HAUST 2012

Page 1

í boði náttúrunnar

1.790 kr.

HAUST 2012

HAUST

Í boði náttúrunnar

2012

ferðalög | matur

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

8

íslenskir bjórar Smökkun

Ull og listaverk

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

fræsöfnun

– á Snæfellsnesi

waldorf-skóliNN

Listræn áhersla í kennslu

Uppskera

Mjólkursýrt grænmeti, sjö tegundir af tómötum og girnilegar uppskriftir


RITSTJÓRN Guðbjörg Gissurardóttir

HAUSTRÚTÍNAN

Guðbjörg með bufftómat sem er einn af sjö tómatafbrigðum sem Tómas Ponzi ræktar á Brennholti í Mosfellsdal (sjá bls. 30).

Ólíkt hinum árstíðunum kallar HAUSTIÐ oft fram blendnar tilfinningar hjá okkur Íslendingum. VORIÐ fyllir mann eftirvæntingu og glaðlegur fugla söngurinn fyllir loftið á meðan haustið ómar af röddum farfugla sem fljúga hátt yfir höfði manns, fegnir því að komast í burtu. Á SUMRIN eru allir kroppar yfirfullir af D-vítamíni og þar af leiðandi er ekki einu sinn möguleiki á að fara í fýlu. VETUR kemur með jólin, kertaljós og kósíheit eftir að haustið er búið að undirbúa huga og líkama fyrir myrkrið. En það er eitthvað við haustið sem gerir það svo sjarmerandi. Ég hef lært að meta haustið fyrir litadýrðina, berjatínsluna, uppskeruna og rútínuna sem maður er farinn að þrá eftir ringulreið sumarsins. En um leið og maður neglir allt í fastar skorður er alltaf hollt að hugsa rútínuna upp á nýtt og jafnvel skapa nýja rútínu. Eins og við vitum getur góð rútína breytt lífinu til hins betra – og öfugt með þá slæmu. Ég vil alls ekki að þú, lesandi góður, haldir að mér finnist það lítið mál að koma sér upp nýrri rútínu, sama hversu góð hún er. Ég á t.d. í miklu basli með það þessa dagana að koma á reglu legum sund ferðum klukkan hálf sjö á morgnana. Ég er ótrúlega góð í því að tala sjálfa mig inn á það í svefnrofunum að það sé of kalt, ég sé með vott af kvefi sem gæti versnað og hversu mikilvægt það sé nú að ná góðum svefni. Sef svo hálftíma lengur eða þangað til vekjara klukkan hringir á hinu náttborðinu. En nú ætla ég að prófa aðferð sem ég heyrði um nýverið og langar að deila henni með ykkur. Þessi aðferð snýst um það að ef maður er fastur eða á erfitt með að breyta rútínu á einum stað í lífinu (morgunsundið í mínu tilviki) þá á maður að hætta að rembast eins og rjúpan við staurinn og í staðinn einbeita sér að því að vinna að öðrum góðum siðum. T.d gæti ég hugsað mér að fara að borða sýrt grænmeti (sjá bls. 37) á hverjum degi og bæta þannig meltinguna og heilsuna. Hugmyndin er sem sagt sú að ef maður bætir líf sitt á einu sviði þá kemur ávinningurinn fram á öllum hinum sviðunum líka og þannig gæti sundrútínan hrokkið í gírinn við það eitt að einbeita mér að einhverju öðru. Góð pæling sem sakar ekki að prófa! Það er alltaf gaman að gera hluti í fyrsta sinn; a.m.k. leið mér örlítið þannig þegar við hjá ÍBN settumst niður og veltum fyrir okkur efnistökunum í fyrsta haustblaðinu okkar. Kindurnar koma ofan úr fjöllum með kaldan andvara og því fannst okkur ástæða til að skoða ullina og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar þar sem myndlistarmennirnir Hildur Bjarnadóttir og Ólafur Elíasson koma meðal annars við sögu. Uppskera í Mosfellsdal, frætínsla á Snæfellsnesi og skólabyrjun og hugmynda fræði Waldorf-skólans í Lækjarbotnum eru einnig meðal efnis. Að ógleymdum Haarberg-hjónunum sem dvöldust alls átta mánuði á Íslandi til að ná myndum af öllum árstíðunum og kemur þar berlega í ljós hversu glöggt gestsaugað er. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lokar svo haustþemanu með hugleiðingum um vin sinn, haustið. Njótið! VETUR kemur út í janúar 2013.

FÓLKIÐ

8

MYND OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR. HÖNNUN/UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR/G.G. LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, GÍSLI EGILL HRAFNSSON, SIGURÐUR ÓLAFUR SIGURÐSSON, HANNS VERA, ORSOLYA OG ERLEND HAARBERG. MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI MARGRÉT JOCHUMSDÓTTIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, INGA ELSA BERGÞÓRSDÓTTIR, GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR. PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓTTIR. ÞÝÐING GUNNHILDUR HELGA STEINÞÓRSDÓTTIR. AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR. ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR. HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYK JAVÍK. SÍMI 861 5588. NETFANG IBNIBN.IS VEFFANG WWW.IBN.IS LAUSASÖLUVERÐ 1.790 KR. ISSN16708695 PRENTUN SVANSPRENT, SVANSVOT TUÐ PRENTSMIÐJA.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


ÁSKRIFT

1.790 kr.

í boði náttúrunnar

HAUS T 2012

HAUST

úrunna Í boði nátt

2012

FERÐALÖ G

| MAT UR

r

| SVE ITIN | DÝR | HEIL SA TUN | HÍBÝ LI | ÚTIV IST | RÆK

8

ÍSLE NSK IR BJÓ RAR Smökkun

ULL OG LISTAV

ERK

Ólafur Elíasson ir Hildur Bjarnadótt

FRÆSÖFNUN – á Snæfellsnesi

LINN WALDORFSí KÓ kennslu

Ársáskrift eða góð gjöf fyrir aðeins 6.270 kr.

