sjává ársskýrsla

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2011

1


ÁRSSKÝRSLA 2011 l 2


Efnisyfirlit Um Sjóvá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Frá stjórnarformanni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Frá forstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Helstu atburðir ársins 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Íslenski vátryggingamarkaðurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Stefna og framtíðarsýn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Hjá Sjóvá færðu meira . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Stjórnarháttayfirlýsing 2012 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. . . . . . . . . . . . . . 26 Hlutverk, framtíðarsýn og gildi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ársreikningur samstæðunnar árið 2011 . . . . . . . 37 Consolidated Statement of Comprehensive Income . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Consolidated Statement of Financial Position . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71

3


Hlutverk SjóváR Hlutverk Sjóvár er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 4


5


Um Sjóvá Sjóvátryggingafélag Íslands hf. var stofnað 1918. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) urðu til 1989 með samruna félagsins við Almennar tryggingar hf., sem stofnaðar voru 1943. Nýtt félag var stofnað um vátryggingastofninn 20. júní 2009. Sjóvá er alhliða vátryggingafélag og rúmlega fjórðungur íslenskra heimila tryggir hjá félaginu. SjóváAlmennar líftryggingar hf. (Sjóvá Líf), dótturfélag Sjóvár, er með um 35% markaðshlutdeild á líf- og heilsutryggingamarkaðnum. Sjóvá er með rúmlega 60 þúsund viðskiptavini í einstaklingsviðskiptum og yfir 7 þúsund fyrirtæki í tryggingu. Í vildarþjónustu Sjóvár, Stofni, eru rúmlega 28 þúsund fjölskyldur. Í árslok 2011 störfuðu 206 manns hjá Sjóvá í 199 stöðugildum og er félagið með starfsemi á 36 stöðum um allt land.

Hagnaður eftir skatta milljónum króna) Hagna⇥ur eftir(ískatta 900 800 700 600 500 400 300 200 100 -

2010

2011

Iðgjöld ársins Iðgjöld ársins voru 12.100 millj. kr. samanborið við 12.048 millj. kr. árið 2010, sem er 0,4% hækkun frá fyrra ári. Eigin iðgjöld ársins hækka um 1,5% og voru 11.053 millj. kr. en árið 2010 voru þau 10.895 milljónir króna.

tjón(íársins Iðgjöld I⇥gjöld og tjón og ársins milljörðum króna) 12 10

Hagnaður Sjóvár árið 2011 var 642 millj. kr. samanborið við 810 millj. kr. hagnað árið 2010. Heildareignir samstæðunnar námu 37.540 millj. kr. í árslok og hækkuðu um rúmlega einn milljarð króna á árinu.

8 6 4 2 0

Eigið fé í árslok 2011 nam 12.934 millj. kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar hækkaði á milli ára úr 33,6% í 34,5%. Við mat á rekstri tryggingafélaga er yfirleitt stuðst við samsett hlutfall. Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtrygginga- og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum. Ef samsett hlutfall er hærra en 100% þá er kostnaður félagsins hærri en iðgjöldin. Samsett hlutfall samstæðunnar þegar kostnaði hefur verið úthlutað á fjármálastarfsemi var 96,6% árið 2011, þar af var rekstrarkostnaðarhlutfallið 22,5%. Samsetta hlutfallið með heildarkostnaði var 100,6% árið 2011. Arðsemi eigin fjár var 5%.

2008

2009 Eigin i⇥gjöld

2010

2011

Eigin tjón

Tjón ársins Tjón ársins voru 8.163 millj. kr. samanborið við 8.578 millj. kr. árið 2010, sem er 4,8% lækkun. Tjónin hafa verið lægri í niðursveiflunni en tjónatíðni var á svipuðu róli og tjónatíðni áranna 2003-2006. Tjónahlutfall ársins 2011 var 67,5% samanborið við 71,2% árið áður. Eigin tjón ársins hækkuðu um 2,9% og voru 8.049 millj. kr. samanborið við 7.822 millj. kr. árið 2010.

Hagnaður ársins

Endurtryggingar

Hagnaður Sjóvár árið 2011 var 642 millj. kr. eftir að tekið hefur verið tillit til niðurfærslu á viðskiptavild að fjárhæð 1.624 millj. kr. Fjárfestingatekjur skiluðu félaginu 2.908 millj. en stærsti hluti fjárfestingatekna eru matsbreytingar fjárfestinga.

Nettó endurtryggingar, þ.e. keyptar endurtryggingar að frádregnum hluta endurtryggjenda í tjónum og umboðslaunum, árið 2011 voru 804 millj. kr. samanborið við 297 millj. kr. árið 2010. Á árinu 2010 varð stórt tjón sem féll að mestu leyti á endurtryggjendur sem útskýrir þennan mikla mun á milli ára. Endurtryggingahlutfallið er 6,6% samanborið við 2,5% árið áður.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 6


Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður ársins 2011 var 3.122 millj. kr. samanborið við 3.000 millj. kr. árið 2010 sem er 4% hækkun á milli ára. Stærsti einstaki liðurinn er laun og launatengd gjöld sem eru um 55% af öllum rekstrarkostnaði.

Eigið fé Eigið fé félagsins hækkaði í 12.934 millj. kr. í lok árs 2011, úr 12.292 millj. kr. árið áður. Eiginfjárhlutfall Sjóvár í lok árs 2011 var 34,5% og arðsemi eigin fjár 5%. Eigið fé (í milljörðum Eigi⇥ fé króna) 14 12

Gjaldþol vátryggingafélags eru heildareignir þess að frádregnum nauðsynlegum afskriftum og niðurfærslum, óefnislegum eignum, svo og hvers konar fyrirsjáanlegum skuldum og skuldbindingum, þar með talin vátryggingaskuld. Árlega er framkvæmd niðurfærsla á óefnislegum eignum. Á árinu nam niðurfærslan á úthlutuðum óefnislegum eignum 361 millj. kr. Því til viðbótar voru afskrifaðar óefnislegar eignir að fjárhæð 1.624 milljónir kr. á árinu. Afskriftir óefnislegra eigna hafa ekki áhrif á gjaldþol félagsins eða sjóðstreymi.

10

Gjaldþol Gjaldþolsamstæ⇥unnar samstæðunnar

8

3,6

6

2,9

4 2 0

1,8

2009

2010

2,0

1,4

1,5

des 09

jún 10

Samsett hlutfall

Samsett hlutfall er mælikvarði sem sýnir hversu vel gengur í daglegum rekstri. Hlutfall undir 100% gefur til kynna að félagið sé að gefa út tryggingar með hagnaði á meðan hlutfall yfir 100% gefur til kynna að kostnaður vegna tjóna, reksturs og endurtrygginga sé hærri en innheimt iðgjöld.

2,7 2,2

2011

Samsett hlutfall samstæðunnar var 96,6% samanborið við 95,6% árið 2010. Helsta ástæða hækkunarinnar er aukning í rekstrarkostnaði sem skilar kostnaðarhlutfallinu 22,5% og hækkun á endurtryggingahlutfalli sem er 6,6%. Á móti hefur tjónahlutfallið lækkað í 67,5%.

2,3

Gjaldþol

1,8

des 10

jún 11

des 11

A⇥laga⇥ gjaldþol

Afkoma greina Skaða- og líftryggingar félagsins skiptast í 7 greinar. Tryggingaleg afkoma greinanna er misjöfn líkt og undanfarin ár. Markvisst er unnið að því að endurmeta verðlagningu á áhættu einstakra trygginga til að ná viðunandi afkomu á öllum greinum.

Afkoma greina króna) Afkoma greina (í milljónum 600 500

Gjaldþol

400

Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 3,57 en var 2,32 árið 2010. Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar er 2,73 á móti 1,83 árið 2010. Félagið var endurreist árið 2009 á lágmarksgjaldþoli. Frá þeim tíma hefur gjaldþolið styrkst jafnt og þétt.

300 200 100 0

Eignatr Sjó- Lögb. Lögb Frjálsar Líf Eignatr. Sjó-, Frjálsar Alm. Alm.áb Slysa Slysa- Líftr. flugökut ökutr. ökut ábtr. ogog flug-og og ökutr. farm sjúkra farmtr.

sjúkratr.

7


Frá stjórnarformanni Árið 2011 var tímamótaár hjá Sjóvá. Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands seldi stærstan hlut ríkisins í félaginu og nýir langtímakjölfestufjárfestar komu að rekstrinum. Með því er þeim kafla lokið í sögu Sjóvár sem tengist fjárfestingum fyrri eigenda félagsins. Það er spennandi verkefni að taka við félagi eins og Sjóvá. Sjóvá býr að langri sögu og sterkum tengslum við heimilin og fyrirtækin í landinu. Vörumerkið er eitt sterkasta vörumerki landsins með meira en 90 ára sögu. Undanfarið ár hefur verið unnið að því markvisst að byggja upp og styrkja félagið sem stendur nú styrkum fótum á íslenskum tryggingamarkaði.

Það er spennandi verkefni að taka við félagi eins og Sjóvá, félagi sem býr að langri sögu og sterkum tengslum við heimilin og fyrirtækin í landinu.

Starfsfólk Sjóvár býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á íslenskum vátryggingamarkaði, starfsaldur er hár innan félagsins og starfsánægja mikil. Þetta er sá styrkur sem við byggjum á til að mæta þörfum viðskiptavina okkar.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 8

Stjórn og nýir eigendur stefna að skráningu félagsins í Kauphöll. Undirbúningur skráningarinnar tekur til margþættrar vinnu við reksturinn. Stjórnin er að endurskoða regluverk félagsins með tilliti til lærdóms af reynslu fyrri ára. Með nýju stjórnskipulagi og regluverki er Sjóvá betur í stakk búin til að takast á við framtíðina. Ný stjórn réði Hermann Björnsson sem forstjóra Sjóvár í september 2011. Hermann hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr viðskiptabönkum og hefur gegnt trúnaðarstörfum í fjármálageiranum. Hermann hefur þegar hafist handa við endurskipulagningu og nýja sókn félagsins. Þegar nýir eigendur komu að félaginu á síðasta ári var markmiðið að skrá félagið í Kauphöll Íslands. Tilgangurinn með skráningu er að gefa almenningi kost á að fjárfesta í félaginu. Núverandi fjárfestar ætla sér að veita félaginu áfram kjölfestu, en telja æskilegt að breiður hópur standi að baki félagi sem hefur jafn marga snertifleti við heimilin og fyrirtækin í landinu og Sjóvá. Með þessu vill stjórnin einnig stuðla að vexti og viðgangi virks verðbréfamarkaðar á Íslandi, en slíkur markaður gegnir mikilvægu hlutverki við uppbyggingu hagkerfisins. Til þess að fjárfesting hér á landi geti verið með eðlilegu móti er nauðsynlegt að fólk geti veitt sparnaði sínum í atvinnulífið á hagkvæman hátt innan skýrrar löggjafar sem tryggir hagsmuni smærri hluthafa. Ég hef fulla trú á að Kauphöll Íslands geti rækt það hlutverk.


Vaxandi áhersla er lögð á innleiðingu Solvency II tilskipunarinnar sem tekur gildi í ársbyrjun 2014. Meginmarkmiðið með Solvency II er að koma á endurskoðuðum gjaldþolsreglum og stöðlum um áhættustýringu. Gera má ráð fyrir að mikill kostnaður fari í innleiðingu þessa verkefnis á næstu árum. Nauðsynlegt er að eftirlitsaðilar taki tillit til séríslenskra aðstæðna við innleiðingu regluverksins, eins og t.d. þess að íslensk tryggingafélög eru öll lítil á alþjóðlegum mælikvarða og geta því síður borið háan fastan kostnað af regluverki. Aðalatriðið er að regluverk eins og Solvency II snýst ekki fyrst og fremst um skýrslugjöf og skrifræði, heldur er því ætlað að hafa áhrif á hegðun þeirra sem því lúta með bættri áhættustjórnun. Nú þegar eru farin að sjást merki um að væntanleg innleiðing á Solvency II sé farin að hafa jákvæð áhrif á rekstrarákvarðanir. Ég vænti mikils af þessu starfi. Eitt af verkefnum nýrrar stjórnar er að auka hagkvæmni í rekstri. Nýir eigendur félagsins hafa vitaskuld væntingar um viðunandi arðsemi af rekstri félagsins. Það er hins vegar ljóst að ákvarðanir teknar í dag til styrkingar afkomu, bæði á kostnaðarhlið og tekjuhlið koma ekki fram strax heldur á lengri tíma. Við reiknum því með að skýr merki um viðsnúning komi fyrst fram á fyrri hluta ársins 2013. Það er viðunandi svo fremi sem öll tækifæri verði notuð og um stýrt ferli sé að ræða í rétta átt. Markmið Sjóvár er að auka virði þjónustunnar sem viðskiptavinir okkar fá og veita framúrskarandi þjónustu á sanngjörnu verði, þar sem sanngirnin endurspeglar bæði hagkvæman rekstur og að áhætta viðskiptavina sé rétt verðlögð.

þess að hluti þjónustunnar muni leita út til aðila sem ekki lúta eftirliti með tilheyrandi óhagræði fyrir eftirlitsskylda aðila og minni vernd gagnvart neytendum. Erlend fyrirtæki sem hafa verið stór á þessum markaði standa betur að vígi í samkeppni við íslensku félögin og loks mun aukin skattlagning og eftirlitskostnaður hækka verð til neytenda sem er ákaflega ógagnsæ skattheimta. Það er augljóst að þetta fyrirkomulag þarf að leita jafnvægis, því auðvitað er þörf á aðhaldi og eftirliti en ekki af þeirri stærðargráðu sem nú er.

Sjóvá sér ekki ofsjónum yfir því að greiða gjöld og skatta eins og önnur fyrirtæki í landinu. Hins vegar er ástæða til að vara við sérstökum álögum á fjármálastarfsemi. Rannsókn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á aðkomu íslenska ríkisins að endurreisn Sjóvár á árinu 2009 hélt áfram á árinu 2011. Í lok september 2011 afhenti íslenska ríkið viðamikinn gagnapakka til ESA er varðaði málið. Vonir standa til að ESA kveði upp úrskurð sinn um lögmæti ríkisaðstoðar gagnvart Sjóvá á vordögum 2012. Það er gaman að fá að taka þátt í endurreisn þessa glæsilega félags sem Sjóvá er. Mér er þakklæti í huga til starfsfólks Sjóvár fyrir góð störf á árinu en einnig og ekki síður þökkum við viðskiptavinum Sjóvár fyrir tryggð þeirra við félagið. Við í stjórninni hlökkum til áframhaldandi samstarfs við starfsfólk og viðskiptavini.

Starfsfólk Sjóvár býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á íslenskum vátryggingamarkaði og starfsánægja er mikil.

Nýr fjársýsluskattur hækkar útgjöld félagsins um 80 milljónir króna á þessu ári. Sjóvá sér ekki ofsjónum yfir því að greiða gjöld og skatta eins og önnur fyrirtæki í landinu. Hins vegar er ástæða til að vara við sérstökum álögum á fjármálastarfsemi. Það getur leitt til

9


Frá forstjóra Árið 2011 var viðburðaríkt í rekstri Sjóvár. Eignarhald félagsins skýrðist með kaupum hóps sterkra fjárfesta á kjölfestuhlut í félaginu og í framhaldinu fór af stað endurskipulagning og grunnur var lagður að nýjum áherslum í rekstri félagsins. Afkoma Sjóvár á árinu 2011 var í takti við áætlanir. Hagnaður ársins nam 642 m.kr. eftir að tekið hefur verið tillit til gjaldfærslu viðskiptavildar að fjárhæð 1.624 m.kr. Í árslok 2011 var framkvæmt árlegt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild samstæðunnar en niðurstaða prófsins leiddi til fyrrgreindrar gjaldfærslu. Niðurfærsla á viðskiptavild hefur ekki áhrif á gjaldþol félagsins eða sjóðstreymi. Til samanburðar var hagnaður ársins á undan 811 millj. kr. Hagnaður án niðurfærslu viðskiptavildar og fyrir skatta nam 2.508 millj.kr. en var 1.007 millj. kr. árið áður. Félagið varð ekki fyrir neinum meiriháttar tjónum á árinu og var tjónahlutfall í ökutækjatryggingum félaginu hagfellt framan af ári en versnaði á seinni hluta ársins vegna snjóþyngsla. Samsett hlutfall skaðatryggingarekstrar var 105% fyrir árið 2011 og líftryggingarekstrar 64,7%. Samanlagt samsett hlutfall samstæðunnar var 96,6%. Afkoma af fjárfestingastarfsemi var mun betri en gert var ráð fyrir. Það skýrist annars vegar af því að verðbólga varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir á árinu, en 77% af eignasafni félagsins er verðtryggt, og hins

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 10

vegar af mikilli lækkun á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa á síðasta ári. Afkoma félagsins af þessum lið er því að vissu leyti skammgóður vermir þar sem annars vegar ógnar aukin verðbólga efnahagslegum stöðugleika og hins vegar gerir lægra vaxtastig félaginu erfiðara fyrir að endurfjárfesta með arðsemi í huga. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 nam 12.934 millj. kr. og var eiginfjárhlutfallið 34,5%. Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 3,57 og aðlagað gjaldþolshlutfall 2,73, en það hækkaði úr 1,83 frá árslokum 2010. Í lok síðasta árs námu heildareignir samstæðunnar 37.540 millj. kr. Sjóvá er því vel fjármagnað vátryggingafélag.

Afkoma Sjóvár á árinu 2011 var í takti við áætlanir. Hagnaður ársins nam 642 millj. kr. eftir að tekið hefur verið tillit til gjaldfærslu viðskiptavildar að fjárhæð 1.624 millj. kr. Sá sem þetta skrifar kom til starfa hjá Sjóvá í lok síðasta árs. Það er spennandi verkefni að koma að félagi sem á í senn langa og farsæla sögu að baki og stendur jafnframt á tímamótum þar sem nýir eigendur hafa tekið við félaginu. Félagið hefur verið í vissu


millibilsástandi eftir að ríkið þurfti að koma að endurreisn þess, en nú er þeim kafla í sögu félagsins lokið og starfsfólk getur einbeitt sér að framtíðinni. Til að búa félagið undir nýja sókn hefur nýtt skipurit verið kynnt til sögunnar sem skerpir betur á áherslum í rekstrinum. Stofnuð hafa verið ný svið, vátryggingasvið og þjónustu- og rekstrarsvið, og breytingar hafa verið gerðar á sölusviði. Félagið undirritaði nýjan tíu ára samning um leigu á Kringlunni 5 og standa nú yfir gagngerar endurbætur á húsnæðinu sem miða að því að gera húsnæðismál sveigjanlegri og bæta flæði upplýsinga með opnara rými. Einnig gera breytingarnar mögulegt að minnka það rými sem félagið hefur til ráðstöfunar og verið er að kanna möguleika á að leigja hluta húsnæðisins til annarra aðila.

Unnið er að áframhaldandi endurskipulagningu Sjóvár og hefur verkefna- og ábyrgðarskipting verið skýrð með nýju skipuriti.

2012 var bætt í forystusveit félagsins með það að markmiði að styðja betur við nýtt skipulag og áframhaldandi uppbyggingu til framtíðar. Það eru margvísleg og spennandi tækifæri á markaðnum sem vert er að skoða í því tilliti. Þar má nefna bílalán sem dæmi, veflausnir og vöruþróun í líf- og heilsutryggingum. Eftirlitsaðilar gera kröfur um að vátryggingafélög uppfylli ákveðin skilyrði um upplýsingaöryggi. Til að uppfylla þau skilyrði og halda betur utan um þekkingarverðmæti og gögn í starfseminni var ákveðið að innleiða ISO 27001 staðalinn um upplýsingaöryggi og er stefnt að því að fá vottun á stjórnun upplýsingaöryggis hjá Sjóvá að lokinni innleiðingu staðalsins. Það eru mörg járn í eldinum og spennandi tímar framundan hjá Sjóvá. Ég vil þakka starfsfólki og stjórn gott samstarf og hlakka til áframhaldandi uppbyggingar með þeim góða hópi. Viðskiptavinum þakka ég góð samskipti á árinu.

Afkoma af vátryggingarekstri félagsins er ekki viðunandi í öllum tryggingagreinum og það er meginverkefni stjórnenda að snúa þeirri stöðu til betri vegar. Þar eru fjöldamörg vannýtt tækifæri til að leiðrétta verðlagningu þannig að viðskiptavinir greiði fyrir raunverulega áhættu og tekið hefur verið í notkun verkfæri til að gera þá vinnu einfaldari og hnitmiðaðri. Þannig er stefnt að því að verð endurspegli áhættu betur en hingað til hefur verið og þess vegna ættu áhættuminni viðskiptavinir félagsins að geta notið hagstæðari kjara í framtíðinni. Áætlanir ársins 2012 gera ráð fyrir aðhaldi í rekstri og ákveðnum aðgerðum til lækkunar kostnaðar. Sömuleiðis er litið til nýrra tækifæra til tekjuaukningar. Reiknað er með að fjárhagslegur árangur af þessum aðgerðum byrji að skila sér á miðju ári 2013. Unnið er að áframhaldandi endurskipulagningu félagsins og hefur verkefna- og ábyrgðarskipting verið skýrð með nýja skipuritinu. Það er samheldinn og góður hópur sem starfar í Sjóvá, margir hafa langan starfsaldur að baki og í hópinn hafa bæst nýir liðsmenn sem styrkja hann enn frekar. Í lok ársins 2011 og byrjun

11


Helstu atburðir ársins 2011 Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Í mars var endurnýjaður samningur milli Sjóvár og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um Kvennahlaupið en Sjóvá hefur verið aðalbakhjarl þess í átján ár. Meginmarkmið hlaupsins, sem vakið hefur heimsathygli og heitir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ, er að vekja og viðhalda áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu, efla samstöðu og einnig og ekki síst að vekja umræðu um íþróttir kvenna.

Pappírslaus viðskipti í sókn Í tengslum við Stofnendurgreiðsluna gaf Sjóvá viðskiptavinum kost á því að skrá sig í pappírslaus viðskipti. Þannig birtast nú þau skjöl sem áður voru send í pósti til viðskiptavina inni á Mínum síðum á

15.000 konur hlaupa Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn þann 4. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu og hlupu um 15.000 konur á 84 stöðum um allt land auk um 18 staða erlendis. Mikil gleði og samheldni einkenndi hlaupið en það er stærsti íþróttaviðburður á Íslandi ár hvert. Viðskiptavinir styrkja Hringinn Í febrúar endurgreiddi Sjóvá viðskiptavinum sínum í Stofni hluta iðgjalda vegna ársins 2010. Af því tilefni gafst viðskiptavinum kostur á að láta hluta eða alla endurgreiðslu sína renna til Styrktarsjóðs Barnaspítala Hringsins. Í mars afhenti viðskiptavinur í Stofni sem valinn var af handahófi rúmar tvær milljónir króna til barnaspítalans. Rúmlega eitt þúsund viðskiptavinir ákváðu að verja hluta eða allri endurgreiðslu sinni til hans.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 12

þjónustuvef Sjóvár. Þar er auðvelt að finna viðeigandi skjöl og fletta eftir tegundum eða tímabilum og bætir þetta fyrirkomulag mjög yfirsýn viðskiptavina yfir tryggingar fjölskyldunnar auk þess sem það er um-


hverfisvænt vegna minni pappírsnotkunar. Samhliða þessu var leikur þar sem viðskiptavinir, sem skráðu sig í pappírslaus viðskipti, áttu kost á að vinna iPad spjaldtölvu. Þrír heppnir unnu iPad og í mars gerði Feiti Tékkinn víðreist og afhenti vinninginn til þriggja fjölskyldna í Stofni. Afsláttur af smáréttingum Í apríl gerði Sjóvá samning við Smáréttingar í Kópavogi um að veglegur afsláttur af smáréttingum á ökutækjum verði ein af vildarþjónustum fyrir viðskiptavini í Stofni. Með þessum nýja samningi fá viðskiptavinir í Stofni 50% afslátt af smáréttingum sé bíllinn í kaskó. Þannig geta viðskiptavinir í Stofni farið með kaskótryggða bílinn sinn og látið athuga með smábeyglur og dældir í stað þess að fara með tjónið hefðbundnu leiðina í gegnum kaskótrygginguna með tilheyrandi kostnaði. Vindakort Í maí var hulunni svipt af sérstöku vindakorti sem ætlað er að auka öryggi í umferðinni. Vindakort Sjóvár sýnir þekkta staði á landinu, þar sem ferðalangar geta átt von á varasömum strengjum sem reynst geta hættulegir aftanívögnum og léttum húsbílum. Kortið var þróað í samvinnu við veðurfræðing, atvinnubílstjóra og ýmsa viðskiptavini Sjóvár. Vindakortinu er ætlað að auka öryggi í umferðinni og auðvelda ferðamönnum að haga ferðalögum sínum í samræmi við veðurútlit. Samstarf við Slysavarnaskólann Sjóvá og Slysavarnaskóli sjómanna, sem rekinn er af Slysavarnafélaginu Landsbjörg skrifuðu undir samstarfssamning í maí. Samningurinn felur í sér samvinnu á sviði forvarna og er markmið hans m.a. að fækka og koma í veg fyrir slys á sjómönnum sem og eignatjón hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.

ökutæki. Básinn var tilnefndur til ÍMARK-verðlauna í flokki umhverfisauglýsinga. Vel heppnuð forvarnavika Metnaðarfull forvarnavika var haldin af starfsfólki Sjóvár í byrjun maí. Markmið vikunnar var að fræða starfsmenn um forvarnir sem tengjast þeim í starfi og einkalífi. Vikan var vel heppnuð og allar kynningar teknar upp og settar á innri vef félagsins. Lions styrkt Í janúar endurnýjaði Sjóvá styrktarsamning við Lionsklúbbinn Fjörgyn í Grafarvogi en klúbburinn afhenti af því tilefni Barna- og unglingageðdeild Landspítalans tvær bifreiðar til eignar. Sjóvá er stolt af því að taka þátt í góðu framtaki Lionsmanna í Grafarvogi sem er sannkallað þjóðþrifamál.

Nýr bás á bílasýningu vakti athygli Um miðjan maí tók Sjóvá þátt í bílasýningunni „Allt á hjólum“ í Fífunni. Þar var í fyrsta sinn notaður nýr bás þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta virðisaukandi þjónustuþætti sem Sjóvá veitir viðskiptavinum sínum. Góður rómur var gerður af básnum og gekk vel að koma skilaboðum á framfæri um þá fjölbreyttu þjónustu sem félagið veitir viðskiptavinum í tengslum við

13


Viðurkenning á farsælu samstarfi Á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í maí var Sjóvá afhentur áttavitinn sem er viðurkenning fyrir stuðning við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Sjóvá hefur átt farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörg frá stofnun þess árið 1999. Sjóvá er mjög stolt af samstarfinu enda er það mjög í anda hlutverks Sjóvár sem er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir. Frjór starfsmannafundur Í júní var haldinn starfsmannafundur á Grand Hótel en slíkur fundur var einnig haldinn í tengslum við stefnumótun félagsins árið 2010. Á fundinum gafst starfsfólki tækifæri til að taka þátt í langtímastefnumótun í starfsemi félagsins og leggja sitt af mörkum til að stuðla að enn betri þjónustu við viðskiptavini. Um undirbúning og skipulag fundarins sáu starfsmenn félagsins. Ólympíudagurinn Ólympíudagurinn var haldinn hátíðlegur um heim allan þann 23. júní. Sjóvá er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og dyggur stuðningsaðili Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Mikið var um dýrðir í Laugardalnum og var skemmtileg dagskrá sett upp þar sem börn og fullorðnir fengu tækifæri til að prófa mismunandi íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í viðkomandi greinum. Nýir eigendur Í júlí voru kaup á meirihluta hlutafjár í Sjóvá samþykkt og tóku nýir eigendur við félaginu. Erna Gísladóttir var kjörin formaður nýrrar stjórnar.

upp eigið eftirlit með eldvörnum, m.a. með virkri þátttöku starfsmanna sinna, bæði á vinnustað og heimilum sínum. Nýr forstjóri Hermann Björnsson var ráðinn forstjóri Sjóvár í september og hóf störf í október. Hermann er 48 ára, lögfræðingur að mennt og starfaði áður sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Besti básinn Sjóvá tók þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í september. Bás Sjóvár hlaut verðlaun sem besti bás í hópi minni sýningarbása. Básinn var hannaður af

auglýsingastofunni Hvíta húsinu í samstarfi við Sjóvá. Hafið lék aðalhlutverk í básnum og í honum var einnig stór viti sem er tilvísun til öryggis sjófarenda. Gestir gátu komið á básinn og hvílt lúin bein á rekaviðardrumbi við borð sem gert var úr vörubrettum.

Þátttaka í bæjarhátíðum Sumarið 2011 tók Sjóvá þátt í ýmsum bæjarhátíðum víða um land. Þar má nefna Mærudaga á Húsavík í samstarfi við Völsung, Þjóðhátíð í Eyjum með ÍBV og Sumar á Selfossi en þar var Sjóvá einn aðalstyrktaraðili hátíðarinnar.

Ný auglýsingaherferð Í september kynnti Sjóvá nýja heildstæða herferð og myndheim sem byggir á einni stórri sjónvarpsauglýsingu. Nokkrar styttri auglýsingar voru framleiddar samhliða þessu til að undirstrika mismunandi þjónustuþætti. Herferðin snýst fyrst og fremst um aðgreiningu á markaði sem leiðir Sjóvá í átt til framtíðarsýnar fyrirtækisins.

Eldvarnir efldar Í september hóf Eldvarnabandalagið, sem Sjóvá er aðili að, átak til þess að efla eldvarnir hjá fyrirtækjum um allt land. Stuðlað verður að því að fyrirtæki taki

Betri kjör fyrir einn gjalddaga Í október var ákveðið að allir viðskiptavinir með einn samræmdan gjalddaga á skírteinum sínum fengju 30% afslátt af kostnaði við greiðsludreifingu. Með

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 14


þessu kemur Sjóvá til móts við trygga viðskiptavini í Stofni með því að bjóða þeim ávallt bestu kjör hverju sinni. Vegaastoð enn víðar Í byrjun nóvember var tilkynnt um mikla útvíkkun á þjónustusvæði Vegaaðstoðar Sjóvár. Nú er Vegaaðstoð í boði í flestum þéttbýliskjörnum landsins og nær til rúmlega 90% landsmanna í þéttbýli. Í tengslum við verkefnið var kynnt nýtt þjónustukort á vef félagsins þar sem sjá má hvar Vegaaðstoð er veitt auk þess sem það sýnir upplýsingar um þjónustuaðila Sjóvár um land allt. Samstarf um verðmætabjörgun Undirritaður var þjónustusamningur við Stólpa ehf. í nóvember. Stólpi veitir þjónustu við útköll vegna vatnsleka og verðmætabjörgunar allan sólarhringinn og hefur þjónustað viðskiptavini Sjóvár farsællega frá árinu 1981. Icelandair áfram hjá Sjóvá Á árinu endurnýjaði Sjóvá fjölda langtímasamninga um vátryggingaviðskipti. Þann 4. nóvember var undirritaður samningur um vátryggingaviðskipti milli Sjóvár og Icelandair Group. Samningurinn er um heildstæða vátryggingavernd fyrirtækisins og allra dótturfyrirtækja. Sjóvá og Icelandair hafa átt farsælt viðskiptasamband í rúmlega tvo áratugi og ber samningurinn vitni um mikið og gagnkvæmt traust milli aðila. Geðveik jól Í byrjun desember ár hvert er haldin hátíðarsamvera starfsmanna Sjóvár og fjölskyldna þeirra. Á samverustundinni hefur skapast hefð fyrir því að afhenda góðgerðar- eða líknarfélagi fjárstyrk sem nemur sparnaði Sjóvár við að senda eingöngu rafræn jólakort á viðskiptavini í stað jólakorta á pappír. Í ár var það Geðhjálp sem

hlaut styrkinn. Í desember var Sjóvá eitt þeirra fyrirtækja sem tók þátt í verkefninu Geðveik jól 2011 sem var skemmtilegt fjáröflunarverkefni á vegum Geðhjálpar. Vátryggingar OR Samstarfssamningur milli Orkuveitu Reykavíkur og Sjóvár vegna vátrygginga OR var undirritaður í desember. Heildariðgjöld samningsins eru áætluð rúmlega 100 milljónir króna á ári og er hann til þriggja ára með möguleika á tveimur framlengingum í eitt ár. Undirritun samningsins fór fram í kjölfar útboðs sem opnað var 2. desember þar sem Orkuveitan tók lægsta tilboði. Aðeins munaði um einni milljón kr. á tilboði Sjóvár og næsta tilboði. Sérstaklega er horft til forvarnavinnu í samstarfinu. Forvarnir á aðventu Á jólaaðventunni og í aðdraganda áramóta lagði Sjóvá áherslu á forvarnaskilaboð. Birtar voru auglýsingar þar sem varað var við kertabrunum líkt og síðustu ár og um áramótin var áhersla lögð á notkun öryggisgleraugna við meðhöndlun skotelda.

15


ÁRSSKÝRSLA 2011 l 16


FAGMENNSKA OG RÁÐGJÖF - ÁNÆGÐARI VIÐSKIPTAVINIR Fjölskyldur með fullnægjandi tryggingavernd búa við meira fjárhagslegt öryggi og eru betur í stakk búnar til að mæta áföllum sem orðið geta í lífinu. Með því að veita viðskiptavinum faglega tryggingaráðgjöf hjálpum við þeim að tryggja efnisleg verðmæti þeirra.

17


Íslenski vátryggingamarkaðurinn Á íslenska vátryggingamarkaðnum starfa níu innlend félög, fjögur í skaðatryggingum og fimm í líftryggingum. Markaðurinn einkennist af þátttöku fárra en öflugra aðila. Þau fjögur vátryggingafélög sem bjóða upp á fulla þjónustu og vöruúrval í skaðatryggingum eru Sjóvá, Vátryggingafélag Íslands (VÍS), Tryggingamiðstöðin (TM) og Vörður.

Hvert er þitt a⇥altryggingafélag?

13,7%

2,1% 27,7% Sjóvá Vís

18,3%

TM Vör⇥ur

Staða Sjóvá er sterk og tryggingastofninn er góður. Stefnan er sett á að halda áfram metnaðarfullum endurbótum á ferlum, vinnulagi og vöruframboði til að auka enn gæði þjónustunnar og tryggja hagkvæman rekstur. Skaðatryggingafélögin reka öll systur- og dótturfélög á líftryggingamarkaðnum. Auk þeirra eru Okkar Líf, dótturfyrirtæki Arion banka, og erlendir aðilar á borð við Friends Provident og Allianz. Opinberar tölur hafa enn ekki verið gefnar út en gera má ráð fyrir því að heildariðgjöld á íslenska vátryggingamarkaðnum hafi verið um 44 milljarðar króna á árinu 2011. Samkvæmt nýlegri könnun Capacent1 var markaðshlutdeild Sjóvár á einstaklingsmarkaði 27,7% í nóvember 2011.

Staða Sjóvár á markaðnum Sjóvá hefur tekið þátt í þeirri þróun sem hefur átt sér stað á markaðnum með áherslu á ný vinnubrögð við áhættugreiningu og verðlagningu. Einnig hefur verið unnið að nýjungum í vöruúrvali, söluráðgjöf og tjónaþjónustu. Þróun efnahagsmála hefur haft áhrif á afkomu Sjóvár. Helst er áhrifin að finna í lægri tjónatíðni sem oft fylgir efnahagslægðum ásamt auknum afskriftum viðskiptakrafna. Þá hefur mikil lækkun ávöxtunarkröfu á fjármálamarkaði haft jákvæð áhrif á verðmæti fjárfestinga. 1 Ímyndarkönnun, 16.–23. nóvember 2011. Netkönnun með 882 svörum úr handahófsvöldum viðhorfahópi Capacent Gallup, 16 ára og eldri.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 18

Anna⇥ 38,2%

Ásamt endurskoðun á áhættumati og verðlagningu hefur einnig mikið starf verið unnið í endurhönnun ferla og þá sérstaklega þeim sem snúa að afgreiðslu tjóna og innheimtu. Gert er ráð fyrir að áhrif þessara breytinga skili sér í betri og skilvirkari þjónustu og leiði sömuleiðis til bættrar afkomu á næstu misserum. Staða Sjóvár er sterk og tryggingastofninn er góður. Stefnan er sett á að halda áfram metnaðarfullum endurbótum á ferlum, vinnulagi og vöruframboði til að auka enn gæði þjónustunnar og tryggja hagkvæman rekstur. Gert er ráð fyrir að Sjóvá haldi sínum hlut í harðri samkeppni á næstu árum.


STERKT ÚTIBÚANET Sjóvá rekur 11 útibú og þar starfa 30 starfsmenn með víðtæka menntun og reynslu. Auk þess er Sjóvá með umboðssamning við 25 sölu- og þjónustuaðila. Sjóvá hefur því á að skipa 36 þjónustuskrifstofum víðs vegar um landið. Starfsemin er þannig uppbyggð að landinu er skipt upp í sjö svæði þar sem hvert svæðisútibú er ábyrgt fyrir rekstri, tjónaumsýslu, þjónustu og viðskiptum á hlutaðeigandi svæði. Svæðin eru eftirfarandi: ■■

Reykjanesbær: Suðurnes að Álftanesi. Svæðisútibú í Reykjanesbæ og umboð í Grindavík.

■■

Akranes: Bæjarfélagið og nærsveitir. Svæðisútibú á Akranesi.

■■

Borgarbyggð: Borgarbyggð og nærliggjandi sveitir ásamt Snæfellsnesi til og með Hvammstanga. Svæðisútibú í Borgarnesi, umboð í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal og Hvammstanga.

■■

Ísafjörður: Vestfirðir frá Reykhólum að Hólmavík. Svæðisútibú á Ísafirði, umboð á Patreksfirði, Bolungarvík og Hólmavík.

■■

Akureyri: Svæðið frá Blönduósi til Þórshafnar. Svæðisútibú Akureyri auk útibúa á Húsavík og Dalvík. Umboð á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Grímsey, Reykjahlíð, Kópaskeri og Þórshöfn.

■■

Egilsstaðir: Svæðið frá Bakkafirði að Öræfum. Svæðisútibú á Egilsstöðum og útibú á Reyðarfirði. Umboð á Vopnafirði, Neskaupstað, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Höfn.

■■

Selfoss: Suðurland frá Kirkjubæjarklaustri að Hveragerði með Vestmannaeyjum. Svæðisútibú á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Umboð á Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hellu og Þorlákshöfn.

Í útibúum Sjóvár er lögð áhersla á að veita alhliða þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. 32% iðgjalda Sjóvár eða 3,2 milljarðar króna tilheyra svæðisútibúum. Vöxtur hefur verið meiri sl. tvö ár á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Útibúa- og umboðsmannaneti Sjóvár er veitt forstaða af Jóni Birgi Guðmundssyni útibússtjóra á Akureyri.

ÚTIBÚ UMBOÐS- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR

19


Stefna og framtíðarsýn Hlutverk Sjóvár er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir Með því að veita viðskiptavinum okkar faglega tryggingaráðgjöf hjálpum við þeim að tryggja efnisleg verðmæti þeirra. Fjölskyldur með fullnægjandi tryggingavernd búa við meira fjárhagslegt öryggi og eru betur í stakk búnar til að mæta áföllum sem orðið geta í lífinu.

Sjóvá leggur áherslu á að viðskiptavinir séu í öndvegi hjá félaginu og mikil vinna hefur verið lögð í að byggja undir þá upplifun.

Með forvarnastarfi hjálpum við viðskiptavinum okkar og öðrum í samfélaginu að tryggja hin sönnu verðmæti í lífinu sem erfitt er að bæta. Við hjálpum þeim að sýna fyrirhyggju og koma í veg fyrir tjón. Markmið Sjóvár er að vera þekkt af verkum sínum sem traust og framsækið þjónustufyrirtæki með sanngirni og fagmennsku að leiðarljósi sem endurspeglast í gildum félagsins og framtíðarsýn.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 20

Tryggingarekstur Áhersla verður lögð á að yfirfara gjaldtöku allra tegunda trygginga með það að markmiði að öll áhætta sé rétt verðlögð. Með því verður hægt að stuðla að því að tryggingareksturinn skili eðlilegri afkomu. Sjóvá leggur áherslu á að viðskiptavinir séu í öndvegi hjá félaginu og hefur mikil vinna verið lögð í það að byggja undir þá upplifun. Ýmis fríðindi og þjónustuviðbætur bjóðast nú viðskiptavinum í Stofni. Að auki hefur eftirlit með kjörum við endurnýjun verið eflt til að tryggja að góðir og dyggir viðskiptavinir njóti þess sérstaklega í verði og fríðindum. Til að efla þjónustuna hefur verið komið á fót Þjónustuog ráðgjafasviði sem tryggir einn snertiflöt fyrir viðskiptavini. Samskipti við viðskiptavini eiga sér í auknum mæli stað á netinu og hefur Sjóvá lagt áherslu á að fylgja þeirri þróun. Þjónusta og upplýsingagjöf hefur því verið aukin á vef félagsins þar sem viðskiptavinir geta nú skráð sig inn á „Mínar síður“ og fengið upplýsingar um viðskipti sín hjá Sjóvá.

Fjárfestingar Aðalstarfsemi Sjóvár felst í því að veita vátryggingaþjónustu og stefna félagsins er að sá hluti rekstrarins


standi undir öllum rekstrarkostnaði tengdum henni. Fjárfestingastarfsemi er órjúfanlegur hluti af rekstri tryggingafélaga. Fjárfestingastefna stjórnar Sjóvár miðar að því að félagið eigi traustar eignir til tryggingar á skuldbindingum gagnvart bótaþegum.

Mannauður Sjóvá Hæft starfsfólk sem helgar sig starfinu og félaginu er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og hefur Sjóvá lagt mikla áherslu á það undanfarin ár að viðhalda ánægju starfsfólks. Mælingar sýna góðan árangur á því sviði sem er mikilvægt til að tryggja að félagið geti laðað til sín hæft og metnaðarfullt starfsfólk á hverjum tíma. Sjóvá leggur áherslu að rétt hæfni sé til staðar innan félagsins á hverjum tíma með öflugri endurmenntun og markvissri nýliðun.

Verðmætasköpun og hagræðing Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í yfirstjórn ásamt því að sett hefur verið upp nýtt skipurit. Verkefni nýrrar framkvæmdastjórnar er að efla félagið, straumlínulaga reksturinn og nýta öll tækifæri til kostnaðarlækkunar án þess að lækka þjónustustig eða hætta þeim góða árangri í tjónakostnaðarlækkunum sem náðst hefur. Í því skyni er lögð áhersla á verkefni sem auka skilvirkni og hagkvæmni í daglegum rekstri. Þar á meðal má nefna bætingu vinnuferla og hagkvæmni í vörusölu og innkaupum á rekstrarvöru.

Með forvarnastarfi hjálpum við viðskiptavinum okkar og öðrum í samfélaginu að tryggja hin sönnu verðmæti í lífinu sem erfitt er að bæta.

Aldursdreifing starfsfólks Aldursdreifing

Starfsaldur Starfsaldur

70 100

60 50

80

40

60

30

40

20

20

10 0

20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-67 ára

0

0-5 ár

6-10 ár

11-15 ár

+ 15 ár

21


HJÁ SJÓVÁ FÆRÐU MEIRA Stofn er vildarþjónusta Sjóvár þar sem viðskiptavinir njóta persónulegrar þjónustu, betri kjara og virðisaukandi fríðinda. Sjóvá endurgreiðir tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum sínum hluta iðgjalda sinna og í ár nutu um 20.000 fjölskyldur í Stofni endurgreiðslunnar. Árið 2011 var þriðja árið sem viðskiptavinum bauðst að innleysa stofnendurgreiðsluna á þjónustuvef félagsins, Mínum síðum, og ríkir ánægja meðal viðskiptavina með það fyrirkomulag. ÁRSSKÝRSLA 2011 l 22


23


Hjá Sjóvá færðu meira Stofn er vildarþjónusta Sjóvár þar sem viðskiptavinir njóta persónulegrar þjónustu, betri kjara og virðisaukandi FRÍÐINDA. Engum dylst að samkeppnin á íslenskum tryggingamarkaði er hörð og baráttan um góða viðskiptavini er mikil. Tryggð viðskiptavina hjá Sjóvá minnkaði nokkuð á árunum 2008 til 2010 en jókst á nýjan leik á árinu 2011 sem er mikið ánægjuefni. Tryggingar eru í eðli sínu óáþreifanleg vara og má segja að þeir viðskiptavinir séu heppnastir sem aldrei þurfa á þjónustu félagsins að halda. Sterkasta birtingarmynd vörunnar er þegar tjón verður og þá skiptir máli að vera með rétta vernd og að geta treyst á faglega og trausta tjónaafgreiðslu.

Ábyrg og fagleg tryggingaráðgjöf Það er því miður staðreynd að þegar viðskiptavinir lenda í tjóni kemur stundum í ljós að samsetning vátryggingaverndar var ekki eins og best var á kosið fyrir lífsstíl og eignasamsetningu viðkomandi. Þess vegna leggur Sjóvá metnað í að meta raunverulega tryggingaþörf viðskiptavina sinna á hverjum tíma. Meðal þess sem gert hefur verið á árinu til þess að bæta yfirsýn viðskiptavina er að vinna að stöðugt betri rafrænni ráðgjöf á þjónustuvef félagsins, Mínum síðum.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 24

Á Mínum síðum hafa viðskiptavinir góða yfirsýn yfir sín tryggingamál og geta með rafrænum ráðgjafa fundið gloppur í tryggingaverndinni.

Stofn Stofn er vildarþjónusta Sjóvár. Í henni fá viðskiptavinir persónulega þjónustu og betri kjör. Þeir fá afslátt af ýmsum öryggisvörum, njóta Vegaaðstoðar víða um land, og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir í Stofni fá hluta iðgjalda sinna endurgreidd árlega.

Sterkasta birtingarmynd vörunnar er þegar tjón verður og þá skiptir máli að vera með rétta vernd og að geta treyst á faglega og trausta tjónaafgreiðslu.

Stofnendurgreiðsla Þeir viðskiptavinir sem lenda í tjóni fá í langflestum tilfellum tjón sitt bætt og þannig upplifum við hlutverk okkar best. Séu viðskipavinir svo heppnir að lenda ekki í tjónum, eða gera viðeigandi ráðstafanir sem koma í veg


fyrir tjón og slys, umbunar Sjóvá þeim með Stofnendurgreiðslu. Árið 2011 var átjánda árið í röð sem Sjóvá umbunaði tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum sínum með því að endurgreiða þeim hluta iðgjalda sinna. Um 20.000 fjölskyldur í vildarþjónustunni Stofni nutu endurgreiðslunnar. Árið 2011 var þriðja árið sem viðskiptavinum bauðst að innleysa Stofnendurgreiðsluna á þjónustuvef félagsins, Mínum síðum, og ríkir ánægja meðal viðskiptavina með það fyrirkomulag.

Veflausnir – 25 þúsund virkir notendur

Vegaaðstoð

Notendum í veflausnum félagsins hefur fjölgað mikið undanfarin misseri. Nú eru yfir 25.000 einstaklingar og fyrirtæki virkir notendur að Mínum síðum og spara sér þannig tíma og fyrirhöfn með því að nálgast upplýsingar um sín tryggingamál þegar þeim hentar.

Vegaaðstoð Sjóvár er endurgjaldslaus aðstoð við viðskiptavini í Stofni. Samkvæmt þjónustukönnun eru 95% viðskiptavina sem hafa nýtt sér Vegaaðstoðina ánægðir með þjónustuna. Þjónustusvæði Vegaaðstoðar var stækkað verulega á árinu 2011 og nær nú til yfir 90% landsmanna í þéttbýli. Sjóvá er eina tryggingafélagið sem býður slíka þjónustu endurgjaldslaust.

Tjónaþjónusta Hjá Sjóvá er mikið lagt upp úr snerpu og faglegum vinnubrögðum. Mikil ánægja er meðal viðskiptavina með tjónaþjónustu félagsins og er starfsfólk hennar alltaf til staðar þegar viðskiptavinir verða fyrir tjóni. Sjóvá berast yfir 20 þúsund tilkynningar um tjón á ári og á hverjum virkum degi ársins eru að meðaltali greiddar rúmlega 31 milljón króna í tjónabætur til viðskiptavina. Allir verktakar á vegum Sjóvár eru löggildir fagmenn og sérhæfðir í tjónaviðgerðum. Tjónavakt Sjóvár sefur aldrei.

Heima – Ný auglýsingaherferð Á síðasta ári var framleidd ný auglýsingaherferð fyrir Sjóvá. Herferðin fékk vinnuheitið Heima en hún gengur út á að gefa Sjóvá heildstæða ásýnd eftir tímabil breytinga. Burðarásinn í herferðinni er sjónvarpsauglýsing sem sýnir marga af helstu þjónustuþáttum og vörum Sjóvár í einni samfelldri sögu. Samhliða var framleiddur myndheimur og styttri auglýsingar sem taka á einstökum þáttum þjónustunnar, svo sem Vegaaðstoð, Stofnendurgreiðslu og fleiru.

Í veflausnum Sjóvár er lögð áhersla á vandaða ráðgjöf og skilvirka upplýsingamiðlun. Á þjónustuvefnum Mínum síðum geta viðskiptavinir haldið vel utan um tryggingamál fjölskyldunnar. Þar ráðstafa viðskiptavinir m.a. Stofnendurgreiðslunni og stunda pappírslaus samskipti við félagið sem sparar bæði tíma og fjármuni. Tryggingar geta verið flóknar en Mínar síður gera þær einfaldari og hjálpa viðskiptavinum við að hafa betri yfirsýn.

Samfélagsábyrgð – ábyrg þátttaka í þjóðlífinu Sjóvá hefur verið einn aðalstyrktaraðila Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 1999. Auk fjárframlaga hefur samstarfið falist í allskyns forvarnarverkefnum, m.a. tengdum áramótum, meðferð flugelda og Slysavarnaskóla sjómanna. Sjóvá er stolt af því að vera aðalstyrktaraðili þessara frábæru samtaka. Að auki er Sjóvá í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ, styður Rauða kross Íslands, ABC barnaþorpin, Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ auk fjölda annarra íþrótta-, góðgerða- og menningarviðburða um allt land.

Heildarþjónusta – við tryggjum verðmætin í þínu lífi Starfsemi Sjóvár er fjölþætt og þjónustan yfirgripsmikil. Sjóvá er gamalgróið fyrirtæki og eitt þekktasta vörumerki landsins. Eins og áður segir býður Sjóvá tryggingavernd á öllum sviðum til meira en 7 þúsund fyrirtækja og yfir 60 þúsund einstaklinga hér á landi. Félagið býður viðskiptavinum sínum upp á ýmsa skemmtilega og virðisaukandi þjónustuþætti í vildarþjónustunni Stofni. Betri kjör á tryggingum, fjölþætt fríðindi í tjónaþjónustu, Stofnendurgreiðsla, Vegaaðstoð og afsláttur af barnabílstólum eru meðal virðisaukandi þjónustuþátta sem viðskiptavinum okkar í Stofni standa til boða. Á einsleitum tryggingamarkaði beinir þetta sjónum að sérkennum Sjóvár og sýnir fram á að hjá Sjóvá fá viðskiptavinir meira.

25


Stjórnarháttayfirlýsing 2012 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er hlutafélag sem stofnað var 20. júní 2009. Félagið starfar á vátryggingamarkaði og samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um vátryggingastarfsemi. Félagið fylgir reglum um stjórnarhætti sem fjallað er um í lögum um hlutafélög og lögum um vátryggingastarfsemi. Stjórn félagsins endurnýjaði starfsreglur sínar þann 20. mars 2012 og eru þær aðgengilegar á vef félagsins. Stjórnin studdist við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands við ritun stjórnarháttayfirlýsingar þessarar.

Innra eftirlit og áhættustýring Haldið er utan um stjórnkerfi og skipulag Sjóvár í gæðakerfi þess. Leiðbeiningar fyrir starfsmenn félagsins miða að því að hver og einn beri ábyrgð á gæðum vinnu sinnar, þjónustu félagsins og upplýsingaöryggi. Innra eftirlit er innbyggt í verklagsreglur félagsins og eru innri úttektir framkvæmdar reglulega. Gæðastjóri kynnir niðurstöður innri úttekta fyrir framkvæmdastjórum að lágmarki einu sinni á ári. Félagið leggur áherslu á skýra verkaskiptingu og ábyrgð. Regluleg skýrslugjöf er varðar afkomu einstakra sviða starfseminnar er mikilvægur þáttur

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 26

innra eftirlits. Mánaðarlegar skýrslur um rekstrarlega afkomu og aðrar reglulegar úttektir miða að því að tryggja gagnsæi í starfseminni og gera stjórnendum kleift að uppgötva og leiðrétta skekkjur, fylgjast með frávikum og sveiflum í starfseminni og gefa svigrúm til að bregðast við ef áhættuþættir eða breytingar í rekstrarumhverfi gefa tilefni til. Sjóvá lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins og vinnur félagið að innleiðingu samhæfðrar áhættustýringar sem nær til allra rekstrarþátta þess í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga. Innleiðingin er í höndum Áhættustýringar og felst verkefnið m.a. í því að tilgreina, meta og mæla áhættur félagsins og hvaða leiðir eru farnar til að milda og stýra þeim. Markmiðið er að þekkja betur alla áhættuþætti starfseminnar með það að leiðarljósi að lágmarka þær áhættur sem geta haft veruleg áhrif á gjaldþol félagsins. Samkvæmt tilmælunum skal vátryggingafélag tryggja viðeigandi umgjörð samhæfðrar áhættustýringar og skal hún ávallt vera þáttur í starfseminni. Áhættustýring félagsins hefur reglulegt eftirlit með því að iðgjaldaskrár endurspegli raunverulega vátryggingalega áhættu og séu í samræmi við afkomumarkmið. Tjónaskuld og endurtryggingavernd félagsins er metin með reglulegum hætti og þess gætt að hún sé í samræmi


við þarfir félagsins og skuldbindingar þess. Unnið er að aðlögun að tilskipun 2009/138/EB – Solvency II tilskipuninni. Endurskoðun ársreiknings félagsins er í höndum KPMG.

Hlutverk, gildi og framtíðarsýn félagsins

Við höfum á að skipa sterkri liðsheild starfsfólks og eigum dýrmætt samstarf við viðskiptavini og samtök um forvarnir og samfélagsmál. Með stuðningi við forvarna- og velferðarmál stuðlum við að öruggara samfélagi og auknum lífsgæðum. Okkar markmið er að vera fyrsti kostur viðskiptavina við val á tryggingafélagi, eftirsóknarverður vinnustaður og álitlegur fjárfestingarkostur.

Hlutverk Sjóvár er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir. Með því vill félagið taka þátt í að skapa og treysta þau lífsgæði sem fólk sækist eftir.

Við náum þessum markmiðum og stuðlum jafnframt að sjálfbærri þróun, arðsemi og vexti til framtíðar með góðum og gagnsæjum viðskiptaháttum, með því að vera leiðandi í forvörnum og með því að starfa í sátt við umhverfið.

Gildi Sjóvár eru traust, metnaður og jákvæðni. Þau eru leiðbeinandi í öllum ákvörðunum stjórnar og starfsfólks og leggja grunninn að þeirri framtíðarsýn sem unnið er að innan félagsins:

Stjórn samþykkti sömuleiðis á fundi sínum 20. mars 2012 siðareglur fyrir félagið.

■■

Viðskiptavinir í öndvegi

■■

Sterk liðsheild og skýr innbyrðis ábyrgð

■■

Framúrskarandi þjónusta

■■

Eftirsóknarvert fyrirtæki

■■

Samfélagsleg ábyrgð

Stefna um samfélagslega ábyrgð og siðareglur Stjórn Sjóvár samþykkti á fundi sínum 20. mars 2012 stefnu um samfélagslega ábyrgð. Í henni segir: Við hjá Sjóvá teljum mikilvægt að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið. Með því að haga starfseminni á samfélagslega ábyrgan hátt stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Við sinnum hlutverki okkar með því að lágmarka áhættu viðskiptavina sem lenda í tjóni og með því að vinna faglega að því að takmarka áhættu og tjón með markvissum forvörnum. Kjarnastarfsemin snýst um að mæta áskorunum í samfélaginu með nýjum lausnum og framúrskarandi þjónustu, og stuðla um leið að langtímaávinningi og arðsemi af rekstri félagsins til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Við byggjum á áratuga reynslu og sterkum tengslum við heimili og atvinnulíf.

27


ÁRSSKÝRSLA 2011 l 28


HEILDSTÆÐAR VÁTRYGGINGALAUSNIR FYRIR ALLAr greinar ATVINNULÍFSINS Sjóvá býður fyrirtækjum af öllum stærðum alhliða vátryggingalausnir og leggur áherslu á að sníða þjónustu sína og vöruframboð að þörfum ólíkra greina atvinnulífsins. Fagleg ráðgjöf, öflug tjónaþjónusta og forvarnir gegna lykilhlutverki í þjónustu Sjóvár við fyrirtækin í landinu.

29


Stjórn Stjórn Sjóvár er skipuð fimm aðalmönnum og fimm varamönnum. Aðalmenn eru Erna Gísladóttir, stjórnarformaður, Tómas Kristjánsson, varaformaður, Haukur C. Benediktsson, Heimir V. Haraldsson og Ingi Jóhann Guðmundsson. Varamenn í stjórn eru Garðar Gíslason, Birgir Birgisson, Eiríkur S. Jóhannsson, Axel Ísaksson og Jón Diðrik Jónsson. Stjórnin fundar að jafnaði mánaðarlega og að lágmarki 10 sinnum á ári. Erna Gísladóttir, stjórnarformaður, fædd 5. maí 1968, til heimilis á Seltjarnarnesi. Erna var fyrst kjörin í stjórn Sjóvár við stofnun nýs félags þann 20. júní 2009. Hún tók við formennsku stjórnar í júlí 2011. Erna lauk B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í Barcelona 2004. Erna er stjórnarformaður BL. Hún var forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. 2003-2008, var einn af eigendum þess félags, og framkvæmdastjóri frá 1991. Hún situr í stjórnum Betri bíla ehf., Egg ehf., Egg fasteigna ehf., Eldhúsvara ehf., Haga hf., Hregg ehf., SF1 slhf. og SF1GP ehf. Hún hefur sömuleiðis setið í stjórn Háskólans í Reykjavík ehf. og Bílgreinasambands Íslands. Tómas Kristjánsson, varaformaður, fæddur 15. nóvember 1965, til heimilis í Reykjavík.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 30

Tómas hefur setið í stjórn Sjóvár frá 28. júlí 2011 en hann var áður varamaður í stjórn. Tómas er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1990 og með MBA gráðu frá háskólanum í Edinborg 1997. Tómas starfaði sem yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs 19901998. Hann var framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar, fjármögnunar og reikningshalds FBA (síðar Íslandsbanka og Glitnis) og sat í framkvæmdastjórn bankans frá 1998 til maí 2007. Hann hefur frá júní 2007 starfað sem einn eigenda hjá fjárfestingafélaginu Siglu ehf. og fasteignafélaginu Klasa ehf. og situr í stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og Senu ehf. Haukur C. Benediktsson, fæddur 22. febrúar 1972, til heimilis í Kópavogi. Haukur hefur setið í stjórn Sjóvár frá 23. nóvember 2010. Haukur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics. Haukur hefur starfað sem framkvæmdastjóri Sölvhóls ehf., eignastýringarfyrirtækis Seðlabanka Íslands (SÍ), frá 2010 og sem lektor í fjármálum við Háskóla Íslands frá 1999. Hann starfaði sem ráðgjafi á Alþjóða- og markaðssviði SÍ frá 2009-2010, við erlend lánamál ríkissjóðs og stýringu gjaldeyrisforða á Alþjóðasviði SÍ 2004-2006 og á Fjármálastöðugleikasviði SÍ í fjármálastöðugleikagreiningu 2001-


2004. Hann var stjórnarmaður í FIH Erhvervsbank A/S 2010-2011 og starfaði sem sjóðstjóri með umsjón gjaldeyrisstýringar fyrir fagfjárfesta hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. 2006-2008. Heimir V. Haraldsson, fæddur 22. apríl 1955, til heimilis í Reykjavík. Heimir hefur setið í stjórn Sjóvár frá stofnun nýs félags 20. júní 2009. Heimir lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1979, og fékk löggildingu sem endurskoðandi 1982. Heimir starfaði 1976-2000 hjá Endurskoðun hf., síðar KPMG í Reykjavík. Hann var meðeigandi og síðar framkvæmdastjóri félagsins í tíu ár, samhliða störfum við endurskoðun og ráðgjöf. Hann var framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gildingar hf. 2000-2002 og hefur frá þeim tíma rekið eigin fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtæki og sinnt m.a. ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum. Heimir sat í skilanefnd Glitnis banka hf. frá árinu 2008 til ársloka 2011. Ingi Jóhann Guðmundsson, fæddur 12. janúar 1969, til heimilis í Garðabæ. Ingi Jóhann hefur setið í stjórn Sjóvár frá 28. júlí 2011. Ingi Jóhann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri Gjögurs hf. Hann situr í stjórn Síldarvinnslunnar og Iceland Seafood.

Varamenn í stjórn eru: Garðar Gíslason, fæddur 19. janúar 1966, til heimilis í Garðabæ. Garðar starfar sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex. Birgir Birgisson, fæddur 5. september 1972, til heimilis í Reykjavík. Birgir starfar sem lögmaður hjá Sölvhóli ehf., eignastýringarfyrirtækis Seðlabanka Íslands. Eiríkur S. Jóhannsson, fæddur 8. febrúar 1968, til heimilis í Reykjavík. Eiríkur er framkvæmdastjóri hjá Glitni.

Jón Diðrik Jónsson, fæddur 11. apríl 1963, til heimilis í Garðabæ. Jón Diðrik er framkvæmdastjóri Draupnis fjárfestingafélags ehf. Stjórn Sjóvár fundaði 17 sinnum á árinu 2011. Stjórnin setti sér starfsreglur 20. mars 2012 sem meðal annars taka á hæfi stjórnarmanna, verkaskiptingu, hlutverki stjórnar og skyldum stjórnarmanna. Hlutverk stjórnar er m.a. að hafa eftirlit með því að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög og samþykktir og hefur eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórnin hefur jafnframt eftirlit með skilvirkni félagsins og skal stuðla að því að árangur í starfi félagsins sé í samræmi við sett markmið. Starfsreglur stjórnar Sjóvár má finna á vef félagsins. Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf., dótturfélags Sjóvá, skipa Erna Gísladóttir, stjórnarformaður, Tómas Kristjánsson, varaformaður, Haukur C. Benediktsson, Heimir V. Haraldsson og Ingi Jóhann Guðmundsson. Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. fundaði sex sinnum á árinu.

FORSTJÓRI Forstjóri Sjóvár er Hermann Björnsson, fæddur 15. febrúar 1963 til heimilis í Reykjavík. Forstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins samkvæmt stefnu og fyrirmælum stjórnar sbr. 2 mgr. 68 gr. hlutafélagalaga. Hermann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og hóf þá störf hjá Íslandsbanka, fyrst í lögfræðideild og síðan sem forstöðumaður rekstrardeildar. Árið 1999 varð Hermann forstöðumaður útibúasviðs Íslandsbanka og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri þess. Hermann starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings frá 2006 og var framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka frá árinu 2009. Hermann hefur á síðustu árum gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. setið í stjórnum Fjölgreiðslumiðlunar, Kreditkorta, Lífeyrissjóðs bankamanna og líftryggingafélagsins Okkar lífs. Hermann kom til starfa hjá Sjóvá í október 2011.

Axel Ísaksson, fæddur 22. september 1964, til heimilis í Neskaupstað. Axel er fjármálastjóri Síldarvinnslunnar hf.

31


FramkvæmdastjóRAR Framkvæmdastjórn félagsins er skipuð lykilstarfsmönnum þess og ber hver framkvæmdastjóri ábyrgð á tilteknu ábyrgðarsviði gagnvart forstjóra. Framkvæmdastjórar Sjóvár eru: Ólafur Njáll Sigurðsson er framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra. Fjármálasvið ber ábyrgð á innheimtu og kostnaðarbókhaldi, uppgjörum og áætlun. Ólafur Njáll er jafnframt framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. og Sjóvá Forvarnahúss ehf. Ólafur Njáll er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hóf störf hjá Sjóvá við stofnun nýs félags árið 2009. Hann var forstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins frá 1990 til 2004 þegar hann tók við fjármálastjórn hjá LazyTown Entertainment. Hann starfaði áður sem aðalbókari hjá Eimskip og fjármálastjóri Bylgjunnar. Auður Daníelsdóttir er framkvæmdastjóri tjónasviðs. Sviðið sér um uppgjör tjóna, bótaákvarðanir og tjónaskoðun. Undir tjónasvið falla einnig forvarnir Sjóvár. Auður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, lauk diploma-námi í starfsmannastjórnun frá Háskóla Íslands og AMP stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Hún hefur verið framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár frá 2007 en var áður starfsmannastjóri félagsins frá 2002. Auður starfaði áður sem starfsmannaráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoopers, sem fulltrúi í hagdeild Samskipa og flugfreyja hjá Flugleiðum. Elín Þórunn Eiríksdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafarsviðs. Sviðið annast ráðgjöf og sölu á sviði líf- og skaðatrygginga til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Útibú og umboðsnet félagsins tilheyrir einnig sviðinu, sem og viðhald viðskiptavina-stofns félagsins.

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 32

Elín er viðskiptafræðingur að mennt. Hún starfaði um fimm ára skeið hjá Símanum, lengst af sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Áður starfaði hún um níu ára skeið hjá Eimskip, lengst af sem forstöðumaður sölueininga. Hún hefur gegnt stjórnarformennsku í Radíómiðun og Staka og situr sem meðstjórnandi í stjórn Símans. Elín kom til starfa hjá Sjóvá árið 2012. Sæmundur Sæmundsson er framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs. Sviðið ber ábyrgð á þjónustu við viðskiptavini, rekstri og innri þjónustu, s.s. mannauðsmálum, gæða- og öryggismálum og upplýsingatækni. Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur auk þess aflað sér víðtækrar viðbótarmenntunar, m.a. á sviði stjórnunar, verkefnastjórnunar, hugbúnaðarþróunar og fundarstjórnar. Sæmundur var forstjóri Teris um þrettán ára skeið. Hann hefur setið í fjölmörgum sérfræðinefndum á vegum fjármálafyrirtækja og var meðal annars stjórnarformaður Auðkennis. Sæmundur kom til starfa hjá Sjóvá árið 2011. Valdemar Johnsen er framkvæmdastjóri vátryggingasviðs. Á verksviði vátryggingasviðs eru endurtryggingar, iðgjaldaskrár, endurnýjanir, stofnstýring, vöruþróun, vátryggingarskjöl og áhættutaka í nánu samstarfi við áhættustýringu. Valdemar er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann gegndi um níu ára skeið starfi framkvæmdastjóra vátryggingasviðs og viðskiptaþróunar hjá Íslandstryggingu hf., síðar Verði tryggingum hf. Valdemar hóf störf sem aðallögfræðingur Sjóvár árið 2011.


Endurskoðunarnefndir Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur fulltrúum kosnum af stjórn. Hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, áhættugreiningu og virkni innra eftirlits. Hún skal tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd starfar eftir starfsreglum á grundvelli IX. kafla A. í lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Endurskoðunarnefnd Sjóvár skipa Þórhildur Ólöf Helgadóttir, formaður, Heimir V. Haraldsson og Tómas Kristjánsson. Endurskoðunarnefnd fundar að lágmarki ársfjórðungslega og oftar ef þurfa þykir. Nefndin átti sjö fundi árið 2011 og voru allir fundir fullskipaðir nefndarmönnum. Helstu umfjöllunarefni nefndarinnar voru yfirferð ársreiknings, yfirferð skýrslu frá ytri og innri endurskoðendum og viðbrögð stjórnenda tengdum athugasemdum þeirra. Áhersla innri endurskoðenda á árinu var skoðun á eftirlitsumhverfi, iðgjaldaferli, tjónaferli og upplýsingaöryggi. Endurskoðunarnefnd Sjóvá-Almennra líftrygginga er eins skipuð og endurskoðunarnefnd Sjóvár. Hún fundaði þrisvar á árinu og voru allir fundir fullskipaðir stjórnarmönnum.

Fyrirkomulag samskipta hluthafa og stjórnar Í lok ársins 2011 voru hluthafar Sjóvár fjórir talsins. SF1 slhf. með 52,40% hlut, Eignasafn Seðlabanka Ís-

Skipurit Sjóvár

lands ehf. með 20,63% hlut, SAT Eignarhaldsfélag hf. með 17,67% hlut og Íslandsbanki hf. með 9,30% hlut. Hluthafar í byrjun árs voru þrír. Félagið er ekki skráð á skipulegan verðbréfamarkað en hægt er að leita til stjórnarformanns eða starfsmanna félagsins um viðeigandi upplýsingar. Allir hluthafar eru hvattir til að mæta á aðalfund þar sem gefnar eru ítarlegar upplýsingar um starfsemi félagsins.

Upplýsingar um brot á lögum og reglum sem viðeigandi eftirlits- og eða úrskurðaraðili hefur ákvarðað Félagið hefur enga dóma hlotið fyrir refsiverðan verknað skv. almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um vátryggingafélög eða löggjöf um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða þeim sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með vátryggingastarfsemi. Stjórnarháttayfirlýsing þessi hefur verið sett saman af stjórn Sjóvár eftir bestu vitund. Henni er ætlað að veita greinargóðar upplýsingar um stjórnarhætti félagsins til viðskiptavina, hluthafa, eftirlitsaðila og annarra hlutaðeigandi. Staðfest af stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. 20. mars 2012.

Stjórn

Forstjóri Hermann Björnsson

Dótturfélög Sjóvá Sjóvá Líf

Sjóvá Forvarnahúsið

Fjárfestingar

Áhættustýring

Ólafur Njáll Sigurðsson

Ólafur Njáll Sigurðsson

Þórður Pálsson

Steinunn Guðjónsdóttir

Fjármálasvið Ólafur Njáll Sigurðsson staðgengill forstjóra

Hagdeild

Þjónustu- og rekstrarsvið

Sölu- og ráðgjafarsvið

Sæmundur Sæmundsson

Elín Þórunn Eiríksdóttir

Gæðamál

Vátryggingasvið Valdemar Johnsen

Einstaklingsráðgjöf

Eignatjón

Lögfræðiráðgjöf

Innheimta

Mannauður og rekstur

Fyrirtækjaráðgjöf

Forvarnir

Endurtryggingar

Reikningshald

Upplýsingatækni

Útibú og umboð

Persónutjón

Stofnstýring

Ökutækjatjón

Viðskiptaþróun

Markaðsog kynningarmál Sigurjón Andrésson

Tjónasvið Auður Daníelsdóttir

Þjónusta og ráðgjöf

33


ÁRSSKÝRSLA 2011 l 34


MIKILVÆGT AÐ STARFA Í SÁTT VIÐ SAMFÉLAGIÐ OG UMHVERFIÐ Með því að haga starfseminni á samfélagslega ábyrgan hátt stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélagið, viðskiptavini og hluthafa.

35


Hlutverk, framtíðarsýn og gildi Hlutverk Sjóvár Hlutverk Sjóvár er að tryggja verðmætin í lífi fólks með áherslu á forvarnir. Með því vill félagið taka þátt í að skapa og treysta þau lífsgæði sem fólk sækist eftir.

Framtíðarsýn

Gildi

■■

Viðskiptavinir í öndvegi

■■

Traust

■■

Sterk liðsheild og skýr innbyrðis ábyrgð

■■

Metnaður

■■

Framúrskarandi þjónusta

■■

Jákvæðni

■■

Eftirsóknarvert fyrirtæki

■■

Samfélagsleg ábyrgð

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 36


Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ársreikningur samstæðunnar árið 2011

Efnisyfirlit Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Áritun óháðra endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Efnahagsreikningur 31. desember 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Eiginfjáryfirlit árið 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Sjóðstreymisyfirlit ársins 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Consolidated Statement of Comprehensive Income . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Consolidated Statement of Financial Position . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71

37


SkýrslaSkýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra kýrsla og yfirlýsing Skýrsla stjórnar og ogogyfirlýsing yfirlýsing forstjóra stjórnar stjórnar og og forstjóra forstjóra

Rekstur Rekstur ársins ársins 2011 2011 Sjóvá-AlmennraSamstæðureikningur Samstæðureikningur trygginga hf. fyrir Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra árið 2011 er trygginga trygginga gerður í hf. hf. samræmi fyrir árið árið við 2011 2011 alþjóðlega er gerður gerður íí samræmi samræmi við við alþjóðlega alþjóðlega fyrir er FRS) eins og þeir reikningsskilastaðla hafa verið staðfestir (IFRS) af eins Evrópusambandinu. eins og og þeir þeir hafa hafa verið verið Aðalstarfsemi staðfestir af af félagsins Evrópusambandinu. felst í Aðalstarfsemi félagsins félagsins felst felst íí reikningsskilastaðla (IFRS) staðfestir Evrópusambandinu. Aðalstarfsemi fjárfestingum. Samstæðuársreikningurinn vátryggingarekstri og og fjárfestingum. fjárfestingum. hefur að geyma Samstæðuársreikningurinn ársreikning félagsins hefur og hefur dótturfélaga að geyma geyma ársreikning ársreikning félagsins félagsins og og dótturfélaga dótturfélaga vátryggingarekstri Samstæðuársreikningurinn að a líftrygginga hf. þess, og Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá Forvarnarhússins líftrygginga ehf.,hf. hf.sem og Sjóvá vísað Sjóvá er Forvarnarhússins til í heild sinni ehf., sem sem vísað vísað er er til til íí heild heild sinni sinni sem sem þess, líftrygginga og Forvarnarhússins ehf., sem „samstæðunnar“. „samstæðunnar“.

kningi og yfirlit Samkvæmt um Samkvæmt heildarafkomu rekstrarreikningi nam hagnaður og yfirlit yfirlit ársins millj. kr., eftir aðhagnaður tekið hefur verið642 um642 heildarafkomu nam hagnaður ársins 642 millj. millj. kr., kr., eftir eftir að að tekið tekið hefur hefur verið verið rekstrarreikningi og um heildarafkomu nam ársins skiptavildar að fjárhæð millj. kr. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2011 millj. kr. tillit til til1.624 gjaldfærslu viðskiptavildar að fjárhæð fjárhæð 1.624 1.624 millj. kr.nam Eigið12.934 fé samstæðunnar samstæðunnar árslok 2011 2011 nam nam 12.934 12.934 millj. millj. kr. kr. tillit gjaldfærslu viðskiptavildar að millj. kr. Eigið fé íí árslok æðunnar var 34,5% í árslok, gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 3,57 og aðlagað gjaldþolshlutfall Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 34,5% 34,5% íí árslok, árslok, gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var var 3,57 3,57 og og aðlagað aðlagað gjaldþolshlutfall gjaldþolshlutfall Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var gjaldþolshlutfall móðurfélagsins kaði úr 1,83 frávar árslokum 2010. 31.úr desember 2011 námu heildareignir var 2,73, en en það Þann hækkaði úr 1,83 frá frá árslokum árslokum 2010. Þann 31. 31.samstæðunnar desember 2011 2011 námu námu heildareignir heildareignir samstæðunnar samstæðunnar 2,73, það hækkaði 1,83 2010. Þann desember 37.540 millj. millj. kr. kr. 37.540

r til að ekki verði Stjórn greiddur arður tilleggur hluthafa á árinu 2012. Stjórn félagsins félagsins leggur til að að ekki verði verði greiddur greiddur arður arður til til hluthafa hluthafa áá árinu árinu 2012. 2012. til ekki

Hluthafar Hluthafar nnra trygginga hf. í árslok Sjóvá-Almennra 2011 voru fjórir,trygginga SF1 slhf.hf. með 51,40% hlut, Eignasafn Seðlabanka Hluthafar Sjóvá-Almennra trygginga hf. árslok 2011 voru fjórir, SF1 SF1 slhf. með með 51,40% 51,40% hlut, hlut, Eignasafn Eignasafn Seðlabanka Seðlabanka Hluthafar íí árslok 2011 voru fjórir, slhf. 63% hlut, SAT Íslands Eignarhaldsfélag með 17,67% hlut og Íslandsbankihf. með17,67% 9,30% hlut hlut.og Íslands ehf. með meðhf. 21,63% hlut, SAT SAT Eignarhaldsfélag hf.hf. með 17,67% hlut og Íslandsbanki Íslandsbanki hf. hf. með með 9,30% 9,30% hlut. hlut. ehf. 21,63% hlut, Eignarhaldsfélag með oru þrír. Hluthafar íí ársbyrjun ársbyrjun voru voru þrír. þrír. Hluthafar

g forstjóra Yfirlýsing stjórnar stjórnar og og forstjóra forstjóra Yfirlýsing eskju er það álit Samkvæmt okkar Samkvæmt að samstæðureikningur bestu bestu vitneskju vitneskju er er Sjóvá-Almennra það það álit álit okkar okkar að aðtrygginga samstæðureikningur samstæðureikningur hf. gefi glögga Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra mynd af trygginga trygginga hf. hf. gefi gefi glögga glögga mynd mynd af af æðunnar á árinurekstrarafkomu rekstrarafkomu 2011 og eignum, samstæðunnar samstæðunnar skuldum og áfjárhagsstöðu á árinu árinu 2011 2011 og og hennar eignum, eignum, þann skuldum skuldum 31. desember og og fjárhagsstöðu fjárhagsstöðu 2011. hennar hennar þann þann 31. 31. desember desember 2011. 2011. okkar að samstæðureikningurinn Jafnframt Jafnframt er er það þaðog álit álit skýrsla okkar okkar stjórnar að að samstæðureikningurinn samstæðureikningurinn og forstjóra geymi og glöggt og skýrsla skýrsla yfirlit stjórnar stjórnar um þróun og og forstjóra forstjóra og geymi geymi glöggt glöggt yfirlit yfirlit um um þróun þróun og og æðunnar, stöðu árangur hennar áranguríííárslok rekstri rekstriog samstæðunnar, samstæðunnar, lýsi helstu áhættuþáttum stöðu stöðu hennar hennar sem íí árslok árslok samstæðan og og lýsi lýsi helstu helstu býr við.áhættuþáttum áhættuþáttum sem sem samstæðan samstæðan býr býr við. við.

vá-Almennra trygginga hf.forstjóri hafa í dag farið yfir samstæðureikning félagsins fyrir yfir árið 2011 og Stjórn og og forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. hf. hafa hafa dag farið farið yfir samstæðureikning samstæðureikning félagsins fyrir fyrir árið árið 2011 2011 og og Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga íí dag félagsins ndirritun sinni. Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn. staðfesta hann með með undirritun sinni. Stjórn Stjórn og forstjóri forstjóri leggja til til við aðalfund aðalfund félagsins félagsins að að samþykkja samþykkja ársreikninginn. ársreikninginn. staðfesta hann undirritun sinni. og leggja við

12.

Reykjavík, Reykjavík, 2. 2. mars mars 2012. 2012. Stjórn:

Stjórn: Stjórn:

Forstjóri:

Forstjóri: Forstjóri:

_________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________

3 -Almennra tryggingaSamstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur hf. árið 2011 Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga tryggingahf. hf.árið árið2011 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 38

33


Áritun óháðra endurskoðenda Áritun óháðra endurskoðenda Til Til stjórnar stjórnar og og hluthafa hluthafa Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. hf. Við Við höfum höfum endurskoðað endurskoðað meðfylgjandi meðfylgjandi samstæðuársreikning samstæðuársreikning Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. hf. fyrir fyrir árið árið 2011. 2011. Ársreikningurinn Ársreikningurinn hefur hefur að að geyma geyma rekstrarreikning rekstrarreikning og og yfirlit yfirlit um um heildarafkomu, heildarafkomu, efnahagsreikning, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar upplýsingar um um helstu helstu reikningsskilaaðferðir reikningsskilaaðferðir og og aðrar aðrar skýringar. skýringar. Ábyrgð Ábyrgð stjórnenda stjórnenda áá ársreikningnum ársreikningnum Stjórnendur Stjórnendur eru eru ábyrgir ábyrgir fyrir fyrir gerð gerð og og glöggri glöggri framsetningu framsetningu ársreikningsins ársreikningsins íí samræmi samræmi við við alþjóðlega alþjóðlega reikningsskilastaðla, reikningsskilastaðla, eins eins og og þeir þeir hafa hafa verið verið staðfestir staðfestir af af Evrópusambandinu. Evrópusambandinu. Stjórnendur Stjórnendur eru eru einnig einnig ábyrgir ábyrgir fyrir fyrir því því innra innra eftirliti eftirliti sem sem þeir þeir telja telja nauðsynlegt nauðsynlegt til til að að gera gera þeim þeim kleift kleift að að setja setja fram fram ársreikning ársreikning sem sem er er án án verulegra verulegra annmarka, annmarka, hvort hvort sem sem er er vegna vegna sviksemi sviksemi eða eða mistaka. mistaka. Ábyrgð Ábyrgð endurskoðenda endurskoðenda Ábyrgð Ábyrgð okkar okkar felst felst íí því því áliti áliti sem sem við við látum látum íí ljós ljós áá ársreikningnum ársreikningnum áá grundvelli grundvelli endurskoðunarinnar. endurskoðunarinnar. Endurskoðað Endurskoðað var var íí samræmi samræmi við við alþjóðlega alþjóðlega endurskoðunarstaðla. endurskoðunarstaðla. Samkvæmt Samkvæmt þeim þeim ber ber okkur okkur að að fara fara eftir eftir settum settum siðareglum siðareglum og og skipuleggja skipuleggja og og haga haga endurskoðuninni endurskoðuninni þannig þannig að að nægjanleg nægjanleg vissa vissa fáist fáist um um hvort hvort ársreikningurinn ársreikningurinn sé sé án án verulegra verulegra annmarka. annmarka. Endurskoðun Endurskoðun felur felur íí sér sér aðgerðir aðgerðir til til staðfestingar staðfestingar áá fjárhæðum fjárhæðum og og öðrum öðrum upplýsingum upplýsingum íí ársreikningnum. ársreikningnum. Val Val endurskoðunaraðgerða endurskoðunaraðgerða byggist byggist áá faglegu faglegu mati mati endurskoðandans, endurskoðandans, þar þar með með talið talið áá þeirri þeirri hættu hættu að að verulegir verulegir annmarkar annmarkar séu séu áá ársreikningnum, ársreikningnum, hvort hvort sem sem er er vegna vegna sviksemi sviksemi eða eða mistaka. mistaka. Við Við áhættumatið áhættumatið er er tekið tekið tillit tillit til til þess þess innra innra eftirlits eftirlits sem sem varðar varðar gerð gerð og og glögga glögga framsetningu framsetningu ársreiknings, ársreiknings, til til þess þess að að skipuleggja skipuleggja viðeigandi viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, endurskoðunaraðgerðir, en en ekki ekki til til þess þess að að gefa gefa álit álit áá virkni virkni innra innra eftirlits eftirlits félagsins. félagsins. Endurskoðun Endurskoðun felur felur einnig einnig íí sér sér mat mat áá því því hvort hvort reikningsskilaaðferðir reikningsskilaaðferðir og og matsaðferðir matsaðferðir sem sem stjórnendur stjórnendur nota nota við við gerð gerð ársreikningsins ársreikningsins séu séu viðeigandi viðeigandi sem sem og og mat mat áá framsetningu framsetningu hans hans íí heild. heild. Við Við teljum teljum að að við við endurskoðunina endurskoðunina höfum höfum við við aflað aflað nægilegra nægilegra og og viðeigandi viðeigandi gagna gagna til til að að byggja byggja álit álit okkar okkar á. á. Álit Álit Það Það er er álit álit okkar okkar að að samstæðuársreikningurinn samstæðuársreikningurinn gefi gefi glögga glögga mynd mynd af af afkomu afkomu samstæðunnar samstæðunnar áá árinu árinu 2011, 2011, fjárhagsstöðu fjárhagsstöðu hennar hennar 31. 31. desember desember 2011 2011 og og breytingu breytingu áá handbæru handbæru fé fé áá árinu árinu 2011, 2011, íí samræmi samræmi við við alþjóðlega alþjóðlega reikningsskilastaðla reikningsskilastaðla eins eins og og þeir þeir hafa hafa verið verið staðfestir staðfestir af af Evrópusambandinu. Evrópusambandinu. Staðfesting Staðfesting vegna vegna skýrslu skýrslu stjórnar stjórnar ÍÍ samræmi samræmi við við ákvæði ákvæði 5. 5. tl. tl. 1. 1. mgr. mgr. 106 106 gr. gr. laga laga nr. nr. 3/2006 3/2006 um um ársreikninga ársreikninga staðfestum staðfestum við við samkvæmt samkvæmt okkar okkar bestu bestu vitund vitund að að íí skýrslu skýrslu stjórnar stjórnar sem sem fylgir fylgir ársreikningi ársreikningi þessum þessum eru eru veittar veittar þær þær upplýsingar upplýsingar sem sem þar þar ber ber að að veita veita íí samræmi samræmi við við lög lög um um ársreikninga ársreikninga og og koma koma ekki ekki fram fram íí skýringum. skýringum. Reykjavík, Reykjavík, 2. 2. mars mars 2012. 2012. KPMG KPMG ehf. ehf.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga tryggingahf. hf.árið árið2011 2011

44

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 39


Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 2011

Rekstrarreikningur Rekstrarreikningur og og yfirlit yfirlit um um heildarafkomu heildarafkomu ársins ársins 2011 2011 Skýr. Skýr. Skýr.

Iðgjöld Iðgjöld Iðgjöld ársins ársins ársins .............................................................................................. .............................................................................................. .............................................................................................. Hluti Hluti Hluti endurtryggjenda endurtryggjenda endurtryggjenda ííí iðgjaldatekjum iðgjaldatekjum iðgjaldatekjum ....................................................... ....................................................... ....................................................... Eigin Eigin iðgjöld iðgjöld Eigin iðgjöld

2011 2011 2011

((( 666

Fjármunatekjur Fjármunatekjur Fjármunatekjur ............................................................................................ ............................................................................................ ............................................................................................ Gangvirðisbreytingar Gangvirðisbreytingar Gangvirðisbreytingar fjáreigna fjáreigna fjáreigna .................................................................... .................................................................... .................................................................... Fjárfestingatekjur Fjárfestingatekjur 777 Fjárfestingatekjur

2010 2010 2010

12.100.365 12.100.365 12.100.365 1.047.184) 1.047.184) 1.047.184) ((( 11.053.181 11.053.181 11.053.181

12.048.801 12.048.801 12.048.801 1.153.617) 1.153.617) 1.153.617) 10.895.184 10.895.184 10.895.184

381.719 381.719 381.719 2.526.820 2.526.820 2.526.820 2.908.539 2.908.539 2.908.539

357.878 357.878 357.878 906.887 906.887 906.887 1.264.765 1.264.765 1.264.765

Umboðslaun Umboðslaun Umboðslaun ............................................................................................... ............................................................................................... ............................................................................................... Aðrar Aðrar Aðrar tekjur tekjur tekjur ................................................................................................. ................................................................................................. ................................................................................................. Aðrar Aðrar Aðrar tekjur tekjur tekjur

129.668 129.668 129.668 44.429 44.429 44.429 174.097 174.097 174.097

100.148 100.148 100.148 9.727 9.727 9.727 109.875 109.875 109.875

Heildartekjur Heildartekjur Heildartekjur .............................................................................................. .............................................................................................. ..............................................................................................

14.135.817 14.135.817 14.135.817

12.269.824 12.269.824 12.269.824

Tjónakostnaður Tjónakostnaður Tjónakostnaður ........................................................................................... ........................................................................................... ........................................................................................... Hluti Hluti endurtryggjenda endurtryggjenda ííí tjónakostnaði tjónakostnaði ......................................................... ......................................................... Hluti endurtryggjenda tjónakostnaði ......................................................... Eigin Eigin tjón Eigin tjón tjón

((( 888

(((

Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður ...................................................................................... ...................................................................................... ...................................................................................... 999 ((( Vaxtagjöld Vaxtagjöld Vaxtagjöld ................................................................................................... ................................................................................................... ................................................................................................... ((( Afskriftir 13,14 13,14 ((( Afskriftir Afskriftir og og og virðisrýrnun virðisrýrnun virðisrýrnun óefnislegra óefnislegra óefnislegra eigna eigna eigna ................................................. ................................................. ................................................. 13,14 Heildargjöld ((( Heildargjöld ................................................................................................ ................................................................................................ ................................................................................................ Heildargjöld Hagnaður Hagnaður Hagnaður fyrir fyrir fyrir tekjuskatt tekjuskatt tekjuskatt .......................................................................... .......................................................................... .......................................................................... Tekjuskattur 11 11 Tekjuskattur Tekjuskattur ................................................................................................ ................................................................................................ ................................................................................................ 11

8.162.767) 8.162.767) 8.162.767) ((( 113.473 113.473 113.473 8.049.294) 8.049.294) 8.049.294) (((

8.578.354) 8.578.354) 8.578.354) 755.911 755.911 755.911 7.822.443) 7.822.443) 7.822.443)

3.122.892) 3.122.892) 3.122.892) 9.861) 9.861) 9.861) 2.069.566) 2.069.566) 2.069.566) 5.202.319) 5.202.319) 5.202.319)

3.000.356) 3.000.356) 3.000.356) 8.764) 8.764) 8.764) 431.608) 431.608) 431.608) 3.440.728) 3.440.728) 3.440.728)

((( ((( ((( (((

884.204 884.204 884.204 242.179) 242.179) 242.179) (((

195.654) 195.654) 195.654)

Hagnaður Hagnaður og og heildarhagnaður heildarhagnaður ársins ársins ...................................................... ...................................................... Hagnaður og heildarhagnaður ársins ......................................................

642.025 642.025 642.025

810.999 810.999 810.999

Skipting Skipting hagnaðar Skipting hagnaðar hagnaðar Hluthafar Hluthafar móðurfélagsins móðurfélagsins ........................................................................... ........................................................................... Hluthafar móðurfélagsins ...........................................................................

642.025 642.025 642.025

810.999 810.999 810.999

0,40 0,40 0,40

0,51 0,51 0,51

Grunnhagnaður 19 Grunnhagnaður og og þynntur þynntur hagnaður hagnaður ááá hlut hlut ............................................... ............................................... 19 19 Grunnhagnaður og þynntur hagnaður hlut ...............................................

(((

1.006.653 1.006.653 1.006.653

Skýringar Skýringar ááá blaðsíðum blaðsíðum 999 til til 34 34 eru eru óaðskiljanlegur óaðskiljanlegur hluti hluti af af ársreikningnum. ársreikningnum. Skýringar blaðsíðum til 34 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum. Skýringar á blaðsíðum 44 til 69 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga trygginga tryggingahf. hf. hf.árið árið árið2011 2011 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 40

555

Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðireru eru eruíííþúsundum þúsundum þúsundumkróna króna króna


Efnahagsreikningur 31. desember 2011

Efnahagsreikningur 31. desember 2011 Skýr.

2011

2010

Rekstrarfjármunir ....................................................................................... 12 Viðskiptavild og vörumerki ......................................................................... 13 Aðrar óefnislegar eignir ............................................................................. 14 Skatteign ................................................................................................... 22 Verðbréf .................................................................................................... 15-16 Endurtryggingaeignir ................................................................................. 17 Viðskiptakröfur ........................................................................................... Handbært fé .............................................................................................. Eignir samtals

456.018 243.578 5.168.781 699.850 26.050.133 1.138.507 2.231.410 1.551.713 37.539.991

327.143 1.867.578 5.546.577 1.030.582 21.757.014 1.195.796 2.218.083 2.609.119 36.551.892

18 18

1.592.522 9.888.570 1.453.024 12.934.116

1.592.522 9.888.570 810.999 12.292.091

21

21.377.544 2.164.025 1.064.306 24.605.875

20.558.811 2.402.519 1.298.471 24.259.801

37.539.991

36.551.892

Eignir

Eigið fé Hlutafé ....................................................................................................... Yfirverðsreikningur hlutafjár ....................................................................... Óráðstafað eigið fé .................................................................................... Eigið fé samtals Skuldir Vátryggingaskuld ....................................................................................... Líftryggingaskuld með fjárfestingaáhættu líftryggingataka ........................ Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir .............................................. Skuldir samtals

23

Eigið fé og skuldir samtals

Skýringar á blaðsíðum 9 til 34 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Skýringar á blaðsíðum 44 til 69 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

6

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 41


Eiginfjáryfirlit árið 2011

Eiginfjáryfirlit árið 2011 YfirverðsYfirverðsreikningur reikningur hlutafjár hlutafjár

Hlutafé Hlutafé

Eiginfjáryfirlit árið 2011 Eigið Eigið fé fé 1.1.2010 1.1.2010 .............................................. .............................................. 19 19 Heildarhagnaður Heildarhagnaður ársins ársins .................................... .................................... Eigið Eigið fé fé 31.12.2010 31.12.2010 .......................................... ..........................................

1.592.522 1.592.522

9.888.570 9.888.570

1.592.522 1.592.522

Óráðstafað Óráðstafað eigið eigið fé fé

Eigið Eigið fé fé samtals samtals

Yfirverðs9.888.570 9.888.570

00 810.999 810.999 810.999 810.999

11.481.092 11.481.092 810.999 810.999 12.292.091 12.292.091

Hlutafé

reikningur hlutafjár

Óráðstafað eigið fé

Eigið fé samtals

Eigið Eigið fé fé 1.1.2010 1.1.2011 1.1.2011 .............................................. .............................................. 19 19 Heildarhagnaður Heildarhagnaður ársins ársins .................................... .................................... Eigið Eigið fé fé 31.12.2010 31.12.2011 31.12.2011 .......................................... ..........................................

1.592.522 1.592.522

9.888.570 9.888.570

1.592.522 1.592.522

9.888.570 9.888.570

0 810.999 810.999 810.999 642.025 642.025 810.999 1.453.024 1.453.024

11.481.092 12.292.091 12.292.091 810.999 642.025 642.025 12.292.091 12.934.116 12.934.116

Eigið fé 1.1.2011 .............................................. 19 Heildarhagnaður ársins .................................... Eigið fé 31.12.2011 ..........................................

1.592.522

9.888.570

1.592.522

9.888.570

810.999 642.025 1.453.024

12.292.091 642.025 12.934.116

Skýringar Skýringar áá blaðsíðum blaðsíðum 99 til til 34 34 eru eru óaðskiljanlegur óaðskiljanlegur hluti hluti af af ársreikningnum. ársreikningnum.

Skýringar á blaðsíðum 9 til 34 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

Skýringar á blaðsíðum 44 til 69 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. hf. árið árið 2011 2011

77

Allar Allar fjárhæðir fjárhæðir eru eru íí þúsundum þúsundum króna króna

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 42

_____________________________________________________________________________________________________________


Sjóðstreymisyfirlit ársins 2011

Sjóðstreymisyfirlit ársins 2011 Skýr.

2011

2010

Rekstrarhreyfingar: Hagnaður ársins ...................................................................................... Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á handbært fé: ( Fjármunatekjur í rekstri ....................................................................... Fjármagnsgjöld í rekstri ...................................................................... ( Gangvirðisbreyting fjáreigna ............................................................... Afskriftir rekstrarfjármuna ................................................................... 12-14 13 Afskriftir og virðisrýrnun óefnislegra eigna ......................................... 12 ( Söluhagnaður rekstrarfjármuna ...........................................................

381.719) 9.861 2.526.820) 49.894 2.069.566 685)

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Verðbréf, breyting .............................................................................. Skatteign, breyting ............................................................................. Endurtryggingaeignir, breyting ........................................................... Viðskiptakröfur, breyting ..................................................................... Vátryggingaskuld, breyting ................................................................. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, breyting ........................ Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum Innborgaðar fjármunatekjur ..................................................................... Greidd fjármagnsgjöld ............................................................................. Greiddur tekjuskattur .............................................................................. Handbært fé (til) frá rekstri

(

1.737.765) 330.732 57.289 13.327) 580.239 226.229) 1.146.941) 353.185 17.796) 0 811.552)

( ( (

4.650 67.770) 182.734) 245.854)

(

1.057.406)

1.863.883

Handbært fé í ársbyrjun .........................................................................

2.609.119

745.235

Handbært fé í árslok...............................................................................

1.551.713

2.609.119

Fjárfestingarhreyfingar: Söluverð rekstrarfjármuna ....................................................................... Fjárfesting í óefnislegum eignum ............................................................ Fjárfesting í rekstrarfjármunum ............................................................... Fjárfestingarhreyfingar

(

( ( ( (

12 14 12

(Lækkun) hækkun á handbæru fé .........................................................

642.025

810.999 ( (

(

(

(

( (

( ( (

357.878) 8.764 906.887) 37.649 431.608 292)

1.230.138 102.939 494.786) 181.464 727.825 60.205) 1.711.338 343.672 2.588) 105.093) 1.947.329

4.346 53.336) 34.456) 83.446)

Skýringar á blaðsíðum 44 til 69 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum. Skýringar á blaðsíðum 9 til 34 eru óaðskiljanlegur hluti af ársreikningnum.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

8

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 43


Skýringar

Skýringar 1.

Félagið Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Félagið“) er íslenskt hlutafélag með starfsstöðvar sínar á Íslandi og eru höfuðstöðvar þess í Kringlunni 5 í Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2011 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sinni sem „samstæðunnar“. Aðalstarfsemi félagsins felst í vátryggingarekstri og fjárfestingum.

2. a.

Grundvöllur reikningsskilanna Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. staðfesti ársreikninginn þann 2. mars 2012.

b.

Grundvöllur matsaðferða Ársreikningur samstæðunnar er gerður á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að verðbréf eru færð á gangvirði.

c.

Rekstrarhæfi Stjórnendur hafa lagt mat á rekstrarhæfi samstæðunnar og telja hana hafa styrk til áframhaldandi starfsemi. Samstæðureikningurinn hefur því verið gerður á grundvelli áframhaldandi starfsemi. Niðurstöður athugunar á greiðsluhæfi félagsins gefa til kynna að félagið hafi yfir að ráða nægu fjármagni til að styðja við áframhaldandi rekstur.

d.

Starfrækslugjaldmiðill og framsetningargjaldmiðill Ársreikningurinn er birtur í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum nema annað sé tekið fram.

e.

Mat og ákvarðanir Gerð samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar fjárhæðir kunna að vera frábrugðnar þessu mati. Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á. Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir í ársreikningnum, er að finna í skýringu 3r.

3.

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir Reikningsskilaaðferðum sem er lýst hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti fyrir öll tímabil sem koma fram í ársreikningnum af öllum félögum í samstæðunni.

a. (i)

Grundvöllur samstæðu Dótturfélög Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefur vald til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum er tekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar sem þegar er nýtanlegur. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðureikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið til að laga þær að aðferðum samstæðunnar.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 44

9

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: 3. 3. a. a.

Mikilvægar Mikilvægarreikningsskilaaðferðir, reikningsskilaaðferðir, frh.: frh.: Grundvöllur Grundvöllursamstæðu, samstæðu,frh.: frh.:

(ii) (ii) Viðskipti Viðskiptifelld felldút útvið viðgerð gerðsamstæðureiknings samstæðureiknings Viðskipti Viðskipti milli milli samstæðufélaga, samstæðufélaga, stöður stöður milli milli þeirra þeirra og og óinnleystar óinnleystar tekjur tekjur og og gjöld gjöld sem sem myndast myndast hafa hafa í í viðskiptum viðskiptum milli milli félaganna félaganna eru eru felld felld út út við við gerð gerð samstæðureikningsins. samstæðureikningsins. Óinnleyst Óinnleyst tap tap er er fært fært út út með með sama sama hætti hætti og og óinnleystur óinnleysturhagnaður, hagnaður,en enaðeins aðeinsað aðþví þvímarki markiað aðekkert ekkertbendi benditiltilvirðisrýrnunar. virðisrýrnunar. b. b.

Erlendir Erlendirgjaldmiðlar gjaldmiðlar Viðskipti Viðskipti í í erlendum erlendum gjaldmiðlum gjaldmiðlum eru eru færð færð í í starfrækslugjaldmiðla starfrækslugjaldmiðla einstakra einstakra samstæðufélaga samstæðufélaga áá gengi gengi viðskiptadags. viðskiptadags. Peningalegar Peningalegar eignir eignir og og skuldir skuldir í í erlendum erlendum gjaldmiðlum gjaldmiðlum eru eru færðar færðar miðað miðað við við gengi gengi uppgjörsdags. uppgjörsdags. Gengismunur Gengismunursem semmyndast myndastvið viðyfirfærslu yfirfærsluí ííslenskar íslenskarkrónur krónurer erfærður færðurí írekstrarreikning. rekstrarreikning.Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaðurog ogsala sala í íerlendum erlendumgjaldmiðlum gjaldmiðlumeru erufærð færðí ístarfrækslugjaldmiðil starfrækslugjaldmiðiláágengi gengiviðskiptadags. viðskiptadags.

c.c. (i) (i)

Fjármálagerningar Fjármálagerningar Fjármálagerningar Fjármálagerningaraðrir aðriren enafleiður afleiður Til Til fjármálagerninga fjármálagerninga sem sem ekki ekki eru eru afleiður afleiður teljast teljast fjárfestingar fjárfestingar í í hlutabréfum hlutabréfum og og skuldabréfum, skuldabréfum, viðskiptakröfur, viðskiptakröfur, handbært handbærtfé, fé,viðskiptaskuldir viðskiptaskuldirog ogaðrar aðrarskammtímaskuldir. skammtímaskuldir. Fjármálagerningar Fjármálagerningar sem sem ekki ekki eru eru afleiður afleiður eru eru færðir færðir áá gangvirði gangvirði við við upphaflega upphaflega skráningu skráningu í í bókhald. bókhald. Þegar Þegar fjármálagerningar fjármálagerningareru eruekki ekkimetnir metniráágangvirði gangvirðigegnum gegnumrekstrarreikning, rekstrarreikning,er erallur allurbeinn beinnviðskiptakostnaður viðskiptakostnaðurfærður færðurtiltil hækkunar hækkunar áá virði virði þeirra þeirra við við upphaflega upphaflega skráningu skráningu í í bókhald. bókhald. Eftir Eftir upphaflega upphaflega skráningu skráningu eru eru fjármálagerningar fjármálagerningar sem sem ekki ekkieru eruafleiður afleiðurfærðir færðirmeð meðþeim þeimhætti hættisem semgreinir greinirhér hérááeftir. eftir. Fjármálagerningar Fjármálagerningar eru eru færðir færðir í í ársreikning ársreikning þegar þegar samstæðan samstæðan gerist gerist aðili aðili að að samningsbundnum samningsbundnum ákvæðum ákvæðum viðkomandi viðkomandifjármálagerninga. fjármálagerninga.Fjáreignir Fjáreignireru erufelldar felldarút útúr úrársreikningi ársreikningief efsamningsbundinn samningsbundinnréttur réttursamstæðunnar samstæðunnarað að sjóðstreymi sjóðstreymivegna vegnafjáreignanna fjáreignannarennur rennurút úteða eðaef efsamstæðan samstæðanyfirfærir yfirfærirfjáreignirnar fjáreignirnartiltilannars annarsaðila aðilaán ánþess þessað aðhalda halda eftir eftir yfirráðum yfirráðum eða eða því því sem sem næst næst allri allri þeirri þeirri áhættu áhættu og og ávinningi ávinningi sem sem í í eignarhaldi eignarhaldi ááþeim þeim felst. felst. Bókhaldsskráning Bókhaldsskráning hefðbundinna hefðbundinnakaupa kaupaog ogsölu söluááfjáreignum fjáreignumer ergerð gerðááviðskiptadegi, viðskiptadegi,þ.e. þ.e.ááþeim þeimdegi degisem semfélagið félagiðskuldbindur skuldbindursig sigtiltil að aðkaupa kaupaeða eðaselja seljaeignina. eignina.Kröfur Kröfur eru erufærðar færðar þann þanndag dag sem semþær þær verða verðatil. til. Fjárskuldir Fjárskuldireru eru felldar felldarút út úr úrársreikningi ársreikningi ef ef skuldbindingar skuldbindingar samstæðunnar samstæðunnar sem sem skilgreindar skilgreindar eru eru í í samningi samningi eru erugreiddar, greiddar, falla fallaúr úr gildi, gildi,er er vísað vísaðfrá fráeða eðaþeim þeim er eraflétt. aflétt.

Verðbréf (ii) (ii) Verðbréf Verðbréf Verðbréf eru eru í í efnahagsreikningi efnahagsreikningi flokkuð flokkuð sem sem fjáreignir fjáreignir áá gangvirði gangvirði gegnum gegnum rekstrarreikning rekstrarreikning hafi hafi þau þau verið verið skilgreind skilgreindþannig þannigvið viðupphaflega upphaflegaskráningu skráninguí íbókhald. bókhald.Fjáreignir Fjáreignireru erutilgreindar tilgreindaráágangvirði gangvirðigegnum gegnumrekstrarreikning rekstrarreikning ef efákvarðanir ákvarðanirum umkaup kaupog ogsölu sölubyggjast byggjastáágangvirði gangvirðiþeirra. þeirra.Þetta Þettaááeinnig einnigvið viðum umeignir eignirsem semskilgreindar skilgreindareru eruáámóti móti vátryggingaskuld. vátryggingaskuld. Beinn Beinnviðskiptakostnaður viðskiptakostnaðurer erfærður færðurí írekstrarreikning rekstrarreikningþegar þegarhann hannfellur fellurtil. til. (iii) (iii) Skammtímakröfur Skammtímakröfur Skammtímakröfur Skammtímakröfur eru eru fjáreignir, fjáreignir, aðallega aðallegavegna vegnatryggingasamninga, tryggingasamninga, sem sem hafa hafafyrirfram fyrirfram ákveðna ákveðnagjalddaga gjalddagaog og eru eru ekki ekkiskráðar skráðarááopinberum opinberummarkaði. markaði. (iv) (iv) Handbært Handbærtfé fé Handbært Handbært fé fé samanstendur samanstendur af af óbundnum óbundnum innstæðum innstæðum hjá hjáfjármálastofnunum fjármálastofnunum og og auðseljanlegum auðseljanlegum fjáreignum fjáreignum með með styttri styttriupprunalegan upprunaleganlíftíma líftímaen enþrjá þrjámánuði, mánuði,sem semauðveldlega auðveldlegaer erhægt hægtað aðumbreyta umbreytaí í reiðufé reiðuféog ogóveruleg óveruleghætta hættaer er ááverðbreytingum. verðbreytingum. (v) (v) Afskrifað Afskrifaðkostnaðarverð kostnaðarverð Afskrifað Afskrifað kostnaðarverð kostnaðarverð fjáreignar fjáreignar eða eða fjárskuldar fjárskuldar er er fjárhæðin fjárhæðin sem sem fjáreignin fjáreignin eða eða fjárskuldin fjárskuldin er er metin metin áá við við upphaflega upphaflega skráningu, skráningu, að að frádregnum frádregnum afborgunum afborgunum höfuðstóls höfuðstóls og og að að viðbættum viðbættum eða eða frádregnum frádregnum uppsöfnuðum uppsöfnuðum afföllum afföllum eða eða yfirverði yfirverði sem sem fundið fundið er er með með aðferð aðferð virkra virkra vaxta vaxta áá mismun mismun upphaflegs upphaflegs verðs verðs og og uppgreiðsluverðmætis, uppgreiðsluverðmætis,að aðfrádreginni frádreginnivirðisrýrnun, virðisrýrnun,ef efvið viðá.á.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga trygginga trygginga tryggingahf. hf. hf. hf.árið árið árið árið2011 2011 2011 2011

10 10

Allar Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðireru eru eru eruíí ííþúsundum þúsundum þúsundum þúsundumkróna króna króna króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 45


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 3. c.

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: Fjármálagerningar, frh.:

(vi) Jöfnun Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar og aðeins þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda eða innleysa eignir og greiða skuldir samtímis. (vii) Mat á gangvirði Gangvirði er sú fjárhæð sem unnt er að skipta eign á, eða gera upp skuld, í armslengdarviðskiptum milli upplýstra og viljugra aðila. Samstæðan metur gangvirði fjármálagerninga samkvæmt markaðsverði á virkum markaði fyrir fjármálagerninginn, sé hann fyrir hendi. Markaður er talinn virkur ef reglulega er fyrir hendi skráð markaðsvirði sem endurspeglar raunveruleg og regluleg markaðsviðskipti milli ótengdra aðila. Gangvirði fjáreignar sem tilgreind er á gangvirði gegnum rekstrarreikning er ákvarðað á grundvelli viðeigandi markaðsvirðis í lok viðskiptadags ef það er fyrir hendi, en það er venjulega síðasta skráða viðskiptaverðið. Ef markaður fyrir fjármálagerning er ekki virkur metur samstæðan gangvirðið á grundvelli matsaðferða, þar á meðal geta verið nýleg viðskipti ótengdra aðila, tilvísun í gangvirði sambærilegra fjármálagerninga, núvirt sjóðsflæði og verðmyndunarlíkan valrétta. Sú matsaðferð sem notuð er hámarkar notkun markaðsupplýsinga en takmarkar eins og hægt er áætlanir samstæðunnar. Matið byggir einnig á öllum þeim þáttum sem markaðsaðilar taka tillit til við verðákvarðanir og er í samræmi við viðurkenndar verðmatsaðferðir fyrir fjármálagerninga. Breytur í matsaðferðum endurspegla á áreiðanlegan hátt væntingar á mörkuðum og mat á þeim áhættuþáttum sem fjármálagerningurinn felur í sér. Samstæðan notar utanaðkomandi matssérfræðinga sem meta gangvirðið á grundvelli matslíkana, aðgengilegra markaðsupplýsinga og faglegs mats. Samstæðan yfirfer matsaðferðirnar og prófar gildi þeirra með notkun markaðsviðskipta sambærilegra gerninga eða byggir á öðrum aðgengilegum markaðsupplýsingum. d.

Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Innifalið er kostnaður sem rekja má beint til kaupa á eigninni. Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er eignfærður þegar líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til félagsins og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. Afskriftir eru reiknaðar af afskrifanlegri fjárhæð, sem er kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði. Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Fasteignir ...................................................................................................................................... Aðrir rekstrarfjármunir ...................................................................................................................

25 - 50 ár 3 - 7 ár

Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef við á.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 46

11

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: Skýringar, frh.: 3. 3. e. e. (i) (i)

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: Mikilvægareignir reikningsskilaaðferðir, frh.: Óefnislegar Óefnislegar eignir Viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir með ótilgreindan líftíma Viðskiptavild aðrarfærð óefnislegar með ótilgreindan líftíma Viðskiptavild erog aðeins til eignareignir ef hún hefur myndast við kaup á dótturfélögum eða yfirtöku á starfsemi. Viðskiptavild er aðeins færð til eignar ef hún hefur myndast við kaup á dótturfélögum eða yfirtöku á starfsemi.í Eignfærsla hennar miðast við yfirtökudag og heildargangvirði yfirfærðs endurgjalds, bókfært virði minnihluta Eignfærsla hennar miðast við yfirtökudag og heildargangvirði yfirfærðs endurgjalds, bókfært virði minnihluta yfirtekna félaginu og gangvirði fyrri hlutdeildar í yfirtekna félaginu að frádregnu gangvirði yfirtekinna eigna ogí yfirtekna félaginuviðog yfirtökudag. gangvirði fyrriEndurgjald hlutdeildar samanstendur í yfirtekna félaginu að frádregnu gangvirði yfirtekinna eigna og skulda miðað af gangvirði yfirfærðra eigna og skulda skulda miðað við yfirtökudag. Endurgjald samanstendur af gangvirði yfirfærðra eigna og skulda og eiginfjárgerningum sem gefnir eru út af samstæðunni. Endurgjaldið felur einnig í sér gangvirði hugsanlegs eiginfjárgerningum sem gefnir eru út af samstæðunni. Endurgjaldið felur einnig í sér gangvirði hugsanlegs viðbótarendurgjalds. viðbótarendurgjalds. Eftir upphaflega skráningu eru viðskiptavild og vörumerki metin á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri Eftir upphaflega skráningu eruerviðskiptavild og vörumerki á kostnaðarverði frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun. Virðisrýrnunarpróf framkvæmt árlega eða oftarmetin ef atburðir eða breytingaraðgefa til kynna virðisrýrnun Virðisrýrnunarpróf framkvæmt árlega eða oftar ef atburðir eða breytingar gefa til kynna virðisrýrnun ávirðisrýrnun. bókfærðu verði viðskiptavildarerog vörumerkis. Viðskiptavildinni er ráðstafað á yfirtökudegi allra sjóðskapandi á bókfærðu verði viðskiptavildar og er vörumerkis. Viðskiptavildinni er ráðstafaðóháð á yfirtökudegi allra sjóðskapandi eininga samstæðunnar sem ætlað að njóti samlegðar af sameiningunni því hvort til öðrum eignum eða eininga samstæðunnar sem ætlað er að njóti samlegðar af sameiningunni óháð því hvort öðrum eignum eða skuldum hefur verið ráðstafað til þessara eininga. Hver eining sem viðskiptavild er ráðstafað til endurspeglar skuldum hefur verið til þessara eininga. eining sem viðskiptavild er ráðstafað til endurspeglar minnstu einingu innanráðstafað samstæðunnar þar sem fylgst Hver er með viðskiptavildinni sem hluta af innri stjórnun. minnstu einingu innan samstæðunnar þar sem fylgst er með viðskiptavildinni sem hluta af innri stjórnun.

(ii) (ii)

Hugbúnaður og viðskiptasambönd Hugbúnaðurerogeignfærður viðskiptasambönd Hugbúnaður á grundvelli kostnaðarverðs búnaðarins ásamt kostnaði við að koma honum í notkun. Hugbúnaður er eignfærður á grundvelli kostnaðarverðs kostnaði við að koma í notkun. Hugbúnaður, færður sem óefnisleg eign, er afskrifaðurbúnaðarins miðað við ásamt áætlaðan nýtingartíma hans,honum sem eru 10 ár, Hugbúnaður, færður sem óefnisleg eign, er afskrifaður miðað við áætlaðan nýtingartíma hans, sem eru 10 ár, undir liðnum rekstrarkostnaður. undir liðnum rekstrarkostnaður. Viðhaldskostnaður vegna hugbúnaðar er færður undir liðinn rekstrarkostnað þegar hann fellur til. Viðhaldskostnaður vegna hugbúnaðar er færður undir liðinn rekstrarkostnað þegar hann fellur til. Hugbúnaður og viðskiptasambönd sem urðu til við yfirtöku á rekstri, eru afskrifuð á áætluðum nýtingartíma HugbúnaðurHugbúnaður og viðskiptasambönd sem til viðogyfirtöku á rekstri, eru eignarinnar. er afskrifaður á 7urðu - 10 árum viðskiptasambönd á 15afskrifuð árum. á áætluðum nýtingartíma eignarinnar. Hugbúnaður er afskrifaður á 7 - 10 árum og viðskiptasambönd á 15 árum.

(iii) Virðisrýrnun eigna sem ekki teljast fjáreignir (iii) Eignir Virðisrýrnun eigna sem ekki nýtingartíma teljast fjáreignir sem hafa ótilgreindan eru ekki afskrifaðar en fara árlega í virðisrýrnunarpróf. Hvenær sem Eignir sem ótilgreindan ekki afskrifaðar enaðfara árlegaverð í virðisrýrnunarpróf. Hvenær sem atburðir eða hafa breyttar aðstæðurnýtingartíma valda því aðeru vísbendingar eru um bókfært sé ekki enduheimtanlegt fara atburðir eða breyttar aðstæður valda því að vísbendingar umbókfært að bókfært séeða ekkifjárskapandi enduheimtanlegt þær í gegnum mat á virðisrýrnun. Virðisrýrnun er gjaldfærðeru þegar verð verð eignar einingarfara er þær í gegnum mat á virðisrýrnun. Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eða eignar eða fjárskapandi er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Endurheimtanleg fjárhæð eignar fjárskapandi einingareiningar er hreint hærra en þeirra endurheimtanleg fjárhæð hennar. eða fjárskapandi einingar er niður hreintí gangvirði eða nýtingarvirði, hvort sem Endurheimtanleg hærra reynist. Til fjárhæð þess að eignar meta virðisrýrnun er eignum skipt gangvirðiaðgreinanlegu þeirra eða nýtingarvirði, hærra reynist. Tilsjóðstreymi. þess að meta virðisrýrnun eignum skipt niður minnstu hópa eignahvort sem sem mynda aðgreinanlegt Eignir sem ekkierteljast fjáreignir, aðrarí minnstu aðgreinanlegu hópa eigna sem mynda aðgreinanlegt sem ekki teljast en viðskiptavild, eru metnar á hverjum uppgjörsdegi til að sjóðstreymi. kanna hvort Eignir vísbendingar séu um fjáreignir, að rýrnunaðrar hafi en viðskiptavild, eru metnar á hverjum uppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnun hafi minnkað eða horfið. minnkað eða horfið. f. f. (i) (i)

Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Félagið gefur út samninga sem flytja vátryggingalega áhættu frá viðskiptavinum til samstæðunnar. Félagið gefur út samninga sem flytja vátryggingalega áhættu frá viðskiptavinum til samstæðunnar. Skilgreining tryggingasamninga Skilgreining tryggingasamninga Með vátryggingasamningi tekur vátryggjandinn að sér vátryggingaáhættu frá vátryggingataka með því að Með vátryggingasamningi tekur vátryggjandinn að ísér vátryggingaáhættu frá vátryggingataka með því að samþykkja að bæta tjón vegna ákveðins óviss atburðar framtíðinni. samþykkja að bæta tjón vegna ákveðins óviss atburðar í framtíðinni. Vátryggingaáhætta er öll áhætta, önnur en fjárhagsleg áhætta, sem flutt er frá vátryggingataka til útgefanda Vátryggingaáhætta er svo öll áhætta, önnur en fjárhagsleg áhætta, eða semandláts. flutt er frá vátryggingataka til útgefanda vátryggingasamnings, sem vegna eignatjóns, slyss, sjúkdóms vátryggingasamnings, svo sem vegna eignatjóns, slyss, sjúkdóms eða andláts.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

12 12

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 47


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, Skýringar,frh.: frh.: frh.:

Skýringar, frh.:

3. 3. 3. 3. Mikilvægar Mikilvægar Mikilvægar Mikilvægarreikningsskilaaðferðir, reikningsskilaaðferðir, reikningsskilaaðferðir, reikningsskilaaðferðir,frh.: frh.: frh.: frh.:

3.

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

(ii) (ii) (ii) (ii) Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar----flokkun flokkun flokkun flokkun (ii) Vátryggingasamningar - flokkun Tryggingasamningarsamstæðunnar samstæðunnargreinast greinastí ííítvo tvoflokka flokkaeftir eftirþví þvíhversu hversu lengivátryggingaáhættan vátryggingaáhættan varirgreinast oghvort hvortí tvo flokka eftir Tryggingasamningar Tryggingasamningar samstæðunnar greinast tvo flokka eftir því hversu Tryggingasamningar lengi lengi vátryggingaáhættan samstæðunnar varir varir og og hvort Tryggingasamningar samstæðunnar greinast tvo flokka eftir því hversu lengi vátryggingaáhættan varir og hvort samningarnireru erufastir fastireða eðabreytilegir. breytilegir. samningarnir samningarnir eru fastir eða breytilegir. samningarnir eru fastir eða breytilegir. samningarnir eru fastir eða breytilegir.

