r
Í boði náttúrunnar
Í liði með náttúrinni - 4 ár Sumarið 2010 kom út fyrsta eintakið af tímaritinu af Í boði náttúrunnar. Tímaritið kemur út þrisvar á ári og er markmiðið að veita innblástur og fróðleik sem tengir okkur betur við náttúruna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, fá fólk til að hugsa um það hvernig við nýtum hana og njótum og um leið stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði bæði hjá okkur og náttúrunn
Í boði náttúrunnar SJÁLFBÆRT - GRÆNT - LÍFRÆNT - HEILBRIGT - ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
Blaðið hlaut tilnefningu til Fjölmiðlaverðlauna Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2013 fyrir vandaða umfjöllun um grænan lífstíl. Þetta er tímarit sem gefur fólki innblástur og hugmyndir hvernig megi njóta og nýta náttúruna á sjálfbæran, skapandi og fallegan hátt.
Að skApA sínAr eigin hefðir ,,Winter is the time for comfort, for good food and warmth, for the touch of a friendly hand and for a talk beside the fire: it is the time for home.“ – Edith SitwEll –
Í lok nóvember og byrjun desember er eitthvað sem breytist. Þegar loftið kólnar og dagarnir styttast lengist tíminn sem við eyðum innan dyra. Á sama tíma hellist yfir mig ákveðin gleðitilfinning því helgin nálgast þegar við fjölskyldan, ásamt góðum vinum, leggjum í leiðangur í leit að hinu fullkomna grenitré sem prýða mun heimilið yfir hátíðarnar. Margir halda að þetta sé siður sem ég hafi tekið með mér frá Ameríku. Það hefði verið gaman að geta sagt hetjusögur af því þegar við feðgarnir hjuggum niður þriggja metra hátt tré og örkuðum með það yfir snæviþakin fjöll og firnindi, ekki ósvipað og Clark Griswold gerði í Christmas Vacation-myndinni. En svo var það alls ekki. Í minni æsku fórum við fjölskyldan einfaldlega á næsta útimarkað og völdum þar eitt af hundruðum grenitrjáa sem búið var að koma fyrir í stórum stöflum. Þegar ég horfi til baka sé ég að ekki fór mikið fyrir siðum og venjum þar sem ég ólst upp í Kaliforníu. Eftir því sem árin líða og aldurinn færist yfir hef ég hins vegar áttað mig á hversu gefandi það er að skapa eigin hefðir. Undanfarna vetur höfum við fjölskyldan haldið út í náttúruna, klædd í hlý og góð ullarföt, með rjúkandi heitt kakó á brúsa og vel valin jólalög sem passa fullkom lega við bíltúrinn sem fram undan er. Að hafa góða vini okkur við hlið er mikilvægt í þessum leiðöngrum. Við gætum að sjálfsögðu haldið ein af stað, en að hafa vini með gerir ferðina þeim mun betri. Myndirnar sem við eigum úr slíkum ferðum eru ómetan legar og enda oftar en ekki framan á jólakorti fjölskyldunnar það árið. Það er eitthvað svo endur nærandi að vera úti undir berum himni, að fá að kyssa rósrauðar kinnar litlu barnanna sem fylgja okkur og stelast í sopa af heitu kakói þegar kuldinn sækir að. Við karlmennirnir komum vel undirbúnir með alls kyns tæki og tól og það er eflaust broslegt að fylgjast með okkur þar sem við þykjumst vera alvöru skógarhöggsmenn
í agnarsmáum skóginum. Við göngum samtaka í gegnum skóginn í leitinni að hinu eina sanna jólatré en á leiðinni tínum við upp greinar og köngla og annað sem nýta má í skreytingar þegar heim er komið. Stundum tekur leitin margar klukkustundir en alltaf endum við samt á að finna hið fullkomna tré sem við getum stolt kallað okkar eigið. Eða kannski það sé tréð sem á endanum finnur okkur? Það hljómar kannski undarlega en við höfum alltaf gefið jólatrénu okkar nafn. Af einhverjum ástæðum hefur enska nafnið Clementine alltaf orðið fyrir valinu. Það er erfitt að útskýra af hverju – það á sér í raun og veru enga skýringu. Okkur finnst nafnið bara passa svo vel við grenitré! Heimilið tekur strax á sig hátíðlegri mynd eftir þessa leiðangra okkar. Þegar heim er komið verður grenitréð Clementine ósjálfrátt partur af fjölskyldunni. Henni er komið fyrir á góðum stað í stofunni þar sem hún nýtur sín hvað best og hægt er að dást að henni. Við klæðum hana svo upp í fallega jóla seríu og hengjum á hana handunnið skraut úr ull og aðrar gersemar sem við höfum safnað í gegnum tíðina. Körfur og pokar sem áður stóðu tóm eru nú full af grenigreinum og könglum. Tónlistin sem áður hljómaði í bílnum er nú spiluð á hæsta styrk af vínylplötu heima í stofu. Í júlí reyndi ég að spila Hvít jól með Bing Crosby við lítinn fögnuð konunnar minnar; núna er tíminn hins vegar loksins réttur. Fram undan eru skemmtilegir tímar þar sem við fjölskyldan pökkum inn gjöfum, bökum og reynum eftir fremsta megni að eiga saman gæðastundir á notalegu heimili okkar í Hafnarfirði. Með hækkandi sól leitum við svo aftur út; drögum fram grillið, hugum að garðinum og skipuleggjum útilegur. En alltaf hlökkum við hvað mest til jólanna og bíðum spennt eftir að endurtaka þær hefðir sem við höfum skapað í kringum jóla hátíðina.
Texti og ljósmyndir anthony Bacigalupo | www.anthonybacigalupo.com | instagram:@mono1984
52 Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar 53
LeiTAð, sAfnAð & gefið – Bestu hlutirnir í lífinu eru ókeypis. – Að pakka inn gjöfum er eitt af því sem tilheyrir jólunum. Það sem gerir innpökkunina svo skemmtilega er undirbúningurinn sjálfur og hinn ótrúlegi fjölbreytileiki sem henni fylgir. Við erum ávallt að leita að góðum hugmyndum og notum allt árið til að safna saman litlum hlutum sem hægt er að nota sem skraut á pakka. Gjafapappír má finna í ótal mismunandi útgáfum og það sama gildir um bönd og skraut sem hægt er að vefja um og hengja á gjafirnar. Innpökkunin getur verið afar persónuleg og oft skín í gegn hver það var sem pakkaði inn gjöfinni án þess þó að það hafi endilega verið ætlunin. Allir hafa sínar leiðir við innpökkun en meðfylgjandi eru nokkrir punktar og hugmyndir sem við hjónin notum fyrir jólin. Endurunninn pappír (brúnn kraftpappír) er góður kostur og hægt er að setja nánast hvað sem er með honum og alltaf er útkoman jafn falleg. Slíkur pappír er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við notum hann óspart allan ársins hring. Einfalt og náttúrulegt skraut nýtur sín vel á slíkum pappír; grenigreinar og könglar eru til dæmis klassísk jólablanda. Margir búa svo vel að geta nálgast slíkt í eigin garði en við nýtum tækifærið og náum okkur í greinar og tínum köngla þegar við förum og höggvum jólatré snemma í desember. Upplagt er að nota þurrkaðar plöntur eða lauf úr garðinum í skreytingar en þá gildir auðvitað að undirbúa slíkt í tíma. Fallegt er að stinga pressuðum blómum á bak við ofinn streng
(,,jute twine“) og eldrauðir haustlitir eru jólalegir og koma afskaplega vel út á endurunnum pappír. Það getur einnig verið skemmtilegt að nota blaðsíður úr gömlum bókum og pakka þannig inn minni gjöfum. Gamlar orða- og nótnabækur geta til dæmis öðlast nýtt hlutverk og gert mikla lukku. Þar væri hægt að nota upphafsstaf eða finna uppáhaldslag viðkomandi og nota þá blaðsíðu til innpökkunar. Oft leynast gleymdar gersemar í kössum uppi á háa lofti eða í geymslu og þar má finna efnivið fyrir óvenju legar skreytingar. Okkur þykir sérstak lega vænt um slíka falda fjársjóði og notum til dæmis gamlar myndir óspart sem skraut á gjafir. Ljósmyndir ljá gjöfum persónu legan og rómantískan blæ og ekki skemmir að þeim fylgja oft skemmtilegar og óvæntar sögur sem tilvalið er að rifja upp innan fjölskyldunnar. Yngri kynslóðin getur skemmt sér við að giska á hverjir séu á myndunum og hvaða saga sé þar á bak við. Það getur verið erfitt að finna einfalda en fallega merkimiða en við notum yfirleitt viðarmerkispjöldin frá Reykjavík Trading Co. þar sem þau passa fullkomlega við okkar stíl. Stundum gleymist að setja með kort eða merkispjald og þá er auðvelt að skrifa bara beint á brúna pappírinn! Best er svo að gefa sér tíma til að pakka inn í rólegheitunum, helst með heitan drykk við höndina, eitthvað gott að narta í og að sjálfsögðu góða jólaplötu á fóninum.
Texti Ýr KÁradÓttir Ljósmyndir anthony Bacigalupo
54 Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar 55
VeTrArsmákökur – Máltækið segir að sælla sé að gefa en þiggja. – Gjafir þurfa hvorki að vera stórar né íburðar miklar; bestu gjafirnar eru oft þær sem koma þegar síst er von á og ekki skemmir ef hægt er að njóta þeirra með fjölskyldu eða í góðra vina hópi. Óvænt inn lit með heimabakaðan glaðning lífgar upp á skammdegið og notalegt spjall getur gert meira fyrir sálina en margan grunar. Þegar líður að jólum höfum við haft fyrir sið að baka fyrir nánustu vini og fjölskyldu. Uppskriftin sem við notum er gamalt fjölskylduleyndarmál sem kemur frá móðurömmu Anthonys og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Þar sem ekki má deila uppskriftinni góðu langar okkur í staðinn að birta 21/4 bolli hveiti 1/4 tsk. salt 1/2 tsk. múskat 2 tsk. kanill 225 g ósaltað smjör (við stofuhita) 11/2 bolli flórsykur (Ath: 1/2 fyrir deigið en 1 til að velta upp úr) 1 tsk. vanilludropar 1 bolli vel saxaðar hnetur (td. val hnetur, möndlur eða heslihnetur)
smákökuuppskrift sem kemur frá föður fjölskyldu Anthonys. Smákökurnar eru þekktar undir hinum ýmsu nöfnum en frægastar eru þær eflaust sem Mexíkóskar brúðkaupssmákökur. Við ákváðum að breyta uppskriftinni örlítið og gera hana að okkar eigin. Nýju uppskriftina kjósum við að kalla Vetrarsmákökur þar sem kryddaður keimurinn og snjóhvítur f lórsykurinn minnir okkur á kaldan vetrardag. Kökurnar eru bæði bragðgóðar og ein faldar í bakstri og við mælum með að skella nokkrum í fallega krukku eða sauma lítinn poka og taka með í næstu heimsókn.
aðferð
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveiti, salti, múskati og kanil og setjið til hliðar. Setjið lint smjör, 1/2 bolla af flórsykri og vanilludropa í skál og þeytið rólega saman með handþeytara. Takið hveitiblönduna og hellið varlega saman við; gott er að þeyta lítið í einu til að passa að allt blandist vel saman. Blandið að lokum hnetunum saman við með sleikju eða sleif. Mótið litlar kúlur, ca 2,5 cm í þvermál, og raðið á bökunarpappír. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 12-15 mínútur. Kökurnar eiga að vera harðar að utan en ljósar á lit. Setjið afganginn af flórsykrinum (1 bolla) í skál. Veltið kökunum upp úr flórsykrinum þegar þær hafa kólnað aðeins. Leggið á kökugrind og kælið. Veltið svo aftur upp úr flórsykri þegar kökurnar eru alveg kaldar.
Texti Ýr KÁradÓttir Ljósmyndir anthony Bacigalupo
56 Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar 57
Raðið endilega nokkrum eplakrukkum á borð og síðan má setja sprittkerti í eplin. Þetta kemur mjög vel út á jólaborði og kostar aðeins einn eplapoka! Tilvalið er að strá furunálum beint á borðið, jóladúkinn eða löberinn, en það er einmitt mjög jólalegt.
JóL í krukku – Einfalt og fallegt borðskraut beint úr náttúrunni. – Fátt er fallegra en náttúrulegt jólaskraut sem gefur góðan ilm. Á köldum og fallegum vetrardegi er gaman að fara út í garð eða skóg og tína greinar, köngla, lauf blöð eða hvað sem manni dettur í hug að nota í skreytingar og láta síðan sköpunargáfuna njóta sín. Möguleikarnir eru endalausir! Til að gefa lesendum okkar innblástur fengum við Hlín Eyrúnu Sveinsdóttur til að búa til fallega borðskreytingu með litlum tilkostnaði. Allt efnið í jólaskreytinguna er einfaldlega hægt að finna í eigin garði, úti í skógi eða kaupa hjá Skógræktinni. Greinar fást líka gegn vægu verði um leið og jólatréð er keypt! Umsjón hlín eyrún SveinSdÓttir Ljósmyndir jÓn ÁrnaSon
efni Sultukrukka, birkigreinar, furugreinar, rauð eða græn epli, sitkakönglar, kanilstöng, laufblöð (hér eru notuð úlfareynisblöð). 1. Setjið tvo eða fleiri
2. Klippið kanil yfir könglana
3. Setjið lauf ofan í
4. Stingið birkigrein
sitkaköngla í stóra sultukrukku.
til að fá jólailm í krukkuna. Hristið lítillega.
krukkuna og reytið furunálar yfir.
(passið að á henni sé þykkur stilkur) í eplið.
5. Setjið eplið í krukkuna og raðið furu- og birkigreinum í kringum það. Í boði náttúrunnar 59
Aðventuskreytingin samanstendur af tekkbakka, fjórum kertastjökum, postulínsstyttum, könglum og greni.
Jólatrésskraut úr ýmsum áttum hengt upp með sams konar snúru í glugga t.d. gamall leikfangaísbjörn í nýju hlutverki.
LágsTemmd JóL Innanhússhönnuðurinn Ólöf Jakobína Ernudóttir hefur einstakt lag á að gera mikið úr litlu. Matur, gamlir hlutir og einfalt föndur er allt efniviður í hennar höndum sem í senn skapa falleg og persónuleg jól. hvaðan Kemur jÓlaSKrautið? Jólaskrautið kemur héðan og þaðan; sumt hefur fylgt mér alla ævi en annað er nýrra. Ég hef gaman af því að búa til eitthvað nýtt og kemst í föndurgírinn í nóvember. Jólaföndur barnanna er líka á sínum stað. hvert er uppÁhaldSSKrautið? Könglar og greni, kerti og mandarínur. Ég elska ilminn af greni og mandarínum og skreyti mikið með því. hverju leggur þú upp úr þegar þú SKreytir heimilið? Ég fer oft af stað með miklar hugmyndir um að skreyta allt hátt og lágt en svo þegar nær dregur jólum verða skreytingarnar heldur lágstemmdari. Ég vil ekki of krefjandi skraut og er lítið hrifin af rauðu. Yfirleitt er ég með glærar seríur og kæri mig ekki um blikkandi skraut. hvaða er það Sem SKapar meSta jÓlaStemningu Á þínu heimili? Það eru jólakveðjurnar í Ríkisútvarpinu, þær eru í algjöru uppáhaldi. Svo þegar eftirvænting hjá börnunum bætist við, og seríur á víð og dreif, þá er jólalegt. Umsjón guðBjörg giSSurardÓttir Í boði náttúrunnar 61
hurðarkransinn er heimatilbúinn. hvítum kreppappír er vafið utan um járnhring og pappírsstjarna í snúru hengd í. 62 Í boði náttúrunnar
Gömul kökuform mynda jólatré og krúttlegur engill trónir á toppnum.
Smákökur á fallegum kökudiski prýða borðstofuborðið.
Jólastemning í eldhúsinu með nokkrum könglum og grenigrein. Í boði náttúrunnar 63
C
M
Y
CM
Hjörtu úr þykkum hvítum pappír eru saumuð saman í saumavél.
Börnin skreyttu litla jólatréð og var öllu tjaldað til.
MY
CY
CMY
K
Mandarínuturn á stofuborðinu. 64 Í boði náttúrunnar
Cinnamon*
Lavender
Peppermint
Tea Tree
Cinnamon Kemur 5. desember
Lífrænt vottaðar ilmkjarnaolíur
Sölustaðir: Heilsuhúsin og Systrasamlagið
GJAFIR SEM VAXA OG NÆRA UMSJÓN GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR
Waldorfskólinn í Lækjabotnum er staðsettur fjarri ljós- og hljóðmengun borgarinnar þar sem villt landslag blasir við hvert sem litið er. Þegar foreldrar og börn koma saman og föndra fyrir hinn árlega Jólabasar þá fær náttúran iðulega að njóta sín í frumlegum og skemmtilegum gjöfum.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
UNAÐUR Í KRUKKU — Lofnablómabaðsalt Heilandi gjöf, góð fyrir alla Blandið saman einum bolla af sjávarsalti á móti einum bolla af Epson salti. Hrærið útí 15-20 dropum af Lavender ilmkjarnaolíu. Setjið blönduna í krukku og merkið með fallegum miða og veljið fallegt efni á lokið og bindið slaufu til að halda því á sínum stað. Lavender er einstaklega vellyktandi og hefur slakandi áhrif. Epson salt afeitrar og linar verki og sjávarsalt er talið hreinsa áruna.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
HANDVERK
Umsjón HELGA EINARSDÓTTIR / DAGNÝ GÍSLADÓTTIR Myndir HELGA EINARSDÓTTIR
FUGLAKRANS Þegar dagurinn styttist og birtan dofnar, deyr gróðurinn um leið. Fuglarnir flýja veturinn fram undan og þeir sem eftir eru reyna að geyma forða fyrir veturinn. Á vindasömum haustdögum, þegar þeir hrjúfra sig saman og reyna að finna skjól, dreymir þá líklega um hlýju vorsins. Fyrir vængjuðu vinina okkar er haustið fyrirboði erfiðra tíma, en þó einnig loforð um allsnægtir handan við hornið. Við getum gert þeim lífið örlítið léttara með því að setja fuglafóður í garðinn, en á jörðinni eiga þeir þó á hættu að rekast á ketti og aðra óvini. Þá er ráð að búa til fallegan krans úr þeim fræjum sem maður á til í eldhúsinu og skreytir jafnframt lauflaus trén. INNIHALD 250 g hafrar 400 g heimagerð fræblanda: sesamfræ, sólblómafræ, hörfræ, graskersfræ 175 g rúsínur 500 g kókosolía 2 msk. hnetusmjör trönuber
22
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
1 Fræin eru sett saman í skál og blandað saman. Þá er rúsínum bætt við. Gott er að setja öll þurrefnin í formið til að sjá hvort þetta er nægilega mikið magn til að fylla formið. 2 Kókosolían brædd í potti, en passa þarf að sjóða hana ekki. 3 Þá er potturinn tekinn af hellunni og hnetusmjörinu hrært út í brædda olíuna. 4 Blöndunni er hellt yfir þurru hráefnin og öllu blandað vel saman.
5 Þá er blöndunni hellt í formið, blandað vel og þjappað til að fá olíuna, sem gjarna lekur á undan ofan í formið, til að fara betur í öll þurrefnin því hún heldur kransinum svo saman. 6 Trönuberin eru þá sett ofan á til að gefa skemmtilegan lit og leyfa fuglunum að narta í. 7 Formið er þá sett inn í ísskáp og látið standa í 3 klst. eða þar til olían hefur harðnað aftur.
Til að hengja kransinn upp er gott að nota vír og band úr lífrænum efnum. Til að kransinn geti hangið í góðan tíma þarf að setja víra þversum á kransinn og styrkja hann með bandi. Þá er bara eftir að binda hann upp í tré og leyfa honum að iða af fuglalífi.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
23
GAMALT VERÐUR NÝTT – Þrír nýútskrifaðir hönnuðir sjá tækifæri þar sem aðrir sjá rusl. Þrátt fyrir aukna meðvitund almennt í heiminum um umhverfismál heldur líftími vara áfram að styttast í beinu samræmi við tækniframfarir. Ruslahaugar heimsins halda áfram að stækka enda virðist fólk ekki hafa undan að henda út hlutum sem hafa eyðilagst, bilað eða eru bara ekki lengur í tísku. Þrátt fyrir það fer sá hópur sístækkandi sem leggur leið sína í verslanir sem selja notaða hluti og á netið þar sem hægt er að kaupa gamalt dót á góðu verði sem fær nýtt líf í höndum nýrra eigenda. Einnig eru leiðirnar til að losa sig við dót orðnar mun fleiri en áður fyrr þegar ferð á haugana var algengasta leiðin. Nú er hægt að selja á netinu og í búðir sem selja gamla hluti eða láta gott af sér leiða og gefa Góða hirðinum góssið. Ásamt Góða hirðinum og BYKO fengum við til samstarfs við okkur þrjá nýútskrifaða hönnuði úr Listaháskóla Íslands sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu og áhuga á því gamla og sjá endalaus tækifæri þar sem aðrir sjá rusl. Umsjón SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁRDAL Myndir JÓN ÁRNASON OG GG
42
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
BERGLIND LINDBERG SIGURÐARDÓTTIR ARKITEKT Ég er ekki mikil blómakona og hef hingað til aldrei náð að halda lífi í neinu nema úr plasti. Mamma er hins vegar mikil blómakona og á fullt af fallegum blómapottum inni í geymslu sem hún hefur skipt út fyrir nýrri. Margir hverjir eru mjög fallegir í laginu og ég hef ágirnst þá lengi, en ekki fundið tilgang fyrir þá þar sem ég á engin pottablóm! Þegar ég svo kom í Góða hirðinn fór ég eiginlega rakleitt í blómapottana. Það var þá sem ég hugsaði hvort það væri ekki bara hægt að nota blómapottana á annan hátt en undir blóm. Svo ég fór að raða þeim hjerjum upp á annan og með því urðu til enn fallegri form en þeir höfðu haft einir og sér.
ENDURSKIN TÍMI: 34 KLST. KOSTNAÐUR: 11.230 KR. EFNI: Blómapottar og ruslafata úr Góða hirðinum, glært sílíkon, sprey-grunnur, sprey-matt-svart, sprey-gull, snúra, perustæði og kló úr BYKO.
FYRIR Notaðir blómapottar og ruslafata í hillunni hjá Góða hirðinum.
EFTIR FRAMKVÆMD Í Góða hirðinum er til fullt af skemmtilegum blómapottum sem eflaust eru einnig til á mörgum heimilum. Fyrst verkefnið var að ákveða uppröðunina á pottunum og það tel ég ekki með í heildartímanum þar sem ég er svo rosalega óákveðin og það tók marga klukkutíma! Eftir að uppröðunin var ákveðin pússaði ég aðeins yfirborðið á pottunum til þess að fá jafna áferð á þá. Því næst límdi ég þá saman. Límið (glært sílíkon) er borið á báða fletina og látið bíða á í nokkrar mínútur áður en pottarnir eru settir saman. Þurrka svo umfram lím vel af á samskeytunum. Þegar ég var búin að líma alla blómapottana hvern ofan á annan lét ég þá standa og þorna yfir nótt. Daginn eftir pússaði ég aftur lauslega yfir, sérstaklega í kringum límið ef eitthvað skyldi vera eftir af því. Svo grunnaði ég vel og vandlega með grunnspreyi og lét það þorna í um það bil hálftíma áður en ég hófst handa við að gylla herlegheitin. Ég mæli með því að spreyja hluti ofan í stórum kassa, það minnkar líkurnar á því að sprey-agnir fari út um allt! Lampa skermurinn er úr ruslafötu sem ég fann á sama stað. Ég byrjaði á því að bora gat í botninn á ruslatunnunni til þess að koma rafmagnssnúru í gegn. Síðan grunnaði ég ruslatunnuna að innan og utan með hvíta grunnspreyinu. Hálftíma síðar spreyjaði ég með gylltu spreyi innan í fötuna. Gyllta litinn setti ég að innan til þess að skermurinn endurkastaði ljósinu betur. Ég leyfði gyllta spreyinu að þorna í svona tíu mínútur áður en ég hvolfdi fötunni og spreyjaði ofan á með svartri sprey-málningu. Næsta skref var svo að þræða rafmagnssnúruna í gegnum ruslafötuna og festa perustæðið á endann sem er inni í skerminum og kló á hinn endann. Áður en ég festi perustæðið á snúruna setti ég lítið stykki og ró á milli sem frábærir aðstoðarmenn í BYKO mæltu með til þess að fyrirbyggja að perustæðið bræddi plastið í fötunni. Ég vil bæta því við að það kom mér á óvart hvað það var auðvelt að fara í þennan rafmagnsleik og hver sem er getur græjað sig í gegnum þetta. Bingó! Ljósið tilbúið og ég himinlifandi með nýja stofustássið! berglind.ark@gmail.com
Glæsilegur lampi. Fóturinn samanstendur af uppstöfluðum blómapottum og skermurinn er ruslafata.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
43
ALMAR ALFREÐSSON VÖRUHÖNNUÐUR Þegar ég var lítill strákur á Akureyri dvaldi ég oft hjá afa og ömmu en þar var mikið af alls konar dóti sem kom frá vinnustofunni hans afa, til dæmis afsagaðir viðarbútar og þess háttar. Í þessu dóti mátti oft finna afar skrítin form sem ég gat alltaf fundið einhvern leik í kringum. Ég vinn núna í Góða hirðinum og hef lengi verið með þá hugmynd í kollinum að nýta þær bækur sem ekki seljast á einhvern frumlegan hátt. Lestrarhestar eru lítil geometrísk form sem búin eru til úr bókum sem enginn vildi.
