1 minute read

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Advertisement

Lífshlaupið er fjölmennasta almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ. Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Í ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu, er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Skrá má í keppnina alla þá hreyfingu sem nær þessum ráðleggingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, s.s. 10-15 mínútur í senn.

Á árunum 2021 og 2022 tóku samtals tæplega 34.000 manns þátt í verkefninu og hreyfðu sig samanlagt í 31.000 mínútur sem gera yfir 400.000 hreyfidaga.

Í ár var átakið sett með góðum gestum í höfuðstöðvum Advania.

Áætlað er að bæta við flokki í Lífshlaupið fyrir félög eldri borgara, önnur félög og klúbba árið 2024, þar sem mikill áhugi er hjá þessum hópum að taka þátt.

Þátttakendur voru duglegir að merkja Lífshlaupið á myndum og voru samfélagsmiðlar átaksins mjög lifandi og skemmtilegir á meðan á átakinu stóð.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is og á Facebooksíðu verkefnisins; Lífshlaupið | Facebook.

Heimsókn frá nemum í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands

Nemar á 2. ári í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands heimsóttu ÍSÍ bæði 2021 og 2022, í tengslum við verkefnavinnu í áfanga námsins um heilsueflingu. Fengu nemarnir kynningu og fræðslu um helstu almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ.

Á myndinni eru frá vinstri Linda Laufdal, Ómar Atli Sigurðsson, Arnór Smári Sverrisson og Hrönn Guðmundsdóttir.

This article is from: