ÍSÍ fréttir - September 2019

Page 1

ÍSÍ FRÉTTIR September 2019


Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is ÍSÍ fréttir 2. tbl. 2019 Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.

ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt Íþróttalögum.

Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru um 345.000 Fjöldi virkra iðkenda er um 100.000 Forsíðumynd: Frá verkefninu Göngum í skólann sem fer fram ár hvert.

Ó LY M P Í U FJ Ö L S K Y L D A Í S Í


ÍSÍ FRÉTTIR 4 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fagnaði stórafmæli í ár, en hlaupið var það þrítugasta sem haldið hefur verið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta hlaupið fór fram í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ.

12 TÓKÝÓ 2020

bls. 4-11

Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, höfuðborg Japans, 24. júlí til 9. ágúst 2020, og verða leikarnir þeir fyrstu þar sem kvenkyns keppendur verða nánast jafn margir og karlkyns keppendur, en konur verða 49% keppenda.

14 2020 MARKMIÐ

Lífið snýst um næstu Ólympíuleika hjá þessu íþróttafólki. Hvernig er fókusinn innan við ári fyrir leika?

18 ÍSLENSKAR AFREKSÍÞRÓTTAKONUR Hvað hefur gerst undanfarinn áratug í sambandi við aukið jafnrétti kynjanna í íþróttum? Finna íslenskar afreksíþróttakonur mun á stöðu kynjanna nú og áður?

24 KONUR Í STJÓRNARSTÖRFUM

bls. 12

Ólympíufari og afreksíþróttakona. Þær stunduðu báðar íþróttir af krafti frá unga aldri. Nú sitja þær í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

27 ÍSLENSKAR KONUR Í SÓKN

Íslenskar konur hafa undanfarin ár verið æ meira áberandi í stjórnunarstörfum í íþróttum bæði

bls. 24

bls.14-17

hérlendis og erlendis.

28 FRÆÐSLUVERKEFNI Ólympíuhlaup ÍSÍ er á næsta leyti og verkefnið Sýnum karakter, sem er á vegum ÍSÍ og UMFÍ, lifir góðu lífi. Framundan er ráðstefna og vinnustofa á vegum verkefnisins.

30 JAFNRÉTTI

ÍSÍ og jafnréttisstofa hvetja alla sambandsaðila ÍSÍ til að tryggja öllum einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til íþróttaiðkunar og öruggt umhverfi laust við áreitni og ofbeldi.

bls.18-21

bls.30 ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


AFMÆL I SH

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fagnaði stórafmæli í ár, en hlaupið var þa hlaupið fór fram árið 1990 og hefur mikið vatn runnið til sjávar næstu síðum má lesa um ýmislegt tengt Kvennahlaupinu á þei skyggnst er á bak við tjöldin við undirbúning Kvennahlaupsins.


HL AU P

að þrítugasta sem haldið hefur verið. Fyrsta í tengslum við íþróttaiðkun kvenna síðan. Á im þrjátíu árum sem það hefur farið fram og .


H

ún er nefnd upphafskona Kvennahlaupsins á Íslandi, Lovísa Einarsdóttir, en hennar ástríða var sú að hvetja konur til íþróttaiðkunar. Henni fannst ekki nógu mikið fjallað um íþróttir kvenna í fjölmiðlum og vildi því blása til þessa viðburðar, Kvennahlaups, og fá konur til að standa saman og hreyfa sig saman. Hún hafði kynnst kvennahlaupum í Finnlandi og brann fyrir því að slíkur viðburður yrði að veruleika á Íslandi. Hún þurfti að berjast fyrir því að fá hlaupið inná dagskrá Íþróttahátíðar ÍSÍ árið 1990 því fólki fannst fráleitt að slíkt hlaup gæti gengið. Hún náði sínum markmiðum og var fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Stemmningin var rosalega góð og greinilegt að konur hvaðanæva að vildu vekja athygli á því að konur vildu líka hreyfa sig og stunda líkamsrækt rétt eins og karlar. Rúmlega 2000 konur tóku þátt í Garðabæ í fyrsta skiptið sem hlaupið var haldið og um 500 konur á landsbyggðinni, á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Upphaflega var markmið hlaupsins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag

en fyrir 30 árum. Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ er nú haldið á yfir 80 stöðum á land­inu. Fjöl­menn­ asta hlaupið er haldið í Garðabæ og einnig fer fjölmennt hlaup fram í Mos­fellsbæ. Á lands­ byggðinni fara einnig fram fjöl­menn hlaup sem skipu­lögð eru af öfl­ugum konum í hverju bæj­ar­félagi fyrir sig. Ekki væri hægt að halda hlaupið í þeirri mynd sem það er í dag nema vegna þessarra sjálfboðaliða um allt land. Nú,

eins og áður er markmið Kvennahlaupsins að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir og hlaupa eða ganga á sínum hraða.

„Í dag er áherslan í hlaupinu ekki hvað síst á samstöðu kvenna og að hver og ein njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og hraða “

GARÐABÆR Framkvæmdaraðilar Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í Garðabæ 2019.

MOSFELLSBÆR Framkvæmdaraðilar Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í Mosfellsbæ 2019.


K VENNAHLAUPIÐ Í 30 ÁR H E I M I L D A R Þ ÁT T U R Kvennahlaupið í 30 ár er heiti á heimildaþætti um sögu Kvennahlaupsins á Íslandi sem gerður var í tilefni af því að í ár var hlaupið haldið í þrítugasta sinn. Í þættinum eru viðtöl við upphafskonur hlaupsins og skemmtileg myndbrot frá ýmsum árum Kvennahlaupsins. Myndin var forsýnd í Laugarásbíó þann 6. júní sl. þar sem margt af forsvarsfólki hlaupsins var mætt ásamt góðum gestum. Myndin fangar sögu hlaupsins undanfarin 30 ár á skemmtilegan hátt og eiga framleiðendurnir Arnar Þórisson og Stefán Drengsson þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Landsmenn fengu tækifæri til að horfa á þessa skemmtilegu og merku heimildarmynd á annan í Hvítasunnu á RÚV og hægt er að nálgast hana í Sarpinum. Auglýsingaherferð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ fór af stað nokkrum vikum fyrir hlaupið, þar sem konur á öllum aldri sögðu frá því hver hvatinn þeirra er á bak við það að taka þátt í Kvennahlaupinu. Starfsfólk Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, sem sér um framkvæmd á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ, auglýsti hlaupið vel á afmælisárinu. Komið var upp sölubásum í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Smáralind og Kringlunni í aðdraganda hlaupsins. Ölgerðin, einn af samstarfsaðilum Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ, lét útbúa bleikan Kristal fyrir hlaupið og merkti með afmælismerki hlaupsins, en það má sjá glitta í drykkina í kæliskápunum. Góa útbjó sérstakt hlaup, „Kvennahlaup“, í tilefni afmælisins.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Á R IÐ 1 9 9

Þegar Kvennahlaupið hóf göngu sína mættu 2500 konur og hlupu, til stuð annarri, til stuðning íþróttum kvenna og nú, 30 árum síðar, hlaupa um 10 ár hvert til að halda baráttunni áfram, hver á sí

Frá vinstri Hlaupið var í Namibíu í Afríku árið 1994. Þátttakendur í Kvennahlaupinu í Maryland í Bandaríkjunum árið 2001. Í afmælishlaupinu 2019 tóku hópar þátt í Genf og Cuxhaven.


90

ðnings hver 0.000 konur ínum hraða.

L

ilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er áhugakona um íþróttir og hreyfingu og lætur ekki viðburð eins og Kvennahlaupið fram hjá sér fara. Málefnið er henni hugleikið og tók hún bæði þátt í heimildarþættinum um hlaupið sem og að skrifa nokkur orð til íslenskra kvenna fyrir hlaupið. Greinina má finna í heild sinni á vefsíðu ÍSÍ en hér fyrir neðan má lesa hluta af greininni.

„Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Íslandi. Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra, samveru og hreyfingu. Þar er hvatt til samstöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum. Ljóst er að konur eru meira áberandi á vettvangi íþróttanna nú en fyrir 30 árum, hróður ís­lenskra íþrótta­kvenna eykst og þær hafa náð frá­bærum ár­angri á heimsvísu, og margar konur eru nú í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áframhaldandi hvatning og vitundarvakning um heilsueflingu er okkur öllum mikilvæg. Við ættum að nýta öll slík tækifæri, ekki síst þegar þau stuðla að slíkum sameiningarkrafti og henta þátttakendum á öllum aldri. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að Kvennahlaupunum þessa þrjá áratugi og tekið þátt í skipulagningu þeirra víða um land og erlendis. Fjöldamargir sjálfboðaliðar hafa lagt verkefninu lið og tekið þátt í að skapa skemmtilegu stemmningu fyrir þátttakendur. Án þeirra hefði hlaupið ekki blómstrað eins og raun ber vitni “.

K VENNAHLAUP UM ALLAN HEIM Kvennahlaupið hefur haldið sínum sessi þrátt fyrir mikið framboð af hlaupum. Svo vinsælt hefur hlaupið verið í gegnum tíðina að hópar kvenna, sem ekki eru á landinu á Kvennahlaupsdaginn láta ekki sitt eftir liggja og taka með sér boli og verðlaunapeninga og halda sitt Kvennahlaup hvar sem þær eru staddar í heiminum. Þannig hefur t.d. verið haldið Kvennahlaup í Dan­mörku, Nor­egi, Svíþjóð, Fær­eyjum, Þýskalandi, Belgíu, Lúx­em­borg, Mall­orca, Banda­ríkj­ unum og Mósam­bík. Yfir 50 konur í Namibíu hlupu Kvennahlaup árið 1994 og voru það nær allar íslensku konurnar sem þar voru staddar á þeim tíma. Með þeim fóru nokkrar innfæddar konur sem voru alveg heillaðar af uppátæki þeirra íslensku. ÍSÍ hvetur konur til þess að halda áfram að standa á bak við þessi frábæru verkefni. Ef hlaup fara fram á framandi stöðum um heiminn er um að gera að senda ÍSÍ mynd og frásögn frá deginum. Myndir frá Kvennahlaupum má sjá á myndasíðu ÍSÍ www.myndir.isi.is.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


ÁSTRÍÐA AÐ STARFA Í KRINGUM KVENNAHLAUPIÐ

I

ngibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, eða Beggó, eins og hún er alltaf kölluð hefur verið viðriðin hlaupið í áratugi og spilar stórt hlutverk í heimildarmyndinni um hlaupið. Hún hefur margar skemmtilegar sögur að segja sem tengjast Kvennahlaupinu, allt frá upphafi hlaupsins til dagsins í dag. Hún telur ekkert nema jákvætt um Kvennahlaupið að segja og er þakklát Lovísu Einarsdóttur, upphafskonu hlaupsins, fyrir að hafa barist fyrir tilveru hlaupsins. Hún telur að Kvennahlaupið hafi haft mikinn og þarfan tilgang fyrstu árin en telur jafnframt að ef Kvennahlaupið hefði ekki verið stofnað fyrir 30 árum þá dytti engum í hug að stofna það í dag, því það sé svo margt í boði fyrir konur núna. Kvennahlaupið hvetur konur til að hreyfa sig, því hreyfing er allra meina bót. „Í dag í mínum huga, þá er tilgangurinn sá að þetta er samtakamáttur kvenna. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að eiga svona góðan dag saman, til að rækta kynslóðir, langömmur, ömmur, mæður og dætur fara allar á sínum forsendum og bara í gleði. Þetta er svo breiður aldurshópur, við

Vinstri Beggó við setningu hlaupsins í ár. Miðjan Hlaupið varð 20 ára árið 2009.

„Hlaupið er samtakamáttur kvenna“

Hægri Glaðir þátttakendur að hlaupi loknu 2019.

erum með konur frá fjögurra mánaða aldri til 94 ára og allar hafa gaman að þessu og skemmta sér. Þetta er okkar dagur. Ég vil hvetja allar konur til að taka þátt í þessu“.


DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI HVETUR TIL ÞÁTTTÖKU Í KVENNAHLAUPINU Dvalarheimili víðsvegar um land hafa undanfarin ár boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu. Mikil ánægja er meðal heimilisfólks með þetta framtak og kapp er lagt á að virkja alla til þátttöku. Karlmennirnir hafa þá gjarnan tekið á móti konunum og veitt þeim verðlaunapeninga. Dvalarheimilið Höfði á Akranesi er þar engin undantekning en Höfði hefur tekið þátt í Kvennahlaupinu

sl. 7 ár. Íþróttabandalag Akraness hefur frá upphafi gefið öllum þátttakendum boli og verðlaunapening. Kvennahlaupið fer þannig fram hjá heimilisfólki að fyrst er hitað upp og síðan er gengið frá Höfða undir stjórn iðjuþjálfa inn í Leyni og til baka. Skapast ávallt mikil og góð stemmning meðal þátttakenda sem fá sér síðan hressingu í Höfðasal.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


TÓK ÝÓ 2 0 20

Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, höfuðborg Japans, 24. júlí til 9. ágúst 2020, og verða leikarnir þeir fyrstu þar sem kvenkyns keppendur verða nánast jafn margir og karlkyns keppendur, en konur verða 49% keppenda.

Ó

lympíuleikar eru stærsta og mesta íþróttahátíð heims. Ísland tók fyrst þátt á Sumarólympíuleikunum í London árið 1908 og á Vetrarólympíuleikunum í St. Moritz árið 1948. Síðan 1920 hefur Ísland tekið þátt í öllum leikum nema fjórum. Fjórum sinnum hafa Íslendingar staðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum, Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki í Melbourne árið 1956. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í -95kg. flokki í júdó 1985 í Los Angeles. Vala Flosadóttir hlaut bronsverðlaun í stangarstökki í Sydney 2000 og Ísland hlaut síðan silfurverðlaun í handknattleik karla í Peking árið 2008. Tókýó er nú í annað sinn gestgjafi leikanna, en leikarnir fóru fram í borginni árið 1964. Á leikunum 2020 munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum.

Ólympíuleikarnir hafa frá fyrri hluta síðustu aldar verið og eru enn öflugur vettvangur til þess að beina ljósi að kynjajafnrétti. Konur tóku fyrst þátt í Ólympíuleikum árið 1900 í París og voru þær þá 22 talsins. 24 árum síðar tóku konur í fyrsta sinn þátt í Vetrarólympíuleikunum í Chamonix árið 1924. Ólympíuleikarnir í London 2012 mörkuðu enn ein tímamótin fyrir konur en þá gátu konur í fyrsta skipti keppt í öllum íþróttagreinum sem keppt var í á Ólympíuleikum. Það var síðan á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu árið 2018 að jafnmargar konur og karlar kepptu á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Ákveðnar breytingar í átt að kynjajafnrétti hafa átt sér stað undanfarin ár á leikum á vegum IOC, en það er í takt við stefnu IOC, sem ber heitið Olympic Agenda 2020. Á Ólympíuleikunum í Tókýó verða konur 49% keppenda og aldrei áður hefur hlutfall kvenna á Ólympíuleikum verið jafn hátt.

Á ÞESSARI SÍÐU Verðlaunapeningar Ólympíuleikanna í Tókýó.

Á NÆSTU SÍÐU FYRIR OFAN Lukkudýr Ólympíuleikanna 2020.

FYRIR NEÐAN Setningar- og lokahátíðarnar fara fram á Ólympíuleikvanginum, þar sem keppni í frjálsíþróttum og knattspyrnu fer einnig fram.


TAMA CIT Y TOK YO Íslenski hópurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó mun fá æfingaog gistiaðstöðu í Tama City Tokyo. Borgin er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og þeirra á meðal er Kokushikan háskólinn þar sem ágætis íþróttaaðstaða er og mun hópurinn eiga aðsetur þar. Nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum.

MIÐASALA Á ÓLYMPÍULEIKANA

ÞÁTTTAKA ÍSLANDS 2020

PEAK FATNAÐUR

Miðasala á Ólympíuleikana í Tókýó hófst í apríl á þessu ári. Skipuleggjendur leikanna stefna að því að selja um 8,8 milljónir miða á viðburði. Flestir eru miðarnir seldir í gegnum miðasölu-lottó fyrir þá sem búsettir eru í Japan og sækja um að fá að kaupa miða. Miðasöluaðili á Íslandi er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Þátttaka íslensks íþróttafólks á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári og á fyrri hluta ársins 2020 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag miðasölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra.

ÍSÍ hefur undanfarin ár samið við kínverska fataframleiðandann Peak um fatnað og búnað fyrir sitt keppnisfólk. Íslenskir þátttakendur á Ólympíuleikunum í Tókýó munu fá sérmerktan Peak fatnað sem þeir þurfa að klæðast við ákveðin tækifæri í ferðinni eins og til dæmis við setningarhátíð leikanna. Í öllum ólympískum verkefnum sem ÍSÍ sendir keppendur til eru gerðar strangar kröfur til merkinga og auglýsinga á fatnaði og því sér ÍSÍ um að útvega ákveðinn grunnfatnað til þátttakenda.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


2020 MARKMIÐ

Lífið snýst um næstu Ólympíuleika hjá þessu íþróttafólki. Hvernig er fókusinn innan við ári fyrir leika? Source: Uptatie mod tin voluptat praesse quisit utpat nisci eraessequam dolenim do ex eu feugait HÆGRI SÍÐA Guðlaug Edda, Aníta, Kári, Arnar og Anton.

ANÍTA HINRIKSDÓTTIR - Hlaup - Stefna mín á tímabilinu er að gera allt sem hægt er til þess að tryggja mér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. Þó að tæp fjögur ár séu liðin frá síðustu Ólympíuleikum eru þeir mér mjög ferskir í minni, enda viðburður sem vekur upp mjög sterkar tilfinningar hjá flestu íþróttafólki. Ég finn fyrir aukinni spennu að byrja næsta tímabil en passa mig þó að hafa skynsemina að leiðarljósi og hvíla almennilega áður en sú uppbygging byrjar. Næsta skref er að leggja línurnar fyrir tímabilið áður en æfingar geta hafist af fullum krafti, en nóg er af skemmtilegum verkefnum í aðdraganda leikanna þó að þeir séu auðvitað aðal keppikeflið. Mér finnst mikilvægt að gefa mig fyllilega að öllum verkefnum tímabilsins og njóta þeirra. Hins vegar er ekkert launungamál að Ólympíuleikarnir heilla langmest með allri spennunni og samhugnum sem myndast ólíks íþróttafólks á milli. Að komast þangað aftur er mikil gulrót fyrir veturinn sem nú fer í hönd og fær hjartað svo sannarlega til að slá hraðar. KÁRI GUNNARSSON - Badminton - Ólympíuárið er mjög strembið í badmintonheiminum. Til þess að vera einn af þeim 38 sem ná inn á Ólympíuleikana í einliðaleik karla þarf spilari að ná tíu góðum úrslitum yfir árið á alþjóðamótaröðinni. Flestir keppa á um það bil 20 mótum útum allan heim á Ólympíuárinu til þess að hámarka líkurnar á því að ná góðum úrslitum. Það mikilvægasta á Ólympíuárinu - fyrir utan það að vera tilbúinn í slaginn(!) - er þar af leiðandi að skipuleggja

mótaplanið sitt vel. Maður þarf að velja réttu mótin til að keppa á og á sama tíma sjá til þess að maður nái góðum æfingatímabilum á milli móta. Það eru átta mánuðir eftir af Ólympíuárinu, en í byrjun maí 2020 kemur lokalistinn út þar sem þátttökurétturinn ákveðst. Tíminn líður hratt og ég reyni þess vegna að vera duglegur að læra af reynslunni sem ég safna mér þannig að hún nýtist sem best og sem skjótast. Eftir hvert mót horfi ég á leikina mína og hugsa um hverju ég geti bætt mig í fyrir næsta mót. Ég er að vinna mikið með að vera á skynsamlegu spennustigi á meðan á móti stendur, ekki of stressaður en ekki heldur of afslappaður. Spennustigið er fyrir mér lykilatriði bæði til að nýta orkuna mína sem best og til að hafa skýran haus til að taka réttar ákvarðanir undir pressu inni á vellinum. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært er að vera ekki of harður við sjálfan mig og muna að hafa gaman af þessu öllu. Það hljómar einfalt en það er það ekki - þeir sem hafa prufað það vita það. Ég er mjög þakklátur að eiga tækifæri á að keppa á alþjóðlegum mótum sem fulltrúi Íslands, kynnast heiminum og sjálfum mér. ARNAR PÉTURSSON - Maraþon - Fyrir mér hafa íþróttir alltaf snúist um þrennt: Að hafa gaman, gefa af sér og svo að afreka. Að leggja allt undir til að komast á Ólympíuleikana er eitt það skemmtilegasta sem ég get ímyndað mér og er ýmislegt framundan í þeim efnum. Fyrir jól er stefnan sett á æfingabúðir í Mammoth Lakes


ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


í Bandaríkjunum þar sem ég mun æfa í yfir 2.400m hæð. Eftir jól fer ég til Eþíópíu og Kenía þar sem ég mun aftur vera í háfjallaæfingabúðum. Stefnan er svo sett á að slá Íslandsmetið í heilu maraþoni þar sem ég mun hlaupa tvö maraþon með stuttu millibili í mars og apríl. Þetta er svipuð dagskrá og síðasta ár en ég nýtti tímann í æfingabúðunum til þess að skrifa bók sem fjallar um allt sem við kemur hlaupunum. Ég er mjög spenntur að gefa bókina út núna um jólin en hún mun einfaldlega heita Hlaupabókin. Það eru forréttindi að geta sameinað þá þrjá þætti sem skipta mig mestu máli í minni íþróttaiðkun. Að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum myndi fylla mig gríðarlegu stolti en ég vona að á þessari skemmtilegu vegferð geti ég ýtt undir að fleiri hafi trú á sínum markmiðum. Hvort sem það er að stefna á Ólympíuleika eða að byrja að hlaupa. ANTON SVEINN MCKEE - Bringusund- Þar sem ég náði að tryggja mér þátttökuréttinn á Ólmpíuleikana í Tókýó í júlí sl., þá ákvað ég að fara í persónulegt leyfi frá vinnu til að einblína einungis á sundið. Í byrjun september mun ég flytja til Blacksburg í Virginíuríki. Þar mun ég æfa undir handleiðslu Sergio Lopez, sem er einn af bestu bringusundsþjálfurunum í heimi, til að undirbúa mig eins vel og ég mögulega get fyrir Ólympíuleikana. Næstu mánuðir munu fara í þol- og úthaldsæfingar til að byggja upp góðan grunn sem ég mun svo notfæra mér í keppnum á tímabilinu. Næsta stærsta mót verður Evrópumeistaramótið í 25m laug í desember nk. Um vorið 2020 mun ég keppa á ýmsum mótum í Evrópu til að öðlast meiri keppnisreynslu og mun ég svo leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana á

GUÐLAUG EDDA @eddahannesd

Evrópumeistaramótinu í 50m laug í maí. Eftir það verður ýmislegt fínpússað til að tryggja sem bestan árangur í Tókýó. Þetta verða mínir þriðju Ólympíuleikar og gæti ég ekki verið betur staddur líkamlega og andlega fyrir þá. Ég mun fara á þá með háleit markmið og læt mig dreyma um úrslitasund. Ég er mjög spenntur fyrir næstu mánuðum, nýja kaflanum í æfingum, og get ekki beðið eftir að stinga mér til sunds eftir rúmt ár. GUÐLAUG EDDA HANNESDÓTTIR - Þríþraut - Síðustu mánuðir hafa verið bæði skemmtilegir en krefjandi á sama tíma. Að vera í íþrótt sem byggist upp á stigakerfi gerir það að verkum að það er ekki nóg að ná lágmarkstímum, heldur þarf maður að vera stöðugt að sýna árangur. Það krefst mikilla ferðalaga í keppnir um allan heim, sem er bæði gaman en gríðarlega erfitt og kostnaðarsamt. Framundan eru áframhaldandi keppnir með markmiðið að bæta sig stöðugt og reyna að læra, þangað til í október þegar keppnistímabilinu lýkur. Þá taka við 3 mánuðir af æfingum áður en næsta keppnistímabil hefst. Í maí 2020 kemur það í ljóst hverjir það verða sem keppa á Ólympíuleikunum í þríþraut.

KÁRI

@karigunnars

Á I N S TA G R A M

ARNAR

@arnarpetur

ANÍTA

@annyhinriks

ANTON SVEINN @antonmckee


ÍÞRÓTTAGREINARÁ ÓLYMPÍULEIKUM

Á Ólympíuleikunum munu 10.000 íþróttamenn frá 200 þjóðum keppa í 33 íþróttagreinum. Badminton Blak Bogfimi Borðtennis Brimbretti Dýfingar Fimleikar Frjálsíþróttir Glíma Golf Hafnabolti/Mjúkbolti Handknattleikur Hestaíþróttir

Hjólabretti Hjólreiðaíþróttir Hokkí Júdó Kanó Karate Klifur Knattspyrna Körfuknattleikur Körfuknattleikur 3x3 Nútíma fimmtarþraut Ólympískar lyftingar Ólympískir hnefaleikar

Róður Rúbbí Siglingar Skotíþróttir Skylmingar Sund Sundknattleikur Sundfimi Taekwondo Tennis Víðavatnssund Þríþraut

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


ÍSLENSKAR AFREKSÍÞRÓTTAKONUR Hvað hefur gerst undanfarinn áratug í sambandi við aukið jafnrétti kynjanna í íþróttum? Finna íslenskar afreksíþróttakonur mun á stöðu kynjanna nú og áður? Text by John Doe, photos by Doe Johnson


F

inna íslenskar afreksíþróttakonur mun á stöðu kynjanna í íþróttum nú og áður? Hafa orðið framfarir á einhverjum sviðum íþrótta í tengslum við jafnrétti kynjanna og er eitthvað sem enn situr á hakanum? Ef hægt væri að bæta eitthvað eitt, hvað væri það?

á það við þjálfara og leikmenn. Það er endalaus vinna (oftast sjálfboðavinna) sem fer í að safna styrkjum hjá félögunum og það er sorglegt þegar þeim er ekki skipt jafnt á milli. Ég held samt að ég fari með rétt mál þegar ég segi að þetta hafi skánað með árunum, fleiri stelpur eru að fá samninga sem innihalda smá pening eða t.d. bíl í afnot frá félaginu.

HELENA SVERRISDÓTTIR - KÖRFUKNATTLEIKUR Ég tel að virðingin hafi aukist til muna á síðustu árum og það stafar líklegast einna helst af því að fleiri kvenmenn hafa gerst atvinnumenn og í mörgum íþróttum, ekki bara í fótbolta, heldur t.d. golfi, handbolta, körfubolta og fleira. Afrekin eru orðin stærri innan vallar og það er eins og fólk sjái að við konur getum líka verið góðir íþróttamenn. Ég hef ekki tekið eftir breytingu þegar kemur að aðstöðu og keppni þar sem ég hef spilað fyrir félög sem hafa haldið jafnt undir karla- og kvennamegin. Í þeim liðum sem ég spilaði í erlendis var ekki karlalið í bænum og við því aðal stjörnurnar og var gert mjög vel við okkur. Við sjáum mikið í körfunni að sum félög (alls ekki öll, en sum) setja háar fjárhæðir í karlaliðið hjá sér en ekki næstum eins miklar kvennamegin, og

Hægt og rólega erum við kvenfólkið að fá meiri virðingu í íþróttunum en samt er oft talað um að af því að við getum ekki troðið þá sé ekki eins gaman að horfa á kvennakörfu. Það ætti ekki að bera okkur þannig saman enda allt öðruvísi, en ég tel okkur t.d. oft á tíðum spila fallegri liðsbolta og sýna meiri ástríðu fyrir leiknum á margan hátt. Aðsókn og umfjöllun er mun lakari kvennamegin en karlamegin. Sést það best í úrslitakeppninni að félag sem spilar karlaleik á laugardegi með troðið út úr dyrum og daginn eftir spilar kvennaliðið og það eru nokkrar sálir í stúkunni og yfirleitt blóðtengdar leikmönnum. Einnig er t.d. heill sjónvarpsþáttur tileinkaður karlaboltanum en við konurnar fáum kannski 5 mínútna innlit þar sem

VINSTRI Helena körfuknattleikskona.

HÆGRI Hrafnhildur sundkona.

„Við sjáum mikið í körfunni að sum félög setja háar fjárhæðir í karlaliðið hjá sér en ekki næstum eins miklar kvennamegin, og á það við þjálfara og leikmenn.“

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


„sérfræðingar” þáttarins hafa stundun ekkert kynnt sér það sem gengur á og fara með rangt mál. Það væri ótrúlega gaman að sjá aðsóknina verða betri sem og alla umfjöllun. Aðstaðan hjá kvennalandsliðinu hefur bæst gríðarlega. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) hefur gert mjög vel í að tryggja jafnrétti milli kynjanna þegar kemur að landsliðinu og mér finnst KKÍ hafa staðið sig mjög vel í að bæta stöðu okkar. Þjálfaramál hjá félögunum eru oft þannig að þeir meira menntuðu og reynslumeiri taka að sér strákaflokka og eftir stendur að reynsluminni þjálfarar enda stelpumegin og þær fá ekki eins góða þjálfun og strákarnir fá. Mér finnst að mörg félög eigi að geta gert mun betur í þessum málum. Ég myndi vilja sjá meiri umfjöllun. Með meiri umfjöllun tel ég að fleiri stelpur myndu koma í körfu og þar af leiðandi gæti karfan farið uppá næsta stig. Það segir sig sjálft að getustigið myndi hækka með fleiri leikmönnum og landsliðið okkar yrði sterkara á endanum. ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR - SPJÓTKAST Ég hef ekki fundið fyrir neinu kynjatengdu misrétti í frjálsum eins og ég veit að tíðkast í öðrum íþróttum. Hvað varðar tækifæri innan íþróttarinnar, val í landslið og á stórmót, aðstöðu til æfinga, styrki og annað slíkt þá er enginn munur á milli íþróttamanna og -kvenna í minni íþrótt. Undanfarin ár höfum við stelpurnar jafnvel verið að standa okkur betur og þess vegna fengið meiri athygli ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa tekið eftir meira misrétti á milli kynjanna í hópíþróttum en einstaklingsíþróttum. Það er sorglegt að enn sé munur á hvernig er komið fram og verðlaunað fyrir árangur og þess háttar hjá karla- og kvennaliðum.

Ég hef samt þá tilfinningu að þetta sé að breytast til hins betra. Stærsti munurinn sem ég hef fundið á stöðu kynjanna tengist frekar almannaáliti og umfjöllun íþróttafréttamanna. Karlmenn fá öðruvísi spurningar í viðtölum og það er fjallað um þá á annan hátt, fagmannlegri jafnvel. Þeir fá t.d. ekki spurningar um klæðnað eða hvort þeir stefni á að stofna fjölskyldu. Ég hef líka stundum haft þá tilfinningu að þeir séu ekki gagnrýndir eins hart eins og við konurnar. Ég hef fengið athugasemdir um það í mörg ár hvort ég ætti nú ekki að fara að hætta, en ég hef ekki séð svona umræðu um karlkyns íþróttamenn. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessu og á erfitt með að útskýra það. Ég verð þó samt að segja að það hefur verið mikil vitundarvakning um svona hluti á síðustu árum og það er að skána, mjög hægt en þó í rétta átt. Einnig finnst mér íþróttakonur fá mun meiri og harðari gagnrýni hvað varðar holdafar. Það er reyndar í takt við það sem er í gangi í samfélaginu en það er eins og það sé fylgst mun nánar með því hvort íþróttakonur séu að bæta á sig eða grennast. Áður fyrr þá fékk ég oft mikla gagnrýni fyrir að vera með svona mikla vöðva og fékk allskonar athugasemdir um að ég liti út eins og karlmaður. Það hefur stórbatnað á síðustu árum. Núna eru sömu stelpurnar sem sögðu við mig fyrir 10-15 árum síðan að ég liti út eins og karlmaður að segja að þær öfundi mig. Svo það er mjög jákvæð þróun. Ég hef ekki takið eftir jafn mikilli umræðu um líkama íþróttamanna.


„Áður fyrr þá fékk ég oft mikla gagnrýni fyrir að vera með svona mikla vöðva.“

VINSTRI Ásdís frjálsíþróttakona

HÆGRI Eygló sundkona.

EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR - SUND Ég hef verið frekar heppin í gegnum minn feril þegar kemur að sundinu þar sem að verðlaunapeningur og svoleiðis á sundmótum er sá sami fyrir bæði kynin. Það sem ég hef mest fundið fyrir persónulega í minni íþrótt er kannski svona tengt virðingu og aðeins þegar kemur að viðtölum. Oft er reynt að lítillækka minn árangur vegna þess að sumir karlar í minni íþrótt hafa þá skoðun að það sé „léttara“ að ná árangri kvennamegin, sem er náttúrulega bara vitleysa. Svo hef ég verið spurð spurninga í viðtölum í gegnum tíðina sem snýst ekki beint að íþróttinni heldur til dæmis um lit á sundbolum og hvort það sé ekki rígur innan íþróttarinnar á milli stelpnanna á sama getustigi. HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR - SUND Þegar ég æfði í Flórída þá tók ég alveg eftir því að þjálfararnir höguðu sér öðruvísi gagnvart okkur stelpunum en strákunum. Strákarnir máttu gera allt, borða allt, voru alltaf duglegir o.s.frv. Á meðan að stelpurnar voru sagðar of feitar, of mikið drama í gangi og ekki að reyna nógu mikið á sig o.s.frv. Ég tók ekki eftir þessu hér heima á Íslandi. Hins vegar hef ég tekið eftir því að íþróttafréttir snúast mest um boltaíþróttir, sem er kannski ekkert endilega kynjamismunur, en það þyrfti að sýna meiri áhuga á og fjalla um allskonar íþróttir. Ég fékk einu sinni skrýtna spurningu á Ólympíuleikunum þegar að ég var spurð út í sundbolinn minn, af hverju ég væri alltaf í svörtum á meðan að Eygló Ósk væri alltaf í litríkari sundbol. Mér leið dálítið eins og konu á rauða dreglinum sem er spurð út í kjólinn sinn. Spurningin átti ekki við íþróttina að gera eða hvernig íþróttamanneskja ég væri. Annars er sund einstaklingsíþrótt og við höfum verið heppin með það að æfa öll saman í góðum æfingaaðstöðum.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍSÍ Það er fjölmargt í boði á vegum ÍSÍ næstu vikurnar. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ er með sín verkefni þar sem eitt aðal markmiðið er að hvetja fólk til að hreyfa sig meira dagsdaglega og Þróunar-og fræðslusvið ÍSÍ er m.a. með fræðandi ráðstefnur og vinnustofur.

04

september hefst Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni, t.d. með því að ganga eða hjóla. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Göngum í skólann, www.gongumiskolann. is.

04

07

september fer Beactive dagurinn fram. Á Beactive daginn fara ýmsir viðburðir fram, en best er að fylgjast með vefsíðunni www.beactive.is til að sjá dagskrá.


11

september fer Ólympíuhlaup ÍSÍ fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á vefsíðu ÍSÍ undir Fræðsla.

04

Hvernig getur minn skóli tekið þátt í Göngum í skólann?

Þátttaka í verkefninu felst í að áhugasamir skólar skrái sig á vefsíðu verkefnisins, www.gongumiskolann.is.

23

september hefst Íþróttavika Evrópu og stendur til 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi..

23

Hvaða viðburðir fara fram í Íþróttaviku Evrópu?

Á vefsíðunni www.beactive.is má sjá hvaða íþróttafélög taka þátt í verkefninu í ár. Handbolti, skautar, körfubolti, göngur, hlaup og dans. Finndu eitthvað sem þig langar að prófa og taktur þátt!

23

september hefst haustfjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ og tekur námið átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Fyrir nánari upplýsingar kíktu á vefsíðu ÍSÍ undir Þjálfaramenntun ÍSÍ.

3-4

október fer vinnustofan Keppni með tilgang fram á vegum Sýnum karakter. Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem sjá um fræðslu- og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni og aðra áhugasama um íþróttir barna og unglinga.

05

október fer fram ráðstefna á vegum Sýnum karakter. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag búið til eða eyðilagt karakter?“ Nánari upplýsingar fyrir vinnustofuna og ráðstefnuna á www. synumkarakter.is.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


D Dominiqua er formaður Íþróttamannanefndar ÍSÍ, afreksíþróttakona í fimleikum og sést hér í golfæfingum í keppni.

OMINIQUA ALMA BELÁNYI Mig hefur alltaf langað til að hafa áhrif á sviðum íþrótta og koma mér meira og meira inn í íþróttastarfið á Íslandi. Það mætti segja að sæti mitt í framkvæmdastjórn ÍSÍ hafi verið óvænt en ótrúlega skemmtilegt tækifæri sem ég ákvað að grípa. Eftir að Íþróttamannanefnd ÍSÍ var endurvakin var eitt af helstu markmiðum nefndarinnar að fá kosningarétt og sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þannig fá raddir íþróttafólks að heyrast. Ég tók að mér formannssæti í nefndinni og eftir að nefndin fékk sæti samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 fékk ég sæti í framkvæmdastjórn. Það er mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi hlutverk að vera formaður Íþróttamannanefndar. Ég hef fengið tækifæri til þess að taka þátt á ráðstefnum og fundum hérlendis og erlendis sem hafa verið lærdómsrík og stækkað tengslanet mitt töluvert. Ég hef þá skoðun að margar litlar breytingar skili árangri til lengdar og því er það mitt markmið, að koma af stað þessum breytingum. Helsta markmið Íþróttamannanefndar er að vera rödd íþróttafólks og sjá til þess að raddir þeirra og skoðanir fái að heyrast með því að hafa samráð við svið og nefndir innan ÍSÍ. Nefndin sér til þess að koma skoðunum íþróttafólks áleiðis, fræða íþróttafólk um rétt sinn og gæta hagsmuna íþróttafólks. Nefndin er í samstarfi við Afreksog Ólympíusvið ÍSÍ og fylgir Afreksstefnu ÍSÍ. Stefna Íþróttamannanefndar næstu

KONUR Í STJÓRNARSTÖRFUM

Dominiqua Alma Belányi og Þórey Edda Elísdóttir stunduðu báðar íþróttir af krafti frá unga aldri. Þórey Edda keppti þrívegis á Ólympíuleikum og Dominiqua á Evrópu- og heimsmeistaramótum. Nú sitja þær í framkvæmdastjórn ÍSÍ.


ár er að beita sér fyrir bættri æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir afreksíþróttir, vinna í því að skapa kjöraðstæður fyrir afreksíþróttafólk innan skólakerfis og á almennum vinnumarkaði til þess að ná árangri samhliða námi og starfi, og efla þekkingu allra þeirra sem koma að afreksíþróttum á Íslandi, m.a. íþróttafólks, þjálfara, dómara, um rétt sinn innan og utan keppnissvæðis. Íslenskt íþróttalíf hefur breyst mikið síðustu ár. Aðstaða til æfinga og keppni hefur orðið betri í mörgum íþróttagreinum. Þar sem ég kem úr fimleikaheiminum þá hef ég sérstaklega tekið eftir þeim breytingum sem hafa átt sér stað innan þeirrar greinar, en má m.a. nefna bætta æfingaaðstöðu með byggingu nýrra fimleikahúsa, niðurgreiðsla ferðakostnaðar keppenda á hæsta stigi, alþjóðleg mót haldin hér á landi og aukin fjölmiðla umfjöllun eftir hvert stórmót sem fylgir bættum árangri á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Þetta ferli, að vera formaður Íþróttamannanefndar og sitja á fundum framkvæmdastjórnar ÍSÍ, hefur verið gríðarlega lærdómsríkt, óvænt og skemmtilegt og tel ég það mikinn heiður að fá að gegna þessu hlutverki. Þetta hefur opnað alls kyns dyr fyrir mér og tækifæri sem ég er ótrúlega þakklát fyrir að geta nýtt mér. Ég ráðlegg ungum konum sem langar að hafa áhrif á sviði íþrótta að þora. Þora að láta vita af sér, þora að tjá skoðanir sínar, þora að ganga á eftir því sem þær vilja gera. Þær eiga að grípa tækifærin sem að bjóðast því þau geta opnað svo margar dyr og ný tækifæri, verkefni og áskoranir þar sem farið er út fyrir þægindarammann og þá fara hlutirnir að gerast.

Þ

Ó R E Y E D D A E L Í S D ÓT T I R Það er ansi margt sem kveikti áhuga minn á að sækjast eftir setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Fyrst og fremst er það áhugi á íþróttum að sjálfsögðu. Ég var í hátt í 10 ár á styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ sem gerði mér kleift að stunda íþróttina mína. Fyrir það verð ég eilíflega þakklát. Með ýmiskonar sjálfboðaliðavinnu innan íþróttahreyfingarinnar

Þórey Edda situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ, er reynslumikil íþróttakona, m.a. þrefaldur Ólympíufari og Íslandsmethafi í stangarstökki.

finnst mér gaman að geta nýtt reynslu mína úr íþróttaheiminum áfram og haft vonandi jákvæð áhrif á umgjörð hennar.

á instagram og líta þar óaðfinnanlega út heldur en árangurinn á vellinum. Mér finnst þetta umhugsunarvert.

Ég sé tvímælalaust mjög mikinn mun á íslensku íþróttalífi nú og þegar ég var upp á mitt besta. Aðstaðan hefur tekið stökkbreytingum og ef ég nefni sem dæmi stangarstökk þá var bara nánast ekkert hægt að stunda þá íþrótt á Íslandi nema af því ég hafði góða fjölskyldu og þjálfara innan handar sem nenntu að hjálpa mér að drösla öllum stangarstökksbúnaði út úr geymslu til að nota á einni æfingu. Sama má auðvitað segja um fimleika en fimleikahús voru auðvitað ekki til þegar ég var að æfa greinina.

Það sem ég myndi einna helst vilja sjá á komandi tímum er ennþá betri aðstaða til íþróttaiðkunar. Ég mundi vilja sjá góða alhliða íþróttaaðstöðu í öllum landsfjórðungum og helst rúmlega það en ekki bara í stærstu bæjum landsins. Ég mundi vilja að fólk á öllum aldri um allt land gæti stundað íþróttir við góða aðstöðu við hágæða þjálfun. Tel ég þetta einnig vera mikið byggðamál. Svo mundi ég vilja sjá uppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir landsliðin okkar.

Það hafa einnig loksins orðið miklar breytingar hjá Afrekssjóði en upphæðir sem hafa runnið í hann frá ríkinu síðustu ár eru margfaldar miðað við þegar ég var að æfa og keppa. Þessar upphæðir gera sérsamböndunum mun betur kleift nú en áður að halda uppi afreksstarfi. Þegar ég var að keppa voru samfélagsmiðlar og kommentakerfi nýtilkomin. Ég slapp við kommentakerfin og er því fegin, en mér finnst frekar leitt að heyra í dag að nú skipti öllu máli að selja sig á samfélagsmiðlum. Auðvitað felast ýmis tækifæri í þeim líka og að mörgu leyti eru þeir jákvæðir fyrir íþróttafólk en útlitsdýrkunin er orðin svo svakalega mikil að stundum er eins og það skipti meira máli að ná flottri mynd

Ég hvet foreldra til að styðja börnin sín í íþróttaiðkun sinni og gleðjast með þeim. Alls ekki setja óþarfa pressu eða kröfur á þau. Þegar ég hugsa tilbaka var það nákvæmlega þannig sem foreldrar mínir komu fram við mig án þess að þau hefðu nokkuð verið að gera sér grein fyrir því. Vendipunkturinn á mínum íþróttaferli var þegar besta vinkonan hætti í fimleikum og ég átti samtal við móður mína um hvort ég ætti samt að halda áfram. Hún hvatti mig til þess. Ef hún hefði sýnt efasemdir eða sagt mér að hætta hefði ég tvímælalaust gert það. Það er ekkert víst að leiðin hefði legið í frjálsar íþróttir og á þrenna Ólympíuleika ef svo hefði ekki verið. Núna reyni ég á sama hátt að vera til staðar fyrir börnin mín.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


HLUTFALL KVENNA Í AÐALSTJÓRNUM INNAN ÍSÍ

HLUTFALL KVENNA Í AÐALSTJÓRNUM Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI -


ÍSLENSKAR KONUR Í SÓKN Íslenskar konur hafa undanfarin ár verið æ meira áberandi í stjórnarstörfum í íþróttum, bæði hérlendis og alþjóðalega. Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2019 breyttist hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn ÍSÍ úr 36% í 44%.

Í

aðalstjórnum innan sambandsaðila ÍSÍ, ef staðan er tekin í dag, er hlutfall kvenna mest í íþróttahéruðum, 39%, næst í íþróttafélögum, 34% og í sérsamböndum 31%. Hlutfall kvenna í aðalstjórnum á alþjóðlegum vettvangi árið 2016 var 26% í framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), 18% í alþjóðasérsamböndum og 17% í Ólympíunefndum. IOC tilkynnti nýlega að konur séu nú 45,5% nefndarfólks IOC, en hlutur kvenna er nú í sögulegu hámarki og sitja konur í öllum 27 nefndum IOC. Þessar breytingar í átt að kynjajafnrétti, í nefndum IOC og einnig á leikum á vegum IOC, eru í takt við stefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, sem ber heitið Olympic Agenda 2020. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, situr í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) en hún var kjörin

í nóvember 2017 til fjögurra ára. Hún er fyrst Íslendinga til þess að sitja í stjórn EOC. Líney Rut er vel þekkt innan EOC en hún hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum innan EOC og m.a. stýrt eftirlitsnefnd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og situr á þessu kjörtímabili í vinnuhópi um Ólympíuakademíur á vegum EOC. Guðný Guðmarsdóttir situr í stjórn nefndar á vegum Alþjóðasamtaka akstursfélaga (FIA) sem heitir Women in Motorsport. Á ársþingi FIA árið 2017 var ákveðið að Ísland muni halda næsta FIA Women in Motorsport þing árið 2020. Tvær konur sitja í stjórn Evrópska f im leik asam b and sins (UEG), þ ær Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands (FSÍ) og Hlíf Þorgeirsdóttir, en hún er formaður nefndar

UEG um fimleika fyrir alla. Ísland á þá tvo af átján fulltrúum í stjórn UEG frá 2017-2021 og er jafnframt eina landið sem á tvo fulltrúa þar. Gr y Ek Gunnarsson, formaður K ra f t l y f t i n g a s a m b a n d s Í s l a n d s á sæti í Women´s Committee hjá Alþjóðakraftlyftingasambandinu. Það er stór sigur fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi að eiga fulltrúa í æðstu samtökum íþróttahreyfingarinnar í Evrópu. Einnig eiga nokkrar íslenskar konur sæti í hinum ýmsu ráðum og nefndum í norrænum íþróttasamtökum. Upptalningin hér er ekki tæmandi heldur eru hér aðeins nefnd nokkur dæmi um íslenskar konur í stjórnunarstörfum í íþróttum.

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Sýnum karakter er lifandi verkefni sem byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. ce: Uptatie mod tin voluptat praesse quisit utpat nisci eraessequam dolenim

Á

herslan í íþróttaþjálfun hefur til þessa verið á líkamlega og tæknilega færni. Helsta markmið með verkefninu er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna. Þjálfun karakters barna og ungmenna í íþróttum gerir íþróttafélögum kleift að sinna hvort í senn uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, því góðir karakterar eru vel í stakk búnir til að takast á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum. Sýnum karakter er viðbót við stefnu og annað fræðsluefni íþróttahreyfingarinnar og byggir á því að nokkru leyti. Þar er bætt við hagnýtum upplýsingum og aðferðum sem þjálfarar geta nýtt sér í þjálfun barna

og ungmenna með einföldum hætti. Verkefninu er ætlað að þróast og dafna með framlagi þjálfara – og annarra sem áhuga hafa - sem hafa tækifæri til að koma með ábendingar og frekari fræðslupunkta inn í verkefnið. Verkefnið Sýnum karakter er að þessu sögðu hugsað sem upphaf að faglegri vinnu í þjálfun karakters en ekki sem endapunktur. Á vegum Sýnum karakter er vefsíða, www.synumkarakter.is, en þar má lesa ráðleggingar frá þjálfurum, íþróttafólki og fleirum, og einnig eru reglulega haldnar ráðstefnur og vinnustofur í tengslum við verkefnið. Það nýjasta á vegum Sýnum karakter er hlaðvarp, þar sem hlusta má á samtöl við áhugavert fólk í íþróttahreyfingunni á Íslandi. Fyrsti viðmælandi hlaðvarpsins er Hildur Karen

Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Þáttinn má hlusta á hér á soundcloud síðu Sýnum karakter. Dagana 3. -4. október fer vinnustofan Keppni með tilgang fram á vegum Sýnum karakter. Vinnustofan er hugsuð fyrir þá sem sjá um fræðslu- og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni og aðra áhugasama um íþróttir barna og unglinga. Þann 5. október fer fram ráðstefna á vegum verkefnisins. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hvernig getur keppnisfyrirkomulag búið til eða eyðilagt karakter? Nánari upplýsingar fyrir vinnustofuna og ráðstefnuna má nálgast á vefsíðu verkefnsins þegar nær dregur.


ÓLYMPÍUHLAUP ÍSÍ Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ ákvað því að breyta nafni hlaupsins í Ólympíuhlaup ÍSÍ. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin en hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er, eins og áður, leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Hlaupið er styrkt af verkefninu European Week of Sport og verða þrír þátttökuskólar sem ljúka hlaupinu fyrir 30. september og skila inn upplýsingum til ÍSÍ dregnir út úr potti. Hver þessara þriggja skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu. Þeir skólar sem ljúka hlaupinu eftir 30. september geta eftir sem áður skilað inn upplýsingum og fengið send viðurkenningaskjöl, en gert er ráð fyrir að allir skólar hafi lokið hlaupinu fyrir árslok 2019.

SKRÁNING Ef þinn skóli tekur þátt og skilar inn upplýsingum til ÍSÍ fyrir 30. september nk. gæti hann verið einn þriggja skóla sem dreginn verður út og fær 100.000 kr. inneign í Altis.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Jafnrétti

ÍSÍ og Jafnréttisstofa hvetja alla sambandsaðila ÍSÍ til að tryggja öllum einstaklingum óháð kyni jafnan rétt til íþróttaiðkunar og öruggt umhverfi laust við áreitni og ofbeldi. 74. Íþróttaþing ÍSÍ skoraði á sambandsaðila ÍSÍ og íþrótta- og ungmennafélög að vinna áfram ötullega að jafnrétti í öllu íþróttastarfi. Jafnframt hvatti þingið til þess að þingfulltrúar hafi jöfn kynjahlutföll í huga við kjör í stjórnir innan íþróttahreyfingarinnar. Lagt var til að hafa skuli til hliðsjónar leiðbeiningar ÍSÍ og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlana. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitið felst m.a. í innköllun jafnréttisáætlana þar sem m.a. þarf að koma fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

ÍSÍ og Jafnréttisstofa tóku höndum saman við að aðstoða og þá um leið auðvelda íþrótta- og ungmennafélögum gerð jafnréttisáætlana. Afrakstur samstarfsins var jafnréttisáætlun sem íþrótta- og ungmennafélög geta tekið upp og gert að sinni áætlun með samþykkt stjórnar og/eða aðalfundar. Einnig voru gerðar leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana sem félögin geta nýtt sér ef svo ber undir. Jafnréttisstofa og ÍSÍ hvetja félögin til að nýta sér áætlunina og leiðbeiningarnar. Jafnréttisáætlunina og leiðbeiningarnar má nálgast hér á vefsíðu ÍSÍ og vefsíðu Jafnréttisstofu www.jafnretti.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.