VOR 2012_sample

Page 1

1.790 kr.

GRÆN VITUND Fjórar verslanir

SUMAR 2012

Í boði náttúrunnar

forræktun FERÐALÖG | MATUR

| ÚTIVIST | RÆKTUN | HÍBÝLI | DÝR | HEILSA | SVEITIN

FORSKOT Á SUMARIÐ

HESTAR , SKÓR & BÝFLUGUR

Matthildur Leifsdóttir, frístundabóndi í Stakkholti

BREYTINGASKEIÐIÐ

Jákvætt og náttúrulegt

RABARBARI

Tíska í matargerð

TÚLÍPANAR

Afskornir haustlaukar


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að taka hestamyndir? Ég hef alltaf verið í kringum hesta, er meira og minna alin upp í sveit og var mikið á hestbaki eða hangandi úti í stóði að fylgjast með hestunum. Að auki hef ég lengi haft mikinn áhuga á atferli hesta, eða alveg síðan ég var krakki. Síðar fór ég á Hóla og tók tamningamannaprófið þar. Ég hef líka alla tíð haft gaman af ljósmyndun og hef eiginlega sífellt verið að taka myndir. Stundum stalst ég í filmuvélina hans pabba og kláraði alla filmuna en myndirnar voru flestar teknar frá frekar óhefðbundnum sjónarhornum. Svo ríkti alltaf mikil „gleði“ á heimilinu þegar filman kom úr framköllun með einstaklega skrýtnum myndum, eða það fannst fjölskyldunni. Þá var dæst og sagt: „Andskotinn, komst Gígja í vélina aftur!“ Þá flissaði ég úti í horni. En svo þróaðist þetta smám saman hjá mér og varð skárra með árunum.

Fangar augnablikið Gígja Dögg Einarsdóttir ljósmyndanemi þreytist seint á að taka myndir af hestum. Myndir hennar hafa vakið töluverða athygi og nú prýða tvær þeirra stuttermaboli frá Hennes&Mauritz. Hvað er það sem þú reynir að ná fram í myndunum? Þegar maður situr úti og fylgist með stóði, eða er yfirhöfuð að mynda hesta, þá eru það alltaf þessi einstöku augnablik sem maður er að vonast eftir að ná. Hesturinn tjáir sig á svo óendanlega fjölbreyttan máta. Þegar hann er reiður leggur hann eyrun aftur og glefsar stundum í næsta hest. Ef hesturinn sér eitthvað spennandi þá reisir hann makkann og eyrun eru sperrt fram. Þegar hestar sýna hver öðrum vinahót þá kljást þeir gjarna eða klóra og hnusa hver í öðrum.

Hægt er að skoða hestamyndirnar hennar Gígju Daggar á www.flickr.com/people/gigjae/

8

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Hvaða aðferðir og tækjabúnað notar þú? Hestar eru eins mismunandi og menn. Í grunninn eru hestar flóttadýr þannig að það er þeim eðlislægt að hlaupa í burtu þegar þeir óttast eitthvað eða finnst eitthvað grunsamlegt. Sérstaklega má sjá þessi viðbrögð hjá ótömdum hestum og í stóðum sem eru ekki höndluð mikið. Fallegustu myndirnar eru oft af hestum sem eru aðeins varir um sig; þeir eru vakandi, reistir og flottir með eyrun fram. Það er ekki hægt að koma askvaðandi inn í stóð og byrja að taka myndir á fullu því eftir tvær sekúndur eru hrossin rokin í burtu og þá þarf að ganga tvo kílómetra bara til þess að sjá þau hlaupa aðra þrjá! Við þessar kringumstæður nálgast ég oft stóðið mjög hljóðlega og rólega. Læt hrossin sjá mig, sest síðan á þúfu og leyfi þeim að koma til mín og þefa af mér. Forvitnin er oft að drepa þau. Þegar þau hafa svo fullvissað sig um að ég sé hvorki með brauð né ætli að skjóta þau og éta, slaka þau á og hætta að sýna mér athygli. Það er yfirleitt þá sem tækifæri gefst til að mynda. Folöldin leika sér eða sofa, merarnar kljást, kannski hefjast stöku slagsmál innan hópsins. Þetta snýst allt um þolinmæði, smá þekkingu og heppni. Búnaðurinn sem ég nota núna er Canon 5D Mark II og filmuvél kölluð Díana (lomography). Linsurnar sem ég nota eru Canon 70-200 L II IS USM, Canon 17-40 4.0 USM og Tamron 24-70 2.8.



FORSKOT Á SUMARIÐ Texti HEIÐUR AGNES BJÖRNSDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Menn hafa á því ýmsar skoðanir hvernig best sé að forrækta. Ég kýs að fara einföldu leiðina; sái öllum fræjunum á sama tíma og meðhöndla þau öll eins. Þannig kemst ég upp með að eyða ekki of löngum tíma í ræktunina en næ samt afar góðum árangri – jafnvel þótt þetta sé ekki eftir ströngustu aðferðafræði. Málið er að finna svo einfalda leið að maður gefist ekki upp. AF HVERJU AÐ FORSÁ? Í raun er hægt að rækta flest sem hugur inn girnist á Íslandi. Helsti vand inn er að sumar tegundir þurfa lengri vaxtartíma en íslenska sumarið býður upp á. Forræktun er ráð við því vanda máli. Þá eru plöntur nar ræktaðar upp af fræi innanhúss, við „verndaðar aðstæður“, og hafa þannig fengið veru legt forskot þegar þær eru settar út. Plöntur nar eru settar út þegar frost er farið úr jörðu og farið að hlýna, oftast í maí. Afar einfalt er að forrækta plöntur á þennan hátt, jafnvel í heima húsum. Forræktunartíminn er yfirleitt 6-8 vikur. Þeir sem forrækta jurtirnar sínar komast fljótt að því að mun ódýrara er að gera það sjálfur, auk þess sem þannig er unnt að rækta það sem hugur inn girnist. Þótt úrval af forræktuðum tegundum í gróðrarstöðvum landsins hafi aukist ár frá ári er margt spennandi sem enn er ekki í boði. Önnur góð ástæða til að forrækta er að þannig fær maður uppskeru fyrr en ella. Því forrækta ég ekki eingöngu hæg vaxta teg undir, heldur líka salat og krydd sem ég get byrjað snemma að nota í matseldina, jafnvel strax í apríl eða maí. Svo má ekki gleyma hversu gefandi það er að fylgja sínum eigin plönt um alla leið frá fræi að uppskeru. Þannig vitum við hvað hefur verið gert við plönt una á öllum stigum ræktunar innar.

20

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


„Málið er að finna svo einfalda leið að maður gefist ekki upp.“



Túlípana�

litríkur vorboði

Litaskali túlípana er afar fjölbreyttur, allt frá skær gulum, bleikum og appelsínugulum yfir í svarta og tvílita.

Texti og myndir Guðbjörg Gissurardóttir


ÍBN fór á túlípanasýningu í Blómavali í marslok og heillaðist af úrvalinu og framsetningunni á þessari skemmtilegu blómategund sem er meðal þeirra fyrstu sem koma upp á vorin og lita tilveru okkar eftir dumbung vetrarins.

