1 minute read

Ársþing ANOC

25. ársþing Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC) var haldið í Heraklion á grísku eyjunni Krít dagana 24. og 25. október 2021.

Upprunalega átti að halda þingið í Seoul í Suður-Kóreu en það var fært til Krítar vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar frá 148 ólympíunefndum sóttu þingið á Krít en fulltrúar 57 ólympíunefnda tóku þátt í þinginu í gegnum fjarfundarbúnað. Áhersla var á sjálfbærni og umhverfismál og lýsti þingið yfir stuðningi við yfirlýsingu Alþjóðaólympiunefndarinnar, IOC um að draga úr beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fyrir árið 2030. Í tengslum við þingið voru verðlaunaafhendingar til íþróttafólks, liða og landa sem tóku þátt í  Ólympíuleikunum í Tókýó.

Advertisement

Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ sátu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Ársþing ANOC 2022 fór fram í Seoul í Suður-Kóreu dagana 19. - 21. október. Streymt var frá þinginu á fimm tungumálum. Á þinginu var undirritaður samningur á milli ANOC og Ólympíunefndar Indónesíu um framkvæmd Heimsstrandarleika ANOC sem munu fara fram á Balí 5. - 15. ágúst 2023.

Robin Mitchell var kjörinn forseti ANOC til næstu fjögurra ára.

Á fundinum voru fluttar stöðuskýrslur um ýmis verkefni, svo sem Sumarólympíuleikana 2024 og Vetrarólympíuleikana 2026, sem og Vetrarólympíuleika ungmenna.

Íþróttamannanefnd ÍSÍ

Kosið var í Íþróttamannanefnd ÍSÍ í fyrsta sinn árið 2021 af íþróttafólki sérsambandanna. Þau sem hlutu kosningu voru; Anton Sveinn McKee (sund), Ásdís Hjálmsdóttir Annerud (frjálsíþróttir), Dominiqua Alma

Belányi (fimleikar), Guðlaug Edda Hannesdóttir (þríþraut) og Sigurður Már Atlason (dans). Ásdís var kjörin formaður nefndarinnar og hefur hún jafnframt átt sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem fulltrúi Íþróttamannanefndar ÍSÍ .

Nefndin hefur fundað þrisvar sinnum á starfstímanum. Nefndarmenn hafa einnig unnið að því að safna gögnum og kynnt sér starfsumhverfi, réttindi og kjör afreksíþróttamanna hjá helstu nágrannaþjóðum. Fulltrúar nefndarinnar sóttu ekki erlenda viðburði eða ráðstefnur á starfstímabilinu þar sem þeim var frestað vegna kórónuveirufaraldurs. Formaður nefndarinnar hélt erindi fyrir Afreksbúðir ÍSÍ um markmiðasetningu og tímastjórnun árið 2021.

Íþróttamannanefnd ÍSÍ heldur úti Facebook-hópi undir nafninu Íþróttamannanefnd ÍSÍ. Þar getur íþróttafólk verið í beinu sambandi við nefndina og tekið þátt í þeim umræðum sem skapast.

Afgreiddar voru ýmsar uppfærslur, viðbætur og lagfæringar á regluverki ANOC. Umhverfismál og sjálfbærni voru einnig í brennidepli.

Fulltrúi ÍSÍ á ársþinginu var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri. Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ var á þinginu sem sérstakur gestur ANOC, sem bauð fimm áhrifakonum úr hverjum álfusamtökum ólympíuhreyfingarinnar sérstaklega til þingsins og var Líney Rut ein þeirra.

Hægt er að hafa samband við Íþróttamannanefndina á póstfangið imn@isi is

This article is from: