HJÓLABÆRINN
AKUREYRI
Hjólreiðahelgin á Akureyri 16.–19. júlí 2015 www.hjolak.is
Vaxandi vinsældir hjólreiða Á Akureyri hafa vinsældir hjólreiða aukist sem aldrei fyrr á örskömmum tíma. Samhliða því hefur starfsemi Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) eflst til muna og hafa viðburðir og keppnir tengdar hjólreiðum aldrei verið fleiri hér í bæ. Félagið var stofnað af fólki sem hefur dálæti á hjólreiðum og notar hjólin sín á margvíslegan og mismunandi hátt. Sumir grípa í stýrið einstaka sinnum til að brjóta upp daginn, til að nota annan ferðamáta. Aðrir nota hjólið sem aðalfarartæki sitt allt árið um kring og sumir – sem verða æ fleiri – nota það sem íþróttatæki og keppa á því nokkrum sinnum á ári. HFA hefur staðið að nokkrum keppnum síðan félagið var stofnað þann 2. apríl 2012. Þar ber
hæst Stóra hjólreiðahelgin, sem haldin var um miðjan júlí í fyrra. Þar fengu hjólreiðamenn m.a. að upplifa 4ra ganga mótið sem liggur frá vestara opi Strákaganga, í gegnum tvenn Héðinsfjarðargöng, Múlagöngin og til Akureyrar. Upplifun margra keppenda var að þetta jafnaðist á við að hjóla í Ölpunum. HFA hefur einnig staðið að keppni á ísnum á Mývatni, keppni í kringum tjörnina í innbænum á Akureyri og svokölluðu Townhill, sem endar á bruni niður kirkjutröppurnar á Akureyri. HFA er þó ekki keppnisklúbbur sem slíkur þó svo að staðið sé að þannig viðburðum, heldur kappkostum við að hafa aðgengi og æfingar fyrir alla þá sem vilja hjóla endurgjaldslaust. Félagið
R? A M U S Í A L JÓ H Ð A Ú Þ R ÆTL A T ÚRVAL AF BARNA OG VIÐ ERUM MEÐ FRÁBÆR
ÚRVAL AF AU EINNIG EIGUM VIÐ MIKIÐ
FULLORÐINS REIÐHJÓLUM
stendur fyrir æfingum nokkrum sinnum í viku með mismunandi hjólaleiðum, mis erfiðar eftir formi þess sem hjólar sem og gerð hjólsins. Þessa dagana fer fram undirbúningur fyrir Stóru hjólreiðahelgina 2015 og hafa félagsmenn verið að dag og nótt við að ryðja leiðir, byggja brýr og binda saman slóða sem liggur úr Hlíðarfjalli, fram hjá Fálkafelli og niður í gegnum Kjarnaskóg. Að hafa aðgang að 15 km af slíkri braut innanbæjar eru forréttindi fyrir áhugamenn um hjólreiðar og kunnum við Akureyrarbæ bestu þakkir fyrir samvinnuna við gerð þessarar brautar. Það er von okkar sem stöndum að HFA að Akureyri verði aðgengilegur og fjölbreyttur hjólreiðabær og að í framtíðinni leiti fólk alls staðar að úr heiminum í einstaka hjólreiðaupplifun á Akureyri og nágrenni. Vilberg Helgason, formaður HFA
FRÁ TREK
KA- OG VARAHLUTUM Í RE
IÐHJÓL
REIÐHJÓLAFATNAÐUR
RT AL GJ ÖKIN ! EN DU RS
TREK REIÐHJÓL verð frá
73.990
JÖTUNN BÝÐUR UPPÁ VIÐGERÐAÞJÓNUSTU Á REIÐHJÓLUM Á SELFOSSI OG AKUREYRI
Opnunartími alla virka daga 08:00 - 18:00 og laugardaga 10:00 - 15:00 Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakki - 601 Akureyri
Útgefandi: Hjólreiðafélag Akureyrar · www.hfa.is Ritstjórn: Vilberg Helgason (ábm.) og Kristján Kristjánsson Auglýsingar: Helgi Kristinsson Umbrot: Kristján Kristjánsson og Ásprent Prófarkalestur: Bragi V. Bergmann Forsíðumynd: Ármann Hinrik Kolbeinsson Ljósmyndir í blaði: Ármann Hinrik Kolbeinsson og Páll Jóhannesson Prentun: Ásprent Útgefið: Júlí 2015 Upplag: 8.000 eintök Blaðinu er dreift með Dagskránni í hvert hús á Stór-Eyjafjarðarsvæðinu og liggur auk þess frammi
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400
jotunn@jotunn.is
2
www.jotunn.is
á völdum stöðum í Þingeyjarsýslum.
• VERSLUN • VERKSTÆÐI • VARAHLUTIR Vönduð vinnubrögð!
Sportver hefur hlotið Shimano Service Center viðurkenninguna! ÞÖKKUM HFA FYRIR FRÁBÆRT FRAMTAK Í ÞÁGU HJÓLREIÐA Á AKUREYRARSVÆÐINU
Verðum með frábær tilboð í tilefni hjólahelgarinnar Gerið gæða- og verðsamanburð á endanlegu verði (afslættir geta blekkt)
Við erum á facebook
3
Glerártorgi
Sími 461 1445
Hjólreiðahelgin á Akureyri 2015 4ra ganga mótið Föstudaginn 17. júlí kl. 17:00 – frá Strákagöngum. Hjólað er í gegnum Siglufjörð, Ólafsfjörð, Dalvík og koma fyrstu keppendur að Hofi á Akureyri milli 19:30 og 20:00.
Enduro Ísland fjallahjólakeppnin Laugardagur 18. júlí kl. 10:00 – byrjar í Hlíðarfjalli. Áhugamenn sem ofurhugar hjóla niður skíðasvæðið og inn á nýju hjólabrautina sem liggur niður Hlíðarfjall, yfir Glerá, upp í Fálkafell og þaðan eftir klöppunum út í og í gegnum Kjarnaskóg.
Tjarnarhringurinn – Criterium Laugardagur 18. júlí kl. 13:00 – við Minjasafnið í innbænum. Keppendur hjóla 8 – 12 hringi í kringum tjörnina í innbænum. Ræsing og mark er við Minjasafnið og hraðinn í brautinni er stórkostlegur. Ef fremsti maður fer fram úr aftasta keppanda er sá sem var „hringaður“ úr leik.
Kirkjutröppurnar – Townhill Laugardagurinn 18. júlí kl. 17:00 – að sjálfsögðu í kirkjutröppunum við Akureyrarkirkju. 150 tröppur í það minnsta og allar á hjóli! Keppendur leggja af stað frá Brekkuskóla og enda á því að koma í loftköstum niður kirkjutröppurnar og hafa svo aðeins planið hjá Hótel KEA til að stöðva sig. Í fyrra fylgdust hundruð áhorfenda með frá Kaupvangsstræti og Göngugötunni og í ár verður enn betri stemming.
Mætum á þessa viðburði og sjáum keppnishjólreiðar í sinni bestu mynd. www.hjolak.is
Íris Halla brosir framan í ljósmyndarann á nýja göngu/hjólastígnum við Drottningarbraut.
Ljósm. Jón Ingi Cæsarsson.
Hjólað allt árið ársins hring. Hjólreiðunum fylgir svo mikið frelsi og það að taka aukahring á leiðinni heim í góðu veðri er snilld.“
Íris Halla Sigurðardóttir eða Íris Halla Bót, eins og hún kallar sig á Facebook, hefur hjólað allt árið í 8 ár og að eigin sögn þá getur hún ekki hætt því. Hún segir að hún noti eingöngu bílinn þegar kemur að stóru matarinnkaupunum en ef ekki þarf að fylla alla skápa af mat þá kemur hún við í búðinni á leiðinni heim og kaupir í bakpokann. Bílinn er að vísu notaður í ferðalög en að mestu bíður hann bara heima ónotaður flesta daga. Eiginmaðurinn er nefnilega fastur í sama lífsstíl og þetta er eitthvað sem þau hjónin eru nánast orðin háð. „Það eru ekki margir dagar yfir veturinn sem ég hjóla ekki, kannski 3-5 dagar, nema í vetur. Þá voru þeir aðeins fleiri og þá aðallega vegna vinds og lélegs moksturs á hjólaleið minni í vinnuna.“
Fersk og full af orku „Veturnir geta verið erfiðir en að hjóla að morgni í nýföllnum snjó er frábært og það er yfirleitt búið að moka gangstéttir þegar ég fer heim seinnipartinn. Núna er ég með tvö hjól í gangi, eitt sumarhjól og annað vetrarhjól og þarf því ekki að skipta um dekk. Ég hef dottið nokkrum sinnum en það herðir mann bara. Bílstjórar eru mis athugulir gagnvart hjólreiðafólki og ég hef nokkrum sinnum blótað þeim í sand og ösku og síðast í síðustu viku þegar einn svínaði allhressilega á mér. En ég held samt að honum hafi verið jafn brugðið og mér þegar hann loks sá mig og snarbremsaði. En annars eru allir mjög tillitssamir. Að hjóla alltaf er alger snilld og nokkurs konar lífsstíll og ég er alltaf fersk þegar ég mæti í vinnuna á morgnana, full af orku. Það er bara eitthvað við það að fara út að hjóla á hverjum degi, sama hvernig veðrið er,“ segir Íris Halla hjólreiðakempa að lokum. Íris Halla Sigurðardóttir
Mikið frelsi Íris Halla fór að hjóla eftir að hún hætti að vinna sem bréfberi hjá Póstinum og fór í innivinnu. „Ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað því ég hafði engan áhuga á að vera inni við í einhverri líkamsrækt. Þannig að ég keypti mér nagladekk á hjólið og fór af stað í slyddu og snjó. Þvílíkt frelsi! Þetta var erfitt fyrst en lagaðist mikið þegar leið á. Núna get ég ekki annað en hjólað alla daga, allan
5
Farartæki allt árið fyrir alla? Fyrir þremur árum keypti ég mér besta dót sem ég hef nokkurn tímann eignast. Það var rafmagnshjól. Mér fannst þetta óskaplega sniðugt þar sem ég hef oft notað hjól sem samgöngutæki en eftir að ég flutti aftur heim til Akureyrar, í brekkurnar, var ég bara ekki alveg tilbúin í þann svita og þá mæði sem þeim fylgir. Svo hugsaði ég með mér að það væri auðvitað fullkomið að eiga venjulegt hjól en með rafmagnsmótor sem hægt væri að grípa til þegar þrekið þrýtur. Það reyndist vera alveg rétt, þetta er algjörlega fullkomið! Svo fullkomið, að ég seldi bílinn og hef ekki hugsað mér að kaupa annan á meðan ég hef þessa lausn. Aðdáunarvert Ég, eins og flestir aðrir, horfi með aðdáun á þau sem nota reiðhjól sem samgöngutæki allt árið – og aðdáunin er svo sannarlega ekki innistæðulaus því það þarf ansi mikla hörku og/eða gott líkamlegt form til að hjóla í gegn um margra sentímetra snjólag í brekku og mótvindi. Það eru því miður ekki allir líkamar sem bjóða upp á það. Minn, til dæmis, er með vefjagigt og neitar mér um að taka vel á því, en hann er afskaplega ánægður með að fá mátulega átakamikla hreyfingu og útivist oft á dag ásamt því að hlífa umhverfinu og spara peningana. Það eru nefnilega alltaf til lausnir. Önnur lausn væri t.d. að auðvelda fólki að taka hjólin með sér í
strætó. Eins og það er nú dásamlegt að líða niður brekkurnar þá er aldeilis upplagt að geta tekið strætó upp þær aftur. Það er nefnilega ekki mikið mál að hjóla yfir vetrartímann þegar vel er staðið að því að snjóhreinsa göngustíga og þar hefur Akureyrarbær virkilega verið að bæta sig. Það eina sem þarf eru nagladekk, snjóbuxur og vatnsheldur maskari. Sóley Björk Stefánsdóttir
ljósmynd - helga kvam
við sem allra best yfir hátíðirnar viðvonum vonumað aðþið þiðhafið hafiðþað það sem best á hjóladaginn 6
KOLLGÁTA
Stígatenging milli Akureyrar og Hrafnagils
Í það minnsta tvisvar á síðustu árum hefur verið tæpt á málinu á fundum bæjarstjórnar Akureyrar en þá hefur verið bent á að lagning stíga í öðrum sveitarfélögum sé alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélags og slík framkvæmd eigi að vera á forsvari þess. Þar stendur hnífurinn í kúnni. En eru einhverjar lausnir? Gæti verið góð hugmynd að skipta kostnaði jafnt milli Vegagerðarinnar, Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar? Við sem þetta ritum lítum svo á að það sé vilji í báðum sveitarfélögum að stígurinn sé gerður. Þegar búið er að setja stíginn inn á skipulag Eyjafjarðarsveitar væri hægt að fara í hönnun og kostnaðarmat og þá væri hugsanlegt að leggja erindi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd ríkisins og óska eftir aðkomu Vegagerðarinnar. Verkefni sem þetta gæti verið samvinnuverkefni milli ríkis og viðkomandi sveitarfélaga. Í framhaldinu væri svo hægt að ráðast í slík samvinnuverkefni Akureyrarbæjar við Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.
Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 2012 var ráðist í gerð göngustígs meðfram Drottningarbraut. Stígurinn er enn í vinnslu og til stendur að bæta við lýsingu, ganga frá sárum og fegra umhverfið svo eitthvað sé nefnt, enda er þetta stór og dýr framkvæmd sem eðlilegt er að sé unnin í áföngum. Ingibjörg Ísaksen. Stígurinn hefur vakið mikla ánægju Akureyringa, nágranna og gesta og hefur verið vel nýttur frá opnun. Þetta er afar góð viðbót við útivistarsvæði bæjarins og ekki síður hefur fólk verið ánægt með bætt aðgengi að fjörunni og Pollinum. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að stígurinn nær aðeins suður að flugvelli og verður því fólk sem ætlar t.d. í Kjarnaskóg eða Sóley Björk Stefánsdóttir. lengra í suður að vera á þjóðveginum. Í takt við aukinn áhuga á útivist færist það í vöxt að fjölskyldur fara saman í hjólreiðaferðir og þá er gaman að geta hjólað, t.d. suður í Hrafnagil enda er það frábær hjólaleið án erfiðra hækkana. Einnig eru margir sem hlaupa eða ganga þessa leið. Auk þess að bæta við útivistarmöguleika heimafólks myndi stígur milli Akureyrar og Hrafnagils styðja vel við ferðaþjónustu í báðum sveitarfélögum. Aukið öryggi Það er til mikils að vinna að bæta útivistarmöguleika í formi gönguog hjólastíga, ekki síst aukið umferðaröryggi. Hér áður fyrr datt fáum það í hug að hjóla Eyjafjarðarhringinn en slíkar ferðir eru nú orðnar hluti af frístundum fjölda fólks og afar mikilvægt er að tryggja sem best öryggi þeirra sem slíka afþreyingu kjósa. Ekki síður varðar þetta fólk sem býr í öðru sveitarfélaginu en vinnur í hinu og vill nota reiðhjól, vespur og álíka farartæki til samgangna. Það fólk fengi þar mjög góða samgöngubót og betra öryggi. Hvernig gerum við þetta? En hvað þarf að gerast til að slíkur stígur geti orðið að veruleika?
7
8
9
Hjólreiðar rokka – sjáumst á rúntinum! Búseta í Lundi í Svíþjóð í nokkur ár hafði mikil áhrif á hjólreiðavitund hjá mér og mínum. Lundur er ein af hjólreiðavænstu borgum Evrópu, þar sem 43% allra daglegra ferða í borginni eru á reiðhjóli. Þar eru hjólreiðar í forgangi í samgöngum borgarinnar og þar skipti engu staða og stétt náungans í samfélaginu, hvort hjólreiðamenn væru jakkafatastjórnendur hjá Sony eða hettupeysunemendur í háskólanum, þverskurðurinn var á hjóli! Stór þáttur í þessu var gott aðgengi hjólreiðafólks að hjólastígum sem lágu um allt innanbæjar og líka á milli smærri og stærri borga og bæja í nágrenninu, t.d. til Malmö. Að auki voru Svíar meðvitaðir um margþætta kosti hjólreiðanotkunar, s.s. að það er sex sinnum ódýrara að hjóla en keyra bíl, bætt heilsa og lengra líf.
innanbæjar sem mynda stofnæðar þvert og endilangt um borg og bæi. Með því að tryggja reiðhjólum hraðara og betra aðgengi en bifreiðum milli staða er hægt að ýta undir viðhorfsbreytingu í samfélaginu til hjólreiða. Það mætti lengi telja upp hvað gera mætti meira og betur í sköpun aðstöðunnar til hjólreiða en aðstaðan er til lítils ef fáir eru að nota hana. Viðhorfsbreytingar er þörf Í þeim hraða sem einkennir nútímasamfélagið eru ekki margir sem gefa sér svigrúm til að finna sér tíma til að ferðast sinna leiða á hjóli. Viðhorfsbreytingar er því augljóslega þörf hjá fjöldanum til að nýta reiðhjól í daglegar samgöngur. Í þessu samhengi kemur oft upp í hugann sá (ó)vani sem ég hafði skapað mér þegar ég bjó í sjárvarþorpi á Vestfjörðum. Hann fólst í því að ef maður var tímalega á ferðinni (til vinnu, í bankann o.s.frv.) þá var ferðast á bíl en ef maður var seinn fyrir þá var farið á tveimur jafnfljótum eða á hjóli til að vera sneggri! Það er einhver þversögn í þessu!
Annað umhverfi á Íslandi Það þurfti því að aðlagast breyttu umhverfi m.t.t. hjólreiða þegar fjölskyldan snéri aftur til Íslands. Það fyrsta sem hin sænska stóreflda hjólreiðavitund tók eftir var að hjá fjöldanum á Íslandi eru hjólreiðar fyrst og fremst afþreying, skemmtun og æfingatæki eitt og sér, sem er fyrir margra sakir frábært og hið besta mál. Í minningunni eru ekki mörg ár síðan hjólreiðar fóru að ryðja sér til rúms á Íslandi sem samgöngufarartæki. Ætli vinnustaðarátak ÍSÍ, „Hjólað í vinnuna“ eigi ekki sinn þátt í þessari viðhorfsbreytingu? Hópurinn virðist vera ört vaxandi sem notar reiðhjól daglega sem sitt samgöngufarartæki, sem er frábært, en betur má ef duga skal þegar maður hefur eina af hjólreiðavænstu borgum Evrópu til samanburðar!
Út fyrir upphitaða þægindarammann! Fylgifiskar hjólreiða eru margvíslegir, hvort sem það er fyrir einstaklinginn persónulega eða fyrir samfélagið sem við lifum í. Betri stígar, fleiri stígar og hjólreiðar í forgang eru verkefni sem eru öllum til frama en samhliða því þarf að kynna boðskapinn og vekja enn meiri samábyrgð og áhuga almennings á notkun reiðhjóla sem samgöngutækis. Skert umferð og langsóttara aðgengi bifreiða gæti verið verkfæri til vitundarvakningar en að sjálfsögðu væri óskandi að fólk fyndi þörfina hjá sér sjálft og breytti til hins betra. Ég átta mig á því að veður getur sett strik í reikninginn en þá er það hugarleikfimi okkar að sjá það jákvæða og vera ekki það vanaföst í okkar upphitaða þægindaramma að fjöldinn hafi sig ekki af stað á hjólið. Ég hjóla mikið til og frá vinnu en get gert betur! Ég dáist að þeim alltof fáu sem nota hjól sem dagleg samgöngutæki allt árið. Þeir eiga heiður skilið! Haldið áfram að hvetja okkur hin með dugnaði ykkar. Hjólreiðar rokka! – Sjáumst á rúntinum! Ellert Örn Erlingsson
Hraðara og betra aðgengi Sjónarmiðum hjólreiða (og gangandi vegfaranda) þarf að gera hærra undir höfuð og hafa til hliðsjónar þegar stígar, götur og hverfi eru skipulögð – þ.e. í ríkari mæli en gert er í dag. Til dæmis þurfa hjólandi og gangandi ávallt að geta farið beinustu leið þegar götur eru þveraðar í stað þess að þurfa að beygja inn, niður kant og upp kant. Lokum götum í annan endann og gerum hjólandi/gangandi fært að ferðast lengri leiðir án þess að þurfa ávallt að þvera umferð (m.ö.o., hættum að búa til hringakstursíbúðargötur!) Leggjum fleiri betri og breiðari hjólastíga
10
Bergþóra Þórhallsdóttir Ég nýt þess að vera utandyra og hreyfa mig áður en ég mæti til vinnu í Brekkuskóla á morgnana. Ég vel að ganga eða hjóla í skólann og hvet nemendur og starfsfólk að gera það líka. Hreyfing til og frá vinnu er góð byrjun á rækt við líkama og sál.
Björn Þorláksson Ég á hjól og nota það töluvert vegna þess að því fylgir góð tilfinning að hreyfa sig – og það er ábyrgt gagnvart bæði samtímanum og komandi kynslóðum að tileinka sér samgöngur sem ekki menga. Sjálfbær samgöngumáti er málið!
Hafþór Ægir Mér finnst mjög gaman að hjóla af því að það er góð hreyfing og skemmtilegt. Ég nota hjólið í staðinn fyrir að fara í líkamsrækt á sumrin, stundum á veturna.
NÁMSLEIÐIR FRAMHALDSFRÆÐSLUNNAR HAUST - 2015 Menntastoðir fyrir sjómenn hefst 7. september // Menntastoðir dagnám hefst 31. ágúst og lýkur í desember 2015 Menntastoðir síðdegisnám hefst 1. september og lýkur í maí 2016 // Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum – síðdegisnám hefst 7. september og lýkur í maí 2016 // Félagsliðabrú hefst 24. ágúst Leikskólaliða-og stuðningsfulltrúabrú, síðdegisnám hefst í 26. ágúst // Listasmiðja - teikning hefst 8. september // Listasmiðja - málun hefst 15. september // Málmsuða hefst í september // Skrifstofuskólinn dagnám hefst 14. september og lýkur í desember // Skrifstofuskólinn síðdegisnám hefst 15. september og lýkur í maí 2016 // Sölu-, markaðs- og rekstrarnám hefst 31. ágúst // Matarsmiðja - beint frá býli hefst 15. september. Svona getur þú fjarmagnað nám/námskeið á vegum SÍMEY.
Niðurgreiðslur stéttarfélaga og fræðslusjóða geta verið mismunandi og eru þær alltaf háðar stöðu hvers og eins einstaklings. Það sama gildir fyrir atvinnuleitendur auk þess sem þeir geta sótt styrk til Vinnumálastofnunar.
Dæmi um einstakling á vinnumarkaði: Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Niðurgreiðsla frá Einingu Iðju (75%) Eftirstöðvar
80.000 kr. 60.000 kr. 20.000 kr.
Frekari upplýsingar eru inni á heimasíðu SÍMEY www.simey.is 11
Komin til Vínar. 300 km að baki.
Hjólað í útlöndum Fyrir tveimur árum vorum við hjónin í Portoroz í Slóveníu og þá datt okkur í hug að leigja okkur hjól. Við höfðum ekki hjólað frá því við vorum börn og vorum ekki einu sinni viss um að við kynnum að hjóla. Að sjálfsögðu gekk þetta vel og okkur fannst svo gaman að hjóla að við fórum beint til Vidda Garðars þegar við komum heim og keyptum okkur hjól. Það má segja að það hafi verið fyrstu hjólin sem við eignumst á lífsleiðinni, því þegar við vorum lítil, voru bara til 2-3 fjölskylduhjól og eignarhaldið ekki alveg á hreinu!
varð fyrir valinu vikuferð, frá Passau í Þýskalandi, meðfram Dóná og endað í Vín í Austurríki. Leiðin sem við hjóluðum er um 300 km löng. Við hjóluðum þessa leið á sex dögum, þannig að við fórum að meðaltali 50 km á dag. Við keyptum pakka frá austurrískri ferðaskrifstofu, þar sem innifalið
Minna mál en margur heldur Að fara í skipulagðan eða óskipulagðan hjólatúr til útlanda er minna mál en margur heldur. Margar ferðaskrifstofur, bæði innlendar og erlendar, bjóða upp á tilbúna pakka, sem er auðveldast að kaupa. Það eru margar frábærar leiðir til og lengd og erfiðleikastig er við allra hæfi. Verðið er auðvitað misjafnt, eftir því hvernig ferð er valin, en segja má að dagurinn kosti í kringum 100 evrur á mann, fyrir utan flug. Frá Þýskalandi til Austurríkis Vorið 2014 ákváðum við hjónin að fara í hjólaferð til útlanda. Eftir nokkra skoðun
Friðsældin algjör.
12
var: Leiga á hjóli, mjög góð leiðarlýsing, gisting með morgunmat og færsla farangurs á milli hótela. Einnig keyptum við kvöldmat. Við flugum til Munchen og þar beið okkar bíll sem keyrði okkur til Passau. Passau er þar sem tvær stórár renna í Dóná, Inn og Ilz. Í Passau byrjaði í raun ferðin og við fengum hjólin og ferðagögnin afhent. Svo var lagt af stað um níuleytið næsta morgun. Síðan hjóluðum við í rólegheitunum, með alls konar stoppi og útúrdúrum til næsta svefnstaðar. Það tók okkur svona sex til átta tíma að hjóla hverja dagleið, því oft var stoppað og slórað á leiðinni. Á áfangastað beið okkur farangurinn, við þrifum okkur og skiptum um föt og eyddum restinni af deginum eins og aðrir túristar gera. Við tókum svo aukadag í Vín að hjólatúrnum loknum og nutum þess að skoða þessa fornu og fallegu menningarborg. Við náðum loks heim á einum degi, með millilendingu í London.
Lagt af stað. Passau í baksýn.
Stresslaus ferðamáti sem heillar Hjólaleiðin sjálf var mjög góð; malbikuð alla leið og um 95% af leiðinni vorum við á sérstökum hjólastígum. Það var helst þegar við fórum í gegnum þorpin að við þurftum að hjóla á götunum, en það var lítið mál og mikið tillit tekið til hjólreiðamanna. Þetta er alveg gjörsamlega stresslaus ferðamáti. Eins og fyrr sagði er hægt að velja um ótal leiðir, erfiðar, léttar, langar eða stuttar; allt eftir getu og vilja. Einnig er hægt að fara í hópferð, með eða án leiðsögumanns. Leiðin sem við fórum er flokkuð sem auðveld leið og er mjög góð fyrir fólk sem ekki hefur hjólað mikið. Við ákváðum að fara á eigin vegum og vorum því bara tvö saman hjónin. Það er skemmst frá því að segja að þessi ferðamáti heillaði okkur alveg. Þarna fáum við allt aðra sýn á landið og skoðum hluti sem annars færu auðveldlega fram hjá okkur. Við erum Á kvöldin gafst tími til að slappa af og njóta lífsins lystisemda. þegar búin að panta okkur aðra ferð og förum í haust ásamt nokkrum vinum okkar og ætlum að hjóla Móseldalinn frá Trier til Koblenz. Komdu með í hjólaævintýri til Króatíu! Gangi ykkur vel! Hike & Bike ætlar að sjálfsögðu að endurtaka þessar Oddur Helgi Halldórsson mögnuðu hjólaferðir til Króatíu. Í haust verða tvær ferðir í boði... hin árlega “skvísuferð” og “hjóna / para-ferðin”. Ferðirnar verða í lok september og byrjun október... sem er frábær tími, sannkölluð framlenging á íslenska sumrinu :-) Ferðirnar eru þannig gerðar að farþegar búa um borð í báti, í 2ja manna káetum. Báturinn siglir um Adríahafið og á hverjum degi hjólum við um nýja eyju/svæði í Króatíu. Þetta er því frábær blanda af sól, siglingu og hjólreiðum um ægifagurt landslag Króatíu. Aðeins örfá sæti eftir!
Ef þetta hefur vakið forvitni þína... þá endilega kíktu á heimasíðu okkar www.hikeandbike.is - íslensku síðuna! Þar getur þú lesið nánar um ferðirnar og haft svo samband við okkur á info@hikeandbike.is
HIK E B IKE Direkt ehf - Hike&Bike, 660 Mývatn, Sími 546 4845 / 899 4845
13
Framtíðin er á hreyfingu eins og háskólasamfélagið að draga úr umferð á háskólalóðinni í þágu öryggis, umhverfisverndar og heilsueflingar. Markmið stefnunnar er að fá nemendur sem og starfsfólk til að nýta aðra samgöngumöguleika, s.s. almenningsvagna, hjól eða að fara gangandi.“ Í háskólanum er fyrirtaks baðaðstaða fyrir hjólreiða- og göngufólk og fram hafa komið metnaðarfullar hugmyndir um betri aðstöðu til að geyma hjólin, sem vonandi verða að veruleika í framtíðinni.
Eitt af mikilvægari hlutverkum háskóla er að vera framsækinn og til fyrirmyndar í því samfélagi sem hann tilheyrir. Hlutverk Háskólans á Akureyri er því mikilvægt enda er hann samfélagseining innan samfélagsheildarinnar sem Akureyringar skapa saman. Vitundarvakning Jafnframt því að vera leiðandi á ýmsum sviðum í samfélagsþróuninni, er ekki síður mikilvægt að skólasamfélagið fylgi þeirri þróun sem á sér stað á öðrum sviðum samfélagsins. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal almennings á Akureyri sem og annars staðar hvað varðar breytta samgönguhætti, sjálfbærari orkunýtingu og mikilvægi daglegrar hreyfingar. Þetta má meðal annars sjá merki um í mikilli grósku á meðal hjólreiðafólks í bænum. Sífellt fleiri nota hjól sem sitt helsta samgöngutæki og endurspeglast það ekki síst í mikilli grósku í starfi Hjólreiðafélags Akureyrar.
Heilbrigðari lífsstíll Háskólinn á Akureyri hefur á síðustu vikum gert framúrstefnulegar tilraunir með aðgang starfsfólks að umhverfisvænni bifreið, við góðar undirtektir. Með metnaðarfullri samgöngustefnu, bættri aðstöðu og þátttöku í tilraunaverkefnum leggur háskólinn sín lóð á vogaskálina með hvatningu til starfsfólks og nemenda til að nota umhverfisvænni samgöngumáta og stunda heilbrigðari lífsstíl. Það er mikilvægt og sjálfsagt að Háskólinn á Akureyri sé þáttakandi í þróun í átt að sjálfbærara og heilbrigðara samfélagi. Framtíðin er á hreyfingu og það er háskólasamfélagið einnig. Andrea Hjálmsdóttir
Samgöngustefna HA Sem stór og framsækinn vinnustaður hefur Háskólinn á Akureyri fullan vilja til að taka þátt í þessari þróun og vorið 2012 samþykkti háskólaráð skólans samgöngustefnu fyrir stofnunina. Stefnan hefur það að markmiði að „draga úr notkun einkabíla hjá starfsfólki og nemendum skólans. Þannig er ætlunin
14
Kári Agnarsson Ég byrjaði að hjóla fyrir c.a. 25 árum vegna þess að ég vildi vera einn, fór stuttar og öruggar ferðir. Fyrir nokkrum árum vildi frúin fá að vera með. Það var bara alveg sjálfsagt. Síðan þá hefur hjólatúrum okkar fjölgað, leiðir orðið fjölbreyttari og lengri. Ég sé ekkert annað en við hjólum saman til eilífðar.
Lilja Filippusdóttir Það er einfaldlega svo skemmtilegt að hjóla. Ég nýt þess að vera úti í náttúrunni og að hjóla er annars konar nálgun á því sem ég hafði verið að gera áður, þ.e. ganga og skokka. Hver ferð er áskorun í að bæta þol og tækni og svo er eitthvert kikk sem maður fær út úr hraðanum. Það sem setur svo punktinn yfir i-ið er að vera í góðum félagsskap. Að hjóla hressir, bætir og kætir.
María Fernanda Reyes Ég hjóla vegna þess að það er svo meiriháttar gaman, maður nýtur náttúrunnar miklu betur, þetta er heilsusamlegt, ódýrt og öll fjölskyldan getur gert þetta saman. Svo er ekkert mál að stunda þetta allan ársins hring. Markmið mín eru að halda áfram að byggja upp hjólreiðamenninguna í bænum og hvetja fólk áfram til að prufa þennan frábæra lífsstíl. Síðan ætla ég að halda áfram að taka þátt í keppnum og bæta mig.
15
Sara Ben Mér finnst frelsið sem fylgir því að hjóla engu líkt. Það hentar mér líka mjög vel að geta valið hvort ég vil hjóla ein eða með öðrum.
Sigrún Kristín Jónsdóttir Hjólreiðar eru snilld því þær er hægt að stunda hvar og hvenær sem er, einn eða með öðrum. Og hjólagallinn og félagsskapurinn er „to die for!“
Tryggvi Már Ingvarsson Ég hjólaði mikið þegar ég var í námi í Hollandi og mér hefur síðan fundist það vera heillandi lífsstíll - enda hvort tveggja umhverfisvænn og styrkjandi samgöngumáti. Ef brekkan er vandamál þá er bara að uppfæra fararskjótann og reyna aðeins betur.
Nafn: Sara Ómarsdóttir Aldur: 32 ára Hjólategund: Specialized Camber Elite 26” Uppáhalds hjólaleið: Fjallahjólabrautin í Kjarnaskógi. Flottasta fjallahjólabraut landsins. Mest krefjandi hjólaferð: Hjólaði 12 ára gömul með skátaflokknum mínum úr Vogum á Vatnsleysuströnd að rótum Keilis og heim aftur sem var um 100 km leið allt í allt, bæði á malbiki og malarvegi. Allir sem hjóluðu með mér voru á fjallahjólum með fullt af gírum en ég hjólaði á dömuhjóli með engum gírum.
Nafn: Jónas Stefánsson Aldur: 27 Hjólategund: GT Force X, GT Grade Carbon 105. Uppáhalds hjólaleið: Leiðin úr Gamla og niður í gegnum Kjarnaskóg . Hvernig finnst þér aðstæður til hjólreiða vera í Eyjafirði: Á heimsmælikvarða, endalausar fjallahjólaleiðir og topp aðstæður fyrir götuhjólin líka.
16
Hjólaðu í vinnuna! sé ekki hættulegt (bremsur í lagi og stellið heilt), fylgja umferðarreglum og fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum mann.
Flestir sem fá þetta blað inn um lúguna ferðast innan við 5 km hvora leið í vinnuna. Það er mjög stutt. Prófaðu að hjóla reglulega í vinnuna, það gæti komið þér skemmtilega á óvart!
Og hvað geri ég í vetur? Þú heldur bara áfram! Smátt og smátt verður þetta jafnsjálfsagt mál og að fara í sokka á morgnana. Nagladekk og ljós fást í næstu hjólabúð eða notuð á netinu. Þetta eru lykilatriði til að tryggja öryggi þitt í vetur. Þegar þú ert búin(n) að hjóla í vinnuna í sumar og haust getur þú réttlætt smá fjárfestingu svo þú getir haldið áfram í vetur. Þá koma bretti (skermar á norðlensku) sér mjög vel. Það er blautt að hjóla á veturna. Það er vel hægt að komast af án bretta, en þau gera lífið svo miklu auðveldara og þurrara. Ég get ekki mælt með neinu öðru en brettum í fullri lengd, og helst aðeins lengri en það. Drullusokkur á frambrettið er líka mjög gagnlegur, hann heldur fótunum þurrari og keðjunni og tannhjólunum hreinum, ekki veitir af. Drullusokka getur maður útbúið sjálfur úr alls konar dóti, plastílátum eða gömlum dekkjum eða slöngum.
Af hverju? Það sparar helling af peningum, hefur mjög góð áhrif á heilsuna, jafnvel þó þetta sé mjög stutt ferð í hvert skipti, er yndislega umhverfisvænt þegar litið er til hnattrænna áhrifa og ekki síður ef horft er til nærumhverfisins og er gott fordæmi fyrir börnin okkar. En fyrst og fremst er það bara miklu skemmtilegra en að keyra, taka strætó, lest eða loftbelg. Hvernig? Hvernig áttu að byrja? Byrjaðu smátt, það er rökrétt. Einn dag í viku á hvaða hjóli sem til er á heimilinu. Það þarf að pumpa í dekkin, smyrja keðjuna, tryggja að bremsurnar séu í lagi – og hjóla af stað! Ef ekki finnst hjól er hægt að finna ódýr, notuð hjól (t.d. í hjólabúðum eða á netinu). Ef fleiri en eitt hjól koma til greina er það stærðin á stellinu sem er mikilvægasta atriðið til að hafa í huga þegar valið er úr. Ekki rjúka til og kaupa dýrt hjól fyrr en þú hefur reynslu af því að hjóla í vinnuna, því það er alls ekki auðvelt að velja sér rétt hjól til lengri tíma.
Minna mál en flestir halda Það er algengur misskilningur að það sé kalt að hjóla á veturna. Það á ekki við þegar maður er bara 15-20 mínútur á leiðinni. Langflestir klæða sig of mikið þegar þeir eru að byrja. Það lærist. Auðvitað koma svo nokkrir óveðursdagar á ári. En þeir eru svo fáir að við skulum ekki hafa áhyggjur af þeim núna! – Þetta er minna mál en flestir halda. – Prófaðu bara! Jens Kristinn Gíslason
Þarf ég ekki hjólaföt? Þér hitnar við að hjóla, þar af leiðandi þarft þú ekki að vera mjög mikið klædd(ur). Það þarf heldur ekki einhvern sérstakan hjólafatnað eða útivistarfatnað. Þetta eru bara 15 mínútur! Mörgum þykir gott að skipta um a.m.k. buxur og bol þegar komið er í vinnuna. Prófaðu þig áfram. Hvaða buxur sem er, þunnur og vindheldur jakki og þunnir fingravettlingar duga frá vori fram á haust. Þegar þú þarft eitthvað hlýrra er betra að bæta við síðermabol eða annarri þunnri peysu en að fara í þykka úlpu eða flíspeysu. Settu buxnaskálmarnar ofan í sokkana ef þú ert ekki með keðjuhlíf. Gleymdu bara ekki að taka buxurnar upp úr aftur þegar þú ert komin(n) í vinnuna!
Á GRÆNNI LEIÐ MILLI HEIMSÁLFA
En ég svitna… En ég svitna svo rosalega, hvað geri ég í því? Fyrir flesta er þetta ekkert vandamál, prófaðu bara að hjóla rólega, taka þér tíma í þetta, nota léttasta gírinn – þetta er ekki keppni! Fyrir þá sem svitna lítið dugar oft að fara bara í sturtu heima áður en lagt er af stað. Ef ekki er sturta á vinnustaðnum er hægt að fara í „fuglabað“ í vaski með þvottapoka eða nota blautþurrkur (fyrir smábörn, Neutral blautþurrkurnar eru lyktarlausar). Hrein föt er hægt að taka með í hjólatösku, bakpoka eða fara með í bílnum vikuskammt í einu.
Með grænu leiðinni eykur Eimskip tíðni siglinga milli Norður-Ameríku, Kanada, Nýfundnalands og Evrópu. Með nýju og breyttu siglingakerfi tryggir Eimskip enn frekar áreiðanleika þjónustunnar og kemur til móts við óskir viðskiptavina sinna um óslitna flutningskeðju. Með nýju siglingakerfi eykst tíðni ferða milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. Nuuk Grænland
Já, en er þetta ekki hættulegt? Nei, þvert á móti.Almennt er mikið hættulegra heilsunni að keyra í vinnuna en að hjóla í vinnuna. En hættan er auðvitað mest þegar maður er að læra á hlutina. Það er margt sem maður getur gert til þess að minnka slysahættuna. Þar gildir að hafa hjálm á höfðinu, passa að hjólið
Ísafjörður
St. Anthony
Ísland
NL, Kanada
Grundartangi
Akureyri Ísland
Ísland
Reyðarfjörður
REYKJAVÍK
Ísland
Ísland
Portland Maine, Bandaríkin
Boston
Halifax NS, Kanada
Argentia NL, Kanada
Vestmannaeyjar
Sortland
Klaksvík
Ísland
MA, Bandaríkin
Tromsø
Hammerfest
Noregur
Noregur
Båtsfjord
Noregur
Noregur
Færeyjar
TÓRSHAVN
Kirkenes Noregur
Færeyjar
Tvøroyri
Sandnessjoen
Færeyjar
Noregur
Murmansk
Ålesund
Scrabster
Rússland
Noregur
Skotland
Måloy Noregur
Bergen
Aberdeen
Noregur
Skotland
Stavanger Noregur
Fredrikstad Noregur
Grimsby England
Immingham England
Århus
Helsinki
Halmstad
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Swinoujscie
ROTTERDAM Holland
Vigo Spánn
Porto
Portúgal
Lisbon Portúgal
Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is
17
Velsen
Pólland
Riga
Holland
Hamburg Þýskaland
Lettland
Szczecin Pólland
Gdynia Pólland
Klaipeda Litháen
St. Petersburg Rússland
Jafn sjálfsagt og að eiga sjónvarp Ég hef alltaf átt reiðhjól, finnst það jafn sjálfsagt og að eiga sjónvarp. Ég vel frekast að hjóla ótroðnar slóðir, leiðist að hjóla á malbiki í mikilli umferð, þá finn ég ekki eins mikið fyrir náttúrunni, sem er mér svo mikilvægt. Ómetanlegt er að finna vellíðunartilfinninguna flæða um sig eftir fyrstu brekkuna, finna vindinn, lyktina og fuglasönginn. Við fjölskyldan förum helst ekki í ferðalag öðruvísi en með reiðhjólin meðferðis. Það opnar annan heim að geta kannað nýja staði á reiðhjóli, maður kemst yfir svo miklu stærra svæði á hjóli en gangandi og á staði sem bílnum standa ekki til boða. Við höfum átt nokkrar útgáfur af hjólafestingum á bíl. Sú fyrsta kom í hús
1996. Við höfðum hana með okkur þegar við fluttum frá Danmörku; fest á skottlokið eða framan á húddið, þurfti ekki krók og með lagni var hægt að koma tveimur hjólum á festinguna. Næsta hjólafesting kom fljótlega á eftir svo hægt væri að fara með fleiri hjól. Þá smíðaði eiginmaðurinn festingu á krókinn. Hún virkaði ágætlega og tók tvö hjól. Ókosturinn var hins vegar sá að hjólin urði frekar óhrein þegar þannig viðraði. Sú sem við notum mest núna er Thule-festing á toppnum á bílnum. Hún fer best með hjólin, en ég er ekki mjög lagin við að ná hjólunum niður og finnst betra að fleiri hjálpist að við það.
18
Góðar hjólaleiðir Mig langar að deila með ykkur nokkrum góðum leiðum á Norðurlandi. Það liggur beinast við að nefna nokkrar leiðir í Dalvíkurbyggð en þar ver fjölskyldan stórum hluta frítímans. Það er vinsælt að hjóla sveitahringinn í hinum fagra Svarfaðardal. Hann er malbikaður, 26 km létt og þægileg leið. Að hjóla inn Skíðadalinn að gangnakofa Sveinsstaðarréttar er mjög skemmtilegt og því innar sem þú ferð í dalinn því friðsælla og ófærara. Það má byrja við Kóngsstaði, vilji maður bara fjallaveg. Einnig er skemmtilegt og krefjandi að hjóla upp að Skeiðsvatni í Svarfaðardal. Þá er nauðsynlegt að hafa með sér nesti og jafnvel veiðistöng og endilega látið vita af ykkur á Klaufabrekkum áður en þið leggið í hann. Fólkið þar á landið og maður vill nú vera kurteis. Rétt fyrir neðan skíðaskálann á Dalvík er Böggur sem er yndislegur reitur og flottur stígur, skemmtileg hjólaleið, þó þetta sé skilgreint sem gönguleið, en við erum nú öll vinir og tökum tillit hvert til annars. Og nú nefni ég eina af mínum uppáhaldsleiðum, en kannski hefur það áhrif að þessa ferð fórum við hjónin í tilefni af 10 ára brúðkaupsafmæli okkar. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagsleið. Héldum upp Víkurskarðið, fórum niður hjá Draflastöðum í gegnum Skuggabjargarskóg yfir Dalsmynnið að Laufási. Þar var gott að fá sér hressingu áður en haldið var heim til Akureyrar. En auðvitað vorum við vel nestuð í þessa ferð enda skiptir það miklu máli af hafa viðeigandi nesti og helst dúk í stíl! Ég stenst það ekki að nefna leiðina frá Dettifossi að Ásbyrgi. Sú leið er algjört augnakonfekt – endalaus fjölbreytnin í lands- og undirlagi. Ég fór hana 2013 með góðum hópi rétt áður en var lokað fyrir frjálsar hjólreiðar þar. Við erum svo heppin að það verður opinn dagur fyrir hjólreiðar þar einn dag í sumar. Hjólreiðafélag Akureyrar mun ábygglega koma að því með einhverjum hætti. Látið það ekki framhjá ykkur fara. Njótið þessa að hreyfa ykkur meðan þið mögulega getið, það eru dýrðleg forréttindi. Göngum vel um landið okkar. Andrea Waage Andrea er annar eigandi og stofnandi Gaman saman útinámskeiðs.
19
Upp og niður Þegar ég flutti sem smápolli til Akureyrar í kringum 1970 kunni ég vissulega að hjóla því það hafði ég lært fjögurra ára gamall í vesturbæ Reykjavíkur. Þar hjólaði ég um eins og herforingi, hjálmlaus eins og þá var gert, út um allan Vesturbæinn og jafnvel út á Seltjarnarnes. Ég lærði þar að hjóla með innkaupanetið á stýrinu, fullt af vörum úr KRON án mikilla vandræða, fyrir utan það þegar að teinarnir tóku snyrtilega upp eina litla kók mér til mikillar gremju. Þegar fjölskyldan ákvað síðan að flytja norður til Akureyrar var hjólið tekið með, enda bjóst ég við því að geta haldið áfram að hjóla eins og ég var vanur, nema að sjálfsögðu með innkaupanetið úr KEA en ekki KRON. En annað átti eftir að koma á daginn.
Guðjón og Ragnheiður Elín á sínu fyrsta hjólreiðamóti.
Brekkur og pollar Hjólið var tekið úr flutningabílnum í miðju Þórunnarstræti fyrir utan nýja heimilið okkar. Við reiðhjólið áttuðum okkur hins vegar fljótt á því að þaðan kæmust við ekki nema að fara upp eða niður brekku, og fyrir okkur bæði var það eitthvað alveg nýtt. Að fara að hjóla á Brekkunni á Akureyri eftir að hafa hjólað um flatlendið í Vesturbænum var svona eins og að hafa lært á gönguskíði en að vera síðan hent efst upp í brekku á svigskíðum. Ekki bara það að þarna þurfti maður að hjóla niður brattar brekkur heldur þurfti maður að sveigja fram hjá öllum pollunum á hálum malargötunum sem voru á þeim tíma mun fleiri á Akureyri en í Reykjavík. Mér gekk þó bara nokkuð vel að ná því að hjóla á fleygiferð niður allar brekkurnar og sveigja fram hjá pollunum, jafnvel með innkaupanetið á stýrinu. Það var í raun eitt það skemmtilegasta sem maður gerði, jafn skemmtilegt og það var síðan leiðinlegt að þurfa að hjóla upp aftur. Úff, hvað það gat verið erfitt að þurfa að hjóla upp þessar miklu brekkur á hjóli sem hafði ekki neina gíra! Til að byrja með hjólaði ég aðeins áleiðis upp en leiddi hjólið frekar skömmustulegur síðasta spölinn. En með tímanum komst ég alltaf lengra og lengra upp brekkurnar á hjólinu og ég man hversu hreykinn ég var þegar ég náði þeim merka áfanga að komast alla leiðina upp Gilið – og það sitjandi á sætinu allan tímann. Þar með var maður kominn í hóp alvöru hjólreiðamanna á Akureyri sem ekkert fékk stöðvað. Hjólreiðar í mikilli sókn Nú, öllum þessum árum síðar, hefur margt breyst hvað hjólreiðar varðar. Brekkurnar á Akureyri eru vissulega enn til staðar en hjólin sjálf miklu betri en áður og göturnar að sjálfsögðu malbikaðar. Það er kannski ekki auðvelt að hjóla upp Gilið í dag frekar en þá, en það er þó miklum mun léttara á þessum nýju góðu hjólum. Það sem hefur einnig breyst frá þessum uppvaxtarárum mínum er sú staðreynd að þá voru það fyrst og fremst börn og unglingar sem voru að hjóla og var eins og fólk yxi bara upp úr því með tímanum. Í dag eru hjólreiðar í mikilli sókn á Akureyri eins og annars staðar á landinu og stundaðar af fólki á öllum aldri, ekki bara til þess að komast frá A til B heldur sem alvöru sport. Margir á mínum aldri sem lítið hafa hjólað síðan að þeir voru börn eru nú komnir á kaf í þetta skemmtilega sport og taka jafnvel þátt í hjólreiðakeppnum. Sjálfur tók ég þátt í minni fyrstu hjólreiðakeppni ásamt konu minni í fyrrasumar og er alveg klárt, að þó að langt sé um liðið, bý ég enn að því að hafa þurft að takast á við brekkurnar á Akureyri hér á árum áður. Guðjón Ingi Guðjónsson
20
21
Unnsteinn Jónsson Ég hjóla af því að það er gaman, góð hreyfing úti allt árið, kemst ágætlega hratt yfir og síðast en ekki síst þá hjóla ég oft í mjög góðum félagsskap.
Þorsteinn Hjaltason Fljótur á milli staða. Sé bæinn frá nýju sjónarhorni. Engin leit að bílastæði. Kemst alveg að inngangi. Þýð líkamsrækt miðað við hlaup. Mikið álag á hjarta og lungu, ef vill.
Þórgnýr Dýrfjörð Ég hóf að hjóla á ný eftir margra ára hlé því þannig get ég sameinað umhverfisvænar samgöngur og holla hreyfingu. Að ganga er svo pínlega seinlegt. Fljótlega fór ég svo líka að keppa við klukkuna og sjálfan mig sem er feikigaman. Allir á bak!
GRÝTUBAKKAHREPPUR
Svalbarðsstrandarhreppur 22
Varaútgáfa 3 - 6 cm breitt
Kaupangi v/Mýrarveg | Kt. 690610-1320 S. 460 9999 | Fax 460 9991
Welcome to IT
Án upplýsinga
BLIKK- OG TÆKNIÞJÓNUSTAN ehf.
BLIKK- OG TÆKNIÞJÓNUSTAN ehf.
NETKERFI & TÖLVUR ehf
S H T A B E R U T A N N T MÝPVEARIENCE – RELAX – ENJOY EX
The Mývatn Nature Baths Enjoy a relaxing visit to the Nature Baths. Begin with a relaxing dip in clouds of steam rising up from fissures deep in the earth’s surface and end with a luxurious bath in a pool of geothermal water, drawn from depths of up to 2,500 metres. Mývatn Nature Baths are perfect for those who enjoy close contact with nature and want to relax their body and soul in the warm natural waters, overlooking the scenery of Lake Mývatn and the volcanic crater of Hverfjall.
The Kaffi Kvika Restaurant Welcome to Kaffi Kvika or “Magma Café” located at the Mývatn Nature Baths. Here our guests can enjoy light meals, drinks and sweets in a beautiful setting with a great view of the area.
Opening Hours High season (June, July, August) 09:00 a.m. - 11:30 p.m. Low season (September - May) 12:00 noon - 9:30 p.m.
Lake Mývatn Area The region is one of Europe’s greatest natural treasures. Shaped by repeated volcanic eruptions and seismic activity down through the ages, the landscape around the 37 square kilometre lake is a spectacular panorama of surreal lava, crater and cave formations. The wetlands around the lake are teeming with plant and birdlife and are also home in summer to the swarms of midges from which the region takes its name. Our staff is happy to help you out with information about things to do or see in the area. Mývatn Nature Baths / Jarðböðin við Mývatn Jarðbaðshólar, 660 Mývatn, Iceland Tel: (+354) 464 4411, Email: info@naturebaths.com
www.naturebaths.com