í boði náttúrunnar
VOR 201 1
Í boði náttúrunnar ferðalög | matur
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
1.550 kr.
Umhverfi
VOR 2011
Sjálfbærni Ræktun
| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin
mat jurtarækt EINFÖLD SKREF fyrir byrjendur
Rúnar Marvinsson
Nýtir grænmeti hafsins
hlaupum BERFÆTT
Betra fyrir líkamann
TorfbærinN — frábær Fyrirmynd
húðvísindi og náttúran skapa fegurðina
nivEA býður nú nýja vörulínu sem er 95% náttúruleg, inniheldur lífræn virk innihalds efni og er hönnuð með 100 ára reynslu í húðrannsóknum. nivEA pure & natural línan inniheldur nátt úruleg virk efni sem eru lífrænt ræktuð og vottuð með hámarks virkni og öryggi. nivEA leggur einnig áherslu á að nota sjálfbærar framleiðsluaðferðir og endurnýtanlegar pakkningar. Öll nivEA pure & natural línan er án:
aparabena asílikons atilbúinna litarefna asteinefnaolía aPEG bindiefna
UpplifðU áhrif ArgAnolíU á húðinA eitt af lykilinnihaldsefnum pure & natural línunnar er lífræn argan olía sem verndar húðina og mýkir. Lífræna og kaldpressaða arganolían er unnin af Berber konum í Mogador í Marokkó. arganolía inniheldur þrefalt meira magn e vitamíns en ólífu olía og er náttúrulegt
andoxunarefni. Hún inniheldur einnig mikið af nauðsynlegum fitusýrum sem hafa jákvæð áhrif á varnarkerfi húðarinnar. Í heildina er arganolían tilvalin vernd gegn sindurefnum sem verða til vegna umhverfisáhrifa og álags.
BErst við hrUKKUrnAr á náttúrUlEgAn hátt Að eldast er gangur lífsins og með tímanum fara að sjást merki um það á húðinni. Með réttri húðumhirðu getur þú hægt á sýnilegri þróun öldrunar á húð þinni. Pure & Natural Anti-Wrinkle dag- og næturkremið eru fullkomin vopn gegn fínum línum og hrukkumyndun.
Pure & Natural aNti-WriNkle DaGkreM Dagleg notkun hjálpar til við að draga úr sýnileika hrukka á áhrifaríkan hátt og stuðlar að náttúrulegu jafnvægi húðarinnar. Útkoman er mýkri og stinnari húð á aðeins 28 dögum.
auk arganolíu innihalda anti Wrinkle dag og næturkremin þykkni úr burdock ávexti, þetta þykkni inniheldur arctiin sem eykur kollagen framleiðslu húðarinnar. Þessar nýju formúlur minnka hrukkur sannanlega.
Pure & Natural aNti-WriNkle NÆturkreM Sambland af hinum áhrifaríka brudock ávexti og lífrænni arganolíu gefur húðinni þá orku sem hún þarf til að endurnýja sig á næturnar. Dagleg notkun dregur úr öldrunareinkennum ásamt því að hjálpa til í baráttunni við minni teygjanleika húðarinnar og ummerki um öldrun hennar.
Nivea Pure & Natural línan samanstendur einnig af eftirfarandi vöruliðum: Hreinsimjólk, andlitsvatni, róandi dagkremi fyrir þurra og viðkvæma húð og nærandi dagkremi fyrir venjulega og blandaða húð. nú getur þú valið þá vörusamsetningu sem hentar þinni húð fyrir einstaklingsmiðaða húðumhirðu.
dEKrAðU við húð ÞínA MEð MiKlUM rAKA pUrE & nAtUrAl Body lotion – FYRIR VENJULEGA TIL ÞURRA HÚÐ
inniheldur lífræna arganolíu sem veitir húðinni langvarandi vörn og raka meðan húðin helst mjúk og slétt.
pUrE & nAtUrAl Body MilK – FYRIR ÞURRA OG MJÖG ÞURRA HÚÐ
Mjög þurr húð þarf sérstaka umönnun. pure & natural húðmjólkin inniheldur lífrænar argan og jojobaolíur sem saman gera mjög þurra húð yndislega mjúka og teygjanlega aftur.
pUrE & nAtUrAl noUrishing hAndáBUrðUr
Þessi nýji handáburður veitir hámarks vernd og raka fyrir viðkvæmar hendur.
EFNI
Í boði náttúrunnar
24 50 10 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS Daníel Bergmann svarar spurningum um fuglaljósmyndun 12 LITRÍKIR VORBOÐAR Í Grasagarðinum
FORSÍÐA LJÓSMYND Jón Árnason GREINAR Á FORSÍÐU 50 ÍSLENSKI BÆRINN 28 KOMDU Í RÆKTINA 76 BERRASSAÐUR Á XX FÓTUNUM 78 RÚNAR MARVINSSON
FÓLKIÐ
42 PLÖNTUR Fyrir heilsumeðvitaða 44 SJÁLFBOÐASTARF Á vegum SEEDS-samtakanna
14 ÖRLÍTIÐ GRÓÐURHÚS
50 ÍSLENSKI BÆRINN Fyrirmynd vistvænnar hugmyndafræði
27 BÆRINN MINN STYKKISHÓLMUR Guðrún Eva Mínervudóttir
60 UMHVERFISMERKI Hvað þýða þau?
28 KOMDU Í RÆKTINA Allt sem þú þarft að vita til að koma upp þínum eigin matjurtagarði
64 GRÆNI KROSSINN Hjálpar náttúrunni
36 Í UPPHAFI SKYLDI MOLDINA SKOÐA Einföld ráð til að kynnast moldinni
66 GRÆN FRAMTÍÐ Þar sem allir græða
Ritstýra Guðbjörg Gissurardóttir Hönnun Bergdís Sigurðardóttir Ljósmyndir Jón Árnason Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir Texti Þröstur Haraldsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Birgir Jóakimsson, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Rúnar Marvinsson, Martha Ernstsdóttir, Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Prófarkalestur Hildur Finnsdóttir Auglýsingar og dreifing Ewan Callan
6
Í boði náttúrunnar
78
60 28 68 ENDURVINNSLUÞORPIÐ Rís í Gufunesi 70 TOPPURINN Á TILVERUNNI Ævintýraferðir á skíðum 76 BERRASSAÐUR Á FÓTUNUM Hlaupum skólaus 78 RÚNAR MARVINSSON Eldar bráðhollt lostæti sem fáir þekkja 88 SUMARGJAFIR Einstakur siður frá 16. öld
70 FASTIR LIÐIR 8 Ritstjórnarpistill 17 ÞÓRHILDUR ELÍN 18 HEILSUmolar 20 GARÐYRKJUMOLAR 22 bókagagnrýni 24 SÓLEY ELÍASDÓTTIR 92 FRÉTTIR OG NÝJUNGAR 94 smáauglýsingar 98 Minning: ERLA STEFÁNSDÓTTIR
ÁSKRIFTAR TILBOÐ Í boði náttúrunnar
Þrjú blöð
3.480 kr. + burðargjald
Sjá nánar á
bls 9
Eða á vefsíðu okkar
www.ibn.is
Útgefandi: Í boði nátúrunnar Heimilisfang: Svarfaðarbraut 6, 620 Dalvík Sími: 861 5588 Netfang: ibn@ibn.is Veffang: www.ibn.is Lausasöluverð: 1.550 kr. ISSN-1670-8695 Prentun Oddi, UMHVERFISVOTTUÐ prentsmiðja
Í boði náttúrunnar
7
RITSTJÓRN „Nemar í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands vildu vekja athygli á skorti á grænum svæðum í Reykjavík í samhengi við það að rannsóknir í umhvefissálarfræði sýna að nálægð við náttúruna hleður manneskjuna orku. Í tengslum við HönnunarMars útbjuggu þau garð á gömlum pallbíl og buðu upp á náttúruhleðslu. Ég þáði gott boð.“
mánuðum síðar, sit ég og vinn við vorblaðið með útsýni yfir Dalvíkurhöfn og fylgist með sjóferðum. Við þessar breytingar hefur athyglin óneitanlega beinst að því sem er að gerast fyrir norðan. Í gegnum Jökul Bergmann, nágranna minn, komst ég til dæmis að því að á vorin eru fjöllin hér í nágrenninu nýtt á frábæran hátt. Þá býður hann – og fleiri – upp á magnaðar skíðaferðir sem ég hafði ekki hugmynd um og ákvað að skoða nánar í vorblaðinu. Fyrir fólk eins og mig, sem heldur sig aðallega við venjulegar skíðabrekkur, er vorið þó tíminn þegar allt er að lifna við. Fuglasöngur hljómar í öllum görðum, græn strá fara að gægjast undan brúnu laufi og nýja brumið gefur frá sér ilm sem er engu líkur. Vorverkin í garðinum og undirbúningur fyrir matjurtaræktina er að komast í gang og af því tilefni höfum við helgað ræktinni nokkurt pláss í blaðinu. Við hjónin byrjuðum sjálf að rækta í kjölfar útvarpsþátta um matjurtarækt fyrir tveimur sumrum sem báru einnig nafnið Í boði náttúrunnar. Við ákváðum því að birta grein sem sýndi fram á að ræktun væri eins auðveld og skemmtileg og raun ber vitni. Efnafræðileg hugtök fengu ekkert rými í jarðvegsgreininni þar sem skynfærin sjón og snerting eru látin skera úr um gæði jarðvegsins. Hver skilur hvaða gagn fosfór, kalí og kolefni gera í garðinum? Allavega ekki ég. Svokallaður Grænn apríl er nú í fyrsta skipti genginn í garð á Íslandi og augu manna beinast að ýmiss konar umhverfismálum. Áhugi okkar hjá ÍBN á grænum lífsstíl fær útrás í vorblaðinu og við förum um víðan völl. Hæst ber þó umfjöllunina um íslenska torf bæinn og fræðslusetrið sem Sumir myndu kalla mig hrifnæma og áhrifagjarna Hannes Lárusson myndlistarmaður er að byggja – og kannski örlítið klikkaða á köflum. En ég kalla upp í kringum hann. Þar kemur fram að íslenski torf bærinn er eitt besta dæmið í víðri veröld um það að flytja frá borginni til Dalvíkur snilldarsvokallaðan grænan arkitektúr. hugmynd og bráðnauðsynlega breytingu til að Umhverfið leikur stórt hlutverk í okkar festast ekki í viðjum vanans þar sem dagleg rútína, andlegu líðan. Nemar í umhverfisskipulagi við skutl og aðrar skyldur verða svo fyrirferðarmikil Landbúnaðarháskóla Íslands vildu vekja athygli á að hvert árið af öðru líður hjá og rennur saman skorti á grænum svæðum í Reykjavík í samhengi við það næsta. Ég hafði aldrei búið úti á landi, við það að rannsóknir í umhvefissálarfræði sýna þekkti engan á Dalvík og hafði í raun ekkert þangað að sækja en það má segja að þessi breyting að nálægð við náttúruna hleður manneskjuna orku. Í tengslum við HönnunarMars útbjuggu þau sé í boði náttúrunnar. Við vinnslu vetrarblaðsins garð á gömlum pallbíl og buðu upp á náttúruheimsóttum við hjónin gistiheimili á Dalvík og hleðslu. Ég þáði gott boð (sjá mynd). Hvert skyldi eftir tveggja daga dvöl fórum við heim með góða ferðinni næst verða heitið? grein og plön um að setjast þar að. Nú, nokkrum
Ungfrú Dalvík Guðbjörg Gissurardóttir
8
Í boði náttúrunnar
SUMAR HAUST VETUR
Í boði náttúrunnar Tímarit án rotvarnarefna!
VOR
R Í U K I R L T I P O S I F F A K
ÁSKRIFTAR TILBOÐ 25%
afsláttur af verði í lausasölu
g!! málið í da r e P U C KEEP ta t og fjölno n æ v s fi r e v - Umh ferðamál ð litina og e m r é þ u t - Leikt t eigið útli t i þ u ð a n han
+fsláttur af
3O kr. aota máli kaffi í fjöln
H2 hönnun
VOR ÁSKRIFTAR TILBOÐ
3.480 KR. RAFRÆN ÁSKRIFT 2.320 KR.
+ heimsending >> 3 blöð <<
>> 3 blöð <<
KAUPIÐ ÁSKRIFT Á netinu: www.ibn.is Í síma: 861 5588
191 144 Kaffihús
www.kaffitar.is
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur í rúman áratug flakkað um gjörvallt Ísland, bæði einn með ljósmyndavélina og með hópa erlendra áhugaljósmyndara. Daníel er talinn vera meðal fremstu náttúruljósmyndara Evrópu og var sem slíkur valinn til þátttöku í verkefninu Wild Wonders of Europe fyrir hönd Íslands. Framlag hans til verkefnisins var að ljósmynda íslenska fálka. Bók um fálkann á Íslandi er væntanleg næsta vetur.
Undir berum himni Myndir DANÍEL BERGMANN
Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á fuglaljósmyndun? Ég byrjaði að ljósmynda fugla rétt fyrir aldamótin. Ég ákvað einfaldlega að leggja fyrir mig náttúruljósmyndun, fjárfesti í sæmilega öflugri aðdráttarlinsu, fyllti töskuna af filmum og lagðist út í náttúruna. Ég vissi nánast ekkert um fugla en hafði góðan grunn í ljósmyndun og hafði komið þar víða við. Meðal annars hafði ég töluvert myndað íþróttir, sem reyndist góður grunnur til að fanga atferli fugla þar sem hlutirnir gerast hratt og ljósmyndarinn þarf að bregðast fljótt við.
Áttu uppáhaldsstaði til að taka myndir af fuglum? Mývatnssveit er tvímælalaust minn uppáhalds fuglastaður. Vorið er sérstaklega skemmtilegt, þegar tilhugalíf vatnafuglanna er í hámarki og náttúran er að umbreytast úr vetrarham og gróðurinn vaknar af dvala. Sjófuglabyggðir eru líka heillandi staðir. Hvergi er lundinn eins gæfur og í Látrabjargi og í Skoruvíkurbjargi á Langanesi líður mér alltaf eins og ég sé einn í heiminum. Mér finnst fátt betra en tilfinningin sem fylgir því að vera einn úti í náttúrunni. Og því lengur sem ég dvel við slíkar aðstæður opnast fyrir fíngerðari skynjun sem tilvera borgarlífsins deyfir. Skynfærin verða næmari og nálægðin við sjálfan lífsneista náttúrunnar verður áþreifanleg. Hvaða aðferðir og tækjabúnað notar þú? Í upphafi lagði ég mikla áherslu á að komast sem næst fuglunum enda hafði ég ekki eins öfluga linsu og ég hef nú. Til þess að komast í myndafæri notaði ég bílinn, skreið, læddist eða sat í felutjaldi. Nú nota ég mest bílinn því þannig er hægt að komast nokkuð nálægt sumum tegundum og það er þægilegt að sitja inni við með linsuna hvílandi á glugganum. Felutjald nota ég þegar ég mynda á fuglaríkum stöðum og í nánd við ránfugla. Ég nota oftast 500 mm linsu. Því öflugri sem linsan er því meira rými hefur maður og þarf ekki að komast eins nálægt viðfangsefninu. Þó er fuglaljósmyndun í grunninn ekkert frábrugðin annarri ljósmyndun þar sem birta, mynduppbygging, tímasetning og flæði þurfa að smella saman til að skapa flotta ljósmynd. www.danielbergmann.com www.wild-wonders.com
10
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
11
— 04 04 2011
– Grasagarðurinn í Reykjavík
Litríkir vorboðar
Skógarblámi
12
Í boði náttúrunnar
Alpamítur
Túlípani
Myndir Jón Árnason
Vorboði
LappasvĂŚfla
�
lönturnar eiga að geta lifað nokkuð lengi þarna inni, jafnvel í nokkra mánuði. Eins og flestir vita nýta plöntur koltvísýring úr loftinu og breyta í súrefni og því ættu þessar plöntur ekki að geta lifað mjög lengi. Það sem færri vita er að plönturnar gefa einnig frá sér koltvísýring við þetta ferli og auk þess anda plöntur og til þess nýta þær súrefni og gefa frá sér koltvísýring. Þannig skapast hringrás sem gerir það að verkum að plönturnar geta lifað við slíkar aðstæður. Að lokum þarf þó líklega að losa lokið örlítið og hleypa nýju lofti inn þar sem þetta jafnvægi er ekki algert. Aðrar útfærslur á þessu má einnig prófa eins og að snúa krukkunni við – Þá snýr lokið upp sem gerir ræktunina jafnvel enn auðveldari og aðgengilegri.
14
Í boði náttúrunnar
Ör – lítið �róðurhús Texti og myndir G.G.
Þetta litla gróðurhús er fallegt og einfalt í framkvæmd, gleður augað og lífgar upp á heimilið og er einnig tilvalin lítil, græn gjöf. Það eina sem þú þarft til verksins er tóm glerkrukka með loki, mold, mosi og falleg smáplanta sem þú finnur í næsta nágrenni.
1 Þú byrjar á því að þvo og hreinsa límmiða af glerkrukkunni sem þú ætlar að nota. Farðu svo í göngutúr (í mínu tilviki var það Grasagarðurinn í Reykjavík) og hafðu augun opin fyrir mosa á gangstéttarbrúnum og gömlum steinum. Gott er að hafa með sér hníf til að skafa upp mosann og plastpoka. 2 Finndu svo fallegar litlar plöntur til að hafa með. Taktu þær varlega upp úr jarðveginum með rótinni á. Ekki láta líða of langan tíma þangað til plönturnar fara aftur í mold. Þær eru mun viðkvæmari en mosinn.
3 Þegar þú hefur safnað þessu saman er tími til kominn að búa til þitt litla gróðurhús. Þá tekur þú smávegis af mold og setur inn í krukkulokið og vökvar örlítið svo að moldin sé rök. 4 Tíndu öll dauð laufblöð og strá úr plöntunum og veldu þá samsetningu sem þér finnst falleg. Ekki er gott að hafa of mikið af plöntum; oft bara fallegt að vera með eina eða tvær. 5 Stingdu plöntunum ofan í moldina og mosanum í kring.
6 Settu krukkuna síðan varlega yfir plönturnar á lokinu og skrúfaðu hana fasta. Litla gróðurhúsið ætti ekki að þurfa frekari vökvun nema að lokið sé ekki nægilega þétt. Þá er best að losa lokið örlítið frá krukkunni og hella dálitlu af vatni á.
Í boði náttúrunnar
15
Hugsaðu
jákvætt, það er léttara Fellsmúla 28, sími 562 7570 Opið virka daga kl. 12–18 Endurvinnslustöðvar SORPU taka við notuðum munum og Góði hirðirinn selur þá til ágóða fyrir líknarfélög
ibn FJÖLSKYLDAN
Lífsins elexír
Texti Þórhildur Elín Elínardóttir Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
Í leitinni að lífsins sanna elexír hefur allt með viðskeytinu „náttúrulegt“ lengi verið hvetjandi. Skynsamasta fólk lætur selja sér þá hugmynd að venjulegur, fjölbreyttur matur í hæfilegu magni sé einn og sér ávísun á vannæringu og til að halda heilsu þurfi aukalega „náttúrulegt“ verksmiðjuframleitt vítamínduft í hylkjum. Að við, sem flest erum afkomendur þeirra sem með seiglu og aðlögunarhæfni þraukuðu svartadauða og móðuharðindi, þurfum í alvörunni líka að pressa daglega staup af hveitigrasi og lítravís úr lífrænum ávöxtum því annars fáum við alls konar gigt og verðum eitthvað svo voðalega slöpp. Í hvert skipti sem ég heyri talað um goji-ber og kókosvatn sem stórkostlegt og hið eina sanna náttúrulega (nema hvað!) ofurfæði vaknar mótþróaþrjóskuröskunin og ég umbreytist í einu vetfangi í spangólandi afdalabónda sem heimtar feitt kindakjöt og soðnar rófur á diskinn sinn. Kenning mín er einföld: Að í bland við almennt og skynsamlegt og venjulegt fóður höfum við bara gott af því að innbyrða hæfilega mikið af reyktu, steiktu, feitu og sætu. Þótt ekki væri til annars en að efla ónæmiskerfið. Fái kroppurinn engar ögrandi inntökur að kljást við verðum við að lokum þau viðkvæmu blóm sem lífræna hveitigrasfólkið boðar, þolum ekkert mótlæti og deyjum úr einhverju smotteríi – sinadrætti, fjörfiski eða sjálfsvorkunn. Líklega væri Bændablaðið skynsamlegri vettvangur fyrir svona öfgaskoðanir, enda var ekki meiningin að kvarta heldur skrifa eitthvað sniðugt um endurvinnslu. Hana þekki ég reyndar einkum úr öðrum pistlum og svo einni fræðslubók fyrir almenning sem ég keypti dýrum dómum á viðkvæmu augnabliki hér um árið. Samt holar dropinn steininn svo að sú sem áður trommaði hreint samviskulaus út í tunnu með ál, gler og batterí í kílóavís, baukar nú við frumstig viðráðanlegrar endurvinnslu. Batteríin urðu fyrst til að eignast sitt eigið box sem tekur bara tíunda part úr skúffu. Auk þess er hægt að fresta mánuðum saman að fara með þau út í Sorpu án þess að heimilið fari að lykta eins og rotin borðtuska. Undirbúningurinn að fyrsta alvöru endurvinnsluskrefinu tók hins vegar nokkurn tíma því fjölskyldan bjó þröngt og lengi fannst mér valið standa á milli fatahengis og endurvinnslutunnu fyrir dósir og flöskur. Þannig kom skortur á einum fermetra lengi í veg fyrir að ég gengi um með mynd af umhverfisvæna svaninum í barminum. Árum síðar fékk ég loks skapandi hugmynd um að tunnan gæti vel staðið úti á svölum og hófst þá endurvinnsluferðalag fjölskyldunnar. Það byrjaði í Ikea – auðvitað – sem selur svalatunnur. Síðan þá erum við farin að flokka fleiri tegundir af umbúðum og leggjum þannig okkar litla lóð aðeins oftar á vogarskálina. Svo undarlegt sem það nú er, þá blasir við að því fleira sem flokkað er og skilað, því meira eykst samviskubitið yfir hinu sem ekki er gert. Kannski verður takmarkið með tímanum að lifa í sjálf bærum vistkerfishring, kaupa aðeins lífrænt ræktað og að þungamiðja tilverunnar snúist um endurvinnslu – hver veit? Í boði náttúrunnar
17
HEILSA & NÆRING
Hnetukúlur ½ bolli valhnetur, saxaðar ½ bolli möndlur, saxaðar 2 msk. möndluhveiti 1 stútfull msk. gæðakakó 3 stútfullar msk. hnetusmjör ½ bolli hlynsíróp ¼ tsk. sjávarsalt Blandið öllu saman í skál (þurrefni fyrst) og búið til litlar kúlur. Veltið þeim svo upp úr blöndu af möndluhveiti og söxuðum hnetum. Sniðugt er að skipta deiginu í tvennt og bæta 2 tsk. af rifnum appelsínuberki saman við annan hlutann.
Hráfæðinammi — Næring sem bragð er að
Nammi sem gert er úr lifandi fæðu inniheldur mikið magn næringarefna, ólíkt því hefðbundna. Þar sem það hefur líka minni áhrif á blóðsykurinn, dettur maður ekki í skyndiorku-vítahringinn. Það er hægt að borða hráfæðinammi oft og með glöðu geði, vitandi að maður er að næra bæði líkama og sál í hverjum bita! Til þess að fá bragðbesta nammið með mestu næringunni, skuluð þið velja lífrænt ræktaðar vörur. Báðar uppskriftirnar gera um það bil 30 litlar kúlur. Þær geymast best í kæli en má einnig frysta.
Kókosboltar 1 bolli kókosmjöl ½ bolli pecan-hnetur ½ bolli möndlur ½ bolli apríkósur 1 bolli döðlur 1 tsk. kanill ¼ tsk. sjávarsalt ¼ tsk. engifer Setjið hneturnar í matvinnsluvél og hrærið þar til þær eru orðnar að dufti. Bætið þá kókosmjöli, kanil, salti og engiferi saman við og hrærið létt. Setjið að lokum döðlurnar og aprikósurnar saman við og hrærið þar til deigið er orðið vel klístrað. Búið til litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli eða sesamfræjum. Kælið.
Texti Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, heilsuþjálfi, www.transform.is
10
HLAUPAHEILRÆÐI
05 Hlustaðu á líkamann. Leyfðu líkama þínum og innri visku að vísa þér veginn varðandi álag. Mest er ekki alltaf best.
MARTHA ERNSTSDÓTTIR 01 Þurrkaðu úr huga þínum mýtuna: „Það geta ekki allir hlaupið/skokkað“. 02 Hafðu hugfast að veður er hugarástand. Veðrið er oftast betra úti en það virðist vera innan dyra. Ekki nota veðrið sem afsökun.
Mynd HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
Hlustaðu á líkamann — Leyfðu líkama þínum og innri visku að vísa þér veginn varðandi álag. Marta Ernstsdóttir, hlaupari.
18
03 Semdu við fjölskylduna/ sjálfan þig um tíma til að fara út að ganga/skokka/hlaupa. Veldu dag og tíma og gerðu hann að heilögum tíma! Gott er að mæla sér mót við félaga og æfa saman. 04 Þurrkaðu úr huga þínum: „Ég hef ekki tíma“. Allir eiga til 15-20 mín. 15 mínútur eru 15 mínútum meira en 1 mínúta! Ekki nota tímaleysi sem afsökun.
06 Settu þér raunhæft skammtímamarkmið og langtímamarkmið. Gefðu þér góðan tíma til að ná árangri, minnst 12 vikur. 07 Miðaðu alltaf við sjálfa(n) þig en ekki félaga þinn. Þú þekkir líkama þinn best og hvað hann þolir. 08 Æfðu reglulega (3-4 x í viku) en ekki í skorpum (t.d. 7 x í einni vikunni en 0 x í hinni). 09 Í upphafi skaltu hafa gönguhlutfallið á móti skokkinu 70/30 og eftir nokkrar vikur getur þú aukið hlutfall skokksins á móti göngunni. 10 Nýttu þér mátt hugans til að halda áfram þótt á móti blási af og til. Notaðu gleðina, jákvæðnina og frelsið til að hjálpa þér.
Í boði náttúrunnar
Krúska-pl
SÚpErSalaT Safar laSagna grænmETiSréTTir kjÚklingaréTTir SÚpur nýbakað brauð SalöT EfTirréTTir O.fl.
Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík S: 557-5880 kruska@kruska.is kruska.is Í boði náttúrunnar 19 Opið alla virka daga frá 11:00-20:00
Krúska-plakat.indd 2
3/31/11 11:05:27 AM
GRÓÐUR & RÆKTUN
m
marapr•íl aprma• í m
eb
m
es
eb
a•rs
rf
m
marapr•íl aprma• í a•rs
e
dv
dv
s •janúar janf
K
ebr •úa
CY
CMY
r bdee
MY
ágs
e•m
Y
CM
jún júl•í júlág•úst
í jún•
n tó•bero k ó t v e • mb neró
K
M
08:54
seer opk
CMY
C
aí
7.4.2011
mb te•
CY
e
1
úp
MY
ágs
n tó•bero k ó t v e • mb neró
CM
jún júl•í júlág•úst
Sadalmanak_Natturan.pdf
seer opk
Y
09:03
mb te•
M
7.4.2011
úp
C
a
n•í íj ú
1
es
Sadalmanak_arstidir_natturan.pdf
e•m
r bdee
s •janúar janfeb
r•úa
rf
Á vef Náttúrunnar er að finna mikið magn upplýsinga um ræktun og meðhöndlun jurta sem þær Guðrún A. Tryggvadóttir og Hildur Hákonardóttir hafa unnið. Þar má einnig finna skemmtilega hannað sáningardagatal, byggt á upplýsingum úr sáðalmanaki Maríu Thun, tekið saman og einfaldað í samvinnu við Guðfinn Jakobsson í Skaftholti. Sáningaralmanak Maríu Thun, sem fyrst leit dagsins ljós á sjötta áratugnum, byggist á innbyrðis afstöðu reikistjarnanna. María, sem er fædd og uppalin í Þýskalandi, man eftir matarskortinum eftir seinni heimsstyrjöldina og fékk strax í bernsku áhuga á að bæta gæði og magn uppskerunnar. María, sem nú er orðin langalangamma, hefur alla ævi gert tilraunir með plöntur og mismunandi vöxt og þroska þeirra eftir því hvenær þeim er sáð. Hún vinnur út frá kenningum Rudolfs Steiner og er í dag einn helsti sérfræðingur lífefldrar ræktunar (bíódýnamískrar ræktunar). Eitt sinn sáði hún radísum á hverjum degi allan uppskerutímann til að komast að því hvaða sáning heppnaðist best. Og þessi aðferð hennar virðist virka því fjöldi ræktenda víðsvegar um heiminn sáir eftir þessu dagatali. Sjá nánar á www.natturan.is
Óvinirnir — Ætigarðurinn kemur — aftur út í maí.
NAMMIBOX
— Fullkomin fyrir græðlingana Í stað þess að kaupa sérhannaða sáðbakka mælum við með því að þú heimsækir næstu sjoppu og sníkir nokkur nammibox. Þau kosta ekkert, enda er þeim hent í stórum stíl. Þetta eru létt en sterk box sem staflast vel þegar þau eru ekki í notkun; hin fullkomnu litlu sáðbox. Til að gera forræktunina sem þægilegasta er svo hægt að kaupa moldartöflur, sem fást samþjappaðar og líta út eins og gömlu gostöflurnar (fást þó ekki í sjoppunni), en þegar búið er að leggja þær í bleyti tútna þær út og þá kemur í ljós lítið gat í miðjunni fyrir fræin. Á meðan fræin eru að spíra er gott að halda moldinni rakri með því að úða vatni yfir þau og hafa boxin lokuð nema stutta stund yfir daginn. Þegar farið er að hlýna er gott að setja boxin út smátíma á dag því það undirbýr plönturnar fyrir lífsins storm.
20
Í boði náttúrunnar
„Á vorin skjóta þeir upp kollunum. Húsapunturinn og snarrótin teygja sig inn í beðin. Sigurskúfurinn býr til rótarmöppu niðri í jörðinni og hótar að fara yfir hvar sem honum sýnist og þrengir að öðrum plöntum. Kerfill og kúmenjurt eru vorboðar en vilja líka hasla sér völl alls staðar. Skriðsóley og hóffífill, svo ekki sé talað um túnfífil og súru, arfa, hjartaarfa, elftingu, krossfífil, mýrardúnurt, hlaðkollu, lambaklukku, jafnvel baldursbrá og blágresi og grastegundir sem ég kann ekki nöfnin á – allar neita að láta beðin í friði og berjast um pláss og athygli. En í þessu tauti mínu einn dýrlegan morgun, seint í apríl, fannst mér ég vera stödd úti á leikvangi með hraustum og kraftmiklum krökkum, sem öll kepptust um að láta á sér bera. Það er í eðli þessara plantna að þekja jörðina þar sem hún er opin. Þær halda líklega að matjurtagarðurinn minn sé sár í sverðinum, sem hann auðvitað er, og vilja gera sitt besta til að laga „meiddið“. Ég blessaði yfir lóðina og þakkaði karlinum mínum í huganum en hann hefur hjálpað mér að gera varnargarð úr hellum og sterkum plastdúk kringum beðin. Hann skiptir líka stundum um jarðveg í beðjöðrum, sem harðgresi hefur lagt undir sig. Ég einblíndi á gróskuna og fann styrk villtu flórunnar, þrótt og einbeitni.“ Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi hákonardóttur er að koma út í þriðju útgáfu í maí.
E N N E M M / S Í A / NM4 5 9 6 2
SÁÐALMANAK sem byggiST á afstöðu reikistjarnanna
ILMEFNI ERU EKKI GÓÐ FYRIR HÚÐINA
E N N E M M / S Í A / NM4 5 9 6 2
– OG ÞAÐ VEISTU VEL!
527
ILMEFNI AUKA HÆTTUNA Á OFNÆMI Ofnæmisprófuðu vörurnar frá Neutral auðvelda þér að segja nei við ilmefnum og öðrum ónauðsynlegum viðbótarefnum – án þess að slá nokkuð af kröfum þínum um þau gæði, vellíðan og virkni sem þú átt að venjast. Ilmefni auka hættuna á ofnæmi. Og ofnæmi losnar þú aldrei við. Allar Neutral vörur eru viðurkenndar af astmaog ofnæmissamtökum og meirihluti þeirra er þar að auki Svansmerktur. Gerðu því vel við húð þína og kauptu Neutral næst. Búðu til þitt eigið ilmefnalausa svæði.
040
BÆKUR OKKUR FINNST
BETRI NÆRING – BETRA LÍF
CANDIDA SVEPPASÝKING
MÁTTUR VILJANS
MEÐGANGA OG FÆÐING
— Einkenni og lyfjalaus meðferð
Allt sem þú veitir athygli — vex og dafnar
— Með hómópatíu
Höfundur
Höfundar
Höfundur
Höfundar
Kolbrún Björnsdóttir Útgefandi Veröld
Guðrún G. Bergmann og Hallgrímur Þ. Magnússon Útgefandi Salka
Guðni Gunnarsson Útgefandi Salka
Anna Birna Ragnarsdóttir og Guðný Ósk Diðriksdóttir Útgefandi H2
Það er ánægjulegt þegar manneskja eins og Kolla, með 17 ára reynslu sem grasalæknir, nær að miðla af sinni reynslu og þekkingu á einfaldan og aðgengilegan máta. Bókin er vel upp sett, með skemmtilegum myndskreytingum ásamt uppskriftum frá Sollu. Þótt bókin sé hönnuð sem nokkurs konar kerfi fyrir þá sem vilja byggja upp meltingarveginn og góða heilsu frá grunni, er mikill og góður fróðleikur í henni fyrir okkur hin sem erum kannski ekki alveg tilbúin í 6-12 mánaða hreinsunar- og uppbyggingarferli. Þetta er ekki bók sem snýst um skyndilausnir heldur reynir Kolla að koma með eina varanlega.
Þegar Candida-sveppurinn skaust upp á stjörnuhimininn í heilsuumræðunni hér fyrir allmörgum árum (vil helst ekki muna hvað það er langt síðan), var ég, eins og flestir Íslendingar, greind með sveppinn. Ég tók þetta mjög alvarlega, fór á kúr þar sem ég borðaði hvorki sykur né ger í a.m.k. tvær vikur. Þetta voru hræðilegar tvær vikur þar sem ég komst að því, mér til mikils hryllings, að það var næstum ekkert sem ég gat borðað. Þótt ég væri ekki með nein plön um slíkan kúr aftur, fannst mér ég læra heilmikið af því að lesa bókina. En mikið hefði nú verið gott að hafa hana við höndina fyrir tuttugu árum!
Ég hef lesið nokkrar bækur í gegnum tíðina sem hafa hjálpað mér að skilja lífið og tilveruna betur og bæta mig sem manneskju. Þetta er ein af þeim bókum. Þótt ég hafi ekki farið í gegnum hana alla, enda 300 blaðsíður, hef ég gripið niður í hana hér og þar. Bókin er nú á náttborðinu mínu og mér finnst afskaplega gott að lesa nokkrar blaðsíður fyrir svefninn og enda þannig daginn á fallegum og uppbyggjandi hugleiðingum.
Ég er svo heppin að eiga vinkonu sem er hómópati og hún sá mér fyrir hómópataremedíum fyrir allar fæðingar barnanna minna. Hómópatía eða smáskammtalækningar hjálpa líkamanum að lækna sig sjálfur. Þetta er engin töfralausn, enda þarf stundum að prófa fleiri en eina remedíu áður en sú rétta finnst. Þessi bók er mjög áhugaverð og gagnleg fyrir barnshafandi konur sem vilja kynna sér þessa mildu meðferð við nær öllu sem tengist meðgöngu og fæðingu. Aftast er tafla sem hjálpar og auðveldar val á remedíum.
22
Í boði náttúrunnar
GRÆNT & VISTVÆNT Umsjón Sóley Elíasdóttir
Kroppasmjör Innvortis & útvortis næring
Þar sem húðin er stærsta líffæri líkamans eigum við bara að bera á hana það sem við getum einnig látið ofan í okkur. Hér er einföld uppskrift að „kroppasmjörkremi“.
Birki — Vorboðinn ljúfi Birkið er mögnuð planta, bæði innvortis og útvortis. Snemmsumars er birkilaufið öflugast en síðsumars er það börkurinn sem er öflugastur. Laufið hefur vatnslosandi áhrif og er líka mjög gott fyrir slímhúðina. Birkilaufið er einstaklega góð jurt gegn blöðrubólgu og þvagfærasýkingu. Þá mæli ég með notkun ósykraðs trönuberjasafa með birkilaufi sem öflugum drykk gegn þvagfærasýkingu.
100 g af Shea-smjöri Hefur verið notað í Afríku í margar aldir vegna þess hversu heilandi það er fyrir húðina. Fæst í Jurtaapótekinu. 50 g möndluolía Hún mýkir, róar og er góð fyrir allar húðtegundir. 20 g kókosolía Hún gefur góðan raka og ver húðina á margan hátt, er t.d. góð sólvörn. Blandan er hituð í vatnsbaði og hrærð saman í hrærivél. Á meðan á því stendur er gott að bæta við nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu — auðvitað eftir þínum smekk. Kælið og njótið.
— Mögnuð heilsubót Vorið er tíminn til að tína rætur. Ætihvannarrót var bæði notuð sem fæða og lækningarplanta á árum áður en túnfífilsrótin er ein sú almagnaðasta. Víða er þó blessaður túnfífillinn til ama, t.d. í görðum og túnum, og því er tilvalið að grafa rótina upp á vorin áður en hann fer í blóma og nýta hann sér til heilsubótar. Til að ná rótinni er best að nota mjóa stálskóflu og stinga hana upp. Veljið úr stórar, heilbrigðar og fallegar rætur. Leggið svo torfið aftur yfir til að skilja ekki eftir holu í túninu. Fíflarótin inniheldur m.a. A-, C- og D-vítamín ásamt öðrum næringarefnum. Rótin á m.a. að hjálpa til við að koma jafnvægi á lifrina og gallblöðruna vegna einstakra eiginleika hennar til að melta/brjóta niður fitu sem brotnar illa niður í líkamanum. Rótin á einnig að hjálpa líkamanum að losa sig við gallsteina og er sögð vera sú öflugasta þegar kemur að þvagræsandi eiginleikum. Fíflarótin er því fyrst og fremst hreinsandi fyrir líkamann, um leið og hún er stútfull af fæðubótarefnum. Ef ætlunin er að geyma rótina er best að geyma hana í mold eða í ísskáp í einhvern tíma. Hægt er að búa til jurta-extrakt úr rótinni sem hjálpar líkamanum að hreinsa sig og næra um leið.
24
Í boði náttúrunnar
Túnfífilsrótar-extrakt 500 ml vodka 200 g smátt skorin fersk túnfífilsrót eða 100 g þurrkuð túnfífilsrót
Túnfífilsrótar-grasavatn 1 l vatn 8 msk. smátt skorin fersk túnfífilsrót eða 4 msk. þurrkuð túnfífilsrót
Látið rótina liggja í vodka í ca. tvær til þrjár vikur og hristið eða hrærið í daglega fyrstu dagana. Setjið ¼ tsk. af extrakti í vatnsglas og drekkið þrisvar á dag til að ná sem bestum áhrifum.
Sjóðið rótina í vatninu í einn klukkutíma. Notið ½ dl kvölds og morgna og geymið í ísskáp þess á milli.
Í boði náttúrunnar
25
flugfelag.is
Alltaf ódýrara á netinu GRÍMSEY ÞÓRSHÖFN
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR AKUREYRI EGILSSTAÐIR GRÆNLAND NUUK KULUSUK NARSARSSUAQ CONSTABLE POINT ILULISSAT
REYKJAVÍK
FÆREYJAR
Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. 26 Í boði náttúrunnar
Smelltu þér á flugfelag.is, taktu flugið og njóttu dagins.
ÍSLENSKA SIA.IS FLU 54263 03. 2011
Aðeins nokkur skref á netinu og þú ferð á loft
BÆRINN MINN Guðrún Eva Mínervudóttir RITHÖFUNDUR Guðrún Eva dvaldi í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins í Stykkishólmi um níu mánaða skeið og vann þar að ritun skáldsögunnar Skaparinn sem kom út hjá JPV árið 2008. Eftir þessa dvöl hefur Stykkishólmur ætíð skipað stóran sess í hennar hjarta.
1
4
2
„Minningin um það er hálf-óraunveruleg, eins og að minnast þess að hafa verið í himnaríki. Hrossaskítslyktin sem barst með golunni, glampandi öldurnar í sólskininu.“
3Bókasafnið
Í Stykkishólmi er stórt og gott bókasafn undir styrkri stjórn Ragnheiðar Óladóttur. Þangað er gott að koma að ná sér í lesefni og þar eru einnig haldnir upplestrar og aðrar uppákomur. Þegar ég dvaldi í Hólminum las ég óhemjumikið, meðal annars allar ævisögur söngkvenna sem leyndust í hillum bókasafnsins.
4Narfeyrarstofa
Dásamlegur veitingastaður sem er starfræktur allt árið, þó svo að viðskiptin séu auðvitað með minna móti á veturna. Þegar ég var í Hólminum var boðið upp á plokkfisk á föstudögum og hamborgaratilboð á sunnudögum. Uppáhaldið mitt var samt þorskhnakkinn með grænmeti og kartöflum.
þtykki°hólmu‡ 5Ölkeldupotturinn
1Vatnasafnið
Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi er ekkert slor. Litla líkamsræktarstöðin þjónar sínu hlutverki með sóma og sundlaugin er eiginlega bara fullkomin. Það besta við hana er heitur pottur sem lætur ekki mikið yfir sér en er fullur af steinefnaríku ölkelduvatni sem dælt er beint upp úr jörðinni. Vatnið er sagt lækna exem og önnur húðvandamál og það getur svo sem vel verið.
Vatnasafnið er ekki safn, heldur listaverk sem búið var til úr gamla amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Húsið sjálft og staðsetningin eru auðvitað algert listaverk, útsýni bæði yfir bæinn og sjálfan Breiðafjörðinn með öllum eyjunum. En innsetningin eftir bandarísku listakonuna Roni Horn er líka alveg þess virði að sjá; risastórar súlur fylltar vatni úr jöklum landsins. Það er engin leið að lýsa þessu í svona stuttum dálki. Hver og einn verður bara að sjá það með eigin augum.
ÍSLENSKA SIA.IS FLU 54263 03. 2011
2Hvíti vegurinn
Með fram sjónum, frá hesthúsunum, fram hjá flugvellinum í átt að Ögri liggur lítill vegur eða reiðgata úr hvítum skeljasandi. Það er bara fallegasti vegarspotti sem ég hef séð og sumarið 2007 hjólaði ég hann endanna á milli næstum á hverjum degi. Minningin um það er hálf-óraunveruleg, eins og að minnast þess að hafa verið í himnaríki. Hrossaskítslyktin sem barst með golunni, glampandi öldurnar í sólskininu.
