ÍSÍ fréttir Desember 2019

Page 1

ÍSÍ FRÉTTIR Desember 2019


Ó LY M P Í U FJ Ö L S K Y L D A Í S Í Íþróttamiðstöðin í Laugardal Engjavegur 6 104 Reykjavík Sími: 514 4000 Netfang: isi@isi.is ÍSÍ fréttir 3. tbl. 2019 Ritstjóri: Ragna Ingólfsdóttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.

ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt Íþróttalögum.

Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru um 330.000 Fjöldi virkra iðkenda er um 103.000 Forsíðumynd: Ólympíuhlaup ÍSÍ 2019 var sett á Ísafirði.


ÍSÍ FRÉTTIR 4 DAGUR Í LÍFI AFREKSÍÞRÓTTAFÓLKS ÍSÍ er með Instagram síðu, @isiiceland, þar sem leitast er við að koma á framfæri því góða starfi sem fram fer í íþróttahreyfingunni. Nú er sjónum beint að íslensku afreksíþróttafólki og fólkinu í landinu leyft að fá innsýn í þeirra daglega líf.

4-5

6

FJÓRÐA RÁÐSTEFNA SÝNUM KARAKTER

Fjórða ráðstefna Sýnum karakter fór fram í byrjun október undir yfirskriftinni „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“. Myndbönd frá ráðstefnunni eru nú aðgengileg.

8

FORVARNARDAGUR FORSETA ÍSLANDS

Forvarnardagur forseta Íslands er haldinn á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins. Dagurinn fór fram þann 2. október í ár.

10 MARKVISS HREYFIÞJÁLFUN BARNA Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hefur starfað hjá Íþróttasambandi fatlaðra í 30 ár, þar sem hún hefur stutt við og eflt íþróttaiðkun einstaklinga með fötlun eða frávik. Nú á verkefnið YAP hug hennar allan, en

8-9

markmiðið með YAP er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna á aldrinum 2 til 7 ára.

14 VETRARÓLYMPÍULEIKAR UNGMENNA

Vetrarólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára og fara fram í janúar 2020 í Lausanne í Sviss. Ísland hefur sent þátttakendur frá upphafi leikanna.

10-13

16 GJÖF SEM SLÆR Í GEGN

Badmintonsamband Íslands ætlar að gefa samtals 500 boltabox og 500 spaða til íþróttafélaga til uppbyggingar badmintons um allt land. Nú þegar hafa nokkur félög fengið afhenta gjöf.

18 VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍSÍ Nóg er um að vera á vegum ÍSÍ á næstu vikum og mánuðum.

20 HEILAHRISTINGUR

ÍSÍ lét útbúa veggspjald með leiðbeiningum um hvað gera skal ef íþróttafólk fær höfuðhögg eða högg á líkamann: STOPPA - UPPLÝSA - HVÍLA- AFTUR AF STAÐ. Hægt er að nálgast veggspjaldið hjá ÍSÍ.

16-19

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


DAGUR Í LÍFI AFREKSÍÞR HÆGRI SÍÐA Kári, Arnar Ágústa og Eygló

ÍSÍ er með Instagram síðu þar sem leitast er við að koma á framfæri því góða starfi sem fram fer í íþróttahreyfingunni. Nú er sjónum beint að íslensku afreksíþróttafólki og fólkinu í landinu leyft að fá innsýn í þeirra daglega líf. Íslenskt íþróttafólk mun skiptast á að taka við Instagram síðu ÍSÍ og sýna okkur hinum hvernig dagur í lífi þess er með því að hlaða inn myndum og myndböndum á Instagram Stories. Þeir sem vilja fylgjast með íslensku afreksíþróttafólki æfa, keppa og takast á við hversdagsleikann geta fylgt Instagram síðu ÍSÍ og fengið upplifunina beint í símann. KÁRI GUNNARSSON - Badminton Fyrsti íþróttamaðurinn sem leyfði okkur að fylgjast með degi í sínu lífi var Kári Gunnarsson, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, sem stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í júlí 2020. Þann 8. nóvember tók hann yfir Instagram síðu ÍSÍ og gaf okkur innsýn í lífið sitt. Hann hefur varið síðastliðnum árum í að koma sér ofar á heimslistann í einliðaleik karla, en þessa stundina keppir hann á alþjóðamótaröðinni í badminton víðs vegar um heiminn til þess að ná sér í stig á heimslistann. Aðeins 38 einliðaleiksspilarar komast inn á Ólympíuleikana. Til þess að vera einn af þeim 38 þarf Kári að ná að minnsta kosti tíu góðum úrslitum yfir árið á mótaröðinni. Það eru fimm mánuðir eftir af Ólympíuárinu, en í byrjun maí 2020 kemur lokalistinn út þar sem þátttökurétturinn ákveðst. Kári er á Instagram @karigunnars og einnig heldur hann úti Instagram síðu með öðru afreksfólki undir @afreksfolkidokkar. ARNAR DAVÍÐ JÓNSSON - Keila Annar íþróttamaðurinn sem leyfði okkur að fylgjast með degi í sínu lífi var Arnar Davíð Jónsson, nýkrýndur sigurvegari Evrópumótaraðarinnar í keilu. Hann tók við Instagrami ÍSÍ þann 15. nóvember sl. Arnar Davíð hefur átt gott ár, en aldrei áður hefur Íslendingur sigrað Evrópumótaröðina í keilu og er því um sögulegan sigur að ræða. Helgina fyrir þann glæsilega árangur keppti Arnar Davíð í Kúveit þar sem hann náði 2. sæti í World Bowling Tour, sem er risa­stórt skref fyr­ir keiluíþrótt­ina á Íslandi. Arnar

Davíð hefur tvisvar sinnum verið kjörinn keilumaður ársins hjá Keilusambandi Íslands, árin 2016 og 2018. Arnar Davið er á Instagram @arnardavid. ÁGÚSTA EDDA BJÖRNSDÓTTIR- Hjólreiðar Þriðji íþróttamaðurinn sem leyfði okkur að fylgjast með degi í sínu lífi var Ágústa Edda Björnsdóttir, sem stundar hjólreiðar af kappi. Hún sýndi okkur sinn dag þann 21. nóvember sl. Ágústa Edda er margfaldur meistari í bæði götuhjólreiðum og fjallahjólreiðum. Hún varð fyrr á árinu fyrst ís­lenskra kvenna til að taka þátt á heims­meist­ara­móti í hjól­ reiðum og fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að taka þátt í heims­meist­ara­móti í götu­hjól­reiðum. Ágústa Edda var valin Hjólreiðakona ársins 2017, 2018 og 2019. Ágústa Edda er á Instagram @agustaedda. EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR - Sund Fjórði íþróttamaðurinn sem leyfði okkur að fylgjast með degi í sínu lífi var Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona. Eygló Ósk er fædd árið 1995. Hún hefur keppt á tvennum Ólympíuleikum, í London 2012 og í Ríó 2016, en hennar helsta sérgrein er baksund. Hún náði stórglæsilegum árangri á Evrópumeistaramóti í 25 m laug í Ísrael árið 2015 þegar hún vann til bronsverðlauna í baksundi. Eygló var kjörin Íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hún hefur fimm sinnum verið kjörin Sundkona ársins, 2011, 2012, 2013, 2014 og 2015. Hún var kjörin Íþróttakona Reykjavíkur árin 2014 og 2015. Hún stefnir ótrauð á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Eygló er á Instagram @eyglo95. ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR - Spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari og þrefaldur Ólympíufari, sýndi okkur dag í sínu lífi þann 5. nóvember. Ásdís keppti í spjótkasti á Ólympíuleikunum árin 2008, 2012 og 2016. Hún stefnir á þátttöku á sínum fjórðu Ólympíuleikum 2020. Ásdís er Íslandsmethafi í spjótkasti með kast upp á 63,43 metra, sem hún setti 12. júlí 2017 í Joensuu í Finnlandi. Sama ár lenti hún í 11. sæti á Heimsmeistaramótinu í London. Hún er ekki einungis besti spjótkastari landsins í kvennaflokki heldur á hún einnig Íslandsmetið í kúluvarpi. Ásdís er á Instagram @asdishjalms.


