Suðurland
1. tbl. 1. árg. Júní 2008
2 • Suðurland
2. tbl 2. árg. Maí 2008
Góðan dag!
Suðurland – með sínum blómlegu byggðum, víðáttum og fjallasýn, er viðfangsefni okkar að þessu sinni. Þar eru hvað stórbrotnustu göngu-, reið-og jeppaleiðir landsins, veiðiár og –vötn, einstök gallerí og söfn, ríkulegt menningarlíf, fjölbreytt gistiaðstaða – og endalausir möguleikar á skemmtilegri afþreyingu. Við tökum hús á allmörgum aðilum í ferðaþjónustunni, auk þess að spjalla við sveitarstjórnarmenn og –konur, sem öll virðast sammála um að á Suðurlandi sé mannlíf gott – enda nógu stutt og nógu langt í allt, eins og einn af okkar viðmælendum orðar það. Við hefjum yfirlitsferð okkar í Hveragerði og Þorlákshöfn og endum hana á Kirkjubæjarklaustri og erum sannfærð um að hver sá sem heimsækir þennan landshluta í sumar eigi eftir að njóta þess í þaula. Einar Þorsteinsson
Suðurland Útgefandi:
Land og Saga ehf. Nýlendugata 21, 101 Reykjavík Sími 534 0700 Gsm 822 0567 LandogSaga@LandogSaga.is www.LandogSaga.is
Ritstjórn og framkvæmdastjóri:
Einar Þorsteinsson Einar@LandogSaga.is 822 0567
Markaðsmál:
Haukur Haraldsson haukur@LandogSaga.is 824 2450 Ester Sigurðardóttir ester@LandogSaga.is 899 7600 Erna Sigmundsdóttir Erna@LandogSaga.is 821 2755
Blaðamenn:
Súsanna Svavarsdóttir susannasvava@simnet.is 861 5242 Katrín Baldursdóttir katrin@LandogSaga.is 891 9698
Hallur Þorsteinsson hth@hive.is 696 7326 Haukur Haraldsson haukur@LandogSaga.is 824 2450 Hilmar Karlsson hkarls@simnet.is 695 6681 Vala Ósk Bergsveinsdóttir valaosk@gmail.com 6983979
Umbrot og ljósmyndun: Ingólfur Júlíusson nn@hive.is 690 3411
Prentun:
Ísafoldaprentsmiðjan. Prentað í 114.000 eintökum. Dreifing: Pósthúsið, Íslandspóstur og allir sölustaðir N1.
Forsíða:
Horft yfir Langasjó í ferðalagi Útivistar. Ljósmynd Gunnar S. Guðmudsson
ARGUS 06-0306
Það er komið ssumar!
Fallegar, gróskumiklar plöntur
Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur, rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir. Mikið úrval af hengiplöntum.
Fagleg ráðgjöf um val á plöntum! Annað nauðsynlegt í garðinn
Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl.
4 • Suðurland
Sæluhús á Hellisheiði Skíðaskálinn í Hveradölum hefur verið sannkallað sæluhús á miðri Hellisheiði, þar sem hann stendur við þjóðveg 1. Sérstaða Skíðaskálans í Hveradölum endurspeglast ekki aðeins á staðsetningunni, heldur miklu fremur í yfirbragði hússins og samspili við gamla tímann og norræna stemmningu sem gefur öllu húsinu einkar hlýlegan og heimilislegan blæ.
Í Skíðaskálanum eru fjórir mis stórir veislusalir sem taka frá 50 - 170 manns. “Gamla stofan”, “Koníaksstofan” og “Arinstofan” ásamt “Betri stofunni” eru vel búnir veislusalir, en Skíðaskálinn býður upp á alþjóðlega matreiðslu ásamt því að leggja áherslu á íslenska og þjóðlega rétti. Lambakjöts- og fiskihlaðborð Skíðaskálans eru til dæmis vel þekkt.
Fundir og ráðstefnur
Í gegnum tíðina hefur þjónusta Skíðaskálans í Hveradölum sífellt verið að aukast og aðlagast breyttum tímum. Skíðaskálinn býður fyrirtækjum og félagasamtökum fundar- eða kennsluaðstöðu í skálanum alla daga vikunar. Þá er hægt að hafa Skíðaskálann út af fyrir sig, hálfan eða allan daginn, með afnot af veitingasölunum fjórum. Mikið hefur verið um að fyrirtæki notfæri sér þessa aðstöðu og haldi margskonar gæðastjórnunarog vinnufundi. Mikil kyrrð er á staðnum og skapast þar einstakt andrúmsloft sem gerir það að
verkum að fundirnir verða oft árangursríkari og ekki er hægt fyrir þáttakendur að “skreppa” frá meðan á fundi stendur. Nýlega var tekið í notkun fullkomið hljóðkerfi ásamt þráðlausum mikrafón og þráðlausri nettengingu. Fulkominn skjávarpi með sýningartjaldi og flettitafla
er einnig á staðnum og fylgir allur búnaður með í leiguverði. Sé þess óskað er hægt að fá leigð önnur tæki sem til þarf. Einnig standa til boða hagstæðar rútuferðir fram og til baka og hægt er að útvega tónlistarmenn með ýmsar uppákomur. Fundargestir geta nýtt sér heita potta sem staðsettir eru við Skíðaskálann og í samvinnu við Ævintýraaferðir er boðið upp á margvíslegar ferðir, til dæmis hestaferðir, fjórhjólaferðir, gönguferðir og fleira í nágrenni Skíðaskálans í Hveradölum. Boðið er uppá kaffi, te og rúnstykki með osti og skinku við komu, en ef hópurinn borðar kvöldmat í Skíðaskálanum þarf ekki að borga leigu. Veitingastjóri Skíðaskálans í Hveradölum er Vignir Guðmundsson.
Nýr skáli á rústum þess gamla Skíðaskálinn var reistur árið 1934 af Skíðafélagi Reykjavíkur. Uppi í brekkunni fyrir ofan skálann eru tveir minnisvarðar. Annar þeirra er til minningar um Ludvig H. Müller kaupmann, sem var formaður Skíðafélags Reykjavíkur í 26 ár frá stofnun þess árið1914, en hinn er til minningar um Kristján Ó. Skagfjörð kaupmann, sem var formaður félagsins næstu 11 árin. Í Hveradölum bjó á árunum milli 1930 og 1940 danskur maður að nafni A. C. Høyer og hafði hann þar greiðasölu. Þá hafði hann gufu- og leirböð og vísi
að gróðurhúsarækt og er hann líklega með þeim fyrstu hér á landi sem stundaði þann atvinnuveg. Skíðaskálinn hefur um árabil verið í einkaeign. Gamli Skíðaskálinn brann árið 1991 en nýr skáli var opnaður tveimur árum seinna. Það er innflutt norskt bjálkahús sem sett var saman á staðnum, og er það töluvert stærra en gamla húsið. Það er á þremur hæðum og í heild sinni er það um 1.000 fermetrar. Ljósmyndir: Guðmundur Bjarki
<AJ<<> I>A ;G6BIÞ 6G
<A:G HE:<A6G <AJ<<6G =JG >G HâAHID;JG HK6A6AD@6C>G
=6; J H6B76C9 D< K> <:GJB wG I>A7D 6 @DHIC6 6GA6JHJ
<aZgWdg\ E<K Zg Ój\i d\ [gVbh²`^ [ng^gi²`^ Wn\\i { \ bajb d\ igVjhijb \gjcc^# ;ng^gi²`^ ]Z[jg Va\_ gV h ghi j { haZch`jb Wn\\^c\VbVg`V ^ kZ\cV [_ aWgZniigVg [gVbaZ^ haj Zhh# <aZgWdg\ E<K [gVbaZ^ ^g d\ hZajg Z^cVc\gjcVg\aZg! gn\\^h\aZg! heZ\aV! h ahid[jg! hkVaVad`Vc^g \aj\\V d\ ]jg ^g g EK8"j! {a"ig d\ ig # <aZgWdg\ E<K Z][# 9Vah]gVjc *! =V[cVg[_ g jg! H b^/ *+* %%%% è ¢\^hWgVji (%! 6`gVcZh! H b^/ )*+ '%%% è KVa Z][# = [ V *X! = hVk ` H b^/ )+) '))% è lll#\aZgWdg\#^h
6 • Suðurland
Fjölvir ehf söluskálinn Þorlákshöfn
Í blómabúð skreytingameistarans Í Þorlákshöfn er blómabúð sem býður upp á sérlega fallegar blómaskreytingar fyrir hvers kyns tækifæri. Verslunin heitir Blómabúð Brynju og er í eigu Guðrúnar Brynju Bárðardóttur sem nýlega tók við starfi námsbrautarstjóra b l ó m a sk r e y t i n g a b r au t a r Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi. Guðrún Brynja hóf rekstur blómabúðarinnar á Unubakka árið 2005 en fannst svona falleg búð eiginleg ekki eiga heima í iðnaðarhverfi og flutti sig því um set í Ráðhúsið í Þorlákshöfn fyrir einu og hálfu ár. Í versluninni er mikið úrval af pottaplöntum og afskornum blómum og eigandinn tekur að sér allar hefðbundnar blómaskreytingar, eins og brúðarvendi og útfararkransa, skreytir sali fyrir veislur og dansleiki og stíliserar skrifstofur. En í Blómabúð Brynju fæst fleira en blóm, því þar er fjölbreytt gjafavara og flest sem til þarf til að rækta pottablóm. Þegar Guðrún
Brynja er spurð hvernig gangi að reka blómaverslun í þessu mikla blómahéraði, segir hún: „Hér var engin blómabúð þegar ég opnaði. Það höfðu tveir eða þrír reynt blómabúðarekstur hér áður en ég fór af stað, en síðustu búðinni var lokað í nóvember 2004.“ En Guðrún Brynja hefur staðið af sér byrjunarörðugleika og lætur vel af sínum rekstri. Hvað gjafavöru varðar, segist Guðrún Brynja bæði vera með ódýra vöru en einnig klassagjafavöru frá Rosenthal og fleirum. “Ég er með glös og bolla, vöru sem hefur söfnunargildi og hún hefur reynst mjög vinsæl hjá mér. Ég hef líka verið að selja veski úr roði og leðri, sem ég er að vísu ekki með á lager, heldur panta þegar fólk biður mig um það. Þetta er of dýr vara og einstök til að vera með hana á lager en það er óskaplega gaman að geta boðið upp á hana. Nú, svo er auðvitað hægt að fá fallega blómavasa, kertastjaka og ilmkerti í Blómabúð Brynju.”
Margir þeirra sem hingað koma verða yfirleitt dálítið hissa á því hvað mikla möguleika staðurinn hefur uppá að bjóða. Við í söluskálanum í Þorlákshöfn gerum okkur far um að leiðbeina þeim sem hingað koma eftir megni og höfum orðið okkur úti um efni sem gagnast þeim vel sem eru í leit að afþreyingu. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.olfus.is/Default. aspx?ObjectId=6|7&id=77&idx=0 , ef þú kemur við á bensínstöðinni þá leiðbeinum við þér með ánægju. Á undanförnum árum hefur öll aðstaða tekið stórstígum framförum og má þar nefna nokkur atriði sérstaklega: 1. Gönguleiðir – eru fjölmargar og auðvelt að velja leið við hæfi 2. Golf – 18 holu golfvöllur er í næsta nágrenni (sjá nánar http:// www.nat.is/golf/golf_sudurland_ thotlakshofn.htm) 3. Fugla- og fjöruskoðun er alltaf mjög vinsælt, en aðstaða til fuglaskoðunar er með ágætum. 4. Mannlíf við höfnina – Þorlákshöfn er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust. Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa. Árið 1718 (5. nóv.) strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði og bændur björguðu 170 manns. Fyrsta hafnargerð hófst 1929 og má segja að margt áhugavert sé að gerast við höfnina á degi hverjum. 5. Bókasafnið - miðstöð fyrir upplýsingar um golf, gönguleiðir, gistingu,veiðileyfi o.fl.
Komdu við hjá okkur og við komum þér á óvart!
Golfhermir af bestu gerð Í Þorlákshöfn hefur Benna Golf opnað draumaaðstöðu allra kylfinga, þar sem hægt er að spila golf við bestu aðstæður innandyra í golfhermi.
Áhersla á sjávarrétti í Rauða húsinu Rauða húsið er þekktur veitingastaður á Eyrarbakka sem flutti sig um set í nýrra húsnæði á staðnum vorið 2005. Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu, sem byggt var árið 1852 og oft nefnt Gunnarshús í daglegu tali, en veitingastaðurinn flutti yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður. Elsti hluti þess, þar sem veitingasalur Rauða hússins er, var reistur 1919 af Guðmundu Nielsen fyrir verslun hennar, Guðmundubúð, sem þótti ein
glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð. Í Rauða húsinu eru fjórir salir og öll aðstaða til að taka á móti stórum sem smáum hópum eða gestum sem eiga leið um Eyrarbakka. Á matseðli staðarins er lögð er áhersla á sjávarrétti, en annars er eldhúsið alhliða og og boðið upp á fjölbreyttan matseðil.
Kylfingar hafa löngum kvartað undan því að geta ekki spilað golf hérlendis að vetri til. Ástæður geta verið ýmsar. Sumir hafa ekki tíma, aðrir hafa ekki áhuga á að fara út í kuldann eða hafa ekki heilsu í það. En nú er komin betri vetrar- og veðratíð fyrir kylfinga sem vilja æfa sig jafnvel þegar úti er myrkur og bálviðri. „Við erum að tala um goflhermi sem er, af þeim sem til þekkja, talinn vera einn sá besti sem völ er á,” segir Sófus Árni Þorsteinsson sem rekur Benna golf. Hann notast við raunverulegar ljósmyndir af brautum frægustu golfvalla heims og gefur þannig kylfingum gríðarlega innsýn í leik þeirra bestu. Golfhermirinn er af gerðinni Double Eagle 2000 sem er framleiddur af Par T. Golf. Kylfingurinn stillir sér upp á sérstaka mottu, sem ýmist er eftirlíking af venjulegu grasi, háu grasi eða sandglompu, og slær í stórt tjald sem er fyrir framan hann. Fyrir ofan kylfinginn er svo kassi með þremur innrauðum myndavélum sem nema kúluna og taka niður upplýsingar. Við kassann er svo tengd tölva sem reiknar út feril, kraft og spuna kúlunnar eftir þeim upplýsingum sem myndavélarnar gáfu. Skjávarpi, sem varpar ljósmyndunum á tjaldið birtir síðan tölvureiknaða kúlu sem fer í þá átt sem hún ætti að fara samkvæmt útreikningum tölvunnar. Sófus segir herminn leigðan út á klukkustundina en einnig sé
hægt að kaupa tímakort. “Flestir fastakúnnar gera það vegna þess að það felur í sér sparnað.” Enginn sérstakur opnunartími er í Benna Golfi, heldur er hægt að hringja til Sófusar og hann kemur og opnar staðinn. “En svo er ég ekkert í húsinu á meðan fólk er að spila,
heldur hafa viðskiptavinir okkar salinn alveg út af fyrir sig,” segir hann. Einhver vandkvæði hafa verið með heimasíðuna hjá Benna Golfi en hægt að nálgast allar upplýsingar um fyrirtækið á www. haflidi.is/bennagolf/index-3.jtml
Suðurrland • 7
Metnaðarfullt sýningastarf
Gott er að fara í heita pottinn að loknum annasömum degi.
Gistiheimilið Frumskógar Vel staðsett við “skáldagötuna” í Hveragerði Gistiheimilið Frumskógar er miðsvæðis í Hveragerði. Það er rekið af hjónunum Kolbrúnu Bjarnadóttur og Morten Geir Ottesen. Gistiheimilið er 25 ára og var til margra ára rekið af foreldrum Mortens eða allt þar til Kolbrún og Ragnar tóku við rekstrinum fyrir sjö árum.
Kolbrún segir gistiheimilið ákaflega vel staðsett og stutt í alla þjónustu og svo býður gistihúsið einnig upp á dagsferðir og sér um að koma gestum í lengri ferðir sé þess óskað: “Við bjóðum upp á fimm 40 fm. íbúðir, fjögur tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi og teljum okkur vera með notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja njóta þess sem Hveragerði og Suðurland hafa upp á að bjóða. Íbúðirnar eru útbúnar með rúmgóðu svefnherbergi, góðu baði, eldhúsi vel útbúnu tækjum og stofu með tvíbreiðum svefnsófa. Sjónvarpi, DVD, CD, útvarpi og internet tengingu. Þá fylgja íbúðum rúmföt fyrir 2 og morgunverður ef óskað er. Herbergin sem við erum með eru björt með vaski og sjónvarpi. Fjögur tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi með tveimur sameiginlegum baðherbergjum. Gestir Gistiheimilisins Frumskógar geta notið þess að fara í heita potta og fátt er betra eftir golfhring, en eitt
af því sem Frumskógar býður er frítt golf: ”Allir þeir sem gista hjá okkur fá ókeypis aðgang að golfvellinum í Hveragerði, Gufudalsvelli. Og þess má geta að við vorum í samstarfi við golfklúbbinn í Hveragerði um ókeypis gofnámskeið helgina sem jarðskjálftinn var og létu 4% bæjarbúa sig ekki muna um að koma á námskeiðið sem var ákaflega vel heppnað og skemmtilegt.” Á sumrin eru það mestmegnis túristar sem gista í Frumskógum: ”Við erum að bjóða þeim upp á ýmsar ferðir á áhugaverða staði sem nóg er af hér á Suðurlandi og er það gert til gera dvöl þeirra fjölbreyttari og að sýna þeim hvað við teljum merkilegt. Á veturnar er það mestmegnis Íslendingar sem gista hjá okkur.” Að sögn Kolbrúnar hefur reksturinn gengið vel frá því hún og Morten tóku við gistiheimilinu: ”Þegar við keyptum byrjuðum við á því að taka húsið alveg í gegn og það er síðan 2003 sem við byggjum hús fyrir íbúðirnar svo segja má að allur staðurinn sé nýr eða nýupptekinn.” Hvað varðar sumarið þá lítur það vel út fyrir Frumskóga: ”Við erum mikið bókuð í sumar og lítum björtum augum til framtíðar.” Að lokum segir Kolbrún að þau hafi tekið sig til á tuttugu ára afmæli Frumskóga og gefið út bækling sem þau kölluðu ”Skáldagatan” og
var dreift í öll hús í Hveragerði. Í bæklingnum var sagt frá öllum skáldum sem hafa búið við götuna Frumskóga í Hveragerði. Í upphafi bæklingsins stendur: ”Á árunum l940 og þar til um l965, var Hveragerði þekktast fyrir listamennina sem þar bjuggu, en þar voru skáld og rithöfundar, tónskáld, listmálarar og myndhöggvarar. Allt voru þetta þekktir menn og leiðandi í menningarog menntamálum þjóðarinnar. Þar má nefna skáldin og rithöfundana Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Gunnar Benediktsson og einnig hinn landskunna hagyrðing sr. Helga Sveinsson, tónskáldið Ingunni Bjarnadóttur og myndlistarmennina Höskuld Bjarnsson, Kristinn Pétursson, Ríkarð Jónsson og Gunnlaug Scheving. Í kringum þetta fólk var líf og fjör og þekkt voru garðyrkju- og listamannaböllin þar sem skáldin leiddu saman hesta sína. Skáldin bjuggu flest við götu sem nú heitir Frumskógar en var áður nefnd Skáldagatan.” Kolbrún segir að bæklingurinn hafi fengið mjög góðar viðtökur og nú sé verið að endurprenta hann: ”Skáldin voru okkur öllum kunn en þau bjuggu í götunni okkar og því þykir okkur vert að minnast þeirra og halda nöfnum þeirra á lofti.”
Listasafn Árnesinga er í Hveragerði. Sýningarsalir eru fjórir og þar eru árlega settar upp fjórar til fimm metnaðarfullar sýningar og þeim fylgt úr hlaði með fræðsludagskrá og sýningarskrá. Tilurð safnsins má rekja til rausnarlegrar listaverkagjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona, sem telur verk helstu listamanna frá fyrri hluta síðustu aldar. Þar á meðal átján verk efir Ásgrím Jónsson frumkvöðul í íslenskri málaralist, en hann var frændi Bjarnveigar. Listasafn Árnesinga varðveitir einnig tréskurðarsafn Halldórs Einarssonar. Safnið var opnað á Selfossi 1975, en flutt í núverandi húsnæði 2003. Það er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, þ.e. allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu. Safnstjóri er Inga Jónsdóttir. Núverandi sýning, sem mun standa til 20. júlí, ber heitið Listamaðurinn í verkinu – Magnús Kjartansson. Að sögn Ingu eru þar til sýnis stór pappírsverk sem Magnús vann á árunum 1982-88 og hafa fæst verið til sýnis áður. “Í þeim má rekja tilraunir Magnúsar með ýmsar ljósprentsaðferðir sem
gerðu honum kleift að þrykkja hluti, myndir og jafnvel eigin líkama beint á pappírinn. Í mörgum myndunum má síðan sjá hvernig Magnús hefur unnið þær áfram, stundum með kemískum aðferðum en stundum með málningu,” segir Inga. Næsta sýning mun standa frá 27. júlí – 28. september, en hún verður á verkum Höskuldar Björnssonar sem bjó í Hveragerði frá 1946 – dánardægurs 1963. Inga segir hann einkum vera þekktan fyrir fuglamyndir sínar og á sýningunni verður fjölbreytt úrval verka hans til sýnis og einnig einstök myndskreytt sendibréf til vina. Síðasta sýning ársins verður Picasso á Íslandi þar sem sjónum er beint að beinum og óbeinum áhrifum Picasso á myndlist íslenskra myndlistarmanna allt frá 1930 og fram til dagsins í dag. Sú sýning mun standa frá 4. október – 14. desember. Í safninu er notaleg kaffistofa og setustofa þar sem skoða má ýmis rit um myndlist. Safnið er opið alla daga yfir sumarið, frá maí til september, kl. 12–18. Aðra mánuði er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 12–18 en lokað í mánuð yfir jól og áramót. Aðgangur er ókeypis.
Í Hveragerði hafa þau Grýla og Leppalúði hreiðrað um sig
Í Hveragerði er margt markvert að sjá og auðveldlega má eyða drjúgum tíma í að skoða það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Hveragerðiskirkja gnæfir yfir gestum en rétt handan hverasvæðisins eru skáldagöturnar Frumskógar og Bláskógar þar sem mörg af stórskáldum þjóðarinnar bjuggu á árdögum byggðar í Hveragerði. Rétt hjá kirkjunni er Sandhólshverinn og ekki er langt í skógræktina undir Hamrinum en þar hafa verið lagðar fallegar gönguleiðir um skógi vaxnar hlíðar. Í lystigarðinum í miðbænum er notalegt að borða nestið sitt um leið og tærnar eru bleyttar í ylvolgri ánni og dáðst að Reykjafossi. Sé gengið yfir brúna í lystigarðinum og upp brekkuna handan árinnar er komið að sundlauginni Laugaskarði þar sem einkar ánægjulegt er að ljúka deginum í sjóðheitum pottunum eða heilsusamlegu gufubaðinu áður en einhver hinna fjölmörgu veitingastaða bæjarins eru heimsóttir. Grýla, þekktasti goshverinn í Hveragerði, er norðan Hamarsins á vinstri hönd rétt eftir að komið er inn í Ölfusdal. Grýla gaus allt upp í 15
m hæð á klukkustundar fresti þegar hún var upp á sitt besta. Leppalúði er óformlegt nafn á „goshver“ sem er inni í Ölfusdal, við veginn á hægri hönd, rétt áður en komið er að brúnni yfir Varmá á leið að golfvellinum í Gufudal. Í raun er þetta grunn borhola sem áhugavert er að skoða því þar er sígos, þriggja til fjögurra metra hátt. Fossflötin markast af Breiðumörk, Skólamörk og Varmá. Ræktun skrúðgarðs hófst þar árið 1986 og er þar nú fallegur gróður með leiksvæði, bekkjum og borðum sem ferðamenn geta nýtt sér til útivistar. Á bakka Varmár neðan við Reykjafoss má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Grunnurinn markar upphaf
byggðar í Hveragerði því þar var ullarverksmiðja sem reist var árið 1902 og nýtti fallorku fossins. Innar í Varmárgilinu eru uppistandandi veggir rafstöðvar sem gerð var árið 1929. Þaðan má rekja undirstöður fallstokksins að heillegri stíflunni neðan Hverahvamms. Í gilinu eru hinar fegurstu litasamsetningar og hveralandslag sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Í umhverfisskipulagi fyrir Hveragerði og nágrenni er lögð áhersla á verndun sérstakra náttúrufyrirbæra og uppbyggingu á samfelldu kerfi aðgengilegra og innihaldsríkra útivistarsvæða. Hamarinn skiptir bæjarlandinu í tvo hluta. Sunnan hans er byggðin, en að norðan er Ölfusdalur, óbyggður að mestu.
Lengra í norður er Hengilssvæðið en þar hefur opnast samfellt útivistarland með skipulögðum og merktum gönguleiðum sem ná frá Mosfellsheiði í vestri, Þingvallavatni í norðri og að Úlfljótsvatni í austri. Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út gönguleiðakort af svæðinu sem nálgast má á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn. Dalirnir uppaf Ölfusdal heita Reykjadalur og Grænsdalur (Grændalur). Gufudalur er nafn á býli austast í Ölfusdalnum en uppaf því eru dalverpi með skemmtilegum gönguleiðum. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu sem enginn útivistarmaður ætti að láta fram hjá sér fara. Um dalina má fara styttri og lengri vegalengdir sem byrja og enda í Hveragerði. Gott aðgengi er að flatlendinu (Árhólmum) innst inni í Ölfusdal og nægt pláss fyrir bíla. Þar er kort sem sýnir gönguleiðir um Hengilssvæðið. Göngustígakerfi Hveragerðis gegnir mikilvægu hlutverki við að tengja öll svæðin saman. Upp úr Ölfusdal liggur merkt gönguleið um Reykjadal inn á gönguleiðakerfi Hengilssvæðisins. Ölfusdalur er því hlekkur sem tengir saman byggð og ósnortna náttúru. Í bænum liggja göngustígar
um miðbæjartorgið, skrúðgarðinn á Fossflötinni, Sandskeiðið, sunnan undir Hamrinum, Fagrahvammstúnið, Heilsustofnun NLFÍ og meðfram Varmá inn í Ölfusdal. Þessi svæði tengjast jafnframt neti göngustíga í landi Garðyrkjuskóla ríkisins, undir Reykjafjalli og í Ölfusborgum. Þá er tilvalið að ganga upp á Hamar en þaðan sést yfir Hveragerði, Suðurlandsundirlendið og Ölfusdalinn í norðri. Vel má merkja jökulrákir frá síðasta jökulskeiði í Hamrinum. Velja má lengri og skemmri gönguleiðir allt eftir þörfum hvers og eins. Allir ættu því að finna gönguleiðir við hæfi.
8 • Suðurland
Uppstoppuð dýr, skotvopnin sem þau voru veidd með og veiðimennirnir
Í Veiðisafninu á Stokkseyri er hægt að sjá fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna, auk þess sem hægt er að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. Veiðisafnið er einstakt að því leytinu til að uppstoppuðu dýrin eru frá mörgum löndum í heiminum. Þarna má sjá ljón, zebrahesta, gíraffa, hreindýr, apa, seli, bjarndýr og sauðnaut auk fjölda annarra dýra. Jafnframt eru á Veiðisafninu til sýnis munir frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem Veiðisafnið hefur til sýningar samkvæmt sérstökum varðveislusamningi.Veiðisafnið er sjálfseignarstofnum og eru stofnendur Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir.
Gestir og gangandi Zebrahesturinn nýtur sín vel í Veiðisafninu.
“Það áttu margir leið til okkar og fólkið sagði að það væri eigingirni að sýna ekki dýrin almenningi. Til að gera langa sögu stutta þá komu yfir 1000 manns í gegnum eldhúsið á sex mánaða tímabili og það var annað hvort að flytja úr landi eða opna húsið, sem við gerðum og búum við í hluta af safninu.” Að sögn Páls hefur safnið vaxið hraðar en nokkur átti von á . “Nú eru hjá okkur, ekki aðeins uppstoppuð dýr og skotvopn og fleira sem tilheyrir viðfangsefninu, heldur erum við með í láni muni frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir lána okkur og við lánum þeim. Við höfum til dæmis lánað þeim hvítabjörninn okkar, álft og tófu sem Náttúrufræðistofnun setti á sýningu sem þeir voru með á Hlemmi.”
Of lítið frá byrjun
“Það má segja að þegar við stofnuðum Veiðisafnið þá var það strax of smátt í sniðum. Allar áætlanir sem voru gerðar í upphafi dugðu ekki til og ákvörðun var tekin um að stækka og fara í byggingu á nýju húsi og þar með bæta við einum sýningarsal þannig að nú er safnið í tveimur rúmgóðum sýningarsölum og við erum ánægð með þann árangur sem við höfum náð og stefnum á að gera betur. Gestir okkar eru flestir Íslendingar og orðspor safnsins hefur spurst út og hér koma áhugasamir veiðimenn og aðrir sem eru eru forvitnir um safnið og einnig skólanemendur í skipulagðar ferðir og eru þeir einstaklega áhugasamir. Við höfum sérstaka fyrirlestra fyrir börn, þau vilja líka heyra veiðisögur eins og fullorðnir.” Safninu berast gjafir úr ýmsum áttum: “Fólk sem kemur hingað tekur eftir því að hér er góður geymslustaður fyrir ýmislegt sem tilheyrir safninu svo sem skotvopn, uppstoppuð dýr og veiðitengda muni enda teljum við samsetninguna einstaka og hvergi eins safn að finna. Hér eru dýrin sem hafa verið veidd,
Opið alla daga frá 15. maí til 15. sept. milli kl 11 - 18. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. sími 483 1504 | husid@south.is | www.husid.com
“Til að gera langa sögu stutta þá komu yfir 1000 manns í gegnum eldhúsið á sex mánaða tímabili og það var annað hvort að flytja úr landi eða opna húsið, sem við gerðum og búum við í hluta af safninu.”
skotvopnin sem þau voru veidd með og svo erum við hér veiðfólkið sjálft.“
Vísundar væntanlegir
Páll og Fríða eru lengi búin að stunda skotveiði og titla þau sig sem söfnunarveiðimenn: “Við erum alltaf að reyna að hafa þetta sem fjölbreyttast og viljum vera með dýr frá sem flestum heimsálfum og er uppistaðan dýr sem við höfum veitt ásamt Jónasi Geir veiðifélaga okkar, hér á Íslandi, Grænlandi, SuðurAfríku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Síðasta veiðiferðin var farin í janúar. “Við fórum saman ég og Jónas Geir til Minnesota í Bandaríkjunum þar sem við veiddum tvo stóra vísunda. Þeir eru nú báðir í uppstoppun og koma eftir næstu áramót. Ég get lofað því að þeir eru flottir og eiga eftir að vekja mikla athygli.” Þegar Páll er spurður hvað sé helsta aðdráttaraflið þá segir hann það gíraffann og ljónin: “Við fáum spurningar daglega um fíl og við myndum ekki hafa á móti því að geta sýnt fíl hér á safninu. Vonandi verður það að veruleika.” Fljótlega verða settir upp munir og skotvopn í Veiðisafninu frá tveimur landsþekktum refaskyttum: “Þessar tvær skyttur voru Einar Guðlaugsson frá Þverá og Sigurður Ásgeirsson frá Gunnarsholti. Það er okkur heiður að fá að sýna muni frá þeim en þeir létust báðir með stuttu millibili á þessu ári.”
Drífuvinafélagið
Veiðisafnið í samvinnu við afkomendur Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík stóðu fyrir stofnun Drífuvinafélagsins árið 2005: “Jón Björnsson er án efa afkastamesti byssusmiður er uppi hefur verið á Íslandi. Hann nefndi byssur sínar Drífur og er einstakt í Íslandssögunni að einn og sami maðurinn hafi smíðað á annað hundrað haglabyssur. “Við erum búin að finna allar nema fimm af þessum 120 byssum og ég hef trú á því að við finnum þær allar á endanum.” Nánari upplýsingar um safnið má finna á www.veidisafnid.is
Vandað er til uppstoppunar á dýrunum í Veiðisafninu eins og sjá má á þessari mynd.
Suðurrland • 9
Sundlaug Stokkseyrar „Þetta er lítil og elskuleg sundlaug og það eru allir velkomnir,“ segir Ragnar Sigurjónsson forstöðumaður íþróttamannvirkja á Stokkseyri ,,Ég hvet alla sem eiga leið um Stokkseyri að koma við í lauginni hjá okkur enda meinholt að fara í sund.“ Sundlaug Stokkseyrar er yfir sumartímann opin frá klukkan eitt til níu á kvöldin virka daga og frá klukkan tíu til fimm um
helgar. Laugin er 90 cm. djúp, 16 m. á lengd og 8.5 m. á breidd. Á svæðinu eru tveir heitir pottar, vaðlaug fyrir börnin og rennibraut. Sundlaugin hefur verið starfandi í um 20 ár og að sögn Ragnars er ávallt lögð áhersla á að laugin sé í fínu standi. ,,Til gamans má geta þess að í sundlaugargarðinum höfum við opnað málverkasýningu. Til sýnis eru myndir sem börnin á Stokkseyri hafa málað,“ segir Ragnar.
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í Ölfusi Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu Ölfus, og þá sérstaklega í dreifbýlinu. Þar eru ýmsir gistimöguleikar og hestaferðir á vegum Eldhesta. Veitingastaðir er á fallegum útivistarsvæðum við ósa Ölfusár og við Hengilinn. Í Þorlákshöfn er hægt að fara á kaffihús, veitingastað og síðan er bókasafn og upplýsingamiðstöð í Ráðhúsi Ölfuss. Við bæjarmörkin er 18 holu golfvöllur og víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Rútur ganga frá
Reykjavík til Þorlákshafnar og ferja þaðan til Vestmannaeyja. Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn og verður þá lokið byggingu glæsilegrar íþróttaaðstöðu með nýrri sundlaug, busllaug og spa- og líkamsræktaraðstöðu.
Sveitarfélagið Ölfus er víðfeðmt sveitarfélag sem flestir leggja einhvern tíma leið sína um. Heildarstærð þess er um 750 ferkílómetrar og eru íbúarnir tæplega 2000 talsins. Helstu atvinnugreinar
eru fiskveiðar og vinnsla, verslun og þjónusta, landbúnaður og iðnaður. Í dreifbýlinu eru margar góðar reiðleiðir, enda er mikið um hrossarækt og hestamennsku í Ölfusinu. Heitar uppsprettur eru við Hengilinn. Þéttbýlisstaður sveitarfélagsins er Þorlákshöfn með um 1500 íbúa. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgeng að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa því íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðja síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fólksfjölgun varð einnig á 8. áratugnum eftir eldgosið í Heimaey.
Kvöldstjarnan:
Stokkseyri hefur mikið aðdráttarafl Hér á árum áður var Stokkseyri eitt stærsta þorp landsins með verslanir, útgerð, fiskvinnslu, já jafnvel hótel, öll þessi atvinnustarfsemi lagðist smátt og smátt af. Fyrir nokkrum árum tóku íbúarnir höndum saman og á sér nú stað stórmerkileg uppbygging. Frystihúsið sem áður var miðpunktur atvinnulífsins hefur nú öðlast nýtt hlutverk sem menningarverstöðin Hólmaröst, þar sem áður voru fiskvinnslusalir eru nú tónleikasalir, sýningasalir listamanna og söfn: álfa, trölla og norðurljósasafn, draugasetur, og draugabarinn, þar sem haldin eru böll og framdir ýmsir tónlistargjörningar, ýmsir tónleikar og aðrir listviðburðir, sem eru þá oftast kynntir á stokkseyri.is
Eins og margir eflaust vita var tónskáldið Páll Ísólfsson, frá Stokkseyri, og er því vel við hæfi að tónlistinni sé gert hátt undir höfði á Sokkseyri.
Gistiheimilið Kvöldstjarnan er í húsnæði sem var endurgert, hét áður Ásbyrgi og hafði mátt muna sinn f ífil fegri, efri hæðin var rifin og byggð ný, en útveggirnir niðri fengu að halda sér. Ég hitti að máli Margréti og sagði hún að
staðurinn væri í mikilli sókn. Ýmis afþreying svo sem kajaka ferðir, strandskoðun, sjávarloftið o. s.frv. hafi laðað að sér ferðamenn og ekki síður ýmiskonar hópa sem eru þá jafnvel með vinnufundi sem blandað er saman við stutta viðburði utanhúss. Kvöldstjarnan býður uppá gistirými fyrir 10 manns, 6 á neðri hæð og 4 á efri hæð. Vaskar eru í herbergjum á neðri hæð, setustofa með sjónvarpi, eldhús, baðherbergi og wc. Á efri hæð er fullbúin íbúð með tveimur herbergjum. Stórar svalir með frábæru útsýni. Í göngufæri frá Kvöldstjörnunni er hið vinsæla veitingahús Við Fjöruborðið með sinni margrómuðu “humarsúpu”. Einnig eru áhugaverðir veitingastaðir í næsta nágrenni við okkur eins og t.d. Rauða húsið
á Eyrarbakka og Hafið bláa við Óseyrarbrúnna og er lítið mál að taka leigubíl á báða þessa staði.
Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.kvoldstjarnan. com
10 • Suðurland
Álfar, tröll og draugar á Stokkseyri Stokkseyri hefur upp á ýmsilegt að bjóða fyrir þá sem eiga leið um þetta fallega sjávarþorp. Draugar, álfar og tröll hafa komið sér vel fyrir í bænum auk hins skemmtilega Töfragarðs og auðvitað eru sívinsælu kajakferðirnar á sínum stað.
Það er drungaleg stemmning á Draugasetrinu á Stokkseyri og aldrei að vita nema gestir rekist á einhverja draugalega náunga. Setrið, sem staðsett er í Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri, er 1000 m2 skemmtilegt völundarhús þar sem að finna má fjölmargar skemmtilegar íslenskar draugasögur. Heimsókn á setrið er
spennandi upplifun þar sem gestir mega eiga von á draugagangi úr hverju horni. Í sömu húsakynnum er að finna Álfa, trölla og norðurljósasafnið. Þar geta gestir m.a. heimsótt sannkallað vetrarríki með ísklumpum úr Vatnajökli og þá lýsa norðurljósin upp himininn allan ársins hring. Gestir safnsins fá tækifæri til að heimsækja tröllahelli og undraheim álfa og huldufólks þar sem hægt er að skyggnast inn í líf þessara dularfullu vera. Kajakferðir ehf. bjóða uppá nýstárlega og spennandi möguleika til að njóta náttúrunar á Stokkseyri. Róið er á kajökum um lónin, vatnasvæðið og
fjöruna í fjölbreyttum ferðum. Kajakferðirnar eru í senn friðsæl skemmtun og sýn inní heim íslenskrar náttúru- og fuglalífs. Töfragarðurinn er fjölskyldu- og skemmtigarður í fallegu umhverfi á Stokkseyri. Í garðinum eru ýmis skemmtileg leiktæki og þrautir fyrir alla aldurshópa. Fjölmörg íslensk húsdýr eiga heima í Töfragarðinum og má þar helst nefna hreindýr, refi, geitur, gæsir, hænur og grísi. Það er tilvalið að skella sér í bíltúr á Stokkseyri og njóta þess sem bærinn hefur uppá að bjóða. www.draugasetrid.is www.icelandicwonders.com www.tofragardurinn.is www.kajak.is
Íslenskt og indverskt handverk
7GDH6C9> 6AA6C =G>C<>CC
K:>I>C<6HI6 >G Ì yAAJB =ÓI:AJCJB 6AAI6; HIJII Ï HJC9 K>C<?6GCA:< ?ÓCJHI6 <>HI>K:G ;GÌ (#,*% @G# Ì B6CC
&( =ÓI:A 6AA6C =G>C<>CC & BA AVj\VgkVic ' Ï@Ï AVj\VgkVic ( H` \Vg ) K ` B gYVa * CZh_Vh` a^ + CZh`VjehiV jg , :\^ahhiV ^g - :^ Vg . Hi gji_Vgc^g &% 6`jgZng^ && AVj\VgWV``^ &' ÏhV[_ g jg &( AVj\Vg H¨a^c\hYVa EVciV j VaaVc ]g^c\^cc { ]diZaZYYV#^h Z V h bV ))) )%%%
&' &' &% &% .. &(&( &(
-- ,, ++
&& &&
**
&& '' (( ))
Við Eyraveginn á Selfossi hefur Alda Sigurðardóttir myndlistarmaður opnað all sérstæða og sk e m mt i l e g a verslun. Það er Alvörubúðin – eða Alvara.is, þar sem gefur að líta íslenskt handverk, indverskt handverk, skraut-muni og ýmislegt fleira skemmtilegt og vægast sagt, óvænt. „Ég er alin upp í hannyrðum,“ segir Alda Sigurðardóttir, eigandi Alvörubúðarinnar, „og byrjaði snemma að framleiða handavinnu fyrir verslun sem mamma rekur. Hún var með Hannyrðabúðina í Hafnarfirði sem núna er í Garðabæ og ég teikna fyrir hana vöggusett og aðra áteiknaða hannyrðavöru. Verkstæðið var ég með heima og þegar fram liðu stundir flutti ég það alltaf með mér í hvert sinn sem ég flutti. En þegar ég kom hingað á Selfoss fór mig að langa til að koma verkstæðinu út af heimilinu. Það endaði með því að ég keypti húsnæðið við Eyraveg, beint á móti hótelinu, húsnæði sem á sér sögu..., var einu sinni bakarí og þar áður Daddabúð – en var kælitækjaþjónusta þegar ég keypti það.“ Ástæðan fyrir því að Alda vildi verkstæðið út af heimilinu – fyrir utan plássið sem það tekur – var sú að hana langaði til að víkka út starfsemina, gera fleiri tegundir af handavinnu og taka að sér fjölbreyttari og stærri verkefni. Hún keypti húsnæðið árið 2001 og ári seinna byrjaði hún að hafa verkstæðið opið til að selja handavinnuna sem hún var að hanna auk þess sem hún fór að selja íslenskt handverk fyrir Þingborgarhópinn og fleiri. Alda teiknar meðal annars á vöggusett, dúka, puntuhandklæði í eldhús og barnamyndir. Hún hefur einnig hannað nýjar vörutegundir sem hún hefur unnið upp úr Sjónabókinni frá Skaftafelli og gert úr þeim handavinnupakkningar, bæði veggteppi og púða. Þessar vörur eru seldar á nokkrum stöðum. „Árið 2002 fór ég til Indlands og keypti inn dálítið af vöru sem mig langaði að prófa að hafa með því sem fyrir var. Þetta er indverskt handverk. Ég byrjaði með textílvörur en það hefur þróast yfir í það að ég er með ýmislegt indverskt, Bollywoodmyndir, te, snyrtivörur, reykelsi og krydd, kjóla, pils, dúka og sjöl, skartgripi, leðurvörur, leikföng o.s.frv. Þetta fer ótrúlega vel saman með íslensku vörunum.” Og það eru hæg heimatökin að kynna sér það sem er á boðstólum í Alvörubúðinni, því heimasíðan er www.alvara.is
LAPPSET
GÚMMÍMOTTUR Á GRAS
LEIKTÆKI
HESTAMOTTUR
HJÓLABRETTAGARÐAR
RABO/BRIO LEIKSKÓLAVÖRUR
VATNSRENNIBRAUTIR
KÖRFUR OG MÖRK
GIRÐINGAR
VÖRUR FYRIR GÖTUR OG TORG
GÚMMÍHELLUR
GLUGGAR OG HURÐIR
Jóhann Helgi & Co ehf -stofnað 1990Sími 5651048 - 8208096 jh@johannhelgi.is www.johannhelgi.is
12 • Suðurland
PULLARINN skemmtir sér um helgar Pylsuvagninn á Selfossi hefur heldur betur tekið stakkaskiptum í gegnum árin. Þegar ég renni í hlaðið tekur á móti mér vertinn, Ingunn Guðmundsdóttir. „Við tókum við Pylsuvagninum 9. júní 1984, en þá var hann hérna við brúnna á þessum stað. Hann var 3
fermetrar og ekkert klósett, það var bara stokkið yfir í gamla Selfossbíó, það var ekkert rennandi vatn í vagninum, allt vatn sem þurfti að nota í var sett á plastbrúsa, síðan voru ílátin tekin heim og þvegin þar. Ekki veit ég hvað Heilbrigðiseftirlitið segði um slíkt núna !”
10.maí 1985, stækkuðum við um heila 7 femetra á sama stað, ekkert klósett var í þessum vagni frekar en þeim fyrri, en við settum rennandi vatn, sem var algjör lúxus, samt þurfti að spara heita vatnið. Það var bara rafmagnskútur, sem tæmdist mjög fljótt ef vatnið var látið renna. Á þessum tíma unnu 6 til 8 manns í vagninum. 15,júlí 1988, byggðum við hús við Tryggvaskála og stækkuðum í 14 fermetra, það var sko höll, miðað við hina vagnana, nú komu klósettinn í PULLARANN, eins og unglingarnir kalla staðinn og ekki má gleyma bílalúgu sem við settum í þetta hús, en það var nýmæli á Selfossi. Við það stórjukust viðskiptin. Í febrúar 1995 stækkuðum við skálann í 22 fermetra og opnaði hann 4, maí 1995 á þeim stað sem hann er núna, það má segja að hann sé kominn heim. Það eru tvær bílalúgur, og þetta er sá vagn sem í dag þjónar Selfossbúum, gestum og gangandi sem um bæinn fara. Í dag starfa 32 stúlkur sem reyna að seðja tóma maga viðskiptavinanna. Í augum ferðamannsins sem á hér leið er PULLARINN eins og hver annar viðkomustaður, en PULLARINN á sér annað líf um helgar, þá skemmtir hann sér með bæjarbúum. Verið velkomin við bíðum spenntar að sjá ykkur. Stelpurnar á PULLARANUM
Kyrrðarstaður í miðbænum Gesthús á Selfossi eru umlukin gróðri og því eins konar sveit í bæ Gesthús eru þyrping ellefu hlýlegra parhúsa á fallegu útivistarsvæði við Engjaveg á Selfossi. Ólafur Guðmundsson og Elísabet Jóhannsdóttir, sem eiga og reka Gesthús, hafa langa reynslu af ferðaþjónustu. Þau ráku áður gistiheimilið Bitru í Flóa en keyptu þessa sérstæðu og skemmtilegu parhúsabyggð fyrir tveimur árum. Þegar Ólafur er spurður hvað hafi fengið þau til að færa sig til, segir hann: „Þetta er svo skemmtilegt svæði, eiginlega sveit í bæ. Það er dálítið skondið að þótt maður sé í miðjum bænum, þá er maður fyrir utan skarkalann vegna þess að í kringum útivistarsvæðið er mikill gróður og hér á tjaldstæðinu eru sérstakir hraunbollar sem eru friðlýstir. Þessir hraunbollar kallast “Grýlupottar” og hefur “Grýlupottahlaup” verið hlaupið frá íþróttavellinum umhverfis þessa potta í áratugi.“
Tjaldstæði og smáhýsi
Í Gesthúsum er boðið upp á mjög gott tjaldsvæði auk gistingar í uppbúnum
herbergjum í smáhýsunum, alls tuttugu og tvö herbergi. Í hverju herbergi geta gist tveir til fjórir. „Við erum með tvenns konar útfærslu á herbergjunum. Annars vegar erum við með tvíbreitt rúm og efri koju, hins vegar rúm sem er ein og hálf breidd, efri koju og einbreitt rúm á móti. Þar geta fjórir gist. Þetta er mjög vinsæll og hagkvæmur kostur hjá fólki sem er að ferðast með börn. Á sumrin bjóðum við upp á morgunmat fyrir þá sem vilja, bæði þá sem gista í húsunum og í tjöldum. Einnig erum við með mat fyrir hópa.
Sumarárshátíð
Þessa dagana erum við að taka í notkun nýja 130 fermetra tjaldmiðstöð. Þar er salernis- og snyrtiaðstaða og einnig eldhús og borðsalur þar sem gestir okkar geta eldað sér sjálfir og setið til borðs. Einnig hafa gestir aðgang að þvottavél og þurrkara. Hjá okkur er þráðlaust netsamband og sundlaugin er í fimm mínútna göngufæri.“ Ólafur segir nýtinguna til þessa hafa verið mjög góða, einkum í fyrrasumar. Hann segir að meirihluti gestanna sé enn sem komið er
útlendingar, kannski vegna þess að Íslendingum finnist þetta ekki nógu langt úti í sveit. „En þó,“ bætir hann við, „Fornbílaklúbburinn hefur haldið árshátíð sína hér á hverju sumri, og mun gera það í fjórða sinn núna í sumar. Þá mæta þeir með allan bílaflotann sinn – raða upp bílunum þannig að úr verður ótrúlega skemmtileg sýning og gista í tvær nætur, sumir í húsum og aðrir í tjaldhýsum. Það er mikið líf og fjör í kringum þessa árshátíð.“
Vel varðveitt leyndarmál
Það má segja að Gesthús séu nokkuð vel varðveitt leyndarmál á Selfossi. Þau liggja ekkert í augum uppi þegar komið er í plássið. Þó er auðvelt að finna þau. Íþróttasvæði bæjarins er næst þessari notalegu sumarbyggð – en gróður er það mikill að hann skýlir Gesthúsunum bæði fyrir því og bænum. „Það er ótrúlegt að bænum hafi tekist að halda svona stóru grænu svæði hér inni í bæ“ segir Ólafur. „Þetta er eins konar vin, eða kyrrðarstaður í miðjunni á erilsömu samfélagi. Ég vona bara að yfirvöld hér beri gæfa til að halda í þessa perlu.“
Sælkeraréttir við fljótið Skammt frá bökkum Ölfursár, við Eyraveg 8 á Selfossi, er veitinga- og gistihúsið Menam. Heiti staðarins, er nokkuð viðeigandi, því Menam þýðir „Við fljótið.“ Menam er tælenskur/alþjóðlegur veitingastaður sem var opnaður í desembe 1997 en fyrir níu árum skipti hann um eigendur þegar Kristín Árnadóttir tók við rekstri hans. Þegar hún er spurð hvers vegna hún sé með megináherslu á tælenskan mat, segir hún að upphaflega hafi staðurinn verið opnaður af íslenskum manni og tælenskri konu. „Þegar ég keypti svo staðinn, ákvað ég að halda tælensku línunni, auk þess að stækka matseðilinn töluvert. Ég bætti við hann kjöti og fiski, smáréttum og öllu mögulegu. Engu að síður er tælenski maturinn í fyrirrúmi hjá okkur.“
Menam tekur fimmtíu og sex manns í sæti en Kristín segir hann rúma vel sjötíu manns þegar hún tekur á móti hópum, en auk þess að vera veitingastaður, getur fólk keypt sér þar mat til að taka með sér heim. Ennfremur segir Kristín að hún og hennar fólk taki að sér veislur, bæði á staðnum og úti í bæ. Það er því nóg að gera á þeim bænum. Og nú fer að líða að sumaropnunartíma, en frá 15. júní til 15. ágúst er opið á Menam allan daginn og til ellefu á kvöldin um helgar. Á öðrum tímum er lokað milli 14.00 og 17.00.
Fyrsta flokks hráefni
Það er auðvelt að finna Menam því það er staðsett beint á móti hótelinu á Selfossi, rétt sunnan við hringtorgið þegar beygt er í átt að Eyrarbakka. “Hvað hráefni varðar“ segir Kristín, „þá leggjum við metnað okkar í að vera alltaf alltaf með allt ferskt og nýtt hráefni og hjá okkur er ekkert eldað fyrirfram. Það er hver réttur eldaður fyrir sig þegar hann er pantaður. Við búum allar okkar sósur sjálf og erum almennt ekki með neitt aðkeypt nema tómatsósuna. Ég get fullyrt að ég geti státað mig af fyrsta flokks hráefni og framreiðslu.“ Kristín segir reksturinn hafa gengið misjafnlega á milli ára. Árin 2001 til 2003 var dálítil lægð, hér eins og annars staðar í þjóðfélaginu og það var vissulega nokkurt mál að koma þessu á koppinn en í dag er staðurinn farinn að ganga ágætlega. Það
eru ekki eins miklar sveiflur og áður, heldur hefur oðrðið heilmikil aukning á milli ára. Ég hef lítið auglýst á milli áranna en mín auglýsing hefur verið ánægðir viðskiptavinir. Traffíkin er alltaf að aukast, sem betur fer.“
Litríkur staður
Þegar Kristín er spurð hverjir séu helstu viðskiptavinir hennar, segir hún, það vera bæjarbúa í Árborg, fólk sem dvelur í sumarbústöðum í kringum Selfoss og íslenska sem erlenda ferðamenn. „Það er mjög algengt að fólk sem dvelur í sumarbústöðunum hér í kring, komi við hjá mér og taki með sér. Við seljum heilmikið út. Og það sama á við um útseldan mat og þann sem er borðaður á staðnum. Hann er ekki eldaður fyrirfram, heldur um leið og hann er pantaður.“ En eru Íslendingar hrifnir ar tælenskum mat? „Ég myndi segja það og það er alveg með ólíkindum hvað krakkar eru hrifnir af honum. Þeim finnst hreint ævintýri að koma hingað og borða á staðnum. Staðurinn er skrautlegur og litríkur og þeim finnst mikið sport að koma hingað, fá sér djúpsteiktar rækjur og horfa á allt skrautið.“ Kristín rekur einnig gistiheimili á efri hæð veitingahússins. „Þetta er lítið gistiheimili þar sem leigð eru út fjögur herbergi. Þar er sameiginleg snyrting og setustofa, ekki eldunaraðstaða, heldur ísskápur og kaffikanna, nettenging og fjölvarp. Það er auðvelt að láta fara vel um sig þar. Þarna er um að ræða þrjú tveggja manna og eitt þriggja manna herbergi og reksturinn á þeim hefur gengið mjög vel í gegnum árin, nýtingin verið ótrúlega góð. Einnig á verturna vegna þess hversu mikið hér hefur verið af iðnaðarmönnum frá útlöndun.“
Svörum óskum skiptavinanna
við-
Frá því í mars hefur Kristín verið með Þjóðverja og Dani sem eru að vinna við frístundabyggðina á gistiheimilinu. Þeir hafa verið í fæði, húsnæði og nestun og segjast alsælir. En hvenær opnar gistiheimilið fyrir traffík af þjóðveginum? „Iðnaðarmennirnir fara eftir fyrstu viku í júní og þá er gistingin opin fyrir gesti og gangandi,“ segir Kristín og bætir við: “Við eigum orðið dágóðan hóp af ánægðum viðskiptavinum, enda reynum við að svara óskum allra okkar viðskiptavina og gera allt sem þeir biðja okkur um, sé það á okkar valdi. Það er okkar stefna.“ Og fyrir þá sem eiga leið um Selfoss og langar til að prófa staðinn, þá er netfangið www.menam.is
Allt innan seilingar Gistiheimilið Fosstún er í miðbæ Selfoss og hefur ýmsa kosti sem eru ekki endilega sjálfgefnir Í miðbæ Selfoss, við Eyraveg, rétt sunnan við hringtorgið, við veginn í átt að Eyrarbakka er gistiheimlið Fosstún. Gistiheimilið er rekið af tveimur fjölskyldum og í forsvari eru þær Erna Gunnarsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir. Erla segir fjölskyldurnar hafa byrjað rekstur gistiheimilisins árið 2005 en það sé aðeins rekið yfir sumartímann, frá 1. júní til 15. ágúst.
„Okkur finnst þetta vera mjög hentugur kostur fyrir fólk sem til dæmis ferðast um á bílaleigubílum eða eigin bílum. Inni á hverri íbúð er eldunaraðstaða og baðherbergi, þannig að gestir okkar geta haft með sér mat og eldað sjálfir.“ Erla segir að enn sem komið er, séu útlendingar í meirihluta þeirra sem gista í Fosstúni og skýringin sé líklega sú að Íslendingar ferðist meira með hjólhýsi og fellihýsi. Hins vegar fjölgi íslenskum gestum jafnt og þétt, enda sé sanngjarnt verð á íbúðunum og þeir sem gist hafa í Fosstúni séu almennt mjög ánægðir. Slíkt spyrjist út.
Þvottaaðstaða
Hvað nýtingu varðar, segir Erla hana hafa verið vaxandi ár frá ári. „Við erum að fá sömu gestina aftur og aftur – sem við lítum á sem góð meðmæli. Fyrir utan að geta eldað sjálfir, geta gestir okkar sett í þvottavél og þurrkara í sameiginlegu þvottahúsi. Þetta þykir mikill kostur vegna þess að fólki finnst gott að geta þvegið af sér á ferðalögum, ekki síst þegar börn eru með í ferðinni. Það er líka alltaf önnur hvor okkar við, svo það er sólarhringsvakt
í húsinu. Við leggjum metnað okkar í að hafa þetta allt snyrtilegt og höfum fengið orð á okkur fyrir að hafa hreint og fínt.“ En þótt gestir Fosstúns geti eldað sjálfir, býður Fosstún upp á möguleika á morgunverði fyrir þá sem þess óska. Þá útbúum við morgunmat í körfur sem við setjum inn í ísskáp og fólk getur síðan borðað hann inni á sínu herbergi þegar því hentar. Erla segir gistiheimilið mjög vel staðsett. „Það er allt innan seilingar hér og stutt að ganga í sundlaugina. Hér er einnig golfvöllur rétt við bæjardyrnar. Við höfum líka verið að senda fólk í hestaferðir hér rétt utan við bæinn. Síðan er hægt að fara niður á Eyrarbakka og fá sér veiðileyfi. Eins á Stokkseyri í kajakaferðir. Svo er stutt í Gullfoss og Geysi.“
Forvitnilegt svæði
„Síðan má segja að hér á Selfossi sé ýmislegt að sjá og mikið um skemmtilegar og sérstæðar búðir, Hér rétt hjá okkur er antíkverslun og í bænum eru tvær bútasaumsverslanir það er dálítið trend hér á Selfossi að vera í bútasaum. Hér skammt frá er líka Alvörubúðin, sem er með indverskt og íslenskt handverk, hannyrðir og ýmsa handunna muni. Þetta er mjög skemmtileg og sérstæð verslun. Og ekki má gleyma Ullarsetrinu í
Þingborg, hér rétt fyrir austan bæinn. Sjónvarp og sími eru á hverju herbergi, sem og tölvutengi, eldhúsaðstaða og allt sem þú þarft til að elda, auk ísskáps sem og flísalagt baðherbergi. Við erum með tvær tegundir af íbúðum, annars vegar tveggja manna, hins vegar fjögurra manna fjölskylduíbúðir. Þá reiknað með að börnin geti sofið í svefnsófa inni í stofu. Á hverju herbergi er flísalagt baðherbergi með sturtu. Erla segir mismunandi hvað fólk dvelji lengi hjá þeim. „Sumir koma og ferðast út frá Selfossi, að Gullfossi og Geysi, niður á Eyrarbakka og Stokkseyri, keyra jafnvel með ströndinni út í Krýsuvík, eða leggja leið sína inn í Landmannalaugar. Það verður æ algengara að gestir okkar hafi bækistöð hjá okkur í þrjár til fjórar nætur. Sumir byrja á því að bóka eina nótt en framlengja svo þegar þeir sjá að þeir geta nýtt sér þetta sem bækistöð.“ Heimasíða Fosstúns er www.fosstun.is
Suðurrland • 13
Fimmtudagskvöld á Þingvöllum 2008 Á fimmtudagskvöldum í júní og júlí býður þjóðgarðurinn á Þingvöllum fræðimönnum og öðrum áhugamönnum um staðinn að fjalla um hugðarefni sín tengd Þingvöllum. Allar gönguferðirnar hefjast kl. 20:00 við fræðslumiðstöðina við Hakið og taka um 2 klst. 12.júní Rassgarnarendann merarinnar Guðni Ágústsson alþingismaður fjallar um Þingvelli sem örlagastað í Njálu. 19.júní Þingmannaleiðir og annarra Þór Vigfússon fyrrv. skólameistari ræðir um þingmannaleiðir og þjóðleiðir á göngu inn í Skógarkot. 26.júní Matur er þingmanns megin! Hildur Hákonardóttir veltir fyrir sér skrínukosti á Þingvöllum frá fornöld til þingloka. Gestir eru beðnir um að koma með nesti sem snætt verður á fallegum stað á þingvellinum að lokinni göngu. 3.júlí Sturlungar á Þingvöllum Í gönguferðinni mun Guðrún Nordal prófessor í íslensku fjalla um Sturlungu og Þingvelli en þingstaðurinn er sögusvið margra minnisstæðustu frásagna sögunnar. 10.júlí Heimspeki Rolling Stones og Þingvellir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður fjallar um heimspeki Rolling Stones og tengir við sögu og náttúru Þingvalla. 17.júlí Stefna þjóðgarðsins á Þingvöllum. Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar kynnir störf Þingvallanefndar og stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn. 24.júlí Refsingar á Þingvöllum Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um refsingar og aftökur á Þingvöllum og farið verður á mismunandi staði sem tengjast framkvæmd refsinga. 31. júlí Herstöðin á Þingvöllum Einar Á.E.Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins Hann rekur sögu bandaríska hermannsins Charlie Frame sem dvaldi í herstöðinni Camp Cornell á Þingvöllum í síðari heimsstyrjöldinni og fylgdi síðar eftir innrás bandamanna inn í Þýskaland.
Vinnustofa Guðfinnu E.
Erlenda ferðamannalínan varð vinsæl af Íslendingum Um leið og komið er yfir Ölfusárbrúna tökum við hægribeygju út úr hringtorginu og höldum beina leið áfram að næsta hringtorgi. Þar blasir við verslunin Penninn TRS þar við hliðina er port þar sem við hittum fyrir listakonuna Guðfinnu Elínu, en Elín einsog hún er kölluð er búin að koma sér upp galleríi og vinnustofu. Elín opnar hurðina að vinnustofunni og þegar inn er komið tekur á móti okkur andrúmsloft handverksins. Ég spyr hvort viðskiptavinirnir vilji ekki komast í beina snertingu við frumefnin? Elín svarar því til að margir vilji koma á bakvið til að sjá hvernig framleiðslan gengur fyrir sig. Munirnir eru af ýmsum toga en Elín hefur framleitt nokkrar línur sem hafa verið mjög vinsælar t.d.: sveitalínan, leirmyndalínan, bjöllulínan o.s.frv., en munina er auðvelt að skoða á heimasíðunni www.vinnustofagudfinnue.com – Það sem kom skemmtilega á óvart var að sveitalínan sem Elín framleiddi upphaflega fyrir erlenda ferðamenn hefur verið mjög vinsæl hjá íslendingum. Aðspurð um framtíðina sagði Elín að hún sé að vinna í því að koma vörunum fyrir í vefverslun. Stundum kemur fyrir að Elín framleiði fyrir sérstök tilefni, sem getur verið mjög skemmtilegt t.d. var hún beðin um að framleiða leirkeilu handa kennara sem var að hætta störfum, en allir nemendurnir komu í vinnustofuna og skrifuðu með eigin hendi í blautan leirinn, útkoman varð tilkomumikil og vakti mikla athygli.
Guðnabakarí Selfossi
Breytist í konditori um helgar Við aðalgötuna á Selfossi stendur Guðnabakarí og hefur verið þar frá árinu 1972. Starfsemin hefur byggst upp jafnt og þétt. Við hittum að máli Guðna Andreasen sjálfan en hann segir að viðskiptavinirnir séu mjög fjölbreyttur hópur heimamanna, þeirra sem búa í nágreninu, hestamanna, ferðamanna og ekki hvað síst sumarbústaðafólks. Það er skemmtilegt mannlíf í bakaríinu nánast allan daginn, sérstaklega eftir að veitingaaðstaðan var sett upp, en það eru sæti fyrir um 18 manns og er það mjög vinsælt. Bakaríði er opið alla daga frá kl. 08-18:00 og laugardaga kl. 08-16:00 og
sunnudaga kl. 09:30-16:00. “Við höfum gert okkur far um að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna og má segja að bakaríið breytist í konditori um helgar, en þá verðum við vör við að fólk sem er að fara í heimsókn í sumarbústaði tekur með sér kökur og brauð. Það er greinilegt að fólk er í sumarbústöðunum meira og minna allt árið.” Segir Guðni bætir svo við að hestamennirnir komi orðið allt árið um kring en þeir sækja í hestabrauðið, en þar sé erfitt að anna eftirspurn. “Það má segja að við sjáum hér þverskurð af því sem þjóðin tekur sér fyrir hendur í frístundum og er mjög gaman að því hversu ólíkar þarfirnar eru.” Segir Guðni að lokum, en við kveðjum og þökkum fyrir “trakteringarnar”.
14 • Suðurland
Öflugt menningar- og félagsstarf Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein Skeiða- og Gnúpverjahreppur tekur við af Flóahreppi og liggur að Hrunamannahreppi. Í sveitarfélaginu búa 530 manns og flestir stunda þar landbúnað. Þar eru tveir þéttbýliskjarnar, í Brautarholti og í Árnesi. Sveitarstjóri er Sigurður Jónsson og segir hann landbúnað helsta atvinnuveg í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, auk þess sem ferðaþjónusta fari ört vaxandi. „Við erum með tvö öflug atvinnuskapandi fyrirtæki, dvalarheimili fyrir aldraða og síðan heimili fyrir þroskahefta. Þetta eru sjálfseignastofnanir sem skapa þó nokkur atvinnutækifæri,“ segir hann og bætir við: „Síðan er hér lítils háttar iðnaður, en þó nokkuð stórt fyrirtæki í verktakabransa, jarðvinnslu og slíku.“
Smábýlalóðir
Þegar Sigurður er spurður hverjir séu helstu kostir sveitarfélagsins, segir hann: „Hér er gífurleg náttúrufegurð, friðsælt og stutt í alla þjónustu. Sveitarfélagið veitir mjög góða þjónustu, bæði hvað varðar skóla, félagslíf og menningarstarf, sem er mjög gott hér. Þetta er stórkostlegur staður fyrir börn til að alast upp á, kórastarf er hér mikið og öflugt og hér eru starfandi ungmennafélög. Auk þess eru eldri borgarar með afar öflugt starf.“ Sigurður segir sveitarfélagið eiga nóg af lóðum fyrir þá sem þangað vilja flytjast. „Við höfum bæði verið að skipuleggja í þéttbýliskjörnunum og á dreifðari svæðum. Eitt af
Háifoss því sem er mjög spennandi hér er skipulagsvinna sem farið hefur fram fyrir smábýla- og sumarhúsalóðir, sem eru að fara í kynningu núna fljótlega. Smábýlalóðirnar eru þriggja til fjögurra hektara lóðir, fyrir fólk sem vill setjast hér að og vill geta verið með hesta, hænur, eða smávegis garðyrkju.“
Merkilegir sögustaðir
„Hér eru gífurlega merkilegir sögustaðir,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvað ferðamaðurinn geti dundað sér við í sveitarfélaginu hans. „Hér er Þjórsárdalurinn þar sem eru Hjálparfoss og Háifoss og minjar frá söguöld við Stöng. Nú, svo eru hérna kirkjur á báðum stöðum, bæði
á Skeiðunum og í Gnúpverjahreppi og það er alltaf gaman að mæta í réttirnar. Í þessum þéttbýliskjörnum eru góð tjaldstæði og sundlaugar. Síðan er gistiaðstaða í Árnesi. Það má segja að margir sem leggja leið sína til okkar, komi til að skoða landslagið. Hekla er hér mjög nálægt og hægt að fara í fjórhjólaferðir þangað frá Hólaskógi og inn á hálendið. Í Hólaskógi er líka gistiaðstaða. Hér eru margar göngu- og reiðleiðir. Það fer mjög vaxandi að fólk komi hingað til að fara í hestaferðir – og það eru nokkrir aðilar sem bjóða upp á slíkt. Einnig er að aukast að bændur bjóði þeim sem eru á ferð um svæðið að koma til að fylgjast með fólki að bústörfum. Um síðustu mánaðamót vorum við með „landnámsdag“ þar sem tvö býli buðu gestum og gangandi heim. Á öðrum staðnum er mjög fullkomið fjós, þar sem vélmenni sér um að mjólka kýrnar. Í Skaftholti, á heimili fyrir þroskahefta, er síðan ostagerð og þangað gat fólk farið til að kynna sér allt í sambandi við hana. Ég er alveg sannfærður um að það verður áframhald á þessu.“
Hvet alla til að koma
„Við erum nýbúin að opna mjög gott bókasafn í Brautarholti og þar er einnig, samhliða því, félagsaðstaða fyrir eldri borgara og önnu félagasamtök. Ég vil bara endilega hvetja alla til að koma í heimsókn til okkar og kynnast góðu og skemmtilegu sveitarfélagi.“
Gjáin
Gamla Borg í Grímsnesi Í Gömlu Borg í Grímsnesi er nú rekið kaffihús. ,,Það er vinsælt að halda hér veislur og fundi, einnig málverkasýningar og dansleiki. Fólki líður mjög vel í þessu húsi enda er þetta hús með sál. Þetta er kjörinn staður fyrir hópa í óvissuferðum, afmæli, veislur og fleira. Það eru allir velkomnir á Gömlu Borg,“ segir Lisa Thomsen framkvæmdastjóri. Árið 1929 byggði Ungmennafélagið Hvöt þetta myndarlega hús en Þorleifur Eyjólfsson aðstoðarmaður húsameistara ríksins teiknaði það. Hann hafði teiknað gamla Þrastalund sem brann og var þá fenginn til að teikna þetta hús. Fljótlega réði Ungmennafélagið ekki við húsið og hreppurinn yfirtók það. Þá var rekinn skóli
í húsinu og einnig voru allar samkomur sveitarinnar haldnar í húsinu, leiksýningar, tombólan, að ógleymdum dansleikjum en Borgarböllin voru fræg um allt suðurland. Um 1960 var farið að tala um að húsið væri of lítið og annað hvort þurfti að byggja við það eða byggja nýtt hús sem varð raunin.. Þá var þessu fallega húsi breytt í bílaverkstæði og var sú starsemi þar í 30 ár. Þá stóð til að rífa húsið en því var bjargað af nokkrum einstaklingum sem fóru þess á leit við sveitastjórnina að fá húsið til að koma því til fyrri vegs og virðingar en það var mjög illa farið. Unnið var að viðgerðum og árið 1999 var það vígt aftur og nú er það rekið sem kaffihús. Helgina 28.-29.júní og 5.-6.júlí verður metnaðarfull dagskrá á Borgarsvæðinu sem nefnist Brú til Borgar. Dagskráin er helguð starfseminni í sveitinni á árunum 1945-1960. Boðið verður upp á handverkasýningu, ljósmyndasýningu, b í l a s ý n i n g u , traktorasýningu og margt fleira.
Slakki
25 stiga hiti og logn allt árið Afþreyingarsetrið Slakki er í Laugarási í Biskupstungum (2 km frá Skálholti) eða ca. 100 km frá Reykjavík. Það er hægt að velja um tvær leiðir, annars vegar gegnum Selfoss upp skeiðin eða fara Grímsnesið og taka stefnu á Skálholt. Á hlaðinu hitti ég Helga Sveinbjörnsson en hann segir: “Nú verður alltaf gott veður hjá okkur í sumar. Við erum með svæði innandyra sem er rúmlega 1.000 fermetrar en það gerir okkur kleift að hafa sumarblíðu í roki og rigningu.
Við hönnun aðstöðunnar höfðum við golfáhugamenn sérstaklega í huga, Þar er að finna 350 fm 9 holu púttvöll, ásamt 250 fm 9 holu minigolfvelli, þá er leiktækjaaðstaða á staðnum (púlborð, pílukast ásamt fleiri tækjum). Einnig er hægt að bjóða upp á skjávarpa sem er settur í gang þegar eitthvað sérstakt er um að vera.” Helgi sagði það færast í vöxt að fólk nýtti sér aðstöðuna við alls kyns tilefni, enda er hægt að finna eitthvað við allra hæfi og veitingastaðurinn þjónar öllu svæðinu.
Garðurinn í Slakka hefur verið starfræktur í 14 ár. í dýragarðinum er meðal annars að finna kanínur, hvolpa, kettlinga, kalkúna, ref, geit, gæsir, endur, hænur, gríslinga svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum páfagaukunum og svo er alltaf að bætast við eitthvað nýtt. Við breytingarnar opnum við líka innidýragarð, sem margir kunna vel að meta þegar rignir. Garðurinn verður opinn alla daga frá klukkan 11-18 frá og með 1. júní til 1. september.
Suðurrland • 15
Síðasti bærinn í Dalnum Í Efsta-Dal er boðið upp á gistingu í rúmgóðum herbergjum, sólverönd og heitan pott – og þar fást veiðileyfi í Brúará
Kaffi Klettur Kaffi Klettur er notarlegur veitingastaður í Reykholti í Biskupstungum. Húsið er bjálkahús sem stendur í skógarlundi í holtinu fyrir neðan Aratungu. Frá Kaffi Klett tekur um tíu mínútur að aka að Geysi. Guðfinna Jóhannsdóttir, eigandi, segir að í boði sé fjölbreyttur
matseðil við allra hæfi, allt frá hefðbundnum íslenskum réttum í alþjóðlega rétti. Mikil áhersla sé lögð á notalegt umhverfi og geti gestir setið bæði inni og úti ef veður leyfir. Guðfinna segir að góð aðstaða sé fyrir hestafólk að koma og fá sér hressingu enda hestagirðing á lóðinni.
Kaffi Klettur opnar klukkan tólf á hádegi alla daga á sumrin. Á veturna er breytilegur opnunnartími en hægt er að panta fyrir hópa. Guðfinna segir að vel sé tekið á móti hópum og að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns í mat. ,,Hér á Reykholti er sundlaug og því upplagt að koma hingað og fara í sund og fá sér hressingu hjá okkur,“ segir Guðfinna.
Mátulega stutt eða langt frá öllu Í Grímsnes- og Grafningshreppi er stærsta sumarhúsabyggð á landinu og þar er unnið að því að byggja upp þéttbýliskjarna á Borg Grímsnes- og Grafningshreppur markast landfræðilega af Hvítá í austri og Hengilssvæðinu í vestri. Íbúar voru við síðustu skráningu 379 og fer fjölgandi. Þéttbýliskjarnar eru á Borg, þar sem verið er að búa til heilt þorp og fer vel af stað. „Það má líka segja að Sólheimar séu býsna stór þéttbýliskjarni,“ segir sveitarstjórinn, Jón G. Valgeirsson. Það sem einkum setur svip sinn á Grímsnes- og Grafningshrepp er gríðarmikil sumarhúsabyggð. Jón segir rétt um 2.400 bústaði í sveitarfélaginu, sem sé stærsta sumarhúsabyggð á landinu í einstöku sveitarfélagi. „Við erum aðeins stærri en Bláskógabyggð hérna fyrir ofan okkur,“ bætir hann við. Helsti atvinnuvegur í sveitarfélaginu er landbúnaður. „Hann hefur verið grundvöllurinn hérna alla tíð og seinustu árin hefur þjónusta við hann og hina
miklu uppbyggingu hér á svæðinu verið að aukast. Þá er ég að tala jafnt um jarðvinnu og smíðar. Síðan erum við með þetta hefðbundna, stjórnsýslu og þjónustu við skóla, því við erum bæði með grunnskóla og leikskóla. Á Sólheimum er líka vísir að háskólasamfélagi í tengslum við umhverfismál.“ Ferðaiðnaðurinn er mikill og vindur stöðugt upp á sig í Grímsnesog Grafningshreppi, eins og annars staðar á Suðurlandi. „Það er geysilega mikið rennsli hér í gegn,“ segir Jón. „Við erum í Gullna hringnum, þannig að það liggur mikil umferð í gegnum hjá okkur og við erum með þjónustu við þá umferð og sumarhúsin. Hún er stöðugt að aukast. Og nóg er af golfvöllunum í sveitarfélaginu. Átján holu golfvellir eru á Kiðabergi og í Öndverðarnesi. Einnig er verið að byggja upp nýjan átján holu golfvöll við Borg og síðan er minni völlur niðri við Sogsvirkjanir – sem þó er aðallega nýttur af þeim sem þar búa og dvelja. „Við liggjum að Lyngdalsheiðinni og að Skjaldbreið, þannig að það er
mikil fjallaumferð hér um og inn á afrétti hjá okkur, bæði að sumri og vetri. Þá hafa menn reynt að hafa vakandi auga fyrir hestamönnum. Það eru miklar þverleiðir hér og menn hafa verið að byggja upp reiðleiðirnar til að tengjast sveitarfélögunum í kringum okkur. Hér er líka splunkuný sundlaug og íþróttahús á Borg, þar sem kominn er nýr gervigrasvöllur og á síðasta ári var sundlaugin okkar mest sótta sundlaugin á landinu.“ Í sveitarfélaginu eru engin hótel sem slík en Jón segir marga aðila reka gistiþjónustu, þeir stærstu á Minni-Borg og á Borgarsvæðinu. „Þar eru miklar þyrpingar af skálum og sumarhúsum með þjónustumiðstöðvar. Veitingasalan hefur hingað til verið mest í Þrastarlundi, Golfskálanum og á Gömlu-Borg og stöðugt verið að byggja þar upp til að auka við þá þjónustu sem þegar er til staðar. Við erum mjög vel staðsett, og búum vel að því að vera í alfaraleið fyrir alla. Við erum mátulega langt eða stutt frá öllu. Ætli það sé ekki besta lýsingin á okkur.“
Efsti-Dalur er austasti bærinn í Laugardalnum, eða síðasti bærinn í dalnum áður en ekið er yfir Brúará, upp í Biskupstungur. Í Efsta-Dal II reka hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson myndarlegt gistiheimili, þar sem er gistirými fyrir tuttugu og átta manns í rúmgóðum og skemmtilegum tveggja manna herbergjum. Tíu af herbergjunum eru í sérhúsi og eru þau öll með baði, en fjögur herbergi eru síðan á neðri hæðinni, á sveitabænum sjálfum, öll með vaski en sameiginlegu baðherbergi. Í Efst-Dal er áhersla lögð á persónulega þjónustu, vinalegt og notalegt andrúmsloft og umhverfi – og góðan mat en þar er matsalur fyrir þrjátíu og sex manns. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og tveggja til þriggja rétta kvöldmáltíðir. Auk þess er rúmgóð sólverönd á bænum, sem og heitur pottur. Efsti-Dalur II er einstaklega vel staðsettur sveitabær með kúabúskap, en þar er ennfremur
Vígða laugin
rekin hestaleiga – sem ekki er amalegt, því þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur landsins. Frá bænum liggur líka fjöldi merktra gönguleiða. En það er fleira hægt að gera en að ganga og fara í útreiðatúr. Það er aðeins átta mínútna akstur frá EfstaDal til Laugarvatns, þar sem er sundlaug, gufubað, kajakaróður og ýmis önnur skemmtileg afþreying. Það tekur tíu mínútur að keyra að Geysi og þaðan fimm mínútur að Gullfossi. Einnig er stutt í Skálholt og Slakka þar sem vinsælt er að fara með börnin í íslenskan „dýragarð.“ Ekki má heldur gleyma Gróðurhúsabyggðinni í Reykholti handan Torfastaðaheiðarinnar og þar er hinn vinsæli sveitaveitingastaður, Kletturinn. Það má því segja að Efsti-Dalur sé mjög miðsvæðis fyrir þá sem ætla sér að skoða þetta fallega svæði – og vilja gjarnan eiga sér samastað á meðan. Svo er nú ekki til að skemma fyrir að Efsti-Dalur stendur við Brúará, sem skilur að Laugardalinn og Biskupstungur. Í Efsta-Dal eru seld veiðileyfi í ána en þar er mikill silungur og hægt að veiða á allmörgum stöðum í ánni. Heimasíða EfstaDals er www.efstadal.is
16 • Suðurland ríkisins, til dæmis á Laugarvatni, þar sem er menntaskóli og háskóli, það er að segja Íþróttakennarháskóli Íslands. Á Laugarvatni erum við því með öll skólastig. Þetta gefur okkur ákveðna sérstöðu. Á þessum þéttbýlisstöðum öllum njótum við jarðvarma til upphitunar húsa og nú er stefnt að rekstri heilsulindar á Laugarvatni og átaki til að efla ímynd staðarins sem heilsubæjar. Gufa ehf. stendur að uppbyggingu heilsulindarinnar. Þetta er sú ímynd sem við erum mjög ánægð með og ég held að slíkur bær ætti að geta höfðað til breiðs hóps.“
Mikilvægi þvertenginga
Geymum stærstu náttúruperlur landsins
Í Bláskógabyggð eru Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir – og framtíðaráætlanir bæði stórar og smár Bláskógabyggð er sveitarfélag sem var formlega stofnað árið 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Laugarvatnshrepps, Biskupstungna
og Þingvallahrepps. Íbúar Bláskógaabyggðar eru rétt tæplega þúsund en þar með er ekki öll sagan sögð, því á svæðinu má ætla að
sumarbústaða- og frístundahús séu að nálgast tvö þúsund.
Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýlisstaði; Laugarvatn, Laugarás og Reykholt. „Það má kannski segja að með tilliti til fjölda einstaklinga með fasta búsetu, þá sé Reykholt fjölmennasti byggðakjarninn, með um 200 íbúa, síðan komi Laugarvatn með um 180 til 190 íbúa og í Laugarási eru um 160 íbúar,“ segir sveitarstjórinn, Valtýr Valtýsson. „Þetta er að mjög stórum hluta landbúnaðarsvæði og það má segja að garðyrkjan sé mjög sterk hjá okkur. Engu að síður er ferðaiðnaðurinn sú atvinnugrein sem hefur verið í hvað örustum vexti á þessu svæði. Við erum með einhverjar mestu náttúrperlur landsins og þær hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, til dæmis, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss, Geysir og Skálholt. Það er því mjög eðlilegt að ferðaiðnaðurinn sé sterkur hér.“
Öll skólastig
Sveitabúðin Sóley Neðarlega í Flóahreppi fyrir sunnan Selfoss er að finna forvitnilega búð sem er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands. Um er að ræða litla sveitabúð sem selur fallega gjafavöru víða að úr heiminum. Búðin litla er að bænum Tungu og þangað tekur tæpa klukkustund að keyra frá Reykjavík. Til að komast á svæðið er upplagt að taka stuttan hring í Flóanum og fara meðfram ströndinni frá Stokkseyri en Sveitabúðin Sóley er 7 km austur af Stokkseyri. Sóley Andrésdóttir opnaði búðina fyrir tæpum 4 árum síðan. - Í viðtali við fréttamann blaðsins greindi Sóley frá því að búðin væri að danskri fyrirmynd en Sóley bjó í Danmörku á sínum tíma og stundaði þar nám ásamt manni sínum og dóttur í fimm ár. Sveitabúðin Sóley sérhæfir sig í fallegri gjafavörum og
lögð er sérstök áhersla á afslappað andrúmsloft enda búðin langt frá skarakala borga og bæja. Búðin er orðin æ vinsælli stoppistaður fólks sem er á ferð um Flóann og margir hópar gera sér sérstaka ferð í hana til að versla og njóta sveitasælunnar og jafnvel kíkja á bústofninn og njóta góðra veitinga. Sóley er með svokallað greiðasöluleyfi og tekur því hópa í mat sem er fryrirframpantaður og taka þau hjónin í Tungu á móti óvissuhópum sem vilja skemmta sér og njóta lífsins. Opnunartími Sveitabúðarinnar er nokkuð óvenjulegur en hún er opin þegar einhver er heima Sveitabúðin er staðsett í einu mesta víðsýni landsins þar sem fjallasýn er falleg. Sveitabúðin Sóley er staður sem er vel þess virði að heimsækja og ljóst er að það mun hverjum sem þangað kemur koma á óvart hversu fjölbreytt úrvalið er og hversu marga skemmtilega hluti þar er hægt að finna.
En landbúnaðurinn er hin hefðbundna atvinnugrein í Bláskógabyggð eins og í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi og segir
Valtýr hann vissulega setja mark sitt á sveitarfélagið. „Einnig eru mörg verktakafyrirtæki starfandi hér, einkum jarðvinnuverktakar og aðrir sem eru í þjónustu við þá sem eru í framkvæmdum hér, hvort sem er við íbúða- eða frístundabyggð. Þeir hafa haft í nógu að snúast vegna þess að hjá okkur hefur verið mikil gróska á liðnum árum. Árið 2006 var alger sprengja hjá okkur í málum afgreiddum af byggingarnefnd. Á landsvísu voru flest mál afgreidd hjá okkur, eða 1.900, næst á eftir okkur kom Reykjavík með 1.400 mál. Það hefur því mikið verið í gangi hjá okkur.“ Þegar Valtýr er spurður í hvað fólk sé að sækja í Bláskógabyggð, segir hann: „Hér er afskaplega fallegt, mannlíf gott og þjónustan fjölskylduvæn. Við erum með skóla sem er starfræktur bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Í báðum skólunum eru allir bekkir grunnskóla. Við erum einnig með leikskóla í Reykholti og á Laugarvatni, sem og alla aðra aðstöðu – til dæmis íþróttahús og sundlaug – bæði fyrir skólastarfið og almenna notkun íbúanna. Einnig höfum við notið góðs af starfsemi
Aðspurður hvernig staðan sé í lóðamálum í Bláskógabyggð, segir Valtýr: „Á Laugarvatni erum við að vinna að því að opna nýtt hverfi. Það er er búið að auglýsa þrjátíu og fjórar lóðir. Við erum að undirbúa okkur fyrir að hafa nógu margar lóðir til reiðu – á öllum þéttbýlisstöðunum. Við erum með lóðir á Laugarvatni, í Reykholti og Laugarási og erum að efla þjónustuna á þessum stöðum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur heilsugæslu í Laugarási, þar sem starfa læknar og hjúkrunarfræðingar. Hún er einnig með útstöð á Laugarvatni þar sem læknar og hjúkrunarfólk hefur ákveðna viðveru. Það má því segja að þarna sé öll þjónusta sem nútíma samfélag kallar eftir – og á mjög háum gæðastaðli. Atvinnuleysi er eitthvað sem við þekkjum ekki hérna og hér hefur íbúm fjölgað, eitthvað nálægt fimm prósent árið 2007. Við lítum því björtum augum á framtíðina. Reykjavík hefur haft ákveðið aðdráttarafl, en radíus höfuðborgarsvæðisins er alltaf að stækka. Það hefur orðið gífurleg fjölgun í Hveragerði og Árborg á seinustu árum – og það hefur áhrif á allt svæðið í kring. Þetta er allt eitt atvinnusvæði og þá er spurningin í hvernig samfélagi viltu búa í og hvernig umhverfi, þéttbýli eða dreifbýli. Þá verðum við líka að horfa til samgangna, því þær eru grundvallaratriði fyrir búsetu. Þess vegna höfum við í Bláskógabyggð lagt mikla áherslu á að þvertengingar vegakerfisins verði auknar, einkum milli svæða. Sem dæmi um slíka tengingu er Gjábakkavegurinn sem nýbúið er að bjóða út og er afar mikilvægur fyrir Bláskógabyggðina. Við erum að tengja þarna Þingvallasveit beint við Laugardalinn og sjáum við fram á að brú yfir Hvítá verði tilbúin bráðlega. Hún mun tengja Biskupstungur við Hreppana. Það eru þessar þvertengingar sem stytta vegalengdir og auka gæði búsetu. Það er ekki nóg að hafa stofnbrautir í gegnum sveitarfélög, heldur eru vegir til að tengja byggðirnar gífurlega mikils virði fyrir allan infrastrúktúr byggðarlaganna. Með þeim framkvæmdum sem eru í gangi innan sveitarfélagsins er verið að auka lífsgæði þeirra sem búa hér. Þær veita fólki aukna möguleika á að velja sér búsetu. “
Suðurrland • 17
Hótel Hvítá í nafla Árnessýslu Það má með sanni segja að Hótel Hvítá í Laugarási sé nafli Árnessýslu. Þar mætast sjö sveitarfélög auk þess sem fjölmargar náttúruperlur má finna í nágrenni hótelsins. Hótel Hvítá, sem starfrækt hefur verið síðan 1997, leggur ríka áherslu á gæði og gestrisni auk þess sem að hótelið er leiðandi í lágu veitingaverði. Þar eru tólf herbergi, með bæði uppábúnum rúmum og svefnpokaplássi, sem rúma alls 50 manns. Níu herbergjanna hafa sér baðherbergi og eru fyrir tvær til fjórar manneskjur. Á staðnum er veitingastaður og
tveir salir, fyrir 60 manns annars vegar og 120 manns hins vegar. Aðstaðan hentar vel fyrir alls konar samkomur, hvort heldur sem er fundi, ráðstefnur, árshátíðir eða hestamót. Að Hótel Hvítá er einnig tjaldstæði sem rúmar 250 tjaldvagna. Hvítárskálinn, veitingastofa og grill, var opnaður fyrir þremur árum og nýtur gríðarlegra vinsælda. Skálinn er opinn yfir sumartímann og þar er boðið uppá glæsilegan matseðil grillrétta og annarra gómsætra rétta. Í sumar verða síðan tertuveislur allar helgar þar sem boðið verður uppá átta tegundir af heimatilbúnum tertum með eftirmiðdagskaffinu. Í nágrenni Hótels Hvítár má finna margar af náttúruperlum Íslands,
þar á meðal má nefna Gullfoss og Geysi, Kerið og Þingvelli. Auk þess er Dýragarðurinn í Slakka í næsta nágrenni þar sem finna má ýmsa skemmtun fyrir bæði börn og fullorðna. Á hverju ári heimsækir fjöldi erlendra og innlendra ferðamanna Hótel Hvítá en einnig er mikið um að gestir úr nærliggjandi sumarbústöðum eigi leið hjá bæði í kaffi og grill. Ýmislegt er á döfinni hjá Hótel Hvítá í sumar og ber þar hæst Geirmundarball sem haldið verður fyrstu helgina í júlí. Þá verður Harmonikkuhátíðin að sjálfsögðu á sínum stað um Verslunarmannahelgina líkt og síðastliðin 10 ár.
Matvöruverslun og þjónustustöð N1 Verslunin Bjarnabúð er staðsett við þjóðveginn ,í Reykholti í Biskupstungum. Þar hafa margir komið við í gegnum tíðina ,fengið sér hressingu og tekið bensín Við hittum að máli Bjarna Kristinsson sem hefur rekið þarna verslun ásamt eiginkonu sinni Oddnýju Kristínu Jósefsdóttur í rúm 20 ár. Bjarni nefnir að það sé hefð fyrir verslun á þessum stað, en faðir hans Kristinn Sigurjónsson byrjaði að selja þarna bensín í litlum skúr fyrir 1950. Margt hefur breyttst á þeim tíma sem liðinn er frá því um miðbik síðustu aldar. Það eru ekki bara ferðamenn sem eru viðskiptavinirnir heldur hefur fjöldi fólks sem dvelur að staðaldri í nánasta umhverfi margfaldast og þöfrin fyrir þjónustu
Kanarí stemming á Íslandi Félagsheimilið Árnes er staður sem þeir sem komnir eru til ára sinna muna eftir í tengslum við sveitaböll. hefur aukist jafnt og þétt. Tími þess að einhver var sendur úr heyskapnum til að afgreiða bensín, ef sást til bíls er liðinn. Það má segja að skúrinn sem faðir Bjarna byggði hafi tekið stakkaskiptum úr 3 fermetrum í rúmlega 100 fermetra
hús sem í dag hýsir matvöruverslun ,bensínafgreiðslu og banka. Nú er opið allan ársins hring og áhersla lögð á að hafa sem mest úrval af matvöru og grænmeti af svæðinu, enda er mjög mikil ræktun allt í kring.
Beintenging við hestaíþróttina Hrossaræktarbúið að Lækjarbotnum í Landssveit hefur verið í hrossarækt frá árinu 1983, þegar hjónin Guðlaugur Kristmundsson og Jónína Þórðardóttir festu kaup á jörðinni.
Við tókum Guðlaug tali, en hann sagði að stefna Ræktunarbúsins sé að rækta viljug, gangrúm og fasmikil hross með góða fótalyftu og vera með fá en góð hross. - Það má segja að það hafi tekist með miklum ágætum en frá árinu 1995 hafa 16 hross frá búinu fengið fyrstu verðlaun auk fjölda annarra minni verðlauna. – Einsog þeir vita sem hafa fengist við hrossarækt er ekki endilega víst að bestueiginleikar foreldranna skili sér til afkvæmanna það getur alveg eins farið á hinn veginn. Guðlaugur taldi að þau hafi verið heppin með hross og að flest áform þeirra hafi skilað sér í
ræktuninni. Þá sagði Guðlaugur að þátttaka í almennum keppnum skili sér mjög vel þegar um kybótahross sé að ræða. Hafi merinni vegnað vel í keppnum þá þekkja hestamennirnir til hennar og eiga þar af leiðandi auðveldara með að taka ákvörðun um kaup. Í upphafi keyptu þau hjónin merina Heklu Mjöll sem afmælisgjöf handa dótturinni á bænum og stóð hún svo sannarlega undir væntingum. Vorið 1989 var ákveðið halda hennu undir Ljóra frá Kirkjubæ, síðan þá hefur hún verið meira og minna í ræktun. Hekla Mjöll hefur gefið 5 1. verðlauna hryssur og úrval af góðum reiðhestum. Dæmi um þetta er þegar þau lánuðu henni Heklu Katrínu stúlkunni á næsta bæ merina … og hún vann barnaflokkinn 2001 og aftur 2002, eftir það var hryssan sett í folaldseignir og er mjög vinsæl, ekki
síst vegna þess hve þekkt hún er. Þannig skilar þátttaka í almennum mótum sér beint til baka. Þau hjónin hafa alltaf lagt mikið uppúr því að taka á móti áhugafólki, sýna hrossin og ráðleggja varðandi tamningu, þjálfun hrossanna og koma því í samband við réttu aðilana. Hvort sem það er styrkja sjálfa sig í hestamennskunni eða til að taka þátt í keppni. - Einhversstaðar verður áhuginn að fá tækifæri til að kvikna og hvar er það betra en úti í haga hjá sjálfum hrossunum að ég tali nú ekki um á vorin þegar folöldin eru komin á kreik. – Guðlaugur hvetur fólk til að hafa samband en það er nauðsynlegt að hringja á undan sér til að tryggja að einhver sé til staðar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.laekjarbotnar.is en þar er einnig að finna myndir af hrossunum.
Í dag eru þarna glæsileg tjaldstæði, með góðri hreinlætisaðstöðu, heitum potti , leiktækjum, sundlaug og heitum potti, íþróttavöllur, sturtur, hestaleigu, gistingu, verslun, veitingahús með glæsilegar veitingar, frábært morgunverðarborð og úrvals matseðil, bar og stóran samkomusal. Þá er góð aðstaða til veisluhalda allt árið (ættarmót, árshátíðir, þorrablót o.fl.). Ég hitti fyrir Bergleif Joensen sem er í forsvari fyrir staðinn, hann segir að það færist sífellt í vöxt að félög og ýmiskonar hópar komi og nýti sér möguleikana sem svæðið hefur uppá að bjóða og er þá sérstaklega vinsælt að halda veislur og dansleiki þar sem hópurinn er alveg útaf fyrir sig. Margir hópar koma jafnvel ár eftir ár. Til dæmis hefur hópur fólks sem kynntist á Kanaríeyjum komið í
Árnes á hverju sumri í 10 ár og haldið “grísaveislu”, en það er feikna “stuð” á þeim samkomum og má segja að andi Kanaríeyja svífi yfir vötnunum. Það eru margir aðrir hópar sem koma reglulega svo vandinn er aðallega fólginn í að finna tíma þar sem aðstaðan er laus. Nánari upplýsingar er að fá í síma 486 6048 eða á slóðinni http://notendur.centrum.is/~bergleif/ Möguleikar til afþreyingar eru miklir og fjölmargir áhugaverðir staðir í nágrenninu svo sem margar fallegar gönguleiðir og vegurinn í Þjórsárdal liggur rétt hjá, en þar er að finna marga athyglisverða staði, s.s. Gjána, Gjáarfoss, Háafoss, Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn að Stöng og síðast en ekki síst Heklu. Næstu farfuglaheimili: Laugarvatn 57 km., Fljótsdalur 50 km. Þá sakar ekki að geta þess að á staðnum er rekið farfuglaheimili en nánari upplýsingar um það er að finna á slóðinni http://www.hostel.is/ extern.asp?cat_id=47
18 • Suðurland
Íslendingar sækja í flúðasiglingar á Hvítá Fyrirtækið Arctic Rafting hefur safnað mikilli reynslu í rekstri ævintýraferða á Suðurlandi og eru flúðasiglingar á Hvíta þungamiðjan í rekstrinum. Eigendur Arctic Rafting eru þeir Jón Heiðar Andrésson og Torfi Yngvason og hafa þeir báðir mikla reynslu af starfi við ævintýraferðamennsku.
Hvað er flúðasigling?
Í flúðasiglingu sitja fjórir til tólf saman í uppblásnum báti ásamt leiðsögumanni og í sameiningu þræðir hópurinn flúðir og gljúfur fljóta Suðurlands. Allir klæðast sérstökum blautgöllum, björgunarvestum og hjálmum og því til viðbótar fá þátttakendur blautskó og gott getur verið að taka með sér ullarsokka eða góða göngusokka, en það er þó ekki nauðsynlegt. Hægt er að velja á milli mismunandi erfiðra siglinga.
Torfi starfaði áður hjá Arctic Rafting, sem stofnað var 1997, og Jón starfaði hjá Bátafólkinu, sem átti sér langa sögu í ævintýraferðamennsku, en árið 2005 keyptu þeir bæði fyrirtækin og sameinuðu undir nafni Arctic Rafting. Torfi segir að fyrirtækið byggi þannig á gömlum merg, en Bátafólkið hóf flúðasiglingar á Hvítá frá Drumboddsstöðum fyrir 23 árum og var frumkvöðullinn í ævintýraferðamennsku hér á landi. “Það er mikil samkeppni í dag í alls kyns ævintýraferðamennsku og afþreyingu, en það eru einungis við sem bjóðum upp á flúðasiglingar á Suðurlandi,” segir Torfi.
Flúðasiglingar á þremur stórfljótum
Arctic Rafting sér um flúðasiglingar á þremur stórfljótum á Suðurlandi, en það eru Hvítá, Markarfljót og Hólmsá. Flúðasigling á Hvítá hefur lengi verið ein vinsælasta ævintýraferðin sem boðið hefur verið upp á hér á landi, en siglingar um ægifögur gljúfur Markarfljóts og ferðir niður Hólmsá njóta sívaxandi vinsælda. Torfi segir að um það bil helmingur þeirra sem fari í flúðasiglingu á Hvítá séu Íslendingar sem alltaf hafi gaman af að koma og spreyta sig á ánni. Í apríl og maí sé mikið um að starfsmannahópar komi, og í maí koma um 40% af öllum þeim sem eru að útskrifast úr 10. bekk grunnskóla. Yfir sumartímann eru þátttakendur í flúðasiglingunum
aðallega ferðamenn sem eru á eigin vegum, en á haustin koma svo stærri hópar á nýjan leik.
Fjölbreyttir valkostir
Þótt meginþunginn í starfsemi Arctic Rafting sé flúðasiglingarnar þá býður fyrirtækið upp á margvíslega aðra ævintýraferðamennsku. Þannig geta ferðahópar, starfsmannahópar, fjölskyldufólk og erlendir sem innlendir ferðamenn af hvaða tagi sem er fundið sér eitthvað sem höfðar til þeirra. Meðal þess sem í boði er hjá Arctic Rafting auk flúðasiglinganna eru hellaferðir á Lyngdalsheiði, kanóferðir og kajakferðir, klettaklifur í Hvalfirðir, ísklifur í Sólheimajökli, snorkelköfun í Silfru á Þingvöllum, gönguferðir í
nágrenni Reykjavíkur og hjólaferðir í Reykjavík. Í hellaferðum eru undirheimar hraunbreiðurnnar milli Þingvalla og Laugarvatns kannaðir og er Gjábakkahellir gott sýnishorn af íslenskum hraunhelli. Í ferðinni þurfa þátttakendur að klifra, skríða og ganga um hellinn og því er þetta tilvalin afþreying fyrir þá sem ekki eru myrkfælnir. Kanóferðir á Hvítá eru ný tegund afþreyingar á Íslandi, en kanóarnir eru uppblásnir og losa sig sjálfir af vatni og er því fyrri reynsla af slíkum siglingum ekki nauðsynleg. Tveir sitja í hverjum bát og stýra þeir sjálfir kanóinum niður Hvítá, en með þim fylgist leiðsögumaður á kajak.
Arctic Rafting er fyrst íslenskra ævintýrafyrirtækja til að bjóða upp á snorkelköfun og fer þessi afþreying fram í gjánni Silfru á Þingvöllum, sem er einn af fegurstu köfunarstöðum heims. Ferðamenn synda þar í sérstökum þurrgöllum í kristaltæru bergvatni með öndunarpípu í munni sér og geta þeir þannig notið umhverfisins neðan vatnsborðsins. Allir eru með froskalappir og eiga því auðvelt með sund. Í klifurferðum sem boðið er upp á í Eilífsdal í Hvalfirði eru þátttakendur í sérstöku öryggisbelti sem tengir þá við öryggislínu sem leiðsögumaður stjórnar. Þannig fá allir að reyna að klifra upp þverhníptan klettavegg án þess að nokkur hætta sé á ferðum.
Í ísklifri á Sólheimajökli klæðast þátttakendur einnig sérstöku öryggisbelti sem tengir þá við öryggislínu sem leiðsögumaður stjórnar. Reynt er að klífa upp þverníptan ísvegg með ísöxi í hendi á áhættulítinn hátt og allir eru með mannbrodda svo hægt sé að fóta sig á hjarninu.
Leiðsögumannaskóli
Hjá Arctic Rafting eru 19 starfsmenn í föstu starfi og um 80 manns í hlutastarfi. Torfi segir að þetta sé allt vant fólk sem gjörþekki fjallamennsku og ævintýramennsku af öllu tagi. “Við höfum líka rekið eigin leiðsögumannaskóla í mörg ár þar sem við kennum og ölum upp leiðsögumenn framtíðarinnar, og auk þess höldum við margvísleg námskeið sem eru mjög eftirsótt og þar hafa færri komist að en vilja,” segir Torfi Yngvason.
Hestasýningar í Friðheimum
Koma jafnvel tvisvar í sama ferðalaginu Við rennum í hlaðið á Dalbæ III sem er bændagisting númer 683 og hittum að máli staðarhaldara Rut Sigurðardóttur. Það má til sanns vegar færa að staðsetningin getur vart verið betri með tilliti til náttúruperla, gönguleiðir eru fjölmargar enda er þetta nánast miðjan á “gullna hringnum” og örskot er þaðan inn á hálendið (Kjalvegur). – Þegar ferðast er upp Hreppana (frá Selfossi) er staðurinn 4 km suður af Flúðum og er þá beygt til vinstri af þjóðveginum við skiltið ... . Fyrir þá sem ekki hafa dvalið á þessum slóðum skaðar ekki að geta þess að veðursæld er óvenju mikil. Þótt það rigni allt um kring er oft þurrt á þessu svæði og litadýrð næturhiminsins á sumrin er mjög sérstök, enda erum við komin inn í mitt land. Rut segir að það komi fólki oft á óvart hvað þessi atriði hegða sér öðruvísi en við ströndina. Við spyrjum um hvort Íslendingar séu meðal gestanna? – “Það færist
alltaf í vöxt að Íslendinga komi við og gisti eina til tvær nætur, en það sem kemur á óvart er að sama fólkið kemur oft tvisvar í sama ferðalaginu. Þetta er góð hvíld í ferðalaginu og gott að komast í aðstöðuna, heitan pott, uppbúið rúm og aðstöðu til að þurrka föt. – Hvenær er opnið þið á
vorin? “Við höfum opið allt árið en á veturna hefur það verið vinsælt af “Jeppa-fólki” að koma við hjá okkur eina nótt áður en lagt er á hálendið”. – Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www.farmholidays. is/disp.asp?num=683
Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eiga og reka garðyrkjustöðina Friðheima í Reykholti og undanfarin ár hafa þau verið að flétta hestamennsku æ meir inn í reksturinn. Þau rækta hross og annast reiðkennslu fyrir grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem nemendum í 9. og 10. bekk er boðinn áfangi í hestamennsku sem valgrein. Síðastliðið sumar byrjuðu þau svo að bjóða upp á hestasýningar fyrir ferðamenn sem njóta vaxandi vinsælda. Knútur Rafn segir að markmiðið sé að kynna íslenska hestinn fyrir ferðamönnum. Þeim sé boðið upp á að sjá, upplifa og snerta hrossin og í leiðinni öðlast þó nokkra vitneskju um hesta og hestamennsku. “Við erum með 12 mínútna sýningu sem skiptist í fjóra hluta
sem hver rennur á eftir öðrum og undir sýningunni er leikin tónlist og tal af geisladisk sem við eigum til á mörgum tungumálum. Eftir sýninguna er fólki boðið inn í hesthús og þar kemst það í snertingu við hestinn. Undirtektir síðastliðið sumar lofa mjög góðu og eru margir hópar bókaðir í sumar. Einnig ætlum við að bjóða upp á fastar sýningar alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00 í júní, júlí og águst,” segir Knútur Rafn. Þau hjónin eiga fimm börn og fluttu þau úr Reykjavík fyrir 13 árum eftir að þau luku námi og keyptu garðyrkljustöðina Friðheima. Í byrjun var þar aðeins vinna fyrir annað þeirra en þau hafa byggt stöðina upp og eru nú sex ársverk við ræktunina. Þau rækta tómata við raflýsingu og eru því að uppskera allt árið, en þau rækta venjulega tómata, plómutómata og konfekttómata og í dag er þessi starfsemi grunnurin í rekstrinum.
Viðhaldsfría pallaefnið og handriðin frá Correct Deck
Engin pallaolía Ekkert viðhald Fúnar ekki www.correctdeck.com
20 • Suðurland
Frá vinstri Jón Elías Gunnlaugsson frá Ölvisholti eigandi, Ingveldur Birgissdóttir stafsmaður. Valgeir Valgerisson, bruggmeistari. Bjarni Einarsson frá Miklholtshelli, eigandi.
Bjór sem leikur við bragðlaukana Skjálfti er nýr íslenskur sælkerabjór sem kominn er á markað hér – og í Danmörku. Hann er framleiddur í Flóanum, í Ölvisholti, sem hlýtur að teljast viðeigandi
Í Ölvisholti í Flóahreppi er risin bjórverksmiðjan Brugghús og óhætt er að segja að fyrirtækið fari vel af stað með fyrstu afurð sína, sem er sækerabjórinn Skjálfti. Hann kom til prufu í verslanir ÁTVR 1. mars
síðastliðinn en hefur þegar náð að festa sig í sessi meðal landsmanna. Eigendur Ölvisholts brugghúss hafa verið áhugamenn um bjór í áraraðir. Þá langaði til að eignast brugghús og renna á sama tíma stoðum undir atvinnulíf í sveitinni. Uppsetning á verksmiðjunni hófst síðastliðið sumar þegar þeir tóku gamla flatgryfju, hlöðu og hesthús og breyttu því í brugghús. Framleiðslan hófst síðan 22. desember á síðasta ári.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Bjarni Einarsson og þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið til nægur bjór hér fyrir segir hann: „Ekki sælkerabjór. Okkur fannst vanta sælkerabjór í íslenska bjórmenningu; bjór sem leikur við bragðlaukana. Við notum bara besta hráefni.
Ef við berum þetta saman við matreiðslu, þá getur þú alveg keypt þér skyndirétt út í búð, en þú getur líka fengið þér að borða hjá matreiðslumeistara sem leggur allan sinn metnað í framreiðsluna, þannig að maturinn leikur við hvern bragðlauk. Þetta er svona svipað hjá okkur. Það er engin sjálfvirkni í ferlinu, við erum með sérstakan bruggmeistara sem stýrir ferlinu af mikilli kostgæfni og getur gripið inn í allt ferlið hvenær sem er, til að útkoman verði alltaf sú besta mögulega.“
Kátir með viðtökur
Sem fyrr segir fór Skjálfti til reynslu inn í tvær verslanir ÁTVR 1. mars síðastliðinn. Það tók fyrirtækið stuttan tíma að ná því lágmarki í sölu sem til þarf til að komast inn í flestar verslanirnar. Það gerðist 1. apríl. „Við erum að vonum mjög kátir. með að það skyldi bara taka okkur fimm vikur að ná þessu lágmarki og í skýjunum yfir því hvað okkur hefur verið vel tekið á hinum íslenska markaði,“ segir Bjarni. Aðspurður hvað Skjalfti hafi umfram aðra íslenska bjóra, segir hann: „Við erum í sjálfu sér ekki að keppa við annan bjór, heldur sjáum okkur sem viðbót. Bjórinn okkar er þó að mörgu leyti ólíkur þeim bjór sem fyrir er. Við erum með fimm mismunandi tegundir af korni og það er þetta sérstaka bragð sem kemur af bjórnum í öllu ferlinu. Við bætum engum efnum út í hann og þetta er fyrsti íslenski sælkerabjórinn.“
Gæðastimpill fyrir okkur – og íslenska vatnið
Það má segja að Brugghúsið hafi farið af stað í gríðarlegum meðbyr og virðist hann meira að segja hafa komið eigendum Brugghússins gleðilega á óvart. „Já, við erum í skýjunum yfir því hvað Íslendingar hafa tekið vel á móti okkur og að Danir skyldu sjá möguleika á því að setja bjórinn okkar á markað í Danmörku.
Enn sem komið er framleiðir Brugghúsið aðeins Skjálfta en stefnt er að því að koma með fleiri tegundir í náinni framtíð. „Við vildum byrja á því að tryggja fótfestu Skjálfta á íslenskum markaði áður en við héldum áfram – og vonum að Íslendingar séu sammála okkur um að bjórinn okkar sé alveg þess virði,“ segir Bjarni.
Hvað útflutning varðar, þá stefna Bjarni og félagar vissulega á hann og hafa byrjað hann í smáum stíl. „Við gerðum samning við Gourmet Bryggeriet í Danmörku. Þeir hjálpuðu okkur við uppsetningu á verksmiðjunni og munu kaupa hundrað þúsund lítra á ári af okkur.“ Það má segja að Brugghúsið hafi farið af stað í gríðarlegum meðbyr og virðist hann meira að segja hafa komið eigendum Brugghússins gleðilega á óvart. „Já, við erum í skýjunum yfir því hvað Íslendingar hafa tekið vel á móti okkur og að Danir skyldu sjá möguleika á því að setja bjórinn okkar á markað í Danmörku. Sumir hér vilja meina að þetta sé eins og að flytja kaffi til Brasilíu – en við erum sammála Dönum. Viðtökur Dana eru mikill gæðastimpill fyrir brugghúsið og framleiðslu okkar – sem og fyrir íslenska vatnið.“
Boðið upp á kynnisferðir
Hjá fyrirtækinu eru fjórir starfsmenn í vinnu. Brugghúsið framleiðir þrjú hundruð þúsund lítra á ári, enn sem komið er, og er með trygga sölu á því magni – „svo lengi sem Íslendingar halda tryggð sinni við okkur,“ segir Bjarni. Brugghúsið er í Ölvisholti, eins og fyrr segir, aðeins tólf kílómetra austan við Selfoss. Þegar Bjarni er spurður hvort gestir og gangandi geti fengið að skoða brugghúsið, jánkar hann því. „Við bjóðum upp á kynnisferðir fyrir hópa í húsið. Það kostar þúsund krónur á mann og inn í því felst kynning á því hvernig framleiðslan gengur fyrir sig. Síðan fær hver og einn að smakka almennilega á framleiðslu staðarins. Lágmarksfjöldi sem við tökum á móti er tíu manns. Annars eru allar nánari upplýsingar á www. brugghus.is“
Suðurrland • 21
Blómleg sveit með laxveiði og skemmtilegum búðum Flóahreppur er vel staðsettur í túnfæti Selfoss og stutt frá Reykjavík Flóahreppur liggur á milli Þjórsár og Hvítár og að hreppamörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Árborgar. Íbúar eru 585 samkvæmt áætlun frá Hagstofu. Enginn þéttbýliskjarni er í sveitarfélaginu „en það má segja að þetta sé þéttbýlt sveitarfélag, þótt svæðið sé nokkuð víðfeðmt,“ segir sveitarstjórinn, Margrét Sigurðardóttir.
Myndin er frá leiksýningunni Gilitrutt sem var í tengslum við Fjör í Flóa um síðustu helgi.
Margrét segir landbúnað ennþá helstu atvinnugreinina en bætir við: „Hins vegar kýs fólk í auknum mæli að flytja úr þéttbýli og setjast að í sveitarfélagi eins og Flóahreppi og ferðast þaðan til vinnu. Ég sé mikla aukningu á því.“
Víðáttan óendanleg
Í Flóahreppi eru bæði leikskóli og grunnskóli og það er óhætt að segja að fjölbreytnin sé sífellt að aukast hvað atvinnutækifæri varðar því fyrir rúmu ári var bruggversmiðju hleypt af stokkunum í Ölvisholti og hefur bjórnum þaðan, Skjálfta, verið vel tekið af landsmönnum. Margrét segir verksmiðjuna ánægjulega viðbót við uppbygginguna sem hefur átt sér
stað á síðustu misserum. „Hér er líka blikksmiðja, leikfangaverksmiðja og allt mögulegt og síðan er það ferðaiðnaðurinn sem er alltaf að stækka. Þá er það Ullarvinnslan í Þingborg. Hún er mjög vinsæll viðkomustaður enda vinna konurnar sem að henni standa sjálfar ullina frá upphafi til enda.“ Helstu söfn eru Íslenski bærinn
í Meðalholti og Tré og list í Forsæti – en í Flóahreppi eru líka nokkuð sérstæðar verslanir. Þar má nefna litlu sveitabúðina, Sóley, sem er ekki með matvöru, heldur smávöru fyrir sumarbústaði og heimili, sem og íslenskt handverk og alls kyns listmuni. „Við erum með frábært tjaldstæði í Þjórsárveri, skemmtilegar gönguleiðir og frábært útsýni.
Víðáttan hjá okkur er óendanleg og fjallasýnin frábær. Það nýjasta í ferðaþjónustu hjá okkur er síðan fjárhús sem eru opin ferðamönnum í Egilsstaðakoti.“ segir Margrét.
Góðar göngu- og reiðleiðir
Hvað gönguleiðir varðar má til dæmis nefna Ásaveg sem liggur milli Orrustudals og Hnauss, um sex kílómetra löng forn þjóðleið. Einnig eru
góðar reiðleiðir í Flóahreppi meðfram Þjórsá og hestaleiga er á Egilsstöðum I, nærri skemmtilegum reiðleiðum. „Við erum líka með fjórar kirkjur í sveitarfélaginu, ákaflega fallegar litlar sveitakirkjur í Hraungerði, Villingaholti, Gaulverjabæ og Laugardælum.. Heilmikil veiði er bæði í Þjórsá og Hvítá, báðar árnar eru laxveiðiár og bændur eru bæði að selja veiðileyfi og selja lax. Hægt er að keyra upp að ýmsum bæjum og kaupa lax. Þá eru hér s ö g u f r æ g i r Margrét staðir eins Sigurðardóttir og Kambur, Orrustudalur, Þingdalur og Loftsstaðir.“ Þegar Margrét er spurð hvað einkenni helst Flóahrepp, segir hún: „Það sem fyrst og fremst einkennir sveitina er hversu blómlegt landbúnaðarhérað hún er í nánasta nágrenni við þéttbýlið. Við erum í túnfæti Árborgar og það er stutt til Reykjavíkur.“
Reynum að vera sanngjarnir í verði Verslanir Kjarvals bjóða upp á allt fyrir ferðamanninn – og eru ávallt með „vikutilboð“
Tjaldað í útivistarparadís Tjaldstæðið á Laugarvatni er eitt elsta og þekktasta tjaldstæði landsins, hefur verið starfrækt í fjörutíu ár. Í tengslum við tjaldstæðið er svo Tjaldmiðstöðin Laugarvatni – Veitingahúsið Bláskógar. Staðarhaldari segir fyrirtækið hafa síaukið við sig í veitingasölu og þjónustu á þessum áratugum, bæði fyrir tjaldbúa, sem og gesti og gangandi.
Í Tjaldmiðstöðinni er heitur matur í hádegi,virka daga ásamt öðrum veitingum og stöku helgi er boðið upp á útigrill og tjútt inn í nóttina. „Tjaldstæðið er paradís í hinum gullna þríhyrningi og býður upp á fjölbreytilega útivist,“ segir Guðmundur Óskar, sem ásamt konu sinni Bryndísi, rekur staðinn. „Tjaldsvæðið er kjarri vaxið með sínum sléttlendum og stutt í íþróttaaðstöðu ríkisins á Laugarvatni; sundlaug, gufubað, golfvöll Golfklúbbs Dalbúa í Miðdal, gönguleiðir merktar og ómerktar. Má þar nefna Gullkistu og
Laugarvatnsfjall með undraheimum hellanna. Hestaleiga er ekki langt undan þessari paradís, að ógleymdu Laugarvatninu sjálfu til að róa á kajökum og kanóum – þetta er í einu orði sagt útivistarparadís. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að tjaldstæðið er ekki hægt að taka í notkun fyrr en 10. júní. Vegna legu sinnar er það bara markaðssett í júní, júlí og ágúst og opnar þetta árið 10. júní. Þar er aðstaða fyrir allan ferðamáta, frá tjaldinu góða í nýtísku hjólhýsi, vagna og bíla. Aldurstakmark er á tjaldstæðinu á Laugarvatni. Það er hátt fyrir einstaklinga í hópum, en fjölskyldur allt niður í ungabörn eru hjartanlega
„Tjaldsvæðið er kjarri vaxið með sínum sléttlendum og stutt í íþróttaaðstöðu ríkisins á Laugarvatni„
velkomin; afi, amma, pabbi og mamma, og börnin öll. Því miður hefur æskufólk um tvítugt misstigið sig í náttúru landsins og við staðarhaldarar í paradís gróðursins höfum þurft að sporna við ásókn vegna óhóflegrar notkunar vímugjafa hvers konar. Hjá okkur er þrjátíu ára aldurstakmark – en gildir aðeins fyrir einstaklinga í hópum. Fjölskyldan á að geta notið þess að koma til okkar í útilegu. Hún á að fá svefnfrið og geta verið óhrædd um eigur sínar á meðan hún nýtur alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Enda er það svo að fjölskyldur koma ánægðar til okkar og fara enn ánægðari.“ Aðstöðu fyrir útilegur segir Guðmundur Óskar góða. „Hjá okkur er salernisaðstaða, kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurkari, sléttar gundir og kjarr, leiktæki sem mættu þó vera fjölbreyttari, ásamt sparkvelli. Við erum ekki með eldunaraðstöðu innannhúss. Hjá okkur eldar hver við sína tjaldskör, eða notfærir sér Veitingahúsið Bláskóga við þröskuldinn. Fólk fer jú í útilegu til að komast í snertingu við náttúruna og fortíðina.
Kjarval er verslunarkeðja sem þjónar gestum og gangandi víða um suðurland. Alls eru fimm verslanir staðsettar þar, í Þorlákshöfn, á Hellu og Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. Rekstrarstjóri Kjarvalsverslananna, Guðmundur Hafsteinsson segir þær matvöruverslanir fyrir þessi minni bæjarfélög en meginuppistaðan yfir sumartímann sé þó þjónusta við ferðamenn, innlenda sem erlenda. „Við erum með matvöru, búsáhöld, verkfæri og ýmis konar ferðavörur, hvort sem það eru gaskútar, gasgrill, ferðastólar, eða dýnur sem við seljum yfir sumartímann. Við reynum að vera sanngjarnir í verði. Höfum verið að veita tilboð í hverri viku og samræmum þau tilboðum Krónunnar – erum, sem sagt, með lágvörutilboð.
Yfir sumartímann lengjum við opnunartímann, einkum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri til að mæta þörfum ferðamanna. Það má líka segja að framboð á matvælum breytist yfir sumartímann, því þá aukum við bæði skyndimat og bjóðum upp á grillkjöt og slíkt, erum með „allt á grillið“ eins og gerist í matvöruverslunum. Við keyrum mikið á þeim vöruliðum á vikutilboðum. Samhliða versluninni á Hellu rekum við útibú fyrir ÁTVR sem við opnuðum fyrir ári. Svo vorum við að opna pósthús á Klaustri í síðustu viku í samstarfi við Íslandspóst. Opnunartíminn er frá tíu að morgni til átta á kvöldin, á meðan mesti ferðamannastraumurinn er. Það er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann og hann er svo sannarlega kominn hjá okkur.“
22 • Suðurland
Náttúran blíð og mannlíf gott Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir samfélagið á Flúðum bjóða upp á marga kosti fyrir ferðamenn og þá sem hyggja á búsetuskipti “Þetta er lifandi og skemmtilegt starf, kröftugt samfélag og fjölbreytilegt. Í Hrunamannahreppi er átta hundruð manna samfélag en það virkar stærra,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason sem verið hefur sveitarstjóri þar frá 1. desember 2003. “Ástæðan er kannski sú að það er mikil samvinna milli sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Þau hafa sameiginlegan ferðamálafulltrúa, skipulagsog byggingafulltrúa, sem og félagsmálastjóra. Þetta er mjög þróuð samvinna. Frístundabyggðin er einnig heilmikil hér og fólk sækir í bústaðina árið um kring”.
áætlanir um slíkt eins og er. “Það eru deildar meiningar um byggingu fjölbýlishúsa á Flúðum vegna þess að þar hefur ekki verið fjölbýlishúsastíll frekar en öðrum þorpum á Íslandi en framtíðin verður að skera úr um byggingarstílinn.”
Barnvænt samfélag
Það þarf varla að taka fram að það er ákaflega gott að ala upp börn á stað eins og Flúðum. “Við erum með f ínan, nýjan og glæsilegan leikskóla, sem er hugsaður til framtíðar og því nóg rými í honum,” segir Ísólfur. “Í grunnskólanum eru núna um tvö hundruð nemendur. Hann var byggður um 1970 og eitt af framtíðarverkefnum okkar eru að stækka hann og bæta. Við erum með góða kennara og stjórnendur og skólinn hefur komið vel út í samrædum prófum.
Helstu kosti þess að búa í hreppnum segir Ísólfur Gylfi náttúruauðlindir eins og heita vatnið skipta samfélagið höfuðmáli, auk þeirrar miklu verðursældar sem þar ríkir, að ekki sé minnst á náttúrufegurðina og þess góða mannlífs sem þar er. “Það sem gerir mannlífið gott er ýmis konar félagsskapur sem skiptir miklu máli,” segir Ísólfur Gylfi. “Hér er öflugt ungmennafélag, kvenfélag, kíwanisklúbbur og síðan er afar sterk sönghefð. Við höfum starfandi mjög öflugan karlakór, Karlakór Hreppamanna – og blandaðan kór, sem heitir Vörðukórinn. Síðan erum við með Uppsveitasystur og óvenjulega virkan kirkjukór – og eins og við vitum er söngur eitthvert mesta hópefli sem hægt er að hugsa sér. Fyrir því er afar löng og góð hefð hér í hreppnum.”
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Þeir kostir sem Flúðir búa yfir gera samfélagið að einkar skemmtilegum viðkomustað fyrir þá sem eru á ferð um suðurland. Og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvað varðar mat og drykk. “Á Flúðum er mjög myndarlegt hótel sem býður upp mat og þjónustu eins og gerist best á Íslandi, þau Margrét og Guðmundur kunna svo sannarlega til verka” segir Ísólfur. “Hér er líka gistiheimilið Grund, sem er einnig með mjög góða þjónustu.” Því má bæta við að á Grund er veitingasla, boðið upp á almennan heimilismat og eru eigendurnir, þau Dagný og Kristinn, einstaklega góðir kokkar. Gistiheimilið er fallegt og þjónustan skemmtileg. Rétt utan við Flúðir er síðan bændagisting í Syðra-Langholti þar sem einnig er hestaleiga, sem og á Dalbæ. Í Syðra-Langholti er bæði hægt að leigja hesta í dagstund og fara í skipulagðar ferðir.
þessar leiðir þar sem heimamenn eru leiðsögumenn. Það eru fjölbreytilegir staðir í hreppnum sem gengið er um. Þetta eru léttar ferðir sem taka mismunandi langan tíma, kannski frá tveimur tímum upp í sex.” Fyrir þá sem hyggja á dvöl á Flúðum til að njóta alls þess sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, skal bent á að skoða www.fludir.is þar sem finna má gönguáætlun heimamanna. Það er virkilega þess virði. Ísólfur bendir líka á að einnig sé afréttur Hrunamanna ákaflega fallegur. “Þar eru leiltarmannaskálar sem eru mjög mikið notaðir á sumrinu, sérstaklega af hestamönnnum, sem og gangandi og akandi vegfarendum. Svo eru Kerlingafjöllin í Hrunamannahreppi og þar
Listagarður í farvatninu
Hvað tjaldstæði varðar segir Ísólfur nýtt tjaldsvæði í uppbyggingu sem verði væntanlega tekið i notkun vorið 2009 en gamla tjaldsvæðið verði auðvitað nýtt áfram í sumar. “Á gamla tjaldsvæðinu sem er við félagsheimlið, er gert ráð fyrir listagarði í framtíðinni. Þar verður sett upp verk eftir Helga Gíslason, auk þess sem komið hafa upp hugmyndir um að tengja verk Einars Jónssonar frá Galtarfelli frekar við svæðið – en það er nú þegar komið eitt fallegt listaverk eftir hann við Félagseimilið sem heitir Alda aldanna. Garðurinn verður trjágarður, svokallað
tegundasafn, og er alveg sérhannaður af landslagsarkitekt, Finni Kristinssyni hjá Landslagi. Það var gömul kona, Laufey Indriðadóttir sem gaf peninga til að þessi garður yrði að veruleika til minningar um systkinin frá Ásatúni og tengir trjásafnið við gamalgróna garða svokallaðan kvenfélagsgarð og ungmennafélagsgarð. Tjaldsvæðið verður flutt niður með Litlu-Laxá og er stefnt að því að þar verði fimm stjörnu tjaldstæði. En það er ekki sveitarfélagið sem er að byggja upp tjaldstæðið nema að litlum hluta, heldur einstaklingar og þeir koma til með byggja það upp og reka. Þetta er fólk með mismunandi reynslu og forsendur og hefur alla burði til að gera þetta vel. Í gegnum tíðina hafa Flúðir verið mjög vinsæll viðkomustæður, bæði fyrir ferðamenn tjald- og hjólhýsi og verður það vonandi áfram.
Gestir og heimamenn koma saman
“Á Flúðum geta gestir og gangandi gert sér glaðan dag með heimamönnum, því hér er sveitakrá sem heitir Útlaginn og hefur eigandinn lagt metnað sinn í að bjóða sem oftast upp á lifandi tónlist. Sem dæmi, þá tóku Hjálmar upp síðustu plötu sína á Flúðum. Við fáum mikið af þekktum og virtum tónlistarmönnum alls staðar að af landinu í heimsókn.”
Hestaleiga og tveir golfvellir
“Það verður líka að teljast merkilegt að á svæðinu eru tveir golfvellir,” segir Ísólfur, “annars vegar átján holu golfvöllur í Efra-Seli og hins vegar níu holu golfvöllur í landi Ásatúns. Síðan erum við auðvitað með sundlaug og góða íþróttaaðstöðu, sem og merktar gönguleiðir allt í kringum byggðina. Á sumrin eru skipulagðar gönguferðir um
er mikið um að vera á sumrin í sambandi við göngur og náttúruskoðun.”
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.
Flúðir eru góður kostur fyrir þá sem eru að huga að búsetuskiptum. Veðursældin og lágur húshitunarkostnaður verða að teljast miklir kostir, auk þess sem fasteignaverð er gott, svipað og á Selfossi. “Við erum nánast búin með þær lóðir sem við höfðum,” segir Ísólfur, “en það er verið að skipuleggja ný íbúðasvæði í landi Sunnuhlíðar og Laxárhlíðar og hungsanlega á fleiri stöðum.” Aðspurður hvort áætlanir séu uppi um byggingu fjölbýlishúss, segir Ísólfur engar
Íþróttalíf er mjög blómlegt og tónlistarskólinn okkar öflugur. Börnin eru mjög virkir þátttakendur í mannlífinu. Við erum árvisst með samkomur þar sem allar kynslóðir eru þátttakendur, bæði á aðventunni sem og Sönghátíðinni okkar á vorin. Íþróttafélagið okkar, Ungmennafélag Hrunamanna, er sterkt og nú nýlega var körfuknattleiksdeildin að vinna sig upp í fyrstu deild – sem er frábær frammistaða í ekki stærra samfélagi. Þar fyrir utan er æfð knattspyrna, fimleikar, frjálsar íþróttir og eiginlega allar íþróttagreinar.”
Fjölbreytt flóra í landbúnaði
Hvað atvinnulíf varðar segir Ísólfur að það þyrfti að vera enn fjölbreytilegra. “Í hreppnum er stundaður hefðbundinn landbúnaður. Þar eru mörg nútímafjós, garð- og ylrækt og iðnaður í gegnum Límtrésverksmiðjuna, verslun og þjónusta. Ferðaiðnaðurinn er alltaf að aukast og eflast. Við verðum mikið vör við aukningu ferðamanna til okkar, bæði innlendra og erlendra. Svo eru heilmiklar frístundabyggðir mjög víða í hreppnum. Inni í þorpinu nokkuð mikið af garðyrkju og flóran mjög fjölbreytt. Framleiðsluvaran er mjög góð, svo góð að innflytjendur grænmetis stæla innlendar pakkningar til að blekkja neytendur.” Íbúa-aukningin á Flúðum og í hreppnum öllum hefur fylgt landsmeðaltali og stundum verið yfir því. Þegar Ísólfur er spurður eftir hverju fólk sé að sækjast þegar það flytur til Flúða, segir hann allan gang á því. “Á Íslandi í dag er að verða nokkuð algengt að fólk hafi tvöfalda búsetu, eigi heimili í borg og sveit og ég er nokkuð viss um að það er ekkert langt í að fólk geti fengið að skrá lögheimili sín á fleiri en einum stað, þannig að tekjur jafnist á milli sveitarfélaganna. En á Flúðum mundi ég halda að fólk væri að sækjast eftir fallegu umhverfi, veðursæld og vinsamlegu og góðu mannlífi.”
Suðurrland • 23
Þjóðveldisbærinn opnar dyr að fortíðinni Neðan Sámsstaðamúla í Þjórsárdal er Þjóðveldisbærinn sem reistur var í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og er hann opinn gestum og gangandi alla daga á tímabilinu frá 1. júní – 1. september kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 – 18:00. Við gerð Þjóðveldisbæjarins var það einkum haft í huga að byggja eins nákvæmlega og unnt var með hliðsjón af bæjarrústum sem fundist höfðu við fornleifauppgröft á Stöng sem er innar í dalnum. Tilgangurinn með smíði bæjarins var að gera hann að eins konar safni sýnishorna af smíði og verkmennt sem vitað er með öruggri vissu að hefur verið iðkuð á þjóðveldisöld . Talið er að í vikurgosi úr Heklu árið 1104 hafi vart færri en 20 bæir í Þjórsárdal farið í eyði. Meðal þeirra var fornbýlið Stöng neðan við Gjána í Þjórsárdal. Við uppgröft norrænna fornleifafræðinga á staðnum árið 1939 fékkst mikill fróðleikur um hvernig skipan bæjarhúsa og útihúsa hefur verið á seinni hluta 11. aldar. Fljótlega eftir að Þjóðhátíðarnefnd hóf störf sín kom fram sú hugmynd að fá Hörð Ágústsson „fornhúsafræðing“ og listmálara til að sjá um smíði líkans sem byggðist á rannsóknum hans á fornum húsakosti. Jafnframt var stefnt að því að reistur yrði bær í fullri stærð fyrir þjóðhátíðarárið 1974. Svo fór að smíði Þjóðveldisbæjarins hófst það ár en ekki var lokið við að reisa hann fyrr en árið 1977. Kostnaður við gerð bæjarins var greiddur af forsætisráðuneytinu, Landsvirkjun og Gnúpverjahreppi. Þjóðveldisbænum var valinn staður í grennd við rústir Skeljastaða og skiptist hann í skála, stofu, búr, anddyri, klefa og kamar. Skálinn var aðalhúsið á bænum. Þar unnu menn ýmis dagleg störf, en öðru fremur var skálinn svefnstaður heimilisfólksins. Hins vegar er talið að stofan hafi verið allt í senn, vinnustaður kvenna,
Mynd: Rögnvaldur Guðmundsson - Þjóðveldisbærinn dagstofa og veisluhús. Bærinn ber þess vitni að húsakynni fornmanna voru ekki ómerkilegir moldarkofar, heldur vandaðar og glæsilegar byggingar. Árið 2000 var vígð lítil torfklædd stafkirkja við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal. Kirkjan var smíðuð með hliðsjón af kirkju sem fannst við fornleifarannsóknir á Stöng 1986 - 1998, en við smíði hennar var einnig stuðst við ýmsar aðrar heimildir um kirkjur á fyrstu öldum
kristni á Íslandi. Kirkjan er útkirkja frá Stóra - Núpsprestakalli. Sömu aðilar kostuðu smíði kirkjunnar og gerð Þjóðveldisbæjarins, þ.e. forsætisráðuneytið, Landsvirkjun og Gnúpverjahreppur. Þjóðveldisbærinn og kirkjan eru eign íslenska ríkisins og fer forsætisráðuneytið með yfirstjórn og eigendaforræði yfir þeim. Lengst af byggðist rekstur Þjóðveldisbæjarins á innkomnum aðgangseyri og aðstoð frá Landsvirkjun og Gnúpverjahreppi eftir atvikum. Með máldaga sem forsætisráðuneytið, Þjóðminjasafn Íslands, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Landsvirkjun gerðu með sér árið 2002 um rekstur og viðhald Þjóðveldisbæjarins var
með formlegum hætti gengið frá málefnum bæjarins með því að ráðuneytið leggur árlega 2/3 til rekstrar og viðhalds bæjarins auk endurbóta og Landsvirkjun leggur fram 1/3 árlega. Þar með lauk því óvissuástandi sem ríkt hafði um hann frá upphafi. Einnig kveður máldaginn á um að Landsvirkjun leggi sem fyrr til ígildi tveggja stöðugilda fyrir það tímabil sem Þjóðveldisbærinn er opinn gestum í því skyni að veita þeim nauðsynlega fræðslu og þjónustu eins og Landsvirkjun hefur gert frá því starfsemi í bænum hófst. Þjóðminjasafnið leggur til ráðgjöf og aðra faglega aðstoð vegna viðhalds bæjarins og þeirrar starfsemi
sem þar fer fram án endurgjalds, og Skeiða og Gnúpverjahreppur leggur til alla nauðsynlega aðstoð vegna skipulagsmála sem tengjast Þjóðveldisbænum og annast allar merkingar og uppbyggingu gönguleiða. Jafnframt leggur hreppurinn til fjármagn þegar sérstaklega stendur á. Varðveisla og dagleg stjórn Þjóðveldisbæjarins og kirkjunnar er í höndum hússtjórnar sem hefur umsjón með bænum og ber ábyrgð á allri starfsemi í honum, rekstri og fjármálum. Í samræmi við máldaga fyrir kirkju Þjóðveldisbæjarins annast hússtjórnin umsjá kirkjunnar, rekstur og viðhald. Hússtjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn.
Stöng
Þjóðveldisbærinn
Þjórsárdalur
Þéttbýlt í Þjórsárdal Tímabilið 870-930 hefur verið kallað landnámstímabilið enda staðhæfir Ari fróði í Íslendingabók sinni að landið hafi á því tímabili orðið albyggt. Blómlegar byggðir risu um allt land og var Þjórsárdalur þar engin undantekning en í dalnum var blómleg byggð fyrr á öldum. Til eru heimildir um landnám Þorbjarnar en Landnáma segir frá honum á eftirfarandi hátt: “Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan og ofanverðan Gnúpverjahrepp og bjó hinn fyrsta vetur að Miðhúsum. Hann hafði þrjár vetursetur áður en hann flutti í Haga, þar bjó hann til dauðadags. Hans synir voru þeir Otkell í Þjórsárdal og Þorkell trandill, faðir Gauks á Stöng, og Þorgils, faðir Otkötlu, móður Þorkötlu, móður Þorvalds, föður Döllu, móður Gizurar biskups.” Afkomendur Þorbjarnar voru þannig bæði auðugir, vel ættaðir og að líkindum mestir
höfðingjar í hinum blómlega Þjórsárdal. Þeirra frægastir eru Gissur Ísleifsson biskup og Gaukur á Stöng, sem var afkomandi Þorbjarnar laxakarls í þriðja lið og að sögn kappi hinn mesti. Gaukur hefur að líkindum verið kvennaljómi en gömul vísa er varðveitt um ástir Gauks og húsfreyjunnar á Steinastöðum í Þjórsárdal, svohljóðandi: Þá var öldin önnur, er Gaukur bjó á Stöng. Þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Þetta ástarævintýri hefur þó sennilega orðið honum að fjörtjóni en samkvæmt Njálssögu féll Gaukur fyrir hendi Ásgríms ElliðaGrímssonar fóstbróður síns, að líkindum fyrir að hafa f íflað húsfreyjuna á Steinastöðum sem var einmitt skyld Ásgrími.
24 • Suðurland
“Þetta eru nú bara náttúruperlurnar sem allir verða að skoða,” segir Sigurður Ingi. “Sumir koma hingað á hverju ári, eða nokkrum sinnum á ári til að skoða þær. Fyrir utan þessar náttúruperlur erum við með sögustaði, Þingvöll og Skálholt, sem og prestsetur eins og Hruna og Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal
Náttúruperlur, sögustaðir og fjölbreytt mannlíf Fimm sveitarfélög í uppsveitum Árnessýsslu hafa samstarf um ferðamál, skipulags- og byggingarmál, sem og félagsmál Sigurður Ingi Jóhannssson dýralæknir og oddviti í Hrunamannahreppi er í Árnessýslu kallaður oddviti oddvitanna. Hann er gjarnan í forsvari fyrir þeim fimm sveitarfélögum í uppsveitunum sem hafa sameiginleganrekstur. Sveitarfélögin eru Bláskógabyggð, Grímsnesog Grafningshreppur, Gnúpverjaog Skeiðahreppur, Hrunamannahreppur og svo er Flóahreppur kominn í samstarfið sem snýst um ferðamál, skipulags- og byggingarmál og reyndar
félagsmál líka. Uppsveitirnar fjórar eru 6.300 ferkílómetrar, þannig að sveitarfélögin fimm ná yfir um sex prósent landsins – með hálendinu. Það er óhætt að segja að uppsveitirnar búi yfir sumum helstu náttúruperlum landsins, Þingvöll, Gullfoss, Geysi, Þjórsárdal og Kerið. “Þetta eru nú bara náttúruperlurnar sem allir verða að skoða,” segir Sigurður Ingi. “Sumir koma hingað á hverju ári, eða nokkrum sinnum á ári til að skoða þær. Fyrir utan þessar náttúruperlur erum við með sögustaði, Þingvöll og Skálholt, sem og prestsetur eins og Hruna
og Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal. Svo geta menn haft áhuga á að skoða hálendið og þá er hægt að keyra um allt, fara á Langjökul og Skálpanes, Kerlingarfjöll, og auðvitað er líka hægt að fara í gangnamannaskálana og skoða eitt og annað á hálendinu. Við erum með þó nokkuð af merktum gönguleiðum, bæði á Þingvöllum, ýmsar leiðir á Kili og í Kerlingarfjöllum eru allt að fimm daga leiðir en núna er einmitt verið að gefa út göngukort fyrir Hrunamannahrepp. Síðan eru það Þjórsárdalurinn og skógræktin og auðvitað er hægt að fara inn Þjórsárdal og skoða allar virkjanirnar. Það er mjög áhugavert
og þeir eru margir sem leggja leið sína þangað.”
Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar “Byggðin sjálf er einnig afar áhugaverð. Við erum með hestaleigur á þó nokkuð mörgum stöðum, auk annars konar afþreyingar, til dæmis fjórhjólaferðir, flúðasiglingar og veiði. Hér er mikið heitt vatn og margar sundlaugar svo það er auðvelt að þrífa sig.” Í sveitarfélögunum fimm búa um þrjú þúsund manns. Það er vöxtur á svæðinu og í flestum sveitarfélögunum hefur hann verið viðvarandi í nokkurn tíma, að sögn Sigurðar. “Allir þéttbýliskjarnarnir, sem eru þó nokkuð margir, fara ört vaxandi. Fólk er að velja sér búsetu á þessum svæðum til að leita að sveitakyrrð og rómantík, nánd við náttúruna. Hér er stutt í alla þjónustu og öflugt menningar- og félagslíf.” Sigurður segir fólk flytja í uppsveitirnar hvaðanæva af landinu, bæði höfuðborgarsvæðinu og annars staðar af landinu og þetta sé fólk á öllum aldri. “Sumir eru að koma sér upp tvöfaldri búsetu, aðrir hreinlega að koma sér upp heimili í vinsamlegu og góðu umhverfi. Atvinnulíf er ekki fjölbreytt eins og er, heldur byggir það á þessum grunngreinum í landbúnaði og síðan skólunum. Í uppsveitinum er hægt að vera allt frá leikskóla og upp í háskóla og síðan vex ferðaþjónustan alveg gríðarlega. Það merkjum við á milli ára.”
Sterkar hefðir “Við réðum ferðamálafulltrúa 1996 og fórum af stað með stefnumótun í ferðamálum. Síðan tókum við hana aftur upp 2000 þar sem við fórum yfir stöðuna og þá hafði orðið alveg gríðarlegur vöxtur og eiginlega allar forsendur og væntingar sem
menn höfðu gefið sér voru orðnar að veruleika. Þá settum við markið auðvitað enn hærra. Ein ástæða þess hversu vel okkur hefur gengið að marka stefnu í markaðssetningu og fylgja henni eftir er sú hvað við höfum notið þess að hafa ferðamálafulltrúann, Ásbjörgu Arnþórsdóttur, lengi í starfi. Hún er mjög öflug kona. Þeir sem vilja koma hingað aftur og aftur, kaupa sér gjarnan sumarhús og hér eru stærstu sumarhúsabyggðir landsins, í Grímsnesi, Grafningi og Þingvöllum svo eitthvað sé nefnt. Vöxtur sumarhúsabyggðanna hefur líka færst hinum megin við Hvítá.” Aðspurður í hverju blómlegt menningarlíf felist, segir Sigurður gríðarlega sterka sönghefð og kórahefð í öllum þessum sveitarfélögum og að grunnur gamla bændasamfélagsins, ungmennafélög, kvenfélög, Lionsfélög, búnaðarfélög, og leiklistarfélög, hafi haldið áfram að dafna og blómstra mjög vel. “Íþróttalíf er afar öflugt og það má segja að allir sem kæra sig um hafi nóg við að vera. Atvinna er nokkuð stöðug og okkur hefur oft vantað fólk. Það er mikið af nýbúum hér eða farandverkamönnum erlendum, sem setja svip á byggðina. Hún er að verða mjög fjölmenningarleg.”
Ferðaþjónustan öflugust
“Landbúnaður er auðvitað sterkasta atvinnugreinin hjá sveitarfélögunum austan Hvítár en ég hugsa að ferðaþjónusta sé orðin öflugri í vesturhlutanum. En fyrir utan landbúnaðinn og ferðaþjónustu, er önnur þjónusta eins og skólakerfið helsti atvinnuvegur. Svo er iðnaður mjög öflugur, sérstaklega á Flúðum og í Reykholti. Hvað landbúnaðinn varðar, gæti ég trúað að um áttatíu prósent af grænmetisræktuninni á landinu sé á þessu svæði – sem þýðir að landgæði og veðurfar er mjög gott.”
KERTO LÍMTRÉ Finnsk gæðavara Létt og meðfærileg Hátt brunaþol Hæð eftir óskum Lengd allt að 23 m. Alltaf til á lager 16% meira eldþol 20% meira brotþol Söluaðilar um allt land
KERTO LÍMTRÉ býður upp á ýmsa möguleika. KERTO LÍMTRÉ er frá Finnlandi og hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1981. KERTO LÍMTRÉ er það hagkvæmasta og besta sem notað er sem burðarbitar. KERTO LÍMTRÉ getur sparað verulega fjármuni í burðarvirki þar sem þaksperrur fara yfir 5 metra í lengd, þá er notað KERTO LÍMTRÉ í stað hefðbundinna þaksperra og losnað við burðarbita og súlur. Einnig er KERTO notað í milliveggjastoðir. KERTO LÍMTRÉ, eitt það besta í tré, til nýbygginga og viðhalds.
TM MOSFELL EHF • HOLTSBÚÐ 93 • SÍMI 566 6606 • FAX 566 6619 • MOSFELL@MOSFELL.IS • WWW.MOSFELL.IS
26 • Suðurland
Fallegt hótel, vönduð þjónusta Á Hótel Flúðum er einn besti veitingasalurinn á landinu Á Hótel Flúðum ráða þau ríkjum Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson. Hótelið, sem var tekið í notkun árið 2000, hefur upp á að bjóða fyrsta flokks aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur, herbergin eru flott og maturinn... frábær. Alls eru þrjátíu og tvö herbergi á hótelinu, öll með baðherbergi, sjónvarpi og síma og dyrum út í garð. Fundarsalurinn er byggður 2004 og er hótelið flokkað sem þriggja stjörnu hótel.
Margrét og Guðmundur hafa rekið hótelið frá 2003 og segir Margrét herbergjaálmurnar vera Skjólborgin gamla. “En þegar móttaka, veitingasalur og bar voru byggð, voru allar herbergjaálmurnar teknar í gegn,” segir Margrét. “Þær voru fyrir í Skjólborg sem Hótel Edda rak á sumrin. Auk þess notaði Eddan skólann á sumrin, sem og félagsheimilið – en það er ekki til staðar lengur.”
Mikil aukning á milli ára
Hótel Flúðir er heilsárshótel og leigir Icelandair nafnið. Inni í þessari leigu er bókunarmiðstöð og auglýsingar sem rekið er frá Reykjavík, er svokallað “franchise” hótel. Engu að síður er Hótel Flúðir sjálfstætt hótel fyrir gesti og gangandi. Margrét lætur vel af nýtingu hótelsins. “Hér hefur verið stöðug aukning í gegnum árin. Ein
og utan, sem og einstakt fuglalíf á sumrin. Við erum með hestaleigur og tvo golfvelli, annars vegar átján holu, hins vegar níu holu. Við erum með kaffihús þar sem er líka matur, öðru vísi en við, léttari og heimilislegri. Svo erum við hinn margfræga Útlaga, pöbb þar sem eigandinn er ákaflega duglegur að vera með lifandi tónlist. Við erum með byggðasafn, sundlaug, fína íþróttaaðstöðu – og síðan er hægt að heimsækja garðyrkjubændur og versla hjá þeim grænmeti.
Leyndar gersemar
ástæðan er sú að ferðasumarið að lengjast og aukningin hefur verið um 20 prósent á milli ára. Hér er ferðamannastraumur að aukast í uppsveitum Árnessýslu, auk þess sem Hótel Flúðir er að verða vinsæll staður fyrir fundahöld. Hingað kemur mikill fjöldi af fyrirtækjum til að halda fundi. Við erum með hótelstærð á salnum, sem þýðir að við tökum alla hótelgestina í sæti. Fundarsalurinn er mjög rúmgóður og útbúinn fullkomnustu tækjum. Hér er mjög fallegt og útsýnið frábært úr fundasalnum. Við erum eitt af fáum hótelum á landsbyggðinni sem er
með fagfólk í sal og eldhúsi. Það er mjög mikill kostur. Þar af leiðandi er þjónustan alveg hundrað prósent.
Fyrsta flokks matreiðslumeistari
Veitingasalurinn hjá okkur tekur um 70 manns í sæti. Hann er opinn fyrir gesti og gangandi auk þess að vera fyrir hótelgesti. Þar erum við með a la carte matseðil, þar sem er fjölbreytt úrval af réttum, þrír forréttir, fjórir aðalréttir og síðan eftirréttur. Þessum seðli er skipt út ársfjórðungslega og hann er stærri á sumrin.
Eins og gefur að skilja er allt grænmetið ferskt. Það kemur allt grænmetið og jarðarberin hérna frá svæðinu svo við notum aldrei frosið grænmeti. Það er önnur sérstaða okkar. Matreiðslumeistari hjá okkur er Björn Ingi Björnsson sem hefur ákaflega góðan orðstír og ég held að ég geti kinnroðalaust fullyrt að við séum með betri veitingastöðum á landinu og klárlega þann besta miðað við sambærileg hótel.” Þegar Margrét er spurð hvað ferðamenn séu að sækja á Flúðir, segir hún afþreyingarmöguleikana afar margbreytilega. “Við erum með frábærar gönguleiðir, bæði í byggð
Það má segja að Hrunamannahreppur sé ríkur bæði af menningu og sögu. Því er til dæmis haldið fram að hér sé að finna hverfingu, eða leynirými, sem er 5x5 metrar að stærð og talin vera í Skipholtskróki, á afrétti okkar skammt frá Kerlingafjöllum. Í þessari hvelfingu er sagt að sé gymduri heilagur kaleikur, eða Gral, sem tengist síðustu kvöldmáltíðinni. Hér á Flúðum er oftar en ekki margt um manninn, enda staðurinn víðfrægur fyrir sína miklu veðurblíðu og þá góðu aðstöðu sem ferðamönnum stendur til boða. Virk þátttaka þeirra gaerir okkur mögulegt að standa fyrir öflugu menningar- og skemmtistarfi að sumrinu – sem tekur mið af allri fjölskyldunni.” Og fyrir þá sem vilja njóta þessa frábæra hótels, er bent á að vefurinn er eilítið langsóttur. Það má finna á www.Icehotels.is
Ræktað allt Fjölbreyttir ferðamöguleikar árið á Flúðum Líf og fjör á Geysi
Það er ekki einungis hverasvæðið sem heillar á Geysissvæðinu. Ferðamöguleikar þar eru óteljandi. Frá hverasvæðinu eru margar gönguleiðir um Haukadalsskóg. Í skóginum er að finna grillhús og fjórhjólaleigu þar sem hægt er að fara í klukkustundar eða tveggja tíma ferðir upp í hlíðar Haukadalsheiði. Allar upplýsingar um gönguleiðir og fleira er að finna í móttökunni á Hótel Geysi. Þess má geta að búið er að leggja hjólastólastíga í Haukadalsskógi. Hverasvæðið stendur alltaf fyrir sínu. Þar gýs hverinn Strokkur á 5 til 10 mínútna fresti en Geysir sjálfur gýs þrisvar til fimm sinnum á sólarhing en ekki er vitað hvenær. Á Geysi er margmiðlunarsýning í Geysisstofu byggðasafni. Þar er hægt að upplifa Ísland í heild sinni, sögu lands og þjóðar. Níu holu krefjandi golfvöllur er nokkra metra frá hverasvæðinu
og hestaleiga er á Geysi þar sem boðið er upp á klukktíma ferðir og einnig lengri ferðir. Í hestaferðunum og fjóhjólaferðunum er hægt að upplifa hina fögru Jarlhettur sem eru ákaflega kraftmikill fjöll. Hótel Geysir er fyrsti íþróttaskóli landsins byggður 1927 en er nú rekin sem hótel og
veitingaþjónusta sem er opin allt árið. Mábil Másdóttir hótelstjóri segir að mikil áhersla sé lögð á ljúffengan mat og að upplagt sé að skreppa á Geysi nýta þar alla ferðamöguleikana og fá sér síðan að borða á hótelinu eða í söluskálanum. Tjaldstæði er inn á svæðinu og kostar 800 kr. fyrir fullorðna að tjalda á svæðinu en ókeypis er fyrir börn. Innifalið í verðinu er ferð í sundlaugina og heitu pottana. Sundlaugin er opin öllum og nú er unnið að endurbótum á henni. Mábil segir að mikið líf og fjör sé í hótelgarðinum á sumrin. Gjarnan er boðið upp á tapasrétti og tónlist. Hún segir að vinsælt sé að halda brúðkaup á Geysi. Ýmsar uppákomur er á Geysi. Til dæmis verður hin vinsæli Kvennaljómi haldin þann 31. maí 2008. Konur á öllum aldri koma saman og skemmta sér. Mábil segir að undanfarin ár hafi um þrjú til fimm hundruð konur alls staðar af landinu mætt og að rútur séu frá Reykjavík á Kvennaljómann. Boðið er upp á kampavín og smárétti um allt hús, listakonur eru með sýningar og einnig er sýnt allt það nýjasta í hártísku og förðun. Mábil segir að Geysir sé í raun hurðin að hálendinu. Það er síðasta stoppið í leið á hálendið. I móttökunni er hægt að fá upplýsingar og bóka ferðir uppá hálendið. Hægt er að fá upplýsingar um gönguleiðir í Kerlingafjöll og snjósleðaferðir upp á Langjökul og aðra ferðamöguleika á hálendinu.
Rétt fyrir utan Flúðir er starfrækt grænmetisræktun allt árið. Fyrirtækið heitir Gróður ehf. Og er staðsett á Hverarbakka 2 í Hrunamannahreppi. Þorleif-ur Jóhannesson er þar í forsvari og segir hann að ræktunin fari fram í 4 þúsund fermetra gróðurhúsum sem öll séu í lýsingu. Tómatar eru lýstir allt árið en á sumrin er ræktað auk tómata kínakál, blómkál, spergilkál, sellerí og rófur. Þorleifur segir það vissulega erfitt að rækta allt árið í rysjóttu veðri eins og á Íslandi. Sumarið í fyrra hafi að vísu verið mjög gott en tvö sumur þar á undan hafi verið erfið. Hann segir þó mjög gefandi að starfa við þetta. ,,Við værum ekki að þessu nema vegna þess að þetta er gaman og gefur eitthvað í aðra hönd,“ segir Þorleifur.
Útiræktunin er að hluta til í heitum görðum sem eru heitir af náttúrunnar hendi. Sölufélag garðyrkjumanna sér um alla dreifingu fyrir Gróður ehf og til að gefa einhverja vísbendingu um víðfemi starfseminnar eru framleiddir um 20 tonn á mánuði af venjulegum tómötum. Einnig eru ræktarðir kirsuberjatómatar. Þorleifur segir að útiræktunin sé mjjög mannfrek og að á veturna starfi um 6 manns en allt upp í um 14 á sumrin. ,, Það er yndislegt að vera út í náttúrunni og rækta grænmeti. Og við erum ekki að bjóða upp á neitt slor því íslenska grænmetið er mjög hollt og gott. Fullt af vítamínum. Ástæðan fyrir því að íslenska grænmetið er svona gott og kraftmikið er hið góða vatn og heilnæma loft. Einng verður það kraftmeira og betra vegna þess að ræktunin er svo hæg,“ segir Þorleifur.
Suðurrland • 27
Þjónandi forysta – Syngjandi kirkja
Sumarstarfið í Skálholti einkennist af námskeiðum og ráðstefnum en þar er þó alltaf nóg pláss fyrir gesti og gangandi og kirkjan alltaf opin!
Það er alltaf mikið um að vera í Skálholti á sumrin og varla hægt að hafa tölu á öllum þeim ferðamönnum sem þangað sækja, bæði innlendum og erlendum. Og sumarið er vissulega komið þar eins og annarsstaðar í ferðaþjónustunni en hófst þó með öðrum hætti en gengur og gerist. Það má segja að það hafi gerst um síðustu mánaðamót“ segir Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla, „og afmarkast af því að hingað kom hópur nemenda, frá Meredith College í North Carolina í Bandaríkjunum; fjórtán nemendur, auk tveggja kennara, sem dvelja hér í heilan mánuð. Þau fá sína kennslu í miðaldasögu Íslands og skrifa lokaritgerð sína um hana, en hún jafngildir BA-ritgerð hjá okkur. Þau fengu það verkefni að skrifa eitthvað um miðaldasögu Evrópu og völdu Ísland. Þetta fer mjög vel af stað, en þeim er að hluta til kennt í gegnum netið frá Bandaríkjunum. Svo halda þessir tveir kennarar sem eru með þeim kennslustundir hér. Þar að auki höfum við fengið nokkra íslenska kennara til að hitta þau.
„Þetta er ákveðin aðferðafræði við að stjórna fyrirtæki og skilgreinir meðal annars samband yfirmanns við starfsmenn. Þjónandi forysta er meira en ný kenning í stjórnun, heldur má segja að hún verði lífsstíll og lífssýn stjórnenda og starfsfólks. Vöxtur og hagur fyrirtækjanna hvílir á því að þjónandi stjórnun sé veruleiki daglegs starfs þar sem þörfum viðskiptavina og starfsfólks er mætt af skilningi og einlægum áhuga.“
Sumartónleikar í Skálholti og Skálholtshátíð
Sumartónleikarnir í Skálholti setja svip sinn á sumarstarfið eins og endranær en í ár er tónleikaröðin haldin í þrítugasta og fjórða sinn. Kristinn segir sumartónleikana í Skálholti sjálfseignarstofnun. Þeir hafa hér aðstöðu og aðgang og góða samvinnu við staðinn. Tónleikahaldið byrjar fyrstu helgina í júlí og stendur
Samband yfirmanns við starfsmenn
Næsta stóra verkefni sem er á döfinni í Skálholtsskóla er stór dagsráðstefna sem verður haldin þann 20. Júní, um þjónandi stjórnun (Servant Leadership). „Það er áhugahópur um þjónandi stjórnun sem stendur fyrir ráðstefnunni, segir Kristinn. „Í þeim hópi eru séra Auður Eir, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Sigrún Gunnarsdóttir á skrifstofu forstjóra Landspítalans og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, auk mín. Þetta er dagskrá sem byrjar í hádeginu þann 20. júní og stendur fram yfir kvöldmat. Hingað koma þrír gestafyrirlesarar frá Bandaríkjunum sem munu fjalla um efnið en þessi dagskrá er einkum ætluð stjórnendum á heilbrigðissviði, opinberra stofnana, sveitarfélaga og kirkjunnar. Við búumst við um eitt hundrað og fimmtíu manns á þessa ráðstefnu.“ En hvað er þjónandi stjórnun?
Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla. Mynd Ingó fram til 10. ágúst. Dagskráin er mjög fjölbreytt í sumar, meðal annars barroktónlist og blásaratónlist frá Bæheimi og Vínarborg, Öld úr sögu bassafiðlunnar, Náttsöngvar og tónlist úr Þorlákstíðum. Síðan verða hér tvennir tónleikar sem bera yfirskriftina Öfganna á milli þar sem Kolbeinn Bjarnason flautuleikari spilar meðal annars ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur sellóleikara. Fyrri tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 17. júlí og
framhaldstónleikarnir laugardaginn 19. júlí. Á meðan á sumartónleikunum stendur er boðið upp á ferna tónleika um hverja helgi, frá fimmtudegi fram á sunnudag, auk guðsþjónustu og fyrirlestra. Sjá nánar á vefsvæðinu www.sumartonleikar.is. Skálholtshátíð er haldin á Þorláksmessu að sumri, helgina 19. til 20. júlí. Þá verður til dæmis gengin pílagrímaganga frá Þingvöllum til Skálholts. Hún hefst á laugardagsmorgni , gist er á Laugarvatni og gengið til Skálholts á sunnudagsmorgni, þar sem áætlað er að fólkið komi í hátíðarmessuna klukkan 14.00. Á laugardag kl. 18.00 verður fluttur Vesper úr Þorlákstíðum og það er Voces Thules sem flytur. Á sunnudeginum er, sem fyrr segir, hátíðarguðsþjónusta klukkan 14.00 og síðan flytur Már Jónsson sagnfræðingur erindi í tilefni af útkomu nýrrar bókar um dóma Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups, sem Háskólaútgáfan gefur út með styrk úr Þorlákssjóði.
Námskeið í kórstjórnun og orgelleik Í
ágúst
verður
síðan
mikið
námskeiðahald á staðnum frá 14. til 21. ágúst. Námskeiðið ber yfirskriftina Syngjandi kirkja á ári sálmsins 2008 . Það er söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem stendur fyrir þremur námskeiðum í Skálholti að þessu sinni. Í fyrsta lagi námskeið fyrir barnakórstjóra sem Jón Stefánsson og Þórunn Björnsdóttir sjá um, organistnámskeið sem Hörður Áskelsson og Mattias Wager, organist dómkirkjunnar í Stokkhólmi hafa umsjón með og í þriðja lagi kórstjórnarkennsla sem Hörður stjórnar sjálfur. Guðsþjónustan 17. ágúst er hugsuð sem afrakstur barnakórstjóra námskeiðsins og markar þá upphaf hinna námskeiðanna. Þarna hittast því allir sem að taka þátt í námskeiðunum “Syngjandi kirkja” í Skálholti og víst að þennan dag verður heilmikil sönggleði í guðsþjónustunni.
Veitingar og gisting
En þótt mikið verði um dýrðir í leik og starfi í Skálholtsskóla sjálfum er staðurinn enn sem fyrr opinn gestum og gangandi. Hér er opin kaffi- og matsala. Við opnum yfirleitt klukkan níu á morgnana og það er opið til átta
á kvöldin. Við erum með fast hlaðborð í hádeginu, súpu og salat og síðan er matseðill hjá okkur á kvöldin. Hann er þó yfirleitt tengdur hlaðborðum því hér eru oftast einhverjir gestir í fæði og húsnæði. Kirkjan er opin allan sólarhringinn allt sumarið og hér rétt fyrir sunnan kirkjuna er hægt að skoða fornminjarnar. Í Skálholti er hægt að fá gistingu, annars vegar í skólanum sjálfum, í herbergjum með salerni og sturtu, hins vegar svefnpokagistingu í svokölluðum sumarbúðum, bæði í skála og í þremur sumarhúsum, en í hverju sumarhúsi eru tvö tveggja manna herbergi; skálinn tekur um tuttugu manns. Tjaldstæðum er hins vegar ekki til að dreifa í Skálholti sem kemur ekki að sök vegna þess að inni í Laugarási er mjög gott tjaldstæði með afar góðri aðstöðu. En hvernig sýnist Kristni sumarið líta út með tilliti til ferðamanna? „Það lítur mjög vel út. Hingað koma fjölmargir hópar, bæði kirkjutengdir hópar og almennir ferðahópar sem dvelja hér og fara dagsferðir héðan. Það er mjög mikið bókað hjá okkur í sumar og ljóst að miklar annir eru framundan.”
28 • Suðurland
Margbrotið landslag og góðar reiðleiðir Í Syðra Langholti hefur verið starfrækt hestaleiga og gistiheimili í um 20 ár. ,,Ég hanna hestaferðir eftir þörfum hvers og eins,” segir Sigmundur Jóhannesson sem rekur hestaleiguna á Syðra Langholti. ,,Sumir vilja fara í klukkustundar ferð, aðrir vilja vera í heila viku. Auðvitað leiðbeinum við fólki og bendum á ýmsa möguleika. Af nægu er að taka. Það eru ótal möguleikar og nokkrar leiðir um að velja,” segir hann. Reiðleiðir frá Syðra Langholti eru mjög góðar og vinsælt er að fara ríðandi inn í Hrunamannaafrétt eða Þjóðsárdalinn og inn í Landmannahelli. Sigmundur segir að raun geti fólk valið að fara hvert sem er um Suðurland og einnig er algengt að fólki óski eftir að fara norður Kjöl. Hann segir að í þessum ferðum upplifi menn fjölbreytt landsslag og margbreytileika náttúrunnar. Þegar um klukkustundar ferðir er að ræða er algengt að riðið sé meðfram Stóru Laxá og upp á Langholtsfjall þar sem útsýnið er gott. Dagstúr er um 5 klukkustundir og þá er gjarnan farið Stóru Laxársbakka í Skálholt. Þá eru stundum riðið að Hreppshólahnjúkum þar sem getur að líta mjög fagurt stuðlaberg. Syðra Langholt er um 10 km suðvestur af Flúðum og stendur við Stóru Laxá. Þar hefur verið starfrækt hestaleiga og gistiheimili og um það bil 20 ár. Sigmundur segir það í raun einstaka heppni að í öll þessi ár hafi starfsemi gengið framar vonum og
nánast stórslysalaust. Syðra Langholt er opið á sumrin en ekki á veturna. Í Syðra Langholti er mikið úrval hesta og eru þeir valdir eftir getu hvers reiðmanns. Einnig eru dæmi um að fólki komi með sína eigin hesta í ferðirnar. Sigmundur bendir á að ekki sé einungis hægt að fara í hestaferðir frá Syðra Langholti heldur sé einnig fjölda gönguleiða frá staðnum sem gaman sé að fara. Þá sé golfvöllur skammt frá staðnum. Gistiheimilið að Syðra Langholti hefur getið sér gott orð fyrir þægindi og gott viðmót þeirra er þar starfa. Heiti potturinn sé mjög vinsæll og gott að skella sér í hann eftir góðan reiðtúr eða göngutúr um svæðið. Einnig er tjaldstæði á staðnum.
Þegar farið er í lengri ferðir til dæmis í vikutúr þá kostar það um 15 til 20 þúsund krónur á dag og þá er allt innifalið. Sigmundur segir að þeir bjóði upp á veislumat á hverjum degi í þessum túrum. Oft sé glatt á hjalla með kvöldvökum og söng. Ef fólk velur að fara einn klukkutíma í reiðtúr kostar það um 3 þúsund krónur með leiðsögumanni. Ferðirnar eru bæði fyrir hópa og einstaklinga Sigmundur segir að bæði innlend og útlend fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum hestaferðir af öllum stærðum og gerðum. Sigmundur segir að sér finnist alltaf jafn gaman að starfa við þetta og segir ánægjulegt hve mikill og sívaxandi áhugi sé meðal Íslendinga sé á hestaferðum.
Golf í fallegu umhverfi Golfvöllur Ásatúns rétt við Flúðir er í dalverpi í Langholtsfjalli. Völlurinn er 9 holu. ,,Völlurinn er rómaður fyrir góða umhirðu og hér er mikil veðursæld. Aðstaðan er eins og best verður á kosið“ segir Guðbjörg Jóhannsdóttir ferðaþjónustubóndi og umsjónarmaður vallarins. ,,Frá vellinum er mjög gott
Fögur fjallasýn Hlýlegt og fallegt og mikil gistiheimili víðátta Fögur fjallasýn og mikil víðátta
Á bænum Búðarhóli í austur Landeyjum er rekin bændagisting allt árið. Þar er gisting fyrir 10 manns. Í boði eru uppábúin rúm eða svefnpokapláss. Morgunmatur er einnig í boði ef óskað er. Uppábúin rúm með morgunmat kostar 4.400 kr. á mann en svefnpokapláss 2.200 kr. en inn í því verði er ekki morgunmatur. Elduraðstaða er fyrir hendi. Búðarhóll er 23 km. frá Hvolsvelli í austur átt og um 4 km. frá flugvellinum á Bakka. Á Búðarhóli er fögur fjallasýn og mikil víðátta. Vestmanneyjar sjást í suðri og Hekla í norðri. Einnig sjást Tindfjöllin og Eyjafjallajökul. Í góður skyggni sést austur í Dyrhólaey. Haraldur Konráðsson bóndi á Búðarhóli segir það kjörið fyrir ferðmenn sem eru að ferðast til og frá Vestmanneyjum að gista
á Búðarhóli. Hann segir einnig upplagt fyrir þá sem vilja skreppa í Þórsmörk, skoða Seljalandsfoss eða fara að Skógum að nýta sér þjónustuna á bænum. Haraldur segir algengt að fólk sem sé á leið á hálendið t.d. í Emstrur eða Landmannalaugar gisti á Búðarhóli. Golfvöllur er á Strönd á Rangárvöllum og er hann í um 30 km. frá Búðarhóli. Á Búðarhóli er hægt að kaupa veiðileyfi. Hægt er að fara í silungsveiði eða í sjóbirting á haustin. Veiðin er í læk sem heitir Álar og er í landi Búðarhóls. Á Búðarhóli er kúabú og eru um 50 kýr á bænum. Haraldur bóndi hefur verið með búskap þarna frá árinu 1984 ásamt konu sinni Helgu Bergsdóttur. Haraldur segir að búskapurinn hafi gengið vel enda séu Landeyjarnar eitt blómlegasta landbúnaðarsvæði á Íslandi.
