Vetur 2018 Sýnishorn

Page 1

R

R SUMAR H VO ST AU

VET U

4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5

HEILSA

ANDLEG|LÍKAMLEG Nr

Heilbrigt heimili

2.250 kr.

MATTHILDUR NÁTTÚRULÆKNIR GENGIÐ Á SNJÓÞRÚGUM BÆTT LOFTGÆÐI INNANHÚSS

. 1 2018


1

1 1 1

2

Nýársdagur

2

3

1

4

2

1

5 6

Þrettándinn

7

1

5

3

Baráttudagur verkalýðsins

3 4 5

2

3

2

Annar í páskum

3 4

2

1

Páskadagur

1

2

5

3

2

6

4 5 Alþjóðlegur dagur dýranna

4

1

6 7

2

2

6

4

1

6

3

7

5

2

3

3

7

5

2

7

4

8

6

3

8

4

4

8

6

3

8

5

9

7

4

9

Sjómannadagurinn

8

5

5

9

7

4

9

6 Frídagur verslunarmanna 10

8

5

10

9

6

6

10

8

5

10

7

9

6

11

10

7

7

6

11

8

12

10

7

12

11

8

8

7

12

9

13

11

8

13 14

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

11

9

12

10

Uppstigningardagur

11

12

9

9

13

11

8

13

10

14

13

10

10

14

12

9

14

11

15

11

14

11

15

13

Mæðradagurinn

10

15

12

16

Dagur íslenskrar náttúru

12

9

13

10

14

11

15 Feðradagurinn

16

15

12

Bolludagur

12

16

14

11

16

13

17

15

12

17

16

13

Sprengidagur

13

17

15

12

17

14

18

16

13

18

17

14

Öskudagur

14

18

18

15

15

19

16

16

20

17

17

21

19 20

Bóndadagur

Sumardagurinn fyrsti

16

13

18

15

19

17

14

19

17

14

19

16

20

18

15

20

18

15

20

17

21

19

16

19

16

21

18

22

20

17

22

22

19

23

21

18

23

23

20

24

22

19

24

20

Hvítasunnudagur

17

21

Annar í hvítasunnu

18

21

18

18

22

22

19

19

23

23

20

20

24

22

19

24

21

21

25

23

20

25 26

Dagur jarðar

22

22

26

24

21

23

23

27

25

22

27

24

28

25

Konudagur

Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Kvenréttindadagurinn

Sumarsólstöður

25

23

20

25

Jóladagur

26

24

21

26

Annar í jólum

26

23

27

25

22

27

27

24

28

26

23

28

28

25

29

26

26

23

27

24

30

28

25

30

27

26

31

28

26

26 27

31

28

28 29

29 30 Skírdagur

30 Föstudagurinn langi

31

31

Þorláksmessa Aðfangadagur jóla

21

29

27

Vetrarsólstöður

22

28

29

21

24

24

30

Dagur íslenskrar tungu

25

25

Jónsmessa

Fyrsti í aðventu

3

1

4

Fullveldisdagurinn

27

29

28

30

29

31

29

24

29

25

30

29

26

31

30

27

31

28

27

30

Fyrsti vetrardagur

28

29 30

30

Skipulag fyrir DAGINN HELGINA VIKUNA

Einn dag í einu

ibn.is

Verkefni sem verða að vera í forgangi – sama hvað! Heilsa / Útivera / Slökun Vinir / Fjölskylda / Maki Heimilið / Fjármál Annað

Aðgerðarlisti fyrir hvert verkefni

Fólk k

Hverja þarftu að ná í eða ert að bíða eftir svari frá

Kvöld Kvöld

Hvað er í matinn? Hvað á að gera?

Gamlársdagur



EFNI

18 Á SNJÓÞRÚGUM Í samhljómi við náttúruna 26 BJARTSÝNI LENGIR LÍFIÐ Úr bókinni 10 ráð... 28 VEIT HVAR MÖRKIN LIGGJA Matthildur Þorláksdóttur 37 VILL GEFA KONUM KRAFT Ný tegund skjaldkirtilsvanvirkni 42 KJÖLFESTA Endurnýttur efniviður 48 HEILBRIGT HEIMILI Innlit á grænt heimili í Skerjafirði 56 LOFTAR VEL UM HEIMILIÐ? Vanmetin verðmæti

18

64

58 MONSTERA DELICIOSA Pistill frá plöntumömmu 61 KODDAVALKVÍÐI Veldu rétta koddann 64 HANNAÐ INN Í HRINGRÁS Framtíðarsýn vöruhönnunar 70 ÁBYRG Á TÚR Vistvænar blæðingar 74 GRÆNMETIS VETRARVEISLA Gómsætar uppskriftir 79 HEIT SÚPA Úr Vítamix blandara

48

26

82 TÍMINN ER NÚNA Björg Þórhallsdóttir listakona 84 SKRIFAÐU 2018 Nýtt ár er eins og óskrifað blað

FASTIR LIÐIR

34 4 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

06. RITSTJÓRNARPISTILL 08. MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Runólfur Jónatan Hauksson 14. BÆKUR 16. UMHVERFISVITUND – Græn heilsurækt 23. MÁLSTAÐURINN – Sigþrúður Jónsdóttir 34. FYRIRTÆKI TIL FYRIRMYNDAR – Systrasamlagið 80. GOTT FRÁ GRUNNI – Kasjúhnetuostur 86. MOLAR 88. HUGLEIÐING – Gísli Pálsson

16


RITSTJÓRN

mýkri

MARKMIÐ

Nýársbrumið getur verið yfirþyrmandi. Eftir ofgnótt af neyslu um hátíðarnar byrjar nýja árið einnig með látum, rosalegum útsölum og metsölu í líkamsræktaráskriftum. Margir byrja árið með krafti því nú skal gera allt á einu bretti. Við þráum öll að gera betur en mín uppástunga fyrir árið 2018, eftir að hafa lært margt af fróðum viðmælendum tölublaðsins, er að við setjum okkur mark mið sem eru örlítið mýkri. Slökum meira á, hlæjum meira, förum oftar í nudd, gerum heimilið að griðarstað, gerum meira af því sem nærir okkur, tökum lífinu aðeins léttar og nýtum til dæmis umferðar teppur í að syngja með góðri tónlist.

FÓLKIÐ

Heilsa og umhverfismál eru leiðarstef blaðsins, tvö málefni sem eru óhjákvæmilega f léttuð saman, því heilsan okkar getur varla orðið betri en ástand jarðarinnar sem við búum á. Í þessu blaði fræðumst við um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða þegar kemur að heilsu frá náttúru lækninum Matthildi Þorláksdóttur. Við heyrum í fyrsta sinn um vanvirkan skjald kirtil, tegund tvö, sem er erfitt að greina. Fáum leiðbeiningar í að velja rétta koddann, sjáum hvernig hægt er að fara í fjallgöngu á veturna og fáum staðfestingu á því að það er ekki einungis hláturinn heldur einnig bjart sýnin sem lengir lífið. Við reynum einnig að gera heimilið umhverfis vænna og fáum innblástur frá Evu Dögg Rúnarsdóttur, jóga kennara og fata hönnuð, sem leggur metnað í að heimili sitt sé umhverfis vænt og eiturefna laust svæði. Við skoðum loft-

gæði heimila og hvernig hægt er að bæta þau og hittum fyrir Garðar Eyjólfsson vöru hönnuð sem fræðir okkur meðal annars um mikilvægi hring rásar í íslenskri hönnun. Við kynnum einnig til leiks tvo nýja fasta liði, sem við erum sérlega stolt af. Sá fyrri kallast Málstaður inn en þar munum við taka einstaklinga tali sem hafa barist fyrir náttúrunni eða öðrum málefnum á einn eða annan hátt. Seinni liðinn köllum við svo Fyrirtæki til fyrirmyndar en þar hittum við fyrir „róttæka“ fyrirtækjaeigendur sem hafa umhverfis- og samfélagsmál að leiðarljósi. Við hjá ÍBN óskum lesendum okkar gleðilegs árs og vonum að efni blaðsins veiti ykkur góðan og heilbrigðan innblástur til að lifa betur á nýja ári. Dagný B. Gísladóttir Ritstýra

ÁBYRGÐAMAÐUR OG ÚTGEFANDI GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR RITSTÝRA DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓT TIR HÖNNUN BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR OG GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR LJÓSMYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR, JÓN ÁRNASON, RUNÓLFUR JÓNATAN HAUKSSON, ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON, SILVIO PALLADINO, JOHANNA SEELEMAN, PAUL BONLARRON, FLOOR KNAAPEN MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓT TIR, GEORGE STAPLETON, ÁSTA KAREN ÁGÚSTSDÓT TIR, BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR TEXTI ELÍN HRUND ÞORGEIRSDÓT TIR, DAGNÝ BERGLIND GÍSLADÓT TIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR, ÁSTA KAREN ÁGÚSTSDÓT TIR, BERGDÍS SIGURÐARDÓT TIR, ANNA SÓLEY VIÐARSDÓT TIR, BERGLIND GUÐMUNDSDÓT TIR, BERTIL MARKLUND, ÁSTA ANDRÉSDÓT TIR, BJÖRG ÁRNADÓT TIR, GÍSLI PÁLSSON PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓT TIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓT TIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG www.ibodinatturunnar.is LAUSASÖLUVERÐ 2.250 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN PRENTMET, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.

6 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

ÍS Í

nærMYND

Runólfur Jónatan Hauksson, kallaður Ronni, er áhugaljósmyndari sem vann um árabil sem skipstjóri á Jökulsárlóni. Honum fannst synd að mynda ekki fegurðina sem hann sá nánast daglega í vinnu sinni og fjár festi þá í sinni fyrstu myndavél. Síðan þá hefur hann verið óstöðvandi með myndavélina en náttúran er hans helsta viðfangsefni, og þá sérstaklega ísjakar og hellar og nærmyndir af þeim.

Umsjón Dagný Berglind Gísladóttir

8 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 9


GENGIÐ Á SNJÓÞRÚGUM

í samhljómi

Á sumrin ganga Íslendingar víða um fjöll og heiðar en á veturna leggst margt göngufólk í dvala og nýtur náttúrunnar í minna mæli. Með stórauknum fjölda ferðamanna fylgja fjölbreyttari upplifanir og leiðir til útivistar, og er ganga á snjóþrúgum ein af þeim. Hjónin Leo og An- Katrien reka ferðaþjónustuna Wide Open á Akureyri sem skipuleggur snjóþrúguferðir yfir vetrar tímann, þegar allt er hulið í snjó, og styttri og lengri göngur á sumrin. Þau segja ekki síður spennandi að upplifa íslenska náttúru að vetri til en á sumrin. Á veturna breytist óaðgengilegt mýrlendi í fannhvíta breiðu, sem er eins og paradís fyrir snjóþrúgur. Birtuskilyrðin breyta sjónarhorninu á hverju augnabliki og það er alltaf nýtt landslag við sjóndeildarhringinn. Texti Bergdís Sigurðardóttir Myndir Einkasafn

Leo og An- Katrien með son sinn Sindra sem er eins árs.

18 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Leo og An-Katrien eru frá Belgíu en fluttu til Íslands fyrir fimm árum. Þau eru miklir náttúruunnendur og segjast hafa fallið fyrir landi og þjóð þegar þau komu hingað í fyrsta skipti fyrir fimmtán árum, áður en ferðamannabylgjan hófst fyrir alvöru. Þau segja að þótt Belgía sé fallegt land, með merkilega byggingasögu og frábæra matar menningu, þá sé engin ósnert náttúra eftir þar lengur. „Belgía er þrisvar sinnum minna land en Ísland

en þar búa ellefu milljónir manna. Fyrir útivistarfólk eins og okkur er Ísland því ákaflega heillandi. Við elskum krefjandi gönguferðir utan alfaraleiðar og hófum fljótlega að skipu leggja útivistar- og gönguferðir hér á landi fyrir belgíska ferðaskrifstofu og eyddum heilu sumrunum uppi á fjöllum sem leiðsögumenn eða okkur til ánægju og yndisauka.“Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun voru mikið í umræðunni á þessum tíma, og vöktu fréttir af málinu


Hrífandi fegurð íslenskrar náttúru er óumdeild með stórbrotnum og ósnertum svæðum sem skilur áhorfandann eftir agndofa.

VIÐ NÁTTÚRUNA mikinn áhuga hjá Leo og An-Katrien. Þau ákváðu að skrifa grein um málið sem birtist í belgíska tíma ritinu MO og lögðust því í heilmikla rannsóknar vinnu. „Við töluðum við alls konar fólk sem kom að málinu frá ólíkum hliðum og flugum meira að segja með Ómari Ragnarssyni að stíflunni og eyddum frábærum tíma með honum fyrir austan.“ Nokkru síðar hafði belgíska ferða skrifstofan samband við Leo og bað hann um að vera leiðsögumaður í einnar viku snjóþrúguferð um Landmannalaugar. „Ég varð strax mjög spenntur að fá tækifæri til að komast á há lendið að vetri til og sá í hyllingum að liggja í náttúru laug umkringdur snæviþökktum fjöllum. Eina vandamálið var að ég hafði aldrei farið á snjóþrúgur áður. Ég sagði eiganda ferða skrifstofunnar það en hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, það væri ekkert mál að ganga á snjóþrúgum. Þetta væri eiginlega eins og að ganga nema bara miklu skemmtilegra. Ferðin reyndist stórkostleg í alla staði og við það varð ekki aftur snúið. Vetrarútivistin hafði náð tökum á mér.“

Góðir hlutir gerast hægt og það liðu nokkur ár áður en snjóþrúguævintýrið hófst fyrir alvöru hjá Leo og An-Katrien. Vorið 2013 ákváðu þau að prófa að búa í eitt ár á Íslandi. Þau langaði til að upplifa veturinn, kyrrðina og myrkrið en einnig að læra íslensku. Akureyri varð að lokum fyrir valinu. „Við komum þangað á fallegum sumardegi í maí og mættum einstak lega hlýju viðmóti frá fólkinu. Okkur langaði líka svo til að upplifa hvítan vetur og vera laus við stressið sem fylgir því að búa í höfuðborginni. Við erum enn mjög ánægð að hafa valið Akureyri, og deilum nú gleðinni með Sindra syni okkar sem er eins árs.“ Fyrsta veturinn var Leo að vinna í Hlíðarfjalli á Akureyri. Dag einn kom þungur snjóstormur og þurfti að loka bæði Víkurskarði og Öxnadalsheiði. Þá fær hann hringingu frá Geir Gíslasyni, framkvæmda stjóra Akureyri Backpackers, sem spyr hvort hann geti haft ofan af fyrir hópi af þýskum túristum sem væru veðurtepptir. „Geir sagðist geta leigt snjóþrúgur ef ég væri til í að vera leiðsögumaður

Ganga á snjóþrúgum er eins og venjuleg ganga nema aðeins gleiðari og það tekur enga stund að venjast. Því meiri sem snjórinn er því hærra þarf að lyfta hnjánum. Til að ganga upp brekku er betra að stytta skrefin og ýta göddunum vel niður og þegar farið er niður brekku er gott að beygja hnén og halla sér aðeins aftur. Til að beygja þau er einfaldast að setja annan fótinn fyrir framan hinn og snúa honum í þá átt sem á að ganga, færa svo hinn fótinn samsíða.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 19


MÁLSTAÐURINN

SIGÞRÚÐUR JÓNSDÓT TIR

VERNDUM ÞJÓRSÁRVER! Umsjón Dagný B. Gísladóttir Myndir Einkasafn / Ólafur Már Björnsson

Náttúrufræðingurinn og umhverfisverndarsinninn, Sigþrúður Jónsdóttir, hefur unnið markvisst að vitundar vakningu um einstaka náttúru Þjórsárvera árum saman. Hún hefur verið í framvarða sveit þeirra sem hafa staðið fyrir baráttufundum og safnað undirskriftum gegn virkjunaráætlunum á svæðinu sem og gert athuga semdir við hvernig ferlum til slíkra framkvæmda er háttað. Sigþrúður hlaut nýlega Náttúruverndar viðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir baráttu sína fyrir verndun svæðisins. En árið 2017 var loksins samþykkt að friðland Þjórsárvera yrði fjórfaldað að stærð.

Hver er þinn bakgrunnur? Ég er alin upp í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, þar sem ætt mín hefur búið síðan um 1840, svo ég á þar djúpar rætur. Ég var ánægð með að eiga heima í sveit. Dýrin voru vinir mínir og snemma fór ég að þekkja blóm og plöntur og njóta þess að ganga um hagana heima. Eins og önnur börn í sveit inni fór ég í Ásaskóla, auðvitað með skólabíl. Ég held að skóla stjórinn sem þá var, Birgir Sigurðsson rithöfundur, hafi líka haft áhrif á hvernig ég leit á landið og náttúru þess. Eftir stúdentspróf frá MH nam ég líf fræði við HÍ einn vetur en fór síðan til Wales þar sem ég tók BS-próf í landbúnaðarfræðum og síðan MS-próf í beitar- og úthagafræði. Hvernig kviknaði áhuginn á málstaðnum? Ég er alin upp við frásögur af afréttinum, en Þjórsárver eru nyrsti hluti Gnúpverja afréttar, þ.e. öll verin vestan Þjórsár tilheyra honum. Ég hreifst af þessum frásögnum og skynjaði að þarna væri eitthvað sérstakt að finna, ekki síst fyrir innan Sand, eins og svæðið var kallað. Þangað vildi ég fara og komst þangað fyrst haustið 1984 í fjallaferð. Það var engu líkt og

ógleymanlegt að vera stödd í þessum mikla fjallasal andstæðna, lítt gróinn sandur, stórkostlegur gróður og svo hvítur Hofsjökull í bakgrunni. Þarna var ég loks komin á hryssunum mínum tveimur ásamt öðrum fjallamönnum.

Af hverju telur þú að vernda þurfi Þjórsárver? Vegna gróðursins sem er einstaklega tegundaríkur og mikill, bæði vot lendi, t.d. freðmýrar og þurrlendi, vegna vistkerfanna, landslagsins og landslagsheildarinnar, víðernisins sem þarna er og fugla lífið. Þarna eru t.d. mikilvægar varpstöðvar heiðargæsa stofnsins, menningar minjar og mikil friðsæld. Þjórsárver eru einstök og aðeins einn slíkur til á jörðinni. Hefur baráttan náð einhverju fram? Já, svo sannarlega. Upp úr 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum Þjórsár verum með risa stóru uppistöðu lóni. Þá var efnt til fundar hér í sveit til þess að ræða þessi áform og þar var samþykkt mjög skýr og ákveðin ályktun gegn þessum hugmyndum. Það varð til þess að hik kom á málið og ekkert varð af. En hugmyndin dó ekki heldur breyttist og mikil fundahöld tóku við og lónið minnkaði smám saman. Árið 2001, eftir nokkurt hlé á málinu, var enn ein útgáfan sett í umhverfismat, lónshæð í 757 m.y.s. og lónið hefði orðið rúmir 30km 2 . Þá hófst á ný mjög hörð og löng barátta og má segja að sá árangur hafi náðst því búið er að stækka friðlandið, og þá ætti ekki að vera mögulegt að byggja stíflu og gera lón. Hvað gefur þetta þér? Svona barátta gefur mér svo sem ekkert, nema vinnu og áhyggjur, en baráttan er knúin áfram af hugsjón. Það er ekki nokkur leið að gera ekki neitt þegar sannfæringin er sú að Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 23


Hver er draumsýn þín fyrir þetta svæði og landið í heild? Minn draumur er að Þjórsárver fái að vera í friði og fái að þróast á eigin forsendum. Hvað landið varðar þá verðum við að breyta hugsunarhætti og hætta að ofnýta og eyðileggja vistkerfin. Ég er að tala um sjálf bæra landnýtingu sem gengur ekki á auðlindir og eyðir þeim ekki. Því miður hefur borið á því að hugtakið sjálf bær er misskilið. Eitthvað minnisstætt atvik sem hefur skipt sköpum, eða saga sem tengist þessu ferli öllu? Þetta er orðin 45 ára löng og flókin saga og fjölmörg atriði sem hafa skipt máli. Áfangar hafa náðst með litlum skrefum en ekki stökkum. Stór og fjölmennur fundur, sem haldinn var í Austurbæjarbíói í nóvember 2002, er mér mjög minnisstæður.

Þar fann maður eldmóð, mikla samstöðu og einstakan anda sem gaf okkur, sem þá stóðum í stafni, von og kraft. Þessi fundur hafði áhrif á ráðamenn.

