Ó K B D N A H A V Ö R U M E RKJ
GJÖRIÐ SVO VEL.
FORMÁLI
Hvað ertu með í höndunum? Þetta er vörumerkjahandbók ORA. Það þýðir að auk þess að innihalda leiðbeiningar um útlit, letur, liti og logo, inniheldur þessi handbók leiðbeiningar um vörumerkið ORA. Hér er má sjá fyrir hvað ORA stendur. Hver tilgangur, gildi og framtíðarsýn ORA er. Verði þér að góðu.
FORMÁLI
Leiðbeiningar um vörumerkið (brandið) fela í sér umfjöllun um fyrir hvað ORA stendur. Hver framtíðarsýn, hlutverk og gildi vörumerkisins eru. Einnig hvernig ORA er skilgreint, hvernig ORA hljómar og hvað ORA ætlar sér, þar með talið eftir hvaða tengingum ORA sækist í hugum neytenda.
Fyrir hvern er þessi handbók? Það er mikilvægt að allir þeir sem á einhvern hátt vinna með eða fyrir ORA þekki innihald þessarar handbókar. Sérstaklega er það mikilvægt fyrir þá sem á einhvern hátt vinna með útlit eða samskipti tengd ORA vörumerkinu þar sem hún inniheldur skýrar leiðbeiningar um útlitslega þætti. Þessi bók er þó ekki síður mikilvæg fyrir aðra sem vinna með eða hjá ORA. Óháð því hvort viðkomandi sé starfsmaður eða verktaki; hvort viðkomandi vinni við framleiðslu, dreifingu, sölu, markaðsmál eða hvað annað sem gera þarf til að koma ORA matvælum á borð allra Íslendinga á hverjum degi. Allir hafa hag af því að skilja framtíðarsýn og hlutverk ORA auk þess að skilja gildin sem starfað er eftir.
Hví notum við svona bók?
Tilgangur þessarar handbókar er að tryggja sameiginlega sýn og þekkingu allra þeirra sem vinna með og fyrir ORA svo notkun sjónrænna íhluta vörumerkisins verði rétt og þar með samræming á útliti sem styður samfellu í markaðslegum samskiptum ORA. Einnig auðveldar þetta ákvarðanatöku og samstarf er varðar vörumerkið og minnkar óvissu. Allt þetta er hluti af því að koma staðfærslu ORA á framfæri og uppfylla framtíðarsýn ORA. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum. Þær eru settar fram að vel ígrunduðu máli í því sjónarmiði að tryggja samræmt útlit, samræmdan tón og samfellu í samskiptum ORA. Ábyrgð?
Gott er að hafa í huga að Ora er nafn á fyrirtæki auk þess að vera vörumerki.
Hvernig vinnum við með bókina? Til að draga saman hvernig skal unnið með þessa vörumerkjahandbók: – Kynntu þér fyrir hvað ORA stendur. – Vertu viss um að skilja inntak þess sem er í bókinni. – Fylgdu leiðbeiningum um það hvernig ORA kýs að tjá sig og hvernig ORA lítur út.
Ef þú ert í vafa um hvernig túlka skal eitthvað í þessari handbók er æskilegt að leita til vörumerkjastjóra ORA, Framkvæmdastjóra markaðssviðs ÍSAM eða forstjóra ÍSAM. Vörumerkið er á ábyrgð forstjóra Ísam. Endanlegt ákvörðunarvald um framvindu, þróun og birtingarmynd ORA er hjá forstjóra Ísam. Hægt er að hafa samband við ábyrgðamann með því að senda póst á ora@ora.is, á vefsíðu ORA eða með því að hringja í ÍSAM. Nánari upplýsingar um vörumerkið ORA er á vefnum á www.ora.is/vorumerki
5
EFNISYFIRLIT
01
Tilgangur Hvað gerum við?
02 Gildin Til hvers þurfum við gildi? BAUN
03 Framtíðarsýnin Framtíðarsýn ORA Verkefnið okkar
04 Staðfærsla Staðfærsla ORA Tengingar GÁT / FAS
11 13 19 21 22 27 29 31 35 37 38 39
05 Útlit Gott upplag Einkennin skilgreind Merki Litir fyrirtækis Letur Vörulínur Bakhliðin Meðlæti Tilbúinn matur Súpur Síld Gæðasósur Bréfsefni Powerpoint kynning Email Samfélagsmiðlar Svona notum við Ora Svona hljómar Ora Myndanotkun Auglýsingar Merking á fatnað Bílamerkingar Sýningarbás Fáni
06 Sagan Tímalína
43 46 48 50 60 64 66 68 76 78 80 84 90 94 100 102 104 106 108 110 112 114 116 118 120 126 130
7
SKILGREININGAR
Eftirfarandi er nokkrar skilgreiningar lesendum til einföldunar og til skýringar á því hvers vegna notast er við þessi hugtök í vörumerkjahandbók sem þessari. Tilgangur/hlutverk Ástæða þess að ORA er til. RISAstórt grundvallarmál. Stundum skrifað inn í framtíðarsýn. Framtíðarsýn (Vision) Eru gjarnan skrifuð til að veita innblástur. Vísa í tilgang og stóra drauma félagsins. Breytast ekki endilega þó stefna breytist. Hér er horft til 10, 20 eða jafnvel 30 ára. Verkefnið (Mission) Það sem við gerum í raun og veru. Lýsir markmiðum og verkefnum. Það sem við gerum til að uppfylla framtíðarsýnina.
Staðfærsla Staðfærsla vísar til stöðu eða staðar í huga neytanda sem er skýrt aðgreindur frá samkeppnisaðilum. Staðfærsla er sköpuð með því að vísa í ávinning vörumerkis, koma á framfæri fyrir hvað vörumerkið stendur, hver ávinningurinn er af notkun vörumerkisins og/eða hvernig vörumerkið er einstakt. Staðfærslan býr í huga neytandans. Hægt er að hafa áhrif á hana með markaðssamskiptum af öllu tagi. Gildi Þau hjálpa okkur að muna hvernig við ætlum að sinna hlutverki okkar og nálgast framtíðarsýnina. Gildin eiga að vera okkur eðlislæg og auðveld að muna.
9
01
TILGANGUR
TILGANGUR
Hvað gerum við? Við framleiðum og seljum matvæli sem auka lífsgæði allra sem njóta, til lengri og skemmri tíma.
Tilgangur/hlutverk. Ástæða þess að ORA er til. RISAstórt grundvallarmál. Stundum skrifað inn í framtíðarsýn.
13
ÞAÐ ER KOMINN MATUR.
Matarborð: (L.) 1. Borð til að eta við. 2. Borð með mat á. Samkomustaður til að næra sál og líkama.
Mörg af fallegustu orðum íslensku tengjast mat og þeim jákvæða tíma sem við eyðum saman við matargerð og að njóta matarins. Margar okkar bestu stundir eru við matarborðið. Þar er ORA.
02
GILDIN
GILDIN
Til hvers þurfum við gildi? Stundum þurfum við aðstoð við að muna hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Það er auðvelt að afvegaleiðast og gefa afslætti í dagsins önn ef við komum okkur ekki upp einhverju kerfi, einhvers konar áminningum sem hjálpa okkur að halda okkur á þeirri braut sem við lögðum upp með að fara. Þess vegna höfum við gildi. Gildin eru okkur leiðarljós. Þau hjálpa okkur í óvissu og auðvelda okkur að taka ákvarðanir fyrir vörumerkið.
Gildi. Þau hjálpa okkur að muna hvernig við ætlum að sinna hlutverki okkar og nálgast framtíðarsýnina. Gildin eiga að vera okkur eðlislæg og auðveld að muna.
21
GILDIN
Bragð Afburðir
BRAGÐ
– Alltaf mikilvægt - rétt bragð – Alltaf fyrsta hindrun – Hlið sem allar vörur verða að komast í gegnum
Rétt bragð, okkar bragð. Bragðið sem neytandinn er ánægður með og sækist í. Mikilvægasti þátturinn þegar kemur að matvælum. Þarf ekki alltaf að vera ‘fyrir alla’ í fyrstu smökkun en þarf að henta samhenginu.
AFBURÐIR
– – – – –
Afburðir þýðir ekki dýrasta eða það besta sem peningar geta keypt, heldur það besta sem varan getur leyft með hliðsjón af tilgangi og verði. Það vísar fyrst og fremst til þess viðhorfs sem við höfum gagnvart því sem við gerum.
UMHYGGJA
– Fyrir umhverfinu – Fyrir neytendum – Fyrir starfsfólki
Umhyggja Nýsköpun NÝSKÖPUN
Afburðahráefni Afburðavörur Afburðaferlar Afburðaþjónusta Afburðavinnustaður
– Forsenda farsældar – Forsenda vaxtar
Samfélagsleg ábyrgð er forsenda þess að starfa um ókomin ár og það er forsenda þess að ná árangri í útflutningi.
rgð agsáby Samfél CS R ) ORA (
23
Fjölskylda: (Kvk.) 1. Foreldrar og börn þeirra. 2. Húsráðendur og afkomendur þeirra. 3. Systkin og skyldulið þeirra. Fjölskyldur fæðast og veljast saman.
Mörg af fallegustu orðum íslensku tengjast mat og þeim jákvæða tíma sem við eyðum saman við matargerð og að njóta matarins. Margar okkar bestu stundir eru við matarborðið. Þar er ORA.
03
FRAMTÍÐARSÝN
FRAMTÍÐARSÝN
Framtíðarsýn ORA ORA er fremsta matvælafyrirtæki landsins. Það er ekkert matarborð án ORA.
Framtíðarsýn (Vision). Er gjarnan skrifuð til að veita innblástur. Vísa í tilgang og stóra drauma félagsins. Breytast ekki endilega þó stefna breytist. Hér er horft til 10, 20 eða jafnvel 30 ára.
29
FRAMTÍÐARSÝN
Verkefnið okkar ORA þróar og framleiðir afburðamatvæli, með umhyggju fyrir neytendum, starfsfólki og umhverfi að leiðarljósi. ORA er hluti af daglegri matarvenju allra landsmanna.
Verkefnið (Mission). Það sem við gerum í raun og veru. Lýsir markmiðum og verkefnum. Það sem við gerum til að uppfylla framtíðarsýnina.
31
Matarást: (Kvk.) 1. Elska einhvern vegna matar sem hann/hún framreiðir. „Að hafa matarást á einhverjum.“ Stysta leiðin að hjartanu er alltaf í gegnum magann.
Mörg af fallegustu orðum íslensku tengjast mat og þeim jákvæða tíma sem við eyðum saman við matargerð og að njóta matarins. Margar okkar bestu stundir eru við matarborðið. Þar er ORA.
04
STAÐFÆRSLA
STAÐFÆRSLA
Staðfærsla ORA Fyrir fólk sem vill njóta þeirra mikilvægu stunda sem það hefur til að næra sig á sál og líkama. Fólk gerir þetta ýmist í einrúmi, með fjölskyldu eða vinum en alltaf með ORA. Því ORA býður upp á mikið úrval matvæla sem uppfylla kröfur nútímans um gæði og gott bragð. Við vitum þetta því ORA hefur verið á borðum landsmanna, alla daga, síðan 1952.
Staðfærsla vísar til stöðu eða staðar í huga neytanda sem er skýrt aðgreindur frá samkeppnisaðilum. Staðfærsla er sköpuð með því að vísa í ávinning vörumerkis, koma á framfæri fyrir hvað vörumerkið stendur, hver ávinningurinn er af notkun vörumerkisins og/eða hvernig vörumerkið er einstakt. Staðfærslan býr í huga neytandans. Hægt er að hafa áhrif á hana með markaðssamskiptum af öllu tagi. 37
STAÐFÆRSLA
Tengingar Tengingarnar sem við sækjumst eftir eru gildi ORA, saga og staðfærsla. Við viljum að þessar tengingar komi hagsmunahöfum til hugar þegar ORA ber á góma. Þessar tengingar þurfa að vera sterkar, jákvæðar og einstakar, auk þess að vera mikilvægar að mati neytenda.
Gæði Ábyrgð Traust
Fjölskylda Arfleifð Samvera
39
Matbráður: (L.) 1. Sá/sú sem vill fá matinn sinn strax. Hungrið særir og óstöðugan ærir.
Mörg af fallegustu orðum íslensku tengjast mat og þeim jákvæða tíma sem við eyðum saman við matargerð og að njóta matarins. Margar okkar bestu stundir eru við matarborðið. Þar er ORA.
05
ÚTLIT
ÚTLIT / UMBÚÐIR
Gott upplag Þegar eitthvað spyrðir sig jafnfast við þjóðarvitundina og hin upphaflega hönnun ORA þá er mikilvægt að leggja við hlustir og læra. Það gerðum við og niðurstaðan varð sú að útlitið á grænu baununum skyldi leiða endurhönnun allra annarra vara sem frá ORA koma. Örlítil uppfærsla var þó gerð á hönnuninni til að gera hana aðgengilegri og endurtakanlega en svo lítil að ókunnugir munu eiga erfitt með að greina á milli án þess að vera bent sérstaklega á breytinguna og hafa forveran til hliðsjónar. Með þessu viljum við sýna þeirri hönnun sem fylgt hefur vörumerkinu frá upphafi virðingu og halda áfram á þeirri vegferð sem lagt var upp í árið 1952.
47
ÚTLIT / UMBÚÐIR / VÖRUMERKJAÍHLUTIR
Einkennin skilgreind ORA á að leitast við að endurspegla hefðir og góð gildi í framsetningu vörumerkisins án þess að vera gamaldags. Leitast er við að halda í sígild einkenni vörumerkisins sem endurspegla íslenskar hefðir og gildi. Einkenni vörumerkisins eru:
Merki ORA Rendur Skjöldur
Borði
Ekki er nauðsynlegt að nota alla íhluti alltaf og hlutföll geta breyst í samræmi við þarfir vörunnar eða markaðsefnisins.
49
ÚTLIT / MERKI
Rauði liturinn í merki ORA er Pantone 485 eða C0 M100 Y100 K0.
51
ÚTLIT / MERKI
Þegar merki ORA þarf að sitja á alveg hvítum grunni skal nota sérstaka útgáfu sem er með fínni útlínu.
Merki ORA er stundum notað til hálfs á lituðum og hvítum grunni, til dæmis í kynningum. Í þeim tilvikum er ekki útlína á merkinu.
53
ÚTLIT / MERKI MEÐ SLAGORÐI
Á umbúðum er merki með ártali.
Í auglýsingum, ljósvaka og öðru kynningarefni má nota merkið með slagorðinu, ORA – alla daga síðan 1952.
55
ÚTLIT / MERKI / Í EINUM MERKI LIT Í EINUM LIT
Einlitt merki má nota í silfruðum eða gylltum lit við sérstök tilefni, t.d. jólakort og hátíðarútgáfur.
57
ÚTLIT / MERKI / RÖNG NOTKUN MERKIS
Ekki breyta lit í merkisins.
Ekki nota aðeins nafnið án skjaldarins.
Ekki setja skugga undir merkið.
Ekki breyta hlutföllum merkisins.
Ekki setja aðra leturgerð í heiti fyrirtækisins.
Ekki setja skugga inn í merkið.
Ekki teygja eða toga merkið.
Ekki setja útlínur á merkið.
Ekki setja gradient í merki.
Ekki láta sjást í gegnum hluta merkisins.
Ekki láta sjást merki vera hálfgagnsætt.
Ekki nota merkið án hvítu útlínunnar í skildi.
59
ÚTLIT / LITIR FYRIRTÆKIS
Pantone 2955 C100 M60 Y10 K53 Pantone 2955 er aðallitur ORA og skal nota sem bakgrunnslit í t.d. í auglýsingar, á heimasíðu og í bréfsefni.
Pantone 2172 C88 M52 Y2 K9 Nota má til „spotlýsingu“ á grunnlit ORA á þennan hátt með ljósbláum lit. Lýsingin skapar dýpt og gefur tilfinningu fyrir bláu umhverfi.
Pantone 485 C0 M100 Y100 K0 Pantone 485 er litur ORA merkisins og má nota sem annan lit með dökkbláa litnum. Þennan lit skal ekki nota sem aðalgrunnlit.
Dökkbláa litinn skal nota sem grunnlit í markaðs- og kynningarefni fyrir ORA. Dökkblár er traustvekjandi litur og er tenging við hafið. Dökkblái grunnurinn og merki ORA mynda fánaliti Íslands. 61
ÚTLIT / AUKALITIR
C0 M0 Y100 K0 R:243 G:224 B:58 C0 40 Y100 K0 R:227 G:164 B:31 C0 M60 Y100 K0 R:216 G:125 B:26 C26 M100 Y100 K0 R:159 G:46 B:38 C37 M5 Y90 K13 R:173 G:185 B71 C89 M13 Y100 K0 R:85 G:159 B:72 C84 M15 Y96 K40 R:65 G:114 B:51 C100 M0 Y0 K0 R:68 G:161 B:208 C50 M100 Y0 K0 R:133 G:33 B:166 C30 M100 Y10 K40 R:116 G:8 B:98 C0 M65 Y67 K89 R:56 G32 B:24 C35 M62 Y85 K29 R:122 G:84 B:50
Aukalitir ORA eru fengnir úr litum á meðlæti, súpum og tilbúnum mat. Mælt er með að styðjast við þessa liti í hönnun á markaðsefni þegar fleiri en aðallita er krafist.
63
ÚTLIT / LETUR
Gotham Book Regular
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890 Gotham Medium Regular
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890 Gotham Bold Regular
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890 Gotham Condensed Bold
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890 Gotham Condensed Bold
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890 Sauber Script
AÁBCDÐEÉFGH I ÍJKLMNOÓPRST UÚVXYÝZÞÆÖ aábcdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýzþæö 1234567890
Gotham er almennt letur ORA. Gotham Condensed Bold er almennt notað í vöruheiti á umbúðum en til eru undantekningar eins og Gæðasósur. Nota má fleiri útgáfur af Gotham en sýndar eru hér fyrir ofan. Sauber Script er notað afar sparlega í call-out skilaboð, fyrirsagnir og við ákveðin tilefni eins og jól, en skal aldrei nota í lesmál. 65
ÚTLIT / UMBÚÐIR / VÖRULÍNUR
Vörulínur hafa sín séreinkenni * *En þó með undantekningum sem benda á regluna.
Vörulínur ORA MEÐLÆTI
MATUR
SÚPUR
SÍLD
Borði er í sterkum lit sem gefur mikinn kontrast.
Neðst er matardiskur með matnum, settur fram á fallegan en heiðarlegan hátt.
Neðst er súpuskál með súpunni, settri fram á fallegan en heiðarlegan hátt.
Útlína á borða og skildi er silfruð; silfur hafsins.
Í skildi er mynd af innihaldinu í sinni fegurstu, heiðarlegu mynd. Baunir eru sýndar áður en þær eru niðursoðnar.
Borði er alltaf grænn. Borði lyftist upp á skjöld og gefur pláss fyrir nánari lýsingu og matardisk.
Borði er í lit sem tengist innihaldinu og má lyftist upp á skjöld til að búa til rými fyrir súpuskálinni.
Í skildi er litheimur sem tengist bragðtegund og teikning af sílarveiðar-bát sem heiðrar söguna og hafsókn Íslendinga.
Bakgrunnslitur er flatur, sterkur litur.
Inni í skildi er litheimur sem tengist mat á disk og fer vel við bakgrunn. Hér er skjöldur í svipuðum lit og sósan á disknum.
Í skildi er grænn litheimur þar sem aðal innihaldsefni eru sýnd á mynd.
Bakgrunnslitur er dökkblár, tenging við hafið. Dökkur bakgrunnslitur gefur premium útlit.
Bakgrunnslitur er í gradient sem lýsist niður og gefur ákveðinn hita; heitur matur. Litur tengist innihaldi.
Bakgrunnslitur er í ljósleitum gradient sem lýsist niður og gefur ákveðinn hita; heitur matur. Litur tengist innihaldi.
67
ÚTLIT / UMBÚÐIR
Bakhliðin Í dag er þess krafist að mikið af upplýsingum sé komið fyrir á umbúðum matvæla. Því hefur bakhliðin verið endurhönnuð með það að leiðarljósi að koma skýrt á framfæri bæði því sem lagalega er nauðsynlegt að hafa, en líka því sem gagnlegt og áhugavert er að hafa fyrir neytendur.
Framhlið
Góðar tengingar
Lagalegi ramminn
Einkenni vörumerkis, vöruheiti og þyngd.
