VOR synishorn

Page 1

í boði náttúrunnar

VOR 201 1

Í boði náttúrunnar ferðalög | matur

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

1.550 kr.

Umhverfi

VOR 2011

Sjálfbærni Ræktun

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

mat jurtarækt EINFÖLD SKREF fyrir byrjendur

Rúnar Marvinsson

Nýtir grænmeti hafsins

hlaupum BERFÆTT

Betra fyrir líkamann

TorfbærinN — frábær Fyrirmynd


EFNI

Í boði náttúrunnar

24 50 10 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS Daníel Bergmann svarar spurningum um fuglaljósmyndun 12 LITRÍKIR VORBOÐAR Í Grasagarðinum

FORSÍÐA LJÓSMYND Jón Árnason GREINAR Á FORSÍÐU 50 ÍSLENSKI BÆRINN 28 KOMDU Í RÆKTINA 76 BERRASSAÐUR Á XX FÓTUNUM 78 RÚNAR MARVINSSON

FÓLKIÐ

42 PLÖNTUR Fyrir heilsumeðvitaða 44 SJÁLFBOÐASTARF Á vegum SEEDS-samtakanna

14 ÖRLÍTIÐ GRÓÐURHÚS

50 ÍSLENSKI BÆRINN Fyrirmynd vistvænnar hugmyndafræði

27 BÆRINN MINN STYKKISHÓLMUR Guðrún Eva Mínervudóttir

60 UMHVERFISMERKI Hvað þýða þau?

28 KOMDU Í RÆKTINA Allt sem þú þarft að vita til að koma upp þínum eigin matjurtagarði

64 GRÆNI KROSSINN Hjálpar náttúrunni

36 Í UPPHAFI SKYLDI MOLDINA SKOÐA Einföld ráð til að kynnast moldinni

66 GRÆN FRAMTÍÐ Þar sem allir græða

Ritstýra Guðbjörg Gissurardóttir Hönnun Bergdís Sigurðardóttir Ljósmyndir Jón Árnason Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir Texti Þröstur Haraldsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Birgir Jóakimsson, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Rúnar Marvinsson, Martha Ernstsdóttir, Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Prófarkalestur Hildur Finnsdóttir Auglýsingar og dreifing Ewan Callan

6

Í boði náttúrunnar


78

60 28 68 ENDURVINNSLUÞORPIÐ Rís í Gufunesi 70 TOPPURINN Á TILVERUNNI Ævintýraferðir á skíðum 76 BERRASSAÐUR Á FÓTUNUM Hlaupum skólaus 78 RÚNAR MARVINSSON Eldar bráðhollt lostæti sem fáir þekkja 88 SUMARGJAFIR Einstakur siður frá 16. öld

70 FASTIR LIÐIR 8 Ritstjórnarpistill 17 ÞÓRHILDUR ELÍN 18 HEILSUmolar 20 GARÐYRKJUMOLAR 22 bókagagnrýni 24 SÓLEY ELÍASDÓTTIR 92 FRÉTTIR OG NÝJUNGAR 94 smáauglýsingar 98 Minning: ERLA STEFÁNSDÓTTIR

ÁSKRIFTAR TILBOÐ Í boði náttúrunnar

Þrjú blöð

3.480 kr. + burðargjald

Sjá nánar á

bls 9

Eða á vefsíðu okkar

www.ibn.is

Útgefandi: Í boði nátúrunnar Heimilisfang: Svarfaðarbraut 6, 620 Dalvík Sími: 861 5588 Netfang: ibn@ibn.is Veffang: www.ibn.is Lausasöluverð: 1.550 kr. ISSN-1670-8695 Prentun Oddi, UMHVERFISVOTTUÐ prentsmiðja

Í boði náttúrunnar

7


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur í rúman áratug flakkað um gjörvallt Ísland, bæði einn með ljósmyndavélina og með hópa erlendra áhugaljósmyndara. Daníel er talinn vera meðal fremstu náttúruljósmyndara Evrópu og var sem slíkur valinn til þátttöku í verkefninu Wild Wonders of Europe fyrir hönd Íslands. Framlag hans til verkefnisins var að ljósmynda íslenska fálka. Bók um fálkann á Íslandi er væntanleg næsta vetur.

Undir berum himni Myndir DANÍEL BERGMANN

Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á fuglaljósmyndun? Ég byrjaði að ljósmynda fugla rétt fyrir aldamótin. Ég ákvað einfaldlega að leggja fyrir mig náttúruljósmyndun, fjárfesti í sæmilega öflugri aðdráttarlinsu, fyllti töskuna af filmum og lagðist út í náttúruna. Ég vissi nánast ekkert um fugla en hafði góðan grunn í ljósmyndun og hafði komið þar víða við. Meðal annars hafði ég töluvert myndað íþróttir, sem reyndist góður grunnur til að fanga atferli fugla þar sem hlutirnir gerast hratt og ljósmyndarinn þarf að bregðast fljótt við.