LESTRARHESTAR TÍMI: 3-4 klst. Um 100 klst. í þornunartíma. KOSTNAÐUR: Um 1.600 kr. EFNI: Bókunum átti að henda og voru því ókeypis. Veggfóðurslím og pensil fékk ég á tilboðsverði í BYKO og skurðarvinnuna vann ég á prentverkstæði Listaháskólans. FRAMKVÆMD Ég valdi nokkrar bækur með áhugaverðri og grafískri kápu. Þykkt bókanna ræður hver og einn en því þykkari bækur því lengri þornunartími. Næsta skref var að skera kápuna af bókunum og losa allar blaðsíðurnar; best er að gera eina bók í einu því það þarf að pensla hverja síðu fyrir sig og leggja síðan saman. Þetta er frekar tímafrekt og ég mæli með því að byrja ekki á Brennu-Njáls sögu. Þegar allar síðurnar voru orðnar að einum klístruðum bunka var kápan límd á og þetta síðan allt sett í pressu og látið vera þar í um 3-5 sólarhringa. Þegar allt var orðið þurrt voru bækurnar teknar úr pressunni og hestarnir (formið) teiknaðir á kápurnar. Því næst fór ég með bækurnar í pappírsskurðarvél en þær geta eingöngu skorið beint þannig að formið varð að vera mjög geometrískt. Ef raki er enn í formunum eftir skurð verður að setja þau aftur í pressu og leyfa þeim að fullþorna. Þegar allt var orðið þurrt var bara eitt eftir, að prófa formin (hestana) og rifja upp góða tíma heima hjá afa og ömmu. www.almar.is
44
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
FYRIR Gamlar óseldar bækur með litskrúðugri kápu í hrúgu hjá Góða hirðinum.
EFTIR Skúlptúr og skemmtilegt borðskraut.
BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Frá því að ég man eftir mér hef ég heillast af efnum og ólíkum eiginleikum þeirra. Þessi áhugi minni endurspeglar plássleysið í geysmlunni hjá mér þar sem ég hef safnað efnum, tölum, blúndum í öllum stærðum og gerðum í mörg ár. Í Góða hirðinum er oft mikið úrval ef efnum, gluggatjöldum, rúmteppum og dúkum sem hægt er að fá á góðu verði en ásigkomulag efnanna er þó misgott. Mig langaði að búa til eitthvað nýtt úr þessum efnum þar sem ég gæti nýtt það besta úr hverju þeirra.
BIFUKOLLUR TÍMI: 20 tímar allt í allt. Mesta vinnan fólst í að vinna efnið sem ég bólstraði skemilinn með. KOSTNAÐUR: Um 11.500 kr. EFNI: Kollur, blúndur úr Góða hirðinum (heklaðir dúkar og stórisar), sprey-lakk úr BYKO. FRAMKVÆMD Ég byrjað á því að taka efnið sem var á skemlinum af og kom þá í ljós að svampurinn var fúinn og ónýtur. Ég losaði mig við hann og sneið svamp úr dýnu sem ég fékk hjá vinkonu minni og límdi á skemilinn með vegglími. Þar næst pússaði ég fæturna á skeml inum og spreyjaði síðan með hvítu háglanslakki. Textíllinn á „bifu kollunni“ samanstendur af hand hekluðum blúndum, dúkum og gluggatjöldum. Ég klippti niður þau gluggatjöld sem voru rifin eða sá á og gat þannig nýtt það besta úr þeim. Svo saumaði ég þetta saman og á blúnduefni en einnig lét ég einhverjar blúndur og dúka halda sér eins og þau voru. Loks strengdi ég blúnduefnið, sem ég hafði sniðið á skemilinn, yfir svampinn og hefti með heftibyssu. bergthoramagnus.com
FYRIR
EFTIR
Gamall skemill úr Góða Hirðinum.
Rómantískur kollur með hekluðum blúndum, dúkum og gluggatjaldaefni.
Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl
sJónrænn innbLásTur – Pinterest – Umsjón dagnÝ gíSladÓttir
Vinsældir félagsmiðla eins og Facebook og Instagram sýna í raun fram á þörf mannfólksins fyrir samskipti, jafnvel þótt við veljum að sitja hvert og eitt við sinn tölvuskjá. Pinterest er nýlegur og myndrænn miðill sem hægt er að hafa mikið gagn og gaman af ef maður kemst upp á lagið með að nota hann. Við hjá Í boði náttúrunnar erum með Pinterest-síðu þar sem við söfnum saman innblæstri, hvort heldur sem er í formi fallegra ljósmynda eða hugmynda, og flokkum þær niður í þar til gerðar möppur. Áður en þú heldur áfram að lesa er þó eitt sem þú þarft að vita: Þegar maður byrjar á Pinterest er alveg svakalega erfitt að hætta! hvernig Á að Byrja? Pinterest er í raun stafræn leið sem kemur í staðinn fyrir að næla myndir upp á korktöflu. Hugtakið „pin“ er þýtt sem teiknibóla, títuprjónn eða sögnin „að næla“. Það er sáraeinfalt að byrja á Pinterest. Þú skráir þig á upphafssíðu þeirra pinterest.com og færð
aðgang að þinni eigin síðu þar sem þú getur búið til eins margar „korktöflur“ eða möppur og þú vilt og nefnt þær eftir eigin höfði. Kannski viltu hafa eina möppu fyrir heimili, aðra fyrir mat o.s.frv. Næst færðu svokallaðan „pin it“-takka frá Pinterest sem þú dregur upp í bóka merkja slána í vafranum þínum samkvæmt einföldum fyrir mælum. Þá getur þú byrjað að næla þér í myndir hvaðan sem er af vefnum, hvort sem það er af bloggsíðum, ljósmyndasíðum eða frétta síðum. Þegar þú sérð mynd sem þú vilt setja í möppu, smellirðu á „pin it“-takkann og upp kemur lítill gluggi sem gerir þér kleift að velja í hvaða möppu þú vilt setja myndina. Þannig getur þú búið til þitt eigið mynda safn á netinu! Safnaðu myndum og vinum! Um Pinterest gildir það sama og aðra félagsmiðla: Það eru notendunir sem gera það skemmtilegt. Hugmyndin er sprottin af því sem kalla má söfnÍ boði náttúrunnar 67
1 notaðu leitarvélina
á pinterest til að finna á augabragði það sem þú leitar að. 2 ef þú finnur einhvern
æðislegan til að fylgjast með, skoðaðu hverja hann er að „elta“ og þú finnur ábyggi lega einhverja fleiri notendur við þitt hæfi. 3 gott er að „elta“
einungis þær möppur notanda sem passa þínu áhugasviði frekar en öllum hans möppum. reyndu að velja vel úr, annars mun birtast mikið magn
68 Í boði náttúrunnar
mynda í fréttaveitunni þinni sem þú hefur engan áhuga á. 4 ef þú ert að safna hugmyndum sem þú vilt ekki að aðrir sjái, til dæmis að jólagjöfum, þá er hægt að búa til leynimöppu sem enginn sér nema þú! 5 ef forvitni þín vaknar, til dæmis um uppruna ljósmyndar eða leið beiningar um ákveðið föndur, smelltu þá áfram á ljósmyndina þar til kemur að upp runalegu síðunni þar sem hún birtist fyrst.
innBlÁStur og SKipulag Auðveldasta leiðin til að skipuleggja myndir á Pinterest er að f lokka þær eftir efni en það eru margar leiðir til þess. Sumir skipu leggja töf lurnar sínar eftir litum eða sérstökum áhuga málum. Við hjá Í boði náttúr unnar nefnum okkar töf lur eftir efnisf lokkum blaðsins; ferða lög, matur, útivist, sjálf bærni, ræktun, dýr, híbýli, heilsa o.f l. Með „pin it“-takkanum geturðu haldið áfram að bæta við myndum í ólík albúm og þannig skipulagt og geymt hugmyndir, sem þú finnur á vefnum eða á Pinterest, þar til þú ákveður að prófa uppskrift sem þú geymdir eða einfalda loksins heimilið samkvæmt Feng shui-aðferðum. Kannski vantar þig hugmyndir að einföldu jóla föndri eða langar að taka eldhúsið í gegn. Þarna geturðu safnað hug myndum að hverju sem er. Margir notendur segja að það að safna ákveðnum myndum saman hjálpi þeim að sjá markmið sín fyrir sér og þannig komist þeir nær því að ná þeim. Aðrir fylla síðuna sína af hollum uppskriftum og myndum af fólki í góðu formi til að hvetja sig áfram við að lifa heilbrigðu lífi. Enn aðrir búa til þakklætisalbúm þar sem þeir safna öllu því sem þeir eru þakk látir fyrir til áminningar og innblásturs. Það er allt í boði! Skapaðu þá veröld sem þú hefur áhuga á og gerðu Pinterest-töf lurnar þínar að fallegu og gagnlegu safni.
EXPO · www.expo.is
– fimm gÓð rÁð –
unarþörf og stofnandann, Ben Silberman, langaði að búa til vettvang fyrir stafræna safnara. Á Pinterest færðu útrás fyrir þessa þörf og getur fundið aðra með svipuð áhuga mál; sama hversu sérstök þau eru! Í byrjun muntu fyrst skoða möppur þeirra sem þú þekkir nú þegar af Facebook, en næsta skref er að skoða það sem er að gerast á Pinterest yfirhöfuð. Þar er að finna margar fallegar myndir sem þú getur sett í eigin möppu með því að smella á „repin“-takkann en með honum tekur þú afrit af myndum. Ef þú rekst á sérstak lega flotta mynd hjá einhverjum notanda er um að gera að athuga hvort hann er ekki einhver sem þú ættir að fylgjast með á Pinterest. Ef það er raunin, smellir þú á „follow“ og þá birtast allar þær myndir sem þessi notandi setur framvegis í sínar möppur í fréttaveitunni þinni!
Einfaldar & góðar
matargjafir Texti og uppskriftir Heiður Reynisdóttir Myndir JÓN ÁRNASON
Fallegar umbúðir gera lítið gagn ef innihaldið er ekki spennandi. Hér eru nokkrar einfaldar og gómsætar uppskriftir að matargjöfum sem allir á heimilinu geta tekið þátt í að útbúa. Mestu máli skiptir að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og nýta það sem hendi er næst. Ef við höfum ekki tök á að útbúa matargjöfina sjálf þá kaupum við eitthvað girnilegt og setjum í okkar eigin umbúðir.
KRAFTAVERK
Sæt arabísk hnetublanda 1 msk. smjör 2 msk. hunang 400 g hnetublanda að eigin vali 2 msk. kanill 1 tsk. þurrkuð kardimomma 1-2 tsk. Arabískar nætur frá Pottagöldrum (eða annað uppáhaldskrydd)
Látið smjör og hunang í þykkbotna pott og látið sjóða saman í ca 5 mínútur. Lækkið hitann og bætið því næst hnetum og kryddi út í og hrærið í þangað til karamella
fer að myndast. Dreifið blöndunni vel yfir bökunarpappír og látið kólna. Brotið, eða skorið, í bita eftir smekk.
Umbúðir Hægt er að nota hvers kyns krukkur og útbúa sæt kramarhús undir þessa bragðgóðu gjöf. Til að búa til kramarhús er maskínupappír klipptur í hring með föndur skærum og rúllað upp í kramarhús og fest saman með litlum límmiða. Bakaraband, merkispjald og límmiði á krukku er frá Íslenzka Pappírsfélaginu.
Heilhveitibrauð með fræblöndu 750 g heilhveiti 3 msk. lyftiduft 200 g fræblanda að eigin vali smávegis salt eða krydd eftir smekk 500 ml Ab-mjólk eða súrmjólk 3 dl vatn 1 egg til penslunar
Hitið ofninn í 180°C. Setjið öll þurrefnin í skál og hrærið vel saman. Bætið sýrðu mjólkinni og vatni varlega saman við blönduna og hrærið sem allra minnst. Skiptið deiginu í tvö brauðform og penslið yfir með hrærðu eggi. Stráið fræjum eða korni ofan á eftir smekk. Brauðið er bakað í ca 50-60 mínútur.
Umbúðir Hér er brauðinu pakkað inn í viskastykki og bundið saman með afgangsborða frá síðustu jólum. Smjörhnífur fylgir með og kort frá Reykjavík Letterpress. Góð gjöf í súpuboðið.
30
Í boði náttúrunnar
Döðlukrisp með súkkulaði 500 g döðlur (steinlausar) 4 msk. smjör 2 msk. púðursykur 2 bollar Rice Krispies 200 g suðusúkkulaði 1 msk. hvítt súkkulaði (má sleppa)
Hitið smjör, sykur og döðlur í potti við miðlungshita. Hrærið í af og til þar til blandan er orðin karamellukennd. Takið þá pottinn af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við blönduna. Hellið öllu í smjörpappírsklætt ferhyrnt form (t.d. lasagna form) og þrýstið vel niður þar til blandan er orðin slétt í forminu. Skellið forminu inn í ísskáp til að kæla. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir blönduna þegar hún er orðin köld. Til að fá marmaraáhrif má bræða nokkra dropa af hvítu súkkulaði og hella yfir suðusúkkulaðið í forminu og hræra í með hníf eða gaffli. Þegar súkkulaðið hefur kólnað er blandan tekin úr forminu í smjörpappírnum og skorin í bita.
Umbúðir Hér er molunum komið fyrir í gömlum kassa undan póstkortum, ofan í litlum múffuformum. Slaufa frá Íslenzka Pappírsfélaginu og grænn pappír í stíl, stansaður með gatara og stimplaður.
Mjúkir hafraklattar með súkkulaðibitum 280 g smjör við stofuhita 150 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 380 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 2 tsk. kanill 130 g haframjöl 200 g rúsínur eða þurrkuð trönuber 150 g hvítt eða dökkt súkkulaði
Hitið ofninn í 170°C. Blandið smjöri og sykri vel saman í hrærivél. Bætið út í einu eggi í einu og hrærið vel á milli og að lokum fara vanilludroparnir í skálina og hrært saman á lágum styrk. Öllu nema rúsínum og súkku laði er því næst bætt út í blönduna og hrært vel þar til deigið hefur blandast vel saman. Setjið þurrkaða ávexti og súkkulaði út í
deigið með sleif. Ef deigið er gjöf er útbúin rúlla og henni pakkað skemmtilega inn og kæld í ísskáp. Ef gjöfin er bökuð fyrir fram er fallegt að hafa kökurnar nokkuð stórar. Setjið þá sex stórar matskeiðar af deigi á bökunarplötu klædda smjörpappír og bakið við 170°C í ca 10 mínútur (lengur ef deigið er ískalt). Mikilvægt að hafa þær ekki of lengi í ofninum svo að þær haldist mjúkar.
Umbúðir (ÞRJÁR TEGUNDIR) Önnur deigrúllan er í smjörpappírsörk með bakarabandi og merkimiða utan á, þar sem fram kemur heiti og bökunartími. Pappírinn má svo nota undir kökurnar þegar þær fara inn í ofninn. Hin rúllan er pökkuð inn í selló fan (fæst í bókabúðum) og merkt með lím miðum frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Kakan er í sellófanpoka með pappírsræmu klipptri til með föndurskærum og fest með litlum límmiða. Góð gjöf í kaffiboðið. Í boði náttúrunnar
31
NÝTT
SPARAÐU
græna
með fríðindakortinu
HVERNIG ER ÞAÐ ÖÐRUVÍSI?
12%
Afsláttur
HARÐKORNADEKK
NÝTT fyrirtæki á Græna fríðindakortinu, sjá kynningu á bls. 60. Umhverfisvæn dekk á allar tegundir bíla og þú getur sparað þúsundir króna.
Á kortinu eru eingöngu fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar á sviðum á borð við umhverfismál, sjálfbærni, ræktun, nýtingu á staðbundnu hráefni, heilbrigði og samfélagslegri ábyrgð.
EFTIRTALIN FYRIRTÆKI GEFA 10-20% AFSLÁTT JURTAAPÓTEKIÐ | heilsa KRÚSKA | veitingastaður BÚRIÐ | ostar o.fl. BÆNDUR Í BÆNUM | matvara DITTO/YOGASMIÐJAN | snyrtivörur SÓLEY ORGANICS | snyrtivörur INDÍSKA | föt og heimili SPAKSMANNSSPJARIR | föt LITLA GARÐBÚÐIN | matjurtarækt/fylgihlutir GARÐHEIMAR | matjurtarækt ORGANICNORTH.IS | netverslun SPIRAN.IS | netverslun FEIMA | hárgreiðslustofa GLORIA | fataverslun SYSTRASAMLAGIÐ | heilsuhof LOFT | hostel/bar GÓÐ HEILSA | heilsuverslun FLÓRA AKUREYRI | verslun
NÝTT NÝTT
LITLALJÓSID.IS | netverslun HARÐKORNADEKK | hjólbarðar
Sjá nánar: ibodinatturunnar.is/graent/
Hreindýr eru hjarðdýr og reiða sig á samvinnu og samskipti til að verjast hættum umhverfisins. Nokkur dýr eru ávallt á verði og gera öðrum dýrum viðvart ef eitthvað óvænt ber að garði. Hjarðdýr þróa iðulega með sér flókið kerfi til að halda hópinn og hreindýrin eru þar engin undantekning.
Huldudýr Á HÁlendinu
Lífshættir og saga þessara mikilfenglegu dýra eru mörgum hulin ráðgáta enda hafa fæstir Íslendingar þau augum borið. texti Gunnar theodór eGGertsson Myndir skarphéðinn Guðmundur þórisson
24 Í boði náttúrunnar
f Kýr ganga með kálfa í sjö og hálfan mánuð og eignast afkvæmin í maí. Fengitíminn er í september og október og um það leyti berjast jafnt ungir sem gamlir tarfar oft heiftarlega um kýrnar.
yrsta og eina skiptið sem ég gerðist svo lánsamur að sjá villt hreindýr með eigin augum var fyrir nokkrum árum þegar ég fór í hálendisgöngu um Kára hnjúkasvæðið, sem síðar átti eftir að hverfa undir vatn. Þegar göngu hópurinn kom inn á Kringilsárranann norðan við Vatnajökul komum við skyndilega auga á tarf með stór og tignarleg horn sem greinilega var að kanna hvort leiðin væri greið. Að baki honum mátti sjá glitta í fleiri dýr sem þorðu þó ekki að koma of nálægt, að minnsta kosti ekki án blessunar leiðtoga síns. Tarfurinn hefur væntanlega komið auga á gönguhópinn og ákveðið að koma ekki nær, því eftir stutta stund sneri hann við og hjörðin hvarf á brott. Ég hef ekki séð hreindýr eftir þetta, en hinn tígulegi tarfur lifir sterkur í minningunni. Þótt honum hafi brugðið snöggt fyrir, svo fjarri að ég þurfti sjónauka til að virða hann almennilega fyrir mér, þá komst ég í snertingu við eitthvað villt og ævintýra legt. Tilfinningin hefur fylgt mér æ síðan, enda hefur hugmynd mín um hreindýr ávallt verið
umvafin ákveðnum rómantískum og framandi blæ. Fyrir okkur sem búum fjarri búsvæðum þeirra eru þau eins konar hulduverur hálendisins. Við eigum það jafnvel til að gleyma því að þessar heillandi verur deili með okkur þessari eyju. landnÁm hreindýra Hreindýrin eru aðkomudýr á Íslandi, eins og öll önnur spendýr utan refsins – maðurinn þar með talinn. Þau komu uppruna lega frá NorðurNoregi árið 1771 og í fyrstu ferðinni lifðu einungis tvær kýr og einn tarfur, af þrettán eða fjórtán dýrum. Eftirlifendurnir voru fluttir að Hlíðarenda í Fljóts hlíð í Rangár vallasýslu, þar sem þríeykinu tókst að fjölga sér upp í 16 dýr þegar mest var, en stofninn dó fljótlega út og var með öllu horfinn af svæðinu árið 1783. Þrír aðrir hópar komu til landsins á svipuðum tíma – árin 1777, 1784 og 1787 – og þrifust þeir allir vel. Hjörðunum var sleppt á Hvaleyri við Hafnarfjörð, á Vaðlaheiði austan við Eyjafjörð og í Vopnafirði. Á næstu árum fjölgaði hreindýrum Í boði náttúrunnar 25
Hreindýr eru jórturdýr. Þau bíta grös, lyng, fléttur, blóm og sveppi og geta fundið lykt af fæðu í gegnum þykkt snjólag.
26 Í boði náttúrunnar
mikið á Reykjanesskaganum, um Þingeyjarsýslur og á heiðunum inn af Vopnafirði. Stofninn var alfriðaður fljótlega eftir að dýrin komu til landsins en eftir 1790 var farið að leyfa takmarkaðar veiðar. Friðun minnkaði að miklu leyti eftir því sem leið á 19. öldina og veiðin jókst í takt við það, upp að slíku marki að hreindýr voru talin í útrýmingar hættu. Árið 1901 voru samþykkt lög um alfriðun á hreindýrum yfir allt landið en líklega var það of seint því friðunin hafði ekki tilætluð áhrif. Hrein dýrum hélt áfram að fækka þar til allir stofnarnir
dóu út á fyrri hluta 20. aldar, fyrir utan dýrin sem lifðu á Austurlandi. Sá hópur hafði hreiðrað um sig inni við Vatna jökul norðanverðan á svæði sem heitir Kringilsár rani – einmitt á sama stað og ég sá hreindýr í fyrsta sinn. Þar gátu dýrin lifað í nægri einangrun, fjarri mannabyggðum, til að viðhalda stofninum og þannig bjargað tegundinni frá útrýmingu á Íslandi. Í kringum 1940 lifðu ekki nema rétt rúm 100 dýr á rananum, en með sérstöku eftirliti, friðun og takmörkun á veiðum, fékk stofninn tækifæri til
Hreindýrafeldurinn er dökkbrúnn á sumrin en ljósari á veturna. Hárin eru gróf og standa þétt saman. Þau eru enn fremur hol að innan og full af lofti, sem skapar mikla einangrun og hjálpar dýrunum að halda hita. Hárin fljóta einnig vel í vatni og það auðveldar dýrunum sund yfir ár og vötn. Hreindýr geta synt yfir vatnsmiklar jökulsár og til eru dæmi um hreindýr sem hafa borist fram af fossum og látið lífið.
að fjölga sér á ný og nú lifa um 6.000 dýr á Íslandi að sumarlagi. En á haustin eru gefin út í um 1.500 veiðileyfi. Dýrin eru fyrst og fremst á há lendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Aust fjörðum. Þau eiga öll rætur að rekja til þeirra sem tórðu á Kringilsárrananum í kringum miðja síðustu öld. hverFandi Griðastaðir Áætlaður fjöldi villtra hreindýra í heiminum í dag er um 3,6 milljónir, en villtum hreindýrum hefur
farið fækkandi víða á undanförnum áratugum, fyrst og fremst vegna veiða og ágangs mann fólksins. Þótt villtum, íslenskum hreindýrum hafi fjölgað svo um munar eftir 1940 er stofninn engu að síður viðkvæmur og mikilvægt að vernda vel hópinn sem enn lifir í kringum Vatnajökul. Hreindýr verða fyrir ýmsu sem truflar hjarðlífið og hefur áhrif á tilveru þeirra. Fyrir utan sport veiðar hefur ásókn manna út á hálendið, vegir, bílar og girðingar sem verða að gildrum, oft slæmar afleiðingar. Kárahnjúkavirkjun færði Í boði náttúrunnar 27
Íslensku hreindýrin tilheyra tegundinni rangifer tarandus, en ættkvíslarheitið er kennt við horn dýranna. rangifer merkir hornberi og eru hreindýrin eina hjartardýrategundin þar sem bæði kynin bera horn. Ný horn vaxa árlega. Í fyrstu eru þau lítil, mjúk og klædd dökkbrúnni húð, sem síðan fellur af þegar hornin verða fullvaxin og harðna. Hornin eru lítil á ungum hreindýrum og alltaf frekar lítil á kúnum, en geta orðið ansi stór á fullorðnum törfum. Hornin eru m.a. stöðutákn og nota tarfar þau til að berjast og vinna hylli kvendýranna.
mannvirkin nánast upp að dyrum á helsta griðastað dýranna, Kringilsárrananum, og hafði óafturkræf áhrif á burðarlandið þar um kring, sem fór að hluta undir Hálslón. Hreindýr sem ráfa inn fyrir bæjar mörk og eyðileggja jafnvel garða eða hluti geta valdið reiði og vakið upp illindi í garð dýranna. Ég hef hitt fólk sem þolir ekkert við hreindýr nema kjötið af þeim, einmitt vegna þess að þau eru farin að ganga of nærri mannheimum. Það er viðhorf sem ég á erfitt með að skilja, enda bý ég sjálfur fjarri og hef aðeins séð þau í hillingum allt mitt líf. Hreindýr eru komin til að vera, og við þurfum að lifa með þeim og bera virðingu fyrir þeirra 28 Í boði náttúrunnar
lífsháttum. Þar sem mannabyggð og náttúra mætast þurfa báðir heimar að blandast, en ekki skella saman með látum. Ef hreindýr þurfa að læra að lifa með vegum, bílum, virkjunum og veiðimönnum, þá þurfum við líka að læra að lifa með hreindýrunum. Það er mikilvægt að minna sig á hversu heppin við erum að hafa hreindýr sem hluta af fánu Íslands. Þótt við Íslendingar höfum flutt þau inn á sínum tíma eru þau löngu orðin sjálfstæðir og fullgildir íbúar þessa lands. HEIMILDIR: Náttúrustofa Austurlands, „Hreindýr“. www.na.is Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar. Reykjavík: Bókaútgáfan Bjallan, 1987.