Ef fólk vill styðja þetta málefni eða önnur svipuð hvað getur það gert? Verið vakandi og fylgst með. Lagt sitt af mörkum til varnar landssvæðum og náttúru gegn sérhagsmunum og ásókn í náttúruauðlindir. Fólk getur gengið í náttúruverndarsamtök, þau gegna lykilhlutverki og því öflugri sem þau eru því meiri líkur eru á að okkur takist að vernda ómetan lega og sérstaka náttúru Íslands, sem nú þegar hefur verið skert. Við þurfum að átta okkur á að við þurfum að verjast sinnu leysi, græðgi og sérhagsmunum, sem oft eru skammsýn.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 25


„Það er enginn betri læknir en líkaminn sjálfur, sé kvillinn ekki of langt genginn.“

28 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


ná¦úrulæknirinn

VEIT HVAR MÖRKIN LIGGJA Matthildur Þorláksdóttir, „heilpraktiker“ eða náttúrulæknir á íslensku, hefur ýmist verið kölluð „kraftaverkakona“ eða „leynivopn“ þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hafa fengið lausn meina sinna með hennar aðstoð. Sjálf heldur hún sig á jörðinni og segir sig einfaldlega starfa eftir gamalreyndum leiðum náttúrulækninga.

Texti Dagný Berglind Gísladóttir Myndir Guðbjörg Gissurardóttir

„Ég er upphaflega menntuð sem þroskaþjálfi en hef alltaf haft áhuga á náttúrulegum meðferðum og efnum. Ég er fædd og uppalin úti á landi í nánum tengslum við náttúruna og það hefur eflaust haft sín áhrif,“ segir Matthildur þegar hún er spurð um upphaf þess að hún fór að nema náttúru lækningar. „Um 1990 stóð ég á krossgötum og byrjaði þá að fara á ýmiss konar námskeið í þessum fræðum hérna heima, en reyndin varð sú að ég sat alltaf eftir með fleiri spurningar en svör.“ Matthildur fór í framhaldinu að kanna hvernig náttúrulækningum væri háttað á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. „Þýskaland reyndist vera með yfirburði í þessum málaflokki en þeir löggiltu náttúrulækningar árið 1939,“ segir Matthildur. En árið 2000 voru skráðir 17.000 náttúrulæknar þar í landi og árið 2011, 35.000 og er talið að um 11,5 milljónir Þjóðverja leiti reglulega til slíkra lækna á ári hverju. NÁTTÚRULÆKNINGAR V.S LÆKNINGAR

Árið 1997 lá leið Matthildar til Hamborgar í Þýskalandi þar sem hún dvaldi næstu 4 árin og stundaði nám við náttúrulækningaskóla. Að námi loknu tók við hálfs árs starfsþjálfun. „Námið byggði á almennum greinum í læknisfræði, líffæra- lífeðlis- og sjúkdómafræðum, en allar meðferðaúrlausnir eru samkvæmt fræðum náttúrulækninga, þar sem lögð er áhersla á heildrænar lausnir. Námið tekur þrjú ár, en

þar sem námsárið þarlendis er mun lengra, samsvarar það fimm ára námi á Íslandi,“ segir Matthildur. Kennsla í náttúrulegum fræðum innihélt meðal annars smá skammta lækningar (hómópatíu), meðferðir með jurtum, detox-meðferðir, ozon- og súrefnismeðferðir, lithimnugreiningu, tíðnimeðferðir, nálarstungur, margs konar nuddmeðferðir, eigin blóðmeðferðir, sem notaðar eru mikið í ofnæmismeðferðum og „neuraltherapie“ sem byggir á sprautumeðferðum í vefi og liði með smáskammtalyfjum, svo eitthvað sé nefnt. „Sumar þeirra meðferða sem ég lærði má ég ekki gera hér heima,“ segir Matthildur en bætir við að það séu skýr mörk á milli náttúrulækninga og hefðbundinna lækninga í Þýskalandi: „Er skólagöngu lýkur taka við tvö opinber próf á vegum þýskra heilbrigðisyfirvalda, annað skriflegt og hitt munn legt, sem nemandinn verður að standast til að verða löggiltur náttúru læknir með starfsleyfi. Enginn má taka sjálfstæða ákvörðun þar í landi um meðferð á annarri manneskju nema að hann sé læknir eða náttúrulæknir. Um náttúru lækningar gilda ákveðin lög og reglur, svo að náttúru læknirinn er ekki í vafa hvert hans starfssvið er og hvar mörkin liggja. Náttúru lækningar hafa í aldaraðir þróast á eigin fræðum og rannsóknir og framfarir hafa verið gerðar á grundvelli þeirra. Alveg eins og allar aðrar fræðigreinar gera. Þær eru fræðigrein sem grundvallast á Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 29


Sigríður Ævarsdóttir og faðir hennar Ævars Jóhannesson sem hvað þekktastur er fyrir að búa til læknandi lúpínuseiði.

VILL GEFA KONUM KR AFT

S K J A L D K I R T I L S VA N V I R K N I T E G U N D 2 E R FA L I N N H E I L S U FA R A L D U R

Texti Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Einkasafn Myndskreyting George Stapleton

„Ég er sannfærð um að vanvirkur skjaldkirtill tegund 2 sé eitt af því sem dregur úr krafti fjölda kvenna og getur komið í veg fyrir að þær þroskist og ef list á sínum forsendum. Oft átta þær sig ekki á hvert meinið er.“ Sigríður er dóttir Ævars Jóhannessonar, uppfinninga manns með meiru, sem hvað þekktastur er fyrir að búa til læknandi lúpínuseiði og gefa sjúklingum sem leituðu til hans með krabbamein. „Pabbi vann við Raunvísindadeild Háskólans en þetta bras hans tók yfir allt hans líf utan vinnutíma og okkar hinna líka, sem á heimilinu bjuggu. Stofan var sífellt full af veiku fólki og látlaust hringdi í hann fólk að tala um veikindi. Ég man að á tímabili var ég orðin sérfræðingur í Candida Albicans, bara af því að hlusta á fyrirlestra um þennan svepp þegar ég sat og var að fá mér að drekka við eldhúsborðið, og neyddist til að hlusta á, á meðan. Ég var í sveit á sumrin frá því ég var barn, var sjálfstæð, flutti snemma að heiman og fór að búa tvítug uppi í Borgarfirði. Ég stundaði

þar búskap með hross og ferðaþjónustu því tengt ásamt manni mínum og fjórum börnum. En eitthvað togaði í mig að það væri ekki nóg. „Ég er fædd með þeim ósköpum að hafa það á tilfinningunni að mitt hlutverk hér á jörðinni sé hreinlega að bjarga heiminum,“ segir Sigríður Ævarsdóttir með óræðu brosi. „Það er náttúrulega frekar stórt verkefni og fárán legt að þurfa að burðast með þá fullvissu í gegnum lífið alveg frá unglingsárum. Og það eru mörg ár síðan það kom sterkt til mín, að ef það ætti að bjarga einhverju þá yrðu það konur sem gerðu það. En svo áttaði ég mig á því að það væru ekki endilega konur heldur kven læg gildi sem þyrftu til, og það er það sem ég vil styrkja og efla. Nálægt þrítugu fann ég loksins hillu sem ég passaði á, þegar ég fór að stunda nám í hómópatíu eða smá skammta lækningum, eins og það heitir á íslensku. Eftir að hafa séð undraverðan árangur með hómópata meðferð á einum af hestum okkar gat ég ekki annað en heillast af þessu meðferðarúrræði og það endaði með að ég kláraði fyrst nám í hómópatíu fyrir hesta og síðan í framhaldinu fyrir fólk.“ Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 37


KANNAST ÞÚ VIÐ EINKENNIN?

samkvæmt stöðlum landlæknis og því ekkert gert. Eftir að hafa farið á námskeiðið hjá Sigríði fór ég og fékk útprentun hjá lækninum mínum og fór yfir blóðprufurnar sjálf og tók málin í mínar hendur. Þegar ég fór að lesa mér til, kom í ljós að skjaldkirtilsgildin voru alveg í lágmarki, þau voru innan marka, en í lægstu mörkum. B12 var einnig í lægstu mörkum ásamt D-vítamíni. Ég er sannfærð um að ég hefði þurft á skjaldkirtilslyfjum að halda. En ég er allt önnur í dag enda búin að vinna mikið í þessum málum samhliða því að hafa þróað bætiefni með Sigríði sem hjálpa líkamanum að starfa eðlilega.“ LEITAÐ AÐ LAUSNINNI

Verandi hómópati vissi Sigríður að það væri löng hefð fyrir því að nota kirtla úr dýrum til að styðja

við sambærilega kirtla í mönnum. „Skjaldkirtlar úr svínum og nautgripum hafa verið nýttir í gegnum tíðina til að styðja við vanvirkan skjald kirtil í mönnum. Þurrkaður og malaður skjald kirtill inniheldur einnig eitthvert magn af hormónunum T1, T2, T3 og T4, en í hefðbundnum skjaldkirtilslyfjum er hins vegar yfirleitt aðeins eitt hormón (T3 eða T4). Ég fór að athuga hvort eitthvað slíkt væri fáan legt í heilsuverslunum hérlendis, en það reyndist ekki vera. Mikið var hins vegar til erlendis. Mér fannst liggja beinast við að við fram leiddum þetta bara sjálf hér á Íslandi úr hreinasta hráefni sem hægt væri að fá, þ.e. úr skjaldkirtli úr lömbum sem fellur til við dilka slátrun á haustin. Á námskeiðinu kastaði ég þessu fram svona án þess að hugsa það neitt frekar, en Hildur greip hugmyndina á lofti og fékk mig á Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 39


kjölfesta ENDURNÝTTUR EFNIVIÐUR

H E I Ð R Ú N K R I S TJ Á N S D Ó T T I R

Texti Ásta Andrésdóttir Myndir Einkasafn

Listakonan Heiðrún Kristjánsdóttir lauk BA-námi í grafík frá San Fransisco Art Institute árið 1985. Frá upphafi listsköpunar hennar hefur tilraunastarfsemi verið driffjöðurin – aðallega upphafning hversdagslegra hluta. Undanfarin ár hefur hún sótt í gamlar bækur sem efnivið í list sinni, með það að leiðarljósi að varðveita og heiðra bókmenntaarfinn okkar, sem er nú fargað í síauknum mæli. Árið 2011 urðu á vegi Heiðrúnar staflar af gömlum bókum sem enginn vildi eiga. Hún segir bókatitlana hafa farið að ákalla hana í þögn sinni; kunnuglegir, dramatískir og seiðandi. Kápurnar hafi krafist þess að fá að breiða úr sér til að fá verðskuldaða athygli áður en þær gleymdust og eyddust. Sem barn hafði hún dvalið löngum stundum á gamla Borgarbóka safninu, andað að sér þungum pappírs- og prentilminum, strokið bókarkápur og dáðst að handverkinu. Þar skynjaði hún, að eigin sögn, dularfulla spennu og fann fyrir tilhlökkun til að læra að lesa og kynnast leyndardómum textans. Henni rann því til rifja að horfa á eftir þessum fjársjóði á haugana, og ásetti sér að umbreyta bókunum í varanleg mynd listaverk, sem endurspegluðu tungutak, fagurfræði og lífssýn þeirra tíma sem bækurnar spruttu úr, en væru jafnframt sjálfstæð myndverk. Hún hófst því handa við að gefa bóka kápunum nýtt líf þar sem sérkenni þeirra og handbragð nyti sín í nýju samhengi; sem myndir á vegg. Bókbandið sjálft væri hluti af sjónrænum menningararfi okkar, sem vert væri að heiðra og varðveita. Afraksturinn var heildar verkið Kjölfesta, sem samanstendur af 100 lágmyndum sem unnar eru úr bóka kápum og hjúpaðar glæru bývaxi til verndunar og varðveislu. Heiðrún raðar þar saman litum, mynstrum og titlum bókanna til að framkalla stemmningu og hughrif. Upp frá þessu hefur Heiðrún unnið fjölbreytt verk úr gömlum bókum og fullnýtt alla hluta þeirra: kápuna, kjölinn og blaðsíðurnar. Litbrigði pappírsins eru litapallettan og niðurskorinn pappírinn vefur hún og spinnur saman í magnaðar samsetningar. Hún líkir vinnslu verka sinna við hugleiðslu, sem kallist frekar á við innihald bókanna en hráan efnivið þeirra. Brennunjálssaga / 80cm x 19cm / 2017


„ Á landamærum annars lífs“ / 58cm x 24cm / 2013


Heilbrigt heimili


Eva Dögg Rúnarsdóttir hefur komið sér og sínum vel fyrir í Skerjafirði og má líkja stemningunni við heimili í Kaliforníu á sjötta áratugnum. Hlýlegur andinn svífur yfir, plöntur í hverju horni, fallegir litir, olíur og reykelsisilmur gefa angan í andrúmsloftið og tónlistin er hljóðið úr tekatli sem er byrjaður að sjóða. Texti Dagný B. Gísladóttir Myndir Jón Árnason


E

va Dögg, sem er jógakennari, fatahönnuður og annar stofnandi snyrtivörumerkisins Ampersand Alkemi, leggur mikið upp úr því að heimili sitt sé eins heilnæmt og kostur er. Hún er tveggja barna móðir sem vill að umhverfi barnanna sé grænt og vænt. Við kíktum í heimsókn til hennar og ræddum um heimili sem lítil vistkerfi og hvernig það er í raun innihaldsríkara að vera umhverfisvænn!

