Graen taekni skyrsla 19 februar 2014

Page 1

2. útgáfa



Formáli höfundar Skýrsla þessi var unnin fyrir Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð, Íslandsstofu og stjórn CleanTech Iceland. Margir lögðu hönd á plóginn og komu með ábendingar og innlegg um ýmsa þætti er lúta að skýrslugerðinni og er þeim öllum þakkað. Verkefnisstjórn var skipuð til að aðstoða skýrsluhöfund, en í henni áttu eftirfarandi sæti:

Andri Marteinsson, Íslandsstofu Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Það er von þeirra sem að þessu verkefni komu að skýrslan geti orðið innlegg í umræðu um græna tækni og þau tækifæri sem til staðar eru til að efla starfsemi þeirra fyrirtækja er starfa undir þeim hatti.


Efnisyfirlit

Samantekt........................................................................................................... 5 1. Inngangur....................................................................................................... 7 2. Um græna tækni............................................................................................ 8 3. Aðferðafræði og úrvinnsla.......................................................................... 10 4. Viðtöl, helstu niðurstöður .......................................................................... 15 4.1 Almennt um fyrirtækin.............................................................................. 15 4.2 Útflutningur ............................................................................................. 20 4.3 Birgjar...................................................................................................... 20 4.4 Fjármögnun............................................................................................. 20 4.5 Samkeppnis- og hindranagreining........................................................... 28 4.6 Samstarf.................................................................................................. 32 4.7 Þjónusta.................................................................................................. 35 Ábendingar um verkefni og þjónustu ............................................................ 35 5. Áskoranir og tækifæri í einstökum greinum............................................. 38 5.1 Orkuframleiðsla og tengd starfsemi......................................................... 38 5.2 Úrgangur og endurvinnsla ...................................................................... 38 5.3 Orkusparnaður og orkuskipti í samgöngum............................................ 40 6. Niðurstaða.................................................................................................... 43 7. Heimildir....................................................................................................... 45 8. Viðauki ......................................................................................................... 46 9. Bréf til fyrirtækja.......................................................................................... 46


Samantekt Skýrsla þessi er unnin í tengslum við verkefnið “CleanTech sóknarfæri”. Markmið verkefnisins er að kortleggja stöðu grænnar tækni á Íslandi í dag og fá yfirsýn yfir umfang, hindranir og sóknarfæri. Farið var í viðamikla upplýsingaöflun í tengslum við gerð skýrslunnar sem stóð frá lokum árs 2012 og fram undir mitt ár 2013. Haft var samband við hátt í 70 fyrirtæki tengd greininni til að afla upplýsinga um starfsemi fyrirtækjanna og fá fram viðhorf þeirra á ýmsu er tengist því umhverfi er þeir starfa innan. Skýrslan er eitt af fyrstu skrefunum sem stigin hafa verið til að afmarka og ná utan um þau fyrirtæki sem eru í grænni tækni á Íslandi. Í framhaldi af útkomu þessarar skýrslu er markmiðið að halda fund með fyrirtækjunum og gefa þeim kost á að kynna sig og það umhverfi sem þau starfa í. Megin niðurstöður þessarar skýrslu eru eftirfarandi:

Stjórnvöld víða um heim hafa litið svo á að fjölmörg sóknarfæri felist í því að efla græna tækni. Helstu hvatar þess eru annars vegar aukin umræða um umhverfismál og hins vegar krafa um að dregið sé úr sóun með því að nýta nýjustu tækni á öllum sviðum og gera þannig meira fyrir minna. Ísland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að umhverfismálum. Náttúrulegar aðstæður eru ólíkar því sem víða þekkist. Aðgangur að hreinu vatni er nánast ótakmarkaður, mikið framboð er af endurnýjanlegum orkugjöfum og efnahagslíf landsins byggir mikið á nýtingu villtra fiskistofna. Græn tækni er skilgreind sem sú tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefnanotkun eða orkunotkun og minnkar um leið úrgang, sóun eða mengun. Fjölmörg fyrirtæki gætu í raun fallið undir þessa skilgreiningu hér á landi, en litið var til þess að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu þessi markmið sem hluta af sinni kjarnastarfsemi. Aldrei hefur verið gerð jafn viðamikil úttekt á fyrirtækjum í grænni tækni hér á landi, en í tengslum við verkefnið voru tekin ítarleg viðtöl við fulltrúa um 50 fyrirtækja. Í viðtölunum var m.a. aflað upplýsinga um fyrirtækin og könnuð viðhorf til stoðþjónustu og viðskiptaumhverfis. Ef litið er til þeirra fyrirtækja sem athugunin náði til, þá er velta þeirra áætluð rúmlega 160 milljarðar króna. Hjá þeim starfa um 3000 manns, langflestir á Íslandi. Rúmlega helmingur veltunnar tengist orkuframleiðslu. Rúmur helmingur fyrirtækjanna eða um 56% töldu að það væri ekki skortur á fólki með ákveðna sérþekkingu. Tæpur helmingur eða 44% töldu aftur á móti að það skorti fólk með ákveðna þekkingu. Var þá aðallega talað um rafvirkja með ákveðna sérhæfingu og verkfræðinga. Helst fólk með reynslu.

5


Fyrirtækin selja vörur og þjónustu um allan heim og er áætlað að gjaldeyristekjur sem þau afla séu um 60-65 milljarðar. Lang stærstur hluti þessara tekna tengist orkufyrirtækjunum. Þau fyrirtæki sem eru í útflutningi selja vörur og þjónustu víða um heim, en helstu viðskiptalönd eru Noregur og Bretland. Algengast er að fyrirtækin séu í viðskiptum við opinbera aðila, ríki, sveitarfélög eða stofnanir. Fyrirtækin sem rætt var við eru með starfsemi í 15 löndum. Viðskipti fara oftast fram þannig að um er að ræða beina sölu á milli fyrirtækja og verða gjarnan til í gegnum tengslanet og samstarfsaðila. Flest fyrirtækjanna voru ánægð með samskipti sín við þá birgja sem þau eru að leita til og aðgangur að birgjum er í langflestum tilvikum greiður. Ítarleg viðtöl við fulltrúa fyrirtækjanna leiða í ljós að samdráttur í fjárfestingum og framkvæmdum hér á landi hefur torveldað mjög rekstur fyrirtækjanna. Erfiðleikar við að laða að fjárfesta, óstöðugt viðskiptaumhverfi, gjaldeyrishöft og skattar setja einnig strik í reikninginn. Almennt töldu fulltrúar fyrirtækjanna að það væri góð samvinna á milli fyrirtækjanna og 70% þeirra sagði að auðvelt væri að leita til annarra fyrirtækja ef leysa þyrfti flókin viðfangsefni. Nokkur fyrirtækjanna töluðu um að þau væru í auknum mæli að keppa við ríkisstofnanir og opinbera aðila um verkefni og minna væri boðið út en áður. Um það bil helmingur fyrirtækjanna taldi að ekki þyrfti að breyta miklu í lagaumhverfi er tengdist grænni tækni. Um 30% taldi annmarka á lagaumhverfinu og að það torveldaði starfsemi og uppbyggingu, en 20% töluðu um að jákvæðar breytingar hefðu verið að eiga sér stað sem gætu stuðlað að vexti fyrirtækja í greininni.

6


Inngangur Viðfangsefni þessarar skýrslu felst í að kortleggja fyrirtæki sem falla undir það að vera cleantech á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi þar sem reynt er að skoða með jafn ítarlegum hætti fyrirtæki er gætu fallið undir þá skilgreiningu, en frekar nýlega var farið að skilgreina fyrirtæki út frá þessu hugtaki. Bein þýðing á cleantech er hrein tækni, en hér á landi hafa menn að því er best verður séð fremur kosið að tala um græna tækni. Þannig skila orðin „græn tækni“ 24.500 niðurstöðum á Google leitarvélinni, en „hrein tækni“ aðeins 180. Víðast hvar erlendis er gerður nokkuð ákveðinn greinarmunur á grænni tækni og hreinni tækni og er hið síðarnefnda heldur nýrra hugtak, en hér á landi er ekki hægt að segja að aðgreining milli þessara tveggja hugtaka sé mjög skýr. Í tengslum við gerð skýrslunnar var haft samband við hátt í 70 fyrirtæki. Ítarviðtöl voru síðan tekin við um 50 fyrirtæki. Reynt var að flokka fyrirtækin, meta í grófum dráttum umsvif og hvernig samskiptum við þá sem fyrirtækið á hagsmuna að gæta gagnvart er háttað og hverjir væru snertifletir við þá aðila. Einnig var reynt að fá fram viðhorf þeirra sem eru forsvarsmenn fyrirtækjanna og hvað væri þeim efst í huga í tengslum við það umhverfi er þau starfa í og þá stoðþjónustu sem er í boði. Í viðtölum var einnig spurt um þá aðila sem höfðu frumkvæði að því að farið var í þetta verkefni, Samtök iðnaðarins, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð og stjórn CleanTech Iceland. Kannað var viðhorf fyrirtækjanna til þeirrar þjónustu sem er í boði og hvernig bæta má hana. Skýrsla þessi skiptist í 5 meginkafla. Í fyrsta kafla er fjallað almennt um græna tækni. Í næsta kafla er fjallað um úrvinnslu verkefnisins, hvernig við skilgreinum græna tækni og hvernig hægt er að flokka þau fyrirtæki er undir þá starfsemi falla. Þriðji kaflinn er helgaður þeim viðtölum sem tekin voru og niðurstöðum úr þeim. Næsti kafli er helgaður umræðum um áskoranir og tækifæri í einstökum greinum. Loks eru niðurstöður verkefnisins reifaðar og aðeins fjallað um hver gætu verið næstu skref. Í skýrslu sem þessari er ekki hægt að gera öllum þáttum grænnar tækni fullnægjandi skil, en skýrsluhöfundur vonar að með skýrslunni verði til plagg sem sé innlegg og hjálpargagn við að þróa og auka samvinnu fyrirtækja og stofnana sem tengjast grænni tækni.

7


1. Um græna tækni Á síðustu árum hefur fyrirtækjum er starfa undir hatti grænnar tækni fjölgað verulega og orðið hefur til iðnaður sem markað hefur sér bás í viðskiptum í heiminum. Miklar væntingar hafa verið bundnar við framþróun þessa iðnaðar þó stundum hafi gefið á bátinn með tímabundnum samdrætti og vaxtaverkjum. Litið hefur verið á græna tækni sem svar 21. aldarinnar við þeim áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir á sviði umhverfis- og efnahagsmála. Spár gera ráð fyrir því að árið 2025 verði um 6% af öllum viðskiptum í heiminum tengd grænni tækni. Til að nýta þau tækifæri sem talin eru skapast með auknum vexti hafa öflugir fjárfestingarsjóðir verið settir á laggirnar víða um heim sem einbeita sér að grænni tækni. Stjórnvöld í helstu iðnríkjum hafa líka gert sitt til að bæta skilyrði fyrir fjárfesta og til þess að styðja við uppbyggingu fyrirtækja í grænni tækni. Stuðlað hefur verið að lagalegum úrbótum, beitt hefur verið hagrænum hvötum og ýtt hefur verið undir klasastarfsemi. Áherslur í starfsemi þessara klasa eru nokkuð svipaðar milli landa, en þó er tekið mið af aðstæðum í hverju landi. Helstu hvatar að baki þessari þróun eru annars vegar aukin umræða um umhverfismál og ótti manna við að athafnir mannsins og fólksfjölgun með auknu álagi á náttúru og náttúruauðlindir séu farnar að marka svo djúp spor á lífríki heimsins og umhverfi að erfitt geti orðið að snúa þeirri þróun við. Hins vegar eru þættir eins og efnahagssamdráttur sem mörg ríki heims eru að takast á við í dag. Krafan er að gert sé meira fyrir minna og að athafnir manna hafi sem minnst áhrif á náttúru og lífríki.

Engin ein skilgreining Meginstef í tengslum við græna tækni eru þættir eins og sjálfbærni, minni sóun og aukin skilvirkni með því að nýta nýjustu tækni þar sem því verður við komið. Gagnvart umhverfinu á að stuðla að sjálfbærni á sem flestum sviðum, en það er líka krafa um að það sé gert á forsendum viðskipta og að þær lausnir sem boðið er upp á verði sjálfbærar og arðsamar og laði þannig að sér fjárfesta. „Græn störf eiga þannig þátt í að rjúfa þau bönd sem verið hafa milli hagvaxtar annars vegar og neikvæðra umhverfisáhrifa hins vegar,“ eins og segir í þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis sem samþykkt var á Alþingi 10. júní 2010. Ekki er til nein ein skilgreining á því hvað er græn tækni og hægt er því að fella starfsemi af ýmsum toga undir þann hatt. Oft er reyndar gerður greinarmunur á cleantech annars vegar og hins vegar greentech, en í fyrra tilvikinu er áherslan meiri á hugmyndir sem eru ekki bara til góðs fyrir umhverfið, heldur skila líka viðskiptalegum ávinningi. Hér á landi hafa um nokkurt skeið starfað samtök fyrirtækja í grænni tækni sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt skilgreiningu á heimasíðu Samtaka iðnaðarins www.si.is þar sem fjallað er um starfsemi þessa starfsgreinahóps er græn tækni sú tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefnanotkun eða orkunotkun og minnkar um leið úrgang, sóun eða mengun. Í þessari skilgreiningu er lögð áhersla á tækni sem leiðir til þess að hægt er draga úr sóun með því að bæta ferla, auka nýtni og bæta orkunotkun. Einnig er talað um að auka framleiðni, en ekki verður séð að það þjóni ævinlega umhverfismarkmiðum þó vissulega eigi það oft við t.d. þegar unnið er að því að draga úr kostnaði við að framleiða umhverfisvænar lausnir. Að auki er síðan lögð áhersla á að minnka úrgang eða mengun. Eins og fyrr segir eru til ýmsar aðrar skilgreiningar sem eru misjafnlega almenns eðlis, en oft innihalda þær ákall um félagslega þætti og stuðning við endurreisn vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni.

Samtök fyrirtækja í grænni tækni á Íslandi Samtök fyrirtækja í grænni tækni - CleanTech Iceland - voru stofnuð 1. júní 2010 og starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins Alls eru 14 fyrirtæki skráð: Carbon Recycling International, Eco Nord, Fjölblendir, Marorka, Prokatin, ReMake Electric, Vistvæn Orka, Gámaþjónustan, GreenQloud, Islandsvetni, ThorIce, LH tækni – IceConsult, Trackwell. Velta fyrirtækjanna er 5.5 - 6 milljarðar og starfsmenn eru um 400. Meðalaldur fyirtækja er rúm 11 ár

8


Clean energy

• • • • • • • • • • •

Wind Solar Renewable fuels Marine Biomass Geothermal Fuel cells Waste-to-energy Nuclear Emerging Measurement & analytics

Energy storage • • • • •

Air & environment • • • • • •

Carbon sequestration Carbon trading/offsets Emissions control Bioremediation Recycling & waste Monitoring & compliance

Batteries Thermal storage Mechanical storage Super/ultracapacitors Hydrogen storage

Clean industry • • • • • •

Materials innovation Design innovation Equipment innovation Production Monitoring & compliance Advanced packaging

Energy • • • • • •

Smart grid Green building Cogeneration Data centers & devices Semiconductors Collaborative consumption systems

Water • • • • •

Efficiency

Transportation

• Vehicles • Traffic management • Fueling/charging infrastructure

Water

Production Treatment Transmission Efficiency Monitoring & compliance

Agriculture • Crop farming • Controlled environment agriculture • Sustainable forestry • Animal farming • Aquaculture

Source: Kachan & Co., 2012

(Mynd 1) Myndin að ofan sýnir hvernig bandaríska ráðgjafafyrirtækið Kachan & Co flokkar græna tækni.

Fjölþætt starfsemi Undir græna tækni fellur fjöþætt starfsemi sem spannar nokkrar atvinnugreinar. Til eru ýmsar leiðir til þess að flokka þau fyrirtæki sem eru í grænni tækni. Þessar flokkanir eru auðvitað misýtarlegar og misskýrar og eins og fyrr segir taka þær mið af staðháttum á hverju svæði. Oftast er um að ræð þrjá eða fleiri meginflokka sem síðan skiptast niður í fjölmarga undirflokka. Framangreindar flokkanir ásamt skýrum skilgreiningum eru góð hjálpartæki til þess að greina betur hvaða fyrirtæki eiga heima undir hinum græna hatti.

(Mynd 2) Græn tækni - Dæmi um klasauppsetningu í nokkrum löndum

9


2. Aðferðafræði og úrvinnsla Þegar hafist var handa við gerð þessara skýrslu fólust verkefnin í því að finna skilgreingu um það hvaða fyrirtæki tilheyrðu grænni tækni, finna þau fyrirtæki sem væru starfandi hér á landi og féllu undir skilgreininguna og loks að finna hentuga flokkun. Í grunndráttum var ákveðið að styðjast við eftirfarandi skilgreiningu á grænni tækni sem greint er frá í kaflanum hér að framan og kemur frá samtökum cleantech fyrirtækja á Ísland: „Græn tækni er sú tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefnanotkun eða orkunotkun og minnkar um leið úrgang, sóun eða mengun.” Þegar velja á fyrirtæki sem falla undir þessa skilgreiningu og tilheyra grænni tækni koma auðvitað upp fjölmörg álitaefni og spurningar. Eru t.d. fyrirtæki sem flytja sig milli landa til að geta innleitt umhverfisvæna orkugjafa í framleiðslu og draga þannig verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í grænni tækni? Fjölmörg fyrirtæki í rekstri hafa það að sínu meginverkefni að draga úr sóun og minnka með því kostnað, en þau myndu mörg ekki líta svo á að þau væru í grænni tækni. Þrátt fyrir þessi álitaefni er mikilvægt að draga einhvers staðar línuna. Hér hefur verið valin sú leið að draga hring utan um þá sem hafa það sem hluta af sinni kjarnastarfsemi að stuðla að framleiðslu á endurnýjanlegri orku, eru að þjónusta þann geira eða eru að bæta nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar. Eða aðilar sem vilja hafa það sem eitt af sínum meginviðfangsefnum að bjóða upp á lausnir sem draga úr sóun eða minnka áhrif á umhverfið með þeim lausnum sem þeir eru að bjóða. Á endanum er þó í raun mest um vert hvar fyrirtækin sjálf vilja staðsetja sig.

Sérstaða Íslands Hér á landi eru aðstæður töluvert frábrugðnar þeim sem eru í flestum af þeim ríkjum sem við berum okkur saman við. Ísland er eyland í fleiri en einum skilningi. Hér á landi er endurnýjanleg orka 85% af allri frumorkunotkun. Til samanburðar er frumorkunotkun ESB í dag um 9% að meðaltali, en sambandið hefur sett sér það markmið að þar verði meðaltalið 20% árið 2020. Þó tölur um frumorkunotkun segi ekki alla söguna endurspegla þessar tölur þó mikinn mun á stöðu. Hluti af orkuöflun hér er svo í gegnum nýtingu á jarðhita sem skapar einnig ákveðna sérstöðu. Hér á landi er gnægð af hreinu vatni ólíkt því sem er mjög víða. Einn af hverjum sex jarðarbúum hefur ekki aðgang að hreinu vatni og u.þ.b. 120 milljónir Evrópubúa eru án aðgangs að hreinu drykkjarvatni. Ísland er síðan í hópi strjálbýlustu landa heims sem skapar vissulega áskoranir þegar kemur að samgöngum og flutningum og loks eru fáar þjóðir jafn háðar fiskveiðum úr villtum stofnum, en aðstæður í hafinu og að tryggja hámarksafrakstur af nýtingu fiskistofna skiptir Ísland verulegu máli. Allir hafa þessir þættir mikil áhrif á það hvar Ísland staðsetur sig í tengslum við græna tækni. Hér hafa byggst upp öflugar atvinnugreinar í tengslum við sjálfbæra orkunýtingu og hróður íslensks sjávarútvegs berst víða. Hvatar til að tryggja endurnýtingu á vatni eru aftur á móti litlir og fyrirtæki sem hafa það að markmiði að bæta orkunýtingu á landi eru fá. Áskoranir sem tengjast sorphirðu, frárennslismálum og loftmengun eru margar af öðrum toga hér en annars staðar. Stór hluti fyrirtækja getur státað af því að nota umhverfisvæna orkugjafa og umhverfisáhrif af starfseminni eru lítil. Þannig geta fjölmörg fyrirtæki á Íslandi gert tilkall til þess að vera græn fyrirtæki.

Hvaða fyrirtæki ? Þá var komið að því að finna fyrirtækin. Hvergi er til tæmandi listi yfir öll þau fyrirtæki sem falla undir þær skilgreiningar sem hér hafa verið reifaðar. Í upphafi verkefnisins fékk skýrsluhöfundur lista með nöfnum fyrirtækja í hendurnar frá þeim aðilum er standa að þessu verkefni, en auk þess var hafist handa við að finna aðra mögulega kandidata. Ágætt yfirlit fékkst með því að horfa til þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka þátt í þeim klösum sem falla undir græna tækni, en það gefur ákveðna vísbendingu um að þau vilji staðsetja sig sjálf undir hinum græna hatti. Þetta eru t.d. Fenúr, Fagráð um endurnýtingu og úrgang, Íslenski jarðvarmaklasinn, GEORG rannsóknaklasinn, Græna orkan, Green marine technology klasinn og Landsvarmi. Þeir aðilar sem taka þátt í þessum klösum eru tæplega 180 talsins, en af þeim eru tæplega 60 opinberir aðilar, sveitarfélög, stofnanir, fjármálafyrirtæki og innflytjendur á vöru. 10


Skýrsluhöfundur tók saman yfirlit yfir fyrirtækin sem voru á hinum upphaflega lista og einnig þau sem voru þátttakendur í einhverjum af áðurnefndum klösum. Áhugavert hefði verið að kanna hug þeirra fjölmörgu sem voru að tengja sig við þetta samstarf, en markmiðið var að tala við þau fyrirtæki sem höfðu hið græna sjónarhorn sem hluta af sinni kjarnastarfsemi. Síðan voru valin út fyrirtæki sem voru helstu lykilfyrirtæki eða fulltrúar fyrir mismunandi geira innan grænnar tækni, ólíka starfsemi og ólíka stöðu. Þá var komið að því að hafa samband við þessi fyrirtæki. Byrjað var á að senda fyrirtækjum tölvupóst þar sem verkefnið var kynnt og óskað eftir að fá að hitta fulltrúa fyrirtækisins (Sjá kynningarbréf í viðauka). Af þeim fyrirtækjum sem haft var samband við, (um 70 talsins) svöruðu tæplega 60. Síðan var reynt að ná í fyrirtækin í síma sem ekki svöruðu tölvupósti. Þannig var reynt að komast að því hvort ástæðan fyrir því að póstinum væri ekki svarað væri áhugaleysi, skortur á tíma eða að fyrirtækin teldu sig ekki eiga heima innan verkefnisins. Meðan á þessu ferli stóð breyttist listinn nokkuð þ.e.a.s. nokkur fyrirtæki duttu út, en inn komu nokkur ný fyrirtæki í gegnum ábendingar frá fyrirtækjunum sem rætt var við. Þegar upp var staðið voru aðeins örfá fyrirtæki sem höfnuðu því að vera með í verkefninu, en ekki náðist í um 10 fyrirtæki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á endanum voru tekin viðtöl við fulltrúa 50 fyrirtækja sem tóku frá 30 mínútum og upp í 2 klukkutíma.

Flokkun fyrirtækjanna Varðandi flokkun á fyrirtækjum var gerð tilraun til að finna fyrirmyndir erlendis sbr. mynd 2. Í kortlagningu sem þessari er mikilvægt að flokkunin sé skýr og einföld og geti með viðunandi hætti náð utan um fyrirtæki í grænni tækni hér á landi. Flokkun getur einnig farið eftir markmiðum, þ.e.a.s. hvort niðurstaðan eigi að þjóna markmiðum út á við t.d. kaupendum erlendis, eða inn á við þ.e.a.s. stuðningsumhverfinu hér á landi, eða jafnvel til þess að örva samvinnu fyrirtækjanna. Eftir nokkra yfirlegu komst skýrsluhöfundur að því að aðstæður hér væru með þeim hætti að þó hægt væri að styðast við erlendar fyrirmyndir hefði Ísland það mikla sérstöðu að best væri að nota flokkun er félli betur að aðstæðum hér á landi og þjónaði að einhverju leyti bæði markmiðum inn á við og út á við. Flokkunin er eftirfarandi:

(Mynd 3) Flokkun fyrirtækja sem að mati höfundar er talin falla að íslenskum aðstæðum

11


(Mynd 4) Helstu fyrirtæki sem tengjast grænni tækni Yfirlit yfir helstu fyrirtæki er tengjast grænni tækni. Flest fyrirtækjanna taka þátt í klasasamstarfi. Búið er að taka út sveitarfélög, fjármálastofnanir og innflutningsfyrirtæki sem taka þátt í þeim. Þau fyrirtæki sem rætt var við eru í rauðum lit.

Orkusparnaður / Orkuskipti Orkunýting

Orkuframleiðsla Vatnsorka, jarðhiti

Flutningatækni

Frekari nýting

Samgöngur

Tæki og bún. - Haftengt

Landsvirkjun

Flutningur raforku

ORF Genetics

Framtíðarbílar

Marorka

Orkuveita Reykjavíkur

Landsnet

Íslensk matorka

Icelandic Hydrogen Marport

HS Orka

Norðurorka

Garðræktarfélag Reykhv.

Megas ehf.

Samey

Orkubú Vestfjarða

RARIK

GeoGreenhouse

Vélamiðstöðin

ThorIce

Orkuveita Húsavíkur

Orkusalan ehf./ RARIK

HRV Engineering

Metanverkstæðið

POLAR

Fallorka

Flutningainnviðir

Efnavinnsla

Northern Light Energy

3X stál

Vindur, sjávarorka o.fl.

SET

Prokazyme/Matis.

Lauf Forks ehf.

Ljósvarpa/ Umhv. veiðarf.

Rafey ehf

Línudans

Prókatín ehf.

Framtak véla og skipaþj.

Valorka ehf.

Sjávarorka - Stykkish.

Starfs. tengd orkuauðl

Agnir ehf

Ramp ehf.

DIS

Skógarorka

Þjónusta

Afþreying

Trackwell

Naust Marine

Valorka

ÍSOR

Jarðböðin við Mývatn

Trefjar

Orkuskipti í samg.

Jarðboranir

Laugarvatn fontana

Navis

Metan/Sorpa

Orkuvirki ehf

Bláa lónið

Tæki og bún. - Annað

Metanorka ehf.

Raf ehf.

Blue Diamond

Ecoprocess Nord

Orkey ehf

Rafal

Erlend ráðgjafastarfsemi

Fjölblendir/ TCT

Alice

HB Tækni

Orka Energy

HBT international

RG/Reykjavik Geothermal

ReMake Electric.

Carbon Recycling Int.

12

G.P.O. Ehf.

Ice Consult

Íslenska lífmassafélagið

Greenqloud


Stoðþjónusta/

Úrgangur og endurnýting

Ráðgjöf/ Upplýsingar

Almenn söfnun og nýting

Málmar

Verkfræðistofur

Skólar

Efirlit og alm. umsýsla

Sorpa bs

Hringrás

Almenna Verkfræðist.

Háskóli Íslands,

Umhverfisstofnun

Íslenska gámafélagið

Vaka

Efla Verkfræðistofa

Háskólinn á Akureyri.

Orkustofnun

Ó.K. Gámaþjónusta

Fura

Mannvit

Háskólinn í Reykjavík

Úrvinnslusjóður

Gámastöðin

GMR endurvinnsla

Stuðull verk- og jarfr.

Reyst

Samtök

Gámaþjónusta Vestfjarða

Alur

Hnit verkfræðistofa

Orku- og tækniskóli Keilis

Samtök atvinnulífsins

Gámaþjónustan

Sértækar lausnir

Verkís

Jarðhitaskóli SÞ

Samtök Iðnaðarins

Hjálmar Helgason kubbur.is

Molta

VSÓ Ráðgjöf

Keilir

Samál

Hópsnes

Orkugerðin

Vatnaskil

Vottun

Samorka

Flokkun á Sauðarkróki

Fengur - Spónn

Önnur ráðgjöf

Iceland Resp. Fisheries

Samtök um Hreinorkubíla

Flokkun Eyjafjörður hf.

Efnamóttakan hf.

Alta

Tún Vottunarstofa

Nýsköpun

Sorpeiðingarstöð Suðurnesja

Endurvinnslan

Environice / UMÍS

Upplýsingamiðlun

Nýsköpunarmiðstöð Ísl.

Sorphreinsun VH

Græn framtíð

Íslensk NýOrka

Landvernd

Nýsköpunarsjóður

Sorpsamlag Þingeyinga

Plast

TBL Arkitektar

Nattura.info

Rannís

Sorpstöð Suðurlands

Gúmmívinnslan

Drekafluga

Náttúran er

Matís

Sorpurðun Vesturlands

Plastmótun (P/M Endurv.)

Orkusetur

Útlutningsaðstoð

Urðun Hvammstanga

Durin

Gagarín

Íslandsstofa

Sagaplast

graennapril.is/

Eftirlit

13


Ítarleg viðtöl, betri heildarmynd Í viðtölum við fyrirtækin var stuðst við ákveðin spurningalista sem hafði verið útbúin á fyrstu stigum verkefnisins, en markmiðið var að fá sem gleggsta mynd af starfseminni og tengsl fyrirtækis við græna tækni. Almennt reyndist listinn vel þó alltaf megi laga og aðhæfa betur spurningar tilgangi verkefna hverju sinni. Einn af meginkostum þess að fara og hitta fyrirtækin felst í því að gefið er rými til að tjá sig um það sem ekki endilega kemur fram á spurningalistunum, en klárlega er spurningalistinn góður rammi eða grundvöllur sem öll viðtöl eru byggð á. Í lengstu lög var reynt að tryggja svörun við ákveðnum grunnspurningum svo hægt væri að fá góða heildarmynd og einnig svo hægt væri að bera saman starfsemi mismunandi fyrirtækja. Almennt má segja að viðhorf viðmælenda í garð verkefnisins í viðtölum hafi verið jákvætt og að áhugi þeirra og skilningur á því að aflað væri gagna hafi verið mikill. Í samtölum við fulltrúa fyrirtækjanna var í grundvallaratriðum spurst fyrir um eftirfarandi atriði. (Spurningalisti fylgir með í viðauka): Almennt um fyrirtækið Hvenær var fyrirtæki stofnað, fjöldi starfsfólks og menntun, vara, einkaleyfi, velta og á hvaða sviði starfar það? Útflutningur Hversu mikið hlutfall af veltu er útflutningur, hvert er flutt út, hverjum selt og hvernig fer salan fram? Birgjar Hverjir eru helstu birgjar, aðgangur að birgjum, samkeppni og þjónusta ? Fjármögnun Hvernig hefur fyrirtækið fjármagnað sig, hverjar eru þarfir, hvernig gengur að laða að fjárfesta ? Samkeppnis- og hindranagreining Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar og helstu hindranir í tolla- og lagaumhverfi ? Samstarf Hverjum er fyrirtæki að vinna með, viðhorf til aukins samstarfs og samkeppni? Þjónusta Hefur þú nýtt þér Þjónustu þeirra aðila sem standa að verkefni og hvaða þjónusta er til þess fallin að styðja við starfsemi fyrirtækisins?

14


3. Viðtöl, helstu niðurstöður 3.1 Almennt um fyrirtækin Fyrsti hluti viðtalanna snerist um að afla almennra grunnupplýsinga um fyrirtækin. Hvenær var fyrirtæki stofnað, hver er velta þess, fjöldi starfsfólks og menntun. Spurt var einnig um þá vöru og þjónustu sem fyrirtækið var að bjóða, vöruþróun og einkaleyfi og loks var viðmælandi beðinn um að meta hvar í flokkun fyrirtækið ætti heima.

Rúmlega 160 milljarða velta og starfsmenn um 3000 Ef litið er til þeirra fyrirtækja sem athugunin náði til, þá er velta áætluð rúmlega 160 milljarðar króna. Hjá þeim starfa um 3000 manns, langflestir á Íslandi. Fyrirtæki í orkuframleiðslu eru þau fyrirtæki sem eru með mesta veltu, en hlutdeild orkuframleiðslu í grænni tækni nemur um 61%. Flutningar á orku kemur þar á eftir með 17% hlutdeild, ráðgjöf með 4% hlutdeild og loks kemur orkutengd starfsemi með 9% og fyrirtæki í bættri orkunýtingu með 1%. (Mynd 5) Hlutdeild einstakra greina í grænni tækni ef litið er til veltu

Starfsfólk Orkuframleiðsla Flutningatækni Starfsemi tengd orkuauðlindum

Ráðgjöf /Upplýsingar Alls

Velta 908 374 509 149 628 367 2935

97425 28150 14910 1929 12110 6158 160682

Orkusparnaður / Orkuskipti og orkunýting 1%

Úrgangur og endurn. 8%

Ráðgjöf /Upplýsingar 4%

Starfs. tengd orkuauðlindum 9%

Flutningatækni 17%

Orkuframleiðsla 61%

(Mynd 6) Yfirlit yfir samanlagðan fjölda starfsmanna og veltu hjá fyrirtækjum sem talað var við eftir greinum

Um 44% telja aukna þörf á fólki með menntun Reynsla og menntun starfsfólks er fjölbreytt og erfitt að sjá skýrar samsvaranir milli hinna ólíku greina sem falla undir græna tækni. Fulltrúar fyrirtækjanna voru spurðir að því hvort að það væri skortur á fólki með ákveðna menntun. Flest fyrirtækjanna töldu að þau gætu fengið fólk með þá þekkingu sem vantar, en tæpur helmingur taldi að þekkingu skorti á ákveðnum sviðum. Rúmur helmingur fyrirtækjanna eða um 56% töldu að ekki væri skortur á fólki með ákveðna sérþekkingu. Tæpur helmingur eða 44% töldu aftur á móti að það væri skortur á starfsfólki með ákveðna menntun eða þekkingu fyrir starfsemina. Mest var talað um þetta af hálfu þeirra fyrirtækja sem tengjast ráðgjafahlutanum, hjá verkfræðistofum. Mörg þessara fyrirtækja þurftu að draga úr starfseminni upp úr 2008, en eru nú farin að sækja í auknu mæli á erlend mið og vantar starfsfólk til að mæta nýjum verkefnum þar.

Ekki nógu vel haldið utan um þekkinguna sem verður til Ábendingar komu fram um að ekki væri haldið nógu vel utan um þá þekkingu sem verður til í samfélaginu og að tryggt væri að farvegur væri fyrir hendi fyrir þá þekkingu. Lagðir væru miklir fjármunir í að byggja upp ákveðnar atvinnugreinar eins og dæmin um laxeldi og skipasmíðar sanna. Síðan kæmu upp erfiðleikar og í stað þess að aðlaga greinarnar nýjum veruleika yrðu þessar greinar nánast eins og „óhreinu börnin hennar Evu“ enginn vildi koma nálægt þeim. „Fjármagn og þekking hyrfu út úr þessum greinum á hraða ljóssins,“ eins og einn viðmælandinn orðaði það. Hann benti á að hér hefði á tímabili verið byggð upp þekking í kringum skipasmíðar, en sú þekking hefði á skömmum tíma nánast horfið. Í dag væri tæplega hægt að finna ungan íslenskan skipaverkfræðing. „Sama gæti gerst í orkugeiranum ef engin verkefni eru sköpuð og ekki nægilega vel staðið að þekkingaröflun og miðlun þekkingar og reynslu milli kynslóða,“ sagði hann. Bent var á að um leið og verkefnum færi að fækka væri það oft fólkið með mesta reynslu og menntun sem kæmist að í verkefnum annars staðar, en fulltrúar nokkurra fyrirtækja höfðu á orði að nokkur skortur væri á slíku reynslumeira fólki. 15


Vantar fólk með verkþekkingu og raungreina- og tæknimenntun Nokkrir af þeim aðilum sem talað var við höfðu á orði að hér vantaði fólk með framhaldsmenntun af ýmsum toga. Einn viðmælandi taldi að almennt þyrfti reyndar að leggja meiri áherslu á að mennta þjóðina. „Skortur á vilja þjóðarinnar til að mennta fólk birtist m.a. í því að Ísland væri eina landið innan OECD þar sem háskólanemi væri ódýrari en grunnskólanemi,“ sagði hann. Í nokkrum viðtölum var talað um að efla þyrfti verulega raungreina- og tæknimenntun og stuðla að meiri áhuga á þessum greinum. Bent var á að hér væri að meðaltali lægra hlutfall fólks sem útskrifast með háskólapróf í raunvísindum og tækni en t.d. í Evrópu. Hér væri of lítið hlúð að tæknimenntun, ekki væri nægum fjármunum varið til að efla hana og það vantaði langtímahugsun og úthald. „Okkur vantar verkefnisstjóra með reynslu af framkvæmdum,“ sagði einn. Annar talaði um „að það vantaði rafmagnsverkfræðinga með sérfræðimenntun og reynslu í háspennu.“ Einnig var rætt um að það væri skortur á vélaverkfræðingum með reynslu og líka jarðtækni- og jarðeðlisfræðingum með jarðhitareynslu. Nokkrir viðmælendanna töluðu um að verkmenntun væri einnig vanrækt hér á landi og að almennt væri erfitt að fá gott fólk með iðnmenntun eins og járniðnaðarmenn, pípara, vélstjóra/vélfræðinga og rafvirkja. Einn talaði um að það mætti vera meiri símenntun á meðal þeirra sem eru iðnmenntaðir og meiri vilji til að bæta við sig þekkingu. Töluverð þörf væri t.d. á rafvirkjum sem hefðu þjálfun og reynslu til að takast á við háspennu. Bent var á að almennt væri iðnmenntun góður grunnur og um leið og iðnmenntaður maður hefur bætt við sig frekari menntun er hann orðinn afar eftirsóknarverður. Dæmi um slíka eftirsóknarverða námsblöndu er rafvirki með meiri menntun sem gæti unnið bæði í rafvirkjun og tölvukerfum. Ef litið er til unga fólksins sem er að koma út á vinnumarkaðinn var talað um að það vantaði fólk í áhættumat og áhættugreiningu og alltaf vantar einhver fyrirtæki fólk í hugbúnaðargerð. Einnig var minnst á skort á fólki með rafmagnsverkfræðimenntun og starfsmenn með menntun á sviði forðafræði og borverkfræði. Svo virðist sem að það vanti líka fólk með þekkingu á iðnaðarferlum, fólk sem hefur þekkingu til að „skala“ upp framleiðslu. Aðilar í framleiðslu á bifreiðaeldsneyti sögðu að ekki væri nóg af fólki að útskrifast hér á landi með eðlis- og efnafræðimenntun, skortur væri á þeirri þekkingu. Almennt er það vandamál að þekking á bíltækni, eldsneyti og eldsneytisiðnaði er af skornum skammti hér á landi. Einn viðmælenda talaði um að gott væri ef innan háskólanna væru deildir sem væru að rannsaka bíla, eða eldsneyti. Vantar einnig aðstöðu eins og rannsóknarstofur þar sem hægt er að prófa bíla og eldsneyti. Það getur jafnvel verið erfitt að fá bifvélavirkja með reynslu og töluverð samkeppni er um þá. Hér er líka fremur lítil þekking á hreinsun metangass úr sorphaugum.

Erfitt að fá atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga frá ríkjum utan EES svæðisins Nokkrir viðmælenda sem voru að vinna við að byggja upp nýjar atvinnugreinar sögðu að erfitt væri að sækja sérfræðiþekkingu utan Evrópu, frá ríkjum utan EES svæðisins. Erfitt væri að fá atvinnuleyfi fyrir slíka einstaklinga. Einn sagði að „almennt væru menn hér á landi kaþólskari en páfinn þegar kæmi að því að uppfylla tilskipanir Evrópusambandsins.“ Þetta skekkir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja t.d. þegar verið er að keppa um einstaklinga sem eru í hópi þeirra fremstu á ákveðnum afmörkuðum sviðum. Nefnd voru tilvik um einstakling sem ekki fékk dvalarleyfi hér en fékk aftur á móti dvalarleyfi í einu af ríkjum Evrópusambandsins. Reglur um atvinnuleyfi fyrir þá sem koma frá löndum sem eru utan EES virðast túlkaðar þröngt. Fulltrúi eins fyrirtækis sagði að stundum væri erfitt að átta sig á því hver tilgangurinn væri með því. Ekki væri um að ræða samkeppni við starfsfólk á innlendum vinnumarkaði því þekkingin væri einfaldlega ekki til staðar. „Hægt er að líta til þess að ný þekking skapast þegar fyrirtæki er að búa til eitthvað nýtt. Með því er til lengri tíma litið verið að efla innlent atvinnulíf, það verður til ný sérþekking,“ sagði hann og bætti svo við: „Það er ákall um það í samfélaginu að sköpuð séu ný störf og hlúð að sprotum. Þegar skóinn kreppir að eins og núna þegar við förum í gegnum núverandi samdráttarskeið er þrýsingur á að gætt sé aðhalds varðandi innflutning á erlendu vinnuafli. Útlendingastofnun hefur verið að torvelda það að hægt sé að fá öfluga vísindamenn frá ríkjum utan EES svæðisins og hefur verið að búa til fleiri girðingar, Þannig virðist í raun ein höndin upp á móti annari.“

16


(Mynd 7)

Svör um menntun og þekkingu starfsmanna hjá fyrirtækjum sem talað var við

Efnaverkfræðingur, rafvirki, verkþekking

Hagræn landafræði, umhverfisfræðingar

Byggingartækni, byggingarverkfræði, og byggingarfræði. Einnig fólk með vélaverkfr., tækniteiknun og land- og jarðfræðimenntun

Blandað m.a. líffræðingar

Verkfræði, lögfræði, skipulagsfræði, byggðarhönnun, landslagsarkitektúr, umhverfisfræði, umhverfisstjórnun, umhverfisskipulag, líffræði, jarðfræði, landupplýsingafræði, verkefnisstjórnun og viðskiptafræði Vélstjórar

Breiður hópur

Verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði, iðnmenntun

Hönnun, byggingatækni Rafvirkjar, rafhönnuðir, sölumenn og þjónustuaðilar

Mest verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnaðarmenn, landfræðingar, jarðfræðingar, líffræðingar, efnafræðingar, arkitekt, tækniteiknarar. Hugbúnaðar- og tölvumenntaðir, viðskiptafræðingar Engin sérstök sérþekking Umhverfisfræði Bílstjórar, starfsmenn á verkstæðum, móttöku, tæknimenn, jarðfræðingur, viðskiptafræðingar og tölvumenntun, iðnmenntun bifvélavirkjar og vélvirkjar

8% með stúdentspróf, 31% með BS eða BA gráðu, 38% með MS eða MA gráðu og 23% með PHD Tveir ómenntaðir, einn iðnmenntaður, en hinir sex með háskólamenntun Verkfræðingur og verktakar Verkfræðingar, hönnuðir, viðskipta- og markaðsmenntað fólk. Í framleiðslu er meira gert ráð fyrir tæknifræðingum og iðnaðarmönnum Fiskifræðingur, líffræðingur, verkfræðingar, flugvirki Viðskiptamenntaðir, MBA, verkfræði Mest verkfræðingar og tæknimenntað starfsfólk en einnig sérfræðiþekking á fjölmörgum sviðum m.a. líffræði, jarðfræði, landfræði, efnafræði, umhverfisfræði, skipulagsfræði. Um 80% af starfsmönnum hefur lokið háskólanámi 80-85% háskólamenntað fólk Mestmegnis bifvélavirkjar, en einn m. viðskiptafræði Bifvélavirkjar

Myndlistamaður og forritari.

Plöntulífeðlisfræðingur. Menntun á sviði stjórnunar (MSc). Verkfræðingur og MBA

Rafvirkjar, verkamenn, rafiðnfræðingar, vélfræðingar, rafmagnsverkfræðingur, lögfræðingur, viðskiptafræðingur, vélaverkfræðingar, véltæknifræðingur.

Mest að vinna með verktökum

Kaupa tækniþjónustu

Þrír verkfræðingar, einn viðsk. fr. lögfræðingur og rafvirkjar.

Vélvirki, ófaglærðir og einn viðgerðarmaður Stærstur hluti ómenntaður, en einn vélstjóri

Vélamenn, flutningastjóri, skrifstofustjóri, markaðsdeild, umhverfis- og gæðastjóri, fjármálastjóri, bókarar

Master, doktor og nemi Hugbúnaðarverkfræðingur og meistaragráða í sjálfbærri orku.

Mikið tæknimenntað. Breiðara en bara verkfræðingar. T.d. fólk í innkaupum sem er viðskiptafræðimenntað í vinnuöryggismálum með ýmsan bakgrunn. Hjúkrunarfræðingur, ofl. Einnig fólk með menntun í stjórnun.

Flestir eru í hugbúnaðargerð

Mest tölvunarfræðingar og verkfræðingar

Verkfræðimenntaðir, tæknimenntaðir 95%

Verkfræðingar, tæknifræðingar, landfræðingar

17


(Mynd 8)

Hvaða þekkingu vantar? Yfirlit yfir hvaða þekkingu skortir. Flokkað eftir störfum og atvinnugreinum Orkuframleiðsla

Tengsl við orkuframleiðendur

Bætt orku- Úrgangur og Ráðgjöf, Alls nýting endurvinnsla þjónusta

Markaðsmenn með frekari þekkingu

1

1

Pípara

1

Rafvirkjar

1

Járniðnaðarmenn

1

Orkuflutningar

2 1

1

1

1

Bifvélavirkjar með reynslu

1

Fólk sem kann að skala upp iðnferla

1

1

1 1

Efnafræðiþekking

1 1

Bílatækni

2 1

Efnaverkfræði

1 1

Rafmagnsverkfræðingar með reynslu

2

2

Vélaverkfræðingar með reynslu

2

2

1

2

1

1

1

2

1

Vélamenn Jarðtæknifræðingar Jarðeðlisfræðingar

1

Forðafræði

1

1

Borverkfræði

1

1

Fiskeldismenntun

1

1 2

Tölvunarfræði Verkefnastýring

2

1

1

Þekking á lífrænni vinnslu

1

1

Áhættumat/ Áhættugreining Alls

18

3

3

2

7

7

0

1

1

11

30


Oft gott að þróa vöru hér, en erfiðara þegar kemur að framleiðslu og sölu Í samtölum við fjölmörg af fyrirtækjunum sem voru heimsótt var rætt um nýsköpun, hvernig mætti hlúa að henni og örva. Einnig var rætt um hvort fyrirtækin hefðu sótt um einkaleyfi. Almennt var talað um að Ísland væri ágætt land til að þróa vöru. Hér væru stuttar boðleiðir og mikill sveigjanleiki. Fólk er opið fyrir því að prófa nýja hluti t.d. er auðvelt að fá sérsmíði af ýmsu tagi og það er opið fyrir að þjónusta og leysa vandamál sem upp koma. Í nokkrum viðtölum kom fram að hér væri aftur á móti erfiðara að reka fyrirtæki þegar þau eru komin í ákveðna stærð og það kemur að því að framleiða og selja. Þá dettur styrkur Íslands niður og það verður síður fýsilegt að reka fyrirtækið hér. Talað var um að viðhorf til nýsköpunar væru hér í svolítið föstum skorðum. Hugbúnaður og hönnun væru að fá ágætan stuðning og umfjöllun, „en greinar eins umhverfistækni sem er víðast hvar ein af vonarstjörnum í atvinnulífi þeirra sem stýra ríkjunum hér í kringum okkur þykir ekki nógu sexí“ sagði einn viðmælendanna. Þetta ætti reyndar sérstaklega við um þann hluta umhverfistækni er sneri að sorpi og sorpiðnaði. Einnig virtist takmarkaður áhugi á fjárfrekri iðnaðarframleiðslu sem ekki væri beint tengd við nýtingu orkuauðlinda. Einn viðmælenda sagði að umhverfi fyrirtækja sem væru að framleiða vélar hér væri ekki sérlega gott. Kostnaður við að flytja t.d. járn inn í landið smíða úr því vöru og flytja hana út aftur væri of mikill. Ekki væri heldur mikil fjöldaframleiðsluhugsun hér. Bent var á að of margir væru einnig að skilgreina hugtakið nýsköpun út frá þróun nýrrar vöru, en minna er um að tengja nýsköpun við bætta verkferla, ný vinnubrögð og nýjar áherslur í tengslum við markaðs- og sölumál.

Fáir sækja um einkaleyfi. Of dýrt og of þungt ferli Þegar kemur að því að tryggja einkaleyfi á hugmyndum virðist áhugi fyrirtækjanna takmarkaður. Af þeim 50 fyrirtækjum sem talað var við voru 2 búin að tryggja sér einkaleyfi og 3 voru að sækja um einkaleyfi. Ýmsar ástæður voru tilgreindar fyrir því að ekki væri sótt um einkaleyfi. Minnstu aðilarnir sögðu einfaldlega að þeir hefðu ekki efni á því. Eitt fyrirtæki sem hefur gengið í gegnum ferlið sagði að það væri svo dýrt og þungt að erfitt væri að sjá hvernig lítil fyrirtæki ættu yfirhöfuð að geta sótt um einkaleyfi. Einn af þeim sem rætt var við sagði að það yrði að vera jafnvægi á milli kostnaðar við að tryggja einkaleyfi og að nota pening í að þróa vöru. Einnig er spurning um hversu mikil breyting felst í útfærslunni. Fulltrúi annars fyrirtækis vildi meina að það tæki of langan tíma að sækja um einkaleyfi og væri oft hættulegt. Þessi aðili sagði að tíminn sem það hefði tekið að þróa vöruna og skapa tiltrú á markaði hefði verið langur. Ef sótt hefði verið um einkaleyfi strax væri verið að fara að opinbera það um svipað leyti og fyrirtækið væri að ná fótfestu og sjá afrakstur vinnu sinnar. Besta leiðin væri að reyna að halda forystu með því að bjóða upp á nýjar lausnir, stöðugar nýjungar og viðbætur við vöru. Umrætt fyrirtæki sótti reyndar um einkaleyfi, en það var meira til að geta sagt að verið væri að vinna að því, ekki var farið alla leið með umsóknina. Fulltrúi fyrirtækis er tengdist orkugeiranum sagði að ekki hefði verið lagt mikið upp úr því að afla einkaleyfa í tengslum við úrlausnarefni er tengjast jarðhitanýtingu. Íslendingar hafa á því sviði oft komið með lausnir sem notaðar hafa verið um allan heim t.d. lausnir er tengjast hönnun á dælum þrátt fyrir að litið sem ekkert hefur verið skráð af einkaleyfum. „Einn vandinn er sá að eignarhald á hönnun hefur kannski ekki verið mjög skýrt,“ sagði hann. Annar viðmælandi úr orkugeiranum sagði að nýsköpun í þeim skilningi að það sé verið að sækja um einkaleyfi eða réttindi hefði að mörgu leyti verið veikleiki við íslenskan orkuiðnað. „Hann producerar ekki, en skapar mikið nýtt. Þessar nýjungar sem slíkar eru síðan ekki gerðar að söluvöru. Menn hafa komið með ýmsar aðferðir sem eru nýjungar, en eru ekki að hirða um að gera sér þetta að verðmætum t.d. með því að sækja um einkaleyfi. Annað er upp á teningnum hjá mörgum þeirra ríkja sem er verið að keppa við á þessu sviði.“ Viðkomandi nefndi fyrirtæki á Ítalíu sem hann þekkti vel til hjá, sem hefur fengið einkaleyfi á mikið af því sem þeir eru að gera og fá þannig tekjur til langs tíma með því að selja sínar aðferðir til annarra.

19


Meiri áhersla á að miðla þekkingu en að verja hana með einkaleyfum Ástæður sem tilgreindar voru fyrir því að íslensku fyrirtækin í orkugeiranum væru ódugleg við að sækja um einkaleyfi voru af ýmsum toga. „Fyrst væri kannski um að ræða einhverja vanþekkingu á þvi hvernig menn ná í patent. Hér á landi væri líka eins og menn kunni ekki að fást við þennan veruleika og oft þegar á að fara að sækja um einkaleyfi byrjar eitthvert þvarg um réttindamál eins og hver eigi raunverulega höfundarréttinn, er það starfsmaðurinn, fyrirtækið eða einhver annar. osfrv.“ Önnur ástæða gæti líka að einhverju leyti verið sú að menn hafi valið þá leið, sem hefur reynst mjög vel, sem er að láta upplýsingaflæði vera óheft milli fyrirtækja innanlands. „Þetta hefur stuðlað að mikilli uppbyggingu í orkuiðnaði hér á landi. Menn eru duglegir við að miðla af reynslu sinni. Kannski er líka hægt að segja að Íslendingar hafi fengið verkefni annars staðar vegna þess að menn er opnir og viljugir til að miðla þekkingu.“

3.2 Útflutningur

(mynd 9) erlendar tekjur (milljarðar isk)

Af fyrirtækjunum 50 sem var talað við eru 29 sem eru að afla erlendra tekna oftast í gegnum útflutning, en einnig með sölu til erlendra aðila á Íslandi. Ætla má að gjaldeyristekjur fyrirtækjanna í orkuframleiðslu, endurvinnslu og endurnýtingu, ráðgjöf og tæknilausnum til að bæta orkunýtingu séu á bilinu 60-65 milljarðar. Lang stærstur hluti þessara tekna tengist orkufyrirtækjunum eða um 55 milljarðar króna. Í viðtölum við þau fyrirtæki sem starfa við úrgangssöfnun og endurnýtingu fengust ekki uppgefnar tölur um útflutning, en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands nemur sá útflutningur samanlagt tæpum 14 milljörðum.

Orkuframleiðsla

50,80

Flutningatækni Starfs. tengd orkuauðlindum

3,97

Orkusparnaður, Orkuskipti og orkunýting

1,49

Úrgangur og endurnýting Ráðgjöf /upplýsingar Samtals

Flest fyrirtækjanna eru í viðskiptum við Noreg, en Bretland kemur þar á eftir sem það land sem fyrirtækin eru í mestum viðskiptum við.

* 1,39 57,65

*Ekkert fyrirtæki gaf upp erlendar tekjur, en samkvæmt tölum frá Hagstofu fyrir 2012 er útflutningur 14 milljarðar.

Helstu viðskiptalönd, viðskiptavinir og sölustarf Eins og sjá má á töflunni hér á næstu opnu er mest flutt út til Noregs. Algengast er að fyrirtækin selji vöru eða þjónustu beint, en 9 af fyrirtækjunum eru með útibú erlendis. Í flestum tilvikum fer markaðssetning fram í gegnum tengslanet eða samstarfsaðila. Undantekningar frá þessu eru auðvitað sala orkufyrirtækja til almennings og þjónusta endurvinnsluaðila við almenning og fyrirtæki. Viðskiptavinir fyrirtækjanna eru í flestum tilvikum framleiðslufyrirtæki, en næst koma opinberir aðilar, ríki eða sveitarfélög. Af fyrirtækjunum eru 14 að selja vöru eða þjónustu til almennings. Sjá mynd 11.

Hvernig fer salan hjá fyrirtækjunum fram? (Mynd 10) söluleiðir/tekjur Bein sala

34

söluleiðir/tekjur

fjöldi

Skilagjöld

7

Eigið útibú

9

Styrkir

3

Endursöluaðili

5

Ráðstefnur og sýningar

5

Útboð

5

ekki byrjað að selja

9

tengSlan. / samstarfsaðilar Internetið

20

fjöldi

17 8


Helstu kaupendur (Mynd 11) Orkufyrirtækin

Dreifingar og smásöluaðilar

Stóru verkkauparnir erlendis eru sveitarfélög og stórar verkfræðistofur

Framleiðsla og veiðar

Sveitarfélög, fyrirtæki v. vottunar og orkufyrirtæki

Álfyrirtæki, stóriðja Eigendur og rekstraraðilar raforkuflutningskerfa

Norðurál

Útgerðarfyrirtæki

Ferðamenn, orkufyrirtæki Olíufélag í Hollandi

Framleiðsla, sjávarútv. og byggingariðn. Opinber orkufyrirtæki og samgöngur. Sveitarfélög og byggingaraðilar stærri mannvirkja

Sveitarfélög og sorphirðufyrirtæki og tækjaleigufyrirtæki

Skipafélög og fyrirtæki sem þjóna skipafélögum með búnað og skip

Erlendis: Opinberir aðilar og stór fyrirtæki. Sveitarfélög, álfyrirtækin, stóriðja, fiskvinnslur, orkufyrirtæki

Almenningur Almenningur og fyrirtæki

Dreifingaraðilar, framleiðsla, almenningur, söfnunaraðilar Smásala, framleiðsla og opinberir aðilar Langmest opinberir aðilar (80%), einstaka einkaaðilar við mat á umhverfisáhrifum og aðstoð við undirbúning vottunar.

Útgerðarfyrirtæki

Fyrirtæki af öllu tagi, sveitarfélög, sorpeyðingarstöðvar, ýmsar stofnanir ríkis og bæja, félagasamtök og einstaklingar

Allir kaupendur rafmagns og vatns á stærstum hluta höfuðborgarsvæðis

Smásala, framleiðsla

Framleiðendur á plastafurðum Dreifingaraðilar á tómötum Fyrirtæki sem kaupa notaða vöru Stór frystihús, verksmiðjur, skip, pappírsverksmiðjur, átöppunaraðilar Almenningur og fyrirtæki, úrvinnnslusjóður, sveitarfélög og opinberir aðilar

Ekki farnir að selja, en í framtíð dýra eða fiskeldisfóður, framleiðendur á áburði Dreifingaraðilar, fyrirtæki með stóran bílaflota Dreifingaraðilar Dreifingaraðilar á raforku Dreifingaraðilar á raforku

Álfyrirtæki, olíu- og gasiðnaður erlendis og áliðnaður

Almenningur, fyrirtæki og framleiðendur

Opinberir aðilar og einkaaðilar sem eiga stórt safn eigna

Framleiðsla - Útgerðaraðilar og opinberir eftirlitsaðilar, dreifingaraðilar með bílaflota

Opinberir aðilar, sveitarfélög ofl.

Taka úrgang frá fyrirtækjum og einstaklingum

Orkufyrirtæki, stóriðja og opinberir aðilar

Sveitarfélög og einkaaðilar

Tilvonandi framleiðendur orku og aðilar sem eru að fara inn og leita, þróa og undirbúa jarðsvæði. Vinna einnig fyrir Alþjóðabankann

21


(Mynd 12) Yfirlit yfir helstu viðskiptalönd. Rauður litur táknar að fyrirtæki er með starfsemi í landinu, grænn að verið er að selja vöru eða þjónustu þar og blár að fyrirtækið hefur hug á að kanna grundvöll fyrir að sækja inn á markað.

Noregur Almenna Verkfræðistofan Efla verkfræðistofa Environice

Grænland

HBT

Environice

Hringrás

Hringrás

HRV - engineering

HRV - engineering

Ice Consult

Mannvit ehf.

Íslensk NýOrka ehf. Jarteikn/Thor Ice

VSÓ Ráðgjöf

Mannvit ehf. Marorka Trackwell Verkís

Bandaríkin Mannvit

Bretland

HBT

EcoNord

Íslensk NýOrka

Endurvinnslan

Íslenska gámafél.

Geogreenhouse

Mannvit ehf.

Græn Framtíð

P/M Endurvinnsla

Hringrás

Trackwell

Hringrás

CRI

HRV

HBT

Trackwell

Íslensk Matorka

Ice Consult

Landsvirkjun Trackwell Mexikó HBT

Dóminika Nikaragva ÍSOR

Chile ÍSOR Mannvit ehf. Verkís 22

VSÓ Ráðgjöf

Kanada

ÍSOR

Frakkland ÍSOR Spánn Hringrás


Svíþjóð

Finnland

EcoNord

HBT

Environice

Ice Consult

Ice Consult Íslenska gámafél. P/M Endurvinnsla

Pólland

Rússland

Króatía

Efla

Efla

ÍSOR

Verkís

Mannvit

Danmörk

Lettland

Rúmenía

Slóvenía

Slóvakía

EcoNord

Gámaþjónustan

Mannvit

Efla

Verkís

Environice

Mannvit

Litháen

Ice Consult

Gámaþjónustan

Jarteikn/Thora Ice

Ungverjal.

Tyrkland

Holland

Belgía

Efla

Carbon Recycling

Hringrás

Íslenskar orkurannsóknir

Endurvinnslan

Þýskaland

Grikkland Marorka

Gámaþjónustan Hringrás Íslensk NýOrka Íslenska gámafél. Jarteikn/Thor Ice P/M Endurvinnsla

Mannvit Verkís

Græn Framtíð

Kína

Ice Consult

HRV eng.

ÍSOR Mannvit ehf.

Dubai

Marorka

Efla

Filipseyjar

Marorka

Mannvit

Eþíópia ÍSOR Verkís Indónesía Kenya ÍSOR

Mannvit

Mannvit

23


3.3 Birgjar Í viðtölunum voru fyrirtækin spurð um samskipti við birgja. Hluti fyrirtækjanna er að sinna ráðgjöf og er því ekki mikið að leita beint til birgja. Þau sem voru að kaupa þjónustu af birgjum töldu nánast undantekningarlaust að aðgangur að birgjum væri greiður og að ágæt samkeppni ríkti á markaðnum. Nokkrir af þeim aðilum sem hafa verið að flytja inn tæki og búnað höfðu á orði að þekking birgjanna væri oft að nýtast þeim í markaðsstarfi þeirra og við að þróa nýjar lausnir.

3.4 Fjármögnun Fyrirtækin voru spurð að því hvernig gengi að fjármagna starfsemina og hvernig styrkja- og fjárfestaumhverfið væri að þjóna þeim. Eins og gefur að skilja voru þarfir fyrirtækjanna mismunandi og geta þeirra til að afla tekna til að standa undir eigin rekstri því mismikil. Þannig eru þær áskoranir sem stór orkufyrirtæki og rótgrónar verkfræðistofur standa frammi fyrir nokkuð aðrar en þær sem smærri fyrirtæki og sprotar þurfa að takast á við.

(Mynd 13) Samsetning fyrirtækja í úrtaki Opinber fyrirtæki

6

sprotafyrirtæki

23

annað

21

Erfitt að fá fjárfesta Öll hafa þessi fyrirtæki þurft að aðlaga sig að þeim veruleika sem fylgt hefur samdrætti í efnahagslífinu, gjaldeyrishöftum og minni fjárfestingum. Stærri fyrirtækin þ.e.a.s. þau sem eru með um og yfir 1 milljarð í veltu hafa mörg farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og harðar aðhaldsaðgerðir. 21 fyrirtæki af þeim 50 sem aflað var gagna um tilheyra þessum hópi. Af um 70 fyrirtækjum sem upphaflega var haft samband við voru 6 hætt starfsemi. Sprotafyrirtækin, sem mörg hver eru í starfsemi í tengslum við orkusparnað og orkuskipti, eru 23 að tölu og hafa líka þurft að hagræða. Fyrirtækin hafa flest staðið frammi fyrir því að erfitt hefur verið að fá fjárfesta inn í fyrirtækin og 31% fyrirtækjanna höfðu lent í miklum erfiðleikum með fjármögnun. Stóru orkufyrirtækin í landinu hafa verið nokkuð dugleg að styðja við bakið á hluta þeirrar starfsemi sem hefur sprottið upp í kringum þau og eru hluthafar í nokkrum þeirra, en fyrirtæki sem starfa í meiri fjarlægð frá þeim eiga erfiðara uppdráttar.

Mikil skriffinnska fyrir lága styrki Eitt af fyrstu verkefnum margra stjórnenda sprotafyrirtækja hér á landi er að reyna að afla styrkja til að standa undir ákveðnum grunnrannsóknum og koma fyrirtækjunum af stað. Ekki eru þó allir sem fara þá leið. Nokkrir af þeim sem talað var við höfðu á orði að því fylgdi mikil skriffinnska og langt umsóknarferli

(Mynd 14)

HELSTU LEIÐIR TIL FJÁRMÖGNUNAR Bankar 12% Styrkir 27%

Fjárfestar, aðrir 18%

Eigið rekstrarfé 35%

24


að sækja um styrki og fannst á mörkunum að það svaraði kostnaði að eyða tíma í að sækja um. Einnig væru íslenskir styrkir almennt fremur lágir og fyrirtækin fengju á endanum lítið fjármagn eftir allt umstangið. Sú gagnrýni kom einnig fram að mikið fjármagn færi í utanumhald peninga hjá sjóðum sem allir væru litlir. Fulltrúi fyrirtækis sem starfar á landsbyggðinni sagði að nánast ekkert af styrkjum frá Rannís til nýsköpunar og þróunar færu út á land. Almennt mætti líka huga meira að því umhverfi sem lýtur að rannsóknum fyrirtækja, sem er nokkuð stillt inn á háskólaumhverfið og fyrirtæki í opinberri eigu. Einn aðili talaði um að það vantaði kannski einhverja styrki eða fjármögnunarmöguleika fyrir fyrirtæki sem þegar væru búin að fá fjármagn frá Rannís, en væru ekki komin nógu langt í ferlinu fyrir Nýsköpunarsjóð. Einnig vantaði meiri stuðning við fyrirtæki sem hefðu lokið þróunarfasa og væru að fara af stað í sölu- og markaðssetningu. Nokkrir af viðmælendunum vildu meina að hér á landi væri almennt vöntun á fjölbreyttum áhættufjárfestingasjóðum og einnig var nefnt að það vantaði meiri Seed fjármögnun. Einn af þeim sem rætt var við talaði um að það þyrfti að útfæra stefnu um stuðning við uppbyggingu innviða í grænni samgönguorku. Almennt vantaði þolinmótt fjármagn og fjármagn á lægri vöxtum fyrir þá sem vilja taka lán fyrir stofnkostnaði. Oft væri verið að setja upp starfsemi sem komin væri reynsla af annars staðar t.d. á Norðurlöndunum. Þá væri ekki verið að sækja um fjármagn til þess að þróa nýja vöru eða setja á stofn fyrirtæki. Í slíkum tilvikum þyrfti ódýrt fé til að standa undir framleiðslu í ákveðinn tíma meðan markaðurinn er að þróast. Þessi aðili vildi að sérstakir hvatar væru til staðar í þessu umhverfi þar sem grænum lausnum væri skapað ákveðið svigrúm. Benti hann á að jákvætt væri að komin eru fyrirheit um að engir skattar verði lagðir á græna orku fyrr en hún hefur náð 20% af heildarnotkun.

Rannís og Nýsköpunarsjóður Þrátt fyrir ákveðna gagnrýni á hið opinbera styrkjaumhverfi voru þó margir sem töluðu vel um Rannís og þá er þar starfa. Einn nefndi að aðkoma Rannís að verkefni í upphafi hafi verið lykilatriði. Hann sagði að „fyrirtækið hefði á fyrstu stigum fengið góðan styrk til að vinna að þróun. Þótti það þó að mörgu leyti ámælisvert að veita fyrirtæki svo háan styrk, en talið var að fjármunir ættu að fara meira inn í háskólaumhverfið. Með Rannís styrk átti að vera brúarfjármögnun frá Nýsköpunarsjóði upp á nokkrar milljónir sem hefði munað miklu um. Rannís greiddi út, en peningar frá Nýsköpunarsjóði komu aldrei. Þar hófust strax samningar um hve stór hlutur fengist fyrir þessar milljónir. Sjóðurinn vildi fá stóran hlut, sem ekki var samþykkt af frumkvöðli Þetta hefði þýtt að Nýsköpunarsjóður hefði á endanum eignast fyrirtækið.“ Aðrir töluðu um að aðkoma Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hafi haft mikla þýðingu fyrir framgang verkefna og að mikil hjálp hefði falist í aðkomu sjóðsins.

Ekkert gert til að tryggja að góð fyrirtæki fari ekki úr landi Saga eins fyrirtækjanna var nokkuð athyglisverð og í henni getur falist ákveðinn lærdómur. Fyrirtækið fékk í upphafi styrki frá Rannís í nokkur ár meðan varan var í þróun og reyndist þessi stuðningur fyrirtækinu vel. Engir áhættufjárfestar komu að á þeim tímapunkti. Síðan kom Nýsköpunarsjóður að verkefninu sem einnig reyndist jákvætt skref. „Nokkru síðar kom erlendur fjárfestir að félaginu og að öllum líkindum hefur það verið of snemma. Nýsköpunarsjóður selur þessum fjárfesti sinn hlut og hagnaðist verulega á því. Allt þetta ferli hefur að öllum líkindum verið tekið of snemma og hefur orsakað ákveðið bakslag.“ Fulltrúi fyrirtækisins taldi eftir á að hyggja að betra hefði verið að bíða í tvö ár með að taka inn erlendan fjárfesti. „Í þessu tilviki kemur þessi aðili inn og segist vera með þolinmótt fjármagn, en þegar upp er staðið þolir hann illa að það séu ekki stöðugar tekjur og stöðugur hagnaður. Sú ákvörðun Nýsköpunarsjóðs að selja sinn hlut til hins erlenda aðila var líka að öllum líkindum fremur slæm ákvörðun. Það á eftir að sjá fyrir endann á þessu ferli“ sagði fulltrúi fyrirtækisins. Hann taldi að nokkur vandamál hefðu komið upp í þessari vegferð: „Fyrsta lýtur að yfirráðum yfir félaginu, en hinn erlendi aðili er nú kominn í þá stöðu að vera orðinn ráðandi. Í öðru lagi þá skapar þessi eigandi mikla pressu á félagið að skila hagnaði til að fá fjárfestingu sína til baka sem hefur áhrif á vöruþróun sem líður fyrir það. Varan fer of snemma á markað, sem skapar vandamál í tengslum við ábyrgð og fleiri erfiðleika. Í þriðja lagi er það umhugsunarefni að ef íslenskt samfélag er að leggja frumkvöðlum lið eins og hefur verið gert meira 25


og minna í áratug hjá þessu fyrirtæki er skrítið að eignarhald Íslendinga skuli ekki betur tryggt. Frumkvöðullinn hefur verið að vinna baki brotnu að uppbyggingu, en svo er sú staða komin upp að einn eða tveir aðilar geta ákveðið að selja alla hluti Íslendinga í félaginu. Skyndilega er hætta á að gott fyrirtæki fari úr landi.“ Að mati viðmælanda eru Íslendingar ekki að hugsa nægilega langt fram í tímann eins og mörg dæmin sanna: „Það eru engin verðmæti í því fyrir samfélagið ef við erum alltaf að ströggla við að koma upp fyrirtækjum, en um leið og þau eru að komast á beinu brautina eru hlutabréfin í þeim seld úr landi. Þetta á við um fyrirtæki eins og t.d. Hafmynd, Nikita og Calidris sem öll hafa verið seld. Svo kemur tilskipun frá eigendum að utan um að loka starfseminni hér og þá höfum við ekkert um það að segja. Við ættum að vinna markvisst að því að tryggja eignarhaldið.“ Í þessu samhengi benti hann á að í gegnum norska olíusjóðinn væru norsk yfirráð í þarlendum fyrirtækjum tryggð.

Oft erfitt að fjármagna framleiðslu Nokkrir viðmælenda töluðu um að fyrirgreiðsla í tengslum við fjármögnun fyrirtækja sem væru að hefja framleiðslu og útflutning væri ekki nægileg. Erfitt væri t.d. fyrir lítið fyrirtæki sem er með fjárfreka framleiðslu að athafna sig á Íslandi. Einn viðmælandinn tók dæmi: „Það kostar nokkrar milljónir að framleiða hvert tæki sem við erum að selja og það hefur stundum gerst að erfitt er að fjármagna pantanir. Tæki er pantað með þriggja mánaða fyrirvara. Það þýðir að það geta liðið þrír mánuðir þangað til fyrirtækið fær greitt. Árið 2009 var fyrirtækið með pantanir í vel á annan tug véla. Ekki var hægt að fjármagna framleiðsluna hér á landi þrátt fyrir að kúnnarnir væru traustir og búnir að undirrita samninga.“ Sagði hann að hér væri einfaldlega afar erfitt að vita hvernig ætti að fjármagna pöntun. „Við fengum eitt sinn litla pöntun eða innan við 10 tæki. Þá var okkur sagt í íslenskum banka að þetta væri of lítið og okkur sagt að koma þegar við fengjum stærri pöntun. Í þessu tilviki er vara að hluta til framleidd erlendis. Bankinn getur því ekki lagt hald á birgðir. Hann getur heldur ekki selt reikninga hér því verið er að selja breskum sveitarfélögum. Úti er fyrirtækið íslenskt. Eina ráðið er setja upp breskt fyrirtæki, en það er fremur einfalt. Þarf t.d. ekki nema eitt pund í hlutafé. Starfsemin mun ekki ganga á Íslandi. Sala og framleiðsla er nú þannig að mestu komin til Bretlands.“ Nefndi hann einnig að fyrirtæki í Danmörku, sem hann þekkir til hjá, hafi fengið 140 milljóna króna útflutningsstyrk. Fyrirtækið gat því strax farið að framleiða, selja og afhenda vörur.

Opinberir ábyrgðasjóðir létta fyrirtækjum róðurinn víða erlendis Umrætt fyrirtæki sem starfaði áður á Íslandi er nú að skoða hvar í heiminum sé best fyrir fyrirtækið að vaxa og dafna. „Ef við fengjum pöntun upp á 80 tæki ættum við ekki möguleika á að vinna þá pöntun með fyrirtækið á Íslandi með íslenskum aðilum og fjármálafyrirtækjum“ sagði fulltrúi þess og hann bætti við að „víða erlendis væru opinberir ábyrgðasjóðir sem létta fyrirtækjunum róðurinnn. Í Bretlandi væri það t.d. þannig að ef þú flytur vöru til ríkja utan OECD landanna þá færðu staðgreitt um leið og þú afhendir vöruna. Hægt er að kaupa tryggingar og þá eru komnar greiðslutryggingar á allt. Fyrirtækið þarf ekki að hafa áhyggjur og heldur bara áfram. Í Frakklandi er einnig hægt að fá lán og jafnvel opinbera ábyrgð upp á 75%. Þetta vantar allt hér. Útflutningsráð gerði eitthvað af þessum toga áður fyrr. Hægt var að fá tryggingu ef þú varst að flytja t.d til Asíu, en þetta er ekki í boði í dag.” Umrætt fyrirtæki er nú með í farvatninu sölu á 80 tækjum upp á um 300-400 milljónir króna en sá samningur verður ekki fjármagnaður á Íslandi því leitað hefur verið til banka í Bretlandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru að ræða við banka þar um fjármögnun vegna hans og stærri útboða. Með erlendan banka sem bakhjarl telja þeir sig í betri stöðu til að framleiða meira í einu. Að lokum sagði viðmælandinn: „Fyrir 2008 voru bankarnir á Íslandi opnari og auðveldara að fá fyrirgreiðslu þar. Eftir 2008 var ekki hægt að fá að framlengja lán þegar auka þurfti fjárfestingu. Þetta gerðist þrátt fyrir að áður en óskað var eftir þessari fyrirgreiðslu hefði fyrirtækið gengið vel í nokkur ár. Var að selja 100-200 tæki á ári og með veltu sem sveiflaðist á milli 500-1000 milljóna króna.” Að mati viðmælanda voru bankar hér á landi kannski of áhættusæknir fyrir hrun, en væru nú hugsanlega of áhættufælnir. „Bankar á Íslandi spyrja bara um veð í húsi og eignir. Nú eru fæstir sem eiga svo mikið í íbúðunum sínum að það geti hjálpað þeim að brúa fjárfestingar í tengslum við fyrirtæki. Umhverfið annars staðar er að þessu leyti betra. Ef hægt er að bæta stöðu fyrirtækja til að skapa störf og tekjur þá er það betra,“ sagði hann að lokum.

