Safni 2023

Page 1

BLAÐ MENNINGARMIÐSTÖÐVAR ÞINGEYINGA 43. ÁR - 2023

Forsíðumynd: Mynd tekin í sláturhúsi K.Þ. við Naustagil árið 1970 en þá fór síðasta slátrun fram í húsinu. Starfsfólk frá vinstri; Kristín Kjartansdóttir frá Hrauni, Vigdís Gunnarsdóttir frá Húsavík og Sigrún Aðalgeirsdóttir frá Húsavík. Ljósmyndari óþekktur - úr Ljósmyndasafni Þingeyinga

Veffang: www.husmus.is

Netfang: safnahus@husmus.is

Umsjón og ábyrgð Sigríður Örvarsdóttir

Prófarkarlestur

Elín Kjartansdóttir

ISSN 1670-5963

Héraðsprent ehf. Egilsstöðum MMXXIII

Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2022

Fráfarandi stjórn:

Formaður: Árni Pétur Hilmarsson

Aðalmenn:

Halldóra Sigríður Ágústsdóttir

Sigríður Kjartansdóttir

Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir

Sigurður Guðni Böðvarsson

Stefán Eggertsson

Sverrir Haraldsson

Varamenn:

Jóhanna Kristjánsdóttir

Katý Bjarnadóttir

Benóný Valur Jakobsson

Líney Sigurðardóttir

Jóna B. Gunnarsdóttir

Nanna Þórhallsdóttir

Ný stjórn frá hausti:

Formaður: Árni Pétur Hilmarsson

Aðalmenn:

Gerður Sigtryggsdóttir

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

Hafrún Olgeirsdóttir

Halldór Jón Gíslason

Katý Bjarnadóttir

Knútur Emil Jónasson

Varamenn:

Eyþór Kári Ingólfsson

Halldóra J. Friðbergsdóttir

Eiður Pétursson

Ingibjörg H. Sigurðardóttir

Jón Gunnarsson

Ragnhildur H. Sigurðardóttir

Menningarmiðstöð Þingeyinga Almennt

Árið 2022 rann upp fimmtánda starfsár Menningarmiðstöðvar Þingeyinga (MMÞ) en sjálfseignarstofnunin varð formlega til árið 2007 við sameiningu starfseminnar í Safnahúsinu á Húsavík (Byggðasafn Suður-Þingeyinga) og Byggðasafns Norður-Þingeyinga að Snartarstöðum. Um rekstur stofnunarinnar sjá nú fjögur sveitarfélög í Þingeyjarsýslum (sex fyrir sameiningu sveitarfélaga í maí 2022) og eru þau í stafrófsröð; Langanesbyggð, Norðurþing, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit. Skútustaðahreppur er nú hluti af Þingeyjarsveit og Svalbarðshreppur hluti Langanesbyggðar.

Ný stjórn MMÞ tók til starfa á haustmánuðum 2022 í kjölfar sveitarstjórnarkosninga og um leið og hún var boðin velkomin til starfa var þeirri eldri þökkuð störf í þágu stofnunarinnar sl. 4 ár.

Bæst hafa við starfsemina söfn, safneignir og starfsstöðvar í áranna rás og undir MMÞ heyra nú Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Byggðasafn SuðurÞingeyinga, Sjóminjasafn, Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Þingeyinga, Myndlistarsafn Þingeyinga, Náttúrugripasafn Þingeyinga og útgáfa Árbókar Þingeyinga. MMÞ heldur utan um margþætta starfsemi; rekstur safna og sýninga, viðburðahald og fjölbreytt verkefni sem tengjast rekstri á fjórum starfsstöðvum. Á Grenjaðarstað í Aðaldal snýr reksturinn að þjóðlífssýningu með munum úr Byggðasafni Suður-Þingeyinga en sýnishorn úr þeirri safneign er einnig hægt að skoða í annarri rekstrareiningu, þ.e. í Safnahúsinu á Húsavík, á sýningunni „Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum“. Í glæsilegu Safnahúsinu á Húsavík sem er eign MMÞ, er einnig að finna rúmgott Sjóminjasafn sem er hluti af Byggðasafni Suður-Þingeyinga, stórt Myndlistarsafn Þingeyinga þar sem safneignin er tæplega 1.900 myndlistarverk og einstakt Ljósmyndasafn Þingeyinga sem telur rúmlega 160.000 myndir. Auk þessa eru í Safnahúsinu Náttúrugripasafn Þingeyinga með fjölbreytta safneign úr héraði og síðast en ekki síst er þar að finna Héraðsskjalasafn Þingeyinga þar sem tekið er við skjölum allan ársins hring. Þar að auki eru skrifstofur MMÞ á þriðju hæð hússins.

Á Snartarstöðum við Kópasker er sýning Byggðasafns Norður-Þingeyinga og er gamla skólahúsið jafnframt eign MMÞ. Í Sauðaneshúsi á Langanesi annast stofnunin einnig rekstur byggðasýningar í elsta steinhúsi sýslnanna.

Frá árinu 2017 hefur MMÞ annast rekstur þriggja bókasafna Norðurþings samkvæmt samningi þar um, sem staðsett eru á Húsavík, Kópaskeri og

SAFNI 3

Raufarhöfn. Samningur sem tók gildi 1. janúar 2019 rann svo út 31. desember 2021 en bráðabirgðasamningur var gerður til 31. mars 2022. Sú breyting varð þá á málum frá 1. apríl sl. að MMÞ hætti rekstri safnanna, þ.e. endurnýjaði ekki rekstrarsamning þar sem reksturinn þótti of kostnaðarsamur fyrir stofnunina og umfang eigin verkefna og starfsstöðva yfirdrifið. Bókasafnið er nú rekið af sveitarfélaginu Norðurþingi en starfsstöðin á Húsavík er enn til húsa í jarðhæð Safnahússins.

Við þær breytingar sem urðu við það að hætta rekstri bókasafna, breyttist einnig aðkoma í safnahúsið þannig að nú annast starfsfólk bókasafns ekki lengur móttöku gesta á sýningar Safnahússins. Aðal inngangur hefur einnig verið færður aftur upp á 2. hæð safnsins, eins og gert er ráð fyrir að hann sé í skipulagi hússins. Til að annast móttöku gesta og einnig að fylla í skarðið fyrir fráfarandi starfsmann í hálfu starfshlutfalli við byggðasafnshluta, Sólrúnu Sveinbjörnsdóttur, kom Erika Lind Isaksen til starfa og sinnir hún einnig þáttum er snúa að safnfræðslu og kynningarmálum MMÞ. Þannig má segja að ráðið hafi verið að helmings hluta í það stöðugildi sem samþykkt var af stjórn stofnunarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2021.

Í upphafi ársins tók nýr forstöðumaður við stjórn stofnunarinnar en Jan Aksel Harder Klitgaard sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2018 vann sinn síðasta starfsdag í janúar og í hans sæti settist Sigríður Örvarsdóttir.

Eftir tvö erfið starfsár hjá MMÞ vegna Covid-19 heimsfaraldurs sem hafði víðtæk áhrif, er komið að því að snúa vörn í sókn. Ýmislegt er komið á tíma varðandi viðhald á starfsstöðvunum og strax á fyrstu mánuðum hófst vinna við uppfærslu á öryggiskerfi í Safnahúsi. Loftræstikerfi þar var líka yfirfarið, sem og ljósabúnaður, svo sýningar hússins séu boðlegar gestum. Gler- og gluggahvelfingar á Safnahúsi voru hreinsaðar, sem ekki hefur átt sér stað til fjölda ára og breyttist þá aðkoma að húsinu til hins betra auk þess sem klárað var að hreinsa flísalögn og lagfæra skemmdir á útitröppum og palli og gera tilbúið undir lokameðhöndlun – allt til þess að taka betur á móti gestum og gangandi. Innandyra var Safnahúsið málað í áföngum, þ.e. sýningarsalur á jarðhæð, stigagangur, fordyri og myndlistarsalur á 3. hæð, enda löngu tímabært og í framhaldinu var myndum skipt út í uppgangi hússins. Þannig tekur sú starfsstöð MMÞ sem er hvað stærst og sem opin er allan ársins hring, enn betur á móti gestum sínum en áður. Áætlanir sem snúa að að gerð neyðarútgangs

á 3. hæð Safnahúss og útskiptingu rúða á Snartarstöðum voru samþykktar og er gert ráð fyrir að ráðist verði í báðar aðgerðir árið 2023. Einnig var gert við hitabreyti á Snartarstöðum eftir að eftirlitsfólk höfðu komið að húsinu ísköldu í upphafi ársins. Varla verður komist hjá því að minnast á veðurofsa snemma árs sem orsakaði bæði skemmdir á girðingunni við Snartarstaði

sem laga þurfti og þá hreinlega sprakk viðarborð með áföstum bekkjum við Sauðaneshús þótt þungt væri.

Mikil áhersla hefur verið á vinnu við þarfa endurskipulagningu, tiltekt, mat og greiningu safnmuna í varðveislurými stofnunarinnar í kjallara Safnahússins sl. ár og hefur þar mikið áunnist þar. Er svo komið að búið er að flokka safnmuni eftir því hvort um er að ræða skráða eða óskráða muni, en til þeirra síðarnefndu, sem eru um 1.600 talsins, þarf að taka afstöðu með viðmiðunartöflu sem unnin var af starfsfólki 2021. Styrkur upp á 400.000 fékkst hjá safnasjóði fyrir árið 2022 til að ljúka við verkefni í varðveislurými, sem var og gert. Til fullvinnslu við verkframkvæmd og sérfræðiaðstoð við grisjun var aftur sótt um styrk hjá Safnasjóði undir lok ársins og kemur í ljós snemma árs 2023 hvernig vinnan mun áfram halda í varðveislurými á komandi ári (árum). Af þessum sökum var ákveðið að hægja á framkvæmdum í varðveislurými, eins og sést á ofanverðu, og leggja aukna áherslu á aðbúnað, umhverfi og kynningarmál stofnunarinnar eftir nokkuð erfið rekstrarár

Ákveðið var snemma árs að gefa flóttafólki frímiða til eins árs sem gildir á öllum fjórum starfsstöðvum safnsins á almanaksárinu og afhenti forstöðumaður fyrstu miða í júní. Brynja Rún Benediktsdóttir starfskona Þingeyjarsýsludeildar Rauða krossins veitti þeim móttöku og mun koma þeim áfram. Er þetta hluti af því að bjóða alla hópa samfélagsins velkomna á safnið, en ekki síður að kynna fyrir nýbúum menningarverðmæti og sögu samfélagsins sem það lifir í og þar með auðvelda skilning þeirra og vonandi auka hamingju.

SAFNI 4
Brynja Rún Benediktsdóttir starfskona Rauðakrossins tekur við frímiðum ætluðum flóttafólki úr höndum Sigríðar Örvarsdóttur forstöðumanns MMÞ. Mynd MMÞ.

SAFNI 5

Árið einkenndist jafnt af árlegum og endurvöktum verkefnum og viðburðum, auk uppákoma og sýninga af ýmsum toga. Hæst ber að nefna að loksins kom að formlegri opnun á sýningunni „Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar

á Íslandi“ í Safnahúsinu, sem unnin var af Sigurlaugu Dagsdóttur og sem frestað var árið 2021 vegna takmarkanna af völdum Covid-19 faraldursins

þótt tilbúin væri. Margt var um manninn í Safnahúsi þann daginn, en svo var líka á opnunardögum átta annarra sýninga þar á árinu, auk tónlistarviðburða og vinnustofa.

Viðsnúningur varð loksins á gestakomum á Grenjaðarstað en þar var góð

aðsókn hópa sumarið 2022, þrátt fyrir bæði styttan daglegan opnunartíma frá

því sem áður var (11-17) og einnig var tímabilið stytt um 2 vikur frá fyrra sumri.

Bæklingur sem verið hefur í vinnslu fyrir Grenjaðarstað var loksins kláraður og prentaður fyrir sumarvertíðina. Er hann á 5 tungumálum, segir stuttlega frá sögu staðarins, er greinargóður og kemur í stað fyrri lifandi leiðsagnar um bæinn, en nú heldur starfsfólk aðeins stuttar kynningar fyrir gesti sé þess óskað.

Ákveðið var að hverfa frá eiginlegri opnun með viðhöfn á sýningunni „Að

sækja björg í björg“ sem verið hefur í vinnslu í Sauðaneshúsi sl. 4 ár, en gestum var boðið í fría heimsókn og að njóta hennar í tengslum við Bryggjudaga á Þórshöfn um miðjan júlí þar sem boðið var upp á pönnukökur og kaffi.

Áhrif Covid-19 faraldursins á starfsemi stofnunar á borð við MMÞ snúa að heimsóknum og gestafjölda. Mikið starf er fyrir höndum við að endurvekja samstarf við skóla, fræðslu til hópa og samvinnu með eldri borgurum svo eitthvað sé nefnt. Fáir tónleikar voru á starfsárinu en þó varð sú breyting á að tónlistarskóli Norðurþings gerði samning við MMÞ um skipulagt tónleikahald á seinni hluta ársins, sem var líflegt og jákvætt að hlusta á marimbatónana óma um húsið.

Það mun líklega taka tíma að snúa þróuninni við en hafist var handa við og lögð áhersla á það í ár að bæta einfalt kynningarefni fyrir allar starfsstöðvar en jafnframt að byrja á endurgerð heimasíðu stofnunarinnar í samvinnu við fyrirtækið Stefnu. Áætlað er að heimasíðan fari í loftið í byrjun árs 2023. Merki (lógó) MMÞ var uppfært og bætt var við „undir-merkjum“ fyrir ólíkar starfsstöðvar og þá voru hannaðir nýir og einfaldir blöðungar fyrir sýningar í Myndlistarsal Safnahússins. Mikil bylting varð á samfélagsmiðlasíðum, með aðal áherslu á síðu Safnahússins sem starfrækt er og opið allan ársins hring og

þar eru jafnframt skrifstofur stofnunarinnar og starfsstöð fastráðins starfsfólks

hjá MMÞ. Er þetta grunnurinn sem þarf til að byggja aftur upp samtal og

samvinnu við nýja sem gamla gesti eftir faraldurinn, sem hefst í gegnum aðgengilegt og áhugavert kynningarefni. Menningarmiðstöð Þingeyinga var safn vikunnar í Dægurmálum rásar 2 þann 8. ágúst og fór forstöðumaður yfir starfsemi stofnunarinnar og allar starfsstöðvar.

SAFNI 6

Metnaðarfull dagskrá og tilboð voru send út til skóla starfssvæðisins, með frekar dræmum undirtektum þó, en jukust samt svolítið þegar líða tók á árið. Snemmsumars fékk MMÞ þau gleðitíðindi að Íslandsbanki hygðist ánafna

Myndlistarsafni Þingeyinga tvö verk eftir Jón Engilberts úr myndasafni sínu. Formleg úthlutun verkanna fór fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík

í maí og í byrjun júní voru verkin svo afhent safninu á Húsavík. Bættust þar perlur við annars dýrmæta safneignina.

Á árinu kom til eftirlitsheimsóknar safnaráðs, sem er lokahluti fimm ára verkefnis sem hófst 2017 og snýr að eftirlitsskyldu áðurnefndrar stofnunar með viðurkenndum söfnum og þar á meðal MMÞ. Í safnalögum er eftirlitsskyldan skýrt tekin fram og safnaráð setur skilmála varðandi innra og ytra starf sem safn þarf að uppfylla. Margt hefur áunnist í ýmsum málaflokkum hjá MMÞ og gekk heimsókn vel. Von er á úttektarskýrslu í kjölfar heimsóknarinnar frá safnaráði árið 2023.

Nýskipaður Þjóðminjavörður, Harpa Þórsdóttir, heimsótti Grenjaðarstað

ásamt Ágústu Kristófersdóttur sviðsstjóra og Þorbjörgu Gunnarsdóttur fjármálastjóra, en báðar eru þær starfskonur Þjóðminjasafns (ÞJMS). Sigríður

Frá afhendingu verka Jóns Engilberts úr listaverkasafni Íslandsbanka. Mynd MMÞ.

SAFNI 7

og Snorri tóku á móti gestunum, kynntu starfsemina og sýndu húsakostinn, þ.e. gamla bæinn sem er í eigu ÞJMS og þarfnast mikils viðhalds eins og sakir standa. Er von um áframhaldandi gott samstarf við stofnunina vegna bæði Grenjaðarstaðar og Sauðaneshúss sem einnig er í eigu ÞJMS.

Frá heimsókn starfsfólks Þjóðminjasafns að Grenjaðarstað í nóvember 2022. Mynd MMÞ.

Opnunartími safna 2022

Safnahúsið á Húsavík

Sumar (1. júní-31. ágúst): Opið alla daga kl. 11-17.

Vetur (1. september-31. maí): Þriðjudaga til föstudaga 13-16, laugardaga 11-16.

Grenjaðarstaður

Sumar (15. júní-15. ágúst): Alla daga kl. 11-17. Heimsóknir hópa utan þessa eftir samkomulagi. Vetur – lokað.

Snartarstaðir

Sumar (15. júní-15. ágúst): Þriðjudaga til sunnudaga kl. 13-17. Vetur – lokað.

Sauðaneshús

Sumar (15. júní-15. ágúst): Þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. Vetur – lokað.

Aðsóknartölur

Aðsóknartölur ársins 2022 sýna jákvæða breytingu frá fyrri árum sem báru áhrif Covid-19 faraldursins og dró stórlega úr aðsókn gesta á árunum 2020 og 2021, sérstaklega í suður sýslunni. Aðsóknartölur í Safnahúsinu á Húsavík líkjast nú aftur þeim sem við sáum fyrir faraldur og eru það gleðitíðindi. Virst getur að nokkuð stór hluti gesta þar greiði ekki aðgang sem skýrist af heimsóknum og þátttöku í viðburðum þar sem ekki er krafist aðgangseyris. Nokkuð margar og fjölmennar sýningaopnanir, án aðgangseyris, hafa laðað

SAFNI 8
2022 (2021) (2020) Gestir í Safnahúsinu á Húsavík (samtals) 3370 1663 1808 (Gestir í Safnahúsinu sem greiða aðgang) 1948 1040 1071 Gestir á Grenjaðarstað (samtals) 2665 1579 1479 Gestir á Snartarstöðum 280 195 390 Gestir í Sauðaneshúsi 279 402 701

SAFNI 9

til sín aukinn fjölda gesta og ekki síst úr nærsamfélaginu þar sem mikilvægt er að virkja samtalið aftur eftir erfið ár. Á þjóðlífssýningum á Grenjaðarstað, Sauðaneshúsi og Snartarstöðum snéri starfsemin aðallega að móttöku gesta yfir sumartímann. Á Grenjaðarstað varð veruleg aukning gesta frá fyrri árum og líkist því sem var á góðum árum frá 2017 til 2019 þrátt fyrir styttra tímabil og opnunartíma yfir daginn. Aðeins annað er uppi á teningnum á sýningunum í norður sýslunni en þar er gestafjöldi breytilegur síðastliðin

ár og dregur verulega úr heimsóknum í bæði húsin þetta árið. Eins og tölur

úr Sauðaneshúsi sýna er tala gesta dræm, en þær má að nokkru leyti rekja til vandkvæða í starfseminni í upphafi tímabilsins.

Menningarmiðstöð Þingeyinga auglýsir söfnin sín í völdum fjölmiðlum, ferðahandbókum, á vefsíðum er tengjast ferðaþjónustu og hjá samstarfsaðilum. MMÞ er aðili að ferðamálasamtökunum Húsavíkurstofu og Norðurhjara í Þingeyjarsýslum, en er einnig í samvinnu við Markaðsskrifstofu Norðurlands. Allar starfsstöðvar MMÞ eru með sínar fésbókarsíður og er Árbók Þingeyinga

þar ekki undanskilin. Þar að auki eru allir staðirnir með Instagram reikninga

þar sem birtar eru myndir og upplýsingar. Auk þessa var unnið að gagngerum endurbótum á heimasíðunni www.husmus.is á árinu 2022 sem vonir standa til að takist að setja í loftið í byrjun árs 2023.

Nokkrar tölur úr rekstri Menningarmiðstöðvar
Helstu tekjuliðir 2022 (2021) Frá sveitarfélögum 55.530.252 (56.697.409) Frá Safnasjóði (verkefnastyrkir) 400.000 (4.100.000) Frá Safnasjóði (rekstrarstyrkir) 0 (0) Framlag ríkisins vegna skjalasafna (verkefnastyrkir) 1.200.000 (1.600.000) Framlag ríkisins vegna skjalasafna (rekstrarstyrkir) 699.648 (722.000) Aðgangseyrir og sölutekjur 7.880.822 (5.624.508)
Þingeyinga

Styrkir

Þar sem Menningarmiðstöð Þingeyinga er viðurkennt safn hefur það lögum samkvæmt heimild til að sækja um styrki til safnasjóðs á vegum safnaráðs. Aðeins lá þó fyrir ein styrkumsókn frá MMÞ hjá safnasjóði fyrir verkefni á árinu 2022 og var hún samþykkt. Einnig fékk MMÞ þrjá styrki frá Sveitamennt - starfsmenntasjóði starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands, sem allir voru ætlaðir til frekari fræðslu, æfinga, lærdóms og hvatningar fyrir starfsfólk MMÞ, en einnig til að auka samvinnu við önnur söfn og safnafólk í landinu. Auk fastra rekstrarstyrkja frá Þjóðskjalasafni Íslands til handa Héraðsskjalasafni Þingeyinga, sótti safnið um tvo verkefnastyrki þaðan og fékk báða samþykkta.

Eftirfarandi styrkjum var úthlutað til MMÞ á árinu 2022:

• Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 400.000 krónur í verkefnastyrk úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022 til verkefnisins „Skráning“.

• Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 144.060 krónur í styrk frá Sveitamennt til námskeiðsferðar starfsfólks MMÞ í söfn á Akureyri.

• Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 162.649 krónur til þátttöku í Farskóla safnmanna á vegum FÍSOS sem haldinn var á Hallormsstað.

• Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 54.480 krónur í styrk til þátttöku héraðsskjalavarðar á haustráðastefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi.

• Héraðsskjalasafn Þingeyinga fékk 700.000 krónur í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Gjörðabækur ungmennafélaga“.

• Héraðsskjalasafn Þingeyinga fékk 500.000 krónur í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna verkefnisins „Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar“.

• Héraðsskjalasafn Þingeyinga fékk 699.648 króna rekstrarstyrk frá Þjóðskjalasafni Íslands vegna ársins 2022.

Námskeið og ráðstefnur

Á árinu 2022 sóttu starfsmenn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga meðal annars eftirfarandi námskeið og ráðstefnur:

• 1. mars – Uppsetning muna á sýningu. Námskeið á vegum Minjasafnsins á Akureyri í samvinnu við FÍSOS (Sigríður).

• 9. apríl – Ársþing SSNE. Haldið á Fosshóteli á Húsavík (Sigríður).

• 27. apríl – Menningarverkefni Norðurlands. Netnámskeið á vegum Markaðsstofu Norðurlands (Sigríður og Snorri).

• 11. maí – Námskeið í efnisgerð vegna markaðssetningar á samfélagsmiðlum með fyrirtækinu Glimrandi. Haldið af SSNE í samvinnu við safnaklasa í Eyjafirði

SAFNI 10

SAFNI 11

og Safnaþing í Þingeyjarsýslum. Haldið á Hótel Kea á Akureyri (Erika og Sigríður).

• 12. maí - Netnámskeið í skaðvaldavöktun þar sem fjallað var um skordýr á söfnum, vöktun á skaðvöldum og myglu á söfnum. Námskeiðið var á vegum félags norrænna forvarða á Íslandi (Snorri).

• 25.-28. ágúst – Heimsráðstefna ICOM. Haldin í Prag (Sigríður).

• 21.-23. september – Farskóli FÍSOS. Haldinn á hótel Hallormsstað (Erika, Sigríður og Snorri)

• Vinnustofur á mánudögum í október – SSNE í samstarfi við safnaklasa í

Eyjafirði og Safnaþing í Þingeyjarsýslum;

• 3. október – Skráning og grisjun safnmuna með Ágústu Kristófersdóttur og Lilju

Árnadóttur. Fyrsta vinnustofa af fjórum haldin í Safnahúsinu á Húsavík hjá

MMÞ (Erika og Sigríður).

• 10. október – Sýningarhönnun. Netnámskeið með Heiðari Má Björnssyni kvikmyndagerðarmanni (Erika).

• 24. október – Safnfræðsla – verkefni á vegum safnkennara í Listasafni

Reykjavíkur. Netnámskeið (Erika og Sigríður)

• 31. október – Varðveisla, skráning, miðlun og almenn meðhöndlun á ljósmyndum

í safnkosti. Haldin á Siglufirði á vegum Síldarminjasafns (Erika og Snorri).

Fundir

Margir fundir sem tengdust starfsemi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga voru haldnir á árinu. Þar á meðal voru eftirfarandi:

• Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hélt stjórnarfundi í Safnahúsinu

á Húsavík 3. febrúar, 25. maí og 10. nóvember sem forstöðumaður sat ásamt stjórn.

• Forstöðumaður sat fund 17. maí með Hlöðuhóp vegna sumarsins 2022 á Grenjaðarstað.

• Aðalfundur stofnunarinnar var haldinn í Safnahúsinu á Húsavík þann 25. maí þar sem forstöðumaður tók þátt.

• Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga situr í stjórn Hvalasafnsins

á Húsavík og tók því þátt í stjórnarfundum og ársfundi safnsins á árinu 2022, samtals þremur talsins.

• Forstöðumaður er fulltrúi í fagráði menningar hjá SSNE og sat fundi ráðsins á árinu auk þess að sitja einn fund úthlutunarnefndar hjá uppbyggingarsjóði sem varamaður.

• Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sat fjölbreytta fundi vegna sýninga og samstarfsverkefna.

• Forstöðumaður og Héraðsskjalavörður sátu fund með sænska sendiherranum

í Safnahúsi ásamt fjölda fólks úr skólum bæjarins og stjórnsýslunni, vegna farandsýningarinnar Solander 250: Bréf frá Íslandi sem sett verður upp í

Safnahúsi sumar 2023

SAFNI 12
Starfsfólk MMÞ í heimsókn á Listasafninu á Akuryeri í desember 2022. Mynd Listasfnið á Akureyri.

• Forstöðumaður sat marga fundi forstöðufreyja, hóps um samvinnu safna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, ásamt menningarfulltrúa SSNE og safnstjórum Flugsafns Akureyrar og Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

• Forstöðumaður sat íbúafund á Kópaskeri um þróun samfélags- og menningarhúss.

• Forstöðumaður sat samráðsfund um aðventugleði á Húsavík í umsjón Húsavíkurstofu.

Starfsfólk

Árið 2022 var fast starfsfólk í Safnahúsinu á Húsavík eftirfarandi: Sigríður Örvarsdóttir tók við sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 1. janúar í 100% starfi. Er hún einnig safnstjóri byggðasafna, Sjóminjasafns, Náttúrugripasafns og Myndlistarsafns Þingeyinga. Snorri Guðjón Sigurðsson var í 100% starfi sem héraðsskjalavörður og sem umsjónarmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga. Erika Lind Isaksen hóf störf sem safnfulltrúi þann 1. júní og er í fjölbreyttu 100% starfi. Það felst að mestu í móttöku gesta, gerð kynningarefnis og auglýsinga, safnfræðslu og skráningu muna, auk ýmissa tilfallandi verkefna. Ragnheiður Hreiðarsdóttir var í 40% starfi við skráningu ljósmynda í fjarvinnslu fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Peju Roman Adeoti vann við ræstingar í Safnahúsi aðra hvora viku á móti Ingu Lilju Snorradóttur, en Roman tók alveg yfir ræstingarnar frá sumri 2022 og vinnur nú hluta úr degi tvisvar sinnum í viku. Silja Ástu Jóhannesdóttir sá um afleysingar í

Safnahúsi frá 2022 ásamt Ingu Lilju Snorradóttur sem einnig sá að hluta til um gestamóttöku. Katla Karlsdóttir vann tímabundið verkefni við að yfirfara safneign í geymslum Myndlistarsafns Þingeyinga í október og nóvember og Styrmir Frans Snorrason vann að verkefni í ljósmyndasafni í júlí og ágúst. Einnig unnu Fuahd Raymond Adeoti og Leon Ingimundur George við umhirðu á útisvæði annars vegar og við pökkun Árbóka þingeyinga hins vegar.

Í Sauðaneshúsi störfuðu Starkaður Sigurðsson og Auður Lóa Guðnadóttir við gestamóttöku frá 15. júní til 15. ágúst og var það sjötta sumarið þeirra á staðnum. Katharina Winter leysti þau af eftir þörfum. Halldóra Sigríður Ágústsdóttir, ábúandi í Sauðanesi, sá um eftirlit með Sauðaneshúsi aðra mánuði ársins.

Á Snartarstöðum starfaði Guðrún Stefanía Kristinsdóttir við gestamóttöku frá 15. júní til 15. ágúst og Hildur Óladóttir leysti hana af þegar þörf var á. Rannveig Halldórsdóttir sá um eftirlit með Snartarstöðum aðra mánuði ársins.

Silja Ástu Jóhannesdóttir og Inga Lilja Snorradóttir unnu við gestamóttöku

á Grenjaðarstað frá 5. júní til 15. ágúst, auk þess að taka á móti hópum og

SAFNI 13

sinna undirbúningi í maí, september og október. Styrmir Franz Snorrason sinnti eftirliti aðra mánuði ársins. Sigurlaug Dagsdóttir fullvann texta fyrir leiðsagnarbæklinga, auk þess að setja saman yndistexta til sýninga í gamla bænum. Elín Kjartansdóttir sá um yfirlestur að vanda og Elena Schneider lauk við sína vinnu í hönnun við texta og bæklinga.

Bókasöfn Norðurþings voru aðeins í umsjón MMÞ fyrstu þrjá mánuði ársins og í aðal starfstöð í Safnahúsi var Bryndís Sigurðardóttir í 100% starfi deildarstjóra, Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir í 80% starfi og Inga Lilja

Snorradóttir vann við afleysingar einn laugardag í mánuði yfir vetrartíma. Bókasöfn Norðurþings eru einnig með starfsstöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn, en þar sinntu Reynir Gunnarsson og Jónas F. Guðnason starfi bókavarða

í annars vegar 10% og hins vegar rúmlega 20% starfshlutfalli. Benedikt

Björgvinsson sá um afleysingar á Kópaskeri.

Útgáfa

Safni 2022, ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir starfsárið 2022, kom út um miðjan maí, en Safni hefur verið gefinn út óslitið frá árinu 1981 og hefur lítið breyst í áranna rás.

Árbók Þingeyinga kom út í 64. sinn í nóvember. Í ritnefnd hennar þetta

árið voru Björn Ingólfsson á Grenivík (ritstjóri), Kristjana Erna Helgadóttir frá Kópaskeri, Sæþór Gunnsteinsson bóndi í Presthvammi í Aðaldal, Sif Jóhannesdóttir fyrrverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Sigríður Örvarsdóttir núverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður. Ritnefndin fundaði tvisvar á árinu, á bolludaginn er að vanda fyrsti fundur ársins hjá ritnefndinni en sá síðari var í desember og var hann jafnframt kveðjufundur þar sem Björn Ingólfsson hefur sagt sig frá starfi ritstjóra frá áramótum. Einnig var haldinn kaffifundur með annálariturunum í Safnahúsinu um miðjan júní. Áskrifendur Árbókarinnar eru undirstaða útgáfu hennar og því miður hefur þeim fækkað undanfarin ár en þó bætast alltaf nýir áskrifendur í einhver skarðanna. Áhugasamir um sögu og menningu í Þingeyjarsýslum eru eindregið hvattir til að gerast áskrifendur og er tekið við nýjum áskriftum hjá MMÞ, símleiðis ef hringt er í símanúmer 464 1860 eða með því að senda línu á safnahus@husmus.is. Einnig er hægt að gerast áskrifandi á heimasíðu stofnunarinnar.

SAFNI 14
SAFNI 15
Unnið að uppsetningu sýningartexta í anddyri Safnahússins.. Mynd MMÞ.

Byggðasöfnin, Myndlistarsafn

Þingeyinga og Náttúrugripasafn

Þingeyinga

Safnahúsið á Húsavík

Loksins varð viðsnúningur á fjölda gesta í Safnahúsið eftir heimsfaraldurinn margnefnda og þrátt fyrir fjarlægðarmörk og grímuskyldu í upphafi árs breyttust aðsóknartölur á þann veg að þær eru á pari við það sem sást árið 2018 og er um að ræða tvöfalt fleiri gesti en árin á undan, sem telst mjög gott. Margar metnaðarfullar sýningar voru opnaðar, haldnir fundir, vinnustofur og tónleikar, sem allt hjálpaði til við að snúa vörn í sókn. Stigagangur, sýningarsalur á jarðhæð og myndlistarsalur á 3. hæð voru málaðir, anddyri sett í stand þar sem móttaka færðist aftur þangað á árinu, aðkoma að aðalinngangi hússins bætt og gestir gátu nú loksins hvílt lúin bein í nýjum útihúsgögnum á verönd, þar sem nýr íslenskur fáni sást blakta, en einnig litríkur hinsegin fáni á Hinsegin dögum sem haldnir eru hátíðlegir um allt land fyrstu viku ágúst mánaðar.

SAFNI 16
Nýmálað og skátasýning á jarðhæð Safnahússins. MyndMMÞ.

Sýningin Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi sem hönnuð var og uppsett af Sigurlaugu Dagsdóttur, var fullunnin og tilbúin til opnunar

í lok árs 2021 en var þó ekki formlega opnuð fyrr en á vormánuðum 2022 sökum takmarkanna vegna Covid-19. Þar var rakin saga hinnar eiginlegu Laxárdeilu með hjálp muna, ljósmynda, málverka, uppstoppaðra dýra og skjala, eða verka úr öllum safneignum MMÞ sem telst einstakt. Litrík sýning Hólmfríðar Bjartmarsdóttur á ofnum myndverkum var opnuð sama fallega vordaginn og sú fyrrnefnda og löðuðu þær báðar til sín góða gesti og ekki síst úr héraði. Þann 17. júní var við hæfi að hefja styttri og umfangsminni sýningu á skátastarfi á Húsavík fyrr á tímum, í samvinnu skjala-, byggða- og ljósmyndasafna en þar var líka vígður nýr sýningarskápur sem MMÞ fékk að gjöf frá Safnahúsinu við Hverfisgötu (Listasafn Íslands). Upptökur á 17. júní ræðu fjallkonu Norðurþings fóru einnig fram í Safnahúsinu.

SAFNI 17
Tónleikar Windwork haldnir í sýningarsal Laxárdeilunar í Safnahúsi. Mynd MMÞ.

Sjóminjasafnið tók að venju þátt í skipulagðri dagskrá í Norðurþingi á Sjómannadaginn, gestir fengu frían aðgang og þar mátti nú sjá aðra af tveimur myndum Jóns Engilberts sem nýlega höfðu borist safninu að gjöf frá Íslandsbanka og minnir óneitanlega á lífið við Skjálfanda fyrr á tímum. Ljósmyndir Péturs Jónassonar heitins af sýningunni Ljósmyndir Péturs í 60 ár, sem sýnd var í Safnahúsinu árið 2021 í tilefni þess að Pétur var listamaður Norðurþings árið 2020, voru nú til sýnis og sölu í samvinnu við fjölskyldu hans og vini en ágóði rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins í Þingeyjarsýslu. Windwork tónleikaröð kom við í Safnahúsinu í júlí og Álfameyjarnar úr danskvæðinu um Ólaf liljurós tóku á móti gestum á anddyrissýningu um og eftir Mærudaga. Ljúft var á opnun Þingeyingsins Pálínu Guðmundsdóttur sem sýndi hina ýmsu svipi í málverkum sínum með haustinu og á lokadegi var boðið til „listamannspjalls“ í Safnahúsinu sem heppnaðist mjög vel.

Ýmsir hópar heimsóttu Safnahúsið á árinu og má þar nefna starfsfólk frá

SSNE sem kynnti sér starfsemina ásamt nýjum framkvæmdastjóra, en einnig hóp ferðaþjónustuaðila á vegum Markaðsskrifstofu Norðurlands svo nokkuð sé nefnt. Vinnustofa á vegum SSNE í samstarfi við Safnaþing og Safnaklasa

í Eyjafirði var haldin í Safnahúsi í byrjun október og var um að ræða fyrstu vinnustofu af fimm þann mánuðinn, en söfnin skiptust á að halda sumar þeirra og aðrar voru rafrænar. Þar kom saman safnafólk úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, rúmlega þrjátíu manns, sem hlustuðu á Lilju Árnadóttur fyrrverandi starfskraft

ÞJMS og Ágústu Kristófersdóttur núverandi sviðsstjóra hjá ÞJMS, upplýsa og fræða um grisjun safnmuna. Þá bauð MMÞ upp á þá nýjung að taka á móti gestum í enska leiðsögn um sýningar Safnahússins einu sinni í mánuði (laugardag) og mun tilboðið halda áfram árið 2023. Greiningarsýningar voru

SAFNI 18
Sýningaropnun og listamannsspjall Pálínu Guðmundsdóttur. Mynd MMÞ.

SAFNI 19

haldnar í sýningarsal á jarðhæð á vegum Héraðsskjalasafnsins í janúar og nóvember og Myndlistarsýningin Perlur úr safneign Myndlistarsafns Þingeyinga féll í góðan jarðveg í síðasta mánuði ársins. Að lokum var sýningaropnun á aðventunni í sýningarsal á jarðhæð þegar ljósmyndasýning á vegum Framsýnar stéttarfélags og Egils Bjarnasonar; Samfélagið í nærmynd var opnuð en viðfangsefnið var fólk í samfélaginu af erlendum uppruna sem myndað var við sín fjölbreyttu störf. Var sýningin hluti af einstaklega vel heppnaðri aðventuhelgi sem Húsavíkurstofa ýtti af stað undir nafninu Húsavík – jólabærinn minn í byrjun desember og Safnahúsið tók þátt í. Þar var einnig uppákoma undir handleiðslu Sigrúnar Bjargar Aðalgeirsdóttur fjölmenningarfulltrúa Norðurþings, þ.e. samvinna við Þingeyinga af erlendum uppruna sem buðu upp á jólatengt góðgæti frá heimalöndum sínum, mynduðu hlaðborð á jarðhæð og fylltist húsið af gestum sem voru á þriðja hundrað talsins og var gleðin allsráðandi. Heimsóknir enduðu iðulega á efstu hæð við skoðun á piparkökuhúsum sem þar voru til sýnis og heyrðu til samkeppni sem haldin var á vegum Húsavíkurstofu.

Safnfræðsla og skólaheimsóknir fóru afar rólega af stað á árinu 2022 en fjölgaði jafnt og þétt er líða tók á árið. Dagskrá og tilboð vegna mögulegar safnfræðslu á hinum ýmsu stöðum var send á alla leik- og grunnskóla svæðisins á haustdögum og haft samband við forsvarsmenn í framhaldsskólum svæðisins, til að vekja athygli á þeim menningararfi sem er að finna í höfuðstöðvum

Góðgæti frá ýmsum löndum í boði í Safnahúsi á aðventu. Mynd MMÞ.

MMÞ og hægt er að krydda skólastarfið með. Jólaheimsóknir nemenda voru vinsælastar á árinu og fengu yngstu nemendur grunnskóla það verkefni að skreyta köngla sem féllu af nálatrjám í garði Safnahússins og koma með til skreytinga á gamaldags jólatré með berum trjágreinum sem stóð í anddyrinu á aðventunni.

Fyrir utan umhirðu og viðgerðir sem þegar eru upptaldar, má nefna að gerður var samningur við Garðvík um hirðingu lóðar við Safnahúsið og starfsmenn Höfðavéla sáu iðulega um snjómokstur þetta árið.

Yfirlit yfir sérsýningar í Safnahúsi 2022

• Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi var formlega frumsýnd í myndlistarsal á 3. hæð. Var sýningin hönnuð og uppsett af Sigurlaugu Dagsdóttur og stóð frá 9. apríl til ágústloka.

• Hólmfríður Bjartmarsdóttir opnaði sýningu á ofnum myndverkum í listasal á jarðhæð þann 9. apríl og stóð hún þann mánuð.

• Ljósmyndasýning um skátastarf á Húsavík var opnuð 17. júní í listasal á jarðhæð og var sett upp til minningar um 110 ár starf skátahreyfingarinnar á Íslandi. Var sýningin unnin í samvinnu Héraðsskjala- og Ljósmyndasafns

Þingeyinga. Sýningin stóð út sumarið.

• Windworks tónlistarveisla með tveimur klassískum tónleikum var haldin í Safnahúsinu þann 21. júlí kl. 14 og 15. Guido Bäumer, Pamela De Sensi og Vigdís Klara Aradóttir fluttu verk á sólo saxófón annars vegar og hins vegar tríó flautu, klarínett og saxófón.

• Álfameyjar úr danskvæðinu um Ólaf liljurós lifnuðu við í anddyri Safnahússins

á Mærudögum á sýningunni Þar rauður loginn brann – haganlega tálgaðar og mótaðar af Ingibjörgu Ágústsdóttur sýndu þær sig við hið þekkta undirspil. Anddyrissýning þessi stóð til 15. september.

• Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur Svipir úr héraði var opnuð í myndlistarsal á 3. hæð þann 17. september, en þar var hægt að virða fyrir sér kunnugleg sem ókunnugleg andlit héraðsbúa, en hún stóð til 13. nóvember.

• Ljósmyndir Péturs Jónassonar voru sýndar í annað sinn í Safnahúsinu á stuttum tíma, nú í samvinnu við fjölskyldu hans og opnaði sýningin Til heiðurs Pétri þann 14. Október, í listasal á jarðhæð, og stóð aðeins út mánuðinn í tilefni af mánuði Bleiku slaufunnar.

• Aðventuuppsetningin Perlur úr safneign Myndlistarsafns Þingeyinga var opnuð að kvöldi föstudagsins 2. desember og var hluti af aðventuverkefninu Húsavík – jólabærinn minn. Sýningin mun standa í myndlistarsal á 3. hæð fram til 25. mars 2023.

• Þann 3. desember var ljósmyndasýningin Samfélagið í nærmynd opnuð í

SAFNI 20

SAFNI 21

listasal á jarðhæð. Um var að ræða samstarfsverkefni Framsýnar stéttarfélags og Egils Bjarnasonar sem sýnir Þingeyinga af erlendum uppruna við störf sín á Íslandi. Sýningartími er 3. desember til 21. mars 2023.

Grenjaðarstaður

Grenjaðarstaður er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands en MMÞ rekur þar þjóðlífssýningu sem unnin er upp úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og var rekin af því frá árinu 1958 og fram til stofnunar Menningarmiðstöðvarinnar (MMÞ) árið 2007. MMÞ hefur daglega umsjón með torfbænum þar sem byggðasýningin er staðsett, sem og hlöðunni, en á hlöðuloftinu er aðstaða fyrir gesti til að neyta veitinga, þar eru snyrtingar og þá er hægt að versla þar gæðahandverk sem unnið er af meðlimum handverkshópsins Hlöðunnar.

MMÞ sinnir eftirliti með gamla bænum allan ársins hring, sér einnig um minniháttar viðhald á staðnum en Þjóðminjasafnið annast stærri viðhaldsverkefni sem eiginlegur eigandi bæjarins. Ansi mikil viðhaldsþörf er á bænum og hefur lítið verið fyrir hann gert undanfarin ár. Í júní kom þó hópur starfsmanna frá ÞJMS og setti nýjar filmur í alla glugga gamla bæjarins. Það mun vernda betur bæði innanhússefni og muni í sýningu.

Álfamey af sýningunni Þar rauður loginn brann í Safnahúsi og piparkökuhús til sýningar á aðventu. Mynd MMÞ.

Breyting var gerð á opnunartíma byggðasafnsins á Grenjaðarstað frá fyrra ári þar sem reksturinn var þá kostnaðarsamur og aðsókn í lakara lagi. Var tímabilið stytt um hálfan mánuð og var nú formlega opið frá 15. júní til 15. ágúst, alla daga vikunnar frá 11 til 17, sem einnig var stytting um klukkustund frá fyrri daglegum opnunartíma. Á Grenjaðarstað varð þó veruleg aukning gesta þetta sumarið og kúvending frá árunum á undan sem einkenndust af boðum og bönnum vegna faraldursins. Var nú um metaðsókn hópa að ræða og heildartala gesta hærri en sést hefur um árabil.

Nýlegur leiðsagnarbæklingur var bættur enn frekar fyrir sumarvertíðina eins og til stóð. Er nú sá háttur hafður á að eftir að gestir móttaka stutta kynningu frá starfsfólki rölta þeir sjálfir um gamla bæinn með bækling í hönd og fá þar tilheyrandi upplýsingar er snúa að sýningunni og mannlífinu á bænum fyrr á tímum. Bæklingurinn hefur nú verið prentaður á fimm tungumálum. Sigurlaug Dagsdóttir sem sá um textavinnuna, bauð einnig fram krafta sína í gerð skilta með lýsingum af mannlífi, frásögnum og endursögnum af lífi á bænum og úr héraði á tímum gamla bændasamfélagsins. Eru textarnir eingöngu hafðir á íslensku, allavega til að byrja með, þar sem þeir innihalda oft einlægar frásagnir einstaklinga – og af einstaklingum sem kunnugir eru landanum og eru ætlaðir til yndislesturs, en eru aftur á móti og að öllum líkindum ókunnugir flestum erlendu gestum. Hefur textum þessum verið haganlega fyrirkomið í stofum bæjarins. Um viðhald utandyra, slátt og rakstur, sá vinnuhópur á vegum Landsvirkjunar líkt og undanfarin ár.

SAFNI 22
Sumargestur á Grenjaðarstað og nýtt merki Grenjaðarstaðar hannað 2022. Mynd MMÞ.

Snartarstaðir

Byggðasafnið að Snartarstöðum er annað tveggja safna sem rann inn í Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) við stofnun hennar árið 2007 (hitt var Byggðasafn Suður-Þingeyinga). Starfsemi safnsins var með minna móti á árinu þar sem engar sérsýningar voru settar upp né þátttaka í viðburðum á svæðinu. Það var opið eftir hádegi þriðjudaga til sunnudaga á tímabilinu frá

15. júní til 15. ágúst.

Lítið sem ekkert vannst í skráningarmálum né lagfæringum á fyrri skráningum á árinu og enn er mikið verk óunnið við m.a. yfirfærslu mynda við þegar skráða muni. Sú vinna hefur verið í gangi undanfarin ár undir leiðsögn Sólrúnar Hörpu Sveinbjörnsdóttur, sem hefur haft umsjón með skráningu muna fyrir Menningarmiðstöð Þingeyinga síðastliðin ár, en hún lét af störfum snemma á árinu og ekki reyndist unnt að halda áfram þessari góðu vinnu í ár. Vonast er til að hægt verði að hefjast aftur handa árið 2023 við þetta tímafreka verkefni og þá gjarnan samhliða breytingum á sýningu á Snartarstöðum ef styrkur fæst til þess verks, en þá er auðveldara að staðsetja muni rétt og skrá upplýsingar er snúa að stærð og útliti þeirra. Miðlun er afar mikilvæg í faglegu starfi safna og tímabært að bæta enn frekar skráningar gagna og upplýsinga í safneign Byggðasafns Norður-Þingeyinga, en ekki síður að sýna og framsetja muni og minjar þannig að sem flestir hópar samfélagsins njóti, skilji og hafi gagn og gaman af.

23
SAFNI
Nýtt merki Snartarstaða hannað 2022 ásamt mynd frá Snartarstöðum í vetrarbúningi. Mynd Rannveig Halldórsdóttir.

Ólag var á hitaveitunni í upphafi árs sem kostaði viðgerð af hálfu fagmanna og skipt var um varmabreyti meðal annars. Starfsmaður sumarsins tók vel til utanhúss, fjarlægði laskaða blómapotta og uppsafnað rusl og að lokum sá Ásgeir Kristjánsson um umhirðu lóðar. Að lokum var nýr íslenskur fáni daglega dreginn að húni þetta sumarið og einnig er nú til hinsegin fáni til notkunar á hinsegin dögum.

Sauðaneshús

Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands en MMÞ rekur þar byggðasýningu sem opin var frá 15. júní til 15. ágúst, þriðjudaga til sunnudaga milli 11 og 17, þetta sumarið. Var þetta fyrsta sumarið með fullunninni sýningu um samtal manns og náttúru á Langanesi á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Eins og áður hefur verið getið var ákveðið að hverfa frá formlegri opnun þessarar einstöku sýningar Að sækja björg í björg sem starfsfólk staðarins

til sex ára, listamennirnir Auður Lóa Guðnadóttir og Starkaður Sigurðsson, hönnuðu og útbjuggu á síðastliðnum þremur árum. Aftur á móti var gestum og gangandi boðið í heimsókn þann 16. júlí til að skoða sýninguna og að gæða sér í leiðinni á pönnukökum og kaffi í boði hússins í tilefni af Bryggjudögum á Þórshöfn. Eins og undanfarin ár komu rithöfundar frá Pastel ritröð á Akureyri við í Sauðaneshúsi þann 23. júlí og lásu upp úr verkum sínum fyrir gesti sem þáðu frían aðgang í tilefni viðburðarins.

SAFNI 24
Nýtt merki Sauðaneshúss árið 2022 ásamt mynd af rithöfundum úr Pastel ritröð sem heimsóttu húsið í júlí. Mynd Auður Lóa Guðnadóttir.

Í lok júlí mánaðar opnaði Eyþór Ingi Jónsson, organisti og áhugaljósmyndari, glæsilega ljósmyndasýningu í kaffisalnum sem staðsettur er í kjallaranum í Sauðaneshúsi. Eyþór hefur myndað náttúru landsins og fuglalíf víða um land en Langanesbyggð á sérstakan stað í hjarta listamannsins og voru myndirnar á sýningunni allar teknar á svæðinu.

Gestavinnustofan Röstin Residency var starfrækt á Þórshöfn eins og undanfarin ár og að vanda var samvinna á milli hennar og MMÞ. Halla Birgisdóttir myndskáld dvaldi í vinnustofunni að þessu sinni og vann teikningar þar á meðan dvöl stóð sem hún svo hélt sýningu á í Sauðaneshúsi fyrstu vikur ágúst mánaðar.

Engin stærri viðhaldsverkefni voru unnin í Sauðaneshúsi á árinu en starfsmenn áhaldadeildar Langanesbyggðar aðstoðuðu við verkefni er tengdust viðgerðum á búnaði vegna hússins sem og slökkvistjóri á Þórshöfn. Hinsegin fáni bættist að lokum við fánasafn hússins.

Aðföng

Byggðasöfn Þingeyinga

Árið 2022 bættist við nokkur fjöldi muna í safneign MMÞ og má þar nefna eftirfarandi:

• Anna Hulda færði safninu skíðabuxur að gjöf.

• Daníel Hansen f.h. Fræðsluseturs um forystufé afhenti tóbaksbauk FjallaBensa frá því um 1935. Baukinn átti Hjördís dóttir Stefáns Helgasonar bónda

í Haganesi en þeim Bensa var vel til vina.

• Fríða Helga Kristjánsdóttir færði safninu lokkajárn úr búi Jóns Friðriks Einarssonar.

• Georg Jón Karlsson gaf fjárbyssu og skátabúning sem voru áður í eigu Jón Hallgríms Friðfinnssonar.

• Hanna Björg Margrétardóttir færði safninu fótstiginn rokk sem var í eigu Sigríðar Stefánsdóttur (f.1888) og Jóhannesar Þórarinssonar (f.1876) frá

Garði í Kelduhverfi.

• Helgi Viðar Björnsson og systkini færðu Byggðasafni Norður-Þingeyinga heimasaumuð barnaföt og ýmsa aðra muni úr búi foreldra þeirra Snæfríðar Helgadóttur og Gríms Jónssonar.

SAFNI 25

• Herdís Anna Jónsdóttir gaf teppi, dúk, tréöskju og gleraugnahulstur úr búi móður hennar Ragnhildar Jónsdóttur.

• Hjálmar Bogi Hafliðason afhenti safninu f. h. Borgarhólsskóla; jólaskraut, kirkju og jólasvein með lýsingu. Jólaskrautið er unnið af nemendum Borgarhólsskóla á seinni hluta 20. aldar.

• Jóhanna Friðriksdóttir og fjórar systur hennar færðu safninu ýmsa muni úr búi föður þeirra Friðriks Sveinssonar fyrrum héraðslæknis í Þórshafnarhéraði.

• Rauði krossinn færði safninu spón sem fannst í gömlu dóti og notaður verður í snertisafn þar sem engar upplýsingar fylgja muninum.

• Sigríður og Helgi Pétursbörn gáfu ýmsa muni af ljósmyndastofu föður þeirra Péturs Jónassonar á Húsavík, má þar nefna gamla myndavél, stóla, tuskudýr o.fl.

• Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir ábúandi í Mýrarkoti í Tjörneshreppi færði safninu skrifborð úr búi Jakobs Hálfdánarsonar fyrsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga.

• Sigurður Óskar Jónsson færði safninu strokk sem Jónas Gottskálksson smíðaði og heimilisfólk í Krossavík notaði alla tíð.

• Síldarminjasafnið færði MMÞ að gjöf 12“ hljómplötuna Rauðar rósir með Tónakvartettinum frá Húsavík.

• Svanhildur Hermannsdóttir gaf rokk sem móðir hennar Hulda Jónsdóttir (f.1902 – d.1989) átti og afi hennar Karl Emil Friðriksson (f.1855 – d.1931) smíðaði. Einnig gaf hún stól sem Karl Emil smíðaði handa konu sinni Pálínu Jónsdóttur (1856-1959) og passar við rokkinn.

• Valdís Emilsdóttir gaf ýmsa muni úr búi foreldra hennar Emils Birgissonar og Hildar Ásu Benediktsdóttur úr Mývatnssveit, þar á meðal myndir og myndaalbúm, bækur, þvottabretti, öskju, pennastokk, silkislæðu og margt fleira. Margir munanna koma frá Birningsstöðum í Laxárdal þaðan sem Hildur Ása var ættuð.

• Valdís Emilsdóttir gaf einnig byssu sem var áður í eigu Ragnars Sigfinnssonar frá Grímsstöðum við Mývatn.

26
SAFNI

Myndlistarsafn Þingeyinga

Árið 2022 voru tvö listaverk afhent og skráð í safnið.

• Íslandsbanki gaf tvö málverk eftir Jón Engilberts úr listaverkasafni bankans.

Náttúrugripasafn Þingeyinga

Engir munir voru afhentir Náttúrugripasafni Þingeyinga á árinu.

Sjóminjasafn

Engir munir voru afhentir Byggðasafni Suður-Þingeyinga sem falla undir safneign Sjóminjasafns á árinu.

Sigríður Örvarsdóttir

Safnstýra og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

27
SAFNI

Héraðsskjalasafn Þingeyinga

Starfsemi og aðbúnaður

Hlutverk Héraðsskjalasafna er söfnun, innheimta, skráning og varanleg varðveisla skjala og annarra heimilda er tengjast héraðinu til notkunar fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra, svo og fyrir einstaklinga. Héraðsskjalasöfnum ber einnig að annast eftirlit og ráðgjöf varðandi skjalavörslu. Þjónustuhlutverk Héraðsskjalasafns Þingeyinga verður stöðugt veigameira og mikilvægt að tryggja að sveitarfélög og almenningur hafi aðgang að safnkostinum.

Tvær sameiningar sveitarfélaga urðu á starfssvæði Héraðsskjalasafns Þingeyinga á árinu. Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust í sveitarfélagið Þingeyjarsveit og Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sameinuðust í sveitarfélagið Langanesbyggð. Við sameiningu sveitarfélaga verður til ný skilaskyld starfsemi sem þarf nýjan málalykil og jafnframt að útbúa nýja skjalavistunaráætlun. Voru bæði nýju sameinuðu sveitarfélögin upplýst um þessar staðreyndir.

Frá árinu 2010 hefur tölfræði um ýmsa þætti starfseminnar verið tekin saman og er söfnun og greining á þeirri tölfræði mikilvæg til að móta framtíðarstefnu skjalasafnsins. Alls bárust 219 fyrirspurnir á árinu eða að meðaltali rúmlega 18 á mánuði. Flestar fyrirspurnirnar eða 41% bárust með gestum er komu á skjalasafnið. Í 32% tilfella bárust fyrirspurnirnar með tölvupósti og í 18% tilfella bárust þær símleiðis. Þá bárust 3 fyrirspurnir í gegnum samfélagsmiðla eða vef. Kynjahlutfall þeirra sem sendu inn fyrirspurnir eða heimsóttu safnið á árinu skiptist í 57% karlar og 43% konur.

SAFNI 28

Héraðsskjalavörður fór í 15 heimsóknir á árinu. Þetta voru eftirlitsheimsóknir og heimsóknir til aðila sem voru að skila inn skjölum og óskuðu eftir leiðbeiningum um frágang skjalasafna. Alls voru 139 skjalaöskjur afgreiddar

á lestrarsal og sértekjur safnsins voru 135.450 kr. á árinu. Skjalasafnið var opið þriðjudaga til föstudaga kl. 10-16 en á mánudögum er einungis tekið við fyrirspurnum símleiðis og í tölvupósti.

Miðlun

Héraðsskjalasafnið fékk tvo verkefnastyrki frá Þjóðskjalasafni Íslands á árinu 2022. Annar styrkurinn var fyrir verkefnið „Gjörðabækur ungmennafélaga“ og var hann upp á 700.000 krónur. Verkefnið fólst í því að ljósmynda gjörðabækurnar, skrá lýsigögn og miðla bókunum á vefnum. Alls voru 34 bréfabækur myndaðar og skráðar af Eriku Lind Isaksen og er henni þakkað vel unnið starf. Hinn styrkurinn var vegna verkefnisins „Þingeyingaskrá

Konráðs Vilhjálmssonar“ og nam sá styrkur 500.000 krónum. Samtals voru 24 bækur ljósmyndaðar og urðu samtals 4.969 ljósmyndir. Styrmir Franz

Snorrason vann verkefnið og fær hann einnig þakkir fyrir vel unnið starf. Bæði

þessi verkefni gengu vel. Allar bækurnar úr seinna verkefninu voru birtar á

skjalavef safnsins í lok ársins en bækurnar úr fyrra verkefninu munu birtast á

skjalavef safnsins á fyrri hluta ársins 2023.

SAFNI 29
E-1726/13 Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar á skjalavef héraðsskjalasafnsins.

Hinn árlegi Norræni skjaladagur var annan laugardag í nóvember og var yfirskrift hans árið 2022 Hreinlæti. Mörg undanfarin ár hefur Þjóðskjalasafn Íslands lagt til sérstakan skjalavef til að birta framlög opinberu skjalasafnanna og Skjalasafns Þingeyinga þar á meðal. En breyting varð á þetta árið og úr varð að söfnin birtu sjálf sínar greinar á sínum heimasíðum eða samfélagsmiðlum. Framlag safnsins í ár voru þrjár greinar; Hreinir hreppar þar sem fjallað var um þátttöku Hálshrepps í hreinsunarátakinu „Hreinir hreppar“ árið 1989, Hreinsun kindagarna sem inniheldur fróðleik um þá vinnu og að lokum Litunarbók þar sem sagt er frá litlum heftum sem B. Jónsson tók saman árið 1874.

Sýningu á íslenskum jólakortum, sem varðveitt eru í héraðsskjalasafninu og hengd voru upp í desember 2021, lauk um miðjan janúar. Þann 17. júní var svo opnuð sýning um skátastarf á Húsavík í sýningarsal á jarðhæð Safnahússins á Húsavík. Sýningin samanstóð af munum, skjölum og ljósmyndum og hún var sett upp í tilefni af 110 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi.

Námskeið og fundir með þátttöku héraðsskjalavarðar

• 8. febrúar – Málalykill og skjalavistunaráætlun – Úrvinnsla og góð ráð Fræðslufundur haldinn af Félagi Héraðsskjalavarða á Íslandi þar sem Heiðar Lind Hansson og Árni Jóhannsson frá Þjóðskjalasafni Íslands fluttu erindi (Snorri).

SAFNI 30
Frá Skátasýningu í Safnahúsi. Myndir MMÞ.

SAFNI 31

• 24. mars – Fræðslufundur félags Héraðsskjalavarða á Íslandi. Þar flutti Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar MSA, erindi um réttindamál varðandi birtingu og notkun ljósmynda úr ljósmynda- og skjalasöfnum (Snorri).

• 5. maí - Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Málþing Bláa skjaldarins á Íslandi (Snorri).

• 12. maí – Skaðvaldavöktun. Netnámskeið á vegum félags norrænna forvarða á Íslandi (Snorri).

• 30. maí – Vorfundur opinberra skjalasafna (Snorri).

• 31. maí – Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands (Snorri).

• 6.-7 október – Haustráðstefna héraðsskjalavarða. Haldin á Dalvík (Snorri).

Á vorfundi opinberra skjalasafna þann 30. maí hlýddi héraðsskjalavörður á eftirfarandi fyrirlestra: Könnun Þjóðskjalasafns á ríkisskjölum hjá vörslustofnunum, Aðgangur að upplýsingum um viðkvæm efni sem eru orðin 80 ára gömul, Nýtt eyðublað fyrir grisjunarbeiðni, Niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunar Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Innviðaverkefni Þjóðskjalasafns – markmið og staða, Kynning á diplómanámi í hagnýtri skjalfræði, Kynning á nýju skráningarkerfi Héraðsskjalasafns Árnesinga og Lög um opinber skjalasöfn – er tilefni til breytinga? Daginn eftir, þann 31. maí, sat héraðsskjalavörður svo vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands sem bar yfirskriftina Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna. Á ráðstefnunni flutti Helga Jóna Eiríksdóttir, skjalavörður og lektor í skjalfræði við Háskóla Íslands, fyrirlesturinn Árangur eftirlits með afhendingarskyldum aðilum. Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, flutti svo erindið Um skráningu mála og málsgagna. Benedikt Eyþórsson, fagstjóri upplýsingaþjónustu Þjóðskjalasafns Íslands, fjallaði um einkalega hagsmuni og aðgang að gögnum á grundvelli 30. gr. laga nr.

77/2014 um opinber skjalasöfn og að lokum flutti Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, erindið Afhendingarskylda einkaaði la.

Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi fór fram á Dalvík daganna

6.-7. október og var þar farið um víðan völl; Flutt erindi um safnkost og starfsemi opinberra skjalasafna, haldnar málstofur um annars vegar rafræna skjalavörslu en hins vegar um skönnun og miðlun og einnig flutt erindi um þróun og framtíð skjalamála á Íslandi. Héraðsskjalavörður Þingeyinga hélt einn fyrirlestur á ráðstefnunni og fjallaði hann um úthlutun og nýtingu styrkja

Þjóðskjalasafns Íslands til stafrænnar miðlunar.

Rannsóknir

Í júní var Megan Hicks, prófessor við Hunter háskólann í New York, við rannsóknir á skjalasafninu ásamt tveimur nemendum sínum. Á meðal rannsóknarefna voru ásetningsskýrslur úr Mývatnssveit og skjöl um hákarlaveiðar.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga - aðföng 2022

Alls bárust héraðsskjalasafninu 37 afhendingar á árinu, 5 frá skilaskyldum aðilum og 32 einkaskjalasöfn. Afhendingarnar fylltu samtals 4,6 hillumetra. Allar afhendingarnar voru skráðar á árinu og voru því engin skjöl óskráð í Héraðsskjalasafni Þingeyinga um áramótin 2022-2023.

(Aðfanganúmer – innihald – umfang í hillumetrum eða gagnamagni - afhendandi)

2022/1 Haraldur Þórarinsson frá Kvistási. Dagbækur. 0,18 hm – Aðalgeir Egilsson.

2022/2 Húsavíkurkirkja Reikningabækur. 0,04 hm. – Helga Kristinsdóttir.

2022/3 U.M.F. Öxfirðingur. Gjörðabækur. 0,03 hm. Jóhann Rúnar Pálsson.

2022/4 Hólmgeir Helgi Hákonarson. Niðjatal 4,5 MB. Hólmgeir Helgi Hákonarson.

2022/5 Bókasafn Reykdæla. Gamlar bækur. 0,28 hm. Sólborg Matthíasdóttir.

2022/6 Hermann Pálsson. Handritaðar nótur. 0,03 hm. Svanhildur Hermannsdóttir.

2022/7 Birningsstaðaheimilið. Einkaskjöl. 0,06 hm. Valdis Emilsdóttir.

2022/8 Óli. Einkaskjöl 1,2 hm. Hugrún og Lovísa Óladætur.

2022/9 Eysteinn Tryggvason. Ábúendatal í Reykjadal á 20 öld. 30,7 MB. Jón Benediktsson.

2022/10 Sr. Sigurður Guðmundsson. Einkaskjöl. 0,12 hm. Afkomendur.

2022/11 Skógræktarfélag Húsavíkur. Gjörðabók. 0,03 hm. Jan Aksel Klitgaard.

2022/12 Gísli Guðmundsson og Margrét Árnadóttir. Handrita- og bréfasafn. 0,48 hm. Sigrún Lilja Jónasdóttir

2022/13 Guðni Halldórsson. Greinarskrif. 0,03 hm. Guðni Halldórsson.

2022/14 Snæfríður Helgadóttir. Skólabækur. 0,03 hm. Helgi Viðar Björnsson og hans systkini.

2022/15 Benedikt Sveinsson. Útfararskrá. 0,001 hm. Eiður Árnason.

2022/16 Emil Birgisson og Hildur Á. Benediktsdóttir. Ýmis skjöl. 0,03 hm. Valdís Emilsdóttir.

32
SAFNI

2022/17 Jakobína R. Sigurjónsdóttir Hafurstöðum. Bréf. 0,1 hm. Sólveig Sigurðardóttir.

2022/18 Þormóður Ástvaldsson, Kjarni, Sugi sf., H.S.Þ.. Gjörðabækur o.fl.. 0,13 hm. Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir.

2022/19 Árni Jónsson. Viðskiptamannabók. 0,06 hm. Anna Sigrún Jónsdóttir.

2022/20 Valdimar Halldórsson Kálfaströnd. Einkaskjöl. 0,01 hm. Unnur Þóra Jökulsdóttir.

2022/21 Narfastaðaheimilið. Einkaskjöl. 0,95 hm. Jónina Árný Hallgrímsdóttir.

2022/22 Stafnsheimilið. Einkaskjöl. 0,38 hm. Ingólfur Pétursson.

2022/23 Bergljót Benediktsdóttir. Bréfasafn. 0,03 hm. Bergljót Benediktsdóttir.

2022/24 Aðaldælaskólahérað og Óttar Indriðason. Prófskýrslubækur. 0,04 hm.

Indriði Ketilsson.

2022/25 Þorbjörg Theodórsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Gunnar Jóhannsson. Ýmsar smábækur. 0,03 hm. Sólveig og Guðrún Ásta Sigurðardætur.

2022/26 Sigurbjörn Sörensson. Sjúkraskýrsla. 0,01 hm. Sigurbjörn Sörensson.

2022/27 Tjörneshreppur. Mats- og úttektarbók. 0,03 hm. Eiður Árnason.

2022/28 Flateyjarhreppur og Hálshreppur. Landamerkjaskrá og afsöl. 0,01 hm. Héraðsskjalasafnið á Akureyri.

2022/29 Sigurður Kr. Friðriksson. 49 hljóðsnældur. 0,16 hm. Unnur Sigurðardóttir.

2022/30 Rótarýklúbbur Húsavíkur. Fundargerðir. 0,06 hm. Gísli G. Auðunsson.

2022/31 Jóhanna Árný Hólmgeirsdóttir. Jólakort. 0,03 hm. Elsa Heiðdís Hólmgeirsdóttir.

2022/32 Hálshreppur, Hálsprestakall, Sparisjóður Fnjóskdæla, Bjarmi. Ýmsar bækur frá þessum aðilum. 1,0 hm. Hólmgeir H. Hákonarson.

2022/33 Gafl, félag um þingeyskan byggingararf. Jólakort. 0,01 hm. Snorri G. Sigurðsson.

2022/34 Ókunnur. Handskrifaðar nótur. 0,01 hm. Kristín Aðalsteinsdóttir.

2022/35 Bárður Sigurðsson. Dagbækur. 0,08 hm. Minjasafnið á Akureyri.

2022/36 Jón Friðrik Einarsson. Einkaskjöl. 0,02 hm. Fríða Helga Kristjánsdóttir.

2022/37 Ýmsir aðilar. Einkaskjöl. 0,25 hm. Aðalgeir Egilsson

33
SAFNI

Ljósmyndasafn Þingeyinga

Starfsemi og aðbúnaður

Heildarfjöldi mynda í safninu í lok árs 2022 er talinn vera rúmlega 160.000 eintök. Ljósmyndasafn Þingeyinga er skráð í tvo aðskilda gagnagrunna, þ.e. Ljósmyndasafn og Mannamyndasafn. Af þessum heildarfjölda voru í lok ársins 101.794 myndir tölvuskráðar í gagnagrunni ljósmyndasafnsins og 14.173 myndir í gagnagrunni mannamyndasafnsins. Samtals voru því 115.967 myndir tölvuskráðar í lok ársins. Einnig náðist að skanna og skrá 7.079 myndir í ljósmyndasafnið og 282 myndir í mannamyndasafnið. Þess má geta að í lok árs endurheimti safnið 396 glerplötur úr safni Eiríks Þorbergssonar og Sigríðar Ingvarsdóttur sem lánaðar voru út fyrir mörgum árum síðan vegna m.a. útgáfu á Sögu Húsavíkur.

Miðlun

Fjórar greiningarsýningar á ljósmyndum voru haldnar á árinu. Tvær þeirra voru fyrir eldri borgara í Þingeyjarsveit, önnur á Breiðumýri þann 1. mars þar sem 35 manns mættu og hins vegar í Þingeyjarskóla þann 29. nóvember þar sem 40 manns mættu. Hinar tvær sýningarnar voru opnaðar í Safnahúsinu á árinu, önnur í janúar en hin í nóvember, og héngu þær báðar uppi í 2 vikur. Ljósmyndasafnið var með eina kynningu á safninu fyrir Old Tablers klúbb Húsavíkur OT-4.

SAFNI 34
Húsavík 1906. Verið að byggja Húsavíkurkirkju. Úr ljósmyndasafni Eiríks Þorbergssonar.

Með tilkomu nýrrar heimasíðu MMÞ, sem tekin verður í notkun í janúar 2023, opnast sá möguleiki að vera með ljósmyndasýningar á vefnum. Einnig verður auðvelt að senda inn ábendingar um ljósmyndir sem birtar verða á vefnum.

Námskeið og fundir

Þann 30. október sótti forstöðumaður ljósmyndasafnsins ljósmyndavinnustofu á Siglufirði. Vinnustofan var á vegum SSNE og fjallaði hún um varðveislu, skráningu og miðlun safnkosts ljósmyndasafna. Þórir Ingvarsson, ljósmyndaforvörður hjá Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu fjallaði um efnisuppbyggingu og veikleika ljósmynda, Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu, fór svo yfir móttöku

nýrra aðfanga og Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar á Minjasafninu á Akureyri, flutti að lokum erindi um höfundarréttarlög og persónuvernd.

Aðföng

Alls bárust ljósmyndasafninu 12 afhendingar á árinu og varð safnaukinn 1.432 myndir.

(aðfanganúmer; um myndirnar; afhendingaraðili; fjöldi mynda;)

2022/1 Myndir frá Birningsstöðum. Valdís Emilsdóttir. 97 stk.

2022/2 Myndir úr fórum Elínborgar Hólmgeirsdóttur. Elínborg Hólmgeirsdóttir. 8 stk.

2022/3 Mynd af bátnum Orra. Guðrún Gunnarsdóttir. 1 stk.

2022/4 Myndir frá Húsavík. Björn Sigurðsson. 71 stk.

2022/5 Liðsmyndir Völsungs 1956. Jónas Halldór Friðriksson. 3 stk.

2022/6 Myndir úr fórum Gísla Guðmundssonar og Margrétar Árnadóttur.

Kristín Gísladóttir. Samtals 960 stk.

2022/7 Mannamyndir. Árni Stefán Georgsson. 2 stk.

2022/8 Myndaalbúm úr fórum Áslaugar Sigurðardóttur. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. 27 stk.

2022/9 Mannamyndir. Hildigunnur Sigurbjörnsdóttir. 29 stk.

2022/10 Mannamyndir. Bergljót Benediktsdóttir. 8 stk.

2022/11 Myndir úr fórum Bjargar Indriðadóttur. Ólafur Jónsson. 168 stk.

2022/12 Mannamyndir. Aðalgeir Egilsson. 58 stk.

SAFNI 35
SAFNI 36
Snorri G. Sigurðsson héraðsskjalavörður og starfsmaður Ljósmyndasafns Þingeyinga tekur við glerplötum úr hendi Harðar Geirssonar safnvarðar ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri. Mynd MMÞ.

Árbók Þingeyinga

Eldri bækur til sölu!

Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út árlega frá 1958.

Uppseldir eru eftirfarandi árgangar: 1958, 1968, 1969, 1970, 1971, 1973, 1974. Oft er hægt að fá eintök á fornbókasölum.

Allir aðrir árgangar eru fáanlegir á hagstæðu verði.

Verð á hverju hefti af þeim sem til eru frá upphafi og til ársins 2003 kr. 500,-

2004 kr. 1.000,-

2005 kr. 1.000,-

2006 kr. 1.000,-

2007 kr. 1.000,-

2008 kr. 1.000,-

2009 kr. 1.000,-

2010 kr. 1.500,-

2011 kr. 1.500,-

2012 kr. 1.500,-

2013 kr. 2.000,-

2014 kr. 2.000,-

2015 kr. 2.000,-

2016 kr. 2.500,-

2017 kr. 2.500,-

2018 kr. 2.500,-

2019 kr. 3.800,-

2020 kr. 4.200,-

2021 kr. 4.900,-

2022 kr. 5.500,-

Þeir sem vilja bæta í safnið hjá sér eða koma sér upp heildarsafni hafi

samband í síma 464 1860 eða með pósti á netfangið safnahus@husmus.is

Sendibréf dagsett 25. nóvember 1907 þar sem segir frá dularfullri sýn ungs drengs, barns á 10da ári eins og stendur í bréfinu, á Máná í Norður-Þingeyjarsýslu en hann greindi þar áður óþekkt dýr sem virtust hvorki hafa augu né kjaft og aðeins einn framfót en tvo afturfætur. Bréfið, sem kemur úr búi Jóhannesar Jónssonar, er ekki undirritað. Það er ætlað þeim sem annaðist útgáfu tímaritsins Óðinn á þessum tíma, sem líklega var Þorsteinn Gíslason ritstjóri þess frá 1905-1936.

HérÞing
E-1593/4

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.