Vรถrumerkjahandbรณk vistor 1. ร tgรกfa 2013
43
Þessi vörumerkjahandbók var unnin af VERT markaðsstofu. Fyrsta útgáfa var afhent í nóvember 2013. WWW.VERT.IS
EFNISYFIRLIT 1. VISTOR 1.1 Fyrirtækjamerkið Vistor
4
1.2 Stefna og hlutverk
6
2. MERKIÐ
2.1 Yfirsýn merkis
12
2.2 Stærð og tómarúm merkis
13
2.3 Merkið einlitt
14
2.4 Hátíðarútgáfa merkisins
15
2.5 Notkun merkis á bakgrunni
16
2.6 Röng meðhöndlun merkis
17
2.7 Merki án leturs
18
2.8 Samvinna merkja
19
2.9 Systra- og móðurfyrirtæki
20
3.1 Litapalletta
23
3.2 Aðallitir
24
3.3 Aukalitir
25
3. LITIR
4. LETUR 4.1 Aðalletur
28
4.2 Aukaletur
29
5. GRAFÍK 5.1 Táknmyndir
31
6. SNIÐMÁT 6.1 Bréfsefni
34
6.2 Nafnspjald
37
6.3 Skjákynningar
38
VISTOR Vörumerkja handbók
1. VISTOR Árið 1956 tóku sjö apótekarar sig saman um að koma á umbótum í lyfsölumálum landsmanna og stofnuðu Innkaupasamband apótekara, Pharmaco hf. Þetta var á tímum hafta- og skömmtunarstefnu í efnahagsmálum á Íslandi. Sérstök leyfi þurfti til fjárfestinga og innflutningur var háður gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Vöruskortur var almennur og svo var einnig í lyfjaverslunum. Ástandið var óviðunandi og því stofnuðu lyfsalar innkaupasamband apótekara til að svara brýnni þörf og tryggja með markvissum hætti framboð á lyfjum alls staðar á landinu. 4
1960
Pharmaco hf. hefur framleiðslu lögbókarlyfja.
1981
Delta hf. stofnað til að sinna framleiðslu.
1992
Eignarhlutinn í Delta hf. seldur.
1993
Endurskipulagning starfsemi Pharmaco hf., með áherslu á heildsölu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum, hjúkrunarvörum, og snyrtivörum.
1997
Dreifingarstarfsemi Pharmaco hf. hlýtur ISO 9001 gæðavottun.
2000
Pharmaco hf. sameinast Balkanpharma í Búlgaríu.
2002
2004
Pharmaco Ísland ehf. stofnað og selt Veritas Capital ehf. sem er undir forystu Hreggviðs Jónssonar. Pharmaco Ísland verður Pharmanor hf. og stofnar dótturfélag utan um snyrti- og neytendavörur. Dótturfélagið fær nafnið CosNor ehf. Dótturfélagið CosNor selt.
2005
Nafnbreyting 10. janúar, PharmaNor verður Vistor hf.
2007
Starfsemi innkaupa og dreifingardeildar Vistor gerð að sér félagi, Distica hf.
2008 2011 2012
Eigandi Vistor, Veritas Capital, gert að virku móðurfélagi. Fjármála- og stoðsvið flytjast í Veritas Capital. Starfsemi heilbrigðistæknisviðs Vistor gerð að sér félagi, MEDOR ehf. Vistor sameinast Encode
5
VISTOR Vörumerkja handbók
1.1 FYRIRTÆKJAMERKIÐ VISTOR HVERS VEGNA STERKT VÖRUMERKI ER MIKILVÆGT Vistor er stýrt með þeim skýra tilgangi að auka lífsgæði Íslendinga. Til að starfa samkvæmt tilgangi okkar þarf Vistor að vera samstíga á öllum sviðum fyrirtækisins í þeirri
MUNUR Á VÖRUMERKI OG FYRIRTÆKJAMERKI Þessi handbók fjallar fyrst og fremst um fyrirtækjamerki Vistor. Jafnframt er fjallað um samspil við önnur fyrirtækjamerki í eigu Veritas og hvernig Vistor er nýtt með þeim vöru- og fyrirtækjamerkjum sem Vistor er umboðsaðili fyrir.
