Ársskýrsla prufa 08

Page 1

Ársskýrsla 2013 | 1


2 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2013 Ritstjórn: Árdís Ármannsdóttir, Helga Halldórsdóttir og Jóhanna Árný Ingvarsdóttir Umbrot og hönnun: Hjörleifur Jónsson Ljósmyndir: Brynjar Gauti og fleiri Febrúar 2014


Ársskýrsla 2013 | 3

Mynd


4 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Efnisyfirlit Ávarp forstjóra Stjórn og skipulag Nýsköpunarmiðstöðvar Skipurit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Frumkvöðlar og fyrirtæki framtíðarinnar Fyrirtæki á frumkvöðlasetrum Endurgjaldslaus handleiðsla Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum Átak til atvinnusköpunar Framköllunarstofa hugmynda Upplýsingamiðlunin Sprotar.is Brautargengi býr til verðmæti Vöruþróun í ferðaþjónustu Miklir möguleikar í skapandi greinum Evrópumiðstöð tengir fyrirtæki við Evrópumarkað Heilbrigðistækniklasi á höfuðborgarsvæðinu „ Enduðum í tómri steypu “ Tækjaþróun og tæknilegar útfærslur Umhverfisvöktun í lofti, láði og legi Greining mengunarvalda Í blátrefjum gæti falist ný stóriðja á Íslandi Slitsterk steypa þróuð í brúargólf Framtíðarhúsið Aukin metanframleiðsla með aðstoð vísindanna Landsvarmi er ný hugsun í orkumálum Ársreikningur 2013 Ritsafn Starfsmanna

4 6 7 9 11 18 19 20 22 23 24 25 26 28 29 30 32 33 34 36 38 39 41 43 45 51

Ávarp forstjóra Þorsteinn Ingi Sigfússon Nýsköpunarmiðstöð Íslands birtir nú ársskýrslu sína fyrir árið 2013. Skýrslunni er ætlað að sýna glögga mynd af starfi okkar með raundæmum og innsýn í starfsvettvang okkar og viðfangsefni. Enn sem fyrr leggjum við áherslu á að við erum þjónn íslensks atvinnulífs og atorkusamra frumkvöðla. Frumkvöðlasetur okkar bera þess vitni. Við forðumst að vera í samkeppni og einbeitum okkur að verkefnum, sem eru á forstigum þróunar. Við vinnum þétt saman með ráðuneyti okkar og erum hjálpartæki þess og atvinnulífsins í málum sem horfa til framfara. Árið 2013 einkenndist af mörgum nýjungum. Í heiminum á sér stað ákveðin bylting í framleiðslutækni þar sem möguleikar internetsins eru nýttir eins og gerist í Fab Lab smiðjunum. Tenging Fab Lab við fyrirtæki á frumkvöðlasetrunum hefur verið mikil og hefur smiðjan m.a. nýst við sköpun og vöruþróun heilu fyrirtækjanna eins og best má sjá í sprotafyrirtækinu Remake Electric ehf. Árið einkenndist af


Ársskýrsla 2013 | 5

því að Nýsköpunarmiðstöð er að hasla sér völl á þessu sviði og hefur náð góðri samvinnu við t.d. framhaldsskóla, félög iðnaðarmanna og sveitastjórnir. Fyrirkomulag Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur reynst vel í atvinnuþróun og höfum við eflt samvinnu viðskiptaþróunar og tæknigreina. Þar njótum við þess að stig tækniþekkingar hjá okkur er mjög hátt. Á mörgum sviðum erum við leiðandi, eins og í ýmiss konar efnistækni, skynjaratækni og nanótækni og hefur kunnátta okkar í efnafræði löngum verið okkar aðall. Tenging okkar við hvers kyns nýja valkosti í sambandi við orkubera hefur verið mikil og beinst að t.d. sorpi, CO2 í útblæstri og lífmassa. Á sviði varmatækni og í framhaldi af námskeiðunum um Orkubóndann hefur verið haldið áfram með hugmyndafræði um að virkja lághita með varmadælum í sveitarfélögum sem ekki búa yfir sjóðandi jarðhita. Þarna hefur verið unnið eftir ákveðinni heimspeki, sem kennd hefur verið við Landsvarma og verður fróðlegt að sjá kvikna á næstu misserum. Sama má segja um áhugaverða aðferð til að framleiða trefjar úr basalti eða skyldum steindum. Þarna sjáum við fyrir okkur vistvæna stóriðju, sem gæti hentað vel hér á landi og myndi skilja eftir sig mjög lítil kolefnisspor. Blátrefjarnar, sem við köllum svo, má nota í steypustyrkingu, trefjaplast, malbik og fleira.

Klasar eru mjög að ryðja sér til rúms hér á landi og hefur Nýsköpunarmiðstöð haldið leiðandi stöðu í þeim efnum. Klasar eru mikilvægt fyrirbæri þar sem samkeppni er ekki hamlað, en unnið saman meðfram samkeppninni, ef svo má segja. Við höfum tengst þróun í klösum m.a. á sviði orku og jarðhita, sjávarútvegs, heilbrigðistækni, skapandi greina og ferðamála. Endurómur kreppunnar birtist okkur í þeirri staðreynd að við höfum líka þurft að viðurkenna ósigur í baráttu margra okkar skjólstæðinga, sem farið hafa í gjaldþrot eins og gerst hefur t.d. í byggingariðnaðinum. Þrátt fyrir góðan árangur á sviði fjármála á þessu ári höfum við þurft að afskrifa kröfur á hendur fjölda fyrirtækja hér á landi sem leiðir til rekstrarhalla sem nemur rúmum tveimur tugum milljóna. Við höldum áfram að bæta við ríkisframlagið til okkar, að minnsta kosti jafn miklu fé frá styrkjum og framlögum annars staðar frá, og skapa þannig hreyfingu, sem sameinar einkafjármagn og opinbert fjármagn. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun halda áfram að bjóða fram krafta sína til heilla íslensku atvinnulífi og frumkvöðlum. Þannig horfum við til nýs starfsárs.


6 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stjórn og skipulag Nýsköpunarmiðstöðvar Hlutverk, starfsemi og kjarnagildi Sex ár eru liðin frá stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en miðstöðin var stofnuð árið 2007 og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Á fyrsta starfsári var farið í umfangsmikla stefnumótun, sem náði til loka árs 2012. Ný stefna til ársins 2018 hefur nú litið dagsins ljós sem byggir á viðtölum og greiningu með viðskiptaaðilum, starfsfólki, fulltrúum stjórnvalda og ráðgjafanefnd stofnunarinnar. Stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands skiptist í þrennt: • Stefna á sviði rannsókna, þróunar og tækni • Stefna á sviði stuðnings við frumkvöðla og fyrirtæki • Stefna á sviði samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæða – SiðVist Starfsumhverfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands tekur stöðugum breytingum og er mikilvægt að starfsemi og stefna miðstöðvarinnar taki mið af því og sé í takt við það. Því er gert ráð fyrir að stefnan sé endurskoðuð árlega og árangur settur fram í ársskýrslu, meðal annars í samvinnu við ráðgjafaráð. Markmið og aðgerðir eru tekin fyrir ársfjórðungslega og árangur metinn út frá fyrirfram skilgreindum mælikvörðum.

Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar er skilgreint í lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Þar kemur m.a. fram að miðstöðin skuli „styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði í landinu“. Í þessu felst að: • Miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki

• Stunda tæknirannsóknir, þróun, greiningar, prófanir, mælingar og vottanir Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast enn fremur önnur stjórnsýsluverkefni, sem stofnuninni eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra og tekur í starfsemi sinni mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs.

Kjarnasvið starfseminnar Deildir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru fimm talsins: Efnagreiningar, Efnis-, líf- og orkutækni, Impra, Mannvirkjasvið og Steinsteypa - efnisfræði. Meginstoðdeild starfseminnar er Mannauðs- og markaðsstofa, sem er miðlæg stoðeining fyrir allar deildir miðstöðvarinnar og sinnir m.a. markaðsmálum, fjármálum, tölvuþjónustu, rekstri og viðhaldi fasteigna. Öll starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er skilgreind undir tveimur kjarnasviðum: • Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki • Tæknirannsóknir og ráðgjöf


Ársskýrsla 2013 | 7

Skipurit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands


8 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Kjarnagildin skapa grunn fyrirtækjamenningar Kjarnagildi starfseminnar eru grunnur að fyrirtækjamenningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem þjónustustofnunar við íslenskt atvinnulíf. Kjarnagildin eru: Sköpun – við hvetjum innri og ytri viðskiptavini til nýsköpunar og nýrra lausna í gegnum dagleg verkefni og rannsóknir Samstarf – við erum leiðandi í hvers konar samstarfi og þjónustu við frumkvöðla, fyrirtæki og háskólastofnanir og hvati til framþróunar. Framfarir í þróun atvinnulífs kalla á að margir leggi sitt af mörkum og vinni saman að sameiginlegri sýn til framtíðar Samfélagsleg ábyrgð – við skynjum breytingar í umhverfi okkar og bregðumst við með snörpum og ábyrgum hætti. Breyttar þarfir kalla oft á tíðum á breyttar áherslur hjá okkur.

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er Þorsteinn Ingi Sigfússon og framkvæmdastjóri er Sigríður Ingvarsdóttir. Starfsmenn eru rúmlega 80 talsins. Vettvangur samráðs stjórnenda er framkvæmdaráð, sem fundar reglulega og í framhaldi þeirra funda eru haldnir starfsmannafundir. Samvinna deilda á sviði þróunar og vísinda er á könnu rannsókna- og vísindaráðs. Samráð starfsmanna og stjórnenda fer meðal annars fram í starfsmannaráði, sem skipað er fjórum stjórnendum og fjórum starfsmönnum. Einnig eru deildarfundir haldnir reglulega og starfsemin nýtur góðs af öflugu starfsmannafélagi. Í tengslum við starfsemina er starfandi ráðgjafaráð, sem skipað er af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, en ráðið er samráðsvettvangur hagsmunaaðila um málefni miðstöðvarinnar.


Ársskýrsla 2013 | 9

Frumkvöðlar og fyrirtæki framtíðarinnar Sigríður Ingvarsdóttir Mikil gróska hefur verið í starfsemi frumkvöðla- og sprotafyrirtækja allt frá hruni og hafa margar spennandi viðskiptahugmyndir orðið að veruleika á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Óhætt er að fullyrða að atburðir í íslensku efnahags- og viðskiptalífi hafi leitt til þess að losnað hafi um mikla þekkingu, sem þurft hefur þurft að finna sér nýjan farveg.

Vettvangur fyrir þróun eigin hugmynda Eftirspurn eftir aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur stóraukist allt frá því að efnahags- og bankahrunið skall af fullum þunga á íslenskri þjóð og þjóðarbúi á haustmánuðum 2008 með vaxandi atvinnuleysi og margvíslegum erfiðleikum. Fjölmargir aðilar hafa séð sér hag í að skapa sér vettvang með þróun eigin viðskiptahugmynda og kappkostar Nýsköpunarmiðstöð Íslands að veita frumkvöðlum mikilvægan stuðning, allt frá hugmynd til hagnaðar. Stofnunin hafði áratuga reynslu af rekstri frumkvöðlaseturs að Keldnaholti í Reykjavík þegar kreppan skall á, en í kjölfar íslenska

bankahrunsins var ákveðið að færa út kvíarnar svo um munaði þar sem „sprenging“ varð í eftirspurn eftir frumkvöðlarými. Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur nú eftirtalin frumkvöðlasetur: Keldnaholt KÍM – Medical Park með stuðningi Arion banka, velferðarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis Kvosina í samvinnu við Íslandsbanka Kveikjuna í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ Setur skapandi greina í samvinnu við Reykjavíkurborg Hús sjávarklasans í samstarfi við Íslenska sjávarklasann Einnig kom miðstöðin að stofnun og rekstri frumkvöðlasetursins að Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, Topphúsinu í Elliðaárdal og er auk þess nýkomin í samstarf við hagsmunaaðila í Borgarnesi um rekstur frumkvöðlaseturs þar. Þá starfrækir Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í


10 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

samvinnu við aðra, Líftæknihús að Keldnaholti fyrir sprotafyrirtæki sem þurfa á rannsóknaraðstöðu að halda. Á bilinu 70 - 80 frumkvöðlafyrirtæki með um tvö hundruð starfsmenn eru nú hýst á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Lumenox- hönnun og þróun tölvuleikja fyrir alþjóðlegan markað

Ef marka má þá grósku og það kraumandi hugvit sem á sér stað í frumkvöðla- og sprotaumhverfinu má ætla að fjölmörg stórfyrirtæki framtíðarinnar séu að stíga sín fyrstu skref inni á frumkvöðlasetrum miðstöðvarinnar.

Saga Medica - framleiðsla á náttúruvörum úr íslenskum jurtum

Á næstu síðum ætlum við að leyfa ykkur að kynnast nokkrum fyrirtækjum á setrunum okkar ítarlega. Til viðbótar við þau fyrirtæki má nefna eftirfarandi til að sýna enn frekar fjölbreytni fyrirtækjanna á setrunum.

Risk - þróun á m.a. reiknigrunn fyrir tölfræðigreiningar á sykursýki Lipid Pharmaceuticals - fyrsta frumlyfið úr íslensku þorskalýsi

Genís - þróun nýrra aðferða til að meðhöndla bólgu og sjúkdóma Bungaló - útleiga á íslenskum sumarhúsum Kúla - þróun á hugbúnaði og lausn fyrir töku þrívíddarmynda Locatify - snjallleiðsagnir, ratleikir og gagnvirkar hljóðbækur ValaMed - þróun lyfjanæmisprófa fyrir krabbameinslyf


Ársskýrsla 2013 | 11

Fyrirtæki á frumkvöðlasetrum Gróska og kraumandi hugvit frumkvöðla og fyrirtækja ReonTech - Kvosin ReonTech er hugbúnaðar- og verkfræðifyrirtæki sem stofnað var í byrjun árs 2011. ReonTech teymið samanstendur af sérfræðingum á sviði forritunar, verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði sem m.a. vinnur að þróun á eigin vöru. Þjónusta fyrirtækisins felst í hugbúnaðargerð, teikniþjónustu og frumgerðasmíði.

Öryggisbúnaður fyrir sjófarendur Undanfarin misseri hefur ReonTech unnið að gerð öryggistækis fyrir sjófarendur sem ætlað er að staðsetja sjómenn falli þeir útbyrðis. Tækið er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og á að geta þolað mikinn kulda og hnjask. Það nemur sjálfkrafa snertingu við sjó og sendir neyðarmerki og GPS-hnit þannig að unnt sé að staðsetja sjómann nákvæmlega og sjá rekistefnu hans. Með þessu er vonast til að unnt verði að þrengja leitarsvæði til muna og auka líkur á farsælli björgun. Reon Tech hefur einnig gefið út í samstarfi við annað fyrirtæki, Sjógátt, öryggistækið Sjógátt sem ætlað er að

auðvelda eftirlit með óhöppum á sjó. Sjógátt er öryggisbúnaður sem tengdur er við VHF-talstöðvar og fylgist með neyðarboðum. Nemi tækið neyðarmerki, t.d. um sökkvandi skip eða að maður hafi fallið í sjóinn, sendir það frá sér smáskilaboð í síma vaktmanna í landi. Vaktmenn þurfa því ekki að vera stöðugt við talstöðina sem auðveldar þeim vinnu.

Verkefni af öllum toga Í tæp tvö ár hefur ReonTech unnið að gerð öflugs miðasölukerfis í samstarfi við fyrirtækið Strikamerki hf. Kerfið býður upp á auðvelt viðmót til sölu miða á viðburði á netinu. Meðal annarra verkefna fyrirtækisins má nefna Krónu-appið sem hugsað er sem verkfæri til að auðvelda fólki matarinnkaupin. Með nýja appinu er meðal annars hægt að sjá öll tilboð Krónunnar, búa til innkaupalista, sjá vöruúrval og verðlag, fá upplýsingar um afgreiðslutíma og staðsetningu verslana og fleira.


12 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Iceland Unlimited - Kvosin Iceland Unlimited hlaut starfsleyfi sem ferðaskrifstofa frá Ferðamálastofu Íslands í ágúst 2010. Fyrirtækið býður upp á svokallaðar self-drive ferðir um Ísland auk þess sem í boði eru ferðir til þriggja áfangastaða á Grænlandi í samstarfi við Flugfélag Íslands og grænlenska ferðaþjónustuaðila. Einnig eru í boði ferðir með leiðsögn eða einkaferðir auk Super-Jeep dagsferða.

Klæðskerasniðnar ferðir Self-drive ferðirnar eru helsta uppistaðan í starfsemi fyrirtækisins en fjölmargir aðrir ferðakostir eru í boði sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins. Iceland Unlimited hefur á undanförnum mánuðum aukið vöruúrval í flokki svokallaðra Accessible travel,

ferða sem sniðnar eru að þörfum fatlaðra ferðamanna. Markmiðið er að bæta enn úrvalið í þessum flokki í samstarfi við innlenda hótel- og afþreyingaraðila.

Góðir dómar ferðamanna Fyrirtækið hefur hlotið góða dóma ferðamanna á vel þekktum ferðasíðum á borð við Tripadvisor. Markmiðið er að veita viðskiptavinum framúrskarandi og persónulega þjónustu bæði fyrir ferð og meðan á ferð þeirra stendur. Maðurinn á bak við Iceland Unlimited er Jón Gunnar Benjamínsson en hann hefur starfað að ferðamálum frá 2005.


Ársskýrsla 2013 | 13

Kvikna ehf. - Kím Medical Park Kvikna ehf. er hátækni fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð þar sem krafist er mikillar tækni- og raunþekkingar. Þannig hefur fyrirtækið á síðustu árum þróað bæði eigin lausnir og lausnir sem fyrirtæki hafa sérstaklega beðið um með ákveðin verkefni í huga. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla sérþekkingu og reynslu á sviði merkjafræði, tölulegrar greiningar, myndvinnslu og mynsturgreininga. Í dag vinnur fyrirtækið að því að þróa lausnir fyrir olíuiðnaðinn, heilbrigðisþjónustuna og lyfjageirann og hefur frá upphafi stefnt á sókn á erlenda markaði. Nær öll verkefni og tekjur fyrirtækisins koma erlendis frá. Ný lausn frá fyrirtækinu, heilalínurit fyrir taugalækna, var sett á markað í Bandaríkjunum snemma í haust.

Hátíðnimyndavélar og heilalínurit Hugmyndin að Kviknu fæddist í október 2008 þegar fjórir einstaklingar ákváðu að stofna fyrirtæki án þess að vera með ákveðna viðskiptahugmynd en vissu þó hvaða sérkenni þeir vildu að fyrirtækið hefði og hvar það ætti að vera staðsett á markaðinum. Kvikna vinnur að hátæknilausnum en meðal slíkra verkefna eru olíuverkefni sem fyrirtækið hefur unnið að. Eitt þeirra gengur út á að fylgjast með olíuflekkjum sem lenda á sjónum, staðsetja þá og fylgjast með hreyfingu þeirra með hjálp radarbylgja. Annað verkefni miðar að því að senda sérsmíðaðar hátíðnimyndavélar niður í borholurör olíuborpalla. Geta vélarnar sýnt grafískt ástand rörsins, möguleg vandamál, þykkt og sprungur. Þá hefur fyrirtækið unnið að hugbúnaðarlausnum og tölfræðivinnslu fyrir fyrirtækið 3Z, sem skoðar hegðun fiska eftir lyfjagjöf. Síðustu vikur og mánuðir hafa farið í kynningu og markaðssetningu á EEG heilalínuritsverkefninu sem hefur verið í vinnslu síðustu fjögur árin. Það er sérhæft fyrir taugalækna og þjónustufyrirtæki sem þjónusta taugalækningageirann. Meðal annars hefur það verið notað til að rannsaka flogaveiki, en lausnin hefur verið í notkun hjá bandarískum aðilum í rúmlega eitt og hálft ár.


14 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Oculis - Kvosin Sprotafyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað nýja augndropa sem hafa þann helsta kost að hægt er að nota þá til að meðhöndla sjúkdóma í bakhluta augans í stað þess að sprauta lyfjum með nál í augað. Þetta getur nýst t.d. aðilum með sjónhimnubjúg af völdum sykursýki sem er mjög algengur sjúkdómur.

Nanótækni við lyfjagjöf Um er að ræða nanótækni við lyfjagjöf og með hjálp cyclodextrina hefur fyrirtækið þróað lyfjaferjur. Tæknina má nota til að ferja margvísleg lyf inn í augað og einn af kostum hennar er að hægt er að einfalda lyfjagjöf og fækka þeim. Niðurstöður fyrstu rannsókna á sjónhimnubjúg og gláku lofa góðu og ef fram heldur sem horfir er um algjöra byltingu að ræða í meðhöndlun augnsjúkdóma. Ekki

þarf að fjölyrða um lífsgæðin sem þessu fylgja. Rannsóknir á nýju augndropunum fara nú fram í Reykjavík, Tel Aviv og Japan. Miklar líkur eru á að Oculis ehf. geti haft verulegar tekjur í framtíðinni af einkaleyfisvarinni tækni til lyfjagjafar í auga.

Tengsl háskóla og atvinnulífs Frumkvöðlar á bak við hugmyndina eru þeir Þorsteinn Loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum. Einar er mikilvirkur vísindamaður á sviði augnlækninga og hefur beitt sér sérstaklega í nýsköpun og stofnun sprotafyrirtækja sem byggja á vísindalegum grunni. Framkvæmdastjóri Oculis er Guðrún Marta Ásgrímsdóttir lyfjafræðingur.


Ársskýrsla 2013 | 15

RóRó - Kvosin RóRó var stofnað í lok árs 2011 af Eyrúnu Eggertsdóttur, frumkvöðli og tveggja barna móður. Markmið fyrirtækisins er að auka vellíðan barna og umönnunaraðila þeirra. Síðustu tvö ár hafa farið í þróun á fyrstu vöru fyrirtækisins, en það er dúkkan Lúlla.

Mjúk tuskudúkka sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju Lúlla er mjúk tuskudúkka úr lífrænni bómull sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju. Inni í henni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun. Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungbörn finna fyrir nærveru foreldra sinna. Þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á móður og föður. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður annan. Við þróun var

sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala en dúkkan á þá að virka eins og nokkurs konar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.

Forrannsókn á heimamarkaði Eyrún ráðfærði sig við sérfræðinga á Landspítalanum við þróun dúkkunnar en nú er rannsókn í undirbúningi til að kanna þær innri breytur sem ekki eru sýnilegar s.s. hjartslátt og andardrátt ungbarna. Áætlað er að rannsóknin fari fram á Vökudeild LSH og verður dúkkan lögð hjá stærstu fyrirburunum og þeim börnum sem koma inn á vökudeildina. Þá munu ungbörn sofa með dúkkuna eina nótt og svo án hennar næstu nótt og þannig kannað hvort einhver munur verði á andardrætti og hjartslætti. Hugmyndin er að gera þessa forrannsókn og endurtaka síðan rannsóknina í öðrum löndum.


16 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Scintilla - Kvosin Scintilla er íslenskt hönnunarfyrirtæki stofnað af fatahönnuðinum Lindu Björgu Árnadóttur árið 2010. Í fagurfræði Scintilla er lögð áhersla á grafík, munstur og áferð. Mótíf og hugmyndir eru í mörgum tilfellum fengin úr náttúru Íslands en þeim hefur verið breytt þannig að í lokin er augljóst að þau eru manngerð og úr náttúrulegum gæðaefnum. Allar vörur Scintilla eru framleiddar í Evrópu og er áhersla lögð á markaðssetningu á Bandaríkjamarkaði.

Hönnun á íslenskum hreinleika Scintilla hannar heimilistextíl og aðra muni fyrir heimilið með áherslu á einstök mynstur og bjarta liti og státar þannig af vörulínu sem inniheldur m.a. rúmfatnað, teppi, handklæði, púða, náttfatnað og ilmkerti sem eru til sölu í Bandaríkjunum og Evrópu. Nýverið

hóf verslunin ABC Carpet and Home í New York sölu á lífrænum handklæðum frá Scintilla en sú verslun er ein sú flottasta í borginni sem selur heimilisvörur. Scintilla hefur auk þess sérhannað fyrir hótel og hannað ilmandi textíllínu fyrir Bláa lónið. Í línunni eru ilmandi handklæði, töskur og kerti. Línan ber heitið: Infused by nature. Fyrirtækið hefur hingað til hannað textílvörur en hefur fært út kvíarnar og hafið framleiðslu á vörum úr öðrum efnum. Nýjasta varan frá fyrirtækinu eru sandblásnir speglar auk þess sem ný töskulína kom á markaðinn fyrir jólin.


Ársskýrsla 2013 | 17

Norður & Co - Hús Íslenska Sjávarklasans Saltgerðarmennirnir, Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde, eru frumkvöðlarnir á bak við umhverfisvæna matvælafyrirtækið Norður & Co ehf. sem hóf starfsemi sína á Reykhólum í september 2013. Fyrirtækið setti nýlega á markað vöruna Norðursalt sem eru ferskar og stökkar sjávarsaltflögur. Saltvinnsla Norður & Co er náttúruvæn og byggir á nýtingu jarðvarma. Aðferðin var þróuð í samvinnu Íslendinga og Dana fyrir 260 árum og hefur síðan verið vandlega varðveitt hjá þessum þjóðum. Hreinum sjó er dælt á opnar pönnur, kynt undir þeim með hveravatni og sjórinn eimaður hægt. Saltvinnslan nýtir sér sambýlið við Þörungavinnsluna á Reykhólum og fær frá henni heitt affallsvatn en fær einnig heitara vatn beint frá borholu. Úr verður flögusalt og er stefnt að því að 95 prósent fari á erlendan markað fyrir sælkera. Þessi sjálfbæra framleiðsla skilur ekki eftir sig koltvísýring heldur aðeins hreina afurð. Fyrirtækið stefnir á að fjölga tegundum framleiðsluvara sem allar verða umhverfisvænar, á hagstæðu verði og fyrsta flokks.

Skapandi einstaklingar með öflugt tengslanet Garðar og Søren kynntust í háskólanámi í Árósum og ákváðu á þeim tímapunkti að búa í sameiningu til fínustu saltverksmiðju í heiminum og flottasta íslenska sjávarsaltið – það er við það að verða að veruleika. Teymið á bakvið Norðursalt samanstendur af skapandi og lifandi einstaklingum sem hver hefur sitt hlutverk og áhrif á heildarupplifun vöru og fyrirtækis. Virk tengslamyndun þeirra, skemmtilegt fas og heiðarleiki hefur orðið til þess að innan tengslanets þessa ört stækkandi fyrirtækis eru nú bæði forseti Íslands og Danadrottning.


18 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Endurgjaldslaus handleiðsla Hildur Sif Arnardóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frumkvöðlum og fyrirtækjum stuðning og upplýsingar á fjölbreyttu sviði. Markmiðið er að auðvelda stofnun nýrra fyrirtækja og stuðla að nýsköpun. Boðið er upp á gjaldfrjálsa leiðsögn við þróun viðskiptahugmynda vöruþróun, stofnun og rekstur fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana. Með handleiðsluviðtölum eru þátttakendur studdir á faglegan hátt við frumkvöðlastarf, undirbúning og rekstur og við að finna leiðir til að þróa viðskiptahugmyndir á árangursríkan hátt. Verkefnin eru á öllum stigum, allt frá því að vera tiltölulega ómótaðar hugmyndir, en þá er farið yfir fyrstu skref frumkvöðulsins, yfir í starfandi fyrirtæki sem þarfnast leiðbeiningar af einhverju tagi. Handleiðsla getur falist í einu viðtali eða staðið yfir í lengri tíma. Sé um að ræða lengra handleiðsluferli vinnur frumkvöðullinn að því verkefni sem hann er að fást við, en fær ráð og leiðsögn eftir þörfum hverju sinni. Hægt er að bóka viðtal við verkefnastjóra í gegnum heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar. Á árinu 2013 voru lengri handleiðsluviðtöl um 2000 talsins en aðrar styttri fyrirspurnir frá fyrirtækjum og einstaklingum rúmlega 7000.

Á liðnu ári var send út þjónustukönnun til einstaklinga sem höfðu nýtt sér handleiðsluviðtöl á Nýsköpunarmiðstöð. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: • 70% svarenda leituðu til Nýsköpunarmiðstöðvar þegar hugmyndin var á byrjunarstigi • Tæplega helmingur svarenda nýtti sér handleiðsluþjónustu tvisvar til fimm sinnum • 90% þeirra sem sækja handleiðsluviðtöl vinna að hugmynd á sviði skapandi atvinnugreina • Almennt virðist fólk ánægt með handleiðsluþjónustuna og sögðust 78% svarenda myndu mæla með þjónustunni Þess má geta að þeir sem leita sér handleiðslu eru á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn og af öllu landinu. Einnig er oft um að ræða fleiri saman, til dæmis tvo samstarfsaðila eða teymi sem vinnur saman að verkefni. Niðurstöður könnunar eru nýttar til að meta upplifun á fenginni þjónustu og finna leiðir til að gera hana enn betri.


Ársskýrsla 2013 | 19

Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum Sigurður Steingrímsson og Berglind Hallgrímsdóttir Nýsköpun og þróun í atvinnulífinu skiptist í tvö meginsvið, nýsköpun hjá frumkvöðlum eða sprotum og nýsköpun í starfandi fyrirtækjum, sem bæði eru mikilvæg við þróun nýrra atvinnutækifæra. Umfjöllun um nýsköpun frumkvöðla og sprotafyrirtækja og þann óumdeilda árangur sem mörg þeirra hafa náð er jafnan meiri en þegar um starfandi fyrirtæki er að ræða. Nýsköpun og þróun í starfandi fyrirtækjum er ekki síður mikilvæg og meðal starfandi fyrirtækja felast án efa fjölmörg tækifæri sem ekki eru nýtt sem skyldi. Í starfandi fyrirtækjum er oft fyrir hendi mikil reynsla, þekking og búnaður sem nýtist vel við þróun þjónustu og vöru. Tengsl starfandi fyrirtækja á markaði geta haft úrslitaáhrif.

Markvissar aðgerðir og þekkingaryfirfærsla Mjög mikilvægt er að efla nýsköpun í starfandi fyrirtækjum með markvissum aðgerðum þar sem fyrirtækin eru studd á faglegan og fjárhagslegan hátt við að koma nýjungum á markað. Mikilvægur þáttur í slíkum stuðningi er yfirfærsla þekkingar, þeirrar sem best er talin hverju sinni, til starfandi fyrirtækja um allt land. Yfirfærsla

á þekkingu er gjarnan notað við yfirfærslu þekkingar frá einni atvinnugrein yfir í aðra en getur líka þýtt hagnýtingu fyrirtækja á þekkingu ýmissa annarra, t.d. rannsóknastofnana og háskóla. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur mikilvægu hlutverki að gegna bæði við frumkvöðla eða sprotafyrirtæki sem og starfandi fyrirtæki um allt land. Verkefnið „Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum“ er eitt þeirra verkefna sem Nýsköpunarmiðstöð hefur undirbúið að undanförnu og mun leggja aukna áherslu á næstu misserin. Tilraunaverkefni á þessu sviði með hópi fyrirtækja á Höfn í Hornafirði lauk fyrir skemmstu og lofar árangurinn góðu. Stjórnendur ásamt sérfræðingum fóru yfir stöðu fyrirtækjanna og greindu tækifæri þeirra með áherslu á möguleika til nýsköpunar. Mikilvægt er að þátttaka fyrirtækja á viðkomandi svæði sé víðtæk og sókn eins fyrirtækis er gjarnan tækifæri fyrir annað. Starfandi fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu gefst tækifæri til þátttöku í hliðstæðu verkefni í vor. Verkefninu verður hleypt af stokkunum með kynningu á þeirri aðferðafræði sem beitt er og í kjölfarið munu sérfræðingar aðstoða stjórnendur við að skapa ný viðskiptatækifæri á óhefðbundinn hátt.


20 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Rafræn nánd Frumkvöðlar og stjórnendur fyrirtækja eru oft mjög uppteknir við verkefni sín og þróun nýrra viðskiptahugmynda. Allt of sjaldan gefa þeir sér tíma til að tileinka sér nýjungar varðandi reksturinn. Mæting á ráðstefnur og fundi mætir afgangi, enda getur þátttaka í klukkustundar löngum fundi þýtt mun lengri fjarveru þegar ferðatími er talinn með. Til að koma til móts við frumkvöðla og fyrirtæki, í þessu sambandi, hefur Nýsköpunarmiðstöð í auknum mæli nýtt sér nýjustu tækni við fundi og fræðslu. Með rafrænum hugbúnaði geta viðskiptavinir í fjölmörgum tilvikum tekið þátt í fundum og fræðsluverkefnum í gegnum tölvur á skrifstofum sínum. Hljóð og mynd eru tengd, þannig að þátttakendur eru ekki óvirkir hlustendur, heldur geta þeir spurt og komið skoðunum á framfæri. Þessi tækni sparar oft á tíðum mikil ferðalög, ekki aðeins á landsbyggðinni, heldur líka í Reykjavík. Stöðugt fleiri frumkvöðlar kjósa að nýta sér þessa leið við hluta af handleiðslu frekar en að mæta á starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar. Þannig geta þeir lækkað útgjöld og sparað dýrmætan tíma. Á starfssvæði Kötlu Geopark sitja nú 24 frumkvöðlar við tölvur sínar á heimili eða vinnustað og taka þátt í fræðsluverkefni um nýsköpun. Með þessari tækni gefst fólkinu tækifæri til að auka þekkingu sína á mjög einfaldan, aðgengilegan og ódýran hátt.

Átak til atvinnusköpunar Guðmundur Óli Hilmisson Nokkuð dró úr fjölda umsókna í Átak til atvinnusköpunar á árinu 2013. Í fyrra var fjöldi umsókna 284 en dregið hefur jafnt og þétt úr umsóknum eftir samfellda aukningu sem náði hámarki 2011 er fjöldi umsókna var 507. Það má því segja að fjöldi umsókna sé aftur að ná jafnvægi eftir mikla fjölgun frá efnahagshruni. Alls voru það 70 verkefni sem fengu úthlutað styrkjum að upphæð 62 milljónir króna árið 2013. Skipting umsókna eftir kyni var nokkuð jöfn en 38% umsókna bárust frá konum og 41% frá körlum, 21% umsókna voru frá verkefnum sem eru í jafnri eigu karla og kvenna. Við úthlutun fengu 20% þeirra kvenna sem sóttu um úthlutað en 28% karla sem sóttu um fengu styrk. Mikil gróska er í hugbúnaðargerð og verkefnum tengdum upplýsingatækni. Árið 2013 var ár upplýsingatækninnar en 41% úthlutunar var til verkefna tengdum upplýsingatækni. Verkefni sem flokka mætti


Ársskýrsla 2013 | 21

sem skapandi greinar voru hins vegar með 60% úthlutunar ársins 2013 og hefur hlutfall skapandi greina farið vaxandi ár frá ári.

Nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir erlendis Verkefnin voru af ýmsum toga og má þar t.d. nefna verkefni Lumenox, Aaru’s Awakening. Lumenox fékk stuðning við markaðssetningu á Aaru’s Awakening sem er draumkenndur, frumlegur og hraðskreiður 2D „indie“ hasarleikur sem gerist í epískum heimi guða, fantasíu og þjóðsagnakenndra skepna. Vorið 2012 studdi Átak til atvinnusköpunar fyrst við verkefnið en þá var unnið að markaðsefni sem notað var til að kynna leikinn í fyrsta skipti. Í kjölfar þeirrar herferðar náði Lumenox að fanga athygli Sony, framleiðanda PlayStation, og í dag er Lumenox orðið „PlayStation Developer“. Árið 2013 var verkefnið aftur stutt, nú til

ferðar á tölvuleikjasýninguna PAX Prime í Seattle í Bandaríkjunum til að frumsýna leikinn. Árangurinn var framúrskarandi á sýningunni. Aaru’s Awakening fékk mjög mikla athygli og var Lumenox lofað í hástert fyrir afar skemmtilega spilun leiksins og framúrskarandi útlit en leikurinn er allur handteiknaður. Í kjölfar sýningarinnar er Lumenox nú orðið official Nintendo developer auk þess sem Nvidia, stærsti skjákorta framleiðandi heims, bað Lumenox um að setja Aaru’s Awakening á nýja leikjavél (SHIELD) sem þeir hafa þróað. Lumenox var stofnað árið 2012 eftir að stofnendur höfðu unnið saman í Háskólanum í Reykjavík. Hjá Lumenox starfa í dag átta manns við listsköpun og forritun.


22 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Framköllunarstofa hugmynda Frosti Gíslason Fab Lab eru vettvangur fyrir nýsköpun og í smiðjunum er búnaður sem nýtist við gerð frumgerða að nýjum vörum og til þess að raungera hugmyndir. Í smiðjunum eru stórar og litlar fræsivélar, þrívíddarprentarar, laserskerar, vínylskerar, rafeindaverkstæði og safn af opnum og frjálsum hugbúnaði. Markmið með smiðjunum er að skapa aukna tæknifærni almennings og þjálfa upp þekkingu sem nauðsynleg er á 21. öldinni. Í Fab Lab smiðjunum fer bæði fram óformleg og formleg kennsla á grunnskólastigi, framhaldsskólastigi og milli framhaldsskólastigs og háskólastigs í hinum alþjóðlega Fab Academy. Í smiðjunum gefst notendum tækifæri til að læra og framkalla hugmyndir sínar með því t.d. að gera sínar eigin rafrásir, forrita örgjörva, vinna með tvívídd eða þrívídd með þrívíddarprentara, laserskerum eða fræsivélum og með mótagerð fyrir sílikon, gúmmí og gifs. Þá er unnið með vínylfilmur, plexígler, timbur og fleiri efni. Í öllum smiðjunum er áhersla lögð á kennslu í stafrænni framleiðslutækni fyrir nemendur, frumkvöðla, fyrirtæki og almenning.

Fab Lab teymi Íslands Fab Lab ævintýrið á Íslandi hófst í Vestmannaeyjum árið 2008, þegar fyrsta Fab Lab smiðjan á Íslandi var opnuð þar. Síðar beitti Nýsköpunarmiðstöð sér fyrir opnun Fab Lab smiðju á Sauðárkróki árið 2010, kom að stofnun Fab Lab smiðjunnar á Akranesi sama ár, og árið 2013 var Fab Lab smiðja svo opnuð á Ísafirði. Í upphafi árs 2014 opnaði Fab Lab smiðja í Reykjavík sem rekin er í samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjölbrautarskólans í Breiðholti, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytis. Flestar Fab Lab smiðjurnar á Íslandi eru í góðum tengslum við heimamarkað sinn, almenning, grunn- og framhaldsskóla í nágrenninu, fyrirtæki, frumkvöðla og lista- og iðnaðarmenn á svæðinu. Fimm starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hafa sérhæft sig í þeirri tækni og aðferðum sem Fab Lab hefur upp á að bjóða. Það eru þau Frosti Gíslason, Albertína F. Elíasdóttir, Valur Valsson, Þorsteinn Broddason og Bas Withagen.


Ársskýrsla 2013 | 23

Upplýsingamiðlunin Sprotar.is Gauti Marteinsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur frá haustmánuðum 2012 rekið vefinn: www.sprotar.is sem er ætlað að vera helsti vettvangur upplýsingamiðlunar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsumhverfi þeirra. Vefurinn inniheldur gagnlegar upplýsingar um íslensk sprotafyrirtæki og starfsemi þeirra og hefur það að markmiði að gera sprotafyrirtæki sýnilegri mismunandi hagsmunaaðilum í samfélaginu, þ.m.t. innlendum og erlendum fjárfestum. Vefurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og fyrirtækjum á listanum fjölgar sífellt.

Bjartsýni á fjárhagslega velgengni Í ágúst 2013 var könnun gerð meðal þeirra 144 sprota sem þá voru skráðir á vefinn og svöruðu forsvarsmenn yfir 45% fyrirtækjanna könnuninni. Fyrirtækin á listanum eru mjög ólík en langflestir aðspurðra eða yfir 90% skilgreindu fyrirtækið sitt sem sprotafyrirtæki. Flest fyrirtækjanna eru í upplýsingatækni eða tæp 67%, en þónokkur frumkvöðla- og sprotafyrirtæki telja sig tilheyra fleiri atvinnugreinum líka. Meirihluti sprota taldi sig vera á vöruþróunarstiginu, ýmist að þróa vöru eða tækni. Tæp 66% fyrirtækjanna voru í eigu frumkvöðlanna sjálfra og langflestir eða um 80% svarenda höfðu stundað viðskipti erlendis.

Starfsmannafjöldi frumkvöðla- og sprotafyrirtækjanna í úrtakinu var á bilinu einn til fimmtíu, en langflest fyrirtækjanna voru með frá einum starfsmanni upp í tíu. Fram kom í könnuninni að mikill meirihluti fyrirtækjanna taldi líklegt að fjölga þyrfti starfsmönnum á árinu 2014. Könnunin leiddi í ljós að um 55% fyrirtækjanna velta undir 50 milljónum króna á ári, þar af velta tæp 34% fyrirtækjanna undir 10 milljónum króna. Hins vegar sögðust rúm 37% svarenda ná veltu umfram 100 milljónir króna á ári. Alls 63,5% frumkvöðlaog sprotafyrirtækjanna kváðust hafa fengið fjárhagslega aðstoð af einhverju tagi, t.d. í formi styrkveitinga, en aðeins 44,4% sögðust hafa fengið aðra aðstoð en fjárhagslega, t.d. í formi handleiðslu og leiðsagnar. Slík aðstoð kom í 57,14% tilfella frá opinberum aðilum, í 53,57% tilfella frá einkaaðilum og í 21,43% tilfella frá öðrum. Tæp 64% fyrirtækja höfðu sóst eftir fjárhagslegri aðstoð eða styrkjum án þess að fá úthlutun og tæpur þriðjungur fyrirtækjanna eða 31,25% hafði fengið og nýtt sér aðstöðu á frumkvöðlasetri. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru almennt bjartsýnir á fjárhagslega velgengni viðskiptahugmynda sinna þar sem yfir 90% svarenda töldu líklegt að velta þeirra myndi aukast á næsta ári. Einnig kom fram að þeir voru almennt opnir fyrir fjárfestingarviðræðum en tæp 77% þeirra svöruðu þeirri spurningu játandi.


24 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Brautargengi býr til verðmæti Bjarnheiður Jóhannsdóttir Á árinu 2013 urðu þær konur sem lokið hafa Brautargengi þúsund talsins, sem verður að teljast merkur áfangi. Brautargengi er námskeið sem styður konur við að móta stefnu fyrir fyrirtæki sín og koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd. Vinsældir námskeiðsins hafa verið stöðugar og eru námskeið í boði hvert vor og haust í Reykjavík, en árlega á Akureyri og á nokkurra ára fresti í öðrum landshlutum, allt eftir eftirspurn. Námskeiðið hefur verið í boði síðan 1996. Brautargengiskonur ársins 2013 höfðu að venju mjög fjölbreyttar viðskiptahugmyndir að vinna úr, en segja má að hlutur ferðamanna sem markhóps þeirra vaxi umtalsvert frá fyrri árum, enda mikil gróska í ferðaþjónustu. Margar viðskiptahugmyndanna sem unnið var með eru enn í mótun og því ekki tímabært að fjalla um þær, en nokkrar þeirra eru þegar orðnar að fyrirtækjum. Til að sýna fjölbreytni þeirra fyrirtækja sem verða til á Brautargengi má nefna örfáar þeirra hugmynda sem búið er að framkvæma.

Nokkur dæmi um öflugar Brautargengiskonur Textílprentun Íslands er fyrirtæki sem þær Guðrún Eysteinsdóttir og Margrét Helga Skúladóttir stofnuðu, en þar er í fyrsta skipti hægt að

fá hágæða prentun á textíl, svo sem á ull, silki og bómull. Kaupstaður. is er netverslun í eigu Rakelar Sævarsdóttur, þar sem seld er íslensk hönnun og handverk. Fyrirtækið Vegg.is stofnaði Sigrún Þuríður Runólfsdóttir ásamt systrum sínum og selja þær vegglímmiða, sem ætlaðir eru til að skreyta og fegra umhverfi innandyra. Músíkmeðferðarstofan er fyrirtæki Soffíu Fransisku Rafnsdóttur Hede. Músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og getu. Árný Björk Birgisdóttir rekur fyrirtækið Ylju, sem framleiðir ullarvörur og selur m.a. í erlendum netverslunum. Margrét F. Unnarsdóttir framleiðir glervörur undir nafninu Blúndugler, en hún notar hefðbundin blúndumynstur sem skreyti á vörur sínar. Heilsuleiðir er sjúkraþjálfunarstöð sem Lonneke van Gastel, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun setti upp á Egilsstöðum. Júlía Þrastardóttir gullsmiður rekur fyrirtækið sitt Djúls Design á Akureyri og selur þar handsmíðaða skartgripi, byggða á hinu hefðbundna víravirki, en þó með nýstárlegum blæ. Að lokum má nefna Gullabúið sem er heimilisvöruverslun á Seyðisfirði, stofnuð á vormánuðum af Halldóru Malín Pétursdóttur og samstarfskonum hennar þar sem saman fer fortíðarstemning í húsmunum og seyðfirsk hönnun.


Ársskýrsla 2013 | 25

Vöruþróun í ferðaþjónustu Sigríður Kristjánsdóttir Suðureyri við Súgandafjörð gæti í hugum fólks verið dæmigert íslenskt sjávarþorp. Lífið snýst um útgerð og fiskvinnslu og takturinn er svipaður og í flestum öðrum sjávarþorpum. Þegar betur er að gáð er Suðureyri ekki dæmigert sjávarþorp. Ástæðan er sú að þangað koma nokkur þúsund manns á ári til að upplifa hið dæmigerða íslenska sjávarþorp, Sjávarþorpið á Suðureyri.

Markhópur, sérstaða og sýn Suðureyri er gott dæmi um áfangastað þar sem vel hefur tekist til við að byggja á sérstöðu staðar. Unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu í ferðaþjónustu frá árinu 2000 en árið 2005 var reksturinn endurskoðaður og gestirnir spurðir hvað þá langaði að upplifa. Niðurstaðan var sú að gestir vildu heimsækja sjávarþorp til að upplifa, fræðast um atvinnuhætti og taka þátt í daglegu lífi þorpsbúa. Fyrirtækið Fisherman, sem Elías Guðmundsson hefur byggt upp á Suðureyri, vinnur nú eftir gildunum: upplifun, fræðsla og þátttaka. Allt starf fyrirtækisins tekur mið af þessum gildum. Þetta er gert til dæmis með því að bjóða gestum í sjóferðir, heimsókn í fiskvinnslu, gefa villtum þorski að éta í Lóninu, læra að elda fisk í fiskiskóla, borða fisk veiddan af heimamönnum á veitingahúsi bæjarins, fara í matarferð til að fræðast um daglegt líf í þorpinu og svo mætti lengi telja. Annar þáttur vinnunnar var samþætt kynning allra þjónustuþátta undir merkinu Fisherman sem Elías telur að skipt hafi hvað mestu máli og eru upplýsingar um þá vinnu og um fyrirtækið aðgengilegar á vefsíðunni: www.fisherman.is.

Spennandi sögur úr sjávarþorpi Sagan um uppbygginguna á Suðureyri er áhugaverð vegna þeirrar

fagmennsku sem einkennt hefur vinnuna frá upphafi. Lagt var upp með skarpa sýn og þemað mótað til að segja sögur úr sjávarþorpi á fjölbreyttan, spennandi og aðgengilegan hátt. Gildi fyrirtækisins gefa starfsmönnum leiðarljós til að vinna eftir, allir vita hver andinn á að vera og hvað er verið að selja. Uppbyggingin á Suðureyri hefur vakið athygli og styður við mikla og fjölbreytta vinnu sem unnin hefur verið á Vestfjörðum undanfarin ár að byggja upp ferðaþjónustu sem atvinnugrein á svæðinu.


26 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stuðningur við þróunarverkefni í ferðaþjónustu Þróunarsjóður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsbankans er gott dæmi um stuðning hins opinbera við þróunarverkefni á þessu sviði. Sjóðurinn úthlutaði 105 milljónum á árunum 2012 og 2013 til fimmtíu og eins verkefnis. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón og eftirfylgni með styrkjum úr sjóðnum og hefur sérstök áhersla verið lögð á verkefni sem miða að því að nýta staðbundna þekkingu og bjóða gestum að upplifa sanna stemningu staða og svæða. Matarferðin á Suðureyri er eitt af þeim verkefnum sem sjóðurinn studdi og lofar það verkefni mjög góðu. Meðal annarra verkefna er Winter Wedding Wonderland. Fyrirtækið Pink Iceland hefur þróað og markaðssett Ísland sem vænlegan kost fyrir brúðkaup og brúðkaupsferðir hinsegin ferðamanna. Það verkefni er áhugavert vegna skýrrar sýnar og þekkingar aðstandenda þess á markhópnum. Hönnun á lifandi og fræðandi gróðurhúsaheimsókn í Friðheima í Biskupstungum er annað áhugavert verkefni þar sem gestum er boðið í heimsókn til að kynnast því hvernig það er mögulegt á dimma og kalda Íslandi að uppskera tómata alla daga ársins. Verkefnið Meet the Locals á Austurlandi hefur líka hlotið nokkra athygli þar sem lagt er upp með að gesturinn upplifi íslenska menningu í hnotskurn með þátttöku í samfélaginu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur einnig unnið markvisst að öðrum verkefnum sem miða að því að styðja fyrirtæki við þróun og markaðsstarf í ferðaþjónustu. Þar má nefna stuðning og fræðslu við klasa, vöruþróun og markaðssetningu auk beinnar handleiðslu við frumkvöðla og stjórnendur fyrirtækja, oft með það að markmiði að móta og skerpa sýn, afmarka markhópa og vinna með sérstöðu fyrirtækja, staða og svæða sem leggja grunn að áhugaverðum og arðbærum afurðum í ferðaþjónustu um allt land.

Miklir möguleikar í skapandi g Sigþrúður Guðnadóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur það að leiðarljósi að efla skapandi greinar í íslensku atvinnulífi. Aðkoman hefur að mestu gengið út á að aðstoða frumkvöðla við viðskiptatengda þætti í handleiðslu, svo og einstaka sérverkefni. En betur má ef duga skal og á árinu 2013 var lögð enn meiri áhersla á skapandi greinar en áður. Árið var viðburðaríkt hjá Nýsköpunarmiðstöðinni og verkefnin mörg. Mikill undirbúningur var fyrir nýtt frumkvöðlasetur, sem sniðið er að þörfum skapandi greina og var það opnað við Hlemm í ársbyrjun 2014. Þróun þess er á engan hátt lokið því frumkvöðlasetrið mun fljótlega stækka enda hafa viðbrögðin verið góð og eftirspurn í setrið mikil. Þróun setursins verður haldið áfram í samræmi við þarfir atvinnulífsins og óhætt er að segja að spennandi tímar séu þar fram undan. Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur einnig virkan þátt í norrænu samstarfi og er samráðshópur KreaNord vettvangurinn fyrir skapandi greinar í þeim efnum. Í ágúst 2013 var haldin vinnustofa fyrir frumkvöðla í skapandi greinum í samstarfi við KreaNord. Meðal annars var KreaNord Investor kynnt til sögunnar, en það er nýr rafrænn vettvangur fyrir frumkvöðla í leit að fjárfestum. Við munum


Ársskýrsla 2013 | 27

greinum halda áfram að vera virk í þessu samstarfi í framtíðinni, enda er sú þekkingarmiðlun, sem á sér stað innan þessa norræna tengslanets, ómetanleg fyrir íslenskt atvinnulíf.

Skapandi fyrirtæki eru ekki bara til skrauts og skemmtunar Við höfum sett okkur skýrar línur og markmið varðandi starfsemi okkar gagnvart skapandi greinum og ætlum að halda áfram að nýta þá gríðarlegu þekkingu, sem við höfum á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins til þess að stuðla að sterkari skapandi fyrirtækjum. Nýsköpunarmiðstöð byggir starfsemi sína á því að skapandi greinar séu sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í atvinnulífinu, rétt eins og aðrar atvinnugreinar. Munurinn á skapandi greinum og mörgum öðrum atvinnugreinum liggur að nokkru leyti í því hversu ungar margar af þessum skapandi atvinnugreinum eru á Íslandi. Það er því ekki komin hefð fyrir þeim, líkt og fyrir öðrum atvinnugreinum, en það er óðum að breytast og munum við stuðla að því á virkan hátt að sú þróun haldi áfram. Skapandi fyrirtæki hafa ekki þann tilgang einan að vera til skrauts eða skemmtunar heldur eru þau stór hluti

af hagkerfi okkar. Möguleikarnir eru gríðarlegir og að þeim þarf að hlúa með fjölbreyttum stuðningi. Á árinu 2014 bíða okkar mörg þörf verkefni. Nýsköpunarmiðstöð mun á árinu halda áfram að miðla þeirri miklu þekkingu, sem er að finna innan veggja miðstöðvarinnar. Við munum halda áfram að tengja saman skapandi greinar og aðrar atvinnugreinar í ýmsum verkefnum og ber þar fyrst að nefna samstarfsverkefni skapandi greina og ferðaþjónustunnar sem mun verða hrint af stað fljótlega á árinu. Við munum þróa þjónustu okkar þannig að hún sé sýnileg öllum þeim, sem á henni þurfa að halda og þá ekki síst frumkvöðlum í skapandi greinum sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptaheiminum. Við stefnum að því að efla starfandi fyrirtæki og hvetja til þess að skapandi greinar verði sjálfsagður hluti fyrirtækjaflórunnar. Markmiðið er að stuðla áfram að auknum fjárfestingum í skapandi greinum á ýmsan hátt og auka þannig starfsmöguleika innan þeirra. Skapandi hugsun er grundvöllur fyrir allri nýsköpun og því ber okkur skylda að efla þær greinar sem eru hvati og stoðir sköpunarkrafts samfélagsins.


28 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Evrópumiðstöð tengir fyrirtæki við Evrópumarkað Kristín Halldórsdóttir Evrópumiðstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands leiðir starfsemi Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi í samvinnu við Rannís og Íslandsstofu. Markmið Enterprise Europe Network er að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaraðila, opinberar stofnanir og háskóla við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði. Tengslanetið er stærsta viðskipta-, þekkingar- og tækniyfirfærslunet í heimi og í gegnum það geta íslensk fyrirtæki komið þekkingu sinni, tækni, vöru og sérfræðiráðgjöf á framfæri erlendis ásamt því að nálgast það sama erlendis frá. En hvernig getur Evrópumiðstöðin í raun og veru orðið að liði? Skoðum það með eilitlu raundæmi: - Góðan daginn, er þetta á Evrópumiðstöð? - Já, þetta er þar, hvernig get ég aðstoðað þig? - Jaa ...við höfum verið að þróa nýja aðferð til að safna upplýsingum og lesa úr þeim, en stöndum einhvern veginn á krossgötum núna. - Ok., skil þig, en hvernig komum við inn í það? - Sko, við erum komin ansi langt í þróunarvinnunni, en höfum ekki alveg þekkinguna til að halda almennilega áfram. Svo við vorum að spá í hvort hægt væri að nálgast þekkingu eða tækni í Evrópu sem gæti

gagnast okkur í frekari þróun? - Já, þið getið það. Ég aðstoða þig við að gera prófíl, þar sem þið lýsið ykkar rannsóknar- og þróunarvinnu, svo langt sem hún nær, og setjið jafnframt fram óskir um samstarf við aðila, sem búa yfir þeirri tækni eða þekkingu, sem ykkur vantar. Ég fer yfir prófílinn og set hann inn í Enterprise Europe Network gagnabankann. Vittu til, ekki líður á löngu þar til einhver aðili mun lýsa áhuga á samstarfi við ykkur. Þá er það ykkar að semja um samvinnuna, hvort heldur það er í formi vinnuskipta, vitneskju eða beinlínis verkkaupa. - Ok, það hljómar spennandi, en við erum einnig að pæla í að sækja um í eina af áætlunum ESB? - Já, ekki málið, ég skal senda þér upplýsingar um þau köll, sem eru opin núna og passa við ykkar starfsemi. Ég get líka auglýst í gagnagrunninum eftir samstarfsaðilum í viðkomandi kall og komið þannig á samstarfi við væntanlega umsækjendur. - Það hljómar mjög vel! En bara eitt enn. Við höfum verið að þróa vélmenni svona samhliða hinni vöruþróuninni, sem við ætlum að selja til að hafa upp í kostnað – mest launakostnað (hlær) og vélmennið er


Ársskýrsla 2013 | 29

í raun komið á sölustig, en okkur vantar framleiðanda, sem hefur þá tækniþekkingu sem ekki er hægt að nálgast hér á landi. Er eitthvað hægt að gera í því?

- Væri ekki ráðlegt að við myndum hittast til að fara yfir þessi mál? Þú gætir til dæmis komið við hérna á Nýsköpunarmiðstöð eftir helgi. Hvernig líst þér á það?

- Já, það er hægt. Og nú erum við að tala um annan prófíl til að setja inn í gagnagrunninn.

- Bara mjög vel. Þriðjudagur væri fínn, klukkan eitt.

- Já, ok., frábært.

Heilbrigðistækniklasi á höfuðborgarsvæðinu Hannes Ottósson Nýverið gerði Nýsköpunarmiðstöð Íslands samning við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um verkefni sem snýr að þróun heilbrigðistækniklasa á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið fellur að markmiðum Vaxtarsamnings fyrir höfuðborgarsvæðið um að efla nýsköpun og bæta stöðu sprotafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þess er að styðja fyrirtæki í örum vexti við að byggja upp þekkingu og tengsl og auðvelda sókn á erlendan markað. Heilbrigðistækni hefur lengi verið öflug á Íslandi. Hún byggir á norrænni velferðarhefð, sterku opinberu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi og ekki síst fyrirtækjunum sjálfum. Ýmsar skýrslur vitna um þann góða árangur sem hefur náðst og benda jafnframt á mikil

sóknarfæri til framtíðar. Markmið verkefnisins eru að kortleggja starfsumhverfi heilbrigðistækni á höfuðborgarsvæðinu, meta áskoranir, greina þarfir, móta stefnu og annað í samræmi við hagnýta aðferðafræði klasafræða. Stefnt er að því að auka samkeppnishæfni á alþjóðavísu með tengslum við alþjóðlega heilbrigðistækniklasa, auk þess að greina sóknartækifæri fyrirtækjanna með tengingu við aðrar greinar atvinnulífsins.

Heilsutæknisetur í Vatnagörðum Í mörg ár hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekið frumkvöðlasetur og jafnframt stutt við uppbyggingu klasa víða um land með


30 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

fræðslustarfi, þekkingarmiðlun og aðstoð við verkefnastjórnun. Árið 2009 setti Nýsköpunarmiðstöð á fót heilsutæknisetur í Vatnagörðum. Starfsemin hefur skilað góðum árangri og hefur fyrirtækjunum gengið vel, t.d. flutti Nox Medical tiltölulega nýlega úr húsinu eftir að hafa margfaldast að stærð. Nýlega opnaði Nýsköpunarmiðstöð vefsíðuna klasar.is þar sem ýmislegt má finna um klasatengd málefni, m.a. nýútgefna klasahandbók. Mörg öflug fyrirtæki starfa í heilbrigðistækni og kallað hefur verið eftir frekara samstarfi. Háskólarnir og Samtök iðnaðarins hafa unnið gott starf á þessu sviði og eru með áætlanir um frekari sókn. Mikilvæg tækifæri liggja í því að vinna frekar að samvinnu þessara aðila með formlegu klasasamstarfi.

Formlegt klasasamstarf Nýsköpunarmiðstöð Íslands er í samstarfi við ýmsa aðila til að auka líkurnar á að markmið verkefnisins nái fram að ganga. Sýn Nýsköpunarmiðstöðvar er sú að í lok árs verði mögulegt að koma á formlegu klasasamstarfi og að ýmis samstarfsverkefni innan klasans og við aðra klasa verði innan seilingar. Verkefnið mun skila skýrum hugmyndum um fýsilegar áherslur við uppbyggingu heilbrigðistæknigarða og þá þekkingu sem skapast mun verða hægt að nýta sem fyrirmynd að ýmiss konar klasaþróun. Heilbrigðistækni á höfuðborgarsvæði er dæmi um klasaverkefni sem Nýsköpunarmiðstöð sinnir um þessar mundir, en ýmis önnur járn eru í eldinum tengd klösum. Má þar nefna vottun á klösum, styrki til klasa og verkefni í samstarfi við klasavettvang og atvinnuog nýsköpunarráðuneyti um landsáætlun fyrir klasa.

„ Enduðum í tómri steypu “ Sunna Wallevik og Kristján F. Alexandersson Óhætt er að segja að líf og tilvera þeirra Sunnu Ó. Wallevik og Kristjáns F. Alexanderssonar snúist að miklu leyti um steinsteypu því þau eru hjón og vinna bæði á Steinsteypu- og efnisfræðideild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í grunnnámi í efnafræði við Háskóla Íslands og hafa þau verið samstíga allar götur síðan. Sunna lauk M.Sc.-prófi í ólífrænni efnafræði árið 2008 og hóf í kjölfarið störf á Steinsteypu- og efnisfræðideild Nýsköpunarmiðstöðvar, en hafði áður starfað á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í rannsóknum á sementsbundnum efnum. Þau skötuhjúin voru í fjarbúð á meðan Kristján stundaði rannsóknanám í kennilegri efnafræði við hinn virta Oxford-háskóla í Englandi, en honum bauðst fullur námsstyrkur til náms og uppihalds þar. Hann byrjaði svo í hlutastarfi hjá Nýsköpunarmiðstöð árið 2009 með doktorsnáminu. Kristján fluttist heim til Íslands síðla árs 2009 til að vinna og var náminu þá gjarnan sinnt á kvöldin og um helgar. Þau eignuðust dótturina Rósu árið 2010, giftu sig árið 2011 og eignuðust svo dótturina Ronju árið 2012. Kristján lauk doktorsnámi sínu haustið 2013.

Áhugafólk um tækni og vísindi „Við ætluðum hvorugt að leggja steypuna fyrir okkur, en einhvern veginn enduðum við í tómri steypu enda hefur verið erfitt að slíta sig frá öllum þeim áhugaverðu verkefnum, sem hafa rekið á fjörurnar og við verið að sinna. Efnafræðingar geta í reynd fundið sér farveg í margs konar vísindastörfum þar sem efnafræðin umlykur allt og svo sannanlega er efnafræðin fyrirferðamikil í sementsbundnum efnum. Ólíkt því sem margir kunna að halda, erum við ekki föst inn á tilraunastofu að hræra múr eða steypu daginn út og inn. Við erum mikið áhugafólk um tækni og vísindi


Ársskýrsla 2013 | 31

almennt og því er óhjákvæmilegt að vinnan og vísindin hafi sinn sess í umræðuefni okkar hjóna inni á heimilinu þegar vinnu sleppir,“ segja Sunna og Kristján, en til gamans má geta þess að dætur þeirra tvær voru báðar innan við ársgamlar þegar þær höfðu setið sína fyrstu steinsteypuráðstefnu.

