SUMAR 2019_sýnishorn

Page 1

4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5

Heimsækjum AUSTFIRÐI Nr

. 2 2019

SJÁLFBÆR SÆLKER AVAR A BEINT FR Á BÓNDA

2.450 kr.

HORMÓNAJÓGA LIFUM LENGUR OG BETUR HUGLEIÐSLUGARÐUR


RITSTJÓRN

FERÐUMST BETUR Slagorð Í boði náttúrunnar – Lifum betur á alveg jafnvel við þegar kemur að ferða lögum. Við getum auðvitað alltaf ferðast aðeins betur. Það er a.m.k. hollt að staldra við áður en lagt er af stað og spyrja sig „hvernig get ég ferðast betur, fengið sem besta upplifun og haft góð áhrif á þá staði sem ég heimsæki. Við viljum jú skilja vel við okkur og hafa jákvæð áhrif á áfangastaðinn ekki öfugt. Þegar ég lít til baka og velti fyrir mér hvaða ferðalög eða frí standa upp úr í minning unni þá eru það oftast ferðalögin þar sem ég hef verið að uppgötva eitthvað nýtt á framandi slóðum. Þá er mér ofarlega í huga fjölskylduferðin til Balí, þar sem við bjuggum meðal innfæddra og fórum m.a. í jarðarför eða bálför að að hætti heima manna. Skrautleg skrúðganga með líkið endaði með báli þar sem það var brennt í opinni kistu. Þetta var upplifun sem enginn í fjölskyldunni gleymir! Það sem stendur upp úr hér heima er óvissuferð þar sem ég fór á puttanum um landið og vissi aldrei hvar ég mundi gista þá nóttina, og endaði ég svo eftir mjög sögu lega ferð á sveitaballi með tökuliði James Bond myndar, en verið var að taka upp á Jökulsárlóni! Fast á eftir óvissuferðinni er ferð sem ég fór með fjölskyldunni í kringum landið þar sem við heimsóttum alla HandPicked–staðina, en HandPicked Iceland eru frí ferða kort sem flestir lesendur Í boði náttúrunnar kannast við. Fyrsta kortið fæddist í fyrsta tölublaðinu fyrir níu árum síðan, og byrjuðum við á mat og gistingu. Í þeirri ferð fórum við á staði sem við höfðum aldrei farið á áður, og voru þeir oft á tíðum úr alfaraleið. Við hittum heimafólkið og upplifðum svo margt sem var svo ólíkt öðrum ferðum okkar um landið, sem snerust oftast um það að bruna frá áfangastað A til B. Í dag reyni ég að hafa heimsóknir, upplifun og spennandi uppgötvun á ferða laginu um Ísland, sem ég svo deili með ykkur og erlendum gestum á FÓLKIÐ

HandPicked-kortunum. Ég kem iðulega heim full aðdáunar og einnig þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að kynnast frábærum einstak lingum úti á landi, sem eru að gera eitthvað einstakt og ekta, hvort sem það tengist mat, heimagerðum vörum eða upplifun. Allir HandPicked-staðirnir eru valdir af mér og nokkrum vandlátum vinum, og reynum við eftir bestu getu að velja umhverfisvæna staði með sjálf bærni að leiðarljósi. Nokkur góð dæmi um slíka áfanga staði eru í þessu blaði. Ég uppgötvaði t.d. litlu sveitabúðina á Völlum í Svarfaðardal á ferðalagi mínu í fyrra sumar en þar selur Bjarni á Völlum lífræna framleiðslu, allt ræktað á staðnum (bls. 24). Nú er búðin komin á Local shop kortið ásamt versluninni Flóru á Akureyri. Við völdum Flóru í Fyrirtæki til fyrirmyndar, sem er fastur liður hjá okkur (bls. 80). Þar eru seldar fallegar umhverfisvænar vörur og gott expressó frá „local“ kaffibrennslu. Við útbjuggum kort af Austfjörðum sem verður ómissandi fyrir alla austurfara. Á því má finna áhugaverðar náttúruperlur, af þreyingu og að sjálf-

sögðu handvaldar sýningar, verslanir og veitingastaði. Við förum í hellisleiðangur fyrir austan í boði Wapp app (bls. 42), og erum með hug myndir og innblástur sem mun hjálpa þér að ferðast betur. Þrír vaskir ferða langar gefa upp hvað þeim finnst ómissandi á ferðalagi (bls. 44). Þá fræðumst við um þann lærdóm sem fjölskylda dró af ferðalagi sínu um heiminn í fimm mánuði í leit að svarinu við langlífi (bls. 56) og margt margt f leira. Ég get lofað þér, kæri lesandi, að ef þú tekur þetta blað og/eða HandPicked Iceland fríu ferðakortin (eða appið fyrir Iphone) með í ferðalagið, þá munt þú ferðast betur í sumar og skapa dýrmætar minningar í leiðinni. GÓÐA FERÐ

Ritstýra P.s. Svo má ekki gleyma því sem stendur aftan á HandPicked-húsbílnum „life is a journey not a race“!

ÁBYRGÐAMAÐUR | RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR HÖNNUN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR LJÓSMYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, JÓN ÁRNASON, ELLERT GRÉTARSSON, ELÍSA JÓHANNSDÓTTIR, VALA MÖRK, GUÐJÓN VALSSON, KRISTBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, DANÍEL STARRASON MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, BERGLIND SIGMARSDÓTTIR, JÓN GUÐMUNDSSON, ELÍSA JÓHANNSDÓTTIR, ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR, ÓTTAR ANGANTÝSSON, SIGURÐUR GÍSLASON, PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG ibodinatturunnar.is ÁSKRIFT ibn.is/askrift LAUSASÖLUVERÐ 2.450 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN PRENTMET, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.

4 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


ÁSKRIFT

Eitt blað – Eitt tré Komdu í áskrift og taktu þátt í að rækta skóg í Heiðmörk. Fyrir hvert tímarit í áskrift gróðursetjum við eitt tré á ári. ibn.is


VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

GARÐYRKJA Jón Þórir Guðmundsson

Hindber eru ein af mínum uppáhaldsberjum enda með eindæmum bragðgóð og safarík. Með vaxandi áhuga og auknu framboði á plöntum hafa margir prófað sig áfram með ræktun þeirra með góðum árangri. Hindber voru fremur fágæt hér á landi þar til nýverið og má trúlega þakka það betri og harðgerðari yrkjum sem auðveldar ræktun við íslenskar aðstæður. Þegar ég hóf fyrst störf við garðyrkju fyrir um 25 árum síðan þóttu eldri mönnum í faginu það nánast óhugsandi að hægt væri að ná árangri í ræktun hindberja. Reynslan hefur síðan sýnt það að uppskera af hindberjum er síst lakari, eða í meiri óvissu, heldur en t.d. af rifs- eða sólberjum. Gott er að hafa það í huga að mikill mismunur er á yrkjum hindberja eins og flestra annarra tegunda berjarunna. Það hefur verið eitthvað um plöntur í ræktun með smá ber og af villistofnum, sem fólk hefur fengið fyrir lítið. Gæði slíkra berja eru oft mun lakari en af kynbættum yrkjum. Betra er því að borga aðeins meira fyrir góðan runna en að fá lélegan fyrir lítið. UPPRUNI

Hindber (Rubus idaeus) vaxa villt um alla Evrópu og víða í Asíu, og eru t.d. algeng á hinum Norðurlöndunum. Þau vaxa þó ekki villt á Íslandi en hér vex náinn ættingi þeirra, hrútaber (Rubus saxatilis), sem margir þekkja. Þótt tegund irnar séu ansi ólíkar teljast þær til sömu ættkvíslar. Hindber vaxa gjarnan í gisnu skóglendi í heimkynnum sínum og oft upp til fjalla, og þau þola nokkurn skugga en uppskeran er betri á sólríkum vaxtarstað. R ÆKTUN

Plantan verður um það bil 1.5–2m á hæð, og hefur frekar grunnt rótarkerfi og setur nokkuð mikið af rótarskotum. Sumir hafa brugðið á það ráð að rækta hindber í stórum pottum til að fyrirbyggja myndun rótarskota en best líður plöntunum samt í beði. Ef rækta á hindber í pottum þarf að huga vel að áburðargjöf og vökvun. Það þarf líka að umpotta reglu lega, helst árlega og setja frjósama mold í pottana. Hindber eru oft ræktuð í röðum með stuðningi af staurum, þar sem vír hefur verið strengdur á milli. Þetta er þó ekki nauðsynlegt og er vel hægt að rækta staka runna eða 18 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

plöntur í grúppum. Best er þó að plönturnar fái einhvern stuðning þar sem þær eru nokkuð brotgjarnar í haustlægðum og roki almennt. Ég hef notað þá aðferð að setja staur við hverja plöntu, sem telur 10–20 stofna, og set svo teygjuband utanum alla stofnana og bind þá saman til þess að þeir brotni síður í vindi. Hindber er þeirrar náttúru gætt að hver stofn eða grein sem vex frá jörðu verða einungis tveggja ára gömul, og þarf að klippa burt að uppskeru lokinni. En nýjar myndast á hverju ári sem blómgast árið eftir. Auðvelt er að þekkja hvaða stofna á að grisja burt þar sem þeir eru greinóttir en þeir nýju sem eiga að vaxa á eftir eru greina lausir og það er aðeins einn stöngull. Best er að gróðursetja á vorin eða haustin en sumarið hentar einnig vel ef passað er upp á að vökva fyrstu vikurnar eftir gróðursetningu. Æskilegt er að setja dálítinn húsdýra áburð eða moltu í holuna þegar gróðursett er, eða 2-3 skóflur með hverri plöntu. Hindber eru viðkvæm fyrir blautum jarðvegi, og þarf að hafa það í huga við staðarval, en það kýs samt jafnan raka. Umhirðan felst aðallega í því að vökva reglulega í þurrkatíð, og best er að gefa áburð 2–3 sinnum yfir sumarið. Allmörg yrki fást hér af hindberjum en þau norsku hafa reynst einna best hér á landi. Má þar nefna yrkin Borgund, Balder, og Vene, en ýmis fleiri geta gefist vel. Það er ekki ómögulegt að fá ber á fyrsta ári en uppskeran ætti annars að byrja árið eftir, og síðan aukast jafnt og þétt næstu árin eftir því sem plantan stækkar og greinunum á henni fjölgar. Uppskeran byrjar upp úr miðju sumri og er langt fram eftir hausti, sem er einn af kostum hindberja. Svo langur uppskerutími er óvenjulegur hjá berja runna þar sem öll berin þroskast um svipað leyti. Þegar að uppskeru kemur er um að gera að njóta berjanna strax þar sem þau geymast ekki lengi fersk, en einnig er gott að frysta þau til síðari nota. Mér finnst best að frysta berin á bökunar pappír á plötu, og setja þau síðan í poka eða box. Þannig klessast þau síður saman í frostinu. Það er um að gera að prófa sig áfram með ræktun ina og nýtinguna en ég hef mest notað hindber í sultur, búst og bökur.