T

úlípanarnir eru upprunnir í Mið-Asíu og talið er að ræktun þeirra hafi fyrst hafist í Persíu eða Íran, eins og það kallast nú. Á 16. öld fór túlípanaæðið eins og logi yfir akur um alla Vestur-Evrópu en Holland tók best við sér. Hollendingar hafa æ síðan ræktað mest allra af túlípönum. Flestir túlípanalaukar sem seldir eru í verslunum hafa verið ræktaðir á hollenskum ökrum. Haustlaukarnir á myndunum eru sérstök af brigði sem forræktuð eru af blóma ræktendum sérstaklega til að selja sem afskorin blóm. Það er ekki mikið úrval í blómabúðum af forræktuðum laukum núna, þ.e. til að setja niður í garðinn, en þó eitthvað og vinsælastar á þessum árstíma eru páskaliljurnar. Túlípanar eru fjölær planta og koma upp aftur á hverju vori með mismiklum afföllum. Páskaliljur fjölga sér og dreifa og því er ekki þörf á neinu viðhaldi eins og með túlípanana. Algengt er að forræktaðir laukar séu settir niður í potta á svalir og verandir á vorin. Mikilvægt er að hafa gott frárennsli og sendinn jarðveg í pottunum. Þegar við viljum prýða heimili okkar með afskornum túlípönum, annað hvort með því að klippa úr garðinum eða kaupa þá afskorna, er best að setja þá í vasa með litlu vatni; bara rétt í botninum en nóg til að endinn á stönglinum sé í vatni. Túlipanar standa betur og lengur í kulda og því er ráðlegt að forða þeim frá mikilli sól og setja þá út í glugga á kvöldin og opna gluggann. Þegar túlípanar eru teknir inn er mikilvægt að skilja eitthvað af blöðunum eftir í garðinum svo að blöðin hafi tækifæri til að safna nær ingu yfir sumarið og þannig átt meiri möguleika á að koma aftur upp á næsta vori. Ef bómin eru ekki tekin inn er gott að leyfa þeim að visna eftir að blómgun lýkur í stað þess að fjarlægja stönglana.

28

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR



Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir og Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Jón Árnason


HESTAR , SKÓR & BÝFLUGUR

Matthildur Leifsdóttir lifir í tveimur ólíkum heimum. Hún er frístundabóndi í Stakkholti og skókaupmaður á Laugaveginum.


M „Ég er dálítill bóndi í hjartanu og er hrifin af því að vera með sjálfsþurftarbúskap.“ 34

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

atthildur byrjar daginn á að moka undan hestum og sinna hænum og hundi í Stakkholti við Elliðavatn þar sem hún býr með Ingólfi Stefánssyni í gömlu sumarhúsi. Eftir hádegi selur hún ítalska skó í verslun sinni, 38 þrep, við Laugaveg. Kvöldin notar hún til útreiða, garðyrkju og ræktunar og þegar vel viðrar veiðir hún silung og urriða í Elliðavatni. Þess á milli flýgur hún til Ítalíu í viðskiptaerindum og er einmitt nýkomin heim úr einni slíkri ferð þegar hún sest niður með blaða manni á fallegum vordegi. „Stundum er gott að hafa svona andstæður í lífinu. Ég er þakk lát fyrir að geta sinnt þessu öllu og vildi ekki hafa það öðruvísi,“ segir Matthildur brosandi. En hvers vegna skyldi hún hafa þessa miklu þörf fyrir tengsl við nátt úruna? „Ég hef alltaf haft þessa innri þörf, að vera úti í náttúrunni. Þá er maður líka


Ingólfur hafði ekki komið nálægt hestamennsku áður en þau Matthilur kynntust en í dag er hann dottinn á kaf í sportið. Hvert sem litið er fangar augað eitthvað spennandi. Bjöllur hangandi í þakskegginu, hani úti á túni, bálköstur sem bíður eftir að verða eldi að bráð og heimiliskötturinn aldrei fjarri.

kominn í samband við sjálfan sig og fær tengingu við móður jörð. Ég er alin upp í sjávar plássi úti á landi en var mikið í sveit hjá ömmu minni og afa og þaðan kemur þessi tenging við sveitalífið. Ég er dálítill bóndi í hjartanu og er hrifin af því að vera með sjálfsþurftarbúskap. Mér finnst yndislegt að vera úti og vinna, finna orkuna flæða um mig, finna ilminn af mold inni, líta upp til himins, heyra í fuglunum og finna frelsið. Ég þrífst ekki nema vera í sambandi við náttúruna.“ Hvað áttu við þegar þú segir að þú finnir orkuna flæða um þig? „Ég finn að þetta gefur mér orku og kraft. Ég get verið dauðþreytt og alveg tóm að innan þegar ég kem heim úr vinnunni. Þegar ég fer út í sumarkvöldið að hlúa að gróðrinum, grafa holu og setja niður tré, eða taka upp plöntur og færa til, eflist ég öll og endurnýjast. Ég er viss um að flestir hafa þörf fyrir að endurnýja

