SUMAR
HA
Úttekt
T
VE T
R VO
US
UR
SJÁLFBÆRT t GRÆNT t LÍFRÆNT t VISTVÆNT t HEILBRIGT t ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
ræktun Nr.
1.9 50 kr.
MÆJÓNES FRÁ GRUNNI HÆNUR Í ÞÉTTBÝLI MOLTUGERÐ Í LITLU RÝMI
1 20 14
EFNI 26 RÆKTUM OG DEILUM
Plöntuskiptamarkaður 28 FERSKT UPPI Í SUMÓ
Matjurtarækt 30 RÆKTUN
í pottum og ílátum 33 SVARTA GULLIÐ
Moltugerð á svölum og pöllum 36 HÆNSNAVAPP
Landnámshænur í bæ 46 SAGAN ER EKKI TIL SÖLU
33
21
Íbúð í miðbænum gerð upp 54 HEILSA
Græna snyrtihillan 60 FEGURÐ SEM BRAGÐ ER AF
Heimagerð heilsulind 62 HEILSUHELGI
Djúpnæring fyrir líkama og sál 68 AUGUN
Spegill sálar og líkama 70 BETUR SJÁ AUGU
Landslag og náttúra 82 HÆTTUM AÐ HENDA
Sóun matvæla
46
84
84 AFGANGAR
Hristist fyrir notkun
FASTIR LIÐIR
82
08 RITSTJÓRNARPISTILL 10 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS 12 BÆKUR 14 INNBLÁSTUR Rendez-Wood? 16 FRUMKVÖÐLAR Bára í Aftur 41 GOTT FRÁ GRUNNI Majónes 80 BÆRINN MINN Hveragerði 90 ORÐ: Andri Snær Magnason
36 FÓLKIÐ
MYND OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR. HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG. UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR. LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, HALLUR KARLSSON, CHRISTINE GÍSLADÓTTIR. MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR. TEXTI DAGNÝ B. GÍSLADÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, ANDRI SNÆR MAGNASON, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR. PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓTTIR. AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR OG GYÐA TRYGGVADÓTTIR. ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR. HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK. SÍMI 861 5588. NETFANG IBNIBN.IS VEFFANG WWW.IBODINATTURUNNAR.IS LAUSASÖLUVERÐ 1.950 KR. ISSN16708695 PRENTUN ODDI, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.
6 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Í grænum gír guðbjörg gissur ardóttir
Nú eru tvö ár liðin frá því að vorið kom hjá mér! Garðyrkjukaflinn í lífi mínu datt út í fyrra þar sem ég náði ekki að koma út vorblaði 2013. En til að bæta mér það upp tek ég garðyrkjuna bara af enn meiri krafti í ár og er þegar byrjuð að rækta mold eða moltu a litla pallinum, tilbúin með ílát fyrir matjurtaræktina og byrjuð að plana eggjaframleiðslu uppi í sumarbústað. Endur vinnsla og endur nýting er áberandi í blaðinu og er hluti matjurta kaflans endur unnið efni upp úr útvarpsþáttum okkar Jónsa sem hétu Í boði náttúrunnar og voru um matjurtarækt. Þeir voru í spilun á Rás 1 fra 2009 til 2011. Við áttum fullt af góðum viðtölum og myndum sem hafa nú eignast nýtt líf á fallegum pappír timaritsins. Endurvinnslan teygir einnig anga sína í matarþáttinn, en eftir að hafa sótt fyrirlestur um sóun matvæla ákvað ég að grafa upp matreiðslubók sem ég gaf út fyrir rúmum tíu árum og heitir Hristist fyrir notkun – skapandi matargerð með því sem til er í eldhúsinu. Ég valdi tvær uppskriftir sem eru frábærar til að nýta afgangana í ísskápnum sem vonandi gefur mörgum leifunum mögu leika á nýju lífi (matarmyndirnar koma ekki úr bókinni). Annars eru efnistökin fjölbreytt og skemmtileg að vanda og vona ég að allir finni eitthvað nærandi og gefandi sem hentar þeirra bragðlaukum. BETUR SÉR LINSA EN AUGA! Líður þér eins og einhver sé að stara á þig? Þetta er bara ég, þ.e. ritstjóramyndin! Í blaðinu er grein eftir Lilju Oddsdóttur um augngreiningu og þegar hún bauð mér að koma til sín í myndatöku sá ég strax tækifæri til að afgreiða ritstjóramyndina! Ég hef aldrei séð augun í mér gegnum aðdráttarlinsu áður og það fríkaða við þetta er að það er hægt að lesa út úr þessu persónuleika minn og líkam lega veikleika. Persónugreiningin mín var í mjög stuttu máli sú (ef þú hefur áhuga!) að ég er opin, skapandi og mátulega kæru laus. En 8 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
þetta er lesið úr laufunum í lithimnunni sem eru opin og óregluleg hjá mér. Brúni litabletturinn er merki um það að ég vilji kafa ofan í hlutina og hvítu hnoðrarnir yst í lithimnunni kallast „Ring of harmony“ en þeir eru merki þess að ég vilji sjá lífið í fallegu ljósi. Mér finnst þessi lýsing passa nokkuð vel við mig en aðrir eru kannski dómbærari á það! Svo var rýnt í hvítuna upp á líkamlega viðkvæmni eða álag og þeir sem eru bláeygir eru líklegri til að fá ofnæmi, slím og bólgur. Þetta er áhugaverð leið til kynnast sjálfum sér og líkamanum betur! NÝ VEFSÍÐA Ég vil benda lesendum á tvær nýjungar; fyrst er það vefsíðan okkar sem fékk nýtt hlutverk í febrúar og er nú orðin að alvöru vefmiðli sem uppfærður er af góðu efni daglega í anda blaðsins. Nú þarf enginn að bíða í marga mánuði þangað til næsta blað kemur út því við erum líka á www. ibodinatturinnar.is með gott og gefandi efni allan ársins hring. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA Í GRÆNA LIÐINU! Svo er það allra nýjasta afkvæmið. Græna fríðinda kortið sem er fyrir þá sem vilja vera með náttúr unni í liði og spara í leiðinni. Við höfum safnað saman nokkrum flottum fyrirtækjum sem eru svipað þenkjandi og við og vilja auka vitund almennings um þau fyrirtæki sem leggja sig fram við að stunda „græn“ og heilbrigð viðskipti og um leið bjóða grænum korta meðlimum afslátt af sinni vöru eða þjónustu. Kortið fyrir 2014 kostar 3.000 kr. (1.500 kr. fyrir áskrifendur ÍBN) og getur verið fljótt að borga sig – þess vegna með einni verslunarferð!
Ef þú vilt vera í liði með náttúrunni má nálgast kortið og frekari upplýsingar á vefsíðunni okkar www.ibodinatturunnar.is (sjá einnig augl. Á bls. 78).
INNBLÁSTUR Rendez-wood?
UMSJÓN DAGNÝ B. GÍSLADÓTTIR
Vörulína þriðja árs nema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sem þeir unnu í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Kraftur íslenskrar náttúru var innblásturinn við gerð verkanna og unnið var með þörf nútímamannsins fyrir að tengjast náttúrunni enn á ný. Afraksturinn er frumlegur, nothæfur og algjört augnakonfekt! rendezwood.com
VERY LIGHT
BURN BOWL
STICK AROUND
– Í átt að sjálfbærri veröld
– Frumstæð eldunarupplifun
– Göngustafir sem hvíldarstaður
Very Light er vindknúið vasaljós. Efst á vasaljósinu er spírallaga segl sem býr til þá orku sem nauðsynleg er til þess að virkja ljósið. Vasaljósið er mjög harðgert og getur staðist mikið álag. Það hentar því vel við erfiðar aðstæður. Verkefnið er þó ekki síst ábending um alla þá orku sem umlykur okkur. Eins og staðan er í dag er nauðsynlegt að við nýtum orku og auðlindir á vistvænni hátt og umgöngumst náttúruna af virðingu. Very Light er vonandi eitt skref í þá átt. Unnið úr íslensku birki og áli.
Hraði borgarlífsins kallar á þörf til að hægja á, upplifa og njóta. Hugmyndafræðin er sprottin út frá frumstæðum aðferðum við matargerð sem fær fólk til að njóta útivistar yfir opnum eldi. Burn Bowl umbreytist í skál með kolabrennslu þar sem hitinn holar viðinn auk þess að hita steinhellu sem nýta má til eldunar. Hönnunin er innblásin af hægum og náttúrlegum vinnsluaðferðum sem tengja saman mann og náttúru. Unnið úr íslenskri ösp, grágrýti, ryðfríu stáli og leðri.
Stick Around er nýtt til stuðnings, stöðugleika og afslöppunar við göngu í erfiðu landslagi, yfir hæðir og grýttan jarðveg. Það gefur göngumanni tækifæri til að setjast og hvílast hvar og hvenær sem er. Fjallgöngumaðurinn hefur beltið um sig og getur tekið sér hvíld með því að renna göngustöfunum í gegnum hringi á beltinu. Þá er auðvelt að setjast niður stutta stund og kasta mæðinni. Stafirnir eru gerðir úr íslenskri ösp og eru því léttir en sterkir. Handfangið er gert úr mjúkum korki sem þægilegt er að halda um. Unnið úr íslenskri ösp, korki, stáli og leðri.
HÖNNUÐUR:
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
HÖNNUÐUR:
Anna Guðmundsdóttir
HÖNNUÐUR:
14 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Thelma Hrund Benediktsdóttir
INFUSE – Frískandi upplifun Hugmyndin að Infuse er byggð á aðferðum til að ná sem mestu bragði úr þeim hráefnum sem finna má í náttúrunni. Úr laufi birkis, barrnálum, berjum og/ eða íslenskum jurtum má finna bragðefni sem síðan er blandað við vatn eða snjó og sett í ílátið. Þessi bragðefni gera þannig hverja ferð einstaka upplifun og í nánum tengslum við náttúruna. Asparviðurinn leiðir illa hita og er því tilvalinn sem einangrun, hvort heldur sem vökvinn í ílátinu er kaldur eða heitur. Unnið úr íslenskri ösp og ryðfríu stáli. HÖNNUÐUR:
SEAWEED COLLECTOR SPIL
Katrín Magnúsdóttir
GONE BAKING
– Tengsl milli tveggja heima
– Leikir í formi fylgihluta
– Hverabakstur í íslenskri náttúru
Á milli lands og sjávar eru sýnileg skil, ströndin. Á þessu svæði flóðs og fjöru lifir aragrúi af stórkostlegum lífverum. Seaweed collector samanstendur af íláti og hníf, áþreifanlegum hlutum sem auka áhuga fólks á söfnun sjávarfangs. Þessi vara hvetur til ákveðins verklags sem þörf er á svo að hráefnið sé meðhöndlað af virðingu og lagni. Unnið úr íslensku birki, hampi og ryðfríu stáli.
Spil er safn leikja af ýmsu tagi í formi fylgihluta, búið til úr litlum trjágreinum sem annars væru settar beint í kurlun eða látnar grotna niður. Hér er um að ræða andsvar við viðstöðulausri snjallsímanotkun í nútímasamfélagi og leitast fremur við að endurtengjast efnisheiminum og náttúrunni. Spil nýtist sem afþreying við ýmis tilefni, en sérstaklega á ferðalögum. Formið er byggt á lögun gamalla vasaúra, en þessi „úr“ gefa ekki upp tímann heldur hjálpa til við að drepa hann. Unnið úr íslensku birki, lambsskinni og silfri.
