Land og saga
V estfirรฐir 1. t bl. 2 0 07
Ve s t f i r ð i r
3
„Ég er innfæddur Vestfirðingur og stoltur af því,“ segir Jón Páll Hreinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða, aðspurður um uppruna sinn. „Á Vestfjörðum á ég heima og vill hvergi annars staðar vera. Hér er þessi einstaka samblanda af náttúru, menningu og kraftmiklu fólki sem mér fellur vel við. Eins og flestir Vestfirðingar er ég náttúrubarn og því er það kærkomið að fá tækifæri til að vinna með ferðaþjónustunni að því að kynna svæðið okkar fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum.” „Þeim sem ferðast um Vestfirði fjölgar með hverju árinu sem líður, enda er stórbrotin náttúra þessa fjórðungs afar heillandi og hefur mikið aðdráttarafl. Látrabjarg, Rauðisandur, Fjallfoss í Dynjanda og Hornstrandir til að mynda eru náttúruvættir sem eru einstök í sinni röð. Þá hefur allt markaðsstarf í ferðaþjónustu vestra verið eflt að mun síðustu árin og afrakstur þess starfs er að koma sífellt betur í ljós,” segir Jón Páll Hreinsson. „Í dag ríkir bjartsýni í vestfirskri ferðaþjónustu. Sumarið, aðalbjargræðistíminn er framundan og
menn að jafnaði kátir með byrjun vertíðar.“ Ný upplýsingasíða um Vestfirði var opnuð á dögunum og er hægt að nálgast upplýsingar um Vestfirði og ferðamöguleika á www.westfjords.is. „Fólk hefur gjarnan sett vegina á Vestfirði fyrir sig. Nú er þetta viðhorf hins vegar á undanhaldi, enda hafa samgöngur í fjórðungnum verið bættar til muna. Nú er komið slitlag úr Reykjavík vestur í Reykhólasveit og um alla Barðaströnd til Patreksfjarðar er líka bærilegur vegur, líka sá vegbútur sem ómalbikaður er. Þá verður leiðin til Ísafjarðar um Djúpið sífellt betri, enda hefur mikil áhersla verið lögð á framkvæmdir þar um slóðir. Framkvæmdir við nýjan veg um Arnkötludal milli Stranda og Reykhólasveitar sem hófust í vor munu sömuleiðis styrkja Vestfirðina sem heild,“ segir Jón Páll. Sjávarþorpin á Vestfjörðum eru mörg hver býsna heillandi í hugum ferðamanna; lítil kauptún á eyraroddum sem ganga í sjó fram undan háum fjallshlíðum – og bera
gjarnan svipmót hvers annars. „Sjávarplássin draga að sér fjölda ferðamanna, enda framandi til dæmis í vitund þéttbýlisfólks. Þar og raunar hvarvetna á Vestfjörðum hefur verið unnið af krafti síðustu ár að uppbygginu ferðaþjónustu; svo sem veitinga- og kaffihúsa, gistihúsa, afþreyingar og annars slíks. Víða hefur til dæmis verið komið á laggirnar skemmtilegum söfnum og menningarsetrum. Galdrasýningin á Ströndum er til dæmis eitt af því sem hefur slegið rækilega í gegn og þar er frekari uppbygging á teikniborðinu. Þá eru víða volgrur fyrir vestan, heitar uppsprettulindir í fjörunum sem eru sundlaugar frá náttúrunnar hendi. Ferðamönnum þykir mikil upplifun að busla þar, enda eru þessar sérstæðu sundlaugar fæstu líkar.”
Vestfirðir Útgefandi: Land og Saga ehf. Nýlendugata 21, 101 Reykjavík Sími 534 0700 LandogSaga@LandogSaga.is www.LandogSaga.is
Framkvæmdastjóri og ábyrgðarmaður: Einar Þorsteinsson Einar@LandogSaga.is
Umsjón og efnisöflun: Súsanna Svavarsdóttir susannasvava@simnet.is Jón Jónsson Strandir@strandir.is Kristján J. Kristjánsson kk365@internet.is
Umbrot: Morgunblaðið
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dreifing: Morgunblaðið 56.000 eintök Að auki fara 12.000 eintök í dreifingu í verslanir N1 vítt og breitt um land.
Forsíða: Rúnar Óli Karlsson Straumnesfjall horft yfir Rekavík
Tökum að okkur vinnslu sérblaða sem dreifast með dagblöðunum eða á annan hátt. Fagmennska og metnaður í fyrirrúmi.
Ve s t f i r ð i r
4
Strandir
Hólmavík
Reykhólar
Gönguleið fyrir Kamb
Gengið er niður af Veiðileysuhálsi og sneitt niður Hjallana þar til komið er niður undir sjóinn rétt utan við norðanverðan botn Veiðileysufjarðar. Samkvæmt þjóðsögunni er nafn fjarðarins þannig til komið að kerling nokkur sem Kráka hét missti tvo syni sína í róðri á firðinum. Lagði hún þá á fjörðinn að þar myndi aldrei fást framar bein úr sjó. Þóttu orð hennar verða að áhrínisorðum. Gengið er út með firðinum eftir greinilegum slóða um svæði sem einkennist af undarlegum sandsteinsmyndunum. Þar er upplagt að stansa, gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn um tíma og virða fyrir sér listaverk náttúrunnar. Utarlega á nesinu
stendur eyðibýlið Kambur. Neðan við bæinn, við sjóinn, er gamall stekkur þar sem upplagt er að tjalda ef menn ætla að stoppa lengur. Á Kambi var búið til ársins 1954 og húsið stendur enn. Í grennd við bæinn er grjótdys sem heitir Spænskradys.
Gilsfjörður
Smáhýsaleiga á Bæ sturta, eldunaraðstaða og ísskápur. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat í matsal í aðalhúsi, aðstoð við að panta skoðunarferðir, auk upplýsinga um viðburði og gönguleiðir. Gamla póstleiðin frá Bæ að Kald rananesi var fyrrum fjölfarin og vel vörðuð og hafa vörðurnar nú verið endurbættar og gönguleiðin merkt beggja vegna með rekaviðarskiltum. Er þar notað gamalt vinnulag Strandamanna þegar girðingarstaurar voru settir niður á klapparholt eða í sandi.
Gönguleiðin fyrir Kamb er þrettán til fjórtán kílómetrar og tekur ekki nema sex til sjö klukkustundir að ganga hana. Hún er fremur auðveld, ómerkt en liggur að mestu með sjó.
Kambur er sérkennilegt og áberandi fjall á nesinu milli Reykjarfjarðar og Veiðileysufjarðar. Upp úr Kambinum rísa þverhníptir tindar sem álengdar minna á tröllagreiðu. Ekki er akvegur fyrir Kamb en á þessari leið er margt að sjá. Gott er að hefja gönguna uppi á Veiðileysuhálsi, þar er hægt að finna góðan stað til að leggja bifreiðinni þá dagstund sem gangan tekur. Eins væri hægt að fara rólega og gista eina nótt í tjaldi úti við eyðibýlið Kamb. Ganga kringum Kamb er fremur auðveld og við hæfi allra fjölskyldumeðlima.
Drangsnes
Bær á Selströnd er ferðaþjónustubær á miðjum Ströndum, stutt í þjónustu og enn styttra í ósnortna náttúru Vestfjarða. Á Bæ er boðið upp á gistingu í tveim smáhýsum sem hýsa fimm manns hvort. Í húsunum er
Hægt er að velja um að ganga frá Kaldrananesi að Bæ, eða öfugt, en göngumönnum er þá ráðlagt að gera ráðstafanir til að nálgast ökutækið áður en lagt er upp. Auðvitað er líka hægt að ganga í hring með því að fylgja veginum aðra leiðina. Gengið er frá Bæ, upp svonefnt Berg. Þegar því sleppir er genginn Kjölur. Brátt blasa við Bæjarvötn á vinstri hönd og norðan Skammár eru gengnar Bringur. Þá er komið í Bæjarskarð en þaðan sést að Kaldrananesi.
Góðir Íslendingar eru bestir, en... Á Laugarhóli í Bjarnarfirði rekur Matthías Jóhannsson, eða Matti, hótel í húsnæði sem áður fyrr var skóli. Hótelið er heilsárshótel, „galopið frá 1. maí til 1. október“ eins og Matti, segir en opið samkvæmt pöntunum á öðrum árstímum vegna þess að það er of lítil götuumferð til að hafa opið. Þegar gengið er áfram breytist landslag lítillega og komið er að Látrum en þar var heyjað á engjum frá Kambi. Frá Látrum var nokkuð útræði fyrrum og talsverður reki er þar. Sýn opnast nú inn Reykjarfjörð og á vinstri hönd rís mikil klettaborg með ótal glufum og gjám og miklu fuglalífi. Gatan breikkar og að hluta er hún hlaðin hönduglega yfir mestu farartálmana. Inn í ströndina skerast ótal litlar víkur og komið er að eyðibýlinu Halldórsstöðum sem ekki er vitað með vissu hvenær fór í eyði. Úr landi Halldórsstaða byggðist verslunarstaðurinn Kúvíkur sem um 250 ára bil var eini verslunarstaðurinn á Ströndum frá því um aldamótin 1600. Þar voru um tíma tvær verslanir og heimavistarskóli var rekinn þar einn vetur (1916). Þar má enn þá sjá merki umsvifanna, til dæmis pott þar sem hákarlalýsið var soðið í og tóftir sem gefa hugmynd um skipulag kaupstaðarins. Frá Kúvíkum er gengið upp á þjóðveginn og með honum upp á Veiðileysuhálsinn á ný.
Á hótelinu eru ellefu herbergi með baði og fimm án baðs og einungis er hægt að fá uppbúin rúm yfir sumartímann. „Þetta er samkvæmt stöðlum frá Evrópusambandinu,“ segir Matti. „Til að geta titlað sig hótel verður að bjóða upp á upp-búin rúm. Þetta gengur alveg ef þú ert í miðborg Parísar en getur reynst snúið hér fyrir vestan. Við hliðina á hótelinu er tjaldstæði og stundum koma heilu fjölskyldurnar og tjalda þar. Svo, allt í einu, gerir hávaðarok og allt fýkur um koll. Þá vill fólkið fá svefnpokapláss hjá Matta. Það er ekkert hægt að segja nei. Maður verður að leyfa fólki að koma inn með svefnpokana sína.“ Á Laugarhóli er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Matti, sem er af frönsku bergi brotinn segist þó ekki vera með franskt eldhús. „Ég býð það sem ég kann að búa til og er eingöngu með rétt dagsins vegna þess að flestir sem koma hingað eru smáhópar.
Þeir eru allir með það sama, svo maður er með tvo rétti á hverjum degi, fiskrétt og kjötrétt, auk grænmetisréttar ef þess er óskað. Ferðamannatíminn hjá Matta hefst fyrr en gengur og gerist á landsbyggðinni, eða í lok apríl. Nú þegar hefur töluverð umferð verið hjá honum og hótelið er fullbókað frá 10. júní til 1. september. „Gestir mínir eru aðallega útlendingar. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum. Aðallega frá Sviss og Bretlandi, síðan Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Eftir 11. september 2001, varð mér ljóst að straumur ferðamanna frá Bandaríkjunum hingað myndi hrynja og ákvað að markaðssetja mig í Sviss. Svisslendingar eru svo ofboðslega þægilegt fólk. Vel agaðir, Hollendingar líka. Svisslendingar mæta alltaf á hárréttum tíma, eða láta vita ef eitthvað er að. Þeir eru kurteisir og allir farnir inn að sofa klukkan tíu. Svo greiða þeir sína reikninga á hárréttum
7NAI>C< Ï HK:;CA6JHCJB :>II B:HI6 ÖGK6A A6C9H>CH Ì =:>AHJ9 CJB
G b\dii Zg aZ^ÂVcY^ Äg jc d\ [gVbaZ^Âhaj { ]Z^ahjYÅcjb d\ g bWdicjb jcY^g k gj" bZg`^cj :O"haZZe { ÏhaVcY^# K^ ] [jb n[^g V g{ÂV [jaa`dbcjb i¨`_VW cVÂ^ i^a V b¨aV ÄgÅhi^_ [cjc { a `VbV ]kZgh Z^chiV`a^c\h hZb \Zg^g d``jg `aZ^[i V [gVbaZ^ÂV hk¨ÂVh`^eiVg ]Z^ahjYÅcjg hc^ÂcVg V k^Â`dbVcY^#
tíma. Hollendingar eru þannig að þeir hafa alltaf verið klemmdir á milli Frakklands og Þýskalands. Þeir eru búnir að taka það besta frá báðum þjóðum, léttir og skemmtilegir eins og Frakkar en vel agaðir eins og Þjóðverjar. Borga líka sína reikninga stundvíslega. Svo gerðist það sjálfkrafa að Frakkar kæmu til mín þar sem ég er af frönsku bergi brotinn.“ Matthías, sem hefur verið búsettur á Íslandi í tuttugu og fimm ár, er ekki með fjölskyldu á Laugarbóli, heldur býr þar einn. Þegar hann er spurður hvort hann verði aldrei einmana þar, spyr hann á móti hvort maður verði aldrei einmana í Reykjavík. Og hvað íslenska gesti varðar, þá segir hann sáralítið af þeim gista á Laugarbóli - sem séu bæði góðar og slæmar fréttir, vegna þess að „góðir Íslendingar séu bestu gestir sem til eru, en vondir Íslendingar séu það alversta sem maður kemst í tæri við.“
;GÏ A:<J<G:>C>C< D< ;6<A:< GÌÁ<?y;
&%")% 6;HAÌIIJG
2!
(ÑSGAGNAVINNUSTOFA 2(
KZghajc^c G b\dii Æ Hb^Â_jkZ\^ ' Æ @ eVkd\^ Æ H b^ *)) '&'& De^Â k^g`V YV\V [g{ `a# &%"&- " aVj\VgYV\V `a# &&"&+
lll#gjb\dii#^h
St r andir
5
Sundhaninn á Drangsnesi – nýtt gistihús risið Á Drangsnesi er ferðaþjónustufyrirtækið Sundhani sem bæði rekur gistiheimili og býður upp á bátsferðir og sjóstangveiði. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásbirni Magnússyni og Valgerði Magnúsdóttur. En Ásbjörn er enginn nýgræðingur á sjónum, þótt árin í ferðaþjónustunni séu ekki mörg.
„Ég er nú búinn að standa í útgerð í þrjátíu ár,“ segir hann, „en byrjaðifyrst á farþegaflutningum árið 1998 þegar ég sigldi með fólk frá Norður-
firði í Reykjarfjörð. Þá tók Reimar við þessum ferðum á Sædísinni. Síðastliðin tvö ár hef ég verið með áætlunarferðir hér út í Grímsey á Stein-
grímsfirði, auk þess sem við hjónin rekum gistiheimilið Sundhana.“ En það eru ekki bara fuglarnir í Grímsey sem Ásbjörn býður fólki að skoða. Hann býður upp á bæði sjóstangaveiði og hvalaskoðun. Hann segir dálítið mikinn hval hafa verið í Steingrímsfirði upp á síðkastið - en því miður sé ferðamannatímabilið ekki hafið. „Við erum líka að reyna að opna hér upplýsinga- og þjónustumiðstöð með veitingaaðstöðu en nú er ekki útséð með hvort við komum henni í gagnið fyrir sumarið. Það fer eftir því hvort við náum í mannskap. Það er ekki nokkur leið að fá iðnaðarmenn í dag.“ Þegar Ásbjörn er spurður hvað sé svona spennandi við Grímsey, segir hann það vera fuglalífið. „Eins og er, er bannað að fara út í eyjuna vegna æðavarpsins. En það breytist. Svo er það lundinn, skarfur-
inn, álkan og teistan. Í Grímsey er talið vera mesta lundavarp í einni eyju í heiminum. Varpið í fyrra var mjög fínt, en maður veit aldrei hvernig það kemur undan vetri.“ Það er ekki langt síðan Ásbjörn hóf starfsemi sína í Drangsnesi og segir hann aðsóknina ekki hafa verið mikla í fyrra. „Það var svo leiðinleg tíð, þannig að það var varla nokkurn tímann sjóveður. Það hefur líka vantað dálítið þjónustu hér í landi til að fá fólk til að stoppa hér á Drangsnesi. En nú er komin sundlaug og fyrir utan gistinguna hjá okkur er hér gott tjaldsvæði og einnig boðið upp á gistingu hjá Gistiþjónustu Sunnu og á Bæ hér fyrir utan Drangsnes.“ Ásgeir hyggst bjóða upp á áætlunarferðir með leiðsögn tvisvar í viku, á sunnudögum og fimmtudögum klukkan 14.00. „En svo er ég alltaf
tilbúinn að fara út í eyju fyrir vissa lágmarksupphæð. Sjóstöngina býð ég upp á til gamans í ferðunum - en svo er líka hægt að fá bátinn í sérstakar sjóstangaferðir. Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi hafa látið hendur standa fram úr ermum síðustu vikur og reist nýtt gistihús á Drangsnesi. Nýja húsið stendur rétt utan við klettinn Kerlingu sem þorpið er kennt við og þar með rétt við nýju sundlaugina á Drangsnesi. Húsið er að verða tilbúið til notkunar, en í því eru rúm fyrir 8 gesti í fjórum herbergjum. Ásbjörn og Valgerður kona hans voru einnig með gistingu á Drangsnesi síðasta sumar í leiguhúsnæði. Netfangið hjá þeim er sundhani@simnet.is og síminn 451 3238 eða 852 2538.
Ferðaþjónar á Ströndum Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er opin frá klukkan 08.00-17.00 frá 1. júní til 31. ágúst. Fyrirspurnum er svarað í gegnum síma og tölvupóst allan veturinn. Netfangið er info@holmavik.is og veffangið www.holmavik.is/info. Á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík er margvísleg þjónusta. Þar er að finna gríðarlega mikið úrval bæklinga alls staðar að af landinu og upplýsingar um alla skapaði hluti sem menn fýsir að vita. Hægt er að kaupa póstkort og frímerki, einnig að setjast niður og fá sér kaffibolla eða kíkja á tölvupóstinn. Handverkssala Strandakúnstar er líka í miðstöðinni. Þar er margvíslegt handverk heimamanna sem gaman er að skoða. Upplýsingamiðstöðin er í raun hugsuð sem alhliða þjónustuhús fyrir ferðamenn af öllu tagi. Miðstöðin sér einnig um tjaldsvæði Hólmavíkur sem er rétt hjá. Sundlaug Hólmvíkinga er einnig í nokkurra skrefa fjarlægð frá miðstöðinni. Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði. Veitingastaður, sjoppa og bensínsjálfsali. Hraðbanki. Opið frá 08.00 til 23.30 frá 1. júní - 31. ágúst. Sími 451 1122. Gistihúsið Brú, Hrútafirði. Svefnpokapláss og uppbúin rúm. Sameiginleg borðstofa, eldunaraðstaða, setustofa og baðherbergi. Opið allt árið. Símar 451 1122 og 451 1150. Tangahúsið á Borðeyri. Gistihús. Svefnpokapláss, sængurföt ef óskað er, eldunaraðstaða, þvottavél og þurrkari, setustofa. Góð aðstaða fyrir fuglaskoðun. Sturtur og hjólageymsla, góðar gönguleiðir í nágrenninu. Opið allt árið. Símar 451 0011, 849 9852 og 849 7891. Tjaldsvæðið á Borðeyri. Friðsælt tjaldsvæði. Salernisaðstaða, heitt og kalt vatn. Aðgangur að sturtu. Opið yfir sumarið. Símar 451 1131 og 847 2658. Kaffistofan Lækjargarður, Borðeyri. Veitingastaður, kaffihús með vínveitingaleyfi. Opið frá 10.00-18.00 virka daga, 10.00-20.00 um helgar. Símar 451 1131 og 847 2658. SG-verkstæði Borðeyri. Alhliða bíla- og dekkjaverkstæði. Opið 08.00-18.30 virka daga. Símar 451 1145, 853 2405 og 893 2405.
Sauðfjársetur í Sævangi við Steingrímsfjörð. Safn um sauðfjárbúskap fyrr og nú. Kaffistofa með heimilislegum veitingum, handverksbúð og heimalningar. Fjölmargar skemmtanir yfir sumarið. Opið alla daga frá 10.00-18.00 frá 1. júní - 31. ágúst. Sími 451 3324. Skeljavíkurvöllur við Hólmavík. Níu holu golfvöllur. Selt er á völlinn í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Sími 451 3111. Tjaldsvæðið á Hólmavík. Snyrtilegt, skjólgott og afar rúmgott tjaldsvæði rétt við sundlaugina. Snyrtiaðstaða á svæðinu og í félagsheimilinu. Þvottavél, þurrkari, nettenging, eldunaraðstaða, snyrtingar, geymsla fyrir bakpoka og margvísleg önnur þjónusta. Sími 451 3111. Sundlaugin á Hólmavík. 25 metra útilaug, tveir heitir pottar og buslulaug, gufubað, líkamsrækt og íþróttahús. Opnunartími 1. júní - 31. ágúst er frá 09.00-21.00 virka daga og 10.00-18.00 um helgar. Sími 451 3560. Galdrasýning á Ströndum. Galdrasafnið á Hólmavík. Stórglæsileg og landsþekkt sögusýning um galdra og galdramenn. Minjagripabúð með galdragripum. Opið daglega frá 10.00-18.00 frá 1. júní - 15. september. Sími 451-3525
Snartartunga, Bitrufirði, ferðaþjónusta bænda. Gisting í séríbúðum, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Morgunverður, eldunaraðstaða og möguleiki á öðrum veitingum ef pantað er fyrirfram. Opið 1. júní - 15. desember. Sími 451 3362.
Café Riis, Hólmavík. Glæsilegur veitingastaður í elsta húsi Hólmavíkur, fjölbreyttur matseðill, vínveitingar. List- og myndasýningar eru uppi og oft er lifandi tónlist um helgar. Opið virka daga yfir sumarið frá 11.30-23.30 og um helgar til 03.00. Sími 451 3567.
Ferðaþjónustan Kirkjuból við Steingrímsfjörð. Gistihús við þjóðveginn. Uppbúin rúm og svefnpokapláss, sameiginlegar setustofur og eldunaraðstaða, morgunverður í boði. Opið allt árið. Símar 451 3474 og 593 3473.
Gistiheimilið Borgarbraut, Hólmavík. Heimagisting, uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Einnig leigir Gistiheimilið út sumarhúsið Brekkusel, 49 fm. Sumarhús sem er staðsett rétt utan við Hólmavík. Opið allt árið. Sími 451 3136.
Söluskáli KSH. Höfðatúni, Hólmavík. Opið alla daga frá 9.00-23.30 á tímabilinu júní-ágúst. Sími 455 3107.
Vélsmiðjan Vík, Hólmavík. Dekkjaog bílaviðgerðir. Smurstöð. Símar 451 3131, 853 6331 og 893 6331.
Ferðaþjónustan Kópnesbraut, Hólmavík. Heimagisting, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Morgunverður og eldunaraðstaða. Opið allt árið. Símar 451 3117 og 892 3517. Dekkjaþjónusta Danna, Hólmavík. Dekkja- og bílaviðgerðir. Kranaþjónusta. Símar 451 2717 og 869 6741. Svaðilfarir – hestaferðir, Laugalandi við Djúp. Níu daga hestaferðir með leiðsögn um óbyggðir kringum Drangajökul þrisvar sinnum yfir sumarið. Ekki fyrir óvana og hrædda. Símar 456 4858 og 854 4859. Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi. Gisting, stórt og rúmgott herbergi á jarðhæð með uppbúnum rúmum, séreldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Opið allt árið. Sími 451 3230. Gistiþjónusta Sundhana, Drangsnesi. Uppbúin rúm og svefnpokapláss. Opið allt árið. Símar 451 3238 og 852 2538. Tjaldsvæðið á Drangsnesi. Skjólgott tjaldsvæði við samkomuhúsið Baldur. Salernisaðstaða og sturtur inni í samkomuhúsinu. Sími 451 3277. Sundlaugin á Drangsnesi. Útisundlaug, heitur pottur, gufubað og buslulaug. Sími 451 3201. Sundhani STl-3 á Drangsnesi. Bátsferðir um Húnaflóa og áætlunarferðir út í Grímsey, perlu Steingrímsfjarðar. Aðrar ferðir eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði ef óskað er. Símar 451 3238 og 852 2538. Bær á Selströnd. Staðsett þrjá km norður af Drangsnesi. Gisting í tveimur smáhýsum sem hýsa fimm manns hvort um sig. Morgunmatur, kvöldmatur, eldunaraðstaða í húsunum, ásamt ísskápi og sturtu. Merktar gönguleiðir. Opið allt árið. Sími 453 6999. Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði. Allar veitingar, góð gisting. Herbergi með eða án baðs – uppbúin rúm, svefnpokapláss. Rétt við hótelið er sundlaug og tjaldsvæði. Opið allt árið. Sími 451 3380.
Gvendarlaug hins góða, Klúku, Bjarnarfirði. 25 metra útisundlaug. Náttúrulegur heitur pottur. Opin frá 08.00-22.00 allt árið. Kotbýli Kuklarans, Klúku, Bjarnarfirði. Annar hluti Galdrasýningar á Ströndum. Sýning um búandkarlakukl og galdramenn á 17. öld. Húsakosturinn er torfbær sem gefur raunsanna mynd af því hvernig alþýðufólk á 17. öld bjó. Minjagripaverslun. Opin frá klukkan 10.00-18.00, frá 15. júní - 15. ágúst og 12.00-18.00 frá 16. ágúst - 1. september. Sími 451 3524. Hótel Djúpavík. Allar veitingar, gisting á hótelinu í uppbúnum rúmum eða svefnpokagisting. Listsýningar, kajakleiga, bátaleiga og leiðsögn um gömlu síldarverksmiðjuna. Dekkjaviðgerðir. Einnig er til leigu sumarhúsið Álfasteinn í Djúpavík. Opið allt árið. Sími 451 4037. Sögusýning Djúpavíkur. Sími 451 4035. Opin eftir samkomulagi við umsjónarmenn á Hótel Djúpavík. Dekkjaviðgerðir Litlu-Ávík. Símar 451 4029 og 855 2129. Finnbogastaðaskóli, Trékyllisvík. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, sturtur og tjaldsvæði. Opið yfir sumartímann. Símar 451 4026 og 451 4012 Minja- og handverkshúsið Kört, Árnesi, Trékyllisvík. Minjasafn og handverksbúð. Gamlir munir úr héraðinu á minjasýningu og handverk til sölu, m.a. unnið úr rekaviði. Einnig er upplýsingaþjónusta á staðnum. Opið alla daga yfir sumartímann. Sími 451 4025. Valgeirsstaðir í Norðurfirði. Skáli Ferðafélags Íslands. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Opið yfir sumartímann. Sími 568 4017 Gistiheimili Norðurfjarðar. Uppbúin rúm, svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Verslun á staðnum. Opið allt árið. Sími 554 4089.
Gistiheimilið Bergistanga, Norðurfirði. Svefnpokagisting í rúmum, eldunaraðstaða, verslun á staðnum, góðar gönguleiðir. Opið allt árið. Símar 451 4003, 451 4060 og 451 4001. Krossneslaug í Norðurfirði er opin frá 08.00-22.00 alla daga. Engin gæsla. Ferðaþjónusta í Ófeigsfirði. Tjaldsvæði með salernum og rennandi vatni. Skemmtilegar gönguleiðir, trússbátur. Opið yfir sumarið. Sími 852 4341. Sædís ÍS – bátsferðir. Siglingar, trússbátur og farþegaflutningar frá Norðurfirði til fjölmargra staða á Hornströndum. Áætlunarferðir á tímabilinu 25. júní - 15. ágúst eru miðvikudaga frá Norðurfirði í Reykjarfjörð nyrðri og til baka, á mánudögum og föstudögum frá Norðurfirði í Hornvík og til baka. Lagt er af stað frá Norðurfirði klukkan 10.30. Viðkomustaðir eftir því sem við á: Drangar, Reykjarfjörður nyrðri, Bolungarvík, Látravík. Panta þarf far. Fleiri ferðir eftir samkomulagi. Símar 852 9367, 852 8267 og 893 6926. Ferðaþjónustan í Reykjarfirði. Svefnpokapláss, stórt gistihús fyrir 22, tvö sumarhús fyrir 3-5, tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu, sundlaug og flugvöllur. Símar 456 7215 og 853 1615. Ferðaþjónustan Mávaberg, Bolungarvík á Hornströndum. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, þvottavél, sími, veitingar eftir samkomulagi, trússbátur, siglingar frá ýmsum stöðum á Hornströndum. Tjaldsvæði. Símar 456 7192, 852 8267 og 893 6926. Hornbjargsviti, Látravík á Hornströndum. Svefnpokagisting í íbúðarhúsi við vitann í Látravík, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Sturtur. Símar 566 6752, 892 5219 og 852 5219.
Ve s t f i r ð i r
6
Hótelið við nyrstu höf Í Djúpuvík hafa Eva og Ásbjörn unnið við að byggja ferðaþjónustu síðustu tuttugu árin - og enn stendur til að bæta þjónustuna. „Maðurinn minn, Ásbjörn Þorgilsson, fór hingað vestur Eva og Ásbjörn. 1983 vegna þess að afi hans, sem hann hafði ekki kynnst, hafði búð hér á árum áður. Hann langaði að sjá Djúpuvík áður en hún legðist í eyði,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, sem rekur Hótel Djúpuvík, heilsárshótel á Strönd- Hótel Djúpavík að sumri til. um, ásamt eiginmanni sínum - auk þess sem þau hjónin eru að byggja juna. Við ætluðum út í fiskirækt - en upp síldarminjasafn. vorum með svo hógværa áætlun að „Ásbjörn hitti hér síðustu íbúana við fengum engin lán. Við vorum sem gátu frætt hann heilmikið um búin að loka verksmiðjunni og afa hans og sýndu honum staðinn,“ glerja, og settumst niður til að velta heldur Eva áfram. „Síðar bauðst möguleikunum fyrir okkur. Við sáhonum að kaupa síldarverksmiðum að hér var heilmikill ferða-
Hótel Djúpavík í vetrarbúningi.
mannastraumur en engin þjónusta. Svo einn daginn þar sem við stóðum uppi á verksmiðjuþakinu, fékk maðurinn minn þá hugmynd að kaupa Kvennabraggann og byggja upp hótel. Við vissum að okkur vantaði hús til að búa í ef eitthvað yrði úr fiskeldinu og höfðum komið okkur upp heimili þar. Enn í dag er hótelið okkar heimili. Við fjárfestum líka í vegavinnuhúsum sem eru þjónustuíbúðirnar okkar. Þar búa börnin þegar þau koma, sem og starfsfólkið.
Markviss uppbygging Hótelreksturinn hófu þau Ásbjörn og Eva 1985, fluttu alfarið í Djúpvík 1986 og hafa búið þar síðan. Börnin farin að heiman og þau bara tvö eftir í víkinni. „Ég datt alveg óvart inn í reksturinn,“ segir hún. „Ég vissi ekkert um hótelrekstur og þurfti að læra erfiðu leiðina.“ Hótelið er opið allt árið en þó er hlé á ferðamannastraumnum yfir harðasta veturinn og þá fara þau hjónin gjarnan í sín frí. Hótel Djúpavík getur tekið á móti nokkrum fjölda af fólki. „Í upphafi vorum við með átta tveggja manna herbergi,“ segir Eva. „Okkur var sagt af ferðaskrifstofum að þetta væri allt
Gvendarbrunnur í Kálfanesi, einn af fjölmörgum lindum sem Guðmundur góði vígði á Ströndum. Ljósmynd: Sögusmiðjan
ekki á því að þessa sömu nótt gisti Guðmundur biskup hinn góði í Kolbeinsvík. Hann vaknaði skjótt við skruðningana í grjóthruninu, vatt sér í snatri fram úr og sá hvar fjallshlíðin skreið fram. Biskupinn hljóp út úr bænum og áttaði sig strax á hvers kyns væri, að þessu myndi óvættur valda. Hann breiddi út faðminn móti hrapandi fjallinu og hrópaði: „Hjálpa þú nú Drottinn, eigi má veslingur minn.“ Á sömu stundu og biskup mælti þessi orð stöðvaðist grjóthrunið þar sem það nú er og hefur eigi hreyfst.
Mikil aukning á milli ára Reimar Vilmundarson segist nær eingöngu ferja Íslendinga milli norðurfjarðanna á Ströndum og Hornströndum. Það er hann Reimar Vilmundarson sem siglir Sædísinni milli Árneshrepps og Hornstranda. Reimar hefur stundað ferðamannaflutninga frá 1995, fyrst við Ísafjarðardjúp en flutti sig fyrir tveimur árum austur fyrir Vestfjarðakjálkann til Norðurfjarðar. Sædísin tekur þrjátíu farþega og er eins konar hraðbátur ef miðað er við þá báta sem áður hafa verið í förum á þessum slóðum. Algeng sigling frá Norðurfirði og norður í Reykjarfjörð, sem áður tók þrjá tíma, tekur nú um klukkustund og tíu mínútur, að sögn Reimars. Siglingin að Hornbjargi tekur rétt um tvo tíma. Þótt báturinn heiti Freydís, heitir fyrirtækið Sædís ÍS - batsferðir. Þjónustan sem fyrirtækið veitir, er siglingar, trússflutningar og farþegaflutningar. Áætlunarferðir verða í sumar frá 25. júní til 15. ágúst. En reyndar fer ég fyrstu ferðirnar í kringum 10. júní, segir Reimar. „Þetta er bara sumarferðatíminn hjá Íslendingum og 97% af þeim sem hafa bókað hjá mér í
sumar eru Íslendingar.“ Nú þegar hafa 1.200 manns bókað sig í siglingar hjá Sædísi sem Reimar segir að sé mjög fínt. „Ég flutti rétt tæplega 1.300 manns í fyrra og á þessum tíma höfðu aðeins sex til sjö hundruð bókað sig. Það virðist því ætla að verða mikil fjölgun íslenskra ferðamanna hingað til okkar á milli ára. Á þeim gististöðum sem við erum að þjóna er nánast að verða fullbókað fyrir hópa, sérstaklega í Látravík og í Reykjarfirði.“ Reimar segir Sædísi ÍS - bátsferðir vera allsherjar ferjuþjónustu, flytji bæði ferðalanga og allt þeirra trúss. „Ef fólk vill ekki ganga með farangurinn sinn, þá ferjum við hann fyrir það.“ Fyrir utan áætlunarferðirnar sem eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, klukkan 10.30 frá Norðurfirði, er búið að bóka aukaferðir nánast alla daga í júlí - aðeins þrír dagar sem ekki er búið að panta. Reimar segist fara aukaferðir eftir þörfum; ekki þurfi nema átta til tíu manns, þá sé hann farinn af stað með þá.
Matur, kajakar og sjóstöng
mæta á svæðið er bara leitað til nágrannanna og þá getur það gerst að gestirnir búi í sex til sjö húsum á staðnum. Eva segist stundum hafa fengið fimmtíu manna hópa og það hafi gengið ágætlega. Og auðvitað er boðið upp á veitingar á hótelinu. Þar er alltaf morgunverðarhlaðborð, léttar veitingar á daginn og kvöldmatur milli 7 og 9. Þá er alltaf boðið upp á tvo fasta rétti, fisk og kjöt, oftast nær súpu, auk þess sem fólk getur fengið sér einhvern eftirrétt því Eva segist alltaf eiga ís og kökur. Auk þess að reka hótelið eru Ásbjörn og Eva með kajakaleigu og bjóða upp á sýningarferðir í gegnum verksmiðjuna. „Árið 2003 opnuðum við sögusýningu Djúpavíkur í vélarsalnum í verksmiðjunni. Hún er mjög vinsæl. Ætluðum að stækka hana í fyrra en urðum að fresta því vegna viðgerða á þakinu. En nú ætlum við að bretta upp ermar seinna á þessu ári og stækka sýninguna. Þar fyrir utan erum við að fara að kaupa okkur bát sem við ætlum að nota til að bjóða upp á sjóstangveiði. Höfum verið með lítinn bát, leyft fólki að prófa handfærarúllur, en ætlum að gefa fólki kost á því að prófa sjóstöng. Við hlökkum mikið til þess.“
Alls eru 32 til 34 gistirými á Hótel Djúpvík. En þegar stærri hópar
Kleppa
Gvendur góði og skessan Sagan segir að tröllskessa ein er byggð átti í Skreflufjalli hafi haft ímugust á bóndanum í Kolbeinsvík, fyrir hvað bær hans stóð nærri híbýlum hennar. Leitaði hún margra bragða til að hrekja hann burt og vildi helst fyrirkoma honum og öllu hans hyski. Nótt eina varð því tiltæki hennar að hún settist á fjallseggjarnar fyrir ofan bæinn og sparkaði fram vænni sneið af fjallinu. Hugmyndin var sú að enginn sem fyrir skriðunni yrði þyrfti framar um sárt að binda. Kerla varaði sig hins vegar
of lítið svo við byggðum við hliðina. Við vorum þar með hellu þar sem við ætluðum að byggja hjall til að þurrka þvotta í rigningum en sáum að við gætum notað þennan gólfflöt til nytsamlegri hluta. Við bættum við tveimur fjögurra manna herbergjum, salernisaðstöðu og sturtu. Þarna getur fólk bæði fengið svefnpokagistingu og uppbúin rúm. Árið 2000 tókum við þriðja húsið í gegn. Það var partur af húsi sem hafði gengið undir nafninu Matsalan. Það gerði maðurinn minn upp á tveimur vetrum og við gáfum því húsi heitið Álfasteinn. Þetta er mjög fallegt hús á tveimur hæðum og tekur átta til tíu manns í rúm.“
Siglingarnar á milli norðurfjarðanna eru sumarstarf Reimars, sem annars býr á Bolungarvík við Ísafjörð. „Þetta er svona útilega á sumrin og ákaflega skemmtilegt starf,“ segir hann. „Ferðirnar eru svo margbreytilegar, engar tvær ferðir eins. Þetta fer eftir fólkinu sem siglir með okkur. Svo geta ferðirnar lengst ef fólkið er skemmtilegt eða veðrið er gott. Þá getur verið gaman að fara hægar og skoða náttúruna. Ef sjórinn er sléttur, leggjumst við upp að Hornbjargi til að fólk geti klappað bjarginu. Svo í Látravík, rétt við Hornbjargsvita, er foss sem heitir Blakkibás. Ég sigli upp að honum og fer með bátinn í bað undir fossinn - ef aðstæður leyfa. Hann er örugglega eina bátasturtan í heiminum. Þetta er mjög falleg og skemmtileg siglingarleið. Það er siglt mjög nálægt landi og á leiðinni er mikið fuglalíf og sjávarlíf, bæði hvalur og selur - og allt sem landkrabbar vilja sjá.“
Tröllkona ein hét Kleppa og bjó í Staðardal í Steingrímsfirði um það leyti sem kristni barst til landsins. Var henni afar uppsigað við kristna trú og afrekaði það meðal annars að eyðileggja Kirkjan á Stað. steinboga sem lá yfir á við Kirkjutungur í norðanverðum Steingrímsfirði til að spilla leiðinni til kirkjunnar á Stað. Kleppa fór oftsinnis norður í Trékyllisvík til að sækja stórviði í hof sem hún hafði í byggingu. Þá bjó Finnbogi rammi á Finnbogastöðum og hafði hann reist kirkju á bæ sínum. Þegar Kleppa var í ferðum sínum stríddi Finnbogi henni gjarnan með því að hringja kirkjuklukkunum. Varð henni ætíð svo bilt við að hún fleygði frá sér byrðunum og stökk í burtu með ópum og óhljóðum. Einhverju sinni er Kleppa var búin að fá sig fullsadda af stríðni Finn-
boga, tók hún sig til og klippti allt gras af grundunum í kringum bæ hans. Síðan meig hún þvílíku flóði að gríðarmiklar mýrar mynduðust við býlið. Finnboga þótti meira en nóg um þessa framtakssemi skessunnar, skundaði upp í fjall og spyrnti heljarmiklu bjargi niður yfir hana. Segja menn að hóllinn sem stendur upp við hlíðarrótina milli Finnbogastaða og Bæjar hafi orðið til úr skriðunni og ber hann nafn Kleppu.
Kirkjuból á Ströndum
Gott og fjölskylduvænt gistihús, 12 km sunnan við Hólmavík Opið allt árið www.strandir.is/kirkjubol kirkjubol@strandir.is S. 451 3474, 693 3474 • Kirkjuból, 510 Hólmavík.
St r andir
7
Góð þjónusta fyrir barnafjölskyldur Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, segir uppbyggingu skóla og leikskóla á Hólmavík með því besta sem þekkist á landinu. Strandir eru æðistórt svæði að flatarmáli - en fámennt. Fjórir hreppar eru innan byggðarinnar, Bæjarhreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur. Þéttbýliskjarnar eru tveir: á Hólmavík og á Drangsnesi. Íbúar í Strandabyggð eru 507 samkvæmt manntali í des. 2006. Það er óhætt að segja að Strandamenn búi við kvennaríki, því sveitarstjórinn í Strandabyggð er kona, einnig oddvitar í Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi, sem og sýslumaður byggðarinnar og prestur. Eini karlmaðurinn í þessu embættisog valdakerfi er oddvitinn á Hólmavík. Þegar sveitarstjórinn á Hólmavík, Ásdís Leifsdóttir, er spurð hvað sveitungunum finnist um þetta mikla kvennaveldi, segist hún halda að þeir séu bara afskaplega ánægðir með það. „Þegar ég réði mig hingað fyrir fimm árum var sagt við mig að líklega væri þetta besta fyrirkomulagið. Konur hefðu alltaf ráðið öllu á bak við tjöldin - en það væri best að hafa það sýnilegt.“
Galdur og hamingja En þótt byggðin sé ekki fjölmenn er mannlíf skemmtilegt og fjölbreytt og víst er að engum sem hana heimsækir þarf að láta sér leiðast. Þar eru sérstæð söfn, eins og Galdrasýningin sem er í boði á Hólmavík og í Bjarnarfirði, sem og sögusýning Sauðfjársetursins á Ströndum - en það er staðsett um fimmtán kílómetra utan við Hólmavík. Mesta aðdráttaraflið hljóta þó Hamingjudagar á Hólmavík að hafa. Þessi bæjarhátíð er nú haldin í þriðja sinn og stendur frá 29. júní til 1. júlí. „Þetta er mikil veisla og mikil gleði,“ segir Ásdís. „Hingað til hefur hún staðið frá fimmtudegi fram á sunnudag en í ár ætlum að vera aðeins hógværari og hefja hana á föstudegi. Hátíðinni lýkur alltaf með Furðuleikum, sem er hreinasta snilld. Þá er verið að keppa í greinum sem þú finnur örugglega hvergi annars staðar, til dæmis trjónufótbolta. Hann er Strandaútgáfan að sérstökum uppátækjum.“
Sundlaugar í fjörunni Hátíðina segir Ásdís opna öllum, þótt vissulega sé áherslan á fjölskyldufólk. „Við erum með frábæra tjaldaðstöðu og erum komin með sérsvæði fyrir húsbíla og þá sem þurfa að tengja sig við rafmagn. Síðan erum við með venjulegt tjaldstæði sem stendur
Í Árneshreppi á Ströndum spretta ferðamenn upp eins og flugur á sumrin.
Hólmavík.
Kassabílarallí og furðuleikar
ustu fyrir barnafjölskyldur. Leikskólinn er alveg í sérflokki. Núna erum við að byrja að taka inn eins árs börn – hingað til höfum við aðeins getað
Hamingjudagarnir hefjast á föstudagskvöldinu með diskóteki fyrir yngstu kynslóðina og Ásdís segir ekki ólíklegt að einnig verði þá boðið upp á sýningu á „Þið munið hann Jörund“ sem leikfélag byggðarlagsins hefur verið að sýna. „Við ætlum að reyna að vera með þá sýningu, en það er nokkurt púsluspil þar sem þetta er mannmörg sýning og sumarfrí almennt byrjuð. Á laugardeginum er heljarmikið skemmtiprógram, meðal Í hátíðarskapi. annars kassabílar fyrir yngstu kynslóðina. Þá er byrjað á því að yfirfara tekið inn átján mánaða börn. Við gripina og betrumbæta - og síðan er höfum stækkað leikskólann um svaka rallí. helming og aðstaða þar er til fyrirSíðan verður hér töframaður, fjöl- myndar. Bjóðum þjónustu eins og breytt söng- og tónlistaratriði - og hún gerist best og með því ódýrasta á landinu.“
uppi við sundlaugina og er mjög vel varið fyrir vindum. Við erum með eldunaraðstöðu inni, sem og þvottavél og fólk hefur aðgang að snyrtingu allan sólarhringinn í Félagsheimilinu. Einnig erum með splunkunýja sundlaug, útisundlaug og heita potta, þannig að aðstaðan fyrir ferðamenn er orðin alveg frábær. Ég efast um að það séu eins margar sundlaugar á haus og hér í Strandasýslu. Við erum með 25 metra laug hér á Hólmavík og í Bjarnarfirði er 25 metra laug. Drangsnes er með 12 metra laug og tvo potta sem eru í fjörunni, í brimgarðinum í raun og veru. Þú hefur á tilfinningunni að þú sért úti í heitum sjó. Síðan er Krossneslaugin í Árneshreppi sem er líka alveg við sjávarmálið. Þú situr nánast úti í beljandi hafinu.“
Árneshreppur er nyrsta sveit Strandasýslu og ákaflega landmikil. Landslag í Árneshreppi er víða stórbrotið og sérstakt. Ströndin er vogskorin, undirlendi lítið og há hamrafjöll gnæfa yfir byggð. En þótt náttúran sé stórbrotin og saga svæðisins mikil að burðum, er sveitarfélagið nokkuð fámennt. Oddný Þórðardóttir oddviti segir íbúa Drangaskörð. rétt tæplega fimmtíu. Héraðið er fyrst og fremst sauðfjárræktarsvæði. Þar er enginn þéttbýliskjarni en í Sjóferðir og gönguleiðsögn Norðurfirði er þjónustukjarni, Ferðaþjónustuaðilar eru smám verslun og bankaútibú. Þar eru saman að bæta við fjölbreytnina. einnig tvær gistingar og bryggja þar Hótelið í Djúpuvík er með kajakasem tekið er á móti fiski. „Hér er leigu og áætlar að bjóða upp á rólegt á veturna en þó nokkuð miksjóstangaveiði í sumar. En Oddný ið að gera á sumrin,“ segir Oddný. segir líka mikið af fólki koma á eig„Hér er nokkuð mikil traffík á sumrin, ekki síst í kringum bátinn sem flytur fólk norður á Strandir - og þegar veður er gott, þá sprettur fólk hér upp eins og flugur. Sem er ekki skrýtið, því hér er mikið að sjá og margt að skoða. „Já, landslag er hér mjög fallegt,“ segir Oddný, „og þetta svæði á sér mikla sögu. Hér voru til dæmis galdrabrennurnar í Kistuvogi.“ Við þetta má bæta að Reykjaneshyrna séð frá Trékyllisvík. á Gjögri var á öldum áður hákarlaverstöð og skammt undan in vegum. Það sé að mestu fólk sem landi í Trékyllisvík liggur Árnesey, er að láta ferja sig norður á Hornsem er einna frægust úr Sturlunga strandir og fuglaskoðunarfólk. „Í sögu fyrir það að þar vígbjó Þórður Árneshreppi er líka minja- og handkakali sig til Flóabardaga við Norðverkshús, sem heitir Kört og fólkið lendinga árið 1244, einu sjóorrustu sem er með safnið, Valgeir Benesem Íslendingar hafa háð. diktsson og Rakel, dóttir hans, hafa
Fjölbreytt atvinnulíf
Ungir sem aldnir taka þátt í hátíðinni.
mikið af því kemur frá heimamönnum sjálfum. Við erum með sölubása þar sem seldar verða til dæmis rækjur, djúpsteiktar rækjur og ýmiskonar handverk. Galdrasýningin er opin og svo lýkur herlegheitunum með balli um kvöldið - svo það þarf engum að leiðast. Á sunnudeginum er þessu slúttað með furðuleikum á Sævangi. Þeir eru ævintýralega skemmtilegir.“
Atvinnulíf segir Ásdís einnig fjölbreytt. „Fyrir utan rækjuvinnsluna sem veitir 25 manns atvinnu, erum við með heilbrigðisstofnun og heilsugæslu sem er ansi stór vinnustaður, sem og grunnskóla, leikskóla og áhaldahús. Vegagerðin er með útibú hér, einnig Orkubú Vestfjarða. Nýr vegur um Arnkötludal og Gautsdal verður opnaður á næsta ári og það verður mikil samgöngubót fyrir okkur; hann tengir saman Reykhóla og Strandir og þá verður hægt að skreppa á bundnu slitlagi alla leið til Reykjavíkur og til Ísafjarðar.“
Öflugt félagslíf
Selströnd við Steingrímsfjörð.
Stórbrotin náttúra, fámenn byggð
Ásdís segir félagslíf mjög fjölbreytt. „Við erum með gífurlega öflugt leikfélag. Það er ekki lítið þrekvirki fyrir svona lítið samfélag að setja upp eins stóra sýningu og „Þið munið hann Jörund“ en þar fer Sigurður Selir við Kirkjuból. Atlason, sem er með Galdrasafnið, á kostum. Fjölhæfur maður sem ávallt tekur þátt í hinni árlegu karókÞað er enginn barlómur í Ásdísi íkeppni sem haldin er hjá okkur á þegar hún er spurð hvort á Hólmavík haustin - og ég hef nú líka látið séu atvinnutækifæri og pláss fyrir draga mig út í. Síðan er hér kvenna- fleir íbúa. „Já,“ svarar hún af bragði. kór og blandaður kór. Við erum með „Eins og er stendur skortur á hústónlistarskóla og það er frábært að næði okkur fyrir þrifum. Það stefnir geta sagt frá því að í grunnskólanum í að hér verði fljótlega byrjað að eru 82 nemendur og þar af eru sex- byggja. Hér er kaupfélag, eitt af fáum tíu í tónlistarnámi. Síðan er 90% sem stendur enn og veitir þó nokkuð þátttaka í íþróttaþjálfun. Þetta er mörgum atvinnu. Þannig að hér er yndislegur staður til að vera með fjölbreytni. Tveir bankar og sýslubörn. mannsembættið, að ógleymdri smáSkólinn er frábær og við bjóðum bátaútgerðinni. Það er ekki hægt til dæmis upp á heilsdagsskóla, þar annað en að láta sér líða vel hérna. sem nemendur geta unnið heimanámið sitt undir leiðsögn kennara. Íþróttaiðkun og tónlsitarnám er inni í skólastarfinu. Við höfum lagt mikla áherslu á að byggja upp góða þjón-
Drangavík.
Góð þjónusta
tekið að sér að fara með fólk í gönguferðir um staðina hér,“ segir Oddný. Hvað félagslíf varðar segir hún það mjög fjörugt. „Barnaskólinn hefur haldið úti félagsvist, sem og vorskemmtun og jólaskemmtun í samvinnu við Kvenfélagið. Á veturna hittist fólk hér á bæjunum hálfsmánaðarlega, frá áramótum og fram á vor. Það eru karlarnir að spila bridds og konurnar með handavinnu. Krakkarnir leika sér og spila. Það koma allir, enginn er skilinn eftir heima. Um þetta er mikil og góð samstaða í sveitinni. Flestir taka þátt í þessu og mæta oftast.“ En þótt Árneshreppur sé nyrstur
En í Árneshreppi er enn þá rekinn grunnskóli, þrátt fyrir fámennið. „Það verða tvö börn í skólanum næsta vetur, voru þrjú í fyrra,“ segir Oddný. Við erum með kennslu upp í níunda bekk en í tíunda bekk fara krakkarnir þangað sem ættingjar og vinir geta tekið við þeim. Flest fara þau á StórReykjavíkursvæðið.“ Á sumrin er mikill ferðamannastraumur í Árneshrepp og nokkuð fjölbreyttir gistimöguleikar í boði og má segja að fyrir utan sauðfjárrækt sé ferðaþjónusta nokkuð öflug atvinnugrein á svæðinu. „Við erum með Hótel Djúpavík, síðan er hreppurinn með Finnbogastaðaskóla sem býður upp á svefnpokagistingu á Djúpavík. sumrin sem og tjaldstæði. Síðan keypti Ferðafélag Íslands jörð byggða á Vestfjörðum, eru íbúar sem heitir Norðurfjörður fyrir síður en svo einangraðir. Tvisvar í nokkrum árum. Þar er bæði svefnviku er áætlunarflug á Gjögur sem pokapláss, tjaldstæði og fín aðstaða Oddný segir tryggustu samgöngur fyrir tjaldstæðið. Svo eru tvær aðrar heimamanna. Og þótt íbúar séu fágistingar hér, í Kaupfélagshúsi í ir, búa þeir fremur þétt saman. Norðurfirði, bæði uppbúin rúm og „Byggðin er í þyrpingu í Trékyllissvefnpokapláss, sem og á Bergvík og svo aftur í Norðurfirði. Þetta istanga hér inni í Norðurfirði. Síðan er stórt og mikið landsvæði en þeir erum við með sundlaug í fjörunni sem búa hér, búa fremur þétt samog heitan pott á Krossnesi.“ an,“ segir hún.
Ve s t f i r ð i r
8
Lítil byggð – en mikið fjör Í Kaldrananeshreppi er fylgst með hvölunum úr heitu pottunum sem eru listaverk í fjörunni. Í Kaldrananeshreppi búa um hundrað manns og Drangsnesið þar sem búa um 65 manns er eini þéttbýliskjarninn í hreppnum. Jenný Jensdóttir. „Okkur hefur fækkað stórlega, segir oddvitinn, Jenný Jensdóttir. „Ástæðan er sú að ungt fólk sest ekki lengur að á svona stöðum. Ungir menn geta ekki komið hingað til að fara á sjó. Það er innbyggt í kvótakerfið að þessir litlu staðir eigi að deyja. Þeir sem selja ekki frá sér, eldast upp úr þessu, eða deyja frá því og þá er kvótinn seldur. Það getur enginn í heimabyggð keypt kvótann því til þess þarf óskaplegt fjármagn. Svo þarf líka mikið til að reka þetta. Síðan er annað, að við höfum menntað öll börnin okkar í burtu. Þau sem fara í burtu, koma aldrei
Heitir pottar í fjörunni.
Fjölskylduhátíð En þeir sem búa á staðnum una glaðir við sitt og hafa ýmislegt upp á að bjóða. „Við erum mjög stolt af Bryggjuhátíðinni sem við höldum í júlí. Við erum að halda hana í tólfta sinn í sumar. Við erum líka stolt af því hvernig við framkvæmum hana. Hún stendur í einn dag en flestir íbúar á aldrinum 10 ára til sjötugs eru settir á vinnuplan. Það vinna allir í sjálfboðavinnu við Bryggjuhátíð-
mjög þekkt. Kvenfélagið framleiðir allt sem kemur úr sjónum. Þar kennir ýmissa grasa, til dæmis er boðið upp á sel og grásleppu og ýmsar sérstæðar afurðir. Við erum með myndlistasýningar, hoppukastala fyrir krakkana, stöðugar ferðir út í Grímsey sem á þessum tíma er full af lunda - en þar er ein stærsta lundabyggð í heimi á einni eyju. Auk þessa bjóða Strandahestar upp á hestaleigu fyrir krakka. Kaffihús í gangi, þar sem er haldin grillveisla, bjóðum upp á kvöldskemmtun, varðeld og dansleik. Þetta er mjög fjölskylduvæn hátíð. Ef við tökum grillveisluna sem dæmi, þá seljum við matinn frekar ódýrt og börn undir tíu ára aldri fá frítt. Það sama á við ferðirnar út í Grímsey. Það kostar heldur ekkert að taka þátt í dorgveiðinni og kvöldskemmtuninni. Þar er frítt á meðan húsrúm leyfi og alltaf rosalega mikil stemming.“
Söfn og siglingar
Bryggjuhátíð á Drangsnesi.
aftur nema í heimsókn - sem þau eru reyndar dugleg að gera. Við höfum auðvitað lítið annað en sjóinn svo atvinnulíf er fábreytt og fólk fer af ýmsum ástæðum.“
ina. Hún snýst um að skemmta sér og hafa gaman. Við erum með dorgveiði fyrir börnin og bjóðum við upp á sjávarréttasmakk sem er orðið
Kerlingin á Drangsnesi Í árdaga þegar öll tröll höfðu hrökklast undan landnámi mennskra manna vestur á firði ákváðu þrjú nátttröll að moka sund milli meginlandsins og Vestfjarða, stofna þar tröllaríki og búa þar í friði fyrir mannfólkinu. Sér til gamans ákváðu þau að búa til eyjar af öllu því efni sem myndaðist af mokstrinum. Tröllunum sem mokuðu að vestanverðu inn Gilsfjörðinn tókst að mynda þær óteljandi eyjar sem finnast á Breiðafirði, en tröllkerlingunni sem baslaði austanmegin inn Kollafjörðinn, tókst aðeins að mynda nokkra varphólma og blindsker. Tröllin voru áhugasöm um verkið og gáðu ekki að sér í tíma. Sólin reis á himni og urðu þau að leita skjóls í skyndi til að daga ekki uppi. Tröllin í Gilsfirði hlupu yfir Steinadalsheiði út Kollafjörðinn og urðu að steinum í Drangavík við Kollafjarðarnes. Kerlingin sem mokaði að austanverðu náði að stökkva norður yfir Steingrímsfjörð og staðnæmdist hjá klettabelti sem Malarhorn heitir, þar sem kauptúnið Drangsnes stendur. Þar hafði hún geymt uxa sinn meðan hún sinnti mokstrinum. Þegar hún sá hvað henni hafði gengið illa að fylla upp í Húnaflóann og búa til eyjar, náði hún ekki upp í nef sér fyrir bræði og henti skóflunni af alefli í Hornið. Við það spratt úr því spilda með uxanum og öllu öðru sem á því var og myndaði Grímsey
sem er stærst eyja á Húnaflóa. Í því náði sólin að skína á kerlinguna og hún varð að drangi þeim sem stendur í þorpinu. Þarna stendur kerla síðan við fjöruborðið og horfir á uxa sinn sem dagaði uppi við norðurenda eyjarinnar og stendur þar bergnumin. Þessari sögu til sönnunar segja menn að grjótlagið í eynni sé allt hið sama og í Malarhorni.
Svo erum við með heita potta í fjörunni - allt árið. Þar mega allir fara í heita potta þegar þeir vilja - og þeir eru opnir allan sólarhringinn. Pottarnir eru mikið notaðir af bæjarbúum og það er ekki óalgengt að sjá bæjarbúa á leiðina í pottana á náttsloppnum. Hér eiga allir pottsloppa og pottskó. Eftir að hafa setið í pottunum og spjallað fer fólk síðan í sturtu heima hjá sér. Svo eigum við
nýja sundlaug sem var opnuð 2005. Ljósmyndir – heimildir Þar er líka heitur pottur og gufubað. framtíðarinnar Auk þess eigum við aðra sundlaug í En heitu pottarir eru ekki bara heitir Bjarnarfirði, náttúrulaug, þar sem pottar heldur hluti af listaverki í vatnið rennur í laugina og úr henni dag. Miriam Samper var listamaður aftur. Það er settur í hana klór til að gæta hreinlætis. Þar er líka heitur pottur við laugina þar sem vatnið kemur í réttu hitastigi upp úr jörðinni.“ Kotbýli kuklarans sem er hluti af Galdrasýningunni er í Kaldrananeshreppi. „Sú sýning er byggð gagngert til að sýna hvernig fátæklingar bjuggu í gamla daga. Menn Veisla á Bryggjuhátíð. þurftu að leita ýmissa leiða til að komast af, beita allri þeirri fjölBryggjuhátíðar í fyrra og hún hjó kynngi sem þeir kunnu. Þetta er listaverkið, la Grima, í kringum mjög sérstök sýning og skemmtileg pottana og gaf sveitarfélaginu það. sem er opin allt sumarið. Auk þess „Þannig að þegar við erum í pottunerum við með ferðaþjónustu í gangi um erum við í miðju listaverkinu,“ mjög víða. Nú er verið að opna nýtt segir Jenný. „Þetta er mjög skemmtilegt. Listamennirnir sem hafa verið hér, hafa stundum gefið okkur verk eftir sig, svo við erum að verða miklu menningarlegri og auðugri eftir að við tókum upp á að halda Bryggjuhátíðina. Við erum líka alltaf með ljósmyndasýningu á Bryggjuhátíðinni. Við höfum verið að safna gömlum myndum og eigum orðið dágótt safn af þeim. Í fyrra tóku allir nemendur grunnskólans þátt í ljósmyndasýningunni. Myndirnar þeirra voru Lundafundur í Grímsey. stækkaðar, plastaðar og hengdar upp. Sýningin heldur síðan áfram eftir hátíðina því þetta er nokkuð gistiheimili á Drangsnesi og verið er ferðamannavænt. Krakkarnir tóku að breyta þar húsi sem var fiskverkmyndir af öllu sem þeim datt í hug. unarhús og gera það að kaffihúsi Myndasýningin í sumar verður að með útsýni beint út í Grímsey. Sá líkindum húsin í hreppnum - nema sem stendur fyrir þessu er sami aðili einhver komi með betri hugmynd. og er með siglingar út í Grímsey og Þetta er skemmtun á meðan sýningHúnaflóa - og býður bæði upp á sjóin varir en verður að menningarstöng og hvalaskoðun. Steingrímsverðmætum seinna. Við eigum fjörðurinn er fullur af hvölum. Við myndirnar og getum litið til baka og skoðum þá héðan úr heitu pottunséð hvað var í gangi þetta árið. um. Við komumst ekki hjá því að sjá þá.“
Velkomin í Strandabyggð
Hjartanlega velkomin til Hólmavíkur í Strandabyggð. Þar er ný 25 metra útisundlaug, afbragðs gott tjaldvæði og öflug upplýsingamiðstöð. Hólmavík er vel staðsett fyrir dagsferðir norður á Strandir, yfir í Djúp og vestur í Reykhólasveit. Fjöldi gistimöguleika er í Strandabyggð, glæsilegur veitingastaður er á Hólmavík, stórskemmtilegar sögusýningar og margvísleg þjónusta. Fjölbreytt tækifæri eru til að njóta útivistar og skoða náttúruna, spila golf eða skreppa í veiði. Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin 29. júní - 1. júlí árið 2007.
Allar nánari upplýsingar gefur Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík, s. 451-3111, info@holmavik.is - www.holmavik.is/info
St r andir
9
Fjölskylduaðstaða í fuglaparadís Á Kirkjubóli í Steingrímsfirði geta ungir sem aldnir hæglega gleymt sér í náttúrufegurðinni og litríku dýralífinu. hreiðri. Þegar ungarnir eru komnir á legg má sjá þá um miðjar nætur að æfa vængjatök. Stór hluti ungfuglanna fer til Grænlands um haustið, en eldri fuglarnir halda sig við Ísland.
Æðarfuglinn
Kirkjuból.
Í gistihúsunum á Kirkjubóli er boðið upp á tólf herbergi yfir sumartímann, en dálítið færri yfir háveturinn og hægt er að fá hvort heldur uppbúin rúm eða svefnpokapláss. Þrjú herbergjanna eru stærri, tvö eru með koju til viðbótar við hjónarúm og í það þriðja er hægt að bæta við aukarúmi og barnarúmi. Sérstök áhersla er lögð á að þjónusta við fjölskyldufólk sé góð á Kirkjubóli. Setustofur er í gistihúsunum, sjónvarp, bækur og spil. Sameiginleg baðherbergi með sturtum eru í húsunum og eldhúskrókur með öllum búnaði fyrir gesti. Gasgrill í garðinum. Gistiheimilið var opnað 1. júní 2001 og auk gistingar er þar boðið upp á morgunmat. Engin matsala er þar fyrir utan enda býlið staðsett steinsnar frá Hólmavík, auk þess sem eldunaraðstaða er fyrir hendi. Á Kirkjubóli hefur verið byggt upp útileiksvæði því markmiðið er að laða barnafólk að staðnum. Og á Kirkjubóli er ýmislegt að skoða. Ábúendur eru um þessar mundir að fara af stað með það verkefni að gera æðarvarpið aðgengilegt. Veittar verða upplýsingar um æðafuglinn og hreiður eru merkt svo fólk geti gengið um varpið. Í Kirkjubólsfjöru er nokkur reki, skeljar og allmikið fuglalíf.
Segja má að það séu fjórir fuglar sem setji mestan svip á náttúruna í kringum Kirkjuból. Það er æðarfuglinn sem á nokkur hreiður í Orrustutanganum, tjaldurinn sem verpir víða í vegkantinum, krían og teistan sem setur sérstakan svip á lífið í fjörunni. Það er aðeins lítilsháttar æðarvarp á Kirkjubóli - um það bil 30 hreiður – þótt fuglinn sé mjög áberandi. Kollurnar eru tiltölulega gæfar og það er gaman að rölta í rólegheitum um varpið. Æðarfuglinn er einkvænisfugl og heitir kvenfuglinn kolla en karlinn bliki. Kollan er tryggari aðilinn í sambandinu og hún þolir illa nærveru annarra en maka síns. Varptíminn hefst um miðjan maí. Æðarfuglar eru félagslyndir og kollurnar verpa í nágrenni við aðra fugla, að jafnaði 4-6 eggjum. Blikinn verndar konu sína í varpinu, en fer síðan til að fella fjaðrir eftir að ungarnir eru komnir úr eggjunum. Þá er víða hægt að sjá stóra hópa af blikum hafa það náðugt í fjörunni. Æðarungarnir koma úr eggjum um miðjan júní og eru komnir niður að sjó daginn eftir. Þegar ungarnir líta dagsins ljós passar kollan upp á þá, leiðir þá á góða fæðustaði og varar þá við hættum. Stundum hjálpa aðrar kollur við uppeldið. Þær eru geldfuglar sem taka barnapíuhlutverkið að sér með glöðu geði og taka stundum uppeldið alveg í sínar hendur.
Tjaldurinn Tjaldurinn er einstaklega hávaðasamur fugl og hrópar og orgar sem
Fjaran við Kirkjuból.
mest hann má ef einhver nálgast hreiðrið hans. Á Kirkjubóli á tjaldurinn fullt af hreiðrum. Flest heiðrin á Kirkjubóli eru í vegkantinum og tjaldurinn er oft búinn að verpa snemma í maí. Hreiðurstæðið er furðulegt, fuglinn býr til smáskál og verpir svo bara beint í grjótið. Hjónin skiptast á um að liggja á. Ungarnir verða seint sjálfbjarga og eru undir verndarvæng foreldranna allt fram í ágúst þegar þeir fara til vetrarstöðvanna.
Teistan Teistan er einn af einkennisfuglum fjörunnar á Kirkjubóli. Hér er líklega eitt stærsta og þéttasta teistuvarp á Ströndum. Sérkennileg hljóð teistunnar vekja jafnan mikla athygli og hún er fallegur fugl. Teistan verpir í klettaveggjum, rekaviðardrumbahrúgum og stórgrýti. Síðustu árin hafa líka allmargar teistur verpt í þar til gerða varpkassa á Kirkjubóli, en þar er á ferðinni tilraun fuglafræðinga sem fylgjast með varpinu og eru að rannsaka atferli teistunnar og annarra fugla. Hægt er að kíkja í kassana og skoða eggin og ungana. Teisturnar ala unga sína á sprettfiski, sem stundum er nefndur teistufiskur, þar til þeir fara úr
Teista.
Teistudansinn Háttalag teistunnar er í mörgu frábrugðið öðrum fuglum. Þar á meðal er hægt að nefna hinn svokallaða trönudans. Þá dansar teistan í gleði sinni á sjó eða landi. Þessir dansleikir eru skemmtilegir á að horfa og svo vinsælir að aðrar teistur fljúga langar leiðir til að vera með. Hvað dansinn merkir veit enginn nema teisturnar sjálfar.
Krían Dálítið kríuvarp er á Kirkjubóli, bæði í Orrustutanga norðanverðum og Langatanga. Krían er samt ekkert sérstaklega aðgangshörð við fólk sem labbar um fjöruna, þó sumum finnist betra að fara varlega. Á Kirkjubóli er krían vanaföst. Hér má að öllu eðlilegu sjá fyrstu kríu sumarsins þann 10. maí. Krían er einkvænisfugl sem
verður trygglyndari með árunum. Tryggðin er svo mikil að krían verpir ekki ef hún missir maka sinn. Krían byrjar að verpa laust eftir miðjan maí. Hún býr sér ekki til hreiður heldur verpir beint á jörðina, einu eða tveimur eggjum. Báðir foreldrarnir gæta að eggjunum og liggja á. Kríur eru duglegir fuglar. Á vorin eru þær í ætisleit megnið af deginum, en um lágnættið fá þær sér kríu. Þær eru geysilega færar í fluglistinni og á haustin fljúga þær lengstu vegalengd allra íslenskra farfugla, alla leið til Afríku. Þar dvelja þær þar til vorar aftur á Íslandi.
Heimalningar og gönguleið Enn er ekki allt upp talið sem gerir Kirkjuból að athyglisverðum áningarstað. Þar hefst bráðskemmtileg gönguleið, svokallaður Kirkjubólshringur. Þá er gengið frá bænum, upp á fjallið og síðan fjöruleiðina heim. Gangan er ekki erfiðari en svo að hægt er að ganga hana á tveimur tímum - með börnin með sér. Á leiðinni er margt að sjá og örnefni eru merkt á leiðinni. Og ekki má gleyma Sauðfjársetrinu beint á móti Kirkjubóli. Þangað er vinsælt að ganga til að gefa heimalningunum að drekka. Gistihúsin á Kirkjubóli eru opin allt árið en mesta umferðin er yfir sumarmánuðina þrjá, þótt vissulega sé sú umferð alltaf að teygja sig lengra inn í september. Aðalumferðin byrjar upp úr miðjum júní en farið að lengjast í hinn endann, farið að vera fram í miðjan september.
Af draugum, tröllum og öðrum forynjum Strandagaldur hefur dafnað vel á þeim sjö árum sem stofnunin hefur starfað og er sífellt að færa út kvíarnar.
Drauga- og þjóðtrúardagar
Strandagaldur er sjálfseignarstofnun sem rekur Galdrasýninguna á Ströndum. Sýningin sjálf er á tveimur stöðum og heitir Galdrasafnið á Hólmavík og Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Síðan er þriðja sýningin í undirbúningi norður í Trékyllisvík. Hún fjallar um þau galdramál sem upp komu þar á 17. öld - en ekki er enn ákveðið hvenær hún opnar. Strandagaldur stofnaður árið 2000 og framkvæmdastjóri er Sigurður Atlason. „En Strandagaldur er ekki eingöngu í þessum sýningargeira með galdra á svæðinu,“ segir hann, „heldur erum við að
vinna að hvers kyns öðrum rannsóknum, t.d. fornleifum baskneskra hvalveiðimanna. Þeir voru með hvalveiðistöð hér úti með firði fyrr á öldum. Síðan höfum við á undanförnum árum verið að vinna að Þjóðtrúarstofu, fræðastofnun um íslenska þjóðtrú.“ Og ekki er annað að sjá en að tekið hafi verið eftir því átaki sem unnið hefur verið í Galdrasafninu á Ströndum, því síðastliðinn vetur hlaut safnið Eyrarrósina, verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Sigurður segir þau verðlaun hafa verið mikla vítamínsprautu.
Sigurður Atlason er í fullu starfi við Galdrasafnið en aðrir eru í hlutastarfi eða taka að sér sérstök verkefni. „Við stefnum að því að Þjóðtrúarstofa verði vinnustaður 4-5 sérfræðinga á sviði þjóðfræði og sagnfræði. Yfir sumarið er svo fleira starfsfólk í hinum og þessum störfum í kringum sýningarnar og Baskarannsóknirnar. Þess ber að geta að að baki öllum þessum stofnunum liggja miklar rannsóknir.“ Þegar Sigurður er spurður hvernig Galdrasafnið sé upp byggt, segir hann: „Við byggjum þetta upp á leikmyndum sem við tengjum við atburðarás eða þætti. Yfir sumarið erum við með uppákomur nokkuð reglulegar. Þá eru sérstakir draugadagar og þjóðtrúardagar. Í kringum Kotbýli Kuklarans verðum við í sumar að vinna að sýningarsvæðinu utandyra. Þar erum við fjalla um íslensk tröll, leiðum fólk um sagnir trölla. Þetta verður eins konar skemmtigarður þar sem fólk fer á milli pósta og kynnist tröllunum. Helstu tröllin eru Kerlingin á Drangsnesi og tröllin í Kollafirði. En það eru tröll hér í hverjum firði. Þömb er, til dæmis, inni í Bitrufirði en hún hefur nú ekki sést lengi.“
Fögnum Yaris-fólkinu Á hverju sumri koma um átta þúsund manns inn á Galdrasafnið á Hólmavík og Sigurður segist vona að við fjögur þúsund manns heimsæki Kotbýlið í sumar. „Mest eru þetta Íslendingar enn þá en bilið er að minnka með hverju árinu. Á síðasta ári voru Íslendingar um 6070% gesta okkar. Fjölgun erlendu ferðamannanna er helst að þakka ferðamynstri þeirra. „Yaris-fólkið,“ það er að segja bílaleigufólkið, stjórnar sínum ferðum miklu meira en það gerði fyrir örfáum árið. Fyrir vikið erum við að fá mun meira af útlendingum en þegar þeir voru að ferðast um í rútum. Ferðaskrifstofur voru ekkert að koma á þetta svæði og eru ekki enn. En eftir að þetta ferðamynstur fór að breytast hefur þetta stórlagast. Við fögnum komu Yaris-fólksins því gríðarlega. Það er líka miklu fyrr á ferðinni en áður. Það er þegar farið að streyma hingað.“ Sigurður segir útlendinga ekki vita mikið um þjóðtrú og galdra en finnist þetta allt mjög forvitnilegt. „Það er ein ástæðan fyrir því að við erum að stofna Þjóðtrúarstofu. Við sjáum þörfina fyrir að selja íslenska þjóðtrú, bæði til námsmanna erlendis og til erlendra ferðamanna. Við fáum svo margar fyrirspurnir á sumrin um allt sem viðkemur þessu fyrirbæri. Við stefnum að því í framtíðinni að fólk geti komið
hingað í sérstakar tröllaskoðunarferðir, til dæmis, þeir sem þora ekki á sjóinn að skoða hvali. Í staðinn geta þeir kysst tröllin og klappað þeim.“
Ástargaldrar og að gera sig ósýnilegan Meðal gesta Galdrasafnsins eru börn að sjálfsögðu nokkuð stór hópur. Sigurður segir misjafnt hvernig þau taki sýningu safnsins. „Mörg þeirra fatta þetta ekki. Þau eru í Harry Potter buxunum og verða dálítið stúmm þegar þau koma hingað, sérstaklega þegar þau lenda inni á Draugadegi eða Sagnadögum. En það þarf að hafa dálítið mikið fyrir börnunum, sem eru með hausinn fullan af „action“ Harry Potter og Lord of the Rings kvikmyndanna. Í lok skólaárs fáum við líka marga og stóra hópa af grunnskólanemum í skólaferðalagi. Í þessari viku koma til dæmis um hundrað nemendur til okkar. Ef þetta eru krakkar á gelgjuskeiði, fer maður út í ástargaldra en fyrir yngri börnin fer maður út í tröllin og aðra galdra, eins og að gera sig ósýnilegan.
Ve s t f i r ð i r
10
Furðuleikar, hrútaþukl og skemmtileg sögusýning Sauðfjársetur á Ströndum er skemmtilegt safn fyrir alla fjölskylduna í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð, 12 kílómetra sunnan við Hólmavík.
Tangahúsið á Borðeyri
Í Sævangi er sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar, en hún fjallar um sauðfjárbúskap fyrr og nú frá öllum mögulegum hliðum. Í Sauðfjársetrinu er einnig notaleg kaffistofa og handverksbúð, vísindahorn fyrir fræðimennina í fjölskyldunni, barnahorn með fullt af leikföngum fyrir yngstu kynslóðina og utandyra eru hressir heimalningar sem allir geta fengið að gefa mjólk úr pela. Sauðfjársetrið stendur fyrir fjölmörgum stórskemmtilegum atburðum og hátíðum yfir sumarið sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Meðal þeirra eru hinir stórundarlegu Furðuleikar, en á þeim sameinast kynslóðirnar og keppa í skemmtilegum íþróttum sem ekki hafa hlotið samþykki Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal keppnisgreina á Furðuleikunum má nefna öskurkeppni, 40 metra kvennahlaup
með frjálsri aðferð (þar sem karlarnir halda á konum sínum og leysa ýmsar þrautir), ruslatínslu, girðingarstaurakast, trjónufótbolta, belgjahopp og skítkast. Furðuleikarnir fara fram sunnudaginn 1. júlí í sumar. Meistaramót í hrútadómum fer síðan fram sunnudaginn 26. ágúst. Þar raðar dómnefnd, skipuð færustu sérfræðingum, fjórum hrútum í gæðaröð. Síðan eiga keppendur að reyna sig við matið á hrútunum með hendurnar og hyggjuvitið að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu þurfa aðeins að númera hrútana frá einum og upp í fjóra og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu gefa hins vegar hrútunum stig fyrir einstaka þætti eins og t.d. bakbreidd, útlit og samræmi og fara þá eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Þessi keppni hefur verið
Bær á Selströnd
geysivinsæl síðustu ár og keppendur og sigurvegarar verið hvaðanæva að af landinu og á öllum aldri. Margir fleiri atburðir fara fram á vegum Sauðfjársetursins í sumar, t.d. Dráttarvéladagur, kraftakeppnin Kraftar í kögglum og Strandamannamót. Þá verður einnig haldið landsmót í spuna, haldið upp á 50 ára afmæli
Sævangs og farið í skipulagðar gönguferðir. Hægt er að fræðast meira um Sauðfjársetrið með því að kíkja á vefinn: www.strandir.is/saudfjarsetur. Sýningin verður opin frá kl. 10.00-18.00 alla daga sumarið 2007, á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.
Gistihús, svefnpokapláss, sængurföt ef óskað er, eldunaraðstaða, þvottavél og þurrkari, setustofa. Góð aðstaða fyrir fuglaskoðun. Sturtur og hjólageymsla, góðar gönguleiðir í nágrenninu. Tangahúsið á Borðeyri, Borðeyri, 500 Staður. Símar: 451 0011, 849 9852, 849 7891. Netfang: kollsa@simnet.is.
Opið allt árið
Borðeyri við Hrútafjörð Þorpið Borðeyri stendur í Bæjarhreppi við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins með um það bil 30 íbúa.
Gisting í sumarhúsum, möguleiki á morgun- og kvöldmat Bær á Selströnd er miðsvæðis á Ströndum. Stutt er að fara á Drangsnes þar sem er að finna bæði verslun og sundlaug. Ósnortin náttúra Stranda er allt um kring og býður upp á fjölmarga möguleika fyrir göngufólk og aðra náttúruunnendur. Sumarhúsin okkar eru búin eldhúsáhöldum, kæliskáp og sturtu. Hvort hús hentar fyrir 3-5. Hægt er að fá morgunverð og kvöldverð. Einnig getur fólk fengið aðstoð vegna skoðunarferða, upplýsingar um gönguleiðir, viðburði og fleira.
baer@this.is WWW.THIS.IS/BAER Sími: 456-6999 Bær 3520 Drangsnes
Á Borðeyri er seld gisting í Tangahúsi, þar er kaffistofa Lækjargarðs, ágætt tjaldsvæði, skóli, sparisjóður og bíla- og vélaverkstæði. Borðeyri er sögufrægur verslunarstaður og þar er verið að vinna að viðamiklum endurbótum á elsta húsi staðarins, Riishúsi sem áður hét Faktorshús. Er það reyndar eitt elsta hús við Húnaflóa. Verslunar er oft getið á Borðeyri í Íslendingasögum og öðrum fornum
heimildum, en á meðan einokunarverslun Dana var ráðandi frá 1600 fram undir miðja 19. öld lá verslun þar niðri. Síðan var Borðeyri miðstöð verslunar fyrir býsna stórt svæði og stundum er sagt að þorpin á Hvammstanga og Hólmavík hafi upphaflega verið útibú frá verslunarmönnum á Borðeyri. Seint á 19. öld voru mikil harðindi á Íslandi sem juku mjög ferðir manna til Vesturheims og þá var Borðeyri ein stærsta
útflutningshöfnin norðanlands. Frá því er sagt að á hverju ári hafi safnast saman á Borðeyri hópar af vesturförum sem biðu eftir skipi, stundum vikum saman, oftast við lélegan kost og slæman aðbúnað. Þar var einnig aðalútflutningshöfn Norðurlands á lifandi sauðfé á síðari hluta 19. aldar, þegar sauðasala til Bretlands setti svip á mann- og atvinnulíf.
Re y khólahreppur
11 Gláma
Reykhólahreppur
Hólmavík
r
Reykhólar Flatey
D
Gilsfjörður
Fuglar og fögur náttúra
Teigsskógar - gönguleið
Reykhólhreppur er innst í Breiðafirði og nær yfir alla Austur-Barðastrandasýslu. Nær frá Gilsfjarðarbotni og vestur í Skiptá í Kjálkafirði. Hlynur Þór Magnússon þykir manna fróðastur um hin ýmsu mál sem við koma sveitinni.
Gangan hefst við eyðibýlið Gröf og gengið er um jeppaslóð langleiðina að sumarhúsum, þar sem býlið Teigsskógar stóð áður. Teigsskógar eru eitt mesta skóglendi í Reykhólasveit. Skógurinn hefur á undanförnum árum notið góðs af minnkandi sauðfjárbeit og umgengni manna. Frá Teigaskógi liggur leiðin um fjörur, fitjar og sjávartjarnir að Grenitrésnesi þar sem sagan segir að á landnámsöld hafi rekið á land svo stórt tré að nægt hafi í öndvegissúlur fyrir marga bæi í nágrenninu. Fremst á nesinu var áður býlið Hallsteinsnes sem heitir eftir Hallsteini Þorskafjarðagoða sem var fyrsti ábúandi á staðnum.
Mynd af krökkum í heita pottinum.
Í Reykhólahreppi búa 250 manns, þar af eru 120 sem búa í þorpinu að Reykhólum. Þar er starfræktur leikskóli, Hólabær og grunnskóli, Reykhólaskóli, en í kringum 40 nemendur stunda þar nám á veturnar í 1.10. bekk. Skólasel kallast frístundaheimili fyrir krakka í 1.-4. bekk og fara krakkarnir þangað þegar skóla lýkur klukkan 13:00 og geta verið þar til 16:00. Íþrótthús og sundlaug eru á staðnum og þar starfar íþróttafélagið UDN. Bókasafn er til húsa í skólanum. Barmahlíð kallast hjúkrunarheimili sem starfrækt er í Reykhólahreppi og er þar pláss fyrir 13 í hjúkrunarrými og 2 í dvalarrými.
Mynd af sundlauginni á Reykhólum.
Grettislaug heitir sundlaugin á Reykhólum. „Hún er 60 ára gömul en fyrir nokkrum árum var öll aðstaðan gerð upp. Þessa dagana er verið að gera hana að einhverju leyti upp, gera hana snyrtilega og fína,“
Mynd af aðkomu sundlaugarhúss á Reykhólum.
segir Hlynur um sundlaugina. Laugin heitir eftir Grettislaug sem er aðeins fyrir ofan nýju laugina. Sú laug var lítill hver sem hlaðið var í kringum og Grettir sterki Ásmundsson á að hafa brúkað. Laugin var grafin upp 2006 og gerð sýnileg og merkt. Sundlaugin er 25 x 12,5 metrar og er mesta dýpi 2,75 metrar. Einnig eru þar tveir heitir pottar.
þessum stað og er þarna mikið af lómi. Einnig er þetta staðurinn þar sem líklegast er að koma auga á haförn. „Á þessu svæði hefur helmingur af íslenska arnarstofninum aðsetur og má sjá örn á flugi hérna flesta daga sumars,“ segir Hlynur. Mikill áhugi er á að koma upp arnarskoðunarstöð í Reykhólasveit. Stöðinni mun vera komið upp nálægt arnarsetri sem mun verða vel sjáanlegt með kíki, auk þess sem einhvers konar safn og fræðsla yrði rekið með stöðinni. Eins og er, er vinnan í kringum hugmyndina komin frekar skammt á veg og því í raun ekki mikið vitað um hvenær megi búast við að hægt verði að nýta sér stöðina.
Traktorasafn og iðjuver
lágu til norðurs frá Breiðafirði. Sagnir segja að svo vel hafi rekadrumbur þessi dugað, að hof Þór til dýrðar hafi einnig verið smíðað úr trénu. Fleiri örnefni á Hallsteinsnesi minna á fornar sögur. Má þar nefna Goðhúshvamm þar sem hoftóft Hallsteins er sögð hafa verið, skammt austur af túninu. Munnmælin segja að þar sé einnig haugur Hallsteins.
Traktorasafn er staðsett á bæ sem heitir Grund rétt fyrir ofan þorpið.
Skálmarnes/Múlanes Ein gönguleið liggur frá bænum Skálmarnesmúla sem stendur yst á nesinu vestanverðu undir Skálmarnesmúlafjalli. Bæinn er hægt að nálgast á jeppa, eftir 14 kílómetra löngum vegi sem liggur undir vesturhlíðum Skálmarnesmúla á austurströnd Kerlingarfjarðar og þaðan fyrir nesið.
Fuglaskoðunarskýli við Langavatn Á hverju sumri er Reykhóladagurinn haldinn hátíðlegur en það er bæjarhátíð heimamanna. „Hann hefur alltaf verið haldinn snemma sumars en þetta árið verður hann nær hausti og er líklegast að hann verði 1. september,“ segir Hlynur. Á þessum degi er margt gert sér til gamans og taka brottfluttir og gestir einnig virkan þátt í hátíðarhöldunum. Fuglaskoðunarskýli er við Langavatn á Reykhólum. „Það eru tvö ár síðan skýlinu var komið upp. Á þessu svæði er eitt fjölbreyttasta fuglalíf á landinu. Ástæðan er fjölbreytni náttúrunnar hérna. Allt þetta náttúrulendi á þessu litla svæði gerir þetta að kjörlendi fyrir fugla á Íslandi,“ segir Hlynur. Fuglaskýlið er hannað þannig að mannfólkið fæli ekki fuglana. Raufir eru á skýlinu til að horfa út um og getur fólk því notið þess að fylgjast með þeim án þess að þeir styggist. Einnig er hægt að ganga „fuglaskoðunarstíginn“ sem liggur meðfram vatninu og er þriggja kílómetra langur. Alls konar fugla er hægt að sjá á
Býlið heitir eftir Hallsteini, syni Þórólfs Mostrarskeggs, sem bjó þar fyrstur manna. Hann hafði viðurnefnið goði eða Þorskafjarðargoði. Sagt er að landnám hans hafi náð yfir alla vesturströnd Þorskafjarðar. Hallsteinn fórnaði guðinum Þór einum syni sínum. Í þakklætisskyni á Þór að hafa sent honum grenitré eitt ógnarstórt og rak það að landi þar sem nú heitir Grenitrésnes. Úr þessu mikla tré voru gerðar öndvegissúlur fyrir flestalla bæi sem
Traktor sem er til sýnis á traktorsafninu.
Stóristeinn Þar er búið að safna saman fjölda af gömlum traktorum, gera þá flesta upp og er megnið af þeim gangfærir. Einnig eru þar til sýnis gamlar búvélar og tæki en þau eru hætt að virka. Rétt hjá Reykhólum, eða í Karlsey, er að finna eitt vistvænasta iðjuver í heiminum. Það er Þörungaverksmiðjan. Hún er knúin af jarðhita og er þar framleitt mjöl úr ómenguðum gróðri sjávar. Mjölið er að mestu leyti flutt út og er notað sem hleypiefni við matvælavinnslu, áburður fyrir landbúnað og skrúðgarða og fóður fyrir húsdýr og gæludýr.
Traktori á traktorasafninu.
Á bænum Skálmarnesmúla er lítil kirkja sem byggð var á árunum 1955-60. Gengið er frá bænum eftir vegi um friðsælt mólendi og er útsýnið yfir Breiðafjörð einstakt. Fuglabjarg er í Múlanesi. Yst á nesinu er Skálmarnesflugvöllur sem gengið er yfir út á Haugsnes. Þegar komið er yfir flugbrautina og stuttan spöl inn með hlíðinni er gott útsýni inn Skálmarfjörð og yfir að Svínanesi handan fjarðarins. Á Haugsnesi var annar maður Guðrúnar Ósvífursdóttur heygður eftir að hann drukknaði á Breiðafirði.
Er saga þessi gerðist átti kona að nafni Ingunn heima á Ingunnarstöðum á Múlanesi. Hún var fátæk og skuldaði prestinum í Skálmarnessmúla fé sem hún gat engan veginn goldið. Það eina sem vesalings konan átti var mjólkurkýr sem hélt lífinu í henni og börnunum. Presturinn var þekktur af öðru en að láta hlunnfara sig og vildi fá skuldina greidda og engar refjar. Þegar hann sá fram á að engan fengi hann skildinginn, tók hann kúna upp í skuldina – frekar en ekkert – og kvaddi Ingunni fálega. En þar sem klerkur kemur á milli Múla og Ingunnarstaða fellur steinn mikill ofan úr Múlanesfjalli og niður hlíðina þar sem hann stöðvaðist að lokum. Þar er steinninn enn þann dag í dag og undir honum hvílir presturinn. Af kúnni er það að segja að hún slapp ómeidd og skundaði heim á leið, húsfreyju til ómældrar gleði.
Gufudalsháls – gönguleið Önnur skemmtileg gönguleið er frá Gufudalskirkju upp frá botni Gufufjarðar, um Gufudalsháls yfir að bænum Galtará á austurströnd Kollafjarðar. Gufudalsháls var í alfaraleið fram undir miðja 20. öldina, áður en vegurinn fyrir Skálanes var lagður. Þetta var erfið leið og ferðamenn urðu að teyma hesta sína upp og niður sneiðingana. Ferðin hefst hjá gömlu timburkirkjunni í Gufudal, þar sem stefnan er tekin að fyrstu vörðunni í hlíðinni. Þaðan er gengið í sneiðing út með fjallinu þar sem landið hækkar stöðugt. Kennileiti á leiðinni er gil sem gengið er yfir. Þegar komið er í
gróið gil upp í Heiðarhvammi er stefnan tekin til norðurs og gengið skáhallt upp hlíðina. Markmiðið er að ná vörðu sem stendur á brúninni á móts við bæinn í Gufudal. Á brúninni tekur við vel vörðuð gata yfir hálsinn með góðu útsýni til Reip-
hólsfjalla. Meðal þess sem fyrir augu ber er stór grænleitur steinn sem stendur á brúninni hinum megin. Er þar kominn Gullsteinn en þjóðtrúin segir að undir honum séu gull og gersemar. Fjársjóðinn er þó erfitt
að nálgast því steininum fylgja þau álög að ef einhver vogar sér að velta honum, munu allir bæir í sveitinni brenna. Aðeins neðar í hlíðinni er varða hlaðin ofan á kletti. Hún heitir Gvendaraltari eftir Guðmundi bisk-
up góða. Þaðan liggur leiðin niður á við um allbratta hlíðina og ógreinilega götu og er vissara er að fylgja vörðunum. Galtará fellur fram í gljúfri og meðfram henni er gengið niður reiðveginn þar til komið er niður á austurströnd Kollafjarðar.
Ve s t f i r ð i r
12
Ferðaþjónar í Reykhólahreppi Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Reykhólum er opin yfir sumartímann frá 1. júní - 31. ágúst. Deilir húsnæði með Hlunnindasýningunni á Reykhólum, einnig er þar handverkssala. Tölvupóstfang er reykholar@simnet.is og símanúmer er 434 7830. Grænigarður
og
Krákuvör.
Ferðaþjónusta bænda. Gisting í tveimur sérhúsum, svefnpokagisting eða sængur og koddar í boði. Eldunaraðstaða. Tjaldsvæði í Krákuvör með snyrtiaðstöðu. Farangur fluttur til og frá bryggju ef óskað er. Tölvupóstur: sjflatey@hvippinn.is Símar 438 1451 og 853 0000.
Gisting, Ólína J. Jónsdóttir.
Loftmynd af Skáleyjum.
Mats Vibelund
Gengið á eyjar með ábúendum
Björn Samúelsson býður upp á siglingar.
Siglt er frá landi tíu kílómetra fyrir utan Reykhóla, sem kallast Staður á Reykjanesi, og siglum aðallega út í Skáleyjar og Flatey,“ segir Björn, „Við förum þrisvar sinnum í viku í þessar ferðir, á miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum.“ Boðið er upp á að fara í land á eyjunum. „Í Skáleyjum er gengið um og eyjan skoðuð með leiðsögn. Í Flatey göngum við svo um gamla þorpið og er skoðað hvernig fortíðin leit út fyrir 50-60 árum og kynnumst henni þar með. Svo er hægt að setjast inn á veitingahús sem er nýuppgert og er algerlega frábært. Einnig er hægt að hafa viðkomu í Hvallátum, sem eru eyjar á milli Skáleyja og Flateyjar.“ Báturinn sem siglt er á tekur allt að 19 farþega. Björn segir að þessi ferð sé einnig fugla og náttúruskoðun, sem og söguleg skoðun. „Við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum og hefur fjöldi gesta á hverju sumri farið stigvaxandi og er þetta að verða mjög vinsælt meðal ferðamanna.“ Björn er byrjaður að þróa aðra gerð af ferðum sem hann hyggst bjóða upp á í suma fyri smærri hópa „ Við byrjuðum í fyrra að bjóða upp á kvöldsiglingar út í Flatey þar sem var svo farið og snætt á hótelinu þar og mældist það vel fyrir. Í sumar munum við svo þróa þetta betur. “Eftir ferðina er komið í land á sama stað og ferðin hófst. Björn mun byrja að bjóða upp á þessar siglingar 2. júní og verða þær í boði fram í september.
Hrólfsklettur við Skáley.
Gisting í uppbúnum rúmum og svefnpokagisting, eldunaraðstaða, morgunverður. Einnig lítið sumarhús. Útsýnisferðir á báti. Sími: 438 1476. Heimilisfang: Læknishúsi, Flatey.
Hótel Flatey. Bókanir fyrir hótelið og veitingastofuna, sími 4227610. Hótel Flatey bíður nú upp á 7 tveggja manna herbergi, 1 fjölskylduherbergi (3 rúm), svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 13 herbergi og 27 rúm. Morgunmatur og fuglasöngur er innif. í verði. Tölvupóstur: info@hotelflatey.is. Eyjasigling. Siglingar með ferða-
Björn samúelsson ásamt 200. farþeganum sumarið 2006 en hún heitir Aðalbjörg Egilsdóttir.
Ferðin tekur 3-4 tíma eftir því hvað er stoppað lengi í hverri eyju og hversu margar eyjar er farið í. Grunnferðin, sem er ferð út í Skáleyjar, kostar 4.500 krónur og er inni í því falið gönguferð um eyjarnar með leiðsögn ábúenda og skoðun um dúnhreinsunarstöðina. Aukagjald er tekið fyrir að fara út í Flatey og Hvallátur. Lagt er af stað klukkan 17:00 á miðvikudögum en 16:00 á laugardögum og sunnudögum. Það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara sem ferðast um Vestfirði, enda frábær leið til að njóta alls þess sem Breiðafjörðurinn.
Íbúðarhús á Skálaeyjum.
menn í Skáleyjar. Hvalbátur og Flatey á Breiðafirði þann 1. júní þetta árið og siglir út ágúst mánuð. Siglt hefur verið út í Skáleyjar frá árinu 2003 og er með bátinn Súluna sem tekur 19 farþega. Siglt er frá Stað á Reykjanesi (í grennd við Reykhóla) og tekið er á móti bókunum í símum 849 6748 og 865 9968 og tölvupósturinn er eyjasigling@eyjasigling.is. Brottför: miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga (1/6-1/9 2007). 7 manna hópar og stærri geta
Hótel Bjarkalundur. Gistihús, opið frá 15. maí - 1. okt. Uppbúin rúm fyrir 24 manns og svefnpokagisting, 7 smáhýsi hyttur við hótelið, fjögur rúm í hverju húsi samtals gisting fyrir 28 manns, húsin eru með eldunaraðstöðu og salerni. Veitingastaður opinn frá 11.3021.30, vinveitingar og sjoppa. Aðgengi fyrir fatlaða. Tjaldsvæði og bensínafgreiðsla N1. Veiðileyfi. Vefsvæði: http://www.bjarkalundur.is. Tölvupóstur: bjarkalundur@bjarkalundur.is. Sími: 434 7762. Gistiheimilið Álftaland. Gistiheimilið Álftaland er á Reykhólum. Hægt er að fá gistingu í uppbúnum rúmum fyrir 18 manns og svefnpokapláss fyrir 15 að auki. Boðið er upp á morgunmat að auki. Í húsinu er glæsileg eldunaraðstaða og setustofa með sjónvarpi. Á sólpalli framan við húsið er heitur pottur, gufubað og grill. Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott. Internetaðgangur. Tjaldsvæði er við húsið og fullkomin snyrtiaðstaða fyrir tjaldgesti. Aðstoð við kaup á veiðileyfi í Hafrafellsvatn. Opið allt árið. Vefsvæði: http://www.alftaland.is. Tölvupóstur: alftaland@hotmail.com. Sími 434 7878.
Miðjanes, ferðaþjónusta bænda. Ferðaþjónusta bænda, gisting í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss, eldunaraðstaða, morgunmatur. Gistiaðstaða fyrir 4-5 manns í íbúð með sérinngangi (1 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi). Góð eldunaraðstaða. Kýr á bænum, hægt að fara fjósaferð. Góðar gönguleiðir í nágrenninu. Opið allt árið. Miðjanes er við veg nr. 607. Næsta þéttbýli/sundlaug: Reykhólar 5 km. Sími 434 7787.
Djúpidalur. Gisting í sér húsi og herbergjum, uppbúin rúm, svefnpokapláss, eldunaraðstaða, sundlaug. Sími 434 7853 Jónsbúð. Verslun, matvara og ferðamannavörur, sjoppa og bensínsjálfsali frá N1. Opið 9.00-21.00 virka daga á sumrin, 10.00-21.00 um helgar. Tölvupóstur: reykholar@N1.is. Sími 434 7890.
Jónsbúð
Króksfjarðarnesi.
Matvöruverslun og sérvara í Jónsbúð Króksfjarðarnesi sem er opin virka daga frá 9.00-18.00. Bensínsjálfsali frá N1. Tölvupóstur: reykholar-@N1.is Sími: 434 7700.
Hafrafell, Alma Friðriksdóttir. Veiðileyfi í Hafrafellsvatni. Sími: 434 7756.
Með Suður-Evrópsku ívafi Í byrjun maí hófst sumartímabilið á Hótel Bjarkalundi og er Árni Sigurpálsson hótelstjóri bjartsýnn á sumarið. Í Berufirði er að finna sumarhótelið Hótal Bjarkalund. Þar eru ellefu tveggja manna herbergi í boði með handlaug og eru svo sameiginleg baðherbergi. Bæði er hægt að bóka herbergin sem uppábúin eða svefnpokapláss, en með því síðarnefnda er ekki innifalinn morgunverður. Nýlega tóku nýjir eigendur við hótelrekstrinum og er Árni Sigurpálsson hótelstjóri einn af þeim. Byrjað var á að gera upp anddyri, sal og eldhús. Einnig var komið í gagnið nýjum bar með mikla reynslu. Aðstaða fyrir gesti og starfsfólk var einnig bætt til muna. Útisvæði hótelsins var ekki skilið útundan og var bætt þjónustan við tjaldleigu, fellhýsi og hjólhýsi með því að koma upp þjónustuhúsi með salernum og sturtum.
Ítalskt eldhús í bland
Fólk á Náttmálahól í Skáley.
farið aukaferðir utan þessa tíma, eftir samkomulagi. Tími: miðvikudaga kl. 17.00, laugardaga og sunnudaga kl. 16.00 Lengd ferðar: 3-4 klukkustundir. Innifalið: Bátsferð og leiðsögn. Verð: 4.500 kr. (aukagjald fyrir Flatey).
Frábær matur er í boði á hótelinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Við verðum með ítalskan kokk hérna í sumar og verðum því með ítalskan mat til viðbótar við það sem hefur áður verið boðið upp á.“ Segir Árni. Skammt frá tjaldstæðinu er nýlega búið að koma upp smáskálum, svokölluðum hyttum. „Þetta eru tuttugu fermetra hús og er helmingurinn af þeim kominn og tilbúin til notkunar. Restin mun svo komast í gagnið mjög fljótlega.“ segir Árni. „ Í þessum hyttum er eldunaraðstaða, klósett og svefnaðstaða fyrir fjóra. Gestir í þeim munu svo komast í sturtu í þjónustuskálanum hjá tjaldstæðinu.“ Árni bætir við að verið sé að betrumbæta
tjaldstæðið þannig að rafmagn verði til staðar fyrir alla bíla. Í anddyrinu hefur verið komið upp smávöruverslun og sjoppu þar sem hægt er að fá helstu nauðsynjavörur. Einnig eru eldsneytistankar á staðnum. Frá hótelinu er gott að aka vestur strandir eða fara upp til Ísafjarðar með því að keyra yfir Þorskafjarðarheiði. Einnig er stutt í Reykhóla þar sem hægt er að komast í heilsugæslu og sundlaug auk þess sem skemmtilegt er að kíkja á Hlunnindasýninguna sem er í gangi þar yfir sumartímann.
Mynd af Hótel Bjarkalundi.
Dansleikur á Jónsmessu Skammt frá Berufjarðarvatn. Líklegt er að hægt verði að veiða þar sumarið 2007 en þar er góður silungastofn búinn að vera að vaxa síðustu ár. Þar er líka hægt að stunda vatnasport í samráði við staðarhaldara og er hægt að leigja gúmmíbát. Auk þess eru fallegar gönguleiðir nálægt hótelinu og ber þá sérstaklega að nefna Vaðalfjallaleið, en á toppnum er hægt að rita í gestabók. „Það er komið bundið slitlag á alla vegi frá Reykjavík í Bjarkalund og eru einungis um 217 kílómetrar frá Höfðabakkabrúnni yfir í Bjarkalund“ upplýsir Árni og ætti því að vera leikur einn að komast að hótelinu. Hann er einnig með margt í bígerð fyrir sumarið. „Við byrjum á því að vera með dansleik á Jónsmessunni og þá mætir hljómsveit og verður farið í einhverja leiki og kveikt í brennu. Það er hefð í sveitinni að það sé alltaf Jónsmessuhátíð,“ segir Árni og bætir við, „við
Veitingasalur í Hótel Bjarkalundi.
munum líka taka verslunarmannahelgina með trompi og ætti fólk að fylgjast með því.“ Uppabúið rúm fyrir einn kostar 5.300 krónur nóttin en fyrir tvo kostar nóttin 7.500 krónur í uppábúnu herbergi. Í svefnpokagistingu kostar nóttin 5.000 krónur. Stæði fyrir tjald kostar 1.000 krónur á sólarhringinn en stæði fyrir fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla kostar 1.200 krónur á sólarhring. Þriðji hver sólarhringur er þó frír. Rafmagn í sólarhring kostar 300 krónur.
Re y khólahreppur
13
Kyrrð, tímaleysi og hvíld
Selskinnsfatnaður og hreiður
Þrjú pakkhús voru nýlega gerð upp í Flatey og þjóna nú sem fallegt hótel.
Á Reykhólum er starfrækt á sumrin hlunnindasýning í gamla mjólkurstöðvarhúsinu. Hlynur Þór Magnússon hefur yfirumsjón með sýningunni.
Mynd af plássinu í Flatey.
Hótel Flatey samanstendur af pakkhúsunum þremur á Flatey, Eyjólfspakkhús, Samkomuhúsið og StóraPakkhús, sem voru byggð á árunum 1860-1918. Unnið hefur verið að því seinustu ár að gera þau upp og innrétta þau þannig þau geti þjónað sem hótel. Í samkomuhúsinu er matsalur sem einnig er starfrækt sem veitingahús og tekur 60 manns. Þar er hægt að fá hádegismat, síðdegiskaffi og kvöldverð. Í Eyjólfspakkhúsi og Stórapakkhúsi er gistiaðstaða, eða 13 herbergi, 1 til 3ja manna. Í Stórapakkhúsi er einnig bar í kjallaranum. Í sumar mun verða margt um að vera á hótelinu. Reglulega yfir sumarið munu gestakokkar heimsækja hótelið og elda fyrir gesti. Ber þar að negna Chia nálastungulækni, sem mun sjá um kínverskt hlaðborð þann 9. júní, og síðustu helgina í júlí mun Karl Gunnarsson líffræðingur úr Vertshúsi vera með þangtilraunir. Trúbadúrar munu þá einnig skemmta við og við yfir sumarið. Í Samkomuhúsinu verður slegið upp balli þann 9. júní og á því munu Lárus Grímsson og Ingólfur Steinsson leika fyrir dansi.
Þeir sem vilja gera eitthvað nýtt um verlsunarmannahelgina geta farið til Flateyjar en á föstudeginum munu Tómas R. Einarsson og félagar spila af sinni alkunnu snilld og á laugardeginum verður ball með Spöðunum. Síðustu vikuna í águst verðu heilsuvika á Hótel Flatey og eru einkunnarorð vikunnar: kyrrð, tímaleysi og hvíld. Gott er að hlaða batteríin fyrir veturinn og sækja uppbyggjandi fyrirlestra um heilsu, mataræði og fleira, kíkja í nudd, hugleiðslu, gönguferðir, bókalestur og kyrrðarstundir ásamt því að nærast á hollu fæði. Það er gott að vera í Flatey og ef fólk sækist eftir því að komast í rólegt og fallegt umhverfi þá er Flatey rétti staðurinn til að sækja heim. Í boði eru 7 tveggja manna herbergi, 1 þriggja rúma fjölskylduherbergi, svítur og 2 eins manns herbergi. Eins manns herbergi kostar 13.000 krónur, tveggja manna herbergi 15.200 krónur og fjölskylduherbergið og svítur 16.800-18.700 krónur. Morgunmatur og fuglasöngur eru innfalin í verðinu.
Mynd frá Bátasafninu í Reykhólum.
„Á hlunnindasýningunni er sýnt það sem nýtt var til sjávar og lands, en það var aðallega fugl og selur,“ segir Hlynur. „Ástæðan fyrir því að sýningin er staðsett þarna er sú að þetta er eini staðurinn sem aldrei hefur orðið hungursneyð á Íslandi, eins og til dæmis í móðuharðindunum. Því var að þakka sú fjölbreytni sem er í náttúrunni hér um slóðir. Hingað streymdi fólk að sunnan og austan í harðindum því hér var búpeningur eins og annars staðar en að auki selirnir og fuglarnir sem gerðu gæfumuninn þegar búfénaður féll. Fyrir sunnan var þá ekki upp á slíkt að hlaupa því þar eru ekki allar þessar tegundir af náttúrugæðum.“
Svínanes – gönguleið Gönguleiðin er í nágrenni Skálmarfjarðar og er á strandlengjunni undir hlíðum Svínanesfjalls. Nesið heitir Svínanes og liggur austan Skálmarfjarðar. Leiðin er löng og erfið og ráðlegt er að taka fleiri en einn dag í ferðina og passa vel upp á að réttur búnaður sé með í för. Vindáttir eru nokkuð sterkar á þessu svæði og því nauðsynlegt að fylgjast með veðurspá og haga göngunni eftir því. Ríkjandi vindáttir eru úr norðaustri og suðvestri og því er yfirleitt heppilegast að hefja gönguna við bæinn Kvígindisfjörð í botni samnefnds fjarðar.
Mynd af Þörungaverksmiðjunni rétt fyrir utan Reykhóla.
Á leiðinni er gengið fram á nokkur eyðibýli. Fyrst er Svínanessel sem stendur um mitt nesið að austanverðu. Fremst á nesinu er bærinn Svínanes sem fór í eyði um 1960. Þegar gengið hefur verið yfir nesið og nokkuð inn Skálmarfjörðinn er gengið um fallegt og hlýlegt bæjarstæðið á Selskeri sem fór í eyði árið 1954. Handan fjarðarins, aðeins innar, er bærinn Urðir sem kemur við sögu í Laxdælu. Á landnámsöld bjó þar
galdrahyskið Kotkell og Gríma. Þaðan er gengið inn Skálmarfjörð þar til komið er að Illugastöðum, ekki langt frá fjarðarbotninum. Fyrir ofan Illugastaði er þjóðvegurinn. Á landnámsöld bjuggu Kotkell og Gríma og synir þeirra á bænum Urðum sem stendur á vesturströnd Skálmarfjarðar. Í Laxdælu er því haldið fram að þau hafi verið fjölkunnug og miklir seiðmenn. Til er saga af því þegar Þórður
Mats Wiber Lund
Ingunnarson, þáverandi eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur, stefndi Urðarfólki fyrir þjófnað og galdra og reyndi þannig að gera þau útlæg. Kotkell lét þá reisa seiðhjall þar sem heimilisfólkið framdi galdraseið sem varð til þess að Þórður drukknaði á Breiðafirði. Skip hans fékk á sig brotsjó og hvolfdi. Áhöfnin drukknaði öll og voru líkin heygð í Haugsnesi yst á Skálmarnesi.
Á sýningunni er sýnt hvernig þessar nytjar voru nýttar, til dæmis veiðar á sel, hvernig hann var verkaður og nýttur, dúntekja og vinnsla á dúninum, fuglaveiði og eggjataka. Sýnd eru margs konar hreiður og
egg, ýmsar tegundir fugla, uppstoppaðir selir, selskinn, fatnaður og töskur úr selskinni auk þess sem þar ber að líta uppstoppaðan haförn. „Svo eru til sýnis gripir sem við koma vinnslunni á náttúruafurðunum, eins og gömul verkfæri,“ segir Hlynur. Sýningin samanstendur af veggspjöldum með skýringum á því sem sýnt er og í sýningarsalnum eru sjónvarpsskjáir sem sýna kvikmyndir um lífríki í Breiðafirði og hvernig þessi gæði voru nýtt. Sýningin er í gamla Mjólkurstöðvarhúsinu sem byggt var fyrir 40 árum en varð aldrei mjólkurstöð. Á samastað er verið að koma á fót Bátasafni Breiðafjarðar og er búið að safna um 20-25 bátum úr Breiðafirði og verður það opið samhliða hlunnindasýningunni. Í sama húsi er einnig upplýsingamiðstöð, vísir að byggðasafni og sýning á handverki heimamanna.
Ve s t f i r ð i r
14
arf
jör
Vesturbyggð Gott samstarf og þjónusta í Vesturbyggð
Besta bíópoppið Íbúarnir eru mjög stoltir af kvikmyndahúsinu sínu. „Kvikmyndahúsið er gamalt, byggt á milli 19401950. Núna er verið að leggja síðustur hönd á viðbætur og endurbætur á því.“ Upplýsir Soffía, „Nýjustu myndirnar eru alltaf sýndar hérna og var meira að segja heimsfrumsýning á einni Star Wars
myndinni hérna!“ Kvikmyndahúsið er mjög flott og hefur verið gert upp í upphaflegri mynd. „Svona bíó er ekki lengur til hér á landi.“ Fullyrðir Soffía, „Svo er líka besta bíópoppið á landinu hérna því það er handgert, engar fjöldaframleiðslupoppvélar.“ Sýningar eru alltaf á sunnudögum og líka á aukafrídögum. Ferðaþjónustan í Vesturbyggð er í mikilli uppbyggingu. „Hér er margt spennandi í boði og mjög miklir möguleikar í ferðamennsku.“ Byrjar Soffía enda er ósnortna náttúran fjársjóður út af fyrir sig. „Í fyrra fórum við af stað með gönguhátíð og verður hún aftur í ár eða síðustu helgina í júlí.“ Segir Soffía og má þess geta að þarna er að finna eitt fallegasta göngusvæði landsins. „Þetta er menningartengd gönguhátíð. Í fyrstu göngunni var farið á slóðir Gísla Súrssonar. Á einum staðnum dúkkaði svo upp sjálfur Gísli og var þetta leikrit á hans slóðum. Við skoðuðum líka byrgið sem hann faldist í í sjö ár.“ Segir Soffía, og heldur áfram, „Fólk kom víða að með jafnvel bara dagsfyrirvara, ein kom frá Egilsstöðum og margir ætla að koma aftur.“ Í boði eru gönguferðir sem ættu að hæfa flestum. Tvær göngur á dag, léttari og erfiðari. „Hátíðin er fjölskyldumiðuð og stefnum við að því að vera með dagskrá fyir börn og jafnvel barnagæslu. Þá getur fjölskyldan komið hingað og allir skemmt sér vel.“
Soffía Gústafsdóttir.
Segir Soffía.
Grænar baunir og sjómannadagur Fleiri hátíðir eru í gangi í Vesturbyggð yfir sumarið og má þar nefna Bíldudals Grænar Baunir, sem er bæjarhátíð Bíldudælinga, og svo er mikil hátíð í kringum sjómannadaginn á Patreksfirði. Á komandi árum verður líka mikil uppbygging í safnamálum Vesturbyggðar og er áætlað að opna þar Sjóræningjasafn og einnig er Skrímslasafn langt á veg komið. Verið að leggja drög að sjóræningjasafni. „Skrímslasafn er komið á fleygiferð og ætti að opna árið 2008. Það er byggt á margra ára rannsóknarvinnu á sögnum allt til þessa dags sem hefur sést til skrímsla hér í Arnarfriðinum sem þykir djúpur og dulur.“ Segir Soffía. „Í Vesturbyggðinni er saga bak við hverja þúfu og undir hverjum stein, að ekki sé nú talað um þessa stórbrotnu náttúru sem hér finnst, og ættu því allir, stórir og smáir, að una sér vel og hafa nóg fyrir stafni,“ lýkur Soffía máli sínu með.
Viljum að gestum okkar líði vel Birna og Keran í Breiðavík hafa lagt áherslu á heimilislegan brag og góða þjónustu við göngufólk. viðbrögð frá þeim sem hafa dvalið hjá okkur.“
Breiðavík.
Í Breiðavík reka hjónin Birna Mjöll Atladóttir og Keran Ólason ferðaþjónustu með fjölbreyttum gistimöguleikum og einkar góðri aðstöðu og ættu allir að geta fundið gistingu sem hæfir þeirra óskum og buddu. „Við bjóðum upp á fjórtán herbergi með baði,“ segir Birna en segir þau herbergi ekki vera inni á gömlu vistinni. „Við ætlum að halda kjarnanum eins og hann var hér á árum áður. Sá kjarni verður fyrir þá sem óska eftir svefnpokaplássi. Alls eru þau herbergi tíu, þannig að hér verður gisting fyrir og fimm manns.“ Tjaldstæðið er einstaklega skemmtilegt og þjónusta þar til fyrirmyndar. „Við erum með sturtur, eldhús, matsal, þráðlaust net og þvottavélar fyrir þá sem gista á tjaldstæðinu hjá okkur, enda hefur það gengið einstaklega vel. Fólk er undrandi yfir því að við skulum leggja svona mikið í tjaldstæðið - en það er svo mikið af ungu fólki sem sækir þangað og ef það er ánægt, þá kemur það einhvern tímann aftur í gistingu hjá mér. Við viljum að gestum okkar líði vel og höfum hingað til fengið ákaflega góð
Skaðleg fjölmiðlaumfjöllun Þegar Birna er spurð hvernig gangi að selja aðra gistimöguleika, segir hún að þar séu útlendingar nánast einu gestirnir. „Það er svo skrítið,“ segir hún, „að þegar upptökuheimilið sem rekið var hér í Breiðuvík var tekið til umfjöllunar í fjölmiðlum, þá hringdi fólk öskureitt í okkur og afpantaði gistingu sem það hafði bókað hjá okkur í sumar. Það var afpantað fyrir heilu hópana og hefur sett dálítið strik í reikninginn hjá okkur. Við skiljum ekki alveg hvers vegna fólk er svona reitt út í okkur. Við keyptum staðinn löngu eftir að upptökuheimilið var lagt niður og berum engan ábyrgð á þeirri starfsemi sem hér fór fram. Og það skondna í þessu öllu saman er að í sumar erum við að fara að taka á móti hópi manna sem voru á sínum tíma vistaðir á heimilinu. Þeir eru ekkert bangnir við að koma aftur á þessar slóðir. Það er enginn svikinn af því að dvelja í Breiðavík og njóta þjónustunnar sem þar er í boði. Staðurinn er steinsnar frá Látrabjargi og náttúrufegurðin - ekki síst sólsetrið - er óviðjafnanleg. Veitingar eru gómsætar og á boðstólum er allur almennur heimilismatur. „Við bjóðum upp á allar veitingar frá morgni til kvölds, allt eftir þörfum gesta okkar,“ segir Birna og bætir við: „Og hér hefur kaffidropinn aldrei verið seldur. Við
r
Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Látrabjarg
Vesturbyggð samanstendur af þorpunum Patreksfirði og Bíldudal og sveitunum þar í kring. Soffía Gústafsdóttir er í ferðamálanefnd staðarins. Íbúar í Vesturbyggð eru tæplega 1.000 í allt. Þó að Tálknafjörður teljist ekki til Vesturbyggðar er mikið samstarf þarna á milli. „Hér í Vesturbyggð er mjög góð þjónusta við íbúa og í raun og veru er mjög hátt þjónustustig hérna.“ Segir Soffía en á staðnum er að finna kvikmyndahús, heilbrigðisstofnun, heilsugæslu, grunnskóla, tvo golfvelli, nýbyggða sundlaug og íþróttahús með einu flottasta útsýni sem fyrir finnst, „Þetta er í rauninni líkamsræktarsalur sem væri hægt að selja stórstjörnum!“ Segir Soffía og hvetur alla til að prófa hann sem komast í það. Í haust verður boðið upp á framhaldsdeild í Vesturbyggð. Námið er á framhaldsskólastigi og verður þessi deild í samstarfi við Framhaldsskólann á Snæfellsnesi, sem er staðsettur í Grundarfirði, og Drifmenntun. Í Vesturbyggð er einnig að finna tónlistarskóla, leikskóla, elliheimili, íbúðir fyrir aldraða, tannlæknaþjónustu, bókasafn og fjórar matvöruverslanir.
ðu
bjóðum öllum sem hingað koma upp á kaffi, meira að segja þeim sem aðeins stoppa til að fara á salerni - og þannig verður þetta á meðan við Keran rekum staðinn.
Verið velkomin í Flókalund Hótel Flókalundur er lítið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur, kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins. Vatnsfjörður er þekktur fyrir náttúrufegurð, fjölbreytt lífríki og mikla veðursæld. Gisting Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 15 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sérbaði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í einu af herbergjunum. Veitingar Veitingasalur er opinn frá 8.00 til 23.30. Morgunverðarhlaðborð er frá 8.00 til 10.00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttarseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Kvöldverðarmatseðill er frá 18.00-21.00. Eftir það er hægt að fá mat af smáréttarseðli til 23.00 Bensínstöð og verslun Hægt er að kaupa eldsneyti, olíuvörur og flest annað smálegt sem bíllinn þarfnast. Verslunin er opin alla daga frá 9.00-23.00 þar sem fæst matvara, kol, gas ásamt því helsta sem þörf er á í ferðalagið. Tjaldsvæði Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask. Einnig er boðið upp á tauþvott á hótelinu.
Hótel Flókalundur • Vatnsfirði • 451 Patreksfjörður
Yfir Látraheiði að Látravík Frá Keflavíkurbjargi er hægt að ganga Látraheiðina að Látravík. Leiðin yfir heiðina er bugðóttur grýttur troðningur yfir lítt grónar urðir. Kennileiti á leiðinni er Gvendarbrunnur utan í Brunnhæð, sem er í 458 metra hæð yfir sjávarmáli. Gvendarbrunnur er vatnsuppspretta sem hlaðið hefur verið grjóti í kringum.
Birna Mjöll Atladóttir og Keran Ólason.
Rútur fyrir trússferðir Frá Breiðavík eru magnaðar gönguleiðir sem eru jafn stórbrotnar að nóttu sem degi og Birna hefur, í samvinnu við bóndann sem rekur ferðaþjónustuna í Hænuvík, hannað göngukort fyrir heiðina sem liggur á milli þeirra. „Við höfum um hríð rekið sautján manna rútu til þess að geta betur þjónustað gesti okkar vegna þess að hingað kemur mikið af göngufólki og nýlega keyptum við Stjörnubíla á Ísafirði og ætlum að reka nokkrar rútur þaðan. Við sækjum hópa, nánast hvert sem er og trússum þá um svæðið. Það er algengt að fólk vilji nýta sér gönguleiðirnar hér á Vestfjörðum og fá okkur til að trússa farangurinn á milli.“
Brunnurinn er nefndur eftir Guðmundi biskupi hinum góða, en hann vígði Látrabjarg á sömu ferð sinni um Barðaströnd. Utan í Brunnhæð eru óteljandi litlar vörður því fyrrum var sagt að sá sem færi þarna um í fyrsta skipti ætti að hlaða þrjár vörður í grennd við brunninn. Myndi honum þá vel farnast á leiðinni. Slys hafa verði tíð við eggjatöku á Látrabjargi og nánast tók fyrir nytjar eftir að tveir menn hröpuðu í bjarginu 1926. Ekki er vitað hve margir menn hafa farist í Látrabjargi frá upphafi, en fyrst segir frá slysum upp úr aldamótum 1200. Þá var sigmaður nokkur á leið niður bergið þegar út úr því kom loðin hönd sem skar sundur vaðinn, svo maðurinn hrapaði til bana.
Öðru sinni um svipað leyti var maður í sigi þegar sú hin sama loðna loppa kom út úr berginu, hélt á kuta miklum og skar á vaðinn. Þó fór þriðji þátturinn ekki alveg í sundur. Sigmaður þorði ekki með nokkru móti að láta draga sig upp á einungis einum þætti vaðsins og var því enginn kostur að ná honum. Dó hann þar úr sulti, en menn komust þó svo nærri honum að þeir heyrðu hann kveða fyrir munni sér lágri röddu meðan hann reri bakföllum upp að berginu: „Héðan kemst ég hvergi, halla ég mér að bergi: Einhvers staðar verða vondir að vera.“ Sagt er að Gottskálk bóndi á Látrum sem var fjölkunnugur, en þó ekki nóg til að geta komið óvættinni fyrir, hafi fengið Guðmund biskup góða til að fyrirkoma bergbúanum. Það mun hafa verið um 1220. Gvendur biskup tók þessari beiðni vel, stefndi bjargbúanum fyrir sig og mælti harðlega við hann og heitaðist að reka hann úr bjarginu. Bjargbúi bað sér vægðar, vildi fá að hafa einhvern stað fyrir sig og mælti: „Einhvers staðar verða vondir að vera“. Þetta skildi biskupinn mætavel og gaf honum eftir þann hluta bergsins sem síðan heitir Heiðnabjarg og er sá hluti sem óhægast er að síga í.
Ve s t u r by g g ð
15
Látrabjarg Látrabjarg er stærsta fuglabjarg landsins og jafnframt hið stærsta við norðanvert Atlantshaf. Bjargið er um 14 km langt og tæplega 450 m hátt þar sem það er hæst.
Í daglegu tali er bjarginu skipt í fjóra hluta - Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Vestast á Látrabjargi eru Bjargtangar, sem jafnframt er vestasti tangi landsins og álfunnar.Vegur liggur að Bjargtangavita, vestasta odda Evrópu og þaðan má ganga inn með brún Látrabjargs. Á sumrin er haldið uppi reglubundnum áætlanarferðum milli Látrabjargs og helstu þéttbýlisstaða Vestfjörðum. Leiðin liggur út með Patreksfirði, um Örlygshöfn, þá yfir heiðina skammt ofan við Breiðavík og um Látravík út að Bjargtöngum. Allmikið æðarvarp er í Örlygshöfn og fjöldi vaðfugla og sjófugla niðri í víkunum. Margt votlendisfugla er í Breiðavík og þá er í Látravík óvenju mikið um sandlóu. Þegar ofar dregur ber einkum á snjótittlingi. Mönnum telst svo til að í Látrabjargi verpi yfir ein milljón sjó-
fuglapara. Þarna verpa allar tegundir svartfugla sem halda til við Íslandsstrendur að haftyrðli undanskildum. Þess má einnig geta að við rætur Látrabjargs er mesta samfellda álkubyggð veraldar. Auk svartfugla ber mikið á fýl og ritu. Loks má geta þess að óvíða eru lundar gæfari en á Bjargtöngum og kippa sér lítt upp við mannaferðir. Þeir sitja oft kyrrir á bjargbrúninni þótt menn séu komnir nánast í seilingarfjarlægð við þá. Selir eru einnig algengir við bjargið og stundum má sjá hvölum bregða fyrir. Bjargið er hæst að Heiðnukinnarhorni. Þar er sléttlendi á brúninni og gott útsýni til allra átta. Aðgengi að bjarginu er gott og er akfært að vitanum á Bjargtöngum. Fyrir þá sem ekki eru lofthræddir er gaman að ganga með bjargbrúninni og skoða fuglalífið. Látrabjarg hefur þótt nytjamikið
allt frá landnámstíð. Eggjataka og fuglatekja eru hlunnindi sem sótt hafa verið í bjargið og voru þau mikilvæg fyrir nálæg byggðarlög. Slys voru þó tíð við eggjatöku og nánast tók fyrir sig í bjarginu eftir að tveir menn hröpuðu í bjarginu árið 1926. Í dag er eggjataka að mestu úr sögunni og voru síðustu stóru bjargferðirnar sennilega farnar í kringum 1960. Margar sögur eru til um lífið í bjarginu, en ein af þeim þekktari segir frá þegar Guðmundur biskup góði blessaði bjargið. Þá var Gottskálk nokkur bóndi á Látrum. Var hann talinn fjölkunnugur mjög en gekk honum illa að losna við óvætt, sem skar vaðinn fyrir sigmönnum, úr bjarginu. Gottskálk leitaði því til Guðmundar biskups góða sem vígði bjargið. Þegar Guðmundur biskup stefnir bjargbúanum fyrir sig biðst bjargbúinn vægðar, vildi fá einhvern stað fyrir sig og mælti: „Einhvers staðar verða vondir að vera“. Biskupinn var sammála því og gaf honum eftir þann hluta bergsins sem síðan heitir Heiðnakinn. Fjöldi skipa hefur farist við bjargið, oft með allri áhöfn. Síðasta skip sem fórst við bjargið var togarinn Dhoon sem strandaði við Flaugarnef, en heimamenn náðu að síga eftir skipbrotsmönnum niður í fjöru og var þeim sem eftir lifðu bjargað upp á brún. Minnisvarði, sem reistur var í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá strandinu, stendur á brún Geldingaskorardals. Fjöldi manns tók þátt í þessu frækilega björgunarafreki sem nú hefur verið gerð kvikmynd um.
Flókalundur, hótelið með sálina Á sunnanverðum Vestfjörðum er Vatnsfjörður þar sem hótel er starfrækt á sumrin. Steinunn E. Hjartardóttir er ein af eigendunum fjórum. Á hótelinu eru fimmtán tveggja manna herbergi sem eru öll uppábúin og með sérbaðherbergi. Herbergin er einnig hægt að fá sem eins manns og er eitt herbergjanna með hjólastólaaðgengi. Gestir hafa svo aðgang að setustofu með sjónvarpi.
Flókalundur.
Á hótelinu er einnig veitingasalur. Þar er boðið upp á morgunverð frá klukkan 8:00 á morgnanna. Í hádeginu er svo hægt að fá rétt dagsins, sem er svona venjulegur heimilismatur, á góðu verði. Einnig er hægt að velja sér mat af smáréttamatseðli eins og hamborgara og pizzur, kökur og brauð allan daginn og svo eitthvað fínna af sérréttarseðli á kvöldin eftir kl. 18:00 en veitingasalurinn er öllum opinn frá 8:00-23:00, bæði gestum á hótelinu og þeim sem eiga leið hérna um. Á hótelinu er ennfremur hægt að komast í smáverlsun og bensín. Þar er einnig sjoppa eða söluskáli þar sem hægt er að fá allar nauðsynjar í ferðalagið, mjólkurvöru, brauð og eitthvað á grillið. Þetta er allt opið frá átta á morgnana til hálftólf á kvöldin Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði, sem er mjög fínt og með allri þjónustu. Þar er góð aðstaða fyrir allar gerðir tjalda og fellihýsa og allt þar á milli. Hægt er að komast í rafmagn
Reiðtúr um sandfjörur Í Neðri-Tungu í Örlygshöfn reka þau Unnur. M. Hreiðarsdóttir og Róbert Rúnarsson einu hestaleiguna í Vesturbyggð. Örlygshöfn er við Patreksfjörð og þegar komið er að sunnan, er keyrt sem leið liggur í átt að Látrabjargi. Ekið er framhjá minjasafninu á hnjóti og skömmu síðar er komið að vegamótum, þar sem vísað er á Neðri-Tungu. „Við getum tekið sex til sjö manna hópa, jafnvel fleiri í ferðir okkar,“ segir Unnur, „og bjóðum upp á leiðsögn ef fólk óskar þess. En ef fólk þekkir til hér og vill leigja sér hesta til að fara um svæðið, þá er það í góðu lagi - en yfirleitt förum við með. Við förum í styttri ferðir niður í fjöruna og ríðum um sandinn. Slíkar ferðir taka frá einum upp í tvo tíma. Það fer dálítið eftir veðri. Síðan erum við með lengri ferðir og förum yfir í Sauðlauksdal. Þær ferðir taka allt upp í sex tíma.“ Hestaleigan í Örlygshöfn hefur ver-
ið starfrækt í fimm ár og er opin á sumrin, frá 1. júní og fram í lok ágúst. Unnur segir starfsemina hafa gengið ágætlega - þótt veður ráði því hvort fólk velji hestaferðir úr þeim möguleikum sem eru á afþreyingu í Vesturbyggð. „Ef það rignir er fólk ekki mikið að fara í hestaferðir,“ segir hún – en fyrir þá
Skápadalur
Eigendur Hótelsins hafa rekið staðinn frá því haustið 1999 en hótel hefur verið í Flókalundi frá 1966. Það er því mikil sál í húsinu þótt það hafi auðvitað verið gert upp og viðhaldið vel reglulega. Margt skemmtilegt er hægt að gera í Flókalundi. Staðurinn er á krossgötum og það er stutt á marga af fallegustu stöðum Vestfjarða eins og Látrabjarg, Rauðasand og Selárdal. Það er líka stutt út í Flatey og algengt að fólk geymi bílinn sinn á Brjánslæk sem er rétt hjá og eyði síðan tímanum á milli ferða hjá Baldri úti í eynni. Boðið er upp á fjórhólaferðir með leiðsögn um gömlu leiðina yfir Þingmannaheiði. Það er hægt að kaupa veiðileyfi í Vatnsdalsvatn og í fjörunni rétt hjá hótelinu er heitur náttúrupottur þar er gott að slaka á eftir skemmtilegan dag. Einnig er hægt að komast í sund og heita potta í Orlofsbyggð Alþýðusambandsins sem er hérna rétt hjá hótelinu. Það þarf því engum að leiðast í Vatnsfirðinum.
Hestaleigan Vesturfari Örlygshöfn Patreksfirði
sem finnst gaman að skreppa á bak, er reiðtúr um sandinn ævintýri líkastur.
Flugvélar og víkingaskip
og þjónustuhús eru á svæðinu með salerni, heitu og köldu vatni, sturtum og aðstöðu til að vaska upp inni. Svo er hægt að fá þvottinn þveginn á hótelinu gegn gjaldi.
Skipið í Skápadal.
Egill Ólafsson er heimamaður sem kom upp minjasafni á Hnjóti í Örlygshöfn.
Vikingaskip í eigu safnsins
Á minjasafninu er margt að sjá. Þar eru minnismerki um sjómenn sem hafa farist við Látrabjarg, gömul atvinnutæki til notkunnar við búskap og sjósókn, bátar, víkingaskip, flugvélar og margt fleira. Aðalsýningagripirnir eru verkfæri, búsáhöld, veiðarfæri og þess háttar, enda er það aðalsmerki
byggðasafna. Hjá gripunum eru teikningar og útskýringar á notkun verkfæranna. Innandyra er stærsti safngripurinn árabátur með rá og reiða en það er ekki eini báturinn því utandyra eru tveir bátar og eftirlíking af víkingaskipi sem var gerður fyrir landnámshátíðina 1974. Annar af bátunum tveimur er svo elsti gufuknúni fiskibátur á Íslandi. Egill hefur líka verið að koma upp myndarlegu flugminjasafni með minjasafninu. Á flugminjasafninu, sem er á sama stað og minjasafnið, er að finna fyrsta flugskýli landsins, sem og fleiri flugskýli, en sum þessara flugskýla eru gömul stýrishús af fiskibátum. Í þeim er líka að finna fjarskiptatæki frá sama tíma og skýlin. Á flug-
Vestan Ósafjarðar er Skápadalur, dálítið undirlendi sem liggur milli Skápadalsfjalls og Skápadalsmúla. Gengið er út af veginum þar sem stálskipið Garðar liggur í fjörukambinum.
Flugvél sem var í eigu bandaríska hersins í Keflavík.
minjasafninu er líka hægt að berja augum gamla rússneska tvíþekju og flugvél frá Bandaríska hernum. Safnið er opið frá byrjun júní fram í september og er hægt að fá leiðsögn um safnið ef óskað er. Þar er gott aðgengi fyrir fatlaða á neðri hæð. Einnig er hægt að komast í kaffisölu og minjagripaverslun.
Í dag þjónar skipið hlutverki sumarbústaðar. Dalurinn sjálfur er girtur af með bröttum hlíðum og hömrum. Um hann falla ár í fossum niður þröng gil og gljúfur, m.a. Skápa-dalsá sem rennur niður Skápadalsgljúfur undir veginn og út í sjó. Skemmtilegt er að ganga stuttar leiðir um gilin og skoða fossana.
Vesturfari er með skemmtilegar ferðir í boði, bæði stuttar og lengri. Fjallaferðir og Fjöruferðir.
Hestaleigan Vesturfari Örlygshöfn Patreksfirði Sími: 894 1587 867 8890
16
Vestur ferðir
Vesturferðir
Kort af Hornströndum
Ferðir um allan Vestfjarðarkjálkann Vesturferðir eru eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtækið á landsbyggðinni. Það býður, meðal annars, upp á bátsferðir, rútuferðir, gönguferðir, hjólreiðaferðir, ljósmyndaferðir - og allt sem þeim ferðum tilheyrir. Vesturferðir er eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem býður upp á ferðir um alla Vestfirði allt árið um kring. Vesturferðir bjóða upp á gönguferðir, bátsferðir, kajakferðir, og margt fleira, þar sem hægt er að njóta ægifagurrar náttúrunnar og kynnast menningu og sögu svæðisins. Meðal þekktustu ferða Vesturferða eru ferðirnar út í Vigur og norður á Hesteyri, dagsferðin á Hornbjarg, dagsganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar. Auk þess selja Vesturferðir í siglingar allra báta norður á Hornstrandir, gistingu á Vestfjörðum og fjölmargt annað. Vesturferðir eru í samstarfi við alla ferðaþjóna á svæðinu, geta gefið greinargóðar og áreiðanlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, séð
um skipulagningu gönguferða hvar sem er á Vestfjörðum, undirbúning funda og ráðstefna svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að þróa eigin ferðir býður fyrirtækið upp á ferðir út um allan Vestfjarðarkjálkann. Vesturferðir sjá um að bóka í alla báta með farþegaleyfi sem fara áætlunarferðir norður Hornstrandir og til aðliggjandi svæða. Þrjú félög eru í slíkum rekstri, Sjóferðir sem fara frá Ísafirði, Ferðaþjónustan í Grunnavík sem fer frá Bolungarvík og Freydís sem fer frá Norðurfirði á Hornströndum. Einnig getur fyrirtækið aðstoðað við að útvega gistingu, samkomutjald og veitt ráðgjöf hornstrandarförum og öðrum gönguhrólfum.
Hornstrandirnar heilla Hornstrandir hafa í seinni tíð fengið á sig dulúðugan blæ. Með myndum eins og Börnum náttúrunnar hefur fólk fengið æ meiri áhuga á að kynnast þessu merka svæði. Í tímaþröng nútímans er því tilvalið að taka sér einn dag og fá örlítið sýnishorn af því hvernig fjöllin, húsin, gróðurinn og fjarlægðin frá gsm-sambandinu spila saman. Siglt er frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík. Genginn er Staðardalurinn að kirkju sem þar stendur. Gengið er þaðan upp Fannadal og inn Hesteyrarbrúnir að Hesteyri. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfirði og upp á Drangajökul. Aðalvík er þrungin sögu og til dæmis er víkin umkringd tveim herstöðvum úr seinna stríði, auk þess sem Hesteyri er merkileg með sína hvalveiðistöð, svo fátt eitt sé nefnt. Dagsferð á Hornstrandir er tiltölulega létt ganga. Nauðsynlegt að hafa með sér nesti, gönguskó og skjólfatnað. Gott er að koma með vaðskó og flugnanet, en hið síðarnefnda er hægt að kaupa í bátnum á leið norður. Í Hornvík er náttúrufegurðin engu lík og víkin er umgirt stærstu fuglabjörgum Íslands. Í þessari ferð gefst m.a. tækifæri til að ganga á Hornbjarg og skoða stórkostlegt fuglalíf og búskap refa í friðlandinu. Á góðum degi sést alla leið suður að Geirólfsnúpi af bjarginu. Ferðin tekur um 12 tíma og þar af er dvalið í Hornvík í um 6 tíma. Farþegar þurfa að hafa með sér nesti, skjólgóðan fatnað og auðvitað myndavélina. Hornbjarg er strandberg austast á Hornströndum, eitt mesta fuglabjarg landsins. Hæstur tinda þar er Kálfatindur. Jörundur er norðar og líkist manni þegar horft er frá Hælavíkurbjargi. Hann er sagður bera nafn fyrsta landnámsmannsins á Horni. Hornbjarg hét. Í Flateyjarbók er sagt frá Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Hávarssyni, er þeir voru á ferð á Hornbjargi og Þorgeir hrapaði. Hann greip í hvönn á leiðinni og hélt sér þar þangað til Þormóður kippti honum upp. Hornbjarg og Hælavíkurbjarg umlykja Hornvík. Hornbjarg að austan en Hælavíkurbjarg að vestan. Vestan Hælavíkurbjargs er Hælavík en austan Hornbjargsins er Látravík og Hornbjargsviti. Hælavíkurbjarg er þverhníptur hamraveggur sem rís í 258 metra hæð. Bjargið dregur nafn sitt af klettadrangi sem stendur
upp úr sjónum framan við bjargið og heitir Hæll. Annar drangur við hlið hans heitir Göltur. Í Hælavíkurbjarg austanvert gengur dalhvilftin Hvannadalur. Neðan við hann ganga fallegir berggangar, Langikambur og Fjöl, með þrönga vík sem heitir Kirfi á milli. Skammt frá, undir bjarginu er þriðji berggangurinn, Súlnastapi, sem stendur í sjónum laus frá bjarginu. Ein frægasta urð Hælavíkurbjargs er Heljarurð en sagan segir að hún hafi fallið á átján Englendinga sem höfðu stolist í bjargið eftir nytjum. Var sagt að hinn færgi galdramaður Hallur á Horni hafi verið ábyrgur fyrir skriðunni. Að Látrabjargi undanskildu eru Hornbjarg og Hælavíkurbjarg mestu fuglabjörg landsins. Á vorin verpa þar fjölmargar tegundir bjarg- og sjófugla. Einnig eiga aðrar tegundir fugla sér varpstaði í grasbölum og urðum sem myndast hafa ofan og neðan við björgin. Þegar á heildina er litið er mestu svartfuglabyggð á landsins að finna í Hælavíkurbjargi en Hornbjarg er talið aðalbústaður langvíu, en auk þeirra má sjá stuttnefju, máva og ritu í milljónatali. Aðrar fuglategundir sem er vert að nefna er hvítmávur, álka, fýll, æðarfugl, svartbakur, hávella, toppönd, óðinshani, lundi og teista. Hornbjarg er þéttsetnast af fugli á Jörundi og í þræðingum Dyraskarða sem liggja milli hans og Kálfatinda.
Heimahafnir 1. Ísafjörður 2. Bolungarvík 3. Norðurfjörður
Helstu viðkomustaðir á Hornströndum og aðliggjandi svæðum 4. Hesteyri 8. Reykjarfjörður 5. Aðalvík (Sæból og Látrar) 9. Hrafnfjörður 6. Hornvík 10. Veiðileysufjörður 7. Grunnavík 11. Bolungarvík (eystri)
Perlan í Djúpinu Ferðir út í Vigur á Ísafjarðardjúpi eru með vinsælli ferðum sem Vesturferðir bjóða upp á. Í Vigur eru byggingar sem margar hverjar voru reistar á 19. öld. Elst er vindmylla sem var byggð í kringum 1840 og var síðast notuð árið 1917. Myllan var í eigu ábúenda fram til ársins 1983 en þá afhentu þeir Þjóðminjasafni Íslands hana til eignar og varðveislu. Viktoríuhús var byggt í Vigur árið 1862 af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið fyrir eiginkonu hans, Mörtu Kristjánsdóttur. Viktoríuhús var flutt inn frá Noregi og þótti á sínum tíma afar vandað og mikið hús. Það dregur nafn af Viktoríu Kristjánsdóttur sem bjó í húsinu á árunum milli 1890 og 1900. Árið 1992 gerði Þjóðminjasafnið húsið upp og byggðu ábúendur við það gestastofu sem nýtt er til ferðaþjónustu á sumrin. Í Vigur er einnig happafleytan Vigur-Breiður, áttæringur sem hefur verið í eynni frá því um aldamótin 1800. Vigur-Breiður var þar til fyrir skömmu notaður á hverju ári. Gamlar sagnir eru til um bátinn frá 1829, er hann var notaður
Dagsgönguferðir Tvær dagslangar gönguferðir eru í boði í sumar. Á þriðjudögum er hægt að ganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar. Þá er siglt að morgni dags frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík og gengið um Staðardal og Sléttuheiði yfir á Hesteyri, þaðan sem komið er heim að kvöldi. Á fimmtudögum er siglt alla leið norður í Hornvík. Þar er siglt undir Hælavíkurbjarg og gengið á Hornbjarg, en þau eru tvö af fuglabjargatríóinu vestfirska. Þaðan er komið heim að kvöldi.
Dagsgönguferðir Tvær dagslangar gönguferðir eru í boði í sumar. Á þriðjudögum er hægt að ganga milli Aðalvíkur og Hesteyrar og á fimmtudögum er siglt alla leið norður í Hornvík.
Aðalvík - Hesteyri Í ferðinni á milli Aðalvíkur og Hesteyrar er siglt að morgni frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík og gengið um Staðardal og Sléttuheiði yfir á Hesteyri, þaðan sem komið er heim að kvöldi. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfirði og upp á Drangajökul. Gangan er til þess að gera auðveld en nauðsynlegt er að hafa með sér nesti, gönguskó og skjólfatnað. Gott er að hafa vaðskó meðferðis.
Frá Jökulfjörðum.
til að sækja rekavið norður á Strandir. Vigurmenn hrepptu fárviðri á bakaleiðinni og þeir urðu að hleypa Vigur-Breiði upp í Skálavík ytri. Engin slys urðu á bátsmönnum en báturinn skemmdist þó nokkuð. Vigur-Breiður er notaður á hverju ári við að flytja fé í land og út í eyju. Hjá Vesturferðum er boðið upp á sex ólíkar ferðir, flestar dagsferðir. Meðal annars er boðið upp á morgunkaffiferð, hádegisverðarferð og kvöldverðarferð. Allt árið er boðið upp á ferð sem nefnist Póstferðin í Djúpið en vinsælasta ferðin er Perlan í Djúpinu. Nýjasta ferðin í sumar er svo Ljósmyndaferð í Vigur.
Á leiðinni er fugla- og plöntulíf ríkt og refurinn lætur stöku sinnum sjá sig. Nokkuð hættuspil getur verið að ganga leiðina, enda hafa bæði nykurinn í Staðarvatni og fjörulalli á
Hesteyri oft reynst göngumönnum skeinuhættir, þó aðallega fyrr á öldum.
Hornvík Á fimmtudögum er siglt norður í Hornvík. Farið er á báti undir Hælavíkurbjarg og gengið á Hornbjarg en þau eru tvö af fuglabjargatríóinu vestfirska; þriðja bjargið er Látrabjarg. Í Hornvík er náttúrufegurð engu lík en víkin er umgirt stærstu fuglabjörgum Íslands. Í ferðinni gefst m.a. tækifæri til að skoða stórkostlegt fuglalíf í Hornbjargi og búskap refa í friðlandinu. Á góðum degi sést alla leið suður að Geirólfsnúpi. Ferðin tekur um 12 klukkustundir og þar af er dvalið í Hornvík í um sex klukkustundir. Farþegar þurfa að hafa með sér nesti, skjólgóðan fatnað og ekki má gleyma myndavélinni.
17
Vestur ferðir Á söguslóðum á Hesteyri Á Hesteyri byggðist upp þyrping húsa á síðustu öld þegar Norðmenn byggðu þar síldar- og hvalveiðistöð árið 1894. Mörg þeirra húsa standa enn í dag, s.s. gamla skólahúsið, búðin og læknishúsið. Á Hesteyri hefur, eftir að ábeit sauðfjár var hætt, orðið æ gróðursælla með hverju árinu og fuglalífið er líka fjölskrúðugt. Selir eru tíðir gestir á staksteinum í firðinum og óteljandi fossar berja hlíðirnar inn eftir öllum firðinum. Bátsferðin yfir tekur rúman klukkutíma og að liðinni klukkustundar langri gönguferð um eyrina, þar sem komið er meðal annars við í kirkjugarðinum, eru kaffiveitingar á borð bornar í læknishúsinu. Ferðin tekur alls 4-5 tíma. Brottför: Mið, fös, sun (27/6-19/8) Tími: 14:00 Lengd ferðar: 4-5 klst. Innifalið: Bátsferð, leiðsögn kaffiveitingar í Læknishúsinu. Verð: 4.700,a-
og
Kajakferðir á Pollinum Kajakíþróttin hefur undanfarin ár rutt sér til rúms svo um munar. Marga dreymir um að fara í stutta siglingu og nú er tækifærið til þess. Hvernig væri því að smella sér á kajak í Skutulsfirði í tvo til þrjá tíma í fallegu umhverfi? Fátt er betra til að komast í snertingu við náttúruna og fuglalífið en kajakróður,
enda eru kajakar hljóðlát fley og lipur. Kajakróður er auðveldur öllum sem hann reyna. Þátttakendur fá stutta leiðsögn í róðri og öryggismálum áður en haldið er af stað. Enginn ætti að hræðast kajakróður, enda öryggi tryggt og róðurinn allur innfjarða. Ísafjörður hefur á síðustu árum skipað sér sess sem kajakmiðstöð Íslands og æfa margir bestu ræðarar landsins á Ísafirði. Brottför: Daglega (Bóka þarf a.m.k. með dagsfyrirvara - Lágm. tveir.) Tími: 8:30 Lengd ferðar: Um 2 tímar Innifalið: Kajak og leiðsögn Verð: 5.500
ábúendum sem segja frá staðháttum. Loks er dúnhreinsunarstöðin skoðuð. Hægt er að fara frá Stað til Flateyjar eða frá Skáleyjum til Flateyjar gegn aukagjaldi. Brottför: Miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga (17/6-5/8 2007). 7 manna hópar og stærri geta farið utan þessa tíma. Tími: Mið. kl. 17:00, lau. og sun. kl. 16:00 Lengd ferðar: 3-4 klst Innifalið: Bátsferð og leiðsögn. Verð: 4.500 kr. - (aukagjald fyrir Flatey)
Stærsta leyndarmál Stranda?
Sjóstangaveiði Í Súðavík, Bíldudal og Tálknafirði er hægt að leigja sjóstangveiðibáta. Veiðistangir og annar búnaður er útvegaður á staðnum og það eina sem þarf að taka með er góða skapið. Brottför: 15 maí - 15 september Innifalið: Bátur, sjóstöng. Verð: Fimm manna bátur: 10.000 fyrir dag, 65.000 fyrir viku.
Bátsferð í Skáleyjar með leiðsögn Skáleyjar eru eina eyjaröðin á Breiðafirði sem er enn í byggð fyrir utan Flatey. Siglt er frá Stað á Reykjanesi út í eyjarnar og þar farið í gönguferð með
Bátsferðir
Grímsey á Steingrímsfirði er stærsta eyja fyrir Ströndum. Þjóðsagan segir að Grímsey hafi orðið til þegar þrjú tröll ætluðu sér að grafa Vestfjarðarkjálkann frá meginlandinu. Í Grímsey var fyrrum býli og fram á 20. öld höfðu menn vetursetu þarna og verbúðir. Í upphafi 20. aldar voru refir aldir í eyjunni og síðan veiddir þegar mest fékk fyrir skinnið af þeim. Í eyjunni var reistur viti 1915 og síðan endurbyggður 1949, eftir að Þjóðverjar höfðu eyðilagt hann með loftárás í síðari heimsstyrjöld. Boðið verður upp á bátsferðir í Grímsey frá Drangsnesi sem er einungis 10 mínútna sigling. Gengið er um eyjuna með leiðsögn þar sem bæði sögu eyjunnar og fuglalífi er sérstakur gaumur gefinn. Ef veður er gott er siglt hringinn í kringum eyjuna að göngu lokinni og færi dýft í
Brottför: Fimmtudaga og sunnudaga (15/6 - 10/8 2007). Farið eftir óskum hópa. Tími: 14:00 Lengd ferðar: 3-4 klst Innifalið: Bátsferð og leiðsögn um eyjuna. Verð: 3.900
Hestaferð í Heydal Heydalur er kjarri vaxinn og eftir botni hans liðast Heydalsá með smáfossum og flúðum. Í dalnum eru nokkur stór gil sem setja svip á umhverfið. Styttri ferð: Riðið er um dalinn í einn til tvo tíma. Hentar vel fyrir óvana. Brottför: kl. 10.00 og kl. 14.00 Verð: 4.000. Tilboð fyrir hópa. Lengri ferð: Farið er inn í dalinn og upp á heiði fyrir ofan dalinn að Ausuvatni þar sem fallegur og bragðgóður urriði bíður þess að bíta á agnið. Brottför: 09:00. Lengd: 5-6 tímar. Innifalið: Hestur, leiðsögn, nesti, veiðileyfi og veiðistöng. Verð: 12.000. Tilboð fyrir hópa. Tími: 15.06 - 31.09.
Hjólað um holt og hæðir
Ísafjörður og nágrenni hafa ótal möguleika til hjólreiða eftir þjóðvegunum en einnig eftir vegaslóðum og gömlum fjallvegum. Þá kjósa margir að hjóla út fyrir bæinn og fara svo í stutta fjallgöngu.
Áætlunarferðir eru um flestar þær siglingaleiðir sem boðið er upp á á Vestfjörðum, en einnig er hægt að leigja báta til að fara á hina og þessa staði. Það eina sem þarf að gera er að hringja í Vesturferðir og fá tilboð. Samkvæmt áætlun fara bátarnir á tilteknum tímum frá brottfararstað, setja farþega í land á áfangastað, taka nýja og halda ferðinni síðan áfram. Stundum fara þeir á fleiri en einn stað í hverri ferð. Vinsælast er að fara frá Ísafirði, en einnig er farið frá Bolungarvík og Norðurfirði á Ströndum. Einnig er hægt að fara í útsýnissiglingu. Það er að segja, fara um borð á brottfararstað og koma heim samdægurs án þess að stíga frá borði - en bóka þarf í þær ferðir eins og aðrar. Að jafnaði hefjast áætlunarferðir
sjó. Brottför er að öllu jöfnu frá bryggju á Drangsnesi, en ekki frá Kokkálsvík sem er leguhöfn um 2,5 km fyrir utan bæinn. Grímsey er mikil fuglaparadís og ættu áhugamenn um fugla ekki að missa af þessu, en talið er að það séu um 800900 þúsund lundapör í eyjunni.
um miðjan júní og enda um miðjan ágúst. Þéttust er áætlunin í júlímánuði, enda er vinsælast að heimsækja svæðið þá. Einnig ber að geta þess fyrir göngufólk, að hægt er að trússa farangur á milli staða.
Vesturferðir hafa nokkur vel útbúin fjallahjól til leigu á skrifstofu sinni við Aðalstræti á Ísafirði. Hjólunum er skipt í tvo flokka: Góð hjól og betri hjól. Góðu hjólin eru rennileg Trek hjól með tannhjólahlíf og brettum. Betri hjólin eru með framdempara og öll miklu gerðarlegri. Sólarhringsleiga fyrir góðu hjólin er 1.500 krónur en fyrir betri hjólin 2.500 krónur. Sé þess óskað með fyrirvara er möguleiki á að útvega hjól fyrir börn.
Hjá Vesturferðum er hægt að nálgast góðar upplýsingar um hjólaleiðir og starfsfólkinu er það sönn ánægja að aðstoða við skipulagningu hjólaferða.
Hjólin eru öll vel búin
Ve s t f i r ð i r
18
Bíldudalur Fjölskylduvæn hátíð á Bíldudal Á Bíldudal er bæjarhátíð haldin annað hvert ár og svo skemmtilega vill til að hún verður einmitt haldin í ár. Hátíðin kallast Bíldudals Grænar Baunir og stendur yfir dagana 29. júní-1. júlí. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og það sem er hvað sérstakast við hátíðina er að öll skemmtiatriðin eru í umsjón Arnfirðinga, brottfluttra sem og búandi. Eins og allar almennilegar hátíðir hefst hátíðin á fimmtudagskvöldi en þá verður golfmótið Hamagangur á Hóli haldið og hægt verður að fara í miðnætursjóferð um Arnarfjörðinn. Á föstudeginum hefjast hátíðarhöldin klukkan 13:00 með fótboltamóti. Seinna um daginn er svo púttkeppni, krakkarnir geta komist í hoppkastala og klukkan 20:00 er hátíðin síðan sett. Eftir það er vísnakvöld og harmonikkutónleikar. Á laugardeginum verður hægt að fara og skoða grafreit í Hringsdal frá
þjóðveldisöld. Eftir það bjóða íbúar Bíldudals gestum og gangandi inn í kaffi. Yfir daginn verður hægt að gera góð kaup í markaðstjaldinu og leikfélagið Baldur sýnir leikritið Rauðhetta og úlfurinn í tvígang, fyrst klukkan 11:00 og aftur klukkan 13:00. Aftur komast krakkarnir í hoppkastala og röð örtónleika verða hér og þar um
Skemmtilegt safn Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal hefur byggt eina dægurtónlistarsafnið á Íslandi
Jón Kr. Ólafsson í safninu Ljósmynd: Dórothee Lubecki
Melódíur minninganna á Bíldudal er án efa eitt skemmtilegasta safn landsins. Safnið, sem var opnaði 17. júní árið 2000 hefur að geyma fjölda gripa úr dægurtónlistarsögu Íslands; hljómplötur, plaköt, fatnað, skó, og skartgripi, svo eitthvað sé nefnt – og ekki er eigandinn, Jón Kr. Ólafsson til að eyðileggja heimsókn á safnið, því hann er heill hafsjór af upplýsingum um íslenska dægurtónlistarsögu frá upphafi. „Ég opnaði safnið á
þjóðhátíðardaginn okkar og afmælisdag, vinar míns, Svavars Gests sem hefði orðið áttræður í fyrra,“ segir Jón og bætir við: „En ég er búinn að vera mikið lengur að safna gripunum sem hér eru. Ég byrjaði skipulagða söfnun þó ekki fyrr en fimm til sex árum áður en safnið opnaði og ég er búinn að leggja alveg ótrúlega vinnu í þetta. Efniviðurinn var ekkert hér hinum megin við götuna. Ég var með tvo útsendara í Reykjavík – sem var mér mikils virði – en öll hlaupin og allur kostnaðurinn og snúningarnir í kringum þetta hafa verið alveg geggjuð. Ég var að vinna í rækjuvinnslunni hér í Bíldudal.“
Langir vinnudagar „Ég fór að vinna klukkan fimm á morgnana og til tólf á hádegi. Þá fór ég heim, fékk mér að borða og lagði mig síðan í klukkutíma áður en ég hóf vinnudag við safnið. Á meðan ég
Sælustundir á söguslóðum EagleFjord er ný alhliða ferðaþjónusta með aðsetur á Bíldudal. Starfsemin hófst á vormánuðum en æðstráðandi er Jón Þórðarson. Hann segir markmiðið einfalt. „Við tökum ferðamönnum opnum örmum og leggjum metnað okkar í að fræða þá og skemmta þannig að eftir standi ógleymanlegar minningar og gleðistundir um fólk og fjölbreytta náttúrufegurð.“
Gisting EagleFjord býður upp á gistingu í orlofsíbúðum og orlofshúsum; tveggja, þriggja, fjögurra eða átta herbergja. Allar orlofsíbúðir og hús eru búin öllum helsta búnaði, með aðgangi að þvottavél og þurrkara. „Við mætum þörfum hvers og eins og gestir geta valið á milli þess að fá uppábúið rúm, með morgunverði í kæliskápnum, sængur án rúmfata eða svefnpoka,“ segir Jón.
þorpið. Klukkan 14:00 geta krakkarnir tekið þátt í karókíi á aðalsviðinu. Klukkan 13:00 verða körfuskot með tónlist, stöðvar, leikir og þrautir og kappakstursmót. Einnig verður þá opnað safnasýningar. Klukkan 15:00 verður keppt í Vestfjarðarvíkingnum. Um kvöldið verður svo langeldagrill og langeldasöngur og deginum lýkur með tónleikum á aðalsviði. Á sunnudeginum er hægt að kíkja í guðsþjónustu í Bíldudalskirkju. Klukkan 12:00 verður gróðursetning í Hátíðarlundi og kallast sú athöfn Festu rætur á Bíldudal. Helginni lýkur svo á dorgkeppni á bryggjunni. Bíldudals Grænar Baunir er mjög fjölskylduvæn hátíð og er margt og mikið í boði fyrir yngstu kynslóðina. var við vinnu á morgnana var ég búinn að ákveða hvaða uppsetningar ég ætlaði að vinna þann og þann daginn. Ég var eins skipulagður og hægt var og er heldur betur að bæta við síðan. Nú er ég að athuga hvort ég get ekki fengið húsnæði úti í bæ, vegna þess að mig vantar geymslu. Ég þarf að stækka safnið, bæta við herbergi sem ég hef notað sem geymslu. Ég er með miklar uppsetningar, bæði myndir, plötur, plaköt, föt og skartgripi frá íslensku tónlistarfólki. Þetta væri allt farið á haugana ef ég hefði ekki safnað þessu. Og safn af þessu tagi er hvergi til annars staðar á landinu.“ Dægurtónlist hefur verið áhugamál Jóns frá fyrstu tíð „og ég hef alveg gersamlega gert þetta allt upp á mína buddu,“ segir hann. „Ég er ekki með neina styrki, er ekki á ríkisjötunni, hef ekki verið kostaður af Landsbanka eða neinum fyrirtækjum.“
Kjólar, skart og skór Á safninu gefur meðal annars að líta
Bátaleiga og ferjusiglingar Suðurfirðir Arnarfjarðar eru skjólgóðir og ósjaldan sem ægifögur fjöllin speglast í himinnbláum og friðsælum sjávarfletinum. Kjósi gestir svo býður EagleFjord upp á ferjusiglingar til afvikinna staða og í slíkum ferðum er gjarnan slegið upp grillveislu að hætti heimamanna. „Í Arnarfirði eru margir staðir þar sem ekki er bílfært til, staðir sem gaman er að koma á og njóta náttúrunnar og umhverfisins. Ferð inn í Langabotn, á söguslóðir Gísla Súrssonar, er til dæmis óviðjafnanleg. Ef farið er inn í Langabotn veitir ekki af nærri heilum degi því þar er margt að sjá og njóta,“ segir Jón.
