6
R
R sUmaR h Vo
Ráð gegn
sT aU
VETUR
VET U
SJÁLFBÆRT • GRÆNT • LÍFRÆNT • VISTVÆNT • HEILBRIGT • ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
rafmengun
2015
Nr
. 1 2015
KRAFTMESTA
BLANDAN OKKAR AF Q10 ÓMÓTSTÆÐILEGAR Q10 SERUM PERLUR SEM DEKRA VIÐ HÚÐINA
1.950 kr.
sleðahundar á íslandi
Andlegur innblástur
svitahof í hvalfirði IBN-Forsida Vetur 2015.indd 1
2015-01-28 9:21 PM
14
EFNI 24
SLEÐAHUNDAR Á ÍSLANDI
Íslandsmeistaramót
56 63
30
VIÐURINN HEILLAR
Dýraportrett hönnuð úr viðarbútum 36
FERÐASAGA Í HLJÓÐFÆRUM
Viðtal við Tryggva Gunnar Hansen 42
ENDURNÝTTAR KRUKKUR
Blómavasi og nálapúði 46
SPÁÐ Í BOLLA MEÐ ...
Guðrúnu Evu Mínervudóttur 50
SVITAHOF Í HVALFIRÐI
Hreinsun fyrir huga og líkama 56
KOMINN HEIM
Viðtal við Davíð Rafn Kristjánsson 63
36
Nærandi fyrir líkama og sál 66
RAFMENGUN
Viðtal við Valdemar G. Valdemarsson 72
66
KITSERÍ
LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU
Réttir eftir Ragnar Frey Ingvarsson
FASTIR LIÐIR 10 RITSTJÓRNARPISTILL 14 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – María Kjartansdóttir 16 BÆKUR 20 INNBLÁSTUR – Fiskurinn 22 FRUMKVÖÐLAR – Guðbjörg í Aurum 70 GOTT FRÁ GRUNNI – Hnetusmjör 78 BÆRINN MINN – Siglufjörður 82 LJÚF MINNING – Bergþóra Snæbjörnsdóttir
24
30 8 Í boði
20
ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 8
2015-01-28 10:25 PM
RITSTJÓRN
Ég ásamt Husky-hundunum Hrímu og Valkyrju.
NÆ SEINT FULLKOMNUN Guðbjörg Gissurardóttir
É
g er alltaf spennt í upphafi nýs árs; líður eins og ég geti endurfæðst, fái nýtt tækifæri, hreint borð, nýja skrif blokk og penna til að skrifa nýja sögu. Er kannski smá drama tísk en það er samt eitthvað til í þessu. Á sama tíma lít ég til baka og skoða hvað stendur upp úr, hvað einkenndi árið, og stundum þarf ég að fara vel í gegnum hvern mánuð til að grafa upp litla sigra og gleðistundir sem vilja stundum gleymast. Þessi yfirferð gefur mér vís bend ingar um það sem ég vil hafa meira af í nýju sögunni og hverju ég vil sleppa. Ég hef reyndar ekki enn lagt í að skrifa stutta textann um höfundinn á baksíðu bókar innar en það ku vera góð leið til að fá mann til að hugsa um líf sitt og hverju maður vill fá áorkað í því. Á það eftir! Áramótaheit hafa aldrei heillað mig en í mörg ár gerði ég það sem ég kallaði óska lista. Á hann setti ég niður allt það skemmtilega sem mig langaði að gera í lífinu og svo fór ég yfir hann í lok árs og gerði broskall við þá hluti á listanum sem mér hafði tekist að framkvæma. Síðustu þrjú ár hef ég aftur á móti sett niður ákveðið þema fyrir hvert ár og innan þess
FÓLKIÐ
þema set ég mér ákveðin markmið. Þetta er aðeins meira svona fullorðins! Ég tók t.d. eitt ár fjármál sem þema. Já, ég veit, hljómar kannski ekki mjög spennandi en mér tókst samt að gera gott úr þessu annars þurra en mikilvæga þema. Fann í alvöru áhugaverðar bækur um efnið, uppgötvaði genið sem stjórnar peninga viðhorfi mínu, stofnaði skemmtilegan hóp sem hittist reglu lega og svo notaði ég að sjálfsögðu „Síkretið“. Tókst meira að segja í eitt skiptið, eftir stífar æfingar, að laða til mín nákvæmlega þá upphæð sem ég hafði skrifað á miða. Miðarnir voru reyndar úti um allt til að hjálpa mér að gleyma ekki æfingunum. En þarna lærði ég eina mikilvæga lexíu; það er að taka fram hvort umrædd upphæð sé fyrir eða eftir skatt! Því þegar ég fékk peningana loks í hendurnar var upphæðin helmingi lægri. Þrátt fyrir þetta áhugaverða ár er ég enn að baksa við að ná settum markmiðum og er langt því frá að hafa náð fullkomnun á því sviði og geri eflaust seint! En á meðan ég sit ekki föst í sama farinu og held áfram að reyna að gera betur ... þá er ég bara nokkuð sátt við sjálfa mig! Ég vona að blaðið veiti ykkur góðan
innblástur svona í upphafi árs. Það er tilvalið að byrja á því að staldra við á næstu síðu, skoða hugleiðingarnar og setja jafnvel svörin niður á blað. Heilsan er okkur hugleikin á þessum tímapunkti en við gleymum stundum að sinna and legu hliðinni og því viljum við á ÍBN hvetja sem flesta til að skoða og jafnvel taka þátt í hug leiðsluvikunni FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR sem við stöndum nú fyrir í annað sinn vikuna 8.14. febrúar. Í fyrra voru 50 viðburðir í boði frá ólíkum hugleiðslu aðilum og aðgangur frír. Þannig viljum við leggja okkar af mörkum við að kynna hugleiðslu fyrir almenningi og ávinning þess að hugleiða reglulega. Nánari upplýsingar og viðburðadagatal er að finna á vefsíðunni okkar www. ibodinatturunnar.is. Í blaðinu er að finna viðtal við Davíð Rafn sem er nýkominn heim eftir sjö ára ferða lag um heiminn. Hann fær mann sannarlega til að staldra við og hugsa um það hvernig maður lifir lífi sínu og hvað það er sem skiptir máli. Svett er einnig góð andleg og líkamleg hreinsun og við tökum tali Heimi Loga sem hefur stundað og staðið sjálfur fyrir svetti til fjölda ára. Við spáum svo í bolla með rithöfundinum Guðrúnu Evu Mínervudóttur og rifjum upp þessa gömlu hefð sem sumum finnst skemmtilegt hjálpartæki til að skyggnast inn í framtíðina. Kristbjörg jóga kennari gefur okkur uppskrift að „kitseríi“ sem er víst talið hin fullkomna máltíð fyrir líkama og sál og er mikið neytt af fólki í hreinsunum eða andlegri iðkun á Indlandi. Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr, gefur okkur nokkrar góðar upp skriftir úr nýju bókinni sinni, Veislan enda lausa. Svo skoðum við híbýli okkar út frá rafmengun og hvað við getum gert til að lágmarka slæm áhrif hennar á líðan okkar. Við fengum líka góð ráð fyrir frum kvöðla hjá Guðbjörgu skartgripahönnuði í Aurum og María Kjartansdóttir ljós myndari heillaði okkur með mynda syrpu frá Grænlandsferðum sínum. Menningartengd hljóðfæra smíð, dýra portrett úr viði og hunda sleða keppni er allt eitthvað sem hefur heillað okkur sem stöndum að blaðinu og vonandi náum við að heilla ykkur með!
Gleðilegt ár!
MYND- OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR AÐSTOÐARRITSTJÓRN DAGNÝ GÍSLADÓT TIR OG ÁSTA ANDRÉSDÓT TIR LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, MARÍA K JARTANSDÓT TIR, SPESSI, HELGA EINARSDÓT TIR, EINAR GUÐMUNDSSON, PÉTUR SKARPHÉÐINSSON FORSíÐA DAGNÝ GÍSLADÓT TIR MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓT TIR, SOFFÍA ARNARDÓT TIR TEXTI GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR, ÁSTA ANDRÉSDÓT TIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓT TIR, DAGNÝ GÍSLADÓT TIR, GYÐA TRYGGVADÓT TIR, GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓT TIR, HELGA EINARSDÓT TIR, RAGNAR FREYR INGVARSSON, HELENA STEFÁSNDÓT TIR, BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓT TIR PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓT TIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR OG RAGNAR PETERSEN LAUSASÖLUVERÐ 1950 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN: ODDI, UMHVERFISVOT TUÐ PRENTSMIÐJA. ÚTGEFANDI: Í boði náttúrunnar, Elliðavatn · 110 Reykjavík · 861-5588 · ibn@ibn.is · www.ibodinatturunnar.is
10
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 10
2015-01-28 10:25 PM
TVÆNT • HEI
LBRIGT • END
URUNNIÐ OG
KT EKTA ÍSLENS
veTU r
• LÍFRÆNT • VIS
Fáðu þér
r SUmAr H vo
Úttekt
áskrift
ST AU
• GRÆNT SJÁLFBÆR T
HAUST
bílar N r.
2 201
4
20 14
fyrir aðeins 1.790 pr. blað
VIKA 12
+ GEFIÐ ÚT ÞRISVAR Á ÁRI
úðblettum
+ FRÍ HEIMSENDING
bjartari húð!
+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI
r u d n ö f t s u a H 1.9 50 kr.
Kaupa á netinu: www.ibn.is eða í síma: 861 5588
„Blaðið er komið og ég er búin að fletta lauslega yfir ... er aðeins að spara það ... svona eins og góða súkkulaðið sem maður borðar ekki allt í einu.“
101 hvalfjörður færin dekrað við skyn AN ÓR MELTINGAFL
ELÍN GUÐRÚN INGVARSDóTTIR 2014-09-28
8:43 PM
„Af öllum þeim tímaritum sem koma út á Íslandi, finnst mér þitt það besta. Fjölbreytt lesefni, ekki innantómt tískusnobb. Flottar myndir og næs pappír.“ JöKULL JöRGENSoN
Tíma
rit með hugsjón
VERÐ ÁSKRIFT: EITT BLAÐ Í EINU 1.790 kr. ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.950 kr. ELDRI BLÖÐ 850 kr. stk. Póstburðargjald innifalið
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 12
2015-01-28 10:26 PM
2015
SPARAÐU
græna
með fríðindakortinu
10%
Afsláttur
jurtaapótekið
Í Jurtaapótekinu eru framleiddar vörur beint úr náttúrunni.
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 13
Á kortinu eru eingöngu fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar á sviðum á borð við umhverfismál, sjálfbærni, ræktun, nýtingu á staðbundnu hráefni, heilbrigði og samfélagslegri ábyrgð.
EftiRtalin fyRiRtæki gEfa 10-20% afslátt JuRTaapóTEKIð | heilsa KRúsKa | veitingastaður BúRIð | ostar o.fl. BæNDuR Í BæNuM | matvara DITTo/yoGasMIðJaN | snyrtivörur sólEy oRGaNIcs | snyrtivörur INDÍsKa | föt og heimili spaKsMaNNsspJaRIR | föt lITla GaRðBúðIN | matjurtarækt/fylgihlutir GaRðHEIMaR | matjurtarækt oRGaNIcNoRTH.Is | netverslun spIRaN.Is | netverslun FEIMa | hárgreiðslustofa GloRIa | fataverslun sysTRasaMlaGIð | heilsuhof loFT | hostel/bar Góð HEIlsa | heilsuverslun FlóRa aKuREyRI | verslun
nÝtt nÝtt nÝtt
lITlalJósID.Is | netverslun HaRðKoRNaDEKK | hjólbarðar FREyJaBouTIquE.Is | snyrtivörur
Sjá nánar: ibodinatturunnar.is/graent/
2015-01-28 10:26 PM
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
HEIMILI SNJÓSTORMSINS María Kjartans útskrifaðist frá listaháskóla Íslands árið 2005 (Ba) og frá Glasgow school of art (MFa) árið 2007. Hún hefur síðan búið og starfað í london, parís og nú loks í Reykjavík þar sem hún hefur sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir í tugum samsýninga, einkasýninga og listviðburða víðsvegar um heiminn. að fara út á ystu nöf og rannsaka hin óljósu mörk manns og náttúru er helsti innblástur Maríu og aðalsmerki, en hún hlaut nýlega Magnum-ljósmyndaverðlaunin og signature art-verðlaunin í london fyrir verk sín. Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á að taka myndir af snjó? Náttúran er svo síbreytileg og maður veit aldrei hvaða töfra hún tekur upp á að sýna manni. snjórinn er bara einn litur í náttúrupalettunni. Þegar ég stundaði námið í Glasgow fékk ég styrk til að mynda seríuna „clearly Remote“ á Grænlandi. Ég fór þangað þrisvar sinnum og dvaldi í um viku í senn. Fyrst um sumar, svo haust, en það var ekki fyrr en ég dvaldi þar um hávetur að ég náði loks að ljúka seríunni. Grænland er algjör perla en í þorpinu Kulusuk er ansi hráslagalegt og skítugt þegar snjórinn bráðnar yfir sumartímann. Mikið af dósum, drasli og öðrum neysluvarningi er út um allt, en lítið sem ekkert er hugsað um sorphirðu og hvernig þessi varningur hefur áhrif á umhverfið og lífríkið. sorp flæðir í orðsins fyllstu merkingu eins og árfarvegur frá þorpinu til sjávar, en þegar
14
snjóar verður aftur allt svo hreint, hvítt og fallegt. Það er bara eitthvað við snjóinn, hann hefur þann mátt að mála yfir og umbreyta hráleika og skít í fallegan, hreinan, hvítan striga sem hefur alltaf heillað mig. Hverju ertu að reyna að ná fram með þessum myndum? Vinum mínum finnst ég algjör náttúruperri, þar sem ég sé fallega liti, ljós og form í nánast öllum aðstæðum og þá sérstaklega í náttúrunni. Galdurinn er hins vegar að ná að fanga þessa upplifun svo að fleiri fái að upplifa þessi hughrif. Þegar þessar myndir voru teknar var allt þakið snjó, fjöllin hvít og vatnið frosið, en ég hafði engan sérstakan áhuga á að mynda landslagið eitt og sér. Þegar ég svo kom inn í yfirgefið hús sem ég rakst á skammt frá þorpinu, blasti við mér ótrúleg sjón; það var líkt og snjórinn
ætti þarna heima. allar helstu innréttingar og húsmunir voru enn á sínum stað, bjórflaska á borðinu, Nintendo-fjarstýringin í hillunni, fötin í kommóðunni. Það var líkt og ég gengi inn á ósköp venjulegt heimili, nema hvað snjóbreiða lá yfir öllu. Það var mjög sérstakt að ganga inn í þessa ævintýraveröld, nokkurs konar heimili stormsins. Í þessum aðstæðum var það samband neyslumenningar nútímans og hreina hvíta snjósins sem fegurðin lá og þeirri fegurð vildi ég koma til skila í þessum myndum. Hvaða tól og tæki notar þú? Ég mynda aðallega með Nikon D7000 myndavél og linsurnar sem ég nota eru Nikkor aF-s, 18105mm,1:3.5 og Nikkor aF-s, 50mm, 1:1.4G. svo finnst mér oft gaman að nota einnota filmuvélar frá Fuji. www.mariakjartans.net
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 14
2015-01-28 10:26 PM
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 15
15
2015-01-28 10:26 PM
INNBLÁSTUR
FISKLIST Fiskurinn er afar táknrænn fyrir okkur Íslendinga. Hann stendur fyrir svo margt sem okkur er hugleikið eins og fæðuna, náttúruna, sjálfstæði, atvinnu og auðvitað sjálfa krónuna. Við fórum á stúfana og fundum frumlegar birtingarmyndir hans í íslenskri hönnun og hráefni. Umsjón DAGNÝ GÍSLADÓTTIR
SíLD OG KARFI Vöruhönnuðirnir Fanney long og Hrafnkell Birgisson fengu innblástur að útlínum og einkennum algengra fisktegunda þegar þau hönnuðu skurðbrettin cutfish. Brettin eru fáanleg í tveimur stærðum og fisktegundum, síld og karfa, og eru búin til úr endurvinnanlegu plasti sem er mikið notað í matvælaiðnaði. Efnið endist mjög vel, tryggir hreinlæti og má þar að auki þvo í uppþvottavél. cutfish er best að nota þannig að það sé skorið á sléttu hliðinni og útskorna hliðin svo notuð til að bera fram mat á. Brettin eru ekki aðeins hin mesta búbót heldur heiðra jafnframt lífríkið og hágæða íslenska fiskvinnslu. Þau hafa ekki verið fáanleg um nokkurt skeið en eru væntanleg aftur á markað fljótlega. www.berlinord.com | www.fanneylong.com
ÞORSK KOLLAGEN
ÞORSK BEIN
yngingarefni úr roði má kalla fæðubótarefnið sem íslenska fyrirtækið ankra hefur sett á markað. Það kallast Feel Iceland og er fullkomlega hreint íslenskt kollagen sem unnið er úr þorskroði. Það getur viðhaldið teygjanleika og raka húðarinnar með sjaldgæfri samsetningu amínósýra því kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og eftir 25 ára aldur fer að hægjast verulega á framleiðslunni. Rannsóknir sýna fram á að inntaka á kollageni leiði af sér færri hrukkur í andliti og að það geti jafnvel minnkað verki í liðum! Þetta er því algjört undraefni fyrir húð, hár, neglur og liði og hægt er að blanda því út í hina ýmsu drykki og þeytinga eða bara út í vatn! Fæst í flestum heilsubúðum. www.ankra.is
Jóhanna Methúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur heillast af þeirri tilhneigingu mannsins að skreyta sig með fundnum hlutum líkt og hann hefur gert með beinum, málmum og perlum í þúsundir ára. Innblásturinn að skartgripamerkinu má rekja til þess að Jóhanna fann beinagrind af kríu á svartri strönd í Reykjavík og nefndi merki sitt eftir henni. Hún hefur síðan þá fengið innblástur sinn frá íslenskri náttúru. Hún býr til skart úr vönduðum efnum þar sem hugað er að hverju smáatriði. skartgripalínan coD frá Kríu jewelry, eða Þorskalínan, er innblásin af beinagrind þorksins, bæði litlum og stórum beinum hans, formi þeirra, stærð og áferð. Gerð eru mót úr beinunum sjálfum sem síðan eru notuð til að móta málminn. skartgripirnir í línunni eru vandaðir og formið vísar í eitthvað frumstætt en um leið framúrstefnulegt. Fæst í aftur, laugavegi 39, aurum, Bankastræti 4, og Mýrinni, Kringlunni www.kriajewelry.com
20
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 20
2015-01-28 10:27 PM
FISKAMYNDIR Theodóra Mjöll er ein af þeim sem sitja aldrei auðum höndum en auk þess að gefa út hverja hárgreiðslubókina af annarri nemur hún vöruhönnun við listaháskóla Íslands. Fiskurinn greip hana sem innblástur og hún fór að vinna með ýmsar tegundir af honum í grafískum teikningum. úr varð Fagur fiskur í sjónum, röð af teikningum eftir hana þar sem hún leikur sér með fisk tegundir út frá fegurðarskyninu. Túlkun Theodóru á fisknum er stílhrein og nútímaleg en um leið táknræn og full af sögu. Teikningarnar eru 40x50 cm og er hver mynd aðeins prentuð í 30 eintökum. Hver teikning ber vörunúmer og kemur í vel merktum pappírshólki sem er einstaklega skemmtileg gjöf. www.theodoramjoll.com
LAX HREISTUR
LAX SpORÐUR
Eftir að roð hefur verið sútað er það orðið að einstaklega sterku efni sem þolir bæði ár og átök. arndís Jóhannsdóttir er reynd handverkskona og listamaður sem hefur unnið með roð í rúm þrjátíu ár. Hún notast við bæði gamalt og nýtt roð þegar hún býr til töskur í ýmsum stærðum og gerðum. Hver taska sem hún býr til er einstök vegna efniviðarins en er um leið klassísk frekar en tískufyrirbæri. laxaroðið í þessari fallegu tösku var til dæmis sútað árið 1946 en taskan sjálf var hönnuð og búin til sextíu árum síðar. Þarna leikur arndís sér með hreisturmynstur á fallegan hátt. Fæst í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4. www.kirs.is
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er kraftmikill skartgripahönnuður og hefur verið iðin við kolann undanfarin ár. Hún er hönnuður og eigandi aurum og hefur hannað margar fallegar skartgripalínur sem eru innblásnar af náttúrunni. Hún laðast sérstaklega að fíngerðum en óreglulegum formum náttúrunnar sem fyrirfinnast víða ef vel er leitað. skartgripalínan laX er túlkun Guðbjargar á línum laxins og áferð. Hjartalaga formið, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum skartgripalínuna, vísar til sporðsins. Áferðin á skartinu er örlítið gróf en jafnframt glansandi, sem minnir á öflugar andstæðurnar í íslenskri náttúru. skartið sjálft, sem er úr silfri, er létt og kvenlegt og náttúrulegu formin eru í senn nútímaleg og klassísk. Fæst í aurum, Bankastræti 4. www.aurum.is
Í boði boði ná náttúrunnar t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 21
21
2015-01-28 10:27 PM
FRUMKVöÐULL
SÆKIR innblástur Í NÁTTÚRUNA
Texti ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
a llt frá stofnun hefur velgengni skartgripafyrirtækisins a urum vaxið jafnt og þétt. nú þegar það fagnar 15 ára afmælinu eru verk þess fáanleg víða um heim og á boðstólum eru yfir 30 vörulínur. Guðbjörg Kristín ingvarsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, segir lykilinn að velgengninni vera þrautseigju og góðan grunn að byggja á.
22
Hvernig kom það til að þú stofnaðir aurum? Árið 1999 sneri ég heim frá Danmörku þar sem ég hafði verið í námi í gullsmíðum og skartgripahönnun, ásamt því að starfa á verkstæði. Ég taldi mig geta fært fram nýjungar á íslenskum markaði og fór því fljótlega út í rekstur. Ég var þá komin með fyrstu formin og reynslu af viðskiptum frá Danmörku, en góður grunnur til að byggja á skiptir verulegu máli. Hefur aurum skapað sér sérstöðu á markaði? Ég vil meina að við höfum markað ákveðna sérstöðu með einkennandi formum, sem eru gjarnan léttleikandi, þrívíð og með sérstakri áferð. Mörg þeirra vísa sterkt í náttúruna. gætir þú sagt nánar frá tenging unni við íslenska náttúru? Ég sæki iðulega hugmyndir í náttúruna. Ég á bústað á Vestfjörðum þar sem ró og
næði ríkir. Ég fæ alltaf innblástur þegar ég kemst þangað úr borginni og ekkert er í kringum mann nema þögnin. Ég hef hannað línur sem vísa í fálkann, svaninn og hrafninn, skötuna og laxinn, en það sem fólk tengir einna helst við Aurum eru blóma formin. Sá áhugi kviknaði á göngu ferð upp á Drangajökul þegar ég tók eftir því hvernig þau náðu að vaxa upp á milli steinanna. Þá var ég ný útskrifuð og að vinna að stórri sýningu fyrir danska list iðnaðarsafnið. oft gerist það einmitt að söluvænlegu gripirnir koma óvænt þegar ég er að vinna að stórum verkum. Hver er viðskiptavinaHópur aurum? Aurum nær til kvenna á öllum aldri. Þar sem um er að ræða tímalaust skart eru um 30 skartgripa línur í sölu hverju sinni og sífellt bætast fleiri við. Hingað til hef ég aðallega unnið úr silfri en fyrir jólin bættist við lína úr gulli, í tilefni 15 ára afmælis fyrirtækisins.
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 22
2015-01-28 10:27 PM
„Ég hafði frá byrjun skýra framtíðarsýn fyrir fyrirtækið og lét ekkert stöðva mig.“
Hverjar Hafa reynst Helstu Hindranirnar? Ég hafði frá byrjun skýra framtíðarsýn fyrir fyrirtækið og lét ekkert stöðva mig. En auðvitað var þetta erfitt fyrstu árin. Ég sinnti öllu sjálf, hvort sem það var að hanna, smíða eða afgreiða í versluninni. Það er mikið til í þessari svokölluðu fimm ára reglu; það þarf að yfirstíga ákveðnar hindranir. Almenningur þarf til dæmis að byrja að þekkja vörumerkið og það tekur tíma að auka úrvalið. Þetta var því heilmikið brölt fyrst en þá er nauðsynlegt að vera þrjóskur og halda ótrauður áfram. Það hjálpar mikið ef maður finnur fyrir áhuga á því sem maður er að gera. Hvaða aðferðir við markaðs setningu Hefur þú nýtt þér? Ég get nefnt nokkur atriði þar. Ef við skiptavinurinn er ánægður hjálpar það mikið, ekki síst þegar ég hafði ekki fjármagn til að auglýsa í byrjun. Aurum
5 Góð ráð
1 2 3 4 5
Góður undirbúningur. Skilgreina vörumerkið vel. Hafa trú á sjálfum sér. Þrautseigja. Jákvæðni.
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og umfjöllun því tengd skiptir máli. Árið 2003 flutti ég reksturinn í Banka strætið á frábæran stað og varð þá sýnilegri, ekki síst erlendum ferða mönnum. Svo má nefna gluggaútstillingarnar; þær hafa
verið mikið metnaðar mál frá upphafi. Það er góður frontur fyrir okkur sem vörumerki og þar sem við erum í mið bænum er ekki annað hægt en að vera með fallega glugga. Síðast en ekki síst skiptir góð heima síða heilmiklu máli. Salan heldur áfram að aukast á síðunni okkar; þar verslar til dæmis fólk sem hefur kynnst Aurum í heimsókn til Íslands og bendir kannski vinum sínum á síðuna. Við höfum alltaf lagt mikinn metnað í framsetningu á okkar markaðsefni. Hvar liggja Helstu sóknarfæri aurum til framtíðar? Nú liggja tækifærin einna helst erlendis. Við tókum nýlega þátt í vörusýningu og sömdum í kjölfarið við fjölda sölustaða erlendis, meðal annars í London. Við höfum nú sent þeim fyrstu pantanirnar. Næstu skref verða að taka áfram þátt í vörusýningum og koma okkur upp traustum kúnnahópi. Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 23
23
2015-01-28 10:27 PM
YFIR
fannhvíta JÖRÐ Texti ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR Myndir PÉTUR SKARPHÉÐINSSON
24
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 24
2015-01-28 10:27 PM
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 25
25
2015-01-28 10:28 PM
ViÐuRinn hEillaR Texti ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR Myndir EINAR GUÐMUNDSSON
„Í staðinn fyrir liti nota ég mismunandi viðartegundir, sem ég mynda fyrst í stúdíói, til að skapa blæbrigði í myndunum. Mig langar líka að gera úr þeim alvöru verk úr tré einhvern tíma. Við sjáum hvernig það fer,“ segir grafíski hönnuðurinn Einar Guðmundsson um skemmtilega veggspjaldaseríu sína sem prýðir næstu síður. „Hreindýrið kom fyrst til mín, alveg óvænt, þegar ég var að leika mér í tölvunni. Þegar ég sá hvað ég var með í höndunum ákvað ég að þróa verkefnið áfram og bæta við fleiri dýrategundum.“ Serían kom í beinu framhaldi af útskriftarverkefni Einars frá Listaháskóla Íslands, sem fjallaði um tré og við í víðu samhengi. „Meðan á náminu stóð áttaði ég mig á því hversu heillaður ég var af þeim. Mér hefur til dæmis alltaf þótt mjög leiðinlegt þegar tré eru felld í miðbæ Reykjavíkur. Það þarf þvert á móti að gefa þeim meira vægi og hlúa að þeim – sérstaklega í þéttbýli.“ Faðir Einars er trésmíður og afi hans var húsasmíðameistari svo að segja má að áhugi þessi sé honum í blóð borinn. „Ég fékk stundum afgangs parketbúta til að leika mér með,“ rifjar hann upp. „Nú gæli ég við að læra handtökin í húsgagnasmíði og samtvinna það grafíkinni við sköpun fallegra gripa úr tré. Ég er viss um að ég á alltaf eftir að vinna með við.“
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 30
2015-01-28 10:28 PM
Hreindýr: hlynur, eik, tekk, hnota, wenge. Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 31
31
2015-01-28 10:28 PM
FERÐASAGA í
hljóðfærum
Texti SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR / GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 36
2015-01-28 10:29 PM
Tryggvi ferðast um í húsbílnum með listaverkin sín og hljóðfæri meðferðis.
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 37
2015-01-28 10:29 PM
Hljóðfærin gerir Tryggvi öll í höndunum úr efniviði sem hann finnur í hverju landi.
Hljóðfærasafn Tryggva Gunnars Hansen á sér enga hliðstæðu þótt víða væri leitað enda hefur hann skapað flest hljóðfærin sjálfur út frá rannsóknum sínum á fornum hljóðfærum á ferðalögum sínum um framandi lönd.
38
ið hittum Tryggva á tjaldstæði í byrjun nóvember þar sem hann hafði komið rauða hús bílnum sínum fyrir um stundarsakir. Þar komst hann í raf magn og nettengingu enda ferðast hann með fartölvu og fylgist vel með öllu sem er að gerast í samfélaginu. Áður en Tryggvi ákvað að staldra við á þessu tiltekna tjaldstæði á Suðurlandi var hann reyndar á leiðinni til Danmerkur með Smyrli en gleymdi sér á leiðinni austur í hellaleit. Hann var kominn á kaf í sögu þeirra og nýtingu fyrr á öldum þegar við náðum tali af honum. Þeim sem þekkja Tryggva kemur þetta hliðarspor eflaust ekki á óvart. Hann er
mikill náttúrudýrkandi og áhugasamur um allt sem viðkemur sögu og menningu þjóða. Hann er víðförull og fjölhæfur og hefur lagt fyrir sig ýmislegt þegar kemur að listsköpun þótt hann hafi lengst af starfað við torf hleðslu. Það voru hljóð færin hans sem vöktu forvitni okkar en hann hefur smíðað þau á löngu tímabili og oftast með því sem til fellur hverju sinni í því landi sem hljóðfærið kemur frá. Hluta af hljóðfæra safninu geymir hann í hús bílnum ásamt allri búslóð sinni. Það tók því dágóðan tíma að finna og ná hljóðfærunum út úr bílnum áður en við gátum prófað hljóminn og fest þau á rafræna filmu. Áhuga Tryggva á tónlist má rekja allt
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 38
2015-01-28 10:30 PM
Á þessum tíma ákvað ég að hafa það fyrir reglu að búa til
hljóðfæri í hverju landi.
HLJÓÐFÆRASAFN
til bernsku en hann var ungur að árum þegar hann fór að kveða rímur. Um tvítugsaldurinn lá leið hans í ýmsa kóra og jók það tónlistaráhugann til muna. Hann hefur lengi haft brennandi áhuga á þjóðfræði og sá áhugi leiddi til þess að hann hóf að kynna sér forn hljóðfæri. „Ég byrjaði að læra þjóðfræði eftir að hafa dvalið á Indlandi í nokkra mánuði. Þar varð mér ljóst hversu mikilvægt það er að passa upp á okkar eigin menningu. Þarlendis sá ég hvarvetna fólk af litlum þjóðarbrotum sem búið var að tapa eigin tungumáli og sjálfstæði og komið undir yfirráð Indverja. Þetta fólk var að veslast upp úr fátækt og komið undir hælinn á stór veldi. Það hugnaðist mér ekki,“ segir Tryggvi og tekur fram að íslenska þjóðin
Tryggva
Fimm strengja Eistlands-kankele.