26


Erfitt að fá tímabundna fyrirgreiðslu í bönkum Annar viðmælandi sem rætt var við tók í sama streng og sá sem rætt var við hér að framan. Hann sagði að oft væri erfitt að fá fjármuni í bönkum til að brúa bilið tímabundið meðan verið er að framleiða vélar upp í sölur. „Ég er með lítið fyrirtæki sem hefur starfað í nokkur ár. Er í dag með nokkuð gott eiginfjárhlutfall og er að velta á annað hundrað milljón króna. Yfirbygging er lítil og verktakar sjá að mestu um að setja vélar saman. Þegar ég sel vél fæ ég borgað við undirritun samnings 50% af andvirði söluverðs. Til þess að geta framleitt vél og tryggt ákveðið afhendingaröryggi þarf ég að eiga á lager ákveðna grunnhluti, en í hvert skipti sem þessir grunnhlutir eru framleiddir þarf ég að leggja út í nokkurra tuga milljóna kostnað. Ég get ekki átt mikið á lager vegna þess að þá er ég að binda of mikið fé í lagernum. Það getur tekið þrjá mánuði að framleiða stóra vél. Ég gæti aftur á móti verið að afhenda vöru hraðar ef hægt væri að halda stærri lager. Sú vara sem ég er með á lager er current vara, en engin treystir sér til að taka veð í lager nema að skrifað sé undir sjálfskuldarábyrgð. Fyrir mig væri best að geta veðsett lager og veðsett samninga til að brúa bilið og tryggja rekstur yfir árið, en það virðist ekki vera í boði.“

Ótraust viðskiptaumhverfi hrekur erlenda fjárfesta frá Eitt af því sem nokkrir viðmælenda nefndu voru litlar erlendar fjárfestingar og að erfitt væri að fá erlenda fjárfesta inn í verkefni. Sumir minntust á að erfitt væri að selja erlendum fjárfestum þá hugmynd að fjárfesta í fyrirtæki á Íslandi. Pólitísk óvissa væri mikil og skattastefna og gjaldeyrishöft settu strik í reikninginn og gera fjárfestingar hér enn síður fýsilegar. Gjaldeyrishöft auka flækjustig og fæla erlenda fjárfesta frá. Allt sem eykur flækjustig er neikvætt. „Menn vilja helst leggja peninga undir þar sem viðskiptaumhverfið er ekki of framandi. Oft er eins og það sé djúp gjá milli þess sem talað er um og svo raunveruleikans,“ sagði einn þeirra sem talað var við. Í einhverjum tilvikum höfðu erlendir fjárfestar dregið sig til baka vegna þess að þeim fannst viðskiptaumhverfið vera ótraust. Einn viðmælenda nefndi að á síðustu árum hefðu verið ákveðin tækifæri til þess að koma landinu út úr höftum, eða með því að vinna markvisst að því að stuðla að framkvæmdum og fá inn erlenda fjárfestingu og með því að hlúa að útflutngsfyrirtækjunum. En staðan væri þess í stað sú að skortur væri á fjárfestingu og atvinnuuppbyggingu. Aðili í orkugeiranum talaði um að ekkert væri verið að ýta undir það að farið væri út í fjárfestingar. „Það vantar hvatningu, innspýtingu og betri umgjörð fyrir fjárfestingar,“ sagði hann og bætti við,,að nú væri að mestu verið að sinna fjárfestingum sem fóru í gang fyrir löngu. Þau verkefni væru meira eða minna að klárast og eins og staðan er í dag væru ekki margar nýjar fjárfestingar að fara í gang hér á landi.” „Við eigum að nýta þær auðlindir sem við höfum“, sagði annar fulltrúi úr orkugeiranum og vildi hann meina að ef tiltekinn staður væri til þess hæfur að vera virkjaður hefði það enga þýðingu að bíða. „Menn í kringum okkur líta á það sem umhverfismál að hverfa frá því að kynda með oliu, gasi eða kolum. Við tökum okkar árangri sem sjálfsögðum og færum víglínu umhverfismála á annan stað. Nýsköpun í kringum klasana í sjávarútvegi, orkuiðnaði og áliðnaði er vanmetin,“ sagði viðmælandi jafnframt. Það eru ekki aðeins erlendir fjárfestar sem erfitt er að fá að borðinu. Talað var um að nánast útilokað væri að ná til íslenskra fjárfesta, að þeir taki ekki/sjaldan áhættuna sem felst í að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Einn viðmælenda hafði á orði að „það virtist skorta svolítið á þekkingu hjá íslenskum fjárfestum, t.d. til þess að spyrja krefjandi spurninga sem miða að því að finna raunverulega út úr því hvort viðkomandi sprotafyrirtæki sé umbúðirnar einar eða hvort eitthvað sé á bakvið það sem verið er að gera.“ Af þeim um 50 fyrirtækjum sem rætt var við má skilgreina 23 sem sprotafyrirtæki. Flest þessara fyrirtækja hafa átt í miklum erfiðleikum með að fá inn öfluga og góða fjárfesta. Fulltrúi frá einu fyrirtækjanna orðaði það svo í samtali við skýrsluhöfund: „Menn tala um mikilvægi þess að innleiða nýjungar til að draga úr orkunotkun og minnka mengun, en fæstir vilja koma nálægt neinu með sína peninga fyrr en allt er orðið fullskapað.“

27


3.5 Samkeppnis- og hindranagreining Eitt af því sem einkennir umhverfi þeirra er starfa í grænni tækni er hin sterka aðkoma opinberra aðila á þeim markaði. Í flestum greinum eru opinberar eftirlitsstofnanir stórir gerendur, en í grænni tækni hafa opinber fyrirtæki bæði í orkuframleiðslu og í úrgangs og endurvinnslu einnig mikil áhrif á samkeppnisumhverfið. Í þessum hluta voru fulltrúar fyrirtækjanna beðnir um að lýsa því hverjir væru helstu samkeppnisaðilar og hvernig samkeppnisumhverfið væri og einnig hvaða áskoranir menn þyrftu að takast á við í tengslum við laga- og reglugerðarumhverfið.

Opinberir aðilar að taka meira til sín af verkefnum Ákveðinn samhljómur var milli þeirra sem talað var við um að fyrirtækin væru í auknu mæli að keppa við ríkisstofnanir og opinbera aðila um verkefni. Oft væri sambýli við þá þjónustu sem sveitarfélög og opinberir aðilar eru að veita erfitt og kemur fyrir að þessir aðilar misnoti markaðsráðandi stöðu sína, að sögn nokkurra þeirra er rætt var við. Dæmi eru um að einkaaðilar hafi unnið ákveðið frumkvöðlastarf, en síðan er þeim rutt út af markaði af opinberu fyrirtækjunum. Opinberu aðilarnir hafa líka verið að taka meira til sín af verkefnum einkaaðila, minna væri nú boðið út af verkefnum og tilhneyging væri til að vinna þau innan stofnananna sjálfra, að sögn viðmælenda. Fulltrúar nokkurra fyrirtækja lýstu yfir áhyggjum vegna þessarar þróunar: „Sumar þessara stofnana eru að bjóða þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki í einkageiranum eru að veita, en slík samkeppni er aldrei á jafnréttisgrunni,“ sagði einn viðmælenda. Hann bætti síðan við: „Það er mikilvægt að allir séu að keppa á jafnréttisgrundvelli. Opinberu fyrirtækin verða að vinna með einkageiranum, en ekki drepa niður frumkvæði og þróun.“ Nokkrir af þeim sem rætt var við minntust á að samkeppnisumhverfi orkufyrirtækjanna væri undarlegt, þar sem gerð væri krafa um aðgreiningu vinnslu og dreifingar. Á endanum væru flestir lykilgerendur í þessu umhverfi fyrirtæki í eigu opinberra aðila þannig að erfitt væri að sjá hvernig markaðslögmálin ættu að virka í þeim aðstæðum. Fulltrúi sprotafyrirtækis sem hefur verið að þróa nýjar lausnir fyrir þennan geira vildi meina að sú fákeppni sem ríkir á þessum markaði gerði það að verkum að erfitt sé að koma inn með nýjungar, því þeir sem eru þar fyrir eru í afar sterkri stöðu og hvatinn hjá þeim til breytinga takmarkaður. Fulltrúi frá einu af endurvinnslufyrirtækjunum talaði um að opinberir aðilar eins og sorpsamlög hefðu hamlandi og hindrandi áhrif og væru að leita inn á þá markaði sem fyrirtækin störfuðu á. Þessir aðilar sem eru með yfirburðarstöðu stunduðu það að nýta sér þá einokunarstöðu sem þeir eru í. „Það sem við erum að gera hér t.d. í nýsköpun og þróun og frekari vinnslu er talað niður af þessum aðilum og gefið í skyn að þessi vinna sé okkur ekki samboðin,“ sagði hann og bætti við að erfitt væri að keppa við þessi fyrirtæki sem eru niðurgreidd af almannafé.

Reglur mættu vera skýrari Einn liður í því að tryggja sanngjarna samkeppni er að hafa skýrar reglur. Fram komu ábendingar um að útboðsskilmálar væru ekki nógu skýrir sem getur valdið því að meira er horft á verð en gæði. Leikreglurammi í samskiptum verkkaupa og verktaka mætti í mörgum tilvikum vera skýrari og það verður að vera ljóst hverju er verið að óska eftir. Fulltrúi hjá einu af endurvinnslufyrirtækjunum talaði um að það væri ekki nóg að reglur um umsvif og samskipti milli opinberra aðila og einkafyrirtækja væru skýrar. Samkeppni milli einkafyrirtækjanna verður líka að vera byggð á jafnræði. Stór fyrirtæki mega ekki misnota styrk sinn til þess að bola litlum fyrirtækjum og nýjum sprotum út af markaði. Viðkomandi talaði einnig um að það skekkti samkeppnisstöðu að keppa við fyrirtæki sem hafa fengið talsverða niðurfærslu á skuldum.

28


Samstarf í orkugeira, samkeppni í endurvinnslu Mikil samkeppni hefur auðvitað áhrif á samvinnu og bent var á að í mörgum tilvikum væri erfitt, út frá samkeppnissjónarmiðum, að koma á samtali milli fyrirtækja sem eru í samkeppni. Þetta á við um þau fyrirtæki sem eru að keppa hér á heimamarkaði um takmarkað magn af hráefni og eru minna að sækja í erlendar tekjur. Í endurvinnslugeiranum er þetta nokkuð áberandi, sérstaklega í tengslum við móttöku og úrvinnslu sorps frá atvinnulífi og fyrirtækjum. Almennt töldu þeir sem tilheyra þeim geira erfitt að efla samstarfið. Í þeim greinum þar sem meira er um sprotafyrirtæki, í útflutningi og í orkugeiranum var viðkvæðið almennt að gott samstarf væri á milli fyrirtækja og mikil samvinna. Á ákveðnum sviðum væri samkeppnin hörð, en mikil samvinna væri t.d. á milli margra af þeim fyrirtækjum sem eru í erlendum viðskiptum, en erfitt væri fyrir fremur lítil íslensk fyrirtæki að fóta sig úti í hinum stóra heimi nema með því að vinna saman. Aðili í orkugeiranum nefndi að oft hefði skortur á samstarfi milli íslensku fyrirtækjanna veikt samkeppnisstöðu þeirra erlendis. Hann vildi meina að almennt gerðu erlendir aðilar ekki greinarmun á mismunandi íslenskum fyrirtækjum og því væri betra fyrir fyrirtækin að markaðssetja sig meira saman. „Vandinn væri aftur á móti sá að menn hefðu aldrei getað komið sér saman um að búa til einn hatt fyrir Ísland.”

Hindranir í tolla-og lagaumhverfi Í tengslum við samkeppnis- og hindranagreiningu var spurt um mögulegar hindranir í tolla- og lagaumhverfi. Af þeim sem talað var við sagði um helmingur að þeir gætu ekki nefnt neitt sem þyrfti að breyta. Nokkrir eða um 20% aðspurðra vildu meina að tækifæri og vöxtur gæti falist í þeim breytingum sem hefðu verið gerðar á tolla- og lagaumhverfinu og vildu þeir fremur beina umræðunni inn á þær brautir. Um þriðjungur þeirra sem talað var við taldi síðan að víða væri pottur brotinn í tengslum við þennan þátt. Neikvæðir

Jákvæðir

Óljós lög og oft lítil eftirfylgni

Niðurfellingar tolla, stífari reglur og hærra eldsneytisverð

Erfið samskipti við stofnanir og mismunun

Samráð

Eftirfylgni slæleg - Mismunun milli sveitarfélaga. Skattar, pólitísk óvissa

Ágætlega tekist að innleiða reglur

Vantar að greina kostnað við lög. Mismunun milli sveitarfélaga

Tollar

Má innleiða Evrópureglur og alþjóðasamninga hraðar. Eigum að vera duglegri við að sækja um undanþágur vegna staðhátta.

Vilji til að kippa hlutum í lag

Regluverk ekki þróað

Reglur örva viðskipti

Skattar

Skatta og tollaívilnanir

Eftirlitsstofnanir erfiðar

Skatta og tollaívilnanir, reglur um íblöndun

Flókin leyfisferli orkunýtingar. Breytingar í eftirlitsumhverfi og óljós opinber stefna.

Reglur örva viðskipti

Mismunun milli sveitarfélaga

Skyldur og kvaðir örva viðskipti

Eftirfylgni með lögum og eftirlit ekki nógu gott Ekki tekið tillit til íslenskra aðstæðna Pólitískur óstöðugleiki, hvikult skattaumhverfi og vantar framtíðarsýn

(Mynd 15) Það sem helst þótti jákvætt og neikvætt í viðskiptaumhverfi þeirra aðila sem rætt var við 29


Skattaafsláttur vegna rannsókna og niðurfelling á tollum af hinu góða Þeir sem voru jákvæðir vildu meina að skattaafsláttur fyrir fyrirtæki sem eru að sinna rannsóknar- og þróunarstarfi hefði gagnast þeim og væri dæmi um stjórnvaldsaðgerðir sem hefðu verið af hinu góða. Einnig að niðurfelling á tollum og vörugjöldum á vistvæn ökutæki og aðföng þeim tengd hefði verið til mikilla bóta. Lög um ákveðið hlutfall íblöndunarefna í eldsneyti töldust jákvætt skref. Stjórnvöld hefðu líka verið nokkuð dugleg við að innleiða reglur Evrópusambandsins sem tengdust umhverfismálum og það og hærra eldsneytisverð skapaði hvata til þess að innleiða nýja orkugjafa. Loks væri búið að setja fram þingsályktunartillögu sem kveður á um að vistvænir orkugjafar verði ekki skattlagðir fyrr en þeir hafa náð 20% af heildarmagni. Af þessu má ráða að það er ýmislegt sem verið er að gera til að liðka fyrir auknum viðskiptum innan græna hagkerfisins.

Oft auðvelt að setja reglur, en erfiðara að útfæra þær og fylgja þeim eftir Eins og gefur að skilja var ekki samhljómur um þessar skoðanir og um þriðjungur þeirra sem talað var við taldi að víða væri pottur brotinn. Einn viðmælenda sagði að ekki væri hægt að byggja upp atvinnugreinar í gegnum sérstakar ívilnanir. „Ef umhverfisvæna lausnin er ekki samkeppnishæf í verði og gæðum þá er varan einfaldlega ekki tilbúin,“ sagði hann. Annar talaði um að hér á landi væru menn nokkuð duglegir við að setja reglur, en allt of oft væri ekki búið að útfæra þær, fara í gegnum hvað væri raunhæft og hver kostnaðurinn yrði. Einn þeirra sem talað var við sagðist oft lenda í vandræðum vegna þess að erfitt væri að finna einhvern aðila innan stjórnkerfisins sem getur tekið ákvarðanir og svarað fyrir hluti. Oft er af hálfu hins opinbera búinn til langur listi af markmiðum sem tengjast grænni tækni eða innleiðingu nýrra orkugjafa, en þegar kemur að því að leysa praktísk atriði þá vantar „viðmælandann“ eða þann sem hefur þekkingu á því hvernig á að framkvæma hlutina í samræmi við lögin. „Oft er líka erfitt að skilja reglur. Þannig er flóknasta reglugerð sem til er í tengslum við fráveitur og skólp. Hér er reglugerð sem engin skilur og áhugi á að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir er lítill,“ sagði hann. Einnig var því haldið fram að ekki væri næg eftirfylgni í að hrinda lögum í framkvæmd, að eftirlit væri ekki nógu gott og að oft gætti misræmis í framgöngu þeirra stofnana sem eiga að sjá til þess að lögum sé framfylgt. „Hér er dálítið eins og menn velji sér orusturnar,“ sagði fulltrúi eins fyrirtækis. „Stundum er mikil reglufesta og stundum ekki. Einnig er eins og reglur sem hart er gengið eftir að sé framfylgt á einum stað skipti litlu annars staðar.“ Bent var á að þetta ætti við t.d. í tengslum við kröfur sem tengdust mengunarmælingum og kröfum um umhverfismat. Talað var um að sum sveitarfélög væru að leggja mikið á sig til að framfylgja lögum oft með ærnum tilkostnaði. Á sama tíma væru önnur stöðugt að fá undanþágur frá reglum og slá málum á frest. Sama misræmis gætir í samskiptum við fyrirtækin. Fulltrúi eins fyrirtækis talaði um að hann þyrfti að leggja út í kostnað við umhverfismat og atvinnuleyfi meðan samkeppnisaðilinn sem væri í svipaðri starfsemi þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af slíku.

Pólitísk óvissa og svarthvít umræða Nokkrir töluðu um að pólitísk óvissa hér væri mikið vandamál. Stór verkefni hefðu verið fryst eða hægt verulega á þeim. Nokkrir höfðu á orði að hér einkenndist viðskiptaumhverfið allt of mikið af skorti á stöðugleika. Þetta ætti líka við umræðuna og viðhorf á vettvangi stjórnmálanna. Atvinnugreinar væru byggðar upp en síðan eins og hendi væri veifað væru þessar greinar nánast aflagðar og um leið hyrfi verðmæt þekking. Þetta ætti við um uppbyggingu í tengslum við virkjanir og eins áliðnaðinn. Tal um síbreytilegar skoðanir í umræðunni hér á landi kom reyndar upp í nokkrum af þeim samtölum sem tekin voru í tengslum við þessa skýrslu. Hér væru t.d. miklar sveiflur í því hverju menn teldu að best væri að stefna að í tengslum við orkuskipti í samgöngum. Einn daginn væri vetni ákjósanlegasti orkugjafinn, en þann næsta væri vetni talin vonlaus lausn og allir að tala um rafmagnsbíla. Metan væri þannig mikið mært eina stundina, en svo kæmu upp einhverjir tímabundnir erfiðleikar og þá væru allir sem reynt hafa að byggja upp þjónustu í kringum metan taldir vonlausir og engin framtíð í verkefninu. Hér vantaði oft jafnvægi í umræðuna, hún væri of svarthvít.

30


Að fylgja Evrópureglum? Töluvert var rætt um innleiðingu Evrópureglna og alþjóðasamninga og komu fram ýmis viðhorf um þessi mál. Nokkrir sem rætt var við vildu meina að þegar kæmi að umhverfismálum hefði Ísland töluverða sérstöðu. Hér ganga menn að vatnsgæðum sem nokkuð vísum og fráveitumál eru hér almennt minna vandamál þar sem aðgengi að straumhörðu hafi er betra en víða annars staðar. „Aðstæður hér eru aðrar en í Evrópu þar sem mörg svæði eru verulega þéttbýl og ekki er sami aðgangur að hreinni orku, né fersku og hreinu vatni og fráveitumál eru flóknari,“ sagði einn viðmælenda og spurði: „Þurfum við sem búum við allt aðrar aðstæður í einu strjálbýlasta landi veraldar að ganga jafn langt og Evrópa varðandi reglur sem eiga að tryggja endurnýtingu vatns, orkusparnað eða örugga meðhöndlun skólps?“ Bent var á í tengslum við þetta að í vottunarkerfum væru viðmiðanir oft sniðnar að þörfum erlendis. Íslendingar lenda oft í staðfærsluvanda í tengslum við innleiðingu þessara kerfa sérstaklega í tengslum við orku og vatn. Fulltrúi eins fyrirtækis sagði að oft væri eins og þessar reglur væru bara teknar og þýddar, en ekkert gert til að staðfæra þær og tengja við aðstæður hér t.d. í tengslum við stærðarhlutföll. Nefndi hann í tengslum við þetta reglur um urðunarstaði en þær taka mið af 100 sinnum stærri urðunarstöðum en þeim sem eru hér í hinum dreifðu byggðum. „Þessar reglur koma að öllum líkindum til með að valda því að urðunarstöðum fækkar og kostnaður við að urða á eftir að aukast.“ Einn viðmælandinn, sem ekki var of hrifinn af reglum Evrópusambandsins hafði á orði að „í ruslinu væri verið að taka upp reglugerðarumhverfi frá Evrópu þar sem þéttbýli er mikið og landnæði lítið. Með því væri verið að færa reglur yfir á Ísland þar sem þetta hefur bara tilkostnað í för með sér. Hér er nóg landrými og nóg er að grófflokka úrgang.“ Annar viðmælandi hafði svipaða sögu að segja og nefndi einnig að aðstæður til endurvinnslu væru aðrar hér en víða annarsstaðar. „Hér kostar t.d. mun minna að urða en brenna enda er hér nægt landnæði. Við erum heldur ekki með efnaiðnað á Íslandi og hér eru engar námur með þungmálmum. Ekki er búið að flytja inn PCB í mörg ár. Þannig að þungmálmar eru nánast hvergi í hringrásinni hér.“ Hann bætti síðan við: „Spurningin sem vaknar alltaf er hvenær það sé umhverfislega hagkvæmt að gera eitthvað. Kostnaður má ekki vera meiri en góðu hófi gegnir og lausnum mega ekki fylgja meiri umhverfisáhrif en ef einföldustu úrræðum væri beitt.“ Einhverjir töldu að framangreind viðhorf bæru öðru fremur vott um skort á vilja til að framkvæma hlutina almennilega. Ísland gæti ekki verið „stikkfrítt“ þegar kæmi að vernd umhverfisins og þó að nóg væri til af vatni bæri okkur að standa vörð um þá auðlind. Einnig var bent á að þrátt fyrir að urðunarstaðir séu tæknivæddir og hannaðir samkvæmt nýjustu kröfum í dag, hafi reynslan kennt okkur að enginn vill hafa urðunarstað í bakgarðinum hjá sér. Þannig er fremur skortur á jarðnæði undir urðunarstaði þó Ísland sé jafn víðfeðmt og raun ber vitni. Aðrir töldu að hér mætti gera betur í að hraða innleiðingu Evrópureglna og alþjóðasamninga. Í því samhengi var nefndur viðauki númer 6 í Marpol samningnum þar sem gerðar eru meiri kröfur til útblásturs skipa sem eiga leið um lögsögu landsins. „Þar erum við svolítið á eftir“ sagði fulltrúi fyrirtækis í ráðgjafageiranum. Þessi aðili vildi meina að hér hefðu stundum verið innleidd lög sem í raun væri ekki kostur að innleiða eins og t.d. í tengslum við aðskilnað raforkuframleiðslu og dreifingu. Ekkert væri að því að semja um undanþágur frá Evrópureglugerðum að hans mati og við ættum að vera meira vakandi fyrir því að koma inn okkar ábendingum um mál sem væru í ferli í Brussel, sagði hann.

31


3.6 Samstarf Fulltrúar fyrirtækjanna voru spurðir hvort þeir væru í miklu samstarfi við önnur fyrirtæki í grænni tækni. Einnig var spurt hvort þeir teldu að efla mætti samstarfið.

Gott samstarf hjá flestum og töluverð samvinna Yfir 70% aðspurðra töldu að mjög gott samstarf væri á milli fyrirtækjanna. Það var helst í úrgangs- og endurvinnsluhlutanum þar sem fram komu efasemdir um gildi aukins samstarfs, en auk þess töldu fulltrúar fyrirtækjanna að fara yrði varlega í að tengja fyrirtækin of mikið saman vegna samkeppnissjónarmiða. Talað var um að mikil pólitík væri milli fyrirtækja í endurvinnslugeiranum og hörð samkeppni ríkti meðal þeirra. Í ráðgjafarhlutanum var þessu hins vegar öðru vísi farið. Fulltrúi verkfræðistofu vildi meina að sókn á erlenda markaði kallaði á stórar stofur og mikinn slagkraft og að það væri af hinu góða að tengjast öðrum sem kynnu til verka. Í orkugeiranum var einnig talað um að mjög gott samstarf væri milli fyrirtækja. „Allir eru að vinna á sérleyfum og það eru engin leyndarmál,“ sagði einn viðmælandinn. Flest fyrirtækin sem tengjast grænni tækni eru aðilar að a.m.k. einum klasa eða samstarfsvettvangi. Um 180 fyrirtæki, sveitarfélög, opinber fyrirtæki og stofnanir taka þátt í þessum klösum, en tæplega helmingur þeirra sem taka þátt í þessu samstarfi eru opinberir aðilar eða fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga.

Klasar og hópar sem tengjast grænni tækni: Fenúr stendur fyrir Fagráð um endurnýtingu og úrgang. Á heimasíðu félagsins kemur fram að hér sé um að ræða félagasamtök sem hafi það markmið að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu og endurvinnslu. Félagið var stofnað 1998 og hefur aðsetur í húsnæði Sorpu sem annast þjónustu við félagið. Aðilar að Fenúr eru 49 talsins samkvæmt heimasíðu félagsins.

Fenúr

Fagráð um endurnýtingu og úrgang

Akureyrarbær

Hafnarfjarðarbær

Samtök Iðnaðarins

Árborg

Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Snæfellsbær

Bolungarvíkurkaupstaður

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands

Sorpa bs

Bændasamtök Íslands

Hjálmar Helgason

Sorpeiðingarstöð Suðurnesja

Efnamóttakan hf.

Hópsnes

Sorpsamlag Þingeyinga

Efla Verkfræðistofa

Hornafjarðarbær

Sorpstöð Suðurlands

Endurvinnslan

Hringrás

Sorpurðun Vesturlands

Fjarðarbyggð

Húnaþing vestra

Stuðull verk- og jarfr.

Fjallabyggð

Ísafjarðarbær

Tómas Þ. Jónsson

Fljótsdalshérað

Íslenska gámafélagið

Umhverfisstofnun

Flokkun Eyjafjörður hf.

Kópavogsbær, tæknideild

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur

Fura

Mannvit

Umhverfisráðuneytið

Gámastöðin

Mosfellsbær

UMÍS ehf. Environice

Gámaþjónustan

Ó.K. Gámaþjónusta

Úrvinnslusjóður

Græn framtíð

Samband Ísl. Sveitarf.

Verk. Og tæknifr.félag Íslands

HH Gámaþjónusta

Samtök Atvinnulífsins

Vestmannaeyjabær VSÓ Ráðgjöf

32


GEORG (GEOthermal Research Group) er alþjóðlegur rannsóknaklasi í jarðhita. Eitt helsta markmið klasans er að auka rannsóknir og þróun á sjálfbærri jarðhitaorku og stuðla þannig að því að jarðhiti verði mikilvægt framlag til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þátttakendur í GEORG eru 22.

GEORG

(Geotherm. Research Group)

Berkeley Lab

HS Orka

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

BRGM - Frakklandi

Íslensk matorka

Orkustofnun

Carbon Recycling Int.

ÍSOR

Orkuveita Reykjavíkur

CNRS - Frakklandi

Jarðhitaskóli SÞ

Reyst

GFZ - Þýskalandi

Keilir

Vatnaskil

GNS Science - Nýja Sjálandi

Landsvirkjun

Verkís

Háskóli Íslands

Mannvit

Háskólinn í Reykjavík

Markmar

Iceland Geothermal eða íslenski jarðvarmaklasinn eru almenn félagasamtök sem stofnuð voru í febrúar 2013 utan um fyrirtækjadrifið klasasamstarf á sviði jarðvarma. Tilgangur félagsins er að efla samkeppnishæfni innan hins íslenska jarðvarmaklasa með virðisauka greinarinnar og bætta nýtingu auðlindarinnar að leiðarljósi. Stofnaðilar eru 43 talsins, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Í dag eru 47 fyrirtæki skráðir þátttakendur í klasanum samkvæmt heimasíðu Iceland Geothermal.

Íslenski jarðvarmaklasinn

Iceland geothermal

Kjarnastarfsemi

Vélar og viðhald

Þekking

HS Orka

Alvarr

Landsvirkjun

DMM Solutions

HR

Norðurorka

Framtak Stálsmiðja

Þekkingarnet Þingeyinga

Orkuveita Reykjavíkur

Green Energy Group AS

Jarðhitaskóli SÞ

Þjónusta

Klettur/Mitsubishi

Georg

Arion Banki

VHE Vélsmiðja Hjalta Einarss.

Ríki, sveitarfélög

BBA

Vélvík

Reykjanesbær

Blue Diamond

Bein og óbein nýting

Iðnaðar- og nýsk. ráðun.

Efla

Blue lagoon

Reykjavíkurborg

Íslandsbanki

Jarðböðin við Mývatn

Samtök

KPMG

GeoGreenhouse

Samtök atvinnulífs

LEX Lögmenn

Íslensk Matorka

Samtök iðnaðarins

Mannvit

Flutningar og dreifing

Stoðþjónusta

Nýherji

Landsnet

Kadeco

RG/Reykjavik Geothermal

RARIK

Rannís

TBL Arkitektar

Orkusalan

Klak

Thule Investments

Keilir

Nýsköpunarmiðstöð ísl.

Verkís VSÓ Ráðgjöf

33


Græna orkan er heiti á klasasamstarfi um orkuskipti sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis. Þátttakendur í Grænu Orkunni eru um 60.

Græna Orkan

34

Alice

Icelandair Cargo

Orkustofnun

Askja

Iðnaðarráðuneytið

Orkuveita Reykjavíkur

Atlantsolía

Ingvar Helgason

Pósturinn

B á Íslandi

Innanríkisráðuneytið

Rafey ehf

Bílabúð Benna

Íslandsvetni ehf.

Rally Reykjavík

Bílgreinasambandið

Íslensk NýOrka

Ramp ehf.

BL

Landsnet

Rarik

Borgarholtsskóli

Landssamtök hjólreiðam.

Reykjavíkurborg

Brimborg

Landsvirkjun

Samband Ísl. Sveitafélaga

Carbon Recycling

Lýsing

Samorka

DHL

Mannvirkjastofnun

Samtök Atvinnulífsins

Efla

Mannvit

Samtök iðanðarins,

Eimskip

Megas ehf.

Samtök um Hreinorkubíla

ENVO ehf.

Metan

Samtök verslunar og þjón.

EVEN hf.

Metanorka ehf.

Siglingastofnun

FÍ B

Nehemía ehf.

Skeljungur

Fjármálaráðuneyti

Norðursigling

Thule Investments

Framtíðarbílar

Northern Light Energy

Toyota á Íslandi

Háskólinn á Akureyri.

Nýja Sendibílastöðin

Umferðarstofa

Háskóli Íslands,

Nýsköpunarmiðstöð Ísl.

Umhverfisráðuneytið

Háskólinn í Reykjav.

Orkey ehf

Umhverfisstofnun

Hekla

Orku- og tækniskóli Keilis

Vegagerðin

Höldur

Orkusetur

Vélamiðstöðin


Green Marine Technology er klasi sem starfar innan íslenska sjávarklasans. Fyrirtækin sem taka þátt í þessu verkefni eru tíu talsins en þau leggja öll mikla áherslu á endingargóðar vörur, hagkvæmni, góða nýtingu á orkugjöfum, olíusparnað, vatnssparnað og hreinlæti.

Green Marine Technology ThorIce

Samey

Promens

DIS

Marport

Trefjar

3X stál

POLAR

Navis

Naust Marine

Loks er það klasinn Landsvarmi sem er hópur fyrirtækja og stofnana sem vinnur að því að þróa staðlaðar lausnir fyrir uppsetningu á varmadælum á svokölluðum köldum þéttbýlissvæðum.

Landsvarmi Vesturbyggð

Snæfellsbær

Súðavíkurhreppur

Sveitarf. Hornafj.

3.7 Þjónusta Fulltrúar fyrirtækjanna voru spurðir hvort þeir hefðu nýtt sér þjónustu þeirra aðila sem koma að verkefninu þ.e.a.s. Samtaka iðnaðarins, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar og Clean Tech Iceland.

Fulltrúar fyrirtækjanna ekki mjög meðvitaðir um hvaða þjónusta er í boði Nokkrir nefndu að þeir hefðu nýtt sér þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar í tengslum við atvinnuátaksverkefni. Almennt höfðu menn ekki miklar skoðanir á þessari þjónustu né reynslu. Margir nefndu að þeir væru sér ekki vel meðvitaðir um í hverju þjónustan fælist eða gerðu sér ekki grein fyrir hvort þeir gætu nýtt sér þessa þjónustu. Spurt var um nokkra þjónustuþætti og viðhorf til þeirra og var algengast að fyrirtækin nefndu sameiginlega fundi þar sem fyrirtækin hittast og ræða málin. Einnig var spurt um hvaða fræðslu fyrirtækin teldu gott að fá. Það sem helst var nefnt í því samhengi var fræðsla um samningagerð og beina markaðssetningu. Ekki kom fram mikil gagnrýni á þessa aðila. Einn viðmælandinn gagnrýndi þó Samtök iðnaðarins fyrir að ganga of hart fram í virkjanamálum og annar talaði um að Nýsköpunarmiðstöð væri að sinna þjónustu sem einkaaðilar væru einnig að bjóða t.d. í tengslum við mengunarmælingar. Einn viðmælenda talaði um að það virtist skipta mestu fyrir þjónustuaðilana að þeir sem þar starfi komist sjálfir í ferðalög. „Þeir litlu fjármunir sem er úr að moða fara í að reka stofnanir, en ekki til að þjóna fyrirtækjunum beint,“ sagði þessi aðili og bætti við: „Fulltrúar þessara stofnana eru heldur ekki fyrirtækjafólk, heldur embættismenn. Hafa annað mentalitet en þeir sem eru að vinna í fyrirtækjunum,“ sagði hann.

Ábendingar um verkefni og þjónustu Í samtölum við fulltrúa fyrirtækjanna komu fram nokkrar hugmyndir og ábendingar um verkefni og þjónustu sem talið var að vantaði hér á landi:

Gagnagrunnur um þjónustu og regluverk Þjónusta, upplýsingamiðlun og stjórnsýsla mætti vera aðgengilegri og helst á einum stað. Einn nefndi að útbúa ætti gagnagrunn um regluverk. Viðkomandi taldi reyndar að Umhverfisstofnun hefði staðið sig ágætlega í því, en alltaf mætti gera betur. Einnig væri spurning hvort Samtök iðnaðarins gætu til dæmis haldið utan um slíkan gagnagrunn. 35


Umboðsmaður fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum Velt var upp þeirri hugmynd að Samtök iðnaðarins kæmu sér upp umboðsmanni fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum. Þetta væri sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem eru að takast á við flókið reglugerðarumhverfi, sem er oft hlutskipti fyrirtækja í grænni tækni.

Átak í því að laða til landsins fyrirtæki í grænni tækni Ábendingar komu fram um að ekki væri nóg að gert varðandi það að markaðssetja landið gagnvart fyrirtækjum í grænni tækni og reyna að laða þau til landsins. „Því meira sem er að gerast í okkar iðnaði hér á landi því betra fyrir okkur,“ sagði einn viðmælenda. Hann benti á að mikil samkeppni væri á milli landa og svæða um að fá til sín þessi fyrirtæki. Hann sagðist þannig hafa verið í samskiptum við fulltrúa fyrirtækis sem var að íhuga að koma til Íslands. „Fyrirtækið var að vinna í svipuðum verkefnum og við og það hefði verið gott að fá það hingað sem samstarfsfyrirtæki.“ Hann sagði að umrætt fyrirtæki hefði á endanum ákveðið að setja upp starfsemi annars staðar. Velti hann því fyrir sér hvort nóg hefði verið gert í að markassetja Ísland gagnvart þessum aðilum.

Tæknimenntaður starfsmaður í utanríkisþjónustu Lagt var til að utanríkisþjónustan kæmi sér upp starfsmanni sem væri tæknimenntaður og gæti unnið með fyrirtækjum í að afla ákveðinna gagna sem oft er óskað eftir. Í samskiptum við erlend fyrirtæki og önnur ríki er gott að geta vísað á slíka aðila sem þekkja til og geta gefið skýr svör varðandi flókin tæknileg úrlausnarefni.

Gagnaöflun og rannsóknarvinna óháðs þriðja aðila Kostur væri ef aðili eins og Nýsköpunarmiðstöð, sem litið er á sem óháðan þriðja aðila, væri öflugri í að sinna ákveðnum rannsóknum og afla gagna sem mikilvægt er að séu fyrir hendi t.d. í tengslum við ákvarðanir hins opinbera og viðskipti milli landa. Í dag þurfa fyrirtækin sjálf að standa straum af kostnaði við þessar rannsóknir. Viðskiptavinir vilji aftur á móti oft frekar opinberar skýrslur en skýrslur frá fyrirtækjunum sjálfum.

Neyðarlína v. milliríkjaviðskipta Gott væri að fá skjóta þjónustu, eins konar neyðarlínu, hjá aðilum sem þekkja vel til milliríkjaviðskipta til að leysa mál sem koma upp t.d. þegar verið er að flytja út vöru.

Samtök byggingarráðgjafa og samstarf Upp kom hugmynd um að stofna samtök byggingaráðgjafa með áherslu á vistvænar byggingar. Einnig var rætt um að hægt væri að tengja saman þá sem eru að þjóna bæjarfélögum og kanna hvort að þeir geti ekki unnið saman.

Samræming kerfa Samræming kerfa til lágmörkunar kostnaðar og samstarf við umhverfisgreiningaraðila á vistferlum (LCA, LCC).

Vikulegir vinnufundir Vikulegir „vinnufundir“ gætu myndað góðan og frjóan jarðveg til langs og skamms tíma, þar sem sprotafyrirtæki, fjárfestar og aðrir tengdir aðilar gætu rætt reglulega saman, formlega sem óformlega. Þetta ætti að vera opinber vettvangur þar sem allir áhugasamir um þessi mál gætu "dottið inn" og athugað hvað er að gerast. Þeir fundir sem haldnir eru verða stundum svolítið uppblásnir og formlegir, þó þeir eigi vissulega rétt á sér líka, sagði einn viðmælandinn.

