir þessi grunn­ atriði sem huga þarf að í starfseminni setur sitjandi stjórn, forstöðu­


4

SAFNI

maður og aðrir starfsmenn ávallt svip sinn á starfsemina. Undan­ farin ár hefur stefnan verið sú að efla tengsl við samfélagið, teygja sig út til þess og virkja aðrar starfsstöðvar en Safnahúsið. Er það mat þeirrar sem þetta skrifar að þessi áhersla hafi glöggt sést í starf­ seminni. Þannig hafa ótalmörg samstarfsverkefni farið af stað, sum tímabundin, önnur varanleg. Boðið hefur verið upp á mikinn fjölda viðburða á hverju ári og oftast eitthvað á flestum starfsstöðvum. Væntingar stóðu til að gestum myndi fjölga, hver heimamaður kæmi oftar og nýtingin yrði betri. Það hefur því miður ekki verið raunin, en sveiflur milli ára eru miklar og oft á tíðum erfitt að segja til um hvað hefur mest áhrif þar á. Fyrir utan fasta liði í safnastarfi var ýmislegt í gangi árið 2017. Sam­ starf héraðsskjalavarðar og stjórnsýslu aðildarsveitarfélaganna efld­ist enn frekar á árinu. Menningarmiðstöðin stóð fyrir röð við­ burða undir heitinu „Baðstofustundir“. Rannsóknarvinna vegna sýn­ ingarinnar úr ljósmyndasöfnum Sigríðar Ingvarsdóttur og Ragnheið­ ar Bjarnadóttur fór í gang um mitt ár. Í tengslum við þá vinnu ákvað stjórn að láta skanna safn Sigríðar sem að stærstu leyti var til á gler­ plötum. Umfangsmestu breytingarnar urðu þegar MMÞ tók við rekstri Bókasafns Norðurþings. Þá fjölgaði svo um munaði í starfs­ mannahópnum, húsnæðinu var breytt og þjónusta í Safnahúsinu bætt. Margar ánægjulegar heimsóknir fengum við á árinu. Forseta­ hjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heiðruðu Safnahúsið með heimsókn þegar þau voru í opinberri heimsókn í október. Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og það er ánægjulegt að Þing­ eyingar líti á Menningarmiðstöðina sem eina af þeim perlum sem þeir vilja sýna gestum sínum.

Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2017 (2016) Helstu tekjuliðir: Frá sveitarfélögum 37.582.876 Frá Safnasjóði 5.117.026 Framlag ríkisins vegna héraðskjalasafns 1.932.500 Aðgangseyrir 4.310.815

(35.794.848) (3.500.000) (856.072) (3.551.339)


5

SAFNI

Framlag ríkisins til reksturs safna Menningarmiðstöð Þingeyinga sótti bæði um rekstrastyrk og verk­ efnastyrki til Safnasjóðs. Eingöngu viðurkennd söfn geta sótt um rekstrarstyrki úr sjóðnum en aðrir aðilar eða félög sem koma að safna­ starfi geta sótt um verkefnastyrk. Menningarmiðstöð Þingey­ inga fékk úthlutað 1.000.000 í rekstrarstyrk, 3.265.000 í verkefna­ styrki og 197.000 í símenntunarstyrk fyrir árið 2017. Í þessu sam­ hengi má benda á að árið 2007, árið sem Menningarmiðstöð Þingeyinga varð til, fékk Safnahúsið á Húsavík 2.400.000 og Bóka- og byggðasafn Norður-Þingeyinga 1.000.000 í rekstrarstyrk. Það ár var heildarrekstrarkostnaður sameinaðrar Menningarmiðstöðvar Þing­ eyinga 21.038.282. Styrkur Safnasjóðs nam 17% af rekstrargjöldum stofnunarinnar. Árið eftir fékk stofnunin fyrst úthlutun sem ein heild í nafni Byggðasafns Þingeyinga og fékk úthlutað kr. 2.500.000. Það ár voru rekstrargjöld 20.695.080 og rekstrarstyrkur úr Safnasjóði því 12% af rekstrarkostnaði. Rekstrargjöld Menningarmiðstöðvar Þing­eyinga árið 2017 var 68.090.495 og rekstrarstyrkur úr Safnasjóði 1.000.000 eða 2% af rekstrargjöldum. Sé einnig tekið tillit til verk­ efna- og símenntunarstyrkja fékk stofnunin samtals 4.265.000 sem eru 7% af rekstrargjöldum stofnunarinnar. Framlag ríkis til reksturs Menningarmiðstöðvarinnar hefur dregist verulega saman hlutfalls­ lega; farið úr 17 % af rekstrargjöldum árið 2007 í samtals 7% 2017 (þar af aðeins 2% í rekstrarstyrk). Þessi samdráttur verður á sama tíma og fjöldi íslenskra safna fer í gegnum það ferli að verða viður­ kennt safn. Viðurkennt safn hefur rétt til að sækja um styrk til safna­ sjóðs. Þær kröfur sem söfn gangast undir þegar þau fá viðurkenn­ ingu eru miklar og kostnaðarsamar. Það er umhugsunarefni að hvatn­ ingu til aukinnar fagmennsku og bættra varðveisluskilyrða skuli ekki fylgja aukið framlag ríkisins heldur þvert á móti sam­ dráttur í framlögum. Eigendur viðurkenndra safna, sem í flestum til­ vikum eru sveitarfélög, þurfa að vera meðvitaðir um þessar breyt­ ingar og beita sér fyrir auknum framlögum í safnasjóð.

Styrkir til sérverkefna Að venju sótt Menningarmiðstöð Þingeyinga um verkefnastyrk til Safna­sjóðs. Stofnunin sendi inn sjö umsóknir og fékk styrk til þriggja verkefna. Verkefnið „Sjónarhorn kvenna, atvinnuljósmyndarinn og áhuga­ljósmyndarinn“ fékk hæsta styrkinn sem stofnunni var úthlut­


6

SAFNI

að að þessu sinni eða 1.800.000 kr. Sigurlaug Dagsdóttir, sem starfað hefur hjá MMÞ undanfarin sumur við sýningargæslu, átti hugmynd­ ina að því verkefni. Lokaafurð verkefnisins verður ljósmyndasýning sem sett verður upp í Safnahúsinu. Stofnunin fékk einnig styrk í verk­ efni sem ber heitið „Að sækja björg í björg – bjargnytjar á Langa­nesi“. Það verkefni hlaut 765.000 krónur í styrk. Því var ætlað að vera nokkurs konar undanfari að nýrri sýningu í Sauðaneshúsi. Síðasta verkefnið sem MMÞ fékk verkefnastyrk til úr Safnasjóði var verkefnið „Ljósmyndir sr. Arnar“ en í það verkefni fengust 700.000 kr. Í byrjun desember var síðan aukaúthlutun úr símenntunarhluta Safnasjóðs. MMÞ sótti um styrk í samstarfi við Safnahúsið í Borgar­ nesi og Menningarmiðstöð Hornafjarðar sem eru, líkt og MMÞ, stofnanir með fjölþætt hlutverk. Sótt var um styrk fyrir fræðsluferð til Skotlands snemma árs 2018. MMÞ hlaut 179.000 kr. styrk úr sjóðnum til að fara í þá ferð. Ferðin verður farin snemma árs 2018. Úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fékk MMÞ tvo verk­ efnastyrki. Annars vegar 600.000 kr. til verkefnisins „Baðstofutón­ leikar“ og hins vegar 200.000 kr. til verkefnisins „Hlunnindi á Langa­ nesi“. Verkefnið Baðstofutónleikar er röð þjóðlegra tón­ listar­ við­burða á vegum MMÞ. „Hlunnindi á Langanesi“ er í raun sama verk­ efni og hlaut styrk úr Safnasjóði. Því miður tókst ekki að koma því verkefni af stað á árinu. En stefnt er að því að vinna það árið 2018.

Starfsfólk Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahópi stofnunarinnar þó að á hverju ári verði einhverjar breytingar. Í upphafi árs fór For­ stöðumaður Sif Jóhannesdóttir aftur í fullt starf en árið áður var hún tímabundið í 50% starfi. Á sama tíma hætti Herdís Sigurðardóttir störfum en hún hafði verið ráðin tímabundið í hlutastarf. Snorri Guðjón Sigurðsson var í fullu starfi sem héraðsskjalvörður, en undir hans starfssvið heyrir einnig öll starfsemi Ljósmyndasafns Þingey­ inga. Kristján Ármannsson var í hálfu starfi við ýmis viðhaldsstörf, umhirðu lóðar og fleira. Harpa Stefánsdóttir var í hlutastarfi við þrif í Safnahúsinu. Hún fór að þykkna undir belti þegar leið á árið og í október eignaðist hún litla stúlku. Þær mæðgur Harpa og Eygló heimsækja Safnahúsið reglulega og gleðja þá sem þar starfa. Meðan á fæðingarorlofi Hörpu stendur hefur Ellen Mjöll Hallgrímsdóttir Viðar séð um ræstingar í Safnahúsi. Ragnheiður Hreiðarsdóttir var í 40% starfi í skráningu í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Í


7

SAFNI

­ yrjun september var Sólrún Harpa Sigurbjörnsdóttir ráðin í hluta­ b starf hjá Safnahúsinu. Guðlaug Dóra Traustadóttir og Sigurlaug Dags­dóttir sáu um móttöku gesta í Safnahúsi yfir sumarmánuðina. Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson önnuðust gesta­ móttöku í Sauðaneshúsi. Það er annað sumarið sem þau koma ­norður til að vinna þar. Þau búa í starfsmannaherbergi í húsinu meðan sýningar þar eru opnar. Ávallt hefur verið leitast við að manna störf með heimafólki en það hefur ekki gengið vel í Sauða­ nes­húsi undanfarin ár. Það er þá mikils virði að fá sama fólkið til starfa ár eftir ár sem að sinnir starfinu af alúð og áhuga. Á Snartar­ stöðum tóku Kristbjörg Sigurðardóttir og Guðrún Kristinsdóttir á móti gestum. Kristbjörg hefur unnið á Snartarstöðum undanfarin ár en Guðrún starfaði þar í fyrsta skipti. Rannveig Halldórsdóttir hefur eftirlit með safninu á Snartarstöðum utan opnunartíma. Líkt og undanfarin ár sinntu Sigurlaug Dagsdóttir og Örn Björnsson starfi bæjarstjóra á Grenjaðarstað. Þegar Menningarmiðstöð Þingeyinga tók að sér rekstur Bókasafns Norðurþings þann 1. september bættist heldur betur við mann­auð­ inn sem hjá stofnunni starfar. Bryndís Sigurðardóttir var ráðin í fullt starf sem deildarstjóri bókasafns og áðurnefnd Sólrún Harpa Reynis­ dóttir var ráðin í hlutastarf á bókasafninu á Húsavík. Jónas Friðrik Guðnason hafði mjög lengi haft umsjón með bókasafninu á Raufar­ höfn og hélt því starfi áfram. Á Kópaskeri sá Elsa Ramirez Perez um afgreiðslu á bókasafni.

Bókasafn Norðurþings Á árinu var skrifað undir samning þess efnis að Menningarmiðstöð Þingeyinga tæki að sér rekstur Bókasafns Norðurþings. Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings samþykkti eftirfarandi um á fundi sínum 10. júní 2015: Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við HéraðsnefndÞingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og sam­ still­ ing bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélag­ inu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjón-


8

SAFNI

ustu í sambærilegum sveitarfélögum. Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sam­eiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Lítið hafði gerst í málinu en nokkrar óformlegar umræður höfðu farið fram og málið var kynnt á stjórnarfundi MMÞ 22. febrúar 2017. Það var síðan tekið aftur upp á fundi stjórnar þann 24. apríl. Stjórn tók vel í hugmyndirnar og þá möguleika til bættrar þjónustu og hag­ ræðingar í starfseminni sem í þeim fólust. Á stjórnarfundi 20. júlí lágu fyrir samningsdrög sem stjórn samþykkti. Árni Pétur Hilmars­ son stjórnarformaður MMÞ og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri skrifuðu undir samning þann 16. ágúst um að MMÞ tæki að sér rekstur bókasafns Norðurþings. Norðurþing greiðir samkvæmt samn­ingnum ákveðna upphæð á ári. Samningurinn gildir til ársloka 2018 en áður en hann rennur út verður farið yfir hvernig til hefur tekist með framlengingu í huga. Í framhaldi af gerð samningsins var farið í breytingar á húsnæði og skipulagi Safnahússins á Húsavík. Starf bókasafnsins hefur hins vegar verið nær óbreytt á Kópaskeri og Raufarhöfn enda mikil festa í starfinu þar og lítil sem engin samlegðaráhrif falin í breytingunum. Ráðinn var deildarstjóri bókasafns, Bryndís Sigurðardóttir, sem var bókasafnsnotendum af góðu kunn. Hún hefur séð um allt daglegt starf bóksafnsins. Opnunartími bókasafnsins var lengdur og aftur tekin upp laugardagsopnun. Gerð var sameiginleg kaffistofa og er starfsmannahópur í húsinu nú ein heild sem er mikið hagræði á svo fámennum vinnustað. Er það mat þeirra sem að þessum breytingum hafa komið að vel hafi tekist til og áhrifin séu jákvæð, bæði fyrir þá sem nýta sér þjónustuna í Safnahúsi og þá sem í húsinu starfa.

Safnahús Á fyrri hluta árs var starfsemi í Safnahúsi með hefðbundnu sniði en talsvert miklar breytingar urðu þegar Menningarmiðstöð þingeyinga tók við rekstri Bókasafns Norðurþings á haustdögum. Snemma sum­ ars var reist var lítið hús í garði Safnahússins til geymslu á sláttu­ traktor og öðru því sem tilheyrir vinnu í garðinum. Það var mikilvæg framkvæmd til að losna við þessi tæki og áhöld úr munageymslu safnsins. Tekið var til í vinnuhluta geymslu undir sjóminjasafni með


9

SAFNI

það að markmiði að bæta aðstöðu til móttöku, skráningar og pökk­ unar nýrra gripa. Garður Safnahússins er vel gróinn og í honum er mikið af trjám og runnum. Hluti trjánna var farinn að skyggja veru­ lega á húsið sem varla sást frá götunni. Því var tekin ákvörðun um að fella talsvert af trjám í garðinum. Það var gert og nú nýtur bæði garð­ urinn og húsið sín mun betur. Þegar gengið hafði verið frá samningum við Norðurþing um að Menningarmiðstöð Þingeyinga tæki við rekstri bókasafns var farið í ýmsar framkvæmdir í húsinu. Markmiðið með breytingunum var að gera þjónustuna í húsinu aðgengilegri fyrir notendur. Opnaður var stærri inngangur í bókasafnið þannig að nú er ávallt opið þar inn. Afgreiðsluborði sem verið hafði á miðhæð var skipt í tvennt og stærri hluti þess færður niður í bókasafn en þar er nú aðalafgreiðsla safns­ ins yfir vetrartímann. Á sumrin verður áfram tekið á móti gestum á sýningar safnsins á miðhæð. Útbúið var leshorn fyrir börn undir stig­ anum á jarðhæð og lesaðstöðu var komið upp í sýningarrými þar. Kaffistofa var færð á einn stað. Við það skapaðist rými á efstu hæð til að bæta les- og rannsóknaraðstöðu skjalasafns. Á breytingatímanum iðaði húsið af iðnaðarmönnum en vaskur flokkur smiða, rafvirkja, pípara og málara kom að framkvæmdunum.

Forsetaheimsókn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid komu í opin­bera heimsókn í Norðurþing dagana 18. og 19. október. Safna­ húsið var einn fjölmargra staða sem þau hjónin heimsóttu í ferðinni. Þau kynntu sér starfsemi safnsins og skoðuðu sýningarnar. Eins og að líkum lætur dró skjalasafnið að sér athygli sagnfræðingsins Guðna. Snorri héraðsskjalavörður kynnti fyrir þeim þau áhugaverðu verkefni sem unnið er að í skjala- og ljósmyndasöfnum Þingeyinga. Forsetahjónin litu einnig inn á bókasafnið og fengu að heyra af þeim breytingum sem þar voru fyrirhugaðar. Síðast en ekki síst hitti svo vel á að okkar ágætu „Krubbar“ voru í húsi við myndgreiningu. Þar var, eins og ávallt, mikið fjör og ekki minnkaði það þegar forseta­ hjónin bættust í hópinn. Þau lögðu að sjálfsögðu sitt af mörkum við myndgreininguna.


10

SAFNI

Handverkskonurnar Elínborg Hólmgeirsdóttir og Guðný Gestsdóttir ásamt Sif, búnar til að taka á móti gestum á Grenjaðarstað.

Grenjaðarstaður Sumarið var afar líflegt á Grenjaðarstað. Heimsóknum hópa fjölgað verulega á milli ára, starfsemi handverkshópsins var öflug og nokkuð var um viðburði. Fjallasýn hafði fyrir sumarið frumkvæði að því að boðið væri upp á sérstaka dagskrá fyrir hópa á þeirra vegum. Dag­ skráin var í þróun yfir veturinn og í maí heimsóttu fyrstu hóparnir safnið. Starfsfólk tók á móti gestunum í búningum og heimsóknin hófst á fyrirlestri um sögu landsins með aðaláherslu á gamla bænda­ samfélagið. Því næst var fólki boðið í bæinn og í þjónustuhús þar sem gestunum var boðið að smakka þjóðlegan mat. Þar var m.a. ­boðið upp á grasamjólk að hætti Elínar í Norðurhlíð. Móttökurnar heppnuðust vel. Nokkrir slíkir hópar komu um sumarið og vonir standa til áframhald verði á samstarfinu. Á síðasta degi maímánaðar kom útskriftarhópur af leikskólanum Grænuvöllum í heimsókn. Þetta er árleg heimsókn þar sem börnin fá leiðsögn um bæinn og enda svo á pylsupartýi. Það er alltaf ánægjulegt að taka á móti þess­ um hópi því börnin eru bæði fróð og áhugasöm og hleypa óneitan­ lega miklu lífi í bæinn. Hlöðuhópurinn stóð fyrir handverkssölu á Hlöðuloftinu þriðja sumarið í röð og var mikil ánægja meðal gesta með þetta framtak. Að baki Hlöðuhópnum stendur handverksfólk úr nágrenninu sem selur ýmsa handgerða muni, s.s. prjónavörur, leirmuni, postulín, út­


11

SAFNI

skorna muni úr tré og fleira. Einnig sá hóp­ urinn um kaffisölu á loftinu sem fékk marg­ an gestinn til að staldra aðeins lengur við á staðnum og njóta umhverfisins. Nokkrir viðburðir voru haldnir í Hlöð­ unni þetta árið. MMÞ stóð fyrir dagskránni Kýr hjálpar til við að halda Grenjaðarstaðarbænum „Bað­stofustundir“. Bet­ snyrtilegum. Mynd: Sigurlaug Dagsdóttir. ur er gerð grein fyrir því í kafla um viðburði. Miklar endurbætur voru gerðar á göngunum í bænum. Þau voru hlaðin upp og lækkuð örlítið. Safnið á Grenjaðarstað var opið frá 1. júní til 31. ágúst, alla daga frá 1018. En þó ­nokkuð var um að opnað væri fyrir hópa utan opnunartíma.

Snartarstaðir Lítið var um framkvæmdir á Snartarstöðum á árinu. Þó var málaður gangur á neðri hæð. Hins vegar var þeim mun meira tekið til. Ófremdarástand hafði skapast á í þeim tveimur herbergjum sem nýtt voru undir geymslur. Þangað inn hafði verið hrúgað bæði safngripum og ýmsu öðru sem átti þangað lítið erindi. Sig­ urlaug Dagsdóttir hafði tekið að sér að fara yfir safngripi, skrán­ ingu og fleira. Þegar hún kom á staðinn var ljóst að það var ekki vinnandi vegur í því ástandi sem var í geymslum og skápum. Það varð því úr að Sig­ ur­laug fór í gagngera til­ tekt og endurröðun. Frá tiltekt á Snartarstöðum.


12

SAFNI

Það sem ekki átti heima í geymslum var tekið þaðan, öðru raðað og þeir gripir skráðir sem voru óskráðir. Forstöðumaður kom ásamt Sigur­ laugu að verkinu, einkum þar sem þurfti að taka ákvarðanir um varð­ veislu og annað. Safnið var að venju opið alla daga kl. 13-17 frá júníbyrj­ un til ágústloka. Sumarið var heldur rólegt og gestir með allra fæsta móti. Það má e.t.v. rekja til þess að nú var í fyrsta sinn innheimtur að­ gangseyrir að sýningunni í húsinu. Nokkrir viðburðir voru haldnir á Snartarstöðum. Nánar er gerð grein fyrir þeim annars staðar í Safna.

Sauðaneshús Sýningin í Sauðaneshúsi var opin alla daga frá 15. júní til 31. ágúst frá kl. 11-17. Þar var farið í smávægilegar framkvæmdir, sett upp handrið, hillur og fleira. Sumarið var mjög hefðbundið en gestir í færra lagi. Í upphafi sumars heimsótti hópur starfsmanna ferðaskrif­ stofa safnið. Heimsóknin var á vegum Markaðsstofu Norðurlands. Hún heppnaðist afar vel og er ánægjulegt þegar slíkar ferðir ná alla leið til Langaness sem því miður er heldur sjaldgæft. Nokkrir við­ burðir voru haldnir í húsinu en um þá verður fjallað í sérkafla. Steinholt – saga af uppruna nafna er ljósmyndasýning ljósmyndar­ ans Christophers Taylors sem haldin var 22. til 23. júlí og var einnig sett upp í Safnahúsinu í ágúst. Sýningin á uppruna sinn á Þórshöfn og nágrenni þar sem Christopher hefur dvalið löngum stundum. Kona Christophers, Álfheiður, á einnig rætur að rekja til svæðisins og því var vel við hæfi að sýningin var sett upp í Sauðaneshúsi.

Sérsýningar Eftirfarandi sérsýningar voru haldnar í Safnahúsinu á Húsavík árið 2017: • Greiningarsýning á myndum úr Ljósmyndasafni Þingeyinga 3.27. febrúar. Íbúar úr Þingeyjarsýslum voru hvattir til þess að koma við í Safnahúsinu og aðstoða starfsfólk safnsins við að bera kennsl á ljósmyndir. Mikið af myndefni var greint og vakti sýningin verðskuldaða athygli að vanda. • Afmælissýning ASÍ 5. mars til 12. apríl. Mjög fræðandi og áhuga­ verð ljósmyndasýning sem veitti innsýn í starfsemi Alþýðusam­ bands Íslands á hundrað ára afmæli sambandsins. Ljósmyndirn­ ar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin var athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum


SAFNI

• •

13

og vinnuumhverfi. Texta- og sýningarhöfundur: Sumarliði R. Ís­ leifsson. Sýningarstjóri: Sigurlaug Jóna Hannesdóttir. Myndlistarsýning barnanna 23. mars til 8. apríl. Sýningin var sam­ starfsverkefni leikskólans Grænuvalla og Safnahússins. Á sýn­ ingunni var úrval mynda úr Myndlistarsafni Þingeyinga, listaverk barna á Árholti og myndir frá vinnu krakkanna fyrir sýn­inguna. 90 ára afmælissýning Völsungs 12. apríl til 20. maí. Á sýningunni var rýnt í hvernig samfélagið mótar íþróttafélag og hvernig íþróttafé­ lag mótar samfélag. Sýningarstjóri var Röðull Reyr Kárason. Þá og nú 27. maí til 23. júlí. Málverkasýning Guðbjargar Ring­ sted. Sýnd voru verk frá árinu 2012 og fram til dagsins í dag. Sem fyrr leitaði Guðbjörg í smiðju gamalla blómamynstra frá íslenska kvenþjóðbúningnum. Þetta var 32. einkasýning Guðbjargar. Langt í burtu, hérna 10. júní til 19. september. Ljósmyndasýning Martin Cox. Margar myndanna á sýningunni voru afrakstur dvalar Martins á Húsavík sumarið 2016 og bjó hann til mynda­ röð undir áhrifum af landslagi og sögu Húsavíkur. Sýningin var heillandi og dró fram liti og sjónar­ horn í umhverfi okkar sem fara stund­ um fram hjá okkur í hinu dag­ lega amstri. Við opn­ un sýningarinnar framdi Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir gjörn­­ ing í garðinum við Gjörningur Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur í Safna­hússgarðinum. Safnahúsið. Málverkasýning Gunn­hildar Ingólfsdóttir 22. september til 5. október. Frá Íslandi til Tasmaníu 6.-22. október. Ljósmyndasýning Guð­ mundar Bjartmarssonar. Á sýningunni voru myndir frá tveimur ólíkum heimum, Íslandi og Tasmaníu. Einnig voru sýnishorn af ritum sem Guðmundur vann upp úr handritum föður síns og afa. Guðmundur lést 10. mars síðastliðinn og sáu systur hans um uppsetningu sýningarinnar. S teinholt – saga af uppruna nafna 13. ágúst til 30. september. Ljós­ myndasýning Christophers Taylors. Eiginkona Christo­phers, Álf­