Með notkun jarðvarma skapast einstakt tækifæri til að baka úti í náttúrunni en um leið anda að sér fersku lofti og njóta landslagsins. Allt sem þarf er kort með upplýsingum um staðsetningu hvera, þurrefni í hverabrauð og form gert úr íslensku birki; þá getur ferðalagið hafist. Sætt brauðið dregur í sig keim af birki og brennisteini eftir sólarhrings bakstur. Unnið úr íslensku birki og bómullarböndum.
HÖNNUÐUR:
Sigurjón Axelsson
HÖNNUÐUR:
HÖNNUÐUR:
Björk Gunnbjörnsdóttir
Ágústa Sveinsdóttir
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 15
„Við tókum allar ákvarðanir voða mikið á innsæinu af því að það var það eina sem við höfðum.“
16 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Bára á vinnustofunni sinni.
Veröldin í Aftur umhverfismál að leiðarljósi
Bára Hólmgeirsdóttir hefur hannað og rekið fatamerkið Aftur í fimmtán ár en hún stofnaði það fyrst með Hrafnhildi systur sinni árið 1999. Aftur stendur fyrir vandaðan fatnað úr endurunnum textíl og hefur alla tíð haft skýra stefnu þegar kemur að sjálfbærni. Bára hefur hvorki látið hindranir né gylliboð leiða sig af þeirri braut enda frumkvöðull í endurnýtingu og góð fyrirmynd annarra fyrirtækja. Texti DAGNÝ B. GÍSLADÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
HVERNIG VARÐ AFTUR TIL? Ástæðan var einfaldlega sú að mig og Hrafnhildi systur mína langaði í alls konar fatnað sem var hvergi til. Við unnum í „second hand“-búð og sáum fyrir okkur hrúguna af textíl sem til væri í heiminum og hægt að endurnýta á marga vegu. Það réttlætti einnig þörf okkar fyrir að skapa eitthvað nýtt án þess að bæta við enn einum fatahönnuðinum sem þyrfti að taka efni frá móður jörð. Sjúklega bjartsýnar skelltum við okkur bara út í þetta. Við unnum báðar fulla vinnu með og fljótlega eftir að við byrjuðum að búa til flíkur var haldin tískusýning þar sem við vorum valdar til að sýna. Við tókum lán fyrir framleiðslukostnaði og Björk
Guðmundsdóttir styrkti einnig fyrstu línuna okkar. Þessi sýning var fyrir okkur eins konar hraðnámskeið í því að vera fatahönnuðir. Í kjölfar hennar vorum við valdar til að vera hönnuðir fyrir Topshop en höfnuðum því af prinsipp-ástæðum. Við vorum einfaldlega á móti því hvernig „high street“-tíska var framleidd og ekki samþykkar því sem Topshop stóð fyrir. Þó að við værum bláfátækar gátum við hreinlega ekki tekið þátt í þessu samstarfi. Við tókum allar ákvarðanir voða mikið á innsæinu af því að það var það eina sem við höfðum. Eftir þetta fórum við að selja merkið í búðum sem okkur fannst flottar í London, París og Tókýó. Svo varð þetta aðeins of mikið; erfitt fjárhagslega og
GÓÐ RÁÐ FYRIR FRUMKVÖÐLA
1
Ég trúi ekki á ofvöxt né að skuldsetja sig upp í topp. Ég trúi á hægan vöxt, að marka sér stefnu og fylgja hjartanu. Ef þú ert að skapa af hjartans þrá og trúir á það sem þú gerir, þá munu góðir hlutir koma til þín. Ég hef enga trú á að stofna fyrir tæki gagngert til þess að græða peninga. Ég held að það muni fara illa á einhverjum tímapunkti á einn eða annan hátt.
3 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 17
RT
M AT J U
TA R M OL
Úttekt
Ð GER TU
I
OT RP
ræktun 15
bl að s íð u r
Ferskt uppi í sumó matjurtar ækt
Hjónin Margrét Jónsdóttir og Sæmundur Benediktsson hafa stundað matjurtarækt í sumarbústaðalandi sínu í Fitjahlíðinni í Skorradal í 18 ár. Þau hafa náð frábærum tökum á ræktuninni og njóta fjölbreyttrar uppskeru úr garðinum í bland við villtar jurtir úr nágrenninu. Text SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
28 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
E
ins og flestir vita sem stunda matjurtarækt í sumarbústaða landi er í mörg horn að líta. Margrét og Sæmundur hófu matjurta rækt fyrir átján árum og segja að lykillinn að góðum árangri sé að huga vel að vökvun. „Við byrjuðum í fyrstu með eitt beð, síðan kom gróðurhúsið og þrjú stór beð til viðbótar. Í byrjun undirbjuggum við jarðveginn ekkert sérstak lega en síðustu árin höfum við flutt ýmiss konar mold hingað og blandað henni saman við þá sem fyrir var, auk þess að vera með safn haug,“ segja þau hjón og óhætt er að segja að það hafi reynst vel. Þau hafa mikið yndi af ræktun inni og telja hana einnig góða útivist og hreyfingu. „Við gerum þetta á meðan við höfum gaman af þessu og á meðan við getum þetta,“ segir Sæmundur. Í beðunum er mjög fjölbreytt úrval af brakandi ferskum mat jurtum. Má þar nefna brokkólí, ertur, fennel, grænkál, hnúðkál, hvít lauk, púrru lauk, radísur, salat af ýmsum gerðum og spínat og dafnar þetta allt vel. „Það eru mikil for réttindi að geta gengið út í garð og sótt sér allt sem þarf í góða máltíð,“ segir Sæmundur. Fagurt blóðberg vex í kringum mörg beðanna en þau nýta vel þann gróður sem fyrir er í landinu. Í nýjasta beðinu vaxa lækningajurtir, sem Margrét hefur mikinn áhuga á og hefur kynnt sér vel. „Hér vaxa líka villijurtir við hvert fótmál, sem hægt er að nýta,“ segir hún.
RÆKTUN í pottum og ílátum Fyrir byrjendur er ræktun matjurta í pottum og ílátum ekki alltaf dans á rósum. Því fylgja oft og tíðum klaufaleg mistök, uppskerubrestur og svo er ekkert víst að neinn sparnaður hljótist af þessu brölti! Það er sem sagt engin trygging fyrir árangri þegar kemur að ræktun, en það er líka það sem gerir verkefnið svo spennandi og skemmtilegt. Það er í raun ekki fyrr en maður er farinn að kunna að meta óvissuna, vesenið, sem og lífsgæðin sem fylgja því að geta borðað sína eigin upskeru, að heimaræktunin margborgar sig. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Mynd JÓN ÁRNASON
10
1
VAL Á PLÖNTUM
Hugsaðu um það sem þú eða fjölskyldan borðið helst og finnst gott. Gerðu svo óskalista áður en haldið er í búðina. Veldu stórar og sterklegar plöntur og fáðu ráð starfmanna um þarfir varðandi vökvun, birtu og rýmið sem plantan þarf. Fyrir okkur með gullfiskaminni mæli ég með plöntum með merkimiða svo að nafn og umhirða sé á hreinu. Eða að taka mynd á símann af merkingunni í búðinni.
góð ráð 2 FORRÆKTAÐ EÐA FRÆ?
TIL AÐ FÆKKA MISTÖKUM OG AUKA ÁRANGUR
Ef þú ert byrjandi er mjög þægilegt að kaupa forræktaðar plöntur til að fá uppskeru fyrr og minnka líkur á mistökum. En auðvelt er að sá spínati og rucola beint út í pott og er jafnvel hægt að gera það tvisvar eða þrisvar yfir sumarið eða jafnóðum og það klárast. Hægt er að setja trefjadúk yfir pottana á meðan plönturnar eru að ná sér á strik og enn er hætta á frosti.
3 VELDU POTTA SEM VIRKA
Ílátin geta verið úr hvaða efni sem er; stór, lítil, djúp, grunn, endurnýtt box eða rándýrir keramikpottar. Þau eru þó misjafnlega praktísk. Grunn ílát gera það að verkum að moldin þornar fyrr og það er minna pláss fyrir ræturnar. Keramikpottarnir eiga það til að springa í frosti. Aðalatriðið er þó að það sé gott frárennsli og ræturnar liggi ekki í bleytu. Ef potturinn er ekki með frárennslisgöt þarf að bora nokkur göt á
30 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
botninn. Gott er að setja til dæmis dagblað í botninn á pottinum til að forðast að moldin renni út um götin. Ef það er ekki hægt að setja gat á pottinn er mælt með því að setja steina, vikur eða annað tilfallandi í botninn, sem nemur 1/3 af pottinum, og drena þannig aukavatn frá moldinni. Til að moldin fylli ekki upp í götin á milli steinanna og hætti að gera það gagn sem til stóð, er gott að setja efnisbút á milli laganna. Til að rækta salat þarf dýptin á ílátinu eða moldarlagið ekki að vera meiri 20- 30 cm og 40-50 cm fyrir annað sem er með meira rótarkerfi, eins og til dæmis gulrætur. Gott er að þrífa vel gamla potta og ílát fyrir notkun til að fyrirbyggja að þeir beri með sér sýkingar og sveppi.
4 SÓL, SÓL SKÍN Á MIG
Plönturnar eru jafn sólgnar í sólina og við. Veldu því bjartan eða sólríkan og skjólgóðan stað fyrir ræktunina. Gott er að vita hversu mikla sól potturinn fær á sólarhring og velja pöntur í hann með það í huga. Það getur einnig komið sér vel að geta fært minni pottana til eftir veðri og vindum. Þá eru til sérstök bretti á hjólum til að færa stóra og þunga potta til.
5 MEIRI MOLD
Því meiri mold því betra. Minni mold þýðir að hún þornar fyrr upp og ræturnar hafa ekki eins mikið rými til að dreifa úr sér. Plantan vex nefnilega í samræmi við stærð rótanna. Veldu
SVARTA GULLIÐ
Moltugerð á svölum og pöllum Vissir þú að jarðgerð er umhverfisvæn, ódýr og einföld leið til að breyta rusli í næringarríkt plöntufæði? Og að hægt væri að nota moltuna sem verður til í grænmetisræktina, í blómapottinn eða raka henni yfir gras og í kringum tré og blóm? Ég hef vitað þetta lengi en fannst ég vera löglega afsökuð af því að ég átti ekki garð. Nýlega komst ég hins vegar að því að það er bara léleg afsökun! Pallurinn minn og litlar svalir dugar víst alveg. Þar sem mig hafði lengi langað að prófa að rækta minn eigin jarðveg ákvað ég að fara af stað í smá rannsóknarleiðangur og finna út úr því hvernig maður bæri sig að við slíkar aðstæður. Ég er í þessum rituðum orðum að byrja á þessari skemmtilegu tilraun og hér fyrir neðan eru leiðbeiningar sem ég hef sett saman með aðstoð fróðra manna og Google! Minn metnaður liggur í því að fá góða næringarríka mold á sem skemmstum tíma (kallast á mannamáli óþolimæði). Ég kom mér upp tveimur safnkössum á pallinum; annar er úr viði (gamall kartöflukassi frá afa) og hinn úr plasti (frá IKEA) og nú er að sjá hvor virkar betur. Megi tilaunin hefjast … Ertu með? Texti og myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR
32 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Hænsnavapp
LANDNÁMSHÆNUR Í BÆ
36 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 37
sagan er ekki til sölu Lítil íbúð í gömlu, hrörlegu en þó reisulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur lét ekki mikið yfir sér þegar hjónin Þórhildur Elínardóttir og Helgi Hjörvar skoðuðu hana fyrst. Með dyggri aðstoð Kristjáns S. Kristjánssonar grófu þau undir óspennandi yfirborðið og uppgötvuðu sögu og sjarma sem þau hafði ekki dreymt um að væri til staðar og útkoma endurbótanna fór langt fram úr væntingum þeirra.
Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
Græna
snyrtihillan
Umsjón DAGNÝ B. GÍSLADÓTTIR Myndir HALLUR KARLSSON
Partur af því að koma sér upp grænni og heilsusamlegri lífsstíl felst ekki einungis í því að vera meðvitaður um hvað maður setur í líkama sinn heldur einnig hvað maður setur á hann. Og þá hvort þau efni sem maður notar séu góð fyrir heilsuna og umhverfið. Fjöldi óæskilegra efna eins og paraben og alúmíum eru í mörgum snyrtivörum og geta haft slæm áhrif á húð, heilsu og umhverfið yfirhöfuð. Sem betur fer hefur fjölbreytnin í umhverfisvænum snyrtivörum aukist mikið síðastliðin ár. Við leituðum til þriggja kvenna sem hafa smám saman fært sig á grænu hilluna og fengum að forvitnast um hvað þær geyma í snyrtiskápnum.
RAKEL HALLDÓRSDÓTTIR – eigandi Frú Laugu, bændamarkaðar á Laugalæk og Óðinsgötu HÚÐ Ég er mjög sérvitur þegar kemur að umhirðu húðar og hárs og fer ekki eftir neinu öðru en eigin tilfinningu og upplifun. Strax á unglingsaldri varð mér mjög umhugað um að halda húðinni fallegri og hef prófað mig áfram með ýmislegt í þeim efnum. Ég hef lært að hlusta á líkamann og læt húðina segja mér hvað hún vill. Ef mér líður vel í húðinni og hún ljómar og er falleg, þá tel ég mig vera á réttri braut varðandi umhirðu hennar. Ég hef notað sama andlitskremið, Ultra daytime smoothing cream frá Neostrata (spf 15, 10 AHA), frá því um tvítugt og nota það alltaf á daginn. Á sumrin gæti ég mín vel á 54 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
sólinni og nota sólar varnarkrem aukalega ofan á þetta. Ég fer alltaf í heitt bað eða sturtu á kvöldin og hreinsa um leið andlitið með Aveda tourmaline charged exfoliating cleanser og hreinsa af augunum með augnhreinsikremi með kamillu frá Body Shop. Ég blæs á sögur um að heitt bað þurrki húðina, það er ekki mín reynsla; því heitara því betra. Eftir kvöldbaðið ber ég þunnt lag af Moisture Surge Intense frá Clinique á andlitið. Húðina á líkamanum hreinsa ég eingöngu með sturtugeli frá Neutral. Fyrir kvöldbaðið þurrbursta ég líkamann með löngum strokum í átt að hjartanu með þar til gerðum grófum hönskum. Í baðinu nudda ég svo andlitið og hálsinn með andlitsnuddrúllu með gúmmínöbbum og húðina á líkamanum með líkamsnuddpúða, líka með gúmmínöbbum. Hanskarnir, rúllan og púðinn eru frá Body Shop. Þessi aðgerð hljómar ef til vill sem hið mesta
sem bragð er af Umsjón DAGNÝ B. GÍSLADÓTTIR og GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
ANDLITSMASKI
%
Ekki setja neitt á húðina nema þú getir borðað það líka. Margt af þeim góða mat sem við erum vön að setja ofan í okkur er líka hægt að nota til að fegra okkur utan frá.
+
Blandið saman eggjarauðu og safa úr hálfri sítrónu. Berið á andlitið og passið að það fari ekki í augun. Leyfið blöndunni að vera á í 30 mín. Hreinsið af með volgu vatni og berið á ykkur rakagefandi krem. Nærandi maski, góður gegn bólum og/eða roða í húð.
NÆRANDI BAÐ Hunang: Græðandi, bakteríudrepandi og rakagefandi.
+
Ólívuolía: Rík af andoxunarefnum, dregur úr bólgu og er græðandi.
Hrásykur: Gróf kornin eru fullkomin og ódýr leið til að fjarlægja dauðar húðfrumur.
Egg: Fullt hús af næringu!
+
Sítróna: Rík af andoxunarefnum, græðadi og nærandi.
Setjið handfylli eða tvær af haframjöli í sokk eða ofan í klipptar sokkabuxur. Bindið hnút fyrir gatið og setjið pokann undir vatnsbununa á meðan þið fyllið baðið. Liggið í baðinu í a.m.k. 20 mínútur og gott er að nudda húðina með hafrasokknum! Húðin verður silkimjúk og haframjölið getur haft mjög góð áhrif á exem og sólbruna.
DJÚPNÆRING Hitið örlítið ½ bolla af hunangi og blandið saman við ¼ bolla af ólívuolíu. Makið því í hárið og setjið það í snúð í 30 mín. Skolið úr og þvoið mjög vel með sjampói. Einnig gott að nota þessa blöndu á þurra húð.
SKRÚBBUR Haframjöl: Bólgueyðandi, bakteríudrepandi og jafnvel talið sveppaeyðandi.
60 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
+
Takið jafnt hlutfall af hunangi og frekar fínmöluðum hrásykri og blandið saman. Nuddið á raka húð með hringlaga hreyfingu þar til húðin roðnar. Skolið af með volgu vatni og berið gott rakakrem á húðina á eftir. Hún verður silkimjúk.
Heilsuhelgi
djúpnæring fyrir líkama og sál Texti og myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR
Gamli Héraðsskólinn er nýuppgerður og þar er nú flott aðstaða fyrir helgardvöl sem þessa. Farið var í jóga og slökun kvölds og morgna með áherslu á æfingar sem hafa hreinsandi áhrif á líkamann. Eftir kalt fótabað í Laugarvatni var gott að ylja sér í heitri laug.
62 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Góð heilsa er það dýrmætasta sem við eigum. Það vill oft gleymast en rifjast upp þegar eitthvað bjátar á. Við kennum tíma leysi, peningum og öðrum utanaðkomandi aðstæðum um aðgerðaleysi okkar gagnvart okkur sjálfum. Í byrjun árs lét ég allar afsakanir lönd og leið, slökkti á símanum, skildi tölvuna eftir heima og dreif mig á heilsuhelgi í Héraðsskólanum á Laugar vatni með Mörthu Ernstsdóttur. Markmiðið var að endur næra líkama og sál. Martha er vel þekkt fyrir afrek sín í langhlaupum en hún er einnig jóga kennari, hómópati og hefur mikla þekkingu á því sem viðkemur and legri og líkam legri heilsu. Eftir þessa helgi er ég staðráðin í að gefa mér slíka næringu á hverju ári. Þátttakendur áttu að mæta klukkan sex á föstudegi. Ég var heldur sein fyrir og hringdi klukkan sex úr Grímsnesinu til að láta vita að það væri tæpur hálftími í mig. Svo var gefið í þrátt fyrir myrkur, náttblindu, rigningu og rúðuþurrku sem virkaði ekki! Ég skrensaði loks inn í salinn þar sem allir sátu yfirvegaðir og búnir að fá sér heilsudrykk og kynna sig. Það var komið að mér! Móð og másandi, með axlirnar uppi undir eyrum eftir aksturinn, mætti ég loks á langþráða heilsuhelgi. Það fyrsta sem Martha lét okkur gera, áður en dagskrá helgarinnar byrjaði, var að mæla hversu súr eða basísk við værum, eða svokallað phgildi. Því basískari sem við erum því betra; það gefur til kynna hversu heilbrigt blóðið í okkur er og minnkar hugsan lega til muna líkurnar á því að við verðum veik, fáum sveppa sýkingar,
gigt o.fl. Ákveðnar bakteríur og vírusar virðast þrífast vel í súru umhverfi og meðal annars er talið að krabba meinsfrumur eigi erfiðara uppdráttar í basísku um hverfi. Þar sem eitt af markmiðum helgar innar var að gera sig basískari fékk hópurinn afhentan pappa strimil (hægt að kaupa í Heilsuhúsunum) sem mældi ástandið á líkamanum við komuna. Á þennan strimil pissuðum við og átti hann að breyta um lit eftir því hvar við værum á ph-skalanum. Mér til MJÖG mikillar undrunar breyttist liturinn á strimlinum mínum ekki neitt. Hann var áfram pissugulur, sem þýddi að ég væri mjög súr, eða um 5,5 ph. Best er að vera í kringum 7,4 en þá breytist liturinn á strimlinum líka í fagurgrænan. Þetta fannst mér mjög „súrt“ því ég hafði tekið orð Mörthu alvarlega þegar hún mælti með því að við notuðum dagana á undan til að undirbúa líkamann fyrir afeitrun. Það átti að minnka líkurnar á höfuðverk og öðrum óþægindum um helgina. Ég fór með metnaðinn í botn og tók út allt kaffi, sykur og mikið unna matvöru í heila tvo daga á undan; drakk bara nýkreista safa, te og vatn, borðaði mikið grænmeti og sem mest af ferskri mat vöru. Í ljósi þess átti ég von á að vera í basíska vinningsliðinu. Aðrir helgargestir voru út um allt á ph-skalanum en fáir voru jafn súrir og ég. Gat það verið bílferðin? Það var eina skýringin sem ég gat fundið enda staðfesti Martha það að stress gerir líkamann súran. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði séð áþreifan lega sönnun þess hvaða áhrif slík bílferð getur haft á líkamann. Þetta hafði mikið að segja fyrir mig. Ég legg það
„Ég skrensaði loks inn í salinn þar sem allir sátu yfirvegaðir og búnir að fá sér heilsudrykk og kynna sig. Það var komið að mér! Móð og másandi, með axlirnar uppi undir eyrum eftir aksturinn, mætti ég loks á langþráða heilsuhelgi. “
Augun
spegill sálar og líkama
Texti LILJA ODDSDÓTTIR
A „Lithimnumynstur er mynstur sem allir fæðast með og gefur til kynna meðfædda veikleika og styrkleika bæði líkamlega og andlega.“
68 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
ugnlestur eða augngreining er blanda af list og vísindum þar sem hægt er að horfa í augun á einstaklingi og fræðast um líkamlegt ástand, veikleika eða þætti sem snerta persónu leika hans. Augn lestur er tækni sem var þróuð af læknum á 17. öld en hefur aðallega verið notuð af náttúrulæknum síðustu 200 árin. Einnig hafa fundist 1.000 ára gömul kort af hvítugreiningu frá Kína sem sýna að vísindin eiga sér mjög langa sögu.