Jákvæðar skilaboð um vöruna og fyrirtækið styrkja ímynd þess í hugum neytenda sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
Allar upplýsingar sem þurfa að vera til staðar samkvæmt reglum. Innihaldslýsing, næringartafla, strikamerki og kontakt upplýsingar.
Auglýsinga- og markaðstækifæri Breytilegt svæði sem hægt er að nýta fyrir t.d. sérstakt átak í takmarkaðan tíma eða fyrir einfalda auglýsingu á vöru. Fyrir neðan eru hitunarleiðbeiningar ásamt góðu ráði við framreiðslu.
Meðal þess sem koma má á framfæri er LOFORÐ ORA og ÁBYRGÐ ORA (sjá næstu síðu).
69
Okkar loforð Hvort sem tilefnið er stórt eða smátt, fjölmennt eða fámennt, þá munum við ávallt gera það sem í okkar valdi stendur til að stundirnar við matarborðið verði sem ánægjulegastar.
71
Tökum ábyrgð Það er mikilvægt að vera meðvitaður um samfélag sitt og umhverfi. Af þeirri ástæðu setur ORA ábyrga starfshætti og bætt verklag ætíð í forgang. Öll getum við lagt okkar af mörkum með því að stuðla að betri matarnýtingu og endurvinnslu.
73
ÚTLIT / UMBÚÐIR / MEÐLÆTI / STÆRÐIR DÓSA
Skjöldur aðlagast að hlutföllum umbúða.
Merki ORA og línur haldast hlutfallslega á sömu stöðum, en borði getur færst upp og niður á eftir skildi eftir þörfum.
75
ÚTLIT / UMBÚÐIR / MEÐLÆTI
Á næstu opnum má sjá þær vörur sem hafa verið uppfærðar samkvæmt nýjum hönnunarstaðli; meðlæti, tilbúinn matur, súpur, síld og gæðasósur.
Undantekningin sem bendir á regluna Bakgrunnslitur er ekki flatur litur eins og á hinum meðlætisdósunum heldur í sama lit (brúngulur gradient) og forveri hennar, vegna þess hversu vel neytendur þekkja þá vöru.
Meðlæti 77
ÚTLIT / UMBÚÐIR / MATUR
Tilbúinn matur Undantekningin sem bendir á regluna Borði er fjólublár en ekki grænn eins og reglan segir til um. Ástæða þess er að kjúklingabollurnar eru á sama litagrunni, því er fenginn litur úr fyrri umbúðum.
79
ÚTLIT / UMBÚÐIR / SÚPUR
Súpur
81
SÍLD
Silfur hafsins Á verstu kreppuárunum bjargaði síldin því sem bjargað varð og árið 1935 voru síldarafurðir 85% af útflutningstekjum landsmanna. Án síldveiðanna hefði Ísland því vafalítið orðið gjaldþrota og glatað nýfengnu fullveldi.
ÚTLIT / UMBÚÐIR / SÍLD
Síld Hátíðarútgáfur eru með gylltum miða og loki
85
SÍLD
Silfur hafsins Það var ekki fyrr en um miðjan níunda áratug að síldin komst fyrir alvöru á jólahlaðborð landsmanna. Var þar án nokkurs vafa um skandinavísk áhrif að ræða, enda höfðu fjölmargir námsmenn kynnst dönskum og sænskum jólasiðum þar sem góð síld er vitaskuld ómissandi.
ÚTLIT / UMBÚÐIR / SÍLD
Framandi bragð 89
ÚTLIT / UMBÚÐIR / GÆÐASÓSUR
Gæðasósur 91
MÁ ÉG FÁ MEIRA?
ÚTLIT / BRÉFSEFNI
Bréfsefni er einfalt þar sem blái grunnurinn er notaður á stílhreinan hátt undir merki ORA.
95
ÚTLIT / NAFNSPJÖLD & BRÉFHAUS
97
ÚTLIT / NAFNSPJÖLD & BRÉFHAUS
99
ÚTLIT / POWERPOINT KYNNING
v
FRAMANDI BRAGÐ Ný og spennandi síld frá ORA
Forsíða
Kaflaskipti
Innsíða/textasíða
Lokasíða, „holding slide*
Sniðmát í PowerPoint (template) fyrir ORA felur í sér forsíðu, millisíður, lokasíðu og hefðbundnar efnissíður. Meginreglan er að styðjast við litabretti sniðmáts, sem byggt er á litabretti ORA. Útlit kynninga er stílhreint og hreinlegt. Forðast skal að ofhlaða glærur með of miklum texta og efni, heldur halda skilaboðum skýrum og einföldum. Forðast skal að nota baklýsingar, skugga eða blanda litum.
EKKI FINAL MYND
101
ÚTLIT / EMAIL UNDIRSKRIFT
Email Í undirskrift á tölvupósti skal koma fram merki ORA, nafn starfsmanns, starfsheiti, póstfang og símanúmer. Hafa skal farsímanúmer þegar við á. Jafnframt skal heimilisfang ORA koma fram. Neðst er mögulegt að hafa upplýsinga- eða auglýsingaborða. Borðinn skal ekki vera stærri en 800 px á breidd og 100 kb.
