Land og saga. Jólin 2009

Page 1


• Jól 2009

Loksins aftur jólin! Þótt maður fái að upplifa jólin á hverju ári þá virðist fáum það vera of mikið af hinu góða. Við fussum öll og sveium yfir fyrirtækjum og búðum sem vilja ólm selja okkur jólavörur í október. En mörg hver okkar bíða í ofvæni eftir fyrsta í aðventu þegar við megum formlega gera jóla- þetta og hitt. Sum okkar þjófstarta meira að segja í nóvember eða jafnvel í október eins og fyrirtækin. Jólin eru mikilvæg hátíð, ekki aðeins á hinu trúarlega sviði heldur einnig til þess að afmarka ákveðin tímabil í lífi okkar, hluta niður árið í smærri tímabil. Þannig helgum við tíma okkar einhverju ákveðnu verkefni fyrir jól og kannski öðru eftir jól. Jólahátíðin skiptir þannig vetrinum í tvennt og gefur okkur eitthvað til að hlakka til um miðjan vetur svo biðin eftir að vetrinum linni verði ekki jafnóbærileg. Á Íslandi eru jólin dimmasti tími ársins svo við þökkum fyrir að hafa ástæðu til þess að nota óhóflegt magn af rafmagni til að tendra ljós í öllum stærðum og gerðum og fylla öll hús og híbýli alvöru kertaljósi. Að mega jafnvel vera svolítið ósmekkleg og skreyta heimili okkar um of af alls kyns jólaskrauti og lesa hið margvíslegasta jólaefni til að fá fleiri og fleiri hugmyndir um hvernig við getum haldið gleðileg jól saman. Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Útgefandi: Land og Saga Interland ehf 110 Reykjavík Sími 534 1880 www.LandogSaga.is LandogSaga@LandogSaga.is Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Einar Þorsteinsson Einar@LandogSaga.is 822 0567 Auglýsingastjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir Sími: 534 1880

Blaðamenn: Vignir Andri Guðmundsson vignira@hotmail.com 864 6959 Nanna Hlín Halldórsdóttir nannahlin@gmail.com Forsíðumynd: Ingólfur Júlíusson Umbrot: Ingólfur Júlíusson auglysingastofa@gmail.com 690 3411 Prentun: Landsprent. Dreifing: Með helgarútgáfu Morgunblaðsins, og um allt land.


รณnuleg jรณl Persรณnuleg


• Jól 2009 Íslensku ullina má finna í mörgum vörum Kraums, þar á meðal hinn sívinsæla „Fuzzy chair,“ prjónuð hálsbindi, hrútahúfur (sem eru með prjónuðum hornum) og þá má einnig finna ýmsar prjónaðar tískuvörur. Þá hafa vörur unnar úr fiskroði sífellt verið að auka vinsældir sínar og má nú meðal annars finna tískuvörur úr fiskroði og glæsilegar ljósakrónur.

Einstakir hönnuðir

Mynd: Ingó

Kraumandi hönnun -Í versluninni Kraum má finna verk eftir yfir 200 hönnuði Í versluninni Kraum í

alls um 200 hönnuðir og

Aðalstræti 10 má finna

nær úrvalið allt frá litlum

ótrúlegt úrval einstakra

skrautmunum og gjafa-

hönnunarvara, sem allar

vörum upp í hátískufatn-

eiga það sameiginlegt

að úr fiskroði.

að hafa sterkar skírskot-

Þjóðlegar skírskotanir

anir í íslenska menningu, sögu og náttúru. Að vöruúrvalinu standa

Á meðal þeirra vara með sögulega skírskotun er svokallað Dyggðateppi, en á öldum áður var heimasætum gert að sauma dyggðir í teppi sem þótti viðeigandi að halda í heiðri á þeim tímum. Dyggðateppið hefur nú verið uppfært í notendavænar pakkningar

með dyggðum fyrir nútímamanninn sem er þegar búið að sauma í. Íslensk náttúra er vitaskuld íslenskum hönnuðum mikill innblástur og má þar nefna silfur birkigreinar sem eru tilvaldar gjafir þegar stóráföngum er náð í lífinu, enda má segja að birkið sé tákngervingur fyrir hvernig líf getur dafnað í harðgerðu umhverfi. Gælusteinninn svokallaði sækir innblástur í Snæfellsnesið, en steinninn þykir hafa róandi áhrif þegar hann er látinn leika við lófann. Þá má finna í Kraum pottahlemma í líki Herðubreiðar, ísmola í laginu eins og Ísland og minnisblokk sem líkir eftir gossögu Heklu og Öskju, svo fátt eitt sé nefnt.

Hugmyndaauðgi hönnuðanna sem selja vörur sínar í Kraum er því gríðarleg, enda er nafninu ætlað að lýsa þeirri sköpunargleði og hugmyndaauðgi sem kraumar á meðal íslenkra hönnuða. Halla Bogadóttir, framkvæmdarstjóri Kraums, segir að það komi mörgum á óvart hversu framsæknir íslenskir hönnuðir séu og hversu ólík hönnunin sé samanborið við aðrar þjóðir. „Margir hafa eðlilega leitað í hið óviðjafnanlega landslag sem við búum við, en ég hef stundum sagt að þessi sköpunargleði stafi ef til vill af því að við höfum svolítið óskrifað blað þegar kemur að hönnun í okkar menningu. Það er mjög stutt síðan byrjað var að kenna hönnun hér á landi og höfum við því frjálsari hendur, ólíkt til dæmis Dönum og Finnum sem hafa sterka og langa hönnunarsögu í sinni menningu,“ segir Halla.

Nýr vettvangur fyrir hönnuði

Halla segir að skortur hafi verið á farvegi fyrir hönnuði að koma verkum sínum til viðskiptavina og sé Kraum hugsuð sem svar við þeirri þörf. Ég hef sjálf reynslu af einyrkjarekstri, en þá þarf ef til vill ein og sama manneskjan að framleiða vöruna, sjá um afgreiðslu, halda bókhald og skúra verslunina að degi loknum og eins og gefur að skilja er þá ekki mikill tími eftir fyrir hönnunarferlið. Því tókum við okkur saman nokkrir hönnuðir og fengum til liðs við okkur fjárfesta til að skapa hönnuðum þennan farveg þar sem þeir geta selt

vörur sínar, segir Halla.

Elsta hús miðborgarinnar

Kraum er staðsett í Aðalstræti 10, sem er elsta húsið í miðborg Reykjavíkur, en það var byggt árið 1762 sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar, sem miðuðu að því að koma verksmiðjuframleiðslu á Íslandi á laggirnar. Halla segir það mjög viðeigandi að Kraum starfi í þessu sögufræga húsi, enda hafi starfað sprotafyrirtæki í húsinu sem unnu með ull. „Hér má því segja að íslensk hönnunarsaga hafi hafist,“ segir Halla.

Jólasýning Handverks og hönnunar

Í húsinu starfar einnig sjálfseignarstofnunin Handverk & hönnun sem mun standa fyrir veglegri jólasýningu í desember, þar sem yfir 50 manns sýna jólavörur sína. Þetta hefur alltaf verið mjög glæsileg sýning og hefur verið mjög jólalegt og fallegt hér í húsinu yfir hátíðirnar, segir Halla. Reglulega eru settar upp nýjar sýningar í Aðalstræti, bæði stórar og smáar, það kraumar því stöðugt í Aðalstræti 10, að sögn Höllu.

Vegleg útgáfa um ræktun blóma og skreytingar á leiðum -Bókaútgáfan Æskan fagnar 80 ára starfsafmæli sínu á næsta ári Bókaútgáfan Æskan gefur nú út hina veglegu og glæsilegu Ræktun sumarblóma og skreytingar á leiðum eftir Magnús Jónasson. Einhverjum kann að þykja það einkennilegt að gefa út bók um miðjan vetur sem fjallar að miklu leyti um sumarblóm. Karl Helgason hjá Æskunni, segir að það sé einmitt í janúar sem byrjað sé að sá fyrir blómum og gott sé að glöggva sig tímanlega á öllu sem vita þarf um sáningu.

„Auk þess er bókin augnayndi, með myndir af ótal yrkjum fjölda tegunda, og því falleg jólagjöf,“ segir Karl. Höfundur bókarinnar,Magnús Jónasson, er skrúðgarðyrkjumeistari að iðn og hefur áður ritað bókina Ræktað, kryddað, kokkað, sem naut mikilla vinsælda þegar hún kom út fyrir nokkrum árum.

Einstök útgáfa

Karl segir að bók af þessum toga hafi ekki komið út áður hér á landi. „Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í að gera hana sem best úr garði og fengið góð ráð frá sérfræðingum og öðrum unnendum blóma og ræktunar. Hann hefur tekið allar myndir sjálfur af mikilli natni,“ segir Karl. Bókin er mjög gagnleg öllum þeim fjölmörgu sem vilja rækta blóm og fá leiðbeiningar um val á blómum sem best henta eftir stað og vaxtarskilyrðum. Í bókinni eru skrár í stafrófsröð, með vísan til blaðsíðna, til að lýsa enn nánar hvaða blóm henta hvar, hvernig þeim er fjölgað, hvenær unnið skal að sáningu, hver blómgunartíminn er – og fleira. Í skránum eru heiti blómanna að sjálfsögðu bæði á latínu og íslensku – auk þess sem öll yrkin eru með ensku heiti.

Skreytingar á leiðum

„Nú er orðið alsiða að skreyta leiði á ýmsum tímum árs og þá kemur sér vel að geta leitað handhægra upplýsinga, en þær eru aðgengilegar í þessari bók – bæði í máli og með fjölda mynda. Nauðsynlegt er að

Guðrún Karlsdóttir og Karl Helgason framkvæmdastjóri. velja heppilegar tegundir blóma svo að þau dafni sem best við þau vaxtarskilyrði sem í kirkjugarðinum eru, eins og við heimili og sumarhús. Einnig þarf að vita hvaða tegundir eru óæskilegar, þá ekki síst runnar,“ segir Karl.

Útgáfan 80 ára

Bókaútgáfan Æskan hóf göngu sína1930 og fagnar því 80 ára afmæli á næsta ári. Þá hafði Barna-

blaðið Æskan komið út í rúm 30 ár, frá 1897. Útgefendur þess, IOGT, vildu bjóða börnum góðar bækur auk þess lesefnis sem var í blaðinu og alltaf var beðið með óþreyju. Nú gefur BÆ/Almenna útgáfan út bækur af ýmsu tagi og má þar nefna Niðri á sextugu, þar sem Finnbogi Hermannsson segir sögu meistara bjargsins, Kjartans Sigmundssonar af Hælavíkurætt, einnig sjómanns um árabil. Í bók-

Mynd: Ingó inni Allir í leik, hefur hin þekkta útvarpskona, Una Margrét Jónsdóttir tekið saman skemmtilega og fróðlega bók um íslenska leiki með söng og texta – og nokkra færeyska og grænlenska leiki. Þá kemur út sjöunda bindið í ævintýrabókaflokknum vinsæla Einhyrningurinn minn sem ber heitið– Vetrarrós og fjórða bindið í bókaflokknum Óvættaför, sem ber heitið Kentárinn Tagus.


m Við þökku á viðskiptin 9 árinu 200

Einhver sagði mér að jólin væru að koma! Gefðu gáfulega jólagjöf í ár frá A4 Smáratorgi!

NÁMSGÖGN OG KENNSLUBÚNAÐUR KennAri

SKRIFSTOFUVÖRUR SkrifAri

HREINLÆTISVÖRUR

FÖNDUR OG HANNYRÐIR

HreinsAri

FöndrAri

ATHUGIÐ!

in er hluti Skólavörubúð rgi af A4 Smárato

Smáratorgi + Kópavogi Sími 580 0000 + www.a4.is


• Jól 2009

Er fjölskyldusaga þín skráð í myndum? -Hans Petersen lagar sig að breyttu markaðsumhverfi Ljósmyndun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum misserum og má nú segja að stafrænar ljósmyndavélar hafi velt filmumyndavélum úr sessi. Þessu fylgja einnig breytingar á varðveislu þeirra minninga sem gerðar eru ódauðlegar á mynd. Hin sögufræga ljósmyndaverslun Hans Petersen ehf. hefur tekið mið af þessum breytingum í rekstri sínum og býður viðskiptavinum sínum fjölda hagkvæmra lausna þegar kemur að varðveislu stafrænna mynda, sem allar eru aðgengilegar á netinu.

Áhersla á netlausnir

Þar sem dregið hefur verulega úr filmuframköllun í kjölfar stafrænu tæknibyltingarinnar mun Hans Petersen loka verslun sinni í Bankastræti 4 um áramótin og leggja þess í stað áherslu á netlausnir og rekstur í einni verslun í Ármúla 38 í Reykjavík. Regína Inga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri verslana Hans Petersen, segir að mikill tregi hafi fylgt lokun þessarar verslunar, enda hafi hún verið starfrækt í 102 ár á þessum miðpunkti Reykjavíkur. „Núverandi aðstæður í þjóðfélaginu réttlæta því miður ekki frekari rekstur á þessum sögufræga stað. Bæði hefur miðbæjarverslun gefið eftir, en ekki síst hafa landsmenn dregið úr framköllun samfara stafrænni tæknibyltingu,“ segir Regína. Fyrstu árin var rekin nýlenduvöruverslun í Bankastræti 4 í nafni Hans Petersen, en upp úr 1920 tók verslunin á sig mynd ljósmyndaverslunar. Þegar best lét voru reknar 13 verslanir undir vörumerkjum Hans Petesen og fjöldinn allur af öðrum “Kodak express” aðilum áttu mörg góð ár í framköllunarþjónustu. Á tímabili störfuðu yfir 100 manns hjá félaginu en núna verða undir 10 stöðugildum á nýju ári.

Ljósmyndaalbúmið ekki dautt

Regína segir að aldrei hafi verið tekið eins mikið af ljósmyndum eins í dag og á sama tíma hafi sjaldan eða aldrei verið jafn lítið framkallað, jafnvel þó bestu myndgæðin fáist enn með framköllun. „Á stafrænni öld hefur skapast gat í fjölskyldusögu Íslendinga og þannig vantar oft nokkurra ára sögu í myndaalbúmin. Samt hefur sjaldan verið ódýrara að kaupa þessa þjónustu en ákkúrat núna. Í dag þykir það sjálfsagður hlutur að geyma myndirnar í tölvunni þar sem fáir geta notið þeirra, en því miður er allt of algengt að fólk lendi í því að tapa gögnum sem geymd eru á stafrænu formi,“ segir Regína. Að sögn Regínu hefur fyrirtækið ennþá þá óbilandi trú á að ljósmyndaalbúmið sé ekki dautt og að

framköllun eigi eftir að koma að hluta til baka. „Nú er bara spurningin hvort ekki sé góður tími til þess að taka til í tölvunni og senda myndir í framköllun og koma skikki á þennan málaflokk “heimilisbókhaldsins”,“ segir Regína.

Gerðu þína eigin ljósmyndabók í gegn um vefinn

Meðal lausna sem Hans Petersen býður upp á til að auðvelda varðveislu fjölskylduminninganna er að viðskiptavinir geta gert sínar eigin ljósmyndabækur á vef Hans Petersen. „Það er mjög vönduð og persónuleg bók sem skilar sér til viðskiptavinar að lokinni framleiðslu og er þetta því mjög sniðug lausn og skemmtileg nýjung á markaði. Eins og áður sagði er framköll-

un núna mjög ódýr og það er einfallt að koma myndunum rafrænt í framköllun, fá þær sendar heim, sækja í verslun okkar eða jafnvel á næsta pósthús. Aðgengið að þjónustunni er einfalt og gott,“ segir Regína.

Persónulegar jólakveðjur

Desembermánuður er tími minninganna og segir Regína að þá sé verslun á þjónustunni með besta móti. „Vinsælt er að senda persónuleg jólakort með mynd og þar er mjög gott og einfalt ferli í boði á heimasíðu okkar. Á þessu ári bjóðum við í fyrsta sinn upp á prentuð brotin kort sem talsvert hefur verið spurt um. Þeir sem slíkt kjósa fá nú kort við sitt hæfi á vefnum. Síðan er kjörið að taka góðar myndir og stækka á striga, ál eða pappír og gera persónulega fallega jólagjöf úr þínum eigin myndum,“ segir Regína.

„Nú er bara spurningin hvort ekki sé góður tími til þess að taka til í tölvunni og senda myndir í framköllun og koma skikki á þennan málaflokk “heimilisbókhaldsins”



• Jól 2009

Allt frá hönnun bygginga

til leðurvarnings

Guðrúnu Stefánsdóttur er margt til lista lagt, einkum þegar kemur að sjónrænni hönnun af ýmissi stærð og gerð. Hún er arkitekt að mennt og hefur starfað á þeim vettvangi í fjölda

Guðrúnu Stefánsdóttir.

ára og rekið sína eigin teiknistofu. Nú hannar hún einnig leðurvarning undir eigin vörulínu sem nefnist Arkart. Um er að ræða leðurtöskur sem og hálsfestar og eyrnalokkar úr sama efni. Allar vörur línunnar eru unnar frá grunni af Guðrúnu sjálfri. Vinnur hún töskurnar og skartgripina úr náttúrulegu, ólituðu sauðskinnsleðri. Guðrún hafði lengi verið að vinna hluti úr leðri sér til yndisauka samfara störfum sínum sem arkitekt. Nýtti hún tækifærið þegar harðnaði á dalinn á Íslandi og ásóknin í störf arkitekta tók að róast til þess að einbeita sér betur að leðurvarningnum. Hennar aðaláhersla var fyrst um sinn á töskurnar en á þær teiknar hún og málar alls kyns mynstur. Svo dæmi sé tekið hannar hún mynstur

sem samanstendur af ferköntuðum flötum í mismunand litum sem tóna saman á skemmtilegan hátt. Guðrún hóf síðan að hanna skartgripina úr því leðri sem varð afgangs þegar töskurnar höfðu verið sniðnar til þess að ná sem bestri nýtingu úr leðrinu. Um er að ræða röð fínlegra leð-

urhringa eða ferhyrninga í alls kyns litum sem saman mynda einfaldar og fallegar hálsfestar og eyrnalokka. Sala á vörulínunni Arkart hefur gengið afar vel að sögn Guðrúnar. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um vörlínu Guðrúnar á arkart.is en einnig er vörulínan til sölu í Listaafni Íslands. Nánari upplýsingar á www. arkart.is

Villimey:

Græðandi úr íslenskum jurtum Villimey er heiti á smyrslum sem hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu misserum. Sjálft fyrirtækið er staðsett á Tálknafirði og var stofnað árið 2006 af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur.

Það á sér þó enn lengri sögu því Aðalbjörg byrjaði að þróa krem fyrir fjölskylduna árið 1990. „Ég ætlaði aldrei að gera neitt úr þessu nema fyrir okkur,“ segir hún, „en virknin var bara svo góð að ég var hvött til að leyfa öðrum að njóta og þá varð ekki aftur snúið. Framleiðslan fór í apótek fyrir þremur árum og hefur verið mjög vel tekið.“ Smyrslin eru komin með lífræna vottun og eru við liðverkjum, vöðvabólgu og reyndar öllum verkjum og bólgum. Einnig eru smyrsl við exemi og hvers kyns húðvandamálum, græðandi krem og sveppakrem,

bossakrem fyrir bleyjusvæði á litlum börnum. Og ekki má gleyma því allra vinsælasta, sem er Bumbugaldurinn, ætlaður óléttum konum en nýtur stöðugt meiri vinsælda sem „body lotion,“ andlitskrem og bara alhliða krem.

Þetta er svo augljóst

Smyrslin eru úr íslenskum jurtum. Í þeim eru engin rotvarnarefni, litar- eða ilmnefni. Aðalbjörg hefur 7640 hektara af vottuðu svæði til að tína jurtirnar og notar mýgrút af ólíkum jurtum i smyrslin sín, vegna þess að jurtirnar vaxa við svo ólík

skilyrði og hafa að sjálfsögðu mismunandi virkni. Þegar Aðalbjörg er spurð hvar hún hafi lært á grösin, segir hún: „Ég held að ég hafi þetta bara í mér. Ég hef líka lesið mér óhemju mikið til og farið á ýmis námskeið en svo sér maður þetta bara. Þetta er svo augljóst.“ Smyrslin frá Villimey eru lífrænt vottuð og svo hrein að það er allt í lagi að borða þau. Villimey hóf starfsemina í fimmtíu fermetra húsi sem Aðalbjörg leigði, en í fyrrahaust festi hún kaup á gamla áhaldahúsinu sem hreppurinn átti og er búin að gera það upp. „Húsið var að niðurlotum komið og það hefur tekið okkur allan veturinn að gera það upp en við fluttum inn í það í maí. Það vill svo skemmtilega að húsið á sér fjölskyldusögu, því afi minn byggði það 1973-1974.“

Nýtt húsnæði

Hingað til hafa verið fjórir starfsmenn hjá Villimey en Aðalbjörg stefnir á að fjölga þeim. „Það tekur þó tíma,“, segir hún, vegna þess að það þarf að þjálfa starfsfólk upp í tínslu og annað. Maður hefur ekki gefið sér tíma í það því við höfum verið í þessu öll fjölskyldan. En það er þvílíkur munur á aðstöðu. Gamla áhaldahúsið er 250 fermetrar og framleiðslugetan er mun meiri þegar aðbúnaður og húsnæði eru góð. Við önnum eftirspurn en það er líka rosalega mikil vinna. Ég er svo heppin að ég á fjórar dætur en ég þarf að bæta við starfsfólki.“

Virkni smyrslanna er óyggjandi.

Til Aðalbjargar hringir margt fólk sem staðfestir það. „Það hringdi í mig skipstjóri á humarbát frá Vestmannaeyjunum, fyrir stuttu, sem sagði að margt hefði komið nálægt

sér í kremum en ekkert hefði virkað eins vel á hann og Húðgaldur. Hann hefur verið með exem á bak við eyrum og sagðist oft vera svo viðþolslaus að hann langaði til að rífa af sér eyrun. En Húðgaldurinn hefði virkað svo vel að hann var einkennalaus eftir tvo daga. Hann sagðist langa mest til að borða kremið sem er allt í lagi. Þetta eru lífræn smyrsl og það má alveg borða þau.

Mýkjandi og græðandi

Svo er Fótagaldurinn. Hann hefur virkað á frauðvörtur á börnum. Um daginn heyrði ég af manni sem var með vörtu á fingri og hafði reynt allt, farið í frystingu, reynt að skera hana af og prófað öll möguleg krem. Hann hafði sett Fótagaldurinn á vörtuna nokkrum sinnum og plástur yfir og vartan fór af puttanum á honum – en þetta er sveppakrem. Vöðva- og liðagaldurinn er fyrir fólk sem er með verki og bólgur, bæði íþróttafólk, fólk sem hefur lent í slysum og gigtarsjúklingar. Það notar hann mikið, enda er hann alveg ótrúlegur. Maður nuddar honum inn í húðina og aftur eftir hálftíma og manni líður mun betur. Hann lagar auðvitað ekki skemmdir en hann mýkir allt í kring um skemmda liði. Dæmi um virkni Sáragaldursins er bóndinn á Melanesi á Rauðanesi. Hann er lamaður og var með legusár sem var orðið að holu inn að beini. Konan hans fyllti holuna með Sáragaldrinum og setti grisju yfir, lét það vera í tvo daga. Þegar hún tók hana af var komin himna og sárið var að gróa og kremið sjálft var orðið alveg dökkt, hafði dregið í sig óhreinindi. Hálfu ári seinna talaði ég við hann og hann sagði mér að sárið hefði holdgast.


Íslensk úr fyrir Íslendinga

www.jswatch.com


10 • Jól 2009

Átt þú safngrip uppi á lofti? -Hönnunarsafn Íslands safnar og miðlar íslenskri hönnun Hönnunarsafn Íslands

á Garðatorgi í Garðabæ

legu sýningarhaldi. Þar munu verða sýningar á bæði innlendri og erlendri hönnun og erum við til dæmis núna að vinna að sýningu á íslenskri og erlendri hönnun úr sútuðu fiskroði, sjávarleðri, sýningu á hönnun eftir Siggu Heimis og sýningu um Gunnar Magnússon, húsgagnaarkitekt, þar sem farið verður yfir hans feril,“ segir Harpa.

snemma á næsta ári.

Eitthvað sem allir skilja

fagnar nú sínu tíunda starfsári og í tilefni af því mun safnið flytja og hefja starfsemi í nýrri aðstöðu

Safnkosturinn fer sífellt stækkandi og leitar safnið nýrra safngripa sem gefa innsýn í íslenska hönnunarsögu. Margir hönnunargripir með sögulegt gildi leynast víða inni á heimilum fólks, ýmist í notkun eða í geymslu, án þess að fólk geri sér endilega grein fyrir gildi þeirra, því býður Hönnunarsafnið upp á það á heimasíðu sinni að fólk geti sent inn fyrirspurnir um slíka gripi og fengið úr því skorið hvaða gripi um ræðir, frá hvaða tíma þeir eru eða hver hefur smíðað eða hannað hlutinn.

Þáttaskil í starfi safnsins

Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafnsins segir að flutningur safnsins á Garðatorg muni marka þáttaskil í starfsemi þess. „Þar er nú verið að innrétta gott húsnæði fyrir safnið þar sem við munum geta haldið úti reglu-

Einhverjir kunna að halda að slíkar sýningar séu bara fyrir fólk sem hefur sérfræðiþekkingu á viðfangsefninu, en Harpa segir að fólk þurfi einmitt ekki að hafa sérstakan áhuga á hönnun til að geta notið slíkra sýninga. „Hönnun er alls staðar í kring um okkur í hinu daglega umhverfi og fólk getur notið hennar út frá nánast ótakmörkuðum sjónarmiðum. Sumir njóta þess að rýna í form, aðrir taka eftir efninu, einhverjir setja sig inn í hugarheim hönnuðarins, aðrir velta fyrir sér framþróun og langflestir njóta þess einfaldlega að horfa á fallega eða nytsama hluti. Þetta er í raun alls ekki flókið og ég held að þetta sé eitthvað sem allir geta notið,“ segir Harpa.

Gríðarlega víðfeðmt svið

Safnkostur Hönnunarsafnsins hefur farið ört stækkandi síðan safnið var stofnað og er því ætlað að safna gripum frá aldamótunum 1900 og til samtímans og telur nú um þúsund gripi. Harpa segir þó að safnið sé sífellt að sanka að sér nýjum munum, enda sé viðfangsefnið gríðarlega víðfeðmt. Mestur hluti safneignarinnar er eins og sakir standa húsgögn, sem skýrist af því að þegar safnið var stofnað var horft til þess að húsgögn sem skipa stóran sess í sögu okkar voru í hættu við að glatast. Við einskorðum okkur þó síður en svo við húsgögn, en safnkosturinn tekur meðal annars til leirmuna, glerlistar, fatnaðar, textíls, skartgripa og prenthönnunar svo eitthvað sé nefnt. Einnig leggjum við áherslu á að varðveita hönnun eftir annars konar vitnisburði, svo sem með ljósmyndum og úrklippum. Við viljum í raun safna því sem telst merkingarbært fyrir hönnunarsögu Íslands og með því að safna ákveðnum hlutum erum við að skapa umgjörð um íslenska hönnunarsögu og segja að þessi eða hinn gripurinn skiptir máli.“

Einstakt í íslenskri safnaflóru

“Í íslenskri safnaflóru er Hönnunarsafnið með einstakt hlutverk sem miðstöð safnastarfs á sviði hönnunar. Bráðlega fer í gang vinna við nokkuð nákvæma söfn-

Myndir: Ingó unarstefnu þrátt fyrir að fræðilegar rannsóknir á íslenskri hönnunarsögu séu ekki miklar. En safnið hefur þannig í raun enn ríkara hlutverk til að stuðla að því að slíkar rannsóknir fari af stað og getur vonandi orðið virkur þátttakandi í þeirri vinnu þegar

fram líða stundir. Okkar hlutverk er að safna, rannsaka og miðla íslenskri hönnunarsögu og við erum svo heppin að nú er mjög mikill áhugi almennings á hönnun, ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim,“ segir Harpa.

Hönnunarsagan varðveitt

Safngripirnir koma víða að, ýmist frá hönnuðum, framleiðendum eða einkaaðilum. „Þó fólk sé almennt meðvitaðra um hönnun í kring um sig, fylgir því ekki endilega þekking á hönnunarsögunni.

Við bjóðum því upp á það á heimasíðu okkar, www.honnunarsafn. is að fólk sendi inn fyrirspurnir, með myndum, þar sem fólk getur fengið úr því skorið hvort það sé með íslenska eða erlenda hönnun í höndunum og frá hvaða tíma. Með þessu viljum við reyna að stuðla að grunnþekkingu um íslenska og erlenda hönnunarsögu og vonandi að fyrirbyggja að sögulegum verðmætum sé jafnvel hent á haugana, það hefur alltof oft gerst í þessari sögu,“ segir Harpa.


Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Gjafakortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.

Jólatilboð Borgarleikhússins

Fjölskyldugjöf Söngvaseiður Miðar fyrir tvo á söngleikinn sígilda og nýr geisladiskur með öllum lögunum.

Aðeins 7.900kr.

Fyrir unga fólkið Gauragangur Hin sívinsæla skáldsaga Ólafs Hauks og tveir miðar á verkið (frumsýnt í mars).

Aðeins 6.500kr.

Gefðu gjöf sem aldrei gleymist 568 8000 | borgarleikhus.is | Listabraut 3


12 • Jól 2009

-Edda útgáfa

Vegleg jólaútgáfa áttatíu ár og þykir hafa tekist vel til að fanga anda fyrri bókanna bæði hvað varðar ritstíl og myndefni.

Andrés Önd og félagar leika veigamikil hlut-

Bílar bjarga jólunum

verk í bókaútgáfu Eddu

Bílunum vinsælu úr samnefndri Pixar og Disney teiknimynd er margt til lista lagt og þetta árið fær Krókur það ærna hlutverk að bjarga jólunum í bókinni Krókur bjargar jólunum. Þegar öllu eldsneyti er stolið úr heimabæ bílanna horfir fram á að póstbílarnir komi ekki bréfum til Jólabílsins og heldur Krókur á Norðurpólinn til að koma í veg fyrir að fresta þurfi jólunum. Svala segir Eddu ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að vampírubókmenntum, en Edda gefur nú út hina æsispennandi Vampírukossar Blóðtengsl. Bókin er í teiknimyndaformi og var upphaflega gefin út í þremur bindum, en Edda gefur út öll bindin í einu og sama ritinu. Bókin segir frá unglingsstelpu sem eignast vampírustrák sem kærasta og þeim vandamálum sem koma upp við svo óvenjuleganráðahag.

fyrir þessi jóli og ber þar helst að nefna veglegt Andrésar Andar spil og Jólasyrpuna, þar sem íbúar Andabæjar leika aðalhlutverk í jólasögum af ýmsum toga. Á meðal annarra viðfangsefna í jólaútgáfu eru Bangsímon, talandi bílar, tilhugalíf vampíra, jólaföndur og prjónaskapur.

Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri hjá Eddu útgáfu

Andrésar Andar spilið hentar fyrir alla fjölskylduna og fara þáttakendur í æsispennandi eltingaleik um þveran og endilangan Andabæ. Spilið byggir á þekkingu á Andabæ og íbúum hans, en Svala Þormóðsdóttir, Útgáfustjóri Eddu, segir að þar sem þátttakendur hafi alltaf val um þrjá möguleika eigi allir möguleika á sigri, jafnvel þó þeir hafi ekki ítarlega þekkingu á íbúum Andarbæjar.

Edda gefur þá út í þriðja sinn innbundna jólaútgáfu af Syrpubókaflokknum vinsæla, þar sem persónur úr Andabæ lenda í margvíslegum jólaævintýrum. Svala segir að Jólasyrpurnar hafi notið gríðarlegra vinsælda undanfarin jól og hafi upplagið selst upp tvö síðustu jól. Þá hefur fyrsta Jólasyrpan verið endurútgefin í svokallaðri vasaútgáfu.

Bangsímon fær endurnýjun lífdaga

Margir fagna því vafalaust að nú eru fyrstu tvær bækurnar um Bangsímon fáanlegar á íslensku í heild sinni. Á síðasta ári gaf Edda út Bangsímon í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar, en þýðing hans hlaut Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Fyrir þessi jól gefur Edda svo út Húsið á Bangsahorni, sem einnig er í þýðingu

Hannyrðir og prjónaskapur Guðmundar. Þessar tvær bækur eru þær einu sem liggja eftir upprunalega höfundinn og teiknarann, þá A.A. Milne og E.H. Shepard, en aðdáendur bókanna þurfa ekki að örvænta því komin er út ný bók um Bangsímon eftir nýjan höfund og teiknara. Svala segir að nýja bókin hafi verið gerð í fullu samráði við leyfishafa og hafi fengið gríðarlega góðar móttökur. Snúið heim í hundraðmetraskóg er fyrsta bókin um Bangsímon í nærri

Hannyrðir og prjónaskapur njóta mikilla vinsælda þessa dagana og býður Edda upp á áhugavert lesefni þar sem lesendur geta glöggvað sig á nýjungum í þessum hagkvæmu áhugamálum. Í föndurbókinni Jólagleði er gömlum og nýjum aðferðum blandað saman, allt frá ullarvinnslu og körfufléttun til kortagerðar og myndvinnslu með límlakki. Þá hafa bækurnar Prjónað í dagsins önn og Prjónað á börn notið mikilla vinsælda og eru enn fáanlegar.


JÓLATILBOÐ VATNS

HELD

2009-2010 TRAVEL COMPACT CAMERA Casio Exilim EX-H10

10MP

12.1MP Olympus MJU550

Casio EXH10

Stafræn MYNDAVÉL með 10 milljón punkta upplausn, 3x Optical og 5x Digital Zoom, 38114mm linsu, 2,5" LCD skjá, Image Stabilisation hristivörn, hreyfimyndatöku með hljóði, Intelligent Auto, USB 2.0 og ryðvörn. Tekur xD eða microSD kort. Vatnsheld að 3m dýpi.

TILBOÐ

12.1 millj. punkta uppl., EXILIM 4.0, Auto BESTSHOT, hristivörn, Advanced AF fókus, 3" Super Clear LCD breiðskjá, 10x Optical og 4x Digital Zoom, F3.2 4.3 - 43.0mm linsu, HD hreyfimyndatöku, YouTube, 1000 mynda rafhlöðu, 35.7MB minni, rauf fyrir SD/SDHC kort ofl.

32.990

FULLT VERÐ kr. 39.990

TILBOÐ

59.990

FULLT VERÐ kr. 69.990

1000

MYNDIR Á RAFHLÖÐU

JÓLATILBOÐ VÖNDUÐ TASKA + 2x 2GB KORT FYLGIR VÉLINNI

AVCHD LITE HÁGÆÐA HREYFIMYNDATAKA

4GB KORT OG VÖNDUÐ LEÐURTASKA FYLGIR

10.2 DX

Panasonic DMCTZ7

10.1 millj. punkta uppl., Advanced iA, Venus Engine HD, Auto Focus Tracking, Face Detection, LEICA DC Vario Elamrit linsu með MEGA OIS hristivörn, 12x Optical og 4x Digital Zoom, 3” LCD skjá, AVCHD Lite HD hreyfimyndatöku, 40MB minni, rauf fyrir SD/ SDHC kort ofl. 300 mynda rafhlaða.

Olympus FE26

TILBOÐ

FULLT VERÐ kr. 89.990

12MP með 4x Optical Zoom, Intelligent Auto, Advanced Face Detection, 2.7" LCD skjá, hreyfimyndatöku, sjálfv. ISO 100-1600, Lithium hleðslurafhlöðu, 19MB minni ofl. Styður xD og microSD kort .

FÆST Í 2 LITUM - SVÖRT OG BLEIK

TILBOÐ

2 LITIR GRÁ OG APPELSÍNUGUL

19.990

TILBOÐ

FULLT VERÐ kr. 22.990 Casio EXZ90

32.990

Nikon S570

12.0MP með NIKKOR 5x Optical Zoom, 4x skerpu, 2,7" LCD skjá, rafrænni hristivörn, eltifókus, AF andlitsstillingu, D skuggalýsingu, makróstilling, hreyfimyndatöku ofl.

TASKA og 2GB MINNISKORT FYLGIR

TILBOÐ

FULLT VERÐ kr. 39.990

39.990

FULLT VERÐ kr. 44.990

Olympus EP1

12,3MP D-SLR Compact með Micro Four Thirds linsu, Hi-Speed Live MOS flögu, ISO 100-6400, TruePic V, Intelligent Auto, HD hreyfimyndatöku (1280x720 -16:9), stereó hljóði, 7x og 10x stækkun (betri makró fókus t.d.), HDMI mini, USB, Li-Ion rafhlöðu ofl. Styður SD/SDHC kort.

27.990

FULLT VERÐ kr. 29.990

12,1MP með EXILIM 4.0, Auto BESTSHOT, hágæða hristivörn, Face Detection, 3" Super Clear LCD 2 LITIR breiðskjár, 3x Optical og 4x Digital Zoom, HD hreyfimyndataka, YouTube, 35.7MB minni, kortarauf og 230 mynda hleðslurafhlaða.

TILBOÐ

84.990

Olympus FE4000

12MP með Autofocus, Faceog Contrast Detection, DSP hristivörn, 2.7" LCD skjá, 3x Optical og 4x Digital Zoom, 19MB minni, tekur xD kort ofl.

Nikon D3000 KIT1855DX

10.1MP

Casio EXZ33

IR

2 LIT

10.1MP með EXILIM 2.0, BESTSHOT, Face Detection, DSP hristivörn, 2.5" TFT LCD skjá, 3x Optical og 4x Digital Zoom, 6.3 - 18.9mm linsu, You Tube, 11.4MB minni og rauf fyrir SD/SDHC kort. 230 mynda hleðslurafhlaða. Taska fylgir.

TILBOÐ Nikon S1000PJ

12.2MP með NIKKOR 5x linsu, innb. skjávarpa með 10 lúmen og 13-100sm myndum í VGA, 2,7" LCD skjá, 5x skerpu, rafr. hristivörn, eltifókus, AF andlitsstillingu, D-lýsingu, makró, raðmynda-, hreyfimyndatöku ofl.

INNBYGGÐUR SKJÁVARPI

2009-2010

TILBOÐ

149.990

FULLT VERÐ kr. 159.990

29.990

Nikon S220

TILBOÐ

32.990

FULLT VERÐ kr. 34.990 Olympus E520DZKIT

Olympus E450DZKIT

Digital SLR með 10 milljón punkta uppl., hristivörn fyrir allar linsur, Live View, Supersonic Wave Filter sem eyðir ryki, 2,7" LCD HyperCrystal skjá, USB 2.0. Tekur CompactFlash og xD kort ofl.

10MP D-SLR með TruePic III+, 2.7" LCD skjá, Face Detection, fullkomin rykhreinsun, þráðl. flass control, AF/AE læsing, Long Exposure með hristivörn, USB 2.0 ofl. 2 stafr. Zuiko linsur og minniskort fylgja.

TILBOÐ

IR

5 LIT

10 MP með 2,5" LCD skjá, NIKKOR linsu, 4x fókusvörn, 3x Optical og 7x Digital Zoom, rafr. titringsjöfnun, hreyfiskynjun, blikkprófun, brosstilling, háþróuð AF-andlitsstilling, D-lýsing skugga, hreyfimyndatöku, Ísl. leiðarvísir ofl.

FULLT VERÐ kr. 34.990

89.990

Fæst líka með AFS18-55VR linsu með hristivörn á kr. 122.995

108.990

TILBOÐ

FULLT VERÐ kr. 114.990

109.990

FULLT VERÐ kr. 139.990

Nikon D5000 KIT1855VR

12,1MP D-SLR með Micro 4/3 linsum, Venus Engine HD, LUMIX G VARIO linsu, HD hreyfimyndatöku, 3" skjá, Burst Shooting, HDMI, USB 2.0, innb. hátalara, hljóðnema ofl. Allt að 380 myndir á rafhlöðu.

TILBOÐ

TILBOÐ

FULLT VERÐ kr. 99.990

Panasonic DMCGF1K

EUROPEAN CAMERA Olympus EP1

10,1MP með Face Detection, LUMIX Vario linsu, 4x Optical og 4x Digital Zoom, linsu með MEGA OIS hristivörn, 2.5” LCD skjá, hreyfimyndatöku, Burst Shooting Mode, 50MB minni, kortarauf ofl. 410 mynda hleðslurafhlaða. TASKA FYLGIR

26.990

114.990

FULLT VERÐ kr. 129.990

Panasonic DMCFS42S

FULLT VERÐ kr. 34.990

TILBOÐ

TILBOÐ

Digital SLR með 10.2 millj. punkta uppl., DX myndflögu með Nikon EXPEED, ISO 100 -1600, 3" LCD skjá, mjög skörpum 11 svæða sjálfv. fókus, Active D-Lighting, skjámynd snýst, Stop-motion ofl.

179.990

FULLT VERÐ kr. 189.990

10,2MP D-SLR með 2.7" LCD BriteView Clear Matte Mark V skjá, fókuslæsingu, raðmyndatöku, TTL ljósmælingu, AVI hreyfimyndatöku, ítarlegri lagfæringavalmynd, HDMI út ofl. AF-S DX NIKKOR 1855 mm VR Linsa fylgir.

JÓLATILBOÐ SB400 FLASS FYLGIR

TILBOÐ

189.990

FULLT VERÐ kr. 199.990

Nikon D90KIT1855

12,3MP D-SLR með 3" hágæða LCD-skjá og hreyfimyndatöku á Motion JPEG-sniði. Stór DX myndflaga og hátt ISO-ljósnæmi gefa einstök myndgæði ofl.

TILBOÐ

229.990

FULLT VERÐ kr. 259.990

MINNISKORT 1971 - 2009

3"'5 ,+"7&34-6/ t 4¶ 6.Á-" t 4¶.* t www.sm.is

ALLAR GERÐIR

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Samkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Samkaup, Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: Samkaup, Egilsstöðum. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tækniráð, Grindavík. Hagkaup, Njarðvík.


14 • Jól 2009

Jólahefðir í Þýska landi Þýskaland er sannarlega land jólanna. Þaðan eru margir þeir jólasiðir sem við eigum að venjast upprunnir. Má þar helst nefna hina vinsælu jólamarkaði. Jólahefðirnir í Þýskalandi eru um margt svipaðar og á Íslandi en þó er smávægilegur munur þar á sem gaman og fróðlegt er að skoða.

Jólahefðir í Þýskalandi

Pylsur eru hvarvetna í Þýskalandi og eru jólin engin undanteking þegar að pylsuáti kemur. Þjóðverjarnir

virðast geta borðar einhvers konar „Wurst“ í öll mál, sem er þýska orðið yfir pylsu, þó þær séu mun fjölbreyttari að gerð en ein íslensk pylsa með steiktum og sinnepi. Á aðfangadag þegar við erum vön að sitja uppáklædd við hátíðarmáltíðina er borðhaldið í Þýskalandi almennt mun óformlegra. Aðfangadagskvöld er þó þeirra helsta stund, kölluð „Heiligabend“ og eru jólapakkarnir þá opnaðir við mikinn hátíðarbrag. En á þessu heilaga kvöldi, hvað borða þeir annað en sínar pylsur og hafa kartöfusalat með! Á jóladag er hins vegar hátíðarmaturinn borðaður þótt jólapakkarnir séu þegar opnaðir. Þá er venjan að borða jólagæsina fyllta eplum, kastaníuhnetum, sveskjum og lauk. Þýsk jólabörn fá ekki í skóinn á sama hátt og þau íslensku en skór

koma vissulega við sögu í þýsku jólahaldi. Þar á bæ er nefnilega haldið upp á svokallaðan Nikulásardag þann 6. desember. Sá dagur er haldinn hátíðlegur víðar í Evrópu og er helgaður börnum. Nikulás er einmitt dýrlingurinn sem færði gjafir og sem á kannski eitthvað skylt við einn hvítskeggjaðan, vambmikinn mann í rauðum klæðum. Börnin í Þýskalandi setja skóinn sinn fyrir framan dyrnar sínar að kvöldi hins fimmta. Dýrlingurinn Nikulás færir þeim svo sætindi og gjafir í skóinn en spyr þau í leiðinni hvort þau hafi ekki hagað sér vel. Ef ekki, segir sagan að þau eigi að fá „Rute“ í skóinn sem er trjágrein sem notast getur sem svipa eða keyri. Stundum fylgir einnig sögunni að þau skuli fá vandarhögg hagi þau sér illa. Einn helsti jólasiður Þjóðverja er að heimsækja einhverja af fjölmörgum jólamörkuðum þeirra. Er það sá siður sem þeir eru einna þekktastir fyrir í tengslum við jólahald og sem dregur að fjöldann allan af ferðamönnum hver jól.

Þýskir jólamarkaðir

Það er auðvitað hægt að finna jólamarkaði víðs vegar um heiminn, en hugmyndin á uppruna sinn í Þýskalandi og ná heimildir um jólamarkaði allt aftur til fimmtándu aldar, en talið er að jólamarkaðurinn í Dresden sé einn sá elsti. Á jólamörkuðum, eins og gefur að skilja, safnast saman fjöldinn allur af sölumönnum sem annað hvort selja ýmiss konar jólavarning eða veitingar. Jólin eru hátíð ljóssins í dimmasta mánuði norðurhvels jarðar sem orsakar mikla ljósadýrð á mörkuðunum. Oftar en ekki er bás hvers sölumanns hannaður eins og um lítinn fjallakofa sé að ræða, innréttingarnar viðarlaga og lítil V-laga þök yfir básunum. Hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar á jólamörkuðum en hins vegar er ákveðinn varningur og veitingar vinsælli en annað. Litlar útskornar fígúrur eru í hávegum hafðar sem og aðrar útskornar viðarvörur sem Þjóðverjar skreyta gjarnan heimili sín með. Einnig er mikið um eins konar ávaxtabrauðköku kallaða „Stollen“ sem einkar vinsælt er að gefa sem gjöf í Þýskalandi. Síðan verður ekki hjá því komist að nefna þær veitingar sem fást á jólamörkuðum. Á mörkuðunum er vinsælasti drykkurinn án efa „Gluwein“ sem við Íslendingar þekkjum sem jólaglögg. Með glögginu eru eðlilega borðaðar pylsur, hinar frægu „Bratwurst“ þeirra Þjóðverja.

Börn og unnendur sætinda þurfa svo ekki að kvarta undan úrvalinu en hægt er að kaupa fjöldann allan af sykruðum hnetum, súkkulaði og smákökum svo eitthvað sé nefnt.

Að komast í jólaskapið í Berlín

Höfuðborg Þýskalands, Berlín, hefur ekki farið varhluta af jólamarkaðsmenningu Þýskalands. Heyrst hefur að yfir sextíu jólamarkaðir standi nú yfir í Berlín. Í miðborginni má nefna veglegan jólamarkað á Alexanderplatz sem býður meðal annars upp á skautasvell, Parísarhjól og hestbak fyrir krakkana. Sá markaður ber þess vissulega merki að vera að meira eða minna leyti ætlaður ferðamönnum en er engu að síður afar skemmtilegur markaður. Einn sá frægasti í Berlín er án efa sá á Gendarmenplatz á milli hinna tveggja dómkirkja, hinnar þýsku og frönsku. Minna er af ferðamönnum þar og meira af Þjóðverjum en það verður þó að segjast að sá markaður er eilítið snobbaðri en gengur og gerist, verðið á vörum

hærra auk þess sem maður þarf að borga eina evru til þess að fá að vera á markaðnum. Þar er þó mjög fallegt um að litast, hvít tjöld með stjörnu á toppnum og ávallt einhverja dagskrá að finna á sviði miðsvæðis á markaðnum. Í hinu svokallaða „Kulturbrauerei“ eða menningarbruggsmiðjunni í Prenzlauerberg-hverfinu er lítill en skemmtilegur markaður. Þangað koma aðallega Þjóðverjar og úrvalið er af öðru tagi en gengur og gerist á mörkuðum hvort sem um ræðir veitingar eða vörur. Raunar á þessi jólamenning í Þýskalandi margt skylt við þá upplifun af jólunum sem maður fékk úr erlendum jólateiknimyndum, söngvum eða bókum sem barn. Hnetubrjótar, viðarklæddir kofar og síðast en ekki síst eldrauð glansandi sykurepli á priki. Það má með sanni segja að fátt eigi auðveldara með að koma manni í jólaskap en að kíkja á jólamarkað eða tvo, fá sér glögg og sætindi og leyfa stemningunni að smjúga í gegnum merg og bein.


Veljum Ă­slenskt

OpiĂ° virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00


16 • Jól 2009

CASA og Kósý húsgögn í Skeifunni 8 Í Skeifunni 8 eru tvær

á hágæða hönnun jafnt í

húsgagnaverslanir reknar

húsgögnum og gjafavöru.

undir sama þaki, CASA

Áherslan er öðruvísi hjá

og Kósý húsgögn en þar

Kósý, en þar er meira lagt

má finna allt frá litlum

upp úr vandaðri ítalskri

hönnunarhlutum upp í

og íslenskri vöru á góðu

glæsilega sófa og borð-

verði.

stofur. CASA er rúmlega

Gríðarlega breið lína húsgagna

30 ára gömul verslun sem hefur í gegnum árin boðið landsmönnum upp

Verslanirnar bjóða upp á gríðarlegt úrval húsgagna og gjafavöru fyrir heimili og fyrirtæki, eins og sjá má þegar gengið er um 1.200 fermetra sýningarsal verslananna. „Í raun

bjóðum við upp á allt frá vönduðum rúmum, upp í glös og bolla og allt þar á milli fyrir heimilið.“ segir Skúli. Við leggjum mikinn metnað í að bjóða vandaðar hönnunarvörur sem viðskiptavinir okkar vilja eiga alla sína ævi og þess vegna höfum við einna helst verið með ítölsk og önnur evrópsk vörumerki. Við eru sem dæmi aldrei með fjöldaframleiddar vörur frá Asíu, þar sem framleiðendur hugsa oftar en ekki um gróða fremur en gæði. Skúli segir að stærstur hluti húsgagnanna séu ítalskur, enda standi Ítalir öðrum framar í hönnun húsgagna. „Það kemst enginn með tærnar þar sem ítalir eru með hælana í húsgagnahönnun, hvort sem það á við um útlit, gæði eða verð.

Myndir: Ingó


Jól 2009 • 17

Aukin áhersla á íslenka hönnun í Kósý

Skúli Rósantsson, eigandi verslananna, hyggst auka verulega framleiðslu íslenskra húsgagna á næstu misserum. Kósý húsgögn hafa þó selt íslensk húsgögn um fimm ára skeið jafnt til einstaklinga og fyrirtækja við góðan orðstír, enda segir Skúli að höfuðáhersla sé lögð á endingu og gæði í framleiðslunni. „Núna erum við að auka við úrvalið í íslensku línunni og bjóðum upp á mun meira viðarúrval en áður. Við getum smíðað úr öllum mögulegum viðartegundum og í öllum stærðum, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Þetta færir fólki alveg nýja vídd að geta pantað sér húsgögn eftir máli og eftir því hvað hentar inn í það rými sem húsgögnunum er ætlað, hvort sem það eru skenkir, skápar eða borðstofuborð. Afgreiðslutíminn er svo ekki nema þrjár vikur. Húsgögnin hönnum við og smíðum sjálf en leggjum mest upp úr því að vanda vel til verks og að varan sé sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Þess má svo geta að framleiðslan er fullkomlega samkeppnishæf miðað við það besta erlendis frá þegar tekið er mið af gæðum og verði, sér í lagi í ljósi gengis krónunnar í dag,“ segir Skúli.

Verðinu haldið niðri

Við höfum náð að halda niðri verðinu á innfluttum húsgögnum þökk sé góðum viðskiptasamböndum og áratugalöngu samstarfi við birgja okkar. Stærsti birginn okkar, Cassina hefur reynst vel og hefur fylgt okkur í 35 ár en við erum hlutfallslega með stærstu viðskiptavinum þeirra á heimsvísu. Birgjar okkar hafa sýnt þessu ástandi skilning og veitt okkur viðbótarafslætti. Við erum því enn að flytja inn vandaðar vörur sem við getum boðið viðskiptavinum okkar á betra verði en ella.“ segir Skúli.

Mikið úrval af eigulegri og vandaðri gjafavöru.

Casa rekur útibú í Kringlunni þar sem gjafavörur eru í fyrirrúmi. „Við erum gríðarlega sterk í hönnunar gjafavörum, en okkar stærstu birgjar á þeim vettvangi eru frá Ítalíu, Þýskalandi og Danmörku. Þar gildir það sama hjá okkur og í húsgögnunum, en við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á eigulega hluti sem fólk getur verið stolt af að hafa á heimilum sínum. Gjafavörur af þessum toga eru vitaskuld tilvaldar til að auka dýpt húsgagnanna og gefa rýminu lit.


18 • Jól 2009

Myndir: Ingó

-Kvenfataverslunin Anas í Hafnafirði

Verslað með blessun Tískuvöruverslunin Anas er sérlega hrífandi tískuvöruverslun í Firði í Hafnarfirði, en

segist leggja mikinn metnað í að viðhalda háum gæðastaðli í versluninni, bæði hvað varðar vöruúrval og þjónustu.

Allir þjónustaðir jafnt

„Guðs blessun“ og má

Anna segist leggja metnað í að þjónusta jafnt alla þá sem stíga inn fyrir hennar dyr. „Til dæmis vita ekki allir að við erum með stórar stærðir hér líka, en stærðirnar eru í raun allt frá 34 og að 46. Svo erum við með fatnað fyrir öll tækifæri, allt frá gallabuxum, framúrstefnulegum skyrtum frá Ítalíu og samkvæmislæðnað. Því reynum við þannig að þjónusta alla sem hingað koma inn,“ segir Anna.

því segja að viðskiptavin-

Endingargóður fatnaður

nafn verslunarinnar mun þýða „hrifning“ á indverskri mállýsku. Í merki verslunarinnar er strik yfir orðinu og merkir það

ir Anas njóti blessunar á meðan verslað er Anna Þorsteinsdóttir, eigandi Anas, stofnaði verslunina árið 1999 og fagnaði því verslunin sínu tíunda starfsafmæli í ár. Anna

Fatnaðurinn í versluninni kemur beint frá hönnuðum . „Viðskiptavinir mínir geta gengið að því vísu að fötin hér séu unnin úr góðum efnum og tímalaus,“ segir Anna. Flestir hönnuðanna eru danskir, en einnig má þar finna vörur eftir þýska og ítalska hönnuði. Stærstu vörumerkin eru Cré-

ton og Carla du Nord, en Anas er eina verslunin á landinu sem býður upp á vörur eftir þessa hönnuði. Búðin sjálf er stílhrein og rúmgóð, en Anna sá sjálf um hönnun verslunarinnar og segir að megináhersla hafi verið lögð á að láta litinn í fötunum tala sínu máli.

Jólagjöfin fæst í Anas

Anna segir að vinsælustu jólagjafirnar hafi gjarnan verið svokallaðar keipur, sem er nokkurs konar slá sem er eins að aftan og framan. Einnig hafa þægilegir og hlýir leðurhanskar verið vinsælir og svo sé fastur liður að eiginmenn komi og kaupi glæsilegar kápur handa eiginkonum sínum.

„Til dæmis vita ekki allir að við erum með stórar stærðir hér líka, en stærðirnar eru í raun allt frá 34 og að 46“


Afgreiðslutími um hátíðirnar Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Mánudagur 21. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 18.00 kl. 9.00 - 20.00

Þriðjudagur 22. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 20.00 kl. 9.00 - 20.00

Miðvikudagur 23. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 22.00 kl. 9.00 - 22.00

Fimmtudagur 24. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 10.00 - 13.00 kl. 9.00 - 13.00

Laugardagur 26. des. Mánudagur 28. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 18.00 kl. 9.00 - 20.00

Þriðjudagur 29. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 18.00 kl. 9.00 - 20.00

Miðvikudagur 30. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 20.00 kl. 9.00 - 20.00

Fimmtudagur 31. des. nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 10.00 - 13.00 kl. 9.00 - 13.00

Föstudagur

1. jan.

Laugardagur 2. jan. nema Reykjanesbær og Selfoss

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is

Lokað

Lokað kl. 11.00 - 18.00 kl. 11.00 - 16.00


20 • Jól 2009

Jólaverslunin afgreidd í rólegu og hlýlegu umhverfi -Fjörðurinn vinalega verslunarmiðstöðin í Hafnarfirði Verslunarmiðstöðin Fjörður í Hafnarfirði fagnaði nýverið sínu 15. starfsafmæli. Í Firði má finna hér um bil allt sem hugsast getur fyrir jólaverslunina í þægilegu og hlýlegu umhverfi - allt frá gjafapappír til jólafatanna. Fjörður verður klæddur í jólabúning yfir hátíðirnar og verður þar meðal annars glæsilegur jólamarkaður, handverkssala og fleira hátíðartengt. Svo ratar hátíðarstemningin úr Jólaþorpi Hafnarfjarðar rakleiðis yfir í Fjörð, enda stendur þorpið þar við hliðina. Albert Már Steingrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðar, segir að mikil áhersla sé lögð á að skapa hlýlegt og notalegt umhverfi í Firði, enda sé slagorð verslunarmiðstöðvarinnar: Fjörður vinalega verslunarmiðstöðin í Hafnafirði. „Hér er hlýlegt og fjölskylduvænt andrúmsloft þar sem fólk getur virkilega notið þess að versla. Hér er ekki þessi mikli hraði og hávaði sem oft fylgir, líkt og víða annars staðar. Viðskiptavinir Fjarðar eru komnir til þess eins að versla afslappað og er því iðulega mikil ró yfir Firði, jafnvel þó hér sé margt um manninn, segir Albert.

Áhersla lögð á góða þjónustu

Í Firði eru sex kvenfataverslanir, ein herrafataverslun, skartgripaverslun, skóbúð, íþróttavöruverslun, leikfangaverslun, símaverslun, áfengisverslun og matvöruverslun. Þar að auki má þar finna ýmiskonar þjónustu á borð við hárgreiðslustofu, bankaútibú, pósthús, apótek og heilsugæslu. Þegar löngum verslunardegi lýkur má svo seðja hungrið á annað hvort kaffihúsi, veitingastað eða í bakarí sem öll eru í Firði. Hér er því hægt að afgreiða stóran hluta jólaverslunarinnar í þægilegu og yndislegu umhverfi, segir Albert. Fjörður er staðsettur í miðbæ Hafnarfjarðar og er hreint ekki amalegt að sitja á kaffihúsinu á annari hæð með glæsilegt útsýni yfir höfnina. Albert segir að það sem einkenni verslunarrekendur Fjarðar sé vinalegt viðmót og að margir eigendanna taki virkan þátt í rekstrinum og standi flestir sjálfir á bak við afgreiðsluborðið. Hér er fólk sem leggur mikla alúð í reksturinn og leggur mikla áherslu á góða þjónustu, sem sýnir sig í því að rúmlega helmingur þeirra verslana sem starfa í Firði í dag hefur verið hér frá upphafi. Í Firði starfar duglegt fólk með báða fæturna á jörðinni sem leggur metnað sinn í að veita góða þjónustu og reka góðar verslanir, segir Albert.

Góður kostur fyrir Reykjavíkinga

Frá stofnun Fjarðar árið 1994 hefur gestafjöldinn aukist stöðugt ár eftir ár og segir Albert að gestir Fjarðar komi víða að. Nú er vikulegur gestafjöldi Fjarðar á bilinu 28-32 þúsund manns, sem er um 1,5 milljón á ári. Við höfum séð að fólk úr Breiðholti hefur verið að sækja hingað, eins úr Garðabæ og frá Suðurnesjum. Viðskiptavinum okkar hefur þótt notalegt að koma hingað í afslappað umhverfi, jafnvel þó eitthvað lengra sé hingað að sækja fyrir þá sem búa utan Hafnarfjarðar, segir Albert, en þess má geta að strætisvagnar stöðva beint

Myndir: Ingó fyrir utan Fjörð og ganga þaðan í Kópavog og á Hlemm.

Fjörður settur í jólabúning

Fjörður verður settur í sannkallaðan jólabúning í desember, en verslunarmiðstöðin stendur við hlið hins fornfræga samkomustaðar Hafnarfjarðarbæjar, Thorsplan,

en þar rís Jólaþorp Hafnarfjarðar á hverju ári. Jólaþorpið hefur notið gríðarlegra vinsælda, enda ríkir þar mikil stemning og er vegleg skemmtidagskrá í boði. Fólki hefur svo þótt afar notalegt að koma inn í hlýjuna í Firði og gæða sér á heitum drykkjum og mat. Þar að auki verðum við í annað sinn með Jólamark-

að í glæsilegu 300 fermetra rými á 2.hæð. Þar má finna alls kyns gjafavöru, jólakort, spil og allt sem þarf fyrir jólin. Markaðurinn naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól og því ákváðum við að vera með hann aftur nú. Einnig er handverksmarkaður á jarðhæð flesta daga vikunnar fyrir jólin segir Albert.


Jól 2009 Vorum að taka upp dásamlegar jólavörur...

e es st taabbl li is shhe edd 11993344 Dömuverzlun sími 5526066, Herraverzlun sími 551 6811, ww

Dömuverzlun Laugavegi 7 sími 5526066 www.andersenlauth.com


22 • Jól 2009

Áhrifamikil lífsreynslusaga -Lúðrar gjalla eftir Gest Hannson komin út Bókin Lúðrar gjalla, er nýjasta útgáfan eftir Gest Hannson (ekki Hansson), sem er þó þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum.

á áStARdRykkInn tIl Sölu Í MIÐASölu ÍSlEnSku ÓPERunnAR

ENNEMM / SÍA / NM40085

www.OPERA.IS

S. 511 4200

Bókin er gefin út af útgáfufélaginu Bóka frá Akureyri, en á bak við rithöfundarnafnið stendur rithöfundurinn og hestamaðurinn Vigfús Björnsson, sem hefur skrifað fjölda bóka hvort heldur sem er undir eigin nafni eða undir dulnefnunum Gestur Hannsson, Kári Karlsson eða Hreggviður Hlynur. Höfundur bókarinnar hefur áður skrifað fjölda sígildra barnabóka og ber þar helst að nefna Strákabækurnar (Strákur á kúskinnsskóm, Strákur í stríði, Strákar og heljarmenni og Vort strákablóð) auk Stelpubóka undir dulnefninu Gestur Hannson. Undir réttu nafni hefur höfundurinn skrifað bækur svo sem Huldulandið, Smaladrengurinn og Hestar mínir, sem kom út 2007. Lúðrar gjalla er seld í bókaverslun Eymundsson á Akureyri og hjá Eymundsson í Austurstræti Reykjavík.

Dulræn og yfirnáttúruleg fyrirbæri

Lúðrar gjalla er í raun lífsreynslusaga fremur en skáldsaga og segir Jóhann Hauksson, útgáfustjóri Bóka, að flestir ættu að geta séð eitthvað af sjálfum sér í frásögninni og að lesendur bókarinnar hafi gefið henni þá einkunn að hún væri spennandi en jafnframt áhrifamikil, bók sem lesendur leggi helst ekki frá sér fyrr en við sögulok. „Bókin er ætluð öllu hugsandi fólki, hún nær til hjartans og er sérstaklega forvitnileg fyrir þá sem hafa áhuga á dulrænum efnium og yfirnáttúrlegum fyrirbærum.

Fögur ástarsaga

Sögusvið bókarinar er m. a. Þingeyjarsýsla og kannast lesendur bókarinar Huldulandið við staðhætti og má segja að bækurnar eigi heima saman. Bókin er sprottin að nokkru úr Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem höfundur var í góðum höndum, mennskra og annars

heims. Bókin er jafnframt mikil og fögur ástarsaga, þar sem konur í lífi sögupersónunnar leika veigamikið hlutverk, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera sérlega þróttmiklar og lífsglaðar konur,“ segir Jóhann.

Í sjö ár hafði Rannveigu tekist að forðast móður séra Jóns! Þetta voru ár hamingju. Rannveig klingdi silfurbjöllum og skein eins og sólin. Séra Jón dekraði við hana sem býflugnadrottningu og ætlaðist ekki til neins annars af henni en að hún væri það sem hún var! Þessi yndislega veröld stóð svo föstum fótum í huga séra Jóns að honum fannst að henni yrði aldrei haggað. Hann yrði prestur í Fossprestakalli svo lengi sem ævi og heilsa entist. Hann var alsæll, - en óvænt, eins og þruma úr heiðskíru lofti, birtist móðir hans á heimilinu! Þau höfðu brætt það með sér, faðir hans og móðir, að koma öllum að óvörum og grípa tengdadótturina glóðvolga, áður en hún hefði ráðrúm til að forða sér. Og fátt hefði getað komið séra Jóni og Rannveigu meira á óvart en koma þeirra.

vinbudin.is


Jól 2009 • 23

Hvaðan er orðið „Jól“ komið?

Hin norrænu mál geyma öll orð af sama stofni og íslenska orðið jól yfir hátíðirnar. Hvort sem um er að ræða Jul á frændtungum okkar eða jafnvel Joulu á finnsku. En hver er uppruni þessa orðs og hver er ástæðan fyrir því að önnur germönsk mál, svo sem þýska og enska, nota allt önnur orð yfir hátíðirnar? Enska orðið Christmas hefur að sjálfsögðu beina vísun í Krist svo enginn vafi leikur á því að kristna trúarhátíð er að ræða enda myndi bein þýðing yfir á íslensku útleggjast sem Kristsmessa. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um jól enda nær orðið lengra aftur en kristnihald á norðurslóðum Evrópu. Sú hátíð sem fyrir var á þessum slóðum á dimmasta tíma ársins gekk nefnilega einnig undir heitinu jól eða svipuðu orði eftir landsvæðum. Yule var vetrarhátíð í heiðnum sið áður en hún fór að tengjast Kristsburðinum. Orðið Yule má enn finna í enskri tungu yfir ýmsar venjur tengdum jólahátíðinni. Í ensku er talið að upprunaleg merking orðins hafi táknað töfra eða þvíumlíkt en einnig er talið að það sé skylt enska orðinu „jolly“. Í norrænunni gömlu er talið að orðið jól hafi verið skylt orðinu hjól og hafi þannig einhvern veginn verið táknmynd um hringrás ársins, að nýtt tímabil væri að hefjast. Það skal þó taka fram að þetta er aðeins kenning. Sagan segir að Hákon Noregskonur, einn af helstu boðberum kristni á norrænum slóðum hafi svo náð að láta hina nýju kristnu hátíð falla saman

við hina eldri jólahátíð. Enginn veit fyrir víst hvers konar hátíð Yule eða jól var fyrir kristnitöku þótt ýmsar kenningar eru við lýði og margt sem bendi til þess að sú hátíð hafi verið mjög mikilvæg. Enda kannski ekki nema eðlilegt fyrir fólk, hvort sem það er uppi í dag eða fyrir mörg-

hundruð árum að gera sér glaðan dag yfir dimmasta og kaldasta tíma ársins og fagna bjartari tímum. Þannig lifi í máli okkar leifar annarra daga og siða þegar tímarnir voru aðrir, en hið daglega líf gekk sinn vanagang eins og nú.

Myndir: Ingó


24 • Jól 2009

Icelandic Times:

Nýtt rit um ferðaþjónustu, viðskipti og menningu á ensku Land og saga hefur hleypt af stokkunum nýju ferðaþjónusturiti á ensku, sem ber hið metnaðarfulla heiti Icelandic Times. Nafnið er þó alls ekki óviðeigandi þar sem blaðinu er ætlað að fanga íslenskan samtíma og sögu og bjóða okkar erlendu gestum í lesendavænum umbúðum. Í útgáfunni munu verða veglegar umfjallanir um menningu, hönnun, sögu og þann gríðarlega fjölda íslenskra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Efnistök eru miðast því að kynna okkar erlendu gestum það besta sem Ísland hefur að bjóða. Þetta er fyrsta útgáfa Lands og sögu upp á enska tungu, en fyrirtækið hefur áður gefið út blöð, undir heitinu Sumarlandið, um ferðaþjónustu á íslensku við góðan orðstír. Ljóst er að

ferðamannaiðnaðurinn hefur fengið sífellt aukið vægi í þjóðarframleiðslu Íslands og gerir Icelandic Times þeim aðilum sem þar starfa góð skil.

Fyrsta tölublaðið komið út

Fyrsta útgáfan er þegar komin út og er ferðamönnum aðgengileg á helstu viðkomustöðum þeirra, svo sem samgöngumiðstöðvum, verslunum og gistiheimilum. Í blaðinu er komið víða við á landinu og má þar nefna jarðfræðiundur á Reykjanesi, sjávarréttasmökkun í Breiðafirði og Njáluslóðir í Rangárvallarsýslu. Til að glöggva ferðamönnum á íslenskri menningu er einnig stiklað á stóru í þjóðbúningagerð, íslenskri tónlist og sögu íslenska hestsins, svo fátt eitt sé nefnt. Einar Þorsteinn Þorsteinsson, ritstjóri Icelandic Times, segir að á þessum síðustu og verstu tímum sé vöxtur og efling ferðaþjónustunnar hagur allra landsmanna og því sé sérstakt ánægjuefni að sjá hversu fjölbreytt og skapandi starf sé unnið í feðraþjónustu um land allt.

Metnaðarfull útgáfa

Ljóst er að íslenskur samtími og saga verður seint fangaður í einu riti og hyggur Land og saga því vitaskuld á reglulega áframhaldandi útgáfu á Icelandic Times of fer strax í byrjun næsta árs af stað með nýja útgáfu.

Issue 1 November 2009

www.icelandictimes.is

-Arnarfjörður bay

Sea Monsters and Outlaws -The Reykjanes peninsula

A Photographer’s paradise -Commercial Whaling

A Controversial Industry -The Icelandic Horse

An Essential Servant -Unique Tours

Inside the Volcano ...and many more


Jól 2009 • 25

Námskeið í förðun á DVD Kennslumyndband í förðun fyrir allar konur á öllum aldri Karl Berndsen sendir frá sér námskeið í förðun á DVD ásamt 40 síðna hefti með fræðslu og leyndarmálum förðunarmeistarans. Kennslumyndband í förðun fyrir allar konur á öllum aldri. Í

myndbandinu

nálgast

Karl

Berndsen förðun á faglegan og listrænan hátt, en aðferðir sínar byggir hann á áralangri reynslu af störfum í heimi tískunnar, jafnt með heimsfrægum fyrirsætum sem kvikmyndastjörnum. Hann hefur einstakt næmi fyrir kvenlegri fegurð og mýkt og leiðbeinir konum hvernig þær geta á einfaldan og oft á tíðum fljótlegan hátt laðað fram sína fallegustu mynd. Hann fjallar um fegurð og tilgang förðunar og hvernig fegurðin er í raun sú útgeislun sem endurspeglar sjálfsmynd okkar og sjálfsvirðingu. Myndbandið hefur að geyma ýmsar mismunandi útfærslur förðunar.

Karl leiðbeinir og sýnir m.a. aðferðir við grunnförðun, mismunandi augnlínur, farðanir augna og skyggingar andlitsins ásamt ýmsum hagnýtum fróðleik og nýstárlegum aðferðum. Vandað hefti fylgir myndbandinu með fróðleik um öll stig förðunar, umhirðu húðar og handa og notkun förðunarpensla ásamt upplýsingum um eftirlætisvörur Karls. Myndbandið hentar konum og stúlkum á öllum aldri, sem hafa metnað fyrir að líta vel út og öðlast dýpri skilning á förðun.Hér er á ferðinni fyrsta DVD sinnar tegundar á Íslandi. Tónlist og forritun tónlistar er í höndum Ragnhildar Gísladóttur.

Gefðu góðar stundir með gjafabréfi frá CenterHotels

Komdu elskunni þinni, ættingja eða vini á óvart og gefðu þeim gjafabréf CenterHotela. Upplifðu menningu og listir í miðbæ Reykjavíkur á milli þess sem dekrað er við þig á hótelum okkar. Það er alltaf eitthvað um að vera í miðborg Reykjavíkur, allt árið um kring. Með því að dvelja á hótelum okkar ertu því örugg/ur um að vera í hringiðu miðbæjarlífsins en getur um leið notið þeirrar góðu þjónustu og hlýlegs andrúmslofts sem CenterHotels hafa upp á að bjóða. SPA, afslöppun á lúxús herbergjum og góður matur á frábærum veitingastöðum gera dagana í miðbænum að einni samfelldri draumaferð. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð eða fyrir ýmsa pakka.

Verslunarpakkar á frábærum kjörum Lúxus, Rómantík og Reykjavík Nánari upplýsingar og pantanir í síma 595 8582 eða á bokanir@centerhotels.is

Centerhotels

Sími: 595 8582 Tölvupóstfang: bokanir@centerhotels.is

www.centerhotels.is/pakkar


26 • Jól 2009

Vandaðar bækur með

öðru sniði á Skólavefnum Bókaútgáfa telst alltaf

Varðandi það hvort þeir stefni á enn frekari útgáfu eða hvort draumurinn sé með þessu orðinn að nógu haldbærum veruleika segir Ingólfur: Við erum rétt að byrja. Það er svo margt sem kallar á útgáfu og við ætlum okkur að svara því kalli.

til tíðinda á Íslandi. Á síðasta ári bættist nýtt fyrirtæki í flóru bókaútgefenda, en það er

Hljóðbækur í skammdeginu

Skólavefurinn. Flestir

En þeir félagar gera fleira nýtt en að prenta bækur, því þeir ásamt Aðalsteini Magnússyni fóru nýlega af stað með hljóðsöguvefinn Hlusta.is. Þar er boðið upp alls kyns efni sem hægt er að hlusta á beint af vefnum og/eða hlaða niður á diska eða Ipod. Já, segir Jökull, við byrjuðum með þennan vef um síðustu jól og virðist ekki hafa verið vanþörf á. Það er ljóst að Íslendingar vilja láta lesa fyrir sig. Á vefnum bjóðum við t.a.m. upp á margar Íslendingasögur, sögur eftir íslenska höfunda, þýddar sögur, fróðleik af ýmsu tagi og margt fleira. Það kemur nýtt efni inn á vefinn í byrjun hverrar viku.

þekkja Skólavefinn af því að framleiða og bjóða upp á vandað námsefni á veraldarvefnum, en í fyrra ákváðu þeir hjá Skólavefnum að nema ný lönd og gefa út bækur, bæði námsbækur fyrir skóla og einstaklinga og

Já, segir Páll, við höfum nánast ekkert auglýst þennan vef, en samt fjölgar áskrifendum jafnt og þétt. Við höfum líka passað upp á halda verðinu í algjöru lágmarki, en mánaðaráskrift er einungis 980 krónur og fyrir það er hægt að hlusta á allt efnið. Ódýr skemmtun í erfiðu árferði.

svo bækur fyrir almennan markað. En hvað var það sem rekur stöndugt netfyrirtæki út í það að fara að gefa út bækur upp á gamla móðinn? Skýtur það ekki svolítið skökku við? Til að fá svör við þessu og öðru sem mig fýsti að vita brá ég mér í heimsókn á Skólavefinn. Andrúmsloftið í skrifstofu þeirra á Laugaveg 163 er afslappað og þrátt fyrir töluvert annríki gefa þeir Ingólfur B Kristjánsson ritstjóri, Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri og Páll Guðbrandsson markaðsstjóri sér tíma til að skrafa við mig og bjóða í leiðinni upp á úrvals kaffi og íslenskt súkkulaði með. Eftir ofurlítið spjall um dýrtíðina og veðrið þreifa ég á þeim með hvað liggi að baki bókaútgáfunni og hvort þeir hugsi sér bókaútgáfu til lengri tíma. Ástæðan fyrir því að fórum út í þetta er einföld, segir Ingólfur. Okkur langaði til þess. Það hófst reyndar með því að kennarar komu til okkar og spurðu hvort við gætum ekki gefið út í bók sumt af því námsefni sem þeir voru að nota á vefnum. Það mundi létta þeim vinnuna að þurfa ekki að standa í að ljósrita það. Við reynum alltaf að koma til móts við þarfir kennara og því fórum við að skoða þennan möguleika. Þá var námsgagnasjóður nýtilkominn þannig að

skól-

Jólagjafasmiðjan – Ókeypis jólagjafir á vefnum

Annað sem þeir á Skólavefnum og Hlusta fóru af stað með fyrir síðustu jól og eru greinilega nokkuð stoltir af, er svokölluð Jólagjafasmiðja. Þar er boðið upp á skemmtilegar jólagjafir sem allir landsmenn geta nýtt sér hvort sem þeir eru áskrifendur eða ekki.

ar gátu verslað meira framhjá Námsgagnastofnun og við ákváðum því að slá til. Strax í fyrra gáfum við út á þriðja tug námsbóka og viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar. Já, segir Jökull, en það er töluvert ólíkt að framleiða prentaðar bækur og efni á vef og því var það mikið lærdómsferli að fara í gegnum þetta. Við höfðum líka gælt við að gefa út prentaðar bækur fyrir almennan markað í nokkurn tíma, en aldrei látið verða af því; bækur sem við töldum að ættu erindi við samtímann og skorti á markaðinn. Með þessa reynslu í farteskinu var tilvalið að láta þann draum rætast.

Samtöl Matthíasar og Hlývindi Stephans G Stephanssonar

Ég hafði lengi gengið með það í maganum að gefa út valið efni eftir Stephan G, bætir Ingólfur við, en eins og menn muna kom út vönduð ævisaga um hann eftir Viðar Hreinsson fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa lesið hana langaði mig að kynna mér valin verk eftir Stephan en slík verk voru ekki aðgengileg.

Stephan G er einn mesti hugsuður sem við Íslendingar getum státað okkur af og stórbrotinn persónuleiki. Það hefur enginn nema gott af því að kynna sér hugsanir hans ekki síst í dag þegar menn líta til framtíðar úr kreppunni. Stephan væri okkur góð fyrirmynd. Til að velja texta og skýra út verk Stephans, fengum við til liðs við okkur Baldur Hafstað prófessor við Háskóla Íslands, en hann þekkir rit Stephans manna best. Er óhætt að segja að útkoman hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Varðandi Samtöl Matthíasar, heldur Ingólfur áfram, þá eru þau klassík sem ætti að vera til á hverju heimili. Með samtölum sínum sameinar Matthías það besta í blaðamennsku og bókmenntum. Þar dregur hann upp ótrúlegar myndir af merkilegu fólki og gerir það þannig að persónan og umhverfi hennar vaknar hreinlega til lífsins í huga lesandans. Þröstur Helgason valdi rúmlega 20 samtöl og gerði það af slíkri kostgæfni að bókin verður nokkurs konar aldarfarslýsing 20. aldarinnar; lifandi saga lands og þjóðar. Það ætti að gera sum samtölin að skyldulesningu í skólum, leggur Páll nú til málanna. Tvö til þrjú samtöl úr bókinni gætu kennt nemendum meira í Íslandssögu en margt annað

og svo hefðu þeir örugglega meira gaman af að lesa þau en sumar námsbækurnar. Reyndar erum við að útbúa verkefni með báðum bókunum og eru sum þeirra komin á Skólavefinn og því tilvalið fyrir skóla að verða sér úti um fáein eintök af hvorri bók. En svo gáfum við líka út eina barna og unglingabók eftir Guðjón Ragnar Jónasson sem ber nafnið Í bóli bjarnar. Er það áhugaverð og skemmtileg bók sem ferðast með okkur alla leið til Grímseyjar. Aðal söguhetjan er drengur sem flyst hingað með móður sinni frá Póllandi. Þroskandi og góð bók sem sameinar ólíka heima.