„Uppskeran byrjar upp úr miðju sumri og er langt fram eftir hausti, sem er einn af kostum hindberja.“


„Þú verður að lifa í núinu, fleyta þér með sérhverri öldu, finna eilífðina í hverju andartaki. Flónin standa á eyju tækifæranna og horfa yfir í annað land. Það er ekkert annað land; það er ekkert annað líf en þetta.“ HENRY DAVID THOREAU


KÓRÓNUR Texti Elísa Jóhannsdóttir

GÓÐ TILEFNI:

Þig langar að prófa – því ekki það? Það er sól úti – þú ert í stuði. Tónlistarhátíð – það er klassískt! Skírn/nafnagjöf Ferming Brúðkaup Útskrift Afmæli Sumarveisla Verslunarmannahelgi Bústaðarferð Útilega

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er við blómakórónur sem gerir það að verkum að í góðu sumar veðri grípur mann löngun til að búa til eina slíka – skella henni svo á höfuðið á næsta barni eða sjálfri sér. Skynsemin segir að þetta sé hégómi, að búa til blóma kórónu til að hafa á höfðinu í nokkra klukkutíma, svo er kransinn fölnaður að kvöldi dags – blómin dauð og allt ónýtt. Það fer líka mikill tími í að búa til kórónuna, tími sem hægt væri að nota í eitthvað gagnlegt og skynsamlegt, eins og að þvo glugga eða reyta arfa. Skynsemin bítur ekkert á löngunina. Kannski er þetta Ilon Wikland að kenna, henni sem myndskreytti bækur Astridar Lindgren svo dásamlega. Ég verð aldrei þreytt á þessum myndum, dá samleg tré í blóma, sóleyjar, biðurkollur, túnfíflar, og jafnvel einfalt gras er sem töfrum gætt á teikningunum. Þarna er náttúran alltaf hluti af lífinu, hún er ekki aðeins bakgrunnur eða hlutlaust umhverfi heldur firnasterk nærvera. Kannski er það bara náttúran sjálf sem hefur þessi áhrif, kannski er þetta löngun til að vera hluti af henni. Hvenær tekur náttúran ákvörðun um eitthvað skynsamlegt eða gagnlegt? Er hún yfir höfuð að hugsa út í það? Nei, og við ættum kannski ekki að gera það heldur. Eyða klukkutíma í að tína villt blóm, binda þau saman í krans og þykjast vera álfar og tröll, blómálfar og dvergar. Vera í núinu, gera eitthvað fallegt þótt það endist ekki lengi og sjá fegurðina í blómunum sem fölna. Vera til og njóta.


satt, ákveðnir peningar áttu að koma til okkar en það varð aldrei. Við notum ekki tilbúinn áburð né eitur og notum pöddur til að drepa aðrar pöddur, en við getum ekki kallað okkur lífræn því við fáum ekki þessa vottun. Til þess þarf að hafa manneskju í vinnu á skrifstofu við að skrá hvað var gert og hvar var sópað, og ég hef bara ekki tíma í það!“ Bjarni kveðst fyllilega sáttur við að ýmsir aðrir rækti lífrænt og hann beri fulla virðingu fyrir því. Þau rækti í raun á sama máta, en hafi ekki opinbera vottun. MATARSÓUN EF PLAST HVERFUR

Talið berst að umgengni manns og náttúru. Bjarni segir að við þurfum jú bara að hætta að menga. Það er hins vegar ef til vill hægara sagt en gert. Gefum Bjarna orðið. „Ég hef ekkert á móti plasti, ég er bara á móti því hvernig maðurinn umgengst plastið. Matarsóun yrði skelfileg ef það hyrfi, þá færum við fyrst að tala um matarsóun. Þannig er það bara!“ Bjarni kveðst hafa mun meiri áhyggjur af losun skolps og efna í hafið fyrir fiskveiðiþjóðina Ísland. „Við losum, leysiefni, olíur lyfjaafganga, og hvaðeina í hafið. Strendur Íslands eru þrælmengaðar!“ „Hvað getum við gert? Fólk upplifir vanmátt gagnvart þessu mikilvæga og 30 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

stóra verkefni.“ Bjarni verður hugsi. „Það þarf að fara betur með, bera meiri virðingu fyrir mat, kaupa minna inn, nýta það sem er í nærumhverfinu. Alltof miklum mat er hent á Íslandi og í heiminum, það er óhugnanlegt. Ég veit að það er mikið fyrir því haft að rækta hráefnið í matinn.“

„Já, ég held að það sé heilmikil vakning í gangi, fólk er hrifið af þessari nálgun þótt það sé ekki tilbúið að fara út í svona ævintýri, né hefur löngun og getu til að standa í þessu.“ En margir gera sér sérferð í Svarfaðardal til að versla í litlu sveitabúðinni á Völlum, að sögn Bjarna.

GLÆPSAMLEGT AÐ DÆLA DRASLI Í FISKANA

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR

Bjarni er kominn á flug. Hann er á því að stjórnvöld og sveitarfélög eigi að líta á lausnir ekki vandamál. „Ég hefði viljað sjá hér verksmiðjur til að brenna plast, unnt er að vinna olíu úr plastinu aftur með ákveðinni tækni, því plast er jú upphaf lega unnið úr olíu. Þetta ættum við að gera frekar en að urða allt. Við eigum að líta á þetta sem tækifæri og sjá lausnir.“ Sömu sögu er að segja um skólpið, segir Bjarni. „Við eigum að flokka og hreinsa skólpið og búa til gas og áburð úr því og brjóta efnin niður, ekki setja þetta út í náttúruna. Við erum fiskveiðiþjóð sem eigum allt okkar undir því að við séum með hreinar strendur og hreinan sjó. Nú er þessu öllu dælt í fiskana, sem er glæpsamlegt!“ Hvað segir Bjarni um vakningu í græna geiranum? „Hvernig líst gestum á, sem koma á Velli og sjá hugmyndafræðina að baki rekstrinum?“