Áttu uppáhaldsstaði til að taka myndir af fuglum? Mývatnssveit er tvímælalaust minn uppáhalds fuglastaður. Vorið er sérstaklega skemmtilegt, þegar tilhugalíf vatnafuglanna er í hámarki og náttúran er að umbreytast úr vetrarham og gróðurinn vaknar af dvala. Sjófuglabyggðir eru líka heillandi staðir. Hvergi er lundinn eins gæfur og í Látrabjargi og í Skoruvíkurbjargi á Langanesi líður mér alltaf eins og ég sé einn í heiminum. Mér finnst fátt betra en tilfinningin sem fylgir því að vera einn úti í náttúrunni. Og því lengur sem ég dvel við slíkar aðstæður opnast fyrir fíngerðari skynjun sem tilvera borgarlífsins deyfir. Skynfærin verða næmari og nálægðin við sjálfan lífsneista náttúrunnar verður áþreifanleg. Hvaða aðferðir og tækjabúnað notar þú? Í upphafi lagði ég mikla áherslu á að komast sem næst fuglunum enda hafði ég ekki eins öfluga linsu og ég hef nú. Til þess að komast í myndafæri notaði ég bílinn, skreið, læddist eða sat í felutjaldi. Nú nota ég mest bílinn því þannig er hægt að komast nokkuð nálægt sumum tegundum og það er þægilegt að sitja inni við með linsuna hvílandi á glugganum. Felutjald nota ég þegar ég mynda á fuglaríkum stöðum og í nánd við ránfugla. Ég nota oftast 500 mm linsu. Því öflugri sem linsan er því meira rými hefur maður og þarf ekki að komast eins nálægt viðfangsefninu. Þó er fuglaljósmyndun í grunninn ekkert frábrugðin annarri ljósmyndun þar sem birta, mynduppbygging, tímasetning og flæði þurfa að smella saman til að skapa flotta ljósmynd. www.danielbergmann.com www.wild-wonders.com

10

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

11


lönturnar eiga að geta lifað nokkuð lengi þarna inni, jafnvel í nokkra mánuði. Eins og flestir vita nýta plöntur koltvísýring úr loftinu og breyta í súrefni og því ættu þessar plöntur ekki að geta lifað mjög lengi. Það sem færri vita er að plönturnar gefa einnig frá sér koltvísýring við þetta ferli og auk þess anda plöntur og til þess nýta þær súrefni og gefa frá sér koltvísýring. Þannig skapast hringrás sem gerir það að verkum að plönturnar geta lifað við slíkar aðstæður. Að lokum þarf þó líklega að losa lokið örlítið og hleypa nýju lofti inn þar sem þetta jafnvægi er ekki algert. Aðrar útfærslur á þessu má einnig prófa eins og að snúa krukkunni við – Þá snýr lokið upp sem gerir ræktunina jafnvel enn auðveldari og aðgengilegri.

14

Í boði náttúrunnar


Ör – lítið �róðurhús Texti og myndir G.G.

Þetta litla gróðurhús er fallegt og einfalt í framkvæmd, gleður augað og lífgar upp á heimilið og er einnig tilvalin lítil, græn gjöf. Það eina sem þú þarft til verksins er tóm glerkrukka með loki, mold, mosi og falleg smáplanta sem þú finnur í næsta nágrenni.

1 Þú byrjar á því að þvo og hreinsa límmiða af glerkrukkunni sem þú ætlar að nota. Farðu svo í göngutúr (í mínu tilviki var það Grasagarðurinn í Reykjavík) og hafðu augun opin fyrir mosa á gangstéttarbrúnum og gömlum steinum. Gott er að hafa með sér hníf til að skafa upp mosann og plastpoka. 2 Finndu svo fallegar litlar plöntur til að hafa með. Taktu þær varlega upp úr jarðveginum með rótinni á. Ekki láta líða of langan tíma þangað til plönturnar fara aftur í mold. Þær eru mun viðkvæmari en mosinn.

3 Þegar þú hefur safnað þessu saman er tími til kominn að búa til þitt litla gróðurhús. Þá tekur þú smávegis af mold og setur inn í krukkulokið og vökvar örlítið svo að moldin sé rök. 4 Tíndu öll dauð laufblöð og strá úr plöntunum og veldu þá samsetningu sem þér finnst falleg. Ekki er gott að hafa of mikið af plöntum; oft bara fallegt að vera með eina eða tvær. 5 Stingdu plöntunum ofan í moldina og mosanum í kring.

6 Settu krukkuna síðan varlega yfir plönturnar á lokinu og skrúfaðu hana fasta. Litla gróðurhúsið ætti ekki að þurfa frekari vökvun nema að lokið sé ekki nægilega þétt. Þá er best að losa lokið örlítið frá krukkunni og hella dálitlu af vatni á.

Í boði náttúrunnar

15


28

Í boði náttúrunnar


�omdu í ræktin� Allt sem þú þarft að vita til að koma upp þínum eigin matjurtagarði

Þegar fólk byrjar að rækta grænmeti er það oft og tíðum vegna áhuga þess á að rækta sinn eigin mat. Þegar það er svo komið af stað, áttar það sig á því að matjurtarækt er svo miklu, miklu meira en bara það. Þetta verður að áhugamáli sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og býður upp á útiveru, hreyfingu og ekki síst andlega næringu. Að koma upp sínum eigin matjurtagarði er einstaklega ánægjuleg og tiltölulega einföld aðgerð, en krefst dálítillar þolinmæði og natni. Eins og alltaf þegar tekist er á við nýja hluti er nauðsynlegt að undirbúa sig vel í upphafi, vera skipulagður og gefa sér góðan tíma. Stærsta skrefið er að taka ákvörðun um að byrja og umfram allt ekki að láta óttann við að mistakast lama framtakssemina.

Texti BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR & GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Ljósmyndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR & JÓN ÁRNASON


hreinsu�

Hvernig held ég illgresi og óboðnum gestum í skefjum?

Akrýldúkurinn kemur að góðum notum allt sumarið, m.a. við að halda hita og raka í beðinu og mynda skjól og vörn gegn óvinveittum skordýrum eins og kálflugunni.

Best vopnið gegn arfa og öðru illgresi er að fjarlægja það jafnóðum og það kemur upp. Þægilegast er að nota lítinn garðyrkjugaffal eða arfasköfu og passa að ná rótarendanum með. Einnig er hægt að halda illgresi í skefjum með því að strengja svartan plastdúk yfir beðin, gera göt á hann þar sem plantan fer í gegn og ofan í moldina. Þetta heldur öllu illgresi í skefjum, einnig helst rakinn betur í moldinni og hitastigið í jarðveginum verður hærra. Þótt plastið virki vel er það ekki beint fyrir augað. Fíflablöð og aðrar villtar jurtir sem lagðar eru á beðin gera einnig svipað gagn og geta í ofanálag gefið frá sér dýrmæta næringu. Helstu óvinir matjurtaræktandans úr skordýraríkinu eru sniglarnir og kálflugan. Besta leiðin til að ráða við snigilinn er að nota varnargirðingu eða gildrur. Hægt er að mynda eins konar varnargirðingu í kringum garðinn eða plönturnar úr grófum sandi og vikri sem sniglarnir forðast að skríða yfir. Sniglagildrur eru líka algeng vörn og ber þar hæst bjórgildruna og spýtuna. Nokkur lítil plastglös eru grafin ofan í matjurtagarðinn og bjór eða pilsner hellt út í. Þegar snigillinn mætir svo um kvöldið í garðinn er nokkuð öruggt að hann tekur bjórinn fram yfir annars girnilegt grænmetið og endar líf sitt í glasinu. Einnig virkar vel að leggja spýtu ofan á moldina í beðinu. Eftir ánægjulega ferð um matjurtagarðinn að næturlagi leitar snigillinn í skugga spýtunnar undir morgun. Þá er spýtan tekin upp og sniglarnir fjarlægðir. Kálflugan er annar skæður óvinur og verpir lirfum sínum við rætur kálplantna. Besta vörnin er að strengja akrýldúk yfir beðin til þess að koma í veg fyrir að hún komist að plöntunum á varptímanum sem varir fram yfir miðjan júlí. Einnig má strá kaffikorgi umhverfis plönturnar því kálflugan hefur lítinn áhuga á að verpa lirfum sínum í kaffikorg. Blóm eins og flauelsblóm eru einnig oft notuð til að fæla kálfluguna í burtu en lyktin af þeim er sterk og ruglar fluguna í ríminu um leið og hún laðar að aðra vinveitta gesti og gleður augað. Í boði náttúrunnar

33


uppsker�

Hvenær get ég farið að taka upp úr garðinum?

Stærðin skiptir ekki máli.

Fylgjast þarf vel með matjurtunum þegar líður að uppskeru og betra er að bíða ekki of lengi með að taka upp fullþroska grænmeti því þá eru gæðin mest og bragðið best. Forræktað blaðsalat, sem sett er út í lok maí, er að öllum líkindum farið að gefa af sér í lok júní. Þá eru neðstu og elstu blöðin klippt af og notuð í salatið en skiljið alltaf eitthvað eftir af blöðum því salatið heldur áfram að vaxa eins og arfi allt sumarið. Ef salatfræjum er aftur á móti sáð beint út á sama tíma má búast við uppskeru seinnipartinn í júlí. Rótargrænmeti er ekki tekið upp fyrr en að hausti, nema næpur og radísur sem vaxa mun hraðar. Ef ekki er hægt að nýta alla uppskeruna jafnóðum má frysta margar matjurtir eða geyma með öðrum hætti eins og við á hverju sinni. Það má gera ráð fyrir að mistök og vonbrigði verði einnig hluti af þessari nýju upplifun en þau augnablik munu þó falla í skuggann af þeim fjölmörgu ánægjustundum sem maður á einn með sjálfum sér eða með allri fjölskyldunni og þeirri ómótstæðilegu tilfinningu sem fylgir því að horfa á plönturnar vaxa, hlúa að þeim og njóta eigin uppskeru. VELKOMIN Í RÆKTINA!

