Haust 2014 synishorn

Page 1

R

R SUMAR H VO

Úttekt

ST AU

VET U

4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t 7*457 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5

bílar Nr

Haustföndur 1.950 kr.

101 hvalfjörður dekrað við skynfærin MELTINGAFLÓRAN

. 2 2014


RITSTJÓRN

LÍFIÐ ER FERÐALAG – Guðbjörg Gissurardóttir Af öllum árstíðunum finnst mér haustið kröfuharðast. Eftir afslappað sumarfrí þarf maður skyndilega að takast á við rútínu vetrarins, koma öllu af stað og skrá niður hver er að gera hvað, hvenær og hvers vegna og þurfa svo að púsla öllu saman til þess að allt gangi upp. En því má ekki gleyma að haustið er einnig ein fallegasta árstíðin með sína dásamlegu litasinfóníu; þangað til næsti stormur kemur og allt verður grátt á augabragði. Og notalegt myrkrið tekur við af löngum sumarnóttum með kósí kertaljósum og tilheyrandi. Hjá sumum er haustið uppáhaldsárstíðin þegar sú aldagamla hefð, eða eigum við að kalla það þörf, að safna til vetrarins lætur á sér kræla. Uppskeran er tekin úr matjurtagarðinum, berja- og sveppatínsla heltekur marga sem skoppa æstir á milli þúfna og lerkitrjáa. Mín reynsla er sú að ef ég staldra við á þessum tíma og skipulegg veturinn, safna í frystinn og geri nákvæma stundatöflu, líður mér miklu betur og veturinn verður allur smurðari. Eflaust eru þetta forn gen sem voru til staðar þegar við þurftum sannarlega að vera hugmyndarík og úrræðagóð til lifa af veturinn.

FÓLKIÐ

8

Í blaðinu er því miður engin skipulagsgrein en þar sem við leitum aftur inn á haustin og flestir hefja aftur vinnu, ákváðum við að koma með nokkrar hugmyndir að því hvernig við gætum undið ofan af okkur þegar við komum lúin heim úr vinnunni og notað skynfærin til hjálpar. Þannig má taka mjúklega á móti haustinu. Við lítum svo aðeins yfir sumarið sem leið og spjöllum við skálavörð í Breiðuvík, gistihúseiganda og steina- og beinasafnara. Við hugum einnig að fuglunum, sem ekki má gleyma yfir veturinn, og útbúum girnilegar matargjafir handa þeim. Tökum inn haustlitina í gegnum fallegan haustkrans, gerðan af Hlín blómakonu o.fl. o.fl. Við vinnslu þessa blaðs fór talsverður tími hjá mér í að skoða umhverfisvæna bíla, prufukeyra og svo skrifa grein sem ég myndi sjálf skilja. Það var sannarlega áskorun því að ég hef hingað til fyrst og fremst litið á bíla sem tæki til að koma mér á milli staða, en eftir þessa reynslu stefni ég svo sannarlega á það að eignast einn slíkan. Njótið haustsins.

MYND- OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR AÐSTOÐARRITSTJÓRI: DAGNÝ GÍSLADÓT TIR LJÓSMYNDIR: JÓN ÁRNASON, HELGA EINARSDÓT TIR, SVAVA BJARNADÓT TIR, KATRÍN ELVARSDÓT TIR, GUÐNI PÁLL SÆMUNDSSON MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓT TIR, LOT TA OLSSON TEXTI GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR, DAGNÝ GÍSLADÓT TIR, HELGA EINARSDÓT TIR, ÁSTA ANDRÉSDÓT TIR, HÓLMFRÍÐUR SVEINSDÓT TIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓT TIR, HARPA ÁRNADÓT TIR, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓT TIR, AUÐUR BJARNADÓT TIR, BERGLIND SIGMARSDÓT TIR, ÁRNI ÓLAFUR JÓNSSON, BRYNDÍS GEIRSDÓT TIR, ODDNÝ EIR ÆVARSDÓT TIR PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓT TIR OG GUÐRÚN B. KRISTJÁNSDÓT TIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐARVATN, 110 REYK JAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG www.ibodinatturunnar.is LAUSASÖLUVERÐ 1950 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN: ODDI, UMHVERFISVOT TUÐ PRENTSMIÐJA.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


VIÐ HÖFUM RÆKTAÐ

HUGANN Í 140 ÁR !

NÝ VERSLUN

LAUGAVEGI 77


HANDVERK

KERAMIKBOLLAR Að drekka kaffi úr vönduðu íslensku handverki gerir upplifunina og kaffið svo miklu betra. Þú heldur á bollanum og veist að í honum hvílir saga, sköpunarferli, tími, fegurðarskyn og mörg handtök. Ófullkominn en samt svo sjarmerandi. Keramik er í miklu uppáhaldi hjá okkur og því einstök ánægja að tína til nokkra ólíka bolla eftir íslenska keramiklistamenn og kynna mismunandi aðferðir, efni og innblástur. Umsjón DAGNÝ GÍSLADÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

BLÓM Blómabollar Auðar Ingu Ingvarsdóttur fylla mann fortíðarþrá um leið og þeir eru frumlegir og skera sig frá hefðbundnum keramikbollum. Með þeim tengir hún saman það gamla og nýja, með nútímalegu formi en munstri sem er innblásið af stelli ömmu hennar frá því í gamla daga. Að starfa við keramik hefur alltaf verið draumur Auðar sem rættist að fullu eftir að börnin voru uppkomin. Bollarnir sérstöku eru mótaðir í form en hver bolli er einstakur, með ólíku munstri sem er sett á með því að brenna filmu ofan í glerunginn. Fæst í Kaolin. Verð frá 4.500 kr. www.ainga.net

16

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

LEIR 7 Þessi stílhreini bolli er frá vinnustofunni Leir 7 sem sérhæfir sig í framleiðslu á nytjahlutum og listmunum með íslenskan leir sem aðalhráefni. Sigríður Erla Guðmundsdóttir stofnaði Leir 7 í Stykkishólmi með það að markmiði að nýta þekkingu sína á leir frá Fagradal á Skarðsströnd, en hún hefur í gegnum tíðina aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á þessum íslenska efniviði. Ásamt því að hafa notað leirinn í eigin verk hefur Sigríður unnið með og miðlað reynslu sinni til nemenda keramikdeilda MHÍ, Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólans í Reykjavík. Bollinn dökkbrúni er búinn til úr íslenska leirnum og frönsku postulíni. Fæst í Leir 7. Verð 4.000 kr. www.leir7.is

ELDRÓSIR

SPÉKOPPUR

Kristbjörg Guðmundsdóttir er þekktust fyrir sérstakan glerung sem einkennir flest hennar verk. Áferðin eða munstrið sem myndast eru kristallar sem vaxa í glerungnum í hita ofnsins, en hún kallar mynstrið sjálf eldrósir. Mynstrið líkist einna helst frostrósum eða jafnvel stjörnuþoku en breytist eftir sjónarhorninu. Bollarnir eru handrenndir í postulín, hvítir að utan en eldrósa mynstrið er inní bollanum sjálfum og eru til í ýmsum litum. Serían er enn í vinnslu og því er einungis hægt að nálgast bolla hjá Kristbjörgu sjálfri eins og er. www.kristbjorgceramics.wordpress.com

Guðrún Halldórsdóttir keramiker leggur áherslu á að hver bolli hafi sinn karakter og að hann fari vel í hendi. Þessi fallegi bolli er úr bollalínunni Spékoppar, sem fékk heitið vegna gripsins sem er í þeim. Hver bolli er handrenndur og ólíkur þeim á undan, svo að best er að máta þá í hendi og finna þann sem passar. Það er náttúran sem veitir Guðrúnu sífelldan innblástur í verk sín og henni tekst vel upp við að blanda saman jarðlitum sem gera bollana einstaklega fallega. Þeir eru oftast glerjaðir í rauðbrúnum, gulbrúnum og grænum tónum, þeim jarðlitum sem tala til Guðrúnar hverju sinni. Fæst í Aurum og Kaolin. Verð frá 3.500 kr. www.gudrunart.com


MOSI Kolbrúnu Kjarval þarf vart að kynna en hún hefur verið í keramik í yfir 45 ár og hefur kennt leirlist hérlendis og erlendis í tugi ára. Hún býr til einstaka hluti á vinnustofu sinni á Akranesi en við féllum fyrir þessum handrennda mosagræna bolla. Leirinn er hennar listform og þegar bolli verður til byrjar hún á því að rissa hann upp á blað, vigtar leirinn og hnoðar. Í framhaldinu rennir hún hvern bolla, mótar hanka og setur á. Síðan er hann hábrenndur og glerjaður og svo brenndur aftur. Kolbrún fær innblástur úr öllum áttum en fuglar eiga sérstakan stað í hjarta hennar. Fæst í Kaolin. Verð 5.000 kr. www.kkjarval.is

SKAFL Að búa í sveit hefur gefið Þórdísi Baldursdóttur óteljandi upplifanir úr íslenskri náttúru. Þennan bolla kallar listakonan Skafl og kemur innblásturinn frá því þegar óhreinindi setjast í snjóinn á veturna og mynda óljósar línur og flekki. Bollinn er steyptur í tvennu lagi úr postulínsmassa og svo er vandaverk að tengja bollann við hankann á fallegan hátt. Hún býr til glerung frá grunni og notar einungis náttúruleg efni, oftast kopar. Formið á sjálfum bollanum er fallegt en um leið praktískt og fer vel í hendi. Hann er þægilegur og þannig gerður að allir geti haldið á honum; ungar hendur, eldri hendur, stórar og smáar. Fæst í Kraum og Kaolin. Verð frá 5.200 kr.

HLJÓMFALL

VELTA

Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir er keramiker búsett á Ólafsfirði þar sem hún heldur úti keramik verkstæði. Hún leitast við að ná fram hljómfalli náttúrunnar í lit, áferð og jafnvel formi í verkum sínum. Hólmfríður er næm fyrir innblæstri og sér alls staðar eitthvað sem vekur áhuga hennar í umhverfinu, bæði meðvitað og ómeðvitað. Í þessari dökku krús rennir hún saman tvær tegundir, postulín og svartan leir. Hún notar svo litaðan glerung og þannig nær hún fram einstakri litasinfóníu sem auðvelt er að heillast af. Fæst í Kaolin, 18 Rauðar rósit og á verkstæði Hólmfríðar. Verð 4.500 kr. FACEBOOK: Hofy-art gallery

Myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Inga Elín á heiðurinn af þessum fallega bolla. Hann er handrenndur úr postulíni, brenndur og svo handmálaður. Hver bolli í seríunni, sem kölluð er Veltibollar, er einstök smíð. Þeir eru ólíkir í útliti en fara allir einstaklega vel í hendi vegna formsins og detta ekki ef rekist er í þá, heldur velta. Inga Elín vinnur með margs konar efni í verkum sínum og fær innblástur frá íslenskri náttúru. Hún býr bæði til nytjahluti og skúlptúra og hefur meðal annars búið til verðlaunagripi fyrir íslensku tónlistarverðlaunin. Fæst í Kraum, Epal og Gallerí List. Verð frá 5.800 kr. www.ingaelin.com

www.iceceramic.is Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

17


HANDVERK

HAUSTKRANS Á haustin eru litasamsetningar náttúrunnar betri en nokkurt manngert málverk. Þetta er svo sannarlega árstíminn til að nýta náttúruna til skreytinga á heimilinu. INNIHALD Hálmkrans Beitilyng Bláberjalyng Laufblöð Elrireklar Roma-nálar Vír Það er bæði afslappandi og skapandi verkefni að búa til skreytingar eftir eigin höfði. Fáðu þér göngutúr, líttu í kringum þig og skoðaðu hvað náttúran býður þér upp á. Taktu með þér klippur og körfu og safnaðu því saman sem grípur augað. Mundu þó að rífa ekki plöntur upp heldur klippa svo að það sjáist ekki á náttúrunni. Við fengum Hlín Eyrúnu Sveinsdóttur blómaskreyti til þess að sýna okkur hvernig hún býr til haustkrans úr skrúðgarði náttúrunnar. „Ég nota náttúruna til skreytinga allt árið um kring. Það er mismunandi hvenær best er að taka upp hvaða jurt og núna er seinasti séns fyrir sumar þeirra eins og bláberjalyngið, það hrynur af því ef það er tínt mikið seinna. Lyngið er orðið niðurrignt og upplitað núna, en laufin eru æðisleg og best er að tína þau sem hafa fallið til jarðar. Ég nota alltaf ferskt efni í skreytingar sem svo þorna með tímanum og því mikilvægt að vefja jurtirnar þétt á kransinn. Það er ómögulegt að vinna með þurrkaðar jurtir í skreytingar, þær brotna bara og það hrynur af þeim. Í þennan krans nota ég beitilyng, bláberjalyng og elrirekla sem ég vef á hálmkrans og festi með vír og roma-nálum til skiptis. Hvort sem maður er að vinna kransa, vendi eða skreytingar þá er þetta helsta efnið sem ég nota á þessum árstíma. Ég vanda mig við að skipta á milli tegunda þegar ég festi efniviðinn á þannig að skilin verði ekki skörp í kransinum heldur blandist vel saman í fallegt flæði. Kransarnir eru tilvaldir til að hengja á hurðir, veggi, úti og inni, en einnig á bakka með kerti í miðjunni. Þeir endast lengi innandyra, alveg í nokkur ár, en ef þú hengir þá úti endast þeir fram að páskum.“

Umsjón DAGNÝ GÍSLADÓTTIR / HLÍN EYRÚN SVEINSDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

20

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

21


DEKRAÐ VIÐ

skynfærin

Þegar komið er heim eftir langa og erfiða vinnudaga getur stress auðveldlega loðað við okkur. Haustið er vel til þess fallið að búa til nýjar og góðar venjur og ein þeirra gæti verið að huga að því hvernig við komum heim og hvernig við náum okkur niður og nýtum stundirnar heima til að endurnæra líkama og sál. TEXTI DAGNÝ GÍSLADÓTTIR


BRAGÐ skyn Eftir langa vinnudaga er gott að hjúfra sig í mjúkum sófanum með volgan drykk í hendi. Hvort sem það er róandi kamillute eða flóuð mjólk með hunangi sem verður fyrir valinu, er tilvalið að velja sér drykk með slakandi eiginleika og vanda sig við að njóta hvers sopa. Ef þú leyfir því að gerast, getur drykkurinn fært þig í núið með því einu að færa fókusinn á bragðið og veita því athygli á meðan þú drekkur. Njóttu þess að eiga stund fyrir þig og ekki spillir að hafa rólega tónlist með!

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

25


LYKTAR skyn Ilmur getur fært okkur á milli staða á augnabliki, hraðar en nokkuð annað. Lyktarskynið sér til þess að vekja bæði minningar og fjölbreyttan tilfinningaskalann. Á haustin, þegar ilmur náttúrunnar verður fábreyttari og við leitum meira inn, er ráð að skapa góða ilmstemningu heima við. Ilmur í formi reykelsis, krydds, ilmkerta, olíu og jurta getur bætt andlega líðan og er frábært hjálpartæki við að færa hugann úr vinnunni og heim. Að skapa svo sínar eigin hefðir, eins og að kveikja á ákveðnu reykelsi um leið og heim er komið eða að fara reglulega í bað með uppáhalds ilmolíunni, býr til heimili með einstökum ilmi.

26

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


SNERTI skyn Þegar komið er heim, inn úr kulda og myrkri er fátt betra en að skipta rakleiðis í mjúk og þægileg inniföt og smeygja sér í notalega inniskó. Á haustin á maður að taka fram teppin enda fátt notalegra en að vefja sig inn í hlýtt vaðmál og umkringja sig púðum, mjúkri áferð og taka sér jafnvel góða bók í hönd. Að skapa hlýleika heima við má einnig gera með fallegum mottum og teppum sem geta gert haustið og veturinn mun notalegri viðkomu.


„Þegar ég fluttist hingað fékk ég ekki sérlega góðar móttökur en það hefur allt breyst, ekki síst vegna þess að í fyrra var safnið mitt kosið vinsælasti staðurinn á Djúpavogi.“

30

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Safnarinn

VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Texti ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR Myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

Hann titlar sig safnara í símaskránni og er vel að þeim titli kominn. Frægð Vilmundar Þorgrímssonar nær langt út fyrir landsteinana fyrir einstakt safn hans í fjöruborðinu á Djúpavogi þar sem gefur að líta ýmsa dýrgripi úr íslenskri náttúru. „Ég kalla safnið mitt stundum áróðursmaskínuna. Ég er mikill umhverfissinni og þessi starfsemi er öll helguð þeirri baráttu,“ segir Vilmundur Þorgrímsson um safn sitt og verslun sem hann hefur starfrækt undanfarin ár við sjávarsíðuna á Djúpavogi. Á ári hverju koma þangað þúsundir gesta frá öllum heimshornum og er þeim heilsað af tveimur tilkomumiklum hvala beinagrindum sem gefa tóninn fyrir það sem bíður gestsins. „Allt sem er í garðinum stendur fyrir menningu Íslands. Beinagrindurnar tákna drekana tvo sem halda jarðarkringlunni saman eins og kemur fram í goðsögn inni,“ útskýrir hann. „Utandyra er ég líka með ýmsa gripi úr steini. Ég rek hér báta sögu Íslands í þúsund ár, það er að segja seglskipa-, árabáta- og vélbátaöldina. Hér er líka

íslenska huldu fólkið, meitlað í stein. Með þeim er ég líka að heiðra húsfreyjurnar sem gættu bús og barna á meðan karlarnir sóttu sjóinn.“ Vilmundur starfrækir enn fremur þrjár sýningar í útihúsum. Í einu þeirra er að finna handverk hans – afrakstur síðustu 50 ára – aðallega unnið úr horni, tré og beinum. Það næsta geymir trégripi sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, stóra jafnt sem smáa. Í því þriðja hefur Vilmundur til sýnis allar þær kristallategundir sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru; dýrmæta og ósnortna steina. Þar á meðal eru geislasteinar (zeolítar) frá hinu friðlýsta Teigarhorni. ÁLFAR OG ÆVAFORN BEIN Beinagrindurnar í garðinum eru af smáhvelum sem Vilmundi áskotnuðust frá Þjóðverja nokkrum sem hann á í samstarfi við. „Svo rekur eitt og eitt hvalbein á fjörurnar. Þau nota ég í skúlptúrana mína sem flestir eru seldir úr landi til safnara. Alla jafna er slíkt ekki leyfilegt en ég hef sérstakt leyfi frá yfirvöldum,“ tekur hann fram. „Einnig finnast hnúfubaksskíði á fjöru af og til og úr þeim sker ég fígúrur og sýni hér á safninu. Mér finnst gott að vinna í beinunum hér úti í garðinum á sumrin þegar veður er gott; nú þegar ég er orðinn Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

31


„Þar sem við gengum í þykkri þoku og höfðum aðeins villst af leið, birtist skyndilega stór hreindýrahjörð fyrir framan nefin á okkur og við horfðumst í augu við tarfinn sem leiddi hjörðina.“

34

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Hólmfríður ásamt Hrafnkatli fyrir utan skálann Í Breiðuvík sem oft hverfur í þokuna.

Á fjöllum er

ENGINN LEIÐINLEGUR

Texti HÓLMFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR Myndir EINKASAFN og G.G.

„Breiðavík, Breiðavík. Klyppstaðir kalla.“ „Breiðavík, Breiðavík. Fjarðarborg kallar.“ Ég tek viðbragð, stekk að talstöðinni og svara kallinu. Enda eru talstöðvar í einkennilegu uppáhaldi. Talstöðvarnar eru þó síður en svo það sem er mest heillandi við starf skálavarða. Það fær mig að minnsta kosti enginn til að viðurkenna það … Ég hef verið skálavörður austur í Breiðuvík í þrjú sumur, viku í senn ásamt Hrafnkatli manninum mínum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur þrjá stóra og góða skála á svokölluðum Víknaslóðum, þ.e. í Loðmundarfirði, Húsavík og Breiðuvík. Skálaverðir eru í öllum skálunum, hver í eina viku í senn. Þetta er fyrirkomulag sem byggist á samstarfi og sjálfboðavinnu þar sem allir græða. SKEMMTILEGT STARF Skálavarðarstarfið er eitt það skemmtilegasta sem við höfum komist í. Um er að ræða sjálf boðastarf og ásóknin í það fer sífellt vaxandi. Við getum þakkað vinahjónum okkar að við sóttum um í fyrsta skipti, en þau höfðu dvalið þar með sína

fjölskyldu og mæltu með því við okkur. Síðan höfum við helst viljað vera þarna á hverju sumri. Skálaverðir hafa sinn eigin skála með svefn- og eldunaraðstöðu. Starfið felst meðal annars í að tryggja að greitt sé fyrir þá þjónustu sem í boði er, flagga, leiðsegja gestum, sjá til að vel sé gengið um og að vera við talstöðina í kringum kvöldmat. LAUS VIÐ NÚTÍMASAMSKIPTATÆKNI Breiðavík er laus við nútímasamskiptatækni eins og síma, farsíma og netsamband. Í staðinn kemur talstöðin sterk inn og er einhverra hluta vegna í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski vegna þess að hún vekur upp skemmtilega sveitasíma-nostalgíu. Fyrir utan að veita mér sérstaka ánægju er talstöðin mikið öryggistæki ef eitthvað kemur upp á. Skálaverðir nota hana líka til að láta vita af ferðum göngufólks sem er á leið milli skála, einkum ef veðrið er ekki gott. Þá kalla stundum hreindýraveiðimenn í skálaverði og spyrja hvort hreindýra hafi orðið vart.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

35


Fiðrilda tré

40

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Janúar tré Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

41


„Þegar ég var að bera allt timbrið út úr gámnum velti ég því fyrir mér hvað ég væri eiginlega búinn að koma mér út í.“

44

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


101 HVALFJÖRÐUR L ¼ UhaXa dcP] Q^aVX]P

Texti SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Með teikningu í höndunum, fullan gám af byggingarefni og enga reynslu af smíðavinnu tókst Einari Tönsberg tónlistarmanni ásamt Rakel McMahon myndlistarkonu að reisa sér hús í Hvalfirði. Þau hafa búið sér fallegt heimili og njóta þess að búa í nálægð við náttúruna, fjarri skarkala borgarinnar. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

45


ÚTTEKT

Umsjón GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

GRÆNT ALLA LEIÐ VISTVÆNIR BÍLAR Á ÍSLANDI

HREINIR ÍSLENSKIR ORKUGJAFAR

RAFMAGN

HYBRID

METAN

Með íslenska orku á bílnum verðum umhverfið hreinna og buddan léttari!

Orkugjafi: rafhlaða

Orkugjafi: bensín og rafhlaða

Orkugjafi: metangas og bensín

ÍBN 2014 SAMANBURÐUR – RAFMAGN | HYBRID | METAN RAFBÍLAR Á ÍSLANDI Hleðslutími

Tegund

Verð (milljón) Kr á 1 km

Tesla Model S

10.5-14.3

3 kr.

370-500 km. 3-8 klst. Heimahl.stöð

Volkswagen e-Golf

4.8

2-3 kr.

190 km.

Nissan Leaf

3.9- 5.0

Mitsubishi i-MiEV

3.9

Renault Zoe

3.5-4.0

2-3 kr.

130-160 km. 1 klst. Heimahl.stöð

Volkswagen e-up!

3.7

1.5-2 kr.

160 km.

Drægni

6 klst. Heimahl.stöð 30 mín. Hraðhl.stöð v. Heklu

2-3 kr.

160 km.

4 klst. Heimahl.stöð 30 mín. Hraðhl.stöð on

1.5-2 kr.

130 km.

6 klst. Heimahl.stöð 30 mín. Hraðhl.stöð on

6 klst. Heimahl.stöð 30 mín. Hraðhl.stöð við Heklu Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

55


HYBRID PLUG-IN BÍLAR Á ÍSLANDI Tegund

Verð (milljón) Kr á 1 km

Porshe Cayenne

13

Chevrolet Volt

6.8– 7

4-8 kr. 3-10 kr.

Drægni

Hleðslutími

1.000 km.

2.5-3.5 klst. Heimahl.stöð

35 km. á rafm.

hægt að taka með út á land.

500 km.

4 klst. Heimahl.stöð

60 km. á rafm.

Mitsubishi 6.7 Outlander PHEV

3-11 kr.

Toyota Prius

3-6 kr.

5.7

860 km.

5 klst. Heimilistengill

50 km á rafm.

30 mín. Hraðhl.stöð ON.

1200 km.

1.5 klst. Heimahl.stöð

25 km á rafm.

METAN BÍLAR Á ÍSLANDI Tegund

Verð (milljón) Kr á 1 km

Mercedes Benz 4.9 Class B

7 kr.

volkswagen passat

9 kr.

4.7

Drægni

Hleðslutími

1.000 km.

nokkrar mínútur á bensín/metan stöð

35 km. á rafm.

880 km. 450 km á metan

Nokkrar ínútur á bensín/metan stöð

VERÐ Á MEÐALSTÓRUM BÍL + ÁRLEGUR REKSTRARKOSTNAÐUR Sjá reiknivél www.orkusetur.is

MILLJÓN

Bensín Skoda Octavia

8

metan VW passad 7

Hybrid Toyota Prius

6

rafmagn Nissan leaf

5

4 1

56

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

5

10 ár


FLÓRAN GÓÐ MELTING – BETRI HEILSA

62

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Hippokrates, oftast nefndur faðir læknisfræðinnar, hafði þau orð uppi fyrir 2.500 árum að allir sjúkdómar ættu upptök sín í meltingarveginum. Í dag eru margir vísindamenn og læknar sammála þessu og telja að lækningar sem miða að því að bæta þarmaflóruna verði næsta byltingin innan læknisfræðinnar. Í hópi þeirra er Helgi Valdimarsson ónæmislæknir en hann hefur hjálpað hundruðum ef ekki þúsundum Íslendinga að ná betri heilsu með því að snúa á óvinveittu bakteríurnar í meltingarveginum. Texti GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR

Það er í sjálfu sér mjög flókið að útskýra meltingarflóruna, svo víðtæk er hún. En ágætt er að ímynda sér hana sem samfélag baktería sem vinnur að sameigin legu markmiði um að viðhalda sér og starfsemi sinni. Þannig skilar hún heilbrigðum einstak lingi og tryggir eðlilega upptöku næringarefna og útskilun úrgangsefna. Ef röskun verður á þessu ferli getur það leitt til marg víslegra sjúkdóma, sérstak lega ef hún varir í lengri tíma. Fyrir þessari röskun geta verið mjög margar ástæður. Þær helstu eru taldar liggja í lélegu mataræði, óhóflegri notkun sýkla lyfja, notkun bólgueyðandi lyfja, ýmsum sýkingum eins og t.d. matareitrun, sveppagróðri í híbýlum og áfengisdrykkju. En það sem er nú að festast í sessi innan vísindanna er að streita hafi gífurleg áhrif á meltingarflóruna og geti auðveldlega raskað henni. Það kannast eflaust margir við það hvernig and leg líðan getur haft áhrif á það hvort við fáum niðurgang eða hægðatregðu, sem eru sannarlega dæmi um röskun á meltingarflórunni. BAKTERÍURNAR TÍFALT FLEIRI Í líkama okkar er um 100 trilljónir baktería – sem sagt tífalt fleiri en frumur líkamans – og tegundirnar eru taldar vera í kringum eitt þúsund. Sumir vilja meina að það hafi hrein lega verið læknisfræði nútímans ofviða að fást við ör veruflóru líkamans, svo ógnarflókin sem hún er. Því hafi verið auðveldara að horfa að mestu fram hjá henni. Að vísu hafa margir íslenskir læknar byggt á „innsæinu“ og mælt með inntöku góðra meltingargerla (öðru nafni acidophilus eða probiotics) t.d. með fram sýkla lyfjainntöku og sífellt fleiri læknar bætast í