betra. Þetta á við í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur – frá samskiptum okkar við birgja, allri okkar markaðs- og
Fyrirtækjamerki beina athygli sinni að mismunandi hópum hagsmunahafa sem þau þurfa að sinna, á meðan vörumerki beina athygli sinni fyrst og fremst að einum hópi – neytendum.
fela í sér. Þessi vörumerkjahandbók var þróuð til að auðvelda öllum sem vinna fyrir og með Vistor að byggja upp samskipti sem eru samræmd og skýr. Markmiðið er að byggja upp og viðhalda orðspori fyrirtækisins í samfélaginu. Innleiðing og notkun þessara grunnreglna mun gera það mögulegt fyrir okkur að skapa samhljóma efni sem talar til hagsmunahafa.
Skammtímaaðgerðir líkt og farsæl auglýsingaherferð nýtist vörumerkjum oft til að ná aukinni hlutdeild á markaði. Fyrirtækjamerki starfa hinsvegar mun frekar í langtímaverkefnum þar sem tengingar og gildi allra sem tengjast fyrirtækinu eru byggð upp með samfelldum stíganda.
VÖRUMERKI (PRODUCT BRAND)
FYRIRTÆKJAMERKI (CORPORATE BRAND)
Umfang
Ein vara eða þjónusta, mögulega nokkrar tengdar vörur.
Öll skipulagsheildin, allt fyrirtækið og allir hagsmunahafar.
Uppspretta “Brand identity”
Auglýsingar (byggðar á markaðsrannsókn).
Bakgrunnur og saga fyrirtækisins, sameiginleg gildi og viðhorf „meðlima”.
Markhópur
Neytendur.
Ýmsir hagsmunahafar, þar á meðal starfsmenn, fjárfestar, stjórnvöld o.s.frv.
Ábyrgðaraðili
Vörumerkjastjóri, auglýsingaog söludeild.
Forstjóri og/eða markaðsteymi. Gjarnan skipað úr markaðs-, starfsmannadeild, auk fulltrúa úr
Skipulagstími (planning horizon)
Líftími vöru (ár/áratugir).
Líftími fyrirtækisins (áratugir/aldir).
HVERNIG Á AÐ NOTA ÞETTA SKJAL Markmiðið með þessari handbók er að tryggja að allir sem vinna með fyrirtækjamerki Vistor séu með þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja samfellu í útliti og samskiptum. Með þessu skjali ættu allir að geta gert efni fyrir hönd Vistor með sömu skilaboðum og sama sjónræna tungumáli og Vistor vill að skilgreini þá.
6
Fyrirtækjamerki má aldrei gleyma fortíð sinni og sögu. Þannig eru ákvarðanir um aðgerðir gjarnan teknar með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni.
Nauðsynlegt er að byrja á því að kynna sér vel fyrir hvað Vistor stendur. Stefnu félagsins og framtíðarsýn og hvernig Vistor tjáir sig. Ef hanna á efni sem birta á fyrir Vistor ber að kynna sér hver hönnunarstaðallinn er. Það getur verið áskorun að vera skapandi og spennandi á sama tíma og ekki er vikið frá hönnunarstaðli fyrirtækisins en það er markmiðið.
“A brand is a living entity and it is enriched or undermined cumulatively over time, the product of a thousand small gestures.� MICHAEL EISNER 7
VISTOR Vörumerkja handbók
1.2 STEFNA OG HLUTVERK VEGUR OKKAR FRAM Á VIÐ – NÆSTA SKREF Eftirfarandi skilgreinir kjarnann í því sem við hjá Vistor gerum. Kaflinn miðlar stefnumörkuðu gildi fyrirtækisins og því er stanslaust komið á framfæri í gegnum aðgerðir okkar og samskipti. Kaflinn tryggir að samstarfsaðilar okkar öðlist réttan skilningi á tilgang fyrirtækisins og greini hlutverk okkar og mikilvægi í íslensku heilbrigðiskerfi.
STEFNA OKKAR (STRATEGIES) Almenn yfirlýsing yfir þær megin aðferðir sem við ætlum að beita til að uppfylla framtíðarsýn okkar og hlutverk. Hvernig við ætlum að vinna til langs tíma til þess að þróa fyrirtækið og ná lengra.
Yfirlýsing framtíðarsýn okkar og þær breytingar sem við ætlum að áorka á Íslandi:
•
•
• Aukin lífsgæði fyrir Íslendinga - alla ævi. • Við vinnum með heilbrigðiskerfinu að því að auka lífsgæði Íslendinga með því að tryggja aðgengi á Íslandi að nýjustu lyfjum, aðferðum og upplýsingum á sama tíma og þau standa til boða á öðrum mörkuðum. Þetta er ástæða þess að við erum til og hvati okkar á hverjum degi. Við erum í þeim viðskiptum að færa betri heilbrigðisþjónustu til Íslendinga.
HLUTVERK (MISSION) Hvernig ætlum við að auka lífsgæði fyrir Íslendinga: Með faglegri vinnu við skrásetningu, markaðssetningu og sölu á lyfjum og heilsuvörum tryggjum við aðgengi Íslendinga að nýjustu lyfjum í heimi um leið og þau standa til boða. Þessu ætlum við að ná með því að ráða hæfasta mögulega fólkið, tryggja fólkinu okkar örvandi og lifandi starfsumhverfi, veita þeim þær auðlindir og upplýsingar sem tryggja að það sé alltaf upplýst og hæft til að ná markmiðum okkar. Við rekum fyrirtækið af hagkvæmni, með skýra ferla og ávallt í sátt við samfélagið og umhverfið. Vistor er traustur og nútímalegur samstarfsaðili í heilbrigðismálum sem ávallt starfar faglega og af ábyrgð.
8
•
Tryggja markaðsaðgengi nýrra lyfja á skjótan og árangursríkan hátt. Leggja áherslu á og efla skilvirkt samstarf milli deilda fyrirtækisins. Auka og bæta samvinnu við ytri hagsmunahafa með gagnkvæman ávinning í huga. Þjálfa starfsfólk markvisst svo það geti tekist á við breytingar í umhverfinu og ný verkefni í starfi. Vistor er og verður áfram eftirsóknarverður vinnustaður.
Við leggjum jafnframt þunga áherslu á: • Stöðugan rekstur og áreiðanlegt samstarf. • Aukningu á frammistöðu framlínunnar. • Sérfræðiþekkingu og tengsl. • Hágæðaþjónustu. • Trúnað. • Samræmi.
GILDI OKKAR (VALUES) Gildi okkar standa fyrir kjarna þess sem við trúum á. Þau hafa áhrif á ákvarðanir okkar og leiðbeina gjörðum okkar
Áreiðanleiki Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og lofum og að lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar séu virt.
á hverjum degi. Þetta endurspeglar aukna einbeitningu til þess að uppfylla þarfir hagsmunahafa okkar.
Hreinskiptni Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi. Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar tíma.
Framsækni Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.
Gildin okkar lýsa hvers konar fyrirtæki við viljum vera og við ættum að virða þau og hafa að leiðarljósi í öllu sem við gerum og í öllum ákvörðunum sem við tökum.
Gildin eiga ekki bara við þegar okkur hentar, þau eiga alltaf við. 9
VISTOR Vörumerkja handbók
1.2 STEFNA OG HLUTVERK TENGINGAR Þær tengingar sem Vistor leitast við að mynda í huga fólks byggja á því sem við viljum vera þekkt fyrir, því sem við viljum áorka og því sem við viljum standa fyrir. Þessar tengingar viljum við að séu sterkar, jákvæðar og einstakar. Reynt er að mynda þær með því að öll okkar hegðun og samskipti endurspegli það sem við viljum vera þekkt fyrir. Hvert orð hefur víðtæka merkingu en stendur þó í stórum dráttum fyrir það sem við viljum að fólki tengi við þegar Vistor berst í tal. Traust Við vinnum í heilbrigðisþjónustu. Við vinnum með lyf. Við höfum veruleg áhrif á lífsgæði fólks. Þeir sem starfa með okkur verða að geta treyst að það sem við segjum og það sem við látum frá okkur sé satt og rétt. Traust er því það mikilvægasta sem við viljum að fólk tengi við fyrirtækjamerkið okkar. Það tengist gildinu okkar „áreiðanleiki“. Áreiðanleiki leiðir til trausts. Samstarfsaðili Hlutverk okkar er að veita aðgengi að því nýjasta og besta sem völ er á, á þeim vettvangi sem við störfum. Okkar vörur komast á markað í gegnum faglegt samstarf við alla aðila íslenska Við upplýsum og veitum aðgang. Til að vera best á okkar sviði þurfum við að vera opin fyrir nýjungum. Við erum áreiðanleg og traustsins verð, þannig þjónum við okkar samstarfsaðilum.
10
Ábyrgt Hegðun okkar þarf að endurspegla ábyrgð í einu og öllu. Hvernig við tjáum okkur, hvernig við veljum samstarfsaðila, nýjar vörur og hvernig við kynnum vörur. Öll okkar hegðun þarf að vera ábyrg. Fagmennska Birgjar okkar eru heimsins besta fagfólk. Starfsfólk á Íslandi og okkar er fagfólk í fremsta samstarfsaðilar okkar eru fagfólk. Allir þessir aðilar krefjast fagmennsku. Það er forsenda þess að mynda traust við samstarfsaðila og koma fram af ábyrgð. Nútímalegt Lyfjageirinn er hátækni iðnaður. Hjá Vistor starfar hámenntað fólk. Viðskiptavinir og samstarfsfólk er hámenntað fólk sem vinnur í „Nútímalegt“ er nauðsynleg tenging til að vera í takt við ört breytilega tíma og vaxandi kröfur. Jafnframt er sterkur samhljómur með „nútímalegur“ og gildisins „framsækni“.
HVERNIG HLJÓMAR VISTOR Vistor er vandað og ábyrgt fyrirtæki og til að undirstrika það skal ávallt tala vandað mál þegar gerður er texti fyrir hönd fyrirtækisins. Eftirfarandi skal haft í huga þegar talað er fyrir hönd Vistor: • Við erum hreinskiptin og sönn. • Við tjáum okkur af ábyrgð. • Við tölum rétt nútímalegt íslenskt mál. • Við tjáum okkur á jákvæðan máta. Notkun á nafni Vistor Rétt fallbeyging á nafni Vistor er sem hér segir: • Nf. Vistor. • Þf. Vistor. • Þgf. Vistor. • Ef. Vistor. • Nafn fyrirtækisins er alltaf notað óbreytt – Vistor. • Nafn fyrirtækisins er ekki til í Notkun í setningu „Ég hef starfað hjá Vistor frá stofnun fyrirtækisins“ „Starfsfólk Vistor fór í dag og gerði garðinn frægan“ „Nú þarf að senda þessa sendingu til Vistor“ 11
VISTOR V枚rumerkja handb贸k
12
2. Merkið Merkið er sjónrænt tákn okkar og eykur sýn vörumerkisins. Það er einfalt og augljóst og í samræmi við persónuleika Vistor. 13
VISTOR Vörumerkja handbók
2.1 YFIRSÝN MERKIS
Hjartað er augljóst og skýrt tákn sem sameinar heilbrigði, lífsgleði og umhyggju. Tákn Vistors samanstendur af hjarta, eilífðarmerkinu (tölustafurinn 8 láréttur) og bókstafnum V.
Merki Vistors er samspil tákns og leturs. Letrið er einfalt en stöðugt þó svo það halli örlítið. Það passar vel við táknið og tekur ekki athyglina frá því heldur vinnur með því.
Merkið
Sundurliðun merkis
Merkið
Tákn
Letur
Athugið: Merki okkar má ekki breyta eða endurskapa á neinn hátt. Allar breytingar eru brot á vörumerkjastefnu okkar.
14
2.2 STÆRÐ OG TÓMARÚM MERKIS
Utan um merkið er tómarúm sem mælt er með mælieiningunni “X” sem er fengin frá þykkt letursins. Lágmarks tómarúm eru 2X og skal halda allri grafík, texta og öðru efni utan þessa svæðis.
Lágmarksstærð merkisins er miðað við að letrið sé læsilegt og táknið skiljanlegt. Merkið skal ekki vera minna 10 mm á breidd svo þessir þættir gangi upp.
