R
R sUmaR h Vo
2015-2016
JÓL Nr
nýtum og njótum
1.950 kr.
HANDGERÐAR SÁPUR • BORÐAÐ Í NÚVITUND SKYNDITÍSKA • HOLLARA LAUFABRAUÐ DANSAÐ INN Í NÝTT ÁR
sT aU
VETUR
VET U
SJÁLFBÆRT • GRÆNT • LÍFRÆNT • VISTVÆNT • HEILBRIGT • ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
. 3 2015
18 26 32 35 41 49 59 64 67 72 74 82
18
06. RITSTJÓRNARPISTILL 08. MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Marínó Thorlacius 12. BÆKUR 15. FRUMKVÖÐLAR – Bændur í bænum 65. GOTT FRÁ GRUNNI – Rauðkál 90. LJÚF MINNING – Snorri Ásmundsson
67
35 4
Í boði náttúrunnar
86
Búa í 20 fm Einfaldur lífsstíll KAKTUS Lifandi skúlptúr SAMTVINNAÐ Íslensk ull og taílenskur silkiþráður SÁPUR Handgerðar og ekta íslenskar SKRAUT ÚR SKÓGINUM Kransar og borðskraut LITAVERK ELSU Litabækur fyrir fullorðna LAUFABRAUÐ Gömul hefð í nýjum búningi HOLLST PIPARKÖKUR Á heilsusamlegri máta JÓLAVEISLA mæðgnanna Sollu og Hildar AÐ NÆRAST Í NÚVITUND SKYNDITÍSKA Afleiðingar fataframleiðslu DANSAÐ INN Í NÝTT ÁR 5Rythma-dans VERÖLDIN Í VATNSDROPANUM Undur Mývatns FASTIR LIÐIR
59
49
RITSTJÓRN
MYND Dagný Gísladóttir
Ritstýran fyrir framan glæsilegt tímaritakaffihús Monocle við Norfolk Place í London.
NAFLASKOÐUN
Í
fyrsta sinn í þau fimm ár sem ég hef gefið út tímaritið fór ég á ráðstefnu í London sem er sérstaklega haldin fyrir smáar og sjálfstæðar útgáfur líkt og Í boði náttúrunnar. Þessi vönduðu litlu tímarit sem stofnuð eru af ástríðu fyrir prentmiðlinum og vönduðu innihaldi hafa poppað upp hvert af öðru úti um allan heim síðastliðin ár. Mörg þeirra hverfa jafn hratt og þau koma inn en önnur hafa haldið velli á þessum erfiða markaði. Einstaka rit hafa meira að segja „meikað það“, eins og Kinfolk og Flow sem eru nú gefin út á tveimur til þremur tungumálum og dreift um allan heim. Auk þess sem þau eru farin að framleiða ýmsar vörur undir merkjum sínum. Það er óhætt að segja að ég hafi stofnað Í boði náttúrunnar í upphafi þessarar bylgju án þess þó að vera meðvituð um það. Að hitta allt þetta
FÓLKIÐ
6
fólk sem stendur í svipuðum sporum með sömu ástríðu fyrir tímaritaútgáfu er mikill og dýrmætur innblástur og fær mann til að hugsa hlutina upp á nýtt. Tímamót eins og fimm ára útgáfua fmæli eru líka góður tími til naflaskoðunar; viðra gamlar og nýjar hugmyndir, eins og þá hvort við eigum að fara út í enska útgáfu, eða hafa blaðið á tveimur tungumálum; gera lítil aukarit um sérhæft efni, stofna „content marketing“stofu með fram útgáfunni, gera meira af viðburðum, myndböndum o.fl. o.fl. En það sem er mikilvægast af öllu er að slík samkoma skerpir á því af hverju maður fór út í þennan bransa. Traustir og ánægðir lesendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að farið verði í drastískar breytingar. A.m.k. ekki fyrr en við höfum heyrt ykkar skoðun á þeim málum. Hvað ykkur finnst t.d. um efnistök, hvað er að virka og hvað ekki.