ÚTLIT / SAMFÉLAGSMIÐLAR
Samfélagsmiðlar Unnið skal með þá samfélagsmiðla sem nýttir eru fyrir ORA af fagmennsku og ábyrgð. Samfélagsmiðlar eru markaðsleg tól og árlega er gerð áætlun sem miðar að því að hámarka markaðslega hagsmuni ORA af þeim miðlum sem nýttir eru í markaðsstarfi. ORA heldur ekki úti samfélagsmiðli nema tryggt sé að það sé gert vel og hagsmunahöfum til framdráttar.
Á prófílmyndum samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og Twitter situr merkið á bláa grunninum. Gæta skal þess að merkið rúmist hlutfallslega vel á fletinum og hvorki þrengi að því né sé of lítið.
EKKI FINAL MYND
105
SVONA NOTUM VIÐ ORA
Svona notum við Ora Þar sem Ora er bæði fyrirtæki, Ora ehf., og vörumerki er rétt að skýra hvernig rétt er að nota orðið í texta. Í öllum tilfellum má rita það reglum samkvæmt eins og hvert annað sérnafn, þ.e. Ora, hvort sem verið er að tala um vörumerkið eða fyrirtækið. Þegar áhugi er á að draga ORA sérstaklega fram í texta er í lagi að skrifa nafnið allt með hástöfum, s.s. ORA. Á það frekar við þegar verið er að vísa í vörumerkið, en þegar verið að fjalla um fyrirtækið.
Dæmi um hvernig þetta getur litið út:
Frá árinu 1952 hefur Ora ehf. framleitt matvörur undir vörumerkinu ORA.
Þrátt fyrir að að nafnið sé í raun allt skrifað með lágstöfum í myndmerkinu er ekki ætlast til að það sé gert undir neinum kringumstæðum í ritmáli.
107
SVONA HLJÓMAR ORA
Svona hljómar Ora Ora er íslenskt fyrirtæki með ríka hefð og tengingar við íslensk heimili og íslenska matarhefð. Því er afar mikilvægt að Ora tjái sig á vandaðri íslensku. Í samræmi við gildi og þær tengingar sem leitast er eftir, er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga þegar talað er fyrir hönd Ora: – Ora talar af ábyrgð – Ora sýnir umhyggju – Ora talar af hreinskilni – Ora er heiðarlegt í sínum málflutningi
109
MYNDANOTKUN
Myndanotkun ORA er íslenskt matvælafyrirtæki. Matur, matarborð, fjölskylda og vinir spila því gjarnan stórt hlutverk í allri myndnotkun. Mat og framleiðslu á mat skal alltaf sýna í sem jákvæðustu ljósi. Forðast skal ósanna framsetningu á mat og öðru sem birtist frá ORA. Stefnt skal að því að standa undir gildum ORA og ná að mynda þær tengingar sem ORA sækist eftir. Myndir af vörum ORA skulu alltaf vera í hæsta gæðaflokki og unnar af vandvirkni. Æskilegt: – Myndir ættu að hafa ákveðinn áherslupunkt – Hafið myndir sem eðlilegastar, með eðlilegum litum.
Óæskilegt: – Ekki nota erlendar stock myndir – Ekki teygja og afskræma myndir – Ekki nota sláandi eða neikvæðar myndir
111
ÚTLIT / AUGLÝSINGAR
GÆÐAS
G Æ ÐA S Ó S U R
FRÁ ORA NDI BORÐLEGGJA
7212 – VERT.is
GÆÐAS
BRAGÐTEGUNDIR
6068 – VERT.is
GÆÐAS
GÆÐAS
NÝJAR
ALLA DAGA SÍÐAN 1952
Nýjar og endurbættar uppskriftir ora.is
Auglýsingar geta sýnt einöngu myndir af vörunni á dökkbláa grunninum. Þá skal hafa lýsingu á bakvið vöruna þannig að hún njóti sín. Einnig er hægt að blanda saman vörumyndum og einni stórri ljósmynd.
Vörumynd og fleiri ljósmyndum blandað saman. Setja má saman nokkrar myndum úr sömu töku sem segja ákveðna sögu líkt og gert er hér. Varan situr þá í bláum fleti með lýsingu.
113
ÚTLIT / MERKINGAR Á FATNAÐ
115
ÚTLIT / BÍLAMERKINGAR
117
ÚTLIT / SÝNINGARBÁS
119
ÚTLIT / FÁNI
121
VIÐ SEGJUM SKÁL.
06
SAGAN
SAGAN
Saga og arfleifð Öll vörumerki eiga sér sögu. En þau sem eiga sér langa og virðulega sögu, sögu sem þau geta verið stolt af, eru með einstakt tækifæri. Í heimi þar sem sífellt erfiðara er að ná og halda samkeppnisforskoti með vörunni einni saman er saga og arfleifð vörumerkis mikilvæg. Saga og arfleifð geta verið eitt það mikilvægasta sem vörumerkið á til þess að skapa mikilvægar tengingar við neytendur og þar með langtíma samkeppnisforskot. Saga og arfleifð ORA er nokkuð sem ekki verður keypt og enginn getur tekið af okkur. Sagan gefur fólki ástæðu til að trúa á vörur ORA og vörumerkið. Þess vegna segjum við sögu ORA. Við erum stolt af sögu og arfleifð ORA. 129
TÍMALÍNAN
1951 Kjöt og rengi er stofnað af Tryggva Jónsyni og Arnljóti Guðmundssyni til að vinna og selja hvalaafurðir. Þeir framleiddu einnig kjötbúðing, pylsur, kjötfars og blóðmör.