34

Í boði náttúrunnar


Í upphafi skyldi

skoða

Texti og myndskreyting JÓN ÁRNASON


efni þessarar greinar, enda krefst það töluvert meiri þekkingar á efna-, líf- og vistfræði þar sem orð eins og nitur, fosfór og kalí koma reglulega fyrir. Hins vegar er ýmislegt sem við leikmennirnir getum gert til að kynnast moldinni betur, þekkja helstu einkenni góðrar og gróskuríkrar moldar, hvernig hægt er að bæta hana og, síðast en ekki síst, gera okkur kleift að eiga innihaldsríkari umræðu við garðyrkjufræðinginn í næstu gróðurvöruverslun um moldina okkar. Einu verkfærin sem við þurfum að taka með okkur út í moldarbeðið í þetta skiptið eru augun og hendurnar. Allt frá þeim tíma er við byrjum að skríða eða ganga í bakgarðinum heima er okkur kennt (skipað) að forðast moldina eins og heitan eldinn. Það er eins og það eina sem hún geri sé að ata mann út, óhreinka húsvegginn, skíta út forstofugólfið, svo ekki sé nú talað um sætisbakið í drossíunni. Því þarf ekki að koma á óvart að þegar við loksins „hættum“ okkur út í moldina áratugum síðar til að rækta okkar eigið grænmeti, vopnuð skaftlöngum verkfærum, hönskum og öðrum hlífðarfatnaði, eru athyglin og áhuginn að mestu leyti bundin við grænmetis- og kryddjurtirnar sem rækta á í moldinni frekar en hana sjálfa; undirstöðu farsællar ræktunar. Í moldinni, þessum merkilega hluta náttúrunnar, fer hins vegar fram ein mikilvægasta hringrás lífríkis á jörðinni. Hvernig það gerist nákvæmlega er ekki

Horfum

Útlit moldarinnar, þ.e. litur og áferð, getur gefið okkur ákveðnar vísbendingar um ástand hennar. Því dekkri sem moldin er því betri er hún til ræktunar þar sem dökki liturinn er ákveðin vísbending um að hún innihaldi mikið af lífrænum efnum, en segja má að það sé aðalfæða frjósamrar moldar. Lífrænt efni er t.d. allt það sem fellur til í garðinum eins og laufblöð, greinar, gras og plöntuleifar sem rotna niður. Dökki liturinn gefur einnig til kynna að moldin haldi vel raka, en þó má hún ekki vera blaut. Dökk mold dregur í sig hita og hitnar því fyrr á vorin. Þegar við höfum velt litnum fyrir okkur, skulum við næst skoða lífið í moldinni. Í frjósömum jarðvegi er mikið líf þótt við sjáum aðeins örlítið brot af


SEEDS = SEE beyonD borderS

Sjálfboðastarf Er það eitthvað fyrir þig?

Texti Þröstur Haraldsson

Það er skammt stórra högga á milli hjá félagsskapnum SEEDS. Samtökin hafa það sem aðalverkefni að skipuleggja sjálf boðastarf erlendra hópa hér á landi og hafa náð miklum árangri. Árið 2009 komu hingað 450 manns á vegum þeirra en sú tala hartnær tvöfaldaðist í fyrra. Þá komu 800 manns og unnu að 80 verkefnum á sviði umhverfisverndar og annarrar samfélagsþjónustu víða um land. Og á dögunum voru samtökin tilnefnd til Norrænu náttúruog umhverfisverðlaunanna sem verða afhent í haust. Reyndar brann hjá þeim á dögunum en það virðist ekki ætla að draga kraftinn úr þessum ágætu samtökum. Anna Lúðvíksdóttir er ein þriggja starfsmanna SEEDS (stendur fyrir SEE beyonD borderS – lítið út fyrir landamærin). Blaðamaður Í boði náttúrunnar spjallaði við hana í höfuðstöðvunum við Klapparstíg og fékk að heyra söguna á bak við þessa ágætu innrás.

44

Í boði náttúrunnar

Frumkvöðull samtakanna og núverandi framkvæmdastjóri er Kólumbíumaðurinn Oscar-Mauricio Uscategui sem stofnaði SEEDS í félagi við aðra áhugamenn árið 2005. Hann var sjálfur sjálf boðaliði í Þýskalandi og kom þaðan til Íslands. Reynsla hans af sjálf boðastarfi kveikti með honum áhuga á að stofna samtök sem hefðu þann tilgang að veita einkum ungu fólki tækifæri til að kynnast Íslandi með allt öðrum hætti en venjulegir ferðamenn gera. Fyrsta sumarið sem þau tóku á móti hópum var 2006 en þá komu 160 manns. Síðan hefur fjöldinn fimmfaldast og ef marka má orð Önnu gæti hann haldið áfram að vaxa hröðum skrefum. Helsta hindrunin er skortur á framboði verkefna fyrir hópana hér á landi. Gefum henni orðið: Fjörur, göngustígar og bæjarhátíðir „Ferðir sjálf boðaliðanna eru skipulagðar þannig að þeir koma í 12-15 manna hópum og


Í boði náttúrunnar

45



Í°len°ki bæ>in^ Fyrirmynd vistvænnar hugmyndafræði í arkitektúr

Íslenski bærinn hefur þróast í þúsundir ára, hann er afurð margra alda útsjónarsemi sem birtist í óteljandi tilbrigðum. Byggingarlagið er svo einstakt og auðþekkjanlegt að það sker sig hvarvetna úr og varpar ljósi á lífsskilyrði og sögu okkar Íslendinga. Nú fær gamli torfbærinn æ meiri athygli erlendis frá vegna vistvænnar hugmyndafræði og er talinn meðal bestu dæma í heiminum um grænan arkitektúr. Hannes Lárusson og konan hans, Kristín Magnúsdóttir, eru að leggja lokahönd á nútímalega byggingu undir óhefðbundið fræðslusetur um íslenska bæinn. Nútíma arkitektúr í samhengi og samræðu við gamla bæinn í Austur-Meðalholtum í Flóa. Texti Guðbjörg Gissurardóttir og Þorvaldur Þorsteinsson Myndir Guðbjörg Gissurardóttir Teikningar HANNES LÁRUSSON


20

4

21

2

19 7

UMHVERFISMERKJA UR INN G Ó K FRUMS erki?

14

m ða þessi Hvað þý einhverju máli? au Skipta þ pinber

13

t um o ð fræðas a stu t g æ h ða þjónu e r Hér er u r ö v m prýða ar merki se lla strang y f p p u merki sem ur. Þessi f ö á Íslandi r k a ð ur is- og gæ velja vör ð a umhverf m u d neyten gæði. auðvelda ákveðin im e þ ja g sem tryg

9 16

Almennar neysluvörur Heimilisvörur, hreinlætisvörur, byggingavörur, húsbúnaður og rekstrarvörur.

1 Svanurinn er umhverfismerki Norðurlandanna. Svansmerkið er orðið 20 ára og hefur hlotið mikla útbreiðslu. Það nýtur mikils trausts meðal neytenda á Norðurlöndum og er loksins orðið vel þekkt á Íslandi. Í dag fást vörutegundir merktar Svaninum í um 70 mismunandi vöruflokkum en einnig er hægt að svansmerkja starfsemi fyrirtækja, s.s. prentþjónustu (sjá svansmerki á kápu tímaritsins okkar), hótel og stórmarkaði. 2 Blómið er umhverfismerki Evrópusambandsins. Nú fást vörutegundir merktar Blóminu á Evrópska efnahagssvæðinu í um 26 vöruflokkum. 3 Bra Miljöval (Fálkinn) er

60

Í boði náttúrunnar

umhverfismerki sænsku náttúruverndarsamtakanna, sem sett hafa umhverfiskröfur fyrir ýmsa vöruflokka, s.s. hreinsivörur, vefnaðarvörur, orkuframleiðslu og samgöngur. 4 Blái engillinn er umhverfismerki Þýskalands og eitt elsta umhverfismerki í heimi. Vörur og þjónusta í tæplega 200 vöruflokkum fást merktar með Bláa englinum. 5 Græna innsiglið (Green Seal) er umhverfismerki sjálfstæðra bandarískra samtaka sem stuðla að framleiðslu, sölu og innkaupum á umhverfisvænni vöru og þjónustu. 6 Forest Stewardship Council (FSC) er notað á timbur og vörur sem unnar eru úr viði. FSC-merkið er til marks um að viðurinn sem varan er unnin úr sé upprunninn í skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.

Matvæli

Lífrænt ræktaðar matvörur. Merkin eru öll starfrækt í samræmi við alþjóðlega staðla IFOAM sem eru alþjóðasamtök framleiðenda og þjónustuaðila á sviði lífrænnar framleiðslu. 7 Tún – lífræn vottun tryggir að matvörur séu framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við íslenskar og evrópskar reglugerðir um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Lífræn ræktun byggist á fullkomnu jafnvægi í náttúrunni. Framleiðandinn ber virðingu fyrir jörðinni og notar ekki tilbúinn áburð, ekkert skordýraeitur eða verksmiðjuframleidd hormónalyf. 8 Merki Evrópusambandsins fyrir lífræna ræktun tryggir uppruna og gæði matar og drykkja. Á síðasta ári var merkinu

breytt í grænt laufblað með stjörnum innan í sem var áður blár kassi með stjörnur í hring innan í. 9 KRAV er merki fyrir lífræna ræktun matvæla í Svíþjóð en hefur einnig þróað staðla fyrir m.a. sjálfbærar visthæfar fiskveiðar. 10 Ø er merki fyrir lífræna ræktun í Danmörku. 11 BIO er merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli. 12 EKO er hollenskt merki um vottun lífrænnar framleiðslu samkvæmt evrópskum reglugerðum. Algengt í íslenskum heilsuverslunum. 13 Demeter er alþjóðlegt gæðamerki fyrir vörur sem eru lífrænt bíódýnamískt ræktaðar (lífefld ræktun) en þar eru reglurnar í ræktun mun strangari en í þeirri


6

8

18

11 5

10 12

3

17

1

15 lífrænu. Mikið er lagt upp úr því að skila jarðveginum ennþá frjósamari en þegar byrjað var að rækta.

Rafmagnsvörur Merki sérstaklega ætluð rafmagnsvörum.

14 TCO-merkið er til marks um gæði og góða umhverfisframmistöðu, m.a. orkunýtingu rafmagns- og skrifstofutækja, en kröfurnar taka einnig til annarra umhverfisþátta og góðs vinnuumhverfis. 15 Orkumerki Evrópusambandsins metur orkunýtni raftækja, frá mestri orkunýtni (A) til minnstrar (G). Fyrir ísskápa er jafnvel hægt að ná einkunn A++. Samkvæmt evrópskum lögum á merkið að vera á öllum ísskápum, frystiskápum,

þurrkurum, þvottavélum, ljósaperupakkningum o.fl. 16 Energy Star er til marks um orkunýtingu rafmagnstækja. Merkið er rekið af bandarísku umhverfisstofnuninni (US EPA) og orkustofnun Bandaríkjanna (DoE).

Annað 17 Grænfáninn er umhverfismerki fyrir skóla. Allir skólar geta sótt um Grænfánann og fá þá að taka þátt í verkefnum sem miða að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. 18 Bláfáninn er umhverfismerki sem er úthlutað þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og

umhverfisvitund þeirra sem sækja staðina. Ylströndin í Nauthólsvík er ein af nokkrum ströndum á Íslandi sem flagga Bláfánanum. 19 Green Globe eru alþjóðleg samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og sveitarfélaga sem vilja starfa út frá markmiðum um ábyrga stjórnun og sjálfbæra þróun. Þátttakan byggist á vottun á starfsháttum þar sem tekið er mið af umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum. Snæfellsnes var fyrsta samfélagið í Evrópu sem komst í Green Globe. 20 Fairtrade réttlætismerkið staðfestir að viðkomandi vara uppfylli kröfur alþjóðlegu FLO-samtakanna (Fairtrade Labelling Organisations International). Réttlætismerki er ekki umhverfismerki, heldur fjallar um félagslega þætti í viðskiptum

með vörur sem eiga uppruna sinn í þróunarlöndunum og ýta þannig undir sjálfbæra þróun samfélagsins. 21 Skráargatið var sett á fót fyrir tveimur áratugum í Svíþjóð og hafa Danir og Norðmenn bæst í hópinn. Merkið tryggir neytendum að ákveðin matvara sé sú hollasta í hverjum flokki og til að fá merkið verður varan að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi magn sykurs, salts, fitu og trefja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið upp samstarf þrátt fyrir mikinn þrýsting Neytendasamtakanna og fleiri aðila.

Í boði náttúrunnar

61


Alda Áslaug Unnarsdóttir, formaður Græna krossins, er til vinstri og Þórdís Ólafsdóttir, varaformaður til hægri. Með þeim er hundurinn Karri.

64

Í boði náttúrunnar


Græni krossinn HJÁLPAR NÁTTÚRUNNI

Texti Sigríður Guðlaugsdóttir Mynd JÓN ÁRNASON

Meðlimaskrá Græna krossins.

Í skóginum austan við Elliðavatn býr Alda Áslaug Unnardóttir. Alda er átta ára og formaður Græna krossins, félags sem hún stofnaði í október á síðasta ári. Græni krossinn hefur haldið tombólu og tekið þátt í jólamarkaði og fjármagnar þannig kostnað við pokakaup og annað sem fylgir hreinsunarstarfinu sem félagið stendur fyrir.

É

g fattaði bara upp á þessu í bílnum einu sinni,“ segir Alda glaðlega þar sem hún situr í stofunni heima hjá sér með stofnskrá, þrautabók og merki félagsins sem hún hannaði. „Mamma var oft að tala um Rauða krossinn og þá ákvað ég að búa til félag til að hjálpa náttúrunni, alveg eins og Rauði krossinn hjálpar fólki.“ Í þessum töluðu orðum kemur bekkjarsystirin og varaformaður félagsins, Þórdís Ólafsdóttir, í heimsókn. Þótt farið sé að vora er enn snjór yfir öllu og Þórdís kemur heiman frá sér á gönguskíðum ásamt mömmu sinni og vinkonu. Hún hefur áherslur Græna krossins að leiðarljósi og vill helst ekki menga umhverfið. Alda og Þórdís hafa tínt alls konar rusl í Elliðaárdalnum eins og filmu, hundaskít í plastpoka og einu sinni háhælaða skó. En vinkonurnar eru alveg sammála um hvað þeim finnst versta ruslið: „Það eru sígarettustubbar, þeir eru ógeðslegir.“ Aðspurðar hvaða skilaboð þær vilji senda fólki sem hendir rusli úti í náttúrunni segja þær báðar í kór: „Fólk sem skilur eftir rusl er bara aular,“ en líta svo hvor á aðra og skella upp úr. Næst á dagskrá Græna krossins er ruslaleikur í skóginum við Elliðavatn. Þeir sem vilja vera með þurfa að skrá sig á Facebook-síðuna þegar leikurinn verður auglýstur þar. Nú hafa tæplega 300 manns skráð sig í félagið en einu dýrameðlimirnir eru heimilishundurinn Karri og villta dvergkanínan Trefill sem býr undir pallinum hjá Öldu. Og vinkonurnar stefna á að halda starfi Græna krossins áfram um ókomna tíð. „Þegar við verðum orðnar 20 ára verðum við orðnar gamlar og lúnar,“ segir Alda, en Þórdís segir að það verði allt í lagi; „Því þá teiknum við bara Græna krossinn beyglaðan og brotinn.“

Stefnuskrá Græna krossins.

Í boði náttúrunnar

65



TOPPURINN Á TILVERUNNI Að sjá viðskiptatækifæri í snævi þöktum stórbrotnum fjöllum, þegar flest okkar skella skíðunum aftur inn í geymslu, er ekki á hvers manns færi. En þetta hafa ævintýramenn úr Eyjafirði og Ísafirði komið auga á og standa nú fyrir ógleymanlegum ferðum sem laða hingað hópa erlendra ferðamanna í leit að einstakri upplifun í íslenskri náttúru. Ævintýraferðir sem fáir Íslendingar hafa upplifað. Texti Þröstur Haraldsson Myndir Guðmundur Tómasson

Í boði náttúrunnar

71


Berrassaður á fótunum Texti Birgir Jóakimsson Myndir JÓN ÁRNASON

Ef þú hefur gaman af því að hlaupa og vilt taka íþróttina upp á annað plan, ættir þú að hugleiða það að sparka af þér skónum.

76

Í boði náttúrunnar


S

kokkandi úti við Gróttuvita á Seltjarnarnesinu, búinn að missa félaga mína úr Hlaupasamtökum lýðveldisins fram úr mér og sársaukinn í iljunum orðinn óbærilegur. Þetta var vandamál sem virtist ekki ætla að lagast að sjálfu sér. Eftir u.þ.b. tíu kílómetra hlaup fór sívaxandi brunatilfinning í iljunum að gera mér lífið leitt. Nú var ekkert annað að gera en að fara úr skónum og sokkunum og ganga í stað þess að hlaupa, þangað til iljarnar kólnuðu og jöfnuðu sig nægilega mikið til að ég gæti farið að hlaupa á ný. Þegar ég var kominn úr skónum fann ég hve það var góð tilfinning að finna iljarnar snerta malbikið á stígnum þrátt fyrir að það væri hart viðkomu. Ég sá að félagar mínir voru komnir langt fram úr mér svo að ég reyndi að hlaupa rólega berfættur. Ég hélt á hlaupaskónum og sveiflaði höndunum meira en venjulega og fann að ég hljóp öðruvísi en ég var vanur að gera þegar ég hljóp í skóm. Ég ákvað að stytta mér leið með því að fara eftir malarstíg og þá fann ég fyrst fyrir því af alvöru hvað það var góð tilfinning að fá jarðtengingu um leið og maður hljóp. Mér fannst ég vera líkur hlaupandi tré þar sem ræturnar sveifluðust og stungust ofan í jörðina í hverju skrefi. Undirlagið skiptist á að vera mold, smá möl og gras og ég var með athyglina alla við að finna út hvar best væri að stíga niður. Ég var í fyrstu hræddur við að stíga á eitthvað oddhvasst, eins og glerbrot, en sá ótti reyndist ástæðulaus. Bæði fór ég rólega og horfði það vel og rækilega fram fyrir mig að það voru í mesta lagi smástingir frá smásteinum sem pirruðu mig eilítið. Ég kláraði hlaupatúrinn við Vesturbæjarlaugina og teygði vel á vöðvum líkamans og naut þess að láta grasið leika um fæturna. Ég var orðinn háður! Minni hætta á meiðslum Þetta var árið 2006 og ég vissi ekki að þá þegar voru mörg þúsund hlauparar í Bandaríkjunum og víðar farnir að hlaupa berfættir, ekki aðeins vegna þess að það væri í tísku, heldur vegna þess að ýmsar rannsóknir sýndu að meiðslahætta gæti verið meiri ef hlaupið væri í „... þeir sem hlupu skóm með þykkum sóla og mikilli berfættir lentu frekar á dempun. Birtar hafa verið lærðar táberginu eða miðjum greinar í virtum vísindatímaritum fætinum en á hælnum. eins og Nature, þar sem niðurÞeir sem hlaupa í stöðurnar hafa komið mörgum hlaupaskóm lenda nærri á óvart. Vísindamenn fylgdust til undantekningarlaust á hælunum með tilheyrandi dæmis með líkamsbeitingu fjölda álagi á hné og bak. Á móti hlaupara og því hvernig þeir stigu ber að hafa í huga að til jarðar. Þeir komust að því að þeir það eykur álagið á kálfa sem hlupu berfættir lentu frekar og hásinar að hlaupa á táberginu eða miðjum fætinum berfættur.“ en á hælnum. Þeir sem hlaupa í hlaupaskóm lenda nærri undantekningarlaust á hælunum með tilheyrandi álagi á hné og bak. Á móti ber að hafa í huga að það eykur álagið á kálfa og hásinar að hlaupa berfættur. Því þarf að gæta þess að fara ekki of geyst af stað og teygja vel eftir hlaup á kálfum og öðrum líkamshlutum sem við reynum á þegar við stundum hlaup. Einnig hefur það reynst vel að kæla niður kálfa og hásinar eftir að hafa hlaupið „berrassaður á fótunum“, eins og dóttir mín orðaði það eitt sinn. Ef hlaupið er nálægt sjónum er gráupplagt að kæla fæturna í hressandi og styrkjandi saltvatninu með öll sín heilsusamlegu næringarefni. Byrja á stuttum vegalengdum Það sem hræddi mig einna mest, þegar ég byrjaði að hlaupa berfættur, var að lenda á einhverju oddhvössu sem myndi skera á mér fótinn en það hefur aldrei gerst. Það er ágætt fyrir

Birgir Jóakimsson er vefstjóri hjá Íslandsstofu og hefur stundað hlaup í 30 ár. Hann æfði frjálsar íþróttir til margra ára og hefur hlaupið átta maraþon, þar af tvö í Berlín. Hann hefur ásamt bróður sínum, Gunnari Páli, gefið út Hlaupahandbókina frá árinu 2004. Birgir ætlar að hlaupa Laugaveginn í sumar, þó ekki berfættur.

okkur að byrja að hlaupa berfætt á mjúku undirlagi, sandi eða mold, og hlaupa bara stutt til að byrja með, t.d. í 5-10 mínútur daglega. Síðan getum við smám saman aukið við vegalengdina og það er aldrei að vita nema við náum að feta í fótspor Tellmans H. Knudson (www.howtorunbarefoot.com) sem er að hlaupa berfættur þvert yfir Bandaríkin og safnar um leið áheitum handa heimilislausum unglingum. Það er eðlilegt að finna fyrir sársauka í iljunum fyrstu vikurnar og kannski í nokkra mánuði þar sem iljarnar og tærnar eru þaktar taugaendum. En þegar sigg er farið að myndast minnkar sársaukinn og hverfur að mestu þegar við höfum hlaupið reglulega í nokkra mánuði. Fingraskór Það er vart til ódýrari, og samt um leið meira spennandi, líkamsrækt til að stunda í dag heldur en það að hlaupa berfættur og finna fyrir móður jörð í gegnum iljarnar. Hlaupaskór geta leitt til þess að við beitum fótunum á rangan hátt með tilheyrandi meiðslum. Millistigið á milli þess að hlaupa berfættur og í hlaupaskóm hafa skóframleiðendur reyndar búið til og væri gaman að prófa til dæmis að hlaupa á fingraskónum Vibram FiveFingers (www.vibrantfivefingers.it). Það eina sem getur verið erfitt við að hlaupa berfættur hér á landi er að finna hentuga staði til að hlaupa á. Moldarstígar og fjörur henta auðvitað vel, og jafnvel gras og malbik fyrir lengra komna. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og reyna að þroska með sér betri líkamsmeðvitund og líkamsstöðu með því að hafa athyglina að fullu við hlaupin og það að hreyfa okkur eins og náttúran (eða Guð : ) hannaði okkur til í upphafi.

Góðir vs. lélegir skór Hlauparar sem hlaupa í bestu fáanlegu hlaupaskóm eru 123 prósent líklegri til að verða fyrir meiðslum en hlauparar sem hlaupa í ódýrum skóm. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var árið 1989 af dr. Bernard Marti, sérfræðingi við háskólann í Bern í Sviss.

Í boði náttúrunnar

77


78

Í boði náttúrunnar


FJÖRUBORÐIÐ Bráðhollt lostæti sem fáir þekkja N RN

R N R N

RVIN

N

Í boði náttúrunnar

79


82

Í boði náttúrunnar


Grænmetismauksúpa

— með sýrðum rjóma & marinkjarna

Í grænmetissúpuna er um að gera að nýta það grænmeti sem til er og láta hugmyndaflugið ráða. Í þessa súpu notaði ég lauk, sellerí, blómkál, spergilkál, engifer, eldpipar og papriku. Magnið ræðst af því hversu marga á að metta. Grænmetinu ásamt tómatpuré er skellt í pott og steikt í olíu. Þegar grænmetið hefur mýkst er vatni bætt í pottinn og soðið uns grænmetið er orðið nógu mjúkt til að mauka með töfrasprota. Súpan er krydduð með grænmetiskrafti og salti eftir smekk. Soðið vel saman. Sett á disk og sýrðum rjóma bætt ofan á og þurrkuðum og muldum marinkjarna stráð yfir – borið fram með brauði og pestói.

Pestó Brauðrasp, ristuð fræ, s.s. sólblóma-, graskers- og sesamfræ, sólþurrkaðir tómatar, eldpipar, engiferrót, hvítlaukur, góð kaldpressuð ólívuolía, mulinn beltisþari, söl og marinkjarni sett út í, maukað vel með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Í boði náttúrunnar

83


í boði náttúrunnar

VOR 201 1

Í boði náttúrunnar ferðalög | matur

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

1.550 kr.

Umhverfi

VOR 2011

Sjálfbærni Ræktun

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

mat jurtarækt EINFÖLD SKREF fyrir byrjendur

Rúnar Marvinsson

Nýtir grænmeti hafsins

hlaupum BERFÆTT

Betra fyrir líkamann

TorfbærinN — frábær Fyrirmynd


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.