Samgöngubanni var komið á víða um land 1920 vegna skæðrar inflúensu sem gekk um landið. Þegar samgöngubanninu létti af barst prófastinum Páli H. Jónssyni á Svalbarða þær fréttir að Presthólakirkja mundi hafa verið notuð á óviðeigandi hátt þá um veturinn. Hann sendi því sóknarnefndinni í Presthólasókn þetta bréf 19. maí 1920. Úr Héraðsskjalasafni E-1688/38
BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 41. ÁR – 2021
ÁRBÓK ÞINGEYINGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1998 kr. 300,-
Forsíðumynd: Mynd af heilbrigðisstarfsfólki að störfum á sjúkrahúsinu á Húsavík ca. 1955. Ljósmyndari Sigurður Pétur Björnsson
Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
1998 kr. 300
2009 kr. 1400
1999 kr. 400
2010 kr. 1600
2000 kr. 500
2011 kr. 1800
2001 kr. 600
2012 kr. 2000
2002 kr. 700
2013 kr. 2400
2003 kr. 800
2014 kr. 2400
2004 kr. 900
2015 kr. 2600
2005 kr. 1000
2016 kr. 2600
2006 kr. 1100
2017 kr. 3800
2007 kr. 1200
2018 kr. 4200
2008 kr. 1300
2019 kr. 4900
Umsjónar- og ábyrgðarmaður Jan Aksel Harder Klitgaard Prófarkalestur Elín Kjartansdóttir ISSN 1670-5963 Prentmet Oddi ehf. Akureyri MMXXI
Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2020
Formaður: Árni Pétur Hilmarsson Aðalmenn: Halldóra Sigríður Ágústsdóttir Röðull Reyr Kárason Sigríður Kjartansdóttir Sigurður Guðni Böðvarsson Stefán Eggertsson Sverrir Haraldsson
Varamenn: Heiðbjört Ólafsdóttir Jóna B. Gunnarsdóttir Katý Bjarnadóttir Líney Sigurðardóttir Nanna Þórhallsdóttir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir
Menningarmiðstöð Þingeyinga Almennt Menningarmiðstöð Þingeyinga var stofnuð árið 2007 með því að sameina starfsemina í Safnahúsinu á Húsavík (Byggðasafn Suður-Þingeyinga) og Byggðasafni Norður-Þingeyinga. Síðan hefur önnur starfsemi bæst við og heldur stofnunin í dag utan um fjölbreytt og margslungin verkefni. Í dag samanstendur Menningarmiðstöð Þingeyinga af Byggðasafni Norður-Þingeyinga, Byggðasafni Suður-Þingeyinga, Sjóminjasafninu, Héraðsskjalasafni Þingeyinga, Ljósmyndasafni Þingeyinga, Myndlistarsafni Þingeyinga, Náttúrugripasafni Þingeyinga, bókasöfnunum í Norðurþingi sem hafa aðsetur á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn og útgáfu Árbókar Þingeyinga. Menningarmiðstöð Þingeyinga er með þjóðlífssýningar á Grenjaðarstað í Aðaldal, í Safnahúsinu á Húsavík, á Snartarstöðum við Kópasker og í Sauðaneshúsi á Langanesi. Skrifstofur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eru á 3. hæð í Safnahúsinu á Húsavík. Menningarmiðstöð Þingeyinga er í eigu Skútustaðahrepps, Þingeyjasveitar, Norðurþings, Tjörneshrepps, Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Starfsárið 2020 var mjög frábrugðið undanförnum árum í rekstrarsögu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Snemma árs byrjuðu að berast fréttir af kórónuveiru sem breiddist mjög hratt út í heiminum og í lok febrúar greindist fyrsta tilfellið af Covid-19 á Íslandi. Heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á áætlanir og rekstur MMÞ. Fjölda viðburða og sýninga í Safnahúsinu á Húsavík var frestað og í sumum tilvikum aflýst. Safnahúsinu á Húsavík var lokað þegar aðgerðir voru hertar í lok mars og var lokað frá 24. mars til 4. maí. Heimsfaraldurinn hafði líka afgerandi áhrif á starfsemina yfir sumartímann á þjóðlífssýningum MMÞ, m.a. var gestamóttakan á Grenjaðarstað flutt inn í pósthúsið til að tryggja að hægt væri að fylgja eftir 2 metra reglunni. Heimsóknir á þjóðlífssýningar MMÞ drógust samtals saman um 30% miðað við árið á undan. En heimsfaraldrinum fylgdu líka tækifæri. Samkvæmt verkefnaáætlunum undanfarin ár var kominn tími til að huga að innra starfi og aðstöðu í varðveislurýmum og sem bein afleiðing heimsfaraldursins var aukaúthlutun frá Safnaráði tengd innra starfi safna. MMÞ fékk úthlutað 1.5 m. kr. í styrk úr aukaúthlutun og kom af stað löngu tímabærri vinnu í varðveislurým-
SAFNI
3
inu undir Sjóminjasafninu á Húsavík við skráningar, frágang, endurskipulagningu og forvörslu muna. Heimsfaraldurinn varð einnig til þess að stór partur af starfsemi MMÞ fór fram í gegnum internetið. Stjórnarfundur MMÞ fór fram rafrænt á Zoom um vorið, starfsmenn MMÞ sóttu í auknum mæli námskeið og ráðstefnur rafrænt og síðast en ekki síst fór fyrsti rafræni viðburður MMÞ fram 29. október þegar Björn Ingólfsson ritstjóri Árbókar Þingeyinga hélt erindi tengt sýningu á málverkum Gríms Sigurðssonar af torfbæjum á Gjögraskaga og í Flatey í myndlistarsalnum. Erindinu sem hann kallaði „Lífið í Fjörðum“ var streymt beint á facebook síðu MMÞ og fylgdust meira en 250 manns með Birni fjalla um fólk og bæi í Fjörðum á fyrri hluta 20. aldar (vefstreymið hefur núna rúmlega 2400 áhorf). Vefstreymi er vonandi fyrirkomulag sem er komið til að vera, jafnvel þegar heimsfaraldurinn líður undir lok. Með því gefst MMÞ kostur á að þjóna íbúum Þingeyjasýslu betur og Þingeyingum og öðrum áhugasömum víða um landið og heiminn.
4
SAFNI
Aðgerðir vegna Covid-19 í Safnahúsinu á Húsavík, þar sem m.a. kaffistofa starfsmanna var tímabundið flutt upp á þriðju hæð svo mögulegt væri að fylgja eftir 2 metra reglunni. Myndir: MMÞ
Eins og fram kom í Safna 2020 hefur rekstur MMÞ verið þungur í nokkur ár og kröfur um sértekjur í formi aðgangeyris frá heimsóknum ferðamanna á þjóðlífsýningarnar hafa gert það að verkum að áherslan á starfsemina hefur snúið frekar að þjónustu ferðamanna en innra starfi stofnunarinnar. En innra starf t.a.m. skráning er grunnstarfsemi sem nauðsynlegt er að sé í forgangi. Eins og kom fram hér að ofan fékk MMÞ styrk úr Safnasjóði til að styrkja innra starf á árinu. Auk þess náðist samkomulag við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021 um aukið framlag frá eigendum stofnunarinnar. Ákveðið var að MMÞ komi til móts við eigendur til að tryggja aukið stöðugildi við byggðasafnahluta MMÞ. Það þýðir meðal annars að dregið verði úr þjónustu við gesti á þjóðlífssýningar MMÞ og að opnunartími á öllum þjóðlífssýningum yfir sumartímann verði styttur. Þetta á að tryggja að innra starf stofnunarinnar eflist og að áfram verði unnið við uppsöfnuð verkefni í tengslum við safnkost og varðveislurými stofnunarinnar.
5
SAFNI
Aðsóknartölur 2020 (2019) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík (samtals) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík sem borga sig inn Gestir á Grenjaðarstað Gestir á Snartarstöðum Gestir í Sauðaneshúsi
1808 (2963) 1071 (1705) 1479 (2761) 390 (183) 701 (590)
Þrátt fyrir ferðabönn og ferðatakmarkanir snérist stór hluti starfsemi MMÞ sumarið 2020 um að taka á móti ferðamönnum á þjóðlífsýningum MMÞ á Grenjaðarstað, í Safnahúsinu, á Snartarstöðum og í Sauðaneshús. Engin stytting var á opnunartíma safnanna miðað við undafarin ár. Eins og tölurnar hér fyrir ofan sýna var veruleg fækkun heimsókna á Grenjaðarstað og jafnvel í Safnahúsinu enda hafa gestir þessara safna undanfarin ár aðallega verið erlendir ferðamenn. Heildatölur gesta í Safnahúsinu sýna þó að einnig þar hefur fækkað komum heimafólks. Þessi fækkun skýrist með minni umsvifum í Safnahúsinu á árinu og lokun safnsins vegna samkomubanns frá 24. mars til 4. maí. Á þjóðlífssýningunum á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi var hinsvegar veruleg fjölgun gesta sem skýrist að mestu með þátttöku Íslendinga í verkefninu „Styrkjum Ísland“ sem hugsað var sem hvati fyrir Íslendinga til að ferðast innanlands. Samtals fækkaði borgandi gestum á þjóðlífssýningum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga úr 5239 í 3641 gest sem þýddi tekjutap upp á tæplega 1.5 m. kr. króna. Auk þess sem MMÞ auglýsir söfnin sín í fjölmiðlum, ferðahandbókum og á vefsíðum tengdum ferðamennsku (innlendra sem erlendra), er hún einnig aðili að ferðamálasamtökunum Húsavíkurstofu og Norðurhjara. Þar fyrir utan heldur MMÞ úti heimasíðu (www.husmus.is) og átta facebook síðum tengdum starfseminni auk þess sem Grenjaðarstaður, Safnahúsið á Húsavík, Snartarstaðir og Sauðaneshús eru með Instagram aðgang.
6
SAFNI
Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga Helstu tekjuliðir 2020 (2019) Frá sveitarfélögum 46.198.013 Frá Safnasjóði (verkefnastyrkir) 1.500.000 Frá Safnasjóði (rekstrarstyrkir) 0 Framlag ríkisins vegna skjalasafna (verkefnastyrkir) 2.700.000 Framlag ríkisins vegna skjalasafna (rekstrarstyrkir) 722.000 Aðgangseyrir 2.840.390
(43.049.448) (1.500.000) (800.000)
(2.100.000) (855.000) (4.294.602)
Styrkir MMÞ er viðurkennt safn og getur þar af leiðandi sótt um styrki úr Safnasjóði. Sótt var um styrki fyrir tvö verkefni til Safnasjóðs fyrir árið 2020. Auk þess sótti Héraðsskjalasafnið um tvo verkefnastyrki til Þjóðskjalasafns Íslands. Á árinu fékk Menningarmiðstöð Þingeyinga eftirfarandi styrki: · MMÞ fékk 1.5 m. kr. úr aukaúthlutun Safnasjóðs 2020 vegna verkefnisins „Skráning, frágangur, endurskipulagning og forvarsla muna í geymslu Safnahússins“. · Héraðsskjalasafnið fékk úthlutað 1.5 m. kr. styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Gjörðabækur sveitarstjórna/ hreppstjóra“. · Héraðsskjalasafnið fékk úthlutað 1.2 m. kr. króna styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Úttekta- og virðingabækur“. · Héraðsskjalasafnið fékk úthlutað 722.000 kr. rekstrarstyrk frá Þjóðskjalasafni Íslands.
7
SAFNI
Námskeið og ráðstefnur Á árinu sóttu starfsmenn MMÞ m.a. eftirfarandi námskeið og ráðstefnur sem flest voru rafræn vegna Covid-19: 27. febrúar – Verkefnastjórnun-fyrstu skrefin. Endurmenntun HÍ (Jan). 27. febrúar – Grunnnámskeið í Sarpi (Guðrún Stefanía). Mars/apríl – 3 webinör um Covid og söfn á vegum námsbrautar í safnafræði við HÍ (Jan). 16. júní – Webinar á vegum American Alliance of Museums. „Introducing the New Collections Sustainability Rubric“ (Jan). 15. september – (Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns (Snorri og Jan). 17. september – Vorfundur höfuðsafnanna (Jan). 8. október – Fræðslufundur Félags héraðsskjalavarða. „Mygla í skjalasöfnum“ (Snorri). 20. október – Webinar á vegum Museiverket Finland og Norsk kulturråd. „Nordic Museums and Intangible Cultural Heritage“ (Jan). 3. nóvember – Þjóðskjalasafn Íslands námskeið. „Rafræn skjalavarsla“ (Snorri). 25. nóvember – Málþing Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands. „Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar“ (Jan). 26. nóvember – Fræðslufundur Félags héraðskjalavarða. „Kynning á reglum um tilkynningu, samþykki og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila“ (Snorri). September-nóvember – Málstofur á vegum Fjarskóla FÍSOS (Snorri og Jan).
Fundir Fjölmargir fundir sem tengdust starfsemi MMÞ voru haldnir á árinu. Þar á meðal: · Stjórn MMÞ hélt stjórnarfundi þann 15. apríl og 14. október. Aðalfundur stofnunarinnar var haldinn á Fosshótel Húsavík þann 3. júní. · Forstöðumaður MMÞ og héraðskjalavörður (varamaður) sóttu stjórnarfundi og ársfund Hvalasafnsins á Húsavík á árinu. · Forstöðumaður MMÞ sat rýnifund á Akureyri 25. júní sem
8
SAFNI
haldinn var á vegum Safnaráðs í tengslum við vinnu við mótun samræmdrar safnastefnu. · Forstöðumaður MMÞ tók þátt í rafrænum vinnufundi um framtíð Sarps, Sarpur 4.0, þann 16. september. · Forstöðumaður MMÞ situr í menningarráði Uppbyggingarsjóðs SSNE og er varamaður í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs SSNE og sat einn fund varðandi það. · Auk þess sóttu starfsmenn MMÞ nokkra aðra fundi vegna sýninga og samstarfsverkefna.
Starfsfólk Fastir starfsmenn 2020 í Safnahúsinu á Húsavík voru Jan Aksel Harder Klitgaard í 100% starfi sem forstöðumaður MMÞ og safnavörður byggðasafnanna, Náttúrugripasafns og Myndlistarsafns Þingeyinga, Snorri Guðjón Sigurðsson í 100% starfi sem héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga. Bryndís Sigurðardóttir var í 100% starfi sem deildarstjóri bókasafnanna í Norðurþingi. Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir hóf vinnu eftir fæðingarorlof í maí og var í 80% starfi út árið. Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir sem hafði leyst Sólrúnu af í fæðingaorlofi var í 100% starfi á bókasafninu á Húsavík og við önnur störf í Safnahúsinu út ágúst. Inga Lilja Snorradóttir vann einn laugardag í mánuði á bókasafninu, við afleysingar um veturinn og sem sumarstarfsmaður. Ragnheiður Hreiðarsdóttir var í 40% starfi við skráningu í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands og Harpa Stefánsdóttir var í 20% starfi við ræstingar og þrif á sýningum. Harpa hætti í lok sumars og var Helena Sól Harder Klitgaard ráðin í 20% starf. Jan Aksel sá um að hirða lóðina. Í Sauðaneshúsi störfuðu Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson við gestamóttöku frá 15. júní til 31. ágúst og var það fjórða sumarið þeirra þar. Ása Antje Mueller leysti þau Auði og Starkað af í eina viku. Auk þess héldu Auður og Starkaður áfram vinnu við gerð nýrrar sýningar í Sauðaneshúsi. Halldóra Sigríður Ágústsdóttir, ábúandi í Sauðanesi, hafði eftirlit með Sauðaneshúsi yfir veturinn. Á Snartarstöðum störfuðu Hildur Óladóttir og Björg Marta Gunnarsdóttir sem safnverðir frá 1. júní til 31. ágúst og Stefanía Gísladóttir leysti af. Rannveig Halldórsdóttir sinnti eftirliti með
9
SAFNI
Snartarstöðum yfir vetrartímann. Líkt og undanfarin ár var Örn Björnsson ráðinn sem bæjarstjóri á Grenjaðarstað um sumarið en Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir vann á móti honum og Styrmir Franz Snorrason sinnti eftirliti með Grenjaðarstað vetrarmánuðina. Sigurlaug Dagsdóttir og Elín Kjartansdóttir unnu textavinnu vegna nýs leiðsagnarbæklings fyrir Grenjaðarstað. Styrmir Franz var sumarstarfsmaður í hlutastarfi við skönnun mannamynda og að setja filmur í plastvasa fyrir ljósmyndasafnið. Auk þess að vera með afgreiðslu á Húsavík eru bókasöfnin í Norðurþingi með starfsstöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jónas F. Guðnason hefur í mörg ár haft umsjón með bókasafninu á Raufarhöfn og hélt því áfram í 10% stöðuhlutfalli árið 2020. Á Kópaskeri sinnti Reynir Gunnarsson starfi bókavarðar í rúmlega 20% stöðuhlutfalli. María Hermundsdóttir hefur séð um afleysingar á Kópaskeri.
Útgáfa Safni, ársskýrsla MMÞ, kom út í tengslum við aðalfund MMÞ sem haldinn var á Fosshótel Húsavík í júní. Safni hefur komið út óslitið frá árinu 1981. Árbók Þingeyinga kom út í 62. sinn í lok október. Í ritnefnd hennar eru Björn Ingólfsson á Grenivík (ritstjóri), Kristjana Erna Helgadóttir frá Kópaskeri, Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi Aðaldal, Sif Jóhannesdóttir fyrrverandi forstöðumaður MMÞ, Jan Aksel Harder Klitgaard forstöðumaður MMÞ og Snorri Guðjón Sigurðsson héraðskjalavörður, sem bættist í hópinn á árinu. Ritnefndin fundaði einu sinni á árinu og þá var haldinn spjallfundur á Grenjaðarstað í lok júní með annálariturum. Áskrifendur Árbókarinnar eru undirstaða útgáfu hennar en því miður hefur áskrifendum farið verulega fækkandi undanfarin ár. Áhugasamir um sögu og menningu í Þingeyjarsýslu eru eindregið hvattir til að gerast áskrifendur með því að hafa samband við skrifstofu MMÞ í síma 464 1860 eða safnahus@husmus.is.
10
SAFNI
Ritnefnd Árbókarinnar og annálaritarar funda á Hlöðuloftinu á Grenjaðarstað. Mynd: MMÞ
Byggðasöfnin, Myndlistarsafnið og Náttúrugripasafnið Safnahúsið á Húsavík Starfsemi í Safnahúsinu var með hefðbundnu sniði fyrstu mánuði ársins en breyttist svo talsvert með tilkomu Covid-19. Strax eftir áramót fór listasmiðja leikskólans Grænuvalla í gang en samstarfið við leikskólann hefur þróast skemmtilega síðustu ár og lífgað upp á starfsemi hússins. Leikskólabörn úr 2015 árgangnum unnu að sýningu í myndlistarsalnum á þriðju hæð og fékk afrakstur barnanna að njóta sín í salnum út sumarið. Krubbarnir, hópur eldri borgara, hittust vikulega fyrstu tvo mánuði ársins til þess að greina ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Þingeyinga. Sú vinna fór einnig fram í myndlist-
SAFNI
11
arsalnum. Þessa mánuði var myndlistarsalurinn því rými þar sem tvær kynslóðir íbúa Húsavíkur hittust vikulega. Fimm myndlistarsýningar voru settar upp í listasalnum á jarðhæðinni. Alda G. Sighvatsdóttir sýndi verk sín á sýningunni „Fólk og náttúra, líf og dauði“ frá 13. til 19. febrúar. Frá 11. til 27. maí hélt Ilona Laido sýninguna „Born in Iceland“ þar sem hún sýndi 73 akrílmálverk. Ilona er frá Eistlandi en flutti til Húsavíkur haustið 2018 og byrjaði þá fyrst að mála. Hluti af söluhagnaði sýningarinnar rann til Velferðarsjóðs Þingeyinga. Sigurborg Gunnlaugsdóttir (Sibba) hélt sína þriðju málverkasýningu í Safnahúsinu dagana 1. til 13. júní þar sem hún sýndi 30 olíumyndir. Sýningin „Incomer“ þar sem verk Marta Florczyk voru sýnd var haldin 4. til 9. ágúst. Að lokum var málverkasýning Miðjunnar haldin frá 13. október til 13. nóvember. Ljóst er af þessari upptalningu að listsköpun kvenna er í fullum blóma í héraðinu. Sýningarnar í litla listasalnum lífga svo sannarlega upp á húsnæðið og eru gestir bókasafnsins sérlega duglegir við að taka sér tíma til þess að skoða þær. Safnahúsið var nokkuð nýtt af einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum á árinu. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í myndlistarsalnum 6. mars og er þessi skemmtilega keppni fyrir löngu orðinn fastur liður í viðburðadagatali Safnahússins. Hjörleifur Valsson hélt tónleika í húsinu 5. júlí. Með honum spilaði Jónas Þórir Þórisson. Annað árið í röð fór fram borgaraleg ferming á vegum Siðmenntar í Sjóminjasafninu. Í þetta skipti fermdust fjögur börn. Norðurþing nýtti sér húsnæði MMÞ undir hátíðarhöld þann 17. júní sem í ár voru með nokkuð óhefðbundnu sniði. Útbúið var myndband sem var frumsýnt á þjóðhátíðardaginn á vef Norðurþings og var myndbandið að stórum hluta tekið upp í húsnæði MMÞ. Ræður voru teknar upp í Sjóminjasafninu og tónlistaratriði í myndlistarsalnum. Þann 29. október bryddaði MMÞ upp á þeirri nýjung að bjóða upp á viðburð í beinu vefstreymi. Viðburðurinn sem um ræðir var fyrirlestur Björns Ingólfssonar „Lífið í Fjörðum“ þar sem hann fjallaði um lífið í Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði frá um 1890 til 1944, þegar síðustu bæirnir fóru í eyði. Erindið var haldið í tengslum við nýja sýningu í myndlistarsalnum þar sem sýnd eru málverk Gríms Sigurðssonar (1896-1981), bónda á Jökulsá á Flateyjardal, af torfbæjum á Gjögraskaga og í Flatey, ásamt textabrotum úr bókinni Fagurt er í Fjörðum eftir Jóhannes Bjarnason (1876-1964). Fór vefstreymið fram á facebook síðu Safnahússins.
12
SAFNI
MMÞ hlaut 1.5 m. kr. styrk frá Safnaráði úr aukaúthlutun Safnasjóðs til þess að bæta skráningu muna og endurskipuleggja geymslu safngripa í Safnahúsinu. Lítið vannst í viðgerðum á húseign og búnaði. Skipt var um niðurföll norðanmegin og í byrjun nóvember þurfti að loka Safnahúsinu í fjóra daga þar sem nokkrar silfurskottur höfðu komið sér of vel fyrir í tveimur geymslum.
Fræðslufulltrúi Norðurþings ávarpar gesti Stóru upplestrarkeppninnar. Mynd: MMÞ
13
SAFNI
Sérsýningar og viðburðir 2020
· „Þetta vilja börnin sjá“ var tekin niður í síðasta skipti 13. janúar. · Alda G. Sighvatsdóttir hélt málverkasýningu sem nefndist „Fólk og náttúra, líf og dauði“ í litla salnum frá 13. febrúar til 19. febrúar. · Sýning á verkum nemenda leikskólans Grænuvalla auk verka í eigu Myndlistarsafnsins var haldin í myndlistarsalnum frá 11. maí til 3. september. · Ilona Laido hélt málverkasýningu í litla salnum frá 11. maí til 27. maí. · Málverkasýning Sigurborgar Gunnlaugsdóttur (Sibbu) var haldin í litla salnum frá 1. júní til 13. júní. · Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu fiðlu og píanótónleika í myndlistarsalnum 5. júlí. · Málverkasýning sem nefndist „Incomer“ með verkum eftir Mörtu Florczyk var haldin í litla salnum frá 4. ágúst til 9. ágúst.
Ilona Laido við tvö verk hennar af Sjóböðunum sem hún afhenti Myndlistarsafni Þingeyinga að sýningu lokinni. Mynd: MMÞ
14
Hjörleifur Valsson með fiðluna í myndlistarsalnum „Myndlistarsýning barnanna“ var til sýnis.
SAFNI
í
sumar
þar
sem Mynd: MMÞ
· Málverkasýning notenda Miðjunnar-hæfingar var opnuð í litla salnum 13. október og stóð til 13. nóvember. · Sýning með málverkum eftir Grím Sigurðsson (1896-1981), ásamt textabrotum úr Fagurt er í Fjörðum eftir Jóhannes Bjarnason (1876-1964) var opnuð 15. október í myndlistarsalnum. · Björn Ingólfsson hélt erindi um lífið í Fjörðum 29. október í myndlistarsalnum. Erindi Björns var streymt á facebook síðu stofnunarinnar.
Myndlistarsalurinn í Safnahúsinu á Húsavík tilbúinn fyrir fyrsta netstreymið á vegum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Mynd: MMÞ
15
SAFNI
Leiðrétting. Í Safna 2020 stendur að sýning nemenda Grænuvalla hafi staðið frá 22. mars til 23. mars en vitaskuld stóð hún til 23. apríl.
Grenjaðarstaður Byggðasafnið á Grenjaðarstað var opið daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 18. Torfbærinn er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands en Byggðasafn Suður-Þingeyinga (sem nú fellur undir MMÞ) hefur rekið þjóðlífssýningu í bænum samfleytt frá árinu 1958. MMÞ hefur daglega umsjón með torfbænum og hlöðunni, og sinnir auk þess minniháttar viðhaldi, á meðan Þjóðminjasafnið annast stærri viðhaldsverkefni. Í eitt slíkt var ráðist í október þegar vesturveggur smiðjunnar var endurhlaðinn og var það fyrirtækið Fornverk ehf. frá Skagafirði sem sá um framkvæmdina. Öll starfsemi á Grenjaðarstað í sumar var mjög lituð af Covid-19.
Nýhlaðinn veggur smiðjunnar.
Mynd: MMÞ
Afgreiðsla gesta fluttist yfir í pósthúsið þar sem auðveldara var að fara eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Nærri því allir bókaðir hópar aflýstu komum sínum og aðsókn dróst saman um 50% miðað við undanfarin ár. Nánast allir gestir þetta sumarið voru Íslendingar, en í venjulegu árferði eru þeir einungis um 10% af þeim sem sækja Grenjaðarstað heim.
16
SAFNI
Hætt var að bjóða upp á leiðsögn um bæinn en í staðinn var nýtt fyrirkomulag tekið upp þar sem gestum bauðst að taka með sér leiðsagnarbækling og gátu því sjálfir lesið sér til um sýninguna á rölti sínu um bæinn. Bæklingurinn var unninn af Sigurlaugu Dagsdóttur, þjóðfræðingi og fyrrum safnverði á Grenjaðarstað, og reyndist hann mjög vel í sumar. Ný og enn betri útgáfa af honum verður tilbúin fyrir sumarið 2021. Ætlunin er að þessi nýi bæklingur verði grunnurinn að hljóðleiðsögn um Grenjaðarstað sem á að koma á fót í framtíðinni. Á sumarsólstöðum, laugardaginn 20. júní, var afhjúpaður minnisvarði um Stjörnu-Odda og stendur hann við heimreiðina að Grenjaðarstað. Stjörnu-Oddi Helgason var vinnumaður í Múla í Aðaldal
Minnisvarðinn um Stjörnu-Odda.
Mynd: MMÞ
17
SAFNI
skömmu eftir 1100. Frá honum er sagt í Stjörnu-Odda draumi sem er einn af Íslendingaþáttum. Hann þótti fróður maður og eftir hann liggur texti sem nefnist Odda tala. Textinn fjallar um gang sólar og þykir hann furðu nákvæmur, miðað við að hann byggði á athugunum sem gerðar voru með berum augum. Minnisvarðinn er samstarfsverkefni Stjörnu-Odda félagsins, Þingeyjarsveitar, Norðurþings og MMÞ. Að lokinni afhjúpun minnisvarðans var haldið málþing að Ýdölum þar sem ýmis erindi voru flutt um Stjörnu-Odda og framlag hans til stjörnufræði og aukinnar þekkingar á sólargangi. Handverkshópurinn Hlaðan stóð fyrir sölu á fjölbreyttu handverki og veitingum á hlöðuloftinu, sjötta sumarið í röð. Hópurinn er ómetanlegur fyrir MMÞ og hleypir miklu lífi í starfsemina á Grenjaðarstað. Meðlimir hópsins ákváðu að loka markaðnum í lok júlí sökum uppgangs í smitum og var því mun dauflegra um að litast á hlöðuloftinu í ágúst
Snartarstaðir Byggðasafnið að Snartarstöðum var opið daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 13 til 17. Gestafjöldi meira en tvöfaldaðist sumarið 2020 miðað við sumarið 2019 og má það að mestu þakka Íslendingum sem voru að ferðast innanlands. Safnverðir voru virkir á facebook síðu safnsins og sýndu þar frá ýmsum fallegum og sniðugum munum úr safneigninni. Þær Hildur og Marta Björg settu einnig upp sýningu á ofnum teppum eftir Þórunni Pálsdóttur eða Tótu í Skógum sem var einn af frumkvöðlum stofnunar Byggðasafns Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum. Safnverðirnir voru einnig búnir að leika sér að ull og bandi ásamt gömlu ryðguðu járni, steinum og korkum úr fjörunni. Afraksturinn fékk að fara upp á vegg og veita teppunum hennar Tótu félagsskap. Til þess að setja upp þessa smásýningu, sem fékk nafnið „Tótuvefnaður – Hildar og Bjargar sýning“, var veggurinn sem sýningin var sett upp á málaður að nýju, enda sannarlega kominn tími til að hressa aðeins upp á hann. Yfir sumartímann var einnig unnið að ljósmyndun muna fyrir www.sarpur.is sem er sameiginlegur gagnagrunnur safna á Íslandi. Sumarstarfsfólkið vann að ljósmynduninni undir leiðsögn Sólrúnar sem hefur umsjón með skráningum muna fyrir MMÞ. Bætt miðlun
18
„Tótuvefnaður – Hildar og Bjargar“ sýning.
SAFNI
Mynd: MMÞ
muna er lykilatriði í faglegu starfi innan safnsins, sem og í samstarfi við aðrar stofnanir og einstaklinga, og því er mjög mikilvægt að skráningar í gagnagrunninum séu eins ítarlegar og hægt er. Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og tímafrekt, því fæstum skráningum muna á Snartarstöðum fylgja ljósmyndir (en þær auðvelda að bera kennsl á muni), nákvæmar staðsetningar muna innan safnsins og ítarlegar lýsingar, t.a.m. á stærð og efni muna. Ljósmyndunin er því fyrsta skrefið í átt að því að uppfæra skráningar muna sem eru til sýnis á Snartarstöðum.
19
SAFNI
Sauðaneshús Sauðaneshús var opið daglega frá 19. júní til 31. ágúst frá kl. 11 til 17. Líkt og á Snartarstöðum var mikil aukning í gestafjölda, eða um 20%, og nánast allir sem sóttu safnið heim í sumar voru Íslendingar. Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Engin stærri viðhaldsverkefni voru unnin á árinu en bíslagið var málað að utan í sumar. 28. maí heimsótti 3. og 4. bekkur grunnskólans á Þórshöfn Sauðaneshús. Þar fylgdust börnin með Auði og Starkaði leggja lokahönd á fyrri hluta nýju sýningarinnar og fengu þar með skemmtilega innsýn í safnastarf og sýningargerð. Fyrri áfangi nýju sýningarinnar „Að sækja björg í björg“ var opnaður 19. júní og stefnt er að því að seinni áfanginn verði opnaður sumarið 2021. Á nýju sýningunni má m.a. fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi, auk þess sem þar eru einnig frásagnir af merkilegu fólki sem tengist svæðinu. Náttúran er órjúfanlegur hluti lífsins á Langanesi og því er hún höfð í fyrirrúmi á sýningunni og lögð er sérstök áhersla á fuglalífið á svæðinu. Safnverðir voru virkir á facebook og Instagram síðum safnsins þar sem þau deildu myndum af sýningargerðinni, viðburðum, hversdeginum í húsinu og lífinu á Langanesi. Nokkra athygli vakti auglýsing þeirra um stóra, notaða (jafnvel mikið notaða) vinnuskyrtu sem mætti nota sem leikmun á nýju sýningunni. Skyrtan er enn ófundin þegar þetta er skrifað. Þann 25. júlí komu átta rithöfundar frá Pastel-ritröð á Akureyri í Sauðaneshús og lásu upp úr verkum sínum fyrir gesti og gangandi. Þetta er annað árið í röð sem slíkur viðburður fer fram og hefur hann mælst mjög vel fyrir. Á sama tíma fór gestavinnustofan Röstin Residency fram á Þórshöfn en þátttakendur hennar voru tíðir gestir á safninu þar sem safnverðirnir okkar, Auður og Starkaður, eru meðal umsjónarmanna Rastarinnar. Sauðaneshús var því oft á tíðum fullt af listamönnum sem hafa vonandi fengið innblástur frá þessu einstaka húsi og óviðjafnanlega umhverfi.
20
SAFNI
SAFNI
Svipmyndir af fyrri hluta nýju sýningarinnar í Sauðaneshúsi.
21
Myndir: MMÞ
22
SAFNI
Aðföng Byggðasöfn Þingeyinga Árið 2020 voru 20 munir afhentir og skráðir í safneign MMÞ. Guðrún Þórsdóttir gaf hárblásara frá um 1970 og barnaklossa. Hildur Baldursdóttir gaf 4 hefla sem faðir hennar, Baldur Pálsson, smíðaði og notaði. (Afhent 2018). Grétar Sigurðarson afhenti viðarskáp sem var upphaflega í Grenjaðarstaðarkirkju. (Afhent 2018). Sigurlaug Guðrún Egilsdóttir gaf nálar í hulstri sem notaðar voru til að sauma sauðskinnsskó. Kristín Birna Bjarnadóttir gaf dúkku og dúkkuvagn sem móðir hennar, María Þorgrímsdóttir, átti. Sigurgeir Hólmgeirsson afhenti snitti, fílkló, hringjur og ýmsa járnhluti sem Magnús Davíðsson smíðaði í kringum 1890. Árni Viðar Friðriksson afhenti jakkaföt sem Kristín Helga Friðriksdóttir saumaði. Gunnþórunn Rannveig Þórhallsdóttir gaf dúk, exemkrem, gleraugu í gleraugnahulstri, hárklippur í kassa og merki sem hengd voru á lambaskrokka.
Náttúrugripasafn Þingeyinga Árið 2020 var einn munur afhentur og skráður í safnið. Pétur Snæbjörnsson gaf fálkaegg.
Myndlistarsafn Þingeyinga Starfsemi Myndlistarsafns Þingeyinga á árinu var með minna móti. Listasafn Íslands fékk þrjú verk að láni síðsumars fyrir sýninguna „Listþræðir“ sem opnuð var 12. september í Listasafni Íslands. Einungis verkið „Öræfi“ eftir Oddnýju E Magnúsdóttur var þó sýnt á sýningunni. Í október var sett upp sýning í myndlistarsalnum á þriðju hæð með myndum eftir Grím Sigurðsson af torfbæjum á Flat-
SAFNI
23
eyjardal, Flateyjardalsheiði, í Flatey og Fjörðum. Myndirnar hafa í nokkur ár verið til sýnis á Hlöðuloftinu á Grenjaðarstað. Árið 2020 voru afhent og skráð fimm listaverk í safnið. Magnús Bjarklind gaf brjóstmynd úr gifsi af Benedikt Jónssyni frá Auðnum. Ilona Laido gaf tvö málverk af Sjóböðunum á Húsavík. Gunnsteinn Karlsson gaf teikningu af Jóhannesi Skjel eftir Jóhann Björnsson. Kristín Aðalsteinsdóttir gaf málverk af Ytra-Fjalli í Aðaldal eftir Hring Jóhannesson. Jan Aksel Harder Klitgaard Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og safnavörður byggðasafna Þingeyinga.
24
SAFNI
Héraðsskjalasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Starfsemi héraðsskjalasafnsins á árinu 2020 markaðist töluvert af ástandinu í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Lestrarsal héraðsskjalasafnsins var í tvígang lokað á árinu að tilmælum yfirvalda. Í fyrra skiptið frá 24. mars til 4. maí og í seinna skiptið frá 17. nóvember út árið. Þessi lokun endurspeglast í tölfræðinni hér fyrir neðan þar sem 12% færri gestir en í fyrra komu á safnið. Þetta hafði þó ekki áhrif á fjölda fyrirspurna því aukning var á fjölda þeirra milli ára. Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varanleg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra svo og fyrir einstaklinga. Héraðsskjalasöfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Þjónustuhlutverk héraðsskjalasafnsins verður stöðugt veigameira og mikilvægt að tryggja að sveitarfélögin og almenningur hafi aðgang að safnkostinum.
Frá árinu 2010 hefur tölfræði yfir ýmsa þætti starfseminnar verið tekin saman. Söfnun og greining á þeirri tölfræði er mikilvæg til að móta framtíðarstefnu skjalasafnsins. Alls bárust 233 fyrirspurnir á árinu eða að meðaltali rúmlega 19 á mánuði sem er fjölgun frá árinu á undan. Flestar fyrirspurnirnar, 40%, bárust þannig að komið var á skjalasafnið. Í 35% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í 19% tilfella bárust þær símleiðis. Þá bárust 7 fyrirspurnir í gegnum
25
SAFNI
samfélagsmiðla eða vef þrátt fyrir að ekki sé boðið upp á þá þjónustu. Héraðsskjalavörður fór í 6 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Kynjahlutfall þeirra sem sendu fyrirspurn eða heimsóttu safnið var 59% karlar en 41% konur. Að venju var lestrarsalurinn vel sóttur á árinu og voru 98 skjalaöskjur afgreiddar þangað. Þetta er aukning frá árinu á undan þrátt fyrir að lestrarsalurinn hafi verið lokaður í ca. 3 mánuði á árinu. Formlegur opnunartími var óbreyttur frá fyrra ári: mánudaga til föstudaga kl. 10-16. Í febrúar kynnti Mennta- og menningarmálaráðuneytið til samráðs mál nr. 32/2020 – Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Héraðsskjalavörður Þingeyinga sendi umsögn sína um reglugerðina í samráðsgáttina þann 12. mars.
