Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi er komin út hjá Isavia. Bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia. Einnig er hún gefin út í bókarformi.
Árið 2016 voru 70 ár liðin síðan Íslendingar fengu herflugvelli bandamanna í Reykjavík og Keflavík afhenta til eignar og hófu rekstur flugleiðsöguþjónustu á stórum hluta Norður-Atlantshafs.
Árið 2017 voru líka þrjátíu ár liðin frá opnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem olli straumhvörfum í farþegaflugi um Keflavíkurflugvöll. Flugsamgöngur og innviðir sem þeim tengjast eru undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu sem orðin er einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar.