í boði náttúrunnar
1.790 kr.
SUMAR 2012
SUMAR 2012
Í boði náttúrunnar FERÐALÖG | MATUR
| ÚTIVIST | RÆKTUN | HÍBÝLI | DÝR | HEILSA | SVEITIN
60
HJÓLAFERÐIR Á ÍSLANDI BRÚÐKAUPSSAGA í íslensku landslagi REYKELDAÐ LAMBAKJÖT í birkigreinum ÖÐRUVÍSI HEITIR POTTAR
10
VERSLANIR & AFÞREYING Kort
ÁSTÆÐUR TIL AÐ HOPPA Á TRAMPÓLÍNI
LEIGÐU BÚSTAÐINN! Góðir tekjumöguleikar
Sumarhús NÝTNI OG FRUMLEGAR LAUSNIR
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
Hvað er það sem heillar þig við blómin? Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á gróðri af öllu tagi. Ég var líklega ekki eldri en sex ára þegar móðuramma mín kenndi mér heiti allra íslensku blómplantnanna. Ég fylgdi henni í matjurtagarðinn frá því ég man eftir mér, fékk að aðstoða hana við ræktunina og síðar að rækta sjálf. Síðan hef ég haft óseðjandi áhuga á gróðri af öllu tagi. Með því að taka myndir af plöntum sameina ég áhuga minn á ræktun og ljósmyndun. Ég hef sérstakt yndi af því að skoða hið smágerða í náttúrunni og dást að því hve fullkomið allt er. Finnst það reyndar meira spennandi en að taka stórfenglegar landslagsmyndir. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða hve fullkomlega móðir náttúra hefur hugsað fyrir öllu. Plöntur eru dásamlegt sköpunarverk og svo margbreytilegar, bæði litir og form Plönturnar sitja fastar á
Tælandi náttúra Heiður Agnes Björnsdóttir er viðskiptamenntuð en hefur brennandi áhuga og þekkingu á ræktun matjurta og hefur haldið námskeið um þau fræði í nokkur ár. Hún kann að meta fegurðina í því smáa í náttúrunni og með gott auga og linsu fangar hún einstaka liti og form tælandi blóma. sínum stilk og þurfa að treysta á skordýrin til að fjölga sér, mynda fræ eða aldin. Blómin. eru lymskufull brögð plantnanna til að lokka til sín skordýrin með ilmi, litum og lögun. Ég hef reyndar alveg sérstakan áhuga á að mynda þennan tælingarbúnað. Hvílíkt skraut og daður! Áttu þér uppáhaldsstaði til að mynda á? Fallegur gróður er víða og það er alls ekkert skilyrði að plönturnar séu blómstrandi til að gaman sé að mynda þær. Formin eru svo margbreytileg og hægt að spila með birtu og skugga. Á góðum degi er verulega gaman að fara í Lystigarðinn á Akureyri eða Grasagarðinn í Laugardal þar sem afar fjölbreyttan gróður er að finna.
xxxxx
8
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Hvaða tæki og tól notar þú? Það sem mestu skiptir er að taka myndirnar í logni og þegar ég mynda blóm finnst mér betra að taka myndirnar í skýjuðu veðri. Þegar ég mynda laufblöð og „grænt“ er hins vegar gaman að leika með birtu og skugga – þá má gjarna vera sólskin. Vélin mín er Canon EOS 400 sem ég keypti vorið 2008. Linsan sem ég nota oftast á gróðurinn er Canon EF 100mm f/2.8 USM macro. Ég nota yfirleitt þrífót því þegar myndað er í svo mikilli nálægð er mikilvægt að vélin sé alveg stöðug.
Í ÍSLENSKU LANDSLAGI
Nordica Photography var stofnað af tveimur metnaðarfullum ljósmyndurum sem blanda saman fréttaljósmyndun og listrænni ljósmyndun og skapa þannig einstakan myndrænan heim í brúðkaupsmyndatökum. Texti GUNNHILDUR HELGA STEINÞÓRSDÓTTIR Ljósmyndir NORDICA PHOTOGRAPHY
22
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
23
Viðtal SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
28
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Ástríða Hildar Jóhannesdóttur og Jóakims Hlyns Reynissonar fyrir fjallgöngum og útivist varð til þess að þau leigðu sér landskika í Borgarfirði þaðan sem stutt er á jökla og fjöll. Aðeins 24 ára gömul slógu þau upp tjaldbúðum á nýju landareigninni og reyndu að sjá fyrir sér hvernig draumastaðurinn gæti litið út. Núna, tuttugu og fimm árum síðar, er hann orðinn að veruleika og þau vilja helst hvergi annars staðar vera. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
29
OPNA AÐ FRAMAN: Systir
Jóakims, Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona, bjó til steyptan skjólvegg þar sem hún stakk tómum flöskum í steypuna. Á bústaðnum er veðruð lerkiklæðning. „Við vorum oft spurð hvort ekki ætti að mála hana en við viljum hafa þetta svona,“ segir Jóakim. Borðin söguðu þau sjálf niður í mismunandi breiddir sem skapar áhugavert yfirborð. Börnin þeirra fjögur hafa alltaf verið mikið með þeim í bústaðnum og njóta þess að lesa, mála, elda eða ganga með foreldrunum. Í Gamla húsinu sem var aðeins 10 m2 var eintaklega góður andi.
30
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
V
Við fundum þetta land árið 1985, ásamt tveimur vinapörum okkar, þá aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Við höfðum rætt um hvað það gæti verið gaman að eiga nokkurs konar tjaldbúðir, en við vorum, og erum enn, mikið fjallafólk. Dag einn sá ég þennan stað auglýstan í Dagblaðinu og fannst staðsetningin tilvalin því hún býður upp á marga möguleika,“ rifjar Hildur upp þegar hún er spurð hvernig það hafi komið til að þau komu sér upp sumarbústað á þessum slóðum. „Hér er Okið og svo Langjökull, sem sést frá pallinum, en hann breiðir úr sér á bak við Hafrafell; hér er Eiríksjökull og þessi fjallasýn heillaði okkur,“ segir Jóakim en þau eru búin að fara á hvern einasta tind í nágrenninu oftar en einu sinni. SÉRSTÖK STEMNING Í LITLA KOFANUM Til stóð að pörin þrjú byggðu staðinn upp í sameiningu en með tíð og tíma
heltist fólk úr lestinni og á endanum stóðu þau Hildur og Jóakim ein eftir. „Við byrjuðum samt öll saman að byggja lítinn kofa. Við kunnum reyndar ekkert að byggja en við létum það ekki stoppa okkur og lærðum bara að byggja hús með því að gera það,“ segir Jóakim hlæjandi um leið og hann opnar hlerann að litla kofanum sem er nýttur sem gestahús í dag. „Okkur áskotnaðist fyrst gler í einn glugga og fengum svo aldraðan frænda til að smíða gluggapóstana. Síðan var litli bústaðurinn byggður í kringum þennan eina glugga. Þegar við vorum komin með gluggann gátum við ekki beðið eftir því að hefjast handa. Svo vildum við ekki eyðileggja grasflötina heldur byggðum kofann í mýrinni. Reyndar sígur hann eða lyftist, allt eftir því hvernig veðrið er. Við höfðum engan til að kenna okkur á þetta,“ segja þau. Gamli bústaðurinn er ekki nema tíu fermetrar að stærð. Í þessum bústað
FYRIR
38
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Stofa: Innblásin af norrænum stíl var bústaðurinn málaður allur að innan. Við það virkar hann stærri og bjartari. Glugga- og gólflistar voru sagaðir til úr ódýrum listum og gera mikið fyrir látlaust rýmið. Í stað fyrirferðamikils sófasetts var smíðaður bekkur sem nýtir plássið til fullnustu og bætir við góðu geymsluplássi. Í stað þess að kaupa dýrar sérsniðnar dýnur voru dýnur sem til voru yfirdekktar með rúmteppi frá Ikea. Gærurnar ásamt púðum sem safnað var saman í ólíkum stærðum, gerðum og litum skapa aflslappaða stemningu. Tekk sófaborðið og ruggustóllinn eru úr Góða hirðinum og skálin á borðinu frá Borð fyrir tvo ásamt körfunni á gólfinu. Furugólfborðin voru mattlökkuð með lituðum bæs útí. Hann er hægt að fá í mörgum litatónum og er blandaður útí eftir því hversu dökkt gólfið á að vera.
Ljóst & litríkt BREYTINGAR SEM KOSTA LÍTIÐ Á nokkrum árum hefur þessi gamli 45 fm sumarbústaður tekið miklum breytingum með einföldum og ódýrum lausnum. Í dag er hann bjartur, litríkur og umfram allt notalegur. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON
Eldhús: Sjarmerandi Sóló eldavél fékk að vera áfram í
eldhúsinu en hefur ekki enn fengið sitt upprunalega hlutverk sem var, fyrir utan að elda, að hita alla ofnana í húsinu. Ódýr innrétting með plast-viðar-áferð var máluð í ljós grænum lit og höldunum skipt út fyrir hvíta gamaldags hnúða. Efri skápar voru fjarlægðir og hillur smíðaðar í staðinn sem lakkaðar voru með lituðu bæsefni og pússað yfir til að fá gamla áferð. Þetta opnar og gerir eldhúsið óformlegra. Til að nýta rýmið er eldhúsborðið felliborð sem hægt er að stækka og minnka eftir aðstæðum. Bollastell og púðar eru frá Borð fyrir tvo.
