LÍFIÐ ER FERÐALAG
– 300 handvaldir áfangastaðir Nr. 1 2020 2.450 kr.
ÍSLAND – ALLAN HRINGINN! B O R G A R F E R Ð T I L R E Y K J AV Í K U R GRÆNMETISBORGARI Á GRILLIÐ
4
EFNI / FERÐABLAÐ
Ísland – Allan hringinn! SUMAR Nr. 1 2020
VESTRÆN VEISLA
17
SÓLARKLUKKAN Skemmtilegt verkefni með krökkunum
18
ELDAÐ Á FJÖLLUM Valentína og Kalli bjóða upp á grænmetisborgara í Þórsmörk
24
SETTU KROPPINN Í HLEÐSLU Sjö orkustöðvar Íslands
26
FERÐAST UM Á HÚSBÍL Guðrún og Halldór
VILLTA VESTRIÐ
28
NORÐUR Á BÓGINN
AUSTFIRSKU ALPARNIR
HJÓNIN Í VANGOVINAFÉLAGINU Breki og Steinunn
30
FRELSUM MAGANN Maginn á ekki að vera í felum
32
HANDVALDAR UPPLIFANIR – Hvar er gott að borða, versla, synda eða sofa? – Hvað er gaman að skoða og upplifa? VESTURLAND VESTFIRÐIR NORÐURLAND AUSTURLAND SUÐURLAND REYKJANES
84 101 DAGSFERÐIR Reykjavík eins og þú sért í borgarferð í útlöndum
FASTIR LIÐIR 4 RITSTJÓRNARPISTILL 6 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Baldur Kristjánsson 12 UMHVERFISVITUND – Grænar vörur fyrir sumarið 14 MOLAR 88 MINNING – Allsber við ysta haf SUNNLENSKA SVEITIN
2
RJÚKANDI REYKJANES
ÉG FER Á FJÖLL
VELKOMIN Í SKÁLA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is
RITSTJÓRN
Á FULLR I SIGLINGU Á síðustu mánuðum hef ég siglt skútunni minni í nokkra hringi, ekki vitandi hvert ég væri að stefna, dregið niður seglin, hægt á og farið í var, en náð svo áttum og siglt þöndum seglum sem leið lá inn í næstu höfn. Þið skiljið hvað ég meina! Eins og hjá mörgum þá átti 2020 að vera geggjað ár, nýr tugur að byrja og markmiðið mitt var að fagna tíu ára útgáfua fmæli Í boði náttúrunnar í sumar með veglegu afmælisr iti. En í stað þess ákvað ég að stýra seglum eftir vindi og gera veglegt ferðablað. Svo veglegt að það er sama hvert á land þú ferð í sumar, þú munt alltaf finna urmul af hugmyndum og innblæstri fyrir leiðangurinn. Meira segja fyrir þá sem vilja fara í borgarferð í 101 Reykjavík! Í miðju öldurótinu þá ákvað ég líka að breyta um nafn á blaðinu. Já, einu sinni enn! Í mínum huga er mikilvægt að vera stöðugt að lesa í veður og vinda
FÓLKIÐ
og leiðrétta stefnuna. Mér fannst tíu ára afmælið góður tímapunktur til að endur hanna útlitið og setja slagorðið okkar, Lifum betur – eitt blað í einu, í hausinn. Í boði náttúrunnar stígur því niður og verður undirtitill, eins og á fyrstu blöðunum. Fyrir nokkrum árum, eða á erfiðum tímapunkti í útgáfustarfseminni, var ég farin að spyrja spurninganna „af hverju“ og „hver er tilgangurinn“. Svona hefð bundnar spurningar þegar maður hefur unnið of mikið, of lengi. Svarið kom til mín í þessum einföldu orðum, Lifum betur og svo bætti ég við, eitt blað í einu. Þarna fékk ég skilninginn og tilganginn til að halda áfram. Þetta er það sem ég hef verið að reyna að gera allt mitt líf, lifa aðeins betur. Svo veit ég ekkert meira gefandi en að miðla og gefa fólki inn blástur og fróðleik, sem getur einnig bætt líf þeirra á einhvern hátt, sama hversu
stórt eða lítið það er. Í haust ætla ég að taka stórt skref sem tekur þessa hugsjón mína enn lengra. Ég vona að ég sjái þig í Laugardalshöll í haust þar sem ég býð fólki upp á fyrirlestra, sýningu á grænum og heilbrigðum vörum ásamt örnám skeiðum. Ef þú tekur aðeins eina hug mynd úr blaðinu eða ferð heim með einn hlut af sýningunni, sem bætir líf þitt og/ eða umhverfi, þá er ég sátt. Ég vona að við höldum áfram að sigla saman í endalausri leit að spennandi ný lendum, stöðugt að leiðrétta stefnuna og umfram allt að njóta ferðarinnar. Góða ferð í sumar!
Ritstýra
ÁBYRGÐAMAÐUR | RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR HÖNNUN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR LJÓSMYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, JÓN ÁRNASON, BALDUR KRISTJÁNSSON, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGURÐADÓTTIR MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGUÐARDÓTTIR, ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR PRENTUN PRENTMET, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG ibodinatturunnar.is ÁSKRIFT ibn.is/askrift LAUSASÖLUVERÐ 2.450 KR. ISSN-1670-8695
4
Bókaðu sveitagistingu um land allt á hey.is
Við tökum vel á móti þér
Upplifun og gisting um allt land ÍSLAND
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
FÓLKIÐ Á HRINGNUM „Haustið 2009 vann ég að verkefni sem fólst í að taka myndir af helstu ferðamannastöðum landsins. Verkefnið Hringvegurinn varð til meðfram því, sem eins konar hliðarverkefni. Í þessari ferð hitti ég marga áhugaverða karaktera, t.d. bónda við Dettifoss, og það hefur alltaf heillað mig að mynda fólk í sínu umhverfi.“ Baldur Kristjánsson 6
Baldur Kristjánsson hefur verið í fullu starfi sem ljósmyndari síðustu fimmtán árin. Hann tekur aðallega myndir fyrir auglýsingar og fyrirtæki en er alltaf með persónuleg verkefni á hliðarlínunni, sem oft snúast um að fanga margbreytileika mannlífsins.
Hvenær og hvernig hófst áhugi þinn á ljósmyndun og hvernig hefur hann þróast? „Pabbi var ástríðufullur áhugaljós myndari og átti flottar ljósmyndagræjur. Hvort sem við vorum á fótboltamóti eða í útilegu, þá var hann með mynda vélina á lofti. Um tólf ára aldurinn fékk ég að fara út með myndavélina þegar það voru þrjár, fjórar myndir eftir af filmunni og klára hana. Ég tók myndir af öndum, trjám og öðru sem á vegi mínum varð, en við bjuggum í nágrenni við Laugardalinn. Í áttunda bekk fór ég á
ljósmyndanámskeið í félagsm iðstöðinni, og þá kolféll ég fyrir ljósmyndun. Ég fékk ljósmyndagræjurnar hans afa, hætti í billjarð og borðtennis og fór í myrkra kompuna. Mér fannst skemmtilegast að mynda gamla, hrukkótta karla þar sem lesa mátti lífssöguna úr andliti þeirra. Stundum fékk ég afa mína tvo til að sitja fyrir á myndum. Síðan lá leiðin í Versló en þar er öflugt félagsl íf og útgáfustarfsemi, sem ég tók þátt í. Þá fór ég að vera með ljós og stílista við myndatökur, svo þetta þróaðist áfram.
Eftir stúdentinn tók ég ársfrí frá námi, gekk á milli auglýsingastofa og fékk ýmis verkefni. Planið var að læra svo hagfræði en eftir þrjár vikur á skólabekk hugsaði ég með mér, hvern er ég að blekkja? Mig langaði bara að taka myndir og sneri mér alfarið að því.“
Hver var innblásturinn að myndaseríunni Hringvegurinn? „Haustið 2009 vann ég að verkefni sem fólst í að taka myndir af helstu ferða mannastöðum landsins. Verkefnið
IBN.IS 7
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
8
IBN.IS 9
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
Hringvegurinn varð til meðfram því, sem eins konar hliðarverkefni. Í þessari ferð hitti ég marga áhugaverða karaktera, t.d. bónda við Dettifoss, og það hefur alltaf heillað mig að mynda fólk í sínu umhverfi.“
Hvaða tæki og aðferðir notar þú við myndatökur? „Núna er ég með CANON 5D MARK 4. Í COVID 19 ástandinu tók ég myndir af fólki á förnum vegi og notaði símann minn, iPhone 11, til þess.“
Var eitthvað sem kom þér skemmtilega á óvart við gerð hennar? „Já, rauði þráðurinn í seríunni er mannlíf og ég var stundum hissa á hvað fólk var til í að láta mynda sig. Oft myndaðist góð stemmning og skemmtilegt spjall í kringum myndatökuna og fólk var bara létt á því. Þetta var afslappað og ekkert mál.“
Hverju einbeitir þú þér að í ljósmyndun þessa dagana? „Dagsdaglega vinn ég við að taka myndir fyrir auglýsingar og fyrirtæki. Eftir samkomubannið vegna kórónu veirunnar fór mig að klæja í fingurna að gera persónulegt verkefni og stefnan er að fara hringinn í sumar og taka myndir af mannlífinu úti á landi.“
Hvernig valdir þú fólkið á myndunum? „Í raun kom það bara til mín. Myndirnar eru af fólki sem varð á vegi mínum, ég var ekki að leita að því heldur rambaði á það.“
baldurkristjans.is baldurkristjans
10
KOLEFNISJAFNAÐU
FRÍTT Í SUMAR Keyrðu um landið með góðri samvisku í sumar. Við sjáum um að kolefnisjafna aksturinn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu til 1. september.
Skráð
u þig á
olis.is
Lykil- og korthafar Olís og ÓB sem skrá sig fyrir kolefnisjöfnun á olis.is eru sjálfkrafa þátttakendur í átakinu með okkur. Aðrir viðskiptavinir geta óskað eftir kolefnisjöfnun við kassa. Gildir út ágúst. Olís – í samstarfi við Landgræðsluna
UMHVERFISVITUND
GRÆNAR VÖRUR FYRIR SUMARIÐ
DR. BONNER
SWIMSLOW
QWETCH-STÁLFLÖSKUR
– alhliðasápa
– sjálfbær sundtíska
– halda heitu og köldu
Lífræna Castile-sápan frá Dr. Bonner er unnin úr lífrænum olíum, er án kemískra efna og því góð fyrir mannfólkið, jafnt sem jörðina. Hún er eina sápan sem þú þarft að taka með í ferðalagið því það má nota hana í bók staflega allt, fyrir utan hvað hún tekur lítið pláss í farangrinum. Castile-sápan hentar vel fyrir húð og hár, fjarlægir farða og er fín fyrir raksturinn. Hana má líka nota í þvottavélina, fyrir uppþvottinn og til hreingerninga. Meira að segja má tannbursta sig með sápunni, svo hrein er hún. Sápan kemur í tveimur útgáfum, fljótandi í brúsa og í stykkjum.
Fatahönnuðurinn Erna Bergmann stendur á bak við sundfatamerkið Swimslow. Sund bolirnir eru þægilegir og klæðilegir en Erna sækir innblásturinn í hönnunina til íslenskrar baðmenningar. Við hönnun og framleiðslu á þessum hátískusundfötum er sjálfbærni í fyrirrúmi og hugað að hverju smáatriði til að lágmarka áhrifin á umhverfið. Sundfötin eru úr endurunnu gæðaefni og er þráðurinn í efnið m.a. úr notuðum mottum og fiski netum. Sundfötin eru saumuð hjá litlu fjölskylduf yrirtæki á Ítalíu.
Vel úthugsaðar, stílhreinar og smart flöskur sem halda drykkjum heitum í allt að tólf tíma og köldum í allt að sólarhring, og lokið lekur ekki. Qwetch-flöskurnar henta vel fyrir útileguna, íþróttaæfinguna, í bílinn eða heima við tölvuna. Þær eru úr tvöföldu, ryðfríu stáli og koma í mörgum litum og stærðum. Qwetch er franskt fyrirtæki, sem er mjög umhugað um umhverfið og hollan og umhverfisvænan lífsstíl. Það gefur hluta af hagnaði sínum til góðra málefna. Flöskurnar eru framleiddar á sjálfbæran hátt í Kína, undir eftirlit Qwetch-teymisins. Einkunnarorð þeirra eru að með því að velja Qwetch ertu að velja sögu, sjálfbæra hegðun og traust vörumerki og vörur framleiddar af metnaðarfullu fólki.
mammaveitbest.is
swimslow.com
klaran.is
12
PLAN TOYS
JASON
THE ORGANIC COMPANY
– umhverfisvæn leikföng
– náttúruleg sólarvörn
– fallegir fjölnotapokar
Börnin eru sett í fyrsta sæti hjá umhverfis væna leikfangamerkinu Plan Toys. Í sumar er skóflusettið frá Plan Toys tilvalið í sand kassann, en það er vatnshelt og hentar vel fyrir íslenskt veðurfar. Plan Toys er fyrsta fyrirtæki í heimi sem endurnýtir gúmmítré til að framleiða viðarleikföng. Allt frá árinu 1981 hefur það unnið markvisst að því að búa til leikföng, með sjálfbærni og umhverfis vernd að leiðarljósi. Þroskandi leikföng, gæði, öryggi, náttúruleg hráefni, nýsköpun og samfélagsábyrgð eru í fyrirrúmi. Leikföngin frá Plan Toys eru án eiturefna og allt sem til fellur er endurnýtt.
Mikilvægt er að nota góða sólarvörn allt árið um kring, sem ver og verndar húðina. Jason-sólarvörn nærir húðina og ver hana fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Vörnin er eingöngu gerð úr náttúrulegum efnum og hefur reynst vel fyrir viðkvæma húð og þá sem þjást af ofnæmi. Í línunni er fjórar gerðir af sólarvörn; fyrir andlitið, börnin, alla fjölskylduna og svo er ein sem er sérlega vatnsþolin. Sólarvörnin inniheldur E-vítamín, shea-smjör, andoxunarefni og er laus við paraben og önnur skaðleg efni. Engar vörur frá Jason eru prófaðar á dýrum.
Þessa fallegu, fjölnota poka má nota aftur og aftur og aftur. Hugsunin á bak við pokana er að hægt sé að nota þá í nær hvað sem er, og draga um leið úr notkun á einnota plastpokum. Þeir eru tilvaldir í ferðlagið, gönguferðina, innkaupin og fleira. Pokarnir fást í nokkrum litum og þremur stærðum. Þeir koma frá danska fyrirtækinu The Organic Company, sem leggur áherslu á fallega hannaðar vörur úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull. The Organic Company var stofnað 2007 og framleiðir gæðavörur fyrir heimilið með samfélagsábyrgð og umhverfismál í fyrirrúmi.
plantoys.is, Fífa, Vistvera, Litla Sif, Mena
Hagkaup, Elba, Heilsuhúsið og heilsuvöruverslanir
Salt, Kringlunni
IBN.IS 13
MOLAR
HEFUR ÞÚ HEIMSÓTT DALINA? – Náttúra og afþreying Dalirnir á Vesturlandi er svæði sem fólk brunar oft í gegnum. Vissir þú að hér drýpur sagan af hverju strái og fuglalífið er fjölskrúðugt. Fyrir utan að vera þekkt fyrir fallegt landslag þá er hér fjölbreytt ferðaþjónusta og hægt að finna bæði þjónustu og afþreyingu við allra hæfi. Í Dölunum getur þú farið í gönguferðir, skellt þér á hestbak, kíkt í dýragarð, skoðað lifnaðarhætti víkinga, smakkað á mat úr héraði, farið í sund og notið þess að ferðast inn dali og út með ströndum. dalir.is
HLUSTAÐ Á MÝVATN
VERTU TENGD/UR!
– Hljóðbók fyrir ferðalagið
– Gagnleg öpp í ferðalagið
Í þessari heillandi hljóðbók les Unnur Jökulsdóttir um undraheima Mývatns og Mývatnssveitar. Hún fer með okkur um fjallahringinn og útskýrir hvernig stórbrotið landslagið varð til, fylgist með æsilegu lífshlaupi húsandarinnar, vitjar um varpið og segir frá silungsveiði og veiðibændum. Unnur lýsir þessu öllu á lifandi hátt, með væntumþykju, forvitni og áhuga að leiðarljósi. Um fimm klukkutíma tekur að hlusta á bókina. Hún fæst í vefverslun Forlagsins en þar má finna fjölda annarra hljóðbóka.
Láttu vandláta velja staði fyrir þig? HANDPICKED-appið er öðruvísi ferðafélagi.
forlagid.is
Á forlagid.is eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig kaupum á hljóðbókum er háttað og þeim hlaðið niður í þar til gerð tæki. 14
Hvar eru skemmtilegar gönguleiðir? Það kemur fram í WAPP-appinu. Hvar er besta veðrið, nú eða það versta? Í VEÐUR-appinu er allt um veðrið. Einnig er gaman að skoða VEÐRIÐ og sjá hvað stendur á veður skiltunum, sem eru með allt í rauntíma. Ertu á leið í göngu? RELIVE sýnir þér leiðina og geymir ferðina þína á myndrænan og skemmtilegan hátt. Ertu í spreng? Kíktu á FLUSH-appið, sem sýnir þér hvar næsta klósett er að finna. Ertu með skyndihjálpina á hreinu? FIRST AID-appið leiðir þig áfram ef eitthvað kemur upp á.
Vantar þig ferðafélaga? Farðu á TINDER. Ertu villtur? Þá er gaman að skoða WAZE, sem er einstaklega myndrænt og skemmtilegt app. Gleymdist að taka spilin með í ferðina? Leggðu kapal í SOLITAIRE-appinu og æfðu heilasellurnar með ELEVATE-appinu.
BBQ
BORGARINN
DJÚSÍ BAUNABUFF MED REYKTUM KEIM
VEGAN
TÖFRATE stokkrósaríste
MEÐ FERSKRI SÍTRÓNU, ÆTIBLÓMI, ENGIFER, CAYENNE-PIPAR OG KLÖKUM Stokkrós, einnig þekkt sem hibiscus, er afar rík af C-vítamíni og hefur vatnslosandi eiginleika.
SÓLARKLUKK AN TIKK AR Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Þar sem börn spila stóran þátt í lífi mínu langar mig að deila með ykkur skemmtilegu verkefni uppi í sumarbústað þar sem krakkarnir bjuggu til sólark lukku. Þetta er einfalt samvinnuverkefni sem tengir okkur á skemmtilegan hátt við náttúruna og upp runa klukkunnar. Það eina sem þarf í verkefnið er sól, tólf steinar með flötu yfirborði, málning, pensill eða krít og lítið prik eða trjágrein sem er stungið niður í jörðina og steinunum svo raðað í kring. Leikurinn gengur út á að finna steinunum sinn rétta stað. Þegar klukkan er t.d. tólf þá er hlaupið út og steini númer 12 er tyllt þar sem skugginn af prikinu fellur á jörðu. Og svona heldur þetta áfram á klukkutíma fresti þar til farið er í háttinn. IBN.IS 17
GLA ÐLOF T FJ A L L G A N G A O G G Ó Ð U R M A T U R
Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson hafa alla tíð verið mikið náttúrufólk, matgæðingar og elska hvers kyns útivist. Kalli eins og hann er kallaður, stundar fluguveiði af mikilli ástríðu og Valentína hefur mikið dálæti á að ganga á fjöll. Þau segja nauðsynlegt að eiga sitt áhugamál þar sem þau vinna saman alla daga en þau eiga og reka fyrirtækið Móðir náttúra þar sem þau hafa framleitt tilbúna grænmetisrétti í 16 ár. Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Ég hitti Valentínu og Kalla, eins og hann er kallaður, í Básum í Þórsmörk í fyrrasumar þar sem þau voru að grilla óvenju girnilegan grænmetisborgara. Það var greinilegt að þarna var þaulvant fólk á ferð, sem gat gert einfalda hamborgaramáltíð að einhverju sem þú átt ekki von á í útilegu. Ég fékk leyfi til að smella af nokkrum myndum og tók um leið af þeim loforð um að fá uppskriftina og fá að ræða við Valentínu um óþrjótandi áhuga hennar á fjallgöngum. Þegar ég spyr Valentínu út í gönguá hugann segir hún að hann hafi alltaf blundað í henni og hefur alltaf dáðst af konum sem erum að ganga á fjöll fram eftir öllum aldri. Ég sá alltaf sjálfa mig í anda fjörgamla á fjöllum. „Svo gerðist það þegar ég varð fimmtug, að ég upplifði sterkt að ég væri ekki eilíf og þyrfti að fara að vinna í því strax að láta drauma mína rætast. Ég áttaði mig á því að ég þyrfti strax að byrja að ganga ef ég ætlaði að vera í nógu góðu formi um áttrætt. Ég þyrfti að nýta tíma nn vel og styrkja mig líkamlega fyrir framtíðina. Ég byrjaði rólega en því meira sem maður gengur, þeim mun meira nýtur maður þess. Ég fann hvernig ég styrktist, og þá verður þetta
auðveldara og kallar á meira. Nú þarf ég bókstaflega að fara í fjallgöngu.“ Ekki stendur á svörum þegar við ræðum um hvað hún fái út úr því að ganga á fjöll. „Það er bara lífsnauðsynlegt fyrir mig að ganga á fjöll. Mér líður alltaf betur á eftir enda losar líkaminn sig við uppsafnaða streytu og hleður mann af hamingjuvítamínum. Líka það að vera úti í náttúrunni og fá tengingu við öll náttúruelementin. Maður fær jarðtengingu, upplifir ilminn, fuglasönginn og fegurðina í víðáttunni. Þetta er einhvers konar vitundarsamband við náttúruna og eflir trú manns á lífið og tilveruna.“ Fyrir tæpu ári ákvað Valentína að taka þetta skrefinu lengra og skráði sig í gönguhóp hjá Útivist. Þar er hún með göngudagskrá frá ágúst fram á vor, og sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég var alltaf treg að fara í svona hópa, en svo kom í ljós að það er alveg frábært. Maður kynnist góðu fólki sem á eitthvað sameiginlegt. Þegar maður er ekki með svona pró gramm er hætta á að maður fresti því að fara út ganga, en nú er þetta bara ákveðið fyrir mig. Fyrir vikið er ég rólegri á milli IBN.IS 19
„Það má ekki sleppa því að hafa þetta notalegt. Eins er með gönguna. Ég hlakka til að borða gott nesti. Ef ég set engan metnað í nestið er ekki eins gaman að setjast niður og borða. Maturinn er svo stór partur af upplifuninni.“
Kalli, Stína og Valentína hjálpast að við að útbúa gómsæta máltíð og að sjálfsögðu er köflótti dúkurinn með í för.
Góð aðstaða er í Básum til að grilla á stóru sameigninlegu kolagrilli.
Það er skemmtileg tilbreyting að gista í skála að Kalli og Valentína kynntust í eldhúsinu á Grænum kosti og í dag hafa þau framleitt tilbúna sögn Valentínu, sem kíkir hér út um gluggann. grænmetisrétti undir nafni Móðir náttúru í fjölda ára.
gönguferða, í stað þess að vera alltaf að hugsa um að ganga. Ef ég fer í góða göngu er ég södd í smátíma,“ útskýrir Valentína, sem er búin að skrá sig aftur í gönguhópinn fyrir næsta vetur og mælir hún hiklaust með því að fólk gerist meðlimir í einhverjum góðum gönguhóp. Þegar Valentína er spurð út í hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsgöngu nefnir hún strax árlega göngu með Ferðafélagi Árnesinga á Fjallbak. „Ég hef farið þrisvar sinnum, enda eru þetta stórkostlegar ferðir. Gangan er krefjandi, löng og fegurðin mögnuð.“ En hvað með Þórsmörk? „Þórsmörk er náttúrulega bara perla. Kalli var ekki spenntur í upphafi þegar ég dró hann fyrst hingað í útilegu. Hann hafði aldrei komið í Þórsmörk og varð alveg heillaður af mörkinni. Nú förum við árlega með Stínu dóttur okkar. Það sem er einstakt við Þórsmörk eru andstæðurnar í náttúrunni. Hér er mikil gróðursæld og veðurblíða en um leið eru dalirnir umluktir jöklum og jökulr uðningi með grófu grjóti allt í kring. Síðan eru gönguleiðirnar fjölbreyttar, bæði hægt að fara í stuttar ævintýraferðir og líka lengri ef maður vill,“ segir Valentína, sem hefur gengið þær flestar. Í þetta sinn ákvað þríeykið að kaupa gistingu í skála og greip aðeins með sér svefnpoka og mat. „Við elskum að vera í tjaldi en það er frábært að hafa valmöguleikann að geta gist í skála. Núna vildum við bara hafa þetta einfalt og þægilegt,“ segir Valentína.
Fyrir utan skálann er góð aðstaða til að grilla og þegar mig bar að garði voru þau að skella grænmetisborgurunum, sem þau framleiða sjálf og selja undir nafni Móður náttúru, á heitt kolagrillið. En hvernig skyldi fólk, sem vinnur í matar geiranum, almennt haga matarmálunum á ferðalagi? „Mér finnst mikilvægt að hafa skemmtilegan mat,“ segir Valentína. „Ég tek jafnvel basilplöntu í potti með í tjaldúti leguna. Oft búum við til góða súpu heima til að taka með. Svo finnst okkur rosalega gaman að stússast og gera einfaldan en huggulegan mat. Það má ekki sleppa því að hafa þetta notalegt. Eins er með gönguna. Ég hlakka til að borða gott nesti. Ef ég set engan metnað í nestið er ekki eins gaman að setjast niður og borða. Maturinn er svo stór partur af upplifuninni.“ Þegar ég spyr út í hamborgarann, sem þau buðu mér svo eftirminnilega upp á, segir Valentína að þau geri oft ham borgara í útilegum, þar sem öllum finnist borgari góður. „Við reynum að færa borgara nn upp á annað plan með því að hafa eitthvað extra til að setja á hann eða hafa með, t.d. góða rauðlaukssultu, hvítlaukssósu, jafnvel gott pestó og grilla svo rauðlauk og papriku, sem passar frábærlega vel með grænmetis borgara. Þá er víst að maður hlakkar til að borða,“ segir Valentína, sem stóð við loforðið og gaf mér uppskriftina að þessari frábæru grillmáltíð. IBN.IS 21
GRILLAÐUR GR ÆNMETISBORGARI – með einfaldri rauðlaukssultu og chilimajó Hamborgarabrauð BBQ borgarinn frá Móður náttúru BBQ sósa Paprika í sneiðum, grilluð Kúrbítssneiðar, grillaðar Ferskt grænt salat Tómatsneiðar Rauðlaukssulta Chilimajó
RAUÐLAUKSSULTA 2 msk. ólívuolía ¼ tsk. salt 3 stórir rauðlaukar 2 msk. púðursykur 2 msk. balsamikedik 1 tsk. rifsberjahlaup ½ tsk. blóðberg eða tímían
Skerið rauðlaukinn í tvennt og sneiðið í þunnar sneiðar. Hitið olíu í potti, setjið laukinn í pottinn og saltið. Látið malla við vægan hitan í 25–30 mín. og hrærið reglulega. Ef laukurinn festist við botninn má setja 1–2 msk. af vatni saman við. Bætið út í púðursykri, balsamikediki, rifsberjahlaupi og blóðbergi. Látið sjóða saman í um 5 mín. eða þar til áferðin er orðin falleg.
CHILIMAJÓ 1 bolli majónes 1 msk. nýkreistur límónusafi 2 tsk. chipotle mauk (t.d. frá Santa maria) 1 tsk. rifinn hvítlaukur Salt á hnífsoddi Allt hrært saman.
94 n
eld
n
at
In
%
ih
u r 94 %
v
Landsliðið í hollustu Salat er hópíþrótt. Ólíkir liðsfélagar sem vinna þó allir að sama markmiði – að gleðja bragðlaukana á hollnæman hátt. Þitt hlutverk er að stilla liðinu upp og njóta.
islenskt.is
ORKUSTÖÐVAR ÍSLANDS Hvernig væri að heimsækja orkustöðvarnar sjö á ferð um landið og setja kroppinn í hleðslu? Orkustöðvarnar sem um ræðir eru Hofsjökull, sem er höfuðstöðin, Snæfellsjökull, en hann er hjartastöð jarðarinnar, Kaldbakur, Snæfell, Fimmvörðuháls, Hlöðufell og Herðubreið. Texti Guðbjörg Gissurardóttir Mynd Axel Kristinsson
Í ýmsum fornum fræðum er fjallað um orkustöðvarnar sjö, sem á breidd og hæð. Erla ákvað að einskorða sig við þessar orku eru á mismunandi stöðum á líkamanum en jafnframt er talið að brautir við gerð kortsins, en þær tengjast sjö aðalorkustöðvum jökull, Kaldbakur í jörðin hafi líka sínar sjö orkustöðvar. Og ekki aðeins jörðin, heldur landsins, sem eru Hofsjökull, Snæfells einnig hvert land fyrir sig og er Ísland þar ekki undanskilið. Ein Eyjafirði, Mýrdalsjökull, Snæfell, Hlöðufell og Herðubreið. Orkustöðvar landsins hafa mismuna ndi einkenni eftir stað helsta orkustöð jarðar er hér á landi og er sjálfur Snæfellsjökull. setningu og einnig mismuna ndi liti. Erla sagði Erla Stefánsdóttir heitin, oft kölluð álfakonan, Hofsjökul vera höfuðstöð landsins og að hann var mörgum að góðu kunn en hún var gædd þeirri líktist hvítu lótusblómi. Sú orkustöð er gríðar náðar gáfu að sjá álfa, orku strauma og önnur lega öflug, enda sendir hún frá sér tvisvar sinnum fyrirbæri, sem flestum öðrum eru huldar. Erla tólf orkulínur út um allt land. Snæfellsjökull er kortlagði á sínum tíma orkulínur Íslands, sem hjartastöð jarðar, en um hana liggja með kraft liggja þvers og kruss um landið. Að hennar sögn mestu orkubrautir jarðarinnar. var ekki einfalt að kortleggja allar orkubrautirnar, Flestir kannast við þau góðu áhrif sem dvöl úti í enda jörðin lifa ndi og gædd mætti, vitund og lífi. VÆTTIR OG ORKULÍNUR náttúrunni hefur á okkur, hvort sem þau eru and Erla talaði um að æðakerfi landsins væri eins og Kort eftir Erlu Stefánsdóttur, leg eða líkamleg, ímynduð eða raunveruleg. Gott ljós sem streymir um orkulínur en orkupunktar hulidsheimar.is er að finna sér kyrrlátan stað úti í náttúrunni í ná eru þar sem orkul ínurnar skerast. Orkubrautirnar hafa mismunandi liti og tíðni. Þær götur sem húsdýrin hafa lægð við einhverja af þessum sjö orkustöðvum, setjast niður og markað í aldanna rás munu hafa bláan tón og útgeislun þeirra horfa inn á við og hlusta. Einnig má gera æfingar eins og að anda brauta er lág og grunn og gæti náð fullorðnum manni í ökkla, inn orku ljósstrengjanna í gegnum sínar eigin orkustöðvar. Þannig eftir því sem Erla talaði um. Hún sagði dýpstu og stærstu geta ferðalangar fundið sér fallega laut í nálægð við einhverja af brautirnar á hinn bóginn gulleitar og mörg hundruð metrar þessum orkustöðvum, sest þar niður og fengið sér orkuáfyllingu. 24
Gönguferðin þín er á utivist.is
www.utivist.is
Ætlar þú að ferðast um náttúru Íslands í sumar? Þá áttu samleið með okkur. Fimmvörðuháls Básar á Goðalandi Sveinstindur - Skælingar
Strútsstígur Laugavegurinn Dalastígur
Opið alla virka daga kl. 12-17
Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - Sími 562 1000 - utivist@utivist.is
DÚKAÐ BORÐ Á FJÖLLUM – Hjónin Guðrún Jóhanna og Halldór Ingi ferðast um landið allan ársins hring á húsbílnum Rauðspretti. Á veturna eru skíðin með í för en á sumrin er þeim skipt út fyrir fjallahjólin og veiðistangirnar.
Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Halldór Ingi og Guðrún Jóhanna
„Kosturinn við bílinn er að það er hægt að stoppa hvar sem er og við erum ekki bundin við einn stað, sem er mikið frelsi. Við erum oft ein í heiminum á undurfallegum stöðum.“
26
Lengi vel áttu Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Ingi Guðmundsson góðan tjald vagn en fyrir um þremur árum rættist gamall draumur þegar þau fundu húsbíl á netinu, sem þau ákváðu að kaupa. Bíllinn þarfnaðist að vísu viðgerðar en hann er fjórhjóladrifinn og þannig útbúinn að hann kemst hvert á land sem er. „Það var skilyrði því við förum mikið upp á hálendið og á fáfarnari staði. Ekki kom annað til greina en að fá bíl sem þyldi vel íslenskar aðstæður. Þetta var verkstæðisbíll úr Ölpunum og keyptur í gegnum Þýskaland. Við ákváðum strax að hanna bílinn fyrir ferðalögin okkar og áhugamál, en við förum oft á skíði, hjólum mikið og veiðum,“ segir Guðrún, sem er sérfræðingur hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og jógakennari. Halldór hefur að mestu séð um endurbætur á bílnum með góðri aðstoð vina sinna og liggur mikil vinna þar að baki. Úr varð að allt var rifið innan úr bílnum, hann einangraður eftir kúnstarinnar reglum og í hann sett öflug mið stöð en Guðrún segir það lykilatriði svo hægt sé að nota húsbílinn allt árið um kring. Einnig var sett eldhús og salerni í bílinn. „Innréttingarnar eru frekar róbúst og allt þarf að vera pikkfast. Þegar bíllinn kom til landsins var hann svo upplitaður að hann var bleikur en eftir að Halldór pússaði hann kom í ljós rauður litur. Síðasta vor var bíllinn sprautaður fagur rauður og þar sem hann er af gerðinni Sprinter hlaut hann nafnið Rauðsprettur,“ segir Guðrún, en þau hjón eru alsæl með bílinn. „Við notum hann líka afar mikið. Á sumrin förum við nær allar helgar í útilegur og tökum svo eitt langt frí. Hálendið og Vestfirðir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur en Halldór á ættir að rekja til Dýrafjarðar. Kosturinn við bílinn er að það er hægt að stoppa hvar sem er og við erum ekki bundin við einn stað, sem er mikið frelsi. Við erum oft ein í heiminum á undurfallegum stöðum. Í fyrra vorum við t.d. á ferð yfir Kollafjarðarheiðina um
miðnætti í frábæru veðri. Við ákváðum að stoppa og sátum úti í 17 stiga hita. Ferð í Mjóafjörð fyrir austan stendur líka upp úr en þar er mikil náttúrufegurð,“ rifjar Guðrún upp, og bætir við að þau leggi líka oft á tjaldsvæðum. „Svo erum við með Veiðikortið og notum það óspart. Ef við veiðum góða sjóbleikju er hún auðvitað elduð á staðnum,“ segir Guðrún en þau hjón passa að skilja ávallt vel við eftir sig. Í raun er bíllinn í sífelldri hönnun og endur nýjun og næsta skref er að bæta við bekk, sem hægt er að fella saman og svo stendur til að bæta við sætum svo barnabörnin komist með í ferðalagið. Oft ræður veðrið því hvert Guðrún og Halldór fara en hún segir þau þó ekki nenna að keyra í 4–5 tíma til að komast í sól fyrir eina helgi. En hvernig haga þau undirbúningi ferðalaga? „Áður en við förum í fyrstu alvöruferðina á vorin tökum við til allt sem til þarf, svo sem þurrvöru, krydd og olíu, fatnað og annan útbúnað og hlöðum bílinn fyrir sumarið. Við kaupum fersk vöru á ferðalaginu og helst beint frá býli. Svo dúka ég alltaf upp á ferðalögum, það verður allt miklu huggulegra með dúk, servíettum, lugtum og kertum,“ segir Guðrún. En hvað skyldi vera ómissandi í ferðalagið? „Fyrir utan dúkinn og almenn huggulegheit finnst mér gott að hafa góðar fugla- og jurtabækur við höndina. Það er svo gaman að spá í náttúruna, þekkja fuglana, finna út hvað grösin og jurtirnar heita og vita hvað er hægt að nýta í matargerðina. Ég vil ekki bara vera inni í bíl og keyra endalaust heldur stoppa oft og hreyfa mig, vera partur af náttúrunni.“ Hvaða ráð áttu fyrir fólk sem hefur áhuga á að ferðast meira? „Koma sér upp grunnbúnaði og góðum útivistarfatnaði. Það kostar sitt en endist líka í áraraðir. Gott er að hafa nóg af teppum og eitthvað hlýtt til að sofa á í tjaldi, t.d. gæru, enda ekkert gaman að vera í kulda og vosbúð. Svo er bara að leggja af stað.“
Útsýnið úr glugganum er síbreytilegt.
Það er nóg pláss fyrir hjól og annan farangur undir rúminu.
Bíllinn er smekklega skreyttur og mjög hlýr, enda með kraftmikilli miðstöð. IBN.IS 27
Hjónin segja að með vinum og fjölskyldu verði hvert ferðalag ævintýri.
TJALDÚTILEGA Á HVERJU SUMRI – Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Steinunn Þórhallsdóttir hafa um árabil farið í tjaldútilegur með gömlum vinum úr menntaskóla. Þau láta oft kylfu ráða kasti hvert er farið. Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir úr einkaeigu
„Ofninn gerir gæfumuninn. Við keyptum 50 metra rafmagnssnúru og stingum honum bara í samband og engum verður kalt.“
28
Breka og Steinunni finnst fátt jafnast á við að sofa í tjaldi, úti í íslenskri náttúru, og eru ánægð með að börnin þrjú eru alltaf til í að koma með. „Við erum í Vango-vinafélaginu, sem saman stendur af sex fjölskyldum. Við ferðumst mikið saman og það er alltaf jafngaman hjá okkur. Við leikum okkur, eldum, grillum, spjöllum, hlæjum og syngjum saman. Þetta eru mjög hefðbundnar tjaldútilegur, eins og við ólumst upp við. Svo hefur það æxlast þannig að við eigum öll Vangotjöld, og þaðan kemur nafnið á hópinn,“ segir Breki, sem veit fátt skemmtilegra en að ferðast um Ísland. „Það er ekkert sumar án útilegu,“ segir hann en þetta byrjaði allt á menntaskólaárunum. „Þá var mér treyst fyrir bíl foreldra minna, sem var eldgömul Chevrolet Nova, nokkuð ryðgaður sex manna bíll. Á þeim tíma var mikið um malar vegi og stundum var allt í bílnum rykugt. Þegar við lögðum upp í langferðir byrjuðum við á að setja allan fara ngurinn í svarta plastpoka til að halda honum rykfríum. Í minningunni vorum við nánast um hverja helgi í útilegu, einna oftast á Snæfellsnesinu,“ rifjar hann upp. „Á fyrstu útileguárunum vorum við með gömul tjöld frá Seglagerðinni, um þrjátíu til
fjörutíu kíló með stálstöngunum, sem fylgdu með. Það var tveggja manna tak að bera þau úr bílskottinu en allur útilegubúnaður er miklu léttari í dag,“ segir hann og bætir við að það fari ótrúlega vel um fjölskylduna í tjaldi, ekki síst eftir að fjárfest var í blástursofni til að halda hitastiginu í lagi. „Ofninn gerir gæfu muninn. Við keyptum 50 metra rafmagnssnúru og stingum honum bara í samband og engum verður kalt,“ segir Breki. Þau Steinunn eiga þrjú börn á aldrinum tólf til átján ára, og börnin láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að útilegum. „Við hjónin erum hálfhissa á hvað þau nenna að koma með okkur,“ segir hann kank víslega en þau láta oftast kylfu ráða kasti hvert förinni er heitið. „Við höfum þegar tekið forskot á sæluna og farið í eina ferð um Reykja nesið. Þar er svo margt að sjá, Garðskagaviti, Reykjanesviti, Kleifarvatn, Gunnuhver og svo er Herdísavíkin alltaf falleg í sínum hráslaga. Seinna í sumar er planið að fara í lengri ferð á Vestf irðina og líka austur á firði. Kannski eltum við sólina.“ Þegar Breki er spurður hvað sé ómissandi í ferðalagið stendur ekki á svari: „Vinirnir og fjölskyldan. Með þeim getur ferðin ekki klikkað.“
ALLUR LÍFRÆNN ÚRGANGUR ENDURNÝTTUR Í ár tekur gas- og jarðgerðarstöðin GAJA til starfa. Þá verður urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum hætt. Með aukinni forvinnslu og flokkun heimilisúrgangs verður hægt að nýta yfir 95% af öllum úrgangi frá íbúum á höfuðborgarsvæðinu.
Brandenburg | sía
Flokkum rétt og drögum úr neyslu eins og kostur er.
Gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi er risastórt skref í umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins og ábyrgt skref í baráttu við loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Nánar á sorpa.is
SORPA | Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa.is
30
FRELSUM MAGANN Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Líkt og um árið þegar geirvörtur voru frelsaðar af ungum konum um allan heim í „free the nipple“ byltingunni, þá datt nokkrum konum í fjallgöngu í hug að kominn væri tími til að frelsa magann og standa fyrir „free the belly“ byltingu. Þessi hugmynd kviknaði á göngu á Vestfjörðum, nánar tiltekið á milli Kollsvíkur og Breiðu víkur inn í fallegu gili. Hópurinn, sem samanstóð af mér og fleiri konum á besta aldri, ákvað að taka nestispásu á þessum skjólsæla stað þar sem lítill foss féll fram af klettavegg. Áður en við vissum af stóðum við flestar naktar undir kaldri fossabununni. Þar sem við stóðum á bakkanum og létum sólina þurrka okkur, ásamt pínulitlu göngu handk læðinu, barst talið að maganum. Ungar konur hafa eflaust ekki hugmynd um að með aldrinum verður maginn mun meira “issue” en brjóstin. Maginn á það til að trana sér fram eftir því sem árin líða, og þar af leiðandi er hann farinn að berjast um athyglina, og brjóstin eiga oft undir högg að sækja. Við reynum að fela magann undir víðri skyrtunni, hættum að klæðast bikiníi og hugsum okkur að við dílum við hann seinna. En er ekki bara málið að sleppa takinu og láta allt flakka, breyta hugarfarinu og hugsa um fallegt hlutverk magans og gefa honum alla þá ást sem hann á skilið. Naflinn minnir okkur jú á lífið fyrstu níu mánuðina inn í móðurkviði og allt það líf sem hann hefur haldið utan um. Og munið þið eftir fyrstu árunum þegar mallakúturinn þótti svo mikið krútt, barnabumban var elskuð og við leyfðum öllum að dást að fallegri bumbunni. Það er ekki að ástæðulausu að orðatiltækið Nafli alheimsins varð til! Fegurðin liggur í fjölbreytileikanum, honum ber að fagna. #frelsummagann IBN.IS 31
LÖNGUFJÖRUR / MYND: GG
9,554 km² 16,600 íbúar 5% landsmanna west.is
Flatey
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
34 22
14 15 24 Stykkishólmur
58
13 10
Hellissandur
33
21
576
16
Ólafsvík Grundarfjörður
574
56
54
29 6 9
8
7
5 35 19
20
VISSIR ÞÚ AÐ ... Mestu líkurnar á að sjá haförn, stærsta og sjaldgæfasta ránfugl landsins, sem oft er nefndur konungur fuglanna, eru við Breiðafjörð. Lengsti hraunhellir á Íslandi er Surtshellir í Hallmundar hrauni og í sama hrauni er Víðgelmir, sá stærsti á landinu. Deildartunguhver í Reykholtsdal er vatnsmesti hver í Evrópu. Úr honum koma 180 lítrar af 100 gráðu heitu vatni á sekúndu. Snæfellsjökull er hæsta fjall Snæfellsness og er enn virk eldstöð. Hann er einn af sjö stærstu orkustöðvum jarðar, sem útskýrir eflaust af hverju margir telja sig endurnærast í návist hans. Kirkjufell við Grundarfjörð er mest myndaða fjall á Íslandi og er á lista yfir tíu fallegustu fjöll heims. Glymur í Botnsdal, innst í Hvalfirði, er næsthæsti foss landsins en fallhæðin er 198 metrar. Eyjarnar við Breiðafjörð eru nær óteljandi en eru sennilega um 2.700–2.800 talsins.
54
32
36
60 68
Laugarbakki
Borðeyri
59
Búðardalur
1
54
25
1
60
4
Bifröst
54
12 23
3 Varmaland
Reykholt
50
518
2
28 31
Kleppjárnsreykir
Borgarnes
11 17 18
Hvanneyri
50
550
27 1
47
26
30 1
Akranes 47 48
IBN.IS 35
32
2
19
12
25
1 36
26
6 RAUÐFELDSGJÁ
Gjáin klýfur Botnsfjall frá brún að rótum þess og inn í hana liggur stígur, sem leiðir ferðalanga í dimman ævin týraheim þar sem fuglar ráða ríkjum. Í botni gjárinnar steypist foss niður háan klettavegginn.
7 HELLNAR
VESTRÆN
VEISLA Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði! NÁTTÚRA
1
GLYMUR
Upp að næsthæsta fossi Íslands er skemmtileg og mátulega krefjandi tveggja til þriggja tíma ganga frá vegi 47. Fyrir ofan fossinn er hægt að vaða yfir ána og fara niður hinum megin.
2 HRAUNFOSSAR
Margbreytilegar bergmyndanir einkenna fjöruna þar sem fjöldi sjófugla ræður ríkjum. Þekktastar eru steinboginn Baðstofan, Gataklettur og Valasnös. Frá Hellnum er hægt að ganga að Arnarstapa eftir gamalli, fallegri reiðleið.
8 LÓNDRANGAR
Náttúrulegur klettakastali, sem rís hátt yfir flæðarmálinu, en þangað liggur vegur 574. Klettadrangarnir mynduðust við eldgos úti í hafi við lok ísaldar en síðari tíma hraun hafa svo tengt þá við landið.
OG DRITVÍK 9 DJÚPALÓNSSANDUR
Eftir stutta göngu frá bílastæðinu við veg 572 blasir við svört fjaran, umlukin hraunklettum. Áður voru stundaðir sjó róðrar þaðan og aflraunasteinarnir fjórir í fjörunni voru notaðir til að kanna hvort sjómenn byggju yfir nægilegum styrk til að róa eður ei.
10 KIRKJUFELL
Eitt myndrænasta fjall Íslands og helsta kennileiti Grundarf jarðar. Brött 1,5–2 tíma gönguleið er upp á fjallstoppinn þar sem magnað útsýni er til allra átta.
Töfrandi og hvítfyssandi fossar, sem renna undan gróðursælu Hallmundarhrauni og falla í Hvítá eftir að ekið er eftir vegi 518. Litlu ofar er Barnafoss í stórbrotnu gljúfri.
MENNING OG AFÞREYING
3
11
PARADÍSARLAUT
Lítil paradís í miðju hrauni blasir við eftir stuttan göngutúr frá bílastæðinu. Köld tjörn til að dýfa tánum ofan í og upplagt að taka upp nestið. Litlu ofar er fossinn Glanni.
4 GERÐUBERG
Langur og mikilfenglegur stuðla bergsveggur úr grágrýti, sem er allt að 14 metra hár þar sem hann er hæstur. Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti í skjóli en vegur 54 liggur að þessum slóðum.
5 BÚÐIR
Náttúrufegurðin í kringum Hótel Búðir er heillandi en þangað er ekið eftir vegi 54 eða 574. Á svæðinu eru ótal gönguleiðir og notalegt að ganga berfætt/ur í hvíta sandinum með gróðursælt hraunið og fjöllin allt í kring.
LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS
Landnámsmenn eru hér í aðalhlutverki en m.a. má sjá fágætt líkan af farskipum víkinga. Í þeim eru agnarsmáar mann eskjur eftir Brian Pilkington, mótaðar í leir. Leiðsögn með heyrnartólum leiðir fólk inn í lifandi hljóð- og myndaheim landnámsmanna. Upplifun fyrir alla fjölskylduna. Brákarbraut 13-15, Borgarnesi 437 160 / landnam.is
Á HÁAFELLI 12 GEITARFJÁRSETUR
Á stærsta geitabýli landsins snýst allt um geitur. Seldar eru geitaafurðir beint frá býli og einnig er hægt að setjast niður og fá sér kaffi og meðlæti meðan börnin skoða kiðlingana. Háafell, Hvítársíða, Reykholti 845 2331 / geitur.is
BJARNAHÖFN 13 HÁKARLASAFNIÐ
Hákarlinn, sagan, veiðin, vinnslan, tæknin og tólin eru hér í aðalhlutverki. Smakkaðu hákarl og harðfisk, sem þú veist nákvæmlega hvaðan kemur. Bjarnarhöfn, Stykkishólmi (dreifbýli) 438 1581 / bjarnarhofn.is
14 VATNASAFNIÐ
Einstakt safn með 24 glersúlum, fylltum af vatni, sem safnað var úr ís úr mörgum af helstu jöklum Íslands. Þetta er langtímaverkefni, skapað af Roni Horn í fallegu húsnæði með útsýni yfir hafið. Bókhlöðustíg 19, Stykkishólmi 865 4516 / stykkisholmur.is
15 NORSKA HÚSIÐ
Fyrsta tvílyfta íbúðahús á Íslandi, byggt 1832 úr timbri frá Noregi. Hér upplifir þú heimili frá 19. öld ásamt opinni safnageymslu með munum frá öllu Snæfellsnesi. Safnbúðin er í fallegum krambúðarstíl. Hafnargötu 5, Stykkishólmi 433 8114 / stykkisholmur.is
16 LÁKI SAILING TOURS
Fátt toppar kvöldsiglingu um Breiðafjörðinn á fögru sumarkvöldi, þar sem hægt er að skoða hvali og fuglalífið og jafnvel renna fyrir fisk. Láki Tours er fjölskylduf yrirtæki, sem sérhæfir sig í siglingum um Breiðafjörðinn. Í sumar býðst börnum upp að 15 ára aldri að sigla frítt með Láki Tours. Nesvegi 6, Grundarfirði 546 6808 / lakitours.com
19 HÓTEL BÚÐIR
Umhverfið og maturinn er eitt helsta aðdráttarafl staðarins, enda lofaður fyrir einstaka fiskrétti og lambakjötsrétti, óviðjafnanlega forrétti og ógleymanlega eftirrétti. Ferskt hráefni úr nágrenninu er uppistaðan á matseðlinum. Búðum, Snæfellsnesi 435 6700 / hotelbudir.is
20 FJÖRUHÚSIÐ
Einstakar veitingar framreiddar á syllu við stórgrýtta klettafjöru þar sem brimið lemur gamla bryggju. Á matseðl inum er lostæti sem engan svíkur, s.s. fiskisúpa, heimabakað brauð, kökur og vöfflur með rjóma. Hellnum, Snæfellsnes 453 6844 / fjoruhusid.is
21 BJARGARSTEINN
Við sjávarkampinn á Grundarfirði er þetta fallega uppgerða hús, sem er meira en 100 ára gamalt, en hýsir nú framúrskarandi veitingastað. Láttu dekra við bragðlaukana um leið og þú nýtur útsýnisins yfir Kirkjufell. Sólvöllum 15, Grundarfirði 438 6770 / bjargarsteinn.is
22 HÓTEL FLATEY
Nýveiddur kræklingur, fiskisúpa og lambakjöt er m.a. á matseðlinum á þessu einstaka veitingahúsi í Breiðafirði. Eftir matinn er tilvalið að skella sér á Salt barinn og prófa Flatjito. Flatey, Breiðafirði 555 7788 / hotelflatey.is
VEITINGAR
VERSLUN Í HEIMABYGGÐ
ÍSLANDS 17 LANDNÁMSSETUR
23HÁAFELL GEITFJÁRSETUR
Í einu elsta húsi Borgarness er veitinga staður þar sem hollustan og ferskleikinn eru í fyrirrúmi. Passað er upp á að svangir ferðalangar fái nóg að borða og hlaðborðið klikkar ekki, enda allir réttir gerðir frá grunni. Brákarbraut 13-15, Borgarnesi 437 1600 / landnamssetur.is
18
ENGLENDINGAVÍK
Við kaupfélagsfjöruna með útsýni út á litlu Brákarey er þessi fallegi veitingastaður. Fjölbreyttur matseðill með fersku hráefni og í sumar verður flott fiskihlaðborð í boði. Börn fá afslátt eftir aldri. Skúlagötu 17, Borgarnesi 555 1400 / 840 0314 / englendingavik.is
Á eina geitfjársetri landsins er notaleg verslun með vörur beint frá býli. Þar fást alls kyns geitaafurðir, svo sem bað vörur, krem og sápur, skinn og handverk. Háafelli, Hvítársíðu, Reykholti 845 2331 / geitur.is
BREIÐAFJARÐAR 24 BÓKAVERZLUN
Yndislega gamaldags bókabúð í gömlu apóteki í hjarta bæjarins. Vöruúrvalið er ævintýralegt; bækur og blöð, rugguhestar, leikföng, garn og allt þar á milli. Hafnargötu 1, Stykkishólmi 438 1121
25 RJÓMABÚIÐ ERPSSTAÐIR
Barnvænt fjölskyldubú þar sem m.a. er hægt að fá heimagerðan rjómaís, skyr upp á gamla mátann, skyrkonfekt og osta. Nú eða lífrænt lambakjöt frá nágrönnum þeirra á Ytri Fagradal. Erpsstöðum, 371 Búðardal (dreifbýli) 868 0357 / Facebook
LAUGAR OG SPA
26
GUÐLAUG
Í grjótgarðinum á Langasandi er komin fullkomin aðstaða fyrir sjósund. Þar eru heitir pottar á tveimur hæðum, sturtur og einföld búningsaðstaða. Vatnið í Guðlaugu kemur úr einum vatnsmesta hver í Evrópu, Deildartunguhver. Langasandi, Akranesi 833 7736 / Facebook
27 HREPPSLAUG
Lítil og kósí sveitalaug, byggð árið 1928 af Ungmennafélaginu Íslendingi. Laugin er stór hluti af menningarsögu sveitarinnar og er friðlýst. Vatnið sem í hana rennur kemur beint úr uppsprettum í nágrenninu. Skorradal 437 0027 / Facebook
28
SUNDLAUGIN HÚSAFELLI
29
LÝSUHÓLSLAUG
Á milli hraunbreiðna, jökla og umvafin skógarrjóðri er þessi glæsilega sundlaug. Hér er góð aðstaða fyrir allan aldur, góð sundlaug, heitir pottar og rennibraut. Húsafelli 435 1552 / husafell.is
Í sundlauginni er náttúrulegt heitt ölkelduvatn beint úr jörðinni, sem talið er hafa heilnæma og græðandi eiginleika. Vatnið er mjög steinefnaríkt og er því grænleitt, óvenjulegt, og alveg eins og við viljum hafa það. Lýsuhóli, Snæfellsnesi 433 9917 / Facebook
TJALDSVÆÐI
30 BJARTEYJARSANDUR
Þrjár fjölskyldur bjóða alla velkomna sem vilja fræðast um lífið í sveitinni. Á bænum eru ýmis húsdýr og fyrir neðan gamla bæinn er hlýlegt tjaldsvæði, sem og gisting í sumarhúsum. Kaupa má gæðakjöt og fleira beint frá býli. Hvalfjarðaströnd, Hvalfirði 433 8831 / 891 6626 bjarteyjarsandur.is
31
HÚSAFELL
Gróðursælt og fagurt umhverfi, útivistarparadís með sundlaug í næsta nágrenni og ærslabelgur fyrir krakkana. Hægt að tjalda inni í skjólsælum rjóðrum. Yfir hásumarið er tendraður varðeldur í Hátíðarlundi á laugardagskvöldum. Húsafelli 435 1556 / husafell.is
38
32 LANGAHOLT
HEY ÍSLAND
Náttúruperla við sjóinn þar sem róandi sjávarniðurinn syngur þig í svefn. Ljós fjaran er uppspretta endalausra ævint ýra og svo er gaman að vaða í sjónum. Hér er einnig níu holu golfvöllur og frábær veitingastaður á hótel Langaholti. Garðar Staðarsveit, Snæfellsnesi 435 6789 / langaholt.is
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
33
ANNAÐ
HELLISSANDUR
Tjaldsvæðið kúrir í hrauninu fyrir ofan þorpið þar sem öll nauðsynleg þjónusta er innan seilingar. Stutt að ganga í ævintýralegar fjörur og sólsetrin við Breiðafjörð eru óviðjafnanleg. Við Sandahraun, Hellissandi 433 6929
34 FLATEY
Hér ríkir kyrrð og friðsæld og það er eins og tíminn standi í stað. Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi, sem gaman er að ganga um og skoða. Fjölskrúðugt fuglalíf, gömul hús og dásamlegt útsýni gera tjaldútileguna ógleymanlega. Flatey í Breiðafirði
GISTING
35 HÓTEL BÚÐIR
Tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel landsins staðsett í einstöku umhverfi í þokkabót. Þrátt fyrir langa sögu er það búið öllum nútímaþægindum og prýðir veitingastað, sem er rómaður fyrir frumleika, gæði og ferskt hráefni. Búðum, Snæfellsnesi 435 6700 / hotelbudir.is
36
NÝP
Fjölskyldurekið gistiheimili í Dölunum þar sem handverk og fegurð einkenna umhverfið. Arkítektateymið Studio Bua hannaði áhugaverðar breytingar á gamla bóndabænum. Hér er hægt að njóta kyrrðar, gönguferða og fuglaskoðunar. Morgunmatur með heimabökuðu brauði, berjasultu og grænmeti úr garðinum. Skarðsströnd, Dalabyggð 896 1930 / nyp.is
HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð. 575 6700 / hostel.is
SUNDLAUGAR
Akranes Borgarnes Varmaland Kleppsárreykir Stykkishólmur Grundarfjörður Ólafsvík Sælingsdalslaug
Þessi límmiði þýðir að staðurinn er handvalinn af okkur - fyrir þig!
GÓÐA FERÐ
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Akranesi, Dalbraut 1 Borgarnesi, Brúartorgi 1 Borgarnesi, Hamar Andakílsárvirkjun, Skorradalshreppi (AC) Reykholti, Borgarfirði Vegamót, Snæfellsnesi Ólafsvík, Ólafsbraut 27 Búðardal, Vesturbraut 10
VÍNBÚÐIN
Akranes, Kalmansvöllum 1 Borgarnes, Borgarbraut 58-60 Búðardalur, Vesturbraut 15
NETTÓ
Borgarbraut 58-60, Borgarnesi
FRÆGIR VESTLENDINGAR
Sóli Hólm, fjölmiðlamaður og uppistandari Ingvar Sigurðsson, leikari Eva Laufey Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra Magnús Scheving, íþróttaálfur Rúrik Gíslason, fótboltamaður Helga Braga, leikkona
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
Pawn Sacrifice, Fróðárheiði The Secret Life of Walter Mitty, Grundarfjörður og Stykkishólmur The Journey to the Center of the Earth, Kaldidalur Dead Snow II, Botnsdalur í Hvalfirði Game of Thrones, Hvannagjá The Fate of the Furious, Akranes
HANDPICKED ICELAND APP FRÍTT, en einungis í boði fyrir iPhone!
Vínbúðirnar hafa á boðstólum úrval af fjölnota pokum fyrir viðskiptavini.
NÝR NÝR
HÁR SVARTUR með 2 hólfum fyrir vínflöskur
150
Stöndum með náttúrunni og veljum fjölnota!
STÓR SVARTUR með 12 hólfum fyrir bjórflöskur
200
KR.
KR.
120
KR. SVARTUR
150 GRÁR
KR.
180
KR. RAUÐUR
Nýtt Örnu skyr er komið í verslanir og að sjálfsögðu í umhverfisvænni umbúðum. Viltu hreint, með vanillu eða með súkkulaði- og lakkrísbragði? Þitt er valið. Arna – Fyrst og fremst laktósafrí.
arna.is
9.400 km2 7100 íbúar 2% landsmanna westfjords.is RAUÐISANDUR / MYND: JÓN ÁRNASON
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
VISSIR ÞÚ AÐ ... Vestfirðir eru leifar af gamalli hásléttu og þess vegna eru fjalltopparnir svona flatir. Fyrir þúsundum ára, í lok ísaldar, hopuðu skriðjöklar og skáru djúpa dali og firði ofan í sléttuna. Engin eldfjöll eru á svæðinu og þar af leiðandi engar hraunbreiður. Um 40% af strandlengju Íslands er á Vestfjörðum. Á Vestfjörðum eru flestar náttúrulaugar á landinu þar sem vatnið kemur upp úr jörðinni í fullkomnu hitastigi til að baða sig í.
7
Kaldbakur (998m) er hæsta fjall Vestfjarða og liggur milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Evrópu og þar er m.a. að finna mestu álkubyggð í heimi með um 161 þúsund álkupör. Við Surtarbrandsgil er að finna best varðveittu plöntusteingervinga á Vestfjörðum, sem líklega 2 eru um 12 milljónir ára gamlir. Skrúður á Núpi í Dýrafirði er einn merkilegasti garður landsins og þaðan er dregið orðið skrúðgarður. Garðurinn gefur innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi vegna fjölda tegunda og staðsetningar á norðurhjara veraldar.
42
36 18 26
Tálknafjörður Patreksfjörður
35
63 612 614
1
34
Bolungarvík
61
Hnífsdalur
Suðureyri
65 Flateyri
20 19
21 13 12 Súðavík 22 8
Ísafjörður
64
38
17 33 11
61
14
60 622
Gjögur
30 61 9
4
5 10
37 28 29 15
Þingeyri
60
643
3 32
61
6
60
Hólmavík
Bíldudalur
31
16 23 27
63 Brjánslækur
645
Drangsnes
60
24
61
25
62
60
Reykhólar
Króksfjarðarnes
Flatey
68
60
60
Búðardalur
59
Borðeyri
IBN.IS 43
4
3
33
7
25
MENNING OG AFÞREYING
6 SKRÍMSLASETRIÐ
Arnarfjörður er ekki einungis rómaður fyrir fegurð sína heldur skrímsli, fjörulalla og aðrar kynjaskepnur. Skrímslasetrið veitir gestum innsýn í heim sjávarskrímsla í gagnvirkri margmiðlunarsýningu. Strandgötu 7, Bíldudal 456 6666 / skrimsli.is
VILLTA VESTRIÐ Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði!
SAMÚELS Í SELÁRDAL 7 LISTASAFN
Í Selárdal er safn af útilistarverkum myndlistarmannsins Samúels Jónssonar (1885-1969). Þetta er drjúgur bíltúr en í leiðinni er tilvalið að skoða búið hans Gísla á Uppsölum sem er í nágrenninu. Selárdal, Arnarfirði (dreifbýli) 698 7533 / sogumidlun.is
8 RAGGAGARÐUR
NÁTTÚRA
Skemmtilegur áfangastaður fyrir fjöl skylduna með alls kyns leiktækjum, góðri grillaðstöðu, bekkjum og borðum. Nesvegi 1, Súðavík raggagardur.is
1 RAUÐISANDUR
9 SALTVERK
Rauðgylltur sandur, svo langt sem augað eygir. Ævintýri líkast er að ganga á sandinum, sem best er að upplifa á tásunum. Vegur 614.
2 LÁTRABJARG
Ekki fyrir lofthrædda en fegurðin og útsýnið er þess virði að leggja leið sína á þennan vestasta odda Evrópu, sem geymir eitt stærsta fuglabjarg heims. Vegur 612.
3 DYNJANDI
Það er tilkomumikið að sjá stærsta foss Vestfjarða falla 100 metra niður eftir stölluðu bergi í hlíðum Arnarfjarðar. Upp með fossinum er stígur, sem gefur færi á að njóta fegurðinnar frá mörgum sjónarhornum.
4
LAMBAGILSFOSS Í HESTFIRÐI
Innst í þessum langa og mjóa firði er ekið eftir vegi 61 og þá kemur í ljós tignarlegur foss, umlukinn rauðskreyttu bjargi. Fossinn er í hvarfi frá þjóðveginum en það er vel þess virði að fara í göngutúr upp að honum.
5
DJÚPAVÍK
Í skjóli hrikalegra fjalla hvílir þessi friðsæla vík, sem á sér stutta en magnaða síldarvinnslusögu. Létt ganga er upp að Djúpavíkurfossi þaðan sem njóta má magnaðs útsýnis. Vegur 643.
Hér fer fram vinnsla á sjávarsalti þar sem jarðhiti er nýttur við framleiðsluna. Hægt er að fá leiðsögn og fylgjast með hvernig sjálfbær saltframleiðsla fer fram og grípa ferskt salt með í ferðalagið. Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi 519 6510 / saltverk.com
10
THE FACTORY - DJÚPAVÍK
The Factory er árleg listasýning í gamalli síldarverksmiðju á Djúpavík. Þessi samsýning alþjóðlegra listamanna blandar saman ólíkum listgreinum í eitt rými: textíll, skúlptúr, málverk, ljósmyndir og innsetningar. Gamla síldarverksmiðjan, Djúpavík. Facebook
11 KÖRT
Eitt minnsta minja- og hand verkshús á Íslandi. Hér er varðveitt saga og minjar úr landsins afskekktustu sveit. Mælum með að biðja um leiðsögn. Árnesi II, Trékyllisvík 451 4025
VEITINGAR
12 HEIMABYGGÐ
Umhverfisvænt grænkerakaffi hús, sem umvefur þig ilmi af nýbökuðu súrdeigsbrauði, bakkelsi og kaffidrykkjum. Á kvöldin er gott að tylla sér niður, hlusta á tónlist með einn kaldan og popp á kantinum. Aðalstræti 22b, Ísafirði 697 4833 / Facebook
13 DOKKAN BRUGGHÚS
Í hráu iðnaðarhúsnæði við höfnina leynist Dokkan Brugghús, fyrsta vestfirska handverksbrugghúsið. Tilvalið að gera sér dagamun og bragða á því sem rennur úr krönum Dokkunnar. Sindragötu 11, Ísafirði 788 1980 / Facebook
20 HÚFUR TIL SÖLU
Er þér kalt á eyrunum? Kíktu þá inn í þennan litla kofa á túnunum við Flateyri þar sem sjálfsafgreiðsla er á húfum með skemmtilegum áletrunum. Flateyri
21 FISKBÚÐ SJÁVARFANGS
Kári fisksali býður upp á úrval af ferskum fiski, saltfiski, reyktum fiski, harðfiski og súrum hákarli. Frábær stað setning við aðalhöfnina, beint á móti litlu bátahöfninni. Sindragötu 11, Ísafirði 869 2429 / Facebook
14
LITLIBÆR SKÖTUFIRÐI
15
HEYDALUR RESTAURANT
22 SÆTT OG SALT SÚKKULAÐI
16
KAFFIGALDUR
23 HANDVERKSKOFINN
Í steinhlöðnu torfhúsi má fá kaffi og íslenskt meðlæti, gert á gamla mátann. Ef veður leyfir er notalegt að sitja utandyra og njóta útsýnisins. Skötufirði, Ísafjarðardjúpi 894 4809 / 456 4809 / Facebook Mæðginin Stella og Gísli hafa sett saman matseðil með hráefni frá sínu eigin býli og nágrenni. Veldu á milli bleikju, lambs eða grænmetisrétta á meðan börnin ræða við Kobba, páfagaukinn málglaða. Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi 456 4824 / heydalur.is Veitingastaðurinn í Galdrasafninu lætur ekki mikið yfir sér en á matseðlinum er dýrindismatur unninn úr hráefni nær liggjandi fjarða. Við mælum með krækl ingasúpunni og hnallþóru í eftirrétt. Höfðagötu 8, Hólmavík 451 3525 / galdrasyning.is
Hér kemstu í tæri við handgert súkkulaði og konfekt beint frá Elsu Borgarsdóttur, sem framleiðir hágæða vöru í bílskúrnum heima hjá sér. Hringið á undan ykkur. Eyrardal 2, Súðavík 893 0472
Beint á móti Galdrasafninu er lítill, snotur kofi þar sem handverk úr heimabyggð er selt. Lopapeysur, vettlingar, útskornir fuglar, húfur og fleira krúttlegt til sölu. Höfðagötu, Hólmavík
LAUGAR OG SPA
17 KAFFI NORÐURFJÖRÐUR 24 HELLULAUG Í FLÓKALUNDI Á hjara veraldar er þessi látlausi veitingastaður, sem býður upp á kaffi og meðlæti, eða rétti af matseðli fyrir svanga ferðalanga. Gamla verbúðin, Norðurfirði, Ströndum 451 4034 / nordurfjordur.is
VERSLUN Í HEIMABYGGÐ
Í flæðarmálinu stendur heitur náttúrupottur í skjóli klettaveggja með útsýni yfir Vatnsfjörðinn. Það komast fáir ofan í og það er engin búningsaðstaða. Vatnsfirði (nálægt Hótel Flókalundi) 456 2011 / flokalundur.is
25 SUNDLAUGIN BIRKIMEL
Örstutt frá fjörunni, neðan Krossholta, er gömul og notaleg sundlaug FISKBÚÐIN og hlaðinn náttúrupottur í flæðarmálinu. Ferskur fiskur þar sem sjálfs Sundlaugin er byggð af Ungmennafélagi afgreiðsla er allan sólarhringinn. Þú skráir Barðastrandar og hér lærðu Barðstrend kaupin á blað og setur pening í bauk eða ingar áður fyrr að synda. millifærir. Auðvelt að grípa með sér á grillið Lauganesi við Hagavaðal, Barðaströnd á ferðalaginu. 456 2080 / 456 2040 Strandgötu, Tálknafirði 862 2723 / 893 2723 POLLURINN Í hlíðinni fyrir ofan Tálknafjörð BÓKABÚÐIN FLATEYRI eru heitir pottar sem eru vinsæll Elsta upprunalega verslun landsins viðkomustaður heimamanna og með sömu innréttingum og tækjum frá ferðamanna. Úr pottunum er víðsýnt yfir upphafi. Notaðar bækur eru seldar eftir vigt. fjörðinn. Búningsaðstaða er á staðnum. Gott úrval nýrra bóka, sælgætis, hasarblaða, Sveinseyri, Tálknafirði (dreifbýli) minjagripa og smávöru. 456 2638 / talknafjordur.is Hafnarstræti 3, Flateyri 840 0600 / flateyribookstore.com
18 19
26
Í ARNARFIRÐI 27 REYKJARFJARÐALAUG
Gömul steypt laug, sem blasir við frá þjóð veginum. Rétt fyrir ofan hana er hlaðin heit setlaug. Við laugina stendur lítill kofi þar sem hafa má fataskipti. Vegur 63, stendur við afleggjarann frá Reykjafirði neðri. Bíldudal (dreifbýli)
28 HEYDALUR
Í Mjóafirði er ein óvenjulegasta sundlaug landsins. Hún er í gróðurhúsi og synt er innan um ávexti og grænmeti, sem vex á sundlaugarbakkanum. Fyrir utan eru heitir pottar og handan Heydalsár er heit náttúrulaug. Heydal, Ísafjarðardjúpi 456 4824 / heydalur.is
29
HÖRGSHLÍÐARLAUG
Steinsteypt, lítil laug í sjávar málinu, austanmegin í Mjóafirði. Þar er lítill kofi til að skipta um föt og baukur til að setja í pening. Frábært að kæla sig niður í sjónum og láta svo líða úr sér í heitri lauginni. Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi
30
REYKJANESLAUG
Við gamla Héraðsskólann í Reykjanesi er 50 metra löng sundlaug, sem áður var skólasundlaug. Vatnið er heitt og notalegt og gerir laugina í raun að stærsta heitapotti landsins. Reykjanesi við Ísafjarðardjúp reykjaneswestfjords.is
TJALDSVÆÐI
34 MELANES
Á túni rétt við Rauðasand er afskekkt tjaldsvæði með iðandi dýralífi og náttúru allt um kring og einstöku útsýni yfir að Látrabjargi. Frá því liggja skemmti legar og miserfiðar gönguleiðir. Melanesi, Rauðasandi 565 1041
35 BREIÐAVÍK
Frá tjaldsvæðinu í Breiðavík horfir þú á gullna sandfjöru, eins langt og augað eygir. Hvert sem litið er má finna einstaka náttúrufegurð, sem hrópar á útivist, t.d. gönguferð eftir ströndinni eða fuglaskoðun. Breiðavík, Patreksfirði (Dreifbýli) 456 1575 / breidavik.is
36
TÁLKNAFJÖRÐUR
Þægilegt tjaldsvæði í miðju þorpinu en þaðan er stuttur akstur í steyptu pottana, Pollinn á Sveinseyri. Leiktæki og mínígolfvöllur eru á tjaldsvæðinu. Strandgötu, Tálknafirði 456 2639 / talknafjordur.is
37
HEYDALUR Í MJÓAFIRÐI
GISTING HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð. 575 6700 / hostel.is
HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
HANDPICKED ICELAND APP FRÍTT, en einungis í boði fyrir iPhone!
Hægt að velja um gistingu á hótelherbergi, í sumarhúsi eða á tjaldsvæði. Stórkostlegt svæði, fjarri bílaumferð, þar sem þú getur notið heitra náttúrupotta eða synt í innisundlaug í gróðurhúsi. Kajak- og hestaferðir í boði. Heydal, Mjóafirði, Ísafjarðardjúpi 456 4824 / heydalur.is
31 DRANGSNESPOTTARNIR 38 ÓFEIGSFJÖRÐUR
Þrír heitir pottar við Aðalbraut, staðsettir í fjöruborðinu þar sem magnað er að sitja í ylnum og njóta útsýnisins. Ágætis búningsaðstaða og frjáls framlög í bauk vel þegin. Til móts við Grunnskóla Drangsness
Tjaldsvæðið er á gömlu, grónu túni innan um ósnortna náttúru. Á svæðinu eru skemmtilegar gönguleiðir, sem einkennast af friðsæld og náttúrufegurð. Ófeigsfirði, Árneshreppi, Ströndum 852 2629
32 GVENDARLAUG
Við Hótel Laugarhól er bæði góð sundlaug en einnig Gvendarlaug hin góða, sem mun vera blessuð af biskupnum Guðmundi góða, og er laugin talin hafa mikinn heilunarkraft. Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði, Ströndum 451 3380 / 698 5133
33 KROSSNESLAUG
Einstaklega fallega staðsett gömul sundlaug í fjörunni. Fjörugt fuglalíf setur sinn svip á umhverfið og stundum skjóta selir upp kollinum á haffletinum. Krossnesi, Árneshreppi, Ströndum 451 4048
KORT / APP / VEFUR Í 10 ár hefur HandPicked Iceland hjálpað ferðalöngum að ferðast betur. Við mælum eingöngu með stöðum sem hafa góða blöndu af gæðum og stemningu, bjóða uppá ekta íslenska upplifun, stuðla að sjálfbærni og gleði! Gefið út af Í boði náttúrunnar. Kortin eru prentuð í umhverfisvottaðri prentsmiðju á Íslandi.
46
ANNAÐ SUNDLAUGAR
Bíldudalur Djúpadalslaug Drangsnes Flateyri Flókalaug Hólmavík Patreksfjörður Suðureyri Ísafjörður, Sundhöll Bolungarvík Birkimelur Grettislaug Þingeyri Tálknafjörður Reykjafjarðarlaug
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR Ísafjörður, Hafnarstræti 21
VÍNBÚÐIN
Patreksfjörður, Þórsgötu 8 Ísafjörður, Suðurgötu 8 Hólmavík, Höfðatúni 4
NETTÓ
Ísafjörður, Hafnarstræti 9-13
FRÆGIR VESTFIRÐINGAR
Helgi Björnsson, leikari og söngvari Jakobína Sigurðardóttir, rithöfundur Jón Sigurðsson, forseti Mugison, tónlistarmaður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Spessi, ljósmyndari Rakel Garðarsdóttir, athafnakona Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur Víkingur Kristjánsson, leikari
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
Justice League, Djúpavík Börn náttúrunnar, Jökulfirði Heimildarmyndin Þrjú hundruð harmónikkur, Ísafirði
SALTVERK + LIFUM BETUR
SJÁLFBÆR NI Í SALTGERÐ – Saltverksmiðja við Ísafjarðardjúp Það er ekki langt síðan að við Íslendingar fórum að strá ramm íslensku salti yfir matinn okkar. Lengi vel þekktum við ekkert annað en innflutt iðnaðarsalt þrátt fyrir að búa á eyju umkringdu sjávarsalti. Á ferða lagi um sunnanverða Vestfirði er nú hægt að sjá hvernig eitt vinsælasta íslenska saltið verður til. Á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp reis á 18. öld saltverksmiðja, sem fjármögnuð var af danska kónginum. Í Norður-Evrópu var þá þekkt aðferð að sjóða saltpækil á opnum stálpönnum með því að nota eldivið til að ná upp suðu. Á Íslandi voru hins vegar engir skógar og var því brugðið á það ráð að nota heitt hveravatn til suðu. Hverirnir á Reykjanesinu eru nálægt sjó, sem auðveldaði saltverkun ina. Framleiðslunni var því miður hætt nokkrum áratugum síðar en þekkingin var sem betur fer ekki glötuð.
Frumkvöðlarnir á bak við Saltverk Reykjaness endurvöktu þessa gömlu vest firsku aðferð við að framleiða hágæða kristalsjávarsalt, árið 2011, en settu hana í nútímalegri búning. „Við hægsjóðum hreinan Norðuríshafssjó með því að nota 93°C heitt hveravatn, sem við leiðum undir opnar stálpönnur og eftir sitja brakandi saltkristallar,“ segir Björn Steinar Jónsson, einn af stofnendum Saltverks Reykjaness. „Jarðvarmi er því eina orkan sem notuð er við framleiðsluna og það þýðir að hún skilur ekki eftir sig nein kolefnis spor. Saltverk Reykjaness er því ein af mjög fáum saltframleiðslum í heiminum sem er algerlega sjálf bær. Saltið sjálft ber með sér keim af Norður-Íshafinu og inniheldur mikilvæg steinefni fyrir líkamann, enda bæði hrein og hand unnin náttúruvara, beint úr hafinu.“ Saltið kemur í örþunnum, stökkum kristalsf lögum með djúpu bragði. Það fæst í nokkrum útgáfum þar sem saltið
hefur verið bragðbætt með timían, reyktu birki, lakkrís eða sjávarþara, sem gaman er að prófa. Boðið er upp á skoðunarferð um salt verksmiðjuna og hægt að fylgjast með því hvernig saltið verður til með eigin augum. Það salt sem til fellur úr saltfram leiðslunni fer ekki til spillis heldur er það notað í handgerðar húðvörur, svo sem maska, baðsalt og líkamsskrúbb. „Angan er íslenskt húðvörumerki sem skapar einfaldar og áhrifaríkar húðvörur, sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan. Vörurnar eru byggðar á steinefna ríku sjávarsalti, sem fellur út í fram leiðslu Saltverks. Einnig notum við hand týndar, villtar íslenskar jurtir í vörurnar,“ segir Íris Ósk Laxdal eiginkona Bjarnar og eigandi Angan Skincare. Reykjanesi (bak við hótel Reykjanes), Ísafjarðadjúpi 519 6510 / saltverk.com
IBN.IS 47
SVARFAÐARDALUR / MYND: JÓN ÁRNASON 48
36.530 km2 37.600 íbúar 10 % landsmanna north.is IBN.IS 49
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
2
22
74
Siglufjörður
76 76
Skagaströnd
14 23 Dalvík12 39 29 13 43 3582 36
Hofsós
38
3
Sauðárkrókur21 711
1
Blönduós
Ólafsfjörður
75
37 Hvammstangi
75
15 16 24 25
76
Akureyri
30 31 32 44
Varmahlíð
17 Laugarbakki
1 821
VISSIR ÞÚ AÐ ...
Grímsey
Dettifoss er einn kraftmesti foss Evrópu. Hann fellur 45 m niður í djúpt Jökuls árgljúfur svo bergið nötrar allt um kring. Beljandi vatnið kemur úr iðrum Vatnajökuls.
Grímsey er nyrsta byggða ból á Íslandi þar sem sólin sest ekki á björtum sumarnóttum.
Kúluskítur er grænn, loðinn og hnöttóttur grænþörungur, sem lifir á þriggja m dýpi í Mývatni. Hann finnst aðeins á örfáum stöðum í heiminum.
Jóhann Kristinn Pétursson, eða Jóhann risi, fæddist í Svarfaðardal. Hann er stærsti Íslendingur sem sögur fara af en hann var 2,34 metrar þegar hann mældist hæstur.
Lystigarðurinn á Akureyri er nyrsti grasagarður í heimi.
Elsta og sögufrægasta klaustur á Íslandi var stofnað á Þingeyri 1133.
Grímsstaðir ásamt Möðrudal eru hæstu byggðu ból landsins. Bæirnir voru í þjóð leið og þar var lögferja áður en Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947.
Drangey er um 700.000 ára gömul eyja í Skagafirði. Þjóðsagan segir, að tvö tröll, karl og kerling, hafi verið að leiða kvígu yfir fjörðinn til nauts en orðið að steinum.
Enginn golfvöllur er norðar í heiminum en sá sem er á Akureyri.
Öskjuvatn er dýpsta stöðuvatn landsins, eða 220 metrar að dýpt.
Flestar skíðabrautir á landinu eru í Hlíðarfjalli á Akureyri.
870
Raufarhöfn
Kópasker
40
847 862
27 20
85
Húsavík 19
85 Þórshöfn
85
45 9 42 8
85
4 26 33
Bakkafjörður
18
41
Laugar
5
1
85 863 Reykjahlíð
7 34 28
F26
6
Vopnafjörður
10 11 F88
1
52
29
43
6
1
5
17
35
19
7 MÝVATN
Ótrúleg náttúrufegurð, sem einkennist af sérkennilegum klettamyndunum, fornum gígum, fjölskrúðugum gróðri og einstöku fuglalífi. Af Höfða er fallegt útsýni og í Dimmuborgum búa jólasveinarnir.
8 HLJÓÐAKLETTAR
Mikilfenglegt safn stuðlabergskletta, sem mynda skrýtin og skemmtileg form og hella. Bergmálið er magnað. Vegur 862, Vatnajökulsþjóðgarður
NORÐUR Á
BÓGINN Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði! NÁTTÚRA
1
HVÍTSERKUR
10
HERÐUBREIÐARLINDIR
Við rætur Herðubreiðar eru lindir þar sem útlaginn Fjalla-Eyvindur hafðist eitt sinn við, og er svæðið talið eitt hið fegursta upp á öræfum landsins.
11 ASKJA
Í lok ísaldar myndaðist djúp hringlaga dæld við öflugt eldgos í Dyngjufjöllum. Svæðið minnir helst á yfirborð tunglsins en þangað liggja vegir 905, 910 og 894.
2 KÁLFSHAMARSVÍK
12 HVOLL
3 STAÐARBJARGAVÍK
13 BRUGGSMIÐJAN KALDI
4
VAGLASKÓGUR
Næststærsti og einn fegursti skógur landsins með fjölda skemmtilegra göngu leiða, enda vinsæll til útivistar. Þar er skemmtilegt trjásafn.
5
GOÐAFOSS
Foss goðanna er stórbrotinn og ganga meðf ram fossinum býður upp á einstaka upplifun með drunum og góðum úða í andlitið.
6 ALDEYJARFOSS
Fossinn fellur 20 metra fram af mögnuðu stuðlabergi niður í stóran hyl þar sem hvítur litur jökulfljótsins myndar skemmtilega andstæðu við dökkt bergið. Stutt ganga er að fossinum frá bílastæði við veg 842.
17 HÆLIÐ
24 AKUREYRI BACKPACKERS
9
MENNING OG AFÞREYING
Formfögur og hljómmikil stuðla bergsfjara, sem fáir vita af, þrátt fyrir nálægð við Hofsós. Hægt að njóta einveru með álfum, sjófuglum og öldugljáfri en vegur 76 liggur þangað.
23 VERBÚÐIN 66
Hér er veitt einstök innsýn í hið dularfulla norðurheimskaut. Sjá má forn siglingakort, báta og flugvélar, inúítafatnað, fuglasafn og gripi merkra landkönnuða. Strandgötu 53, Akureyri 588 9050 / nordurslod.is
Setur um sögu berklanna og líf og sorgir þeirra sem glímdu við sjúkdóminn. Sýningin er í senn fróðleg, falleg og mjög ÁSBYRGI áhrifarík. Á notalegu kaffihúsinu er hægt Skjólsæl paradís í hóffari Sleipnis, sem að gæða sér á heimabökuðu bakkelsi í þjóðsagan segir að hafi drepið niður fæti er fallegu umhverfi. Óðinn reið þar yfir. Ásbyrgi er einnig talið Kristnesi, Eyjafjarðarsveit höfuðborg álfa og huldufólks hérlendis. 780 1927 / haelid.is
Kletturinn Hvítserkur rís úr sæ í flæðramálinu í Vatnsnesi en þangað liggur vegur 711. Sagan segir að hann sé stein runninn tröllkarl. Í fjöru er hægt að ganga upp að Hvítserki. Stuðlabergsvík þar sem kletta myndanirnar eru margbreytilegar og myndrænar. Víkin er í eyði og þar má finna húsarústir á víð og dreif. Ekið er eftir vegi 745 að víkinni.
16 NORÐURSLÓÐ
Byggðasafnið Hvoll heiðrar minningu heimamannsins Jóhanns Svarfdælings, sem hlaut heimsfrægð fyrir hæð sína, 2.34 m. Karlsrauðatorgi, Dalvík 466 497 / dalvikurbyggd.is/byggdasafn
Árið 2006 varð Kaldi fyrsti hand verksbjórinn sem bruggaður var á Íslandi. Hann er tilvalinn með ljúffengum réttum veitingastaðarins, og er þar starfrækt spennandi bjór-spa. Öldugötu 22, Árskógssandi 466 2505
14 HÚS HÁKARLA-JÖRUNDAR
Í Hrísey er heillandi safn um sögu eyjunnar og hákarlaveiðar fyrr á öldum. Við mælum með sundlaugarferð, orku blettinum og ljúffengri máltíð á Verbúð 66. Norðurvegi 3, Hrísey 695 0077 / hrisey.net
18
BÍLASAFNIÐ YSTAFELLI
Draumaáfangastaður bílaunn andans og alla áhugasama um sögu bílsins á Íslandi. Hartnær hundrað fornbílar prýða safnið, þar á meðal elsti bíll Íslands frá árinu 1914. Ystafelli 3, Húsavík (dreifbýli) 861 2113 / Facebook
Staldraðu við með ferðafélög unum – og heimamönnum – og njóttu saðsamrar og góðrar máltíðar. Matseðillinn er fjölbreyttur og bröns er í boði um helgar. Hafnarstræti 98, Akureyri 571 9050 / akureyribackpackers.com
25 KAFFI ILMUR
Í þessu aldargamla húsi er hlýlegt kaffihús og veitingastaður þar sem and blær liðinna alda nýtur sín. Holl máltíð er í boði á efri hæðinni en á jarðhæð er boðið upp á snarl og drykki. Einnig er morgun verður í boði. Hafnarstræti 107, Akureyri 571 6444 / kaffiilmur.com
19 MENNINGAHÚSIÐ HÚSAVÍK 26 KAFFI KÚ
Saga þjóðar, sjávarútvegs og náttúru mætast hér á lifandi hátt. Meðal sýningargripanna eru bátar og uppstoppuð dýr eins og ísbjörn og sæljón. Sérstakt svæði er tileinkað börnum. Stóragarði 17, Húsavík 464 1860 / Facebook
20
GENTLE GIANTS
Komdu í ógleymanlega hvalaskoðun á Húsavík. Þín býður sannkallað ævintýri á hafi úti þar sem stórhveli, lundar, sjóstangveiði og margt fleira spennandi kemur við sögu. Við höfnina, Húsavík 464 1500 / gentlegiants.is
VEITINGAR
21 ÁSKAFFI
Hér ilmar allt af kaffi og heitu súkkulaði eins og hjá ömmu. Í boði er gamaldags meðlæti, svo sem brúnterta, jólakaka, soðbrauð og rúgbrauð með laxi eða hangikjöti. Glaumbæ, Sauðárkróki (dreifbýli) 453 8855 / askaffi.is
Í fjósinu er kaffihús og lítil verslun með nautakjöti beint frá býli. Á kaffihúsinu má gæða sér á kökum og nýmöluðu kaffi, mjólkurhristingi, kjötsúpu og öðru góðgæti. Eyjafjarðarsveit 867 3826 / kaffiku.is
27 NAUSTIÐ
Notalegur fjölskylduveitinga staður, sem sérhæfir sig í ferskum fiski af staðnum. Við mælum með ljúffengu sjávarréttasúpunni og fiskspjótunum, grillaða humrinum og köku, sem bökuð er á staðnum. Í boði er að taka matinn með. Ásgarðsvegi 1, Húsavík 464 1520 / Facebook
28 VOGAFJÓS
Njóttu dásamlegra heimagerðra rétta með hráefnum úr héraði meðan þú fylgist með kúnum í Vogafjósi. Þar má nefna ost úr mjólkinni þeirra, hverabrauð, hangikjöt og pönnusteiktan silung. Vogafjósi, Mývatni 464 3800 / vogafjosfarmresort.is
VERSLUN Í HEIMABYGGÐ
22 SIGLUNES GUESTHOUSE 29 VELLIR
Íslenskt hágæðahráefni, þar á meðal sjávarréttir, matreitt að NONNAHÚS marokkóskum hætti. Einstakt ferðalag Bækur Jóns Sveinssonar, Nonna, bragðlaukanna í notalegu andrúmslofti. eru rómaðar víða um heim. Æskuheimili Hér er einnig hægt að fá sjarmerandi þessa ástsæla rithöfundar er nú fallegt gistingu. minningarsafn, sem veitir heillandi innsýn Lækjargötu 10, Siglufirði í bæjarbraginn á Akureyri um miðja 19. öld. 467 1222 / hotelsiglunes.is Aðalstræti 54, Akureyri 462 3555 / nonni.is
15
Hér sameinast kynslóðirnar við að töfra fram ljúffenga rétti úr úrvalshráefni, til dæmis fisk og franskar, sem eiga að vera þær bestu sem sögur fara af. Ekki síst ef þeim er skolað niður með Kalda bjór, sem framleiddur er á svæðinu. Sjávargötu 2, Hrísey 467 1166 / Facebook
Heillandi bændamarkaður með afurðum frá sjálfbærri ræktun á bænum. Heimagert hráefni er nýtt í sannkallaðar sælkeravörur, frá ostum til fugla- og fisk afurða, auk hefðbundinna sætinda á borð við sultur og rjómaís. Völlum Svarfaðardal 822 8844 / Facebook
30 FLÓRA
Öðruvísi verslun, vinnustofa, og viðburðastaður, sem leggur áherslu á endurnýtta jafnt sem heimaframleidda vöru. Til sölu sérvaldir munir úr íslenskri og þýskri menningarf lóru, svo sem fatnaður, bækur, dúkar, reykelsi og fleira. Kaupvangsstræti 23, Akureyri 661 0168 / floraflora.is
31
SJOPPAN
Örugglega minnstu hönnunar verslun heims er að finna í Listagilinu á Akureyri. Hringdu bjöllunni og hönnuður inn Almar birtist, reiðubúinn að sinna list þyrstum vegfarendum. Ekki missa af litríku plöttunum hans með Jóni Sigurðssyni. Listagilinu, Akureyri 864 0710 / Facebook
32
FISK KOMPANÍ
Ferskur fiskur daglega þar sem borðið svignar undan úrvali fisktegunda, kjöts og tilbúinna fiskrétta, auk meðlætis. Alls kyns góðgæti í boði, sem freistandi er að grípa með. Kjarnagötu 2, Akureyri 571 8080 / fiskkompani.is
33 KAFFI KÚ
Á bænum Garði í Eyjafjarðarsveit er hægt að kaupa nautakjöt á grillið eða í frystinn. Gott kaffihús á staðnum. Garði, Akureyri (dreifbýli) 867 3826 / Facebook
34 SKÚTAÍS
Heimagerður kúluís úr mjólkinni á Skútastöðum og bragðefnum frá Ítalíu, beint frá býli. Ungir bændur á Skútustöðum settu nýverið upp lítin skúr í hlaðinu og bjóða nú uppá margar bragðtegundir en piparmintan er víst vinsælust. Skútustaðir 2b, Mývatni 847 2516 / Facebook
LAUGAR OG SPA
35 HAUGANES
37 HJALTEYRI
Heitur pottur í fjörunni úti við gömlu síldarverksmiðjuna. Tilvalið að slaka á og ef heppnin er með, gætir þú komið auga á hval úti á firðinum. Í staðinn fyrir afnotin seturðu smá aur í bauk. Verslunarlóðin, Hjalteyri
TJALDSTÆÐI
38
REYKIR
Rétt við Grettislaug er tjaldsvæði, rekið af fjölskylduf yrirtæki, sem sérhæfir sig í skemmtilegri afþreyingu fyrir fjöl skylduna. Boðið er upp á daglegar ævin týraferðir út í Drangey með fjölskrúðugu dýralífi og fallegri náttúru. Reykjum, Skagafirði 821 0090 / 821 0091
39 HRÍSEY
Ertu til í siglingu? Tjaldsvæðið er í miðju þorpinu. Stutt í allar áttir, hvort sem það er fjaran sem heillar, sjósund, sundlaug eða gönguferð um þorpið og eyjuna. Hrísey í Eyjafirði 461 2255
Í FJÖRÐUM 40 HVALVATNSFJÖRÐUR
Eftir hoss og hristing á malarvegi 839 opnast þetta ótrúlega einskismanns land við Hvalvatnsfjörð. Þar er flöt fyrir tjöld og kamar. Vinsælt er að ganga í fallegri náttúru um firðina og Látraströnd. Ekki fært fólksbílum. Í Fjörðum, Tjörnesi
41 VAGLASKÓGUR
Í Vaglaskógi eru skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði. Skógurinn býður upp á mikla möguleika til útivistar og ævintýra með ótal göngustígum. Vöglum, Fnjóskadal 860 4714
42 ÁSBYRGI
Tjaldstæði í magnaðri náttúru, í grónu og skjólsælu umhverfi, sem er um kringt klettaveggjum. Stutt frá er frábær upplýsingamiðstöð fyrir Vatnajökuls þjóðgarð. Ásbyrgi, Vatnajökulsþjóðgarði
Frábær aðstaða fyrir sjósund og alls konar busl. Tveir heitir pottar eru í fjörunni, með sírennsli og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir 500 kr. á mann. Hauganesi, Dalvíkurbyggð 620 1035 / ektafiskur.is
GISTING
36 BJÓRBÖÐIN
43 GISTIHÚSIÐ SKEIÐ
Vissir þú að bjór á að hafa jákvæð áhrif á húðina? Prófaðu það á eigin skinni í einstakri heilsulind frumkvöðlanna í Brugghúsinu Kalda. Bjórböðin eru þau fyrstu á Norðurlöndunum og lofa dásam legri slökun og útsýni yfir Eyjafjörð. Ægisgötu, Árskógssandi 699 0715 / 466 2505 / bjorbodin.is 54
Í botni Svarfaðardals er Skeið í kyrrð og ró í faðmi Tröllaskagafjalla með ótal möguleika til útivistar. Uppábúin rúm, svefnpokapláss eða tjaldsvæði og hægt að elda sjálfur eða láta gestgjafann sjá um eldamennskuna. Skeið í Svarfaðardal (dreifbýli) 466 1636 / skeid.is / Facebook
44 AKUREYRI BACKPAKERS
Vinalegt gistiheimili með fjölbreytta gistimöguleika á frábærum stað. Notaleg herbergi, frí sána og góð eldunaraðstaða. Tekið er sérstaklega vel á móti fjölskyldum og hentar vel fyrir hópa. Hafnarstræti 98, Akureyri 571 9050 / akureyribackpackers.com
45 KALDBAKSKOT
Yndislegur staður sem Sigurjón Benediktsson og fjölskylda hafa byggt upp af alúð og metnaði. Hér eru hlýleg sumar hús í fögru og grónu umhverfi. Stórkost legt útsýni og mikið dýra- og fuglalíf. Hér upplifir þú þægindi, kyrrð, orku og töfra. Kaldbaki, Húsavík (dreifbýli) 892 1744 / cottages.is
HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð. 575 6700 / hostel.is
HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
ANNAÐ SUNDLAUGAR Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Hofsós Siglufjörður Ólafsfjörður Dalvík Hrísey Þelamörk Akureyri Grenivík Húsavík Raufarhöfn Þórshöfn Laugar
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR Staðarskáli Blönduós, Norðurlandsvegi 3 Varmahlíð Sauðárkrókur, Ártorg 4 Dalvík, Hafnarbraut 22 Akureyri, Þingvallastræti 23
Akureyri, Óðinsnesi 2 Húsavík, Héðinsbraut 6 Laugar, Kjarni Mývatn, Grímsstöðum
VÍNBÚÐIN
Hvammstangi, Strandgötu 1 Blönduós, Húnabraut 5 Sauðárkrókur, Smáragrund 2 Siglufjörður, Eyrargötu 25 Dalvík, Hafnarbraut 7 Akureyri, Hólabraut 16 Húsavík, Garðarsbraut 21 Kópasker, Bakkagötu 10 Þórshöfn, Langanesvegi 2
NETTÓ
Akureyri, Glerártorgi Akureyri, Hrísalundi 5 Húsavík, Garðarsbraut 64
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
Ófærð, Siglufjörður Rauða skikkjan, Vesturdalur Prometheus, Dettifoss Oblivion, Hrossaborg Game of Thrones, Grjótagjá, Dimmuborgir, Kálfaströnd Noah, Mývatn The Fate of the Furious, Mývatnssveit
FRÆGIR NORÐLENDINGAR
Birgitta Haukdal, söngkona Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari Guðrún frá Lundi, rithöfundur Helena Eyjólfsdóttir, söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona Hildur Eir Bolladóttir, prestur Jónas Hallgrímsson, skáld Kristján Jóhannsson, óperusöngvari Lilja Pálmadóttir, athafnakona
Má bjóða þér 40% afslátt í hraðhleðslu? ON-lyklahafar með heimili eða fyrirtæki í viðskiptum fá afslátt í öllum hraðhleðslum Kynntu þér málið á www.on.is
Hringinn í kringum landið! on@on.is ∙ www.on.is ∙ @orkanatturunnar
Héraðsprent
Fjarðabyggð þú ert á góðum stað
Hvert sem leiðin liggur um Austurland er ferð til Fjarðabyggðar hverrar mínútu virði. Kynntu þér fjölbreytta möguleika svæðisins í ferðaþjónustu og afþreyingu og njóttu Fjarðabyggðar í allri sinni dýrð í sumar.
FJARÐABYGGÐ
Sjáumst í Fjarðabyggð í sumar!
22,721 km² 13,173 íbúar 4% landsmanna east.is VÍKNASLÓÐIR / MYND: GG
IBN.IS 57
30 94
1 31
Bakkagerði
35
2
9 6 29
10 Seyðisfjörður
23
93
Egilsstaðir 931
14 15 16 24 25 26 28 36 32
931
7 Neskaupstaður
905 92
17 4 12
18
33
1
5
7
38 Reyðarfjörður
92
20
95
11
Fáskrúðsfjörður
95 Stöðvarfjörður
939 Breiðdalsvík
27
34
40 21
1
Djúpivogur
8 58
37
Eskifjörður
39
13 22 41
19 3
955
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
VISSIR ÞÚ AÐ ... Þoka verður m.a. til þegar rakt loft streymir yfir kaldan sjó. Sjórinn er kaldari lengur í kringum Austfirði og er því oft talað um Austfjarðaþokuna. Hreindýr finnast einungis fyrir austan og lifa engin önnur hjartardýr eins norðarlega og íslensku hreindýrin. Þessi harðgerði stofn telur um 7000 dýr og til samanburðar eru íbúar Austurlands 13 þúsund. Fáskrúðsfjörður er eini bærinn á landinu þar sem götuheitin eru bæði á frönsku og íslensku. Neskaupstaður kallaðist áður fyrr Litla-Moskva vegna stjórnmálaskoðana meirihluta bæjarbúa. Austfirðir eru tólf talsins. Á Seyðisfirði er glaðasta gatan á landinu, eða Regnbogagatan, sem er mest myndaði staðurinn á Austurlandi. Besta aðgengi til að skoða lunda á Íslandi er í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri. Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi er haldin í kringum sumarsólstöður ár hvert í Hallormsstaðaskógi. Sjávarútvegur og fiskvinnsla er aðalatvinnuvegur Austfjarða. Sandfell á Fáskrúðsfirði er líparítfjall og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.
IBN.IS 59
11
60
8
9
34
13
5
15
6 STUÐLAGIL
Eftir að vatnsmagnið í Jökulsá á Dal, eða Jöklu, minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar kom þetta magnaða stuðlabergsgil í ljós. Vegur 923 liggur að Grund en frá bílastæðinu er fimm mínútna ganga eftir bröttum stíg að gilinu. Til að komast ofan í gilið er ekið að því austanmegin, að bænum Klausturseli en þaðan er gönguleið niður í gilið.
7
AUSTFIRSKU
Hver fossinn á fætur öðrum steypist niður hlíðarnar og mynda þannig einstaka fossasyrpu. Hægt er að njóta fegurðarinnar frá vegi 953 í botni Mjóafjarðar eða fara í stutta göngu upp með fossinum.
ALPARNIR 8 Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði! NÁTTÚRA
1
INNRA-HVANNAGIL
Við veg 94, á leið til Borgarfjarðar eystri, er litríkt gil í einungis 5 mín. göngutúr frá bílastæðinu. Hér skapa ríólít og blágrýti heillandi listaverk, sem er engu líkt.
2 STÓRURÐ
Magnað sjónarspil sléttra grasbala, túrkísblárra tjarna og risavaxinna bjarga blasir við eftir rúmlega tveggja tíma göngu frá vegi 94. Í kring gnæfa stórbrotin Dyrfjöllin, sem fullkomna þessa einstöku náttúruperlu.
3 PÁSKAHELLIR
Skammt frá Norðfjarðarvita á Neskaupstað er hellisskúti í flæðarmálinu, sem brimið hefur sorfið inn í björgin. Í hellisveggjunum eru holur eftir trjáboli, sem hraun rann yfir fyrir um tólf milljónum árum. Um 10-15 mín ganga er frá bílastæði.
4 HENGIFOSS
Létt tveggja tíma ganga frá bílastæði við veg 933 er að þessum næsthæsta fossi landsins. Hann er umlukinn háum klettaveggjum með áberandi rauðum jarðlögum, sem voru forðum skógar sem brunnu þegar hraun rann yfir.
5
HALLORMSSTAÐARSKÓGUR
Stærsti og elsti skógur landsins, sem hefur að geyma yfir 70 trjátegundir. Þegar skógurinn var friðaður, um aldamótin 1900, var hann gerður að þjóðskógi Íslendinga. Friðunin var fyrsta skref þjóðarinnar í átt að náttúruvernd.
KLIFBREKKUFOSSAR
FJARAN VIÐ ÞVOTTÁRSKRIÐUR
Ótrúlega falleg og myndræn strönd við þjóðveginn með risastórum kletti í fjöruborðinu. Hér er frábært að fara úr skónum og leika sér við öldurnar.
MENNING OG AFÞREYING
9 SÆNAUTASEL
Sænautasel var byggt árið 1843 og margir telja selið fyrirmyndina að heiðar búskap Bjarts í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki. Hægt er að fá lifandi leiðsögn og kaffi, kakó og lummur í torfbænum, í 5 km akstri frá þjóðveginum. Merki, jökuldalsheiði 853 6491 / Facebook
MENNINGARMIÐSTÖÐ 10 SKAFTFELL
Listalífið blómstrar á Seyðisfirði og í Skaftfelli er starfsemin helguð myndlist með áherslu á sjónlistir og samtímalist. Í húsinu eru gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffihús í kjallara með myndlistarbókasafni. Austurvegi 42, Seyðisfirði 472 1632 / Facebook
STRÍÐSÁRASAFNIÐ 11 ÍSLENSKA
Hér er horfið aftur til seinni heims styrjaldarinnar þegar 4000 hermenn komu til Reyðarfjarðar á meðan íbúarnir voru einungis 300. Áhrifin á samfélagið og menninguna má skoða í upprunalegum bröggum þar sem bíósýning, myndir og stíðsmunir segja þessa einstöku sögu. Heiðarvegi 37, Reyðarfirði 470 9063 / fjardabyggd.is
12 SKRIÐUKLAUSTUR
Gunnar Gunnarsson skáld lét byggja herragarðshús í Alpastíl 1939. Þar eru sýningar um skáldið, auk listsýninga ásamt fróðleik um rústir munkaklausturs frá 16. öld, sem er fyrir utan húsið. Kaffihús er á neðri hæð. Skriðuklaustri, Fljótsdal 471 2990 / skriduklaustur.is
13 EGGIN Í GLEÐIVÍK
19 BEITUSKÚRINN
Við höfnina á Djúpavogi er útilistarverk eftir Sigurð Guðmundsson, sem samanstendur af 34 risavöxnum skúlptúrum úr slípuðu graníti, sem líkja eftir eggjum jafnmargra varpfugla í Djúpavogshreppi. Höfnin, Djúpavogi
Þessi skemmtilegi veitingastaður, kaffihús og bar er á einstökum stað við sjávarmálið með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Á matseðlinum eru fiskréttir og pítsur en við mælum sérstaklega með sjávarréttapönnunni, hún svíkur engan. Egilsbraut 26, Neskaupstað 865 5868 / Facebook
VEITINGAR
20 SESAM BRAUÐHÚS
14
ELDHÚSIÐ RESTAURANT
Á Gistihúsinu Lake hótel við Lagarfljót finnur þú sannkallaða matar paradís í einstaklega fallegu umhverfi. Á matseðlinum má finna hefðbundna íslenska rétti í nútímalegum búningi og framandi kræsingar, sem gleðja augu jafnt sem maga. Egilsstöðum 1-2, Egilsstöðum 471 1114 / gistihusid.is
15 NIELSEN RESTAURANT
Í elsta húsi bæjarins er boðið upp á notalega og afslappaða matarupplifun og hægt að sitja úti á verönd þegar veður leyfir. Kári, fyrrum yfirkokkur á Michelinstjörnustaðnum Dill, töfrar fram rétti þar sem hráefni úr héraði nýtur sín. Tjarnarbraut 1, Egilsstöðum 471 2001 / nielsenrestaurant.is
16
AUSTRI BRUGGHÚS
Handverksbrugghús heimamanna með hátt í 20 mismunandi tegundum af bjór, sem spennandi er að smakka. Notast er við hráefni úr nágrenninu. Hver vill ekki smakka Skrúð, japanskan hríslager, Herðubreið, lífrænan pils, Steinketil eða Skessu? Boðið er upp á skoðunarferðir um brugghúsið. Fagradalsbraut 25, Egilsstöðum 456 7898 / Facebook
Framsækið handverksbakarí í hjarta Reyðarfjarðar með góð súrdeigsbrauð úr íslensku byggmjöli, sætabrauð og heita rétti í hádeginu. Frábært gúmmilaði fyrir svanga ferðalanga. Hafnargötu 1, Reyðarfirði 475 8000 / sesam.is
21 HAVARÍ
Skapandi hugsun og lífrænn landbúnaður koma saman á matstofu Berglindar og Svavars, þekktur sem Prins Póló. Þau bjóða upp á veitingar úr staðbundnu hráefni og tónleika, ef heppnin er með þér. Gríptu Bulsu (grænmetispylsu) og Bobb (poppaðar byggflögur) fyrir ferðalagið. Karlsstöðum, Berufirði 663 5520 / havari.is
22 HÓTEL FRAMTÍÐ
Hlýlegur veitingastaður í sögufrægu húsi með útsýni yfir höfnina. Réttur dagsins fer eftir því hvað veiddist þann daginn; þorskur, silungur, lúða, koli eða ýsa. Hér er eitthvað gott fyrir alla, meira að segja pítsur. Vogalandi 4, Djúpavogi 478 8887 / hotelframtid.com
VERSLUN Í HEIMABYGGÐ
17 HÓTEL HALLORMSSTAÐUR 23 ASPARHÚSIÐ VALLANESI
Í miðjum skógi með frábæru útsýni er að finna hið þekkta kvöldverðar hlaðborð hótelsins. Ekki fyrir hlaðborð? Á annarri hæð er veitingastaðurinn Kol, bar & bistro, sem býður upp á fjölbreyttan matseðil og flotta kokteila. Mælum með pallinum á góðviðrisdögum. Hallormsstaður 470 0100, 471 2400 / 701hotels.is
18 KLAUSTURKAFFI
Íslenskt heimagert hlaðborð eins og það gerist best. Með áherslu á hráefni úr héraði, s.s. ljúffengar hreindýrabollur, hrútaberjaskyrtertu og lerkisveppasúpu. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð með heimabökuðu brauði og kökum, sem enginn fer svangur frá. Skriðuklaustri, Fljótsdal 471 2992 / skriduklaustur.is
Í einstöku timburhúsi, byggðu úr öspum úr skógrækt Vallaness, er verslun og veitingar að hætti Móður jarðar. Hér fæst lífræn matvara, brakandi ferskt grænmeti, kornvörur, olíur, aldinmauk og fleira, auk ljúffengra grænmetisrétta úr íslensku hráefni. Vallanesi, Fljótsdal 471 1747 / vallanes.is
EGILSSTÖÐUM 24 FJÓSHORNIÐ
Hér er sannarlega hægt að kaupa beint frá býli. Á boðstólnum er nautakjöt frá Egilsstaðabúinu, hamborgarar, heimagerður fetaostur, jógúrt og gamaldags skyr. Notalegt kaffihús er á staðnum með léttar veitingar og bakkelsi. Egilsstöðum 1, Eiðar, Egilsstöðum 471 1508 / Facebook
OG FISKBÚÐ AUSTURLANDS 25 KJÖT-
Fiskborðið er pakkað af spriklandi ferskum fiski, nánast beint úr bátnum. Ásamt tilbúnum fiskréttum er hægt að fá austfirskt lamb og nautakjöt á grillið. Kaupvangi 23b, Egilsstöðum 471 1300 / Facebook
26 HÚS HANDANNA
TJALDSTÆÐI
38 MJÓEYRI
Tjaldsvæðið er fyrir ofan þorpið í skjóli kletta, sem nefnast Álfaborg. Þar mun álfadrottningin Borghildur búa. Frá tjaldsvæðinu er stutt ganga upp á Álfa borgina en þar er gott útsýni og hringsjá. Álfaborg, Borgarfirði eystri 472 999 / 857 2005
Gisting á notalegu gistiheimili og í fallegum sumarhúsum með heitum potti í flæðarmálinu. Á Mjóeyri er fjöl breytt afþreying, golfvöllur, sundlaug, söfn og gönguleiðir. Á veitingahúsinu, Randulffs-sjóhús, er áhersla á ferskan mat úr firðinum. Strandgötu 120, Eskifirði 4771247 / 6960809 / mjoeyri.is
32
39
31 BORGARFJÖRÐUR EYSTRI
Umhverfisvæn og listræn lífsstílsverslun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, s.s. list, handverk og austfirskar krásir. Hér færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, jurta litaðan lopa, smart ullarsokka og margt fleira í ferðalagið. Miðvangi 1-3, Egilsstöðum 471 2433 / Facebook
Gamalgróin fjölskyldurekin ferðaþjónusta, 17 km frá Egilsstöðum þar sem hægt er að tjalda í skóglendi eða leigja smáhýsi. Hér eru ótal gönguleiðir og hestaleiga á staðnum. Stóra-Sandfelli 3, Skriðdal 471 2420 / 661 3552 / storasandfell.is
27 KAUPFJÉLAGIÐ
33 HALLORMSSTAÐASKÓGUR 40 HAVARÍ GISTIHEIMILI
Það er eins og tíminn stöðvist þegar þú kemur inn í Kaupfjélagið en þar er undir einu þaki kaffihús, matvöruverslun og minjagripaverslun. Hér færðu nýbakað brauð, ferskan fisk, gaskúta, póstkort, ís kaffi, eða hvað sem er. Sólvöllum 25, Breiðdalsvík 475 6670 / breiddalsvik.is
LAUGAR OG SPA
28 BAÐHÚSIÐ SPA
Lítil og falleg heilsulind í Gisti húsinu Egilsstöðum með heitri smálaug, sána, köldum potti og hvíldarsvæði. Tilvalið til að dekra við sig, þvo af sér ferðarykið og borða svo á einum af betri veitingastöðum landsins, Eldhúsinu. Egilsstöðum 1, Egilsstöðum 471 1114 / lakehotel.is/heilsulind
29 VÖK BATHS
Að baða sig í fljótandi, heitum náttúrulaugum úti í miðju ísköldu Urriða vatni er sannkölluð náttúruupplifun. Við ströndina eru heitir pottar, köld úðagöng, gufubað, laugabar og bistró. Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er hér í fyrirrúmi. Urriðavatn / 5 km frá Egilsstöðum 470 9500 / vok-baths.is
30 SELÁRDALSLAUG
Í fallegu gljúfri við bakka Selár er notaleg laug, rómuð fyrir umhverfi sitt, byggð af félagsmönnum í Ungmennafélagi Vopnafjarðar og vígð árið 1950. Við laugina er sólpallur og nestisaðstaða, heitur pottur og barnalaug. Selárdal, Vopnafirði (dreifbýli) 473 1499
62
STÓRA-SANDFELL
HÓTEL HALLORMSSTAÐUR
Eitt glæsilegasta hótel Austurlands, sem samanstendur af 63 herbergjum með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Aðeins er um hálftímaakstur frá Egilsstöðum að hótelinu, sem er í fögru umhverfi. Hallormsstað 471 2400 / forsethotel.is
Í skóginum eru tvö tjaldsvæði, í Atlavík og Höfðavík. Skógurinn er þekktur fyrir mikla veðursæld og er vinsæll til úti vistar með ótal merktum gönguleiðum. Hallormstað 470 2070 / 849 1461
Nýlegt gistiheimili með rúm góðum herbergjum og morgunmatur er innifalinn. Sameiginlegt alrými þar sem hægt er að elda. Karlsstöðum, Berufirði 663 5520 / havari.is
34 BERUNES
41 HÓTEL FRAMTÍÐ
Notaleg ferðaþjónusta með gistingu í umhverfisvottuðu farfuglaheimili ásamt tjaldstæði með fallegu útsýni yfir Djúpavog. Hér er einnig góður veitinga staður, sem kemur skemmtilega á óvart. Berunesi 1, Djúpavogi 478 8988 / berunes.is
GISTING
35
STÓRI–BAKKI
Gamall sveitabær sem búið er að gera smekklega upp. Stórt eldhús með öllum áhöldum, og öll aðstaða hin besta. Einnig hægt að leigja smáhýsi þar sem allt er til alls. Leikvöllur fyrir börnin og á staðnum eru kálfar, hænur og hestar, sem má klappa, auk hestaleigu. Stóri-Bakki, Egilsstöðum (dreifbýli) 847 8288 / Facebook
36
GISTIHÚSIÐ LAKE HÓTEL
Fjölskyldurekið hótel við bakka Lagarfljóts, en saga þess nær aftur til ársins 1903. Í boði eru fjölbreytt herbergi, heilsulind og framúrskarandi veitingastaður. Egilsstöðum 1-2, Egilsstöðum 471 1114 / gistihusid.is
37 HILDIBRAND HÓTEL
Smart íbúðahótel með bjartar og fallegar íbúðir í mismunandi stærðum fyrir stórar sem smáar fjölskyldur. Fullbúið eldhús, góðar stofur og stórar svalir með fögru útsýni. Hafnarbraut 2, Neskaupstað 4777 1950 / 865 5868 / hildibrandhotel.com
Fjölbreyttir gistimöguleikar í fallegu húsnæði og hægt að velja um herbergi, smáhýsi eða íbúðir. Mjög góð aðstaða fyrir þá sem kjósa svefnpokapláss. Hér er allt til alls til að gera dvölina þægilega og ánægjulega. Vogalandi 4, Djúpavogi 478 8887 / hotelframtid.com
HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. Sjá sumartilboð. 575 6700 / hostel.is
HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, full komna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
ANNAÐ SUNDLAUGAR Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Neskaupstaður Seyðisfjörður Djúpivogur Egilsstaðir
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Skjöldólfsstaðir, Egilsstöðum Egilsstaðir, Miðvangi 5-7 Stöðvarfjörður, Fjarðarbraut Djúpivogur, Vogalandi
VÍNBÚÐIN
Djúpivogur, Búlandi 1 Egilsstaðir, Miðvangi 2-4 Fáskrúðsfjörður, Skólavegi 59
NETTÓ
Egilsstaðir, Kaupvangi 6
FRÆGIR AUSTFIRÐINGAR
Albert Eiríksson, Albert eldar Andri Freyr Viðarsson, fjölmiðlamaður Einar Ágúst Víðisson, tónlistarmaður Gunna Dís, útvarpskona Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður Jóhannes Kjarval, listmálari Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
The Secret Life of Walter Mitty, Seyðisfjörður Ófærð, Seyðisfjörður Fortitude, Reyðarfjörður
Sjá einnig á ibn.is/austfirskualparnir.is
VÖK BATHS + LIFUM BETUR
Dásamlegur áningarstaður fyrir alla sem langar að endurnæra sig á ferðalaginu eða í dagsins önn.
Á FLOTI FYR IR AUSTAN – Í beinni snertingu við hreina náttúru
Vök Baths eru náttúrulaugar í Urriðavatni, sem opnuðu síðasta sumar. Það sem gerir Vök einstaka er að hægt er að baða sig í tveim fljóta ndi laugum sem kallast Vakirnar, en þetta eru fyrstu fljótandi laugar landsins, sem bjóða upp á náttúru upplifun ólíka því sem við eigum að venjast. Auk vakanna eru tvær stórar laugar við ströndina, göng með köldum úða, gufubað og svo er hægt að skella sér á Laugarbarinn á meðan legið er í lauginni. Þegar upp úr er komið er hægt að gæða sér á léttum veitingum til að fullkomna upplifunina. Þau eru ekki mörg jarðhitasvæðin fyrir austan en vatnið sem notað er í Vök kemur úr borholum Urriðavatns, sem staðsett er í 5 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Þetta vatn er svo hreint að það hefur verið vottað hæft til drykkjar en ekkert annað jarðhita vatn á Íslandi státar af slíkri vottun.
Á veitingastað Vök Baths er lögð áhersla á hráefni úr heimabyggð og sem mest lífrænt. Matseðillinn verður því breytilegur eftir árstíðum og framboði. Einnig er boðið upp á jurtadrykk, eða te, sem er bruggað úr vottuðu heitu vatni Urriðavatns og handtíndum íslenskum jurtum úr nágrenninu. Jurtadrykkurinn er innifalinn í miðaverði og er hægt að fá hann annaðhvort heitan eða kaldan. Sjálf bærni og virðing fyrir umhverfinu endurspeglast í allri starfsemi og hönnun á Vök Baths. Lögð er áhersla á endur vinnslu, hráefni úr heimabyggð og lágmörkun úrgangs. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upp lifuninni af ósnortnu umhverfi Urriðavatns. Vok-baths.is
IBN.IS 63
ÞAKGIL / MYND: JÓN ÁRNASON
30.966 km2 31.150 ĂbĂşar 12 % landsmanna south.is
9
550
F26
35 47
48
26 37 15 33
40 36 36
360
Laugarvatn
35
38 350 17 2835 37
30
Reykholt
27 35
32
26
25
Laugarás
Flúðir
31
38
Þorlákshöfn
427
29
34
Selfoss
16 34 34
Eyrarbakki Stokkseyri
30
31 33
F235
F225
Hveragerði
39
F208
32
8
26
F208
44 1
F210
30 Hella
F208
F210
24 14Hvolsvöllur 43
208
7
F232
39 11 41 Vík
6 21 13 22 23
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
42
Höfn
10 1918
1 2
3 F206
1
12 36
4
Kirkjubæjarklaustur
20 5
VISSIR ÞÚ AÐ ... Þingvellir eru vinsælasti ferðamanna staður landsins. Þangað kemur um ein og hálf milljón gesta árlega. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, 83,7 km2 að stærð og um 120.000 ára gamalt. Í Þingvallavatni lifir urriði, ættaður frá vötnum í Bretlandi og frægur fyrir að ná mikilli stærð. Eldhraun og Lakagígar mynduðust á 18. öld í Skaftáreldum, einu stærsta og mannskæðasta eldgosi sögunnar. Móðuharðindin voru m.a. afleiðing þess og hafði gosið gífurleg áhrif um allan heim með uppskerubresti og hungursneið. Áður lá bílvegurinn frá Reykjavík til Þingvalla um Almannagjá. Gjáin markar plötuskil Evrópu- og Ameríkuflekans að vestanverðu. Flest gróðurhús á landinu eru á Suðurlandi.
Virkja átti Gullfoss um aldamótin 1900. Sigríður í Brattholti hótaði þá að henda sér í fossinn, og var braut ryðjandi á sviði náttúruverndar. Geysir er einn frægasti goshver heims og var goshæðin allt að 80 m áður en hann lagðist í dvala. Líklegt er að enska orðið geyser hafi komið í enska tungu frá ferðamönnum fyrr á öldum. Dyrhólaey er skagi en ekki eyja. Hún dregur nafn sitt af því að gat hefur myndast í gegnum hana þar sem sjór flæðir í gegn. Árið 1993 var flugvél í fyrsta sinn flogið í gegnum gatið. Fyrsti landneminn, Ingólfur Arnarson, kom að landi við höfða sem síðan dregur nafn sitt af honum, Ingólfshöfði. Engin höfn er frá Höfn í Hornafirði að Þorlákshöfn, að undanskilinni Landeyjahöfn.
24
10
5
68
29
41
14
30
6 REYNISFJARA
SUNNLENSKA
SVEITIN Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði!
Lærðu um hina gríðarmiklu krafta sem mótuðu Ísland fyrir milljónum ára á þessu magnaða, gagnvirka safni. Notalegt kaffihús og gjafaverslun á staðnum. Austurvegi 14, Hvolsvelli 415 5200
7 GLJÚFRABÚI
15 EFSTIDALUR II
Dulúð er yfir þessum 40 m háa fossi, sem fellur ofan í djúpa gjá. Hamraveggur hylur fossinn svo aðeins sést rétt efst í hann. Kletturinn kallast Franskanef en hægt er að klífa nefið og sjá glæstan fossinn ofan frá.
Fjölskyldan að Efstadal II, skammt frá Gullfossi og Geysi, býður upp á hesta ferðir um héraðið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Bláskógabyggð, Laugavatni 486 1186 / efstidalur.is
8 LANDMANNALAUGAR
16 BOBBY FISHER SETRIÐ
Gangan vinsæla um „Laugaveginn“ byrjar oftast hér en vegir 225 og 208 liggja inn í Laugarnar. Ægifagurt svæðið er umlukið litríkum líparítfjöllum, sem hægt er að dást að úr heitri náttúrulauginni.
9 KERLINGAFJÖLL
NÁTTÚRA
Hér fer saman stórkostlegt landslag og fjölbreytt jarðfræði. Samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis skapar einstaka litadýrð og myndræna sýn.
1 JÖKULSÁRLÓN
MENNING OG AFÞREYING
Ísjakarnir í lóninu hafa verið hluti af Breiðamerkurjökli í árhundruði. Þegar sjórinn hefur tekið við þeim, skolar hann þeim aftur upp á svarta ströndina þar sem sindrar á þá eins og risavaxna demanta, enda kalla erlendir ferðamenn ströndina „The Diamond Beach“.
Á BREIÐAMERKURSANDI 2 FJALLSÁRLÓN
Einstakt lón þar sem kyrrðin er eingöngu rofin af brestum í jöklinum og þeim ótal ísjökum sem mara þar í hálfu kafi.
3
SKAFTAFELL
Í skógivöxnu umhverfi milli stórskorinna fjalla og hrikalegra jökla stendur veðurparadísin Skaftafell. Þar liggur auðveld gönguleið að hinum fagra Svartafossi, sem steypist 20 m niður stuðlabergsveggi.
4 DVERGHAMRAR Á SÍÐU
Meðal fegurstu stuðlabergshamra á Íslandi. Nálgast ber hamarinn af virðingu því hann mun vera híbýli fjölda hulduvera.
5 FJAÐRÁRGLJÚFUR
Stórbrotið gljúfur sem Fjaðrá rennur í gegnum en vegur 206 liggur þangað. Hægt að ganga á gljúfurbarminum og njóta útsýnisins eða fara ofan í gljúfrið og vaða ána með klettaveggjum til beggja handa, og fara jafnvel alla leið að fossinum innst í gljúfrinu.
14 LAVA CENTRE
Kolsvartur sandur og hvítfyssandi öldur eru mögnuð náttúrufyrirbæri en jafnframt ber að varast hættuna sem þeim fylgir. Í fjörunni má sjá stuðlaberg, hella og Reynisdranga, sem samkvæmt þjóðsögunni eru steinrunnin tröll.
10 ÞÓRBERGSSETUR
Þórbergur Þórðarson var meðal fremstu höfunda Íslands á 20. öld. Setrið veitir innsýn í verk hans og daglegt líf í héraðinu. Byggingin er eins og risavaxin bókahilla með verkum meistarans! Hali Suðursveit, Höfn í Hornafirði (dreifbýli) / 478 1078 / thorbergur.is
11
BIKEFARM
Lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á fjallahjólaferðir, fjallahjóla námskeið og ýmsa viðburði. Heimsklassa hjólaslóðar á stóru landsvæði, byggðir á gömlum kindastígum. Gisting í A-húsum, eldunar- og grillaðstaða. Mörtunga 2, Kirkjubæjarklaustri (dreifbýli) 692 6131 / icelandbikefarm.is
12
SKÓGASAFN
Skyldustopp fyrir skákáhuga fólk en setrið var stofnað Bobby Fisher til heiðurs. Farið er yfir líf hans í máli og myndum og sýndir munir frá skákmóti aldarinnar 1972. Austurvegi 21, Selfossi 894 1275 / fishersetur.is
17 LISTASAFN ÁRNESINGA
Safnið er rómað fyrir framúr stefnulegar og ferskar listsýningar og viðburði. Notalegt kaffihús er á safninu. Ókeypis aðgangur! Austurmörk 21, Hveragerði 483 1727 / listasafnarnesinga.is
VEITINGAR
18 PAKKHÚSIÐ
Fallegur veitingastaður við höfnina, sem einbeitir sér að staðbundnu hráefni af svæðinu ásamt öðrum sælkeramat. Gott úrval af barnaréttum. Krosseyjarvegi 3, Höfn / í Hornafirði 478 2280 / pakkhus.is
19 HALI
Hefðbundinn íslenskur matur úr sveitinni, m.a. kjötsúpa, jöklableikja, lambakjöt og rabarbaragrautur. Heitt á könnunni, heimabakað brauð og kökur. Gistiheimilið Hali, Höfn í Hornafirði (dreifbýli) 478 1073 / hali.is / thorbergssetur.is
20 GÍGUR
Safn við rætur Eyjafjallajökuls, sem sýnir menningararf svæðisins, s.s. atvinnutæki, listiðn, húsakosti og rit, allt frá landnámi til samtímans. Skógum, Hvolsvelli (dreifbýli) 487 8845 / skogasafn.is
Ljúffengir gæðaréttir beint frá býli, enda ræktar Hótel Laki sambandið við bændur í nágrenninu. Við mælum sérstaklega með hægelduðu lambaskönkunum. Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri 412 4600 / hotellaki.is
13
21
RIBSAFARI
Útsýnisferðir um Vestmanna eyjar þar sem þotið er um á slöngubátum með viðkomu í skemmtilegum hellum. Frábært tækifæri til að kynnast eyjunum á nýjan hátt. Áshamri 48, Vestmannaeyjum 661 1810 / ribsafari.is
SUÐUR-VÍK
Veitingastaðurinn er vinsæll meðal heimamanna, jafnt sem ferðalanga. Vinsælustu réttir staðarins eru steikarsamlokur, pítsur og heimagerður rjómaís. Mætið snemma eða bókið borð. Suður Vík, Vík í Mýrdal 487 1515 / Facebook
22 SLIPPURINN
Þessi fjölskyldurekni veitinga staður við höfnina í Vestmannaeyjum er meðal best geymdu leyndarmála Íslands. Fersk nálgun á hefðbundna íslenska rétti þar sem villtar jurtir og hráefni úr héraði eru í forgrunni. Strandvegi 76, Vestmannaeyjum 481 1515 / slippurinn.com
23 GOTT
Matargerðarsnillingarnir og hjónin Sigurður og Berglind starfrækja tvo GOTT veitingastaði; í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Ríflegir skammtar af ljúffengum og heilnæmum mat úr fersku hráefni. Bárustíg 11, Vestmannaeyjum 514 6868 / gott.is
24 MIÐGARÐUR
Ljúffengur matur fyrir lúna ferðalanga. Saðsöm súpa er á boðstólum í hádeginu en lax, lamb eða grænmetis réttir á kvöldin. Skolað niður með bjór, brugguðum í héraði, lífrænu víni eða heimagerðu límonaði. Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli 578 3180 / midgardbasecamp.is
25 FLÚÐASVEPPIR
Sveppir eru að sjálfsögðu í aðal hlutverki á þessum frábæra veitingastað, sem er á eina sveppabýli Íslands. Þar má nefna sveppasúpu, portobello-borgara, lambavefju og kjúklingasalat. Garðastíg 8, Flúðum 519 0808 / Farmersbistro.is
Í EFSTADAL II 26 VEITINGASTAÐURINN
Fjölskyldurekið hestabýli og mjólkurbú og veitingastaður þar sem boðið er upp á ferska og ljúffenga rétti úr afurðum býlisins, t.d. heimagert skyr og safaríka hamborgara. Bláskógabyggð, Laugavatn 486 1186 / efstidalur.is
27 GRÆNA KANNAN
Drykkir og meðlæti úr lífrænt vottuðu hráefni. Ávextir og grænmeti koma beint úr gróðurhúsinu. Girnilegar kökur, bökur og brauð úr bakaríinu ásamt marmelaði, chutney, salsasósum og súpum frá matvinnslu Sólheima. Sólheimar, Selfossi (dreifbýli) 480 4477 / solheimar.is
28 RÓSAGARÐURINN
Rósagarðurinn er ómissandi viðkomustaður í blómabænum Hveragerði. Skoðaðu þig um í garðinum og smakkaðu rétti með rósakeimi á kaffihúsinu. Gjafaverslunin býður upp á vandað og fallegt handverk. Breiðumörk 3, Hveragerði 483 3300 / Facebook
29 HENDUR Í HÖFN
Á þessari heillandi veitingastofu býður Dagný upp á hágæðafæðu úr héraði, sem eldað er á staðnum. Ljúffengar nýbakaðar kökur og brauð fást á hverjum degi, líka án glúteins. Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn 848 3389 / hendurihofn.is
VERSLUN Í HEIMABYGGÐ
30
SVEITABÚÐIN UNA
Skemmtilegt stopp á Hvolsvelli! Í rauðum bragga er verslun með lopa, lopa peysur, húfur, vettlinga, handverk úr héraði og fleira. Nýlega bættist við markaður með brakandi ferskt grænmeti og úrval af kjöti, allt beint frá býli. Austurvegi 4, Hvolsvelli 544 5455 / Facebook
31 GALLERÝ FLÓI
Listakonan Fanndís Huld Valdimarsdóttir rekur verslun og verk stæði og vinnur fagra muni úr postulíni og keramiki. Hún handgerir skart úr glerperlum, sem eru búnar til frá grunni á verkstæðinu. Íslenskt hönnunarverk eins og það gerist best! Þingborg, Selfoss (dreifbýli) 868 7486 / fanndis.com
LAUGAR OG SPA
36 SELJAVALLALAUG
Seljavallalaug hefur kúrt í hlíðum Eyjafjallajökuls síðan 1923. Laugin er ein sú elsta á landinu. Laugárgil, Austur-Eyjafjallahreppi
37 LAUGARSKARÐ
Vel staðsett laug, umlukin gróðri og fallegu útsýni. Hituð með jarðgufu og þarf mun minni klór en flestar laugar. Laugarskarði, Hveragerði 483 4113
38 REYKJADALSÁ
Á Hengilsvæðinu leynast ýmsar perlur. Dýrðlegt er að baða sig í náttúrulaugum í Reykjadalsá. Hægt er að ganga um 3 km leið frá bílastæði við Rjúpnabrekkur. Reykjadalsá, Hengilsvæðinu (dreifbýli)
TJALDSTÆÐI
39
KLEIFAR
Rétt hjá tjaldstæðinu er Stjórnar foss. Á góðviðrisdögum hlýnar vatnið svo hægt er að busla í því. Á móti tjaldsvæðinu er fótboltavöllur og merktar gönguleiðir um nágrennið. Mörk, Kirkjubæjarklaustri 861 7546 / kleifar.com
VIÐ 32 AKUR LÍFRÆNT GRÆNMETI 40 VATNSKOT ÞINGVALLAVATN
Komdu við hjá ræktendum og kauptu lífrænt grænmeti og ýmsar vörur unnar úr heimaframleiðslunni, eins og súrsað og þurrkað grænmeti, sultur og piparmauk. Akur, Biskupstungum (dreifbýli) 486 8966 / akurbisk.is
33
EFSTIDALUR II
Hér færðu ferskan sveitaís í heimagerðu vöffluformi, á meðan þú fylgist með kúnum í fjósinu. Hér fæst einnig heimagert skyr, mysa, fetaostur, nautahakk og gúllas og grænmeti. Efstadal 2, Laugarvatni 486 1186 / efstidalur.is
Rólegt tjaldsvæði við eyðibýlið Vatnskot á bökkum Þingvallavatns. Tjöld eru eingöngu leyfð og öll umferð bifreiða um svæðið er bönnuð. Vatnskot, Þingvöllum 482 2660 / thingvellir.is
GISTING
41 ÞAKGIL
Falin perla á milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands, 15 km frá þjóðveginum. Ævintýralegt er að snæða í matsalnum, sem er náttúrulegur hellir og fara síðan í göngu um svæðið. Gisting í litlum húsum eða á tjaldstæðum í stórbrotinni náttúru. VALA LISTHÚS Á Sólheimum fást listmunir og líf Höfðabrekkuafrétti, Vík rænt grænmeti, ræktað á staðnum. Einnig 893 4889 / thakgil.is fást handsápur, hunangskrem og baðsölt HRÍFUNES úr jurtum. Allar vörur og listaverk eru Sjarmerandi gistihús, sem áður framleidd af fjölhæfum íbúum Sólheima. hýsti félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri. Sólheimum, Grímsnesi Maturinn er gerður á staðnum, og við 480 4400 / solheimar.is mælum eindregið með honum fyrir alla. FISKVERSLUN HVERAGERÐIS Skaftártungu, Kirkjubæjarklaustri (dreifbýli) Í þessari verslun, sem er vinsæl meðal heimamanna jafnt sem ferðalanga, 863 5540 / hrifunesguesthouse.is fæst miklu meira en spriklandi ferskur fiskur, t.d. brauð frá Litlu brauðstofunni og íslenskt grænmeti. Breiðamörk, Hveragerði 851 1415 / fiskverslunhveragerdis.com
34
42
35 70
43 MIDGARD BASE CAMP
Viltu gista á hóteli eða farfuglaheimili? Midgard Base Camp er hvort tveggja, með sérherbergjum, fjölskylduherbergjum eða kojum. Á þakinu er heitur pottur og gufa með stórbrotnu útsýni. Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli 578 3180 / midgardbasecamp.is
44 VATNSHOLT
Uppgerður sveitabær með fjölbreyttum gistimöguleikum. Skemmtileg húsdýr og leiktæki á svæðinu ásamt veitingastað. Vatnsholti 2, Selfossi (dreifbýli) 899 7748 / hotelvatnsholt.is
HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. 575 6700 / hostel.is
Kirkjubæjarklaustur, Klausturvegi 29 Vík, Austurvegi 18 Hvolsvöllur, Austurvegi 3 Flúðir, Vesturbrún 1 Geysir Borg Selfoss, Langholti 1 Selfoss, Arnbergi Hveragerði, Austurmörk 22 Þorlákshöfn, Óseyrarbraut 15 Hellisheiðavirkjun
VÍNBÚÐIN
Höfn í Hornafirði, Miðbæ, Litlubrú 1 Kirkjubæjarklaustur, Klausturvegi 15 Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1 Hvolsvöllur, Austurvegi 1 Hella, Suðurlandsvegi 1 Selfoss, Larsenstræti 3 Hveragerði, Sunnumörk 2 Þorlákshöfn, Selvogsbraut 41 Vestmannaeyjar, Vesturvegi 10 Flúðir, Akurgerði 4
FRÆGIR SUNNLENDINGAR
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur Gunnar á Hlíðarenda Heimir Hallgrímsson, tannlæknir og þjálfari Högna Sigurðardóttir, arkitekt Ingó veðurguð Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður Kristjana Stefánsdóttir, djasssöngkona Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona
ANNAÐ
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
HEY ÍSLAND
SUNDLAUGAR
Höfn í Hornafirði Borg, Grímsnesi Flúðir Hella Hvolsvöllur Kirkjubæjarklaustur Laugarvatn Neslaug, Árnesi Reykholt Skeiðar Stokkseyri Selfoss Laugaland, Rangárvallasýslu Hveragerði Vestmannaeyjar Vík Þorlákshöfn
NETTÓ
Höfn í Hornafirði, Miðbæ Selfossi, Austurvegi 42
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR Höfn í Hornafirði, Nesjaskjól Jökulsárlón Freysnes
Batman Begins, Sultartungnagil, Svínafellsjökull Tomb Raider, Skálafellsjökull Game of Thrones, Fjallsárlón, Svínafellsjökull, Vík á Höfðabrekkuheiði Noah, Hafursey, Arnardranga, Reynisfjara Rogue One: A Star Wars Story, Hafursey Prometheus, Dómadalur Oblivion, Jarlhettur Thor 2, Dómadalur
HVERAGARÐURINN + ÍBN
HVER AGARÐUR INN Í HVER AGERÐI – Goshver – nýbakað brauð – soðin egg – leirfótaböð – litir og hiti HVERAGARÐURINN Hveramörk 13 810 Hveragerði +354 483 4601 / 483 4601 tourinfo@hveragerdi.is facebook.com/Geothermalpark SUMAROPNUN 2020 Opið alla daga frá 10.00 – 17.00
Hveragarðurinn í Hveragerði er staðsettur í miðju bæjarins og er einstakur fyrir það að hvergi annars staðar í heiminum er virkt hverasvæði í miðjum bæ! Í Hveragarðinum er hægt að sjóða egg í heitum hver, smakka á nýbökuðu hvera brauði, sem bakað er í garðinum. Boðið er upp á leiðsögn um svæðið þar sem hægt er að fræðast um hvernig Hvergerðingar hafa nýtt sér þau forréttindi að búa nálægt háhitasvæði. Boðið er upp á leirfóta
böð en leirböð hafa verið stunduð lengi í Hveragerði og hafa mikinn lækningar mátt, sérstaklega fyrir þá sem þjást af Psoriasis eða gigt. Einnig er hægt að dýfa tánum í huggulega fótabaðslaug. Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eld virkni. Þar eru einnig ræktaðir bananar og ýmislegt fleira, sem gaman er að sjá.
NJÓTTU SUMARSINS Fjölbreyttar ferðahandbækur fyrir útileguna, gönguna eða í bílinn – allt til að njóta ferðarinnar betur
Göngusérkortin með grænu röndinni koma þér örugglega á áfangastað
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
IBN.IS 71
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16
GUNNUHVER / MYND: ROMAN GERASYMENKO
829 km2 28.006 ĂbĂşar 13% landsmanna visitreykjanes.is
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
VISSIR ÞÚ AÐ ... UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, viður kenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. Það eru svæði með minjum og landslagi sem eru jarðfræði lega mikilvæg á heimsvísu og stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Fagradalsfjall er um 385 m á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradals fjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews, sem var afar háttsettur í bandaríska hernum. Segja heimildir að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandí í Evrópu. Eftirmaður hans í hernum var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Á Reykjanesi má finna gönguleiðir sem spanna yfir 240 km. Síðasti geirfuglinn var veginn í Eldey árið 1844. Elly Vilhjálms er nefnd eftir eyjunni, en hún hét Henný Eldey Vilhjálmsdóttir. Fyrsti flugvöllur á Reykjanesi var reistur á Garðskagaflötum árið 1941 af breska hernum en túnum bænda var breytt í 1050 m langa flugbraut, sem var 90 m breið og lá frá Garðskagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Fornar rústir, hús og garðar sem talið er að séu frá fyrstu tíð landnáms má sjá austan við Grindavík, í miðju Ögmundarhrauni, skammt austan Selatanga. Líklega hefur þar verið búseta fram á miðja 12. öld. Ungur Keflvíkingur, sem þjáðist af psoriasis, fékk leyfi 1981 til að baða sig í fagurbláu affalsvatni jarðhitavirkjunar og uppgötvaði þar með lækningarmátt lónsins. Vatnið kallaði hann Bláa lónið í blaðaviðtali og hefur það nafn verið notað síðan.
1 Akranes 47
48
36
Reykjavík 435
2 360 Garður 25 18 26
45
Sandgerði
3
17
1 407
350 Keflavík
12 13 14 15 2023
4
Vogar
24
16
41 417
42
1
39
43
11 44
9
5
10 Þorlákshöfn
Grindavík
7 6
425
8
19
21 27 22
427
34
76
8
1
21
2
17
30
5
30 15
milli heimsálfa gegn vægu gjaldi. Ekið er um 7 km suður frá Höfnum um veg 425.
6 ELDEY
Þverhnípt klettaeyja úr móbergi þar sem áður var geirfuglabyggð. Árið 1844 var síðasti geirfuglinn drepinn í Eldey vegna áhuga safnara að eignast uppstoppaðan fugl. Eyjan var friðuð 1940. Þar er ein stærsta súlubyggð í heimi en um 14.000-18.000 súlupör verpa þar árlega.
RJÚKANDI REYKJANES Grænn leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði! NÁTTÚRA
1 KEILIR
Eitt helsta kennileiti Reykjaness en fjallið minnir helst á píramída. Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Fjallið er vinsælt til fjallgöngu og á toppnum er stórfenglegt útsýni yfir Reykjanes.
2 GARÐSKAGAVITI
Glæsilegur viti, byggður 1944, í fögru umhverfi þar sem dökkir klettar og ljós sandurinn mynda skemmtilegar and stæður. Gaman er að ganga eftir fjörunni og fylgjast með líflegu fuglalífinu.
3
BÁSENDAR
Fornt útræði og verslunarstaður en í janúar 1799 varð þar mesta sjávarf lóð sem um getur við strendur Íslands og lagði staðinn í rúst í einhverri kröppustu lægð sem hefur farið yfir Ísland á sögulegum tíma. Ekið er frá Sandgerði að Stafnesi og frá bílastæði er gengið að tóftum og gömlum grjótgarði.
4 GÁLGAR Á STAFNESI
7 GUNNUHVER
Stutt frá Reykjanesvita er jarðhitasvæði og er Gunnuhver þekktasti hverinn. Frá göngu- og útsýnispöllum má sjá leirinn sjóða í hverunum og gufustrókana stíga til himins. Gunnuhver dregur nafn sitt af Gunnu nokkurri, sem gekk aftur og var ekki til friðs fyrr en presturinn í Vogsósum tókst að senda drauginn í hverinn.
8
BRIMKETILL
Í sjávarborðinu, stutt frá Grindavík, er Brimketill, sem minnir einna helst á heitan pott. Fyrir ofan hann er útsýnispallur og er gaman að fylgjast með kraftmiklu briminu skella á klettunum en öldurnar geta verið miklar og óvæntar.
9 BLÁA LÓNIÐ
Það er einstök upplifun að baða sig í lóninu sem National Geographic hefur valið sem eitt af 25 undrum veraldar. Lónið er jarðsjór í bland við ferskvatn og er ríkt af steinefnum, kísil og þörungum sem hafa reynst vel við ýmsum húðkvillum.
10 KRÝSUVÍK
Sjóðandi leirhverir við Seltún, svartar sandfjörur Kleifarvatns og óvenju legur litur Grænavatns gerir þetta svæði að einstakri upplifun, bæði til útivistar og náttúruskoðunar.
11
KLEIFARVATN
Þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi og eitt dýpsta vatn landsins. Nokkur jarðhiti er syðst í vatninu. Samkvæmt munnmælum á skrímsli að hafa haldið sig við Kleifarvatn. Vatnið kemur nokkuð við sögu í einni af þekktustu bókum Arnaldar Indriðasonar, sem heitir einmitt Kleifarvatn.
Þessi staður hefur þann vafasama heiður að hafa verið aftökustaður samkvæmt gömlum sögum. Klettarnir tveir eru háir með breiðu bili en á milli þeirra var tré þar sem menn voru hengdir. Klettarnir eru um 1 km frá Básendum og þangað er stutt ganga frá vegi 45.
MENNING OG AFÞREYING
5
12
BRÚIN MILLI HEIMSÁLFA
Upp af Sandvík er brú á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku. Fólki gefst því tækifæri til að ganga á milli heimsálfa í jarðfræðilegum skilningi. Í upplýsinga miðstöð Reykjaness og Duushúsum fæst viðurkenningarskjal fyrir að hafa gengið á
VÍKINGAHEIMAR
Þeir hýsa víkingaskipið Íslendinga, smíðað af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni, sem sigldi á því til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku 1000 árum fyrr. Goðafræðinni er gerð góð skil í sýningu
með tónlist, sögum og myndum eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Á útisvæðinu er skemmtilegur landnáms dýragarður sem gaman er að skoða með krökkunum. Víkingabraut, Reykjanesbæ 422 2000 / vikingaheimar.com
13 ROKKSAFNIÐ
Auðvitað er safn um sögu poppog rokktónlistar á Íslandi í Reykjanesbæ, gamla bítlabænum! Kjólar af Elly Vilhjálms og Emilíönu Torrini og föt af Rúnari Júlíussyni og Herberti Guðmundssyni til sýnis, heimildarmyndir sýndar í kvik myndasal og söngklefi, þar sem gestir geta sungið og spilað á ýmis hljóðfæri, er á meðal þess sem gaman er að upplifa á Rokksafninu. Hjallavegi 2, Reykjanesbæ 420 1030 / rokksafn.is
14
DUUS SAFNAHÚS
Í þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum í hjarta gamla bæjarins er fjölbreytt starfsemi og þar má finna Listasafn, Byggðasafn, Gestastofu Reykjaness jarðvangs og fleiri sýningar. Saga húsanna nær allt aftur til 1877. Duusgötu 2, Reykjanesbæ 421 3796 / sofn.reykjanesbaer.is
19 HÚSATÓFTAVÖLLUR
18 holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum með sjónum, þrettán eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið. Húsatóftum, Grindavík 426 8729 / gggolf.is
VEITINGAR
20 LIBRARY BISTRO/BAR
Einn svalasti bistro/bar landsins, enda hefur staðurinn hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun og hlýlegt andrúmsloft. Ekta staður þar sem gaman er að setjast og njóta líðandi stundar. Boðið er upp á fjölbreyttan mat og drykk. Hafnargötu 57, Reykjanesbæ 421 5220 / librarybistro.is
21 BRYGGJAN
Kósí kaffihús þar sem gaman er að sitja og fylgjast með lífinu við höfnina og bragða á humarsúpunni góðu, sem er frægasti rétturinn á matseðlinum og heimabökuðum kökum. Miðgarði 2, Grindavík 426 7100 / bryggjan.com
22 HJÁ HÖLLU
Heimilislegur veitingastaður með framúrskarandi mat, sem er unninn frá grunni. Hollustan er í fyrirrúmi og sykur í BÁTASÝNING GRÍMS KARLSSONAR lágmarki. Á matseðlinum er m.a. ferskur Einstök sýning með meira en 100 hand fiskur, samlokur, salöt og eldbakaðar gerð líkön af íslenskum skipum og bátum pítsur. Mælum sérstaklega með að smakka eftir sjómanninn og bátasmiðinn Grím pestóið, það er engu líkt. Karlsson. Hugað er að hverju smáatriði og á Víkurbraut 62, Grindavík hverju ári bætir Grímur við nýjum líkönum. 896 5316 / hjahollu.is Duusgötu 2-8, Reykjanesbæ 420 3245 / sofn.reykjanesbaer.is LAUGAR
15
GOLFVELLIR
16
KÁLFTJARNARVÖLLUR
9 holu golfvöllur í rólegu og fallegu umhverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Kálfatjörn, Vogum á Vatnsleysuströnd 424 6529 / gvsgolf.is
17 HÓLMSVÖLLUR LEIRU
18 holu golfvöllur. Tilvalið fyrir fjölskylduna að spila golf saman með sjávarútsýni. Garðskagavegi 45, Suðurnesjabæ 421 4199 / golf.gs.is
18 KIRKJUBÓLSVÖLLUR
18 holu golfvöllur í Sandgerði, staðsettur í skemmtilegu umhverfi. Sandgerði gsggolf.is
23 VATNAVERÖLD
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Vatnið er upphitað og þægilegt. Sunnubraut 31, Reykjanesbæ 420 1500 / Facebook
TJALDSVÆÐI VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND 24 TJALDSTÆÐIÐ
Tjaldað er á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatnssalerni og uppþvottaaðstöðu, sem er til afnota fyrir gesti tjaldstæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti. Vogavegi, Vogum 777 3222
IBN.IS 77
Á GARÐSKAGA 25 TJALDSVÆÐIÐ
Hentugt fyrir ferðalanga á húsbílum og aðra sem vilja njóta opinnar náttúru við sjóinn en Garðskagatá, sem er nyrsti hluti Reykjanesskaga, býður upp á frábæra upp lifun fyrir gesti með tveimur vitum, fallegri sandströnd og rómuðu sólsetri. Skagabraut 100, Garði 422 7220 / gardskagi.com
26
SANDGERÐI
Notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Falleg fjallasýn og skemmtilegar gönguleiðir. Byggðavegi, Sandgerði 854 8424 / istay.is
27 TJALDSTÆÐIÐ Í GRINDAVÍK
Mjög góð aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi. Hér er allt til alls, leikvellir með köstulum, rólum og köngulóarneti fyrir yngstu kynslóðina, góð grillaðstaða og rafmagn. Sturtur, þvottahús og aðgangur að Interneti. Austurvegi 26, Grindavík 830 9090 / grindavikcampside.com
GISTING HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni. 575 6700 / hostel.is
HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit. 570 2700 / hey.is
ANNAÐ SUNDLAUGAR
Vogar, Vatnsleysuströnd Reykjanesbær, Vatnaveröld Reykjanesbær, Njarðvík Garðurinn Sandgerði
ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Reykjanesbær, Fitjum Keflavíkurflugvöllur, Fálkavöllum 13 Keflavíkurflugvöllur, Fálkavöllum 27
VÍNBÚÐIN
Reykjanesbæ, Krossmóum 4 Grindavík, Víkurbraut 62
NETTÓ
Reykjanesbæ, Krossmóum 4 Reykjanesbæ, Iðavöllum 14b Grindavík, Víkurbraut 60
ÁSKRIFTARTILBOÐ 78
Handteiknað Íslandskortið fylgir frítt með sumarblaðinu. Þrjú blöð á ári, hver sending kostar 1.970 kr. – Engin binding! Ibn.is/askrift
FRÆGIR FRÁ REYKJANESI
Anna María Sveinsdóttir, körfuboltakona Elly Vilhjálmsdóttir, söngkona Guðbergur Bergsson, rithöfundur Jón Kalmann, rithöfundur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona í Of Monsters and Men Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, fjölmiðlakona Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður Sossa Björnsdóttir, listamaður Sara Sigmundsdóttir, crossfittari Valdimar Guðmundsson, söngvari
KVIKMYNDATÖKUSTAÐIR
Flags of our fathers, Sandvík og nágrenni Noah, Kleifarvatn og Sandvík The Fifth Estate, Bláa lónið The Secret Life of Walter Mitty, Garður
FRÁBÆRT ÚRVAL AF HEILSUVÖRUM Í NETTÓ!
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. 2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar á 90 mínútum - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.
Lægra verð – léttari innkaup
3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.
MARC O’POLO, KRINGLAN SHOPPING CENTER, REYKJAVIK
ÖLGERÐIN + LIFUM BETUR
TANNVÆNN MEÐ ÁSTAR ALDINI – Sumar Kristall með nýju bragði
ÍSLENSK HÖNNUN OG ÍSLENSKT VATN Sumar Kristall 2020 kemur í fallega myndskreyttri áldós. Teikningarnar á dósinni breytast frá ári til árs en það er Erla Anna Ágústsdóttir, hönnuður, sem á heiðurinn að þeim.
Á hverju vori kynnir Ölgerðin sérstaka útgáfu af Sumar Kristal með nýju bragði, sem fæst einungis yfir sumartímann. Í ár er hann með frískandi ástaraldinbragði en það sem færri vita er að Kristall er líka vænn fyrir tennurnar. Þorbjörg Jensdóttir, doktor í heilbrigðis fræðum frá Kaupmannahafnarháskóla, byrjaði fyrst að rannsaka glerungseyðandi áhrif drykkja árið 2000. Upp frá því hefur hún rannsakað áhrif þeirra á matvöru, og á bæði fljótandi og fasta fæðu.
innan, t.d. með bakf læði. Sykur og bakteríur hafa ekkert með glerungseyðingu að gera og sykurlausir drykkir geta því haft eyðandi áhrif ef þeir eru súrir. Í Kristal er kolsýra sem hvorki skemmir tennur né glerung.“
Hvers vegna er Kristall tannvænn drykkur? „Vegna þess að hann er ekki nægilega súr til að vera glerungseyðandi. Bragðefnin, sem notuð eru í hann, eru ekki eyðandi, auk þess sem Kristall er sykurlaus og því ekki tann skemmandi. Mikilvægt er að átta sig á því að tannskemmdir og glerungseyðing eru tveir mis munandi sjúkdómar. Tannskemmdir eru vegna sykurs, en bakteríur í munni gerja sykurinn og búa til holur í tennur. Glerungseyðing er vegna sýru sem við borðum, drekkum eða kemur að
Sumar Kristall 2020 kemur í fallega mynd skreyttri áldós. Teikningarnar á dósinni breytast frá ári til árs en það er Erla Anna Ágústsdóttir, hönnuður, sem á heiðurinn að þeim. Það er gaman að bera fram þennan flotta drykk, hvort sem það er í grillveislunni, afmælinu, brúðkaupinu, útskriftinni eða á hvaða viðburði sem er. Drykk sem inni heldur íslenskt vatn og er án skaðlegrar sýru eða sykurs. Muna svo að setja dósirnar í endurvinnslu!
Hver eru einkenni glerungseyðingar? „Mikil næmni fyrir hita og kulda, og verkir í tönnum. Það er bæði dýrt og tímafrekt að laga glerungseyðingu, og því ber að fyrirbyggja það eins og hægt er.“
IBN.IS 81
FRÍSKAÐU ÞIG UPP MEÐ DR.BRONNER’S Eru þið dösuð í sumar sólinni? Lyftu andanum með pure castile sápunni frá Dr.Bronner’s. Piparmintu og Sítrus sápurnar eru með lífrænum ilmkjarnaolíum sem hjálpa þér að endurnærast á líkama og sál.
HAFNARFJÖRÐUR + LIFUM BETUR
HEILT STAFRÓF HUGMYNDA – Menning og náttúra í Hafnarfirði
Hafnarfjörður er vinsæll meðal íslenskra ferðamanna, enda fallegur bær frá náttúrunnar hendi. Miðbærinn er lifandi og skemmtilegur og hafnarsvæðið heillandi. Í sumar verða göngur um bæinn með fróðleik og sögu í brennidepli. Útivist og hreyfing, menning og viðburðir eru einkennandi fyrir Hafnarfjörð, þar sem alltaf er eitthvað spennandi í gangi við allra hæfi. Í sumar er boðið upp á bæjargöngur í Hafnarfirði með leiðsögn til að gefa fólki tækifæri til að kynnast sögu hans og umhverfi enn betur. Sögugöngurnar eru öll fimmtudagskvöld klukkan átta. Göngurnar eru fjölbreyttar og fróðlegar og taka um klukkustund. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Á meðal þess sem verður skoðað í sumar er Kaldársel með áherslu á minjar og sögu. Útilistaverk á Víðistaðat úni verða skoðuð, farið verður yfir íþróttasögu miðbæjarins, saga hernáms Hafnarf jarðar verður kynnt og gengið í kringum Ástjörn, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður Ratleikur Hafnarfjarðar í gangi í allt sumar. Leikurinn er mörgum að góðu kunnur, enda vinsælt tómstundagaman og með honum fær fólk að kynnast fjöl breyttu landslagi nágrennis Hafnarfjarðar. ÁLFAR OG FRISBÍGOLF
Í bænum er stutt í fjölbreyttar og fallegar náttúruperlur. Sumar þeirra eru í göngufæri frá miðbænum, svo sem Hellisgerði og Víðistaðatún, Lækurinn og Hamarinn en í klöppunum ofan á
Hamrinum má sjá jökulrispur frá ísaldarskeiði. Sagan segir að fjöldi álfa og huldufólks búi í Hellisgerði en á Víðistaðat úni er frisbígolfvöllur og skemmtileg leiktæki fyrir börn. Á túninu er tjaldsvæði bæjarins með góðri aðstöðu fyrir ferðafólk. Um miðbæinn liðast Lækurinn og skammt frá er helsta verslunar gata bæjarins með kaffihúsum og skemmtilegum búðum. FJÖLL OG VÖTN
Nokkrar af vinsælustu útivistarperlum Reykjanessskaga eru í landi Hafnarfjarðar. Þar ber Helgafellið einna hæst, enda einstaklega vinsælt fjall fyrir alla sem hafa áhuga á fjall göngum. Á toppnum er ægifagurt útsýni yfir Reykjanesið. Í næsta nágrenni er svo útivistarparad ísin Hvaleyrarvatn, en aðeins tekur rúmlega hálftíma að ganga rösklega í kringum vatnið. Þar er gaman að busla í góðu veðri og láta vatnið leika um tærnar, róa á kajak, grilla eða einfaldlega njóta þess að fylgjast með fjölbreyttu fuglal ífinu. Við Ástjörnina er iðandi fuglal íf og gaman að ganga upp á Ásfjallið. Þaðan er gott útsýni yfir Hafnarf jörð og nágrenni, að ógleymdum fjall hringnum umhverfis Faxaflóa. Á toppi fjallsins er hringsjá sem vísar á helstu fjöll og kennileiti. Sundlaugar bæjarins eru þrjár, Suðurbæjarlaugin, Sundhöllin og Ásvallalaug, sem er ein stærsta sundmiðstöð landsins með 50 metra sundlaug, leiktækjum og pottum. hafnarfjordur.is
IBN.IS 83
101
BORGARFERÐ Í REYKJAVÍK M AT U R
MENNING
GRANDINN
DAGSFERÐ 1
MATUR OG MENNING
HÖNNUN
HANDVERK
DAGSFERÐ 2
HÖFNIN / GRANDINN
Sama hvernig viðrar, það er alltaf hægt að njóta matar og menningar í miðbæ Reykjavíkur. Búðu þig undir góða næringu fyrir líkama og sál.
Hafnarsvæðið og Grandinn í Reykjavík hafa tekið miklum breytingum síðustu ár. Þar sem margt áhugavert er að sjá og upplifa fyrir unga sem aldna.
Byrjaðu á Hlemmi Mathöll með kaffibolla frá Te og kaffi og sætabrauði frá Brauði og co, sem opna snemma. Þaðan liggur leið í nýuppgerðan Ásmundarsal, þar sem þú finnur áhugaverða samtímalist. Á leið þinni niður á Skólavörðustíg gengur þú í gegnum garð Listasafns Einars Jónssonar og virðir fyrir þér höggmyndir hans. Á Skólavörðustíg finnur þú fjölmörg gallerí, Fótógrafí, Skúmaskot, Ófeigur og Kaolín, þar sem gaman er að koma við. Ef þú ert tónlistarunnandi mælum við með Reykjavík Record Shop á Klappastíg. Nú er kominn tími til að fá sér nærandi drykk á boðefnabarnum hjá Systrasamlaginu, Óðinsgötu, áður en þú tekur strikið á Listasafn Íslands. Þaðan ferðu á Landnámssýninguna við Aðalstræti og rifjar upp upprunann. Mælum svo með síðbúnum hádegisverði á Gott eða Bio borgara. Í Tryggvagötunni er af nógu að taka, þar finnurðu Ljósmyndasafn Reykjavíkur á efstu hæð Borgarbókasafnsins, Listasafn Reykjavíkur og i8 Gallery. Í lok dags mælum við með einstökum fordrykkjum á Apótekinu fyrir ferðalag bragðlaukanna á Fiskfélaginu. Ef þú getur alls ekki hætt ertu að sjálfsögðu búin að panta þér námskeið í taívönskum Bao Buns hjá Salt Eldhúsi um kvöldið.
Tilvalið er að hefja dagsferðina á hvalaskoðunarferð við gömlu höfnina í Reykjavík. Við mælum með súpu og samloku í hádegismat á Coocoo’s Nest og fullkomna stoppið með dýrindis blómatei á Lunu Flórens. Þú arkar yfir Grandagötuna á Sjóminjasafnið, sem fékk yfirhalningu fyrir stuttu. Þaðan liggur leiðin í Fly Over Iceland, þar sem þú upplifir náttúrufegurð landsins með augum fuglsins. Úr loftinu ferðu aftur niður til sjávar á Hvalasýninguna Fiskislóð, þar sem þú mátar þig við líkön af steypireið og fleiri hvölum úr hafinu við Ísland. Næst ferðu í skoðunarferð um Omnom handverkssúkkulaðigerðina og grípur með þér gómsætt súkkulaði til að möndla á í ferðinni. Til að örva fleiri skynfæri þræðir þú svo sýningarnar þrjár í Marshall húsinu, Stúdíó Ólafs Elíassonar, Kling & Bang og Nýlistasafnið. Upplagt er að ljúka góðum degi á veitingastaðnum La Primavera þar sem matarhefð NorðurÍtalíu er listilega sameinuð íslenskum hráefnum, eða á Granda Mathöll, þar sem allir geta fengið sér götubita við sitt hæfi.
84
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál www.itr.is
DÝPRI VIRKNI Öflugt dagkrem fyrir þroskaða og þurra húð. Gefur mikla DÝPRI VIRKNI næringu og vörn. Endurnýjar ljóma og mýkt húðarinnar. Öflugt dagkrem ogþroskaða þurra húð. Öflugt fyrir olíu þroskaða serum fyrir ogGefur þurramikla húð. næringu og vörn. Endurnýjar ljóma og mýkt húðarinnar. Öflugt olíu serum fyrir þroskaða og þurra húð.
Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir, Lyfja Smáralind og Granda, Urðarapótek og Systrasamlagið Netverslun: heilsuhusid.is og elba.is Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir, Lyfja Smáralind og Granda, Urðarapótek og Systrasamlagið
Dr. Hauschka Ísland
101
BORGARFERÐ Í REYKJAVÍK M AT U R
MENNING
GRANDINN
HÖNNUN
HANDVERK
DAGSFERÐ 3
HÖNNUN OG HANDVERK Hvergi finnurðu fjölbreyttari flóru af verslunum með íslenska hönnun og handverk en í miðborg Reykjavíkur. Búðu þig undir einstakar freistingar. Þú hefur hönnunar- og verslunarferðina í Garðastræti, þar er gullfalleg slow hönnunarverslun As we Grow. Þaðan gengur þú niður hið gamalgróna Fischersund, þar sem þú eltir ilminn inn í Fischer, sem er upplifun að heimsækja. Í Kvosinni er ómissandi að stoppa hjá Koggu keramiker og í Kirsuberjatrénu áður en þú tekur stefnuna á Bankastrætið, þar sem þú finnur Aurum. Þá gengur þú upp regnbogann á Skólavörðustíg í Rauðakrossbúðina á Bergstaðastræti, sem selur notaðar hönnunarflíkur, sem bíða eftir framhaldslífi með þér. Ofarlega á Klappastíg er vinnustofa og verslun Hildar Hafstein, skartgripahönnuðar, og rétt ofar, á Skólavörðustíg, er svo hönnunarverslunin Agustav með viðarhúsgögn. Rétt áður en komið er að Hallgrímskirkju, efst á Skólavörðustíg, er verslunin Tulipop. Á leiðinni niður á Laugaveg um Klappastíginn kalla nýbakaðir snúðar Brauð & co á þig, og er tilvalið að gæða sér á einum slíkum. Á Laugavegi má skoða íslensk úr hjá Gilberti úrsmið, velja sér regnfatnað í Reykjavík Raincoats og fara þaðan í verslun Farmers and Friends til að velja eitthvað fallegt á þig eða þína. Óhætt er að mæla með kvöldverði á Sumac eftir vel heppnaða verslunarferð.
IBN.IS 87
LJÚF MINNING
ALLSBER VIÐ YSTA HAF Við komum gangandi úr Reykjafirði gegnum Þaralátursfjörð, um Svartaskarð, Furufjörð og Skorarheiði niður í botn Hrafnf jarðar. Þegar ég heyri þessi örnefni hljóma í eyrum mér vakna alls kyns minningar um ferðalög á Hornströndum fyrr og síðar. Þetta afskekkta hérað hefur yfir sér einhvern dýrðarljóma í hugskoti mínu og dregur mig til sín af meira afli en aðrir landshlutar. Samt veit ég að þetta óblíða landshorn var afar harðbýlt og lífsbarátta þeirra, sem þar áttu allt sitt undir sól og regni, þyngri en annars staðar. Í þessu tilviki var síðsumar seint á 20. öld, ber sprottin og nætur orðnar dimmar. Við höfðum eytt dásamlegu sumri við rannsóknir á ystu ströndum norðan Djúps. Verkefnið fólst í því að skrifa leiðsögubók fyrir göngumenn um Hornstrandir og þegar við komum ofan í Hrafnf jörð var svolítill tregi í okkur því rúmlega þriggja vikna leiðangri var að ljúka, og við höfðum þrætt flesta afkima þessa dásamlega lands, en svolítið var eftir enn. Innst í Hrafnfirði stendur slysa varnarskýli undir bröttu fjalli sem heitir Sólheimaf jall á kortinu, þótt það hljómi kannski undarlega. Við tjölduðum gula North Face tjaldinu upp á grasf löt, rétt við skýlið, og sofnuðum vært þótt hrafns ungar í uppvexti í fjallinu fyrir ofan okkur stunduðu flugæfingar af kappi og görguðu nær látlaust. Daginn eftir var tjaldið skilið eftir í Hrafnfirði og við fórum um Fannalág undir Mánafelli yfir í Lónafjörð og könnuðum þann afskekkta fjörð vand lega. Á leiðinni þarf að vaða yfir Skorará og Álfsstaðaá í Hrafnfirði og í Lónafirði þarf að vaða eftir rifjum úti í sjó til að komast fyrir Einbúann, sem skiptir firðinum í Sópanda, Miðkjós og Rangala. Þetta er stórkostlegt ferðalag og einstakt en þetta þýðir að á leiðinni fram og til baka þarf alls átta sinnum að fara úr skóm og sokkum og vaða mislengi í vatni eða sjó. Þennan dag var skýjað í Jökulfjörðum, vindur andaði úr suðaustri og það var sérkennilega heitt. Eftir því sem leið á daginn jókst vindur og skýjafar varð sífellt þungbúnara. Þegar við óðum Skorará na höfðum við eiginlega fengið 88 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR
Páll Ásgeir Ásgeirsson – leiðsögumaður og rithöfundur
nóg af vatnasulli og töldum augljóst að veðrabreytingar væru í þann veginn að bresta á. Við skriðum í tjaldið og elduðum kvöldmat og fundum vel að veður fór hratt vaxandi af suðaustri. Það drundi í hvassbrýndu fjallinu fyrir ofan okkur, hrafnar skræktu og góluðu, og fljótlega fór að rigna of boðslega. Á þessu gekk fram eftir kvöldi og þegar við lögðumst til svefns var okkar sterkbyggða tjald farið að svigna verulega undan regn hryðjum og snörpum vindþotum. Þreyta sá til þess að við sofnuðum en undir lágnætti var engan svefn að hafa. Yfir tjaldið riðu vindhviður svo harðar að dúkurinn lagðist að vitum okkar. North Face tjöld eru afar sterkbyggð og þarf mikið til að þau leggist flatt undan vindi. Á undan hverri hviðu heyrðust drunur í fjallinu fyrir ofan þegar vindurinn ruddist yfir eggjar og ofan hlíðina. Engin uppstytta var í regninu heldur látlaus ofankoma án vægðar. Við þessar aðstæður fundum við að tjaldstög voru farin að gefa eftir og slakna. Þá grípa menn gjarnan til þess ráðs að taka stög á enda, sem kallað er, til að taka af þeim allan slaka. Til þess þarf að fara út og færa hvert stag á enda. Við réðum ráðum okkar en þegar við gægðumst út sáum við að vatn hafði safnast á grasf lötina allt í kringum tjaldið, og stóð það eiginlega í grunnri tjörn eða stöðuvatni. Steypiregn var sem fyrr í þéttum hryðjum.
Tjaldbúar sofa oftast í þunnum ullar fötum eða náttgalla af einhverju tagi, og það gerðum við. Okkur varð ljóst að ekki þoldi mikla bið að strekkja á tjaldstögum en okkur var illa við að blotna mjög mikið. Þess vegna tókum við á það ráð að fletta okkur alveg klæðum og skriðum síðan allsnakin út í regnið og vindinn, og áttum þar ógleymanlega stund í hlýju ofsaroki og rigningu í síðsumars myrkri við að fara hringinn um tjaldið og strekkja stögin. Síðan skriðum við másandi inn í tjaldið á ný, og gátum við þá þurrkað okkur og komist aftur í náttgallann þurran, og ofan í svefnpokann. Engin vitni urðu að þessari frjálslegu uppákomu nema hrafnsungarnir háværu og eflaust hefur rebbi séð okkur striplast í óveðrinu. Undir morgun gekk veður snögglega niður, og við tókum saman búðir okkar í sólskini og hægu veðri. Við gengum út með Hrafnfirði og áðum nokkra stund á leiði Fjalla-Eyvindar í túninu á Hrafn fjarðareyri. Hér liggur frægasti útlagi Íslandssögunnar að sögn því engar skriflegar heimildir staðfesta að þetta sé legstaður hans. Óumdeilt bjuggu hann og Halla fylgikona hans saman, og til okkar daga lifðu munnmæli um að Halla hefði viljað að Eyvindur fengi leg í vígðri mold. Svo varð ekki og er sagt að Halla hafi aldrei stigið fæti inn í kirkju eftir lát hans heldur setið á dyraþrepi við guðs þjónustu. Um þetta vorum við að hugsa þarna í kyrrðinni við gröf Eyvindar. Á leiðinni út með Hrafnfirði þurftum við að vaða jafnvel minnstu læki, sem flæddu, hvítf yssandi niður hlíðar, upp bólgnir eftir regn næturinnar. Svo óðum við yfir Leirufjörðinn í hrokavexti eftir regnið og komumst út að Flæðareyri, þar sem bátar lenda ef beðið er um. Við sátum þögul undir stafni gamla samkomuhússins sem Ungmenna félagið Drengur reisti á Flæðareyri og hlustuðum á fuglinn og vindinn í grasinu. Yndislegt sumar var að baki, sem lýsir eins og ljós í minningunni. Margar sólskinsstundir fylgja manni allt til enda í minninu en þessi óveðursnótt í Hrafn firði, með óvæntri nektarsenu í myrkrinu og storminum, leiftrar ekki síður en sólin þegar litið er til baka.
NÝTT
MEÐ 3X MEIRI HÝALÚRONSÝRU* *
3x meiri virkni, samanborið við Hyaluron-Filler CC Cream