Hvað er heimili fyrir þér? Heimili er staður þar sem manni líður vel að koma heim til og langar að dvelja á. Þar sem þú finnur öruggt skjól frá restinni af heiminum. Mér finnst heimili eiga að sýna hverjir búa þar og það sjáist á umhverfinu að þarna býr alls konar fólk. Mér finnst svo skrýtin heimili þar sem börnin mega til dæmis ekki leika sér inni í stofu. Heimili þarf heldur ekki að vera eins og klippt út úr tímariti, mér finnst það eiga að sýna þá persónuleika sem þar búa, að það fái að skína í gegn. Hvað hugsar þú um þegar þú kaupir hluti inn á heimilið? Ég er í eðli mínu rosalega mikill safnari, er að lesa bókina hennar Marie Kondo, Taktu til í lífi þínu, en get þó staðfest það að ég verð aldrei rosalegur minimalisti. En ég gæti verið skipulagðari og fengið smá ró í óreiðuna með innblæstri frá þeirri 50 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

japönsku. En þó að ég sé safnari þá elska ég að hafa hlutina mína í röð og reglu og bera þannig virðingu fyrir því sem ég hef sankað að mér í gegnum ævina. Þegar ég vel eitthvað inn á heimilið verður það að hafa eitthvað sérstakt, verður að vera meira fyrir mér en bara það að eignast nýjan hlut. Oftast eru þetta einhver gersemi, sem eiga sína sögu sem ég hef fundið á flóamörkuðum eða fengið gefins frá fjölskyldumeðlimi. Eða eitthvað sem ég hef borið á milli landa. Ég vil frekar reyna að finna hlut sem einhver er hættur að nota og gera hann upp eða nýta á nýjan hátt en að styðja við það að búnir séu til fleiri hlutir í þennan heim. Ekki einungis af því að það er umhverfisvænt heldur líka því af það er innihaldsríkara! Ég reyni að kaupa ekki einnota dót sem verður að drasli innan nokkurra mánuða, þó að ég kaupi nú alveg stundum hillu í Ikea og alls kyns praktískt. En ég á erfitt með að kaupa hluti inn á heimilið sem ég veit að ég ætla að eiga stutt. Frekar vil ég ekki hafa neitt þar og safna mér fyrir því sem mig langar raunverulega í. Það er betra fyrir sálina og umhverfið. Svo eru skeljar, steinar og kristallar um allt hús, sem sýna safnarann í mér og ég er einhvern veginn alltaf að reyna að ná náttúrunni hingað inn. En reyndar er þó nokkuð af henni hérna heima því hliðin sem vísar að garðinum er með stórum gluggum án gardína, svo að garðurinn er mikill partur af rýminu og birtan sem þaðan kemur. Allar árstíðirnar


„Ef þú borðar vel og hreyfir þig, af hverju ættir þú að úða eitri inni á heimili þínu og á þig, þá geturðu alveg eins fengið þér hamborgara og franskar!“

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 53


KODDAVALKVÍÐI E R KO D D I N N AÐ HALDA F Y R I R ÞÉ R VÖ K U?

Texti Bergdís Sigurðardóttir

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 61


MJÚK ANDAR VEL VEITIR STUÐNING ENDIST LENGI

ÞÆGILEG VEITIR STUÐNING MARGIR VERÐFLOKKAR HENTAR VIÐKVÆMUM

NÁT T Ú R U LEG F Y LLI N G

G ER V I F Y LLI N G / H EI L SU KO D DAR

Dúnn, fiður, ull, Kabok, vatn og náttúrulegt latex

Trefjar, svampur, memory-svampur og gervi latex

Ef koddi með trefja fyllingu verður fyrir valinu þá er betra að kaupa vandaðan, svo hann haldist vel og veiti góðan stuðning, bæði fyrir og eftir þvott. HEILSUKODDAR

Svokallaðir heilsukoddar hafa verið mjög vinsælir síðustu ár en þeir eru annaðhvort úr svampi, memory-svampi eða latex. Slíkir koddar eru mjög ólíkir að gæðum og eftir verðf lokkum en eiga það sameigin legt að henta vel fyrir þá sem eru með ofnæmi (ryk maurar geta ekki lifað í svampi) og sofa á hlið, því þeir eru frekar þykkir. Venjulegur svampur er ódýrastur og gjarnan notaður í form steypta kodda sem eru með tvær mismunandi þykkar hliðar, og henta því ólíkum ein stak lingum. Þeir veita mjög góðan stuðning fyrir höfuð, háls og axlir og henta vel fyrir þá sem sofa á hliðinni og hreyfa sig ekki mikið í svefni. Memory-svampur er hannaður til að aðlagast þrýstingi og hita frá líkamanum. Koddar með memory-svampi bregðast við líkamshita, þeir mýkjast og móta sig eftir höfðinu þannig að háls og axlir hvíla í eðlilegri stöðu. Hægt er að fá þá formsteypta eða venju lega í laginu. Memory-svampur veitir góðan stuðning en heldur í sér hita og raka sem kemur sér illa fyrir heit fenga. Latex fylling hefur svipaða virkni og memory-svampur en er með meiri fjöðrun og mýkri viðkomu. Latex koddar anda vel og veita raka sem hefur kælandi áhrif og hentar vel fyrir heitt loftslag. Náttúru legt latex er safi unninn úr gúmmítrjám (hevea-brasilienis) sem eykur teygjan leika og endingu. Það er umhverfis vænt og án eiturefna. Koddar með náttúru legri latex fyllingu endast lengi en geta verið dýrir og þungir, svo rétta þykktin skiptir gríðarlega miklu máli. Hægt er að fá kodda með tættri latex fyllingu, sem svipar til dúnog fiður fyllingar, því hana má hreyfa til og móta

fyrir ákjósan legan stuðning. Slíkir koddar henta vel fyrir allar svefn stell ingar. Gervi latex er eftirlíking af náttúru legu latexi og hefur svipaða virkni en er oftast ekki eins endingargott. Þótt ofnæmis valdandi efni þrífist ekki í latexi þá er öðrum efnum oft blandað saman við sem geta valdið ofnæmi og því skiptir máli að lesa vel inni haldslýsingu koddans. VATN, ULL OG KAPOK

Til eru fleiri gerðir af fyllingu í koddum, t.d. ull og vatn. Ullarkoddar anda vel og eru mjúkir og þægilegir. Þeir haldast vel með tímanum og endast lengi, því þeir hvorki fletjast út né kuðlast. Þeir henta vel fyrir þá sem eru með ofnæmi og er auðvelt að þvo. Ullarpúða má fá í mismunandi þykktum og þeir henta vel fyrir allar svefnstellingar. Fyrir þá sem kæra sig ekki um dýra afurðir þá er Kapok-fylling frábær valkostur. Kapok er silkimjúkt, létt og loftkennt trefjaefni sem unnið er af trjám hitabeltisregnskóga og hefur lengi verið notað sem fylling í kodda. Kapok-fylling svipar mjög til dúns og hana er hægt að móta að vild en þar að auki safnar hún ekki rykmaurum og hentar því vel fyrir viðkvæma. Kapok-trefjarnar eru með vaxáferð, sem dregur ekki í sig raka og því haldast koddarnir þurrir við svita. Kapok-kodda má þvo og þurrka. Vatnskoddar hafa notið mikilla vinsælda því þeir veita góðan stuðning, halda sér vel og eru af mörgum taldir hafa róandi áhrif. Þykktinni er stjórnað með vatnsmagninu og því henta þeir fyrir ýmsar svefnstellingar. Mörgum finnst þeir þó heldur þungir og hávaðasamir, sem getur truflað svefninn. Það sem skiptir þó mestu máli er að finna kodda sem er þægilegur og hentar þeirri stellingu sem sofið er í. Mikilvægt er að prófa sig áfram og með þykkt og mýkt, svo koddinn veiti þann stuðning sem þarf til að fá góðan nætursvefn.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 63


HANNAÐ

inn í hringrás NÁTTÚRUNNAR

FR AMTÍ ÐARSÝN VÖRUHÖNNUNAR

Texti Elín Hrund Þorgeirsdóttir Myndir Einkasafn / Guðbjörg Gissurardóttir

Nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands tók stakkaskiptum eftir að Garðar Eyjólfsson tók við sem fagstjóri, og þótti hann bæði ungur og umdeildur. Á örfáum árum hafa áherslur í vöruhönnunardeildinni breyst talsvert og eru rannsóknir nú í brennidepli. Þar á meðal er ýmis efniviður rannsakaður, sem verður afgangs hér á landi, vannýtt efni úr íslenskri náttúru og horft á hönnun sem hringrás þar sem samhengi hlutanna er í forgrunni. Nálgun Garðars byggir meðal annars á samhengisfræðilegri hönnun, sjálf bærni og tengslum námsins við íslenskt samfélag. Nýlega tók Garðar svo við MA-námi í hönnun við sama skóla ásamt Thomasi Pausz, lektor, og enn á ný setur hann sitt mark á námið með nýjum hugmyndum og aðferðum. Íbn ræddi við Garðar um mikilvægi rannsókna í íslensku samfélagi, að í hönnun þurfi að taka tillit til umhverfis og tíma og hver framtíðarsýn íslenskrar vöruhönnunar geti verið. „Ég fór í raun óvart út í skapandi nám. Ég var á náttúrufræðibraut í menntaskóla og hóf í framhaldi nám í byggingartæknifræði. Það reyndist þó full praktískt fyrir mig, ég varpaði hlutkesti sem réði því að ég sótti um í vöruhönnun í Central Saint Martins í London. Á meðan á náminu stóð jókst svo áhugi minn á því að setja hluti í samhengi, skoða þá út frá mismunandi fræðum og vinklum til að finna einhvers konar meiningu eða virði. Rökrétt framhald var því að sækja um í samhengisfræðilegri hönnun í Design Academy Eindhoven í Hollandi.“ Í Eindhoven segist Garðar hafa fengið áhuga á Íslandi á ný, mögulega vegna heimþrár og fór hann í kjölfarið að sjá fegurðina í alls konar hlutum, sem hann hafði ekki velt fyrir sér búandi á Íslandi, s.s. steinum, fjöllum, veðri og kulda. „Lokaverkefni mitt var um ál á Íslandi. Ekki af því að ég var svo hrifinn af áli heldur frekar af því að ég heillaðist af pólitískri 64 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Lokaverkefni Garðars í Design Academy Eindhoven í Hollandi var ísbrú. „Settur er rafall út í á sem tengist við varmadælu. Hún er tengd við pípustrúktúr sem fer yfir ána og þegar áin snýr rafalnum, sem er tengdur við varmadæluna, sýgur hún allan hita úr pípunum. Ís safnast þá utan á þær og þannig býr áin til brú yfir sjálfa sig.“


„Ég ætlaði ekkert að verða kennari en mér bauðst að kenna eitt námskeið og það vatt svona rosalega upp á sig. Ég virtist hafa haft eitthvað að segja, sem var viðeigandi á þessum tíma.“

sögu þess á Íslandi. Frá bæjardyrum minnar kynslóðar eru álver löngu komin til að vera hér á landi og rökræðan um tilveru þeirra komin í pattstöðu, að mínu mati, þar sem fólk er svolítið að öskra hvert á annað. Mér fannst áhugavert að nálgast það út frá forsendunum um hvað tilvera þess þýðir hér í þessu mengi. Á sama tíma skoðaði ég töluvert sjálf bærni og kerfi. Að lokum endaði verkefnið sem ísbrú, sem virkar á þann hátt að settur er rafall út í á sem tengist við varmadælu. Hún er tengd við pípustrúktúr sem fer yfir ána og þegar áin snýr rafalnum, sem er tengdur við varmadæluna, sýgur hún allan hita úr pípunum. Ís safnast þá utan á þær og þannig býr áin til brú yfir sjálfa sig.“ NÝJAR ÁHERSLUR Í VÖRUHÖNNUN

Stuttu eftir að Garðar og fjölskylda fluttu til Íslands á ný hóf hann störf sem stundakennari í vöruhönnun við Listaháskóla

Íslands. „Ég ætlaði ekkert að verða kennari en mér bauðst að kenna eitt námskeið og það vatt svona rosalega upp á sig. Ég virtist hafa haft eitthvað að segja, sem var viðeigandi á þessum tíma. Ég var svo ráðinn lektor og fljótlega tók ég við stöðu fagstjóra í vöruhönnun, og sem slíkur fór ég í endurskilgreiningarferli á náminu. Ég var mjög gagnrýninn á þá áherslu að vöruhönnuðir væru í megindráttum að hanna hluti í landi, sem er ekki sterkt á sviði iðnaðarframleiðslu. Ég vildi frekar leggja áherslu á rannsóknir, þekkingu og miðlun og brúa bilið milli skóla og vinnumarkaðar. Þetta þýðir ekki að vöruhönnuðir séu óþarfir heldur vildi ég skapa nám sem væri viðeigandi út frá því samhengi sem við lifum í. Við höfum lagt áherslu á að vera í samstarfi við stofnanir á borð við Matís, Nýsköpunar miðstöð Íslands og Skógrækt ríkisins, ásamt fleiri stofnunum og fyrirtækjum. Við höfum yfirleitt nálgast þessar Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 65


V I S T VÆ N A R B L Æ Ð I N G A R

TA K A

BROTNA NIÐUR

BÚA T IL

HENDA

N O TA

Ábyrg á túr Texti og myndir Ásta Karen Ágústsdóttir

Þegar kemur að blæðingum þá eru flestar konur sammála um að þær vilji einfaldlega nota eitthvað sem virkar; eitthvað sem lekur ekki og er þægilegt. En hvað er í vörunum sem við erum að nota? Erum við að fórna óþarfa peningum, umhverfinu og mögulega heilsu okkar með notkun úreltrar vöru?