Bjarni játar það fúslega að hann sé frumkvöðull. Hann kveðst sannfærður um að hann fái seint leið á sveitamennskunni og verði rólegur í Svarfaðardal, því frumkvöðla starf og sveitin eigi mikla samleið. „Ég get verið frumkvöðull hér á hverjum degi, hér fæ ég mikla útrás fyrir sköpunarþörfina. Ég get auðveldlega farið að framleiða eitthvað nýtt sem ég hef ekki framleitt áður. Nú erum við t.d. nýkomin með ís, og ég er að fara að framleiða súkku laði með þurrkuðum berjum og reyktum hnetum. Möguleikarnir eru endalausir!“ Við kveðjum Bjarna með draum um svarfdælskt súkkulaði ofarlega í huga. Það rétt læðist að manni sá grunur að frumkvöðlarnir og bændurnir, Bjarni og Hrafnhildur, eigi sitt hvað sameiginlegt með Mary nokkurri Poppins, sem söng: „Allt er hægt, bara ef þú trúir á það!“


Hrátt umhverfi og gamlir hlutir skapa einstaka stemningu í veislusalnum þar sem hægt er að taka á móti hópum.

Bjarni heldur uppá Cafe Óperu skiltið en það er einn af mörgum stöðum sem hann hefur stofnað.


11

1 2 30 31 15 Bakkagerði 3

1

10

35

931

94

23 24 34 Seyðisfjörður

28 9 19 27 Egilsstaðir 26

93

95

21 931

5

33

Neskaupstaður

953 92

1

13

Eskifjörður

6 20 14

7

92 Reyðarfjörður

933

18 32

22

955

933 Fáskrúðsfjörður

95

Stöðvarfjörður

29 939

95

12 16

Djúpivogur

1

8

4

17

Breiðdalsvík

25


Tignarleg fjöll og fossar, hreindýr, skógar og óþrjótandi gönguleiðir eru aðeins nokkrar af fjölmörgum ástæðum fyrir því að heimsækja Austurland. Firðirnir hafa allir sín sérkenni og kaupstaði er að finna við flesta þeirra með kraumandi menningarlífi og afþreyingu. Sagan hefur litast af löngum dvölum erlendra sjó- og kaupmanna í gegnum tíðina og víða eymir enn af þeirri arfleifð. Á kortinu má finna nokkrar náttúruperlur og handvalda staði sem við mælum með. MYNDSKREYTING

IBN.IS 33


PERLA FLJÓTSDALSHÉR AÐS – Ganga að Valtýshelli í Hjálpleysu Létt 2½ til 3ja tíma ganga Lengd: 8.046 km Hæð: 119 m Hækkun: 160m

40 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

Hjálpleysa er dalur á mörkum Valla og Skriðdals. Bílastæði er við upphafsstað göng unnar. Leiðin liggur upp í dalinn og að litlum hellisskúta sem heitir Valtýshellir en hann liggur nærri lækjarsprænu. Í hellisskútanum á „Valtýr á grænni treyju“ að hafa hafst við eftir að hann rændi og myrti sendimann Péturs sýslumanns á Ketilsstöðum á fyrri hluta 18. aldar. Hann stal mat af bæjum og hélt sig annars fjarri mannabyggðum og

fjölförnum vegum á leið sinni vestur á Barðaströnd með ránsfenginn. Sendimaðurinn hafði fundist áður en hann lést og náði að segja að Valtýr á grænni treyju hefði framið ódæðið en hann dó strax í kjölfarið af hnífsstungunum 18 sem Valtýr hafði veitt honum. Eini maður inn í sveitinni sem hét Valtýr var bóndi á Eyjólfsstöðum og var hann tekinn í yfirheyrslur og pyntaður en játaði aldrei. Hann var engu að síður líf látinn. Fimmtán árum síðar komst


Wapp-Walking app er fyrir göngufólk og hefur að geyma safn fjölbreyttra leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögu, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Ljósmyndir eru í öllum leiðarlýsingum, og er þar einnig að finna upplýsingar um árstíðarbundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni, og ef ástæða er til að benda á hættu eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum.

Leiðin um Hjálpleysu liggur upp í dalinn og að litlum hellisskúta sem heitir Valtýshellir.

upp um hinn rétta Valtý, og var hann einnig líf látinn eftir að hafa játað verknaðinn. Í yfirheyrslunum kom fram að hann hefði ráðlagt engum að fara fjallveginn um Hjálpleysu. En gengið er frá þjóðvegi austan (utan) við Gilsá, og farið framhjá rústum Hátúna en það var myndarbýli í árdaga Íslandsbyggðar, og er sagt að þar hafi verið 18 hurðir á járnum. Sjást þar enn merki um hlaðna grjótgarða. Á 19. öld fannst þar fornt sverð, sem var brætt upp og úr því smíðaðar skafla skeifur og aðrir þarfir hlutir. Áfram er gengið og komið að sléttum grasvelli sem kallast Kálfavellir. Valtýshellir er lítill skúti innan við lítinn urðarrana skammt innan og norðan af Hjálpleysuvatni. Hólkur með gestabók og stimpli er rétt innan við skútann. Gangan að Valtýshelli er skilgreind sem ein af perlum Fljótsdalshéraðs. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur veg og vanda af vali á perlunum og göngu leiðunum. Við hverja perlu eða áfangastað er hólkur, sem inniheldur upplýsingar um staðinn ásamt gestabók og stimpli. Með því að stimpla í sérstakt kort, sem er til sölu á nokkrum stöðum, og staðfesta þannig komu sína á áfanga staðinn er hægt að taka þátt í skemmti legum göngu leik á sumrin. Hvert kort þarf að vera með stimpla frá níu stöðum. Kortið fæst í Egilsstaða stofu á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum, hjá Ferða félagi Fljótsdalshéraðs, í Tjarnarási 8, og Upplýsingamiðstöðinni Egilsstöðum.

Margar leiðarlýsingar eru fríar, eins og þessi hér sem við fengum að birta í blaðinu okkar, en aðrar kosta á bilinu 200 – 400 kr.

Einar Skúlason er hugmyndasmiður appsins en hann hefur staðið fyrir gönguferðum í fjölda ára um allt land, gefið út bækur og heldur úti gönguklúbbi á Fésbókinni, sem heitir Vesen og vergangur og er hann opinn öllum sem hafa áhuga á göngu.

IBN.IS 41


HVAÐ ER Í TÖSKUNNI ÞINNI?

– Við báðum þrjá náttúruunnendur og heimshornaflakkara að segja okkur hvað skiptir þá máli þegar kemur að ferðalögum, og hvað er ómissandi að taka með.

SÓLEY ELÍASDÓTTIR – Leikkona og eigandi Sóley Organics „Ég hef mjög gaman af því að skipuleggja ferðir sem innihalda einhvers konar „action“. Þá safna ég saman góðu fólki sem vill koma út að leika, upplifa nátt úruna og stunda hreyfingu. Félagsskapurinn skiptir rosalega miklu máli ásamt góðum mat. Reyndar er næstum allt gott þegar maður er búinn að vera úti hreyfa sig. Ef ég fengi aðeins að fara í eina ferð á ári þá myndi ég velja skíða ferð, og þessa dagana er Tignes í frönsku Ölpunum í miklu uppáhaldi. En þar fæ ég hreyfingu, góðan mat, dekur og geggjaða náttúru. Á Íslandi eru Vestfirðirnir í miklu uppáhaldi. Fjöllin eru svo mögnuð og það sem stendur upp úr hjá mér er ganga frá Reykjadal til Hornstranda, sem er alger perla. Einnig eru sögur af fólki sem bjó á þessu afskekkta svæði mjög áhugaverðar að mínu mati, enda hlýtur það að hafa verið einstök tilfinning að búa í þessari stórbrotnu náttúru. Í sumar er ég að fara í nokkrar ferðið um landið. Ég byrja á því að fara á há lendið að ganga um Kerlingafjallasvæðið með hóp af góðum vinkonum. Svo er ég að taka þátt í Landvættunum, og í tengslum við þá mun ég fara í nokkrar ferðir, þ.e. að synda í Urriðavatni og að taka þátt í nokkrum hlaupum. Í lok sumars fer ég svo með kjarnafjölskyldunni að veiða í Vopnafirði.“ 42 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

ÓMISSANDI Í FERÐALAGIÐ Góður bakpoki Nógu stór til að rúma nesti og föt fyrir öll veðrabrigði. Naglalakk Dökkt naglalakk er fullkomið til að fela ákveðna fylgifiska útivistar, eða sorgarrendurnar. Myndavél

augnablikið.

Til að fanga

Bækur og kort Mér finnst ferðabók með leiðarlýsingu og upplýsingum um svæðið nauðsynleg ásamt klassísku landakorti. Vatnsflaska Fylli á hana í tærum lækjum.

Ég safna að sjálfsögðu jurtum þegar ég get á leiðinni um landið.

Taupoki

Ég fer ekkert án græðandi krems enda er hægt að nota Græðir á varirnar, sár, sólbruna og hælsæri.

Græðir


BERGÞÓR PÁLSSON – Söngvari og lífskúnster „Ferðalög þar sem hvíld og upplifun fara saman eru mér að skapi. Einu sinni fórum við til Prag með syni mínum, Braga, og áttuðum okkur á því að það var hægt að ná tveimur dögum á einum degi. Við gerðum það með því að vakna snemma og skoða einhvern merkisstað, fara síðan á hótelið og leggja okkur í klukkutíma, og fara svo á annan stað, ferskur og úthvíldur síðdegis. Ég hugsa stundum um það þegar ég kem á hótel herbergi að í raun hefur maður allt til alls í þessu litla rými, og með árunum tek ég æ minna með mér. Það er líka svo ægi lega gott að þurfa aldrei að bíða eftir farangri og þess vegna er ég eigin lega kominn niður í lítinn bakpoka. Þá skiptir miklu máli að láta sér líða vel og þess vegna er valið á skóm lykilatriði. Sem betur fer er í tísku að vera í léttum skóm við jakka föt, og ég get því verið allan tímann í Nike free skónum mínum, sem eru fisléttir og eins og mjúkir sokkar að stíga í. Í sumar var Pólland og Spánn á dagskránni, en svo ætlum við með fjöl skyldunni hans Alberts til Parísar í haust. Innan lands höfum við hugsað okkur að fara á Vestfirði og loks á Rauðasand, sem ég er búinn að þrá í mörg ár. Hugsanlega förum við líka yfir Sprengisand, en það gerðum við fyrir tuttugu árum og systursonur Alberts, Ármann, var með í för. Á leiðinni hringdi ég til að fá gistingu fyrir norðan og Albert sagði, sposkur á svip: „Segðu bara að það vanti gistingu fyrir þrjá homma.“ Þá gall í Ármanni: „Nei, tvo homma og einn venju legan.“ Síðan heitir þetta ferðafélag Tveir hommar og einn venjulegur. Ármann hefur viðrað þá hug mynd að endur taka ferðina í sumar, því að hún var einstaklega eftirminnileg.“

ÓMISSANDI Í MINIMALÍSKA FERÐALAGIÐ Vegabréf, sími, kortaveski og tölva.

Snyrtibudda Með tannbursta, tannkremi, rakvél og góðu kremi.

Bose-heyrnartólin mín

Þau útiloka umhverfishljóð í flugvél og í umferð. Til að hafa Rás 1 á þegar ég vakna og mjúka jógatónlist þegar ég legg mig.

Lítill hátalari

Minnsta gerð af blóðþrýstingsmæli Það er

mjög áhugavert að sjá hvernig blóðþrýstingurinn lækkar þegar maður nær að slaka vel á í fríinu. Nærbuxur og sokkar til skiptanna Það segir sig

sjálft en ég tek gjarnan eitthvað sem er komið á síðasta snúning, og má „gleymast“ þegar farið er heim. Nokkrar skyrtur og bolir

Síðerma eða stutterma eftir loftslagi. Lítill poki með reykelsi, tekertum og kveikjara

Til að skapa stemningu.

IBN.IS 43


Grasalist VIK TOR PÉTUR HANNESSON

Listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson (1987) vinnur með grasagrafík, sem eru listaverk úr íslenskri f lóru. Hann lauk myndlistar námi frá LHÍ árið 2012 og hefur auk þess lagt stund á listfræði við HÍ. Viktor á að baki fjölbreyttan feril en hann hóf að vinna fyrir alvöru með íslenskar jurtir í sinni listsköpun í kjölfar þess að amma hans gaf honum mynd, sem hún gerði úr blómum úr grasagarði tengda móður sinnar, langömmu hans. Grösin hafði hún þurrkað í bók og raðað saman, svo úr varð heill andi listaverk. Viktor hreifst af þessari aðferð og ákvað að gera mynd í þessum stíl fyrir vin sinn. En þeir félagar stóðu saman að Góðgresi, hátíð til heiðurs fardaga kálsins, eða njólans eins og f lestir þekkja jurtina. Ætlunin var að þurrka njólablöð og raða síðan á karton en í vinnslunni soðnuðu blöðin og þau eyðilögðust. Þau skildu þó eftir sig mynd af

dásam legu gullblaði, eins konar líkklæði njólans. Viktor ákvað að vinna áfram með þetta list form og hélt í ferð um landið, með þurrkvél og göngutjald í skottinu, á 20 ára gömlum fólksbíl. Hann gerði tilraunir með jurtir á tjaldsvæðum, bóndabæjum og vegköntum, og þróaði það í það sem hann kallar grasagrafík. Þar sem farartækið var gamalt og lúið voru bílaviðgerðir óhjákvæmilegur fylgifiskur ferðalagsins, og f léttuðust við óbilandi áhuga hans á íslenskri f lóru og ferðalögum. Viktor safnaði nýverið, á Karolina-fundi, fyrir húsbíl, sem verður í senn færanleg vinnu stofa, heimili og sýningarrými, og ekur hann honum undir nafninu Af leggjarinn. Viktor hyggur á þriðju grasaferðina um landið í sumar og ætlar að heimsækja bæjarhátíðir víðsvegar um landið þar sem gestum gefst kostur á að skoða og/eða fjárfesta í grasagrafíkverkum hans.

Hægt verður að fylgjast með grasaferð Viktors um landið á Instagram undir heitinu viktorph.art 46 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


IBN.IS 47


LIFUM LENGUR OG BETUR Hjónin Vala Mörk og Guðjón Valsson héldu af stað í fimm mánaða ævintýraferð um heiminn í upphafi árs. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast svokölluðum „Blue zone“ svæðum, en íbúar þessara svæða eru þekktir fyrir langlífi og góða heilsu. Með í för voru tveir yngri synir þeirra. Þau komust að því að gott samband við fjölskyldumeðlimi er m.a. það sem þeir langlífu eiga sameiginlegt. Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Vala Mörk og Guðjón Valsson




FANN GLEÐINA Í

hormónaJÓGA

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir vildi leita náttúrulegra leiða til að takast á við breytingaskeiðið þegar hún sigldi inn í það tímabil. Hún komst í kynni við hormónajóga, og fann strax að það hafði góð líkamleg og andleg áhrif á sig. Rakel er fyrst Íslendinga til að verða hormónajógakennari, og hefur jafnframt þýtt bók um þetta sérstaka jóga. Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir

Hormónajóga er nýjung hér á landi en um er að ræða náttúru lega leið til að endurvekja hormóna búskap líkamans. Það er hugsað sérstaklega fyrir konur sem finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins, sem geta m.a. verið hita kóf, þreyta, svefntruf lanir og mígreni, og gera jafnan vart við sig upp úr miðjum fimmtugsaldri. Upphafskona hormónajóga er Dinah Rodrigues, brasilískur sálfræðingur og jóga kennari, en hún byggir það á áratuga reynslu af jóga iðkun, kennslu og rannsóknum tengdum lífeðlisfræði. „Mig langaði til að finna mína leið til að takast á við breytingaskeiðið þegar ég byrjaði að finna fyrir einkennum þess. Ég var hvorki kvíðin né hrædd við þetta tímabil en hafði ekki áhuga á að grípa strax í pilluboxið, eins og oft vill

verða. Ég heyrði fyrst af hormónajóga í gegnum þýska vinkonu mína, sem er læknir, og hafði áhuga á að fræðast meira um það. Úr varð að ég ákvað að fara til Þýskalands á námskeið hjá Dinah Rodrigues. Hún er mjög vinsæl í Þýskalandi, enda leita þýskar konur gjarnan náttúru legra leiða þegar kemur að heilsunni. Þá er hún vel þekkt á Ítalíu, í Frakklandi og Tékklandi, og víðar. Dinah er orðin 92 ára og heldur sér í ótrú lega góðu formi. Hún býr í Brasilíu og ferðast reglulega til Mið-Evrópu,“ segir Rakel brosandi. Námskeiðið stóðst allar hennar væntingar og lauk með því að hún fékk réttindi til að kenna hormónajóga, og er sú fyrsta til þess hér á landi. Þegar Rakel er beðin um að lýsa hormónajóga nánar segir hún að það