sína orku. Það er mismunandi hvaða leiðir fólk fer til þess. Sumir fara út að hlaupa, aðrir stunda líkamsrækt en þetta er mín leið.“ Hver var aðdragandinn að því að þú fluttir hingað í Stakkholt? „Ég bjó í nokkur ár í sveit á Ítalíu en þangað fór ég upphaflega í framhaldsnám í myndlist. Þegar ég kom aftur heim til Íslands flutti ég í Vesturbæinn þar sem ég bjó með systur minni. Á sama tíma setti ég á stofn verslunina 38 þrep ásamt vinkonu minni, sem var m.a. ástæða þess að ég flutti heim. Ég fann þó að það átti ekkert sérstaklega vel við mig að búa í borginni og því fór ég að líta í kringum mig. Það var um hávetur og enginn að spá í að kaupa jarðarskika með gömlu sumarhúsi þegar ég sá Stakkholt auglýst. Þá var heldur ekki góðæri í gangi og hægt að fá slíka eign fyrir sanngjarnt verð. Þetta svæði minnti helst á hálfgerða

sígaunabyggð, eins og eru oft í úthverfum stórborga. Hér voru bændur með kindur og gamlir rabarbara- og kartöflugarðar. Um leið og ég kom hingað vissi ég að þetta var drauma staðurinn. Ég fann strax töfrana. Þetta var eins og að vinna í lottóinu!“ FANN ÁSTINA Matthildur fann ekki aðeins ró frá ys og þys borgarinnar í Stakkholti. Þar fann hún líka ástina, Ingólf Stefánsson. „Hann var eini karlmaðurinn sem bjó hér í nágrenninu en þá var Norðlingaholtið gamalt hesthúsa hverfi. Ég vissi af honum og við kinkuðum kolli hvort til annars þegar við mættumst. Loks rugluðum við saman reytum okkar en það gerðist ekki fyrr en við hittumst uppi á há lendinu. Ég hef stundum unnið sem skálavörður á sumrin og hann hefur lengi unnið við ferða mennsku; farið með ferða menn Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

35


NÝ NIVEA -FORMÚLA MEIRI ÁHRIF, MINNI HRUKKUR NIVEA Q10 Anti-Wrinkle Moisturizer dagkremið sem inniheldur náttúrulegt Q10 húðarinnar er nú með nýrri og betri formúlu. Enn meiri virkni í baráttunni gegn hrukkum og 30% meira af rakagefandi innihaldsefnum.


BREYTINGASKEIÐIÐ

Hormónabreytingar sem fáir skilja en allir þurfa að ganga í gegnum

Kannast þú við svefntruflanir, svitaköst, orkuleysi, minnisleysi, aukna fitusöfnun, óreglulegar blæðingar, minni kynlöngun, tilfinninga-rússíbana, kvíða og þunglyndi? Í dag finna konur í hinum vestræna heimi æ meira fyrir breytingaskeiðinu og að margra mati hefst það töluvert fyrr en áður var talið, allt niður í konur undir fertugu. Karlar ganga einnig í gegnum þetta skeið á svipuðum aldri en hjá konum er þetta oftast tengt við tíðahvörf. Flest vitum við lítið um hvað er í gangi í líkamanum og hvað er til bóta. Í boði náttúrunnar tók þrjár konur tali sem allar geta talist til sérfræðinga í breytingaskeiðinu. Þótt þær vinni á mismunandi sviðum hefur stærsti viðskiptavinahópur þeirra einmitt verið konur sem eru að ganga í gegnum þetta skeið. Allar eru þær sammála um að breytingaskeiðið sé mun lengra tímabil en almennt sé haldið fram og að vestrænar konur þurfi að kljást við óvenjulega langt skeið vegna nútíma lifnaðarhátta. En er hægt að gera þetta ferli að jákvæðri reynslu og fara í gegnum það á náttúrulegan hátt? Texti ELÍN HRUND ÞORGEIRSDÓTTIR Myndir G.G. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

63


KRISTBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR – Jógakennari, lærði lithimnufræði & grasalækningar. – Hefur unnið með blómadropa í hartnær þrjátíu ár.

„Það er guðsblessun að fá að losa út það sem gerðist í fyrri hálfleik til að vera með hreint borð í seinni hálfleik en halda samt viskunni eftir.“

B

reytingaskeiðið hefst miklu fyrr en talið hefur verið. Um leið og draga fer úr framleiðslunni á estrógeni fara þessar breytingar af stað. Þeim fylgja alls konar einkenni, bæði líkamleg og andleg, því andleg líðan okkar og hegðun byggir svo mikið á hormónaframleiðslunni í líkamanum. Nýrnahetturnar og fitulag líkamans taka við framleiðslu estrógens af eggjastokkunum eftir breytingaskeiðið og þess vegna fitna konur með aldrinum,“ segir Kristbjörg, innt eftir því hvort hormónabreytingarnar hafi áhrif á líðan kvenna á breytingaskeiðinu. „Vandamálið er að þegar þessi breyting á sér stað í líkamanum erum við svo margar að berjast við að losna við þessa fitu að við missum af aðstoð fitulagsins við estrógenframleiðsluna. Einnig hafa margar konur farið svo illa með nýrnahetturnar vegna streitu og kaffidrykkju, áfengis- og tóbaksnotkunar að þær eru hættar að starfa eðlilega. Ekki má heldur gleyma öllum e-efnunum og alls konar aukefnum úr fæðunni sem eru almennt ekki góð fyrir líkamann.“ AÐ TAKAST Á VIÐ GÖMUL SÁR Kristbjörg bendir á að á meðan þessi breyting á sér stað fari svo margt að gerast innra með okkur tilfinningalega. „Við hverfum frá gömlum mynstrum og förum margar í gegnum einhvers konar sjálfsmyndarkrísu. Ég hef unnið mjög mikið með konum sem eru að ganga í gegnum þessa breytingu. Þá fara þær að velta fyrir sér hvernig þær vilja í raun og veru haga lífi sínu. Í kjölfarið öðlast þær splunkunýja sýn á sjálfar sigog tilgang lífsins.“ Hún bætir því við að fyrri tími breytingaskeiðsins geti verið svolítið erfiður því að á meðan konur séu að losa sig út úr þessu gamla komi oft upp gamlar tilfinningar sem þær hafi ekki horfst í augu við. „Gömul sár og gamlar tilfinningar eru svolítið eins og óþekkir krakkar sem þurfa bara að fá athygli og viðurkenningu á að þeir séu til staðar svo að það geti haldið sína leið. Margar konur upplifa líka svitakóf en þá er líkaminn að reyna að losa sig við uppsafnaðan líkamlegan úrgang. Þetta er dálítið detox-tímabil. En það er guðsblessun að fá að losa út það sem gerðist í fyrri hálfleik til að vera með hreint borð í seinni hálfleik en halda samt viskunni eftir.“ Kristbjörg segir líkamann líka vita að hver sé að verða síðastur til að fjölga mannkyninu þegar við komumst á breytingaskeiðið og þá verða konur oft virkari kynferðislega í svolítinn tíma, eða þangað til þær eru komnar undir fimmtugsaldurinn, en þá hefjist næsta skeið. „Þá hefst ákveðinn dauði. Ekki líkamlegur dauði heldur dauði frá gamla lífinu. Maður hættir að hafa áhuga á því sem einu sinni var svo spennandi og ný áhugamál koma inn hægt og sígandi. Þá eru hormónin búin að finna sitt jafnvægi og allt í einu fer maður að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. Þá kemur miklu meira frelsi inn og enn gleði.“

64

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

HORMÓNIN ERU GRUNNLYKLARNIR „Það er mjög mismunandi hversu langt þetta tímabil er og erfitt. Margar konur gefast upp því þær skortir stuðning til að fara í gegnum þetta og fara þá til læknis og fá hormón. En þá fresta þær bara umbreytingaferlinu.“ Kristbjörg bendir á að breytingar á blæðingum séu bara eitt einkenni breytingarskeiðsins. Hormónin hafa svo mikil áhrif á andlega líðan okkar og atgervi. „Ef við erum að fikta í þeim þá erum við að fikta í grunnlyklunum í tilveru okkar. Ég hef sjálf aldrei notað hormón og þakka guði fyrir að ég hélt út erfiðustu tímabilin. En þá notaði ég líka allt annað sem gat hjálpað mér. Ég var á hreinu mataræði þ.e. án hveitis, sykurs og gers, og ég notaði blómadropana mikið. Breytingaskeiðsdroparnir eru afleiðing af þessu ferli mínu. Það eru dropar með jurtum sem eru hannaðir fyrir þær sem eru að ganga í gegnum erfiðar hormónabreytingar. Þetta er orka jurta sem hjálpar líkamanum að búa til jafnvægi á milli þeirra kirtla sem eiga að framleiða hormón svo hann finni jafnvægið sitt. Það eru engin hormón í blómadropunum en þeir gefa okkur orku sem styður líkamann við að lækna sjálfan sig.“ Úr smiðju Kristbjargar koma einnig dropar sem hún kallar Lífsbjörg og þykja góðir til að grípa í á slæmum dögum ásamt dropum sem hjálpa til við svefnleysi eða depurð, sem bæði eru algeng einkenni á breytingaskeiðinu. „Mér finnst líka mjög gott að búa til jurtate úr vallhumli, maríustakki, brenninetlu, salvíu eða klóelftingu. Þetta eru allt góðar jurtir til að halda hormónabúskapnum í jafnvægi.“ Þegar konur eru komnar í gegnum þetta skeið þá hafa þær náð í styrk og festu sem ekki var til staðar áður, einnig erum við meiri kærleiksverur og eigum auðveldara með að elska og umbera, aga og efla okkur sjálrar og aðra. “


ÞORBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR – Höfundur bókanna „10 árum yngri á 10 vikum“ – og „Matur sem eflir og yngir“

„Ég er að sjá konur í dag á breytingaskeiði um 35 ára. Þetta er ekki eðlilegt og hefur eitthvað að gera með nútíma lífsstíl, mataræði, álag og eiturefni í umhverfinu.“

Á

breytingaskeiðinu eru hormónin að breytast hjá konum. Þau geta breyst eðlilega en líka óeðlilega. Eðlilega tímabilið er um 48-55 ára. Hins vegar virðist breytingarskeiðið hafa færst töluvert til og lengst. Ég er að sjá konur í dag á breytingaskeiði um 35 ára. Þetta er ekki eðlilegt og hefur eitthvað að gera með nútíma lífsstíl, mataræði, álag og eiturefni í umhverfinu. Allt hefur þetta áhrif á hormónabúskapinn,“ segir Þorbjörg sem ráðlagt hefur ótal konum um mataræði á breytingaskeiðinu. Hún bætir því við að fyrir 10-15 árum hafi konur í Japan lifað allt öðruvísi en við og japanska þjóðin verið talin ein af okkar fyrirmyndum varðandi heilbrigt mataræði. „Konur lifðu á einföldu en hollu fæði; miklu grænmeti, fiski og fiskmeti, sojabaunum, tofu og hnetum sem er hormónavænn matur. Þær fundu varla fyrir þessu skeiði. Vestrænn matur, þ.e. brauðmeti og mjólk í rosalega miklum mæli, viðbættur sykur og lélegt kjötmeti með lélegum fitum, hefur hins vegar afleiðingar fyrir líkamann og hormónastarfsemina alla. Það er talið vera ein af ástæðunum fyrir því að konur á Vesturlöndum finna miklu meira fyrir og fá dramatískari einkenni á breytingaskeiðinu.“ BETRA MATARÆÐI BÆTIR BREYTINGASKEIÐIÐ Þorbjörg ráðleggur konum að byrja nógu snemma að búa sig undir breytingaskeiðið. „Þetta er svo frábært tímabil en margar konur hræðast það og halda að lífið sé búið en í rauninni eru þetta