Okkur datt þetta í hug í kreppunni í fyrra, segir Páll. Það var okkar framlag á erfiðum tímum. Við settum nokkra hljóðdiska á netið í opinni dagskrá sem hægt var að hlaða niður og útbjuggum svo ítarlegar leiðbeiningar um hvernig ætti að bera sig að við þetta, bæði niðurhalið og að útbúa eigin kápur á diskana. Eitt leiddi af öðru og við bættum fljótlega við sögum sem hægt var að prenta út og búa þannig til eigin bækur. Sögurnar eru með auðum reitum þar sem viðkomandi á að myndskreyta sjálfur. Þannig verða bækurnar mun persónulegri. Síðast en ekki síst er hægt að sækja þangað óútfyllt dagatal sem viðkomandi getur myndskreytt eða orðskreytt eins og hann eða hún vill. Varð þetta gríðarlega vinsælt í fyrra og við fengum margar fyrirspurnir um hvort ekki yrði boðið upp á þetta aftur í ár. Það gerum við að sjálfsögðu og höfum bætt við nýju efni. Já, það er aldeilis nóg að gera á þessum stað fyrir jólin og þeir félagar hafa ekki tíma fyrir lengra spjall. Ég þakka þeim fyrir upplýsingarnar og held mína leið út í skammdegið og finn að ég er kominn í sannkallað jólaskap.


Gefðu hlýju í jólagjöf

Laugavegi 87 l sími 511-2004


28 • Jól 2009

AÐ FANGA HEIMINN - ný bók um alþjóðamarkaðssetningu Gengi íslensku krónunnar skapar góð tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að sækja á erlenda markaði. Þrátt fyrir að íslenskar vörur standi nú betur í samkeppni en áður er það ekki nægjanlegt til að ná árangri. Erlendir markaðir eru ólíkir heimamarkaði og nauðsynlegt að standa vel að öllum undirbúningi ef vel á að takast til segir Gunnar Óskarsson sem er um þessar mundir að gefa út fyrstu bók í nýrri ritröð um alþjóðamarkaðssetningu. Nýja bókinni, sem ber heitið Að fanga heiminn greinar um alþjóðamarkaðssetningu , er ætlað að brúa bilið milli fræðimanna og stjórnenda í atvinnulífinu. Bókin byggir á

umfjöllun um ritrýndar greinar sem byggðar eru á rannsóknum unnar af mörgum af þekktustu fræðimönnum á sviði alþjóðamarkaðssetningar. Spurður um ástæður þessa framtaks segir Gunnar að fram að þessu hafa stjórnendur ekki haft tíma eða getu til að kynna sér fræðigreinar þar sem þær eru yfirleitt langar og oft torlesnar. Í bókinni eru stuttar og hnitmiðaðar lýsingar á innihaldi greinanna og helstu niðurstöðum rannsókna á íslensku. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér efni greinanna enn frekar geta síðan nálgast greinarnar sjálfar á rafrænu formi í gagnasöfnum sem eru aðgengileg á www.hvar.is. Bókin gerir stjórnendum þannig kleift að nýta sér ítarlegt efni sem leiðir til betri ákvarðanatöku og geta komið í veg fyrir mistök. Önnur ástæða fyrir bókinni er að Gunnar, sem er á síðasta ári í doktorsnámi hefur kennt alþjóðamarkaðssetningu í Háskóla Íslands síðastliðin átta ár og finnst mikilvægt að Háskólinn geri sitt til að miðla þeirri þekkingu sem þar er til staðar til atvinnulífsins. Bókin er skýrt upp sett og spannar víðfeðmt viðfangsefni, en meðal þess sem fjallað er um í fyrsta bindi er: • Helstu kenningar í alþjóðavæðingu og samkeppnisyfirburðum • Samkeppnisumhverfi og samkeppnisstyrkur • Umhverfi fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum • Inngönguaðferðir • Notkun fagsýninga

• Dreifileiðir • Markaðssetning á internetinu • Boðmiðlun • Stjórnun og eftirlit Spurður um hversu raunhæft það er fyrir lítil fyrirtæki að sækja á erlenda markaði nefnir Gunnar að hann hafi haft umsjón með yfir 100 verkefnum nemenda sem unnið hafa greiningu fyrir íslensk fyrirtæki af ólíkum gerðum og stærðum. Sem dæmi um fyrirtæki má nefna Villimey, lítið og sérhæft fyrirtæki sem selur smyrsl til lækninga, Húfur sem hlæja, fyrirtæki sem byrjaði smátt, en hefur nú náð fótfestu á nokkrum mörkuðum, Lín design, athyglisvert fyrirtæki sem selur íslenskan sængurfatnað og fleira til Færeyja og Danmerkur, CCP, sem hefur vaxið upp í að vera með nokkur hundruð starfsmenn og starfsemi í þremur heimsálfum, Marel, sem byrjaði sem lítið tæknifyrirtæki, en er nú orðið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsvísu og þannig mætti lengi telja. Gunnar líkir því AÐ FANGA HEIMINN við það þegar við förum í veiðitúr og viljum fanga fisk. Þá þurfum við að afla okkur upplýsinga um hvar fiskurinn liggur, hvað hann tekur, hvernig er best að fara að honum og landa honum. Jafnvel vanir veiðimenn leita ráða hjá þeim sem þekkja svæðið til að fá upplýsingar um staðaraðstæður, skilyrði, hvernig gekk í næsta holli á undan o.s.frv. Þessara upplýsinga afla þeir

í veiðibókum, hjá veiðiverðinum, öðrum veiðimönnum og jafnvel kokknum á staðnum sem getur verið brunnur gagnlegra upplýsinga. Þá getum við rétt ímyndað okkur markaðssetningu á mörkuðum þar sem við höfum litla eða takmarkaða þekkingu og þurfum að leita ráða,

en vitum ekki hvert við eigum að leita eða hvar við getum aflað upplýsinga. Að lokum tekur Gunnar fram að bókin sé ekki grunnbók í alþjóðamarkaðssetningu, heldur beri að líta á hana sem fróðleik og ítarefni.


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Gleðilega hátíð!

Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðileg jól og heillarríkt komandi ár

www.rarik.is


Ísöld 3

DVD – tveir í pakka

Fullt verð 2.790 kr.

Fullt verð 1.990 kr.

0 kr.

790 kr.

x2

auk 1.000 punkta

x2

auk 1.000 punkta

Punktar gilda tvöfalt

Punktar gilda tvöfalt

Bók Fullt verð 5.490 kr.

2.490 kr. auk 1.000 punkta

Söknuður

x3

Fullt verð 5.890 kr.

2.890 kr.

Punktar gilda þrefalt

x3

auk 1.000 punkta

Punktar gilda þrefalt

DVD – tveir í pakka

Geisladiskur

Fullt verð 2.790 kr.

Fullt verð 2.499 kr.

790 kr.

499 kr.

x2

auk 1.000 punkta

Bratz dúkka

x2

auk 1.000 punkta

Fullt verð 1.990 kr.

0 kr.

Punktar gilda tvöfalt

Punktar gilda tvöfalt

x2

auk 1.000 punkta

Punktar gilda tvöfalt

Frábært fyrir alla jólasveina

Frábært fyrir alla jólasveina

Frábært fyrir alla jólasveina Bratz hestur Fullt verð 1.990 kr.

LEGO pakki

Fullt verð 5.990 kr.

4.990 kr.

3.990 kr.

x5

auk 1.000 punkta

auk 1.000 punkta

Punktar gilda fimmfalt

Ð

O LB

I T ER

B

EM

ES

D

x2

auk 1.000 punkta

x2

Punktar gilda tvöfalt

Punktar gilda tvöfalt

Fáðu jólagjafir fyrir punktana þína Þú færð bestu nýtinguna á Safnkortspunktum ef þú nýtir þér mánaðarlegu tilboðin á þjónustustöðvum og í verslunum N1. Sparaðu peninga og veldu sniðugar gjafir þegar þú átt leið hjá. Nánari upplýsingar á n1.is.

Myndavél F í t o n / S Í A

0 kr.

Andrés Önd - spil

Fullt verð 9.990 kr.

Piparkvörn

Fullt verð 24.990 kr.

Fullt verð 7.990 kr.

17.990 kr. auk 1.000 punkta

2.990 kr.

x7

auk 1.000 punkta

Punktar gilda sjöfalt

x5

Punktar gilda fimmfalt

Hárblásari Fullt verð 8.990 kr.

3.990 kr.

Senseo kaffivél Fullt verð 18.990 kr.

12.990 kr. auk 1.000 punkta

auk 1.000 punkta

x6

x5

Punktar gilda fimmfalt

Punktar gilda sexfalt

Hnífasett

Sléttujárn

Fullt verð 6.990 kr.

1.990 kr. auk 1.000 punkta

Reykskynjari Fullt verð 1.990 kr.

0 kr.

Eldvarnateppi

auk 1.000 punkta

Fullt verð 2.990 kr.

990 kr. auk 1.000 punkta

4.990 kr.

x5

auk 1.000 punkta

Punktar gilda fimmfalt

Skrúfbitasett

MP3 spilari 2GB

Fullt verð 3.890 kr.

Fullt verð 9.990 kr.

2.990 kr.

Punktar gilda tvöfalt

auk 1.000 punkta

x7

890 kr. auk 1.000 punkta

Fullt verð 2.990 kr.

auk 1.000 punkta

x2

Punktar gilda tvöfalt

Ilmkerti

Bodyguard

Fullt verð 1.590 kr.

Fullt verð 3.490 kr.

0 kr.

auk 800 punkta

x2

Punktar gilda tvöfalt

Tilboðin gilda til 8. janúar 2010 eða ð á meðan ð bi birgðir ði endast. d t

1.490 kr. auk 1.000 punkta

Coca-Cola / Coca-Cola Light Fullt verð 1.400 kr.

x2

Punktar gilda tvöfalt

0 kr.

auk 700 punkta

x3

Punktar gilda þrefalt

Punktar gilda sjöfalt

Fjöltengi

990 kr.

x5

Punktar gilda fimmfalt

x2

Punktar gilda tvöfalt

x2

Fullt verð 9.990 kr.

x2

Punktar gilda tvöfalt



JÓLABÆKURNAR ERU ÓDÝRARI í OFFICE 1

30%

30%

30%

50%

afsláttur OFFICE 1 verð: 3.495 Fullt verð: 6.990

30%

afsláttur

afsláttur

afsláttur

afsláttur

OFFICE 1 verð: 3.983

OFFICE 1 verð: 4.893

OFFICE 1 verð: 3.843

OFFICE 1 verð: 2.793

Fullt verð: 5.690

30%

Fullt verð: 6.990

30%

Fullt verð: 5.490

30%

Fullt verð: 3.990

30%

afsláttur

afsláttur

afsláttur

afsláttur

OFFICE 1 verð: 3.983

OFFICE 1 verð: 3.843

OFFICE 1 verð: 3.493

OFFICE 1 verð: 1.043

Fullt verð: 5.690

Fullt verð: 5.490

Tilboðið gildir 4.–8. desember. Skeifan, Smáralind, Korputorg, Hafnarfjörður, Selfoss, Egilsstaðir og Akureyri.

Fullt verð: 4.990

Fullt verð: 1.490


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.