Handtromma gerð í Afríku úr geitaskinni.
Harpa eftir tilfinningu skógarins.
Uza frá Serbíu (ausa á íslensku).
Austræn handtromma.
Jóhikka, finnsk þriggja strengja hrosshársfiðla.
Seiðmannskringla, verkfæri transferðalanga.
Litháísk kankele (sbr. langspil) í 19. aldar stíl.
Kóra frá Vestur-Afríku fyrir sögusegjara.
Afrískur bassi, kallaður Guembri, Gimbri eða Hejhouj.
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 39
39
2015-01-28 10:30 PM
Föndur
Endurvinnsla
LUKKA Í KRUKKU Það er mikil synd að henda heilum glerkrukkum í ruslið. Hægt er að nota krukkur á ýmsa vegu en augljósast er að nota þær sem glös, nestisbox, eða geyma í þeim afganga gærdagsins. Hér eru tvær frumlegar aðferðir til að breyta krukkum í fallega og nytsama hluti fyrir heimilið. Texti DAGNÝ GÍSLADÓTTIR / HELGA EINARSDÓTTIR Myndir HELGA EINARSDÓTTIR
42
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 42
2015-01-28 10:31 PM
VASAR – í öllum regnbogans litum Með matarlit er hægt að umbreyta krukkum og nota undir þurrkuð blóm, sem kertastjaka, pennastatíf eða undir bómull og eyrnapinna inni á baðherbergi.
EFNI Krukkur Mod podgefestir (fæst í föndurbúðum) Matarlitur Vatn Dagblöð Bökunarpappír
AÐFERÐ 1. Byrjið á því á að setja dagblað í ofnskúffu og hita ofninn í 220˚c. 2. Blandið saman í skál 1 msk. af Mod podge á móti 1/2 msk. af vatni fyrir eina krukku. Bætið lit í eftir smekk. 3. Þá er blandan sett í krukkuna og henni velt til þar til engir ólitaðir blettir eru eftir. 4. Næst er blöndunni hellt varlega úr krukkunni aftur ofan í skálina. setjið þá krukkuna á hvolf á dagblaðið þar sem liturinn er látinn þorna í 45. mín.
5. Nú getið þið endurtekið leikinn með fleiri krukkum og öðrum litum. 6. skiptið dagblaðinu út fyrir bökunarpappír í ofnskúffunni og setjið krukkurnar inn í ofn á 220˚c í 10 mín. 7. að lokum er krukkunum snúið við og þær látnar bakast í ofninum í 30 mín. til viðbótar.
Athugið að ekki er hægt að drekka úr þessum krukkum né setja í þær vökva því að liturinn gæti skolast til. Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 43
43
2015-01-28 10:31 PM
Texti GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON Letur í fyrirsögn SOFFÍA ÁRNADÓTTIR
„Það getur verið að bollaspádómar séu
deyjandi íþrótt.“
46
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 46
2015-01-28 10:31 PM
HVER AGER ÐI, 21. oKTóBER 2014
F
yrsti snjórinn féll í morgun og hér á bæ var sofið til klukkan tíu, sem er sjaldgæft. Það var himna ríkislegt að vakna í skjannabirtu, draga glugga tjöldin frá og fá sólina í augun upp af hvítri jörðinni. „Hvar er rigningin?“ spurði dóttir mín. Það er von að hún spyrji. Eins og tíðin hefur verið undanfarið mætti halda að það ætti undantekningarlaust að vera rigning. Í dag er ekki heldur nein eldfjalla móða og ekki einu sinni rok. Í útvarpinu les alvarleg kvenrödd upp dánarfregnir og jarðar farir og allt þetta minnir mig á það að ég trúi ekki á dauðann. Hins vegar trúi ég á kaffi, hvort sem það er svart og sykurlaust eða undir hvítum mjólkurhjúpi. Þegar ég var beðin að skrifa grein um bolla spádóma sagði ég strax já og hlakkaði til að kynnast helstu bolla spákonum og mönnum landsins. Síðan spurðist ég fyrir alls staðar þar sem mér kom það til hugar. Allir höfðu þekkt magnaða bollavéfrétt sem var nú komin yfir á annað tilverustig. Það getur því verið að bolla spádómar séu deyjandi íþrótt, eða þá að hrakfarir mínar séu eintóm tilviljun. Ég ætlaði að gefast upp og leita á náðir tarotkvenna, en af þeim þekki ég þó nokkrar og er sjálf í þeirra hópi þótt ég taki mig nú ekki mjög hátíðlega sem slíka. Ég hringdi í hjartfólgna tarotfrænku mína sem kom mér á óvart með því að segjast líka kunna að líta í bolla. Nokkrum dögum síðar sit ég við eldhúsborðið hennar, sný öfugum bolla yfir höfði mér, blæs í hann og legg á miðstöðvar ofninn. Við það fæ ég einkennilega tilfinningu og man óljóst eftir öllum þeim skiptum sem ég horfði upp á þær mömmu og frænku snúa bollum yfir höfði sér og leggja á ofn. Spenningurinn og hátíðleikinn lá í loftinu. Ég man að þegar ég var lítil stúlka þótti mér gott og gaman að vera innan um þetta. Búlduleit og bjöguð táknin á postulíninu hófu hvers dagsleikann upp úr sér, á einhvern hátt.
„Ég fylgdist með pabba og lærði af honum,“ segir hún. „Myndirnar eru ýmist óskýrar eða augljósar, en það kemur ekki að sök þótt þær séu óskýrar. oftast er það þannig að ég kem auga á eitthvað eitt og það kemur mér í gang. Ég fór mikið eftir myndunum hér í denn en fór smám saman að fylgja tilfinning unni meira. Síðan hætti ég að spá í bolla og fór að nota spilin. Ef maður er næmur skiptir litlu máli hvað maður notar til að koma sér í gang. Þetta er spurning um tengingu.“ Pabbi hennar er afi minn. Hann óx úr grasi í Flatey á Skjálfanda. Guðríður langamma hlýtur að hafa spáð í bolla, og fleiri sem bjuggu í þessari örlitlu eyju. Þau hljóta að hafa spáð í hversu vel fiskaðist, hvort fram undan væri þurrkur eða væta og síðan auðvitað um persónu legri málefni. Bolla spádómar eru persónu leg og innileg iðja og fjalla fyrst og fremst um málefni hjartans. „Átján ára spáði ég fyrir vinkonu og sá þrjár lík kistur og flug vél í bollanum,“ heldur frænka áfram. „Ég fann til sorgar og skelfingar og varaði hana eindregið við því að fara til útlanda. Síðan gleymdi ég þessu, enda gleymi ég alltaf því sem ég hef spáð fyrir um. Nokkrum mánuðum síðar lenti ég sjálf í því að vera í flugvél með þremur líkkistum og einn hinna látnu var mér afar náinn. Ég gleymi ekki tilfinningunni sem greip mig þegar ég sá kisturnar þrjár á flugbrautinni og það ríkti mikil sorg í vélinni.“ Var það út af þessu sem þú hættir að spá í bolla? Hún hristir höfuðið: „Það var vegna þess að Einar á Einarsstöðum bað mig að hætta því. Sumarið þegar ég var tvítug var ég ráðskona á Einarsstöðum og Einar sagði við mig að þegar maður væri svona ungur væri maður svo opinn og gæti hleypt að illum öflum. Hann sagði mér að hafa engar áhyggjur því ég fengi skilaboð þegar ég mætti byrja á því aftur. Fyrst yrði ég að byggja mig upp. Byggja upp sjálfstraust og vernd. Ég bar djúpa Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 47
47
2015-01-28 10:31 PM
FRELSIÐ Í TJALDINU
Hreinsun fyrir huga og líkama Viðtal DAGNÝ GÍSLADÓTTIR / SIGRÍÐUR I. SIGURÐARDÓTTIR Myndir SPESSI
50
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 50
2015-01-28 10:32 PM
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Fyrsti hluti.indd 51
51
2015-01-28 10:32 PM
Kominn heim
með nýja sýn á lífið
Davíð Rafn Kristjánsson gjörbylti lífi sínu fyrir tæplega sjö árum þegar hann sagði skilið við fjármálaheiminn og sneri sér að andlegum málefnum. Hann dvaldi í Bandaríkjunum, Kína, Kambódíu og Indlandi þar sem hann sökkti sér ofan í búddisma, jóga og hugleiðslu. Viðtal GuðbjörG Gissurardóttir / siGríður inGa siGurðardóttir Myndir Úr einkasafni
U
ndanfarin ár hafa verið viðburðarík í lífi Davíðs. Hann hefur verið á andlegu ferðalagi sem hófst í raun á fremur hversdagslegan hátt haustið 2008. Um viku fyrir hrun íslenska banka kerfisins lá leið Davíðs í banka í Kringlunni til að borga reikninga. Þar sem hann stóð í langri röð hjá gjaldkeranum fann hann fyrir kvíðahnúti í maganum vegna láns sem hann var með á bakinu. Hann ákvað skyndilega að stíga út úr röðinni og fara í bókabúðina við hliðina á bankanum. „Ég fékk svo sterkt á tilfinninguna að ég yrði að fara í þessa búð og kaupa mér bók. Þetta var mjög spes tilfinning. Þegar ég kom inn í Eymundsson sat þar kona með eldrautt, úfið hár og var að árita ævisögu sína, Journey to the Center of the Self. Þegar ég kom inn leit hún á mig og hrópaði upp yfir sig: „You are here for a reason.“ Ég sagðist vita að svo væri og við töluðum saman í nokkrar mínútur. Konan, sem heitir Maxine Gaudio, lét mig fá bókina sína, sagði mér að lesa hana og hafa svo samband. Ég gerði það og sagði henni þá að ég vildi læra meira um and leg málefni. Viku seinna var ég fluttur heim til hennar úti í Bandaríkjunum.“ Á þessum tíma vann Davíð hjá fjármála- og trygginga félagi og segist hafa viljað taka þátt í stemning unni sem þá var ríkjandi í íslensku samfélagi og verða fljótt ríkur. Hann hafði stundað grunnnám í lögfræði við Háskólann á Akureyri en átti eftir að skrifa lokaritgerðina. „Á þriðja námsárinu mínu fór ég í skiptinám til Kína. Þegar ég kom heim fór ég að vinna og ritgerðin er enn ókláruð. Ég var skuldugur en vann samt við að leiðbeina fólki við að spara. Ég var ekkert hamingjusamur. Lengi vel var ég að ströggla með áfengi og sjálfan mig og það var margt í lífi mínu sem ég var ekki búinn að gera upp,“ segir hann og bætir við að and leg málefni hafi ekki verið honum mjög ofarlega í huga. „En ég var samt dálítið leitandi í þeim efnum. Ég
56
var aðeins byrjaður að kynna mér jóga, hugleiðslu og lesa sjálfshjálparbækur. Þegar ég hitti Maxine fann ég allt í einu svo sterkt fyrir því að mig langaði til að læra meira um and leg málefni svo að á einni viku seldi ég flatskjáinn, bílinn og allt annað sem ég átti og fór út til Banda ríkjanna. Maður festir sig alltof oft í einhverju, hvort sem það eru skuldir eða að vera fastur í sama farinu, en þarna fann ég einhvern innri styrk til að brjótast úr viðjum vanans,“ segir Davíð íhugull og yfir honum er einhver stóísk ró sem einkennir oft fólk sem er í góðu andlegu jafnvægi. Maxine er bandarísk en hefur verið mikið á Íslandi. Hún hefur stúderað and leg málefni um árabil, eða allt frá unglingsaldri. Síðar sagði hún við Davíð að þegar hún hefði séð hann fyrst hefði
„lengi vel var ég að ströggla með áfengi og sjálfan mig og það var margt í lífi mínu sem ég var ekki búinn að gera upp.“ hún séð einhvern neista í honum sem varð til þess að hún hvatti hann til að hafa samband. „Ég var nógu áhuga samur og um leið nógu örvæntingarfullur til að hella mér út í þetta,“ segir Davíð og brosir. Þegar til Bandaríkjanna kom varð Maxine kennari Davíðs í andlegum málefnum um tveggja mánaða skeið. Hann segir þann tíma sem hann dvaldi hjá henni hafa verið lærdómsríkan en jafnframt mjög strembinn. „Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Það var mjög erfitt að læra og kafa djúpt í sjálfan sig og leita inn á við. Við notuðum allan daginn til að stúdera og tala saman og þetta var mjög mikil keyrsla. Eftir á að
hyggja var þetta of mikið. Sagt er að góður kennari eigi að beygja mann en ekki brjóta – en ég brotnaði. Það var samt ekki Maxine sem braut mig niður. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég fór að upplifa mig sem skrítinn. Ég var þessi lögfræðigæi í jakka fötum að sökkva mér ofan í andleg málefni en ég fann samt innst inni að þetta var rétta leiðin. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta besta ákvörðun sem ég hef tekið en ég var ungur og þetta var bara of mikið í einu. Eftir tvo mánuði vildi ég komast í burtu, sem ég og gerði. Ég fór því til vinar míns sem bjó á Manhattan og vann í banka. Þar fór ég að umgangast fólk sem vann í fjármálageiranum þannig að á augabragði var ég kominn aftur yfir í þann heim – sem var mjög áhugavert. Þekkingin kemur með reynslunni og ég lærði margt sem ég hefði annars ekki lært ef ég hefði ekki farið út til Banda ríkjanna og búið hjá Maxine.“ Aðspurður hvers vegna hann hafi búið hjá henni segir Davíð að ekki sé óalgengt að nemendur búi heima hjá kennara eða leiðbeinanda sínum og jóga hafi til dæmis verið kennt á þann máta í gegnum aldirnar. „Kennarinn heldur ekki fyrirlestra um hvernig maður eigi að haga lífi sínu. Hann á að hjálpa manni að leita inn á við og skapa þannig umhverfi. Hann á að spegla mann sjálfan og sýna fram á hvernig maður er í raun og veru. Hann sýnir manni ýmislegt sem getur verið erfitt að horfast í augu við.“ uppreisn GeGn ótta Eftir mánuð á Manhattan ákvað Davíð að fara aftur til Kína. „Ég flutti til Beijing og fór í uppreisn gegn þessu andlega. Ég vildi bara meika það á framabrautinni en það er eins og ég leiti uppi fólk sem er í uppreisn gegn hinu efnislega. Í Kína kynntist ég mörgu fólki sem var inni á and legu línunni og stundaði m.a. hugleiðslu og jóga. Ég fór inn í ákveðið lista mannaumhverfi og þar voru allir að vinna í sjálfum sér. Einn vinur minn þar varð bæði eins og kennarinn minn og stóri bróðir. Hann heitir Chris
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 56
2015-01-28 9:26 PM
„Þegar ég kom inn í Eymundsson sat þar kona með eldrautt, úfið hár og var að árita ævisögu sína, Journey to the Center of the Self. Þegar ég kom inn leit hún á mig og hrópaði upp yfir sig:
„You are here for a reason“.“
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 57
57
2015-01-28 9:26 PM
kitserí
Rjúkandi töframatur Kitserí (e. Kitchari) er indverskur réttur sem af mörgum er talinn hin fullkomna næring. Í indversku lífsvísindunum, Ayurveda, er kitserí í hávegum haft enda sagt einstaklega heilnæmur réttur og oft neytt með fram andlegri iðkun og hugleiðslu. kristbjörg kristmundsdóttir, jógakennari og blómadropameistari, kynntist kitseríi af eigin raun á Indlandi og borðar réttinn reglulega yfir kaldasta árstímann. Texti daGný berGlind Gísladóttir
K
ristbjörg kynntist kitseríi fyrst á Indlandi þar sem hún var í jóga námi, enda á rétturinn uppruna sinn að rekja þangað og er enn í dag mjög vinsæll. „Ég hef prófð ýmiss konar mataræði; hrá fæði, lifandi fæði og grænmetisfæði, enda búin að vera grænmetisæta í tugi ára. Ég hef reynt að vera á lifandi fæði hérna heima, sem er bara mjög fínt á sumrin, en það er ekki séns að ég geti það á veturna og heldur ekki á hrá fæði. Líkami minn þolir það alls ekki.“ Kristbjörg segist kunna vel við heitar súpur og rétti á þessum árstíma og þar kemur kitserí sterkt inn. „Nú er ég búin að læra mikið um Ayurveda og þar er kitserí sagt vera töfra matur. Það sem
er svo flott við kitserí er að þetta er einfaldur réttur, bara ákveðinn grunnur sem maður þarf að kunna og svo getur maður framreitt hann á ýmsa vegu.“ einfaldur Grunnur Grunnurinn í kitseríi er tveir hlutar af basmati-hrísgrjónum á móti einum af mung-baunum. „Basmati-hrísgrjón eru allt öðruvísi en venjuleg hvít hrísgrjón og fara miklu betur í mann. Það er hægt að nota bæði hrísgrjón með hýði og hvít. Þau hvítu valda minna álagi á meltingarfærin en hin eru næringarríkari.“ Kristbjörg segir mung-baunir vera mikilvægt innihald en þær eru einu baunirnar sem eru fullkom lega sat viskar, sem þýðir í raun upplyftandi samkvæmt
Ayurveda. Þær eru einnig sagðar einu baunirnar sem leiða ekki til vindverkja. Kristbjörg undirbýr kitserí með því að láta baunirnar liggja í vatni yfir nótt, en segir það ekki þurfa ef notaðar eru klofnar baunir. kitserí „detOX“ OG próteinGjafi Krisbjörg segir að hægt sé að nota réttinn sem hreinsunarfæði. Þá borði maður einungis einfalt kitserí í öll mál í ákveðinn tíma. Þetta sé góð hreinsun sem veiti meltingarfærunum hvíld, því að kitserí er auðmeltan legt, en um leið sé maður algerlega virkur í lífi og starfi. „Ef ég ætla að búa til hreinsandi kitserí, sem er grunnur inn, þá set ég baunir, hrísgrjón og vatn í pott og bæti við túrÍ boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 63
63
2015-01-28 9:28 PM
Friðsæld Í FEBRÚAR Hugleiðsla fyrir alla
HUGLEIÐSLUHÁTIÐ 8.-14. FEBRÚAR 2015
Tugir viðburða um allt land, ólíkar hugleiðsluaðferðir og allt frítt! Zen hugleiðsla Flot (í vatni) Gong slökun Gjörhygli / Núvitund
Hugleitt í Heiðmörk Yoga nidra Dans hugleiðsla Kundalini yoga
SJÁ NÁNAR:
www.ibodinatturunnar/vidburdir IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 65
2015-01-28 9:28 PM
rafmengun Áhrif á hús og heilsu
rafmagn er hvorki áþreifanlegt né sjáanlegt og því er oft erfitt að átta sig á því hvort við búum við rafmengun. fjöldi raftækja og illa jarðtengd hús geta orsakað vanlíðan og minnkað lífsgæði sem hægt er að bæta með réttum úrræðum.
66
Texti GYða trYGGVadóttir
T
ækninni fleygir ört fram og landslagið er mikið breytt frá því sem var. Útvarpsbylgjur sem eru í loftinu núna eru t.d. 10 billjón sinnum sterkari en þær voru um 1940. Ný tækni, og ekki síður breytt notkun hennar, hefur valdið aukinni rafmengun sem varla þekktist á árum áður. Nánast hvert heimili er með þráðlaust net og síma, tölvur og spjaldtölvur, fyrir utan öll sjálfsögðu rafmagnstækin sem létta okkur lífið og veita okkur afþreyingu. Margir hafa velt fyrir sér áhrifunum á umhverfi og einstaklinga og hafa augu almennings og fræðimanna í auknum mæli beinst að óæskilegum áhrifum rafmagns á heilsufar fólks og dýra. Æ fleiri virðast finna fyrir óþægindum og van líðan frá rafsegulsviði sem í umhverfi okkar er oftast tilkomið vegna notkunar á rafmagnstækjum á heimilum. Valdemar Gísli Valdemarsson, rafeindavirkja meistari og skóla stjóri Raftækniskólans, hefur lengi látið sig þessi mál varða og hjálpað fólki og fyrirtækjum
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 66
2015-01-28 9:28 PM
„Útvarpsbylgjur sem eru í loftinu núna eru t.d. 10 billjón sinnum sterkari en þær voru um 1940.“ „Ég held að eitt það brýnasta sem við stöndum frammi fyrir sé að koma því inn í byggingarreglugerðir að hús séu almennilega jarðtengd.“
að greina rafmengun með mælingum og finna leiðir til úrbóta og bættrar heilsu. rafmaGnsáHrif ekki áþreifanleG Að sögn Valdemars má líkja rafmengun við mengun frá bílum. „Þegar margir bílar spúa reyk og sóti sest þoka yfir svæðið eins og algengt er í stórborgum. Þetta kallast „smog“ og er í raun mengunarþoka. Rafmengun er gjarna kölluð „electrosmog“ þar sem mikil geislun streymir frá nærliggjandi útvarps-, sjónvarps- og farsíma sendum. Enn fremur er geislun frá raftækjum, raflögnum og ljósum. Farsímar senda frá sér sterkar rafsegulbylgjur, svo og útvarpstæki, flatskjáir, tölvur, örbylgjuofnar, raf lýsing og fleira og fleira. Aukin notkun allra þessara tækja hefur gert það að verkum að rafmengun hefur aukist og æ fleiri eru farnir að finna fyrir neikvæðum áhrifum hennar. Það getur þó verið erfitt fyrir fólk að átta sig á upptökum rafmengunar því til
þess þarf að gera mælingar sem krefjast ákveðins búnaðar og þekkingar. Það er svo margt inni á heimilum og vinnustöðum sem getur valdið fólki óþægindum án þess að það átti sig á því að rafmagnsmengun sé vanda málið, því rafmagnið er hvorki sjáanlegt né áþreifanlegt.“ Hættan liGGur í sVefnHerberGinu Rafsegulsvið stafar frá öllum rafmagnstækjum og það er fullt af hlutum inni á hverju heimili sem geta valdið viðkvæmum einstak lingum truflunum, s.s. spar perur, nýjar týpur af flúrlýsingu, rafmagnsvekjara klukkur, farsímar, venju legir þráðlausir símar og eldavélar, sérstaklega spanhellur. „Þessi tæki eiga það þó sameigin legt að vera notuð í stutta stund í einu og því er hæpið að þau hafi mikil áhrif,“ segir Valdimar og bætir við að vísinda menn bendi sérstak lega á rafsegulsvið á svefnstað því þar verjum við stórum hluta ævi okkar. „Ef tæki eru alltaf í sambandi eða gangi í svefnherberginu getum við Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 67
67
2015-01-28 9:28 PM
M at u r Umsjón raGnar freYr inGVarssOn
HVersdaGsmatur með tVisti Fiskur, grænmetisréttir og kartöflur eru hversdagréttir á mörgum heimilum. En það er ekkert hversdagslegt við uppskriftirnar sem læknirinn í eldhúsinu eða ragnar freyr ingvarsson gefur okkur hér enda þekktur fyrir einstakan áhuga á öllu sem tengist mat og framandi matarmenningu.
OlíusOðinn
þorskur
– með HVítlauksOlíu OG marGlitum Grilluðum paprikum
r a g n a r F r ey r in g va r s s o n er búsettur í Lundi í Svíþjóð og stundar sérnám í gigtarlækningum. Hann hefur haldið úti vinsælu matarbloggi síðan 2006 þar sem uppskriftirnar skipta hundruðum. Ragnar hefur gefið út tvær matreiðslubækur og sú síðari, Læknirinn í eldhúsinu – veislan endalausa, kom út nú fyrir jólin. Það virðist ekki vera neinn skortur á góðum uppskriftum hjá Ragnari en þær sem hér fylgja eru allar úr nýju bókinni hans.