5 3
Í boði náttúrunnar
27
28
Í boði náttúrunnar
�omdu í ræktin� Allt sem þú þarft að vita til að koma upp þínum eigin matjurtagarði
Þegar fólk byrjar að rækta grænmeti er það oft og tíðum vegna áhuga þess á að rækta sinn eigin mat. Þegar það er svo komið af stað, áttar það sig á því að matjurtarækt er svo miklu, miklu meira en bara það. Þetta verður að áhugamáli sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og býður upp á útiveru, hreyfingu og ekki síst andlega næringu. Að koma upp sínum eigin matjurtagarði er einstaklega ánægjuleg og tiltölulega einföld aðgerð, en krefst dálítillar þolinmæði og natni. Eins og alltaf þegar tekist er á við nýja hluti er nauðsynlegt að undirbúa sig vel í upphafi, vera skipulagður og gefa sér góðan tíma. Stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að byrja og umfram allt ekki að láta óttann við að mistakast lama framtakssemina.
Texti BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR & GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Ljósmyndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR & JÓN ÁRNASON
Fjölbreytileikann er ekki bara að finna í úrvali mismunandi matjurta heldur líka í hönnun og útliti matjurtagarðsins. Garðurinn er ekki síður til að gleðja augað og andann.
30
Í boði náttúrunnar
staðu�
hvar er best að hafa garðinn?
Eins og okkur mannfólkinu líður matjurtunum best á sólríkum og skjólgóðum stöðum. Skjólið geta plönturnar fengið frá runnum, grjóthleðslu eða skjólveggjum en einnig er upplagt að hafa matjurtir uppi við skjólsælan húsvegg sem varpar líka hita á plönturnar. Það er óþarfi að binda sig við hefðbundinn ferkantaðan garð og matjurtir má setja niður innan um annan gróður í beðum sem fyrir eru í garðinum, svo framarlega sem jarðvegurinn er frjósamur og sólin nær að skína á þær. Forðast skal að velja matjurtagarðinum stað þar sem vatn safnast fyrir því blautur jarðvegur er kaldur og súrefnissnauður. Einnig þarf að vera gott aðgengi að plöntunum svo að hægt sé að sinna þeim án þess að þurfa að stíga í beðið sjálft því það þjappar moldinni saman og hindrar nauðsynlegt súrefnisflæði. Vel hirtur matjurtagarður getur verið mikið augnayndi og ef aðstæður leyfa er um að gera að hafa hann á áberandi stað í garðinum.
stærð
Hvað á ég að hafa garðinn stóran?
Vænlegast til langvarandi árangurs er að byrja smátt. Það má alltaf stækka garðinn seinna og bæta við nýjum tegundum eftir því sem reynslan og áhuginn eykst. Stærð matjurtagarðsins þarf ekki að vera nema einn til fimm fermetrar í upphafi. Einn til tveir fermetrar duga t.d. til að sjá meðalfjölskyldu fyrir salati allt sumarið. Hæfileg breidd á beðum er 90-120 cm og algengt er að hafa hjólbörubreidd á milli beða svo að þægilegt sé að athafna sig. Stórir pottar og ýmis ílát eru einnig hentug fyrir salöt og krydd og þægilegt að hafa nálægt eldhúsinu eða grillinu. Mikilvægt er að ílátin dreni vel með gati á botninum. Að rækta grænmeti tekur tíma, það er því ráðlegt að ætla sér ekki um of á meðan verið er að kynnast og læra inn á þetta nýja áhugamál.
framkvæm�
Gott er að nýta gömul borð eða spýtur í upphækkuð beð.
Hvernig bý ég til garðinn?
Þegar búið er að ákveða staðsetningu, stærð og form matjurtagarðsins byrjar loks líkamlega vinnan sem mörgum finnst ekki síður nærandi en gómsætt grænmetið. Það eru margar útfærslur og aðferðir til þegar kemur að því að útbúa matjurtagarð en það sem skiptir í raun mestu máli er frjósamur jarðvegur. Í greininni „Í upphafi skyldi moldina skoða“ á bls. 35 er kafað ítarlega ofan í moldina og hvað þarf til að gera hana sem næringarríkasta. Hvort sem grasflöt er tekin undir matjurtagarðinn eða óræktaður skiki, þarf að byrja á því að stinga upp jarðveginn með góðri stunguskóflu eða gaffli. Æskilegt er að fara um það bil skóflulengd niður, eða ca. 30 cm. Ef um grasflöt er að ræða þarf að hrista alla lausa mold vel af torfinu því mesta næringin er í efsta laginu, næst grasinu. Myljið svo niður alla stóra moldarköggla og fjarlægið steina og rætur úr moldinni. Ánamaðkinn má alls ekki fjarlægja enda besti vinur ræktandans og merki um frjósaman jarðveg. Stungugaffall er oftast notaður við grófu jarðvinnuna og hrífa til að slétta yfirborðið í lokin. Algengt er að það þurfi að bæta mold í beðin og oftast nauðsynlegt
að blanda lífrænum áburði saman við, eins og búfjáráburði, hænsnaskít, þara- og fiskimjöli, sveppamassa eða moltu, til að gera hana frjósamari. Hæfilegt er að blanda ca. tíu lítrum af moltu eða búfjáráburði í hvern fermetra beðs – annars fylgja leiðbeiningar á umbúðum. Mælt er með því að hafa beðin upphækkuð sem nemur ca. 10-20 cm. Upphækkunin gerir það að verkum að jarðvegurinn hlýnar fyrr og er betur varinn fyrir frosti. Það er orðið mjög vinsælt að hækka og afmarka beðin með t.d. viðarrömmum. Slíkir rammar koma sér vel ef leggja á akrýldúk yfir beðin en hann hækkar hitastig jarðvegsins og ver plönturnar fyrir næturfrosti í byjun sumars. Viðarrammar, dekk eða annars konar umgjarðir geta einnig komið sér vel fyrir þá sem vilja sleppa við puðið sem fylgir því að stinga upp garðinn. Rammin þarf þá að vera a.m.k. 20 cm hár (hærri ef rækta á gulrætur og aðrar plöntur sem þurfa 30-40 cm jarðveg). Áður en moldin er sett ofan í er ráðlegt að setja nokkur lög af dagblöðum í botninn til að koma í veg fyrir að illgresi og gras finni sér leið upp á yfirborðið. Einfaldara getur það ekki verið!
Í boði náttúrunnar
31
tegundir
Hvað á að rækta?
Best er að miða við það sem hemilisfólkinu finnst gott að borða og borðar mikið af. En það er alls ekki ráðlegt að byrja á of mörgum tegundum og þegar verið er að byrja er þægilegast og vænlegast til árangurs að kaupa forræktaðar plöntur sem settar eru beint út í beð. Þær er hægt að byrja að setja út í lok maí. Þegar forræktaðar plöntur eru settar út er best að jafnt rætur plöntunnar sem og moldin séu rakar. Hola er grafin í beðið og plöntunni komið fyrir. Neðstu blöðin eru látin nema við yfirborð jarðvegsins sem er svo þrýst þétt að og plantan vökvuð vel. Að sá fræjum beint út er lítið mál og fjárhagslega mjög hagkvæmt. Salat, spínat, gulrætur, radísur og sinnepskál eru nokkrar af þeim tegundum sem hægt er að sá beint út. Góðar leiðbeiningar fylgja öllum fræpokum og best er að fylgja þeim en taka samt tillit til þess að við búum í kaldara loftslagi en þar er reiknað með og svo er auðvitað sjálfsagt að leita ráða hjá fagfólki ef á þarf að halda. Þegar fræjum er sáð eru gerðar rákir í jarðveginn og vökvað aðeins ofan í rásina. Fræjunum er síðan stráð ofan í með nokkuð jöfnu millibili og þunnu lagi af mold sáldrað varlega yfir. Fræ eru misstór og þumalputtareglan er sú að þykktin af mold sem sett er yfir fræin á að vera einu sinni til tvisvar sinnum þykkt fræsins. Eftir sáningu og/eða útplöntun er mjög gott að breiða akrýldúk yfir beðið; það heldur raka og hita í jarðveginum og flýtir þar af leiðandi fyrir vexti. Taka skal dúkana af beðunum þegar plönturnar hafa náð góðum vexti. Það felst mikill lærdómur í því að skrifa niður í bók hvað sett var niður og hvenær og skrá svo árangurinn í lok sumars. Af eigin reynslu lærir maður mest.
32
Í boði náttúrunnar
umhirð�
Hvernig sinni ég garðinum?
Regluleg vökvun er eitt af lykilatriðunum fyrir góða uppskeru. Vökva þarf oft fyrstu vaxtardagana, ef þurrt er í veðri, til þess að rótarvöxturinn komist vel í gang og fylgjast síðan vel með því að jarðvegurinn verði ekki of þurr. Ef puttanum er stungið ofan í beðið áttu að finna fyrir raka, annars eru plönturnar í hættu. Betra er að vökva sjaldan og mikið í einu svo að vatnið nái djúpt ofan í jarðveginn. Á sólríkum sumardögum er mælt með því að vökva annaðhvort á morgnana eða kvöldin til að forðast of mikla uppgufun og að plönturnar fái ekki áfall við kalda gusuna. Beinið svo vatnsbuninni á moldina undir plöntunum en úðið ekki bara yfir blöðin. Fylgjast þarf með því hvort plönturnar sem sáð var úti koma of þétt upp. Ef svo er, þarf að grisja með því að toga sumar þeirra upp með rótum og þannig gefa hinum sem eftir eru meira rými til að vaxa. Gott er að vökva plönturnar tvisvar til þrisvar yfir sumarið með lífrænum þörungaáburði eins og t.d. Glæði eða Maxicrop. Svo er lítið annað að gera en að dást að plöntunum og hlakka til gómsætrar uppskeru.
hreinsu�
Hvernig held ég illgresi og óboðnum gestum í skefjum?
Akrýldúkurinn kemur að góðum notum allt sumarið, m.a. við að halda hita og raka í beðinu og mynda skjól og vörn gegn óvinveittum skordýrum eins og kálflugunni.
Best vopnið gegn arfa og öðru illgresi er að fjarlægja það jafnóðum og það kemur upp. Þægilegast er að nota lítinn garðyrkjugaffal eða arfasköfu og passa að ná rótarendanum með. Einnig er hægt að halda illgresi í skefjum með því að strengja svartan plastdúk yfir beðin, gera göt á hann þar sem plantan fer í gegn og ofan í moldina. Þetta heldur öllu illgresi í skefjum, einnig helst rakinn betur í moldinni og hitastigið í jarðveginum verður hærra. Þótt plastið virki vel er það ekki beint fyrir augað. Fíflablöð og aðrar villtar jurtir sem lagðar eru á beðin gera einnig svipað gagn og geta í ofanálag gefið frá sér dýrmæta næringu. Helstu óvinir matjurtaræktandans úr skordýraríkinu eru sniglarnir og kálflugan. Besta leiðin til að ráða við snigilinn er að nota varnargirðingu eða gildrur. Hægt er að mynda eins konar varnargirðingu í kringum garðinn eða plönturnar úr grófum sandi og vikri sem sniglarnir forðast að skríða yfir. Sniglagildrur eru líka algeng vörn og ber þar hæst bjórgildruna og spýtuna. Nokkur lítil plastglös eru grafin ofan í matjurtagarðinn og bjór eða pilsner hellt út í. Þegar snigillinn mætir svo um kvöldið í garðinn er nokkuð öruggt að hann tekur bjórinn fram yfir annars girnilegt grænmetið og endar líf sitt í glasinu. Einnig virkar vel að leggja spýtu ofan á moldina í beðinu. Eftir ánægjulega ferð um matjurtagarðinn að næturlagi leitar snigillinn í skugga spýtunnar undir morgun. Þá er spýtan tekin upp og sniglarnir fjarlægðir. Kálflugan er annar skæður óvinur og verpir lirfum sínum við rætur kálplantna. Besta vörnin er að strengja akrýldúk yfir beðin til þess að koma í veg fyrir að hún komist að plöntunum á varptímanum sem varir fram yfir miðjan júlí. Einnig má strá kaffikorgi umhverfis plönturnar því kálflugan hefur lítinn áhuga á að verpa lirfum sínum í kaffikorg. Blóm eins og flauelsblóm eru einnig oft notuð til að fæla kálfluguna í burtu en lyktin af þeim er sterk og ruglar fluguna í ríminu um leið og hún laðar að aðra vinveitta gesti og gleður augað. Í boði náttúrunnar
33
uppsker�
Hvenær get ég farið að taka upp úr garðinum?
Stærðin skiptir ekki máli.
Fylgjast þarf vel með matjurtunum þegar líður að uppskeru og betra er að bíða ekki of lengi með að taka upp fullþroska grænmeti því þá eru gæðin mest og bragðið best. Forræktað blaðsalat, sem sett er út í lok maí, er að öllum líkindum farið að gefa af sér í lok júní. Þá eru neðstu og elstu blöðin klippt af og notuð í salatið en skiljið alltaf eitthvað eftir af blöðum því salatið heldur áfram að vaxa eins og arfi allt sumarið. Ef salatfræjum er aftur á móti sáð beint út á sama tíma má búast við uppskeru seinnipartinn í júlí. Rótargrænmeti er ekki tekið upp fyrr en að hausti, nema næpur og radísur sem vaxa mun hraðar. Ef ekki er hægt að nýta alla uppskeruna jafnóðum má frysta margar matjurtir eða geyma með öðrum hætti eins og við á hverju sinni. Það má gera ráð fyrir að mistök og vonbrigði verði einnig hluti af þessari nýju upplifun en þau augnablik munu þó falla í skuggann af þeim fjölmörgu ánægjustundum sem maður á einn með sjálfum sér eða með allri fjölskyldunni og þeirri ómótstæðilegu tilfinningu sem fylgir því að horfa á plönturnar vaxa, hlúa að þeim og njóta eigin uppskeru. VELKOMIN Í RÆKTINA!
34
Í boði náttúrunnar
Í upphafi skyldi
skoða
Texti og myndskreyting JÓN ÁRNASON
efni þessarar greinar, enda krefst það töluvert meiri þekkingar á efna-, líf- og vistfræði þar sem orð eins og nitur, fosfór og kalí koma reglulega fyrir. Hins vegar er ýmislegt sem við leikmennirnir getum gert til að kynnast moldinni betur, þekkja helstu einkenni góðrar og gróskuríkrar moldar, hvernig hægt er að bæta hana og, síðast en ekki síst, gera okkur kleift að eiga innihaldsríkari umræðu við garðyrkjufræðinginn í næstu gróðurvöruverslun um moldina okkar. Einu verkfærin sem við þurfum að taka með okkur út í moldarbeðið í þetta skiptið eru augun og hendurnar. Allt frá þeim tíma er við byrjum að skríða eða ganga í bakgarðinum heima er okkur kennt (skipað) að forðast moldina eins og heitan eldinn. Það er eins og það eina sem hún geri sé að ata mann út, óhreinka húsvegginn, skíta út forstofugólfið, svo ekki sé nú talað um sætisbakið í drossíunni. Því þarf ekki að koma á óvart að þegar við loksins „hættum“ okkur út í moldina áratugum síðar til að rækta okkar eigið grænmeti, vopnuð skaftlöngum verkfærum, hönskum og öðrum hlífðarfatnaði, eru athyglin og áhuginn að mestu leyti bundin við grænmetis- og kryddjurtirnar sem rækta á í moldinni frekar en hana sjálfa; undirstöðu farsællar ræktunar. Í moldinni, þessum merkilega hluta náttúrunnar, fer hins vegar fram ein mikilvægasta hringrás lífríkis á jörðinni. Hvernig það gerist nákvæmlega er ekki
Horfum
Útlit moldarinnar, þ.e. litur og áferð, getur gefið okkur ákveðnar vísbendingar um ástand hennar. Því dekkri sem moldin er því betri er hún til ræktunar þar sem dökki liturinn er ákveðin vísbending um að hún innihaldi mikið af lífrænum efnum, en segja má að það sé aðalfæða frjósamrar moldar. Lífrænt efni er t.d. allt það sem fellur til í garðinum eins og laufblöð, greinar, gras og plöntuleifar sem rotna niður. Dökki liturinn gefur einnig til kynna að moldin haldi vel raka, en þó má hún ekki vera blaut. Dökk mold dregur í sig hita og hitnar því fyrr á vorin. Þegar við höfum velt litnum fyrir okkur, skulum við næst skoða lífið í moldinni. Í frjósömum jarðvegi er mikið líf þótt við sjáum aðeins örlítið brot af
því með eigin augum þar sem um er að ræða bakteríur, sveppi og ýmis smádýr. Sýnilegasta dýrið ætti þó að gefa okkur góða vísbendingu um gæði moldarinnar. Það er ánamaðkurinn, öflugasti vinnumaðurinn í matjurtagarðinum og okkar helsti samstarfsmaður hér eftir. Úrgangurinn úr honum er sneisafullur af lífrænum efnum sem plönturnar nærast á. Auk þess að éta jarðveg og draga jurtaleifar niður í moldina býr hann til óteljandi göng sem miðla lofti, súrefni og yfirborðsvatni í gegnum jarðveginn.
Snertum
Eftir að hafa horft á moldina dágóða stund, kannað litinn og lífríkið, er tími til kominn að nota hitt verkfærið, hendurnar. Kafaðu með berum fingrunum í moldina og taktu upp góða lúku. Krepptu lófann utan um moldina og opnaðu aftur og athugaðu hversu vel hún loðir saman. Ef hún klessist eða klumpast saman er um leirkennda mold að ræða. Slík mold inniheldur of mikið af fínlegum efnum og hleypir því illa vatni og lofti í gegnum sig. Hún er blautari, klessukenndari, súrefnissnauðari og þar af leiðandi súrari, sem gerir það að verkum að næringarefni eru ekki eins aðgengileg fyrir plönturnar. Of blautur jarðvegur er líka seinn að hitna á vorin. Sandur eða vikur er ágætis leið til að auka loftrýmið í slíkri mold. Síðan er nauðsynlegt að bæta við lífrænu efni en það miðlar betur vatni og næringu til plantnanna og auðgar lífríkið í jarðveginum.
Of sendin mold eða grófkornótt loðir hins vegar illa saman og heldur þar af leiðandi illa í næringarefnin. Þau skolast auðveldlega burt í bleytu og þorna fljótt upp í sól og þurrki. Með því að bæta vel af lífrænum efnum í slíka mold er auðveldlega hægt að auka rakabindinguna, og þar af leiðandi bæta vatns- og næringarbúskap hennar. Markmiðið er að rækta upp mold sem er einhvers staðar mitt á milli þessara tveggja öfga sem lýst er hér að ofan. Auðvitað spilar ýmislegt annað inn í, eins og mikilvægi og samspil ýmissa stoðefna sem koma betur fram í útliti plantnanna og garðyrkjufræðingar geta gert betri skil. En með því að fara út í moldarbeðið með augun og guðsgafflana og eiga rólega stund með moldinni þinni, kynnast helstu kostum hennar og göllum, verður ferðin á fund garðyrkjufræðingsins mun árangursríkari – því mold er ekki bara mold. Góðar stundir.
Til liðs við náttúruna
Náttúran kallar á bestu lausnirnar í umhverfismálum
Þriggja hólfa rotþrær fyrir sumarhús og heimili. Framleiddar samkvæmt leiðbeiningum UST um uppbyggingu rotþróa. Fást í byggingavöruverslunum um land allt.
411.100/ thorri@12og3.is
Promens ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á rotþróm.
www.promens.is/saeplast PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • saels.dalvik@promens.com
Í boði náttúrunnar
39
RAX fangar heiminn með Canon EOS
„Fyrir mig skipta gæði og áreiðanleiki búnaðarins gríðarlega miklu máli, sérstaklega þegar maður er að fanga augnablik sem kemur kannski aldrei aftur. Ég treysti á Canon EOS“.
Farðu lengra með Canon EOS. Yfirgripsmesta DSLR kerfinu í heiminum; útskiptanlegar linsur og aukahlutir sem tryggja sveigjanleika. Þrautreynt af atvinnu- og áhugaljósmyndurum. Uppáhald ljósmyndara um allan heim. Taktu meira en myndir.
Vertu aðdáandi Canon á Íslandi á Facebook. Sense, dótturfélag Nýherja, er dreifingaraðili Canon EOS á Íslandi. Canon EF linsur til leigu á Tækjaleigu Sense.
Viðurkenndir Canon söluaðilar um land allt Reykjavík Verslun Nýherja, Borgartúni 37 - Sense Center, Kringlunni - ELKO Lindum, Skeifunni & Granda - Beco, Langholtsvegi 84 - Myndval, Mjódd - Fotoval, Skipholti 50b / Akureyri Pedromyndir - Byko / Húsavík Bókaverslun Þórarins / Ísafjörður Bókahornið - Penninn / Sauðárkrókur Tengill - Kaupfélag Skagfirðinga / Blönduós Kjalfell /Hvammstangi Ráðbarður / Grundarfjörður Hrannarbúðin / Stykkishólmur Skipavík / Borgarnes Framköllunarþjónustan - Omnis / Akranes Omnis / Reykjanesbær Omnis / Selfoss TRS / Höfn í Hornafirði Martölvan / Neskaupstaður Tónspil / Egilsstaðir Myndsmiðjan / Vestmannaeyjar Geisli - Tölvun / Netverslun Nýherja, www.netverslun.is / ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Ljósm. RAX / Suðurskautslandið
Ragnar Axelsson - RAX.
FÉLAG GARÐPLÖNTUFRAMLEIÐENDA Á heimasíðu Félags garðplöntufram-
leiðenda er hægt að finna margvíslegan fróðleik um ræktun hverskonar og fletta upp öllum garðplöntum sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða til sölu. Fróðlegur og aðgengilegur vefur fyrir alla áhugasama um ræktun. www.gardplontur.is Storð framleiðir tré, skrautrunna, rósir, limgerðisplöntur, fjölærar plöntur, sumarblóm og krydd- og matjurtaplöntur. Einnig til sölu gróðurmold í neytendapakkningum, áburður, ker og pottar. Dalvegi 30, 201 Kópavogur. Sími: 564 4383 www.stord.is Garðyrkustöð Ingibjargar framleiðir og selur garðplöntur, pottablóm, tré, runna, rósir, fjölær blóm, sumarblóm, matjurtir, pottablóm og laukblóm. Heiðmörk 38, 810 Hveragerði. Sími: 483 4800. ingibjorg@ingibjorg.is www.ingibjorg.is Sólskógar framleiðir garðplöntur, sumarblóm, skógarplöntur, krydd- og matjurtarplöntur, fjölær blóm, ker, mold og áburð. Kjarnaskógur, 600 Akureyri. Sími: 462 2400 Fljótsdalshérað. Sími: 471-2410 www.solskogar.is Mörk framleiðir og selur flestar tegundir af trjám, skrautrunnum, rósir, sumarblómun, matjurtir, fjölærar plöntur og skógarplöntur. Einnig helstu verkfæri, mold, áburð, blómapotta og fleira tengt garðrækt. Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík, Sími 581 4550 www.mork.is RÉTTARHÓLL framleiðir matjurtir, kryddjurtir, sumarblóm, tré og runna. Stöðin er ofan við kirkjuna á Svalbarði sem er rétt sunnan og ofan við þorpið Svalbarðseyri, við austanverðan Eyjafjörð, 12 km. frá Akureyri. Sími: 461 1660 (í gróðrastöð) / 462 5256 (heima) / 862 3104 / 844 1760 www.rettarholl.is Gróðrarstöðin Kjarr framleiðir tré, skrautrunna, limgerðisplöntur, skjólbeltaplöntur, skógarplöntur og matjurtaplöntur. Kjarr, Ölfusi, 801 Selfoss. Sími: 482 1718 / 846 9776 kjarr@islandia.is
Gleym - mér - ei framleiðir fjölærar garðplöntur, sumarblóm, tré, runna, rósir, krydd og forræktaðar grænmetisplöntur. Sædís Guðlaugsdóttir Sólbakka 18-22, 310 Borgarnes. Sími: 894 1809 gleym-mer-ei@simnet.is Í boði náttúrunnar
41
PLÖNTUR — fyrir heilsumeðvitaða
Stevia
Rauðrófur
Grænkál Hvítlaukur
Brenninetla
42
Í boði náttúrunnar
Bændamarkaður og netverslun með lífrænt ræktaðar afurðir beint frá framleiðendum úr öllum heimshornum. Sendum hvert á land sem er. Bændur í Bænum, Nethyl 2C opin alla virka daga frá kl.12.
Í boði náttúrunnar 43 graenihlekkurinn.is Sími 586 8976
SEEDS = SEE beyonD borderS
Sjálfboðastarf Er það eitthvað fyrir þig?
Texti Þröstur Haraldsson
Það er skammt stórra högga á milli hjá félagsskapnum SEEDS. Samtökin hafa það sem aðalverkefni að skipuleggja sjálf boðastarf erlendra hópa hér á landi og hafa náð miklum árangri. Árið 2009 komu hingað 450 manns á vegum þeirra en sú tala hartnær tvöfaldaðist í fyrra. Þá komu 800 manns og unnu að 80 verkefnum á sviði umhverfisverndar og annarrar samfélagsþjónustu víða um land. Og á dögunum voru samtökin tilnefnd til Norrænu náttúruog umhverfisverðlaunanna sem verða afhent í haust. Reyndar brann hjá þeim á dögunum en það virðist ekki ætla að draga kraftinn úr þessum ágætu samtökum. Anna Lúðvíksdóttir er ein þriggja starfsmanna SEEDS (stendur fyrir SEE beyonD borderS – lítið út fyrir landamærin). Blaðamaður Í boði náttúrunnar spjallaði við hana í höfuðstöðvunum við Klapparstíg og fékk að heyra söguna á bak við þessa ágætu innrás.
44
Í boði náttúrunnar
Frumkvöðull samtakanna og núverandi framkvæmdastjóri er Kólumbíumaðurinn Oscar-Mauricio Uscategui sem stofnaði SEEDS í félagi við aðra áhugamenn árið 2005. Hann var sjálfur sjálf boðaliði í Þýskalandi og kom þaðan til Íslands. Reynsla hans af sjálf boðastarfi kveikti með honum áhuga á að stofna samtök sem hefðu þann tilgang að veita einkum ungu fólki tækifæri til að kynnast Íslandi með allt öðrum hætti en venjulegir ferðamenn gera. Fyrsta sumarið sem þau tóku á móti hópum var 2006 en þá komu 160 manns. Síðan hefur fjöldinn fimmfaldast og ef marka má orð Önnu gæti hann haldið áfram að vaxa hröðum skrefum. Helsta hindrunin er skortur á framboði verkefna fyrir hópana hér á landi. Gefum henni orðið: Fjörur, göngustígar og bæjarhátíðir „Ferðir sjálf boðaliðanna eru skipulagðar þannig að þeir koma í 12-15 manna hópum og
Í boði náttúrunnar
45
Samtökin SEEDS taka á móti hundruðum erlendra sjálfboðaliða á hverju sumri
dvelja alla jafna í tvær vikur hér á landi. Við finnum gestgjafa fyrir hópana sem taka á móti þeim, finna þeim verkefni og sjá þeim fyrir einhverri afþreyingu. Með öllum hópunum eru leiðbeinendur frá okkur og þeir bera ábyrgð á því að hópurinn virki vel innbyrðis og í vinnu. Við leggjum mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við sveitarfélögin sem eru í bestri aðstöðu til að finna verkefni og kortleggja þau. Við getum sem sé tekið að okkur margvísleg verkefni en frumskilyrðið er að þau séu ekki unnin í hagnaðarskyni,“ segir Anna og heldur áfram: „Við göngum ekki í störf sem ella væru unnin í venjulegri launavinnu, svo sem þjónustu og afgreiðslu í ferðaþjónustufyrirtækjum. Ef þessi fyrirtæki vilja hins vegar sinna verkefnum í umhverfi sínu sem ekki eru til peningar fyrir og yrðu því ekki unnin nema í sjálf boðavinnu, getum við lagt þeim lið. Það er algengt að hóparnir okkar starfi með husjónasamtökum
á borð við skógræktar-, ferða-, íþrótta- og útivistarfélög. Samstarfsnet okkar nær orðið um allt land og telur um sextíu aðila. Verkefnin hafa verið fjölbreytt en einhvers konar umhverfisvernd er algengust, svo sem við að hreinsa fjörur, leggja göngustíga, bæta aðgengi að ferðamannastöðum, sinna viðhaldi minja og fornleifa, gróðursetja eða græða upp land með öðrum hætti. Hóparnir hafa til dæmis unnið að hreinsun strandlengjunnar á Langanesi og Reykjanesskaga, í Arnarfirði og Viðey, gróðursett tré í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagt göngustíga í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð. Svo tóku hópar á vegum SEEDS þátt í hreinsunarstörfum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Annað algengt verkefni er að aðstoða við undirbúning bæjar- og héraðshátíða. Við höfum lagt til hópa fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík, Káta daga á Langanesi og Hamingjudaga á Hólmavík svo eitthvað sé nefnt. Svo má nefna ýmis menningar-
þórunn þórhallsdóttir
Erfitt en gefandi
„Ég mæli hiklaust með því að fólk gerist sjálfboðaliðar, það er reynsla sem breytir lífi manns og viðhorfum til góðs og til frambúðar.“
46
Í boði náttúrunnar
Þórunn var sjálfboðaliði í Keníu á vegum SEEDS í fyrrasumar. Þar sinnti hún listkennslu barna á grunnskólaaldri og segir reynsluna ómetanlega. „Ég mæli hiklaust með því að fólk gerist sjálfboðaliðar, það er reynsla sem breytir lífi manns og viðhorfum til góðs og til frambúðar,“ segir hún. Þórunn segist hafa verið í Keníu í rúma þrjá mánuði, frá því í maí og fram í september. „Ég var í Masai-landi sem er í suðvesturhluta Keníu og kenndi börnum á aldrinum 6-15 ára. Ég fékk alveg frjálsar hendur, átti bara að kenna þeim það sem kallast skapandi listir. Ég lét þau teikna, dansa, æfa leiklist og þess háttar.“ Þórunn segir að henni hafi alls staðar verið vel tekið. „Margir vildu skoða mig af því að þeir höfðu aldrei séð hvíta manneskju í návígi áður. Það var fylgst vel með því hvað ég borðaði og gerði og fólki fannst merkilegt að ég gerði hlutina sjálf. Það tengist hinni hliðinni á peningnum sem er sá að fólk hélt að úr því ég væri hvít hlyti ég að vera rík. Af því hlaust ákveðin ágengni en ekkert sem ég réð ekki við. Ég hafði ekki neina reynslu af sjálfboðastarfi áður en ég skellti mér til Keníu og þótt þetta hafi verið erfitt var það ákaflega gefandi og ég mun aldrei sjá eftir því að hafa prófað þetta,“ segir Þórunn.
tobias oeckler
Held ég sé ánetjaður! „Þetta var fjölbreytt og gefandi reynsla, enda sé ég allt með öðrum augum en áður.“
Á skrifstofu SEEDS hitti blaðamaður Þjóðverjann Tobias Oeckler sem starfar þar en hann var leiðbeinandi með sjálfboðaliðahópum í fyrra. Af hverju kom hann til Íslands? „Ég stóð frammi fyrir því vali að koma hingað og kynnast hinni villtu náttúru eða hefja störf á skrifstofu. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi svo að Ísland varð fyrir valinu. Ég kom í maí í fyrra og hef verið hér síðan en fer aftur í maí. Ég byrjaði á að hljóta þjálfun sem leiðbeinandi og var svo með nokkra hópa í fyrrasumar, sinnti ýmsum verkefnum, strandhreinsun, bæjarhátíðum, tónlistarkennslu fyrir ungmenni og fleira. Þetta var fjölbreytt og gefandi reynsla, enda sé ég allt með öðrum augum en áður.“ Hann hefur ekki mikið upp á Íslendinga að klaga. „Fólkið tók okkur vel að því frátöldu þegar það vildi endilega gefa okkur hákarl! Auðvitað er það dálítið happdrætti hvar maður lendir; við þekkjum hvorki staðinn né gestgjafann þegar við mætum. En eftir að hafa búið þétt saman í tvær vikur og séð hvað vinnan gerir fyrir samfélagið er ekki hægt annað en að gleðjast,“ segir Tobias sem fer þó ekki alfarinn í vor. „Ég kem aftur til Íslands í sumar, er búinn að fá sumarvinnu hér. Ég er hræddur um að ég sé ánetjaður!“
tengd og félagsleg verkefni. Til dæmis fengum við hingað hóp sjálf boðaliða sem vildu efla hjólreiðamenningu á Íslandi. Þau buðu hópi ungmenna með sér í hjólreiðatúr upp í Bláfjöll þar sem borðuð var kjötsúpa og gist í skála. Það var gaman að sjá stoltið í svip unglinganna þegar þeir komu aftur heim úr þeirri ferð,“ segir Anna. Ungt fólk í meirihluta Þátttakendur greiða sjálfir fargjald alla leið þangað sem verkefnin bíða og auk þess tryggingarog umsýslugjald til SEEDS. Gestgjafarnir sjá hópunum hins vegar fyrir fæði og uppihaldi á meðan þeir eru að störfum. Leiðbeinendurnir eru einnig sjálf boðaliðar en njóta styrkja frá áætlun Evrópusambandsins sem nefnist Evrópa unga fólksins. Þessir styrkir nægja fyrir 90% af ferðakostnaði, fæði, uppihaldi og vasapeningum. „Gestgjafarnir hafa undantekningarlaust tekið þessum hópum ákaflega vel. Þeir eru stundum dálítið kvíðnir að taka við 12-15 útlendingum
en það hverfur fljótt þegar hóparnir taka til starfa. Það er með ólíkindum hvað þeir eru afkastamiklir og svo setja þeir líka töluverðan svip á bæjarbraginn. Það segir sig sjálft að í fámennu byggðarlagi fer það ekki fram hjá neinum þegar svo stór hópur dvelur þar í hálfan mánuð. Hóparnir gista í skólum eða félagsheimilum, vinna 6-8 tíma á dag og halda kvöldvökur eða alþjóðakvöld sem þeir bjóða heimafólki á. Stundum er meira að segja boðið í mat. Á móti er hópunum svo gjarna boðið í sund eða útreiðartúra, jafnvel veiðiferðir út á sjó. Einn gestgjafinn bjó svo vel að geta boðið hópnum sínum í útsýnisflug. Sjálf boðaliðarnir eru á öllum aldri en ungt fólk er í meirihluta og algengast er að þátttakendur séu á þrítugsaldrinum. Þeir eru hvaðanæva að, flestir þó úr Evrópu og frá NorðurAmeríku en einnig frá Asíu, Suður-Ameríku og Afríku.“ „Við erum í samstarfi við sambærileg samtök víða um lönd og þau eru bæði að senda fólk Í boði náttúrunnar
47
til annarra landa og taka við sjálf boðaliðum í sínu landi. Við höfum skipulagt dvöl íslenskra sjálf boðaliða, bæði stuttar ferðir, svipaðar þeim sem við erum með hér, og lengri ferðir, allt frá nokkrum vikum upp í heilt ár. Þær ferðir eru yfirleitt styrktar af Evrópu unga fólksins. Íslensku sjálf boðaliðarnir vinna einkum að félags- og umhverfismálum, svo sem á elli- eða barnaheimilum, með eyðnismituðum börnum, í félagsmiðstöðvum fyrir unglinga, súpueldhúsum fyrir fátæka og svo framvegis.
Ég er búin að starfa nokkuð lengi á þessu sviði hér á landi og reynsla mín er sú að sjálf boðavinna gengur í bylgjum. Ég átti heldur von á því að áhuginn á henni myndi aukast í kreppunni en ég hef ekki fundið fyrir því,“ segir Anna. Svo er á henni að heyra að sumarið fram undan verði gott, það er mikil eftirspurn að utan en verkefnin hér á landi mættu vera fleiri, eða dreifast jafnar. Margir vilja fá hópa til sín í maí og byrjun júní, áður en ferðamannatíminn hefst, en svo er líka hægt að fá hópa til landsins síðar í sumar og alveg til jóla, ef svo ber undir. F í t o n / S Í A
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á www.seeds.is
sigurður sigurðsson staðarhaldari [ snjáfjallasetrið í dalbæ á snæfjallaströnd ]
„Það var frábært að fá þessa krakka; þau voru þroskuð, yfirveguð og vel skipulögð í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég var eiginlega bara áhorfandi, þau sáu um sig sjálf.“
48
Í boði náttúrunnar
Hópur af þroskuðum náttúrubörnum Sigurður viðurkennir að hann hafi verið nokkuð kvíðinn þegar hann átti von á tólf ungmennum frá sex eða sjö þjóðlöndum til vikudvalar í fásinninu við norðanvert Ísafjarðardjúp. Þangað kom hópurinn á vegum SEEDS til vinnu við berjatínslu og fleira. En óttinn reyndist ástæðulaus. „Það var frábært að fá þessa krakka; þau voru þroskuð, yfirveguð og vel skipulögð í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Leiðbeinendurnir tveir voru vel undirbúnir og fóru yfir alla hluti með hópnum í lok hvers dags. Ég var eiginlega bara áhorfandi, þau sáu um sig sjálf. Það var líka gaman að sjá hversu mikil náttúrubörn þetta voru; þau nýttu alla hluti vel og höfðu endurvinnslu í miklum hávegum,“ sagði Sigurður í spjalli við blaðið. Hann bætti því við að þótt ungmennin kæmu frá mörgum löndum hefði ekki verið neinn munur á þeim. „Hópurinn small vel saman og það var eins og engin landamæri væru til.“ Sigurður sagði að lokum að hann ætlaði að fá annan hóp til sín í haust – og hlakkaði til.
M
H H hö
Ár
F í t o n / S Í A
Mosi hjálpar krökkunum að safna á skemmtilegan hátt
Viltu komast í kynni við Mosa?
Hann er af sjaldgæfri dýrategund sem kallast mosalingar. Þeir una sér best í mjúkum skógarbotni. Honum finnst best að borða hnetur og lítil bleik ber. Þessi fallegi baukur er hannaður af íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop fyrir MP banka og hjálpar krökkum sem eru 12 ára og yngri að spara.
Hafðu samband við þjónustuver MP banka í síma 540 3200, með tölvupósti á thjonusta@mp.is eða komdu við í útibúum okkar í Ármúla 13a eða Borgartúni 26.
Skemmtileg saga um ævintýri Mosa eftir Úlf Eldjárn fylgir með, en einnig er hægt að hlusta á hana í flutningi Arnar Árnasonar á sérstakri heimasíðu Mosa, www.mp.is/mosi . Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
Í°len°ki bæ>in^ Fyrirmynd vistvænnar hugmyndafræði í arkitektúr
Íslenski bærinn hefur þróast í þúsundir ára, hann er afurð margra alda útsjónarsemi sem birtist í óteljandi tilbrigðum. Byggingarlagið er svo einstakt og auðþekkjanlegt að það sker sig hvarvetna úr og varpar ljósi á lífsskilyrði og sögu okkar Íslendinga. Nú fær gamli torfbærinn æ meiri athygli erlendis frá vegna vistvænnar hugmyndafræði og er talinn meðal bestu dæma í heiminum um grænan arkitektúr. Hannes Lárusson og konan hans, Kristín Magnúsdóttir, eru að leggja lokahönd á nútímalega byggingu undir óhefðbundið fræðslusetur um íslenska bæinn. Nútíma arkitektúr í samhengi og samræðu við gamla bæinn í Austur-Meðalholtum í Flóa. Texti Guðbjörg Gissurardóttir og Þorvaldur Þorsteinsson Myndir Guðbjörg Gissurardóttir Teikningar HANNES LÁRUSSON
„Ég er að byggja hús á grundvelli gamla arfsins og tek tillit til vistvænnar hugsunar eins og hægt er. Það má ekki vera í samkeppni við arfinn heldur í samræðu við hann.“ „Ég reyndi nú bara að hugsa eins og fólkið sem byggði torfbæina upphaflega; láta veður og vinda ráða því hvernig nýbyggingunni var snúið, hafa þetta þægilegt og eðlilegt í landslaginu.“
GG Hvernig er það tilkomið að þú stendur nú í því að koma upp fræðslusetri um íslenska bæinn? HL Ég lenti bara í þeim aðstæðum að vera alinn upp í þessum gamla torfbæ og réð svo sem litlu um það. Ég var þarna fyrstu tíu ár ævinnar og gerði mér þá ekki grein fyrir því að þetta væri eitthvað öðruvísi hús og lífsmáti en almennt gerðist á þeim tíma. Lífsstíllinn var frekar forn – í jákvæðum skilningi. Við bróðir minn ólumst þarna upp hjá fósturafa okkar og ömmu, Hannesi Jónssyni bónda og Guðrúnu Andrésdóttur. Einnig bjuggu þarna frænka mín Ingibjörg og Ásdís Lárusdóttir. Svo kom töluvert af fólk að auki á sumrin til að hjálpa til við búskapinn. Þetta var stór fjölskylda af gamla skólanum þar sem gamla baðstofulífið ríkti enn. Þarna var ekkert vélvætt og mataræðið var frekar fornt. Það var lítið um aðkeyptan mat en steiktar flatkökur og rúgbrauð, hertur harðfiskur, þurrkuð söl og þess háttar. Ég var ekki mikið innan um annað fólk og var bundinn hólnum sterkum böndum þar til flutt var burtu og ég byrjaði í skóla í Reykjavík árið 1965, þá orðinn hátt í tíu ára. ÞÞ Var þetta ekki með síðustu búunum á Íslandi þar sem gamla lagið var nýtt til hins ýtrasta? HL Jú, ég tel það, þetta var torfbær með svipuðu sniði og þeir voru gerðir á seinni hluta nítjándu aldar. Ég hugsa að þetta hafi verið með síðustu bæjunum þar sem stundaður var heildstæður búskapur með gamla laginu og tilheyrandi lífsstíl og húsakynnum. Þarna var sem sagt búið allt til ársins 1965.
52
Í boði náttúrunnar
GG Fluttuð þið þá öll til Reykjavíkur? HL Já. Afi minn fór að vinna sem smiður í Tré-
smiðjunni Víði í Reykjavík, en fór alltaf austur og ræktaði kartöflur og annað sem hélt okkur tengdum við staðinn. Áhugi minn beindist fljótt að öðru þegar ég kom til Reykjavíkur og það var ekki fyrr en tuttugu árum seinna, þegar ég fór að sjá hlutina í víðara samhengi, að ég áttaði mig á því hversu sérstakt þetta var. Upp úr því var farið að huga að því að endurreisa gamla bæinn sem þá var kominn í slæmt ástand. ÞÞ Þegar hugmyndin að uppbyggingunni varð til, varstu þá enn með ræturnar í sveitinni eða varstu kominn með fjarlægð á staðinn? HL Það var mikilvægt að finna jafnvægið á milli innri reynslu, þ.e. að hafa kynnst tof bænum og því sem honum fylgdi á eigin skinni, og svo að sjá þetta utan frá í víðara, fræðilegra samhengi. Þar kemur Hörður Ágústsson inn í myndina. Hann hafði mikla innsýn og þekkingu á gamla torf bæjararfinum og vó þyngst í því að ég fór að sjá þessa arfleifð í nýju ljósi. En þegar kemur að því að samþætta þessa tvo hluti, þ.e. upplifunina og fræðin, þá tel ég að listræn sýn sé að mörgu leyti nauðsynleg til að taka þetta tvennt á æðra stig. En það kemur ekki fyrr en maður er búinn að fóta sig nokkuð vel í listabröltinu. Fyrir um tíu árum fór ég smám saman að gera mér grein fyrir því að líftaug torf bæjararfsins er samþætt úr reynslu, þekkingu og list.
„Margir mjög meðvitaðir útlendingar koma hingað vegna áhuga síns á grænum arkitektúr og vistmenningu og tengja torfbæinn beint inn í það.“ „Allt efni í torfbæinn er fengið að láni úr umhverfinu og því skilað nánast óbreyttu og að sumu leyti í betra horfi en það var í upphafi.“
ÞÞ Þegar við Guðbjörg komum á hleðslunámskeið til þín fengum við einmitt fræðilegan fyrirlestur í byrjun sem gaf okkur gjörbreytta sýn á allt sem við tók í verklega hlutanum. GG Ég er sammála því. En hvernig kom þessi hugmynd til, að setja á stofn fræðslusetur? HL Eftir að hafa staðið í endurbyggingu gamla bæjarins í Austur-Meðalholtum frá 1985-92, þar sem móðir mín var aðaldriffjöðrin með Hörð Ágústsson og Jóhannes Arason hleðslumann til samráðs, hvarf ég frá þessu í nokkur ár og fór að pæla í öðru. Bærinn var þá aðallega notaður sem sumarbústaður. Svo var það um 2004 að mér var boðið að halda fyrirlestraröð á vegum Becks Foundation í Kanada, annars vegar um torf bæinn og hins vegar um eigin myndlist. Þá fór ég að hræra aftur í þessum fræðum, eftir um það bil tíu ára hlé. Í millitíðinni, eða í kringum aldamótin, hafði ég byrjað að pæla mikið í svokölluðum grænum arkitektúr, vistvænum byggingum og vistmenningu á breiðum grundvelli, en þegar ég fór að kafa í þessi fræði aftur til að undirbúa mig fyrir fyrirlestrana í Kanada komst ég að því að lítið hafði gerst í þessum torf bæjarfræðum umfram það sem Hörður Ágústsson lagði grunninn að. Það hafði orðið nokkurs konar stöðnun og hugmyndaleysi. Eftir þessa fyrirlestratörn sá ég að það var full þörf á stofnun sem hefði það að markmiði að sýna og túlka þennan arf í öllum sínum margbreytileika og dýpt. Ég byrjaði strax að móta hugmyndafræðilegan ramma utan um svona Í boði náttúrunnar
53
„Torfbærinn er meira en nokkrar geldar burstir hlið við hlið, hann er flókin og dularfull veröld með skírskotanir jafnt aftur í djúp sögunnar sem til óvæntra framtíðarmöguleika.“
stofnun og vann að því hörðum höndum næsta árið. Þessi stofnun var svo einfaldlega nefnd Íslenski bærinn. Í mars 2006 hófust svo verklegar framkvæmdir. Á síðustu fimm árum, eða síðan ég byrjaði að basla í þessu, hef ég orðið enn sannfærðari um þörfina fyrir slíka stofnun. Það er þarna ákveðið svarthol í íslenskri menningu.
„Ég byrjaði með arkitekt með mér í þessu en svo fórum við í algerlega ólíkar áttir sem endaði með því að ég bjó bara til húsið.“
ÞÞ Hvernig hljómgrunn hefur þú fengið hjá opinberum yfirvöldum í ljósi þess að mikið af þessu framtaki hlýtur að fela í sér leiðréttingu á hinni opinberu byggingarsögu sem byggist meira á skömm en stolti af íslenska bænum? Vekur starf þitt meiri áhuga en ótta? HL Þetta vekur blendnar tilfinningar, ekki síst hjá sumum fræðimönnum þar sem þetta er ekki hefðbundið safn og þeir eiga erfitt með að fóta sig í slíkri stofnun. Það er svo margt sem kemur í ljós þegar farið er að velta við steinum; þessi arfur lifir í fólki og er eitthvað sem það vill ekki glata. Það er alltof algengt að menn fari illa með það sem þeir geta ekki án verið og er jafnvel það sem er verðmætast. Þannig er það með torf bæinn. Þetta eru flóknar tilfinningar sem Íslendingar
„Þetta er nútímabygging og ég vildi forðast beinar sögulegar vísanir. Ég notaði jarðveginn, torfið og grjótið, sem einangrun. Þessi náttúrulegu byggingarefni eru innan seilingar og ég notaði það allt eins og sá sem væri að byggja torfbæ.“
Sýninga Rskálinn
Námskeiðahald
hafa gagnvart honum. Torf bærinn, eða bærinn eins og hann var kallaður hér áður fyrr, hefur eitthvað í sér sem er hluti af lífinu í þessu landi. Þarna er svo mikilvægur lykill að búsetusögunni og þjóðernisvitundinni að ef Íslendingar glata þessum arfi, þessum streng, þá erum við einfaldlega orðin að annarri þjóð. Ég hef stundum tekið orðið hlýju sem dæmi og oft haldið því fram að fólk skilji ekki það orð til fulls nema það hafi beina reynslu af baðstofulífi. ÞÞ Þótt við viljum ekki glata þessu þá grunar mig að þversögnin sé sú að við vitum ekki alveg hvað við erum að tala um. En hvernig upplifðir þú, Guðbjörg, að kynnast þessum arfi sem hann er að tala um? GG Fyrir mér opnaðist nýr heimur. Ég hafði lítið fræðst um íslenska bæinn. ÞÞ Hvar ættir þú svo sem að hafa gert það? GG Það sem kom mér sérstaklega á óvart var hversu útpældur og spekúleraður þessi arkitektúr var og hversu græn og vistvæn þessi hús voru. Það fannst mér mjög merkilegt og væri gaman ef þú gætir útskýrt það betur fyrir okkur. HL Þegar við byrjuðum á þessu á sínum tíma var þessi græni þáttur ekki meginstefið en það hefur þróast þannig að vistvæni þátturinn og sá byggingarsögulegi eru næstum orðnir jafn mikilvægir. Margir mjög meðvitaðir útlendingar koma hingað vegna áhuga síns á grænum arkitektúr og vistmenningu og tengja torf bæinn beint inn í það. ÞÞ Og allan tímann hefur bærinn einmitt verið þannig. Það er ekkert verið að laga hann að nýjum hugmyndum. Hann er einfaldlega svona í eðli sínu. HL Já, algerlega, og útlendingar sem koma hingað sjá íslenska bæinn sem eitt besta dæmið um grænan arkitektúr og vistvænar byggingar sem hægt er að finna. ÞÞ Og enginn sem fann þetta upp? HL Nei, enginn fann þetta upp, þetta er bara hér!
54
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
55
Til að stinga góða sniddu þarf gott áhald og réttan halla á stungunni. Jafnvel leikmaður finnur greinilega hversu miklu betur pállinn er hannaður til verksins en nútíma stunguskófla. Hér sýnir Hannes gestum á námskeiðinu hvernig góð snidda á að líta út.
Þessi þáttur hefur komið á óvart. Maður hefur kannski verið í of miklu návígi framan af og það verið of auðvelt að einblína á gallana við svona lífrænar byggingar. En á allra síðustu árum er þessi umhverfisþáttur farinn að vega mjög þungt. ÞÞ Er það meira út á við heldur en hérna heima? HL Já, ég held að við séum á eftir hér — eða í vissum skilningi á undan, ef við
tækjum eftir því og gerðum okkur grein fyrir að þrátt fyrir allt eigum við meira en þúsund ára samfellda græna byggingarsögu. ÞÞ En geldur þetta ekki fyrir að vera ekki sprotafyrirtæki? Að vera ekki ný hugmynd, heldur eitthvað sem bara var þarna? HL Jú, ég hef nú fengið þær athugasemdir frá forkólfunum í þessum nýsköpunar- og frumkvöðlageira að þeir efist um að það geti verið mikil nýsköpun í arfi sem er 1000 ára gamall. ÞÞ En nýsköpun sem felst í aukinni meðvitund og þekkingu, er það ekki nýsköpun sem skiptir máli? HL Jú, svo sannarlega, hún liggur í aðferðafræðinni, hvernig fólk vinnur úr þessu. En að sjálfsögðu eru menn ekki að finna upp neitt nýtt. GG En hvað er það við þennan byggingarstíl sem er svona grænt? ÞÞ Fyrir utan þakið, sem sagt. HL Það er nú fyrst og fremst það að allt efni í torf bæinn er fengið að láni úr
umhverfinu og því skilað nánast óbreyttu og að sumu leyti í betra horfi en það var í upphafi. GG Hvernig þá? HL Þið sem hafið verið á hleðslunámskeiði þekkið það að byrja með hrúgu
af grjóti sem er einskis nýtt og gagnslaust fyrir flesta. Þið veljið úr bestu steinana og komið þeim í eitthvert samhengi. Og svo þegar þessi veggur hrynur eftir 40-50 ár, eða eina kynslóð, koma aðrir að þessum vegg og ætla að hlaða hann upp aftur. Þá hafið þið skilað þessu efni í betra horfi en það var. Þið eruð búin að velja það og gera það hæfara til framhalds-notkunar en ekki búin að skerða það að neinu leyti. Torfið og moldin sem notuð eru með fara aftur í hringrásina ómenguð. Það er ekkert arðrán sem á sér stað — með neinum hætti. ÞÞ Hugtakið rústir, í samhengi við íslenska bæinn, hefur sem sagt miklu uppbyggilegri merkingu en við erum vön að leggja í orðið. Þú ert að tala um rústina sem ferskt byggingarefni af bestu tegund. HL Já, ég held að þetta sé einhver öfugsnúningur í okkar menningu. Þarna eru til raunveruleg verðmæti sem menn hafa valið úr náttúrunni í gegnum tíðina, en misst svo sjónar á gildi þeirra og afgreiða þetta bara sem drasl eða dauða náttúru. ÞÞ Og fær ekki einu sinni verðmat hjá sérfræðingunum sem tekið hafa að sér að verðleggja náttúruna og forgangsraða fyrir virkjanirnar.
56
Í boði náttúrunnar
HL Nei, rústirnar komust ekki einu sinni á blað. Ef við höldum hins vegar áfram að tala um það sem er grænt eða vistvænt við íslenska bæinn þá er staðarvalið mjög stór þáttur og verðmætur. Þar er oft mjög háþróuð vistvæn hugsun á ferðinni, þ.e.a.s. hvernig húsin eru staðsett miðað við staðhætti, birtu, vind og mögulegt skjól og miðað við aðgengi að vatni og jafnvel byggingarefni. Og þegar allt er tekið inn í dæmið, sem er oft aðlögun margra kynslóða, þá erum við að tala á vistvænum mælikvarða um húsakost og hugsunarhátt sem er mjög háþróaður og aðlagaður umhverfinu á einstaklega fágaðan hátt. Íslenski torf bærinn er í efsta flokki á heimsvísu yfir byggingar og mannvirki af þessum toga. Það má vissulega finna frávik frá þessu hér á landi — hús sem byggð voru af hreinni neyð og við illar aðstæður — en ef við skoðum arfinn í heild er niðurstaðan mjög góð; mannvirkin í senn fáguð og mannvæn. ÞÞ Gekk þessi þekking mann fram af manni? Hvenær töpuðum við þessari meðvitund? HL Fornleifarannsóknir sýna að þetta hefur verið frekar frumstætt til að byrja með, menn óöruggir með staðarval og kunnu ekki á veður og byggingarefni. En svo hefur þetta aðlagast smám saman í gegnum tíðina og ekki síst þar sem hefur verið endurbyggt aftur og aftur. Ég tel að blómatími þessarar þekkingar hafi verið frá 1860 fram undir 1920 og þar birtist best þessi fágun. Hús og baðstofur sem reist voru á þessum tíma þarf enginn að skammast sín fyrir. Þetta eru einhver mannvænustu hús sem byggð hafa verið og fyrri kynslóðum til sóma; nokkuð sem menn eiga að vera stoltir af. Reyndar er það svo, samkvæmt minni skoðun eða rannsókn á þessu, að roskið fólk sem man þessi hús og kynntist af eigin raun er stolt af þeim, að minnsta kosti undir niðri, og ber til þeirra hlýjar tilfinningar. ÞÞ Heldur þú að við getum endurnýjað þennan skilning og þekkingu? HL Frumkvæðið kemur fyrst og fremst frá áhugafólki um vistmenningu og einnig, eins og svo oft, úr listaheiminum. Listamenn, hönnuðir og arkitektar sjá þarna nýja möguleika. Það þarf að þýða þennan arf inn í nútímann, við þurfum nokkurs konar túlkun á honum eða endurritun.
Á námskeiðinu læra þátttakendur m.a. að skera streng sem er hvað líkastur því sem við köllum túnþökur í dag. Svæðið þar sem strengirnir eru skornir kallast pæla og það tekur um tvö ár fyrir pæluna að jafna sig þar til hægt er að nýta hana aftur til torftekju. Torfljáir voru tvenns konar, tvískeri og einskeri. Að ofan notar Hannes einskera til að skera streng. Strengir voru notaðir í grjóthleðslur þar sem hlaðið var með grjóti og strengur hafður á milli. Eins var strengur, og/eða klömbruhnaus, notaður í torfhleðslur.
Í boði náttúrunnar
57
Íslenski bæ>inn Starfsemi menningarsetursins mun skiptast í þrjú samþætt svið:
I
Sýning á gamla bænum í Austur-Meðalholtum, þar sem átta hús mynda samstæða heild á bæjarhólnum.
II Föst sýning í sýningarskálanum með teikningum, ljósmyndum, líkönum og öðrum myndgervingum sem munu gefa heilsteypta mynd af þróun íslenska torfbæjarins frá upphafi fram á okkar tíma.
III Lögð verður rækt við sértæka verkmenningu og hugmyndafræði þessarar hefðar með námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Auk þessa verður starfsemin studd sérsýningum, atburðum og hátíðum sem spanna allt frá hefðbundnu handverki til samtímalistar. Á boðstólum verða sérhannaðir minjagripir, afurðir og veitingar.
Áætlaður opnunartími: sumarið 2011.
Þetta þarf að fara í gegnum skapandi endurmat og taka inn þverfaglega þekkingu. Þá verður til nýr byggingararfur í sátt við torf bæjararfinn í víðari skilningi. Torf bærinn er meira en nokkrar geldar burstir hlið við hlið, hann er flókin og dularfull veröld með skírskotanir jafnt aftur í djúp sögunnar sem til óvæntra framtíðarmöguleika. Þetta er að gerast hægt og hægt, en áhugi, ástríða og alúð verður að vera leiðarhnoðið. GG Ert þú ekki að reyna að gera þetta með nýju byggingunni sem safnið verður í? HL Jú, ég er að byggja hús á grundvelli gamla arfsins og tek tillit til vistvænnar hugsunar eins og hægt er, en húsið verður líka að þjóna starfseminni sem hér á að fara fram. Það má ekki vera í samkeppni við arfinn heldur í samræðu við hann. Þannig leggst maður yfir þetta og leysir mörg smá verkefni inni í þessu heildarsamhengi. Það er nauðsynlegt að beita innsæinu á þetta. ÞÞ Verður þá ekki krafan sú að með aukinni meðvitund snúist þetta ekki bara um eftiröpun,
58
Í boði náttúrunnar
Á tímum torfbæjanna þurftu menn að smíða sín verkfæri sjálfir. Áhöldin eru fjölbreytileg, útpæld og einstaklega vel hönnuð. Hannes heldur að sjálfsögðu í þá hefð, hefur safnað gömlum heimildum og notar svartasta skammdegið til smíða og viðhalds. Hér sjáum við torfljá (einskera), eins konar barefli og þjappara.
línur. Eins og völundarhús eða nokkurs konar húsaþyrping sem hefði verið byggð á löngum tíma. Að hluta til var þetta þannig því að í byggingarferlinu var húsum oft breytt og bætt við þau. ÞÞ Spuni og spontanítet virðist alltaf hafa verið eðlilegur hluti af þessari byggingartækni. Hefur þú breytt miklu í þínu byggingarferli? HL Já, ég taldi mikilvægt að hafa svigrúm til að breyta hlutum, prjóna við og hnika til á grundvelli notagildis, einnig á grundvelli byggingartækni og að hluta til á grundvelli fagurfræði. GG En hver er þá arkitektinn að þessu húsi? HL Ég byrjaði með arkitekt með mér í þessu en
nostalgíu, stílbrögð eða ytra borð, sé ekki uppgjör við söguna eða tímabundið þjóðarátak heldur að það skili hlýju? Raunverulegri hlýju og nánd? HL Ég er algerlega sammála þér í þessu. Þarna ertu þó kominn út fyrir það sem við köllum fræði og ef þú ætlaðir að tala svona við fræðimann eða arkitekt myndu þeir bara slá þetta út af borðinu og segja: „Þú hlýtur að vera listamaður!“ Ég hef reyndar ekki látið mér detta í hug að nálgast byggingar út frá þessu, þ.e. að láta hlýju ráða ferðinni, en ef menn gera það skiptir útlitið ekki máli. Í staðinn þarf að fara að hugsa um hvað hugtakið hlýja merkir. Það er algert lykilatriði. Það er ekki bara það að vera með ofninn í botni. GG Þarna eruð þið orðnir svolítið djúpir! HL En ekki dýpri en svo að ég held að það sé akkúrat þessi nálgun sem gamla
fólkið sem bjó í torf bæjunum, fólkið sem ég ólst upp með, myndi algerlega skilja. Það myndi ekki skilja neitt í grænum arkitektúr eða fræðum Harðar Ágústssonar um torf bæinn, en það myndi alveg skilja það að hús sem hefur ekki hlýju getur ekki verið gott hús. GG Ég ætla samt aðeins að fá að víkja frá hlýjunni, þótt hún sé mjög áhugaverð út af fyrir sig, því mig langar að fá nánari lýsingu á því hvaða element það eru sem þú ert að taka úr gamla bænum og færir yfir í þetta nýja og nútímalega hús. HL Fyrst var það ákvörðunin um hvar ætti að byggja og þá kom að góðum notum að þekkja staðinn mjög vel. Ég reyndi nú bara að hugsa eins og fólkið sem byggði torf bæina upphaflega; láta veður og vinda ráða því hvernig nýbyggingunni var snúið, hafa þetta þægilegt og eðlilegt í landslaginu. Og svo fannst mér nýja húsið þurfa að vera í samhengi og samræðu við húsin sem fyrir voru en ekki í samkeppni. Að það yrði eðlilegur hlutur í umhverfinu án þess þó að verða kópía af gamla bænum. Þetta er nútímabygging, í vissum skilningi hátæknibygging, og ég vildi forðast beinar sögulegar vísanir. Ég notaði svo jarðveginn, torfið og grjótið, sem einangrun. Þessi náttúrulegu byggingarefni eru innan seilingar og ég notaði það allt eins og sá sem væri að byggja torf bæ. Að hluta til var þetta að vísu unnið með stórum vinnuvélum en engu að síður er aðferðafræðin sú sama, og að stórum hluta til verktæknin og verkmenningin. Hleðslutækni af ýmsu tagi var notuð alveg eins og í gamla bænum. Svo lagði ég líka áherslu á upplifunina, að það væri ákveðið áreiti í húsinu, að það væru útskot og ekki mikið um hornréttar
svo fórum við í algerlega ólíkar áttir sem endaði með því að ég bjó bara til húsið og hann sagði sig frá þessu. Það kom upp ágreiningur um nálgun á notkun náttúrulegra efna og sennilega fagurfræði líka. Þegar ég byrjaði að garfa í þessu fyrir svona sjö árum höfðu arkitektar hér á landi almennt ekki áhuga á vistvænum arkitektúr og jafnvel ekki einu sinni á grasi á þökum. Ég held að þeim hafi fundist þetta hálfgert pjatt og óþarfi, bara fyrirhöfn og kostnaður og vesen. Þekkingin og tilfinningin var ekki fyrir hendi, það var búið að glopra henni niður. Í öllum vistvænum arkitektúr sem stendur undir nafni er mikil meðvitund um innra og ytra rými og eins konar grá svæði sem hvorki eru úti né inni. Þetta eru skot hér og þar á milli bygginga sem skapa skjól. Íslenski bærinn hefur einmitt þetta, enda fór lífið á bænum ekki síst fram á þessum skjólsælu og skemmtilegu svæðum. Ég man bara eftir því sjálfur að hafa verið mest í kringum húsin. Þetta er sambærilegt við háþróaðan japanskan alþýðuarkitektúr og einkennir allar vistvænar byggingar sem standa undir nafni. ÞÞ Það þarf sem sagt ekki að byggja skjólveggi við íslenska bæinn eftir á. Hann er sjálfur skjólið. GG Ertu bjartsýnn á framtíð íslenska bæjarins? HL Íslenski torf bærinn fær meiri hljómgrunn núna en hann hefur haft nokkurn tíma áður. Það jákvæða við það er að menn koma nú að þessum arfi úr ólíkum áttum: frá sögunni, bókmenntunum, verktækninni og vistmenningunni. Og ég held að það sé það sem skiptir máli. Þegar það er farið að gerast þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að arfurinn lifi ekki. Framtíð hans felst í því – þessu víða samhengi. Við stefnum á að opna sýningarhúsnæðið í sumar að einhverju leyti og svo verður þetta að fá að þróast áfram. Ég vona að þetta verði stofnun þar sem aldrei tekst að ljúka þróuninni; sé opnuð hálfkláruð og verði svo í mótun áfram og alltaf mögulegt að hnika hlutum til í ferlinu. Hugmyndafræðin er líka sú að leyfa þessu að gerast svolítið af sjálfu sér. Leyfa sér að nota innsæið og vera ekki með of mótaðar hugmyndir um hvernig þetta eigi að vera. Beita á þetta listrænni, kannski ómeðvitaðri, en umfram allt hófstilltri nálgun í anda gamla íslenska torf bæjararfsins.
Í boði náttúrunnar
59
20
4
21
2
19 7
UMHVERFISMERKJA UR INN G Ó K FRUMS erki?
14
m ða þessi Hvað þý einhverju máli? au Skipta þ pinber
13
t um o ð fræðas a stu t g æ h ða þjónu e r Hér er u r ö v m prýða ar merki se lla strang y f p p u merki sem ur. Þessi f ö á Íslandi r k a ð ur is- og gæ velja vör ð a umhverf m u d neyten gæði. auðvelda ákveðin im e þ ja g sem tryg
9 16
Almennar neysluvörur Heimilisvörur, hreinlætisvörur, byggingavörur, húsbúnaður og rekstrarvörur. 1 Svanurinn er umhverfismerki Norðurlandanna. Svansmerkið er orðið 20 ára og hefur hlotið mikla útbreiðslu. Það nýtur mikils trausts meðal neytenda á Norðurlöndum og er loksins orðið vel þekkt á Íslandi. Í dag fást vörutegundir merktar Svaninum í um 70 mismunandi vöruflokkum en einnig er hægt að svansmerkja starfsemi fyrirtækja, s.s. prentþjónustu (sjá svansmerki á kápu tímaritsins okkar), hótel og stórmarkaði. 2 Blómið er umhverfismerki Evrópusambandsins. Nú fást vörutegundir merktar Blóminu á Evrópska efnahagssvæðinu í um 26 vöruflokkum. 3 Bra Miljöval (Fálkinn) er
60
Í boði náttúrunnar
umhverfismerki sænsku náttúruverndarsamtakanna, sem sett hafa umhverfiskröfur fyrir ýmsa vöruflokka, s.s. hreinsivörur, vefnaðarvörur, orkuframleiðslu og samgöngur. 4 Blái engillinn er umhverfismerki Þýskalands og eitt elsta umhverfismerki í heimi. Vörur og þjónusta í tæplega 200 vöruflokkum fást merktar með Bláa englinum. 5 Græna innsiglið (Green Seal) er umhverfismerki sjálfstæðra bandarískra samtaka sem stuðla að framleiðslu, sölu og innkaupum á umhverfisvænni vöru og þjónustu. 6 Forest Stewardship Council (FSC) er notað á timbur og vörur sem unnar eru úr viði. FSC-merkið er til marks um að viðurinn sem varan er unnin úr sé upprunninn í skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.
Matvæli Lífrænt ræktaðar matvörur. Merkin eru öll starfrækt í samræmi við alþjóðlega staðla IFOAM sem eru alþjóðasamtök framleiðenda og þjónustuaðila á sviði lífrænnar framleiðslu. 7 Tún – lífræn vottun tryggir að matvörur séu framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við íslenskar og evrópskar reglugerðir um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Lífræn ræktun byggist á fullkomnu jafnvægi í náttúrunni. Framleiðandinn ber virðingu fyrir jörðinni og notar ekki tilbúinn áburð, ekkert skordýraeitur eða verksmiðjuframleidd hormónalyf. 8 Merki Evrópusambandsins fyrir lífræna ræktun tryggir uppruna og gæði matar og drykkja. Á síðasta ári var merkinu
breytt í grænt laufblað með stjörnum innan í sem var áður blár kassi með stjörnur í hring innan í. 9 KRAV er merki fyrir lífræna ræktun matvæla í Svíþjóð en hefur einnig þróað staðla fyrir m.a. sjálfbærar visthæfar fiskveiðar. 10 Ø er merki fyrir lífræna ræktun í Danmörku. 11 BIO er merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli. 12 EKO er hollenskt merki um vottun lífrænnar framleiðslu samkvæmt evrópskum reglugerðum. Algengt í íslenskum heilsuverslunum. 13 Demeter er alþjóðlegt gæðamerki fyrir vörur sem eru lífrænt bíódýnamískt ræktaðar (lífefld ræktun) en þar eru reglurnar í ræktun mun strangari en í þeirri
6
8
18
11 5
10 12
3
17
1
15 lífrænu. Mikið er lagt upp úr því að skila jarðveginum ennþá frjósamari en þegar byrjað var að rækta.
Rafmagnsvörur Merki sérstaklega ætluð rafmagnsvörum. 14 TCO-merkið er til marks um gæði og góða umhverfisframmistöðu, m.a. orkunýtingu rafmagns- og skrifstofutækja, en kröfurnar taka einnig til annarra umhverfisþátta og góðs vinnuumhverfis. 15 Orkumerki Evrópusambandsins metur orkunýtni raftækja, frá mestri orkunýtni (A) til minnstrar (G). Fyrir ísskápa er jafnvel hægt að ná einkunn A++. Samkvæmt evrópskum lögum á merkið að vera á öllum ísskápum, frystiskápum,
þurrkurum, þvottavélum, ljósaperupakkningum o.fl. 16 Energy Star er til marks um orkunýtingu rafmagnstækja. Merkið er rekið af bandarísku umhverfisstofnuninni (US EPA) og orkustofnun Bandaríkjanna (DoE).
Annað 17 Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um Grænfánann og fá þá að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. 18 Bláfáninn er umhverfismerki sem er úthlutað þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og
umhverfisvitund þeirra sem sækja staðina. Ylströndin í Nauthólsvík er ein af nokkrum ströndum á Íslandi sem flagga Bláfánanum. 19 Green Globe eru alþjóðleg samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og sveitarfélaga sem vilja starfa út frá markmiðum um ábyrga stjórnun og sjálfbæra þróun. Þátttakan byggist á vottun á starfsháttum þar sem tekið er mið af umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum. Snæfellsnes var fyrsta samfélagið í Evrópu sem komst í Green Globe. 20 Fairtrade réttlætismerkið staðfestir að viðkomandi vara uppfylli kröfur alþjóðlegu FLO-samtakanna (Fairtrade Labelling Organisations International). Réttlætismerki er ekki umhverfismerki, heldur fjallar um félagslega þætti í viðskiptum
með vörur sem eiga uppruna sinn í þróunarlöndunum og ýta þannig undir sjálfbæra þróun samfélagsins. 21 Skráargatið var sett á fót fyrir tveimur áratugum í Svíþjóð og hafa Danir og Norðmenn bæst í hópinn. Merkið tryggir neytendum að ákveðin matvara sé sú hollasta í hverjum flokki og til að fá merkið verður varan að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi magn sykurs, salts, fitu og trefja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið upp samstarf þrátt fyrir mikinn þrýsting Neytendasamtakanna og fleiri aðila.
Í boði náttúrunnar
61
Um
hverfis
vænar
A4 selur góðan 100% endurunninn pappír í prentara og ljósritunarvélar.
r u r ö v
BYKO selur loft- og veggmálningu frá Sadolin sem inniheldur mun minna af leysiefnum og öðrum umhverfisog heilsuskaðlegum efnum sem minnkar hættuna á ofnæmi.
Elko selur Electrolux 7 kg þurrkara með nýrri upphitunartækni sem gerir það að verkum að hann er 40% sparneytnari en þeir sem eru í flokki A. Hann er því merktur A-40%.
Yggdrasill hefur til sölu Sonnet þvottaog hreinsiefnin sem unnin eru úr jurtum og steinefnum og brotna því fullkomlega niður í náttúrunni. Hráefnið kemur frá lífrænni og lífrænt-dýnamískri ræktun.
Framleiðsla á Hästensrúmum hófst árið 1852 og hefur fyrirtækið ætíð nýtt náttúruleg efni í framleiðsluna svo sem við, hrosshár, ull, bómull og dún og hefur verndun umhverfisins að leiðarljósi.
Heilsuhúsið (Lágmúla, Kringlunni, Laugvegi og Akureyri) selur nú mikið úrval lífrænna fræja frá De Bolster. Ræktendur sem hafa fengið vottun á sína ræktun verða í flestum tilvikum að rækta frá lífrænum fræjum.
Græni hlekkurinn selur fjölbreytt úrval matvöru frá Saltå Kvarn sem er í hæsta gæðaflokki enda merkt með græna skráargatinu. Hráefnið kemur frá lífrænni og lífrænt-dýnamískri ræktun.
62
Í boði náttúrunnar
Í matarhorni IKEA er nú hægt að fá úrval af lífrænt vottuðum mat og drykkjum eins og þessa lífrænu sultu.
Alda Áslaug Unnarsdóttir, formaður Græna krossins, er til vinstri og Þórdís Ólafsdóttir, varaformaður til hægri. Með þeim er hundurinn Karri.
64
Í boði náttúrunnar
Græni krossinn HJÁLPAR NÁTTÚRUNNI
Texti Sigríður Guðlaugsdóttir Mynd JÓN ÁRNASON
Meðlimaskrá Græna krossins.
Í skóginum austan við Elliðavatn býr Alda Áslaug Unnardóttir. Alda er átta ára og formaður Græna krossins, félags sem hún stofnaði í október á síðasta ári. Græni krossinn hefur haldið tombólu og tekið þátt í jólamarkaði og fjármagnar þannig kostnað við pokakaup og annað sem fylgir hreinsunarstarfinu sem félagið stendur fyrir.
É
g fattaði bara upp á þessu í bílnum einu sinni,“ segir Alda glaðlega þar sem hún situr í stofunni heima hjá sér með stofnskrá, þrautabók og merki félagsins sem hún hannaði. „Mamma var oft að tala um Rauða krossinn og þá ákvað ég að búa til félag til að hjálpa náttúrunni, alveg eins og Rauði krossinn hjálpar fólki.“ Í þessum töluðu orðum kemur bekkjarsystirin og varaformaður félagsins, Þórdís Ólafsdóttir, í heimsókn. Þótt farið sé að vora er enn snjór yfir öllu og Þórdís kemur heiman frá sér á gönguskíðum ásamt mömmu sinni og vinkonu. Hún hefur áherslur Græna krossins að leiðarljósi og vill helst ekki menga umhverfið. Alda og Þórdís hafa tínt alls konar rusl í Elliðaárdalnum eins og filmu, hundaskít í plastpoka og einu sinni háhælaða skó. En vinkonurnar eru alveg sammála um hvað þeim finnst versta ruslið: „Það eru sígarettustubbar, þeir eru ógeðslegir.“ Aðspurðar hvaða skilaboð þær vilji senda fólki sem hendir rusli úti í náttúrunni segja þær báðar í kór: „Fólk sem skilur eftir rusl er bara aular,“ en líta svo hvor á aðra og skella upp úr. Næst á dagskrá Græna krossins er ruslaleikur í skóginum við Elliðavatn. Þeir sem vilja vera með þurfa að skrá sig á Facebook-síðuna þegar leikurinn verður auglýstur þar. Nú hafa tæplega 300 manns skráð sig í félagið en einu dýrameðlimirnir eru heimilishundurinn Karri og villta dvergkanínan Trefill sem býr undir pallinum hjá Öldu. Og vinkonurnar stefna á að halda starfi Græna krossins áfram um ókomna tíð. „Þegar við verðum orðnar 20 ára verðum við orðnar gamlar og lúnar,“ segir Alda, en Þórdís segir að það verði allt í lagi; „Því þá teiknum við bara Græna krossinn beyglaðan og brotinn.“
Stefnuskrá Græna krossins.
Í boði náttúrunnar
65
GRÆN FRAMTÍÐ — ÞAR SEM ALLIR GRÆÐA notuð raftækI FÁ framhaldslíf
Texti Sigríður Guðlaugsdóttir Mynd JÓN ÁRNASON
Fyrirtækið Græn framtíð sérhæfir sig í að selja notuð raftæki til viðgerðaraðila í útöndum þar sem gert er við tækin, eða þau notuð í varahluti. Raftækin öðlast svo framhaldslíf þegar þau eru seld til þriðja heimsins og eiga þátt í tæknivæðingu almennings þar. Bjartmar Alexandersson og Gísli Þorsteinsson stofnuðu Græna framtíð árið 2009 en þá var áætlað að mjög lítið magn af raftækjum færi í ruslið hér á landi. Síðan hefur komið í ljós að líklega hefur mikið magn tækja farið beint í heimilissorp og verið urðað með tilheyrandi kostnaði og afleiðingum fyrir náttúruna. Getum lágmarkað áhrif neyslu á umhverfið „Við vorum eiginlega gáttaðir á því að enginn hefði gert þetta áður,“ segir Bjartmar. Hugmyndin segir hann að hafi kviknaði þegar félagarnir störfuðu hjá símafyrirtæki og sáu starfsmenn ítrekað henda tækjum beint í venjulega ruslatunnu. „Það var þvílík synd að horfa upp á verðmæti fara svona til spillis og að vita af
66
Í boði náttúrunnar
menguninni sem þetta hefur í för með sér.“ Hingað til hefur vantað hvata fyrir fyrirtæki til að vera umhverfisvæn en um leið og forsvarsmenn þeirra átta sig á að þau geta hagnast á því að vera græn, breytist bæði umhverfið og viðhorfið. Græn framtíð tekur við raftækjum, allt frá farsímum, stafrænum myndavélum, leikjatölvum og fartölvum, en einnig plasma- og LCD-skjáum. Fyrirtækin sem leggja til raftækin fá hluta af hagnaðinum, sem getur verið allt frá 20 upp í 2.500 krónur á farsíma. Tæki frá einstaklingum koma eingöngu frá Sorpu og Endurvinnslunni sem fá greitt fyrir þau. „Við höfum ekki farið inn á einstaklingsmarkaðinn vegna þess að við viljum ekki lenda í þýfi, en það hefur verið mikið vandamál erlendis,“ segir Bjartmar. Íþróttafélög hafa þó notið þjónustunnar í tengslum við fjáraflanir. Starfsemi fyrirtækisins fer nú líka fram í Færeyjum og Græn framtíð stefnir á frekari umsvif utan landsteinanna, enda skemmir orðspor Íslands ekki fyrir: „Um leið og þú segir Ísland, ertu orðinn grænn,“ segir Bjartmar að lokum.
Bjartmar Alexandersson annar stofnenda Grænnar framtíðar.
ENDURVINNSLUþorp — rís í Gufunesi undir merkjum grænnar hugsunar
Texti Þröstur Haraldsson Myndskeyting Sigurður Valur Sigurðsson
Klasar eru vinsælt orð í rekstri fyrirtækja og nú er að verða til einn eða jafnvel fleiri í Gufunesi, á fyrrum starfssvæði Áburðarverksmiðju ríkisins. Þar hefur Íslenska gámafélagið tekið frumkvæði að því að koma upp umhverfisþorpi og miðstöð endurvinnslu á Íslandi. Auk starfsemi félagsins eru ýmsir aðilar farnir að koma sér þar fyrir, svo sem við breytingar á bílvélum svo þær geti brennt metangasi, endurvinnslu rúllubaggaplasts frá bændum og ráðgjöf um græna hugsun. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Íslenska gámafélaginu, sagði í spjalli við blaðamann að félagið hefði tekið við svæðinu árið 2006 og sett þar á laggirnar flokkunarstöð þar sem endurnýtanlegt hráefni pappírs, plasts og málma er skilið frá og sent utan til frekari endurvinnslu. Þá hafi þurft að byrja á því að hreinsa svæðið eftir starfsemi Áburðarverksmiðjunnar og það reynst ærið verk. Hafnarsvæðið hefur verið hreinsað en þar geta nú hafskip lagst að bryggju. Þá er verið að koma upp aðstöðu fyrir smærri báta og kajakræðara. Agnes segir að til standi að byggja upp þorp með bæjarráði og öllu tilheyrandi. Þarna geta sprotafyrirtæki á sviði umhverfismála og endurvinnslu komið sér fyrir. Jafnframt gæti svæðið haft aðdráttarafl fyrir útivistarfólk þegar fram líða stundir. Lykilorðin eru sjálf bærni og græn orka sem getur eignast þarna sitt kjörlendi. Klasafyrirkomulagið byggist á því að fyrirtæki eigi með sér samstarf og deili þekkingu þótt þau starfi hvert með sínu lagi, en samstarfið geri þau sterkari. Í þorpinu er þegar hafin hreinsun á hefðbundinni matarolíu hjá fyrirtækinu Líftækni en olíuna er hægt að nota sem eldsneyti á dísilbíla. Íslenska gámafélagið starfrækir verkstæði þar sem bifreiðasmiðir taka að sér að breyta hefðbundnum dísil- og bensínbílum þannig að þeir geti gengið fyrir metangasi. Með því móti er hægt að nýta hauggas, sem verður til við urðun sorps í Álfsnesi, og spara þannig innflutning á erlendu eldsneyti sem verður æ dýrara. Umhverfisþorpið er í stöðugri þróun, að sögn Agnesar. Ný fyrirtæki boða komu sína á svæðið, en öll fyrirtæki þurfa að uppfylla kröfur um að starfsemi þeirra byggist á grænni hugsun og nú er unnið að því að fara enn lengra og innleiða ISO-vottun fyrir alla starfsemi í þorpinu.
68
Í boði náttúrunnar
Fyrirtæki og einstaklingar sem boðað hafa þátttöku sína í uppbyggingu umhverfisþorpsins: 01 Metanbreytingar – fyrsta verkstæði
landsins þar sem bensínbílum er breytt í tvíorku bensín/metanbíla 02 Brettavinnslan – löskuð bretti
lagfærð og endurseld. Annað timbur kurlað og notað í moltugerð 03 Skrifstofur Íslenska gámafélagsins 04 Metanorka – nýsköpun í
framleiðslu á metani 05 Grænir hælar – rágjafarfyrirtæki
sem hefur það að markmiði að bæta umhverfisvernd fólks og fyrirtækja
06 Móðir náttúra – Framleiðsla á
tilbúnum grænmetisréttum. 07 Þvottastöð 08 Lífdísil – notuð matarolía, t.d. frá
veitingastöðum er hreinsuð og notuð sem eldsneyti á dísilbíla 09 Fræðslumiðstöð um endurvinnslu 10 Vélaverkstæði Vélamiðstöðvarinnar 11 Stúdíó – eingöngu notuð hljóðfæri
og upptökutæki síðan 1965. Helgi Gíslason – listamaður 12 Götusalt til hálkueyðingar
13 Græna tunnan – endurvinnan-
legur úrgangur handflokkaður og baggaður til útflutnings 14 Flokkun málma og annarra
verðmæta 15 Ánamaðkaræktun – notaðir í
niðurbroti á lífrænum úrgangi til moltugerðar 16 Moltugerð – notuð sem lífrænn
áburður 17 PM endurvinnsla – rúllubagga-
plast hreinsað og endurnýtt. Endurnýtt plast notað í vegstikur og til útflutnings.
0 Í boði náttúrunnar
69
TOPPURINN Á TILVERUNNI Að sjá viðskiptatækifæri í snævi þöktum stórbrotnum fjöllum, þegar flest okkar skella skíðunum aftur inn í geymslu, er ekki á hvers manns færi. En þetta hafa ævintýramenn úr Eyjafirði og Ísafirði komið auga á og standa nú fyrir ógleymanlegum ferðum sem laða hingað hópa erlendra ferðamanna í leit að einstakri upplifun í íslenskri náttúru. Ævintýraferðir sem fáir Íslendingar hafa upplifað. Texti Þröstur Haraldsson Myndir Guðmundur Tómasson
Í boði náttúrunnar
71
72
Í boði náttúrunnar
Sigurður jónsson
HLJÓÐLÁTAR ÆVINTÝRAFERÐIR „Skúta, skíði og kajakar eru málið fyrir okkur, en hvorki þyrlur né vélsleðar. Við viljum halda okkur við hljóðláta farkosti. Það er okkar heimspeki.“
Vestfirðingarnir Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson hafa siglt og klifið fjöll um víða veröld. Árið 2005 stofnuðu þeir fyrirtækið Borea Adventures á Ísafirði og reka heldur óvenjulega ferðaþjónustu þar sem meðal annars er boðið upp á kajak- og gönguferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir, en vinsælastar á vorin eru siglinga- og skíðaferðir um Jökulfirði þar sem siglt er á skútu inn í einn fjörð eða vík á dag í allt að fimm daga. Úr fjöruborðinu er gengið upp á fjallstopp með leiðsögumanni, annaðhvort með skíðin á bakinu eða á skíðunum. Eftir stutt stopp á toppnum, þar sem nokkur andköf eru tekin yfir mögnuðu útsýni, tekur við löng og mögnuð buna á skíðum niður fjallshlíðina niður í næsta fjörð þar sem skútan bíður ferðalanganna þegar þeir koma. „Skútan er eins konar færanlegur fjallakofi í þessum ferðum og aldrei er gist tvisvar á sama stað,“ segir Sigurður. Hjarta fyrirtækisins er 60 feta skútan Áróra sem félagarnir festu kaup á eftir að hafa verið boðið í mat af breskum siglurum sem voru veðurtepptir fyrir vestan. „Þetta var algjör tilviljun en áður en við keyptum skútuna ákváðum við að gera viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið okkar,“ segir Sigurður. „Síðan höfum við gert Áróru út með góðum árangri.“ Þeir Sigurður og Rúnar Óli segjast oft hafa rætt möguleikann á að gera áhugamálið að atvinnu. „Skúta, skíði og kajakar eru málið fyrir okkur, en hvorki þyrlur né vélsleðar. Við viljum halda okkur við hljóðláta farkosti. Það er okkar heimspeki.“ Yfirgnæfandi hluti þeirra sem fara í ferðirnar með þeim á skútunni eru útlendingar. Sigurður viðurkennir að menn þurfi að vera í nokkuð góðu líkamlegu formi en ferðirnar séu þó við flestra hæfi. „Elsti þátttakandinn hjá okkur var 82 ára Bandaríkjamaður sem fór í tveggja vikna skútu- og kajakferð til Grænlands í fyrra. Hann reri 20-30 km á dag og fór létt með það, er reyndar
búinn að panta aðra ferð í sumar. Annar 75 ára var með í skútu- og skíðaferð. Slíkar ferðir eru þó ekki alltaf áfallalausar. Sigurður rifjar upp atvik með kanadískum skíðahópi þegar einn í hópnum fékk alvarlegar hjartsláttaruflanir og var fluttur í snarhasti á sjúkrahúsið á Ísafirði. Honum var fyrirskipað að halda kyrru fyrir á bátnum eftir nótt á sjúkrahúsinu. Hann gat aftur á móti ekki haldið aftur af sér og fór á skíði og í lok dags stökk hann meira að segja í tveggja gráðu kaldan sjóinn og synti í kringum skútuna. „Við furðuðum okkur á því hvað þeir hefðu gefið honum á sjúkrahúsinu fyrst hann hrökk ekki upp af við þetta,“ segir Sigurður. Eitt af framtíðarmarkmiðum Borea Adventures er að kaupa aðra skútu. Hún myndi sinna lengri ferðum eins og til Grænlands og ferðum um Norður-Atlantshafið. En kapparnir vilja líka láta gott af sér leiða og afhentu fyrir stuttu Melrakkasetrinu styrk sem tengist þátttöku Borea Adventures í samtökum sem kallast 1% for the Planet. En þau fyrirtæki sem eru í þessum samtökum greiða 1% af veltunni til góðs málefnis. „Með þessu móti getum við gefið til baka á okkar heimaslóðir,“ segir Sigurður um leið og hann leysir festar og siglir Áróru sinni aftur á haf út – og í þetta sinn er áfangastaðurinn Jan Mayen.
www.boreaadventures.com Í boði náttúrunnar
73
Jökull Bergmann
Á tindinn í þyrlu — niður á skíðum „Menn þurfa að vera sjálfbjarga á skíðum og helst góðir fjallgöngumenn til að stunda fjallaskíðamennsku. Í þyrluferðunum reynir aftur á móti meira á skíðamennskuna því þá eru farnar margar ferðir á dag.“
74
Í boði náttúrunnar
Skíðadalur inn af Svarfaðardal stendur undir nafni því þar eru snjóþyngsli yfirleitt mikil og umlykjandi fjöll snævi þakin allt upp í 1.500 metra hæð stóran hluta ársins. Þar er starfrækt ferðaþjónusta á bænum Klængshóli og hægt að stíga um borð í þyrlu sem fer nokkurn veginn lóðrétt upp í loft og skilar af sér farþegum á fjallstindi ofan við bæinn eftir þriggja mínútna flug. Svo renna menn sér niður á bæjarhlaðið aftur og geta valið einhvern af hundruðum tinda Tröllaskagans fyrir næstu ferð. Sá sem stendur á bak við þessa þyrluskíðamennsku heitir viðeigandi nafni, Jökull Bergmann, og hann er eini Íslendingurinn sem aflað hefur sér alþjóðlegra réttinda sem fjallaleiðsögumaður. Hann hefur skipulagt fjallaskíðamennsku fyrir ferðamenn í fjórtán ár, bæði hér heima og erlendis, og fyrir fjórum árum tók hann þyrluna í þjónustu sína. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og nú býður hann upp á ferðir frá miðjum mars fram í miðjan júní. „Þetta eru ekki ferðir fyrir ofurhuga eingöngu,“ segir Jökull. „Menn þurfa að vera sjálf bjarga á skíðum og helst góðir fjallgöngumenn til að stunda fjallaskíðamennsku. Í þyrluferðunum reynir aftur á móti meira á skíðamennskuna því þá eru farnar margar ferðir á dag.“ Fjórir af hverjum fimm þátttakendum í ferðum Bergmanna, en svo kallast fyrirtækið, eru útlendingar og segir Jökull að þeir komi víða að, austan hafs og vestan. „Íslendingar voru áhugasamari um þessar ferðir framan af en eftir hrun hefur dregið úr þátttöku landans. Þeir sem koma einu sinni vilja mjög oft koma aftur og nú eru um 70% þátttakendanna fastir kúnnar hjá okkur. Það þýðir að við verðum að leita á aðrar slóðir eftir nýjum ævintýrum handa þeim.“
Af þeirri ástæðu hafa Bergmenn tekið upp samstarf við Borea Adventures, Norðursiglingu á Húsavík og nú í vor var í fyrsta sinn boðið upp á Austfjarðaævintýri þar sem skíðað var í austfirsku Ölpunum, svæðinu frá Borgarfirði eystra til Fáskrúðsfjarðar. Þar sem Jökull er eini réttindamaðurinn á landinu þarf hann að ráða sér samstarfsmenn frá útlöndum. Sjálfur fer hann svo í svissnesku Alpana á sumrin og til Kanada eftir áramótin til að sinna fjallaleiðsögn, bæði fjallaklifri og fjallaskíðamennsku.
www.bergmenn.com
Bollaleggingar
Sigurbjörn Höskuldsson
• jl.is • JÓNSSON & LE’MACKS
„Svo er alvöru útsýni ofan af fjallinu þegar skyggni er gott. Þá sést austur á Langanes, vestur á Siglunestá og langt inn eftir hálendinu.“
Kaldbaksferðir njóta æ meiri vinsælda, en þær hafa verið í boði frá árinu 1998. Þær ganga þannig fyrir sig að fólk sest upp í sérútbúna snjótroðara og er flutt upp á topp þessa tignarlega fjalls sem teygir sig 1.174 metra upp fyrir Eyjafjörðinn. Þaðan er svo hægt að renna sér á skíðum, snjóbrettum eða sérsmíðuðum snjóþotum í tveimur áföngum niður á láglendið aftur. Alls tekur þetta um tvo tíma. Sigurbjörn Höskuldsson er forsvarsmaður Kaldbaksferða og segir hann að þetta njóti aukinna vinsælda. „Við erum með tvo troðara sem taka 20 og 32 manns en við förum ekki á fjallið með færri en tíu í hverri ferð. Það þarf því að panta þetta með einhverjum fyrirvara en það eru ekki síst starfsmannahópar, vinahópar eða nokkrar fjölskyldur sem taka sig saman um að fara í þessar ferðir,“ segir hann. Allur gangur er á því hvernig menn fara niður; sumir eru á skíðum eða snjóbrettum en snjóþoturnar sem Sigurbjörn og félagar fengu Sæplast á Dalvík til að framleiða fyrir sig njóta mikilla vinsælda. „Svo er alvöru útsýni ofan af fjallinu þegar skyggni er gott. Þá sést austur á Langanes, vestur á Siglunestá og langt inn eftir hálendinu,“ segir Sigurbjörn. Ferðirnar eru í boði frá áramótum og fram í júníbyrjun þegar vel árar. Það á við árið í ár því Sigurbjörn segir að það sé töluvert mikið af hörðum og góðum snjó í fjallinu sem bráðni ekki svo glatt. Ásamt Sigurbirni eru þau tvö sem sinna þessum ferðum í hjáverkum með öðrum störfum.
SÍA
Á toppi tilverunnar
Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is
www.kaldbaksferdir.com Í boði náttúrunnar
75
Berrassaður á fótunum Texti Birgir Jóakimsson Myndir JÓN ÁRNASON
Ef þú hefur gaman af því að hlaupa og vilt taka íþróttina upp á annað plan, ættir þú að hugleiða það að sparka af þér skónum.
76
Í boði náttúrunnar
S
kokkandi úti við Gróttuvita á Seltjarnarnesinu, búinn að missa félaga mína úr Hlaupasamtökum lýðveldisins fram úr mér og sársaukinn í iljunum orðinn óbærilegur. Þetta var vandamál sem virtist ekki ætla að lagast að sjálfu sér. Eftir u.þ.b. tíu kílómetra hlaup fór sívaxandi brunatilfinning í iljunum að gera mér lífið leitt. Nú var ekkert annað að gera en að fara úr skónum og sokkunum og ganga í stað þess að hlaupa, þangað til iljarnar kólnuðu og jöfnuðu sig nægilega mikið til að ég gæti farið að hlaupa á ný. Þegar ég var kominn úr skónum fann ég hve það var góð tilfinning að finna iljarnar snerta malbikið á stígnum þrátt fyrir að það væri hart viðkomu. Ég sá að félagar mínir voru komnir langt fram úr mér svo að ég reyndi að hlaupa rólega berfættur. Ég hélt á hlaupaskónum og sveiflaði höndunum meira en venjulega og fann að ég hljóp öðruvísi en ég var vanur að gera þegar ég hljóp í skóm. Ég ákvað að stytta mér leið með því að fara eftir malarstíg og þá fann ég fyrst fyrir því af alvöru hvað það var góð tilfinning að fá jarðtengingu um leið og maður hljóp. Mér fannst ég vera líkur hlaupandi tré þar sem ræturnar sveifluðust og stungust ofan í jörðina í hverju skrefi. Undirlagið skiptist á að vera mold, smá möl og gras og ég var með athyglina alla við að finna út hvar best væri að stíga niður. Ég var í fyrstu hræddur við að stíga á eitthvað oddhvasst, eins og glerbrot, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Bæði fór ég rólega og horfði það vel og rækilega fram fyrir mig að það voru í mesta lagi smástingir frá smásteinum sem pirruðu mig eilítið. Ég kláraði hlaupatúrinn við Vesturbæjarlaugina og teygði vel á vöðvum líkamans og naut þess að láta grasið leika um fæturna. Ég var orðinn háður! Minni hætta á meiðslum Þetta var árið 2006 og ég vissi ekki að þá þegar voru mörg þúsund hlauparar í Bandaríkjunum og víðar farnir að hlaupa berfættir, ekki aðeins vegna þess að það væri í tísku, heldur vegna þess að ýmsar rannsóknir sýndu að meiðslahætta gæti verið meiri ef hlaupið væri í „... þeir sem hlupu skóm með þykkum sóla og mikilli berfættir lentu frekar á dempun. Birtar hafa verið lærðar táberginu eða miðjum greinar í virtum vísindatímaritum fætinum en á hælnum. eins og Nature, þar sem niðurÞeir sem hlaupa í stöðurnar hafa komið mörgum hlaupaskóm lenda nærri á óvart. Vísindamenn fylgdust til undantekningarlaust á hælunum með tilheyrandi dæmis með líkamsbeitingu fjölda álagi á hné og bak. Á móti hlaupara og því hvernig þeir stigu ber að hafa í huga að til jarðar. Þeir komust að því að þeir það eykur álagið á kálfa sem hlupu berfættir lentu frekar og hásinar að hlaupa á táberginu eða miðjum fætinum berfættur.“ en á hælnum. Þeir sem hlaupa í hlaupaskóm lenda nærri undantekningarlaust á hælunum með tilheyrandi álagi á hné og bak. Á móti ber að hafa í huga að það eykur álagið á kálfa og hásinar að hlaupa berfættur. Því þarf að gæta þess að fara ekki of geyst af stað og teygja vel eftir hlaup á kálfum og öðrum líkamshlutum sem við reynum á þegar við stundum hlaup. Einnig hefur það reynst vel að kæla niður kálfa og hásinar eftir að hafa hlaupið „berrassaður á fótunum“, eins og dóttir mín orðaði það eitt sinn. Ef hlaupið er nálægt sjónum er gráupplagt að kæla fæturna í hressandi og styrkjandi saltvatninu með öll sín heilsusamlegu næringarefni. Byrja á stuttum vegalengdum Það sem hræddi mig einna mest, þegar ég byrjaði að hlaupa berfættur, var að lenda á einhverju oddhvössu sem myndi skera á mér fótinn en það hefur aldrei gerst. Það er ágætt fyrir
Birgir Jóakimsson er vefstjóri hjá Íslandsstofu og hefur stundað hlaup í 30 ár. Hann æfði frjálsar íþróttir til margra ára og hefur hlaupið átta maraþon, þar af tvö í Berlín. Hann hefur ásamt bróður sínum, Gunnari Páli, gefið út Hlaupahandbókina frá árinu 2004. Birgir ætlar að hlaupa Laugaveginn í sumar, þó ekki berfættur.
okkur að byrja að hlaupa berfætt á mjúku undirlagi, sandi eða mold, og hlaupa bara stutt til að byrja með, t.d. í 5-10 mínútur daglega. Síðan getum við smám saman aukið við vegalengdina og það er aldrei að vita nema við náum að feta í fótspor Tellmans H. Knudson (www.howtorunbarefoot.com) sem er að hlaupa berfættur þvert yfir Bandaríkin og safnar um leið áheitum handa heimilislausum unglingum. Það er eðlilegt að finna fyrir sársauka í iljunum fyrstu vikurnar og kannski í nokkra mánuði þar sem iljarnar og tærnar eru þaktar taugaendum. En þegar sigg er farið að myndast minnkar sársaukinn og hverfur að mestu þegar við höfum hlaupið reglulega í nokkra mánuði. Fingraskór Það er vart til ódýrari, og samt um leið meira spennandi, líkamsrækt til að stunda í dag heldur en það að hlaupa berfættur og finna fyrir móður jörð í gegnum iljarnar. Hlaupaskór geta leitt til þess að við beitum fótunum á rangan hátt með tilheyrandi meiðslum. Millistigið á milli þess að hlaupa berfættur og í hlaupaskóm hafa skóframleiðendur reyndar búið til og væri gaman að prófa til dæmis að hlaupa á fingraskónum Vibram FiveFingers (www.vibrantfivefingers.it). Það eina sem getur verið erfitt við að hlaupa berfættur hér á landi er að finna hentuga staði til að hlaupa á. Moldarstígar og fjörur henta auðvitað vel, og jafnvel gras og malbik fyrir lengra komna. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og reyna að þroska með sér betri líkamsmeðvitund og líkamsstöðu með því að hafa athyglina að fullu við hlaupin og það að hreyfa okkur eins og náttúran (eða Guð : ) hannaði okkur til í upphafi.
Góðir vs. lélegir skór Hlauparar sem hlaupa í bestu fáanlegu hlaupaskóm eru 123 prósent líklegri til að verða fyrir meiðslum en hlauparar sem hlaupa í ódýrum skóm. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var árið 1989 af dr. Bernard Marti, sérfræðingi við háskólann í Bern í Sviss.
Í boði náttúrunnar
77
78
Í boði náttúrunnar
FJÖRUBORÐIÐ Bráðhollt lostæti sem fáir þekkja
Texti og uppskriftir RÚNAR MARVINSSON Myndir JÓN ÁRNASON Í boði náttúrunnar
79
RITSTJÓRN
80
Í boði náttúrunnar
Ég byrjaði að gera tilraunir með matreiðslu þörunga í félagsskap með þeim Karli Gunnarssyni og Ólöfu Hafsteinsdóttur fyrir hátt í tuttugu árum. Þau eru bæði tvö hafsjór sagna um ágæti hráefnisins og vonandi kemur sá tími að sem flestir eigi þess kost að meðtaka fagnaðarerindið sem við höfum reynt að predika með alltof litlum undirtektum hingað til. Þá ætti efnahagsástandið að gefa fólki ástæðu til að gefa fjársjóðnum í fjörunni gaum. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar tínt, verkað og neytt þara. En þekkingin hefur fjarað út og nú er það á fárra færi að fara í fjöruna og tína af þekkingu og reynslu enda lítið um skriflegar heimildir um efnið. En það á ekki að hindra neinn í að nýta sér þetta frábæra hráefni sem þörungar eru enda núorðið hægt að kaupa það í allmörgum matvöruverslunum. Grettir Hreinsson framleiðir söl og þara undir vöruheitinu Seaweed Ísland. Einnig hafa aðrir hafið framleiðslu á þörungum en hann er sá sem hefur séð mér fyrir hráefni undanfarið svo að þar þekki ég best til. Í uppskriftirnar nota ég þrjár tegundir matþörunga; beltisþara, söl og marinkjarna en tegundirnar eru annars yfir tuttugu í kringum landið. Ég rista þörungana í ofni í örfáar mínútur við 180 gráður, eða þar til þarinn er orðinn vel stökkur. Einnig er hægt að þurrka hann með því að láta hann liggja á borði í nokkra klukkutíma. Síðan er hver tegund fyrir sig steytt í mortéli eða mulin í matvinnsluvél. Magnið sem notað er í uppskriftunum ræðst af því fyrir hve marga er matreitt hverju sinni svo að ég fer ekkert út í smáatriði í þeim málum. Í boði náttúrunnar
81
82
Í boði náttúrunnar
Grænmetismauksúpa
— með sýrðum rjóma & marinkjarna
Í grænmetissúpuna er um að gera að nýta það grænmeti sem til er og láta hugmyndaflugið ráða. Í þessa súpu notaði ég lauk, sellerí, blómkál, spergilkál, engifer, eldpipar og papriku. Magnið ræðst af því hversu marga á að metta. Grænmetinu ásamt tómatpuré er skellt í pott og steikt í olíu. Þegar grænmetið hefur mýkst er vatni bætt í pottinn og soðið uns grænmetið er orðið nógu mjúkt til að mauka með töfrasprota. Súpan er krydduð með grænmetiskrafti og salti eftir smekk. Soðið vel saman. Sett á disk og sýrðum rjóma bætt ofan á og þurrkuðum og muldum marinkjarna stráð yfir – borið fram með brauði og pestói.
Pestó Brauðrasp, ristuð fræ, s.s. sólblóma-, graskers- og sesamfræ, sólþurrkaðir tómatar, eldpipar, engiferrót, hvítlaukur, góð kaldpressuð ólívuolía, mulinn beltisþari, söl og marinkjarni sett út í, maukað vel með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Í boði náttúrunnar
83
Pönnusteikt þorskhrogn — með sveppum, blaðlauk, hvítlauk, kapers, melónu og sölvum Þorskhrognum er pakkað inn í plastfilmu og sett í sjóðandi vatn í 6-10 mín. Tímalengdin fer eftir stærð hrognanna. Þau síðan tekin upp úr og látin kólna og plastfilman tekin af. Því næst eru hrognin sneidd, pensluð með hvítlauksolíu og salti stráð yfir. Þau eru síðan hituð og brúnuð í smjöri á pönnu. Tekin af og haldið heitum. Smátt skornir sveppir, blaðlaukur, melóna, hvítlaukur og kapers sett út á pönnuna ásamt fisksoði og rjóma og látið krauma smástund. Hrognin eru borin fram á soðnu bankabyggi eða byggotto (sjá bls. 48 í bókinni Náttúran sér um sína) og sósan sett í kring.
84
Í boði náttúrunnar
Pönnusteiktur þorskur — með beltisþara, sölvum og marinkjarna Þorskstykkjum er velt upp úr speltmjöli krydduðu með muldum beltisþara, sölvum og marinkjarna. Þau eru síðan steikt í smjöri á pönnu. Þegar fiskurinn er næstum tilbúinn er hann settur á heitan disk (gott að láta heitt vatn renna á diskinn til að hita hann). Fisksoði og rjóma bætt á pönnuna og kryddað eftir smekk með þörungum og sojasósu. Sósan er soðin niður uns æskilegri þykkt er náð. Borið fram með soðnum kartöflum og bakaðri sætri kartöflu. Ristuðum marinkjarna stungið í fiskinn til skrauts. Ath. Borða má skreytinguna!
Í boði náttúrunnar
85
Heilsida_hirez.pdf
3/25/11
2:57:46 PM
Hvað er Hrísmjólk og er hún góð? áhrifum mataræðis á heilsu þess hefur aukist mikið á síðastliðnum árum og kemur það skýrlega fram í auknum vinsældum þeirra vara sem flokkast sem staðgenglar mjólkur. Eru þetta vörur fyrir þá sem vilja síður neyta eða þola illa mjólkurafurðir. Einnig hefur mjólkuróþol
“Þekking fólks og áhugi fyrir áhrifum mataræðis á heilsu þess hefur aukist mikið á síðastliðnum árum og kemur það skýrlega fram í auknum vinsældum þeirra vara sem flokkast sem staðgenglar mjólkur” C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Hrísmjólk frá Provamel er ný vara hér á landi og er hún góð viðbót við hinar vinsælu Provamel vörur. Provamel framleiðir hágæða lífrænt ræktaðar vörur og hafa sojavörurnar hingað til skipað stóran sess á hinum svokallaða mjólkurlausa markaði. Þekking fólks og áhugi fyrir
“Einnig hefur mjólkuróþol aukist hjá börnum og leita foreldrar því æ meira í vörur sem geta komið í staðinn fyrir mjólk”
aukist hjá börnum og leita foreldrar því æ meira í vörur sem geta komið í staðinn fyrir mjólk. Þá er hrísmjólkin sérstaklega góður kostur. Hrísmjólk er bragðgóður og léttur drykkur sem hentar vel út á morgunkorn, í hristinga, brauð og annan bakstur sem og til annarra nota. Hrísmjólkin frá Provamel er hágæða vara. Öll innihaldsefni hennar eru lífrænt ræktuð og framleidd í samræmi við ströngustu gæðakröfur. Hún inniheldur hvorki kólesteról né hvítan sykur og hentar því ungum sem öldnum. Hrísmjólkin er sætt með lífrænum eplasafa og eru börn því sérstaklega hrifin af örlítið sætum og svalandi eiginleikum hennar.
BRAGÐAÐU BETRI HLIÐ LÍFSINS Provamel. Gómsætar og lífrænar vörur. Eitthvað að borða, eitthvað að drek ka, eitthvað að baka... V e l d u þ a n n k o s t se m h e n t a r þ ér . Algerlega umh ve
h e i l s u s a m l e gt og dásamlega rfisvænt, unnið 100% úr náttúrinni
. Njóttu!
