SJÁLFBÆRT • GRÆNT • LÍFRÆNT • VISTVÆNT • HEILBRIGT • ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
R
R SUMAR h vo
vet U
St AU
5 ára afmæli N r. 2 2 0 1 5
1.950 kr.
Gróður oG ræktun ferðalöG oG núvitund sveitamarkaðir
EFNI 56
34
62
FÓLkIð
4 Í boði náttúrunnar
22
SVIFVÆNGJAFLUG Flugkonan Aníta Hafdís Björnsdóttir
46
krAkkAr oG kúLtUr-kort Handvaldir staðir um landið.
28
JUrtALItUN Guðrún Bjarnadóttir kennir okkur að lita ull með jurtum.
48
FUGLASÝNING í SVArFAðArdAL Skemmtilegur fróðleikur um fugla.
34
ÓVISSUFerð með LAy Low Sjö daga ferð í húsbílnum Runólfi rauða.
55
dAGSFerðIr Fjórar ólíkar ferðir út frá Reykjavík.
38
Á FerðALAGI í NúVItUNd Hvernig njótum við líðandi stundar?
58
NÝJA deILIhAGkerFIð Deilum, leigjum eða lánum.
42
VerSLUm VIð heImAFÓLk Innansveitarmarkaðir og verslanir um landið.
62
LIStAVerk eFtIr SÖrU rIeL Listakonan gefur áskrifendum verk.
MYND- OG RITSTÝRA GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr HÖNNUN BerGdíS oG GUðBJÖrG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BerGdíS SIGUrðArdÓt tIr AÐSTOÐARRITSTJÓRN dAGNÝ GíSLAdÓt tIr LJÓSMYNDIR JÓN ÁrNASoN, PétUr thomSeN, GíSLI eGILL hrAFNSSoN, LAy Low, GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr, dAGNÝ GíSLAdÓt tIr FORSíÐUMYND GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr MYNDSKREYTINGAR eLíSABet BryNhILdArdÓt tIr
83
22
68 68
mÁttUrINN í hrINGNUm Fimm lækningaahjól á Íslandi.
74
íSLeNSkUr drAUmAFANGArI Búðu til þinn eigin.
76
SUmArBrAGð Krapi og súpur úr íslenskri náttúru.
83
GrÓðUr oG rÆktUN - Minta - Illgresi - Sumarhúsalandið
FASTIR LIÐIR 6 rItStJÓrNArPIStILL 10 með AUGUm LJÓSmyNdArANS – Pétur thomsen 12 BÆkUr 16 INNBLÁStUr – ísland 19 FrUmkVÖðLAr – Skrímslasetur á Bíldudal 102 LJúF mINNING – Auður Jónsdóttir
16
TEXTI dAGNÝ GíSLAdÓt tIr, SIGríðUr INGA SIGUrðArdÓt tIr, hJÖrLeIFUr hJArtArSoN, ANNA VALdImArSdÓt tIr, GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr, INGA eLSA BerGþÓrSdÓt tIr, rAkeL SIGUrðArdÓt tIr, SIGríðUr þÓrA ÁrdAL, mAríA BIrNA ArNArdÓt tIr. PRÓFARKALESTUR hILdUr FINNSdÓt tIr AUGLÝSINGASALA GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr oG LAILA AwAd LAUSASÖLUVERÐ 1950 kr. ISSN-1670-8695 PRENTUN: oddI, UmhVerFISVot tUð PreNtSmIðJA ÚTGEFANDI: í boði náttúrunnar, elliðavatn · 110 reykjavík · 861-5588 · ibn@ibn.is · www.ibodinatturunnar.is
Í boði náttúrunnar
5
RITSTJÓRN
1 blað 1 TRé
Ég veit að það er klisja að tala um hvað tíminn líður hratt en það er ekki annað hægt þegar ég lít til baka yfir þau fimm ár sem ég hef gefið út þetta tímarit. Það er því hollt að staldra við, líta yfir farinn veg og rifja upp hvað það er sem maður hefur verið að bralla og verja tíma sínum í. Ég ákvað að gera það sjónrænt, með tímalínunni sem sjá má hér að neðan. Eins og sjá má erum við ekki bara að gefa út tímaritið heldur ýmislegt annað sem fæðst hefur á þessu fimm ára tímabili. Þegar ég hugsa um þennan tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að
geta unnið við það sem mér þykir bæði gefandi og skemmtilegt. Þakklæti fyrir að hafa náð að halda þetta út í þessi fimm ár og fyrir allt góða samstarfsfólkið. Þakklæti fyrir móttökurnar, bæði hjá lesendum og auglýsendum, því án þeirra væri ekkert blað. Og ekki síst þakklæti fyrir okkar fallegu íslensku náttúru sem er okkur endalaus uppspretta hugmynda og innblásturs. Með allt þetta þakklæti í huga ákvað ég að nú væri góður tími til að gefa eitthvað til baka og sýna náttúrunni virðingu í verki. Ég var ekki lengi að ákveða mig
FIMM ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLI Helstu verkefni og áfangar
FRIÐLAND FUGLANNA
SVARFAÐARDAL
ÍBN hannar fuglasýninguna Friðland fuglanna í Svarfaðardal.
Útvarpsþátturinn Í boði náttúrunnar á RUV fer í loftið annað sumarið í röð (alls þrjú sumur).
SUMAR 2010
6
ÍBN flytur höfuðstöðvar sínar til Dalvíkur í eitt ár og fær nýtt sjónarhorn á landið!
VETUR 2010
Í boði náttúrunnar
VOR 2011
Fyrsta HandPicked Iceland-kortið verður til. Við veljum einstakar upplifanir í kringum landið.
SUMAR 2011
VETUR 2011
VOR 2012
SUMAR 2012
HAUST 2012
og sótti um að gerast landnemi uppi í Heiðmörk og hefja skógrækt í samstarfi við áskrifendur. Ég hef sem sagt ákveðið að gefa eitt tré fyrir hvert blað sem selt er í áskrift. Með þessu erum við ekki einungis að veita ykkur lesendum innblástur í boði náttúrunnar heldur nýtum við hluta af áskriftargjaldinu til að gefa náttúrunni til baka með þessu skógræktarverkefni sem við köllum VIRÐING Í VERKI. Fyrstu trén verða gróðursett í lok ágúst og við munum bjóða velkomna þá áskrifendur sem vilja stíga út fyrir borgarmörkin og
taka þátt. Svo er auðvitað öllum boðið að njóta lundarins til útivistar allan ársins hring. Framtíðarsýnin er að skapa þarna fræðsluvettvang fyrir hvers kyns fróðleik, handverk og vinnslu sem tengist náttúrunni. TAKK fyrir stuðninginn!
Guðbjörg P.s. Muna svo þema sumarblaðsins: nJÓta EKKi ÞJÓta!
Vefur ÍBN tekur á sig núverandi mynd sem alvöru vefmiðill. Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar er sett í fyrsta sinn.
HandPicked Iceland app og vefsíða auðveldar enn fleiri ferðamönnum að njóta Íslands. HandPicked Reykjavík – handbók ferðamannsins kemur út.
Gáfumst upp á árstíðunum og kynntum nýtt forsíðuútlit!
VETUR 2013
Krakkalakkar – tímarit fyrir litla snillinga
SUMAR 2013
Fengum tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
VETUR 2013
VOR 2014
Gefum til baka og hefjum skógrækt. Virðing í verki EItt Blað = EItt tRé.
Græna fríðindakortið – græn innkaup á hagstæðara verði.
HAUST 2014
VETUR 2015
SUMAR 2015
Í boði náttúrunnar
7
Fáðu þér
áskrift
fyrir aðeins 1.790 pr. blað + GEFIÐ ÚT ÞRISVAR Á ÁRI + FRÍ HEIMSENDING
+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI + ENGIN BINDING + EItt tRé vERÐuR GRóÐuSEtt FyRIR HvERt BLAÐ SEM þú kAupIR Í áSkRIFt
„Af öllum þeim tímaritum sem koma út á Íslandi, finnst mér þitt það besta. Fjölbreytt lesefni, ekki innantómt tískusnobb. Flottar myndir og næs pappír.“ JöKull JörgEnson
R SuMAR VO
ST Au H
R
VET u
5 ára afmæli N r.
VERÐ
2 2015
ÁSKRIFT: EITT BLAÐ Í EINU 1.790 kr. ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.950 kr. ELDRI BLÖÐ 850 kr. stk. Póstburðargjald innifalið
Kaupa ÁSKRIFT Á NETINU: www.ibn.is Í SÍMA: 861 5588
eit t B lað
eit t tré
GróðursetninGar partý í HeiðmörK sunnudaGinn 23 áGúst frá Kl. 11.00 – 14.00.
FÖGNUM FIMM ÁRA AFMÆLI! Vertu með þegar við gróðursetjum fyrstu trén í framtíðar skógi áskrifenda Í boði náttúrunnar. Það verður stuð og stemning!
Af hverju skógrækt? staðreyndir
Kostir
Talið er að 30-40% af flatarmáli Íslands hafi verið skógi vaxið fyrir um þúsund árum en nú aðeins 2%. Það eru til meira en 23.000 tegundir af trjám í heiminum. Árhringir gefa upplýsingar um aldur trjáa og umhverfisþætti eins og eldgos og fleira. Hugtakið sjálfbær þróun var fyrst notað í kringum skógrækt árið 1713 – nýta skóg án þess að eyða honum.
Fullvaxta tré framleiðir jafn mikið af súrefni og tíu manns anda að sér á ári. Einn hektari af skógi bindur mengandi útblástur frá einum fólksbíl út ævina. Fallegur trjágróður getur aukið fasteignaverð um allt að 27%. Ræktun skóga er góð og varanleg leið til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Skógur dregur úr öfgum í veðurfari og veitir skjól. Tré bæta vatnsgæðin á þeim svæðum þar sem þau vaxa. Tengsl eru á milli betri lýðheilsu og magns trjágróðurs í umhverfi fólks. Skógur verndar jarðveg fyrir uppblæstri. Fleiri tré þýða meira og fjölbreyttara fuglalíf.
Nánari upplýsingar á ibodinatturunnar.is
Flogið yfir Herdísarvík.
Kona með vængi líf anítu Hafdísar björnsdóttur tók u-beygju eftir að hún kynntist svifvængjaflugi. Það sem áður hafði skipt hana mestu máli, draumastarfið og veraldlegar eigur, fékk að fjúka fyrir ævintýri í framandi löndum – með vængina á bakinu. Myndir einKasafn Í Frönsku ölpunum.
M
eð 10 kílóa bakpoka gengur Aníta upp á næsta fjall, finnur aflíðandi brekku sem hún hleypur niður þangað til vængurinn hífir hana á loft. Hún getur verið á flugi í nokkra klukkutíma, ferðast langar leiðir eða notið útsýnisins með hinum frjálsu fuglunum. Svif vængja flug er einfaldasta form flugs sem manninum stendur til boða í dag og er nú ein mest vaxandi flug íþróttin í heiminum. Aníta er 44 ára og hefur stundað flugíþróttina í átta ár. Hún hefur mótað líf sitt í kringum flugástríðuna og starfar sem kennari á byrjenda námskeiðum ásamt því að vera með sitt
22
Í boði náttúrunnar
eigið fyrirtæki, Paragliding Iceland, þar sem hún flýgur með fólk á tvímenningsvæng. Af hverju fórstu að læra svifvængjaflug? Einn sólríkan vordag 2007 vaknaði ég upp eftir enn einn flugdrauminn sem mig hefur dreymt reglu lega frá því ég man eftir mér. Í þessum draumum flaug ég um loftin blá í löngum sundtökum og upplifði frelsis og hamingjutilfinningu sem orð fá ekki lýst. Þennan tiltekna morgun vaknaði ég hins vegar með þá hugmynd að ég ætti ekki að láta hér við sitja heldur fara og læra að fljúga. Ég stökk fram úr og gúglaði „svifdreka flug í
„Það er ekkert sem krefst
karlmannshormóna
við svifvængjaflug.“
Reykjavík“ og upp kom Fisfélag Reykjavíkur. Ég tók upp símann og hringdi en mér var sagt að ekki væri lengur verið að kenna svifdreka flug en það væru að byrja ný námskeið í svif vængja flugi (Paragliding). Maður inn í símanum útskýrði hvað það væri í stuttu máli og ég skráði mig strax. Frá fyrsta kynningarfundinum var ég forfallin og hef aldrei litið til baka. Ég skil reyndar ekki núna hvað ég gerði eigin lega áður en ég fór að fljúga!
skemmtilegast að fljúga með góðum vinum en maður er samt alltaf að fljúga einn og þarf að treysta á sjálfan sig. Þegar ég flýg skil ég allar hugsanir um daglegt strit eftir heima og er alger lega í núinu. upplifunin að svífa hljóðlaust um eins og fugl í mörg hundruð og stundum mörg þúsund metra hæð með lappirnar dinglandi í lausu lofti er ólýsanlega falleg og frelsandi. Þetta er tilfinning sem getur verið erfitt að útskýra með orðum.
