Ibn vetur 2017 synishorn

Page 1

R

R SUMAR H VO ST AU

VET U

4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5

HEILSA Nr

. 1 2017

GR ÆNAR OG GÓÐAR LAUSNIR

2.250 kr.

TÍMalausi SÚTarinn TjaldAÐ Í -15°c JapanSkar MosakÚlur


EFNI 20 IÐJUÞJÁLFI Í SJÓSUNDI Fyrir heilsuna og félagsskapinn 26 SJÚSSAKVÖLD Á nýju tungli 32 HEILBRIGÐ UMGJÖRÐ Æfingar með Guðna Gunnarssyni 36 SNYRTIVÖRUR FRÁ GRUNNI Ampersand-hreinlæti 40 TANNHEILSA Heildræn og náttúruleg 46 TÍMALAUSI SÚTARINN Lene heiðrar líf dýranna

20

46 40

54 KOKEDAMA MOSAKÚLUR Japönsk plöntugerðarlist 58 SKAPANDI VINNUSTOFUR Íshús Hafnarfjarðar 62 LÍNUR Í LANDSLAGI Teikningar Rebekku Kühnis 68 MÁTTURINN Í DROPANUM Ilmkjarnaolíur úr barrtrjám 70 ÍSKALDAR TÆR Í útilegu að vetri til 76 MÁTTUR MATARINS Fita sem forvörn 82 SÍÐHÆRÐUR Á SANDÖLUM Lífrænn rekstur hjá Rapunzel

26

70

86 BALÍ Í boði náttúrunnar

FASTIR LIÐIR

40 6

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

08. RITSTJÓRNARPISTILL 011. MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Kristina Petrosiuteis 14. BÆKUR 16. UMHVERFISVITUND – Grænt dekur 18. MOLAR 85. GOTT FRÁ GRUNNI – Jógúrt 92. LJÚF MINNING – Kristín Ragna Gunnarsdóttir

18


RITSTJÓRN

LANGT ÚT FYR IR ÞÆGINDAR AMMANN Í byrjun árs reyni ég að búa mig undir að gera örlítið betur á nýja árinu en því sem leið með því að líta yfir farinn veg og sjá fyrir mér framhaldið. Ég þrífst best þegar ég finn fyrir framförum og nýti því áramótin sem stökkpall að betri venjum og nýjum áskorunum. Þess vegna langaði mig að færa ykkur tölublað í byrjun árs sem væri sneisafullt af áhugaverðum fróðleik um heilsu og veitti ykkur innblástur til þess að lifa lífinu örlítið betur. Að taka fúslega við nýjum áskorunum og stíga út fyrir þæginda rammann er hægt að gera með einni lítilli ákvörðun. Þetta þekkir einn af viðmælendum blaðsins, Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem lætur hákarlahræðslu ekki stoppa sig í að stunda sjósund af krafti. Í blaðinu kynnumst við einnig sútaranum, Lene, sem er búin að taka batteríin úr veggklukkunni og lifir eftir eigin klukku. Lærum hvað það er sem fær fólk til að fara í tjaldútilegu um hávetur, skálum í heilsudrykki á nýju tungli og köfum ofan í heim náttúru legrar tannheilsu. Við búum til snyrtivörur og jógurt frá grunni, lærum meira um mikilvægi fitu fyrir

FÓLKIÐ

8

heilsuna, fáum góð ráð og innblástur frá frumkvöðlum og æfingar frá Guðna í Rope yoga. Þetta er fyrsta tölublaðið sem ég ritstýri undir handleiðslu Guðbjargar sem hefur í mörg horn að líta um þessar mundir og hef ég því tekið við ritstýru kef linu í bili. Blaðið mun ekki taka neinum breytingum enda hef ég starfað sem aðstoðarritstjóri um allnokkurt skeið og veit hvert markmið og tilgangur blaðsins er, þ.e. að vera uppspretta hugmynda fyrir þá sem leitast eftir að lifa innihaldsríkara lífi í takt við náttúruna. Ég er vön að vinna á bak við tjöldin og því var dálítið ógnvekjandi að skrifa ritstýrupistil í fyrsta sinn á svipaðan hátt og sjórinn var fyrir Elínu Ebbu. En tilfinningin að stíga út fyrir eigin þægindaramma og sjá hvað þar leynist hefur verið góð hingað til og því hvet ég ykkur eindregið til að gera slíkt hið sama á árinu. Njótið vel Dagný Berglind

ÁBYRGÐAMAÐUR OG ÚTGEFANDI GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR RITSTÝRA DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓTTIR HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, MARÍA KJARTANSDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURAR DÓTTIR, MARGRÉT RÓSA JOCHUMSDÓTTIR, DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓTTIR, ÆVAR ÓMARSSON, GUNNAR SVERRISSON, KRISTINA PETROSIUTEIS, ARNÞÓR BIRKISSON MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR, ÖRN TÖNSBERG TEXTI SIGRÍÐUR INGA SIGURÐAR DÓTTIR, DÝRFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓTTIR, MARGRÉT RÓSA JOCHUMSDÓTTIR, ELÍN HRUND ÞORGEIRSDÓTTIR, ANNA SÓLEY VIÐARSDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, UNNUR GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, ÞÓRUNN STEINSDÓTTIR, EVA DÖGG RÚNARSDÓTTIR, KRISTÍN RAGNA GUNNARSDÓTTIR PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG www.ibodinatturunnar.is LAUSASÖLUVERÐ 2.250 KR. ISSN-1670-8695 PRE NTUN PRENTMET UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


ÁSKRIFTARTILBOÐ ÁS Tímarit + Dagatal = 2.990 kr. Tí

Hver áskriftarsending kostar svo 1.970 kr. - Engin binding! Þrjú blöð á ári auk 1-2 sendinga t.d. dagatal, Íslandskort o.fl. ibn.is/einstakt-tilboð LIFUM BETUR - eitt blað í einu -


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

ÚTRUNNIN JÓLATRÉ Umsjón Dagný Berglind Gísladóttir

Ljósmyndarinn Kristina Petrosiuteis er fædd í Litháen en flutti til Íslands fyrir tíu árum síðan. Hún kom fyrst til Íslands í frí en heillaðist af víðáttunni og ákvað að flytja til landsins. Í ljósmyndaseríunni O Tannenbaun myndar hún jólatré í Reykjavík í janúar sem liggja á víð og dreif um borgina.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

11


FYR IR BETR I GEÐHEILSU Sjósundið heillaði iðjuþjálfann, Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, um leið og hún stakk sér í sjóinn í fyrsta sinn. Hún stundar sjósund af miklum krafti og segir það efla núvitund og hafa góð áhrif á andlega jafnt sem líkamlega heilsu. Hún segir sundið vera eins konar geðhreinsun og vill heldur deyja hamingjusöm syndandi í sjó en vansæl á þurru landi. Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Guðbjörg Gissurardóttir

Elín Ebba tekur brosandi á móti blaðamanni ÍBN á vinnustað sínum, Hlutverka setri við Borgartún, þar sem hún er framkvæmdarstjóri. Hún er iðjuþjálfi að mennt en hefur um árabil unnið við að bæta heilsu þeirra sem glíma við geðræna erfiðleika. Hún hefur víða komið við á ferlinum, er t.d. einn höfunda Geðorðanna tíu, og fyrirlestrar hennar um áhrifavalda á hamingjuna hafa vakið töluverða athygli. Við setjumst niður á nota legri skrifstofu með stórbrotnu útsýni út á haf og í fjarska glittir í Esjuna. Elín Ebba hefur stundað sjósund reglu lega síðustu árin en það er Hlutverka setrinu að þakka að hún kynntist sundinu. Hún byrjar á að útskýra starfsemi þess: „Þegar við opnuðum var eitt markmiðið að hjálpa fólki með geðrænan vanda út á vinnumarkaðinn. En svo kom hrunið. Og hvað gátum við gert? Við stóðum uppi með starfsendurhæfingarstað. Ekkert af því fólki sem hingað kom átti möguleika á að fá vinnu þegar þúsundir vinnufærra manna höfðu misst starf sitt. Við urðum því að hugsa starfsemina upp á nýtt og opnuðum Hlut verka setur fyrir alla. Í kjölfarið komu atvinnu leitendur hingað líka. Þá sá ég hvað það hafði góð áhrif að blanda saman hópum. Fólk átti líka eitthvað sameigin legt, að vera án vinnu. Það má því segja að við höfum verið

20

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

heppin í óheppninni,“ segir Elín Ebba glöð í bragði. Hjá Hlutverka setri er hægt að velja um margs konar iðju og reynt er að koma til móts við mismunandi áhuga svið fólks. „Hér er boðið upp á ýmsa starfsemi til að virkja fólk, svo sem jóga, slökun, leiklist, mynd list, útiveru og fótbolta. Fyrir um sex árum stakk einn stákur upp á því að við færum saman í sjósund. Við störðum bara á hann og spurðum forviða: „Hver heldur þú að vilji fara í sjósund hérna?“ „Nú, strákarnir,“ svaraði hann að bragði. Það var eitthvað karlmann legt við að fara í sjósund. Við vissum að lítill hópur frá Íslenskri erfðagreiningu stundaði sjósund í Nauthólsvík en annars var það ekki algengt á þeim tíma. Við ákváðum því að láta slag standa og prófa. Þá fór í gang veðmál um að við yrðum að vera komin ofan í sjóinn fyrir 15. ágúst. Til að tapa ekki veðmálinu náðum við markmiðinu fyrir þann tíma og ég er ein af þeim manneskjum sem féll algjörlega fyrir sjósundinu. Ég varð alveg „húkkt“ frá fyrstu stundu og hugsaði með mér, hvar hefur þetta verið allt mitt líf! Ég veit ekki hvort ástæðan var vegna þess að ég á góðar minningar tengdar sjónum frá því í barnæsku, gleðistundir með mömmu og minningar með ömmu, eða hvort það var af því ég fann strax hvað þetta hafði góð áhrif á mig. Eftir þetta fór ég að horfa vel

í kringum mig, sérstaklega þegar ég var að keyra, og kanna hvort ég sæi heppilegan stað til að fara út í sjóinn,“ rifjar hún upp hlæjandi. Hún var ekki lengi að finna góða sundstaði og nefnir sérstaklega Seltjarnarnes. „Ég fer reglu lega í gönguferðir úti á Seltjarnarnes en það finnst vart betri staður fyrir þunglynda til að stunda gönguferðir. Móður systir mín á við þunglyndi að stríða og mamma fór alltaf með systur sinni í göngutúra þegar hún átti í erfiðleikum og ég hef haldið þeirri hefð. Maður er langt frá hávaða og skarkala borgarinnar en í nálægð við sjóinn. Þar fór ég oft í sjóinn þegar Nauthólsvíkin var lokuð. Ég fór stundum út í á brjósta haldaranum og nærbuxunum einum saman, bara til að fá kælinguna.“ Í ÖLDUNUM VIÐ LANGASAND

Elín Ebba á í raun ekki langt að sækja áhugann á sjónum því mamma hennar stundaði sjóböð við Langa sand á Akranesi á árum áður. „Ég er alin upp á Akra nesi og bjó þar til ellefu ára aldurs. Mamma mín, sem er frá Reykjavík, var alltaf sérlega hrifin af Langa sandi. Á hverju sumri tók hún okkur systkinin með sér þangað. Hún synti smá í sjónum en við systkinin lékum okkur í öldunum og fannst það mjög skemmtilegt. Ég man eftir að vinkona mín frá Reykjavík kom í


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

21


Umsjón Dagný Berglind Gísladóttir Myndir Guðbjörg Gissurardóttir / Dagný Berglind Gísladóttir


Á NÝJU TUNGLI Sjússakvöld var haldið á nýju tungli í listasafni Einars Jónssonar. Þar komu saman konur úr ýmsum áttum, og skáluðu fyrir nýju upphafi í óáfengum heilsudrykkjum, skreyttum spírum og jurtum. Konurnar sem blönduðu þessa ,,elixíra“ segja sögurnar á bak við drykkina og af hverju við ættum að skála oftar í kombucha, birkivatni eða hreinsandi spírudrykki.


HEILBR IGÐ UMGJÖRÐ Í upphafi árs er gjarnan litið yfir farinn veg og um leið spáð í framtíðina. Margir ákveða að taka upp betri lífsstíl, hreyfa sig meira og borða hollan mat en þrátt fyrir fögur fyrirheit eru ófáir sem gefast upp og falla fljótt í sama gamla farið. En hvað er þá til ráða? Okkur hjá Í boði náttúrunnar lék forvitni á að fá svar við þeirri spurningu og ræddum því við Guðna Gunnarsson hjá Rope Yoga setrinu. Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Jón Árnason

Daginn er loksins farið að lengja á ný og myrkrið farið að víkja fyrir ljósinu þegar við hittum Guðna í nýju húsnæði Rope Yoga setursins í Garðabæ. Mild birtan gægist inn um gluggana og fellur á stór listaverk eftir Bjarna Guðjónsson en þau prýða salinn sem þykir einn fallegasti æfingasalur landsins. Guðni býður upp á kaffi sem kemur blaðamanni eilítið á óvart því hann hélt að á slíkum stað væri aðeins jurtate eða nýpressaður aldinsafi í boði. Það er nú aldeilis ekki, enda Guðni þeirrar skoðunar að allt sé best í hófi, hvort sem um er að ræða kaffi eða annað. Velsæld er Guðna hugleikin, enda hefur hann unnið í fjóra áratugi við að hjálpa fólki á braut heilsusamlegra lífernis. „Nýtt ár birtist mörgum sem fæðing eða endurfæðing. Það felur í sér nýja möguleika, ný tækifæri, nýja afstöðu og nýja stefnu. Margir vilja breyta um lífsstíl en það má ekki gleymast að það er ekki hægt að öðlast velsæld eða góða heilsu nema vinna að því,“ segir Guðni. Hann bjó lengi í Los Angeles en hefur búið og starfað á Íslandi undanfarin tíu ár. Guðni hefur aflað sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði og líkamsþjálfun og þróað sitt eigið kerfi sem byggist á þessum þáttum sem kallast Rope Yoga. „Við verðum að búa til okkar eigin umgjörð en hún er í raun það ferli sem maður býr til. Til dæmis það að vakna alltaf klukkan sex á morgnana. Umgjörð er eitthvað sem er gert og fram kvæmt aftur og aftur þar til það verður að hefð. Ef manneskja vaknar alltaf klukkan átta en vill vakna fyrr, t.d. klukkan sex, er miklu betra að vakna klukkan korter í átta nokkra morgna í röð en að ætla sér að vakna allt í einu klukkan sex. Þegar maður hefur jafnað sig á því er gott að vakna nokkrum sinnum klukkan hálfátta og eftir mánuð er hægt að vakna klukkan sjö. Á þennan hátt hefur viðkomandi ekkert fyrir þessu.“ Guðni segir suma halda að líkamsrækt gangi út á að fara í ræktina og lyfta þungum lóðum í tvo tíma en hann er ekki þeirrar skoðunar. „Margir rjúka af stað og setja sér nýtt markmið um áramótin, kaupa sér kort í ræktina og eru svo komnir í þrot eftir nokkrar vikur. En ef þú gerir tíu hægar hnébeygjur á dag, þá eru það sjötíu hnébeygjur á viku, þrjú hundruð á mánuði og þrjú þúsund sex hundruð og fimmtíu á ári. Þú þarft bara að taka ákvörðun og standa við hana. Þú getur gert mishægar hnébeygjur. Þessar hnébeygjur eiga eftir að skila þér miklu meira en nokkuð annað sem þú hefur gert.“ -Hvers vegna?

32

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

„Af því að manneskjan fær meira út úr því að hafa sjálfstraust og sjálfsvirðingu heldur en að stunda líkamsrækt. Þegar þú stendur með þér og stendur við það sem þú segir, þá eflistu og verður máttugri. Hnébeygjur eru talsvert erfiðar og þær vinna í undirstöðu okkar, vinna með stærstu vöðvana. Brennslan eykst og undirstaðan lagast.“ Þegar Guðni er spurður nánar út í góða heilsu og forsendur hennar stendur ekki á svari: „Vatn, gæði öndunar og athygli eru forsendur góðrar heilsu. Það á að vökva sig eins og blóm, anda vakandi í vitund og bera ábyrgð á því sem maður veitir athygli. Það á ekki að þamba vatn bara til að pissa því heldur drekka það eins og um mat sé að ræða. Ég legg mikla áherslu á góða öndun sem er jöfn og hæg djúpöndun. Það þarf að staldra við, anda djúpt og anda vel frá sér. Engar kúnstir, ekki standa á haus eða anda út um eyrun. Bara draga andann og taka eftir því. Við höfum 24 þúsund tækifæri á sólarhring til að draga andann. Ef öndun er grunn og hröð er maður í skortsöndun. Ef öndunin er djúp og hæg er maður í velsældaröndun og líkami og heili fær nægt súrefni. Varðandi næringu þá er flestur matur í sjálfu sér ekki óhollur heldur er magnið aðalatriðið og það verður að passa sig á að troða sig ekki út eins og viðkomandi sé öskutunna. Það skiptir mestu máli að tyggja vel og næra sig í vitund. Með því að tyggja vel, brotnar fæðan niður og nærir líkamann á allt annan hátt og upptaka næringarefna verður miklu markvissari. Maturinn vinnst öðruvísi í meltingunni því hann er ekki yfirþyrmandi.“ Þá segir Guðni að hafi fólk virkilegan áhuga á að breyta um lífsstíl skipti miklu máli að muna að ef maður ætli að borða fíl sé það gert með einum bita í einu. „Taka þetta rólega, skref fyrir skref. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin heilsu. Þegar maður er hliðhollur sjálfum sér, tekur maður út úr mataræðinu það sem inniheldur enga næringu eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, unnið kjöt og fleira. Það vita allir að þetta er ekki hollt en um leið og viðkomandi sýnir sjálfum sér umhyggju, ást og virðingu, þá verður mataræðið betra að sjálfu sér. Ef viðkomandi ætlar að breyta tilvist sinni þarf hann að breyta henni í smáum skrefum. Þetta er bara of auðvelt og það er enginn að selja þetta. Það er ekki til neitt sem heitir andleg og líkamleg heilsa. Bara heilsa. Vera heill. Vera í jafnvægi. Hófsemi er lykilatriðið og ekki gleyma að enginn annar en við sjálf berum ábyrgð á okkar heilsu,“ segir Guðni að lokum.



36

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


KÓKOSOLÍA: Hreinsandi og sveppadrepandi. RÓSAVATN: Róandi fyrir húðina. Gott við roða og exemi. Minnkar svitaholurnar. E-VÍTAMÍNOLÍA: Sérlega græðandi. LAVANDER: Hefur róandi áhrif og er mjög sveppadrepandi. MÖNDLUOLÍA: Frábær rakagjafi. PIPARMYNTUILMKJARNAOLÍA: Frískandi og kælandi. SÍTRÓNUILMKJARNAOLÍA: Hefur hreinsandi áhrif.

aMpeRs A nd

VÖrur frÁ Grunni Að búa til eigin snyrtivörur er ekki aðeins umhverfisvænna heldur veistu nákvæmlega hvað það er sem þú berð á þig, getur ráðið því hvernig þú ilmar og hvað virkni þú vilt kalla fram. Þær Anna Sóley Viðarsdóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir mynda tvíeykið Ampersand en þær hafa gert tilraunir með að hanna sína eigin vörur frá grunni í nokkur ár og komist upp á lagið með að búa til ýmislegt, allt frá tannkremi til gólfsápu. Við fengum þær til þess að deila með okkur sínum uppáhaldsuppskriftum.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

37


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

41


HUGMYNDIR

TANNVÖRUR – Tannbursti, tannþráður og munnskol Best að vanda valið vel og nota náttúru lega og hreina kosti. Mörg af stærri nöfnunum í heimi tannkrema og varnings sem ætlaður er til tannhirðu ætti maður alls ekki að leggja sér til munns. En sterkari tannkremin eyða öllum bakteríum, bæði þeim slæmu en líka þeim góðu. En það er ekki það sem við erum að sækjast eftir, heldur viljum við viðhalda náttúru legri flóru munnsins og leyfa góðum gerlum að vinna sína vinnu. Tennurnar mynda varnarhjúp sem sum þessara efna eyða. Þess vegna er mikilvægt, vilji maður skipta yfir í náttúru legri kosti að gera það í þrepum. Annars eru tennurnar algerlega varna lausar þegar náttúru legu varnirnar hverfa. Ef við gerum ráð fyrir að almennt noti fólk tannkrem tvisvar sinnum á dag þá er það vissu lega lítið magn í einu en ef tekið er saman allt það tannkrem sem er notað á einni mannsævi er magnið orðið talsvert. Flest algeng tannkrem innihalda efni eins og Triclosan sem er sýkladrepandi en margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif þess á aðra hluta líkamans og tengingu við ýmsa sjúkdóma. Það er því orðið dýrkeypt að drepa sýkla í munni í skiptum fyrir almenna heilsu. Annað algengt efni sem oftar en ekki má finna í tann kremum er freyðiefnið Sodium Lauryl Sulphate en það getur fengið tannkremið til að freyða skemmtilega en einnig raskað eðlilegri starfsemi bragðlauka. Flest tannkrem eru auk þess stútfull af sætuefnum sem þjóna eingöngu þeim tilgangi að gera þau bragðbetri. Skiptar skoðanir eru um notkun flúors en sú umræða hefur varað í áratugi. Margir tann læknar og aðrir meðlimir heilsustéttarinnar segja flúor nauðsyn legt til að viðhalda góðri tannheilsu á meðan aðrir telja svo ekki vera og þó síður sé. Þar mætti til dæmis nefna Dr. Mercola sem telur að það megi tengja við ýmis heilsufarsvanda mál ótengd tönnum og tannhirðu. Ekki er ætlunin að skera þar úr um hér, sitt sýnist hverjum.

42

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

MELTINGARGERLAR

TUNGUSKRÖPUN

Til þess að stuðla að heilbrigði þarma og magaflóru sem spilar stórt hlutverk í tannheilsu er hægt að innbyrða lifandi gerla eða góðgerla. Þá má taka í hylkjum en einnig inniheldur fjöldi matartegunda og bætiefna, góðgerla. Þar má nefna fermenteraðan mat (eins og sýrt grænmeti), Miso súpu, dökkt súkku laði, spíru línu, klórellu og kombucha. Þessa vinveittu gerla er gott að innbyrða daglega.

Tunguskröpun kemur einnig úr indverskum Ayurveda fræðum og hefur notið mikilla vinsælda, til dæmis meðal jóga iðkenda. Á meðan við sofum losar líkaminn sig sem mest hann má við eiturefni úr kerfinu. Þau geta setið eftir á tungunni og því er tunguskröpun góð leið til að losna við sýkla, sveppi og bakteríur. Það má gera með sértilgerðum tungusköfum nú eða með tannburstanum að morgni dags.


46

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


SÚTAR INN Texti og myndir Margrét Rósa Jochumsdóttir

Það er kolniðamyrkur í byrjun desember þegar ég beygi niður afleggjarann í átt að Hjalteyri, litlu sjávarþorpi í miðjum Eyjafirði. Ég kynntist Lene Zachariassen síðasta sumar þegar hún bauð mér og börnunum mínum á heimili sitt í gamalli síldarverksmiðju og leyfði okkur að upplifa það sem okkur fannst öllum vera tímalaust ævintýri. Saga Lene er einstök og þegar ég kvaddi hana var ég viss um að ég kæmi fljótt aftur.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

47


FRUMKVÖÐLAR

FYR IR SK APANDI FÓLK Hjónin Ólafur Gunnar Sverrisson tréskipasmiður og Anna María Karlsdóttir mannfræðingur stofnuðu Íshús Hafnarfjarðar vorið 2014, í samvinnu við góðan hóp keramikhönnuða. Tilgangur Íshússins er að bjóða upp á vinnuumhverfi fyrir skapandi fólk sem kallar á samtöl milli ólíkra greina í listum og handverki. Áskorunin hefur síðan verið að láta slíkt hús standa undir sér. Við heyrðum í þeim hjónum og fengum þau til að deila með okkur úr sínum frumkvöðlaviskubrunni. Umsjón Dagný Berglind Gísladóttir Myndir Jón Árnason

58

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


FRUMKVÖÐLAR

á fjár magni. Uppbygging Íshússins hefur tekist afar vel og það er að stórum hluta góðri samvinnu að þakka, bæði innan húss en einnig út fyrir veggi þess. Margir hafa lagt til hrá efni og aðstoð, svo sem húsgögn, málningu og annað slíkt þegar við höfum standsett ný rými. Samtaka mátturinn er afar sterkt af l og við höfum notið þess í Íshúsinu. Að draga upp glansmynd er samt ekki okkar stíll. Verkefnið hefur krafist mikillar vinnu sem náttúru lega tekur á þegar fram í sækir og frasinn blóð, sviti og tár hefur á stundum átt afar vel við.

Hvað hefur komið skemmtilega á óvart í ferlinu? Það er mjög margt sem hefur komið skemmti lega á óvart en eftirspurnin eftir rýmum strax frá fyrsta degi, athyglin sem Íshúsið hefur fengið og velvildin í okkar garð stendur upp úr. Áhuginn á starfseminni nær langt út fyrir land steinana, t.a.m. höfum við fengið til okkar bæjarstjóra frá borginni Munster í Þýskalandi. Íshúsið kemur einnig fyrir í nýrri banda rískri sjónvarpsþátta röð nú á vor mánuðum og aðilar frá Nýsköpunar miðstöð Noregs voru hjá okkur í heim sókn fyrir stuttu. Velvildin og jákvæðnin sem við höfum notið er einstök og síðast en ekki síst höfum við verið einstak lega heppin með leigjendurna sem mynda sam félagið í Íshúsinu. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíð hússins? Við áttum tveggja ára afmæli í nóvember síðast liðnum og Íshúsið er því enn ungt að árum. Við viljum byggja ofan á núverandi starfsemi. En leita jafnvel nýrra leiða í framhaldinu, t.d. með því að þróa samstarf við ferðaþjónustu aðila vegna hópa heimsókna og skoða mögu leika á samvinnu við mennta stofnanir til að ef la áhuga ungs fólks á iðn- og skapandi greinum. Framtíðin er björt og við erum full tilhlökkunar fyrir áframhaldinu!

Íshúsið er ekki opið að staðaldri fyrir almenning en hægt er að bóka hópaheimsóknir á info@ishushafnarfjardar.is. FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK: facebook.com/ishushafnarfjardar.is

60

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Rebekka Kühnis

LÍNUR Í LANDSLAGI Rebekka Kühnis er listakona frá Sviss sem búsett er á Íslandi. Hún er með meistaragráðu í myndlist og listkennslu og vann lengi sem myndlistarkennari meðfram listinni. Rebekka kom fyrst til Íslands fyrir tuttugu árum síðan og vann þá á sveitabæ á Hornafirði í sumarfríi sínu. Að koma til Íslands var fyrir hana eins og að koma heim en það var ekki fyrr en í gönguferð á Íslandi fyrir fjórum árum að hún ákvað að taka skrefið alla leið og flytja til landsins. Þegar hingað var komið gekk Rebekka um landið eins lengi og veður leyfði langt eftir vetri. Hún varð gagntekin af íslenskri náttúru og gekk oftast ein, með tjald í bakpokanum til að gista í. Í þessum ferðum var hún ekki einungis að horfa á náttúruna í kringum sig heldur einnig að upplifa hana. Serían sem við sjáum hér spratt úr gönguferðum Rebekku og sýnir skynjun hennar á náttúru landsins. Allar teikningarnar eru af stöðum sem hún hefur komið til og ljósmyndað. Rebekka teiknar upp staðinn á meðan hún man ennþá stemmninguna, og tekur sinn tíma í hvert listaverk. Hún notar svartan penna og fínar línur til þess að sýna fram á hreyfingu og breytileika íslenskrar náttúru. rebekkakuehnis.ch


Askja


Ilmur og Tómas Eldjárn á Hrút fjallstindum á Öræfajökli 2015 .

ÍSKALDAR „Ég lifi fyrir það að fara í göngur eða skíðaferðir út í náttúrunni og gista í tjaldi, segir Ilmur Sól Eiríksdóttir, tuttugu og þriggja ára Reykjavíkurmær, hjúkrunarfræðinemi og meðlimur í flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.