14

SAFNI

heiður, á rætur að rekja til Þórshafnar á Langanesi og dvaldi Christopher á þeim slóðum til þess að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti. Sýningin er inn­ blásin af forfeðrum Álfheiðar sem ferðuðust vítt og breitt um svæðið í leit að atvinnu eða búsetu og eru myndirnar dulúð­ legar og heillandi. Sýningin hafði áður verið sett upp í Kína, Frakklandi og á Þjóðminjasafni Íslands. Christopher lagði hins vegar áherslu á það frá upphafi að hún yrði sýnd Þingeyjarsýslu enda er hún sprottin upp úr þeim jarðvegi sem hér er. Hluti sýningarinnar var settur upp í Sauðaneshúsi 21.–23. júlí. • Myndir úr Mývatnssveit – sr. Örn Friðriksson 15. desember 2017 til 15. janúar 2018. Greiningarsýning á myndum úr Ljósmynda­ safni Þingeyinga. • Þetta vilja börnin sjá 1. desember 2017 til 13. janúar 2018. Ár­ lega stendur Gerðuberg fyrir gerð sýningar á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum. Sýningin er alltaf fyrst sett upp í Gerðubergi en ferðast síðan á milli safna. Það er nánast árlegur viðburður að sýningin endar í Safnahúsinu og við fáum að njóta hennar í svartasta skammdeginu. Sérstakir gestir opn­ unarinnar voru nemendur í 2. og 3. bekk Borgarhólsskóla.

Fundir, tónleikar, fyrirlestrar o.fl. Safnahúsið á Húsavík

• M áfahátíðin á Húsavík: hluti dagskrár fór fram í Safnahúsinu þann 9. mars. Dagskráin var á vegum Fuglastígs á Norðaustur­ landi. Darren Woodhead, heimsþekktur fuglalistmálari, málaði fuglana okkar og sagði frá listsköpun sinni. Yann Kolbeinsson, starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands, afhjúpaði líf máf­ anna og Tormod Amundsen sagði frá undraverðri upp­ byggingu fuglaskoðunar í Varanger í Norður-Noregi. • Lokahátíð stóru upplestrarkeppninar í Suður-Þingeyjarsýslu var haldin í Safnahúsinu þann 24. mars. • Aðalfundur Hins þingeyska fornleifafélags var haldinn 20. apríl. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur fjallaði um nýfundnar tóftir í landi Hofstaða í Mývatnssveit og Ingvar Teitsson sagði frá forn­ um leiðum í Þingeyjarsýslu. • „Um förumenn og flakkara“ var heiti á erindi dr Sigurgeirs Guð­


15

SAFNI

jónssonar sagnfræðings sem haldið var á alþjóðlega safnadegin­ um 18. maí. Í erindi sínu fjallaði Sigurgeir um aðstæður og ævi­ þætti nokkurra einstaklinga á Norðurlandi á liðnum öldum sem fóru aðrar leiðir en fjöldinn. • Borgarleg ferming á vegum Siðmenntar fór fram í Safnahúsinu þann 3. júní. • The Explorers Festival, hluti dagskrár þann 23. september. Dag­ skráin er haldin af Könnunarsögusafninu. Meðal viðburða sem fóru fram í húsinu var afhending Landkönnunarverðlauna Leifs Eiríkssonar. • Þann 11. október fylltist Safnahúsið fögrum tónum þegar tón­ listar­konurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir fluttu dag­ skrána Íslenskar söngperlur, allt frá Sigvalda Kaldalóns til Megasar. Þær stöllur eru þekkar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og buðu upp á fallega kvöldstund á safninu.

Grenjaðarstaður Tónlistarkonurnar Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Helga Kvam hafa sökkt sér ofan í tónsmíðar frú Maríu Elísabetar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað. María Elísabet var fyrst íslenskra kventónskálda til að fá verk sín gefin út á prenti en söng­ lag hennar „Farfuglarnir“ birtist í Óðni 1915. María Elísabet var prest­ frú á Grenjarstað, stjórnaði þar kirkjukór og lék á orgel. Hún samdi nokkur sönglög sem komu út í litlu hefti undir titlinum Þrá árið 1949 þar sem Árni Björnsson útsetti pí­ anóundirleik við lögin fjórum árum eftir andlát hennar. Þrá er fyrsta sönglagahefti eftir kvenskáld sem kemur út á Íslandi. Þar semur María Elísabet lög við texta Huldu, Davíðs Stefánssonar, Jóns frá Hrafnagili og Tónlistarkonurnar Fanney Kristjáns Páls J. Árdal. Fanney og Helga hafa Snjólaugardóttir og Helga Kvam við unnið með útsetningar Árna á lög­ gamla bæinn á Grenjaðarstað. Mynd: Daníel Starrason. um Maríu Elísabetar og bætt við sín­


16

SAFNI

um eigin. Þær frumfluttu dagskrá með sönglögum úr „Þrá“ í Hlöð­ unni á Grenj­aðarstað þann 19. júní. Dagskráin var einstaklega vel samansett úr tali og tónum. Var það afar vel við hæfi að dagskráin skyldi fyrst flutt á Grenjaðarstað. Hlaðan var full af fólki og voru mót­ tökur afar góðar.

Baðstofustundir MMÞ fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra til að halda dagskrá sem fékk heitið Baðstofustundir. Meginhugmyndin var að setja saman röð af tónlistarviðburðum með þjóðlegu yfir­ bragði og að hver viðburður væri haldinn einu sinni í SuðurÞing­eyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Viðburðir voru ýmist haldnir í húsnæði á vegum Menningarmið­ stöðvar eða í öðru hentugu húsnæði. Lögð var áhersla á dreifingu viðburða um starfssvæði Menningarmiðstöðvar. Stór hluti viðburð­ anna var búin til sérstaklega fyrir þessa dagskrá. Listamennirnir voru sumir á gamalkunnum slóðum í tónlistinni en aðrir nýttu tækifærið og fetuðu sig inn á nýjar brautir. Dagskránni var afar vel tekið og fjöldi manns naut viðburðanna. Eftirfarandi viðburðir voru á dagskránni: • „Lög tímanna – óskalög frá Íslands þúsund árum“ nefndist tón­ listardagskrá Þórarins Hjartarsonar stálsmiðsins syngjandi. Þessi fjölbreytta og fróðlega dagskrá var flutt í Hlöðunni á Grenj­ aðarstað 12. ágúst og á fyrsta vetrardag þann 21. október í Sauðaneshúsi. • Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Helga Kvam settu saman þjóðlagadagskrá sem þær fluttu 24. ágúst í Hlöðunni á Grenj­ aðarstað og 31. ágúst á Snartarstöðum. Þær stöllur hafa unnið að mörgum verkefnum saman og hafa lag á að skapa sérlega ljúfa og góða stemningu. • Siglfirsku kvæðamennirnir Örlygur og Gústaf fluttu í tvígang stemmur og tvísöng fyrir Norður-Þingeyinga þann 26. ágúst. Þeir hófu leikinn um miðjan dag á Snartarstöðum og fluttu dagskrána síðan í Sauðaneshúsi um kvöldið. • Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Braga­ son komu fram í Hnitbjörgum á Raufarhöfn þann 5. október og í Safnahúsinu á Húsavík þann 6. október. Vandræðaskáldin


17

SAFNI

Tónleikar Heilsutríósins í Sjóminjasafninu.

eru söngdúett sem oftar en ekki fjalla um þjóðfélagsmálin á gagn­rýninn og um leið gamansaman hátt. • Heilsutríóið nefndi tónleika sína „Þjóðlög þá og nú“. Þann 24. október voru tónleikarnir frumfluttir í Skjálftasetrinu á Kópa­ skeri. Kvöldið eftir, þann 25. Október, var dagskráin flutt í sjó­ minjasafnshluta Safnahússins. Dagskránni var afar vel tekið og var bekkurinn býsna þétt setinn á sjóminjasafninu en um 140 manns sóttu þá tónleika.

Aðsóknartölur 2017 (2016) Gestir í Safnahúsi Gestir á Grenjaðarstað Gestir á Byggðasafni Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum Gestir í Sauðaneshúsi

3.184 2.658

(3.894) (2.887)

349 414

(456) (459)

Nokkuð miklar sveiflur eru í aðsókn milli ára og oft erfitt að segja til um hvað hefur þar mest áhrif. Hér að neðan eru stöplarit yfir að­ sókn frá árinu 2010. Þar má sjá ýmislegt áhugavert. Gerð voru stöpla­ rit fyrir Safnahúsið, Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum og Safnið á Grenjaðarstað. Í Safnahúsinu er vægi íslenskra gesta


18

SAFNI

langmest. Það skýr­ ist væntanlega að stærstum hluta af því að þar er starf­ semi allt árið, tals­ vert mikill fjöldi við­ burða og stór hluti gesta heimamenn. Þar sjást ekki merki hins gríðarlega vax­ andi fjölda ferða­ manna sem sækir Húsavík heim. Þangað koma nánast engir hópar og í samskiptum við ferðaskrifstofur er ljóst að safnið er ekki ofar­ lega á blaði. Flestir sækja bæinn heim til að fara í hvalaskoðun og í því samhengi hefur Hvalasafnið mikið aðdráttarafl. Safnahúsið er ekki sýnilegt í bæjarmyndinni og úr því þarf að bæta. Á Grenjaðarstað hefur gestum frekar fjölgað en hitt. Það sem er hins vegar mest áberandi þar er hve vægi erlendra gesta er mikið og eykst ár frá ári. Segja má að þar hafi orðið alger viðsnún­ ingur á hlutföllum frá árinu 2017. Ferðaskrifstofur hafa aukinn áhuga á staðnum, sífellt fleiri hópar koma á hverju ári og þar má greina aukinn fjölda skemmtiferðaskipa sem til Húsavíkur koma. Aðgengi að bænum er ágætt, bærinn er stór og þjónustan góð. Á Snartarstöðum hefur gestum því miður fækkað veru­ lega og er það þró­ un sem þarf að


19

SAFNI

skoða og helst að reyna að snúa við. Tvær megin ástæður er hægt að telja til í þessu samhengi. Vegur yfir Hólaheiði var opnaður í nóvem­ berbyrjun árið 2011 en þá lá leið til Raufarhafnar og austur um ekki lengur fram hjá safninu. Árið 2017 var síðan í fyrsta sinn frá árinu 2008 seldur aðgangur að safninu.

Samstarf og samstarfsverkefni Óhætt er að segja að nokkur festa sé komin í samstarf við skólastofnanir á Húsvík sem er vel. Framhaldskólanemar í vís­ indaensku við Framhaldsskól­ ann á Húsavík unnu annað árið í röð verkefni á safninu. Smári Sigurðsson hefur stýrt verkefn­ inu og nemendur hafa sinnt því af áhuga og vandvirkni. Mikið samstarf hefur verið árum saman við leikskólann Grænu­ velli. Myndlistarsýning barn­anna var opnuð seinni partinn í mars. Vinnan bak við þá sýningu tekur margar vikur og krakkarnir koma í margar heimsóknir til að undirbúa sýninguna, velja verk, vinna verk og stjórna uppsetn­ ingu. Elsti árgangurinn af Grænuvöllum kom í sína árlegu útskriftarferð í Grenjaðarstað í lok maí. Það hefur verið einstak­ lega ánægjulegt að fylgjast með þeirri þróun sem orðið hefur í þessu samstarfi. Nemendur leik­ skólans þekkja söfnin sín vel, kunna að koma í safnaheim­ sóknir og fræðast um sögu og umhverfi sitt. Menningarmiðstöð Þing­ eyinga tekur þátt í fjölbreyttu

Unnið að listaverkum fyrir „Mynd­listar­ sýningu barnanna“.

Árleg útskriftarferð leikskólans Grænu­ valla á Grenjaðarstað.


20

SAFNI

samstarfi á heims- og landsvísu. Stofnunin er aðili að ICOM alþjóða­ ráði safna, FÍSOS félagi íslenskra Safna og safnamanna, Samtökum íslenskra sjóminjasafna, Samtökum um sögutengda ferðaþjónstu, Safnaþingi – félagi safna, sýninga og setra í Þingeyjarsýslu og Norð­ urhjara – samtökum ferðaþjónustuaðila frá Tjörnesi að Bakkafirði. Á árinu var afar gott samstarf við íþróttafélagið Völsung sem setti upp afmælissýningu sína í Safnahúsinu. Við undirbúning sýningar­ innar var leitað í hin ýmsu söfn stofnunarinnar, ljósmyndasafn, skjala­safn og munasafn.

Námskeið Forstöðumaður fór á námskeiðið „Húmor og gleði í samskiptum, hlátur er dauðans alvara“. Námskeiðið var ein kvöldstund og kennari var Edda Björgvinsdóttir. Á námskeiðinu var fjallað um samskipti á víðtækan hátt, með megináherslu á samskipti á vinnustöðum og á hvern hátt húmor getur gert samskiptin betri. Eins og gefur að skilja var kvöldstundin afar skemmtileg en ekki síður gagnleg, þar sem efni fyrirlestranna og æfingar hjálpuðu þátttakendum að greina eigin samskipti og samskiptin innan viðkomandi vinnustaðar. ­ Enginn stórvirki gerast á einni kvöldstund, en það er ávallt þarft að staldra við og líta í eigin barm. Forstöðumaður og héraðsskjalavörður tóku þátt í farskóla safna­ manna sem haldinn var á Siglufirði dagana 27.–29. september. Yfir­ skrift farskólans var að þessu sinni „Söfn í stafrænni veröld“. Á dag­ skránni var fjöldi fyrirlestra og vinnustofa. Horft var til starfs­umhverfis safna og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í þeim mikl­ um tæknibreytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum.

Fundir Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hélt fjóra stjórnarfundi á árinu og aðalfundur stofnunarinnar var haldinn á Grenjaðarstað þann 3. maí. Fundurinn hófst á erindi Guðmundar Lúthers sviðs­ stjóra húsasafns Þjóðminjasafns Íslands um samstarf húsasafnsins við heimamenn og framtíðaráætlanir varðandi hús safnsins í Þingeyjar­ sýslu. Opinn stefnumótunarfundur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga var haldinn í þjónustuhúsinu við Byggðasafnið á Grenjaðarstað þann


21

SAFNI

22. febrúar. Mikil breyting hefur orðið á starfsemi stofnunarinnar síðastliðin 10 ár og því var orðin þörf á því að endurskoða stefnuna. Stofnunin er sameign Þingeyinga og því var almenningi boðið að taka þátt í stefnumótunarvinnunni og hafa þannig áhrif á menn­ ingarstarf í sinni heimabyggð. Forstöðumaður sótti eftirfarandi fundi: • Stjórnarfundi Hvalasafnsins á Húsavík. • Stjórnarfundi Íslandsdeildar ICOM. • Stjórnarfundi Íslandsdeildar Bláa skjaldarins. • Fundi ritnefndar Árbókar Þingeyinga en í þeirri nefnd situr ávallt forstöðumaður Menningarmiðstöðvar. • Fundi starfshóps á vegum Safnaráðs um verklag við úthlutun styrkja úr Safnasjóði. • Fund hóps um verkefni tengt Skjálfandaflóa sem haldinn var í Löngubúð 18. janúar. • Fund með Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði og Guð­ mundi Lúther sviðsstjóra húsasafns Þjóðminjasafnsins 8. mars á Grenjaðarstað. • Forstöðumaður fór í heilmikla fundarferð til Reykjavíkur 18. og 19. apríl. Þá voru haldnir eftirfarandi fundir: Vorfundur Þjóð­ minja­ safns, fundur Samtaka íslenskra sjóminjasafna, fundur starfs­manns Safnaráðs með forstöðumönnum blandaðra safna og fundur forstöðumanna menningarminjasafna. Það er vel þegar fundum er raðað þannig að hægt sé að ná mörgum fund­ um í einni ferð. Það sparar bæði tíma og peninga og verður til þess að safnafólk út á landi getur sótt fundi sem það e.t.v. annars myndi missa af. • Þar að auki fjöldi funda vegna sýninga og samstarfsverkefna.

Útgáfa Safni, fréttablað eða ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, kom heldur seint út þetta árið. Blaðið kom ekki úr prentun fyrr en um miðjan ágúst og fór þá í dreifingu. Safni hefur komið óslitið út frá því árið 1981 og er mikilvæg og merk heimild um samstarf Þing­ eyinga í safnamálum og starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og forvera hennar. Árbók Þingeyinga kom út um miðjan nóvember og er það fyrr en yfirleitt er. Árbókin, sem komið hefur út óslitið síðan árið 1958, er


22

SAFNI

skemmtilegt rit sem fjölmargir bíða eftir á hverju ári. Þó fækkar lesendum frekar ár frá ári. Áskrifendahópurinn telur samt tæplega 500 manns og alltaf er þó nokkur lausasala á bókinni. Ritstjóri ár­ bókarinnar er Björn Ingólfsson á Grenivík og í ritnefnd sitja ásamt Birni, Kristjana Erna Helgadóttir frá Kópaskeri, Sæþór Gunnsteins­ son í Presthvammi og Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður MMÞ. Á árinu voru útbúnir nýir kynningarblöðungar fyrir alla sýningar­ staði MMÞ.

Aðföng Byggðasafn Suður-Þingeyinga Eftirtaldir afhentu gripi á árinu: Dagur Jóhannesson, Haga Aðaldal. Guðni Halldórsson, Húsavík. Jón Helgi Gestsson, frá Múla í Aðaldal. Jón Gústafsson, Rauðafelli í Bárðardal. Jón Sveinn Þórólfsson, Húsavík. Tryggvi Finnsson, Húsavík, afhenti gripi frá Kaupfélagi Þingey­inga.

Ljósmyndasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2017 er talin vera rúmlega 130.000 myndir. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagna­ grunna, Ljósmyndasafn og Mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 71.028 myndir tölvuskráðar í gagna­ grunni ljósmyndasafnsins og 11.212 myndir í gagnagrunni manna­ myndasafnsins. Samtals voru því 82.240 myndir tölvuskráðar. Á árinu náðist að skanna og skrá 8.030 myndir í ljósmyndasafnið og 519 myndir í mannamyndasafnið. Að auki var talsverður fjöldi ljósmynda, sem var búið að skrá í mannamyndasafnið, skannaður og myndirnar tengdar við gagnagrunninn. Safnið eignaðist fullkomna myndavél, ljósabúnað og afritunarstatíf á árinu. Með tilkomu þessa búnaðar verður hægt að ljósmynda stærri myndir og afrita glerplötur. Helstu verkefni á árinu: • Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar. Unnið var við skönnun safnsins allt árið og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki árið 2018.


23

SAFNI

Harpa Stefánsdóttir að ljósmynda glerplötur Sig­ríðar Ingvarsdóttur.

• Ljósmyndasafn Sigríðar Ingvarsdóttur. Í tengslum við fyrirhug­ aða sýningu Sigurlaugar Dagsdóttur á myndum úr safni Sigríðar fékkst styrkur til að ljósmynda glerplötusafn hennar. Harpa Stef­ ánsdóttir var ráðin í að ljósmynda allar glerplöturnar. Skráning myndanna í gagnagrunn hófst á árinu og mun klárast árið 2018. • Ljósmyndasafn Friðgeirs Axfjörð. Lokið var við að skanna filmu­ safnið í byrjun árs. Safnið var afhent í maí 1980 en hefur verið óskráð fram að þessu. Það er nú fullskráð og samanstendur af 3.034 myndum, allt á filmum. Töluvert er um að fólk skili inn myndum sem engar upplýsingar fylgja. Vitaskuld er tekið við slíkum myndum og fólk hvatt til slíkra innskila frekar en fleygja myndum sem því miður hefur verið of ­mikið gert af. Alltaf er einhver von um að þeir þekkist sem á mynd­ unum eru þegar greiningarsýningar safnsins eru haldnar.

Miðlun Menningarfélagið Gjallandi í Mývatnssveit óskaði eftir kynningu á ljósmyndasafninu í janúar og var sjálfsagt að bregðast við því. Mjög vel var mætt til fundar í Skjólbrekku og góður rómur gerður að kynningunni. Þrjár greiningarsýningar voru haldnar á árinu. Í febrúar var grein­


24

SAFNI

Sr. Örn Friðriksson að taka „sjálfu“.

ingarsýning á myndum úr safninu opnuð í Safnahúsinu. Ein grein­ ingarsýning haldin í Þingeyjarskóla fyrir félag eldri borgara. Í desem­ ber var síðan greiningarsýning á ljósmyndum úr safni sr. Arnars Frið­rikssonar opnuð í Safnahúsinu. Mikill fjöldi mynda var greindur á þessum sýningum og mikið af upplýsingum, sem annars hefðu annars glatast, skráðar við myndirnar. Um páskana stóðu Félags- og menningarmálanefnd Skútustaða­ hrepps, Menningarfélagið Gjallandi og Ljósmyndasafn Þingeyinga fyrir ljósmyndasýningu í Skjólbrekku á ljósmyndum úr safni séra Arnar Friðrikssonar. Sýningin var mjög vel sótt og vakti mikla athygli. Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara undir stjórn Haf­ liða Jósteinssonar, komu margar ferðir í ljósmyndasafnið á árinu til að greina ljósmyndir. Þessar heimsóknir hafa verið einkar ánægju­ legar og hafa margar sögur rifjast upp við rýningu myndanna. Svo skemmtilega vildi til að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid komu í heimsókn á safnið á meðan að Krubbarnir voru að greina myndir. Kristbjörg Jónasdóttir kom reglulega á safnið í sjálfboðavinnu til að greina ljósmyndasafn Sigurðar Péturs Björnssonar og sr. Arnar Friðrikssonar. Ljósmyndasafnið vill þakka Krubbum og Kristbjörgu kærlega fyrir aðstoðina.


25

SAFNI

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed greina gamla ljósmynd frá Húsavík

Aðföng Alls bárust ljósmyndasafninu 24 afhendingar á árinu og varð safn­ aukin um 7.800 myndir. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2017/1 401 mynd frá starfsemi Golfklúbbs Húsavíkur. Ingimar S. Hjálmarsson. 2017/2 611 myndir frá ýmsum framkvæmdum Norðurþings. Tryggvi Jóhannesson. 2017/3 443 myndir frá Bárðardal. Jón Sveinn Þórólfsson. 2017/4 30 myndir úr fórum Kristjáns Fr. Guðmundssonar og Nönnu Helgadóttur. Helga Kristjánsdóttir. 2017/5 70 myndir úr fórum Auðar Tómasdóttur frá Stafni. Þórey Ketilsdóttir frá Halldórsstöðum. 2017/6 1 mynd úr fórum Snorra Jónssonar. Áskell Jónasson. 2017/7 39 myndir úr fórum Sigurðar Ólasonar. Hólmfríður Sigurðardóttir. 2017/8 1 mynd af Benedikt Guðjónssyni frá Austur-Haga. Dagur Jóhannesson. 2017/9 201 mynd úr fórum Dagrúnar Jakobsdóttur og Alfreðs


26

SAFNI

Árnasonar Hlíð. Svavar Aðalsteinsson f.h. Guðrúnar Alfreðsdóttur. 2017/10 Eitt albúm með 25 myndum frá Hallgrími Péturssyni. Pétur Pétursson. 2017/11 11 myndir frá Halldórsstöðum í Laxárdal. Myndir frá byggð Vesturfara í Winnipeg. Halldór Valdimarsson. 2017/12 1 mynd úr fórum Höllu Loftsdóttur af stofnfundi Sam­ bands norðlenskra kvenna 1914. Sigurjón Jóhannesson. 2017/13 248 myndir frá starfsemi Leikfélags Húsavíkur. Halla Tryggvadóttir. 2017/14 39 myndir úr fórum Marteins Steingrímssonar og Hermínu Eiríksdóttur. Hlífar Karlsson. 2017/15 66 myndir úr fórum Jóhanns Tryggvasonar. Jóhann Kristján Ragnarsson. 2017/16 Ótalið (um 5000 myndir). Úr fórum sr. Arnar Friðrikssonar. Friðrik Dagur Arnarson. 2017/17 55 myndir úr fórum Ingibjargar Karlsdóttur. Guðný Dóra Kristinsdóttir. 2017/18 5 myndir úr fórum Sigurbjörns Árnasonar og Þórdísar Jóns­ dóttur. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir. 2017/19 427 myndir úr fórum Hólmfríðar Jónsdóttur frá Kaldbak. Íris Arthúrsdóttir. 2017/20 Eitt albúm með 16 myndum úr fórum Gunnars Valdimars­ sonar. Sigurjón Jóhannesson. 2017/21 2 myndir frá Baldursheimi. Skúli Jón Sigurðarson. 2017/22 91 mynd úr fórum Hrólfs Árnason Þverá. Eiður Árnason. 2017/23 1 mynd af þremur systrum. Birkir Fanndal. 2017/24 3 myndir. Skólaspjald frá Laugum. Ókunnur.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varan­ leg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hags­ muni og réttindi bæði opinberra aðila og einstaklinga og einnig til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu svæðisins. Héraðsskjala­ söfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjala­vörslu.


27

SAFNI

Héraðsskjalasafnið tekur einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í umdæmi þess. Skjöl sem berast frá einstakling­ um eru t.d. sendibréf, dagbækur, greinar, frásögur og ljósmyndir. Fé­ lög og fyrirtæki afhenda t.d. fundargerðarbækur, bréfasöfn, afmælis­ rit og bókhaldsgögn.

Að venju bárust skjalasafninu fjölmargar fyrirspurnir símleiðis, í gegnum vefpóst eða með heimsókn á skjalasafnið. Alls bárust 264 fyrirspurnir á árinu eða rúmlega 22 á mánuði að meðaltali sem er mikil aukning frá árinu á undan. Flestar fyrirspurnirnar, tæplega 58%, bárust með því að fyrirspyrjandi kom á skjalasafnið. Í 26% til­ fella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í rúmlega 10% tilfella bárust þær símleiðis. Í einu tilfelli kom fyrirspurn í gegnum samfé­ lagsmiðil. Héraðsskjalavörður fór í helmingi fleiri heimsóknir á ár­ inu en árið áður eða 15 heimsóknir. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendi fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 67% karlar en 33% konur. Lessalur safnsins var stækkaður á árinu og geta nú 8 manns setið við fræðistörf í einu. Að venju var salurinn vel sóttur á árinu og voru 137 skjalaöskjur afgreiddar þangað.

Miðlun Héraðsskjalasafnið fékk tvo verkefnastyrki frá Þjóðskjalasafns Íslands til miðlunar á elstu gjörðabókum sveitarfélagana. Annar styrkurinn var til þess að ljósmynda bækur og skrá lýsigögn. Sigurður Narfi Rún­arsson var ráðinn til að ljósmynda bækurnar en héraðsskjala­ vörður sá um skráningu lýsigagna. Alls voru 36 gjörðabækur mynd­


28

SAFNI

aðar og skráðar. Hinn styrkinn fengu Héraðsskjalasafn Árnesinga, Hér­ aðsskjalasafnið á Akureyri og Héraðsskjalasafn Þingeyinga sam­eiginlega til að þróa áfram vefviðmót til að birta skjöl á vefnum. Bæði þessi verkefni gegnu vel og þann 1. desember var skjalavefur Héraðs­ skjalasafns Þingeyinga opnaður með þessum 36 gjörðabókum, sam­ tals tæplega 12.000 bls.

Skjalavefur héraðsskjalasafnsins Á aukaaðalfundi Félags Héraðsskjalavarða á Íslandi, sem fór í húsa­ kynnum Borgarskjalasafns Reykjavíkur 28. mars, var ný stjórn kosin. Stjórnina skipa nú héraðsskjalavörður Þingeyinga, Borgarness, Skag­ firðinga, Austfirðinga og Borgarfjarðar auk Borgarskjalavarðar. Á aðal­fundi félagsins í október var sú stjórn endurkjörinn en það fækk­ aði um einn í stjórninni þar sem héraðsskjalavörður Skagfirðinga gaf ekki kost á sér. Markmið félagsins er að vera virkur samstarfsvett­ vangur héraðsskjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin, hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og verkefni sem snúa að skjala­ vörslu í sveitarfélögum á Íslandi. Markmiðum félagsins skal reynt að ná m.a. með ýmiskonar fræðslu- og kynningarstarfsemi svo sem fundum, námskeiðum, fyrirlestrum, málþingum og útgáfu og sam­ starfi við einstaklinga, stofnanir og samtök er koma með einum eða öðrum hætti að skjalavörslu. Norræni skjaladagurinn haldin 11. nóvember. Hann er árviss við­ burður þar sem skjalasöfn á öllum Norðurlöndum veita aðgang að

Skjalavefur héraðsskjalasafnsins.


29

SAFNI

ýmsum heimildum sem þau varðveita og miðla fræðslu til þeirra sem vilja kynna sér betur starfsemi þeirra. Þema skjaladagsins þetta árið var „Hús og heimili“ og var fjallað um skjöl og skjalaflokka sem tengjast húsum, húsagerð, híbýlum, heimilishaldi og innanstokks­ munum í víðum skilningi. Framlag Hérðasskjalasafn Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar, „Óskarsbraggi”, „Endurminn­ ingar úr Svartárkoti“ og „Kvíabekkur“ Þessar greinar eru allar að­ gengilegar á www.skjaladagur.is.

Námskeið og fundir Héraðsskjalavörður tók þátt í sameiginlegum fundi héraðsskjala­ safna og Þjóðskjalasafns Íslands sem fór fram dagana 27. –28. mars í Reykjavík. Á fundinum upplýsti Þjóðskjalasafnið um lög um opinber fjármál og eftirlitskönnun með starfsemi héraðsskjalasafna. Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur hjá Persónuvernd, flutti fróðlegt erindi um nýja persónuverndarlöggjöf sem er væntanleg árið 2018. Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, flutti erindi um varðveislu gagna í stjórnsýslunni. Mikil hópavinna fór fram á ráð­ stefnunni þar sem fjallað var um verkefni opinberra skjalasafna, s.s. hvernig skjalasöfnin geta mætt þörfum notenda þeirra, hvaða töl­ fræði söfnin ættu að safna um starfsemi þeirra, hvað ætti að koma fram í ársskýrslum safnanna, hvernig miðlunar- og ímyndarmálum skjalasafna sé best hagað og með hvaða hætti beri að framkvæma eft­ irlit með skilaskildum aðilum. Dagana 29.-31. ágúst var ráðstefna veturnorræna skjalasafna haldin í Reykjavík. Ráðstefnuna sóttu skjalaverðir frá Færeyjum, Græn­landi og á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldin á Ís­ landi en samstarf skjalasafnanna í þessum þremur löndum hófst árið 1999. Ráðstefnan er mikilvægur liður í samstarfi þessara landa í skjala­ málum og er haldin á þriggja ára fresti. Dagana 5.-6. október var ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Ís­ landi haldin að Laugum í Sælingsdal. Á Meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni var starfsmat héraðsskjalavarða, upplýsingaréttur almennings og réttur hins skráða, samstarf við skóla og miðlun skjala. Héraðsskjalavörður Þingeyinga hélt fyrirlestur um ljós­myndun gjörðabóka, skráningu lýsigagna og miðlun skjala á vefnum. Einnig fjallaði hann um neyðaáætlanir á skjalasöfnum. Þá var Jón Jónsson, verkefnisstjóri Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum, gesta­


30

SAFNI

fyrirlesari á ráðstefnunni og fjallaði hann um samfélagslega ábyrgð skjalasafna. Í byrjun hvers mánaðar út árið 2017 var á Facebook-síðu héraðs­ skjalasafnins birt afrit af sama mánuði árið 1884 úr dagbók Snorra Jónssonar frá Þverá. Þessi tilraun fékk jákvæð viðbrögð.

Aðföng Alls bárust skjalasafninu 44 afhendingar á árinu sem fylltu tæplega 7,2 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um ára­ mótin.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga – aðföng 2017: (Aðfanganúmer – Innihald – Umfang í hillumetrum – Afhendandi) 2017/1 Þorsteinn Glúmsson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Bréfasafn og skjöl v/Vallakots. 0,42 hm Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson. 2017/2 Bókasafnið á Húsavík. Gamlar bækur. 0,14 hm. Eyrún Ýr Tryggva­dóttir. 2017/3 Leikfélag Húsavíkur. Handrit að leikritum og ársreikingar. 0,14 hm. Halla Rún Tryggvadóttir. 2017/4 Norðurlax h.f.. Fundagjörðabók. 0,1 hm. Jón Benediktsson. 2017/5 V ölsungur. Jólablað Völsungs 2016. 0,005 hm. Guðmundur Frið­ bjarnarson. 2017/6 Ólafur Gíslason frá Kraunastöðum. Bréf. 0,015 hm. Bergljót Jónsdóttir. 2017/7 Sigurður Ingólfsson og Svava Óladóttir. Biblía og vottorð. 0,06 hm. Anna María Sigurðardóttir. 2017/8 Árni Vilhjálmsson og Helga Magnúsdóttir. Geisladiskur með viðtali við Árna og Helgu. 0,01 hm. Árni Vilhjálmsson. 2017/9 Völsungur. Leikskrár, bréf, samningar og myndir. 0,09 hm. Ingólfur Freysson. 2017/10 Guðmundur A. Hólmgeirsson. Hefti: Grund í Flatey á Skjálfanda – Æskuheimilið mitt. 0,004 hm. Guðmundur A. Hólm­ geirsson. 2017/11 Frystihús K.Þ. Dagbækur. 0,06 hm. Valdimar Halldórsson f.h. Hvalasafnsins.


SAFNI

31

2017/12 Kaupfélag Þingeyinga. Fundagjörðabækur. 0,14 hm. Tryggvi Finnsson. 2017/13 Jón Þór Þórhallsson. Ljóð, bréf og minnisbækur. 0,05 hm. Sigur­jón Jóhannesson. 2017/14 Hálshreppur. Gjörðabók hreppsnefndar Hálshrepps. 0,04 hm. Björn Ingólfsson f.h. Jóns Óskarssonar á Illugastöðum. 2017/15 Haraldur Björnsson og María Aðalbjörnsdóttir. Póstkort og bréf. 0,05 hm. Linda Birgisdóttir. 2017/16 Guðmundur Friðjónsson frá Sandi. Bréfasafn. 0,18 hm. Hólmfríður Bjartmarsdóttir. 2017/17 Jóhannes Jónsson, Ytri-Tungu á Tjörnesi. Bréfasafn, sveitablöð o.fl.. 0,19 hm. Hulda Jóhannesdóttir. 2017/18 Bárðdælahreppur. Ársreikningar sjúkrasamlags, manntöl o.fl. 0,35 hm. Jón Gústafsson, úr fórum föður hans Gústafs Jónssonar og afa Egils Gústafssonar. 2017/19 Ungmennafélagið Geisli. Ársreikningar o.fl. 0,02 hm. ­Kristín Þorgeirsdóttir frá Brúum, úr fórum föður hennar Þorgeirs Jakobssonar. 2017/20 Sigurður Ólason. Ýmis skjöl. 0,04 hm. Hólmfríður Sigurðar­ dóttir. 2017/21 Völsungur. „Völsungur 90 ára“ – afmælisrit Völsungs. 0,01 hm. Egill Páll Egilsson. 2017/22 Auðar Tómasdóttur. Bréf og sögur. 0,02 hm. Þórey Ketilsdóttir. 2017/23 Sr. Sighvatur Karlsson. Líkræður 2016. 26 MB. Sr. Sighvatur Karlsson. 2017/24 Kirkjukór Reykjahlíðarkirkju. Gjörðabók. 0,02 hm. Ásdís Ill­ ugadóttir. 2017/25 Borgarhólsskóli. Dagbækur. 2,4 hm. Eyrún Ýr Tryggvadóttir. 2017/26 Davíð Jónatansson og Herbert Róbertsson. Ýmis skjöl. 0,0025 hm. Davíð Herbertsson. 2017/27 Völsungur. Frá 90 ára afmælissýningu Völsungs í Safnahúsinu 2017. 0,02 hm. Ingólfur Freysson. 2017/28 Marteinn Steingrímsson og Hermína Eiríksdóttir. Ýmis skír­ teini og bréf. 0,02 hm. Hlífar Karlsson. 2017/29 Aðalbjörg Jónsdóttir frá Mýri. Uppskriftabók. 0,01 hm. Gréta Ásgeirsdóttir. 2017/30 Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum. Ýmsar skýrslur varðandi Presthólahrepp. 0,04 hm. Guðrún Sigurðardóttir og Vera Sig­ urðardóttir.


32

SAFNI

2017/31 Konráð Vilhjálmsson. Dagbækur, líkræður, ljóð o.fl. 1,26 hm. Hörður Blöndal. 2017/32 Stangveiðifélag Húsavíkur og Jakob Jónasson frá Narfastöðum. Bréf. 0,04 hm. Jónína Hallgrímsdóttir. 2017/33 Kaupfélag Þingeyinga. Fundagjörðabók. 0,02 hm. Tryggvi Finnsson. 2017/34 Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga. Forðagæsluskýrslur og greiðslumark.. 0,1 hm. Ari Teitsson. 2017/35 Hreiðar Karlsson. Jólakort. 0,001 hm. G. Þorkell Guðbrands­ son. 2017/36 Lára Pálsdóttir. Minningabók og ljósmyndir. 0,015 hm. Örn Karlsson. 2017/37 N-Þingeyjarsýsla. Sýsluvegasjóður N-Þingeyjarsýslu.. 0,29 hm. Hrafnhildur G. Stefánsdóttir. 2017/38 Gerður Benediktsdóttir. Nafnskírteini. 0,01 hm. Ingólfur Ás­ geir Jóhannesson. 2017/39 Sigurveig Jónsdóttir Fagranesi. Kort – Engjalönd við Laxá. 0,02 hm. Sigurveig Jónsdóttir Fagranesi. 2017/40 Sparisjóður Raufarhafnar og nágrennis. Sjóðsbækur. 0,11 hm. Aðalgeir Egilsson f.h. Jóhanns Þórarinssonar. 2017/41 Kaupfélag Þingeyinga. Gjörðabækur og hljóðupptökur. 0,28 hm. Tryggvi Finnsson. 2017/42 Jón Halldórsson, Valþjófsstöðum. Dagbækur og bréfasafn. 0,35 hm. Sif Jóhannesdóttir. 2017/43 Jóhann Árnason. Afrit af málsskjölum og bréf. 0,01 hm. Eiður Árnason. 2017/44 Gafl – félag um þingeyskan byggingararf. Fundagerðir og lög félagsins. 0,01 hm. Jan Aksel Harder Klitgaard.


ÁR­BÓK ÞING­EY­INGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1990 kr. 300,1990

kr. 400

2002

kr. 1600

1991

kr. 500

2003

kr. 1700

1992

kr. 600

2004

kr. 1800

1993

kr. 700

2005

kr. 1900

1994

kr. 800

2006

kr. 2000

1995

kr. 900

2007

kr. 2400

1996

kr. 1000

2008

kr. 2400

1997

kr. 1100

2009

kr. 2600

1998

kr. 1200

2010

kr. 2600

1999

kr. 1300

2011

kr. 3800

2000

kr. 1400

2012

kr. 3800

2001

kr. 1500

2013

kr. 4000

Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is


Textabrot úr Græði, sveitarblaði sem gefið var út af lestrarfélagið Sléttunga. Undir skrifar Gestur eineygði, sem ritað hefur á nýjársdag 1923. Texti sem á ávallt við og hollt væri að glugga í á hverjum nýársdegi. Úr Héraðsskjalasafni Þingeyinga E-1493


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.