Sköpunargáfa, smáatriði og hreinleiki
OSCAR® Premium er vörulína með hreinu, kröftugu bragði sem hægt er að nota á ótal vegu í eldhúsinu. Þú færð ósvikið og hreint bragð í hverri skeið sem þú setur út í réttinn.
Við kynnum nú þrjár nýjar vörur í OSCAR® Premium-línunni: fiskikraft, kjúklingakraft og dökkan kálfakjötskraft. Þetta er maukgljái sem hentar fullkomlega sem grunnur eða bragðauki fyrir allt sem þú eldar.
Miklu meira af því góða Þú getur til dæmis notað þessar vörur til að búa til kraftmiklar sósur, gefa steiktum réttum aukna dýpt, gljá grænmeti til að gefa því fallega glansáferð enn meira bragð og til að krydda volgar „vinaigrette“-sósur.
Krafturinn leysist auðveldlega upp og þessar vörur eru því handhægar og þægilegar í eldamennskunni. Þú getur auðveldlega bætt þeim við réttina þína til að töfra fram einstakt bragð.
• SKÖPUNARGÁFA· Fullt frelsi í matreiðslunni.
• HREINT BRAGÐ · Litlir skammtar og kröftugt bragð.
• ÓSVIKIÐ · Unnið úr sérvöldum hráefnum.
• SPARAR TÍMA · Styttir undirbúningstíma og tryggir jafnt bragð.
OSCAR® Premium mauk
með fiskikrafti
Kraftmikill fiskikraftur með bragðgrunni frá hvítum fiski og léttum örpudiski, en einnig grænmeti, hvítvíni og sítrónu.
Mauk með fiski
OSCAR® Premium mauk með fiskikrafti 630 g dós Vörunr. 120585 keim af h
krafti er frábær grunnur fyrir fiskisúpur og sósur og gefur skemmtilegt bragð við léttsuðu á fiski.
Til að gera sósugrunn eða fisksoð:
• Hrærðu maukið út í sjóðandi eða kalt vatn Láttu sjóða og mallaðu síðan í 5 mínútur
• Fyrir sósugrunn skal nota 70 g í 1 lítra af vatni. 630 g gefa 9 lítra af sósugrunni.
• Fyrir soð skal nota 42 g í 1 lítra af vatni. 630 g gefa 15 lítra af soði.
Fyrir10
140 g maís olía
600 g rjómi, 36%
400 g vatn
80 g OSCAR® Premium mauk með fiskikrafti
40 g OSCAR® Premium Hvidvin (þykkt hvítvínssoð)
30 g
OSCAR® Mussel Stock Concentrate (fljótandi kræklingakraftur) og sítrónusafi
Aðferð:
1.Settu maís í pott og léttsteiktu í dálítilli olíu, án þess að hann brúnist.
2.Bættu svo við rjóma, vatni, OSCAR®-mauki með fiskikrafti ásamt OSCAR® White Wine Reduction.
3.Láttu súpuna malla í 10 mínútur við vægan hita og maukaðu hana síðan.
4. Smakkaðu súpuna til með OSCAR® Mussel Stock Concentrate og sítrónusafa..
Tillaga að framreiðslu: Berðu fram með steiktum hörpudiski og kremuðum grænum baunum.
Gott ráð:
Hægt er að bæta osti við uppskriftina og gratínera í ofni.
Fyrir10
50 g smjör
50 g hveiti
500 g vatn
35 g OSCAR® Premium mauk með fiskikrafti
250 g fersk steinselja pipar og salt
Aðferð:
1.Búðu til smjörbollu í potti, bættu við vatni og OSCAR® Premium-mauki með fiskikrafti.
2.Skolaðu og rífðu niður steinselju og blandaðu henni saman við heita sósuna
3.Sigtaðu sósuna og smakkaðu hana til með pipar og örlitlu salti.
Gott ráð:
Einnig er hægt að bragðbæta sósuna með öðrum kryddjurtum, svo sem dilli eða bjarnarlauk. Best er að nota sósuna samdægurs, þar sem græni liturinn dofnar fljótt.
Fyrir10
1 liter 1 lítri OSCAR® Paprika Sauce 1L
50 g OSCAR® Premium-mauk með fiskikrafti
250 g vatn
100 g smjör
sítrónusafi salt
Aðferð:
1.Settu OSCAR® Paprika Sauce og OSCAR® Premium-fiskikraft í pott ásamt vatninu. Láttu sjóða og hrærðu á meðan.
2.Taktu pottinn af hitanum og bættu við smjöri á meðan hrært er í.
3. Smakkaðu til með sítrónusafa og salti.
Gott ráð: Hentar með nánast öllum fisk- og/ eða skelfiskréttum.
OSCAR® Premium
mauk með kjúklingakrafti
Samsetning kröftugs grunns og fíngerðs bragðs af steiktu kjöti og skinni gefur þessum kjúklingakrafti karakter og styrk.
Notaðu mauk með kjúklingakrafti í rétti með steiktu fuglakjöti (kjúklingi, perluhænu, kalkún o.s.frv.), auk þess sem gott er að nota það t.d. með fiski og skelfiski (sandhverfu, hörpudiski).
