Land og saga. Jólin 2007

Page 1


• Jól 2007

Manneskjan og helgi jólanna

Úgefandi: Land og Saga ehf Nýlendugata 21 101 Reykjavík Sími 534 0700 www.LandogSaga.is LandogSaga@LandogSaga.is

Blaðamenn: Súsanna Svavarsdóttir Jenný Lára Arnórsdóttir Ólafur Ormsson

Ritstjóri: Súsanna Svavarsdóttir susannasvava@simnet.is 861 5242

Forsíðumynd: DesignEuropA

framkvædastjóri: Einar Þorsteinsson Einar@LandogSaga.is 822 0567 Markaðsmál: Erna Sigmundsdóttir Erna@LandogSaga.is 821 2755

Ljósmyndir: Ingólfur Júlíusson

Umbrot: Ingófur Júlíusson nn@hive.is 690 3411 Prentun: Landsprent. Prentað 120.000 eintökum. Dreifning: Pósthúsið, Íslandspóstur og allir sölustaðir N1.

Ég hef dvalið langdvölum í Kósóvó síðastliðið eitt og hálft ár. Það hefur verið merkileg reynsla sem opnar manni sýn inn í enn einn kimann í óravíddum mannlífsins. Þjóðin gekk nýlega í gegnum blóðugt stríð og í landinu eiga nánast allir um sárt að binda. Níutíu prósent íbúanna eru Kósóvó-Albanir og því múslimar. Það er allur gangur á því hversu trúræknir þeir eru, þótt þeir virði mjög ákveðið alla helgisiði trúarinnar í kringum það sem hjá okkur eru kirkjulegar athafnir, brúðkaup, jarðarfarir og svo framvegis. Að því leyti eru þeir líkir okkur Íslendingum. Það hefur margt verið skrýtið og skemmtilegt í þessari reynslu – en það sem kom kannski mest á óvart var að íbúar Kósóvó halda jólin hátíðleg. Þeir fara að vísu ekki í kristna kirkju til að hlýða á jólaguðspjallið, enda lítið til af kirkjum og þær allar á búsetusvæðum Serbanna sem enn búa í landinu. En þeir kunna velflestir jólaguðspjallið og finnst það fela í sér góðan boðskap. Boðskap sem gæti vel passað inn í þeirra trúarbrögð. Þeir sjá því fulla ástæðu til að nýta þessa hátíð sem haldin er um allan heim til að gleðjast og gera sér dagamun, hitta ættingja og vini, hengja upp falleg ljós og skreyta híbýli sín. Þeim finnst fullkomlega eðlilegt að halda jólin hátíðleg – þó ekki væri nema til að samgleðsjast okkur hinum. Þessi afstað veitti mér nýja sýn á jólin – sem höfðu helst til of lengi pirrað mig, vegna stressins, hávaðans, látanna, kaupæðisins.... En það er gaman að gefa og það er gaman að þiggja. Við fáum alltof fá tækifæri til þess. Hins vegar væru engin jól nema fyrir jólaboðskapinn. Hann er svo fallegur og snertir mannshjartað svo djúpt að jafnvel múslimar sjá ástæðu til að fagna honum.

Mynd: Ingó Þegar ég stóð frammi fyrir því að skrifa kynningarblað í tilefni af komandi jólum, sá ég að auðveldasta leiðin yrði að hringja í nokkra einstaklinga til að fá „bestu“ upskriftina af hinu og þessu. Það er jú það sem jólablöð ganga út á. En mig langaði ekki til þess. Mig langaði frekar til að fá mynd af því hvernig jólin eru hjá alls konar fólki, fólk sem vinnur við að gefa

af sér, fólki sem vinnur í návígi við þá sem hafa enga sérstaka ástæðu til að gleðjast á þessum árstíma, fólt sem missir sig í jólahaldið, fólk sem þekkir hefðir okkar og fólk sem hefur það starf að sjá til þess að við getum öll fundið eitthvað til að gleðja munn og maga, augu og eyru á þessum árstíma. Þetta er blað um manneskjuna og helgi jólanna.

Við erum eiginlega

prúðuleikarar

Steini segir tónlist og texta á Steini Behold fjalla um hreinsunareldinn sem fylgir sambandsslitum „Þetta eru lög um dauðadæmda ást,“ segir Steini um hljómdisk sinn „Steini Behold.“ Diskurinn hefur að geyma sjö lög sem voru samin fyrir tveimur árum. Höfundur laga og texta er Steini og nafn hljómsveitarinnar er líka Steini. Enn sem komið er, eru aðeins tveir

Plötuumslag Steini Behold

meðlimir í hljómsveitnni, Steini og bróðir hans, gítarleikarinn Golden Boy. Þeir fengu þó liðsauka við hljóðritun tónlistarinnar á disknum, en þar leika með þeim þeir Erik Qvick trommuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari. Steini segir hljómsveitina í anda Alice Cooper og Kiss – „en þó meira í bókmenntalegum skilningi vegna þess að hún er eiginlega gjörningur í anda Litla prinsins og Sturm und Drang tímabilsins, sem var tímabil í bókmenntasögunni sem einkenndist af háfleygu stöffi í stíl við Inferno Dantes.“ Steini er karakter sem höfundurinn og tónsmiðurinn hefur búið til. „Ég verð sá karakter, þegar ég er í þessari tónlist,“ segir hann. „ B r ó ð i r minn verður Golden Boy. Við erum eiginlega prúðuleikarar. Það er svo miklu skemmtielgra að k y n n a tónlistina í svona gervi.“

Steini og Goldenboy

Mynd: Ingó Textarnir fjalla um sambandsslitinn og þann hreinsunareld sem þeim fylgja, sársaukann, einsemdina, örvæntinguna, þráhyggjuna, spurningarnar sem aldrei fást svör við. Tónlistin er ljúf og áferðarfalleg sem kemur á óvart, vegna þess að myndin á umslaginu gæti gefið í skyn

þungarokk og brjáluð læti. „Málningin á Stína er skírskotun í Pandadýrið,“ segir höfundurinn, „en það hefur sömu eiginleika og þetta alter egó, hálfgert kynleysi og einsemd.“ Bræðurnir Steini og Golden Boy hafa nú þegar mætt með tónlistargjörninga sína víða um land, en

eru þessa dagana að vinna að því að setja saman fullskipaða hljómsveit og undirbúa útgáfu næsta hljómdisks. Og það er auðvelt að fylgjast með framvindunni og hugmyndaheimi Steina á steinientertainment.com og myspace. com/steini/music.



• Jól 2007

Jóladesertinn hans pabba Gústav B. Sverrisson bakarameistari í Þórsbakaríi er trúr þeim hefðum sem faðir hans kenndi honum ungum að aldri – og í dag býður hann upp á jólaeftirréttinn sem hann sjálfur ólst upp við Það er engin ástæða til að gera sér hlutina erfiða þótt jólin séu komin. Engin ástæða til að vesenast með egg og rjóma og böðla saman eftirrétti. Það er nefnilega hægt að kaupa hann tilbúinn – og einn sá besti í bænum er „Jóladesertinn hans pabba,“ sem Þórsbakarí bistró í Ármúla 21 býður upp á. Það er bakarameistarinn, Gústav Bergman Sverrisson, sem hefur haldið þá hefð föður síns, Sverris Sigþórssonar, að útbúa eftirrétt fjölskyldunnar um jólin – og í ár býður hann einnig upp á hann í Ármúlanum.

Alinn upp í hrærivél

Þórsbakarí er sennilega stofnað 1939 og er með elstu bakaríum á landinu en hefur verið í eigu fjölskyldu Gústavs frá 1960 þegar Sverrir, faðir hans, flutti með fjölskylduna frá

Siglufirði til Reykjavíkur og keypti það. Síðan hefur bakaríið verið rekið af fjölskyldunni. Þegar Gústav er spurður hvort hann hafi alltaf langað til að verða bakari, segir hann það af og frá. „Það sem meira er,“ segir hann, „er að pabbi reyndi mikið til að beina okkur bræðrunum eitthvert annað – en það dugði ekki til. Við erum báðir bakarar. Það lá svo beint við. Við erum hálfpartinn aldir upp í hrærivélinni. Ég byrjaði að læra hjá pabba þegar ég vaf unglingur, var kominn á samning hjá honum sextán ára.“ Gústav segist þó hafa verið býsna hagvanur í bakaríun þegar þar að kom. „Ég byrjaði að sendast hjá honum sex, sjö ára þegar hann var með bakaríið á Þórsgötu. Það var alltaf brjálað að gera og við bræðurnir bara pottormar þegar við vorum komnir á kaf í fagið.“ En Gústaf ætlaði sér aldrei að gera fagið að ævistarfi. Haustið 1974 hætti hann í bakstrinum, hélt til Vestmannaeyja og réðist til sjós. En um vorið féll hann

niður stiga og skaddaðist það mikið á hendi að sjómennskulífinu hlaut að ljúka. „Það lá beinast við að fara aftur í baksturinn. Það kunni ég,“ segir hann.

Valdi alltaf fallegustu skálina

Jóladesertinn hans pabba á sér svo fastan sess í fjölskyldu Gústavs að hann segir jólin óhugsandi hjá stórfjölskyldunni án hans. Það skemmtilega við desertinn er að hann hefur eiginlega aldrei verið eins. „Pabbi útfærði hann á ýmsa vegu í gegnum tíðina. Lögunin á honum fór alltaf eftir því hvaða skál í húsinu honum þótti fallegust hverju sinni. Hann hefur verið bátalaga, keilulaga, kúptur að ofan, flatur að ofan, svo eitthvað sé nefnt. Það sem hins vegar breyttist aldrei, var að það var hans stolt og gleði að búa til þennan desert á jólunum. Og það er alveg sama hversu mörg jól við höfum fengið hann, okkur finnst þessi desert alltaf alveg rosalega góður, bestur af öllum. Þetta er algerlega hans hönnun, hugmynd og útfærsla og á sér enga fyrirmynd. Ég hef að minnsta kosti hvergi séð þetta. Útfærslurnar hans komu líka alltaf á óvart. Desertinn var aldrei eins frá ári til árs, vegna þess að han var svo skapandi. Um tíma var hann alltaf með púrtvín, makkarónur, eða madeira og sherry í fyllingunni en í dag hefur vínið verið fellt út og komin jógurt og ávextir í staðinn. En í rauninni er hægt að útfæra þennan desert, bæði hvað form og efnisnotkun varðar. Desertinn er byggður upp á rúllutertum, hvítum eða brúnum, og síðan getur fólk pantað sér hvað sem er í fyllinguna sem er inn í og er blandað saman við jógurt. Svo er hægt að skreyta skálina með ávöxtum, berjum og hverju sem er. Við bjóðum upp á fjórar útfærslur af þessum desert fyrir jólin – eða vinsælustu tegundirnar, sem eru með jarðarberja, súkkulaði, appelsínu og karmellukrókant fyllingu.“

Að gera allt vel

„Mér finnst óskaplega gaman að eiga svona einstakan rétt frá föður mínum vegna þess að hann er fyrirmynd mín að öllu sem ég geri. Handverkið hans kemur í gegnum allt sem ég vinn – enda var hann mjög góður bakari. Hann sagði alltaf við mig: Slepptu því heldur en að vanda þig ekki – þó að það taki tíma. Dugnaður og eldmóður hefur alla tíð verið hans millinafn. Ég hef verið í þessu í 37 ár og veganestið frá honum hefur verið mér ómetanlegt. Fagið sem slíkt hefur alltaf heillað mig; handverkið, lifandi gerið og öll efnafræðin á bak við þetta hefur alltaf þótt mjög skemmtileg. Hins vegar er reksturinn ekki mitt, enda læt ég aðra um hann, konuna mína, mömmu og Eddu systur. Það fer þeim betur að standa í starfsmannahaldi, bókhaldi,

skattamálum og slíku. En það er fleira sem boðið er upp á í Þórsbakaríi Bistró í Ármúlanum. Í hádeginu er seldur þar heimilismatur og léttir réttir. Einnig er þar veisluþjónusta fyrir hvaða tækifæri sem er, ekki síst léttar veislur þar sem boðið er upp á snittur, smurbrauð og létta rétti. Og Þórsbakarí er ennþá bakarí. Öll framleiðslan er seld í bistróinu í Ármúlanum. Og það verður enginn svikinn af brauðinu og kruðeríinu hans Gústa sem byggir á aga, hefðum og alúð sem hann tók í arf þegar hann var nú bara lítill bakaradrengur.

Myndir: Ingó



• Jól 2007

Með hugleikskum blæ Leikfélagið Hugleikur undirbýr nú jólin af fullum krafti en hefð er komin á jóladagskrár félagsins í desember – og eitt er víst að þar verða hláturstaugarnar virkjaðar Leikfélagið Hugleikur er eitt þekktasta og virkasta áhugaleikfélagið á höfuðborgarsvæðinu – og eiginlega það virkasta á landinu. Undanfarin ár hefur félagið boðið upp á skemmtilega jóldagskrá með hugleikskum blæ og í ár verður engin undantekning gerð á því. Formaður félagsins, Sigurður Pálsson, segir nokkuð ljóst að dagskráin sé komin til að vera. „Jóladagskráin í ár verður sýnd tvisvar í Þjóðleikhúskjallaranum að þessu sinni, sunnudaginn 9. desember og þriðjudaginn 11. desember, kl. 21.00 bæði kvöldin, segir Sigurður og bætir síðan við sögu jóladagskrárinnar: „Samkvæmt mínum kokkabókum var fyrsta jóladagskrá Hugleiks haldin árið 1995, reyndar í janúar, rúmri viku eftir þrettándann. Hins vegar má segja að hefðin fyrir jóladagskrám fari að komast á árið 2000. Þá var haldin dagskrá í Kaffileikhúsinu undir yfirskriftinni „Rauð jól”, og síðan hafa þessar dagskrár verið því sem næst árviss viðburður, framan af í Kaffileikhúsinu, en nú síðustu ár í Þjóðleikhúskjallaranum.”

Stuttir leikþættir og Hjárómur

Sigurður býst sterklega við að þessi dagskrá sé langleiðina komin að því að verða hefð hjá félaginu. „Í þau örfáu skipti sem ekki hefur orðið af jóladagskránni eftir að ég gekk til liðs við félagið, hefur mér þótt heldur lítið til jólahaldsins koma. Mér finnst jólin varla koma nema Hugleikur hafi boðið þau velkomin.” Það má fastlega reikna með því að flestir félagsmenn og velunnarar félagsins séu honum sammála. En við hverju getur maður búist á jóladagskrá hjá Hugleik? „Yfirleitt hafa dagskrárnar verið mjög fjölbreyttar. Oftast hafa verið á boðstólum stuttir leikþættir, gjarnan jólatengdir. Tónlistina má alls ekki vanta, og oftast er nokkuð mikið af henni, enda er mikið af hæfi-

leikaríku tónlistarfólki innan raða félagsins. Svo hefur komið fyrir að við höfum brugðið á leik með áhorfendum, t.d. með föndurkeppnum. Við reynum að hafa allt jólatengt á þessum dagskrám, þótt tengingin sé stundum lausleg. Þeim sem eru að leita að einhverju sem kemur jólunum hreint ekki við er bent á aðrar dagskrár Hugleiks, en við verðum aftur í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar, apríl og maí.”

Aldrei nein ládeyða

Það kennir ýmissa grasa á jóladagskránni í ár þó ekki sé allt komið fyllilega á hreint með öll atriðin. „Það er nokkuð ljóst að það verða sýndir að minnsta kosti tveir eða þrír jólalegir leikþættir. Eitthvað verður auðvitað af tónlist, meðal annars treður söngsveitin Hjárómur upp og blandar sér jafnvel eitthvað í einn leikþátt-

Það má fastlega reikna með því að nýir aðdáendur félagsins eigi eftir að bætast í stóran hóp núverandi aðdáenda, enda mikið af hæfileikafólki sem leggur félaginu lið, inn. Við getum allavega lofað góðri skemmtun og jólaskapi,” segir Sigurður. Það er aldrei nein ládeyða hjá leikfélaginu Hugleik og er búið að skipuleggja mjög fjölbreytt og líflegt leikár hjá félaginu. Sigurður segir að það standi hreint ekki lítið til þetta árið. „Nú standa yfir æfingar á leikriti eftir Júlíu Hannam, sem nefnist Útsýni. Það verður frumsýnt í Möguleikhúsinu að áliðnum janúarmánuði. Í kringum áramót fara svo af stað æfingar á öðru leikriti, Ættum og örlögum eftir Hrefnu Friðriksdóttur, sem frumsýnt verður nálægt páskum. Auk þessa verða sem fyrr segir þrjár dagskrár með fjölbreyttu efni í Þjóðleikhúskjallaranum. Við bendum áhugasömum á að fylgjast vel með á vefnum okkar, www.hugleikur.is.” Það má fastlega reikna með því að nýir aðdáendur félagsins eigi eftir að bætast í stóran hóp núverandi aðdáenda, enda mikið af hæfileikafólki sem leggur félaginu lið, sem í vetur er algerlega sjálfbært, það er að segja, höfundar leikverka, leikstjórar, leikarar og allir sem að sýningunum koma eru úr röðum félagsmanna.



• Jól 2007

Mynr: Ingó

Guðrún Karlsdóttir og Karl Helgason framkvæmdastjóri.

Bókaútgáfan Æskan ehf.

Ný útgáfa á traustum grunni Bókaútgáfan Æskan hefur gefið út bækur í tæp áttatíu ár. Útgáfan hefur gefið út margar athyglisverðar bækur og verið þekkt fyrir útgáfu vandaðra bóka með fjölbreyttu efni. Höfuðstöðvar útgáfunnar voru lengi í miðborg Reykjavíkur, í Lækjargötu og síðar við Laugaveginn en eru nú í Faxafeni 5 í Reykjavík.

og Öddu (J og H). Guðjón Guðjónsson skólastjóri og ritstjóri Æskunnar í mörg ár ( eiginmaður Ragnheiðar) þýddi margar bækur fyrir útgáfuna. Árið 1964 varð Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóri útgáfunnar. Á hans tíma komu út, svo nokkuð sé nefnt, nokkrar litprentaðar bækur með ævintýrum, t.a.m.. Ævintýri barnanna, Ritsafn H.C. Andersens í þremur bindum, fyrstu bindin í Annálum íslenskra flugmála, auk fjölda barna- og unglingabóka. Fyrstu bækur Eðvarðs Ingólfssonar komu þá út, Gegnum bernskumúrinn, Birgir og Ásdís og Hnefaréttur. Karl Helgason tók við umsjón útgáfunnar 1983. Áfram voru gefnar út bækur eftir Eðvarð, t.d. Fimmtán ára á föstu- og verðlaunabókin Meiriháttar stefnumót; Hrafnhildur Valgeirsdóttir var höfundur nokkurra bóka, svo sem verðlaunabókarinnar Leðurjakkar og spariskór; Jónas Jónasson samdi hugnæma sögu, Brúðuna

Bókaútgáfan Æskan ehf. keypti bókadeild Æskunnar 2005. Eigendur eru Karl Helgason og fjölskylda, Ofanleiti ehf. (Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður) og Öflun ehf.

Af útgáfubókum frá liðnu árunum

Bækur hafa verið gefnar út á vegum Æskunnar frá 1930. Jóhann Ögmundur Oddsson var meðal helstu hvatamanna útgáfunnar og var framkvæmdastjóri í rúm tuttugu ár. Af útgáfubókum frá fyrstu árum útgáfunnar skulu taldar sem dæmi Davíð Copperfield, Sögur perluveiðarans, Oliver Twist og Grant skipstjóri. Fyrsta bók Stefáns Júlíussonar kom út árið 1938, Kári litli og Lappi og aðrar bækur hans í kjölfarið, gefnar út mörgu sinnum. Skáldkonurnar Margrét Jónsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir eiga margar bækur á útgáfuskránni, einnig Jenna og Hreiðar: bækur um Toddu ( MJ), Dóru (RJ)

Munnmælasögur og Mæja spæja

Guðrún Karlsdóttir, íslenskukennari í Verslunarskólanum og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að nokkrar mjög áhugasamar bækur séu gefnar út í ár. ,,Nefna má bókina Vel trúi ég þessu! en í henni eru tólf munnmælasögur, sagðar af sagnaþulum. Tólf teiknarar eiga myndir í bókinni, hver við eina sögu, og þær eru fjölbreyttar, ýmist glettnar eða hugnæmar. Bókinni fylgir diskur með sögunum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur bókina út með okkur en þaðan voru upptökurnar fengnar. Flest var tekið upp um miðja síðustu öld. Við gefum líka út Mæju spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Margir fagna því áreiðanlega, bæði af því að þeir kannast við söguna frá því í sumar í flutningi Útvarpsleikhússins- og hinu að Herdís er mjög vinsæll höfundur. Það var gaman að geta fengið Björn G. Önundarson, ellefu ára, til að teikna myndir í bókina. Þær eru sérstaklega skemmtilegar. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir snjallar skopteikningar ”.

Ekki er að spyrja að genunum ! hans Bergþórs, Herdís Egilsdóttir Eyrun á veggjunum.- Eftir Vilhjálm Hjálmarsson komu út margar bækur, talin skal aðeins Frændi Konráðs-

in, mæðgin, systkin og frændsystkin. Þetta er að sjálfsögðu til gamans, alls ekki sagnfræðilegt verk. Fólkið svarar fáeinum spurningum, sumt stutt og snaggaralega en annað nákvæmara. Sagt er frá sérstæðum og fyndnum atvikum og lausleg afrekaskrá fylgir. Við grófum upp myndir frá ýmsum tímum og þær gefa bókinni sannarlega skemmtilegan svip.”

föðurbróðir minn, æviminningar Hermanns Vilhjálmssonar. 1995 kom út fyrsta bók Magnúsar Scheving, Áfram Latibær !, og varð upphaf Latabæjarævintýrisins. Tvær aðrar fylgdu í kjölfarið. Stefna fyrirtækisins er að gefa áfram út vandaðar bækur með fjölbreyttu efni, ekki síst bækur sem eflt geta lestraráhuga barna.

,, Bókin Frækið fólk í íþrótttum 1feðgar og mæðgur kemur út hjá okkur á næstu dögum”, segir Karl Helgason framkvæmdastjóri. ,, Allir þekkja afreksfólk sem tengist slíkum fjölskylduböndum en ég

Létt að lesa- og spennandi

býst við að fólk verði hissa á hve margt það er. Við fengum ótal ábendingar um feður og syni, mæður og dætur sem sett hafa Íslandsmet, orðið Íslandseða bikarmeistarar eða hafa leikið í landsliði, í hvaða aldursflokki sem er. Eins og sést á titlinum er þetta fyrsta bindið í flokknum. Að ári gefum við út annað bindi um feðga og mæðgurog þá eða síðar verða talin hjón, feðg-

,,Við gefum út fyrsta bindið í flokknum Óvættaför: Elddrekinn Fernó”, segir Guðrún Karlsdóttir. ,,Frásögnin er hröð og spennandi frá fyrstu síðu. Letrið er stórt og myndir skemmtilegar. Þessar bækur henta vel fyrir byrjendur í lestri, til að efla lestraráhugann, en höfða líka til þeirra sem lengra eru komnir. Árni Árnason kennari og rithöfundur þýðir bækurnar. Hann er ekki síst þekktur fyrir Geitunga- bækur sínar, fyrir krakka sem vilja læra að lesa og reikna. Þær eru mjög vinsælar og hafa selst í tugþúsundum eintaka undanfarin ár.“ Dularfulla bókin, er fyrsta sagan í flokknum Á háskaslóðum. Hún er eftir Lloyd Alexander , margverðlaunaðan höfund sem nýlega var nefndur til H.C. Andersen verðlaunanna 2008. Það eru hörkuspennandi sögur og jafnframt gamansamar og henta vel fyrir krakka frá níu til tólf ára. Bækurnar eru nú gefnar út um allan heim og hafa selst í milljónum eintaka. Karl bendir mér á sérstæðar bækur þar sem risaeðlur og margt fleira sprettur upp af síðunum. Bækurnar eru Risaeðlur – Varúð ! og Sagan um allt.“ Þær eru snilldarvel gerðar og geyma fróðleik sem krakkar eru ólmir í að lesa, ” segir Guðrún Karlsdóttir.



10 • Jól 2007

Lífsstílsverslanir sem leggja upp úr gæðum DUXIANA og GEGNUM GLERIÐ bjóða upp á þekkt vörumerki, hvort heldur er í gjafavöru, innréttingum eða húsgögnum Þær gætu hæglega farið framhjá þeim sem ekki þekkja til verslananna DUXIANA Og GEGNUM GLERIÐ við Ármúla 10, í húsi við hlið Egils Árnasonar. Það væri synd, því óvíða getur að líta fallegri vöru til að prýða heimili – að ekki sé talað um gæða rúmin, eðal dúsængurnar og fallegu sængurverin sem þar er að finna. DUXIANA var stofnuð 1981 og opnaði verslun í miðbæjarmarkaðnum Aðalstræti, DUXIANA er verslun sem sérhæfir sig í svefnbúnaði. GEGNUM GLERIÐ var stofnað af fjórum systrum í Skipholti 50 fyrir um tuttugu árum, en árið 1991 keyptu hjónin Elsa Ólafsdóttir og Rúnar Jónsson hana. Fljótlega eftir það fluttu þau búðirnar í sama húsnæði.

Hönnun frá Afríku, Víetnam og Japan

Elsa segir að GEGNUM GLERIÐ sé lífsstílsverslun. „Við erum með umboð fyrir nokkur öflug evrópsk fyrirtæki. Fyrst má telja Lambert sem var stofnað fyrir fjörutíu árum. Gunther Lambert er hönnuður sem var frumkvöðull í því að hanna hluti og framleiða þá úr ýmsum efnum víða um heim. Síðan hefur fyrirtækið þróast og börnin hans ofl. eru tekin við því – en það hefur ennþá sama markmiðið, að bjóða upp á handverksvöru alls staðar að úr veröldinni. Þetta er heildarhúsbúnaður, bæði húsgögn og borðbúnaður og skrautvara. Við erum ein af fáum verslunum sem geta kallað sig Lambert-Studio, vegna þess að úrvalið af vörunum er mjög mikið. Gunther Lambert hætti fljótlega að hanna sjálfur og fór að velja handverk víðs vegar að úr veröldinni, til dæmis, handmálað postulín frá Vietnam, tréverk o.fl. frá

Myndir: Ingó

Afríku og handverk frá Japan – sem er allt öðruvísi handverk en maður á að venjast þaðan. Það er orðinn nokkuð stór hópur hér á landi sem sækir í vörurnar frá Lambert og útlendingar sem koma hingað þekkja þetta merki mjög vel. Við erum með mjög flott olíuljós, og parafinolíu á þau sem er hundrað prósent hrein, alveg laus við sót og lykt, þannig að þú þarft ekki að standa í að hreinsa alla veggi hjá þér eftir jólin.“

Sérstætt postulín

„Síðan erum við með Gien, sem er franskt postulínsfyrirtæki. Það var stofnað 1821 og á sér alveg gríðarlega sögu. Þetta er eiginlega postulínssafn í Frakklandi, eitt af því elsta. Þeir gefa út nýjan jóladisk á hverju ári sem eru mjög litaglaðir. Þeir eru með mörg skemmtileg mynstur, eins og til dæmis matarstell með Litla prinsinum. Þeir koma með dálítið skemmtilega stemningu sem er ekkert endilega hefðbundin og venjuleg. Í fyrra komu þeir með diskaseríu þar sem þemað er París. Hver diskur er með sitt þema, til dæmis, bygginar, kaffihúsin, tíska. Hvað innréttingar og húsgögn varðar, þá erum við með umboð fyrir tvö mjög öflug fyrirtæki á Ítalíu. Annað heitir Molteni og er húsgagnafyrirtæki sem framleiðir sófa og borð og önnur húsgögn eftir virta hönnuði. Þeirra sérstaða eru fataskápar, bókahillur og lausnir fyrir flatskjái. Þeir eru þekktir fyrir að vera fyrstir með nýjar línur og gefa tóninn. Útlitslega eru þeir kópíeraðir út um allan heim. Síðan er það Boffi – eldhús og baðinnréttingar. Boffi er mjög leiðandi hvað hönnun og útlit eldhúsa varðar. Síðustu árin hef ég unnið mjög mikið með arkitektum. Þeir hafa komið og fengið heildarlausnir hjá okkur í heilu húsin. Við erum með eina inn-

réttingu uppsetta í búðinni til að sýna hversu vönduð þessi vara er – og síðan erum við með vörulista sem hægt er að panta eftir, við erum með sýnishorn af öllu efni og áferð.“

Hágæða svefnherbergi

„Duxiana er verslun sem er orðin vel þekkt hér. Við erum í þrígang á þessu ári búin að vera söluhæsta Duxiana búðin í veröldinni. Með

því að selja þessi hágæðarúm, vill fólk gera meira fyrir rúmið. Í framhaldi erum við með Dux dúnsængur í hæsta gæðaflokki og rúmfatnað. Duxiana býður upp á sængurfatnað frá Bassetti, sem er ítalskt fyrirtæki og hefur verið mjög vinsælt, sérstaklega hjá unga fólkinu. Það er litaglatt og mikið um flott mynstur og bjarta liti. Síðan er Gant sem er þekkt herrafatafyrirtæki sem framleiðir sængurföt og o.fl. fyrir heimilið undir merkjum Gant Home. Þetta er mjög hefðbundin og elegant vara úr egypskri bómull í mjög háum gæðaflokki. Ef fólk byrjar að sofa með egypsku bómullina, vill það helst ekkert annað eftir það.“ Duxiana framleiða sængurveralínu úr einlitri bómull og hefur verið gríðarlega vinsæl og er til í öllum stærðum, til dæmis tvíbreiðar sængur, stóra kodda sem eru 80x80. Þetta er þéttur og fallegur satín vefnaður og gæðin eru massív.


ROYAL

LAMBERT

LAMBERT er lífstíll Verslun Fagurkerans

GEGNUM GLERIÐ Ármúla 10 108 Reykjavík S: 568 9950


12 • Jól 2007

Aðfangadagur var dagur föstu Í kaþólskum sið er ým-

Oddný Rósa Halldórsdóttir og Bjarni Halldórsson. Mynd: Ingó

islegt frábrugðið þeim hefðum sem við eigum að venjast í lútherskri trú Jólin eru hátíð kristinna manna um allan heim – gleðihátíð þar sem við fögnum því að Kristur skyldi fæðast. En þótt stór hluti mannkyns sé kristinn, eru ýmis afbirgði til af kristinni trú og mismunandi siðir og venjur þeim tilheyrandi. Systkinin Oddný Rósa Halldórsdóttir og Bjarni Halldórsson eru alin upp í kaþólskum sið og hafa haldið í það sem þau kalla „kaþósk-íslenskar“ hefðir. Móðir þeirra var kaþólsk og segja þau aðdraganda jólanna hafa verið eins og hjá öðrum; það var bakað og húsið hreinsað hátt og lágt. En þau segja iðkun kaþólskrar trúar hafa þróast og breyst á seinustu árum, bæði hér og annars staðar.

