![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
Fundur norrænna sambanda um fyrirtækjaíþróttir
Í lok ágúst 2022 var ÍSÍ gestgjafi fundar norrænna sambanda um fyrirtækjaíþróttir. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 25. - 27. ágúst 2022 en honum hafði þá verið frestað í tvígang vegna kórónuveirufaraldursins. Upphaflega átti að halda fundinn hér á landi árið 2020. Allur undirbúningur fundarins var í höndum starfsmanna ÍSÍ.
Á fundinn mættu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands til að ræða tækifæri og áskoranir varðandi þátttöku almennings í ýmis konar íþróttaviðburðum tengdum fyrirtækjaíþróttum (Company sports). Í flestum framangreindra landa eru sérstök sambönd um fyrirtækjaíþróttir en á Íslandi hefur ÍSÍ haldið utan um slík verkefni. Fulltrúar ÍSÍ hafa sótt fundi norrænu sambandanna um langt skeið enda annast Almenningsíþróttasvið ÍSÍ árlega stóra viðburði á sviði fyrirtækjaíþrótta, svo sem Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið.
Advertisement
Á fundinum voru flutt fróðleg og góð erindi. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir