FR T ÍT
HM Í RÚSSLANDI 2018
HM Í RÚSSLANDI 2018
2
Leiðari Þ
á er loksins komið að því, HMveislan er að fara að byrja, nokkuð sem maður byrjar að hugsa út í minnst 18 mánuðum fyrir hvert mót. Svoleiðis hefur þetta verið alveg síðan maður byrjaði að fylgjast með HM árið 1982 og gerðist mikill aðdáandi þessa móts. Og ekki nóg með það, Ísland er með í keppninni í ár sem gerir þetta enn skemmtilegra. Það var búið að vera langsóttur draumur um árabil að Íslandi tækist einhvern tímann að komast á HM án þess að maður gerði sér neitt miklar vonir um að sá draumur myndi einhvern tímann rætast. En svo gerðist það árið 2014 að við vorum hér um bil komnir, en því miður töpuðum við í umspilsleikjum við Króatíu. En nú er þetta orðið að veruleika, draumurinn hefur ræst! Tel ég að einn mesti vendipunkturinn hafi einmitt verið heimaleikurinn gegn Króatíu í júní 2017 þegar við unnum þá 1-0
með marki á síðustu mínútunum. Það er ekki farið með neinar ýkjur að segja að í gegnum alla undankeppnina hafi maður verið hlaðinn mikilli spennu allan tímann og sagði hvað eftir annað við sjálfan sig; Bara ef þeir ná að komast á HM, það yrði alveg stórkostlegt! Og nú er það staðreynd, frábær árangur hefur náðst sem vakið hefur þvílíka athygli um allan heim. En hvað svo, getum við ætlast til þess að þeir nái að komast upp úr riðlinum og fari útsláttarkeppnina? Já, að sjálfsögðu, nú er ný keppni með nýjum áskorunum og hafa strákarnir okkar svo sannarlega sannað sig á stóra sviðinu að þeir geta bitið frá sér og eru til alls líklegir. Þó að þetta sé gríðarlega erfiður riðill. Ísland er ekki að fara á þetta mót bara til þess að vera með, þó að þeim stórkostlega áfanga hafi verið náð. Nei, það er hugsað þannig að það er farið út í hvern leik til að sigra og verðum við bara að vona það besta og að allt gangi nú upp og markmiðunum verði náð. En ef ekki, þá getum við samt borið höfuðið hátt og verið stolt af landsliðinu okkar, að taka þátt í stærsta knattspyrnu- og íþróttamóti í heimi og eiga lið sem stígur fram á stóra, stóra sviðið, er ekkert annað en stórkostlegt. En hvernig verður þetta mót í ár, hverjir eru líklegastir til að berjast um
titilinn? Þetta getur verið ótrúlega spennandi keppni því að það eru heil 6-7 lið sem koma alveg til greina með að eiga lið sem geta farið alla leið. Það eru þjóðir eins og Brasilía, Þýskaland, Spánn, Frakkland, Argentína og Belgía. Talandi um Belgíu, að þá hafa menn verið að segja að þeir gætu hæglega verið með liðið sem springur út á þessu móti og hampi titlinum í fyrsta skipti. Svo eru Spánverjar líka til alls líklegir. Það þarf ekki að tala mikið um Brasilíu og Þýskaland, þetta eru lið sem ná alltaf langt á HM, en það gæti gerst að þau lendi saman í 16-liða úrslitum, ef önnur þjóðin lendir óvænt í öðru sæti í sínum riðli. Það yrði rosalegt ef það myndi gerast. En eitt er víst, að okkur knattspyrnuunnendunum og jafnvel fleirum, bíður frábær veisla í rúman mánuð og nú er bara um að gera að njóta sem best. Hér í blaðinu eiga menn að geta fundið allt sem snýr að HM á einum og sama staðnum. Samansafn af upplýsingum um liðin, leikmannahópana, leiðina á HM, leikjadagskránna og fleira. Það er komin mikil hefð fyrir þessu blaði okkar sem við höfum gefið út síðan árið 1994 þegar HM var í Bandaríkjunum. Leggjum við eins og vanalega mikla áherslu á að fanga stemninguna með
því að fá vel valda sparksérfræðinga til þess að spá í riðlana, hvern leik fyrir sig og svo hvernig þeir álíta að framvinda mála verði þegar í útsláttarkeppnina er komið. Þegar rætt er um svona stórviðburð eins og HM, á ótal margt eftir að gerast. Nýjar stjörnur koma fram, dramatík, ástríða, spenna, frábærir leikir og óvæntir atburðir. Það verður því fróðlegt að sjá hversu glöggir spekingarnir okkar hafa verið þegar upp verður staðið. Það eru ekki bara hörðustu knattsyrnuunnendur sem fylgjast með HM af miklum áhuga. Fjöldinn allur af fólki sem kannski hefur engan áhuga á fótbolta yfirleitt, hrífst með stemningunni og fyllist skyndilegum áhuga á öllu saman og láta sig ekki vanta að taka þátt í öllu fjörinu. Ég tala nú ekki um það hér á Íslandi þar sem Ísland er að fara að spila og má búast við því að meirihluti þjóðarinnar, ef ekki öll þjóðin, muni fylgjast með leikjum íslenska landsliðsins á stóra sviðinu. Gaman til þess að vita. Þetta er jú, svo miklu meira en bara fótboltaleikir. Áfram Ísland! Góða skemmtun á HM Eiríkur Einarsson, ritstjóri
Það verður mikil HM-stemning á Ölver allan tímann S
portbarinn Ölver er heimavöllur Tólfunnar og hefur getið sér gott orð sem einn af betri Sportbörum Reykjavíkur. Sportbarinn hefur verið starfræktur í rúmlega 30 ár og verið í fararbroddi þegar kemur að beinum útsendingum frá íþróttaviðbuðrum, stórum sem smáum. Um síðustu áramót urðu eigandaskipti á staðnum og hefur verið farið í þó nokkra yfirhalningu með nokkrum áherslubreytingum sem þykir hafa heppnast afar vel og mun Sportbarinn halda áfram því starfi að sýna beint frá íþróttaviðburðum og segja heimildir að það verði ekkert gefið þar eftir nema síður sé. Samstarfið við Tólfuna er í miklum blóma og aldrei sem fyrr. Bæði hefur vöxtur Tólfunnar verið svo mikill á undanförnum árum og svo nálægð Ölvers við Laugardalsvöllinn og er gangan þangað viss viðburður áður en farið er á landsleikina þegar búið er að hita upp og hittast saman á Ölver. Staðurinn býður upp á fyrsta flokks aðstöðu með nokkrum sölum sem taka allt upp í 250 manns. 5 breiðtjöld, og fjölda sjónvarpa ásamt því að bjóða veitingar á góðu verði. Útgefandi: Fjölmiðla- og hugmyndahúsið ehf.
Segja má að saga staðarins sé einstök en þar hafa flestir stuðningsklúbbar haft aðsetur enda aðgengi gott, næg bílastæði og nægt pláss. Það verður mikil stemning á Ölver á meðan HM stendur og verða tilboð á Ritstjóri: Eiríkur Einarsson
Umbrot: Grafíker ehf.
veitingum og HM gert hátt undir höfði. Þannig að menn geta verið vissir um það að þeir eiga ekki á neinni hættu á að missa af neinu og hvað þá öllu fjörinu, ef þeir koma við á Ölver. Það verður dúndrandi HM-stemning þar allan tímann. Forsíðumyndir: Shutterstock
Prentun: Landsprent
Sími: 699 77 64
Auglýsingar: midborgin@gmail.com
HM - Hringurinn er fyrir alla stu0ningsmenn islenska landsli0sins. Hann er unninn i samstarfi vi0 Tólfuna og rennur hluti af soluandvir0i hringsins i fer0asjó0 Tólfunnar. HM - Hringurinn er islensk honnun og smi0i og fcest i ollum verslunum Jón & Óskars.
LAUGAVEGI 61
I KRINGLUNNI I SMARALIND
tól
...
5"'{0fNAD 2007
�
JÓN & ÓSKAR SiMl 552 491 O I WWW.JONOGOSKAR.IS
HM Í RÚSSLANDI 2018
4
Tólfan – ómissandi þáttur af heildinni
Þ
að er ekki ofsögum sagt að Tólfan beri nafn sitt svo sannarlega með réttu, því hvaða þjóð eða lið getur státað af að eiga þvílíkan stuðningsmannahóp að það jafnast á við að það sé tólfti maðurinn í liðinum. Hafa meira að segja leikmenn landsliðsins talað um það hversu mikilvægt það er að hafa þennan stuðning Tólfunnar á bak við sig sem gefur þeim auka kraft, hafa þeir haft orð á því að Tólfan sé eins og einn af leikmönnunum.
Þetta er enn ekki búið að ná neinum hápunkti, þetta var ekki hápunkturinn sem gerðist á EM og allt í kringum það, þar sem Tólfan vakti þvílíka athygli með framkomu sinni og viðleitni og varð skyndilega þekktasti, sterkasti og besti stuðningsmannaklúbbur í heimi. Nei, nú er verið að fara á enn stærra svið, sjálfa úrslitakeppni HM, stærsta knattspyrnumót í heimi þar sem milljarða manna munu fylgjast með í öllum heimsálfum. Við hittum á formann Tólfunnar, Benjamín Árna Hallbjörnsson eða Benna Bongó eins og hann er kallaður, og svo einn ötulasta stuðningsmann Tólfunnar og mikinn knattspyrnuspeking, hann Halldór Marteinsson eða Dóra Gameday í Tólfunni, sem jafnframt er einn af spekingum HM-handbókarinnar, og spjölluðum við þá. „Þetta kom rosalega á óvart hvað allir tóku eftir Tólfunni og íslenskum stuðningsmönnum á þessu stóra sviði sem EM var. En við höguðum okkur bara eins og við höfum alltaf gert hér í Laugardalnum, mikil samheldni og mikil gleði, og heiminum fannst þetta „epískt“ það sem var þarna í gangi og virkilega tók eftir þessu. Enginn slagsmál eða læti, bara gleði, allir með og virkileg fjölskyldustemning. Tengslin við leikmennina engu lík, þarna voru fjölskyldur þeirra, ættingjar eða vinir í hópnum hjá okkur upp í stúkunni. En þetta er einmitt málið með þessa sérstöðu sem við höfum Íslendingar, við erum svo lítil þjóð að tengingin er svo mikil að það tengjast allir einhvern veginn,“ segja þeir Benni og Dóri þegar við rifjum upp hvernig stemningin var á EM og hvernig Tólfan sló rækilega í gegn og vakti heimsathygli. Ef við lítum á hvernig ferlið hefur verið á Tólfunni, þá hefur þetta vaxið gífurlega á síðustu 5-6 árum, en hvernig byrjaði þetta allt saman og hvenær var Tólfan stofnuð?
„Tólfan var stofnuð árið 2007 af Styrmi, Benna og nokkrum vöskum sveinum og byrjaði þetta með sæmilegum krafti, og fljótlega vorum við svona 200-300 manna hópur. En málið var að við vorum alltaf settir í s.k. I-hólf í stúkunni og það fór ekki mikið fyrir okkur og heyrðist varla í okkur. Það voru meira að segja dæmi um það að fólk var að sussa á okkur í stúkunni. Þetta byrjaði þegar Eyjólfur Sverrisson var þjálfari og á hann rosalega stórann þátt í Tólfunni en þegar hann hættir og Ólafur Jóhannesson tekur við, þá verða viss kynslóðaskipti í liðinu og árangurinn eftir því. Hafði það svolítil áhrif á Tólfuna og datt svolítið úr þessu hjá okkur um tíma, komu jafnvel ekki nema 20-30 manns á leiki. En svo þegar Lars Lagerbäck og Heimir taka við liðinu 2012, að þá gerist eitthvað og Tólfan springur fram. En hafa ber í huga svona eftir á að hyggja að það sem Óli gerði var gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð landsliðsins því hann lagði grunninn að því landsliði sem eru máttarstólpar í liðinu í dag, tók inn menn eins Kolbein, Gylfa, Aron Einar og fleiri. Og þó að þetta hafi haft áhrif á að Tólfan var ekki eins virk um
tíma, þá skilaði það sér svo sannarlega á komandi tímum eins og við sjáum þar sem aðalhlutverk Óla var að kalla fram grasrótina sem landsliðið er byggt á í dag. Þótt tengslin við Tólfuna hafi ekki verið ýkja mikil. En þegar Lars og Heimir koma þá verður þvílík umbylting. Bæði það að KSÍ leitar á erlend mið með þjálfun landsliðsins og fá þennan mikla reynslubolta sem Lars er sem hafði bæði stýrt sænska landsliðinu og því nígeríska, og fá svo hann Heimir með honum, þennan mikla stemningsbolta sem virkilega kann á hlutina hvernig á peppa mannskapinn upp og virkilega góður í því að mótivera menn í að fara út í verkefnin og hafi trú á því sem þeir eru að gera, gefast aldrei upp, auk þess sem hann er afar klár þjálfari. Þessi dýnamíska tvenna, Lars og Heimir skilaði sér og lyfti Tólfunni á annan stall. Eitt af fyrstu verkum sem þeir gerðu var að horfa upp í stúku til okkar og fóru þeir að spyrjast fyrir um okkur. Náði Tólfan beinni tengingu við þá þegar í stað og fékk einn okkar hringingu frá Lars eða Heimi strax eftir fyrsta leik. Við höfðum þá verið búnir í þó nokkurn tíma áður en þeir
komu reynt að tala við KSÍ um að fá að færa okkur miðsvæðis í stúkunni en án árangurs. En svo er það af eitt fyrstu verkum Lars og Heimis að vekja athygli KSÍ á því hve mikilvægur stuðningurinn er og það komst í gegn að við vorum færðir í stúkuna á móti og vorum þar fyrir miðju. Það sem við köllum Tólfu-hólfið ennþá daginn í dag. Á sama tíma fara góðu úrslitin og árangurinn að detta inn. Lars með þessa heimsklassa fagmennsku á öllum sviðum sem lyfti allri starfseminni í kringum landsliðið á miklu hærri stall. Tólfan fór að stækka jafnt og þétt og árangurinn hélst í hendur við það og var Ísland strax næstum því komin á HM í Brasilíu 2014. Að Lars skuli hafa fengið Heimir með sér, hafði mjög mikla þýðingu, sérstaklega hvað varðar tengslin við Tólfuna og sýnin á það hvað stuðningshópur getur skipt miklu máli. Heimir skildi það upp á hár, hafði verið formaður stuðningsmannaklúbbsins í Eyjum og líka leikmaður og þjálfari, þannig að hann þekkti þetta frá báðum hliðum. Hann byrjaði mjög fljótlega á því að hitta okkur í Tólfunni alltaf fyrir leiki og eiga með okkur töflufundi,
Við sk kiptum um rúður í öllum bílum, litlum sem stórum. Erum nú á tveimur stöðum, Skeifunni 2 og Hyrjarhöfða 9. Skeifan 2 Hyrjarhöffði 9 S: 530 59 900 | poulsen.is
HM Í RÚSSLANDI 2018
fara yfir leikinn, peppa okkur upp og fá pepp frá okkur til baka. Þetta er eitthvað sem virkar og eru fleiri landliðsþjálfarar farnir að gera þetta með okkur og trúum við því að þetta muni viðhaldast eftir daga Heimis sem landsliðsþjálfara. Alveg frábært hvernig hann hefur komið þessu inn og myndað þessi tengsl á milli landsliða Íslands og Tólfunnar.“
Liðsheildin, stuðningurinn og krafturinn
Svo þegar það gerðist að Ísland komst á EM, þá fór Tólfan heldur betur að vaxa er það ekki? „Jú, heldur betur og það var eitt sem við gerðum jöfnum höndum í vaxandi mæli þegar árangurinn var að koma fram á vellinum, að við fórum að hamra á því bæði á facebook, í fjölmiðlum og svo innan okkar félagsskapar; Að nú skulum við hætta að vera áhorfendur, verum stuðningsmenn! Mætum ekki í svörtu flíspeysunni, mætum í bláu, myndum bláa stúku. Gerðum við m.a. á sínum tíma Tólfutreyju og settum hana í framleiðslu, það var miklu ódýrari kostur, því það getur verið dýrt fyrir t.d. fjögurra barna fjölskyldu að kaupa landsliðstreyjur á alla fjölskylduna. Við vildum gera stúkuna bláa. Þegar EM byrjaði var þessu markmiði okkar náð, bæði voru menn mættir á völlinn til að styðja liðið, ekki bara horfa og bláa hafið í stúkunni varð að veruleika. Við munum eftir því þegar við fórum á leikinn á móti Hollandi í Amsterdam, þar sem við nánast tryggðum okkur inn á EM með eftirminnilegum sigri, að þá vorum um 8000 Íslendingar og við í Tólfunni í sakleysi okkar með okkar fána og trommur, en fengum ekki að fara inn með það þar sem við höfðum ekki fengið leyfi fyrir þessu. Þarna öðluðumst við vissa reynslu í alþjóðlegum fótbolta sem stuðningsmenn og kom það sér vel í undirbúningnum fyrir EM. Að vita til
þess að það þarf alltaf að sækja um leyfi um þann varning sem stuðningsmenn taka með sér inn á völlinn til að hvetja liðið sitt. En engu að síður þá voru allir í bláum treyjum og létu mikið fyrir sér fara og kaffærðu alveg hollensku stuðningsmennina. En við tökum það fram að við erum algjörlega fyrst og fremst að styðja landsliðið okkar á jákvæðan hátt, látum andstæðingana eiga sig, erum ekkert að eyða púðri í neikvætt um þá, erum að skemmta okkur og pössum upp á það að vera ekki með nein læti eða leiðindi. Það kemst enginn upp með það, þetta er bara gaman,“ segja þeir Benni og Dóri og leggja áherslu á skemmtanagildi þess að vera í Tólfunni og að fá njóta þess að taka þátt í stemningunni á skemmtilegan hátt og hvetja landsliðin. Það er ákveðin leyndardómur í því að leysa út jákvæða orku á meðal stuðningsmannanna, að láta leikmennina finna fyrir henni með hvatningu og uppörvun, frekar en að vera með einhvern bölmóð, leiðindi og neikvæðni sem getur haft öfug áhrif á leikmennina? „Já, akkúrat, mjög góður punktur, þetta skiptir gríðarlega miklu máli og nokkuð sem við höfum unnið mikið með. Alveg frá upphafi höfum við haft þetta sem markmið og bjóðum við alla velkomna í Tólfuna sem vilja vera með okkur í þessu jákvæða og skemmtilega andrúmslofti. Það skiptir engu máli hvaðan þú ert, í hvaða stöðu þú ert, hvort þú ert brjálaður stuðningsmaður eða rólyndis týpa, feitur, mjór, hár eða lítill, hvaða stjórnmálaflokki þú fylgir eða hvaðeina, það eina sem skiptir máli er að ef þú vilt vera með í að styðja íslenska landsliðið á skemmtilegan og jákvæðan hátt, þá ertu bara Tólfa og einn af hópnum!“ Það eru allir í Tólfunni á leikdag sem taka þátt. Þegar Ísland fór á EM, þá varð algjör umbylting og menn gerðust Tólfur í þúsunda tali á skömmum tíma og flóðgáttirnar opnuðust? „Já, svo sannarlega, þá tók landinn við sér og stórkostlegir hlutir fóru að gerast. Ekki það að þetta hafi verið
neitt lítið fram að því, síður en svo, heldur hafði þetta farið ört vaxandi, en þegar EM byrjaði þá varð sprengja. Þvílík stemning sem myndaðist og samheldnin, okkar fræga húh eða víkingaklapp sló í gegn, áhuginn á landsliðinu óx gífurlega og stemningin á leikjunum hérna heima í beinu framhaldi af því í undankeppni HM er ógleymanleg. Þegar t.d. stúkurnar byrjuðu að kalla sín á milli var alveg magnað, sem gerðist rétt fyrir EM. Við vorum búnir að reyna þetta nokkrum sinnum áður en ekki tekist, en í leikjum í undankeppni EM fór þetta að verða að veruleika. Þetta er mikið búið að vaxa á síðustu árum og er ekkert lát á.“ Já, þetta fór stigvaxandi í undankeppni HM? „Já, heldur betur, það sem var kannski helst til trafala við undankeppnina var hvað þetta voru langsóttir útileikir. Leikirnir við Króatíu og Úkraínu voru spilaðir án áhorfenda og svo að fara til Albaníu þar sem Ísland lék við Kósósvó var eitthvað sem menn vöruðu okkur við að gera, helst ekki fara þangað. Og svo að fara til Tyrklands, það hefði verið miklu betra að fá skemmtilegri mótherja og aðgengilegri útivelli heim að sækja. En
5
heimaleikirnir voru alveg meiriháttar. Sumarleikurinn hérna heima á móti Króatíu í júní 2017, það var gríðarlega eftirminnilegur leikur og „epísk“ stund. Það var frábært veður, feikna stór umgjörð, allir í svo góðu skapi og í svo mikilli stemningu og síðustu 5 mínúturnar, vá, þvílíkt augnablik. Svo má nefna Finnaleikinn, en það var alls ekki góður leikur af okkar hálfu, en á síðustu mínútunum þá fann maður það á sér inn á vellinnum og í stúkunni að það væri eitthvað að fara að gerast. Og svo þegar við jöfnuðum, það var alveg magnað og þeir voru ekki hættir og náðu að skora sigurmarkið. Þó að þetta hafi ekki verið okkar dagur á knattspyrnuvellinum þá var stuðningur okkar alltaf þarna til staðar og erum við alveg vissir um það að þeir fundu það og það gaf þeim auka kraft sem nægði til að knýja fram sigurinn á lokamínútunum. Svona getur stuðningur skipt verulega miklu máli frá tólfta manninum þegar hinir ellefu eru ekki alveg að eiga sinn besta leik.“ Þeir hafa líka sagt það leikmennirnir sjálfir, hvað það er mikilvægt að hafa Tólfuna með og það sem tólfta leikmanninn? „Já, getur skipt miklu máli og er það líka einfalt
6
HM Í RÚSSLANDI 2018
helsti stuðningsmannastaður þar sem við söfnumst alltaf saman fyrir leiki og myndum stemninguna. Kjarni Tólfunnar gæti alveg safnast saman á æfingu og æft saman einhver atriði, en hvort að það svo nái fram að ganga eða ekki verður bara að koma í ljós,“ segir Benni Bongó, formaður Tólfunnar, „en eins og fyrr segir, þetta fæðist allt fram í stemningunni sjálfri, á leikjunum, í stúkunni eða á Ölver. En þetta verður að vera einfalt og auðlært svo allur hópurinn geti smitast af á augabragði eins og t.d. víkingaklappið.“
Benni Bongó, formaður Tólfunnar og Dóri í Tólfunni á góðri stund og meira en vel tilbúnir að vera með sem Tólfti maðurinn á vellinum í Rússlandi.
reikningsdæmi að það er betra að spila 12 á móti 11.“ En nú er þetta að fara að gerast, nú erum við að fara á stóra, stóra sviðið á HM, hvernig haldið þið að þetta verði, náum við upp sömu stemningu eins og þetta var í Frakklandi á EM? „Já, við höfum fulla trú á því, land og þjóð mun svo sannarlega S T Y Ð J A strákana okkar og þeir sem koma til Rússlands og fara á leikina eru ekki komnir þangað bara sem einhverjir áhorfendur, heldur til að taka fullan þátt í öllum stuðningi og það af krafti með Tólfunni og styðja við bakið á íslenska landsliðinu. Við sáum þetta í Frakklandi og líka á EM kvenna, að um leið og kjarninn í Tólfunni byrjar og stuðningurinn fer að láta á sér kræla, þá fylgja allir með og taka þátt í öllu fjörinu. Við trúum því að Þeir sem eru komnir í stúkuna á leikina og eru klæddir í bláa treyju, hvað geta þeir
gert annað en hugsað sem svo; Heyrðu, ég er ekki kominn alla leið hingað til Rússlands á þennan leik til þess eins að sitja og horfa og gera ekki neitt. Þá hefði ég alveg eins getað verið heima hjá mér og horft á leikinn í sjónvarpinu. Nei, ég er kominn hingað til að styðja strákana og taka þátt í hvatningu og stuðningi Tólfunnar sem einn af Tólfunni. Svona á fólk að hugsa og svona hugsaði fólk í Frakklandi enda náðist þessi gríðarlega stemning sem vakti þessa líka miklu
Er Tólfan ekki bjartsýn fyrir HM? „Jú, að sjálfsögðu, við erum að fara á þetta mót til að vinna það! Nei, ég segi svona, en við verðum að átta okkur á einu að íslenska landsliðið er að
klikkar, að þá bara taka því með brosi á vör og vera stolt, þetta er nú enginn smá árangur að ná því að komast alla leið í úrslitakeppni HM. Það má ekki gleyma því að þessi úrslitakeppni er í rauninni lokapunkturinn á löngu ferli, mjög skemmtilegu ferli með frábærum árangri. Við þurfum ekkert að vera drullusvekkt yfir því að tapa á móti Argentínu. Ísland er komið á HM og nú er bara njóta þess og styðja. Svo er líka annað atriði að landslið þurfa ekki bara stuðning þegar gengur vel, heldur miklu frekar þurfa þau styrk og stuðning þegar illa gengur og móti blæs. Það er búið að vera bullandi velgengni á liðinu undanfarið, einskonar góðæri, en segjum sem svo að það komi bakslag með ekki sérstökum árangri á HM, þá þýðir ekkert að hengja haus
skrifa sögu sína inn í knattspyrnusögu heimsins. Þess verður ávallt minnst í knattspyrnusögunni í komandi framtíð að við séum lang minnsta þjóð sem nokkru sinni hefur tekið þátt í úrslitakeppni HM og munum við án efa eiga sér blaðsíðu í þessari sögu bara þess vegna. Og ekki sjáum við fram á að nokkur önnur þjóð muni nokkurn tíma slá þetta met af okkur. Og við getum haldið áfram að koma knattspyrnuheiminum á óvart með því að ná góðum árangri á þessu móti, en þetta getur líka farið á hina hliðina og við skíttöpum öllum leikjunum. Þetta fer svolítið eftir því hvernig hópurinn er stemmdur, er mænan í liðinu heil, verður Gylfi í toppstandi, verður Aron heill, verða leikmennirnir í hópnum í toppstandi og ná toppleikjum, mun stuðningurinn skila sér og þannig mætti lengi telja. Ef þetta allt saman er að fara að ganga upp að þá erum við að fara að ná árangri á þessu móti og það góðum árangri. En ef að allt
og fara eitthvað að væla, frekar að standa saman og styrkjast fyrir næstu keppni sem verður strax í haust þegar Þjóðardeildin hefst og Ísland er þar í efstu deild.“ Já, það var ekki laust við að það væri mikil tilhlökkun hjá þeim Benna og Dóra í Tólfunni fyrir HM og Rússlandsferðinni og var mikið rætt um allskonar þætti hvað varðar íslenska landsliðið, Tólfuna, Rússlandsferðina og bara fótboltann og HM yfir höfuð. Enda fátt skemmtilegra umræðuefni en knattspyrnan, er það ekki? En það var eitt sem þeir félagar vildu benda mönnum á sem koma á leikina í Rússlandi, að mæta á leikina snemma, svona 2-3 klukkutímum fyrir leik. Þannig gætu þau verið vel undirbúin fyrir leikinn, hitað upp með leikmönnunum og verið svo sannarlega klár í slaginn þegar leikur hefst. Það munar um það að gefa strákunum líka stuðning, styrk og hvatningu strax í upphituninni.
heims athygli fyrir samheldni sína og hvernig hópurinn var sem eitt stórt hjarta. Við vonum svo sannarlega að við náum þessari stemningu á HM og jafnvel toppum hana enn frekar. Það er nefnilega eitt í þessu að þó að KSÍ hafi aðeins fengið um 5-6000 miða á hvern leik, þá fengu stuðningsmenn hinna liðanna fleiri. Þannig að það verða tugir þúsunda frá öðrum löndum. Og nú skal ég segja þér eitt, það eru svo rosalega margir einmitt af þessum s.k. hlutlausu áhorfendum sem halda með Íslandi! Við höfum rekið okkur á það víða um heim hvert sem við höfum farið eða verið í sambandi við fólk frá allskonar löndum, allir segjast halda með Íslandi á HM og styðja það. Þannig að það er aldrei að vita nema að Ísland fái stuðning frá meirihluta af þeim áhorfendum sem eru á leikjunum og það yrði æðislegt og gæti skipt miklu máli.“
En segið þið mér eitt, nú þekkja allir Víkingaklappið og önnur hvatningaróp sem þið hafið verið með, verðið þið með einhver ný trix á HM sem verða opinberuð á leikjunum? „Við skulum segja, að höfuðin liggja í bleyti. Að sjálfsögðu er alltaf verið að hugsa eitthvað og reyna að finna upp á einhverju nýju og það eru komnar fram nýjar hugmyndir. En í rauninni þá fæðist þetta yfirleitt í stúkunni á leikdag eða á Ölver, sem er okkar
HM Í RÚSSLANDI 2018
7
14.–17. júní. Innifalin er íslensk fararstjórn með Jóni Jóns og Frikka Dór og gisting á þriggja eða fjögurra stjörnu hóteli. Verð frá:
tripical.is / 519 8900
HM Í RÚSSLANDI 2018
8
A-RIÐILL Úrúgvæ 1. MUSLERA Fernando, Galatasaray SK (TYR) 2. GIMENEZ Jose, Atletico Madrid (SPÁ) 3. GODIN Diego, Atletico Madrid (SPÁ) 4. VARELA Guillermo, CA Penarol (URU) 5. SANCHEZ Carlos, CF Monterrey (MEX) 6. BENTANCUR Rodrigo, Juventus FC (ÍTA) 7. RODRIGUEZ Cristian, CA Penarol (URU) 8. NANDEZ Nahitan, CA Boca Juniors (ARG) 9. SUAREZ Luis, FC Barcelona (SPÁ) 10. DE ARRASCAETA Giorgian, Cruzeiro EC (BRA)
Rússland 11. STUANI Cristhian, Girona FC (SPÁ) 21. CAVANI Edinson, Paris Saint-Germain FC (FRA) 12. CAMPANA Martin, CA Independiente (ARG) 22. CACERES Martin, SS Lazio (ÍTA) 13. SILVA Gaston, CA Independiente (ARG) 23. SILVA Martin, CR Vasco da Gama (BRA) 14. TORREIRA Lucas, UC Sampdoria (ÍTA) 15. VECINO Matias, FC Internazionale (ÍTA) 16. PEREIRA Maximiliano, FC Porto (POR) 17. LAXALT Diego, Genoa CFC (ÍTA) 18. GOMEZ Maximiliano, Celta Vigo (SPÁ) 19. COATES Sebastian, Sporting CP (POR) 20. URRETAVISCAYA Jonathan, CF Monterrey (MEX)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 Heimsmeistarar 4 4 0 0 15:3 1950 Heimsmeistarar 4 3 1 0 15:5 1954 4. Sæti 5 3 0 2 16:9 1962 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:6 1966 8-liða úrslit 4 1 2 1 2:5 1970 4. Sæti 6 2 1 3 4:5 1974 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:6 1986 16-liða úrslit 4 0 2 2 2:8 1990 16-liða úrslit 4 1 1 2 2:5 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 4:5 2010 4. Sæti 7 3 2 2 11:8 2014 16-liða úrslit 4 2 0 2 4:6
Leiðin á HM Bra. Úrú. Arg. Kól. Per. Síl. Par. Ekv. Ból. Ven. Brasilía ---- 2:2 3:0 2:1 3:0 3:0 3:0 2:0 5:0 3:1 Úrúgvæ 1:4 ---- 0:0 3:0 1:0 3:0 4:0 2:1 4:2 3:0 Argentína 1:1 1:0 ---- 3:0 0:0 1:0 0:1 0:2 2:0 1:1 Kólumbía 1:1 2:2 0:1 ---- 2:0 0:0 1:2 3:1 1:0 2:0 Perú 0:2 2:1 2:2 1:1 ---- 3:4 1:0 2:1 2:1 2:2 Síle 2:0 3:1 1:2 1:1 2:1 ---- 0:3 2:1 3:0 3:1 Paragvæ 2:2 1:2 0:0 0:1 1:4 2:1 ---- 2:1 2:1 0:1 Ekvador 0:3 2:1 1:3 0:2 1:2 3:0 2:2 ---- 2:0 3:0 Bólivía 0:0 0:2 2:0 2:3 0:3 1:0 1:0 2:2 ---- 4:2 Venesúela 0:2 0:0 2:2 0:0 2:2 1:4 0:1 1:3 5:0 ----
Lokastaðan Brasilía 18 12 5 1 41:11 41 Úrúgvæ 18 9 4 5 32:20 31 Argentína 18 7 7 4 19:16 28 Kólumbía 18 7 6 5 21:19 27 Perú 18 7 5 6 27:26 26 Síle 18 8 2 8 26:27 26 Paragvæ 18 7 3 8 19:25 24 Ekvador 18 6 2 10 26:29 20 Bólivía 18 4 2 12 16:38 14 Venesúela 18 2 6 10 19:35 12
11. ZOBNIN Roman , FC Spartak Moscow (RÚS) 21. EROKHIN Aleksandr, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 12. LUNEV Andrei, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 22. DZYUBA Artem, FC Arsenal Tula (RÚS) 13. KUDRIASHOV Fedor, FC Rubin Kazan (RÚS) 23. DF SMOLNIKOV Igor, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 14. GRANAT Vladimir, FC Rubin Kazan (RÚS) 15. MIRANCHUK Alexey, FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 16. MIRANCHUK Anton, FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 17. GOLOVIN Aleksandr, CSKA Moscow (RÚS) 18. ZHIRKOV Yury, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 19. SAMEDOV Alexander, FC Spartak Moscow (RÚS) 20. GABULOV Vladimir, Club Brugge KV (BEL)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM Leiðin á HM L S J T M Komust sjálfkrafa sem gestgjafar 1994 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 7:6 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:4 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 2:3
Samtals 3 mót, 9 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli og 5 töp. Markatalan 13:13 Staða á heimslista FIFA:70
Samtals 12 mót, 51 leikur, 20 sigrar, 12 jafntefli og 19 töp. Markatalan 80:71 Staða á heimslista FIFA:14
Egyptaland 1. ESSAM EL HADARY, Al Taawoun FC (KSA) 2. ALI GABR, West Bromwich Albion FC (ENG) 3. AHMED ELMOHAMADY, Aston Villa FC (ENG) 4. OMAR GABER, Los Angeles FC (BAN) 5. SAM MORSY, Wigan Athletic FC (ENG) 6. AHMED HEGAZY, West Bromwich Albion FC (ENG) 7. AHMED FATHI, Al Ahly SC (EGY) 8. TAREK HAMED, Zamalek (EGY) 9. MARWAN MOHSEN, Al Ahly SC (EGY) 10. MOHAMED SALAH, Liverpool FC (ENG)
1. AKINFEEV Igor, CSKA Moscow (RÚS) 2. MARIO FERNANDES, CSKA Moscow (RÚS) 3. KUTEPOV Ilya, FC Spartak Moscow (RÚS) 4. IGNASHEVICH Sergey, CSKA Moscow (RÚS) 5. SEMENOV Andrey, FC Akhmat Grozny (RÚS) 6. CHERYSHEV Denis, Villarreal CF (SPÁ) 7. KUZIAEV Daler, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 8. GAZINSKY Iury, FC Krasnodar (RÚS) 9. DZAGOEV Alan, CSKA Moscow (RÚS) 10. SMOLOV Fedor, FC Krasnodar (RÚS)
Sádí-Arabía 11. KAHRABA, Al-Ittihad FC (KSA) 21. TREZEGUET, Kasimpasa SK (TYR) 12. AYMAN ASHRAF, Al Ahly SC (EGY) 22. AMR WARDA, Atromitos FC (GRi) 13. MOHAMED ABDELSHAFY, Al Fateh FC (KSA) 23. MOHAMED ELSHENAWY, Al Ahly SC (EGY) 14. RAMADAN SOBHY, Stoke City FC (ENG) 15. MAHMOUD HAMDY, Zamalek (EGY) 16. SHERIF EKRAMY, Al Ahly SC (EGY) 17. MOHAMED ELNENY, Arsenal FC (ENG) 18. SHIKABALA, Al Raed SC (KSA) 19. ABDALLA SAID, Kuopion PS (FIN) 20. SAMIR SAAD, Al Ahly SC (EGY)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1934 Voru úr leik efir fyrstu umferð 1 0 0 1 2:4 1990 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 1:2
Leiðin á HM Afríka 3. umferð Egy. Úga. Gan. Kon. Egyptaland ---- 1:0 2:0 2:0 Úganda 1:0 ---- 0:0 1:0 Gana 1:1 0:0 ---- 1:1 Kongó 1:2 1:1 1:5 ----
Lokastaðan Egyptaland 6 4 1 1 Úganda 6 2 3 1 Gana 6 1 4 1 Kongó 6 0 2 4
1. ABDULLAH ALMUAIOUF, Al Hilal SFC (KSA) 2. MANSOUR ALHARBI, Al Ahli SC (KSA) 3. OSAMA HAWSAWI, Al Hilal SFC (KSA) 4. ALI ALBULAYHI, Al Hilal SFC (KSA) 5. OMAR OTHMAN, Al Nassr FC (KSA) 6. MOHAMMED ALBURAYK, Al Hilal SFC (KSA) 7. SALMAN ALFARAJ, Al Hilal SFC (KSA) 8. YAHIA ALSHEHRI, CD Leganés (SPÁ) 9. HATAN BAHBIR, Al Shabab FC (KSA) 10. MOHAMMED ALSAHLAWI, Al Nassr FC (KSA)
11. ABDULMALEK ALKHAIBRI, Al Hilal SFC (KSA) 12. MOHAMED KANNO, Al Hilal SFC (KSA) 13. YASIR ALSHAHRANI, Al Hilal SFC (KSA) 14. ABDULLAH OTAYF, Al Hilal SFC (KSA) 15. ABDULLAH ALKHAIBARI, Al Shabab FC (KSA) 16. HUSSAIN ALMOQAHWI, Al Ahli SC (KSA) 17. TAISEER ALJASSAM, Al Ahli SC (KSA) 18. SALEM ALDAWSARI, Villarreal CF (SPÁ) 19. FAHAD ALMUWALLAD, Levante UD (SPÁ) 20. MUHANNAD ASIRI, Al Ahli SC (KSA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1994 16-liða úrslit 4 2 0 2 5:6 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:7 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 0:12 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:7
08:04 13 03:02 9 07:05 7 05:12 2
Samtals 2 mót, 4 leikir, 0 sigrar, 2 jafntefli og 2 töp. Markatalan 3:6 Staða á heimslista FIFA:45
Leiðin á HM Jap. Sád. Ást. SAF. Íra. Tæl. Japan ---- 2:1 2:0 1:2 2:1 4:0 Sádí-Arabía 1:0 ---- 2:2 3:0 1:0 1:0 Ástralía 1:0 3:2 ---- 2:0 2:0 2:1 SAF 0:2 2:1 0:1 ---- 2:0 3:1 Írak 1:1 1:2 1:1 1:0 ---- 4:0 Tæland 0:2 0:3 2:2 1:1 1:2 ----
21. YASSER ALMOSAILEM, Al Ahli SC (KSA) 22. MOHAMMED ALOWAIS, Al Ahli SC (KSA) 23. DF MOTAZ HAWSAWI, Al Ahli SC (KSA)
Lokastaðan Japan 10 6 2 2 Sádí Arabía 10 6 1 3 Ástralía 10 5 4 1 SAF 10 4 1 5 Írak 10 3 2 5 Tæland 10 0 2 8
17:7 20 17:10 19 16:11 19 10:13 13 11:12 11 6:24 2
Samtals 4 mót, 13 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp. Markatalan 9:32 Staða á heimslista FIFA:67
Spekingar spá í riðlana A-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Ég spái því að Úrúgvæ taki öll stigin úr pottinum í þessum riðli og svo verði það Rússland og Egyptaland sem keppi um annað sætið, bæði lið endi með 4 stig en sigur Rússlands í opnunarleiknum gefi þeim hærri markatölu og komi þeim í 16- liða. Dóri í Tólfunni: Þetta er ekki beint skemmtilegasti riðill sem við höfum séð á stórmóti í fótbolta. Rússarnir reyna að keyra á heimavallastyrknum en það dugir ekki fyrir þá, því miður fyrir Pútín. Það verður fróðlegt að sjá hvort Mo Salah geti haldið áfram á sama skriði og hann hefur verið á í vetur. Ég held hann komi sterkur inn og það skili Egyptum í 2. sæti riðilsins. Úrúgvæ vinnur riðilinn.
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
Eiki Einars: Ég hef verið í þó nokkrum heilabrotum með þennan riðil, hvaða tvö lið komi til með að komast áfram. Þá er ég að tala um baráttu á milli gestgjafanna Rússa, Úrúgvæ og Egypta. Ég hugsa að það verði hlutskipti Rússa að ná öðru sætinu, heimavöllurinn talar svo sterkt. En það verði Úrúgvæar sem fara með sigur af hólmi í þessum riðli, sem verður afar spennandi, nema hvað Sádarnir tapa öllum sínum leikjum. Hallur Hallsson: Rússar í þægilegum riðli, útaf fyrir sig merkilegt. Vladmir Pútin verður sjálfsagt gestur á öllum leikjum og öll rússneska þjóðin fylgist með. Rússar komast áfram en líklega aðeins í 16 liða úrslit, þó hugsanlega 8-liða sem væri magnaður árangur.
Hallur Hallsson
Úrúgvæ með Luiz Suarez í broddi fylkingar er líklega ekki eins sterkt og undanfarin ár, Egyptar með Mo Salah í broddi fylkingar áhugavert lið en líklega vantar breidd. Lára Ómars: Það er ekki alltaf kostur að vera á heimavelli en Rússarnir eiga eftirr að nýta sér það og komast áfram. Egyptar með nýjustu
Lára Ómarsdóttir stórstjörnuna Mo Salah koma á óvart og fara upp. Enn og aftur vonbrigði hjá Úrúgvæ.
HM Í RÚSSLANDI 2018
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 7 1 1 0 9 1
Íbúfen tæklar verkinn
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Íbúfen 400 mg, filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af íbúprófeni. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Lyfið er notað við vægum til meðalmiklum verkjum eins og höfuðverk, einnig mígreni höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum, hita og ýmsum gigtarsjúkdómum s.s. liðbólgusjúkdómum (t.d. iktsýki þ.m.t. barnaiktsýki), hrörnun í liðum (t.d. slitgigt), vefjagigt, öðrum liða- og vöðvasjúkdómum og meiðslum á mjúkvefjum. Takið töflurnar með glasi af vatni með eða eftir mat. Til að auðvelda inntöku eða til að stilla skammta má skipta töflunum í tvo jafna hluta. Ekki skal gefa börnum yngri en 12 ára Íbúfen 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hámarksdagskammtur á ekki að fara yfir 3 töflur (1200 mg). Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga án samráðs við lækni. Unglingar skulu ekki taka Íbúfen í meira en 3 daga án samráðs við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
9
HM Í RÚSSLANDI 2018
10
B-RIÐILL Spánn 1. DE GEA David, Manchester United FC (ENG) 2. CARVAJAL Dani, Real Madrid CF (SPÁ) 3. PIQUE Gerard, FC Barcelona (SPÁ) 4. NACHO, Real Madrid CF (SPÁ) 5. BUSQUETS Sergio, FC Barcelona (SPÁ) 6. INIESTA Andres, FC Barcelona (SPÁ) 7. SAUL, Atletico Madrid (SPÁ) 8. KOKE, Atletico Madrid (SPÁ) 9. RODRIGO, Valencia CF (SPÁ) 10. THIAGO, FC Bayern München (ÞÝS)
Portúgal 11. VAZQUEZ Lucas, Real Madrid CF (SPÁ) 21. SILVA David, Manchester City FC (ENG) 12. ODRIOZOLA Alvaro, Real Sociedad (SPÁ) 22. ISCO, Real Madrid CF (SPÁ) 13. ARRIZABALAGA Kepa, Athletic Bilbao (SPÁ) 23. REINA Pepe, SSC Napoli ÍITA) 14. AZPILICUETA Cesar, Chelsea FC (ENG) 15. RAMOS Sergio, Real Madrid CF (SPÁ) 16. MONREAL Nacho, Arsenal FC (ENG) 17. ASPAS Iago, Celta Vigo (SPÁ) 18. ALBA Jordi, FC Barcelona (SPÁ) 19. COSTA Diego, Atletico Madrid (SPÁ) 20. ASENSIO Marco, Real Madrid CF (SPÁ)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1934 8-liða úrslit 3 1 1 1 04:03 1950 4. Sæti 6 3 1 2 10:12 1962 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 02:03 1966 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 04:05 1978 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 2:2 1982 Komust í milliriðil 5 1 2 2 04:05 1986 8-liða úrslit 5 3 1 1 11:04 1990 16-liða úrslit 4 2 1 1 6:4 1994 8-liða úrslit 5 2 2 1 10:06 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 08:04 2002 8-liða úrslit 5 3 2 0 10:05 2006 16-liða úrslit 4 3 0 1 09:04 2010 Heimsmeistarar 7 6 0 1 08:02 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 04:07
Leiðin á HM Spá. Íta. Alb. Ísr. Mak. Lie. Spánn ---- 3:0 3:0 4:1 4:0 8:0 Ítalía 1:1 ---- 2:0 1:0 1:1 5:0 Albanía 0:2 0:1 ---- 0:3 2:1 2:0 Ísrael 0:1 1:3 0:3 ---- 0:1 2:1 Makedónía 1:2 2:3 1:1 1:2 ---- 4:0 Liechtenstein 0:8 0:4 0:2 0:1 0:3 ----
Lokastaðan Spánn 10 9 1 0 Ítalía 10 7 2 1 Albanía 10 4 1 5 Ísrael 10 4 0 6 Makedónía 10 3 2 5 Liechtenstein 10 0 0 10
1. RUI PATRICIO, Sporting CP (POR) 2. BRUNO ALVES, Rangers FC (SKO) 3. PEPE, Besiktas JK (TYR) 4. MANUEL FERNANDES, FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 5. RAPHAEL GUERREIRO, Borussia Dortmund (ÞÝS) 6. JOSE FONTE, Dalian Yifang FC (KÍN) 7. CRISTIANO RONALDO, Real Madrid CF (SPÁ) 8. JOAO MOUTINHO, AS Monaco (FRA) 9. ANDRE SILVA, AC Milan (ÍTA) 10. JOAO MARIO, West Ham United FC (ENG)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1966 3. Sæti 6 5 0 1 17:8 1986 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:4 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 6:4 2006 4. Sæti 7 4 1 2 7:5 2010 16-liða úrslit 4 1 2 1 7:1 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 4:7
36:3 28 21:8 23 10:13 13 10:15 12 15:15 11 1:39 0
Samtals 14 mót, 59 leikir, 29 sigrar, 12 jafntefli og 18 töp. Markatalan 92:66 Staða á heimslista FIFA: 10
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1970 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:6 1986 16-liða úrslit 4 1 2 1 3:2 1994 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 2:5 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 5:5
Leiðin á HM Por. Svi. Ung. Fær. Let. And. Portúgal ---- 2:0 3:0 5:1 4:1 6:0 Sviss 2:0 ---- 5:2 2:0 1:0 3:0 Ungverjaland 0:1 2:3 ---- 1:0 3:1 4:0 Færeyjar 0:6 0:2 0:0 ---- 0:0 1:0 Lettland 0:3 0:3 0:2 0:2 ---- 4:0 Andorra 0:2 1:2 1:0 0:0 0:1 ----
Lokastaðan Portúgal 10 9 0 Sviss 10 9 0 Ungverjaland 10 4 1 Færeyjar 10 2 3 Lettland 10 2 1 Andorra 10 1 1
1 1 5 5 7 8
32:4 27 23:7 27 14:14 13 4:16 9 7:18 7 2:23 4
Samtals 6 mót, 26 leikir, 13 sigrar, 4 jafntefli og 9 töp. Markatalan 43:29 Staða á heimslista FIFA: 4
Marokkó 1. BOUNOU Yassine, Girona FC (SPÁ) 2. HAKIMI Achraf, Real Madrid CF (SPÁ) 3. MENDYL Hamza, Lille OSC (FRA) 4. DA COSTA Manuel, Istanbul Başakşehir FK (TYR) 5. BENATIA Mehdi, Juventus FC (ÍTA) 6. SAISS Romain, Wolverhampton Wanderers FC (ENG) 7. ZIYACH Hakim, AFC Ajax (HOL) 8. EL AHMADI Karim, Feyenoord Rotterdam (HOL) 9. EL KAABI Ayoub, RS Berkane (MAR) 10. BELHANDA Younes, Galatasaray SK (TYR)
11. BERNARDO SILVA, Manchester City FC (ENG) 21. CEDRIC, Southampton FC (ENG) 12. ANTHONY LOPES, Olympique Lyon (FRA) 22. BETO, Goztepe SK (TYR) 13. RUBEN DIAS, SL Benfica (POR) 23. ADRIEN SILVA, Leicester City FC (ENG) 14. WILLIAM, Sporting CP (POR) 15. RICARDO, FC Porto (POR) 16. BRUNO FERNANDES, Sporting CP (POR) 17. GONCALO GUEDES, Valencia CF (SPÁ) 18. GELSON MARTINS, Sporting CP (POR) 19. MARIO RUI, SSC Napoli (ÍTA) 20. RICARDO QUARESMA, Besiktas JK (TYR)
Íran 11. FAJR Faycal, Getafe CF (SPÁ) 12. EL KAJOUI Monir, CD Numancia (SPÁ) 13. BOUTAIB Khalid, Yeni Malatyaspor (TYR) 14. BOUSSOUFA Mbark, Al Jazira (UAE) 15. AIT BENNASSER Youssef, SM Caen (FRA) 16. AMRABAT Noureddine, CD Leganés (SPÁ) 17. DIRAR Nabil, Fenerbahce SK (TYR) 18. HARIT Amine, FC Schalke 04 (ÞÝS) 19. EN NESYRI Youssef, Malaga CF (SPÁ) 20. BOUHADDOUZ Aziz, FC St. Pauli (ÞÝS)
Leiðin á HM Afríka 3. umferð Mar. Fíl. Gab. Mal. Marokkó ---- 0:0 3:0 6:0 Fílabeinsstr. 0:2 ---- 1:2 3:1 Gabon 0:0 0:3 ---- 0:0 Malí 0:0 0:0 0:0 ----
21. AMRABAT Sofyan, Feyenoord Rotterdam (HOL) 22. TAGNAOUTI Ahmed, IRT Tanger (MAR) 23. CARCELA Mehdi, Standard Liège (BEL)
Lokastaðan Marokkó 6 3 3 0 Fílabeinsstr. 6 2 2 2 Gabon 6 1 3 2 Malí 6 0 4 2
11:0 7:5 2:7 1:9
1. BEIRANVAND Ali, Persepolis FC (IRN) 2. TORABI Mehdi, Saipa Alborz FC (IRN) 3. HAJI SAFI Ehsan, Olympiacos Piraeus FC (GRI) 4. CHESHMI Roozbeh, Esteghlal Tehran FC (IRN) 5. MOHAMMADI Milad, FC Akhmat Grozny (RÚS) 6. EZATOLAHI Saeid, FK Amkar Perm (RÚS) 7. SHOJAEI Masoud, AEK Athens (GRI) 8. POURALIGANJI Morteza, Al Sadd SC (KAT) 9. EBRAHIMI Omid, Esteghlal Tehran FC (IRN) 10. ANSARIFARD Karim, Olympiacos Piraeus FC (GRI)
11. AMIRI Vahid, Persepolis FC (IRN) 21. DEJAGAH Ashkan, Nottingham Forest FC (ENG) 12. MAZAHERI Rashid, Zob Ahan Isfahan FC (IRN) 22. ABEDZADEH Amir, CS Maritimo (POR) 13. KHANZADEH Mohammad Reza, Padideh FC (IRN) 23. REZAEIAN Ramin, KV Oostende (BEL) 14. GHODDOS Saman, IFK Östersund FK (SVÍ) 15. MONTAZERI Pejman, Esteghlal Tehran FC (IRN) 16. GHOOCHANNEJHAD Reza, SC Heerenveen (HOL) 17. TAREMI Mehdi, Al Gharafa SC (KAT) 18. JAHANBAKHSH Alireza, AZ Alkmaar (HOL) 19. HOSSEINI Majid, Esteghlal Tehran FC (IRN) 20. AZMOUN Sardar, FC Rubin Kazan (RÚS)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1978 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:8 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:4 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:6 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:4
12 8 6 4
Samtals 4 mót, 13 leikir, 2 sigrar, 4 jafntefli og 7 töp. Markatalan 12:18 Staða á heimslista FIFA: 41
Leiðin á HM Íran. S-Kór. Sýr. Úsb. Kín. Kat. Íran ---- 1:0 2:2 2:0 1:0 2:0 S-Kórea 0:0 ---- 1:0 2:1 3:2 3:2 Sýrland 0:0 0:0 ---- 1:0 2:2 3:1 Úsbekistan 0:1 0:0 1:0 ---- 2:0 1:0 Kína 0:0 1:0 0:1 1:0 ---- 0:0 Katar 0:1 3:2 1:0 0:1 1:2 ----
Lokastaðan Íran 10 6 4 0 S-Kórea 10 4 3 3 Sýrland 10 3 4 3 Úsbekistan10 4 1 5 Kína 10 3 3 4 Katar 10 2 1 7
10:2 22 11:10 15 9:8 13 6:7 13 8:10 12 8:15 7
Samtals 4 mót, 13 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp. Markatalan 9:32 Staða á heimslista FIFA: 37
Spekingar spá í riðlana B-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Þetta verður spennandi riðill, það er að segja baráttan um fyrsta sætið, og þrátt fyrir að leikur Portúgala og Spánverja verði fyrsti leikur þeirra í riðlinum verður hann að mínu mati úrslitaleikur riðilsins. Ég ætla að segja nokkuð örugglega að Marokkó og Íran fari heim með sitthvort stigið, og ætla að setja Spánverja í fyrsta sætið með fullt hús stiga. Dóri í Tólfunni: Marokkó fékk ekki á sig eitt einasta mark í undankeppninni og Íran hélt hreinu í 9 af 10 leikjum sínum í undankeppni HM. Portúgal vann EM í Frakklandi að miklu leyti út á öflugan varnarleik og Spánverjarnir
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
hafa besta markmann í heimi. Það verður því líklega ekki mikið markaregn í þessum riðli. Spánn og Portúgal ættu þó að komast upp úr þessum riðli, þau eru áberandi bestu liðin. En það verður ekkert endilega auðvelt. Eiki Einars: Þessi riðill verður riðill Spánverja, engin spurning! Kæmi mér ekkert á óvart að þeir vinni alla leikina og þar með riðilinn með fullu húsi stiga. Þeir eiga eftir að ná langt í þessari keppni, ef… heppnin er með þeim. Þeir eru allavega með innistæðuna fyrir því. Portúgal ætti að ná öðru sætinu nokkuð örugglega, en óvænt mótspyrna frá Marokkó gæti alveg sprottið fram. Íran
Hallur Hallsson
á ekki eftir að verða til neinna teljandi vandræða fyrir hin liðin í riðlinum. Hallur Hallsson: Spánn er ekki eins sterkt og undanfarin ár en þó feikisterkt! Allt getur gerst í fótbolta en liðið hefur ekki náð að endurnýjast nægilega og vantar heimsklassa skorara. Portúgal með Christiano Ronaldo í broddi fylkingar gæti orðið Heimsmeistari. Evróputitillinn í Frakklandi 2016 er auðvitað kórónan á glæsilegum ferli. Þetta er síðasta tækifæri Ronaldo til að hampa HM-titli. Ekki orð um Marokkó og Íran.
Lára Ómarsdóttir Lára Ómars: Þessi riðill snýst einungis um hvort Spánn eða Portúgal situr á toppnum. Spánverjar eru hinsvegar með betra lið og vinna riðilinn auðveldlega.
HM Í RÚSSLANDI 2018
11
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 1-6 1. Rússland - Sádí Arabía Andrea Kristjánsdóttir: Ég held að Rússarnir verði í stuði í opnunarleiknum og skori fyrsta markið á fyrstu 15 mínútunum og bæti svo einu við í seinni hálfleik. 2-0. Dóri í Tólfunni: Verulega óspennandi opnunarleikur, verð ég að segja. Var að gæla við að spá markalausu jafntefli, það væri nokkuð viðeigandi. En ég held að Rússarnir taki þetta naumlega, 1-0 fyrir þeim.
á framhaldið. Það lið sem sigrar þennan leik er svo gott sem búið að tryggja sér áframhald í mótinu. Ég hugsa að Úrúgvæ hafi þetta í hörkuleik þar sem mörg mörk verða skoruð, 3-2 fyrir Úrúgvæ. Hallur Hallsson: þarna mætast Mo Salah og Luiz Suárez. Suárez búinn vera eldheitur og egypska þjóðin bókstaflega að fara af límingunum. Salah kemur Egyptum yfir og allt ætlar af göflum að ganga en Suárez jafna undir lokin. Liverpool aðdáendur um allan heim kætast eftir vonbrigðin í Kænugarði.
Eiki Einars: Rússarnir eru á heimavelli og mæta ákveðnir til leiks í opnunarleikinn og vinna hann örugglega með tveimur mörkum, 2-0.
Lára Ómars: 2-1. Mo Salah skorar bæði fyrir Egypta. Hinn Púlarinn á vellinum (reyndar fyrrverandi) skorar fyrir Úrúgvæ. Þ.e.a.s. Suárez
Hallur Hallsson: Rússar sem gestgjafar eru undir mikilli pressu heima fyrir um að standa sig vel. Pútín mætir á völlinn og þjóðin fylgist með full eftirvæntingar; lukka að fyrsti leikur er gegn Sádí Arabíu. Rússar vinna 3-1 og þungu fargi létt af Rússum.
3. Marokkó - Íran
Lára Ómars: 2-0. Þrátt fyrir heimaleikjapressuna vinna Rússar slaka Sáda.
2. Egyptaland - Úrúgvæ Andrea Kristjánsdóttir: Ég ætla að spá Úrúgvæ sigri í þessum leik 1-0. Dóri í Tólfunni: Mo Salah er enn heitur eftir frábært tímabil og skorar eitt mark en Úrúgvæ er með sterkara lið og hefur betur. 1-2 lokastaðan. Eiki Einars: Þetta er leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli upp
Andrea Kristjánsdóttir: Hugsa að þessi leikur verður nokkuð jafn, ég set 1-1 á hann. Dóri í Tólfunni: Tvö lið sem fá ekkert oft á sig mörg mörk. Það verður mögulega smá hiti í leiknum en hann endar samt 0-0. Eiki Einars: Marokkó ætti að taka þennan leik nokkuð örugglega og vinna 3-1. Þeir verða að vinna þennan leik með sem stærstum mun ætli þeir sér að ná því marki sínu að skáka Portúgal og ná öðru sætinu í riðlinum. Hallur Hallsson: Leikur tveggja liða sem ekki miklar væntingar eru til; eitt stórt núll. Lára Ómars: 1-0. Þekki ekki mikið til Íran en hefðin er með Marokkó.
Andrea Kristjánsdóttir
4. Portúgal - Spánn
Dóri í Tólfunni: Fyrirfram er þetta úrslitaleikurinn í riðlinum og allir vita það. Portúgal með einn besta framherja heims en Spánn með besta markmann heims. Segi að Spánverjarnir hafi betur, 1-2. Iniesta er kannski hættur að spila fyrir Barcelona en hann minnir á sig í þessum leik.
Eiki Einars: Frakkarnir mega passa sig á því að vanmeta ekki Ástrala, það getur verið þeim dýrkeypt. En að öllu jöfnu þá vinna þeir þennan leik, en þó ekki nema með einu marki. 1-0 fyrir Frakka.
Eiki Einars: Spánverjar eru með rosalegt lið og eru einu ef ekki tveimur númerum of stórir fyrir Portúgal. Það er bara oft með Spánverja að þeim vantar ekkert, nema bara smá heppni og að hlutirnir nái að ganga upp. Verða oft bara óheppnir í staðinn. En ég held að þetta gangi með þeim núna og þeir vinni Portúgal örugglega 2-0. Hallur Hallsson: Cristiano Ronaldo leiddi Portúgali til EM titils í Frakklandi 2016 og er á hátindi ferilsins ... sigurinn í Kænugarði enn ein rós í hnappagat kappans. Spánverjar ekki sama afl og áður en leiknum lyktar með jafntefli þar sem spilamennska beggja liða veldur vonbrigðum. Lára Ómars: 0-3. Ronaldo er bara ekki nóg fyrir Portúgal. Spánverjar verða öflugir eins og svo oft áður í riðlakeppninni.
5. Frakkland - Ástralía Andrea Kristjánsdóttir: Frakkland
TAPAS+drykkir
Eiki Einars
Dóri í Tólfunni: Þetta verður seint í hættu hjá Frökkunum. Segi að þetta endi 3-0. Mbappé skorar glæsimark. Pogba ætlar líka að koma sterkur inn á þessu móti, stimplar sig inn með marki.
Andrea Kristjánsdóttir: Fyrir mér er þetta úrslitaleikur þessa riðils, það verður mikil barátta og ágætis markaveisla sem endar með sigri Spánverja 3-2.
HAPPY HOUR
Dóri í Tólfunni
tekur þennan leik með 4-1 sigri.
Hallur Hallsson: Miklar væntingar gerðar til Frakka. Griezmann, Pogba og Mbappé skína í þessum leik. Þrátt fyrir óvænta frammistöðu Ástrala þá verða þeir „down-under“ að sætta sig við tap í fimm marka leik. Lára Ómars: 2-0. Auðvelt fyrir Frakka. Griezmann sér um þá down under.
6. Ísland – Argentína Andrea Kristjánsdóttir: Bjartsýni Íslendingurinn í mér vill segja að við rúllum þessum leik upp með einhverjum óútskýrðum krafti… Raunsæin í mér segir annað, en ég er ekki tilbúin að setja tap á þennan leik, við gerðum jafntefli gegn Ronaldo og ég trúi því að við getum gert jafntefli gegn Messi! Þessi leikur verður virkilega erfiður, en þar sem þetta er fyrsti leikur og spennan og viljinn í strákunum í hámarki mun það keyra þá áfram, Argentínumenn skora mark í fyrri hálfleik og við jöfnum í lok leiks. 1-1. Dóri í Tólfunni: Þessi leikur bara! Síðast var það Ronaldo, nú er það
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
Messi. Íslensku víkingarnir eru orðnir vanir því að slátra risum og drekum, segi að þeir byrji aftur á 1-1 jafntefli. Jóhann Berg með iðnaðarmark beint frá Burnley en Argentína nær svo að jafna. Mjög sterkt stig. Eiki Einars: Þá er það leikurinn okkar. Ég hef hugsað um þennan leik alveg frá því það var dregið í riðla 1. desember og hefur gengið á ýmsu. Fyrir hádegi hef ég verið alveg sannfærður um að við vinnum þennan leik, Argentína vanmetur okkur og við náum þvílíkum opnunarleik á HM og fáum 3 stig sem tryggir okkur langleiðina upp úr riðlinum. Þegar fer að líða að hádegi, fer ég að hugsa að þetta verði jafntefli. Og svo þegar fer að líða að kveldi fer ég að óttast að við töpum þessum leik og þegar lengra dregur að við skíttöpum honum, þetta er jú Argentína! En eigum við ekki bara að leyfa morgunmanninum að ráða og segja að við vinnum þennan leik sem hefur þvílíka þýðingu fyrir okkur upp á framhaldið. Argentína er ekki komið í gang. Við vinnum með einu marki. Hallur Hallsson: Mikil eftirvænting á Íslandi og raunar um allan heim. „Litla Ísland“ gegn Messi og félögum! Þetta er síðasta tækifæri Messi til að vinna HM-titil. Og Messi svíkur engan því hann skorar glæsilegt mark um miðjan fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu. Allt virðist stefna í sigur Argentínu uns Gylfi Sigurðsson jafnar á markamínútunni... 83. mínútu; beint úr aukaspyrnu. Messi 1 - Gylfi 1. Lára Ómars: 1-1. Ísland notfærir sér að Argentína er oft lengi í gang á stórmótum. Kári skorar eftir fast leikkerfi.
ALLA DAGA 17–18 Sangría og léttvín í glösum, kokteilar og bjór á krana – á hálfvirði! Patatas bravas 690 kr. Kjúklingavængir Piri Piri 790 kr. Kjúklingastrimlar í chilli-raspi 790 kr. Lambalundir með lakkríssósu 790 kr. Beikonvafin hörpuskel og döðlur 790 kr.
„late dinner“ Á tapasbarnum Eldhúsið okkar er opið
01.00 um helgar og 23.30 virka daga til
TAPASBARINN Vesturgötu 3B | Sími 551 2344 www.tapas.is
HM Í RÚSSLANDI 2018
12
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 7-19 Andrea Kristjánsdóttir
7. Perú - Danmörk Andrea Kristjánsdóttir: Nokkuð jöfn lið en eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið að spá nágrönnum okkar 0-1 sigri í þessum leik. Dóri í Tólfunni: Þetta verður kannski óvænt fyrir einhverja en Perú tekur Danina í þessum leik. 2-1 fyrir þá perúsku. Kantmaðurinn Edison Flores spilar í Danmörku, hann verður peppaður í þennan leik og skorar annað markið, Farfán með hitt. Eriksen skorar fyrir Danina. Eiki Einars: Þetta er úrslitaleikurinn um annað sætið í riðlinum og verið mikið barist. Danirnir munu hafa þetta á eljunni og innbyrða eins marks sigur í hörkuleik. Hallur Hallsson: Danir eru með öflugt lið með Eriksen í broddi fylkingar en liðið veldur vonbrigðum í þessum leik. Perú er, líkt og Íslendingar sáu vestanhafs á árinu, öflugir og kröftugir. Jafntefli, en menn eru sammála um að meira býr í Dönum. Lára Ómars: 2-1. Danir telja sig hafa unnið þennan riðil fyrirfram. Það mun bíta þá í rassinn og Perú skellir þeim flötum.
8. Króatía - Nígería Andrea Kristjánsdóttir: Þessi leikur vafðist aðeins fyrir mér, líklegast vegna þess að þetta eru lið í okkar riðli og vonir um að við förum upp úr riðlinum eru örlítið að trufla. En ég hugsa að Króatar vinni þennan leik 2-0.
Hallur Hallsson: Þarna gerast óvæntir hlutir, Kosta Ríka vinnur Serba 1-0. Lára Ómars: 2-0. Serbar ná ekki að byggja upp stemningu. Það er hinsvegar lítið mál fyrir andstæðinginn sem sigrar á gleðinni.
10. Þýskaland - Mexíkó Andrea Kristjánsdóttir: Þetta verður sigur hjá Þjóðverjum sem ætla sér stóra hluti að vanda á þessu heimsmeistaramóti. 2-0. Dóri í Tólfunni: Mexíkó á alveg spræka leikmenn en þeir eiga lítið í þýsku maskínuna. Spái þýskum sigri, 3-1 lokastaðan. Þýska liðið dreifði sínum mörkum mjög vel í undankeppninni, 21 leikmaður skoraði 43 mörk fyrir Þjóðverja í 10 leikjum. Svo það verða líklega 3 leikmenn sem skora þessi mörk og þeir koma allir til greina. Carlos Vela skorar markið fyrir Mexíkó. Eiki Einars: Þýska seiglan er mætt og lætur ekki að sér hæða. Þrátt fyrir ötula, vinnusama og spriklandi Mexíkóa sem reyna allt til að fá stig úr þessum leik, þá tekst þeim það ekki og Þýskaland vinnur 2-1. Hallur Hallsson: Þýska maskínan hikstar ekki í Rússlandi líkt og forðum í vetrarkulda síðari heimsstyrjaldarinnar. Búmm, búmm, Özil og Kroos, öruggur sigur 2-0. Lára Ómars: 2-0. Þjóðverjar bara vinna. Of góðir fyrir Mexíkó.
Dóri í Tólfunni: Nígería kemur af krafti inn í leikinn en reynsla Króata snýr leiknum þeim í hag. Endar með 2-0 sigri Íslandsvinanna frá Króatíu.
11. Brasilía – Sviss
Eiki Einars: Það kemur best út fyrir okkur að þessi leikur endi með jafntefli og vona ég að svo verði. Ætla ég því að láta óskhyggjuna ráða og spá 1-1 jafntefli.
Dóri í Tólfunni: Sviss er með fínt lið en ég held að Brassarnir komi mjög peppaðir inn í mótið og byrji vel. Spái 3-0 sigri Brasilíu. Rosalega margir sem koma til greina sem markaskorarar hjá Brasilíu. Held að Jesus verði með allavega eitt af þessum mörkum.
Hallur Hallsson: Luka Modric og félagar einfaldlega of sterkir fyrir Nígeríu, 1-0 með marki Mandzukic. Lára Ómars: 1-1. Þetta verður hægur en grófur leikur.
9. Kosta Ríka - Serbía Andrea Kristjánsdóttir: Þessi leikur fer 1-1. Ég giska á að Serbía skori fyrra markið. Dóri í Tólfunni: Þeir kostarísku mæta ofjörlum sínum í spræku, serbnesku liði. Framherjinn Aleksandar Mitrović hefur verið sjóðheitur eftir áramót og skorar bæði mörkin í 0-2 sigri Serbíu. Eiki Einars: Það er oft skemmtilegt að sjá Kosta Ríka spila og gætu þeir verið í baráttunni við Sviss um annað sætið í riðlinum. Kosta Ríka vinnur þennan leik 2-0.
Andrea Kristjánsdóttir: Baráttuleikur sem endar með 1-0 sigri Brasilíu.
Eiki Einars: Brasilía hefur verið mitt uppáhaldslið alveg síðan 1982 þegar þeirra frábæra sambalið kom fram. Ég vona að þeir eigi eftir að ná langt á þessu móti og ef Ísland verða ekki heimsmeistarar að þá verði það þeir. Þeir gætu lent í vandræðum með varnarsinnað lið Sviss sem hafa líka ágætis liði að skipa, en ég ætla að leyfa mér að segja að Brassarnir hafi þetta 2-0. Hallur Hallsson: Brassarnir eru stóra spurningamerkið í þessari keppni. Meiðsli hafa hrjáð Neymar og Jesus svo efasemdir eru uppi í Ríó en samt sem áður of sterkir fyrir Svisslendinga. Lára Ómars: 2-1. Sviss er með hörku lið og kemst yfir. Brassarnir ná þó að sigra með naumindum.
12. Svíþjóð - S-Kórea Andrea Kristjánsdóttir: Svíþjóð er sterkari aðilinn hér og vinnur þetta 2-0. Dóri í Tólfunni: Svíarnir taka þetta með sexkanti. Því miður er enginn Zlatan með í þetta skiptið en einhvers staðar koma mörkin. Spái einu fyrirliðamarki frá miðverðinum Andreas Granqvist og svo einu frá Marcus Berg, 2-0 sigur og sænskar kjötbollur í matinn. Eiki Einars: Sænska skipulagið hefur alltaf mikið að segja og eiga þeir eftir að uppskera eftir því. Sænskur 3-1 sigur. Hallur Hallsson: Sænski stálviljinn of sterkur fyrir S-Kóreu þó engin Zlatan sé á svæðinu, 1-0. Lára Ómars: 1-0, Svíarnir eru góðir og vinna þægilegan sigur.
13. Belgía - Panama Andrea Kristjánsdóttir: Belgar rúlla yfir Panama í þessum leik 3-0.
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
Hallur Hallsson: Svíinn SvenGöran Erikson segir Englendinga of þreytta en Kane, Sterling og Dele Alli, Stones og Walker eru allt öflugir leikmenn á góðum aldri og margir snjallir á leiðinni. Englendingar vinna en efasemdir um liðið áfram. Lára Ómars: 1-3. England mun byrja með látum. Kane með tvö.
15. Kólumbía - Japan Andrea Kristjánsdóttir: Hugsa að þetta verði ekkert rosalega spennandi leikur og spái því að Kólumbía vinni 2-0. Dóri í Tólfunni: Held að þetta verði skemmtilegur riðill. Spái þessum leik 3-1 fyrir Kólumbíu en held að Japan gefi þeim kólumbísku alveg leik allt til enda. Þriðja mark Kólumbíu kemur mögulega í uppbótartíma. Eiki Einars: Ég er svolítið forvitinn að sjá hvernig Kólumbíumenn koma út og hlakkar svolítið til að sjá þá spila. Eru þeir með lið til að gera einhvern usla á þessu móti? Þeir vinna Japan nokkuð öruggt 3-1. Það er næsta víst.
Dóri í Tólfunni: Þægilegur opnunarleikur fyrir öflugt, belgískt lið. Held þeir valti yfir þetta og vinni 4-0. Lukaku er alltaf að fara að stimpla sig inn í þessum leik, De Bruyne og Hazard eru svo líklegir til að koma sér á markalistann með Lukaku.
Hallur Hallsson: Kólumbía einfaldlega of sterkt fyrir Japani, þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra.
Eiki Einars: Belgar eru eitt af þeim liðum sem svo sannarlega má reikna með í baráttunni um titillinn. Erum með frábært lið og verða ekki í nokkrum vandræðum með Panama og vinna stórsigur 5-0.
Andrea Kristjánsdóttir: Ég held að þetta verði ekki auðveldur leikur fyrir Pólland og held að Senegal komi á óvart, ég giska á 1-1.
Hallur Hallsson: Belgar eru komnir í fremstu röð í heiminum með De Bruyne, Hazard, Lukaku og kaftein Kompany. Valinn maður í hverju rúmi og félagarnir De Bruyne, Hazard og Lukaku allir með mark í 3-0 sigri. Lára Ómars: 2-0, Hazard sér um Panama.
14. Túnis - England Andrea Kristjánsdóttir: England rétt hefur þetta með einu marki gegn engu. Dóri í Tólfunni: Það er sérstakt vibe yfir enska liðinu í þetta skipti. Hafa þeir trú eða ekki? Það er verið að prófa nýja hluti, sem er jákvætt. En samt er stutt í neikvæðni og sálrænt hrun. Þetta verður enskur sigur en líklega of tæpur fyrir flesta. 1-0 sigur fyrir England, Kane með sigurmarkið sem gleður þó einhverja. Eiki Einars: Jæja, þá hefja Englendingar leik. Hvernig skyldi þeim vegna í ár? Eru þeir með lið til að gera eitthvað? Þeir ná allavega að vinna Túnis, annað yrði nú bara þvílíkt ástand! England vinnur, en verða að hafa fyrir því, 2-1.
Lára Ómars: 2-1 fyrir Kólumbíu.
16. Pólland - Senegal
Dóri í Tólfunni: Senegal er með áhugavert lið og ég held að Sadio Mané komi inn í þetta mót með látum og skori mark. En Pólland er með gott lið líka og hefur Lewandowski þarna í liðinu. Hann kemur væntanlega hungraður inn í þetta mót, enda á hann enn eftir að sanna sig á þessu sviði, lokamóti með landsliði. Hann setur 2 og Mané 1, það endar þannig. 2-1 fyrir Pólland. Eiki Einars: Ég hélt að það væri mikill uppgangur hjá Póllandi og þeir væru að fara verða lið sem marktakandi væri á. En er farinn að efast svolítið um þá, gætu lent í basli og baráttu í þessum riðli og þá akkúrat við Senegal um annað sætið í riðlinum. Ég ætla spá jafntefli í þessum leik 2-2. Hallur Hallsson: Lewandowski með mark strax á þriðju mínútu og Senegalar eiga ekki svar við þokkalega sterku liði Póllands. Lára Ómars: 1-1, Mané og Lewandowski skora mörkin.
17. Rússland – Egyptaland Andrea Kristjánsdóttir: Mér finnst líklegt að í þessum riðli verði baráttan um annað sætið á milli þessara liða, og þessi leikur verði því hörkuleikur sem endi í 2-2.
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
Dóri í Tólfunni: Rússarnir fá ekkert gefins á móti Mo Salah og félögum. Salah setur sigurmarkið, í miklum baráttuleik. Það verður ekkert endilega fallegasta mark mótsins, mögulega einhver barningur eða bara hreinlega vítaspyrna. En mark er mark og sigur er sigur, Egyptarnir fagna þessu engu að síður. 0-1, egypskur sigur. Eiki Einars: Ja nú reynir á Rússana og er þetta spurning um áframhald í keppninni. Þetta verður hörkuleikur þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútunum og Rússland hefur þetta með einu marki. Hallur Hallsson: Leikur þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Þrátt fyrir Salah í fremstu víglínu Egypta þá ná heimamenn að knýja fram sigur. Lára Ómars: 1-1, hörkuleikur sem endar með jafntefli.
18. Portúgal - Marokkó Andrea Kristjánsdóttir: Evrópumeistararnir valta yfir Marokkó í þessum leik, 3-1 fyrir Portúgal. Dóri í Tólfunni: Portúgal er með öflugt lið, eins og á EM í Frakklandi. En líkt í þeirri sömu keppni þá eru þeir hægir í gang og ekkert endilega mikið í markaskorun, þrátt fyrir Ronaldo. Marokkó er með þétt lið, fékk ekki á sig eitt einasta mark í undankeppninni. Held að þessi leikur endi 1-1, Ronaldo skorar fyrir Portúgal en Khalid Boutaïb skorar mark Marokkómanna. Eiki Einars: Portúgal er langt frá því að vera öruggt með sigur í þessum leik. Það verður barist frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu og reynsla Portúgala vegur þungt og þeir innbyrða sigur á síðustu mínútum leiksins. Hallur Hallsson: Ronaldo leikur á alls oddi með hat-trick gegn N-Afríkumönnunum frá Marokkó. Lára Ómars: 2-1. Í þetta sinn dugar að hafa Ronaldo.
19. Úrúgvæ - Sádí Arabía Andrea Kristjánsdóttir: Ég ætla að tippa á að þetta verði markaveisla, fyrir Úrúgvæ það er að segja, 4-0 fyrir þeim. Dóri í Tólfunni: Þetta verður bara rúst. Sádí Arabía á ekki séns í sóknarkraft Úrúgvæa. Það er mögulega þrenna í þessum leik, annað hvort frá Cavani eða Suárez. Þessi leikur endar allavega 4-0 fyrir Úrúgvæ. Eiki Einars: Einhvern veginn held ég að þetta verði býsna létt fyrir Úrúgvæ og þeir vinni leikinn með þremur mörkum 3-0. Hallur Hallsson: Aftur er Suárez á skotskónum og Sádar eiga ekki svar. Lára Ómars: 2-0, auðvelt fyrir Úrúgvæ.
Formúla 1 gæðabón sem þú verður að prófa. Fer virkilega vel með bílinn þinn. Skeifan 2 Hyrjarhöffði 9 S: 530 59 900 | poulsen.is
VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTII
Ð ÍSLENSKA HM ÚRIÐ WORLD CUP MMXVIII úrið er hannað í tilefni af glæsilegum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir tryggðu sér sæti á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn í sögunni. Úrið er framleitt í takmörkuðu upplagi á úrsmíðaverkstæði Gilb berts Ó. Guðjónssonar og eru aðeins 300 númeruð úr í boði. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur faggmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verrkstæði okkar. Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flesttir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á veefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.
www.jswatch.com
HM Í RÚSSLANDI 2018
14
C-RIÐILL Frakkland 1. LLORIS Hugo, Tottenham Hotspur FC (ENG) 2. PAVARD Benjamin, VfB Stuttgart (ÞÝS) 3. KIMPEMBE Presnel, Paris Saint-Germain FC (FRA) 4. VARANE Raphael, Real Madrid CF (SPÁ) 5. UMTITI Samuel, FC Barcelona (SPÁ) 6. POGBA Paul, Manchester United FC (ENG) 7. GRIEZMANN Antoine, Atletico Madrid (SPÁ) 8. LEMAR Thomas, AS Monaco (FRA) 9. GIROUD Olivier, Chelsea FC (ENG) 10. MBAPPE Kylian, Paris Saint-Germain FC (FRA)
Danmörk 11. DEMBELE Ousmane, FC Barcelona (SPÁ) 21. HERNANDEZ Lucas, Atletico Madrid (SPÁ) 12. TOLISSO Corentin, FC Bayern München (ÞÝS) 22. MENDY Benjamin, Manchester City FC (ENG) 13. KANTE Ngolo, Chelsea FC (ENG) 23. AREOLA Alphonse, Paris Saint-Germain FC (FRA) 14. MATUIDI Blaise, Juventus FC (ÍTA) 15. NZONZI Steven, Sevilla FC (SPÁ) 16. MANDANDA Steve, Olympique Marseille (FRA) 17. RAMI Adil, Olympique Marseille (FRA) 18. FEKIR Nabil, Olympique Lyon (FRA) 19. SIDIBE Djibril, AS Monaco (FRA) 20. THAUVIN Florian, Olympique Marseille (FRA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:3 1934 Fyrsta umferð 1 0 0 1 2:3 1938 8-liða úrslit 2 1 0 1 4:4 1954 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 1 0 1 3:3 1958 3. Sæti 6 4 0 2 23:15 1966 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:5 1978 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 5:5 1982 4. Sæti 7 3 2 2 16:12 1986 3. Sæti 7 4 2 1 12:6 1998 Heimsmeistarar 7 6 1 0 15:2 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 0:3 2006 2. Sæti 7 4 3 0 9:3 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:4 2014 8-liða úrslit 5 3 1 1 10:3
Leiðin á HM Fra. Sví. Hol. Búl. Lúx. Hví. Frakkland ---- 2:1 4:0 4:1 0:0 2:1 Svíþjóð 2:1 ---- 1:1 3:1 8:0 4:0 Holland 0:1 2:0 ---- 3:1 5:0 4:1 Búlgaría 0:1 3:2 2:0 ---- 4:3 1:0 Lúxemborg 1:3 0:1 1:3 1:1 ---- 1:0 Hvíta Rússl. 0:0 0:4 1:3 2:1 1:1 ----
Lokastaðan Frakkland 10 7 2 1 Svíþjóð 10 6 1 3 Holland 10 6 1 3 Búlgaría 10 4 1 5 Lúxemborg 10 1 3 6 Hvíta Rússl. 10 1 2 7
18:6 23 26:9 19 21:12 19 14:19 13 8:26 6 6:21 5
Samtals 14 mót, 59 leikir, 28 sigrar, 12 jafntefli og 19 töp. Markatalan 106:71 Staða á heimslista FIFA: 7
1. SCHMEICHEL Kasper, Leicester City FC (ENG) 2. KROHN-DEHLI Michael, Deportivo La Coruña (SPÁ) 3. VESTERGAARD Jannik, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 4. KJAER Simon, Sevilla FC (SPÁ) 5. KNUDSEN Jonas, Ipswich Town FC (ENG) 6. CHRISTENSEN Andreas Chelsea FC (ENG) 7. KVIST William FC Kobenhavn (DAN) 8. DELANEY Thomas, Werder Bremen (ÞÝS) 9. JORGENSEN Nicolai, Feyenoord Rotterdam (HOL) 10. ERIKSEN Christian, Tottenham Hotspur FC (ENG)
11. BRAITHWAITE Martin, FC Girondins Bordeaux (FRA) 21. CORNELIUS Andreas, Atalanta Bergamo (ÍTA) 12. DOLBERG Kasper, AFC Ajax (HOL) 22. RONNOW Frederik, Brondby IF (DAN) 13. JORGENSEN Mathias, Huddersfield Town FC (ENG) 23. SISTO Pione, Celta Vigo (SPÁ) 14. DALSGAARD Henrik, Brentford FC (ENG) 15. FISCHER Viktor, FC Kobenhavn (DAN) 16. LOSSL Jonas, Huddersfield Town FC (ENG) 17. STRYGER LARSEN Jens, Udinese Calcio (ÍTA) 18. LERAGER Lukas, FC Girondins Bordeaux (FRA) 19. SCHONE Lasse, AFC Ajax (HOL) 20. POULSEN Yussuf Yurary, RB Leipzig (ÞÝS)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1986 16-liða úrslit 4 3 0 1 10:6 1998 8-liða úrslit 5 2 1 2 9:7 2002 16-liða úrslit 4 2 1 1 5:5 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 3:6
Leiðin á HM Pól. Dan. Sva. Rúm. Arm. Kas. Pólland ---- 3:2 4:2 3:1 2:1 3:0 Danmörk 4:0 ---- 0:1 1:1 1:0 4:1 Svarfj.land 1:2 0:1 ---- 1:0 4:1 5:0 Rúmenía 0:3 0:0 1:1 ---- 1:0 3:1 Armenía 1:6 1:4 3:2 0:5 ---- 2:0 Kasakstan 2:2 1:3 0:3 0:0 1:1 ----
Lokastaðan Pólland 10 8 1 1 Danmörk 10 6 2 2 Svartfj.land 10 5 1 4 Rúmenía 10 3 4 3 Armenía 10 2 1 7 Kasakstan 10 0 3 7
28:14 25 20:8 20 20:12 16 12:20 13 10:26 7 6:26 3
Danmörk þurfti að fara í umspil við Írland Danmörk – Írland 0:0 Írland – Danmörk 1:5
Samtals 4 mót, 16 leikir, 8 sigrar, 2 jafntefli og 6 töp. Markatalan 27:24 Staða á heimslista FIFA: 12
Ástralía
Perú
1. RYAN Mathew, Brighton & Hove Albion FC (ENG) 2. DEGENEK Milos, Yokohama F-Marinos (JPN) 3. MEREDITH James, Millwall FC (ENG) 4. CAHILL Tim, Millwall FC (ENG) 5. MILLIGAN Mark, Al Ahli SC (KSA) 6. JURMAN Matthew, Suwon Samsung Bluewings FC (KOR) 7. LECKIE Mathew, Hertha BSC (ÞÝS) 8. LUONGO Massimo, Queens Park Rangers FC (ENG) 9. JURIC Tomi, FC Luzern (SUI) 10. KRUSE Robbie, VfL Bochum (ÞÝS)
21. PETRATOS Dimitrios, Newcastle United Jets FC 1. GALLESE Pedro , CD Tiburones Rojos de Veracruz (MEX) 11. NABBOUT Andrew, Urawa Reds (JPN) 2. RODRIGUEZ Alberto, Atletico Junior (KÓL) 12. JONES Brad Feyenoord Rotterdam (HOL) (ÁST) 3. CORZO Aldo, Universitario Lima (PER) 13. MOOY Aaron, Huddersfield Town FC (ENG) 22. IRVINE Jackson, Hull City FC (ENG) 4. SANTAMARIA Anderson, Puebla FC (MEX) 23. ROGIC Tom, Celtic FC (SKO) 14. MacLAREN Jamie, Hibernian FC (SKO) 5. ARAUJO Miguel, Alianza Lima (PER) 15. JEDINAK Mile, Aston Villa FC (ENG) 6. TRAUCO Miguel, CR Flamengo (BRA) 16. BEHICH Aziz, Bursaspor (TYR) 7. HURTADO Paolo, Vitoria Guimaraes (POR) 17. ARZANI Daniel, Melbourne City FC (ÁST) 8. CUEVA Christian, Sao Paulo FC (BRA) 18. VUKOVIC Danny, KRC Genk (BEL) 9. GUERRERO Paolo, CR Flamengo (BRA) 19. RISDON Joshua, WS Wanderers FC (ÁST) 10. FARFAN Jefferson, FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 20. SAINSBURY Trent, Grasshopper Club (SUI)
11. RUIDIAZ Raul, CA Monarcas Morelia (MEX) 21. CARVALLO Jose, Universidad Técnica de 12. CACEDA Carlos, Deportivo Municipal (PER) Cajamarca (PER) 13. TAPIA Renato, Feyenoord Rotterdam (HOL) 22. LOYOLA Nilson, FBC Melgar (PER) 14. POLO Andy, Portland Timbers (BAN) 23. AQUINO Pedro, Lobos BUAP (MEX) 15. RAMOS Christian, CD Tiburones Rojos de Veracruz (MEX) 16. CARTAGENA Wilder, CD Tiburones Rojos de Veracruz (MEX) 17. ADVINCULA Luis, Lobos BUAP (MEX) 18. CARRILLO Andre, Watford FC (ENG) 19. YOTUN Yoshimar, Orlando City SC (BAN) 20. FLORES Edison, Aalborg BK (DEN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1974 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 0:5 2006 16-liða úrslit 4 1 1 2 5:6 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 3:6 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 3:9
Leiðin á HM Jap. Sád. Ást. SAF. Íra. Tæl. Japan ---- 2:1 2:0 1:2 2:1 4:0 Sádí-Arabía 1:0 ---- 2:2 3:0 1:0 1:0 Ástralía 1:0 3:2 ---- 2:0 2:0 2:1 SAF 0:2 2:1 0:1 ---- 2:0 3:1 Írak 1:1 1:2 1:1 1:0 ---- 4:0 Tæland 0:2 0:3 2:2 1:1 1:2 ----
Leiðin á HM Bra. Úrú. Arg. Kól. Per. Brasilía ---- 2:2 3:0 2:1 3:0 Úrúgvæ 1:4 ---- 0:0 3:0 1:0 Argentína 1:1 1:0 ---- 3:0 0:0 Kólumbía 1:1 2:2 0:1 ---- 2:0 Perú 0:2 2:1 2:2 1:1 ---Síle 2:0 3:1 1:2 1:1 2:1 Paragvæ 2:2 1:2 0:0 0:1 1:4 Ekvador 0:3 2:1 1:3 0:2 1:2 Bólivía 0:0 0:2 2:0 2:3 0:3 Venesúela 0:2 0:0 2:2 0:0 2:2
Samtals 4 mót, 13 leikir, 2 sigrar, 3 jafntefli og 8 töp. Markatalan 11:26 Staða á heimslista FIFA: 36
Lokastaðan Japan 10 6 2 2 Sádí Arabía 10 6 1 3 Ástralía 10 5 4 1 SAF 10 4 1 5 Írak 10 3 2 5 Tæland 10 0 2 8
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 0 0 2 1:4 1970 8-liða úrslit 4 2 0 2 9:9 1978 Milliriðlar 6 2 1 3 7:12 1982 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 2:6
17:7 20 17:10 19 16:11 19 10:13 13 11:12 11 6:24 2
Ástralía þurfti að fara í umspil, fyrst við Sýrland. Sýrland-Ástralía 1-1 1:1 Ástralía-Sýrland 2-1 e. framl. Síðan þurftu þeir að fara í umspil við Hondúras. Hondúras-Ástralía 0-0 0-0 Ástralía-Hondúras 3-1 3-1
Síl. Par. Ekv. Ból. Ven. 3:0 3:0 2:0 5:0 3:1 3:0 4:0 2:1 4:2 3:0 1:0 0:1 0:2 2:0 1:1 0:0 1:2 3:1 1:0 2:0 3:4 1:0 2:1 2:1 2:2 ---- 0:3 2:1 3:0 3:1 2:1 ---- 2:1 2:1 0:1 3:0 2:2 ---- 2:0 3:0 1:0 1:0 2:2 ---- 4:2 1:4 0:1 1:3 5:0 ----
Lokastaðan Brasilía 18 12 5 1 41:11 41 Úrúgvæ 18 9 4 5 32:20 31 Argentína 18 7 7 4 19:16 28 Kólumbía 18 7 6 5 21:19 27 Perú 18 7 5 6 27:26 26 Síle 18 8 2 8 26:27 26 Paragvæ 18 7 3 8 19:25 24 Ekvador 18 6 2 10 26:29 20 Bólivía 18 4 2 12 16:38 14 Venesúela 18 2 6 10 19:35 12
Samtals 4 mót, 15 leikir, 4 sigrar, 3 jafntefli og 8 töp. Markatalan 19:31 Staða á heimslista FIFA: 11
Spekingar spá í riðlana C-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Í þessum riðli erum við með þrjú sterk lið, og ég held það sé ekki spurning að Frakkar sigri þennan riðil. Annað sætið er hins vegar ekki eins augljóst, bæði Perú og Danmörk eiga séns en ég spái því að Danmörk taki annað sætið, sendi Perú og Ástalíu heim. Dóri í Tólfunni: Margir spá Dönum upp úr þessum riðli en ég hef trú á Perú. Perú hefur verið á góðu skriði upp á síðkastið og mætir með sjálfstraust inn í þetta mót. Frakkarnir eru þó besta liðið og vinna riðilinn
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
en ég segi að Perú fylgi þeim upp úr riðlinum. Eiki Einars: Þetta er skemmtilegur riðill sem getur boðið upp á óvæntar uppákomur og úrslit eftir því. Það skal enginn útiloka Perú, þeir geta alveg unnið þess vegna öll liðin í riðlinum á góðum degi. Það verður gaman að fylgjast með Dönum, hvort að þetta verði þeirra mót, en þeir gætu verið í baráttunni um toppsæti riðilsins en líka, ef þeir ná ekki að koma sér í gírinn, að enda í þriðja sætinu og fara heim. Ástralía getur bitið frá sér og stolið
Hallur Hallsson
stigum og má alls ekki vanmeta þá, það gæti orðið dýrkeypt þegar upp yrði staðið. En þeir komast ekki upp úr riðlinum, það er næsta víst. Líklegast verða það Frakkar og Danir sem fara áfram úr þessum riðli og Frakkarnir sigri riðilinn, en það er aldrei að vita hvað á eftir að koma út úr Frökkum á þessu móti, hvort þeir springi út og verði í baráttunni um titillinn eða geri ekki neitt. Hallur Hallsson: Frakkar gætu slegið í gegn. Það er meiri samstaða innan hópsins og ungir og frískir leikmenn
Lára Ómarsdóttir gætu slegið í gegn; Griezmann er á hátindi ferilis síns og Pogba og Mbappé stórt spurningamerki. Gætu farið alla leið en fara líklega ekki nema í 8-liða úrslit. Danir með Eriksen, eru með þokkalegt lið en ekki nógu gott til að éta hákarla HM. Perú og Ástralíu er fátt um að segja; slást um þriðja sætið. Lára Ómars: Danir eru sigurvissir og hafa mikið pælt í því hverjir mótherjarnir verða í 16 liða úrslitum. Það kemur þeim um koll. Perú mun koma á óvart og fara með Frökkum áfram.
TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • TONASTODIN.IS
HM Í RÚSSLANDI 2018
16
D-RIÐILL Argentína
Ísland Leikir
1. GUZMAN Nahuel, Tigres UANL (MEX) 2. MERCADO Gabriel, Sevilla FC (SPÁ) 3. TAGLIAFICO Nicolas, AFC Ajax (HOL) 4. ANSALDI Cristian, Torino FC (ÍTA) 5. BIGLIA Lucas, AC Milan (ÍTA) 6. FAZIO Federico, AS Roma (ÍTA) 7. BANEGA Ever, Sevilla FC (SPÁ) 8. ACUNA Marcos, Sporting CP (POR) 9. HIGUAIN Gonzalo, Juventus FC (ÍTA) 10. MESSI Lionel, FC Barcelona (SPÁ) 11. DI MARIA Angel, Paris Saint-Germain FC (FRA) 12. ARMANI Franco, CA River Plate (ARG)
1 Mark
13. MEZA Maximilian, CA Independiente (ARG) 14. MASCHERANO Javier, Hebei China Fortune FC (KÍN) 15. LANZINI Manuel, West Ham United FC (ENG) 16. ROJO Marcos, Manchester United FC (ENG) 17. OTAMENDI Nicolas, Manchester City FC (ENG) 18. SALVIO Eduardo, SL Benfica (POR) 19. AGUERO Sergio, Manchester City FC (ENG) 20. LO CELSO Giovani , Paris Saint-Germain FC (FRA) 21. DYBALA Paulo, Juventus FC (ÍTA) 22. PAVON Cristian, CA Boca Juniors (ARG) 23. CABALLERO Wilfredo, Chelsea FC (ENG)
2 Vörn 3 Vörn 4 Sókn 5 Vörn 6 Vörn 7 Miðja 8 Miðja
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 2. Sæti 5 4 0 1 18:9 1934 Fyrsta umferð 1 0 0 1 2:3 1958 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 5:10 1962 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 2:3 1966 8-liða úrslit 4 2 1 1 4:2 1974 Milliriðlar 6 1 2 3 9:12 1978 Heimsmeistarar 7 5 1 1 15:4 1982 Milliriðlar 5 2 0 3 8:7 1986 Heimsmeistarar 7 6 1 0 14:5 1990 2. Sæti 7 2 3 2 5:4 1994 16-liða úrslit 4 2 0 2 8:6 1998 8-liða úrslit 5 3 1 1 10:4 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 2:2 2006 8-liða úrslit 5 3 2 0 11:3 2010 8-liða úrslit 5 4 0 1 10:6 2014 2. Sæti 7 5 1 1 8:4 Lokastaðan Brasilía 18 12 5 1 Úrúgvæ 18 9 4 5 Argentína 18 7 7 4 Kólumbía 18 7 6 5 Perú 18 7 5 6
41:11 41 32:20 31 19:16 28 21:19 27 27:26 26
Síle 18 8 Paragvæ 18 7 Ekvador 18 6 Bólivía 18 4 Venesúela 18 2
Leiðin á HM Bra. Úrú. Arg. Kól. Per. Síl. Par. Ekv. Ból. Ven. Brasilía ---- 2:2 3:0 2:1 3:0 3:0 3:0 2:0 5:0 3:1 Úrúgvæ 1:4 ---- 0:0 3:0 1:0 3:0 4:0 2:1 4:2 3:0 Argentína 1:1 1:0 ---- 3:0 0:0 1:0 0:1 0:2 2:0 1:1 Kólumbía 1:1 2:2 0:1 ---- 2:0 0:0 1:2 3:1 1:0 2:0 Perú 0:2 2:1 2:2 1:1 ---- 3:4 1:0 2:1 2:1 2:2 Síle 2:0 3:1 1:2 1:1 2:1 ---- 0:3 2:1 3:0 3:1 Paragvæ 2:2 1:2 0:0 0:1 1:4 2:1 ---- 2:1 2:1 0:1 Ekvador 0:3 2:1 1:3 0:2 1:2 3:0 2:2 ---- 2:0 3:0 Bólivía 0:0 0:2 2:0 2:3 0:3 1:0 1:0 2:2 ---- 4:2 Venesúela 0:2 0:0 2:2 0:0 2:2 1:4 0:1 1:3 5:0 ---Samtals 16 mót, 77 leikir, 42 sigrar, 14 jafntefli og 21 tap. Markatalan 131:84 Staða á heimslista FIFA:5
9 Sókn 10 Miðja Leiðin á HM Ísl. Kró. Úkr. Ísland ---- 1:0 2:0 Króatía 2:0 ---- 1:0 Úkraína 1:1 0:2 ---Tyrkland 0:3 1:0 2:2 Finnland 1:0 0:1 1:2 Kósóvó 1:2 0:6 0:2 Lokastaðan Ísland 10 7 1 2 Króatía 10 6 2 2 Úkraína 10 5 2 3 Tyrkland 10 4 3 3 Finnland 10 2 3 5 Kósóvó 10 0 1 9
Fin. Kós. 3:2 2:0 1:1 1:0 1:0 3:0 2:0 2:0 ---- 1:1 0:1 ----
16:7 22 15:4 20 13:9 17 14:13 15 9:13 9 3:24 3
11 Sókn 12 Mark
13 Mark 14 Vörn 15 Vörn 16 Miðja 17 Miðja 18 Vörn 19 Miðja 20 Miðja 21 Miðja
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM 22 Sókn Hafa aldrei fyrr leikið í úrslitakeppni HM
2 8 26:27 26 3 8 19:25 24 2 10 26:29 20 2 12 16:38 14 6 10 19:35 12
23 Vörn
48
0
Randers
78
1
Valur
3
0
Vålerenga
4
3
PSV Eindhoven
18
3
Rostov
75
3
Rostov
65
7
Burnley
65
9
Aston Villa
10
1
Rostov
55
18
Everton
45
11
FC Augsburg
3
0
Roskilde
3
0
Nordsjælland
65
4
Aberdeen
9
1
Levski Sofia
35
1
Kardemir Karabükspor
77
2
Cardiff City
15
2
Bristol City
45
3
SV Sandhausen
62
1
Udinese
18
5
Malmö
36
2
Reading
54
0
Lokeren
Staða á heimslista FIFA:22
Króatía 1. LIVAKOVIC Dominik, GNK Dinamo Zagreb (KRÓ) 2. VRSALJKO Sime, Atletico Madrid (SPÁ) 3. STRINIC Ivan, UC Sampdoria (ÍTA) 4. PERISIC Ivan, FC Internazionale (ITA) 5. CORLUKA Vedran, FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 6. LOVREN Dejan, Liverpool FC (ENG) 7. RAKITIC Ivan, FC Barcelona (SPÁ) 8. KOVACIC Mateo, Real Madrid CF (SPÁ)
Tyr. 2:0 1:1 2:0 ---2:2 1:4
Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Samúel Friðjónsson Albert Guðmundsson Sverrir Ingi Ingason Ragnar Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson Birkir Bjarnason Björn Bergmann Sigurðarson Gylfi Sigurðsson Alfreð Finnbogason Frederik Schram Rúnar Alex Rúnarsson Kári Árnason Hólmar Örn Eyjólfsson Ólafur Ingi Skúlason Aron Gunnarsson (captain) Hörður Björgvin Magnússon Rúrik Gíslason Emil Hallfreðsson Arnór Ingvi Traustason Jón Daði Böðvarsson Ari Freyr Skúlason
Mörk Félagslið
Nígería 9. KRAMARIC Andrej, TSG 1899 Hoffenheim (ÞÝS) 10. MODRIC Luka, Real Madrid CF (SPÁ) 11. BROZOVIC Marcelo, FC Internazionale (ÍTA) 12. KALINIC Lovre, KAA Gent (BEL) 13. JEDVAJ Tin, Bayer 04 Leverkusen (ÞÝS) 14. BRADARIC Filip, HNK Rijeka (KRÓ) 15. CALETA-CAR Duje, FC Red Bull Salzburg (AUS) 16. KALINIC Nikola, AC Milan (ÍTA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1998 3. Sæti 7 5 0 2 11:5 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:3 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 2:3 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 6:6
Leiðin á HM Ísl. Kró. Úkr. Tyr. Fin. Kós. Ísland ---- 1:0 2:0 2:0 3:2 2:0 Króatía 2:0 ---- 1:0 1:1 1:1 1:0 Úkraína 1:1 0:2 ---- 2:0 1:0 3:0 Tyrkland 0:3 1:0 2:2 ---- 2:0 2:0 Finnland 1:0 0:1 1:2 2:2 ---- 1:1 Kósóvó 1:2 0:6 0:2 1:4 0:1 ----
Samtals 4 mót, 16 leikir, 7 sigrar, 2 jafntefli og 7 töp. Markatalan 21:17 Staða á heimslista FIFA:20
17. MANDZUKIC Mario, Juventus FC (ÍTA) 18. REBIC Ante, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 19. BADELJ Milan, ACF Fiorentina (ÍTA) 20. PJACA Marko, FC Schalke 04 (ÞÝS) 21. VIDA Domagoj, Besiktas JK (TYR) 22. PIVARIC Josip, FC Dynamo Kyiv (ÚKR) 23. SUBASIC Danijel, AS Monaco (FRA)
1. EZENWA Ikechukwu, Enyimba FC (NÍG) 2. IDOWU Bryan, FK Amkar Perm (RÚS) 3. ECHIEJILE Elderson, Cercle Brugge (BEL) 4. NDIDI Onyinye, Leicester City FC (ENG) 5. EKONG William, Bursaspor (TYR) 6. BALOGUN Leon, FSV Mainz 05 (ÞÝS) 7. MUSA Ahmed, CSKA Moscow (RÚS) 8. ETEBO Oghenekaro, UD Las Palmas (SPÁ) 9 .IGHALO Odion, Changchun Yatai (KÍN)
Lokastaðan Ísland 10 7 1 2 Króatía 10 6 2 2 Úkraína 10 5 2 3 Tyrkland 10 4 3 3 Finnland 10 2 3 5 Kósóvó 10 0 1 9
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1994 16-liða úrslit 4 2 0 2 7:4 1998 16-liða úrslit 4 2 0 2 6:9 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:3 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 3:5 2014 16-liða úrslit 4 1 1 2 3:5
16:7 22 15:4 20 13:9 17 14:13 15 9:13 9 3:24 3
Króatía þurfti að spila umpsilsleiki við Grikkland Króatía – Grikkland 4:1 Grikkland – Króatía 0:0
10. MIKEL John Obi, Tianjin Teda (KÍN) 11. MOSES Victor, Chelsea FC (ENG) 12. SHEHU Abdullahi, Bursaspor (TYR) 13. NWANKWO Simeon, FC Crotone (ÍTA) 14. IHEANACHO Kelechi, Leicester City FC (ENG) 15. OBI Joel, Torino FC (ÍTA) 16. AKPEYI Daniel, Chippa United FC (RSA) 17. ONAZI Ogenyi Trabzonspor (TYR) 18. IWOBI Alex, Arsenal FC (ENG)
Leiðin á HM Afríka 3. umferð Níg. Sam. Kam. Als. Nígería ---- 1:0 4:0 3:1 Sambía 1:2 ---- 2:2 3:1 Kamerún 1:1 1:1 ---- 2:0 Alsír 3:0 0:1 1:1 ----
19. OGU John, Hapoel Be’er Sheva FC (ÍSR) 20. AWAZIEM Chidozie, FC Nantes (FRA) 21. EBUEHI Tyronne, ADO Den Haag (HOL) 22. OMERUO Kenneth, Kasimpasa SK (TYR) 23. GK UZOHO Francis, Deportivo La Coruña (SPÁ)
Lokastaðan Nígería 6 4 1 1 11:6 13 Sambía 6 2 2 2 8:7 8 Kamerún 6 1 4 1 7:9 7 Alsír 6 1 1 4 1:9 4
Samtals 5 mót, 18 leikir, 5 sigrar, 3 jafntefli og 10 töp. Markatalan 20:26 Staða á heimslista FIFA:48
Spekingar spá í riðlana D-riðill Andrea Kristjánsdóttir: Jæja, skemmtilegasti riðill mótsins! Eftir stórkostlega ævintýrið í Frakklandi eru strákarnir komnir á enn stærra svið og að ætla sér stóra hluti! Við erum hins vegar í riðli með sterkum liðum og þetta verður ekki auðvelt. Argentína er augljóslega sterkasta liðið í riðlinum og set ég þá í fyrsta sæti. Liðið sem fylgir þeim upp úr þessum riðli veður að sjálfsögðu Ísland, eftir tvö jafntefli og sigur á Króötum. Dóri í Tólfunni: Okkar riðill. Lang athyglisverðasti riðillinn, að sjálfsögðu. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá okkar mönnum sigri í riðlinum. Ævintýrið heldur áfram. Það verður fróðlegt að sjá hvað Nígería
gerir með sitt unga og efnilega lið en ég held það verði sviptingar í þessu og þetta ráðist ekki fyrr en í lokin í lokaleikjunum. Argentína fer líka áfram. Eiki Einars: Þá er það riðillinn okkar, ja, hvað á maður að segja! Já, auðvitað tökum við þetta og náum að komast upp úr riðlinum. Já, það er auðvelt að segja það, en þetta verður rosalega erfitt. En með vonina og óskhyggjuna að leiðarljósi þar sem maður lætur bjartsýnina ekki skorta neitt, þá mun sá stórkostlegi hlutur gerast að Ísland verður annað af þeim tveimur liðum sem halda áfram keppni á þessu móti eftir riðlakeppnina. Sennilega verður Argentína hitt
liðið. Það verða verulega hagstæð úrslit okkur í hag í þessum riðli, en þetta verður gríðarlega spennandi frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Nígeríumenn alveg gríðarlega öflugir og taka stig frá hægri til vinstri, en það nægir þeim ekki til áframhalds. Króatar eru með lið til að gera góða hluti, en geta átt mjög misjafna daga, þannig að þetta fer svolítið eftir dagsforminu hjá þeim. En sem sagt, það er trú mín og von að það verði, eftir hörkukeppni, Argentína og Ísland sem komast upp úr riðlinum og senda Króata og Nígeríumenn heim. Hvað það væri nú svo óskandi að Ísland myndi lenda á móti Dönum í 16-liða úrslitum og loksins sigra þá og það á sjálfu stóra, stóra sviðinu!
Hallur Hallsson: Ísland er með feikisterkt lið og liðsheildin og samstaða er okkar stóri styrkur; Íslendingasögurnar bergmála í huga leikmanna, Gunnar á Hlíðarenda og klókindi Njáls á Bergþórshvoli. Spurning hvort Gylfi verði kominn í toppform ... leikform. Allt veltur á Gylfa... ef boginn er rétt strengdur er allt hægt. Strengur Gunnars á Hlíðarenda brast á ögurstund en mæti Gylfi galvaskur er allt hægt. Argentína er ekki sama afl og oft áður. Síðasta tækifæri Messi! Króatía öflugt en spurning um liðsheild Nígeríu. Lára Ómars: Argentína er eitt besta liðið í keppninni svo þeir vinna riðilinn. Ísland fer auðvitað með þeim áfram.
Ísland Króatía Beint flug í allt sumar
Frá kr.
91.545 Frá kr.
90.795
BÓKAÐU SÓL
ALLUR PAKKINN
Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið.
Heimsferðir bjóða beint flug í allt sumar til þessa einstaka áfangastaðar sem heillar alla sem þangað koma. Þar er að finna gott úrval gististaða með frábærum aðbúnaði, glæsilegri umgjörð og góðri þjónustu. Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa
10 ágúst í 10 nætur
20 ágúst í 11 nætur
31 ágúst í 10 nætur tt tæ gs Ha
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu
Hotel Laguna Istra
Sol Sipar Hotel
Laguna Bellevue Apartments
Frá kr. 116.195
Frá kr. 130.195
Frá kr. 91.545
Verð á mann frá kr. 130.195 m.v. 2 fullorðna.
Verð á mann frá kr. 157.595 m.v. 2 fullorðna.
Verð á mann frá kr. 90.795 m.v. 2 fullorðna.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn.
595 1000
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn.
. Bókaðu þína ferð á
heimsferdir.is
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn.
18
HM Í RÚSSLANDI 2018
Stuðningsmanna-hringurinn er partu ur af stemningunni Þ
að er ekki hægt að segja að þeir sitji aðgerðarlausir hjá Tólfunni, því það er alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá þeim og þá ekki bara á sjálfum fótboltavellinum, heldur ýmislegt í kringum starfsemina og félagsskapinn sem fylgir því að vera í þessari skemmtilegustu stuðningsmannasveit í heimi. Eitt af því er stuðningsmannahringurinn og varð hann til í samstarfi við hönnuði og gullsmiði Jóns & Óskars. Er hringurinn orðinn eitt af kennitáknum Tólfunnar og partur af stemningunni. ,,Við tölum um hringinn bæði sem “HM-hringinn” og “Stuðningsmannahringinn”. Þótt HM sé núna í ár, er hringurinn ekki bara hugsaður fyrir HM heldur sem ígildi þess að vera tólfti maðurinn á vellinum yfirhöfuð - og er því hugsaður sem almennur stuðningsmannahringur þar sem fólk getur grafið sérstaka leiki í auða fleti hringsins,“ segja þau hjá Jóni & Óskari sem hafa lagt mikinn metnað sinn í að gera þennan hring sem glæsilegastan og nothæfastan á margvíslegan hátt fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Að stuðningsmaðurinn beri það á sér og finni það að hann eða hún sé með í liðinu, enda hefur textinn sem hefur verið notaður í kringum hringinn verið: VERTU MEÐ VERTU 12. MAÐURINN Í LIÐINU! Stuðningsmannahringurinn er glæsileg afurð samstarfs gullsmiða Jóns & Óskars og Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins, í tilefni af HM. Silfurhringarnir vísa í fleti fótboltans, íslenska stuðlabergið og Tólfuna, sem merkir að maður sé í raun tólfti maðurinn í liðinu. Í fleti hringsins má grafa þá leiki sem maður hefur fylgst með eða farið á, og sýnt þannig vegferð manns með liðinu. 1200 kr. af hverjum seldum hring fer í ferðasjóð Tólfunnar. Hringarnir kosta 13.900 einbreiðir og 15.900 tvíbreiðir og fást í öllum verslunum Jóns & Óskars og í vefverslun þeirra. ÁFRAM ÍSLAND!
HM Í RÚSSLANDI 2018
19
FASTEIGNIR Á SPÁNI
SKOÐUNARFERÐIR Í SÓLINA HVAÐ BJÓÐUM VIÐ?
1. Tökum vel á móti þér á Alicante flugvellinum 2. Gistir á glæsilegu 4* Hóteli 3. Kynnum allt um kaupferlið 4. Sýnum mismunandi hverfi 5. Skoðum eignir sem henta þér 6. Einstaklingsmiðaðar ferðir þegar þér hentar, ekki hópferð
ÍBÚÐIR
PARHÚS
RAÐHÚS
Nánari upplýsingar 6902665 Kristján eða birna@euromarina.es
EINBÝLI
Fasteignir á Spáni Skoðunarferðir til Alicante Nánari upplýsingar
6902665 Kristján
A-RIÐILL
Fimmtudagur 14. júní
Rússland
kl. 15
Sádí Arabía
Föstudagur 15. júní
kl. 12
Úrúgvæ
Egyptaland
Þriðjudagur 19. júní
kl. 18
Rússland
Egyptaland
Miðvikudagur 20. júní
Úrúgvæ
kl. 15
Sádí Arabía
Mánudagur 25. júní
kl. 14
Úrúgvæ
Rússland
Mánudagur 25. júní
kl. 14
Egyptaland
Sádí Arabía
E-RIÐILL
Sunnudagur 17. júní
Kosta Ríka
kl. 12
Serbía
eða birna@euromarina.es
B-RIÐILL
Föstudagur 15. júní
Marokkó
Portúgal Spánn
Serbía
Miðvikudagur 27. júní
Brasilía
kl. 18
Serbía
Miðvikudagur 27. júní
Sviss
kl. 18
Kosta Ríka
16 LIÐA ÚRSLIT
Íran
F-RIÐILL
Sunnudagur 17. júní
Þýskaland Laugardagur 23. júní
Sviss
kl. 18
Portúgal
kl. 12 kl. 18
Marokkó
Mánudagur 25. júní
Föstudagur 22. júní
Kosta Ríka
kl. 18
Spánn
Svíþjóð
kl. 18
Íran
Mánudagur 25. júní
Sviss
kl. 12
Marokkó
Miðvikudagur 20. júní
Brasilía Föstudagur 22. júní
Portúgal
Miðvikudagur 20. júní
Mánudagur 18. júní
Brasilía
kl. 18
Spánn
kl. 18
kl. 15
Íran
Föstudagur 15. júní
Sunnudagur 17. júní
www.euromarina.es
kl. 15
Mexíkó kl. 12
S-Kórea kl. 15
Mexíkó
S-Kórea
Laugardagur 23. júní
kl. 18
Þýskaland
Svíþjóð
Miðvikudagur 27. júní
Mexíkó
kl. 14
Svíþjóð
Miðvikudagur 27. júní
Þýskaland
kl. 18
S-Kórea
Laugardagur 30. júní kl. 14
1C-2D
Mánudagur 2. júlí
kl. 14
1E-2F
Laugardagur 30. Júní kl. 18
1A-2B
Mánudagur 2. júlí
kl. 18
1G-2H
Sunnudagur 1. júlí
kl. 14
1B-2A
Þriðjudagur 3. júlí
kl. 14
1F-2E
Sunnudagur 1. júlí
kl. 18
1D-2C
Þriðjudagur 3. júlí
kl. 18
1H-2G
S Settu öryggið á oddinn, farðu varlega í umferðinni. Notaðu Mintex hágæða bremsuhluti. N Skeifan 2 Hyrjarhöffði 9 S: 530 59 900 | poulsen.is
Fasteignir á Spáni
Áfram Ísland Nánari upplýsingar
C-RIÐILL
Laugardagur 16. júní
6902665 Kristján
kl. 10
Frakkland
www.euromarina.es
Ástralía
D-RIÐILL
Laugardagur 16. júní
kl. 16
Laugardagur 16. júní
Danmörk
Perú
Króatía
Fimmtudagur 21. júní
kl. 12
Fimmtudagur 21. júní
Ástralía kl. 15
Föstudagur 22. júní
Frakkland
Perú
Ísland
Þriðjudagur 26. júní
kl. 14
Þriðjudagur 26. júní
Frakkland kl. 14
Þriðjudagur 26. júní
Ástralía
Perú
Argentína
Mánudagur 18. júní
kl. 15
Belgía
Panama
England
Túnis
Senegal
Laugardagur 23. júní
kl. 12
Sunnudagur 24. júní
Belgía
Túnis
Japan
Sunnudagur 24. júní
kl. 12
Sunnudagur 24. júní
kl. 18
England
Belgía
kl. 15
Nígería kl. 18
Króatía kl. 18
Nígería
kl. 12
Japan kl. 15
Pólland kl. 15
Senegal kl. 18
Pólland
Kólumbía
Fimmtudagur 28. júní
kl. 14
Japan
Fimmtudagur 28. júní
kl. 18
Fimmtudagur 28. júní
Panama
Túnis
Kólumbía
8 LIÐA ÚRSLIT
Króatía
Kólumbía Þriðjudagur 19. júní
Fimmtudagur 28. júní
kl. 18
Þriðjudagur 19. júní
kl. 18
Panama
Nígería
H-RIÐILL
Mánudagur 18. júní
England
kl. 19
Ísland
Þriðjudagur 26. júní
G-RIÐILL
Argentína
Argentína
Fimmtudagur 21. júní
Danmörk
kl. 13
Ísland
Laugardagur 16. júní
Danmörk
eða birna@euromarina.es
Pólland kl. 14
Senegal
UNDANÚRSLIT
Fimmtudagur 6. Júlí kl. 14
Sigurv. leik 1-Sigurv. leik 2
Þriðjudagur 10. Júlí kl. 18
Sigurv. leik 1-Sigurv. 2
Fimmtudagur 6. Júlí kl. 18
Sigurv. leik 5-Sigurv. leik 6
Miðvikudagur 11. Júlí kl. 18
Sigurv. leik 3-Sigurv. 4
Föstudagur 7. júlí
kl. 14
Sigurv. leik 7-Sigurv. leik 8
Föstudagur 7. júlí
kl. 18
Sigurv. leik 3-Sigurv. leik 4
BRONSLEIKUR
Laugardagur 14. júlí
kl. 15
ÚRSLITALEIKUR
Sunnudagur 15. júlí
kl. 14
HM Í RÚSSLANDI 2018
22
LÍFSTÍLL
HEILSÁRSHVERFI
STRANDSVÆÐI
7 SVÆÐI 4 GERÐIR EIGNA
4 STÍLAR
ÚTIVISTARSVÆÐI
BYGGJUM EFTIR PÖNTUNUM HÖNNUM EFTIR ÞÍNU HÖFÐI
ÍBÚÐIR
NÚTÍMALEGT
PARHÚS
MIÐJARÐARHAFS STÍLL
RAÐHÚS
SÍGILT
EINBÝLI
NÚTÍMALEGT/KLASSÍK
Nánari upplýsingar 6902665 Kristján eða birna@euromarina.es
HM Í RÚSSLANDI 2018
23
HM viðtal við Einar Örn Jónsson
HM-stemningin sem aldrei fyrr hjá íþróttadeild RÚV Þ
að verður mikið um að vera hjá íþróttadeild Rúv þennan mánuðinn þegar HM stendur yfir og hefur undirbúningurinn fyrir allt fjörið verið í ferlinu í þó nokkurn tíma. Það er ekki laust við það að spenningurinn og stemninginn fari stig vaxandi með hverjum deginum þegar líður fram að móti, enda er þetta alveg sérstakt í kringum þetta HM núna; Ísland er á meðal þátttökuþjóða. Það hefur alltaf verið mikil stemning í kringum HM í knattspyrnu hjá þeim í Rúv en aldrei sem nú. Við kíktum aðeins við hjá þeim og tókum hann Einar Örn Jónsson tali og forvitnuðumst aðeins um undirbúninginn og hvernig þessu verður háttað hjá þeim í Rúv í kringum HM til að fanga alla stemninguna og skila henni til landsmanna.
Hvernig er stemningin á íþróttadeildinni fyrir HM í Rússlandi? - Mjög góð en líka mjög sérstök. Ísland er með í fyrsta sinn og þess vegna er þessi reyndi hópur að renna inn í eitthvað alveg nýtt. Gerir þetta aðeins meira spennandi. Er þetta ekki allt öðruvísi af því að Ísland er með? - Jú, verður það óneitanlega. Skipulagið er miklu, miklu meira og flóknara. Bæði leggjum við mun meira í umgjörðina hér heima með auka þáttagerð og meiri umfjöllun um leikina. Svo erum við með fólk á staðnum sem bætir verulega í allt sem við getum gert í kringum mótið. Finnið þið ekki fyrir miklum áhuga hjá þjóðinni fyrir HM einmitt vegna
þess að nú er Ísland að fara að stíga fram á stóra sviðið? - Jú, án nokkurs vafa. Það kemur í bylgjum. Það fór náttúrulega allt á hliðina þegar við tryggðum sætið í haust, svo aftur þegar miðasalan fór í gang og svo er þetta að skrúfast aftur upp eftir því sem styttist í mótið. Það hefur alltaf verið svakalegur áhugi á, og áhorf á HM en aldrei eins og nú. Hvað fara margir frá Rúv til Rússlands? - Það verða tveir fréttamenn og einn pródúsent á staðnum allan tímann. Svo verður Eiður Smári Guðjohnsen okkar sérfræðingur úti á leikjum Íslands og Gummi Ben lýsir. Hvað sýnið þið marga leiki og hvernig eru sýningartímum háttað? - Allir leikir HM eru beint, fjórir verða á RÚV 2 þegar tveir leikir eru á sama tíma. Leiktímarnir eru 12, 15 og 18 alla jafna. 16. júní eru fjórir leikir og þá er það 10, 13, 16 og 19. Hvernig verður þetta byggt upp hjá ykkur? (útsendingar og sér þættir í kringum leikina og mótið) - Við vorum með tvær þáttaraðir sem við gerðum sjálf, Draumurinn um HM og Andstæðingar Íslands, og voru þrír þættir af hvoru. Svo erum við búin að vera að sýna hina hefðbundnu þætti um leið liðanna á HM og svo gömlu, góðu FIFA-myndirnar um sögu hvers HM fyrir sig. Síðustu vikurnar fyrir mót verða svo hefðbundnir upphitunarþættir með viðtölum, spjalli og þvíumlíku. Það er alltaf mikill áhugi á HM
en má ekki búast við enn meira áhorfi á leikina en jafnan áður hjá landsmönnum þar sem íslenska landsliðið tengist mótinu alveg þráð beint? Eins og íslenska þjóðin finnist hún eiga svolítið í þessu móti? - Það er alveg öruggt. Áhorfið á EM 2016 var stjarnfræðilegt og verður það áreiðanlega aftur. Ég get ekki alveg sett fingur á það hvort þátttaka Íslands muni hafa áhrif á áhorf annarra leikja en þó get ég bókað að fólk sem allajafna horfir ekki á HM mun horfa í ár. Hvernig er tilfiningin þín fyrir þessu móti í ár? Hafa strákarnir okkar ekki alveg burði til þess að halda áfram að gera það gott og koma á óvart? - Alveg klárlega. Liðið hefur vaxið með hverri áskorun hingað til og þar er hreinlega ekkert sem bendir til að þeir eigi ekki að geta gert góða hluti í sumar. Við skulum ekki gleyma að við unnum undanriðilinn, þurftum ekki umspil
eða slíkt streð, og við fórum í 8-liða á EM. Það er djarft að ætla að draga úr þessum afrekum og segja að við förum til Rússlands bara til að vera með. Þetta er strembinn riðill sem Ísland leikur í og það eru sterkir mótherjar sem verða í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ef við horfum á riðilinn, hverjir verða að berjast þar um efstu sætin og hverja telur þú möguleikana okkar á að komast áfram upp úr riðlinum? - Ef maður er raunsær ættum við að berjast um annað sætið. Argentína er eitt af ofurliðum heimsins, alveg sama þó þeir hafi verið í basli síðustu misseri. Króatíu þekkjum við vel en á móti kemur að þeir þekkja okkur vel. Nígeríu er erfiðara að staðsetja. Þeir eru talsvert neðar en við á FIFA-listanum en hann er nú eins og hann er. Segjum bara að við og Argentína förum áfram.
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 20-24 Andrea Kristjánsdóttir
20. Íran - Spánn Andrea Kristjánsdóttir: Spánverjar öruggir og vinna þennan leik. Dóri í Tólfunni: Spánverjar eru með töluvert betra lið en það tekur þá tíma og þolinmæði að brjóta þrjóska Írani á bak aftur. Á endanum hefst það, ætli sá óþolandi áhrifaríki leikmaður Diego Costa verði ekki aðalmaðurinn í 0-1 sigri Spánverja. Eiki Einars: Þessi leikur verður veisla fyrir Spánverja. Þeir eiga eftir að raða inn mörkunum, fjögur í fyrri hálfleik, verða aðeins rólegri í þeim seinni og skora bara tvö. Íran nær að skora eitt. Sem sagt 6-1 fyrir Spán. Hallur Hallsson: Íranir hafa ekkert í Spánverja og Diego Costa með tvö mörk. Lára Ómars: 0-3, einfalt fyrir Spánverja. Ramos með tvö.
21. Danmörk - Ástralía Andrea Kristjánsdóttir: Ástralía á
lítinn séns í danska liðið. 2-0. Dóri í Tólfunni: Danirnir koma lemstraðir á sálartetrinu inn í þennan leik eftir tapið gegn Perú í fyrstu umferð. Fara hamförum og vinna 4-0 sigur, enda Ástralir varla meira en uppfyllingarefni í þessu móti. Eða hvað? Jú, varla. Eiki Einars: Danir halda að þetta verði auðveldur leikur og gott að geta hvílt sig fyrir leikinn á móti Frakklandi. En svo verður aldeilis ekki, þetta verður barátta og hvort að Ástralir skori ekki bara fyrsta markið. En Danmörk nær að koma sér í gírinn og innbyrða nauman sigur, 2-1.
og á góðum degi held ég að Perú geti rænt þessum þremur stigum, þótt líkurnar séu mun meiri hjá Frakklandi. Ég ætla að setja jafntefli á þennan leik. 1-1. Dóri í Tólfunni: Frakkarnir eru sterkari, vinna 2-0 sigur. Ekkert endilega þægilegan samt, svona framan af. Eiki Einars: Hörkuleikur og skemmtilegur að auki. Perúmenn koma á óvart með nýjum tilbrigðum og tekur það Frakkana þó nokkra stund að átta sig á þeim. En þeim tekst að leika sinn leik og ná yfirhöndinni og vinna í miklum markaleik, 4-2.
Hallur Hallsson: Danir ná að knýja fram sigur á Áströlum undir lok leiksins með marki Eriksen.
Hallur Hallsson: Mbappé minnir á sig! Ungstirnið skín skært í frönskum sigri.
Lára Ómars: 2-0, Danir vinna Ástrala á hverjum degi.
Lára Ómars: 3-1. Ekki eins auðvelt og tölurnar gefa til kynna. GRIEZMANN með tvö.
22. Frakkland - Perú Andrea Kristjánsdóttir: Það verður hart barist í þessum leik,
23. Argentína - Króatía Andrea Kristjánsdóttir: Hér ætla
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
ég að veðja á Argentínumenn. Þeir taka klassískan 2-1 sigur á þetta, þar sem Argentína skorar fyrsta markið og Króatar jafna fljótlega og svo lokar Argentína þessu með marki einhvern tímann eftir 80. mínútu. Dóri í Tólfunni: Held að þetta verði stórskemmtilegur leikur. Tvö sterk lið, Argentína smá í sárum eftir „óvænt“ jafntefli í fyrstu umferð. Komast mögulega tvisvar yfir en þetta endar samt með áhugaverðu 2-2 jafntefli sem opnar riðilinn upp á gátt. Eiki Einars: Argentínumenn eru í sjokki eftir tapið á móti Íslandi og verða alveg snarvitlausir í þessum leik. Messi nær að blómstra og spilar með hjartanu og allir hinir með. Argentína nær frábærum leik og yfirspila Króata og sigra 3-0. Hallur Hallsson: Allt undir hjá Argentínu eftir vonbrigðin gegn Íslandi en Messi leggur upp mark fyrir Higuaín eftir að hafa leikið á sex leikmenn Króata. Lára Ómars: 2-0. Argentína vinnur góðan sigur. Messi kominn á flug.
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
24. Brasilía - Kosta Ríka Andrea Kristjánsdóttir: Ég held það sé engin spurning um það að Brasilía vinni þennan leik. Ætla að giska á 2-0. Dóri í Tólfunni: Brasilía á þetta alveg. Neymar dettur í stuð og klárar þennan leik. Kosta Ríka gæti aðeins svarað en þetta endar samt 3-1 fyrir Brasilíu. Eiki Einars: Þetta verður skemmtilegur leikur tveggja skemmtilegra liða. Brössunum hefur oft gengið illa með Kosta Ríka og þurfa að hafa fyrir því að leggja þá að velli. Það mun taka þá þó nokkurn tíma að skora, en þegar ísinn er brotinn, þá fer allt af stað og Brasilía vinnur 4-1. Hallur Hallsson: Neymar og Jesus með sitt markið hvor í öruggum sigri. Karnival í Ríó. Lára Ómars: 2-0, auðvelt hjá Brasilíu.
HM Í RÚSSLANDI 2018
24
E-RIÐILL Brasilía 1. ALISSON, AS Roma (ÍTA) 2. THIAGO SILVA , Paris Saint-Germain FC (FRA) 3. MIRANDA, FC Internazionale (ÍTA) 4. PEDRO GEROMEL, Grêmio FBPA (BRA) 5. CASEMIRO, Real Madrid CF (SPÁ) 6. FILIPE LUIS, Atletico Madrid (SPÁ) 7. DOUGLAS COSTA, Juventus FC (ÍTA) 8. RENATO AUGUSTO, Beijing Guoan (KÍN) 9. GABRIEL JESUS, Manchester City FC (ENG) 10. NEYMAR, Paris Saint-Germain FC (FRA)
Sviss 11. PHILIPPE COUTINHO, FC Barcelona (SPÁ) 12. MARCELO, Real Madrid CF (SPÁ) 174 13. MARQUINHOS, Paris Saint-Germain FC (FRA) 14. DANILO, Manchester City FC (ENG) 15. PAULINHO, FC Barcelona (SPÁ) 16. CASSIO, SC Corinthians (BRA) 17. FERNANDINHO, Manchester City FC (ENG) 18. FRED, FC Shakhtar Donetsk (ÚKR) 19. WILLIAN, Chelsea FC (ENG) 20. ROBERTO FIRMINO, Liverpool FC (ENG)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 1 0 1 5:2 1934 Fyrsta umferð 1 0 0 1 1:3 1938 3. Sæti 5 3 1 1 14:11 1950 2. Sæti 6 4 1 1 22:6 1954 8-liða úrslit 3 1 1 1 8:5 1958 Heimsmeistarar 6 5 1 0 16:4 1962 Heimsmeistarar 6 5 1 0 14:5 1966 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:6 1970 Heimsmeistarar 6 6 0 0 19:7 1974 4. Sæti 7 3 2 2 6:4 1978 3. Sæti 7 4 3 0 10:3 1982 Milliriðlar 5 4 0 1 15:6 1986 8-liða úrslit 5 4 1 0 10:1 1990 16-liða úrslit 4 3 0 1 4:2 1994 Heimsmeistarar 7 5 2 0 11:3 1998 2. Sæti 7 4 1 2 14:10 2002 Heimsmeistarar 7 7 0 0 18:4 2006 8-liða úrslit 5 4 0 1 10:2 2010 8-liða úrslit 5 3 1 1 9:4 2014 4. Sæti 7 3 2 2 11:14
Leiðin á HM Bra. Úrú. Arg. Kól. Per. Brasilía ---- 2:2 3:0 2:1 3:0 Úrúgvæ 1:4 ---- 0:0 3:0 1:0 Argentína 1:1 1:0 ---- 3:0 0:0 Kólumbía 1:1 2:2 0:1 ---- 2:0 Perú 0:2 2:1 2:2 1:1 ---Síle 2:0 3:1 1:2 1:1 2:1 Paragvæ 2:2 1:2 0:0 0:1 1:4 Ekvador 0:3 2:1 1:3 0:2 1:2 Bólivía 0:0 0:2 2:0 2:3 0:3 Venesúela 0:2 0:0 2:2 0:0 2:2
21. TAISON, FC Shakhtar Donetsk (ÚKR) 22. FAGNER, SC Corinthians (BRA) 23. EDERSON, Manchester City FC (ENG)
Síl. Par. Ekv. Ból. Ven. 3:0 3:0 2:0 5:0 3:1 3:0 4:0 2:1 4:2 3:0 1:0 0:1 0:2 2:0 1:1 0:0 1:2 3:1 1:0 2:0 3:4 1:0 2:1 2:1 2:2 ---- 0:3 2:1 3:0 3:1 2:1 ---- 2:1 2:1 0:1 3:0 2:2 ---- 2:0 3:0 1:0 1:0 2:2 ---- 4:2 1:4 0:1 1:3 5:0 ----
Lokastaðan Brasilía 18 12 5 1 41:11 41 Úrúgvæ 18 9 4 5 32:20 31 Argentína 18 7 7 4 19:16 28 Kólumbía 18 7 6 5 21:19 27 Perú 18 7 5 6 27:26 26 Síle 18 8 2 8 26:27 26 Paragvæ 18 7 3 8 19:25 24 Ekvador 18 6 2 10 26:29 20 Bólivía 18 4 2 12 16:38 14 Venesúela 18 2 6 10 19:35 12
Samtals 20 mót, 104 leikir, 70 sigrar, 17 jafntefli og 17 töp. Markatalan 222:102 Staða á heimslista FIFA: 2
Kosta Ríka 1. NAVAS Keylor, Real Madrid CF (SPÁ) 2. ACOSTA Johnny, Rionegro Águilas (KÓL) 3. GONZALEZ Giancarlo, Bologna FC (ÍTA) 4. SMITH Ian, IFK Norrkoping FK (SVÍ) 5. BORGES Celso, Deportivo La Coruña (SPÁ) 6. DUARTE Oscar, RCD Espanyol (SPÁ) 7. BOLANOS Christian, Deportivo Saprissa (CRC) 8. OVIEDO Bryan, Sunderland AFC (ENG) 9. COLINDRES Daniel, Deportivo Saprissa (CRC) 10. RUIZ Bryan, Sporting CP (POR)
1. SOMMER Yann, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 2. LICHTSTEINER Stephan, Juventus FC (ÍTA) 3. MOUBANDJE Francois, Toulouse FC (FRA) 4. ELVEDI Nico, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 5. AKANJI Manuel, Borussia Dortmund (ÞÝS) 6. LANG Michael, FC Basel (SUI) 7. EMBOLO Breel, FC Schalke 04 (ÞÝS) 8. FREULER Remo, Atalanta Bergamo (ÍTA) 9. SEFEROVIC Haris, SL Benfica (POR) 10. XHAKA Granit, Arsenal FC (ENG)
11. BEHRAMI Valon,I Udinese Calcio (ÍTA) 21. BUERKI Roman, Borussia Dortmund (ÞÝS) 12. MVOGO Yvon , RB Leipzig (ÞÝS) 22. SCHAER Fabian, Deportivo La Coruña (SPÁ) 13. RODRIGUEZ Ricardo, AC Milan (ÍTA) 23. SHAQIRI Xherdan, Stoke City FC (ENG) 14. ZUBER Steven TSG 1899 Hoffenheim (ÞÝS) 15. DZEMAILI Blerim, Bologna FC (ÍTA) 16. FERNANDES Gelson, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 17. ZAKARIA Denis, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 18. GAVRANOVIC Mario, GNK Dinamo Zagreb (KRÓ) 19. DRMIC Josip, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 20. DJOUROU Johan, Antalyaspor AS (TYR)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1934 8-liða úrslit 2 1 0 1 5:5 1938 8-liða úrslit 3 1 1 1 5:5 1950 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 4:6 1954 8-liða úrslit 4 2 0 2 11:11 1962 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 2:8 1966 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 1:9 1994 16-liða úrslit 4 1 1 2 5:7 2006 16-liða úrslit 4 2 2 0 4:0 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 1:1 2014 16-liða úrslit 4 2 0 2 7:7
Leiðin á HM Por. Svi. Ung. Fær. Portúgal ---- 2:0 3:0 5:1 Sviss 2:0 ---- 5:2 2:0 Ungverjaland 0:1 2:3 ---- 1:0 Færeyjar 0:6 0:2 0:0 ---Lettland 0:3 0:3 0:2 0:2 Andorra 0:2 1:2 1:0 0:0
Let. And. 4:1 6:0 1:0 3:0 3:1 4:0 0:0 1:0 ---- 4:0 0:1 ----
Lokastaðan Portúgal 10 9 0 Sviss 10 9 0 Ungverjaland 10 4 1 Færeyjar 10 2 3 Lettland 10 2 1 Andorra 10 1 1
1 1 5 5 7 8
32:4 27 23:7 27 14:14 13 4:16 9 7:18 7 2:23 4
Sviss þurfti að spila umspilsleiki við N-Írland N-Írland – Sviss 0:1 Sviss - N-Írland 0:0
Samtals 10 mót, 33 leikir, 11 sigrar, 6 jafntefli og 16 töp. Markatalan 45:59 Staða á heimslista FIFA: 6
Serbía 11. VENEGAS Johan, Deportivo Saprissa (CRC) 21. URENA Marcos, Los Angeles FC (BAN) 12. CAMPBELL Joel, Real Betis (SPÁ) 22. DF MATARRITA Ronald, New York City FC (BAN) 13. WALLACE Rodney, New York City FC (BAN) 23. MOREIRA Leonel, CS Herediano (CRC) 14. AZOFEIFA Randall, CS Herediano (CRC) 15. CALVO Francisco, Minnesota United FC (BAN) 16. GAMBOA Cristian, Celtic FC (SKO) 17. TEJEDA Yeltsin, FC Lausanne-Sport (SUI) 18. PEMBERTON Patrick, LD Alajuelense (CRC) 19. WASTON Kendall, Vancouver Whitecaps FC (KAN) 20. GUZMAN David, Portland Timbers (BAN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1990 16-liða úrslit 4 2 0 2 4:6 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 5:6 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 3:9 2014 8-liða úrslit 5 2 3 0 5:2
Samtals 4 mót, 15 leikir, 5 sigrar, 4 jafntefli og 6 töp. Markatalan 17:23 Staða á heimslista FIFA: 23
Leiðin á HM Mið-Ameríka 4. umferð Kos. Pan. Hai. Jam. Kosta R ---- 3:1 1:0 3:0 Panama 1:2 ---- 1:0 2:0 Haiti 0:1 0:0 ---- 0:1 Jamaíka 1:1 0:2 0:2 ---5. umferð Mex.Kos. Pan. Hon. Mexíkó ---- 2:0 1:0 3:0 Kosta Ríka 1:1 ---- 0:0 1:1 Panama 0:0 2:1 ---- 2:2 Hondúras 3:2 1:1 0:1 ---Bandaríkin 1:2 0:2 4:0 6:0 Trin. & Tób. 0:1 0:2 1:0 1:2
Lokastaðan Ísland 10 7 1 2 Króatía 10 6 2 2 Úkraína 10 5 2 3 Tyrkland 10 4 3 3 Finnland 10 2 3 5 Kósóvó 10 0 1 9
Ban. 1:1 4:0 1:1 1:1 ---2:1
Tri. 3:1 2:1 3:0 3:1 2:0 ----
16:7 22 15:4 20 13:9 17 14:13 15 9:13 9 3:24 3
1. STOJKOVIC Vladimir, FK Partizan (SRB) 2. RUKAVINA Antonio, Villarreal CF (SPÁ) 3. TOSIC Dusko, Besiktas JK (TYR) 4. MILIVOJEVIC Luka, Crystal Palace FC (ENG) 5. SPAJIC Uros, RSC Anderlecht (BEL) 6. IVANOVIC Branislav, FC Zenit St. Petersburg (RÚS) 7. ZIVKOVIC Andrija, Benfica (POR) 8. PRIJOVIC Aleksandar, PAOK FC (GRI) 9. MITROVIC Aleksandar, Fulham FC (ENG) 10. TADIC Dusan, Southampton FC (ENG)
11. KOLAROV Aleksandar, AS Roma (ÍTA) 12. RAJKOVIC Predrag, Maccabi Tel-Aviv FC (ISR) 13. VELJKOVIC Milos, SV Werder Bremen (ÞÝS) 14. RODIC Milan, FK Crvena Zvezda (SRB) 15. MILENKOVIC Nikola, ACF Fiorentina ÍITA) 16. GRUJIC Marko, Cardiff City FC (WAL) 17. KOSTIC Filip, Hamburger SV (ÞÝS) 18. RADONJIC Nemanja, FK Crvena Zvezda (SRB) 19. JOVIC Luka, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 20. MILINKOVIC-SAVIC Sergej, SS Lazio (ÍTA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1998 16-liða úrslit 4 2 1 1 5:4 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 2:10 2010 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:3
Króatía þurfti að spila umpsilsleiki við Grikkland Króatía – Grikkland 4:1 Grikkland – Króatía 0:0 Lokastaðan Mexíkó 10 6 3 Kosta Ríka 10 4 4 Panama 10 3 4 Hondúras 10 3 4 Bandaríkin 10 3 3 Trin. & Tób. 10 2 0
1 2 3 3 4 8
16:7 21 14:8 16 9:10 13 13:19 13 17:13 12 7:19 6
Leiðin á HM Ser. Írl. Wal. Serbía ---- 2:2 1:1 Írland 0:1 ---- 0:0 Wales 1:1 0:1 ---Austurríki 3:2 0:1 2:2 Georgía 1:3 1:1 0:1 Moldóva 0:3 1:3 0:2
Aus. Geo. Mol. 3:2 1:0 3:0 1:1 1:0 2:0 1:0 1:1 4:0 ---- 1:1 2:0 1:2 ---- 1:1 0:1 2:2 ----
21. MATIC Nemanja, Manchester United FC (ENG) 22. LJAJIC Adem, Torino FC (ÍTA) 23. DMITROVIC Marko, SD Eibar (SPÁ)
Lokastaðan Serbía 10 6 3 1 Írland 10 5 4 1 Wales 10 4 5 1 Austurríki 10 4 3 3 Georgía 10 0 5 5 Moldóva 10 0 2 8
20:10 21 12:6 19 13:6 17 14:12 15 8:14 5 4:23 2
Samtals 3 mót, 10 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli og 6 töp. Markatalan9:17 Staða á heimslista FIFA: 34
Spekingar spá í riðlana E-riðill Andrea Kristjánsdóttir
Andrea Kristjánsdóttir: Brasilía mun spila sig mjög örugglega í 16- liða úr þessum riðli, komin 16 ár frá því að þeir fögnuðu fimmta heimsmeistaratitlinum og þeir hljóta að vera orðnir þyrstir í bikarinn aftur. Ég er síðan nokkuð viss um að það verði Sviss sem fer með þeim upp úr þessum riðli. Dóri í Tólfunni: Serbía er með öflugt lið og er að fá upp virkilega flotta kynslóð, leikmenn sem unnu Evrópukeppni U19 árið 2013 og Heimsmeistaramót U20 árið 2015. Að auki hafa lykilleikmenn þeirra verið að spila vel í vetur, menn eins og Matic, Mitrovic, Milivojevic og Milinković-Savić. Brasilía er þó enn með
betra lið og vinnur riðilinn, Serbarnir fylgja þeim og láta sannarlega vita af sér. Eiki Einars: Ég hef verið mikill stuðningsmaður Brasilíu, allt frá HM 1982 þegar liðið þeirra eftirminnilega spilaði þvílíkan fótbolta að unun var að sjá. Ég trúi því að þeir eigi eftir að ná langt á þessu móti og eru eitt af sennilegustu liðunum til að hampa titlinum. Þeir eiga að vinna þennan riðil nokkuð örugglega. Síðan verður hörkukeppni á milli hinna þriggja um annað sætið, og að öllu jöfnu ætti Sviss að hafa það, eru skrefinu framar en hin. En Kosta Ríka getur og hefur komið skemmtilega á óvart á HM og gætu skákað þeim og hirt af þeim sætið og
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
sent þá heim. Serbía eru með slakasta liðið í riðlinum og munu uppskera eftir því. Hallur Hallsson: Brassar ekki sama afl og oft áður og vafi um Neymar. Meiðslin voru afar alvarleg og hann er í engu leikformi. Sama á við um Jesus sem er búinn að vera mikið meiddur og var engan veginn í formi í lokaleikjum EPL. Markið gegn Southampton á 94. mínútu sem tryggði Man. City 100 stigin, þótti vísbending um að Brassar geti vænst stórra afreka frá honum. Samt, of mörg vafaatriði til að fara í undanúrslit. Um önnur lið í riðlinum er fátt að segja.
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
Lára Ómars: Þessi riðill hentar Brössunum vel, þeir vinna riðilinn og Sviss fer með þeim.
HM Í RÚSSLANDI 2018
25
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 25-31 Andrea Kristjánsdóttir
25. Ísland - Nígería Andrea Kristjánsdóttir: Þegar það var staðfest í hvaða riðli við værum var ég viss um að þetta yrði auðveldasti leikurinn, ég er ekki lengur svo viss um það og held að ég sé mögulega að vanmeta Nígeríu of mikið í þessum riðli. Með það í huga og þrátt fyrir óbilandi trú á strákunum ætla ég að setja 0-0 jafntefli á þennan leik. (og vona að ég hafi rangt fyrir mér og þeir hirði öll 3 stigin.) Dóri í Tólfunni: Þetta verður stuðleikur. Ísland í miklu „buzzi“ eftir góð úrslit í fyrsta leik og Nígería í nettu paniki eftir tap í fyrsta leiknum. Nígería gæti náð fyrsta markinu (Victor Moses) en íslenska liðið sýnir enn einu sinni seiglu og styrk í þessum leik og kemur til baka. Alfreð skorar eitt og svo verður Kári Árna eitthvað nálægt öðru hvoru markinu, hvort sem það er mark eða stoðsending. 2-1 fyrir Ísland og allt í gangi! Eiki Einars: Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir okkar menn. Nígeríumenn svo stórir og líkamlega sterkir og snöggir að auki. Ísland verður í hlutverki varnarinnar í þessum leik og standa sig með miklum sóma. Nígeríumenn finna enga smugu. Þetta fer annaðhvort marakalaust jafntefli eða 1-1. Hallur Hallsson: Lykilleikur fyrir Ísland. Nígería er með marga góða leikmenn en Ísland með öflugt lið. Vanmat Nígeríumanna þeirra Akkilesarhæll. Nígeríska liðið brotnar líkt og það tyrkneska. Ísland
vinnur 3-0, Alfreð, Gylfi og Kári Árna. Lára Ómars: Gylfi skorar úr víti í fyrri hálfleik. Verjum svo stigin öll með kjafti og klóm.
26. Serbía - Sviss Andrea Kristjánsdóttir: Er ekki svo viss um að þetta verði skemmtilegur leikur, en Sviss vinnur 0-1. Dóri í Tólfunni: Gríðarlega mikilvægur leikur í E-riðli, tvö sterk lið sem berjast um að fara upp með Brössunum. Held að Serbarnir hafi betur í þessum leik. Ætla að segja að minn maður, Sergej MilinkovićSavić, skilji liðin að í leikslok. 1-0 fyrir Serbíu. Eiki Einars: Sviss ætti ekki að eiga í nokkrum erfiðleikum með Serbíu og vinna með tveimur mörkum, 2-0. Hallur Hallsson: Tvö stór núll ...0-0. Lára Ómars: 1-2. Sviss heldur sínu striki.
27. Belgía - Túnis Andrea Kristjánsdóttir: Þetta verður jafnteflisleikur, Belgar eiga nokkur góð skot en gengur illa að koma boltanum í netið. 1-1 verður loka niðurstaða. Dóri í Tólfunni: Belgía heldur áfram góðri byrjun og vinnur þennan leik þægilega. Túnis skorar
þó mögulega sárabótarmark en Belgía vinnur samt, 3-1. Lukaku heldur áfram að skora og Dries Mertens setur líka allavega eitt. Eiki Einars: Belgía, eitt besta lið mótsins, rúllar upp Túnismönnum 3-0. Hallur Hallsson: Hraðir Belgar allt of öflugir fyrir lipra Túnisbúa. Lára Ómars: 2-0. Belgía eru bara of góðir fyrir Túnis.
28. S-Kórea - Mexíkó Andrea Kristjánsdóttir: Mexíkó vinnur þennan leik, 0-2. Dóri í Tólfunni: Einn af þessum nett vanmetnu leikjum. Tvö lið sem töpuðu bæði fyrsta leik. Það er ekki lengur hægt að spila þetta „save“. Bæði lið reyna en Mexíkó stendur uppi sem sigurvegari, 1-2. Í skemmtilegum leik þó. Eiki Einars: Samkvæmt öllu ættu S-Kóreumenn að vera með slakasta liðið í riðlinum og ættu ekki að eiga neitt tilkall til að fylgja Þjóðverjum upp úr þessum riðli. En þeir gætu komið á óvart og stolið stigi frá Mexíkó, en ég hallast frekar að því að Mexíkó hafi þetta 2-1.
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
29. Þýskaland - Svíþjóð Andrea Kristjánsdóttir: Þjóðverjar fara rólega af stað og Svíþjóð nær að lauma boltanum í markið, en Þýskaland refsar þeim og nær tveim mörkum áður en leikurinn klárast. Dóri í Tólfunni: Svíarnir hafa ágætis liðsheild. En það dugir bara svo og svo langt. Þú kemst ekkert langt með Ikea-sexkanti gegn BMWfótboltaliði. Þjóðverjarnir vinna, eins og nánast alltaf. Temmilega hógvært samt í þetta skiptið, 2-0 sigur.
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
af og vinna 2-0 sigur. Sterling með mark og svo mögulega varnarsleggja eftir fast leikatriði. 11 leikmenn, allir varamenn, þjálfaralið og heil, ensk þjóð anda pínu léttar eftir þetta. Eiki Einars: Þetta verður létt fyrir England og vinna þeir Panama örugglega með þremur mörkum, 3-0. Tryggja sig þar með sæti í útsláttarkeppninni. Hallur Hallsson: Harry Kane með tvö mörk og enskur sigur, 2-0.
Eiki Einars: Er þetta úrslitaleikur riðilsins, eiga Svíar einhvern séns í Þýskaland? Líklega ekki, en Svíarnir gætu kreyst fram jafntefli með seiglunni og vel skipulögðum varnarleik. En ég spái Þjóðverjum sigri, 2-1.
Lára Ómars: 1-0, smá hikst á tjöllunum en sigur.
Hallur Hallsson: Þýska stálið of sterkt fyrir sænska sigurviljann. Þjóðverjar gríðarlega öflugir og menn telja þá afar, afar líklega heimsmeistara.
Dóri í Tólfunni: Skemmtilegur riðill og tvö lið sem töpuðu bæði fyrsta leik. Góð blanda. All-in vitleysa og 2-2 jafntefli niðurstaðan í fjörugum leik. Gætum jafnvel fengið rautt líka, þetta verður húrrandi stuð.
Lára Ómars: 1-1. Hörkuleikur. Hraður og spennandi. Markmenn verða bestu menn vallarins.
31. Japan - Senegal Andrea Kristjánsdóttir: Senegal vinnur þennan 0-1.
30. England - Panama
Eiki Einars: Þýðingarmikill leikur fyrir Senegal upp á að geta verið í baráttunni við Pólverja um annað sætið. Og þeir ná að sigra Japan með tveimur mörkum, 2-0.
Hallur Hallsson: Mexíkó vinnur nokkuð öruggan sigur.
Andrea Kristjánsdóttir: Auðveldur leikur fyrir England. 2-0.
Hallur Hallsson: Leikur lítilla „sæva“ og jafntefli.
Lára Ómars: 2-2. Opinn og skemmtilegur leikur. Fara þó tvö rauð á loft. Eitt á hvort lið.
Dóri í Tólfunni: Það er nett stress í Englendingunum, þrátt fyrir sigur í fyrsta leik. Það er mikil pressa á þeirra herðum. Þeir hafa þetta samt
Lára Ómars: 1-3. Senegal hefur þetta á hraðanum.
HM Í RÚSSLANDI 2018
26
F-RIÐILL Þýskaland 1. NEUER Manuel, FC Bayern München (ÞÝS) 2. PLATTENHARDT Marvin, Hertha BSC (ÞÝS) 3. HECTOR Jonas, 1. FC Köln (ÞÝS) 4. GINTER Matthias, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 5. HUMMELS Mats, FC Bayern München (ÞÝS) 6. KHEDIRA Sami, Juventus FC (ÍTA) 7. DRAXLER Julian, Paris Saint-Germain FC (FRA) 8. KROOS Toni, Real Madrid CF (SPÁ)
Mexíkó 11. REUS Marco Borussia Dortmund (ÞÝS) 21. GUENDOGAN Ilkay, Manchester City FC (ENG) 12. TRAPP Kevin, Paris Saint-Germain FC (FRA) 22. TER STEGEN Marc-Andre, FC Barcelona (SPÁ) 13. MUELLER Thomas, FC Bayern München (ÞÝS) 23. GOMEZ Mario, VfB Stuttgart (ÞÝS) 14. GORETZKA Leon, FC Schalke 04 (ÞÝS) 15. SUELE Niklas, FC Bayern München (ÞÝS) 16. RUEDIGER Antonio, Chelsea FC (ENG) 17. BOATENG Jerome, FC Bayern München (ÞÝS) 18. KIMMICH Joshua, FC Bayern München (ÞÝS) 19. RUDY Sebastian, RUDY FC Bayern München (ÞÝS) 20. BRANDT Julian, Bayer 04 Leverkusen (ÞÝS)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1934 3. Sæti 4 3 0 1 11:8 1938 Fyrsta umferð 2 0 1 1 3:5 1954 Heimsmeistarar 6 5 0 1 25:14 1958 4. Sæti 6 2 2 2 12:14 1962 8-liða úrslit 4 2 1 1 4:2 1966 2. Sæti 6 4 1 1 15:6 1970 3. Sæti 6 5 0 1 17:10 1974 Heimsmeistarar 7 6 0 1 13:4 1978 Milliriðlar 6 1 4 1 10:5 1982 2. Sæti 7 3 2 2 12:10 1986 2. Sæti 7 3 2 2 8:7 1990 Heimsmeistarar 7 5 2 0 15:5 1994 8-liða úrslit 5 3 1 1 9:7 1998 8-liða úrslit 5 3 1 1 8:6 2002 2. Sæti 7 5 1 1 14:3 2006 3. Sæti 7 5 1 1 14:6 2010 3. Sæti 7 5 0 2 16:5 2014 Heimsmeistarar 7 6 1 0 18:4
43:4 30 17:6 19 17:10 15 17:16 13 10:19 10 2:51 0
1930 1950 1954 1958 1962 1966 1970 1978 1986 1994 1998 2002 2006 2010 2014
Samtals 18 mót, 106 leikir, 66 sigrar, 20 jafntefli og 20 töp. Markatalan 224:121 Staða á heimslista FIFA: 1
Voru úr leik eftir riðlakeppni Voru úr leik eftir riðlakeppni Voru úr leik eftir riðlakeppni Voru úr leik eftir riðlakeppni Voru úr leik eftir riðlakeppni Voru úr leik eftir riðlakeppni 8-liða úrslit Voru úr leik eftir riðlakeppni 8-liða úrslit 16-liða úrslit 16-liða úrslit 16-liða úrslit 16-liða úrslit 16-liða úrslit 16-liða úrslit
L 3 3 2 3 3 3 4 3 5 4 4 4 4 4 4
S 0 0 0 0 1 0 2 0 3 1 1 2 1 1 2
J 0 0 0 1 0 2 1 0 2 2 2 1 1 1 1
T 3 3 2 2 2 1 1 3 0 1 1 1 2 2 1
M 4:13 2:10 2:8 1:8 3:4 1:3 6:4 2:12 6:2 4:4 8:7 4:4 5:5 4:5 5:3
Mið-Ameríka 4. umferð Mex.Hon. Kan. Sal. Mexíkó ---- 0:0 2:0 3:0 Hondúras 0:2 ---- 2:1 2:0 Kanada 0:3 1:0 ---- 3:1 El Salvador 1:3 2:2 0:0 ---5. umferð Mex. Kos. Pan. Hon. Ban. Tri. Mexíkó ---- 2:0 1:0 3:0 1:1 3:1 Kosta Ríka 1:1 ---- 0:0 1:1 4:0 2:1 Panama 0:0 2:1 ---- 2:2 1:1 3:0 Hondúras 3:2 1:1 0:1 ---- 1:1 3:1 Bandaríkin 1:2 0:2 4:0 6:0 ---- 2:0 Trin. & Tób. 0:1 0:2 1:0 1:2 2:1 ----
Lokastaðan Mexíkó Hondúras Kanada El Salvador
6 6 6 6
5 2 2 0
1 2 1 2
Lokastaðan Mexíkó 10 6 3 Kosta Ríka 10 4 4 Panama 10 3 4 Hondúras 10 3 4 Bandaríkin 10 3 3 Trin. & Tób. 10 2 0
0 13:1 16 2 6:6 8 3 5:8 7 4 4:13 2 1 2 3 3 4 8
16:7 21 14:8 16 9:10 13 13:19 13 17:13 12 7:19 6
Samtals 15 mót, 53 leikir, 14 sigrar, 14 jafntefli og 25 töp. Markatalan 57:92 Staða á heimslista FIFA: 15
Svíþjóð 1. OLSEN Robin, FC Kobenhavn (DAN) 2. LUSTIG Mikael,Celtic FC (SKO) 3. LINDELOF Victor, Manchester United FC (ENG) 4. GRANQVIST Andreas, FC Krasnodar (RÚS) 5. OLSSON Martin, Swansea City AFC (WAL) 6. AUGUSTINSSON Ludwig, SV Werder Bremen (ÞÝS) 7. LARSSON Sebastian, Hull City FC (ENG) 8. EKDAL Albin, Hamburger SV (ÞÝS) 9. BERG Marcus, Al Ain FC (UAE) 10. FORSBERG Emil, RB Leipzig (ÞÝS)
21. ALVAREZ Edson, Club América (MEX) 22. LOZANO Hirving, PSV Eindhoven (HOL) 23. GALLARDO Jesus, Pumas UNAM (MEX)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM Leiðin á HM
Leiðin á HM
Lokastaðan Þýs. N-ír. Ték. Nor. Ase. San. Þýskaland 10 10 0 0 Þýskaland ---- 2:0 3:0 6:0 5:1 7:0 N-Írland 10 6 1 3 N-Írland 1:3 ---- 2:0 2:0 4:0 4:0 Tékkland 10 4 3 3 Tékkland 1:2 0:0 ---- 2:1 0:0 5:0 Noregur 10 4 1 5 Noregur 0:3 1:0 1:1 ---- 2:0 4:1 Aserbaíasjan 10 3 1 6 Aserbaíasjan 1:4 0:1 1:2 1:0 ---- 5:1 San Marínó 10 0 0 10 San Marínó 0:8 0:3 0:6 0:8 0:1 ----
11. VELA Carlos, Los Angeles FC (BAN) 12. TALAVERA Alfredo, Deportivo Toluca FC (MEX) 13. OCHOA Guillermo, Standard Liège (BEL) 14. HERNANDEZ Javier, West Ham United FC (ENG) 15. MORENO Hector, Real Sociedad (SPÁ) 16. HERRERA Hector, FC Porto (POR) 17. CORONA Jesus, FC Porto (POR) 18. GUARDADO Andres, Real Betis (SPÁ) 19. PERALTA Oribe, Club América (MEX) 20. AQUINO Javier, Tigres UANL (MEX)
1. CORONA Jose, Cruz Azul (MEX) 2. AYALA Hugo, Tigres UANL (MEX) 3. SALCEDO Carlos, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 4. MARQUEZ Rafael, CF Atlas (MEX) 5. REYES Diego, FC Porto (POR) 6. DOS SANTOS Jonathan, LA Galaxy (BAN) 7. LAYUN Miguel, Sevilla FC (SPÁ) 8. FABIAN Marco, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 9. JIMENEZ Raul, SL Benfica (POR) 10. DOS SANTOS Giovani, LA Galaxy (BAN)
S-Kórea 11. GUIDETTI John, Deportivo Alavés (SPÁ) 21. DURMAZ Jimmy, Toulouse FC (FRA) 12. JOHNSSON Karl-Johan, EA Guingamp (FRA) 22. THELIN Isaac Kiese, KV Waasland-Beveren (BEL) 13. SVENSSON Gustav, Seattle Sounders FC (BAN) 23. NORDFELDT Kristoffer, Swansea City AFC (WAL) 14. HELANDER Filip, Bologna FC (ÍTA) 15. HILJEMARK Oscar, Genoa CFC (ÍTA) 16. KRAFTH Emil, Bologna FC (ÍTA) 17. CLAESSON Viktor, FC Krasnodar (RÚS) 18. JANSSON Pontus, Leeds United FC (ENG) 19. ROHDEN Marcus, FC Crotone (ÍTA) 20. TOIVONEN Ola, Toulouse FC (FRA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1934 8-liða úrslit 2 1 0 1 4:4 1938 4. Sæti 3 1 0 2 11:9 1950 3. Sæti 5 2 1 2 11:15 1958 2. Sæti 6 4 1 1 12:7 1970 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 2:2 1974 Milliriðlar 6 2 2 2 7:6 1978 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:3 1990 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 3:6 1994 3. Sæti 7 3 3 1 15:8 2002 16-liða úrslit 4 1 2 1 5:5 2006 16-liða úrslit 4 1 2 1 3:4
Leiðin á HM Íran. S-Kór. Sýr. Úsb. Kín. Kat. Frakkland ---- 2:1 4:0 4:1 0:0 2:1 Svíþjóð 2:1 ---- 1:1 3:1 8:0 4:0 Holland 0:1 2:0 ---- 3:1 5:0 4:1 Búlgaría 0:1 3:2 2:0 ---- 4:3 1:0 Lúxemborg 1:3 0:1 1:3 1:1 ---- 1:0 Hvíta Rússl. 0:0 0:4 1:3 2:1 1:1 ----
Lokastaðan Frakkland 10 Svíþjóð 10 Holland 10 Búlgaría 10 Lúxemborg 10 Hvíta Rússl. 10
7 6 6 4 1 1
2 1 1 1 3 2
1 3 3 5 6 7
18:6 26:9 21:12 14:19 8:26 6:21
23 19 19 13 6 5
Samtals 11 mót, 46 leikir, 16 sigrar, 13 jafntefli og 17 töp. Markatalan 74:69 Staða á heimslista FIFA: 24
1. KIM Seunggyu, Vissel Kobe (JPN) 2. LEE Yong, Jeonbuk Hyundai (KOR) 3. JUNG Seunghyun, Sagan Tosu FC (JPN) 4. OH Bansuk, Jeju United (KOR) 5. YUN Youngsun, Seongnam FC (KOR) 6. PARK Jooho, Ulsan Hyundai FC (KOR) 7. SON Heungmin, Tottenham Hotspur FC (ENG) 8. JU Sejong, Asan Mugunghwa FC (KOR) 9. KIM Shinwook, Jeonbuk Hyundai (KOR) 10. LEE Seungwoo, Hellas Verona FC (ÍTA)
11. HWANG Heechan, FC Red Bull Salzburg (AUS) 21. KIM Jinhyeon, Cerezo Osaka (JPN) 12. KIM Minwoo, Sangju Sangmu FC (KOR) 22. GO Yohan, FC Seoul (KOR) 13. KOO Jacheol, FC Augsburg (ÞÝS) 23. JO Hyeonwoo, Daegu FC (KOR) 14. HONG Chul, Sangju Sangmu FC (KOR) 15. JUNG Wooyoung, Vissel Kobe (JPN) 16. KI Sungyueng, Swansea City AFC (WAL) 17. LEE Jaesung, Jeonbuk Hyundai (KOR) 18. MOON Seonmin, Incheon United FC (KOR) 19. KIM Younggwon, Guangzhou Evergrande FC (KÍN) 20. JANG Hyunsoo, FC Tokyo (JPN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1954 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 0 0 2 0:16 1986 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 4:7 1990 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 1:6 1994 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 2 1 4:5 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:9 2002 4. Sæti 7 3 2 2 8:6 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 3:4 2010 16-liða úrslit 4 1 1 2 6:8 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 3:6
Leiðin á HM Íran. S-Kór. Sýr. Úsb. Kín. Kat. Frakkland ---- 2:1 4:0 4:1 0:0 2:1 Svíþjóð 2:1 ---- 1:1 3:1 8:0 4:0 Holland 0:1 2:0 ---- 3:1 5:0 4:1 Búlgaría 0:1 3:2 2:0 ---- 4:3 1:0 Lúxemborg 1:3 0:1 1:3 1:1 ---- 1:0 Hvíta Rússl. 0:0 0:4 1:3 2:1 1:1 ----
Lokastaðan Íran 10 6 4 0 S-Kórea 10 4 3 3 Sýrland 10 3 4 3 Úsbekistan10 4 1 5 Kína 10 3 3 4 Katar 10 2 1 7
10:2 22 11:10 15 9:8 13 6:7 13 8:10 12 8:15 7
Samtals 9 mót, 31 leikur, 5 sigrar, 9 jafntefli og 17 töp. Markatalan 31:67 Staða á heimslista FIFA: 57
Spekingar spá í riðlana F-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Ríkjandi heimsmeistarar fljúga upp úr þessum riðli enda ætla þeir sér að jafna met Brasilíu og vinna bikarinn í fimmta skiptið. En spurningin er hvort Mexíkó eða Svíþjóð endi í öðru sæti? Mexíkó hefur alla burði til þess en ég ætla samt að veðja á að lið Svíþjóðar steli sætinu af þeim og fari upp úr riðlinum með Þjóðverjum… þótt þeir séu að spila án Zlatan. Dóri í Tólfunni: Þjóðverjarnir taka þetta
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
örugglega, svitna varla við að vinna þennan riðil. Baráttan verður svo á milli Mexíkó og Svíþjóð um að komast áfram með þeim þýsku. Segi að Svíarnir taki þetta en naumlega þó, klára 2. sætið á markatölu. Eiki Einars: Þýskaland er alltaf Þýskaland og er saga þeirra á HM alveg með ólíkindum. Á síðustu 11 HMmótum hafa þeir þrisvar sinnum unnið titilinn, þrisvar sinnum fengið silfur og tvisvar sinnum bronsið. Þannig að
Hallur Hallsson
þegar verið er að tala um Þýskaland, þá er verið að tala um lið sem mun ná mjög góðum árangri. Þeir verða ekki í nokkrum vandræðum með þennan riðil. En það verður hins vegar mikil spenna á milli Svíþjóðar og Mexíkó um annað sætið. Ég hef það á tilfinningunni að Svíarnir komi til með að hafa það, en þeirra bíður mjög erfiður andstæðingur í 16-liða úrslitum, nefnilega Brasilíumenn. S-Kóreumenn munu eiga erfitt uppdráttar á þessu móti.
Lára Ómarsdóttir Hallur Hallsson: Margir spá Þýskalandi sigri í Rússlandi og þar með hefnd fyrir ósigurinn í síðari heimsstyrjöldinni þegar allt fraus fast í rússneska vetrinum. Svíar eru öflugir en vantar stjörnuleikmann til að klára en fara í 16 liða úrslit. Samt ekki lengra. Lára Ómars: Hörku riðill. Fótbolti snýst um að vinna leiki og í því eru Þjóðverjar góðir. Þeir vinna riðilinn og Svíar fara með. Svíarnir hafa bara skipulagið og hefðina fram yfir Mexíkó.
HM Í RÚSSLANDI 2018
27
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 32-38 Andrea Kristjánsdóttir
32. Pólland - Kólumbía Andrea Kristjánsdóttir: Eins leiðinlegt og mér finnst að spá um markalausa leiki þá held ég samt að þetta verði einn þeirra. Dóri í Tólfunni: Aðeins öfugt við leik Japan og Senegal, þarna eru tvö lið sem vita það sennilega bæði að þau eru líklegust til að fara áfram. Svo þau sættast á jafntefli. Kannski að annað liðið komist yfir en um leið og staðan verður 1-1 þá sættast bæði lið á stórmeistarajafntefli. Lewandowski og James Rodriguez eru viðeigandi markaskorarar fyrir slíkt stórmeistarajafntefli. Eiki Einars: Þetta verður hörkuleikur sem skiptir miklu máli upp á röðunina í riðlinum og svo hvaða lið komast áfram. Ég er svona á því að Kólumbía sé með jafn sterkasta liðið af þeim þremur sem koma til greina, hin eru Pólland og Senegal. Þessi leikur endar með jafntefli 1-1 sem kemur Pólverjum heldur betur til góða til að ná öðru sætinu í riðlinum. Hallur Hallsson: Pólverjar sýna enn og aftur að þeir eru með öflugt lið og Lewandowski í toppformi. Lára Ómars: Þessi leikur endar með jafntefli, 1-1.
33. Úrúgvæ - Rússland Andrea Kristjánsdóttir: Síðasti leikur þessara liða í riðlakeppninni og ég held að Úrúgvæ klári þennan
leik 1-0 og vinni þar með sinn riðil með fullt hús stiga. Dóri í Tólfunni: Þetta verður nettur rússíbani en Úrúgvæ klárar jafntefli sem þeir þurfa til að negla inn 1. sætið í riðlinum. 2-2 spái ég, í skemmtilegum leik. Eiki Einars: Bæði lið búinn að vinna sína leiki og erum því komin áfram. Þetta er því úrslitaleikur riðilsins og skiptir miklu máli að ná fyrsta sætinu og sleppa þannig við Spánverja í 16-liða úrslitum. Ég held að Úrúgvæar séu of sterkir fyrir Rússa og nú dugar heimavöllurinn ekki. Úrúgvæ sigrar 2-1. Hallur Hallsson: Rússar ná að landa sigri eftir að dómari sleppir augljósri vítaspyrnu þar sem brotið er á Luis Suárez. Hann bregst illa við og er rekinn af velli.
þeir alveg lið í það að komast áfram og töpuðu naumt leikjunum við Rússa og Úrúgvæ. En þeir vinna þó Sádana í sárabætur og það nokkuð létt, 2-0. Hallur Hallsson: Sól Salah skín skært, hat-trick. Lára Ómars: Egyptaland sigrar 1-0.
35. Íran - Portúgal Andrea Kristjánsdóttir: Þægilegur sigur Portúgala 0-2. Dóri í Tólfunni: Íran á ekki séns í að komast áfram og á ekki séns í þessum leik. Ronaldo mögulega með bæði en í öllu falli vinnur Portúgal þennan leik með 2 mörkum gegn 0.
Lára Ómars: Rússar ná að leggja Úrúgvæ 2-1.
Eiki Einars: Portúgal verður ekki í nokkrum vandræðum með Íran og vinna stórt, 4-0.
34. Sádí Arabía - Egyptaland
Hallur Hallsson: Portúgal vinnur öruggan sigur.
Andrea Kristjánsdóttir: Egyptaland vinnur þennan leik með einu marki og skilur Sádí Arabíu eftir neðsta í riðlinum með 0 stig. Dóri í Tólfunni: Sádí Arabía nær að skora, í fyrsta skipti í þessu móti. Kantmaðurinn Nawaf Al Abed skorar laglegt mark en Egyptarnir skora þrjú á móti. Mo Salah með tvö og Abdallah Said með eitt. Eiki Einars: Egyptar mjög svekktir að vera úr leik á mótinu, enda hafa
Lára Ómars: Portúgal vinnur 2-0.
36. Spánn - Marokkó Andrea Kristjánsdóttir: Marokkó gera sitt besta og ná inn einu marki, en því miður er bara of mikill getumunur á þessum liðum og Spánverjar skora tvö og klára þetta. Dóri í Tólfunni: Spánverjarnir hafa ekki alveg sama sóknarþunga og
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
oft áður en þeir hafa reynsluna og vissulega heilmikil gæði í sínum leik. Malla þetta á góðri yfirvegun, eru búnir að klára báða leiki fram að þessu og taka þennan leik svo bara þægilega líka, 1-0 sigur sem er öruggari en tölurnar hljóma. Eiki Einars: Spánn heldur áfram að blómstra, sýna frábæra takta á móti nágrönum sínum í Marokkó. Öruggur spænskur sigur, 3-0. Hallur Hallsson: Spánverjar ná sér vel á strik og vinna öruggan sigur. Lára Ómars: 2-0. Spánverjar halda sínu striki og sigra auðveldlega.
37. Danmörk - Frakkland Andrea Kristjánsdóttir: Eftir jafnteflið gegn Perú verða Frakkar að vinna þennan leik ef þeir ætla sér að hirða fyrsta sætið í þessum riðli, og ég held þeim takist það. 2-0. Dóri í Tólfunni: Frakkarnir búnir að vinna báða leikina, það hefur ýmislegt að segja. Mögulega rótera þeir á liðinu en hafa samt gæðin í að klára jafntefli gegn dönsku liði sem „absalút“ þarf á sigri að halda. Það verður eitt „solid“ skallamark frá Giroud sem gengur frá danska liðinu, þrátt fyrir mark þeirra megin frá Nicolai Jørgensen. Eiki Einars: Hvað gera Danir nú? Þeim nægir jafntefli til að sigra riðilinn og Frakkar gera sér grein fyrir að sæti þeirra er ekki alveg gulltryggt áfram og ekki vilja þeir lenda í öðru sæti riðilsins ef
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
Argentína vinnur D-riðilinn. Þetta verður hörkuleikur, Danirnir svolítið varfærnislegir og einblína of mikið á jafnteflið, þannig að það verða hlutskipti Frakka að vinna þennan leik og það nokkuð örugglega 3-1. Hallur Hallsson: Frakkar styrkjast með hverjum leik. Vinna Dani 3-1. Lára Ómars: 0-2. Danir halda áfram að valda vonbrigðum og Frakkar vinna. Rautt spjald á pirraða Dani.
38. Ástralía - Perú Andrea Kristjánsdóttir: Þessi lið hafa tapað öllum séns á að komast upp úr riðlinum en Perú ber höfuðið hátt og klárar þessa keppni á sigri. Dóri í Tólfunni: Ástralía keyrir á þetta til að reyna að klára þetta mót með stæl en Perú er sterkara lið og tryggir sig áfram með sigri. 1-2 verða lokaúrslitin í þessum leik. Eiki Einars: Perú lifir í voninni um að komast áfram ef Danmörk vinnur Frakka. Þurfa því að sigra Ástralíu með góðum markamun og setja allt í sóknarleikinn. Uppskera eftir því og sigra 3-0. Hallur Hallsson: Ástralía vinnur eftirminnilegan 4-3 sigur. Lára Ómars: 0-1, Perú vinnur í baráttuleik.
HM Í RÚSSLANDI 2018
28
G-RIÐILL England 1. PICKFORD Jordan, Everton FC (ENG) 2. WALKER Kyle, Manchester City FC (ENG) 3. ROSE Danny, Tottenham Hotspur FC (ENG) 4. DIER Eric, Tottenham Hotspur FC (ENG) 5. STONES John, Manchester City FC (ENG) 6. MAGUIRE Harry, Leicester City FC (ENG) 7. LINGARD Jesse, Manchester United FC (ENG) 8. HENDERSON Jordan, Liverpool FC (ENG) 9. KANE Harry, Tottenham Hotspur FC (ENG) 10. STERLING Raheem, Manchester City FC (ENG)
Belgía 11. VARDY Jamie, Leicester City FC (ENG) 21. LOFTUS-CHEEK Ruben, Chelsea FC (ENG) 12. TRIPPIER Kieran, Tottenham Hotspur FC (ENG) 22. ALEXANDER-ARNOLD Trent, Liverpool FC (ENG) 13. BUTLAND Jack, Stoke City FC (ENG) 23. POPE Nick, Burnley FC (ENG) 14. WELBECK Danny, Arsenal FC (ENG) 15. CAHILL Gary, Chelsea FC (ENG) 16. JONES Phil, Manchester United FC (ENG) 17. DELPH Fabian, Manchester City FC (ENG) 18. YOUNG Ashley, Manchester United FC (ENG) 19. RASHFORD Marcus, Manchester United FC (ENG) 20. ALLI Dele, Tottenham Hotspur FC (ENG)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1950 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:2 1954 8-liða úrslit 3 1 1 1 8:8 1958 Voru úr leik eftir riðlakeppni 4 0 3 1 4:5 1962 8-liða úrslit 4 1 1 2 5:6 1966 Heimsmeistarar 6 5 1 0 11:3 1970 8-liða úrslit 4 2 0 2 5:6 1982 Milliriðlar 5 3 2 0 6:1 1986 8-liða úrslit 5 2 1 2 7:3 1990 4. Sæti 7 3 3 1 8:6 1998 16-liða úrslit 4 2 1 1 7:4 2002 8-liða úrslit 5 2 2 1 6:3 2006 8-liða úrslit 5 3 2 0 6:2 2010 16-liða úrslit 4 1 2 1 3:5 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:4
Lokastaðan
Leiðin á HM Eng. Slk. Sko. Sló. Lit. Mal. England ---- 2:1 3:0 1:0 2:0 2:0 Slóvakía 0:1 ---- 3:0 1:0 4:0 3:0 Skotland 2:2 1:0 ---- 1:0 1:1 2:0 Slóvenía 0:0 1:0 2:2 ---- 4:0 2:0 Litháen 0:1 1:2 0:3 2:2 ---- 2:0 Malta 0:4 1:3 1:5 0:1 1:1 ----
England Slóvakía Skotland Slóvenía Litháen Malta
10 8 10 6 10 5 10 4 10 1 10 0
2 0 3 3 3 1
Samtals 14 mót, 62 leikir, 26 sigrar, 20 jafntefli og 16 töp. Markatalan 79:56 Staða á heimslista FIFA: 13
Leiðin á HM Bel. Gri. Bos. Eis. Kýp. Gíb. Belgía ---- 1:1 4:0 8:1 4:0 9:0 Grikkland 1:2 ---- 1:1 0:0 2:0 4:0 Bosnía 3:4 0:0 ---- 5:0 2:0 5:0 Eistland 0:2 0:2 1:2 ---- 1:0 4:0 Kýpur 0:3 1:2 3:2 0:0 ---- 3:1 Gíbraltar 0:6 1:4 0:4 0:6 1:2 ----
Lokastaðan Belgía 10 9 1 0 43:6 28 Grikkland 10 5 4 1 17:6 19 Bosnía 10 5 2 3 24:13 17 Eistland 10 3 2 5 13:15 11 Kýpur 10 3 1 6 9:18 10 Gíbraltar 10 0 0 10 3:47 0
Samtals 12 mót, 41 leikur, 14 sigrar, 9 jafntefli og 18 töp. Markatalan 52:66 Staða á heimslista FIFA: 3
Túnis 11. COOPER Armando, Club Universidad de Chile (Síl) 21. RODRIGUEZ Jose Luis, KAA Gent (BEL) 12. CALDERON Jose, Chorrillo FC (PAN) 22. RODRIGUEZ Alex, San Francisco FC (PAN) 13. MACHADO Adolfo, Houston Dynamo (BAN) 23. BALOY Felipe, CSD Municipal (GUA) 14. PIMENTEL Valentin, Plaza Amador (PAN) 15. DAVIS Eric, DAC Dunajska Streda (SVK) 16. ARROYO Abdiel, LD Alajuelense (CRC) 17. OVALLE Luis, CD Olimpia (HON) 18. TEJADA Luis, Sport Boys (PER) 19. QUINTERO Alberto, Universitario Lima (PER) 20. GODOY Anibal, San Jose Earthquakes (BAN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM Leiðin á HM Hafa aldrei fyrr leikið í úrslitakeppni HM Mið-Ameríka 4. umferð Kos. Pan. Kosta R ---- 3:1 Panama 1:2 ---Haiti 0:1 0:0 Jamaíka 1:1 0:2
Hai. Jam. 1:0 3:0 1:0 2:0 ---- 0:1 0:2 ----
5. umferð Mex Kos. Mexíkó ---- 2:0 Kosta Ríka 1:1 ---Panama 0:0 2:1 Hondúras 3:2 1:1 Bandaríkin 1:2 0:2 Trin. & Tób. 0:1 0:2
Pan. Hon. 1:0 3:0 0:0 1:1 ---- 2:2 0:1 ---4:0 6:0 1:0 1:2
Staða á heimslista FIFA: 55
11. CARRASCO Yannick, Dalian Yifang FC (KÍN) 21. BATSHUAYI Michy, Borussia Dortmund (ÞÝS) 12. MIGNOLET Simon, Liverpool FC (ENG) 22. CHADLI Nacer, West Bromwich Albion FC (ENG) 13. CASTEELS Koen, VfL Wolfsburg (ÞÝS) 23. DENDONCKER Leander, RSC Anderlecht (BEL) 14. MERTENS Dries, SSC Napoli (ÍTA) 15. MEUNIER Thomas, Paris Saint-Germain FC (FRA) 16. HAZARD Thorgan, Borussia Mönchengladbach (ÞÝS) 17. TIELEMANS Youri, AS Monaco (FRA) 18. JANUZAJ Adnan, Real Sociedad (SPÁ) 19. DEMBELE Moussa, Tottenham Hotspur FC (ENG) 20. BOYATA Dedryck, Celtic FC (SKO)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1930 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 0 0 2 0:4 1934 Fyrsta umferð 1 0 0 1 2:5 1938 Fyrsta umferð 1 0 0 1 1:3 1954 Voru úr leik eftir riðlakeppni 2 0 1 1 5:8 1970 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:5 1982 Milliriðlar 5 2 1 2 3:5 1986 4. Sæti 7 2 2 3 12:15 1990 16-liða úrslit 4 2 0 2 6:4 1994 16-liða úrslit 4 2 0 2 4:4 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 3 0 3:3 2002 16-liða úrslit 4 1 2 1 6:7 2014 8-liða úrslit 5 4 0 1 6:3
0 18:3 26 4 17:7 18 2 17:12 18 3 12:7 15 6 7:20 6 9 3:25 1
Panama 1. PENEDO Jaime, Dinamo Bucharest (RÚM) 2. MURILLO Michael, New York Red Bulls (BAN) 3. CUMMINGS Harold, San Jose Earthquakes (BAN) 4. ESCOBAR Fidel, New York Red Bulls (BAN) 5. TORRES Roman, Seattle Sounders FC (BAN) 6. GOMEZ Gabriel, Atlético Bucaramanga (KÓL) 7. PEREZ Blas, CSD Municipal (GUA) 8. BARCENAS Edgar, Cafetaleros de Tapachula (MEX) 9. TORRES Gabriel, CD Huachipato (Síl) 10. DIAZ Ismael, Deportivo La Coruña (SPÁ)
1. COURTOIS Thibaut, Chelsea FC (ENG) 2. ALDERWEIRELD Toby, Tottenham Hotspur FC (ENG) 3. VERMAELEN Thomas, FC Barcelona (SPÁ) 4. KOMPANY Vincent, Manchester City FC (ENG) 5. VERTONGHEN Jan, Tottenham Hotspur FC (ENG) 6. WITSEL Axel, Tianjin Quanjian FC (KÍN) 7. DE BRUYNE Kevin, Manchester City FC (ENG) 8. FELLAINI Marouane, Manchester United FC (ENG) 9. LUKAKU Romelu, Manchester United FC (ENG) 10. HAZARD Eden, Chelsea FC (ENG)
Ban. 1:1 4:0 1:1 1:1 ---2:1
Tri. 3:1 2:1 3:0 3:1 2:0 ----
Lokastaðan Kosta Ríka 6 Panama 6 Haiti 6 Jamaíka 6
5 3 1 1
1 1 1 1
0 2 4 4
11:3 7:5 2:4 2:10
16 10 4 4
Lokastaðan Mexíkó 10 Kosta Ríka 10 Panama 10 Hondúras 10 Bandaríkin 10 Trin. & Tób. 10
6 4 3 3 3 2
3 4 4 4 3 0
1 2 3 3 4 8
16:7 14:8 9:10 13:19 17:13 7:19
21 16 13 13 12 6
1. BEN MUSTAPHA Farouk, Al Shabab FC (KSA) 2. BEN YOUSSEF Syam, Kasimpasa SK (TYR) 3. BEN ALOUANE Yohan, Leicester City FC (ENG) 4. MERIAH Yassine, CS Sfaxien (TÚN) 5. HADDADI Oussama, Dijon FCO (FRA) 6. BEDOUI Rami, Étoile du Sahel (TÚN) 7. KHAOUI Saifeddine, ES Troyes (FRA) 8. BEN YOUSSEF Fakhreddine, Al Ittifaq FC (KSA) 9. BADRI Anice, ES Tunis (TÚN) 10. KHAZRI Wahbi, Stade Rennais FC (FRA)
11. BRONN Dylan, KAA Gent (BEL) 12. MAALOUL Ali, Al Ahly SC (EGY) 13. SASSI Ferjani, Al Nassr FC (KSA) 14. BEN AMOR Mohamed, Al Ahli SC (KSA) 15. KHALIL Ahmed, Club Africain (TÚN) 16. MATHLOUTHI Aymen, Al Batin FC (KSA) 17. SKHIRI Ellyes, Montpellier HSC (FRA) 18. SRARFI Bassem, OGC Nice (FRA) 19. KHALIFA Saber, Club Africain (TÚN) 20. CHAALELI Ghaylen, ES Tunis (TÚN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1978 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 1 1 3:2 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:4 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 1:5 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 3:6
Leiðin á HM Afríka 3. umferð Tún. Kon. Túnis ---- 2:1 DR. Kongó 2:2 ---Líbýa 0:1 1:2 Gínea 1:4 1:2
Líb. Gín. 0:0 2:0 4:0 3:1 ---- 1:0 3:2 ----
21. NAGUEZ Hamdi, Zamalek (EGY) 22. HASSEN Mouez, LB Chateauroux (FRA) 23. SLITI Naim, Dijon FCO (FRA)
Lokastaðan Túnis 6 4 2 0 DR. Kongó 6 4 1 1 Líbýa 6 1 1 4 Gínea 6 1 0 5
11:4 14 14:7 13 4:10 4 6:14 3
Samtals 4 mót, 12 leikir, 1 sigur, 4 jafntefli og 7 töp. Markatalan 8:17 Staða á heimslista FIFA: 21
Spekingar spá í riðlana G-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Ég geri mér miklar vonir um að Belgar fari langt í þessu móti, og spái því á að þeir taki efsta sætið í þessum riðli. Englendingar lendi í öðru og sendi Túnis og Panama heim. Dóri í Tólfunni: Þægilegur riðill fyrir Belgíu og England. Eina spurningin verður hvort liðið endar á að vinna riðilinn. Belgarnir eru meira tilbúnir og ná að vinna. England verður áfram ósannfærandi en nær 2. sætinu þó.
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
Eiki Einars: Munu Englendingar gera einhverjar rósir á þessu móti í ár? Eru þeir með eitthvað lið til þess? Líklega ekki, en þeir hafa þó lið til að komast upp úr þessum riðli. Þvílíkur skandall ef þeir kæmust ekki upp úr þessum riðli! Svo er það bara spurning hvað þeir gera meira, hvort þeir komist í 8-liða úrslit og ef þeim tekst það, þá er það endastöðin. En það þarf alls ekki að vera endastöð hjá öðru liði í þessum riðli, nefnilega Belgíu. Þeir eru með þvílíkan hóp leikmanna að það gæti alveg gerst að þeir hrósi sigri á þessu móti. Belgía
Hallur Hallsson
heimsmeistarar! Já, það er aldrei að vita, þeir eru allavega eitt af liðunum sem koma til greina. Þeir vinna þennan riðil og Englendingar verða í öðru sæti. Það er lítið um hin tvö liðin hægt að segja. Hallur Hallsson: Tvö áhugaverð lið. Belgar eru feikna sterkir, stórkostlegir leikmenn á borð við De Bruyne, Hazard, Lukaku, Kompany og Courtois í markinu. Ég spái Belgum í undanúrslit þar sem allt getur gerst. Það eru spennandi tímar framundan hjá Englendingum. Harry Kane fyrirliði og
Lára Ómarsdóttir Sterling og Dele Alli, John Stones, Kyle Walker, Fabian Delph flottir leikmenn og margir ungir leikmenn á leiðinni. Lára Ómars: Skemmtilegur riðill þar sem úrslitin gætu komið á óvart. En þau gera það ekki. Belgar og Englendingar keppast um toppsætið og Englendingar hafa betur. Kane er maðurinn þó Hazard spili vel.
HM Í RÚSSLANDI 2018
29
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 39-44 Andrea Kristjánsdóttir
39. Nígería - Argentína Andrea Kristjánsdóttir: Argentínumenn verða grimmir í þessum lokaleik riðlakeppninnar. Þessi leikur fer 3-0 fyrir Argentínu. Dóri í Tólfunni: Argentína mætir í þennan leik nett með bakið upp að veggnum á meðan Nígería er þegar úr leik. Nígería tekur mögulega nett kæruleysi á þetta en nær að komast yfir á þann máta, Argentína siglir þessu þó í höfn með 3 mörkum og vinnur öruggan sigur. 1-3 fyrir Argentínu. Messi skorar 2-3 mörk en Moses kemur Nígeríu yfir. Eiki Einars: Það er allt uppnámi í þessum riðli, staðan fyrir lokaumferðina er: Ísland 4 stig, Argentína 3 stig, Nígería 2 stig, Króatía 1 stig. Öll lið eiga möguleika, þannig að þetta er úrslitaleikur á milli Nígeríu og Argentínu. Þetta verður hörkuleikur og afar spennandi alveg fram á síðustu mínútu. Jú, hann endar með jafntefli, en hversu mörg mörk verða skoruð, er ég ekki viss um. Hallur Hallsson: Argentína sendir Nígeríumenn heim með stórsigri. Lára Ómars: 1-2. Jæja, Argentínumenn eru vaknaðir og vinna þennan leik örugglega. Þó með minnsta mun.
40. Ísland - Króatía Andrea Kristjánsdóttir: Ég veit
ekki hvort bjartsýni Íslendingurinn innra með mér sé að taka yfirhöndina en við höfum gert það áður og ég ætla að segja að við vinnum þennan leik. Við skorum fyrsta markið í fyrri hálfleik en Króatarnir jafna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og senda okkur örlítið skjálfandi inn í klefa. En í seinni bæta okkar menn við öðru og taka þetta 2-1. Dóri í Tólfunni: Króatía veit það fyrir þennan leik að jafntefli skilar þeim upp fyrir Ísland á markatölu, eftir fyrstu tvo leikina. Þeir eru því sáttir við 0-0 jafntefli. Lengi framan af virðist það líka ætla að verða raunin en þegar skammt er eftir stígur Gylfi upp og skorar sigurmarkið sem tryggir Íslandi sigur í leiknum og riðlinum. Eiki Einars: Nú er að duga eða drepast, okkur nægir jafntefli til að komast áfram, en til að vera öruggir með sigur í riðlinum, þurfum við að vinna. Þetta verður mikill baráttuleikur tveggja liða sem gjörþekkja hvort annað, lítið um marktækifæri og baráttan á miðjunni. Leikurinn endar með markalausu jafntefli og um leið berast þau tíðindi að hinn leikurinn hafi einnig endað með jafntefli, þannig að Ísland sigraði riðilinn og mætir Dönum í 16-liða úrslitum! Húh! Hallur Hallsson: Íslandi nægir jafntefli gegn Króötum sem fá óskastart með marki Modric strax á 9. mínútu. Króatar virka firna sterkir og tekst að halda
vel aftur af íslensku liði uns leikurinn snýst á krónupeningi; Gylfi með eftirminnilegt mark 79. mínútu ... já þetta er sannarlega mót Gylfa og Birkir Bjarnason skorar á 89. mínútu. Króatar falla saman, Gummi Ben fer á kostum í lýsingunni og Alfreð tryggir 3-1 sigur í uppbótatíma. Hvílíkur leikur!
42. S-Kórea - Þýskaland Andrea Kristjánsdóttir: Þægilegur leikur fyrir Þýskaland, 0-3. Dóri í Tólfunni: Þjóðverjarnir þegar öruggir áfram en láta það samt ekki stoppa sig. Öruggur 0-4 sigur fyrir þýska liðið. Fullt hús.
41. Mexíkó - Svíþjóð Andrea Kristjánsdóttir: Hér held ég að Mexíkó verði svolítið með yfirhöndina mest allan leikinn, en Svíþjóð hleypir þeim ekki fram úr sér og tekst að klóra út stig í þessum leik.
Eiki Einars: Þetta er úrslitaleikurinn um áframhald í keppninni. Hérna verður ekkert gefið eftir, en Svíarnir verða skrefinu framar og hrósa góðum tveggja marka sigri, 2-0, þar sem þeir innsigla sigurinn á síðustu mínútu leiksins. Hallur Hallsson: Svíar seiglast til 1-0 sigurs.
Eiki Einars
Lára Ómars: 1-1. Svíar hiksta.
Lára Ómars: 2-2. Er þetta ekki dæmt til að vera jafnt. Ísland mun svekkja sig á að ná aðeins jafntefli.
Dóri í Tólfunni: Úrslitaleikurinn um 2. sætið. Svíarnir komast yfir snemma, Mexíkó jafnar seint og leikurinn endar 1-1 sem nægir Svíunum til að komast áfram á markatölu.
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars: Þjóðverjarnir komnir áfram og dugir jafntefli til að vera í fyrsta sæti riðilsins. En þeir gera betur, þó þeir hvíli nokkra lykilmenn þá sigra þeir S-Kóreu 2-0. Hallur Hallsson: Þýska stálið óstöðvandi með 4-1 sigur á S-Kóreum Lára Ómars: 0-2, auðvelt aftur hjá Þjóðverjum.
43. Serbía - Brasilía Andrea Kristjánsdóttir: Brasilía ætlar sér að vinna þennan leik og hirða öll stigin sem í boði eru. Og þeim tekst það 0-2. Dóri í Tólfunni: Tvö lið sem eru bæði komin áfram fyrir þennan leik. Nýta tækifærið til að hvíla leikmenn. Endar 1-1. Eiki Einars: Brasilía búið að sigra báða sína leiki í riðlinum og hafa verið á góðri siglingu. Halda áfram
Hallur Hallsson
Lára Ómarsdóttir
á sömu braut, spila fínan bolta þrátt fyrir að hvíla marga lykilmenn, þetta er svo breið lína hjá þeim, og sigra Serba með þremur mörkum, 4-1. Hallur Hallsson: Brassarnir taka Ríó takta á Serba, stendur ekki steinn yfir steini hjá Balkanmönnum. Neymar og Jesus sannarlega kóngar í sínu ríki. Lára Ómars: 0-2. Brassarnir miklu betri en andlausir Serbar.
44. Sviss - Kosta Ríka Andrea Kristjánsdóttir: Sviss vita að þeir eru búnir að tryggja sér annað sætið, og fara rólega í þennan leik, án þess að hleypa Kosta Ríka fram úr sér. 1-0. Dóri í Tólfunni: Bara heiðurinn að veði hjá þessum liðum. Sviss tekur þetta létt, endar 3-0. Eiki Einars: Þetta verður spennandi leikur og líka úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. Kosta Ríkamönnum gengur illa að finna smugu í gegnum frábæra vörn Sviss og ná ekki að skora. En það tekst Sviss hinsvegar í seinni hálfleik og það verða úrslit leiksins. 1-0 fyrir Sviss og þeir komast í 16-liða úrslit. Hallur Hallsson: Sviss með vinnusigur. Lára Ómars: 1-0. Sviss skorar snemma og leikurinn koðnar niður í miðjumoð. Fá færi en hörku barátta.
GASTROPUB
HM Í BEINNI HAPPY HOUR
ALLA DAGA 15–18
Kokteilar, léttvínsglös og bjór á krana – á hálfvirði! Opið 11.30–23.30
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
30
HM Í RÚSSLANDI 2018
Tripical ferðir og Tólfan halda uppi stemningunni í Rússlandi T
ripical ferðir lætur sig ekki vanta að taka þátt í öllu fjörinu í kringum HM og verður með tvennskonar ferðir í boði til Rússlands. Það er annars vegar 4 daga ferð til Moskvu þegar Ísland mun hefja frumraun sína á HM og leika þar við Argentínu. Og hinsvegar 7 daga gleði í Volgograd og Rostov-On-Don, í þeim tveimur borgum sem Ísland spilar við Nígeríu og Króatíu. Af hverju að fara alla leið til Moskvu bara til að stoppa í smá tíma? „Það eru svo margar ástæður fyrir því, þetta er einstakur atburður sem er að eiga sér þarna stað. Fyrsti leikur Íslands á HM og það gegn Argentínu. Að taka þátt í því og vera með í þessum sögulega viðburði er nokkuð sem verður ekki endurtekið,“ segja þau hjá Tripical ferðum en bæði þessi ferð til Moskvu og svo 7 daga ferðin til Volgograd og Rostov-On-Don eru skipulagðar af þeim frá A til Ö og eru þétt skipaðar af allskyns uppákomum með mikilli stemningu. „Tónlistarmennirnir, skemmtikraftarnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór verða með okkur í Rússlandi allan tímann. Það verða skoðanaferðir, kvöldvökur og margt fleira – ferðirnar okkar verða fullar af alls konar fjöri!,“ og má taka undir þau orð þeirra hjá Tripical, því þar sem Jón og Friðrik Dór eru, þar leiðast mönnum ekki. Svo er Tripical líka í miklu samstarfi við Tólfuna. ,,Já, við erum í miklu samstarfi við Tólfuna og að sjálfsögðu verður okkar heimsklassa stuð og stuðningssveit,
sem Tólfan er, fremst í flokki klappliðs Íslendinga á HM, vera með okkur í Rússlandi. Þeir munu magna upp stemminguna fyrir leikina, mæta með trommur sínar og þanin raddbönd og keyra upp stemmingu áhangenda íslenska liðsins fyrir leiki.“ Tólfan lætur ekki þar við sitja, því liðsmenn Tólfunnar vilja leggja sitt af mörkum til að gera ferð Íslendinga á keppnina í Rússlandi eins skemmtilega og ánægjulega og kostur er á. Tólfan hefur því ákveðið að halda, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical, risapartý eftir alla landsliðsleiki Íslands. Um er að ræða fimmhundruð til þúsund manna veisluhöld í hverri borg! Meðal tónlistafólks verða Jón Jónsson, Friðrik Dór og DJ Dóra Júlía og fleiri tónlistarnúmer sem verða kynnt síðar. „Eins og við er að búast kann hin einstaka íslenska Tólfan að halda uppi stemningu og verður það heldur betur gert í Moskvu, Volgograd og RostovOn-Don. Við Íslendingar eigum ekki eingöngu magnað landslið í fótbolta, við eigum magnaða stuðningssveit og ef einhvern tíma yrði keppt í stuði og stemningu stuðningsliða færi Ísland alla leið í úrslit og kæmi svo heim með sigurbikar,“ segja þau hjá Tripical ferðum. Að sjálfsögðu verður öryggisgæsla til fyrirmyndar og nóg af starfsfólki til að tryggja að allt gangi vel. Þetta er partý sem enginn Íslendingur á HM vill missa af! Þeir sem ferðast með Tripical fá frítt inn á viðburðina, en aðrir geta keypt miða á fjörið, annaðhvort á
heimasíðu Tripical eða á staðnum, svo framarlega sem það er ekki uppselt. Miðinn kostar 3.000 kr. Þannig að nú er bara að fara að skipuleggja dagana, hvort maður ætti ekki bara að skella sér til Rússlands og taka þátt í öllu fjörinu, hvort sem er að fara til Moskvu í 4 daga ferð eða hina 7 daga ferðina. En það er hægt að dreifa greiðslum í allt að 12 mánuði með raðgreiðslum Borgunar. Það sem er innifalið í verði er: Beint flug til Moskvu og til baka í Moskvuferðinni, beint flug til
Volgograd og beint flug heim frá Rostov-On-Don í 7 daga ferðinni, 5 kíló handfarangur, gisting í 3 og 6 nætur á þriggja stjörnu hóteli, morgunmatur á hóteli, stanslaust stuð með Jóni og Frikka, skoðunarferðir um borgirnar, uppákomur með skemmtanastjórum Tripical, rússneskumælandi fararstjóri, íslenskumælandi fararstjóri og svo hin rafmagnaða stemning stuðningsmanna sem verður ógleymanleg. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Tripical ferðum í Borgartúni 8 eða á heimasíðu þeirra www.tripical.is.
Strákarnir eru með HM-úrin frá Gilberti samstillt í Rússlandi JS Watch Company Reykjavik og Gilbert úrsmiður hafa unnið unnið í samvinnu við strákana í íslenska landsliðinu í fótbolta að hönnun sérstaks HMúrs, WORLD CUP MMXVIII, eins og það heitir. Fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2016 var hannað sérstakt EM úr í samstarfi við strákana í landsliðinu. Það var gert með góðum árangri og þegar ljóst var að Ísland yrði með í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar óskaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir hönd strákanna í landsliðinu eftir því að búin yrði til ný útgáfa af úri og nú í tengslum við HM. EM-úrið var framleitt í 100 númeruðum eintökum og var uppselt mjög fljótt, en HM-úrið er framleitt í 300 númeruðum eintökum og er sala á úrunum nú í fullum gangi. Hönnunin á úrinu er full af litlum smáatriðum sem tengjast landsliðinu og eru til dæmis tölurnar frá einum og upp í ellefu silfraðar. Þær tákni
leikmennina. Tólfan eða tölustafurinn 12 á skífunni er rauður og táknar áhorfendur eða stuðningsmenn, 12. leikmanninn. „EM-úrið var blátt, tónað í lit landsliðstreyjanna, en HM-úrið er hvítt með blá mínútustrik upp í 45 en síðustu 15 mínúturnar eru afmarkaðar með rauðum strikum og á því svæði hringsins stendur „HALF TIME“ með vísun í leiktímann. Sekúnduvísirinn á úrinu er svo blár og í laginu eins og víkingaspjót. Á botninum á skífunni stendur ritað „FYRIR ÍSLAND“ og fyrir neðan miðju er nafn úrsins, WORLD CUP MMXVIII, þar sem R-ið snýr öfugt til marks um það að keppnin fer fram í Rússlandi. Á bakhliðinni stendur nafn framleiðandans, nafn úrsins og „VAR ÞAÐ EKKI“ til að minna á fagnaðarsöng landsliðsins eftir sigurleiki. Fyrstu 30 númerin eru frátekin fyrir landsliðshópinn. Hægt er að skoða úrin nánar á www. gilbert.is og þau fást hjá Gilbert úrsmið, laugavegi 62.