Mælanlegir og áþreifanlegir eiginleikar Ólík efnafræðimenntun þeirra Sunnu og Kristjáns hefur með sementsefnafræði beint að gera. Á meðan doktorsnám Kristjáns snérist um safneðlisfræðilega nálgun á vötnun sameinda, ferli sem einnig á sér stað þegar sement er vatnað, snérist nám Sunnu um kísilefnafræði, sem er nátengd þeirri kalsíum-kísilefnafræði, sem vötnun sements byggir á, og þeirri álsílikat-efnafræði, sem á sér stað í sementslausu steinlími, sem Sunna hefur verið að þróa undanfarin ár og hefur mjög lágt kolefnisspor, ólíkt hefðbundinni steinsteypu. Bæði eru þau Sunna og Kristján nú að vinna með kerfi af allt annarri stærðargráðu en í náminu og gaman er að sjá hvernig efnafræðin skilar sér í mælanlegum áþreifanlegum eiginleikum.

Verkefni Sunnu á Nýsköpunarmiðstöð undanfarin ár hafa auk sementslausa steinlímsins meðal annars snúist um þróun borholusteypu til fóðrunar á íslenskum jarðhitaborholum, koltrefjar í sementbundnum efnum og til ástandsgreininga byggingamannvirkja, áhrif Kyoto-sáttmálans á sementsiðnaðinn, kögglun á eldhúð fyrir járnblendiiðnað og þróun á steinlími fyrir Eden Mining ehf. í samstarfi við stærsta steinullarframleiðanda í heimi, Rockwool International. Verkefni Kristjáns hafa hinsvegar m.a. snúist um rannsóknir á mæliaðferð til að greina magn kísilryks í sementi, hönnun á seigjumæli fyrir steypubíla, hönnun og þróun á slitsterkri steypu fyrir Borgarfjarðarbrú, bindingu á sorpbrennsluösku í sementsbundin efni og greiningu á umhverfisáhrifum steinsteypuog sementsiðnarðarins. „Oft eru ekki skörp skil á milli verkefna okkar. Oftar en ekki endum við því með því að aðstoða hvort annað við verkefnin og nýtum við þá gjarnan hæfileika og sérhæfingu hvors annars,“ segja þau Sunna og Kristján að lokum


32 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Tækjaþróun og tæknilegar útfærslur Torfi Þórhallsson og Carlos Mendoza Rúm- og hreyfiskynjun er meðal viðfangsefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, þar sem hópur starfsmanna vinnur að ýmiss konar tækjaþróun. Meðal nýlegra afurða eru tæki, sem skynja hreyfingu eða staðsetningu í rými. Verkefnið unnu starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar í samstarfi við Fraunhofer-stofnunina í Þýskalandi og nýlega lauk prófunum á staðsetningarbúnaði fyrir þrívíddarskanna. Búnaðurinn gerir það kleift að setja stakar þrívíddarmyndir saman í heilsteypt líkan án þess að mannshöndin komi þar nærri. Nú vinnur Nýsköpunarmiðstöð Íslands með sjúkraþjálfurum hérlendis og erlendis að þróun búnaðar, sem mælir hreyfigetu sjúklinga. Búnaðurinn á að auðvelda sjúkraþjálfurum að meta ástand sjúklinga og auðvelda þjálfun þeirra og eftirfylgni með framförum.

Hönnun og smíði frumgerða Tækjaþróunarhópur Nýsköpunarmiðstöðvar aðstoðar fyrirtæki við að prófa og móta viðskiptahugmyndir, velja og prófa tæknilegar útfærslur, hanna og smíða frumgerðir og sannreyna virkni og prófa með notendum. Tækin geta verið af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá smáum nemum fyrir heilbrigðisiðnað upp í

fullvaxin veiðarfæri fyrir sjávarútveg. Tæknilegar útfærslur eiga það þó flestar sammerkt að innihalda nema, sem skynja umhverfið, ígreyptar tölvur og annan rafbúnað, úrvinnslu- og stýrishugbúnað og notendaviðmót. Að auki þarf hús og hreyfanlega hluti, sem þola það umhverfi, sem tækjunum er ætlað.

Viðskiptaþróun og verkefnastjórnun Þegar þróa á markaðshæfa vöru er í mörg horn að líta. Reynir þá á margvíslega sérþekkingu, sem sjaldnast er öll til staðar hjá minni fyrirtækjum, og stundum ekki hjá stærri fyrirtækjum, sem eru að feta sig inn á nýjar brautir. Einnig þarf reynslu og aðstöðu til að smíða íhluti, setja saman frumgerðir og setja upp og gera tilraunir. Það er þó til lítils að þróa góða vöru ef engir eru kaupendurnir. Ef vel á að takast verður að þróa markaðinn samhliða vörunni og stýra vöruþróuninni að væntanlegum kaupendum. Því aðstoðar hópurinn einnig við viðskiptaþróun og verkefnastjórnun. Þegar leita þarf samstarfs út fyrir landsteinana aðstoðar hópurinn við að finna heppilega samstarfsaðila og sækja stuðning í samvinnusjóði um tækniþróun.


Ársskýrsla 2013 | 33

Umhverfisvöktun í lofti, láði og legi Helga Dögg Flosadóttir Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð hafa að vissu leyti sérhæft sig á sviði umhverfiseftirlits og vöktunar. Við sjáum um efnagreiningar á regnvatni og lofti fyrir Veðurstofuna, sinnum sjálfvirkum mælistöðvum á milli Reykjavíkur og Nesjavalla og sjáum svo um stærstan hluta umhverfisvöktunar fyrir álverin þrjú; Norðurál, Rio Tinto Alcan og Alcoa Fjarðaál. Meðal annarra stórra viðskiptavina má nefna Elkem og Orkuveitu Reykjavíkur. Efnagreiningar taka einnig gróðursýni frá ýmsum svæðum umhverfis álverin (gras, lauf, barr), árvatnssýni, andrúmsloftssýni, regnvatnssýni, sýni úr kindakjálkum og hestastertum og sýni úr flæðigryfjum og útblæstri

svo fátt eitt sé nefnt. Í mörgum sýnanna eru nokkrar tegundir frumefna og jóna mældar. og fer það eftir mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum hvaða efni eru greind í hverri tegund sýnis, en einnig eftir því á hvaða mengunarefnum er von hverju sinni.

Heildstæð mynd af heilbrigði umhverfisins og stöðugleika Í andrúmslofti er yfirleitt leitað að brennisteinsoxíðum og loftbornum flúor, en einnig eru greindir ýmsir málmar og steinefni í svifryki. Í ám, vötnum og regnvatni eru brennisteinsoxíð og flúor greind, að auki við málma, jónir s.s. Cl, NH3 og NOx, fjölarómatísk


34 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

hringsambönd, pH, leiðni og basarýmd. Allar þessar upplýsingar gefa saman heildstæða mynd af heilbrigði umhverfisins og stöðugleika. Gróðursýnum er safnað á sumrin og beinsýnum (kindakjálkar og hestastertar) árlega til greininga á flúorstyrk. Álver nota álflúoríð (AlF3) í raflausnina í kerunum þar sem álið er framleitt. Það er gert til þess að auka leysni súráls í raflausninni, án þess þó að trufla framleiðsluferlið. Við framleiðslu áls fellur því óhjákvæmilega til töluvert af flúor. Stór hluti flúorsins, sem smýgur út úr kerunum, er hreinsaður úr loftinu áður en því er sleppt út úr álverinu. Þó er alltaf eitthvað sem sleppur út og mengar umhverfið. Ef flúor er innbyrgt, safnast það fyrir í beinum (en ekki mjúkvef ) og þekkt er að langtíma uppsöfnun flúors í beinum veldur gaddi (flúreitrun). Magngreiningar flúors í grasi, laufum og kindakjálkum eru nýttar til þess að að kortleggja flúormengun í grasbítum og áhrif hennar á þá. Umhverfisvöktun gegnir mikilvægu eftirliti með mengun frá stóriðju og heildstæðum áhrifum hennar á lífríki landsins.

Sérhæfing í umhverfiseftirliti Umhverfisvöktunaráætlun er sett fram af viðkomandi fyrirtæki, samþykkt af Umhverfisstofnun, og framkvæmd af Efnagreiningum. Framkvæmd vöktunaráætlunar fyrir stóriðju hefst áður en verksmiðjan tekur til starfa. Þannig er staða svæðis kortlögð fyrir framkvæmdir og fylgst er með langtímaáhrifum mengunar, á milli ára og áratuga eftir að verksmiðja er reist. Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð hafa sérhæft sig í umhverfiseftirliti og starfsmenn Efnagreininga hafa víðtæka reynslu á því sviði.

Greining mengunarvalda Kristmann Gíslason Flestri iðnaðarstarfsemi fylgja einhver áhrif á nánasta umhverfi. Áhrifin eru meðal annars til komin vegna útblásturs eða affalls, sem getur innihaldið ýmsa mengunarvalda og þurfa fyrirtæki að geta greint og metið magn þeirra. Að sama skapi þurfa mörg fyrirtæki að láta greina samsetningu og efnainnihald þeirrar vöru, sem þau framleiða. Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða upp á fjölbreyttar mælingar á ýmsum þáttum tengdum iðnaði og umhverfisvöktun. Deildin býr yfir sérhæfðum tækjabúnaði til snefilefnagreininga, meginefnagreininga og jónagreininga í margs konar sýnum, svo sem í úrkomu og vatnssýnum, gróðri, vef, jarðvegi og matvælum, auk búnaðar til mælinga á ýmsum þáttum í útblæstri og lofti. Einnig er boðið upp á ýmsar aðrar greiningar í samstarfi við íslenskar og erlendar rannsóknarstofur.


Ársskýrsla 2013 | 35

Efnagreiningar og mengunarmælingar Meginþáttur starfsemi deildarinnar árið 2013 voru mælingar vegna útblásturs, fráfalls og umhverfisvöktunar við stóriðju á landinu og sér deildin m.a. að stórum hluta um mælingar vegna álvers Rio Tinto Alcan í Hafnarfirði, iðnaðarsvæðisins á Grundartanga í Hvalfirði og álvers Alcoa í Reyðarfirði auk þess að sjá um rekstur sjálfvirkra mælistöðva tengdum umhverfisvöktun iðnaðarsvæðanna. Einnig hefur deildin unnið fjölmörg verkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veitt ráðgjöf fyrir ýmis verkefni vegna efnagreininga og mengunarmælinga. Þótt stór hluti í starfsemi Efnagreininga sé þjónustumiðaður, tökum við einnig þátt í rannsóknaverkefnum í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla. Líkt og undanfarin ár héldum við áfram að framkvæma

mælingar fyrir umhverfisvöktunarverkefni Veðurstofu Íslands á árinu 2013 auk þess sem unnið hefur verið að samstarfsverkefnum með Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er í samræmi við markmið deildarinnar sem er að auka hlut rannsóknaog þróunarverkefna í starfseminni. Sú þjónusta, sem við á Efnagreiningum á Nýsköpunarmiðstöð veitum, er mikilvægur stuðningur við mörg fyrirtæki í landinu. Sérhæfð þekking og reynsla á sviði efnagreininga gerir deildinni kleift að veita alhliða þjónustu, sem erfitt og kostnaðarsamt væri að sækja út fyrir landsteinana.


36 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Í blátrefjum gæti falist ný stóriðja á Íslandi Þorsteinn Ingi Sigfússon Á Nýsköpunarmiðstöð er alltaf verið að hugsa um nýja sköpun, ný viðfangsefni og verkefni sem taka öðrum fram varðandi kolefnisfótspor og umhverfismál. Í landinu okkar eru efni, sem gætu fallið einkar vel til þess að vera framúrskarandi byggingarefni. Grunnur íslenskra jarðlaga er hraun og sandar sem innihalda gífurlegt magn af kísildíoxíði og skyldum steindum. Þar er einnig að finna áloxíð, járnoxíð og ýmsar snefilsteindir sem við sjáum öðru hvoru í bráðnu formi í hraunelfinni, sem rennur frá eldfjalli eða eldvarpi. Margir þekkja að við eldgos má stundum finna nálar, sem kallaðar eru nornahár sem svífa til jarðar og líkjast þá helst hári eða mjög þunnum stráum. Á Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur forstjóri beint athyglinni að möguleikum á því að framleiða úr basalti eða skyldum jarðefnum trefjar, sem reynst geta haft ótrúlega eiginleika sem styrktarefni í t.d. steinsteypu eða sem trefjar í plast. Sumarið 2013 voru gerðar athuganir á 30 grjótnámum víðs vegar um Suðurland með það í huga að leita að basalti – blágrýti eða grágrýti – sem hefði efnasamsetningu, sem hentar til framleiðslu á því sem við höfum nefnt blátrefjar.

Rannsóknir á blátrefjum Grjót sem hentar til framleiðslu blátrefja þarf að hafa sérstaka efnasamsetningu. Það má helst ekki innihalda fosfór eða títan. Það verður að hafa hlutfall kísildíoxíðs sem gerir það að verkum að bráðin er ekki of seig og ekki of þunnfljótandi. Það má helst ekki innihalda mikið járn. Við leitina þarf að hafa öll þessi atriði vel í huga. Blátrefjar hafa eðlisþyngd sem er aðeins um þriðjungur af eðlisþyngd stáls. Togþol þeirra er um átta sinnum meira en stáls, en fjaðurstuðullinn svona helmingur á við stál. Samvinna hefur verið milli Nýsköpunarmiðstöðvar og HR um rannsóknir á blátrefjum í steinsteypu og samvinna er í burðarliðnum við ISOR um frekari rannsóknir á námuvinnslunni fyrir blátrefjar í væntanlegri samvinnu

við norrænar stofnanir. Ungur jarðfræðingur, dr. Tim Morrissey, hefur unnið með okkur og einnig íslenskur jarðefnaiðnaður og SASS á Suðurlandi. Eyþór Þórhallsson frá Háskólanum í Reykjavík og dr. Ólafur Wallevik, ásamt dr. Birgi Jóhannessyni og Sunnu Wallevik frá Nýsköpunarmiðstöð, hafa komið að þessu verkefni.

Kolefnisfótsporið næstum núll Þegar grjótið hefur verið valið er það sett í ofn og brætt við nærri 1400°C. Þá er það þrýstisteypt út um haganlega útbúinn„sturtuhaus“ úr platínu-melmi þar sem u.þ.b. 800 göt eru á hausnum sem valda því að örþræðir koma út úr hausnum. Þræðirnir eru strengdir saman og þá er þessi orkuiðnaður orðinn að eins konar vefnaðariðnaði! Engu er bætt í grjótið, sem þýðir að ef grjótið er brætt með raforku,


Ársskýrsla 2013 | 37

grænni íslenskri raforku, þá er kolefnisfótsporið næstum núll. Blátrefjarnar ryðga ekki og hafa gott togþol. Heimsmarkaður er nú um 18.000 tonn á ári og fer hratt vaxandi. Basaltþræðir eru misdýrir eftir gæðum og er venjulegt verð á kefluðum þráðum um 4-8 dalir á kílóið. Bjarg, sem vegur tonn, er því um einnar milljónar króna virði komið í bláþráð. Á myndunum hér fyrir ofan má annars vegar sja

blástangir fyrir byggingariðnað og hins vegar mottur úr blátrefjum. Á næstu misserum hyggst Nýsköpunarmiðstöð beita sér fyrir frekari kortlagningu á eiginleikum íslensks efnis í bláþræði. Ef vel tekst til gæti orðið til arðvænleg græn stóriðja á þessu sviði á næstu árum.


38 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Slitsterk steypa þróuð í brúargólf Björn Hjartarson Þegar steypuslit fóru að verða áberandi á brúardekki Borgarfjarðarbrúar leitaði Vegagerðin til steinsteypusérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og fékk þá í lið með sér til að hanna sérlega slitsterka steinsteypu í nýtt brúargólf. Þróunarvinna fyrir verkefnið hófst haustið 2011 og lofa niðurstöður frá framkvæmdum árið 2012 og 2013 góðu um framhaldið.

lengd og 64 tonn að þyngd. Smíði brúarinnar lauk sumarið 1979 þegar brúargólfið var steypt. Gólfið er 520 metra langt og akbrautin 9 metrar á breidd en því er skipt niður í 13 höf, sem hvert er 40 metra langt.

Upphaf Borgarfjarðarbrúar má rekja til þess að á vegaáætlun fyrir árin 1969-1972 var fé veitt til rannsókna í Borgarfirði vegna fyrirhugaðrar brúargerðar. Undirbúningsvinna við brúargerðina hófst árið 1975, en um vorið 1976 hófst sjálf smíðin. Stöplar brúarinnar voru að nokkru leyti steyptir ofan í sjónum með undirvatnssteypu þar sem sjór var neðst í mótunum þegar hafist var handa við steypuvinnuna. Undir hvern stöpul voru reknir niður 42 tréstaurar, sem hver og einn var 15 metrar að lengd. Langbitar brúarinnar voru steyptir á landi, en þeir voru 52 talsins og eftirspenntir. Hver þeirra var 40 metrar að

Á undanförnum árum hefur slit steypunnar í brúardekki Borgarfjarðarbrúar aukist og því var steypan farin að láta á sjá og þarfnaðist viðhalds. Ekki var hægt að auka álagið á brúna með því að malbika eða steypa beint ofan á gömlu steypuna og ekki var heldur talið óhætt að nota hefðbundna loftbora til að brjóta steypuna upp. Slík vinna veldur miklum titringi sem getur haft slæm áhrif á burðarvirkið. Því var ákveðið að framkvæmdin skyldi fara fram með notkun vatnsbrotstækis, sem Vegagerðin fjárfesti sérstaklega í fyrir verkefnið. Gamla steypan er þannig brotin niður fyrir járnagrind

Hálfsjálfpakkandi steypa – frostþolin og slitsterk


Ársskýrsla 2013 | 39

Framtíðarhúsið Björn Marteinsson

og síðan er steypt á ný með slitsterkri steypu aftur í upprunalegan flöt. Gert var ráð fyrir að yfirsteypan yrði 60-100 mm þykk og yrði önnur akreinin á einu til tveimur brúarhöfum tekin fyrir í hvert sinn. Járnagrindin reyndist óskemmd eftir vatnsbrotið, en engu að síður var 8 mm langjárnum með 20 cm möskvum skipt út fyrir 10 mm járn með 15 cm möskvum. Einnig voru þensluraufaeiningar á milli hafa endurnýjaðar. Vegagerðin fékk Steypudeildina á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í lið með sér til að hanna sérstaklega slitsterka steypu á nýtt gólf brúarinnar. Miðað var við að steypan væri svokölluð hálfsjálfpakkandi steypa með að lágmarki 70 MPa styrk eftir tvo daga og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Steypan skyldi einnig vera sérlega frostþolin og slitsterk. Í þróunarvinnunni var notað fylliefni frá Harðakambi á Snæfellsnesi. Undanfarin tvö ár er búið að steypa sex bil á brúnni og hefur styrkurinn í öllum tilvikum farið yfir 110 MPa eftir 28 daga. Meðaltals flögnun eftir frostþolsmælingar skv. SS 137244 hefur mælst 0,01 kg/m2 en Alverk´95 (almenn verklýsing fyrir vega- og brúargerð) Vegagerðarinnar gerir kröfu um að brúarsteypa flagni að hámarki 1,00 kg/m2 skv. sama prófi.

Byggt umhverfi er mikilvægur hluti af umhverfi nútímamannsins. Á norðlægum slóðum er húsaskjól eitt af grunnskilyrðum fyrir lífsgæðum enda dvelur einstaklingurinn innanhúss langstærstan hluta lífs síns. Í erfiðu umhverfi, þar sem álag frá náttúruöflum er mikið, þarf að vanda til mannvirkjagerðar. Þegar tryggja á góða innivist og lífsgæði almennt við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að byggingarkostnaður verði hár í samanburði við hagstæðari umhverfisskilyrði. Fjárfesting í byggðu umhverfi hefur hérlendis iðulega verið 120-150 milljarðar á ári (og þegar mikið er umleikis jafnvel verulega hærri) og heildareign í byggðu umhverfi, að teknu tilliti til afskrifta, nemur tæplega 6000 milljörðum. Í þessum tölum er vægi bygginga um eða yfir 80%. Til þess að fjárfesting í byggingum nýtist vel verður hönnunarending algengra bygginga að vera minnst 50 ár en vandaðra bygginga 100 ár (almenn viðmiðun í Evrópu), jafnframt er vitað af reynslu að raunending er almennt mun lengri, meðalaldur íbúðarhúsa í landinu er nú tæp 30 ár.

Gæði bygginga nútímans Þar sem byggingar eru jafn mikilvægur hluti í lífi okkar og raun ber vitni, er vissulega áhugavert að spá í hvaða kröfur þurfi að gera til húsa framtíðar. Þegar umfjöllun um slíkt er skoðuð í ritum og á vefnum má finna margar áhugaverðar skoðanir sem oft sýna óvenjulegar lausnir og mætti halda að ókomnar kynslóðir verði með þarfir sem eru verulega frábrugðnar því sem nú gerist. Á hinn bóginn verður að hafa í huga að vegna langrar endingar bygginga eru það húsin sem við byggjum í dag sem verða byggingar nánustu framtíðar, í (vonandi) happadrjúgri notkun næstu 80100 árin hið minnsta! Í þessu ljósi er nauðsynlegt að skoða hver gæði bygginga nútímans eru og hvort þar megi gera betur. Þá þarf einnig sérstaklega að huga að því hvort einhver fyrirsjáanleg breyting sé merkjanleg varðandi kröfur til bygginga og hafa í huga


40 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

að verulegur hluti þeirra bygginga sem þegar eru til staðar í landinu verður í notkun næstu áratugi.

Nauðsynleg greining þarf að eiga sér stað Í ljósi þess sem áður hefur komið fram þá er sérstök ástæða til að rannsaka og greina nánar nokkra þætti. Þegar uppi er staðið þurfa kröfur til bygginga að taka mið af því að fjárfestingin þarf að nýtast í langan tíma. Þjóðin er að eldast og hlutfall eldri borgara (64+) vex miklu hraðar en yngri aldurshóparnir. Það þarf að tryggja að fólk með skerta hreyfigetu geti nýtt þær byggingar sem í boði verða. Ljóst er að gæði innivistar eru ekki nógu vel könnuð og mikil umræða um myglu undanfarið bendir til þess að eitthvað bjáti verulega á. Á sama tíma og sumir geta ekki búið í húsunum sínum þá þarf að tryggja að aðrir geti yfir höfuð fjárfest í húsnæði. Til þess að ná búsetukostnaði niður er nauðsynlegt að tryggja hagkvæma nýtni bygginga; forðast bruðl með pláss og auka fjölbreytileika þannig að allir finni eitthvað við hæfi. Samhliða þarf að huga að því hvort og þá hvernig breytt veðurfar getur hugsanlega haft á kröfur til bygginga. Húsnæði og innivist er einn mikilvægasti þátturinn í daglegu lífi okkar og lífsgæðum – það er mikið í húfi að vel takist til.


Ársskýrsla 2013 | 41

Aukin metanframleiðsla með aðstoð vísindanna Guðmundur Gunnarsson og Magnús Guðmundsson Notkun á metani (CH4) sem eldsneyti á bíla hefur aukist á undanförnum árum. Metanið er unnið af Sorpu b.s. úr hauggasi frá sorphaugunum í Álfsnesi. Í upphafi var tilgangur söfnunarinnar að hindra að metanið, sem er mjög öflug gróðurhúsalofttegund, slyppi út í andrúmsloftið og var það brennt. Fljótlega var farið að nota metan sem eldsneyti á bíla, s.s. strætisvagna, sorpbíla og fólksbíla. Þessi notkun hefur síðan aukist þar sem verð á innfluttu eldsneyti hefur hækkað mikið. Magn metans sem hægt er að framleiða í Álfsnesi er þó takmarkað eða um 2 – 3 milljónir Nm3 á ári, sem nægir fyrir 2 – 3 þúsund bíla. Líklega er hægt að tvöfalda þetta magn þegar ný gasgerðarstöð verður tekin í notkun hjá Sorpu. Nokkrir aðrir aðilar hafa einnig verið að huga að framleiðslu á metani úr ýmsum úrgangi á nokkrum stöðum á landinu. Þó eru takmörk fyrir því hve mikið metan er hægt að framleiða með þessum hefðbundnu aðferðum, sem dregur úr áhuga fólks á því

að kaupa umhverfisvæna metanbíla. Hvernig er þá hægt að auka framleiðslu á metani umfram það sem fæst með ofangreindum aðferðum? Er hægt að framleiða metan víðs vegar um landið?

Tvöföldun metans með rafpúlsum Þessum og fleiri spurningum er leitast við að svara í nokkrum verkefnum sem unnin eru á Nýsköpunarmiðstöð. Ber þar að nefna verkefnið „Tvöföldun metans með rafpúlsum“, sem er unnið í samstarfi við Sorpu, og snýr að því að meðhöndla lífræn hráefni með rafpúlsum til að auka metanvinnslu. Rafpúlsarnir geta brotið niður lífræn efni af ýmsum toga þannig að þau nýtist betur sem hráefni til metanframleiðslu. Fyrstu niðurstöður benda til þess að valið hráefni geti gefið allt að tvöfalt magn metans í samanburði við ómeðhöndlað.


42 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Metan er einnig hægt að framleiða úr kolsýru (CO2) og vetni (H2), en vetnið er hægt að fá með rafgreiningu á vatni. Þessi kostur er m.a. til skoðunar í norræna „CO2 Electrofuels“ verkefninu (www.co2electrofuels.org) sem styrkt er af norrænu orkurannsóknaáætluninni. Metanið yrði framleitt í hvarfakútum við um 300° C og 16 bara þrýsting, eftir að búið er að hreinsa brennisteinsvetni og önnur óhreinindi úr gasinu, eða með hitakærum örverum við 50 – 60°C í sérstökum lífhvarfakútum (bioreactors). Kostur við örveruaðferðina er að ekki þarf að hreinsa brennisteinsvetni úr gasinu þar sem örverurnar þurfa brennistein sem næringarefni. Jafnvel er hugsanlegt að með örverutækninni sé hægt að nýta afgas frá jarðvarmavirkjunum til metanframleiðslu en gasið inniheldur, fyrir utan kolsýru, oftast nokkuð af brennisteinsvetni og vetni. Hluti af vetninu sem þyrfti til framleiðslunnar gæti þá komið úr gasinu sjálfu en afgangurinn væri fenginn með rafgreiningu.

Metanframleiðsla í takt við eftirspurn Hauggas frá sorphaugum og gas frá gasgerðarstöðvum inniheldur um 50 – 65% metan, en afgangurinn er aðallega kolsýra og ýmis óhreinindi s.s. brennisteinsvetni. Í Álfsnesi eru kolsýra og óhreinindi nú skilin frá metangasinu með vatnsþvotti, en í staðinn væri hægt að sleppa þessu hreinsunarferli og bæta nægilega miklu vetni við

gasið þannig að hægt væri að nýta kolsýruna til metanframleiðslu og auka þannig metanframleiðslu um 60 – 80%. Enn annar möguleiki á aukinni metanframleiðslu er að framleiða metan úr efnasmíðagasi (syngas) sem fæst við gösun á lífmassa og úrgangi. Þannig væri hægt að framleiða á hverju ári tugi milljóna Nm3 af metangasi sem gæti dugað fyrir tugi þúsunda bíla. Með því að bæta við rafgreiningarvetni í syngasið mætti tvöfalda þetta magn. Það er því hægt að auka mjög mikið framleiðslu á metani á Íslandi, jafnvel þannig að það dugi fyrir stóran hluta bílaflotans. Ókostur við metan er að það er dýrt í flutningum þannig að varla kemur til greina að flytja umframframleiðslu úr landi. Þegar ný framleiðslueining væri tekin í notkun þyrfti helst að vera hægt að auka framleiðsluna í takt við aukna eftirspurn. Framleiðsla á metani úr kolsýru og vetni með örverum fellur vel að þessu, þar sem hægt er að bæta við rafgreinum og hvarfakútum til að anna aukinni eftirspurn. Framleiðsla á metani úr syngasi þyrfti aftur á móti að vera mun stærri í sniðum þannig að hæpið er að markaður sé í byrjun fyrir allt metan frá slíkri verksmiðju. Úr syngasi er einnig hægt að framleiða fljótandi eldsneyti eins og metanól og hugsanlega væri hagkvæmt að framleiða bæði metanól og metan í slíkri verksmiðju. Metan væri þá framleitt í takt við eftirspurn innanlands en umframframleiðsla á metanóli væri flutt úr landi.


Ársskýrsla 2013 | 43

Landsvarmi er ný hugsun í orkumálum Þorsteinn Ingi Sigfússon Í ráðuneyti okkar er mjög stór útgjaldaliður á hverju ári sem felur í sér niðurgreiðslu á raforku til húshitunar. Sérfræðingar í orkumálum vita að rafmagn til húshitunar er mjög illa nýtt rafmagn. Við getum til dæmis hugsað okkur rafmagn unnið úr jarðgufu með 12% nýtni – glatvarmanum kastað – og síðan notað til að kynda hús. Miðað við að nýta varmaorku gufunnar betur er um mikla sóun að ræða.

hitun á þægilegan og öruggan máta. Á hinum endanum hefur orkuframleiðandinn, Landsvirkjun, hagsmuna að gæta og hefur lykiláhrif á grunnverðlagningu á frumorkunni. Hún er síðan flutt með kerfi Landsnets og dreift til íbúa á vegum fyrirtækjanna þriggja, HS, OV og RARIK. Ríkissjóður hefur svo beina hagsmuni af rekstrinum vegna niðurgreiðslna og sem eigandi allra fyrirtækjanna utan HS.

Lágvarmi nýttur til kyndingar á húsum

Tækifærið sem við blasir

Fyrir nokkrum árum setti forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar fram þá tillögu að unnið yrði að því að nýta lágvarma enn betur til kyndingar á húsum – með aðstoð raforku í formi varmadælna. Að þessu verkefni hefur verið unnið síðan og að því hafa komið, auk Þorsteins Inga Sigfússonar, þeir Kristján M. Ólafsson hjá KPMG, Sigurður Ingi Þorleifsson hjá Orkusetrinu, Sölvi Sólbergsson hjá Orkubúi Vestfjarða, Ívar Atlason hjá HS í Vestmannaeyjum og Ragnar Ásmundsson og Elías Þorsteinsson, sem eru sérfræðingar í varmatækni og varmafræðum, búsettir á Akureyri. Það sem hér verður kynnt er verk þessa einvala hóps.

Um nokkurt skeið hefur starfshópurinn unnið að tæknilegu mati á möguleikum á ísetningu stórra varmadælna inn í veitukerfin með tilheyrandi ávinningi. Um verulegan orkusparnað er að ræða eða allt að 100 milljónum kWst. Það samsvarar almennri raforkunotkun um 20 þúsund heimila. Þetta samsvarar um 15 MW vatnsaflsvirkjunar og er jafnframt langódýrasti virkjunarkostur landsins. Hér væri um virkjun innan kerfis að ræða sem hvorki þyrfti umhverfismat né uppistöðulón, en allar þær kWst sem sparast má nota til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Orkusparnaður með varmadælum ætti

Rafkyntar veitur er að finna á sjö þéttbýlisstöðum hér á landi, þar sem ótryggð orka er notuð til að hita upp vatn í lokuðu kerfi. Heildarorkunotkun þessara veitna nemur árlega 190 GWst án niðurgreiðslu á raforkuflutningi, sem kemur til viðbótar. Um helmingur þessarar orku er niðurgreiddur og ver ríkissjóður um 200 milljónum kr. árlega í þann lið. Þrjú fyrirtæki reka þessar veitur. HS veitur reka veituna í Vestmannaeyjum, Orkubú Vestfjarða rekur veitur á Patreksfirði, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík og Ísafirði og RARIK rekur veitu á Seyðisfirði og Höfn.