Biskupinn fékk undanþágu

„Það voru, til dæmis, allir föstudagar, kjötföstudagar. Það er að segja, við vorum alin upp við það að borða aldrei kjöt á föstudögum. Núna eru þetta örfáir dagar á árinu sem ekki er borðað kjöt. Kjötföstudagarnir voru einkum haldnir í heiðri á aðventunni og þá var líka fastað á kjöt á miðvikudögum. Þessi tími er tilheyrir jólaföstunni og var föstutími; á þessum tíma eiga menn að sýna hóf í öllu. Þetta átti líka við um aðfangadag. Hann var dagur föstu. Müllenberg biskup skrifaði á sínum tíma bréf til páfa og spurði hvernig ætti að meðhöndla þessi fyrirmæli hér, vegna þess að við

Íslendingar borðuðum hangikjöt á aðfangadag. Hann vildi vita hvernig hann ætti að snúa sér í þessu; hvort hann ætti hann að heimila íslenskum kaþólikkum að borða sinn hátíðarmat á aðfangadag. Hann fékk jákvætt svar til baka frá páfagarði, sagt að hann ætti að halda sig við hefðir þjóðarinnar. En þessi hefði hefur þróast á ólíkan hátt í ýmsum löndum. Svíar eru jafn lútherskir og Íslendingar en þeir halda ennþá þessa hefð að borða ekki kjöt á aðfangadag. Þá borða þeir sinn lútfisk – sem er þorskur. Þessi hefði hefur lifað með Svíum þótt þeir séru lútherskir.“

Falleg stemning á aðventunni

Systkinin voru alin upp við mikinn

aga í kirkjusókn. Bræðurnir fimm fengu allir að þjóna við messur þar en systurnar þrjár voru ekki gjaldgengar í slíkt. Þótt það sé leyft núna, var ekki til siðs þá og þótt eðlilegt – en systkinunum var öllum gert að mæta í kirkju að minnsta kosti einu sinni í viku. „Ef við komumst ekki á sunnudegi, þá gátum við farið á laugardegi. Eins var hægt að fara í messu í kapellunni á Landakotsspítala. Það var alltaf einhver yndisleg stemning í því á aðventunni, því fjólublái liturinn er litur aðventunnar. Í minningunni er það einmitt fjólublái liturinn sem er mjög sterkur í minningunni og eftirvæntingu jólanna. Vikuleg mæting í kirkjuna var skylda allt árið – og svo komu jólin. „Við hlökkuðum alltaf mikið til jólanna vegna þess að þá var jatan

Hl˝leg h˙sgˆgn og gjafavara!

Full búð af nýjum og spennandi vörum! Sjón er sögu ríkari!!

sett upp, bæði í kirkjunni og heima síðasta sunnudaginn í aðventu. Tilhlökkunin var alltaf svo mikil að það var leikur að halda yngstu börnunum stilltum í kirkjunni á meðan á messunni stóð, vegna þess að á eftir fengju þau að sjá jötuna. Í kirkjunni var hún sett svo fallega upp, vegna þess að þá var búinn til klettur úr pappa sem var settur á bak við jötuna.“ Oddný og Bjarni segja þessa hefð enn haldna í kirkjunni – og Oddný hefur tekið við af móður sinni. Nú setur hún upp jötuna heima hjá sér síðasta sunnudag í aðventu. Oddný og Bjarni segja enga sérstaka siði tíðkast í kaþólskri messu á aðventunni en þann að þá er ekki sungin gloria. „En það er nú ekki heldur í föstumessunum, segja þau. En kirkjusóknum einu sinni í viku lauk ekki þótt þau yrðu fullorðin og stofnuðu sínar eigin fjölsklyldur. Mamma ýtti mjög undir að við héldum áfram að mæta í messur. Það kvað svo rammt að þessu að hún bauðst til að passa fyrir okkur á meðan. Við hittumst því alltaf systkinin hjá henni á sunnudagsmorgnum og fórum síðan saman í kirkju.“ Mamma hefði viljað sjálf fara í hámessuna en fannst mikilvægara að við myndum fara.“

Messur gera jólin hátíðelgri

Oddný segist hafa dregið aðeins úr kirkjusókn með aldrinum, en þó séu taugarnar til kirkjunnar afar sterkar, einnig í börnum hennar. Til dæmis hafi sonur hennar, sem býr í Noregi, komið heim til að skíra börnin sín í sóknarkirkju kaþóskra á Íslandi, Kristskirkju á Landakoti. Bjarni, og annar bróðir úr systkinahópnum, eru hins vegar aðstoðarmenn og rækja kirkjuna og trúnna ennþá mjög vel; mæta nánast alltaf í messu. Kirkjan var þeim systkinum mjög nákomin. Þau voru alin upp í næstu götu við hana, gengu í Landakotsskóla og léku sér á Landakotsstúni. Þau hafa lítið fjarlægst hana og mæta í tilskyldar messur um jólin; miðnæturmessu á aðfangadagskvöld, hámessu á jóladag og síðan á messu á annan í jólum. Þau eru sammála um að þeim þættu jólin ekki eins hátíðleg ef þau færu ekki til messu. „Maður vill vera meðvitaður um tilgang jólanna og koma honum til barna og barnabarna,“ segja þau og bæta því við að jólin hefjist alltaf hjá þeim eins og öðrum á aðfangadag klukkan sex þegar þau kveikja á útvarpinu til að hlusta á jólamessuna í Dómkirkjunni og heyra jólaguðspjallið. Þegar þau eru spurð hvort þau fari alltaf í miðnæturmessuna á aðfangadag, segja þau þróunina hafa orðið þá að þau fari frekar í messu á jóladagsmorgun.

Stórfjölskyldujól

„Þeir sem mæta í miðnæturmessuna eru fæstir í söfnuðinum. Þegar við fórum í miðnæturmessu með mömmu, vildum við fá að sofa út næsta dag, ekki þurfa að mæta í messu á jóladag. Einhvern veginn hefur þetta æxlast þannig að við syskinin förum frekar í messu á jóladagsmorgun, klukkan hálf ellefu, með öll okkar börn. Þá hittir maður alla sem mögulega komast í kirkju. Það er mikil stemning yfir því nú orðið, vegna þess að við búum öll í Reykjavík.“ Seinna um daginn, eða klukkan þrjú, mæta svo allir í jólaboð heima hjá Oddnýju, sem tók við stórfjölskylduhefðinni eftir að móðir þeirra dó. Þá er líka glatt á hjalla, því hópurinn telur orðið yfir sjötíu manns.



14 • Jól 2007

Lampar og luktir til að

lýsa upp skammdegið Evita er hárgreiðslustofa og gjafavöruverslun í Starmýrinni. Lára Davíðsdóttir segir þessa samMyndir: Ingó

setningu passa einkar vel saman Það er orðið fremur sjaldgæft að rekast á fallega gjafavöruverslun inni í íbúðahverfum í Reykjavík – en ein slík er Evita í Starmýrinni. Reyndar er Evita upphaflega hárgreiðslustofa – sem enn er rekin þar, en gjafavöruverslunin hefur bara bæst við hana. Eigandi Evitu er Lára Davíðsdóttir, sem hóf rekstur hárgreiðslustofu í Hlíðunum 1980 , flutti síðan í stuttan tíma á Laugaveginn en fann sinn samastað í Starmýri 2 árið 1990. „Þegar ég flutti hingað,“ segir Lára, „var rakarastofa hér við hliðina á mér í húsinu og ári eftir að ég hóf reksturinn, opnaði snyrtistofa inni á hárgreiðslustofunni hjá mér. Fyrir þremur árum hætti rakarinn og ég stækkaði gjafavöruverslunina um hans pláss. Snyrtistofan hætti síðan fyrir tæpum tveimur árum og þá stækkaði ég inn í það pláss, svo núna er gjafavöruverslunin eiginlega í forgrunni. „ Ástæðuna fyrir gjafavöruversluninni segir Lára vera þá að árið

2003 hafi hún farið á vörusýningu og fundið lampa sem hana langaði til að selja. „Ég flutti þá inn og þeir urðu svo vinsælir að ég hélt áfram og er enn að selja þá. Þetta eru hvítir lampar, þungir og stöðugir og skermarnir fylgja með. Ég er líka alltaf að bæta við innkaupin, núna er ég til dæmis að fá silfurlita lampa og svarta glansandi lampa, alveg óskaplega fallega, en verð líka alltaf með upphaflegu hvítu lampana. Síðan er ég með þrjár tegundir af kristalsljósakrónum sem hafa verið afar vinsælar.“ Þegar Lára er spurð hvernig henni henni hafi dottið í hug að hárgreiðslustofa og gjafavöruverslun færu saman, segir hún: „Ég sá svona litla stofu úti, enn minni en mín stofa – og fannst þetta skemmtileg hugmynd. Þetta átti að vísu aldrei að verða svona stórt. Ég ætlaði bara að búa mér til hobbý og síðan eitthvað skemmtilegt að fást við þegar ég hætti með hárgreiðslustofuna. Hins vegar hefur þetta heldur betur hlaðið utan á sig. Ég er samt ekkert að fara að hætta með hárgrreiðslustofuna því þar er alltaf nóg að gera, ekki síst vegna þess að við erum í lægri kantinum í verði, dömuklipping kostar 2.900 og barnaklipping 2.200.“ Lára segist leggja megináherslu á lýsingu, lampa, kerti, ljósakrónur, luktir. „Við erum með gífurlegt úrval af luktum, bæði fyrir heimili og sumarbústaði. Einnig af kertastjökum, kertum, handklæðum og smáhús-

Eigendur Evítu Arinbjörn Sigurgeirsson og Lára Davíðsdóttir. gögn höfum við verið að taka inn til að prófa. Fyrir jólin erum við svo með púða og gjafavöru, sem og jólaskraut. Það kemur allt frá Danmörku, eins og annað í búðinni. Svo erum við með afar fallegar gjafaöskjur sem hægt er að setja jólagjöfina í og skella henni undir tréið.“

Lára hlær þegar hún er spurð hvort henni finnist hún ekkert útúr þarna í Starmýrinni. „Nei, síður en svo. Hér er gott að vera og nóg af bílastæðum. Þetta er gömul stofa sem margir vita um – og það er alveg hægt að láta hlutina ganga þótt verslunin sé ekki í miðbænum.“

Viltu ráða því sjálf hvenær þú færð líkamsrækt á tilboðsverði?

Nýtt!

JSB Tilboðskort

JSB Tilboðskort á 10.000 kr. veita afslátt af öllum kortum í opna kerfinu 3ja mánaða og lengri, TT1-námskeiðum og Rope Yoga námskeiðum aftur og aftur í heilt ár. Frábær jólagjöf sem endist og endist!

r u n o r u p l e t S K Velkomnar í okkar hóp!

ember! lu út des

Þú þarft ekki lengur að bíða eftir tilboði. JSB Tilboðskort gerir þér kleift að veita sjálfri þér afslátt af þeim tímum og námskeiðum sem þú kýst – einmitt þegar það hentar þér.

Eru til sö

EFLIR a l m a n n ate n g s l / H N OTS KÓ GUR g r afís k h ö n n u n

Taktu málin í þínar hendur!

Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is


Jól 2007 • 15

Íslendingar vilja bara vandaða vöru Guðrún Anna í Motif býður upp á nýungar í gjafakössum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gleðja starfsmenn og viðskiptavini Guðrún Anna Magnúsdóttir auglýsingahönnuður og eigandi Grafika auglýsingastofu, hefur verið að færa út kvíarnar undanfarið. Ásamt því að reka auglýsingastofuna en hún hefur rekið auglýsingastofu í tuttugu ár, stofnaði hún nýverið annað fyrirtæki, Motif, sem selur auglýsinga- og kynningavörur, sem hægt er að merkja, til fyrirtækja ásamt vörum til gjafa handa starfsmönnum og viðskiptavinum. „Ég ákvað að hafa vöruúrvalið býsna fjölbreytt,“ segir hún, „einkum núna fyrir jólin. Ég er með þessa klassísku kynningarhluti til gjafa, eins og penna, boli, húfur, lyklakippur og svo framvegis.

Flottir gjafakassar

Við erum líka að selja gjafakassa með ýmsum skemmtilegum og gagnlegum hlutum sem henta flestum. Þeir eru aðalega seldir til fyrirtækja sem gefa þá starfsmönnum og viðskiptavinum í jólagjöf. Kassarnir eru til í ýmsum litum, stærðum og á mismunandi verðum. Við höfum fyrirfram valið í þá hluti og á þeim er lok. Því þarf ekki að pakka þeim frekar inn. Ef fyrirtækin senda mér lógó, þá prenta ég þau út á snyrtilega límmiða sem ég set á kassana.“ Guðrún Anna segir enga lágmarkspöntun á gjafakössunum. „Þetta er skemmtileg nýjung fyrir þá sem vilja gefa starfsmönnum og viðskiptavinum sínum eitthvað

annað en venjulega. Vörurnar sem fara í kassann eru ekki merktar, því mín reynsla er sú að fólk vill ekki fá merktar gjafir á jólunum. Í þessa tilbúnu kassa veljum við vandaðar vörur sem við erum með en svo er einnig hægt að setja fleira með, aðrar vörur frá okkur eða t.d leikhúsmiða ef fólk vill. Guðrún Anna segir þessa nýjung fara mjög vel af stað og hafi hlotið mikil og góð viðbrögð. Því sé gott að panta kassana sem fyrst vegna þess að upplagið sé ekki endalaust. En hvaðan kemur varan sem fer í kassana?

Hægt að versla á vefnum

„Ég er bæði að flytja inn frá Kína, sérstaklega vörur sem ég kaupi í miklu magni, en einnig frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Ég er að leggja áherslu á mjög vandaða vöru og mér hefur sýnst þessar sænsku vörur leggjast mjög vel í fólk. Þeir framleiðendur sem ég hef valið í Kína eru líka með mjög vandaða vöru. Íslendingar vilja alltaf fá vandaða vöru, toppgæði, en á sanngjörnu verði. Það þýðir ekkert að bjóða Íslendingum annað – og ég reyni það ekki.“ Önnur nýjung sem Guðrún Anna býður upp á í Motif, er vefsíða sem hún er að byggja upp, www.motif.is. Ég hef sett á stofn vefsíðu þar sem hægt er að kaupa hlutina beint með kreditkorti. Ég er á fullu að vinna vefsíðuna og brátt verða allar vörutegundirnar komar þar inn. En það er líka hægt að hringja hingað og panta vöruna. Á motif.is eru flestar vörurnar þannig uppsettar að þú getur keypt þær á síðunni og innan tíðar verður hægt að kaupa allar vörurnar þannig. Sumum finnst betra að skoða bara vörurnar á síðunni en hafa svo samband. En þá er líka hægt að hringja hingað. Ég er hér í Ármúlanum.




18 • Jól 2007

Jólamatur hér, útilegumatur

á Norðurlöndum Ingvar Ágústsson síldarspekúlant segir íslensku síldina vera þá bestu sem þekkist – og fáar fáðutegundir séu eins hollar Við Íslendingar höfum lengi verið ein mesta síldveiðiþjóð í heimi en erum frekar léleg í að borða hana – og þótt ekki sé langt síðan við vorum magnaðir síldarverkendur, er varla hægt að segja að síld sé verkuð hér á landi í dag. Það er ekki ólíklegt að sú kunnátta sé að glatast út úr landinu. Hins vegar lifnar aðeins yfir okkur hvað síldina varðar þegar jólin nálgast, vegna þess að síld er fallegur fiskur og fer vel á jólaborðinu. Hún er líka einstaklega bragðgóður fiskur. En við höldum áfram að veiða – og selja beina leið út úr landi til þess eins að kaupa hana aftur inn í krukkum. Og eigum meira að segja ennþá einn síldarspekúlant svo vitað sé. Sá heitir Ingvar Ágústsson og kaupri síld fyrir fyrirtæki sem heitir Framfoods og er með síldarverksmiðjum í ýmsum löndum, meðal annars eina í Finnlandi. Framfoods kaupir einnig grásleppuhrogn og þorskhrogn, laxi, túpukavíar og alls kyns sjávarvörur – en stærsta varan er síld. Og hún er Ingvars deild, vegna þess að hanna hefur lengi verið í síldinn, segist vera gamall í hettunni. „Ég hef unnið við síld alla mína starfsævi, þótt ég hafi einu sinni verið lífefnafræðingur – en það er nú orðið ryðgað,“ segir Ingvar. „Þegar ég lauk námi í Noregi í gamla daga, þá hefði ég smellpassað inn í erfðagreiningu – en ég átti mér þá hugsjón að bjarga þjóðarbúinu, kaupið skipti engu máli, aðalatriðið var að gera gagn. Þannig var bara tíðarandinn þá. Menn voru að velja sér sérgreinar þar sem var nánast útilokað að fá launaða vinnu, til dæmis að stúdera birkisveppi og allt þar fram eftir götunum. Ég endaði í síldinni – en sú fræðigrein var stundum kölluð tunnukemía, vegna þess að það er svo margt sem gerist í síldartunnunni.“ En er einhver munur á sild og síld

Síldin eins og kona „Já, í gamla daga sögðu karlarnir sem voru í síldinni að hún væri svo

Mynd: Ingó spennandi vegna þess að þeir vissu ekkert hvar þeir hefðu hana, frekar en konurnar. Þeir vissu aldrei hvar hún kæmi upp, fyrir norðan eða austan en svo ekki söguna meir. Það var það sem var svo spennandi við þetta kvikindi. Enn þann dag í dag eru sveiflur í öllu varðandi síld mjög áberandi. Sveiflur í veiðum, sveiflur í verðum og svo framvegis. Síðan er þetta mjög svo árstíðabundin vinna; það gerist allt í einum hvelli á haustin og svo er verið að borða hana restina af árinu. Síld er veidd mjög víða um heim – en Framfoods vill aðeins síld úr norður-Atlantshafinu, frá Íslandi, en aðallega Noregi og. „Þar kaupi ég mest af síld,“ segir Ingvar og bætir við að það sé vegna þess að stofninn þar sé svo stór. „Stofninn sem Norðmenn eru að veiða í dag er þessi norsk-íslenski sem við vorum að veiða fyrr á árum. Í dag er hann álitinn tíu milljón tonn. Bátarnir sigla og sigla og það er kökkur undir þeim

allan tímann. Magnið er ævintýri líkast og þetta er mikil gæðasíld – alger toppur.“ En hvernig er hægt að meta síld sem gæðasíld?

Útilegumatur á Norðurlöndum

„Það eru nokkrar leiðir til þess. Í fyrsta lagi velurðu veiðitímann. Þú vilt hafa hana feita. Í öðru lagi þarf hún að vera búin að jafna sig vel eftir hrygningu, en norska síldin hrygnir í mars – þannig að yfir sumartímann er fiskurinn þurr og vondur. Yfir sumartímann er síldin í æti og hleður á sig fitu. Síðan kemur allt þetta mannlega á eftir. Það þarf að velja báta og mannskap sem kunna að fara með síldina og svo þarf að vaka yfir framleiðslunni. Síðan þarf síldin að verkast í einhverja mánuði – og það er snúið, enginn vandi að gera einhverja dellu þar. Þá er komið fram á vor og þá eru neyslutopparnir hæstir í Skandinavíu. Þá borða Svíar og Finnar mest af síld. Hjá þeim er algert skilyrði að hafa síld í kringum Jónsmessuna og yfir hásumarið. Þetta er útilegumatur hjá þeim. Þegar við erum að grilla, eru þeir að opna krukkur og sjóða kartöflur. Síldarneysla hjá okkur mest í kringum jólin, þetta er jóla og janúarvara, teygir sig fram á þorrann.“ Ingvar er sammála því að það sæti furðu hvað við Íslendingar kunnum lítið að meta síldina og segir: „Þótt við höfum framleitt tunnutrog tunnur í milljónatali, höfum við sparkað þeim út úr landinu eins fljótt og hægt er. Það er í rauninni alveg merkilegt að við skulum búa á þessari lúxuskistu – en höfum hvorki vit né áhuga á henni.“

Íslenska síldin best

SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU.

Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

En svo er líka síldarstofn á Íslandi en hann er tíu sinnum minni en sá norsku. „Það er samt hellingur af síld,“ segir Ingvar. „Við kaupum líka síld á Íslandi og hún er í rauninni best. Íslensk síld er vörumerki vegna þess að gæðin hefur alltaf verið talin góð. Ef þú merkir vöruna þína Islandssíld í Finnlandi, geturðu fengið betra verð fyrir hana. Það er gamla ímyndin sem er svona lífseig.“ En er hægt að kaupa síld á Íslandi? „Hjá okkur er aðeins hægt að fá síld í krukku. Það er yfirleitt ekki hægt að kaupa hana saltaða hér. Það er til

Menn voru svo heillaðir af síldinni að þeir áttu það til að lýsa henni á upphafinn, jafnvel ljóðrænan hátt. Í einni skýrslu sem ég las frá því í kringum 1960, stóð að síld á ís líði eins og fallegri stúlku á kodda.“ dæmis afar sjaldgæft að fiskbúðirnar bjóði upp á hana. Í dag veit ég ekki um neina slíka.“ „Hjá mér hefur þessi fiskur alltaf verið mikið áhugamál,“ segir Ingvar þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi valið sér þessa leið eftir háskólanámið. „Löngu áður en ég fór að vinna við þetta, var ég farinn að marinera heima, kaupa síld og marinera. Þá var hægt að fá saltsíld í tunnu heila, eða hausskorna. Maður keypti hana, saltaða í tunnur, flakaði síðan og lagði í bleyti yfir nótt. Þá var hægt að marinera hana.“ Og þar sem Ingvar vinnur við síldina, getur hann alltaf náð sér í eina og eina og marinerað sína gómsætu síldarrétti heima.

Eins og falleg stúlka á kodda

Ingvar segir algera byltingu hafa orðið í meðferð síldar á seinustu áratugum. „Mesta byltingin á þessum fiski er meðferðin úti á sjó. Um leið og hún kemur um borð er hún geymd í fljótandi ísköldu sjóvatni, helst í kringum mínus eina gráðu. Þegar í land kemur eru vinnslustöðvarnar orðnar svo öflugar að þær eru að vinna úr þrjú til fimm hundruð tonnum á sólarhring. Þetta er viðkvæmur fiskur og afar vandmeðfarinn en með þessari aðferð er hægt að koma henni mjög ferskri á markað. Það er mikið til af rannsóknum á síldinni og skýrslum um hana. Það

getur verið mjög gaman að lesa þær, einkum frá fyrri áratugum. Menn voru svo heillaðir af síldinni að þeir áttu það til að lýsa henni á upphafinn, jafnvel ljóðrænan hátt. Í einni skýrslu sem ég las frá því í kringum 1960, stóð að síld á ís líði eins og fallegri stúlku á kodda.“

Fátt hollara

„Síldin er einn af bestu omegagjöfum í heiminum. Hún er mjög góður próteingjafi og inniheldur mikið af alls kyns steinefnum, flúor sem er góður fyrir tennur barna og er stappfull af fituleysanlegum vítamínum,“ segir Ingvar. „Það eru auðvitað kaloríur í þessari fitu en munurinn á þessari fitu er að hún leysist hraðar upp en önnur fita. Þekkingin á því hvað síldin er góð fyrir okkur, er alltaf að aukast, bæði fyrir heilann, æðakerfi, liði og vöðva – en það er fræðigrein sem við förum ekki út í hér.“ Þegar Ingvar er spurður hvort ekki sé einn einasti staður á Íslandi sem saltar síld, segir hann reyndar einn slíkan til. Það sé Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Sá verkandi sé með hágæðasíld og reyni að sinna innanlandsmarkaðinum. Svo þeir sem eru sólgnir í síld ættu að geta nálgast þetta gæðafæði innanlands.

Í glymrandi ástandi núna

Síldin er svo sannarlega kvikindi sveiflnanna og við Íslendingar höfum sannarlega fengið að finna fyrir því. „ Á árunum rétt fyrir 1970 hrynur síldarstofninn hér,“ segir Ingvar. „Upp úr því koma einhver erfiðustu ár Íslendinga, efnahagslega séð. Fyrir þann tíma hafði verið veitt gegndarlaust og endalaust úr þessari auðlind. Menn óraði aldrei fyrir því að svona stór auðlind gæti hrunið. Á ákveðnum árum á undan var útflutningsverðmæti í síldarafurðum upp undir fimmtíu prósent af öllu útflutningsverðmæti okkar.“ Síldin bara hvarf en nú er hún komin aftur. „Þessi stofn hrygnir við norður Noreg og það voru einhverjar leyfar eftir af honum þar þegar hún hvarf af miðunum. Hún var friðuður alls staðar og Norðmenn vernduðu stofninn meira og minna næstu áratugina. Það var mjög lítið veitt úr honum á þessum tíma, þannig að hann náði sér aftur og er í glymrandi ástandi núna.“


Þessar eigum við örugglega í réttri stærð fyrir þig Einstakt úrval af öllum stærðum og gerðum. Gæði einkenna töskurnar frá Samsonite. Þær eru vandaðar, sterkar og endingargóðar. A4 - fyrsta flokks ferðatöskur

Borgartúni 29 + Höfðabakka 3 Smiðjuvegi 5 + Dalvegi 18 Glerárgötu 34 Akureyri Aðalstræti 27 Ísafirði + www.a4.is Pantanasími 515 5100 + Fax 515 5101


20 • Jól 2007

Reynum að færa sjúklingunum jólin Kjaran Örn SigurbjörnsLápur og Skrápur Grýlusynir

Skemmtilegt lið í

Skemmtihúsinu

Leikhópurinn Kraðak sýnir Láp og Skráp Grýlusyni í leit að jólaskapinu Lápur, Skrápur og jólaskapið er heitið á jólasýningu Kraðaks sem verður frumsýnd í Skemmtihúsinu við Laufásveg 1. desember næstkomandi. Lápur, Skrápur og jólaskapið er fjölskylduleikrit með mikið af söngvum og fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Lápur og skrápur eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og ber leitin þá inn í svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum og saman lenda þau í allskonar ævintýrum. “Leikritið er bráðfyndið, skemmtilegt og felur í sér fallegan jólaboðskap. Þetta er fjölskylduleikrit sem ungir jafnt sem aldnir hafa gaman að, segir leikstjórinn, Anna Bergljót Thorarensen – en verkið skrifaði Snæbjörn Ragnarsson sem er einn af höfundum Ævintýra Stígs

og Snæfríðar í Stundinni okkar. Þeir Lápur og Skrápur eru leiknir af Ólafi Sk. Þorvadlz og Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni – en Sunna litla, mannabarninu sem hjálpar Lápi og Skrápi í leit þeirra að jólaskapinu, leikur Andrea Ösp Karlsdóttir sem fór með hlutverk Lilla klifurmúsar í Dýrunum í Hálsaskógi í Elliðarárdalnum í sumar. Stefnt er að því að sýna Láp og Skráp á hverjum degi í desember og stundum nokkrar sýningar sama daginn. Anna Bergljót segir þó að leikhópurinn ætli að taka sér frí á aðfangadag og jóladag. Hún segir að stemningin í Skemmtihúsinu verði afar skemmtileg, eins og tilheyri. „Þetta er lítið, hlýlegt leikhús sem við höfum sett í jólabúning. Það komast aðeins níutíu manns á hverja sýningu og því meiri líkur á að skemmtileg stemning myndist meðal áhorfenda. Eftir hverja sýningu er leikhúsgestum boðið á neðri hæð hússins, þar sem við bjóðum upp á veitingar. Þar fá áhorfendur að hitta leikarana úr verkinu – og þar verður hægt að skoða risastórt jóladagatal.“

VERÐLAUNAÐ SJÓNVARP

son prestur á öldrunarsjúkranúsinu Landakoti segir jólin þar sérlega hátíðleg Flest okkar finnum á hverju ári hversu nauðsynlegur andi jólanna er okkur og það er ólíklegt að við gætum hugsað þá hugsun til enda að hann hyrfi. Birtan, jólatónarnir, boðskapurinn; allt er þetta meitlað í huga okkar og endurtekningin ár eftir ár, gerir það að verkum að þessi jólaandi verður okkur sífellt kærari. Á Landspítalanum starfa sjö prestar og einn djákni – enda spítalinn stærsti vinnustaður á landinu. Á Landakoti þjónar séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson – en, eins og kunnugt er, er Landakotsspítali öldrunarspítali. En svo hefur ekki alltaf verið. „Ég var ráðinn hingað á Landakotsspítala sem þá var bráðaspítali árið 1991. Hinir spítalarnir voru komnir með sjúkrahúspresta og stjórn Landakotsspítala ákvað að bjóða einnig upp á þessa sömu þjónustu hér. Strax eftir að ég kom hingað urðu hins vegar breytingar á sjúkrahúsum í Reykjavík þegar Landakotsspítali og Borgarspítali sameinuðustí Sjúkrahús Reykjavíkur. Síðan sameinaðist Sjúkrahús Reykjavíkur Landspíta og hét Landspítali-Háskólasjúkrahús en með nýjum lögum heitir þetta bákn í dag einfaldlega Landspítali – og er stærsti vinnustaður á landinu.“ Við prestarnir höfum hvert okkar starfsvettvang. Minn er hér á Landakotsspítala.“

Að vera til staðar

Þegar séra Kjartan er spurður hvers vegna prestar séu nauðsynlegir á sjúkrahúsum, segir hann: „Maðurinn er allt í senn, líkami og sál. Hér á sjúkrahúsinu er það hlutverk prests að sinna andlega þættinum, sálgæslunni. Við lítum þannig

Mynd: Ingó á að okkar skylda sé fyrst og fremst að sinna sjúklingunu og þeirra andlegu þörfum, en við erum líka hér fyrir aðstandendur þeirra. En við sinnum líka starfsfólkinu og veitum fræðslu eftir því sem til okkar er leitað. Starfsfólk getur líka verið lasið á sálinni og fundið til í hjartanu. Þá erum við til staðar fyrir það fólk.“ Á Landakotsspítala koma aldraðir einstaklingar til lengri eða skemmri dvalar og eru síðan útskrifaðir heim eða inn á stofnun. Á spítalanum eru sex sjúkradeildir, líknardeild og dagdeild, auk öflugrar sjúkra- og iðjuþjálfunar. Eins og verða vill í lífinu, eiga margir þeir sjúklingar sem leggjast þar inn ekki afturkvæmt heim vegna þess að sjúkdómurinn sem hrjáir þá hefur rænt þá minni, jafnvel viti. En við vitum ekki hversu mikið. Þegar Kjartan er spurður út í jólahald á spítalanum, segir hann það ekki spurningu að jólahaldið hafi áhrif á þessa sjúklinga.

189.90042” plasma

Týpa: PV70

Glæsilegt tæki af nýjustu justu kynslóðinni s sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1

Tónlist og söngur á aðventunni

„Stemningin breytist strax á aðventunni, vegna þess að spítalinn er allur skreyttur, fest upp jólaljós, og hingað kemur svo mikið af góðu fólki með tónlist, söng og ýmsar uppákomur. Það skiptir miklu máli og er vel þegið. Síðan erum við prestarnir með aðventustundir, auk þess að vera með guðsþjónustur á aðfangadag, jóladag og um áramótin.“ Kjartan segir alla sjúklinga sem mögulega geta, fara heim um jólin. „Hér á Landakoti er margt af sjúklingum sem fer heim dagpart eða yfir nótt um jólin, sem er ómetanlegt fyrir það fólk. En einhverjir eru eftir og við reynum að sinna þeim eins og kostur er. Aðventustundin er haldin á stigapallinum á annarri hæð, þar sem hægt er að koma fyrir hjólastólum og rúmum. Við reynum að færa sjúklingunum jólin.“ Sjálf jólamessan er haldin á sama stað klukkan 14.00 á aðfangadag. „Tímasetningin er hugsuð þannig að sjúklingarnir fái sína messu áður en þeir fara heim með fjölskyldum sínum, eða fjölskyldur þeirra sem ekki fara heim, geti tekið þátt í henni áður en þær fara að sinna jólahaldinu heima. Þetta er ákaflega tilkomumikil og hátíðleg stund – ekki síst vegna þess að félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum kemur alltaf og syngur í aðfangadagsmessunni.“

Fólk er hrært WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000

FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR HANDA HENNI Skólavörðustíg 18

Þótt margt af þessu gamla fólki sé orðið gleymið, jafnvel komið út úr heiminum, sér maður að þessi stund snertir við fólki og hún verður dýrmæt. Presturinn les jólaguðspjallið og þegar við syngjum Heims um ból, gerist það oft að fólkinu vöknar um augun. Þetta er allt fólk sem hefur haldið jól með sínum börnum og barnabörnum og þótt það geti kannski ekki kallað minninguna fram, þá er hún þarna. Fólk er hrært. Starfsfólkið sem er að vinna á þessum degi, er þarna vegna þess að það kýs það. Því finnst þessi stund dýrmæt, talar um þessa stund sem eitthvað alveg sérstakt. Andrúmsloftið, þessi tónn sem er sleginn í samfélaginu, nær hingaðinn, ásamt birtu jólanna. Deildirnar eru skreyttar, jólaljósin skína, tónlistin hljómar og aðstandendur eru oft duglegri við að heimsækja ættmenni sín á þessum tíma – og ekkert er eins kærkomið og að fá fólkið sitt í heimsókn. Söfnuðurinn er öðruvísi en aðrir söfnuðir – en boðskapurinn sá sami og hann á sannarlega erindi við þetta fólk sem á lítið framundan en lifir í því sem er að baki.“



22 • Jól 2007

langt skeið verið alþjóðleg keðja, en ímyndin var ekki að sama skapi alþjóðleg. Við breytingarnar léttu þeir umgjörðina og gerðu allt miklu bjartara.“

Innkaupin sniðin að íslenskum kúnnum

Myndir: Ingó

Í átt að alþjóðlegri stíl Trausti Ágústsson eig-

segir hönnunarstefnu fyr-

Írlandi og þegar Trausti er spurður hvað hann eigi við með „alvöru fólk,“ segir hann að það sé raunverulegt fólk sem lifir raunverulegu lífi, stundar vinnu og sinnir sinni fjölskyldu; fólk sem vill klæðast vel og fallega í amstri dagsins.

irtækisins hafa verið að

Að hluta til að yngja upp

breytast á seinustu árum.

Trausti segir viðskiptavinahóp verslunarinnar einkar skemmtilegan. Hingað til hefur markhópurinn verið þrjátíu ára og upp úr, en nú er verið að breyta línunni aðeins til að ná til breiðari hóps. „Að hluta til erum við að yngja hann upp. Við erum ekki að taka neinar u-beygjur, eða hástökk, heldur bæta við það sem við höfum fyrir. „Bison var stofnað í Danmörku árið

andi Bison verslananna í Kringlunni og Smáralind,

„Bison er verslun sem býður upp á vandaðan fatnað fyrir alvöru fólk,“ segir Trausti Ágústsson eigandi verslunarinnar, sem fyrir ári síðan keypti Bison í Kringlunni og opnaði, í framhaldi af því, einnig verslun í Smáralind – um síðustu páska. Bison er mjög þekkt og virt vörumerki í allri Skandinavíu, sem og á

1961 og var upprunalega með golffatnað en svo þróaðist sú lína smám saman yfir í fatnað til daglegs brúks,“ segir Trausti. „Upphaflegi stíllinn er þó alltaf greinanlegur og fyrirtækið er mjög jarðbundið. Þótt snið, litaval eða einhver smáatrið breytist lítillega á ákveðnum vörutegundum, byggja þær á upphaflegu hugmyndinni.“ En það hafa ekki aðeins átt sér breytingar í hönnun þess fatnaðar sem Bison býður upp á, heldur hefur allt yfirbragð verslananna breyst. „Það eru ákveðnar línur í hönnun Bison verslananna,“ segir Trausti, „ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla – en maður hefur sitt að segja með útfærsluna. Fyrir þremur árum breyttu þeir lógóinu og verslununum, hönnuðu nýja ímynd og fóru meira yfir í alþjóðlegan stíl. Þetta hefur um

Bison selur bæði dömu- og herrafatnað og leggur mikið upp úr viðhaldsfríum flíkum, það er að segja, fatnaði sem þarf ekki að strauja. „Megnið af okkar vörum má fara í þvottavélar heima og sem minnst í efnahreinsun. Þetta er hágæðavara sem að mestu er unnin úr náttúruefnum, ull, bómull, hör og eitthvað af silki. Seinustu árin hefur hönnunarstíllinn einnig verið að breytast Hann er ekki eins augljóslega skand-

inavískur, heldur hefur fengið mun alþjóðlegra yfirbragð.“ Trausti segir verslunina í Kringlunni hafa gengið mjög vel þau tíu ár sem hún hefur starfað og að flestir þekki hana. „Mikið er um fastakúnna og fer sá hópur stöðugt vaxandi. Við seljum fallegan, vandaðan hversdagsfatnað sem hentar vel í vinnuna og óformlegri boð og við reynum að sníða innkaupin að kúnnunum hér. Það er allt annar smekkur hér hvað snið og litaval varðar, heldur en, til dæmis, í Varsjá þar sem við erum að opna þrjár verslanir.“ En þar með er ekki öll sagan sögð um athafnasemi Trausta, því hann er nú þegar farinn að skoða möguleikana í St. Pétursborg og Moskvu.



24 • Jól 2007

Það fylgir því mikil værð að spila Svanhildur Eva Stefánsdóttir lét gamlan draum rætast þegar hún stofnaði verslunina Spilavini í haust – en hún hefur spilað af ástríðu frá blautu barnsbeini Spilavinir heitir ný verslun við Langholtsveg 126, á horni Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Verslunin, sem sérhæfir sig í alls kyns spilum, þrautum og púsluspilum hóf starfsemi sína 4. október síðastliðinn og má með sanni segja að hún sé draumabúð þeirra sem hafa gaman af því að spila og púsla. Eigendur verslunarinnar eru Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir. En það er Svanhildur sem stendur í versluninni, tekur á móti viðskiptavinum og gestum og er í forsvari. Það þarf ekki að ræða lengi við Svanhildi til að átta sig á því að hún er ástríðumanneskja um hvers konar spil og þrautir og púsl – og hefur svo verið frá því að hún man eftir sér. “ Ég og vinir mínir höfum verið mikið áhugafólk um spil í gegnum tíðina. Þegar við höfum verið erlendis, höfum við haft upp á spilabúðum til að kaupa okkur ný borðspil vegna þess að það hefur ekki verið um svo auðugan garð að gresja hér. Einn daginn vorum við að spjalla saman og vorum sammála um að það væri ekki lengur til almennileg spilabú á Íslandi – og almennt lítið úrval til af spilum. En við vorum líka sannfærð um að til væru fleiri en við sem hefðu áhuga á borðspilum. Í framhaldi af því ákvað ég að opna verslun.”

Kenni fólki á spilin í versluninni

Undirbúningurinn að stofnun verslunarinnar átti sér nokkurn aðdraganda, því áður en til hennar kom, settist Svanhildur á skólabekk til að læra að reka verslun. “Ég sótti námskeið hjá Háskólanum í Reykjavík um stofnun verslunar og einnig skráði ég mig í Brautargengi og lærði að gera viðskipta- og markaðs-

Myndir: Ingó áætlun hjá Impru. Haustið 2006 var ég í Brautargengi, ákveðin í að láta drauminn um að opna spilaverslun rætast. Það kom engin önnur verslun til greina. Meðfram náminu gerði ég markaðskönnun með hópi í háskólanum í Reykjavík til að athuga hvernig áhugi á spilum og spilamenning væri á Íslandi. Það var ekkert eitt svar en þau var greinilegt að fólki finnst eðlilegt og sjálfsagt að gefa börnum spil vegna þess að það vill gefa eitthvað uppbyggilegt. En oft finnst því sjálfu erfitt að læra spilin og þar fékk ég þá hugmynd að kenna spilin hér í versluninni. Öll spilin sem eru seld í versl-

uninni, eru opin hér, þannig að þegar fólk kemur og sér spil sem það langar í en kann ekki að spila, þá kenni ég þeim það einfaldlega. Ég er frænkan í fjölskyldunni sem gaf alltaf spil í jólagjöf og svo kenndi ég alltaf krökkunum spilið. Ég er ástríðuspilari.”

Fékk alltaf spil í jólagjöf

“Sjálf fékk ég alltaf spil í jólagjöf. Mamma á þýska vinkonu sem á stóran þátt í þessari ástríðu minni. Ég fékk alltaf nýtt spil sent frá Þýskalandi um hver jól. Þegar ég var að alast upp var ekki gefið mikið út af spilum hér. Mamma og pabbi gáfu mér alltaf spil og ég get rifjað upp ár frá ári, hvaða spil ég fékk hverju sinni. Ég man sérstaklega eftir einum jólum. Ég var fremur matvönd og borða ekki rjúpur en það voru rjúpur í jólamatinn. Ég hékk við borðið og var virkilega fúl. Þetta ætlaði engan enda að taka og svo var eftirrétturinn sem mér leist ekkert á. Ég hafði óskað eftir því að fá Íslenska efnahagsspilið í jólagjöf – en það var enginn pakki undir tréinu sem gat mögulega haft það að geyma. Ég hafði þess vegna engan áhuga á gjöfunum þegar kom að því að taka þær upp. Svo þegar við vorum rétt sest við jólatréið, rauk systir mín á fætur og sagðist þurfa að skreppa inn í sitt herbergi. Þegar hún kom til baka var hún með pakka í höndunum sem ég vissi að hefði að geyma þetta spil. Þá voru jólin mín komin. Ekkert annað skipti máli.

Samvera án skilyrða

F Y R I R

tengslaleysi. Fólk er farið að leita í spilin vegna þess að þau þjálfa alla í samvinnu og bjóða upp á yndislega samverustund með fjölskyldunni. Þetta er reyndar að gerast úti um allan heim. Það fylgir því mikil værð að spila.

Að setjast niður og spila er svo mikil samvera – samvera án skilyrða, en hefur þó tilgang. Þú þarft að læra reglur og fylgja þeim. Það er eitthvað sem þú gerir með ánægju í spilum og það hjálpar þér töluvert þegar út í lífið er komið. Þú byrjar í spilum í kringum þriggja ára aldur og vilt læra reglurnar. Síðan er mikilvægt að allir fylgi reglunum og ef einhver gerir það ekki, fær sá hinn sami viðbrögð. Krakkar líða það ekkert að félagar þeirra reyni að hunsa reglurnar og svindla í spilum. Spilum fylgir líka stærðfræði- og rökhugsun sem er gríðarlega mikilvægt að þjálfa strax í grunnskóla.”

Ef þú ferð inn á heimili fyrir eldri borgara, þá sérðu að þar er mikið spilað og það er alltaf fjörugasta og skemmtilegasta fólkið sem er að spila. Það vaknar jafnvel snemma á morgnana til að spila og spilar svo út í eitt allan daginn. Yfir spilunum spjallar það við félaga sína og það skiptir miklu máli. Líf þeirra er miklu ríkara fyrir vikið og spilafólki leiðist afar sjaldan.”

Nærri skólakrökkum

Ég fékk líka alltaf góðan spilastokk í jólagjöf. Svo spiluðum við alltaf Kana og Kasínu um jólin. Kasína er uppáhalds tveggja manna spilið mitt og við pabbi spiluðum það út í eitt. Það er svo mikil stærðfræði og ég lærði það áður en ég byrjaði í skóla – enda er stærðfræði fyrir mér alltaf í myndum. Ég held að það eigi mikinn þátt í því hvað mér hefur alltaf gengið vel í stærðfræði og náttúrugreinum í skóla.

A L LT

ætti að taka hvaða spil með sér. Það var aldrei spurning um að hafa vín með og maturinn var einfaldur til að við þyrftum ekki að eyða miklum tíma í hann. Vín hefði aldrei komið til greina. Ef þú ferð að drekka þegar þú ert að spila, þá taparðu.

B Ö R N I N

Svanhildur segir góð spil hafa mikið uppeldislegt gildi. “Foreldrarnir í mínum vinahópi þurftu aldrei að hafa áhyggjur af okkur. Við eyddum kvöldinu heima hjá hvort öðru að spila, fremur en að fara út að djamma. Við skipulögðum spilakvöld og spilahelgar, skipulögðum ferðir upp í sumarbústað og ákváðum hver

Þegar Svanhildur er spurð hvers vegna versluninni hafi verið valinn staður við Langholtsveginn, segir hún ýmsar ástæður liggja fyrir því. “Við vildum hafa hér heimilislegan anda. Þetta er gríðarlega stórt hverfi og hér eru margir skólar, allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla. Sjálfar búum við síðan í hverfinu og erum með börnin okkar í leikskóla og grunnskóla hér rétt hjá. Ástæðan fyrir því að ég sóttist ekki eftir verslunarplássi niðri í bæ er einmitt nálægðin við skólana. Krakkar hafa mikinn áhuga á spilum og þau koma hér eftir skóla til að kynnast spilum og púsli. Ég tek á móti þeim og hef mikla ánægju af að kenna þeim. Síðan gerist það, ef ég er upptekin við afgreiðslu, þá hjálpa krakkarnir hvert öðru. Þau eru á misjöfnum aldri, stundum eru þau eldri að hjálpa þeim yngir – og öfugt. Dóttir mín fimm ára kenndi þremur tólf ára eitt spil hér um daginn. Þeim fannst það ekkert athugavert. Það er eins og aldursmunur skipti engu máli þegar spil eru annars vegar. Hingað er alltaf hægt að koma til að skoða spilin og fá ráðgjöf. Hvort sem þú ert að hugsa um spil þar sem börn spila saman, eða þar sem börn og fullorðnir spila saman. Ég hef heyrt fólk segja að það hafi ekki gaman af að spila, en ég segi að það hafi bara ekki fundið spilið sem þeim finnst gaman af að spila. Svo er ég með varahluti í spil, ef þú ert búin að eyðileggja teninginn þinn, eða glasið. Ef þú eignast spil og kannt það ekki, getur þú líka komið með það og ég kenni þér það. Svo er ég með óskalista. Ef þig langar í eitthvert visst spil sem ég á ekki, reyni ég að hafa upp á því erlendis.

Spilafólki leiðist sjaldan

Aðspurð hvort Íslendingar hafi almennt gaman af því að spila, segir Svanhildur að spilamenning sé alltaf að aukast. Það sé nú einu sinni þannig hér eins og annars staðar að aukning á spilamennsku haldist í hendur við menntunarstig þjóðarinnar. “En svo held ég að það séu margir orðnir kúguppgefnir á öllum þessum hraða og spennu sem hefur ríkt helst til of lengi, að ekki sé talað um

Ekkert kynslóðabil

“Spil þurfa ekkert að vera stór, dýr og flókin til að hægt sé að eiga góðar stundir. Þú getur keypt einn spilastokk á 250 krónur og ert komin með óendanlegt úrval af spilum og óendanlegum samsetningum af spilafélögum. Ég er núna að láta prenta fyrir mig spilaskrifblokkir, þar sem verða leiðbeiningar um stigagjafir fyrir hin ýmsu stokkaspil. Einnig spjöld með leiðbeiningum um reglur í algengum spilum. Svo kenni ég bara spil hér yfir borðið, stend oft hér og spila við viðskiptavinina, vegna þess að auðveldasta leiðin til að læra spil, er bara að spila þau. Það eru nefnilega ekki lengur til neinar bækur um spilareglur. Ég man eftir slíkum bókum þegar ég var krakki. Þá var hægt að fá bækur með spilum og gátum. Ég finn stundum slíkar bækur á fornsöl-

um og bókasöfnum en það er ekkert verið að gefa þær út í dag. Samt eru þetta stórgóðar bækur sem gætu létt svo mörgum lífið. Spil hafa gefið mér svo mikið í samskiptum við foreldra mína og ömmu, sem og aðra ættingja og vini. Vinahópurinn minn bara styrktist. Við höfum haldið hópinn frá sextán ára aldri. Núna erum við öll komin með börn og þau koma með okkur að spila. Ég spilaði mikið við ömmu og vinkonur hennar þegar ég var krakki. Í spilum er kynslóðabilið ekki til. Þetta eru samskipti í gegnum tíðina sem eru gefandi, laus við hraða og stress. Ef þú ert með spilastokk, þá ertu bara í eigin heimi og tíminn er ekki til.”



26 • Jól 2007

Myndir: Ingó

Jólastemning í Norræna húsinu Helena Árnadóttir

Barnadagskrá með söng og sögum, norrænt jólahlaðborð og hönnunarog handverksmarkaður Norræna húsið býður upp á norræna jólastemningu á aðventunni með jóladagatali, jólamarkaði, barnadagskrá og jólahlaðborði. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að halda hönnunar- og handverks jólamarkaður Norræna hússins í sýningarsölunum í kjallara hússins helgarnar 1. og 2. Desember, 8. og 9. desember og 15. og 16. desember. Alls munu um tuttugu hönnuðir taka þátt í markaðinum en um hverja helgi verða

þar fjórtán til fimmtán hönnuðir með söluborð. Flestir hönnuðurnir eru íslenskir og má segja að þeir bjóði upp á alla flóruna í hönnun og handverki, gripi úr leir og textíl, skrartgripi, roðvörur, ofna nytjahluti, sjöl og slæður, jólakort, heklaðar töskur, kökuform, þæfða ull og lampa, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður Norræna húsið sjálft með einn bás, þar sem seldar verða finnskar vörur, sem tengjast Alvar Alto, til dæmis servíettur, pottaleppa og bakka.

Lifandi dagatal

Helena Árnadóttir sem sér um jólamarkaðinn fyrir hönd Norræna hússins segir hann tengjast annarri jólahátíð sem verður í húsinu. „Við verðum með lifandi jóladagatal. Við opnum einn glugga á því

klukkan 12.34 á hverjum degi og þá verður einhver skemmtilegur viðburður hér í húsinu. Hugmyndin er að fólk geti komið hingað og gleymt jólaamstrinu, fengið sér gott að borða og upplifað eitthvað skemmtilegt.“ Helena neitar að upplýsa hvað komi út úr glugganum –það eigi að vera óvænt á hverjum degi, eins og vera ber með jóladagatal. Um helgar verður síðan boðið upp á jólahlaðborð sem og barnadagskrá. „Við erum með danskan matreiðslumann, Mads Holm, sem sérhæfir sig í nýnorrænum mat. Hann ætlar að bjóða gestum upp á norrænt jólahlaðborð - virkilega girnilega norrænar jólakræsingar – þar sem lögð verður áhersla á lífrænt hráefni, eins og stefnan

„Við erum með danskan matreiðslumann, Mads Holm, sem sérhæfir sig í nýnorrænum mat. Hann ætlar að bjóða gestum upp á norrænt jólahlaðborð - virkilega girnilega norrænar jólakræsingar

er hér á veitingastaðnum okkar, Alvar-A matur og drykkur.“

Ævintýri og jólalög

Barnadagsrkáin segir Helena að verði býsna fjölbreytt. „Hingað koma barnakórar og við verðum með upplestur, auk þess sem verður aðstaða fyrir börnin til að lita og teikna. Þá hefst dagskráin á því að Aðalsteinn Ásberg les norræn jólaævintýri sem hafa verið þýdd á íslensku og sungin verða vinsæl norræn barnajólalög. Síðan eiga krakkarnir að teikna eitthvað í tengslum við sögurnar og myndirnar verða svo hengdar upp hérna í húsinu, í anddyrinu og á jólamarkaðinum í kjallaranum. Barnadagskráin verður bæði laugardaga og sunnudaga og hefst klukkan 13.00. Hugmyndin er sú að fólk geti komið hingað og fengið sér gott að borða. Eftir matinn geta börnin síðan tekið þátt í jóladagskrá á meðan fullorðna fólkið dundar sér við að skoða jólamarkaðinn í rólegheitum.“


N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR N1 VERSLANIR

WWW.N1.IS

Hvort sem það er rúðuvökvi, frostlögur, lásasprey eða snjóskafa sem þig vantar, þá finnur þú það hjá N1. Veturinn er nefnilega kominn, það er engin spurning. N1 - Meira í leiðinni.


28 • Jól 2007

Ég veit að ég er að gera

eitthvað rétt

GuSt – fatahönnun hefur þegar skipað sér nokkuð sterkan sess í hugum íslenskra kvenna. Eigandi verslunarinnar er Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir sem hóf verslunarrekstur, með sinni eigin hönnun, við Laugaveginn fyrir fimm árum – en flutti sig síðan til á þessum sama Laugavegi og er nú til húsa á Laugavegi 70. Guðrún segist aðeins selja sína eigin hönnun og viðskiptavinahópruinn er konur með svipaðan smekk og hún sjálf. Þegar hún er spurð á hvaða aldrei viðskiptavinir hennar séu, segir hún að algengsti hópurinn sé á bilinu tuttugu og fimm til fjörutíu og fimm ára. „Annars er þetta fremur spurning um stíl en aldur,“ segir hún. En hver er sá stíll? „Hann er kvenlegur en þægilegur, eins og ég vil sjálf klæðast. Síðan verð ég að hanna föt sem fást ekki annars

staðar. Þau eru öðruvísi – án þess að vera skrýtin. Mér finnst mikilvægt að hægt sé að nota þau við misjöfn tækifæri, verið í þeim í vinnunni og síðan jafnvel mætt í þeim í boð. Þau hafi mikið notagildi og hægt sé að raða saman á mismunandi vegu, pilsið sé hægt að nota við mjög fínt tilefni

og svo líka í vinnuna. Ég vil líka að þau séu endingargóð og hægt að nota þau ár eftir ár. Þótt ég fylgi tíðarandanum, elti ég ekki tískustrauma; ég hanna þá frekar flíkur sem hægt er að breyta forminu á.“ Svo sýnir Guðrún blaðamanni jólakjólana sem eru að fylla búðina – þar sem gefur að

líta kjól sem má nota á þrjá vegu, um leið og hún bætir við. „Það eru kjólar, kjólar, kjólar núna og ég verð með mikið úrval af þeim fyrir jólin.“ Guðrún lærði fatahönnun í Þýskalandi eftir að hafa lært kjólasaum í Iðnskólanum. Hún segir sífellt fleiri íslenska hönnuði opna sínar verslanir hér. „Íslensk fatahönnun er að blómstra, komið fullt af nýjum hönnuðum. Markaðurinn er tilbúinn til að taka við þessu, enda mikil fjölbreytni í gangi. „Ég hanna líka stærðir fyrir íslenskar konur,“ segir hún, ekki franskar þannig að “medium” á að passa á meðalkonuna. Þegar ég hanna fyrir íslenskar konur er allt mögulegt sem hefur áhrif, til dæm-

Erum með mikið af góðum vörum í búðunum okkar að Garðastræti 6 (fatabúð) og Eyjarslóð 7 (Nytjamarkaður) í Reykjavík og Hvannavöllum 10 á Akureyri (fatabúð og nytjamarkaður)

Verið velkomin - gerið góð kaup og styrkið gott málefni!

„Ég hanna líka stærðir fyrir íslenskar konur,“ segir hún, ekki franskar þannig að “medium” á að passa á meðalkonuna. Þegar ég hanna fyrir íslenskar konur er allt mögulegt sem hefur áhrif, til dæmis veðráttan og náttúran.

Myndir: Ingó

is veðráttan og náttúran. Það gera þetta flestir hönnuðir. Þess vegna held ég að það sé hægt að sjá mjög ákveðinn íslenskan stíl, bæði hjá mér og öðrum hönnuðum. Litavalinu hjá GuSt má lýsa sem klassísku. Það er mikið um grátóna, jarðliti og svart – og síðan rautt og grænt. „Þetta eru litirnir sem mér finnst fallegastir,“ segir hún, og þeir seljast ágætlega. Þetta eru litir sem ég er með í fataskápnum ár eftir ár. Ég held, til dæmis, að ég eigi aldrei eftir að hanna úr gulu eða bleiku. Mér finnst mjög gaman að sjá konur í litríkum fötum – en ég geng ekki í þeim sjálf. Meirihlutinn af íslenskum konum er í þessum klassísku litum. Það er svart, svart, svart. Þannig er það líka í mínum fataskáp og ég er hætt að reyna að berjast á móti því.“ Guðrún segist vera komin með stóran hóp viðskiptavina á þeim stutta tíma sem hún hefur rekið verslunina og bætir við: „Ég veit að ég er að gera eitthvað rétt þegar konurnar koma til mín aftur og aftur.“



30 • Jól 2007

DesignEuropA í jólaskapi:

Gefa vefi til góðgerðamála Nýir eigendur eru komnir að rekstri vefþjónustufyrirtækisins DesignEuropA og í brúna er kominn nýr stjórnandi. Áherslum í rekstri fyrirtækisins hefur verið breytt með það að leiðarljósi að stórbæta þjónustu við viðskiptavinina og fullnægja öllum þeirra vefþörfum. Í tilefni tímamótanna, og jólanna, hefur DesignEuropA ákveðið að að hanna og smíða þrjá fullkomna vefi með öllu tilheyrandi og gefa til félagasamtaka eða einstaklinga sem vinna að uppbyggilegum velferðarmálum. DesignEuropA, www.de.is, var stofnað í Kaliforníu árið 1998 en hefur þó alla tíð verið alfarið í eigu íslenskra aðila. Undanfarin 6 ár hefur félagið haft höfuðstöðvar á Íslandi en DE er einnig með starfstöðvar víðar í Evrópu, Ameríku og Asíu. Allt frá stofnun hefur DE verið brautryðjandi í vefsíðugerð á Íslandi og hefur félagið hannað og smíðað hátt 1.000 vefi sem ýmist eru hýstir á Íslandi eða erlendis.

Stórbætt þjónusta

Fyrir rúmum mánuði tóku nýir eigendur við rekstri DE og í kjölfarið var Kristján J. Kristjánsson ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Hann segir ýmsar breytingar í farvatninu sem allar miði þó að sama markmiði. „Við ætlum að stórbæta þjónustuna við viðskiptavini okkar með það fyrir augum að hjá DE geti þeir fengið

lausn allra sinna mála er snúa að Netinu og markaðssetningu í netheimum. Faglegur metnaður er það sem knýr okkur áfram og við munum tryggja að allir okkar vefir, og aðrar afurðir DE, fullnægi þörfum og kröfum viðskiptavina okkar,“ segir Kristján. Stjórnendur DesignEuropa hafa jafnframt ákveðið að feta nýjar slóðir og bjóða upp á ýmsa þjónustu er lýtur að prentun svo sem auglýsingagerð, umbrot, hönnun firmamerkja, ljósmyndun og textavinnslu.

Starfstöð á Selfossi

DesignEuropA hefur um árabil haft höfuðstöðvar í Reykjavík en í kjölfar eigendaskiptanna var jafnframt opnuð starfstöð á Selfossi. „Þess utan erum við með sölufulltrúa víða um land og hyggjumst fjölga þeim enn frekar á næstu vikum. Það er stefna DE að bjóða upp á persónulega og nána þjónustu og því viljum við hafa sölufulltrúa sem víðast. Ég hvet þá sem hafa áhuga á samstarfi að hafa samband við okkur sem fyrst,“ segir Kristján. Nýja starfstöð DesignEuropA á Selfossi er á Eyrarvegi 29 og símanúmerið er 482-1600.

Kristján J. Kristjánsson. DesignEuropA hefur opnað starfstöð á Selfossi og hyggst bæta við sölufulltrúum víða um land.

Gefa þrjá vefi

Aðventan er á næsta leiti og í hugum flestra Íslendinga eru jól og áramót tími kærleika, friðar og gjafmildi. Starfsmenn DesignEuropA eru þar ekki undanskildir og í tilefni eigendaskipta, og komandi jóla, hyggst DE gefa þrjá vefi til aðila er vinna að góðgerðamálum. „Ég held að vel flestir landsmenn finni fyrir auknum náungakærleik þegar nær dregur jól-

um. Að sama skapi vex þörfin fyrir að styðja við þá sem höllum fæti standa og mér finnst viðeigandi að fyrirtækin láti ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Ég veit að mörg metnaðarfull fyrirtæki hafa nú þegar markað sér slíka stefnu og ég vona að framtak okkar verði enn fleiri fyrirtækjum til eftirbreytni. Ísland er lítið samfélag og í raun erum við öll ein stór fjölskylda. Því ber þeim sem þess eru umkomnir að huga að hinum er minna mega sín. Ef þetta innlegg okkar getur eflt starf þeirra sem vinna af hugsjón og elju að framgangi góðra og mannbætandi mála þá er tilgangi okkar náð,“ segir Kristján. Allir þeir sem telja sig vinna að góðgerðamálum í víðum skilningi eiga þess kost að fá fulkomna vefi frá DesignEuropA. Gildir þá einu

hvort um er að ræða einstaklinga eða félagasamtök en einu takmörkin eru að starf viðkomandi sé ekki rekið í hagnaðarskyni. „Það nægir að senda okkur tölvupóst á netfangið info@ de.is fyrir 5. desember næstkomandi þar sem fram koma helstu upplýsingar um starfsemina og ósk um endurgjaldslausan vef. Þau félagasamtök sem hafa launaða starfsmenn á sínum snærum geta einnig tekið þátt, svo fremi að markmið viðkomandi sé ekki að hámarka ágóðann heldur láta gott af sér leiða. Allir þátttakendur fara í pott sem dregið verður úr með viðeigandi hætti í vitna viðurvist um miðjan desember, segir Kristján J. Kristjánsson, framkvæmdastjóri DesignEuropA.

Gleðileg jól S PA K S M A N N S S P J A R I R , B A N K A S T R Æ T I 1 1 , 1 0 1 R E Y K J AV Í K , S . 5 5 1 2 0 9 0



32 • Jól 2007

Öll jól eru

gítarjól Tónastöðin í Skipholti var stofnuð og rekin í eldhúsi á Akranesi fyrir nákvæmlega tuttugu árum. Í dag er hún alhliða tónlistarverslun fyrir byrjendur jafnt sem atvinnumenn í tónlist Hin glæsilega verslun,Tónastöðin, einn af uppáhalds viðkomustöðum tónlistarmanna og -nema varð tuttugu ára í ár. Og það merkilega er að hún hefur eiginlega vaxið og dafnað eins og barn frá því að hjónin Andr-

és Helgason og Hrönn Harðardóttir stofnuðu hana – og nú er hún fullorðin. Þó var ekki eins og þau Andrés og Hrönn ætluðu að opna verslun þegar þau stofnuðu Tónastöðina. Hún var eiginlega slysabarn. “Ég var að kenna í Tónlistarskólanum á Akranesi,” segir Andrés, og Hrönn var heima með ungbarn.“Upphaflega ætluðum við bara að vera með nótnabækur og tilgangurinn með fyrirtækinu var að Hrönn hefði eitthvað að gera. Við ætluðum aldrei að opna verslun, en það smá hlóðst utan á þetta. Fyrst til að byrja með var fyrirtækið rekið í eldhúsinu, svo teygði það sig fram á gang, síðan í stofuna og að lokum í svefnherbergin á heimilinu okkar á Akranesi. Við áttuðum okkur á því að þetta gengi ekki þegar dóttir okkar sagði: Ekki fleiri hljóðfæri inn í mitt herbergi.”

Andrés Helgason.

Flutt á mölina

Fyrirtækið flutti til Reykjavíkur árið 1991 þegar Andrés og Hrönn opnuðu hana í húsnæði á Óðinstorgi þar sem áður var Ístónn. Enn var áherslan á nótur, en þó voru þau farin að daðra við hina og þessa hljóðfæraflokka, þá fyrst og fremst blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri. “Þetta var mjög heimilislegur rekstur,” segir Andrés. “Við límdum bara pappa fyrir gluggana á vorin og settum miða út í glugga sem á stóð: “Sjáumst í haust.” Þegar við svo komum til baka á haustin, höfðu pappalufsurnar losnað hér og þar og héngu niður eftir gluggunum. Svona vorum við klár í þessum rekstri.” Á Óðinstorginu var verslunin til ársins 1995. “Þá vantaði okkur orðið stærra pláss. Það var mjög gaman að vera með verslun niðri í bæ en það fór óskaplega í taugarnar á okkur að allir kúnnarnir okkar fengu bílastæðasektir. Viðskiptavinirnir þurfa oft að eyða löngum tíma í versluninni hjá okkur og það gekk ekki að hafa engin bílastæði fyrir þá. Þegar við fórum að líta í kringum okkur eftir öðru húsnæði, var okkur sagt frá húsnæðinu hér í Skipholti 50D. Við fórum að skoða og enduðum með því að opna þar 1995. Síðan höfum við stækkað búðina þrisvar. Síðasta sumar fór algerlega í þriðja og síðasta áfangann.”