Gistiheimilið Grund á Flúðum var formlega opnað í Júní 2007. Þar eru fimm tveggja manna herbergi sem öll eru með handlaug og tveimur sloppum. Tvær sturtur og salerni eru sameiginleg fyrir gesti, auk setustofu. Í hádeginu alla virka daga er boðið upp á heimilismat og þar fyrir utan matseðil til klukkan 22.00 alla daga. Einnig er þar boðið upp á boltann í beinni, ásamt fleiri íþróttaviðburðum. Á Grund ráða ríkjum þau Kristinn og Dagný sem keyptu húsið 2002 og fluttust á Flúðir það sama ár. En hvað kom til að fullorðið fólk af höfuðborgarsvæðinu fór að ráðast í að reka gistiheimili á Flúðum? “Þetta var þannig að þegar dóttir okkar keypti jörði í Hrunamannahreppi 2001 fórum við að keyra hér í gegn,” segir Dagný. “Við höfðum aldrei keyrt í gegnum Flúðir til að stoppa fram að þessu en nú fórum við oft að stoppa í versluninni Grund vegna þess að það vantaði alltaf eitthvað í sveitina. Þegar maður fór að
stoppa þar og fá sér kaffisopa með köllunum úr sveitinni og spjalla um daginn og veginn, fundum við allt í einu samfélag sem við óskuðum eftir að verða hluti af – en var útdautt í Reykjavík, þar sem þú heilsar varla nokkrum manni nema þú búir í blokk. Við fórum að tala um að það gæti verið gaman að flytja upp í sveit. Þegar við sáum þetta nokkuð stóra hús svo auglýst, vorum við sammála um að hér gæti verið gaman að setja upp gistiheimili og kaffihús. Þar með fór boltinn að rúlla. Hér er yndislegt fólk upp til hópa og hefur tekið okkur svo vel að það er með eindæmum. Þetta er æðislegur staður. Eldra fólk hér er ekki eins afskipt og eldra fólk í Reykjavík. Þetta er dásamlegur staður fyrir börn. Við erum með læknisþjónustu í Laugarási og þar eru bestu læknar landsins og heilbrigðistþjónustan hvergi betri. Ekki er svo veðurfarið til að skemma það. „Veðrið hér er
útsýni inn á Kjöl, til Heklu og Eyjafjalla og niður á Skeið þannig að hér er svo sannarlega hægt að njóta þess að skoða sig um ásamt því að stunda golfið.“ Golfvöllurinn er opin frá klukkan 8 að morgni og til kl. 22 að kvöldi. Veitingaskáli er á staðnum með léttum veitingum. Mánudaga til fimmtudaga er hann opinn frá kl. 16 til 20 en föstudaga til sunnudaga frá 9 til 21.
alveg einstakt. Ég held að það sé eitthvert meginlandsloftslag hér á Flúðum. Það getur verið rigning um allt land en þegar þú kemur að Flúðum er sól. Við erum svo langt inni í landinu að veðrið nær ekki til okkar. Svo er heilmikið menningarlíf hér, heilmikið tónlistarlíf, og frábær karlakór. Svo er grunnskóli fyrir um tvö hundruð börn. Ég get ráðlagt hverjum sem er að flytja ihingað. Enda veit ég um fullt af fólki sem er að velta því fyrir mér. Eitt af því sem gerir samfélagið skemmtilegt er að blöðin eru ekki borin út til okkar. Það fara allir í búðina til að sækja blöðin sín. Ég er alsæl hérna. Það var rífandi mikið að gera í fyrrasumar, en rólegra yfir vetrartímann, en þá höfum við verið með kostgangara, iðnaðarmenn og aðra.” Þegar Dagný er spurð hvernig útlitið sé fyrir sumarið, er hún fljót að svara: “Mjög gott.”
Rómantískt sveitahótel
Suðurrland • 29
Á Hótel Heklu er boðið upp á víðáttu og fjallasýn, kyrrð og dekur Hótel Hekla, sem óhætt er að segja að sé lúxus sveitahótel, er staðsett á Skeiðunum, mitt á milli Selfoss og Flúða, eða nákvæmlega tuttugu og fimm kílómetra frá hvorum stað og í 70 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. „Þetta er hótel með mikinn metnað,“ segir hótelstýran, Sigrún Hauksdóttir. „Við leggjum mikið upp úr þægindum, góðum mat og rómantísku umhverfi og okkur finnst mikilvægt að hlúa vel að gestunum okkar.“ Þegar Sigrún er spurð hvernig Hótel Hekla er flokkuð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, segir hún: „Við höfum ekki farið út í alþjóðlega stjörnuúttekt, sem mér finnst mikið aukaatriði, en við myndum flokkast einhvers staðar á milli þess að vera þriggja til fjögurra stjörnu hótel. Við erum sveitahótel, aðili að Ferðaþjónustu bænda; rómantískt sveitahótel með þægindum og dekri enda erum við í miðju landbúnaðarhéraði, með öllum þeim dásamlegu ilmum sem því fylgir. Núna snemmsumars hefur ilmur af húsdýraáburði verið ríkjandi og þá er stutt í ilminn af nýslegnu heyi.“
Fyrsta flokks fundaaðstaða
Það er óhætt að segja að náttúrufegurðin blasi alls staðar við á Hótel Heklu. Fjallahringurinn umvefur sveitina og skýlir henni fyrir veðrum og vindum. Þau eru nógu nærri til að hægt sé að slaka á við gluggana, virðandi fyrir sér litbrigðin og leikfléttur ljóss og skugga, en þó nógu langt í burtu til upplifa víðáttuna. Það er hátt til lofts og vítt til veggja í þessum fjallasal. „Já,“ segir Sigrún. „Víðáttan hér hjá okkur er yndisleg og veðursæld mikil. Enda erum við að fá sama fólkið hingað aftur og aftur. Við erum komin með stóran og góðan hóp af traustum
viðskiptavinum sem bæði sækja í fundaaðstöðuna hér, sem og matinn og kyrrðina.“ Á Hótel Heklu er fyrsta flokks fundaog ráðstefnuaðstaða og mikið um að fyrirtækin af höfuðborgarsvæðinu og víðar skreppi þangað og haldi vinnufundi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. „Það næst svo góð samheldni og afköstin verða svo góð þegar ekkert er til að trufla,“ segir Sigrún. „Fundaaðstaðan er í sérbyggingu sem er tengd við hótelið. Hún er búin öllum þeim tækjum og tólum sem til þarf; skjávörpum, flettitöflum og þráðlausu neti og það er reyndar þráðlaus nettenging í öllu hótelinu. Svo eru hérna algerir listakokkar – sem eiga sinn þátt í að menn kjósa að halda hér vinnufundi aftur og aftur.“
Villibráð úr túninu
Veislusalurinn á Hótel Heklu rúmar 120 manns og það er óhætt að segja að kokkarnir á hótelinu hafi farið sínar eigin leiðir í eldamennskunni enda hæg heimatökin, þar sem nánast allt sem hægt er að rækta á Íslandi er við hendina, hvort sem er í hefðbundnum landbúnaði eða garðyrkju. „Við notum mikið það sem sveitin býður upp á og höfum fundið nýjar og spennandi leiðir til að vinna með hinar ýmsu afurðir,“ segir Sigrún. „Við höfum, til dæmis, verið að gera kökur úr brodd í staðinn fyrir skyri og rjóma. Við notum skyrið í Creme Brulée og höfum gert það í mörg ár. Síðan bjóðum við mikið upp á villibráð allan ársins hring. Hún er veidd á túnunum í kringum okkur. Og talandi um villibráð, þá er orðin föst hefð hjá okkur á haustin, frá miðjum október fram í desember,að keyra í villibráð sem nýtur svo mikilla vinsælda að þegar fólk stendur upp frá borðunum, bókar það sig aftur í villibráð að ári. Við erum ekki með hlaðborð, heldur diskaþjónustu. Þú færð hvern rétt fyrir sig á borðið en þarft ekki að standa í biðröð. Við
leggjum bara hvert listaverkið á fætur öðru fyrir framan þig.“ Auk villibráðarinnar er boðið upp á ótal spennandi rétti úr fiski og auðvitað er íslenska fjallalambið alltaf á boðstólum. Eftir matinn er síðan hægt að láta fara vel um sig við arineld í koníaksstofunni.
Hér blómstrar allt
Hvað gistingu varðar þá eru 36 tveggja manna herbergi, með baði og sjónvarpi hótelinu – „en þau eru ekki með síma og verða aldrei með síma,“ segir Sigrún og bætir við: „Það er alveg klárt. Það er of mikið ónæði af þeim. Fólk á að koma í sveitina til að slaka á og helst að slökkva á farsímunum sínum. Hótelið er byggt á árunum 1997
Mjög skjólgott tjaldsvæði Gott fjölskyldutjaldstæði er að Laugalandi í Rangárvallasýslu. Laugaland er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá Vegamótum upp Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtalækjarskógi.
Á tjaldstæðinu er mjög góð aðstaða fyrir börn og unglinga. Tveir sparkvellir eru á staðnum, einn gervigrasvöllur og einn malarvöllur. Á leiksvæðinu eru ný leiktæki. Sundlaug með heitum pottum, rennibraut og gufu er á staðnum. Á tjaldstæðinu eru útigrill, salerni, rotþró fyrir ferðaklósett og rafmagn. Það er því kjörið að koma á staðinn með hjólhýsi eða fellihýsi. Rán Jósepsdóttir og Engilbert Olgeirsson , eru rekstraraðilar tjaldsvæðisins, þau segja mjög
algengt að haldin séu ættarmót á tjaldstæðinu. Hægt sé að leigja íþróttahúsið á staðnum ef menn vilji. Frá Laugalandi er stutt á golfvöllinn á Strönd eða um 20 km. Rán segir að vinsælt sé að skoða hellana sem eru að Hellum í Landsveit en þar er stærsti manngerði hellir á Íslandi. Rúmlega tíu mínútna akstur er að hellunum. Kirkjujörðin Marteinstunga er í göngufæri frá Laugalandi. Þá er stutt á Leirubakka í Landsveit þar sem Heklusetur er, en það er fallegt safn um Heklu. Hella er um 14 km. frá Laugalandi og því stutt í alla þjónustu sem þar er veitt. Á Hellu er m.a. handverkshús þar sem hægt er að kaupa ýmis konar hannyrðir. Verslun og bensínsala er
á Landvegamótum í 6 km fjarlægð frá Laugalandi. Sími tjaldvarðar er 895-6543 og netfangið ran@ laugaland.is
Auk villibráðarinnar er boðið upp á ótal spennandi rétti úr fiski og auðvitað er íslenska fjallalambið alltaf á boðstólum. Eftir matinn er síðan hægt að láta fara vel um sig við arineld í koníaksstofunni.
til 2000 og hét fyrst Brjánsstaðir. Sigrún keypti síðan hótelið, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þorsteini Hjartarsyni, árið 2003 og breyttu þau þá nafni þess í Hótel Heklu. Hún segir nýtinguna er mjög góða. „Við erum sem betur fer vel yfir meðallagi allan ársins hring en ég loka yfir jólin. Þá sinni ég börnunum mínum. Einhvern tímann þarf jú að gera það, enda börnin alls fimm, það elsta tuttugu og fimm ára og það yngsta eins og hálfs árs... Þegar blaðamaður hikstar á þessum eins og hálfs árs, segir þessi kjarnorkukona: Já, ég réðist í þetta á gamalsaldri. Sveitin hefur þessi áhrif; hér blómstrar allt. Frekari upplýsingar um hótelið má nálgast á www.hotelhekla.is.
30 • Suðurland
Við góðar aðstæður er hægt að komast á öllum bílum til Kerlingafjalla. Áætlunarbílar ganga frá Reykjavík og Akureyri yfir Kjöl um sumartímann og er lagt af stað að morgni frá báðum stöðum. Það tekur um þrjár til fjórar klukkustundir að aka frá Reykjavík eða Akureyri.
Kerlingafjöll eru einstök náttúruperla
Kerlingafjöll eru ein af náttúruperlum landsins. Þar fara saman stórkostlegt landslag og ótrúleg litadýrð. Fagrir dagar í Kerlingafjöllum gleymast seint.
Í Kerlingafjöllum var um árabil rekinn skíðaskóli en frá árinu 2000 hefur verið einblínt á almenna þjónustu við ferðamenn. Fyrirtækið Fannborg rekur aðstöðuna í Kerlingafjöllum og er Páll Gíslason framkvæmdastjóri Fannborgar. Í Kerlingafjöllum er opið frá 10. júni til 10. september. Einnig er opið á veturna í tengslum við vélsleðamót og aðra viðburði. Páll segir að undanfarin ár hafi verið unnið að því að bæta aðstöðuna á svæðinu meðal annars með því að fjölga tveggja manna herbergjum í húsunum sem þarna eru og geta þannig þjónað þeim sem vilja vera út af fyrir sig. Tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum kostar
4.800 kr. á mann en svefnpokapláss kostar 2.800 krónur á mann. Í sumum húsanna er eldunaraðstaða. Auk þess er þarna ágætt tjaldstæði og eru hjólhýsaeigendur velkomnir. Á staðnum er eldsneytissala. Heitir pottar eru á staðnum og hægt er að kaupa veitingar í aðalskála. Lögð er áhersla á einfaldan og kjarngóðan matseðil þar sem meðal annars er boðið upp brauð bakað á jarðhitasvæðinu. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólin og rólur. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum. Við góðar aðstæður er hægt að komast á öllum bílum til Kerlingafjalla. Áætlunarbílar ganga frá Reykjavík og Akureyri yfir Kjöl um sumartímann og er lagt af stað að morgni frá báðum stöðum. Það tekur um þrjár til fjórar klukkustundir að aka frá Reykjavík eða Akureyri. Í Kerlingafjöllum eru bæði merktar
og ómerktar gönguleiðir. Hægt er að fá gönguleiðakort á svæðinu. Páll segir að í Kerlingafjöllum sé hægt að ganga heilu og hálfu dagana og að fólk geti ávallt séð eitthvað nýtt og fagurt. Mjög fallegt sé að ganga upp á fjallið Snækoll því þaðan sé mjög mikið útsýni. Þaðan sé hægt að sjá stóran hluta landsins og allt til sjávar bæði sunnan- og norðanlands. Gangan upp á Snækoll tekur um einn til einn og hálfan tíma. Kerlingin í Kerlingafjöllum var samkvæmt gamalli þjóðtrú tröllkonuættar. Fjöllin draga nafn sitt af um 25 metra háum drang úr móbergi sem stendur upp af ljósri líparítskriðu sunnan í Kerlingartindi í vestanverðum fjöllunum. Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að þar sé komin tröllkerling sem dagaði uppi og varð að steini. Þjóðsögur benda til þess að Kerlingafjöll hafi fyrrum verið griðarstaður útilegumanna og trölla.
Hættulegt P I PAR
•
SÍA
•
81224
Ónýtar raf hlöður skaða náttúruna Komdu ónýtum rafhlöðum í réttar hendur og leggðu þitt af mörkum til náttúruverndar. Í rafhlöðum eru spilliefni sem geta líka verið hættuleg heilsu okkar. Þú getur farið með ónýtar rafhlöður á bensínstöðvar og gámastöðvar sveitarfélaga. Safnaðu ónýtum rafhlöðum í sérstaka kassa sem þú getur fengið á gámastöðvum.
Spillum ekki framtíðinni
Við sækjum!
S. 520 2220
www.efnamottakan.is
32 • Suðurland
Ævintýraferðir fyrir fjölskylduna Kálfholt er vel í sveit sett í Ásahreppi, á bökkum Þjórsár. Þar búa þrjár kynslóðir. – Þau leggja mikið uppúr því að að fjölskyldan öll geti tekið þátt í því sem fram fer. Á móti mér tekur Eyrún Jónasdóttir sem ætlar að leiða mig í sannleikan um starfsemina. Hún segir ásókn fjölskyldufólks í hestaferðir sé alltaf að aukast. Eftir því sem umferðin og skarkalinn í þéttbýlinu vex hefur ásóknin vaxið en fjölskyldurnar leita eftir því að komast í ferðir þar sem börn eru líka velkomin. Frá Kálfholti eru skipulagðar fjölmargar ferðir fyrir ýmsa hópa en yfirleitt er það haft að leiðarljósi að öll fjölskyldan geti notið ferðarinnar saman. Eftirtaldar ferðir verða farnar
sumarið 2008, nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.kalfholt.is : Fjölskylduferð Júní: 18.-19. / 24 - 25. Ágúst: 13.- 14. Tveggja daga ferð í byggð fyrir börn 6-12 ára og foreldra. Traustir hestar og frábærar reiðleiðir utan umferðar. Ævintýraferð Júlí: 15.-16. / 22.- 23. Tveggja daga hálendisferð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 14 ára sem hafa nokkra reynslu af hestamennsku. Valkyrjuferð Júlí: 18.- 20. / 25. - 27. Fyrir konur er vilja upplifa skemmtilega helgi á fjöllum.
Landsmót 2008 Einnig munum við skipuleggja sérstaka útreiðartúra í tengslum við Landsmót hestamanna 2008, bæði stutta útreiðartúra fyrir börn sem og fullorðna. Einnig verður farin sérstök þriggja daga Landsmótsferð dagana 7. - 9. júlí.
markvisst kringum 1985, þegar þau fengu til sín stóðhestinn Byr frá Jóni í Skollagróf. Nánari upplýsingar varðandi hrossaræktina er að finna
á slóðinni http://www.kalfholt.is/ Default.asp?Page=255
Töltferð Júlí: 10. - 12. Þriggja daga helgarferð um Holtamannaafrétt. Þægileg tveggja hesta reið í frábæru umhverfi. Vekringaferð Ágúst: 6. - 10. Fimm daga hálendisferð fyrir vana knapa. Fyrir utan hestaferðirnar er stunduð hrossarækt í Kálfholti, en hún hófst
Óbyggðaferðir
Gisti og ferðaþjónusta Óbyggðaferðir bjóða upp á fjölbreyttar skoðunarferðir á götuskráðum fjórhjólum.
Að sögn þeirra Óbyggðaferðamanna þakka þeir ekki síst staðsetningu fyrirtækisins í Hólaskógi rétt ofan Þjórsárdals í Skeiða og Gnúpverjahreppi hversu ferðamöguleikar eru margir og fjölbreyttir enda Hekla, Háifoss, Gjáin, Stöng, Laxárgljúfur, Landmannalaugar og margir aðrir áhugaverðir áfangastaðir í næsta nágrenni. Hólaskógur hefur til margra ára verið vinsæll áfangastaður hestamanna á ferðum
þeirra um hálendið enda aðstaða fyrir þá hin besta á svæðinu. Skálinn er stórglæsilegur. Hann er tvær hæðir, vel búinn þægindum svo sem sturtum og tveimur góðum eldhúsum. Gistirými er fyrir 85 manns. Síðastliðinn vetur var bætt við glæsilegu sánahúsi rétt við skálann. Ættu allir að geta látið ferðaþreytuna líða úr sér þar við lok dags. Rétt er að geta þess að Óbyggðaferðir hafa einnig rekstur Þjórsárdalslaugar á sinn könnu í sumar. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.obyggdaferdir.is eða í síma 661-2503 / 661-2504.
Unnar Garðarsson Elínborg, Evelyn og Helgi Sigurðsson eigendur óbyggðaferða.
Suðurrland • 33
Notalegt andrúmsloft þar sem hver gestur er einstakur Hestheimar er rótgróið fyrirtæki í ferðaþjónustu með áherslu á hestasýningar og hestaferðir. Í Hestheimum finnur þú einnig hestasölu, hestakaup, hestaræktun, hestaleigu, gistingu, veitingar og margt fleira. Verið velkomin! Á Hestheimum búa Lea Helga Ólafsdóttir og Marteinn Hjaltested, ásamt börnunum þremur: Ísak Frey, Sunnevu Eik og Hákoni Snæ. Einnig er fjöldi hrossa, kindur, lömb, kisa, kanína og 2 hundar.
Boðið er upp á :
- Hestaleigu frá einni klukkustund upp í dagsferðir; skemmtilegar leiðir þar sem náttúrufegurðin nýtur sín Lengri og styttri hestaferðir þar sem allur nauðsynlegur búnaður er innifalinn Gistingu í notalegu Gestahúsi með heitum potti, svo og á vinalegu svefnlofti yfir hlöðunni - Veitingar fyrir smærri og stærri hópa, heimilislegur sveitamatur þar sem allt brauð og kökur er heimabakað og gómsætt Hestasýningar, þar sem farið er yfir sögu og kosti íslenska hestins. Hægt er að fá mat eða kaffiveitingar um leið, ef óskað er. Hestasölu, þar sem boðið er upp á úrval söluhrossa við allra hæfi -
Helgarreiðnámskeið fyrir
fullorðna, erum með 10 af bestu reiðkennurum landsins á skrá. Alls konar dekur í boði, s.s. nudd, jógakennsla, lifandi tónlist o.fl.
ágúst 2008. Aðeins 20 börn komast að. Gisting, fæði, reiðkennsla, útreiðartúrar og afþreying innifalið í verði.
veitingaaðstöðunni sem tengd er reiðhöllinni, fá lifandi tónlist, og taka svo sporið eftir matinn ! Línudanskennsla einnig í boði.
Reiðnámskeið fyrir 8-12 ára börn, 11-15. ágúst og 18.-22.
Hvata- og óvissuferðir fyrir fyrirtæki. Hægt er að snæða í
Notalegt andrúmsloft þar sem hver gestur er einstakur
Galtalækur 2
Útivera með fjölskyldunni í námunda við Heklu Fyrir þá sem vilja komast í frið og ró út á landsbyggðina og vilja vera laus við ysið og lætin í fjölmenninu er upplagt að gera sér ferð í Galtalæk 2 sem er í Landsveit í Rangárvallasýslu. Þar eru hjónin Sigurbjörg Elimarsdóttir og Sveinn Sigurjónsson að byggja upp ferðamannastarfsemi með gistrými í smáhýsum og tjaldsvæði og ekki er verra að vera með veiðistöngina í skottinu þar sem er hægt að veiða í nokkurra metra fjarlægð. Auk þess að bjóða upp á veiði bjóða Sigurbjörn og Sveinn upp á skoðunarferðir í ósnortna náttúruna þar sem margt fallegt og merkilegt er að sjá. Veiðin er sótt í fallegt lítið vatn sem heitir Tangavatn og er fiski sleppt í vatnið, en fiskeldisstöð er í Galtalæk 2, en vatnið er auk þess sjálfbært. Það er því tilvalið að fara með smáfólkið og freista þess að veiða á grillið eða bara njóta náttúrufegurðarinnar.
Kærleikur, kraftur og kyrrð
Að sögn Sigurbjargar er kjörorð þeirra Kærleikur, kraftur, kyrrð: “Það eru ekki nema tvö ár síðan við byrjuðum að byggja upp starfsemina hér í
Galtalækur 2 í Landssveit. Galtalæk 2 og erum við smám saman að auka við starfsemina. Við erum með þrjú smáhýsi sem við leigjum út, smáhýsi sem hafa notið vinsælda og svo eru við með gott tjaldsvæði. Í sumar erum við að koma upp skála sem er að verða tilbúinn og verður kominn í gagnið í júní. Þar verður góð aðstaða fyrir ýmislegt, meðal annars hópa sem vilja halda saman og snyrtiaðstaða fyrir þá sem tjalda. Við erum langt komin með skálann og bindum miklar vonir við að hann eigi eftir að þétta starfsemi okkar og vonandi mun hann hafa áhrifi á það að hópar komi til okkar og dvelji hjá okkur en í skálanum geta setið 50 til 60 manns með góðu móti.”
Ánægðir ungir veiðimenn með beiði úr Tangavatni.
Erum alltaf að læra
Sigurbjörg og Sveinn eru bjartsýn á framhaldið: “Hér er margt hægt að gera, skoðanaferðir eru vinsælar og ekki er verra að fara í slíka ferð þegar Hekla skartar sínu fegursta. Við tökum á móti öllum og það hefur sýnt sig að nokkuð jöfn skipting er hjá okkur á milli útlendinga og Íslendinga.” Talið berst að Tangavatni sem hefur mikið aðdráttarafl. Vatnið liggur í lítilli kvos með Heklu sjálfa í bakgrunni til austurs, en til norðurs blasir Búrfell við og þetta er sannarlega ekki amalegt umhverfi til að slappa af smá stund og leyfa ungum veiðimönnum að njóta sín: “Vatnið nýtur mikilla vinsælda sérstaklega hjá ungu
kynslóðinni. Þurrt er í kringum tjörnina og liggur við að hægt sé að fara á inniskónum til að veiða. Þrátt fyrir að við séum að byggja upp svæðið og eigum ýmislegt eftir til að gera staðinn að þeirri framtíðarsýn sem við sjáum fyrir okkur þá fengum við samt viðurkenningu frá umhverfisnefnd sveitarfélagsins fyrir snyrtimennsku síðastliðið sumar og erum ákaflega ánægð með að fá slíka viðurkenningu sem segir okkur að við erum á réttri leið. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt en reksturinn hefur gengið framar vonum hingað til og við lítum björtum augum til framtíðarinnar.”
Hestheimar, 851 Hellu, sími: 487-6666, netfang: hestheimar@ hestheimar.is, www. hestheimar.is Hestheimar eru við þjóðveg 1, vegur nr. 281, aðeins klukkutíma akstur frá Reykjavík.
Ilmandi brauð og ljúffengar kökur „Það er tilvalið fyrir þá sem eru að ferðast um suðurland að koma við í bakarínu hjá okkur og byrgja sig upp af nýju brauði eða kökum og öðru því sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Ómar Ásgeirsson bakari og eigandi að bakaríinu Kökuvali sem er til húsa að Þingskálum 4, Hellu. Í bakarínu getur fólk líka stoppað og fengið sér kaffi og meðlæti. Bakaríið er opið frá kl. 8 til klukkan 17:30 virka daga og um helgar á sumrin. ,,Við erum með mikið úrval og allt er nýtt og ferskt. Við fylgjumst með öllum nýjungum og erum að prófa eitthvað nýtt í hverri viku. Við bökum um 20 til 30 gerðir af brauðum á hverjum degi, 8 tegundir af rúnstykkjum bæði grófum og fínum og um 20 til 30 tegundir af kökum. Alls erum við með um 300 vöruflokka. AllirViðey geta Prentsmiðjan fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur,“ segir Ómar. Bakaríið Kökuval selur einnig mjólk og aðrar mjólkurvörur, gosdrykki, djús, salöt á brauð og annað álegg. „Við seljum einnig kjúklinga tilbúna á grillið,“ segir Ómar. Ómar segir að grófu brauðin og heilsusamlegri séu alltaf að verða vinsælli á kostnað hvíta brauðsins. Speltbrauð sé mjög vinsælt um þessar mundir. ,,En hið hefðbundna bakkelsi er þó alltaf jafnvinsælt eins og snúðar og vínarbrauð.“ Bakaríið Kökuval tekur einnig að sér að baka tertur fyrir hvers konar veislur.
34 • Suðurland
Hestamannamót og stór landbúnaðarsýning Í Rangárþingi ytra verður mikið um dýrðir í sumar og svæðið einstaklega vel í stakk búið til að taka á móti ferðamönnum
Það er óhætt að segja að líflegt verði í Rangárþingi ytra í sumar. Þar ber fyrst að nefna stærsta íþróttaviðburð sumarsins, Hestamannamótið á Hellu, sem sveitarstjórinn, Örn Þórðarson, reiknar með að dragi að sér fimmtán þúsund gesti, en stór hluti verði erlendir ferðamenn. „Hestamannamótið verður mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem menn hafa áhuga á hestamennsku eða mannlífi, segir hann. Seinni hluta ágústmánaðar verður síðan stór landbúnaðarsýning á Hellu, sem Örn segir að eigi eftir að draga að sér ennþá fleiri gesti og ætti að höfða til allra, því landbúnaður sé bæði áhugaverður og mikilvægur. „Þarna er verið að sýna það sem er að gerast í landbúnaði. Kynnt verða tæki og tól, dýrategundir, framleiðsla og afurðir; allt sem tengist landbúnaði. Einnig verður keppt í ýmsum skemmtilegum og sérstæðum íþróttagreinum – þannig að hægt verður að gera góða fjölskylduferð á sýninguna. Það eiga allir erindi á hana; mamma, pabbi, afi og amma og bæði stóru og litlu börnin.“
Besti golfvöllurinn og merkar laxveiðiár
Í sveitarfélaginu búa 1550 manns, þar af helmingur á Hellu. Fyrir utan landbúnað, þjónustu og úrvinnslu, sláturhús og kjötvinnslu er ein stærsta glerverksmiðja á landinu,
Um sveitarfélagið renna tvær bestu laxveiðiár á landinu, Eystri- og Ytri-Rangá og þar er einnig Strandvöllur, besti golfvöllur á landinu
vorin og þar er hægt að spila lengur fram á haustið.“
Vísindasamfélag og skemmtileg söfn
Samverk á Hellu, staðsett þar. Einnig Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ, auk þess sem sveitarfélagið er öflugt í ferðaþjónustu. Rangárþing ytra samanstendur af um það bil sex þúsund ferkílómetrum og nær frá Þykkvabæ og inn á miðhálendið. „Þarna eru Landmannalaugar, Veiðivötn og Hekla, og reiðinnar býsn af gönguleiðum, til dæmis vinsælasta
Stórkostlegt útsýni yfir Ytri-Rangá Árhús er fjölskyldufyrirtæki sem rekur veitingastað, smáhúsagistingu og stórt og gróið tjaldsvæði í kyrrlátu og notalegu umhverfi á bökkum YtriRangár á Hellu. Tjaldsvæðið þykir eitt það fullkomnasta á landinu. Það er mjög gróið og skjólsælt með háum trjám, með sturtu/salernishúsi, rafmagni fyrir húsbíla, þvottavél/þurrkara og leiktækjum. Í tengingu við tjaldsvæðið er salur og grilltjald þar sem gestir geta eldað sér og tekur salurinn allt að 100 manns í sæti.
Húsin eru 21 eða 28 leigueiningar og taka þau allt að 90 manns í gistingu. Flest þeirra eru með sturtu/ wc og eldunaraðstöðu og hægt er að leigja þau með eða án rúmfata. Veitingastaðurinn er með fjölbreyttan matseðil og er
staðsettur við bakka Ytri-Rangár með stórkostlegu útsýni yfir ánna. Þar getur fólk komið við hvenær sem er og gætt sér á ljúffengu kaffi og kökusneið, fengið sér pizzu með börnunum eða dýrindis steik í notalegu og heimilislegu umhverfi. Einnig taka eigendur Árhúsa að sér alls kyns veislur og hópa, allt frá barnaafmælum, ættarmótum og upp í 150 manna brúðkaupsveislur.
gönguleið landsins, Laugavegurinn. Að sama skapi búum við yfir æði mörgum reiðleiðum. Það eru til ágæt göngukort yfir leiðir í okkar héraði og ég efast um að gönguleiðir séu eins vel merktar innan sveitarfélags og hjá okkur. Um þessar mundir erum við líka að búa til kort yfir reiðleiðir í Rangárvallasýslu, bæði gamlar og nýjar leiðir.“ Um sveitarfélagið renna tvær
bestu laxveiðiár á landinu, Eystriog Ytri-Rangá og þar er einnig Strandvöllur, besti golfvöllur á landinu. Hann er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar og ástæðuna fyrir því að hann er talinn besti golfvöllur á landinu segir Örn vera þá að hann þorni miklu fyrr en aðrir vellir á vorin og að nú þegar sé búið að halda fyrsta mót sumarsins þar og bætir við: „Hann er fyrr í gang á
„Við erum með öflugt vísindasamfélag í Gunnarsholti, þar sem lögð er áhersla á landrækt og skógrækt. Við erum með Heklusetrið, sem er afar áhugavert safn á Leirubakka. Hér eru líka framsækin hótel, til dæmis Hótel Rangá, sem er eitt besta hótel á landinu og sem erlend fyrirmenni vilja sækja. Umgjörð hótelsins er ákaflega vönduð og metnaður er mikill. Þetta er sveitahótel í fremsta flokki og jafnast á við það sem best gerist erlendis.“ Örn segir mannlíf vera með öðrum hætti úti á landi en í þéttbýlinu. „Það er annað yfirbragð á mannlífinu hér, mun rólegra. Það er stutt í nærþjónustu sem er öflug, skólar og heilbrigðisþjónusta er til fyrirmyndar – en svo njótum við þess að vera mjög nærri höfuðborgarsvæðinu með allri þeirri þjónustu sem þar er í boði. Menn eru því ekki að fara á mis við neitt hér, tapa engum gæðum.“
Suðurrland • 35
Rómantík undir Eyjafjöllum Country Hótel Anna er staðsett að bænum Moldnúpi undir Eyjafjöllum við Ásólfsskálaveg nr. 246 mitt á milli Seljalandsfoss og Skógarfoss. Hótelið er minnsta 3ja stjörnu hótel á Íslandi. Í sumar verða 7 herbergi í boði. ,,Stærð hótelsins gerir okkur kleift að veita persónulega þjónustu í rólegu, fallegu og rómantísku umhverfi. Öll
húsgögnin hjá okkur eru antik. Við höfum náð þeim áfanga að fá umhverfisvottun frá kerfi sem heitir Green Globe. Þetta er góður gæðastimil,” segir Eyja Þóra Einarsdóttir hóteleigandi. Tveggja mann herbergi með morgunmat kostar 15.600 yfir sumartímann. Hægt er að fá kvöldmat á kvöldin. ,,Við erum með
mat úr íslenskri náttúru og leggjum áherslu á gott hráefni. Einnig rekum við kaffihús á sumrin með léttum veitingum.” Gamla fjósinu á bænum hefur verið breytt í 50 manna veitingasal sem hlotið hefur nafnið Önnuhús. Moldnúpur er bernskuheimili listvefarans og rithöfundarins Önnu frá Moldnúpi og er nafngiftin þaðan komin. Önnuhús er innréttað í rómantískum stíl þar sem andi liðinna
tíma ræður ríkjum. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001 og hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt andrúmsloft og góðar veitingar. Á sumrin er kvöldmatur í boði fyrir gesti og gangandi frá kl. 19.00 til 20.30. Betra er að panta fyrirfram ef hægt er. ,,Ferðamenn geta notið kyrrðarinnar sem hér er, farið í gönguferðir eða slappað af í heita pottinum. Við erum einnig með sauna. Síðan er upplagt að fara í dagsferðir héðan t.d. í Þórsmörk, skoða Seljalandsfoss, heimsækja byggðasafnið á Skógum og skoða
Skógarfoss í leiðinni. Þá er hægt að skreppa til Vestmanneyja frá Bakkaflugvelli, skoða Njálusetur eða Heklu. Einnig er hægt að fara í vélsleðaferðir eða fljótasiglingu.” Eyja Þóra segir að til standi að opna sýningu á staðnum um ævi og störf Önnu frá Moldnúpi en sú kona var um margt mjög merkileg. Hún tók sig upp rétt eftir seinni heimstyrjöldina og ferðaðist um heiminn og skrifað fjölda ferðabóka um það ferðalag. Sýningin verður í fjósinu. Á bænum Moldnúpi eru kindur, hross, nokkrar hænur, hundar og kettir.
Á hestum um hálendið Að Ási I í Ásahreppi er starfrækt ferðaþjónustufyrirtækið Ás/hestaferðir en einnig er þar rekin þjónustumiðstöð fyrir hestamenn, þar sem stundaðar eru tamningar ásamt kaupum og sölu á hrossum. Hjá Ás/hestaferðum er aðallega boðið uppá lengri hestaferðir um hálendið. Farið er í 6 til 9 daga ferðir um Landmannalaugasvæðið, Rangárvallaafrétt, Holtamannaafrétt og í Þjórsárdalinn. Þá er í sumar boðið upp á ferð í Arnarfell hið mikla og Kerlingafjöll við jaðar Hofsjökuls og riðið um Gnúpverja-og Hrunamannaafrétt. Landslag á þessum slóðum er víða afar fagurt og stórbrotið og er vel skipulögð hestaferð í góðum selskap, einhver besta leiðin til að upplifa það.
Hestaferðirnar eru hugsaðar fyrir fólk sem hefur a.m.k. einhverja reynslu af hestamennsku. Í verði ferðanna er innifalið; hestar, reiðtygi, reiðhjálmar, regnföt, gisting, og sérstök áhersla er lögð á að bjóða upp á gott fæði úr góðu hráefni. Matseðill dagsins hljóðar upp á; kjarngóðan morgunverð, hver og einn velur sér síðan brauð, álegg og ávexti í nesti fyrir daginn, og þegar í náttstað kemur bíður kokkurinn með ljúffengan kvöldverð. Ef þess er óskað, býðst akstur á flugrútuna á BSÍ í upphafi og lok ferðar. Guðmundur Hauksson, tamningamaður, reiðkennari, og ferðaþjónustubóndi í Ási, segir Norðulandabúa og Hollendinga hafa verið fjölmennasta hópinn sem sótt hafi í þessar ferðir hingað til, en hann vill gjarnan sjá fleiri Íslendinga. Þátttaka þeirra hefur þó farið vaxandi og þá gjarnan með eigin reiðhesta sem er að sjálfsögðu velkomið. Verð pr. mann, á ferðum eins og þessum er
Íþróttahúsið Þykkvabæ
um tuttugu þúsund krónur fyrir hvern dag. ,,Við leggjum áherslu á að vera aðeins með litla, ca. 10 manna hópa hverju sinni, og gott og glaðvært starfsfólk með mikla þjónustulund. Þannig getum við boðið upp á góða og persónulega þjónustu. Til þess að vera viss um að þátttakendur
njóti ferðanna leggjum við metnað í vera með góða, vel töltgenga hesta. Þá stillum við dagleiðunum í hóf eins og kostur er, 15 til 30 km á dag. Það eru forsendurnar fyrir því að hross haldist fersk og góðgeng og þátttakendur njóti hvers dags;” segir Guðmundur.
Einkaveröld í Þykkvabænum
Þykkvibær er staður sem margir tengja við kartöflurækt enda ekki að ósekju, staðurinn er miðpunktur kartöfluræktar á landinu, hitt vita færri að Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi einsog Árni Óla getur um í bók sinni “Þúsund ára sveitaþorp”.
Rétt áður en ég kem að Hellu beygi ég niður til hægri og held áfram þennan 16 km spotta niður að Þykkvabænum. Það fyrsta sem ég sé er íþróttahús og tjaldstæði, en í hlaðinu tekur Lilja Þrúðmarsdóttir á móti mér. Hún segir mér strax að það sé búið að leggja töluvert í það að gera aðstöðuna sem besta fyrir gesti á tjaldstæðinu, þannig hafa þeir fullan aðgang að snyrtiaðstöðunni í íþróttahúsinu og sundlaugin er í örskots fjarlægð (á Hellu).
Við ræðum um hvað a fólk það sé sem aðallega nýti sér aðstöðuna, en þá segir Lilja að það sé mikið um hópa af öllum stærðum og gerðum, en oft komi sama fólkið ár eftir ár. Einn aðal kosturinn við staðinn fyrir hópa er að hópurinn er útaf fyrir sig í rólegu og barnvænu. – Staðurinn er sérstaklega vinsæll fyrir ættarmót, fyrirtækjaferðir og samkomustaður fyrir félagssamtök. Staðurinn býður uppá óvenjulega upplifun, ströndin er mjög tilkomumikil á þessum stað og ýmislegt hægt að gera þar, þá er þarna miðstöð kartöfluræktar eins og áður sagði og ýmislegt um að vera í sambandi við það. Að lokum benti Lilja okkur á að nánari upplýsingar sé að finna á slóðinni www.rangarthing. is eða hafa samban í síma 898 3056, en það sé vissara að panta með fyrirvara fyrir hópa.
36 • Suðurland
Ævintýraferð með hertrukk Tjaldog útivistarsvæðið Grandavör er staðsett á Landnámsjörðinni Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Sigursæll ehf. Rekur Grandavör sem er fyrst og fremst tjaldsvæði sem er opið á tímabilinu júní til september. Svæðið býður upp á ýmiskonar afþreyingu meðal annars ævintýralegar fjöruferðir á sérstökum hertrukk. ,,Það má segja að Grandavör sé fjölskylduparadís á suðurstöndinni. Héðan er stórkostleg fjallasýn í norðri og Vestmannaeyjar í suðri. Þetta er tjald-og útivistarsvæði með afþreyingu fyrir börn á öllum aldri. Það er upplagt fyrir einstaklinga, fjölskyldur og litla hópa að koma
hingað og dvelja hér. Hér er hægt að halda ættarmót, afmæli, koma í óvissuferðir og fleira,” segir Siguður Jónsson umsjónarmaður svæðisins. Grandavör var vígð við hátíðlega athöfn þann 24.júlí árið 2004 að viðstöddu margmenni. Fornar heimildir greina frá því að í Hallgeirsey hafi verið stunduð sjósókn af miklum krafti. Aldrei hvarflaði það að mönnum að hægt væri að koma upp bryggju á þessum slóðum. Nú er hins vegar komin bryggja í Hallgeirsey og heitir hún Grandavör. Hún er á þurru landi og stendur við Púkapytt í gamla kartöflugarðinum. Nokkrir bátar standa þarna í bryggunni og er gaman fyrir gesti að skoða þá. Heimsíða tjaldsvæðisins er grandavor.net.
Njálunaut Njálunaut er nýtt fyrirkomulag við sölu nautakjöts á Íslandi þar sem neytendum er gefinn kostur á að kaupa úrvals nautakjöt beint frá bónda milliliðalaust. Vörunni er ekið heim að dyrum sé þess óskað. Framleiðsla Njálunauts fer fram á býlinu Vestra-Fíflholti í Landeyjum sem er um 12 km frá Hvolsvelli.
Á býlinu eru jafnan í eldi um 200 gripir sem eru að mestu af íslenskum stofni. Slátrun fer fram í löggiltu sláturhúsi á Suðurlandi. Viðskiptavinir Njálunauts fá aðeins keypt kjöt úr gæðaflokkunum UN1 og UN1A úrval nema annars sé óskað. Kjötið er heilbrigðisskoðað af dýralæknum. ,,Njálukjöt er góður valkostur fyrir þann ört stækkandi hóp viðskiptavina sem vill vita hvað er á matardisknum, hvaðan kjötið kem-
ur, hvernig það hefur verið meðhöndlað og hvers sé að vænta,“ segir Ágúst Rúnarsson en fyrirtækið er í eigu hans og konu hans Ragnheiðar Jónsdóttur. Ágúst og Ragnheiður hafa stundað eldi á nautgripum um margra ára skeið. Ágúst segir að nú sé hægt að panta kjötið beint af vefnum www. njalunaut.is.
Gistiheimilið á Vestri-Garðsauka
Reiðtúrar með fararstjóra Á bænum Ytri-Skógum, undir Eyjafjöllum, er rekin hestaleiga sem býður upp á reiðtúra undir leiðsögn fararstjóra. Boðið er upp á klukkutíma eða lengri dagsferðir um nágrenni Skóga þar sem hægt er að ríða niður að sjó, með hlíðum Skóga eða austur undir Sólheimajökul. Hestarnir eru traustir og góðir og henta
jafnt byrjendum sem og vönum knöpum. Reiðtúrarnir eru frábær skemmtun fyrir alla og góð leið til að njóta náttúrunnar í fögru umhverfi og góðum félagsskap. Upplýsingar fást í eftirfarandi símanúmerum: 4878832 8447132 - 8481580.
Á Vestri-Garðsauka, rétt austan megin við Hvolsvöll, er rekin bændagisting. Gistiaðstaðan er á neðri hæð íbúðarhússins á staðnum. ,,Hér eru fjögur björt og skemmtilega innréttuð herbergi, þrjú tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna með koju. Það eru tvö baðherbergi, eitt eldhús og einnig eldhúskrókur. Við bjóðum einnig uppá morgunmat. Það kostar sjö þúsund krónur að leigja tveggja manna herbergi en morgunmaturinn kostar fimm hundruð krónur á mann,” segir Christiane L. Bahner sem býr á Vestri-Garðsauka ásamt eiginmanni sínum Jóni Loga Þorsteinssyni. Gistiheimilið er opið frá 1.maí til 1.október ár hvert. ,,Kosturinn við að gista hjá okkur er hversu stutt við erum frá Hvolsvelli þar sem hægt er að fá alla þjónustu. Frá okkur er hentugt að fara í dagsferðir t.d. til Vestmanneyja, í Þórsmörk, til Landmannalauga eða í Þjórsárdalinn svo dæmi séu tekin. Einnig eru margar skemmtilegar gönguleiðir í nágrenningu og veiðiár,” segir Christiane. Vestri-Garðsauki er landnámsjörð, rúmlega 500 hektarar að stærð. Mestallt landið nýtist sem hagi fyrir rúmlega 100 hross. Á bænum eru kýr, hestar, hundar og kettir. Fyrirhugað er að fjölga dýrategundum og vera með hænsni og jafnvel svín. Skepnuhald er ekki lengur aðal atvinnugreinin á bænum heldur framleiðsla á túnþökum og fóðri.
Jón Logi tók við búinu á VestriGarðsauka fyrir 20 árum af afa sínum og ömmu. Hann talar góða þýsku, ensku og dönsku. Christiane er þýsk og sér hún um reksturinn á gistiheimilinu. Christiane er lögmaður og hefur nýlega opnað lögmannsstofu á Selfossi. Hún
er einnig leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið nokkur sumur sem slíkur. Christiane talar íslensku, frönsku og ensku. Heimasíða Vestri-Garðsauka er www.gardsauki.is og síminn hjá þeim er 4878078
Suðurrland • 37
Rangárþing eystra
Öflugt landbúnaðarsvæði og vinsælar náttúruperlur
“Það selst allt sem í boði er, bæði nýjar lóðir og húsnæði, og skortur á húsnæði hefur kannski að einhverju leyti staðið í vegi fyrir því að þeir sem vilja koma hingað aftur geti það,” segir Þuríður.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra varð til þann 9. júní árið 2002, en þá sameinuðust sex hreppar í austanverðri Rangárvallarsýslu í eitt sveitarfélag; Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, Austur Landeyjahreppur, Vestur Landeyjahreppur, Austur Eyjafjallahreppur og Vestur Eyjafjallahreppur.
Rangárþing eystra nær frá EystriRangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Sveitarfélagið er mikið landbúnaðarhérað en jafnframt er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein og þar er að finna einstakar náttúruperlur og þekkta sögustaði. Ferðaþjónusta í Rangárþingi eystra er í miklum blóma og fyrir gesti svæðisins er margt að sjá og gera. Elvar Eyvindsson, settur sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að ágætis uppgangur hafi verið í sveitarfélaginu undanfarið og fjölgunin í fyrra verið umfram landsmeðaltal. “Við erum með mjög öflugt landbúnaðarsvæði hérna og eitt auðræktanlegasta svæðið á landinu. Mjólkurframleiðsla stendur hér mjög traustum fótum og ætli það sé ekki verið að framleiða tíunda hvern lítra á landinu hér í Rangárþingi eystra,” segir Elvar. “Stóriðjan okkar í augnablikinu verður höfnin í Bakkafjöru, eða Landeyjahöfn, sem komin er á kortið. Hins vegar vil ég meina að stóriðjan okkar til framtíðar sé ræktunarlandið, en það kann að vera að ekki séu allir sammála því. En ef fram fer sem horfir og mikil aukning verður á matvælaþörf í heiminum þá verðum við með mikla möguleika hér. En við höfum verið hafnlaus hingað til og það er ekki fyrr en það kemur alvöruhöfn sem stóriðjan kemur. Við erum með portið fyrir ljósleiðara út í heim og núna er að koma ein lögn til viðbótar sem gefur kannski möguleika á því að koma upp til dæmis netþjónabúi eins og allir eru að tala um í dag. Hver veit hvað verður en möguleikarnir eru miklir.”
Margar þekktar náttúruperlur
Í sveitarfélaginu eru margar þekktari náttúruperlur eins og t.d.
“Stóriðjan okkar í augnablikinu verður höfnin í Bakkafjöru, eða Landeyjahöfn, sem komin er á kortið. Hins vegar vil ég meina að stóriðjan okkar til framtíðar sé ræktunarlandið, en það kann að vera að ekki séu allir sammála því.
Þórsmörk, Tindfjöll, Eyjafjallajökull, Skógarfoss, Seljalandsfoss og Paradísarhellir en auk þess er að finna einstakar náttúru- og jarðfræðiminjar sem eru minna þekkt eins og Mögugilshelli sem talin er vera stærsti náttúrugerði móbergshellir í norður Evrópu og Drumbabót, þar sem finna má minjar um aldagamlan skóg. Auk þessara minja teygir sögusvið Brennu-Njáls sögu sig um allt svæðið og er gestum gefinn kostur á að upplifa söguna á lifandi og eftirminnilegan hátt. Þá eru aðstæður í sveitarfélaginu nokkuð einstakar að því leiti að þaðan er hægt að komast upp á hálendið af stuttu færi. Þannig eru menn
á láglendi í Fljósthlíðinni en geta verið komnir upp á heiðar eftir augnablik, eða upp á Eyjafjallajökul á innan við klukkustund. Í sveitafélaginu eru margir og fjölbreyttir gistimöguleikar. Um er að ræða 22 ferðaþjónustufyrirtæki; tjaldsvæði, gistiheimili, gistiskála, hótel, sumarhús og félagsheimili. Afþreying er af ýmsu tagi í Rangárþingi eystra og hentar öllum aldurshópum, s.s. söfn, sýningar, sundlaugar, hestaleigur, áhugaverðar gönguleiðir, íþróttamiðsstöð, golf, gallerí, veiði og margt fleira. Sex félagsheimili eru í sveitarfélaginu með aðstöðu fyrir ættarmót og aðra viðburði.
Mikil uppbygging í ferðaþjónustu
Þuríður Halldóra Aradóttir, markaðsog kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, tekur undir með Elvari hvað varðar uppbyggingu í sveitarfélagin og segir hana stafa bæði af auknum atvinnumöguleikum og því að ungt fólk hafi skilað sér heim að loknu námi. Segir hún að í þessu sambandi skipti ekki minnstu máli að góð nettenging sé komin í sveitarfélagið. “Það selst allt sem í boði er, bæði nýjar lóðir og húsnæði, og skortur á húsnæði hefur kannski að einhverju leyti staðið í vegi fyrir því að þeir sem vilja koma hingað aftur geti það,” segir Þuríður. Hún segir mikla uppbyggingu hafa verið í ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra og í nágrenninu. Þetta sé orðið einn stærsti atvinnuvegurinn á svæðinu auk þess sem landbúnaðurinn sé að sjálfsögðu mjög öflugur. “Það eru bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem hingað koma og það helsta sem dregur fólk að er Seljalandsfoss, Skógarfoss, Þórsmörk og Fljótshlíðin, að ógleymdu minjasafninu á Skógum. Svo gerum við líka mikið út á söguna, en Njáls saga er nokkuð stór þáttur í ferðaþjónustunni og hefur verið það mörg undanfarin ár.
Sögusetrið á Hvolsvelli var sett upp fyrir 10 árum síðan og má segja að það hafi verið frumkvöðull í menningartengdri ferðaþjónustu á sínum tíma. Aðsóknin að því hefur verið mjög góð og í fyrra var 20% aukning á gestafjölda frá árinu þar áður og við sjáum fram á enn meiri aukningu í ár. Sögusetrið hefur byggst upp sem einskonar menningarmiðstöð og þar er alltaf eitthvað um að vera, nýjar sýningar, tónleikar, uppákomur og Njáluerindi,” segir Þuríður.
Sex félagsheimili
Sem fyrr segir er Rangárþing eystra sameinað sveitarfélag sex eldri sveitarfélaga á þessu svæði og fylgdi félagsheimili hverju þeirra. Þuríður segir að félagsheimilin sex séu leigð út fyrir ýmsan rekstur, auk þess sem þau séu að sjálfsögðu nýtt fyrir íbúa sveitarfélagsins. “Sveitarfélagið hefur tekið þá stefnu að félagsheimilin fái að halda sínu upprunalega þjónustuhlutverki við íbúana, en jafnframt að hvert þeirra hafi sína sérstöðu. Til dæmis hefur verið komið upp aðstöðu í Goðalandi fyrir fjarnám og þar eru nemar allt árið í skóla. Fossbúð á Skógum hefur verið leigð út fyrir rekstur ferðaþjónustu og önnur hafa mikið verið leigð út fyrir ættarmót,” segir Þuríður.
Stjórnsýslan á Hvolsvelli
Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitafélagsins og þar er stjórnsýslan. Helstu atvinnuvegir eru iðnaður, verslun og þjónusta.
38 • Suðurland
Glæsileg ferðaþjónusta með fjölbreyttri afþreyingu Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu. Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Staðurinn er tilvalinn fyrir stóra sem smáa hópa t.d. ættarmót, starfsmannaferðir, afmæli, árshátíðir, brúðkaup, fundarhöld, fermingar ofl. Ýmsa afþreyingu er hægt að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira.
Þrjár stærðir af sumarhúsum
Að sögn Lailu Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra Hellishóla, er boðið upp á þrjár stærðir af notalegum og snyrtilegum sumarhúsum á Hellishólum, en húsin eru 24 talsins af mismunandi stærð. Stærstu húsin eru 40 m², rúmgóð og mjög vel útbúin og geta tekið allt að sex manns í gistingu. 40 m² húsin eru 5 talsins. Verðið er 16.500 krónur yfir sumarmánuðina en 12.000 krónur frá 1. október. Miðstærð af húsum eru 20 m² og geta þau tekið allt að sex manns í gistingu. 20 m² húsin eru 10 talsins. Verðið er 12.500 krónur yfir sumarmánuðina en 8.000 krónur frá 1. október. Minnstu húsin eru 15 m² og geta tekið allt að fimm manns í gistingu. 15 m² húsin eru 9 talsins og er verð þeirra 11.000 krónur yfir sumarmánuðina en 7.000 krónur frá 1. október. Laila segir að mikið sé lagt upp úr því að hafa tjaldaðstöðuna á Hellishólum fyrsta flokks. Ný og glæsileg snyrtiaðstaða fyrir gesti hefur verið tekin í notkun og er hún er með sturtum, heitum pottum, þvottavél og þurrkara. Á tjaldsvæðinu er stórt leiksvæði fyrir börnin með trampolíni, rólum og köstulum með rennibrautum. Einnig er hægt að spila fótbolta á grasinu við hliðina á leikvellinum, eitt mark er á staðnum. Rafmagnstengi er fyrir fellishýsi, hjólhýsi og húsbýla. Til að tengja í rafmagn þarf tengi skv. evrópskum stöðlum.
Veitingaskáli fyrir 180 manns
Á Hellishólum er glæsilegur veitingasalur sem nýlega hefur verið stækkaður og tekur hann nú allt að 180 manns í sæti. Salurinn hentar vel fyrir allskyns samkomur eins og fermingar-, afmælis- og brúðkaupsveislur sem og vinnuferðir, fundarhöld, óvissuferðir, ættarmót ofl. Hópar geta pantað veitingar hjá Veisluþjónustunni á Hellishólum og fengið afnot af salnum, en ekki er hægt
að leigja salinn án veitinga. Einnig er hægt að panta veitingar og koma kokkarnir frá Hellishólum á staðinn með allt sem þarfnast í veisluna, allt frá litlum fundarbökkum upp í stórar og glæsilegar veislur. Yfirkokkur Hellishóla er Birgir Þór Júlíusson matreiðslumaður. Birgir hefur áratuga reynslu af matreiðslugerð og bakstri. Hann hefur starfað víða hérlendis og erlendis. Birgir var yfirkokkur á Hótel Kea í nokkur ár, hefur rekið veisluþjónustu í Reykjavík og séð um veitingar fyrir fjölmiðlafyrirtækið 365.
Breskur golfkennari
Á Hellishólum er glæsilegur 9 holu golfvöllur sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum. Þverárvöllur er krefjandi og skemmtilegur, umkringdur glæsilegri náttúru. Golfklúbburinn Þverá er með starfsemi sína á Þverárvelli. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands. Golfskólinn á Hellishólum hefur verið starfsræktur frá árinu 2005.
Skólinn býður uppá sérstök kvenna-, hjóna- og almenningsnámskeið. Námskeiðin eru haldin í nokkra daga í senn, innifalið er golfkennsla, golfhringir, fullt fæði, gisting og kvöldvökur á meðan á dvölinni stendur. Golfkennslan er fyrsta flokks kennd af afbragðs golfkennurum, erlendum og innlendum. Skólinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Sumarið 2008 verða í boði tvö námskeið og er hvert þeirra í þrjá daga í senn. Breski PGA golfkennarinn Denise Hastings mun kenna í golfskólanum á Hellishólum í sumar en hann er heimsklassakennari og tekur vel á byrjendum sem lengra komnum.
Saga Hellishóla
Hellishólar voru byggðir árið 1952 og var hefðibundinn búskapur á jörðinni til ársins 2000. Á árinu 2000 ákváðu hjónin sem búið höfðu og starfað á bænum frá árinu 1990, að hverfa frá hefðbundnum rekstri búskapar og fara í rekstur ferðaþjónustu. Ákveðið var að gera jörðina að ferðaþjónustubýli með fjölbreytta aðstöðu og þjónustu og var allur bústofn og framleiðsluréttur jarðarinnar seldur. Á fyrri hluta ársins 2001 hófst uppbygging á aðstöðu fyrir ferðaþjónustu. Í lok árs 2004 keyptu hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson jörðina af Byggðastofnun sem þá hafði nýlega eignast hana. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar eftir að þau tóku við rekstri Hellishóla. Laila segir að starfsfólk Hellishóla hafi það að aðalmarkmiði að öllum líði vel á meðan að dvölinni stendur og þau hafi því ávallt augun opin hvernig hægt sé að gera staðinn að einni mestu paradís á Íslandi. Hægt er að ná í eftirfarandi starfsmenn í síma: 487-8360 eða senda email: hellisholar@hellisholar.is Laila Ingvarsdóttir: Framkvæmdastjóri Erla Víðisdóttir: Fjármála- og markaðsstjóri Birgir Þór Júlíusson: Matreiðslumaður
Heimagerðar veitingar og handgert leirtau Eldstó Café & Hús leirkerasmiðsins er heimilislegt kaffihús á Hvolsvelli þar sem allt er fullt af fallegum munum sem unnir eru á staðnum og þar er hægt að upplifa íslenska fegurð í umhverfinu eins og hún gerist best. Eldstó er rekin af hjónunum Þór Sveinssyni leirkerasmið, sem var til margra ára hönnuður hjá Glit, og G.Helgu Ingadóttur, söngkonu og leirlistarkonu. Þau hafa starfrækt Eldstó frá því árið 1999 og vakið athygli fyrir vandaða og sérstaka framleiðslu á nytjalist. Þór handrennir hlutina og hannar formið á þeim, ásamt því að setja glerunginn á, en G.Helga kemur að hönnun með endanlegt útlit hluta framleiðslunnar þar sem hún handmálar munina og eða blandar og býr til glerungana sem fara á þá, en þeir eru unnir úr íslenskum jarðefnum. Eldfjallaglerungar er verkefni sem þau Þór og G. Helga hafa unnið að í samstarfi við Bjarnheiði Jóhanns-
Uppstoppaðir hanar Uppstoppaðir hanar og aðrar stífar skepnur verða helsta söluvara verslunar, Uppstoppuðu búðarinnar, sem opnar í Ásgarði á Hvolsvelli í sumar. dóttur atvinnuráðgjafa, en hún er með MA gráðu frá Ungverska listiðnaðarháskólanum með sérhæfingu í efnafræði glerunga. Notaður er Hekluvikur og Búðardalsleir í glerungana. G.Helga hefur einnig verið að þróa hjá sér nýja hönnun, sem eru módelsmíðaðir skartgripir og notast
hún þá við gler, postulín, silfur, leður og fleira. Allar veitingar á Eldtó Café eru bornar fram í handgerðu leirtaui þeirra hjónanna Þórs og G.Helgu. Boðið er upp á Íslenska kjötsúpu og brauð, heimagerðar og ljúffengar
kökur ásamt kaffi te og súkkulaði frá Te&Kaffi. Eldstó heldur úti heimasíðu, slóðin er www.eldsto.is og síminn er 482 1011.
Farfuglaheimili í torfbæ Farfuglaheimilið Fljótsdalur í Fljótshlíð er sérstætt fyrir þær sakir að húsið er byggt úr torfi í hefðbundnum íslenskum stíl og þannig komast gestir í náin tengsl við íslenska fortíð. Samtals eru 15 rúm á heimilinu og er verðið frá 1.400 krónum fyrir hvert rúm. Á nútímamælikvarða má ef til vill segja að heimilið sé lítið og frumstætt, en náttúrufegurðin vegur það upp því þaðan má njóta einstaks útsýnis til Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Farfuglaheimilið er 27 kílómetra frá Hvolsvelli og eru gestir minntir á að taka með sér mat því á Hvolsvelli
er næsta verslun. Á farfuglaheimilinu er eldhús fyrir gesti og hægt er að fá leigð sængurföt. Þá er gott safn bóka á heimilinu á ensku um Ísland. Þeir sem ætla yfir Markarfljót eru minntir á að þar er aðeins fært um brýr. Í nágrenni við heimilið eru mjög fjölbreyttar gönguleiðir: Fljótsdalur á Tindafjallajökul, sem er um það bil. níu stunda gangur upp í móti, Fljótsdalur á Þórólfsfell, sem er um. þriggja stunda gangur og Fljótsdalur á Einhyrningsflatir, sem er um það bil átta stunda gangur og er farið yfir Gilsá á vaði. Gönguleiðin frá Fljótsdal að Markarfljótsgljúfri er tveggja daga ferð. Frekari upplýsingar um gönguleiðirnar má fá á farfuglaheimilinu.
Fjölbreytt þjónusta hjá Kaffi Langbrók Kaffi Langbrók er í Fljótshlíðinni, um það bil 10 km. frá Hvolsvelli, við þjóðveg nr. 261. Þar er boðið upp á kaffi og heimabakað bakkelsi auk þess staðurinn er með fullt vínveitingaleyfi. Einnig er boðið upp á kvöldmat fyrir hópa sem panta með fyrirvara og oft skapast skemmtileg pöbbastemming á kvöldin, en hljóðfæri eru á staðnum sem fólk getur gripið í. Sjónvarp er á Kaffi Langbrók svo og nettengd tölva sem fólk getur leigt sér aðgang að. Ágætt tjaldsvæði er umhverfis húsið með salernisaðstöðu, heitu og köldu vatni, útivöskum og sturtu. Rafmagn fyrir húsbíla er einnig til staðar. Frá Kaffi Langbrók er hægt að keyra í allar áttir stuttar dagsferðir, t.d. Fjalla-
bak, Emstrur, undir Eyjafjöll eða hoppa yfir til Vestmannaeyja. Einnig er bara hægt að slappa af á staðnum og njóta náttúrufegurðarinnar í Fljótshlíðinni. Á sumrin er boðið upp á léttar ævintýragönguferðir fyrir hópa. Allar nánari upplýsingar fást með fyrirspurn á tölvupóstfanginu langbrok@isl.is. Í nágrenninu er góð
bændagisting, hestaleiga, lax-og silungsveiði, gönguleiðir og nýr níu holu golfvöllur er í göngufæri. Alla þjónustu er hægt að fá á Hvolsvelli, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, svo sem verslun, banka, snyrtistofu, pizzastað, söfn, verkstæði, sundlaug og bókasafn svo eitthvað sé nefnt.
Bjarni Sigurðsson hefur um nokkurra ára skeið rekið Hanasetrið að Torfastöðum í Fljótshlíð ásamt Bjarna Bjarnasyni, Þuríði Aradóttur og Sigríði Þorsteinsdóttur en á Hanasetrinu hafa lifandi og uppstoppaðir hanar af íslensku landsnámshænsnakyni verið til sýnis. “Nýlega tókum við svo yfir gamla gistihúsið og skólastjórabústaðinn Ásgarð á Hvolsvelli auk níu smáhýsa sem eru þar í kring. Þau leigjum við út en erum einnig með gistingu í svefnpokaplássi og uppábúnum rúmum,” segir Bjarni Sigurðsson. Í sumar bætist svo Uppstoppaða búðin við reksturinn á Hvolsvelli. “Þar munum við selja allt sem má selja af uppstoppuðum skepnum en auðvitað eru ekki friðaðir fuglar eða önnur friðuð dýr þar á meðal.” Bjarni hefur áður selt uppstoppaða hana á Hanasetrinu og segir fáa hafa haft trú á uppátækinu þegar sá rekstur hófst fyrir nokkrum árum. Á Torfastöðum eru einnig seld lífrænt ræktuð landnámshænuegg og andaregg auk þess sem þar er rekin hestaleiga.
40 • Suðurland
Fjölskylduvæn ferðaþjónusta Bændur í Stóru-Mörk III er þátttakendur í átakinu „Opinn landbúnaður“ og bjóða upp á gistingu þar sem er einstakt útsýni til fjalla
Í Stóru-Mörk III, síðasta bænum áður en haldið er inn í Þórsmörk reka þau Ragna Aðalbjörnsdóttir og Ásgeir Árnason bændagistingu, en þau eru þátttakendur í átakinu „Opinn landbúnaður,“ sem Bændasamtök
Íslands hleyptu nýlega af stokkunum. Í því felst að gestir og gangandi geta ekið heim að bænum, skoðað húsdýrin, leikið við gæludýrin á bænum og fengið að fylgjast með heimamönnum við störf sín, meðal annars skoðað
fjósið og fylgst með vélmenni sem þar sér um mjaltir. Í Stóru-Mörk er bæði fjárbúskapur og kúabúskapur þar sem eru sjötíu kýr. Það er því líf og fjör í fjósinu og örugglega hægt að fá að bragða á spenvolgri mjólkinni. Það getur verið býsna skemmtilegt að staldra við á býli eins og Stóru Mörk III en þar er boðið upp á gistingu fyrir allt að fjórtán manns í uppábúnum rúmum eða svefnpokagistingu í fimm rúmgóðum herbergjum, með eða án baðs. „Gistingin er á neðri hæð í húsinu sem við fjölskyldan búum í,“ segir Ragna, „en er séríbúð, með eldhúsi, stofu og sólstofu. Og víst er að hægt er að njóta útsýnisins, því fallegt útsýni er til fjalla og jökla en Eyjafjöllin umvefja þessa efstu jörð áður en haldið er inn á hálendið.“ Þrjú af herbergjunum sem boðið er upp á í Stóru-Mörk III eru með baði en tvö með sameiginlegri snyrtingu frammi. „Síðan á fólk val um það hvort það vill útbúa sinn morgunverð sjálft, eða fá morgunverð hjá okkur, því við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð,“ segir Ragna. Þegar hún er spurð nánar út í aðstöðuna fyrir fjölskyldufólk, segir hún: „Við erum með fjölskylduherbergi og getum skaffað aukarúm, sem og barnarúm. Okkar stefna er að bjóða upp á fjölskylduvæna ferðaþjónustu og erum því með leiktæki fyrir utan húsið. Fólk getur komið með börnin og slakað vel á í sveitinni.“ Sem fyrr segir er Stóra-Mörk seinasti bærinn áður en haldið er inn í Þórsmörk. „Í sumar munum við bjóða upp á tveggja tíma ferðir um svæðið með leiðsögn heimamanns,“ segir Ragna og bætir við: „Áætlunarferðin frá Reykjavík inn í Þórsmörk stoppar líka hjá okkur á yfir sumarið og kemur hingað aftur á kvöldin. Það
Áætlunarferðin frá Reykjavík inn í Þórsmörk stoppar líka hjá okkur á hverjum degi yfir sumarið og kemur hingað aftur á kvöldin. Það er því hægt að bregða sér í dagsferð þangað.
er því hægt að bregða sér í dagsferð þangað. Síðan höfum við merkt gönguleiðir hjá okkur, heiman frá bær og því geta gestir okkar fengið kort í hendur og gengið hringleiðina inn að Nauthúsagili og Bæjargili, sem er í átt að Þórsmörk. Þá er ekki gengið meðfram veginum. Þessi hringleið hefur notið mikilla vinsælda meðal okkar gesta.“ Þegar Ragna er spurð hvað fleira gestir hennar geti dundað sér við, segir hún: „Við mælum alltaf með því að fólk fari austur að Skógum og að Seljalandsfossi. Erlendum gestum höfum við einnig bent á Vestmannaeyjar, því héðan er mjög stutt niður á Bakka. Einnig liggur gamli vegurinn inn í Þórsmörk um hlaðið hjá okkur og hann er hægt að hjóla og það er enn hægt að keyra hann.“
Áning Tjaldstæði
Gróðursælt tjaldstæði beintengt við náttúruna Þegar farið er upp í Landssveit og framhjá Skarði er tjaldstæði Áningar, sem býður ágæta aðstöðu: salerni, heitt/kalt vatn, grillaðstaða, rafmang og gott rými fyrir hvert fellihýsi/tjald.
Ég kem að máli við Kristján Árnason sem hefur á veg og vanda að uppbyggingu svæðisins. Hann hefur lagt áherslu á að hvert svæði sé rúmgott og að það sé gróður sem aðgreinir svæðin, fyrir vikið verður heildar svipmótið gróðursælt og það býður uppá að vera útaf fyrir sig, enda mikið um rjóður. Tjaldstæðið er í mjög fallegu og sérstöku landslagi og nálægðin við Heklu vekur upp tilfinningu fyrir óbyggðum, enda stutt að
fara inn á svæði sem ekki eru í alfaraleið. Gróðurinn stuðlar svo að veðursæld og kyrrð. Hekluferðir bjóða upp á ferðir að Heklu og nágreni. Allar nánari upplýsingar og pantanir síma 487 6611; GSM 659 0905; tölvupóstur er hekluferdir@simnet.is
42 • Suðurland
Nóg pláss í Þórsmörkinni Kynnisferðir standa fyrir átakinu „skildu bílinn eftir heima“ og bjóða upp á margt skemmtilegt í Húsadal í sumar „Kynnisferðir er alhliða ferðaþjónustufyrirtæki með áherslur á dagsferðir út frá Reykjavík, með gistiaðstöðu í Þórsmörk. Við leigjum einnig rútur í sérverkefni og síðan erum við með skoðunarferðir um Reykjavík í tveggja hæða strætisvögnum í sumar,“ segja þau Þórarinn Þór sölu- og markaðsstjóri og Hjördís Erlingsdóttir sölufulltrúi hjá Kynnisferðum.
Einn möguleikinn sem Kynnisferðir bjóða upp á er „Hop on – hop off City Sightseeing,“ þekkt fyrirbæri í ferðaþjónustu um alla Evrópu, er til í áttatíu og fimm borgum. „Þetta er strætóferð um borgina með hljóðritaðri leiðsögn,“ segir Hjördís, „og hjá okkur er leiðsögnin á átta tungumálum og eitt af þeim er íslenska. Þessi vagn gengur á klukkustundar fresti frá 10.00 að morgni til klukkan 17.00 alla daga, allt sumarið. Í túrnum eru tíu stoppistöðvar og hægt er að stökkva af hvar sem er og koma inn aftur hvenær sem þú vilt. Miðinn gildir í einn sólarhring. Það er, meðal annars, stoppað við sundlaugar, kirkjur, Perluna, og söfn. Miðanum fylgir svo afsláttur í ýmis söfn og veitingar tengdar stoppum vagnsins.”
Frábær aðstaða
Þórsmörk er sá staður sem Kynnisferðir leggja mesta áherslu á fyrir Íslendinga. „Við erum með mjög góða gistiaðstöðu í Þórsmörk sem tekur allt að 120 manns í gistingu, 8 smáhýsi sem eru gistirými fyrir 4-5 manna fjölskyldur og síðan eru gistirými í 3 skálum þar sem tveir eru alrými en í einum skálanum er tveggja manna herbergi þar sem hægt er að fá gistingu í uppbúnum rúmum. Síðan erum við með heita laug, sturtur,og gufu sem hægt er að njóta gegn vægu gjaldi og veitingaskála sem tekur 120 manns í sæti,“ segja þau Hjördís og Þórarinn.
og þýsku. Það er hægt að fara með okkur í Gullfoss/Geysisferð, annars vegar í ferð sem tekur allan daginn, farið að morgni og hins vegar, í eftirmiðdagsferð. Við förum einnig á Snæfellsnes, í söguferð um Borgarfjörð þar sem meðal annars Sögusafnið er heimsótt, farið í Landnámssetrið og snædd kjötsúpa þar. Við erum með ferð um Reykjanesið þar sem meðal annars er farið í Saltfisksetrið í Grindavík, Orkuverið Jörð og Duushús í Keflavík. Í nálægum húsum er kertagerð og glerblástur. Í Reykjanesbæ er líka hið fræga víkingaskip Íslendingur.“ Þetta er bara lítill hluti af þeim Dagsferðum sem við bjóðum uppá.
Það er mikið bókað í gistingu í Þórsmörk hjá Kynnisferðum í sumar, bæði af einstaklingum og hópum. „Það er einnig töluvert um það að ferðaskrifstofur, sem eru að fara í jeppaferðir og aðrar ferðir með stóra hópa inn á hálendið endi í Húsadal, fái þar grillmat í hádeginu, nýti sér þá snyrtiaðstöðu sem við höfum upp á að bjóða – gufubað, sturtur, heita laug – og dvelji hluta úr degi í Þórsmörkinni.“
aðstöðu. Við erum með sérskála fyrir tjaldsvæðið þar sem er rennandi vatn og eldunaraðstaða, þar er allt til alls fyrir um 40 manns bæði leirtau og pottar/pönnur og sæti fyrir alla.
Fjölskylduparadís
Í sumar verða heilmiklar uppákomur í Þórsmörk. Við verðum með Jónsmessuþema fyrir fjölsklylduna. Þar bjóðum við upp á meðalléttar göngur sem miða við að sem flestir fjölskyldumeðlimir komist með. Við verðum með miðnæturbál og það verður möguleiki á að fara á hestbak. Til okkar mætir harmónikkuleikari og við bjóðum upp á grillaðstöðu þar sem fjölskyldur sjá um að grilla sjálfar. Það er allt miðað við að þetta sé fjölskylduferð og allt gert til að börnin njóti þess að vera í Þórsmörkinni. Fjölskylduþema á Jónsmessunótt verður dagana 20. til 22. júní með áherslu á 21 júní með sameiginlegri grillaðstöðu,miðnæturbáli söng og leik. Við viljum benda á að hægt er að bóka gistingu og eða far með áætlunarbílnum hvort heldur frá Reykjavík/Selfossi/Hvolsvelli/ Seljalandsfossi eða hafa samband símleiðis til að fá aðstoð yfir Krossá.
„Við erum um þessar mundir að hefja átak sem við köllum “skildu bílinn eftir og komdu með okkur í Þórsmörk.” Þú getur komið með okkur frá Reykjavík ef þú vilt, eða hoppað upp í á Hvolsvelli, við Seljalandsfoss eða inni við Krossá – gegn vægu gjaldi. Þú getur síðan dvalið í nokkra klukkutíma í Þórsmörkinni og farið til baka með seinni parts rútunni – eða dvalið þar í nokkra daga i skála, eða í tjaldi og átt aðgang að allri
Þórsmörk er mikil fjölskylduparadís. Þar eru margar gönguleiðir, langar, stuttar og mis erfiðar. Það er yndislegt að eyða þarna þremur til fjórum dögum og skoða mismunandi gönguleiðir.
Miðnæturreið og Laugavegsmaraþon
„Þósmörkin spilar líka stórt hlutverk hjá okkur á meðan á
Landsmóti hestamanna á Hellu stendur. „Þá ætlum við að vera með miðnæturreið inn í Þórsmörk og innifalið í ferðinni er kvöldverður, rútuferðir til og frá Hellu, ásamt útreið með leiðsögn. Þann 12. júlí verður Laugavegsmaraþonið og það er búist við að 200 til 250 manns taki þátt í hlaupinu. Það verður því mjög mikið um að vera í Húsadal 12. júlí þegar við tökum á móti hlaupurunum enda er uppselt í gistingu hjá okkur þá – en hægt að fá tjaldstæði.“ Kynnisferðir keyra gífurlegan fjölda dagsferða út frá Reykjavík allan ársins hring. „Hingað til hafa þær aðallega verið fyrir erlenda ferðamenn, þar sem við einblínum á sögu landsins og náttúru,“ segja þau Þórarinn og Hjördís. „Íslendingar geta auðvitað farið í þessar ferðir en leiðsögnin er á ensku, norðurlandamálum, frönsku
Þegar Þórarinn og Hjördís eru spurð hvers vegna í ósköpunum Kynnisferðir bjóði ekki líka upp á þessar ferðir fyrir Íslendinga, segja þau: „Það er því miður ekki hefð fyrir því að Íslendingar fari í svona ferðir með leiðsögn – en okkur langar til að setja slíkar ferðir upp og ætlum okkur að vinna að því.“ Við erum að sjá um sérferðir fyrir Íslendinga og þá oft vinnustaðahópa eða álíka og oft með íslenskri leiðsögn, en það mætti vera meiri hugsjón hjá landanum að nýta sér þessa möguleika.
Flugrútan
Flugrútan er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Flugrútan er til staðar þegar áætlunar- og leiguflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli og flytur farþega til og frá Umferðarmiðstöðinni á BSÍ. Frá umferðamiðstöðinni er farþegum ekið að flestum stærri gististöðum höfuðborgarinnar. Á umferðarmiðstöðinni eru leigubílar til taks fyrir þá sem þess óska. Við brottför frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar er hægt að biðja um að Flugrútan stoppi við Fjörukrána í Hafnarfirði og við Aktu Taktu Garðabæ á leiðinni til Reykjavíkur.
44 • Suðurland
Ævintýraheimur fjallanna Hjá Útivist geta allir sem á annað borð geta gengið fundið þjálfun og ferðir við sitt hæfi
en hefur búið hér í allnokkur ár og er mikill hjólaforingi. Hjólahópurinn hefur verið svipað stór frá ári til árs – en nú er lag fyrir hjólaræktina til að vaxa og dafna þar sem bensínverð er orðið mjög hátt og greinilegt að fólk er farið að taka reiðhjólið fram yfir bílinn.“
Félagið Útivist var stofnað í mars 1975 og hefur frá þeim tíma boðið félögum sínum og öðrum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguferðir, allt frá léttum gönguferðum upp í erfiðar fjallgöngur. Og alltaf er möguleikunum að fjölga, því nú eru starfandi bæði hjólaklúbbur og jeppaklúbbur innan félagsins.
Öflug jeppadeild „Innan félagsins hefur verið starfandi jeppadeild í allnokkur ár. Hún var upphaflega stofnuð af fólki sem hafði verið í gönguferðum um hálendið um árabil, var farið að ferðast á eigin jeppum og vildi skapa sér vettvang til þess; fara á jeppunum upp á hálendið og ganga í samhengi við jeppaferðina. Í sambandi við þetta hefur bæst við nokuð mikið af jeppaferðum um vetur þar sem keyrt er um hálendi og jökla. Það hefur verið mikill vöxtur í þessari starfsemi seinustu árin – en svo veit maður ekki hvaða áhrif olíuverð hefur á þennan hluta starfseminnar. Við gerum þó ráð fyrir að þörfin fyrir fjallaloftið verði til þess að áfram verði þörf fyrir þessar ferðir líkt og aðrar.
Framkvæmdastjóri Útivistar er Skúli H. Skúlason og segir hann áhugann á gönguferðum stöðugt aukast, einkum hafi aukningin verið áberandi síðastliðin fimm til tíu ár og bætir við: „Kannski er aukin umræða um umhverfismál einn af þeim þáttum sem mest áhrif hafa.“ En það er ekki bara áhugi á gönguferðum og hálendi Íslands sem hefur aukist, heldur hefur framboð á ferðum líka aukist til muna. Á þeim þrjátíu og fimm árum sem félagið hefur starfað hefur einnig verið mikil uppbygging á aðstöðu, til dæmis byggingu skála og slíku.
Fjölbreytt framboð og kostir félagaðildar
Við erum með þrjá flokka af jeppaferðum og erum með töflu sem sýnir hversu mikið bíllinn þarf að vera breyttur fyrir hvern flokk.
Það er óhætt að segja að framboð ferða hjá Útivist í sumar sé að vanda bæði fjölbreytt og spennandi. „Inn að fjallabaki erum við með Fimmvörðuháls, Laugavegsferðir, Sveinstinda og Skælinga og Strútsstíg,“ segir Skúli. „Það má segja að við séum með ferðir á þessar leiðir í allar helgar í allt sumar. Þetta eru trúss- og gistiskálaferðir sem taka ýmist fjóra eða fimm daga. Síðan erum við með nokkrar bakpokaferðir, þar sem menn axla bakpokann og tjaldið og upplifa hið fullkomna frelsi. Það er ekki stór hópur sem sækir þær ferðir – en þeir sem sækja þær eru mjög traustir.
Fyrir minnstu jeppana eru fyrst og fremst vor- og haustferðir. Til dæmis höfum við verið með ferðir um fjallabak síðla sumars sem henta fyrr þann flokk. Í þá ferð eru allir venjulegir jeppar gjaldgengir, en ekki jepplingar. Síðan erum við með ferðir sem geta náð nokkuð fram á haustið og eitthvað erfiðari leiðir að sumri og þarf eitthvað hærri bíla, yfirliett 33 til 35 tommur, t.d. ef þarf að krossa erfiðar ár eða fara um torfærari slóðir. Þriðji flokkurinn er yfirleitt fyrir 38 tommu bílar og stærri. Þá er verið að aka í snjó á hálendinu, eða jöklum.“
Það er nú einu sinni þannig að við erum ákaflega góðu vön og þegar við förum í nokkurra daga ferðir, viljum við fá dálitla þjónustu. Kannski gerist það samhliða því að hópurinn sem sækir í svona ferðir hefur stækkað. Þá koma annars konar kröfur sem er hið besta mál. Trússferðir – þar sem er þjónusta, skálar, vatnssalerni og slíkt er fyrir hendi, gerir það að verkum að fleiri njóta náttúrunnar. Það er mjög gott mál.“ Í Útivist eru greiðandi félagar vel á annað þúsund en þeir eru nokkuð fleiri sem teljast til félagsins. Á bak við hvern greiðandi félaga segir Skúli geta verið nokkrir einstaklingar og líklega annar eins fjöldi tengdur skráðum félögum, vegna þess að aðeins eitt gjald sé fyrir hvert heimili. Þar fyrir utan segir hann töluvert af fólki sem ferðist með Útivist án þess að vera í félaginu. Og það borgar sig vissulega að vera félagi í Útivist, því ýmis hlunnindi eru í boði. Félagsmenn fá góðan afslátt á gistingu í skálum félagsins og í allar ferðir. Auk þess bjóða ýmis fyrirtæki góðan afslátt af vörum og þjónustu fyrir félagsmenn Útivistar. Maki félagsmanns og börn, 18 ára og yngri, njóta sömu kjara og félagsmaðurinn.
Skúli segir að í stærstu ferðirnar fari yfirleitt 20 bílar, ekki fleiri. Oft takmarka skálastærðir hópstærðina, en þar fyrir utan sé ekki æskilegt að fleiri bílar séu í ferðinni, eigi fararstjórar að geta haldið utan um hópinn.
Útivistarrækt og styttri ferðir
Gengið úr Jökulgilinu í Strút. Ljósmynd Gunnar S. Guðmundsson ferðir, Hvalfjörðurinn til dæmis hjólaður, eða hjólað í Grímsnesið og endað í heitum potti. Svo er hjólaferð inn í Bása árlegur viðburður. Þá er keyrt að Stóru-Mörk, hjólin tekin þar og hjólað inneftir. Þetta eru um
þrjátíu kílómetrar – og yfirleitt ekki nema einn til tveir sem detta í árnar í þessum ferðum sem taka þrjá til fjóra klukkutíma,“ bætir hann glettnislega við.
Hjólaferðir eru yfirleitt ákveðnar með skömmum fyrirvara – eiginlega eftir veðurspá. „Við erum með hjólastjóra, Marrit Meintema, sem tekur allar ákvarðanir með einræðisvaldi. Hún er frá Hollandi
Yfir sumartímann bætast miðvikudagar við og þá er hist við Toppstöðina í Elliðarárdalnum og farið á eitthvert fjall í nágrenni bæjarins, eða styttri leið. Þá er farið á eign bílum að göngustað.
Hjólað með hjólastjóra Sem fyrr segir eru starfsemin söðugt að aukast og skiptist því orðið í hinar ýmsu deildir. „Nýjasta afkvæmið okkar er hjólaræktin,“ segir Skúli. „Hún hefur starfað í nokkur ár og þriðja laugardag hvers mánaðar fer hjólaræktin í ferð, allt árið um kring. Yfirleitt er hjólað eitthvað í nágrenni bæjarins, eða innanbæjar. Síðan eru teknar lengri
Það geta langflestir fundið sér samastað innan Útivistar. Líka þeir sem eru að taka fyrstu skrefin í að koma sér í form eftir að hafa ekki hreyft sig lengi. Meðal þess sem boðið er upp á er Útivistarræktin. „Þar er gengið mánudaga og fimmtudaga allt árið um kring,“ segir Skúli. „Þá er gengið um Elliðarárdalinn á mánudögum klukkan 18.00. Á fimmtudögum á sama tíma er mætt við brúnna yfir Kringlumýrarbraut og gengið um Öskjuhlíðina og Skerjafjörðinn. Þetta er hugsað sem tækifæri til að halda sér í formi og það er gengið nokkuð greitt og rösklega.
Á leiðinni um Sveinstind og Skælinga blasir Eldgjá við sjónum.Ljósmynd Jósef Hólmjárn
Í vetur heyrðum við á mörgum sem voru að byrja í mánudags- og fimmtudagsgöngunum að það væri erfitt að koma inn í þessar göngur, vegna þess að það væri gengið of greitt, þeir áttu í erfiðleikum með að halda í við hópinn. Við bættum því við öðrum hópi á miðvikudögum, sem fer öfugan hring í Elliðarárdalnum og gengið rólegar heldur en á mánudögum og fimmtudögum. Yfir
Suðurrland • 45
sumartíman taka fjallaferðirnar við af þessum ferðum en við gerum ráð fyrir að byrja aftur á þessum rólegu göngum í Elliðarárdalnum um miðjan september. Þetta hefur gefist mjög vel. Þegar við vorum að byrja á Útivistarræktinni óttuðust margir að þetta myndi grafa undan dagsferðunum sem eru á sunnudögum – vegna þess að þarna væri verð að bjóða upp á ókeypis göngur, en reyndin hefur verð þveröfug; þátttaka í sunnudagsgöngum hefur stóraukist og það er ljóst að við erum að stækka hópinn með þessu.“
Vel þjálfaðir leiðsögumenn Þegar Skúli er spurður hvers vegna fólk fari í skipulagðar göngur eins og þær sem Útivist býður upp á í stað þess að rölta bara á eigin vegum eftir öllum þeim gönguleiðum sem hlykkjast um fjöll og firnindi hér á landi, segir hann margar ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi held ég að það vegi þungt að vera með leiðsögn. Oft eru leiðsögumenn með ýmsan fróðleik um svæðið sem gengið er um, auk þess að sjá um rötunina; þeir vita hvert á að fara. Við höfum verið svo lánsöm að leiðsögumenn hjá okkur eru búnir þeim hæfileika að gera gönguna skemmtilega. Síðan er skipulagsþátturinn mikilvægur; að það sé einhver sem sér um akstur á staðinn og að panta skálapláss ef því er til að dreifa. Þetta er líka öryggisþáttur vegna þess að leiðsögumaður veitir þeim hjálp sem aðstoð þurfa. Það getur ýmislegt komið upp á í svona ferðum, fólk getur misstigið sig og snúið eða þurft aðstoðar við varðandi búnað o.þ.h. Við erum með heilmikla fræðslu fyrir fararstjóra okkar, námskeið í rötun, skyndihjálp og slíku til að tryggja öryggi hópanna.“ Skúli segir ekki mikið um að fólk sé að örmagnast – en í Jónsmessuferðinni yfir Fimmvörðuháls sé félagið með
Framkvæmdastjóri Útivistar, Skúli H. Skúlason viðbúnað. „Jónsmessuferðin okkar yfir Fimmvörðuháls er einn stærsti viðburðurinn í dagskránni hvert ár. Það er oftast mikill földi sem tekur þátt í þessari göngu. Þá er gengið alla nóttina og þá viljum við vera við öllu búin. Þess vegna gerum við ráðstafanir til aðstoða fólk sem ekki treystir sér til að klára gönguna. Það
Í dagsferð með Útivist. Ljósmynd Kristján E. Þórðarson þarf þó ekki oft að grípa til ráðstafana og þá helst ef eitthvað er að veðri.“
Einir, tvennir, þrennir eða fernir skór Það er einfalt að reikna út hvort maður á erindi í þær ferðir sem Útivist hefur upp á að bjóða. Erfiðleikastig ferðanna er merkt með allt frá einum skó og upp í fjóra. Einir skór þýða létta og þægilega göngu sem henta öllum sem á annað borð geta gengið. Yfirleitt er um að ræða styttri dagsferðir. Tvennir skór þýða að gönguleiðin sé farin að lengjast eitthvað. Undir þetta falla lengri gönguferðir þar sem er trússað, það er að segja, fólk er ekki að bera allan farangur á milli náttstaða. Undir þriggja skóa ferðir falla allar almennar bakpokaferðir og þegar kemur að fjögurra skóa ferðum, er yfirleitt um að ræða jöklaferðir eða verulega erfiðar ferðir sem krefjast þess að fólk sé í góðu formi.
Þórsmerkursvæðinu og við vorum svo lánsöm að fá þennan frábæra stað í Goðalandi,“ segir Skúli. „Þar eru tveir skálar. Sá stærri tekur sextíu manns og sá minni tuttugu og þrjá. Síðan er þar tjaldsvæði og á góðri helgi geta verið 800 til 1000 manns á tjaldsvæðinu, án þess að manni finnist neitt sérlega margt þar. Þar er góð salernisaðstaða og fín sturtuaðstaða – en hvað varðar afþreyingu þá er það auðvitað náttúran sjálf, því þarna eru fjölmargar stórbrotnar gönguleiðir, bæði lengri og skemmri. Næsti skáli sem félagið byggði var á Fimmvörðuhálsi. Þar var raunar endurgerður skáli sem Fjallamenn höfðu byggt og var kominn í verulega niðurníðslu. Síðan hefur félagið
byggt upp skála í tengslum við gönguleiðirnar Sveinstind-Skælinga og Strútsstíg. Skálinn i Sveinstindi, Skælingum og Álftavötnum, eru gamlir gangnamannakofar sem voru endurbyggðir – en 2002 var byggður nýr skáli við Strút sem svarar öllum nútímakröfum. Sá sjöundi, sem er í fæðingu, er svokallaður Dalakofi. Það er skáli sem við erum að endurbyggja og var upphaflega byggður af Rudolf Stolzenwald, sem var formaður flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og mikill frumkvöðull í hálendisferðum. Þessi skáli er í Reykjadölum, rétt norðan við Laugafell. Auk þessa erum við að bæta við starfsmannaskála í Básum til að bæta aðstöðuna þar.“
Aðspurður segir Skúli ekki mikið um að fólk ætli sér um of og trelji sig í betra formi en raun ber vitni – en þó komi það fyrir. „Það má kannski segja að þegar fólk ætli sér í nokkurra daga gönguferð án þess að hafa hreyft sig í langan tíma, þá sé það að ætla sér um of og það kemur fyrir. Hins vegar er eðlilegt í svona ferðum að koma þreyttur í náttstað. Það þýðir ekki að ferðin sé of erfið fyrir þig, heldur að þú sért að vinna á í þjálfun.“
Vel búnir skálar Útivist er með skála á sex stöðum og sá sjöundi er að bætast við. Flaggskipið er auðvitað í Básum. Þar slær hjarta Útivistar. „Fljótlega eftir stofnun félagsins fóru menn að huga að byggingu skála á
Slakað á í Strútslaug. Ljósmynd Kristinn Atlason
Horft yfir Langasjó. Ljósmynd Gunnar S. Guðmundsson
Svo er bara að drífa sig af stað
Það er ekki margt sem jafnast á við þá upplifun að ganga um fjöllin og þarf ekki að fara í margar ferðist til að ánetjast þessari einstöku íþrótt. Það bíður sjónrænt ævintýri handan við hvert leiti og sú þreyta sem maður upplifir í náttstað að kvöldi er heilbrigð og góð þreyta. Fyrir þá sem áhuga hafa á að byrja að takast á við sjálfa sig og fjöllin skal bent á heimasíðu útivistar www.utivist.is þar sem finna má allar upplýsingar um ferðir sumarsins og starfsemi hinna ýmsu deilda, auk upplýsinga um útbúnað, fjölda mynda, frásagna og frétta.
46 • Suðurland
Útilega með rómantísku ívafi Þær eru víða náttúruperlurnar sem ekki liggja í augum uppi við þjóðveginn. Ein þeirra er í Þakgili, staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands. Til að komast þangað er ekið fimm kílómetra sutur fyrir Vík í Mýrdal, beygt í norður hjá Hótel Höfðabrekku og keyrt um fimmtán kílómetra inn í landið. Í Þakgili reka þau Bjarni Jón Finnsson og Helga Ólafsdóttir ferðaþjónustu, þar sem boðið er upp á tjalsvæði og gistingu í smáhýsum en það er bara byrjunin. Það var árið 2001 sem þau Bjarni og Helga hófu undirbúning að því að gera svæðið byggilegt fyrir tjaldbúa. Þá þegar höfðu þau farið í ótal sunnudagsbíltúra inn á afréttina til að fullvissa sig um að það væri góð hugmynd að gera svæðið aðgengilegt fyrir ferðamenn. Í Þakgili var ágætt pláss fyrir tjaldstæði, gott skjól fyrir flestum áttum, lækur sem hægt var að virkja og hellir sem hægt var að breyta í matsal. Það var ekki um annað að ræða en að slétta tjaldstæði, byggja snyrtiaðstöðu og laga hellinn. Tjaldsvæðið var opnað á miðju sumri 2002. Í fyrravor reistu þau Bjarni og Helga síðan níu smáhýsi á svæðinu. En hvers vegna í Þakgili?
Tröllavegir
„Það er auðvitað umhverfið þarna í kring sem er stórbrotið og
fallegt,“ segir Helga. „Þetta er inni á Höfðabraekkuafrétti þar sem er mikið af skemmtilegum gönguleiðum og einnig hægt að keyra um á jeppum. Það er hægt að fara hringinn inn að Heiðarvatni og síðan er smalastígur sem liggur inn að jöklinum. Þetta eru algerir tröllavegir – og sjálf mæli ég fastlega með því að fólk gangi þessa leið til að vera ekki svo upptekið
af veginum að það gleymi að njóta náttúrunnar.“ Þegar Helga er spurð hversu langan tíma taki að ganga þessa leið, svarar hún: „Ef ég myndi ganga inn að jölklinum og til baka að Þakgili, tæki ég daginn í það. Það eru svo margir staðir á þessari leið sem er vel þess virði að staldra við, njóta og taka myndir. Síðan er hægt að fara
Ferðaþjónustan Völlum
Hestamaður í viku án þess að eiga hest! Að Völlum undir Mýrdalsjökli upp við Pétursey hafa Sigurbjörg Gyða Tracey og Einar Einarsson komið upp ferðaþjónustu með megináherslu á hestamennsku. – “Ég fékk hugmyndina þegar fjölskylda, hjón með unglingsstúlku hafði verið hjá okkur í þriggja daga hestaferð, en þetta var fermingargjöf fjölskyldunnar til stúlkunnar. Þau voru svo ánægð eftir þessa þrjá daga að næsta sumar voru þau öll búin að eignast hest og fullgildir hestamenn og eru það enn. Þetta var árið 1998”. Í dag hefur starfsemin þróast þannig að í sumar verður fjölgað um 20 gistirúm í nýjum gisti- og veitingaskála, en þegar það bætist við tvö sumarhús sem eru fyrir, verður mögulegt að taka á móti
hópum í hestaferðir, sem alltaf var draumurinn. Fyrirkomulagið er þannig að þú getur pantað hestaferð sem getur verið 1-5 dagar og er þá allt innifalið. Þetta er upplagt fyrir vinahópa, vinnustaði, félög, stjórnir o.s.frv..
Algeng hópstærð er á bilinu 5-10 manns. Allar nánari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www. islandia.is/f-vellir/default.html Þegar rætt var um fyrirkomulagið vildi Sigurbjörg endilega bæta við að það sé opið allt árið og þá er einnig boðið uppá hestaferðir, sem eru mjög spennandi og heillandi á þeim árstíma. Umhverfið þarna undir Mýrdalsjökli er hreint óborganlegt, göngu- og reiðleiðirnar eru til allra átta. Þú getur farið eftir svartri ströndinni og verið í eigin heimi, eða farið upp í gilin sem eru allt um kring, en þar er nálægðin við jökulinn kynngimögnuð. Norðurljós og litabrigði jökulsins eru endalaus í fjölbreytni sinni. Það sakar ekki að geta þess að álfabyggðir eru þarna víða, en ein tilkomumesta kirkja þeirra stendur við hlið Péturseyjar og eru margar sögur til um þann stað.
í styttri gönguferðir í Remundargi l. Það er gilið austan við Þakgil og gangan þangað er létt, í henni enginn bratti sem talandi er um.“
Matsalur í helli
Tjaldstæðið í Þakgili er nokkuð stórt og segir Helga svæðið alveg bera fimm til sex hundruð manns í tjöldum, fellihýsum og húsbílum, en sjaldnast séu svo margir á svæðinu. Þar er hreinlætisaðstaða ágæt, fimm salerni og ein sturta, auk þess sem húsbílar geta tæmt tankana. „Svo er hellir á svæðinu þar sem er grill og borð og bekkir,“ segir Helga. „Þar er líka kamína inni sem hægt er að kveikja upp í og við lýsum hellinn upp með sprittkertum sem hengd eru á hellisveggina á kvöldin. Þetta er mjög kósí og það myndast oft mjög skemmtileg stemmning í hellinum á kvöldin. Oft er líka mikið fjör þar á daginn, því það er mikið um að hópar komi hér að deginum til og borði nestið sitt í hellinum. Í smáhýsunum er boðið upp á svefnpokagistingu. Í hverju húsi er salerni og smá eldunaraðstaða. Þar eru ekki sturtur. „Reynsla okkar er sú að þeir gestir sem gista hér í
eina til tvær nætur, eða lengur, geri mikið af því að skreppa niður til Víkur til að fara í sund. Þetta eru ekki nema tuttugu kílómetrar og fólk fer gjarnan þangað til að versla mat og aðrar nauðsynjar og bregða sér þá í sund í leiðinni. Í hverju húsi eru tvær tvíbreiðar kojur, þannig að þar er gistiaðstaða fyrir fjóra. Auk þess er í þeim ísskápur sem fær rafmagn frá dísilstöð sem hefur verið reist á staðnum.
Góð bækistöð fyrir göngufólk
Þegar Helga er spurð hvernig reksturinn hafi gengið ár frá ári, segir hún hann hafa gengið ágætlega. „ Ferðamannatíminn er stuttur hér en að traffíkin hefur verið alveg prýðileg. Aukningin var mest fyrstu þrjú árin á meðan staðurinn var að spyrjast út og síðustu þrjú árin hefur traffíkin verið mjög stöðug.· En hvers konar fólk gistir í Þakgili? „Það er langmest göngufólk og fólk sem vill fara í góða, gamaldags útilegu með rómantísku ívafi. Síðan er nokkuð mikið um jeppamenn en lítið um hestamenn.“
Heimasíðan hjá Þakgili er www. thakgil.is
Allt frá pylsum upp í nautasteikur
Í Víkurskála eru fjölbreyttar veitingar og óviðjafnanlegt útsýni Í Vík í Mýrdal rekur fyrirtækið E. Guðmundsson Víkurskál og á Kirkjubæjarklaustri Skaftárskála. Báðir skálarnir eru eru N1 stöðvar, en E. Guðmundsson sér einnig um rekstur á Hótel Vík í Mýrdal, sem hefur tuttugu og eitt herbergi, auk fimm sumarhúsa. Hótelið er rekið undir merkjum Eddu og er Eddu plús hótel. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurður Elíasson sem segir að í skálunum sé boðið upp á alla almenna þjónustu. „Fyrir þá sem eru á hraðferð eru hér ís og pylsur og hraðbúð með hreinlætis- og snyrtivörum, grillkolum, gosdrykkjum, súkkulaði og slíku. Hér fyrir innan erum við svo með grill, eða hamborgarastað, þar sem boðið er upp á hamborgara og djúpsteiktan fisk. Svo er það eiginlega gullmolinn okkar, Ströndin, syðsti hlutinn í skálanum hér í Vík. Þetta er bistrobar/veitingastaður þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum og fá sér virkilega gott kaffi og tertusneiðar, eða valið af matseðli alls kyns rétti. Í þessum sal er stórfenglegt útsýni
yfir ströndina okkar, Reynisdranga og þorpið. Útsýni er til suðurs og vesturs og hefur ákaflega fallegan sjóndeildarhring. Það er virkilega tilkomumikið að sitja þar þegar brim er mikið. Hótelið er Edduhótel, eins og ég sagði. Edda plús sem þýðir hæsta staðal í Eddunni. Öll herbergi eru með baði og sturtu, sjónvarpi og síma og þarna er morgunverðarsalur, en allar aðrar veitingar tengdar hótelinu eru bornar fram á Ströndinni. Á hótelinu er ekki bar, en léttvínsleyfi. Á kvöldin geta gestir okkar sest niður í morgunverðarsalnum og fengið sér kaffi og það nýta erlendir gestir sér mikið. Sitja heilu kvöldin yfir kaffibolla og skrifa póstkort.“ Sigurður segir að mun fleiri útlendingar en Íslendingar gisti í Hótel Vík. „Hins vegar nota Íslendingar dálítið sumarhúsin. Í þeim eru tvö tveggja manna herbergi. Þar er sérbað og sturta fyrir hvort herbergi og sjónvarp. Þar er ekki eldhús, heldur er þetta hugsað sem hús til dvalar eina nótt, rétt eins og hótelherbergin.“
Suðurrland • 47
Mögnuð náttúra í Mýrdalnum Mögnuð náttúra einkennir Mýrdalinn. Náttúrufarið er mjög fjölbreytt þar sem beljandi jökulfljót og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við grasi grónar heiðar og láglendi. Í norðri gnæfir Mýrdalsjökull í öllu sínu veldi. Það má segja að í Mýrdalnum sé öll flóran í náttúru landsins nema jarðhiti. Mýrdalshreppur nær frá Jökulsá á Sólheimasandi í vestri að Blautukvísl á Mýrdalssandi í austri og upp á miðjan Mýrdalsjökul í norðurátt. Í suðurátt blasir við Atlandshafið við. Í sjónum standa Dyrhólaey og Reynisfjall sem ramma inn hinn eiginlega Mýrdal. Ströndin við Vík og Reynisfjara vestan Reynisfjalls eru taldar með fegurstu ströndum í Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda- og auglýsingargerðarmanna, bæði innlendra og erlendra. Af öðrum náttúruperlum má nefna Hjörleifshöfða, Kötlu, Heiðardalinn, Höfðabrekkuheiði og Höfðabrekkuafrétt. Aðalatvinugreinin í Mýrdalnum hefur í gegnum árin verið landbúnaður og þjónusta við hann en vaxtarbroddurinn á undanförnum árum hefur verið í ferðaþjónustu. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn heimsækja Mýdalinn á ári hverju, aðallega erlendir ferðamenn. “Erlendum ferðamönnum virðist það ljóst hversu mögnuð náttúran er þarna. Innlendir ferðamenn mættu nýta sér betur þá ferðamöguleika sem hér eru,” segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul hafa notið vinsælda en færri vita af því að einnig er boðið upp á hundasleðaferðir á jökulinn. Þá er hægt að fara í hjólabátaferðir í kringum Dyrhólaey. Víða eru góðar gönguleiðir og að sögn Sveins er nú verið að skipuleggja og kortleggja gönguleiðir um afrétti og heiðarlönd og vonast hann til að gönguleiðakort verið komið út í sumar. Fuglalífið er fjölskrúðugt í sveitinni og er kjörið að fara þar í fuglaskoðun. Sveinn segir
að fínar aðstæður séu til að fylgjast með sjófuglum svo sem lundanum, fýlnum og kríunni. Nýleg sundlaug er í Vík og golfvöllur er í göngufæri frá bænum. Þakgil er á Höfðabrekkuafrétti og má segja að það sé Þórsmörk Mýrdalsins. Þar eru tjaldstæði. Sveinn segir að hótel- og gistiaðstaða sé góð í Mýrdalshreppi. “Hér er hótel Höfðabrekka, sem er með stærri landsbyggðarhótelum á Íslandi, hótel Dyrhólaey og í Vík eru tvö hótel, gistiheimili og tjaldstæði. Þá er líka ferðaþjónusta á nokkrum bæjum í sveitinni.” Að sögn Sveins er mannlífið mjög blómlegt og félagslífið öflugt. Þrátt fyrir að í sveitafélaginu búi aðeins
um fimm hundruð manns eru þar starfandi kvenfélög, búnaðarfélög, lionsklúbbur, kirkjukór og gólfklúbbur svo dæmi séu tekin. Öflungur tónlistarskóli setur svip sinn á menningarlífið. Sveinn segir að ungt fólk hafi verið að flytjast á svæðið enda séu þarna góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Áhersla hafi verið lögð á barna- og unglingastarf af ýmsu tagi.
Sveinn segir að ungt fólk hafi verið að flytjast á svæðið enda séu þarna góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Áhersla hafi verið lögð á barna- og unglingastarf af ýmsu tagi.
Í Vík er verið að endurbyggja mörg gömul hús og í einu slíku sem kallast Brydebúð er sýning sem nefnist Mýrdalur mannlíf og náttúra. Á sýningunni er stiklað á því helsta í mannlífinu og náttúrufarinu og er Katla þar í forgrunni enda eru 90 ár frá síðasta Kötlugosi. Í húsinu
er einnig sýningin “Gott strand eða vont.” Á þeirri sýningu er gerð grein fyrir skipsströndum, björgunum og hrakförum á strandlengjunni frá Sólheimastandi og austur í Öræfi. Heimasíða Mýrdalshrepps er www. vik.is.
48 • Suðurland
Opinbera leyndardóma öræfanna Arcanum hefur það að markmiði að opinbera leyndardóma öræfanna fyrir gestum sínum, segir Benedikt Bragason , sem á og rekur fyrirtækið ásamt sambýliskonu sinni, Andrínu Guðrúnu Erlingsdóttur og hann bætir við: „Enda merkir Arcanum leyndardómur og á því vel við starsemina.“ Benedikt byrjaði að vinna við fyrirtækið árið 1992 og segist aðeins hafa ætlað að vera í tvær vikur í upphafi. „Svo lengdi ég það um viku, síðan mánuð– og er hér enn. Þetta er eins og flensa sem ekki er hægt að losna við, nema hvað þetta er skemmtilegt. Við höfum farið með mikið af þakklátum gestum í snjósleðaferðir inn á Mýrdalsjökul, kynnst aragrúa af skemmtilegu fólki og þetta er bara ævintýri.“ Þau Benedikt og Andrína Guðrún höfðu unnið hjá hinum ýmsu fyrirtækum á Mýrdalsjökli fram til 2001 „Maður var orðinn eins og nátttröll hér innfrá,“ segir hann, „ puðandi endalaust, sama hver átti fyrirtækið. En árið 2001 ákváðum við bara að kaupa það sjálf og reka og sjáum ekki eftir því.“
Með allan útbúnað
Arcanum á í dag um fjörutíu vélsleða, auk þess að reka stóran snjótroðara. „Í honum keyrum
við fólk sem vill ekki fara á sleða. Við erum með samning við breska ferðaskrifstofu sem kemur með mörg þúsund börn á hverju vori og hausti til okkar. Við förum með þau upp á jökulinn í jökulfræðslu og skemmtilegheit. Þessar ferðir skólabarna frá Bretlandi hafa verið að aukast ár frá ári, enda fundu nú
Bretarnir upp jöklafræðina í seinni heimsstyrjöldinni. Við fórum í fyrsta sinn með breska skólakrakka á jökulinn árið 2001 og núna eru þau farin að koma aftur sem fullorðið fólk í heimsókn. Þau tala mikið um ferðina sem þau komu hingað þegar þau voru skólakrakkar og það finnst okkur ákaflega skemmtilegt.“ Arcanum er eingöngu í snjósleðaferðum á Mýrdalsjökul og bjóða upp á áætlunarferðir á jökulinn fjórum sinnum á dag, klukkan 10.00, 12.00, 14.00 og 16.00. Hver ferð tekur um klukkustund. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af útbúnaði því þau Benedikt og Andrína eru með allt sem þarf til að fara í ferð á jökulinn. „Við erum með alla galla, bomsur, vettlinga og hjálma, lambúshettur og flíspeysur. Allt sem til þarf. Fólk getur þess vegna komið á stuttbuxum og sandölum. Það er eins gott fyrir okkur að vera með góðan útbúnað fyrir alla, því það er algengt að hingað komi útlendingar sem eru í óvissuferðum og engan veginn útbúnir til að fara á jökla.“
Einbeitum okkur að jöklinum
Benedikt segir fyrirtækið einnig eiga dálítið af jeppum og trukkum vegna þess að það gerist að til þeirra komi fólk sem langar í smá jeppaferð á jökulinn. „Þá græjum við það, förum í stuttar ferðir bara til að leyfa fólki að upplifa tilfinninguna en við erum ekki í þessum jeppaferðum sem margir eru í. Við skiljum alveg á milli. Menn eru að reyna að sinna þessum jöklaferðum frá A til Ö með rútuferðum frá Reykjavík en við erum ekkert í því. Hins vegar erum við í samstarfi við Kynnisferðir sem koma til okkar fimm sinnum í viku. Við einbeitum okkur bara að jöklinum og dettur ekki í hug að vera í samkeppni við þá sem eru að koma með farþega til okkar.“ Og fyrirtækið er rekið allan ársins hring vegna þess að hægt er að fara á jökulinn allt árið. „Þessi jökull hefur góðar aðstæður síðsumars og snemma á haustin,“ segir Benedikt. „Hins vegar er von á öllum veðrum í desember og janúar, auk þess sem dagar eru þá stuttir. Þá lokum við, til að gera við tækin og stússa í viðhaldi og einhvern tímann verðum við að taka okkur frí. Við tókum þá stefnu að loka á þessum tíma vegna þess að það gerðist of oft að ekki var hægt að fara á jökulinn vegna veðurs. Það veldur svo miklum vonbrigðum þegar fólk er mætt á staðinn, svo við hættum ferðum yfir þessa tvo erfiðustu mánuði.“ Bækistöð Arcanum er á heimili Benedikts og Andrínu í Sólheimakoti, sem er síðasti bærinn áður en komið á jökulinn, tuttugu og þremur kílómetrum vestan við Vík í Mýrdal. En þangað er auðvelt að rata því þetta er fyrsti bærinn sem komið er að þegar ekið er yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Frekari upplýsingar má finna á www.snow.is
Hótel Höfðabrekka nýtur sín vel í stórbrotnu landslaginu, rétt austan við Vík í Mýrdal.
Hótel Höfðabrekka - vinalegt sveitahótel nærri Vík Hótel Höfðabrekka er skemmtilegt og vinalegt sveitahótel sem stendur við þjóðveginn, um 5 km austan við Vík í Mýrdal. Hótelið, sem nýtur sín vel í ægifögru umhverfi Víkur, býður upp á 62 vel útbúin tveggja manna herbergi með baði og sjónvarpi.
Á Hótel Höfðabrekku er 120 manna veitingastaður þar sem boðið er uppá morgunverð fyrir
gesti og kvöldverðarhlaðborð yfir sumartímann. Við hótelið eru svo heitir pottar þar sem notalegt er að slaka á eftir góðan dag og njóta sveitakyrrðarinnar. Ýmsa afþreyingu er að finna í næsta nágrenni við Hótel Höfðabrekku. Þar á meðal eru snjóog hundasleðaferðir á Mýrdalsjökli, siglingar við Dyrhólaey og golfvöllur í Vík. Hægt er að njóta landslagsins og sveitasælunnar með göngutúrum um
svæðið og er t.d. afar skemmtilegur hellir, Skipahellir, í hömrunum austur af bænum. Þá er fuglalíf afar fjölskrúðugt á svæðinu, í hömrum og á söndum við sjóinn. Hótel Höfðabrekka 871 Vík Sími: 487-1208 www.hofdabrekka.is hotel@hofdabrekka.is
Dyrhólaeyjarferðir
Dyrhólaeyjarferðir eru eins og nafnið bendir til með hjólabátaog landferðir út í Dyrhólaey. Dyrhólaey er syðsti hluti landsins og er um 120 metra há.
Úti fyrir eru klettadrangar sem eru sérstæð náttúrusmíð. Þar gefur að líta mjög fjölskrúðugt fuglalíf, má þar nefna, fýl, langvíu, álku, súlu, lunda og ýmsar mávategundir. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á ísöld við gos í sjó. Vesturhluti hennar nefnist Háey og er úr móbergi en austurhluti hennar er oft nefndur Lágey sem að meginstofni er úr grágrýti. Áður fyrr var útræði frá Dyrhóley og réru flestir bændur úr sveitinni til fiskjar að sækja sér björg í bú. Á síðari árum hafa bændur byggt upp myndarlegt æðarvarp í eynni sem nytjað er til dúntekju. Í sjóferðunum er farið frá Dyrhólum, ekið niður sandinn og austur eftir brimströndinni þar sem Dyrhólaeyjargatið og drangarnir úti
fyrir blasa við suður undan eynni. Þaðan er sjósett, síðan siglt í gegnum gatið á Dyrhólaey og meðfram nokkrum stærstu dröngunum úti fyrir eynni, þar á meðal Kambi, Háadrang, Lundardrang og Mávadrang. Í klettadröngum þessum er mikið og iðandi fuglalíf og stundum sést einnig selur á sundi eða uppi á skerjum. Mikið er lagt upp úr öryggi farþega um borð og eru öryggiskröfur eftir ströngustu reglum. Fyrir þá sem vilja frekar fara landleiðina en siglingu eða ef ekki er hægt að sigla vegna öldu er
boðið upp á skemmtilega landferð. Þá er einnig ekið frá Dyrhólum niður sandanna milli melhólanna og ekið eftir flæðarmálinu austur brimströndina að Dyrhólaey þar sem gatið fræga og stærstu drangarnir blasa vel við augum. Þar er áð um stund og gefst farþegum þá gott tækifæri til að njóta frábærs útsýnis, skoða bergmyndanir vestan í Dyrhólaey, taka myndir og ganga um hina fornu Dyrhólahöfn. Einnig er farið á bátnum að Hildardrang þar sem er gömul fjárrétt og lítil hellisskúti þar sem boðið er upp á hressingu.
Suðurrland • 49 Eins og Páll segir þá eru Hornstrandir stór þáttur í ferðaáætlun Ferðafélagsins. „Við erum með tíu ferðir í boði á Hornstrandir á hverju ári og erum að fara með tvö til þrjú hundruð manns á ári þangað. Þar göngum við um eyðibyggðir og ákaflega falleg og heillandi svæði. Í þessari ferð gistum við í skálum og þeim húsum sem eru fyrir á svæðinu.“
Skálar og deildir
Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þeir eru á þrjátíu og átta stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þá óháð aðild að Ferðafélaginu. „Á Kili erum við starfandi með fimm skála og gönguleið sem heitir Kjalvegur hinn forni,“ segir Páll. „Þetta er gömul þjóðleið sem naut mikilla vinsælda til langs tíma. Vonandi á hún eftir að koma inn vinsæl aftur, því þetta er ákaflega falleg leið um hrjúft og eyðilegt landslag og miklum söguslóðum þar sem ýmsar hörmungar í Íslandssögunni gerðust.“
Félag allra landsmanna
Á þeim áttatíu árum sem Ferðafélag Íslands hefur starfað, hefur það staðið fyrir um tvö þúsund gönguferðum með um tvö hundruð þúsund þátttakendum Ferðafélag Íslands var stofnað í nóvember 1927 og hefur starfað óslitið í áttatíu ár. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Strax í upphafi voru kjörsvið félagsins skálarekstur, ferðir og útgáfa og er svo enn í dag. „Félagið byggir á traustum grunni sem mjög margir, bæði sjálfboðaliðar og aðrir, leggja lið með vinnu eða ýmsum stuðningi,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. „Starf félagsins í dag er mjög fjölbreytt og blómlegt. Það er mikill meðbyr með félaginu í dag, enda nýtur útivist, fjallamennska og ferðir um hálendið sífellt meiri vinsælda.“
Glæsileg útgáfa
Á hverju ári gefur Ferðafélag Íslands út árbók og nýlega kom út árbókin 2008. Hún er eftir Hjörleif Guttormsson og fjallar um Úthérað, ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Bókin í ár er sú þriðja sem Hjörleifur ritar um Austfirði, en árið 2005 kom út árbókin Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar og 2002, Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar. Bókin í ár er númer 81 í röðinni, því árbækurnar hafa komið út óslitið í áttatíu og eitt ár og er einstök ritröð um land og náttúru. Nú þegar er verið að vinna að næstu fjórum til fimm árbókum. Það er óhætt að segja að árbækur Ferðafélags Íslands séu einstakar. Í þeim eru ítarlegar upplýsingar um svæðið sem þær fjalla um; jarðfræði, gróður, fugla- og dýralíf, sögur og sagnir, mannlíf, menningu, atvinnuhætti, göngu-, reið- og
akstursleiðir, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru skemmtilega skrifaðar af höfundum sem gerþekkja til aðstæðna, ríkulega myndskreyttar og frágangur á þeim allur til fyrirmyndar. Reyndar ættu þær að vera til á hverju heimili. Í útgáfunni er einnig fjöldi smárita, handhægir litlir bæklingar sem fjalla um afmörkuð svæði og gott að hafa með sér í bakpokanum, til dæmis, gönguleiðir í Hvalfjarðarbotni, á Hellisheiði, Laugavegurinn, Gönguleiðir á Kili, gönguleiðir í Þórisdal. Auk þess gefur félagið út göngukort.
Flaggskipið – vinsælasta gönguleið landsins
Ferðaáætlun ársins kemur alltaf út í byrjun árs. Í henni er að finna fjölbreytt úrval ferða þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, allt frá léttum kvöldferðum, upp í jöklaferðir. „Frá upphafi hefur
félagið staðið fyrir yfir tvö þúsund ferðum, með yfir tvö hundruð þúsund þátttakendum,“ segir Páll, „og starfar í dag á fjölmörgum svæðum og leiðum. Þar má nefna Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins, sem liggur frá Landmannalaugum og niður í Þórsmörk.
Innan Ferðafélags Íslands eru starfandi 9 sjálfstæðar deildir víðs vegar um landið, sem starfa í anda FÍ. Deildirnar standa fyrir eigin ferðaáætlun, eiga og reka ferðaskála og standa fyrir útgáfustarfi af ýmsu tagi. Þeir sem eru í Ferðafélaginu geta nýtt sér allt sem þessar deildir hafa upp á að bjóða. Einnig njóta félagar betri kjara meðal ferðafélaganna í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Páll segir félagsmenn hafa gert heilmikið af því að taka sig saman um að fara í ferðir til Norðurlandanna án þess að Ferðafélagið sem slíkt væri aðili að þeim ferðum. „Hins vegar erum við núna að endurvekja okkar sambönd við ferðafélögin á Norðurlöndum,“ segir hann, „og verðum þá væntanlega með skipulagðar ferðir þangað á næstu árum.“ Innan Ferðafélags Íslands er jeppadeild sem starfar allt árið um kring, fer í dagsferðir, helgarferðir og lengri ferðir. Páll segir að sá hópur sé alltaf að stækka, „enda sífellt fleiri sem eiga jeppa og ferðast á eigin vegum. Síðan má segja að við séum með starfandi skíðaferðadeild. Þegar gott er veður og færi gott, þá bjóðum við upp á gönguskíðaferðir.“
Á þessari leið hefur félagið byggt upp sex skála, í Hrafntinnuskeri, við Álftavatni, í Hvanngili, Emstrum og Þórsmörk. Laugavegurinn er einstök gönguleið og má segja að sé gengið í mjög fjölbreyttu landslagi, allt frá líparítsvæði, yfir jökulsvæði, um eyðimerkursanda og niður í skógi vaxna Þórsmörk. Á leiðinni þarf auk þess að vaða yfir nokkrar ár.
Matur og draugar
Á hverju sumri ganga á milli sex og átta þúsund manns Laugaveginn og nýta sér aðstöðu í skálum félagsins. Í öllum skálunum eru skálaverðir sem sinna þjónustu og viðhaldi. Einnig eru tjaldstæði og salernisaðstaða við alla skálana, sem og aðgangur að eldhúsi og eldhúsáhöldum. Þetta eru stórir skálar með svefnpokaplássi, en þó ekki með rafmagni og á stórum hluta leiðarinnar er ekkert símasamband. Laugavegurinn er okkar flaggskip, ásamt Hornströndum – sem er stór þáttur í ferðaáætlun okkar.“
Síðan er draugaferð í Hvitárnes – en þar hefur verið reimt og við ætlum að fara á fund draugsins.Við erum með styttri helgarferðir sem njóta mikilla vinsælda. Þar má nefna „Á vit fossanna í Djúpárdal“. Síðan er Fimmvörðuhálsinn sífellt vinsæll, auk þess sem Laugavegurinn er okkar vinsælasta ferð. Ég vil líka nefna nýja leið hjá okkur sem fær mjög góðar viðtökur. Hún er frá Bláfjallahálsi og niður að Laugarvatni, fjögurra daga gönguferð um Jarðhettudal, suður fyrir Hlöðufell og Skjaldbreið, yfir Klukkudal niður að Laugarvatni. Í sumar verða tvær slíkar ferðir hjá okkur – sem eru fullbókaðar, auk sérferða sem fólk er að fara sjálft.“ Heimasíða Ferðafélags Íslands er www.fi.is
Félagsaðild borgar sig
Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið, ungir sem aldnir og fjölskyldan öll. Það er fátt betra en að vera úti með fjölskyldunni í gönguferð og upplifa íslenska náttúru. Maður hvílist hvergi betur en í hreinu fjallaloftinu með alla þessa stórbrotnu náttúru í kringum sig. Félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni. Árgjaldið er því fljótt að skila sér, því það er aðeins 4.900 krónur í ár.
Þegar Páll er spurður hvað beri hæst í áætlun Ferðafélags Íslands á þessu sumri, segir hann félagið vera með nokkrar ferðir sem vakið hafa athygli. „Þar má til dæmis nefna ferð sem við köllum „Matarkistu Breiðafjarðar,“ þar sem heimamenn bjóða upp á sjávarréttarhlaðborð tengdar gönguferðum.
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
50 • Suðurland
Þar sem þögnin hefur hljóm
Skaftárhreppur er land andstæðna, þar mætast ís og eldur, skóglendi og sandur, hraun og blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf Skaftárhreppur varð til með sameiningu fimm hreppa árið 1990 og nær frá miðjum Mýrdalssandi, út á miðjan Skeiðarársand og upp á miðhálendi. Sveitarstjórinn, Bjarni Daníelsson, segir vissulega komna langa reynslu á samstarfið – en bætir glettinn við: „Á sjómannadaginn vorum við með róðrarkeppni á Hæðagarðsvatni þar sem gömlu hrepparnir kepptu og það var greinilegt að þeir höfðu ekki gleymt neinu hvað varðar hrepparíginn.“ Skaftárhreppur er næst stærsta sveitarfélag á Íslandi að flatarmáli, eitthvað yfir 7000 ferkílómetrar og víst er að innan sveitarfélagsins eru einhverjar stórbrotnustu náttúru perlur landsins. Þekktastir eru líklega Lakagígar, 25 kílómetra löng gígaröð á Síðumannaafrétti. Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðinni á sögulegum tímum – og einu frægasta gosi á Íslandi fyrr og síðar, Skáftáreldunum árið 1783. Ennfremur má nefna Langasjó, stöðuvatn suðvestan Vatnajökuls sem er 27 ferkílómetrar að flatarmáli en svo gott sem allt umhverfi vatnsins er gróðurlaus auðn. Margar eyjar eru í vatninu og landslag er, vægast sagt, stórbrotið. Ennfremur Eldgjáin, um 40 kílómetra löng gossprunga á Skaftártunguafrétti, einstakt náttúrufyrirbæri sem talið er hafa myndast í stórgosi í kringum árið 900. Það myndi líklega æra óstöðugan að ætla að gera grein fyrir þeim ótal náttúrperlur sem liggja í Skaftárhreppi – en þó verður að minnast á Kirkjugólfið, Sönghelli, Systrafoss, Systrastapa – en fjölmörg örnefni í hreppnum eru frá tíma klausturhalds á Kirkjubæ og í Álftaveri. Einnig eru þar Dverghamrar, Fagrifoss, Fjaðrárgljúfur, Núpsstaðaskógur og Meðallandsfjara, svo eitthvað sé nefnt.