Ýmsir hagsmunaaðilar Ýmsir hagsmunaaðilar tengjast rekstri þessara veitna. Á öðrum enda keðjunnar eru það notendur, sem fyrst og fremst vilja ódýra


44 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

einnig að vernda notendur að hluta fyrir hækkandi raforkuverði sem boðað hefur verið í framtíðaráætlunum Landsvirkjunar. Nokkur fjárfestingarkostnaður fylgir uppsetningu slíkra dælna, en sparnaður á orkuinnkaupum ætti að standa undir þeirri fjárfestingu, að því gefnu að orkuverð til veitnanna haldist óbreytt. Málið er þó ekki svo einfalt þar sem þessir ólíku hagsmunir vinna bæði saman og vegast á, auk þess sem heildarsamsetning orkuverðs til notenda felur í sér bæði óvissu og flækjustig. Íbúar vilja áfram lágmarka kostnað sinn af húshitun en með lækkun á orkuþörf er einn mögulegur kostur að núverandi niðurgreiðslur á húshitun megi nýta sem stofnstyrk fjárfestingarinnar. Mögulega er líka jafnhagstætt fyrir veiturnar að hafa óbreyttar niðurgreiðslur, en framtíðarumfang þeirra hefur verið á floti að undanförnu og eru ýmsar hugmyndir uppi um breytt fyrirkomulag. Eins er óvissa um framtíðarorkukostnað og framboð á ótryggðri orku frá Landsvirkjun, en sparnaður á þeim kostnaði getur einmitt verið það svigrúm, sem þarf til að borga upp fjárfestinguna við varmadæluna. Uppsetning á stórum varmadælum getur líka minnkað álag á dreifikerfi Landsnets og skapað möguleika á hagræðingu í fjárfestingum. Að mörgu er að hyggja og viðfangsefnið er margslungið.

Viðurkenning Norræna nýsköpunarsjóðsins Það var þessari vinnu mikil hvatning þegar Norræni nýsköpunarsjóðurinn (Nordic Innovation) samþykkti að styrkja þriggja ára verkefni með þátttöku fjögurra Norðurlandaþjóða sem ætlað er að framkvæma mat á heildaráhrifum orkusparnaðar með varmadælum á raforkukerfið. Verkefnið lýtur einnig að útreikningi á þjóðhagslegri hagkvæmni mögulegs orkusparnaðar og áhrifum einstakra tillagna um fyrirkomulag niðurgreiðslna og mögulegra stofnstyrkja sem leiðar til að hvetja til orkusparnaðar. Verkefni, sem starfshópurinn þarf að láta vinna, fyrir heilsteypt mat á mögulegum valkostum og útfærslum sem koma til greina. Verkefnið gæti verið fyrsta stóra skrefið í verulegum umbótum á varmakostnaði á landsbyggðinni þar sem venjulegur jarðvarmi dugar ekki beint. Það gæti undirbúið þann hluta þjóðarinnar sem

nú býr við háan kostnað vegna húshitunar með rafmagni, ef hafinn verður útflutningur rafmagns með kapli til Evrópu. Á sama tíma gæti verkefnið leitt af sér „sparnaðarvirkjanir“ upp á 15 MW jafngildi í virkjun vatnsafls og verið mikið framfaraspor í notkun sjálfbærrar orku með besta tæknilega hætti.

Tæknilegar tillögur fyrir varmadælur á hverjum stað Hópurinn hefur lagt til að ráðherra skipi starfshóp með fulltrúum allra hagsmunaaðila. Verkið, sem nú þarf að vinna, miðar að tæknilegri tillögu fyrir varmadælur á hverjum stað og lýtur að ákveðnum verkþáttum sem snúa m.a. að greiningu á staðbundnum varmalindum, umfangi, dreifingu, áhrifum og mögulegum leiðum fyrir fjárfestingu.


Ársskýrsla 2013 | 45


46 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Áritun og skýrsla forstjóra

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Hann er í öllum meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, auka lífsgæði í landinu, miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki . Hlutverk hennar er einnig að stunda tæknirannsóknir, þróun, greiningar, prófanir, mælingar og vottanir. Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í þrjú svið . Íslenskar tæknirannsóknir, Impru - Frumkvöðlar og sprotar, ásamt mannauðsog markaðsstofu. Íslenskar tæknirannsóknir sjá um rannsóknir á sviði bygginga, mannvirkja, steinsteypu, framleiðslu, líftækni og orku. Impra - Frumkvöðlar og sprotar sér um öfluga þjónustu fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Mannauðs- og markaðsstofa tryggir viðskiptavinum stofnunarinnar þjónustu í tengslum við alla sameiginlega starfsemi, sem og að annast innra starf. Samkvæmt rekstrarreikningi stofnunarinnar var tekjuhalli ársins 2013 kr. 23.433.176. Hrein eignstofnunarinnar í árslok nam kr. 58.338.542. Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands staðfestir hér með ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2013 með undirritun sinni.

Reykjavík 27. febrúar 2014 _____________________________________________ Þorsteinn Ingi Sigfússon


Ársskýrsla 2013 | 47

Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2013. Ársreikningurinn hefur að geyma áritun og skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og mati miðað við aðstæður. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju og ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits stofnunarinnar sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits stofnunarinnar. Endurskoðun felur einnig í sér mat á því hvort reikningsskilaaðferðir og matsaðferðir sem gilda um A-hluta stofnanir og stjórnendur nota við gerð ársreikningsins og framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu stofnunarinnar á árinu 2013, efnahag hennar 31. desember 2013 og breytingu á handbæru fé á árinu 2013, í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Reykjavík 27. febrúar 2014 _____________________________________________ Sveinn Arason ríkisendurkoðandi


48 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Rekstrarreikningur 2013

2013 Tekjur: Sértekjur 221.167.654 Framlög 434.571.164 655.738.818 Gjöld: Launagjöld 716.519.451 Ferða- og starfstengdur kostnaður 79.958.360 Skrifstofu- og annar rekstrarkostnaður 61.736.011 Sérfræðiþjónusta og ýmis þjónusta 39.580.600 Rekstur á rannsóknarstofum 16.326.155 Húsnæðiskostnaður 86.430.560 Bifreiðakostnaður 9.859.668 Auglýsingar og kynningar 12.872.938 Afskriftir 22.588.338 Tilfærslur 141.546.739 1.187.418.820 Eignakaup 17.993.557 1.205.412.377 Tekjuhalli fyrir fjármagnsliði (549.673.559) Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (159.617) Tekjuhalli fyrir ríkisframlag (545.833.176) Ríkisframlag 526.400.000 Tekjuafgangur/(tekjuhalli) ársins

(23.433.176)

2012 228.493.441 536.526.558 765.019.999 710.228.616 84.417.272 75.758.579 63.090.456 19.358.307 112.912.070 9.193.851 16.381.621 640.941 167.691.563 1.259.673.276 40.622.216 1.300.295.492 (535.275.493) 8.381.828 (526.893.665) 521.500.000 (5.393.665)


Ársskýrsla 2013 | 49

Efnahagsreikningur 31. desember 2013

2013 Eignir: Fastafjármunir Eignahlutir í félögum 14.433.803 14.433.803 Veltufjármunir Skammtímakröfur 359.223.470 Vörslufé 909.917.592 Handbært fé 138.318.477 1.407.459.539 Eignir alls 1.421.893.342 Eigið fé og skuldir: Eigið fé Höfuðstóll 72.319.412 Tekjuafgangur/(tekjuhalli) (23.433.176) 48.886.236 Annað eigið fé 9.452.306 Eigið fé 58.338.542 Skammtímaskuldir Ríkissjóður 418.952.707 Fyrirfram innheimtar tekjur vegna verkefna 909.917.592 Viðskiptaskuldir 34.684.501 Skuldir 1.363.554.800 Eigið fé og skuldir

1.421.893.342

2012

22.942.417 22.942.417 194.618.769 899.130.285 121.161.690 1.214.910.744 1.237.853.161

77.713.077 (5.393.665) 72.319.412 9.452.306 81.771.719 218.775.060 902.744.356 34.562.026 1.156.081.442 1.237.853.161


50 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sjóðstreymi 2013

Rekstrarhreyfingar

2013 2012

Veltufé frá rekstri: Tekjuafgangur/(tekjuhalli) Veltufé frá rekstri

(23.433.176) (23.433.176)

(5.393.665) (5.393.665)

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur, (hækkun)/lækkun Skammtímaskuldir, (lækkun)/hækkun

(175.392.008) (7.295.710) (191.529.474)

(33.675.632) (5.584.804) (39.260.436)

Handbært fé frá rekstri

(214.962.650)

(44.654.100)

Fjárfestingahreyfingar Langtímakröfur Fjárfestingarhreyfingar

(8.508.614) (8.508.614)

(75.000) (75.000)

Fjármögnunarhreyfingar: Breytingar á stöðu við ríkissjóð: Framlag ríkissjóðs Greitt úr ríkissjóði Fjármögnunarhreyfingar

(526.400.000) 726.577.647 200.177.647

(521.500.000) 523.210.576 (1.710.576)

Hækkun (lækkun) á handbæru fé Handbært fé í ársbyrjun Handbært fé í lok ársins

17.156.787 121.161.690 138.318.477

(43.018.524) 164.180.213 121.161.690


Ársskýrsla 2013 | 51


52 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Ritrýndar greinar og bókarkaflar Björn Marteinsson. (2013). Einangrun, kuldabrýr og yfirborðshiti flata. Verktækni 2013/19, bls. 30-34. Filipe Ferreira da Silva, Carolina Matias, Diogo Almeida, Gustavo García, Oddur Ingólfsson, Helga Dögg Flosadóttir o.fl. (2013). NCO–, a Key Fragment Upon Dissociative Electron Attachment and Electron Transfer to Pyrimidine Bases: Site Selectivity for a Slow Decay Process. Journal of The American Society for Mass Spectrometry. 24(11), 1787-1797. Karl Friðriksson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2013). Klasaþróun - Skref fyrir skref að viðvarandi árangri. Í Berglind Hallgrímsdóttir (ritstj.) Handbók um þróun og stjórnun klasa. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Karl Friðriksson. (2013). Fyrirmyndarstjórnun. Í Berglind Hallgrímsdóttir (ritstj.) Handbók um þróun og stjórnun klasa. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Kuznetsov P. V. , Tyurin Y. I. , Chernov I. P. , Sigfússon T. I. (2013). Selfsimilar patterns on A1 single crystal foils under constrained cyclic tension and their capabilities for smart sensor applications. Í C. Boller, H. Lanocha (ritstj.), New Trends in Smart Technologies (bls.1925). Stuttgart: Fraunhofer Verlag. Mathiesen, Ó.T., Marteinsson, B. (2013). Reykjavik 1943-1965; Foreign influences on planning and construction. Í DOCOMOMO Survival of modern – from cultural centres to planned suburbs. Copenhagen: Royal Academy of Fine Arts, School of Architecture, Institute of Technology in cooperation with Chalmers University of Technology and The Architectural Publisher. s. 136-157. R. Lieder, M. Darai, G. Örlygsson og O. E. Sigurjónsson. (2013). Solution casting of chitosan membranes for in vitro evaluation of bioactivity. Biological Procedures Online, 15:11.

Sunna Ó. Wallevik, Ragnar Björnsson, Ágúst Kvaran, Sigríður Jónsdóttir, Ingvar Árnason, Alexander V Belyakov, Thomas Kern, Karl Hassler. (2013). Conformational Properties of Halogenated-1-Silacyclohexanes, C5H10SiHX (X = Cl, Br, I): Gas Electron Diffraction, Low Temperature NMR, Temperature Dependent Raman Spectroscopy, and Quantum Chemical Calculations. Organometallics. 32, 6996–7005. Solovjev A. A. , Sochugov N. S. , Ionov I. V. , Kirdyashkin A. I. , Kitler V. D. , Maznoy A. S. , Maksimov Y. M. , Sigfusson T. I. (2013). Synthesis and Investigation of Porous Ni–Al Substrates for Solid Oxide Fuel Cells . Inorganic Materials: Applied Research, 4(5), 431-437. Sochugov N. S. , Solovjev A. A. , Shipilova A. V. , Rabotkin S. V., Rotshteyn V. P. , Sigfusson T. (2013). The effect of pulsed electron beam pretreatment of magnetron sputtered ZrO2:Y2O3 films on the performance of IT-SOFC . Solid State Ionics, 231, 11-17.

Greinar í tímaritum Björn Marteinsson. (2013). Ending, viðhald og verðmæti, … upp í vindinn – blað umhverfis- og byggingarverkfræðinema, 32. árg. s. 18- 20. Sunna Ó. Wallevik. (2013). Þróa steinlím úr Eldfjallaösku í staðinn fyrir sement í steinsteypu. Sóknarfæri s. 34.

Erindi á ráðstefnum Björn Marteinsson. (2013, janúar). Innivist og sjálfbærni. PRISM/EEN vinnustofa. Hilton Reykjavík. Björn Marteinsson. (2013, janúar). Þök og þakvandamál-rakaálag og mygla. Málþingið Hjúpur bygginga, Grand Hótel Reykjavík. Björn Marteinsson. (2013, feb-maí). Raki í byggingum-hvaðan kemur hann og hvaða áhætta tengist honum. Námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands; Raki og mygla í byggingum og námskeið Iðunnar Fræðsluseturs.


Ársskýrsla 2013 | 53

Björn Marteinsson. (2013, maí). Þök, raki og mygla. Vorfundur SATS, FB, SAMGUS og umhverfisstjóra sveitarfélaga, Fjarðarbyggð. Björn Marteinsson. (2013, september). Raki og mygla tengt byggingargöllum. Málþingið Raki og mygla í byggingum-heilsa, hollusta og aðgerðir, Grand Hótel, Reykjavík. Björn Marteinsson. (2013, nóvember). Raki í byggingum-hvaða áhætta tengist honum. Málþing um byggingarmál, Reykjanesbæ, á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Björn Marteinsson. (2013, nóvember). Raki og mygla í tengslum við galla í byggingum. Málþingið Raki og mygla í byggingum- heilsa, hollusta, aðgerðir, á vegum Mannvirkjastofnunar, IceIAQ, MBN, Akureyrarbæjar, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar, Akureyri. G. Örlygsson, F. Baino, E. Verné, C. Vitale-Brovarone. (2013, apríl). Manufacturing and characterization of innovative glass coatings on ceramic substrates for prosthetic applications. European Symposium and Exhibition on Biomaterials and Related Areas, Euro BioMAT 2013. Weimar, Þýskaland. Guðjón Atli Auðunsson. (2013, febrúar). Age estimation of common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters by aspartic acid racemization (AAR),-AAR and earplug readings of Antarctic minke whales (B. bonaerensis) used as a reference. ICELANDIC SPECIAL PERMIT EXPERT PANEL REVIEW WORKSHOP. Hafrannsóknastofnun, Reykjavík. Guðjón Atli Auðunsson. (2013, febrúar). A preliminary report on predicted urine production and food ingestion rate and salt balance of the common minke whale (Balaenoptera acutorostrata) off Iceland. ICELANDIC SPECIAL PERMIT EXPERT PANEL REVIEW WORKSHOP. Hafrannsóknastofnun, Reykjavík.

Guðjón Atli Auðunsson. (2013, febrúar). Trace elements and organic contaminants in tissues of minke whale (Balaenoptera acutorotstrata) and its feed from Icelandic waters. ICELANDIC SPECIAL PERMIT EXPERT PANEL REVIEW WORKSHOP. Hafrannsóknastofnun, Reykjavík. Guðjón Atli Auðunsson. (2013, mars). Kvikasilfur í urriða í 12 vötnum á Íslandi. Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi; vatn og vatnsgæði. Nauthóll, Reykjavík.

Guðjón Atli Auðunsson. (2013, júní). Fate of primary treated sewage discharged into Icelandic coastal waters. Fundur norræna verkefnisins WASTE WATER TREATMENT IN NORDIC ARCTIC AREASIS IT SUFFICIENT? Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík. Guðjón Atli Auðunsson. (2013, september). Raðlotuhvarfgeymar (SBR) við hreinsun fráveituvatns, efnafræði og virkni. Starfsdagur Umhverfishóps heilbrigðiseftirlitssvæða og Umhverfisstofnunar. Borgarplasti, Mosfellsbæ.

