LÍFIÐ ER FERÐALAG
– 300 handvaldir áfangastaðir Nr. 1 2020 2.450 kr.
ÍSLAND – ALLAN HRINGINN! B O R G A R F E R Ð T I L R E Y K J AV Í K U R GRÆNMETISBORGARI Á GRILLIÐ
4
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
FÓLKIÐ Á HRINGNUM „Haustið 2009 vann ég að verkefni sem fólst í að taka myndir af helstu ferðamannastöðum landsins. Verkefnið Hringvegurinn varð til meðfram því, sem eins konar hliðarverkefni. Í þessari ferð hitti ég marga áhugaverða karaktera, t.d. bónda við Dettifoss, og það hefur alltaf heillað mig að mynda fólk í sínu umhverfi.“ Baldur Kristjánsson 6
Baldur Kristjánsson hefur verið í fullu starfi sem ljósmyndari síðustu fimmtán árin. Hann tekur aðallega myndir fyrir auglýsingar og fyrirtæki en er alltaf með persónuleg verkefni á hliðarlínunni, sem oft snúast um að fanga margbreytileika mannlífsins.
Hvenær og hvernig hófst áhugi þinn á ljósmyndun og hvernig hefur hann þróast? „Pabbi var ástríðufullur áhugaljós myndari og átti flottar ljósmyndagræjur. Hvort sem við vorum á fótboltamóti eða í útilegu, þá var hann með mynda vélina á lofti. Um tólf ára aldurinn fékk ég að fara út með myndavélina þegar það voru þrjár, fjórar myndir eftir af filmunni og klára hana. Ég tók myndir af öndum, trjám og öðru sem á vegi mínum varð, en við bjuggum í nágrenni við Laugardalinn. Í áttunda bekk fór ég á
ljósmyndanámskeið í félagsm iðstöðinni, og þá kolféll ég fyrir ljósmyndun. Ég fékk ljósmyndagræjurnar hans afa, hætti í billjarð og borðtennis og fór í myrkra kompuna. Mér fannst skemmtilegast að mynda gamla, hrukkótta karla þar sem lesa mátti lífssöguna úr andliti þeirra. Stundum fékk ég afa mína tvo til að sitja fyrir á myndum. Síðan lá leiðin í Versló en þar er öflugt félagsl íf og útgáfustarfsemi, sem ég tók þátt í. Þá fór ég að vera með ljós og stílista við myndatökur, svo þetta þróaðist áfram.
Eftir stúdentinn tók ég ársfrí frá námi, gekk á milli auglýsingastofa og fékk ýmis verkefni. Planið var að læra svo hagfræði en eftir þrjár vikur á skólabekk hugsaði ég með mér, hvern er ég að blekkja? Mig langaði bara að taka myndir og sneri mér alfarið að því.“
Hver var innblásturinn að myndaseríunni Hringvegurinn? „Haustið 2009 vann ég að verkefni sem fólst í að taka myndir af helstu ferða mannastöðum landsins. Verkefnið
IBN.IS 7
UMHVERFISVITUND
GRÆNAR VÖRUR FYRIR SUMARIÐ
DR. BONNER
SWIMSLOW
QWETCH-STÁLFLÖSKUR
– alhliðasápa
– sjálfbær sundtíska
– halda heitu og köldu
Lífræna Castile-sápan frá Dr. Bonner er unnin úr lífrænum olíum, er án kemískra efna og því góð fyrir mannfólkið, jafnt sem jörðina. Hún er eina sápan sem þú þarft að taka með í ferðalagið því það má nota hana í bók staflega allt, fyrir utan hvað hún tekur lítið pláss í farangrinum. Castile-sápan hentar vel fyrir húð og hár, fjarlægir farða og er fín fyrir raksturinn. Hana má líka nota í þvottavélina, fyrir uppþvottinn og til hreingerninga. Meira að segja má tannbursta sig með sápunni, svo hrein er hún. Sápan kemur í tveimur útgáfum, fljótandi í brúsa og í stykkjum.
Fatahönnuðurinn Erna Bergmann stendur á bak við sundfatamerkið Swimslow. Sund bolirnir eru þægilegir og klæðilegir en Erna sækir innblásturinn í hönnunina til íslenskrar baðmenningar. Við hönnun og framleiðslu á þessum hátískusundfötum er sjálfbærni í fyrirrúmi og hugað að hverju smáatriði til að lágmarka áhrifin á umhverfið. Sundfötin eru úr endurunnu gæðaefni og er þráðurinn í efnið m.a. úr notuðum mottum og fiski netum. Sundfötin eru saumuð hjá litlu fjölskylduf yrirtæki á Ítalíu.
Vel úthugsaðar, stílhreinar og smart flöskur sem halda drykkjum heitum í allt að tólf tíma og köldum í allt að sólarhring, og lokið lekur ekki. Qwetch-flöskurnar henta vel fyrir útileguna, íþróttaæfinguna, í bílinn eða heima við tölvuna. Þær eru úr tvöföldu, ryðfríu stáli og koma í mörgum litum og stærðum. Qwetch er franskt fyrirtæki, sem er mjög umhugað um umhverfið og hollan og umhverfisvænan lífsstíl. Það gefur hluta af hagnaði sínum til góðra málefna. Flöskurnar eru framleiddar á sjálfbæran hátt í Kína, undir eftirlit Qwetch-teymisins. Einkunnarorð þeirra eru að með því að velja Qwetch ertu að velja sögu, sjálfbæra hegðun og traust vörumerki og vörur framleiddar af metnaðarfullu fólki.
mammaveitbest.is
swimslow.com
klaran.is
12
PLAN TOYS
JASON
THE ORGANIC COMPANY
– umhverfisvæn leikföng
– náttúruleg sólarvörn
– fallegir fjölnotapokar
Börnin eru sett í fyrsta sæti hjá umhverfis væna leikfangamerkinu Plan Toys. Í sumar er skóflusettið frá Plan Toys tilvalið í sand kassann, en það er vatnshelt og hentar vel fyrir íslenskt veðurfar. Plan Toys er fyrsta fyrirtæki í heimi sem endurnýtir gúmmítré til að framleiða viðarleikföng. Allt frá árinu 1981 hefur það unnið markvisst að því að búa til leikföng, með sjálfbærni og umhverfis vernd að leiðarljósi. Þroskandi leikföng, gæði, öryggi, náttúruleg hráefni, nýsköpun og samfélagsábyrgð eru í fyrirrúmi. Leikföngin frá Plan Toys eru án eiturefna og allt sem til fellur er endurnýtt.
Mikilvægt er að nota góða sólarvörn allt árið um kring, sem ver og verndar húðina. Jason-sólarvörn nærir húðina og ver hana fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Vörnin er eingöngu gerð úr náttúrulegum efnum og hefur reynst vel fyrir viðkvæma húð og þá sem þjást af ofnæmi. Í línunni er fjórar gerðir af sólarvörn; fyrir andlitið, börnin, alla fjölskylduna og svo er ein sem er sérlega vatnsþolin. Sólarvörnin inniheldur E-vítamín, shea-smjör, andoxunarefni og er laus við paraben og önnur skaðleg efni. Engar vörur frá Jason eru prófaðar á dýrum.
Þessa fallegu, fjölnota poka má nota aftur og aftur og aftur. Hugsunin á bak við pokana er að hægt sé að nota þá í nær hvað sem er, og draga um leið úr notkun á einnota plastpokum. Þeir eru tilvaldir í ferðlagið, gönguferðina, innkaupin og fleira. Pokarnir fást í nokkrum litum og þremur stærðum. Þeir koma frá danska fyrirtækinu The Organic Company, sem leggur áherslu á fallega hannaðar vörur úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull. The Organic Company var stofnað 2007 og framleiðir gæðavörur fyrir heimilið með samfélagsábyrgð og umhverfismál í fyrirrúmi.
plantoys.is, Fífa, Vistvera, Litla Sif, Mena
Hagkaup, Elba, Heilsuhúsið og heilsuvöruverslanir
Salt, Kringlunni
IBN.IS 13
GLA ÐLOF T FJ A L L G A N G A O G G Ó Ð U R M A T U R
Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson hafa alla tíð verið mikið náttúrufólk, matgæðingar og elska hvers kyns útivist. Kalli eins og hann er kallaður, stundar fluguveiði af mikilli ástríðu og Valentína hefur mikið dálæti á að ganga á fjöll. Þau segja nauðsynlegt að eiga sitt áhugamál þar sem þau vinna saman alla daga en þau eiga og reka fyrirtækið Móðir náttúra þar sem þau hafa framleitt tilbúna grænmetisrétti í 16 ár. Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Ég hitti Valentínu og Kalla, eins og hann er kallaður, í Básum í Þórsmörk í fyrrasumar þar sem þau voru að grilla óvenju girnilegan grænmetisborgara. Það var greinilegt að þarna var þaulvant fólk á ferð, sem gat gert einfalda hamborgaramáltíð að einhverju sem þú átt ekki von á í útilegu. Ég fékk leyfi til að smella af nokkrum myndum og tók um leið af þeim loforð um að fá uppskriftina og fá að ræða við Valentínu um óþrjótandi áhuga hennar á fjallgöngum. Þegar ég spyr Valentínu út í gönguá hugann segir hún að hann hafi alltaf blundað í henni og hefur alltaf dáðst af konum sem erum að ganga á fjöll fram eftir öllum aldri. Ég sá alltaf sjálfa mig í anda fjörgamla á fjöllum. „Svo gerðist það þegar ég varð fimmtug, að ég upplifði sterkt að ég væri ekki eilíf og þyrfti að fara að vinna í því strax að láta drauma mína rætast. Ég áttaði mig á því að ég þyrfti strax að byrja að ganga ef ég ætlaði að vera í nógu góðu formi um áttrætt. Ég þyrfti að nýta tíma nn vel og styrkja mig líkamlega fyrir framtíðina. Ég byrjaði rólega en því meira sem maður gengur, þeim mun meira nýtur maður þess. Ég fann hvernig ég styrktist, og þá verður þetta
auðveldara og kallar á meira. Nú þarf ég bókstaflega að fara í fjallgöngu.“ Ekki stendur á svörum þegar við ræðum um hvað hún fái út úr því að ganga á fjöll. „Það er bara lífsnauðsynlegt fyrir mig að ganga á fjöll. Mér líður alltaf betur á eftir enda losar líkaminn sig við uppsafnaða streytu og hleður mann af hamingjuvítamínum. Líka það að vera úti í náttúrunni og fá tengingu við öll náttúruelementin. Maður fær jarðtengingu, upplifir ilminn, fuglasönginn og fegurðina í víðáttunni. Þetta er einhvers konar vitundarsamband við náttúruna og eflir trú manns á lífið og tilveruna.“ Fyrir tæpu ári ákvað Valentína að taka þetta skrefinu lengra og skráði sig í gönguhóp hjá Útivist. Þar er hún með göngudagskrá frá ágúst fram á vor, og sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég var alltaf treg að fara í svona hópa, en svo kom í ljós að það er alveg frábært. Maður kynnist góðu fólki sem á eitthvað sameiginlegt. Þegar maður er ekki með svona pró gramm er hætta á að maður fresti því að fara út ganga, en nú er þetta bara ákveðið fyrir mig. Fyrir vikið er ég rólegri á milli IBN.IS 19
DÚKAÐ BORÐ Á FJÖLLUM – Hjónin Guðrún Jóhanna og Halldór Ingi ferðast um landið allan ársins hring á húsbílnum Rauðspretti. Á veturna eru skíðin með í för en á sumrin er þeim skipt út fyrir fjallahjólin og veiðistangirnar.
Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Halldór Ingi og Guðrún Jóhanna
„Kosturinn við bílinn er að það er hægt að stoppa hvar sem er og við erum ekki bundin við einn stað, sem er mikið frelsi. Við erum oft ein í heiminum á undurfallegum stöðum.“
26
Lengi vel áttu Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Ingi Guðmundsson góðan tjald vagn en fyrir um þremur árum rættist gamall draumur þegar þau fundu húsbíl á netinu, sem þau ákváðu að kaupa. Bíllinn þarfnaðist að vísu viðgerðar en hann er fjórhjóladrifinn og þannig útbúinn að hann kemst hvert á land sem er. „Það var skilyrði því við förum mikið upp á hálendið og á fáfarnari staði. Ekki kom annað til greina en að fá bíl sem þyldi vel íslenskar aðstæður. Þetta var verkstæðisbíll úr Ölpunum og keyptur í gegnum Þýskaland. Við ákváðum strax að hanna bílinn fyrir ferðalögin okkar og áhugamál, en við förum oft á skíði, hjólum mikið og veiðum,“ segir Guðrún, sem er sérfræðingur hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og jógakennari. Halldór hefur að mestu séð um endurbætur á bílnum með góðri aðstoð vina sinna og liggur mikil vinna þar að baki. Úr varð að allt var rifið innan úr bílnum, hann einangraður eftir kúnstarinnar reglum og í hann sett öflug mið stöð en Guðrún segir það lykilatriði svo hægt sé að nota húsbílinn allt árið um kring. Einnig var sett eldhús og salerni í bílinn. „Innréttingarnar eru frekar róbúst og allt þarf að vera pikkfast. Þegar bíllinn kom til landsins var hann svo upplitaður að hann var bleikur en eftir að Halldór pússaði hann kom í ljós rauður litur. Síðasta vor var bíllinn sprautaður fagur rauður og þar sem hann er af gerðinni Sprinter hlaut hann nafnið Rauðsprettur,“ segir Guðrún, en þau hjón eru alsæl með bílinn. „Við notum hann líka afar mikið. Á sumrin förum við nær allar helgar í útilegur og tökum svo eitt langt frí. Hálendið og Vestfirðir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur en Halldór á ættir að rekja til Dýrafjarðar. Kosturinn við bílinn er að það er hægt að stoppa hvar sem er og við erum ekki bundin við einn stað, sem er mikið frelsi. Við erum oft ein í heiminum á undurfallegum stöðum. Í fyrra vorum við t.d. á ferð yfir Kollafjarðarheiðina um
miðnætti í frábæru veðri. Við ákváðum að stoppa og sátum úti í 17 stiga hita. Ferð í Mjóafjörð fyrir austan stendur líka upp úr en þar er mikil náttúrufegurð,“ rifjar Guðrún upp, og bætir við að þau leggi líka oft á tjaldsvæðum. „Svo erum við með Veiðikortið og notum það óspart. Ef við veiðum góða sjóbleikju er hún auðvitað elduð á staðnum,“ segir Guðrún en þau hjón passa að skilja ávallt vel við eftir sig. Í raun er bíllinn í sífelldri hönnun og endur nýjun og næsta skref er að bæta við bekk, sem hægt er að fella saman og svo stendur til að bæta við sætum svo barnabörnin komist með í ferðalagið. Oft ræður veðrið því hvert Guðrún og Halldór fara en hún segir þau þó ekki nenna að keyra í 4–5 tíma til að komast í sól fyrir eina helgi. En hvernig haga þau undirbúningi ferðalaga? „Áður en við förum í fyrstu alvöruferðina á vorin tökum við til allt sem til þarf, svo sem þurrvöru, krydd og olíu, fatnað og annan útbúnað og hlöðum bílinn fyrir sumarið. Við kaupum fersk vöru á ferðalaginu og helst beint frá býli. Svo dúka ég alltaf upp á ferðalögum, það verður allt miklu huggulegra með dúk, servíettum, lugtum og kertum,“ segir Guðrún. En hvað skyldi vera ómissandi í ferðalagið? „Fyrir utan dúkinn og almenn huggulegheit finnst mér gott að hafa góðar fugla- og jurtabækur við höndina. Það er svo gaman að spá í náttúruna, þekkja fuglana, finna út hvað grösin og jurtirnar heita og vita hvað er hægt að nýta í matargerðina. Ég vil ekki bara vera inni í bíl og keyra endalaust heldur stoppa oft og hreyfa mig, vera partur af náttúrunni.“ Hvaða ráð áttu fyrir fólk sem hefur áhuga á að ferðast meira? „Koma sér upp grunnbúnaði og góðum útivistarfatnaði. Það kostar sitt en endist líka í áraraðir. Gott er að hafa nóg af teppum og eitthvað hlýtt til að sofa á í tjaldi, t.d. gæru, enda ekkert gaman að vera í kulda og vosbúð. Svo er bara að leggja af stað.“
Útsýnið úr glugganum er síbreytilegt.
Það er nóg pláss fyrir hjól og annan farangur undir rúminu.
Bíllinn er smekklega skreyttur og mjög hlýr, enda með kraftmikilli miðstöð. IBN.IS 27
30
FRELSUM MAGANN Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir
Líkt og um árið þegar geirvörtur voru frelsaðar af ungum konum um allan heim í „free the nipple“ byltingunni, þá datt nokkrum konum í fjallgöngu í hug að kominn væri tími til að frelsa magann og standa fyrir „free the belly“ byltingu. Þessi hugmynd kviknaði á göngu á Vestfjörðum, nánar tiltekið á milli Kollsvíkur og Breiðu víkur inn í fallegu gili. Hópurinn, sem samanstóð af mér og fleiri konum á besta aldri, ákvað að taka nestispásu á þessum skjólsæla stað þar sem lítill foss féll fram af klettavegg. Áður en við vissum af stóðum við flestar naktar undir kaldri fossabununni. Þar sem við stóðum á bakkanum og létum sólina þurrka okkur, ásamt pínulitlu göngu handk læðinu, barst talið að maganum. Ungar konur hafa eflaust ekki hugmynd um að með aldrinum verður maginn mun meira “issue” en brjóstin. Maginn á það til að trana sér fram eftir því sem árin líða, og þar af leiðandi er hann farinn að berjast um athyglina, og brjóstin eiga oft undir högg að sækja. Við reynum að fela magann undir víðri skyrtunni, hættum að klæðast bikiníi og hugsum okkur að við dílum við hann seinna. En er ekki bara málið að sleppa takinu og láta allt flakka, breyta hugarfarinu og hugsa um fallegt hlutverk magans og gefa honum alla þá ást sem hann á skilið. Naflinn minnir okkur jú á lífið fyrstu níu mánuðina inn í móðurkviði og allt það líf sem hann hefur haldið utan um. Og munið þið eftir fyrstu árunum þegar mallakúturinn þótti svo mikið krútt, barnabumban var elskuð og við leyfðum öllum að dást að fallegri bumbunni. Það er ekki að ástæðulausu að orðatiltækið Nafli alheimsins varð til! Fegurðin liggur í fjölbreytileikanum, honum ber að fagna. #frelsummagann IBN.IS 31
LÖNGUFJÖRUR / MYND: GG
9,554 km² 16,600 íbúar 5% landsmanna west.is
Flatey
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR
34 22
14 15 24 Stykkishólmur
58
13 10
Hellissandur
33
21
576
16
Ólafsvík Grundarfjörður
574
56
54
29 6 9
8
7
5 35 19
20
VISSIR ÞÚ AÐ ... Mestu líkurnar á að sjá haförn, stærsta og sjaldgæfasta ránfugl landsins, sem oft er nefndur konungur fuglanna, eru við Breiðafjörð. Lengsti hraunhellir á Íslandi er Surtshellir í Hallmundar hrauni og í sama hrauni er Víðgelmir, sá stærsti á landinu. Deildartunguhver í Reykholtsdal er vatnsmesti hver í Evrópu. Úr honum koma 180 lítrar af 100 gráðu heitu vatni á sekúndu. Snæfellsjökull er hæsta fjall Snæfellsness og er enn virk eldstöð. Hann er einn af sjö stærstu orkustöðvum jarðar, sem útskýrir eflaust af hverju margir telja sig endurnærast í návist hans. Kirkjufell við Grundarfjörð er mest myndaða fjall á Íslandi og er á lista yfir tíu fallegustu fjöll heims. Glymur í Botnsdal, innst í Hvalfirði, er næsthæsti foss landsins en fallhæðin er 198 metrar. Eyjarnar við Breiðafjörð eru nær óteljandi en eru sennilega um 2.700–2.800 talsins.
54
32
36
60 68
Laugarbakki
Borðeyri
59
Búðardalur
1
54
25
1
60
4
Bifröst
54
12 23
3 Varmaland
Reykholt
50
518
2
28 31
Kleppjárnsreykir
Borgarnes
11 17 18
Hvanneyri
50
550
27 1
47
26
30 1
Akranes 47 48
IBN.IS 35
Nýtt Örnu skyr er komið í verslanir og að sjálfsögðu í umhverfisvænni umbúðum. Viltu hreint, með vanillu eða með súkkulaði- og lakkrísbragði? Þitt er valið. Arna – Fyrst og fremst laktósafrí.
arna.is
9.400 km2 7100 íbúar 2% landsmanna westfjords.is RAUÐISANDUR / MYND: JÓN ÁRNASON
SVARFAÐARDALUR / MYND: JÓN ÁRNASON 48
36.530 km2 37.600 íbúar 10 % landsmanna north.is IBN.IS 49
Héraðsprent
Fjarðabyggð þú ert á góðum stað
Hvert sem leiðin liggur um Austurland er ferð til Fjarðabyggðar hverrar mínútu virði. Kynntu þér fjölbreytta möguleika svæðisins í ferðaþjónustu og afþreyingu og njóttu Fjarðabyggðar í allri sinni dýrð í sumar.
FJARÐABYGGÐ
Sjáumst í Fjarðabyggð í sumar!
22,721 km² 13,173 íbúar 4% landsmanna east.is VÍKNASLÓÐIR / MYND: GG
IBN.IS 57
ÞAKGIL / MYND: JÓN ÁRNASON
30.966 km2 31.150 ĂbĂşar 12 % landsmanna south.is
GUNNUHVER / MYND: ROMAN GERASYMENKO
829 km2 28.006 ĂbĂşar 13% landsmanna visitreykjanes.is
DÝPRI VIRKNI Öflugt dagkrem fyrir þroskaða og þurra húð. Gefur mikla DÝPRI VIRKNI næringu og vörn. Endurnýjar ljóma og mýkt húðarinnar. Öflugt dagkrem ogþroskaða þurra húð. Öflugt fyrir olíu þroskaða serum fyrir ogGefur þurramikla húð. næringu og vörn. Endurnýjar ljóma og mýkt húðarinnar. Öflugt olíu serum fyrir þroskaða og þurra húð.
Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir, Lyfja Smáralind og Granda, Urðarapótek og Systrasamlagið Netverslun: heilsuhusid.is og elba.is Sölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir, Lyfja Smáralind og Granda, Urðarapótek og Systrasamlagið
Dr. Hauschka Ísland
101
BORGARFERÐ Í REYKJAVÍK M AT U R
MENNING
GRANDINN
HÖNNUN
HANDVERK
DAGSFERÐ 3
HÖNNUN OG HANDVERK Hvergi finnurðu fjölbreyttari flóru af verslunum með íslenska hönnun og handverk en í miðborg Reykjavíkur. Búðu þig undir einstakar freistingar. Þú hefur hönnunar- og verslunarferðina í Garðastræti, þar er gullfalleg slow hönnunarverslun As we Grow. Þaðan gengur þú niður hið gamalgróna Fischersund, þar sem þú eltir ilminn inn í Fischer, sem er upplifun að heimsækja. Í Kvosinni er ómissandi að stoppa hjá Koggu keramiker og í Kirsuberjatrénu áður en þú tekur stefnuna á Bankastrætið, þar sem þú finnur Aurum. Þá gengur þú upp regnbogann á Skólavörðustíg í Rauðakrossbúðina á Bergstaðastræti, sem selur notaðar hönnunarflíkur, sem bíða eftir framhaldslífi með þér. Ofarlega á Klappastíg er vinnustofa og verslun Hildar Hafstein, skartgripahönnuðar, og rétt ofar, á Skólavörðustíg, er svo hönnunarverslunin Agustav með viðarhúsgögn. Rétt áður en komið er að Hallgrímskirkju, efst á Skólavörðustíg, er verslunin Tulipop. Á leiðinni niður á Laugaveg um Klappastíginn kalla nýbakaðir snúðar Brauð & co á þig, og er tilvalið að gæða sér á einum slíkum. Á Laugavegi má skoða íslensk úr hjá Gilberti úrsmið, velja sér regnfatnað í Reykjavík Raincoats og fara þaðan í verslun Farmers and Friends til að velja eitthvað fallegt á þig eða þína. Óhætt er að mæla með kvöldverði á Sumac eftir vel heppnaða verslunarferð.
IBN.IS 87