FYRIR Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
39
1 BLÁA LÓNIÐ
9 BOREA ADVENTURES
17 GENTLE GIANTS
Við mælum sannarlega með nuddi í Bláa lóninu, dásamlega slakandi og notalegri reynslu þar sem viðskiptavinir eru nuddaðir, fljótandi á dýnu, úti undir beru lofti. Vöðvar mýkjast og þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu auk þess sem vatnið er rómað fyrir lækningamátt sinn. Svartsengi, Grindavík 420 8821 / bluelagoon.is
Bjóða upp á nokkurra daga skútusiglingar um Vestfirði, þar sem liðið er hljóðlaust um hafflötinn og fjölbreytt dýralíf og falleg náttúra fjórðungsins tekin inn. Siglt er um Hornstrandir og Jökulfirði, og hægt að fara í sérstakar refaskoðunarferðir. Ógleymanleg upplifun fyrir þann sem dreymir um þanin segl og ferskt sjávarloft. Ísafjörður 456 3322 / boreaadventures.com
Hvalaskoðun í hraðbátnum Ömmu Siggu frá Húsavík er klárlega öðruvísi og spennandi leið til að skoða þessi stærstu spendýr jarðar í návígi. Amma Sigga, sem stundum er kölluð Bláa þruman, þeysist um Skjálfandaflóann með ferðamenn á sumrin og býður upp á ógleymanlega náttúruupplifun. Húsavík 464 1500 / gentlegiants.is
Spennandi útsýnisferðir um Vestmannaeyjar þar sem þotið er um á hraðskreiðum slöngubátum með viðkomu í skemmtilegum hellum. Hér er frábært tækifæri til að kynnast eyjunum á nýjan hátt. Hægt er að velja um ólíkar ferðir, skoða Surtsey frá sjó – og jafnvel fara út í Stafsnes að grilla. Vestmannaeyjar 661 1810 / ribsafari.is
18 HIKE AND BIKE
26 HUNDASLEÐAFERÐ
Á slóðum fornra hetja og fallinna vígamanna upplifir þú stórkostlega náttúrufegurð á baki hins fræga íslenska hests. Riðið er um söguslóðir Íslendingasagnanna undir frábærri leiðsögn þar sem Gísla saga Súrssonar lifnar við í vandaðri umgjörð sem flytur þig árhundruð aftur í tímann. Torfnes, Ísafjörður 895 4485 / sagnaslod.is
Mývatn er eitt fallegasta landsvæði sem um getur og ímyndaðu þér að hjóla um og njóta þessarar náttúruperlu Norðursins. Hike and Bike bjóða upp á umhverfsvænan, fræðandi og skemmtilegan ferðamáta fyrir þá sem elska útivist. Ferðirnar eru mislangar og miserfiðar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Múlavegur 1, Mývatn 899 4845 / hikeandbike.is
Já, við erum að tala um hundasleðaferðir á Íslandi – árið um kring! Yfir björtustu sumardagana er boðið upp á miðnæturferð á Langjökul og á veturna er haldið á vit kyrrlátra ævintýra langt frá borgarljósunum. Gestir fá jafnframt að knúsa og mynda grænlensku sleðahundana og læra meðhöndlun þeirra. Hólmasel, Selfoss (dreifbýli) 899 1791 / 774 2047 / dogsledding.is
11 ÖGUR TRAVEL
19 JARÐBÖÐIN MÝVATNI
Þú kemst varla í mikið meiri tengsl við nærandi krafta náttúrunnar heldur en í kajak úti á rúmsjó. Í ferð með Ögur Travel skaltu því búast við fjörugu fuglalífi, svamlandi selum og jafnvel einstaka forvitnum hval. Sögur af fornum hetjum, galdrafólki og kynlegum kvistum lifna jafnframt við í meðförum reyndra leiðsögumanna. Ögur, Ísafjarðardjúp 857 1840 / ogurtravel.com
Jarðböð hafa verið stunduð við Mývatn frá landnámsöld enda einstök heilsubót. Þau eru um 4 km frá Reykjahlíð og öll aðstaða fyrsta flokks. Hægt er að fara í náttúruleg gufuböð, láta líða úr sér í baðlóni með heitu hveravatni eða fljóta um í heitum potti – tilvalið eftir hjóla- eða göngutúrinn. Jarðbaðshólar, Reykjahlíð 464 4411 / jardbodin.is
2 ENCOUNTER NORÐURLJÓS OG ELDFJÖLL Norðurljós, eldfjöll og snorkl í Silfru á Þingvöllum eru meðal annars á hlaðborði Encounter ferðaskrifstofunnar sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fjölskyldur og litla hópa. Farið er í allt frá nokkurra klukkustunda ferðum upp í nokkurra daga leiðangra sem allt í bland einkennast af virkni, afslöppun og menningarlegu ívafi. Reykjavík 857 8804 / encounter.is
3 HREPPSLAUG
9
8
Þessi litla sjarmerandi útisundlaug var byggð árið 1928 í fallegu umhverfi í Skorradal. Engir íburðir en notaleg laug og heitir pottar með vatni úr heitavatnsuppsprettu á staðnum. Kjörinn staður til að slaka á og hlaða batteríin. Laugabúð, Skorradalur 437 0027 / Hreppslaug | Facebook
15 10
16
11
17
14
7
4 FLJÓTSTUNGA HELLASKOÐUN Víðgelmir er ótrúlega litríkur og fallegur hraunhellir í einkaeigu o hinir dularfullu Ísálfar. Hann er einn lengsti og rúmtaksmesti hellir landsins með fallegum dropasteinsmynd unum og fundist hafa mannvistarleifar þar sem varðveittar eru á Þjóðminjasafninu. Ekki er ráðlegt að fara í hann nema í fylgd leiðsögumanns. Fljótstunga, Reykholt Borgarfirði 435 1198 / Víðgelmir Lava Cave | Facebook
13 18
19
6
12
5 LÁKI TOURS Það er fátt sem toppar kvöldsiglingu um Breiðafjörðinn í fallegu veðri, enda getur birtan orðið algjörlega ógleymanleg. Láki Tours býður upp á siglingu þar sem hægt er að njóta stórkostlegs fuglalífs Breiðafjarðareyjanna, stunda sjóstangaveiði og skima eftir hval. Grundafjörður 438 6893 / lakitours.is
5
4
6 SJÁVARSMIÐJAN
3 20 2
30 1
21
28
31 29
27
Býður upp á þaraböð sem eru ein allra náttúrulegasta heilsubót sem hægt er að hugsa sér. Á meðan þú nýtur læknandi krafta baðanna gefst þér kostur á að njóta einstakrar náttúru Reykhóla sem meðal annars býður upp á eitt fjölbreyttasta fuglalíf landsins. Þetta verður þú að prófa! Vesturbraut 2, Reykhólar 577 4800 / sjavarsmidjan.is
7 VÍKINGASKIPIÐ VÉSTEINN
23
26
22
25 24
Viltu feta í fótspor landnámsmanna, klæðast víkingaskykkju og fara í ævintýralega siglingu með víkingaskipi? Stemningin um borð er mögnuð og hægt er að velja um lengri eða styttri ferðir – jafnvel koma með óskir um siglingaleiðir. Á leiðinni má einnig sjá fjölbreytt fuglalíf og seli. Aðalstræti 55, Þingeyri 456 8267 / 861 3267
8 FISHERMAN Það er allt að gerast hjá Fisherman, framsæknu ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á ýmsa afþreyingu, gistingu og mat auk þess að starfrækja Fiskiskóla. Ef þig langar að reyna fyrir þér sem háseti á línubát, veiða á sjóstöng eða jafnvel bara rölta um í vistvænu sjávarþorpi er þetta staðurinn fyrir þig. Skipagata 3, Suðureyri 450 9000 / fisherman.is
10 SAGNASLÓÐ
12 HVERABORG NÁTTÚRULAUGAR Víða um Ísland má finna skemmtilegar heitar uppsprettur og náttúrulaugarnar í Síká eru dæmi um slíkt. Þær eru um 18 km frá botni Hrútafjarðar og þangað er eingöngu hægt að komast á jeppa. Um 7 km ganga tekur svo við en umhverfið og ylurinn frá Hveraborginni svíkur engan! Nánari upplýsingar eru veittar í Staðarskála. Staður, Hrútafjörður 451 1150
13 TEXTÍLSETRIÐ Í gangi er skemmtilegt en jafnframt sögulegt handverk að hætti víkinganna – útsaumur í 45 metra langan refil sem segir Vatnsdælasögu. Til forna var refill notaður til að prýða víkingaskála og rennur sagan eftir honum líkt og teiknimynd. Nöfn þátttakenda eru skráð fyrir komandi kynslóðir. Árbraut 31, Blönduós 452 4300 / textilsetur.is
14 SUNDLAUGIN HOFSÓSI Flott og nýtískuleg 25 metra laug með tveimur heitum pottum í bænum Hófsósi einu af elstu verslunarþorpum Norðurlands. Laugin er staðsett við sjávarsíðuna með glæsilegt útsýni yfir nokkrar af náttúruperlum Skagafjarðar. Stuðlaberg og náttúrulegur gróður fegra nærumhverfi laugarinnar og setja mikinn svip. Suðurbraut, Hofsós 455 6070 / Sundlaugin á Hofsósi | Facebook
15 SIGLFIRSKU ALPARNIR Það er enginn svikinn af því að skella sér í „siglfirsku alpana“ eins og skíðasvæði Fjallabyggðar er oftar en ekki kallað. Hér er eitt flottasta skíðasvæði landsins sem hefur mikið aðdráttarafl yfir vetratímann. Þá er líf og fjör nánast hvernig sem viðrar og alltaf vel tekið á móti þér. Skarðsdalur, Siglufjörður 878 3399 / skard.fjallabyggd.is
16 ARCTIC SEA TOURS Metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á hvalaskoðun eins og þær gerast bestar. Hér gefst einnig færi á að renna fyrir fisk með sjóstöng, verka aflann um borð og grilla ofan í samferðarfólkið í ferðalok. Fuglalífið á svæðinu er með fjörugra móti og jafnvel von að sjá sposkum lunda bregða fyrir. Dalvík 771 7600 / bataferdir.is
20 JÖKLAVERÖLD Andstæður íslenskrar náttúru, jarðhiti og jökull, mætast hér í stórbrotnum faðmi Vatnajökuls. Boðið er upp á margvíslega afþreyingu á legi sem láði, og hægt að upplifa kyrrð og hrikalega fegurð jökulsins meðan slakað er á í heitum náttúrulaugum. Hoffell II, Höfn í Hornafirði (dreifbýli) 478 1514 / 894 5614 / hoffell.com
21 SIGLING Á JÖKULSÁRLÓNI
25 RIBSAFARI
27 OPUS ADVENTURES Hjólað er um nokkrar af þekktustu perlum landsins og hægt að velja allt frá stuttum skoðunarferðum um höfuðborgina upp í nokkurra daga ævintýraferðir. Nándin við náttúruna er mikil og markmið fyrirtækisins einfalt – kynnast leyndardómum Íslands á öruggan og skemmtilegan en ögrandi hátt. Selfoss 892 2469 / opusadventures.is
28 LAUGARVATN FONTANA Nýstárlegur baðstaður með gufubaði sem byggt er yfir náttúrulegan hver sem hentar vel til baða. Hitastigið sveiflast eftir náttúruaðstæðum en hægt er að ylja sér í þremur misheitum baðlaugum með jarðvarmavatni sem flokkast sem heilsubaðvatn. Hönnunin er einstök og aðstaðan fyrsta flokks. Laugarvatn 486 1400 / fontana.is
Jökulsárlónið er ein af sérstæðustu og fegurstu perlum Íslands. Ice lagoon bjóða upp á ævintýralegar siglingar á Zodiak bátum innan um fljótandi ísjaka úr stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli. Hægt er að fara í hóp- og einkaferðir, hvort sem er að degi eða kvöldi og er sannarlega vert að kanna þessa undraveröld ljóss og skugga. Höfn í Hornafirði (dreifbýli) 860 9996 / icelagoon.com
29 SUNDLAUGIN Í HVERAGERÐI
22 SELJAVALLARLAUG
30 ICELAND ACTIVITIES
Hin mjög svo fótógeníska og friðaða 25 m langa Seljavallalaug hefur kúrt utan í hlíðum Eyjafjallajökuls síðan 1923 og er ávallt vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Grænt og þykkt slýið í lauginni gefur henni náttúrulega sjarma en kallar þó á aðgát. Laugin er ein sú elsta á landinu og staðsett skammt frá bænum Seljavöllum. Laugarárgil, Austur-Eyjafjarðarsveit
Lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum um jarðhitasvæði Hveragerðis. Boðið er upp á göngu- og hjólaferðir, og hveraböð, í heitri uppsprettu stórbrotinnar náttúru Reykjadals, sem eru engu lík. Brimbrettaferðirnar eru einnig mikil upplifun þar sem háar öldur brotna á svörtum fjörum og barist er við náttúruöflin innan um forvitna seli sem synda hjá. Hveragerði 777 6263 / icelandactivities.is
23 VÍKINGALAUGIN Notaleg lítil laug við rætur Heklu, umkringd grjóthleðslum sem nýtur mikilla vinsælda ferðamanna allan ársins hring. Á veturna er hægt að sitja í lauginni og fylgjast með norðurljósunum dansa um himinhvolfið og á sumrin ræður miðnætursólin ríkjum. Mjög rómantískt. Leirubakki, Hella (dreifbýli) 487 8700 / leirubakki.is
24 GOLFKLÚBBUR VESTMANNAEYJA Glæsilegur 18 holu völlur staðsettur í Herjólfsdal og að hluta til ofan í eldfjallagíg! Klettarnir, stórkostlegt útsýni út á eyjarnar og víðátta hafsins gera upplifun golfarans einstaka. Völlurinn hefur fengið mikið lof erlendra blaðamanna og talinn einn af 200 bestu völlum Evrópu. Torfamýrarvegi, Vestmannaeyjar 481 2363 / gvgolf.is
Sundlaugin í Laugarskarði er einstaklega vel staðsett umlukin gróðri og fallegu útsýni. Þetta er svokölluð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, og þarf því mun minni klór en í flestar laugar. Auk góðra potta er þetta ein af fáum sundlaugum landsins þar sem hægt er að fara í náttúrulega gufu. Laugarskarð, Hveragerði 483 4113
31 NÁTTÚRULAUGAR Á HENGILSVÆÐINU Á Hengilssvæðinu leynast ýmsar perlur og það er til dæmis algjör dýrð að baða sig í náttúrulaugum í Reykjadalsá. Hægt er að ganga frá bílastæði við Rjúpnabrekkur, inn af Hveragerði, um 3 km leið. Velja þarf baðstað með tilliti til hitastigs sem er misjafnt eftir aðstæðum og árstíma. Reykjadalsá, Hengilsvæðið
1 ÁSGARÐUR
9 GALLERÍ ALÞÝÐULIST
17 HÚS HANDANNA
24 ÞINGBORG
Verndaður vinnustaðir þar sem söngur og gleði liggur að baki sköpun sérhvers hlutar. Í versluninni sem jafnframt er vinnustofa er mikið af fallegu handverki unnið úr tré. Skemmtileg leikföng sem eiga samsvörun í íslenskum þjóðháttum svo sem landbúnaði, sjávarútvegi og þjóðsögum. Unnið er útfrá uppeldishugmyndum Rudolfs Steiner þar sem hæfileikar hvers og eins fá að njóta sín sem best. Álafossvegur 22, Mosfellsbær 567 1734 / asgardur.is
Við þjóðveginn í Varmahlíð stendur krúttlegur kofi með torfþaki. Þessi kofi er fullur af áhugaverðu skagfirsku handverki unnið m.a. úr rekaviði, ull, málmi og gleri. Inni á milli má finna óhefðbundnar vörur á borð við hundaólar úr hrossahári og heimatilbúnar sápur úr kindamör. Varmahlíð 453 7000 / Gallerí Alþýðulist | Facebook
Flott verslun og gallerí með austfirskt handverk staðsett í hjarta Egilsstaða. Þarna er gaman að kíkja við og njóta þess sem fjórðungurinn hefur að bjóða í hönnun, handverki, mat og myndlist. Nauðsynlegt er að bragða á krásunum hvort sem er á staðnum eða taka með sér heim. Miðvangur 1-3, Egilsstaðir 471 2433 / Hús Handanna | Facebook
Arfleifð forfeðranna svífur yfir þessari notalegu verslun sem selur meðal annars jurtalitaðan lopa, prjónles, þæfðar vörur, rokka og fallegar vörur úr hornum og beinum. Allt er handgert, framleiðslan vistvæn og ullin meðhöndluð sem minnst til að halda eiginleikum hennar. 8 km austan við Selfoss (dreifbýli) 482 1027 / thingborg.net
2 ÁLAFOSSVERSLUN Það er ákveðinn sjarmi yfir Álafosskvosinni og mikil saga tengd staðnum þar sem rekja má upphaf ullariðnaðar á Íslandi. Álafossverslunin er í um 20 mínútna akstri frá Reykjavík og þar er hægt að kaupa fallegar vörur og minjagripi meðal annars úr íslenskri ull, mokka og skinni. Álafossvegur 23, Mosfellsbær 566 6303 / alafoss.is
3 MATARBÚRIÐ Lítil og sæt bændaverslun í fallegu umhverfi stutt frá höfðuborgarsvæðinu. Verslun fyrir kröfuharða neitendur en þar er eingöngu selt grasfóðrað ungnautakjöt í hæsta gæðaflokki auk heimatilbúinna árstíðabundinna vara á borð við sultur, chutney, kæfur, hlaup og fleira. Háls í Kjós, Hvalfjörður 897 7017 / Matarbúrið | Facebook
10
6
13 11 12 14
8
15
17
7
16 18
Fágað og stílhreint gallerí sem selur fallegt íslenskt handverk og hönnun, staðsett í Borgarnesi, æskustöðvum Egils Skallagrímssonar. Sérstök áhersla er lögð á verk sem eru sköpuð, framleidd eða hafa orðið til vegna innblásturs frá náttúru Vesturlands. Brákarbraut 10, Borgarnes 552 6060 / 866 8817 / gallerigersemi.is
5 BRYGGJUBÚÐIN Einstaklega sjarmerandi verslun með sérvalda íslenska hönnun í gömlu frystihúsi á bryggjusporðinum í Flatey í Breiðafirði. Retró húsgögn og endurnýttir hlutir setja skemmtilegan svip á þessa óvæntu perlu. Hér er tilvalið að staldra við á milli ferða og njóta þessarar yndislegu eyju. Flatey, Breiðafjörður 899 9225 / Made In Sveitin | Facebook
6 VESTFIRZKA VERZLUNIN
4
3 20 19
2 1 25
22
24 27 26
21
23
Það er mjög fræðandi og skemmtilegt að kíkja við hjá Björk sem á þetta litla gallerí og selur heimagerðar vörur úr 100% hreinum æðardúni úr nágrenninu sem er handþveginn og laus við allar fjaðrir. Óvenju mjúkt og handlitað bambusefni er notað utan um dúninn til að halda mýkt og léttleika. Við mælum sérstaklega með treflunum – yndislegir þegar fer að kólna! Hraun í Fljótum, Skagafjörður 847 4485 / 462 6274 Hrauna Æðardúnn | Facebook
Lögð er áhersla á fallegar vörur frá Vestfjörðum og mikið úrval er af vestfirskri tónlist, skartgripum, hönnun, ljósmyndum og bókum. Þarna er eitt og annað forvitnilegt að finna sjón er sögu ríkari! Aðalstræti 24, Ísafjörður 865 5695 / Vestfirzka Verslunin | Facebook
7 SPES SVEITAMARKAÐUR LAUGARBAKKA Sögualdartengt handverk og góður matur úr héraði. Allar vörur taka mið af gömlu verklagi, náttúruefnum og hráefnum úr heimabyggð. Einnig eru iðulega fjölbreittar uppákomur í gangi, skemmtanir, leikir og sögustundir fyrir fólk á öllum aldri. Grettisból, Hvammstangi (dreifbýli) 894 6776 / grettistak.is
8 GESTASTOFA SÚTARANS Boðið er upp á áhugaverða og óvenjulega skoðunarferð um einu sútunarverksmiðju Evrópu sem breytir roði af laxi, karfa, hlýra og þorski í fallegt fiskileður. Leðrið er nýtt í skó, töskur, skartgripi og fatnað og hægt að kaupa þessar einstöku og alíslensku vörur á staðnum. Borgarmýri 5, Sauðárkrókur 512 8025 / sutarinn.is
25 VALA LISTHÚS 18 MÓÐIR JÖRÐ Það verður enginn svikinn af því að líta við á bænum Vallarnesi og næla sér í eitthvað heilnæmt og gott. Búið er leiðandi á sviði lífrænt vottaðrar ræktunar og framleiðir og selur fjölbreytta vörulínu undir nafninu Móðir jörð. Allt frá jólatrjám og grænmeti til hráefna í kex og morgungrauta, að ógleymdum nuddolíum, sultum, chutney og mörgu fleira. Vallarnes, Fljótsdalshérað 471 1747 / vallarnes.net
11 FLÓRA Lítil og öðruvísi verslun, vinnustofa, og viðburðastaður, þar sem áherslan er á áframog endurnýtta jafnt sem heimaframleidda hluti. Boðið er upp á sérvalda muni úr íslenskri og þýskri menningarflóru svo sem fatnað, hunang, kaffi, bækur, krúsir, dúka, reykelsi og fleira. Kaupvangsstræti 23, Akureyri 661 0168 / floraflora.is
12 LAUFABRAUÐSSETRIÐ Þjóðleg verslun og vinnustofa þar sem framleiddar eru fallegar vörur með íslensku laufabrauðs-mynstri, værðarvoðir með „blómi lífsins“ og fleira. Þarna er hægt að eiga kósi stund saman og læra að skera út laufabrauð skemmtileg tilbreyting á ferðalaginu. Opið eftir samkomulagi. Strandgata 43, Akureyri 896 4341 / laufabraud.is
13 MINJAGRIPAVERSLUNIN GEYSIR Ein af flottari minjagripaverslunum Íslands þar sem finna má vandaðar og þjóðlegar vörur hvort heldur sem þú leitar að fatnaði, skartgripum, sætindum, bókum, fallegum myndum eða bara póstkorti til að skrifa vinarkveðju á. Það er upplifun ein að kíkja inn í búðirnar þar sem hönnun og hugmyndaauðgi skapa einstaka stemningu. Geysir á Akureyri opnaði í sumar. Haukadalur / Hafnarstræti 98, Akureyri / geysir.net
14 SIRKA Ómissandi viðkomustaður fagurkerans á ferð um Norðurland. Verslunin er bókstaflega troðfull af fallega hannaðri gjafavöru, nytsamlegri heimilisvöru og einnig má finna skemmtilegar vörur fyrir börnin. Íslensk hönnun og spennandi munir í hverju horni. Skipagata 5, Akureyri 461 3606 / sirka.is
15 ÁLFASTEINN Hjá Kalla Sveins í Álfacafé er vel tekið á móti gestum og gangandi sem vilja skoða fjölbreytta gjafa- og nytjalist úr borgfirsku grjóti og steinum. Þetta fallega handverk er meðal annars í formi minjagripa, listmuna, skúlptúra og nytjalista. Iðngörðum, Borgarfjörður eystri 472 9900 / Álfacafé | Facebook
16 TÓNSPIL Hljómplötum, VHS- og kasettuspólum, tímaritum, tölvuleikjum, bókum og hljóðfærum ægir saman í þessari skemmtilegu verslun á Neskaupstað. Sögur herma að hér sé jafnvel eitt mesta tónlistarúrval landsins. Á efri hæðinni er boðið upp á gistingu á fínu verði. Hafnarbraut 22, Neskaupstaður 477 1580 / tonspil.is
Í hjarta þessa umhverfisvæna samfélags á Sólheimum er hægt að finna litríka og skemmtilega listmuni ásamt lífrænu grænmeti sem ræktað er á staðnum. Handverkið er m.a. unnið úr leir og viði, en einnig er hægt að fá handsápur, hunangskrem og baðsölt úr jurtum. Allar vörur og listaverk eru framleidd af fjölhæfum íbúum Sólheima. Sólheimar, Selfoss (dreifbýli) 480 4400 / solheimar.is
26 SVEITABÚÐIN SÓLEY 19 HANDRAÐINN HORNAFIRÐI
4 GALLERÍ GERSEMI
9 5
10 HRAUNA ÆÐARDÚNN
Hress félagsskapur lista- og handverksfólks stendur að baki Handraðanum á Hornafirði. Þar er mikið af fallegum vörum meðal annars prjónavörur, skartgripir úr roði og vörur úr hreindýrahornum. Munirnir bera oftar en ekki nokkuð þjóðlegt yfirbragð og sumir jafvel dass af glettni. Hornafjörður 868 7028 Handraðinn Hornafirði | Facebook
20 HEIMAMARKAÐSBÚÐ PAKKHÚSSINS Hér eru seldar ferskar matvörur úr ríki Vatnajökuls og meðal þess sem er í boði, er humar, fiskur, lamba- svína- og, nautakjöt, heimagerður ís og kryddjurtir – sannkölluð matarupplifun úr hafi og haga! Heimamarkaðsbúðin er staðsett í Pakkhúsinu við höfnina. Höfnin, Hornafjörður 4782280 / pakkhus.is
21 AKUR LÍFRÆNT GRÆNMETI Á sögulegu svæði í Biskupstungum er hægt að koma við hjá ræktendum og kaupa ekki bara lífrænt grænmeti heldur einnig ýmsar vörur unnar úr heimaframleiðslunni eins og súrsað og þurkað grænmeti, sultur og piparmauk. Einnig selur Akur lífrænt grænmeti og aðra vöru í áskrift, Græni hlekkurinn er sú þjónusta kölluð. Akur, Biskupstungur (dreifbýli) 486 8966 / akurbisk.is
22 ENGI BÆNDAMARKAÐUR Hér færðu lífrænt ræktaðar kryddjurtir, grænmeti og ávexti í miklu úrvali auk þess sem gaman er að skoða krydd- og ilmjurtagarðinn þeirra. Á Engi er jafnframt skemmtilegt völundarhús úr klipptu limgerði, hið eina sinnar tegundir á Íslandi og áskorun fyrir þá sem þora! Laugarás Bláskógarbyggð, Selfoss (dreifbýli) 486 8913 / engi.is
23 BÚBÓT BÆNDAVERSLUN Í Búbót bændaverslun er verslað með rekjanlegar afurðir beint frá bónda og lögð áhersla á umhverfisvitund og persónulega þjónustu. Árstíðabundnum kræsingum úr fersku hráefni er pakkað inn í sérlega fallegar umbúðir, og grjónagrautsísinn þeirra verða allir að prófa! Gamla-Þingborg, Flóahreppi, Selfoss (dreifbýli) 823 1541 / 693 6864 Búbót bændaverslun | Facebook
Hlý og notaleg gjafavöruverslun að danskri fyrirmynd, í gömlum bílskúr við bæinn Tungu í Flóahreppi. Sveitabúð eins og þær gerast skemmtilegastar þar sem árstíðirnar eru áberandi og fá að njóta sín í litum, áferð og vöruúrvali. Opin allt árið en öruggast að hringja á undan sér. Tunga Flóahreppi, Selfoss (dreifbýli) 566 8191 / 699 1961 / tunga.is
27 LAUGABÚÐ Einstaklega sjarmerandi verslun sem rekin er í einu elsta verslunarhúsnæði landsins og selur gamaldags sælgæti, póst- og gjafakort skreytt myndum frá Eyrarbakka. Hér er forvitnilegt að reka nefið inn og kíkja á handunnar sápur, ullavöru og bækur tengdar svæðinu. Opið um helgar. Eyrargata, Eyrarbakki 483 1443 / Laugabúð | Facebook
KRAFTAVERK
ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR! Texti SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁRDAL Myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR
Á sumrin finnst mér fátt betra en að sitja úti í garði með vinum með nýsprottið grasið á milli tánna. Ekki sakar að vera með svalandi sumardrykk við höndina með klingjandi klaka í. Því miður fer maður oft auðveldu leiðina og fær sér gosdrykk eða eitthvað sambærilegt með tilheyrandi gervibragðefnum og öðrum aukefnum. Af hverju ekki að búa til drykk sjálfur frá grunni? Það er frábær tilfinning að vita nákvæmlega hvað maður er að setja ofan í sig og sína, þ.e.a.s. ferskt hráefni og engin aukefni. Þessir svaladrykkir hér á síðunum henta fyrir alla fjölskylduna en ef vill er hægt að hita aðeins upp í þeim, t.d. með skvettu af rommi, vodka eða tequila. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
63
JARÐARBERJA- OG ENGIFERDRYKKUR
– Eins bragðgóður og hann er fallegur. 4 glös 4 msk. fersk jarðarber eða hindber 3 bollar af vatni 1 tsk. rifið engifer fingurklípa af sjávarsalti 3 msk. hrátt hunang eða annað sætuefni Klaki Setjið allt í blandara og blandið vel saman. Sigtið hratið frá með sigti til að fá tæran drykk en það er alls ekki verra að skilja það eftir. Hellið síðan fullt af klaka út í og njótið.
64
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
SAKLAUS MOJITO
LÍMÓNAÐI MEÐ CHILI
Þetta er drykkur sem flestir kannast við með rommi, en án áfengis er hann alveg jafn góður. ef ekki betri.
Sterkur, hressandi en ekki fyrir alla.
4 glös slatti af myntulaufi 8 súraldin 4 msk. hrásykur sódavatn klaki Skolið myntulauf (munið að fjarlægja stöngla), setjið í mortél og steytið. Marin myntublöðin eru þá sett í botninn á fjórum glösum og klaki settur ofan í. Bætið matskeið af hrásykri í hvert glas. Kreistið tvö súraldin í hvert glas og setjið ca 3 súraldinsbáta í hvert þeirra. Hrærið eða þjappið með sleifarenda vel saman sykri, myntu og safa. Fyllið upp glasið með sódavatni. Skreytið með myntulaufi og fallegu röri.
8 lítil skotglös 5 sítrónur 2,5 bollar vatn 2-4 msk. sætuefni (við notuðum agave-síróp) 1 msk. fínmalað chili-duft klaki Kreistið sítrónur og hellið safanum út í vatnið. Bætið sætuefni og klaka út í, hellið chili-dufti yfir, hristið vel og berið fram. Gott er að drekka drykkinn úr litlum glösum.
Þessi skemmtilegu rör eru frá Íslenska pappírsfélaginu og fást á www.pappirsfelagid.is. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
65