Guðmundur Gunnarsson. (2013, apríl). Results of some projects on geothermal gases at Innovation Center and IceTec. Georg W2V seminar, Háskólinn í Reykjavík. Guðmundur Gunnarsson. (2013, júní). Icelandic CO2 Electrofuel cases. CO2 Electrofuels seminar. Arion banki, Reykjavík. Karl Friðriksson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2013, mars). Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Hótel KEA, Akureyri. Karl Friðriksson. (2013, mars). Nýsköpun. Hvað þarf til? Fundur á vegum Rótarý. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík. Karl Friðriksson. (2013, maí). Developing the preferred future. The preferred scenario, the cluster’s vision. Vinnustofa um klasastjórnun með Ifor Ffowcs-Williams, framkvæmdastjóra Cluster Navigators Ltd. Reykjavík, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.


54 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Karl Friðriksson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2013, júní). Ferðaþjónustan í öðru ljósi: Hagnýtar hugmyndir til að auka hag ferðaþjónustuaðila. Hótel KEA, Akureyri. Karl Friðriksson. (2013, september). Scenarios as a tool for participation integration and the development of future value of the cluster. 16th TCI Annual Global Conference. Designing the Future - Innovation through Strategic Partnerships. Kolding, Danmörk. Karl Friðriksson. (2013, september). Vöruþróun, frá verkstæði að öflugu iðnfyrirtæki. Fundaröð á vegum Dokkunnar um vöruþróun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. (2013 febrúar). Upplifunarferðir. Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hilton Nordica, Reykjavík. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. (2013 apríl). Upplifun ferðamanna, Austurland og ferðamenn framtíðarinnar. Hallormsstaður. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Selma Sigurjónsdóttir, Erla Sigurðardóttir. (2013 júní). Opportunities and challenges in experience design for rural tourism, North Atlantic Forum - Rural Tourism, Challenges in changing times. Hólar í Hjaltadal. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. (2013 október). Upplifun í ferðaþjónustu. Vinnufundur Vatnavina Vestfjarða, Drangsnes. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. (2013 nóvember). Vöruþróun og markaðssetning í ferðaþjónustu. Auðlindin Austurland, Hallormsstaður. S.N. Karlsdottir, I.O.Thorbjornsson. (2013, mars). Corrosion Testing Down-Hole in Sour High Temperature Geothermal Well in Iceland. Presented in NACE-Corrosion Conference and Expo 2013. Orlando Florida.

S.N.Karlsdottir, I.O.Thorbjornsson, T.Sigmarsson. (2013,mars). Corrosion and Scaling in Wet Scrubbing Equipment of the Superheated Geothermal Well IDDP-1 in Iceland. Presented in NACE-Corrosion Conference and Expo 2013. Orlandó Flórída. Sunna Ó. Wallevik. (2013, febrúar). Blátt lón, eldfjöll og byggingar. Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hilton Nordica, Reykjavík. Wallevik, J.E. (2013, apríl). Computing the Rheological Behavior of Cement Paste, Understanding the Fundamental Properties of Concrete - Celebrating Professor Erik J. Sellevold on his 75th birthday (Workshop Proceedings). Þrándheimur, Noregi. Þorsteinn I. Sigfússon. (2013). Þjóðargullið. Hilton Nordica, Reykjavík.

Ársfundur NMÍ,

Þorsteinn I. Sigfússon. (2013, mars). Alþjóðlegu Ólympíuleikarnir í eðlisfræði 1998. Hátíðarathöfn, í tilefni afmælis Landskeppninnar 2013. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík. Þorsteinn I. Sigfússon. (2013, mars). Sjálfbærni og nýsköpun. Gaia, félag nemenda í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, Gimli. Þorsteinn Ingi Sigfússon. (2013,maí). Horft af Austurbrú. Ársfundur Austurbrúar , Herðubreið, Seyðisfirði. Þorsteinn I. Sigfússon. (2013, okt). Renewable energy in Iceland. REENFOR ráðstefna Rússnesku Vísindaakademíunnar, Moskvu.

Ráðstefnurit og veggspjöld Agnes Czenek, Giovanna Lo Conte, Ramona Lieder, Gissur Örlygsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson og Paolo Gargiulo. (2013). Greining á utanfrumuefnamyndun í beinsérhæfingu á burðarvirkjum með ör-tölvusneiðmynda- og þrívídda líkanagerð. (Monitoring Extracellular Matrix Mineralization Processes in Calcium Phosphate Scaffolds using X-ray µCT Technology and 3-D Modeling Methods). Læknablaðið, fylgirit 76, Vísindi á vordögum, þing Landspítala 24.apr. -2.maí. (Útdr. og veggspjald).


Ársskýrsla 2013 | 55

Agnes Czenek, Giovanna Lo Conte, Ramona Lieder, Gissur Örlygsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson og Paolo Gargiulo. (2013). Monitoring Extracellular Matrix Mineralization Processes in Calcium Phosphate Scaffolds using X-ray µCT Technology and 3-D Modeling Methods. 25th European Conference on Biomaterials, ESB2013, 8.-12.sep. Madrid, Spánn. (Útdr. og veggspjald). Agnes Czenek, Giovanna Lo Conte, Ramona Lieder, Gissur Örlygsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson og Paolo Gargiulo. (2013). Monitoring extracellular matrix mineralization process in tissue engineering scaffolds using x-ray µCT technology and 3-D modeling methods. Nýsköpun á heilbrigðisvísindasviði, 11. okt. Radisson Blu Saga hótel, Reykjavík. (Útdr. og veggspjald). Agnes Czenek, Giovanna Lo Conte, Ramona Lieder, Gissur Örlygsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, Paolo Gargiulo. (2013). Monitoring extracellular matrix mineralization processes in calsium phosphate scaffolds using x-ray µCT technology and 3-D modeling methods. Líffræðiráðstefnan 2013, 8.-9.nóv. Askja Háskóli Íslands, Reykjavík. (Útdr. og veggspjald). Chiara Vitale-Brovarone, Maria Angeles Montealegre, Joaquim Minguella, Gissur Orlygsson, Claudio Cavallero, Feza Korkusuz, Nick Kirk. (2013). Monoblock Acetabular Cup with Trabecular-like Coating (MATCh). 25th European Conference on Biomaterials, ESB2013, 8.-12.sep. Madrid, Spánn. (Kynning og útdr.). G. Örlygsson, F. Baino, E. Verné, C. Vitale-Brovarone. (2013). Manufacturing and characterization of innovative glass coatings on ceramic substrates for prosthetic applications. European Symposium and Exhibition on Biomaterials and Related Areas, Euro BioMAT 2013, 23.-24apr. Weimar, Þýskaland. Heiðdís R. Hreinsdóttir, Markéta Foley, Ramona Lieder, Joseph T. Foley, Gissur Örlygsson, Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Development of a novel electrophoretic deposition (EPD) method for depositing chitosan on titanium implants.

Nýsköpun á heilbrigðisvísindasviði, 11. okt. Radisson Blu Saga hótel, Reykjavík. (Kynning og útdr.) Markéta Foley, Ramona Lieder, Joseph T. Foley, Georgios Petropoulos, Vivek S. Gaware, Már Másson, Gissur Örlygsson, Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Notkun á electrophoretic deposition aðferðum til húðunar á títanígræðum með kítósani. (Use of electrophoretic deposition for coating of titanium implants with chitosan). Sextánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands 3.-4.jan. Fylgirit 73, Læknablaðið. (Útdr. og veggspjald). Markéta Foley, Ramona Lieder, Joseph T. Foley, Gissur Örlygsson og Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Development of a Novel Electrophoretic Deposition (EPD) Method for Depositing Chitosan on Titanium Implants. 25th European Conference on Biomaterials, ESB2013, 8.-12.sep. Madrid, Spánn. (Útdr. og veggspjald). Markéta Foley, Ramona Lieder, Joseph T. Foley, Gissur Örlygsson og Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Development of a Novel Electrophoretic Deposition (EPD) Method for Depositing Chitosan on Titanium Implants. Líffræðiráðstefnan 2013, 8.-9. nóv. Askja Háskóli Íslands, Reykjavík. (Kynning og útdr.) Markéta Foley, Ramona Lieder, Joseph T. Foley, Gissur Örlygsson og Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Development of a Novel Electrophoretic Deposition (EPD) Method for Depositing Chitosan on Titanium Implants. Ráðstefna Efnís 9.nóv. Grand hótel, Reykjavík. (Útdr. og veggspjald). Ólafur H. Wallevik, Jón E. Wallevik, Kristján F. Alexandersson, Sunna Ó. Wallevik og Björn Hjartarson. (2013). Ráðstefnur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2014, Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 8. Nóvember. P. Gargiulo, G. Örlygsson, C. Rizzi, U. Carraro. (2013). Assessment of muscles, connective and fat tissue, using µCT data: feasibility study


56 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

for meat quality control. 2013 Autumn Padua Muscle Days, 14.-16. nóv. Terme Euganee, Padova, Ítalía. Abstract in Proceedings of the 2013 Autumn Padua Muscle Days, published in European Journal of Translational Myology/Basic Applied Myology 2013; 23: 159-198. (Útdr. og veggspjald). Ramona Lieder, Már Másson, Pétur Henry Petersen, Gissur Örlygsson og Ólafur E. Sigurjónsson. (2013). Chitosan in tissue engineering – possible coating material for titanium implants. Líffræðiráðstefnan 2013, 8.-9.nóv. Askja Háskóli Íslands, Reykjavík. (Kynning og útdr.) Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Kristján Friðrik Alexandersson og Örn Erlendsson. (2013). Umhverfisvænt sementslaust steinlím úr eldfjallaösku. Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2013, 8. nóvember.

Skýrslur Arnþór Óli Arason. (2013). Próf á malbiki með endurunnu malbiki. (NMÍ 13-02). Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Björn Marteinsson. (2013). Lífsgæði og sjálfbærari byggingar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Reykjavík. Björn Marteinsson (ritstj.), Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Gunnar Örn Sigurðsson, Hans-Olav Andersen, Harpa Stefánsdóttir, Helgi B. Thóroddsen, Hildigunnur Haraldsdóttir, Ólafur Mathiesen, Páll Gunnlaugsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Sigbjörn Kjartansson, Þorsteinn Helgason. (2013). Betri borgarbragur. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Reykjavík. Chistophe Pampoule, Droplaug Ólafsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Bjarki Þór Elvarsson, Guðjón Atli Auðunsson, Erlingur Hauksson, og Gísli A. Víkingsson. (2013). Stock structure of North Atlantic common minke whale (Balaenoptera acutorsotrata): a multidisciplinary

review of the Icelandic Research Program results. Ritgerð lögð fyrir aðalfund IWC í Kóreu, júní 2013. 15 bls. Erla María Hauksdóttir, Arnar Guðjónsson, Kristinn Lind Guðmundsson, Margrét I. Kjartansdóttir, Hafsteinn Hilmarsson, Óskar Örn Jónsson og Fabio Taxeido. (2013). Efniseiginleikar sýna af hafsbotni. Rannsókn á námum í Kollafirði. 2. Áfangaskýrsla. (NMÍ 13-05). Skýrsla unnin fyrir Orkustofnun. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Erla María Hauksdóttir. (2013). Steinefnabankinn. Magntaka og uppsetning bankans. Ársskýrsla. (NMÍ 13-01). Skýrsla unnin fyrir Vegagerðina. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Erla María Hauksdóttir, Óskar Örn Jónsson og Hafsteinn Hilmarsson. (2013). Ísog vikurs. Grunnrannsóknir. (NMÍ 13-11). Skýrsla unnin fyrir Nýsköpunarmiðstöð/Iðnaðarráðuneytið. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Guðmundur Gunnarsson. (2013). Production of Methanol in Iceland from Wood and Electrolytic Hydrogen. (NMI 13-12). Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Haugbølle,K. (ed.), Almås, A-J., Marteinsson, B., Bjørberg, S., Vogelius, P, Nieminen,J. (2013). Sustainable Refurbishment by public clients: Innovation and procurement strategies and practices. SBi- Aalborg university, Kaupmannahöfn. Karl Friðriksson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2013). The Air 66N Cluster in North Iceland. This report is part of the project Capacity of development of Cluster Managers Project. Train the trainers. European Foundation for Cluster Excellence. Barcelona, Spánn. Karl Friðriksson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2013). Tourist sector with emphasis on Iceland Industry analysis. This report is part of the project Capacity of development of Cluster Managers Project. Train the trainers. European Foundation for Cluster Excellence. Barcelona, Spánn.


Ársskýrsla 2013 | 57

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Ragnheiður Steinunn Ásgeirsdóttir og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson. (2013). Ný Íslensk borholusteypublanda með nýju sementi – Viðbrögð vegna lokunnar sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Lokaskýrsla fyrir Orkurannsóknarsjóð Landsvirkjunar. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Bækur

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Kristján Friðrik Alexandersson. (2013). Notkun koltrefja í sementsbundnum efnum. Lokaskýrsla 2012-2013 fyrir Íbúðarlánasjóð. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Páll Árnason. (2013). Plast. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Örn Erlendsson, Kristján Friðrik Alexandersson, Ólafur Haralds Wallevik. (2013). Umhverfisvænt sementslaust steinlím úr eldfjallaösku. Áfangaskýrsla 2012-2013 fyrir Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Kristján Friðrik Alexandersson. (2013). Notkun koltrefja í sementsbundnum efnum. Lokaskýrsla 2012-2013 fyrir Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Örn Erlendsson, Kristján Friðrik Alexandersson. (2013). Umhverfisvænt sementslaust steinlím úr eldfjallaösku. Lokaskýrsla 2012-2013 fyrir Íbúðarlánasjóð. Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Víkingsson, G.A., Auðunsson, G. A., Gunnlaugsson, Th., Elvarsson, B. Þ., Haug, T., Christiansen, F., and Lydersen, C. (2013). Energy deposition of common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) during the feeding season in Icelandic waters. Ritgerð lögð fyrir aðalfund IWC í Kóreu, júní 2013. 9 bls. Þorsteinn I. Sigfússon, Andri Marteinsson og Bryndís Skúladóttir. (2013). Ritnefnd um sóknarfæri í grænni tækni Skýrslan Kortlagning á grænni tækni á Íslandi ásamt mati á sóknarfærum (ritstj. Vilhjálmur Jens Árnason, Íslandstofa, SI og NMI , 46 bls.

Dr. Kristján Friðrik Alexandersson. (2013). The Hydrated Torsions method: Incremental solvation of amino acids. D.Phil.-ritgerð við Physical and Theoretical chemistry department of the University of Oxford, England. Leiðbeinandi próf: David Clarry. 300 bls.

Umsóknir um einkaleyfi Páll Árnason. (2013). Flexible plumbing and heating pipe. Einkaleyfisumsókn nr. 13190880.8 – 1758. European Patent Office. Thorbjornsson, Ingolfur, Thorgrimsson, Jon Thor. (2013). Chemical Carrier . Einkaleyfisumsókn nr. P9466IS00. Inventors THORBJORNSSON, Ingolfur; Thorgrimsson, Jon Thor.

Lokaritgerðir Bergdís Ýr Sigurðardóttir. (2013). Finite element simulation to optimize the property distribution of an iso-elastic femoral stem to increase stability after a cementless total hip replacement. M.Sc.-ritgerð við Institute for Surgical Technology & Biomechanics, Universität Bern, Sviss. Rannsóknir voru unnar innan Rannsóknasjóðsverkefnis á Efnis-, líftækni og orkudeild sem stýrt var af Gissuri Örlygssyni. Aðalleiðbeinandi Benedikt Helgason, ETH Zürich. 60 bls. Ramona Lieder. (2013). Chitosan and Chitosan Derivatives in Tissue Engineering and Stem Cell Biology. Ph.D.-ritgerð við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir voru unnar að hluta á rannsóknastofu Efnis-, líftækni og orkudeildar innan Rannsóknasjóðsverkefnis sem stýrt var af Gissuri Örlygssyni, sem einnig átti sæti í doktorsnefnd. Aðalleiðbeinandi Ólafur E. Sigurjónsson, Háskólanum í Reykjavík og Blóðbanka. 142 bls.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.