ÞRÓTTAFÓLKS

Á næstu vikum og mánuðum er von á því að fleira íþróttafólk og íþróttaþjálfarar taki við Instagram síðu ÍSÍ, m.a. Júlían J. K. Jóhannesson kraftlyftingamaður, Már Gunnarsson sundmaður, Tiana Ósk Whitworth frjálsíþróttakona, Sólveig Bergsdóttir fimleikakona og Anton Sveinn Mckee sundmaður. ÍSÍ hvetur þig til þess að fylgja síðunni og fylgjast með þínum uppáhalds fyrirmyndum í íþróttum takast á við hversdagslífið.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


SÝNUM KARAKTER

Ráðstefnan „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ fór fram fyrir fullum sal. Mynd: Viðar Halldórsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Pálmar Ragnarsson, Sveinn Þorgeirsson, André Lachance, Þórarinn Alvar Þórarinsson, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Ragnhildur Skúladóttir og Sigurður Guðmundsson.


Fj ór ð a Sýnum k a ra k te r rá ð s te fn a n fó r fra m í by r jun o któ b er undir yfirskriftinni „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag m ót a ð e ð a e yð i l a g t k a ra k te r? “ í H á s k ó l a n u m í R ey kjaví k . S ex fyrirlesarar tóku til máls: Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur o g h u g my n d a s m i ð u r S ý n u m k a r a k t e r, S i g u ­ rður Guðmunds­ s o n , f r a m­k v æ m d a­s t j ó r i U n g­m e n n a­s a m­b a n d s B o r g­a r ­f j a r ð a r, S ó l­v e i g J ó n s­d ó t t­i r, f r a m­k v æ m d a­s t j ó r i F i m­l e i k a­s a m­b a n d s Í s l a n d s , A r n a­ r B i l l G u n n a­ r s ­s o n , f r æ ð s l u s­ t j ó r i K S Í , S v e i n n Þor­g e i r s­s on, a ð jú n k t á í þ ró tta ­f ræ ð a s vi ð i H R, André L ac hance frá Spor t for Life í K an­a da og Jó­h anna Vig­d ís H jalta­d ótt­i r fjöl­ m i ð l a kona . R á ð s te fn u s tjó r i va r Pá l m a r R a gnar sso n. Ráðstefnan var tekin upp og hægt er að horfa á fyri rl est ran a á y o u tu b e s íð u S ý n u m k a r akter hér.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


FORVARNARD

Forvarnardagur forseta Íslands er haldinn á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins og er beint sérstaklega að unglingum í 9. bekk og fyrsta bekk í menntaskóla. For varnardagurinn fór fram 2. október 2019. ÍSÍ er einn af samstarfsaðilum dagsins. Öll framkvæmd Forvarnardags í skólum landsins er á vegum skólans sjálfs samkvæmt leiðbeiningum frá verkefnisstjórn Forvarnardagsins. Hugmyndir að framkvæmd á Forvarnardegi er að fá nemendur til að ræða saman um hugmyndir sínar og tillögur um æskulýðs- og íþróttastarf og fjölskyldulíf sem geta eflt varnir gegn vímuefnum. Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu ÍSÍ.


DAGURINN

LY K I L P U N K TA R F O R VA R N A R D A G S I N S • Ungmenni sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líkleg til að hefja neyslu fíkniefna. • Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum. • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


MARKVISS HREYFIÞJÁLFUN

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hefur starfað hjá Íþróttasamband við og eflt íþróttaiðkun einstaklinga með fötlun eða frávik. Nú á markmiðið með YAP er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun ba


UN BARNA

di fatlaðra í 30 ár, þar sem hún hefur stutt á verkefnið YAP hug hennar allan, en arna á aldrinum 2 til 7 ára.

A

n n a K a ró l í n a Vi l h j á l m s dóttir, eða Anna Lína eins og hún er alltaf kölluð, er menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni og B.ED frá KHÍ auk framhaldsmenntunar við DHL/ KU og MPM við HÍ. Hún hefur starfað hjá Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) í að verða 30 ár sem framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs ÍF. Hún hefur í sínu starfi stutt við og eflt íþróttaiðkun fatlaðra, m.a. komið af stað nýjum hugmyndum og þróað nýjar greinar og búnað. Þá hefur hún hugsað út fyrir rammann, leitast eftir nýjungum í t æ k n i o g h r i nt þ ví í fra mk væ md að enn fleiri tæk ifæri yrðu opnuð á íþróttasviðinu fyrir einstaklinga með fötlun eða frávik.

YAP (Young Athlete Program) Eitt af þeim verkefnum sem á hug hennar allan kallast YAP og er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics samtakanna. Markmiðið með YAP er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna á aldrinum 2 til 7 ára. YAP er í grunninn hreyfiþjálfun en nýtist einnig sem verkfæri sem tengir saman hreyfiþjálfun og t.d. stærðfræði og lestur. Æfingarnar sem unnið er með taka fyrir ákveðna þætti sem fylgt er eftir og markviss nálgun nær fram markverðum árangri. Innleiðing ÍF á YAP á Íslandi hófst árið 2015, en Anna Lína hefur síðan þá ferðast um landið og kynnt verkefnið ásamt Ástu Katrínu Helgadóttur, íþróttakennara á Skógarási Ásbrú. Helsti samstarfsaðili ÍF á innleiðingu YAP er Heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú en þar hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum innleiðingar YAP á leikskólastarfið. Markviss hreyfiþjálfun er til staðar í mörgum leikskólum, en það sem YAP gengur út á er að setja upp „gleraugu“ sem fókusa á barnið út frá hreyfifærni og hreyfiþroska og ef ástæða er til að bregðast við að gera það strax með einföldum aðferðum. Öll börn falla þar undir en börn með frávik eru markhópur sem mikilvægt er að ná til eins snemma og hægt er og þar er YAP einfalt verkfæri sem allir geta nýtt til að bregðast við.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Allt fræðsluefni YAP er ókeypis

Kynningardagur YAP á Vestfjörðum

Verkefnið byggir á æfingaáætlun og árangursmælikvarða. Á Skógarási er YAP verkefnið nýtt fyrir alla nemendur en sérstakur markhópur eru nemendur með slaka hreyfifærni, hegðunarvandkvæði, vanvirkni eða óöryggi og tvítyngdir nemendur. Niðurstaða rannsókna sýna miklar framfarir nemenda á sviði hreyfifærni og félagslegra samskipta. Einnig hafa niðurstöður sýnt aukna vellíðan, sjálfsöryggi, gleði, sjálfsstjórn og tjáningu. Allt fræðsluefni tengt YAP er á netinu og er ókeypis aðgengi að því.

Þann 19. nóvember sl. kynntu Anna Lína og Ásta Katrín YAP verkefnið á Vestfjörðum. Kynningin fór fram í leikskólanum Glaðheimum, Bolungarvík. Þegar að slíkur kynningardagur fer fram er sett upp þrautabraut og börnin taka virkan þátt í öllum æfingum sem hver og ein miðar að því að þjálfa ákveðna þætti. Fulltrúar leikskóla á svæðinu fylgdust með í þetta sinn og síðan fóru fram umræður um verkefnið. Vonast er til þess að YAP verði innleitt í leikskólum á svæðinu.

„Markmiðið með YAP er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna á aldrinum 2 til 7 ára.“

Hér má finna íslenskt kynningarmyndband um YAP


Munur á almennri hreyfingu og markvissri hreyfiþjálfun Þó YAP verkefnið nýtist öllum börnum hefur það mest áhrif til framtíðar fyrir börn með sérþarfir og frávik. Rannsóknir á sviði hreyfiþroska sýna að snemmtæk íhlutun á því sviði er mikilvæg og rannsóknir í heilsuleikskólanum Skógarási, Ásbrú hafa sýnt jákvæð áhrif samþættingar á sviði hreyfiþroska, málþroska og félagsfærni. Allt vinnur þetta saman og er jafn mikilvægt. Forsenda árangurs er að litið sé á hreyfiþjálfun út frá faglegri nálgun og að gerður sé greinarmunur á frjálsum leik eða almennri hreyfingu og markvissri hreyfiþjálfun með mælanlegum árangri og markmiðssetningu, ekki síst ef skertur hreyfiþroski er til staðar. YAP verkefnið getur verið aðlagað að því starfi sem fyrir er á hverjum stað og nýtt á margvíslegan og ólíkan hátt, allt eftir því hvað hentar á hverjum stað.