IBN.IS 67


Djúp öndun Texti Óttar Angantýsson

Hvað er langt síðan þú tókst langan, góðan, djúpan andardrátt og hreinlega naust þess að anda og tengja við andardráttinn? Flest erum við ekki meðvituð um hvernig við drögum andann þótt við tökum um 20–30.000 andardrætti á degi hverjum. Það er því mjög líklegt að þú sért á einhvern hátt að anda óeðlilega yfir daginn og ekki að nýta að fullu þá orku og ávinning sem góður andardráttur getur gefið þér. Með góðri stjórn á andardrættinum getur þú styrkt huga og líkama og haft jákvæð áhrif á svefn, meltingu, minni, tauga kerfi, vöðva, ónæmiskerfi o.fl. Jógarnir segja að ef þú andar stutt og oft þá munt þú lifa hratt en stutt, en ef þú hægir á andardrættinum mun líf þitt verða heilbrigðara og lengra. Stress og áreiti hefur farið stigvaxandi á síðustu árum, sem gerir það oft að verkum að öndunin verður hraðari, grynnri og óreglu legri. Varnarkerfi líkamans tekst á við álag og áreiti sem mörg okkar upplifa daglega. Stress er í lagi í stuttan tíma en ef það varir dag eftir dag, ár eftir ár er það skaðlegt. Þá er dýrmætt að kunna aðferðir sem róa taugarnar, t.d. einfaldar öndunaræfingar. Öndun og taugakerfið er nátengt. Flökkutaugin (e. Vagus Nerve) er tengd hvíldarkerfi líkamans (e. rest and digest). Hún liggur frá heila niður í hin ýmsu líffæri líkamans, m.a. hjarta og lungu. Við getum haft áhrif á þessa taug með einföldum öndunaræfingum, sem róa okkur niður í amstri dagsins. Virkjun þessarar taugar lækkar hjartslátt og blóðþrýsting og hefur jákvæð áhrif á meltingarkerfið. En hvernig er réttur andardráttur? Aðalatriðið er að anda í gegnum nefið, ekki munninn. Inn í gegnum nefið og út um munn inn er þó í lagi. Eðlilegur og góður andardráttur er mjúkur, léttur, hljóð- og áreynslulaus með örstuttum pásum milli inn- og útöndunar. Öndun í gegnum nefið gefur loft inu raka, hitar og kælir eftir þörfum, ásamt því að sía burt óhrein indi áður en loftið berst ofan í lungu. Loftið er því hreinna og fer ósjálfrátt hægar ofan í lungu þegar það fer í gegnum nefið. Auk þess verður andardrátturinn dýpri, sem gerir það að verkum að loftið fer dýpra ofan í lungu og við fáum 10–15% meira loft, tökum færri andardrætti og meira súrefni. Rólegur andardráttur dregur úr stressi og róar hugann. Þegar við öndum í gegnum munn inn, notum við að mestu leyti efri hluta líkamans og lungnanna með þeim afleiðingum að við þurfum að taka fleiri andardrætti, og öndunin verður grunn og hröð. Slík öndun getur m.a. leitt til svima, ógleði og einbeitingarleysis. Flestir anda ómeðvitað upp í bringu og nota við það axlar- og hálsvöðva. Þótt þetta sé lítil hreyfing, eru þetta ekki vöðvarnir sem við eigum að nota við öndun. Oft er hægt að rekja stíf leika í hálsi og öxlum til þess að andardrátturinn yfir daginn er grunnur sem veldur spennu í vöðvum efst í baki og hálsi. Þegar öndunin er rétt þenjast þindin, maginn og neðstu rif beinin út, en ekki brjóstkassinn. Þindin er helsti öndunar vöðvi líkamans ásamt millirifjavöðvum. Dýpri andardráttur gerir það að verkum að við virkjum þindina og æfum þar af leiðandi einn mikilvægasta vöðva líkamans. Þegar við komum í heiminn og á bernskuárunum öndum við rétt, þ.e. með nefinu ofan í maga. Ef fylgst er með börnum er auðvelt að sjá hvernig kviðurinn rís hjá þeim við innöndun. Þessi kunnátta er okkur meðfædd. Þegar við svo setjumst á skólabekk byrjum við oft að anda grynnra og ekki lengra en ofan í bringu. Öndunarfræði eru ekki ný af nálinni. Það hefur verið vitað í mörg þúsund ár að öndun er ekki aðeins til að halda í okkur lífi, heldur getur rétt öndun og öndunaræfingar bætt lífsgæði okkar. Víða eru öndunaræfingar hluti af menning unni. Við vitum að svefn, næring og hreyfing eru mikilvæg fyrir okkur, en það eru ekki síður mikilvægt að anda rétt. Í góðum andardrætti er kraftur og orka sem við getum nýtt okkur vel í daglegu amstri. Lausnin við mörgum kvillum nútímans er rétt fyrir neðan nef broddinn á okkur og kostar ekki neitt. Verum því meira meðvituð um okkar eigin andardrátt og drögum djúpt andann. Það borgar sig! 72 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

AHHHH

– Öndunaræfingar Æfing sem miðar að því að virkja þindina og millirifjavöðvana og er einnig góð leið til að finna hvernig réttur andardráttur á að vera. Leggstu niður og leggðu aðra höndina á maga og hina á bringuna. Andaðu með nefinu og ofan í maga. Fylgstu með því hvernig maginn lyftist á innöndun og hnígur á útöndun. Endurtaktu þetta 30 sinnum. Þú getur líka lengt í innöndun og fylgst með því hvernig maginn rís, og einnig hvernig brjóstkassinn þenst út. Passaðu einungis að anda ekki upp í herðar, þær eiga ekki að hreyfast. Andaðu inn um nefið, teldu rólega upp að þremur. Stoppaðu í eina sekúndu eftir innöndun. Andaðu síðan út um munn og gefðu frá þér létt hljóð „ahhhhh“ og teldu upp í sex í huganum. Endurtaktu þetta 10 sinnum. Þessi öndunaræfing hefur áhrif á flökkutaugina (e. rest and digest). Slökunin á sér stað þegar þú andar út og með því að gefa frá okkur þetta hljóð í útöndun erum við að gefa líkamanum merki um að við ætlum að slaka á. Sumir tengja við þetta eftir áreynslu og átök eða þegar heim er komið eftir annasaman dag. Viðkomandi sest niður, andvarpar og gefur frá sér þetta hljóð „ahhhh“, sem merki um slökun. Heilinn okkar þekkir þetta hljóð. Einnig gefum við frá okkur svona hljóð þegar við reynum að róa lítil börn. Margir þekkja það að halda á litlu barni og rugga því, með því fylgir oft hljóðið „ssshhh“. Þetta eru viðbrögð og athafnir sem við gerum ósjálfrátt. Æfing fyrir millirifjavöðva og til að venja okkur á að anda ofan í maga og þind, en ekki rétt ofan í brjóstkassa. Þrýstu lófunum þétt upp að rifjunum og haltu þeim þar bæði á inn- og útöndun. Fylgstu vel með rifbeinunum og hvernig þau þenjast út og dragast saman. Kreistu allt loft úr lungunum og haltu andanum í fimm sekúndur.

Óttar Angantýsson er lærður hugleiðslukennari, Yoga Nidra kennari og Breathology Instructor. www.ondum.is


EasonCassidyDesigns.Etsy.com


SUMARKÖKUR SÆLKERANS OG K ÆLANDI ÍSK AFFI

Gott – réttirnir okkar er sígild matreiðslubók eftir Sigurð Gíslason og Berglindi Sigmarsdóttur. Þau leggja áherslu á að elda allan mat frá grunni til að tryggja að hann sé sem heilsusamlegastur og án óæskilegra aukefna. Hér eru ljúffengar uppskriftir úr bókinni, sem ættu að gleðja alla sælkera. Myndir Kristbjörg Sigurjónsdóttir

SPARI-GULRÓTARKAKA BOTNINN 330 g smjör 280 g hveiti 1½ tsk. lyftiduft 1½ tsk. matarsódi ¾ tsk. salt 1 msk. kanilduft 150 g hrásykur 120 g kókospálmasykur (eða púðursykur) 4 stór egg (200 g alls) 1 msk. vanilludropar 5 gulrætur, niðurrifnar 70 g kókosflögur 300 g ananas, kurlaður (kreistið safa frá) rifinn börkur af einni appelsínu Hitið ofninn í 180 gráður. Bræðið smjör þar til það rétt byrjar að brúnast. Hluti af smjörinu brúnast og situr eftir á botninum. Hellið smjörinu yfir í litla skál en skiljið þennan brúna hluta eftir í pottinum (notið aðeins þann hluta sem fór í skálina). Blandið saman í annarri skál hveiti, salti, kanildufti, lyftidufti og matarsóda. Blandið saman í hrærivélarskál kókospálmasykri, hrásykri, eggjum, vanilludropum, appelsínuberki, og hrærið þar til allt verður mjúkt. Bætið smjöri (sem hefur kólnað aðeins) út í sykur og eggjablöndu. Bætið hveitiblöndu saman við og hrærið vel saman. Bætið þá gulrótum, kókosflögum og ananas saman við og hrærið vel. Hellið deigi í tvö vel smurð hringlaga, form, og setjið strax inn í heitan ofninn. Bakið í 25–30 mín.

74 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

KREM

Má gera daginn áður. Takið rjómaostinn út úr ísskáp aðeins áður því það er best að eiga við hann ef hann er ekki alveg kaldur og ekki við stofuhita. Smjörið er best að taka út kvöldinu áður og láta standa við stofuhita. 650 g rjómaostur (Philadelphia) 120 hvítt súkkulaði 110 g smjör, mjúkt 240 g flórsykur börkur af ½ appelsínu börkur af ½ sítrónu Skerið hvíta súkkulaðið í litla bita og bræðið yfir vatnsbaði. Setjið til hliðar og látið kólna í 10–12 mínútur. Hrærið smjör þar til það er orðið létt og loftkennt. Bætið flórsykri jafnt og þétt við þar til kremið verður að þéttum massa. Hrærið þá rjómaostinum við, þar til allt er orðið mjúkt. Hrærið kælda súkkulaðinu saman við á meðalhraða. Athugið, ef súkkulaðið bíður of lengi þá verður það hart. Það skemmir ekki kremið, það verður þá með súkkulaðibitum, en hitt er ennþá betra. Blandið síðan rifnum appelsínu- og sítrónuberki saman við.



VERZLANIR OKKAR Í REYKJAVÍK: FARMERS & FRIENDS

Laugavegur 37

WWW.FARMERSMARKET.IS

Hólmaslóð 2 / Grandi


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.