þann hóp. Benda má á vel sótta ráðstefnu sem haldin var í vor undir heitinu Flott flóra – leiðin til að tóra. Þar var fjallað um bakteríuflóruna í meltingar veginum og hvernig hún er samofin heilsu okkar. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni voru þeir Michael Clausen, barna læknir og sérfræðingur í ónæmisjúkdómum barna, og Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyf lækningum og meltingarsjúkdómum. Báðir fluttu þeir merkilegar fréttir um tengsl meltingarflórunnar og ýmissa sjúkdóma. Vangaveltur voru m.a. uppi um hvort of mikil hreinlætisárátta, óvönduð fæða og gerilsneyðing væri að koma í bakið á okkur. Jafnframt greindi Sigurjón frá þeim merku tíðindum að hann hefði tvisvar „grætt“ nýja meltingarflóru í mjög veika einstaklinga hér á landi með hægðum, og náðu þeir einstaklingar góðum bata. Annar einstaklingurinn var með blóðugan niðurgang og skelfilegar bólgur. Þegar svona aðgerð er framkvæmd er talað um að leiðrétta þarma flóruna og fer slíkum aðgerðum fjölgandi í heiminum. Í Svíþjóð er t.d. til sérstakur hægðabanki þar sem hægðir eru fengnar í slíkar aðgerðir. NOTAR INNSÆIÐ Helgi Valdimarsson, sérfræðingur í ónæmisfræðum og frumkvöðull í flórubætandi lækningum, hefur í yfir fjörutíu ár aðstoðað fólk með ýmis óþægindi og sjúkdóma vegna slæmrar bakteríusamsetningar og sveppa sýkingar í meltingar veginum. Í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur á ÍNN fyrir hálfu öðru ári greindi Helgi frá reynslu sinni. Sagði hann meðal annars frá því að hann hefði að mestu þurft að byggja á inn-

sæinu þegar kom að því að meðhöndla skjólstæðinga sína því að engar stórar, svokallaðar tvíblindar vísinda legar rannsóknir, sem læknisfræðin byggði á, væri að finna í þessum efnum. Það er skemmst frá því að segja að reynsla Helga er sú að hann hefur séð miklar breytingar og bata hjá einstak lingum sem hafa bætt bakteríusamsetninguna í meltingar veginum með því einu að að bæta almennt mataræði sitt; sleppa sykri, hvítu hveiti, hvítum hrísgrjónum, mjólkur mat og losað sig þannig undan áþján sveppa- og bakteríusýkinga. Þannig hefur hann ekki eingöngu séð fólk ná bata vegna meltingar- og gigtarsjúkdóma, heldur líka síþreytu, bakflæðis, bólgu- og ofnæmissjúkdóma, athyglisbrests og jafnvel geðsjúkdóma. Helgi er þeirrar skoðunar, eins og svo margir, að geysilega spennandi tímar séu fram undan í flórubætandi lækningum og er í hópi þeirra sem spá því að þar liggi næsta bylting innan læknisfræðinnar. HÆGT AÐ MEÐHÖNDLA 170 SJÚKDÓMA Almennt er hagstæðasta bakteríuhlutfallið fyrir líkamann talið vera: 85% góðgerlar og 15% óvinveittir. Það er líka merkilegt frá því að segja að eina svæðið í líkamanum sem búið er að skilgreina með tilliti til bakteruflóru líkamans eru leggöng kvenna. Þar hefur verið sett fram að æskilegt sé að hlutfallið sé 90% góðgerlar. Fari þeir undir 60% má búast við að upp komi sveppa- og bakteríusýkingar í leggöngunum með tilheyrandi óþægindum. Að sama skapi ætti heilbrigð skynsemi að segja okkur að þannig ætti meltingar vegurinn einnig að vera skilgreindur, það er að segja með sama Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

63


JÓGASTÖÐURNAR

Ç [TXc P YPU]e¥VX

Jógastöðurnar (asanas á sanskrít) voru upprunalega fundnar upp af jógum til að koma jafnvægi á líkama og sál sem gerði þeim svo auðveldara fyrir að sitja löngum stundum í hugleiðslu. Upphaflega gerðu jógarnir æfingarnar úti í guðsgrænni náttúrunni, hermdu eftir dýrum og lærðu af þeim. Þegar dýrin veikjast fara þau ósjálfrátt í stöður sem örva veik líffæri og ná þannig oft að heila sig sjálf. Þannig virka jógastöðurnar líka á okkur. Áhrif jóga eru nánast óteljandi. Það er ekki bara örvandi fyrir súrefnis- og blóðfæði í öllu líffærakerfinu, liðkar liði og vöðva, heldur stuðlar það einnig að andlegu og líkamlegu jafnvægi. Orðið jóga þýðir í raun tenging eða sameining og er öndunin notuð sem tól til að tengja huga og líkama. Með því að huga að önduninni hægjum við á skvaldri hugans, styrkjum tenginguna við líkamann og náum að vera hér og nú. Texti AUÐUR BJARNADÓTTIR

TRÉ – Styrkur og einbeiting ÁHRIF Eins og margar jógastöður er tréð frábær staða fyrir bæði líkama og huga. Tréð er jarðtengjandi og bætir í senn innra og ytra jafnvægið. Staðan styrkir læri, kálfa, ökkla og hrygginn. Teygir á nára og innanlærum og opnar bringu og axlir. Kyrrlát augu styrkja jafnvægi og einbeitingu. Dásamlegt er að gera tréð úti í náttúrunni; ef ekki þá geturðu ímyndað þér að þú sért úti í fallegu umhverfi, tengd/ur við himin og jörð.

Hægt er að fá nánari útskýringu á því hvernig best er að fara í stöðurnar á vefsíðunni ibodinatturunnar.is Þar eru einnig fleiri greinar um ólíkar jógarútínur, eins og jóga fyrir svefninn, jóga á morgnana og jóga í vinnunni.

68

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

SLANGAN

BOGINN

– Orkugefandi

– Örvar kynhvötina

ÁHRIF Slangan bæði styrkir og liðkar allan hrygginn. Styrkir einnig kviðvöðva og örvar æxlunarfærin. Opnar bringu, háls og axlir. Slangan eykur blóðflæði og örvar nýrnaflæði og hjálpar því að losa um stress og þreytu. Slangan er góð við astmaeinkennum, en ber þó ekki að gera í astmakasti. Slangan er orkugefandi jógastaða en ber að varast á meðgöngu.

ÁHRIF Boginn styrkir bak og liðkar hrygginn. Styrkir einnig kviðvöðva og örvar æxlunarfærin. Hún er mjög góð fyrir meltingu og losar um fyrirtíðaspennu. Opnar bringu, háls og axlir og tónar vöðvana í fótleggjum og handleggjum. Boginn er krefjandi jógastaða fyrir flesta en gefur dásamleg áhrif þegar við opnum fyrir orkuflæði í hryggnum. Svo er ekki verra að hafa kitlandi kát nýru! ATH! Til að fara í fettur þarf líkaminn að hafa sterka miðju og góða magavöðva.


„Þegar við stundum jóga er mikilvægt að hlusta vel á sinn eigin líkama því hann er besti kennarinn.“

ÞRÍHYRNINGUR

HUNDURINN

– Losar spennta vöðva

– Bætir meltinguna

ÁHRIF Eins og margar standandi jógastöður styrkir þríhyrningurinn bæði bak og fótleggi, getur losað um kryppu í efra baki og losað um spennta settaug. Staðan opnar mjaðmir, nára, læri, kálfa, axlir og hrygginn. Styrkir hné og ökkla og getur létt á ilsigi. Staðan örvar einnig meltingu, flæði í nýrum og getur jafnvel losað um sýru í líkamanum (gert hann basískari). Staðan hjálpar einnig við streitu og kvíða. Að teygja og opna líkamann styrkir líka kjarkinn til að takast óhrædd á við lífið.

ÁHRIF Hundurinn er ein mikilvægasta staðan í

jóga. Hún teygir ekki bara á kálfum, iljum, öxlum og handleggjum, heldur bætir hún meltinguna, eykur blóðflæði til heilans og styrkir taugakerfið. Þannig losum við um stress og þunga og svefninn batnar. Mjög góð til að róa hugann og fá betri einbeitingu. Sérstaklega er mælt með henni á breytingaskeiði.

HERÐASTAÐAN

HUGLEIÐSLUSTAÐA

– Fyrir skjaldkirtil og hormóna

– Lækkar blóðþrýsting

ÁHRIF Herðastaðan styrkir og liðkar hrygginn. Opnar

ÁHRIF Staðan styrkir bakið og liðkar mjaðmir. Gott er að loka jógaæfingunni á hugleiðslu. Æ fleiri rannsóknir sýna fram á góð áhrif reglulegrar hugleiðslu: Hugurinn er friðsælli, betri einbeiting, betri svefn, minni kvíði, betra tilfinningajafnvægi, lækkar jafnvel blóðþrýsting, styrkir ónæmiskerfið og áfram mætti telja. Ef okkur finnst við ekki koma hugleiðslunni fyrir í flókinni dagskránni er bara að aga sig, vakna aðeins fyrr – eða hugleiða hjá börnunum þegar þau eru að sofna!

vel axlir og efra bak. Staðan er mjög góð fyrir skjaldkirtil og hormónakerfið, enda mælt með að konur geri herðastöðuna daglega. Mjög góð fyrir meltingu eins og allar „öfugar“ jógastöður. Opnar bringu, háls og axlir og veitir dásamleg áhrif þegar við opnum fyrir orkuflæði í hryggnum. Að snúa líkamanum við er mjög öflugt fyrir heilsuna, örvar flæði upp til heila, endurnýjar orkuna og róar hugann.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

69


70

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


INNIHALD 2 msk. ólífuolía 6 hvítlauksgeirar 6-10 basilíkublöð 1 1/2 tsk. oregano 16-20 ferskir tómatar (4x400 g dósir niðursoðnir) 2 msk. agavesíróp (má sleppa) sjávarsalt svartur pipar

AÐFERÐ 1. Byrjið á að hita olíuna í stórum potti á vægum hita. 2. Bætið hvítlauknum út í og látið malla í um 5 mínútur (á lágum hita). Hrærið aðeins í þessu á meðan og passið hitann svo að hvítlaukurinn brenni ekki. 3. Bætið þá þremur basilíkulaufum út í og hrærið aðeins saman í 1/2 mínútu. 4. Bætið þá tómötunum, sem búið er að taka hýðið af (eða fjórum 400 g dósum) og hinum basilíkulaufunum saman við og hækkið hitann þar til suðan kemur upp. Lækkið þá aftur svo rétt malli í pottinum. 5. Bætið sjávarsalti, oregano og nýmöluðum pipar saman við og látið malla í um 45 mínútur án þess að hafa lok á pottinum; þannig gufar mesti vökvinn upp. Hrærið í þessu af og til og maukið aðeins tómatana með sleifinni. 6. Þegar þetta hefur mallað í um 45 mínútur ætti sósan að vera orðin nokkuð þykk. Bætið agavesírópinu við og hrærið vel saman. Ef nota á sósuna strax er gott að láta hana kólna aðeins í skál og mauka síðan í matvinnsluvél eða með blandara eða töfrasprota. Svo er gott að hella sósunni á flöskur með trekt og geyma í kæli. Þessi uppskrift er um það bil einn lítri og dugar á rúmar tvær flöskur. Uppskrift úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

71


Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR

Rósa Guðbjartsdóttir er ritstjóri hjá Bókafélaginu, matreiðslubókahöfundur og formaður bæjar- og fræðsluráðs í Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar hafa undanfarin tuttugu ár búið í sjarmerandi gömlu húsi í miðbæ Hafnarfjarðar og una sér þar vel. Hún segir það vera höfnina, gömlu byggðina, góða bæjarbraginn og hraunið allt umlykjandi sem geri Hafnarfjörð að einstökum stað til að búa á og heimsækja. HELLISGERÐI Lystigarður Hafnfirðinga, Hellisgerði, á sér langa og merka sögu til tæplega hundrað ára. Garðurinn er sannkallaður sælureitur í hjarta bæjarins þangað sem alltaf er ljúft að koma, jafnt að sumri sem vetri, og njóta einstakrar náttúru í félagsskap álfa og huldufólks. Blóma- og trjárækt hefur verið stunduð þar í gegnum árin og má með sanni segja að við heimsókn í garðinn hafi kviknað áhugi meðal margra Hafnfirðinga á að rækta og gróðursetja við heimili sín. Í litlu, gömlu húsi sem staðsett er í garðinum, Oddrúnarbæ, er starfrækt miðstöð Álfagarðsins í Hellisgerði og á sumrin er þar hægt að gæða sér á huldufólkskaffi, álfatei og lífrænu góðgæti. LÆKURINN OG HAMARINN Hamarskotshamarinn við Hamarskotslækinn er í margra hugum eitt helsta kennileiti Hafnarfjarðar og setur mikinn svip á bæinn. Hamarinn er tignarlegur, þótt hávaxin grenitré skyggi orðið nokkuð á hann, og er vinsælt að ganga upp á hann og dást að útsýninu þaðan. Hamarinn er friðlýstur sem náttúruvætti en á honum eru jökulminjar. Honum tengjast líka sögur um álfa og huldufólk enda Hamarinn sagður höll álfanna og að í honum búi meðal annarra álfar af konungakyni.

78

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

HAFNARBORG Menningar- og listamiðstöðina Hafnarborg ættu allir fagurkerar og listunnendur að heimsækja. Hafnarborg er í einu fallegasta húsi bæjarins og er þar margt að finna til að njóta. Sýningar á safninu eru ólíkar og fjölbreyttar en tónleikahald er líka fastur liður í dagskránni. Ég mæli sérstaklega með hádegistónleikum sem haldnir eru reglulega og er þá heimsókn í veitingahús staðarins, Gló, punkturinn yfir i-ið. Þar er jafnan á boðstólum hollur matur, afbragðsgott kaffi og hrákökur sem enginn toppar. Í Hafnarborg er einnig rekin safnverslun í samstarfi við hönnunargalleríið Spark og eru þar seldar vörur eftir ýmsa þekkta hönnuði. KAILASH Það er ómögulegt að gera upp á milli allra fallegu verslananna í miðbæ Hafnarfjarðar. Margar hönnunarbúðir eru starfræktar við Strandgötuna, þar sem fatnaður, skartgripir og skrautmunir eru í öndvegi. En það er ein verslun sem má segja að sé dálítið falinn demantur í miðbænum, það er Kailash. Verslunin sérhæfir sig í vörum frá Nepal og Tíbet og fást þar meðal annars búddastyttur, skartgripir, fatnaður, ullarteppi, talnabönd og reykelsi. Það er upplifun að koma þarna inn og fara í nokkurs konar „andlegt ferðalag“. Á góðum degi er svo aldrei að vita nema eigendurnir færi sig út á götu og að spiluð sé lifandi tónlist fyrir gesti og gangandi.

SÚFISTINN Kaffihúsum fjölgar ár frá ári í miðbæ Hafnarfjarðar en eitt þeirra, Súfistinn, hefur fest sig rækilega í sessi og er fyrir löngu orðið miðpunktur í bæjarlífinu. Fastagestir setja svip sinn á staðinn á öllum tímum dags, jafnt einstaklingar sem hópar. Þar er hægt að ganga að góðu kaffi og meðlæti vísu, allt frá hnallþórum til léttra salatmáltíða. Á sumrin skapast lífleg stemning fyrir utan Súfistann þar sem er sólríkt og gott skjól. BYGGÐASAFNIÐ Byggðasafn Hafnarfjarðar er ljósmyndaog minjasafn bæjarins en því tilheyra nokkur hús og jafnan eru nokkrar sýningar í gangi í einu. Þar ber hæst Pakkhúsið en í því er að staðaldri sýning um sögu Hafnarfjarðar, leikfangasýning og þemasýning. Sívertsenhúsið er við hlið þess og er elsta hús bæjarins. Það var byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertssyni athafnamanni sem hafði viðurnefnið ,,faðir Hafnarfjarðar“. Á bak við þessi tvö sögufrægu hús er Beggubúð en það er gömul verslun sem nú hefur verið komið fyrir sem verslunarminjasafni á torgi fyrir aftan safnið sjálft og Siggubær á Kirkjuvegi gefur fólki tækifæri til að kynnast því hvernig alþýðufólk bjó á fyrri hluta síðustu aldar. Á strandstígnum með fram höfn bæjarins er Byggðasafnið með sýningaraðstöðu og þar eru sýndar gamlar og einstakar myndir úr bæjarlífinu á árum áður.


BÆJARBÍÓ Þetta fallega hús var reist fyrir um 70 árum um leið og ráðhús bæjarins en sýningar hófust í bíóinu í ársbyrjun 1945. Á undanförnum árum hefur Kvikmyndasafn Íslands séð um rekstur hússins en nýlega tók sjálfstætt starfandi Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar við umsjón þess. Markmiðið með því var að fjölga menningarviðburðum og gefa almenningi fleiri tækifæri til að njóta lista og menningar í húsinu, jafnt bíósýninga, tónleika sem og annarra viðburða. Í forsal kvikmyndahússins er vegglistaverk sem listamennirnir Atli Már og Ásgeir Júlíusson máluðu í sameiningu þegar húsið var tekið í notkun. PALLETT – KAFFIKOMPANÍ Besta kaffið í bænum er mögulega að finna í Pallett – kaffikompaníi sem var opnað árið 2012 á Norðurbakkanum við miðbæ Hafnarfjarðar. Enda er mikil alúð lögð í gerð hvers einasta kaffibolla og persónuleg og skemmtileg þjónusta. Eigandinn sjálfur er jafnan til þjónustu reiðubúinn en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna og hefur keppt á heimsmeistaramótum í greininni. Það að hann er kaffinörd, eins og hann orðar það sjálfur, skilar sér alla leið til viðskiptavinarins. Umhverfið og innréttingar staðarins eru hráar og smekklegar. Mikið er lagt upp úr endurnýtingu húsgagna og húsbúnaðar og pallettur setja sterkan svip á hönnun staðarins.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

79


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.