Hvað er það við flugið sem heillar? Flugið er einhvers konar blanda af góðum félagsskap, ævintýra mennsku og tengslum við náttúruna. Það er
Hvernig breytti flugið lífi þínu? 2002 útskrifaðist ég sem grafískur hönnuður og fannst ég heppnasta manneskja í heimi, búin að finna mína hillu Í boði náttúrunnar
23
Beitilyng
nJÓli
lúPínulauf
maríustaKKur
mÖðrurÓt
raBarBararÓt
Jurtalitun
vILLT bAnd
Í gömlu starfsmannahúsi við andakílsárvirkjun í borgarfirði býr Guðrún bjarnadóttir ásamt hundinum Tryggi. Guðrún er náttúrufræðingur og kennir grasafræði og plöntugreiningu við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hún ver öllum sínum frítíma í að tína vítt og breitt um landið villijurtir sem hún síðan notar til að lita einband. Nú er áhugamálið orðið að fyrirtæki og hægt að kaupa hespurnar hennar bæði innan og utan landsteinanna. Á sumrin opnar hún dyrnar á vinnustofunni sinni, sem hún kallar Hespuhúsið, og þar gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um íslenska litunarhefð. Texti guðBJÖrg gissurardÓttir Myndir g.g. / einKasafn
G
uðrún byrjaði að jurtalita þegar hún var að skrifa MS ritgerð sína við Landbúnaðar háskólann á sviði grasnytja, jafnframt því sem hún skoðaði nytjar í Noregi og á Íslandi allt frá landnámi. „Ég hef ekki farið á námskeið í jurta litun. Ég keypti gamlar bækur frá fyrri hluta síðustu aldar sem ég hef stuðst við,“ segir Guðrún þegar hún er spurð út í hvernig þetta allt saman byrjaði. Hún segir þessar gömlu bækur þó einungis vera með stórar uppskriftir og vera svolítið frjálslegar í notkun eiturefna. „Mér finnst betra að vinna með minna af garni í einu, í minni pottum, til að halda tengslum við bandið og hafa einhverja stjórn á því, þó að ég vilji alls ekki hafa of mikla stjórn því að þá hættir þetta að vera gaman.“
íslensKu litirnir Íslenska flóran er skemmtileg en tegunda fá, að sögn Gurúnar. „Við náum erfiðlega fram rauðum nema með kúa hlandssulli og okkur vantar bláan. Það er talið að blár hafi náðst í gamla daga úr blágresi en sú aðferð gleymdist þegar farið var að flytja inn indígó sem var mun meðfæri legri og gerði það að verkum að íslenskar konur hættu að vesenast með blágresið. Fjallagrös hafa verið notuð til litunar öldum saman. „Úr fjallagrösunum fæ
ég drapplitann blæ en tek svo staðið kúa hland, keytu, og helli yfir bandið og læt liggja í nokkrar vikur. Með því að nota keytu náðist fram rauður litur í gamla daga sem var kallaður kúa hlands rauður eða íslenskur hárauði, sem voru væntanlega nokkrar ýkjur því liturinn var ekki mjög fallegur, endingarlítill og lyktaði illa. Það er svolítið vesen að safna kúa hlandinu en ég bý rétt hjá fjósi þannig að ég hef leyfi til að fara þangað snemma á morgnana til að ná morgun bununni. Svo hleyp ég bara á eftir kúnum með fötu og á góðum morgni næ ég svona 15 lítrum, en ef vel á að vera þarf 150 lítra fyrir 250 grömm af bandi og því er þetta ekki aðferð sem ég nota nema spari til að viðhalda hefðinni.“ Maríustakkur (Alchemilla filicaulis) gefur fallegan mildan gulan lit. „Ég nota blöðin til litunar og hana er víða að finna. um daginn tíndi ég hana fyrir utan Hreppslaugina, fór aðeins á undan öðrum upp úr,“ segir hún kímin. Rabarbarinn er í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu og eru Borgfirðingar duglegir að fara með blöðin til hennar eftir að þeir hafa gert sultu, og einnig ræturnar þegar verið er að stinga upp rabarbaragarðana. „Blöðin gefa gulan lit sem einfalt er að breyta í dökkgrænan með örlítilli efna fræði. Rabarbara rótin er alveg einstök og gefur karríappelsínugulan lit.“
Lúpínublómin eru einnig skemmtileg til litunar. „Þau gefa grænleitan lit, jafnvel neongrænan og blágrænan. Ekki bláan eins og maður skyldi ætla. Ef litað er með blómum þarf að hafa í huga að litur úr blómum getur upplitast hraðar en litur úr öðrum hlutum plönt unnar. Aðferðin við að lita með lúpínublómunum er sú sama og fyrir lúpínu laufin og meira er betra.“ Í gamla daga voru notaðar súrar plöntur, til dæmis túnsúra, njóli, birki, mjaðjurt og víðir. Í dag vitum við hvers vegna þessar tegundir voru góðar til litunar; sýran er nauðsyn leg til að festa litinn. Menn gátu kannski ekki útskýrt efna fræðina á miðöldum en vissu hvað virkaði og hvað ekki. Þegar Guðrún er spurð út í hvort hún noti eitthvað sem ekki er tekið beint úr náttúr unni segir hún að það sé ekki margt en að mögu leikarnir séu þó margir. „Ég reyni að nota sem mest úr íslenskri náttúru en laukur inn er klár lega fenginn í Bónus. Ég nota rauðlauk og venju legan lauk, en bara hýðið. Það kemur mjög sterkur gullinn brúngrænn litur úr rauðlauknum, sem er erfitt að lýsa; hann logar alveg og er afskaplega fallegur.“ Úr venjulegum lauk segir hún að komi skærir gulir litir sem henni finnist sjálfri ekki jafn spennandi þar sem þeir virki ekki mjög náttúru legir svona sterkir og séu ekki hluti af okkar Í boði náttúrunnar
29
„Ísland hefur upp á svo margt að bjóða sem við Íslendingar nýtum okkur ekki.“
lay low og agnes erna leggja af stað á runólfi rauða.
handvalin Óvissuferð Gítararnir voru vel skorðaðir, svefnpokarnir komnir í geymsluna fyrir ofan bílstjórasætið, allt var tilbúið fyrir jómfrúferð Runólfs rauða í HandPicked-ferðalagið. Við veifuðum lay low og agnesi í kveðjuskyni um leið og þær runnu úr hlaði í Reykjavík og héldu á vit ævintýranna. Krossuðum svo fingur í von um að þessi 33 ára húsbíll myndi uppfylla óskir okkar, og þeirra, um draumaferðina!
F
Texti guðBJÖrg gissurardÓttir Myndir lay low og agnes erna
yrir fimm árum, í fyrsta riti Í boði náttúrunnar, gerðum við kort sem við kölluðum einfaldlega „matarkort“. Hugmyndin að því fæddist bara af löngun til að finna góð matarstopp úti á landi í þeim tilfellum þegar maður vill eitthvað annað en pylsu, hamborgara eða pitsu. Kortið fékk góðar viðtökur hjá Íslendingum og í framhaldinu komumst við að því að erlendir ferða menn eru yfirleitt að leita að því sama: góðum mat fyrir utan Reykjavík! Síðan þá hefur hugmyndin að matarkortinu þróast og vaxið og er nú orðin að seríu af kortum sem við köllum HandPicked Iceland. Með þessum kortum viljum við hjálpa þeim sem eru að ferðast um Ísland að uppgötva og upplifa það sem er einstakt við land og þjóð, hvort sem það er góður matur úr héraði, einstök gisting, afþreying, menn ing og saga eða bara að finna litlu búðina þar sem ferða langurinn fær hluti sem fást hvergi annars staðar í heiminum. Fyrir utan vefsíðuna og HandPicked Iceland appið, bættist einnig Runólfur rauði við fjöl skylduna, en hann er bíll af tegundinni Renault Estafette, 1977módel. Þessi fallegi húsbíll kristallar allt það sem HandPicked stendur fyrir. Hann er ekki bara einstakur heldur er sérstök upplifun að keyra hann og maður neyðist til að fara hægt yfir og njóta ferða lagsins! Svo hefur Runólfur þann yndislega eigin leika að kalla áreynslu laust fram bros hjá þeim sem hann mætir og minnir þá í leiðinni á að hægja á sér og njóta, eins og kristallast í frasanum á bakrúðinni: „Life is a journey not a race”. Með þetta í huga ákváðum við að auglýsa eftir Íslendingum sem væru til í að fara í skemmti lega óvissuferð á Runólfi rauða, keyra um landið á 60 til 70 km hraða, staldra við og taka út HandPickedstaðina – og deila svo upplifun sinni með okkur hinum. Þegar auglýsingin birtist fylltist pósthólfið um leið. Við enduðum á að velja Lay Low og vinkonu hennar Agnesi Ernu
Estherardóttur sem hafði sem betur fer góða reynslu af gömlum bílum enda er Runólfur meira í ætt við traktor en bíl! Ferðin stóð yfir í sjö daga og það eina sem þær vissu var að í lok hvers dags ættu þær að bjóða heima fólki upp á „pop up“tónleika. Á hverjum morgni beið þeirra bréf með ferða áætlun dagsins; hvert þær áttu að fara og hvar þær áttu að stoppa til að borða, njóta og leika. Ferðin leiddi þær upp í Borgar fjörð, áfram um Snæfellsnesið og loks var siglt yfir Breiða fjörðinn á Vestfirðina þar sem þær héldu tónleika á Rauða sandi. Með því að gera þetta að óvissu ferð vildum við fyrirbyggja fyrirframákveðnar hugmyndir ferðalanganna. Einnig er ákveðið frelsi fólgið í því að vera ekki með plön fram í tímann og geta þannig verið meira í núinu eða tekið óvæntum uppá komum eins og óveðri og biluðum rúðuþurrkum af æðruleysi. Á ferða lögum mínum um Ísland sl. fimm ár, að heimsækja og taka út HandPicked staði, hef ég komist að því að landið hefur upp á svo margt að bjóða sem við Íslendingar nýtum okkur ekki eða sjáum ekki á leið okkar frá A til B. Í slíkum ferðum kynnumst við oftast bara ólíkum skyndibitastoppum sem gefa okkur ekkert nema næringarsnauða fyllingu. Hvernig væri að leggja fyrr af stað og staldra oftar við? En það eru einmitt nýjar upplifanir sem gera ferðina að áhugaverðu ferða lagi. Hvað þá að prufa að gefa sér lengri tíma á hverju svæði í sumar fríinu og kynnast þannig land inu betur og uppgötva töfrana í tún fætinum! Það kvarta margir undan kostnaði slíkra ferða en hvað gerum við þegar við heim sækjum önnur lönd? Við gerum vel við okkur í mat og drykk, förum í ferðir og borgum okkur inn í skemmtigarða, á sýningar og söfn og ekki má gleyma inn kaupa æðinu sem rennur á okkur. Þetta er allt gott og gilt en munum að það má líka njóta og eyða peningum hér heima, og til að halda kostnaðinum í lág marki er hægt að velja fáar en vandaðar upplifanir. Muna njóta, ekki þjóta!
SPurtog SVarað
Hvað kom mest á óvart? Hvað það er rosalega gott að ferðast svona hægt (á 50-70 km/klst.), þökk sé runólfi. Maður sér miklu meira af fallegu náttúrunni og stressið rennur af manni. Hefðuð þið viljað gera eitthvað öðruvísi? Hafa aðeins meiri tíma til að keyra á milli staða í rólegheitum; vorum soldið tæpar á tíma stundum þar sem vegir voru ekki malbikaðir og runólfur vildi fara hægt yfir. En þá var gott að fara bara með æðruleysisbænina og njóta ferðarinnar. Einhver góð ráð fyrir gott ferðalag? Vera opin fyrir ævintýrum og gefa sér tíma. Það er allt í lagi þó að maður nái ekki að sjá allt; frekar að njóta stundar og staðar. Í útilegum og ferðalögum þar sem maður er á gangi er alltaf gott að vera með nóg af ullarsokkum með sér, helst eitt par fyrir hvern dag. Hafa með sér vegahandbók til þess að lesa sér til um kennileiti og staði sem maður á leið um.
Í boði náttúrunnar
35
2015
SPARAÐU
græna
með fríðindakortinu á kortinu eru eingöngu fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar á sviðum á borð við sjálfbærni, ræktun, nýtingu á staðbundnu hráefni, heilbrigði og samfélagslegri ábyrgð.
MiX MiX reykJaVÍk Handa
Einn heppinn lesandi getur unnið Hammok handklæði að eigin vali. Sjá nánar á bls. 100
num he p p
le s e n
da
35 fyrirtæki gefa 10-20% afslátt Jurtaapótekið | heilsa krúska | veitingastaður Búrið | ostar o.fl. Bændur í Bænum | matvara ditto/yogasmiðJan | snyrtivörur sóley organics | snyrtivörur indíska | föt og heimili spaksmannsspJarir | föt litla garðBúðin | matjurtarækt/fylgihlutir garðheimar | matjurtarækt organicnorth.is | netverslun spiran.is | netverslun Feima | hárgreiðslustofa gloria | fataverslun systrasamlagið | heilsuhof loFt | hostel/bar góð heilsa | heilsuverslun Flóra akureyri | verslun litlalJósid.is | netverslun harðkornadekk | hjólbarðar FreyJaBoutique.is | snyrtivörur gló | boozt og kaffi happ | veitingastaður nauthóll | veitingastaður liFandi markaður | veitingastaður og verslun uppskeran | matvara olíulindin | kjarnaolíur org | fataverslun íslenzka pappírsFélagið | bréfsefni o.fl. hlín Blómahús | blóm og skreytingar íslenzka gámaFélagið | græna tunnan green clean | þrifþjónusta
NÝtt miXmiX reykJaVík | lífstílsvörur NÝtt mamma Veit Best | matvara og bætiefni NÝtt gámaÞJónustan | jarðgerð NÝtt undraBoltinn.is | þvottaboltinn Sjá nánar: ibodinatturunnar.is/graent/
Verslum Við
heimafólk
Að heimsækja sveitamarkaði á ferðalagi okkar um landið er áhugaverð leið til að skyggnast inn í svæðisbundna menningu, hitta fólk af svæðinu og kaupa beint af bónda, framleiðanda eða handverksfólki. Þannig styðjum við heimafólkið, litlar verslanir og markaði sem gera menningu okkar eilítið litríkari. Texti siGrÍður iNGA siGurðArDÓTTir Myndir JÓN ÁrNAsON
42
Í boði náttúrunnar
Myndir GuðbjörG G. / jón Árnason Myndatextar Hjörleifur Hjartarson
eru enGlar fuGlar eða spendýr? Geta fýlar orðið 60 Ára? er það satt að 100% Hjónabanda HrossaGauka endi Með skilnaði?
Við öllum þessum spurningum og fjölda annarra fást svör á sýningunni Friðland fuglanna á Húsabakka í Svarfaðardal. Þessi skemmtilega, óhefðbundna fuglasýning var opnuð sumarið 2011. Höfundur hennar er Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur og tónlistarmaður, en um hönnun sáu hjónin Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason.
Hvað er fugl? ef dýrið er fiðrað þá er það fugl segja fræðin. en hvað þá með englana?
Hjörleifur Hjartarson
Verkefnisstjóri Friðlands fuglanna
Friðland Svarfdæla var stofnað af bændum og landeigendum í Svarfaðardal árið 1972. Í friðlandinu liggja göngustígar með fræðsluskiltum og fuglaskoðunarhúsi og er sýningin á Húsabakka hugsuð sem gestastofa friðlandsins. „okkur fannst náttúrusýningar hafa tilhneigingu til að renna allar í frekar þurran farveg vísindalegrar flokkunarfræði og vildum breyta því og frelsa fuglana út úr skápunum. Í Friðlandi fuglanna er skemmtanagildið haft í hávegum án þess að rýra fræðslugildið. Sýningin er fyrir bæði börn og fullorðna, lærða og leika. Sjálfur er ég kennari og veit eins og aðrir kennarar að besta leiðin til að fræða er í gegn um sögur. Í Friðlandi fuglanna segjum við sögur af fuglum í náttúru og menningu Íslands,“ segir Hjörleifur.
Einn veggur er helgaður ástar- og fjölskyldulífi fuglanna. Þar segir af misjöfnum fjölskylduhögum á milli tegunda. Músarrindils-karlinn er vissulega ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann kemst þó ekki í hálfkvisti við óðinshanakerlinguna sem daðrar við karlana en tekur enga ábyrgð á afleiðingunum og er flogin úr hreiðrinu jafnskjótt og hún hefur orpið.
Ekki er hægt að fjalla um fugla án þess að nefna þær hættur sem að þeim steðja. Framræsla votlendis hefur ekki einungis rænt þá búsetusvæðum heldur orsakar hún einnig gríðarlega kolefnislosun. Þá hafði innflutningur á mink fyrir miðja síðustu öld óafturkræfar afleiðingar á fuglalífið og útrýmdi m.a. keldusvíni úr náttúru landsins.
Skærir litir á sýningaveggjum eiga sér samsvörun í skrautfjöðrum fugla á borð við rauðhöfða, stokkönd og straumönd.
Í barnakrók sitja börnin á hreiðrum á meðan þau geta dundað sér við að gera skuggamyndir af fuglum eða syngja fuglasöngva.
Egg íslenskra varpfugla eru margvísleg og skrautleg mörg. Á sýningunni er þeim stillt upp eins og hverju öðru veggskrauti.
Í boði náttúrunnar
49
frá Reykjavík dagsferðir frá reykjavík eru tækifæri til að upplifa náttúruna og ýmis ævintýri. Í boði náttúrunnar tók saman fjórar ólíkar ferðir sem bjóða uppá fjölbreyttar upplifanir fyrir bæði börn og fullorðna. Umsjón daGný GÍsladóttir Myndir G.G. / d.G.
Í boði náttúrunnar
55
290 km
1. Saga og SIgLINg 2. TÚRISTINN 156 km
3. STRÖNDIN
að sigla til Vestmannaeyja og til baka á einum degi er ævintýraleg dagsferð sem inniheldur sjóferð og heimsókn á eldfimar slóðir. LeIðIN: keyrt er úr bænum til Selfoss og eftir bæjarmörkin tekin hægri beygja inn á veg 33 í átt að Gaulverjabæjarhreppi. Sá vegur er ekinn þar til komið er að Íslenska bænum. Eftir þá heimsókn er ekið örlítið til baka og tekin hægri beygja inn Önundarholtsveg þar til komið er að vegamótum og þar er tekin hægri beygja og keyrt áfram þar til kemur að afleggjara til Vatnsholts. Þá er keyrt til baka afleggjarann og upp á veg og hann keyrður beinustu leið aftur upp á þjóðveg 1. Þá er tekin hægri beygja og keyrt í átt að Hvolsvelli og áfram þar til komið er að afleggjaranum við Landeyjahöfn. Eftir Eyjaferðina er haldið áfram á þjóðveginum beint heim. Taka með: sundföt, regnjakka, gönguskó.
Á þessari hringleið er að finna hveri, kirkjur og ótrúlegt landslag. LeIðIN: Beygt til vinstri út af Reykjanesbrautinni rétt áður en komið er að álverinu í Straumsvík, krísuvíkurafleggjarann. Vegur 5 ekinn þó nokkurn spöl og eftir að ekið er fram hjá kleifarvatni er tekin beygja í átt að Þorlákshöfn á veg 427. Frá Þorlákshöfn er ekið til Eyrarbakka og þaðan á Selfoss og svo til Hveragerðis. Loks er keyrt aftur heim til Reykjavíkur á þjóðvegi 1. Taka með: sundföt, gönguskó, hlýja úlpu og myndavél.
snæfellsnesið er fullt af leyndardómum og náttúruperlum. eitt fallegasta og fjölbreyttasta landslagið er þar að finna. LeIðIN: keyrt er úr bænum í gegnum Mosfellsbæ, farið um göngin og keyrt í Borgarnes. Þar er tekinn afleggjari 54 við bæjarmörk út á Snæfellsnesið. Þá er keyrt með stoppum að Hótel Búðum en eftir það er farið yfir Fróðárheiði í átt að Grundarfirði. Áfram er svo keyrt í Stykkishólm. Á leiðinni heim er beygt til vinstri frá Stykkishólmi og haldið áfram á vegi 54 og svo beygt inn á veg 55 sem færir mann loks á veginn í Borgarnes og svo alla leið heim. Taka með: tómar flöskur, sundföt, myndavél, (hundanammi fyrir nagla)
HugmyNDIR að SToppum
Snarl í Litlu kaffistofunni Íslenski bærinn Endurbyggður torfbær og sýning. Vatnsholt Leikvöllur, dýr og dýrindis matur. Sveitabúðin Sóley Blómaskreytingar, vandaðar vörur og handverk. Landeyjahöfn Ferjan fer kl. 12.30 og 14.45 út í Eyjar, heim kl. 18.30 og 21.00. Sagnheimar Lifandi safn um sögu Vestmannaeyja. Sundlaugin í Vestmannaeyjum Saltvatnslaug, rennibrautir og heitir pottar. Slippurinn Frábært veitingahús í gamalli stálverksmiðju í Eyjum.
56
Í boði náttúrunnar
HugmyNDIR að SToppum
kleifarvatn Fallegt og djúpt vatn þar sem hægt er að veiða og mögulega sjá skrímslið sem þar býr! Háhitasvæðin Seltúni Fallegar gönguleiðir milli hveranna. Strandarkirkja Þykir launa áheit vel. Hendur í höfn yndislegt kaffihús við Unubakka í Þorlákshöfn. Sundlaugin í Þorlákshöfn nýleg sundlaug; rennibrautir, gufa o.fl. Rauða húsið Frábær matseðill, mælum með humrinum. Laugabúð eyrarbakka Mælum með Sínalcó með lakkrísröri og krembrauði í þessari sögulegu búð. Listasafn Árnesinga í Hveragerði Flott sýning í gangi í sumar eftir listakonuna Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Litla kaffistofan Stemmari að stoppa í þessari einstöku vegasjoppu og fá sér kaffi og kleinu á leiðinni heim.
416 km
HugmyNDIR að SToppum
Ljómalind Borgarnesi dásamleg verslun með mat úr héraði og handverki. Bjössaróló Borgarnesi Heimagerð leiktæki í fallegu umhverfi ef krakkar eru með í för. Landnámssetrið Tilvalið að fá sér góðan hádegismat. Safnahús Borgarfjarðar Börn í 100 ár er áhugaverð sýning. Ölkelda Stoppa og fylla vatnsílátin af náttúrulegu kolsýrðu drykkjarvatni. Langholt Frábær matur ef svengdin kallar. Einnig mögnuð strönd. Lýsuhóll Sundlaugin er einstök enda fyllt með heitu kolsýrðu vatni. Hótel Búðir Gönguferð á ströndinni, heimsókn í krambúðina og heilsað upp á nagla, hótelhundinn. Veitingar í boði á fallegu hótelinu. Leir 7, Stykkishólmi keramikverslun og verkstæði. kvöldmatur í Stykkishólmi Borðað á einum af veitingastöðum bæjarins áður en haldið er heim á leið.
deiliHaGkerfið 58 Í boði náttúrunnar
Á Íslandi blómstrar deilihagkerfið og sést það best á vinsældum Airbnb. nú er ótrúlegasta fólk farið að leigja út húsnæði sitt og þeim fjölgar stöðugt sem vilja deila, leigja eða lána eigur sínar til ókunnugra. Texti daGný GÍsladóttir
Í fyrrasumar ákvað ég að fara frá Laugarvatni til Egilsstaða á puttanum. Ég hafði takmarkaða reynslu af slíku, hafði þó sem krakki fengið far á milli Fellabæjar og Egilsstaða með því að ota þumlinum út í loftið og brosa blítt. Nú, rúmum tuttugu árum seinna, ákvað ég að prófa þessa aðferð á ný og sjá hversu langt ég kæmist á þeirri hugmynd að fólk vildi mögulega deila með mér samverustund, bensíni og farartæki. Maður Á Mann Það að deila hefur alltaf fylgt manninum en fyrir hrun bar andinn í samfélaginu þess merki að maður þyrfti að eiga sína eigin íbúð, helst hús, búa þar einn eða með fjölskyldunni, eiga bíl, jafnvel tvo, til að teljast til fullorðinna. „Ekki fá lánað ef þú getur keypt“ var viðhorfið. Einangrun og aðskilnaður vex með slíkri einkavæðingu einstaklinga og sífellt minni tengingu verður að finna á milli fjölskyldu meðlima og nágranna. Á síðustu árum hafa áherslurnar í þjóðfélaginu þó breyst og ný (en um leið gömul) hugsun rutt sér æ meira til rúms: að deila. Þetta stutta og látlausa orð hefur leitt af sér heilt hagkerfi sem vex nú og dafnar með hverjum deginum sem líður. Deilihagkerfið, eða „sharing economy“ eins og það kallast á ensku, er ört stækkandi viðskipta kerfi sem byggist á skiptum/nýtingu á verðmætum „maður á mann“ (e. Peertopeer) eða jafningja skiptum. Það er eins konar endur dreifingarmarkaður og lífsstílssamvinna þar sem nýjar vörur eru ekki fram leiddar heldur það sem til er nýtt betur. Tæknin og sú staðreynd að flest af þessum skiptum fara í gegnum vefsíður og snjallsíma forrit gerir deilihagkerfið að þeirri sprengju sem flestir hafa tekið eftir og hefur náð hraðri útbreiðslu á undanförnum þremur árum. Til að setja þetta fyrirbæri í samhengi er gott að skoða vinsælustu vefsíðu deilihagkerfisins Airbnb. Í gærkvöld leigðu meira en 40.000 einstaklingar húsnæði á vefsíðu sem býður upp á 250.000 herbergi í 30.000 borgum í 192 löndum. Þessir einstaklingar völdu herbergin sín og borguðu fyrir allt á netinu. Rúmin þeirra voru sköffuð af einstaklingum en ekki hótelkeðjum. Gestir og gestgjafar voru tengdir saman í gegnum Airbnb, fyrirtæki í San Francisco. Síðan það var stofnað árið 2008 hafa rúmar fjórar milljónir manna notað síðuna; tvær og hálf milljón á árinu