Miðlun Héraðsskjalasafnið fékk tvo verkefnastyrki frá Þjóðskjalasafni Íslands á árinu. Annar styrkurinn var fyrir verkefnið „Ljósmyndun á gjörðabókum sveitarstjórna/hreppstjóra“ og var hann upp á kr. 1.500.000. Verkefnið fólst í því að ljósmynda gjörðabækur sveitarstjórna/hreppstjóra, skrá lýsigögn og miðla bókunum á vefnum. Harpa Stefánsdóttir var ráðinn til að vinna verkefnið. Alls voru 33 gjörðabækur myndaðar og skráðar eða samtals 8.155 ljósmyndir. Elsta bókin var frá 1824 en sú yngsta náði til ársins 1943. Hinn styrkurinn var fyrir verkefnið „Ljósmyndun úttekta- og virðingabóka“. Nam styrkurinn kr. 1.200.000. Samtals voru 23 bækur ljósmyndaðar eða samtals 5.609 ljósmyndir. Bæði þessi verkefni gengu vel. Allar bækurnar voru birtar á skjalavef safnsins í lok árs. Í lok janúar óskaði Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að fá 12 bækur sáttanefnda í Þingeyjarsýslu lánaðar til afritunnar. Verkefnið yrði unnið í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Meiningin var að mynda þær og efnisskrá fyrir gagnagrunn sáttanefndabóka sem yrði hýstur af Þjóðskjalasafni Íslands. Samþykkt var að lána þær millisafnaláni til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga gegn því að fá afrit af ljósmyndunum. Bókunum var skilað aftur 10. júní ásamt stafrænum ljósmyndum af
26
Sveitarblað á skjalavef héraðsskjalasafnsins.
SAFNI
Myndir: MMÞ
þeim. Þessar 12 bækur eru nú aðgengilegar á skjalavef Héraðsskjalasafns Þingeyinga. Í lok ársins voru tæplega 50.000 blaðsíður aðgengilegar á skjalavefnum. Norræni skjaladagurinn er haldin árlega annan laugardag í nóvember. Yfirskrift Norræna skjaladagsins 2020 var: „Hernumið land“. Í skjalasöfnum eru geymdar heimildir um þjóðarsöguna í smáu sem stóru. Flest af því er öllum almenningi óþekkt þar til komið er á skjalasafnið og farið að skoða safnkostinn. Þá rennur ef til vill upp fyrir einhverjum að þar er margt merkilegt og skemmtilegt að sjá; gögn sem eru geymd en ekki gleymd. Framlag Héraðsskjalasafns Þingeyinga til vefs skjaladagsins voru þrjár greinar; „Sigldum alltaf sama strikið“, þar sem fjallað var um flótta tveggja Íslendinga árið 1944 á bát frá Danmörku til Íslands en báturinn strandaði við Raufarhöfn. „Árás á Súðina“, grein um árás þýskrar sprengjuflugvélar á strandferðaskipið Súðina á Skjálfandaflóa og „Stríðsgróðaskatturinn“ þar sem fjallað var um hlut sýslusjóðs Suður-Þingeyinga af álögðum stríðsgróðaskatti árin 1941-1951. Þessar greinar eru allar aðgengilegar á www.skjaladagur.is.
27
SAFNI
Eftirlit og ráðgjöf Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 kveða á um eftirlitsskyldu opinberra skjalasafna með þeim stofnunum sem eru skilaskyldar á skjöl sín. Sex sveitarfélög eru aðilar að Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Héraðsskjalavörður heimsótti sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps á árinu og veitti ráðgjöf varðandi skjalavörslu sveitarfélagsins. Einnig heimsótt hann héraðsskjalavörðinn á Héraðsskjalasafninu á Akureyri þar sem farið var yfir gerð rafrænna eftirlitskannanna.
Námskeið og fundir Héraðsskjalavörður sótti fjórar ráðstefnur og námskeið á árinu, allt frá skrifborði sínu í gegnum vefinn. Þann 15. september var (Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands haldinn en hún átti að fara fram um vorið og var frestað fram í september. Aðal fyrirlestur ráðstefnunnar var „Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020“. Kynning á niðurstöðum eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Ísland sem Njörður Sigurðsson sviðstjóri skjala- og upplýsingasviðs ÞÍ flutti. Einnig var fjallað um aukið eftirlit og fræðslu ÞÍ og hvað þurfi til vegna rafrænnar skjala- og gagnavörslu. Fræðslufundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi fór fram 8. október. Þar flutti Karen Þ. Sigurkarlsdóttir forvörður fyrirlestur sem bar heitið „Mygla í skjalasöfnum - sjónarhóll forvarðar“. Afar áhugaverður fyrirlestur um vandamál sem herjar á flest skjalasöfn. Í nóvember hélt Þjóðskjalasafn Íslands námskeiðið „Rafræn skjalavarsla. Tilkynning rafrænna gagnasafna til Þjóðskjalasafns“. Fyrirlesarar voru Njörður Sigurðsson og S. Andrea Ásgeirsdóttir frá ÞÍ. Á námskeiðinu var farið yfir ferlið við að tilkynna rafrænn gagnasöfn til ÞÍ í gegnum vefgáttina www.island.is. Fræðslufundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi fór fram 26. nóvember og bar fyrirlestur fundarins titilinn „Kynning á reglum um tilkynningu, samþykki og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila“. Fyrirlesari var S. Andrea Ásgeirsdóttir frá ÞÍ. Í ágúst hóf héraðsskjalavörður diplómanám í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands. Námið er 30 einingar og er alfarið kennt í fjarnámi vegna Covid-19. Í náminu er fjallað um opinbera skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð, varðveislu og notkun einkaskjalasafna til rannsókna, opinbera stjórnsýslu og stjórnsýslu-
28
SAFNI
rétt fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana. Einnig er unnið hagnýtt verkefni í skjalfræði þar sem héraðsskjalavörður ákvað að ljósmynda, skrá og miðla dagbókum feðganna Jóns Jóakimssonar og Snorra Jónssonar frá Þverá í Laxárdal. Bækurnar eru fjórar og spanna tímabilið 1844-1893. Bækurnar verða aðgengilegar á skjalavef safnsins vorið 2021. Farskóli FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) var með óhefðbundnu sniði í ár þar sem hann fór alfarið fram á vefnum. Héraðsskjalavörður sótti alla fyrirlestrana sem voru í boði. Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi fór ekki fram á árinu 2020, aðeins áðurnefndir tveir fræðslufundir.
Aðföng Alls bárust skjalasafninu 43 afhendingar á árinu sem er 11 afhendingum fleiri en árið áður. Afhendingarnar fylltu samtals 16,5 hillumetra í skjalasafninu. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í héraðsskjalasafninu um áramótin. Héraðsskjalasafn Þingeyinga - aðföng 2020: (Aðfanganúmer – Innihald – Umfang í hillumetrum eða gagnamagni Afhendandi) 2020/1 Torfi Sæmundsson. Viðskiptabækur. 0,02 hm. Jón Benediktsson. 2020/2 Karlakórinn Þrymur. Söngskrár. 0,01 hm. Arnþór Óli Arason. 2020/3 Jarðabótafélag Aðaldæla. Skýrslubók 1928-1938. 0,02 hm. Stefán Skaftason. 2020/4 Slökkvilið Norðurþings. Dagbækur, skýrslur o.fl. 0,64 hm. Rúnar Traustason. 2020/5 Kaupfélag Langnesinga. Samþykktir K.L. 0,01 hm. Héraðsskjalasafn Austfirðinga. 2020/6 Langanesbyggð. Fundargerðabækur, bréfasafn o.fl. 5,08 hm. Jóhann Hafberg Jónasson. 2020/7 Þorbjörg Finnbogadóttir. Minningabækur o.fl. 0,07 hm. Guðrún Sigurðardóttir. 2020/8 Hótel Reynihlíð og Reykjahlíð. Gestabækur o.fl. 0,56 hm. Pétur Snæbjörnsson.
SAFNI
29
2020/9 Laxárfélagið. Veiðiskýrslur 2019. 0,02 hm. 2020/10 Sigurbjörg Tómasdóttir, Sigurdrífa Tryggvadóttir og Tryggvi Valdimarsson. Bréfasöfn. 0,12 hm. Björn Pálsson. 2020/11 Lundarbrekkuheimilið. Bréfasöfn og dagbækur. 0,3 hm. Jónas Sigurðarson. 2020/12 Sigríður Klemenzdóttir. Bréfasafn og ljósmyndir. 0,3 hm. Jakobína og Sigríður Sigtryggsdætur. 2020/13 Þórir Sigurðsson. Smárit um Stjörnu-Odda. 0,01 hm. Snorri Guðjón Sigurðsson. 2020/14 Sighvatur Karlsson. Líkræður 2019. 18,4 MB. Sighvatur Karlsson. 2020/15 Kristín S. Gísladóttir. Niðjatal. 0,01 hm. Kristín S. Gísladóttir. 2020/16 Sigtryggur Albertsson. Ýmis skjöl tengd Melum. 0,02 hm. Sólveig Jóna Skúladóttir. 2020/17 Steingrímur Jóhannesson. Teikningar af Reykjahlíðarkirkju. 0,02 hm. Birkir Fanndal Haraldsson. 2020/18 Jón Bjarklind. Ýmis skjöl. 0,04 hm. Magnús Bjarklind. 2020/19 Friðjón Guðmundsson og Guðmundur Friðjónsson. Blaðagreinar, ljóð og veðurathuganir. 0,12 hm. Guðmundur Heiðreksson. 2020/20 Barði Friðriksson. Viðskiptabækur. 0,02 hm. Margrét Barðadóttir. 2020/21 Júlíus Havsteen. Bréfasafn og greinar. 0,14 hm. Pétur Hrafn Hafstein. 2020/22 Ásmundarstaðir. Ýmis skjöl. 0,14 hm. Sigurður Mar Óskarsson. 2020/23 Tjörneshreppur. Bréfasafn og bókhald. 0,14 hm. Aðalsteinn J. Halldórsson. 2020/24 Fjalar, Víkurblaðið o.fl. Ýmis skjöl. 0,64 hm. Sæmundur Rögnvaldsson. 2020/25 Þórhallur Björnsson o.fl. Bréfasöfn, kveðskapur o.fl.. 0,77 hm. Gunnþórunn Rannveig Þórhallsdóttir. 2020/26 Leikskólinn Grænuvellir. Skýrslur. 0,14 hm. Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir. 2020/27 Pétur Jónsson. Túnuppdráttur af Grænavatni. 0,01 hm. Þóroddur F. Þóroddsson. 2020/28 Theodór Gunnlaugsson. Handrit. 0,21 hm. Sólveig Sigurðardóttir.
30
SAFNI
2020/29 Slökkvilið Norðurþings. Samningar og ljósmyndir. 0,02 hm. Grímur Kárason. 2020/30 Njáll B. Bjarnason. Ættfræði. 0,17 hm. Einar Njálsson. 2020/31 Húsavíkurkirkja. Veggspjald v/aldarafmælis. 0,01 hm. Sighvatur Karlsson. 2020/32 Brynjar Halldórson og Indriði Indriðason. Ábúendatöl og Íslendingaþættir. 0,42 hm. Sigrún Brynjarsdóttir. 2020/33 Rótaryklúbbur Húsavíkur. Fundargerðabækur 2011-19. 0,07 hm. Reinhard Reynisson. 2020/34 Búnaðarfélag Ljósavatnshrepps. Jarðabætur. 0,03 hm. Stefán Skaftason. 2020/35 Skútustaðahreppur. Fundargerðabækur o.fl. 1,6 hm. Laufey Ása Eyþórsdóttir. 2020/36 Konráð Erlendsson eldri. Dagbækur, bændatöl o.fl. 0,51 hm. Ólafur Arngrímsson. 2020/37 Tómas Sigurgeirsson. Æviágrip. 0,01 hm. Kristín I. Tómasdóttir og Hjörtur Þórarinsson. 2020/38 Stórutjarnarskóli. Ýmis skjöl. 2,24 hm. Laufey Eiríksdóttir. 2020/39 Þorkell Skúlason. Bréfasafn. 0,07 hm. Elsa Sigurveig Þorláksdóttir. 2020/40 Benedikt Benediktsson og Þorbjörg Jónsdóttir. Bréf. 0,01 hm. Erla Jónsdóttir. 2020/41 Sýslunefnd S-Þingeyjarsýslu. Aðalfundargerðir. 0,05 hm. Aðalheiður Kjartansdóttir. 2020/42 Byggingarnefnd Stórutjarnarskóla. Fundargerðir, bréf o.fl. 1 hm. Laufey Eiríksdóttir. 2020/43 Unnur Bjarklind. Bréf. 0,03 hm. Sigrún Brynjarsdóttir.
31
SAFNI
Ljósmyndasafn Þingeyinga Starfsemi og aðbúnaður Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2020 er talinn vera rúmlega 160.000 myndir. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna, ljósmyndasafn og mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 91.868 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 12.033 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Samtals voru því 103.901 myndir tölvuskráðar í lok ársins.
PK-1670-9 Lionsklúbbur Húsavíkur. Frá strandi Hvassafells við Flatey 1975. Verið að þvo bryggjuna.
32
SAFNI
Á árinu náðist að skanna og skrá 7.749 myndir í ljósmyndasafnið og 348 myndir í mannamyndasafnið. Mikil vinna var lögð í að skanna ljósmyndir, sem var búið að skrá í mannamyndasafnið, á árinu og tengja þær við gagnagrunninn. Þannig náðist sá stóri áfangi að fullskanna allar myndir í mannamyndasafninu. Sú vinna var í höndum Styrmis Franz Snorrasonar og Guðrúnar Stefaníu Steingrímsdóttur.
Miðlun Vegna Covid-19 faraldursins var aðeins haldinn ein greiningarsýning á árinu. Það var í mars fyrir félag eldri borgara á Laugum í Reykjadal Karlaklúbburinn Krubbarnir, hópur eldri borgara komu einu sinni í viku á ljósmyndasafnið til að greina ljósmyndir fyrri hluta ársins. Þessar heimsóknir lögðust af þegar sóttvarnarreglur yfirvalda tóku gildi.