HVAÐ ER AUGNGREINING? Augngreining skiptist í lithimnugreiningu og hvítugreiningu. Í lithimnugreiningu er horft á liti augans, ljós og skugga og mynstrið sem lithimnutrefjarnar mynda. Lithimnumynstur er mynstur sem allir fæðast með og gefur til kynna meðfædda veik leika og styrkleika bæði líkamlega og andlega. Innan lithimnugreiningar er því einnig hægt að greina og skilja persónu leikann betur. Í hvítugreiningu er litur hvítunnar skoðaður ásamt línunum í hvít unni. Þessar línur eru æðar sem myndast við álag í líkamanum. Við skoðum staðsetningu þessara lína sem gefa upplýsingar um hver eru veikustu líffærin eða líffærakerfin og hvaðan heilsuvandamálin eru sprottin. Í hvítunni er hægt að sjá neik væða þróun og hættumerki
sem auðvelt er fyrir þig að vinna með áður en þau verða raunveruleg vandamál og erfiðari viðfangs. HVAÐ ER HÆGT AÐ LESA ÚR AUGUNUM? Hvert líffæri á sér sitt svæði í auganu. Mikilvæg landa merki lithimnunnar eru ýmsir hringir. Innst er það augasteinninn sjálfur og lögun hans sem getur breyst við álag á miðtauga kerfið og hryggsúluna. Fyrir utan auga steininn liggur meltingarsvæðið og það afmarkast af því sem við köllum kraga sem liggur oftast á bili sem er um 1/3 hluta frá augasteini að ytri brún lithimnu. Kragi þessi getur verið með alls kyns form og áferð og stundum nær eða fjær. Svæðið umhverfis augasteininn, meltingarsvæðið og kraginn sjálfur, er oftast mjög áberandi og segir til um styrkleika og veik leika meltingar og hvernig hún hefur áhrif á aðra starfsemi og heilsu. Þannig er miðjan bæði mikilvæg og táknræn. Hringirnir geta líka sagt ýmislegt um persónuleikann. Ef kraginn er til dæmis nálægt auga steininum þýðir það að viðkomandi er meira inn á við (introvert) en ef kraginn er langt frá augasteininum er það öfugt eða meira út á við (extrovert). Augn litur gefur okkur einnig vísbendingar um hvaða líkamskerfi eru viðkvæm. Gjarnan er talað um tvo augnliti, það er bláan og brúnan. Aðrir
B Tcda b t PdVd landslag og náttúr a
Á sýningunni Betur sjá augu er að finna ljósmyndaverk eftir 34 konur sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið við ljósmyndun hér á landi – flestar sem atvinnuljósmyndarar en einstaka sem áhugaljósmyndarar. Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og starfaði hér á landi var Nicoline Weywadt sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni á Austfjörðum árið 1872. Sýningin nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndaranna eftir því fjölbreytt. Sýningin er afrakstur tveggja ára rannsóknar vinnu Katrínar Elvarsdóttur, ljósmyndara og sýningarhöfundar við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands. Ljósmyndirnar valdi sýningarhöfundur út frá fagur fræðilegum forsendum. Lögð var áhersla á myndir þar sem persónuleg sýn og sköpun
70 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
ljósmyndaranna nýtur sín og sem endurspegla um leið iðjusemi þeirra og áhuga á starfi sínu. Á sýningunni er áhugavert framlag þessara 34 ljósmyndara til ljósmyndasögunnar dregið fram í dagsljósið. Sú staðreynd að ljósmyndararnir eru allir konur kann að hafa haft áhrif á að verk þessi hafa, þar til nú, í mörgum tilvikum ekki fengið þá athygli sem þau eiga skilda. Í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur eru myndir úr flokknum landslag/náttúra. Bók verður gefin út samhliða sýningunni. Í henni er meðal annars að finna ítarlega grein eftir Lindu Ásdísardóttur um ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 og verk eftir ljósmyndara á sýningunni.
Ragnheiður Bjarnadóttir Sofandi maður, ca 1935-45.
76 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Katrín Elvarsdóttir Hvergiland 11, 2009.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 77
Fáðu þér
áskrift fyrir aðeins 1.570 pr. blað +
3 BLÖÐ Á ÁRI
+ FRÍ HEIMSENDING
+ SPARARNAÐUR 380 kr. + MISSIR ALDREI AF BLAÐI
www.ibn.is
„Komi þið sæl. Ég var í sumarbústað um helgina og þar var frænka mín með blöðin ykkar og vá! ...ég kolféll fyrir þeim. Ofsalega falleg blöð með góðu, skemmtilegu, fróðlegu efni og fallegum myndum. Ég er ákveðin í að gerast áskrifandi, en mig langar líka að eignast blöðin sem eru komin út. Get ég keypt þau einhverstaðar eða pantað þau hjá ykkur og fengið þau send heim.“ Guðríður M. Eyvindardóttir
TÍMARIT MEÐ HUGSJÓN
ÁSKRIFT: EITT BLAÐ Í EINU 1.570 kr. ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.950 kr. ELDRI BLÖÐ 850 kr. stk. Póstburðabjald innifalið
Kaupa á netinu: www.ibn.is Í síma: 861 5588
NÝTT
SPARAÐU
græna
með fríðindakortinu
Fyrir hvern er kortið?
VERÐ Fyrir áskrifendur ÍBN 1.500 kr. Almennt verð 3.000 kr.
FR ÍÐI N DI
GRÆNT KORT
Græna kortið er fyrir alla sem vilja versla við fyrirtæki með „græna“ hugsun og spara pening í leiðinni.
Hvernig er það öðruvísi? Á kortinu eru eingöngu fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar á sviðum á borð við umhverfismál, sjálfbærni, ræktun, nýtingu á staðbundnu hráefni, heilbrigði og samfélagslegri ábyrgð.
Hverjir gefa afslátt? (10-20%)
Heppinn korthafi! Þeir sem kaupa sér kort fyrir 15 júní fara í pott og eiga möguleika að vinna helgarferð á Heilsuhelgi með Mörthu Ernstsdóttur. Sjá bls. 62.