Fyrir fjóra til fimm Þessi réttur er einkar ljúffengur. Það verður þó eiginlega að leiðrétta titillinn strax því fiskurinn er í raun ekki soðinn þar sem olían fær einungis að ná 55-60°C hita. Hann fær bara að hvíla í heitri olíunni í nokkrar mínútur, þar til hann er eldaður í gegn. Við það að elda fiskinn með þessum hætti verður hann þéttur í sér og afar meyr. Það má elda hvaða fisk sem er með þessum hætti en þess ber að geta að það er skynsamlegt að nota fisk sem er þéttur í sér og heldur sér vel; þorskur, langa, lúða, makríll og lax henta vel fyrir þessa aðferð. Grilluðu paprikurnar passa einkar vel með réttinum og gefa honum vissan léttleika. Þegar fiskur er eldaður svona þarf enga sósu en ég penslaði fiskinn með smáræði af hvítlauksolíu þegar hann var kominn á diskinn til að gefa honum meira bragð.
in n iha Ld 1 kg þorskur 1 1/2 l olía (helst repju- eða jómfrúarolía) 1 gul paprika 2 rauðar paprikur 1 græn paprika 2 msk jómfrúarolía salt og pipar 2-3 msk heimagerð hvítlauksolía 1. Byrjið á að kjarnhreinsa paprikurnar, pensla með jómfrúarolíu, salta og pipra og grilla í blússheitum ofni undir grillinu. 2. Þegar paprikurnar er byrjaðar að fá á sig svartar skellur eru þær teknar út og látnar kólna í nokkrar mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar. 3. Hellið olíu í pott og hitið að 60°C – notið hitamæli. 4. Látið fiskinn varlega ofan í olíuna (gott er að láta fiskinn ná stofuhita áður) og látið hann liggja í henni í 15 mínútur. 5. Færið fiskinn varlega upp úr með spaða og látið leka af honum. 6. Setjið á disk og penslið með hvítlauksolíu, saltið og piprið. 7. Leggið svo heitar paprikurnar með fiskinum. Berið fram með nokkrum salatlaufum.
72
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 72
2015-01-28 9:29 PM
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 73
73
2015-01-28 9:30 PM
LJÚF MINNING
Svört minning
Í BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR
– Skáld
„Þar sem ég stend undir flúorljósinu inni á klósetti gamla félagsheimilisins verð ég fyrir skyndilegri og nístandi andlegri reynslu. Mér finnst ég finna fyrir augnaráði þeirra. Englanna. Almáttugum Terminator glyrnum þeirra sem allt sjá og dæma.“
82
endurminningunni verður alltaf allt svart. En það getur ekki hafa verið alveg svart. Það hljóta að hafa verið ljósaperur, gluggar – einhver dagsskíma sem treðst á milli hurðar og dyrastafs. Hvernig sem ég rýni í myrkrið sé ég hins vegar bara meira myrkur. Svo mikið myrkur að ég greini ekki fingurgómana á sjálfri mér, hvað þá lásinn á hurðinni. Ekki læsa, segir fólk. Ekki læsa. Bróðir minn skoðar alltaf sömu bókina fyrir svefninn, um næturgala. Í bókinni er mynd af dauðanum. Bróðir minn er hræddur við dauðann. Verður myrkfælinn. Ég verð aldrei myrkfælin. Á hverri nóttu biður hann um að fá að sofa uppí hjá mér. Ég leyfi honum að liggja til fóta. Einn daginn birtast mor mónar á bæjarhlaðinu. Jakka fata klæddir og brosmildir. Þeir tala íslensku þrátt fyrir að anga enn af hvítkölkuðum musterum og eyðimörk. Mamma kann ekki við annað en að kaupa af þeim barnabiblíu fyrst þeir lögðu það á sig að ferðast fótgangandi hingað inn Grafninginn, alla leiðina frá Salt Lake City. Biblían er gullbrydduð og fagurlega myndskreytt. Ást við fyrstu sýn. Ný fundinn áhugi minn á testamentinu kemur mömmu skemmtilega á óvart. Nokkrum vikum síðar ákveður hún að lesa nokkrar sögur fyrir bróður minn og sér þá betur myndskreytingarnar sem henni höfðu virst svo fallegar. Flúraðar teikningar af and litum sem teygjast og afmyndast í vítiseldum. Brunnið, bitið og saltstokkið fólk sem krafsar sig upp á steina og musterisþök. Hendurnar teygðar í ör vænt ingu upp til vöðva stæltra engla sem útdeila refsingunni hverju sinni. Af svip englanna má ráða að þeir beri enga miskunn í hjarta til hinna syndugu. Við bróðir minn sitjum hlið við hlið í sunnudagaskólanum. Klædd í stíl í gular buxur með axlaböndum og svarta rúllukragaboli, ég höfðinu hærri. Sú sem sér um kennsluna lætur hópinn syngja djúp og breið, djúp og breið þar til við erum farin að öskra og þarf að þagga niður í okkur. Hvert og eitt okkar fær svo útprentaða bæn um engla sem sitja yfir litlum börnum. Við eigum að hengja bænirnar upp fyrir ofan rúmin okkar. Konurnar í kvenfélaginu útdeila kleinum og mjólk. Finnst bróðir
minn ómótstæðilega sætur, rugla í svörtu hárinu, fylli vasa hans af góðgæti. Ég hleyp inn á klósett til að pissa. Þar sem ég stend undir flúorljósinu inni á klósetti gamla félagsheimilisins verð ég fyrir skyndilegri og nístandi and legri reynslu. Mér finnst ég finna fyrir augnaráði þeirra. Englanna. Almáttugum Terminator-glyrnum þeirra sem allt sjá og dæma. Ég hneppi buxunum aftur. Á leiðinni heim reynir bróðir minn að bjóða mér helminginn af kleinunum sínum en ég þykist ekki sjá hann. Hvessi augun út um bílgluggann á enda lausa móa og framræstar mýrar til að halda aftur af tárunum. Ófær um að halda aftur af volgum þvagdropunum sem leka niður lærin. Þegar við komum heim hleyp ég inn á undan og treð gulu buxunum aftast í kommóðu bróður míns. Næst þegar ég fer á klósettið tek ég með mér peysu til að breiða yfir kjöltuna. Og þótt það sé stranglega bannað sný ég lyklinum í skránni. En þegar lykillinn vill ekki snúast aftur verður skyndilega allt svart. Hvernig sem ég reyni að sjá annað fyrir mér. Og ég stend hljóð í myrkrinu. Innilokuð. Á klósettinu heima hjá ömmu á Íra fossi. Í búningsklefa sund laugar í blautum Mínu músar-sundbol. Á kamri sem stendur við útjaðar niður níddra sumarbúða. Í skólanum, eftir að allir skólabílarnir eru farnir. Það er sama nagandi, hljóðláta skömmin sem lætur mig snúa lyklinum í skránni og gerir það að verkum að ég þori ekki að svara eða kalla á hjálp þegar einhver bankar. Einn daginn birtast gulu buxurnar, samanbrotnar og nýþvegnar, eins og þögult brennimark á rúminu mínu. Mormónabiblían og bókin um næturgalann hurfu í nokkur ár, þar til þær fundust í efstu hillu í skáp uppi á lofti. Æskuheimilið stendur enn á sínum stað þótt við séum löngu farin. Bóndabærinn gegnir nú hlutverki bakpokapláss fyrir erlenda ferðamenn. Ég brýst reglulega þar inn. Fletti í gegnum Lonely Planet-bækurnar þeirra. Sest niður á rykugan blett þar sem eitt sinn var hvítmálað rúm, samanbrotnar buxur. Mormónar hafa ekki sést í Grafningi síðan árið 1990. En í bókakassa merktum mér í Mosfellsbæ liggur enn mormónabiblían. Gullbrydduð sönnun fyrir komu þeirra.
Í boði ná t túrunnar
IBN-Vetur 2015 Annar hluti.indd 82
2015-01-28 9:32 PM