Texti Elín Hrund Þorgeirsdóttir Myndir Einkaeign og Ævar Ómarsson

70

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Ilmur Sól hefur alla tíð verið mikill náttúruunnandi og segir það endurnærandi fyrir líkama og sál að stunda útivist. „Við kærastinn minn, Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, og bræður mínir förum mikið saman í útilegur, bæði á sumrin og veturna. Lykillinn er að búa sig eftir veðri. Við Tómas kynntumst á nýliðanámskeiðinu í flugbjörgunarsveitinni þar sem við vorum lang yngst. Við náðum strax vel saman en það tók okkur samt sem áður nokkur ár að byrja saman,“ segir Ilmur og hlær. „Tómas er lærður jökla leiðsögumaður og hefur

mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í alls konar aðstæðum. Hann er einnig í hjúkrunarfræðinámi eins og ég. Það er ótrú lega gaman að geta stundað þessi áhugamál saman.“ DRAUMUR AÐ FARA FYRST Í ÚTKALL

Ilmur ólst upp í Lækjarbotnum í mikilli nálægð við náttúruna þar sem foreldrar hennar hafa búið síðastliðin tuttugu ár og tekið þátt í uppbyggingu Waldorfskólans þar. Aðeins átján ára gömul gerðist hún nýliði hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, ári á eftir bróður sínum og


Tjaldað rétt fyrir utan Þingvallaþjóðgarð árið 2013 þar sem Ilmur gisti ásamt nokkrum vinum og bróður sínum Vífli Eiríkssyni (sjá mynd fyrir neðan).

segir hún hendingu hafa ráðið því að þau völdu þessa björgunarsveit. „Það er í raun ekki nema um tuttugu ár síðan konum var leyft að ganga í flugbjörgunarsveitina. Sveitin var áður aðeins skipuð karlmönnum en núna eru hlutföllin orðin nokkuð jöfn. Þú getur valið þér sérsvið innan sveitar innar eftir því hvað hentar þér, svo að þetta þarf ekki að vera mjög erfið líkam leg áreynsla. Það er vilji fyrir því að þróa nýliðaþjálfun á þann veg að hægt sé að velja svið eftir áhuga, þannig að það þurfi ekki endilega allir að fara á sér námskeið, eins og t.d. straum-

vatnsbjörgun ef enginn áhugi er fyrir því. En mikilvægt er þó að hver og einn viti sín takmörk og fari eftir því. Mér finnst að það ætti að leggja meiri áherslu á að ná til fjöldans og auka fjölbreytileika og forkröfur. Áhugasvið fólks er misjafnt og sumir hafa meiri áhuga á því að starfa í heima stjórn, vera í húsi á meðan á útkalli stendur og sjá um samskipti og skipu lag á meðan aðrir hafa brennandi áhuga á að fara út með fjallabjörgunarhóp eða sem bílstjóri. Ég hef sjálf flakkað á milli hópa. Á tímabili var ég formaður sjúkra sviðs og sá um æfingar og kenndi Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

71


HNETUR OG FRÆ

TAMARI-RISTAÐAR MÖNDLUR 3 dl möndlur með hýði 1 msk tamari-sósa eða sojasósa 2 tsk kókospálmasykur Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllu saman í skál og dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu. Ristið í um 10 mínútur og hreyfið eftir 5 mínútur. Látið kólna.

78

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

HUNANGSRISTUÐ GRASKERSFRÆ 2 dl graskersfræ 1−2 tsk hunang 1⁄4 tsk salt Hitið ofninn í 170°C. Veltið graskersfræjunum upp úr hunanginu og stráið saltinu yfir. Dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu. Ristið í 10 mínútur og hreyfið eftir 5 mínútur. Látið kólna. Á sama hátt má rista valhnetur og aðrar hnetur.

FIMM KRYDDA PEKANHNETUR 3 dl pekanhnetur 2 msk hlynsíróp 1 tsk fimm krydda duft (five spice) 1⁄2 tsk reykt paprika 1⁄2−1 tsk flögusalt Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllu saman í skál og dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu. Ristið í um 10 mínútur og hreyfið eftir 5 mínútur. Látið kólna.


PIRI-PIRI-RISTAÐAR KASJÚHNETUR 3 dl kasjúhnetur 1 msk hlynsíróp 2 tsk piri-piri-krydd 1 tsk flögusalt – 1⁄2 tsk ef notað er fínt salt Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllu saman í skál og dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu. Ristið í um 10 mínútur og hreyfið eftir 5 mínútur. Látið kólna.

RISTUÐ SÓLBLÓMAFRÆ MEÐ HLYNSÍRÓPI OG CAYENNE-PIPAR 3 dl sólblómafræ 1 msk hlynsíróp saltflögur eftir smekk 1⁄4 tsk cayenne-pipar Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllu saman í skál og dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu. Ristið í um 10 mínútur og hreyfið eftir 5 mínútur. Látið kólna.


ÍBN + FARVEL

Balí

ÞEGAR EYJAN ÞAGNAR

Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir Myndskreyting Ásta Þóris

Ferðalög á framandi slóðir, eins og Balíferðin sem við fjölskyldan fórum í um árið, gleymast seint eða aldrei. Við bjuggum í fallegu húsi inni í litlu þorpi fjarri skarkala ferða manna straumsins og það sem við rifjum oftast upp þegar rætt er um þessa ferð er bálförin sem vina legur nágranni okkar bauð okkur í. En útför á Balí snýst um að fagna lífi viðkomandi og er því mikið lagt upp úr skúðgöngu, fórnum og bálkesti í lokin þar sem líkið er brennt. Slíka uppákomu hefðum við ekki upplifað ef við hefðum verið á hóteli einhvers staðar við ströndina fjarri lífi almennings í landinu. Þegar ferða skrifstofan Farvel kom að máli við mig með þá hugmynd að skipu leggja ferð til Balí í anda Í boði náttúrunnar og bjóða áskrifendum ÍBN góðan afslátt, þá ákvað ég að slá til enda einstök leið til að kynnast þessari framandi og fallegu eyju. Ásta Þóris ævintýra kona með meiru verður farastjóri og hefur hún hannað einstaka ferð sem sniðin er að þörfum þeirra sem vilja ná djúpum tengslum við náttúru og menningu heima manna, auk þess að upplifa Nyepi, en það er dagurinn þegar öll eyjan þagnar. Ásta fór fyrst til Balí fyrir tuttugu árum síðan og bjó þar m.a. einn vetur og hefur kynnst innfæddum og menningu þeirra mjög vel. Við spurðum hana út í þessa þriggja vikna ferð sem farin verður í mars á þessu ári.

Hvert er markmið með ferðinni? Að njóta og aftur njóta. Kynnast íbúum Balí og þeirra einstaklega fallegu

BALÍ DAGSETNING: 12 mars – 1 apríl 2017 FULLT VERÐ: 495.000 kr. VERÐ TIL ÁSKRIFENDA ÍBN: 445.000 kr. INNIFALIÐ: Flug, gisting með morgunverði í heimahúsum, allur akstur á milli staða, blönduð dagskrá hvern dag með hádegisverði sem er innifalinn og fararstjórn. Sjá nánar á Farvel.is (Balí náttúra)

86

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

hugsun, viðhorfum og hefðum. Upplifa hamingju, samkennd og þessa einstöku ró sem þeir búa yfir. Stress er eitthvað sem þeir vita ekki hvað er. Tíma setning ferðarinnar er ákvörðuð með það í huga að ná hinum einstaka degi sem nefnist Nyepi og er dagur þagnar, föstu og íhugunar á Balí. Þá er allt lokað, bannað að vera með hávaða og einnig ferðast á milli staða. Algjör kyrrð á að ríkja.

Hvernig verður dagskráin? Við munum spila þetta eftir tilfinningunni, hvað dagurinn færir okkur hverju sinni. Líf Balíbúa stýrist af náttúrunni og trúarathafnir og viðburðir eru ákvarðaðir af stöðu tungls og stjarna. Daglega verður þó boðið upp á ferðir og uppá komur sem hjálpa okkur að skilja hugsanagang og lífsklukku Balíbúa og um leið að tengjast betur eigin tilfinninga lífi og draumum. Við kynnumst m.a. ræktun og uppskeru margvíslegra suðrænna ávaxta, kryddjurta og grænmeti, eins og t.d. papaya, kaffi, hrísgrjón, kakó, te o.fl. Við hjálpum til við undirbúning athafnar í fjölskylduhofinu og fræðumst um hinar ýmsu trúarathafnir. Förum á markaðinn og undirbúum matar veislu að hætti Balí fjölskyldu. Við stúderum sígildan byggingarmáta á Balí sem byggir á fornum reglum um afstöðu og umgengni hverrar fjölskyldu. Lærum grunninn í indónesísku sem er skemmtilega einfalt mál. Heimsækjum græna skólann (Green School) sem er mjög virtur grunnskóli byggður eingöngu úr bambus. Síðan má ekki gleyma að njóta hinnar einstak lega fallegu náttúru sem Balí hefur upp á að bjóða, frumskógar, akrar, hvítar strendur, heitur sjór, klettar, fjöll og dýralíf. Slaka svo á, njóta og hafa gaman. Hvar dveljið þið á Eyjunni? Við munum gista mestmegnis í fjallabænum Ubud og ferðast víða um Balí þaðan en einnig munum við gista við ströndina t.d. í fiskimannabænum Amed. Dvalið verður í þægilegri heimagistingu á einföldum og fallegum heimilum Balíbúa.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.