SÆLKERALEIÐARVÍSIR - GOURMET GUIDE - FREE COPY
local food
Iceland
Kort fylgir - Map inside
GUIDE
& Gourmet
www.icelandlocalfood.is
GUIDE Iceland
Local Food Gourmet
&
Dear food lover,
The Iceland Local Food Guide is a handbook for all of us who love fresh, local gourmet food. It is for those who are travelling in Iceland and want to find the best local food, both in the capital, Reykjavík, and all around the countryside. This guide differs from other guides because of the information it provides, both in the form of accompanying videos and in the map included inside the brochure. The guide gives you all manner of background information on out-of-the-way food treasures that can be experienced all over Iceland. It will direct you to the best producers of local food and produce, the best grocery stores and farms, where you can buy local delicacies directly from the farmers themselves. By using a combination of this brochure, the online videos and the map provided inside, you will be sure to discover the finest local gourmet food and the places where the locals love to eat. This experience will be an adventure and a feast for the taste buds. Enjoy!
Valgerður Matthíasdóttir Tv Presenter, Producer
Ísland
Staðbundinn Matur
Leiðarvísir
& Sælkera
Hnattvæðing matvælamenningarinnar, með auknum ferðalögum okkar milli landa, hefur alið af sér eftirspurn eftir staðbundnum, sérstæðum mat. Mat sem er einkennandi fyrir ákveðna borg, þorp eða landssvæði. Þessi eftirspurn stafar einnig af auknum kröfum okkar um þekkingu á uppruna matvælanna sem við neytum. Staðbundin íslensk matarmenning er því orðin gríðarlega fjölbreytt. Hágæða hráefni beint frá sveitabæjum landsins eða beint frá sjómönnum við strendur landsins gefur íslenskum mat sérstöðu sem við megum vera stolt af og myndi sóma sér vel hvar sem er í heiminum. Hér í þessari handhægu litlu bók eru teknar saman upplýsingar, ásamt korti, þar veitingastaðir og framleiðendur allan hringinn í kringum Ísland, sem bjóða uppá hágæða staðbundinn íslenskan mat eru sérvaldir, veitingastaðir og framleiðendur sem hafa fengið gæðamerki staðbundinna krásarverkefna svæðanna, þeir sem nota staðbundin hráefni úr héraði eða af sjó. Einnig eru nokkrir staðir sem bjóða uppá góðan heimilismat. Þar sem algjör bylting hefur orðið í framboði á hágæða veitingastöðum bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni og ýmsir matvælaframleiðendur selja beint frá býli, er orðið sannkallað sælkeraævintýri að ferðast um Ísland. Bylting hefur orðið í upplýsingamiðlun vegna netvæðingar heimsins er því einnig hægt að fara á netsíðurnar www.icelandlocalfoodguide.is og www. saelkeralandidisland.is og þar er hægt að smella á landshlutana og koma þá upp þeir staðir sem eru skráðir í hverjum landsfjórðungi. Hægt er að skoða heimasíðurnar á tölvum, spjaldtölvum eða snjallsímum. Fleiri staðir munu svo bætast við á næstunni eftir því sem verkefninu vex fiskur um hrygg. Einnig er hægt að skoða myndbönd sem tekin hafa verið á nokkrum af veitingastöðunum, á You Tube síðunni og munu fleiri smátt og smátt bætast við. Svo er einnig upplýsingamiðlun á Facebook síðu Iceland Local Food Guide/ Sælkeralandið Ísland. Allt vinnur þetta saman að því að gera aðgengilegar í einu verkefni þær upplýsingar sem við þurfum til þess að geta fundið bestu veitingastaði og framleiðendur landsins, aðila sem nota staðbundið hágæða hráefni í framleiðslu sína og matreiðslu, okkur sælkerunum til ómældrar ánægju. Njótið vel.
Valgerður Matthíasdóttir Fjölmiðlakona, framleiðandi
Iceland
www.icelandlocalfoodguide.is
Local Food Gourmet Publisher: Sjónverk ehf Editor: Valgerður Matthíasdóttir Layout: Margrét E. Laxness, Valgerður Matthíasdóttir, Snorri Gunnarsson Proofreader English: Stephen Reid Meyers Text: Valgerður Matthíasdóttir et.al Contact: valamatt@gmail.com | 898-2048 Printing: Prentmet ehf - www.prentmet.is Sérstakar þakkir/Special Thanks: AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi Unnið í samstarfi við Iceland Express This guide is published in cooporation with: Ármúla 7, 108 Reykjavík - Tlf: +354 5 500 600 www.icelandexpress.com
Guide
&
On YouTube
www.youtube.com/user/icelandlocalfoodguid
On Facebook
www.facebook.com/Icelandlocalfoodguide
beint frá býli“
„Kauptu ferska vöru
&
Víða erlendis hefur umtalsverð þróun átt sér stað í heimavinnslu og sölu á matvælum, þar sem framleiðandinn selur beint frá sér. Hér á landi voru slík samtök stofnuð árið 2008 og kallast Beint frá býli. Meginmarkmið þeirra er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið hvetur einnig til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðis– bundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Heimavinnsla á matvælum er mjög fjölbreytt. Við vöruþróun og vinnslu er oft byggt á staðbundnum og/eða eldri aðferðum, sem þróast hafa á hverjum stað og taka þá mið af menningar og sögulegum hefðum. Breytileikinn við hráefnisval, sagan og þróunin á bak við heimavinnslu gerir vörur beint frá býli sérstakar og eftirsóknarverðar. Auk þess er oft verið að framleiða vöru sem alls ekki er fáanleg í fjöldaframleiðslu eða er gjörólík slíkri vöru. Framleiðsla og sala á beint frá býli gefa möguleika á að framleiða og þróa vörur úr villtri náttúru okkar. Við aukum gagnkvæman skilning framleiðanda og neytanda og færum þá nær hvor öðrum. Við nýtum fornar, nýjar og staðbundnar aðferðir, ásamt þekkingu og sögulegum hefðum. Við varðveitum menningararfinn og kynnum hann nýjum kynslóðum.
Buy directly
from the farms In many countries, the “slow food” and “straight from the farm” movements, which encourage buying produce directly from farms, have become increasingly popular. Here in Iceland “Beint frá býli” is a collective made up of the many farmers from all over Iceland who have been selling produce straight from their farms since 2008. When you buy from these farms you know exactly where your food comes from. In many cases this food is prepared in the traditional manner of our ancestors, and thus it tells the story of Icelandic culture in general and of the countryside from where the food comes. All of this makes produce from the “Beint frá býli” movement unique, and as a result more popular and sought after. This food is not mass-produced, and thus it’s one of a kind. And it’s usually produced with delicious ingredients from the wild Icelandic nature. Both old and new methods are used in this local food production; in doing so, knowledge from the older generations is preserved and handed down to new generations. Straight from the farms.
www.beintfrabyli.is
Staðbundinn Sælkeramatur í Reykjavík nágrenni
&
Veitingahúsaflóra Reykjavíkur jafnast orðið á við það besta sem boðið er uppá í löndunum í kringum okkur. Fjöldi veitingahúsa í borginni býður uppá hágæða íslenskt hráefni beint frá bændum landsbyggðarinnar eða beint frá sjómönnum smábátanna í Reykjavíkurhöfn. Snilldarútfærslur á fiskréttum koma stöðugt skemmtilega á óvart og notkun ólíklegustu kryddtegunda með ævintýralega góðum kjötréttum leiðir okkur í endalaus sælkeraævintýri: Hágæða íslenskt hráefni, svo sem villt lambakjöt, hreindýr, fuglar, spriklandi fiskurinn eða lífræna grænmetið, allt kryddað ýmist með framandi kryddum eða íslenskum jurtum úr villtri náttúru sveitanna um allt land. Matarmenning Reykjavíkur er sannarlega á heimsmælikvarða.
Iceland
Local Food Gourmet REYKJAVIK
&
Reykjavík has become a haven for food lovers from all over the world. The city’s restaurants boast a tremendous diversity. Reykjavík’s chefs use fresh produce from the country’s farms, the freshest fish direct from fishermen at the shore and organic vegetables sourced from Iceland’s wild and unspoiled nature. Some chefs season and enliven the fresh Icelandic produce with foreign spices while others take advantage of the variety of Icelandic herbs and spices taken straight from the countryside and seaside. Icelandic lambs roam wild in the mountains during the summer months, the quality and diversity of fish in the surrounding ocean is incredible, and organic vegetables, herbs and spices from both the highlands and the lowlands ensure a very unique culinary experience.
The Sea Baron Restaurant A true legend and pioneer in Reykjavík’s old harbour is the Sea Baron (aka Kjartan Halldórsson), a retired fisherman and Coast Guard chef who came up with the recipe for what has been called the “world’s best lobster soup”. You will find his restaurant, Sægreifinn (The Sea Baron) in one of the old, green fisherman’s huts down by the harbour, where you can have your choice of fresh seafood barbecued on skewers or different kinds of fish dishes.. At Sægreifinn you’ll always find a fresh assortment of the best seafood, the selection depending on what’s been caught that day. And how does Kjartan ensure that he has the best and the freshest ingredients? Because he owns the fish shop across from the restaurant as well.
Veitingahúsið
Sægreifinn
Veitingahúsið Sægreifinn er ekki líkt neinu öðru veitingahúsi í veitingahúsaflóru Íslendinga. Sjálft húsnæðið er hluti af atvinnuog menningarsögu Reykjavíkur, dýrindis sjávarfang er fært á diska, umhverfið er gamla höfnin í Reykjavík og mannlífið fjölþjóðlegt. Sál staðarins og upphafsmaður Sægreifans er Kjartan Halldórsson, fyrrum sjómaður. Eftir áratuga sjómennsku ákvað Kjartan einn góðan veðurdag árið 2002 að fara í land og opna fiskbúð við Reykjavíkurhöfn. Úr því spratt veitingahúsið Sægreifinn, sem í dag er orðið þekkt víða um heim eftir jákvæða umfjöllun í ýmsum erlendum fjölmiðlum. Eitt af vinsælustu veitingahúsum Reykjavíkur.
Geirsgata 8, in Reykjavik’s old harbour close to city center Tel.: +354 553 1500, E-mail: saegreifi@saegreifi.is
Recipe / Uppskrift
Dried lumpfish
Take some lumpfish and cut it into medium-size pieces. Put the pieces into boiling water and boil for only three or four minutes. Make sure you boil the fish without any seasoning and then simply serve it with boiled potatoes. A little butter for the potatoes is the only other thing you’ll need.
Very simple and very tasty
Sigin grásleppa
Sigin grásleppan er skorin í meðastóra bita. Vatn er sett í pott og beðið eftir að suðan komi upp. Fiskurinn er settur í sjóðandi vatnið og látið sjóða í um það bil þrjár til fjórar mínútur. Borið fram með nýjum kartöflum og smá smjöri.
Einfalt og dásamlega gott
ICELANDICLOCALFOODGUIDE .IS
Can´t find the best Or do you need tips on where to dine in Reykjavík? Come visit us!
The Official Tourist Information Centre in Reykjavík Visit Reykjavik Adalstraeti 2 101 Reykjavík www.visitreykjavik.is
hot dog place? ReykjavĂk welcome card. Enjoy the best of Reykjavik and save money. Museums, pools, buses, discounts and more.
Sælkeraverslunin
Ostabúðin
Ostabúðin er sælkeraverslun með ostaborð, forrétta- og áleggsborð, alls kyns pasta, olíur og fleira girnilegt. Ostabúðin býður upp á létta rétti frá 11.30 til 13.30 sem ýmist er hægt að borða á staðnum eða taka með sér. Alltaf er í boði súpa dagsins, fiskur dagsins, sá ferskasti sem býðst á degi hverjum, bruschetta með hráskinku, mozzarella með tómötum og salatdiskur eftir kenjum kokksins. Auk þess eru smurð baguette á boðstólum og kjúklingasalöt sem hægt er að grípa með sér. Einnig er boðið upp á veislumáltíðir af ýmsu tagi, bæði í heimahús og í veislusali, allt frá léttum hádegisverði upp í margréttaðan kvöldverð. Ostabúðin er því draumastaður fyrir mikla sælkera.
Ostabúðin | Delicatessen | Skólavörðustígur 8 | ostabudin@ostabudin.is www.ostabudin.is | Tlf. 562 - 2772
Delicatessen Ostabúðin
The Delicatessen Ostabúðin on Skólavörðustígur is one of the most popular gourmet shops in Reykjavík. The owner, Jóhann, is known not only for the delicious dishes he serves but for the great selection of local and gourmet food that he sells. He offers Icelandic specialities from all over the countryside and seaside, and also gourmet food from all over the world, including wild game, sausages, patés and delicious cheeses. Jóhann also makes a few different cheeses himself, which are very popular in Iceland. The restaurant in the cellar is very popular with the locals and you can also take away sandwiches, soups and a variety of other dishes. Here you’ll find the best gourmet and local foods. A feast for the food lover!
RUB23
Restaurant Reykjavik & Akureyri
Tourist Information Aรฐalstrรฆti 2 Reykjavik
RUB23 Restaurant
RUB23 Restaurant Rub23 is primarily a seafood restaurant with a large variety of fish dishes and sushi, and also delicious meat courses. What makes this restaurant unique, both in Iceland and internationally, is the way in which the menu is put together, including ready-made spice combinations that customers can choose from. “Rub” has become a well-known term for these delicious spice combos, which are either put onto or rubbed into the food, and which give the restaurant its name.. Thus the customer can first choose a particular ingredient, for example a special type of fish and then choose from a list of spice mixtures. Quite delicious.
FISH - MEAT - SUSHI
Veitingastaðurinn
RUB23
Veitingastaðurinn Rub23 er aðallega sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval af sushiréttum en einnig er boðið uppá ýmsa sælkerarétti úr kjöti. Það sem skapar þó algjöra sérstöðu veitingastaðarins Rub23, bæði hér á Íslandi og einnig á heimsmælikvarða, er fjölbreytt samsetning matseðilsins með tilbúnum kryddblöndum sem viðskiptavinirnir geta sjálfir valið og sett saman. RUB er orðið þekkt heiti yfir kryddblöndur sem eru settar á og/eða nuddað í hráefnið, bæði kjöt og fisk, eins og nafnið bendir til.
Rub23 | 600 Akureyri | Kaupvangsstræti 6 | Sími: 462 2223 | rub23@rub23.is Rub23 | 101 Reykjavík | Aðalstræti 2 | Sími: 553 5323 | reykjavik@rub23.is
A delicious recipe from the book happ happ hurrah! 2 ripe bananas 5 dl whole wheat 1 ½ tsp baking powder 1 tsp baking soda a pinch of salt 1 dl raw sugar 1 dl pecans, coarsely chopped 1 dl. dark chocolate, coarsely chopped 2 ¾ dl buttermilk 1 egg ¾ dl rapeseed oil 2 dl blueberries 1 tbs raw sugar
2 þroskaðir bananar 5 dl heilhveiti 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi sjávarsalt á hnífsoddi 1 dl hrásykur 1 dl pekanhnetur, gróft saxaðar 1 dl dökkt súkkulaði, gróft saxað 2 ¾ dl ab-mjólk 1 egg ¾ dl repjuolía 2 dl bláber 1 msk hrásykur
Blueberry Muffins Preheat oven to 180°. Combine the dry ingredients and the pecans in a bowl. Put to one side. Mash the bananas. Beat the eggs and add the oil and buttermilk. Add the bananas. Add to the dry mixture and stir carefully. Mix the blueberries and chocolate carefully into the batter. Grease the muffin tins. Scoop the batter into the muffin tins and fill up to ¾ full. Drizzle with 1tbs of raw sugar. Bake for 20-25 minutes.
Bláberjamúffur Stillið ofninn á 180°. Blandið þurrefnunum og pekanhnetunum saman í skál. Geymið. Stappið bananana. Pískið egg og hrærið olíu og ab-mjólk saman við. Bætið bönununum út í. Hellið saman við þurrefnin og hrærið varlega. Setjið bláberin og súkkulaðið varlega saman við. Olíuberið múffuform. Skiptið deiginu niður í formin og fyllið upp að ¾. Sáldrið 1 msk af hrásyri yfir. Bakið í 20-25 mínútur.
HAPP Restaurant
The Happ restaurant is located at Höfðatorg just by the famous house Höfði. The restaurant´s menu has a very healthy, tasty and exciting food. You can have vegetable dishes, meat dishes and fresh fish and incredibly tasty deserts. The emphasis is on fresh ingredients and exciting spices. Everything is healthy but at the same time very very tasty and exciting, both a feast for the eyes and the palet and at the same time extremely healthy. The restaurant Happ in Höfðatorg is very modern and chic. and it has the best and healthiest food in Reykjavík. And now you can also enjoy our recipies in the book Happ happ húrra when you leave Iceland. Enjoy.
Veitingahúsið
HAPP
Veitingahúsið Happ á Höfðatorgi býður uppá hollan en umfram allt bragðgóðan og spennandi mat. Boðið er uppá bæði grænmeti, kjöt, fisk og dýrindis sælgæti í eftirrétti. Lögð er áhersla á ferskt hráefni og spennandi krydd. Þú nýtur þess að borða matinn á Happ en svo er auka bónus að gæðin og virkni matarins er slíkur á líkamann að hann getur hjálpað til við að fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma. Gerð er sú krafa til matarins að hann sé í senn spennandi fyrir augað og bragðlaukana og styrki og bæti heilsuna.
Happ, Höfðatorg, 105, Reykjavík, Tlf. 4143060, www.happ.is, happ@happ.is
The Icelandic Hamburger Factory Local Beef, Lamb, Reindeer and Goose
Although Hamborgarafabrikkan, or “the Icelandic Hamburger Factory”, is most known for its delicious beefburgers, they also serve other unique specialties. Wild Icelandic lamb is used for their lamburgers and during Christmas you can get delicious burgers made from Icelandic reindeer. And during the Thorrablot food festival in January you can feast on burgers made of incredibly delicious goose from the Icelandic moors. If you’re a vegetarian you can choose from a nice selection of salads. And those who would prefer lighter fare can enjoy chicken dishes, chicken burgers and delicious desserts. Just check out the menu on their website and you’re sure to find something for every taste.
Hamborgarafabrikkan
Naut, lamb, hreindýr og gæs úr sveitinni Hamborgarafabrikkan er ekki bara hamborgarastaður, heldur svo miklu miklu meira. Stemningin og sálin á staðnum er einstök og gegnir lykilhlutverki í vinsældunum. Enda hefur markmið Hamborgarafabrikkunar alltaf verið að vera skemmtilegasti veitingastaður landsins. Og þó klassísku nautahamborgararnir séu orðnir frægir út fyrir landsteinana vegna gæða og vinsælda þá er einnig boðið uppá svo margt annað gómsætt. Hægt er að fá dýrindis lamborgara úr okkar einstaka lambakjöti og jafnvel hreindýraborgara á jólum og á þorranum er boðið uppá alíslenskan heiðargæsaborgara með rjómaosti og villibláberjasultu beint úr íslenskri náttúru. Og fyrir grænmetisæturnar er svo auðvitað ýmislegt girnilegt í boði. Gerist ekki betra.
Íslenska Hamborgarafabrikkan, Turninum, Höfðatúni 2. 105 Rvk. Icelandic Hamburger Factory, Turninn, Höfðatún 2. 105 Rvk. Tlf: +354 575 7575 - www.fabrikkan.is - fabrikkan@fabrikkan.is
Kryddlegin Hjörtu Restaurant “All you need is love” says Íris Hera Norðfjörð the queen of the best soups in Reykjavík (Grapevine magazine 2011) . For Íris Hera, this cosy restaurant was a dream that she made come true after many years of planning. It’s a place where she can create her local, gourmet health food, which is sometimes spicy and which you just can’t get enough of. The name of the restaurant means “spicy hearts”. It is located down by the waterfront, only five minutes by foot from the city centre, and has spectacular views of the mountains. Íris Hera uses only the best and the freshest ingredients. She bakes delicious bread every day from organic barley and spelt wheat. The vegetables and spices she uses are also organic. You can choose from the famous salad and soup bar or have one of her delicious fish or meat dishes. All served with lots of love!
Veitingastaðurinn Kryddlegin
Hjörtu
Íris Hera átti sér draum um að reka fallegan og heilsusamlegan veitingastað með dásamlegu útsýni sem væri fullur af ást og gleði. Í dag er sá draumur orðinn að veruleika með staðnum Kryddlegin Hjörtu þar sem ást fer í matargerðina og gestir fara þaðan mettir á líkama og sál. Íris notar eingöngu besta fáanlega hráefnið í matinn sem hún lagar. Lífrænt ræktað bankabygg og spelt er í nýbökuðum brauðunum. Kryddið og salatið er lífrænt. Ferskt grænmeti og ávextir. Kjöt, fiskréttir, súpur og einn besti salatbar í bænum, ásamt heimagerðu hvítlaukssmjöri og hummus. Fallegur staðurinn og útsýnið frá Skúlagötunni til fjalla er engu líkt. Gerist ekki betra.
The View
Íris Hera
The Restaurant
Kryddlegin Hjörtu restaurant. Skúlagata 17, 101 Reykjavík tlf. 5888818/ 8999155 www.kryddleginhjortu.is
VERKEFNI Iceland
Stefnumót Hönnuða Bænda
&
Skyr confectionary Skyr konfekt from Erpsstaðir
Stefnumót hönnuða og bænda er nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands þar sem tveim starfsstéttum er teflt saman með það að markmiði að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki með hönnun og rekjanleika að leiðarljósi. Með aukinni ferðamennsku og hugarfarsbreytingu hjá neytendum og bændum kviknaði sterkur áhugi fyrir afurðum beint frá bónda. Í kjölfarið voru samtökin Beint frá býli stofnuð árið 2008 til að hvetja bændur til að hefja heimavinnslu. Á svipuðum tíma var nýtt norrænt eldhús að verða til á Norðurlöndunum, þar sem lögð er áhersla á að vinna með staðbundið norrænt hráefni. Skoðið www. designersandfarmers.com Rye Bread Roll Cakes Rúgbrauðsrúlluterta
Menu for Hali Matseðill fyrir Hala
www.designersandfarmers.com
PROJECT Iceland
The Designers Farmers
&
Rhubarb Caramel Rabarbarakaramella from Löngumýri á Skeiðum
The Designers and Farmers Project is an initiative of the Iceland Academy of the Arts to bring together these two professions with the aim of developing produce of the highest quality, in which design and provenance are key. This project opened up opportunities for farmers to create unique qualities in their produce, thereby increasing its value. In the wake of this project, the organisation Straight from the Farm (Beint frá býli) was established to encourage farmers to initiate home production. And around the same time, the Nordic countries as a whole were establishing what would be called the New Nordic Cuisine. Check out the website www.designersandfarmers.com Black Pudding Cake Sláturterta
Menu from Hali Matseðill fyrir Hala
www.designersandfarmers.com
Chocolate shop in Kraum, Aðalstræti 10
Hafliði Ragnarsson, an award-winning master chocolatier, is famous in Iceland for his wonderful chocolates and his baked goods, in his two bakeries (www.mosfellsbakari.is). He has recently opened a chocolate shop at Aðalstræti 10, in one of the oldest houses in downtown Reykjavík, where his most amazing confections are on display. Hafliði combines different types of chocolate with coffee, tea, spirits and other exciting flavours. He has won numerous awards and was voted cake-decorating champion of Iceland three times. He has also served as the pastry chef of the Icelandic national culinary team. Try his famous chocolate mountains, often made in the form of actual Icelandic peaks. Exceptional taste and design. .
Súkkulaðibúðin
í Kraumi Aðalstræti 10
Einn þekktasti súkkulaðimeistari Íslands, Hafliði Ragnarsson, hefur nú opnað súkkulaðiverslun í einu elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti 10. Hafliði vinnur þar með súkkulaði og breytir því í fallega eftirrétti og elegant konfekmola. Einungis er notað hágæða súkkulaði úr séruppskerum og sérvaldar kryddtegundir, svo sem thahiti-vanilla, ceylon -kanill, anís og framandi ávextir, eðalvín, kaffi og jafnvel te. Um páska eru unnin sérstaklega dýrindis handunnin páskaegg og á jólum er hægt að fá sérstakt jólakonfekt og hátíðarsúkkulaði. Einnig er Hafliði þekktur fyrir Súkkulaðifjöllin íslensku. Sannkölluð „fæða guðanna“.
Chocolate Mountains
Súkkulaðifjöll
Brynhildur/Hafliði Chocolate shop, in Kraum, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík Súkkulaðibúðin í Kraumi, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík
Caruso Restaurant Ristorante Caruso is located on the corner of Thingholtsstræti and Bankastræti, right in the heart of downtown Reykjavík. It’s in a very old building, which was built in 1892. The restaurant occupies three floors and accommodates both small parties and groups for special occasions. Despite its southern European name, Caruso’s menu has both dishes that are traditionally Icelandic as well as those with a Mediterranean twist. You can have fresh Icelandic fish, free-range lamb and vegetables from the mountains, and pastas and pizzas baked in a stone oven.
Veitingastaðurinn Caruso Veitingastaðurinn Caruso er á horninu á Þingholtsstræti og Bankastræti. Veitingastaðurinn er í hlýlegu gömlu húsi frá árinu 1892, á þremur hæðum og hentar bæði fyrir einstaklinga og hópa. Umhverfið er notalegt og innréttingar í gömlum klassískum stíl. Staðsetningin er einstök með útsýni niður Bankastræti og upp Laugaveg. Þrátt fyrir suðrænt nafnið er boðið upp á bæði rammíslenskan mat og suðrænan mat með kryddum Miðjarðarhafsins. Ferskur fiskur á hverjum degi, íslenskt lambakjöt, grænmeti, pastaréttir og eldbakaðar pítsur. Caruso býður uppá ferskt hráefni með spennandi kryddi, bæði íslensku og suðrænu. Bankastræti
Caruso Restaurant, Þingholtsstræti 1, tlf. 5627335/ Fax 5617334 www.caruso.is caruso@caruso.is
1919 Restaurant
Radisson Blu 1919 Hotel The 1919 Restaurant & Lounge is located in the Radisson Blu 1919 Hotel in downtown Reykjavík. Whether you’re interested in an a la carte dinner or a brunch buffet, the restaurant’s courses provide a variety of exclusive international flavours blended with the best local produce. Simplicity and respect for the local ingredients brings the menu alive and keeps it seasonal. The 1919 Lounge has an exquisite ambience and serves a variety of chic cocktails and fresh tapas to order. The 1919 Restaurant & Lounge can be found right in the middle of the city centre.
Veitingastaðurinn
1919
Radisson Blu hótelinu Veitingastaðurinn 1919 á Radisson Blu hótelinu er rómaður fyrir dýrindisrétti á matseðli. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr nærsveitum borgarinnar. Ferskasti fiskurinn og lambið eins gott og hugsast getur. Matseðillinn samanstendur af bæði klassískum íslenskum réttum og réttum þar sem hráefnið er alíslenskt en framreiðslan með alþjóðlegu yfirbragði. Í Lounge setustofunni er boðið upp á besta mojito í Reykjavík og einnig ýmsa flotta kokteila. 1919 er eins miðsvæðis í Reykjavík og hægt er að hugsa sér. Frábær matur og frábær staðsetning.
Pósthusstræti 2 - 101 Reykjavik - Iceland Phone: +354 599 1000 www.1919.is
Check out the videos www.icelandlocalfoodguide.is
„Krókur með bragði“ á Snæfellsnesi Á Snæfellsnesi vinnur hópur fólks við að kynna gestum lífið við sjávarsíðuna, nálægðina við sjóinn og þá sérstöðu sem hafið skapar á Nesinu. Staðir, svæði, sýningar og ýmis önnur starfsemi sem með einhverju móti tengist sjónum og strandmenningu vinna saman eins og „krókar á línu“ við að mynda röð áfangastaða. Með því að rekja sig eftir línunni má upplifa eitthvað sem tengist sjónum á hverjum stað.
„smakkaðu á fersku sjávarfangi á ferð þinni um Snæfellsnes“ Nú geta ferðamenn farið „fiskislóð um Snæfellsnes“, en það er sjávarfangsslóði þar sem hægt er að rekja sig milli sex veitingastaða/kaffihúsa. Þar má kaupa sér sjávarrétt sem er sérmerktur Krókunum og kallast „Matur úr héraði“, en slagorð fiskislóðarinnar er „Krókur með bragði“.
„Krókur með bragði“
á Snæfellsnesi
www.vesturland.is/UpplifduVesturland/Krokaleid/
Iceland
Local Food Gourmet Local food culture and traditions are becoming a more important part of the general discussion surrounding Icelandic culture. Travellers are increasingly aware of the wonderful experiences to be had sampling and enjoying local produce all around the country. On Snæfellsnes peninsula in West Iceland, there are many places to enjoy the best regional fare from the surrounding countryside and seaside. When travelling the western coast of Snæfellsnes, you’ll find plenty of restaurants and cafés with a remarkable selection of fresh, delicious fish and seafood dishes. Quite extraordinary and a wonderful culinary experience.
West
&
Check out the videos www.icelandlocalfoodguide.is
All Icelandair hotels feature first-class restaurants, each of which lends its own special touch to Iceland’s increasing culinary fame. They serve fresh and locally sourced ingredients. Your taste buds will be pleasantly surprised!
Icelandair hótel Icelandair hótel bjóða upp á fyrsta flokks veitingastaði þar sem ferskt íslenskt hráefni úr héraði er í hávegum haft.
Icelandair Hotel. Phone: +354 444 4000 Email: icehotels@icehotels.is Nánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 444 4000
• Local Food Restaurants in the Westfjords
Veisla að vestan
Á Vestfjörðum eru öflug sjávarútvegsfyrirtæki og veiðar og vinnsla á sjávarafurðum, landbúnaðarframleiðsla og öflun matartengdra hlunninda hafa löngum verið undirstöðuatvinnugreinar þar. Vestfirðingar búa yfir mikilli þekkingu á sviði matvælaframleiðslu enda vestfirskt hráefni á heimsmælikvarða. Matvælaframleiðendur, veitingahús og verslanir bjóða upp á ferskt, staðbundið hráefni, bæði úr sveitunum og einnig úr sjónum í hinum ýmsu sjávarþorpum á Vestfjörðum. Ferskur fiskurinn, villt lambið, grös og jurtir úr högum og fjöllum og nálægðin við villta náttúruna gera ferðalög um Vestfirði að draumaferðalagi fyrir sælkera.
www.veislaadvestan.is
Westfjords Iceland
Local Food Gourmet
&
In the Westfjords you’ll find fresh food products in every town, and each area in this part of the country has its own particular specialties. Food producers are devoted to producing quality food that originates in the Westfjords. Fish and fish products, of course, are the most popular fare in the fishing villages that dot the Westfjords coastline, although local farmers also produce high-quality products such as free-range lamb and a variety of local vegetables. Many restaurants in the fishing villages around the Westfjords are members of the organisation “Taste the Westfjords”, which gives its stamp of approval, the “Vestfirðir-Matur úr Héraði - Local Food”, to those suppliers that promote each area’s specialty and flavours.
Recipe / Uppskrift
Skötuselur með beikoni
Dýrindis uppskrift að skötusel með beikonvafningi frá veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi Glænýr skötuselurinn er skorinn í lengjur, u.þ.b. 2 sentimetra breiðar og 10 sentimetra langar. Hver lengja af skötusel er síðan vafin inn í eina þunna sneið af beikoni. Örlítil olía er sett á pönnu og bitarnir steiktir í aðeins tvær til þrjár mínútur og snúið við á meðan, þannig að þær steikist jafnt. Að lokum er rjóma hellt yfir fiskbitana og pannan hrist örlítið til þess að rjómasósan fái bragð frá fiskinum og beikoninu. Borið fram með nýjum kartöflum og salati ef vill. Þessi réttur er alveg himneskur.
Monkfish with bacon
from the Restaurant Malarkaffi in Drangsnes in the Westfjords Cut freshly caught monkfish into pieces about 2 cm thick and 10 cm long. Wrap a piece of thinly sliced bacon around each piece of monkfish. Pour some olive oil into a pan and cook the monkfish for about two to three minutes. Turn the fish so that it becomes evenly cooked. Then simply pour some cream over the fish and serve with new potatoes and a fresh green salad. This dish is pure heaven.
Malarkaffi, Drangsnes - www.malarhorn.is
Matarkistan Skagafjörður Sérkenni hverrar þjóðar má meðal annars finna í matarmenningu og hefðum í matargerð. Í nútímasamfélagi ber að varðveita þessar hefðir og hlúa að þeim, enda eru þær ríkur þáttur í menningu okkar og sjálfsmynd. Skagafjörður er mikið matvælahérað og hér mætast fjölbreyttur landbúnaður og öflug vinnsla sjávarafurða. Hér eru því kjörnar aðstæður fyrir sælkeraverkefnið „Matarkistan Skagafjörður“ en í því felst meðal annars að vörur þeirra sem framleiða og framreiða úr gæðahráefni Skagafjarðar eru merktar sérstaklega sem matur úr héraði. Kíkið eftir merki Matarkistunnar og bragðið brot af því besta í skagfirskum mat. Sælkeraupplifun ferðamannsins í fagurri náttúru Norðurlands.
www.visitskagafjordur.is www.matarkistanskagafjordur.is
Iceland
Local Food Gourmet The beautiful region in the north of Iceland around Skagajörður is known for remarkable local food. The seal of quality for local gourmet food in the northern part of Iceland says “Matarkistan Skagafjörður. Matur úr Héraði Local Food”, where you can get highquality food directly from the farms and fresh fish straight from the fishing boats. Lambs that roam wild in the mountains during the summer months. Wild birds on the islands and shorelines. And organic greens and wild berries that are a staple of a very unique feast for your taste buds. Keep your eye out in the north for the stamp of excellence and enjoy!
North
&
Check out the videos www.icelandlocalfoodguide.is
Hotel Varmahlíð The restaurant at Hotel Varmahlíð in Skagafjörður is extremely popular, with both the locals and foreigners travelling in the Skagajörður region. The restaurant’s chefs are famous for always using wonderful local ingredients in their dishes. In connection with the old Icelandic Sagas, the restaurant offers a menu that dates from the Middle Ages, but with a modern twist. These feasts are very popular in August. The buffets are legendary and the Horse Feasts always make the news because of their uniqueness. According to Icelanders, the restaurant at Hotel Varmahlíð is one of the best in the region. It’s truly a feast for local food lovers.
Hótel Varmahlíð Veitingastaðurinn á Hótel Varmahlíð í Skagafirði er landsþekktur fyrir staðbundinn og ferskan sælkeramat. Mikil áhersla er lögð á hráefni úr héraði. Aðstandendur veitingastaðarins hafa verið virkir aðilar í sælkerasamtökunum Matarkistunni Skagafjörður sem eru landsþekkt fyrir áherslu á hágæða hráefni og dýrindis mat úr Skagafirði. Hrossakjötsveislurnar vekja alltaf mikla lukku. Einnig hafa miðaldaveislur hótelsins í tengslum við Sturlungaslóðir í Skagafirði verið mjög vinsælar. Þar útfæra kokkarnir hráefni sem var á boðstólum á miðöldum og útfæra það eftir sínu höfði með óvenjulegu hlaðborði. Sælkerar og áhugafólk um framúrskarandi mat mega því búast við heilmikilli matarupplifun þegar þeir koma á Hótel Varmahlíð.
Hótel Varmahlíð 560 Varmahlíð Tlf :453 8170
info@hotelvarmahlid.is www.hotelvarmahlid.is
Use your smartphone and let Síminn guide you
ENNEMM / SÍA / NM53150
to a great meal
The largest 3G network
Síminn offers the most extensive 3G coverage in Iceland. You can buy the Prepaid starter package for your mobile, laptop or tablet at any Síminn store and in kiosks, gas stations and grocery stores. · Local calls at local costs · Cheaper international calls
· Easy access to a 3G connection · The largest mobile network
HÓTEL KEA - HÓTEL NORÐURLAND - HÓTEL GÍGUR - HÓTEL BJÖRK - HÓTEL BORG
Kea Hotels
The chefs at the Kea hotels put all their ambition and expertise into conjuring up delicious meals, most often made from the local produce in each region where the hotels are situated around the country. The restaurants at the hotels vary depending on what produce is available to the chefs in their respective countrysides. The restaurant at Hotel Borg in Reykjavík has been one of the best restaurants in Reykjavík since the hotel was built in 1930. Kea hotel in Akureyri has been a participant in the gourmet and local food festival “Matur-inn” where all the best restaurants in the region only used foods and produce from the countryside around Eyjafjörður in the North of Iceland.
Kea hótelin
Keahótelin bjóða upp á fjölbreytt úrval veitinga úr fullkomnum eldhúsum sínum. Flest hótelin eru með matseðla þar sem réttir eru matreiddir úr staðbundnu íslensku hágæða hráefni. Veitingastaðir hótelanna eru ólíkir eftir því hvar hótelin eru staðsett. Hótel Kea á Akureyri er meðal annars þátttakandi í Matur-inn sælkeraverkefninu, þar sem unnið er með útfærslu á hráefni sem tengist Eyjafirði, Matur úr héraði-Local food verkefnunum. Og Hóel Borg í Reykjavík hefur nú verið endurhannað, bæði innréttingar og eldhús, þar sem boðið er uppá staðbundinn sælkeramat í glæsilegu umhverfi.
www.keahotels.is Phone: +354 460 2050 kea@keahotels.is - nordurland@keahotels.is - gigur@keahotels.is bjork@keahotels.is - hotelborg@hotelborg.is
Matarmenning í Eyjafirði Matur úr héraði - Local Food Staðbundin matarmenning í Eyjafirði er einstök. Matur úr héraði - Local food - er félag sem vinnur að framgangi eyfirskrar matarmenningar í víðum skilningi. Í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska matarbúrið var árið 2011 haldin sýningin MATUR-INN þar sem framleiðendur og matreiðslumenn tóku sig saman og unnu úr einstöku, fersku, staðbundnu hráefni. Veitingahúsin sem tóku þátt, voru Greifinn, Strikið, Rub23, Hótel Kea, Laxdalshús, Goya, Örkin hans Nóa og Nordic Bistro. Kúabændur, svínaræktendur, sauðfjárbændur, og aðilar í sjávarútvegi, klúbbur matreiðslumanna og fleiri tóku höndum saman og slógu eftirminnilega í gegn þar sem á annan tug þúsunda manna komu og nutu sælkeramatar á heimsmælikvarða.
Iceland
Local Food Gourmet
North
&
Local Food Eyjafjörður The food producers and chefs in the Eyjafjörður region in North Iceland are famous for taking full advantage of the wonderful local produce in the food products they sell and on their menus. Every year they organise a food festival called Matur-inn where all the participants use the wonderful resources and foods from the Eyjafjörður region, including lamb, pork, dairy products, fish and organic vegetables. This northern part of Iceland is famous for its outstanding food and world-class restaurants, both in the city of Akureyri and in the surrounding countryside.
www.localfood.is
Þingeyska matarbúrið Þegar sælkerar koma í Þingeyjarsýslur fá þeir að bragða á þeim fjársjóði sem Þingeyska matarbúrið geymir. Heimamenn hafa stoltir stuðlað að því að bændur og veitingastaðir á svæðinu bjóða nú í auknum mæli upp á vandaða heimaunna matvöru. Lögð hefur verið áhersla á að þróa, framleiða og kynna sælkeravöru sem byggist á rótgróinni hefð og hráefni. Þátttaka hefur verið í samstarfsverkefnum bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hvatt hefur verið til nýsköpunar sem byggir á sérstöðu svæðisins, þingeysku hráefni og menningu og um leið meiri sjálfbærni Norðausturlands. Í ferðamannafjósinu í Vogum í Mývatnssveit er gestum til dæmis boðið að fylgjast með mjöltum um leið og þeir gæða sér á heimaunnum afurðum.
Iceland
Local Food Gourmet
North
&
Local Food Þingeyjarsýsla The local food in Thingeyjarsýsla in Northeast Iceland is renowned for its diversity. Food is produced both in the countryside and at the shoreline. Geothermal heat makes it possible to grow organic vegetables and even bake bread underground. The lakes are full of trout, which is delicious fresh and also smoked and fermented. There’s plenty of fresh fish from the fishing villages around the coast. Whether it’s lamb, beef, pork, reindeer, fish, organic vegetables or dairy, the local food is wonderful and plentiful. You’ll find it all in Northeast Iceland.
www.nordausturland.is
Recipe / Uppskrift
Steikt Lúra
Uppskrift frá kokkinum Halldóri Halldórsyni frá Höfn í Hornafirði Lúrurnar eru þvegnar vel og þerraðar. Rafabeltin og sporðurinn eru klippt af. Eggjum og mjólk er pískað saman. Lúrunum er velt upp úr hveiti, svo sett í eggjablönduna og loks velt upp úr raspinu. Lúran er steikt upp úr smjöri við frekar vægan hita. Gott er að klára að elda þær í ofni. Blaðlaukurinn er skorinn í tvennt eftir endilöngu, skorinn í frekar þunnar sneiðar og svitaður á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur, þá er rjómanum bætt út á og látinn sjóða þar til rjóminn þykknar örlítið. Kryddið með salti og pipar. 8 lúrur - 3 egg - 1dl mjólk - hveiti - rasp - 1 blaðlaukur - 500 ml rjómi - salt og pipar
SKOÐIÐ MYNDBANDIÐ Á www.icelandlocalfoodguide.is
Fried Plaice
Recipe from the chef Halldรณr Halldรณrsson from Hรถfn in Hornafjรถrรฐur Clean the plaice and dry with paper towel. Trim off the fins and tail. Mix together the eggs and milk. Roll the plaice in flour and then in the egg mixture and finally in the breadcrumbs. Fry in butter over low heat. Finish off the cooking in an oven. Cut the leek in two, lengthwise, and clean. Finely slice and sweat in a pan until soft. Add the cream and boil until the cream starts to thicken. Season with salt and pepper. 8 small plaice, 3 eggs, 100 ml milk, flour, breadcrumbs. 1 leek, 500 ml cream, salt, pepper.
CHECK OUT THE VIDEO ON www.icelandlocalfoodguide.is
Matur úr ríki Vatnajökuls
Í ríki Vatnajökuls er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og leggja flestir áherslu á afurðir úr héraði. Þetta svæði er mjög víðfeðmt og dreifbýlt og fjölbreytnin í matvælaframleiðslu því mikil. Á Höfn í Hornafirði er nálægðin við humarveiðina og humarvinnsluna auðvitað landsþekkt og þar er hægt að fá ótal humarrétti framreidda á mismunandi vegu á fjölda veitingastaða. Á laugardögum er hægt að upplifa ekta markaðsstemningu í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði og kaupa þar afurðir úr héraði beint frá framleiðendum. Og humarinn á Höfn er alveg í sérflokki enda svæðið kallað af mörgum “Humarparadísin í norðri” og af því verður enginn sælkeri svikinn.
www.rikivatnajokuls.is/ferdathjonusta
Iceland
Local Food Gourmet
Food from Vatnajökull Region
In the region around Vatnajökull, you’ll find many products that reflect the traditions of Southeast Iceland and provide insight into the lives of those that live there, and those who have lived there in the past. A careful use of resources and sustainable agriculture are important to us even today and are evident throughout our culture. In the hotels, cafés and restaurants of Southeast Iceland, there is a great deal of emphasis on local foods, such as fish, lobster, meat, herbs and vegetables. The region is sometimes referred to as “the lobster capital of the north”. By enjoying the local food in the Vatnajökull region, you’ll most definitely learn a lot about the area and its inhabitants.
WOW
&
www.rikivatnajokuls.is/ferdathjonusta/english
Hotel Höfn
Ósinn Restaurant
The restaurant Ósinn at Hotel Höfn in Hornafjörður is probably most famous, both in Iceland and abroad, for its fantastic Icelandic lobster, or langoustine, dishes. The restaurant has made an art out of preparing the local langoustine in a variety of exciting ways, but they also make some delicious meat dishes. Their vegetables are organically grown and the fish and lobster come directly from the harbour. In fact, Höfn in Hornafjörður has been called “the lobster capital of the world”, for good reason. A feast for the local food and gourmet lover.
Hótel Höfn
Veitingastaðurinn Ósinn
Veitingastaðurinn Ósinn á Hótel Höfn í Hornafirði er einstakur fyrir margra hluta sakir. Kokkarnir þurfa ekki að fara langt til þess að fá besta og ferskasta fiskinn niðri á höfn. Höfn í Hornafirði er oft kölluð Humarparadís Íslands. Lífrænt grænmeti er ræktað í sveitinni. Hafa matreiðslumenn staðarins verið hugmyndaríkir við framreiðslu á dýrindis réttum sem allir eru lagaðir úr hráefni beint frá bónda, hvort sem er kjötréttir eða grænmetisréttir. Fiskurinn og humarinn sóttur beint úr bátana niður á höfn Veitingastaðurinn er þó líklega frægastur fyrir humarrétti sína enda eru þeir fjölbreyttir og sannarlega á heimsmælikvarða.
Hótel Höfn | Víkurbraut | 780 Hornafjörður | TEL 478 1240 info@hotelhofn.is | www.hotelhofn.is
Recipe / Uppskrift
Sorrel pesto At Hotel Höfn you’ll find a cookbook with many recipes calling for delicious local ingredients, sourced directly from the farmers and fishermen in Höfn in Hornafjörður. Many of these dishes are served at the hotel’s restaurant, and here is the recipe for one of them. This pesto is a fine salad dressing and good on bread and crackers. Ingredients: 75 g fresh sorrel leaves, 75 g rocket salad, 50 g grated parmesan, 20 ml oil, 50 g pine nuts, ½ clove of garlic, 1 tsp sea salt. Put all the ingredients except for the oil in a food processor or mortar. Purée the ingredients and slowly pour the oil into the mixing bowl. Very quick and very easy to make. CHECK OUT THE VIDEO ON www.icelandlocalfoodguide.is
Hundasúrupestó
Matreiðslumaðurinn Halldór Halldórsson hefur unnið sem yfirkokkur bæði á Hótel Höfn og einnig á sínum eigin veitingastað, Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. Halldór hefur einnig gefið út matreiðslubók með réttum sem hann hefur mótað með dýrindis hráefni úr næsta nágrenni Hafnar. Og hér er ein af uppskriftunum. Þetta pestó er fínt sem salatsósa og einnig gott á brauð eða kex eða í ýmsa rétti. Hráefni: 75 gr. hundasúrur, 75 gr. klettasalat, 50 gr. rifinn parmesan, 2 dl. olía, 50 gr. furuhnetur, ½ tsk. sjávarsalt. Allt hráefni nema olían er sett saman í matvinnsluvél eða kvörn. Blandað er saman á meðan olíunni er hellt hægt saman við. Einstaklega fljótlegt og bragðgott.
SKOÐIÐ MYNDBANDIÐ Á www.icelandlocalfoodguide.is
Austfirskar krásir
Austurland er þekkt fyrir mikla grósku og fjölbreytileika í matvælaframleiðslu. Svæðisbundin hráefnin eru þekkt um allt land fyrir gæði. Á Austfjörðum er veiddur dýrindis fiskur í sjávarþorpunum. Kúabúin eru á einstaklega gróskumiklum jörðum og mjólkurvörur og aðrar vörur þaðan mjög fjölbreyttar. Bændur sem stunda lífræna ræktun á byggi og öðru kornmeti sem selt er beint frá býli hafar verið leiðandi á því sviði. Fiskurinn, austfirska lambið, hreindýrin, mjólkurvörurnar og villtir sveppir og ber eru margverðlaunuð. Veitingastaðir og framleiðendur á Austfjörðum bjóða því upp á einstaka matarupplifun. Ævintýraland fyrir sælkera og þá sem kunna að meta staðbundinn mat á heimsmælikvarða.
• Local Food Restaurants and producers in East-Iceland
www.krasir.is www.east.is
Iceland
Local Food Gourmet
East
&
East Iceland is a fertile area that offers great diversity in the food it produces. The region includes fjords, which thrive on fishing, mountain areas and plains full of organic vegetation. This is Iceland’s wild side, with reindeer, geese and wild mushrooms among the local resources. The region’s lamb varies in flavour depending on where in the wild it has been bred and where it feeds. The dairy farms produce products of exceptional quality. The region is also known for cultivating organic grains and vegetables and its fjords are extremely fertile, with berries that grow high up into the mountains. The wild east of Iceland has a lot to offer to gourmets and travellers of all kinds. Here you’ll find every kind of food that Iceland has to offer, at its best.
Mobile banking for the traveller
Landsbankinn’s new mobile web, L.is, allows you to explore Iceland with a currency rate converter and the mapped location of the nearest branch or ATM at your fingertips. The mobile web also offers information on stock markets, the latest news from our website and other features. Landsbankinn offers a full range of financial services and is the market leader in the Icelandic financial service sector with the largest branch network and the majority of ATMs in the country.
Landsbankinn
www.landsbankinn.is
+354 410 4000
This way to l.is/en
Matarklasinn Suðurland Suðurland er eitt stærsta og blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Iðjagræn tún og engi, heitt vatn í jörðu, ár og vötn, gróskumiklar fjallshlíðar og sjávarþorp eiga sinn þátt í hvað matarmenningin er rík. Samvinna bænda og hönnuða skilar sér í nýjum og spennandi réttum og þróun í matvælaframleiðslu. Grænmetið vex í gróðurhúsunum allt árið, landnámshænur rölta frjálsar um á hlaðinu og nýjasta afurð svæðisins er ýmiskonar korn og repja. Matarklasinn á Suðurlandi er afar fjölbreyttur og aðilar í Matarkistunni taka reglulega þátt í menningardagskrám víða um land þar sem fjöldi veitingahúsa og matvælaframleiðenda bjóða upp á það besta í sunnlenskri matarhefð. Þar gefst gestum kostur á að smakka gamla og nýja rétti, eins og ástarpunga, lunda, fýl, svið, humarsúpu, pönnukökur, og hverabakað rúgbrauð beint úr hvernum. Gamlar hefðir í matargerðarlist eru hafðar í heiðri og skapa um leið nýjar sem eru fjölbreyttar og spennandi .
www.south.is
Iceland
Local Food Gourmet
South
&
Local Food in South Iceland South Iceland is one of the most fertile areas in the country. Its dairy farms, rivers and lakes are full of trout and salmon. It has hot springs in the geothermal fields for baking rye bread underground. And fishing villages where fresh fish are caught from the surrounding waters, and greenhouses heated with geothermal energy where you can find all kinds of organic vegetables. And on top of this, in keeping with tradition, sheep are allowed to graze freely in the mountains over the summer, feeding on the fresh grass and wild herbs that give the Icelandic lamb its distinctive flavour. In South Iceland you’ll find all of the delicious foods that are available throughout the rest of the country.
REYKJAVÍK Restaurants/Veitingastaðir 1.) HAPP RESTAURANT - Höfðatorg, 105 Reykjavík, tlf. 4143060 - www.happ.is happ@happ.is 2.) DILL RESTAURANT - Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík, tlf. 5521522 - www.dillrestaurant.is dillrestaurant@dillrestaurant.is 3.) RUB23 - Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, tlf. 5535323 - www.rub23.is reykjavik@rub.is 4.) 1919 RESTAURANT - Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, tlf. 5991050 www.radissonblu.com/1919hotelreykjavik 1919.restaurant@radissonblu.com 5.) 101 HOTEL RESTAURANT - Hverfisgötu 10, 101 Reykjavík, tlf. 5800101 - www.101hotel.is 101hotel@101hotel.is 6.) DELICATESSEN OSTABÚÐIN - Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík, tlf. 5622772, 8917276 - www.ostabudin.is ostabudin@ostabudin.is 7.) KRYDDLEGIN HJÖRTU - Skúlagata 17, 101 Reykjavík, tlf. 5888818/8999155 - www.kryddleginhjortu.is 8.) FISKFÉLAGIÐ-FISH COMPANY - Vesturgata 2a Grófartorg, 101 Reykjavík, tlf. 5525300 - www.fiskfelagid.is info@fiskfelagid.is 9.) TAPASHÚSIÐ - Ægisgarður 2, 101 Reykjavík, tlf. 5128181 - www.tapashusid.is info@tapashusid.is 10.) CARUSO - Þingholtsstræti 1, 101 Reykjavík, tlf. 5627335 - www.caruso.is caruso@caruso.is 11.) SÆGREIFINN - Geirsgata 8, 101 Reykjavík, tlf. 5531500 - www.saegreifinn.is saegreifinn@saegreifinn.is 12.) SKRÚÐUR - Hagatorg, 107 Reykjavík, tlf. 5259970 - www.skrudur.is hotelsaga@hotelsaga.is 13.) FISKMARKAÐURINN- Fish Market - Aðalstræti 12, 101 Reykjavík, tlf. 5788877 - www.fiskmarkadurinn.is info@fiskmarkadurinn.is 14.) FJALAKÖTTURINN - Aðalstræti 16, 101 Reykjavík, tlf. 5146000 - www.fjalakotturinn.is dining@hotelcentrum.is 15.) FJÖRUKRÁIN - Strandgötu 55, 220 Hafnarfjörður, tlf. 5651213 - www.fjorukrain.is vikings@fjorukrain.is 16.) 3 FRAKKAR RESTAURANT - Baldursgata 14, 101 Reykjavík, tlf. 5523939 - www.3frakkar.com frakkar@islandia.is 17.) FRIÐRIK V - Laugavegur 60, 101 Reykjavík, tlf. 4615775 - www.fridrikv.is fridrikv@fridrikv.is
18.) POTTURINN OG PANNAN - Brautarholt 22, 105 Reykjavík, tlf. 5511690 Pósthússtræti 17, 101 Reykjavík, tlf. 5511690 www.potturinn.is info@potturinn.is 19.) GRILLMARKAÐURINN - Lækjargata 2a, 101 Reykjavík, tlf. 5717777 - www.grillmarkadurinn.is info@grillmarkadurinn.is 20.) LOUNGE Á BORGINNI - Hótel Borg, Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík, tlf. 5782008 - www.aborginni.is info@aborginni.is 21. GALLERY RESTAURANT, Hótel Holt - Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík, tlf. 5525700 - www.holt.is gallery@holt.is 22.) CAFE PARÍS - Austurstræti 14, 101 Reykjavík, tlf. 5511020 - www.cafeparis.is cafeparis@cafeparis.is 23.) VIÐEYJARSTOFA - Viðey, 101 Reykjavík, tlf. 5335055 - www.videyjarstofa.is videryjarstofa@holt.is 24.) ALDIN RESTAURANT - Austurstræti 22, 101 Reykjavík, tlf. 5719777 - www.aldin.is aldin@aldin.is 25.) KEX - Skúlagata 28, 101 Reykjavík, 26.) THE LAUNDRAMAT CAFE - Austurstræti 9, 101 Reykjavík, tlf. 5877555 27.) SUSHI SAMBA - Þingholtsstræti 5, 101 Reykjavík, tlf. 5686600 - www.sushisamba.is sushisamba@sushisamba.is 28.) PISA RESTAURANT - Lækjargata 6b, 101 Reykjavík, tlf. 5787200 - www.pisa.is pisa@pisa.is 29.) GRÆNT OG GÓMSÆTT, Veitingastofa Tæknigarðs Dunhagi 5, 107 Reykjavík, tlf. 5254920 30.) HÖFNIN/THE HARBOUR RESTAURANT - Geirsgata 7c, 101 Reykjavík, tlf. 5112300 - www.hofnin.is hofnin@hofnin.is 31.) GRANDAKAFFI - Grandagarður 101, 101 Reykjavík, tlf. 5529094 32.) FRÚ BERGLAUG - Laugavegur 12, 101 Reykjavík, tlf. 5515979 - www.fruberglaug.is fruberglaug@fruberglaug.is 33.) LÆKJARBREKKA - Bankastræti 2, 101 Reykjavík, tlf. 5514430 - www.laekjarbrekka.is veitingar@laekjarbrekka.is 34.) GARÐURINN/ ECSTASY´S HEART GARDEN - Klapparstígur 37, 101 Reykjavík, tlf. 5612345 - gardurinn@islandia.is 35.) GRÆNN KOSTUR - Skólavörðustígur 8b, 101 Reykjavík, tlf. 5522028 - graennkostur.is gk@graennkostur.is 36.) CAFE BABALU - Skólavörðustígur 22a, 101 Reykjavík, tlf. 5522278
37.) LIFANDI MARKAÐUR - Borgartún 24, 105 Reykjavík tlf. 5858700, og Hæðasmára 6 201 Kópavogur. Tlf. 5858710 www.lifandimarkadur.is lifandimarkadur@lifandimarkadur.is 38.) GLÓ RESTAURANT - Listhúsið Laugardal, Engjateig 17-19, 105 Reykjavík, tlf. 5531111 Hafnarborg, Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, tlf. 5781111 www.glo.is 39.) TAPAS BAR - Vesturgata 3b, 101 Reykjavík, tlf. 5512344 www.tapas.is tapas@tapas.is 40.) GEYSIR BISTRO BAR - Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, tlf. 5174300 www.geysirbistrobar.is geysirbistrobar@internet.is 41.) SUSHISMIÐJAN - Geirsgata 3, 101 Reykjavík, tlf. 5173366 www.sushismidjan.is sushismidjan@sushismidjan.is 42.) FYLGIFISKAR - Suðurlandsbraut 10, 108, tlf. 5331300 www.fylgifiskar.is fylgifiskar@fylgifiskar.is 43.) GALLERY FISKUR - Nethylur 2, 110 Reykjavík, tlf. 5872882 www.galleryfiskur.is galleryfiskur@galleryfiskur.is 44.) NÍTJÁNDA RESTAURANT - Turninn, Smáratorg, 210 Kópavogur, tlf. 5757500 www.nitjanda.is 45.) VIÐ TJÖRNINA - Templarasund 3, 101 Reykjavík, tlf. 5518666 www.vidtjornina.is vidtjornina@simnet.i 46.) VOX RESTAURANT - Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík, tlf. 5335055 www.vox.is vox@vox.is 47.) BRASSERIE ASKUR - Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 5539700 www.askur.is askur@askur.is 48.) BRASSERIE GRAND - Sigtún 38, 105 Reykjavík, 5148080 www.grandhotel.is veitingar@grand.is 49.) KRÚSKA - Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, tlf. 5575880 www.kruska.is 50.) EINAR BEN - Veltusund 1, 101 Reykjavík, 5115090 www.einarben.is einarben@einarben.is 51.) ESJUSTOFA - Esjuhlíðum, Mógilsá, 116 Reykjavík, tlf. 5653200 www.esjustofa.is esjustofa@esjustofa.is 52.) PERLAN RESTAURANT - Perlan, 105 Reykjavík, tlf. 5620200 www.perlan.is perlan@perlan.is 53.) CAFÉ LOKI - Lokastígur 28, 101 Reykjavík, tlf. 4662828 www.cafeloki.is textil@textil.is 54.) GAMLA VÍNHÚSIÐ - Vesturgata 4, 220 Hafnarfjörður, tlf. 5651130 www.gamalavinhusid.is gamlavinhusid@gmalavinhusid.is
55.) GRILLHÚSIÐ TRYGGVAGÖTU - Tryggvagata 20, 101 Reykjavík, tlf. 5623456 www.grillhusid.is grillhusid@xnet.is 56.) HEREFORD STEIKHÚS - Laugavegur 53b, 101 Reykjavík, tlf. 5113350 - www.hereford.is hereford@hereford.is 57.) HORNIÐ - Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík, tlf. 5513340 - www.hornid.is hornid@hornid.is 58.) HUMARHÚSIÐ, LOBSTERHOUSE - Amtmannsstígur 1, 101 Reykjavík, tlf. 5613303 - www.humarhusid.is humarhusid@humarhusid.is 59.) LAUGA-ÁS - Laugarásvegur 1, 104 Reykjavík, tlf. 5531620 - www.laugaas.is laugaas@laugaas.is 60.) SATT RESTAURANT - Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík, tlf. 4444050 - www.sattrestaurant.is satt@sattrestaurant.is 61.) KOLABRAUTIN RESTAURANT - Harpa Concert Hall, Austurbakki 2, 101 Reykjavík, tlf. 5199700 - www.kolabrautin.is info@kolabrautin.is 62.) MUNNHARPAN - Harpa Tónlistar-og ráðstefnuhús, Concert Hall, Austurbakki 2, 101 Reykjavík, tlf. 5285111 www.harpa.is munnharpan@munnharpan.is info@munnharpan.is 63.) NAUTHÓLL - Nauthólsvegur 106, 101 Reykjavík, tlf. 5996660/6607883 - www.nautholl.is nautholl@nautholl.is 64.) MÚLAKAFFI - Hallarmúli, 108 Reykjavík, tlf. 5537737 www.mulakaffi.is mulakaffi@mulakaffi.is 65.) VEGAMÓT - Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík, tlf. 5113040 www.vegamot.is vegamot@vegamot.is 66.) HIMINN OG HAF KAFFIHÚS, CAFÉ, Ránargrund, 210 Garðahreppur, tlf. 8992320 - www.himinnoghaf.is sigga2@me.com
Add more good local restaurants for your next visit
West Iceland/Vesturland Restaurants/Veitingastaðir 1.) HÁLS Í KJÓS, MATARBÚRIÐ (products) - 276 Mosfellsbær www.hals.is Tlf. 8977017 2.) HÓTEL GLYMUR - Hvalfjörður www.hotelglymur.is Tel. 4303100 3.) LANDNÁMSSETRIÐ - Brákarbraut 13-15, Borgarnes www.landnam.is Tel. 4371600 4.) ICELANDAIR HOTEL HAMAR - Hamar Golf course, 310 Borgarnes www.icelandairhotels.com/hotels/hamar Tlf. 4336600 5.) HRAUNSNEF COUNTRY HOTEL - Norðurárdalur, 311 Borgarbyggð www.hraunsnef.is Tlf. 4350111 6.) FOSSHOTEL REYKHOLT - 320 Reykholt, Borgarfjörður www.fosshotel.is Tlf. 4351260 7.) GISTIHÚSIÐ LANGHOLT opið frá 20/04 - 15/11 - Snæfellsbær www.langaholt.is Tel. 4356789 8.) HÓTEL BÚÐIR - Snæfellsbær dreifbýli www.budir.is Tel. 4356700 9.) HÓTEL HELLNAR - Hellnar www.hellnar.is Tel. 4356820 10.) FJÖRUHÚSIÐ - Hellnar, Snæfellsbær Tlf. 4356844 11.) HÓTEL HELLISSANDUR opið allt árið - Klettsbúð 9, Hellissandur www.hotelhellissandur.is Tlf. 4308600 12.) KAFFI SIF - Klettsbúð 3, Hellissandur www.kaffisif.is Tlf. 5773430 13.) GAMLA RIF KAFFIHÚS - Háarif 3, Hellissandur Tlf. 4361001 14.) HÓTEL FRAMNES opið allt árið - Nesvegur 6 Grundarfjörður www.hotelframnes.is Tlf. 4386893 15.) NARFEYRARSTOFA - Aðalgata 3, Stykkishólmur www.narfeyrarstofa.is Tel. 4381119/8947937 16.) LEIFSBÚÐ KAFFIHÚS - Búðarbraut 1, Búðardalur Tel. 4341441/8430439
17.) HOTEL EDDA - Laugar Sælingsdalur www.hoteledda.is Tlf. 4444000 18.) HÓTEL FLATEY - Flatey, Breiðafjörður www.hotelflatey.is Tlf. 5557788 19.) ERPSSTAÐIR - Erpsstaðir, 371 Búðardal www.erpsstadir.is Tlf. 4341357, 8680357, 8430357
Add more good local restaurants for your next visit
Westfjords/Vestfirðir Restaurants/Veitingastaðir 1.) HÓTEL BJARKARLUNDUR - Reykhólahreppur www.bjarkarlundur.is Tlf. 4347762 2.) FLÓKALUNDUR - Vatnsfjörður www.flokalundur.is Tlf. 4562011 3.) FRANSKA KAFFIHÚSIÐ - Rauðisandur Tel. 8668129/8928659 4.) HÓTEL BREIÐAVÍK - Breiðavík/Látrabjarg, Patreksfjörður www.breidavik.is Tlf. 4561575 5.) HÓTEL LÁTRABJARG - Fagrihvammur/Örlygshöfn, Patreksfjörður www.latrabjarg.com Tlf. 4561500 6.) MINJASAFNIÐ EGILS ÓLAFSSONAR - Hnjóti, Örlygshöfn www.hnjotur.is Tlf. 4561511 7.) VEITINGASTOFAN ÞORPIÐ - Aðalstræti 37, Patreksfjörður Tlf. 4561295
8.) BRYGGJAN - Aðalstræti 450 Patreksfjörður Tlf. 8451224 9.) SJÓREÆNINGJAHÚSIÐ - Smiðjan Aðalstræti Patreksfjörður www.sjoraeningjahusid.is Tel. 4561133 10.) HÓTEL NÚPUR - Núpur, Þingeyri www.hotelnupur.is Tlf. 4568235 11.) TALISMAN - Fisherman hotel Suðureyri, Súgandafjörður www.fisherman.is Tlf. 45090 12.) EINARSHÚS - Hafnargata 41, Bolungarvík www.einarshusid.is Tlf. 4567901 13.) TJÖRUHÚSIÐ - Ísafjarðarbær Tel. 4564419 14.) GAMLA GISTIHÚSIÐ - Mánagata 5, Ísafjörður www.gistihus.is Tlf. 4564146 15.) VIÐ POLLINN - Silfurtorg 2, Ísafjörður www.vidpollinn.is Tlf.4563360 16.) HEYDALUR, ÆVINTÝRADALURINN ehf. - Heydalur, Mjóifjörður, Ísafjörður www.heydalur.is Tlf. 4564824 17.) DALBÆR FERÐAÞJÓNUSTA - Snæfjallaströnd, Ísafjörður Tel. 8989300 18.) KAFFI NORÐURFJÖRÐUR - Trékyllisvík www.nordurfjordur.is Tel. 4514034/6961397 19.) HÓTEL DJÚPAVÍK - Djúpavík, Reykjafjörður www.djupavik.is Tlf. 4514037 20.) MALARKAFFI - Grundargötu 17, Drangsnes www.malarhorn.is Tel. 4513237 21.) KAFFI GALDUR - Höfðagata 8-10, Hólmavík www.galdrasyning.is Tel. 4513525 22.) CAFÉ RIIS - Hafnarbraut 39, Hólmavík www.caferis.is Tlf. 4513567 23.) HOTEL LAUGARHÓLL - Bjarnarfjörður, 510 Hólmavík www.laugarholl.is Tlf. 4513380
Add more good local restaurants for your next visit
North Iceland / Norðurland Restaurants/Veitingastaðir 1.) HLAÐAN KAFFIHÚS (CAFÉ) - Brekkugata 2, Hvammstangi www.northwest.is Tlf. 451110, 8637339 2.) HÓTEL EDDA LAUGARBAKKI - 532 Hvammstangi www.hoteledda.is Tlf. 4444920 4444000 3.) KILJAN GUESTHOUSE - Aðalgata 2, Blönduós www.kiljanguesthouse.is Tlf. 4524500 4.) POTTURINN RESTAURANT - Norðurlandsvegur 4, Blönduós www.potturinn.is Tel. 4535060/8984685 5.) VIÐ ÁRBAKKANN kaffihús- Húnabraut 2, Blönduós www.vidarbakkann.is Tlf. 4524678, 8984685 6.) KAFFI KRÓKUR (CAFÉ AND RESTAURANT) - Aðalgata 16, Sauðárkrókur www.kaffikrokur.is Tlf. 4536299 7.) ÓLAFSHÚS - Aðalgata 15, Sauðárkrókur www.olafshus.is Tlf. 4536454, 8456625 8.) SAUÐÁRKRÓKSBAKARÍ (BAKERY) - Aðalgata 5, Sauðárkrókur www.northwest.is Tlf. 4555000 9.) ÁSKAFFI - Glaumbær, Sauðárkrókur www.askaffi.is Tlf. 4538855/6996102
10.) HÓTEL VARMAHLÍÐ - Varmahlíð www.hotelvarmahlid.is/restaurant/ Tlf. 4538170 11.) FERÐAÞJÓNUSTAN HÓLUM - Hólar í Hjaltadal, Skagafjörður www.holar.is Tlf. 4556333 12.) LÓNKOT Í SKAGAFIRÐI - Hofsós dreifbýli www.lonkot.com Tlf. 4537432 13.) HANNES BOY CAFÉ - Gránugata 19, Siglufjörður www.raudka.is Tlf. 4671550 14.) RESTAURANT NORTH AT GUESTHOUSE TRÖLLASKAGI Lækjargata 10, Siglufjörður www.northotels.is Tlf. 4672100, 8201087 15.) HÓTEL BRIMNES - Bylgjubyggð 2, Ólafsfjörður www.brimnes.is Tlf. 4662400 16.) KLÆNGSHÓLL LODGE - Skíðadalur Valley, Dalvík www.bergmenn.com Tlf. 6989870 17.) BERG MENNINGARHÚS/ CULTURE HOUSE, CAFÉ - Goðabraut, Dalvík Tlf. 4604000, 8614908 18.) FOSSHOTEL DALVÍK - Skíðabraut 18, 620 Dalvík www.fosshotel.is Tlf. 4663395 19.) BREKKA - Hrísey www.brekkahrisey.is Tlf. 4661751/6953737 20.) FOSSHÓTEL LAUGAR - 641 Húsavík www.fosshotel.is Tlf. 4646300 21.) FOSSHÓTEL HÚSAVÍK - Ketilsbraut 22, 640 Húsavík www.fosshotel.is Tlf. 4641220 22.) GAMLI BAUKUR RESTAURANT - Hafnarstræti 9, Húsavík www.gamlibaukur.is Tlf. 4642442 23.) HÓTEL EDDA STJÓRUTJARNIR - 641 Húsavík www.hoteledda.is Tlf. 4444890/ 4444000 24.) KIÐAGIL - 645 Fosshóll www.kidagil.is Tlf. 4643290 25.) FUGLASAFN SIGURGEIRS - Ytri-Nesdalir, 660 Mývatn www.fuglasafn.is Tlf. 4644477
26.) HÓTEL REYKJAHLÍÐ - Mývatn www.hotelreykjahlid.is Tlf. 4644142 27.) VOGAFJÓS - Mývatn www.vogafjos.net Tlf. 4644303 28.) HEIMABAKARÍ, Garðarsbraut 15, 640 Húsavík, tlf. 4642900 www.heimabakari.is heimabakari@simnet.is 29.) REYKKOFINN, Hella 660 Mývatn tlf. 4644237/8484237/8964237 www.hangikjot.is hella@emax.is 30.) VEITINGASTAÐURINN SALKA, SÖLKUVEITINGAR, Garðarsbraut 6, 640 Húsavík, tlf. 4642551 - www.salkarestaurant.is 31.) GISTIHÚSIÐ NARFASTÖÐUM, Reykjadal, Þingeyjarsveit, 650 Laugar, tlf. 4643300 - www.farmhotel.is farmhotel@farmhotel.is 32.) KAFFI BORGIR, Dimmuborgir Mývatnssveit, tlf. 6986810 www.visitdimmuborgir.is freddi@kaffiborgir.is 33.) YTRA-ÁLAND, 681 Þórshöfn, tlf. 4681290 ytra-aland.is ytra-aland@ytra-aland.is 34.) SKARÐABORG, 641 Húsavík, Iceland, tlf. 8920559 www.skardaborg.wordpress.com skborg@simnet.is
Add more good local restaurants for your next visit
Akureyri Restaurants/Veitingastaðir 1.) HÓTEL KEA - Hafnarstræti 87-89 www.keahotels.is Tlf. 4602000 2.) HÓTEL EDDA AKUREYRI - Þórunnarstræti, 600 Akureyri www.hoteledda.is Tlf. 4444900/ 4444000
3.) GREIFINN - Glerárgata 20, Akureyri www.greifinn.is Tlf. 4601600 4.) RUB23 - Kaupvangsstræti 6, Akureyri www.rub23.is 5.) 1862 NORDIC BISTRO - Strandgata 12, Akureyri www.1823.is Tlf. 4661862 6.) STRIKIÐ - Skipagata 14, Akureyri www.strikid.is Tlf. 4627100 7.) ÖRKIN HANS NÓA - Hafnarstræti 22, Akureyri Tlf. 4612100 8.) LAXDALSHÚS - Hafnarstræti 11, Akureyri www.laxdalshus.i Tlf. 4612900 9.) HÓTEL KEA - Hafnarstræti 87-89 www.keahotels.is Tlf. 4602000 10.) ICEALANDAIR HOTEL AKUREYRI - Thingvallastræti 23, Akureyri www.icelandairhotels.com/hotels/akureyri Tlf. 5181000/ 4444000 11.) HOLTSEL EYJAFJARÐARSVEIT - Akureyri dreifbýli www.holtsel.is Tlf. 4631159/8612859 12.) LAUFÁS MUSEUM RESTAURANT - Akureyri dreifbýli www.akmus.is Tel. 4633196/8953172
East Iceland / Austfirðir Restaurants/Veitingastaðir 1.) KAUPVANGSKAFFI (CAFÉ) - Vopnafjörður Tlf. 4731331, 8621443 2.) ÁLFAKAFFI - Iðngarðar, 720 Borgarfjörður Eystri Tlf. 4729900 3.) ÁLFHEIMAR GUESTHOUSE - Brekkubær, 720 Borgarfjörður eystri Tlf. 8613677
4.) FISKVERKUN KALLA SVEINS (FISH PRODUCTS) - Borgarfjörður Eystri fks@simnet.is Tlf. 4729980 5.) FJALLAKAFFI RESTAURANT - Möðrudalur, 701 Egilsstaðir www.fjalladyrd.is Tlf. 4711858 6.) Á HREINDÝRASLÓÐUM - Skjöldólfsstaðir, Jökuldalur, 701 Egilsstaðir www.ahreindyraslodum.is Tlf. 4712006 7.) SÆNAUTSEL KAFFIHÚS (CAFÉ) - Sænautsel, 701 Egilsstaðir www.east.is Tlf. 4711086 8.) AÐALBÓL FARM (PRODUCTS) - Aðalból, 701 Egilsstaðir www.simnet.is/samur Tlf. 4712788 9.) AUSTURLAMB (LAMB PRODUCTS) - Selás 9, 700 Egilsstaðir sau@simnet.is Tlf. 4712042 10.) FJÓSHORNIÐ FARM RESTAURANT - Egilsstaðabúið, 700 Egilsstaðir Tlf. 4711508/8621580 11.) CAFÉ NIELSEN - Tjarnarbraut 1, 700 Egilsstaðir Tel. 4712626 12.) GISTIHÚSIÐ EGILSSTÖÐUM Egilsstaðir, 700 Egilsstaðir www.egilsstadir.com Tel. 4711114 www.lakehotel.is 13.) HÓTEL EDDA EGILSSTAÐIR - Tjarnarbraut 25, 700 Egilsstaðir www.hoteledda.is Tlf. 4444880/ 4444000 14.) ICELANDAIR HOTEL HÉRAÐ - Miðvangur 5-7, 700 Egilsstaðir www.icelandairhotels.com/hotels/herad Tlf. 4711500, 4444000 15.) VALLANES MÓÐIR JÖRÐ (MOTHER NATURE) FARM(Products) Vallanes, 701 Egilsstaðir www.vallanes.net Tlf. 8995569 16.) SÁMUR BÓNDI - Aðalból 2, 701 Egilsstaðir www.simnet.is/samur Tlf. 4712788 17.) HOLT OG HEIÐAR (Products) - Hallormsstaður, 701 Egilsstaðir Tlf. 8642490 18.) HÓTEL HALLORMSSTAÐUR - Hallormsstaður, 701 Egilsstaðir www.hotel701.is Tlf. 4712400
19.) KLAUSTURKAFFI - Skriðuklaustur 701 Egilsstaðir www.skriduklaustur.is Tlf. 4712992/8998168 20.) MIÐHÚS (PRODUCTS) lerkisveppir, safar og fleira Miðhús, 701 Egilsstaðir Tlf. 8602928 21.) HÓTEL ALDAN - Norðurgata 2, 710 Seyðisfjörður www.hotelaldan.com Tlf. 4721277 22.) SKAFTAFELL BISTRÓ - Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður http//skaftfell.is/bistro/ Tlf. 4721633 23.) SKÁLANESSETUR - Hafnargata 42, Seyðisfjörður skalanes@skalanes.com Tlf. 8617008 24.) HÓTEL EDDA NESKAUPSTAÐUR - 740 Neskaupstaður www.hoteledda.is Tlf. 4444860/ 4444000 25.) RANDULFFS SEA HOUSE - Strandgata 120, 735 Eskifjörður www.mjoeyri.is Tlf. 6960809, 6986980 26.) HREFNUBER OG JURTIR (PRODUCTS) Hrafnhildur hrefnuber@visir.is Tlf. 8665882 27.) FJARÐARHÓTEL - Búðareyri 6, 730 Reyðarfjörður www.fjardarhotel.is Tlf. 4741600 28.) KAFFI SUMARLÍNA CAFÉ - Búðarvegur 59, 750 Fáskrúðsfjörður Tlf. 4751575 29.) HÓTEL BLÁFELL - Sólvellir, 760 Breiðdalsvík www.hotelblafell.is Tlf. 4756770 30.) HÓTEL STAÐARBORG - Staðarborg, 761 Breiðdalsvík www.stadarborg.is Tlf. 4756760 31.) HÓTEL FRAMTÍÐ, Vogaland 4, 765 Djúpivogur www.hotelframtid.com Tlf. 4788887 32.) BERUNES, Berufjörður, 765 Djúpivogur Tel. 4788988/869
South Iceland/ Suðurland Restaurants/Veitingastaðir 1.) BRUNNHÓLL - Mýrar, 781 Höfn Hornafjörður www.brunnholl.is 4781029 2.) FOSSHÓTEL SKAFTAFELL - Freysnes, 785 Öræfi www.fosshotel.is Tlf. 4781945 3.) FOSSHÓTEL VATNAJÖKULL NESJUM - Nesjum, 781 Hornafjörður www.fosshotel.is Tlf. 4782555 4.) HÓTEL EDDA NESJAR - 781 Höfn www.hoteledda.is Tlf. 4444850 5.) HALI SUÐURSVEIT - Hali, 781 Suðursveit www.hali.is Tlf. 4781073 6.) HÓTEL SMYRLABJÖRG - Suðursveit, 781 Hornafjörður www.smyrlabjorg.is”>www.smyrlabjorg.is Tlf. 4781074 7.) JÖKULSÁRLÓN ehf. - Kirkjubraut 7, 780 Hornafjörður www.jokulsarlon.is Tlf. 4782122 8.) HUMARHÖFNIN - Hafnarbraut 4, 780 Höfn www.humarhofnin.is Tlf. 4781200 9.) HÓTEL HÖFN HORNAFJÖRÐUR - Víkurbraut 24, 780 Höfn www.hotelhofn.is Tlf. 4781240 10.) CAFÉ TULINÍUS - Hafnarbraut 2, 780 Höfn Tlf. 8699340 11.) VÍKIN - Víkurbraut 2, 780 Hornafjörður Tlf. 4782300 12) HÓTEL EFRI-VÍK - Laki, Kirkjubæjarklaustur www.hotellaki.is Tel. 4874694 13.) SYSTRAKAFFI - Klausturvegur 12, 880 Kirkjubæjarklaustur www.systrakaffi.is Tlf. 4874848
14.) ICELANDAIR HOTEL KLAUSTUR - Klausturvegur 6, 880 Kirkju bæjarklaustur www.icelandairhotels.com/hotels/klaustur Tlf. 4874900, 4444000 15.) HÓTEL EDDA VÍK - Klettsvegur 1-5, 870 Vík www.hoteledda.is Tlf. 4444840/ 4444000 16.) HÓTEL EDDA SKÓGAR - 861 Hvolsvöllur www.hoteledda.is Tlf. 4444830/ 4444000 17.) ELDSTÓ CAFÉ - Austurvegur 2, 860 Hvolsvöllur www.eldsto.is Tel. 4821011 18.) ÖNNUHÚS - Moldnúpur, 861 Hvolsvöllur www.hotelanna.is Tel. 4878950, 8995955 19.) FOSSHÓTEL MOSFELL - Þrúðvangur 6, 850 Hella www.fosshotel.is Tlf. 4875828 20.) HÓTEL RANGÁ - 851 Hella www.hotelranga.is Tel. 487570 21.) ICEALANDAIR HOTEL FLUDIR - Vesturbrun 1, 845 Fludir www.icelandairhotels.com/hotels/fludir Tlf. 4866630, 4444000 22.) HÓTEL EDDA ÍKÍ LAUGARVATN - 840 Laugarvatn www.hoteledda.is Tlf. 4444820/ 4444000 23.) HÓTEL EDDA LAUGARVATN ML - 840 Laugarvatn www.hoteledda.is Tlf. 4444810/ 4444000 24.) FJÖRUBORÐIÐ - Eyrarbraut 3a, 825 Stokkseyri www.fjorubordid.is Tlf. 4831550 25.) RAUÐA HÚSIÐ - Búðarstígur 4, 820 Eyrarbakki www.raudahusid.is Tlf. 4833330 26.) HAFIÐ BLÁA - By the sea between Þorlákshöfn and Eyrarbakki www.hafidblaa.is Tlf. 4831000, 5113100 27.) KAFFI KRÚS - Austurvegur 7, 800 Selfoss www.kaffkrus.is Tlf. 4821672 28.) RIVERSIDE RESTAURANT HOTEL SELFOSS - Eyrarvegur 2, 800 Selfoss www.selfosshotel.is Tlf. 4802500
29.) SUNNLENSKA BÓKAKAFFIÐ (BOOK CAFÉ), Austurvegur 22, 800 Selfoss, tlf. 4823079 - www.bokakaffid.is bokakaffid@sunnlenska.is 30.) GRÆNA KANNAN, Sólheimar, 801 Selfoss www.solheimar.is Tlf. 4804400 31.) HEILSUSTOFNUN HNLFÍ, HEALTH CLINIC, Grænamörk 10, 810 Hveragerði - www.hnlfi.is Tlf. 4830300 32.) LITLA KAFFISTOFAN Suðurlandsvegur, 110 Reykjavík Tlf. 5577601 33.) HÓTEL HENGILL, Nesjavellir, 801 Þingvellir, tlf. 4823415/7773008 www.hotelhengill.is hengill@hotelhengill.is
Add more good local restaurants for your next visit
Reykjanes Restaurants/Veitingastaðir 1.) BLUE LAGOON, Svartsengi, 240 Grindavík www.bluelagoon.is Tlf. 4208800 2.) SALTHÚSIÐ, Stamphólsvegur 2, 240 Grindavík www.salthusid.is Tlf. 4269700, 8997066 3.) VEITINGAHÚSIÐ VITINN, Vitatorg 3, 245 Sandgerði www.vitinn.is Tlf. 4237755 4.) KAFFI DUUS, Duusgata 10, 230 Keflavík www.duus.is Tlf. 4217080 5.) LÉTT OG LJÚFT, ICELANDAIR HOTEL KEFLAVIK Hafnargata 57, 230 Reykjanesbær - www.icelandairhotels.com/hotels/keflavik Tlf. 4215222
Brandenburg
This way to l.is/en
AUGNABLIKSFANGARINN FRÁ
EOS myndavélar í miklu úrvali Nýherji hf.
Sími 569 7700
www.netverslun.is