„tæknin og sú staðreynd að flest af þessum skiptum fara í gegnum vefsíður og snjallsímaforrit gerir deilihagkerfið að þeirri sprengju sem flestir hafa tekið eftir.“ „Deilihagkerfið fer stækkandi, það er öflug sjálfstæð eining sem samfélagið þarf að aðlagast því að heimurinn er nú þegar pakkfullur af dóti.“
2012. Þetta fyrirtæki er eitt besta dæmið um ört stækkandi deilihagkerfið þar sem fólk leigir út rúm, bíla, báta og aðra hluti sem það er ekki að nota, og einnig þjónustu beint hvert af öðru í gegnum internetið. traust oG orðspor Einn mikilvægasti gjaldmiðill deilihagkerfisins er traust og orðspor. Vefsíður hjálpa einstaklingum að byggja upp þetta traust og orðspor með því að hafa í boði stjörnugjöf og opið fyrir athugasemdir um vöruna/ þjónustuna, svo að eitthvað sé nefnt. Þú vilt vera viss um að John sem ætlar að leigja íbúðina þína sé ekki skemmdar vargur eða hvort Jane sem langar að leigja bílinn þinn sé nokkuð í því að stunda glæfra akstur. Með auknum tækni framförum hefur traustið aukist verulega þar sem fólk getur skoðað upplýsingar um annað fólk á hinum ýmsu miðlum og metið það út frá þeim. Þetta traust segir Rachel Botsman, höfundur bókar innar What´s mine is yours sem fjallar um deilihagkerfið, vera gjald miðil framtíðar innar og að orðspor einstaklinga á netinu verði mikil vægara með degi hverjum. Nýverið var settur á laggirnar vefur sem styður einmitt þetta og kallast havekarma.com. Sú vefsíða gefur einstak lingum færi á að halda utan um orðspor sitt er það notar vefi eins og eBay, Airbnb, Craigslist og DogVacay og vefurinn býr svo til eins konar karma stig út frá því hversu vel það hagar sér. Þetta karma stig er mikilvæg eign í þessum heimi því að það segir öðrum einstaklingum að viðkomandi sé traustsins verður. Vesen oG Vandræði Á undanförnum árum hefur fólk farið að deila hinum óvæntustu hlutum og þjónustu. Þetta hófst á því að fólk fór að deila sófum, íbúðum og herbergjum en nú getur þú leigt út hjólið þitt, skíðin og jafnvel borvélina þegar þú ert ekki að nota hana. Fyrir tíð inter netsins hefði þetta ekki verið vesensins virði. Þess vegna eru aðgengileiki og þægindi mikilvæg til að deilihag kerfið blómstri og er tæknin stór þáttur í því að gera ferlið þægilegra. Undanfarið hefur það einnig aukist til muna að fólk bjóði fram alls konar þjónustu eins og hundapössun, búðarferðir, að setja saman Ikeahúsgögn, bjóða fólki í mat og fleira á vefsíðum eins og TaskRabbit, DogVacay, og því er mikilvægt að ferlið taki ekki jafnlangan tíma og verkið sjálft. Á Íslandi blómstrar deilihagkerfið og sést það best á vinsældum Airbnb. Nú er ótrúlegasta fólk farið að leigja út herbergi og íbúðir og sú reynsla gerir okkur tilbúnari í að deila, leigja og lána aðra hluti eins og bílana okkar og verkfæri. Í vetur fóru fram pallborðsumræður í Ráðhúsinu þar sem borgarstjóri, hagsmuna aðilar eins og ferða mála Í boði náttúrunnar
59
Sara Riel
nÁttÚruGripasafn Texti daGný GÍsladóttir
Sara Riel (f. 1980) myndlistarkona útskrifaðist með meistara gráðu frá listaháskóla í Berlín árið 2006. Hún er þekktust fyrir stór og litrík götulistaverk, seríur sem tengjast náttúrunni á óvenjulegan og frumlegan hátt. Hægt er að koma auga á verk hennar víða um borgina. Þar má nefna fuglsfjöðrina sem gnæfir yfir Breiðholtið á blokkargafli í Fellunum og stóra sveppinn á Hverfisgötunni sem flestir ættu að hafa séð á ferðum sínum um Reykjavík. Verk eftir hana má m.a. finna á veggjum Berlínar og Tókíó og hefur hún haldið margar einkasýningar í galleríum og söfnum hér heima sem og erlendis. Sara færir náttúruna inn í borgina með veggmyndum og inn á söfn með öðrum verkum sínum. Hún blandar saman aðferðum eins og teikningu, ljós myndun, málverkum og myndbandi. Með nýstárlegum hætti leitast hún við að rannsaka náttúruna, taka hana í sundur og endurraða henni á listrænan hátt til að búa til eitthvað
nýtt. Hún veltir því upp hvar munurinn liggi á milli náttúru og myndlistar og leikur sér að því að sýna sameiginlega þætti í vinnu myndlistarmanna og vísindamanna. Sara sækir oft innblástur í náttúruvísindi og götulist en þeim miðli kynntist hún þegar hún bjó í Berlín. Götulist var áberandi um borgina og það óhindraða tjáningarfrelsi sem sá miðill býður upp á höfðaði sterkt til Söru. Einnig var þetta möguleiki til að færa myndlistina í almenningsrými sem eru oft og tíðum full af sjón rænni mengun eins og t.d. auglýsingaskiltum. Myndlist Söru kveikir gjarna á ímyndunarafli áhorfandans og vekur hann til umhugsunar um umhverfi sitt og samtal okkar við náttúruna. Á síðunum fram undan sést brot af einkasýningu Söru í Listasafni Íslands árið 2013. Hún bar heitið Memento Mori og innihélt 80 myndverk sem saman áttu að mynda heild og skapa tálsýnina um náttúrugripasafn.
LESEndUR BLAÐSInS FÁ PLAkAT MEÐ Mynd AF SVEPPnUM AÐ GJÖF FRÁ SÖRU OG Í BOÐI nÁTTÚRUnnAR.
62
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
65
Texti GuðbjörG Gissurardóttir Myndir Centre of CirCle WisdoM
68
Í boði náttúrunnar
MÁtturinn
í hringnum
Hin forna þekking á lækningahjólum indíána hefur verið endurvakin á síðustu áratugum en þeim var útrýmt á 19. öld af kanadíska og bandaríska hernum. Fimm slík hjól hafa nú verið reist á Íslandi og mynda þau saman fyrsta og eina lækninga hjólið fyrir allan heiminn.
F
riðarsinninn SequoyahBlue Deer Eagle, sem oftast gengur undir nafninu JesseBlue Forrest, er indíáni í aðra ættina og kelti í hina sem alinn er upp í Banda ríkjunum. Í fyrrasumar dvaldi hann hér á landi ásamt hópi fólks frá Kanada (úr samtökunum the Centre of Circle Wisdom og the Turtle Clan of the White Horse Rainbow Tribe) þar sem hann lauk við að byggja fimm lækninga hjól eða svokölluð „Medicine Wheel.“ Það er meðal annars liður í því markmiði hans að byggja sjötíu slík hjól um heim allan og vekja þannig athygli á friði og mikilvægi þess að við heilum jörðina og okkur sjálf.
lækninGaHjól finnst Talið er að yfir tuttugu þúsund lækninga hjól hafi verið til um alla NorðurAmeríku fyrir um 1015 þúsund árum. Á 19. öldinni, eða á árunum 1835 1890 þegar Evrópubúar flykktust til Ameríku, eyddu bandaríski og kana díski herinn þeim öllum. „Þeir vissu hversu mögnuð lækninga hjólin voru og þetta var einnig liður í því að eyða mark visst sögu indíánanna. Á þessu tímabili frömdu Bandaríkjamenn og Kanadamenn eitt mesta þjóðar morð sögunnar og drápu yfir 100 milljónir indíána og stálu landinu þeirra. Í kringum 1960 fundu bandarísk yfir völd eitt hjól í Wyoming, sem indíánar höfðu falið allan þennan tíma. Indíánarnir börðust fyrir því að hjólinu yrði ekki eytt en í staðinn létu stjórnvöld byggja mikla girðingu í kringum það svo að ekki var hægt að nota hjólið,“ útskýrir Blue. Það var indíáni af Ojibwayætt bálknum sem í framhaldinu endurvakti lækninga hjólin. Hann hét Sun Bear og var leikari í Hollywood í kringum Í boði náttúrunnar
69
Sumarbragð nú iðar allt af lífi. ilmurinn sem stígur upp af jörðinni er engu líkur. Á slíkum degi er tilvalið að fara í góðan göngutúr og skoða allt þetta dásamlega líf. bera kennsl á fagra fugla og skima ofan í jörðina eftir ilmríkum jurtum sem mætti nota í matargerðina. ef heppnin er með okkur getum við bætt áhugaverðum blómum í jurtasafnið okkar. texti inGa elsa berGþórsdóttir Myndir GÍsli eGill Hrafnsson
76
Í boði náttúrunnar
sValur krapi Uppskriftirnar miðast við 4–6.
Krapísinn sem kom mest óvart er blóðbergskrapinn, en þar nýtur ferska blómabragðið sín einstaklega vel. Liturinn sem kemur af blómamaukinu er ekki sérlega fagur, hann er grágrænn. Við brugðum því á það ráð að bæta rauðum matarlit saman við til að krapinn yrði fegurri á að líta. Krapana er best að borða innan nokkurra daga frá lögun, svo að það er einungis epla og rauðrófukrapinn sem hægt er að borða allan ársins hring. Grenikrapinn er búinn til með grenitoppum sem eru tíndir snemma sumars og frystir til notkunar síðar.
aðferð Búið er til sykurvatn og hráefnin eru maukuð saman við kalt sykurvatnið með sprota. Sigtið og frystið. Hrærið upp í krapanum 2–3 sinnum á hálftíma fresti þegar hann er byrjaður að kristallast lítillega. Til að fá mýkri áferð er hægt að bæta 1–2 msk. af hreinum vodka saman við.
súrukrapi
Birkikrapi
1 lítri nýtíndar súrur 400 ml vatn 170 g sykur 1 sítróna, safinn Skolið vel af súrunum og hristið vatnið af þeim. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið súrurnar saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Bætið sítrónusafa saman við. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti.
400 ml vatn 175 g sykur ¾ l fersk birkilauf 1 msk. sítrónusafi Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið. Skolið vel af laufunum og setjið þau saman við sykurvatnið. Maukið með sprota í 4 mínútur. Sigtið í gegnum fínt sigti. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti.
BlóðBergskrapi
1 lítri nýtínd blóðbergsblóm 400 ml vatn 175 g sykur ½ sítróna, safinn rauður matarlitur (má sleppa) Setjið blómin í sigti og skolið með köldu vatni. Hristið vatnið af blómunum. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið blómin saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Hellið blómavatninu í gegnum fínt sigti og bætið sítrónusafa saman við. Litið með skvettu af rauðum matarlit ef þið viljið. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti. Í boði náttúrunnar
77
Gróður & ræktun
Í boði náttúrunnar
83
matjurtarækt
MIÐAÐ VIÐ HVAÐ VIÐ HJón HÖFUM MIkInn ÁHUGA Á MATJURTARÆkT HEFUR FRAMkVÆMdIn SJÁLF GEnGIÐ MISVEL FyRIR SIG.
Þegar ræktað er uppi í sumarbústað stendur maður frammi fyrir annars konar áskorunum. Það er ekki alltaf hægt að hlaupa til og vökva þegar allt er að skrælna. Nágrannar okkur eru rollur á beit sem kunna vel að meta tilbreytingu þegar ekkert annað er í boði en gras. Meira að segja túlipanarnir voru allir hauslausir eitt skiptið þegar við komum að bústaðnum. Svo má líka nefna hundinn sem át alla kartöfluuppskeruna eitt haustið, en honum hefndist fyrir það og endaði á dýraspítalanum þar sem pumpað var upp úr honum nýuptteknu smælkinu! Eftir stutt tímabil uppgjafar ákváðum við hjónin að taka málin í okkar hendur og úthýsa óboðnum gestum með girðingu. Já ég veit, af hverju gerðum við það ekki fyrr! En betra er seint en aldrei, ekki satt? Vorið í fyrra var einstaklega gott og framkvæmdagleðin tók okkur á flug. En það voru mínígrafan og hjólsögin sem gerðu útslagið. Ég lúkkaði megatöff með hjólsögina og grisjaði eins og enginn væri morgundagurinn á meðan eiginmaðurinn reyndi að rifja upp taktana á gröfunni í sandkassanum forðum daga! Eftir gott vor og sárar harðsprerrur hér og þar stóðum við uppi með fallegan matjurtagarð og enn skemmtilegra útirými, toppað með yndislegri samveru með fjölskyldunni. Þrátt fyrir stutt sumar og litla uppskeru í fyrra höldum við ótrauð áfram í ár og tökumst á við nýjar áskoranir.
VöKVun: Síldartunnan safnar rigningarvatni og seytlslanga liggur frá henni í matjurtagarðinn til að halda beðunum rökum.
94
Í boði náttúrunnar
fyrir eftir
Eitt blað Eitt tré
Hverju tímariti í áskrift fylgir eitt tré sem gróðursett verður í Heiðmörk.