KRÚSKA - Veitingastaður BÆNDUR Í BÆNUM - Matvara BÚRIÐ - Ostar o.fl. DITTO/YOGASMIÐJAN - Snyrtivorur Organicnorth.is - Netverslun SÓLEY ORGANICS - Snyrtivörur JURTAAPÓTEKIÐ - Heilsa LITLA GARÐBÚÐIN - Matjurtarækt INDÍSKA - Föt og heimili SPAKSMANNSSPJARIR - Föt FLEIRI FYRIRTÆKI VÆNTANLEG Nánari upplýsingar á ibodinatturunnar.is
Afgangar
HRISTIST FYRIR NOTKUN
Frรก รพvรญ aรฐ รฉg byrjaรฐi aรฐ elda hef รฉg alltaf nรฝtt alla afganga vel. Mรฉr finnst jafnvel erfitt aรฐ horfa รก eftir einni kartรถflu รญ rusliรฐ og finn henni frekar staรฐ รญ nรฆstu mรกltรญรฐ. ร รถrf umrรฆรฐa fรณr nรฝlega รญ gang um รพaรฐ hvaรฐ viรฐ hendum almennt miklu af matvรฆlum og รพvรญ fannst mรฉr upplagt aรฐ draga fram matreiรฐslubรณkina sem รฉg gaf รบt fyrir rรบmum tรญu รกrum og ber titilinn Hristist fyrir notkun โ skapandi matargerรฐ meรฐ รพvรญ sem til er รญ eldhรบsinu. ร bรณkinni merkti รฉg sรฉrstaklega viรฐ รพรฆr uppskriftir sem รฉg taldi รพรก hentugar til aรฐ nรฝta afganga รญ. Og vegna รพess aรฐ รฉg er enn sama sinnis รกkvaรฐ รฉg aรฐ endurnรฝta gamalt og gott efni sem rennur รพรณ aldrei รบt! Texti GUร BJร RG GISSURARDร TTIR
ALLRAHANDA Sร PA โ ร g elda รพessa sรบpu รพegar รฉg รก mikiรฐ af afgรถngum, nenni varla aรฐ elda en langar รญ eitthvaรฐ gott. UPPISTAร AN 4 bollar: Afgangar, grรฆnmeti, kjรถt, fiskur, baunir, pasta, tofu o.fl. (sjรก hugmyndir) LAUKUR 1 stk.: Rauรฐur eรฐa gulur laukur, sellerรญ, blaรฐlaukur, vorlaukur, skalottlaukur, mรก sleppa HVร TLAUKUR 4 rif: Hvรญtlaukskrydd, mรก sleppa NIร URSOร NIR Tร MATAR 2 dรณsir: tรณmatsafi, tรณmatpurรฉ, pastasรณsa, rautt pestรณ, mรก sleppa KRYDD OG BRAGร EFNI Vร KVI 4 bollar: Soรฐ (sjรก hugmyndir) Hitaรฐu olรญu eรฐa smjรถr รญ potti og steiktu laukinn og hvรญtlaukinn รพar til hann er glรฆr og mjรบkur. Settu niรฐurskoriรฐ hart grรฆnmeti og hrรกtt kjรถt รบt รญ fyrst og steiktu รญ nokkrar mรญn. Bรฆttu svo รถรฐru grรฆnmeti og/eรฐa afgรถngum รบt รญ pottinn รกsamt niรฐursoรฐnum tรณmรถtum, kryddi og รถรฐrum hugdettum. Helltu aรฐ lokum ca 4 bollum af vatni (eรฐa soรฐi) รบt รญ. Sjรณddu รพar til grรฆnmetiรฐ er orรฐiรฐ mรกtulega mjรบkt eรฐa รญ ca 15 mรญn. Smakkaรฐu til og kryddaรฐu eftir smekk. Ef รพรบ notar fisk eรฐa ferskt krydd fer รพaรฐ รบt รญ rรฉtt undir lokin.
HUGMYNDIR FYRIR Sร PUNA INNIHALD: 'JTLNFUJ t 5ร OGJTLVS ร Eร T t /BVUBIBLL FยงB BOOBยง LKร U t #FJLPO t 5PSUFMMJOJ t 4ย UBS LBSUร GMVS t 4BMBUCMร ยง t 4ร MยขVSSLBยงJS Uร NBUBS t ย VSSLBยงJS ร WFYUJS t ย VSSLBยงJS TWFQQJS t "OBOBT t )OFUVS t ,BQFST t ย JTUJMIKร SUV t ยปMร GVS t 4ร STBยงBS Hร SLVS t 4PยงJO FHH P GM
SOร OG Vร KVI: 7BUO TBMU t 4ร QVUFOJOHVS
BERA FRAM: ร heilu brauรฐi รพar sem innvolsiรฐ
FยงB Mร GSย OO HSย ONFUJTLSBGUVS t 'MKร UBOEJ LSBGUVS t 4LZOEJOร ยงMVS LSZEEJยง TFN GZMHJS t 5ร NBUTBGJ t &QMBDJEFS t .ZTB t ,ร LPTNKร ML t ,ร LPTWBUO t 3Kร NJ
IFGVS WFSJยง UFLJยง ร S t ยถ HMร TVN TFN GPSSร UUVS t #SBVยงTOFJยง NFยง PTUJ TFUU PGBO ร Tร QVOB PH IJUBยง ร PGOJ FJOT PH GSร OTL MBVLTร QB t 4LPSJยง รบt รญ brauรฐsneiรฐar meรฐ litlum kรถkumรณtum og Mร UJยง GMKร UB PGBO ร Tร QVOOJ t 0GBO ร Tร QVOB FS gott aรฐ setja olรญu, jรณgรบrt, parmesan, kรณkosflรถgur, รพang, ristaรฐa hvรญtlauksbrauรฐmola og ferskt krydd eins og basil, steinselju eรฐa kรณrรญander
ร YKKJA: 4ร TVKBGOBSJ t .Bร TNKร M t ยฝSWBSร U BRAGร EFNI: 4UFJLBSTร TB t 8PSDIFTUFS TIJSF
t 4ร Sร Q t 4UFSL QJQBSTร TB t &EJL t .JTP NBVL FLLJ TKร ยงB t %JKPO TJOOFQ t 1FTUร t 1JQBSSร U t 'FOOJLB MBLLSร TCSBHยง t .BOHร DIVUOFZ t 3JGJOO Tร USร OVCร SLVS t ,ร LPTNKร ML t "GHBOHT SBVยงWร O FยงB IWร UWร O t &OHJGFS t ย BOH FยงB ยขBSJ
84 ร BOร I Nร TTร RUNNAR
t ,ร TLร T t "GHBOHT ISร THSKร O t 3BVยงBS MJOTVCBVOJS t 4UBQQBยงBS LBSUร GMVS t #SBVยง t )OFUVTNKร S t #ZHH t 3Kร NJ t 3JGJOO PTUVS t )MVUJ Tร QVOOBS NBVLBยงVS t )WFJUJ LBMU WBUO hrist saman og hellt hรฆgt รบt รญ pottinn
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 85
FÆST AÐEINS Í APÓTEKUM
NÝTT
Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit. Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinn leika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúkdómalækna.
HÚ Ð VÍSIND I S E M SJÁST
www.eucerin.com/volume-filler
MEIRI FYLLING