Skaðatryggingar Skaðatryggingar Skaðatryggingar Skaðatryggingar Skaðatryggingar Tryggingasamningar Tryggingasamningar Tryggingasamningar Tryggingasamningarí ííþessum í þessum þessum þessumflokkir flokkir flokkir flokkireru eru eru eruábyrgðatryggingar, ábyrgðatryggingar, ábyrgðatryggingar, ábyrgðatryggingar,slysatryggingar slysatryggingar slysatryggingar slysatryggingar Tryggingasamningar og og og ogeignatryggingar. eignatryggingar. eignatryggingar. eignatryggingar. í þessum flokkir eru ábyrgðatryggingar, sly

Ábyrgða-og ogslysatryggingasamningar slysatryggingasamningarbæta bætatjón tjónsem semhinn hinnvátryggði vátryggðiÁbyrgðaveldurþriðja þriðja aðilavegna vegnaafleiðinga afleiðingalögmætra lögmætra ÁbyrgðaÁbyrgðaog slysatryggingasamningar bæta tjón sem hinn vátryggði veldur veldur þriðja og slysatryggingasamningar aðila aðila vegna afleiðinga lögmætra bæta tjón sem hinn vátr Ábyrgðaog slysatryggingasamningar bæta tjón sem hinn vátryggði veldur þriðja aðila vegna afleiðinga lögmætra aðgerða hans hans og og bætir bætir einnig einnig hinum hinum vátryggða vátryggða það það tjón tjón sem semaðgerða hann verður verður fyrirbætir samræmi við skilmála skilmála aðgerða aðgerða hans og bætir einnig hinum vátryggða það tjón sem hann hann verður hans fyrir og fyrir í ííí samræmi samræmi einnig við hinum við skilmála vátryggða það tjón aðgerða hans og bætir einnig hinum vátryggða það tjón sem hann verður fyrir samræmi við skilmála tryggingasamningsins. tryggingasamningsins. tryggingasamningsins. tryggingasamningsins. tryggingasamningsins.

Eignatryggingar greiða greiða aðallega aðallega bætur bætur tiltil til viðskiptavina viðskiptavina samstæðunnar samstæðunnar vegna tjóns tjóns eða eða taps ábætur eignum. Eignatryggingar Eignatryggingar greiða aðallega bætur til viðskiptavina samstæðunnar Eignatryggingar vegna vegna greiða tjóns eða aðallega taps taps eignum. til viðskiptavina sa Eignatryggingar greiða aðallega bætur viðskiptavina samstæðunnar vegna tjóns eða taps ááá eignum. eignum. Viðskiptavinirmeð meðrekstrarstöðvunartryggingu rekstrarstöðvunartryggingugeta getaeinnig einnigfengið fengiðbætur bætur vegnatekjutaps tekjutaps eftjón tjóneigna eignaveldur veldurþví því geta einnig fen Viðskiptavinir Viðskiptavinir með rekstrarstöðvunartryggingu geta einnig fengið bætur Viðskiptavinir vegna vegna tekjutaps með rekstrarstöðvunartryggingu ef ef tjón eigna veldur því Viðskiptavinir með rekstrarstöðvunartryggingu geta einnig fengið bætur vegna tekjutaps ef tjón eigna veldur því aðeignirnar eignirnarnýtast nýtastekki ekkií íírekstri. í rekstri. rekstri. að að eignirnar nýtast ekki rekstri. að eignirnar nýtast ekki í rekstri. að eignirnar nýtast ekki

Líftryggingar Líftryggingar Líftryggingar Líftryggingar Líftryggingar Þessirvátryggingasamningar vátryggingasamningartaka takatiltil tilandláts andlátseða eðaákveðinna ákveðinnasjúkdóma. sjúkdóma. Þessir Þessir vátryggingasamningar taka til andláts eða ákveðinna sjúkdóma. Þessir vátryggingasamningar taka til andláts eða ákveðinna sjúk Þessir vátryggingasamningar taka andláts eða ákveðinna sjúkdóma.

Iðgjölderu erufærð færðtiltil tiltekna teknalínulega línulegayfir yfirvátryggingatímabil vátryggingatímabilog og bótagreiðslur bótagreiðslur erfærðar færðar tiltekna gjalda þvítímabili tímabili sem Iðgjöld Iðgjöld eru færð til tekna línulega yfir vátryggingatímabil og bótagreiðslur Iðgjöld eru er er færðar færð tiltiltil til gjalda gjalda línulega ááááþví því tímabili yfir vátryggingatímabil sem sem og b Iðgjöld eru færð tekna línulega yfir vátryggingatímabil og bótagreiðslur er færðar gjalda því tímabili sem hinntryggði tryggðiatburður atburðuráááásér sérstað. stað. hinn hinn tryggði atburður sér stað. hinn tryggði atburður á sér stað. hinn tryggði atburður sér stað.

(iii) (iii) (iii) (iii) Fjárfestingar Fjárfestingar Fjárfestingar Fjárfestingarþar þar þar þarsem sem sem semfjárfestingaáhætta fjárfestingaáhætta fjárfestingaáhætta fjárfestingaáhættaer er er erborin borin borin borinaf af af aflíftryggingataka líftryggingataka líftryggingataka líftryggingataka (iii) Fjárfestingar þar sem fjárfestingaáhætta er borin af líftrygg Fjárfestingar Fjárfestingar Fjárfestingar Fjárfestingarmeð með með meðfjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættulíftryggingataka líftryggingataka líftryggingataka líftryggingatakaeru eru eru erufjáreignir fjáreignir fjáreignir fjáreignirFjárfestingar í íííeigu eigu eigu eigusamstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar með fjárfestingaráhættu sem sem sem semvátryggingatakar vátryggingatakar vátryggingatakar vátryggingatakar líftryggingataka í ííí eru fjáre söfnunarlíftryggingum söfnunarlíftryggingum söfnunarlíftryggingum söfnunarlíftryggingum hafa hafa hafa hafa valið valið valið valið og og og og bera bera bera bera fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu af af af afsöfnunarlíftryggingum samkvæmt samkvæmt samkvæmt samkvæmt skilmálum skilmálum skilmálum skilmálum hafa söfnunarlíftrygginga. söfnunarlíftrygginga. söfnunarlíftrygginga. söfnunarlíftrygginga. valið og bera fjárfestingaráhætt Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld Líftryggingaskuldmeð með með meðfjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættu fjárfestingaráhættulíftryggingataka líftryggingataka líftryggingataka líftryggingatakaer er er erskuldbinding skuldbinding skuldbinding skuldbinding Líftryggingaskuld samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar með fjárfestingaráhættu gagnvart gagnvart gagnvart gagnvartumræddum umræddum umræddum umræddum líftryggingataka er vátryggingatökum vátryggingatökum vátryggingatökum vátryggingatökumað að að aðsömu sömu sömu sömufjárhæð. fjárhæð. fjárhæð. fjárhæð. vátryggingatökum að sömu fjárhæð.

(iv) (iv) (iv) (iv) Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld (iv) Vátryggingaskuld Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðanmetur metur metur meturááááuppgjörsdegi uppgjörsdegi uppgjörsdegi uppgjörsdegihvort hvort hvort hvortskráð skráð skráð skráðvátryggingaskuld vátryggingaskuld vátryggingaskuld vátryggingaskuldsé sé sé sé Samstæðan nægjanleg nægjanleg nægjanleg nægjanlegmetur tiltil til tilþess þess þess þess á að uppgjörsdegi að að aðstanda standa standa standavið við við viðhvort áætlaðar áætlaðar áætlaðar áætlaðar skráð vátryggingask skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingarsamstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar með með með með því því því þvíað að að að meta meta meta metaframtíðarfjárflæði framtíðarfjárflæði framtíðarfjárflæði framtíðarfjárflæði skuldbindingar vátryggingaskuldarinnar. vátryggingaskuldarinnar. vátryggingaskuldarinnar. vátryggingaskuldarinnar. samstæðunnar Allar Allar Allar Allarmeð breytingar breytingar breytingar breytingar því að ááámeta á framtíðarfjá vátryggingaskuldinni vátryggingaskuldinni vátryggingaskuldinni vátryggingaskuldinnikoma koma koma komafram fram fram framí íírekstrarreikningi í rekstrarreikningi rekstrarreikningi rekstrarreikningi(sjá (sjá (sjá (sjáskýringu skýringu skýringu skýringu8). 8). 8). 8).Við Við Við Við vátryggingaskuldinni gerð gerð gerð gerðmatsins matsins matsins matsinser er er ertekið tekið tekið tekið koma tillit tillit tillit tillit fram tiltil til tiláætlana áætlana áætlana áætlana í rekstrarreikningi vegna vegna vegna vegna (sjá skýringu allra allra allra allrasamningsbundinna samningsbundinna samningsbundinna samningsbundinnasjóðshreyfinga sjóðshreyfinga sjóðshreyfinga sjóðshreyfingavegna vegna vegna vegnatjóna tjóna tjóna tjónaog og og ogtjónakostnaðar. tjónakostnaðar. tjónakostnaðar. tjónakostnaðar. allra samningsbundinna sjóðshreyfinga vegna tjóna og tjónakos

(v) (v) (v) (v) Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar (v) Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningar Endurtryggingasamningareru eru eru erugerðir gerðir gerðir gerðirtiltil til tilað að að aðdraga draga draga dragaúr úr úr úráhættu áhættu áhættu áhættusamstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. Endurtryggingasamningar Endurtryggjendur Endurtryggjendur Endurtryggjendur Endurtryggjendurbera eru bera bera bera gerðir ýmist ýmist ýmist ýmisttil ákveðið ákveðið ákveðið ákveðið að draga úr áhættu sam hlutfall hlutfall hlutfall hlutfallaf af af afbótafjárhæðum bótafjárhæðum bótafjárhæðum bótafjárhæðumeða eða eða eðaalla alla alla allaáhættuna áhættuna áhættuna áhættunaumfram umfram umfram umframumsamda umsamda umsamda umsamdafjárhæð. fjárhæð. fjárhæð. fjárhæð. hlutfall af bótafjárhæðum eða alla áhættuna umfram umsamda

Kröfurááááendurtryggjendur endurtryggjendurvegna vegnaiðgjalda iðgjaldaog ogtjóna tjónaeru erufærðar færðarsem semendurtryggingaeignir. endurtryggingaeignir. Þarer ervegna umað aðiðgjalda ræðakröfur kröfur Kröfur Kröfur endurtryggjendur vegna iðgjalda og tjóna eru færðar sem endurtryggingaeignir. Kröfur á endurtryggjendur Þar Þar er um um að ræða ræða kröfur og tjóna eru færðar se Kröfur endurtryggjendur vegna iðgjalda og tjóna eru færðar sem endurtryggingaeignir. Þar er um að ræða kröfur vegnahlutdeildar hlutdeildarþeirra þeirraí ííítjónum tjónumsamkvæmt samkvæmtendurtryggðum endurtryggðumvátryggingasamningum vátryggingasamningum oghlutdeild hlutdeild iðgjaldaskuld. vegna vegna hlutdeildar þeirra tjónum samkvæmt endurtryggðum vátryggingasamningum vegna hlutdeildar og þeirra og hlutdeild í tjónum í íííiðgjaldaskuld. iðgjaldaskuld. samkvæmt endurtryggðum v vegna hlutdeildar þeirra tjónum samkvæmt endurtryggðum vátryggingasamningum og hlutdeild iðgjaldaskuld. Skuldbindingarvegna vegnaendurtrygginga endurtryggingaer erhlutdeild hlutdeildendurtryggjenda endurtryggjenda iðgjöldumvegna vegna endurtryggingasamninga Skuldbindingar Skuldbindingar vegna endurtrygginga er hlutdeild endurtryggjenda Skuldbindingar í íííiðgjöldum iðgjöldum vegna vegna endurtryggingasamninga endurtryggingasamninga endurtrygginga er hlutdeild endurtrygg Skuldbindingar vegna endurtrygginga er hlutdeild endurtryggjenda iðgjöldum vegna endurtryggingasamninga semfærð færðeru eruí íírekstrarreikning í rekstrarreikning rekstrarreikningvið viðendurnýjun endurnýjunsamninganna samninganna((((sjá sjáskýringar skýringar og 8). sem sem færð eru rekstrarreikning við endurnýjun samninganna sjá skýringar sem færð 6666og og eru 8). 8). í rekstrarreikning við endurnýjun samninganna ( s sem færð eru við endurnýjun samninganna sjá skýringar og 8).

g. g. g. g. Hlunnindi g. Hlunnindi Hlunnindi Hlunnindistarfsmanna starfsmanna starfsmanna starfsmanna Hlunnindi starfsmanna framlög til opinberra opinberra ogalmennra almennra Félagið Félagið Félagiðgreiðir greiðir greiðirframlög framlög framlögí íííiðgjaldatengda iðgjaldatengda iðgjaldatengdalífeyrissjóði, lífeyrissjóði, lífeyrissjóði,þar þar þarsem sem semgreidd greidd greidd Félagið eru eru eruföst föst föst greiðir framlög framlög framlög tiltil til opinberra í iðgjaldatengda og og almennra lífeyrissjóði, þar sem Félagið greiðir framlög iðgjaldatengda lífeyrissjóði, þar sem greidd eru föst framlög opinberra og almennra lífeyrissjóðaáááágrundvelli grundvellilaga. laga.ÁÁ Ásamstæðunni samstæðunnihvílir hvílirekki ekkiönnur önnurgreiðsluskylda greiðsluskylda eftir aðþessi þessi framlög hafaverið verið hvílir ekki önnu lífeyrissjóða lífeyrissjóða grundvelli laga. Á samstæðunni hvílir ekki önnur greiðsluskylda lífeyrissjóða eftir áeftir eftir grundvelli að að þessi laga. framlög framlög Á samstæðunni hafa hafa verið lífeyrissjóða grundvelli laga. samstæðunni hvílir ekki önnur greiðsluskylda að þessi framlög hafa verið greidd.Framlögin Framlögineru erufærð færðtiltil tilgjalda gjaldaeftir eftirþví þvísem semþau þaufalla fallatil. til. greidd. greidd. Framlögin eru færð til gjalda eftir því sem þau falla til. greidd. Framlögin eru færð til gjalda eftir því sem þau falla til. greidd. Framlögin eru færð gjalda eftir því sem þau falla til.

Eigiðfé fé h. h. h. Eigið h. Eigið fé Eigið fé h. Eigið fé (i) (i) (i) Hlutafé Hlutafé Hlutafé (i) Hlutafé (i) Hlutafé Þegarsamstæðan samstæðankaupir kaupireigin eiginhluti hlutier erkaupverðið, kaupverðið,að aðmeðtöldum meðtöldumbeinum beinum kostnaði,fært fært tillækkunar lækkunar eigin fé. Þegar Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum Þegar beinum samstæðan kostnaði, kostnaði, fært kaupir tiltil til eigin lækkunar hlutiááááer eigin eigin kaupverðið, fé. fé. að meðtöld Þegar samstæðan kaupir eigin hluti er kaupverðið, að meðtöldum beinum kostnaði, fært lækkunar eigin fé. Þegareigin eiginhlutir hlutireru eruseldir seldirer ereigið eigiðfé féhækkað. hækkað. Þegar Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað. Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað. Þegar eigin hlutir eru seldir er eigið fé hækkað.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _______________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga trygginga trygginga tryggingahf. hf. hf. hf.árið árið árið árið2011 2011 2011 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 48

13 13 13 13

Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Allar Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir trygginga eru eru eru eru hf. í íþúsundum ííþúsundum þúsundum þúsundum árið 2011 króna króna króna króna

13


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 3.

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

h. (ii)

Eigið fé, frh.: Arðgreiðslur Arðgreiðslur til hluthafa eru færðar til lækkunar á eigin fé þegar þær eru samþykktar af hluthöfum á aðalfundi.

i.

Skuldbindingar Skuldbinding er færð þegar talið er að samstæðan beri lagalega eða ætlaða skuldbindingu vegna liðinna atburða, líklegt er talið að til greiðslu komi og hægt er að meta hana á áreiðanlegan hátt. Skuldbindingar eru metnar miðað við vænt framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, þar sem vextirnir endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þá áhættu sem fylgir einstökum skuldbindingum.

j. (i)

Tekjur og gjöld af vátryggingastarfsemi Iðgjöld Tekjufærð iðgjöld í rekstrarreikningi eru þau iðgjöld sem falla til á rekstrarárinu að viðbættum yfirfærðum iðgjöldum frá fyrra ári, en að frádregnum iðgjöldum næsta árs, sem færast sem iðgjaldaskuld. Iðgjaldaskuld í efnahagsreikningi er sá hluti iðgjalda vegna tekinnar vátryggingaáhættu á árinu sem tilheyrir næsta reikningsári.

(ii)

Tjón Gjaldfærð tjón í rekstrarreikningi eru tjón ársins ásamt hækkun eða lækkun vegna tjóna fyrri ára. Tjónaskuld í efnahagsreikningi er heildarfjárhæð tilkynntra óuppgerðra tjóna, auk tryggingafræðilegrar áætlunar fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum.

k. (i)

Tekjur og gjöld af fjárfestingum Vaxtatekjur og vaxtagjöld Vaxtatekjur og vaxtagjöld eru færð í rekstrarreikning miðað við virka vexti. Virkir vextir eru þeir vextir sem afvaxta nákvæmlega væntar framtíðargreiðslur á væntum líftíma fjáreigna eða fjárskulda og endurspegla virkir vextir bókfært verð fjáreigna og fjárskulda. Virkir vextir myndast við upphaflega skráningu fjáreigna og fjárskulda og eru ekki endurskoðaðir síðar á líftímanum. Útreikningur virkra vaxta felur í sér allar þóknanir og álag eða frádrag, greitt eða móttekið, viðskiptakostnað og aföll eða yfirverð sem eru óaðskiljanlegur hluti af virkum vöxtum. Viðskiptakostnaður er kostnaður sem hægt er að rekja beint til yfirtöku, útgáfu eða afskráningar fjáreigna eða fjárskulda. Vaxtatekjur og vaxtagjöld í rekstrarreikningi innifela vexti af fjáreignum og fjárskuldum sem metin eru á afskrifuðu kostnaðarverði með aðferð virkra vaxta og vexti af handbæru fé.

(ii)

Tekjur af verðbréfum á gangvirði Hreinar tekjur af fjárfestingum í verðbréfum samanstanda af breytingum á gangvirði, vaxtatekjum og verðbótum.

(iii) Gengismunur Gengismunur samanstendur af breytingum eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum. Gengismunur er færður í rekstrarreikning með vaxtatekjum. l.

Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður samanstendur af launakostnaði, markaðskostnaði, tölvukostnaði, skrifstofu- og stjórnunarkostnaði, kostnaði við rekstur húsnæðis, afskriftum af rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum og öðrum kostnaði.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

14

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 49


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 3.

Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.:

m.

Virðisrýrnun Fjáreignir sem ekki eru metnar á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru metnar á hverjum reikningsskiladegi til að kanna hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað eftir upphaflega skráningu eignarinnar benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi af eigninni verði lægra en áður var talið. Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi, miðað við upphaflega virka vexti, hins vegar. Öll virðisrýrnun er færð í rekstrarreikning sem sérstakur liður. Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna með hlutlægum hætti atburðum sem orðið hafa eftir að virðisrýrnunin var færð. Bakfærsla virðisrýrnunar fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er færð í rekstrarreikning. Virðisrýrnun viðskiptavildar er þó ekki bakfærð.

n.

Tekjuskattur Tekjuskattur af afkomu ársins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema að því marki sem hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé eða í yfirlit um heildarafkomu, en í þeim tilvikum er tekjuskatturinn færður á þá liði. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður með notkun efnahagsreikningsaðferðarinnar vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna eftirfarandi tímabundinna mismuna: upphaflegrar skráningar eigna eða skulda sem hafa ekki áhrif á reikningshaldslega eða skattalega afkomu, og mismuna vegna fjárfestinga í dótturfélögum að því marki sem talið er að mismunurinn muni ekki snúast við í fyrirsjáanlegri framtíð. Frestaður tekjuskattur er metinn á því skatthlutfalli sem búist er við að verði lagt á tímabundna mismuni þegar þeir snúast við, byggt á lögum sem öðlast hafa gildi með formlegum hætti eða í reynd á uppgjörsdegi. Skatteign og tekjuskattskuldbindingu er jafnað saman þegar til staðar er lagalegur réttur til að jafna saman tekjuskatti til greiðslu og skatteign og þegar skattarnir munu verða lagðir á af sömu skattyfirvöldum á sama fyrirtæki, eða á fyrirtæki sem eru samsköttuð og gert er ráð fyrir að muni greiða skatta sameiginlega. Skatteign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni, sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er að hún nýtist ekki.

o.

Hagnaður á hlut Samstæðan birtir í ársreikningnum grunnhagnað á hlut og þynntan hagnað á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall afkomu, sem ráðstafað er til almennra hluthafa í félaginu, og vegins meðalfjölda útistandandi almennra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er sá sami og grunnhagnaður á hlut þar sem félagið hefur ekki gert kaupréttarsamninga eða breytanlega lánasamninga.

p.

Starfsþáttayfirlit Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda að meðtöldum tekjum og gjöldum vegna viðskipta við aðra hluta samstæðunnar.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 50

15

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: 3. 3.

Mikilvægar Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, reikningsskilaaðferðir, frh.: frh.:

q. q.

Nýir Nýir reikningsskilastaðlar reikningsskilastaðlar og og túlkanir túlkanir áá þeim þeim sem sem hafa hafa ekki ekki verið verið innleiddir innleiddir Samstæðan Samstæðan hefur hefur innleitt innleitt alla alla alþjóðlega alþjóðlega reikningsskilastaðla, reikningsskilastaðla, túlkanir túlkanir og og breytingar breytingar áá samþykktum samþykktum stöðlum stöðlum sem sem Evrópusambandið Evrópusambandið hefur hefur staðfest staðfest og og hafa hafa tekið tekið gildi gildi íí árslok árslok 2011 2011 og og eru eru viðeigandi viðeigandi fyrir fyrir samstæðuna. samstæðuna. Nokkrir Nokkrir nýir nýir staðlar, staðlar, breytingar breytingar áá stöðlum stöðlum og og túlkanir túlkanir áá þeim þeim hafa hafa ekki ekki tekið tekið gildi gildi íí árslok árslok 2011 2011 og og hafa hafa ekki ekki verið verið notaðir notaðir við við gerð gerð þessa þessa ársreiknings. ársreiknings. Ekki Ekki er er talið talið að að þessar þessar breytingar breytingar áá stöðlunum stöðlunum og og túlkunum túlkunum áá þeim þeim muni muni hafa hafa veruleg veruleg áhrif áhrif áá ársreikning ársreikning félagsins félagsins þegar þegar þær þær taka taka gildi. gildi.

r. r. (i) (i)

Lykilþættir Lykilþættir íí óvissu óvissu áá mati mati Endanleg Endanleg fjárhæð fjárhæð tjónabóta tjónabóta Mat Mat áá endanlegri endanlegri fjárhæð fjárhæð væntra væntra tjónabóta tjónabóta samstæðunnar samstæðunnar vegna vegna gerðra gerðra tryggingasamninga tryggingasamninga er er mikilvægasta mikilvægasta reikningshaldslega reikningshaldslega mat mat samstæðunnar. samstæðunnar. Við Við mat mat áá skuldbindingunni skuldbindingunni þarf þarf að að taka taka tillit tillit til til margra margra þátta þátta sem sem háðir háðir eru eru óvissu óvissu og og hafa hafa áhrif áhrif áá endanlegar endanlegar tjónagreiðslur. tjónagreiðslur. Meðal Meðal þessa þessa óvissuþátta óvissuþátta eru eru áætlanir áætlanir um um tjónafjölda, tjónafjölda, fjárhæð fjárhæð meðaltjóns, meðaltjóns, veðurfarsbreytingar veðurfarsbreytingar og og verðbólga. verðbólga.

(ii) (ii)

Ákvörðun Ákvörðun áá gangvirði gangvirði fjármálagerninga fjármálagerninga Eins Eins og og fram fram hefur hefur komið komið eru eru verðbréf verðbréf samstæðunnar samstæðunnar metin metin áá gangvirði gangvirði íí efnahagsreikningi. efnahagsreikningi. Skráð Skráð gengi gengi er er til til fyrir fyrir meirihluta meirihluta þessara þessara eigna. eigna. Aðferðin Aðferðin við við mat mat áá gangvirði gangvirði óskráðra óskráðra verðbréfa verðbréfa byggir byggir áá viðurkenndum viðurkenndum aðferðum. aðferðum. Mat Mat áá gangvirði gangvirði er er gert gert áá ákveðnum ákveðnum tímapunkti, tímapunkti, sem sem tekur tekur mið mið af af markaðsaðstæðum markaðsaðstæðum og og upplýsingum upplýsingum um um viðkomandi viðkomandi fjáreign. fjáreign. Um Um hlutlægt hlutlægt mat mat er er að að ræða ræða sem sem er er háð háð óvissum óvissum þáttum, þáttum, svo svo sem sem vaxtaprósentum, vaxtaprósentum, flökti flökti og og mati mati áá sjóðsflæði. sjóðsflæði.

(iii) (iii) Ákvörðun Ákvörðun virðisrýrnunar virðisrýrnunar fjáreigna fjáreigna Niðurfærsluþörf Niðurfærsluþörf fjáreigna fjáreigna sem sem færðar færðar eru eru áá afskrifuðu afskrifuðu kostnaðarverði kostnaðarverði er er metin. metin. Mat Mat stjórnenda stjórnenda áá virðisrýrnun virðisrýrnun byggir byggir áá upplýsingum upplýsingum um um vænt vænt sjóðsflæði sjóðsflæði af af viðkomandi viðkomandi eign. eign. Við Við mat mat áá væntu væntu sjóðsflæði, sjóðsflæði, meta meta stjórnendur stjórnendur fjárhagslega fjárhagslega stöðu stöðu mótaðila mótaðila og og vænt vænt virði virði undirliggjandi undirliggjandi trygginga. trygginga. Breytingar Breytingar áá forsendum forsendum geta geta haft haft áhrif áhrif áá bókfært bókfært gangvirði gangvirði fjármálagerninga. fjármálagerninga.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. hf. árið árið 2011 2011

16 16

Allar Allar fjárhæðir fjárhæðir eru eru íí þúsundum þúsundum króna króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 51


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, Skýringar,frh.: frh.: frh.: 4. 4. 4. Starfsþáttayfirlit Starfsþáttayfirlit Starfsþáttayfirlit Starfsþáttayfirlit Starfsþáttayfirlit Starfsþáttayfirliter er erbirt birt birteftir eftir eftireðli eðli eðlirekstrar rekstrar rekstrarog og ogbyggir byggir byggirþað það þaðáááskipulagi skipulagi skipulagiog og oginnri innri innriupplýsingagjöf upplýsingagjöf upplýsingagjöftil tiltillykilstjórnenda lykilstjórnenda lykilstjórnenda samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar.Annars Annars Annarsvegar vegar vegarhorfa horfa horfastjórnendur stjórnendur stjórnenduráááskiptingu skiptingu skiptinguíí megin ímegin meginstarfsþætti starfsþætti starfsþættien en enhins hins hinsvegar vegar vegarer er erhorft horft horftáááskiptingu skiptingu skiptingu eftir eftir eftirflokkum flokkum flokkumtryggingagreina tryggingagreina tryggingagreinaíí ískaðatryggingarekstri. skaðatryggingarekstri. skaðatryggingarekstri. Rekstrarafkoma Rekstrarafkoma Rekstrarafkomastarfsþáttar, starfsþáttar, starfsþáttar,eignir eignir eignirog og ogskuldir skuldir skuldirtaka taka takatil tiltilliða liða liða sem sem semheyra heyra heyrabeint beint beintundir undir undirákveðna ákveðna ákveðnastarfsþætti starfsþætti starfsþættiog og ogtil tiltilþeirra þeirra þeirraliða liða liðasem sem semhægt hægt hægter er erað að aðskipta skipta skiptamilli milli millistarfsþátta starfsþátta starfsþáttaááárökrænan rökrænan rökrænanhátt. hátt. hátt. Rekstrarstarfsþættir Rekstrarstarfsþættir Rekstrarstarfsþættir Eftirfarandi Eftirfarandi Eftirfarandiþættir þættir þættireru eru erumegin megin meginstarfsþættir starfsþættir starfsþættiríí rekstri írekstri rekstrisamstæðunnar: samstæðunnar: samstæðunnar: ***Skaðatryggingar Skaðatryggingar Skaðatryggingar ***Líftryggingar Líftryggingar Líftryggingar ***Fjármálastarfsemi Fjármálastarfsemi Fjármálastarfsemi Árið Árið Árið2011 2011 2011 Rekstrarstarfsþættir Rekstrarstarfsþættir Rekstrarstarfsþættir

SkaðaSkaðaSkaðatryggingar tryggingar tryggingar

LífLífLíftryggingar tryggingar tryggingar

1.204.880 Iðgjöld 10.895.485 10.895.485 1.204.880 1.204.880 Iðgjöld Iðgjöldársins ársins ársins............................................................... ............................................................... ............................................................... 10.895.485 Hluti 821.315) 821.315) (( ( 225.869) 225.869) 225.869) Hluti Hlutiendurtryggjenda endurtryggjenda endurtryggjendaíí iðgjaldatekjum íiðgjaldatekjum iðgjaldatekjum........................ ........................ ........................ (( ( 821.315) 52.760 Fjárfestingartekjur 1.462.259 1.462.259 52.760 52.760 Fjárfestingartekjur Fjárfestingartekjur....................................................... ....................................................... ....................................................... 1.462.259 74.155 55.513 Aðrar 74.155 74.155 55.513 55.513 Aðrar Aðrartekjur tekjur tekjur................................................................. ................................................................. ................................................................. 1.087.285 11.610.583 11.610.583 1.087.285 1.087.285 Heildartekjur ............................................ ............................................ 11.610.583 Heildartekjur Heildartekjurstarfsþátta starfsþátta starfsþátta............................................ Tjónakostnaður Tjónakostnaður Tjónakostnaður............................................................ ............................................................ ............................................................ (( ( 7.765.884) 7.765.884) 7.765.884) (( ( Hluti 5.211) Hluti Hlutiendurtryggjenda endurtryggjenda endurtryggjendaíí tjónakostnaði ítjónakostnaði tjónakostnaði.......................... .......................... .......................... (( ( 5.211) 5.211) Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður....................................................... ....................................................... ....................................................... (( ( 2.600.085) 2.600.085) 2.600.085) (( ( Afskriftir Afskriftir Afskriftirog og ogvirðisrýrnun virðisrýrnun virðisrýrnunóefnislegra óefnislegra óefnislegraeigna eigna eigna.................. .................. .................. (( ( 2.066.809) 2.066.809) 2.066.809) (( ( Vaxtagjöld 9.248) Vaxtagjöld Vaxtagjöld.................................................................... .................................................................... .................................................................... (( ( 9.248) 9.248) (( ( 836.654) 836.654) Rekstrarafkoma Rekstrarafkoma Rekstrarafkomastarfsþátta starfsþátta starfsþátta....................................... ....................................... .......................................(( ( 836.654) Tekjuskattur Tekjuskattur Tekjuskattur................................................................ ................................................................ ................................................................ Hagnaður ....................... ....................... Hagnaður Hagnaðurog og ogheildarhagnaður heildarhagnaður heildarhagnaðurársins ársins ársins.......................

FjármálaFjármálaFjármálastarfssemi starfssemi starfssemi

Samstæða Samstæða Samstæða

12.100.365 12.100.365 12.100.365 (( ( 1.047.184) 1.047.184) 1.047.184) 1.393.520 2.908.539 1.393.520 1.393.520 2.908.539 2.908.539 44.429 174.097 44.429 44.429 174.097 174.097 1.437.949 1.437.949 1.437.949 14.135.817 14.135.817 14.135.817

396.882) (( ( 8.162.767) 396.882) 396.882) 8.162.767) 8.162.767) 118.684 113.473 118.684 118.684 113.473 113.473 259.907) 259.907) 259.907) (( ( 261.900) 261.900) 261.900) (( ( 3.121.892) 3.121.892) 3.121.892) 3.757) (( ( 2.070.566) 3.757) 3.757) 2.070.566) 2.070.566) 226) 387) 9.861) 226) 226) (( ( 387) 387) (( ( 9.861) 9.861) 545.197 1.175.662 545.197 545.197 1.175.662 1.175.662 884.205 884.205 884.205 (( ( 242.179) 242.179) 242.179) 642.025 642.025 642.025

Rekstrarfjármunir 434.877 Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir........................................................ ........................................................ ........................................................ 434.877 434.877 243.578 Viðskiptavild 243.578 243.578 Viðskiptavild Viðskiptavildog og ogvörumerki vörumerki vörumerki.......................................... .......................................... .......................................... Aðrar 5.150.320 5.150.320 Aðrar Aðraróefnislegar óefnislegar óefnislegareignir eignir eignir............................................... ............................................... ............................................... 5.150.320 Skatteign 699.850 Skatteign Skatteign..................................................................... ..................................................................... ..................................................................... 699.850 699.850 Verðbréf Verðbréf Verðbréf...................................................................... ...................................................................... ...................................................................... 22.539.711 22.539.711 22.539.711 Endurtryggingaeignir 891.249 Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir................................................... ................................................... ................................................... 891.249 891.249 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur............................................................ ............................................................ ............................................................ 2.060.976 2.060.976 2.060.976 Handbært 876.493 Handbært Handbærtfé fé fé................................................................ ................................................................ ................................................................ 876.493 876.493 32.897.055 Eignir 32.897.055 32.897.055 Eignir Eignirsamtals samtals samtals....................................................... ....................................................... .......................................................

3.510.422 3.510.422 3.510.422 247.258 247.258 247.258 167.370 167.370 167.370 637.580 637.580 637.580 4.581.090 4.581.090 4.581.090

3.065 3.065 3.065 37.641 37.641 37.641 61.846 61.846 61.846

456.017 456.017 456.017 243.578 243.578 243.578 5.168.781 5.168.781 5.168.781 699.850 699.850 699.850 26.050.133 26.050.133 26.050.133 1.138.507 1.138.507 1.138.507 2.231.410 2.231.410 2.231.410 1.551.713 1.551.713 1.551.713 37.539.991 37.539.991 37.539.991

Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld......................................................... ......................................................... ......................................................... 20.341.931 20.341.931 20.341.931 Aðrar 1.031.863 1.031.863 Aðrar Aðrarskuldir skuldir skuldir................................................................ ................................................................ ................................................................ 1.031.863 Skuldir 21.373.794 Skuldir Skuldirsamtals samtals samtals.................................................... .................................................... .................................................... 21.373.794 21.373.794

1.035.613 1.035.613 1.035.613 2.188.267 2.188.267 2.188.267 3.223.880 3.223.880 3.223.880

8.201 8.201 8.201 8.201 8.201 8.201

21.377.544 21.377.544 21.377.544 3.228.331 3.228.331 3.228.331 24.605.875 24.605.875 24.605.875

Fjárfesting Fjárfesting Fjárfestingíí rekstrarfjármunum írekstrarfjármunum rekstrarfjármunum og og ogóefnislegum óefnislegum óefnislegumeignum eignum eignum.............................................. .............................................. ..............................................

250.504 250.504 250.504

21.140 21.140 21.140 18.461 18.461 18.461

250.504 250.504 250.504

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga trygginga tryggingahf. hf. hf.árið árið árið2011 2011 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 52

17 17 17

Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðireru eru eruí íþúsundum íþúsundum þúsundumkróna króna króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 4.

Starfsþáttayfirlit frh. Árið 2010 Rekstrarstarfsþættir

Líftryggingar

Fjármálastarfssemi

Samstæða

1.179.688 Iðgjöld ársins ............................................................... 10.869.113 987.587) ( 166.030) Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum ........................ ( 1.032.705 66.246 Fjárfestingartekjur ....................................................... 73.505 26.643 Aðrar tekjur ................................................................. 1.106.547 Heildartekjur starfsþátta ............................................ 10.987.736

165.814 9.727 175.541

12.048.801 ( 1.153.617) 1.264.765 109.875 12.269.824

Tjónakostnaður ............................................................ Hluti endurtryggjenda í tjónakostnaði .......................... Rekstrarkostnaður ....................................................... Afskriftir og virðisrýrnun óefnislegra eigna .................. Vaxtagjöld .................................................................... Rekstrarafkoma starfsþátta ....................................... Tekjuskattur ................................................................ Hagnaður og heildarhagnaður ársins .......................

( 8.165.606) 693.218 ( 2.549.758) ( 427.852) ( 6.769) 530.969

( 8.578.354) 755.911 219.810) ( 3.000.573) ( 431.608) 338) ( 8.547) 44.607) 1.006.653 ( 195.654) 810.999

Rekstrarfjármunir ........................................................ Viðskiptavild og vörumerki .......................................... Aðrar óefnislegar eignir ............................................... Skatteign ..................................................................... Verðbréf ...................................................................... Endurtryggingaeignir ................................................... Viðskiptakröfur ............................................................ Handbært fé ................................................................ Eignir samtals .............................................................

300.251 1.625.000 5.524.359 1.030.582 17.646.833 965.366 2.005.080 2.289.896 31.387.367

4.110.181 230.430 211.154 313.669 5.130.230

1.849 5.554 34.265

327.143 1.867.578 5.546.577 1.030.582 21.757.014 1.195.796 2.218.083 2.609.119 36.551.892

Vátryggingaskuld ......................................................... Aðrar skuldir ................................................................ Skuldir samtals .................................................... Fjárfesting í rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum ..............................................

19.561.451 973.577 20.535.028

997.360 2.664.466 3.661.826

62.947 62.947

20.558.811 3.700.990 24.259.801

9.185

87.792

Skaðatryggingar

78.607

( ( ( (

412.748) 62.693 231.005) ( 3.756) 1.440) ( 520.291 (

26.862 242.578 22.218

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

18

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 53


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 5.

Tekjur og gjöld af skaðatryggingum Skaðatryggingar félagsins greinast þannig: Árið 2011 Eignatryggingar

Bókfærð iðgjöld ...........................................................

3.106.046

2.615.745 Eigin iðgjöld ................................................................. Eigin tjón ..................................................................... ( 1.527.540) ( 711.541) ( Rekstrarkostnaður ....................................................... ( 178.745 Fjármunatekjur og aðrar tekjur .................................... Hagnaður af tryggingastarfsemi .................................. 555.409

Ábyrgðatryggingar

Bókfærð iðgjöld ...........................................................

813.158

Eigin iðgjöld ................................................................. Eigin tjón ..................................................................... ( Rekstrarkostnaður ....................................................... ( Fjármunatekjur og aðrar tekjur .................................... Hagnaður (tap) af tryggingastarfsemi .......................... Afskriftir óefnislegra eigna .......................................... Tap fyrir tekjuskatt .....................................................

549.269 582.938) (

186.280) ( 249.125 29.176 (

476.321

Bókfærð iðgjöld ...........................................................

3.103.721

2.531.974 Eigin iðgjöld ................................................................. Eigin tjón ..................................................................... ( 1.374.445) ( 702.290) ( Rekstrarkostnaður ....................................................... ( 136.906 Fjármunatekjur og aðrar tekjur .................................... Hagnaður af tryggingastarfsemi .................................. 592.145

Bókfærð iðgjöld ........................................................... Eigin iðgjöld ................................................................. Eigin tjón ..................................................................... ( Rekstrarkostnaður ....................................................... ( Fjármunatekjur og aðrar tekjur .................................... (Tap) hagnaður af tryggingastarfsemi .......................... Afskriftir óefnislegra eigna .......................................... Hagnaður fyrir tekjuskatt ..........................................

Slysa & sjúkratryggingar

1.916.158

Endurtryggingar

Samtals

(

117)

11.349.757

955.623 ( 951.100) ( 232.199) ( 225.064 2.612)

117) 28.877) 27) 31.637 2.616

10.074.170 ( 7.771.095) ( 2.600.085) 1.527.165 1.230.155 ( 2.066.809) ( 836.654)

Lögbundnar ökutækjatryggingar

Frjálsar ökutækjatryggingar

1.013.603

Sjó & farmtryggingar

447.523

3.953.985

1.957.135

331.744 3.703.103 1.852.465 200.197) ( 3.163.245) ( 1.169.059) 101.263) ( 894.682) ( 442.848) 15.357 575.137 25.533 45.641 220.313 266.091

Ábyrgðatryggingar

Slysa & sjúkratryggingar

851.846 591.946 786.500) ( 192.750) ( 171.287 ( 216.017)

4.024.588

Frjálsar ökutækjatryggingar

353.321 3.769.453 1.830.876 114.475) ( 3.294.060) ( 1.272.105) 109.117) ( 921.963) ( 438.958) 22.288 786.048 34.258 152.017 339.478 154.071

Árið 2010 Eignatryggingar

Lögbundnar ökutækjatryggingar

Sjó & farmtryggingar

Endurtryggingar

Samtals

958.074

( 3.806)

11.268.478

874.100 781.701) 216.787) 152.493 28.105

( 3.806) 9.881.526 2.759 ( 7.472.388) 861 ( 2.549.759) 22.729 1.099.442 22.543 958.821 ( 427.852) 530.969

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 54

19

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 6.

Eigin iðgjöld Eigin iðgjöld greinast þannig:

2011

2010

12.494.517 Bókfærð iðgjöld ........................................................................................................... 12.549.349 396.231) ( 389.583) Vildarafsláttur............................................................................................................... ( Hluti endurtryggjenda .................................................................................................. ( 1.110.467) ( 1.117.051) 52.753) ( 56.133) Breyting á iðgjaldaskuld .............................................................................................. ( 63.283 ( 36.566) Breyting á hluta endurtryggjenda í iðgjaldaskuld ......................................................... 10.895.184 Eigin iðgjöld ................................................................................................................. 11.053.181 7.

Fjárfestingatekjur: Fjárfestingatekjur greinast þannig: Vaxtatekjur af innlánum ............................................................................................... Vaxtatekjur af viðskiptakröfum .................................................................................... Gengismunur .............................................................................................................. Fjármunatekjur samtals ...............................................................................................

24.315 356.855 550 381.719

(

68.608 300.822 11.552) 357.878

Gangvirðisbreytingar fjáreigna greinast þannig: Vaxtatekjur verðbréfa .................................................................................................. Verðbætur verðbréfa ................................................................................................... Gengismunur .............................................................................................................. Aðrar gangvirðisbreytingar* ........................................................................................ Gangvirðisbreytingar fjáreigna samtals ........................................................................

662.084 774.706 0 1.090.030 2.526.820

Fjárfestingatekjur samtals ...........................................................................................

2.908.539

( (

743.564 434.194 3.182) 267.689) 906.887 1.264.765

* Á meðal gangvirðisbreytinga ársins 2010 er innleyst tap vegna skuldabréfs Avant hf. að fjárhæð 857 millj. kr. 8.

Eigin tjón Eigin tjón greinast þannig: 7.395.988 7.694.958 Bókfærð tjón ............................................................................................................... 220.406) ( 209.933) Hluti endurtryggjenda .................................................................................................. ( 766.779 883.397 Breyting á tjónaskuld ................................................................................................... 106.933 ( 545.978) Breyting á hluta endurtryggjenda í tjónaskuld ............................................................. 8.049.294 7.822.443 Eigin tjón .....................................................................................................................

9.

Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður greinist þannig: Laun og launatengd gjöld ............................................................................................ Sölu- og stjórnunarkostnaður ...................................................................................... Rekstrarkostnaður fasteigna ....................................................................................... Afskriftir rekstrarfjármuna ........................................................................................... Rekstrarkostnaður samtals ..........................................................................................

1.709.092 1.156.957 206.949 49.894 3.122.892

1.590.348 1.172.773 199.586 37.649 3.000.356

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

20

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 55


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: Skýringar, frh.: 2011 2011 2011 2010 2010 2010 10. 10. Laun Laun og og launatengd launatengd gjöld gjöld 2011 2010 10. Laun og launatengd Laun Laun og og launatengd launatengd gjöld gjöld greinast greinastgjöld þannig: þannig: Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Laun Laun ............................................................................................................................ ............................................................................................................................ 1.268.889 1.268.889 1.191.989 1.191.989 Lífeyrisiðgjöld .............................................................................................................. Lífeyrisiðgjöld .............................................................................................................. 126.152 126.152 118.112 118.112 Laun ............................................................................................................................ 1.268.889 1.191.989 Tryggingagjald ............................................................................................................. Tryggingagjald ............................................................................................................. 127.786 127.786 126.152 119.995 119.995 118.112 Lífeyrisiðgjöld .............................................................................................................. Önnur gjöld ............................................................................................... Önnur launatengd launatengd gjöld ............................................................................................................. ............................................................................................... 39.605 39.605 127.78616.259 16.259 119.995 Tryggingagjald Annar Annar starfsmannakostnaður starfsmannakostnaður ...................................................................................... ...................................................................................... 146.660 146.660 39.605 143.993 143.993 16.259 Önnur launatengd gjöld ............................................................................................... Laun gjöld Laun og og launatengd launatengd gjöld samtals samtals ............................................................................... ............................................................................... 1.709.092 1.590.348 1.709.092 146.660 1.590.348 143.993 Annar starfsmannakostnaður ...................................................................................... Laun og launatengd gjöld samtals ............................................................................... 1.709.092 1.590.348 Meðalfjöldi Meðalfjöldi starfsmanna starfsmanna áá árinu árinu umreiknaður umreiknaður íí heilsársstörf heilsársstörf ....................................... ....................................... 206 205 206 205 Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf ....................................... 206 205 11. Tekjuskattur Tekjuskattur 11. 11. Tekjuskattur Tekjuskattur greinist þannig: þannig: Tekjuskattur greinist Tekjuskattur greinist þannig: Tekjuskattur Tekjuskattur til til greiðslu greiðslu ............................................................................................... ............................................................................................... (( 94.496) (( 94.942) 94.496) 94.942) Frestaður tekjuskattur ....................................................................................... FrestaðurTekjuskattur tekjuskatturtilársins ársins ....................................................................................... 336.675 290.596 336.675 290.596 greiðslu ............................................................................................... ( 94.496) ( 94.942) Tekjuskattur samtals ................................................................................................... Tekjuskattur samtals ................................................................................................... 242.179 336.675 195.654 290.596 242.179 195.654 Frestaður tekjuskattur ársins ....................................................................................... Tekjuskattur samtals ................................................................................................... 242.179 195.654 2011 2011 2011 2010 2010 2010 Virkur Virkur tekjuskattur: tekjuskattur: 2011 2010 Virkur tekjuskattur: Hagnaður Hagnaður fyrir fyrir tekjuskatt tekjuskatt ............................................. ............................................. 884.204 884.204 1.006.653 1.006.653 Hagnaður fyrir tekjuskatt ............................................. 884.204 1.006.653 Tekjuskattur Tekjuskattur samkvæmt samkvæmt gildandi skatthlutfalli ................................................... gildandi Tekjuskattur skatthlutfalli samkvæmt ................................................... 20,0% 20,0% (( 176.841) 176.841) 18,0% 18,0% (( 181.198) 181.198) Áhrif áá skattahlutfalli .................................... Áhrif breytinga breytinga skattahlutfalli .................................... (( 10,2% 10,2% )) 18,0% 103.058 103.058 gildandi skatthlutfalli ................................................... 20,0% ( 176.841) ( 181.198) Áhrif frá ................................. 70.000) 10,7% (( 108.000) 7,9% (( 70.000) 10,7% 108.000) Áhrif arðgreiðslu arðgreiðslu frá dótturfélagi dótturfélagi ................................. Áhrif breytinga á skattahlutfalli ....................................7,9% ( 10,2% ) 103.058 (( 9.514) 0,5% 7,9% 4.662 4.662 0,9% 10,7% 9.514) Aðrir Aðrir liðir liðirÁhrif ...................................................................... ...................................................................... arðgreiðslu frá dótturfélagi .................................0,5% ( 70.000)0,9% ( 108.000) Virkur ....................................................... Virkur tekjuskattur tekjuskattur ....................................................... 28,4% 28,4% ((0,5% 19,4% ((0,9% ( 9.514) Aðrir liðir ...................................................................... 242.179) 195.654) 242.179) 4.66219,4% 195.654) Virkur tekjuskattur ....................................................... 28,4% ( 19,4% ( 242.179) 195.654) 12. 12. Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir greinast greinast þannig: þannig: Innréttingar, Innréttingar, Innréttingar, 12. Rekstrarfjármunir tæki tæki tækiInnréttingar, og og og Rekstrarfjármunir greinast þannig: Fasteignir Fasteignir Fasteignir bifreiðar bifreiðar bifreiðar tæki og Samtals Samtals Samtals Fasteignir bifreiðar Samtals

Heildarverð Heildarverð 1.1.2010 1.1.2010 ........................................................................... ........................................................................... 143.807 143.807 200.915 200.915 344.722 344.722 Viðbót árinu Viðbót áá Heildarverð árinu ...................................................................................... ...................................................................................... 34.456 200.91534.456 34.456 344.722 1.1.2010 ........................................................................... 143.80734.456 Selt .......................................................................................... Selt áá árinu árinu .......................................................................................... 6.861) 34.456 6.861) 34.456 (( 6.861) (( 6.861) Viðbót á árinu ...................................................................................... Heildarverð ........................................................................... Heildarverð 1.1.2011 ........................................................................... 143.807 228.510 372.317 143.807 228.510 372.317 Selt1.1.2011 á árinu .......................................................................................... ( 6.861) ( 6.861) Viðbót Viðbót áá Heildarverð árinu árinu ...................................................................................... ...................................................................................... 126.520 143.80756.134 56.134 228.510 182.654 372.317 126.520 182.654 1.1.2011 ........................................................................... Selt Selt áá árinu árinu .......................................................................................... .......................................................................................... 2.558)126.520 1.407) 56.134 3.965)182.654 (( 2.558) (( 1.407) (( 3.965) Viðbót á árinu ...................................................................................... Heildarverð ....................................................................... Heildarverð 31.12.2011 ....................................................................... 267.769 ( 2.558) 283.237 551.006 267.769 283.237 551.006 Selt31.12.2011 á árinu .......................................................................................... ( 1.407) ( 3.965) Heildarverð 31.12.2011 ....................................................................... 267.769 283.237 551.006 Afskrifað Afskrifað 1.1.2010 1.1.2010 ............................................................................... ............................................................................... 988 9.344 10.332 988 9.344 10.332 Afskrift út Afskrift færð færð út .................................................................................... .................................................................................... (( 2.286) 2.286) 9.344(( 2.286) 2.286) 10.332 Afskrifað 1.1.2010 ............................................................................... 988 Afskrifað áá árinu .................................................................................. 33.660 37.649 3.989 33.660 ( 2.286) 37.649 ( 2.286) AfskrifaðAfskrift árinu færð .................................................................................. út ....................................................................................3.989 Afskrifað samtals .............................................................. 4.977 AfskrifaðAfskrifað samtals 31.12.2010 31.12.2010 .............................................................. 4.977 3.98940.718 40.718 33.66045.695 45.695 37.649 á árinu .................................................................................. Afskrift út Afskrift færð færð út .................................................................................... .................................................................................... 85) 4.977 (( 516) 516) 40.718 (( 601) 601) 45.695 Afskrifað samtals 31.12.2010 .............................................................. (( 85) Afskrifað áá árinu .................................................................................. AfskrifaðAfskrift árinu færð .................................................................................. 43.826 49.894 6.068 43.826 49.894 út ....................................................................................6.068 ( 85) ( 516) ( 601) Afskrifað samtals .............................................................. AfskrifaðAfskrifað samtals 31.12.2011 31.12.2011 .............................................................. 10.960 10.960 6.06884.028 84.028 43.82694.988 94.988 49.894 á árinu .................................................................................. Afskrifað samtals 31.12.2011 .............................................................. 10.960 84.028 94.988 Bókfærð Bókfærð verð verð 1.1.2010 1.1.2010 ....................................................................... ....................................................................... 142.819 191.571 334.390 142.819 191.571 334.390 Bókfærð verð ................................................................... BókfærðBókfærð verð 31.12.2010 31.12.2010 ................................................................... 138.830 188.313 327.143 138.830 142.819 188.313 191.571 327.143 334.390 verð 1.1.2010 ....................................................................... Bókfærð verð ................................................................... BókfærðBókfærð verð 31.12.2011 31.12.2011 ................................................................... 256.809 199.209 456.018 256.809 138.830 199.209 188.313 456.018 327.143 verð 31.12.2010 ................................................................... Bókfærð verð 31.12.2011 ................................................................... 256.809 199.209 456.018 Afskriftahlutföll Afskriftahlutföll .................................................................................... .................................................................................... 22 -- 4% 10 4% 10 -- 33% 33% Afskriftahlutföll .................................................................................... 2 - 4% 10 - 33% Fasteignamat Fasteignamat fasteigna fasteigna íí árslok árslok 2011 2011 nam nam 177 177 millj. millj. kr. kr. Fasteignamat fasteigna í árslok 2011 nam 177 millj. kr. _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga trygginga tryggingahf. hf. hf.árið árið árið2011 2011 2011 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 56

21 21 21

Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðireru eru eruíííþúsundum þúsundum þúsundumkróna króna króna

21

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: kýringar, frh.: Skýringar, Skýringar, frh.: frh.:

13. Viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir með ótilgreindan nýtingartíma 3. Viðskiptavild 13. 13. 13. ogVirðisrýrnunarpróf Viðskiptavild Viðskiptavild Viðskiptavild aðrar óefnislegar og og ogaðrar aðrar aðrar eignir óefnislegar óefnislegar óefnislegar með ótilgreindan eignir eignir eignirsem með með með nýtingartíma ótilgreindan ótilgreindan ótilgreindan nýtingartíma nýtingartíma nýtingartíma fyrir fjárskapandi einingar fela í sér viðskiptavild: Virðisrýrnunarpróf fyrir fjárskapandi einingar sem fela í sér viðskiptavild: Virðisrýrnunarpróf Virðisrýrnunarpróf Virðisrýrnunarpróf fyrir fjárskapandi einingar fyrir fyrir fjárskapandi fjárskapandi sem fela einingar í einingar sér viðskiptavild: sem sem fela fela í í sér sér viðskiptavild: viðskiptavild: Viðskiptavild samstæðunnar er tilkomin vegna yfirtöku á vátryggingastofni forvera hennar. Við framkvæmd Viðskiptavild tilkomin yfirtöku ááá forvera vátryggingastofni forvera hennar. Við Viðskiptavild samstæðunnar Viðskiptavild Viðskiptavild er samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar tilkomin vegnaer er er yfirtöku tilkomin tilkomin á vegna vátryggingastofni vegna yfirtöku yfirtökusamstæðunnar vátryggingastofni vátryggingastofni hennar. Við forvera forvera framkvæmd hennar. hennar. sem Við Við framkvæmd framkvæmd framkvæmd virðisrýrnunarprófs er viðskiptavildinni skipt ávegna rekstrarsvið í samræmi við skiptingu notuð er við virðisrýrnunarprófsvirðisrýrnunarprófs virðisrýrnunarprófs er virðisrýrnunarprófs viðskiptavildinni er skipt er er viðskiptavildinni viðskiptavildinni viðskiptavildinni á rekstrarsvið skipt skipt samstæðunnar skipt á á á rekstrarsvið rekstrarsvið rekstrarsvið í samræmi samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar við skiptingu í í í samræmi samræmi samræmi sem notuð við við við skiptingu skiptingu skiptingu er við sem sem sem notuð notuð notuðer er ervið við við stjórnun samstæðunnar, sem er í samræmi við starfsþætti hennar samkvæmt skýringu 4. stjórnun samstæðunnar, stjórnun stjórnun stjórnun sem samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, er í samræmi sem við sem sem starfsþætti er er er í í í samræmi samræmi samræmi hennar við við við starfsþætti samkvæmt starfsþætti starfsþætti hennar hennar skýringu hennar samkvæmt samkvæmt samkvæmt 4. skýringu skýringu skýringu 4. 4. 4. 2011 2010 Skipting viðskiptavildar og vörumerkja greinist þannig: 2011 20102011 2011 2011 2010 2010 2010 Skipting viðskiptavildar Skipting Skipting Skipting og vörumerkja viðskiptavildar viðskiptavildar viðskiptavildar greinist og og ogvörumerkja vörumerkja vörumerkja þannig: greinist greinist greinistþannig: þannig: þannig: 0 Skaðatryggingar .......................................................................................................... 0 1.624.000 000 Skaðatryggingar .......................................................................................................... Skaðatryggingar .......................................................................................................... Skaðatryggingar Skaðatryggingar .......................................................................................................... .......................................................................................................... Líftryggingar ................................................................................................................ 243.578 Líftryggingar Líftryggingar ................................................................................................................ Líftryggingar Líftryggingar................................................................................................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ 243.578 243.578 243.578 243.578 243.578 243.578 243.578 1.867.578 243.578 243.578 243.578

1.624.000 1.624.000 1.624.000 1.624.000 243.578 243.578 243.578 243.578 1.867.578 1.867.578 1.867.578 1.867.578

Í árslok 2011 var framkvæmt árlegt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild samstæðunnar, sem miðast við afvaxtað Íframkvæmt var árlegt ááá viðskiptavild samstæðunnar, sem miðast Í árslok 2011 var framtíðarsjóðstreymi. ÍÍ árslok árslok árslok 2011 2011 2011 árlegt var var framkvæmt framkvæmt virðisrýrnunarpróf framkvæmt árlegt árlegt ávirðisrýrnunarpróf virðisrýrnunarpróf virðisrýrnunarpróf viðskiptavild samstæðunnar, viðskiptavild viðskiptavild sem samstæðunnar, samstæðunnar, miðast við afvaxtað sem sem miðast miðast við við við afvaxtað afvaxtað afvaxtað Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins leiddi til gjaldfærslu viðskiptavildar í skaðatryggingarekstri framtíðarsjóðstreymi. leiddi til viðskiptavildar framtíðarsjóðstreymi. framtíðarsjóðstreymi. framtíðarsjóðstreymi. Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins Niðurstaða Niðurstaða virðisrýrnunarprófsins virðisrýrnunarprófsins virðisrýrnunarprófsins leiddi til gjaldfærslu leiddi leiddi viðskiptavildar til til gjaldfærslu gjaldfærslu gjaldfærslu í skaðatryggingarekstri viðskiptavildar viðskiptavildar ííí skaðatryggingarekstri skaðatryggingarekstri skaðatryggingarekstri að fjárhæð 1.624 millj.Niðurstaða kr. að 1.624 að fjárhæð 1.624 millj. að aðfjárhæð fjárhæð fjárhæð kr. 1.624 1.624millj. millj. millj. kr. kr. Endurheimtanlegt virðikr. skaðatrygginga og líftrygginga er reiknað á grundvelli nýtingarvirðis þeirra. Nýtingarvirði Endurheimtanlegt hverrar Endurheimtanlegt virði Endurheimtanlegt Endurheimtanlegt skaðatrygginga virði virði virði og skaðatrygginga skaðatrygginga skaðatrygginga líftrygginga og reiknað og ogað líftrygginga líftrygginga líftrygginga á grundvelli er er er reiknað reiknað reiknað nýtingarvirðis ááá grundvelli grundvelli grundvelli þeirra. nýtingarvirðis nýtingarvirðis nýtingarvirðis Nýtingarvirði þeirra. þeirra. þeirra. Nýtingarvirði Nýtingarvirði Nýtingarvirði einingar var ákvarðað meðerþví afvaxta áætlað framtíðarsjóðstreymi af áframhaldandi starfsemi hverrar einingar var hverrar hverrar hverrar ákvarðað einingar einingar einingar með var var var því ákvarðað ákvarðað ákvarðað að afvaxta með með með áætlað því því því að að að framtíðarsjóðstreymi afvaxta afvaxta afvaxta áætlað áætlað áætlað framtíðarsjóðstreymi framtíðarsjóðstreymi framtíðarsjóðstreymi af áframhaldandi af starfsemi af af áframhaldandi áframhaldandi áframhaldandi starfsemi starfsemi starfsemi einingarinnar. Útreikningur á nýtingarvirðinu byggist á eftirfarandi lykilforsendum: einingarinnar. Útreikningur einingarinnar. einingarinnar. einingarinnar. á nýtingarvirðinu Útreikningur Útreikningur Útreikningur byggist ááánýtingarvirðinu nýtingarvirðinu nýtingarvirðinu á eftirfarandi byggist byggist byggist lykilforsendum: áááeftirfarandi eftirfarandi eftirfarandilykilforsendum: lykilforsendum: lykilforsendum: r Sjóðstreymi var áætlað á grundvelli fyrri reynslu forvera samstæðunnar, rekstrarniðurstöðu og fimm ára rrráætlað Sjóðstreymi var áætlað fyrri reynslu samstæðunnar, og r Sjóðstreymi varrekstraráætlunar. Sjóðstreymi Sjóðstreymi á grundvelli var varFramtíðarvirði áætlað áætlað fyrri áreynslu áá grundvelli grundvelli grundvelli forvera fyrri fyrri samstæðunnar, reynslu reynslu forvera rekstrarniðurstöðu samstæðunnar, samstæðunnar, rekstrarniðurstöðu rekstrarniðurstöðu og fimm við ára langtímasjónarmið og og fimm fimm fimm ára ára ára félaganna er byggt forvera áforvera 2,0% raunvexti semrekstrarniðurstöðu miðast rekstraráætlunar. Framtíðarvirði félaganna er byggt á 2,0% raunvexti sem miðast við langtímasjónarmið rekstraráætlunar. Framtíðarvirði rekstraráætlunar. rekstraráætlunar. félaganna Framtíðarvirði Framtíðarvirði er byggt félaganna félaganna á 2,0% er er raunvexti byggt byggt á á sem 2,0% 2,0% miðast raunvexti raunvexti við sem langtímasjónarmið sem miðast miðast við við langtímasjónarmið langtímasjónarmið samstæðunnar í tengslum við rekstur þessara eininga að teknu tilliti til óvissu í efnahagsumhverfi á Íslandi. samstæðunnar ííítengslum rekstur eininga að tilliti áááÍslandi. samstæðunnar í tengslum samstæðunnar samstæðunnar við rekstur tengslum tengslum þessaravið við við eininga rekstur rekstur að þessara þessara teknu þessara tilliti eininga eininga til óvissu að aðteknu teknu teknu í efnahagsumhverfi tilliti tillititil til tilóvissu óvissu óvissuíííefnahagsumhverfi áefnahagsumhverfi efnahagsumhverfi Íslandi. Íslandi. Íslandi.

r Notuð var 11,4% ávöxtunarkrafa fyrir skatta við að ákvarða endurheimtanlegt virði eininganna. Ávöxtunarkrafan rrrávöxtunarkrafa Notuð var fyrir við að endurheimtanlegt virði eininganna. Ávöxtunarkrafan r Notuð var 11,4%var Notuð Notuð var vará11,4% 11,4% 11,4% fyrirávöxtunarkrafa ávöxtunarkrafa ávöxtunarkrafa skatta að ákvarða fyrir fyrir skatta skatta endurheimtanlegt við við að að ákvarða ákvarða ákvarða virði endurheimtanlegt endurheimtanlegt eininganna.sem Ávöxtunarkrafan virði virði eininganna. eininganna. Ávöxtunarkrafan Ávöxtunarkrafan áætluð grundvelli fyrri við reynslu og skatta vegnu meðaltali fjármagnskostnaðar samstæðan hefur ráðstafað til var áætluð á grundvelli fyrri reynslu og vegnu meðaltali fjármagnskostnaðar sem samstæðan hefur ráðstafað var áætluð á grundvelli var var áætluð áætluð fyrri reynslu á á grundvelli grundvelli og vegnu fyrri fyrri meðaltali reynslu reynslu og og fjármagnskostnaðar vegnu vegnu meðaltali meðaltali fjármagnskostnaðar fjármagnskostnaðar sem samstæðan hefur sem sem ráðstafað samstæðan samstæðan til hefur hefur ráðstafað ráðstafað til til til þessara eininga. þessara eininga. þessara þessara þessaraeininga. eininga. eininga. Framangreindar áætlanir skaðatryggingarekstrar eru einkum næmar fyrir breyting á ávöxtunarkröfu og Framangreindar áætlanir eru einkum næmar ávöxtunarkröfu ávöxtunarkröfu og og og Framangreindar áætlanir Framangreindar Framangreindar skaðatryggingarekstrar áætlanir áætlanir skaðatryggingarekstrar skaðatryggingarekstrar skaðatryggingarekstrar eru einkum næmar eru eru fyrir einkum einkum breyting næmar næmar á fyrir fyrir ávöxtunarkröfu fyrir breyting breyting breyting áááogávöxtunarkröfu framtíðarvexti: framtíðarvexti: framtíðarvexti: framtíðarvexti: framtíðarvexti: r 1,0% breyting á ávöxtunarkröfu sem notuð er við útreikninginn myndi leiða til breytinga á virði eigna að fjárhæð rávöxtunarkröfu breyting áááávöxtunarkröfu sem við myndi ááávirði rr1,0% 1,0% 1,0% breyting breyting ávöxtunarkröfu ávöxtunarkröfu sem semnotuð notuð notuðer er er við viðútreikninginn útreikninginn útreikninginn myndi myndiáleiða leiða leiða til tilbreytinga breytinga breytinga virði virðieigna eigna eignaað að aðfjárhæð fjárhæð fjárhæð r 1,0% breyting á 1.115 notuð er við útreikninginn myndi leiða til breytinga virði til eigna að fjárhæð millj. kr. sem 1.115 millj. kr. 1.115 1.115 millj. millj. kr. kr. 1.115 millj. kr. r 0,5% breyting á framtíðarvexti sem notaður er við útreikninginn myndi leiða til breytinga á virði eigna að fjárhæð r 0,5% breyting á framtíðarvexti r431 rr0,5% 0,5% 0,5% breyting breyting breyting áááframtíðarvexti framtíðarvexti framtíðarvexti notaður er viðsem sem sem útreikninginn notaður notaður notaðurer er er myndi við við viðútreikninginn útreikninginn útreikninginn leiða til breytinga myndi myndi myndiáleiða leiða leiða virði til til eigna tilbreytinga breytinga breytinga að fjárhæð ááávirði virði virðieigna eigna eignaað að aðfjárhæð fjárhæð fjárhæð millj. kr. sem 431 millj. kr. 431 431 431 millj. millj. millj. kr. kr. kr. Virðisrýrnun viðskiptavildar og óefnislegra eigna er ekki bakfærð og myndi hækkun á virðismati því ekki leiða til Virðisrýrnun viðskiptavildar og óefnislegra eigna ekki myndi ááá virðismati Virðisrýrnun viðskiptavildar Virðisrýrnun Virðisrýrnun og óefnislegra viðskiptavildar viðskiptavildar eigna og oger óefnislegra óefnislegra ekki bakfærð eigna eigna oger er ermyndi ekki ekki bakfærð bakfærð bakfærð hækkun og og áogvirðismati myndi myndi hækkun hækkun hækkun því ekki virðismati leiða virðismati til því því því ekki ekki ekki leiða leiða leiða til til til bakfærslu áður gjaldfærðrar virðisrýrnunar. bakfærslu áður bakfærslu áður gjaldfærðrar bakfærslu bakfærslu virðisrýrnunar. áður áðurgjaldfærðrar gjaldfærðrar gjaldfærðrarvirðisrýrnunar. virðisrýrnunar. virðisrýrnunar. 14. Aðrar óefnislegar eignir 4. Aðrar óefnislegar 14. 14. 14. Aðrar Aðrar Aðrar Aðrar eignir óefnislegar óefnislegar óefnislegar eignir eignir eignir óefnislegar eignir og afskriftir greinast þannig: Aðrar óefnislegar eignir afskriftir Aðrar óefnislegar eignir Aðrar Aðrarog óefnislegar óefnislegar afskriftir greinast eignir eignirog og og þannig: afskriftir afskriftirgreinast greinast greinastþannig: þannig: þannig: ViðskiptaHugbúnaður

ViðskiptaHugbúnaður sambönd Hugbúnaður Hugbúnaður Hugbúnaður

ViðskiptaViðskiptaViðskiptasambönd Samtals sambönd sambönd sambönd

Heildarverð 1.1. 2010 .......................................................................... 595.702 5.432.000 Heildarverð 1.1. 2010 Heildarverð 1.1. 2010 Heildarverð Heildarverð .......................................................................... 1.1. 1.1. 2010 2010.......................................................................... .......................................................................... .......................................................................... 595.702 5.432.000 595.702 595.702 595.702 5.432.000 5.432.000 5.432.000 Viðbót á árinu ...................................................................................... 53.336 6.027.702 Viðbót á árinu ...................................................................................... Viðbót á árinu ...................................................................................... Viðbót Viðbót á á árinu árinu ...................................................................................... ...................................................................................... 53.336 53.336 53.336 53.336 53.336 Heildarverð 31.12.2010 ...................................................................... 649.038 5.432.000 Heildarverð 31.12.2010 ...................................................................... Heildarverð 31.12.2010 Heildarverð Heildarverð ...................................................................... 31.12.2010 31.12.2010 ...................................................................... ...................................................................... 649.038 5.432.000 649.038 649.038 649.038 5.432.000 5.432.000 5.432.000 67.770 6.081.038 Viðbót á árinu ...................................................................................... Viðbót á árinu ...................................................................................... 67.770 67.770 67.770 67.770 67.770 Viðbót á árinu ...................................................................................... Viðbót Viðbót á á árinu árinu ...................................................................................... ...................................................................................... Heildarverð 31.12.2011 ....................................................................... 716.808 5.432.000 Heildarverð 31.12.2011 Heildarverð 31.12.2011 Heildarverð Heildarverð ....................................................................... 31.12.2011 31.12.2011....................................................................... ....................................................................... ....................................................................... 716.808 5.432.000 716.808 716.808 716.808 6.148.808 5.432.000 5.432.000 5.432.000 Afskrifað alls 1.1.2010 ........................................................................ ( 12.319) ( 90.534) Afskrifað alls 1.1.2010 ........................................................................ Afskrifað alls 1.1.2010 Afskrifað Afskrifað ........................................................................ alls alls 1.1.2010 1.1.2010 ........................................................................ ........................................................................ 12.319) 90.534) ( 12.319) ( (((( 90.534) 12.319) 12.319) ((((102.853) 90.534) 90.534) Niðurfært á árinu ................................................................................. 69.475) 362.133) Niðurfært á árinu ................................................................................. Niðurfært Niðurfært á á árinu árinu ................................................................................. ................................................................................. Niðurfært á árinu ................................................................................. ( 69.475) ( 362.133) ( 69.475) ( ( ( 362.133) 69.475) 69.475) ( ( ( 431.608) 362.133) 362.133) Afskrifað alls 31.12.2010 .................................................................... ( 81.794) ( 452.667) Afskrifað alls 31.12.2010 .................................................................... Afskrifað alls 31.12.2010 Afskrifað Afskrifað .................................................................... alls alls 31.12.2010 31.12.2010 .................................................................... .................................................................... (((83.433) 81.794) (((362.133) 452.667) ( 81.794) (( 452.667) 81.794) 81.794) (( 534.461) 452.667) 452.667) Niðurfært á árinu ................................................................................. Niðurfært á árinu ................................................................................. Niðurfært á árinu ................................................................................. Niðurfært Niðurfært á á árinu árinu ................................................................................. ................................................................................. ( 83.433) ( 362.133) ( 83.433) ( ( ( 362.133) 83.433) 83.433) ( ( ( 445.566) 362.133) 362.133) Afskrifað alls 31.12.2011 ..................................................................... ( 165.227) ( 814.800) Afskrifað alls Afskrifað alls 31.12.2011 Afskrifað Afskrifað ..................................................................... alls alls31.12.2011 31.12.2011 31.12.2011..................................................................... ..................................................................... ..................................................................... (((165.227) (((814.800) ( 165.227) ( 814.800) 165.227) 165.227) ( 980.027) 814.800) 814.800)

583.383 5.341.466 Bókfært verð 1.1. 2010 ....................................................................... Bókfært verð 1.1. ....................................................................... 583.383 5.341.466 583.383 5.341.466 583.383 583.383 5.924.849 5.341.466 5.341.466 Bókfært verð 1.1. 2010 Bókfært Bókfært ....................................................................... verð verð31.12. 1.1. 1.1.2010 2010 2010 ....................................................................... ....................................................................... 567.244 4.979.333 Bókfært verð 2010 ................................................................... Bókfært verð 31.12. 2010 ................................................................... 567.244 4.979.333 567.244 4.979.333 567.244 567.244 5.546.577 4.979.333 4.979.333 Bókfært verð 31.12. Bókfært Bókfært 2010 ................................................................... verð verð 31.12. 31.12. 2010 2010 ................................................................... ................................................................... Bókfært verð 31.12. 2011 ................................................................... 551.581 4.617.200 Bókfært verð Bókfært verð 31.12. Bókfært Bókfært 2011 ................................................................... verð verð31.12. 31.12. 31.12.2011 2011 2011................................................................... ................................................................... ................................................................... 551.581 4.617.200 551.581 4.617.200 551.581 551.581 5.168.781 4.617.200 4.617.200 Afskriftahlutföll .................................................................................... 10 - 15% 7% Afskriftahlutföll Afskriftahlutföll .................................................................................... Afskriftahlutföll Afskriftahlutföll.................................................................................... .................................................................................... .................................................................................... 10 ---15% 7% 10 - 15% 10 107% 15% 15% 7% 7%

Samtals Samtals Samtals Samtals

( ((( ( (((

6.027.702 6.027.702 6.027.702 6.027.702 53.336 53.336 53.336 53.336 6.081.038 6.081.038 6.081.038 6.081.038 67.770 67.770 67.770 67.770 6.148.808 6.148.808 6.148.808 6.148.808 ( 102.853) (((431.608) 102.853) 102.853) 102.853) 431.608) 431.608) 431.608) ( 534.461) (((445.566) 534.461) 534.461) 534.461) 445.566) 445.566) 445.566) ( 980.027) (((980.027) 980.027) 980.027) 5.924.849 5.924.849 5.924.849 5.924.849 5.546.577 5.546.577 5.546.577 5.546.577 5.168.781 5.168.781 5.168.781 5.168.781

_____________________________________________________________________________________________________________ __________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________

Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 stæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur trygginga Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra hf. árið 2011 trygginga trygginga tryggingahf. hf. hf.22 árið árið árið2011 2011 2011

22 22 22 22

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna Allar fjárhæðir eru í þúsundum Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir króna eru eru eruíííþúsundum þúsundum þúsundumkróna króna króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 57


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 15. Fjáreignir a. Flokkun og gangvirði fjáreigna Samkvæmt IAS 39 Fjármálagerningar: færsla og mat , er fjáreignum og fjárskuldum skipt í sérstaka flokka. Flokkunin hefur áhrif á hvernig viðeigandi fjármálagerningur er metinn. Þeir flokkar sem fjáreignir og fjárskuldir samstæðunnar tilheyra og matsgrundvöllur þeirra er eftirfarandi: r )M¼UHLJQLU WLOJUHLQGDU ¼ JDQJYLUËL HUX IÁUËDU ¼ JDQJYLUËL JHJQXP UHNVWUDUUHLNQLQJ r .UÑIXU HUX IÁUËDU ¼ DIVNULIXËX NRVWQDËDUYHUËL Eftirfarandi tafla sýnir flokkun fjáreigna ásamt gangvirði þeirra: 2011 Fjáreignir á gangvirði

Verðbréf ...................................................................... Endurtryggingaeignir ................................................... Viðskiptakröfur ............................................................ Handbært fé ................................................................ Fjáreignir samtals ........................................................

Lán og kröfur

Samtals

Gangvirði

26.050.133 0 0 0 26.050.133

1.138.507 2.231.410 1.551.713 4.921.630

26.050.133 1.138.507 2.231.410 1.551.713 30.971.764

26.050.133 1.138.507 2.231.410 1.551.713 30.971.764

21.757.014 0 0 0 21.757.014

1.195.796 2.218.083 2.609.119 6.022.998

21.757.014 1.195.796 2.218.083 2.609.119 27.780.012

21.757.014 1.195.796 2.218.083 2.609.119 27.780.012

2010 Verðbréf ...................................................................... Endurtryggingaeignir ................................................... Viðskiptakröfur ............................................................ Handbært fé ................................................................ Fjáreignir samtals ........................................................ b.

Stigkerfi gangvirðis Taflan hér á eftir sýnir fjáreignir færðar á gangvirði eftir verðmatsaðferð. Aðferðirnar eru skilgreindar á eftirfarandi hátt: Stig 1: Skráð verð á virkum markaði fyrir samskonar eignir. Stig 2: Verðmatsaðferðir byggja á öðrum breytum en skráðu verði á virkum markaði (stig 1) sem unnt er að afla fyrir eignir og skuldir, beint (t.d. verði) eða óbeint (afleidd af verðum). Á þessu stigi eru eignir sem verðmetnar eru með því að nota verð á virkum markaði fyrir áþekkar eignir, skráð verð fyrir líkar eignir á mörkuðum sem eru taldir minna virkir, eða verðmatsaðferðir þar sem hægt er að fylgjast með í markaðsgögnum öllum mikilvægum breytum beint eða óbeint. Stig 3: Forsendur verðmatsaðferða eru ekki byggðar á gögnum sem unnt er að afla á markaði, heldur meðal annars á upplýsingum um afkomu viðkomandi félags, kaup og sölu eignarhluta o.fl. Stig 1

Stig 2

Stig 3

Samtals

2011 Fjáreignir á gangvirði ...................................................

5.437.944

20.361.498

250.691

26.050.133

2010 Fjáreignir á gangvirði ...................................................

2.800.609

18.678.706

277.699

21.757.014

Engar fjáreignir voru færðar á milli stiga árið 2011. Flokkun fjáreigna var leiðrétt frá fyrra ári og samanburðarfjárhæðum breytt til samræmis. _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 58

23

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 16. Verðbréf Verðbréf á gangvirði greinast þannig:

2011

Skráð verðbréf í Kauphöll Íslands ................................................................................ Önnur skráð verðbréf .................................................................................................. Óskráð verðbréf og hlutdeildarskírteini ....................................................................... Óskráð hlutabréf ......................................................................................................... Verðbréf samtals .........................................................................................................

2010

22.383.323 1.775.390 1.640.729 250.691 26.050.133

17.445.666 2.320.292 1.715.840 275.216 21.757.014

15.106.521 33.387 10.892.811 17.414 26.050.133

13.503.161 39.886 8.213.967 0 21.757.014

185.489 949.494 1.134.983 3.524 1.138.507

122.047 1.056.428 1.178.475 17.321 1.195.796

Verðbréf greinast þannig: Ríkistryggð skuldabréf ................................................................................................. Skuldabréf sveitarfélaga .............................................................................................. Skuldabréf fyrirtækja ................................................................................................... Eignarhlutir í félögum .................................................................................................. Verðbréf samtals ......................................................................................................... 17. Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir greinast þannig: Hluti endurtryggjenda í vátryggingaskuld: Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... Tjónaskuld ................................................................................................................... Hluti endurtryggjenda í vátryggingaskuld samtals ....................................................... Krafa á endurtryggjendur ............................................................................................. Endurtryggingaeignir samtals ......................................................................................

18. Hlutafé og varasjóðir Hlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess nam 1.593 millj. kr. í árslok 2011. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu. Yfirverðsreikningur hlutafjár sýnir það sem hluthafar félagsins hafa greitt umfram nafnverð hlutafjár sem félagið hefur selt. Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð. Yfirverði umfram 25% af nafnverði hlutafjár getur félagið ráðstafað.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

24

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 59


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, frh.:frh.: Skýringar, frh.: 19. 19.

19. Hagnaður á hlut Hagnaður á hlut Hagnaður á hlut Hagnaður á hlut er reiknaður þvídeila að deila í hagnað meðaltalsfjölda á árinu. Hagnaður á hlut er reiknaður meðmeð því að í hagnað meðmeð meðaltalsfjölda hlutahluta á árinu. Hagnaður á hlut er reiknaður með því að deila í hagnað með meðaltalsfjölda hluta á árinu. 2011 2011

2011

2010 2010

2010

Hagnaður ..................................................................................................................... 642.025 642.025 810.999 810.999 Hagnaður ..................................................................................................................... Meðalfjöldi hluta á árinu .............................................................................................. 1.592.522 1.592.522 Hagnaður ..................................................................................................................... 642.025 810.999 Meðalfjöldi hluta á árinu .............................................................................................. 1.592.522 1.592.522 Grunnhagnaður á .................................................................................................. hlut ..................................................................................................1.592.522 Meðalfjöldi hlutaá áhlut árinu .............................................................................................. 0,40 0,40 1.592.522 0,51 0,51 Grunnhagnaður 0,40 0,51 Grunnhagnaður á hlut .................................................................................................. Þynntur hagnaður á hlut er sá sami og grunnhagnaður á hlut þar sem félagið hefur hvorki gert kaupréttarsamninga Þynntur hagnaður á hlut er sá sami og grunnhagnaður á hlut þar sem félagið hefur hvorki gert kaupréttarsamninga eða hagnaður breytanlega lánasamninga. Þynntur á hlut er sá sami og grunnhagnaður á hlut þar sem félagið hefur hvorki gert kaupréttarsamninga eða breytanlega lánasamninga. eða breytanlega lánasamninga. Gjaldþol 20. 20. Gjaldþol 20. Lágmarksgjaldþol Gjaldþol Lágmarksgjaldþol félagsins er reiknað samkvæmt 32laga gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 í félagsins sem sem er reiknað samkvæmt 32 gr. um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 nam nam í árslok 2011 2.114 millj. kr. (2010: 2.114 millj. kr.) og reiknað gjaldþol (sbr. 31 gr.) 7.540 millj. kr. (2010: 4.900 millj. Lágmarksgjaldþol félagsins sem er reiknað samkvæmt 32 gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 nam í árslok 2011 2.114 millj. kr. (2010: 2.114 millj. kr.) og reiknað gjaldþol (sbr. 31 gr.) 7.540 millj. kr. (2010: 4.900 millj. kr.) árslok 2011 2.114 millj. kr. (2010: 2.114 millj. kr.) og reiknað gjaldþol (sbr. 31 gr.) 7.540 millj. kr. (2010: 4.900 millj. kr.) Mismunur á reiknuðu gjaldþoli og bókfærðu fé greinist þannig: kr.) Mismunur á reiknuðu gjaldþoli og bókfærðu eigineigin fé greinist þannig: 2011 2010 Mismunur á reiknuðu gjaldþoli og bókfærðu eigin fé greinist þannig: 2011 2010 2011

2010

12.934.11612.292.091 12.292.091 fé samkvæmt efnahagsreikningi ....................................................................... 12.934.116 EigiðEigið fé samkvæmt efnahagsreikningi ....................................................................... Viðskiptavild og vörumerki tengt vátryggingastarfsemi ............................................... 12.934.116 12.292.091 Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi ....................................................................... ( 243.578) ( 1.867.578) Viðskiptavild og vörumerki tengt vátryggingastarfsemi ............................................... ( 243.578) ( 1.867.578) ( 5.150.320) ( 5.524.359) Aðrar óefnislegar eignir (móðurfélag) .......................................................................... Viðskiptavild og vörumerki tengt vátryggingastarfsemi ............................................... ( 243.578) ( 1.867.578) Aðrar óefnislegar eignir (móðurfélag) .......................................................................... ( 5.150.320) ( 5.524.359) Reiknað gjaldþol ......................................................................................................... 7.540.218 4.900.154 ( 5.150.320) ( 5.524.359) Aðrar óefnislegar eignir (móðurfélag) .......................................................................... Reiknað gjaldþol ......................................................................................................... 7.540.218 4.900.154 Reiknað gjaldþol ......................................................................................................... 7.540.218 4.900.154 Aðlagað gjaldþol samstæðunnar 31. laga gr. laga 56/2010) er 7.540 kr. lágmarksfjárhæð og lágmarksfjárhæð aðlagaðs Aðlagað gjaldþol samstæðunnar (sbr. (sbr. 31. gr. 56/2010) er 7.540 millj.millj. kr. og aðlagaðs gjaldþols (sbr. 86. gr.) er 2.765 millj. kr. Aðlagað gjaldþol samstæðunnar (sbr. 31. gr. laga 56/2010) er 7.540 millj. kr. og lágmarksfjárhæð aðlagaðs gjaldþols (sbr. 86. gr.) er 2.765 millj. kr. gjaldþols (sbr. 86. gr.) er 2.765 millj. kr. Gjaldþolshlutfall móðurfélags........................................................................................ Gjaldþolshlutfall móðurfélags........................................................................................ 3,57 3,57 2,32 2,32 Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar....................................................................... Gjaldþolshlutfall móðurfélags........................................................................................ 2,73 3,57 2,32 Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar....................................................................... 2,73 1,83 1,83 Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar....................................................................... 2,73 1,83 21. Vátryggingaskuld 21. Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld greinist þannig: 2011 2010 21. Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld greinist þannig: 2011 2010 Vátryggingaskuld greinist þannig: 2011 2010 Vátryggingaskuld (heild): Vátryggingaskuld (heild): 13.568.72913.005.798 13.005.798 Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... Vátryggingaskuld (heild): 13.568.729 Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 3.006.016 2.802.168 Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... 13.568.729 13.005.798 Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 3.006.016 2.802.168 16.574.745 15.807.966 Tjónaskuld ................................................................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 3.006.016 2.802.168 15.807.966 Tjónaskuld ................................................................................................................... 16.574.745 406.59715.807.966 407.395 Vildarafsláttur .............................................................................................................. 16.574.745 Tjónaskuld ................................................................................................................... 406.597 407.395 Vildarafsláttur .............................................................................................................. 4.396.202 4.343.450 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... Vildarafsláttur .............................................................................................................. 406.597 407.395 4.396.202 4.343.450 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 21.377.54420.558.811 20.558.811 Vátryggingaskuld samtals ............................................................................................ Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 4.396.202 4.343.450 21.377.544 Vátryggingaskuld samtals ............................................................................................ Vátryggingaskuld samtals ............................................................................................ 21.377.544 20.558.811 endurtryggjenda: HlutiHluti endurtryggjenda: 851.118 970.287 970.287 Tilkynnt tjónáfallinn og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... 851.118 Hluti endurtryggjenda: Tilkynnt tjón og tjónakostnaður ....................................................................... 98.376 970.287 86.141 Áætlun orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 851.118 Tilkynnt tjón vegna ogorðinna áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... 98.376 86.141 Áætlun vegna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 949.494 1.056.428 Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 98.376 86.141 949.494 1.056.428 Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... 185.489 1.056.428 122.047 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... 949.494 185.489 122.047 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 1.134.983 1.178.475 Hluti endurtryggjenda samtals .................................................................................... Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 185.489 122.047 1.134.983 1.178.475 Hluti endurtryggjenda samtals .................................................................................... Hluti endurtryggjenda samtals .................................................................................... 1.134.983 1.178.475 Eigin vátryggingaskuld: Eigin vátryggingaskuld: 12.717.61112.035.511 12.035.511 Tilkynnt tjónáfallinn og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... Eigin vátryggingaskuld: 12.717.611 Tilkynnt tjón og tjónakostnaður ....................................................................... 2.907.640 2.716.027 Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. Tilkynnt tjón og áfallinn tjónakostnaður ....................................................................... 12.717.611 12.035.511 2.907.640 2.716.027 Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 15.625.251 14.751.538 Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... Áætlun vegna orðinna en ótilkynntra tjóna .................................................................. 2.907.640 2.716.027 14.751.538 Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... 15.625.251 406.59714.751.538 407.394 Vildarafsláttur .............................................................................................................. Tjónaskuld samtals ...................................................................................................... 15.625.251 406.597 407.394 Vildarafsláttur .............................................................................................................. 4.210.713 4.221.404 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... Vildarafsláttur .............................................................................................................. 406.597 407.394 4.210.713 4.221.404 Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 20.242.56119.380.336 19.380.336 Eigin vátryggingaskuld samtals ................................................................................... Iðgjaldaskuld ............................................................................................................... 4.210.713 4.221.404 20.242.561 Eigin vátryggingaskuld samtals ................................................................................... Eigin vátryggingaskuld samtals ................................................................................... 20.242.561 19.380.336 _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 60

25 25

25

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 21. Vátryggingaskuld, frh.: Skaðatryggingar Samstæðan notar tölfræðiaðferðir við að áætla endanlegan tjónakostnað vegna orðinna tjóna. Áhætta tengd skaðatryggingum og þá sérstaklega slysatryggingum er háð mörgum þáttum sem gera næmnigreiningu erfiða. Tjónaskuld vegna tilkynntra tjóna er áætlun fyrir þeim tjónum sem tilkynnt hafa verið til félagsins að frádregnu því sem þegar hefur verið greitt vegna þessara tjóna. Starfsfólk tjónasviðs vinnur áætlun fyrir hvert tjón miðað við þá vitneskju sem fyrir hendi er um tjónsatvik þegar tjón er tilkynnt og eru breytingar gerðar þegar nýjar upplýsingar berast um einstök tjón. Reglulega fer fram endurmat á tjónsáætlunum. Ef ekki eru fyrirliggjandi betri upplýsingar er meðaltjónsfjárhæð í viðkomandi vátryggingagrein notuð.

Liðurinn „"ótilkynnt tjón" er áætlun fyrir orðnum en ótilkynntum tjónum og viðbótarkostnaði vegna tjóna sem ekki eru að fullu komin fram. Í frumtryggingum byggist matið á tjónareynslu og framkomnum áður ótilkynntum tjónum á síðastliðnum 10 árum. Þessi áætlun er unnin ársfjórðungslega. Í meðfylgjandi viðauka má sjá þróun tjónaskuldar í skaðatryggingum hjá samstæðunni og forvera hennar á undanliðnum tíu árum og stöðu hennar í árslok 2011. Líftryggingar Mat tilkynntra tjóna vegna líftrygginga er sjaldan háð mikilli óvissu. Gert er ráð fyrir að ótilkynnt tjón vegna almennra líftrygginga nemi u.þ.b. 20% af bókfærðum iðgjöldum á árinu. Þetta er gert í þeim tilgangi að mæta hugsanlegum töfum á tilkynningu um dauðsfall vátryggingataka til samstæðunnar. Hlutfallið er hærra fyrir sjúkraog sjúkdómatryggingar, eða yfir 30%, vegna eðlis tjónatilfella. Langur tími getur liðið frá upphafi sjúkdóms þar til tilkynning berst til samstæðunnar. Á grundvelli sögulegrar reynslu má gera ráð fyrir að þetta hlutfall sé áætlað með fullnægjandi nákvæmni. Iðgjaldaskuld í efnahagsreikningi er sá hluti iðgjalda vegna tekinnar vátryggingaáhættu sem tilheyrir næsta reikningsári, að teknu tilliti til niðurfellingar iðgjalda. 22. Skatteign Skatteign greinist þannig:

2011

2010

Skatteign 1.1. ............................................................................................................. 1.030.582 1.133.521 Tekjuskattur ársins ...................................................................................................... ( 242.179) ( 195.654) Tekjuskattur til greiðslu ............................................................................................... 0 92.715 Áhrif samsköttunar ...................................................................................................... ( 88.553) 0 Skatteign 31.12. .......................................................................................................... 699.850 1.030.582 Skatteign (tekjuskattsskuldbinding) greinist á eftirtalda liði: Rekstrarfjármunir ........................................................................................................ Óefnislegar eignir ........................................................................................................ ( Viðskiptakröfur ............................................................................................................ Aðrir efnahagsliðir ....................................................................................................... Yfirfæranlegt skattalegt tap, nýtanlegt til áranna 2019 og 2020 .................................. Skatteign í árslok .........................................................................................................

110.805 599.046 48.515) ( 373.516) 80.057 11.597 2.471 ( 14.320) 555.032 807.775 699.850 1.030.582

23. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir ........................................................................................................... Skuldir vegna endurtrygginga ...................................................................................... Ógreiddur tekjuskattur ................................................................................................ Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ..................................................

891.432 172.874 0 1.064.306

1.038.957 166.799 92.715 1.298.471

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

27

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 61


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, Skýringar, Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: frh.: frh.: frh.: Skýringar, frh.: Áhættustýring Áhættustýring Áhættustýring Áhættustýring Áhættustýring Áhættustýring 24. 24. 24. 24.Yfirlit Yfirlit Yfirlit 24. Yfirlit Yfirlit 24. Yfirlit Eftirfarandi Eftirfarandi Eftirfarandi Eftirfarandi Eftirfarandi áhætta áhætta áhætta áhætta áhætta fylgir fylgir fylgir fylgirfjármálagerningum fylgir fjármálagerningum fjármálagerningum fjármálagerningum fjármálagerningum samstæðunnar: samstæðunnar: samstæðunnar: samstæðunnar: samstæðunnar: Eftirfarandi áhætta fylgir fjármálagerningum samstæðunnar: ---vátryggingaáhætta -vátryggingaáhætta vátryggingaáhætta vátryggingaáhætta - vátryggingaáhætta - vátryggingaáhætta ---útlánaáhætta -útlánaáhætta útlánaáhætta útlánaáhætta - útlánaáhætta - útlánaáhætta ---lausafjáráhætta -lausafjáráhætta lausafjáráhætta lausafjáráhætta - lausafjáráhætta - lausafjáráhætta ---markaðsáhætta -markaðsáhætta markaðsáhætta markaðsáhætta - markaðsáhætta - markaðsáhætta ÍÍÍþessum Íþessum þessum þessum Í þessum skýringum skýringum skýringum skýringum skýringum er er er ergerð gerð gerð gerð er grein grein gerð grein greinfyrir grein fyrir fyrir fyrirþeim þeim þeim fyrir þeimáhættuþáttum þeim áhættuþáttum áhættuþáttum áhættuþáttum áhættuþáttum sem sem sem semsamstæðan samstæðan sem samstæðan samstæðan samstæðan býr býr býr býrvið við við við býr vegna vegna vegna vegna við vegna ofangreindra ofangreindra ofangreindra ofangreindra ofangreindra áhætta, áhætta, áhætta, áhætta, áhætta, Í þessum skýringum er gerð grein fyrir þeim áhættuþáttum sem samstæðan býr við vegna ofangreindra áhætta, markmiðum, markmiðum, markmiðum, markmiðum, markmiðum, stefnu stefnu stefnu stefnu stefnu og og og ogaðferðum aðferðum aðferðum aðferðum og aðferðum samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar við við við viðáhættumat áhættumat áhættumat áhættumat við áhættumat og og og ogáhættustjórnun áhættustjórnun áhættustjórnun áhættustjórnun og áhættustjórnun og og og ogeiginfjárstýringu eiginfjárstýringu eiginfjárstýringu eiginfjárstýringu og eiginfjárstýringu hennar. hennar. hennar. hennar. hennar. markmiðum, stefnu og aðferðum samstæðunnar við áhættumat og áhættustjórnun og eiginfjárstýringu hennar. Markmið Markmið Markmið Markmið Markmið samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar með með með meðáhættustýringu með áhættustýringu áhættustýringu áhættustýringu áhættustýringu er er er erað að að að ergreina greina greina greina að greina þá þá þá þááhættu áhættu áhættu áhættu þá áhættu sem sem sem semhún sem hún hún húnbýr býr hún býr býrvið, við, við, býr við,setja setja setja við, setjasetja viðmið viðmið viðmið viðmið viðmið um um um um um Markmið samstæðunnar með áhættustýringu er að greina þá áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku áhættutöku áhættutöku áhættutöku áhættutöku og og og oghafa hafa hafa hafa og eftirlit eftirlit hafa eftirlit eftirlit eftirlit með með með meðhenni. með henni. henni. henni. henni. Áhættustefna Áhættustefna Áhættustefna Áhættustefna Áhættustefna samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar og og og ogaðferðir aðferðir aðferðir aðferðir og aðferðir eru eru eru eruyfirfarnar yfirfarnar yfirfarnar yfirfarnar eru yfirfarnar reglulega reglulega reglulega reglulega reglulega til til tiltilað að að aðtil að áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Áhættustefna samstæðunnar og aðferðir eru yfirfarnar reglulega til að greina greina greina greina greina breytingar breytingar breytingar breytingar breytingar áááámarkaði markaði markaði markaði á markaði og og og ogstarfsemi starfsemi starfsemi starfsemi og starfsemi samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. Með Með Með Meðstarfsþjálfun Með starfsþjálfun starfsþjálfun starfsþjálfun starfsþjálfun stefnir stefnir stefnir stefnir stefnir félagið félagið félagið félagið félagið að að að aðöguðu öguðu öguðu öguðu að öguðu eftirliti eftirliti eftirliti eftirliti eftirliti þar þar þar þar þar greina breytingar á markaði og starfsemi samstæðunnar. Með starfsþjálfun stefnir félagið að öguðu eftirliti þar sem sem sem semallir allir allir sem allirstarfsmenn starfsmenn starfsmenn starfsmenn allir starfsmenn eru eru eru erumeðvitaðir meðvitaðir meðvitaðir meðvitaðir eru meðvitaðir um um um umhlutverk hlutverk hlutverk hlutverk um hlutverk sitt sitt sitt sittog og og og sitt skyldur. skyldur. skyldur. skyldur. og skyldur. sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur. Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar ákvarða ákvarða ákvarða ákvarða ákvarða hvernig hvernig hvernig hvernig hvernig eignum eignum eignum eignum eignum hennar hennar hennar hennar hennar skuli skuli skuli skulidreift dreift skuli dreift dreifttil dreift til tiltilþess þess þess þess til að þess að að aðhún hún hún hún aðnái nái nái hún náifjárfestingarmarkmiðum fjárfestingarmarkmiðum fjárfestingarmarkmiðum fjárfestingarmarkmiðum nái fjárfestingarmarkmiðum Stjórnendur samstæðunnar ákvarða hvernig eignum hennar skuli dreift til þess að hún nái fjárfestingarmarkmiðum sínum. sínum. sínum. sínum. sínum. Frávik Frávik Frávik Frávik Frávik frá frá frá fráákvarðaðri ákvarðaðri ákvarðaðri ákvarðaðri frá ákvarðaðri dreifingu dreifingu dreifingu dreifingu dreifingu eigna eigna eigna eignaeigna og og og ogsamsetning samsetning samsetning samsetning og samsetning eignasafnsins eignasafnsins eignasafnsins eignasafnsins eignasafnsins eru eru eru erustöðugt stöðugt stöðugt stöðugt eru stöðugt yfirfarin yfirfarin yfirfarin yfirfarin yfirfarin af af af afstarfsmönnum starfsmönnum starfsmönnum starfsmönnum af starfsmönnum sínum. Frávik frá ákvarðaðri dreifingu eigna og samsetning eignasafnsins eru stöðugt yfirfarin af starfsmönnum samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. samstæðunnar. 25. 25. 25. 25.Vátryggingaáhætta Vátryggingaáhætta Vátryggingaáhætta 25. Vátryggingaáhætta Vátryggingaáhætta 25. Vátryggingaáhætta Áhættan Áhættan Áhættan Áhættan Áhættan sem sem sem semfelst felst sem felst felstíífelst íhverjum íhverjum hverjum hverjum í hverjum vátryggingasamningi vátryggingasamningi vátryggingasamningi vátryggingasamningi vátryggingasamningi samanstendur samanstendur samanstendur samanstendur samanstendur af af af afáhættu áhættu áhættu áhættu af áhættu ááááað að að aðvátryggður vátryggður vátryggður ávátryggður að vátryggður atburður atburður atburður atburður atburður eigi eigi eigi eigisér sér sér sér eigi stað stað stað stað sér stað Áhættan sem felst í hverjum vátryggingasamningi samanstendur af áhættu á að vátryggður atburður eigi sér stað og og og ogóvissu óvissu óvissu óvissu og óvissu um um um umendanlega endanlega endanlega endanlega um endanlega tjónsfjárhæð. tjónsfjárhæð. tjónsfjárhæð. tjónsfjárhæð. tjónsfjárhæð. og óvissu um endanlega tjónsfjárhæð. Fyrir Fyrir Fyrir Fyrirvátryggingasamninga vátryggingasamninga Fyrir vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga þar þar þar þarsem sem sem sem þarlíkindareikningi líkindareikningi sem líkindareikningi líkindareikningi líkindareikningi er er er erbeitt beitt beitt beitt er við við beitt við viðverðmat verðmat verðmat verðmat við verðmat og og og ográðstöfun ráðstöfun ráðstöfun ráðstöfun og ráðstöfun stendur stendur stendur stendur stendur samstæðan samstæðan samstæðan samstæðan samstæðan frammi frammi frammi frammi frammi Fyrir vátryggingasamninga þar sem líkindareikningi er beitt við verðmat og ráðstöfun stendur samstæðan frammi fyrir fyrir fyrir fyrirþeirri þeirri þeirri fyrir þeirrimegináhættu þeirri megináhættu megináhættu megináhættu megináhættu að að að aðtjónsfjárhæðir tjónsfjárhæðir tjónsfjárhæðir tjónsfjárhæðir að tjónsfjárhæðir verði verði verði verðiað verði að að aðmeðaltali meðaltali meðaltali meðaltali að meðaltali hærri hærri hærri hærrihærri en en en enáætlað áætlað áætlað áætlað en áætlað var, var, var, var,alvarleiki alvarleiki alvarleiki var, alvarleiki alvarleiki þeirra þeirra þeirra þeirra þeirra eða eða eða eðatíðni tíðni tíðni eða tíðniverði verði tíðni verði verðiverði fyrir þeirri megináhættu að tjónsfjárhæðir verði að meðaltali hærri en áætlað var, alvarleiki þeirra eða tíðni verði meiri meiri meiri meirieða meiri eða eða eðastórtjón stórtjón stórtjón stórtjón eða stórtjón fleiri fleiri fleiri fleirien en en fleiri enráð ráð ráð ráð en var var var var ráð fyrir fyrir fyrir fyrir vargert. gert. gert. fyrir gert.Vátryggðir Vátryggðir gert. Vátryggðir Vátryggðir Vátryggðir atburðir atburðir atburðir atburðir atburðir eru eru eru eruófyrirséðir ófyrirséðir ófyrirséðir ófyrirséðir eru ófyrirséðir og og og ograuntíðni rauntíðni rauntíðni rauntíðni og rauntíðni og og og ogendanlegar endanlegar endanlegar endanlegar og endanlegar fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir meiri eða stórtjón fleiri en ráð var fyrir gert. Vátryggðir atburðir eru ófyrirséðir og rauntíðni og endanlegar fjárhæðir tjóna tjóna tjóna tjónageta tjóna geta geta getaverið verið verið geta veriðfrábrugðnar verið frábrugðnar frábrugðnar frábrugðnar frábrugðnar áætlunum áætlunum áætlunum áætlunum áætlunum sem sem sem semreiknaðar reiknaðar reiknaðar sem reiknaðar reiknaðar eru eru eru eruáááágrundvelli eru grundvelli grundvelli grundvelli á grundvelli tölfræðilegra tölfræðilegra tölfræðilegra tölfræðilegra tölfræðilegra aðferða. aðferða. aðferða. aðferða. aðferða. tjóna geta verið frábrugðnar áætlunum sem reiknaðar eru á grundvelli tölfræðilegra aðferða. Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan hefur hefur hefur hefurhefur mótað mótað mótað mótað mótað stefnu stefnu stefnu stefnu stefnu varðandi varðandi varðandi varðandi varðandi gerð gerð gerð gerðvátryggingasamninga gerð vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga þar þar þar þarsem sem sem sem þar lögð sem lögð lögð lögðer lögð er er eráhersla áhersla áhersla áhersla er áhersla ááááfjölbreytileika fjölbreytileika fjölbreytileika fjölbreytileika á fjölbreytileika Samstæðan hefur mótað stefnu varðandi gerð vátryggingasamninga þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika samþykktrar samþykktrar samþykktrar samþykktrar samþykktrar vátryggingaáhættu vátryggingaáhættu vátryggingaáhættu vátryggingaáhættu vátryggingaáhættu og og og ogað að að að og hver hver hver hver að og hver og og ogeinn einn einn einn og flokkur flokkur einn flokkur flokkur flokkur feli feli feli feliííí ísér feli sér sér sérfleiri ífleiri fleiri fleiri sér áhættuflokka áhættuflokka fleiri áhættuflokka áhættuflokka áhættuflokka til til tiltilað að að aðtil draga draga draga draga að draga úr úr úr úróvissu óvissu óvissu óvissu úr óvissu samþykktrar vátryggingaáhættu og að hver og einn flokkur feli í sér fleiri áhættuflokka til að draga úr óvissu áætlaðrar áætlaðrar áætlaðrar áætlaðrar áætlaðrar niðurstöðu niðurstöðu niðurstöðu niðurstöðu niðurstöðu og og og ogumfangi umfangi umfangi umfangi og umfangi áhættu. áhættu. áhættu. áhættu. áhættu. áætlaðrar niðurstöðu og umfangi áhættu. Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan stendur stendur stendur stendur stendur frammi frammi frammi frammi frammi fyrir fyrir fyrir fyrir fyrir fjárhagslegri fjárhagslegri fjárhagslegri fjárhagslegri fjárhagslegri áhættu áhættu áhættu áhættu áhættu vegna vegna vegna vegna vegna fjáreigna fjáreigna fjáreigna fjáreigna fjáreigna sinna, sinna, sinna, sinna, sinna, endurtryggingaeigna endurtryggingaeigna endurtryggingaeigna endurtryggingaeigna endurtryggingaeigna og og og og og Samstæðan stendur frammi fyrir fjárhagslegri áhættu vegna fjáreigna sinna, endurtryggingaeigna og vátryggingaskuldar. vátryggingaskuldar. vátryggingaskuldar. vátryggingaskuldar. vátryggingaskuldar. Megin Megin Megin Megin Megin fjárhagsleg fjárhagsleg fjárhagsleg fjárhagsleg fjárhagsleg áhætta áhætta áhætta áhætta áhætta samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar er er er erað að að aðfjáreignir er fjáreignir fjáreignir fjáreignir að fjáreignir nægi nægi nægi nægiekki nægi ekki ekki ekkifyrir fyrir fyrir ekki fyrirskuldbindingum skuldbindingum skuldbindingum fyrir skuldbindingum skuldbindingum vegna vegna vegna vegna vegna vátryggingaskuldar. Megin fjárhagsleg áhætta samstæðunnar er að fjáreignir nægi ekki fyrir skuldbindingum vegna vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga vátryggingasamninga hennar. hennar. hennar. hennar. hennar. vátryggingasamninga hennar. Eignastýringaráhætta Eignastýringaráhætta Eignastýringaráhætta Eignastýringaráhætta Eignastýringaráhætta Eignastýringaráhætta Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan jafnar jafnar jafnar jafnarjafnar vátryggingaskuld vátryggingaskuld vátryggingaskuld vátryggingaskuld vátryggingaskuld sína sína sína sínameð með með sína meðsafni safni með safni safniverðbréfa verðbréfa safni verðbréfa verðbréfa verðbréfa og og og ogfjárfestingaeigna fjárfestingaeigna fjárfestingaeigna fjárfestingaeigna og fjárfestingaeigna sem sem sem semháðar háðar háðar sem háðarháðar eru eru eru erumarkaðsáhættu. markaðsáhættu. markaðsáhættu. markaðsáhættu. eru markaðsáhættu. Samstæðan jafnar vátryggingaskuld sína með safni verðbréfa og fjárfestingaeigna sem háðar eru markaðsáhættu. Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan hefur hefur hefur hefuráhefur áááárinu árinu árinu árinu á aukið árinu aukið aukið aukiðhlut aukið hlut hlut hlutsinn sinn sinn hlut sinnííísinn íríkistryggðum ríkistryggðum ríkistryggðum ríkistryggðum í ríkistryggðum skuldabréfum skuldabréfum skuldabréfum skuldabréfum skuldabréfum íííþeim íþeim þeim þeim í tilgangi þeim tilgangi tilgangi tilgangi tilgangi að að að aðdraga draga draga draga að draga úr úr úr úráhættu. áhættu. áhættu. áhættu. úr áhættu. Samstæðan hefur á árinu aukið hlut sinn í ríkistryggðum skuldabréfum í þeim tilgangi að draga úr áhættu. 2011 2011 2011 20112011 2010 2010 2010 20102010 Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf færð færð færð færðááfærð áágangvirði gangvirði gangvirði gangvirði á gangvirði gegnum gegnum gegnum gegnum gegnum rekstarreikning: rekstarreikning: rekstarreikning: rekstarreikning: rekstarreikning: 2011 2010 Verðbréf færð á gangvirði gegnum rekstarreikning: Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf skráð skráð skráð skráðískráð ííKauphöll íKauphöll Kauphöll Kauphöll í Kauphöll Íslands Íslands Íslands Íslands Íslands ................................................................................ ................................................................................ ................................................................................ ................................................................................ ................................................................................ 22.383.323 22.383.323 22.383.323 22.383.323 22.383.323 17.445.666 17.445.666 17.445.666 17.445.666 17.445.666 Verðbréf skráð í Kauphöll Íslands ................................................................................ 22.383.323 17.445.666 Óskráð Óskráð Óskráð Óskráð Óskráð verðbréf verðbréf verðbréf verðbréf verðbréf .......................................................................................................... .......................................................................................................... .......................................................................................................... .......................................................................................................... ..........................................................................................................3.666.810 3.666.810 3.666.810 3.666.810 3.666.8101.908.829 1.908.829 1.908.829 1.908.829 1.908.829 Óskráð verðbréf .......................................................................................................... 3.666.810 1.908.829 26.050.133 26.050.133 26.050.133 26.050.133 26.050.133 21.757.014 21.757.014 21.757.014 21.757.014 21.757.014 Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf samtals samtals samtals samtals samtals ......................................................................................................... ......................................................................................................... ......................................................................................................... ......................................................................................................... ......................................................................................................... 26.050.133 21.757.014 Verðbréf samtals ......................................................................................................... Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.4102.218.083 2.218.083 2.218.083 2.218.083 2.218.083 Viðskiptakröfur ............................................................................................................ 2.231.410 2.218.083 Handbært Handbært Handbært Handbært Handbært fé fé fé fé................................................................................................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ fé ................................................................................................................1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.7132.609.119 2.609.119 2.609.119 2.609.119 2.609.119 Handbært fé ................................................................................................................ 1.551.713 2.609.119 Samtals Samtals Samtals Samtals Samtals ....................................................................................................................... ....................................................................................................................... ....................................................................................................................... ....................................................................................................................... ....................................................................................................................... 29.833.257 29.833.257 29.833.257 29.833.257 29.833.257 26.601.536 26.601.536 26.601.536 26.601.536 26.601.536 Samtals ....................................................................................................................... 29.833.257 26.601.536 Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld íííeigin íeigin eigin eigin í hlut hlut eigin hlut hlut....................................................................................... ....................................................................................... ....................................................................................... hlut ....................................................................................... ....................................................................................... 20.242.561 20.242.561 20.242.561 20.242.561 20.242.561 19.380.336 19.380.336 19.380.336 19.380.336 19.380.336 Vátryggingaskuld í eigin hlut ....................................................................................... 20.242.561 19.380.336 Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf eru eru eru erusett sett sett sett erufram fram fram sett framán án fram án ánverðbréfa verðbréfa verðbréfa verðbréfa án verðbréfa tengdum tengdum tengdum tengdum tengdum þeim þeim þeim þeimlíftryggingarsamningum þeim líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum þar þar þar þarsem sem sem sem þarfjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan sem fjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan er er er erborin borin borin borin er borin Verðbréf eru sett fram án verðbréfa tengdum þeim líftryggingarsamningum þar sem fjárfestingaráhættan er borin af af af afvátryggingataka. vátryggingataka. vátryggingataka. vátryggingataka. af vátryggingataka. af vátryggingataka. Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar Vátryggingasamningar eru eru eru eru ónæmir ónæmir eru ónæmir ónæmir ónæmir fyrir fyrir fyrir fyrir markaðsvöxtum, fyrir markaðsvöxtum, markaðsvöxtum, markaðsvöxtum, markaðsvöxtum, þar þar þar þar sem sem sem þar semsem þeir þeir þeir þeir eru þeir eru eru eru ekki ekki eru ekki ekki núvirtir ekki núvirtir núvirtir núvirtir núvirtir og og og og bera bera bera og berabera ekki ekki ekki ekki ekki Vátryggingasamningar eru ónæmir fyrir markaðsvöxtum, þar sem þeir eru ekki núvirtir og bera ekki samningsbundna samningsbundna samningsbundna samningsbundna samningsbundna vexti. vexti. vexti. vexti.vexti. Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan jafnar jafnar jafnar jafnarjafnar sjóðsflæði sjóðsflæði sjóðsflæði sjóðsflæði sjóðsflæði af af af afeignum eignum eignum eignum af eignum og og og ogskuldum skuldum skuldum skuldum og skuldum ííí ísafni safni safni safni í safni sínu sínu sínu sínumeð með sínu með meðþví með því því þvíað að að að þvíáætla áætla áætla áætla að áætla samningsbundna vexti. Samstæðan jafnar sjóðsflæði af eignum og skuldum í safni sínu með því að áætla meðallíftíma meðallíftíma meðallíftíma meðallíftíma meðallíftíma þeirra. þeirra. þeirra. þeirra. þeirra. meðallíftíma þeirra.

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga trygginga trygginga trygginga hf. hf. hf. hf. árið árið árið árið 2011 hf. 2011 2011 2011 árið 2011 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 62

28 28 28 28 28

28

Allar Allar Allar Allar fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir Allar fjárhæðir eru eru eru eru í íþúsundum í þúsundum íþúsundum þúsundum eru í þúsundum króna króna króna króna króna Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 25. Vátryggingaáhætta, frh.: Meðallengd vátryggingaskuldbindinga er reiknuð með því að nota sögulegar upplýsingar samstæðunnar og forvera hennar til að ákvarða uppgjörsmynstur fyrir tjónakröfur vegna vátryggingasamninga í vátryggingaskuld í efnahagsreikningi, bæði tilkynnt tjón og orðin en ótilkynnt tjón á reikningsskiladegi. Meðallengdin greinist þannig:

Vátryggingaskuld - Líftryggingaáhætta (ár) .................................................................. Vátryggingaskuld - Skaðaáhætta (ár) ............................................................................ Vátryggingaskuld - Slysaáhætta (ár) ............................................................................. Eftirfarandi töflur sýna áætlað sjóðsflæði, vátryggingasamningum samstæðunnar í árslok:

án

vaxta,

vegna

þeirra

eigna

og

2011

2010

1,1 1,2 2,1

1,1 1,2 2,5

skulda

sem

tilheyra

Áætlað sjóðsflæði Bókfært verð

0-1 ár

1-2 ár

2011 Fjáreignir, tengdar vátryggingasamningum Verðbréf færð á gangvirði gegnum rekstrarreikning: Verðbréf skráð í Kauphöll Íslands ......... 22.383.323 6.670.287 Óskráð verðbréf ........... 3.666.810 2.706.775 Verðbréf samtals ......... 26.050.133 9.377.062 Viðskiptakröfur ............. 2.231.410 2.231.410 Handbært fé ................ 1.551.713 1.551.713 Samtals ........................ 29.833.257 13.160.185

2-3 ár

3-4 ár

>5 ár

0

695.825 695.825

15.713.036 13.519 15.726.555

0

695.825

15.726.555

2.033.181

1.778.993

( 3.670.736) ( 2.260.064) ( 1.337.356)

13.947.562

250.691 250.691

250.691

Áætlað sjóðsflæði

Vátryggingaskuld í eigin hlut ..........

20.242.561

10.248.896

Mismunur í sjóðsflæði .

9.590.696

2.911.289

3.921.427

2.260.064

Áætlað sjóðsflæði Bókfært verð

0-1 ár

1-2 ár

2010 Fjáreignir, tengdar vátryggingasamningum Verðbréf færð á gangvirði gegnum rekstrarreikning: Verðbréf skráð í Kauphöll Íslands ......... 17.445.666 3.340.526 Óskráð verðbréf ........... 4.311.348 3.192.650 Verðbréf samtals ......... 21.757.014 6.533.176 Viðskiptakröfur ............. 2.218.083 2.218.083 Handbært fé ................ 2.609.119 2.609.119 Samtals ........................ 26.601.536 11.377.698

2-3 ár

3-4 ár

>5 ár

9.191 295.050 304.241

808.405 808.405

15.243 15.243

14.095.949 14.095.949

304.241

808.405

15.243

14.095.949

2.062.366

988.273

( 3.701.367) ( 1.483.281) ( 2.047.123)

13.107.676

Áætlað sjóðsflæði

Vátryggingaskuld í eigin hlut ..........

19.380.336

10.032.403

Mismunur í sjóðsflæði .

7.221.200

1.345.295

4.005.608

2.291.686

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

29

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 63


Skýringar, frh.:

skýringar, framhald 25. frh.: Vátryggingaáhætta, frh.: Skýringar, Skýringar, frh.: Endurtryggingaráhætta Skýringar, frh.:

Endurtryggingaáhætta felst í því að endurtryggjendur greiði ekki sinn hlut í tjónsatburðum. Oft á tíðum tekur 25. 25. Vátryggingaáhætta, Vátryggingaáhætta, frh.: frh.: langan tíma að gera upp tjónsatburð. Á þeim tíma getur fjárhagsleg staða endurtryggjanda breyst á þann hátt að Endurtryggingaráhætta Endurtryggingaráhætta hann verði ófær um að standa við skuldbindingar sínar. Félagið hefur sett sér endurtryggingarstefnu þar sem fram 25. Vátryggingaáhætta, frh.: kemur að endurtryggjendur skuli hafa mat ágreiði fjárhagsstyrk fráhlut alþjóðlegu matsfyrirtæki mörk tekur eru sett um hve Endurtryggingaáhætta Endurtryggingaáhætta felst felst því að að endurtryggjendur endurtryggjendur greiði ekki ekki sinn sinn hlut í í tjónsatburðum. tjónsatburðum. Oft Oft og áá tíðum tíðum tekur Endurtryggingaráhætta í í því áhættu tryggirÁÁhjá hverjum endurtryggjanda. langan langan tíma tímamikla að að gera gera upp uppfélagið tjónsatburð. tjónsatburð. þeim þeim tíma tíma getur getur fjárhagsleg fjárhagsleg staða staða endurtryggjanda endurtryggjanda breyst breyst áá þann þann hátt hátt að að Endurtryggingaáhætta felst í því að endurtryggjendur greiði ekki sinn hlut í tjónsatburðum. Oft á tíðum tekur hann hannverði verðiófær ófæráum um að að standa við viðskuldbindingar skuldbindingar sínar. sínar. Félagið Félagiðendurtryggjenda hefur hefursett settsér sérendurtryggingarstefnu endurtryggingarstefnu þar þar2011 sem semfram fram eftir erstanda gerð grein fyrirÁhlutfallslegri skiptingu eftir mati þeirra fyrir árið og vegna ársins langan tímaHér að gera upp tjónsatburð. þeim tíma getur fjárhagsleg staða endurtryggjanda breyst á þann hátt að kemur kemur að að endurtryggjendur endurtryggjendur skuli skuli hafa hafa mat mat áá fjárhagsstyrk fjárhagsstyrk frá frá alþjóðlegu alþjóðlegu matsfyrirtæki matsfyrirtæki og og mörk mörk eru eru sett sett um um hve hve 2012: hann verði ófær um að standa við skuldbindingar sínar. Félagið hefur sett sér endurtryggingarstefnu þar sem fram mikla miklaáhættu áhættufélagið félagiðtryggir tryggirhjá hjáhverjum hverjumendurtryggjanda. endurtryggjanda. kemur að endurtryggjendur skuli hafa mat á fjárhagsstyrk frá alþjóðlegu matsfyrirtæki og mörk eru sett2012 um hve 2011 Hér Hér á á eftir eftir er er gerð gerð grein grein fyrir fyrir hlutfallslegri hlutfallslegri skiptingu skiptinguendurtryggjenda endurtryggjendaeftir eftirmati matiþeirra þeirrafyrir fyrirárið árið2011 2011og ogvegna vegnaársins ársins mikla áhættu félagið tryggir hjá hverjum endurtryggjanda. 2012: 2012: AAA ............................................................................................................................. 0%ársins 1% Hér á eftir er gerð grein fyrir hlutfallslegri skiptingu endurtryggjenda eftir mati þeirra fyrir árið 2011 og vegna AA+ ............................................................................................................................. 3%2011 0% 2012 2012 2011 2012: AA ............................................................................................................................... 0% 6% 2012 2011 AA- .............................................................................................................................. 40%1% 30% AAA AAA............................................................................................................................. ............................................................................................................................. 0% 0% 1% A+ ............................................................................................................................... 33%0% 35% AA+ AA+............................................................................................................................. ............................................................................................................................. 3% 3% 0% AAA ............................................................................................................................. 0% 1% A .................................................................................................................................0% 24%6% 26% AA............................................................................................................................... ............................................................................................................................... AA 0% 6% AA+ ............................................................................................................................. 3% 0% A- ................................................................................................................................ 0% 1% AA-.............................................................................................................................. .............................................................................................................................. AA40% 40% 30% 30% AA ............................................................................................................................... 0% 6% Samtals ....................................................................................................................... 100% 100% A+............................................................................................................................... ............................................................................................................................... A+ 33% 33% 35% 35% AA- .............................................................................................................................. 40% 30% ................................................................................................................................. AA................................................................................................................................. 24% 24% 26% 26% A+ ............................................................................................................................... 33% 35% Vaxtaáhætta A-................................................................................................................................ ................................................................................................................................ A0% 0% 1% 1% A ................................................................................................................................. 24% 26% Stærsti hluti fjáreigna samstæðunnar er vaxtaberandi með föstum vöxtum á bilinu frá 3% til 7%. Næmnigreining Samtals Samtals....................................................................................................................... ....................................................................................................................... 100% 100% 100% 100% A- ................................................................................................................................ 0% 1% fyrir vaxtaáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði verðbréfa sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum á Samtals ....................................................................................................................... 100% 100% Vaxtaáhætta Vaxtaáhætta reikningsskiladegi. Fyrir fjáreignir og vátryggingasamninga tengist næmnigreiningin aðeins því fyrrnefnda þar sem bókfært verð vátryggingasamninga er ekki breytingum á 3% markaðsáhættu. Laust handbært fé Stærsti Stærsti hluti hluti fjáreigna fjáreigna samstæðunnar samstæðunnar er er vaxtaberandi vaxtaberandi með meðnæmt föstum föstumfyrir vöxtum vöxtum áá bilinu bilinu frá frá 3% tiltil 7%. 7%. Næmnigreining Næmnigreining Vaxtaáhætta samstæðunnar er fjárfest í skammtímaverðbréfum til skemmri tíma en eins mánaðar. fyrir fyrir vaxtaáhættu vaxtaáhættu sýnir sýnir hvernig hvernig breytingar breytingar áá gangvirði gangvirði verðbréfa verðbréfa sveiflast sveiflast vegna vegna breytinga breytinga áá markaðsvöxtum markaðsvöxtum áá Stærsti hluti fjáreigna samstæðunnar er vaxtaberandi með föstum vöxtum á bilinu frá 3% til 7%. Næmnigreining reikningsskiladegi. reikningsskiladegi. Fyrir Fyrir fjáreignir fjáreignir og og vátryggingasamninga vátryggingasamningatengist tengist næmnigreiningin næmnigreininginaðeins aðeins því þvífyrrnefnda fyrrnefnda þar þarsem sem fyrir vaxtaáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði verðbréfa sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum á bókfært bókfært verð verð vátryggingasamninga vátryggingasamninga er ekki ekki næmt næmt fyrir fyrir breytingum breytingum áá markaðsáhættu. markaðsáhættu. Laust Laust handbært handbært fé fémeð því að Stjórnendur samstæðunnarer framkvæma næmnigreiningu á skráðum vaxtabreytingum á mánaðarfresti reikningsskiladegi. Fyrir fjáreignir og vátryggingasamninga tengist næmnigreiningin aðeins því fyrrnefnda þar sem samstæðunnar samstæðunnar er eráætlaðar fjárfest fjárfestí íbreytingar skammtímaverðbréfum skammtímaverðbréfum skemmri skemmri tímaen eneins eins mánaðar. mánaðar. meta í eignasöfnumtiltilmiðað við tíma hreyfingar um 100 punkta í öllum ávöxtunarferlum fjáreigna og bókfært verð vátryggingasamninga er ekki næmt fyrir breytingum á markaðsáhættu. Laust handbært fé fjárskulda. Þessi næmnigreining sýnir heildarnæmi samstæðunnar fyrir vaxtabreytingum. samstæðunnar er fjárfest í skammtímaverðbréfum til skemmri tíma en eins mánaðar. Stjórnendur Stjórnendur samstæðunnar samstæðunnar framkvæma framkvæma næmnigreiningu næmnigreiningu áá skráðum skráðum vaxtabreytingum vaxtabreytingum áá mánaðarfresti mánaðarfresti með með því því að að Vaxtahækkun 100 punktamiðað hefði við leitt til 1.260 millj.kr. án skatta árinu 2011 (2010: 1.000og millj. kr. tap). meta metaáætlaðar áætlaðar breytingar breytingarum í íeignasöfnum eignasöfnum miðað viðhreyfingar hreyfingar um um100 100taps punkta punkta í íöllum öllumáávöxtunarferlum ávöxtunarferlum fjáreigna fjáreigna og Stjórnendur samstæðunnar framkvæma næmnigreiningu á skráðum vaxtabreytingum á mánaðarfresti með því að Vaxtalækkun um 100sýnir punkta hefði leittsamstæðunnar til 1.280 millj. kr. hagnaðar án skatta á á árinu 2011 (2010: 1.100 millj. kr. fjárskulda. fjárskulda.Þessi Þessi næmnigreining næmnigreining sýnir heildarnæmi heildarnæmi samstæðunnar fyrir fyrir vaxtabreytingum. vaxtabreytingum. meta áætlaðar breytingar í eignasöfnum miðað við hreyfingar um 100 punkta í öllum ávöxtunarferlum fjáreigna og hagnaður). fjárskulda. Þessi næmnigreining sýnir heildarnæmi samstæðunnar fyrir vaxtabreytingum. Verðáhætta Vaxtahækkun Vaxtahækkun um um 100 100 punkta punkta hefði hefði leitt leitt tiltil 1.260 1.260 millj.kr. millj.kr. taps taps án án skatta skatta áá árinu árinu 2011 2011 (2010: (2010: 1.000 1.000 millj. millj. kr. kr. tap). tap). Næmnigreining verðáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði sveiflast vegna Vaxtalækkun Vaxtalækkun um um 100 100 punkta punktafyrir hefði hefði leitt leitt tiltil 1.280 1.280 millj. millj. kr. kr. hagnaðar hagnaðar án án skatta skatta áá áá árinu árinuverðbréfa 2011 2011 (2010: (2010: 1.100 1.100 millj. millj. kr. kr.breytinga á Vaxtahækkun um 100 punkta hefði leitt til 1.260 millj.kr. taps án skatta á árinu 2011 (2010: 1.000 millj. kr. tap). hagnaður). hagnaður). markaðsverði, hvort sem verðbreytingarnar eru vegna einstakra fjárfestinga, útgefanda verðbréfa eða allra þátta Vaxtalækkun um 100 punkta hefði leitt til 1.280 millj. kr. hagnaðar án skatta á á árinu 2011 (2010: 1.100 millj. kr. Verðáhætta Verðáhætta sem hafa áhrif á alla fjármálagerninga sem viðskipti eru með á markaði. hagnaður). Næmnigreining Næmnigreining fyrir verðáhættu verðáhættu sýnir sýnir hvernig hvernig breytingar breytingar áá gangvirði gangvirði verðbréfa verðbréfa sveiflast sveiflast vegna vegna breytinga breytinga áá Verðáhætta fyrir Vegna þess aðverðbreytingarnar meirihluti fjáreigna er fjárfestinga, bókfærður áútgefanda gangvirði verðbréfa og gangvirðisbreytingarnar markaðsverði, hvort sem eru vegna eða markaðsverði, hvort sem verðbreytingarnar erusamstæðunnar vegna einstakra einstakra fjárfestinga, útgefanda verðbréfa eða allra allra þátta þátta færðar í Næmnigreining fyrir verðáhættu sýnir hvernig breytingar á gangvirði verðbréfa sveiflast vegna breytinga á rekstrarreikning, munu allar breytingar á eru aðstæðum á markaði hafa áhrif á fjárfestingatekjur samstæðunnar. sem ááalla sem viðskipti semhafa hafaáhrif áhrif allafjármálagerninga fjármálagerninga sem viðskipti erumeð meðáámarkaði. markaði. markaðsverði, hvort sem verðbreytingarnar eru vegna einstakra fjárfestinga, útgefanda verðbréfa eða allra þátta sem hafa áhrif á alla fjármálagerninga sem viðskipti eru með á markaði. Vegna að Vegna þess þessGjaldmiðlaáhætta að meirihluti meirihluti fjáreigna fjáreigna samstæðunnar samstæðunnar er er bókfærður bókfærður áá gangvirði gangvirði og og gangvirðisbreytingarnar gangvirðisbreytingarnar færðar færðar í í rekstrarreikning, munu allar ááaðstæðum áámarkaði fjárfestingatekjur samstæðunnar. rekstrarreikning, munu allarbreytingar breytingarfjárfesta aðstæðum markaðihafa hafaáhrif áhrifááog fjárfestingatekjur samstæðunnar. Félög samstæðunnar í fjármálagerningum gera samninga í öðrum gjaldmiðlum en Vegna þess að meirihluti fjáreigna samstæðunnar er bókfærður á gangvirði og gangvirðisbreytingarnar færðar í starfrækslugjaldmiðli þeirra. Þar af leiðandi stendur samstæðan frammi fyrir hættu á því að gengi gjaldmiðils rekstrarreikning, munu allar breytingar á aðstæðum á markaði hafa áhrif á fjárfestingatekjur samstæðunnar. Gjaldmiðlaáhætta Gjaldmiðlaáhætta hennar miðað við aðra gjaldmiðla breytist á þann hátt að það hafi óhagstæð áhrif á virði þess hluta eigna eða skulda samstæðunnar í öðrum gjaldmiðlum íslenskum krónum. Félög samstæðunnar fjárfesta í í eru fjármálagerningum og samninga í í öðrum Félög samstæðunnar fjárfestasem fjármálagerningum og engera gera samninga öðrum gjaldmiðlum gjaldmiðlum en en Gjaldmiðlaáhætta starfrækslugjaldmiðli starfrækslugjaldmiðli þeirra. þeirra. Þar Þar af af leiðandi leiðandi stendur stendur samstæðan samstæðan frammi frammi fyrir fyrir hættu hættu áá því því að að gengi gengi gjaldmiðils gjaldmiðils Félög samstæðunnar fjárfesta í fjármálagerningum og gera samninga í öðrum gjaldmiðlum en hennar hennar miðað miðað við við aðra aðra gjaldmiðla gjaldmiðla breytist breytist áá þann þann hátt hátt að að það það hafi hafi óhagstæð óhagstæð áhrif áhrif áá virði virði þess þess hluta hluta eigna eigna eða eða starfrækslugjaldmiðli þeirra. Þar af leiðandi stendur samstæðan frammi fyrir hættu á því að gengi gjaldmiðils skulda skuldasamstæðunnar samstæðunnarsem semeru eruí íöðrum öðrumgjaldmiðlum gjaldmiðlumen eníslenskum íslenskumkrónum. krónum. hennar miðað við aðra gjaldmiðla breytist á þann hátt að það hafi óhagstæð áhrif á virði þess hluta eigna eða skulda samstæðunnar sem eru í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum.

_____________________________________________________________________________________________________________ 30

Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________

Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga tryggingahf. hf.árið árið2011 2011

30 30

Allar Allarfjárhæðir fjárhæðireru eruí íþúsundum þúsundumkróna króna

Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

30

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 64


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, Skýringar, Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: frh.: frh.: frh.: 26. 26. 26. 26.Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta 26. Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta er er er erhættan hættan hættan hættan er ááááfjárhagslegu hættan fjárhagslegu fjárhagslegu fjárhagslegu á fjárhagslegu tapi tapi tapi tapief ef ef efviðskiptamaður viðskiptamaður viðskiptamaður viðskiptamaður tapi ef viðskiptamaður eða eða eða eðamótaðili mótaðili mótaðili mótaðili eðaíímótaðili ífjármálagerningi ífjármálagerningi fjármálagerningi fjármálagerningi í fjármálagerningi getur getur getur geturekki ekki ekki ekki getur staðið staðið staðið staðið ekki við við við við staðið við umsamdar umsamdar umsamdar umsamdar umsamdar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar sínar sínar sínar sínarvið við við við sínar samstæðuna. samstæðuna. samstæðuna. samstæðuna. við samstæðuna. Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar reyna reyna reyna reynaað að að að reyna lágmarka lágmarka lágmarka lágmarka að lágmarka þennan þennan þennan þennan þennan áhættuþátt áhættuþátt áhættuþátt áhættuþátt áhættuþátt með með með meðþví því því þvíað með að að aðganga ganga ganga ganga því að eingöngu eingöngu eingöngu eingöngu ganga eingöngu til til tiltilsamninga samninga samninga samninga til samninga við við við viðtraustar traustar traustar traustar viðog og og traustar ogvel vel vel velþekktar þekktar þekktar þekktar og velstofnanir, stofnanir, stofnanir, þekktar stofnanir, stofnanir, auk auk auk aukþess þess þess þess auk að að að aðfylgjast fylgjast þess fylgjast fylgjast að fylgjast reglulega reglulega reglulega reglulega reglulega og og og ognáið náið náið náiðmeð með með með og náið útlánaáhættu. útlánaáhættu. útlánaáhættu. útlánaáhættu. með útlánaáhættu. Bókfært Bókfært Bókfært Bókfærtverð verð verð Bókfært verðfjáreigna fjáreigna fjáreigna fjáreigna verðsýnir sýnir fjáreigna sýnir sýnirhámarks hámarks hámarks hámarks sýnirlánaáhættu. lánaáhættu. hámarks lánaáhættu. lánaáhættu. lánaáhættu. Hámarks Hámarks Hámarks Hámarks útlánaáhætta Hámarks útlánaáhætta útlánaáhætta útlánaáhætta útlánaáhætta áááuppgjörsdegi áuppgjörsdegi uppgjörsdegi uppgjörsdegi á uppgjörsdegi greinist greinist greinist greinistþannig: þannig: þannig: greinist þannig: þannig: 2011 2011 2011 2011

2011 2010 2010 2010 2010

2010

Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf...................................................................................................................... Verðbréf ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... 23.886.108 23.886.108 23.886.108 23.886.108 23.886.108 19.354.495 19.354.495 19.354.495 19.354.495 19.354.495 Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur .................................................................................................. .................................................................................................. .................................................................................................. .................................................................................................. ..................................................................................................3.524 3.524 3.524 3.524 3.524 17.321 17.321 17.321 17.321 17.321 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.218.083 2.218.083 2.218.083 2.218.083 2.218.083 Handbært Handbært Handbært Handbært Handbært fé fé fé fé................................................................................................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ fé ................................................................................................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 2.609.119 2.609.119 2.609.119 2.609.119 2.609.119 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals samtals samtals ........................................................................................................ ........................................................................................................ ........................................................................................................ samtals ........................................................................................................ ........................................................................................................ 27.672.756 27.672.756 27.672.756 27.672.756 27.672.756 24.199.018 24.199.018 24.199.018 24.199.018 24.199.018 Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréferu Verðbréf eru eru erusett sett sett settfram fram fram eru fram sett án án án ánverðbréfa verðbréfa verðbréfa fram verðbréfa án verðbréfa tengdum tengdum tengdum tengdumtengdum þeim þeim þeim þeimlíftryggingarsamningum líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum þeim líftryggingarsamningum þar þar þar þarsem sem sem semfjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan þar fjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan sem fjárfestingaráhættan er er er erborin borin borin borin er borin af af af afvátryggingataka. vátryggingataka. vátryggingataka. vátryggingataka. af vátryggingataka. 27. 27. 27.Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta 27. Lausafjáráhætta 27. Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er er er erhættan hættan hættan hættan eráááhættan áþví því því þvíað að að aðásamstæðan samstæðan samstæðan samstæðan því að samstæðan geti geti geti getiekki ekki ekki ekkigeti staðið staðið staðið staðið ekki við við við við staðið skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar við skuldbindingar sínar sínar sínar sínarþegar þegar þegar þegar sínar þær þær þær þær þegar gjaldfalla. gjaldfalla. gjaldfalla. gjaldfalla. þær gjaldfalla. Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan Samstæðan þarf þarf þarf þarfalltaf alltaf alltaf alltaf þarf að að að aðhafa hafa alltaf hafa hafanægjanlegt nægjanlegt nægjanlegt að nægjanlegt hafa nægjanlegt laust laust laust laustfé fé fé fétil til laust tiltilað að að aðgeta fé geta geta geta til mætt mætt að mætt mætt geta ófyrirséðum ófyrirséðum ófyrirséðum ófyrirséðum mætt ófyrirséðum breytingum breytingum breytingum breytingum breytingum ííífjármögnun ífjármögnun fjármögnun fjármögnun í fjármögnun eða eða eða eða eða markaðsbresti. markaðsbresti. markaðsbresti. markaðsbresti. markaðsbresti. Hluti Hluti Hluti Hlutifjármálagerninga fjármálagerninga fjármálagerninga fjármálagerninga Hluti fjármálagerninga samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar eru eru eru erufjárfestingar fjárfestingar fjárfestingar fjárfestingar eru fjárfestingar íííóskráðum óskráðum íóskráðum óskráðum í óskráðum verðbréfum verðbréfum verðbréfum verðbréfum verðbréfum sem sem sem semekki ekki ekki ekkier sem er er erverslað verslað verslað verslað ekki er verslað með með með meðááááskipulögðum skipulögðum skipulögðum skipulögðum með á skipulögðum mörkuðum mörkuðum mörkuðum mörkuðum mörkuðum og og og ogalmennt almennt almennt almennt og getur almennt getur getur geturtekið tekið tekið tekið getur nokkurn nokkurn nokkurn nokkurn tekið tíma tíma nokkurn tíma tímaað að að aðinnleysa. innleysa. tíma innleysa. innleysa. að innleysa. Því Því Því Þvígæti gæti gæti gætisamstæðan Því samstæðan samstæðan samstæðan gæti samstæðan staðið staðið staðið staðið staðið frammi frammi frammi frammifyrir fyrir fyrir fyrir frammi því því því þvíað að að fyrir aðgeta geta geta geta þvíekki ekki ekki að ekkigeta innleyst innleyst innleyst innleyst ekkifjárfestingar fjárfestingar fjárfestingar innleyst fjárfestingar fjárfestingar sínar, sínar, sínar, sínar,fyrir fyrir fyrir fyrir sínar, fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fyrir nálægt fjárhæðir nálægt nálægt nálægtgangvirði gangvirði gangvirði gangvirði nálægt gangvirði þeirra, þeirra, þeirra, þeirra,íííþví íþví því þeirra, þvískyni skyni skyni skyni í að því að að aðmæta mæta skyni mæta mætaað mæta lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf sinni. sinni. sinni. sinni. sinni. Til Til Til Tilað að að aðlágmarka lágmarka lágmarka lágmarka Til að þessa lágmarka þessa þessa þessaáhættu áhættu áhættu áhættu þessa hefur hefur hefur hefur áhættu samstæðan samstæðan samstæðan samstæðan hefur samstæðan stefnu stefnu stefnu stefnuum um um um stefnu lágmarks lágmarks lágmarks lágmarks um handbært lágmarks handbært handbært handbært handbært fé fé fé féááááhverjum hverjum hverjum hverjum fé átíma tíma hverjum tíma tímaog og og ogtil til til tíma tilviðbótar viðbótar viðbótar viðbótar og tiler er viðbótar er er er gert gert gert gertráð ráð ráð ráðfyrir fyrir fyrir gert fyrirað að að ráð aðskráðar skráðar skráðar skráðar fyrir aðfjáreignir fjáreignir fjáreignir fjáreignir skráðar samstæðunnar, fjáreignir samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, sem sem sem semeru eru eru erustór stór sem stór stórhluti hluti hluti eru hlutiaf stór af af afheildareignum heildareignum heildareignum heildareignum hluti af heildareignum hennar, hennar, hennar, hennar,sé sé sé hennar, séhægt hægt hægt hægtað að sé að aðinnleysa innleysa hægt innleysa innleysa að innleysa með með með meðstuttum stuttum stuttum stuttum meðfyrirvara. fyrirvara. fyrirvara. stuttum fyrirvara.fyrirvara. Vænt Vænt Vænt Væntsjóðsflæði sjóðsflæði sjóðsflæði sjóðsflæði Vænt sjóðsflæði fjáreigna fjáreigna fjáreigna fjáreigna og og fjáreigna og ogfjárskulda, fjárskulda, fjárskulda, fjárskulda, og fjárskulda, án án án ánvaxta, vaxta, vaxta, vaxta,er án er er ereftirfarandi: eftirfarandi: vaxta, eftirfarandi: eftirfarandi: er eftirfarandi: 0-1 0-1 0-1 0-1 ár ár ár ár

2011 2011 2011 2011

0-1 ár1-5 1-5 1-5 1-5 ár ár ár ár

Enginn Enginn Enginn Enginn Enginn 1-5 Yfir ár Yfir Yfir Yfir 555ár 5ár ár ár Yfir 5 gjalddagi gjalddagi gjalddagi ár gjalddagigjalddagi Samtals Samtals Samtals Samtals Samtals

2011

Eignir: Eignir: Eignir: Eignir: Eignir: 9.377.062 9.377.062 9.377.062 9.377.062 9.377.062 775.636 775.636 775.636 775.636775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 15.897.435 15.897.435 Verðbréf Verðbréf Verðbréf Verðbréf.............................................. Verðbréf .............................................. .............................................. .............................................. .............................................. 1.138.507 1.138.507 1.138.507 1.138.507 1.138.507 Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir ........................... ........................... ........................... ........................... ........................... 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur .................................... .................................... .................................... .................................... .................................... Handbært Handbært Handbært Handbært Handbært fé fé fé fé........................................ ........................................ ........................................ ........................................ fé ........................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals samtals samtalssamtals 14.298.692 14.298.692 14.298.692 14.298.692 14.298.692 775.636 775.636 775.636 775.636775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 15.897.435 15.897.435

26.050.133 26.050.133 26.050.133 26.050.133 26.050.133 1.138.507 1.138.507 1.138.507 1.138.507 1.138.507 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.231.410 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 0000 30.971.763 30.971.763 30.971.763 30.971.763 0 30.971.763

Skuldir: Skuldir: Skuldir: Skuldir:Skuldir: 10.658.015 10.658.015 10.658.015 10.658.015 10.658.015 8.899.288 8.899.288 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 1.820.241 1.820.241 Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld .................................. .................................. .................................. .................................. .................................. Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld með með með með með fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir ................................... ................................... ................................... ................................... ................................... 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 Fjárskuldir Fjárskuldir Fjárskuldir Fjárskuldir Fjárskuldir samtals samtals samtals samtalssamtals 13.886.346 13.886.346 13.886.346 13.886.346 13.886.346 8.899.288 8.899.288 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 1.820.241 1.820.241

2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 0000 24.605.875 24.605.875 24.605.875 24.605.875 0 24.605.875

Eignir Eignir Eignir Eignir---skuldir -skuldir skuldir skuldir Eignir...................................... ...................................... ...................................... -...................................... skuldir ...................................... 412.347 412.347 412.347 412.347412.347 (((( 8.123.652) 8.123.652) 8.123.652) 8.123.652) ( 8.123.652) 14.077.194 14.077.194 14.077.194 14.077.194 14.077.194

0000

21.377.544 21.377.544 21.377.544 21.377.544 21.377.544

6.365.889 6.365.889 6.365.889 6.365.889 0 6.365.889

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ 31 31 31 Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga trygginga trygginga hf. hf. hf. hf. trygginga árið árið árið árið 2011 2011 2011 2011 hf. árið 2011 31

31

Allar Allar Allar Allar fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir Allar eru eru eru eru fjárhæðir í íþúsundum íþúsundum íþúsundum þúsundum eru króna íkróna króna þúsundum króna króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 65


frammi frammifyrir fyrir frammi því þvíað fyrir aðgeta geta því ekki að ekkigeta innleyst innleyst ekki fjárfestingar innleyst fjárfestingar fjárfestingar sínar, sínar,fyrir fyrir sínar, fjárhæðir fjárhæðir fyrir fjárhæðir nálægt nálægtgangvirði gangvirði nálægt gangvirði þeirra, þeirra,í íþví þeirra, þvískyni skyni í því að aðskyni mæta mætaað mæta lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf sinni. sinni. sinni. 26. 26. Útlánaáhætta Útlánaáhætta 26. Útlánaáhætta Til Tilað aðlágmarka lágmarka Til aðer lágmarka þessa þessa áhættu áhættu þessa hefur hefur áhættu samstæðan samstæðan hefur samstæðan stefnu stefnu um um stefnu lágmarks lágmarks ummótaðili lágmarks handbært handbært handbært fé féááhverjum fé á hverjum tíma tíma og og til tíma tilgetur viðbótar viðbótar ogekki tilvið viðbótar er er er Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta er hættan hættan er ááhættan fjárhagslegu fjárhagslegu á fjárhagslegu tapi tapi ef ef viðskiptamaður viðskiptamaður tapi ef viðskiptamaður eða eða mótaðili eða mótaðili í í fjármálagerningi fjármálagerningi íhverjum fjármálagerningi getur getur ekki ekki staðið staðið við staðið við gert gertráð ráðfyrir gert fyrirskuldbindingar að ráð aðskráðar skráðar fyrirskuldbindingar aðfjáreignir fjáreignir skráðar samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, sem semeru eru sem stór stórhluti eru hlutistór af af heildareignum heildareignum hluti af heildareignum hennar, hennar, sé hennar, sélágmarka hægt hægt að að hægt innleysa innleysa að innleysa umsamdar umsamdar umsamdar skuldbindingar sínar sínarfjáreignir við við sínar samstæðuna. samstæðuna. við samstæðuna. Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar reyna reyna að að reyna lágmarka aðsé lágmarka þennan þennan þennan skýringar, framhald með meðstuttum stuttum með fyrirvara. stuttum fyrirvara. fyrirvara. áhættuþátt áhættuþátt áhættuþátt með með því þvímeð að að ganga ganga því aðeingöngu eingöngu ganga eingöngu tiltil samninga samninga til samninga við við traustar traustar við og traustar og vel vel þekktar þekktar og vel stofnanir, þekktar stofnanir, stofnanir, auk auk þess þess auk að aðþess fylgjast fylgjast að fylgjast reglulega reglulega reglulega og ognáið náiðmeð með og náið útlánaáhættu. útlánaáhættu. með útlánaáhættu. Vænt Væntsjóðsflæði sjóðsflæði Vænt sjóðsflæði fjáreigna fjáreignafjáreigna og ogfjárskulda, fjárskulda, og fjárskulda, án ánvaxta, vaxta,án er ervaxta, eftirfarandi: eftirfarandi: er eftirfarandi: Skýringar, frh.: Enginn Enginn Enginn Bókfært Bókfærtverð Bókfært verðfjáreigna fjáreigna verð fjáreigna sýnir sýnirhámarks hámarks sýnir hámarks lánaáhættu. lánaáhættu. lánaáhættu. Hámarks HámarksHámarks útlánaáhætta útlánaáhætta útlánaáhætta ááuppgjörsdegi uppgjörsdegi á uppgjörsdegi greinist greinist þannig: greinist þannig: þannig: 0-1 0-1ár ár

0-1 ár 1-5 1-5ár ár

1-5 ár Yfir Yfir55ár ár Yfir 5gjalddagi ár gjalddagigjalddagi Samtals Samtals Samtals

Enginn 27. Lausafjáráhætta frh.: 2011 2011 2011 2011 2011 2011Samtals 2010 2010 2010 0-1 ár 1-5 ár Yfir 5 ár gjalddagi 2010 Eignir: Eignir: Eignir: Skýringar, Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: frh.: Eignir: ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... 23.886.108 23.886.108 23.886.108 19.354.495 19.354.495 19.354.495 9.377.062 9.377.062 9.377.062 775.636 775.636775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 Verðbréf VerðbréfVerðbréf .............................................. .............................................. .............................................. 26.050.133 26.050.133 26.050.133 6.533.362 1.112.460 14.111.192 Verðbréf .............................................. 21.757.014 Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur .................................................................................................. .................................................................................................. .................................................................................................. 3.524 3.524 3.524 17.321 17.321 17.321 1.138.507 1.138.507 1.138.507 Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir ........................... ........................... ........................... 1.138.507 1.138.507 1.138.507 1.195.796 Endurtryggingaeignir ........................... 1.195.796 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.218.083 2.218.083 2.218.083 2.231.410 2.231.410 2.231.410 .................................... .................................... .................................... 2.231.410 2.231.410 2.231.410 26. 26. Útlánaáhætta Útlánaáhætta 26. Útlánaáhætta 2.218.083 Viðskiptakröfur .................................... 2.218.083 Handbært Handbært Handbært fé fé........................................ ................................................................................................................ ................................................................................................................ fé ................................................................................................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 2.609.119 2.609.119 2.609.119 ........................................ ........................................ ........................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 Útlánaáhætta Útlánaáhætta Útlánaáhætta er er hættan hættan erááhættan fjárhagslegu fjárhagslegu á fjárhagslegu tapi tapi ef ef viðskiptamaður viðskiptamaður tapi1.551.713 ef viðskiptamaður eða eða mótaðili mótaðili eða mótaðili í í fjármálagerningi fjármálagerningi í fjármálagerningi getur getur ekki ekki getur staðið staðið ekkivið við staðið við 2.609.119 Handbært fé 2.609.119 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals ........................................................................................................ samtals ........................................................................................................ ........................................................................................................ 27.672.756 27.672.756 27.672.756 24.199.018 24.199.018 24.199.018 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals samtals 14.298.692 14.298.692 14.298.692 775.636 775.636 775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 0 0 30.971.763 30.971.763 0 30.971.763 umsamdar umsamdar umsamdar skuldbindingar skuldbindingar skuldbindingar sínar sínar við við sínar samstæðuna. samstæðuna. við samstæðuna. Stjórnendur Stjórnendur Stjórnendur samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar reyna reyna að að reyna lágmarka lágmarka lágmarka þennan þennan þennan Fjáreignir samtals 12.556.360 1.112.460 14.111.192 0 að27.780.012 áhættuþátt áhættuþátt með með því þvímeð að að ganga ganga því aðeingöngu eingöngu ganga eingöngu tiltil samninga samninga til samninga við við traustar traustar við og traustar og vel vel þekktar þekktar og vel stofnanir, þekktar stofnanir, stofnanir, auk auk þess þess auk að aðþess fylgjast fylgjast að fylgjast Skuldir:áhættuþátt Skuldir: Skuldir: Verðbréf Verðbréfreglulega Verðbréf eru eru sett settmeð fram eru fram sett án ánmeð verðbréfa fram verðbréfa án verðbréfa tengdum tengdumtengdum þeim þeim líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum þeim líftryggingarsamningum þar þarsem semþar fjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan sem fjárfestingaráhættan er erborin borin er borin reglulega reglulega og og náið náið með og náið útlánaáhættu. útlánaáhættu. útlánaáhættu. 10.658.015 10.658.015 10.658.015 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld .................................. .................................. .................................. 10.461.308 9.030.433 1.067.070 20.558.811 Vátryggingaskuld ................................. 21.377.544 21.377.544 21.377.544 af afvátryggingataka. vátryggingataka. af vátryggingataka. Líftryggingaskuld með Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld með með Bókfært Bókfært verð Bókfært verðfjáreigna fjáreigna verð fjáreigna sýnir sýnirhámarks hámarks sýnir hámarks lánaáhættu. lánaáhættu. lánaáhættu. Hámarks HámarksHámarks útlánaáhætta útlánaáhætta útlánaáhætta ááuppgjörsdegi uppgjörsdegi á uppgjörsdegi greinist greinistþannig: greinist þannig: þannig: fjárfestingaáhættu 27. 27. fjárfestingaáhættu Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta 27. fjárfestingaáhættu Lausafjáráhætta 2.402.519 2.402.519 líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er er hættan hættan er áhættan á því því að aðásamstæðan samstæðan því 2.164.025 að samstæðan geti geti ekki ekkigeti staðið staðið ekkivið við staðið skuldbindingar skuldbindingar við skuldbindingar sínar sínar þegar þegar sínarþær þær þegar gjaldfalla. gjaldfalla. þær2.164.025 gjaldfalla. 2011 2011 2011 2010 2010 2010 1.298.471 1.298.471 Viðskiptaskuldir ................................... Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir ................................... ................................... 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 Samstæðan Samstæðan Samstæðan þarf þarf alltaf alltaf þarf að aðalltaf hafa hafa nægjanlegt að nægjanlegt hafa nægjanlegt laust laust fé fé laust tiltil að aðfé geta geta til að mætt mætt geta ófyrirséðum ófyrirséðum mætt ófyrirséðum breytingum breytingum breytingum í í fjármögnun fjármögnun í fjármögnun eða eða eða Fjárskuldir samtals 14.162.298 9.030.433 1.067.070 24.259.801 Fjárskuldir Fjárskuldir samtals 13.886.346 13.886.346 13.886.346 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 000 ekki 24.605.875 24.605.875 0verslað 24.605.875 markaðsbresti. markaðsbresti. markaðsbresti. Hluti Hlutisamtals fjármálagerninga fjármálagerninga Hluti fjármálagerninga samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar eru erufjárfestingar fjárfestingar eru fjárfestingar í íóskráðum óskráðum í óskráðum verðbréfum verðbréfum verðbréfum sem sem ekki sem er er verslað ekki er verslað Verðbréf VerðbréfVerðbréf ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... ...................................................................................................................... 23.886.108 23.886.108 23.886.108 19.354.495 19.354.495 19.354.495 ( og 1.605.938) ( 7.917.973) 13.044.122 0 3.520.211 Eignir með með áá---skuldir skipulögðum skipulögðum með á...................................... skipulögðum mörkuðum mörkuðum mörkuðum og og almennt almennt almennt getur getur tekið tekið getur nokkurn nokkurn tekið nokkurn tíma tíma14.077.194 að að tíma innleysa. innleysa. að innleysa. Því Því gæti gætiÞví samstæðan samstæðan samstæðan staðið staðið staðið Eignir Eignir skuldir skuldir Eignir ...................................... -...................................... skuldir ...................................... 412.347 412.347 412.347 (( 8.123.652) 8.123.652) ( 8.123.652) 14.077.194 14.077.194 00gæti 6.365.889 6.365.889 017.321 6.365.889 Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur Endurtryggingakröfur .................................................................................................. .................................................................................................. .................................................................................................. 3.524 3.524 3.524 17.321 17.321 frammi frammifyrir fyrir frammi því þvíað fyrir aðgeta geta því ekki að ekkigeta innleyst innleyst ekki fjárfestingar innleyst fjárfestingar fjárfestingar sínar, sínar,fyrir fyrir sínar, fjárhæðir fjárhæðir fyrir fjárhæðir nálægt nálægtgangvirði gangvirði nálægt gangvirði þeirra, þeirra,í íþví þeirra, þvískyni skyni í því að aðskyni mæta mætaað mæta Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur ............................................................................................................ ............................................................................................................ ............................................................................................................ 2.231.410 2.231.410 2.231.410 2.218.083 2.218.083 2.218.083 28. Markaðsáhætta lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf sinni. sinni. sinni. Handbært Handbært Handbært fé fé ................................................................................................................ ................................................................................................................ fé ................................................................................................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 2.609.119 2.609.119 Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, vaxta og hlutabréfa hafi áhrif2.609.119 á Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals........................................................................................................ samtals ........................................................................................................ ........................................................................................................ 27.672.756 27.672.756 27.672.756 24.199.018 24.199.018 24.199.018 afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu Til Tilað aðlágmarka lágmarka Til að lágmarka þessa þessaáhættu áhættu þessahefur hefur áhættu samstæðan samstæðan hefur samstæðan stefnu stefnuum um stefnu lágmarks lágmarks um lágmarks handbært handbært handbært fé féááhverjum hverjum fé á hverjum tíma tímaog ogtil tíma tilviðbótar viðbótar og til viðbótar er er er er að stýra ogað takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt þvíhluti sem ábati erafhámarkaður. _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ gert gert ráð ráð fyrir gert fyrir ráð að skráðar skráðar fyrir að fjáreignir fjáreignir skráðar fjáreignir samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, sem sem eru eru sem stór stór eru hluti stór af af heildareignum heildareignum hluti heildareignum hennar, hennar, sé hennar, sé hægt hægt sé að að hægt innleysa innleysa að innleysa Verðbréf VerðbréfVerðbréf eru eru sett settfram eru fram sett án án verðbréfa fram verðbréfa án verðbréfa tengdum tengdumtengdum þeim þeim líftryggingarsamningum líftryggingarsamningum þeim líftryggingarsamningum þar þarsem semþar fjárfestingaráhættan fjárfestingaráhættan sem fjárfestingaráhættan er erborin borin er borin með með stuttum stuttum með fyrirvara. stuttum fyrirvara.fyrirvara. af af vátryggingataka. vátryggingataka. af vátryggingataka. Stefna samstæðunnar við stýringu markaðsáhættu ræðst af hennar. Fylgst er 31 31 fjárfestingarmarkmiðum Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. hf. trygginga árið árið 2011 2011 hf. árið 2011 31 Allar Allar fjárhæðir fjárhæðir Allar eru eru fjárhæðir í íþúsundum þúsundum eru ímeð króna þúsundum króna króna daglegum breytingum á markaði af starfsmönnum samstæðunnar í samræmi við stefnu og starfsreglur. Stjórn Vænt Vænt sjóðsflæði sjóðsflæði Vænt sjóðsflæði fjáreigna fjáreignafjáreigna og ogfjárskulda, fjárskulda, og fjárskulda, án ánvaxta, vaxta,án er ervaxta, eftirfarandi: eftirfarandi: er eftirfarandi: 27. 27. félagsins Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta 27. Lausafjáráhætta fylgist með og greinir heildarmarkaðsáhættu samstæðunnar á mánaðarfresti eða oftar ef þurfa þykir. Enginn Enginn Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er er hættan hættan er á hættan á því því að að á samstæðan samstæðan því að samstæðan geti geti ekki ekki geti staðið staðið ekkivið við staðið skuldbindingar skuldbindingar við skuldbindingar sínar sínarEnginn þegar þegar sínarþær þær þegar gjaldfalla. gjaldfalla. þær gjaldfalla. Skýringar, frh.: 0-1 0-1 ár ár 0-1 ártil1-5 1-5 ár ár 1-5 ár Yfir Yfirófyrirséðum 55ár árbreytingum Yfir 5gjalddagi ár gjalddagi gjalddagi Samtals Samtals Samstæðan Samstæðan Samstæðan þarf þarf alltaf alltaf þarf að að alltaf hafa hafa nægjanlegt að nægjanlegt hafa nægjanlegt laust laust fé fé laust til til að að fé geta geta að mætt mætt geta ófyrirséðum ófyrirséðum mætt breytingum breytingum í í fjármögnun fjármögnun í fjármögnun eða eða Samtals eða 29. Gjaldeyrisáhætta 2011 2011 2011 markaðsbresti. markaðsbresti. markaðsbresti. Hluti Hluti fjármálagerninga fjármálagerninga Hluti fjármálagerninga samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar eru eru fjárfestingar fjárfestingar eru fjárfestingar í í óskráðum óskráðum í óskráðum verðbréfum verðbréfum verðbréfum sem sem ekki ekki sem er er verslað verslað ekki er verslað Enginn 27. Lausafjáráhætta frh.: Aðrir Gjaldeyrisáhætta samstæðunnar greinist þannig: með með áá skipulögðum skipulögðum með á skipulögðum mörkuðum mörkuðum mörkuðum og og almennt almennt og almennt getur getur tekið getur nokkurn nokkurn tekið tíma tíma að að tíma innleysa. innleysa. Því Því gæti gætiÞví samstæðan samstæðan gæti samstæðan staðið staðið staðið Eignir: Eignir: Eignir: 0-1 ár tekið 1-5 USD ár nokkurn Yfir 5 EUR árað innleysa. gjalddagi Samtals 2010 Gjaldmiðlar Samtals 2011 frammi frammi fyrir fyrir frammi því því að fyrir að geta geta því ekki að ekki geta innleyst innleyst ekki fjárfestingar innleyst fjárfestingar fjárfestingar sínar, sínar, fyrir fyrir sínar, fjárhæðir fjárhæðir fyrir fjárhæðir nálægt nálægt gangvirði gangvirði nálægt gangvirði þeirra, þeirra, í í því þeirra, því skyni skyni í því að að skyni mæta mæta að mæta 9.377.062 9.377.062 9.377.062 775.636 775.636 775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 Verðbréf Verðbréf Verðbréf .............................................. .............................................. .............................................. 26.050.133 26.050.133 26.050.133 Eignir: Eignir: lausafjárþörf lausafjárþörf lausafjárþörf sinni. sinni. sinni. 1.138.507 1.138.507 1.138.507 Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir ........................... ........................... ........................... 1.138.507 1.138.507 1.138.507 6.533.362 1.112.460 Verðbréf .............................................. 21.757.014 479.786 14.111.192 1.445.769 1.925.555 Verðbréf ...................................................................... 2.231.410 2.231.410 2.231.41081.503 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur .................................... .................................... .................................... 2.231.410 2.231.410 2.231.410 1.195.796 Endurtryggingaeignir ........................... 1.195.796 81.503 Endurtryggingaeignir ................................................... Handbært Handbært Handbært fé fé ........................................ ........................................ fé ........................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 Til Til að að lágmarka lágmarka Til að lágmarka þessa þessa áhættu áhættu þessa hefur hefur áhættu samstæðan samstæðan hefur samstæðan stefnu stefnu um um stefnu lágmarks lágmarks um lágmarks handbært handbært handbært fé fé á á hverjum hverjum fé á hverjum tíma tíma og og til tíma til viðbótar viðbótar og til viðbótar er er er 2.218.083 Viðskiptakröfur .................................... Handbært fé ................................................................ 148.417 178.173 12.989 2.218.083 339.579 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals samtals 14.298.692 14.298.692 14.298.692 775.636 775.636 775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 0 0 30.971.763 30.971.763 0 30.971.763 gert gert ráð ráð fyrir gert fyrir að ráð að skráðar skráðar fyrir að fjáreignir fjáreignir skráðar fjáreignir samstæðunnar, samstæðunnar, samstæðunnar, sem sem eru eru sem stór stór hluti eru hluti stór af af heildareignum heildareignum hluti af heildareignum hennar, hennar, sé hennar, sé hægt hægt sé að að hægt innleysa innleysa að innleysa 2.609.119 Handbært ........................................ Samtalsfé ....................................................................... 709.706 1.623.942 12.989 2.609.119 2.346.637 með meðstuttum stuttum með fyrirvara. stuttum fyrirvara.fyrirvara. Fjáreignir samtals 12.556.360 1.112.460 14.111.192 0 27.780.012 Skuldir:Skuldir: Skuldir: 10.658.015 10.658.015 10.658.015 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 Vátryggingaskuld Vátryggingaskuld .................................. .................................. .................................. 21.377.544 21.377.544 21.377.544 Vátryggingaskuld ......................................................... 411.148 411.148 Skuldir: Vænt Væntsjóðsflæði sjóðsflæði Vænt sjóðsflæði fjáreigna fjáreignafjáreigna og ogfjárskulda, fjárskulda, og fjárskulda, án ánvaxta, vaxta,án er ervaxta, eftirfarandi: eftirfarandi: er eftirfarandi: Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld með með Líftryggingaskuld með Vátryggingaskuld ................................. 10.461.308 9.030.433 1.067.070 20.558.811 Enginn Enginn Enginn fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu 348.500 1.256.353 1.604.853 Líftryggingaskuld meðlíftryggingataka ............................. 0-1 0-1ár ár 0-1 ár 1-5 1-5ár ár 1-5 ár Yfir Yfir55ár ár Yfir 5gjalddagi ár gjalddagigjalddagi Samtals Samtals Samtals líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 Samtals ....................................................................... 759.648 1.256.353 0 2.016.001 fjárfestingaáhættu 2011 2011 2011 ( 49.942) 367.589 12.989 2.402.519 330.636 Fjárhagsleg staða, nettó................................... ............................................ 2.402.519 líftryggingataka................................. Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir ................................... ................................... 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 Eignir: Eignir: Fjárskuldir Eignir: 1.298.471 Viðskiptaskuldir ................................... Fjárskuldir Fjárskuldir samtals samtals samtals 13.886.346 13.886.346 13.886.346 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 00 1.298.471 24.605.875 24.605.875 0 24.605.875 2010 9.377.062 9.377.062 9.377.062 775.636 775.636775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 Verðbréf VerðbréfVerðbréf .............................................. .............................................. .............................................. 26.050.133 26.050.133 26.050.133 Fjárskuldir samtals 14.162.298 9.030.433 1.067.070 0 24.259.801 Eignir: Eignir Eignir --skuldir skuldir Eignir ...................................... -...................................... skuldir ...................................... 412.347 412.347 412.347 (( 8.123.652) 8.123.652) ( 8.123.652) 14.077.194 14.077.194 14.077.194 00 6.365.889 6.365.889 0 6.365.889 1.138.507 1.138.507 1.138.507 Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir Endurtryggingaeignir ........................... ........................... ........................... 1.138.507 1.138.507 1.138.507 0 3.520.211 Eignir - skuldir ...................................... ( 1.605.938) ( 7.917.973) Verðbréf ...................................................................... 1.528.472 13.044.122 1.010.742 2.539.214 2.231.410 2.231.410 2.231.410 Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur .................................... .................................... .................................... 2.231.410 2.231.410 2.231.410 Endurtryggingaeignir ................................................... 79.565 79.565 Handbært Handbært Handbært fé fé ........................................ ........................................ fé ........................................ 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 1.551.713 28. Markaðsáhætta Handbært fé ................................................................ 146.169 31.892 3.906 181.967 Fjáreignir Fjáreignir Fjáreignir samtals samtals samtals 14.298.692 14.298.692 14.298.692 775.636 775.636 775.636 15.897.435 15.897.435 15.897.435 0 0 30.971.763 30.971.763 0 30.971.763 Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla, vaxta og hlutabréfa áhrif á Samtals ....................................................................... 1.754.206 1.042.634 3.906 hafi 2.800.746 afkomu samstæðunnar eða virði fjárfestinga hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Skuldir: Skuldir: Skuldir: er Vátryggingaskuld að stýra Vátryggingaskuld og takmarka áhættu við skilgreind10.658.015 mörk, jafnframt því sem8.899.288 ábati 1.820.241 er hámarkaður. 10.658.015 10.658.015 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 Vátryggingaskuld .................................. .................................. .................................. 21.377.544 21.377.544 21.377.544 ......................................................... 390.795 390.795 Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga hf. trygginga árið árið2011 2011 hf. árið 2011 Líftryggingaskuld Líftryggingaskuld með með hf. Líftryggingaskuld með