1952
1953
Kjöt og rengi fær nafnið ORA ORA hefur niðursuðu á og hefur niðursuðu á ýmsum grænum baunum, matvælum. sem urðu vinsælastar sinnar tegundar á örskömmum tíma.
1966 Baldvin Jónsson í vélsmiðjunni Sylgju hannar vél til að hreinsa murtu.
1968
1971
ORA hefur framleiðslu á grásleppukavíar í 100 ml glösum.
1970 Útlit umbúða var samræmt af Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur. Fyrstu nýju umbúðirnar voru á rauðrófum.
Franskur meistarakokkur þróar fiskbollur fyrir Frakklandsmarkað og humarsúpu ORA.
1983 ORA setur á markað fyrsta skyndibita Íslendinga; pylsur og hamborgara sem nægir að hita.
1987 Tryggvi Jónsson, frumkvöðull og stofnandi ORA lést, 73 ára að aldri.
1996 Landsmenn læra að njóta danska smurbrauðsins þegar Jómfrúin í Lækjargötu opnar og síldin hlýtur hærri sess.
131
SAGAN
1936 – NÝ ATVINNUGREIN
1939 – BOLLA, BOLLA!
Tveir Norðmenn búsettir á Ísafirði óskuðu eftir leyfi til að stofna niðursuðuverksmiðju – eina þá fyrstu á landinu. Bæjarstjórnin sinnti ekki erindinu en ákvað síðar að stela hugmyndinni. Tveimur mönnum um tvítugt var falið að setja upp verksmiðjuna og koma henni af stað, þeim Tryggva Jónssyni og Þorvaldi Guðmundssyni, sem síðar var kenndur við Síld og fisk. Megintilgangurinn var að sjóða niður rækjur, sjávarfang sem Íslendingar höfðu ekkert nýtt fram að þessu.
Niðursuðuverksmiðja SÍF hafði yfir að búa vél til framleiðslu á fiskbollum. Á bolludaginn 1939 var þessi nýja framleiðsluvara kynnt til sögunnar sem auðveldur og þjóðlegur bolludagsréttur. Segja má að fiskbollur hafi verið fyrsti íslenski skyndibitinn.
1938 – KOMIST Á BRAGÐIÐ Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda stofnar niðursuðuverksmiðju í Reykjavík. Megintilgangurinn er útflutningur á sjávarafurðum, en einnig sala innanlands – einkum á síld. Tryggvi Jónsson sér um niðurlagningu hennar og í fyrsta sinn byrja Íslendingar að gæða sér á síld í einhverjum mæli. Fyrstu tilraunir til að kynna Íslendingum síldarrétti voru gerðar á þriðja áratugnum en skiluðu litlum árangri, enda litu landsmenn helst á fiskinn sem beitu.
1948 – HANN BLÆS! Hvalveiðifélagið Hvalur hf er stofnað og Íslendingar hefja stórhvalaveiðar. Afurðirnar eru ætlaðar til útflutnings, en jafnframt fellur til mikið af kjöti fyrir innanlandsmarkað. Hér skapast viðskiptatækifæri fyrir framtakssama einstaklinga.
1950 – ÆVINTÝRAEYJAN Fyrsta Ævintýrabókin eftir Enid Blyton kemur út hér á landi. Íslensk börn drekka í sig sögur höfundarins og fyllast óstjórnlegri löngun í niðursuðumat, einkum reykta nautatungu ásamt berjasafti.
133
SAGAN
1951 – KJÖT OG RENGI
1953 – ORA GRÆNAR
Tryggvi Jónsson og Arnljótur Guðmundsson lögfræðingur stofna fyrirtækið Kjöt og rengi til að vinna og selja hvalaafurðir. Teknir voru bestu bitarnir úr yngstu hvölunum fyrir íslenska markaðinn. Hluti kjötsins var seldur ferskur en einnig voru framleiddar ýmsar vörur á borð við kjötbúðing, pylsur, kjötfars og blóðmör. Hvalrengi var einnig vinsæl afurð en fyrirtækið gat súrsað allt að fimmtán tonn í einu.
Þegar á öðru starfsári ORA setur fyrirtækið á markað sína kunnustu afurð, grænar baunir. Niðursoðnar baunir höfðu verið fáanlegar í verslunum um allnokkurt skeið, en ORA baunirnar urðu á örskömmum tíma vinsælastar og ómissandi með sunnudagssteikinni.
1952 – VIÐ STRÖNDINA Fyrirtækið Kjöt og rengi færir út kvíarnar með nýjum framleiðsluvörum. Farið var að reykja bæði fisk og lambakjöt og hafin niðursuða á ýmsum matvælum. Gamla nafnið þótti óhentugt og var Jóni Sigurðssyni frá Kalaðarnesi, skrifstofustjóra Alþingis og miklum íslenskumanni, falið að finna nýtt nafn. Hann stakk upp á heitinu ORA, sem fengið er úr latínu. Ora merkir bæði sögnina „að biðja“ og „strönd“, en verksmiðja fyrirtækisins var einmitt við ströndina á Kársnesi í Kópavogi. Næstu áratugina nefndist fyrirtækið fullu nafni ORA – Kjöt og rengi.
1954 – BALDUR OG KONNI Töframaðurinn Baldur Georgs var vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar ásamt búktalsdúkkunni Konna. Árið 1954 sendu félagarnir Baldur og Konni frá sér hljómplötu, þar sem fyrir kom lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir – túkall“. Engum dettur í hug að bjóða upp á saltkjöt án þess að grænar baunir fylgi sem meðlæti.
1959 – SÖNN ÍSLENSK SAKAMÁL Brotist var inn á skrifstofur ORA í skjóli nætur. Stolið var lítilræði af smámynt og nokkrum kúlupennum. Lögreglunni tókst ekki að hafa upp glæpalýðnum.
135
SAGAN
1966 – ÍSLENSKT HUGVIT
1971 – FRANSKA ELDHÚSIÐ
Niðursoðin murta úr Þingvallavatni var um árabil vinsæl útflutningsvara ORA og seld víða um lönd. Vinnan við að verka fiskinn var mannaflsfrek og var hugvitsmaðurinn Baldvin Jónsson í vélsmiðjunni Sylgju fenginn til að hanna vél til að blóðhreinsa murtuna. Vélin var tilbúin árið 1966 og talin einstök í heiminum, en hún var sögð afkasta á við 12-14 stúlkur.
Franskur meistarakokkur var fenginn til liðs við ORA árið 1971 í því skyni að þróa fiskbollur fyrir Frakklandsmarkað. Í leiðinni þróaði sá franski uppskrift að humarsúpu sem unnin var úr humarklóm, sem sjómenn höfðu fram að því ekki haft fyrir að hirða. Fyrstu viðbrögð Íslendinga voru blendin, en síðar átti humarsúpan frá ORA eftir að njóta mikilla vinsælda.
1968 – GRÁSLEPPUVELDI
1983 – FYRIR ÚTILEGUNA
Áætlað er að Íslendingar framleiði um 65% grásleppuhrogna í heiminum. Megnið af þeim er þó flutt lítið unnið úr landi. ORA áformar að hefja framleiðslu á grásleppukavíar í 100 ml. glösum til að stórauka útflutningsverðmætið.
Á Iðnsýningunni 1983 í Reykjavík kynnir ORA til sögunnar nýjung: skyndirétti fyrir fólk á ferðalögum. Ekki þarf að elda innihald dósanna, heldur dugir að láta þær liggja í heitu vatni í fáeinar mínútur. Lykkjulok er á dósinni svo dósahnífur er óþarfur. Í boði eru hamborgari í ítalskri sósu, pylsur í ítalskri sósu og ýsa sælkerans.
1970 – FÖTIN SKAPA MANNINN Fyrstu tvo áratugina voru umbúðir á vörum ORA afar fjölskrúðugar og ólíkar innbyrðis. Síðla árs 1970 var farið í að samræma útlitið og var Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur falið það verkefni. Fyrstu nýju umbúðirnar voru á rauðrófum, en síðan fylgdu fleiri vöruflokkar í kjölfarið.
137
SAGAN
1985 – FASTIR LIÐIR …
1987 – TRYGGVI JÓNSSON 1914-1987
Þjóðin situr límd yfir gamanþáttaröðinni Fastir liðir „eins og venjulega“ á RÚV þar sem hefðbundnum kynjahlutföllum er snúið við. Í einu ógleymanlegu atriði skellir persóna Arnars Jónssonar ORA fiskbolludós á eldavélarhelluna og kveikir undir. „Ertu að sjóða þessar fiskbollur?“, spyr gestkomandi í forundran. „Nei, ég er að kenna þeim að synda.“
Tryggvi Jónsson, stofnandi ORA og aðaleigandi um áratugabil, deyr 73 ára að aldri. Hann var einn af helstu frumkvöðlum íslensks niðursuðuiðnaðar, allt frá því að hann hélt til Svíþjóðar sautján ára gamall til að læra niðursuðu. Tryggvi átti stóran þátt í að bæta og auðga mataræði Íslendinga.
1986 – FRÆGÐ OG FISKNEYSLA
Þegar fyrst var farið að selja síld í íslenskum verslunum var haft að orði að hún væri fínn matur á mánudegi eftir glataða helgi. Löngu síðar lærðist landsmönnum að síld væri herramannsmatur. Árið 1996 opnaði fyrsti smurbrauðsstaðurinn á landinu, Jómfrúin á Lækjargötu. Síld er ómissandi þáttur í dönsku smurbrauðshlaðborði og raunar ákavítið líka – en það er önnur saga.
Bandarísk-ungverska leikkonan og kynbomban Zsa Zsa Gabor gengur í hjónaband í níunda og síðasta sinn. Hún var meðal frægra aðdáenda Þingvallamurtunnar frá ORA. Af öðru frægðarfólki í þeim hópi mætti nefna skemmtikraftinn Dean Martin sem borðaði hana til að passa upp á línurnar.
1996 – LANDNÁM SMURBRAUÐSINS
139
SAGAN
141
TAKK FYRIR MIG. VÖRUMERKJAHANDBÓK ORA 2. útgáfa. Gefin út í desember 2017. Unnin af VERT markaðsstofu – vert.is. Ljósmyndir: Gunnar Svanberg og addi.is