Sjóstangveiðiferðir fyrir Íslendinga á Vestfjörðum Í sumar eru þrjú fyrirtæki, Sumarbyggð ehf. á Súðavík, Tálknabyggð ehf. á Tálknafirði og Eaglefjord ehf. á Bíldudal, sem bjóða upp á sjóstangveiði, hús og bát, á Vestfjörðum. Undanfarið ár hefur mikið borið á þýskum ferðamönnum á Vestfjörðum sem komið hafa vestur til að stunda sjóstangveiði á Súðavík og Tálknafirði. Síðastliðið sumar komu um 900 manns á þessa tvo staði á vegum þýskrar ferðaskrifstofu. Ferðamennirnir leigðu sér hús og bát og dvöldu í viku í senn við að veiða fisk og njóta lífsins. Margir þeirra ákváðu strax að koma aftur og voru mjög ánægðir með upplifunina af dvölinni í vestfirsku sjávarþorpi og nálægðinni við sjóinn og fiskimiðin. Mikill áhugi hefur verið hjá Íslendingum að komast í þessar ferðir en hingað til hefur ekki verið hægt að anna eftirspurninni. Nú er Bíldudalur kominn í samstarf með Tálknafirði og Súðavík og þar með hefur gistirými aukist til muna. Því bjóðum við Íslendinga velkomna til okkar í sumar og vonum að þeim líki jafn vel að veiða fisk og njóta lífsins á Vestfjörðum eins og vinum okkar Þjóðverjunum hefur líkað dvölin hjá okkur. Í sumar eru þrjú fyrirtæki, Sumar-
tónleikakjóla af Ellý Vilhjálms – sem inganna – og þeir sem eru á leið út í hefur alla tíð verið í einstöku uppSelárdal, keyra framhjá húsinu. Á áhaldi hjá Jóni – Helenu Eyjólfs, safninu er ótrúlega mikið af forvitnDiddú og Svanhildi Jakobs. Þar er ilegum og áhugaverðum hlutum sem einnig hinn frægi rauði jakki af gaman er að skoða. „Við erum alltaf Hauki Morthens „og ekki má gleyma að tala um menninguna, en svo pallíettudressi af Hallbjörgu Bjarnahendum við öllu á haugana,“ segir dóttur og rosalega flottum skartgripJón. „Ef ég hefði ekki safnað þessu, um sem hún átti,“ segir Jón. „Svo er væri þetta allt horfið.“ Og það verðég með jakkaföt af vini mínum, ur að viðurkennast að það er líklega Ragnari Bjarnasyni – hinum eina og rétt hjá honum. Safnið er opið á sanna, auk þess sem ég á skó af sumrin frá hádegi til klukkan 18.00 þessu fólki.“ en Jón er ekki svo strangur á því. Á liðnu hausti hélt Jón tónleika í „Ég afgreiði fólk á öllum tímum FÍH salnum til styrktar safninu og vegna þess að ég fer varla út fyrir fyllti salinn. „Þarna komu saman garðinn á sumrin.“ eðalsöngvara og hljóðfæraleikar sem unnu allt frítt,“ segir hann. „Þá var mér færður gullhringur sem Ellý Vilhjálms hafði átt, með grænum safírum. Þetta sagði mér að til væri fólk sem gæti hugsað lengra en fram fyrir tærnar á sér.“ Það er ekki erfitt að finna Melódíur minn- Á tónlistarsafni Jóns Kr. Ólafssonar Ljósmynd: Dórothee Lubecki allt að fimm í áhöfn. „Ekki er krafist sérstakra skipsstjórnarréttinda heldur kennum við gestum okkar á bátana og metum í sameiningu hvort viðkomandi treysta sér til að sigla sjálfir. Stutt er á gjöful mið í fallegum fjörðum og ef þörf er á er aldrei að vita nema við getum útvegað góðan skipstjóra,“ segir Jón.
Unga fólkið hefur gaman af bálinu.
Náttúruskoðun Arnarfjörður og næsta nágrenni er sannkölluð paradís náttúrunnenda og útivistarfólks og þar er margs að njóta.
Bíldudalur, fjallið Bylta í baksýn.
Bíldudalur er fallegt 200 manna þorp sem stendur við miðjan Arnarfjörð. Byggðin er gróðursæl og íbúarnir hafa verið ötulir við skógrækt á undanförnum áratugum. „Í byrjun júní voru hjá mér háskólanemar sem gerðu úttekt á trjágróðri og trjám í þorpinu og reyndust trén um 2.040 talsins að ótöldum græðlingum og smærri gróðri,“ segir Jón.
Í ferjusiglingum EagleFjord eru oft haldnar grillveislur þar sem boðið er upp á ljúffengt sjávarfang í bland við hefðbundna grillrétti
Ferjað til lands, horft inn Geirþjófsfjörð.
byggð ehf. á Súðavík, Tálknabyggð ehf. á Tálknafirði og Eaglefjord ehf. á Bíldudal, sem bjóða upp á sjóstangveiði, hús og bát, á Vestfjörðum. Þessi fyrirtæki ætla að markaðssetja ferðirnar fyrir Íslendinga. Staðirnir þrír eru með náið samstarf með sér og vinna í samstarfi við Fjord fishing ehf. og Próton ehf. að markaðssetningu þessarar ferðanýjungar á Íslandi. Tálknabyggð ehf. og Próton ehf. gefa sameiginlega einn vinninginn á Ferðasýningunni í Smáralind, það er vikudvöl í húsi á Tálknafirði með afnot af bát alla vikuna og allan kostnað innifalinn. Það er von okkar að hinn heppni vinningseigandi sjái sér fært að koma vestur og kynnast því sem við höfum upp á að bjóða og eigi hjá okkur ánægjulega viku í sumar. Nánari upplýsingar fást á eftirtöldum heimasíðum, sudavik.is, bildudalur.is og talknafjordur.is og hjá framkvæmdastjórum fyrirtækjanna auk sveitarstjóranna hjá Tálknafjarðarhreppi og Súðavík.
Fossinn Dynjandi syngur sumarlangt og rómantísk kvöldganga um Rauðasand hefur lagt grunninn að mörgu góðu hjónabandinu. Vestasti oddi Evrópu, Látrabjörg, heillar alla unnendur fuglalífs og þaðan er útsýni sem ekki á sér hliðstæðu.
Bíldudals grænar Á Bíldudal geta allir fundið afþreyingu við hæfi og Bíldudals grænar er bæjarhátíð sem fest hefur sig í sessi sem fjölskylduhátíð en hún er haldin á tveggja ára fresti. „Það ár sem Bíldudals grænar er ekki haldin þá höldum við aðra hátíð sem við köllum Hálfbaunina. Hún er í sama anda, bara aðeins minni í sniðum,“ segir Jón. Í ár verður boðið upp á heilbaun og fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar verður haldin helgina 29. júní til 1. júlí í sumar.
Stangveiðibátar á landleið.
EagleFjord býður einnig upp á bátaleigu og sjóstöng og veiðimenn geta valið á milli þess að renna fyrir fisk eða veiða fugl á þeim árstíma sem það er leyfilegt. Öðrum nægir að skoða náttúruna frá sjó og njóta siglingarinnar. Bátarnir eru sjö metra langir, ganga um 15 sjómílur og taka
Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal.
Listasafn Samúels Jónssonar er í Selárdal og Uppsalir, þar sem þjóðsagnapersónan Gísli á Uppsölum bjó, eru ekki langt undan.
Notalegheit í óbyggðum.
Ve s t u r by g g ð
19
Tálknafjörður Tálknafjörður – miðsvæðis á sunnanverðum Vestfjörðum Þorbjörn tálkni og Þorbjörn skúmi námu Tálknafjörð allan. Tálknafjörður er næstsyðsti fjörður á Vestfjörðum, liggur milli Patreksfjarðar að sunnan og Arnarfjarðar að norðan. Um landnám Tálknafjarðar segir svo í Landnámu: „Þorbjörn tálkni og Þorbjörn skúmi synir Böðvars blöðruskalla, komu út með Örlygi. Þeir námu Patreksfjörð hálfan og Tálknafjörð allan til Kópaness.” Munnmælasögur herma að Þorbjörn tálkni hafi búið á Kvígindisfelli utarlega í firðinum og reist þar bæ sinn en engar heimildir eru fyrir því í rituðu máli. Kópanes er ysta nesið á fjallaskaganum milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar og eru illfærar og brattar skriðuhlíðar inn með firðinum, skornar af djúpum og gróðursælum dölum en þegar kemur lengra inn í fjörðinn eykst gróðurinn og undirlendið.
Tálknafjörður er miðsvæðis á sunnanverðum Vestfjörðum, aðeins tæpan klukkustundarakstur frá Brjánslæk þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur leggst að bryggju. Frá Tálknafirði er stutt yfir á Patreksfjörð og Bíldudal, rétt um klukkustundarakstur út á Látrabjarg og á Rauðasand og klukkustundarakstur út í Selárdal í Arnarfirði. Það er því tilvalið að hafa Tálknafjörð sem bækistöð, dvelja þar í nokkra daga og gefa sér góðan tíma til að kanna umhverfið. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fallegt landslag, merkilegir sögustaðir og veðursæld, ferðafólk verður ekki fyrir vonbrigðum að sækja þetta svæði heim og eiga þar góðar stundir. Tekið saman í janúar 2007, Lilja Magnúsdóttir.
Eitt flottasta tjaldstæði á Vestfjörðum Á Tálknafirði er tjaldstæði sem á mjög stutt í það að ná að verða fimm stjörnu tjaldstæði. Pálína Hermannsdóttir hefur yfirumsjón með því.
Klaufi Séra Vernharður Guðmundsson var prestur í Otradal í Arnarfirði á 18. öld. Hann var vel að sér í flestu, fróður og skáldmældur. Honum mun eitt sinn hafa orðið sundurorða við Ármann Tálknfirðing sem bjó á Eysteinseyri. Ármann varð svo illur eftir deilurnar við prestinn að hann ákvað að hefna sín harðlega. Sendi hann séra Vernharði sendingu sem menn kölluðu Klaufa af því að vætturin hafði nautsklaufir. Presti tókst að verja sig og konu sína fyrir þessum óskapnaði, en missti nokkuð af fé sínu. Oftsinnis reyndi prestur að fyrirkoma Klaufa en mistókst ávallt. Svo fór að lokum að hann varð óvinsæll gestur á bæjum í sókn sinni því að ætíð var Klaufi með presti í för og drap naut og skepnur fyrir bændum. Að lokum var kunnáttumaðurinn og Tálknfirðingurinn Grámann fenginn til að koma Klaufa fyrir. Endaði viðureign þeirra þannig að Klaufa var fyrirkomið í þúfu einni í Lambeyrarlandi, en fjandi þessi var svo magnaður að hvorki kvik skepna né fuglinn fljúgandi hefur ekki mátt snerta þúfuna síðan, án þess að drepast. Ekki er heldur vitað til þess að grasstrá hafi nokkru sinni sprottið á þúfu þessari, allt til þessa dags.
Fagridalur – Laugardalur
„Okkur vantar aðeins upp á það að vera fimm stjörnu tjaldstæði, allavega einn póstkassa og ég er ekki viss hvað fleira.“ Segir Pálína. Á tjaldsvæðinu er þó engu að síður mjög flott og góð aðstaða fyrir tjaldbúa. „Hérna hefur fólk aðgang að eldhúsi, útigrilli sem er í grillhúsi, þvottavél, þurrkara, klósett bæði í húsi úti á lóð og inni. Einnig er hérna strandblaksvöllur, og folfvöllur en það er samblanda af golfi og frisbí. Svo eru auðvitað leiktæki fyrir börnin og hægt að tengjast við rafmagn,“ heldur Pálína áfram. Tjaldsvæðið er gríðarstórt en samkvæmt Pálínu hafa komist þar fyrir 70-80 fellihýsi í einu. Tjaldsvæðið er mjög nálægt sund-
lauginni, eiginlega undir sundlaugarveggnum. Þar er 25 metra sundlaug, rennibraut, heitir pottar og vaðlaug. „Vísir að sundlaug var hérna fyrir meira en 100 árum en hún hefur verið í þeirri mynd sem hún er í núna síðan 1987.“ Segir Pálína. Tjaldstæðið opnar fyrstu helgina í júní, eða um leið og grunnskólinn er búinn og er opin til 1. september, eða þangað til að skólinn byrjar aftur. „Ástæðan fyrir þessu“, segir Pálína, „er sú að skólinn og tjaldsvæðið samnýta húsin.“ Tjaldsvæðið og sundlaugin eru opin alla daga yfir sumartímann, á virkum dögum frá 9:00-21:00 og um helgar frá 10:00-18:00.
Á norðurströnd Tálknafjarðar eru tvær góðar gönguleiðir sem báðar eru hringleiðir. Sú fyrri hefst við kirkjustaðinn Stóra-Laugardal. Þar var áður farið yfir fjöll og til Fífustaðadals um Fagradal. Bæði er hægt að fara stutta gönguferð inn eftir dalnum eða klífa fjöllin fyrir botni hans. Leiðin er allbrött og nær hámarki við Nónhorn í 600 metra hæð. Þaðan er útsýni yfir hamragirtan Bakkadalinn og þvert yfir Arnarfjörð til vestfirsku alpanna. Þaðan er fylgt brúnunum meðfram Hæðardal í átt að Þverfelli austan Hringsdals. Þar er hæðin 666 metrar yfir sjó og útsýni stórkostlegt yfir hamraveggi Hringdals og Hvestudals. Þaðan er gengið niður í Laugardal.
Gönguleið: Krossadalur – Sellátradalur Hin gönguleiðin á norðurströnd Tálknafjarðar hefst þar sem vegurinn endar við Tannanes. Þaðan er gengið meðfram ströndinni út Stapahlíð undir Sellátrafjalli. Leiðin liggur um Hvalvíkurnes, Arnarstapa, Stapadal innan hans og Hlaðsvík, áður en komið er að bænum Krossadal. Umhverfið er fagurt og sérkennilegt og ef snúið er til
baka hjá Krossadal er um 2-3 tíma þægilega gönguferð að ræða. Þeir stórhugar sem hyggjast ganga á fjöll halda áfram inn Krossadalinn og í vestur upp á Selárdalsheiði um gamla þjóðleið. Þegar komið er í 500 metra hæð heitir landið Breiðufjöll. Þar er hægt að ganga enn lengra í vestur, upp á Nónfell sem liggur fyrir botni Selár-
dals. Einnig er hægt að sveigja til austurs í átt að Eiríkshorni sem gnæfir yfir Fífustaðadal við Arnarfjörð og þaðan til baka niður Krossadal. Fyrir þá sem vilja sjá meira er haldið lengra til suðurs, yfir Hall og niður Sellátradal eftir gamalli slóð að Tannanesi. Það er ágætis hringleið.
Ferðaþjónar í Tálknafirði Upplýsingamiðstöðin á Tálknarfirði er við sundlaugina. Vefsvæði: http://www.talknafjordur.is. Tölvupóstur: sundlaug@talknafjordur.is. Sími: 456 2639. Gistiheimilið Skrúðhamrar. Fallegt og notalegt gistiheimili á besta stað í bænum. Eldhúsaðstaða, vel tækjum búin og aðgangur að þvottavél og þurrkara. Vagga og barnarúm fullbúin ef þarf. Í boði eru eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Upplýsingar í síma 456 0200 og 692 6908. Grunnskólinn Sveinseyri. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða. Tölvupóstur: sundlaug@talknafjordur.is. Sími: 456 2631. Allt í járnum. Bílaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir. Verkstæðið er opið 7-17. Utan vinnutíma má hringja í síma 861 2633 Sími: 456 2633, 861 2633. Jaðarkaup. Matvöruverslun, léttar veitingar og skyndibitar. Bensínstöð frá Essó. Tölvupóstur: talknafjordur@esso.is. Sími: 456 2614. Sundlaugin Tálknafirði. Útilaug 25 m, með heitum pottum, vatnsrennibraut, vaðlaug og minigolf. Tölvupóstur: sundlaug@talknafjordur.is. Sími: 456 2639.
Gistiheimilið Hamraborg. Íbúð á neðri hæð einbýlishúss með sérinngangi, hægt að leigja herbergi eða íbúðina alla í einu, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Morgunmatur og eldunaraðstaða. Setustofa, bað, þvottahús. Góð verönd með borði, stólum og grilli. Opið allt árið. Sími: 456 2514, 893 2829. Gistiheimilið Bjarmaland. Á Gistiheimilinu Bjarmalandi eru eitt eins manns og 10 tveggja manna herbergi, þar af eitt með baðherbergi. Góð eldhúsaðstaða og hægt er að kaupa morgunverð ef vill. Internet tenging er í öllum herbergjum og sjónvörp í átta herbergjum. Auk þess eru setustofa, borðstofa og þrjú baðherbergi. Tölvupóstur: bjarmaland06@simnet.is. Sími: 891 8038, 861 9749. Hópið, veitingastaður. Heimilismatur í hádeginu en annars lögð áhersla á fisk. Einnig hamborgarar, samlokur, pizza og pasta. Getum tekið á móti allt að 60 manna hópum með stuttum fyrirvara. Sími: 456 2777, 846 8312. Tjaldsvæðið á Tálknafirði. Tjaldsvæðið er við íþróttamiðstöðina á Tálknafirði. Ekki er greitt fyrir fleiri en 3 fullorðna. Fjórða nóttin er frí. Rafmagn, internet, þvottaaðstaða og wc losun. Tölvupóstur: sundlaug@talknafjordur.is. Sími: 456 2639.
Gistiheimili á besta stað Á Tálknafirði er staðsett Gistiheimilið Hamraborg en þar er hægt að fá stakt herbergi eða alla íbúðina. Gistiheimilið er staðsett á besta stað á Tálknafirði, eða á Strandgötu. „Það er þremur húsum fyrir ofan götuna þegar þú kemur í plássið“ segir Ársæll, annar eigendanna. Gistiheimilið er heil íbúð og eru þar í boði tvö svefnherbergi, eldhús og setustofa með sjónvarpi, þvottavél og öllu tilheyrandi. Boðið er upp á uppbúin rúm og hægt er að fá morgunverð ef óskað er. Einnig er hægt að nýta þetta sem svefnpokapláss. Svefnpokapláss kostar 1.800 krónur á mann nóttin, en herbergi með uppábúnum rúmum kostar 5.000
krónur nóttin ef tveir eru saman í herbergi en 3.000 krónur ef einn er í herbergi. Einnig er hægt að leigja allt húsið, sem er mjög þægilegt fyrir fjölskyldur, og er þá komist að samkomulagi við eigendur.
Meira af fiskréttum í boði Sætur veitingastaður er á Tálknafirði og kallast hann Hópið. Þrenn hjón reka staðinn og er ein af þeim Erla Einarsdóttir. „Við tókum við þessu fyrir tæpu ári síðan, byjuðum í júní í fyrra. Við erum þrenn hjón sem rekum þetta, við, sonur og tengdadóttir og dóttir og tengdasonur. Við reyndar vinnum ekki öll við staðinn,“ segir Erla. Hópið er bæði veitingastaður og bar. Þar komast um 80 manns í sæti svo rúmt sé um alla. Þar eru fleiri fiskréttir í boði en kjötréttir. „Við höfum reynslu af því að það virðist ganga betur að vera með meiri fisk, því fólk virðist frekar vilja hann en kjötið,“ segir Erla og bætir svo við: „Við erum líka með fjölbreyttari matseðil yfir sumarið en veturinn.“ Við og við eru alls konar uppákomur á veitingastaðnum, eins og
hlaðborð, skemmtiatriði, tónlistaratriði og þess háttar, auk þess sem þau hafa verið með jólahlaðborð og villibráðarkvöld. Veitingastaðurinn er opinn allt árið, á veturnar er opið 12:0013:30 og 18:00-21:00 á virkum dögum og 18:00-23:00 um helgar. „Það var merkilega mikið að gera í vetur, mun meira en við bjuggumst við. Það er þakkarvert hvað íbúar nýta sér þessa þjónustu vel,“ segir Erla. Á sumrin er Hópið opið frá 11:00-23:00 alla daga og hefst sumaropnun eftir sjómannadaginn. „Það var nú ekkert mikil traffík seinasta sumar, enda var veðrið ekki hagstætt. Það var nú samt alveg ágætt að gera en hefði alveg mátt vera meira,“ segir Erla sem vonar að veðurguðirnir verði hliðhollir þetta sumarið og að sem flestir kíki við.
Ve s t f i r ð i r
20
Hvammeyri Fáskrúðardalur Sunnan við botn Tálknafjarðar beygir vegslóði inn fjörðinn, út frá veginum sem liggur til Patreksfjarðar. Vegslóðinn endar á Hvammeyri, en þaðan er tilvalið að ganga út með suðurströnd fjarðarins.
Hvammeyri liggur nokkurn veginn andspænis Tálknafjarðarþorpi. Heitir fjallið þar Lambeyrar háls og rís hæst í 428 metra hæð. Inn af fjallinu ganga nokkrir dalir sem eru eins og
smækkuð mynd af Ketildölum Arnarfjarðar. Inn af Lambeyri liggur Smælingjadalur, þar lá áður leið til Patreksfjarðar. Næsta eyri er Suðureyri, nokkuð utar í firðinum. Þar sjást enn ummerki eftir hvalveiðistöð Norðmanna sem rekin var á árunum 1935-39. Inn af eyrinni gengur Suðureyrardalur. Áfram er gengið inn í Fáskrúðardal. Hann er vel þess virði að heimsækja, hömrum girtur og klofinn í tvennt af Fálkahorni.
Opið allt árið á Þingeyri er vel staðsett, fyrir alla þá sem hugsa sér að skoða Vestfirði. Góð aðstaða fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Fullkomin eldunaraðstaða og sturtur.
Hjá systrunum á Bjarmalandi Á Tálknafirði er Gistiheimilið Bjarmaland í eigu fimm systra og er Freyja Magnúsdóttir ein þeirra. Hún segir þær systur fæddar og uppaldar á Tálknafirði og bætir glettnislega við: „Við komumst ekki í burtu frá mömmu og pabba.“
Bjarmaland er inni í miðju plássinu og var opnað fyrir tæpu ári. Í húsinu voru upphaflega tvær íbúðir en það hafði verið nýtt sem verbúðir í tuttugu ár. „Þetta var orðið mjög þreytt húsnæði,“ segir Freyja, „og við mokuðum öllu út úr því. Síðan opnuðum við á milli íbúðanna og erum mjög ánægðar með árangurinn. Það er allt nýtt í húsinu.“ Á Gistiheimilinu Bjarmalandi eru
eitt eins manns og 10 tveggja manna herbergi, þar af eitt með baðherbergi – en þrjú baðherbergi eru í húsinu. Öll herbergin geta verið með uppábúin rúm. Þrjú þeirra eru undir súð og eru ódýrari en önnur herbergi þar sem þau eru ekki með sjónvarpi. Á öllum herbergjum eru vaskar og í húsinu er góð setustofa, sem og borðstofa. Þráðlaus nettenging er í húsinu og góð eldhúsaðstaða, auk góðrar þvottaaðstöðu. Hvað veitingar varðar segir Freyja þær systur bjóða upp á morgunmat. En hvað gerir fólk sér til dundurs á Tálknafirði? „Hér eru merktar gönguleiðir yfir í Arnarfjörð og Patreksfjörð. Við erum með frábæra sundlaug, gott íþróttahús og svo eru níu holu golfvellir hér sitt hvorum megin við okkur, bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Svo er það
Gamla sóknarkirkja Tálknafjarðar Með gripi frá 1701 Stóra-Laugardalskirkja
Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Þar er íbúð sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum. Opið allt árið. Gistihúsið er reyklaust. Hundar eru ekki leyfðir nema með sérstöku samkomulagi.
Gistihúsið „Við Fjörðinn“ Aðalstræti 26 – 470 Þingeyri GSM: 847 0285 E-Mail: vidfjordinn@vidfjordinn.is http://www.vidfjordinn.is/islensk/husid.htm www.vidfjordinn.is
Pollurinn – sem er þrjá til fjóra kílómetra fyrir utan plássið, alltaf opinn og ókeypis. Það var borað þarna eftir heitu vatni, síðan voru steyptar þrjár setlaugar og þar er sturta og tveir búningsklefar. Þetta er afar vinsæll viðkomustaður. Við ætluðum einu sinni að fara í Pollinn á aðfangadag um fjögurleytið, héldum að við yrðum einar þar – en hann var troðfullur. Hann er stöðugt í notkun, á nóttu sem degi. Hér er líka silungseldi og silungsreyking og erum líklega eini staðurinn sem selur regnboga-paté.“ Freyja segir gistiheimilið hafa gengið ágætlega þetta fyrsta ár. Við auglýstum nánast ekkert í fyrra og fengum bara traffíkina inn af þjóðveginum – en svo fengum við töluvert af bókunum á netinu í vetur og sumarið lofar góðu.
Stóri-Laugardalur er bær og kirkjustaður við norðanverðan Tálknafjörð. Núverandi kirkja var vígð 3. febrúar 1907, en efniviðurinn í hana var fluttur inn frá Noregi, tilsniðinn að mestu leyti. Byggingin tekur um 120 manns í sæti. Einn merkasti gripur Laugardalskirkju er predikunarstóll, mikill og forn. Sagan segir að hann sé kominn úr
dómkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku og danskur kaupmaður hafi
gefið kirkjustaðnum í Laugardal hann. Kirkjan á fleiri góða gripi, meðal annars afar fornan gylltan kaleik, patínu og kirkjuklukkur. Er önnur þeirra með ártalinu 1701. Altaristaflan í Laugardalskirkju sýnir hina heilögu kvöldmáltíð. Ný kirkja var vígð 2002 og stendur hún inn við þorp.
Alþjóðlegt brúðusafn Í Félagsbæ, handverks- og tómstundamiðstöð á Flateyri, er alþjóðlegt brúðusafn, þar sem sjá má á annað hundrað
handgerðar brúður frá ýmsum hornum heims. Safnið var gefið minjasjóði Önundarfjarðar 1999, gjöf þýskra
Ferðaþjónustan Hænuvík. Tvö sumarhús til leigu, auk svefnpokaplass fyrir 18 manns. Boðið er upp á leiðsögn og skoðunarferðir í Ólafsvita. Sími: 456 1574.
Sundlaug Patreksfjarðar, heitir pottar og gufubað. Sími: 456 1523.
hjóna, dr. Pintsch.
Siller
og
dr.
Ferðaþjónar í Vesturbyggð Otradalur. Tvö tveggja manna herbergi á sveitabænum Otradal. Friðsælt umhverfi og einstakt útsýni. Sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Opið: 1. júní til 30. september. Einnig er opnað á öðrum tímum ef óskað er. Otradalur er við þjóðveg 63. Ef komið er frá Bíldudal er ekið 5 km til suðurs. Sími: 456 2073. Gistiheimilið Bjarkarholt. Gisting, uppbúin rúm fyrir 40 manns og svefnpokapláss, morgunverður í boði og eldunaraðstaða. Sundlaug í göngufæri. Leiðsögn um gönguleiðir, leiðsögumaður fyrir hópa. Opið allt árið. Sími: 456 2025 og 456 2016. Hótel Flókalundur. Hótel Flókalundur í náttúruperlunni Vatnsfirði býður upp á góða gistingu í herbergjum með baði og uppbúnum rúmum. Veitingasalur er opin frá morgni til kvölds, tjaldsvæði á staðnum og sundlaug í grennd. Náttúruleg laug í fjörunni. Seld eru veiðileyfi og í nágrenninu eru merktar gönguleiðir. Lítil ferðamannaverslun er í Flókalundi, bensín og olíuvörur. Vefsvæði: www.flokalundur.is. Netfang: flokalundur@flokalundur.is. Sími: 456 2011.
Veitingahúsið Vegamót. Grill- og heimilismatur, kaffiveitingar, léttvínsleyfi. Einnig gjafavörubúð. Opið allt árið. Sími: 456 2232. Rauðsdalur, gistihús. Ferðaþjónusta bænda. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Gisting í sérhúsi, 2 þriggja manna herbergi og 5 tveggja manna. Góð eldunaraðstaða. Einnig dekkjaviðgerðir. Sími: 456 2041. Ferðaþjónustan Breiðavík/Látrabjarg. Gisting (Ferðaþjónusta bænda). Uppbúin rúm í herbergjum með og án baðs. Svefnpokapláss, eldunaraðstaða, veitingar, vínveitingar. Tjaldstæði með sturtum, eldhús og matsalur. Silungsveiði í nágrenninu og fjallavötnum, veiðileyfi seld. Opið frá 15. maí til 15. september. Sími: 456 1575. Gistihús Erlu. Gistiheimili á Patreksfirði. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, eldunaraðstaða, morgunmatur. Opið allt árið. Sími: 456 1227. Stekkaból, gistiheimili. Uppbúin rúm, svefnpokagisting, morgunmatur, eldunaraðstaða. Gistingin er í þremur húsum, samtals 18 tveggja manna herbergi og 3 eins manns. Opið allt árið. Sími: 864 9675.
Smáalind. Matvara, sjoppa, skyndibitar. Bensín og olíuvörur. Sími: 456 1470. Flakkarinn. Farmiðasala fyrir Sæferðir: Reglulegar ferðir yfir Breiðafjörð frá Brjánslæk til Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Sími: 456 2020. Flókalaug. Fjölskylduvæn 12 m útisundlaug, heitir pottar. Opið 10:0012:00 og 16:00-19:00 alla daga yfir sumarið. Sími: 456 2044. Tjaldsvæði á Brjánslæk, snyrtiaðstaða. Sími: 456 2020. Sundlaugin í Krossholti. Lítil útisundlaug, opið 15:00-18:00 og eftir samkomulagi. Sími: 456 2080. Arnarholt, gisting. Gisting, uppbúin rúm og svefnpokapláss, morgunmatur. Opið allt árið. Sími: 456 2080. Innri Múli. Bensínsala og sjoppa. Opið eftir samkomulagi. Sími: 456 2060.
Tjaldsvæði í Brunnum, snyrtiaðstaða. Þjónusta í Breiðuvík. Sími: 456 1578. Veitingastofan Þorpið. Kaffihús og veitingastofa, vínveitingar. Opið allt árið. Sími: 456 1295. Söluturninn Albína. Sjoppa matvælaverslun. Hraðbanki. Sími: 456 1667.
og
Bifreiðaverkstæði Guðjóns Hannessonar. Bifreiða- og hjólbarðaviðgerðir. Sími: 456 1124. Gistihúsið Eyrar. Herbergi með baði, uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Sími: 456 4565, 845 7283 Fax: 456 4565. Eyrar kaffihús. Kaffihús þar sem boðið er upp á hefðbundnar íslenskar kaffiveitingar og alvöru uppáhellt kaffi. Kaffihúsið er opið alla virka daga kl. 9-18. Sími: 456 4565, 845 7283 Fax: 456 4565. Veitinga- og kaffihúsið Völlurinn. Allar veitingar í gömlu flugstöðvabyggingunni á Patreksfirði. Veiðileyfi, Handverk. Sími: 431 4106 og 690 8145.
Tjaldsvæði Breiðuvíkur. Ný snyrtiaðstaða á tjaldsvæðinu, með aðgreindum snyrtingum fyrir karla og konur. Sturtur, hreinlætishús með heitu og köldu vatni. Eldhús er fyrir tjaldgesti en það er inni í Breiðavík Þar er einnig matsalur sem tjaldgestir geta notað. Þvottavél, þvottaaðstaða og þurrksnúrur. Aðstaða fyrir húsbíla og aðgangur í rafmagn. Grillaðstaða. Sími: 456 1575. Hótel Látrabjarg. Glæsilegt sveitahótel í fallegu umhverfi. 12 uppábúin herbergi (9x2ja manna / 1x4 manna / 2x1 manna). Svefnpokapláss. Veitingaðastaða með hinum rómuðu innréttingunum frá Naustinu. Veiðileyfi. Sími: 456 1500 og 825 0025. Sundlaug og íþróttahús Patreksfjarðar. Glæný og frábær aðstaða með stórfenglegu útsýni. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Sími: 456 1301. Ferðaþjónustan Eaglefjord. Skipulagðar ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Gisting í uppábúnu sem og svefnpokaplássi. Vel útbúnar hótelíbúðir, Sjóstöng. Óvissuferðir. Ferjuflutningar. www.bildudalur.is Sími: 894 1684.
Ve s t f i r ð i r
21
Ísafjarðarsýslur Áhugaverðir staðir í Ísafjarðarbæ Hér eru nokkur dæmi um staði sem vert er að heimsækja. Ísafjörður (Skutulsfjörður).
Miðbær Ísafjarðar
Tunguskógur/Tungudalur
Engidalur
Frá Austurvelli, Ísafirði. Austurvöllur er skrúðgarður hannaður af Jóni H. Björnssyni landslagsarkitekt 195455 og vígður fljótlega eftir það. Austurvöllur er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík sem telst vera tímamótaverk sem fyrsti opinberi garðurinn sem landslagsarkitekt hannar. Hann hefur því verið meira í umfjöllun og í sviðsljóðinu í umræðu um garðsögu Íslands. Tekið hefur verið eftir því af fagmönnum hversu margar upprunalegu útfærslurnar eru enn í garðinum. Umsjónarmaður garðsins í upphafi var Jón Klæðskeri Jónsson og kona hans Karlinna Jóhannesdóttir. Í garðinum er afsteypa af styttu eftir Ásmund Sveinsson sem nefnist „Fýkur yfir hæðir.“ Jónsgarður er elsti skrúðgarðurinn á Ísafirði, opnaður árið 1922. Margir lögðu vinnu í garðinn og voru dagsverk þeirra skrifuð niður í bók. Jón Klæðskeri Jónsson og Karlinna Jóhannsdóttir eiginkona hans voru helstu hvata menn þess að stofna garðinn og unnu þau við báða garðana fyrstu árin. Eftir 1970 fóru garðarnir báðir í órækt, en um 1978, var núverandi garðyrkjustjóra falið að koma þeim í betra horf. Þann 5. desember 1991 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar tilllögu frá garðyrkjustjóra að garðurinn bæri nafnið Jónsgarður. og var sumarið eftir vígður minnisvarði um þau hjónin í Jónsgarði, sá minnisvarði var unnin af Jóni Sigurpálssyni myndlistarmanni. Sjómannastyttan á Eyrartúni. Á gamla sjúkrahústúni eru tvær styttur.
Sumarhúsabyggðin í Tungudal í Tunguskógi er sumarhúsabyggð Ísfirðinga, þar eiga margir Ísfirðingar af Eyrinni sumarhús og dvelja í skóginum yfir sumartímann. Eftir snjóflóðið sem tók alla sumarbústaði nema tvo, en það gerðist árið 1994. Í skóginum er einnig aðaltjaldsvæði Ísfirðinga, unnið hefur verið að því undanfarin ár að byggja svæðið upp undanfarin ár. Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur skjólsæll og fagur með Bunánni sem rennur í gegnum svæðið og náttúrulegri fegurð. Þar er líka golfvöllur Ísfirðinga. Skógræktarfélagið er líka með reiti, en um það liggja skemmtilegar gönguleiðir.
Kristínarlundur er reitur þar sem plantað út trjám til heiðurs Kristínu Magnúsdóttur frá Efri Engidal, þegar hún varð 100 ára. Gróðursetti bæjarstjórn Ísafjarðar fyrstu trén í svæðið 17. júní 1993. Síðan hefur verið plantað árlega 100 plöntum í reitinn.
Kuml stytta eftir Jón Sigurpálson, til minningar um Ragnar H. Ragnars. og Sjómannastyttan, sem unnin er af Ragnari Kjartanssyni. Er sú stytta til minningar um drukknaða sjómenn, og er lagður blómsveigur að henni á sjómannadaginn. Víðivellir er gróðursvæði neðan við heilsugæslustöðina á Ísafirði. Þar er göngubraut og villtur gróður, sem vakið hefur athygli. Þar var fyrir fjórum árum sett niður afsteypa af styttu eftir Einar Jónsson, nefnist hún Úr álögum. Silfurtorg var endurgert árið 1997 það var hannað af Pálma Kristmundssyni. Það er hellulagt og miklir steypuskúlptúrar standa þar. Einnig hlaðinn veggur úr náttúruhellum innan úr Skötufirði. Frá Kristjáni Kristjánssyni á Hvítanesi. Þar standa 7 stór reynitré. Svæði bak við Hótel Ísafjörð. Þar er reitur þar sem gróðursett voru birkitré af fulltrúum vinabæja Ísafjarðar. Svæðið var endurgert árið 1999, en þá var tyrft, ný bílastæði voru sett og göngustígar voru hellulagðir.
Í Tunguskógi er líka staðsettur Símsonsgarður sem var stofnaður um 1928 af Maritinus Símson, norskum ljósmyndara og akrobat, sem auk þess hafði mikinn áhuga á garðyrkju. Setti hann garðinn upp í landi Kornustaða í Tunguskógi. Hann og Jón klæðskeri munu að öðrum ólöstuðum hafa stuðlað manna mest að gróðuráhuga bæjarbúa á fyrri hluta aldarinnar síðustu aldar. Í dag er Símsonsgarður í umsjón skógræktarfélags Ísfirðinga. Hann varð illa úti í mannskæðu snjóflóði ári 1995.
Við rætur „Vestfirsku alpana“ Þingeyri er elsti verslunarstaður á Vestfjörðum Þingeyri – stendur miðja vegu við sunnanverðan Dýrafjörð og er elsti verslunarstaður á Vestfjörðum og reyndar einn sá elsti á landinu öllu. Náði hann um tíma frá Ísafjarðardjúpi og yfir alla Vestur-Barðastrandarsýslu. Stendur þorpið á samnefndri eyri undir Sandafelli, við rætur „Vestfirsku alpana“, en svo er fjallgarðurinn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar stundum kallaður. Dýrafjörður hefur verið mikilvæg höfn frá þjóðveldistíma. Í þá daga var Dýrfirðingagoðorð eitt þriggja goðorða á Vestfjörðum og venja var að Vestfjarðargoðin kæmu saman á vorin á Dýrafjarðarþingi áður en riðið var til Alþingis. Eins og nafnið Þingeyri bendir til er líklegt að þingið hafi verið háð á eyrinni þar sem kauptúnið er nú. Á Sturlungaöld var Dýrfirðingagoðorð undir yfirráðum Sighvats Sturlusonar og sona hans. Á síðmiðöldum var það síðan aukin skreiðarverslun sem hélt uppi mikil-
vægi Dýrafjarðar sem verslunarhafnar Verslun hélt áfram í Dýrafirði næstu aldirnar. Á eftir Norðmönnum fylgdi verslun Englendinga, síðan Þjóðverja og að lokum Danir sem einokuðu verslunina í valdi konungs. Þá hafði mikilvægum höfnum vítt og breitt um Vestfirði fjölgað, en Þingeyri hélt áfram að vera mikilvægasta fiskihöfnin á Vestfjörðum með verslunarumdæmi sem taldi á þriðja þúsund manns á svæði sem náði frá Önundarfirði að Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Föst búseta hefur verið á Þingeyri frá lokum 18. aldar, en þéttbýli byrjaði fyrst að myndast þegar Daninn N. Chr. Gram keypti Þingeyrarverslun árið 1866. Hann var mikill athafnamaður og byggði mörg af fyrstu húsum kauptúnsins, m.a. myndarlegt verslunarhús árið 1872 sem nú hýsir Kaupfélag Dýrfirðinga. Gram var jafnframt konsúll Norðmanna, Bandaríkjamanna og Frakka. Norski landkönnuðurinn Fridtjof Nansen og menn hans gistu í versl-
Í Tungudalnum er hóll sem heitir Orrustuhóll, af því nafni er sú saga að einhvern tíma í fyrndinni hafi tvær systur búið í Tungu, sem hétu Korna og Kolfinna. Við þær eru kenndir Kornustaðir og Kolfinnustaðir. Þeim systrum kom heldur illa saman og virðast eftir þjóðsögnum að dæma hafa verið um flest líkari tröllum en mennskum mönnum. Dag nokkurn hittust þær á hólnum og skarst þá svo í odda með þeim að þær flugu saman og höfðu báðar bana af. Heitir hóllinn síðan Orrustuhóll. Siggakofi í Seljandsmúla við Tungudal dregur nafn sitt af geitahirði nokkrum. Um aldamótin og á fyrstu árum síðustu aldar var allmikið um geitur á Ísafirð, og voru þær haldnar til mjólkur. Sigurður Sigurðsson var geitahirðir í bænum og rak hann geiturnar inn í Seljalandsmúla hvern sumarmorgun og aftur í bæinn til mjalta á kvöldin. Gerði hann sér kofa úr hlöðnu grjóti og stendur hann enn upp á múlanum. Skógarengi er skógarreitur í Tunguskógi þar sem áætlað er að hafa nokkurs konar minningarreit um snjóflóðið sem féll á annan í páskum 1994. Sumarhúsaeigendur hafa í mörg ár gróðursett þar trjágróður með aðstoð garðyrkjustjóra bæjarins.
Önundarfjörður
Sandfjaran við Holt í Önundarfirði er hvít skeljasandsfjara. Þar er árlega haldinn sandkastalakeppni, þar sem fjölskyldan safnast saman og leikur sér og keppir í að byggja alls konar fígúrur úr sandinum. Hefur þessi skemmtilega fjölskyldukeppni mælst vel fyrir. Verðlaun hafa verið í boði fyrir fjölskylduna sem vinnur. Mun dómarastarfið hafa verið í höndum sýslumanns.
Dýrafjörður
Skrúður. Að Núpi í Dýrafirði er markverðasti garðurinn á Vestfjörðum Skrúður, sem allir slíkir garðar bera nafn sitt af í dag, þ.e. skrúðgarðar. Garður þessi er stofnaður um 1909 af séra Sigtryggi sem var þá prestur á Núpi. Garðurinn var endurunninn í upphaflegri mynd af nemendum í garðyrkjuskóla ríkisins árin 1999 og 2000. Í þeim garði eru hvalbein eins og þau sem prýða Jónsgarð á Ísafirði.
Sundlaugar í Ísafjarðarbæ Í Ísafjarðarbæ eru fjórar almenningssundlaugar, ein í hverjum bæjarkjarna.
Þingeyri.
unarhúsinu árið 1888 þegar hann og menn hans biðu eftir skipsferð til Grænlands. Á þessum árum var m.a. rekið seglsaumaverkstæði og lýsisbræðsla á Þingeyri og jafnan voru tvær skútur gerðar út á hákarl. Á síðasta áratug 19. aldar stunduðu Bandaríkjamenn lúðuveiðar hér við land og höfðu bækistöðvar fyrir skip sín á Þingeyri. Franskar duggur voru tíðir gestir og Norðmenn settu upp hvalstöð í Framnesi andspænis Þingeyri. Fyrir ofan bæinn stendur fjallið Sandafell, hægt er að aka þangað upp og njóta stórfenglegs útsýnis. Þar uppi er útsýnisskífa. Hæstu fjöll Vestfjarða liggja að Dýrafirði og eru mörg þeirra brött og hrikaleg. Gísla saga Súrssonar gerist að verulegu leyti í firðinum. Á Þingeyri sést marka fyrir tóftum sem talið er að geti verið fornar búðatóftir Dýrafjarðarþings. Við bæinn Ketilseyri innar í firðinum er að finna tertíerjarðlög með plöntusteingervingum í norðurhlíð fjallsins Töflu. Við botn fjarðarins er stórbrotið landslag með jökulhvilftum, árgljúfrum og fjölskrúðugu kjarr- og skóglendi.
Sundlaugin á Suðureyri
Sundlaugin á Flateyri
Sundlaugin á Suðureyri er á Suðureyrartúni. Sími: 456 6121. Eina útilaugin í bæjarfélaginu er á Suðureyri. Þar eru líka tveir heitir pottar ásamt vaðlaug og gufubaði. Í bað- og búningsklefum eru sólbekkir.
Sundlaugin á Flateyri er við Tjarnargötu. Sími: 450 8460. Á Flateyri er innisundlaug með heitum potti og gufubaði. Bað- og búningsklefar eru líka ásamt sólbekkjum og þreksal.
Sundhöllin á Ísafirði
Sundlaugin á Þingeyri
Sundhöllin á Ísafirði er við Austurveg 9. Sími: 450 8480. Á Ísafirði er elsta sundlaug bæjarfélagsins, en hún var tekin í notkun árið 1945. Þetta er inni sundlaug með heitum potti og sánabaði ásamt baðog búningsklefum.
Sundlaugin á Þingeyri er við Þingeyrarodda. Sími: 450 8375 Á Þingeyri er innisundlaug, heitur pottur, gufubað og bað- og búningsklefar. Laugin er sú nýjasta og glæsilegasta af sundlaugum Ísafjarðarbæjar.
Ve s t f i r ð i r
22
Ferðaþjónar í Ísafjarðarsýslum Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði. Opin allt árið. Yfir sumarið er miðstöðin opin frá 8 til 19 virka daga og 10 til 17 um helgar, frá 16. júní til 1. september. Landshlutamiðstöð fyrir alla Vestfirði. Sími: 450-8060 Korpudalur. Farfuglaheimili, uppbúin rúm og svefnpokagisting, tjaldsvæði, morgunmatur, eldunaraðstaða og þráðlaust netsamband. Þvottavél og þurrkari á staðnum. Gestir sóttir á næsta komustað, til dæmis Ísafjörð, ef óskað er. Góðar gönguleiðir eru á staðnum og mikið fuglalíf. Farfuglaheimilið í Korpudal er innst í Önundarfirði, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Opið frá 1. júní til 31. ágúst. Sími: 456-7808, 892-2030 Kirkjuból í Bjarnardal. Kirkjuból í Bjarnardal í Önundarfirði er aðili að Ferðaþjónustu bænda og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og setustofu, þar sem hægt er að horfa á sjónvarpið, komast á internetið eða kíkja í bækur til afþreyingar. Í sumar verður opið frá 8. júni - 20. ágúst. Hægt er að hafa samband utan þess tíma ef um er að ræða gistingu fyrir hópa. Sími: 456-7679 - 898-2563 eða 866-6099 Ferðaþjónustan Grænhöfði. Grænhöfði leigir út glæsilegt orlofshús á Flateyri, dags- eða vikuleiga. Íbúðin er fullbúin og gestir þurfa ekki að koma með neitt með sér. Sundlaug staðarins er aðeins í 100 m göngufæri frá íbúðinni. Kajakaleiga Grænhöfða er með fjölda báta og er ýmist hægt að fá þá leigða með eða án leiðsagnar. Önundarfjörður er kjörinn til kajakróðra, fuglalíf er afar fjölbreytt og algengt er að selir og smærri hvalategundir syndi við hlið bátanna þegar róið er um fjörðinn. Opið allt árið. Sími: 456-7762, 863-7662 Brynjukot. Aldamótahús, sólarhringseða vikuleiga. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, eldunaraðstaða, þvottavél. Opið allt árið. Sími: 456-7762, 861-8976 Holt. Friðarsetur, kirkju-, félags- og menningarmiðstöð. Gistiaðstaða í íbúð og herbergjum, uppbúið og svefnpokapláss, eldunaraðstaða, funda- og ráðstefnustaður. Hentar vel fyrir ættarmót og fjölskyldusamverur, námskeið og ráðstefnur. Opið allt árið. Sími: 456-7611, 456-7783. Tjaldsvæðið á Flateyri. Tjaldsvæðið er við bensínstöð N1. Sími: 456-7738 Sundlaugin Flateyri. Innisundlaug, gufubað, heitur pottur, ljósabekkir. Opin mán-fös 10:00 til 12:00 og 16:00 til 21:00, lau-sun. 12:00 til 16:00. Sími: 456-7738 Félagsbær. Kaffihús á Flateyri. Matur fyrir hópa ef pantað er með fyrirvara. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676 Alþjóðlega brúðusafnið á Flateyri. Á annað hundrað brúður, allar handgerðar. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676. Purka. Handverkshópurinn Purka á Flateyri er með verslun að Hafnarstræti 11. Opið alla daga 13-17. Sími 456-7676. Bókabúðin á Flateyri. Sýning um sögu Flateyrar, sett upp í gömlu bókabúðinni. Þar er einnig starfrækt fornbókasala auk þess sem hin gamla íbúð kaupmannsins er til sýnis. Opið alla daga 14-18. Bensínstöð N1 Flateyri. Bílavörur, skyndibiti. Opið alla daga 10-22. Sími 456-7878 Læknishúsið á Hesteyri. Í Læknishúsinu er boðið upp á kaffiveitingar og svefnpokagistingu yfir sumarið, eldunaraðstaða. Sími: 456-7183
Ferðaþjónustan Grunnavík. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, tjaldsvæði. Trússbátur, leiðsögn um Grunnavík. Áætlunarferðir eru frá Bolungarvík í Grunnavík með bátnum Ramóna. Ferðaþjónustan Grunnavík býður fjölbreytta þjónustu í náttúruperlunni Grunnavík í Jökulfjörðum. Þar má nefna svefnpokagistingu, tjaldstæði, eldunaraðstöðu, sturtu og margt fleira. Ferðaþjónustan rekur einnig farþega og þjónustubátinn Ramónu og býður bátsferðir í Grunnavík og aðra staði í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Sími: 456-4664, 848-0511 852-4819 Ferðaþjónustan Reykjarfirði nyrðri, Hornströndum. Reykjarfirði er rekin ferðaþjónusta á sumrin. Þar er hægt að leiga svefnpokapláss í gamla húsinu en það er nýuppgert og öll aðstaða til fyrirmyndar. Einnig lítið sumarhús sem rúmar 4-5 í kojum og þar er eldunaraðstaða. Tjaldsvæði er í Reykjarfirði og þar er vatnsklósett og rennandi vatn, grill og borð og bekkir. Í Reykjarfirði er stór sundlaug, einnig er þar flugvöllur. Ferðaþjónustan Bolungavík, Hornströndum. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Þvottavél, aðgangur að síma, veitingar eftir samkomulagi. Boðið upp á fólks- og farangursflutninga með bátnum Sædísi – frá Norðurfirði, Bolungavík og Ísafirði – eftir samkomulagi. Opið á sumrin. Sími 456-7192, 852-8267 SKG-veitingar. Glæsilegur veitingasalur á Hótel Ísafirði, tilboðsseðill og vínveitingar. Opið virka daga 11:30-14:00 og 18:30-21:30. Lau-sun 11:30-14:00 og 18:30-22. Sími: 456-3360 Tjöruhúsið. Veitingahús á safnasvæðinu í Neðstakaupstað. Sími: 456-4419 Fernando’s. Veitingastaður í hjarta Ísafjarðar. Fjölbreyttur matseðill, hádegishlaðborð. Opið sun-mið 11:30-22:00, fim-lau 11:30-00:00. Sími 456-5001. Bakarinn conditori. Fjölbreytt brauðmeti, pizzur, crépes o.fl. Opið virka daga 07:30-18:00, sun 09:00-17:30. Sími: 456-4770 Gamla bakaríið conditori. Fjölbreytt brauðmeti, smurt og ósmurt. Opið virka daga 07:00-18:00, lau 07:00-16:00 Thai Koon. Thailenskur matsölustaður á Ísafirði, staðsettur í Neista-húsinu. Opið mán-lau 11:30-21:00, sun 17:00-21:00. Sími: 456-0123 Langi Mangi. Kaffihús, léttar veitingar og vínveitingar. Opið mán-mið 11:0023:00, fim 11:00-01:00, fös 11:00-03:00, lau 12:00-03:00, sun 13:00-23:00. Sími: 456-3022 Hamraborg. Skyndibiti, pizzur, hamborgarar, pylsur o.fl. Matvörur, sælgæti, myndbanda- og dvd leiga. Opið alla daga 09:00-23:30. Sími 456-3166 Kaffi Edinborg. Glænýr kaffi- og veitingastaður í menningarhúsinu Edinborg. Léttir réttir, kaffiveitingar, vínveitingar. Opið virka daga 11-01:00, lausun 11-03. Sími 456-4400 Gamla gistihúsið. Vel útbúið gistihús á tveimur hæðum að Mánagötu 5 á Ísafirði. Í hverju herbergi er vaskur og sími og baðsloppar eru til reiðu fyrir gesti. Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og barnarúm eru til reiðu fyrir yngstu gestina. Sjónvarp og tenging fyrir tölvu er í hverju herbergi. Einnig svefnpokagisting að Mánagötu 1. Morgunmatur er framreiddur í borðsal á jarðhæð, en þar er sjónvarp og tölvuaðgangur fyrir gesti. Sími: 456-4146 Fax: 4564314 Opnunartími: Opið allt árið. Hótel Ísafjörður. Hótel Ísafjörður er þriggja stjarna þægilegt heilsárshótel með 36 tveggja manna herbergjum í hjarta bæjarins. Herbergin eru öll reyk- laus og með sturtu, sjónvarpi, síma og hárþurrku. Í veitingasal er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu á sem fjölbreyttastan hátt. Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum. Á vefsíðu hótelsins eru í boði ýmis sértilboð árið um kring. Opið allt árið. Sími: 456-4111
Hótel Edda, Ísafirði. Hótel Edda er tveggja stjarna hótel og er opið frá byrjun júní - 20. ágúst. Á hótelinu eru 40 gistiherbergi, 10 nýuppgerð tveggja manna herbergi með baði, 24 tveggja manna herbergi með handlaug og 6 eins manns herbergi með handlaug. Öll herbergin eru reyklaus. Einnig er boðið upp á svefnpokagistingu í rúmum í herbergjum eða í skólastofum. Við Hótel Eddu er ágætis tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu í skólanum. Tjaldbúar geta nýtt sér setustofu hótelsins og keypt sér morgunverð. Tjaldsvæðið er miðsvæðis og hentar einkum einstaklingum og minni hópum. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og þar eru seldir ýmsir minjagripir og smávarningur fyrir ferðamenn. Á vefsíðu hótelsins eru ýmis spennandi tilboð í boði. Sími: 444-4960 Kvennabrekka. Gisting í fögru umhverfi í skíðaskálanum í Tungudal á Ísafirði. Gisting fyrir allt að 14 manns í uppbúnum rúmum og 30-35 í svefnpokaplássi á dýnum. Fullbúið eldhús. Salur skálans tekur um 100 manns í sæti. Þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Skutulsfjörð. Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Opið allt árið. Sími 860-5560. Litla gistihúsið. Uppbúin tveggja og einsmanns herbergi með sjónvarpi. Bæði er boðið uppá herbergi með sér wc og aðgang að sturtu og eldhúsi, og einnig herbergi með sameiginlegu baði og eldhúsaðstöðu. Opið allt árið. Sími: 893-6993, 474-1455 Gistiheimili Áslaugar (Faktorshúsið í Hæstakaupstað). Lítil íbúð (svíta/herbergi með baði). Íbúðin er eitt herbergi (með 2 lokrekkjum, tvíbreiðum, í fullri lengd með góðum rúmum), dúnsængum og -koddum! Svo er eldhúskrókur, lítill gangur, lítið fataherbergi, og baðherbergi. Íbúðin var öll gerð upp árið 2005. Í Faktorshúsinu er einnig fyrirtaks aðstaða til funda og veisluhalda. Heitur reitur. Sími: 899-0742, 456-4075 Opnunartími: Opið allt árið Dalbær á Snæfjallaströnd. Gisting og veitingar. Boðið er upp á svefnpokagistingu í sal og tjaldsvæði. Súpa, brauð og kaffiveitingar daglega frá kl. 11 og fram eftir kvöldi. Sögusýning í Snjáfjallasetri. Sími: 696-8306, 662-4888 Tjaldsvæðið í Tungudal. Tjaldsvæðið er í ákaflega fallegu umhverfi um 4 km frá Ísafirði. Golfvöllur í næsta nágrenni og fjölmargar fallegar gönguleiðir. Snyrtiaðstaða á svæðinu, aðgangur að þvottavél í golfskálanum. Aðstaða fyrir húsbíla (losunarstaður fyrir húsbíla er við áhaldahús Ísafjarðarbæjar). Sími 456-5081, 868-4126 Tjaldsvæðið við Hótel Eddu. Við Hótel Eddu er ágætis tjaldstæði með snyrtiaðstöðu í skólanum. Á hótelinu er framreiddur ríkulegur morgunverður. Tjaldbúar geta nýtt sér setustofu hótelsins og aðgang að interneti. Tjaldsvæðið er miðsvæðis og hentar einkum einstaklingum og minni hópum. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar eru seldir ýmsir minjagripir og smávarningur. Sími 444-4960 Vesturferðir. Alhiða ferðaþjónusta. Skoðunarferðir, gönguferðir, bátaferðir í Jökulfirði, Hornstrandir, Vigur o.fl., hvataferðir, skipulagning fyrir fundi og ráðstefnur, bókunarþjónusta o.fl. Opið virka daga 8-17, lau-sun 11-15. Sími 456-5111 Borea Adventures. Borea Adventures gerir út stærstu seglskútu á Íslandi, Auroru. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar ævintýraferðir í Jökulfirði og Hornstrandafriðlandið, þar sem hægt er að flétta siglingunni saman við hvers kyns útivist, svo sem skíðaferðir á Drangajökli, kajakróður og gönguferðir. Einnig er boðið upp á ferðir til austurstrandar Grænlands sem og sérsniðnar ferðir fyrir hópa. Aurora er 60 feta löng skúta og er með svefnpláss fyrir 10 farþega. Sími 869-7557. Sundhöllin á Ísafirði. Sundlaug með gufubaði og heitum potti. Opið mán-fös 07:00-21:00, lau og sun 10:00-17:00
Byggðasafn Vestfjarða. Glæsilegt sjóminjasafn í Neðstakaupstað á Ísafirði. Opið virka daga 10-17, lau-sun 13-17. Sími 456-3299. Safnahúsið Eyrartúni glæsilegt bókasafn, listasafn, skjalasafn og ljósmyndasafn. Eitt af menningarhúsum Ísa- fjarðarbæjar. Netaðgangur. Opið virka daga kl. 13-19, um helgar kl. 13-16. Sími 450-8220. Safn Jóns Sigurðssonar. Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Þar er starfrækt safn sem helgað er minningu hans. Þar er hægt að skoða endurgerðan fæðingarbæ Jóns, minningarkapellu hans og gömlu kirkjuna. Súpa, brauð og kaffiveitingar í burstabænum. Opið alla daga 13-20. Sími 456-8260 og 845-5518. Karítas, handverk. Handverkshópurinn Karítas rekur verslun að Aðalstræti 20. Opið mán-fös 13-18, lau 11-14. Sími 8973834. Hvesta. Hvesta býður fólki með fötlun uppá hæfingu og iðju og er handverkið til sölu að Aðalstræti 18 á Ísafirði. Opið alla virka daga 8-16. Sími 456-3290. Bílaverkstæði SB. Alhliða bílaverkstæði. Almenn smurþjónusta og þjónustuviðgerðir fyrir stóra og smáa bíla, jafnt rútur sem fólksbíla. Opið alla virka daga 8-18. Sími 456-3033 og 456-4314. Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar. Dekkjaþjónusta, smurþjónusta, bremsuþjónusta, pústþjónusta, varahlutaþjónusta. Opið mán-fim 08-18, fös 08-17. Bílatangi. Öll almenn viðgerðarþjónusta fyrir bíla. Sími 456-4580. Bensínstöð N1 Ísafirði. Bílavörur, skyndibiti, matvörur. Opið virka daga 07:30-23:30, lau og sun 09-23:30. F&S hópferðabílar. Hópferðir fyrir smærri og stærri hópa. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. Sími 456-8172, 893-1058 Stjörnubílar. Sérleyfisferðir Ísafjörður Súðavík, Ísafjörður - Hólmavík, Ísafjörður - Brjánslækur - Patreksfjörður. Ferðir á Látrabjarg. Hópferðir fyrir smáa sem stóra hópa. Sími: 456-1575. Elías Sveinsson. Hópferðir fyrir stóra sem smáa hópa. Sími 892-0872 Sophus Magnússon. Hópferðir fyrir smærri og stærri hópa. Sérferðir, henta vel t.d. fyrir göngu- og útivistarfólk og þá sem vilja komast út fyrir malbikið. Dæmi: Norðurfjörður, Ófeigsfjörður, Svalvogar. Sími: 893-8355. Leigubílar Ísafirði sími 456-3518 VEG-gisting. Nýlegt gistiheimili á Suðureyri. Fjölskylduvænt. Uppbúin rúm, svefnpokapláss, morgunverður, eldunaraðstaða. Opið allt árið. Sími: 456-6666
Galtarviti. Galtarviti á Vestfjörðum stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði. Víkin snýr á mót opnu hafi og eru siglingar fiskiskipa tíðar fram hjá vitanum. Aðeins er hægt að komast til Keflavíkur gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður er gott. Hægt er að fá Galtarvita leigðan í skemmri eða lengri tíma og er bæði verð og tímasetning samningsatriði. Vefsvæði: http://www.galtarviti.com Tölvupóstur: gukon@centrum.is Alviðra, ferðaþjónusta bænda. Gistihús. Einnig 6 manna sumarhús. Uppbúin rúm og svefnpokapláss, eldunaraðstaða. Matur og kaffi ef pantað er með fyrirvara. Opið 1. maí til 30. sept. og eftir samkomulagi á öðrum árstímum. Vel staðsett til skoðunarferða um Vestfirði. Sími: 456-8229, 894-7029 Gistiheimilið Vera. Stúdíóíbúð, uppbúin rúm og svefnpokagisting, eldunaraðstaða. Sími: 456-8232, 891-6832 Gistihúsið Við fjörðinn. Gistihúsið Við fjörðinn á Þingeyri býður upp á góða aðstöðu fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum, uppbúin rúm eða svefnpokapláss. Tvö herbergi eru með baði. Eldunaraðstaða og morgunverður er framreiddur í garðskála. Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða, þar er íbúð þar sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum. Opið allt árið. Sími: 456-8172, 847-0285 Sandafell glænýtt gistihús á Þingeyri. Þar eru einnig seldir léttir réttir, súpur og kaffiveitingar alla daga frá kl. 10-22. Opið allt árið. Sími 456-1600. N1 skálinn Þingeyri. Skyndibitastaður, matvörur, bensín og olíuvörur. Opið 9:00 til 22:00 jún.-ág. Sími: 456-8380 Upplýsingamiðstöðin Þingeyri. Upplýsingamiðstöð ferðamála, deilir húsnæði með handverkshópnum Koltru. Opið 10.00 til 18.00 virka daga og 11.00 til 17.00 um helgar yfir sumarið. Kaffiveitingar. Sími: 456-8304, 891-6832 Tjaldsvæðið á Þingeyrarodda. Tjaldsvæði við sundlaugina með snyrtiaðstöðu, aðstaða fyrir húsbíla, þvottavél. Sími: 456-8228 Sundlaug á Þingeyrarodda. Nýleg innisundlaug og heitur pottur. Opið 7:45 til 21:00 mán-fös, 10:00 til 18:00 lau, 10:00 til 17:00 sun. Sími: 456-8375 Véla- og bílaþjónusta Kristjáns. Bifreiða- og dekkjaviðgerðir, smurþjónusta, gas. Opið virka daga 8:00-17:00. Hægt að hringja utan opnunartíma. Sími: 456-8331, 894-6424 Gamla vélsmiðjan. Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar & co. var stofnuð 1913 og er enn að miklu leyti óbreytt með upprunalegu fyrirkomulagi, með sínum gömlu tækjum og tólum sem enn eru notuð. Opið virka daga 08-17. Sími 456-8331
Talisman. Nýr veitingastaður á Suðureyri sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Réttirnir byggjast upp á hráefnum sem sótt eru í nágrenni við sjávarþorpið Suðureyri. Sími 456-6666
Gallerí Koltra. Handverkshópurinn Koltra selur handverk að Hafnarstræti 4 á Þingeyri. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamála. Opið 10.00 til 18.00 virka daga og 11.00 til 17.00 um helgar yfir sumarið. Sími: 456-8304, 891-6832
Sundlaugin Suðureyri. Útisundlaug. Opin mán-fös klukkan 10:00 til 12:00 21:00 og lau-sun klukkan 10:00 til 19:00. Sími: 456-6121
Menningarminjasafnið að Núpi. Safn til heiðurs Sigtryggi Guðlaugssyni, fyrsta skólastjóra Núpsskóla. Opið eftir samkomulagi. Sími 456-8239 og 896-1660.
Á milli fjalla. Handverkshópurinn Á milli fjalla rekur verslun að Aðalgötu 15. Opið frá miðjum júní til 1. júlí lau-sun 14-16. júlí og ágúst alla virka daga 1318, lau-sun 14-16. Sími 456-6163 og 893-6910.
Gæðahandverk. Elísabet Pétursdóttir selur handverk að Sæbóli 2 á Ingjaldssandi. Sími 456-7782.
N1 skálinn Suðureyri. Skyndiréttir, matvörur og hreinlætisvörur. Opið alla daga 10-22. Sími 456-6262.
Hornbjargsviti, Látravík. Svefnpokagisting í kojum eða rúmum, aðgangur að eldhúsi með öllum búnaði, sturta, salerni. Tjaldsvæði með aðgangi að vatnssalernum. www.ovissuferdir.net. Sími: 852-5219, 892-5219, 566-6752
Ve s t f i r ð i r
23
Síðasti bærinn í dalnum Í Heydal hefur fjósinu verið breytt í gistiherbergi og hlöðunni í matsal Ferðaþjónustan í Heydal í Mjóafirði á sér ekki langa sögu en nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Dalur- Stella Guðmundsdóttir. inn, sem er sex kílómetra langur, er mjög gróinn og eftir honum liðast áinn. Það er óhætt að segja að umhverfið sé fallegt og friðsælt, þar sem enginn annar bær er í dalnum. Það var árið 2000 sem hjónin Pálmi Gíslason og Stella Guðmundsdóttir keyptu bæinn, ásamt sonum sínum. Þau áttu fyrir landið Galtarhrygg, í dalnum hinum megin við fjörðinn þar sem þau ætluðu að vera með skógrækt og fiskirækt. „Svo ákvað bóndinn hérna megin að bregða búi,“ segir Stella, „og við ákváðum að kaupa það.“ En það fer ekki allt eins ætla mætti. Í dag býr Stella ein í dalnum, ásamt starfsfólki sínu. Pálmi er fallinn frá og synirnir, sem hafa tekið fullan þátt í uppbyggingunni, búa fyrir sunnan, ásamt tveimur hluthöfum sem komu inn í hana.
Heydalur.
Meiri vinna en við áttum von á Hlutafélagið sem stóð að Heydal ákvað fljótlega að ráðast í ferðaþjónustubúskap. Fjósið var innréttað og breytt í gistiherbergi, sem öll eru með sérbaðherbergi og hlöðunni var breytt í sal sem tekur hundrað manns í sæti. Einnig var borað eftir heitu vatni sem gerir Stellu kleift að hafa opið allt árið. En hvers vegna breyttu þau fjósi og hlöðu í stað þess að byggja nýtt? „Við fórum að spá í hvað við ættum að gera við útihúsin og þetta varð niðurstaðan,“ segir Stella. „Við vissum sem betur fer ekki hvað þetta var mikil vinna. Þetta hefur verið afskaplega
skemmtilegt en ég er ekki viss um að við hefðum farið út í þetta ef við hefðum áttað okkur á því. Starfsemin hófst mjög smátt. Við tókum þessa ákvörðun haustið 2001 og vorið 2002 vorum við bara með herbergi leigð inni í húsi. Síðan höfum Veitingasalurinn í Heydal. við smám saman verið að byggja okkur upp – og erum enn ið upp á tjaldstæði í Heydal og að. Við rekum staðinn sem heils- þar er leiksvæði fyrir börn og ársþjónustu – en það koma af- unglinga – og talandi páfagaukur skaplega fáir yfir veturinn. Það er sem vekur mikla athygli. Á tjaldvarla grundvöllur fyrir því að stæðinu er bæði salerni og sturthafa opið, en þar sem ég bý á ur – en ekki þvottaaðstaða. „Ef staðnum er það mögulegt. Ég er fólk hefur þurft á því að halda, fyrrverandi skólastjóri úr Kópa- höfum við tekið þvottinn fyrir vogi – komin á eftirlaun – og get það og þvegið hann en ekki verið þess vegna leyft mér að leika mér með sérþvottavél fyrir tjaldstæðið.“ segir Stella. Hvað nýtingu á svona.“ tjaldstæðinu varðar, þá segir hún alltaf svolítið um tjaldferðalanga Hestaleiga og veiði í fjallavötnum Þjónustan sem í boði er í Hey- en nokkuð mikið hafi verið um dalnum er nokkuð fjölbreytt og um að í Heydalnum hafi verið skemmtileg. „Við erum með haldin ættarmót og þá séu sumir hestaleigu, kajaka og veiði í í gistingu, aðrir í tjöldum. Auk fjallavötnum, góðar gönguleiðir þessara gistimöguleika er boðið og heitan náttúrupott. Við förum upp á svefnpokagistingu í sumaralltaf með á hestbak. Þetta eru bústað. „Ég held að ég megi segja að stuttar ferðir, rúmur klukkutími. Síðan bjóðum við upp á dagsferð- þeir sem koma sé mest sé fólk ir í Ausuvatn þar sem sem er flutt frá Vestfjörðum, á hægt er að veiða í leið- rætur hingað vestur,“ segir Stella inni. Þar er mjög fallegur þegar hún er spurð hvernig viðfiskur og vænn. Kajakana skiptavinahópurinn í Heydal sé erum við með á Mjóafirði. samsettur og bætir við: „ÍslendHann er svo langur og ingar eru langfjölmennasti hópmjór að þar eru oftast urinn hingað til – en í sumar miklar stillur þannig að virðist verða breyting þar á því hann er mjög öruggur – það er mun meira bókað af útenda höldum við okkur lendingum en verið hefur.“ við ströndina þegar við erum með óvant fólk. En þar fyrir utan leigjum við kajakana út til fólks sem er mjög vant.“ Helstu gönguleiðir segir Stella að séu inn dalinn. „Það er afskaplega fallegt hér innst í dalnum; þar eru gil þar sem eru bergstandar. Svo höfum við merkt leið úr Skötufirði yfir til okkar. Ef menn vilja fara enn lengra, þá er hægt að ganga frá okkur yfir í Dýrafjörð. Síðan er ganga yfir í Laugardalinn. Það er líka fallegt að ganga úr Húsadalnum og yfir til okkar, frá Botni.“
Náttúrusteinar á Kofra
Veglegt ljósmyndasafn Ljósmyndasfnið á Ísafirði er varðveitt í Safnahúsinu Eyrartúni á Ísafirði. Safnkostur er um 130.000 ljósmyndir, á glerplötum, filmum og pappír. Meginhluti safnsins eru myndir og filmur frá ljósmyndurum sem starfað hafa á Ísafirði frá 1889. Þar er meðal annars að finna myndir frá Ljósmyndastofu Björns Pálssonar, Ljósmyndastofu M. Simsons, Ljósmyndastofu Jóns Aðalbjarnar Bjarnasonar og Ljósmyndastofu Leós Jóhannssonar. Einnig eru í safninu ljósmyndir frá Vestfirska fréttablaðinu, auk myndasafna frá einstaklingum.
Í tilefni af flutningi safnanna á Ísafirði í ný húsakynni var Ljósmyndasafninu afhent filmusafn Jóns Hermannssonar, loftskeytamanns á Ísafirði, um tíu þúsund myndir, aðallega atvinnulífsmyndir frá þriðja aldarfjórðungi síðustu aldar. Markmið safnsins er að kappkosta að safna ljósmyndum úr héraðinu og myndum sem tengjast því, skrá þær og varðveita og jafnframt að veita aðgang að þeim á safninu eða með stafrænum hætti á vefnum. Afgreiðsla safnsins er opin frá 13.00 til 18.00 virka daga.
Myndlistarfélag Ísafjarðar og Slunkaríki Myndlistarfélagið á Ísafirði hóf rekstur Slunkaríkis 1985 og í árslok 2005 höfðu 270 sýningar verið haldnar í galleríinu. Galleríið dregur nafn sitt af húsi Sólons í Slunkaríki. Sólon var sjálfmenntaður listamaður sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar. Hann byggði sér hús „á röngunni“ og hafði veggfóðrið yst til að sem flestir fengju notið þess. Þar gaf til dæmis að líta málverk í alls kyns litum af undarlegum fiskum, er busluðu í lausu lofti utan á veggjum hússins, ennfremur gapandi sporðdreka, finngálkn með gínandi trjónu og margt fleira því um líkt úr náttúrunnar
margbreytilega ríki. Sýningar í Slunkarík eru að jafnaði tólf á ári og frá upphafi hefur markmiðið með rekstri gallerísins verið að koma á framfæri verkum framsækinna listamanna. Sýningarnar í gegnum árin hafa oft verið umdeildar enda hlýtur það að vera hlutverk framsækinna listamanna að hreyfa við viðhorfi fólks og hafa áhrif. Myndlistarfélagið er þáttakandi í uppbyggingu menningarmiðstöðvarinnar í Edinborgarhúsinu og er einn af eigendum listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar sem starfar þar.
Sr. Halldór á Stað í Grunnavík Séra Halldór á Stað í Grunnavík komst að því að túnin þar voru bitin á nóttunni. Brá hann á það ráð að vaka til að sjá hverjir væru að verki. Um nóttina steig flokkur sægrárra kúa á land úr sjónum, leiddar af griðungi miklum. Presturinn gerði tilraun til að verja bithaga sína, en skorti afl gegn griðungnum. Þegar líkamsaflið brást leitaði hann til æðri máttarvalda og hét því að gefa Staðarkirkju dýrgrip ef hann öðlaðist aukinn kraft. Svo varð og prestur sigraði bola. Keypti prestur þá predikun-
arstól fyrir andvirði mörsins sem fékkst af skepnunni. Stóllinn stendur enn í Staðakirkju og er skreyttur myndum af guðspjallamönnunum og sr. Halldóri sjálfum.
Við hjá F & S Hópferðabílar ehf. erum með bíla fyrir litla og stóra hópa. Akstur við allra hæfi. Hafið samband og við gerum verðtilboð.
Tjaldstæði og svefnpokapláss Fyrir utan gistingu í húsi er boð-
Snæfjalladraugurinn Snemma á 17. öld gerðust hörmulegir atburðir á Stað á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Vinnumaður á bænum var í tygjum við griðkonu prestsins sem þar bjó, en sonur prestsins hafði einnig umtalsverðan áhuga á konunni. Olli þetta að vonum ósætti á milli þeirra. Eitt sinn er vinnumaðurinn að smala saman fjárhóp prestsins lenti hann í vandræðum með féð. Það sat fast í klettum og harðfenni var allt í kring. Því varð hann að skilja féð eftir og kom sneyptur heim og sagði presti farir sínar ekki sléttar. Presti þótti þetta afar slæmt og skipaði syni sínum heldur harkalega að ná í ærnar. Skemmst er frá því að segja að hann hrapaði til bana í þeirri för.
Prestssonurinn gekk aftur og sótti fast að fólki, einkum griðkonunni og vinnumanninum. Lengstum hélt draugurinn sig þó efst í hlíðinni og gerði ferðalöngum glettur með grjótkasti en heima á Stað braut hann glugga, drap fé föður síns og át sjóföng úr hjalli hans. Sagt er að þeir sem gáfu Snæfjalladraugnum mat hafi fengið frið fyrir honum.
Þrír staðir hafa verið þekktastir á Íslandi fyrir náttúrusteina. Einn þessara staða er Kofri, en það er einstakur og hár fjallstindur upp úr öðrum lægri fjallgarði í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þar skal safna náttúrusteinum, einkum á Jónsmessunótt, við tjörn þá sem sem er uppi á tindinum. Þar er sagt að finnist bæði óskasteinar og aðrir fáséðir hlutir. Óskasteinn heitir svo af því að hvers sem maður óskar sér þegar maður hefur hann fær maður ósk sína uppfyllta. Hella ein, sem sumir segja að sé hol að innan, er í Kofra og getur af sér hvers konar náttúru á Jónsmessunótt. Sú hella heitir Steinamóðir.
F & S Hópferðabílar Aðalstræti 26 – 470 Þingeyri Gsm. 893 1058
Ve s t f i r ð i r
24
Blómlegt leiklistarstarf
Minjasafn Jóns Sigurðssonar
Ísafjarðarbær er ríkur af leikfélögum og eru þar starfrækt þrjú áhugaleikfélög og eitt atvinnuleikfélag.
Minjasafn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð er opið alla daga klukkan 13.00 til 20.00 frá 17. júní til 1. september.
Fyrsta atvinnuleikhúsið á Ísafirði var stofnað árið 1997 og kallast Kómedíuleikhúsið. Á fyrsta starfsári leikhússins voru frumsýnd þrjú leikverk eftir meðlimi í Kómedíuleikhúsinu en síðan árið 2001 hefur það einungis sýnt einleiki og fer gott orð af þeim uppsetningum. Flestir einleikirnir eru eftir meðlimi leikfélagsins. Kómedíuleikhúsið stendur einnig fyrir einleikjahátiðinni Act Alone sem hefur verið haldin árlega síðan árið 2004.
Jón Sigurðsson forseti fæddist að Hrafnseyri 17. júní 1811. Árið 1911 var reistur að Hrafnseyri bautasteinn með andlitsmynd af forsetanum eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Á safninu er ljósmyndasýning um líf og starf Jóns og fæðingarbær hans hefur verið endurgerður. Faðir Jóns var prestur og hjá honum lærði Jón til stúdents. Hann var síðan sendur, átján ára gamall, til Reykjavíkur þar sem hann tók stúdentsprófið. Árið eftir stúdentspróf vann Jón við verslunarstörf en síðan var ráðinn skrifari hjá Steingrími Jónssyni, biskupi í Laugarnesi. Í Laugarnesi fékk Jón áhuga á gömlum handritum, og áhugi hans á fornfræði og sögu vaknaði, en auk stjórnmálaafskipta helgaði hann líf sitt þeim málum. Árið 1833 lofaðist hann Ingibjörgu Einarsdóttur og sama ár fór hann út til náms í Kaupmannahafnarháskóla. Ingibjörg sat heima í festum í tólf ár en þau giftust ekki fyrr en Jón kom aftur til landsins 1845. Stuttu eftir komuna til Kaupmannahafnar tók Jón að sér störf fyrir Árnastofnun, Bókmenntafélagið, Fornfræðifélagið og fleiri. Viðurnefnið forseti fékk Jón af því að hann var forseti Hins íslenska bókmenntafélags. Jón lagði kapp við að safna bókum og handritum er vörðuðu Ísland og var safnið keypt til Landsbókasafnsins árið 1877.
ACT ALONE Act alone er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi. Hátíðin hefur vaxið hratt á þessum þrem ár- Skrímsli. um sem eru síðan hún var haldin fyrst og í fyrra voru sýndir 13 einleikir og voru námskeið haldin. Í sumar verður hátíðin haldin dagana 27. júní - 1. júlí og er margt á dagskránni. Sautján einleikir verða sýndir, þar á meðal gestasýningar frá Eistlandi og Danmörku, og má nefna af íslensku sýningunum The Secret Face, Píla pína og Skrímsli, en Kómedíuleikhúsið frumsýndi í vetur verkið Skrímsli. Einnig verða tvö námskeið í boði, annað í einleik og hitt í brúðuleikhúsi. Heimildamyndin Leikur einn verður sýnd, málþing verður um einleikjaformið og fyrirlestur verður um þekkta einleikara, svo eitthvað sé nefnt.
Litli leikklúbburinn Litli leikklúbburinn er áhugaleikfélag og var stofnað árið 1965. Það er enn starfrækt en hefur verið í húsnæðiskröggum undanfarið en nú virðist sem allt sé að leysast í þeim málum og að leikfélagið fái framtíðarhúsnæði í Edinborgarhúsinu. Sýningar leikfélagsins hafa verið vinsælar og árið 2003 var sýning þeirra, Söngvaseiður, valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af nefnd Þjóðleikhússins og var því sýnda þá um vorið á stóra sviði Þjóðleikhússins.
Leikfélagið Hallvarður súgandi Eins og nafnið gefur í skyn er leikfélagið staðsett í Súgandafirði, nánar tiltekið á Suðureyri. Leikfélagið var stofnað árið 1982 en hafði áður heyrt undir íþróttafélaginu Stefnir. Á árunum 19891998 lagðist starfsemi leikfélagsins af en var svo endurvakið og hefur starfað óslitið síðan. Stefna leikfélagsins er að sýna að minnsta kosti eitt verk á ári og síðustu ár hafa verkin oftast verið frumsýnd á Sæluhelginni sem haldin er hvert sumar og markast upphaf hátíðarinnar af frumsýningunni.