Tómarúm merkis
2X 2X
X
X
Lágmarkstærð merkis
10 mm
15
VISTOR Vörumerkja handbók
2.3 MERKIÐ EINLITT
Merkið skal aðeins nota í einum lit þegar um takmörkun lita er að ræða eða ef merkið skilar ekki réttum áhrifum eða læsileika í lit, sjá betur í kafla 2.5.
Merkið svart
Merkið hvítt
16
Einlitar merkingar og eyðublöð eru meðal þeirra forma sem flokkast undir þessa reglu.
2.4 HÁTÍÐARÚTGÁFA MERKIS
Hátíðarútgáfa merkis Vistor er fyrst og fremst hugsað til notkunar á sértökum atburðum eins og afmæli fyrirtækisins eða á hátíðardögum. Hjartalaga tákn merkisins er með stigul sem virkar ekki vel nema haft sé í mjög hárri upplausn hvort sem um prent eða
stafræna útgáfu er að ræða. Í prenti skal merkið ávallt haft á hvítum bakgrunni og á glansandi pappír. Ekkert bréfsefni, blaðaauglýsingar eða annað kynningarefni frá Vistor má bera þessa útgáfu af merkinu.
Hátíðarútgáfa merkis
17
VISTOR Vörumerkja handbók
2.5 NOTKUN MERKIS Á BAKGRUNNI
Vistor merkið skal ávallt nota í samþykktum litum vörumerkis nema um sérstök tilfelli sé um að ræða svo sem
Rétt notkun merkis
Röng notkun merkis
18
litaður bakgrunnur, myndverk sem inniheldur liti merkisins eða myndverk sem dregur úr áhrifum og læsileika merkis.
2.6 RÖNG MEÐHÖNDLUN MERKIS
Allar breytingar merkisins rugla merkingu þess, dregur úr áhrifum og eru ekki leyfilegar. Eftirfarandi listi yfir ranga
notkun merkisins skal forðast til að viðhalda áreiðanleika merkisins.
Röng notkun merkis
Ekki breyta leturgerð merkisins.
Ekki breyta litum merkisins.
Ekki teygja eða breyta lögun merkisins.
Ekki snúa merkinu.
Ekki setja útlínur á merkið.
Ekki notast við grafísk áhrif svo sem skugga, gagnsæi, ljóma o.s.frv.
Ekki bæta grafík eða myndum á merkið.
Ekki búa til mynstur úr merkinu.
Ekki fjarlægja hluti úr merkinu.
19
VISTOR Vörumerkja handbók
2.7 MERKI ÁN LETURS
Hægt er að nota merki Vistor án leturs en það á þó aðeins við undir sérstökum kringumstæðum. Hér má sjá dæmi um
aðstæður þar sem má nota merkið án leturs.
Notkun merkis án leturs
5 mm
Ef pláss fyrir merkið er minna en 10 mm.
Á bréfsefni og kynningarefni frá Vistor er merkið notað í bakgrunni ljós grátt. Ekki er leyfilegt að nota þessa útfærslu af merkinu á öðru efni.
20
2.8 SAMVINNA MERKJA
Þegar um samstarf annarra stofnana er að ræða skal gæta þess að bæði merki Vistor og samstarfsaðila séu greinileg og sett fram á sambærilegan hátt.
Merkin eiga að vera aðskilin með einfaldri og þunnri línu með jöfnu bili beggja vegna. Hafa skal í huga að sjónræn staða merkisins sé alltaf í hámarki.
Dæmi
Röng notkun
21
VISTOR Vörumerkja handbók
2.9 SYSTUR- OG MÓÐURFYRIRTÆKI
Þegar merki systrafyrirtækjanna standa saman skulu þau alltaf standa í láréttri eða lóðréttri línu og vera aðskilin með einfaldri, þunnri og lóðréttri eða láréttri línu með jöfnu bili beggja vegna. Röðunin skal ávallt vera eftirfarandi: Vistor, MEDOR, Distica og Artasan. Þegar merki móðurfyrirtækisins er haft með merkjum systrafyrirtækjanna skal merki móðurfyrirtækisins vera fyrir
Vistor og systurfyrirtækin í láréttri línu
Vistor og systur- og móðurfyrirtæki
22
ofan og merki systrafyrirtækjanna í láréttri línu fyrir neðan. Merki móðurfyrirtækis skal spanna merki Vistor og MEDOR. Ef verið er að prenta merki allra fyrirtækjanna saman í að nota annan lit en svartan eða einum lit er ekki hvítan. Á dökkum bakgrunni eru öll merkin hvít. Á ljósum bakgrunni eru öll merkin svört.
3. LITIR Litir skapa vörumerkið og gera sjónræn samskipti áhugaverðari. Frá umbúðum til nafnspjalda og samningatrúverðuleika í vörumerkinu. 23
VISTOR Vörumerkja handbók
“Color can sway thinking, change actions, and cause reactions. It can irritate or soothe your eyes, raise your blood pressure or suppress your appetite.” 24
WWW.COLORMATTERS.COM
3.1 LITAPALLETTA
Litir Vistor eru vel valdir og gera sjónræn samskipti áhugaverðari. Þeir vinna vel saman en virka líka mjög vel
einir og sér. Hér sést litapallettan sem inniheldur bæði aðalog aukaliti Vistor.
01 R
AU
ÐU R
10 %
s v art
30% svart 50%
sva rt
02 GRÁR
25
VISTOR Vörumerkja handbók
3.2 AÐALLITIR
notkun og eru hér gefin upp gildin til að nota í pantonelita prentun, fjórlitaprentun, rgb gildi fyrir skjámiðla og hex gildi fyrir netið.
Merki Vistor inniheldur 2 liti, rauðan og gráan ásamt stigul á hjartalaga tákninu í hátíðarútgáfu merkisins. Mikilvægt er að litir merkisins séu alltaf í samræmi í allri
01
02
01 RAUÐUR
02 GRÁR svart
10%
svart
30%
svart
50%
CMYK
RGB
PANTONE®
CMYK
RGB
PANTONE®
C: 10 M: 100 Y: 100 K: 15
R: 161 G: 40 B: 29 # a1281d
Pantone® 1807
C: 0 M: 0 Y: 0 K: 60
R: 128 G: 128 B: 128 # 808080
Pantone® Cool Gray 9
26
3.3 AUKALITIR
Aukalitirnir eru vel valdir með aðalliti Vistor til hliðsjónar. Þeir vinna vel saman og auka áhrif sjónræns tungumáls.
Mikilvægt er að litirnir séu alltaf í samræmi í allri notkun og eru hér gildi litanna fyrir alla notkun.
CMYK
RGB
PANTONE®
C: 0 M: 35 Y: 85 K: 0
R: 236 G: 180 B: 70 # ecb446
Pantone® 123
CMYK
RGB
PANTONE®
C: 90 M: 0 Y: 65 K: 0
R: 92 G: 182 B: 144 # 5cb690
Pantone®
CMYK
RGB
PANTONE®
C: 75 M: 25 Y: 0 K: 30
R: 81 G: 128 B: 165 # 5180a5
Pantone® 2171
CMYK
RGB
PANTONE®
C: 80 M: 100 Y: 0 K: 0
R: 88 G: 24 B: 158 # 58189e
Pantone® 2597
2416
27
VISTOR Vörumerkja handbók
“Lorem Ipsum er prentiðnaðinum. Lor dæmigerður sýnitexti iðn þegar að óþekktur pre ruglaði stöfunum til að hefur lifað af ekki aðeins fi tölvuvæðingu prentiðna
28
er einfaldlega sýnitexti í Lorem Ipsum hefur verið iðnaðarins síðan á 16. öld prentari tók prentörk og l að búa til sýniletur. Það ns fimm aldir heldur einnig ðnaðarins nánast óbreytt”.
4. LETUR Leturgerð er sterkt framhald af persónuleika vörumerkis Vistor og er Avenir aðalleturgerð okkar. Þetta er nútímalegt og stílhreint letur sem gerir sjónræna tungumál okkar einfalt en öruggt. 29
VISTOR Vörumerkja handbók
4.1 AÐALLETUR
Avenir er aðalleturgerð fyrirtækisins og er notuð í öllu útgefnu efni. Vistor notast aðallega við tvær þykktir af leturgerðinni og skáletrun í báðum þykktum en leturgerðin kemur í sex mismunandi þykktum. Letrið er san serif, stílhrein og passar vel við heildarútlit Vistor.
Ef ekki er möguleiki að nota Avenir er Arial sambærileg leturgerð og getur komið í stað Avenir. Þetta á þó eingöngu við efni sem er unnið innanhús hjá Vistor og á vefsíðu þeirra.
Book
abcdefghijklmno... ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ 1234567890
Book Italic abcdefghijklmno... AbcdEfGHijKlmnopqrstuVxyzÞæö 1234567890
Heavy abcdefghijklmno... ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ 1234567890
Heavy Oblique
abcdefghijklmno... ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ 1234567890
30
4.2 AUKALETUR
Í sumum tilfellum má notast við leturgerðina Georgia. Leturgerðin er hugsuð til notkunar í öllu lesefni sem Vistor sendir frá sér, bréfsefni, bæklingum o.s.frv. Letrið er auðlesanlegt og hentar því vel þar sem lesmál er
mikið eins og t.d í skýrslum. Georgia er Microsoft system letur og er því aðgengilegt í öllum helstu tölvum og forritum.
Regular abcdefghijklmno... ABCDEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ 1234567890
italic
abcdefghijklmno... abcdefghijklmnopqrstuvxyzþæö 1234567890
bold
abcdefghijklmno... abcdefghijklmnopqrstuvxyzþæö 1234567890
bold italic abcdefghijklmno... abcdefghijklmnopqrstuvxyzþæö 1234567890
31
VISTOR Vörumerkja handbók
“Simplicity is the ultimate form of sophistication.” LEONARDO DA VINCI
5. GRAFÍK Vistor notar grafík til að gefa sjónrænu tungumáli áberandi lykilatriði skilaboðanna á notendavænan og auðveldan hátt. 32
5.1 TÁKNMYNDIR
Táknmyndir (icon) fyrir gildi Vistor eru áreiðanleiki, hreinskiptni og framsækni. Táknmyndirnar eru stílhreinar með mjúkum línum og
rúnuðum hornum. Rúnuðu hornin eru tenging í mjúkar línur táknmyndanna og hjartalaga táknsins í merki Vistor.
Áreiðanleiki
Hreinskiptni
Framsækni
33
VISTOR Vörumerkja handbók
5.1 TÁKNMYNDIR
Hér má sjá táknmyndir sem standa fyrir starfssvið Vistor en þau eru lyfjaumboð, lausasala, lyfjasala, dýraheilbrigði og encode klínískar rannsóknir.
Eins og táknmyndirnar fyrir gildi Vistor eru þessar táknmyndir með mjúkum línum og rúnuðum hornum.
Lyfjaumboð
Lausasala
Lyfjaskráningar
Dýraheilbrigði
Klínískar rannsóknir
34
6. SNIÐMÁT Heildarsýn vörumerkisins skiptir miklu máli og er mikilvægt að allt efni, hvort sem það eru auglýsingar, bréfsefni eða power point kynningar, sé með sama blæ. 35
VISTOR Vörumerkja handbók
6.1 BRÉFSEFNI
Útlit á A4 blaði úr bréfsefni Vistor og staðsetningar á fastri grafík. Bannað er að eiga við þessa grafík, færa hana til eða
móta á annan hátt en sýnt er hér að neðan.
54mm
15mm 15mm
Grár
02
svart
5%
Grár
02
VISTOR HF. | Hörgatúni 2 | 212 Garðabæ | Sími : 535 7000 | Fax : 565 6485 | vistor@vistor.is | www.vistor.is
10mm
36
6.1 BRÉFSEFNI
Hér skal notast við leturgerðina Georgia. Textinn er svartur, 11pt með 18pt línubil en nafn sendanda skal vera feitletrað
og starfsheiti hans skáletrað. Fyrirsögnin er feitletruð, 12pt og í rauða lit Vistor.