Hér er um að ræða verkefni sem getur reynst mikilvæg forvörn og styrkt börn til framtíðar. Anna Lína vonast eftir því að tækifæri skapist til að koma á fót samstarfi milli leikskóla þar sem sérfræðiþekking á sviði hreyfiþjálfunar og útiæfinga nýtist sem flestum börnum á hverju svæði. YAP getur einnig styrkt börn til að takast á við það umhverfi sem skapast þegar komið er úr leikskóla í grunnskóla og fyrstu skref stigin inn á vettvang íþróttanna. Áhugasamir leikskólastjórar og sérkennslustjórar geta haft samband við Önnu Línu hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Heildarefni YAP er að finna hér á vefsíðu Special Olympics Int. Ókeypis og aðgengilegt!

Myndirnar eru frá heimsókn Önnu Línu og Ástu Katrínar í leikskólann Glaðheima á Bolungarvík.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


L AU S A N N E Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) fara fram í Lausanne í Sviss frá 9. - 22. janúar 2020.

Vetrarólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram 2012 í Innsbruck í Austurríki og aðrir leikarnir í Lillehammer í Noregi 2016. Á leikunum í Lausanne verða keppendur um 1.900 og keppni fer fram í 16 íþróttagreinum. Ísland hefur átt keppendur á leikunum frá upphafi og munu eiga fulltrúa á leikunum 2020, en hverjir það eru kemur í ljós á næstu vikum. FYLGSTU MEÐ LIÐI ÍSLANDS HÉR Á VEFSÍÐU ÍSÍ.


2020

Skipuleggjendur Vetrarólympíuleika ungmenna í Lausanne hafa í nógu að snúast fram að leikum. Nú munu fara fram viðburðir um allt Sviss fram að leikum þar sem ung fólk er hvatt til þess að hreyfa sig. Vefsíðu leikanna má sjá hér.


GJÖF SEM SLÆR Í Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) færði Badmintonsambandi Íslands (BSÍ) stórglæsilega afmælisgjöf í tilefni 50 ára afmælis sambandsins árið 2018, 500 Yonex badmintonspaða og 500 box af plastboltum, sem afhent verður á 5 árum. Badmintonsambandið ætlar að nota þessa gjöf til uppbyggingar íþróttarinnar um allt land og hvatti aðildarfélög til þess að sækja um til sambandsins að fá spaða og bolta með áætlun um hvað skyldi nýta gjöfina í. Henta spaðarnir mjög vel fyrir félögin, til dæmis til að lána iðkendum spaða á æfingum, sem gjafir til yngri iðkenda til kynningar á íþróttinni og til skóla í nágrenninu í sambandi við íþróttakennslu svo fátt eitt sé nefnt. Kemur þessi gjöf TBR, badmintonsambandinu og íþróttinni til mikils gagns þar sem mikilvægt er fyrir félögin, skólana og íþróttahúsin að búnaður til badmintoniðkunar sé góður. Alls hafa nú níu aðildarfélög fengið úthlutað 200 spöðum og boxum.