31 31

31

Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir Allar eru eru fjárhæðir í íþúsundum þúsundum eru í króna þúsundum króna króna

Stefna samstæðunnar við stýringu ............................. markaðsáhættu ræðst1.395.261 af fjárfestingarmarkmiðum hennar. Fylgst 1.856.517 er með fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu fjárfestingaáhættu líftryggingataka 461.256 daglegum breytingum á markaði af starfsmönnum samstæðunnar í samræmi við stefnu og starfsreglur. Stjórn2.164.025 líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. líftryggingataka................................. 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 2.164.025 Samtals ....................................................................... 1.786.056 461.256 0 2.247.312 félagsins fylgist með og greinir heildarmarkaðsáhættu samstæðunnar á mánaðarfresti eða oftar ef þurfa þykir. Fjárhagsleg staða, nettó................................... ............................................ ( 31.850) 581.378 3.906 553.434 Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir Viðskiptaskuldir ................................... ................................... 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306 1.064.306

Fjárskuldir Fjárskuldir Fjárskuldir samtals samtalssamtals 13.886.346 13.886.346 13.886.346 8.899.288 8.899.288 8.899.288 1.820.241 1.820.241 1.820.241 00 24.605.875 24.605.875 0 24.605.875 29. Gjaldeyrisáhætta Eignir Eignir--skuldir skuldir Eignir ...................................... -samstæðunnar ...................................... skuldir ...................................... 412.347 412.347412.347 (( 8.123.652) 8.123.652) ( 8.123.652) 14.077.194 14.077.194 14.077.194 Aðrir00 6.365.889 6.365.889 0 6.365.889 Gjaldeyrisáhætta greinist þannig: _____________________________________________________________________________________________________________ USD EUR Gjaldmiðlar Samtals 2011

Eignir:

32 Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 Verðbréf ......................................................................

Allar fjárhæðir eru í1.925.555 þúsundum króna 479.786 1.445.769 81.503 81.503 Endurtryggingaeignir ................................................... _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ ÁRSSKÝRSLA 2011 l 66 Handbært fé ................................................................ 148.417 178.173 12.989 339.579 Samtals ....................................................................... 709.706 1.623.942 12.989 2.346.637 Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga tryggingahf. hf. trygginga árið árið2011 2011 hf. árið 2011

31 31

31

Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir Allar eru eru fjárhæðir í íþúsundum þúsundum eru í króna þúsundum króna króna


skýringar, framhald

Skýringar, frh.: 30. Rekstraráhætta Samstæðan býr við rekstraráhættu vegna mögulegs beins eða óbeins taps í tengslum við mismunandi þætti er varða t.d. starfsfólk, tækni og skipulag, og einnig í tengslum við utanaðkomandi þætti aðra en láns-, markaðs-, eða lausafjáráhættur, s.s. lög og reglur og viðurkennda staðla um háttsemi fyrirtækja. Rekstraráhætta nær til allra rekstrareininga samstæðunnar. Markmið samstæðunnar er að verjast rekstraráhættu til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón og að orðstír félagsins verði fyrir skaða. Þetta er gert með alhliða kostnaðaraðhaldi og skilvirkum starfsreglum. Til að draga úr rekstraráhættu gerir félagið meðal annars kröfur um að verkefni og skyldur séu aðskildar á viðeigandi hátt, um reglulegar afstemmingar á færslum og eftirlit með þeim, að farið sé að lögum og reglum, að gert sé reglulegt mat á rekstraráhættuþáttum, þjálfun starfsfólks og faglega uppbyggingu fyrirtækisins. 31. Eiginfjárstýring Það er stefna stjórnar félagsins að viðhalda sterkum eiginfjárgrunni til að stuðla að hámarksstöðugleika og þar með skapa öryggi fyrir vátryggingataka, að viðhalda skilvirkri ráðstöfun fjármagns og stuðla að viðskiptaþróun með því að tryggja að ávöxtun eiginfjár uppfylli kröfur fjármagnseigenda og hluthafa. Ná fjárhagslegum sveigjanleika með því að viðhalda sterkri lausafjárstöðu. Samræma samsetningu eigna og skulda þar sem tekið er tillit til viðeigandi áhættuþátta innan geirans. Viðhalda fjárhagslegum styrk til að mæta kröfum vátryggingataka, eftirlitsaðila og hagsmunaaðila og viðhalda heilbrigðu eiginfjárhlutfalli til að styðja við viðskiptamarkmið félagsins og hámarka verðmæti hluthafa. Starfsemi samstæðunnar er háð lögum og reglum sem í gildi eru í þeim löndum þar sem starfsemin fer fram. Þær reglur og lög gera ekki aðeins ráð fyrir veitingu leyfa og eftirliti með rekstri heldur setja einnig hamlandi ákvæði (t.d. ákvæði um eiginfjárhlutfall) til að lágmarka áhættu á vanskilum eða gjaldþroti tryggingarfyrirtækja og til að mæta ófyrirsjáanlegum skuldbindingum eftir því sem þær koma upp. Eignastýringarstefna samstæðunnar er að tryggja nægilegt fjármagn til að uppfylla lagaleg skilyrði eftirlitsaðila. 32. Tengdir aðilar Skilgreining tengdra aðila Tengdir aðilar samstæðunnar eru hluthafar, dótturfélög, hlutdeildarfélög, stjórn móðurfélags, forstjóri og lykilstjórnendur og aðilar þeim tengdir. Félög í eigu stjórnarmanna eru einnig skilgreind sem tengdir aðilar. Hluthafar greinast þannig: SF1 slhf. .................................................................................................................... Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. ............................................................................ SAT Eignarhaldsfélag hf. ........................................................................................... Íslandsbanki hf. .........................................................................................................

2011

2010

51,4% 21,6% 17,7% 9,3%

0,0% 73,0% 17,7% 9,3%

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. telst opinber aðili. Engin óvenjuleg viðskipti voru milli samstæðunnar og hluthafans eða opinberra aðila á árunum 2011 og 2010. Viðskipti við tengda aðila voru gerð á sambærilegum grundvelli og viðskipti við ótengda aðila. Samstæðan kaupir þjónustu af Íslandsbanka hf. Sú þjónusta og vextir af innlánum hjá bankanum eru á sömu kjörum eins og um ótengda aðila væri að ræða.

_____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

33

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 67


skýringar, framhald

Skýringar, Skýringar, frh.: frh.: 32. 32. Tengdir Tengdiraðilar aðilarfrh. frh. Viðskipti Viðskiptivið viðtengda tengdaaðila aðilaog ogstöður stöðurí íefnahagsreikningi efnahagsreikningigreinast greinastþannig: þannig: 2011 2011 Hluthafar Hluthafar................................................................... ................................................................... Tengd Tengdfélög félög............................................................... ............................................................... Lykilstarfsmenn Lykilstarfsmenn......................................................... ......................................................... Stjórn Stjórn........................................................................ ........................................................................ Samtals Samtals..................................................................... .....................................................................

235.076 235.076 69.499 69.499 861 861 1.524 1.524 306.960 306.960

83.393 83.393 38.211 38.211 00 486 486 122.090 122.090

5.534.454 5.534.454 72 72 00 275 275 5.534.801 5.534.801

408 408 00 00 00 408 408

2010 2010 Hluthafar Hluthafar................................................................... ................................................................... Tengd Tengdfélög félög............................................................... ............................................................... Lykilstarfsmenn Lykilstarfsmenn......................................................... ......................................................... Stjórn Stjórn........................................................................ ........................................................................ Samtals Samtals..................................................................... .....................................................................

370.260 370.260 46.493 46.493 544 544 1.024 1.024 418.321 418.321

57.404 57.404 38.852 38.852 22 22 77 96.285 96.285

4.811.295 4.811.295 1.024 1.024 69 69 118 118 4.812.506 4.812.506

00 00 00 00 00

Tekjur Tekjur

Gjöld Gjöld

Eignir Eignir

Skuldir Skuldir

Laun Launog oghlunnindi hlunnindiforstjóra, forstjóra,lykilstjórnenda lykilstjórnendaog ogstjórnar stjórnargreinast greinastþannig: þannig: 2011 2011

Hermann HermannBjörnsson, Björnsson,forstjóri forstjóri.................................................................................... .................................................................................... Lárus LárusÁsgeirsson, Ásgeirsson, fyrrverandi fyrrverandiforstjóri forstjóri..................................................................... ..................................................................... Erna ErnaGísladóttir, Gísladóttir,stjórnarformaður stjórnarformaður............................................................................. ............................................................................. Frosti FrostiBergsson, Bergsson, fyrrverandi fyrrverandistjórnarformaður stjórnarformaður.......................................................... .......................................................... Haukur HaukurC. C.Benediktsson, Benediktsson,stjórnarmaður stjórnarmaður................................................................... ................................................................... Heimir HeimirV. V.Haraldsson, Haraldsson,stjórnarmaður stjórnarmaður ....................................................................... ....................................................................... Ingi IngiJóhann JóhannGuðmundsson, Guðmundsson,stjórnarmaður stjórnarmaður............................................................... ............................................................... Tómas TómasKristjánsson, Kristjánsson,stjórnarmaður stjórnarmaður........................................................................... ........................................................................... Þórhildur ÞórhildurÓlöf ÓlöfHelgadóttir, Helgadóttir,fyrrverandi fyrrverandistjórnarmaður stjórnarmaður............................................... ............................................... Kristján KristjánRagnarsson, Ragnarsson,fyrrverandi fyrrverandistjórnarmaður stjórnarmaður......................................................... ......................................................... Þórólfur ÞórólfurJónsson, Jónsson,fyrrverandi fyrrverandistjórnarmaður stjórnarmaður............................................................. ............................................................. Garðar GarðarGíslason, Gíslason,varamaður varamaður...................................................................................... ...................................................................................... Fjórir Fjórirlykilstjórnendur lykilstjórnendur(2010: (2010:fimm) fimm)........................................................................... ........................................................................... 33. 33. Dótturfélög Dótturfélögí ísamstæðu samstæðu Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennarlíftryggingar líftryggingarhf. hf......................................................... ........................................................ Sjóvá SjóváForvarnahúsið Forvarnahúsiðehf. ehf.................................................................... ...................................................................

8.083 8.083 23.324 23.324 3.210 3.210 2.000 2.000 2.000 2.000 2.360 2.360 1.000 1.000 1.000 1.000 1.720 1.720 00 00 50 50 55.488 55.488

2010 2010

00 21.055 21.055 1.580 1.580 255 255 128 128 2.360 2.360 00 00 1.944 1.944 1.450 1.450 1.115 1.115 00 61.742 61.742

Staðsetning Staðsetning

Hlutur Hlutur 2011 2011

Hlutur Hlutur 2010 2010

Ísland Ísland Ísland Ísland

100,0% 100,0% 100,0% 100,0%

100,0% 100,0% 100,0% 100,0%

34. Annað Annað 34. Eftirlitsstofnun EftirlitsstofnunEFTA EFTAákvað ákvaðí íseptember september2010 2010að aðhefja hefjaformlega formlegarannsókn rannsóknááendurfjármögnun endurfjármögnuníslenska íslenskaríkisins ríkisinsáá Sjóvá-Almennum Sjóvá-Almennum tryggingum tryggingum hf. hf. Rannsóknin Rannsóknin hefur hefur ekki ekki haft haft áhrif áhrif áá rekstur rekstur samstæðunnar. samstæðunnar. Úrskurðar Úrskurðar Eftirlitsstofnunarinnar Eftirlitsstofnunarinnarer erað aðvænta væntaááöðrum öðrumársfjórðungi ársfjórðungiársins ársins2012. 2012.ÁÁþessum þessumtímapunkti tímapunktier erekki ekkihægt hægtað aðmeta meta hvaða hvaðaáhrif, áhrif,ef efeinhver, einhver,úrskurður úrskurðurEftirlitsstofnunarinnar Eftirlitsstofnunarinnarkemur kemurtiltilmeð meðað aðhafa hafaáárekstur rekstursamstæðunnar. samstæðunnar. 35. Kennitölur Kennitölur 35. Helstukennitölur kennitölursamstæðunnar samstæðunnareru erueftirfarandi: eftirfarandi: Helstu Tjónahlutfall Tjónahlutfall- -Tjón Tjónársins/iðgjöld ársins/iðgjöldársins ársins..................................................................... ..................................................................... Endurtryggingahlutfall Endurtryggingahlutfall............................................................................................... ............................................................................................... Kostnaðarhlutfall Kostnaðarhlutfall....................................................................................................... ....................................................................................................... Samsett Samsetthlutfall hlutfall(tjón+endurtryggingar+kostnaður) (tjón+endurtryggingar+kostnaður)................................................... ................................................... Eiginfjárhlutfall Eiginfjárhlutfall........................................................................................................... ...........................................................................................................

2011 2011

2010 2010

67,5% 67,5% 6,6% 6,6% 22,5% 22,5% 96,6% 96,6% 34,5% 34,5%

71,2% 71,2% 2,5% 2,5% 21,9% 21,9% 95,6% 95,6% 33,6% 33,6%

_____________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur SamstæðuársreikningurSjóvá-Almennra Sjóvá-Almennratrygginga tryggingahf. hf.árið árið2011 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011 l 68

34 34

Allar Allarfjárhæðir fjárhæðireru eruí íþúsundum þúsundumkróna króna


skýringar, framhald

Viðauki Viðauki Viðauki Viðauki við við viðskýringu skýringu skýringu við skýringu 21 21 21(óendurskoðað) (óendurskoðað) (óendurskoðað) 21 (óendurskoðað) Viðauki við skýringu 21 (óendurskoðað) frh.: Þróun Þróun Þróuntjónaskuldar tjónaskuldar tjónaskuldar Þróun tjónaskuldar Félagið Félagið Félagið var var var Félagið stofnað stofnað stofnað var 30. 30. stofnað 30. september september september 30. september 2009 2009 2009 íí í þeim þeim þeim 2009tilgangi tilgangi tilgangi í þeim að að að tilgangi taka taka taka yfir yfir að yfirtaka tryggingastarfsemi tryggingastarfsemi tryggingastarfsemi yfir tryggingastarfsemi og og og tengdar tengdar tengdar og skuldbindingar skuldbindingar tengdar skuldbindingar skuldbindingar SJ SJ SJEignarhaldsfélag Eignarhaldsfélag Eignarhaldsfélag SJ Eignarhaldsfélag hf.(þá hf.(þá hf.(þá Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennar Sjóvá-Almennar hf.(þá Sjóvá-Almennar tryggingar tryggingar tryggingar tryggingar hf., hf., hf., hf., kt.701288-1739). kt.701288-1739). kt.701288-1739). kt.701288-1739). Þar Þar Þarsem sem semfélagið Þar félagið félagið sem tók tók tók félagið yfir yfir yfirallar allar allar tók skuldbindingar skuldbindingar yfir skuldbindingar allar skuldbindingar tengdar tengdar tengdartryggingastarfseminni tryggingastarfseminni tengdar tryggingastarfseminni er erþróun þróun þróuntjónaskuldar er tjónaskuldar tjónaskuldar þróun tjónaskuldar samstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar íí ískaðatryggingum skaðatryggingum skaðatryggingum síðustu síðustu síðustutíu tíu tíu síðustu ára ára áraog og ogtíu staða staða staða ára Samtals þeirra og þeirra þeirra staða þeirra 2002 2003 2004 2005 tryggingastarfseminni 2006er 2007 2008 samstæðunnar 2009 í skaðatryggingum 2010 2011 ííTjón, íárslok árslok árslok 2011 2011 2011 í árslok sýnd sýnd sýnd 2011 hér hér hérsýnd áááeftir. eftir. eftir. hér á eftir. eigin hlutur Til Til Tilviðbótar viðbótar viðbótar Til við viðbótar við viðframtíðarspár framtíðarspár framtíðarspár við framtíðarspár er er erþróun þróun þróuner vátryggingaskuldar vátryggingaskuldar vátryggingaskuldar þróun vátryggingaskuldar mælikvarði mælikvarði mælikvarði mælikvarði ááágetu getu getusamstæðunnar samstæðunnar samstæðunnar á getu samstæðunnar til til tilað að aðákvarða ákvarða ákvarða til að endanlega endanlega ákvarða endanlega endanlega tjónafjárhæð. tjónafjárhæð. tjónafjárhæð. tjónafjárhæð. ÍÍÍfyrri fyrri fyrritöflunni(heildarfjárhæðir) töflunni(heildarfjárhæðir) töflunni(heildarfjárhæðir) Í fyrri töflunni(heildarfjárhæðir) kemur kemur kemurfram fram fram kemur fram Mat á endanlegum hvernig hvernig hvernig heildarfjárhæð heildarfjárhæð hvernig heildarfjárhæð heildarfjárhæð tjóna tjóna tjónahefur hefur hefur tjóna þróast þróast þróast hefursíðustu síðustu síðustu þróastár. ár. ár. síðustu ÍÍÍsíðari síðari síðari ár. töflunnar töflunnar töflunnar Í síðari töflunnar (tjón (tjóníí íeigin eigin eigin (tjónhlut) hlut) hlut) í eigin hefur hefur hlut) hlutdeild hlutdeild hefur hlutdeild endurtryggjenda endurtryggjenda endurtryggjenda verið veriðdregin dregin dregin veriðfrá frá frá dregin þeim þeimfrá fjárhæðum fjárhæðum þeim fjárhæðum sem sembirtar birtar birtar sem eru erubirtar efri efrieru í efri (tjón hefur hlutdeild endurtryggjenda verið þeim fjárhæðum sem eru íí íefri tjónakostnaði: hlutanum. hlutanum. hlutanum. hlutanum. - í lok tjónsárs .......... 5.871.086 6.258.410 7.219.496 7.398.037 8.384.400 8.750.805 9.506.776 8.533.902 7.844.762 8.329.374 - einu ári síðar .......... 6.030.714 6.139.446 7.065.070 7.072.802 7.996.434 8.880.064 9.485.793 8.094.115 7.902.161 2002 2002 2002 2002 2003 2003 2003 2003 2004 2004 2004 2004 2005 2005 2005 2005 2006 2006 2006 2006 2007 2007 2007 2007 2008 2008 2008 2008 2009 2009 2009 2009 2010 2010 2010 2010 2011 2011 2011 2011 Samtals Samtals Samtals Samtals - tveimur árum síðar 5.946.296 6.065.451 6.971.779 7.023.040 7.931.445 8.666.561 9.288.286 8.023.383 Heildarfjárhæðir Heildarfjárhæðir -Heildarfjárhæðir þremurHeildarfjárhæðir árum síðar . 5.831.737 6.131.344 6.940.127 6.846.763 7.256.038 8.460.647 9.077.128 Mat Mat áááendanlegum endanlegum endanlegum Mat ásíðar endanlegum -Mat fjórum árum .. 5.887.920 6.142.610 6.772.162 6.052.188 7.317.562 8.323.291 tjónakostnaði: tjónakostnaði: tjónakostnaði: tjónakostnaði: - fimm árum síðar .... 5.819.718 5.757.015 6.239.286 6.151.741 7.360.500 ílok lok loktjónsárs tjónsárs tjónsárs - í lok .......... tjónsárs .......... 7.031.036 7.031.036 7.031.036 7.031.036 6.643.424 6.643.424 6.643.424 6.643.424 7.748.710 7.748.710 7.748.710 7.748.710 7.616.027 7.616.027 7.616.027 7.616.027 9.057.079 9.057.079 9.057.079 9.057.079 8.817.003 8.817.003 8.817.003 8.817.003 9.823.272 9.823.272 9.823.272 9.823.272 8.625.808 8.625.808 8.625.808 8.625.808 7.905.729 7.905.729 7.905.729 7.905.729 8.411.299 8.411.299 8.411.299 8.411.299 ----íísex .......... árum síðar ....... .......... 5.494.135 5.250.919 6.413.221 6.118.283 ----einu einu einuárum ári ári ári-síðar síðar síðar einu .......... .......... ári .......... síðar .......... 7.070.761 7.070.761 7.070.761 7.070.761 6.553.576 6.553.576 6.553.576 6.553.576 7.500.834 7.500.834 7.500.834 7.500.834 7.268.571 7.268.571 7.268.571 7.268.571 8.739.009 8.739.009 8.739.009 8.739.009 8.991.159 8.991.159 8.991.159 8.991.159 9.890.147 9.890.147 9.890.147 9.890.147 8.785.132 8.785.132 8.785.132 8.785.132 7.962.875 7.962.875 7.962.875 7.962.875 sjö síðar ........ 5.226.337 5.339.713 6.344.671 ----tveimur tveimur tveimur -árum árum tveimur árum síðar síðar síðar árum7.029.967 síðar 7.029.967 7.029.967 7.029.967 6.619.423 6.619.423 6.619.423 6.619.423 7.540.573 7.540.573 7.540.573 7.540.573 7.207.862 7.207.862 7.207.862 7.207.862 8.658.409 8.658.409 8.658.409 8.658.409 8.807.657 8.807.657 8.807.657 8.807.657 9.715.068 9.715.068 9.715.068 9.715.068 8.668.722 8.668.722 8.668.722 8.668.722 átta árum síðar ...... 5.272.862 5.314.507 ----þremur þremur þremur -árum árum árum þremur síðar síðar síðar árum ... 6.941.798 síðar . 6.941.798 6.941.798 6.941.798 6.669.238 6.669.238 6.669.238 6.669.238 7.520.605 7.520.605 7.520.605 7.520.605 7.017.258 7.017.258 7.017.258 7.017.258 7.993.002 7.993.002 7.993.002 7.993.002 8.611.302 8.611.302 8.611.302 8.611.302 9.500.983 9.500.983 9.500.983 9.500.983 níu árum síðar ....... 5.223.533 --Mat -fjórum fjórum fjórum árum árum -árum fjórum síðar síðar síðar árum ......tjónum síðar .. 6.920.797 6.920.797 6.920.797 6.920.797 6.684.360 6.684.360 6.684.360 6.684.360 7.337.736 7.337.736 7.337.736 7.337.736 6.244.683 6.244.683 6.244.683 6.244.683 8.041.883 8.041.883 8.041.883 8.041.883 8.442.291 8.442.291 8.442.291 8.442.291 á uppsöfnuðum ---fimm fimm fimm árum árum árum - fimm síðar síðar síðar árum .... .... .... síðar .... 6.858.598 6.858.598 6.858.598 6.858.598 6.299.620 6.299.620 6.299.620 6.299.620 6.806.860 6.806.860 6.806.860 6.806.860 6.362.024 6.362.024 6.362.024 6.362.024 8.084.821 8.084.821 8.084.821 8.084.821 í árslok 2011 ........ 5.223.533 5.314.507 6.344.671 6.118.283 7.360.500 8.323.291 9.077.128 8.023.383 7.902.161 8.329.374 72.016.831 --Uppsafnaðar -sex sex sexárum árum árum - sex síðar síðar síðar árum ....... ....... ....... síðar ....... 6.530.452 6.530.452 6.530.452 6.530.452 5.793.524 5.793.524 5.793.524 5.793.524 6.950.857 6.950.857 6.950.857 6.950.857 6.324.224 6.324.224 6.324.224 6.324.224 tjónagreiðslur ---sjö sjö sjö árum árum árum sjö síðar síðar síðar árum ........ ........ ........ síðar ........ 6.237.654 6.237.654 6.237.654 6.237.654 5.888.921 5.888.921 5.888.921 5.888.921 6.892.684 6.892.684 6.892.684 6.892.684 í árslok 2011 ........ ( 5.074.483) ( 5.051.458) ( 6.047.324) ( 5.677.119) ( 6.642.120) ( 7.421.469) ( 7.745.530) ( 5.989.069) ( 4.428.038) ( 3.210.178) ( 57.286.786) --Tjónaskuld -átta átta áttaárum árum árum - átta síðar síðar síðar árum ...... ...... ......síðar ...... 6.278.107 6.278.107 6.278.107 6.278.107 5.867.271 5.867.271 5.867.271 5.867.271 samtals.... 149.051 263.049 297.347 441.164 718.380 901.822 1.331.597 2.034.314 3.474.123 5.119.197 14.730.045 ---níu níu níuárum árum árum - níu síðar síðar síðar árum ....... ....... ....... síðar6.231.298 ....... 6.231.298 6.231.298 6.231.298 Mat Mat Mat á á á uppsöfnuðum uppsöfnuðum uppsöfnuðum Mat á uppsöfnuðum tjónum tjónum tjónum tjónum Tjónaskuld vegna eldri ára ........................................................................................................................................................................................................................ 500.812 íí íárslok árslok árslok2011 2011 2011 í vegna árslok ........ ........ ........ 20116.231.298 6.231.298 6.231.298 ........ ................................................................................................................................................................................................................... 6.231.298 5.867.271 5.867.271 5.867.271 5.867.271 6.892.684 6.892.684 6.892.684 6.892.684 6.324.224 6.324.224 6.324.224 6.324.224 8.084.821 8.084.821 8.084.821 8.084.821 8.442.291 8.442.291 8.442.291 8.442.291 9.500.983 9.500.983 9.500.983 9.500.983 8.668.722 8.668.722 8.668.722 8.668.722 7.962.875 7.962.875 7.962.875 7.962.875 8.411.299 8.411.299 8.411.299 8.411.299 76.386.469 76.386.469 76.386.469 76.386.469 Tjónaskuld líftrygginga 394.394 Uppsafnaðar Uppsafnaðar Uppsafnaðar Uppsafnaðar tjónagreiðslur tjónagreiðslur tjónagreiðslur tjónagreiðslur íí íárslok árslok árslok2011 2011 2011 íalls árslok ........ ........ 2011 ((( 2011, 6.072.757) 6.072.757) 6.072.757) ........í (eigin 6.072.757) ((hlut ( 5.594.688) 5.594.688) 5.594.688) ( 5.594.688) ((( 6.575.880) 6.575.880) 6.575.880) ( 6.575.880) (5.863.034) (5.863.034) (5.863.034) (5.863.034) (7.366.441) (7.366.441) (7.366.441) (7.366.441) (7.540.469) (7.540.469) (7.540.469) (7.540.469) ((( 8.062.995) 8.062.995) 8.062.995) ( 8.062.995) ((( 6.070.736) 6.070.736) 6.070.736) ( 6.070.736) ((( 4.480.755) 4.480.755) 4.480.755) ( 4.480.755) ((( 3.260.469) 3.260.469) 3.260.469) ( 3.260.469) (((60.888.224) 60.888.224) 60.888.224) ( 60.888.224) Tjónaskuld í........ árslok ................................................................................................................................................................................................... 15.625.251 Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld samtals.... samtals.... samtals.... samtals.... 158.541 158.541 158.541158.541 272.583 272.583 272.583272.583 316.804 316.804 316.804316.804 461.190 461.190 461.190461.190 718.380 718.380 718.380718.380 901.822 901.822 901.822901.822 1.437.988 1.437.988 1.437.988 1.437.988 2.597.986 2.597.986 2.597.986 2.597.986 3.482.120 3.482.120 3.482.120 3.482.120 5.150.831 5.150.831 5.150.831 5.150.831 15.498.245 15.498.245 15.498.245 15.498.245 Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld vegna vegna vegnaeldri eldri eldri vegna ára ára ára........................................................................................................................................................................................................................ ........................................................................................................................................................................................................................ eldri ........................................................................................................................................................................................................................ ára ........................................................................................................................................................................................................................ 506.159 506.159 506.159506.159 Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld vegna vegna vegnalíftrygginga líftrygginga líftrygginga vegna líftrygginga ................................................................................................................................................................................................................... ................................................................................................................................................................................................................... ................................................................................................................................................................................................................... ................................................................................................................................................................................................................... 570.340 570.340 570.340570.340 Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld Tjónaskuld alls alls allsíí íárslok árslok árslok alls2011 2011 2011 í árslok ..................................................................................................................................................................................................................... ..................................................................................................................................................................................................................... ..................................................................................................................................................................................................................... 2011 ..................................................................................................................................................................................................................... 16.574.745 16.574.745 16.574.745 16.574.745

Viðauki við skýringu 21 (óendurskoðað) frh.: _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ 35 35 35 35 Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra Sjóvá-Almennra trygginga trygginga trygginga trygginga tryggingahf. hf. hf. hf. hf. trygginga árið árið árið árið árið2011 2011 2011 2011 2011 hf. árið 2011 Allar Allar Allar Allar Allarfjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir fjárhæðir Allar eru eru eru eru eru fjárhæðir ííííþúsundum íþúsundum þúsundum þúsundum þúsundum eru íkróna króna króna þúsundum króna króna króna _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

2002

2003

2004

2005

Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011 Tjón, eigin hlutur

Mat á endanlegum tjónakostnaði: - í lok tjónsárs .......... 5.871.086 - einu ári síðar .......... 6.030.714 - tveimur árum síðar 5.946.296 - þremur árum síðar . 5.831.737 - fjórum árum síðar .. 5.887.920 - fimm árum síðar .... 5.819.718 - sex árum síðar ....... 5.494.135 - sjö árum síðar ........ 5.226.337 - átta árum síðar ...... 5.272.862 - níu árum síðar ....... 5.223.533 Mat á uppsöfnuðum tjónum í árslok 2011 ........ 5.223.533 Uppsafnaðar tjónagreiðslur í árslok 2011 ........ ( 5.074.483) ( Tjónaskuld samtals.... 149.051

2006 36

2007

2008

2009

2010

2011

Samtals

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

6.258.410 6.139.446 6.065.451 6.131.344 6.142.610 5.757.015 5.250.919 5.339.713 5.314.507

7.219.496 7.065.070 6.971.779 6.940.127 6.772.162 6.239.286 6.413.221 6.344.671

7.398.037 7.072.802 7.023.040 6.846.763 6.052.188 6.151.741 6.118.283

8.384.400 7.996.434 7.931.445 7.256.038 7.317.562 7.360.500

8.750.805 8.880.064 8.666.561 8.460.647 8.323.291

9.506.776 9.485.793 9.288.286 9.077.128

8.533.902 8.094.115 8.023.383

7.844.762 7.902.161

8.329.374

5.314.507

6.344.671

6.118.283

7.360.500

8.323.291

9.077.128

8.023.383

7.902.161

8.329.374

72.016.831

5.051.458) ( 6.047.324) ( 5.677.119) ( 6.642.120) ( 7.421.469) ( 7.745.530) ( 5.989.069) ( 4.428.038) ( 3.210.178) ( 57.286.786) 263.049 297.347 441.164 718.380 901.822 1.331.597 2.034.314 3.474.123 5.119.197 14.730.045

Tjónaskuld vegna eldri ára ........................................................................................................................................................................................................................ Tjónaskuld vegna líftrygginga ...................................................................................................................................................................................................................

500.812 394.394

Tjónaskuld alls í árslok 2011, í eigin hlut ...................................................................................................................................................................................................

15.625.251

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Samstæðuársreikningur Sjóvá-Almennra trygginga hf. árið 2011

36

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna l 69


Consolidated Statement of Comprehensive

Consolidated Statement of Comprehensive Income for the year Income for the year ended 31 December 2011 ended 31 December 2011 2011

Premiums earned ....................................................................................... Outward reinsurance premiums ................................................................. Earned premiums, net of reinsurance

(

12.100.365 1.047.184) ( 11.053.181

Interest and similar income ........................................................................................................................ 381.719 Net income from securities at fair value ..................................................... 2.526.820 2.908.539 Investment income Reinsurance commissions ......................................................................... Other income .............................................................................................. Other income

2010

12.048.801 1.153.617) 10.895.184 357.878 906.887 1.264.765

129.668 44.429 174.097

100.148 9.727 109.875

Total income ...................................................................................................................................... 14.135.817

12.269.824

Claims incurred .......................................................................................... Claims incurred, reinsurers' share .............................................................. Claims incurred, net of reinsurance

8.162.767) ( 113.473 8.049.294) (

8.578.354) 755.911 7.822.443)

Operating expenses ................................................................................... ( 3.122.892) ( Interest expenses ....................................................................................... ( 9.861) ( Depreciations and impairment of goodwill ................................................. ( 2.069.566) ( Net expenses ........................................................................................................................................ ( 5.202.319) (

3.000.356) 8.764) 431.608) 3.440.728)

Profit before income tax

1.006.653

Income tax ..................................................................................................

( (

884.204 (

242.179) (

195.654)

Comprehensive profit for the year ......................................................................................................................... 642.025 810.999 Profit attributable to: Shareholders of the Company ................................................................

642.025

810.999

Basic and diluted earnings per share .........................................................

0,40

0,51

Ă RSSKĂ?RSLA 2011 l 70


Consolidated Statement Financial Consolidated Statement Statement of of of Financial Financial Position Position as as at at 31 31 December December Consolidated 2011 Position as at 31 December 2011 2011

Assets Assets Operating assets assets ....................................................................................... ....................................................................................... Operating Goodwill Goodwill .................................................................................................... .................................................................................................... Other Other intangible intangible assets assets ............................................................................. ............................................................................. Deferred Deferred tax tax asset asset ..................................................................................... ..................................................................................... Securities Securities .................................................................................................. .................................................................................................. Reinsurance Reinsurance assets assets ................................................................................... ................................................................................... Accounts Accounts receivables receivables ................................................................................ ................................................................................ Cash Cash and and cash cash equivalents equivalents ....................................................................... ....................................................................... Total Total assets assets

2011 2011

2010 2010

456.018 456.018 243.578 243.578 5.168.781 5.168.781 699.850 699.850 26.050.133 26.050.133 1.138.507 1.138.507 2.231.410 2.231.410 1.551.713 1.551.713 37.539.991 37.539.991

327.143 327.143 1.867.578 1.867.578 5.546.577 5.546.577 1.030.582 1.030.582 21.757.014 21.757.014 1.195.796 1.195.796 2.218.083 2.218.083 2.609.119 2.609.119 36.551.892 36.551.892

1.592.522 1.592.522 9.888.570 9.888.570 1.453.024 1.453.024 12.934.116 12.934.116

1.592.522 1.592.522 9.888.570 9.888.570 810.999 810.999 12.292.091 12.292.091

Equity Equity Share Share capital capital ............................................................................................. ............................................................................................. Share premium premium .......................................................................................... .......................................................................................... Share Retained Retained earnings earnings ..................................................................................... ..................................................................................... Total Total equity equity Liabilities Liabilities Technical Technical provision provision ................................................................................... ................................................................................... Technical provision provision for for life-assurance life-assurance policies policies where where the the Technical investment investment risk risk is is borne borne by by the the policyholders policyholders ............................................ ............................................ Accounts Accounts payable payable and and other other liabilities liabilities ....................................................... ....................................................... Total Total liabilities liabilities

21.377.544 21.377.544

20.558.811 20.558.811

2.164.025 2.164.025 1.064.306 1.064.306 24.605.875 24.605.875

2.402.519 2.402.519 1.298.471 1.298.471 24.259.801 24.259.801

Total equity equity and and liabilities liabilities Total

37.539.991 37.539.991

36.551.892 36.551.892

All amounts are in thousands of ISK 71


ÁRSSKÝRSLA 2011 l 72


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.