Seth Godin

Page 1

Markaðsráðstefna ársins Seth Godin Invisible or Remarkable?

29. nóvember 2012 Háskólabíó Samtök markaðsfólks á Íslandi

#imark


Fyrsti fyrirlestur Seth í Evrópu í tvö ár Seth Godin er eitt stærsta nafnið í markaðs- og viðskiptaheiminum í dag. Hann er einstaklega eftirsóttur fyrirlesari en talar örsjaldan utan Bandaríkjanna. Reyndar hefur hann ekki tekið að sér að halda fyrirlestur í Evrópu síðastliðin tvö ár svo Íslandsheimsókn hans er því einstakur viðburður.

Seth Godin Seth Godin er höfundur margra söluhæstu viðskiptabóka á Amazon.com. Hann er frumkvöðull og talsmaður breyttra tíma. Tímaritið Successful Meetings Magazine kallar Seth einn af 21 bestu fyrirlesurum aldarinnar, eða „One of the top 21 speakers for the 21st century“. Það er óhætt að segja að Seth hristi upp í viðskiptaog markaðsfólki með hugmyndum sínum og skoðunum, enda er hann frumkvöðull á sviði markaðshugsunar og viðskiptanálgunar.


Seth hefur skrifað þrettán bækur sem allar hafa verið á metsölulistum víða í heiminum. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir þrjátíu og fimm tungumál. Einn af hans nýjustu titlum er We Are All Weird, en í þeirri bók ræðir hann um að fyrirbærið „að ná til fjöldans“ sé dautt – nú er að hefjast persónulegra tímabil þar sem fólkið ræður för og því þarf að koma til móts við persónulegu gildi fólks, þó svo þau geti verið skrítin. Seth var stofnandi og framkvæmdastjóri Yoyodyne, sem var leiðandi á sviði gagnvirkrar, beinnar markaðssetningar. Yahoo! keypti Yoyodyne árið 1998. Seth er með MBA gráðu frá Stanford háskóla og var útnefndur „The Ultimate Entrepreneur for the Information Age“ af Business Week.

Hver er þín fjólubláa kú? Í erindi sínu, Invisible or Remarkable?, fjallar hann um mikilvægi þess að fyrirtæki tileinki sér skapandi hugsun og skapi sína „fjólubláu kú“ – þ.e. að fyrirtækin hafi eitthvað sérstakt að bjóða viðskiptavinum sínum sem sé sannarlega virðisaukandi fyrir þá. Hann sýnir fram á kosti þess að nálgast hluti með skapandi og óvenjulegum hugsunarhætti með raunverulegum dæmisögum fyrirtækja. Dæmi sem sýna hvernig þessi nálgun hefur gjörbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum fyrirtækja og leitt til þess að þau hafi náð undraverðum árangri. Seth mun ræða um það hvernig hugmyndir breiðast út, af hverju það skiptir máli hvað fyrirtæki segja, hvers vegna það borgar sig að koma fram við viðskiptavini af virðingu og hvernig ákvarðanir varðandi þetta allt og meira til ræður úrslitum um hvort fyrirtæki þitt verði ósýnilegt eða eftirtektavert.


Magnús Scheving Magnús Scheving er frumkvöðull, rithöfundur, framleiðandi og margverðlaunaður íþróttamaður. Magnús er stofnandi Latabæjar en hann hefur í yfir 20 ár unnið að því að kynna hugmyndafræðina á bak við Latabæ um allan heim, ásamt því að byggja upp farsælt fyrirtæki. Magnús er aðalhöfundur og leikari í barnasjónvarpsþáttunum um Latabæ, sem hann einnig leikstýrir. Í dag er Latibær sýndur í fjölda landa víðs vegar um heiminn og hefur fengið mikið hrós fyrir jákvæða heilbrigðishvatningu. Magnús er einnig eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi erlendra ríkisstjórna. Erindi Magnúsar ber heitið The Power of being Lazy.


George Bryant George Bryant er einn stofnanda Brooklyn Brothers, alþjóðlegrar markaðsstofu sem leggur áherslu á að finna nýstárlegar og snjallar leiðir fyrir fyrirtæki til að ná til neytenda. Neytendavenjur breytast hratt og að ná athygli fólks verður sífellt erfiðara. George segist vera með ástríðu fyrir því að finna nýjar leiðir til að takast á við þá áskorun. George er mjög ráðsnjall og hugmyndaríkur, enda sækjast mörg af sterkustu vörumerkjum heims eftir starfskröftum hans. Hann hefur yfir tuttugu ára reynslu af að vinna með mjög sterkum en ólíkum vörumerkjum, allt frá Apple til Ólympíuleikanna, frá Orange til Being John Malkovich. George segist einnig vera virkilega heillaður af Íslandi, svo heillaður að það megi næstum því teljast vera óheilbrigt. Hann hefur komið hingað yfir þrjátíu sinnum og ávallt fyllst innblæstri og farið héðan endurnærður. Erindi George ber heitið: People Power. Why the most powerful tool in business is the one you can't buy. Us.


Dagskrá 8.40

Húsið opnað

9.00 – 9.10

Ráðstefnan sett

9.10 – 9.40

George Bryant: People Power. Why the most powerful tool in business is the one you can't buy. Us

9.40 – 10.10

Magnús Scheving: The Power of being Lazy

10.10 – 10.30

Hlé

10.30 – 12.00

Seth Godin: Invisible or Remarkable?

12.00

Lok ráðstefnu

r urðu b ð i V þú sem ekki t mát a af! miss

Ráðstefnustjóri: Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.