Leikfélag Flateyrar Leikfélag Flateyrar var stofnað upp úr 1950 og er, eins og segir í nafni þess, staðsett á Flateyri. Það varð til upp úr líku starfi íþróttfélagsins Gretti og kvenfélagsins á Flateyri. Frá 1980-1998 var félagið mjög öflugt en síðustu misseri hefur starfsemin verið stopulli. Þó slæðist inn eitt og annað á vegum félagsins.
Jón var kosinn þingmaður Ísfirðinga 1844 og hélt því þingsæti til dauðadags. Hátindi ferils síns náði Jón á þjóðfundinum 1851 en þar kom hann fram sem fremsti leiðtogi þjóðarinnar og á næstu áratugum eftir lagði hann grunninn að þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga og sótti fast fram. Með stöðulögunum 1871 og stjórnarskránni 1874 fengu Íslendingar flest þau réttindi sem Jón Sigurðsson hafði barist fyrir í yfir 20 ár. Jón Sigurðsson lést í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 og Ingibjörg, kona hans níu dögum síðar. Þau eru jarðsett í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Fæðingardagur Jóns var síðar valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hrafnseyri er kennd við Hrafn Sveinbjarnarson sem var höfðingi á 12.-13. öld. Um hann má fræðast nánar í Sturlungu og Biskupasögum, en samkvæmt þeim ritum mun Hrafn hafa verið eitt mesta stór- og göfugmenni Íslandssögunnar. Hann er einnig talinn fyrsti menntaði læknir á landinu, var lærður bartskeri frá Salerno á Ítalíu. Hrafn byggði virki umhverfis bæ sinn en engar minjar sjást nú um þá framkvæmd. Þó er talið að sjáist votta fyrir jarðgöngum niður úr bökkum fyrir neðan bæinn, en þessar minjar eru nú allar friðlýstar. Veitingasala og minjagripabúð er á safninu.
Þetta geta húsmæður gert Vilborg Arnarsdóttir segir frá hinni víðtæku og fjölbreyttu ferðaþjónustu í Súðavík.
Vilborg Arnarsdóttir.
Vilborg Arnarsdóttir er framkvæmdastjóri Sumarbyggðar á Súðavík – sem er gistihús sem tekur 20 manns og rekur tólf orlofshús, bráðum þrettán. En hún er líka einstakur framkvæmdaforkur og víst er að ferðaþjónusta í Suðavík væri eitthvað dapurlegri ef hún væri ekki alltaf að fá hugmyndir. Hún er nefnilega bæði formaður og framkvæmdastjóri áhugamannafélagsins Raggagarðs – en það er nú bara hobbýið hennar. „Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd að reisa sumarleiksvæði ætluðu allri fjölskyldunni,“ segir Vilborg. „Sjálf hafði ég átt frábæra daga í Kjarnaskógi með eldri börnunum mínum þegar þau voru lítil og fannst vanta fjölskyldugarð á Vestfjörðum. Það vantaði ódýra afþreyingu hér. Það er sundlaug á öllum þéttbýlisstöðum hér í kring en ekki í Súðavík. Mér fannst vanta afþreyingu í öðru formi, þar sem börn gætu leikið sér með fullorðnum. Hér er stærsta sumarhúsabyggð á Vestfjörðum – svo mér fannst þetta alveg tilvalið.“
Gistiheimilið Sumarbyggð.
og aðrir hefðu minnstu trú á svona húsmóður og fiskverkunarkonu fyrir vestan. En áhuginn hefur farið fram úr björtustu vonum. Áhugi heimamanna er einstakur. Hér eru margir sem hafa lagt okkur lið. Á vorin auglýsum við vinnudaga og þá mæta ungir sem aldnir bæjarbúar til að setja niður jurtir, hreinsa trjábeðin, setja upp leiktæki og ýmislegt fleira – svo það má segja að allt samfélagið taki þátt í verkefninu.“
Orkulundur og gisting fyrir alla Bogga segir garðinn ná yfir fjögur þúsund fermetra. „Við tókum fyrstu skóflustunguna vorið 2004 og fyrsti áfanginn var opnaður 2005. Síðan þá erum við búin að framkvæma fyrir rúmar átta milljónir og erum að fara að framkvæma fyrir fjóra og hálfa milljón í ár. Það svæði sem við erum núna að vinna í er leikjasvæði. Þar verða grill og
Þrjú tonn af kleinum Vilborg, eða Bogga, eins og hún er kölluð, teiknaði upp hugmynd, fór til sveitarfélagsins, bað um lóðir og fékk þær. Hún segist hafa verið með fullt af hugmyndum en enga peninga. „Ég byrjaði á því að baka kleinur til að safna peningum – bakaði og seldi í þrjá mánuði og mér telst svo til að ég hafi bakað þrjú tonn af þeim. Síðan sótti ég um styrk frá Pokasjóði og Ferðamálaráði. Allar götur síðan hafa fyrirtæki á Vestfjörðum og víðar stutt við bakið á mér, til dæmis með flutning á leiktækjum hingað, gröfufyrirtæki hafa grafið fyrir mig og Gámaþjónusta Vestfjarða mótaði svæðið í upphafi.“ „Mér fannst nauðsynlegt að stofna félag um Raggagarð strax í upphafi, vegna þess að ég hafði ekki mikla trú á því að Pokasjóður
Leikið í Raggagarði.
bekkir og leiktæki fyrir alla aldurshópa, til dæmis Orkulundur. Þeir sem eru íþróttaálfar, geta þjálfað sig þar, þegar þeir koma á Súðavík og fyrir börnin eru þar margvísleg leiktæki, aparóla og vegasalt. Við höfum keypt leiktæki eftir efnum og í sumar bætast tvö ný í safnið. Ég framkvæmi aldrei fyrir krónu meira en við eigum fyrir. Og það kostar ekkert inn í garðinn. Það er enginn að græða á honum, hvorki ég né aðrir.“ Sumarbyggðina hefur Bogga rekið í fjögur ár og segir ferðaþjónustu mjög svo vaxandi atvinnugrein á Súðavík. „Sumarbyggð er hlutafélag. Sveitarfélagið á stóran hluta í því og síðan ansi margir í þorpinu,“ segir hún. „Það er mikil samstaða hér um uppbyggingu og rekstur fyrirtækisins og mikil aukning í gestakomum og vinsældum ár frá ári. Sumarbyggð býður bæði upp á svefnpokapláss og uppbúin rúm. Auk þess er Sumarbyggð með orlofshúsin, allt frá íbúðum fyrir sex og upp í tíu manna sumarhús. Og ekki má ég gleyma tjaldstæðum Súðavíkur sem við höfum umsjón með. Þar er aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla og aðstaðan er hreint ágæt, salerni, sturta og aðstaða fyrir fatlaða.
Samvinna um sjóstöng
Orkulundurinn opnaður.
Í fyrra byrjaði Bogga á enn einu verkefni í ferðaþjónustu. Það er hið frábæra í fyrra með frábæra „Fjord fishing,“ samvinnuverkefni Tálknarfjarðarbyggðar, Bíldudals og Súðavíkur. „Fjord fishing er sjóstangaveiði,“ segir hún. „Við hleyptum þessu af stokkunum í fyrra og erum með sex báta. Við leigjum þá út og ef fólk vill, getum við reddað skipstjóra. En þetta eru litlir bátar fyrir fimm manns og hefur frá upphafi verið afskaplega vinsælt. Í fyrra gátum við ekki hleypt Íslendingum að í bátana vegna þess að við vorum fullbókuð allt sumarið. En núna höfum við bætt við bátum, svo það ætti að breytast.
Vinsælt leiktæki.
Þessi þrjú sveitarfélög eru kjörin fyrir þessa starfsemi vegna þess að það er alveg sama hvernig veður er á landinu, við erum alltaf í skjóli – og það er rosalega stutt á fiskimiðin.“ Og auðvitað eru merktar gönguleiðir um allar trissur í Súðavík. Þegar rætt er við Boggu, er eins og allt sé að gerast í þessu sveitarfélagi; það sé einhvers konar miðdepill heimsins. Og þegar hún er spurð hvers vegna hún sé að brölta þetta, í stað þess að flytja bara burtu úr kvótaleysinu, svarar hún: „Ég á stóran systkinahóp sem starfaði alltaf í fiski hér á Vestfjörðum. Í dag starfar ekkert okkar við fiskinn – og við búum öll hér ennþá. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Ég vil meina að við Súðvíkingar stöndum fremstir meðal jafningja hvað ferðaþjónustu varðar og hef aðeins eitt að segja í því sambandi: Þetta geta húsmæður gert.“
Sjóstangaveiði.
Ísafjarðarsýslur
25
Þingeyrarkirkja
Heitt vatn og veðursæld ýmsum trúarlegum táknum árið 1961. Sandakirkja var á kaþólskum tíma helguð heilögum Nikulási og hefur listmálarinn málað mynd hans hér í Þingeyrarkirkju vinstra megin við altarið og Pétur postula hægra megin. Þrír steindir gluggar eru á korgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur. Tvær ljósastikur fornar á kirkjan frá árinu 1656 úr Sandakirkju og fleiri gripi þaðan. Þá á Þingeyrarkirkja gripi úr Hraunskirkju
Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909-1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í Sandasókn voru 618. Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur Ólafsson var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Kirkjuna lét arkitektinn snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þing-
Ljósm: Sigmundur Þórðarson.
Ólafur Ragnar Grímsson, sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Dorrit Moussaieff ganga út úr Þingeyrarkirkju eftir hátíðarmessu. Ljósm: bb.is
Altaristaflan í Þingeyjakirkju. Ljósm: Davíð Davíðsson.
eyrar. Þingeyrarkirkja er vel búin gripum. Altaristöfluna málaði Þórarinn B. Þorláksson, listmálari og sýnir hún Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og hjá honum standa þrjár telpur. Myndefnið er: Jesús blessar börnin. Fyrirmyndirnar að telpunum eru dætur málarans. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera. Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með
í Keldudal, sem er aflögð. Frá upphafi hafa kirkjunni borist fjölmargar góðar gjafir. Í fjöldamörg ár var Ólafur Hjartar móðurafi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, meðhjálpari í Þingeyrarkirkju. Á bernskuárum sínum fylgdi Ólafur Ragnar afa sínum oft til kirkju, en hann ólst upp að hluta til á Þingeyri hjá móðurforeldrum sínum. Til fróðleiks má geta þess að kirkjan á fagran altarisdúk, sem Svanhildur Hjartar, móðir forsetans saumaði og gaf kirkjunni. Kort með mynd af altaristöflunni eru til sölu í handverkshúsinu Gallerí Koltru – Upplýsingamiðstöð ferðamála, Hafnarstræti. Höf: Guðrún Edda Gunnarsdóttir
Ferðaþjónustan R-nes við Ísafjarðardjúp Í gamla heimavistarskólanum á Reykjanesi stýrir Guðbrandur Baldursson allstóru ferðabúi sem ber heitið Ferðaþjónusta R-nes. Hann tók við starfinu 1. febrúar síðastliðinn – og segist kominn vestur til að vera. Hann er fæddur og uppalinn í Vatnsfirði, hinum megin við hornið svo að segja og segir eigendur hótelsins hafa leitað til sín um reksturinn vegna þess að þeir hafi viljað fá heimamann til þess. Á Reykjanesi er aðstaða til að taka á móti gríðarstórum hópum, hvort heldur er í gistingu eða mat. „Við erum bæði með uppábúin rúm og svefnpokapláss í gamla heimavistarskólanum,“ segir Guðbrandur. „Herbergin eru misstór og í þeim eru ný amerísk rúm, allt upp í fjögur rúm í herbergi. Í gamla barnaskólanum eru stærri herbergi og í þeim er boðið upp á svefnpokapláss.“ Herbergjunum fylgja ekki sérbaðherbergi, heldur eru salerni á hverjum gangi og sturtuherbergi á milligangi, auk þess sem hægt er að bregða sér í sturtu í sundlauginni. Einnig eru setustofa og sjónvarpssalur í hótelinu, auk leikherbergis, til dæmis fyrir borðtennis. „Við erum líka með ráðstefnusal sem er tilvalinn til námskeiðahalds og fyrirlestra,“ segir Guðbrandur og bætir við: „Við getum tekið á móti afar stórum hópum, til dæmis fjölmennum ættarmótum því við getum verið með 180 til 200 manns í mat í einu. Við höfum verið með 400 manna ættarmót. Þótt við höfum aðeins 82 rúm föst í húsinu, er hér gistipláss í húsi fyrir 140 til 150 manns og síðan annað eins á tjaldstæðinu.“ Og allir ættu að geta baðað sig vegna þess að við hótelið er sundlaug. „Hún er 52x12½ metri að stærð. Þegar hún var byggð árið 1925 var hún lengsta sundlaug á Íslandi og er það víst ennþá. Hér er
mikill jarðhiti og vatnið sem kemur upp úr jörðinni 90 gráðu heitt. Matreiðsla var á sínum tíma kennd í skólanum á Reykjanesi. Þar er því eldhús sem gestir eiga aðgang að, án þess að nota aðaleldhúsið. Guðbrandur segir Farfugla, meðlimir alþjóðlegrar keðju fólks sem sér um sig sjálft og allan sinn mat á ferðalögum, fá aðstöðu í því eldhúsi. En hvað veitingar varðar, er í bígerð að ráða vana manneskju sem þá ákveður hvort boðið verður upp á rétti dagsins eða matseðil. Guðbrandur er bjartsýnn á sumarið og segir þverun fjarðanna koma til með að beina traffíkinni um hlaðið á Reykjanesi. Og þeim sem staldra þar við ætti ekki að leiðast. „Hér eru gönguleiðir um allt,“ segir Guðbrandur, „aðallega hér um Reykjanesið og hægt að fá leiðsögn um það. Síðan eru gönguleiðir um Snæfjallaströnd og Drangjökul og ekki langur akstur að komast að þeim. Síðan er hægt að fá sjóferð með leiðsögn um Djúpið, lengri og skemmri ferðir, út í Borgarey, Vigur og Æðey. Einnig er hér einstök aðstaða fyrir kafara. Sportkafarafélag Íslands með aðstöðu hérna. Í kringum nesið eru heitavatnshverir neðansjávar sem hafa myndað kóralrif í kringum sig. Þeir sem hafa tekið upp myndbönd hér neðansjávar, lýsa þessu sem mjög fallegu landslagi. Og auðvitað er aðstaðan fyrir kajakræðara einstök. Hér eru oft haldin kajak-róðranámskeið. Þá eru æfingar í sundlauginni, þar sem fólkinu er kennt að velta og snúa sér við og svo er róið hér út með. Það er mikil veðursæld hér, oft logn og mikil stilla á sjó, ekki mikið um hafrót og öldugang og kajakræðarar nýta sér það. En flestir virðist nýta sér staðinn sem heilsulind vegna aðstöðunnar sem heita vatnið og veðursældin bjóða upp á.
inni yfir til Grænlands, bæði að skutla fjallaleiðöngrum sem eru að fara að klifra hæstu fjöll landsins, sem og í sex daga ferðum sem fyrirtækið býður sjálft upp á. „Við bjóðum fólki upp á ferðir til að skoða þessa fallegu firði, borgarísinn og stórkostlegu fjöllin við austurströndina og það eru einungis 180 sjómílur yfir sundið.“ Rúnar Óli segir gesti Auroru skiptast nokkuð jafnt, til helminga Íslendingar og útlendingar – og þá helst Frakkar, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Bretar – enda hófst markaðssetningin í þeim löndum. Þegar hann er spurður hvort í bígerð sé að fjölga skipum, segir hann: „Það er alltaf draumurinn – en látum þetta dæmi fyrst ganga upp. Við erum alveg sannfærðir um að það eigi að vera hægt að vera með þrjá til fjóra báta í svipuðu konsepti og við erum að prófa. Það er nokkuð skemmtileg tilviljun að það var stofnað fyrirtæki í Bretlandi í nóvember sem er að koma hingað vestur með svipaðar ferðir á næstu dögum, þannig að það eru greinilega miklir möguleikar í þessari tegund ferðaþjónustu. Breska fyrirtækið sér greinilega möguleikana og það er bara jákvætt.“
Alltaf hægt að finna skjól
Fljótandi fjallakofi Seglskútan Aurora flytur skíðafólk og göngugarpa, náttúruunnendur og kajakræðara milli hinna stórbrotnu fjarða á Vestfjörðum - og næst er það Grænland Hugvitssemi Vestfirðinga virðast engin takmörk sett og þar hefur verið bryddað upp á mörgum nýstárlegum leiðum til að laða ferðamenn á svæðið. Á Ísafirði reka þeir Rúnar Óli Karlsson og Sigurður Jónsson seglskútuna Auroru, sem þeir gera út um gervalla Vestfirði mestan hluta ársins og geta því boðið upp á alla dýrðina, hvort heldur er í sól eða snjó. Aurora er sextíu feta seglskúta sem þeir Rúnar Óli og Sigurður nældu sér í fyrir ári síðan. „Skútan kom hingað í heimsókn vorið 2005 og um borð voru tveir fræknir kappar í þessum útivistar- og siglingabransa,“ segir Rúnar Óli. „Við Sigurður, sem er skipstjóri á skútunni, hittum þá og ræddum ýmsar hugmyndir. Það endaði með því að þeir seldu okkur skútuna.“ En hvers vegna seglskútu?
Skíði að vetri, fuglar að vori „Við höfum gengið með þessa hugmynd í mörg ár; að gera út eina eða fleiri seglskútur þar sem leiksviðið er
allt Norður Atlantshafið, austurströnd Grænland, Ísland, Jan Mayen og Svalbarði. Við höfum báðir lagt stund á ýmisskonar útivist; skíði, göngur, fjallamennsku og siglingar og fannst áhugavert að geta sameinað áhugamál og vinnu og geta boðið upp á ferðir á hinum ýmsu árstíðum. Við bjóðum til dæmis upp á skíðaferðir í apríl og maí þar sem við erum í Jökulfjörðum. Þetta eru ekki gönguskíðaferðir, heldur fyrst og fremst fjallaskíðaferðir þar sem leitað er að góðum skíðabrekkum og skíðað úr einum firði yfir í annan. Skipstjórinn flytur bátinn á milli fjarða á meðan ég er með fólkið á skíðum. Þessar ferðir hafa gengið mjög vel og það má eiginlega segja að það hafi verið fullt í þær frá 1. apríl.“ „Svo erum við með náttúruskoðunarferðir þegar fuglalífið er blómlegt á vorin, og þær nýtast vel til að skoða sjávarlífið, hvali og seli. Við erum með lítinn plóg og krabbagildrur til að geta náð í skeljar og krabba. Síðan erum við sjókajakferðir þar sem gist er um borð og skútan fylgir hópnum. Hún er eiginlega fljótandi fjallakofi. Þetta er konsept sem hefur verið að ganga mjög vel í norður Noregi og í Patagóníu – en er alveg nýtt hér á Íslandi Svo er auðvitað hægt að leigja bátinn með áhöfn hvert á haf sem er í lengri eða styttri ferðir.“
Skipstjórinn er eðalkokkur Aurora er stærsti seglbátur landsins. Í henni er pláss fyrir tíu gesti í fjórum káetum. Auk þess eru í henni borðsalur, eldhús, tvö salerni og sturta. Rúnar Óli segir hana þó ekki falla undir skilgreininguna lúxusbátur. „Ef við getum talað um lúxus,“ segir hann, „þá felst hann í því að við bjóðum upp á mjög góðan mat. Skipstjórinn er eðalkokkur og um borð er allt þurrt og snyrtilegt og náttúra Vestfjarða er auðvitað lúxus útaf fyrir sig.“ Aurora kemur sér vel fyrir þá sem vilja komast á fáfarnar slóðir, því eins og Rúnar Óli segir þá eru engir fjallaskálar sem hægt er að leigja í Jökulfjörðum og á Hornströndum. „Það er mjög lítið um gistingu en þarna erum við komnir með fljótandi gistiheimili.“ Og víst ætti enginn að vera banginn við að skella sér í ferð með Auroru. „Þetta er keppnisskúta sem er smíðuð í Bretlandi,“ segir Rúnar Óli „og hefur tekið þátt í fjórum keppnum hringinn í kring- um jörðina. Hún er því með mikla reynslu.“
Miklir möguleikar Í sumar verður Aurora töluvert á ferð-
„Það má alveg segja að Vestfirðirnir séru vel til þess fallnir að boðið sé upp á skútusiglingar. Hér er svo mikið af fjörðum og víkum þar sem alltaf er hægt að finna skjól.“
Þegar Rúnar Óli er spurður hvernig honum lítist á sumarið ef hann ber það saman við fyrsta sumarið sem þeir Sigurður ráku Auroru, segir hann: „Við lítum reyndar á þetta sem fyrsta sumarið okkar vegna þess að í fyrra snerist starfsemin að mestu um að kynna ferðirnar. Flestir okkar gestir voru aðilar frá ferðaskrifstofum, sem og fjölmiðlafólk. Og fyrir þá sem vilja vita meira um skútferðir um Jökulfirði og Hornstrandir í sumar, er bent á heimaslóðina: www.boreaadventures.com.
Ve s t f i r ð i r
26
júp Suðureyri Önundarfjörður Flateyri
Súðavík
Ar
na
rfjö
Þingeyri
BOLUNGARVÍK ÍSAFJÖRÐUR Súðavík
Lambadalsfjall
Spennandi möguleikar Vorum ákveðin í að Súðavík yrði að sýna frumkvæði og hafa forystu í uppbyggingu atvinnu- og byggðamála, segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri. Flestum er okkur í fersku minni þeir skelfilegu atburðir sem áttu sér stað er snjóflóð féllu á Súðavík árið 1995. Svo fersku að það er snúið að ímynda sér að svo lítið samfélag hafi náð að byggjast upp aftur – og það sem meira er, verða fremstur meðal jafningja í uppbyggingu ferðaþjónustu. Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri í Súðavík frá árinu 2002 og segir að eftir flóðin hafi niðurstaða legið fljótt fyrir um að íbúar vildu byggja upp nýtt þorp á öruggu svæði. „Það svæði var innar í Álftafirði, á svokölluðu Eyrardalstúni. Í dag er þar risin nýtískuleg og falleg byggð þar sem eru allar helstu þjónustueiningar; grunnskóli, leikskóli, kirkja, veitingastaður, matvöruverslun, sparisjóður og heilsugæslusel. Á þessu svæði voru kirkjan og grunnskólinn fyrir.“
Byggðin flutt „Það fór mikill orka í uppbygginguna og flutning byggðarinnar á öruggt svæði. Þegar því verkefni lauk um árið 2001 var tími til að einbeita sér að atvinnumálum, ferðamálum, stækkun og eflingu byggðarinnar. Hér, eins og annars staðar á landsbyggðinni hafði orðið töluverð fækkun íbúa, ekki síst vegna snjóflóðanna og því mikilvægt að leita leiða til að snúa þeirri þróun við. Árið 2002 kom inn ný sveitarstjórn. Eitt af okkar fyrstu verkum var að móta okkur stefnu um hvert við vildum halda með sveitarfélagið. Við héldum því íbúaþing í mars 2004 og í framhaldi var sest yfir stefnumörkun fyrir Súðavíkurhrepp. Niðurstaðan leit dagsins ljós ári seinna og var að miklu leyti byggð á íbúaþinginu og má segja að um mjög metnarfulla áætlun var að ræða og við sáum mikil tækifæri í sjónmáli. Við vorum m.a. ákveðin í að sveitarfélagið yrði að sýna forystu og frumkvæði sem fælist í uppbyggingu með sérstaka áherslu á byggða- og atvinnumál. Við komum með nokkrar athyglisverðar nýjungar sem fólu meðal annars í sér gjaldfrjálsan leikskóla. Við ákváðum einnig að ráðast í byggingu atvinnuhúsnæðis og byggðum tvö samtals 1.100 fermetra atvinnuhúsnæði. Þar sem við vildum fá inn ný fyrirtæki og efla þau sem fyrir væru var ákveðið að styðja við bakið á þeim með því að úthluta tímabundið sérstökum atvinnumálastyrkjum, allt að þremur milljónum árlega og til þeirra sem mundu hefja rekstur og/eða skapa ný störf í sveitarfélaginu. Framkvæmdin gengur út á að greiða tímabundið til launagreiðenda upphæð sem nemur greiddu útsvari sem til er komið vegna nýrra starfa. Auk þess ákváðum við að bjóða þeim stuðning sem vildu ráðast í byggingu íbúðarhúsnæðis, en hér var mikill og er enn skortur á leiguhúsnæði. Einnig má nefna leit að heitu vatni í Álftafirði sem er verkefni sem hófst sl. sumar þegar boraðar voru tíu tilraunaholur innarlega í Álftafirði. Niðurstöður lofa góðu og er ætlunin að halda áfram í sumar.“
Ómar Már Jónsson sveitarstjóri.
Sjóstangþorpið Súðavík „Einnig var í stefnumörkuninni ákveðið að markaðssetja Súðavík sem sjóstangveiðistað. Ferðaþjónustan hefur verið stór hluti af atvinnuuppbyggingunni. Þar má nefna t.d. endurbætur á Eyrardalsbænum, sem var stórt og virðulegt hús sem byggt um 1896. Húsið var orðið illa farið og voru farnar að heyrast raddir um að einfaldast væri að brenna húsið. Aðrir vildu freista þess að fá fjármagn til að gera húsið upp og varð það niðurstaðan. Við höfum sl. þrjú ár verið í samvinnu við Húsafriðunarnefnd að endurbyggja húsið og nú er svo komið að búið er að finna húsinu framandi hlutverk. Ætlunin er að þar verði fyrsta refasetrið á Íslandi og ef vel gengur ætti það að geta verið tilbúið árið 2009 eða 2010.“ Íbúar í Súðavík eru um tvö hundruð. Ómar segir skort á leiguhúsnæði helstu ástæðuna fyrir því að íbúum hafi ekki fjölgað síðustu misserin. Á því tímabili sem uppbygging hafi staðið yfir, hafi sveitarfélagið orðið fyrir öðru áfalli þegar rækjuútgerð og vinnsla lagðist af í Súðavík. „Það var stórt áfall, en þegar litið er til baka má sjá að fjórar rekstrareiningar í ólíkri starfsemi hafa hafið starfsemi í húsnæðinu sem rækjuverksmiðjan var í og eru að skapa störf í stað þeirra sem töpuðust.
Annars konar auðlind Það vekur athygli hversu vel hefur gengið í uppbyggingu ferðaþjónustu í Súðavík og nágrenni. Sumarhúsabyggð, skemmtigarður, sjóstangaveiði, Ævintýradalurinn Heydalur, gönguferðir með leiðsögn, „Já, það hefur ver-
ið sérstaklega mikil uppbygging á gistimöguleikum og afþreyingarmöguleikum ýmiss konar, bæði í Súðavík og einnig í djúpinu. Athyglisvert hefur t.d. verið að fylgast með ungri athafnakonu í Súðavík, Vilborgu Arnarsdóttur, sem hefur undanfarin ár unnið við að gera fjölskyldugarð í ytri byggðinni. Garðurinn dregur að sér fleiri og fleiri gesti á hverju sumri enda bíður hann upp á mikla möguleika. Sjóstangveiðiverkefnið hefur gengið mjög vel þó svo að við séum rétt nýbyrjuð með það verkefni, en nokkur ár tekur að byggja það upp og miklir möguleikar felast þar,“ segir Ómar. „Það var verkefni sem var sett af stað í samvinnu við Tálknafjarðarhrepp og þýskt ferðasölufyrirtæki Angelreisen. „Eftir undirbúning sem hófst haustið 2005, tókum við á móti um þúsund manns í fyrra sem komu til Súðavíkur og Tálknafjarðar til að fara í sjóstöng og gisti hver hópur í vikutíma. Tímabilið var frá 1. maí og fram í miðjan september, eða um fjórir og hálfur mánuður, töluvert lengra en við höfðum átt að venjast. Sumarbyggð hafði til þess tíma nær eingöngu þjónustað innlenda markaðinn, en ferðamannatímabilið hefur minnkað nokkuð, m.a. vegna breytinga á skólaárinu og einnig hefur veðrið mikið að segja, en aðalferðamannatími innlendra ferðamanna hefur ekki verið nema um einn og hálfan mánuður. Með því að þjónusta sjóstangveiðimenn erum við að lengja ferðamannatímabilið úr einum og hálfum mánuði í fjóra og hálfan mánuð. Þessi nýja tegund ferðamennsku er því að gjörbreyta öllu rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Vestfjörðum og tel ég að það horfi
mjög bjart fyrir ferðaþjónustuaðilum hér á Vestfjörðum ef rétt er á haldið. Í upphafi var stofnað hagsmunafélag utan um verkefnið, Fjord Fishing ehf, sem skildi verða samningsaðili við erlendar söluskrifstofur og undirbúa nýja staði fyrir komu sjóstangaveiðimanna. Eigendur að því félagi eru fjögur vestfirsk sveitarfélög, tvö fyrirtæki og einn einstaklingur. Sumarið 2006 tókst sérstaklega vel og skiluðum við af okkur mjög ánægðum viðskiptavinum. Við fengum jafnframt fullvissu fyrir því að við værum með gríðarlega auðlind í sjónum, umhverfinu og mannlífinu sem hér er að finna, sem í heild sinni myndar eftirsótta tegund ferðaþjónustu. Sjóstangaveiði er mjög ört vaxandi sport á heimsvísu og sem dæmi má nefna að talið er að um 400.000 manns komi í skipulagðar sjóstangaveiðiferðir til Noregs á hverju ári. Markmiðið með stofnun Fjord Fishing ehf árið 2005 var að sem flestir firðir á Vestfjörðum myndu þjónusta þessarrar tegund af ferðamönnum og stöðum yrði bætt við eftir hversu hröð fjölgunin yrði. Við vorum með tvo staði í fyrrasumar og ætlunin var að vera með fjóra þjónustustaði á þessu sumri. Þær forsendur breyttumst og eru nú tvö aðskilin félög á Vestfjörðum sem taka á móti erlendum sjóstangveiðimönnum og ætla má að um 1.800 sjóstangveiðimenn komi til Vestfjarða í sumar. Til lengri tíma litið þurfum við að vera meðvituð um að svæðið ber bara ákveðinn fjölda sjóstangveiðigesta. Ef of mörgum sjóstangaveiðimönnum er hleypt inn á svæðið í einu fer fljótt að draga úr áhuga þeirra á svæðinu og eru dæmi um að kjörstaðir fyrir sjóstangveiði hafi verið eyðilagðir vegna of mikils fjölda.“
Mannlíf verður blómlegra „Ætla má að Vestfirðir ættu að geta borið 7-8 þúsund sjóstangaveiðimenn á ári. Veltuáhrifin sem þetta hefur og mun hafa á þessar litlu byggðir er gríðarmikil. Til gamans má geta þess að heildarveltan af sölu sjóstangveiðiferða til Vestfjarða, miðað við 8.000 gesti gæti hæglega numið 1,2 milljörðum á ári, að meðtöldu eyðslufé á stöðunum sem ætla mætti um 200-250 millj. Í þeim útreikningi eru flugferðir, rútuferðir, leiga á báti og húsi, söluþóknanir sem og neyslufé. Við höfum aðallega verið með þýska sjóstangveiðimenn til þessa og hafa þeir verið mjög ánægðir hjá okkur og ég tel að íbúarnir hér séu einnig mjög sáttir við þá. Það er gaman að segja frá því að sl. vor áður en sjóstangveiðitímabilið byrjaði var sett upp sérstakt þýskunámskeið fyrir þjónustuaðila og aðra áhugasama hér á staðnum. Námskeiðið var vel sótt og voru margir orðnir nokkuð sleipir í þýskunni þegar líða fór á sumarið. Allar líkur eru þó á því að við munum sjá sjóstangveiðimenn hér á Vestfjörðum frá fleiri löndum en Þýskalandi á næstu árum þannig að búast má við mjög blómlegu mannlífi hér þegar fram líða stundir.
Byggðasafnið í Neðstakaupstað Í Neðstakaupstað á Ísafirði, elstu varðveittu húsaþyrpingu landsins, er byggðasafnið til húsa. Þar eru til sýnis sjóminjar og ýmsir munir sem tengjast sjósókn. Í svokölluðu Tjöruhúsi eru seldar veitingar og haldnar ýmsar samkomur. Safnið er opið í Turnhúsinu yfir sumarmánuðina. Á svæðinu er einnig eldsmiðja og slippur á vegum safnsins. Bárðarslippur var í upphafi samstarfsverkefni Ísafjarðarkaupstaðar og Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings. Með samstarfinu verð til Skipabraut Ísafjarðar h.f. og voru hluthafar í fyrstu
Ísafjarðarkaupstaður og allir eigendur ísfirskra fiskibáta. Hafist var handa við byggingu slippsins árið 1917 og fyrsta skipið dregið upp í hann árið 1921. Byggðasafnið er opið virka daga frá 10.00 til 17.00 og um helgar frá 13.00 til 17.00 í júní og 10.00 til 17.00 í júlí og ágúst. Ókeypis aðgangur fyrir börn á grunnskólaaldri.
Ísafjarðarsýslur
Ferðaþjónar í Súðavík Tjaldsvæði Súðavíkur. Tekið var í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í Súðavík sumarið 2005. Tjaldsvæði er staðsett ofan til við félagsheimilið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu. Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sjónarhorn á fjallið Kofra í vestur, inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn á eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps. Vinsælt hefur verið hjá þeim sem halda ættarmót í Súðavík að taka á leigu félagsheimilið yfir þann tíma sem ættarmótið stendur en félagsheimilið er í um 200 metrar fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Opið er frá 1. júní til 15. sept. ár hvert. Upplýsingar gefnar hjá Sumarbyggð hf. í síma 861 4986. Sumarbyggð hf. Hús til útleigu og gistiheimili. Er með 11 hús til útleigu og eitt gistiheimili. Boðið er upp á gistingu á fullbúnum íbúðum með svefnaðstöðu fyrir 4 til 10 manns. Í hverri íbúð eru sængur og koddar, útbúið eldhús með öllum algengum raftækjum, sjónvarpi, útvarpi, kolagrilli, sólhúsgögnum o.fl. Einnig er hægt að fá barnarúm. Gistiheimili: Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokagistingu fyrir allt að 20 manns með aðgengi að baðherbegi, fullbúnu eldhúsi borðstofu og setustofu á Nesvegi 3. Opið er frá 1. maí til 31. október ár hvert. www.sumarbyggd.is. sumarbyggd@sudavik.is. Bókanir og upplýsingar gefnar í síma 861 4986. Ferðaþjónustan í Heydal. Ferðaþjónustan í Heydal er í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Heydalur er í 110 km fjarlægð frá Súðavík, 90 km fjarlægð frá Hólmavík og 150 km frá Búðardal. boði eru átta tveggja manna og eitt þriggja manna herbergi með salerni og sturtu. Í hverju herbergi eru tvö vönduð rúm, náttborð, fatahengi og tveir stólar. Í Heydal eru skemmtileg tjaldstæði með góðri salernisaðstöðu og sturtu. Við tjaldstæðin er þrautabraut fyrir fullorðna og einnig leiksvæði fyrir yngstu börnin. Boðið er upp á margvíslega afþreyingamöguleika: sumargöngur, kajakleigu og hestaleigu og um vetur er boðið upp á gönguskíðaferðir, dorgveiði í gegn um ís, snjósleðaferðir o.fl. Opið allt árið. www.heydalur.is. heydalur@heydalur.is. Bókanir og upplýsingar í símum 456 4824, 892 1019 og 892 0809. Raggagarður. Fjölskyldu og útivistargarðurinn Raggagarður var formlega opnaður 6. ágúst 2005. Garðurinn er í ytri byggð Súðavíkur fyrir ofan gistiheimilið í Súðavík. Garðurinn býður upp á góða afþreyingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi, hvort sem vilji er fyrir að leika sér í leiktækjum eða grilla og eiga ánægjulegar stundir með fjölskyldunni í fallegu og kyrrlátu umhverfi. Heimsókn í garðinn ætti engin að láta fram hjá sér fara sem leggur leið sína til Súðavíkur. www.Raggagardur.is. Upplýsingar í síma: 861 4986.
Veiðifélag Laugardalsár. Laugardalsá er ein af þremur laxveiðiám við Ísafjarðardjúp og er í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Laugardalsá er frekar vatnslítil, sem kemur upp í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er og stutt en þó veidd með 2-3 dagstöngum. Laugardalsá er afgerandi besta laxveiðiá Vestfjarða. Áin hefur verið að gefa milli 350 og 560 laxa á hverju sumri. Tímabil: 12. júní – 31. ágúst. Bókanir: Skrifstofa Lax-á, sími 557 6100. Jón Indíafari. Veitingastaðurinn "Hjá Jóni Indíafara" var opnaður í júní 2003 og er hann í þjónustuhúsinu Álftaveri að Grundarstræti 3. Hjá Jóni Indíafara er jafnframt skemmtistaður og er barinn opin um helgar og þegar þurfa þykir. Boðið er upp á veisluþjónustu sem hentar fel við hin ýmsu tækifæri, s.s. afmælisveislur, ættarmót, eða einkasamkvæmi. Um er að ræða veislumat eins og hann gerist bestur. Hægt að panta heimilismat fyrir vinnuhópa og aðra sem dvelja í lengri eða skemmri tíma á staðnum. Opið allt árið. www.ismennt.is/not/hafdiskjartansdottir/ Bókanir og upplýsingar í símum: 456 4981/654 4981. Víkurbúðin. Matvöruverslunin Víkurbúðin er staðsett í þjónustuhúsinu við Álftaver, Grundarstræti 3. Þar er einnig bensínafgreiðsla Orkunnar. Sumartími: Frá 15. maí - 31. september: Alla virka daga frá kl. 9:30-18:00. Laugardaga: frá kl. 11:00-18:00. Sunnudaga: frá kl. 13:00-17:00. Frekari upplýsingar veittar í síma 456 4981. Vigur, Ísafjarðardjúpi. Vigur er í Súðavíkurhreppi og er næststærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á lengd og tæpir 400 m á breidd. Ferðir í Vigur daglega frá mið júni til lok ágúst ár hvert eða skv. óskum hópa. Bókanir og upplýsingar hjá Vesturferðum í síma 456 5111. Ferðaþjónustan Reykjanes. Í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er boðið upp á gistingu, bæði í íbúðum, svefnpokaplássum og á tjaldsvæði. Veitingasalur er opinn allt árið og möguleikar til gönguferða og náttúruskoðunar eru frábærir. Síðast en ekki síst er 53 m útisundlaug á staðnum. Reykjanes er sautján kílómetra frá aðalveginum um Djúp. Þar er bæði flugvöllur og bryggja. Sími: 456 4844. Samkomuhúsið Ögri. Samkomuhúsið er á Ögurnesi við Ísafjarðardjúp, boðið er upp á svefnpokagistingu og eldunaraðstöðu. Sími: 456 4804. Kaffidropinn. Glænýtt kaffihús í Súðavík. Opið alla daga 13:00-17:00. Sími 868 7785.
27
Hornstrandir Furufjörður í Barðsvík um Göngumannaskörð Þessi tíu kílómetra gönguleið er talin allerfið og víst ber þar margt að varast. Þegar haldið er frá Furufirði er mikilvægt að leggja af stað á fjöru til að komast fyrir svonefnda Bolungavíkur ófæru sem er utar í firðinum vestan megin. Yst í Furufirði austanverðum er drangur sem gefur nesinu og víkinni sem hann stendur í nafn. Þjóðsagan segir hann vera annað tröllahjóna sem döguðu upp er þau áttu leið um Hornstrandir. Drangurinn í Drangsnesi er karlinn og sést bátur hans í klettunum skammt undan. Yst vestan meg- Kletturinn Kanna. in í firðinum er hins vegar kletturinn Kanna. Kanna er talin vera silfurkanna kerlingarinnar sem dagaði uppi undir Furufjarðarnúpi. Á leiðinni út fjörðinn er komið að ánni í Landinu. Það svæði sem nefnt er Land er þó nokkuð utar þar sem láglendi er meira. Farið er yfir ána þar sem kletturinn Mávaberg stendur og gengið á grónu landi þar til komið er að Bolungavíkurbjargi. Þá verður göngumaður að ganga fjöruna. Hinum megin við tvo kletta sem gengið er á milli er Ófærubás og gegnt honum er Ófæran. Bolungavíkurófæra er hár klettastapi sem gengur langt niður í fjöru. Ef göngumaður hefur ekki náð Ófærunni á fjöru er til önnur leið. Sú leið er erfið yfirferðar og varla fyrir lofthrædda. Þá er þræddur mjór stígur út á Ófæruklettinn og klöngrast niður urðina hinum megin. Bolungavíkurmegin er hún jafnvel enn ógreiðfærari en Furufjarðarmegin. Yst á firðinum er Drangsnes með lítilli samnefndri vík umkringd háum bökkum. Í miðri víkinni er drangur sá sem Furufjörður Drangsnes heitir eftir. Þjóðsagan segir hann vera tröllkarl sem dagaði uppi. Eftir að komið er framhjá Drangsvík er komið inn í Bolungarvík og þaðan hækkar landið smám saman upp á Bol-
Á Hornströndum
Hornbjarg. Hornbjarg er hrikalegt standberg austast á Hornströndum, eitt mesta fuglabjarg landsins. Hæstur tinda þar er Kálfatindur (534m). Jörundur (423m) er norðar og líkist manni séður frá Hælavíkurbjargi. Hann er sagður bera nafn fyrsta landnáms- mannsins á Horni. Hornbjarg hét Vestra-Horn, en það nafn færðist yfir á fjallið austan Hornafjarðar. Í Flateyjarbók er sagt frá Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Havarssyni, er þeir voru á ferð á Hornbjargi og Þorgeir hrapaði. Hann greip í hvönn á leiðinni og hélt sér þar unz Þormóður kippti honum upp. Við Hornvík var bæjarhverfi fyrr á öldum og Horn var mikil hlunnindajörð (reki, fuglaog eggjatekja). Hornbjarg og Hælavíkurbjarg umlykja Hornvík. Hornbjarg að austan en Hælavíkurbjarg að vestan. Vestan Hælavíkurbjargs er Hælavík en austan Hornbjargs er Látravík og Hornbjargsviti. Hælavíkurbjarg er þverhníptur hamraveggur sem rís í 258 metra hæð. Bjargið dregur nafn sitt af klettadrangi sem stendur upp úr sjónum framan við bjargið og heitir Hæll. Annar drangur við hlið hans heitir
Göltur. Í Hælavíkurbjarg austanvert gengur dalhvilftin Hvannadalur. Neðan við hann ganga fallegir berggangar, Langikambur og Fjöl, með þrönga vík sem heitir Kirfi á milli. Skammt frá, undir bjarginu er þriðji berggangurinn, Súlnastapi, sem stendur í sjónum laus frá bjarginu. Ein frægasta urð Hælavíkurbjargs er Heljarurð, en sagan segir, að hún hafi fallið á 18 Englendinga, sem stolizt höfðu í bjargið eftir nytjum. Var haft fyrir satt að hinn frægi galdramaður Hallur á Horni hafi verið ábyrgur fyrir skriðunni. Nyrzta nef Hornbjargs heitir Horn og draga Hornstrandir nafn sitt af því. Horn er jafnframt nyrsti tangi Vestfjarða og miðja Hornstranda en þar skiptast þær í Austur- og Vesturstrandir. Bjargið er þverhnípt í sjó fram og þar eru nokkrir háir tindar. Nær sá hæsti þeirra í 534 metra hæð í Kálfatindum. Annar frægur tindur er Jörundur, aðeins utar, sem rís í 423 metra hæð. Jörundur á að hafa verið landnámsmaður sem kleif tindinn og gaf honum nafn. Innst við sunnanvert bjargið standa reisulegir berggangar, Fjalir, sem eins og aðrir berggangar eru fornar aðfærsluæðar hraunstraums. Hornbjarg er hrikalegt ásýndum en þó er minni hætta að síga það en Hælavíkurbjarg þar sem bjargbrúnir eru lausari í sér. Í Flateyjarbók er sagt frá ferð fóstbræðranna Þormóðs Kolbrúnarskálds og Þorgeirs Hávarðssonar í Hornbjarg. Er þeir klifu bjargið varð Þorgeiri fótaskortur svo hann hrapaði, en náði handfestu á hvannnjóla. Stolt kappans varð til þess að hann þóttist ekki geta kallað á hjálp, en það varð honum til lífs að Þormóður sem hafði lagt sig uppi á bjargbrún-
ungavíkurheiði. Úr Bolungavík liggur slóði yfir í Álfastaðadal í Hrafnsfirði, Norðan megin í víkinni er Skarðsfjall sem endar í yst á Straumnesi. Þá leið er hægt að komast yfir í Barðsvík en er frekar varhugaverð. Leið ferðamanna til
Barðsvíkur lá frekar um Göngumannaskörð fyrr á tímum og ágætt er að fylgja því fordæmi. Í skarðinu Þrengsli upp af Barðsvík er Þrengslavatn. Þar býr náttúrusteinamóðirin. Hún kemur upp úr vatninu hverja Jónsmessunótt og hristir af sér hina göfugustu steina - gimsteina, huliðshjálmssteina og óskasteina. Tveir menn eru sagðir hafa reynt að ná þessum steinum en báðir misstu þeir Furufjörður vitið við þær tilraunir. Fyrst er gengið upp bratta og grösuga brekku upp á Bæjarhjalla ofan Bolungavíkursels og er leiðin frekar torsótt. Þaðan er fylgt varðaðri leið upp Selhjalla. Dálítið tottar í á þeirri leið því sumir hjallanna eru býsna brattir. Göngumannaskörðin sem eru tvö eru einn brattasti fjallvegur á Vestfjörðum. Gengið er í lægra skarðinu sem liggur utar. Skarðið nær 366 metra hæð og útsýni þaðan er vítt og breitt. Til norðurs sér að Hornbjargi í 17 kílómetra fjarlægð. Á milli Barðsvíkur og bjargsins eru Almenningar, grasi vaxnir og mýrlendir með malar- og sandsvæði lega komast alllangt niður í bjargið sjálft. Þar var áður sigið til fugla- og eggjatöku.
Bjargsig í Hornbjargi Fyrrum sóttu menn frá Jökulfjörðum og austurfjörðum Hornstranda bjargsig í Hornbjargi. Ábúendur úr Víkunum og frá Aðalvík sóttu Hælavíkurbjarg. Aðföngin voru flutt á árabátum fyrir Kögur og Straumnes.
Hælavíkurbjarg í Hornvík. inni vaknaði nokkru síðar og kippti honum upp áður en njólinn gaf sig. Sagt er að ekki hafi verið sérlega kært með þeim fóstbræðrum eftir þann atburð. Að Látrabjargi undanskildu eru Hornbjarg og Hælavíkurbjarg mestu fuglabjörg landsins. Á vorin verpa þar fjölmargar tegundir bjarg- og sjófugla. Einnig eiga aðrar tegundir fugla sér varpstaði í grasbölum og urðum sem myndast hafa ofan og neðan við björgin. Þegar á heildina er litið er mesta svartfuglabyggð á landinu að finna í Hælavíkurbjargi en Hornbjarg er talið aðalbústaður langvíu, en auk þeirra má sjá stuttnefju, máva og ritu í milljónatali. Aðrar fuglategundir sem er vert að nefna er hvítmávur, álka, fýll, æðarfugl, svartbakur, hávella, toppönd, óðinshani, lundi og teista. Hornbjarg er þéttsetnast af fugli á Jörundi og í þræðingum Dyraskarða sem liggja milli hans og Kálfatinda. Frá Hornbæjum er greinilegur stígur upp brekkurnar út á Ystadal þar sem hægt er að ganga meðfram bjargbrún yfir Miðfell og á Kálfatinda. Þaðan er stórfenglegt útsýni til Hælavíkurbjargs. Einnig er hægt að ganga upp á Hornbjarg frá Látravík. Í Innstadal má fylgja bjargbrúninni og í Harðviðrisgjá má auðveld-
Hornbjarg er hrikalegt strandberg austast á Hornströndum Farið var niður á mismunandi stöðum í Hornbjarg eftir því, hvort sækja átti eftir egg eða fugl. Við eggjatöku varð að sneiða hjá helstu ófærunni í bjarginu, Kolbeinsskúta, og síga sunnan við hann hjá svokölluðum Moldhillum milli Harðviðrisgjár og Eilífstinda. Þar er bjargið þverhnípt og ekki hægt að kallast á. Samskipti urðu því að fara fram á merkjamáli. Hjólamaðurinn, fremst á brúninni, var milliliður milli brúnamanna, sem voru innar, og sigmannanna 6-8. Gamalt brúnahjól er fremst á bjargbrúninni og minnir á bjargsig liðinna alda. Sigvaðurinn, sem var notaður við eggjatöku, lá um hjólið. Sigið var niður á Neðri-Gjárhillu. Fyrsti maðurinn hafði það hlutverk að hreinsa lausagrjót. Þegar hann hafði tekið hilluna, eins og það var kallað, og kominn með örugga fótfestu, fór hann úr festarauganu og hnýtti í staðinn grennri línu, svokallaðan leynivað, við sig. Síðan var festaraugað dregið upp eftir merkjasendingar milli sigmanns, hjólamanns og brúnamanna. Svona gekk þetta þar til allir sigmenn voru komnir
við ströndina. Í suðaustri er útsýnið yfir Bolungavík, hömrum krýnda og handan hennar yfir mynni Furufjarðar og yfir Þaralátursnes til Geirólfsgnúps handan Reykjafjarðar. Örnefni í Bolungarvík eru mörg hver tengd þjóðsögum. Fyrir ofan býlið í Bolungavík eru Tvísteinar en það eru tveir stórir álfasteinar. Þar máttu börn vara sig á að vera með læti, enda eru þekkt dæmi um slæmar afleiðingar þess. Nokkrir unglingar áttu eitt sinn að hafa verið þarna að leik og þegar foreldrar þeirra sinntu ekki kvörtunum álfanna hefndu þeir sín með að æra einn drengjanna. Fannst hann seinna látinn inn undir heiði.
Bolungavíkurheiði liggur upp frá Bolungavík að Álfsstöðum í Hrafnsfirði og var fjölfarinn fjallvegur fyrr á öldum og sæmilega greiðfær. Skammt fyrir neðan heiðina Bolungavíkurmegin eru Vatnalautir, öldótt land með fjölmörgum smávötnum. Fyrir ofan þær eru tveir stórir steinar sem heita Dvergasteinar. Gamlir menn segja að til forna hafi dvergar búið þar. Eitt sinn vildi svo til í Bolungavík að barn tók mikla sótt og einkennilega. Ekki var nokkur vegur að ná í lækni, fyrir hríð og veðurofsa. Fað-
ir barnsins leitaði þá á náðir dverganna í Dvergasteinum. Gekk hann þangað í hríðarbylnum og bað dvergana að koma út og tala við sig. Ekkert fékk hann svarið en ákvað þó að doka við. Biðin varð ekki löng, fljótlega skaust dvergur út úr steininum. Með nokkrum eftirgangsmunum fékkst hann til að hjálpa bónda og fór með honum til Bolungavíkur. Er dvergurinn hafði skoðað barnið og gefið því lyf og smyrsli, kvaddi hann og fékk gullpening og tvær flöskur af víni að launum. Barnið náði brátt bestu heilsu og urðu þeir kærir vinir upp frá því, bóndinn og dvergurinn, og áttu oft viðskipti. Smyrsl það sem dvergurinn skildi eftir var lengi varðveitt í Bolungavík og aðeins notað þegar mikið lá við. Þótti það öruggt við meiðslum og margvíslegum sjúkdómum.
niður á hilluna. Þá var haldið með búnaðinn norður eftir hillunni, þar sem sigið var enn lengra niður á þræðinga neðar í bjarginu. Þar var eggjunum safnað og þau sett í sérsaumaða strigapoka. Þegar hæfilega mörgum eggjum hafði verið safnað fór einn sigmannanna með þau upp. Harðviðrisgjá, sem skerst djúpt inn í Hornbjarg frá fjöru og að bjargbrúninni milli Skófnabergs og Eilífstind, var notuð til fuglatekju. Þar er hægt að komast alllangt niður í bjargið. Gjáin dregur nafn sitt af norðaustanvindinum, sem skellur á syðri barm gjárinnar og endurvarpast þaðan á nyrðri barminn. Við þetta myndast miklar drunur og dynkir, sem líkjast fallbyssuskotum. Hljóðin enduróma í hamraveggjunum báðum megin, þannig að mikið hljóðverk heyrist í bjarginu. Skófnaberg hefur hlotið nafn sitt af því að á steinum og klöppum bjargsins er áberandi mikill mosi, sem líkist helst skófum á steinum. Við fuglatöku var farið niður á handvaði, sem festur í stóran, jarðfastan stein og bundinn um sigmann eftir kúnstarinnar reglum. Þá var farið niður á Stall, sem er um 55 metra frá brún, við stóran stein, sem lokar gjánni. Stallurinn er 10 metra hár og slútir fram yfir sig. Þaðan var sigið um 35 metra niður á Neðri-Gjárhillu og gengið eftir henni í báðar áttir og sigið enn neðar á smáþræðinga. Ef gengið var í norður var farið alla leið að Urðarnefi sem er utar og neðar í bjarginu. Fuglinum var svo kastað niður í fjöru og sóttur á báti. Þessi aðgerð gat tekið rúman sólarhring. Fuglar, sem veiddir voru á bjargbrún, voru kallaðir brúnafuglar til aðgreiningar frá bjargmari, sem veiddur var neðar í bjarginu og kastað niður í fjöru.
Ve s t f i r ð i r
28
Bolungarvík Sjóminjasafnið Ósvör í Bolungarvík Rétt eftir að Bolungarvík birtist þeim sem koma akandi frá Ísafirði er Sjóminjasafnið Ósvör á hægri hönd niðri við sjóinn, rétt við veginn. Skinnklæddi maðurinn í Ósvör – íslenski vermaðurinn, fiskimaðurinn – er löngu heimsfrægur og með árunum hefur hann orðið eitt af þekktustu táknum eða jafnvel kennileitum Vestfjarða. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur búningi sem hæfir staðnum, lifandi minjasafni um útgerðarhætti fyrri tíma á Íslandi. Í vörinni framan við verbúðina er sjófær sexæringur en gangspil fyrir ofan, fiskur hangir í hjalli en
uppi á lofti í verbúðinni eru flet vermanna. Niðri eru veiðarfæri, tól og tæki og vermaðurinn sýnir handbrögðin sem eitt sinn voru mörgum töm en eru nú flestum gleymd. Í Ósvör eru einnig salthús og fiskreitar. Sjóminjasafnið í Ósvör er einstakt í sinni röð. Bolungarvík hefur verið nefnd elsta verstöð landsins og víst er að þar hefur verið útræði frá upphafi Íslandsbyggðar. Í Ósvörinni má gaumgæfa hvernig sjósókn á ára-skipum og lífinu og starfinu kringum hana var háttað hérlendis um aldir. Núna hefur verið komið upp þjónustuhúsi á bílastæðinu ofan við safnið.
Á besta stað í Bolungarvík
Ferðaþjónar í Bolungarvík Upplýsingamiðstöðin í Bolungarvík er opin frá klukkan 9:00-18:00 virka daga og frá klukkan 14-17 laugardaga. Frá 1. júní - 15. september. Sími 450 7010. Netfangið er touristinfo@bolungarvik.is. Shellskálinn Skyndibitar, Pizzur, sjoppa, bensín o.fl. Opið virka daga yfir sumarið frá 9:00–23:00 og um helgar frá 10:00–23:00. Sími 456 7554. Kjallarinn Krá. Veitingarstaður, kaffihús og bar. Opið virka daga yfir sumarið frá 11:00–23:00 og um helgar til 03:00. Sími 456 7901/ 864 7901. Vaxon skemmtistaður s. 456 7999 – vaxon.is. Íþróttamiðstöðin Árbær 16 metra innilaug, tveir heitir pottar, gufubað, líkamsrækt og íþróttahús. Frábær sólbaðsaðstaða á útisvæði og sundlaugargarður með rennibraut. Opnunartími yfir sumarið. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga opið frá kl. 08.00 til 21.00. Þriðjudaga og fimmtudaga opið frá kl. 12.00 til 21.00. Laugardaga opið frá kl. 10.00 til 18.00. Sunnudaga opið frá kl. 10.00 til 16.00. Sími 456 7381.
www.systrablokkin.is ibudagisting@bolungarvik.com Sími: 893 6860
Mánafell ehf. – Íbúðargisting Langtímaleiga, 2-3 herbergja íbúðir, fullbúnar íbúðir til leigu, uppbúin rúm, svefnpokapláss. Opið allt árið. Sími 863 3879. Sjóminjasafnið Ósvör Endurbyggð verbúð með salthúsi, fiskihjalli, sexæringi, dráttarspili, fiskreit og útihjöllum. Uppáklæddur safnvörður í sjófötum árabátatímabilsins tekur á móti gestum. Safnið er opið frá 13. maí til ágústloka. Ef sérstakar óskir eru um heimsóknir er hægt að hafa samband við safnvörð í síma 892 1616.
Verslun Bjarna Eiríkssonar Matvara, fatnaður, gjafavara. Sími 456 7300.
Náttúrugripasafnið Safn tileinkað Steini Emilssyni jarðfræðingi sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins. Spendýr, fuglar, blöðruselsbrimill, selir, refir og minkar að ógleymdum hvítabirninum. Opið allt árið 9:00-17:00 mánudaga-föstudaga. Frá 15.6.15.8. er opið 13:00-17:00 laugardaga-sunnudaga.
Valdimar Lúðvík Gíslason Leiguog sendibílar, taxi. Daglegar áætlunarferðir milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Einnig flugrúta á sömu leið. Frá Bolungarvík (sparisjóðnum og pósthúsinu) 7:30, 13:00, 17:00.
Tjaldstæðið Mjög gott tjaldstæði í notalegu umhverfi við hlið íþróttamiðstöðvarinnar. Salerni, þvottaaðstaða, snúrur og útigrill. Aðgangur að rafmagni og losunarstæði fyrir húsbíla.
Samkaup Úrval Matvörubúð með öllu. Sími 456 7000.
Fullbúnar íbúðir á besta stað í Bolungarvík. Frábært útsýni í allar áttir. Fjölbreytt afþreying fyrir alla fjölskylduna á svæðinu.
Systrablokkin – Íbúðargisting Fjórar fullbúnar íbúðir til leigu, uppbúin rúm og svefnpokapláss. Opið allt árið. Sími 893 6860.
Við gjöful fiskimið Ísafjarðarbær á litríka sögu þar sem skipst hafa á skin og skúrir.
Gistiheimilið Bjarmaland
Á Gistiheimilinu Bjarmalandi eru eitt eins manns og 10 tveggja manna herbergi, þar af eitt með baðherbergi. Góð eldunaraðstaða er í húsinu, en einnig er hægt að kaupa morgunverð ef vill. Internet tenging er í öllum herbergjum og sjónvörp í átta herbergjum. Auk þess eru setustofa, borðstofa og þrjú baðherbergi.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 891 8038 Netfang: bjarmaland06@simnet.is
Samkvæmt Landnámu voru landnámsmenn í Skutulsfirði tveir, þeir Helgi Hrólfsson og Þórólfur brækir. Helgi mun hafa komið fyrstur, gefið firðinum nafn og reist sér bæ. Nú er ekki vitað hvar bær hans stóð en Eyri (nú bæjarhóllinn) hefur verið talin landnámsjörð. Lítið er vitað um Skutulsfirðinga á miðöldum annað en að á Eyri var risin kirkja árið 1200. Allt til ársins 1765 bjuggu ekki aðrir á Skutulsfjarðareyri en heimilisfólkið á Eyri. Nokkur hús höfðu þó risið, aðallega pakkhús fyrir einokunarverslunina. Árið 1765 reisti Almenna verslunarfélagið íbúðarhús fyrir verslunarstjórann þar sem nú heitir Neðstikaupstaður - en þar er Byggðasafnið nú til húsa.
Réttindamissir og endurreisn Íbúum í Skutulsfirði fjölgaði ekki neitt að ráði fyrr en einokun var aflétt í verslun á Íslandi árið 1788. Þá fékk Skutulsfjarðareyri kaupstaðaréttindi. Nokkrir norskir kaupmenn fluttust á eyrina og reistu íbúðar- og verslunarhús þar sem nú er kallað Hæstikaupstaður. Mitt á milli norsku verslananna tveggja, reistu svo danskir kaupmenn verslun árið 1816 - svo ætla má að mannlíf hafi verið orðið allblómlegt á þessum tíma. Sá staður fékk heitið Miðkaupstaður. En sama ár missti Skutulsfjarðareyri kaupstaðarréttindi sín og var staðurinn gerður að úthöfn
frá Grundarfirði. Hálfri öld síðar, eða 1866, endurheimti hann réttindin og nefndist eftir það Ísafjarðarkaupstaður. Af ýmsum ástæðum var Ísafjörður með stærstu kaupstöðum landsins á síðustu áratugum nítjándu aldar. Stutt var á gjöful fiskimið sem tryggðu næga atvinnu. Til sögunnar komu öflug fyrirtæki sem sigldu með saltfisk beint til Miðjarðarhafsins og einnig var Ísafjörður miðsvæðis í hringiðu norskra hvalveiðistöðva. Þegar kom fram á tuttugustu öld var Ísafjörður enn í fararbroddi útgerðar á Íslandi. Þar var fyrst sett vél í bát og þaðan voru fyrstu veiðar á rækju stundaðar.
Sameining Fram til ársins 1866 var einungis eitt sveitarfélag í Skutulsfirði en eftir stofnun Ísafjarðarkaupstaðar urðu þau tvö, Ísafjarðarkaupstaður og Eyrarhreppur (Hnífsdalur og fjörðurinn). Árið 1971 voru þau sameinuð í eitt. Árið 1996 voru sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuð, Þingeyri, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyri, Suðureyri og Ísafjörður, og fékk hið nýja sveitarfélag nafnið Ísafjarðarbær. Þingeyri við Dýrafjörð er forn verslunarstaður. Kauptún tók að myndast þar um miðja nítjándu öld. Þar var bækistöð bandarískra lúðuveiðimanna seint á nítjándu öld og
Golfvöllurinn Frábær 9 holu golfvöllur með tvöföldu teigasetti og því viðurkenndur sem 18 holu golfvöllur. Völlurinn er einna fárra sandvalla á landinu og þykir umgjörð hans og vallarstæði einkar heillandi. Handverkshúsið Drymla Allt frá prjónlesi með gömlu íslensku mynstri til handunninna skartgripa. Opið mánudaga-föstudaga 12-18 yfir sumarið frá 18. júní - 20. ágúst. Einnig opið laugardaga 14-17 allt árið. Ferðaþjónustan Grunnavík Svefnpokagisting, eldunaraðstaða, tjaldsvæði o.fl. Ferðaþjónustan rekur einnig farþega og þjónustubátinn Ramónu og býður bátsferðir í Grunnavík og aðra staði í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Áætlunarsiglingar eru í boði frá Bolungarvík til Grunnavíkur, Sléttu, Hesteyrar og Aðalvíkur. Leiguferðir eru í boði til annarra staða svo sem Hornvíkur. Sími 456 4664/848 0511. Vélsmiðjan og Mjölnir Vélsmiðja og bílaverkstæði. Sími 456 7378. Vélvirkinn Bátaviðgerðir, vélaviðgerðir, varahlutir í bíla og verslun að Aðalstræti 13-15. Sími 456 7570. Sjósport Sigurðar – Sjótaxi Sómi 800. Trússbátur, sjóstöng allt að 4 manns, farþegaflutningar frá Bolungarvík yfir í jökulfirði fyrir allt að 7 manns. Ferðir eftir samkomulagi. Sími 892 3652.
franskir duggarar voru þar tíðir gestir. Á Framnesi í firðinum norðanverðum var um tíma rekin norsk hvalveiðistöð sem veitti fjölda manns atvinnu. Þingeyri var þannig í hringiðu erlends atvinnureksturs og í beinu sambandi við útlönd. Á Flateyri við Önundarfjörð hefur verslun verið stunduð frá upphafi 18. aldar. Það var þó ekki fyrr en árið 1823 að Flateyri varð löggiltur verslunarstaður. Á síðari hluta nítjándu aldar hófst mikil þilskipaútgerð sem varð til þess að íbúum fjölgaði. Norski umsvifamaðurinn Hans Ellefsen reisti þar hvalveiðistöð árið 1889 og var hún eitt stærsta fyrirtæki landsins á sinni tíð. Árið 1922 var sveitarfélaginu skipt í Flateyrar- og Mosvallahrepp. Líkt og önnur sjávarþorp á Vestfjörðum byggðu Flateyringar afkomu sína að mestu á fiskveiðum. Byggðin á Suðureyri við Súgandafjörð á sér ekki langa sögu. Í byrjun 20. aldar voru þar aðeins tvö íbúðarhús en upp úr því fór þeim að fjölga verulega enda fluttist fólk umvörpum á mölina til að vinna við fisk. Árið 1906 var fyrsti vélbáturinn keyptur til Suðureyrar og fimm árum síðar eru íbúarnir orðnir 200. Smábátaútgerð hefur síðan verið öflug og sett mikinn svip á bæjarlífið á sumrin. Hnífsdalur er í fimm kílómetra fjarlægð frá Ísafirði. Hann er dæmigert fiskiþorp sem óx upp í kringum útgerð og fiskvinnslu. Fólki fjölgaði þar mjög á áratugunum fyrir og eftir 1900 en hefur frá þeim tíma farið heldur fækkandi.
Ve s t f i r ð i r
30
Þar sem sumarnóttin er lyginni líkust Grímur Atlason bæjarstjóri segir einstaklega gaman að búa í Bolungarvík, þar sem uppátæki bæjarbúa eru oft furðuleg og gleðja sálina svo sannarlega. „Ég hef verið hérna í tæpt ár, er búinn að fjárfesta í húsi og kann vel við mig hér, sem og öll fjölskyldan,“ segir bæjarstjórinn í Bolungarvík, Grímur Atlason. „Hér er alveg yndislega fagurt núna, djúpið spegilslétt og maður horfir hér yfir á Snæfjallaströndina.“ Grímur Atlason bæjGrímur segir Bolungarvík arstjóri. hafa upp á ótrúlega marga möguleika að bjóða. Hér er að finna hluti sem fólk þekkir, eins og Sjóminjasafnið Ósvör, sem og Bolafjall sem fólk gerir mikið af að fara upp á. Þangað eru bæði skipulagðar og óskipulagðar ferðir.“ Og víst er hægt að taka undir orð Gríms þegar hann segir: „Að fara upp á Bolafjall og horfa á miðnætursólina, sérstaklega í kringum Jónsmessuna, er lyginni líkast.“
Góð þjónusta við tjaldferðalanga „Síðan eru hér alveg ótrúlegar gönguleiðir, bæði upp á Óshyrnu, Traðarhyrnu, frá Bolungarvík yfir í Súgandafjörð og yfir í Skutulsfjörð. Í Skutulsfirði kemur maður niður á skíðasvæði Ísfirðinga og það er mjög skemmtileg leið. Fyrir nútíma íslenska ferðamenn er hér mjög fullkomið tjaldsvæði, aðstaða fyrir húsbíla, fullkomin þjónusta með þvottavél og nettenging. Og vegna þess hversu fjölskylduvæn við erum, opnar hér um mitt sumar sundlaugargarður. Bolungarvík er svo auðvitað miðstöð ferjusiglinga í Jökulfirðina. Sú þjónusta er mjög vaxandi. Í fyrra fóru um tvö þúsund manns yfir, en 3-400 árið þar á undan, þannig að vinsældirnar eru mikið að aukast.“ Uppátæki Bolvíkinga hafa verið af ýmsum
toga síðustu árin. Ekki svo að skilja að sérstæðum hugmyndum hafi verið hrint í framkvæmd til að laða að ferðamenn, heldur bara til að auðga mannlíf í byggðinni, skemmta sér vel og njóta lífsins betur. Hins vegar hefur raunin orðið sú, að uppátækin hafa orðið til þess að fólk verður forvitið um þetta merkilega samfélag og nýtir þau til að bregða sér í ferð vestur. Ein af þeim hugmyndum sem Bolvíkingar fengu, var að gera bæinn að heilsubæ. En hvað felst í því?
Góð heilsa, eðlileg bumba „Heilsubærinn er mjög magnað átak,“ segir Grímur. „Menn taka eftir því þegar þeir koma til Bolungarvíkur, hversu margir eru hér alltaf að ganga. Þetta heilsubæjarátak byrjaði fyrir nokkrum árum og hefur smitast hratt út. Hér er mikið af hópum í alls konar hreyfingu, aktívu prógami í margar vikur í senn. Heilsubæjarverkefnið hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum og framtakssemi. Núna er verkefnið að ganga alla þriðjudaga og síðan er endað í sundi. Einnig er verið að merkja gönguleiðir og búa til göngukort. Síðan hefur Solla frá Grænum kosti komið og haldið námskeið í eldamennsku. Það er mjög viðeigandi að þetta átak skuli vera einmitt hér vegna þess að hefur verið vestrænn kvilli að við hreyfum okkur lítið, keyrum allt.“ Þegar Grímur er spurður hvort allir séu þá mjóir og lekkerir í Bolungarvík, svarar hann: „Allir mjóir og hressir í Bolungarvík - nema sumir. En svo má ekki gleyma því að hér eru gríðarlega góðar kökur og sultur. Heilsubæjarátakið hefur haft þann kost að maður er að minnsta kosti bara með eðlilega bumbu hérna..“ Yfir sumarið eru þrjár lykilhátíðin í Bolungarvík. Fyrst er það sjómannadagurinn sem verður um helgina. Sá dagur er mjög öflugur og reyndar er öll helgin ein allsherjar hátíð, með allt frá þessum hefðbundna koddaslag, kappróðri og
yfir í brjálað ball. Síðan er Markaðsdagurinn haldinn fyrstu helgina í júlí. Grímur segir hann vera klassískan markaður þar sem menn koma með allt sem þeir vilja selja, fá sér bás og drífa í viðskiptum. „Markaðsdeginum fylgir mikil tónlist og menning,“ segir hann og bætir við: Enda ekki skrýtið. Hér er alveg gríð- Bolungarvík. var tekið á móti okkur af gríðarlega mikilli ást arlega öflugur tónlistarskóli. Það er annar hver og það var mjög gaman. maður í hljómsveit eða stundar einhvers konar tónlistarlíf.“
Ástarvikan í ágúst
Magnað náttúrugripasafn
Og svo er það ástarvikan... „Já, ástarvikan er orðin landsþekkt. Þetta er róleg vika með ýmsu góðu. Konur eru að fá rósir á hverjum degi í vinnuna og síðan eru ýmsar uppákomur í kringum ástarvikuna. Bærinn er skreyttur og það eru haldnar rómantískar skemmtanir. Svo er alltaf spennandi að sjá hvort koma ástarvikubörn. Núna eru tvö nýkomin í heiminn frá því á ástarvikunni í fyrra. Núna 12. til 18. ágúst. Þá er aðeins farið að húma og miður ágúst er yfirleitt mjög fallegur hér fyrir vestan, blíður tími og hentar mjög vel fyrir allan þennan kærleik. Hann er svona lognið á undan storminum. Tilgangurinn held ég að sé að fjölga giftum til að koma á þorrablótið. Hér þurfa menn jú að vera í löggildri sambúð til að mega koma á þorrablótið og það eru konurnar sem bjóða mönnunum.“ Grímur segir alltaf mikið af fólki sem koma í heimsókn í ástarvikunni. „Hún er orðin vel þekkt og maður vill koma á staði þegar eitthvað er í gangi umfram það sem er venjulega. En svo er það alltaf þetta auka, fyrirlestur um konur eða fyrirlestur um karla eða sultugerð. Dagskráin er yfirleitt kynnt mánuði áður svo fólk veit á hverju það getur átt von. Við Helga Vala, konan mín, fluttum hingað í ástarvikunni í fyrra. Það
Náttúrugripasafnið í Bolungarvík þykir sérlega skemmtilegt. Grímur segir nýbúið að taka það allt í gegn og safnkosturinn sé með því öflugasta sem til er á landinu. Þar er að finna mikið af fuglum og spendýrum, ísbjörn og allt hvað heitir og er. „Þeir sem eru að koma í safnið í fyrsta sinn verða dálítið undrandi vegna þess að það hefur ekki verið markaðssett mikið og fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu magnað það er. Í tengslum við Náttúrgripasafnið er komin upplýsingamiðstöð fyrir Bolungarvík. Þetta er allt staðsett niðri við höfnina, rétt hjá ferjunni. Í sama er handverksverslunin Drymla, þar sem finna má muni sem eru sérvestfirskir. Ég má líka til með að segja frá því að í gamla Einarshúsinu er að rísa mjög gott kaffihús og í kjallaranum er hugguleg krá sem alltaf hefur verið reyklaus. Þarna bjó Einar Guðfinnsson og Pétur Oddsson á undan honum. Þetta voru stærstu athafnamennirnir hér áður fyrr og þetta er eldgamalt hús með sál. Því fylgir mikil harmsaga og veitingastjórinn,. Ragna Magnúsdóttir, er alltaf til í að segja gestum sem þangað koma sögurnar. En þrátt fyrir söguna, trúi ég að þarna verði gott veitingahús í framtíðinni.“
Spánverjavígin 1615
Sumarið 1615 höfðu þrjú spænsk skip stundað hvalveiðar við landið og strandað í Reykjarfirði á Ströndum þann 21. september. Eftir strandið voru þeir fimm daga skipreika meðfram strandlengjunni en enduðu loks í Jökulfjörðum þar sem leiðir þeirra skildust. Hluti hópsins sigldi til Dýrafjarðar þar sem þeir voru drepnir 5. október
við Skaganaust yst á norðanverðum Dýrafirði. Annar hópur komst inn í Ísafjarðardjúp og Æðey. Þegar fréttist að Baskarnir væru í Æðey safnaði sýslumaðurinn Ari Magnússon í Ögri að sér miklu liði og fór á skipum út í eyjuna. Þegar þangað var komið voru þar fyrir aðeins fimm menn og voru þeir allir vegnir. Hinir höfðu farið út á Sandeyri á Snæfjallaströnd að skera hval. Þangað héldu þá menn Ara í Ögri og luku verki sínu. Víg þessi mæltust misjafnlega fyrir, en Ari sýslumaður hélt mikla sigurhátíð með liði sínu eftir þá landhreinsun sem hann þóttist hafa framkvæmt.
Sjósport Sigurðar – sjótaxi
F í t o n / S Í A
Við lögum okkur að þínum þörfum Það er grundvallaratriði að þú sért í góðu sambandi við það fjármálafyrirtæki sem þú skiptir við. Hjá Sparisjóðnum leggjum við mikinn metnað í að veita góða og persónulega þjónustu með hagsmuni og þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Traust og gott samband er farsælt fyrir báða aðila. Við viljum minna á að hraðbankar okkar eru opnir allan sólarhringinn.
Sómi 800. Trússbátur, sjóstöng allt að 4 manns, farþegaflutningar frá Bolungarvík yfir í jökulfirði fyrir allt að 7 manns. Ferðir eftir samkomulagi.
Sparisjóður Bolungarvíkur | Aðalstræti 14, 415 Bolungarvík | Aðalgötu 8, 430 Suðureyri
Sjofugl@Snerpa.is • Sími 892 3652
B olung ar vík
31
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Náttúrustofa Vestfjarða eru í samtengdu húsnæði.
Þegar inn er komið heilsar blöðruselsbrimill gestum en hvítabjörninn er ekki langt undan, umkringdur selum, refum, minkum og fuglum. Yfir 160 tegundir fugla eru á safninum auk fjölda afbrigða og aldursstiga. Þar eru flestar tegundir íslenskra fugla og margir flækingar að auki. Fuglasýningin er ein stærsta sinnar tegundar á landinu.
Spendýrum og fuglum eru gerð góð skil.
Á stærsta vegg safnsins er veggspjaldasýning um Horn-
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur er tileinkað Steini Emilssyni jarðfræðingi, sem var lengi skólastjóri þar í bænum. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins, þar sem líta má gott yfirlit yfir íslenskar stein- og bergtegundir. Einnig er surtarbrandur sýndur á safninu. Safnið er hið fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum. Sýningarsalurinn er yfir 300 fermetrar og við hann er salur sem gerir það auðvelt er að taka á móti hópum.
Þuríður sundafyllir og sonur hennar Völu-Steinn numu land í Bolungarvík Kaupstaðurinn Bolungarvíkur stendur við samnefnda vík yst við sunnanvert Ísafjarðardjúp og afmarkast af Traðarhyrnu að norðan en Óshyrnu að sunnan. Frá víkinni ganga tveir grösugir dalir upp í landið og skilur hið tignarlega fjall Bolungarvík. Ernir á milli þeirra. Bolungarvíkdregur nafn sitt af rekaviði. Í Landnámabók segir að Þuríður sundafyllir og sonur hennar VöluSteinn hafi komið frá Hálogalandi til Íslands og numið land í Bolungarvík. Tóku þau sér bústað á Vatnsnesi. Á kvennaárinu 1975 var sett upp minningartafla umlandnámið, á stóran stein sem nefnist Þuríðarsteinn og er í námunda við staðinn þar sem talið er að bærinn hafi staðið.
Bolungarvík.
Árið 1890 var sett á stofn verslun í Bolungarvík en þá var föst byggð að
myndast á Bolungarvíkurmölum. Þrettán árum síðar varð Bolungarvík löggilturverslunarstaður, en kaup-
Bolungarvík.
staðarréttindi fékk staðurinn 5. apríl 1974. Íbúar eru tæplega 1.000. Strax á landnámsöld hófst útræði frá Bolungarvík og öldum saman var þar ein stærsta verstöð landsins. Í Bolungarvík er góð höfn og atvinnulífið byggist að stórum hluta á sjávarútvegi. Skammt innan við kaupstaðinn er Ósvör, endurgerð sjóbúð og minjasafn umlífið í verstöðvunum á tímum árabátaútgerðar. Þetta safn er einstakt í sinni röð og sérlega vel heppnað. Í Bolungavík er einnig Náttúrugripasafn. Hið forna höfuðból Hóll er kirkjustaður Bolvíkinga og núverandi kirkja var reist þar árið 1908.
Ferðaþjónustan Grunnavík www.grunnuvik.is grunnuvik@grunnuvik.is Ferðaþjónustan Grunnavík býður fjölbreytta þjónustu í náttúruperlunni Grunnavík í Jökulfjörðum. • Svefnpokagisting • Tjaldstæði • Eldunaraðstaða • Sturta og margt fleira. Ferðaþjónustan rekur einnig farþega- og þjónustubátinn Ramónu og býður bátsferðir í Grunnavík og aðra staði í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Í Grunnavík er tilvalið að njóta einstakrar náttúrufegurðar í stórbrotnu umhverfi í nálægð við helstu perlur Jökulfjarða og Hornstranda. Áætlunarsiglingar eru í boði frá Bolungarvík til Grunnavíkur, Sléttu, Hesteyrar og Aðalvíkur. Leiguferðir eru í boði til annarra staða svo sem Hornvíkur. Dagsferðir eru í boði fyrir hópa til Grunnavíkur þar sem í boði er bátsferð, stutt gönguferð að kirkjunni í Grunnavík og kaffi og meðlæti drukkið að Sútarabúðum að lokinni gönguferð. Mikilvægt er að panta ferðir með góðum fyrirvara og best er að hafa samband í síma 852-4819 eða í síma 8548263 yfir sumarið.
Pöntunarsími Ísafirði s. 456-4664 Pöntunarsími Ísafirði s. 848-0511 Sútarabúðir Grunnavík s. 852-4819 Ramóna, bátur s. 854-8263
Sigurrós og Friðrik
strandafriðlandið. Einnig eru öðru hverju settar upp ýmsar sýningar tengdar náttúrunni, sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma. Náttúrustofa Vestfjarða sér um daglegan rekstur Náttúrugripasafns Bolungarvíkur. Starfsfólk hennar annast einnig leiðsögn og fræðslu fyrir safngesti og skólastofnanir á svæðinu.
!NNAk ÚSLAND