Starfsfólkið vel menntað í tónlist

Í dag er Tónastöðin með alla hljóðfæraflokka, slagverkshljóðfæri, blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri, píanó, og meira að segja úrval af óvenjulegum hljóðfærum, meðal annars didjeré du, ukulele, okarínur, langspil, dulcimer – og allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi, allt frá byrjendum í tónlistarnámi til atvinnumanna. “Við höfum lagt áherslu á að vera með starfsfólk sem er vel menntað í tónlist,” segir Andrés. “Við lendum svo mikið í ráðgefandi hlutverki gagnvart foreldrum og öðrum viðskiptavinum. Það getur verið dálítið erfitt fyrir viðskiptavininn að sjá í hvaða gæðaflokki hljóðfærin eru. Íslendingar vita til dæmis lítið um tré. Það er alveg eðlilegt vegna þess að hér er enginn skógur. Við vitum hvernig ýsa á að bragðast

Myndir: Ingó en við vitum ekki hvernig fiðla á að hljóma.” Þau eru líklega ófá börnin sem eiga sér þá ósk heitasta að fá hljóðfæri í jólagjöf. Þau eru eiginlega alltaf besta og ógleylmanlegasta jólagjöfin úr æsku. Þegar Andrés er spurður hvort hljóðfæri séu vinsæl til jólagjafa, svarar hann: “Við segjum alltaf að öll jól séu gítarjólin. Gítarinn virðist alltaf vera vinsælasta jólagjöfin hjá okkur. Þá fáum við inn mikið af foreldrum sem eru að kaupa gítar í jólagjöf og þá er gott að hafa menn sem eru vel að sér og færir um að ráðleggja hvaða hljóðfæri hentar viðkomandi best. En börn langar oft í hljóðfæri áður en að því kemur að þau ráði við gítar. Þess vegna bjóðum við upp á ukulele, sem er alveg kjörið handa fjögurra og fimm ára börnum. Þetta er ódýrt og skemmtilegt hljóðfæri með fjórum nylonstrengjum sem krakkarnir geta ekki skorið sig á.“

Íslenska trommuskapgerðin

Ásláttarhljóðfæri hafa líka alltaf verið vinsæl, sérstaklega trommurnar. Íslendingar eru búnir að vera algerlega trommuóðir síðastliðin tvö ár og það hefur verið alger metsala í trommusettum.” En hver skyldi vera ástæðan fyrir því? “Ég held að við Íslendingar fáum alltaf einhverjar dellur,” segir Andrés, “og kannski hentar það skapgerð okkar Íslendinga að spila á trommur.” Og tónlistargjöf þarf ekki að vera dýr gjöf. Hægt er að kaupa allt frá ódýrri munnhörpu upp í flygil í hæsta gæðaflokki. Flest hljófæri eru til í mörgum verðflokkum. Einnig selur Tónastöðin alla fylgihluti fyrir þá sem eru í tónlistarnámi. Andrés segir endalaust til af fylgihlutum fyrir öll hljóðfæri; stillitæki fyrir gítara, nótnastatív, taktmælar, allt frá gömlu góðu og yfir í digital-taktmæla, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er til gríðarlegt magn af nótum fyrir öll hljófæri í versluninni, yfir tíu þúsund titlar af nótnabókum fyrir alla hljóðfæraflokka. Allt frá kennslubókum fyrir byrjendur og upp úr.

Mikið “bítl” í gangi

“Það var mjög lítið til af nótnabókum þegar við byrjuðum,” segir Andrés. “Þegar við hófum þessa starfsemi vorum við hjónin nýflutt heim frá Færeyjum þar sem ég var skólastjóri í þrjú ár. Þar kynntist ég miklu af efni sem ég hafði aldrei séð fyrr. Það varð kveikjan að því að við fórum að flytja inn nótur. Þarna voru kennarar frá öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Þýskalandi. Þetta var alger suðupottur.” Andrés segir mikinn áhuga á tónlist hér á landi og hann fari vaxandi. “En aðbúnaður fyrir tónlistarfólk hefur ekki vaxið að sama skapi. Framboð á kennslu hefur ekki heldur fylgt þróuninni. Það er rosaleg gróska hjá ungu fólki í sambandi við hljómsveitir í dag. Það er mikið “bítl” í gangi og það er virkilega gaman að sjá hvað ungt fólk er ófeimið við að koma fram með sína tónlist.“


Jól 2007 • 33

Einstakt Gallerí Gallerí list hefur flutt í nýtt húsnæði þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Gunnar Helgason, eigandi gallerísins, segist loksins geta hengt upp stórar myndir Það er alltaf gaman að koma inn í gallerí þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja; þar sem listaverkin njóta sín í rýminu með réttri lýsingu og án þess að önnur verk, kannski eftir allt annan myndlistarmann, ræni athyglinni. Nú nýverið varð Gallerí List í Skipholti einmitt þannig gallerí, eftir að það flutti um þrjú hús, yfir í Skipholt 50A þar sem áður var pósthús.

Fjórtán tonn á haugana

Gunnar sem er viðskiptafræðimenntaður segir það aldrei hafa verið í framtíðaráformum sínum að reka gallerí. Málin hafi bara æxlast svona. “Upphaflega var galleríið keypt til að fá húsnæði þess fyrir Tónastöðina sem þurfti meira pláss, en ég sá fljótlega ákveðin tækifæri í rekstrinum,” segir hann. “Það var líka ljóst að galleríið þurfti meira pláss en það hafði haft. Ég hófst því handa við að leita að rétta húsnæðinu og fann það hér þremur húsum frá gömlu staðsetningunni. Ég var að leita að stærra húsnæði til að auka veggplássið. Á gamla staðnum höfðum við aldrei tækifæri til að hengja upp stórar myndir. Hér þurfti að brjóta niður veggi og gera miklar breytingar. Þetta átti að taka mánuð en fjórtán tonnum og fjórum mánuðum seinna var opnað. Þetta tókst með hjálp góðra vina. Ég ákvað að það væri þá eins gott að gera þetta af fullri alvöru og fékk lýsingahönnuð (Heimi hjá Lýsingu og Hönnun) til að hanna lýsinguna og er mjög sáttur við galleríið eins og það lítur út í dag.”

Vil gera vel við mitt fólk

Auk þess að vera með umboðssölu fyrir listamenn, býður Gallerí List upp á einkasýningar einu sinni í mánuði. Hver sýning nær yfir tvær helgar og stendur því í níu daga. “Við gátum ekki boðið upp á slíkar sýningar áður en við fluttum hingað,” segir Gunnar. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki kominn með stóran hóp af listamönnum á sín snæri eftir flutninginn, segir hann svo ekki vera. “Galleríið hefur undanfarin ár verið með fastan kjarna af listamönnum sem ég er mjög ánægður með, það í sjálfu sér ekki verið neitt takmark að fjölga listamönnunum eftir að við fluttum, ég vildi frekar gera vel við þá listamenn sem ég var með fyrir. En til að viðhalda fjölbreytni og ferskleika

Myndir: Ingó

“Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hér, hvort heldur um er að ræða smekk eða verð. Það er gaman að eiga fallegt listaverk. Það þarf ekkert að vera stórt eða dýrt. Við leggjum metnað okkar í að vera með þverskurðinn af íslenskri listsköpun í dag

þá erum við alltaf með opin augun fyrir nýjum listamönnum.“ Gunnari finnst að það eigi að vera fjölbreyttni á milli gallería og það sé ekkert unnið fyrir listamenn að vera á mörgum stöðum í einu. Gunnar segir Gallerí List hafa mjög skýra stefnu. “Íslensk list fyrir alla,” er slagorð sem hann vill halda í heiðri. “Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hér, hvort heldur um er að ræða smekk eða verð. Það er gaman að eiga fallegt listaverk. Það þarf ekkert að vera stórt eða dýrt. Við leggjum metnað okkar í að vera með þverskurðinn af íslenskri listsköpun í dag og erum með málverk, glerlistaverk, leirlistaverk, vatnslitamyndir og grafísk verk, svo eitthvað sé nefnt. Það liggur mikil pæling á bak við uppröðun á eyjunum sem eru í galleríinu. Ekki bara hvar þær ættu að vera staðsettar, heldur einnig hvernig væri best að koma listmunum fyrir á þeim. Eyjurnar verða að fá að njóta sín. Það sama má segja um málverkin. Þótt hægt sé að raða saman litlum málverkum – gildir annað lögmál um stór verk. Þau njóta sín hreinlega ekki nema þau fái að hanga ein og sér.”

Með góða tilfinningu

Það er óhætt að segja að öllu sé smekklega fyrir komið í Gallerí List og þegar Gunnar er spurður hvort hann hafi alltaf verið haldinn myndlistarástríðu, segir hann: “Alls ekki. Ég hafði áhuga og fylgdist með svona með öðru auganu. En það er nú þannig að hafi maður einhverja tilfinningu fyrir listum, þá lærist þetta smám saman.” En hvað hefur komið mest á óvart?

“Ég verð nú að segja að þessi fjögur ár hafa verið gríðarlega skemmtilegur tími. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki og áhugaverðum listamönnum. Eins og aðrir hafði ég myndað mér steríótýpískar hugmyndir um myndlistarmenn – en svo eru þeir bara eins og við hin. Það kom kannski mest á óvart.”


34 • Jól 2007

Ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur

Stúfur Pönnusleikir Leppalúðason lætur ljós sitt skína á fjölunum á Akureyri „Þú ert nú meiri jólasveinninn“ er heiti á leiksýningu sem verður frumsýnd í Rýminu á Akureyri 2. desember næstkomandi. Sýningin, sem er samstarfsverkefni leikhópsins Smilbliks og Leikfélags Akureyrar er ætluð eldri deildum leikskóla og yngri deildum grunnskóla – en svo mega aðrir auðvitað líka koma. Leiksýning er leiksýning og segir leikstjórinn, Ágústa Skúladóttir, að hún hafi nú þegar verið prufukeyrð á nokkrum unglinum. „Þeim fannst Stúfur hryllilega skemmtilegur. Svo viljum við auðvitað fá sem flesta fullorðna á sýninguna.“ Aðspurð um efni sýningarinnar, segir Ágústa: „Það má segja að þetta sé sögustund með Stúfi Pönnusleiki Leppalúðasyni. Hann lætur móðan mása um bræður sína í Dimmuborgum, nágrannaskessur og margt fleira. Hann hefur líka ferðast um heiminn og samið kynstrin öll af lögum. Hann ætlar að syngja sum þeirra fyrir gestina. Það má segja að jólasveinninn Stúfur sýni og sanni í þessari sýningu að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann hefur unnið markvisst að því að útvíkka starfssvið sitt í von um fleiri „heils árs verkefni,“ og nú hefur hann kynnt sér leikhúsið til hlítar; lært að syngja, dansa og segja sögur í mismunandi leikstílum – og síðast en ekki síst, lært að hlusta á leikstjórann.

Hér birtist leikarinn, tenórinn, trúðurinn, heimsmaðurinn og eineltisbarnið Stúfur eins og við höfum aldrei séð hann áður; geislandi af hæfileikum, ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur. Hann segir áhorfendum sannar sögur af sjálfum sér og samferðar“fólki“ í bland við frumsamin, krassandi ævintýri sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður sína, sjálfa Grýlu.“ Þegar Ágústa er spurð hvort Stúfur sé svo mikið séní að hann hafi bara getað samið handritið og allt hjálparlaust, segir hún: „Hann hefur notið leiðsagnar og aðstoðar einvala leikhúsfólks af láglendinu, meðal annars Margrétar Sverrisdóttur leikkonu og leikskálds, Sævars Sigurgeirssonar leikskálds og söngtextahöfundar, Odds Bjarna Þorkelssonar tónskálds, söngtextahöfundar og leikhúsmanns, Katrínar Þorvaldsdóttur leikmyndaog búningahönnuðar, Gunnars Benediktssonar tónlsitarstjóra og Arnars Ingvarssonar ljósahönnuðar.“ Og víst er að leikstjórinn, Ágústa Skúladóttir, hefur alveg lagt honum lið sem munar um – því varla hefur þessi æringi mætt með þann sjálfsaga sem til þarf á leiksviði.

VERTU ÞINN EIGINN BÍÓSTJÓRI Flakkarinn er frábær í að horfa á bíómyndir, skoða ljósmyndir og til að hlusta á tónlist

16.900SAROTECH - Flakkari Auðvelt að tengja við sjónvarp Diskur ekki innifalinn Týpa: DVP-370

WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000





38 • Jól 2007

Dótabúð fyrir konur Í Ilse Jacobsen í Garða-

frá ýmsum öðrum hönnuðum.

torgi er að finna vand-

Það er eiginlega ekki hægt að skilgreina fyrir hvaða konur verslunin er. Hún er fyrir hátísku týpuna, klassísku týpuna, sportlegu týpuna, þá látlausu og líka bóhemsku listamannatýpuna. Enda segir Ragnheiður algengt að konur komi inn í búðina með ákveðnar meiningar um hvaða týpur þær séu, en þegar þær fari út, hafi þær ákveðið að vera einhver allt önnur týpa. Einnig sé mikið um að mæðgur komi saman og versli hjá henni.

aðan fatnað fyrir allar týpur, allt frá háklassa týpunni yfir í listamannatýpuna Í Garðatorgi, Garðabæ er að finna eina af skemmtilegri kvenfataverslunum landsins, Ilse Jacobsen. Verslunina stofnaði Ragnheiður Óskarsdóttir fyrir tveimur árum og eru vörurnar í versluninni aðallega frá dönskum hönnuðum. Ilse Jacobsen * Hornbæk er aðalmerkið í búðinni, með bæði fatnað og skó. Einnig er þar að finna Baum und Pferdgarten og Naja Lauf og síðan ítalska merkið Kathleen Madden. Í Ilse Jacobsen fást bæði fatnaður og fylgihlutir frá þessum merkjum sem og fylgihlutir

„Ég er með fatnað fyrir ofsalega breiðan aldurshóp, mest með föt fyrir konur yfir þrítugt,“ segir Ragnheiður. . Þetta eru töff föt í flottum númerum og mjög fjölbreyttar línur. Þetta er vandaður fatnaður úr flottum efnum og sniðin eru ólík því sem þú finnur annars staðar. Þegar konurnar fara að máta föt

Myndir: Ingó

Ragnheiður Óskarsdóttir sem þær hefðu aldrei ímyndað sér að þær myndu ganga í og sjá hvað þau geta verið klæðileg, þá verða þær oft svo glaðar. Sum fötin eru nefnilega þannig að þau eru tilvalin til þess að bregða á leik. Flestar höfum við gaman af því. En svo eru auðvitað aðrar sem þekkja merkin sem ég

Guðrún Helga Theodórsdóttir.

Alhliða lausnir fyrir glugga Z-brautir og gluggatjöld eru með elstu fjölskyldufyrirtækjum hér á landi. Auk þess að selja mjög fjölbreytt úrval af textíl fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir, býður

fyrirtækið upp á afbragðs þjónustu Z-brautir og gluggatjöld er alhliða gluggatjaldaverslun með alhliða lausnir fyrir gluggana,“ segir Guðrún Helga Theodórsdóttir eigandi verslunarinnar. „Við erum að reyna að vera með aðhliðalausnir á textíl fyrir allt heimlið, borðdúka, handklæði, rúmföt, viskustykki. Við þjónum mikið fyrirtækjum og stofnunum – en erum með það mikið af úrvali fyrir heimilið að hér ættu allir að finna eitthvað.“ Textíllinn í Z-braiti, kemur mest frá

Þýskalandi og Bretlandi. Frá því síðar nefnda er Pretigious Textiles. „Við erum með umboð fyrir það merki hér á Íslandi,“ segir Guðrún, „og erum með prufubæklinga í búðinni. Við sérpöntum fyrir hvern viðskiptavin og yfirleitt er varan komin hingað innan tveggja vikna. Úrvalið hjá þeim er gríðarlega mikið og gæðin eru alveg fyrsta flokks. Það sem gerir þetta fyrirtæki líka svo spennandi, er að þú getur blandað saman frá þeim efnunum, raðað saman endalaust hvar sem er í íbúðinni. Og barnalínan frá þeim er mjög skemmtilegt.“ Verslunin Z-brautir og gluggatjöld hafa var stofnuð snemma á 7. ára-

er með – og vilja halda sínu. Það er líka fínt. En eitt eiga þær sameiginlegt; þær eru vandlátar. Þegar Ragnheiður er spurð hvort ekki sé hæpið að reka verslun af þessu tagi í Garðatorgi, segir hún það síður en svo. „Það hefur einmitt tugnum af föður Guðrúnar, Tehodór Marinóssyni. Hann byrjaði á því að kaupa allar stangir og gardínu upphengingar þaðan, auk þess að flytja inn mikið af textílvöru. „Þá voru allir með gamla járnadótið, amerísku gardínugafflana,“ segir Guðrún. Z-brautir verslar enn við upphaflega fyrirtækið, en Guðrún segir breytingar vera stöðugar og alltaf sé að bætast eitthvað nýtt við. Það er óhætt að segja að viðskiptavinurinn fái góða þjónustu í Z-brautum. „Við hjálpum fólki með lausnir á hönnun,“ segir Guðrún. „Við förum heim til viðskiptavinanna, mælum og spjöllum um möguleikana, síðan saumum við gluggatjöldin fyrir þá og setjum þau upp. Þessi þjónusta er mjög mikið notuð, enda eiginlega undantekning að konur saumi sjálfar nú til dags. Hins vegar er ég alin upp í þessu – og það má segja að Z-brautir sé eitt af fáum fjölskyldufyrirtækjum sem eftir eru hér.“ Hótel, fyrirtæki og stofnanir eru yfirleitt að leita að öðrum þáttum í textíl en heimilin. Guðrún segir Zbrautir vera með eldvarin efni, sem keypt eru frá tveimur þýskum fyrirtækjum sem séu leiðandi í þeirri hönnun. Svo eru það handklæðin. „Það eru hágæðahandklæði frá Þýskalandi sem við erum búini að vera með í sex ár. Bómullin í þeim og vinnslan á þeim eru sérlega góð og svo eru þau einstaklega falleg. Við erum með stór baðhandklæði, gestahandklæði, venjuleg handklæði, þvottapoka og baðmottur í öllum litum. Og ekki má gleyma dúkunum. Við erum með borðdúka, bæði litla puntudúka og stóra dúka á matarborð, auk þess að vera með dúkaefni í metratali. Við tökum líka að okkur að sauma dúka fyrir fólk og það er mikið notað. Við erum með saumastofu í húsinu. Allt sem fer frá okkur er framleitt hér hjá okkur eftir máli hvers og eins.“ Og nú er að renna upp tími jóladúkanna. Þegar Guðrún er spurð hvort Z-brautir sé með mikið úrval af þeim, segir hún: „Já, heldur betur, bæði bómullardúka og voxdúka í metratali og svo alls konar puntudúka.

vakið mikla athygli alveg frá byrjun. Konur setja það ekkert fyrir sig að keyra hingað. Við erum með kúnna alls staðar af höfuðborgarsvæðinu. Við leggjum mikið upp úr því að vera með persónulega þjónustu og það sé gaman að koma hingað. Ef satt skal segja, þá lögðum við í byrjun upp með það að þetta væri eins og dótabúð fyrir konur.

Myndir: Ingó


Hdcn :g^Xhhdc @-*%^ BncYVk a^c/ " *#% BZ\Ve^maV bncYVk a " 6ak gj MZcdc [aVhh " HiV[g¨c ]g^hi^k gc " 6jid ;dXjh " HiV[g¨ci oddb " E]did ;^m! aV\VÂj bncY^cV Z[i^g VÂ Ä iZ`jg ]VcV " >ccWn\\i b^cc^ )%B7 " =¨\i VÂ [{ Vaai VÂ '<7 b^cc^h`dgi *&'B7 [na\_V bZÂ " '!'¹ h`_{g " &&-\g#

H b^cc/

" (< " 7ajZiddi] " BE( he^aVg^ " ;B ikVge " 9V\W ` " I akje hijg " JH7 iZc\^ " IgVX` >9! a{iij h bVcc ]ajhiV { i ca^hi^cV d\ ÄZ``_V aV\^Â [ng^g Ä^\ " 6aai VÂ . `ahi# iVa^ d\ n[^g ik¨g k^`jg W^Â

 Z b ;g*% i[giVb`VaaVÂVg b

h bVcj g g ^ Y c bn ZiZghZc E h c V = ]_{

CÅ kZghajc @g^c\ajcc^

7ajZiddi] W cVÂjg

[g{

# g ` % . . '#

ÃÖ <G¡Á>G :@@:GI Ì 6Á K:GHA6 6CC6GH HI6Á6G ;_ gÂjg =V[cVg[^gÂ^ " 7Vc`Vhig¨i^ ) " AVj\VkZ\jg &,- " B^Â]gVjc <VgÂVW¨ " @g^c\aVc " lll#[Vgh^bVaV\Zg^cc#^h " h/ )&' &-%%


40 • Jól 2007

Atson - Leðuriðjan

„Við veljum að framleiða vörur sem sameina fegurð og notagildi“ -segir Erla Ósk Arnardóttir, sölu - og markaðsstjóri Atson - Leðuriðjunnar Leður- og roðvörur frá Atson- leðuriðjunni hafa verið handgerðar síðan 1936. Leðuriðjan hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og í dag er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hönnuður, Edda Hrönn Atladóttir, en það var einmitt faðir hennar sem stofnaði fyrirtækið.

Vörunar hafa ávallt vakið athygli fyrir hönnun og gæði

,, Já, Leður- og roðvörurnar frá Atson hafa verið handgerðar síðan 1936. Við höldum í hefðbundin gildi en nýtum okkur nýjustu tækni sem er í boði hverju sinni” segir Erla Ósk Arnardóttir, sölu- og markaðsstjóri Atson- Leðuriðjunnar. ,,Við veljum að framleiða vörur sem sameina fegurð og notagildi, þar sem hver og ein vara er einstök sökum mynsturs fiskroðsins. Þessi samblanda ásamt notagildi vörunnar, fegurð og áherslu á smáatriði gerir Atson vörur einstakar. Í dag er framleiðslan mjög fjölbreytt og samanstendur m.a. af veskjum, töskum, fylgihlutum, s. s beltum, eyrnalokkum, spennum og hönskum. Áherslan hjá fyrirtækinu er fyrst og fremst á hönnun og hefur vörulínan stækkað jafnt og þétt. Vörurnar frá Leðuriðjunni hafa ávallt vakið athygli fyrir hönnun og gæði. Í júlí á þessu ári tók fyrirtækið þátt í hönnunarsýningu í

Myndir: Ingó Tókýo höfuðborg Japans og vakti verðskuldaða athygli. Í verslun okkar í Brautarholti 4 Reykjavík er að finna mikið úrval af vörum úr leðri og fiskroði. Ásamt okkar eigin framleiðslu bjóðum við upp á gott úrval af vönduðum töskum frá Claudio Ferricci (www.claudioferrici com) Á næstunni munum við opna nýja heimasíðu (www.atson.is) og á síðunni verður hægt að kaupa allar þær vörur sem Leðuriðjan býður upp á. Fyrir þá sem vilja gefa persónulega gjöf, þá er upplagt að láta nafn gylla þann hlut sem verður fyrir valinu, en sú þjónusta fylgir öllum vörum frá Leðuriðjunni. Fyrir utan verslun okkar í Brautarholtinu er m.a. hægt að nálgast

vörurnar okkar í hönnunarverslunninni Kraum sem staðsett er í Aðalstræti 10 ( gamla Fógetanum). Fyrir þá sem eru að leita að herragjöfum þá er upplagt að kíkja í Leðuriðjuna. Fyrir utan mjög breitt úrval af seðlaveskjum er einnig að finna hjá okkur fluguveski, passahylki, herrabelti, ferðaveski, golfskormöppur og herrahanska. Aðrar skemmtilegar gjafahugmyndir eru t.d. gestabók , diskamottur og löber á borð. Opnunartímar verslunarinnar í Brautarholti er frá 8:00 til 16:00 alla virka daga og 8:00 til 19:00 á fimmtudögum.“, segir Erla Ósk Arnardóttir, sölu- og markaðsstjóri Atson- Leðuriðjunnar.



42 • Jól 2007

Hlýleg og rómantísk Laura Ashley oparn í nýju rými í Faxafeninu – og býður nú aftur upp á fatnað „Við erum búin að reka verslunina í fjögur ár,“ segir Guðrún Helga Theodórsdóttir, eigandi Lauru Ashley, sem opnaði í síðustu viku í nýju rými í Faxafeninu – mörgum til mikillar gleði. „Verslunin var lengi á Snorrabrautin, en var síðan seld, fór í Kópavoginn, endaði í litlu horni hjá okkur í Zbrautum og gluggatjöldum – en svo æxluðust málin þannig að við tókum við henni. Þegar við færðum verslunina í þetta rými, opnuðum við aftur fatadeildina – og erum því komin með alla vöruflokka frá Lauru Ashley nema barnafatnað.“

Björk Gunnbjarnadóttir og Rósa Björg Óladóttir. Guðrún segir að ekki hafi verið annað hægt en að byggja verslunina aftur upp. „Mér finnst þetta ofsalega vönduð vara og mér líður mjög vel innan um hana. Hún er svo falleg og rómantísk. Húsgögnin frá þeim eru svo yndisleg og það er hægt að búa til ofboðslega falleg heimili með Laura Ashley hönnuninni. Gjafavaran er til í búðinni, sem og smávaran en húsgögnini eru öll sérpöntuð. „Hver viðskiptavinur velur sitt áklæði, þannig að þetta ekkert staðlað. Hvert stykki er búið til fyrir hvern viðskiptavin og hann getur valið um leður, pluss, eða tauáklæði. Síðan erum við með allt veggfóðrið frá þeim, sængurfatnað, efni í gardínur og dúka og svo mottur. Veggfóðrið er alveg afskaplega vinsælt núna. Það er eitthvert

Myndir: Ingó

trend í gangi.“ Sem fyrr segir er hinn vinsæli og fallegi Laua Ashley fatnaður nú aftur til hér á Íslandi. Frá því að við tókum við fyrirtækinu, höfum við stöðugt verið hvort við ætluðum ekki að vera með fötin frá þeim en við vorum lengi vel ekki viss,“ segir Guðrún. „En það virtust svo margar konur vera hrifnar af þessum fatnaði að á endanum ákváðum við að taka hann inn. Við sjáum ekki eftir því, vegna þess að þetta er einstakur fatnaður. Það er svo vandað og fallegt í honum, kasmírullin og bómullin. Svo eru sniðin falleg og fara vel á konum – eins og við segjum, þá eru buxur fyrir konur, með læri og rass og maga. Laura Ashley stendur fyrir hlýleika og rómantík. Minimalisminn er sem betur fer að ganga sitt skeið; við erum að færa okkur frá hinum köldu heimilum. Hingað getur fólk komið sem vill rómantísk og hlýleg heimili. Við hjálpum að velja saman liti og munstur, saumum fyrir þá sem þess óska vegna þess að saumastofan hjá Z-brautum og gluggatjöldum er fyrir báðar búðirnar.

Kynning

Allt til alls hjá Yd design Á Tangarhöfða 6 í Reykjavík er staðsett ung heilverslun sem ber nafnið Yd design. Eigendur hennar eru þær Lilja Marteinsdóttir og Rósa Viggósdóttir, en þær eiga mikla menntun að baki í garðyrkju, blómaskreytingum, stíliseringum og markaðsfræðum. Heildverslunin Yd design er umboðsaðili fyrir fjöldan allan af vörumerkjum og þá aðallega frá Scandinaviu. Þær Lilja og Rósa skipta heildversluninni upp í tvær deildir, deild sem selur barnavörur, það á meðal hinn þekkta BUMBO barnastól, en einnig eru þær með mikið úrval af skiptitöskum, SILLY BILLYZ smekkjum og BABY ART gifsmótum. Í heimilisdeildinni má nefna vörumerki eins og CULT DESIGN og DIXIE frá Svíþjóð, bæði vörumerki sem státa sig af fallegri hönnun og miklu notagildi. Einnig flytja þær Lilja og Rósa inn servíettur, kort og

gjafapappír frá ARTEBENE, skrautlega kústa og tilheyrandi fylgihluti sem auðga heimilisþrifin frá CASA VIGAR, silkiblóm í úrvali, og fleira og fleira. Nú ræður ríkjum jólaandinn í Yd design og er heildverslunin sneisafull af fallegri jólavöru. Sýningarsalur heildverslunarinnar ber þess merki að mikillar natni er gætt í útstillingar og framsetningu vörunnar. Þegar komið er í sýningarsal heildverslunarinnar er engu líkara en verið sé að koma inn í vel varðveittan undraheim, og það sem mikilvægast er, er að viðskiptavinurinn getur gengið út frá því og verið viss um að hann fái góða og persónulega þjónustu og ráðleggingar þegar kemur að vöruvali. CULT DESIGN er orðið vel þekkt hérlendis og á sér orðið marga velunnara, enda vörurnar í hágæða flokki og höfða til margra aldurshópa.

Hvort sem stíllinn er látlaus eða einkennist af miklum mynstrum þá uppfyllir Cult Design væntingar viðskiptavinarins. Hönnunin einkennist af bæði miklu notagildi sem og stílhreinum línum. Rauði þráðurinn í öllum vörulínum Cult er sá að vörurnar falla vel saman, hægt er að taka nánast hvað sem er og blanda saman með næsta hlut, eina sem þarf að gera er að velja tóninn og framhaldið er leikur einn. Í CULT DESIGN má finna hluti eins og blómapotta bæði háa og lága, vasa, kertastjaka margar gerðir, glerskálar og glerpotta, servíettur, löbera, púða, hillur og eldhúslínur. Frá hinu sænska fyrirtæki DIXIE bjóða þær Lilja og Rósa mikið úrval af smart diskamottum, kertaglösum, lyklaskápum og útidyramottum. DIXIE kemur reglulega fram með nýjar línur, ný mynstur til að viðhalda ferskum straumum, það er ótrúlegt

hvað nýjar diskamottur geta breytt miklu í elhúsinu eða borðstofunni. Mikið úrval er af glæsilegu útstillingarefni fyrir fyrirtæki og verslanir og hafa fyrirtæki nýtt sér það í miklu mæli undanfarna daga.

Á heimasíðu Yd design www.yd.is má finna alla helstu útsölustaði fyrirtækisins sem og allar helstu upplýsingar þess. Lilja og Rósa eru félagar í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri.