ÞAR SEM RÆTURNAR LIGGJA Einn napran janúarmorgun árið 2011 tók myndlistarkonan María Kjartansdóttir ljósmynd af litlu, rauðu húsi rétt fyrir utan Dalvík. Þetta einstaklega myndræna hús færði Maríu bresku Signature Art-verðlaunin og í framhaldinu hlaut hún hin virtu Magnum-ljósmyndaverðlaun 2012 fyrir myndaseríuna „A Sense of Solitude“, en myndin af rauða húsinu var hluti af þeirri seríu. www.mariakjartans.net
Inngangi hússins var breytt og þurfti því að fjarlægja steintröppurnar sem lágu áður upp á efri hæðina.
Þetta fallega rauða hús heitir Framnes og var byggt árið 1917. Húsið er aðeins 28 fermetrar að grunnfleti og er á tveimur hæðum en tvær fjölskyldur bjuggu í því á árum áður. Texti SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir MARÍA KJARTANSDÓTTIR, JÓN ÁRNASON
Framnes hefur heillað fleiri en Maríu því húsið hefur mikið verið myndað. Oft stöðvar fólk, sem á leið hjá, bíla sína og stígur út til að festa húsið á filmu og hafa myndir af Framnesi birst í dagblöðum, ferðabæklingum og auglýsingum. En myndin hennar Maríu er sú eina sem hefur fengið að prýða veggi hússins. Þrjár systur, Rannveig, Anna Bára og Kristrún Hjaltadætur, eru eigendur Framness. Kristrún og Óskar S. Einarsson, eiginmaður hennar, sögðu Í boði náttúrunnar frá húsinu. Systurnar eru allar fæddar og uppaldar á Dalvík en fluttu þaðan á mismunandi aldri. Rannveig býr á Ísafirði, Anna Bára á Akureyri og Kristrún í Kópavogi. Eftir að foreldrar þeirra, sem bjuggu alla tíð á Dalvík, féllu frá langaði þær að eiga afdrep á æskustöðvunum og festu því kaup á Framnesi árið 1999. „Við systurnar höfðum mikla þörf fyrir að eiga sama stað á Dalvík. Það tók okkur tvö ár að finna rétta húsið. Reyndar hafði ekki hvarflað að okkur systrum að kaupa Framnes. Það voru eiginmenn okkar sem sáu möguleikana og sjarmann við húsið sem við Dalvíkingarnir sáum ekki,“ segir Kristrún. Ljóst var að nauðsynlegt væri að ráðast í miklar endurbætur. „Í upphafi löguðum við bara stofuna, einangruðum og klæddum að nýju og endurgerðum snyrtingu í kjallara þannig að við gætum nýtt húsið strax. Fyrirkomu lagið í húsinu var þannig að á neðri hæðinni var eldhús, geymsla og þvotta hús en á þeirri efri forstofa, stofa og tvö herbergi. Mikið pláss fór undir stiga á milli hæðanna. Eftir nokkurn tíma ákváðum við síðan að 52 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
„Við systurnar höfðum mikla þörf fyrir að eiga samastað á Dalvík. Það tók okkur tvö ár að finna rétta húsið. Reyndar hafði ekki hvarflað að okkur systrum að kaupa Framnes. Það voru eiginmenn okkar sem sáu möguleikana og sjarmann við húsið sem við Dalvíkingarnir sáum ekki.“ ráðast í endurgerð hússins. Ákveðið var að gjörbreyta innra skipulagi þess.“ rifjar Óskar upp. „Grafa þurfti út úr kjallaranum og lækka gólfið til að fá meiri lofthæð, sem var ekki nema 180 cm. Eldhúsið var á neðri hæðinni og eins og oft vill verða var það hjartað í húsinu. Okkur langaði alltaf að nýta efri hæðina betur. Þar er meiri birta og útsýnið stórkostlegt og því langaði okkur að færa eld húsið upp og við næðum þannig meiri nýtingu úr gólf fleti hússins. Við fengum Hauk Haraldsson, arkitekt á Akureyri, til liðs við okkur við endurskipulagninguna. Haukur lagði áherslu á að við hreyfðum sem minnst við húsinu utan frá séð. Við vorum öll sammála því. Við vildum bera virðingu fyrir útliti hússins,“ segir Kristrún.
Öll búslóðin kemur frá foreldrum þeirra systra.
Nýr gluggi með útsýni út fjörðinn, út í gjögrana. Ómótstæðileg sjón á öllum tímum árs.
G l
Þ f o m þ Allir veggir voru teknir niður á efri hæð hússins og tveir gluggar settir á norðurhliðina en úr þeim gluggum er horft út Eyjafjörðinn.
K ú
Í dag er efri hæðin orðin að einu opnu rými með eldhúsi og stofu, en á neðri hæðinni eru tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. „Erfiðasta ákvörðunin var að fjarlægja útitröppurnar og útihurðina og byggja í staðinn nýjan inngang en einhverju varð að fórna, að sögn Kristrúnar. „Haukur kom með þá snilldarhugmynd að breyta gömlu bíslagi sem var við vesturhlið hússins, hækka það og stækka og gera þar nýjan inngang eða anddyri. Var stiga á milli hæðanna komið fyrir í þessari viðbyggingu. Þannig fékkst miklu meira gólfpláss á báðum hæðum. Allar raflagnir voru endur nýjaðar og settur var hiti í gólfið á neðri hæðinni, húsið einangrað upp á nýtt, nýir gluggar settir í og húsið klætt rauðu bárujárni að utan eins og áður var. Glugga setningunni var breytt lítilsháttar. Bætt var við glugga á kjallara suðurhliðar og þá voru tveir gluggar settir á efri hæð norðurhliðar hússins til þess að hægt væri að njóta útsýnis út fjörðinn,“ segja þau. Upphaf lega var norðurhliðin glugga laus til að verjast veðri og vindum og halda betur hita í 54 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Grafa þurfti niður gólfið í kjallaranum til að hækka lofthæðina. Nú eru þar tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.
húsinu. Þessi breyting hefur gert afar mikið fyrir húsið því útsýnið út fjörðinn, út í Gjögrana, er alveg ómótstæðilegt á öllum tímum árs.“ En hvernig nýta þær systur húsið? „Við komum hingað þegar við viljum og eins oft og við getum. Við reynum að skipu leggja okkur þannig að við eigum tíma hérna saman. Það er ekki þannig að hver og einn vilji fá að vera út af fyrir sig. Við viljum nota húsið sem samkomustað fjölskyldunnar,“ segir Kristrún. „Á Fiskideginum mikla er oft þröng á þingi en það er líka þannig sem við viljum hafa það. Við systurnar erum miklu meira hér fyrir norðan vegna þess að við höfum þessa góðu aðstöðu. Ég kem hingað til að vera á Dalvík, þar sem ræturnar liggja. Ég hef unun af því að hitta mitt fólk og njóta þess að vera á staðnum; þannig hefur þetta litla hús gefið fjölskyldum okkar ómetan legar stundir.“
FÍTON / SÍA
Gamla saumavélin sómir sér vel í kjallaranum.
Gjafaáskrift Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
JÓLAGJÖF SEM FRÆÐIR OG NÆRIR Gjafabréfið fæst á vefsíðu tímaritsins
www.ibn.is/gjafaaskrift
BETRI STOFAN – snjóhús
Einn af mörgum kostum þess að eiga ung börn er að þá geri ég stundum hluti sem mér dytti annars ekki í hug... eins og t.d. að halda boð í snjóhúsi.
Texti og myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR
Einn laugardagsmorguninn þegar við fjölskyldan vöknuðum var garðurinn þakinn þykku lagi af nýföllnum snjó. Þessi fullkomni, brakandi snjór öskraði bókstaflega á aðgerðir. Þegar allir voru komnir í snjógalla og aðgerðaáætlun lá fyrir var hafist handa við að byggja snjóhús. Fljótt myndaðist myndarlegur hóll sem litlu snúðarnir mínir grófu innan úr af miklu kappi. Eftir dágóða stund og vel unnin störf var snjóhúsið orðið nógu stórt til að hægt væri að skríða inn og tylla sér. Rjóð, sveitt og sæl tylltum við okkur inn með heitt kakó og kex. Þetta gerði mikla lukku, þangað til kakóið var búið. Þá fannst krökkunum nóg komið og drifu sig inn. Ég sat eftir, bogin í baki og fannst þetta frekar léleg nýting á þessu myndarlega snjóhúsi. En þá mundi ég allt í einu eftir því að við hjónin áttum von á tveimur gestum um kvöldið og um leið fékk ég snilldarhugmynd – bjóða þeim í snjóhúsið! Full eftirvæntingar og gleði fór ég á flug í innanhússpælingum. Ég þurfti jú að koma fyrir fjórum fullvaxta einstaklingum án þess að þeir fengju í bakið eða frysu á rassinum. Ég tók mér skóflu í hönd og fór að moka og móta. Ég bjó til aukarými með því að grafa fjórar hvelfingar inni í snjóhúsinu, gerði hillur fyrir kertaluktir til að fá góða lýsingu og
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 67
svefnpoki og ullarteppi komu í veg fyrir gólfkulda. Svo setti ég mottu í anddyrið svo auðvelt væri að fara úr skónum og til öryggis var hitapoki til taks fyrir fótkalda. Gestirnir birtust grandalausir og eftir borðhaldið bauð ég þeim í betri stofuna – eða út í snjóhús! Þar bauð ég upp á heitt súkkulaði, romm og smákökur sem hurfu hratt ofan í mannskapinn. Nálægðin, einangrunin, kertaljósin og eflaust rommið líka átti sinn þátt í því að skapa stemningu sem erfitt er að lýsa eða búa til inni í stofu undir raflýsingu og nútímaþægindum. Þessi samverustund kallaði á djúpar og einlægar samræður, spádóma og spekúlasjónir um alla heima og geima. Voru allir sammála því að þessi notalega samvera í litla snjóhúsinu væri upplifun sem lengi myndi lifa í minningunni. Vá, hvað það er gaman að leika sér! Takk krakkar!
68 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
ÞAÐ SEM KOMA SKAL TEXTI RÚNAR MARVINSSON MYNDIR JÓN ÁRNASON MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
dögunum fengum við sendan lambaskrokk frá Friðriki bónda á Brekkulæk sem er einn fárra bænda sem eingöngu er með lífræna ræktun á kjöti. Það er hægt að panta þetta úrvalskjöt beint frá býlinu Brekkulæk í Miðfirði í síma 451 2977 eða hjá Frú Laugu. Við félagarnir tókum að brýna busana og úr varð að kroppurinn frá Friðriki bónda var háttaður af beinum. Við tókum beinin og brúnuðum þau í ofnskúffu ásamt grænmeti og gerðum úr þessu soð. Annað lærið var útbeinað en hinu héldum við heilu svo og öðrum frampartinum, hvorutveggja var látið í ofn og étið í kvöldmatinn ásamt lerki sveppasósu (lerkisveppirnir komu frá Friðriki bónda). Hinn framparturinn var síðan notaður bæði í kjötrúllu ásamt slögunum, svo og hakk sem úr var gert E-efnalaust kjötfars. Úr hryggnum fengum við „fille“, kótelettur, lundir og gúllas. Þessu var pakkað og merkt áður en það fór í frystinn. Allir virtust hafa gaman af ekki síður börn en gamalmenni. Voru allir sammála um að þetta hafi verið skemmtilegri stund en að borfa á „Ljótu Bettý“ í sjónvarpinu. Eftir að hafa unnið og snætt lífræna kjötið frá Brekkulæk og drukkið með því lífrænt rauðvín var samdóma álit gesta að lífrænt væri málið.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
UPPRÚLLUÐ SLÖG
– Rúllupylsa
Slögin verða oft eftir í frysti-kistunni líklega vegna þess að fólk veit ekki alveg hvernig best er að nýta þau í eldamennskunni. Kryddið innaní eftir eigin höfði áður en slögunum er rúllað upp, bæta jafnvel fínsöxuðu grænmeti og ávöxtum eftir smekk. Rúllið slaginu upp og bindið með sláturbandi. Óþarfi er að setja olíu ofaná þar sem kjötið er mjög feitt. Hægsteikið í ofni í 3 til 4 tíma við 120 gráðu hita. Gott er að pressa rúlluna með þungu fargi, kæla og nota sem álegg. Einnig má éta beint með hverju sem er.
KÆFA Slög eru oft notuð í kæfu. Þá eru þau soðin í vatni og salti í 1½ tíma, beinhreinsuð og hökkuð ásamt lauk, hvítlauk, salti, pipar og allra handa kryddi. Látið aftur í pott og soðið saman og bragðbætt. Hellt í ílát og látið kólna.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
KRYDDLEGIร LAMB Lรกtiรฐ valda lambavรถรฐva รญ vรฆnan dall eรฐa fat. Helliรฐ gรณรฐri รณlรญfuolรญu รก svo yfir fljรณti. Kryddiรฐ meรฐ villtu blรณรฐbergi (fengum รพurrkaรฐ blรณรฐberg frรก Friรฐriki bรณnda รก Brekkulรฆk) eรฐa fersku lรญfrรฆnu garรฐablรณรฐbergi, svรถrtum nรฝmรถluรฐum pipar, slatta af niรฐurskornum hvรญtlauk, smรก paprikudufti og karrรญ. ร annig mรก sรญรฐan geyma kjรถtiรฐ รญ gรณรฐum kรฆli รญ lรกgmark 5 daga og รญ hรกmark 15 daga รกn aรฐstoรฐar eiturefna รพvรญ รณlรญfuolรญan hefur bakterรญudrepandi รกhrif en gรฆtiรฐ รพess aรฐ รพaรฐ standi hvergi uppรบr olรญunni. Eftir 2 vikur er kjรถtiรฐ orรฐiรฐ svo mjรบkt aรฐ รพaรฐ brรกรฐnar รญ munni. ร รก mรก til dรฆmis grilla รพaรฐ sem snรถggvast.
ร BOร I Nร TTร RUNNAR
KJÖTFARS Ég notast við uppskrift frá ömmu sem er mér mjög minnistæð sérstaklega hljóðið sem varð þegar skeiðin sem hún mótaði bollurnar með small í giftingahringnum. 1 kg lambakjöt (frampartur og afskurður) 1 laukur 1 gulrót 1 sellerístöngull 2 egg 4 msk maizenamjöl 3 dl mjólk salt og pipar eftir smekk smjör til steikingar
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Setjið kjötbitana og gróft skorið grænmetið í hakkavélina. Hakkið er síðan sett í matvinusluvél eða hrærivel (verður þá aðeins grófara eins og hér) og afgangnum af hráefninu bætt útí. Þeytt þar til það helst vel saman. Gott er að geyma farsið í kæli yfir nótt. Bollurnar síðan steiktar á pönnu með miklu smjöri og olíu 50/50 þar til steikt í gegn. Gott að bera fram með kartöflumús og rabarbarasultu.
LAMBASOÐ Það fæst mjög gott soð úr lambabeinum, þótt flestir hendi þeim og haldi því fram að bara nautabein séu góð í soð. 2 kg kindabein 1/2 bolli af grænmetisolíu 4 gróft skornir laukar 4 stönglar af sellerí 4 gulrætur 4 birkilauf eða lárviðarlauf og slurkur af blóðbergi nett lúka af svörtum piparkornum 1 msk maldon salt 3 msk tómatmauk vatn svo yfirfljóti
Setjið beinin í ofnskúffuna ásamt gróft skornu grænmeti og smyrjið tómatmauki ofaná. Hellið að lokum olíunni yfir. Hitið ofn í 200 gráður og steikið í ofninum uns það er orðið vel brúnt. Látið allt
í stóran pott og bætið kryddinu útí en saltið samt ekki fyrr en í lokin. Skolið ofnskúffuna með vatni og hellið út í pottinn því þar leynist kraftur. Bætið við vatni svo fljóti yfir beinin. Sjóðið við hæga suðu í 4 til 6 tíma. Fleytið af og til ofan af. Sigtið og sjóðið áfram uns kominn er góður kraftur, bætið jafnvel í brúnuðu grænmeti og sjóðið í annað sinn. Gott er að setja soðið í nokkrar glerkrukkur og geyma í frysti þar til maður ætlar næst að gera kraftmikla súpu eða sósu.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
OFNBAKAÐUR FRAM- OG AFTURPARTUR Frampartur er ekkert ómerkilegri en afturparturinn þótt afturparturinn kosti margfalt meira. Eftirspurnin er meiri og þykir miklu flottara að henda heilu læri í ofninn en heilum framparti. En framparturinn geymir alveg jafn gómsæta vöðva og afturhlutinn. 1 stk lambaframpartur 1 stk lambalæri jurtaolía hvítlaukur ferskt lífrænt garðablóðberg frá Engi maldonsalt pipar (eftir smekk)
SVEPPASÓSA 1 bolli þurrkaðir lerkisveppir (eða aðrar tegundir) 1/2 laukur saxaður 2 - 4 hvítlauksgeirar fínt saxaðir handfylli Basil (lífrænt ræktuðu frá Engi) 1 msk smjör 4 bollar kjötsoð 1 bolli rjómi salt og pipar eftir smekk 1 bolli rauðvín (má sleppa, ef viðkomandi er í aðhaldi.)
Leggið sveppina í bleyti í vatni í 1-2 tíma. Fínsaxið sveppina. Allt brúnað í smjöri þ.e.a.s. sveppir, laukur og hvítlaukur. Basil, soði (lambasoð) og öðru bætt útí. Sjóðið saman og bragðbætið með salti og pipar. Ef sósan er of þunn má þykkja með maizena eða smjörbollu.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Strjúkið kjötið vandlega með hvítlauksolíu (olía og hvítlaukur blandað saman í matvinnsluvél) Kryddið með salti og garðablóðbergi. Steikið í ofni í 40 til 60 mínútur við 200 gráðu hita. Látið svo standa í 15 mínútur.
Hátíðarilmir
, Fyrir jolaandann Kærleikskveðja
Fæst í helsut blóma og gjafavöruverslunum um allt land
| gráðagóður | Búrið stjarnan hér er sérlagaður, íslenskur gráðaostur frá Búðardal sem Eirný og samstarfsfólk hennar í Búrinu eru búin að nostra við og leggja í portvín í nokkrar vikur. Fyrir vikið er osturinn orðinn sætari og með sinn eigin, sultaða keim. Þetta er jólaostur Búrsins í ár og kallast Gráðagóður. Eirný Sigurðardóttir
Ís l e n s k a smurbrauð!
hið
danir hafa í gegnum tíðina þjálfað fegurðarskynið með því að umkringja sig fallegum byggingum, hönnun og list og því er engin furða að þegar kemur að því að bera fram brauð með áleggi gera þeir sneiðina ekki síður fyrir augað en magann! Við Íslendingar einbeittum okkur hins vegar að því, hér á árum áður, að lýsa fegurð í orðum frekar en áþreifanlegum hlutum. bækur uppi í hillu voru mikilvægari en listaverk hangandi uppi á vegg. smurbrauðshefðin hefur þó borist hingað til lands með frændum vorum dönum og við höfum gert misgóðar tilraunir til að apa eftir þeim. Ekki hefur mikið farið fyrir íslenskum áhrifum á þróun og útfærslu brauðsins og fengum við því fjóra listamenn á sviði matar og framsetningar til að gera sína alíslensku útgáfu og gefa okkur um leið hugmyndir og innblástur. umsjón GuðbjörG Gissurardóttir 44 Í boði náttúrunnar
| smurbrauð á hvolfi | dill rammíslenskt hráefni þar sem tvíreykt hangikjöt og stökkt ölbrauð er í aðalhlutverki. Upphaflega var rétturinn ekki hugsaður sem smurbrauð en þegar Gunnar hafði útbúið og smakkað réttinn sá hann strax að hér var komið dýrindis smurbrauð – á hvolfi! Gunnar Karl Gíslason
| grillað brauð og hreindýrssKanKi | Kex Fátt jafnast á við íslenskt hreindýrakjöt og hér er þetta gæðahráefni notað á smurbrauð. Óli Gústa, sem er fæddur og uppalinn á Austurlandi, hefur mikinn áhuga á öllu sem snýr að hreindýrum og íslenskri náttúru. Í sumar sem leið slóst hann í för með frændum sínum þegar hreindýrstarfur var felldur innst á Hvannstóðsdal við Borgarfjörð eystra. Hann segir það upplifun sem gleymist ekki enda forréttindi að vera í nálægð við svo tignarlegar skepnur. Ólafur Ágústsson
46 Í boði náttúrunnar
| hráKex og hundasÚrur | Gló Gómsætt og hollt smurbrauð með íslensku tvisti. Hluti af því að útbúa þetta smurbrauð er að fara út í náttúruna til að tína hundasúrur en yfir vetrar tímann er upplagt að nota baby-spínat í staðinn. Íslenskir kirsuberjatómatar eru kórónan á þessu brauði. Sólveig (Solla) Eiríksdóttir
Bjór & braud smurbrauð á Hvolfi rauðbeður, skrældar og reyktar yfir sinu. Ferskostur, gerður frá grunni hjá dill. súrsaðir laukar. tvíreykt hangikjöt frá skútustöðum, skorið mjög þunnt og þurrkað í ofni við lágan hita. stökkt ölbrauð/rúgbrauð, soðið í bjór, maukað og smurt þunnt út og þurrkað. rauðbeðu og mysugljái frá dill. hægt er að nota sinuna/ heyið við framreiðsluna. raðið hráefninu saman á óreglulegan hátt og stingið svo stökkum ölbrauðs og hangikjöts sneiðum ofan í mjúkan ferskostinn og á milli bitanna.
7 HrákeX með Hundasúrum og Hægelduðum kirsuberJatómötum tvær hrákexkökur, vænir hnefar hundasúrur, eða babyspínat. 4 + 2 msk. kryddjurtapestó, 10 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt, nokkrum sjávarsalt kornum stráð ofan á hvern þeirra og þeir síðan hæg eldaðir í ofni eða þurrkofni þar til þeir eru hálf þurrkaðir. byrjið á að smyrja hvora kexköku með 1 msk. af pestói. Veltið hundasúrunum, eða baby spínatinu, upp úr því sem eftir er af pestóinu og setjið ofan á kexið. skreytið svo með íslenskum, hægelduðum kirsuberjatómötum.
7 48 Í boði náttúrunnar
umsjón freYr rúnarsson bjorbok.net
reyKeldað dill-brauð 1
smurbrauðið frá dill er dálítið margslungið; það er hellingur að gerast þarna og því hægt að fara nokkrar mismunandi leiðir þegar kemur að því að velja bjórinn með. rauði þráðurinn er hins vegar reykur og súrt en við erum með reyktan ost og svo hið ómótstæði lega tvíreykta lamb. súru laukarnir og rauðbeður gefa svo dálítið súrsætt yfirbragð sem kemur skemmtilega inn á móti reyknum. hér væri hægt að vera dálítið djarfur og fara í hinn íslenska lava frá ölvisholti. þetta er þróttmikill bjór með mikinn reykkeim og ristaða tóna. hann dregur fram reykinn í lambinu og tónar þægilega á móti súrsæta keimnum. þessi bjór er hins vegar mjög spes og líkast til aðeins fyrir þá allra hörðustu. það væri hægt að fara öruggu leiðina og notast við reykta bjórinn frá steðja. látum ekki nafnið hræða okkur því bjórinn er ofsalega mildur með tilliti til reykkeims. þetta er flottur matarbjór
hráKex og salat 1
þegar þetta smurbrauð er skoðað fer það ekki milli mála að hér er hollusta og heilsa allsráðandi. maður fær nánast móral yfir því að drekka bjór með þessari hollustubombu. vatn er hins vegar lítt spennandi og við erum að tala um bjór. léttbjór væri augljóst val en slíkur drykkur er að mati undirritaðs ekki bjór. eftir stendur pils organic að sjálfs sögðu. bjórinn er mildur og þægi legur, með alveg hæfilega beiskju og dálítið grösugur ef svo má segja. þetta passar vel með þessu smurbrauði og yfirgnæfir ekki viðkvæma bragðsamsetninguna. bjórinn er svo einnig „grænn“ eða „organic“ og það er að sjálfsögðu viðeigandi hér.
með þægilega létta beiskju, meðal fyllingu og svo koma mildir þægilegir reyktónar sem dansa alveg með ostinum og lambinu. hér fær smurbrauðið að njóta sín til fulls. Fleiri möguleikar eru svo til en hér erum við að gera reykkeimnum skil.
| ómissandi dÚó! |
GÓðUr BJÓr GEGNIr MIKILvÆGU HLUtvErKI Í DÖNsKU sMUrBrAUðsHEFðINNI oG vEL vALINN BJÓr GEtUr GErt Gott BrAUð BEtrA.
gráðaostur með gúmmulaði portvínsleginn íslenskur gráðaostur / Gráðagóður. súrdeigsbrauð frá sandholtsbakaríi. sellerírótar og peruremúlaði. rauðrófu og rauðlaukssalat. Epla og rósmarínhlaup frá búrinu. radísusprírur leggið ostinn á súrdeigs brauðsneið. raðið ofantöldum innihaldsefnum smekklega á brauðið og berið fram.
gráðaostur 1
það er auðvelt að velja bjór sem passar við þetta flotta smurbrauð. Gráðaosturinn er hér í aðalhlutverki en hann á vel við bjór af gerðinni stout eða porter. myrkvi frá borg kemur þá strax upp í hugann, alíslenskur og þjóðlegur. bjórinn, sem er af gerðinni porter, er ljúfur og mildur en þó bragðmikill þar sem ristað kornið gefur þægilega sætu og fyllingu. hann er einnig örlítið reyktur ef út í það er farið. þessi blanda á afar vel við bragðmikinn gráða ostinn þar sem sætan vinnur vel með sætunni í ostinum. osturinn er einnig mjúkur og notalegur og því viljum við ekki of hvassan bjór sem sker hann í tvennt.
7 grillað brauð með brösuðum Hreindýrsskanka súrdeigsbrauð. Þykkar sneiðar af ostinum Ísbúa. Einn brasaður hreindýrsskanki (eldaður í soði í 8 tíma og kryddaður með negul, eini berjum og múskati). Grænkál, snöggsteikt á pönnu. bökuð rófa, þunnt skorin piparrót rifin yfir. leggið ostsneiðarnar á súr deigsbrauðið og bræðið ostinn undir heitu grilli í ofni. rífið hreindýrsskankann niður og kryddið með salti og ögn af kirsuberjaediki. raðið grænkáli á brauðið, því næst kjötinu og rófunum. rífið svo vel af pipar rót yfir allt saman og berið fram.
7
hreindýrasKanKar 1
þetta smurbrauð virðist í fyrstu frekar einfalt og þægilegt verk efni fyrir óviðbúna bragðlauka en annað kemur hins vegar á daginn þegar á hólminn er komið. hreindýra skankar löðrandi í spennandi krydd samsetningu, einiber, negull og múskat og loks toppað með piparrót og káli. þessu þarf að mæta með frábæru öli. það kann kannski að koma einhverjum bjórspekúlantinum á óvart en hér verður það saison dupont sem fær þetta virðulega hlut verk. þessi bjór er eins og smurbrauðið, dálítið framandi og klárlega gríðarlega spennandi. hann er af belgískum uppruna og í árdaga bruggaður á sveitabæjum sem sumar bjór en nú er hann gjaldgengur árið um kring. þetta er ferskur og flottur bjór með ýmsum skemmtilegum krydd uðum tónum þar sem t.d. má grafa upp negul, pipar og kóríander sem auðvitað spilar hugljúft verk með kryddinu á
smurbrauðinu. bjórinn gefur einnig ferskan blæ með snefil af sítrónu eða sítrus á tungu. allt er þetta svo framreitt án þess að stela senunni frá matnum.
Í boði náttúrunnar 49
Dropsama kú á bás ég bind, Búkolla mín hún heitir. Meðan hin hvíta, ljúfa lind lífinu blessun veitir.
Ferskostar heimagert lostæti Umsjón GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Texti og uppskriftir Eirný Sigurðardóttir Ljósmyndir Jón Árnason
Eftir að hafa kennt í ostaskóla í Bretlandi í nokkur ár flutti Eirný til Íslands og opnaði ostaverslunina Búrið í Nóatúni og kom í kjölfarið á fót fyrsta ostaskólanum á Íslandi.
60
„Ég er gjörsamlega ostfangin upp fyrir haus og algjörlega ostaóð og versna með degi hverjum. Ástæðan er einfaldlega sú að ostur er fyrir mér ein merkilegasta fæðutegundin í heiminum og það má rekja sögu mannkyns í gegnum hann. Ostar hafa verið notaðir sem gjaldmiðill, verið hluti af trúarlegum athöfnum, átt þátt í að koma af stað átökum og friði milli þjóða og jafnvel verið hluti af trúlofunarhefðum. Þrátt fyrir iðnvæðinguna hefur ostamenningin viðhaldist. Þar sem gæði mjólkurinnar skipta svo miklu máli mætti segja að í einum ostbita komumst við í beina tengingu við náttúruna, gróðurfar, veðráttu og árstíð. Í heiminum í dag eru mörg þúsund mismunandi tegundir af ostum og þeir eru jafn margir og þeir eru misjafnir. Margir viðskiptavinir sem koma til mín í Búrið í fyrsta sinn vita ekki hvar þeir eiga að byrja og þannig kom það til að ég ákvað fyrir þremur árum að stofna fyrsta ostaskóla íslands. Ég vildi útbreiða ostaástina með því að bjóða upp á bragðgóðan fróðleik sem nýttist viðskiptavinum okkar þegar kæmi að því að velja sér ostinn og veita þeim tækifæri til að smakka hluti sem þeir myndu annars ekki endilega velja sér. Ostar eru flokkaðir á mismunandi hátt en til að hafa þetta sem einfaldast, skipti ég öllum ostum heimsins í fimm fjöldskyldur. Ég fer stuttlega yfir hverja fjölskyldu en svo ætla ég að einbeita mér að ferskostum og kenna ykkur að gera nokkra slíka.“
Í boði náttúrunnar
H
Rauðkíttsostar
m ei
Lyktarmiklum yfirborðsgerli, sem kallast Brevibacterium linens, er annað hvort bætt út í mjólkina á lögunarstiginu eða penslað á ostana í bland við saltvatn á lögunar stiginu. Gerillinn vinnur sig inn í ostinn, bragðbætir hann og breytir áferðinni. Á „þvottatímabilinu“ myndast jafnan gulleit klístruð skorpa. Stundum er líka notaður gulrótarsafi, bjór eða vín til að fá fjölbreytni í skorpuna og þar með útlit ostanna.
a er b t es
Fastir & harðir ostar
Hvítmygluostar Ostar þar sem „myglu“ eða penicilliumgerli er leyft að þroskast á yfirborði mjúkra osta. Sú skorpa er myndast er ætluð til átu. Hvítmygluostar eru látnir þroskast í nokkrar vikur áður en þeir eru tilbúnir.
Hvort sem um er að ræða mildan brauðost, bragðmikinn Gruyere eða harðan Parmigiano Reggiano, eiga þeir það allir sameiginlegt að rakastig er lágt og lagering á ostinum er oftast löng.
Gráðaostar
Ferskostar Ostar sem ekki þurfa á þroskunarferli að halda. Þeir eru oftast hvítir, mjúkir, stundum kornóttir í áferð og ekki bragðsterkir í eðli sínu og því tilvalið að leika sér með þá í matargerðinni. Dæmi um ferskosta er t.d. rjómaostur, feta, mozzarella og kotasæla. Ferskostar eru með stutt geymsluþol og bestir splunkunýir.
Þeir eru flóknari í framleiðslu en aðrar tegundir osta. Myglan getur verið óútreiknanleg og hana þarf að hvetja eða halda í skefjum eftir þörfum. Járnf leygum er stungið í ostinn til að hleypa súrefni inn svo að hinar ein kennandi bláu æðar, sem gera ostinn svo gómsætan, nái að myndast.
Í boði náttúrunnar
61
RICOTTA = „re-cooked“ = endurhitað
Ricotta er ferskostur búinn til úr mysunni sem rennur undan eftir hefðbundna osta gerð, hvort sem um er að ræða kúa-, kindaeða geitarmjólkurosta. Mysan er stundum látin súrna á náttúrulegan hátt með því að standa í 12-24 tíma en stundum er notað annað hvort edik eða sítrónusafi til að flýta ferlinu. Þegar sýrustigi er náð, er mysan hituð upp að suðu og síðustu agnirnar af afgangs mjólkurpróteini ná að bindast saman og eru veiddar upp úr mysunni og látnar síast í grisju. Mysan sem eftir er á þá að vera orðin tær og falleg og tilvalin til að nota í súpur eða brauð eða til að fóðra dýrin á ný. Það þarf heljarmikið magn af mysu til að ná smá magni af ricotta. Vanalega fást ekki nema 80-100 grömm úr tíu lítrum af mysu. Ricotta er bestur volgur beint úr pottinum og gott er að strá smá kanilsykri yfir og bera fram sem eftirrétt með ferskum ávöxtum. Á Ítalíu er hægt að fá mismunandi útfærslur af Ricotta þar sem til dæmis er búið að salta og pressa ostinn til að auka geymsluþol (Ricotta salata), reykja hann (Ricotta affumicata) eða jafnvel geyma hann í hundrað daga og láta hann súrna (Ricotta Scanta), en sú útfærsla er alls ekki fyrir alla.
Hreinlæti er mjög mikilvægt í ostagerðinni og mikilvægt að öll áhöld, ílát og hendur séu tandurhrein. Sjóðið grisjuna í vatni með 1 msk. af ediki til að hafa allt á hreinu. Heimagerða ferskosta er best að borða splunkunýja en þeir geymast í allt að fimm daga. Eiga það reyndar til að verða aðeins stirðari með tímanum.
62
Í boði náttúrunnar
„Smá svindl Ricotta“ Í þessari uppskrift er notast við nýmjólk í stað mysu, eins og hefðin er, og því verður afraksturinn skyldari indverskum Khoa-osti en ítölskum Ricotta. En það eru eflaust fáir sem eiga 50 lítra af mysu undan ostagerð heima hjá sér! 2 lítrar af nýmjólk 100 ml af rjóma (má sleppa, en mér finnst osturinn alltaf betri með smá rjóma) 90 ml af hvítvínsediki eða 100 ml af nýkreistum sítrónusafa þykkbotna pottur sem kemur í veg fyrir að mjólkin brenni hitamælir, t.d. kjötmælir sigti og hrein grisja
1. Hitið mjólkina og rjómann hægt upp í 90˚C. Hrærið sem minnst í pottinum, bara nokkrar hægar strokur. Ekki láta mjólkina fara að sjóða; ef það gerist þarf að láta hana kólna aftur þar til hún er 90˚C. 2. Þegar réttu hitastigi er náð er sýru (ediki eða sítrónusafa) blandað vel saman við en hrært sem minnst. Potturinn er síðan tekinn af hitanum, lok sett á og beðið í 5-10 mínutur. 3. Osturinn er tilbúinn þegar ostefnið hefur hlaupið saman efst í pottinum og gulleita mysan undir er orðin frekar tær. 4. Ostefninu er ausið (t.d. með fiskispaða) varlega í grisjuna og vökvinn látinn renna úr í um það bil 10-15 mínútur. Lengdin stýrir þéttleika ostsins; því lengur sem osturinn er síaður því þurrari verður áferðin. Þegar osturinn er tilbúinn er um að gera að leika sér og bragðbæta hann með því að léttsalta og setja jurtir og krydd saman við eða bara bera hann fram volgan með ristuðu snittubrauði og heimagerðri sultu. Nú, eða nota hann í spagettí-uppskriftina sem fylgir. Buono Appetito Mangiare bene
Spaghetti Ricotta 250 g nýsoðið spagettí + 50 ml af soðvatni 3-4 msk. ólívuolía 1-2 hvítlauksrif 100 g fersk brauðmylsna (ekki þurr úr pakka) 10 basilblöð, rifin 100 g Ricotta nýrifinn Parmiggiano Reggiano, Grana Padano eða Pecorino Romano salt og pipar eftir smekk
Setjið ca 2 msk. af ólívuolíu í pönnu ásamt fínni brauðmylsnu. Leyfið þessu að krauma þar til brauðmylsnan er orðin stökk og gullin á lit. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið smá olíu og þunnt sneiddan hvít lauk í pönnu og leyfið lauknum að krauma á lágum hita áður en soðnu spagettíi er bætt út í pönnuna ásamt 50 ml af vatninu sem spagettíið var soðið í. Hrærið vel í til að allt hitni í gegn. Mestur hluti vatnsins gufar upp á 1-2 mínútum. Blandið varlega saman við spagettíið muldum ricotta-ostinum, basil, salti og pipar eftir smekk. Til að fullkomna réttinn, stráið yfir brauðmylsnu og rifnum parmiggiano.
Í boði náttúrunnar
63
Bragðbættir dúllerísostar Hráefni og fyrstu fjögur skrefin eru þau sömu og fyrir Ricotta en við breytum aðeins til eftir að osturinn hefur verið tekinn upp úr pottinum. 5. Skellið ostinum í hrærivél ásamt 1-2 msk. af aukarjóma og þeytið í 1-2 mínútur. Það er líka hægt að hræra í höndunum eins og brjálæðingur. Ágæt leið til að losa um streitu! Áferðin mun breytast og það kemur meiri léttleiki og smá teygjanleiki í ostinn. 6. Nú er tími til að bragðbæta ostinn og möguleikarnir eru endalausir. Hér fylgja þrjár hug myndir. Gott er að kæla ostinn áður en farið er að vinna frekar með hann:
Græna gómsæta bomban Hrærið 2 msk. af basil, myntu og kóríander saman við ostinn ásamt söxuðum grænum piparkornum eða nýmöluðum svörtum pipar og smá salti. Vefjið ostinum í sólberjaeða rifsberjalauf sem búið er að léttsjóða í 1-2 mínutur og fríska aftur í köldu vatni. Leyfið ostinum að standa í klukkutíma til að draga í sig bragðið áður en hann er borinn fram.
Bragðið af ferskostinum fer mikið eftir því hvaða sýra er notuð og það er um að gera að leika sér. Mér finnst hvít vínsedik, hvítt balsamik eða sítrónusafi alltaf gefa mér besta bragðið og ráðlegg fólki að nota ekki borðedik, sem er frekar mikill ruddi í sýrudeildinni. Ef ykkur finnst osturinn ykkar of súr er um að gera að nota minni sýru og láta frekar mjólkina standa lengur. Það er hægt að nota bæði súrmjólk og jógúrt til að sýra mjólkina en þá þarf að aðlaga hlutföll og sýna aðeins meiri þolinmæði.
64
Í boði náttúrunnar
Ostagersemi í olíu Setjið hreina krukku inn í 180˚C heitan ofn í 15 mínútur til að sótthreinsa hana. Leyfið svo krukkunni að kólna aðeins áður en hún er fyllt með olíu, t.d. repju- eða ólívuolíu. Setjið jurtir eða krydd út í eftir smekk til að bragðbæta olíuna. Mér finnst t.d. gott að setja rósmarín, rósapipar og sítrónubörk eða hvítlauk, chilli og engifer; annars eru möguleikarnir endalausir. Mótið síðan kúlur úr ostinum með hreinum höndum eða notið tvær skeiðar til að móta þær. Skellið ostakúlunum í olíuna og skrúfið hreint lok fast á. Munið að olían verður að fljóta yfir ostinn til að koma í veg fyrir að hann skemmist. Ostakúlur í krukku eru falleg gjöf og góð á bragðið en þetta er einnig góð leið til að geyma ostinn í 4-6 vikur.
Ostafrú í fínum fötum Búið til fljótlegt síróp með því að sjóða saman á pönnu 50 ml af sítrónusafa, 50 ml af vatn og 150 g af sykri ásamt 1 msk. af þurrkuðum lavendli (lofnarblóm) og berki af hálfri sítrónu. Þegar sírópið er byrjað að þykkna, skellið þið út í það bátum af nektarínum eða ferskjum. Látið krauma í eina mínútu, takið svo pönnuna af hitanum og leyfið ávöxtunum að liggja í henni og kólna örlítið. Mótið og setjið óbragðbættan ostinn á léttristað snittubrauð ásamt volgum ferskjubita og berið fram. Það skemmir ekki að hafa glas af kampavíni, prosecco eða cava með!
grill-ostur „Paneer“ Þetta er alveg frábær ostur og þegar maður hefur náð tökum á honum er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og krydda hann í allar áttir. Áhöldin eru þau sömu, fyrir utan tvö bretti, en hráefnið og aðferðin örlítið frábrugðin. 2 lítrar af nýmjólk 90 ml af hvítvínsediki eða 100 ml af nýkreistum sítrónusafa ½ tsk. salt
Hitið mjólkina hægt þar til hún nær suðu marki. Hrærið sem minnst í pottinum, bara nokkrar varlegar strokur. Þegar bullandi suðu er náð er sýrunni blandað vel saman við með því að hræra varlega. Mjólkin mun skilja sig um leið og ostefnið herpist saman í stóra köggla. Setjið salt í vatnið og látið mjólkina sjóða áfram í 1-2 mínútur til að herpa ostinn enn betur saman. Áferðin á osta-„kögglun um“ á að vera örlítið gúmmíkennd. Ausið ostefninu varlega upp úr pottinum og í grisjuna og látið renna vel af því í 1-2 mínútur. Setjið ostinn í grisjunni á bretti með annað bretti ofan á og notið pottinn með afgangsmysuni sem lóð til að pressa ostinn. Þið getið notað eitthvað þyngra til að pressa
ostinn en þá verður hann mun þurrari. Eftir um það bil 30 mínútur er osturinn orðinn nógu vel pressaður og kaldur til að meðhöndla. Skellið honum í ísskáp þar til hann á að notast. Svo er um að gera að leika sér og skera ostinn í lengjur eða bita, velta upp úr mismunandi kryddblöndum og steikja á pönnu þar til hann er orðinn stökkur og gullinn að utan og mjúkur að innan eða skera í stóra teninga, pensla með krydd olíu, þræða upp á teina og skella á ekki alltof heitt grill! Haustlegt salat – með grillosti, villisveppum og heslihnetum Forréttur fyrir 4 Grillostur skorinn í lengjur 1 egg 350 g villisveppir 1 msk. smjör 2 appelsínur 50 g heslihnetuflögur 1 tsk. þurrkaðar chilliflögur ½ tsk. þurrkað óreganó 120 g heilar heslihnetur, léttristaðar salat, t.d. eikarlauf eða klettasalat Dressing
50 ml hvítvínsedik 50 ml ferskur appelsínusafi 1 msk. Dijon-sinnep 70 ml hnetuolía 100 ml ólívuolía salt og pipar eftir smekk
Byrjið á því að hella edikinu og appelsínusafa í litla skál, bætið við sinnepi og pískið þetta vel saman. Sinnepið er mikilvægt því það bindur allt saman. Þá er olíunni bætt saman við, nokkrum dropum fyrst en síðan rest á meðan pískað er. Þegar sósan er orðin þétt og fín er salti og pipar bætt við eftir smekk. Gott er að byrja á því að gera salat-dress inguna og útbúa fjóra diska með salatblöð um og ferskum appelsínubátum.Blandið síðan saman heslihnetuflögum, óreganó og chillif lögum ásamt smávegis af fínt rifnum appelsínuberki. Veltið ostalengjunum upp úr hráu eggi og dýfið svo í hnetublönduna sem þekja á ostinn. Bræðið smjör á pönnu og steikið svepp ina, ýtið til hliðar á pönnunni til að þeir haldist volgir. Bætið 1 msk. af olíu á pönn unna og steikið tilbúna ostbitana þar til þeir eru gullinbrúnir að utan. Setjið ostinn og sveppina volga á salatbeð og stráið yfir heilum, ristuðum heslihnetum og drissið með dressingu.
www.ibodinatturunnar.is
VEFRIT Nýjasta viðbótin okkar er þessi langþráða vefsíða, www.ibn.is, sem fór í loftið í þessari mynd í febrúar 2014. Vefsíðan gefur okkur frekari tækifæri til að miðla efni sem við teljum skipta máli og er mikilvægur hlekkur í þeirri hugafarsbreytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og náttúrulegar leiðir að andlegri og líkamlegri heilsu.
sDP LJĂšF MINNING
Landnemi à mjúku myrkri TEXTI GULLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR, FYRRVERANDI RITSTJÓRI N�S L�FS
„Ég Ăžurfti aĂ° takast ĂĄ viĂ° eggjaskort eins og mamma mĂn og lenti lĂka Ă ĂžvĂ nokkrum sinnum aĂ° rafmagniĂ° fĂłr af einmitt Ăžegar ĂŠg var aĂ° leggja lokahĂśnd ĂĄ jĂłlamatinn en eins og forĂ°um daga vorum viĂ° alltaf sest aĂ° snĂŚĂ°ingi um ĂžaĂ° leyti sem klukkan Ă rĂkisĂştvarpinu slĂł sex“.
Ă? BOĂ?I NĂ TTĂšRUNNAR
Ăłl Ă foreldrahĂşsum mĂnum Ăžegar ĂŠg var aĂ° alast upp voru ĂłskĂśp svipuĂ° og gerĂ°ist og gekk ĂĄ Ăžessum ĂĄrum hjĂĄ stĂłrum Ăslenskum fjĂślskyldum. HeimiliĂ° var ĂžrifiĂ° Ă hĂłlf og gĂłlf, silfur pĂşssaĂ°, smĂĄkĂśkur bakaĂ°ar, allir klĂŚddir sĂnum bestu fĂśtum og gefnar jĂłlagjafir eftir ĂžvĂ sem efni og ĂĄstĂŚĂ°ur leyfĂ°u. Ă?mislegt varĂ° Þó til Ăžess aĂ° setja strik Ă reikninginn og koma Ă veg fyrir aĂ° jĂłlahaldiĂ° gengi sem skyldi. Eggjaskortur var til dĂŚmis ĂĄrvisst vandamĂĄl og ĂŠg man enn hvaĂ° ĂŠg var oft hrĂŚdd um aĂ° ekki vĂŚri hĂŚgt aĂ° baka ĂĄkveĂ°nar smĂĄkĂśkur sem mĂŠr fannst ALVEG Ăłmissandi ĂĄ jĂłlunum. Og auĂ°vitaĂ° var ĂŠg oft hrĂŚdd um aĂ° kannski fengi ĂŠg enga jĂłlagjĂśf! Ă aĂ°fangadag var lĂka nĂĄnast fastur liĂ°ur aĂ° rafmagniĂ° fĂŚri Ăžegar matseldin stóð sem hĂŚst og stundum setti slĂŚmt veĂ°ur strik Ă reikninginn og varĂ° til Ăžess aĂ° jĂłlin urĂ°u ÜðruvĂsi en ĂŚtlaĂ° var. En Ăžegar klukkan Ă Ăştvarpinu slĂł sex vorum viĂ° samt nĂĄnast undantekningalaust sest aĂ° snĂŚĂ°ingi, hrein og strokin, ilmandi krĂĄsir ĂĄ borĂ°um og undir jĂłlatrĂŠnu einhverjir pakkar, lĂka handa mĂŠr. ĂžaĂ° var yndislegt aĂ° ljĂşka Ăžessum spennuĂžrungna degi meĂ° ĂžvĂ aĂ° fara Ă kirkju um miĂ°nĂŚtti og engu lĂkt aĂ° ganga eins og landnemi Ă Ăłsnortinni jĂłlamjĂśllinni og mjĂşku myrkrinu. Ăžegar ĂŠg fĂłr sjĂĄlf aĂ° halda jĂłl tĂłk ĂŠg meĂ° mĂŠr Ă˝msa siĂ°i og venjur aĂ° heiman og Ă bland viĂ° ĂžaĂ° sem maĂ°urinn minn kom meĂ° Ă bĂşiĂ° Ă Ăžeim efnum mĂłtuĂ°um viĂ° okkar eigin jĂłlahefĂ°ir. JĂłlatrĂŠĂ° var aĂ° vĂsu stĂŚrra og jĂłlaskrautiĂ° ÜðruvĂsi en flest annaĂ° var ĂłskĂśp svipaĂ°. Ég Ăžurfti aĂ° takast ĂĄ viĂ° eggjaskort eins og mamma mĂn og lenti lĂka Ă ĂžvĂ nokkrum sinnum aĂ° rafmagniĂ° fĂłr af einmitt Ăžegar ĂŠg var aĂ° leggja lokahĂśnd ĂĄ jĂłlamatinn en eins og forĂ°um daga vorum viĂ° alltaf sest aĂ° snĂŚĂ°ingi um ĂžaĂ° leyti sem klukkan Ă rĂkisĂştvarpinu slĂł sex.
Fyrir nokkrum ĂĄrum hĂłfst svo enn eitt tĂmabil Ă jĂłlahaldi mĂnu. NĂ˝ kynslóð rĂŚĂ°ur nĂş fĂśr og hefur mĂłtaĂ° sĂnar eigin jĂłlahefĂ°ir. Enn er veriĂ° aĂ° baka og pĂşssa, skreyta jĂłlatrĂŠ og ĂştbĂşa jĂłlagjafir. Ă? bland viĂ° angan Ăşr eldhĂşsinu hljĂłmar ennÞå sama jĂłlatĂłnlistin, allir klĂŚĂ°ast sĂnu fĂnasta skarti og eru meĂ° sparisvip ĂĄ andlitinu. Ă? fyrra fĂłr rafmagniĂ° meira aĂ° segja af Ă smĂĄtĂma ĂĄ aĂ°fangadag! En ĂžaĂ° sem er mest um vert er aĂ° enn svĂfur sami notalegi andinn yfir vĂśtnunum. Enn skapast umrĂŚĂ°a yfir borĂ°um um hvort maturinn sĂŠ betri Ă ĂĄr en Ă fyrra og allir eru sammĂĄla um aĂ° Ă ĂĄr sĂŠ hann betri en nokkru sinni. Ég fer til kirkju um miĂ°nĂŚtti, Þó aĂ° ĂŠg hafi ekki lengur tĂŚkifĂŚri til Ăžess aĂ° marka spor Ă Ăłsnortinn jĂłlasnjĂł, og nĂ˝t Ăžess aĂ° syngja Heims um bĂłl meĂ° Üðrum kirkjugestum. Ăžegar ĂŠg er komin heim aĂ° lokinni messu setjumst viĂ° hjĂłn niĂ°ur eins og viĂ° hĂśfum gert ĂĄrum saman og opnum jĂłlakortin sem hafa hlaĂ°ist upp Ă sĂśmu skĂĄlinni ĂĄ aĂ°ventunni. Ég les lĂka fram ĂĄ rauĂ°a jĂłlanĂłttina og Ămynda mĂŠr aĂ° ĂŠg muni svo sofa til hĂĄdegis ĂĄ jĂłladag sem ĂŠg hef reyndar ekki gert Ă mĂśrg ĂĄr. En jĂłlin eru annaĂ° og meira en umbúðir, siĂ°ir og venjur. Ăžau eru fĂŚĂ°ingarhĂĄtiĂ° Frelsarans sem ber upp ĂĄ Ăžann tĂma ĂĄrsins Ăžegar daginn er tekiĂ° aĂ° lengja og minna okkur ĂĄ hina eilĂfu hringrĂĄs lĂfsins. Hluti af hĂĄtĂĂ°leika og helgi jĂłlanna er aĂ° halda Ă gamlar hefĂ°ir og njĂłta Ăžess aĂ° Þó aĂ° ĂĄrin lĂĂ°i, kynslóðir komi og kynslóðir fari renna jĂłlin alltaf upp eins og sĂłlin sem hefur faliĂ° sig Ă skammdegismyrkrinu.
Gleðilega hátíð Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Takk fyrir allar notalegu samverustundirnar á árinu sem er að líða!