Vaxtarbroddurinn er í ferðamennsku
Það má því segja að í sveitarfélaginu séu í boði allar tegundir af landslagi sem finnast á Íslandi, fjöll og sandar, blómleg byggð, beljandi jökulfljót, gróðurlausar auðnir, eldgígar og jöklar – og hraunið með öllum sínum litbrigðum. „Þetta svæði einkennist allt af mjög sérstökum náttúrufyrirbærum, “segir Bjarni. „Hér er sjálft eldhraunið, gífurlega stórt svæði af gervigígum í
og nú er íbúafjöldinn rétt innan við fimm hundruð. Einhvers staðar þar liggja sársaukamörk fjölbreyttrar þjónustu og þess vegna er mikill hugur í mönnum núna að snúa vörn í sókn.“ Hvað veðráttu varðar, segir Bjarni Skaftárhrepp vera góðviðrissvæði. „Auðvitað er hér allra veðra von eins og annars staðar á Íslandi – en hér eru sumur mild og vetur yfirleitt líka, þannig að við erum með mjög ákjósanlegt svæði til að byggja upp. Hér er alveg gríðarlega góðir möguleikar til uppbyggingar á mörgum sviðum. Það sem við þurfum á að halda er atorkusamt fólk sem vill fylgja eftir góðum hugmyndum“.
Ríkulegt menningarlíf og góð þjónusta
Hér eru mörg náttúruvætti sem ferðamenn koma til að skoða. Við erum að vinna að því hægt og sígandi að gera þetta að aðgengilegra svæði fyrir ferðamenn og vekja athygli á því. Það má segja að við séum að reyna að fá fólk til að stoppa lengur hér en það hefur gert.“ Og víst er að enginn verður svikinn af því að staldra við og virða fyrir sér öll þau undur sem í sveitarfélaginu er að sjá.
Margar ágætar veiðiár
Bjarni Daníelsson sveitarstjóri Skaftárhrepps Landbrotinu og svo auðvitað Skaftáin, það mikla vatnsfall sem setur svip sinn á sveitina og gerir stundum usla.“ Skaftárhreppur er svo ægifagur að þegar ekið er um svæðið á maður til að gleyma að hér er aðalatvinnugreinin hefðbundinn landbúnaður og eini þéttbýliskjarninn er á Kirkjubæjarklaustri. „Enn í dag býr aðeins einn þriðji af íbúunum í þéttbýli og tveir þriðju í sveitum – sem er líklega nokkuð óvenjulegt hlutfall,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið vaxtarbroddurinn í uppbyggingu hér er ferðamennskan. Hér hafa risið mörg hótel og gististaðir á undanförnum árum og hér eru margir vinsælir viðkomustaðir ferðamanna.
„Lakagígasvæðið tilheyrir Skaftafellsþjóðgarði en varð nýverið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Það stendur til að innan árs verði Langisjór og töluvert landsvæði í kringum hann einnig hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Ein af gestastofum þjóðgarðsins mun rísa á Kirkjubæjarklaustri og verður sennilega risin hér 2010 og menn binda auðvitað miklar vonir við stofnun þjóðgarðsins í sambandi við uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu svæði. Menn eru reyndar líka svolítið kvíðnir fyrir vaxandi umferð vegna þess að stórir hlutar af þessu landi, sérstaklega inni á hálendinu, eru mjög viðkvæmir fyrir umferð. Það verður reynt að vinna að því á næstu misserurm að umferð um þetta viðkvæma land verði ekki til að spilla náttúrunni. Hér er ekki bara Skaftá, heldur eru margar ár á þessu svæði og margar hverjar ágætar veiðiár og því hefur þetta verið vinsæll staður til að veiða sjóbirting og bleikju. Núna er verið að endurskoða aðalskipulag Skaftárhrepps. Í því sambandi fer
fram umræða um þá framtíðarsýn sem menn vilja velja sér fyrir þetta sveitarfélag og takast óneitanlega á nokkuð ólík sjónarmið. Það má segja að á öðrum endanum séu sjónarmið fullkominnar náttúruverndar og á hinum endanum þau sjónarmið að við þurfum að lifa af þessu landi og nýta þau landsgæði sem hér eru, meðal annars orkuna sem er í þessum mörgu fallvötnum hér – og síðan eru auðvitað margir á því að gera eigi eitthvað þarna mitt á milli. Þetta er mjög áhugaverð umræða og skilar vonandi einhverri sýn á það hvað best sé að gera hér áður en yfir lýkur.“
Góðviðrissvæði með gríðarlega möguleika
Þegar Bjarni er spurður um aðrar atvinnugreinar en landbúnað og ferðamennsku, segir hann: „Það er hér fiskeldi, m.a. stöð sem framleiðir hina víðfrægu Klausturbleikju. Síðan eru hér byggingafyrirtæki og allmörg þjónustufyrirtæki – en það hefur lítill vöxtur verið í öðrum greinum en ferðaiðnaði. Það fækkaði í sveitarfélaginu á síðustu tveimur áratugum eða svo um 250 manns
Og víst er að hvorki heimamenn né gestir þurfa að láta sér leiðast. Í Skaftárhreppi eru einhverjar flottustu göngu- og reiðleiðir landsins, sem og akstursleiðir inn á hálendið. „Hér eru ótæmandi útivistarmöguleikar. Við erum líka með nýja sundlaug, ágæta laug með heitum pottum. Hér er félagsheimili þar sem haldnir eru tónleikar. Við erum með Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustir aðra helgina í ágúst, fastur liður sem hefur verið í átján ár og í sumar verðum við þar að auki með tónleika allar helgar í júlí og jafnvel oftar, ásamt fleiri menningarviðburðum. Síðan er fastur liður hjá ferðaleikhópum og tónlistarmönnum að koma hér við, þannig að það er heilmikið af menningarlífi hér á staðnum. Fyrir þá sem hér vilja setjast að þá er hér afbragðs góður skóli, heilsugæsla, leikskóli, hjúkrunar- og dvalarheimili – þannig að hér er hægt að njóta góðrar þjónustu frá æsku til efri ára.” “Það sem margir upplifa hér er að það er eins og hér ríki einhver friður í náttúrunni og himininn hér er stór. Það var það fyrsta sem ég veitti athygli þegar ég kom hingað – og þögnin hefur hljóm.”
Suðurrland • 51
Óþrjótandi möguleikar fyrir náttúruunnendur Á Hunkubökkum á Síðu hefur verið rekin ferðaþjónusta óslitið síðan 1974. Núverandi eigendur eru Pálmi Hreinn Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir. Á jörðinni er stunduð ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur. Ferðaþjónustan býður upp á gistingu í smáhýsum sem eru tveggja eininga hús með eldunaraðstöðu í flestum herbergjum. Einnig eru 3 herbergi án baðs í þjónustuhúsinu. Þar er einnig boðið upp á morgunverðarhlaðborð og hægt að fá þar kvöldverð eftir pöntun. Í þjónustuhúsi er tveir matsalir sem rúma 40– 50 manns í mat.
nágrenninu má nefna Systrastapa, Systravatn, Kirkjugólf, Núpstað, Jökulsárlón, Landsbrotshóla, Fjarðarárgljúfur, Dverghamra og Núpsstaðaskóg. Systrastapi og Systravatn eru þekktar söguslóðir og nú hefur bæst við nýr áfangastaður því nýlega fannst stór og áður óþekktur hraunhellir skammt frá Klaustri sem fróðlegt er að kanna. Í Fjaðrárgljúfur eru 2 km, að Fagrafossi 20 km, í Lakagíga 44 km, í þjóðgarðinn í Skaftafelli eru 78 km, að Skálafellsjökli 150 km og í Eldgjá eru 67 km. Daglegar rútuferðir með Kynnisferðum eru á þessa staði á sumrin.
Veitingaaðstaða með bar er til staðar á bænum í þjónustuhúsi sem tekur 40 til 50 manns í sæti. Þar er borinn fram morgunverður og kvöldverður fyrir gesti eftir pöntun.
Skaftáreldar og móðuharðindin Árið 1783 rann mikið hraunflóð úr Lakagígum á Síðumannaafrétti, þekkt sem “Skaftáreldar”. Er það talið eitt hið mesta hraunflóð sem runnið hefur á Jörðinni í einu gosi. Hraunstraumarnir fylltu gljúfur Skaftár og Hverfisfljóts og runnu þar til byggða í tveimur hraunfljótum og breiddust svo út yfir láglendið. Hraunið tók af marga bæi og eyddi stórum landsvæðum í byggðinni. Öskufall varð mikið og afleiðingar eldgossins urðu skelfilegar fyrir íbúa héraðsins og landsmenn alla. Þetta tímabil hefur verið nefnt „Móðuharðindin”. Askan barst um mikinn hluta landsins, en öskulag varð hvergi þykkt, jafnvel ekki í nærsveitum. Öskuryk barst yfir til meginlands Evrópu og mistur sást í lofti austur til Altaifjalla í Kína. Ofursmáar gasagnirnar ásamt örf ínu öskudufti bárust upp í heiðhvolfið. Það kemur ekki á óvart þegar horft er til þess að í öflugustu hrinunum hafi kvikustrókarnir, yfir gígunum, náð 800 - 1400 metra hæð, verið á hæð við Esjuna eða jafnvel Snæfellsjökul. Magnið öskunnar er samt óverulegt miðað við hraunið, eða aðeins tæpt eitt prósent af því heildarefnismagni sem upp
Óþrjótandi möguleikar eru fyrir náttúruunnendur að sjá eitthvað nýtt í nágrenni Hunkubakka, enda andstæður miklar í náttúrunni. Mikið er um athyglisverðar gönguleiðir í grenndinni og fallegt útsýni, auk þess sem mikið fuglalíf er á svæðinu. Hunkubakkar eru einn kílómetra frá þjóðvegi 1 á leiðinni að Lakagígum. Af áhugaverðum stöðum í
kom í gosinu. Samt sem áður er um verulegt gjóskulag að ræða, til dæmis er það fjórum sinnum efnismeira en gjóskulagið úr Heklugosinu 1980. Áhrifum Skaftárelda má skipta í tvennt. Annars vegar hraunrennslið sem hafði aðeins staðbundin áhrif í nágrenni eldstöðvanna, en alls fóru 18 jarðir og ein hjáleiga í Skaftafellssýslu undir hraun og hins vegar áhrif ösku og eiturefna, sem voru mun víðtækari en áhrif hraunrennslisins, því að þeirra gætti um allt land. Meðal annars var flúor í öskunni, en það er mjög eitrað í miklu magni. Í Móðuharðindunum fækkaði íbúum landsins úr 48.884 fyrir gos niður í 38.368 árið 1786 eða um tæpan fjórðung. Í Fljótshverfi, Meðallandi og á Síðu dóu tæp 40% íbúanna. Sumarið 1785 lauk Móðuharðindunum eftir tveggja ára hörmungar. Fólki tók samt sem áður ekki að fjölga fyrr en 1787, og tóku þá jarðir í Vestur-Skaftafellssyslu og víðar að byggjast upp aftur.
Hægt að baða sig í fossi Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg um 2.5 km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldssvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðvirðisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að baða sig og fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð og beint á móti tjaldsvæðinu er fótboltavöllur. Það kostar 500 kr. nóttin pr. mann en ekkert fyrir börn yngri en 13 ára. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, á veitingastaði, og í sund svo eitthvað sér nefnt. Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Þar má til dæmis nefna Kirkjugólfið sem er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en það er engu líkara en að flöturinn hafi verið lagður af manna völd-
um. Þekktasta gönguleiðin er hin svokallaða Ástarbraut sem liggur frá Systrafossi yfir Klaustuheiði, þar sem vel sést yfir Kirkjubæjarklaustur, og að Kirkjugólfinu. Þetta er um það bil klukkutíma ganga.
Fyrir þá sem gista á tjaldsvæðinu er einnig gaman að skoða Kapelluna á Kirkjubæjarklaustri sem var vígð árið 1974 og byggð í minningu sr. Jóns Steingrímssonar en hann söng hina frægu Eldmessu þann
20.júlí 1783 í kirkjunni á Klaustri. Sögur herma að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsagan segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja
Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágrenni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða. Þar má til dæmis nefna Kirkjugólfið sem er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. klaustursystra sem áttu að hafa verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Klifurfært fólk kemst upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.
52 • Suðurland
Fræðslu- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri
Kirkjubæjarstofa var stofnuð árið 1997 sem rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri að frumkvæði heimamanna með dyggum stuðningi nokkurra áhugasamra vísindamanna, sem hafa stundað hluta af rannóknum sínum á vettvangi í héraðinu. Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og lifandi fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Samkvæmt upplýsingum Ólaf íu Jakobsdóttur, verkefnisstjóra á skrifstofu Kirkjubæjarstofu, hefur Kirkjubæjarstofa allt frá stofnun meðal annars sinnt hlutverki sínu með því að halda árlegar ráðstefnur og fræðslufundi og stuðla að eða
taka þátt í rannsóknarverkefnum sem tengjast áherslum starfseminnar. Kirkjubæjarstofa er staðsett í elsta hluta þéttbýlisins á Klaustri í fögru umhverfi rétt við Systrafoss. Húsið var áður gistihús en hýsir nú skrifstofur nokkurra stofnana og sýningarsal Kirkjubæjarstofu.
Mikill ferðamannastaður
Kirkjubæjarklaustur er mikill ferðamannastaður og flestir ferðamenn sem dveljast á svæðinu leggja leið sína að Systrafossi eða ganga upp í skógi vaxna hlíðina upp að Systravatni sem er upp á Klausturfjalli skammt frá brún þess. Ólaf ía segir að það sé því tilvalið að koma við
á Kirkjubæjarstofu og fræðast um stórbrotna náttúru, sögu og menningu svæðisins á sýningu sem opin er yfir sumartímann í júní, júlí og ágúst, en utan þess tíma samkvæmt samkomulagi. Sýningin “Sagan í sandinumKlaustrið í Kirkjubæ” kynnir niðurstöður fornleifarannsókna á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæ sem fram fóru árin 20022006. Nunnuklaustrið á Kirkjubæ var stofnað 1186 og stóð þar allt fram til siðaskipta um 1554. Margt forvitnilegt hefur komið í ljós við rannsóknirnar og munir sem fundist hafa eru á sýningunni. Sýningin “Á slóðum Skaftáreldaeldfjall, maður, náttúra” segir frá Lakagígagosinu eða Skaftáreldum
Breyting á lífsstíl “Við leggjum áherslu á lífsstílsbreytingar hjá fólki með áherslu á útivist, hreyfingu og breytt mataræði,” segir Eva Björk Harðardóttir hótelstýra Hótels Laka.
Hótel Laki, sem er staðsett um 5 km. suður af Kirkjubæjarklaustri, er nú í mikilli uppbyggingu. Verið er að leggja lokahönd á splunkuný 24 herbergi en nýlega voru tekin í notkun 16 ný herbergi, matsalur og bar. Jafnframt er verið að hanna og fjármagna heilsulind sem verður í 400 fm. rými. Í heilsulindinni verða meðferðarherbergi, heilsuböð, sauna, gufa, heitir pottar og aðstaða fyrir nuddara og snyrtifræðinga. ,,Við reynum að dekra við fólk á alla lund og veita því ógleymanlega upplifun í faðmi sunnlenskra jökla. Í bland við staðarmenningu okkar getur fólk fengið fræðslu og tekið þátt í margvíðslegum mannbætandi námsskeiðum sem styrkja bæði líkama og sál, fengið aðstoð við að breyta um lífsstíl og vinna bug á hinum ýmsu kvillum. Þá er hægt að komast í veiði, fara í golf, blak og stafgöngu svo dæmi séu tekin. Síðan er upplagt að slappa af í heita pottinum. Frá Hótel Laka er gott útsýni til jökla. Við blasa Öræfajökull og Mýrdalsjökull. ,,Þeir teygja sig stoltir
1783 – 1784 og séra Jóni Steingrímssyni á Prestsbakka sem kallaður hefur verið „eldpresturinn“. Sr. Jón var sóknarprestur á tíma Skaftáreldanna og flutti hann hina frægu „Eldmessu“ þann 20 júlí 1783 sem talin var hafa stöðvað rennsli hraunsins yfir bæ og kirkju á Kirkjubæjarklaustri. Staðurinn þar sem hraunið
stöðvaðist heitir Eldmessutangi og er hann skammt vestan við Systrastapa, leiðin þangað liggur um Klausturhlaðið þar sem hús Kirkjubæjarstofu stendur. Um þessar mestu nátttúruhamfarir Íslandssögunar og afleiðingar þeirra er hægt að fræðast um á sýningu Kirkjubæjarstofu.
Gamla gistihúsið á Klaustri Landnámsjörðin Kirkjubær á Síðu hefur frá upphafi verið stórbýli í þjóðbraut og þar hafa húsakynni löngum verið reist af meiri stórhug en annarsstaðar í Skaftárhreppi. Eftir að bærinn í Holti var tekinn niður og fluttur á byggðasafnið í Skógum er gamli bærinn á Klaustri elsta bæjarhús hreppsins, en hann var byggður árið 1885 og þá sem sýslumannssetur; sýslumenn Skaftfellinga sátu á Klaustri til 1904 er embættið var flutt til Víkur. Lárus Helgason keypti Kirkjubæjarklaustur árið 1905 og bjó þar til dauðadags 1941, hin síðari ár í félagi við syni sína, einkum þá Siggeir og Valdimar, en eftir fráfall Lárusar var stofnað hlutafélag um búreksturinn. Jafnan var mikið um gestakomur á Klaustri því þar fóru flestir um sem áttu leið um sýsluna hvora leiðina sem var. Kom þar að Klausturbærinn var of lítill til að taka við öllum sem beiddust gistingar. Því réðst Lárus heitinn í að byggja gistihús gegnt bæ sínum árið 1939, reisulegt hús að þeirra tíma mælikvarða og var það vígt á verslunarmannahelgi sama ár. Af því tilefni var slátrað nauti og af því snæddu liðlega hundrað gestir en auk þess voru að jafnaði milli 20 og 30 manns heimilisfastir á Klaustri. Fyrstu árin var einungis gisting í húsinu en matseld og borðhald fóru fram inni í bæ. Árið 1942 voru innréttuð eldhús og matsalur á neðri hæð hússins. Gistiherbergi voru ellefu. Gistihúsið var alla tíð starfsrækt allt árið en starfsemin breyttist eftir árstímum. En þar kom að stærri og nýtískulegri hús risu á Klaustri. Unglingaskóli tók til starfa í nýbyggingu 1970-71, raunar með tilstuðlan Ferðaskrifstofu ríkisins sem hóf rekstur Edduhótels í húsinu 1971. Ekkert mötuneyti var í skólanum fyrstu árin en notast var við aðstöðuna í gamla gistihúsinu sem síðar varð um árabil einskonar útibú frá Edduhótelinu og síðan Hótel Kirkjubæjarklaustri. Árið 1996 samdist svo um að hið nýstofnaða menningar-og fræðasetur, Kirkjubæjarstofa, yrði til húsa í gistihúsinu og má segja að þetta merka hús hafi þar með fengið nýtt hlutverk, þegar hún opnaði árið 1997. Á efri hæð hússins, þar sem áður voru gistiherbergi, eru nú skrifstofur. Þar er skrifstofa Kirkjubæjarstofu, þar sem landupplýsingakerfið ARFUR er vistað, Þar eru einnig með skrifstofuaðstöðu; Búnaðarsamband Suðurlands, Héraðssetur Landgræðslunnar, Suðurlandskógar og Þjóðgarðurinn Skaftafell. Á neðri hæð hússins eru sýningarsalir Kirkjubæjarstofu og gestamóttaka með vinnuaðstöðu fyrir gæslumann.
Notalegt kaffihús á Klaustri
til himins og til suðurs hvílir augað á óendanleika himins og hafs, segir Eva Björk. Hótel Laki er heilsárshótel. Nú eru 40 herbergi og 15 smáhýsi í notkun á hótelinu. Nánast er fullbókað í sumar. Tveggja manna herbergi með morgunmat kostar 14.500 kr en smáhýsin eru á 11.500 með morgunmat. ,,Hjá okkur getur fólk valið um það hvort það gistir á hótelinu eða í smáhýsunum. Ráðgjöf er í boði hjá helstu sérfræðingum á sviði andlegrar og líkamlegrar heilsu. Á skrá hjá okkur eru 20 sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í óhefðbundnum
lækningum. Hjá okkur er upplagt að upplifa kyrrð sveitarinnar, náttlausar sumarnætur eða vetrarmyrkur og norðurljós. Hótel Laki er í útjaðri Vatnajökulsþjóðgarðs sem er orðinn að veruleika og er alltaf að stækka. Við teljum að þetta svæði sé vaxandi í ferðaþjónustu, segir Eva Björk sem rekur hótelið ásamt fjölskyldu sinni. ,,Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Við það starfa auk mín, maðurinn minn og foreldrar mínir. Systir mín sem er meistari í nuddi mun einnig starfa við hótelið og maðurinn hennar.
Systrakaffi er notalegt fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri sem var stofnað árið 2001. Eigendur þess eru Guðmundur Vignir Steinsson og Sigurður Elías Guðmundsson. Systrakaffi er kaffihús, veitingastaður og bar. Þar er fjölbreyttur matseðilll, vínseðill og kaffiseðill. Meðal annars er boðið upp á pizzur, hamborgara, lamb, Klaustursbleikju, ýmsa smá-
rétti, salöt, súpur og fleira. Einnig er boðið upp á ýmis konar kaffi og kökur. Staðurinn tekur um 55 manns í sæti. Systrakaffi er opið yfir sumartímann, þ.e. frá maí og fram í september, frá 11-23 virka daga og 11-02 um helgar. Yfir vetrartímann er opið eina helgi í mánuði. Yfir sumarið er af og til lifandi tónlist um helgar. Frá Systrakaffi er stutt að ganga upp á Systrastapa og upp með Systrafossi. Á fjallinu fyrir ofan bæinn er mikið og fallegt vatn, Systravatn, sem hefur að geyma merkilega sögu. Hressandi göngu má svo ljúka með kaffi og tertusneið á Systrakaffi.
Suðurrland • 53
Áning í faðmi fjallanna
Félagsheimilið í Tunguseli hentar vel til ættarmóta og fyrir hópa af öllum stærðum Í Tunguseli í Skaftártungu er áhugavert félagsheimili fyrir ættarmót og aðra hópa sem vilja æja áður en þeir halda á hálendið – eða eru að koma niður af hálendinu. Þar er húsráðandi Jón Geir Ólafsson sem segir félagsheimilið hafa verið leigt út sem svefnpokapláss og fyrir hópa á sumrin. „Þetta er einn salur, þar sem eru fjörutíu dýnur, eldhús og sturtur. Síðan höfum við leigt þetta út um helgar fyrir ættarmót og slíkt. Ágætis tjaldaðstaða er hérna fyrir utan og þeir sem eru á tjaldstæðinu hafa aðgang að öllu í húsinu. En þetta er ekki tjaldstæði í þeim skilningi að það eru ekki snyrtingar úti, heldur leigð með húsinu.“
Tungusel er um þrjátíu kílómetrar frá Kirkjubæjarklaustri þar sem er ný sundlaug, verslun og öll þjónusta – en slíku er ekki til að dreifa á staðnum. Tungusel er einkum ætlað þeim sem vilja dvelja með sínum hópi í algerri kyrrð – í faðmi fjallanna í orðsins fyllstu merkingu. En allt í kring eru náttúruperlur, til dæmis í Hólaskjóli og Eldgjá og Hólsárlóni og Rauðabotni inni á Fjallabaksleið, sem og Axlarfoss. „Þetta eru náttúruperlur sem eru ekki í alfaraleið en mjög auðvelt
er að komast að þeim,“ segir Jón Geir. „Útfallið úr Hólsárlóni er mjög sérstakt. Það fellur út í þrengslum og fossum og er ákaflega fallegt. Það er alveg tvímælalaust uppáhaldsstaður minn á afréttinum.“ Jón Geir segir Félagsheimilið í Tunguseli kjörinn stað fyrir þá sem eru að halda ættarmót og mjög vinsælt sem slíkt – „enda geta leikandi verið tvö hundruð manns á tjaldstæðinu og í húsinu – við tökum á móti um 170 manns á Þorrablótum.“
Friður, fegurð og frábær náttúra
Félagsheimilið er um það bil fjóra kílómetra frá þjóðveginum á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þó nær Klaustri. „Fjallabaksleiðirnar koma báðar hér niður, þannig að það má segja að við séum við austurendann bæði á syðri og nyrðri Fjallabaksleið,“ segir Jón Geir og bætir því við að svona hafi félagsheimilið í Tunguseli verið rekið frá upphafi, eða í tuttugu ár, „þótt í rauninni hafi aldrei verið gert út á þetta.“
Þægilegt sveitahótel með þjóðlegu eldhúsi
Hótel Geirland er vel staðsett og hótelhaldarar leitast við að að þjóna gestum sínum vel og fræða þá um söguna og markverða staði Í Geirlandi, um þrjá kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri, er notalegt og vel búið sveitahótel sem samanstendur af tveggja manna herbergjum með baði, góðu veitingahúsi, persónulegri þjónustu og „fögru umhverfi, rólegheitum, ótakmarkaðri náttúrufegurð og veðursæld, gönguleiðum hvert sem þú vilt, skoðunarferðum upp um fjöll og firnindi, þjóðgarðinum okkar, Jökulsárlóni, traktorsferðum á Ingólfshöfða og jöklaferðum á Mýrdalsjökul.,“ eins og Erla Ívarsdóttir segir en hún rekur Hótel Geirland ásamt manni sínum, Gísla Kjartanssyni. Hótel Geirland rúmar 65 manns í þrjátíu og tveimur herbergjum og er opið allt árið. Sum herbergjanna eru með sjónvarpi, 28 með sérbaðherbergi og öll með kaffibakka, þannig að fólk getur hitað sér kaffisopa á herberginu.
Á öllum tímum innan löglegs ramma
„Þetta er samt sveitabýli,“ segir Erla. „Við erum sauðfjárbændur og ræktum hross og gestir okkar geta fylgst með okkur við búverkin. En það er fleira áhugavert hér. Við fætur okkar liggur saga Skaftárelda, nunnuklaustursins á Kirkjubæjarklaustri og fleiri sögufrægra staða og við veitum upplýsingar um þetta allt eftir bestu getu.“ Á hótelinu er veitingahús með matseðli og bar. Þar er að sjálfsögðu framreiddur morgunmatur og síðan er matseðillinn nokkuð fjölbreyttur. „Við reynum að hafa þjóðlegan og góðan mat og reynum að koma til móts við þarfir allra í því sambandi, við bjóðum upp á lambakjöt og auðvitað Klausturbleikjuna sem er þjóðarréttur hér á svæðinu. Einnig erum við með grænmetisrétti fyrir þá sem ekki borða kjöt og fisk. Við
leitumst við að koma til móts við þarfir sem flestra. Veitingastaðurinn tekur áttatíu manns í sæti með góðu móti, sem fer þó eftir því hvernig er raðað upp í hann eins og Erla segir. „Síðan erum við með litla koníaksstofu í framhaldi af veitingasalnum. Hvað opnunartíma varðar, þá er hann ekki ákveðinn, við sinnum okkar gestum á öllum mögulegum og ómögulegum tímum – innan löglegs ramma.“
Við eigum að hlusta á ferðamanninn
Erla er orðin nokkuð reynd í rekstri síns fyrirtækis vegna þess að tuttugu ár eru liðin frá því að hún opnaði fyrst ferðaþjónustu í Geirlandi. „Það var í smáum stíl,“ segir hún. „Þetta hefur verið að byggjast upp hjá okkur smám saman og traffíkin alltaf að aukast. Ferðatíminn er alltaf að lengjast og við erum með opið allt árið.“ En þótt reksturinn í Geirlandi telji aðeins tvo tugi, hefur Erla starfað við ferðaþjónustu í yfir fjörutíu ár og segist lítið annað kunna. „Reynslan er orðin dálítið löng. Það hefur verið gaman að fylgjast með þróuninni í gegnum tíðina og breytingum sem hafa orðið á móttöku ferðamanna og mynstri ferðamanna sjálfra, það er að segja, hvernig þeir ferðast.“ En finnst henni við Íslendingar vera á leiðinni í rétta átt?
„Það mundi ég segja. Maður getur kannski haft áhyggjur af einstaka stöðum á landinu. Sumir staðir þarfnast meira eftirlits en aðrir vegna gífurlegs fjölda ferðamanna sem koma þangað – en ég myndi segja að við stefnum í rétta átt. Við eigum afskaplega fallegt land – en þurfum að átta okkur á því hvað ferðamaðurinn vill sjá. Við þurfum að reyna að horfa á ferðamennskuna með augum ferðamanna. Þetta rann upp fyrir mér fyrir nokkrum árum þegar ég var að spjalla við þýska stúlku sem dvaldi hér á hótelinu hjá mér. Ég spurði hana hvaða staður á Íslandi henni hefði þótt fallegastur. Það fallegasta sem hún hafði séð hér á landi voru Möðrudalsöræfin og svörtu sandarnir.“
Koma til að hvílast
„Þá hrökk ég í kút vegna þess að þetta var eitthvað sem okkur á Íslandi fannst ekki fallegt. Svo eigum við kannski að notfæra okkur það að fólki finnst svo gott að upplifa kyrrðina. Fólk sem kemur fyrir utan háannatímann segist hvílast svo vel við að geta verið eitt út af fyrir sig, upplifa norðurljósin og stjörnurnar. Það eru ekki allir ferðamenn að leita að djammi og góðu veðri.“
Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri hefur fyrir margt löngu getið sér góðan orstír, enda á það sér orðið nokkuð drjúga sögu. Í núverandi mynd hefur það verið rekið frá 1993 en á Klaustri hefur verið hótelresktur á ársgrundvelli frá 1974. Hótelstjóri er Karl Rafnsson, sem segir öll herbergin með helstu þægindum; síma, sjónvarpi, fjölvarpi og sturtu, auk þess sem þráðlaust net sé í öllu hótelinu. Á Hótel Klaustri eru 47 tveggja manna herbergi, þar af 21 svokallaði „superior-herbergi,“ ein svíta og níu eins manns herbergi, svo það er úr nógu að velja. – og ekki er veitingasala hótelsins til að skemma fyrir. „Við erum með veitingasölu sem er opin alla daga og tekur hundrað og þrjátíu manns í sæti,“ segir Karl. „Þetta er „a la carte“ staður og við leggjum mikla áherslu á það sem við fáum hér í heimabyggð, eins og til dæmis Klausturbleikjuna sem er mjög vinsæl hjá okkur. Á haustin erum við síðan með villibráðarveislur allar helgar í nóvember og þær eru mjög vinsælar. Þá flykkist fólk hingað víða að úr heiminum.“ Veitingasalan er opin í hádeginu frá 12. 13.30 og síðan frá 19.00 til 21.30 á kvöldin. Síðan er bar á hótelinu sem er opinn alla daga, lítill
fundarsalur og setustofa. Í nágrenni við hótelið, í aðeins tvö hundruð metra fjarlægð er svo splunkuný sundlaug með heitum pottum. Þegar Karl er spurður hvað það sé á Kirkjubæjarklaustri sem helst hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn, segir hann: „Það sem er kannski okkar aðall er sú friðsæld sem hér ríkir. Það má segja að „friður, fegurð og frábær náttúra“ séu okkar einkunnarorð. Við erum dálítið lykillinn að nýjum Vatnajökulsþjóðgarði. Hjá okkur er hliðið að þeim perlum sem eru hér rétt fyrir austan okkur, og í næsta nágrenni. Þá er ég að tala um Skaftafellsþjóðgarð, Jökulsárlónið og allt Lakasvæðið með allri sinni fegurð. Við erum dálítil vin í eyðimörkinni á milli sandanna. Það er líka mjög mikið af skemmtilegum, stuttum gönguleiðum frá Klaustri. Síðan eru kammertónleikarnir fastur liður hér í ágústmánuði. Svo höfum við verið að leggja áherslu á uppákomur í kringum mat fram undir jól. Einnig gefum við okkur úr fyrir þorrablót eftir áramótin. Þetta er mjög þægilegur staður fyrir minni hópa til að koma saman og ef þú kemst upp Ártúnsbrekkuna, þá kemstu alla leið.“
Vinsælt tjaldsvæði á Kirkjubæ II Á Kirkjubæjarklaustri er að finna sérstaklega snyrtilegt tjaldsvæði með góðri hrenilætisaðstöðu. Þar er um að ræða tjaldsvæðið Kirkjubæ II og er boðið upp á tvö þjónustuhús á svæðinu, við hlið hvors annars. Í þeim er góð hreinlætisaðstaða, 10 salerni, fimm sturtur auk wc og sturtu fyrir hreyfihamlað fólk. Úti og innivaskar með heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkara Auk þess eru útisnúrur/þurrkhús, nokkur kolagrill, þá er einnig húsbílatæming, aðstaða til að tæma ferðasalerni og aðgangur að rafmagni fyrir nokkra bíla. Vatn er eingöngu í og við þjónustuhúsið. Tvær rólur og sandkassi ásamt einu gormatæki eru á svæðinu. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn, og leggja eigendur metnað sinn í að láta gestum sínum líða sem best á allan hátt.
54 • Suðurland
Milljónir fugla og stórbrotið
Viking Tours í Vestmannaeyjum bjóða upp á ógleymanlegar siglingar um eyjarnar og leiðsögn um H
Vestmannaeyjar eru án efa einn af fallegustu og stórbrotnustu stöðum á Íslandi og víst er að það er ógleymanleg reynsla að eyða nokkrum dögum af sumarfríinu í heimsókn þangað. Fyrir utan það líf og fjör sem einkennir heimamenn, er þar ótrúlega margt að sjá og skoða og til að fá sem mest út úr heimsóknni liggur beinast við að hafa samband við Viking Tours sem býður upp á siglingar um eyjarnar, sem og rútuferðir um Heimaey. Eigandi Viking Tours er Sigurmundur Einarsson, alltaf kallaður Simmi, og þegar hann er spurður hvenær sumarvertíðin hefjist hjá Eyjamönnum, segir hann hana löngu byrjaða. „Hún byrjaði í rauninni í mars, þegar við fengum breska skólahópa í heimsókn. Þetta er orðinn árviss viðburður sem hefur lengt tímabilið hjá okkur. Núna í maí höfum við svo verið með íslenska skólahópa. Þetta eru krakkar úr 10. bekk, útskriftarnemar úr grunnskólum, sem koma alls staðar að af landinu.“
Sumarvertíðin alltaf að lengjast
Sumarvertíðin sem hefst í mars hjá Viking Tours stendur fram í október. Upphaflega bauð fyrirtækið aðeins upp á bátsferðir, en árið 2002 var bætt við sex rútum, ári seinna opnaði fyrirtækið kaffihús, Kaffi Kró sem er að auki upplýsingamiðstöð og 2006 var svo bætt við veitingahúsi. Það má því segja að starfsemin sé stöðugt að bólgna. Þegar Simmi er spurður hvers vegna Viking Tours hafi bætt öllum þessum rútum við fyrirtækið, segir hann ástæðuna vera þá að til Vestmannaeyja komi mikið af farþegaskipum á hverju sumri. Í sumar eigum við von á nítján skipum og það er nú einu sinni þannig að þegar ferðamenn eru komnir hingað, þá vilja þeir fá eins mikið út úr heimsókninni og hægt er. Við bjóðum upp á um 220 sæti í rútum og förum með fólk í þriggja tíma ferðir um nýja hraunið og eldfjallið, Stórhöfða, og Herjólfsdal og auðvitað sýnum við alltaf sprang í lok ferðarinnar. Við erum vel í stakk búin til að taka á móti ferðamönnum sem koma með skipum
því við getum boðið upp á leiðsögn á ensku, norðurlandamálunum og þýsku þegar á þarf að halda. Allir okkar leiðsögumenn eru fólk sem þekkir söguna og staðhætti vel.“
Bátsferð og tónleikar í helli
Bátsferð með Viking Tours hlýtur þó að teljast toppurinn á heimsókn til Vestmannaeyja. Þar er Simmi sjálfur skipstjóri og leiðsögumaður og ferð með honum gleymist seint. Blanda farþega sem taka sér ferð á hendur með honum er líka oft einkar skemmtileg. Þar er ekki
Suðurrland • 55
land í stöðugri mótun
Heimaey sem er stöðugt í mótun
Sigurmundur Gísli Einarsson forstjóri
Við erum með þrjátíu prósent af lundastofni heimsins í Vestmannaeyjum. Það eru um tíu milljónir sjófugla hér í Eyjum og hægt að dunda sér lengi við að fylgjast með þeim.
mjög áhugasamir. Hingað kemur mikið af Bretum og við fáum mikið af gestum frá háskólum víða um heim. Jarðfræðin er mjög sérstök hér og við höfum farið í sérstakar jarðfræðiferðir líka. Heimaey er enn í mótun eftir gosið og Surtsey er stöðugt að breytast. Hraunið þar hefur minnkað um 200 metra á seinustu árum, var 2.8 ferkílómetrar í lok gossins, 1967 en er í dag 1.2 ferkílómetri. Það er rosalegt landbrot. Það er þó ekki talið að hún fari niður fyrir 0.7 ferkílómetra. Þetta er svipuð þróun og á hinum eyjunum hér í kring. Surtseyjargosið var týpískt Vestmannaeyjagos. Það er talið að allar eyjarnar hér hafi orðið til eins og Surtsey.“ Hvað veitingahúsið varðar, segir Simmi þar boðið upp á dæmigerða skyndibitarétti, ásamt kínaréttum en auk þess sé allur almennur matur í boði, til dæmis „þjóðarréttir okkar hér í Eyjum; humar og lundi og súla og svartfugl. Þegar við erum með opið bjóðum við upp á þessa rétti. Veitingahúsið er að sjálfsögðu opið allt sumarið en á veturna er lokað nema fyrir hópa. Og að sjálfsögðu hefur Kaffi Kró nú þegar verið opnað fyrir sumartraffíkina. En þar eru ekki bara hádegis- og kvöldverðarrétti til sölu, heldur er alltaf hægt að fá eitthvað gott með kaffinu. Í boði eru aðeins að finna ólík þjóðerni, heldur er alltaf vænn hópur fuglaskoðara, jarðfræðiáhugafólks og náttúruunnenda sem sjá hlutina ferskari augum en við sem höfum þetta stórbrotna land fyrir augum alla ævi. Það er ekki laust við að maður öðlist nýja sýn á þau undur sem maður fram að þessu taldi sjálfsögð, jafnvel hversdagsleg. En hvað telur Sigurmundur að geri sjóferðir hans eins merkilegar og raun ber vitni? Við erum með þrjátíu prósent af lundastofni heimsins í Vestmannaeyjum. Það eru um tíu milljónir sjófugla hér í Eyjum og hægt að dunda sér lengi við að fylgjast með þeim. Svo förum við í Hellana þar sem undirritaður tekur upp lúðurinn og spilar fyrir farþegana. Við höfum bætt einni ferð í viku út í Surtsey. Í þá ferð förum við eftir klukkan 17.00 á föstudögum og skoðum fjórtán eyjar. Surtseyjarferðirnar taka fjóra tíma og eru strax orðnar mjög vinsælar. Við siglum í kringum eyjuna og segjum frá henni en það er alveg bannað að fara þar í land. Ef veðrið er fallegt siglum við síðan inn að Súlnaskeri þar sem er næststærsta súlnabyggð í heimi, næst á eftir Eldey.“
Surtseyjarferðir og veitingahús fyrir sælkera
Simmi segir Íslendinga sem komi í Surtseyjarferðirnar jafn áhugasamir um fuglalíf og útlendingar sem eru
alltaf býbakaðar mömmutertur og kökur, kleinur og vöfflur.
Goslokahátíðin flottasta hátíðin
Eyjamenn kunna öðrum Íslendingum betur að gera sér glaðan dag, eins og sannast hefur en þegar talið berst að hinni annáluðu Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina, segir Sigurmundur það alls ekki bestu hátíðina í bænum. “Flottasta hátíðin hér í Eyjum er goslokahátíðin sem haldin er á fimm ára fresti og ég get fullyrt að í ár verði hún ennþá betri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr, vegna þess að nú eru 35 ár liðin frá goslokum. Það eru fáir aðrir en Vestmannaeyingar búnir að uppgötva þessa hátíð en á hana mæta fjölmargir brottfluttir Vestmannaeyingar, eiginlega mun fleiri en mæta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þá er mikið stuð hér um allan bæ. Við störtum hátíðinni á Kaffi Kró á fimmtudagskvöldið fyrir goslok. Þá verða hérna hjá okkur Eyjamenn að spila skemmtileg Eyjalög. Við höfðum opið í fyrra og buðum þeim sem gengu framhjá að koma inn að spila. Það voru um hundrað inni í húsi og þrjú hundruð fyrir utan og allir sungu með sínu nefi.“ Simmi segir traffíkina í Eyjum
mjög mikla á sumrin og hún sé sífellt að aukast. “Íslendingum finnst rosalega gaman að koma á Kaffi Kró,“ segir hann, „því hér er mikið af útlendingum á öllum tímum. Hér er alltaf verið að tala býsna mörg tungumál og það skapast mjög alþjóðlegt umhverfi.“ Undir þetta er hægt að taka heilshugar. Heimsókn til Vestmannaeyja og Viking Tours er, eins og fyrr segir, nokkuð ógleymanleg og hægt að kynna sér allt sem í boði er hjá fyrirtækinu á heimasíðunni www.vikingtours.is
Fáðu Sælureitinn sendan heim þér að kostnaðarlausu
Sjá www.husa.is eða hringdu í 525 3000
Sælureitinn færðu einnig í verslunum Húsamiðjunnar og Blómavals
Nýr og glæsilegur
Sælureitur
Lestu allt um sumarblómin bls. 122- 125
Lestu allt um trjáklippingar bls. 140-146 Þú getur fundið verð á vörum sælureitsins á www.husa.is