Ó V I S T VÆ N A R B L Æ Ð I N G A R

TA K A

BÚA T IL

N O TA

HENDA

MENGA

UMHVERFIÐ

HEILSAN

KOSTNAÐUR

Yfir 90% kvenna nota annaðhvort dömubindi, túrtappa eða blöndu af hvoru tveggja. Meðalkonan notar um 16.800 einnota dömubindi yfir ævina. Hefðbundin einnota dömubindi eru gerð úr níu mismunandi efnum. Samkvæmt Women's Environmental Network eru 90% af þeim plastefni en þau eru unnin úr hráolíu sem er óendurnýjanleg auðlind. Um 45 milljarða dömubinda enda á urðunarstöðvum ár hvert, og tekur það jörðina hundruð ára að brjóta niður plastið í þeim. Samkvæmt breskum verndarsamtökum hafsins (Marine Conservation Society) lenda bindin oft hjá fuglum sem f ljúga yfir stöðvarnar í leit að æti eða renna út í læki og enda í sjó. Í sjónum brotna bindin niður í smáa búta sem sjávardýr eiga erfitt með að skilja frá fæðu sinni og reyna að borða. Þau geta síðan endað á disknum okkar og heldur þá hringrásin áfram. Samkvæmt Sorpu er einnig engin sér f lokkun á úrgangi hrein lætis vara, eins og bleyja, dömubinda og túr tappa. Þær enda í urðun (eru óendurvinnanleg) og þar sem þetta er að hluta til lífrænn úrgangur þá verður til úr þessu metan sem mengar andrúmsloftið.

Hefðbundnu dömubindin eru ekki einungis slæm fyrir umhverfið heldur einnig líkamann en mörg þeirra innihalda efni sem geta verið skaðleg heilsu kvenna. Stærstu fram leiðendur dömubinda í heiminum eru ekki skyldugir til að gefa upp öll þau efni sem þeir nota, þar sem varan er f lokkuð sem „lækningatæki“ og er því leyfilegt að halda inni haldsefnum leyndum. Hefðbundin dömubindi eru bleikt með klór sem verður til þess að efnið díoxín myndast en það hefur verið tengt við brjósta krabbamein, legslímuf lakk, bælingu ónæmiskerfisins, auk ýmissa annarra kvilla. Meðalkonan notar 11 - 13.000 túrtappa yfir ævina. Hefðbundnir túr tappar eru gerðir úr klórbleiktu rayon-efni, bómull og plasti. Rayon-efni er unnið úr trémassa og getur skilið eftir sig trefjar, það er einnig mjög vökva drægt. Túrtappar geta því skilið eftir sig trefjar í líkamanum og dregið í sig vökva, sem er nauðsyn legur til að hjálpa leg göngunum að þrífa sig. Og ekki má gleyma TSS (Toxic shock syndrome) sem er sjaldgæf en lífshættuleg bakteríu sýking. Í 95% tilvika tengist TSS konum sem nota túrtappa með hámarksvökvadrægni.

En hvað erum við að eyða miklum pening í blæðingar? Ef við miðum við einnota vörur þá er meðalkonan að nota fjóra túrtappa á dag í fimm daga, sem gera 20 yfir tíðahringinn. Flestar konur nota síðan blöndu af túrtöppum, dömubindum, næturbindum og innleggjum. Gerum ráð fyrir að konur kaupi einn pakka af 20 túrtöppum og 20 dömubindum mánaðarlega, 30 inn legg annan hvern mánuð og 20 næturbindi þriðja hvern mánuð. Miðað við ódýrustu tegund af hrein lætisvörum í lág vöruverslun þá er árskostnaður kominn upp í 14.292 kr. Upphæðin getur tvöfaldast ef dýrari vörur eru keyptar. BARN SÍNS TÍMA

Hvað er þá í stöðunni? Túrtappinn, eins og við þekkjum hann í dag, var fundinn upp árið 1931. Tappinn ásamt einnota dömubindinu eru enn í dag vinsælustu hrein lætisvörurnar, þrátt fyrir að margar vist vænar lausnir hafi verið til í nokkurn tíma. Þessar nýrri lausnir eru margar hverjar fjárhagslega hagstæðari en þær hefðbundnu, sem og betri fyrir heilsuna og umhverfið, því þær gera konum betur kleift að vita nákvæmlega hvað er í vörunni sem þær nota.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 71


framandi

GR ÆNMETIS VETR ARVEISLA

Myndir Silvio Palladino

Nýverið kom út matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt eftir Berglindi Guðmundsdóttur, sem hefur haldið úti samnefndu matarbloggi um árabil og notið mikilla vinsælda. Matreiðslubókin, sem er önnur í röðinni, inniheldur fjölþjóðlegar og fjölbreyttar uppskriftir sem eru jafnframt einfaldar, og gera því öllum kleift að vera meistarar í eldhúsinu. Við birtum hér þrjár uppskriftir úr bókinni sem munu án efa gleðja bragðlaukana.

EGGALDIN MEÐ GEITAOSTI, VALHNETUM OG HUNANGI Fyrir 3–4 45 mínútur

Eggaldin vaxa á runnum sem eru yfirleitt um 50–70 cm háir en geta þó vaxið yfir tvo metra! Uppruna þeirra má rekja til Indlands en þau náðu snemma útbreiðslu og eru mikið notuð til matargerðar á Miðjarðarhafssvæðinu. Eggaldin hentar sérstaklega vel í ofninn eða á grillið. Gott er að láta það liggja niðurskorið í salti í smástund áður en matreiðslan hefst til að ná úr því sem mestum vökva. Þá verður það stökkt og safaríkt í senn. Geitaostur og ofnbakað eggaldin passa vel saman og þessi himneski forréttur getur ekki klikkað.

74 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

1 stórt eggaldin 200 g geitaostur ólívuolía 100 g valhnetur hunang 2 hvítlauksrif, pressuð timjan chili-flögur salt og pipar AÐFERÐ Skerið eggaldinið niður í

sneiðar. Saltið báðum megin. Leggið á eldhúspappír og látið standa í 15–20 mínútur. Skolið saltið síðan af og þerrið. Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið eggaldinsneiðunum þar á. Penslið sneiðarnar með ólívuolíu. Eldið í 180°C heitum ofni í 5 mínútur á hvorri hlið. Skerið geitaostinn niður í sneiðar. Leggið hann á eggaldinsneiðarnar. Stráið söxuðum valhnetum, hvítlauk, timjan, chili-flögum, salti og pipar yfir. Dreypið á þetta dálitlu hunangi og setjið inn í ofn í 15 mínútur.


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR 75


S«SŐ

TÍMINN ER

Björg Þórhallsdóttir hefur getið sér góðan orðstír sem listakona í Noregi, en hún flutti þangað ung að aldri. Hún er jákvæð og vinnusöm og hefur hingað til látið fátt stoppa sig. Ef hún fær spennandi hugmynd sem hana langar að framkvæma, þá brettir hún upp ermarnar eins og sannur Íslendingur og hugsar; þetta reddast! Og það gerir það vanalega. Hún segir að Norðmenn finnist hún alltof jákvæð og vinni of mikið til að geta talist norsk! Texti Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Einkasafn

82 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.