GEGN Badmintondeild Þórs Badmintondeild Þórs sótti um bæði badmintonspaða og bolta til að gefa Grunnskólanum í Þorlákshöfn með það að markmiði að endurnýja gamlan búnað skólans og um leið efla kennslu og áhuga á íþróttinni. Badmintondeild Þórs fékk 10 badmintonspaða og 3 box af boltum (18 stykki) úr þessari fyrstu úthlutun Badmintonsambandsins. Badmintondeildin gaf síðan grunnskólanum spaðana og boltana til að nota við íþróttakennslu í skólanum. Sæmundur Steingrímsson formaður badmintondeildarinnar afhenti Ingibjörgu Steinunni Sæmundsdóttur íþróttakennara við grunnskólann gjöfina og á meðfylgjandi mynd má sjá þau ásamt iðkendum og jafnframt nemendum skólans taka við gjöfinni.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍSÍ Það er fjölmargt í gangi hjá ÍSÍ næstu vikurnar. Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ fagnar afrekum sínum á Íþróttamanni ársins 2019 þann 28. desember. Stjórnendaþjálfun ÍSÍ verður í boði fyrir sambandsaðila í janúar, Ólympíuleikar ungmenna fara fram í janúar og Lífshlaupið hefst í febrúar.

28

08 janúar fer Stjórnendaþjálfun ÍSÍ fram. Þjálfunin stendur yfir í tvo daga og er í boði

Source: Uptatie mod tin voluptat praesse quisit utpat nisci eraessequam dolenim do ex eu feugait

desember fer Íþróttamaður ársins 2019 fram í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er sameiginlegt verkefni ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ). SÍ kjósa ár hvert Íþróttamann ársins, lið ársins og þjálfara ársins. ÍSÍ veitir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda. Kjör á Íþróttamanni ársins verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

fyrir sambandsaðila ÍSÍ. Námskeiðinu er ætlað að vera upplýsandi, fræðandi og praktískt fyrir þátttakendur til að efla þá í þeim störfum sem þeir sinna innan íþróttahreyfingarinnar. Skráning fer fram á vefsíðu ÍSÍ www.isi.is.


09 janúar hefjast Ólympíuleikar ungmenna í Lausanne í Sviss. 06 febrúar hefst Lífshlaupið 2019. Lífshlaupið stendur fyrir:

-Grunnskólakeppni fyrir, 15 ára og yngri, tvær vikur í febrúar. -Framhaldsskólakeppni, fyrir 16 ára og eldri, tvær vikur í febrúar. -Vinnustaðakeppni, þrjár vikur í febrúar. -Einstaklingskeppni, þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. ÍSÍ hvetur alla til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnum í a.m.k. 30 mínútur á dag. Þátttaka í verkefninu felst í að skrá sig á vefsíðu verkefnisins, www.lifshlaupid.is og hreyfa sig dagsdaglega. Þú getur einnig skorað á vin!

08 maí hefst Hjólað í vinnuna og stendur yfir til 28. maí. Á

vefsíðunni www.hjoladivinnuna.is má finna upplýsingar sem tengjast verkefninu.Ef þinn vinnustaður er ekki að taka þátt þá er um að gera að stofna aðgang og hvetja þitt fólk áfram.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


HEILAHRISTINGUR

Heilahristingur getur orsakast af höfuðhöggi eða höggi á líkamann. Við höggið hristist heilinn og skellur utan í höfuðkúpuna. Einkenni heilahristings geta m.a. verið höfuðverkur, minnisleysi, svimi, jafnvægisleysi, ógleði, sjóntruflanir, þrýstingur í höfði og þreyta. Einkennin geta komið fram nokkru eftir áverkann. Ef íþróttamaður missir meðvitund eftir höfuðhögg skal hringja strax í 112.

STOPPA

Sé grunur um að leikmaður hafi fengið heilahristing skal hann ekki halda áfram leik.

UPPLÝSA HVÍLA

Læknir, þjálfari, foreldrar og liðsfélagar þurfa að vita ef einhver hefur fengið höfuðhögg. Nýr heilahristingur eða höfuðhögg skömmu eftir höfuðáverka getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Góð hvíld, andleg og líkamleg, er nauðsynleg eftir heilahristing. Mikilvægt er að hvíla þar til einkenni heilahristings eru horfin.

AFTUR AF STAÐ

Hafi íþróttamaður hlotið heilahristing skal fara eftir „Aftur til leiks (Return to play)“ leiðbeiningum. Það er læknir sem ákveður hvenær óhætt er að hefja æfingar á ný.

Sjá nánari upplýsingar um heilahristing á heimasíðu ÍSÍ.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.