15mm
54mm
15mm
40mm
fyrirsögn
40mm
Fyrirsögn á fréttabréfi frá Vistor. Ximillab ipsuntis et aut officid ignatet prati beatur aut landio con cus sitium faciassus earchit faciet
brot
volorro denimus, con con pa si beaquam entiam quo quam vitam aut atisqui ipitatibus ab ipsandae que sintor aut quae plias maiorio ommolorrum voluptat. Olorem apernam sam, adis ute nectese nisquia sum quae et voleniat. Am, conse et mo blant utam eum, cuptatem faceatur, ommossimint. Periore nis eos alictur iorepudit ad qui quis dolenda dia sa que eos del ipsandisciur at volores demquias unt volecab orerio et lab in cum quae nonectis maximagnis rem aut am enis corerum quam, con nem quist, qui ape voluptatem eseque dolorum digentotas eum sustruntion plab ipid et volum lab illa sequi que nim natis volupta tquossum etur, sum rero vel magniam harume dolore, simus doloriam autaquia delligento volor sumqui qui aut lam faciis raercil int fugit veniamus, cone voles dolo errori a nem nihiliq uidellant verae ommodit reicae adipsam ipit.
Texti
Iberibus, se veniatibus mintota tentibus qui ad et que se dolesto que idebitist alis aut lab incia voloritae pa earum in remodipsam fugia quiamusa dolupta volese eium sam, odi as simodic tendem nulpa nullest aut ipsundam, cuptiis in ressume reium ute voluptatem quia dolecte consequ iducipid quis dolorrum lacerum reste es a nossusdant vellupta velles estiber ioneceperum dolor simpel im quam, ut ad ulparum
brot
facepel estotati.
Virðingarfyllst, jón jónsson framkvæmdastjóri
40mm VISTOR HF. | Hörgatúni 2 | 212 Garðabæ | Sími : 535 7000 | Fax : 565 6485 | vistor@vistor.is | www.vistor.is
37
VISTOR Vörumerkja handbók
6.1 BRÉFSEFNI
Útlit á umslagi úr bréfsefni Vistor og staðsetningar á fastri grafík. Bannað er að eiga við þessa grafík, færa hana til eða
móta á annan hátt en sýnt er hér að neðan.
Framhlið
15mm 10mm
Bakhlið 15mm
VISTOR HF. Hörgatúni 2 212 Garðabæ +354 535 7000 vistor@vistor.is www.vistor.is
10mm
38
6.2 NAFNSPJALD
Þegar merkja skal nafnspjöld á vegum Vistor skal bakhliðin ávallt vera sú sama. Þar er tákn merkisins ásamt upplýsingum um Vistor, eins og sjá má hér að neðan. Ef um samstarfsfyrirtæki er að ræða skal merki þess
vera við hlið merki Vistors, aðskilið með einfaldri, þunnri og lóðréttri línu með jöfnu bili beggja vegna. Framhliðin inniheldur svo upplýsingar starfsmanns og er möguleiki að hafa hana með eða án mynd.
Framhlið með mynd 5mm
5mm
5mm
Jónína Jónsdóttir framkvæmdastjóri General Manager
Grár
02
5mm
Myndapláss
Sími/Tel.: +354 535 7001 Gsm/Mobile: +354 888 8888 jon@vistor.is
Bakhlið 5mm
VISTOR HF. Hörgatúni 2 212 Garðabæ ICELAND Sími/Tel.: +354 535 7000 Fax: +354 565 6485 svart
5%
vistor@vistor.is www.vistor.is
5mm
39
VISTOR Vörumerkja handbók
6.3 SKJÁKYNNINGAR
Skjákynningar Vistor eru yfirleitt settar upp í Power Point og þarf sniðmátið að vera í sama stíl og annað útgefið efni.
Textasíða
40
Hér er má sjá uppsetningu hefðbundnar textasíðu.
6.3 SKJÁKYNNINGAR
Hér má sjá dæmi um fleiri síður eins og forsíðu, millisíðu og síðu með grafík.
Notast er við liti Vistor og aukalitirnir eru notaðir í upplýsingagrafík eins og súlu- og línuritum.
Forsíða
Textasíða
Millisíða
Síða með grafík
41
VISTOR V枚rumerkja handb贸k
42