Við ætlum sem sagt að gera skoðana könnun fljótlega eftir að þetta blað er komið út og fá ykkar hjálp og innlegg til að gera tímaritið (og vefinn) enn betra en það er í dag. Þangað til vona ég að þið njótið jólaundirbúningsins með blaðið við höndina. Það ættu allir að geta fundið innblástur og fróðleik við sitt hæfi og í framhaldinu gert eitthvað af eftirfarandi: einfaldað líf sitt, búið til eigin sápu, slakað á og litað, borðað í núvitund, eldað guðdómlegan mat og bakað hollari smákökur, breytt laufabrauðsuppskriftinni hennar ömmu og jafnvel sett góða tónlist á fóninn og dansað eins og enginn sé að horfa! Megið þið eiga innihaldsríkan jólaundirbúning.
MYND- OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR AÐSTOÐARRITSTJÓRI DAGNÝ GÍSLADÓTTIR LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, ELLI THOR MAGNÚSSON, MARÍNÓ THORLACIUS, ÁRNI EINARSSON, KAKTUS KØBENHAVN, ADDI LJÓSMYNDARI, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR FORSÍÐUMYND PAGE GREEN MYNDSKREYTING ELSA NIELSEN, AUÐUR KARITAS ÁSGEIRSDÓTTIR TEXTI GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, SILJA ELVARSDÓTTIR, DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓTTIR, RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, UNNUR JÖKULSDÓTTIR, SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR, HILDUR ÁRSÆLSDÓTTIR, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR DAGNÝ FRIÐJÓNSDÓTTIR, SNORRI ÁSMUNDSSON, ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, LAILA AWAD ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐARVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG www.ibodinatturunnar.is LAUSASÖLUVERÐ 1950 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN ODDI, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.
Í boði náttúrunnar
18
Í boði náttúrunnar
Búa í 20 fm – Einfaldur lífsstíl –
Elli Thor Magnússon og Kimberly Ann Dunlop vilja frekar fjárfesta í góðum minningum en steinsteypu. Þau elska að ferðast um landið en þess á milli njóta þau þess að vera í nálægð við náttúruna og kyrrðina við Hafravatn. Viðtal Guðbjörg Gissurardóttir og Sigríður I. Sigurðardóttir Myndir Jón Árnason og Elli Thor Magnússon
Í boði náttúrunnar
19
26
Í boði náttúrunnar
KAKTUS — Lifandi skúlptúr—
Í boði náttúrunnar
27
Sápur
— Handgerðar og ekta íslenskar— Úrvalið af handgerðum íslenskum sápum hefur aukist til muna á síðustu árum. Við tökum því fagnandi enda gríðarlega mikill munur á gæðum handgerðra sápa sem innihalda einungis fá en góð hráefni og iðnaðar sápu sem getur auðveldlega innihaldið hátt í þrjátíu framandi efni. Íslensku sápurnar eiga það sameigin legt að vera framleiddar á gamla mátann, í litlu magni og úr hráefnum sem eru sérstaklega góð fyrir húðina og um hverfið. Þessar sápur innihalda náttúru legt glusserín sem gefur húðinni raka og mýkt en í iðnaðar sápum er glusserínið oftast fjarlægt og selt í krem. Við völdum nokkrar af þeim íslensku sápum sem til eru á markaðnum og sýna skemmtilega fjölbreytnina í innihaldi og útliti. Umsjón Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Jón Árnason
SÓLHEIMAR
Jurtahandsápa sem inniheldur lífrænt vottaðar jurtaolíur litaðar með kryddi og leir. solheimar.is
Guðbjörg Nielsen Heimagerð sápa sem inniheldur kókosolíu, ólífuolíu, avakadóolíu og hampolíu.
Í boði náttúrunnar
35
Háafell
Túnfífill inniheldur geitamjólk, kiðatólg, hunang og þurrkaða túnfífla. geitur.is
Úr Húnaþingi
Naustaklettur inniheldur svínafeiti, kakósmjör og bóluþang. facebook.com/islenskarsapur
Sápusmiðjan
Eldfjallasápa sem inniheldur shea-smjör og ösku úr Eyjafjallajökli. sapusmidjan.is
Sælusápur Skógarsæla inniheldur tólg, birki, lerki og blágresi. saelusapur.is
36
Í boði náttúrunnar
Skrautlegur
skógur Umsjón og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Í boði náttúrunnar
41
Nokkrir kransar sem gerðir voru á jólakransanámskeiðinu í Heiðmörk og sýna fjölbreytnina í útliti og hráefnisnotkun.
Í boði náttúrunnar
43
Litaverk Elsu Umsjón Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Elsa Nielsen
Í boði náttúrunnar
49
Litaðu Lóuna á næstu opnu og þú gætir unnið bókina Íslensk litadýrð Íslensk litadýrð er gefin út af Eddu útgáfu og fæst í öllum helstu bókabúðum. Fram að jólum hvetjum við alla litaglaða einstaklinga til að senda okkur ljósmynd af fullkláraðri lóu-myndinni á netfangið ibn@ibn.is. Þrír heppnir litarar verða valdir af vinum ÍBN og fá Íslenska litadýrð að gjöf. Í boði náttúrunnar
51
EKKERT VENJULEGT TÍMARIT
Í boði náttúrunnar er hluti af nýrri tegund tímarita sem standa fyrir gott innihald sem skiptir máli, vandaða framsetningu og þjónustu við samfélagið. Við erum sjálfstæð útgáfa með ástríðu fyrir góðum sögum og innblæstri sem snýst í grunninn um það hvernig við getum nýtt náttúruna, notið hennar og verndað. VIÐ GERUM MEIRA · Við eflum andann með hugleiðsluhátíðinni Friðsæld í febrúar. · Gefum til baka með því að gróðursetja tré. · Gerum umhverfismeðvituð innkaup hagkvæmari með Græna fríðindakortinu og gefum út handbókina Græn jól. · Fegrum heimili með plakötum eftir virta listamenn og hönnuði sem tengjast náttúrunni.
Ef þú hefur áhuga á að sjá slíka útgáfu áfram á íslenskum tímaritamarkaði þá getur þú hjálpað með því að: · Kaupa blaðið. · Kaupa áskrift. · Kaupa auglýsingu. · Kynna blaðið fyrir vinum.
Gjafaáskrift Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
JÓLAGJÖF SEM FRÆÐIR OG NÆRIR Gjafabréfið fæst á vefsíðu tímaritsins ibodinatturunnar.is/gjafaaskrift, Heilsuhúsinu, bókabúðum og víðar.
ELLIÐAVATN - 110 REYKJAVÍK
1 1
1
2
2
2
3
1
3
4
2
5
3
Baráttudagur verkalýðsins
3
1
4
2
4
1
1
5
3
5
2
6
4
2
6
4
1
6
3
7
5
2
3
7
5
2
7
4
8
6
3
4
8
6
3
8
5
9
7
4
5
9
7
4
9
6
10
8
6
10
8
10
7
11
9
6
udagur
7
11
9
6
11
8
10
7
idagur
8
12
10
Dagatal 2016
12
7
12
9
13
11
8
udagur
9
13
11
8
14
12
9
10
14
12
15
13
10
11
15
13
14
11
12
16
14
17
15
12
13
17
15
Hvítasunnudagur
18
16
13
14
18
16
Annar í Hvítasunnu
19
17
14
15
19
17
20
18
15
16
20
18
21
19
16
17
21
Sumardagurinn fyrsti
19
22
20
17
18
22
Dagur jarðar
20
23
21
18
19
23
24
22
19 20
udagur
Alþjóðlegur Baráttudagur kvenna
Uppstigningardagur
Mæðradagurinn
21
5
Sjómannadagurinn
Frídagur verzlunarmanna
13 Við erum einstaklega stolt af 10 14 okkar sem 11 9fyrsta dagatalinu er myndskreytt af Elísabetu 10 15 Brynhildardóttur teiknara en 12 myndir eftir hana 11 16 hafa prýtt 13 tímaritið frá upphafi. 14 12 17 Þetta fallega dagatal gefur 15 13 18 góða yfirsýn yfir allt árið með 16 14 19 tunglstöðu og helstu frídögum, viðburðum. 17 náttúrutengdum 15 20 Á það er hægt að merkja inn 18 16 21 viðburði afmæli, ferðalög, og annað sem vert er að Þjóðhátíðardagur 22 19 17 íslendinga muna – hvort sem það á við 18 umfjölskylduna23eða vinnuna. 20
16
Dagur íslenskrar náttúru
Alþjóðlegur dagur dýranna
Feðradagurinn
1
5
21
25
Dagatalið er hægt að kaupa á: 20 25 ibn.is/dagatal2016 Sumarsólstöður og kemur upprúllað í pappahólki.