Listræn áhersla

+ 4 BLÖÐ Á ÁRI + FRÍ HEIMSENDING

+ 15% SPARARNAÐUR

Uppskera

+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI

ibn.is

TEGUNDIR GRÆNMETI, SJÖ PSKRIFTIR MJÓLKURSÝRT UP OG GIRNILEGAR AF TÓMÖTUM

Komi þið sæl. Ég var í sumarbústað um helgina og þar var frænka mín með blöðin ykkar og vá!! ég kolféll fyrir þeim. Ofsalega falleg blöð með góðu, skemmtilegu, fróðlegu efni og fallegum myndum. Ég er ákveðin í að gerast áskrifandi, en mig langar líka að eignast blöðin sem eru komin út. Get ég keypt þau einhverstaðar eða pantað þau hjá ykkur og fengið þau send heim. Með kveðju, Guðríður M. Eyvindardóttir

í boði náttúrunnar RAFRÆN ÁRSÁSKRIFT (4 blöð) 3.400 kr. Í boði náttúrunnar

8

ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.790 kr.

ULL OG LISTAVERK

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

FRÆSÖFNUN

– á Snæfellsnesi

WALDORFSKÓLINN

ELDRI BLÖÐ 850 kr. Póstburðabjald innifalið

Listræn áhersla í kennslu

Uppskera

MJÓLKURSÝRT GRÆNMETI, SJÖ TEGUNDIR AF TÓMÖTUM OG GIRNILEGAR UPPSKRIFTIR

Hægt er að greiða með kreditkorti eða láta senda kröfu í heimabanka.

Kaupa á netinu: www.ibn.is Í síma: 861 5588


Rósavettlingar, jurtalitað einband úr Gulvíði.

ENDURGJÖF

VERK EFTIR HILDI BJARNADÓTTUR MYNDLISTARMANN

„Árið 1947 fékk amma mín hluta af landi Ferstiklu í Hvalfirði en þaðan kemur móðurætt hennar. Á jörðinni var gamalt félagsheimili sem hún nýtti sem sumarbústað. Þegar amma fékk þessa jörð var þar ekki stingandi strá og hún hófst handa við að gróðursetja tré, blóm og matjurtir. Þetta var hennar áhugamál alla tíð. Verkið „Endurgjöf“ byggist á ákveðnu handverksþema í uppeldi mínu og í samskiptum mínum við ömmu. Það var fastur liður á öllum jólum að hún prjónaði vettlinga og gaf mér í jólagjöf. Árið 2007 hófst ég handa við að snúa þessari hefð við og prjóna vettlinga sem ég gaf henni. Þau vettlingapör urðu fjögur en verkefnið hélt áfram í tengslum við garðinn hennar og plönturnar sem hún hlúði að og gróðursetti þar. Garðurinn er bæði hugmyndaleg og efnisleg uppspretta fyrir þetta verk. Ég vinn liti úr plöntunum sem amma gróðursetti á landsskikanum fyrir allt að sjötíu árum. Ég sé plönturnar sem tengingu við ömmu mína.“

16

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Jurtalitað einband úr ýmsum plöntum frá Hvalfirði, Portland, OR, Hudson, NY, Brooklyn, NY og Reykjavík.

Birkilitað einband.

Vattarsaumaðir vettlingar, léttlopi og útsaumsgarn. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

17


30

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Einlægur áhugi á náttúru og ræktun leiddi þau Tómas Atla Ponzi og Björk Bjarnadóttur saman fyrir um tveimur árum og hafa þau nú með hugviti og innblæstri indíána uppskorið ríkulega. Viðtal SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR & GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Tómas Atli og Björk búa í Brennholti í Mosfellsdal ásamt Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu, móður hans. Jörðin er í eigu fjölskyldu Tómasar en foreldrar hans, Frank Ponzi og Guðrún, keyptu hana eftir að þau fluttu til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um fimm áratugum. Í fyrstu bjuggu þau í Reykjavík og dvöldu í Brennholti yfir sumartímann en sveitin togaði í þau og loks flutti fjölskyldan þangað alfarið. Frank var banda rískur listamaður af ítölskum ættum en þau Guðrún kynntust í Banda ríkjunum þar sem hún var við söngnám. Þau voru afar framsýn og í Brennholti hófu þau margvíslega grænmetisræktun og fiskeldi. Þeim tókst einnig að rækta vínvið með svo góðum árangri að Frank gat búið til bæði

rauðvín og hvítvín úr uppskerunni. Þau hjón settu mikinn svip á umhverfið og eru mörgum Mosfellingum að góðu kunn. Nú hafa Tómas og Björk tekið við keflinu en þau stunda sjálf bæra, lífræna ræktun með umhverfissjónarmið í huga. „Við höfum unnið að því að koma skikki á hlutina hérna því eftir að pabbi lést fyrir fimm árum fór þetta að drabbast aðeins niður. Við byrjuðum á að hreinsa vínviðinn út úr gróðurhúsinu og skipta um jarðveg en hann var orðinn algjörlega næringarsnauður,“ segir Tómas, og Björk bætir við að þau hafi í raun verið að rífa burt margra ára vinnu. „En við vildum skapa okkar eigið í staðinn og núna ræktum við sjö mismunandi tegundir af tómötum í gróðurhúsinu. Við ákváðum að setja Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

31


Tómas og Björk uppskáru ríkulega í ár og það sem þau geta ekki borðað sjálf selja þau á mörkuðum eða til veitingahúsa. Á myndinni neðst fyrir miðju má sjá hjól sem Tómas keypti til að geta hjólað með uppskeruna til byggða.

okkur markmið í byrjun sumars en það var að gróðursetja nokkur eplatré, taka til í bílskúrnum til að fá vinnupláss, halda áfram að rækta salat og tómata, koma upp býflugnabúi og fá okkur landnámshænur. Þetta hefur allt gengið eftir, nema hænurnar eru í pössun á Blönduósi sem stendur, en vonandi verður fljótlega hægt að fá þær hingað suður,“ segir Björk. HEIRLOOMFRÆ OG TÓMATAR Tómata- og salatræktunin hefur gengið mjög vel í Brennholti. Tómas og Björk eru farin að selja uppskeruna bæði beint til veitingahúsa og á ýmsum grænmetismörkuðum, meðal annars á markaðinum í Mosfellsdal, og eru afurðirnar mjög eftirsóttar. Salatið rækta þau undir berum himni og er allt handvökvað úr keri sem þau safna vatni í úr fjallalæknum. „Salatplönturnar þurfa að berjast við veður og vind og verða þannig harðgerðar. Þær fá lífrænan áburð, kindaskít sem er búinn að liggja úti í eitt ár. „Svo reyti ég illgresið af og til því mér finnst gaman að sitja á hækjum mér við þá iðju. Ég get gert það dögum saman,“ segir Tómas. Hann vill einnig meina að hreyfingin sem hann hefur fengið í kringum ræktunina, ásamt súrefninu, hafi hjálpað mikið til þegar hann gekkst undir lyfjameðferð vegna

32

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

krabba meinsæxlis sem var fjarlægt ekki alls fyrir löngu. Í stað þess að leggjast í rúmið eftir lyfjagjöf fór hann út og sinnti plöntunum. Tómatarnir hafa greinilega notið nostursins sem Tómas leggur í ræktunina því blaðamaður getur staðfest að bragðgæði tómatanna eru engu lík; en í hverju skyldi sá galdur vera fólginn? „Ég fann loks tómatafræ sem ég er ánægður með en ég hafði prófað mig áfram með alls konar fræ. Þetta eru svokölluð heirloom-fræ. Það eru fræ sem varðveist hafa hjá fjölskyldum, mann fram af manni, rétt eins og erfðagripir. Hægt er að fá af brigði af slíkum fræjum sem hafa verið kynbætt gegnum tíðina með náttúrulegum aðferðum til að ná fram betra bragði, gæðum eða útliti. Þetta gerir það að verkum að ótrúleg fjölbreytni verður til,“ útskýrir Tómas. Björk tekur fram að þetta sé ekki gert með svokallaðri genasplæsingu, enda hugnast henni ekki að fiktað sé við erfðamengi plantna eða jurta. „Talið er að til séu um hundrað þúsund af brigði af tómötum og grænmeti sem hefur verið þróað með þessum hætti. Þetta er í raun gamla aðferðin sem hefur verið notuð um aldir, og það er mikilvægt að varðveita þessi af brigði og sporna þannig gegn notkun erfðabreyttra af brigða,“ segir Tómas. „Það er mikil vakning á þessu sviði og ungt fólk, t.d. í Bandaríkjunum, sem er að hefja


garðyrkju er mjög meðvitað um að nota heirloomaf brigði gæðanna vegna. Einnig má safna fræjum frá þeim, þurrka þau og geyma og jafnvel rækta þannig nýja eigin leika,“ segir Björk, og Tómas talar um að fjölda fram leiðsla á tómötum hafi gert þá mun einsleitari en áður, enda hafi tómatplönturnar verið kynbættar með annað sjónar mið en bragðgæði að leiðarljósi, svo sem að þola illgresiseitrun, flutning eða til að skapa óaðfinnanlegt útlit. „Mér finnst þetta sýna hvað við erum á miklum villigötum og hvað heirloom-fræin eru í raun eðlileg leið til ræktunar,“ segir Björk ákveðin. BÝFLUGUR OG HUNANGSÞYRSTUR BANGSI Björk hefur að mestu leyti séð um býflugnabúið en hún undirbjó sig vel áður en búið var sett upp og fór meðal annars á námskeið í þeim tilgangi. „Við erum með tvö býflugnabú og fengum rúm tvö kíló af hunangi í sumar. Þetta voru fjórir fallegir hunangsrammar sem voru fullir af hunangi. Ef við stöndum okkur vel gætum við fengið allt að 60 kíló af hunangi næsta sumar,“ segir Björk brosandi. „Býflugnaræktunin hefur gengið vonum framar og ég lærði heilmikið í sumar. Hún er mjög spennandi en það þarf að hugsa allt út og liggja yfir þessu. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Á námskeiðinu skilur maður ekki alltaf almennilega hvað er að gerast. Svo nær maður í býflugurnar, fær þær í flutningskassa, og þá er ekkert annað í boði en að standa sig. Almennt hef ég fengið mismunandi skilaboð frá öðrum býflugnabændum; sumir segja að ein aðferð sé best, svo eru aðrir sem segja eitthvað allt annað en við ætlum að fara eftir okkar eigin hyggjuviti,“ segir hún. Nú þegar veturinn er fram undan er einnig margt sem þarf að huga að. „Við höfum gefið bý flugunum sykur vatn fyrir veturinn sem þær breyta í hunang og bætist við vetrarforða þeirra. Raki og fæðuskortur eru helstu ástæður þess að bý flugur lifa ekki af veturinn á Íslandi. Við erum því búin að bora göt í þakið á búinu svo að þær fái loft til að lágmarka rakann,“ segir Tómas. Björk segir frá því að víða um heim fari býflugum fækkandi, af orsökum sem ekki eru að fullu kunnar en það gæti verið vegna einhæfrar ræktunar, notkunar skordýraeiturs, eyðingar á illgresi með alls kyns eitri eða annarra þátta sem eru að drepa þær eða fæla frá stórum svæðum. „Sem er mjög bagalegt fyrir alla ræktun þar sem þær hjálpa til við frjóvgun. Býflugurnar eru í raun nauðsynlegar öllu lífi á jörðinni. Þess vegna finnst mér líka að við séum að gera eitthvað gott fyrir náttúruna með því að vera með býflugur,“ segir hún. En hvernig fékk Björk áhuga á býflugnarækt? „Ég bjó í Kanada í nokkur ár og þar fékk ég tækifæri til að smakka gott hunang. Það kveikti áhugann. Ég hitti líka eitt sinn býflugnabónda sem sagði mér skemmtilegar sögur, m.a. að hann hefði eitt sinn verið eltur af skógarbirni sem var svo æstur í hunangið! Hér á Íslandi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af hunangsþyrstum skógarbjörnum,“ segir Björk kankvís.

Tómas ræktar sjö tegundir af tómötum. Á neðri myndunum má sjá bufftómat í gróðurhúsinu. Þessi tegund er mjög matarmikil enda er hann ekki með vökva innst í kjarnanum eins og flestir tómatar. Þrátt fyrir það er hann safaríkur og einstaklega bragðgóður.

TÆKNIN OG NÁTTÚRAN HEILLA Tómasi og Björk tekst að sameina áhuga sinn á ræktun og atvinnu með ýmsu móti. Hann hefur Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

33


MJÓLKURSÝRT GRÆNMETI Sú aldagamla hefð að mjólkursýra grænmeti hefur á síðustu árum verið endurvakin af áhugafólki um heilbrigt mataræði víðsvegar um heiminn. Fáir Íslendingar hafa þó tekið upp þessa hefð sem er ekki aðeins góð geymsluaðferð heldur hefur mjólkursýrt grænmeti meiri og betri áhrif á heilsuna en okkur gæti grunað. Texti MARGRÉT RÓSA JOCHUMSDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Sýrt hvítkál (súrkál) eða Sauerkraut, sem Þjóverjar eru frægir fyrir að borða með pylsunum sínum, hafa flest okkar heyrt um eða jafnvel smakkað. Þar endar hins vegar þekking flestra Íslendinga á sýrðu grænmeti því hér á landi hefur þessi geymsluaðferð ekki náð að skjóta rótum. Margir virðast rugla saman mjólkursýrðu grænmeti og t.d. súrum gúrkum og öðru grænmeti í edikslegi. Munurinn er hins vegar gríðarlega mikill. Súru gúrkurnar eru soðnar áður en þær eru lagðar í edikslöginn og tapa þannig miklu af næringarefnum, auk þess sem mikill sykur er settur út í löginn til að koma í veg fyrir rotnun. Mjólkursýrt grænmeti er hins vegar sett hrátt í krukkuna og látið liggja í eigin safa þar til það er tilbúið. Ákveðið ferli fer af stað í krukkunni sem bæði varðveitir öll næringarefnin og auðveldar líkamanum að nýta þau betur. Mjólkursýrt græn meti bætir einnig melting una og viðheldur heilbrigðri þarma flóru, svo eitthvað sé nefnt. Þegar talað er um sýrt grænmeti í þessari grein er átt við mjólkursýrt grænmeti.

metinu heldur hafði einstaklega góð áhrif á meltinguna og heilsuna almennt. Kínverjar hafa notað súrkál (sýrt hvítkál) í að minnsta kosti sex þúsund ár og nýtt safann af því sem lækningameðal. Á miðöldum var sýrt grænmeti daglega á boðstólum hjá fólki og á Norðurlöndunum hefur fólk búið til súrkál svo lengi sem elstu menn muna. Nú er súrkál mjög vinsælt í Þýskalandi, Rússlandi og Austur-Evrópu og er það borðað með öllum mat, ekki síst kjöti. Síðustu hundrað árin hefur mjólkursýring á mat vælum hins vegar svo til horfið úr nútíma mataræði í flestum löndum. Með aukinni umræðu og vitundar vakningu um heilbrigt líferni hefur sýrða græn metið verið að ryðja sér til rúms á ný. Guðjón Árnason er einn af fáum Íslendingum sem sýra grænmeti >

ALDAGÖMUL HEFÐ Mannkynið hefur mjólkursýrt grænmeti í þúsundir ára. Talið er að ein aðalástæðan fyrir því að þessi aðferð náði vinsældum sé sú að fólk þurfti að finna leið til að halda græn metinu óskemmdu yfir vetrar tímann en með tímanum hafi svo komið í ljós að mjólkursýringin viðhélt ekki bara bragðinu og næring unni í græn-

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

41


á hverju hausti. Hann kynntist þessari aðferð fyrst í Þýskalandi og enn betur í Svíþjóð þegar hann vann við að sýra grænmeti þar á árunum 19821984. Allar götur síðan hefur hann mjólkursýrt grænmeti í stórum tunnum sem endist fjölskyldunni og vinum út veturinn. Guðjón hefur lengi haft mikinn áhuga á lífrænni ræktun og hvernig hægt sé að varðveita næringarefnin sem best þegar kemur að því að matreiða grænmeti og geyma. „Margir nýta illa þennan mikla forða sem er í grænmetinu. Suða og steiking er nokkuð harkaleg meðferð en við mjólkursýringu tapast ekkert af þeim næringarefnum sem eru í grænmetinu,“ segir Guðjón. Honum finnst ótrúlegt að miðað við þær vel lystingar sem við búum við hér á Vesturlöndum sé næringarskortur viðloðandi. „Ég held að það sé vegna þess að mikið af þessum tilbúna mat inniheldur lítið sem ekkert af næringarefnum. Þegar menn hafa lifað lengi á mjög slöku fæði, ruslfæði, verður meltingin slöpp. Ef fólk vill bæta hana er sýrt grænmeti mjög góður kostur. Maður borðar þetta ekki í miklum mæli eitt og sér; ég fæ mér t.d. 2-3 matskeiðar út á salat.“ ÁHRIF Á HEILSUNA Á síðustu árum hefur orðið nokkurs konar endurvakning á notkun þessarar geymsluaðferðar meðal fólks sem leitar nýrra/gamalla leiða til að næra líkamann, styrkja ónæmiskerfið og bæta heilsuna. Að mjólkursýra grænmeti hefur marga fýsilega kosti auk þess að varðveita öll næringarefnin. Nýtt og áhugavert bragð myndast við mjólkursýringuna og heilsufarslegu kostirnir eru fjölmargir. Sýrt grænmeti inniheldur vinveittar bakteríur, steinefni og víta mín og er mjög trefja ríkt. Súrkál er sérstak lega þekkt fyrir að vera stútfullt af C-vítamíni. Við mjólkursýringuna myndast ákveðin ensím sem eru sérstaklega örvandi og góð fyrir meltinguna og hjálpa til við að brjóta niður mat. Sýringin brýtur einnig niður trefjauppbyggingu í grænmetinu, sem auðveldar líkamanum að melta og nýta næringarefnin betur. Sýrt grænmeti hefur auk þess græðandi áhrif á meltingar veginn, hjálpar til við að halda sýrustigi magans í jafnvægi og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru með fjölgun vinveittra baktería. Í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsan eftir dr. Natasha Campbell-McBride er talað um að súrkál hafi sérstaklega örvandi áhrif á magasýrumyndun. Dr. Natasha, sem rekur læknastofu í Cambridge, segir að þegar einstaklingur borði ekki nógu fjölbreytta fæðu verði magasýrumyndunin of lítil, sem geri það að verkum að maturinn meltist ekki nógu vel og frá sogist illa. Dr. Natasha mælir með því að þeir sem eru með litla maga sýrumyndun fái sér nokkrar matskeiðar af súrkáli (eða safanum úr því) 10-15 mínútum fyrir mat. Hún er sömu skoðunar og „faðir læknisfræðinnar“, Hippókrates, sem sagði að flestir sjúkdómar byrjuðu í meltingar veginum. Dr. Natasha segir að með því að koma meltingarkerfinu í heilbrigðan farveg sé ótrúlegt hvað hægt sé að vinna á mörgum kvillum og sjúkdómum sem hrjái fólk nú til dags. Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson eru fullorðin hjón sem hafa sýrt grænmeti í um það bil þrjátíu ár og telja sýrða grænmetið eiga stóran

42

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

þátt í góðri heilsu þeirra. Hildur þurfti nýlega að fara á penisilín kúr og telur að meltingar vegur inn hafi þolað meðferðina mun betur en ella vegna þess að hún borðar sýrt grænmeti á hverjum degi og heldur þannig sýrustigi magans í jafnvægi og heilbrigðri þarma flóru. Þau hjón eru vön að borða sýrt grænmeti með heitum mat einu sinni á dag og borða það með hverju sem er. HVAÐA GRÆNMETI ER BEST AÐ MJÓLKURSÝRA? Hægt er að sýra svo til allt grænmeti en algengast er hvítkál, rauðkál, gulrætur, spergilkál, blómkál, rósakál, rauðrófur, laukur, sellerí, agúrkur, paprika, tómatar og sveppir. Guðjón segir að allt grænmeti sem hefur orðið fyrir hnjaski og sé í öðrum eða þriðja flokki eða jafnvel smælki sé tilvalið til sýringar. Hins vegar eru Guðjón, Hildur og Eiríkur öll sammála um að það sé betra að grænmetið sé lífrænt ræktað. Ef grænmetið hefur verið úðað með einhverjum efnum, eins og t.d. skordýraeitri, fer það út í vökvann sem grænmetið mjólkursýrist í. Í lífrænu grænmeti er auk þess mun meira af vinveittum, lifandi bakteríum, sem fækkar í grænmeti sem hefur verið úðað. Því meira sem er af þessum vinveittu bakteríum í grænmetinu því betur brýtur sýringin niður trefjauppbyggingu í því. Við það nær líkaminn að melta og nýta sér betur steinefni og víta mín úr grænmetinu. AÐFERÐ OG TÓL Það er ekki erfitt að mjólkursýra grænmeti en hægt er að útbúa það á marga mismunandi vegu og á mislöngum tíma. Til þess að sýringin heppnist vel þarf hins vegar að gæta vel að hitastigi, hvar og hve lengi grænmetið er geymt, að það sé á kafi í vökva á meðan á sýringunni stendur og að það sé ekki látið standa í dagsbirtu. Hafa skal í huga að efsta lag grænmetisins getur í ferlinu orðið svolítið brúnt en það þýðir ekki að grænmetið sé skemmt. Efsta lagið er einfald lega fjarlægt og allt sem er fyrir neðan er borðað. Erfitt getur reynst að finna stórar krukkur á Íslandi en hægt er að kaupa minni krukkur víða. Best er að nota krukkur með smellum og gúmmíhring. Ástæðan fyrir því er sú að í þeim kemst ekkert loft inn í krukkurnar en það gas sem myndast við gerjunina kemst hins vegar út úr þeim. Hildur og Eiríkur eru vön að sýra grænmeti í 3-5 lítra krukkum en einnig í 10 lítra leirkeri sem ætlað er sérstaklega til grænmetissýringar. Það virðist vera mjög erfitt að fá tilbúið sýrt grænmeti á Íslandi, fyrir utan súrkál, sem fæst í flestum verslunum, og súrkálssafa sem hægt er að fá í öllum helstu heilsubúðum. Iðnaðarframleitt súrkál er hins vegar mjög misjafnt og það er aldrei jafn gott eða heilsusamlegt og það heimagerða. Það er gaman að leika sér og prófa sig áfram með að nota ólík hráefni og ýmiss konar krydd við sýringuna. Kryddið bæði bragðbætir og eykur heilsusamlega eiginleika. Kanill, kumminfræ, hvítlaukur, engifer, chili, kóríanderfræ, sinnepsfræ og lár viðarlauf gefa sérstaklega gott bragð. Ferskar kryddjurtir eru einnig góðar í sýringuna og þær grænu eru með mjólkursýrubakteríur ef þær eru lífrænar.

Ákveðið ferli fer af stað í krukkunni sem varðveitir öll næringarefnin, auðveldar líkamanum að nýta þau, viðheldur heilbrigðri þarmaflóru og réttu sýrustigi í maganum o.m.fl.


Aðeins sjö ára að aldri byrjaði Agnes Lind að selja blóm fyrir utan litlu hverfisbúðina. Hún hjólaði stundum úr Sörlaskólinu út á Seltjarnarnes þar sem hún tíndi melgresi sem hún svo setti saman í fallega vendi og seldi fínu frúnum í Vesturbænum. Að eigin sögn hefur hún verið upptekin af blómum og öllu sem tengist náttúrunni síðan hún man eftir sér. Hún byrjaði snemma að vinna í gróðrarstöðvum og rak Ráðhúsblóm í Bankastræti í ein sex ár. Fyrir rúmum fjórum árum fann hún til sterkrar löngunar til að flytja úr borginni og út á land. Nú býr hún á Arnarstapa, vinnur á Hótel Búðum og rekur þar dulmagnaða krambúð með Sigríði Gísladóttur myndlistarkonu; selur m.a. fræ sem hún tínir sjálf og myndskreytir pokana af mikilli natni. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

46

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


„Ef þú ræktar garðinn þinn þá ræktar þú sálina.“


52

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Perlur GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Ljósmyndarahjónin Orsolya og Erlend Haarberg hafa komið margsinnis til Íslands í þeim tilgangi að ná myndum af fallegustu nátturuperlum landsins. Afraksturinn er nú kominn út í einstakri bók sem unnin var í samstarfi við Unni Jökulsdóttur rithöfund og gefin út í Ungverjalandi og á Íslandi – Ísland í allri sinni dýrð. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR & UNNUR JÖKULSDÓTTIR Ljósmyndir ORSOLYA & ERLEND HAARBERG

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

53


Litadýrð haustsins við Hraunfossa í Borgarfirði.

Krían er listdansari himinsins. Hér takast tvær kríur á yfir Jökulsárlóni.

58

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

af trjám sem er fullkomið fyrir ljósmyndara því þá skyggir ekkert á útsýnið. Á Íslandi gefst líka tækifæri til að upplifa einstök náttúrufyrirbrigði sem maður sér hvergi annars staðar í heiminum, til að mynda eldfjöllin og fuglana sem hræðast ekki mennina heldur eru vinveittir þeim. Litasamsetningarnar í landslaginu eru líka óvenju fjölbreyttar og þannig mætti áfram telja. IBN: Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi? Orsolya: Vinnudagarnir eru alltaf breytilegir og langt frá því að vera hefðbundnir. Þeir stjórnast af því hvað og hvar við erum að mynda. Við bjuggum til dæmis í húsbíl þegar við vorum að mynda við Mývatn og Jökulsárlón sem var mjög þægilegt því við snerum sólarhringnum við, unnum um nætur og sváfum á daginn. Bíllinn gerði okkur þetta auðvelt því hann var einangraður og við gátum dregið fyrir glugga og þannig skapað algjört myrkur þrátt fyrir að sólin skini fyrir utan á heitum sumardegi. Við borðuðum morgunmat þegar flest annað fólk var að borða kvöldmat og byrjuðum svo að mynda í kvöldbirtunni. Um miðja nótt hlóðum við myndunum niður á tölvuna og útbjuggum heitan hádegisverð. Þegar fór að nálgast sólarupprás héldum við svo áfram að mynda. Við sváfum hins vegar í tjaldi við Hrafntinnusker og á Hornströndum og þá lögðum við okkur oftast svolitla stund yfir blánóttina. IBN: Nú eru það bæði þú og Erlend sem takið myndirnar og sameinið þær svo í bókunum ykkar. Hvernig gengur sú samvinna?


Orsolya: Við nálgumst hlutina á ólíkan hátt. Erlend hefur áhuga á háttalagi fugla og spendýra og þess vegna byrjar hann strax að mynda hegðun þeirra. Ég hef hins vegar meiri áhuga á náttúrunni og landslagsmyndum og spái lítið sem ekkert í háttalagi dýra. Við sameinum síðan myndirnar í bókunum okkar. Erlend treystir mér fyrir því að hanna og ákveða hvernig myndirnar fara saman, svo það eru engir árekstrar þar! IBN: Hvorugt ykkar lærði ljósmyndun. Hver er bakgrunnur ykkar? Orsolya: Erlend hóf nám í líffræði en allur hans tími fór í að taka náttúrulífsmyndir svo hann kláraði ekki námið. Það hefur verið draumur hans síðan hann var lítill strákur að verða náttúru lífsljósmyndari. Hann hefur meðfæddan hæfileika í ljósmyndun og áhugi hans og fullkomnunarárátta hafa gert hann að mjög farsælum ljósmyndara. Ég útskrifaðist sem landslagsarkitekt og var í doktorsnámi í umhverfismálastjórnun þegar ég kynntist Erlend. Ég tók náttúrulífsmyndir sem áhuga ljósmyndari á þeim tíma, en eftir að ég kynntist Erlend opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hafði möguleika á að verða náttúrulífsljósmyndari að atvinnu svo að ég hætti öllu, kláraði ekki doktorsgráðuna mína og flutti til Noregs frá heima landi mínu, Ungverja landi. Þetta var árið 2005 og ég hef unnið með Erlend sem náttúru lífsljósmyndari allar götur síðan. www.haarbergphoto.com

Kvöldsólin lýsir upp ævintýralandslag á miðhálendi Íslands. Reykjafjöll að Fjallabaki.

GEFUM ÞRJÁR BÆKUR Ísland í allri sinni dýrð er ný bók frá Forlaginu. Hún kostar 4.290 kr. og er einnig til á ensku og þýsku. Þessi bók er ekki bara óvenju falleg heldur einnig mjög fræðandi. Unnur Jökulsdóttir skrifar um tilurð landsins og einkenni lífríkisins. Hún staðsetur og útskýrir ljósmyndirnar. Við hjá Íbn ætlum að gefa þrjár bækur, svo endilega sendu okkur upplýsingar um þig á ibn@ibn.is og skrifaðu ÍSLAND í titil... ef þig langar í eintak.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

59


WALDORFSKÓLINN Í LÆKJARBOTNUM Þá sem bruna út úr borginni í átt að Hveragerði grunar fæsta að handan við eina hæðina, í fallegum dal, iðar allt af lífi. Í rúm tuttugu ár hefur verið starfræktur leikskóli og skóli á þessum óvenjulega stað í útjaðri borgarinnar með um níutíu börn frá tveggja til fimmtán ára. Þótt fáir hafi lagt leið sína í þennan einstaka dal, þar sem náttúra og skóli renna saman í eitt, þá þekkja enn færri þá einstöku hugmyndafræði sem skólinn byggist á. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir G.G., JÓN ÁRNASON OG HANNS VERA

R

Séð yfir skólasvæðið í Lækjarbotnum. UPPI TALIÐ FRÁ VINSTRI:

Í kennslustofunni; Á vinnudögum koma foreldrar og hjálpa til við brýn verkefni; Afrakstur sultugerðarinnar; Útikennsla í 5. og 6. bekk. TIL HÆGRI:

Kíkt út um glugga á kennslustofu.

60

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

udolf Steiner fæddist í Austurríki árið 1861 og lést 1925. Hann vakti snemma athygli fyrir hugmyndir sínar um manninn, náttúruna og samfélagið í heild sinni. Hann lét sér ekkert óviðkomandi og færði hugmyndir sínar yfir á vísindi, heimspeki, uppeldi, ræktun, lækningar og andleg mál, svo að eitthvað sé nefnt. Hann kallaði þessa nýju hugmyndafræði mannspeki eða „anthroposophy“ og eru allir Waldorf-skólar byggðir á hans hugmyndum í uppeldismálum. Fyrsti Waldorf-skólinn var stofnaður árið 1919 fyrir starfsfólk vindlingaverksmiðjunnar Waldorf Astoria í Stuttgard í Þýskalandi. Þar voru listir, tónlist og handmennt jafn mikilvægar námsgreinar og lestur, skrift og stærðfræði. Kennarinn var talinn mikilvægur uppalandi og átti helst að kenna sömu nemendunum allan barnaskólann. Þannig öðlaðist hann mikla innsýn í þarfir hvers nemanda og gat sniðið námið að hverjum og einum. Waldorf-skólarnir vinna enn eftir grunnhugmyndafræði Steiners þrátt fyrir eðlilega aðlögun að nútímasamfélagi. Flestir Waldorf-skólar draga nafn sitt af fyrsta skólanum en á Norðurlöndum er þó algengt að þeir séu kallaðir Steiner-skólar. Það sem einkennir uppeldisfræði Steiners er rík áhersla á alhliða þroska einstaklingsins þar sem tekið er tillit til þess að manneskjan býr yfir líkama, sál og anda. Hann lagði áherslu á að skólastarfið væri lifandi og að öll kennsla höfðaði jafnt til hugsunar, tilfinninga og vilja. Listræn og verkleg framsetning


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

61


„Börn þurfa að fá að hoppa, sveifla sér, skríða, klifra og busla í vatni.“

Strákarnir eru að byggja kofa og nota hvert tækifæri til að halda því áfram; Lítið mál er að færa kennslustundina út undir bert loft ef veður leyfir. Börnin gefa hænunum matarleifar og ná einnig í eggin; Í rólunum er alltaf gaman;

og úrvinnsla er því ekki síður mikilvæg en hin vitsmunalega þekking. Þannig fær sköpunarkrafturinn og athafnasemin, sem býr innra með hverri manneskju, farveg og hjálpar henni að fóta sig á sinni persónulegu lífsbraut. Skapandi starf er því samtvinnað öllu skólastarfi Waldorfskólans og er eitt meginsérkenni hans ásamt því að hjálpa börnum að þroska félagslega færni sem er dýrmætt veganesti inn í framtíðina. UPPHAFIÐ Með eitt lítið hús á fallegum stað, og rútu og snjóruðningstæki á hlaðinu, hóf fyrsti Waldorfleikskólinn á Íslandi starfsemi sína 1. desember 1990 og fékk nafnið Ylur. Það voru nokkrir vinir með börn á leikskólaaldri sem vildu að börnin þeirra gætu verið í náinni snertingu

62

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

við náttúruna og fengið uppeldi og menntun í anda hugmyndafræði Rudolfs Steiner. Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa lært mannspeki á erlendri grund og kynnst starfseminni á Sólheimum í Grímsnesi, en þar hefur verið unnið eftir hugmynda fræði Steiners frá því að Sesselja Sigmundsdóttir hóf starfsemina árið 1930. Einu ári eftir að leikskólinn Ylur var stofnaður hóf Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum starfsemi sína með fjóra nemendur í 1. bekk. Nú, 22 árum síðar, hefur húsakosturinn stækkað umtalsvert og fjöldi skólabarna er orðinn 67 og leikskólabarna 20. Fyrstu árin voru erfið fjárhagslega enda kostnaðarsamt að halda úti lítilli einingu. Árið 2004 gjörbreyttust síðan rekstrarforsendurnar þegar Samtök sjálfstæðra skóla gerðu hagstæðan samning við sveitarfélögin sem greiða nú með


Vatnströppurnar bjóða upp á ótal möguleika fyrir krakka á öllum aldri; Á hverju hausti byrjar skólinn á því að nemendur og foreldrar gróðursetja trjáplöntur; Strákarnir ná í greinar til að tálga.

nemendum er stunda nám utan síns sveitarfélags. Framlag sveitarfélaganna ásamt skólagjöldum, árlegum jólabasar og mikilli samvinnu við foreldra er það sem skiptir sköpum í því að halda úti því metnaðarfulla starfi sem skólinn vill standa fyrir. LÆRDÓMURINN OG NÁTTÚRAN Staðsetning skólans í Lækjarbotnum er einstök og gegna umhverfið og náttúran mikilvægu hlutverki í skólastarfinu. Það má með sanni segja að hér hafi verið notuð „útikennslustofa“ frá upphafi. Átthagafræði, náttúrufræði, smíðakennsla og íþróttir eru fög þar sem nánasta umhverfi skólans er vel nýtt. Útivist á einnig stóran sess í skólastarfinu og fara börn og kennarar í langar nestisferðir í hverri viku um

næsta nágrenni til að kynnast umhverfinu, sérkennum þess og átta sig á fjarlægðum. Við þessi nánu tengsl við náttúruna læra nemendur að virða og meta það sem hún gefur af sér. Söfnun jurta og berjatínsla á haustin er fastur liður í skóla starfinu. Jurtirnar eru ýmist notaðar í te, krydd, smyrsl eða til litunar á ullarbandi sem síðan er ýmist prjónað úr, heklað eða þæft. Úr berjunum, sem tínd eru í hlíðunum í kring, er gerð sulta og saft sem borin er á borð fram eftir vetri. Á haustin og vorin eru reglulegar ferðir í krydd- og matjurtagarð skólans til að undirbúa jarðveginn, sá og planta og að lokum að uppskera og borða í hádeginu. Mikið er lagt upp úr heilbrigðu mataræði í skólanum og er allt hráefni á boðstólum lífrænt. Krakkarnir vita að matarafgangarnir enda annað hvort Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

63


Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) er fræðimaður og prófessor við Listaháskóla Íslands. Á sumrin flýr hann höfuðborgina og dvelur á Seyðisfirði þar sem hann grúskar, kennir og nýtur lífsins. Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR


SAGAN, GÖMLU HÚSIN OG FÓLKIÐ Seyðisfjörður er ekki íslenskur í venjulegum skilningi. Hann var reistur af Norðmönnum seint á 19. öld. Þeir litu aldrei suður til fyrirmynda eða valds heldur út fjörðinn, til Noregs og meginlandsins. Þeir fluttu inn þessi dásamlegu norsku „katalóghús“ sem enn prýða bæinn. Ekkert bæjarfélag hefur eins háan þolþröskuld gagnvart útlendingum og öðruvísi fólki enda breytist hann í miðbæjarstemningu stórborga á miðvikudagskvöldum og snemma á fimmtudagsmorgnum þegar ferjan Smyril Line flytur ferðalanga til og frá meiginlandinu. Á Seyðisfirði hófust fyrstu fjarskipti við útlönd og enn liggur þar ljósleiðari internetsins inn í landið. Þarna var skjól fyrir skipalestir í seinni heimsstyrjöldinni og eina árás Þjóðverja sem heitið getur var þar þegar þeir náðu að sökkva birgðaskipinu El Grillo. MYNDLISTIN OG VEITINGAHÚSIN Tvö alvöru veitingahús eru í plássinu. Byrjum á Skaftfelli sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Á bístróinu á jarðhæðinni er ótrúlegur matseðill. Grafíkverk stórlistamannsins Dieters Roth hanga á veggjum og bækur hans fylla bókaskápinn. Þetta er afslappaður staður og gott að hanga þar á kvöldin. Á miðhæðinni er gallerí í heimsklassa enda er sýningarstjórn í höndum fólks úr alþjóðlegum listheimi og á efstu hæðinni ein besta gestavinnustofa á landinu. Hitt veitingahúsið er fínna og í heimsklassa. Það er Hótel Aldan sem blasir við manni þegar komið er inn í bæinn. Ég mæli með að fólk stoppi á Öldunni og fái sér gott kaffi eða almennilegan kvöldverð.

HAFALDAN Eitthvert fallegasta gistiheimili landsins er á Seyðisfirði. Það er Hafaldan – upprunalega verbúð frá síldarárunum. Klæðningar innanhúss eru úr gulnuðum, lökkuðum krossviði sem eldist svo fallega. Frábær staður með indverskum undirtónum. LUNGA Fyrir rúmum tíu árum fóru unglingar á staðnum að kvarta undan því að ekki væri nógu mikið um að vera fyrir þau. Grasrótarhreyfing mæðra með börn á gelgjunni fengu listamenn í lið með sér til að halda listahátíð fyrir ungt fólk á Austurlandi – LungA. Þetta hefur þróast í einhverja eftirsóttustu listasmiðju verðandinnar á landinu – draumaverksmiðju. Þetta er um miðjan júlí og dregur hátíðin m.a. að sér næringarlausar listaspírur úr miðborg Reykjavíkur og víðar og er orðin svo stór að Seyðfirðingar sjálfir bíða eftir því að hún klárist til þess að þeir endurheimti bæinn sinn. TÆKNIMINJASAFNIÐ Vegna óvenjulegrar sögu bæjarins hafa hlaðist upp minjar. Saga símans og fjarskipta, saga ljósmynda og lækninga, saga prents og járnsmíða. Þetta er ótrúlega umfangsmikið safn en bara brot af því er til sýnis vegna þess að það er ein af grundvallarreglum safnsins að þau tæki sem eru til sýnis virki. Morse-tækin virka, gömlu letter-pressvélarnar virka. Það er hægt að stunda eldsmíði í safninu. Þar er haldin, seint í júlí, svokölluð Smiðjuhátíð þar sem eldsmiðir berja járn, steypa í mót, smíða hnífa og alls konar dót. LOGNIÐ Skáldin kölluðu Seyðisfjörð perlu í lokaðri skel. Perlan er í botni ílangrar skeljar sem lokar hafáttinni þannig að á kvöldin myndast oftast logn og fjörðurinn verður spegilsléttur. Þetta gerist oftast rétt fyrir miðnætti og stendur fram undir morgun þegar léttur andvarinn byrjar aftur. Þeir sem læra á þetta snúa deginum við; hvíla sig snemma á kvöldin og taka seinni vaktina og fara svo að sofa undir morgun. Nýbúið er að reisa fimm skeljar fyrir tvíundarsöng hátt í hlíðum Strandatinds. Ímyndið ykkur í logninu! Ástaróður til staðarins, til íslenskrar tónmenningar – gefið af þýskum listamanni og eistnesku fyrirtæki.


RÓTARGRÆNMETI Umsjón INGA ELSA BERGÞÓRSDÓT TIR & GÍSLI EGILL HRAFNSSON

Nú þegar haustið er gengið í garð er gott að borða mat sem vermir og nærir. Alls konar rótargrænmeti gefur okkur endalausa möguleika á að elda eitthvað skemmtilegt og gott. Hvort sem grænmetið kemur úr okkar eigin ræktun eða úr búðinni ættum við að gefa því meiri gaum. Ferskt og bragðgott, nýupptekið að hausti ættum við að halda upp á árstíðina með því að nýta það sem best.

Það má nota rótargrænmeti með ýmsum hætti, hvort sem það er grunnhráefni í forréttinn, meðlæti með aðalréttinum eða hluti af eftirréttinum. Í eftirfarandi uppskriftum notum við gulrófur, gulrætur, kartöflur og rauðrófur en að sjálfsögðu er óhætt að breyta til og nota annars konar rótargrænmeti.

FORRÉTTUR GULRÓFUSÚPA Handa 6 1 stór gulrófa eða tvær litlar u.þ.b. 1 kg 250 g gulrætur 100 g rauðar linsubaunir 1 tsk. karrí ½ tsk. kummin 800 ml grænmetissoð 1 dós létt kókósmjólk (400 ml) 1 límóna

Afhýðið gulrófuna og skerið í teninga. Skolið af gulrótunum og skerið í bita. Setjið smá olíu í pott og hitið. Bætið gulrófunum og gulrótunum við. Mýkið grænmetið í pottinum í 2-3 mínútur og hrærið í öðru hverju. Bætið þá við karríinu og kummin og hrærið í 1 mínútu. Hellið þá grænmetissoðinu og kókosmjólkinni út í, ásamt linsubaununum. Hitið að suðu og látið malla í 20 mínútur. Maukið með töfrasprota. Kreistið út í safa úr einni límónu. Berið fram.

72

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

73


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.