#garðpartý
Nýtt í BYKO
SAMSETNING Á GRILLI - 4.990*
* gildir aðeins í vefverslun byko.is
GRILLUM Í SUMAR KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ byko.is
Vertu með!
PALLALEIKUR Alls 10 vinningar, heildarverðmæti rúmlega 700.000kr.
Auðvelt að versla á byko.is • Sendum út um allt land
Sjá nánar á byko.is
HM Í RÚSSLANDI 2018
32
H-RIÐILL Kólumbía 1. OSPINA David, Arsenal FC (ENG) 2. ZAPATA Cristian , AC Milan (ÍTA) 3. MURILLO Oscar, CF Pachuca (MEX) 4. ARIAS Santiago, PSV Eindhoven (HOL) 5. BARRIOS Wilmar, CA Boca Juniors (ARG) 6. SANCHEZ Carlos, RCD Espanyol (SPÁ) 7. BACCA Carlos, Villarreal CF (SPÁ) 8. AGUILAR Abel, AC Deportivo Cali (KÓL) 9. FALCAO Radamel, AS Monaco (FRA) 110. RODRIGUEZ James, FC Bayern München (ÞÝS)
Pólland 11. CUADRADO Juan, Juventus FC (ÍTA) 12. VARGAS Camilo, AC Deportivo Cali (KÓL) 13. MINA Yerry, FC Barcelona (SPÁ) 14. MURIEL Luis, Sevilla FC (SPÁ) 15. URIBE Mateus, Club América (MEX) 16. LERMA Jefferson, Levante UD (SPÁ) 17. MOJICA Johan, Girona FC (SPÁ) 18. FABRA Frank, CA Boca Juniors (ARG) 19. BORJA Miguel, SE Palmeiras (BRA) 20. QUINTERO Juan, CA River Plate (ARG)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1962 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 5:11 1990 16-liða úrslit 4 1 1 2 4:4 1994 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 4:5 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 1:3 2014 8-liða úrslit 5 4 0 1 12:4 Samtals 5 mót, 18 leikir, 7 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp. Markatalan 26:27 Staða á heimslista FIFA:16
21. IZQUIERDO Jose, Brighton & Hove Albion FC (ENG) 22. CUADRADO Jose, CD Once Caldas (KÓL) 23. SANCHEZ Davinson, Tottenham Hotspur FC (ENG)
Leiðin á HM Brasilía Úrúgvæ Argentína Kólumbía Perú Síle Paragvæ Ekvador Bólivía Venesúela
Bra. Úrú. Arg. Kól. Per. Síl. Par. Ekv. Ból. Ven. ---- 2:2 3:0 2:1 3:0 3:0 3:0 2:0 5:0 3:1 1:4 ---- 0:0 3:0 1:0 3:0 4:0 2:1 4:2 3:0 1:1 1:0 ---- 3:0 0:0 1:0 0:1 0:2 2:0 1:1 1:1 2:2 0:1 ---- 2:0 0:0 1:2 3:1 1:0 2:0 0:2 2:1 2:2 1:1 ---- 3:4 1:0 2:1 2:1 2:2 2:0 3:1 1:2 1:1 2:1 ---- 0:3 2:1 3:0 3:1 2:2 1:2 0:0 0:1 1:4 2:1 ---- 2:1 2:1 0:1 0:3 2:1 1:3 0:2 1:2 3:0 2:2 ---- 2:0 3:0 0:0 0:2 2:0 2:3 0:3 1:0 1:0 2:2 ---- 4:2 0:2 0:0 2:2 0:0 2:2 1:4 0:1 1:3 5:0 ----
Lokastaðan Brasilía 18 12 5 1 41:11 41 Úrúgvæ 18 9 4 5 32:20 31 Argentína 18 7 7 4 19:16 28 Kólumbía 18 7 6 5 21:19 27 Perú 18 7 5 6 27:26 26 Síle 18 8 2 8 26:27 26 Paragvæ 18 7 3 8 19:25 24 Ekvador 18 6 2 10 26:29 20 Bólivía 18 4 2 12 16:38 14 Venesúela 18 2 6 10 19:35 12
Japan 1. KAWASHIMA Eiji, FC Metz (FRA) 2. UEDA Naomichi, Kashima Antlers (JPN) 3. SHOJI Gen, Kashima Antlers (JPN) 4. HONDA Keisuke, CF Pachuca (MEX) 5. NAGATOMO Yuto, Galatasaray SK (TYR) 6. ENDO Wataru, Urawa Reds (JPN) 7. SHIBASAKI Gaku, Getafe CF (SPÁ) 8. HARAGUCHI Genki, Fortuna Düsseldorf (ÞÝS) 9. OKAZAKI Shinji, Leicester City FC (ENG) 10. KAGAWA Shinji, Borussia Dortmund (ÞÝS)
1. SZCZESNY Wojciech, Juventus FC (ÍTA) 11. GROSICKI Kamil,I Hull City FC (ENG) 21. KURZAWA Rafal, Gornik Zabrze (PÓL) 2. PAZDAN Michal, Legia Warsaw (PÓL) 12. BIALKOWSKI Bartosz, Ipswich Town FC (ENG) 22. FABIANSKI Lukasz, Swansea City FC (WAL) 3. JEDRZEJCZYK Artur, Legia Warsaw (PÓL) 13. RYBUS Maciej , FC Lokomotiv Moscow (RÚS) 23. KOWNACKI Dawid, UC Sampdoria (ÍTA) 4. CIONEK Thiago, SPAL Ferrara (ÍTA) 14. TEODORCZYK Lukasz, RSC Anderlecht (BEL) 5. BEDNAREK Jan, Southampton FC (ENG) 15. GLIK Kamil, AS Monaco (FRA) 6. GORALSKI Jacek, PFC Ludogorets Razgrad (BÚL) 16. BLASZCZYKOWSKI Jakub, VfL Wolfsburg (ÞÝS) 7. MILIK Arkadiusz, SSC Napoli ÍITA) 17. PESZKO Slawomir, Lechia Gdansk (PÓL) 8 .LINETTY Karol, UC Sampdoria ÍITA) 18. BERESZYNSKI Bartosz, UC Sampdoria (ÍTA) 9. LEWANDOWSKI Robert, FC Bayern München (ÞÝS) 19. ZIELINSKI Piotr, SSC Napoli (ÍTA) 10. KRYCHOWIAK Grzegorz , West Bromwich 20. PISZCZEK Lukasz , Borussia Dortmund (ÞÝS)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1938 Fyrsta umferð 1 0 0 1 5:6 1974 3. Sæti 7 6 0 1 16:5 1978 Milliriðlar 6 3 1 2 6:6 1982 3. Sæti 7 3 3 1 11:5 1986 16-liða úrslit 4 1 1 2 1:7 2002 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 3:7 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 1 0 2 2:4
Leiðin á HM Pólland Danmörk Svarfj.land Rúmenía Armenía Kasakstan
Lokastaðan
Pól. Dan. Sva. Rúm. Arm. Kas. ---- 3:2 4:2 3:1 2:1 3:0 4:0 ---- 0:1 1:1 1:0 4:1 1:2 0:1 ---- 1:0 4:1 5:0 0:3 0:0 1:1 ---- 1:0 3:1 1:6 1:4 3:2 0:5 ---- 2:0 2:2 1:3 0:3 0:0 1:1 ----
Pólland Danmörk Svartfj.land Rúmenía Armenía Kasakstan
10 8 10 6 10 5 10 3 10 2 10 0
1 2 1 4 1 3
1 2 4 3 7 7
28:14 25 20:8 20 20:12 16 12:20 13 10:26 7 6:26 3
Samtals 7 mót, 31 leikur, 15 sigrar, 5 jafntefli og 11 töp. Markatalan 44:40 Staða á heimslista FIFA:8
Senegal 11. USAMI Takashi, Fortuna Düsseldorf (ÞÝS) 12. HIGASHIGUCHI Masaaki, Gamba Osaka (JPN) 13. MUTO Yoshinori, FSV Mainz 05 (ÞÝS) 14. INUI Takashi, SD Eibar (SPÁ) 15. OSAKO Yuya, FC Köln (ÞÝS) 16. YAMAGUCHI Hotaru, Cerezo Osaka (JPN) 17. HASEBE Makoto, Eintracht Frankfurt (ÞÝS) 18. OSHIMA Ryota, Kawasaki Frontale (JPN) 19. SAKAI Hiroki, Olympique Marseille (FRA) 20. MAKINO Tomoaki, Urawa Reds (JPN)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM L S J T M 1998 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 0 3 1:4 2002 16-liða úrslit 4 2 1 1 5:3 2006 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:7 2010 16-liða úrslit 4 2 1 1 4:2 2014 Voru úr leik eftir riðlakeppni 3 0 1 2 2:6
Leiðin á HM Jap. Sád. Japan ---- 2:1 Sádí-Arabía 1:0 ---Ástralía 1:0 3:2 SAF 0:2 2:1 Írak 1:1 1:2 Tæland 0:2 0:3
Ást. 2:0 2:2 ---0:1 1:1 2:2
SAF. 1:2 3:0 2:0 ---1:0 1:1
Íra. 2:1 1:0 2:0 2:0 ---1:2
21. SAKAI Gotoku, Hamburger SV (ÞÝS) 22. YOSHIDA Maya, Southampton FC (ENG) 23. NAKAMURA Kosuke, Kashiwa Reysol (JPN)
1. Jón Thorlachius Benediktsson Tæl. 4:0 1:0 2:1 3:1 4:0 ----
Lokastaðan Japan 10 Sádí Arabía 10 Ástralía 10 SAF 10 Írak 10 Tæland 10
6 6 5 4 3 0
2 1 4 1 2 2
2 3 1 5 5 8
17:7 17:10 16:11 10:13 11:12 6:24
Samtals 5 mót, 17 leikir, 4 sigrar, 4 jafntefli og 9 töp. Markatalan 14:22 Staða á heimslista FIFA:61
1. DIALLO Abdoulaye, Stade Rennais FC (FRA) 2. CISS Saliou, Valenciennes FC (FRA) 3. KOULIBALY Kalidou, SSC Napoli (ÍTA) 4. MBODJI Kara, RSC Anderlecht (BEL) 5. GUEYE Idrissa Gana, Everton FC (ENG) 6. SANE Salif, Hannover 96 (ÞÝS) 7. SOW Moussa, Bursaspor (TYR) 8. KOUYATE Cheikhou, West Ham United FC (ENG) 9. DIOUF Mame, Stoke City FC (ENG) 10. MANE Sadio, Liverpool FC (ENG)
11. NDOYE Cheikh, Birmingham City FC (ENG) 21. GASSAMA Lamine, Adanaspor (TYR) 12. SABALY Youssouf, FC Girondins Bordeaux (FRA) 22. WAGUE Moussa, KAS Eupen (BEL) 13. NDIAYE Alfred, Wolverhampton Wanderers FC (ENG) 23. GOMIS Alfred, SPAL Ferrara (ÍTA) 14. KONATE Moussa, Amiens SC (FRA) 15. SAKHO Diafra, Stade Rennais FC (FRA) 16. NDIAYE Khadim, Horoya AC (GUI) 17. NDIAYE Pape Alioune, Stoke City FC (ENG) 18. SARR Ismaila, Stade Rennais FC (FRA) 19. NIANG Mbaye, Torino FC (ÍTA) 20. BALDE Keita, AS Monaco (FRA)
Fyrri árangur í úrslitakeppni HM 20 L S J T M 19 2002 8-liða úrslit 5 2 2 1 7:6 19 13 11 2
Leiðin á HM Afríka 3. umferð Sen. Búr. Senegal ---- 0:0 Búrkína Fasó 2:2 ---Grænhöfðaeyjar 0:2 0:2 S-Afríka 0:2 3:1
Græ.S-Afr. 2:0 2:1 4:0 1:1 ---- 2:1 1:2 ----
Lokastaðan Senegal 6 4 2 Búrkína Fasó 6 2 3 Grænhöfðaeyjar 6 2 0 S-Afríka 6 1 1
0 1 4 4
10:3 14 10:6 9 4:12 6 7:10 4
Samtals 1 mót, 5 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap. Markatalan 7:6 Staða á heimslista FIFA:27
Spekingar spá í riðlana H-riðill
Andrea Kristjánsdóttir Andrea Kristjánsdóttir: Ég er nokkuð viss um að Kólumbía og Pólland komist upp úr þessum riðli þrátt fyrir mikla baráttu Senegal. Ég hins vegar held að Kólumbía hirði fyrsta sætið, þótt styrkleikalistinn segi annað. Dóri í Tólfunni: Senegal og Japan hafa átt skemmtileg landslið en þarna verða Pólland og Kólumbía einfaldlega of sterk. Hvort af þeim sem er gæti unnið
Dóri í Tólfunni
Eiki Einars
riðilinn en ég segi að Kólumbía taki þetta. Gætum fengið skemmtilega leiki og slatta af mörkum í þessum riðli. Eiki Einars: Að öllu jöfnu þá ættu Kólumbía og Pólland ekki að eiga í neinum vandræðum með að komast upp úr þessum riðli, bara spurning hvor þjóðin vinnur riðilinn. En, við skulum ekki afskrifa alveg Senegal, þeir geta verið klókir og komið á
Hallur Hallsson
óvart og kannski hirt annað sætið af Pólverjum. En ég geri ráð fyrir því að Kólumbía séu með sterkasta liðið og vinni riðilinn. Japan er eitt stórt spurningamerki, hvað koma þeir til með að sýna og gera á þessu móti? Hafa þeir einhverja burði til að skáka hinum þjóðunum í riðlinum? Hugsanlega ekki og spái ég því að þeir fari heim í mesta lagi með eitt stig í farteskinu.
Lára Ómarsdóttir Hallur Hallsson: Pólverjar með sinn Lewandowski eru með þokkalegt lið, sömuleiðis Kólumbía öflugir en þessi leið samt ekki líkleg til stórra afreka. Lára Ómars: Pólland vinnur þennan riðil, Kólumbía verður í öðru sæti og fylgja þeim í útsláttarkeppnina. Senegal verður í þriðja sæti og Japan rekur lestina.
Optimal þýsk gæða vara Mikið úrval af slitvörum, dempurum, hjólalegum, stýrisendum o.fl. Skeifan 2 S: 530 5900 | poulsen.is S l i
HM Í RÚSSLANDI 2018
33
Hvernig fara leikirnir? LEIKIR 45-48
Andrea Kristjánsdóttir
45. Japan - Pólland Andrea Kristjánsdóttir: Pólland verður að vinna þennan leik ef þeir ætla að eiga séns á því að komast upp úr riðlinum. Ég giska á að þeim takist það með einu marki. Dóri í Tólfunni: Japan henti öllu í leik númer tvö og það dugði ekki til. Búnir á því í þessum leik og Pólland vinnur með tveimur mörkum gegn engu. Eiki Einars: Þetta er leikur sem Pólland verður að vinna og ef þeir gera það, þá eru þeir öruggir áfram. Þeir leggja allt í sölurnar og verða ekki í neinum alvarlegum vandræðum með Japan og sigra 2-0. Hallur Hallsson: Pólverjar fá óskabyrjun en Japan nær að jafna á lokamínútunum. Lára Ómars: 1-1. Japan kemur á óvart og nær stigi. Pólland með yfirhöndina allan leikinn og naga sig
Dóri í Tólfunni í handarbökin fyrir að klúðra þessu í jafntefli
46. Senegal - Kólumbía Andrea Kristjánsdóttir: Jafntefli í þessum leik hleypir báðum liðum í 16- liða úrslit, en hér sýnir Kólumbía að þeir eru sterkari aðilinn og sendir þar með Senegal heim. Dóri í Tólfunni: Senegal byrjar með látum og skora mark en Kólumbía svarar með þremur. 1-3 lokastaðan og Kólumbía vinnur riðilinn á markatölu. Eiki Einars: Senegal á ennþá möguleika á að komast áfram með því að leggja Kólumbíu að velli. Mæta til leiks í baráttuham, en Kólumbíumenn eru bara of sterkir fyrir þá, þannig að það verður Kólumbískur sigur í þessum leik, 3-2. Hallur Hallsson: Kólumbía með öflugt lið og sterkan sigur.
Eiki Einars
Hallur Hallsson
Lára Ómars: Áhugaverður leikur sem endar 2-2. Opinn og skemmtilegur leikur. Bæði lið fá færi til að klára leikinn en jafntefli verur niðurstaðan.
Hallur Hallsson: Túnisbúar ná loksins að sýna sitt rétta andlit.
47. Panama - Túnis
48. England - Belgía
Andrea Kristjánsdóttir: Draumurinn um 16- liða er ekki alveg úti hjá Túnis, en langsóttur er hann, þeir þurfa að treysta of mikið á leik Englands og Belgíu. Því miður hef ég ekki trú á að þeir spili nógu góðan leik hér og þurfi að sætta sig við 1-1 jafntefli.
Andrea Kristjánsdóttir: Í
Dóri í Tólfunni: Hvorugt liðið á séns lengur en bæði mæta samt í þennan leik til að vinna. Bæði lið ná að skora en Túnis hefur betur. 1-2 lokastaðan. Eiki Einars: Bæði lið eru úr leik, þannig að þetta er leikur sem skiptir engu máli. En ætli Túnis hafi það ekki með einu til tveimur mörkum, þar sem getumunur liðanna talar.
Lára Ómars: Þessi leikur endar með 1-1 jafntefli.
þessum leik er spilað um fyrsta sætið í riðlinum og ætla ég að spá leik svipuðum þeim og þegar strákarnir hentu Englandi heim af EM, 3 mörk í fyrri hálfleik og svo hörku barátta þangað til dómarinn flautar af. 1-2 fyrir Belgíu.
Dóri í Tólfunni: Úrslitaleikurinn
í riðlinum. Enska liðinu tekst ekki að skora en Kevin De Bruyne tryggir Belgunum sigur með eina marki leiksins.
Eiki Einars: Þetta er einn af þessum leikjum sem maður hlakkar mikið til að horfa á. Þetta er líka úrslitaleikur riðilsins sem getur skipt
Lára Ómarsdóttir máli upp á framhaldið allt til enda. Hvaða liðum þau mæta 16-liða úrslitum og svo 8-liða úrslitum, því að af öllu gefnu verður það annað hvort Brasilía eða Þýskaland. Hvorum vilja menn mæta? Fyrsta sæti riðilsins býður upp á Brasilíu og annað sætið Þýskaland. Og þá með þeim fyrirvara að yfirvinna fyrstu hindrunina í 16-liða úrslitum, Kólumbíu eða Pólland. Ég held að Belgía fari með sigur af hólmi í þessari viðureign og taki fyrsta sætið. En þetta verður spennandi og skemmtilegur leikur.
Hallur Hallsson: Stórleikur
og stórmeistarajafntefli. Kane og Lukaku skína skært.
Lára Ómars: 2-1. Þetta verður mikil barátta en Kane leiðir sína menn til sigurs. Lukaku skorar fyrsta markið.
HM Í RÚSSLANDI 2018
34
Saga HM 1998-2014 G-riðill England – Túnis Rúmenía – Kólumbía Kólumbía – Túnis Rúmenía – England Kólumbía – England Rúmenía – Túnis
1998 Frakkland Lið: 32 Leikir: 64 Mörk skoruð: 171 (m.t. ,7 hvern leik) Heildaráhorfendur: 2.785.100 (43.517 m.t.) Adidas gullskórinn: DavorSuker (Kró) Fifa fair play: England og Frakkland A-riðill Brasilía – Skotland Marokkó – Noregur Skotland – Noregur Brasilía – Marokkó Brasilía – Noregur Skotland – Marokkó Brasilía Noregur Marokkó Skotland
3 3 3 3
2 -1 2-2 1-1 3-0 1-2 0-3 2-0-1 1-2-0 1-1-1 0-1-2
6-3 5-4 5-5 2-6
B-riðill Ítalía – Chile Kamerún – Austurríki Chile – Austurríki Ítalía – Kamerún Ítalía – Austurríki Chile – Kamerún Ítalía Chile Austurríki Kamerún
3 3 3 3
3 3 3 3
2-1-0 0-3-0 0-2-1 0-2-1
7-3 4-4 3-4 2-5
3 3 3 3
3-0-0 1-1-1 0-2-1 0-1-2
9-1 3-3 3-6 2-7
3 3 3 3
2-0-1 1-2-0 1-1-1 0-1-2
5-5 3-1 8-4 1-7
3 3 3 3
6 5 4 1 1-3 0-0 2-2 5-0 2-2 1-1
1-2-0 1-2-0 0-3-0 0-1-2
7-2 7-5 3-3 2-9
F-riðill Júgóslavía – Íran Þýskaland – Bandaríkin Þýskaland – Júgóslavía Bandaríkin – Íran Bandaríkin – Júgóslavía Þýskaland – Íran Þýskaland Júgóslavía Íran Bandaríkin
9 4 2 1
3 3 3 3
5 5 3 1 1-0 2-0 2-2 1-2 0-1 2-0
2-1-0 2-1-0 1-0-2 0-0-3
6-2 4-2 2-4 1-5
7 7 3 0
2-1-0 2-0-1 1-0-2 0-1-2
4-2 5-2 1-3 1-4
H-riðill Argentína – Japan Jamaíka – Króatía Japan – Króatía Argentína – Jamaíka Argentína – Króatía Japan – Jamaíka 1-2 Argentína Króatía Jamaíka Japan
7 6 3 1 1-0 1-3 0-1 5-0 1-0
3 3 3 3
3-0-0 2-0-1 1-0-2 0-0-3
7-0 4-2 3-9 1-4
9 6 3 0
16-liða úrslit Ítalía – Noregur Brasilía – Chile Frakkland – Paragvæ Nígería – Danmörk Þýskaland – Mexíkó Holland – Júgóslavía Rúmenía – Króatía Argentína – England
1-0 4-1 0-0, 1-0 e.fr. 1-4 2-1 2-1 0-1 2-2 ,2 -2 e.fr. 4-3 e.vít.
8-liða úrslit Ítalía – Frakkland Brasilía – Danmörk Holland – Argentína Þýskaland – Króatía
0-0, 0-0 e.fr. 3-4 e.vít. 3-2 2-1 0-3
Undanúrslit Frakkland – Króatía Brasilía – Holland
2-1 1-1, 1-1 e.fr. 4-2 e.vít.
Leikur um bronsið Holland – Króatía
1-2
Úrslitaleikur Brasilía – Frakkland
0-3
0-0 2-3 1-0 0-0 1-3 6-1
E-riðill S-Kórea – Mexíkó Holland – Belgía Belgía – Mexíkó Holland – S-Kórea Holland – Mexíkó Belgía – S-Kórea Holland Mexíkó Belgía S-Kórea
7 3 2 2 0-1 3-0 1-1 4-0 2-1 2-2
D-riðill Paragvæ – Búlgaría Spánn – Nígería Nígería – Búlgaría Spánn – Paragvæ Nígería – Paragvæ Spánn – Búlgaría Nígería Paragvæ Spánn Búlgaría
6 5 4 1 2-2 1-1 1-1 3-0 2-1 1-1
C-riðill Sádi-Arabía – Danmörk Frakkland – S-Afríka S-Afríka – Danmörk Frakkland – Sádi-Arabía Frakkland – Danmörk S-Afríka – Sádi-Arabía Frakkland Danmörk S-Afríka Sádi-Arabía
Rúmenía England Kólumbía Túnis
2-0 1-0 1-0 2-1 0-2 1-1
2002 S-Kórea/ Japan
Danmörk Senegal Úrúgvæ Frakkland
3 3 3 3
5-2 5-4 4-5 0-3
B-riðill Paragvæ – S-Afríka Spánn – Slóvenía Spánn – Paragvæ S-Afríka – Slóvenía S-Afríka – Spánn Slóvenía – Paragvæ Spánn
3
7 5 2 1 2-2 3-1 3-1 1-0 2-3 1-3
3-0-0
9-4
1-1-1 1-1-1 0-0-3
6-6 5-5 2-7
C-riðill Brasilía – Tyrkland Kína – Kosta Ríka Brasilía – Kína Kosta Ríka – Tyrkland Kosta Ríka – Brasilía Tyrkland – Kína Brasilía Tyrkland Kosta Ríka Kína
3 3 3 3
S-Kórea Bandaríkin Portúgal Pólland
3 3 3 3
3-0-0 1-1-1 1-1-1 0-0-0
11-3 5-3 5-6 0-9
3 3 3 3
2-1-0 1-1-1 1-0-2 1-0-2
4-1 5-6 6-4 3-7
3 3 3 3
9
3 3 3 3
2-1-0 1-2-0 1-1-1 0-0-3
11-1 5-2 2-3 0-1
3 3 3 3
16-liða úrslit Þýskaland – Paragvæ Danmörk – England Svíþjóð – Senegal Spánn – Írland Mexíkó – Bandaríkin Brasilía – Belgía Japan – Tyrkland S-Kórea – Ítalía
7 5 4 0 1-0 1-1 2-1 0-1 1-1 0-0
1-2-0 1-2-0 1-1-1 0-1-2
4-3 4-1 2-2 1-3
5 5 4 1 0-1 2-0 1-2 2-1 1-0 1-1
2-1-0 1-1-1 1-0-2 1-0-2
4-2 4-3 2-3 2-4
H-riðill Japan – Belgía Rússland – Túnis Japan – Rússland Túnis – Belgía Belgía – Rússland Túnis – Japan Japan Belgía Rússland Túnis
7 4 3 3 1-1 8-0 1-1 1-0 0-2 0-3
F-riðill Argentína – Nígería England – Svíþjóð Svíþjóð – Nígería Argentína – England Svíþjóð – Argentína Nígería – England Svíþjóð England Argentína Nígería
9 4 4 0 2-0 3-2 1-1 4-0 3-1 0-1
E-riðill Írland – Kamerún Þýskaland – Sádi-Arabía Þýskaland – Írland Kamerún – Sádi-Arabía Kamerún – Þýskaland Sádi-Arabía – Írland Þýskaland Írland Kamerún Sádi-Arabía
4 4 0 2 -1 0-2 4-0 1-1 2-5 3-0
D-riðill S-Kórea – Pólland Bandaríkin – Portúgal S-Kórea – Bandaríkin Portúgal – Pólland Pólland – Bandaríkin Portúgal – S-Kórea
Mexíkó Ítalía Króatía Ekvador 0-1 1-2 1-1 0-0 2-0 3-3
2-1-0 1-2-0 0-2-1 0-1-2
3 3 3
G-riðill Króatía – Mexíkó Ítalía – Ekvador Ítalía – Króatía Mexíkó – Ekvador Ekvador – Króatía Mexíkó – Ítalía
Lið: 32 Leikir: 64 Mörk skoruð: 161 (m.t. ,5 hvern leik) Heildaráhorfendur: 2.705.197 (4 . 68 m.t.) Adidas gullskórinn: Ronaldo (Bra) Fifa fair play: Belgía A-riðill Frakkland – Senegal Úrúgvæ – Danmörk Danmörk – Senegal Frakkland – Úrúgvæ Danmörk – Frakkland Senegal – Úrúgvæ
Paragvæ S-Afríka Slóvenía
7 4 3 3 2-2 2-0 1-0 1-1 3-2 0-2
2-1-0 1-2-0 1-0-2 0-1-2
5-2 6-5 4-4 1-5
7 5 3 1
1-0 0-3 1-1, 1-2 e.fr. 1-1, 1-1 e.fr. 3-2 e.vít. 0-2 2-0 0-1 1-1, 2-1 e.fr.
8-liða úrslit England – Braislía Þýskaland – Bandaríkin Spánn – S-Kórea Senegal – Tyrkland
1-2 1-0 0-0, 0-0 e.fr. 3-5 e.vít. 0-0, 0-1 e.fr.
Undanúrslit Þýskaland – S-Kórea Brasilía – Tyrkland
1-0 1-0
Leikur um bronsið S-Kórea – Tyrkland
2-3
Úrslitaleikur Þýskaland – Brasilía
0-2
2006 Þýskaland Lið: 32 Leikir: 64 Mörk skoruð: 147 (m.t. ,3 hvern leik) Heildaráhorfendur: 3.359.439 (5 .491 m.t.) Adidas gullskórinn: MiroslavKlose (Þýs) Fifa fair play: Spánn og Brasilía A-riðill Þýskaland – Kosta Ríka Pólland – Ekvador Þýskaland – Pólland Ekvador – Kosta Ríka Ekvador – Þýskaland Kosta Ríka – Pólland Þýskaland Ekvador Pólland Kosta Ríka
3 3 3 3
4-2 0-2 1-0 3-0 0-3 1-2 3-0-0 2-0-1 1-0-2 0-0-3
8-2 5-3 2-4 3-9
B-riðill England – Paragvæ T & T – Svíþjóð England – T &T Svíþjóð – Paragvæ Svíþjóð – England Paragvæ – T & T England Svíþjóð Paragvæ T&T
3 3 3 3
1-0 0-0 2 -0 1-0 2-2 2-0 2-1-0 1-2-0 1-0-2 0-1-2
5-2 3-2 2-2 0-4
C-riðill Argentína – Fílabeinsströndin Serbía/Svartfj. – Holland Argentína – Serbía/Svartfj. Holland – Fílabeinsströndin Holland – Argentína Fílabeinsströndin – Serbía/Svartfj. Argentína Holland Fílabeinsstr. Serbía/Svartfj.
3 3 3 3
2-1-0 2-1-0 1-0-2 0-0-3
3 3 3 3
E-riðill Ítalía – Ghana Bandaríkin – Tékkland Ítalía – Bandaríkin Tékkland – Ghana
7 5 3 1 2-1 0-1 6-0 2-1 0-0 3-2
8-1 3-1 5-6 2-10
D-riðill Mexíkó – Íran Angóla – Portúgal Mexíkó – Angóla Portúgal – Íran Portúgal – Mexíkó Íran – Angóla Portúgal Mexíkó Angóla Íran
9 6 3 0
7 7 3 0 3-1 0-1 0-0 2-0 2-1 1-1
3-0-0 1-1-1 0-2-1 0-1-2
5-1 4-3 1-2 2-6
9 4 2 1 2 -0 0-3 1-1 0-2
FRAMHALD Á BLS. 36
TrausT og ábyrg þjónusTa Fyrir
Eftir
Fyrirtak málningarþjónusta ehf. hefur þjónað fyrirtækjum, stofnunum, húsfélögum og heimilum til margra ára. Fyrirtak tekur að sér öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi og breytingum á fasteignum, jafnt að innan sem utan. Ef þarf að mála glugga, veggi og þak þá hringir þú í Fyrirtak. Ámundi Tómasson er framkvæmda- og verkefnastjóri hjá Fyrirtak málningarþjónustu ehf. og hefur rekið fyrirtækið með góðum árangri í mörg ár. Ámundi hefur mikla reynslu í málun og viðhaldi húsa. Hjá fyrirtækinu starfa reyndir iðnaðarmenn sem leggja metnað sinn í fagmennsku, snyrtimennsku og áreiðanleika. Einnig starfa þar múrarar og smiðir og saman geta þeir leyst öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi húsa. Þeir nota eingöngu bestu efni sem reynsla er komin á fyrir íslenskan markað og standast ítrustu gæðakröfur. Málarar hjá Fyrirtak málningarþjónustu eru allir með mikla og góða reynslu við málningarvinnu jafnt við útimálun sem og innimálun. Eingöngu er unnið upp úr góðum málningarkerfum og farið eftir þeim kerfum sem hafa reynst best við íslenska veðráttu.
fyrirtak@fyrirtak.is www.fyrirtak.is Sími 7707997
HM Í RÚSSLANDI 2018
36
Saga HM 1998-2014 Tékkland – Ítalía Ghana – Bandaríkin Ítalía Ghana Tékkland Bandaríkin
0-2 2-1
3 3 3 3
2-1-0 2-0-1 1-0-2 0-1-2
5-1 4-3 3-4 2-6
F-riðill Brasilía – Króatía Ástralía – Japan Brasilía – Ástralía Japan – Króatía Japan – Brasilía Króatía – Ástralía Brasilía Ástralía Króatía Japan
1-0 3-1 2-0 0-0 1-4 2-2
3 3 3 3
3-0-0 1-1-1 0-2-1 0-1-2
7-1 5-5 2-3 2-7
G-riðill Frakkland – Sviss S-Kórea – Tógó Frakkland – S-Kórea Tógó – Sviss Tógó – Frakkland Sviss – S-Kórea Sviss Frakkland S-Kórea Tógó
3 3 3 3
2-1-0 1-2-0 1-1-1 0-0-3
3 3 3 3
9 4 2 1 0-0 2-1 1-1 0-2 0-2 2-0
4-0 3-1 3-4 1-6
H-riðill Spánn – Úkraína Túnis – Sádí Arabía Spánn – Túnis Sádí Arabía – Úkraína Sádí Arabía – Spánn Úkraína – Túnis Spánn Úkraína Túnis Sádí Arabía
7 6 3 1
7 5 4 0 4-0 2-2 3-1 0-4 0-1 1-0
3-0-0 2-0-1 0-1-2 0-1-2
8-1 5-4 3-6 2-7
9 6 1 1
16-liða úrslit Þýskaland – Svíþjóð Argentína – Mexíkó England – Ekvador Portúgal – Holland Ítalía – Ástralía Sviss –Úkraína Brasilía – Ghana Spánn – Frakkland
2-0 1-1, 2-1 e.fr. 1-0 1-0 1-0 0-0, 0-0 e.fr. 0-3 e.vít. 3-0 1-3
8-liða úrslit Þýskaland – Argentína Ítalía – Úkraína England – Portúgal Brasilía – Frakkland
1-1, 1-1 e.fr. 4- e. vít. 3-0 0-0 e.fr. 1-3 e. vít. 0-1
Undanúrslit Þýskaland – Ítalía Portúgal – Frakkland
0-2 e. fr. 0-1
Leikur um bronsið Þýskaland – Portúgal
3-1
Úrslitaleikur Ítalía – Frakkland
1-1, 1-1 e.fr. 5-3 e. vít.
1-1 0-0 0-3 0-2 0-1 1-2
3 3 3 3
2-1-0 1-1-1 1-1-1 0-1-2
4-0 3-2 3-5 1-4
B-riðill Argentína – Nígería S-Kórea – Grikkland Grikkland – Nígería Argentína – S-Kórea Nígería – S-Kórea Grikkland – Argentína Argentína S-Kórea Grikkland Nígería
3 3 3 3
Bandaríkin England Slóvenía Alsír
3 3 3 3
3-0-0 1-1-1 1-0-2 0-1-2
7-1 5-6 2-5 3-5
3 3 3 3
1-2-0 1-2-0 1-1-1 0-1-2
4-3 2-1 3-3 0-2
3 3 3 3
2-0-1 1-1-1 1-1-1 1-0-2
5-1 2-2 3-6 2-3
3-3-0 2-0-1 1-0-2 0-0-3
5-1 4-2 3-6 2-5
3 3 3 3
3-1 5-4 2-3 5-2
G-riðill Fílabeinsströndin – Portúgal Brasilía – N-Kórea Brasilía – Fílabeinsstr. Portúgal – N-Kórea Portúgal – Brasilía N-Kórea – Fílabeinsströndin 3 3 3 3
H-riðill Hondúras – Síle Spánn – Sviss Síle – Sviss Spánn – Hondúras Síle – Spánn Sviss – Hondúras
9 6 3 0 1-1 1-1 0-2 1-1 3-2 0-0
1-2-0 1-1-1 0-3-0 0-1-2
2-1-0 1-2-0 1-1-1 0-0-3
5 4 3 2 0-0 2-1 3-1 7-0 0-0 0-3
5-2 7-0 4-3 1-12
Spánn Síle Sviss Hondúras
7 5 4 0 0-1 0-1 1-0 2-0 1-2 0-0
2-0-1 2-0-1 1-1-1 0-1-2
3 3 3 3
4-2 3-2 1-1 0-3
16-liða úrslit Úrúgvæ – S-Kórea Bandaríkin – Gana
6 6 4 1
2-1 1-2 e.fr. 4-1 3-1 2-1 3-0 0-0, 5-3 e.vít. 1-0
Þýskaland – England Argentína – Mexíkó Holland – Slóvakía Brasilía – Síle Paragvæ – Japan Spánn – Portúgal 8-liða úrslit Holland – Brasilía Úrúgvæ – Gana Argentína – Þýskal. Paragvæ – Spánn
2-1 1-1 4-2 e.vít. 0-4 0-1
Undanúrslit Úrúgvæ – Holland Þýskaland – Spánn
2-3 0-1
Bronsleikur Úrúgvæ – Þýskaland
2-3
Úrlsitaleikur Spánn – Holland
6 4 4 3 2-0 1-0 1-0 1-2 1-3 1-2
F-riðill Ítalía – Paragvæ N-Sjáland – Slóvakía Slóvakía – Paragvæ Ítalía – N-Sjáland Slóvakía – Ítalía Paragvæ – N-Sjáland Paragvæ Slóvakía N-Sjáland Ítalía
5 5 4 1 4-0 0-1 0-1 1-1 0-1 2-1
E-riðill Holland – Danmörk Japan – Kamerún Holland – Japan Kamerún – Danmörk Danmörk – Japan Kamerún – Holland Holland Japan Danmörk Kamerún
9 4 3 1 1-1 0-1 2-2 0-0 0-1 1-0
D-riðill Þýskaland – Ástralía Serbía – Gana Þýskaland – Serbía Gana – Ástralía Gana – Þýskaland Ástralía – Serbía Þýskaland Gana Ástralía Serbía
7 4 4 1 1-0 2-0 2-1 4-1 2-2 0-2
C-riðill England – Bandaríkin Alsír – Slóvenía Slóvenía – Bandaríkin England – Alsír Slóvenía – England Bandaríkin – Alsír
Brasilía Portúgal Fílabeinsstr. N-Kórea
S-Afríka 2010 A-riðill S-Afríka – Mexíkó Úrúgvæ – Frakkland S-Afríka – Úrúgvæ Frakkland – Mexíkó Mexíkó – Úrúgvæ Frakkland – S-Afríka
Úrúgvæ Mexíkó S-Afríka Frakkland
1-0, e.fr.
Brasilía 2014 A-riðill Brasilía – Króatía Mexíkó – Kamerún Brasilía – Mexíkó Kamerún – Króatía Kamerún – Brasilía Króatía – Mexíkó Brasilía Mexíkó Króatía Kamerún
3 3 3 3
7-2 4-1 6-6 1-9
B-riðill Spánn – Holland Síle – Ástralía Ástralía – Holland Spánn – Síle Ástralía – Spánn Holland – Síle Holland Síle Spánn Ástralía
3 3 3 3
1-5 3-1 2-3 0-2 0-3 2-0 3-0-0 2-0-1 1-0-2 0-0-3
10-3 5-3 4-7 3-9
C-riðill Kólumbía – Grikkland Fílabeinsströndin – Japan Kólumbía – Fílabeinsströndin Japan – Grikkland Japan – Kólumbía Grikkland – Fílabeinsströndin Kólumbía Grikkland Fílabeinsstr. Japan
3 3 3 3
D-riðill Úrúgvæ – Kosta Ríka England – Ítalía Úrúgvæ – England Ítalía – Kosta Ríka Ítalía – Úrúgvæ Kosta Ríka – England
7 7 3 0
3-0-0 1-1-1 1-0-2 0-1-2
9 6 3 0 3-0 2-1 2-1 0-0 1-4 2-1
9-2 2-4 4-5 2-6
9 4 3 1 1-3 1-2 2-1 0-1 0-1 0-0
3 3 3 3
2-1-0 2-0-1 1-0-2 0-1-2
4-1 4-4 2-3 2-4
E-riðill Sviss – Ekvador Frakkland – Hondúras Sviss – Frakkland Hondúras – Ekvador Hondúras – Sviss Ekvador – Frakkland Frakkland Sviss Ekvador Hondúras
3 3 3 3
Argentína Nígería Bosnía Íran
3 3 3 3
2-1-0 2-0-1 1-1-1 0-0-3
8-2 7-6 3-3 1-8
3-0-0 1-1-1 1-0-2 0-1-2
6-3 3-3 4-4 1-4
3 3 3 3
9 4 3 1 4-0 1-2 2-2 2-2 0-1 2-1
2-1-0 1-1-1 1-1-1 0-1-2
7-2 4-4 4-7 4-6
H-riðill Belgía – Alsír Rússland – S-Kórea Belgía – Rússland S-Kórea – Alsír S-Kórea – Belgía Alsír – Rússland Belgía Alsír Rússland S-Kórea
7 6 4 0 2-1 0-0 1-0 1-0 2-3 3-1
G-riðill Þýskaland – Portúgal Gana – Bandaríkin Þýskaland – Gana Bandaríkin – Portúgal Bandaríkin – Þýskaland Portúgal – Gana 3 3 3 3
7 6 3 1 2-1 3-0 2-5 1-2 0-3 0-0
F-riðill Argentína – Bosnían Íran – Nígería Argentína – Íran Nígería – Bosnía Nígería – Argentína Bosnía – Íran
Þýskaland Bandaríkin Portúgal Gana 3-1 1-0 0-0 0-4 1-4 1-3
2-1-0 2-1-0 1-0-2 0-0-3
Kostar Ríka Úrúgvæ Ítalía England
7 4 4 1 2-1 1-1 1-0 2-4 0-1 1-1
3-0-0 1-1-1 0-2-1 0-1-2
4-1 6-5 2-3 3-6
9 4 2 1
16-liða úrslit Brasilia – Síle
1-1 3-2 eftir vítaspyrnukeppni Kólumbía – Úrúgvæ 2-0 Holland – Mexíkó 2-1 Kosta Ríka – Grikkland 1-1 5-3 eftir vítaspyrnukeppni Frakkland – Nígería 2-0 Þýskaland – Alsír 2-1 Argentína – Sviss 1-0 Belgía – Bandaríkin 2-1 8-liða úrslit Frakkland – Þýskaland Brasilía – Kólumbía Argentína – Belgía Holland – Kosta Ríka Undanúrslit Brasilía – Þýskaland Holland – Argentína
0-1 2-1 1-0 0-0 4-3 eftir vítaspyrnukeppni 1-7 0-0 2-4 eftir vítaspyrnukeppni
Bronsleikur Brasilía – Holland
0-3
Úrslitaleikur Þýskaland – Argentína
1-0
HM Í RÚSSLANDI 2018
38
Spekingar spá í framvindu mála Úrslitaleikur Belgía – Þýskaland - Þetta verður eitthvað! Ríkjandi heimsmeistarar á móti Belgum! Ég hef ekki hugmynd um það nákvæmlega hvernig þessi leikur fer, en ég er strax orðin spennt fyrir honum og spái því að Belgía lyfti bikarnum í leikslok.
sterkara lið en við. Þeir bláklæddu gefa allt sitt og taka þetta í framlengingu eða vítaspyrnukeppni en þar hafa Spánverjarnir betur. Leikur 3: Brasilía – Belgía - Þetta verður skemmtilegur leikur. Brasilía nær þó að vinna á endanum, Coutinho með sigurmarkið í 3-2 sigri. Leikur 4: Þýskaland – England - Englendingar mæta hressir og sigurvissir inn í þetta eftir sigur í síðasta leik en er kippt snarlega niður á jörðina aftur af Þjóðverjum. 3-1 sigur Þjóðverja. Undanúrslit
Andrea Kristjánsdóttir
Leikur 1: Frakkland – Brasilía - Hörkuleikur. Fer 2-2 inn í framlengingu og stefnir í vítaspyrnukeppni, sem Frakkland myndi þá klára, þegar Griezmann tryggir franskan sigur í lokin.
16-liða úrslit
Leikur 1: 1A - 2B Úrúgvæ – Portúgal Evrópumeistararnir sigra þennan leik 1-0. Leikur 2: 1C - 2D Frakkland – Ísland - Ég trúi því ekki að þetta skuli vera liðið sem við mætum í 16-liða. Eins leiðinlegt og mér þykir það þá verð ég því miður að segja að hér líkur okkar þátttöku á HM. Frakkarnir verða, annað skiptið í röð, liðið sem sendir okkur heim af stórmóti, en í þetta skiptið verður tapið ekki jafn stórt! Ég segi 1-0 fyrir Frökkum og vona svo að strákarnir okkar troði sokk upp í mig og hendi sér í 8- liða! Leikur 3: 1B - 2A Spánn – Rússland - Spánverjarnir rúlla yfir Rússland í þessum leik 3-0. Leikur 4: 1D - 2C Argentína – Danmörk Messi og félagar sigla inn í 8-liða úrslit með sigri gegn Danmörku. Leikur 5: 1E - 2F Brasilía – Svíþjóð - Og hér með líkur þátttöku Norðurlandaþjóðanna á þessu Heimsmeistaramóti. Brasilía sendir Svíþjóð heim. Leikur 6: 1G - 2H Belgía – Pólland - Þessi leikur verður svipaður og leikur Belgíu gegn Túnis. Belgía er augljóslega betri aðilinn en gengur illa að koma boltanum í netið, óþolandi leikir! En þeir klára þetta seint í seinni hálfleik. Leikur 7: 1F - 2E Þýskaland – Sviss - Þá eru það nágrannaþjóðirnar, sterk lið, mikil barátta, en Þjóðverjarnir sterkari aðilinn og vinna þennan leik 2-0. Leikur 8: 1H - 2G Kólumbía – England Englendingar skora snemma leiks og hleypa Kólumbíu ekki að, þeir ná ekki að brjóta vörnina og Englendingar halda hreinu, 0-1. 8-liða úrslit Leikur 1: Portúgal – Frakkland - Frakkar hefna fyrir úrslitaleikinn á EM og vinna þennan leik 0-1. Leikur 2: Spánn – Argentína - Ég hugsa að Spánverjar nái ekki að stöðva Argentínu og eru því úr leik. Leikur 3: Brasilía – Belgía - Þetta verður hörkuleikur, en ég hef trú á að Belgía vinni þennan leik. Leikur 4: Þýskaland – England - Þýskaland setur allt sem þeir eiga í þennan leik, hér er komið að Englendingum að fara heim. Undanúrslit Leikur 1: Frakkland – Belgía - Belgía ætlar sér í úrslitaleikinn, nær yfirhöndinni í þessum leik og tekst áætlunarverkið, tvö mörk gegn engu. Leikur 2: Argentína – Þýskaland - Þetta verður jafn og skemmtilegur leikur, en Þjóðverjar eru bara örlítið grimmari í þessum leik og vinna 0-1.
Dóri í Tólfunni 16-liða úrslit
Leikur 1: 1A – 2B Úrúgvæ - Portúgal - Þetta verður áhugaverð viðureign. Það verður mikil barátta í þessu, kæmi mér ekki á óvart þótt það færi rautt spjald á loft. Jafnvel oftar en einu sinni. Þetta fer í framlengingu þar sem Úrúgvæ hefur betur. Evrópumeistararnir sitja svekktir eftir.
Leikur 2: Spánn – Þýskaland - Spennufylltur og varfærnislega leikinn fótboltaleikur þar sem eitt mark ræður úrslitum. Annað hvort Hummels eða Boateng skora með skalla eftir fast leikatriði. Úrslitaleikur Frakkland – Þýskaland - Þessi lið mættust bæði á HM 2014 og EM 2016. Í fyrra skiptið hafði Þýskaland betur en Frakkar unnu svo tveimur árum seinna. Frakkarnir eiga meira eftir í þessum leik og vinna. Mbappé skorar sigurmarkið.
Leikur 3: 1B – 2A Spánn - Egyptaland - Hálfgert formsatriði fyrir Spánverjana. Egyptar sáttir við að komast upp úr riðlinum. 2-0 fyrir Spán. Ramos með annað markið.
Leikur 7: 1F – 2E Þýskaland – Serbía -Serbarnir mæta ofjörlum sínum þarna. Ná aðeins að stríða Þjóðverjunum en á endanum tekur þýska seiglan þetta. 2-1 fyrir Þjóðverja. Leikur 8: 1H – 2G Kólumbía – England - Englendingar mæta tuðandi inn í þennan leik en ná einhvern veginn að koma sér í gegnum þetta og vinna. Kane með sigurmarkið og Englendingurinn gengur af göflunum, fer að tala um mögulegan sigur í mótinu. 8-liða úrslit Leikur 1: Úrúgvæ – Frakkland - Enn og aftur er það gríðarlega öflug miðja sem skilar Frökkum sigri. Leikur 2: Spánn – Ísland - Spánverjar fá alvöru leik hérna. Eru þó líklega með örlítið
Leikur 6: 1G –2H Belgía – Pólland – Belgarnir eru með frábært lið og munu ekki vera í neinum vandræðum með Pólverja. Öruggur sigur Belga. Leikur 7: 1F – 2E Þýskaland – Sviss – Þjóðverjarnir gætu þurft að hafa fyrir því að komast i gegnum þéttan varnarmúr Svisslendinga, en Sviss mun án efa stilla upp rútunni fyrir framan markið og treysta á að beita skyndisóknum. En Þjóðverjum tekst að brjóta múrinn, nema hvað, og ná að skora allavega tvö mörk og fagna sigri. Leikur 8: 1H – 2G Kólumbía – England – Þetta verður hörkuleikur og nú reynir á Englendinga. Eru þeir með lið til að yfirstíga lið eins og Kólumbíu? Þetta verður rosalega spennandi leikur og gæti endað í vítakeppni. Ég ætla að giska á það að England hafi það og komist í 8-liða úrslit. 8-liða úrslit
Leikur 2: Spánn – Ísland – Já, Ísland er komið í 8-liða úrslit! Þvílíkt mót hjá þeim. Við gætum unnið Spánverjana á góðum degi, en ég held að Spánverjarnir, sem eru með svo mikla breidd í sínum hóp, nái að hafa þetta, því miður. En, þetta er magnaður árangur hjá okkur og ekkert nema fagnaðarefni.
Leikur 4: 1D – 2C Ísland – Perú - Ísland mætti Perú fyrir stuttu síðan og þá hafði Perú betur, vann öruggan sigur. Þarna gefst tækifæri til að svara fyrir þann leik. Ísland vinnur í hörkuleik, 2-1. Aron Einar skorar magnað fyrirliðamark í þessum leik.
Leikur 6: 1G – 2H Belgía – Pólland - Mikill baráttuleikur og taktískt stál í stál. Belgía hefur betur, mögulega eftir framlengingu eða jafnvel vítaspyrnukeppni.
Leikur 5: 1E – 2F Brasilía – Svíþjóð – Þetta er hálf leiðinlegt fyrir Svía að þurfa að lenda á móti Brasilíu strax í 16-liða úrslitum. En Svíarnir verða ekkert auðveldir viðureignar og berjast til þrautar, en Brassarnir eru bara svo góðir að þeir ná að negla inn 2-3 mörkum og vinna leikinn.
Leikur 1: Portúgal – Frakkland – Frakkarnir eru brjálaðir eftir tapleikinn á móti Portúgal í úrslitaleiknum á EM 2016. Þeir mæta þvílíkt innstilltir og ákveðnir í að vinna þennan leik og þeim tekst það. Ná yfirhöndinni strax og Portúgal á ekki roð í þá. Franskur sigur.
Leikur 2: 1C – 2D Frakkland – Argentína - Stórleikur. Argentína fær þarna að sjá eftir því að hafa ekki unnið D-riðilinn. Miðjan hjá Frökkunum hefur betur og það skilar sér í frönskum sigri.
Leikur 5: 1E – 2F Brasilía - Svíþjóð - Tvö lið sem eru gul og glöð. Brassarnir þó glaðari, sérstaklega eftir þennan leik. Neymar klárar Svíþjóð í þessum leik og Brasilía heldur áfram.
sigur og biðin eftir fyrsta sigrinum verður hreinlega þess virði að hafa beðið eftir allan þennan tíma, miðað við það að vinna þá á þessu móti fyrir framan milljónir áhorfenda út um allan heim.
Eiki Einars 16-liða úrslit
Leikur 1: 1A – 2B Úrúgvæ – Portúgal – Þetta verður hörkuleikur sem fer í framlengingu og endar í vítakeppni þar sem Portúgal fer með vinninginn á taugastrekktum Úrúgvæum. Leikur 2: 1C – 2D Frakkland – Argentína – Hvílíkur leikur strax í 16-liða, það er í rauninni ómögulegt að spá hvernig þessi leikur fer, hvort liðið nær deginum sínum og hefur heppnina með sér. Ég ætla að spá því að Frakkarnir hafi þetta, þeim gengur svo oft vel gegn S-Amerískum liðum og hafa t.d Brasilíumenn heldur betur fengið að finna fyrir því í gegnum mótin. Leikur 3: 1B – 2A Spánn – Rússland – Þá eru gestgjafar Rússa komnir á endastöð, eiga ekki séns í spræka Spánverjana. Spánn vinnur mjög örugglega. Leikur 4: 1D – 2C Ísland – Danmörk – Þá er komið að því, nokkuð sem menn hafa beðið eftir alveg frá því að íslenska lýðveldið var stofnað og losnaði undan valdasprota Danaveldis. Ísland er að fara að sigra Danmörku í fyrsta skipti og þvílík stund sem er valin til að gera það að veruleika, á sjálfu risa stóra sviðinu. Frábær íslenskur
Leikur 3: Brasilía – Belgía – Þvílíkur leikur, þetta gæti verið úrslitaleikur mótsins! Tekst Belgíu að yfirstíga þessa hindrun að titlinum sem Brasilía er? Eða springa þeir á liminu? Þetta verður hörkuleikur sem býður upp á mikil gæði. Reynsla Brasilíumanna að vera í titilbaráttu á HM, vegur þungt og mun skila þeim sigri í þessum leik. Leikur 4: Þýskaland – England – Þegar þessar þjóðir mætast þá er alltaf fjör! En því miður fyrir Englendinga í enn eitt skiptið, þá eru Þjóðverjarnir enn of góðir fyrir þá. Þannig að það verður þýskur sigur í þessari viðureign. Undanúrslit Leikur 1: Frakkland – Brasilía – Frakkarnir hafa svo oft gert draum Brasilíumanna um heimsmeistaratitilinn að engu í gegnum tíðina. Síðan útsláttarkeppnin var tekin upp á HM 1986, hafa Frakkar þrisvar sinnum slegið Brassana úr keppni, 1986, 1998 og 2006. Er stundin komin að Brasilíumenn snúi dæminu við og hefni þessara ósigra? Eða halda Frakkarnir áfram við sitt og segja við þá í eitt skiptið enn; Stopp, hingað og ekki lengra! Þetta verður spennandi leikur og hef ég það á tilfinningunni að nú sé komið að Brasilíumönnum og þeir ná að sigra Frakkana. Mæta þvílíkt ákveðnir til leiks og ætla sér ekkert annað en sigur og þeim tekst það.
HM Í RÚSSLANDI 2018
39
Spekingar spá í framvindu mála Leikur 2: Spánn – Þýskaland – Þetta verður æðislegur leikur og þar sem tvö lið leika, einn bolti, tvö mörk, ellefu leikmenn í hvoru liði og Þýskaland vinnur! Þannig held ég að þetta fari í dag og Þýskaland fer í úrslitaleikinn og undirbýr sig fyrir að verja HM-titilinn sinn.
HM titli. „Litli Risinn“ rís undir nafni; hreint óstöðvandi dansar hann framhjá dönskum varnarmönnum í þrígang; já hat-trick og Argentína fagnar ... Messi, Messi, Messi syngur fólkið á torgum. Messi í guðatölu líkt og Maradona þegar hann hampaði styttunni; og Evita forðum.
Úrslitaleikur Brasilía – Þýskaland – Sigursælustu þjóðir heims á HM mætast þarna í sjálfum úrslitaleiknum og er þetta í rauninni draumaúrslitaleikur. Brasilíumenn svoleiðis aldeilis ekki búnir að gleyma útreiðinni frá HM 2014 í undanúrslitunum þegar þeir töpuðu 1-7 og litu aldrei til sólar í þeim leik. Það verða því gríðarlega ákveðnir Brassar sem mæta til leiks í dag í úrslitaleikinn á móti Þjóðverjum og ná þvílíkum stjörnuleik. Brasilía verða heimsmeistarar í knattspyrnu 2018 eftir glæsilegan sigur á Þýskalandi 3-1.
Don’t cry for me Argentina The truth is I shall not leave you Though it may get harder for you to see me I’m Argentina, and always will be Leikur 5: 1E - 2F Brasilía – Svíþjóð - Þrátt fyrir hetjulega baráttu verða Svíar að játa sig sigraða í viðureign sinni við Brassa í ótrúlegum leik; 5-3 þar sem Neymar og Jesus fara á kostum; hvor með tvö mörk og Ríó breytist í Karnival ... fólk dansar á strætum og ströndum. Leikur 6: 1G - 2H Belgía – Kólumbía - Það er sveifla á De Bruyne, Hazard og Lukaku ... sannarlega sveifla og Belgar spila leiftrandi fótbolta; Kólumbíumenn ráða ekkert við leiftursóknir Belga; hraða og tækni De Bruyne og Hazard. Leikur 7: 1F - 2E Þýskaland – Sviss Þennan leik þarf ekkert að ræða mikið; Þjóðverjar setja allt í botn og bruna framúr jóðlandi Svissurum líkt og þeir séu á hraðbrautum Þýskalands en Svisslendingar líkt og í hlíðum Alpanna.
Hallur Hallsson 16-liða úrslit
Leikur 1: 1A - 2B Rússland – Spánn Með Pútín upp á pöllum stíga Rússar villtan kósakkadans og rugla Spánverja í ríminu. Fótbolti er óútreiknanlegur ... Rússar syngja Pútín, Pútín, da, da, da. Allir eiga von á því að Spánverjar leggi Rússa að velli frammi fyrir sjálfum Pútín en Rússarnir verjast og berjast líkt og kósakkar Stalíns frammi fyrir hersveitum Hitlers í síðari heimsstyrjöldinni. Rússland í sigurvímu með mark á lokamínútunni. Leikur 2: 1C - 2D Frakkland – Ísland - Afar áhugaverður leikur þar sem allt getur gerst. Ísland mætti Frökkum í 8-liða úrslitum á EM þar sem við vorum kjöldregnir; 5-2. Nú er það Pogba, Griezmann og Mbappé en við erum ekki í Frakklandi. Við erum í Rússlandi! Napóleon fraus fastur í rússneska vetrinum 130 árum á undan Hitler. Napóleon með sinn Grand Armée varð að játa sig sigraðan og nú er það Ísmaðurinn og franska hersveitin sem frýs föst; Iceman cometh! Járnvilji og tattú Arons, þrumuskot Gylfa, eitraðar sendingar Jóa Bergs og Alfreð lúrandi á markteignum eru meira en Frakkar ráða við. Íslenskur sigur með marki Ragga Sig eftir snilldarsendingu Gylfa. Frakkar líkt og í frystikistu. Veröldin stendur á öndinni. Leikur 3: 1B - 2A Portúgal – Úrúgvæ - Ronaldo er nýkominn frá Kænugarði í sigurvímu. Hann dreymir um að verða sigursælasti leikmaður allra tíma með því að bæta HM titli við EM titla landsliða og félagsliða og Englands- og Spánar-titla. Rætist draumurinn? Ronaldo fer úr treyjunni og þenur kassann þegar hann setur hann en Suárez grætur. Leikur 4: 1D - 2C Argentína – Danmörk - Messi gerir síðustu atlögu sína að
Leikur 8: 1H - 2G Pólland – England - Áhugaverður leikur þar sem tveir bestu framherjar evrópskrar knattspyrnu takast á: Kane og Lewandowski. Englendingar númeri of stórir fyrir Pólverja. 8-liða úrslit Leikur 1: Rússland – Ísland - Aftur mætum við heimamönnum í 8-liða úrslitum. Í Frakklandi töpuðum við 5-2. Um fátt er meira talað heimshorna milli en Ísland og galdramanninn Gylfa Sigurðsson. Pútín mætir í stúkuna ... fólkið syngur Pútín, Pútín, da, da, da. En það eru fleiri á pöllunum. Katrín Jakobsdóttir er líka mætt; slær af „bísnissbannbull“. Fótbolti sameinar en sundrar ekki. Rússar eru sigurvissir ... þeir hrundu árásum Napóleons og Hitlers. Ísland „problema“ ... njet. En þeir komast að því hvar Davíð keypti ölið gegn risanum Golíat. Strax á 15. mínútu fær Ísland aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að brotið er á Jóa Bergs. Gylfi setur völu í slöngvuna; skotið ríður af og smellur í slánni og inn. Rússa setur hljóðan, Ísland fagnar, veröldin fagnar. Ætlar litla Ísland að stöðva þrjótinn Pútín. Rússar sækja og sækja en íslenska vörnin sterk með Kára Árna og Ragga Sig sem kletta og Hannes á leik lífs síns. Ísland er í undanúrslitum.
gegn De Bruyne og Hazard. Svarið er einfalt; Brasilía grætur! Leikur 4: Þýskaland – England - Þetta er svakalegasta HM keppni allra tíma. Endurtekning á HM ´66 ... HM ´70 ... HM ´10. Flestir spá Þjóðverjum sigri í Rússlandi en Englendingar eru að koma upp með hörkulið, ungir leikmenn, eldfljótir og leiknir. Englendingar skoruðu umdeilt mark á HM’66 þegar skot Geoff Hurst fór í slána og niður og England vann HM. Þá var dæmt mark.. Þjóðverjar náðu hefndum 2010 í S-Afríku þegar Lampard átti skot í slá og langt inn fyrir línu en dómarinn veifaði. Áfram með leikinn og Þýskaland vann. Sterling sem brilleraði í vetur með City skorar sigurmarkið eftir klukkutíma leik. Þjóðverjar eiga ekki svar ... ósigurinn beiskur. Undanúrslit Leikur 1: Ísland – Belgía - Ná Íslendingar að beisla leifturhraða Belganna? Það er enginn sem ætlast til þess ... það er ekki hægt að ætlast til þess. En drengirnir sem verja heiður Eyjunnar bláu við ysta haf eru engir aukvisar. Þeir eru afkomendur víkinga og veröldin klappar. Veröldin heldur með Íslandi! Leikurinn fer hægt af stað. Belgarnir eru fullir sjálfstrausts en þeir eru að takast á við stolta Íslendinga sem verjast vel. Fyrri hálfleikur líður án teljandi vandræða fyrir íslenska liðið en í síðari hálfleik þyngist sókn Belga ... tröllið Lukaku er ekkert lamb að leika við en á 73.mínútu ná Íslendingar skyndisókn. Alfreð kemst einn í gegn en er klipptur niður í teignum. Víti ... og Gylfi klikkar ekki. Það er sjálfur úrslitaleikurinn! Leikur 2: Argentína – England - Hvað er hægt að segja um þennan leik annað en að Argentínu er refsað fyrir „hendi Guðs“ í frægum leik 1986 þegar Maradona lyfti boltanum yfir Peter Shilton. Það eru Englendingar sem fá afar umdeilt víti og S-Ameríkumennirnir missa stjórn á skapi sínu, missa fókus í leiknum. Argentína grætur. Úrslitaleikur England – Ísland - Þjóðin sem setti fyrstu reglur knattspyrnu í Eaton University fyrir 200 árum mætir Íslandi sem sló út Englendinga á EM 2016. Hver hefði getað skrifað svona handrit ... enginn. „The beautiful game“ er óútreiknanlegt. Synd að Kolbeinn Sigþórsson tekur ekki þátt í leiknum, en íslenska liðið er mun sterkara en það sem vann England á Stade de Nice ...
16-liða úrslit Leikur 1: 1A - 2B Rússland – Portúgal 1-2 - Það skiptir bara máli að hafa Ronaldo. Hann klárar þetta og brýtur hjörtu heimamanna. Leikur 2: 1C - 2D Frakkland – Ísland 2-0 - Auðvitað þurfum við að lenda á móti Frökkum. Draumurinn er úti og strákarnir koma heim. Leikur 3: 1B - 2A Spánn – Egyptaland 3-2 - Frábær skemmtun þar sem Salah er besti maður vallarins. Spænska liðið er þó miklu betra og vinna sanngjarnt. Leikur 4: 1D - 2C Argentína – Perú 2-0 – Messi, Messi, Messi. Perú á ekki séns. Leikur 5: 1E - 2F Brasilía – Svíþjóð 3-1- Greyið Svíar að lenda á Brössunum. Brassarnir vinna þá alltaf svo þetta er ósanngjarnt. Leikur 6: 1G - 2H England – Kólumbía 2-1 - Svaka leikur. Englendingar með Kane fremstan í flokki vinna í framlengingu. Leikur 7: 1F - 2E Þýskaland – Sviss 2-1 - Svisslendingar berjast eins og ljón en það er bara ekki nóg. Þýska stálið brotnar ekki. Leikur 8: 1H - 2G Senegal – Belgía 1-2 - Draumur Senegala er á enda. Belgar vinna þægilega. 8-liða úrslit Leikur 1: Portúgal – Frakkland 0-3 Frakkar hefna grimmilega fyrir tapið í París á EM. Ekki einu sinni Ronaldo getur rönd við reist. Leikur 2: Spánn – Argentína 2-0 - Hefði verið gaman að fá þessi tvö í úrslitaleikinn. Spánverjar eru með stærri og betri hóp og vinna því svolítið þreytta Argentínumenn. Leikur 3: Brasilía – England 2-0 - Greyið tjallinn. Þetta verður svolítið svona eins og England og Ísland um árið. Englendingar rembast eins og rjúpa við staur en án árangurs Leikur 4: Þýskaland – Belgía 0-2 - Brotna stofntré sem önnur tré. Sóknarmannaskortur Þjóðverja kemur þeim loksins um koll. Belgar eru með topp framherja sem skora og þar mun munur liggja. Undanúrslit Leikur 1: Frakkland – Brasilía 1-2 – Brassarnir vinna á varnarleik. Frakkarnir komast lítið áfram og opna sig of mikið og fá á sig skyndisóknir sem Brassarnir nýta vel.
Leikur 2: Portúgal – Argentína - Þetta er leikurinn sem átti að vera úrslitaleikur; tveir bestu leikmenn sinnar tíðar mætast á HM. Messi vs Ronaldo! Þeir hafa safnað um sig titlum en segja má að á EM 2016 hafi Ronaldo skotið Messi ref fyrir rass því Messi hefur aldrei unnið Copa America og er enn í sárum eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í Brasilíu 2014. Það er „Litli Risinn“ sem fagnar og Argentína kyrjar: Messi, Messi, Messi. Leikur 3: Brasilía – Belgía - Hvað gera ungstirni Brasilíu gegn eldfljótum Belgum. Er andlegur styrkur Brassanna nægilega sterkur til þess að sigra eitt öflugasta lið Evrópu og það á „heimavelli“? Hvað gera Neymar og Jesus nýstignir upp úr meiðslum
breidd og gæði leikmannahópsins mestu máli og því verður þetta erfitt fyrir þjóðir eins og Perú, Egyptaland og Senegal t.d. - Nú er komið að stjörnunum að skína.
Lára Ómars
Þær 16 þjóðir sem spila til úrslita koma svo sem ekki mikið á óvart nema kannski Perú og Senegal. Í útsláttarkeppninni skiptir
Leikur 2: Spánn – Belgía 2-0 – Spánverjar eru rosa góðir og vinna nokkuð þægilegan sigur. Belgarnir hafa bara ekki það sem þarf í þetta sinnið. Úrslitaleikur Brasilía – Spánn 2-2 - Spánn vinnur í vítakeppni. Vá, svaka leikur loksins. 1-1 eftir venjulegan leiktíma. 2-2 eftir framlengingu. Mikil barátta og nokkuð grófur leikur, þá sérstaklega að hálfu Brasilíumanna. En við fáum mörk og skemmtun. Því miður mun þetta ráðast í vító. Spánn vinnur.
www.vita.is
Alicante, Mallorca og Kanarí með VITA
Kynntu þér frábær tilboð á heimasíðu okkar VITA.is/tilbod
Njóttu þess að hlakka til
Bókaðu draumaferðina þína á VITA.is
VITA – hið ljúfa líf