23
22
26
24
23
27
25
22
25
Almennt verð: 3.500 kr. Tilboð fyrir núverandi 22 27 og verðandi áskrifendur: 2.500 kr.
24
28
26
23
20
24
22
21
25
23
22
26
24
23
27
19
Kvennréttindadagurinn
21
24
26
Fyrsti vetrardagur
Skírdagur
28
26
23 Stærð: 40 x 50 cm. 28
25
29
27
24
25
Föstudagurinn langi
29
27
24
Prentað á vandaðan29pappír í Jónsmessa umhverfisvottaðri prentsmiðju.
26
30
28
25
30
28
25
30
27
29
26
29
26
31
28
30
27
30
27
29
31
28
28
30
29
31
26 27 28
Páskadagur Annar í páskum
31
29 30 31
56
Í boði náttúrunnar
30
l o
Dagur ísle
21
24
F l
29 30
„Við eigum yndislegar æskuminningar frá þessum stundum og núna fá börnin okkar að upplifa það sama.“
58
Í boði náttúrunnar
laufabrauð
— Gömul hefð í nýjum búningi — Við Elliðavatn er vetrarlegt um að litast enda jólin á næsta leiti. Hér búa Matthildur Leifsdóttir og Ingólfur Stefánsson, ásamt hestum, hænum, hundi og ketti. Húsið þeirra er sérlega notalegt og minnir helst á piparkökuhús úr þekktu ævintýri. Lugtir og ljós prýða húsið sem er umvafið háum trjám og ekkert hús sjáanlegt í næsta nágrenni. Texti Guðbjörg Gissurardóttir og Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Jón Árnason
Í boði náttúrunnar
59
Jólaveisla græna sælkerans Texti Hildur og Solla Eiríks Myndir Addi ljósmyndari
68
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
69
„Klæðin standa mannkyni næst,“ sagði fatahönnuðurinn Issey Miyake eitt sinn. Sú setning hefur sannleikskorn að geyma því að vissulega á maðurinn í nánu sambandi við þá þræði sem hylja líkama hans og halda á honum hita. Fötin sem við klæðumst gegna heldur ekki einungis því hlutverki; þau miðla persónluleika og jafnvel skoðunum okkar til umheimsins. Enda er oft talað um að fötin skapi manninn. En hver skapar fötin? Texti Silja Elvarsdóttir Myndskreyting Auður Karitas Ásgeirsdóttir Myndir G.G.
ataiðnaðurinn snýst að mestu leyti um tísku; fyrirbæri sem byggist á breytingum og hafa breytingarnar aldrei verið jafn örar og á síðustu tveimur árat ugum. Við sem slitum barnsskónum á níunda árat ugnum njótum þess sem kallað hefur verið „lýðræðisleg tíska“. Á meðan foreldrar okkar hömuðust við að sauma eftirlíkingar af klæðnaði helstu fyrirmynda sinna og nurla saman í nokkra mánuði til að hafa ráð á Hensongallanum, getum við verslað í svokölluðum „high street“búðum og fyllt fataskápinn af nýjustu trendunum fyrir slikk. Í dag gengur tískan í gegnum allar stéttir samfélagsins og er öllum aðgengileg. Eflaust hljómar þetta sem jákvæð þróun, en hún á sér sínar skuggahliðar sem vestrænt samfélag verður að horfast í augu við – og því fyrr því betra. Vitum við hvaðan efnin sem við klæðumst koma og hverjir sauma fötin okkar? Hnattvæðing hefur gert það að verkum að við höfum misst öll tengsl við framleiðslu textíls og fatnaðar sem er stór liður í því að geta tileinkað okkur gagnrýnna neyslumynstur. Kaupþynnka „Fast fashion“ er hugtak sem lýsir viðskiptaaðferðum lágvöru tískuf yrirtækja á borð við Zara, H&M, Forever 21 og Primark sem skila inn nýjum vörum í verslanir sínar á u.þ.b. tveggja vikna fresti. Eins og nafnið gefur til kynna er hraði og magn á markað lykilatriði í þessu viðskiptamódeli og hefur verið að
74
Í boði náttúrunnar
aukast jafnt og þétt síðustu árin. Tískublöð og vefmiðlar sem kynda undir kaupþörf ungra kvenna, auk lækkandi verðs, hafa stuðlað að þessari þróun. Allt snýst nú um að henda nýjustu trendin á lofti og koma þeim eins fljótt í verslanir og auðið er. Þessar öru sviptingar í tískuheiminum verða til þess að við þurfum stöðugt að bæta í fataskápinn til þess að vera með á nótunum. Þar af leiðandi færast atriði eins og gæði, notagildi og ending æ aftar í forgangsröðuninni þegar kemur að fatakaupum. Flest könnumst við við þá tilf inningu sem grípur mann stundum í verslunum; þú varst í raun ekki í leit að neinu sérstöku en dast niður á bol sem er fullkominn fyrir partíið um helgina. Svo kostar hann bara 3.000 kr. Þú þarft ekkert að hugsa málið lengra, ratar beint á kassann og fyllist ánægju yfir þessum frábæru kaupum. Þegar heim er komið mátar þú fenginn aftur og áttar þig á að þetta var bara augnablikshrifning. Áhrif kaupvímunnar hafa fjarað út og verslunarævintýrið skilur þig eftir með eftirsjá og kannski smá samviskubit. Það má kalla þetta skynditísku, tísku sem varir bara í nokkur augnablik og skilur ekkert eftir sig nema kaupþynnku. Uggvænlegar afleiðingar Vandinn við ódýran fatnað er þó djúpstæðari en kaupþynnka. Staðreyndin er sú að fataframleiðsla er ein mest mengandi iðngrein í heiminum í dag. Löng og flókin keðja framleiðenda, flutningsaðila og birgja liggur að baki því að koma einföldum
„Kauptu minna, veldu vel og láttu það endast.“ Vivienne Westwood
Dansað inn í nýtt ár Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Í samanburði við suðrænni þjóðir sem dilla sér við minnsta tækifæri erum við Íslendingar upp til hópa frekar frosnir þegar kemur að frjálsri, óheftri hreyfingu. Kannski hefur landfræðileg staðsetning eitthvað með það að gera, óþægilega þykkar yfirhafnir eða einfaldlega hræðslan við að vera asnaleg.
É
Sigurborg Kr. Hannesdóttir hefur kennt 5Rytma-dans í fjölda ára. Hér stýrir hún tónlistinni undir dansinum.
82
Í boði náttúrunnar
g ólst ekki upp við það að mamma væri tjúttandi inni í stofu með tónlistina á fullu og dansinn var eiginlega ekki sýnilegur á æskuheimili mínu. Það er eitthvað annað sem mín börn þurfa að þola. Unglingurinn á heimilinu gæfi t.d. allt fyrir það að eiga venjulega mömmu sem hegðaði sér eðlilega. Kannski leynist lítið suðrænt gen í mér því að ég á erfitt með að vera kyrr ef um hressilega tónlist er að ræða og svo vil ég líka ala börnin mín upp við það að það sé „eðlilegt“ að dansa þegar mann langar til og helst að dansa eins og enginn sé að horfa. Þegar ég var lítil var ég send í dans skóla Heiðars Ástvaldssonar, á unglings árunum fór ég og lærði diskódansa og þess á milli dansaði ég ballett heima í stofu undir klassískum tónum frá vínil plötunum hans pabba. En það var ekki fyrr en ég var orðin rúmlega tvítug og fór í minn fyrsta tíma í afródansi að ég upplifði eitthvað sérstakt. Þar fann ég svo sterkt fyrir frelsinu, gleðinni og útrásinni sem dansinn getur veitt manni, en það er einmitt það sem mér finnst eftirsóknar verðast við dansinn. Síðan þá hef ég verið iðin við að prófa ólíka danst íma; magadans, salsa, dans jóga, zumba og núna síðast súludans. En þegar tækifæri gefst, sem eru alltof fá
núorðið, er alltaf skemmtilegast að fara á gott ball og fá útrás í góðra vina hópi. Fyrir nokkrum árum prófaði ég í fyrsta sinn 5Rytma-dans hjá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, en hún hefur lært og kennt þessa tegund dans í mörg ár. Salurinn var fullur af fólki sem var komið til að dansa og tilbúið að gefa ekkert eftir! Eftir tveggja tíma dans við magnaða tónlist kom ég út sveitt og sæl og full af orku. Maður þarf ekki að vera með neina reynslu í dansi til að geta farið í 5Rytma-dans og þarf ekki að vera klæddur á ákveðinn hátt; bara mæta og hætta að hugsa um hvað aðrir halda um mann og sjá hvað gerist. Þegar ég svo frétti af 5Rytma-námskeiðinu Veldu þína leið – inn í 2015, sem samanstendur af dansi og klippimyndagerð, þá ákvað ég að slá til. Eftir góðan dag með skemmti legum hópi fólks hafði ég kvatt gamla árið og boðið það nýja velkomið með óskaspjaldi fyrir árið 2015. Öll höfum við gott af því að staldra við og líta yfir farinn veg og velta því fyrir okkur hvernig við viljum að framhaldið verði. Að gera það með dansi og klippivinnu er einstaklega áhugaverð leið til þess. Mitt útklippuspjald hangir enn uppi og ég lít reglulega á það enda gott að minna sig á þá framtíðarmynd og þá vegferð sem maður vill lifa og stefna á.
„Í 5Rytmunum erum við ekki að læra spor heldur finna þann dans sem býr í okkur,
dansinn sem við kunnum áður en við lærum dansspor og fáum þá hugmynd að það sé hægt að gera eitthvað rétt eða rangt í dansi“.
Í boði náttúrunnar
83
Veröldin í
vatnsdropanum
„Ef manni líður eins og Puta litla við að stara út í geiminn, er hér tækifæri til að bregða sér í líki Gúlívers.“
Texti Unnur Jökulsdóttir Ljósmyndir Árni Einarsson
Þ
ó að örverurnar séu smáar og ósýnilegar, eru þær stórbrotnar og mikilvægar í smæð sinni því þær eru undirstaða hins fjölbreytta lífríkis Mývatns. Það er heillandi að skyggnast inn í undraveröld vatnsins í smásjá. Í aðeins einum vatnsdropa úr Mývatni, dropa sem með berum augum virðist tær og tómur, leynist heill furðuheimur af örsmáum lífverum. Upplifunin er ekki ósvipuð því að horfa út í stjörnubjartan geiminn í sjónauka og skynja óravíddir, fjarlægðir, tíma, óendanleika. Það er eins og togni á vitundinni, meðvitundin um eigin stærð í hringrás tilverunnar, tilfinningin um samhengi hlutanna, allt stokkast þetta upp á nýtt. Það má reyndar halda því fram að þegar kemur að lífinu í vatnsdropanum er skynjunin í þveröfuga átt, það er óendanleikinn í smæðinni sem gagntekur mann, því sem ekki greinist með berum augum og aðeins sést í smásjá. Ef manni líður eins og Puta litla við að stara út í geiminn, er hér tækifæri til að bregða sér í líki Gúlívers. Hvernig getur allt þetta líf rúmast í einum litlum vatnsdropa? Heil veröld, ókunnug og framandi, blasir við! Furðuleg en fögur form sem minna á doppur í listaverkum frumbyggja svífa um í geimlegu þyngdarleysi. En þetta eru
86
Í boði náttúrunnar
ekki skrautlegar doppur heldur flókin lífform. Og þegar nánar er að gáð sést að það er mikið að gerast þarna, mikill erill og samskipti, iðandi líf rétt eins og í stórborgum. Þetta gæti verið einhver óskilgreindur heimur þar sem allt er öðruvísi, en þó undir sömu lögmálum og í okkar lífríki. Og þessi heimur er jafn fullur af samkeppni og grimmd eins og okkar veröld, það sést glöggt þegar legið er á gægjum í smásjánni í nokkra stund. Hvað sjáum við í vatnsdropanum? Þarna svífa um þörungar og smádýr með margvíslega lögun og útlit. Kísilþörungar í laginu eins og búmmerang með fallegu mynstri, hið hugvitssamlega vopn frumbyggja Ástralíu, sem kemur til baka til eigandans sé því kastað á réttan hátt. Enn aðrir kísilþörungar líta út eins og nálar, eða litlir smápeningar, jafnvel stjörnur. Þarna er úróglena sem snýst áfram hægt og tignarlega, líkt og yfir hina hafin, enda er hún í raun sambýli gullþörunga og finnur sig örugga í skjóli samloðunar og krafti fjöldans. Hjóldýr, sem eru með bifhárakransa framan á sér sem þau hreyfa svo það skapast straumur og hringiða kringum þau og þannig þyrla þau til sín fæðunni. Önnur hjóldýr sem eru einn stór magasekkur svífa um og gleypa allt sem að kjafti kemur; kísilþörunga,
Í boði náttúrunnar
87
LJÚF MINNING
Snorri jólasveinn Ég fæddist 13. nóvember 1966 og er því sporðdreki og eldhestur í kínverska dýrahringnum.
SNORRI ÁSMUNDSSON
– Listamaður
„Það er ekki hægt að gefa það sem maður hefur ekki og þess vegna er öll reynsla dýrmæt því að ekki nennir maður að lesa eintóma leiðbeininga bæklinga og sjálfs hjálparbækur; þótt það geri sitt gagn þurfum við að upplifa til þess að læra.“
90
Í boði náttúrunnar
Ég var skírður á jóladag sama ár og mig grunar að mamma hafi alltaf vitað að ég yrði jólasveinn þó svo að hún væri ekki Grýla. En móðir mín er eiginlega andstæðan við Grýlu. Hún fæddi sex börn og borðaði aldrei óþæg börn. Ekki einu sinni annarra manna börn. Ein af mínum fyrstu minningum er draumur sem mig dreymdi oft. Í draumnum var ég Stúfur jólasveinn og sveif um himininn í uppblásnu rúmi sem var fast við stígvélið mitt. Ég var reyndar í rauðum kókakóla-jólasveinabúningi, ekki þeim íslenska sem mér finnst alls ekki nógu góður. Langar mikið í Hugo Bossjólasveinabúning. En allavega; mér fannst þessi draumur afar skemmti legur og dreymdi hann oft. Í dag veit ég að hann var vísbending um hvað koma skyldi. Já, ég varð svo sannar lega jólasveinn og vil ekkert frekar vera. Það er gaman leika sér við krakkana og dansa. Það er einnig gaman að finna jólaa ndann svífa inn í skammdegið og hefjast þá handa við að sinna hlutverki alvöru jólasveins, sem er að vera fylgdar sveinn jólanna og koma öllum í fallegt jólaskap. Ég á margar góðar minningar frá jólum þó að ég hafi oft komist í hann krappan. Einu sinni var ég mjög drykkfelldur jólasveinn og ég man eftir þremur skiptum sem ég vaknaði í steininum á aðfangadag eftir fyllirí. En allt er gott sem endar vel og sem betur fer losnaði ég úr fjötrum alkóhólsins og er síðan þá alltaf að verða betri og betri jólasveinn og manneskja. Já, við jólasveinar erum manneskjur líka, finnum til og höfum samúð með þeim sem líður ekki vel og samgleðjumst þeim sem finna hamingjuna því að við höfum reynt ýmislegt sjálfir. Það er ekki hægt að gefa það sem maður hefur ekki og þess vegna er öll reynsla dýrmæt því að ekki nennir maður að lesa eintóma leiðbeiningabæklinga og sjálfshjálparbækur; þótt það geri sitt gagn þurfum við að upplifa til þess að læra. Mér sárnar stundum þegar það er gert grín að trúnni á tilvist okkar jólasveinanna og henni jafnvel líkt við einhvers konar falstrúarbrögð eða draumóra. Því sama lenda vinir mínir álfarnir og englarnir í. Vísindin og efahyggjan geta verið mjög leiðinleg þegar kemur að þeim ævintýrum sem lífið hefur upp á að bjóða. Eftir amstrið á aðfangadagsk völd fer ég oftar en ekki að hitta vini mína álfana, englana og framliðnu indíánana og við skemmtum okkur og fögnum saman þessari yndislegu tilveru; spilum á spil og kveikjum á kertum. Ég hlakka mikið til jólanna og verð að þessu sinni að sinna íbúum í englaborginni Los Angeles. Vona að ég fái páskaegg númer 6 í jólagjöf eða bara nýja hvíta hanska.