VOR 2019_SÝNISHORN

Page 1

4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5

Ræktun

umhverfi Nr

Í TEBOLLANN

2.450 kr.

VIÐGERÐARMENNING OG VERKSTÆÐI PLÖNTUVEGGIR OG TRJÁRÆKT VEGAN UPPSKRIFTIR OG HAFRAMJÓLK

. 1 2019


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

FUGLAR Á FLUGI

„Að þekkja hegðun fuglanna er einn mikilvægasti þátturinn í að nálgast þá og koma sér í flott myndafæri...“ Guðbjartur Ísak Ásgeirsson

6 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

Guðbjartur Ísak Ásgeirsson ljósmyndari hefur vakið athygli fyrir fallegar fuglamyndir og ekki síður náttúrumyndir. Í hans huga táknar náttúran ákveðið frelsi og ljósmyndunin gefur honum tækifæri til að vera einn með sjálfum sér úti undir berum himni, í fríi frá amstri dagsins. Áhugi á fuglum er nánast nauðsynlegur til að ná góðum fuglamyndum, að hans mati.


IBN.IS 7


Plöntuveggurinn í Perlunni samanstendur af um 2500 mismunandi plöntum. Þar vex m.a. burkni, friðarlilja, heimilisfriður, mánagull og þúsund barna móðir. Nokkur lög af filti eru í veggnum og plöntunum er komið fyrir í sérstökum vösum.

24 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


Plöntuveggir eru vinsælir þar sem lítið pláss er fyrir garða.

Byggingar breytast í risastór listaverk með lifandi plöntum.

LIFANDI LISTAVERK Áhuginn á plöntuveggjum hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum, enda setja þeir mikinn svip á umhverfið, hvort sem þeir eru innan- eða utandyra. Það er að mörgu að hyggja þegar slíkir veggir eru settir upp, og ekki hægt að kasta til hendinni við slík listaverk.

Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Magnús Bjarklind og Guðbjörg Gissurardóttir

Plöntuveggir, stundum kallaðir lóðréttir garðar eða gróður veggir, njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi. Þegar vel tekst til eru slíkir veggir ekki einungis fallegt listaverk heldur hafa þeir góð áhrif á nær umhverfi sitt, skapa hlýlegt andrúmsloft og hafa já kvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði, enda eru plöntur náttúruleg loftræsting. Hérlendis hafa nokkrir veglegir plöntuveggir verið settir upp, svo sem í Perlunni, Stúdenta kjallaranum og í fagmannaverslun Húsasmiðjunnar. Öll uppsetning og hönnun er í höndum fagfólks en mikilvægt er að vanda til verka við svona framkvæmdir. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig plöntuveggir er búnir til og hafa jafnvel áhuga á að koma sér upp slíkum vegg heimavið. Að ýmsu er að huga til að þeir heppnist sem best en í upphafi þarf að velja tegundir sem þola vel íslenskt loftslag. Til að plönturnar vaxi og dafni þarf að vökva þær reglu lega og eru sumir veggir útbúnir með sjálf virku vökvunarkerfi. Góð lýsing er einnig mikilvæg og fyrir stærri veggi er oft sett upp sérstök lýsing, jafnvel tíma stillt, svo plönturnar fái næga dagsbirtu. Þar sem það kostar sitt að kaupa plöntur og annan búnað er skynsam legt að byrja á plöntuvegg sem

er utandyra því þá þarf hvorki að hafa áhyggjur af vökvun né birtu. Í öllum tilfellum þarf að passa vel upp á að hvorki myndist raki né mygla á þeim stað sem veggur er settur upp, svo hann valdi ekki skemmdum á húsnæði. ÞRJÚ ÓLÍK LISTAVERK

Plöntuveggurinn í Stúdentagarðinum var settur upp fyrir nokkrum árum. Hann hefur lengst af verið bústinn og blómlegur, og lífgað upp á tilveru stúdenta. Hollenskt fyrirtæki, Wonderwalls, sá um hönnun hans en það var Rúna Kristinsdóttir, hönnuður Stúdenta kjallarans, sem fékk þá hugmynd að setja upp plöntuvegg til að auka birtu og hlýju í Kjallaranum. Veggur inn er búinn sjálfvirku vökvunarkerfi sem hefur streymt niður hann og tíma stilltir ljóskastarar líkja eftir dags- og næturbirtu. Vökvunarkerfið bilaði hins vegar fyrr á þessu ári og því voru plönturnar settar á „gjörgæsludeildina“ hjá Blómavali, þar sem þær hafa notið umönnunar á meðan á viðgerð stendur. Vonast er til að plönturnar komist sem fyrst á sinn stað aftur. Plöntuveggurinn í Perlunni var settur upp í fyrra og hefur hann vakið mikla athygli, enda setur hann sterkan svip á

umhverfið, sem einkennist af gleri og stáli. Á þeim vegg eru um 2500 mismunandi plöntur, svo sem burkni, friðarlilja, heimilisfriður, mánagull og þúsund barna móðir. Veggur inn er í stöðugri þróun en búið er að skipta um nokkrar plöntur sem ekki hafa þrifist nógu vel á honum. Mismunandi birtustig er inni í Perlunni og það hefur m.a. áhrif á það hvernig plönturnar dafna. Veggur inn er búinn sjálf virku vökvunarkerfi sem vökvar þær á 10 til 20 mínútna fresti. Um ár er frá því að gróður veggur fagmannaverslunar Húsa smiðjunnar var tilbúinn. Hann er um 5,5 fermetrar að stærð og þar eru sex tegundir af plöntum, alls 200 talsins. Í þeim vegg er einnig sjálf virkt vökvunar- og áburðarkerfi, og er veggurinn hreinasta listaverk. HEIMASMÍÐAÐUR PLÖNTUVEGGUR

Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjumeistari, er einn þeirra sem hefur góða þekkingu á plöntuveggjum, og hefur byggt nokkra slíka veggi. „Við Baldur Guðlaugsson, vinnufélagi minn, höfum verið að nördast aðeins saman í þessu. Í fyrra sumar ákváðum við að prófa að gera kryddjurtavegg úti í garði hjá mér. Við bjuggum hann til úr fíberdúkum, en IBN.IS 25


SKÓGR ÆKT í boði áskrifenda

Tímaritið Í boði náttúrunnar nam land í Heiðmörk fyrir nokkrum árum og hefur í dag gróðursett þúsundir trjáa, eða eitt tré á ári, fyrir hvern áskrifenda. Texti Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri

28 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


Frá upphafi hafa umhverfismálin verið undirliggjandi tónn í efnisvali tímaritsins, enda er hægt að skoða flestar greinar út frá því hvernig við nýtum náttúruna, njótum hennar eða verndum. Markmiðið er að búa til efni sem er áhugavert, fallegt og fræðandi fyrir lesendur sem er þeim jafnframt innblástur til að „lifa betur“ eins og slagorðið okkar segir. Við lítum svo á að þegar við gerum það þá er það bæði okkur og náttúrunni til góðs. HVERT ER OKKAR FRAMLAG

Umhverfisvernd snýst oftast um að lágmarka skaðann, eða það sem við getum gert til að minnka umhverfisfótspor okkar. Það er jú mjög mikilvægt en mér finnst alltof sjaldan talað um hvað við getum gert fyrir náttúruna, eða gefið til baka og þannig bætt fyrir þau neikvæðu áhrif sem neysla okkar og lífsstíll hafa haft á umhverfið.

„Þar sem tré eru uppistaðan í framleiðslu tímaritsins fannst mér skógrækt mjög viðeigandi leið fyrir okkur til að gefa náttúrunni til baka.“ Tímaritið Í boði náttúrunnar hefur frá upphafi verið prentað í umhverfisvænni prentsmiðju og trén sem notuð eru í pappír inn eru úr sjálf bærum skógi þar sem þremur trjám er plantað fyrir hvert tré sem fellt er. Við fjölskyldan pökkum svo blöðunum til áskrifenda í endurunnum pappírsumslögum, sem ég veit ekki til að nokkurt annað tímarit geri hér á landi. Þar sem tré eru uppistaðan í framleiðslu tímaritsins fannst mér skógrækt mjög viðeigandi leið fyrir okkur til að gefa náttúr unni til baka og taka þannig enn stærra skref í umhverfismálum. Í dag

höfum við plantað fjölbreyttum trjátegundum í lundinum okkar í Heiðmörk, í samstarfi við Skógrækt Reykjavíkur. Slíkt samstarf liggur vel við þar sem skrifstofur okkar eru í sama húsnæði við Elliðavatn, eða í gamla Elliðavatnsbænum, sem er frægur fyrir að hafa verið bernskuheimili þjóðskáldsins Einars Ben. Þarna hafa höfuðstöðvar okkar verið í þau níu ár sem útgáfan hefur verið starfandi, enda fáar skrifstofur í eins mikilli nálægð við náttúruna, sem er jú okkar helsti innblástur. ÁSKRIFENDUR MEÐ Í ANDA

Skógræktin hefur verið skemmtilegt og mjög áhugavert verkefni, enda frumraun mín á því sviði. Í kringum Dag íslenskrar náttúru, eða á hverju hausti, fer ég ásamt fjölskyldunni og starfsfólki Í boði náttúrunnar með fullan bíl af græðlingum ásamt lífrænum áburði til að gróðursetja í fallega lundinum okkar. IBN.IS 29


M O S I O G ÞY K K B LÖ Ð U N G A R

Þessi þykkblöðungakrans er sannkallað augnayndi og auðvelt að búa hann til. Gróðursetjið úrval af litlum þykkblöðungum á mosagróinn hring og skapið þannig einstakan og fallegan krans sem þarf afar litla umhirðu ef hann er geymdur við rétt skilyrði. Notið bæði margs konar þykkblöðunga og nokkrar tegundir af mosa til að gera skreytinguna í senn persónulega og spennandi. Kransinn er fenginn að láni úr Hagnýtu pottaplöntubókinni sem nýlega kom út hjá Vöku-Helgafelli.


Þ E T TA ÞA R F PLÖNTUR

ÁHÖLD

Mosi Úrval af þykkblöðungum, u.þ.b. 12 stk. í 5 cm pottum, t.d. kransakollar, húslaukar, kerruhjól og smágerðir mörvar Hreindýramosi

Bakki, til að leggja í bleyti Vírklippur Úðakanna (má sleppa)

ANNAÐ EFNI Blómaskreytingarammi úr vír, 30 cm að þvermáli Mold Rómanálar Skreytingavír



FANN TÆKIFÆR IN Í LÍFINU Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, varð að umbylta lífi sínu eftir að hún veiktist af völdum rakaskemmda í húsnæði. Hún þurfti að finna sér nýjan starfsvettvang, flytja í nýtt húsnæði, og settist á skólabekk á ný. Í dag stundar hún sjósund og útivist af kappi, enda líður henni best í fersku lofti, umkringd íslenskri náttúru. Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Jón Árnason


Kristín kenndi við Slysavarnaskóla sjómanna og fer reglulega niður á höfn að skoða skipin.

Mér finnst geggjað að fara í sjóinn. Ég held líka að það sé mjög hollt, hvort sem það er kuldinn, efnin í sjónum eða útiveran sem gerir manni svona gott,“ segir Kristín Sigurðardóttir brosandi, þar sem við syndum í sjónum í Nauthólsvík á einum af þessum fallegu vordögum, sem gefa fyrirheit um gott sumar. Kristín er þaulvön sjósund kona, sem byrjar á því að gera kröftugar eldöndunaræfingar og armbeygjur í fjör unni áður en hún fer í sjóinn. Eftir sjóferðina látum við fara vel um okkur í heita pottinum og höldum síðan yfir í Braggann, og tökum spjall saman. „Ég ólst upp í Bandaríkjunum en flutti til Íslands þegar ég byrjaði í gagnfræðaskóla. Ég var ekki sátt við flutningana og vildi fara út aftur við fyrsta tækifæri. En svo uppgötvaði ég þetta æðislega land sem Ísland er, og naut þess virkilega að vera hérna. Ég hafði stefnt að því að fara til útlanda í nám í þáttagerð og sjónvarpsupptökum en var orðin svo mikill Íslendingur í mér að ég gat ekki hugsað mér að flytja út aftur, heldur ákvað sumarið eftir stúdentspróf að fara í læknisfræði við Háskóla Íslands. Mér fannst gaman að læra um mannslíkamann og er mikil félagsvera, þannig að námið átti vel við mig. Læknisfræðin hefur líka gefið mér tækifæri til að búa víða og upplifa margt. Ég leysti t.d. af 42 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

sem læknir í Stykkishólmi, á Flateyri, Ísafirði, Þingeyri, Þórshöfn og Raufarhöfn, og ég var í tvö ár á Akureyri. Ætlunin var að klára hringinn eftir sér námið en ég á enn Austfirðina og Suðurlandið eftir,“ segir Kristín, og bætir við að hún kunni mjög vel við sig úti á landi. ÍSLENDINGAR Á YFIRSNÚNINGI

Á meðan Kristín var í grunnnámi í læknisfræði vann hún á hinum ýmsum deildum Landspítalans, en einna mest á slysa- og bráðadeild. „Ég var líka á neyðarbílnum, og síðar á björgunarþyrlunni. Mig langaði að læra slysa- og bráða lækningar því mér fannst heillandi að hjálpa fólki á öllum aldri, sem var að glíma við alls konar veikindi, vanda mál eða slys. Ég fór í sér nám til Bretlands, og með í för var maðurinn minn og sonur okkar. Ég vann á sjúkra húsi í hjarta London og einnig í Newcastle. Að þeirri dvöl lokinni fluttum við aftur heim. Mér fannst íslenskt þjóðfélag hafa breyst á þessum árum sem við vorum í burtu. Allt var komið á einhvern yfirsnúning í þessu góðæri, og ég varð vör við meira of beldi og neyslu í gegnum starfið á bráðamóttökunni. Góðærið náði þó sannarlega ekki inn á spítalann. Þar var mikið aðhald, eins og alltaf, og mér fannst fólk stundum útskrifað þannig að það fór út um einar dyr á spítalanum og kom síðan

strax inn um aðrar. Margt af þessu olli mér heilabrotum,“ segir Kristín hugsi. Þegar manninum hennar bauðst spennandi vinna á Spáni ákváðu þau hjón að láta slag standa og flytja aftur út. „Synirnir voru þá orðnir þrír, og við vildum að þeir fengju allir tækifæri til að búa í útlöndum og kynnast annarri menningu og gildum. Þeir voru að æfa fótbolta og héldu því áfram úti á Spáni. Þeir voru að keppa, og í gegnum boltann ferðuðumst við mikið um spænsku eyjarnar og einnig Íberíuskagann. Við heimsóttum staði sem við hefðum aldrei annars séð, sem var alveg meiriháttar gaman, og eignuðumst góða, spænska vini.“ Kristín settist á skólabekk til að læra tungumálið en fljótlega var hún komin á kaf í sjávar útvegslæknisfræði. „Þegar ég vann á björgunarþyrlunni fylgdi starfinu að kenna við Slysavarna skóla sjómanna. Íslensk sjávar útvegsfyrirtæki vissu af mér úti á Spáni og báðu mig um aðstoð þegar slys eða veikindi komu upp hjá sjómönnunum. Ég fór líka í það verkefni að bæta aðbúnað um borð í íslenskum skipum, sem voru á veiðum við strendur Afríku. Ég kom m.a. að því að meta hvort senda ætti veika eða slasaða sjómenn á sjúkra hús á þessum slóðum, eða kalla út sjúkraþyrlu eða flug, eða senda þá á skip, sem eru útbúin sem sjúkra hús,“ segir


MYND: SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR

Kristín fór í ferðalag um Vestfirði með leiðsögubekknum sínum og þá nýtti hún hvert tækifæri til að stökkva út í sjó.

Kristín og heldur áfram: „Það var t.d. mikið ævintýri að fara með lögfræðingi eins sjávar útvegsfyrirtækisins til Afríku í þeim tilgangi að meta heilbrigðiskerfið. Við fórum til Máritaníu, en innfæddir eru íslamstrúar, og þeirra lausn við að taka á móti tveimur konum í heim karlmanna var að umgangast okkur sem „tímabundna heiðurskarlmenn“. Athyglisvert var að sjá jafnframandi land og menningu frá þessu sjónarhorni.“ STANSLAUST MEÐ FLENSU

Eftir nokkurra ára búsetu á Spáni ákvað fjölskyldan að halda heim á ný, ekki síst til að synirnir næðu að festa rætur á Íslandi. Kristín byrjaði að vinna á Landspítalanum við sitt fag en fljótlega fór heilsan að gefa sig án þess að hún næði að átta sig á hvað væri í gangi. „Fyrst fékk ég pirring og roða í augun, svo hálsbólgu þannig að ég var rám og síðan fór þetta niður í öndunar veginn. Ég skrifaði þessi veikindi strax á flutning á milli landa með mismunandi loftslagi. Áður en langt um leið var mér farið að líða eins og ég væri alltaf með flensu, en ég náði að jafna mig aðeins í fríum. Ég sem hef alla tíð verið mikil íþróttamanneskja, full af orku, og stundaði hlaup frá unglingsaldri, hætti að geta hlaupið og hjólað, eða stundað ræktina. Þetta var nýr veru leiki, því undir lokin

á spítalanum var ég bókstaf lega alltaf veik,“ segir Kristín. Þegar hún frétti að fleiri starfsmenn á Landspítalanum væru að kljást við veikindi, sem væru af völdum raka skemmda í húsnæðinu, vaknaði sú spurning hvort það væri kannski ástæða hennar veikinda. „Mig hafði ekki grunað að rakaskemmdir gætu haft svona mikil áhrif á heilsuna en þegar ég kom til vinnu aftur eftir sumarfrí var ég sem slegin niður hvað heilsuna varðar. Ég veiktist hraðar og alvarlegra í hvert sinn sem ég kom inn á sjúkra húsið, svo það fór ekki á milli mála að húsnæðið væri heilsuspillandi. Læknirinn minn segir að ég sé eins og mælir þegar kemur að raka skemmdum, einkennin hjá mér koma svo fljótt fram. Um tíma var ég svo veik að ég var rúmliggjandi og stóð ekki undir sjálfri mér.“ Kristín fór í veikindaleyfi í þeirri trú að húsnæðið yrði lagað og hún gæti síðan farið að vinna aftur. En það fór á annan veg. „Ég fékk það mikil einkenni þegar ég reyndi að fara aftur á Landspítalann, að ég gat einfaldlega ekki unnið þar. Húsnæðið er gamalt og úr sér gengið og því hefur ekki verið haldið nægilega við um árabil, megnið af fjár magninu hefur þurft að fara í reksturinn. Nú er að vísu bygging hafin á nýjum spítala, sem er í raun viðbygging við gömul og illa farin hús. Í mínum huga hefði verið miklu

„Mig langaði að læra slysaog bráðalækningar því mér fannst heillandi að hjálpa fólki á öllum aldri, sem var að glíma við alls konar veikindi, vandamál eða slys.“ „Mér fannst íslenskt þjóðfélag hafa breyst á þessum árum sem við vorum í burtu. Allt var komið á einhvern yfirsnúning í þessu góðæri, og ég varð vör við meira ofbeldi og neyslu í gegnum starfið á bráðamóttökunni.“ „Sjórinn hefur líka haft góð áhrif á skapið, hvort sem hann er úfinn, sem er gaman, eða lygn, stilltur og róandi.“

IBN.IS 43


50 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


IBN.IS 51


MAGNAÐIR

Dr. Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, nýtir tómstundir til að safna og greina tegundir mosa. Hann er sannfærður um að ef menn fengju að kynnast mosa myndu margir fá áhuga á að safna þeim og greina. Það sé erfitt að byrja en svo lærist þetta mjög fljótlega.

Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Grétar Skúlason

„Á árunum 1966 til 1972 var ég við nám í grasafræði í Uppsölum í Svíþjóð. Þar kynntist ég mosum fyrst og hreifst strax af fjölbreytni þeirra, lifnaðarháttum og lífsferlum,“ segir Ágúst, sem nýlega gaf út á eigin kostnað gagnmerka bók, Mosar á Íslandi. Þar fjallar hann m.a. um gerð og byggingu mosa og skiptingu þeirra í fylkingar, auk þess sem hann lýsir því hvernig á að þurrka þá og varðveita. Í bókinni eru greiningarlyklar að öllum tegundum mosa, sem vaxa hérlendis, en það hjálpar lesandanum að þekkja í sundur mismunandi gerðir mosa. ÁHUGAMÁL LÍKT OG FRÍMERKJASÖFNUN

„Ég hef dundað mér við það í tómstundum að safna og greina mosa til tegunda. Ég hef stundað þetta áhugamál eins og þeir sem safna frímerkjum. Það hefur verið skrifað um mosa áður, en það er langt því frá að vera aðgengilegt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í mosafræðum. Í áranna rás hafði safnast fyrir ýmis fróðleikur hjá mér, sem ég taldi að gæti gagnast öðrum,“ segir Ágúst um tilurð þess að bókin varð til en hann notaði kvöld og helgar til skrifa. Hann hefur ferðast mikið um Ísland og m.a. safnað mosa á þeim ferðalögum. Mosann hefur Ágúst svo skoðað og greint yfir vetrartímann. Þegar Ágúst er spurður hvort Ísland sé ríkara af mosa en önnur lönd kemur í ljós að svo er ekki. „Nei, það er nú ekki. Hér á landi vaxa rétt rúmlega 600 tegundir en um 1100 annars staðar á Norðurlöndum. Það stafar einkum af því að það eru miklu fleiri gerðir búsvæða þar en hér. Hérlendis eru flestar tegundir þar sem úrkoma er mest. Flestir mosar þola ekki mikla samkeppni og dafna því best þar sem lítið er um há54 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

vaxnari plöntur. Þeir þrífast í klettum, á steinum, trjáberki og lítt gróinni jörð. Þetta sjáum við vel í hrauni, þar sem gamburmosi myndar þykka bólstra, mosaþembur, þar sem úrkoma er næg. Ef mikið áfok safnast í hraunið taka æðaplöntur að vaxa þar og smám saman ryðja þær gamburmosa úr vegi. Sums staðar í votlendi eru mosar líka ríkjandi, þar sem æðaplöntur eiga erfitt með að ná fótfestu. Mosar vaxa nær alls staðar nema í sjó. Jafnan er mosavöxtur meiri á rökum stöðum en þurrum, og þeir eru sjaldgæfir í eyðimörkum. Berggrunnur hefur og áhrif; fáeinar tegundir vaxa einungis á móbergi. Í regnskógum vaxa flestar tegundir á trjástofnum,“ upplýsir Ágúst. VERNDARHJÚPUR JARÐVEGS

Mosar þola ekki mikið traðk og því ber að varast að troða mosavaxin svæði í svaðið. Þessar merku plöntur gegna margvíslegu hlutverki í náttúrunni. „Í fyrsta lagi má segja að mosar eru verndarhjúpur jarðvegs; þeir verja viðkvæma byggingu jarðvegsagna, tempra streymi vatns, bæði í þurrkum og eins í miklu úrfelli. Í öðru lagi er mosa lag heimkynni örvera og smádýra, sem eru nauðsynlegir hlekkir í lífskeðjunni. Það er tiltölulega nýuppgötvað að bakteríur lifa á mosum og vinna nitur úr andrúmsloftinu á sama hátt og rótargerlar á Alaskalúpínu. Þá sækja fuglar og önnur dýr bæði fæðu og efni til hreiðurgerðar í mosalagið. Margt fleira mætti tína til,“ segir Ágúst. Inntur eftir því hvort hann eigi uppáhaldsmosa, og þá hvers vegna, segist Ágúst eiga erfitt með að gera upp á milli tegunda. „Ætli ég verði ekki að nefna glómosa. Ég fann hann í



VI ÐGER ÐARMENNING

101 SHOPKEEPERS Myndasería eftir Helgu Nínu Aas

Ferðamenn á Íslandi eru nú næstum fjórum sinnum fleiri á ári en íbúanir. Gamla miðbæjarstemningin í Reykjavík - með ósamstæðum húsum og fjölbreytilegu mannlífi, smáiðnaði, verslunum og listamönnum - er að vikja fyrir ferðamannaiðnaðinum. Gamli bærinn veitti skjól fyrir listamenn, rithöfunda, handverksmenn og hver kyns smáverslanir, en nú eru gömlu búðirnar og vinnustofunar að víkja fyrir hótelum, minjagripaverslunum og erlendum veitingahúsakeðjum. Helga Nína hefur myndað síðustu fulltrúa hins gamla miðbæjarlífs og sýnir okkur kunnuglega staði sem nú virðast orðnir svolítið gamaldags. Portrett hennar vekja áleitnar spurningar: Hvað verður um menningju okkar? Hverju erum við að fórna í sókn eftir skjót fengnum gróða? Og hverjir munu hafa áhuga á að heimsækja okkur þegar hér verður ekkert lengur að sjá nema Hard Rock og Dunkin'Doughnuts? Texti Jón Próppe

Kai, Borgarhjól

62 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


IBN.IS 63


VIÐGE

R Ð A R V E R K S TÆ Ð I

Fyrir nokkrum áratugum blómstraði viðgerðarmenningin, þar sem saumakonur, skósmiðir, trésmiðir og bólstrarar unnu þarft starf, enda var eftirspurnin eftir vinnu þeirra mikil. Ef gat kom á kjólinn var það lagað, skór fengu lengra líf með nýjum sóla og snjáðir sófar voru yfirdekktir. Flestir hugsuðu sig vel um áður en þeir hentu eigum sínum og keyptu sér eitthvað nýtt. Síðan kom langt tímabil þar sem öllu var hent á haugana, án þess að hugsað væri um afleiðingar þess fyrir umhverfið. En með vaxandi áhuga á umhverfismálum eru sífellt fleiri sem kjósa að láta gera við eigur sínar og sennilega hefur það aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. Það er líka hægt að gera við ótrúlegustu hluti og nota þá áfram í stað þess að þeir endi í landfyllingu. Við hjá Í boði náttúrunnar viljum leggja okkar af mörkum og höfum kortlagt helstu viðgerðarverkstæði landsins. SIS

HJÓL

FÖT

HÚSGÖGN

KRIA HJÓL

SAUMSPRETTAN

BÓLSTRARINN

Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, 534-9164

Síðumúla 31, 108 Reykjavík, 552-0855

Langholtsvegi 82, 108 Reykjavík, 568-4545

REIÐHJÓLA- OG SLÁTTUVÉLAÞJÓNUSTAN

PLÖGG

ANTIKMUNIR

Grandagarði 37, 101 Reykjavík, 696-1646

Viðgerðir og bólstrun á gömlum/nýjum húsgögnum.

FELDUR VERKSTÆÐI

Klapparstíg 40, 101 Reykjavík, 896-3177

– Hjólaviðgerðir & ástandsskoðun

– Fatabreytingar og viðgerðir

Gera einnig við sláttuvélar. Vagnhöfða 6, 110 Reykjavík, 8210-040

–Viðgerðir og bólstrun

Pelsaviðgerðir og breytingar.

BORGARHJÓL

Snorrabraut 56, 105 Reykjavík, 588-0488

BÓLSTRUN ÁSGRÍMS Þ. ÁSGRÍMSSONAR

LISTASAUMUR

Smiðjuvegi 6, 200 Kópavogi, 554-1133

Brýna einnig skæri og hnífa. Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík, 551-5653

Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, 588-8011

ÖRNINN Faxafeni 8, 108 Reykjavík, 588-9890

HS BÓLSTRUN SAUMASTOFAN RÓSA Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík, 571-1409

GÖTUHJÓL Ármúla 4, 108 Reykjavík, 776-9677

SAUMNÁLIN Laugavegi 168, 101 Reykjavík, 552-8514

TRI Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík, 571-8111

KÓS Viðgerðir á leðurfatnaði og sérsaumur.

HJÓLASPRETTUR

Laugavegi 86-94, 101 Reykjavík, 551-9044

Dalshrauni 13, 200 Hafnarfjörður, 565-2292

BREYTT OG BÆTT SKÍÐAÞJÓNUSTAN

Smáralind, 3. hæð, 201 Kópavogi, 544-8201

Gera við hjól og skíði. Taka gamalt upp í nýtt. Fjölnisgötu 4b, 603 Akureyri, 462-1713

FATAVIÐGERÐIR HRANNAR Lækjarsmára 4 , 210 Kópavogur, 564-5875

SAUMASTOFA SÚSÖNNU Hamraborg 1-3, 200 Kópavogi, 581-1415

ELÍNBORG – SAUMASTOFA Miðhraun 22, 220 Garðabær, 891-8515

66° NORÐUR Fyrir fatnað sem er framleiddur og seldur af 66°Norður. Miðhrauni 11, 210 Garðabæ, 535-6600

LITLA SAUMASTOFAN Brekkugötu 9, 600 Akureyri, 666-2401

SAUMASTOFAN UNA Grundargötu 5, 600 Akureyri, 860-3938 64 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

Hamraborg 5, 200 Kópavogur, 544-5750


Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður Jóhanna Harðardóttir, textílhönnuður

IBN.IS 65


ENGINN GETUR ALLT EN ALLIR GETA EITTHVAÐ PL AS TL AUS HEIMSYFIR R ÁÐ

Hadda Hreiðarsdóttir og Adam Scott vildu leggja sitt af mörkum til umhverfisins og stofnuðu því SUP eða Stop Using Plastic. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum vörum sem draga úr notkun á einnota plasti. Þau hjón eru búsett í Barcelona með þrjú börn og hundinn Molly. Viðtal Salbjörg Rita Jónsdóttir Myndir Adam Scott

70 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

„Við höfum verið búsett í Barcelona í fimm ár, en komum hingað þegar Hadda fór í mastersnám í alþjóðaviðskiptum. Okkur líkar mjög vel í borginni og börnunum okkar líður vel, þannig að við verðum hér eitthvað áfram. Annars hjálpa krakkarnir okkar líka til við SUP og eru okkar dyggustu stuðningsmenn.“

Hvernig kom það til að þið stofnuðuð SUP? „Adam hafði gengið með þessa hugmynd í kollinum en fyrir þónokkrum árum fór hann að nota bambustannbursta. Þá vorum við búsett í London og þar í borg eru umhverfisvænar vörur mun auðfáan legri en á Spáni. Við reyndum að panta hina og þessa bursta hingað til Barcelona, þar sem við fengum þá ekki svo auðveld lega hér, en við vorum aldrei nógu ánægð með þá. Spánn er mun aftar

í öllu sem viðkemur endurvinnslu og umhverfisvernd en London þannig að við sáum að kannski væri þarna tækifæri fyrir okkur að hafa áhrif. Tannburstarnir, sem við höfðum pantað, voru misgóðir og því fór Adam að reyna að finna framleiðanda sem gæti framleitt tannbursta sem við værum sátt við. Það tók okkur langan tíma að finna rétta fólkið og fá það sem við vildum. Við byrjuðum á að hanna fyrsta burstann og umbúðir og ætluðum að sjá hvernig þetta kæmi til með að líta út. Hingað komu svo 1000 tannburstar einn góðan veðurdag fyrir rúmu ári síðan, og þá var ekkert annað að gera en að selja þá. Við vorum ekki búin að opna vefinn okkar en Hadda seldi alla burstana á tveimur klukkustundum á Facebook. Þetta staðfesti það sem við vorum að vona, að fólk


IBN.IS 71


A U Ð V E LT

LJÚFFENGT

Nýlega kom út matreiðslubókin Vegan, 7 mínútur í eldhúsinu eftir Émilie Perrin. Þar er að finna fjölbreyttar uppskriftir að auðveldum veganréttum. Uppskriftirnar henta því fyrir þá sem vilja njóta góðrar og hollrar máltíðar án þess að eyða miklum tíma í matseld. Hér eru þrjár uppskriftir úr bókinni, sem ættu að gleðja alla matgæðinga. 80 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR


HUMMUS Fyrir fjóra 200 g niðursoðnar garbanzo-baunir (kjúklingabaunir) 1 hvítlauksrif ½ sítróna ½ appelsína (safinn) 2 msk. af sesammauki (tahini) ½ tsk. kúmenduft salt og pipar Látið renna af garbanzo-baununum og setjið þær í skál í matvinnsluvél. Afhýðið hvítlaukinn og takið innan úr honum fræið, setjið hann ofan í skálina á matvinnsluvélinni ásamt ávaxtasafanum, sesammaukinu og kúmenduftinu. Hrærið í vélinni þar til blandan er orðin jöfn. Salti og pipar bætt við í lokin eftir smekk. Hummus geymist í tvo til þrjá daga í krukku á köldum stað.

IBN.IS 81


HUGLEIÐING

JARÐR ÆN HUGSUN

„Leikur öræfaandi, Hvísla einveruhljóð, breiðist hátignarhjúpur yfir heiðanna slóð.“ Hvers virði er öræfaandinn og einveruhljóð sem Jóhannes úr Kötlum fangar í ljóði sínu? Hvað borgum við fyrir að sjá og upplifa? Er einhver verðmiði? Hvaða rekstrarforsendur má leggja til grundvallar? Hagfræðileg viðmið, hagræn gildi, hagvöxtur, arðsemi fjármagns, framleiðni hagkerfa, krafa um stöðugan vöxt, einka neysla og kaupmáttaraukning. Neyslugeta og framleiðsluaukning. Tungumálið býr yfir ótal sjúskuðum hugtökum, sem byggja á ónýtu kerfi fortíðar - meingölluðu kerfi sem við rogumst ennþá með og felur í sér tortímingu jarðar, afát, ofneyslu, ágang, græðgi og sóun sem bitnar fyrst og síðast á heimilinu okkar, þessari einu jörð sem við eigum. Og bitnar á nær umhverfinu, landinu og sveitinni okkar, bakgarðinum og okkur sjálfum, en mest þó á afkomendum okkar um ókomna tíð. Og í stað þess að greina sjúkdómseinkennin, hlusta á hjartslátt jarðar, fylgjast með óstöðugu línuriti og bregðast við eins hratt og mögulegt er, þá höldum við ótrauð áfram. Við sláum okkur á lær í veislum yfir því að ef allir jarðarbúar myndu nota jafnmikið af auðlindum og við Íslendingar, og gera sömu neyslu kröfur og við, þá þyrfti að minnsta kosti ellefu jarðir til viðbótar. En við hljótum að læra og lifa í batnandi heimi. Eða eins og Birtíngur sagði – „Allt er gott, allt gengur vel. Allt gengur hið besta sem má.“ Þó er það nú svo að árið 2019 búum við ennþá í samfélagi sem starfar eftir hugmynda fræði liðinnar aldar. Við köstum náttúruperlum á milli biðflokka og nýtingarflokka - eins og trylltar skessur með fjöregg. Þensla og neysla keyrir veraldar vélina ennþá áfram um leið og börn flykkjast út á stræti og torg og krefjast nýrrar hugmynda fræði svo hnötturinn megi lifa af. „Veislan ykkar er búin. Byrjið að taka til,“ hrópa grunnskólabörn á Austurvelli. 96 Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR

Kristín Helga Gunnarsdóttir – rithöfundur

Og þau taka undir með jafnöldrum sínum um alla Evrópu. Það hefur orðið vitundar vakning vegna þess að víða eru blikur á lofti. Loftslagsbreytingar, fólksflótti, þurrkar og afleiddar styrjaldir, súrnun sjávar, auðlindasóun, notkun jarðefnaeldsneytis, plastmengun, útrýming dýrategunda. Og stóri gerandinn er hættulegasta dýrið, sem trúir á takmarka laust neyslufrelsi einstaklinga. „Fyrst láta þeir eins og við séum ekki til. Svo hlæja þeir að okkur. Því næst berjast þeir við okkur og svo sigrum við,“ sagði Mahatma Gandhi. Orð sem eru leiðarljós í baráttunni fyrir lífvænlegri veröld. Þannig vitum við öll að í framtíðinni mun hver einasta ákvörðun sem stjórnmála menn standa frammi fyrir verða tekin eingöngu með tilliti til umhverfis og náttúru - aðeins með hliðsjón af því hvað það gerir fyrir jörðina, landið, sveitina og bakgarðinn. Við stöndum á þessum krossgötum og aðstæður þvinga valda menn veraldar á næstunni til að velja nýja stefnu. Því fyrr sem þeir átta sig, því meiri líkur á árangri. Og hvar er betra að skapa fyrir myndina en á Íslandi? Við erum fámenn. Við búum við land fræðilega einangrun en erum líka miðsvæðis í veröldinni. Við náum svo auðveld lega athygli þegar við hrópum hátt – hvort sem við skandalíserum eða gerum eitthvað sniðugt. Við höfum hér mögnuð tækifæri til að skapa nýja framtíðarsýn. Við gætum tekið þátt í og jafnvel leitt umræðu um breytta hug-

mynda fræði á heimsvísu, hvernig mannskepnan getur lifað af með sem minnstri áníðslu. Það hlýtur að vera hið endanlega markmið. En allt stefnir að stækkun og framfarir ganga út á að finna ný þolmörk og komast þangað til að finna ný þensluviðmið. Hér á okkar heimavelli þarf að skoða nýja virkjunarkosti, endurskoða og endurflokka ár og sprænur, öræfi og eyðilönd fyrir stóriðju og fyrir neysluframleiðslu. Örfáir aðilar hafa um stundarsakir haft það risaverkefni undir höndum að keyra áfram dýran tækjabúnað og mannafla svo kaupmáttur aukist tímabundið með heróínsprautu inn í hagkerfið. Það vantar nýtt kerfi sem heitir ekki hagkerfi en nær miklu heldur utanum hin eigin legu verðmæti veraldar. Kannski ætti það að heita jarðkerfi? Og hagfræðingar morgundagsins væru þá jarðkerfisfræðingar, sem gæfu út jarðtölur og könnuðu jarðvöxt og jarðræn gildi. Hagkerfi er hannað út frá peninga legu regluverki, en jarðkerfið myndi taka inn allar hinar breyturnar. Við erum landverðir og eigum að færa næstu kynslóð það land sem við fengum. Við hverfum sjálf eftir augnablik og verðum að mold. Við verðum að jörð sem öðrum verður falið að varðveita svo næstu kynslóðir njóti gæða og deili saman. Morgundagurinn geymir nýjar uppfinningar, sem ganga út á að ganga ekki á - heldur gefa og auka vöxt og viðgang náttúru og jarðar. Við búum á Galapagosi norðursins og ættum hvergi að mega stinga niður skóflu án þess að taka samtalið langa um gildi lands og framtíðar og jarðrænnar þróunnar. Þekking er öflugasta tækið og löngu tímabært að kenna umhverfis- og náttúruvernd í grunnskólum frá fyrstu tíð – kenna jarðvistfræði og jarðræna hugsun svo við getum strax undirbúið breytta framtíð. Leysum allan okkar sköpunarkraft úr læðingi í þágu umhverfis-og náttúruverndar, og verum nú dálítið jarðsýn í hugsun.

Mynd: Einkasafn

Jarðkerfi vs. hagkerfi


NÝ COROLLA

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 91537 04/19

HÚN HÚ Ú N ER R KOMIN KO MIN N AFTUR A F T UR

Mest seld í heimi Nýjasta kynslóð Corollu er komin í þremur glæsilegum gerðum sem taka sig best út með þig undir stýri. Mátaðu þig við kraftmiklar Hybrid útfærslur hlaðbaksins, Corolla Hatchback; stallbaksins, Corolla Sedan eða langbaksins, Corolla Touring Sports. Hver er þín týpa? 2 ára þjónustupakki fylgir með nýrri Corollu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Nú er 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Toyota bifreiðum.

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 3+4 ÁBYRGÐ

Toyota Akureyri Baldursnesi 1

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19

Toyota Selfossi Fossnesi 14

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 7 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Birt með fyrirvara um villur.


Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

fyrir alla

fjölskyld una

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i

t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.