KZ^iij

kZaa ÂVc

¶ \Z[Âj \_V[V`dgi CdgY^XVHeV

<_V[V`dgi ]Z^ahja^cY CdgY^XVHeV Zg i^akVa^c \_ [# K^ W_ Âjb jee <_V[V`dgi ]Z^ahja^cY CdgY^XVHeV Zg i^akVa^c \_ [# K^ W_ jb jee { [_ aWgZnii gkVa V[ cjYY" d\ hcngi^bZÂ[ZgÂjb [ng^g W¨Â^ `dcjg d\ `VgaV# { [nghiV [ad``h hcngi^bZ [Zg ^g [ng^g VcYa^i d\ a `VbV d\ bhVg iZ\jcY^g Ï ]Z^ahja^cY^cc^ Zgj ik¨g ^ab\j[jg! ikZ^g ]Z^i^g ediiVg ÄVg hZb WdÂ^ Zg jee { V[ cjYY^# ]ZgÂVcjYY! ha `jcVgaVj\ d\ i^ { kZg cY^cc^ Zg ]Z^ijg ediijg d\ hVjcV#

=¨\i Zg V `VjeV \_V[V`dgi [ng^g {`kZ cV jee]¨ ! i^aiZ`cV bZ [Zg

=¨\i Zg V `VjeV \_V[VWg [ [ng^g {`kZÂcV jee]¨Â! i^aiZ`cV bZÂ[Zg d\

d\ bhV heV eV``V# :^cc^\ Zg ]¨\i V `VjeV \_V[V`dgi ]Z^ahjg¨`i^cV

ÅbhV heV eV``V# :^cc^\ Zg ]¨\i V `VjeV \_V[VWg [ ]Z^ahjg¨`i^cV ¶ W¨Â^

¶ bZ a^bV`dgi! Z^c`V _{a[jc Z V c{bh`Z^ # K^ V hid jb ^\ k^ V bZÂa^bV`dgi d\ c{bh`Z^Â#

[^ccV g iij \_ [^cV ]VcYV Z^b hZb k^ai \aZ _V#

K^Â VÂhidÂjb Ä^\ k^Â VÂ [^ccV g iij \_ [^cV ]VcYV ÄZ^b hZb Ä k^ai \aZÂ_V# K^Â aZ\\_jb {]Zghaj { VcYaZ\V d\ a `VbaZ\V kZaa ÂVc d\ Zg CdgY^XVHeV K^ aZ\\_jb {]Zghaj { VcYaZ\V d\ a `VbaZ\V kZaa Vc d\ Zg CdgY^XV HeV ]Z^bjg i V[ [ng^g h^\# ]Z^bjg i V[ [ng^g h^\# De^Â B{cjY#¶[^bbiY# +/%%¶'&/%% ; hijYV\V +/%%¶'%/%% AVj\VgYV\V ./%%¶&-/%% HjccjYV\V &%/%%¶&+/%%

=^aidc GZn`_Vk^` CdgY^XV Hj jgaVcYhWgVji ' H b^ ))) *%.% cdgY^XVheV5cdgY^XVheV#^h lll#cdgY^XVheV#^h


44 • Jól 2007

Himnasýn í Hallgrímskirkju Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju hefst fyrstu aðventuhelgina með opnun á myndlistarsýningu Arngunnar Ýr Gylfadóttur og jólatónleikum Mótettukórsins Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkj hefst laugardaginn 1. desember næstkomandi. Myndlistarmaður hátíðarinnar að þessu sinni Arngunnur Ýr Gylfadóttir sýnir ný olíumálverk í fordyri kirkjunnar. Sýningin, sem ber heitið Himnasýn, verður opnuð klukkan 14.00 en hátíðin sjálf hefst klukkan 12.00 með Orgelandakt við upphaf aðventu, þar sem Björn Steinar Sólbergsson leikur orgelverk eftir J.S. Bach, D. Buxtehude og Andrew Carter og sr. Birgir Ásgeirsson flytur ritningarlestur og bæn. Á undan opnun sýningar Arngunnar Ýr, eða klukkan 13.45, mun Bergljót Björgúlfsdóttir syngja einsöng án undirleiks í kirkjunni. „Það er vel við hæfi,“ segir Arngunnur,“ vegna þess að Berglind er eins konar engill í mannlegri mynd, syngur eins og næturgali og er eins falleg að innan sem utan.“ Þegar hún er spurð út í myndefnið í málverkunum sem prýða munu fordyri kirkjunnar á næstunni, segir hún: „Við erum öll upptekin af náttúrunni, en einhvern veginn nálgumst við hana með óttablandinni virðingu. Við reynum að verjast kulda og brennandi sólskini, förum á vit náttúrunnar í notalegum farartækjum, græjuð og uppábúin eins og við séum á leið í langþráða veislu. Í verkum mínum reyni ég að fást við kjarnann í snertingu okkar við náttúruna. Málverkin mín eiga að tjá blöndu af missi og eftirsjá. Þau eiga að sýna togstreitu milli raunveruleika og tilbúnings, þörfina fyrir eitthvað annað og meira en sjónræna upplifun – einhvers konar galdra. Ég hugsa mér alltaf áhorfandann utan verka minna, og einhvers staðar þar sem staðsetning hans og sjónarhorn orkar tvímælis. Við erum vitni að brothættu umhverfi sem heldur okkur samt föngnum. Verkin skírskota einnig til fjarveru minnar frá landinu sem ég elska, en ég dvelst langtímum saman erlendis. Fjallið hefur verið tákn staðfestu, vottur dýrkunar okkar og drottnunar yfir náttúrunni. Við

Myndir: Ingó

Arngunnar Ýr Gylfadóttur

Í verkum mínum reyni ég að fást við kjarnann í snertingu okkar við náttúruna. Málverkin mín eiga að tjá blöndu af missi og eftirsjá. Þau eiga að sýna togstreitu milli raunveruleika og tilbúnings, þörfina fyrir eitthvað annað og meira en sjónræna upplifun – einhvers konar galdra. þekkjum fjöllin okkar, meðvituð um form þeirra, nöfn og staðsetningu, og þau þjóna mikilvægu hlutverki í vitund okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Í landslagsmyndum mínum mótar fyrir fjöllunum í fjarskanum, veikum smáblettum við sjóndeildarhringinn. Þeim er ætlað að sýna að við erum lítil og veikburða og ráðum litlu um örlög okkar. Þar

ræður máttur sem er okkur öllum æðri. Hátíðin, sem stendur til 9. desember, heldur áfram sunnudaginn 2. Desember með hátíðamessu klukkan 11.00. Þar mun biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson predika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni, Birgi Ásgeirssyni og Magneu

Sverrisdóttur djákna. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju hefjast síðan klukkan 17.00. Á efnisskránni eru, meðal annars, þættir úr Jólaóratóríu Saint Saëns ásamt fleiri perlum franskrar jólatónlistar. Gissur Páll er gestur Mótettukórsins og flyt-

ur m.a. aríur eftir Gounod. Einnig mun þar hljóma einn kunnasti kórþáttur Bachs, Slá þú hjartans hörpustrengi fyrir kór, orgel og strengjasveit ásamt vinsælum jólasálmum. Flytjendur ásamt Mótettukórnum eru Gissur Páll Gissurarson tenór,, ásamt strengjasveit. Orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson, konsertmeistari er Guðný Guðmundsdóttir og stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Æ Æ Æ

<jccZaaV

=VgVaYjg 7^ahdc

@g^hi c ? chY ii^g

ÏhaZch` a^hi Zg \ Â \_ [

C¨hiV a^hibjcVjeeWdÂ

De^Â <VaaZg ^ ;daY { GVjÂVg{ghi \ aVj\VgYV\V `a# &&¶&+ d\ hjccjYV\V `a# &)¶&+

:gjb VÂ iV`V { b i^ kZg`jb c cV

GVj Vg{ghi \jg &)! h b^ **& %)%% Æ @g^c\aVc! h b^ *+- %)%% Æ lll#bncYa^hi#^h

'# YZhZbWZg

<VaaZg ;daY Æ GVjÂVg{ghi \ d\ @g^c\ajcc^


STÓRIR FLATSKJÁIR 58”

50” TH-58PZ700

TH-50PZ700

Verð 699.900 kr. TH-58PZ700

Verð 399.900 kr. TH-50PZ700

Skjástærð: 58” (147 sm) 16:9 Myndtækni: G10 Progressive HD Plasma Display Panel Upplausn: 1920x1080 Full HD Skerpa: 5000:1 Sjónvarpsmóttakari: Analog og digital (DVB) HDMI tengi: 3

50”

Skjástærð: 50” (127 sm) 16:9 Myndtækni: G10 Progressive HD Plasma Upplausn: 1920x1080 Full HD Skerpa: 5000:1 Sjónvarpsmóttakari: Analog og digital (DVB) HDMI tengi: 3

42” TH-50PZ70E

TH-42PZ700PED

Verð 369.900 kr. TH-50PZ70E

Verð 279.900 kr. TH-42PZ700PED

50” Plasma sjónvarp Skjástærð: 50 tommur (127 sm) 16:9 Myndtækni: G10 Progressive HD Upplausn: 1920x1080 Full HD Skerpa: 10000:1 Sjónvarpsmóttakari: Analog og digital (DVB) HDMI tengi: 2

42”

42” Full HD Plasma sjónvarp Upplausn: 1920x1080 Skerpa: 5000:1 29 milljarðar lita HDMI tengi: 3 Stafrænn móttakari: Innbyggður

42” TH-50PZ70E

TH-42 PX70E

Verð 259.900 kr. TH-42 PZ70

TH-42 PX70E

42” Full HD Plasma sjónvarp Upplausn: 1920x1080 Skerpa: 10000:1 29 milljarðar lita HDMI tengi: 2 Stafrænn móttakari: Innbyggður

32”

42” HD Plasma sjónvarp Upplausn: 1024x768 Skerpa: 10000:1 29 milljarðar lita HDMI tengi: 2 Stafrænn móttakari: Innbyggður

TX-32LED7F 32” LCD sjónvarp Upplausn: 1366x768 Skerpa: 7000:1 HDMI tengi:1 Stafrænn móttakari: Innbyggður

TX-32LED7F

Verð 209.900 kr.

Eico heildarlausn í sjónvarpsmálum!

Verð 109.900 kr.

Skútuvogi 6 - Sími 570 4700 - Opið virka daga 08-18 og laugardaga 10-14 - www.eico.is


46 • Jól 2007

Við erum langstærst í jólum Ásdís Ragnarsdóttir rekstrarstjóri Blómavals í Skútuvogi segir jólin alltaf hafa byrjað í Blómavali sem býður upp á hið óviðjafnanlega Jólaland – jólatrésskóg og skreytingar úr efni, formi og litum sem hæfa öllum. Það er mikið um dýrðir í Blómavali í Skútuvoginum. Nokkuð er síðan ótal jólaljós tóku að lýsa upp umhverfi verslunarinnar í Skútuvoginum, svona eins og til að minna okkur á að þessi langvarandi regngráa tíð muni ekki vara að eilífu. Senn koma jólin með allri sinni birtu. „Ég held að Blómaval sé fyrirtæki sem alltaf kemur upp í hugann þegar jólin nálgast,“ segir Ásdís Ragnarsdóttir rekstrarstjóri Blómavals í Skútuvoginu. „Jólin byrja í Blómavali, er slagorð sem við áttum alltaf þótt aðrir hafi tekið það upp seinna og tileinkað sér það. Blómaval var stofnað árið 1970 og er fyrirtækið því orðið þrjátíu og sjö ára gamalt. Það hefur alltaf átt sér mjög skýra sérstöðu. Sem dæmi um það er Jólalandið sem við höfum alltaf átt og setjum upp á hverju ári. Í ár er það alveg einstaklega glæsilegt. Við bætum við nýjum jólakörlum á hverju ári, þannig að þessi fallegi ævintýraheimur fer sístækkandi. Önnur hefð sem við höfum haldið er jólatrésskógurinn okkar. Við erum með kaldan skála þar sem við hengjum upp jólatré og búum til skóg – þar sem fólk getur gengið um og valið sitt tré. Jólatréssalan

Myndir: Ingó byrjar yfirleitt í annarri viku í desember, þótt fyrstu tréin séu komin fyrstu aðventuhelgina.“

Smiðir jólasveinanna

Það eru einhverjar vikur síðan jólavörur tóku að streyma í verslunina og nú má þar finna kerti og kertastjaka, servíettur, kúlur, skálar, potta og alls seríur og skraut í hefðbundnum jólalitum sem og tískujólalitum. „Fyrsta helgin í aðventu er okkar tromp,“ segir Ásdís, „því þá er búðin orðin sneisafull, allar vörurnar komnar og okkar undirbúningur búinn. Þá leggjum við allan okkar metnað í að taka vel á móti fólki og veita góða þjónustu. Jólalandið er tuttugu ára í ár og það er orðinn hluti af jólaundirbúningnum hjá börnum að koma að heimsækja Jólalandið.Við höfum fengið til liðs við okkur leikmyndahönnuð, Margréti Ingólfsdóttur, til að hanna það og setja það upp. Í Jólalandinu eru bæði jólasveinar og hreyfifígúrur sem eru orðnar þjóðþekktar jólapersónur, eins og jólakarlinn sem liggur og sefur og bakarakonan okkar. Eins og ég sagði, erum við alltaf að bæta nýjum fígúrum við. Í ár bættum við í Jólalandið nokkrum smiðum vegna þess að hér í Skútuvoginum erum við í samkrulli við Húsasmiðjuna. Hingað kemur, um hverja einustu helgi, mikill fjöldi af börnum. Annað

nýnæmi hjá okkur í Jólalandinu í ár er lítið svið, sem við höfum bætt við Jólalandið. Þar höfum verið með uppákomur fyrir börnin frá því að Jólalandið var opnað og ætlum að halda þeim áfram allar helgar til jóla. Þetta er gömul hugmynd sem við höfum ekki komið fyrr í verk – en er að virka alveg ótrúlega vel. Meðal þess sem við höfum boðið upp á nú þegar eru Tóta tannálfur úr Benedikt búálfi og atriði úr Abbababb. Einnig hefur Jógvan komið og sungið fyrir börnin. Þegar nær dregur jólum koma svo jólasveinar í heimsókn. Við verðum áfram með leikin atriði og söng – en hver helgi verður eins konar óvænt uppákoma, þannig að við ætlum ekki að upplýsa hverjir munu mæta.“

Sóldísarjól

Hvað sérstöðu í jólavörum áhrærir, segist Ásdís vilja byrja á því að nefna Sóldísi. „Þetta er frábær viðbót við það sem við höfum verið með. Sóldís selur eingöngu silkiblóm sem eru nú þegar orðin mjög vinsæl meðal íslenskra kvenna. Þetta eru afar vandaðar og fallegar vörur og jólavörurnar í Sóldísi eru alveg sérstakar. Sérstaða Sóldísar felst í því að silkiblómin eru mjög lík lifandi blómum og síðan er bara svo flott yfirbragð á öllu skrauti sem kemur frá þeim. Þetta er svona klassavara.“ Núna þegar aðventan er að nálgast er verslunin ekki aðeins orðin fleytifull af fallegri vöru, heldur er hún sjálf komin í jólabúning. „Við skreytum alla staði verslunarinnar,“ segir Ásdís. „Græna torgið okkar, sem hefur einnig nokkra sérstöðu, fer líka í jólabúning. Þar er aðeins selt lífrænt ræktað grænmeti og jólafötin í græna torginu byggjast á piparkökum, eplum og trönuberjasafa. Til að byrja með er pottaplöntudeildin lögð undir jólastjörnuna, síðan koma amarillisinn og jólakaktusinn og á aðventunni er það svo hyasinturnar.“


Jól 2007 • 47

Stærst í jólum

„Annars tekur blómadeildin hjá okkur á sig alveg nýjan svip á aðventunni, vegna þess að við bjóðum upp á gríðarlegt úrval af jólaskreytingum. Við erum með jólaverkstæði við Héðinsgötu, þar sem sjö eða átta manns vinna alfarið við það að framleiða jólaskreytingar fyrir Blómavalsbúðirnar, sem í þessum mánuði eru að verða átta talsins. Núna 22. nóvember erum við að opna nýja verslun á Egilsstöðum. Hún er sú fyrsta á Austurlandi, en fyrir eru Blómavalsverslanir í Keflavík, á Selfossi og Akureyri, auk þess sem fjórar verslanir eru á Reykjavíkursvæðinu; í Grafarholti, Kringlunni og Smáralind og svo auðvitað flaggskipið hér í Skútuvogi. Jólaversktæðið okkar framleiðir allar skreytingar sem við seljum í þessum átta verslunum, allt frá aðventuskreytingum, dagatalaskreytingum, kertaskreytingum, hyasintuskreytingum, leiðisgreinum og –krossum, svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf mikið gleðiefni fyrir okkur sem vinnum hér þegar verkstæðið með sínu skreytingarfólki og þeirra aðstoðarmönnum, opnar. Það er svo mikil stemmning og fjör á verkstæðinu. Ég fullyrði að við erum langstærst í jólum. Búðirnar okkar fara allar í jólabúnign. Svo erum við hluti af Húsasmiðjunni, sem einnig fer í jólabúning. Það sem tengir okkur er búsáhaldadeildin sem er á milli okkar og þar er líka kaffitería þar sem fólk getur sest niður, fengið sér heitt súkkulaði og kökusneið.“

Plöntuskreytingar sífellt vinsælli

„Við höfum alltaf verið rosalega stór í seríum. Núna seljum við seríurnar inni í Húsasmiðju til að tengja fyrirtækin betur. Við erum alltaf að verða meiri heild en við vorum upphaflega. Eins og við segjum, þá erum við frábær saman. Það er alveg einstaklega góð og ánægjuleg samvinna á milli þessarra tveggja fyrirtækja. En þó að við séum með verkstæði, erum við að gera helling af stærri og vandaðri skreytingum hér. Það er fagfólkið okkar í blómadeildinni sem sér um þær, því verkstæðið er meira í fjöldaframleiddu skreytingunum. Í blómadeildinni eru búnar til allar tegundir af skreytingum, allt frá aðventuskreytingum að sjálfum jólaskreytingunum. Það er alltaf að færast meira og meira í vöxt að nota fremur sprittkertaskreytingar en skreytingar með stóru kubbakertunum. Ég held að það sé aðallega vegna eldhættunnar sem fylgir kubbakertunum. Við höfum lagt mikla áherslu á að nota sprittkerti í skreytingarnar sem við erum að gera. Það hefur líka verið að færast dalítið í vöxt að fyrirtæki og stofnanir kaupi fremur jólaplöntuskreytingar en kertaskreytingar, til dæmis jólastjörnu og jólacyprus. Þessar plöntuskreytingar njóta líka mikilla vinsælda hjá þeim sem kaupa skreytingar sem eiga að fara inn á spítala þar sem kerti eru einfaldlega ekki leyfð. Við ætlum að reyna að vera dálítið sterk í plöntuskreytingum þessi jólin þannig að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi.“

Tískustraumar og hefðir

„Um leið og við hin erum búin að njóta jólahátíðarinnar, hefst jólaundirbúningurinn fyrir næstu jól í Blómavali. „Strax eftir jól er farið á sýningar erlendis og keypt fyrir næstu jól. Það er raunverulega búið

að ganga frá öllum jólakaupum í janúarlok,“ segir Ásdís. „Þá eru jólin í fersku minni hjá okkur og því liggur beint við að velja fyrir næstu jól. Við erum með innkaupastjóra og vörustjóra sem sjá algerlega um jólainnkaupin. Það er mikið atriði fyrir okkur að hafa smekklegan og flottan innkaupastjóra í jólavörum, til að fylgjast með stefnum og straumum hverju sinni.“ Þegar Ásdís er spurð hverjir séu jólalitirnir í ár, segir hún að núna séu jólin að færast aftur í gamla farið. „Það er að koma inn gyllt og bronslituð vara, auk þess sem rauði liturinn er að koma inn aftur, sem og svolítið af fjólubláu – sem er aðventuliturinn. Þetta svarta og silfraða er aðeins að víkja, en alls ekki búið að vera. Svart og kopargyllt er til dæmis mjög smart saman. Síðustu fimm árin hefur einhvers konar minimalismi í skreytingum verið alls ráðandi en ég held að það sé að breytast. Miðað við það skraut sem við erum að fá núna, þá erum við að færa okkur aðeins nær þessu gamla, góða – verða aftur dálítið gamaldags. En svo er alltaf flott að blanda þessu saman. Það er fullt af fólki sem hendir sínu skrauti eftir jólin og fær sér nýtt á hverju ári, en flestir halda samt sínu gamla skrauti og poppar það upp með einhverju nýju, bætir við litum og munum. Hvað skrautmuni varðar, þá hafa seinustu árin einkennst af alls konar kúlum, gleri og seríum, ásamt alls konar ljósalengjum sem eru settar í vasa. Þetta hefur verið gríðarlega vinsælt og mun halda áfram.“

Fortíðarþrá og nýjungagirni

„Eitt sem er alveg svakalega vinsælt núna, eru jólahúsin með ljósunum. Sumir búa sér til heilu jólaþorpin. Það hefur verið hægt að kaupa hluti inn í þetta í Húsasmiðjunni. Núna erum við með hús, með ljósum og kannski skautasvell fyrir framan. Ég held að þetta snúist eitthvað um að maður sjái barnæsku sína í þessu. Þetta er einhver fortíðarþrá. Það finnst öllum þetta fallegt.“ Hvað kerti og servíettur varðar, segir Ásdís þá vöru alltaf fylgja þeim litum sem eru í tísku hverju sinni. Rautt, hvítt og gyllt eru litir sem alltaf tilheyra jólum, en svo núna koma fjólublátt og svart með. Þótt fjólublátt sé aðventulitur, þá er hann jólatískuliturinn að þessu sinni.

Rauðir túlípanar

„Við erum með gríðarlegt úrval af kertum og jólaservíettum,“ segir Ásdís. „Þar erum við ekki eingöngu með tískulitina, heldur seljum við al-

veg ótrúlegt magn af serviettum með hefðbundnum jólamyndum. Þetta hefur allt stíganda. Við byrjum á því að fylla búðina af jólavörum. Jólastjarnan er fyrst. Hún er það fyrsta sem minnir á jólin, síðan er aðventan og eftir hana er það grenið og jólatréin og hyasintuskreytingarnar og endapunkturinn er jólatréið. Svo er farið að færast dálítið í vöxt að fólk noti túlípana til skreytinga. Þeir eru stór þáttur í jólaskreytingunni hjá býsna mörgum. Þegar rauðu túlípanarnir koma, þá eru að koma jól.“


48 • Jól 2007

Óforbetranleg Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson segja einhvern ólýsanlegan kærleik felast í heimabökuðu bakkelsi. Fyrir jólin baka þeir mikið, skreyta mikið og njóta árstímans út í ystu æsar Óperusöngvaranum Bergþóri Pálssyni er margt til lista lagt – og uppátæki hans alltaf óvænt og skemmtileg. Fyrir stuttu kom út eftir hann bók sem ber heitið Vinamót og segir Bergþór hana fjalla um það hvernig hægt sé að hafa gaman í veislum. “Það fara allir í veislur, segir hann, “stundum skemmtum við okkur, stundum ekki. Mig langaði til að komast að því, smám saman, hvernig hugarfari maður gæti beitt til að hafa gaman. Það að kunna að halda á hnífapörum, eða glasi, eða kunna að leggja á borð gerir okkur ekki að áhugaverðum eða skemmtilegum gesti, eða gestgjafa, þó að það sé þægilegast að kunna skil á venjum, því að annars kann maður ekki að brjóta þær. En langtum mikilvægara er andrúmsloftið sem fylgir okkur. Það er þetta sem bókin fjallar meira og minna um. Okkur langar oft til að vera hrók-

ur alls fagnaðar, kunna að segja skemmtilega frá, kunna marga brandara, vera gáfuð, vel lesin og inni í dægurmálunum. En þetta er svo mikill misskilningur. Við þurfum ekki að reyna svona mikið á okkur. Sá sem kann að hlusta á aðra og leyfa öðrum að njóta sín, er miklu vinsælli en sá sem t.d. segir frægðar- og skemmtisögur af sjálfum sér í heilt kvöld! Svo eru líka í bókinni praktískar upplýsingar um siðvenjur í hátíðlegri boðum til þess að maður geti verið öruggur um sig. slakað á – og skemmt sér.”

skipulagðari og miklu rólegri en ég. Miklu betri í að baka Sörur og setja á þær kremið en ég. Þessu er Albert sammála: “Best er ef hann er ekki heima þegar ég baka Sörurnar, sé helst úti á landi að lesa eða syngja á aðventukvöldi. Galdurinn við að gera Sörur er nefnilega að gera þær á þremur dögum. Fyrsta daginn er bakað og sett í frysti, annan daginn er kremið sett á frosnar kökurnar og það sett í frysti. Þriðja daginn er súkkulaðið sett á fryst kremið. Sörurnar verða fallegri ef kremið er sett á með rjómasprautum með sléttum stút frekar en teskeið. Og stærðin skiptir máli. Þetta er einn munnbiti.

Albert betri að baka Sörur

Sambýlismaður Bergþórs er Albert Eiríksson og þeir sem þekkja þá geta vitnað um að þeir eru með skemmtilegri og áhugaverðari mönnum sem hægt er að hitta, hvort sem er í boði eða ekki, þótt vissulega sé meiri glaðværð og hlátur í boðum sem þeir mæta í. Svo eru þeir óforbetranleg jólabörn og aðventan fer öll í jólaundirbúning, einkum þó bakstur, skreytingar. “Þetta verður dálítið óvenjuleg aðventa út af bókinni,” segir Albert þegar hann er spurður hvernig þeir Bergþór skipuleggi sig fyrir jólin. “Já,” bætir Bergþór við: “Ég hugsa að undirbúningurinn lendi dálítið á Alberti núna. “Einsog oft áður,” skýtur Albert glettinn inn í. Og auðvitað hefur Bergþór skýringu á því: “Hann er

Bergþór og Albert baka alltaf nokkrar tegundir fyrir jólin. “Mér finnst samt eins og þeim fækki með árunum,” segir Albert. “Enda er reynslan sú að þótt maður baki tíu tegundir, þá eru

Myndir: Ingó

jólabörn

einhverjar þrjár sem allir eru brjálaðir í. Afhverju ekki að baka bara meira af þeim?”

Piparkökur með pipar

En þótt þrjár sortir séu vinsælastar, segjast Bergþór og Albert að öllum líkindum baka að minnsta kosti sjö sortir þetta árið. “Við ætlum að baka kökurnar núna í lok nóvember vegna þess að við ætlum að hafa það náðugt í desember,” segja þeir. Og að sjálfsögðu er byrjað á piparkökunum. “Við fundum uppskrift að piparkökum sem eru nefndar eftir hinni sænsku óperusöngkonu Anne Sofie von Otter. Þetta er besta piparkökuuppskrift sem við höfum smakkað – svo betrumbættum við hana aðeins, settum í hana smá pipar sem er annars aldrei settur í piparkökur – og þær eru algert ÆÐI. Við bökum venjulega fjórar tegundir sem við erum alltaf með, kornflekskökur og kókostoppa, súkkilaðibitakökur og Sörur og síðan höfum við alltaf leikið okkur og prófað einhverjar nýjar tegundir á hverju ári. Við borðum kökurnar á aðventunni – og svo klárast þær oft í boði sem við höldum á Þorláksmessu.”

En þar með er ekki öllum jólabakstri lokið. “Við höfum haldið kaffiboð á jóladag og þá skellum við í nokkrar vænar Hnallþórur. Okkur finnst nefnilega báðum gaman að baka – sem er viss kostur. Svo finnst öllum heimabakað bakkelsi svo gott. Það er einhver ólýsanlegur kærleikur

sem fylgir heimabökuðum kökum og brauði.

Aðventan er ávallt annatími hjá Bergþóri og Alberti og segja þeir hana dálítið mótast af boðinu sem þeir halda á Þorláksmessukvöld. “Það finnst mörgum skrýtið að hafa boð rétt fyrir jólin en það breytir engu fyrir okkur. Við erum bara búnir að gera allt sem þarf að gera hér einum degi fyrr en flestir. Það er það eina sem breytist. Það er svo skrítið að þegar maður setur sér markmið, þá er enginn vandi að uppfylla þau.”

Óformleg boð á Þorláksmessukvöldi

“Eftir Þorláksmessuboðið er lítið mál að taka til á eftir,” segir Bergþór. “Það þarf bara að renna yfir gólfið og þá er allt orðið fínt aftur. Okkur finnst gaman að vera með þetta boð á Þorláksmessukvöld. Við búum niðri í bæ og fólki finnst gott að koma hér við. Sumir koma í tíu mínútur, fá sér flatköku með hangikjöti og glas af glögg, aðrir stoppa lengur. Það fylgir þessu boði engin kvöð um að koma – en hingað hafa komið hundrað og fimmtíu manns á Þorláksmessu, en sá fjöldi dreifðist mjög vel yfir kvöldið. Þetta er óformlegt en heilmikill undirbúningur. Samt varð ég eiginlega alveg hissa um daginn þegar ég varð fimmtugur hvað það var miklu auðveldara. Ég hélt veisluna í Salnum í Kópavogi og það var alveg ótrúlega létt að undirbúa hana. Annars er almenna reglan sú að því fleiri gesti sem maður hefur, því einfaldari eiga veitingar að vera, sem og allur umbúnaður. Á Þorláksmessu miðum


Jól 2007 • 49

við allt að því að fólk geti stífað veitingarnar úr hnefa og svo eru einnota staup. Það þarf ekki að þvo neitt upp. Fyrr á árum var þetta oft mikið umstang hjá okkur – og kannski alltof margar tegundir. En við höfum lært af reynslunni.”

heima að skræla kartöflur og brúna þær milli sex og sjö þegar hann var einhvers staðar að syngja og það var auðvitað ekkert hægt að borða jólamatinn fyrr en fjölskyldan var öll komin heim.”

“Þetta er eins og með öll boð, bara spurning um skipulag,” segir Albert. Þegar við byrjum að undirbúa þorláksmessuveisluna, gerum við gátlista fyrir hvern dag, dagana fyrir. Það er dálítið merkilegt að þegar gátlistar eru mjög nákvæmir, þá er allt tilbúið í tæka tíð og maður situr og bíður í rólegheitum eftir gestunum. Það er mjög þægileg tilfinning. Svo reynum við að læra af fyrri veislum. Förum alltaf yfir veisluna eftir á. Hvað vorum við ánægðir með og hvað hefðum við viljað gera öðruvísi.

Messur og postulín

Eitt árið hópuðust gestir saman í eldhúsinu, sem er auðvitað mjög notalegt. En við komumst ekki þangað inn til að sækja veitingarnar. Eftir boðið skrifuðum við því á listann: Muna eftir að taka stóla úr eldhúsi. Annað árið uppgötvuðum við að allir söfnuðust saman i kringum veitingaborðið og svo var enginn í stofunni. Eftir það færðum við veitingaborðið inn í stofuna og eftir það dreifðist hópurinn betur um íbúðina. Annað sem er mikilvægt þegar maður á von á stórum hópi fólks heim til sín, er að hafa hitann ekki á. Þótt það sé þægilegt þegar aðeins heimilisfólkið er heima, þá verður bara alltof heitt þegar kemur stór hópur af fólki.”

Mörg hundruð ljósa skreytingar

Þegar talið berst að jólaljósum, segir Bergþór: “Við erum báðir miklir jólakarlar og skreytum mikið.... Eða eiginlega bara Albert. Hann er algert frík þegar kemur að jólaljósum.” “Ég vil hafa mikið en einfalt,” skýtur Albert inn í. Jú, Bergþór getur fallist á þá útgáfu og segir: “Albert er mjög sniðugur hvað seríurnar varðar. Hann er með greinilengjur sem hann er búinn að skreyta með seríum og alls konar skrauti, þannig að það er auðvelt að koma þeim fyrir, þá setur hann saman nokkrar seríur í stóran vönd. Hins vegar, mynda seríurnar sem eru í glugganum jólatré. Eitt jólatré eru 300 perur.” “Já, en þegar skreytingarnar eru teknar niður, set ég einangrunarplötur á bak við þær, festi þær niður með pinnum og geymi þær þannig í svörtum plastpoka fram að næstu jólum. Þá er lítil fyrirhöfn að setja skreytinguna upp aftur.” “Já,” segir Bergþór hlæjandi, “nema þegar til dæmis ein peran bilar. Þá þarf að finna út hvaða pera það er.” Bergþór segir þá byrja snemma að undirbúa jólin. “Annars læt ég Albert um þetta. Hann er svo miklu flinkari.” “Og svo er Bergþór er alltaf einhvers staðar að syngja,” bætir Albert við. “Hins vegar er jólatréið mikið hjartans mál hjá mér,” segir Bergþór. “Ég vil hafa jólatréið alveg upp í loft, en Albert vill hafa það minna. Niðurstaðan hefur orðið sú að við erum með stórt jólatré annað hvert ár, og minna jólatré hitt árið, fáum okkar framgengt til skiptis. Maður getur ekki alltaf ráðið öllu.” “Fólk getur alltaf séð hvort það eru Bergþórs jól eða mín jól þegar það kemur í heimsókn,” segir Albert kíminn. “Bergþór á alltaf mjög annríkt við að syngja á jólunum og aðventunni og það hefur heilmikil áhrif á jólahaldið hjá okkur,” segir Albert. “Ég ólst upp við það að maður byrjaði að borða um leið og jólin voru hringd inn, á mínútunni klukkan sex. Þegar ég kynntist Bergþóri stóð ég hins vegar

Ein af hefðunum sem Bergþór og Albert hafa í heiðri er að fara í messu. “Í þetta skiptið ætlum við að fara kl. 6 á aðfangadag í Neskirkju. Bragi, sonur minn, er að syngja við messuna og við ætlum að fara þangað.” Í fórum sínum eiga þeir Bergþór og Albert undurfagurt og óvenjulegt jólakaffistell – sem óhætt er að fullyrða að er einstakt vegna þess að Bergþór málaði það sjálfur. Þegar þeir eru spurðir út í jólakaffistellið, brosir Albert og segir: “Við fórum einu sinni í postulínsmálun – sem var óskaplega skemmtilegt og gefandi. Maður fer alveg inn í eigin heim við þessa iðju. Við máluðum og máluðum og meðal annars málaði Bergþór heilt jólakaffistell með íslensku jólasveinunum.” “Þetta eru jólasveinarnir sem Halldór Pétursson teiknaði á sínum tíma,” bætir Bergþór við, “en ég færði þá hins vegar í fötin sem unnu í keppni sem Þjóðminjasafnið hélt fyrir nokkrum árum, um það hvernig íslensku jólasveinarnir ættu að líta út.” Og stellið er auðvitað bara tekið fram á jólunum? “Já, enda gaman að eiga svona stell sem er alspari-jóla. Það væri alveg ferlega asnalegt að rífa það til dæmis upp í júlí, bara til að grobba sig.” Þegar Bergþór er spurður hvort hann hafi ekki haldið áfram í

Þegar baðherbergið var tekið í gegn, fór ég í keppni við iðnaðarmennina um að sauma Davíð eftir Michelangelo. Ég rétt hafði það af áður en þeir luku við baðherbergið. Það er svo mikið kapp í mér þegar ég tek upp á einhverju

postulínsmáluninni, neitar hann því.

Útsaumur í kappi við iðnaðarmenn

“Þetta er eins og mörg dellan sem ég hef fengið. Það koma svona tímabil þar sem er hespað af einverjum lifandis ósköpum og svo aldrei aftur í lífinu. Eins og allur saumaskapurinn,” segir Bergþór og bendir á safn af útsaumuðum myndum sem prýða heimili þeirra Alberts. “Þetta er allt saumað á sama árinu. Þegar baðherbergið var tekið í gegn, fór ég í keppni við iðnaðarmennina um að sauma Davíð eftir Michelangelo. Ég rétt hafði það af áður en þeir luku við baðherbergið. Það er svo mikið kapp í mér þegar ég tek upp á ein-

hverju, ég vaknaði um nætur til að sauma út. Þetta er náttúrulega pínulítil klikkun. Þetta var líka svona þegar strákurinn minn, hann Bragi, fæddist. Þá var ég að vinna sem næturvörður og prjónaði dálítið mikið á hann. Síðan hef ég ekki prjónað. En kannski ég fari að huga að því aftur þar sem ég á von á barnabarni um áramótin. Það er alveg stórkostleg tilhlökkun sem fylgir því. Það er ekkert sem toppar þá tilhlökkun,” segir Bergþór og viðurkennir að hann sé mjög fegin að jólin séu að koma. Þá sé svo mikið að gerast að biðin verði ekki eins erfið. Þeir Bergþór og Albert koma frá afar ólíkum heimilum. Albert kemur frá sveitaheimili austur á fjörðum, en Bergþór er alinn upp í Reykjavík. “Jólahaldið var líka mjög ólíkt hjá okkur í bernsku,” segir Bergþór. “Pabbi var oft á vöktum á Veðurstofunni um jólin og mér þótti það oft mjög fúlt. Hann fékk stundum að skreppa heim í hálftíma til að fá sér að borða og svo var hann aftur rokinn í vinnuna. Mig langaði til að hafa jólin á mínu heimili eins og jólin hjá öðru fólki. Í aðra röndina langaði mig

alltaf til að vera eins og fólk er flest – en – í hina röndina hef ég alltaf haft gaman af því að vera það ekki.”

Hangikjötslyktin eða Ajaxilmurinn

En þótt jólin hefðu venjulegri blæ á heimili Alberts, varð sveitastörfunum ekkert slegið á frest og fjölskyldan varð að sjálfsögðu að sinna gegningum á jólunum. Móðir hans bakaði á milli 15 og 20 smákökutegundir á aðventunni “Ég er alinn upp við það að það var mestallt gert á Þorláksmessu. Þá var öllu snúið við, pússað og penað, hangikjötið soðið og allt gert klárt. Það var alltaf keppni um það hvort hefði betur, hangikjötslyktin eða Ajax ilmurinn og undir ómuðu jólakveðjurnar í útvarpinu. Við erum sjö systkinin og það tóku allir til hendinni. Við vissum ekkert hvað þetta jólastress var, vegna þess að þau voru ekkert væntanleg fyrr en á Þorláksmessu. Jólakort voru ekki opnuð fyrr en á aðfangadagskvöldi. Það var mjög passað upp á það. Þegar maður er lítill, skilur maður ekki hvað foreldrarnir eru lengi að lesa jólakort, velta þessu fyrir sér fram og til baka og skoða myndir af einhverjum börnum, hvort þau líkist nú meira í móðureða föðurættina o.s.frv. Það var helst á þessum stundum sem maður fann fyrir óþreyju. Jólahreingerningin vefst ekki fyrir Bergþóri og Albert frekar en annað sem viðkemur undirbúningi jólanna. “Það er eitthvað skemmtilegt við að þrífa fyrir jólin,” segir Albert. “Maður setur þægilega jólatónlist á, tekur allt út úr eldhússkápunum og kemst í einhvern gír.” “Já,” segir Bergþór hugsi. “Ég er allur í skipulagningunni, alltaf að skipuleggja í huganum og velta fyrir mér hvort er betra að skúra fyrst inni á baði eða einhvers staðar annars staðar – eða gera eitthvað

allt anna ð . Skipulagið tekur alltaf svo langan tíma að þegar ég hef komist að niðurstöðu er Albert búinn að skúra og hreinsa og gera þetta allt.”

Jafnast ekkert á við íslensk jól

Bergþór og Albert gefa lítið fyrir allt tal um jólastress. “Mér finnst þessi tími svo mikið yndislegur á Íslandi,” segir Bergþór. “Kannski vegna þess að ég hef nokkrum sinnum dvalið í öðrum löndum yfir jólahátíðna – og mér finnst ekkert jafnast á við íslensk jól.” “Við fórum einu sinni á sólarströnd um jólin,” bætir Albert við, “tókum með okkur appelsín og malt og hangikjöt til að upplifa stemmninguna. Svo opnuðum við út í garð og þar voru pálmatré og 19 stiga hiti... Það var ekki sama stemningin yfir maltinu og appelsíninu. Það er svo margt svona smátt sem gerir íslensku jólin að því sem þau eru.” “Ég er sammála,” segir Bergþór. “Það er svo margt, eins og myrkrið og kuldinn og ljósin. Það jafnast einfaldlega ekkert á við það þegar verður heilagt á Íslandi. Ég hef verið í Ameríku á jólunum og það var bara asnalegt. Það voru sumir úti að hlaupa á meðan aðrir fóru á skyndibitastað. Einu sinni var ég líka einn í útlöndum vegna þess að ég var að syngja þar á jóladag. Og ég man þegar ég fór heim á aðfangadagsmorgunn eftir æfingu, að ég kom við í búð og keypti mér vandaða og fína skyrtu til að hugga mig. Mér fannst þetta svo einmanalegt.

Ekki náttfatatýpur

Fyrir utan þorláksmessuboðið, messu og kaffiboðið á jóladag, segjast þeir Bergþór og Albert ekki fastir í neinni hefð. “Við reynum bara að slaka á yfir jólahátíðina eins og við getum – lesum og borðum mikið” segir Albert og við það bætir Bergþór: “Og við erum ekki náttfatatýpurnar. Ég var alinn upp við það að klæðast sparifötum á jólunum – sérstaklega á jóladag. Ef ég væri á náttfötunum á jóladag, fyndist mér eins og ég hefði m i s s t af jólunum.” Þegar maður hefur alist upp við eitthvað vill maður halda því allt lífið. Ég held að það sé engin tími ársins sem maður vil eins mikið hafa allt eins og hjá mömmu og ömmu. Þá er eins og lífið hlaupi ekki frá manni. Þetta er fastur punktur í tilverunni. Um leið leiðir þessi tími manni fyrir sjónir hvað tíminn flýgur, vegna þess að það eru alltaf að koma jól aftur.”




52 • Jól 2007

Fundu jólasveinana uppi í Esju Sprellfjörugir hæfileikasveinkar

Jólasveinarnir eru loksins komnir með sinn umboðsmann í byggð. Það er fyrirtækið Kraðak sem sér til þess að allir sem vilja hitta jólasvein – fái drauminn uppfylltan Fyrirtækið Kraðak ehf. hefur ráðist í það stóra verkefni að vera umboðsskrifstofa jólasveinanna. Það eru Anna Bergljót og Andrea Ösp, sem reka fyrirtækið og ef einhvern langar til að hitta jólasvein, þá hefur hann bara samband við þær stöllur. En hvernig virkar svona jólasveinaleiga? „Jólasveinaleigur voru stofnaðar til þess að halda utanum öll þau jólaböll, skemmtanir og heimsóknir sem jólasveinar þurfa að fara í fyrir jólin. Sjálfir eiga jólasveinarnir erfitt með að halda utanum þetta. Þeir eru ekki með neinn síma og enginn póstur er borinn út til þeirra svo það er erfitt að koma til þeirra skilaboðum um að maður vilji fá þá í heimsókn. Við tókum því að okkur að vera tengiliður fólks við jólasveinana. Ef þú vilt þá til dæmis fá jólasvein til að kíkja á jólaballið í þínum skóla þarftu ekki annað en að hafa samband við okkur hjá Kraðaki ehf. og við sjáum til þess að jólasveinninn fái boð um að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma.”

Gluggagægir með snúinn ökkla

Bjóðið þið upp á alla jólasveinana? „Bíddu nú við... Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur

og Kertasníkir…. Já þeir eru þarna allir!” Hvernig funduð þið þá? „Sagan af því er ansi skemmtileg. Þannig var að við ákváðum að klífa Esjuna í júní í sumar. Þegar við vorum komin nær alla leið upp á toppinn sáum við hvar tötrum klæddur maður lá á jörðinni og kveinkaði sér. Kom í ljós að hann hafði snúið sig um ökklann og gat því ekki gengið lengra. Við buðum honum því að bera hann niður aftur og keyra hann á spítala. Hann vildi þó ekki heyra á það minnst og bað okkur heldur að hjálpa sér að komast aðeins austar í fjallið, sem við og gerðum. Við þurftum að fara út af þeim göngustígum sem eru uppá toppinn og því sóttist ferðin heldur seint. Sem betur fer var hún þó ekki löng því eftir um það bil 500 metra labb bað hann okkur að nema staðar. Við skildum auðvitað hvorki upp né niður í neinu en þá sagði maðurinn okkur að hann væri jólasveinn

og héti Gluggagægir. Við ætluðum ekki að trúa honum í fyrstu enda var hann hvorki með sítt hvítt skegg né í rauðum fötum eins og þeir jólasveinar sem við erum vanar að sjá. Hann tjáði okkur að rauðu fötin væru hátíðarbúningur sem þeir bræðurnir færu ekki í nema fyrir jólin og að skeggið byrjaði ekki að spretta fyrr en upp úr miðjum nóvember, en þá yxi það líka eins og arfi. Þrátt fyrir þessar útskýringar vorum við enn nokkuð vantrúaðar. Gluggagægir hóf þá upp raust sína og kvað „Inn í Grýluhelli vil ek ganga,“ Heyrðum við þá miklar drunur og við hlið okkar opnaðist í fjallinu stór hellismunni. Og nú gátum við ekki efast lengur, enda blasti heimili jólasveinanna við okkur. Gluggagægir bauð okkur inn og þar hittum við alla fjölskylduna. Það má því segja í stuttu máli fundum við þá uppi á Esjunni.”

Er hægt að panta þá í heimahús? „Að sjálfsögðu. Jólasveinarnir vita fátt skemmtilegra en að sækja vini sína heim. Oftast þegar þeir kíkja í heimsókn eru börnin í fastasvefni enda er jólasveinninn þá á ferð á nóttunni að setja í skóinn. Það gleður þá því mikið þegar þeir fá að fara í heimsókn að degi til og koma þeir þá iðulega færandi hendi. Krakkarnir hafa nú ekki síður gaman af uppátækinu. Það er ekki á hverjum degi sem jólasveinn ber að dyrum hjá manni.” Hvað koma þeir margir saman? „Eins og flestir vita koma jólasveinarnir einn og einn til byggða og hver af öðrum lauma þeir gjöfum í skó barna. Þegar hins vegar kemur að jólaböllum eða öðrum mannamótum laumast samt jólasveinarnir oft niður í bæ áður en þeirra tími er kominn. Algengast er að þeir séu tveir og tveir saman og er annar þá gjarnan með gítar eða harmonikku í höndunum. Það eru þó engin takmörk fyrir því hversu margir jólasveinar geti verið á sama stað. Það er að segja ekki önnur takmörk en þau að þeir eru nú ekki nema þrettán. Það er því smekksatriði sem ræður því hversu marga sveina er best að fá í heimsókn, einn jólasveinn færi jú létt með að skemmta hundruðum barna.” Eru þeir jólaballsfærir? „Hverjir ættu að geta talist jólaballsfærir aðrir en sjálfir jólasveinarnir? Það verður reyndar að viðurkennast að það eru oft svolítil læti í þeim þegar þeir mæta á staðinn. Þeir rífa til sín athyglina um leið og þeir stíga inn á ballið og hafa oftast einhverja stórmerkilega sögu að segja af þeim ævintýrum sem þeir lentu í á leiðinni. Síðan stíga þeir dansinn í gringum jólatréð með krökkunum. Þeir syngja manna hæst, kunna öll jólalögin og réttu hreyfingarnar við,” segir Anna Bergljót og stendur greinilega þétt við bakið á sínum

sveinum. En skyldi Kraðak bjóða upp á einhverja aðra þjónustu sem tengist jólunum?

Fleira skemmtilegt í boði

„Já það gerum við! Við sjáum í rauninni um allt það sem tengist jólaskemmtuninni, alveg frá mandarínum í pokum sveinanna uppí stórhljómsveitir sem spila fyrir dansi. Við erum með fjöldann allan að listamönnum á skrá hjá okkur sem hafa útbúið sérstakt prógram bara fyrir jólin. Það er til dæmis hægt að panta atriði með þeim Stíg og Snæfríði úr Stundinni okkar. Þau eru nú aldeilis farin að hlakka til jólanna og syngja fyrir börnin jólalög. Þá eru Hérastubbur bakari og Bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi farnir að undirbúa jólin og baka piparkökur í gríð og erg. Ekki má síðan gleyma því að við kynnum einnig sannkallaða jólaballahljómsveit sem sérstaklega er sett saman til að trylla lýðinn. Hana skipa bræðurnir Skyrgámur, Gluggagægir og Kertasníkir. Bræðrunum þessum er flest til lista lagt. Ekki nóg með að þeir syngi og dansi eins og jólasveinum einum er lagið heldur myndar þríeykið mjög frambærilega hljómsveit sem hentar á öll jólaböll. Geta þeir í sameiningu séð um sönginn, dansinn í kringum jólatréð og spilamennskuna allt á einu bretti,” Segir Anna Bergljót og bætir við: „Þann 1. desember munum við svo frumsýna nýtt íslenskt jólaleikrit, Lápur, Skrápur og jólaskapið. Verkið fjallar um tvo Grýlusyni og leit þeirra að jólaskapinu. Sýningin er bráðfyndin og skemmtileg en felur jafnframt í sér fallegan jólaboðskap. Samhliða leikritinu munum við gefa út jólaplötu. Á henni verður öll sagan og leikritið ásamt lögunum úr sýningunni.“ Þeir sem eru áhugasamir um starfsemi félagsins geta farið inn á heimasíðu þeirra; www.kradak.is, og kynnt sér hvað er í boði.



54 • Jól 2007

Líflega jólaþorpið Hafnfirðingar opna sitt bráðskemmtilega jólaþorp um næstu helgi. Að vanda verður þar sungið og dansað og fjölbreytnin í fyrirrúmi þegar kemur að vöruframboði Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmta sinn eftir fáeina daga, eða 24. nóvember og verður opið allar helgar fram að jólum. Skrifstofa menningar- og ferðamála sér um skipulagningu Jólaþorpsins og er Ásbjörg Una Björnsdóttir þar verkefnisstjóri. Hún segir hugmyndina að þessari skemmtilegu hefði koma frá Þýskalandi. Markmiðið hafi í upphafi verið að styðja við verslunina í bænum, einkum verslunarmiðstöðina Fjörð og verslanir við Strandgötuna. „Við höfum alltaf verið í góðri samvinnu við Fjörð og verðum, meðal annars, með beina útsendingu þaðan 1. Desember á Rás 2. Þá verða ýmsar uppákomur í Firði, til dæmis skemmtiatriði frá okkur, auk þess sem spjallað verður við gesti og gangandi. Inn á milli verður spiluð tónlist. Þessi beina útsending er í höndum Felix Bergssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur. Við vorum með slíka útsendingu í fyrra og hún mæltist mjög vel fyrir.“

ur boðið upp á jólaball fyrir alla með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Friðriki Ómari frá klukkan 20.00 til 21.30. Á sunnudögum verða hins vegar jólaböll fyrir yngstu gestina okkar í umsjá Gunnars Helgasonar og Felix Bergssonar. Þá verður dansað í kringum jólatréið sem kemur frá vinabæ Hafnarfjarðar, Frederiksberg, og boðið er upp á jóladagskrá.“ Jólaþorpið samanstendur af tuttugu jólahúsum sem eru með ýmsan varning til sölu. „Hafnarfjarðarbær á þessi hús,“ segir Ásbjörg, „og þau eru alltaf sett upp á besta stað í bænum vikuna sem þorpið er opnað. Daginn

fyrir opnun koma börn úr leikskólum Hafnarfjarðar og skreyta þorpið með skrauti sem þau hafa búið til sjálf og þá býður Lúðvík bæjarstjóri þeim upp á kakó og kleinur. Fyrsta opnunardaginn kveikjum við líka á jólatréinu okkar.”

Bakkelsi og englar

Þótt upphaflega hugmyndin hafi verið að reisa jólaþorp til að styðja við verslunina í bænum, þýðir það þó ekki að verslanirnar flytji í þorpið. Þær verða áfram á sínum stað við Strandgötuna og í Firði. Jólaþorpið fyllist hins vegar af handverksfólki, einstakling-

um og hópum, sem er að selja sín eigin verk og þar kennir margra áhugaverðra grasa. Sumir hafa eitt löngum stundum í föndurvinnu til að fjármagna félagsstörf, eins og kvennadeild Hauka og fimleikafélagið Björk, eða til að fjármagna starfsemi sína, til dæmis Góðgerðarfélög eins og Bergmál sem verður í einu húsinu - en sá félagsskapur er núna að safna fjármagni fyrir byggingu hvíldarbústaðar fyrir krabbameinssjúka. Karmelíta systurnar úr klaustrinu í Hafnarfirði taka auðvitað þátt í jólamarkaðinum - en kertin þeirra hafa notið gríðarlegra vinsælda að sögn Ásbjargar.

ólaböll og framlög leikJ skólanna.

„Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga frá klukkan 12.00 til 18.00, nema á Þorláksmessu. Þá verður opið frá 12.00 til 22.00 – og þá verður glatt á hjalla. Í tilefni af því að jólin verða alveg að bresta á, verð-

Mynd: Ingó

”Ég þori að fullyrða að Jólaþorpið er einn fjölbreyttasti markaður landsins,” segir hún. “Það er boðið upp á ýmsa textílog glervöru, skartgripi og annað handverk. Á einu borði er boðið upp á brenndar möndlur og svo verður hér belgísk kona sem býður upp á eigið handgert belgískt konfekt og kakó. Síðan verður hér fólk sem merkir föt og handklæði og annar hópur sem skrautritar á kerti - og hingað kemur kona sem sér engla fólks og teiknar þá. Hér verður líka í boði alls konar bakkelsi og góðgæti.”

Jólaþorpið samanstendur af tuttugu jólahúsum sem eru með ýmsan varning til sölu. „Hafnarfjarðarbær á þessi hús,“ segir Ásbjörg, „og þau eru alltaf sett upp á besta stað í bænum vikuna sem þorpið er opnað.


Jól 2007 • 55

Hvergi tómur bás

egar Ásbjörg er spurð hvort aðÞ eins sé í boð handverk frá áhugamönnum, segir hú svo ekki vera. “Það er öll flóran í gangi. Hér verður nokkuð stór hópur af íslenskum hönnuðum og handverksfólki, bæði textíl- leir- og glerlistamönnum. Bæði þekktir eldri hönnuðir og listamenn, sem og þeir yngri sem sjá þarna tækifæri til að koma sér á framfæri.” Og auðvitað er búið að fylla öll plássin - því, hver vill ekki koma sínum varningi að í svona vinsælu jólaþorpi. “Það er allt orðið fullt hjá okkur,” segir Ásbjörg, “en það er ekkert nýtt. Ég held að það hafi aldrei komið fyrir að hér hafi verið tómur bás.” Þegar hún er spurð hvaðan húsin í þorpinu koma, segir hún þau hafa verið keypt frá Þýskalandi, því hér hafi ekki fram að þessu verið til svona markaðshefð á Íslandi. “En þar sem þetta verður stöðugt vinsælla með hverju árinu sem líður, erum við farin að átta okkur á því að líklega þurfum við að bæta við húsum á næstu árum. Þau látum við líklega smíða hérlendis.”

“Við virkjum alla sem við mögulega getum hér í bæjarfélaginu,” segir Ásbjörg, “til dæmis hafnfirsku kórana, félagsmiðstöðvarnar, leikfélögin í Hafnarfirði og lúðrasveitirnar.

Kórar og leikhópar

Fyrir utan jólaböll og skemmtidagskrár Felix og Gunna, verða ótal uppákomur í Jólaþorpinu í ár. “Við virkjum alla sem við mögulega getum hér í bæjarfélaginu,” segir Ásbjörg, “til dæmis hafnfirsku kórana, félagsmiðstöðvarnar, leikfélögin í Hafnarfirði og lúðrasveitirnar. Capri tríóið, sem er söngtríó eldri borgara tekur þátt í Jólaþorpinu, sem og Jaðarleikhúsið, sem ætlar að vera með eitthvert ævintýralegt atriði. Í fyrra voru þau með atriði sem þau kölluðu “Hvernig komast jólasveinarnir inn í blokkaríbúðir.” Þetta var mjög flott atriði, þar sem leikhúsið fékk með sér sigmenn með siggræjur - virkilega flinkir krakkar. Þetta atriði vakti mikla ahygli og

ég vona að við fáu svona spennandi uppákomu frá þeim aftur.” Aðspurð hver reynslan hefur verið af Jólaþorpinu fyrstu fjögur árin, segir Ásbjörg að Gallup hafi gert könnun fyrir bæjarfélagið árið 2004. “Fólk var spurt hvort það kannaðist við Jólaþorpið og hvort það hefði komið þangað. Það kom í ljós að flestir aðspurðra vissu um þorpið og viðbrögðin voru mjög jákvæð. Tilganginum er því náð - og um að gera að halda ótrauð áfram.“

Stórkostlega

skemmtilegt

Gunnar Helgason og Felix Bergsson sjá um jólaböllin í Jólaþorpinu að þessu sinni – og víst er að enginn verður svikinn af þeirri frábæru stemningu sem þeim félögum er einkar lagið að skapa. Þeir sáu um jólaböllin í fyrra og segjast harla glaðir með að fá vera með aftur í ár og hlakka til að hitta aftur krakkana úr Hafnarfirði og nágrenni. „Okkur fannst þetta stórkostlega skemmtilegt,“ segir Felix. „Svæðið er einstakt. Það myndar eiginlega sal í kringum jólatréið, þannig að það er hægt að ganga í kringum jólatréið og syngja gömlu, góðu jólalögin. Að ganga kringum jólatré úti undir berum himni um hávetur á Íslandi er mjög skemmtilegt. Það var svo gaman í fyrra og við vorum að sjá sömu andlitin sunnudag eftir sunnudag. Hvað dagskrá þeirra félaga varðar, segir Felix þá ætla að halda sínu striki frá því í fyrra, ganga í kringum jólatréið með krökkunum – síðan

verða þeir með eigið prógram, hefðbundna dagskrá „að hætti hússins,“ ef svo má að orði komast. „Við erum með píanóleikara með okkur,“ segir Felix. „Auðvitað syngjum við hefðbundnu jólalögin en síðan erum við með okkar eigin jólalög sem við sömdum með Jóni Ólafssyni og í kringum þau lög verðum við með leikþátt. Við hljóðrituðum þessi jólalög og disk sem heitir Jólin (eru alveg að) koma og eru lög um það hvað allt er hektískt á heimilinu. Síðan tökum við á móti gestum. Við vitum að jólasveinarnir ætla að kíkja á okkur og hver veit nema eitthvert hyski úr fjöllunum mæti, til dæmsi Grýla og Leppalúði. Grýla mætti kíkti til okkar í fyrra og við tókum því bara með jafnaðargeði. Einnig koma í heimsókn til okkar listamenn sem fara um og skemmta víðs vegar á aðventunni. Það verður því heilmikið í gangi í jólaþorpinu í Hafnarfirði að þessu sinni.“


56 • Jól 2007

Það er svo gaman að koma að gagni Tilboðskort – líkamsrækt á tilboðsverði - tilvalið gjafakort

Bára Magnúsdóttir hjá JSB segir líkamsrækt-

„Það nýjasta hjá okkur eru svo tilbiðskortin sem eru einstök í sinni röð. Þér býðst núna að kaupa tilboðskort fyrir tíu þúsund krónur. Kortið gildir í heilt ár og sú sem fær gjöfina, getur notað það t.d. upp í þriggja mánaða kort, TT1 eða Rope-yoga námskeið. Að því loknu, getur hún notað það aftur í næsta námskeið eða kort og svo framvegis allt árið. Það eyðist ekki fyrr en eftir ár og því hægt að nota það sem innágreiðslu aftur og aftur þann tíma sem það gildir.“

arstöðvar komnar til að vera og býður upp á einstakt tilboðskort til að stinga í jólapakkann hjá konum á öllum aldri „Ég er búin að reka fyrirtækið í fjörutíu ár en mér finnst svo gaman að eiga eins árs afmæli og nú á ég eins árs afmæli hér á nýja staðnum,“ segir Bára Magnúsdóttir eigandi JSB í Lágmúlanum. Í fyrra keypti hún húsnæði vélaverkstæðis sem var á bak við líkamsræktarstöðina og hefur innréttað þar all-glæsilega æfingasali. „Ég hef reynt að innrétta stöðina þannig að þér finnst þú vera komin í klúbbinn þinn þegar þú kemur hingað,“ bætir hún við. Bára var barnung þegar hún stofnaði fyrirtæki sitt og leigði undir það húsnæði á efstu hæð við Hverfisgötu, þar sem áður var skattstofa. Síðan fluttist hún í Suðurver og rak einnig um tíma stöð í Hraunbergi. Árið 1994 fluttist JSB síðan í Lágmúlann – fyrir ári var vélaversktæðinu breytt í líkamsræktarsali. Þar með stækkaði stöðin um helming, eða 800 fermetra og heitir núna Lágmúli 7 og 9. Starfsemi JSB er tvískipt. Annars vegar er boðið upp á listdans fyrir börn og unglinga og hins vegar, líkamsrækt fyrir konur. „Við höfum haldið þeirri stefnu að hafa stöðina eingöngu fyrir konur. Þegar við vorum að stækka, veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að hafa bæði kynin en það varð ofan á að halda þessari sérstöðu. Við erum mikið í átaki fyrir konur; unga konan sem var að eiga

fyrsta barnið, konan sem er búin að eiga þrjú börn – er að grenna sig og koma sér í form og það er notalegt að geta gert það án þess að vera að hitta hann Gumma á móti.“

Til unga fólksins

JSB hefur boðið upp á átaksnámskeið í fimmtán ár og hafa þau verið sleitulaus síðan. Þau eru fyrir allan aldur, bæði fyrir konuna sem er hætt barneignum og þær sem eru í miðju kafi, því óneitanlega fylgir þetta barneignunum, eins og Bára segir. „Núna erum við líka að sinna ungu konunum. Við erum með sér átaksnámskeið fyrir sextán ára plús. Þetta er mjög ódýrt námskeið og felur í sér fræðslu um manneldi, hvernig á að þjálfa rétt og nærast rétt. Námskeiðið stendur í níu vikur í einu og kostar

10.900 krónur. Ástæðan fyrir verðinu er sú að við viljum koma til móts við unga fólkið og kenna því að stýra sínu holdarfari, það er nefnilega hægt að læra það eins og annað, þetta eru ekki óumbreytanleg örlög þótt viðkomandi hafi keyrt fram úr sér í holdarfarinu. Síðan erum við með námsmannakort, níu mánuði á 20.000 og fjóra mánuði á 12.000 – en þú þarft að sýna skýrt að þú sért námsmaður til að kaupa þau. Þessi kort til unga fólksins eru á sérstöku tilboðsverði. Það er mikil þörf fyrir þetta námskeið vegna þess að það fylgir því svo mikið vonleysi hjá ungum stúlkum að vera raunverulega of þung. Það er ofboðslega gaman að koma að gagni. Þetta er ekki námskeið þar sem fita breytist í vöðva. Þetta er námskeið

þar sem óæskileg fita hverfur. Ég þarf ekki að senda þig í efnagreiningu til að vita hvort þú hefur grennst. Það sést. Við erum að gera hlutina í alvöru. Fyrir konur á öllum aldri eru til dæmis TT-námskeiðin, eða frá “Toppi til táar”, sem eru fyrir konur í átaki og vilja læra manneldi og að stýra sínu holdarfari, í boði eru sjö flokkar á ýmsum tímum. Síðan geturðu verið með opið kort. Þá geturðu komið á hvaða tíma sem er á stundaskránni, nema í lokuðu átakstímana og ropeyoga. Einnig bjóðum við upp á tíma fyrir sextíu plús. Það námskeið er meira hugsað fyrir þær sem hafa aldrei þorað að koma og vilja byrja þar. En svo vill fólk geta valið sér tíma, geta valsað um alla stundatöfluna og komið þegar þeim hentar.“

Í Lágmúlanum er kennt í þremur sölum frá sex á morgnana til tíu á kvöldin. En þótt húsnæðið sé stórt og rúmgott, er ekki pláss þar fyrir allan listdansinn. „Við þurfum að leigja tvo aðra sali vgna þess að dansskólinn er svo víðtækur. Þar eru um átta hundruð ungmenni. Þar með dugði þetta húsnæði ekki. Við leigjum sal í Laugardalshöllinni og annan sal í HK í Kópavogi. Námið skiptist í almenna braut og listdansbraut. Flestir eru á almennri braut, bæði strákar og stelpur, en almenna brautin er tómstundamiðað nám og þar er jazzballettinn allsráðandi.“ Þegar Bára er spurð hvort þessu líkamsræktaræði fari ekki að linna, segir hún að það sé af og frá. „Líkamsræktarstöðvar eru komnar til að vera, rétt eins og tannlæknar og hárgreiðslustofur. Þetta er þjónusta sem er engin bóla og við þurfum margar stöðvar með fjölbreytta þjónustu. Það er hins vegar ekki hægt lengur að opna einhvern sal með engum sturtum og þjónustu í bara einhverju húsi á horninu. Líkamsræktarstöðvar hafa fest sig í sessi og eru rótgrónar alveg niður í botn. Svo rótgrónar og mikilvægar að læknar á Norðurlöndum eru farnir að vísa fólki í líkamsrækt í stað þess að láta það hafa pillur.“

Blómabúð með litlu þægilegu kaffihúsi Draumur Katrínar í Blóm og kaffi að reka fallegt lítið franskt eldhús í blómabúðinni sinni er að rætast Við Reykjavíkurveg 60 í Hafnarfirði er einkar smekkleg og notaleg blómabóð sem ber heitið Blóm og kaffi. Þar ræður ríkjum Katrín Helga Reynisdóttir sem segir að enn sem komið er sé hér aðallega um blómabúð að ræða en á því verði fljótlega breyting, hún stefni að því að opna kaffihúsið innan nokkurra daga. Hún bjóði þó upp á netkaffi. Það fyrsta sem vekur athygli þegar

gengið er inn í Blóm og kaffi, er öll sú fallega gjafavara sem er þar á boðstólum enda segist Katrín vera með öll helstu merkin í gjafavörum, SIA, Cult Design, Bröste og Housedoctor sem er danskt. „Ég legg líka mikið upp úr því að vera með falleg kerti og mikið úrval af servíettum,“ segir hún og bendir um leið á risastór mexíkósk kerti sem ætluð eru til brúks innandyra. Hér er um að ræða undurfögur ilmkerti og hægt að fá hinar ýmsu ilmblöndur, auk þess sem þau eru fagurlega skreytt með þeim afurðum sem ilmurinn er unninn úr.

Eðalkaffi og heitt súkkulaði

Katrín segist hafa opið í Blóm og kaffi frá ellefu á morgnana til níu á kvöldin og segir að á því verði full þörf eftir að kaffihúsið opnar. „Ég

Katrín Helga Reynisdóttir held að allir haldi að ég sé eitthvað að bulla þegar ég tala um að opna kaffihús hér. Það er heilt ár síðan ég ætlaði að gera það, en alls konar reglurgerðir og skilyrði hafa tafið framkvæmdina. Ég ákvað að vera ekkert að æsa mig yfir því, heldur anda bara rólega og láta góða hluti gerast hægt í þeim efnum. Hugmynd mín og draumur er að útfæra allt hér í frönskum stíl. Ég var að skoða blómabúðir/kaffihús í París og hreifst mikið af þeim. Í desemberbyrjun verður þetta komið og þá ætla ég að bjóða upp á kaffi, heitt súkkulaði og létt meðlæti. Ég er með ítalskt Bonomi kaffi sem kaffibúðin í

Hamraborg flytur inn. Alveg rosalega gott kaffi. Ég hlakka virkilega til að bjóða mínum viðskiptavinum upp á það.“ Auk gjafavörunnar er Blóm og kaffi með afskorin blóm, pottaplöntur og allar blómaskreytingar. „Við útbúum allar tegundir af skreytingum fyrir fólk,“ segir Katrín, „erum með fagfólk í vinnu sem sér um það. Bæði aðventu- og jólaskreytingar sem og kransa og blómaskreytingar fyrir jarðarfarir og brúðkaup.

Franskt og feminin

Þegar ég verð búin að opna kaffihúsið, eða eftir áramótin, ætla ég að

vera með uppákomur hér á einhverra vikna fresti. Hugmyndi er að þetta verði þægileg blómabúð með litlu þægilegu kaffihúsi – og svo ætla ég að vera með uppákomur fyrir konur. Bara það sem mér dettur í hug á fimm til sex vikna fresti. Og þar sem ég er með afar góða aðstöðu á bak við, stefni ég að því að fá gott fagfólk til að vera með kransanámskeið og blómanámskeið; skreytingar tengdar blómum. Ég er dálítið að stíla inn á að þetta verði griðstaður fyrir konur sem vilja slaka á, anda að sér blómailmi og fá sér bolla af eðalkaffi. Franskt og feminin.“



58 • Jól 2007 Ein þeirra kvenpresta sem hefur mátt finna lausn á því að innleiða jólin hjá okkur hinum, ásamt því að skapa jólastemningu fyrir fjölskylduna er séra Guðbjörg Jóhannesdóttir sem þjónar nú í Háteigskirkju, eftir að hafa verið sóknarprestur Sauðkrækinga í níu ár. Og börnin? Þau eru fimm. Eftir að Guðbjörg útskrifaðist frá guðfræðideild Háskóla Íslands var hún heimavinnandi í tvö ár áður en hún réðist til starfa á Króknum. Börnin voru þrjú, eins, tveggja og fimm ára og þegar fjölskyldan flutti norður, bættist sjö ára dóttir eiginmannsins í hópinn. Hinn bráðungi sóknarprestur mætti því í prestakallið með fjögur ung börn. Hún segir það þó ekki hafa verið alveg eins erfitt og það hljómar, vegna þess a að allir hafi verið heilbrigðir svo það hafi ekki verið neitt alvarlegt til að kljást við. Bara þetta venjulega.

Heimavinnandi húsmóðir gerist sóknarprestur

En hvers vegna Sauðárkrókur? „Allt föðurfólkið mitt er frá Sauðárkróki og staðan var laus. Auk þess gat maðurinn minn flutt sig þangað til í starfi hjá endurskoðunarskrifstofu Deloitte,“ segir Guðbjörg – en viðurkennir að þetta hafi þó verið nokkuð stórt stökk. Fyrsta prestakallið og fjögur börn sem eru að skipta um umhverfi. „En það var alveg yndislegt að vera fyrir norðan og mikil eftirsjá að staðnum, en ég var búin að vera þarna í níu ár og það var kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og söfnuðinn. Þetta er stórt prestakall og aðeins einn prestur sem þjónar því. Mér fannst ég búin að ná þeim markmiðum sem ég setti mér í upphafi. Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera áfram í Skagafirði, en vildi færa mig til í starfi. Mér fannst það alveg nauðsynlegt til að halda mér þokkalega ferskri. Maðurinn minn var líka að færa sig til í starfi, svo það kom af sjálfu sér að við flyttum til Reykjavíkur. Guðbjörg er þetta árið að leysa af í Háteigskirkju, sem er risastórt prestakall en hún segir álagið um jólin gerólíkt því sem hún á að venjast að norðan; messurnar mun færri. Fyrir norðan var hún með átta messur um jólahátíðina en það hafi ekki verið erfitt. „Það kann að hljóma undarlega en það er mjög gaman að vera með átta messur yfir jólahátíðina. Þá koma svo margir í kirkjuna, en ekki síður vegna þess að það er orðið hluti af lífsmunstri fjölskyldunnar að fara í messur um jólin. Eiginmaðurinn og krakkarnir fóru því mikið með mér í þessar messur, þótt þau mættu ekki í þær allar.“

Að koma sér í gírinn

Myndir: Ingó

Jólahald hjá séra mömmu Prestar hafa þeim skyld-

jólahefðum okkar. Guð-

hefur mótað jólahefðirnar

um að gegna að færa

björg Jóhannesdóttir er

á hennar heimili.

okkur jólin með guð-

fimm barna móðir sem

spjallinu og þeirri helgi

hefur gegnt prestsemb-

sem er ófrávíkjanleg í

ætti í tíu ár – og það

Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á aðfangadag og við munstrum okkur til að setjast að jólamatnum – er þó ein stétt sem einmitt þá er að mætta í vinnu til að hefja upp raust

sína og flytja okkur jólaboðskapinn. Það eru prestarnir – sem einnig geta verið mömmur. Ekki ólíklegt að börn þeirra álíti einhverja hugsanavillu í textanum um hana Gunnu á nýju skónum þar sem segir „mamma er enn í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat.“ Og stundum er hópurinn nokkuð stór sem bíður eftir að jólavinnu séra mömmu ljúki.

Það er ekki eins og prestar geti bara staðið upp frá skúringarfötunni, eða sósunni, eða steikinni, vippað sér í skrúðann og látið svo bara vaða. Hverja messu þarf að undirbúa, skrifa prédikun sem á við stund og stað. Þegar Guðbjörg er spurð hvernig hún hafi sameinað undirbúning jólahaldsins heima og í kirkjunni, segir hún: „Þetta er eins og með allt jólahald, það þarfnast undirbúnings. Maður er ekkert að geyma hann fram á síðustu stundu, hvort sem maður er að baka átján sortir eða skrifa fimm prédikanir. Undirbúningurinn hjá mér hefst 1. nóvember. Ég er ein af þessu klikkaða fólki sem verður alveg rosaglatt þegar það sér fyrstu jólaauglýsinguna frá IKEA. Þá hugsa ég alltaf: „Vei! Nú get ég farið að koma mér í gírinn!“ Og ég byrja strax að undirbúa jólin fyrir heimilið. Nóvember mánuður hjá mér snýst um að létta mér lífið, ganga frá hlutum eins og jólakveðjum, en í stað þess að skrifa hundrað jólakort, skrifum við jólabréf sem við ljósritum og sendum síðan á fjölskyldu og vini. Og Guð blessi Jóa Fel og alla hina bakarana fyrir smákökurnar sem þeir baka fyrir okkur... Veistu, maður þarf ekkert að gera sér þetta svo erfitt.“ Í fljótu bragði er ekki hægt að sjá að Guðbjörgu finnist neitt erfitt. Á meðan hún bjó fyrir norðan lauk hún


Jól 2007 • 59

Ég er ein af þessu klikkaða fólki sem verður alveg rosaglatt þegar það sér fyrstu jólaauglýsinguna frá IKEA. Þá hugsa ég alltaf: „Vei! Nú get ég farið að koma mér í gírinn!

mastersprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla í „Mediation and Conflict Resolution“ sem gæti útlagst sem „Sáttaumleitun og lausnir ágreinings.“ Því námi lauk hún á tveimur árum með því að skreppa einu sinni í mánuði frá Sauðárkróki til Kaupmannahafnar, auk þess sem hún var í hálfu starfi um tíma og fékk síðan fjögurra mánða leyfi frá störfum til að ljúka náminu.

Vel skipulagðir helgidagar

En aftur að jólunum. Jólaprédikanir er ekki hægt að skrifa á síðustu stundu og Guðbjörg byrjar að huga að þeim um mánaðarmótin nóvember/ desember. „Þá byrja ég að punkta hjá mér ýmislegt sem mér dettur í hug og byggi þær smám saman upp. Það er með þær, eins og átján sortirnar: Hafi maður ákveðið að gera þetta, þá er það alls ekkert óyfirstíganlegt.“ Á Sauðárkróki var Guðbjörg með átta messur síðustu viku ársins, þrjár á aðfangadag, tvær á jóladag, eina á þorláksmessu, eina á gamlárskvöld – og eina í sveitinni. Hún segist þó ekki alltaf hafa verið með sitthvora ræðuna. „Ég var með jólaræðu við sama texta á Sauðárkróki og í sveitinni,“ segir hún og aðspurð út frá hverju hún leggi í jólaræðu svarar hún því til að það sé misjafnt út frá hverju hún leggur í ræðunum. „Fyrst og fremst legg ég út frá jólatextunum. Svo fer það eftir árferði hverju sinni og manns eigin þroska og hugsun hvernig maður leggur út frá þeim. Oft er eitthvað sem hefur verið að gerast hjá söfnuðinum sem er gott að fjalla um vegna þess að stór hluti hans er saman kominn í jólamessunni. Annars er eru jólin ekki mesti annatíminn hjá prestum, heldur páskafastan og páskarnir.” Hjá okkur eru mestu jólaannirnar á heimilinu eins og hjá öðrum, og vissulega þurfti ég að skipuleggja helgidagana vel þegar ég var með svo margar messur. Við vorum fljót að koma okkur upp vissum hefðum til að létta álagið. Eftir að við fluttum norður borðuðum við alltaf hangikjöt á aðfangadag, til dæmis. Ekki vegna þess að okkur þætti það besti jólamaturinn, heldur vegna þess að það var hægt að elda það daginn áður. Á meðan við vorum fyrir norðan mætti líka stórfjölskyldan um jólin og létti undir með okkur. Ég gat messað áhyggjulaust því amman sá um uppstúfið og öll hjálpuðumst að. Ef satt skal segja, þá kem ég lítið nálægt eldamennsku um jólin. Ég kem bara heim úr vinnunni og sest við matarborðið með bros á vör.“

Börnin þekkja ekkert annað

Guðbjörg segir börnin ekki hafa haft orð á því að jólin þeirra væru eitthvað öðruvísi en hjá öðrum. „Þau þekkja lítið annað og finnst þetta bara eðlilegt. Að vísu var ég í fæðingarorlofi ein jólin, eftir að fimmta barnið fæddist og það var mjög notalegt. Hins vegar muna krakk-

arnir ekki eftir jólum áður en ég fór að vinna sem prestur en líklega þætti þeim þægilegt að ég væri alltaf heima á þessum tíma en þannig er það bara ekki hjá okkur.” „Við höfum líka skapað okkur vissar hefðir sem gera dagana skemmtilega. Aðfangadagur hefst t.d. alltaf eldsnemma á morgnana hjá okkur. Þá hefur Kertaskníkir komið og búið til ratleik um allt húsið. Hvert barn fær einn miða í sinn skó frá honum og síðan þurfa þau að raða saman öllum miðunum til að fá fyrstu vísbendinguna. Þá er oft heilmikið fjör hér. Við hjónin vöknum alltaf við slík læti að það er eins og fílahjörð sé í húsinu, þau hrópa og kalla á milli sín, hlaupa um og stappa, hlæja og skríkja. Vandinn er bara sá að þau eru orðin alltof flink í þessum ratleik. Kertasníkir verður að fara að herða sig.“ En nú er fjölskyldan flutt suður og því fylgja breytingar á jólahaldi hennar. „Helsta breytingin er sú að ég er með miklu færri messur og get verið meira heima, klukkan sex á aðfangadag, klukkan tvö á annan í jólum og klukkan tvö á nýársdag. Við erum tvö sem sinnum prestsstörfum í Háteigskirkju og skiptum messunum á milli okkar. Ég er að leysa af í kirkjunni og geng því bara inn í það kerfi sem verið hefur þar. Og nú þarf stórfjölskyldan ekki að ferðast yfir heiðar til að eyða jólunum með okkur. Það sem við eigum kannski eftir að sakna mest þessi jólin er messan í sveitinni, úti á Skaga. Í þá messu fór öll fjölskyldan með mér, þannig að það var mikilvægur hluti af okkar jólahefð.“

Ánægjulegar stundir í kirkjunni

En það er ekki bara um jólin sem séra mamma þarf að vera í vinnunni á óvenjulegum tímum. Aðventan er jú upptakturinn að jólahátíðinni og þá er í ýmsu að snúast í kirkjunni. „Kór Háteigskirkju verður með stóra tónleika á fyrsta sunnudag í aðventu, svo er aðventustund við kertaljós, skólaheimsóknir og almennar messur. Ekki má svo gleyma kröftugu barnastarfi alla sunnudaga og í miðri viku. Svö öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.” Í Háteigskirkju eru líka kvöldmessur öll fimmtudagskvöld kl.20 og þangað getur fólk komið, tekið þátt í fyrirbæn, sungið, róað sig niður og farið heim með ljós í hjarta. Aðventan snýst um undirbúning og hér á heimilinu höfum við haldið fast í þann skilning. Við skreytum heimilið eftir messu fyrsta sunnudag í aðventu. Þá eru allar seríur teknar fram og veitir svo sannarlega ekki af í skammdeginu.

Hvert tímabil í kirkjunni hefur ákveðinn lit og litir hafa áhrif á okkur. Litur aðventunnar er fjólublár. Hann hvetur okkur til íhugunar og endurskoðunar. Þennan tíma á maður, til dæmis, að nýta til að taka til í hjónabandinu og huga að samskiptunum við börnin. Desember er líka rétti tíminn til að byrja að hreyfa sig – ekki janúar. Það er einmitt á þessum tíma sem við erum í endurskoðun og átaki í kirkjunni. Það er ákveðinn ryþmi í kirkjuárinu sem gott er að nota til að móta tíma sinn.“

Þegar allt átti að vera fullkomið

Fyrir utan auglýsingu IKEA um að jólin séu að koma, segir Guðbjörg auglýsingahávaðan í fjölmiðlum lítil áhrif hafa á sig. „Ég er yfirleitt búin að kaupa jólagjafirnar áður en sú hrina skellur á. Núna hlakka ég hins vegar mikið til að fara í bæinn á Þorláksmessu, ganga um miðbæinn og Laugaveg og njóta mannlífsins. Ég er svo heppin að vera í fríi þennan dag.“ Það er eins og allt sé frekar áreynslulaust og létt í höndum Guðbjargar – en hún segist líka reyna að læra af mistökum sínum. „Fyrstu jólin á Sauðárkróki voru mikilvæg lexía. Þau jól vorum við amma alger-

Eftir að við fluttum norður borðuðum við alltaf hangikjöt á aðfangadag, til dæmis. Ekki vegna þess að okkur þætti það besti jólamaturinn, heldur vegna þess að það var hægt að elda það daginn áður.

lega sammála um að ég ætti að skila manninum mínum, því hann væri náttúrlega óalandi og óferjandi. Það var auðvitað ekkert að mér !” Við vorum algerlega óvön og óundirbúin að takast á við fyrstu jólin þar. Ég gerði sömu væntingar til jólanna og á meðan ég var heimavinnandi, nema ég færði þessar kröfur yfir á manninn minn sem hafði allt aðra skítastuðla en ég. Og það átti allt að vera fullkomið. Hátíðartónið átti að vera svo pottþétt að ég var í mánuð að æfa mig fyrir það. Prédikunin átti að vera pottþétt, heimili átti að vera fullkomið og börnin óaðfinnanleg. Það voru allir að truflast!“

Upphaf að jafnrétti

„En í stað þess að skila þessum elskulega manni, settumst við hjónin niður eftir jólin og ræddum ástandið sem komið hafði upp. Við vorum sammála um að láta þetta aldrei gerast aftur. Við ræddum líka hvernig við vildum hafa hlutina vegna þess að við höfðum lítinn áhuga á að gera

okkur þetta svona erfitt aftur. Í stað þess að stressa okkur á því að vera með allt eftir einhverjum kúnstarinnar reglum um jólin, reynum við að njóta aðventunnar og jólanna og hafa það huggulegt. Það tekst yfirleitt vel og hjá okkur er þetta góður tími. Að vera saman er mikilvægast, og njóta þess. Samverustundir eins og sú regla að borða saman á kvöldin og fara með borðbæn á undan er sem dæmi mjög afstressandi.” Fyrstu jólin á Sauðárkróki voru dýrmæt reynsla fyrir okkur bæði. Þau urðu til þess að við komum upp betri verkaskiptingu. Eftir þau jól fórum við að vinna meira saman. Ef kona, sem er prestur, ætlar að halda jól sem eiga að vera eins og þegar hún var heimavinnandi, þá getur það bara endað með ósköpum. Ef allt sem við erum að kenna og boða, skilar sér ekki inn á heimilið, þá er eitthvað mikið að sem þarf þá bara að laga. Það er ekkert hægt að tala um Jesúbarnið og fara svo beint heim og garga á fjölskylduna.“


60 • Jól 2007

Börnin skapa jól Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt skrið í skólum og leikskólum landsins. Börnin keppast við að búa til jólagjafir, jólapappír, jólakort, jólaskraut – og fátt er dýrmætara og eftir minnilegra en gripir sem hafa orðið til í litlu höndunum á börnunum okkar. Í Barnaskóla Hjallastefnunnar hefur yngsti árgangurinn, fimm ára börnin, unnið af alúð síðustu vikurnar, með myndlistarkennaranum sínum, Þuríði Bogadóttur, við að búa til fallega gripi til gjafa og skreytinga. Skólastjóri yngri deilda skólans er Dóra Margrét Bjarnadóttir og segir hún myndlistarkennsluna vera tilraun sem hófst síðastliðið haust. „Við fengum Þuríði til liðs við okkur, sem er leikskólakennari með margra

ára reynslu og hefur lokið sérnámi í listgreinum með börnum. Hún hefur skipulagt og séð um myndlistarkennsluna í haust. Reynslan nú þegar er mjög góð og þetta eru þeir tímar sem börnin hlakkar mest til. Við höfum skipt krökkunum niður í hópa og hver hópur er í myndlistinni í fjóra daga, í einn og hálfan tíma fyrir hádegi og eina klukkustund eftir hádegi. Þetta fyrir komulag skilar sér líka til annarra kennara vegna þess að Þuríður hefur sína eigin stofu til kennslunnar. Hún undirbýr alla tíma sjálf og hreinsar eftir tímana líka. Kennarinn mætir bara með hópinn sinn og getur einbeitt sér að því að halda utan um hann og fylgjast með honum, samskiptum og slíku.“ Hver hópur mætir í listsköpun í eina viku í senn á sex vikna fresti og í húsinu er sex hópar. Þuríður er ekki síður ánægð með vinnuna með krökkunum en skólastjórinn. Haustið segir hún hafa farið í myndlist, vegna þess að sú grein sé góð til að kynnast krökkunum og vinna traust þeirra. Eftir áramótin langar hana nefnilega að búa til leiksýningu með þeim. Sýningu þar sem krakkarnir gera allt sjálfir; semja sögu og söngva, syngja, leika, gera leikmynd og búninga. Myndir: Ingó



62 • Jól 2007

Myndir: Ingó

Jólalærið SS Bláberjalæri með mildri gráðostasósu, perubláberjasalati, og kartöflusveppagratini Fyrir 6 persónur

Bláberjalæri:

1 stk SS bláberjalæri 2 dl púrtvín 2 dl vatn Nýmulinn svartur pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C. Setjið lærið í steikarpott ásamt púrtvíni og vatni. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar. Steikið í u.þ.b. 2 tíma miðað við blástursofn (170°C án blásturs). Takið steikarpottinn út og sigtið soðið. Setjið ofninn á grill setjið lærið inn og grillið örlítið. Þá verður puran stökk. Setjið á fat og framreiðið

Mild gráðostasósa:

Soðið úr steikarpottinum 70 gr gráðostur 4 dl rjómi Salt og pipar

Kjötkraftur Sósujafnari

Aðferð:

Setjið soð, rjóma og gráðost í pott og sjóðið þar til osturinn er uppleystur. Kryddið með salti og nýmöldum svörtum pipar. Þykkið með sósujafnara og bragðbætið með kjötkrafti.

Kartöflusveppagratín: 1 kg stórar kartöflur 250 gr sveppir 1 msk smjör ½ stk laukur 3 dl rjómi

salt og pipar 100 gr rifinn ostur

Aðferð:

Skerið sveppina í þunnar sneiðar og steikið í smjöri á pönnu. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar skífur, þerrið. Saxið laukin. Leggið til skiptis kartöfluskífur, lauk og sveppi og kryddið með salti og pipar á milli laga í þar til allt er komið í formið. Hellið þá rjómanum yfir. Látið rjóman leka vel á milli. Stráið osti yfir og bakið við 150°C í c.a. 50-60 mín

Perubláberjasalat:

1 lítil dós bláberjaskyr.is 3 msk sýrður rjómi 20 stk pecanhnetukjarnar ½ msk hlynsíróp 2 stk perur c.a. 50 stk bláber

Aðferð:

Hrærið saman bláberjaskyri, sýrðum rjóma og hlynsírópi. Saxið pecanhnetukjarnana og setjið saman við. Skrælið og skerið perurnar í bita og hrærið saman við. Látið bláberin út í að lokum en gætið að því að mauka þau ekki mikið

Árni Þór Árnason matreiðslumeistari



64 • Jól 2007

Skart og klæði fyrir skvísurnar, mömmurnar og ömmurnar Stefna Kiss er að vera með fatnað sem allar konur, á öllum aldri geti nýtt sér – og herrarnir hafa ekki heldur gleymst. Ef einhverjar konur eiga að glitra um jólin, þá eru það íslenskar konur. Það veitir ekkert af í þessu skammdegi. Og þar sem árferðið hefur verið „ofboðslega“ grátt og blautt og drungalegt, er um að gera að byrja bara strax að hengja á sig semelíusteina og kristalla, sem kertaljósin – svo kósí - geta speglað sig í. Í Kringlunni er verslunin Kiss – sem svo sannarlega býður upp mikið úrval af glitrandi skarti – hálsfestum, eyrnalokkum, armböndum, hringum, úrum og naflalokkum. Bara nefna það. Þar eru líka glitrandi kjólar, glitrandi veski og skór. En að sjálfsögðu er líka til látlausari fatnaður sem gaman er að lyfta upp með fallegu skrauti. Eigandi Kiss er Þórstína Björg Þorsteinsdóttir – sem keypti verslunina sem þá var staðsett á „þriðju hæðinni í gömlu Kringlunni.“ Þá var þetta pönkarabúð og hafði verið látin heita Kiss eftir hljómsveitinni frægu. Það var kannski ekki alveg stíllinn sem Þórstína hafði hugsað sér, þótt hún réðist ekki í byltingu á fyrsta degi. En smám saman breytti hún þó stílnum og flutti loks á nýju þriðju hæðina.

önkarabúðin varð skvísuP búð

„Ég gerði hana bleikari og bleikari með tímanum, þangað til þetta var orðin alger skvísubúð,“ segir hún. Þegar gamla Kringlan og Borgarkringlan voru svo sameinaðar komu forsvarsmenn hússins að máli við mig og buðu mér nýja plássið, þar sem að þeim fannst renneríið orðið það mikið á loftið. Mér leist vel á það og flutti – en það varð fljótlega heldur lítið,“ segir Þórstína. „Tveimur árum eftir að ég flutti hingað, hætti svo verslunin sem var hér við hliðina og þá tók ég það pláss líka og braut niður vegginn á milli. Ég er því búin að þrístækka Kiss frá því að ég keypti hana.“ Kiss er ekki pönkarabúð í dag, og ekki heldur bara skvísubúð, heldur verslun sem selur allt frá þægilegum kvenfatnaði upp í glæsilega samkvæmiskjóla, sem höfðar til kvenna á öllum aldri. „Við erum með ákaflega breiðan hóp viðskiptavina – og ekki bara konur. Við getum skartað karlmenn á hvaða aldri sem er, þótt konurnar séu okkar meginhópur. Hins vegar myndum við vilja fá inn miklu meira af konum á miðjum aldri, Þær hafa verið hræddar við að koma hing-

Myndir: Ingó

að og virðast halda að við séum aðeins með skart og klæði fyrir ungar stúlkur – en það er af og frá. Kiss er með vörur fyrir skvísurnar, mömmurnar og ömmurnar.“

kvísubúðin varð verslun S fyrir allar konur

Þórstína segir það stefnu Kiss að vera með breiða línu sem allar konur, á öllum aldri og alla vega í laginu geta nýtt sér. „Stefnan er að þjóna öllum konum, hvort sem þær eru grannar eða ýturvaxnar, stuttar eða háar. Við vorum áður meira með djammfatnað – en það hefur breyst. Þannig að pönkbúðin sem varð skvísubúð er orðin að alhliða verslun fyrir konur sem vilja vera dálítið töff. Fyrir utan að vera með þægilegan fatnað til daglegra nota erum við með mikið úrval af kjólum – og núna er sko aldeilis kjólatími. En það er samt engin ein lína í gangi, sumar konur vilja helst ganga í stuttum kjólum, aðrar í síðum. Við erum með hvoru tveggja í öllum stærðum. Svo eru við með mikið af flottum samkvæmiskjólum núna fyrir jólin. Það er svo gaman að nota hátíðina til að klæða sig upp. En auðvitað eru til konur sem aldrei klæðast kjólum. Við höfum alls ekki gleymt þeim og

iss er ekki K pönkarabúð í dag, og ekki heldur bara skvísubúð, heldur verslun sem selur allt frá þægilegum kvenfatnaði upp í glæsilega samkvæmiskjóla, sem höfðar til kvenna á öllum aldri.

Þórstína B. Þorsteinsdóttir


Jól 2007 • 65 erum með mikið af fallegum toppum, bolum og peysum, gríðarlegt úrval af ermum – og svo auðvitað, leggings, pilsum og síðbuxum. Þegar Þórstína er spurð hvernig hún skýri velgengni Kiss í áranna rás, segir hún: „Við erum með sérlega góð verð. Ef ég næ hagstæðum viðskiptum, vil ég láta kúnnann njóta þess. Ég myndi segja að ég væri bara með vöruna á eðlilegu verði.“

Lífleg þjónusta

Það er sérlega gaman að skoða skartið í Kiss. Þar eru hálsmenn og eyrnalokkar eins og maður sér hanga á keisaraynjum frá fyrri öldum, nælur eins og amma átti, úr eins og maður sér í tískutímaritum í dag – og allt þar á milli. Nælur sem eru eins og blóm, eða snákar, eða froskar, og jafnvel vekjaraklukkur. Hálsfestar eru alla vega, langar og stuttar, með litlum eða stórum steinum, hvort heldur sem er úr gulli eða silfri. „Við erum með rosalegt úrval af skarti,“ segir Þórstína. „Skarti fyrir allan aldur og bæði fyrir konur og karlmenn. Þú getur keypt jólagjöfina fyrir allar konurnar í ættbálknum hér

Það eru líka svo skemmtilegir tímar að ganga í hönd núna, vegna þess að það er allt í gangi. Það er ekki nein ein ákveðin lína sem allir hlaupa eftir. – og karlana líka.“ En koma karlmenn mikið inn í svona glitrandi verslun? „Ójá. Nú er einmitt að hefjast sá tími sem er skemmtilegastur af öllum vegna þess að karlmenn koma svo mikið í búðina til að finna gjöf fyrir sínar konur, eiginkonuna, dótturina, systurina, mömmuna og ömmuna. Karlmenn eru svo skemmtilegir viðskiptavinir vegna þess að þeir eru einkar hrifnæmir og það er gaman að afgreiða þá. Við leggjum líka mikla áherslu á að vera með líflega þjónustu og yfirleitt fara allir mjög glaðir héðan út.

Öll flóran í skarti

En auðvitað eru alltaf tískur og straumar í skarti jafnt sem klæðnaði. Þegar Þórstína er spurð hvað sé vinsælast í dag, eða „in“ eins og það er stundum kallað, segir hún það helst vera stóra semalíulokka og fjólublátt skart. „Við mokum þessu út núna. En auðvitað erum við með alls konar lokka og hálsmen og... Æ, veistu, það myndi eiginlega æra óstöðugan að ætla að reyna að telja upp hvað er til, úrvalið og fjölbreytnin er svo mikil, segir Þórstína og hlær, ég held að ég geti skammlaust sagt að við séum með alla flóruna í skarti, veskjum, skóm og beltum.“ En vilja íslenskar konur Glitra? „Já, allt með semalíusteinum er mjög vinsælt núna – og þá sérstaklega á þessum árstíma. Það eru líka svo skemmtilegir tímar að ganga í hönd núna, vegna þess að það er allt í gangi. Það er ekki nein ein ákveðin lína sem allir hlaupa eftir. Við höfum miklu meiri möguleika og frelsi til að koma upp okkar eigin persónulega stíl, jafnvel þótt vissir litir geti verið meira ríkjandi en aðrir. Það eru góðir litir í tísku núna. Aðallitirnir í fötum þessi jólin eru gyllt, silfrað, fjólublátt – og svart að sjálfsögðu. Sem eru einmitt litir sem mjög auðvelt er að skreyta.

HÁSKERPA HEIM Í STO STOFU FU TILBOÐ

79.900-

MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp

WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000


66 • Jól 2007

Jólin í húsum hinna

dæmdu

Séra Hreinn S. Hákon-

fjölskyldunnar, horfir á þetta frá hliðarlínunni og það tekur nokkuð þungt á menn.

arson fangaprestur segir jólin erfiðan tíma í lífi

Í fyrsta lagi, að geta ekki tekið þátt í þessum hversdagslega undirbúningi jólanna á aðventunni, tekið þátt í eftirvæntingu barnanna og geta ekki heldur liðsinnt fjölskyldu sinni sem skyldi með það að standa undir jólunum. Við vitum að jólin eru dýr og kröfuhörð á peninga í neysluæði nútímans. Við erum svo smituð af þessu ytra drasli í kringum jólin – og fangarnir eru alveg eins. Þetta er það ytra. Í öðru lagi er það svo hið innra, að geta ekki verið hjá sínu fólki á hátíðarstundu. Það er kannski það sárasta. En þetta innra, að geta verið heima hjá sínum börnum, slakað á og og notið þess t.d. að vera með bók í hönd; þeir fara á mis við það. Jólin upplifa þeir á erfiðari hátt en endranær.“

fanga og líðan þeirra blendna. Álagið í starfi hans við sálgæslu og aðstoð við fanga og fjölskyldur þeirra eykst nokkuð á aðventunni. Jólin, fjölskylduhátíð ljóss og friðar, með fagnaðarboðskap og gleði eru ekki endilega hamingjudagar hjá öllum. Það er ekki gefið að glatt sé í döprum hjörtum á aðfangadag. Víða er fólk sem finnur mest fyrir einsemd og söknuði einmitt á jólunum. Meðal þeirra eru fangar sem afplána refsivist – og fjölskyldur þeirra. Því hefur fangaprestur Þjóðkirkjunnar, sr. Hreinn S. Hákonarson fengið að kynnast.

Það ójólalegasta sem til er

„Ég segi stundum að fangarnir upplifi frelsissviptinguna mest þegar búið er að loka klefanum eftir klukkan 22 á kvöldin og svo um þessa hátíð – sem er hátíð fjölskyldnanna í samtíma okkar, þegar fjölskylda og vinir koma saman og allir eru að gleðjast við veisluborð jóla, með gjöfum og vinsemd og njóta þess fyrst og fremst að vera með sínum nánustu – og þá ekki síst börnunum. Fangar hafa oft sagt sem svo vist í fangelsi um jól sé það ójólalegasta sem hægt er að hugsa sér. Og meira að segja ef þú ert götunnar maður getur þú þó gengið um Austurstræti og horft á jólaljósin. Í fangelsi ertu alveg lokaður af.

Hreinn sem hefur gegnt embættinu í rúm fjórtán ár, er prestur fanganna, ekki fangelsanna. Hans skjólstæðingar eða sóknarbörn eru í öllum fangelsum landsins, sem og á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi. „Þetta er stærri hópur en virðist við fyrstu sýn,“ segir Hreinn, „vegna þess að fangafjöldinn er, í öllum fangelsum landsins, rúmlega 125 manns og í kringum flesta þeirra eru fjölskyldur. Þótt ég segi að fangafjöldinn núna sé um 125, þá er mikið og stöðugt streymi, menn losna út sem betur fer og aðrir koma því miður inn. Fangafjöldinn á hverjum tíma segir því ekki allt um umfang starfsins. Þetta eru menn sem tilheyra ýmsum trúfélögum en við gerum engan greinarmun á þeim. Ef menn vilja prestsþjónustu þá stendur hún þeim til boða, hvort sem þeir eru í Krossinum eða Ásatrúarsöfnuðinum – og allt þar á milli. Þjóðkirkjan hefur veitt þessa sérþjónustu frá árinu 1971, þegar sr. Jón Bjarman varð fyrsti fangapresturinn.“

Sálgæsla og aðstandendur

Hreinn segir starfið fjölbreytilegt og margt óvænt beri við í því en meginþunginn felst í sálgæslu, eða sálusorgun sem er svo kölluð. Það eru trúnaðarsamtöl við fangana og stundum reyndar hópsamtöl við þá á vinnustöðunum í fangelsunum. Auk hefðbundins helgihalds óska sumir eftir því að með þeim sé beðið. Þá gefur Hreinn út lítið blað, „Á leiðinni,“ einu sinni í mánuði. Blaðið afhendir hann hverjum fanga og ritar þar ýmislegt sem hann telur að komi föngum að góðu haldi og hjálpi þeim í afplánuninni. „Fangarnir eiga greiðan aðgang að fangapresti sem kemur reglulega til þeirra í fangelsin,“ segir Hreinn. „Ég er ekki með skrifstofu í fangelsunum og sit ekki á bak við borð þegar ég tala við þá, heldur fer til þeirra inn í klefana; mæti þeim á þeirra vettvangi. Síðan eru samskiptin við fjölskyldur fanganna, yfirleitt mæðurnar og aðra nánustu aðstandendur. Þeir hafa oft áhyggjur út af fangavistinni og bera eðlilega umhyggju fyrir sínum nánustu sem eru bakvið lás og slá. Aðstandendur fanga hafa stofnað með sér félag, Aðgát, og hittast reglulega, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík Fólk veit yfirleitt lítið um fangelsin og heldur að aðbúnaður sé mjög slæmur – en hann er mun betri en það heldur. Síðan eru í gangi ýmsar hugmyndir um fangelsi sem byggja á misskilningi eða aðfengnum hugmyndum úr amerískum kvikmyndum. Afplánunarfangelsi í landinu eru

Mynd: Ingó fimm. Litla-Hraun er þeirra stærst og þar er einnig gæsluvarðhaldsdeild. Svo er það Kvíabryggja sem nýbúið er að endurnýja og stórbæta. Síðan eru það Kópavogsfangelsið sem er kallað kvennafangelsið en þar eru karlar og konur, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið á Akureyri sem er lokað núna vegna endurnýjunar og verður opnað aftur á nýju ári. Að lokum er það svo réttargeðdeildin á Sogni en ég er prestur hennar. Hún er sjúkrahús og er fyrir ósakhæfa afbrotamenn. Á þessa staði fer ég reglulega og reyni að vera sýnilegur og kynnast skjólstæðingunum persónulega en það tel ég vera lykilatriði.“

Tækifæri til að hugsa sinn gang

Hreinn segir langflesta fangana vilja tala við hann þegar hann kynnir sig. „Það er enginn sem snýr eitthvað upp á sig. Ég er starfsmaður þjóðkirkjunnar, en ekki fangelsiskerfisins, þannig að ég kem utan frá ef svo má segja. Það er kostur en getur líka verið galli.“ Til hliðar við þjónustuna við fangana er Hreinn formaður Verndar, fangahjálparinnar. Vernd rekur áfangaheimili á Laugateigi, þar sem menn ljúka síðasta hluta afplánunar sinnar. Þeir sækja um það en til þess að fá vistun þar, verða þeir að vera í vinnu eða skóla. Þetta segir Hreinn umfang starfsins í stórum dráttum.

En hvernig skyldi trúhneigð fanga vera háttað? „Almennt eru fangar ekkert trúaðri en meðal Íslendingurinn. Þetta eru ósköp venjulegir menn hvað það snertir. En í fangelsinu gefst mönnum oft tími til að leiða hugann að stöðu sinni og því sem þeir hafa brotið af sér, ég tala ekki um ef brotið hefur verið alvarlegt, eins og morð, nauðgun og annar níðingsskapur. Þá leiðast menn oft inn á braut einhvers konar trúar eða íhugunar um líf sitt og gjörðir. Í ýmsum tilvikum hafa þeir sem í fangelsi eru leitað sér aðstoðar hjá trúfélögum sem reka jafnframt einhvers konar meðferðartengda starfsemi. Hlaðgerðarkot þeirra hvítasunnumanna er dæmi um vandað meðferðarstarf á trúarlegum grunni og hefur bjargað mörgum. Sumir fangar verða mjög heittrúaðir, frelsast sem svo er kallað. Slík frelsun er oft stöðug en getur líka verið hvikul. Fangahópurinn er því bara svona þverskurður af venjulegum Íslendingum með tilliti til trúar. Það sem er kannski óvenjulegt er að þeir fá þarna tækifæri til að hugsa sinn gang, einkum þeir sem hafa framið alvarlega glæpi, leita fyrirgefningar og spyrja hvort þeim verði fyrirgefið það brot sem þeir hafa framið. Spyrja hvernig þeir geti hafið nýtt líf – hvernig þeir geti

höndlað hamingjuna. En ástæða þess að kirkjan er með sérstakan mann í þessu starfi er sú að þessi hópur er svo lokaður af inni í fangelsinu og getur ekki notið venjulegrar prestsþjónustu. Kirkjan veit að þetta er hópur sem þarf að sinna og er hluti af hinum minnstu bræðrum og systrum sem eru hjálpar þurfi. Kirkjan er send út með fagnaðarerindið til allra manna hvar sem þeir eru, jafnt afbrotamanna sem höfðingja. Hún fer ekki í manngreinarálit. Allir eru jafn mikil Guðs börn hvað sem þeir hafa gert af sér í lífinu. Kirkjan fordæmir auðvitað glæpina en hún fordæmir ekki manneskjuna. Hún vill eiga við hana orð. Taka í hönd hennar og leiða.“

Jólin erfiður tími

Hreinn segir undirbúningstíma jólanna og tímann frá því jólaauglýsingar fara að hljóma, vissulega hafa áhrif á fanga sem dvelja í fangelsi um jólin en þó oft af ólíkum ástæðum. „Þeir standa á hliðarlínunni og horfa á þetta úr fjarlægð. Sumir eru fjölskyldumenn, eiga sér sínar fjölskyldur, foreldra, börn og konu. Þetta er auðvitað sérstaklega biturt fyrir þá. Svo eru menn sem hafa verið börn götunnar og þessi tími hefur öðruvísi áhrif á þá. Þeir hafa kannski ekki tekið þátt i formlegu jólahaldi í mörg ár. En hinir, sem er meirihlutinn, sem hefur tekið þátt í jólahaldi

En í fangelsunum er auðvitað reynt að gera umhverfið jólalegt. Fangarnir hafa leyfi til að skreyta klefa sína að vissu marki og það er meira við haft í mat. Auk þess sem fangarnir fá auðvitað jólagjafir frá sínum nánustu og öðrum sem hugsa hlýlega til þeirra eins og Hjálpræðishernum og fangahjálpinni Vernd. En á LitlaHrauni, til dæmis, þurfa þeir að taka gjafirnar upp á aðfangadagsmorgni í viðurvist fangavarða. Þeir sitja ekki við jólatré inni í stofu. Engu að síður þá skapast alltaf jólastemmning inni á deildunum í fangelsunum. Þannig getur maður sagt að jólin fari ekkert framhjá neinum, þótt þau komi með sérstökum hætti inn í líf manna sem eru í fangelsi. Það eru bara allt öðruvísi jól.“

Englatréð

Hlutverk Hreins er nokkuð víðtækt og óvenjulegt þegar kemur að aðventu og jólum. Hann er að sjálfsögðu með jólaguðsþjónustur í fangelsunum og segir þær yfirleitt ágætlega sóttar. Að loknum jólaguðsþjónustunum í fangelsunum á aðfangadegi fer hann á jólafagnað Hjálpræðishersins og Verndar og flytur þar ávarp. Jólafagnaðinn sækja margir sem í fangelsum hafa verið og snæða þar jólamat og dansa í kringum jólatré. „Fyrir jólin er ég síðan í sérstakri samvinnu við Íslandsdeild kristinna fangavina (Prison Fellowship International) en í forsvari fyrir þau eru heiðurshjónin Jóhann F. Guðmundsson og Lára Vigfúsdóttir sem sinnt hafa föngum í áratugi af miklum kærleika. Þá set ég upp englatré – en það er sett upp hér í Grensáskirkju, þar sem er skrifstofa fangaprests, á aðventunni. Á þessu jólatré hanga spjöld með nöfnum barna sem fangar eiga, eitt spjald fyrir hvert barn. Fólk í söfnuðinum tekur svo spjald af trénu þegar það kemur í kirkjuna á aðventukvöldi Grensáskirkju 2. desember eða síðar. Síðan kemur það með litla gjöf handa viðkomandi barni og leggur hana við tréð. Gjöfunum kem ég svo inn í fangelsið til fanganna og þeir afhenda þær síðan börnum sínum. Við fórum af stað með þetta í fyrra í samvinnu við Grensássöfnuð og tókst mjög vel til. Börnin í söfnuðinum tóku þessu


Jól 2007 • 67 feykilega vel og vildu greinilega gleðja önnur börn sem eiga foreldra í fangelsi á jólum. Í fyrra vorum við með englatréð fyrir eitt fangelsi en nú er meiningin að fara af stað með þetta aftur og auglýsa þetta inni í öllum fangelsum landsins. Fangar eiga börn sem eru þeim fjarri á jólum. Englatréð á að minna á þessa staðreynd. Börnin þeirra eru oft mjög döpur um jólin, vitandi af mömmu eða pabba í fangelsi. Það getur líka tekið mjög á fangana.“

Öðruvísi jól

Hreinn segir að í sumum tilfellum aukist álagið í starfi hans í kringum aðventuna og jólin. „Fólk hefur meiri áhyggjur en ella af því að fanginn sér daprari í bragði en venjulega. Ég er oft beðinn um að kíkja sérstaklega til manna til að stappa í þá stálinu. Svo er hitt, að fyrrverandi fangar sækja nokkuð hingað á skrifstofu mína hér í kirkjunni fyrir jólin. Þeir þekkja mig og vita að þeir geta t.d. beðið mig um að skrifa umsókn um mataraðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Á LitlaHrauni þar sem fangarnir eru flestir er haldið aðventukvöld sem fjöldi tónlistarmanna kemur að. Jónas Þórir Þórisson organisti hefur haft veg og vanda af tónlistardagskránni. Fær kunna tónlistarmenn til að syngja og leika. Einnig hefur kór fanga sem sr. Gunnar Björnsson hefur æft með myndarbrag í nokkur ár, komið þar fram og sungið. Í þessum kór eru um átta til tólf menn og sr. Gunnar kemur vikulega á Litla Hraun til að æfa hann. Það er stórmerkilegt starf og hefur mannbætandi áhrif.“

því er kannski sú að maður kynnist föngunum sem reynast vera hinar ágætustu manneskjur. Þessir menn eru oft margir fórnarlömb aðstæðna. Sumir hverjir koma frá heimilum þar sem uppeldi var í molum, þeir hafa verið barðir eins og fiskar, verið útigangsmenn og ekkert um þá sinnt. Ég er alltaf að kynnast nýjum og nýjum mönnum og sé oft framfarir hjá þeim. Það er til dæmis mjög gleðilegt þegar maður sér að menn hafa snúið við blaðinu innan fangelsisins, sem er kannski ekki besti staðurinn til að breyta um lífsstíl. Enginn þessarra manna vill vera í fangelsi og þeir sjá í langflestum tilvikum eftir því sem þeir hafa gert – þótt ýmsir telji sig saklausa og allt þar fram eftir götunum – og þeir ætla ekki að koma aftur, þótt margir komi vissulega aftur. Það má heldur ekki gleyma því að meirihluti fanganna glímir við vímuefnavanda sem er þeirra Akkilesarhæll og þeirra versti óvinur.

Konur upplifa skömmina dýpra

Samfélag fanganna er lokað samfélag þar sem ákveðin lögmál gilda og menn eru skyndilega komnir í sameiginlega vist sem þeir ráða litlu um hvernig er skipulögð. Þeir hafa ekki valið þann sem er í næsta klefa. Né heldur hvenær útivist er – o.s.frv.

hárgreiðsla og gjafavörur

EVÍTA

Þegar Hreinn er spurður hvort meira beri á einsemd hjá fjölskyldum fanga um jólin en ella, segir hann það ekki vera svo mjög áberandi. „Fjölskyldur fanga eru ekki einmana fjölskyldur, almennt talað. Það kemur alltaf í ljós að fjölskyldan er mjög sterk á Íslandi og stendur saman. Þegar maður fremur alvarleg afbrot, þá stendur fjölskyldan með honum sem manneskju, hún yfirgefur hann ekki. Þetta er meginreglan. Auðvitað eru til dæmi um að fólk þegi um brotamanninn í fjölskyldunni. Og í sumum tilvikum afskrifar hann reyndar. En meginreglan er sú að fjölskyldan stendur saman og reynir að létta lífið hjá fanganum – og fangarnir sjálfir segja það oft að refsingin sé miklu þyngri fyrir fjölskylduna en þá sjálfa. Einn er farinn af heimilinu um stundarsakir - önnur fyrirvinnan er horfin og afplánunartíminn er mikill basltími fyrir konuna, því yfirleitt eru þetta konurnar – fangelsin eru nánast alfarið karlaheimur. Þær þurfa að axla alla ábyrgðina af framfærslu fjölskyldunnar, auk þess að hugsa um börnin, og heimsækja fangana. Þetta er svona snúningasamt og önugt eins og sagt er.”

Öðruvísi en önnur prestsembætti

Flestir prestar fá að upplifa miklar gleðistundir í sínu starfi, til dæmis þegar fólk giftir sig eða lætur skíra börnin sín og ferma. Slíku er eiginlega ekki til að dreifa hjá Hreini og það er varla hægt að verjast þeirri hugsun að starf hans hljóti að vera slítandi. „Jú, jú, þetta starf er auðvitað slítandi að vissu marki og allt öðruvísi en önnur prestsembætti innan þjóðkirkjunnar,” segir hann. „Ég segi nú stundum að ég sé prestur hinna fordæmdu og útskúfuðu; hinna fyrirlitnu sem fáir vilja vita af. Viðhorf almennings til fanga sveiflast reyndar dálítið til og frá. Eina stundina metur fólk þá til fárra fiska en hina telur það að þeim sé ekki nógu vel hlúð. Maður horfir oft upp á mikla eymd og skelfilegan sársauka hjá fólki, horfir upp á aðstæður sem lítið er hægt að gera við. Þá er hlutverkið oft fyrst og fremst að vera með fólki í lífi og trú í hinum vonlausu aðstæðum og reyna að styrkja það með þeim mætti sem Guð gefur. Þessar aðstæður, þótt herfilegar séu, eru þó ekki endalokin. Það kemur dagur eftir þessa nótt. Þótt starfið geti verið slítandi, eru líka margar ánægjustundir sem það geymir. Ástæðan fyrir því að maður endist í

Þetta er karlasamfélag þar sem menn eru oft harðir í horn að taka og það er oft sagt að menn gangi með grímur, reyni að bera sig vel í þessum þröngu aðstæðum og það má alveg segja þeim til hróss að miðað við hvers eðlis þetta samfélag er, þá gengur allt furðu vel fyrir sig frá degi til dags. Líf í fangelsi er ekki auðvelt líf.

Nú eru fimm konur í fangelsi á Íslandi. Það er oft öðruvísi með þær, vegna þess að þær eru iðulega í nánara sambandi við börnin sín en strákarnir. Þetta er oft erfiðara fyrir þær, sérstaklega um jólin, að mamma sé í fangelsi. Þær upplifa, í mörgum tilfellum, skömmina af því að vera í fangelsi dýpra en til dæmis tvítugur gæi sem á ekki barn.

Ég tala um karlasamfélagið vegna þess að konur eru mikill minnihluti fanga. Nú eru fimm konur í fangelsi á Íslandi. Það er oft öðruvísi með þær, vegna þess að þær eru iðulega í nánara sambandi við börnin sín en strákarnir. Þetta er oft erfiðara fyrir þær, sérstaklega um jólin, að mamma sé í fangelsi. Þær upplifa, í mörgum tilfellum, skömmina af því að vera í fangelsi dýpra en til dæmis tvítugur gæi sem á ekki barn. En það er eitt sem öll sem hafa verið i fangelsi yfir jólin reyna og það er að þessi jól eru eftirminnileg jól, hvernig sem á það er litið. Svo er full ástæða til að geta þess að fangaverðir reyna eftir því sem mögulegt er að gera mönnum lífið léttara innan fangelsisins um jólin og gera það með sóma. Sjálfir eru þeir fjarri sínum fjölskyldum um hátíðarnar. Starfsmenn og fangar reyna eftir megni að slá á létta jólastrengi og varðveita

jólaskapið. Og jólakveðjan sígilda: „Gleðileg jól!“ hljómar af vörum allra í húsum dæmdra manna á jólum.

Rosaleg tímamót

Auðvitað verða sumir fangar litlir í sér á aðfangadegi þegar þeir upplifa aðskilnaðinn sem sterkast. Það eru engar heimsóknir á aðfangadegi. En það er misjafnt hvernig menn bregðast við því. Sumir vilja bara vera inni á sínum klefa og láta tímann líða – reyna að gleyma þessu. Það er misjafnt eftir fangelsum hvernig stemmningin er. Flestir fanganna eru á Litla-Hrauni eins og áður segir og þar eru sumir kannski að halda sín fimmtu eða sjöttu jól. Í hinum fangelsunum eru þetta kannski fyrstu eða önnur jólin. En menn sem eru að halda kannski sín tíundu jól í fangelsi, eins og þeir sem hafa framið morð, taka þetta kannski ekki eins nærri sér. Hins vegar eru það undarleg tímamót hjá manni, að vera sín fyrstu jól í fangelsi. Ekki gleðileg tímamót. En sérstök. Rosaleg. Í gamla daga töldu menn aldur sinn eftir því hve mörg jól þeir hefðu lifað. Margur langtímafanginn telur vist sína í því hve mörgum jólum hann hefur eytt í fangelsi og segir t.d.: „Hér hef ég verið sjö jól.“

evíta er hárgreiðslustofa og gjafavöruverslun í einu og sama fyrirtækinu: hárgreiðsla

gjafavörur

Hárgreiðslustofan Evíta var stofnuð 1980 af Láru Davíðsdóttur hárgreiðslumeistara. Evíta er falleg og persónuleg hárgreiðslustofa með alla almenna hárþjónustu fyrir konur og karla á öllum aldri. Rólegur staður miðsvæðis í Reykjavík, næg bílastæði, góð aðkoma og hagstætt verð.

Fr á 2 0 0 3 h e f u r E v í t a f l u t t inn og selt fallegar gjafavörur fyrir heimili, aðallega frá Danmörku og Svíþjóð. Vö r u ú r v a l i ð e r ó t r ú l e g t o g hafa viðskiptavinir á orði að þetta sé eins og „litlu fallegu b ú ð i r n a r í D a n m ö r k u “, f ó l k þurfi að gefa sér tíma til að s k o ð a . Fa l l e g a r v ö r u r á g ó ð u verði.

Gerið svo vel að panta tíma til að þurfa síður að bíða.

Sjón er sögu ríkari verið velkomin.

við erum hér

EVÍTA evita

-

hárgreiðsla og gjafavörur

·

fyrir hár og heimili

starmýri 2

· 108

reykjavík

·

sími 553 1900

· w w w. e v i t a . i s


68 • Jól 2007

Dönsk villiönd, elgur frá Svíþjóð og kengúra frá Ástralíu Þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á. Oft er þetta sama fólkið ár eftir ár, hefur kannski smakkað réttinn hjá ömmu, mömmu, eða í útlöndum - en kann ekki að gera það sjálft. Við leysum þá bara málið fyrir það.“

Jón Kristinn Ásmundsson matreiðslumeistari Nóatúns segir villibráð njóta vaxandi vinsælda á Íslandi – en hefðirnar séu afar sterkar þegar kemur að jólamatnum Við Íslendingar ættum að vera farnir að kunna að elda okkar lambakjöt. Nautakjöt og svínakjöt eru líka nokkuð föst í sessi á borðum landsmanna – en á seinustu misserum hafa alls kyns framandi tegundir verið að bætast í flóruna – kjöt sem við kunnum kannski ekki endilega að fara með. Í Nóatúni fæst mikið af girnilegri villibráð – en það fyrsta sem maður hugsar þegar litið er í frystinn, er: Hvernig á að elda þetta? Síðan veltir maður því fyrir sér hvort manni takist að elda útlenda fugla og spendýr án þess að klúðra jólamáltíðinni. Jón Kristinn Ásmundsson er matreiðslumeistari Nóatúns – og sá sem stendur fyrir uppskriftunum í Nóatúnsbæklingunum sem bornir eru í hús, einkum fyrir jólin þegar jólabæklingur Nóatúns og villibráðarbæklingurinn koma út. Þar sem Nóatúnsverslanirnar hafa verið brautryðjendur í innflutningi erlendrar villibráðar, var einboðið að snúa sér til Jóns Kristins til að forvitnast um hvaða kjöt verður á boðstólnum núna fyrir jólin og hvernig eigi að fara með það.

Krónhjörturinn okkar stolt

„Villibráðin sem við erum með er íslenskt hreindýr, íslensk gæs og íslensk önd, erlend hreindýr og krónhjörtur frá Skotlandi, rjúpa frá Skotlandi og dádýr frá Nýja Sjálandi, frönsk villiönd, dönsk villiönd, dönsk villigæs, frönsk skógardúfa, franskur fasani, kengúra frá Ástralíu og elgur frá Svíþjóð,“ segir hann og bætir við: Hreindýr, dádýr og krónhjörtur er mjög svipuð vara, en krónhjörturinn er okkar stolt í Nóatúni. Þetta er mjög gott kjöt, hreinn vöðvi sem auðvelt er að elda og við höfum selt mjög mikið af honum.“ Varðandi eldunina, segir Jón Kristinn að aðeins séu tvær reglur varðandi villibráð. Annars vegar, að elda kjötið aldrei í gegn, heldur elda það alltaf medium eða medium rare. Hins vegar, að bera alltaf fram með því eitthvað sætt, til dæmis heimalagað rauðkál, sultu eða rauðvínssoðnar perur. „Sætt meðlæti á mjög vel við villibráð,“ segir hann, „vegna þess að villibráð er bragðsterk og stundum dálítið römm.“

Sýkingarhætta ólíkleg

Þegar Jón Kristinn er spurður hvort ekki geti verið hætta á bakteríum í villibráð sem ekki er elduð í gegn, segir hann það ólíklegt. „Það er alltaf möguleiki þegar íslenska villibráðin á í hlut, en við höfum eldað villibráð í mörg ár en vitum ekki til þess að fólk hafi veikst af henni – en vissulega getur það gerst með allan mat, ekkert villibráð frekar en annað. Hins vegar er það eiginlega útilokað með villibráðina sem við flytjum til Íslands. Hún þarf að ganga í gegnum svo mikið af prófum að það er ekki möguleiki að

það sé eitthvað að kjötinu, þannig að fólk þarf ekki að hræðast það. Hvað eldun varðar, þá eru íslenska og skoska rjúpan auðvitað undantekning frá þeirri reglu að elda kjötið ekki í gegn. Þar eru ýmsar eldunaraðferðir í gangi. Það er hægt að skera kjötið utan af beinunum og steikja það á pönnu. Svo er það þessi gamla aðferð sem er að reyta fuglinn, steikja hann á pönnu og sjóða hann síðan í rjóma, osti og víni í einn og hálfan klukkutíma. Þar ertu búin að elda fuglinn í gegn en þú ert líka búin að elda hann í gegn í fitu sem kemur úr rjómanum og kryddi. Þetta er sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi og hefðin fyrir jólamat á Íslandi er mjög sterk. Hún breytist ekkert á milli kynslóða.

Tvíreykt hangikjöt

Og þær hefðir segja okkur að meiri hluti þjóðarinnar vill fá sitt hangikjöt og sinn hamborgarahrygg þessi jólin eins og önnur. Jón Kristinn er sammála því og segir Nóatún stöðugt leita leiða til að koma til móts við viðskiptavininn hvað það varðar. Hann bendir á Nóatúns

hangikjötið sem er tvíreykt og hefur þar af leiðandi meira reykbragð en hefðbundið hangikjöt. „Þetta hangikjöt kom fyrst á markað hjá okkur fyrir síðustu jól – og seldist upp. Þetta er ekki sprautusaltað kjöt ,heldur lagt í saltpækil og ég get algerlega líkt þessu við heimareykt kjöt. Með þessu vildum við nálgast upphaflegu reykaðferðina – sem þjóðinni finnst best. Varðandi hamborgarahrygginn hafa kröfur neytenda verið þannig að saltmagn minnki. Í dag er hamborgarahryggurinn þannig að þú getur bæði soðið hann í vatni og eldað hann í ofni. Saltmagnið í honum er orðið það lítið. Í fyrra minnkuðum við saltmagnið aðeins og í ár minnkum við það enn frekar, þannig að fólk ætti ekki að vera eins hrætt við að fá bjúg og aðra saltkvilla, þótt það fái sér bita um jólin.“

Sérpantanir

Varðandi jólahefðina, segir Jón Kristinn fólk koma með ótrúlegustu hlutir inn á borð hjá kjötdeild verslunarinnar um jólin. „Við fáum sérpantanir með svið. Fólk er að koma

til okkar og biðja okkur um að búa til beinlausa fugla. Nú, það eru hinar og þessar útgáfur af lambalærum, til dæmis með fyllingum, allt frá döðlum og gráðosti, þurrkuðum eplum og sveskjum, upp í andalifur, parmaskinku og villisveppi. Þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á. Oft er þetta sama fólkið ár eftir ár, hefur kannski smakkað réttinn hjá ömmu, mömmu, eða í útlöndum en kann ekki að gera það sjálft. Við leysum þá bara málið fyrir það.“ Kalkúnaneysla Íslendinga er alltaf að aukast. Það tekur langan tíma að elda hann og Jón Kristinn segir að til séu þúsund aðferðir til þess. „Ég kann enga eina sem er betri en aðrar – en þegar ég elda hann, sprauta ég í hann með smjöri, sting í hann á tíu til tólf stöðum, baka hann við vægan hita, 120 gráður í sextíu mínútur per kíló, þannig að ég er kannski að elda hann í 6-7 klukkustundir ef ég er með sex til sjö kílóa fugl. Síðustu tuttugu mínúturnar set ég síðan allt í botn til að fá góða húð á fuglinn. Svo eru til ótal fyllingar – og í Nóatúni geturðu keypt ýmsar tegundir af þeim. Við erum með okkar eigin fyllingu

og margar aðrar að auki, því fyllingin er alltaf smekksatriði. Flestir vilja gera sína eigin – svo eru margir sem finnst ekki komin jól nema þeir fái okkar. Við viljum sinna öllu þessu fólki.

Tilbúið jólameðlæti

Síðan erum við komin með okkar eigin vöru í jólameðlæti. Til dæmis villisveppasósu og bláberjasósu, humarsúpu og rjúpusúpu, rauðvínssósu og lambasósu, heimalagað rauðkál, sultaðan rauðlauk, rauðvínssoðnar perur, sérrítrifflé, Ris a la mande og karamellutrifflé. Þessar vörur eru byrjaðar að koma inn í verslunina nú þegar og fyrstu vikuna í desember verður allt komið. Síðan vil ég benda á að allar uppskriftir sem hafa komið bæklingunum okkar, eru á heimasíðunni okkar, www.notatun.is og fólk getur flett þeim upp þar. Á þessum vef er mikið af upplýsingum og fróðleik um mat. Allir aðalréttir sem eru á villibráðar- og jólabækklingunum sem koma út fyrir þessi jól verða síðan sýnilegir á heimasíðunni í kvikmyndasketsum – ef það skyldi geta hjálpað viðskiptavinum okkar.





F í t o n / S Í A

Sparisjóðurinn styrkir félagasamtök sem vinna starf sem snýr að börnum og unglingum með geðraskanir. Allir landsmenn geta lagt þessu góða málefni lið en Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 kr. fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem vill láta gott af sér leiða með því að styrkja félag innan söfnunarinnar. Farðu inn á spar.is eða komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og gefðu þinn styrk.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.