![](https://assets.isu.pub/document-structure/230503112124-ada2039133bb0904c55e76225f3f7729/v1/7a934be80b5876c28b1ec0f32c2cc758.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Ársþing EOC – Endurkjör Líneyjar Rutar í stjórn EOC
Ársþing Evrópusambands
Ólympíunefnda (EOC) fór fram í Aþenu í Grikklandi 10. - 11. júní 2021. Á þinginu var kosið til forseta og stjórnar. Niels Nygaard, sem tók við sem starfandi forseti í kjölfar andláts Janez Kocijancic forseta EOC í júní 2020, bauð sig fram til forsetaembættisins ásamt Spyros Capralos frá Grikklandi sem hlaut yfirburða kosningu. Niels mun þó áfram koma að starfi EOC með því að sinna embætti varaformanns undirbúningsnefndar Evrópuleikanna 2023.
Advertisement
Líney Rut Halldórsdóttir var endurkjörin í stjórn EOC, til næstu fjögurra ára. Endurkjör hennar í stjórn æðstu samtaka ólympíuhreyfingarinnar í Evrópu endurspeglar hversu mikils hún er metin í alþjóðastarfi hreyfingarinnar.
Í tengslum við þingið var einnig haldið upp á 50 ára afmæli sambandsins með ýmsum hætti. EOC vinnur nú að því að uppfæra stefnumál sambandsins í góðri samvinnu við þau 50 lönd í Evrópu sem eru aðilar að sambandinu. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir þáverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ
Ársþing EOC 2022 fór fram dagana 10. - 11. júní í Skopje í NorðurMakedóníu. Fulltrúar ÍSÍ voru Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. Rússum og Hvít-Rússum var óheimilt að senda fulltrúa til þingsins vegna stöðunnar í Úkraínu. Til viðbótar við hefðbundin þingstörf, samþykkt reikninga og skýrsluflutning þá var fjallað um mikilvægi þess að standa vörð um Evrópska íþróttamódelið og einnig var kynning á þeim leikum sem framundan eru. Ólympíunefnd NorðurMakedóníu fagnaði 30 ára afmæli á árinu og var boðið til hátíðarkvöldverðar af því tilefni. Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ var á þinginu sem stjórnarmeðlimur í EOC. Líney Rut, sem einnig er formaður yfirnefndar Ólympíuhátíða Evrópuæskunnar (EOC EYOF Commission) var með framsögu á þinginu og kynningu á verkefnunum sem framundan eru.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230503112124-ada2039133bb0904c55e76225f3f7729/v1/5bf347406a15d6a4105166cb1dae2db0.jpeg?width=720&quality=85%2C50)