Græna jólagjafahandbók Í boði náttúrunnar

Page 1

GRÆN JÓL

2015


ERT ÞÚ MEÐ JÓLA INNKAUPASTEFNU? Allt sem við kaupum hefur áhrif á jörðina og við höfum vald til að ákveða hver þau áhrif verða.

Fyrsta græna skrefið er að taka ábyrgð á því sem við kaupum og velja vöru sem hefur sem minnst áhrif á umhverfið. Það getur stundum verið flókið mál en ef þú skoðar hvað það er sem skiptir þig eða fjölskyldu þína mestu máli er hægt að móta Græna innkaupastefnu sem allir eru tilbúnir að fylgja. Það er góð byrjun að haka við eitt eða fleiri atriði sem maður vill leggja áherslu á og skoða svo í framhaldinu leiðir til að fylgja nýju jóla-innkaupastefnunni. Gerum þetta að áskorun og höfum gaman af.

UM ÞESSI JÓL ÆTLA ÉG/VIÐ AÐ: VERSLA STAÐBUNDIÐ/ÍSLENSKT (LOCAL) • Versla við vinina í hverfinu og/eða velja íslenska framleiðslu eða ræktun og styðja þannig við nærumhverfið. • Með styttri vegalengd til kaupandans minnkar mengun tengd flutningum og akstri. Nú, eða fá sér bara körfu á hjólið! VELJA UMHVERFISVÆNAN KOST (ECO FRIENDLY) • Það getur verið vara sem er endurunnin, sparar orku, er úr náttúrulegu hráefni, siðferðileg (ethical), eiturefnalaus, endurnýtanleg og endurvinnanleg. Græna bomban! • Vörur eða þjónusta með Svansvottun eða önnur viðurkennd umhverfismerki. KAUPA LÍFRÆNT • Hugsa um jörðina og ómengaðan jarðveg fyrir komandi kynslóðir; lausan við áburð og skordýraeitur sem getur bæði mengað umhverfið og líkamann. • Tryggir líka að varan sé ekki erfðabreytt og að dýr séu alin upp án sýklalyfja og hormóna. • Tún er íslenska vottunarmerkið fyrir lífrænar vörur. STUNDA SANNGJÖRN VIÐSKIPTI (FAIR TRADE) • Hugsum um fólkið á bak við vöruna, sérstaklega framleiðendur í vanþróuðum löndum. • Fair trade-merkið þýðir að það hafi verið gerður viðskiptasamningur milli bænda og framleiðenda þar sem gegnsæi og virðing fyrir fólki og náttúru eru höfð að leiðarljósi. HLÍFA DÝRUM (CRUELTY FREE) • Yfir 100 milljónir dýra deyja á rannsóknarstofum á ári hverju í heiminum. Þar eru mýs, rottur, kanínur og hamstrar í meirihluta. • (CCIC) eða Leaping Bunny-merkingin tryggir að vara hefur aldrei verið prófuð á dýrum. FORÐAST PLAST OG ÖNNUR SKAÐLEG EFNI • Prófa að nota enga plastpoka um jólin og forðast plastílát með BPA sem getur haft


slæm áhrif á hormónabúskapinn hjá mönnum og dýrum. • Sneiða hjá gerviefnum í fatnaði, t.d. pólíester. • Forðast snyrtivörur sem innihalda t.d. paraben, tilbúin litar- og ilmefni, petrolatum, DBP, DEHP og BBP sem eru bönnuð víða. LÁTA GOTT AF MÉR LEIÐA • Stuðla að betri heimi með góðum gjöfum. Hjálpar- og góðgerðarsamtök selja mörg hver fjölbreyttan varning. Auk þess gefa mörg fyrirtæki hlutfall af sölu vöru sinnar eða gefa til baka með öðrum hætti til náttúru eða mannúðarstarfa. GEFA UPPLIFUN • Sleppa því að gefa dauða hluti og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Af nógu er að taka! Á næstu síðum má svo fá hugmyndir að vörum og verslunum sem hafa kannski það sem þú leitar að. GLEÐILEG GRÆN JÓL!

Jörðin er það sem við eigum öll sameiginlegt

Sparaðu með græna fríðindakortinu! 35 græn fyrirtæki gefa 10-20% afslátt. Tilboð til áramóta verð: 1.500 kr. Sjá nánar á: ibn.is/graent

ÚTGEFANDI: Í boði náttúrunnar, ibn@ibn.is, www.ibodinatturunnar.is MYND- OG RITSTÝRA: Guðbjörg Gissurardóttir. VERKEFNASTJÓRI: Hrefna Sigurðardóttir. TEXTI: Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Guðbjörg og Hrefna. HÖNNUN OG UMBROT: Í boði náttúrunnar. PRÓFARKALESTUR: Hildur Finnsdóttir. AUGLÝSINGASALA: Eydís Marý Jónsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir. PRENTUN: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja.


JÓLAUNDIRBÚNINGUR ORKUSPARNAÐUR

VANDAÐ

LED LÝSING

JÓLASKRAUT

JANSJÖ lampinn hefur innbyggða umhverfisvæna LED lýsingu sem sparar allt að 85% orkunnar sem hefð­bundin glópera notar og endingartíminn er nær tuttugu­faldur. Í skammdegi aðventunnar er lýsingin mikilvæg og þótt kertaljós séu bæði jólaleg og róman­tísk er erfitt að lesa jólabækurnar við tíru þeirra. ikea.is

Jólaskraut er nostalgíst. Minningar vakna við að tína skraut upp úr kassa og hengja á tréð. Vandað jóla­ skraut endist kynslóða á milli og fer smám saman að skipa sérstakan sess hjá fjölskyldunni. Hjá Kúnígúnd fást klassískir jólaóróar eða jólasveinn úr viði sem litlir fingur geta leikið sér að. Laugavegur 53 og Kringlunni kunigund.is

IKEA

HANDGERT

KÚNÍGÚND

ÍSLENSKT

ÍSLENSKT LAUFABRAUÐSJÁRN HANDVERK HARALDAR

Laufabrauð er ekki aðeins hluti af menningararfi Íslendinga heldur einnig mikilvægur þáttur í jóla­ undir­búningi margra fjölskyldna. Járnin hans Haraldar eru ekta íslenskt hand­verk, rennd úr gegn­heilu messingi – einnig hægt að velja járn með renndu tréskafti. Járnin eru tákn og loforð um samveru­stundir með vinum og vanda­mönnum á aðventunni. handverkharaldar.is

UMHVERFISVÆNT

JÓLAÞRIFIN

MARGRÉT D. SIGFÚSDÓTTIR Bókin Allt á hreinu er stútfull af einföldum og um­ hverfis­vænum húsráðum til að halda heimilinu hreinu og skipu­lögðu. Gamlar nælon­sokkabuxur eru til dæmis kjörnar til að pússa jólaskóna og matarsódi galdrar burt vonda lykt úr ísskápnum. Vissuð þið að mjólk má nota til að þrífa föt? Góð húsráð falla aldrei úr gildi! forlagid.is


NÁTTÚRULEGT

GOTT MÁLEFNI

ÍSLENSK GEITASÁPA FRÁ HÁAFELLI

Geitatólg er einstakt hráefni og hefur lengi verið notað gegn ýmiss konar húð­vanda­málum t.d. sprung­inni og þurri húð, exemi eða psoriasis. Sápurnar hennar Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur eru hand­­unnar og einstak­­lega græðandi. Handáburður er jafnvel óþarfur eftir notkun. Tilvalið í jóla­pakkann, til styrktar íslensku geitinni. Verð: 400 til 1.000 kr. Geitur.is

NÁTTÚRULEGT

ÍSLENSKT

KERTI

SÓLEY ORGANICS Kvik og lágstemmd birta frá kertum er ómissandi um jólin en um leið geta þau valdið loftmengun þar sem ónáttúruleg efni menga þegar þau brenna. Handgerðu kertin frá Sóley Organics eru gerð úr grænmetis- og býflugnavaxi og því ekki skaðleg umhverfi sínu. Þau brenna í 60 klukkustundir og af glösunum má lesa falleg íslensk ljóð. soleyorganics.com

SJÁLFBÆRT

ÍSLENSKT

AF HVERJU ÍSLENSK JÓLATRÉ? SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR

Töluverður munur er á íslenskum og erlendum jólatrjám ef litið er til umhverfissjónarmiða. Erlendis eru eiturefni notuð við ræktunina, en á ræktunarsvæðum hérlendis er lítið um samkeppnisgróður og skordýr og því sáralítið eitrað ef nokkuð. Þau eru svo flutt skamman veg og skapast því ekki sú mengun sem annars verður til við skipaflutninga. Það seljast um 7-11 þúsund íslensk jólatré á móti allt að 40-50 þúsund innfluttra. Innlend framleiðsla er þannig einungis um 20% af heildarsölu jólatrjáa. Reyndar hefur gervijólatrénu vaxið ásmegin síðastliðin ár á kostnað hins lifandi. Plastjólatré eru framleidd úr olíu í Kína, mikill kostnaður felst í framleiðslu og flutningi til Íslands. Þau endast vissulega lengi – kannski fulllengi, því plast eyðist jú ekki í náttúrunni. Hvert jólatré sem keypt er af Skógræktarfélagi Reykjavíkur gefur loforð um þrjátíu ný tré sem gróðursett verða að ári og er skógarhöggið því sjálfbært og einnig liður í grisjun skógarins. Á þeim 10 til 20 árum sem það tekur trén að vaxa í fullþroska jólatré binda þau kolefni og gegna því mikilvægu hlutverki. Skógrækt Reykjavíkur selur jólatré á Jólamarkaðinum í Heiðmörk, eða í Jólaskóginn á Hólmsheiði, allar helgar í desember. Einnig er einstök upplifun að fara með fjölskylduna og finna og höggva sitt eigið tré og fá sér heitt kakó með rjóma á eftir! Elliðavatni Facebook / Jólamarkaðurinn Elliðavatni


SKART + HEILSA OG VELLÍÐAN NÁTTÚRULEGT

ENDURUNNIÐ

HREINDÝRA SKARTGRIPIR

DÝRSLEGT SKART

Tuttu skartgripirnir sækja innblástur í náttúru Græn­lands, en skartið er gert úr grænlenskum hrein­dýra­­­hófum og silfri. Það minnir óhjákvæmilega á græn­lenska náttúru, ör­mjúkar hvítar línur kallast á við snævi­þaktar heiðar og mynstrið segir okkur þögla sögu af ævin­t ýrum hrein­dýr­anna. Falleg og einstök gjöf. Bankastræti 4 aurum.is

Hringrás náttúrunnar er innblásturinn bak við Kría jewelry. Skartgripirnir eru alfarið gerðir úr endurunnu efni, pakkningar umhverfisvænar og áhersla lögð á sanngjörn laun. Skartgripagerð er hefð sem fylgt hefur manninum í þúsundir ára og kallast Kría á við gamla tíma og notar oft form beina, tanna og náttúru í skartið. kriajewelry.com

AURUM

UMHVERFISVÆNT

ÍSLENSK LITADÝRÐ EDDA ÚTGÁFA

Elsa Nielsen bjó til þessa fallegu litabók og notar íslenska náttúru og dýralíf sem innblástur. Bókin er prentuð í umhverfisvottaðri prentsmiðju og að setjast niður með góða tréliti og lita á að vera hin besta slökun. Nú geta allir litað saman, stórir og smáir. Edda.is

KRÍA JEWELRY

UMHVERFISVÆNT

VATNSFLÖSKUR RETAP

Retap flöskurnar eru gerðar úr sams konar gleri og tilraunaglös: Sterku, hitaþolnu, endurvinnanlegu gleri sem er svo þétt að óhreinindi loða illa við það. Sílíkontappi án PVC og BPA fæst í ýmsum litum. Fallega hönnuð flaska er endingar­góð gjöf og áminning um mikilvægi vatns­drykkju. Svo má jafnvel lauma skeyti í flöskuna með hugljúfri jólakveðju. Fást í Hrím Eldhús, Heilsuhúsinu og Bosch búðinni.


LÍFRÆNT

FAIR TRADE

UPPLIFUN

JÓGA OG ÍÞRÓTTAFÖT

GJAFAKORT Í JÓGA

Úrval af notalegum, lífrænum, fallega hönnuðum og „Fair Trade“ jóga-, pilates-, dans-, íþrótta- og tækifæris­fatnaði frá hinu vandaða vörumerki Prancing Leopard. Það má segja að fatnaðurinn næri líkama og sál – fyrir utan að vera þægilegur og smart. Buxur, bolir, toppar, peysur, treflar og samfestingar. Suðurströnd 10, Seltjarnarnesi facebook.com/systrasamlagid

Vinsældir jóga hafa aukist gríðarlega síðastliðin ár, enda hefur slökun í amstri dagsins góð áhrif á líkama og sál. Jógagjöf er góð hugmynd handa hverjum sem er, hvort sem hann er jóla-katt­ liðugur eða stirður eins og Stekkjastaur. Þriggja tíma jógakort í Yoga Shala er á 4.700 krónur. Upp­ byggjandi og nærandi jólagjöf. Engjateigur 5 yogashala.is

SYSTRASAMLAGIÐ

GOTT MÁLEFNI

YOGA SHALA

NÁTTÚRULEGT

UPPLIFUN

NÁLASTUNGUDÝNUR

GJAFABRÉF Í ANDLITSDEKUR

Í Shakti Temple-Factory er stefnan m.a. sú að gera indverskum konum kleift að vinna og sinna fjöl­ skyldu sinni um leið. Shakti nálastungudýnurnar örva blóð­flæði, veita þrýstipunktanudd og hvetja losun svokallaðra vellíðunar­hormóna. Einnig getur notkun dýnanna bætt svefn og slökun, unnið á eymslum og vöðvabólgu. Verð: 9.750 kr. Kringlan og Stórhöfði 25 eirberg.is

Náttúran er í fyrirrúmi hjá Snyrtistofunni Morgunfrú, en stofan leggur áherslu á hreinar gæðavörur. Í snyrti­meðferðum er notast við ilmkjarnaolíur, hreinar nudd­olíur og lífræna lúxusmaska. Snyrti­stofan býður upp á allar helstu snyrti- og dekur­meðferðir. Hægt er að kaupa bæði gjafabréf og dekur­pakka – jólagjöf fyrir þá sem eiga það besta skilið. Hátún 6b morgunfru.is

EIRBERG

MORGUNFRÚ


HEILSA OG VELLÍÐAN LÍFRÆNT

EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM

LÍFRÆNT GJAFASETT BENECOS

Dumbrauður varalitur „Catwalk“ og lífrænt ilmvatn er hrein og náttúruleg jólagjöf. Benecos eru lífrænar förðunar- og snyrtivörur sem margar hverjar eru vegan. Vörurnar, sem eru ekki prófaðar á dýrum, hafa hlotið fjölda viðurkenninga frá ÖkO test í Þýskalandi. Fæst í heilsubúðum facebook / Benecos náttúrulega fegurð

ÍSLENSKT

NÁTTÚRULEGT

LÍKAMSSKRÚBBUR BLÁA LÓNIÐ

Silica Body Scrub er náttúrulegur líkamsskrúbbur sem endurnýjar og jafnar áferð húðarinnar á undur­ samlegan hátt. Hann inniheldur örfínar kísilagnir sem hafa jákvæð áhrif á blóðflæði til húðarinnar, jafna áferð hennar og auka ljóma. Nýju umbúðirnar eru klassískar og vandaðar sem gaman er að gefa. bluelagoon.is

LÍFRÆNT

EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM

ROSE DAY - KREMIÐ VINSÆLA DR. HAUSCHKA

Þýska fyrirtækið Dr. Hauschka er með tvo af virtustu gæðastimplum sem snyrtivörufyrirtæki getur hlotið, BDIH og NATURE sem tryggir heildræna nálgun fyrir­tækisins á allt sem viðkemur framleiðslu og rekstri. Rose day kremið er eitt vinsælasta kremið frá merkinu. Kremið er um það bil hið fullkomna vetrar­ krem og einkar nærandi jólagjöf. Fæst í heilsubúðum dr.hauschka.com

SJÁLFBÆRT

UMHVERFISVÆNT

ILMKJARNAOLÍUR AQUA OLEUM

100% hreinar ilmkjarnaolíur frá Aqua Oleum en fyrirtækið leggur áherslu á sjálfbærni við tínslu jurtanna og endurvinnslu umbúða. Olíurnar nýtast á óteljandi vegu og ættu að vera til á öllum heimilum. Viltu gefa heimilinu góðan ilm eða lækna kvef í fjölskyldunni? Eða þarftu að róa líkama og sál? Sem sagt margar gjafir í einni. heilsuhusid.is


FAIR TRADE

EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM

NÁTTÚRULEGT

NAGLALAKK

ANDLITS- OG LÍKAMSOLÍA

Nýja 7 Free naglalakkið frá Pacifica er laust við sjö skaðleg efni sem finnast oft í hefðbundnum naglalökkum. Fyrirtækið leggur áherslu á umhverfi, lýðheilsu og verndun dýra við framleiðslu vörunnunar sem spannar vítt svið. Lakkið er endingargott fæst í öllum regnbogans litum og er tilvalið til að kóróna jóladressið eða lauma í jólapakkann. Engjateig. glo.is

Marokkóska arganolían frá Les Arganiers er unnin úr 100% hreinni arganolíu, ríkri af omega 6, E-vítamíni og fleiru góðgæti sem eykur ljóma, teygjanleika og þéttleika húðarinnar. Líkamsolían er blanda af argan-, möndlu- og jojobaolíu; sem gefur góða andoxun, er einstaklega rakagefandi – og ekki spillir patchouli-ilmurinn. Laugavegi 49 facebook / 38threp

GLÓ

38 ÞREP

að fyljgast með því hvaða hlutir koma inn á heimili okkar er ekki síður mikilvægt en hvernig þeir fara út af heimilinu.


HEIMILIÐ LÍFRÆNT

ÍSLENSKT

NÁTTÚRULEGT

HANDKLÆÐI

PAPPÍRSPOKAR

Scintilla DEW handklæðin eru úr lífrænni bómull, fram­leidd af evrópskum gæða­­framleiðendum með GOTS vottun. Handklæðin, sem eru bæði mjúk og endingar­góð, fást í ýmsum litum og tveimur stærðum. Scintilla er íslenskt hönnunar­­fyrirtæki sem leggur áherslu á náttúru­leg, lífræn gæða­efni, fram­ sækin munstur og hreina og sérstaka liti. Skipholti 25 scintilla.is

UASHMAMA er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða vöru úr 100% náttúrulegum pappírstrefjum. Vaxhúðaðir pappírspokarnir koma í mörgum stærðum og litum og auðvelt er að móta þá og auka þannig notagildið. Það er hægt að þvo pokana og nota þá undir blómapotta, ávexti, salt, brauð o.m.fl. mixmixreykjavik.com

SCINTILLA

ÍSLENSKT

MIX MIX

HANDVERK

FAIR TRADE

ENDURUNNIÐ

SPILADÓS

ENDURUNNIR KERTASTJAKAR

Spiladósirnar frá Góss eru hannaðar af Guðnýu Ósk en hún hefur heklað utan um þær með plötulopa. Þær leika ljúfa tóna barnasálmsins Leiddu mína litlu hendi og gleðja bæði augu og eyru. Þær ættu að geta svæft jafnvel stressuðustu jólasveinana. Í Rammagerðinni má finna mikið úrval af vönduðu handverki til gjafa. Bankastræti, Laugavegi, Akureyri rammagerdin.is

Vörurnar frá Indiska eru margar hverjar umhverfis­ vottaðar eða gerðar úr umhverfisvænum eða endur­ unnum efnum. Vitringarnir þrír eru kertastjakar úr endur­unnu efni. Málmurinn er fenginn úr umbúða­ pakkningum, en með því að sporna við sóun verður hver vitringur einstakur. Lítið við Í Indiska til að berja vitringana augum. Kringlunni facebook / Indiska Iceland

RAMMAGERÐIN

INDISKA


GRÆNAR GJAFIR SJÁLFBÆRT

NÁTTÚRULEGT

ÁVAXTATRÉ

POTTAPLÖNTUR

Gjafabréf fyrir ávaxtatré er frumleg og skemmtileg gjöf sem heldur áfram að gefa og vaxa. Handhafi gjafa­bréfsins getur sótt ávaxtatréð sitt að vori þegar þau koma til landsins; en hægt er að velja um epla­ tré, plómutré, perutré eða kirsuberjatré. Heilnæm og spennandi gjöf sem ávaxtar sig! Verð: 9.500 kr. Stekkjarbakka 4-6 gardheimar.is

Pottaplöntur eru komnar aftur í tísku! Það er vel, því fyrir utan að vera augnayndi hreinsa þær andrúmsloftið og svo finnst mörgum gott að hafa plöntu til að tala við! Kaktusum og þykkblöðungum þarf ekki að hafa mikið fyrir og eru því frábær gjöf sem vex og dafnar með eigandanum. Skútuvogi 16 blomaval.is

GARÐHEIMAR

SJÁLFBÆRT

BLÓMAVAL

SJÁLFBÆRT

UMHVERFISVÆNT

GARÐÁHÖLD

GJAFAÁSKRIFT

Nelson Garden hannaði, ásamt danska garðahönnuðinum Dorthe Kvist, skemmtilega línu sem hæfir ræktun í kerum á svölum eða í görðum. Sjálfbærni er lykilatriði hönnunarinnar, en notast er við FSC vottaðan við, endurunnar plastflöskur og lífræna bómull. Þetta eru vörur sem gleðja augað og græn hjörtu. Höfðabakka 3 litlagardbudin.is

Tímaritið Í boði náttúrunnar kemur út þrisvar á ári og hlaut tilnefningu til Fjölmiðla­verðlauna umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins árið 2013 fyrir vandaða um­ fjöllun um grænan lífsstíl. Þetta er tímarit sem gefur fólki inn­blástur og hugmyndir um hvernig njóta megi og nýta náttúruna á sjálfbæran, skapandi og fallegan hátt. Gjafaáskrift kostar 5.300 kr. ibodinatturunnar.is

LITLA GARÐBÚÐIN

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


FÖT NÁTTÚRULEGT

VANDAÐ

NÁTTÚRULEGT

FÖT Á BÖRNIN

ULLARSOKKAR

„Barnið vex en brókin ekki“ sagði amma gamla, en sú speki heyrir brátt sögunni til því barnafötin frá As We Grow duga töluvert lengur en önnur barnaföt. Og þar sem aðeins er notast við fyrsta flokks efni halda fötin einnig gæðunum milli kynslóða. Klassísk hönnun sem erfist. Fæst í Kraum Aðalstræti, Mýrin Kringlunni og víðar aswegrow.is

Ástralska merino ullin er úr endurvinnanlegum trefjum sem brotna niður í náttúrunni og hafa því lágmarksáhrif á náttúruna. Merino-kindurnar eru frjálsar ferða sinna í Ástralíu og hlaupa áhyggjulausar um haga. Merino-bændur trúa því nefnilega að kátar kindur gefi af sér bestu ullina og litríkustu sokkana. Kringlunni, Laugavegi og Reykjavíkurvegi fjallakofinn.is

AS WE GROW

NÁTTÚRULEGT

FJALLAKOFINN

LÍFRÆNT

ÓLITUÐ ULLARPEYSA

LÍFRÆNT OG FALLEGT

Ólituð ull er alls ekki sjálfgefin nú til dags, en öll íslensk ull er lituð. Stefna Farmers Market hefur ætíð verið að nýta náttúrulegt hráefni í hönnun sinni og fyrirtækið hefur nú gengið skrefinu lengra og látið sérgera band fyrir sig á gamla mátann. Nýja jakkapeysan, Kálfatjörn, er úr ólitaðri íslenskri ull, með tölu úr lambshorni. Hólmaslóð 2 farmersmarket.is

Mjúkir pakkar hafa alltaf sinn sjarma. Hjá Org færðu gæðaflíkur úr náttúrulegum og oft lífrænum efnum ásamt ýmsu öðru spennandi. KOMANA er dæmi um merki sem notar lífræn og sanngirnisvottuð efni. Í Org færðu vandaðar flíkur sem endast.

FARMERS MARKET

ORG

facebook.com/orgreykjavik


MATUR ÍSLENSKT

HANDVERK

NÁTTÚRULEGT

MINNI UMBÚÐIR

HANDGERT SÚKKLAÐI

KRYDD Í LÍFIÐ

Hafliði Ragnarsson hefur löngu fest sig í sessi sem aðalsúkkulaðimaður landsins. Vandað handgert súkkulaði getur ekki svikið neinn. Fallega mótaðir molar sem gæla bæði við augu og bragðlauka eru því tilvaldir í jólapakkann, sem möndlugjöf, eða hreinlega til að laumast í á aðventunni. Háaleitisbraut, Mosfellsbæ mosfellsbakari.is

Í Krydd & tehúsinu er boðið meðal annars upp á náttúrulegt krydd og te, hnetur, fræ og þurrkaða ávexti í öllum regnbogans litum. Vörurnar eru 100% náttúrulegar, án allra aukefna. Boðið er upp á 70 vörutegundir í lausasölu og því hægt að lágmarka umbúðir. Gefðu jólagjöf sem bragð er af. Þverholti 7 facebook / Krydd og tehúsið

MOSFELLSBAKARÍ

LÍFRÆNT

KRYDD & TEHÚSIÐ

SVANSVOTTAÐ

UMHVERFISVÆNT

MATARGJÖF

MÁLTÍÐ AÐ GJÖF

Það er umhverfisvænt og gaman að gefa lífrænt ljúfmeti sem dekrar við bragðlaukana. Hjá Lifandi markaði fást matvörur sem stuðla að betri heilsu enda unnar úr hollum og góðum hráefnum sem næra líkamann. Veljið saman gómsætt gúmilaði í körfu og gefið þeim sem eiga allt – nú, eða þeim sem eiga það sérstaklega skilið. Borgartúni 24 lifandimarkadur.is

Á Nauthól er hægt að fá frábæran mat í góðri tengingu við náttúruna. Gjafakort er því loforð um gæða­stund. Metnaður er lagður í fjölbreytt og ferskt hráefni. Reynt er að kaupa allt sem hægt er beint frá býli. Umhverfisvernd og sjálfbærni er eitt af stefnu­ málum Nauthóls, sem var fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að fá Svansvottun. Nauthólsvegi nautholl.is

LIFANDI MARKAÐUR

NAUTHÓLL


UPPLIFUN UPPLIFUN

UPPLIFUN

TÁKNMÁLS GJAFABRÉF

FJÖLBREYTT GJAFAKORT

Með því að gefa gjafabréf á táknmálsnámskeið sýnir þú málsamfélagi íslenska táknmálsins áhuga og virðingu og opnar gátt inn í nýjan heim. Íslenskt tákn­ mál er sjálfsprottið mál, jafnrétthátt íslensku til sam­ skipta og það er einstök upplifun að hafa vald á því. facebook / Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Óskaskrín byggja á hugmynd sem hefur farið sigur­ för um heiminn og snýst um að gefa upplifanir í stað hluta. Kaupandinn gefur viðtakandanum færi á að velja upplifun úr fjölda möguleika sem leynast í hverju Óskaskríni. Þetta er afar umhverfisvæn hug­ mynd og frábær valkostur fyrir þá sem eiga allt, eða aðhyllast mínímalískan lífsstíl. oskaskrin.is

SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ HEYRNARLAUSRA OG HEYRNARSKERTRA

ÓSKASKRÍN

UPPLIFUN

FLJÚGANDI PAKKI FLUGFÉLAG ÍSLANDS

Hvað er betra um jólin en samverustund í faðmi fjölskyldu og vina? Gefðu þeim sem þér þykir vænt um flugmiða til þess að geta verið með sínum nánustu í kringum jóla­hátíðina. Gjafabréfið gildir sem peninga­­greiðsla upp í öll flug Flugfélags Íslands. Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram reglu fargjalds hverju sinni. flugfelag.is

„Bestu hlutirnir í lífinu eru ekki hlutirnir“ ART BUCKWALD


ELLIÐAVATN - 110 REYKJAVÍK

1

1 1

1

1

Nýársdagur

2

2 1

3

4

2

4

5

3

2

6

4

2

2 Baráttudagur verkalýðsins

3

3

3

1

4

1

4

2

4

1

5

2

5

3

5

1

3

2

6

4

7

4

3

7

5

8

5

4

8

6

6

Þrettándinn

9

6

5

9

7

10

7

6

10

8

11

8

Bolludagur

7

12

9

Sprengidagur

8

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Uppstigningardagur

3

1

6 7

1

6

3

7

5

2

7

4

8

6

3

8

3

8

5

9

7

4

9

5

Sjómannadagurinn

9

6

10

8

5

10

10

7

11

9

6

11

Feðradagurinn

11

9

6

11

8

12

10

7

12

12

10

7

12

9

13

11

8

13 14

13

10

9

13

11

8

13

10

14

12

9

14

11

10

14

12

9

14

11

15

13

10

15

15

12

11

15

13

10

15

12

16

14

11

16

11

16

13

17

15

12

17

12

17

14

18

16

13

18

16

13

12

16

14

17

14

13

17

15

Hvítasunnudagur

18

15

14

18

16

Annar í hvítasunnu

19

16

15

19

17

20

17

16

20

21

18

17

21

Sumardagurinn fyrsti Dagur jarðar

13

18

15

19

17

14

19

14

19

16

20

18

15

20

18

15

20

19

16

21

20

17

23

21

18

24

21

20

24

22

19

25

22

Konudagur

25

21

23

20

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Kvenréttindadagurinn Sumarsólstöður

18

21 NT • VISTVÆNT

22

16

19 • HEILBRIGT

•20 ENDURUNN

17 IÐ OG EKTA

22

19

23

21

18

23

20

24

22

19

21

25

23

20

24

25

22

26

24

Fyrsti vetrardagur

Dagur íslenskrar tungu

21

21

23 oR sUmaR Þorláksmessa RV

JÓL 24

Aðfangadagur jóla

25

Jóladagur

N r26 . 3 2 0 1 5Annar í jólum

26

23

22

26

24

21

23

27

25

22

27

27

24

23

27

25

22

27

24

28

26

23

28

23

28

25

25

24

Skírdagur

29

26

25

Föstudagurinn langi

30

27

26

31

28

27

29

28

28

28

26

26

29

27

24

30

28

25

30

29

26

31

30

27

Páskadagur Annar í páskum

29

31

30 31

Jónsmessa

29

29

27

nýtum & njótum 26

27

30

24 25

30

29

26

31

30

27

29

31

28

28

30

29

31

29

28

28

Vetrarsólstöður

22

ÍSLENSKT

UsT ha

22

19

2015 -201 6

18

20

Bóndadagur

SJÁLFBÆR T17 • GRÆNT • LÍFRÆ

VET UR

19

23

22

Dagur íslenskrar náttúru

VET U

Öskudagur

Fyrsti í aðventu

5 Alþjóðlegur dagur dýranna

2

4 Mæðradagurinn

Frídagur verslunarmanna

Fullveldisdagurinn

2

Gamlársdagur

29 30

30

Áskriftartilboð!

Fyrsta tölublað og dagatal VERÐ: 2.500 kr. Dagatalið kostar 3.500 kr. EN 2.500 kr. til áskrifenda ÍBN. Elísabet Brynhildardóttir myndskreytti. 40 cm hæð x 50 cm breidd. Prentað á gæðapappír í umhverfisvottaðri prentsmiðju. Dagatalið kemur upprúllað í pappahólk.

1.95 0 kr.

HA ND GE RÐA R SÁP SKY ND ITÍS KA • HO UR • BOR ÐA Ð Í NÚ VIT UN D DAN SAÐ INN Í NÝ TTLLA RA LAU FAB RA UÐ ÁR

Í boði náttúrunnar stendur fyrir gott innihald sem skiptir máli, vandaða framsetningu og þjónustu við samfélagið. Við erum sjálfstæð útgáfa með ástríðu fyrir góðum sögum og innblæstri sem snýst í grunninn um það hvernig við getum nýtt náttúruna, notið hennar og verndað.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.