Einnig má nota það sem bragðbæti fyrir þykkar sósur og til að gljá grænmeti og gefa því glans og bragð, auk þess sem hægt er að nota það í heitar salatsósur. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
Aðferð við kjúklingakraft
•Hrærðu maukið út í sjóðandi eða kalt vatn. Láttu sjóða og því næst malla í 3 mínútur.
• Fyrir soð skal nota 80 g í 1 lítra af vatni. 640 g gefa 8 lítra af soði.
OSCAR® Premium mauk með kjúklingakrafti
640 g dós
Vörunr. 120586
EAN 8445291271777
KJÚKLINGAKRAFTI
Fyrir10
350 g vatn
50 g OSCAR® Premium mauk með kjúklingakrafti
10 g vínedik
100 g rjómi
2 stk eggjarauður truffluessens
Aðferð:
1.Sjóddu vatnið og taktu af hitanum. Leystu OSCAR® Premium-mauk með kjúklingakrafti upp í vatninu.
2.Bættu við vínediki og rjóma, jafnaðu sósuna með eggjarauðum.
3.Smakkaðu svo til með truffluessens.
Gott ráð:
Þessa sósu er líka gott að gera með OSCAR® Premium-mauki með dökkum kálfakjötskrafti.
Fyrir10
1,5 kg skötuselur, 2 u.þ.b. 800 g sporðar
90 g OSCAR® Premium mauk með kjúklingakrafti
450 g smjör kapers steiktar kryddjurtir
30 g OSCAR® Premium Lemon Paste (sítrónumauk)
Aðferð:
1.Steiktu skötuselinn í dálítilli olíu á heitri pönnu þar til hann hefur tekið góðan lit.
2.Taktu pönnuna af hitanum, bættu við OSCAR® Premium-mauki með kjúklingakrafti og gljáðu svo allan fiskinn í maukinu.
3. Settu pönnuna í forhitaðan ofn við 180° í u.þ.b.
6 mínútur þar til fiskurinn er heitur í gegn.
Sósa: :
1. Brúnaðu smjör í potti og bættu við kapers, kryddjurtum og OSCAR® Premium Lemon Paste.
Tillaga að framreiðslu:
Berðu fram með fersku sumargrænmeti og grillaðu fiskinn, ef þess er óskað.
OSCAR® Premium mauk með dökkum kálfakjötskrafti
Með mauki með dökkum kálfakjötskrafti færðu kröftugt bragð af steiktu kálfakjöti úr kálfakjötsgljáa, kálfakrafti og þykkni úr nautasoði. Bragð af kryddjurtum undirstrikar kraftmikið kjötbragðið.
Má nota sem grunn að brúnum sósum, í pottrétti, fyrir soðsteikingu og t.d. til að gljá grænmeti. Einnig er hægt að pensla maukinu beint á kjötið fyrir og við steikingu.
Aðferð við sósugrunn eða kálfasoð:
•Hrærðu maukið út í sjóðandi eða kalt vatn. Láttu sjóða og mallaðu síðan í 5 mínútur.
• Fyrir sósugrunn skal nota 100 g í 1 lítra af vatni. 600 g gefa 6 lítra af sósugrunni.
• Fyrir soð skal nota 50 g í 1 lítra af vatni. 600 g gefa 12 lítra af soði.
OSCAR® Premium mauk með dökkum kálfakjötskrafti 600 g dós
Vörunr. 120587
EAN 8445291272125
HJARTARLÆRI
Fyrir10
2 stk hjartarlæri, u.þ.b. 1,7 kg hvort.
50 g olía
200 g OSCAR® remium-mauk með dökkum kálfakjötskrafti
Aðferð:
1. Berðu olíu á snyrt lærin og brúnaðu þau.
2. Smyrðu OSCAR® Premium-mauki með dökkum kálfakjötskrafti á volg lærin.
3 Befðu bæði lærin inn í álpappír og settu þau í forhitaðan ofn við 150 °C í um það bil 90 mínútur.
4. Þegar kjötið hefur náð 62 °C kjarnhita eru lærin tekin úr ofninum og látin standa í 15 mínútur.
Gott ráð: Brúnaðu smjör í potti og bættu við kapers, kryddjurtum og OSCAR® Premium Lemon Paste.
Tillaga að framreiðslu: Berðu fram með villibráðarsósu og týtuberjum.
OSCAR® Premium mauk
Kröftugt bragð fyrir fagmannlega matargerð
OSCAR® Premium Lemon Paste (sítrónumauk)
580 g dós Vörunr. 120580 EAN 8445290872463
OSCAR® Premium White Wine Reduction (þykkt hvítvínssoð)
580 g dós Vörunr. 120581 EAN 8445290872500
OSCAR® Premium Fermented Garlic Paste (mauk með gerjuðum hvítlauk)
580 g dós Vörunr. 120578 EAN 8445290872661
OSCAR® Premium Fiskikraftur
630 g dós Vörunr. 120585
EAN 8445291272347
OSCAR® Premium Fermented Pepper Paste (mauk með gerjuðum pipar)
580 g dós Vörunr. 120579 EAN 8445290872692
OSCAR® Premium Kjúklingakraftur
640 g dós Vörunr. 120586 EAN 8445291271777
Red & Port Wine Reduction (þykkt rauðvíns- og púrtvínssoð)
580 g dós Vörunr. 120577 EAN 8445290872630
OSCAR® Premium Dökkur kálfakjötskraftur
600 g dós Vörunr. 120587
EAN 8445291272125