Tvísköttunarsamningar og aðrar álögur Íslensk stjórnvöld gætu lagt sitt að mörkum til að greiða fyrir viðskiptum með því að stuðla að gerð tvísköttunarsamninga. Slíkur samningur er t.d. ekki til fyrir Chile sem skapar aukinn kostnað fyrir þau fyrirtæki sem þar hafa starfsemi. „Witholding tax“ er annað vandamál. Einhverjir fara í kringum þetta í hinum stóra heimi, sagði viðmælandinn.

36


Upplýsingar um öryggi starfsmanna í fjarlægum löndum Upplýsingar um öryggismál í fjarlægum löndum sem fyrirtækin eru að fara inn í, en utanríkisráðuneytið virðist hafa takmarkaða getu á því sviði. Menn hafa m.a. verið að styðjast við ábendingar danskra og norskra yfirvalda.

Lögfræðiþjónusta og önnur aðstoð Þörf er á lögfræðiþjónustu, rekstrarþjónustu, aðstoð við gerð viðskiptalíkana og áætlanagerð. Mætti vera hluti af þjónustu fyrir lítil fyrirtæki. Samtök iðnaðarins mættu vera með lögfræðinga og rekstrarfræðinga og sérfræðinga í upplýsingakerfum sem gætu hjálpað fyrirtækjum að koma sér af stað. Fyrirtæki eru að líða fyrir það að hafa ekki efni á lögfræðingum og ekki efni á að sækja um einkaleyfi. Veikir starfsemi og getur valdið því að fyrirtæki er að glíma við afleiðingar þess í langan tíma. Getur hægt á uppbyggingu og veikt samkeppnisstöðu.

Vinna meira með ímynd Íslands og vinna þvert á greinar Það þarf að gera meira af því að miðla til okkar viðskiptalanda hversu einstakar aðstæður eru hér í tengslum við hreint vatn og græna orku. Stilla þarf Íslandi upp sem landi sem býður umhverfisvæn og hrein matvæli. Ísland þarf að búa til ímynd sem almennur matvælaframleiðandi, þarf ekki bara að vera fiskur. Í dag eru Kínamúrar á milli greina í matvælavinnslu. Ætti að vera meiri samvinna meðal þeirra sem eru að selja matvæli erlendis. Milli greina og innan greina. Nota þær leiðir sem eru til staðar í sölunni. Ættum að vinna þvert á greinar. Norðmenn t.d. markaðssetja norsk matvæli sem örugg, góð og fersk.

37


4. Áskoranir og tækifæri í einstökum greinum Í viðtölunum komu fram ýmsar ábendingar um áskoranir og tækifæri sem eru sértækar og falla undir einstakar greinar innan grænnar tækni. Meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkrar af þeim hugleiðingum sem komu fram.

4.1 Orkuframleiðsla og tengd starfsemi Sumir höfðu áhyggjur af því að Íslendingar ættu á hættu að dragast aftur úr í tengslum við jarðhita. Nýtingu hjá okkur mætti t.d. bæta, og mikilvægt væri að vera opnari fyrir nýrri tækni og valkostum.

Má nýta tækifærin betur Talað var um að það mætti nýta lághitavarma betur t.d. í tengslum við gróðurhús. Miklir möguleikar væru fyrir hendi og mikið vatn og jarðhiti væri t.d. á Hellisheiði, sem er mjög jákvætt. Þó verður að leysa ákveðna umhverfisþætti sérstaklega í virkjunum sem eru nálægt þéttbýli.

Auka má úrvinnslu á áli og efla þróun og menntun Einn viðmælenda sagði að auka mætti uppbyggingu í kringum áliðnaðinn og stuðla að meiri úrvinnslu og „kreista „meira út úr þeim álverum sem hér eru. Hann benti á að skref hefðu verið stigin í þessa átt. „Nú er t.d. verið að framleiða ál sem er meira að gæðum en áður, en það er hægt að gera meira. Vantar meiri uppbyggingu í tengslum við rannsóknir, þróun og menntun. Til er heil stofnun sem stundar rannsóknir á hafinu og svo er Matís, en það er ekkert í kringum áliðnaðinn. Ekki einu sinn einn maður í háskólaumhverfinu,“ sagði hann.

4.2 Úrgangur og endurvinnsla Talað var um að það hefði orðið mikil vitundarvakning meðal almennings hvað varðar endurvinnslu. Almennt var þó talið að það vantaði betri kynningu af hálfu stjórnvalda og þeirra sem væru í greininni um gildi endurvinnslu og hvernig staðið er að málum er kemur að úrvinnslu og endurnýtingu.

Vantar upplýsta umræðu um endurvinnslu Umræðan er ekki upplýst og oft koma fram viðhorf um að allt sorp lendi á endanum á sama stað o.s.frv. Í slíkum tilvikum virðist oft eins og verið sé að leita að afsökun fyrir því að gera hlutina ekki almennilega og samkvæmt bókinni, að mati eins viðmælanda. Aðili sem hafði reynslu af rekstri endurvinnslu í Evrópu talaði um að aðgengi okkar að heitu og köldu vatni og geta til að þurrka með hagkvæmari hætti geri endurvinnsluna mun auðveldari hér en víða annars staðar. „Öll hreinsun og þurrkun á efni er auðveldari hér. Í því geta falist ákveðin tækifæri,“ sagði hann. Fulltrúi eins fyrirtækjanna sem rætt var við taldi áhugavert að skoða hversu mörg störf skapast vegna endurvinnslu. Víða væri litið svo á að í þessum geira séu tækifæri til að vaxa. „Hægt er að bæta og efla endurvinnslugeirann,“ sagði hann og skapa með því ný störf.

Skilagjalds- og úrvinnslusjóðir Mikið var rætt um þá skilagjalds- og úrvinnslusjóði sem hér eru starfræktir og þá hvata sem skapast með því fyrirkomulagi sem er í dag. Spurt var hvort fast gjald fyrir sorphirðu skapaði hvata til að draga úr sorpi og flokka það betur.

Sjóðir stuðla að betri skilum Einn viðmælandi talaði um að úrvinnslusjóðir stuðluðu að kerfi sem væri mjög jákvætt og gott. Hann hefði það hlutverk að ýta undir hagkvæmni þar sem hagkvæmni væri ekki fyrir að fara. Talað var um að þetta væri mjög gott kerfi til að tryggja að hlutir eins og dekk og bílhræ væru ekki að hlaðast upp úti í náttúrunni eða í vegaköntum, þar sem þeir eiga alls ekki heima. Skapaðir eru hvatar og ákveðin samkeppni um að þessum hlutum sé safnað saman og ráðstafað með skynsamlegum hætti. Jafnvel þótt vitundarvakning hafi orðið meðal fólks um mikilvægi þess að endurvinna er nauðsynlegt að ákveðnir ferlar séu til staðar og að arðbært sé að taka á móti hráefni. „Úrvinnslusjóður er að virka nokkuð vel að því leyti að meira af rusli er að skila sér til þeirra aðila sem eru líklegir til þess að koma því fyrir með einhverjum skynsamlegum hætti,“ sagði viðmælandi jafnframt. 38


Mætti vera meiri hvati til frekari vinnslu hér á landi Einn þeirra sem rætt var við vildi meina að það mætti líka vera meiri hvati til frekari vinnslu hér á landi og meiri sveigjanleiki gagnvart því að þróa nýja hluti. Spurning væri einnig hvort það ætti ekki að vera hærra gjald fyrir meiri úrvinnslu eða aukna vinnslu hér á landi? Í dag er enginn greinarmunur gerður á því hvort endurunnið sé innanlands, en lægra verð sé reyndar greitt fyrir það sem fer í brennslu. „Menn fá sitt úrvinnslugjald óháð því hvernig úrvinnslu er háttað sem hvetur til þess að ódýrasta leiðin sé farin, en ekki endilega sú sem er best fyrir umhverfið“ sagði einn viðmælenda. Hann taldi skynsamlegt að hafa tvö þrep fyrir endurvinnslu. Það sem er endurunnið hér og auðvelt er að hafa eftirlit með og hins vegar það sem er flutt út og erfiðara er að fylgjast með. Annar viðmælandi benti á að í gegnum Carbon footprint tax í Bretlandi hefðu verið skapaðir hvatar til þess að vinna með innlendum endurvinnslufyrirtækjum og um leið er tryggt að allt sé gert samkvæmt bókinni.,,Áður fór allt til Kína. Gegnum þessa lagasetningu var tryggt skattalegt hagræði fyrir þá sem eiga viðskipti við innlend fyrirtæki og vinna vöru betur,” sagði hann.

Lítið gert til að aðstoða þá sem fjárfesta í endurvinnslu Hér á landi virðist þessu nánast öfugt farið og lítið virðist gert til að aðstoða fyrirtæki sem eru að leggja út í fjárfestingu sem stuðlar að bættri nýtingu og aukinni verðmætasköpun til langs tíma. Einn af þeim sem talað var við tók dæmi. „Fyrirtækið var fyrir hrun búið að að leggja grunn að ákveðinni fjárfestingu sem hefði tryggt meiri vinnslu á ákveðnum afurðum. Forsendur gerðu ráð fyrir því gjaldi sem verið var að greiða á þeim tíma sem var x krónur á kíló. Í kjölfar hrunsins var kílóverð lækkað til að ná fram sparnaði hjá Úrvinnslusjóði og um leið var grunninum kippt undan fjárfestingunni. Gerð var tilraun til að fá menn til þess að hætta við þessa lækkun þar sem fyrirtækið væri komið af stað með þessa hugsun. Með því væri úrvinnsla aukin og lagður grunnur að nýjum iðnaði og nýjum störfum. Einnig væri þetta í samræmi við stefnu stjórnvalda um aukna úrvinnslu á sorpi. Skilaboðin sem við fengum voru að ekki væri vilji til að koma til móts við okkur og að betra væri einfaldlega að urða þetta sorp. Fyrirtækið ákvað þrátt fyrir þetta að fara út í þessa vinnslu, en við hana sköpuðust nokkur ársverk.“ Þessi viðmælandi talaði einnig um að reynslan væri sú að þegar lagt væri í ákveðna fjárfestingu sem bætir aðstöðu og skapar hagræðingu fyrir fyrirtæki og samfélagið hefði fyrirtækið ekki nema ár til að greiða niður fjárfestingu, en þá lækkar framlag Úrvinnslusjóðs. Þetta dregur úr hvata til að fara í fjárfestingar. „Æskilegra væri að fyrirtækið fengi lengri tíma til að greiða niður fjárfestinguna, því ef fjárfesting greiðir sig ekki niður á einu ári er hún ekki fýsileg“, samkvæmt viðmælanda.

Reglur um úrvinnslu á raftækjum ekki góðar Fulltrúi eins fyrirtækis vildi meina að sum skilakerfin væru ekki að virka nógu vel. Kannski gagnvart neytendum en ekki gagnvart endurvinnslufyrirtækjunum. „Þau hafa t.d. ekki borgað fyrir ljósaperur. Ljósabúnaður sem notaður er átti að bera kostnað varðandi það. Ljósabúðirnar sem skila kannski mestum ljósaperum, skila bara perunum, en ekki er skilgreint hver á að bera kostnað af því.“ Einn viðmælenda talaði um að hér á landi væru almennt ekki góðar reglur um úrvinnslu raftækja og að eftirlit væri ekki nógu skilvirkt. Hann nefndi að í löndum eins og Bretlandi og Þýskalandi er bannað með lögum að henda raftækjum í ruslið. Samkvæmt WEEE-reglugerðinni [Waste Electrical and Electronic Equipmenttilskipun Evrópusambandsins] eiga vörur sem mega ekki fara í ruslið að vera merktar. „Því miður hafa yfirvöld hér á Íslandi ekki staðið sig í því að mennta fólk í hvað það eigi að gera við þær vörur,“ sagði hann.

Má draga úr yfirbyggingu hjá sjóðum og sameina þá Nokkur umræða var um yfirbyggingu hjá einstökum sjóðum. Þannig kom fram ákveðin gagnrýni á pokasjóð. „Rekstur Pokasjóðs er of dýr. Af 20-25 krónum sem þú borgar fyrir plastpokann fara 7 krónur í pokasjóð. Helmingur fer svo til þeirra sem leggja peninga til pokasjóðs og helmingur tekur stjórn pokasjóðs ákvörðun um.“ Sá sem þetta sagði taldi að það gæti örvað nýsköpun ef lagt væri hærra gjald á pokana, til dæmis um 100 krónur, og fjámunirnir síðan lagðir í raunhæf, raunveruleg verkefni. Hann benti á að á Ítalíu og Írlandi væru unnin áhugaverð verkefni fyrir þessa fjármuni. 39


Mál sem lúta að skilagjaldi á raftækjum virðast vera í ólestri nú og næsta árið, að mati eins þeirra sem talað var við: „Úrvinnslusjóður á að taka þetta yfir,“ sagði hann og bætti við að samkvæmt Evróputilskipun ætti að vera sér kerfi í hverju tilviki. „Hér eru aðstæður aftur á móti þannig og þetta er svo lítið að það þarf að nýta samlegðina. Úrvinnslusjóður getur sett þetta inn hjá sér án þess að bæta við mannskap. Það er alltaf neytendum í hag ef hægt er að draga úr yfirbyggingu. Þingið þarf að breyta þessu þó ekki sé breytinga að vænta næsta árið.“

Of há gjöld vegna eftirlits Eitt af því sem rætt var voru há gjöld vegna heimsókna eftirlitsstofnana og eftirlitsgjöld. „Ef einkarekið fyrirtæki er að setja upp endurvinnslustöðvar eru kröfurnar miklar og gjöldin mjög há sem dregur úr hvata til þess að setja upp slíkar stöðvar,“ sagði fulltrúi eins af fyrirtækjunum. Kröfur fyrir þessar stöðvar lúta m.a. að afrennsliskerfi og hvað má renna um það kerfi. Allt þetta ferli er mjög flókið og dýrt að mati viðmælandans. „Fyrst þarf leyfi og svo koma öll gjöldin, heimsóknargjöld, eftirlitsgjöld og leyfisgjöld. Hjá fyrirtækinu fara í þetta töluverðir fjármunir. Ofan á þetta bætist að mörk á frárennsli eru svo lág að ekki er hægt að mæta þeim. Þetta eru Evrópumörk sem erfitt er að mæta hér í dreifbýlinu.“ Að hans mati refsar kerfið þannig fyrir ákveðna uppbyggingu sem er af hinu góða fyrir samfélagið. „Betra væri að fyrirtæki hefðu eftirlit með sjálfum sér í gegnum kerfi eins og t.d. ISO kerfi. Opinberir aðilar gætu komið og tekið stikkprufur og í raun fyrst og fremst haft eftirlit með eftirlitskerfum fyrirtækjanna sjálfra.“

Vantar stuðning við að þróa nýjar lausnir Loks var nefnt að einkafyrirtæki sem eru í sorphirðu gætu almennt þegið meiri stuðning frá hinu opinbera í tengslum við vöruþróun og þróun á nýjum lausnum. „Samskiptin eru meira á þá vegu að lagðar séu kvaðir á þessi fyrirtæki, fremur en að stuðla að framförum og aukinni þróun á þessu sviði,“ sagði einn viðmælandinn.

4.3 Orkusparnaður og orkuskipti í samgöngum Nokkrar ábendingar komu varðandi orkuskipti í samgöngum. Hópur fyrirtækja hefur verið settur á fót til að stuðla að þróun á þessu sviði, en mörg virðast eiga erfitt uppdráttar og takast þarf á við margar hindranir. Stór hluti þeirra er starfar undir þessum hatti taldi að almennt þyrfti að vinna meira að því að útfæra hver sé stefna og stuðningur opinberra aðila við uppbyggingu innviða í grænni samgönguorku.

Skattar á eldsneyti skila sér illa í þróun á nýjum kostum Rætt var um metanframleiðslu sem fyrst og fremst hefur verið kostuð og þróuð af Sorpu. Einn viðmælenda benti á að markmiðið með því að fara í þessa framleiðslu væri að sýna fram á að fyrirtækið væri að axla ábyrgð í tengslum við að þróa nýja eldsneytiskosti sem verður að teljast jákvætt. Þessi vinna hefur aftur á móti frekar orðið til að skaða ímynd fyrirtækisins. Mikil umræða hefur verið um vandamál tengd þessari vinnu, en minna hefur farið fyrir umræðu um kostina sem henni fylgja. Þeir aðilar sem eru í þessari framleiðslu eða eru að leggja í slíka þróun töluðu um að stuðningur frá hinu opinbera í tengslum við framleiðsluna hefði verið takmarkaður. Bent var á að almennt hefði lítið gerst hjá opinberum aðilum hvort sem litið er til fjármögnunar eða innleiðingar á grænum lausnum. Reykjavíkurborg hafi þó tekið einhver skref í þá veru að innleiða vistvæn samgöngutæki. Bent var á að Norðmenn hefðu skapað hvata til að kaupa rafbíla m.a. með því að gefa þeim kost á að keyra eftir strætóakgreinum. Víða erlendis er ríkið að greiða þeim sem standa í framleiðslu af þessum toga t.d. í Þýskalandi. Hér á landi hefur ríkið aftur á móti ekki lagt til krónu. Þetta er í raun nokkuð sérstakt, sagði einn þeirra sem rætt var við. „Búið er að leggja sérstaka skatta á jarðefnaeldsneyti sem á að greiða fyrir því að endurnýjanlegt eldsneyti komi á markaðinn, en síðan þegar leitað er til ráðuneyta um hvernig aðgengi að þessu fjármagni sé háttað er engin sem er búin að taka neinar ákvarðanir um það og þessir fjármunir fara bara í hítina. Framlag til rannsókna á þessu sviði hefur a.m.k. ekki hækkað sem neinu nemur ennþá,“ sagði hann.

40


Fyrirtækin almennt að berjast í bökkum Mat eins viðmælendans var að allir sem væru að vinna að orkuskiptum væru meira og minna að berjast í bökkum og að fyrirtækjum gengi almennt illa. Fjárfestingaumhverfið væri mjög erfitt. Almennt vantar þolinmótt fjármagn inn í þennan geira að mati flestra viðmælenda og einnig fjármagn á lægri vöxtum fyrir þá sem vilja taka lán fyrir stofnkostnaði.,,Það ættu að vera sérstakir hvatar inni í þessu umhverfi og einnig mættu vera sjóðir sem bjóða ódýra fjármögnun. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að innleiða tækni sem þegar er komin áratugareynsla á t.d. á Norðurlöndum. Lán fyrir stofnkostnaði í slíkum tilvikum þyrftu að vera í boði, en einnig þarf að bjóða tímabundna framleiðsluívilnun,” sagði hann.

Erfitt að þróa dreifieiðir fyrir vistvæna orkugjafa Nokkrir af þeim sem rætt var við sögðu að flöskuháls varðandi þróun væru innviðir í dreifingu, en geta til að dreifa vistvænum orkugjöfum þarf að haldast í hendur við innleiðingu tækja. Það er t.d. dýrt að setja upp dælustöð fyrir metan og erfitt að dreifa því. Upp kom hugmynd um að álfélög gætu komið inn í samstarf varðandi metanið og gætu hjálpað til varðandi dreifingu.

Má auka samvinnu milli þeirra sem eru að framleiða lífdísel og metangas Nokkuð var rætt um aukna samvinnu þeirra aðila sem eru að framleiða lífdísel og metangas. Hægt væri að vinna meira saman í tengslum við þróun á þessari vinnslu hér á landi. Eðlilegt væri t.d. að þeir fáu aðilar sem eru að vinna í að framleiða lífdísel snúi bökum saman. Aðilar út um allt land sem eru að kanna hvort ekki sé hagkvæmt að framleiða lífdísel. Spurning væri þó hvernig best væri að framkvæma þetta? Ættu kannski að vera þrjár til fjórar verksmiðjur, hver í sínum landshluta? Með því er hægt að spara flutningskostnað. Ein hugmynd að samstarfi sem nefnd var er í tengslum við þróun á söfnunarþættinum, sem er eitt af lykilatriðum í tengslum við framfarir í lífdísel framleiðslu. „Tengja þyrfti saman sveitarfélög sem eru með lífrænan úrgang og einnig væri hægt að tengja bændur inn í þetta sem leggja til saur frá dýrum. Lífrænn áburður er aukaafurð sem verður til við framleiðsluna. Mörg stór fyrirtæki hafa ekki verið að flokka sorp. Þau geta líka lagt til lífrænt sorp t.d. frá stóreldhúsum. Þetta er gert í Danmörku. Á Íslandi erum við með takmarkað hráefni og höfum ekki sömu stærðarhagkvæmni og aðilar erlendis,“ sagði einn viðmælenda. Hann taldi jafnframt að hér væri mikilvægt að leita leiða til að auka framleiðslu úr takmörkuðu magni úrgangs. Nefndi hann það sem sérstaklega áhugavert samstarfs- og þróunarverkefni. Bent var á að gera mætti meira af því að tengja saman notendur bíla, söluaðila og veitendur þjónustunnar. Græna orkan er auðvitað kjörinn vettvangur fyrir slíka samvinnu, en ekki hefur verið næg áhersla á verkefni sem tengjast nýtingu á metangasi, en þar hefur vöxturinn verið hraðastur. Fjöldi bíla hefur farið úr um 150 upp í 1200 á aðeins tveimur árum.

Vantar þekkingu á eldsneytis- og olíuiðnaði Talað var um að innan opinbera geirans væri mjög lítil þekking á eldsneyti og því hvernig olíuiðnaðurinn vinnur eða hvernig aðstæður eru í öðrum löndum Evrópu. Fyrirtækin hafi sjálf þurft að vinna mjög mikla vinnu til þess að afla þekkingar og til þess að geta staðið upp í hárinu á þeim sem eru þegar á markaðnum.

41


42


5. Niðurstaða Áhugi á fyrirtækjum í grænni tækni hefur aukist töluvert á síðustu árum. Þetta hefur gerst í kjölfar mikillar umræðu um umhverfismál og rannsókna sem benda til að athafnir manna séu að valda óafturkræfum skaða á náttúrulegu jafnvægi á jörðinni. Einn af megindrifkröftunum að baki þessari þróun hefur verið krafan um að notaðir séu hagrænir hvatar til þess að byggja upp öflug og sjálfbær fyrirtæki sem takast á við þau vandamál sem um ræðir. Samdráttur í efnahagslífi síðustu misseri ætti ekki að draga úr þessum áhuga, en við slíkar aðstæður verður mikils um vert að geta gert meira fyrir minna. Ísland hefur nokkra sérstöðu þegar kemur að samanburði við aðrar þjóðir í tengslum við umhverfismál. Landið er eitt af strjálbýlustu löndum heims út í miðju hafi í nokkurri fjarlægð frá þéttbýlum og iðnvæddum svæðum. Hér er aðgangur að hreinu vatni nánast ótakmarkaður, mikið framboð af endurnýjanlegri orku og gjöful fiskimið í kringum landið, en umgengni um þau hefur mikil áhrif á lífsviðurværi fólks í landinu. Þetta umhverfi hefur haft mikil áhrif á atvinnuhætti. Íslendingar hafa þannig oft verið í hópi forystuþjóða í heiminum þegar kemur að þróun í nýtingu jarðhita og í ýmsu því er lýtur að hafrétti, fiskveiðistjórnun og veiðum og vinnslu. Ofangreind sérstaða mótar að einhverju leyti áherslur þegar kemur að þróun fyrirtækja í grænni tækni hér á landi, en öflugustu fyrirtækin hafa óneitanlega byggst upp í kringum sjálfbæra orkuframleiðslu. Þannig nemur hlutdeild orkuframleiðslu í grænni tækni um 61% af heildarumsvifum þegar litið er til veltu, flutningar á orku koma næst með 17% hlutdeild. Þessir aðilar voru líka umsvifamestir þegar kom að öflun gjaldeyristekna, en útflutningur fyrirtækjanna í grænni tækni nemur um 60-65 milljörðum og eru þau með starfsemi í 15 löndum. Uppbygging í orkugeiranum og viðskipti við stóra orkukaupendur hefur haft mikil áhrif á umræðuna hér og að einhverju leyti skipt þjóðinni upp í fylkingar. Umræðan er þannig komin ofan í ákveðnar skotgrafir þar sem pólitísk öfl, tilfinningar og hugsjónir takast á í meira mæli en þekkist þegar rætt er um viðskipti af öðrum toga. Tekist er á um hvort byggja eigi á þeim grunni sem hefur verið lagður og halda áfram, stöðva þá þróun, eða hvort halda eigi í einhverja allt aðra átt. Inn í þessa umræðu blandast svo skoðanaskipti um hvort gengið skuli lengra eða skemur í því að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar eða hvort taka eigi mið af hinum séríslensku aðstæðum. Þeir sem talað var við í tengslum við gerð þessarar skýrslu og voru í þeim hópi sem vildi halda áfram á svipaðri braut, höfðu af því áhyggjur að hér myndi ákveðin þekking tapast ef of hart væri gengið fram í því að gíra niður orkutengdar framkvæmdir. Eins og staðan er í dag er enginn skortur á starfsfólki hjá mörgum fyrirtækjanna og sum þeirra hafa heldur verið að fækka starfsmönnum eða minnka starfshlutfall þeirra. Verkefnum hér á landi hefur fækkað verulega. Nokkur fyrirtækjanna hafa reyndar mætt þessum vanda með því að efla erlenda starfsemi og á þetta sérstaklega við um þau sem tengjast verkfræði- eða ráðgjafaþjónustu. Ef fara á nýjar leiðir og efla nýja atvinnustarfsemi, þarf að skapa aðstæður sem gera það að verkum að ný starfsemi dafni og viðhorf til starfseminnar þarf að vera fremur jákvætt. Það þarf líka að vera til sæmilega stór hópur fólks sem hefur yfir þeirri þekkingu að ráða sem þessi starfsemi þarf á að halda. Að örva áhuga á raungreina- og tæknimenntun hér á landi og styrkja þekkingu á sviði eðlis- og efnafræði og iðnaðarferlum er liður í því að skapa þennan þekkingargrunn. Önnur leið er sú að laða hingað til lands fólk með reynslu og þekkingu á ákveðnum sviðum. Eitt af því sem kemur í veg fyrir að hægt sé að fá ævinlega besta starfsfólkið eru hindranir sem tengjast því að fá atvinnuleyfi fyrir fólk frá ríkjum utan EES svæðisins, en hér á landi virðist sem gengið sé lengra en víða annars staðar í að framfylgja reglum um slík atvinnuleyfi. Viðmælendur voru almennt sammála um að helstu kostir þess að setja upp fyrirtæki í þróun og nýsköpun hér á landi væru að boðleiðir væru stuttar og einnig væri ákveðinn sveigjanleiki fyrir hendi. Fólk er opið fyrir því að prófa nýja hluti og er fremur þjónustulundað. Fyrir fyrirtækin sem eru að stíga fyrstu skrefin með nýjar hugmyndir þarf að vera aðgangur að fjármagni sem þolir þá áhættu sem fylgir nýsköpun. Þó styrkjaumhverfið hér sé um margt gott þá kvarta fyrirtækin yfir því að styrkir séu almennt lágir, umsóknarferlið sé flókið og því fylgi mikið skrifræði.

43


Almennt virðist fjárfestingaumhverfið í tengslum við græna tækni vera fremur vanþróað. Áhættufjárfestingarsjóði og aðgengi að fjármögnun vantar og þekking meðal fjárfesta virðist vera takmörkuð. Sprotafyrirtækjum sem rætt var við í tengslum við þetta verkefni gengur reyndar erfiðlega að laða að bæði innlenda sem erlenda fjárfesta, þetta á reyndar sérstaklega við um fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl í tengslum við orkusparnað og orkuskipti. Stóru orkufyrirtækin í landinu hafa verið nokkuð dugleg við að styðja við bakið á hluta þeirrar starfsemi sem hefur sprottið upp í kringum þau, en fyrirtæki sem starfa í meiri fjarlægð frá þeim eiga erfiðara uppdráttar. Þó gildi þess að einkaleyfaverja vöru sé umdeilt hafa fæst fyrirtækjanna þekkingu né fjármagn til að leggja upp í þá vegferð, jafnvel þó áhugi væri fyrir hendi. Ljóst er að umræða um gildi þess að sækja um slík leyfi mætti vera meiri hér á landi, en almennt sækja Íslendingar sjaldnar um einkaleyfi en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Svo virðist vera sem fyrirtæki sem eru að komast af sprotastigi, eru komin í ákveðna stærð og að hefja framleiðslu og útflutning, eigi líka erfitt með að fá fyrirgreiðslu í tengslum við fjármögnun. Bankakerfið er ekki að mæta þörfum þeirra og eins eru fjárfestar mjög áhættufælnir. Bent var á að nokkur þessara fyrirtækja hefðu hrakist úr landi til ríkja þar sem umhverfið er þeim hagstæðara. Pólitísk óvissa hér á landi, skattastefna og gjaldeyrishöft setja strik í reikninginn og gera umhverfi fyrir fjárfesta enn síður fýsilegt. Eitt af því sem einkennir umhverfi þeirra sem starfa í grænni tækni er hin sterka aðkoma opinberra aðila á þeim markaði. Nokkuð var talað um að hinir opinberu aðilar hefðu á undanförnum árum verið að taka meira til sín af verkefnum einkaaðila og minna væri nú um útboð verkefna. Talað var um mikilvægi þess að opinberu fyrirtækin væru að vinna með einkageiranum, en ekki að drepa niður frumkvæði og þróun. Samkeppni milli einkafyrirtækjanna verður líka að vera byggð á jafnræði og þar er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki beiti sér ekki með óeðlilegum hætti til að hindra starfsemi nýrra sprota. Þó samkeppni sé oft hörð voru menn á því að samvinna væri einnig mikil og yfir 70% af fyrirtækjunum töldu að mjög gott samstarf væri á milli fyrirtækjanna. Flestir voru einnig á því að samskipti við birgja væru góð og oft væru þeir mjög öflugir við að styðja fyrirtækin í sínu starfi. Af þeim sem talað var við var um helmingur sem gat ekki nefnt neitt sem þeir töldu að þyrfti að breyta í tolla- eða lagaumhverfinu. Allnokkrir, eða um 20% aðspurðra vildu meina að tækifæri og vöxtur gæti falist í þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tolla- og lagaumhverfinu, en þær breytingar hafa m.a. gengið út á tollaívilnanir fyrir bíla sem ekki ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þeir sem vildu sjá breytingar töluðu um að hér væru menn nokkuð duglegir við að setja reglur, en allt of oft væri ekki búið að útfæra þær, fara í gegnum hvað væri raunhæft og hver kostnaðurinn yrði. Einnig var því haldið fram að ekki væri næg eftirfylgni í að hrinda lögum í framkvæmd, að eftirlit væri ekki nógu gott og oft gætti misræmis í framgöngu þeirra stofnana sem eiga að sjá til þess að lögum sé framfylgt. Þegar fulltrúar þeirra fyrirtækja sem rætt var við voru spurðir um gæði þeirrar þjónustu sem þeir aðilar sem standa að gerð þessarar skýrslu eru að bjóða, höfðu fæstir nýtt sér hana. Meginástæðan í flestum tilvikum var í rauninni sú að þeir þekktu ekki til þjónustunnar sem í boði er hjá þeim. Almennt verður að segja að flóra þeirra fyrirtækja sem falla undir græna tækni sé fremur margslungin og flókin. Við fyrstu sýn mætti ætla að erfitt sé að finna samnefnara fyrir öll þessi fyrirtæki. Slíkir samnefnarar eru þó til. Í þessari skýrslu hefur verið reynt að kanna viðhorf þeirra sem stýra fyrirtækjunum og finna mismunandi snertifleti og skipa fyrirtækjum í hópa eftir því á hvaða sviði þau eru að vinna, hverjir kaupendurnir eru og inn á hvaða lönd verið er að selja. Það er von höfundar að hægt sé að nota þessa vinnu til að mæta betur þörfum og áhugasviði fyrirtækjanna og til að hugsa fram á veginn í tengslum við uppbygginu þeirra innviða sem þarf að reisa til að tryggja að fyrirtæki í þessari atvinnugrein vaxi og dafni.

44


Heimildir Profile: Cleantech Industry, Australian Cleantech, – Vefslóð: http://www.auscleantech.com.au/ACT_Profile. html - (Efni sótt 10.02.2013.) Areas of Business, Deutsches Cleantech institute, Vefslóð: http://www.dcti.de/en/cleantech/areas-ofbusiness.html - (Efni sótt 29.03.2013) EFLING GRÆNS HAGKERFIS Á ÍSLANDI, Sjálfbær hagsæld – samfélag til fyrirmyndar. 2011. Alþingi, Reykjavík Neal Dikeman, The Seminal List of Authoritative Cleantech Definitions, 2010, Vefslóð: http://www. cleantechblog.com/2010/12/the-seminal-list-of-cleantech-definitions.html - (Efni sótt 15.12.2012) Globe-Net, the business of the environment online, Vefslóð: http://www.globe-net.com/articles/2010/ october/7/clean-tech-job-trends-2010/ - (Efni sótt 10.02.2013.) The green IT/cleantech market opportunities, http://thegreenitreport.blogspot.com. Vefslóð: http:// thegreenitreport.blogspot.com/p/green-it-communications-and-cleantech.html - (Efni sótt 10.02.2013.) Vince Knowles, Coming clean, The Global Cleantech Innovation Index,2011 Cleantech Group, WWF

45


Viðauki Meðfylgjandi er útskrift af þeim grunngögnum sem unnið var með í tengslum við viðtöl við fyrirtækin: 1. Bréf til fyrirtækja þar sem óskað var eftir samstarfi 2. Spurningalisti sem stuðst var við í tengslum við viðtölin

Bréf til fyrirtækja Ágæti viðtakandi Ég er að að vinna að verkefni sem er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Íslandsstofu og stjórnar CleanTech Iceland. Markmið verkefnisins er að kortleggja stöðu og meta tækifæri fyrirtækja er tengjast grænni tækni á Íslandi. Þessa dagana er ég er að taka viðtöl við fulltrúa fyrirtækja sem tengjast grænni tækni. Með grænni tækni er átt við tækni sem bætir framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefnanotkun eða orkunotkun og minnkar um leið úrgang, sóun eða mengun. Ég ætlaði að kanna hvort ég gæti fengið að hitta þig eða einhvern frá ykkur varðandi þetta verkefni næstu daga? Ætlunin er að fá svör við nokkrum spurningum sem auðvelda kortlagninguna. Með kveðju Vilhjálmur Jens Árnason Sími 824 4378

Spurningalisti sem stuðst var við Almennt um fyrirtækið Nafn á fyrirtæki: Hvar er fyrirtæki: Nafn á viðmælanda: Heimasíða: Hvenær var fyrirtækið stofnað: Eignarhald Fjöldi starfsmanna: Hvaða menntun hafa starfsmenn: Er skortur á starfsfólki með ákveðna menntun fyrir fyrirtækið: Varan Hver er varan: Hver er sérstaða vörunnar: Hvernig varð varan til / Nýsköpun: Hvers vegna fellur vara eða þjónusta undir græna tækni: Á hvaða sviði umhverfistækni er fyrirtækið að vinna Orkuframleiðsla Flutningatækni (flutningur / dreifing)

46


Starfsemi tengd orkuauðlindum Orkunýting Úrgangur og endurnýting Ráðgjöf og þjónusta Annað Hver er velta fyrirtækisins: Hver er áætluð veltuaukning á næstu árum: Á fyrirtækið einkaleyfi á vörunni eða er þörf á einhverju slíku: Árekstur við einkaleyfi annara á þessu sviði: Útflutningur Hversu stór hluti af tekjum tengist útflutningi: Eru uppi áætlanir um aukinn útflutning: Til hvaða landa hefur fyrirtækið verið að selja: Sjáið þið tækifæri til að selja til annarra landa: Hvernig fer sala fram: Bein sala Eigið útibú: Partner/Endursöluaðili: Samstarfsaðilar: Internet: Annað: Markhópar hverjir eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins: Smásala: Dreifing: Heildsala: Framleiðsla: Opinberir aðilar: Annað: Á fyrirtækið auðvelt með að auka framleiðsluna ef eftirspurn eykst: Ef fyrirtæki er ekki í útflutningi Hvað veldur því að fyrirtækið hefur ekki verið í útflutningi: Eru uppi hugmyndir um að hefja útflutning: Inn á hvaða markað og af hverju: Hvaða sölu/dreifileið sjáið þið fyrir ykkur:

47


Birgjar Hverjir eru helstu birgjar: Aðgangur að birgjum: Samkeppni á milli birgja: Gæði þjónustu og vöru: Hvaða þjónustu verður fyrirtækið að sækja erlendis: Fjármögnun Hvernig hefur fyrirtæki fjármagnað sig: Hverjar eru þarfirnar: Hvernig gengur að laða að fjárfesta: Íslenska: Erlenda: Samkeppnis- og hindranagreining Samkeppni við vöru/þjónustu: Helstu mögulegar hindranir s.s. í tolla- og lagaumhverfi: Samstarf Átt þú mikið samstarf við önnur íslensk umhverfistæknifyrirtæki: En önnur erlend umhverfistæknifyrirtæki: Telur þú að hægt sé að auka samstarf fyrirtækja í umhverfistækni á Íslandi: Hvernig, ertu með hugmyndir að sameiginlegum verkefnum: Þjónusta við fyrirtækin Hefur þú nýtt þeir þjónustu þeirra sem standa að þessari athugun Meðfylgjandi eru nokkrar hugmyndir að verkefnum sem hægt væri að bjóða fyrirtækjum í umhverfistækni. Hversu gagnlega telur þú neðangreinda þjónustu, á skalanum 1-10, fyrir þitt fyrirtæki: 1. Fræðslufundir/ námskeið um... markaðssetningu í gegnum internetið beina markaðssetningu verðlagningu samningagerð 2. Viðskiptasendinefndir / Könnunarferðir 3. Sameiginleg þátttaka í vörusýningum 4. Að fyrirtækin hittist og deili reynslu og samböndum: 5. Að stofnuð yrði upplýsingasíða á internetinu um fyrirtæki í umhverfistæknigeiranum Ertu með hugmyndir um aðra þjónustu : Annað sem viðmælandi vill að komi fram :

48


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.