Samfylkingin og óháðir Reykjanesbæ - Höfum hlutina í lagi!

Page 1

Samfylkingin og óháðir Reykjanesbæ

Höfum hlutina í lagi!


Höfum hlutina í lagi! Við tókum við skuldsettum og nær gjaldþrota Reykjanesbæ árið 2014 – höfum greitt niður skuldir og rekið bæinn á ábyrgan hátt síðan. Við erum búin að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins sem seldar voru í byrjun aldarinnar til að fjármagna rekstur. Rekstur bæjarins er kominn í jafnvægi og er á réttri leið, bærinn okkar vex jafnt og þétt – og framtíðin er björt. Við viljum halda áfram að skapa gott samfélag fyrir alla, ekki bara fyrir suma. Við viljum hafa hlutina í lagi!

Höfum fjölskyldumálin í lagi! Við náðum að forgangsraða í þágu fjölskyldunnar á erfiðum tímum í rekstri bæjarins. Þegar staðan batnaði höfum við gætt þess að skila góðum rekstrarárangri Reykjanesbæjar undanfarin ár tilbaka inn í samfélagið – við viljum að fjölskyldur bæjarins njóti árangursins sem við náðum saman.

Við ætlum að

» Koma á hvatagreiðslum fyrir eldri borgara og

öryrkja svo allir geti sótt um styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunnar og eflt heilsu og aukið virkni sína á markvissan hátt.

» Halda áfram að hækka hvatagreiðslur barna í Reykjanesbæ. » Innleiða tölvukaupastyrki fyrir framhaldsskólanema í Reykjanesbæ. » Tryggja að framkvæmdir gangi vel við nýja

hjúkrunarheimilið á Nesvöllum og halda áfram uppbyggingu þar.

» Gera aðgerðaráætlun til að fá fleiri þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga fyrir börnin okkar.

» Meta árangur frístundastrætó og samræma æfingatíma við skólastarf. » Tryggja uppbyggingu íbúða á vegum óhagnaðardrifins leigufélags. » Halda geðræktarviku með fræðslu og þátttöku bæjarbúa.

» Hækka upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjanesbæjar. » Halda áfram með Allir með verkefnið til að halda utan um öll börn í íþróttum og tómstundum. » Efla bókasafn Reykjanesbæjar. » Leggja aukna áherslu á forvarnir líkams- og geðheilsu í gegnum lýðheilsuráð í samstarfi við HSS og Björgina geðræktarmiðstöð.

» Koma á fót samráðshópi um HSS með fulltrúum

allra sveitarfélaga á Suðurnesjum sem hafi það að markmiði að efla og bæta HSS.

» Koma á og innleiða samræmda forvarnarstefnu fyrir alla grunnskólana okkar með áherslu á kynfræðslu, geðheilsu og ávana- og fíkniefni.

» Styrkja verkefnið Römpum upp Reykjanesbæ. » Fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk. » Tryggja 18 mánaða börnum leikskólavist og hefja undirbúning ungbarnaleikskóla. » Koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um stofnum öldungadeilda til að efla virkni eldri borgara.

Stefnan í heild sinni er á heimasíðu framboðsins www.xsreykjanesbaer.is Fylgdu okkur á Facebook til að frétta af næstu viðburðum í kosningamiðstöðinni Hafnargötu 57


Höfum umhverfið í lagi! Reykjanesbær hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár – bærinn okkar er eftirsóttur til búsetu. Byggðin er orðin þéttari og vannýttum svæðum í bænum fækkar, sem er bæði umhverfisvænt og felur í sér hagkvæmari nýtingu innviða. Við ætlum að tryggja íbúum bæjarins vistvænt og heilnæmt umhverfi – og ekki að slaka á neinum kröfum í þeim efnum.

Við ætlum að

» Tryggja að ekki komi heilsuspillandi stóriðja í bæinn okkar. » Auðvelda endurvinnslu og endurnýtingu, fjölga grenndargámum og hafa Kölku opna á sunnudögum.

» Hringtengja Suðurnesin – tengja

göngu- og hjólastígahverfi bæjarins við nágrannasveitarfélögin.

» Halda áfram að sinna vanræktum svæðum í bænum – með áherslu á Ásbrú. » Rækta áfram útvistarperlurnar og grænu

svæðinn, t.d. Seltjörn, Stapann, Fitjarnar, Njarðvíkurskóga, Vatnsholtið, Rósaselsvötn og Hólmsbergið.

» Fjölga leiksvæðum og útivistar- og afþreyingarmöguleikum fyrir fjölskyldur. » Tryggja öruggt og jafnt umferðarflæði um bæinn.

» Efla samgönguhjólreiðar með greiðri hjólabraut með Lífæðinni sem gengur í gegnum bæinn. » Vinna uppgræðslu- og gróðursetningaráætlun og gera bæinn grænni. » Framfylgja umhverfis – og loftslagsstefnu með áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu og orkuskipti. » Tryggja örugga tengingu við bæinn frá Reykjanesbrautinni. » Vinna áfram að tvöföldun Reykjanesbrautar og að því að koma Reykjanesbrautinni í stokk milli Fitja og Grænás.

» Berjast fyrir betri almenningssamgöngum innan Suðurnesja og við höfuðborgarsvæðið. » Draga úr kolefnisspori Reykjanesbæjar í samráði við Votlendissjóð. » Efla umhverfssvið Reykjanesbæjar.

Höfum atvinnumálin í lagi! Við viljum skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir alla aldurshópa í Reykjanesbæ – aukin fjölbreytni í atvinnumálum dregur úr sveiflum í atvinnulífi. Þetta gerum við með m.a. því að efla nýsköpun og auka samstarfið við Isavia, KADECO, menntastofnanir og styðja við iðnmenntun. Nýsköpun er framtíðin.

Við ætlum að

» Efla markaðssetningu Reykjanesbæjar til fyrirtækja. » Auka samstarf við ferðaþjónustuaðila. » Auka samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum í atvinnumálum og kynningarmálum. » Efla skrifstofu atvinnumála, Súluna, hjá Reykjanesbæ. » Halda áfram nýsköpunatengdri uppbyggingu í Helguvík í samstarfi við ríki og einkaaðila. » Markaðssetja Reykjanesbæ sem umhverfis-, menningar- og fjölskylduvænt sveitarfélag. » Vinna áfram markvisst að skipaklasa með Skipasmíðastöð Njarðvíkur. » Breyta og bæta Listasafn Reykjanesbæjar.

» Gera Njarðvíkurhöfn að heimahöfn Landhelgisgæslunnar. » Efla nýsköpun, auka fjölbreytni starfa og þróa ný tækifæri t.d. í heilbrigðisþjónustu. » Hækka framlög til menningarstyrkja. » Lengja hafnargarðinn í Keflavíkurhöfn svo hægt sé að taka á móti stærri skemmtiferðaskipum. » Koma á samstarfi milli atvinnulífs og

velferðarúrræða á svæðinu til að auka virkni fólks utan vinnumarkaðar. Allir virkir!

» Fjárfesta af skynsemi og forðast kostnaðarsöm mistök fortíðar. » Gera Reykjanesbæ að nýsköpunarbæ Íslands með sértækum stuðningi við nýsköpun og frumkvöðla.


Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs

1

Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri

2 Sigurrós Antonsdóttir hársnyrtimeistari og háskólanemi

4

Hjörtur M Guðbjartsson kerfisstjóri

Sigurjón Gauti Friðriksson meistaranemi í lögfræði

10

Jóhanna Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri og fótaaðgerðarfræðingur

9

Marta Sigurðardóttir viðskiptastjóri

12 Íris Ósk Ólafsdóttir stafrænn lausnastjóri

14

Magnús Einþór Áskelsson þroskaþjálfi

13 Jón Helgason öryggisvörður

15 Borgar Lúðvík Jónsson skipasmiður

17

Sindri Kristinn Ólafsson íþróttafræðingur

HÖFUM HLUTINA Í LAGI!

Styrmir Gauti Fjeldsted bæjarfulltrúi og B.Sc í rekstrarverkfræði

11

Aðalheiður Hilmarsdóttir viðskiptafræðingur

6

8 Eydís Hentze Pétursdóttir ráðgjafi

Elfa Hrund Guttormsdóttir teymisstjóri geðheilsuteymis HSS

16 Katrín Freyja Ólafsdóttir nemi í FS

18 Sveindís Valdimarsdóttir verkefnastjóri og kennari

20

3

5

7

Sverrir Bergmann söngvari og stærðfræðikennari

Svava Ósk Svansdóttir nemi í FS

19 Guðjón Ólafsson fyrrverandi framkvæmdastjóri

21

Jón Ólafur Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi

22


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.