okkar bestu ár. Það mikilvægasta er að borða mat sem er styrkjandi fyrir hormónakerfið. Þetta kerfi er svo viðkvæmt og það þarf svo lítið til að það verði fyrir hnjaski. Ég mæli með að konur losi sig við allt það fæði sem getur myndað bólgur í líkamanum. Þar má telja allan viðbættan sykur og allt einfalt kolvetni eins og brauð sem er bakað úr hvítu mjöli, hvort sem það heitir hveiti, spelt eða annað. Einnig þarf að taka út allar vondar fitur en alls ekki allar fitur!“ Hún mælir einnig með góðum fiski eða góðu kjöti. „Gott kjöt í mínum heimi er lambakjöt eða folaldakjöt sem er af grasfóðruðum skepnum og svo allt villt kjöt. Hormónakerfið þarf fitu til að geta starfað eðlilega og taugakerfið og hormónakerfið vinna mjög náið saman. Olíur eins og hörfræolía og sesamolía eru mjög góðar, sem og möluð hörfræ og sesamfræ. Allar gerðir káls eru líka góðar fyrir hormónakerfið. Þær innihalda efni sem talar vel til hormóna og þá sérstaklega estrógens. Svo má nefna ofurfæðu eins og bláber og krækiber og allar góðu íslensku jurtirnar; því villtari því betri. Ekki má heldur gleyma möndlum, hnetum og fræum.“ Þorbjörg bætir því við að rótargrænmeti sé allt mjög gott. Nema kannski kartöflur, þær geri lítið fyrir okkur. „Mér finnst mjög mikilvægt að stuðla að jafnvægi í mínu lífi. Þunginn eða jarðtengingin sem við fáum við að borða kjötið vegur upp á móti léttleikanum frá grænmetinu. Rótargrænmetið gefur okkur líka jarðtengingu og er mjög gott fyrir meltinguna.“ Þorbjörg bendir einnig á að margir haldi því fram að þegar konur komist á breytingaskeiðið og estrógen-framleiðslan minnki eigi konur á hættu að fá beinþynningu. Lausnina sé svo að finna í að drekka meiri mjólk. Að hennar mati er þetta tóm þvæla því að mjólkurneysla hafi ekkert með beinþynningu að gera. MIKILVÆGI BÆTIEFNA „Ég er mjög mikil bætiefnakerling og mæli eindregið með notkun þeirra. Konur ættu að taka fjölvítamín, t.d. Eve, b- og d-vítamín, magnesíum og hörfræ- og fiskolíu. Makka-rótin er líka mikil kvenjurt og hentar fyrir konur á öllum aldri til að koma á jafnvægi. Margar konur sem eru komnar yfir 45 ára aldur nota þessa jurt í sambandi við kynlífslöngun og slímhúð. Það er algengt að konur upplifi minnkaða kynlífslöngun á þessum tíma og það tengist oft depurð. Sjálfsöryggið hefur kannski minnkað og mörgum konum finnst þær ekki þær sömu og áður. En þetta þarf ekki að vera þannig. Ég sé oft hvernig betri líkamleg líðan helst í hendur við bætta andlega líðan,“ segir Þorbjörg. Hún leggur áherslu á að við getum miklu meira en við höldum. „Það fjallar um að hafa orku og vera forvitin. Að hafa löngun í lífið og prófa nýja hluti.“ Hægt er að lesa meira um hormón í bók Þorbjargar, 10 árum yngri á 10 vikum. Hún hefur einnig haldið námskeið og fyrirlestra um hormón og önnur tengd efni og í smíðum er svo ný bók sem heitir 9 leiðir að lífsorku. „Við viljum allar hafa mikla lífsorku. Það er það mikilvægasta að mínu mati, að finna fyrir því að við séum á lífi á meðan við erum á lífi,“ segir Þorbjörg að lokum.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

65


Salt er lífsnauðsynlegt og við getum ekki lifað án þess en flestir vita ekki að það er gífurlegur munur á salttegundum og hvað það getur gert fyrir heilsuna. Salt er kallað natríum­klóríð í efnafræðinni og oftast inniheldur það einnig önnur efni eins og steinefni og snefilefni sem hafa góð áhrif á líkamann en vegna mengunar og viðbættra efna getur það einnig haft miður góð áhrif. Bragðið er heldur ekki alltaf það sama og ættu allir að prófa nokkrar tegundir til að finna muninn. Þótt salt sé nauðsynlegt öllu lífi, borða flest okkar of mikið af salti. Það er að finna í ýmsum mat frá náttúrunnar hendi en mest af því salti sem við borðum er bætt út í matinn. Mælt hefur verið með því að borða ekki miklu meira en 6 g (1.200 mg) á dag, eða sem svarar um einni teskeið af salti. Of mikil saltneysla getur orsakað of háan blóðþrýsting með tilheyrandi heilsufarsvandamálum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma.


Iðnaðarsalt er unnið úr jörðu þar sem sjór eða salt vatn hefur gufað upp og myndað stórar saltnámur. Þetta er yfirleitt gróft salt, óhreinsað, og getur verið gráleitt vegna steinefna og annarra efna. Í gegnum aldirnar hafa þó steinefnin mikið til hreinsast úr saltinu. Þetta salt er sjaldan notað við matvælaframleiðslu en er nýtt til ýmiss konar iðnaðar og er til dæmis dreift á gangstéttar og götur á veturna. Að sögn Matvælaeftirlitsins var nánast enginn munur á venjulegu borðsalti og iðnaðarsaltinu sem olli miklu fjaðrafoki hér á landi fyrr í vetur. Iðnaðarsaltið var innan allra heilbrigðismarka. Natríumklóríð-innihaldið var 99,6% en viðmiðið er að það verði að vera a.m.k. 97%. Iðnaðarsaltið er ekki talið skaðlegt heilsu en samt sem áður eru ekki gerðar eins strangar kröfur við framleiðslu þess og geymslu.

Matarsalt er mest notaða saltið í heiminum og er oftast unnið úr steinsalti líkt og iðnaðarsaltið, en gerðar eru mun strangari kröfur til hreinleika. Við hreinsun saltsins skolast náttúruleg steinefni burt og við það verður saltið hvítara. Það er iðulega fínmalað og haft í saltstaukum og því þarf að setja misgóð efni út í saltið til að hindra myndun kekkja; t.d. sílíkon. Borðsalt hefur mjög sterkt saltbragð enda uppistaðan næstum því hreint natríumklóríð, eða um 97-99%. Mælt er með því að takmarka notkun borðsalts í mat en það er hentugt í bakstur þar sem það blandast betur saman við hráefnin.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

69


Rabarbari

Rabarbari hefur slegið í gegn að undanförnu hjá þekktum kokkum um allan heim. Hann er kominn í tísku og hefur verið fundið nýtt hlutverk í matargerðinni. Rabarbari er mikið notaður sem meðlæti og krydd í alls konar rétti; hann er notaður til víngerðar og fleira – rabarbarabragðið þykir eftirsóknarvert. Uppskriftir og myndir INGA ELSA BERGÞÓRSDÓTTIR og GÍSLI EGILL HRAFNSSON


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

75


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.