Hafraheilsubaka með eplum, perum og skógarberjum
Uppskriftir unnar í samstarfi við www.matturmatarins.com
Uppskrift fyrir 6-8
Smoothie með lárperu og jarðaberjum
1 ½ bolli tröllahafrar 1 bolli möndlur hakkaðar i matvinnsluvél eða smátt saxaðar ½ bolli spelt 1 tsk. vínsteinslyftiduft 2 tsk. kanill 1 tsk. engiferduft ½ tsk. vanilluduft ½ tsk. salt 3 græn epli skorin í litla bita 1 pera skorin í litla bita 1 bolli frosin skógarberjablanda
Blandið eplum, perum og skógarberjum saman í mótinu. Hellið þurrefnunum yfir ávextina.
Hitið ofninn í 180º C.
Hrærið eggið í skál og blandið hrísmjólkinni (þarf að vera köld) og púðursykrinum saman við. Hellið bráðnaðri kókosolíunni út í og látið standa þar til olían hefur harðnað í vökvanum. Hellið vökvanum yfir þurrefnin í mótinu.
Blandið þurrefnunum saman í skál. Smyrjið eldfast mót með kókosolíu.
Bakið í ofni í 35 mínútur. Berið fram heitt með vanilluís.
2 bollar af hrísmjólk frá Provamel 1 lítið brúnegg eða ómega egg hrært 3 ríflegar msk. púðursykur 3 msk. kókosolía bráðnuð
Uppskrift fyrir 1 1 bolli hrísmjólk frá Provamel ¼ stór lárpera eða hálf lítil 1 lítill banani ½ bolli frosin jarðaber 1 tsk. chia fræ eða hörfræ safi úr ½ límónu (má sleppa) 2 cm bútur af fersku engifer Agave síróp eftir smekk (1-2 tsk. ) klakar Allt sett í blandara og drukkið með
bros á vör.
Næringarríkt byggbrauð með sólblómafræjum 3 msk. næringarger eða ½ bolli rifinn parmesanostur 1 bolli sólblómafræ 2 bollar byggmjöl 2 bollar hveiti eða fínt spelt 1 msk. þurrger
2 bollar hrísmjólk frá Provamel 1 tsk. salt 2 msk. ólífuolía 1 msk. hrásykur smá Maldonsalt ofan á
Blandið hveiti/spelti, byggmjöli, sólblómafræjum, salti og næringargeri/parmesanosti saman í skál. Uppskrift gerir 1 hleif
Velgið hrísmjólkina þar til hún er orðin vel volg, blandið þá geri saman við og olíu. Látið bíða í 3-4 mínútur og hræðið þá varlega í. Blandið gerblöndunni saman við þurrefnin. Gott er að gera þetta í hrærivél með króki. Hnoðið í hrærivélinni eða í höndunum og bætið byggmjöli/hveiti/spelti ef að deigið er of blautt. Breiðið yfir degið og látið hefast í 30 mínútur. Hnoðið þá aftur og látið svo hefast aftur í 30 mínútur. Komið fyrir í smurðu móti, stráið smá Maldonsalti yfir brauðið og bakið við 180ºC í 35 mínútur.
Provamel. Framtíðin er björt
GAMALT & GOTT
Rósavet tlingar & rúlluskautar Einstakur íslenskur siður frá 16 öld
SUMARGJAFIR – SÉR ÍSLENSKUR SIÐUR
Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
„Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur allt frá tólftu öld og lengi vel var hann einn hátíðlegasti dagur ársins.“ „Fyrrum var til siðs að gefa börnum jafnt sem fullorðnum sumargjafir.“
88
Í boði náttúrunnar
Það er skemmtilegur siður að gefa sumargjafir á sumardaginn fyrsta og óhætt að fullyrða að slíkar gjafir kæta alla krakka. Sumargjafir hafa tíðkast hér á landi allt frá sextándu öld og þær eiga sér lengri sögu en jólagjafir. Fyrrum var til siðs að gefa börnum jafnt sem fullorðnum sumargjafir en með tíð og tíma hefur þessi siður breyst og nú til dags eru það aðallega börn sem fá sumargjafir. Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur allt frá tólftu öld og lengi vel var hann einn hátíðlegasti dagur ársins. Á þessum tíma var árinu skipt í tvö jafnlöng misseri, sumar og vetur, og sumardagurinn fyrsti markaði uppphaf sumarmisseris. Hann var jafnframt fyrsti dagur hörpu samkvæmt gamla mánaðartalinu. Í ár ber sumardaginn fyrsta upp á 21. apríl en hann er ávallt á fimmtudegi á tímabilinu frá 19.-25. apríl. Ekki er ljóst hvenær nákvæmlega fólk fór að gefa hvert öðru gjafir í tilefni sumardagsins fyrsta en elsta dæmið um það er að finna í minnisblöðum frá árinu 1545. Þar skrifaði Gissur Einarson, sem var biskup í Skálholti, að hann og aðrir heimilismenn hefðu gefið hver öðrum „sumargáfur“, en með því átti hann við sumargjafir. Á meðal gjafa sem hann nefnir eru skeiðar, silkisaumað tjald, silfurkeðja og ensk mynt en á þessum tíma hafa þetta eflaust verið afar veglegar gjafir. Snemma á síðustu öld var almennt til siðs að fólk fagnaði sumardeginum fyrsta með því að gera vel við sig í mat og drykk og gefa gjafir, allt eftir því sem efni og ástæður stóðu til. Margir foreldrar gáfu börnum sínum einhverja flík eða hluti sem þau vantaði. Hjón gáfu hvort öðru gjarna sumargjafir og stundum gáfu hús-
bændur vinnufólki sínu gjafir. Hins vegar var sjaldgæft að börn gæfu fullorðnum gjafir eða vinnufólk húsbændum sínum. Vafalaust hafa sumargjafirnar vakið mikla eftirvæntingu því lítið var um gjafir í gamla bændasamfélaginu. Gjafirnar voru yfirleitt heimagerðar, sér í lagi hjá þeim sem bjuggu í sveit því ekki var sérstaklega farið í kaupstað til að kaupa þær. Skemmtilegast var að útbúa sumargjafirnar leynilega svo að þær kæmu sem mest á óvart og greinilegt er að gjafirnar voru hugsaðar þannig að þær kæmu að góðum notum. Oft voru gefnar gjafir á borð við rósavettlinga, sem eru fallega útprjónaðir vettlingar með rós á handarbakinu, illeppa í sauðskinnsskó, ullarsokka og efni í svuntu. Einnig voru vasahnífar, vasaklútar og heimasmíðaðir kistlar nokkuð algengar gjafir. Í frásögnum frá þessum tíma kemur glöggt fram að sumardagurinn fyrsti var fólki afar kær því hann bar með sér von um birtu og yl eftir langan og strangan vetur. Nú er haldið upp á sumardaginn fyrsta með skrúðgöngum, hoppkastölum og skemmtunum af ýmsu tagi og mörg börn fá spennandi sumargjafir frá foreldrum og stundum ömmum og öfum. Oftast er um að ræða litlar gjafir eða útileikföng eins og bolta, krít, badmintonspaða, sippubönd og sápukúlur. Sumir krakkar fá stærri gjafir eins og hjól eða rúlluskauta og aðrir fá sumarföt. Hvort sem gjafirnar eru stórar eða smáar er víst að þær gleðja börnin og um leið er gaman að halda í þennan gamla, séríslenska sið.
Heimildir: Saga daganna eftir Árna Björnsson og veraldarvefurinn.
Kalkmálningin er náttúruleg framleiðsla þar sem engin gerviefni eru notuð og er hún því náttúruleg og vistvæn.
Náttúruleg og falleg Sérstaða kalkmálningar eru litabrigði og mött áferð hennar. Hún býr yfir þeim eiginleikum að hún flagnar ekki af, heldur eldist og eyðist með árunum og fær á sig hið eftirsótta „Tuscany útlit“.
Kalkmálningin frá Kalklitum er íslensk framleiðsla og er fyrirtækið í eigu Auðar Skúla sem er sérmenntuð í skreytilist og gamalli málningartækni.
Sjá allt um kalklitina á
EXPO · www.expo.is
www.kalklitir.com
Kalkmálningin er fáanleg í öllum verslunum BYKO. Sérfræðingar okkar í málningardeildum BYKO veita allar upplýsingar og leiðbeina við val á litum.
Íslensk framleiðsla Vistvæn og án gerviefna
NÝTT & SPENNANDI
Loksins
— Umhverfisvænar bréf- og bökunarvörur “If you care” - bréfpokarnir umhverfisvænu eru ekki vaxbornir með parafínvaxi og þaðan af síður bleiktir og svo litaðir eins og raunin er með margar tegundir bréfpoka. Þeir eru búnir til úr pappírsdeigi úr endurnýttum norrænum grenitrjám. Vegna eiginleika bréfpokans hentar hann vel til að frysta ferskar kryddjurtir. “If you care” - bökunarpappírinn hefur ekki verið bleiktur og er hjúpaður með sílíkoni sem búið er til úr náttúrulegum efnum sem finnast í sandi. Hann er því algerlega eiturefnalaus, eins og reyndar allar “If you care” - vörurnar. Ef þú vilt baka svokallaðar “cupcakes”, eða formkökur, fást einnig óbleikt og endurunnin pappírsform frá “If you care” sem brotna niður í náttúrunni. Bæði bökunarpappírinn og kökuformin er laus við glúten og önnur efni sem valda ofnæmi. Frábær nýjung sem fæst í Heilsuhúsinu.
BÍLAR Í ÁM —Cars in rivers Nýútkomin bók Ólafs Elíassonar, Bílar í ám, varð til í samstarfi við íslenska jeppamenn. Árið 2009 auglýsti i8 gallerí eftir myndum af bílum föstum í ám og bárust Ólafi um hundrað ljósmyndir. Ólafur valdi að lokum 35 þeirra fyrir sýninguna og þær mynda hið endanlega verk, Cars in rivers. Bókin fjallar um þetta háíslenska og sérkennilega sambýli Íslendinga við eigin náttúru, hugmyndir þeirra um áhættu og frelsi, um möguleika. Þetta er lítil falleg bók og nýstárleg gjöf handa erlendum vinum.
CRYMOGEA – fegurðin býr í bókum
Silfurverðlaun/Bækur, bókverk og ársskýrslur 2009
Gullverðlaun/Best of Publications 2009
Gullverðlaun/Grafísk hönnun fyrir prentmiðla 2009
FLORA ISLANDICA Fegursta bók í heimi Aðeins 50 eintök eftir af 500
Crymogea | Barónsstíg 27 | 101 Reykjavík | sími 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is
90
Í boði náttúrunnar
lífrænt dekur Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur unnar úr hreinni íslenskri náttúru
www.soleyorganics.com
NÝTT & SPENNANDI
N1 vinnur vel að umhverfismálum — Áformar að fá ISO 14001-vottun á allar N1-stöðvar Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða fékk nýverið staðfestingu á vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum. Stöðin selur bæði metan- og bíódísil, sem og hefðbundið eldsneyti, en bifvélaverkstæði N1 ber einnig vottunina. N1 áformar að fá ISO 14001-vottun á allar N1-stöðvar á landinu í framtíðinni. Markmiðið með umhverfisstefnu N1 og ISO 14001-vottun er að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar og hvetja starfsmenn til að gera betur í öllu því sem varðar umhverfið. Einnig er unnið að því að nýta allt hráefni betur, fækka óhöppum og bæta umhverfislegan árangur í rekstri.
Gardapokinn.is
Í umhverfisátakinu Grænn apríl hafa margir safnast saman undir einum hatti til að gera umhverfismál sýnileg og upplýsingar aðgengilegar. Á vefsíðu Græns apríls er hægt að fylgjast með uppákomum og áhugaverðum fyrirtækjum sem bjóða upp á umhverfisvæna vöru eða þjónustu. Barnabúðin er þátttakandi í Grænum apríl og selur m.a. barnafatnað frá Aravore sem er handgerður og unninn úr vistvænum hráefnum. Á vefnum er einnig hægt að horfa á áhugaverð myndbandsbrot. Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, segir frá því hvernig Kaffitár hefur tekið á umhverfismálum en kaffihúsin þeirra eru þau einu á landinu sem eru með Svans-vottun. Einnig kemur fram að með því að flokka allan lífrænan úrgang hefur Kaffitár náð að spara 40% í urðunarkostnaði. Svo má nefna að Kaffitár gefur 30 króna afslátt af kaffibollanum ef maður kemur með bollann með sér.
Gardatunnan.is
Gardatunnan.is
Garðaúrgangur
Garðapokinn
er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalin í verði. Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn. is, færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér síðan pokana heim. Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 535 2520 og panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni.
Garðatunnan er 240 lítra tunna
sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is.
Tvær góðar leiðir 21.697/maggi@12og3.is
sem létta þér garðvinnuna!
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is
92
Í boði náttúrunnar
4 cm
f y r i r b j a rta r i l i t i
4 cm
essa vöru, ÞÚ kaupir þ rif! ÞÚ hefur áh s pakka andvirði hver kar, ok 60 kr. af sölu ð jó rs da rn fisve fer í umhver lenskri náttúru. ís r da rn ve til
Meira á: is www.heilsa.
4 cm
Tekur harkalega á óhreinindum Mildur ilmur úr náttúrunni Virðir umhverfið Útsölustaðir: Blómaval, Fjarðarkaup, Garðheimar, Heilsuhúsið, Heilsuver, Krónan, Maður Lifandi og Melabúðin.
Jurtaapótekið Jurtaapótekið varð 6 ára í desember. Allan tímann hafa eigin vörur verið framleiddar af Jurtaapótekinu. Vörurnar í Jurtaapótekinu eru unnar úr lífrænum eða villtum jurtum og engin aukaefni sett í þær. Ströngu gæðaeftirliti er haldið. Virknin í vörunum er meiri eftir því sem gæðin eru meiri. Kolbrún grasalæknir er með einkaráðgjöf og einnig ókeypis ráðgjöf í búðinni alla virka daga á milli kl. 14-16. Opið mán.-fös. 10-18, laug. 11-14 Laugavegi 2. Sími: 552 1103 www.jurtaapotek.is
„Jurtaapótekið leggur metnað í að framleiða vörur sem virka.” Kolbrún Björnsdóttir M.N.I.M.H., dip.Phyt.
GÆÐAMOLD Moldarblandan Gæðamold hefur verið leiðandi fyrirtæki í endurvinnslu á jarðefnaúrgangi frá árinu 1991 er það var stofnað. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið með starfsemi sína á gömlu sorphaugunum í Gufunesi.
Gufunesi. Sími: 567 4988 www.mold.is
Lífrænt bakarí Brauðhúsið í Grímsbæ býður upp á hágæðavörur sem eru aðeins bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Mikið úrval af súrdeigsbrauði úr heilkornamjöli, spelti, kökur og fjölbreyttar matvörur úr úrvals lífrænu hráefni. Við kynnum nýtt heilhveitibrauð úr lífrænt ræktuðu heilhveiti frá Móður Jörð í Vallanesi. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18. Brauðhúsið Grímsbæ. Sími: 568 6530
Frú Lauga
Nútíma netbókhaldskerfi Regla er nýtt og fullbúið netbókhaldskerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Enginn stofnkostnaður, lágt mánaðargjald, nútímalegt netbókhaldskerfi sem færir sig að miklu leyti sjálft. Kynntu þér kosti Reglu og prófaðu frítt í þrjátíu daga. www.regla.is
94
Í boði náttúrunnar
Frú Lauga færir þér lystugar matvörur beint frá íslenskum bændum, trillukörlum og öðrum góðum aðilum. Lífrænt grænmeti, tvíreykt hangikjöt, makrílpaté, sultur, flatkökur, humar, hamborgarar, ís o.m.fl. Opið mið., fim. og fös. kl. 12-18. Lau. frá kl. 12-16. Laugalæk 6, www.frulauga.is
Frábærir lífrænir gosdrykkir fyrir alla fjölskylduna
Bitter Lemon Lífrænn hrásykur
Ávaxtagos Sætt með Agave
Appelsínugos Lífrænn hrásykur
Ginger ale Sætt með lífrænum eplasafa
• Enginn hvítur sykur • Engin aukaefni Eplagos Létt og frískandi
• 100% lífrænt Þú verður að prófa!
Krakkagos
Ylliblómagos Lífrænn hrásykur
Sætt með eplasafa. Bragðgott og svalandi. Tær snilld.
Fæst í verslunum um allt land. www.yggdrasill.is
-lífrænn lífstíll
Delicatessen Ostabúðin er sælkeraverslun með ostaborði, forréttar- og áleggsborði, all kyns pasta, olíum og ediki. Einnig er veisluþjónusta á staðunum og boðið er upp á létta hádegisrétti sem hægt er að borða í Ostabúðinni eða taka með sér.
Opið: mánudaga – fimmtudaga 11- 18 föstudaga 11-18:30 laugardaga 11 – 16
Í boði náttúrunnar
95
Það getur verið bæði gaman og gefandi að safna saman í bók úrklippum og hugmyndum sem veita innblástur í hinu daglega lífi til að færa mann nær draumum sínum.
96
Í boði náttúrunnar
lát tu þi� �re�m� HUGMYNDABÓK Umsjón G.G.
Í boði náttúrunnar
97
LJÚF MINNING
Blómin í glugganum Sumarið 2007, heima á Melhaga. Úr Örsögum Erlu Stefánsdóttur. Gefið út í október 2007.
ERLA STEFÁNSDÓTTIR PÍANÓKENNARI
98
Í boði náttúrunnar
glugganum mínum eru átta tegundir af blómum. Ekki veit ég hvað þau heita öll, en sá sem mest ber á er stór kaktus og veran í honum er rauðgulur karl sem þó er ekki í mannsmynd, en lætur mig þó vita hvernig honum líður. Og ekki bara það; hann segir mér líka hvernig hinum plöntunum líður. Þarna er jukka með örlitlum blómálfum, og ef þeir eru þyrstir segir hann mér það. Því ég heyri hann tala en heyri ekki í hinum blómálfunum. Sé þá bara. Á sumrin fljúga blómálfarnir, byrja í aprílbyrjun og svo sofna þeir um köldustu vetrarmánuðina. Sum blómin hafa margar verur, önnur bara eina; sumir hafa vængi, aðrir fætur, en kaktuskarlinn minn virðist vera alþakinn fjöðrum, rauðgulum. Hann er kominn á fimmtugsaldur og búinn að vera í minni eigu síðan 1969, svo það er eðlilegt að hann sé eins og konungur blómanna. Hann vill ekki vera við hliðina á hverjum sem er. Leiðist blómstrandi plöntur, sem ég held mikið upp á. Eins og havaírósir eða hoja. Ég hef alltaf haldið því fram að álfurinn sé í sama lit og blómið, en sá gamli hefur aldrei blómstrað. Ef til vill er hann ekki alveg heill heilsu. Hann er mjög dagfarsprúður, en ef ég fer í ferðalag og kem eftir nokkra daga, hoppar hann og snýr sér til að sýna mér hversu glaður hann er. Mér finnst þetta notalegt, líkt og hann væri köttur. Ekki er hann vanur að hreyfa sig frá blóminu, en þegar ég er milli svefns og vöku hefur hann komið inn í herbergið þar sem ég sef og viljað spjalla. Hann sagði mér að hann væri upprunninn í Afríku, hefði svo farið til Spánar og þaðan til Norðurlandanna. Mér finnst þetta gaman. Ég hef séð svona kaktustegund í Kaliforníu, en þar var álfurinn rauðbleikur. Hann vill hafa tónlist og ljós, kertaljós, og helst að ég spili fyrir hann á hljóðfærið mitt. Merkilegt. Hann hefur gaman af veðrinu, verður hnípinn í rigningu en glaður í sólskini. Í stofunni minni er fíkjutré sem er mannhæðar hátt, með tíu litlum álfum í grænum og rauðum fötum, með litla vængi sem eru eins og á þyrlu. Þeir eru kátir og snaggaralegir, en þeir fara í taugarnar á þeim gamla. Alveg er hægt að sjá það, þetta er eins og hjá mannfólkinu, margir verða svo alvarlegir með aldrinum, gleyma að brosa. Einu sinni eignaðist ég mímósu, ákaflega fallega og viðkvæma jurt, eins og ung stúlka, svo undur fínleg. Ég setti hana við hlið þess gamla. Ekki varð hann glaður. Það var eins og ég hefði gert honum eitthvað illt. Hann varð svo pirraður, glennti sig og skældi framan í þessa ofurviðkvæmu. Ég vildi nú ekki láta mig, hugsaði að þetta gæti ekki verið, það væri svo gaman að hafa í glugganum svona ólík blóm. En þetta endaði með því að ég gaf mímósuna, eftir að ég var búin að prófa að setja hana í aðra glugga. Hann gaf sig ekki, truflaði mig með nöldri og einhvers konar blístri. Meira að segja heyrðu það gestir er komu í heimsókn. Þeir settu hendur fyrir eyrun og spurðu: „Hvað er þetta?“ Hvað átti ég að segja? Kaktusinn minn? Hvað haldið þið að fólk hefði hugsað? Nú er hann ánægður, það er þykkblöðungur við hlið hans, ég held að hann heiti peningajurt. Hef svo sem aldrei fundið neina aura, en blómálfarnir eru smágerðir og gulhvítir. Það er einnig þannig í sumar að ég hef verið svolítið á ferðinni, en alltaf er gaman að koma heim því hann tekur svo vel á móti mér. Hvað skyldi hann verða gamall? Ég held að ég haldi mest upp á hann af öllum blómunum, hann er svo lifandi þótt hann sé orðinn hrumur.
í boði náttúrunnar
VOR 201 1
Í boði náttúrunnar ferðalög | matur
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
1.550 kr.
Umhverfi
VOR 2011
Sjálfbærni Ræktun
| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin
mat jurtarækt EINFÖLD SKREF fyrir byrjendur
Rúnar Marvinsson
Nýtir grænmeti hafsins
hlaupum BERFÆTT
Betra fyrir líkamann
TorfbærinN — frábær Fyrirmynd