Aðföng Alls bárust ljósmyndasafninu 17 afhendingar á árinu og varð safnaukinn um 2.245 myndir. (Aðfanganúmer; fjöldi mynda; um myndirnar; afhendingaraðili.) 2020/1 24 myndir úr Bárðardal. Jón Sveinn Þórólfsson. 2020/2 330 myndir frá starfsemi Lionsklúbbs Húsavíkur. Björn Sigurðsson. 2020/3 2 myndir af Jóhanni Skaptasyni. Guðrún Ármannsdóttir. 2020/4 20 myndir úr fórum Þorbjargar Finnbogadóttur. Guðrún Sigurðardóttir. 2020/5 5 myndir frá Húsavík 1969. Héléne Cantin. 2020/6 70 myndir af starfsemi Hótels Reynihlíðar og Hótels Reykjahlíðar. Pétur Snæbjörnsson. 2020/7 3 myndir. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir. 2020/8 227 myndir úr fórum Sigríðar Klemenzdóttur. Jakobína og Sigríður Sigtryggsdætur. 2020/9 21 mannamynd. Kristín S. Gísladóttur. 2020/10 4 myndir úr fórum Bjarna Sigurjónssonar og Sigríðar Böðvarsdóttur. Ásthildur Bjarnadóttir.
SAFNI
33
2020/11 94 myndir frá Axarfirði og Mývatnssveit. Gunnþórunn Rannveig Þórhallsdóttir. 2020/12 85 úr fórum Sigríðar Jónsdóttur frá Hömrum. Bryndís Gunnlaugsdóttir. 2020/13 1 mynd af manni að spinna. Atli Vigfússon. 2020/14 4 myndir úr fórum Helga Stefánssonar. Jóhanna Bryndís Helgadóttir. 2020/15 89 myndir úr fórum Þorkels Skúlasonar. Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir. 2020/16 2 myndir úr fórum Benedikts Benediktssonar frá Breiðuvík. Erla Jónsdóttir. 2020/17 1.000 myndir úr Ættum Þingeyinga. Sigrún Brynjarsdóttir f.h. Brynjars Halldórssonar. Snorri Guðjón Sigurðsson Héraðsskjalavörður og umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga
34
SAFNI
Bókasöfnin Almennt Bókasafnið á Húsavík, Stóragarði 17, 640 Húsavík Afgreiðslutími: Virka daga frá 10-18 og 10-14 á laugardögum. Þann 1. september var afgreiðslutíma safnsins breytt og er nú opið frá 10-16 mánudaga og föstudaga, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga frá 10-18 og laugardaga er opið frá 10-14. Yfir sumarmánuðina er opið alla daga frá 10-18. Starfsmenn Bókasafnsins sjá einnig um að afgreiða gesti inn á sýningar Safnahússins. Bókasafn Öxarfjarðar, skólahúsinu, Akurgerði 4-6, 670 Kópaskeri. Opið: mánudaga og þriðjudaga frá 15 - 18 og miðvikudaga frá 09 - 12. Bókasafnið á Raufarhöfn, grunnskólanum á Raufarhöfn. Opið: miðvikudaga, 16 - 17 og föstudaga, 14 – 15. Bókasafnið starfar samkvæmt bókasafnslögum nr. 150/2012. Tölvukerfi: Bókasafnskerfið er Gegnir, Landskerfi bókasafna. Fjöldi skráðra eintaka í Gegni við árslok voru: á Húsavík 48.115, Kópaskeri 17.497, Raufarhöfn 6.505. Rafrænn aðgangur: Bókasafnið tekur þátt í rekstri landsaðgangs að rafrænum gögnum á leitir.is. Bókasafnið er einnig hluti af rafbókasafninu, rafrænu samlagssafni allra bókasafna landsins, sem gefur notendum okkar möguleika á að fá lánaðar bækur rafrænt. Starfsemi og þjónusta: Útlán bóka og annarra gagna. Upplýsingaþjónusta og millisafnalán. Aðgangur að prent og ljósritunar þjónustu fyrir almenning. Aðild að bókasafni er gefin út á einstakling. Aðild er frí fyrir eldri borgara og öryrkja og fyrir börn að 18 ára aldri. Ársgjald er 2000 krónur og veitir aðgang að öllum bókasöfnum Norðurþings. Menningar- og safnamál falla undir störf íþrótta- og tómstundafulltrúa sem er fulltrúi Fjölskylduráðs Norðurþings og er núna Kjartan Páll Þórarinsson. Menningarmiðstöð Þingeyinga sér um rekstur bókasafnanna í Norðurþing, forstöðumaður bókasafnanna er Jan Aksel Harder Klitgaard.
SAFNI
Bókasafnið á Húsavík
35
Mynd: MMÞ.
36
SAFNI
Starfsfólk Á Bókasafni Húsavíkur er deildarstjóri Bryndís Sigurðardóttir sem er í 100% starfi og bókavörður Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir í 30% starfi. Jónas Friðrik Guðnason hefur haft umsjón með Bókasafninu á Raufarhöfn eins og síðustu ár. Á Bókasafni Öxarfjarðar er bókavörður Reynir Gunnarsson. Bryndís var í veikindaleyfi frá 8. janúar til 14. apríl. Þann 4. maí kom Sólrún úr fæðingarorlof. Guðrún Stefanía Steingrímsdóttir var í hlutastarfi til 31. ágúst 2020. Inga Lilja Snorradóttir vinnur einn laugardag í mánuði og er í afleysingum.
Starfsemi Vegna Covid-19 var lokað 24. mars og opnað aftur 4. maí. Þá var barnahorninu lokað, eins var hætt að láta tímarit liggja frammi og er svo enn. Áttunda september var bókasafnsdagurinn og af því tilefni var sektarlaus dagur. Engir viðburðir voru á vegum bókasafnsins vegna takmarkanna. Samskiptavefinn Facebook notum við markvisst til að koma upplýsingum áleiðis til viðskiptavina með því að setja inn helstu fréttir og tilboð ásamt nýjasta efni sem keypt er á safnið. Starfsmenn hafa sem fyrr lagt sig fram um að veita góða og vandaða þjónustu. Bryndís Sigurðardóttir Deildarstjóri Bókasafna Norðurþings
ÁRBÓK ÞINGEYINGA Eldri bækur til sölu! Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út fyrir öll ár frá 1958. Uppseldir eru hjá útgáfunni árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973 og 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum. Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði. Góður afsláttur veittur ef keyptar eru margar bækur í einu! Verð á hverju hefti af því sem til er frá upphafi og til ársins 1998 kr. 300,-
Forsíðumynd: Mynd af heilbrigðisstarfsfólki að störfum á sjúkrahúsinu á Húsavík ca. 1955. Ljósmyndari Sigurður Pétur Björnsson
Veffang: http://www.husmus.is Netfang: safnahus@husmus.is
1998 kr. 300
2009 kr. 1400
1999 kr. 400
2010 kr. 1600
2000 kr. 500
2011 kr. 1800
2001 kr. 600
2012 kr. 2000
2002 kr. 700
2013 kr. 2400
2003 kr. 800
2014 kr. 2400
2004 kr. 900
2015 kr. 2600
2005 kr. 1000
2016 kr. 2600
2006 kr. 1100
2017 kr. 3800
2007 kr. 1200
2018 kr. 4200
2008 kr. 1300
2019 kr. 4900
Umsjónar- og ábyrgðarmaður Jan Aksel Harder Klitgaard Prófarkalestur Elín Kjartansdóttir ISSN 1670-5963 Prentmet Oddi ehf. Akureyri MMXXI
Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi samband við Safnahúsið á Húsavík – Sími: 464 1860 – Netfang: safnahus@husmus.is
Samgöngubanni var komið á víða um land 1920 vegna skæðrar inflúensu sem gekk um landið. Þegar samgöngubanninu létti af barst prófastinum Páli H. Jónssyni á Svalbarða þær fréttir að Presthólakirkja mundi hafa verið notuð á óviðeigandi hátt þá um veturinn. Hann sendi því sóknarnefndinni í Presthólasókn þetta bréf 19. maí 1920. Úr Héraðsskjalasafni E-1688/38
BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 41. ÁR – 2021